Greinar miðvikudaginn 23. desember 1998

Forsíða

23. desember 1998 | Forsíða | 46 orð

Beðið eftir jólasteikinni

AÐVENTAN er mikill annatími í fiskeldinu í Tékklandi en þar í landi er vatnakarfi jólamaturinn. Hér er fjölskylda í Prag að bíða eftir karfanum sínum en áætlað er að borgarbúar láti ofan í sig um 600 tonn af þessum gómsæta fiski yfir hátíðirnar. Meira
23. desember 1998 | Forsíða | 114 orð

Eldur í stórverslun

LÖGREGLAN í Stokkhólmi aðstoðaði í gær hundruð manna við að yfirgefa eina helstu verslunarmiðstöðina í borginni eftir að drukkinn maður kveikti mikinn eld á bílastæði undir henni. Lögreglan hefur handtekið manninn, sem kveikti í, einn af góðkunningjum sínum, en eldurinn læsti sig upp eftir lyftuopi í byggingunni sem er sjö hæðir. Meira
23. desember 1998 | Forsíða | 301 orð

"Mikið tjón" á hervél Íraka

GEORGE Robertson, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði í gær, að ríkisstjórnin myndi á næstu dögum leggja fram sannanir um hið "gífurlega tjón", sem unnið hefði verið á hernaðarmannvirkjum í Írak með loftárásunum. Utanríkisráðherra Þýskalands lagði í gær til, að slakað yrði smám saman á refsiaðgerðum gegn Írak en Bandaríkjastjórn er andvíg því. Meira
23. desember 1998 | Forsíða | 112 orð

Ókeypis símtöl á jólum

ÞÝSKA símafyrirtækið Mobilcom tilkynnti í gær, að það myndi bjóða upp á ókeypis langlínusímtöl í Þýskalandi að kveldi jóladags og á sama tíma á öðrum degi jóla. Notendur geta hringt ókeypis milli klukkan 19 að kveldi og miðnættis báða dagana og gildir einu hve lengi talað er. Meira
23. desember 1998 | Forsíða | 462 orð

Viðræður í biðstöðu vegna þingkosninga

ÍSRAELSKA ríkisstjórnin tilkynnti í gær, að hún væri reiðubúin að standa við Wye-samkomulagið við Palestínumenn hvað sem liði væntanlegum kosningum í Ísrael. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra setur hins vegar ný skilyrði og algerlega óaðgengileg að mati Palestínumanna fyrir áframhaldandi brottflutningi hersins frá Vesturbakkanum. Meira

Fréttir

23. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 132 orð

13 þúsund jólapakkar til Bosníu

SKILAFRESTUR vegna samkeppni um bestu jólasöguna og jólaljóðið rennur út kl. 20. í kvöld, Þorláksmessukvöld. Samkeppnin hefur staðið yfir á jólaföstunni í tengslum við jólaþorpið Norðurpólinn. Hægt er að skila inn sögum og ljóðum í Hús jólasveinanna á Norðurpólnum fram til þess tíma. Meira
23. desember 1998 | Landsbyggðin | 281 orð

37 brautskráðir á haustönn

Fjölbrautaskóli Suðurnesja 37 brautskráðir á haustönn Keflavík-Haustönn Fjölbrautaskóla Suðurnesja var slitið við hátíðlega athöfn á sal skólans á laugardag að viðstöddu fjölmenni. Að þessu sinni voru 37 nemendur brautskráðir og voru flestir frá Reykjanesbæ, 27. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 230 orð

5-6.000 símanúmer sambandslaus

HLUTI af tölvubúnaði Múlastöðvar Landssímans hefur verið tekinn úr umferð og notast verður við varabúnað meðan kannaðar eru ástæður bilunar sem varð seint á mánudagskvöld og leiddi til þess að 5-6.000 símanúmer urðu sambandslaus í um þrjá stundarfjórðunga. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

Alabama opnað í dag

NÝR skemmtistaður verður opnaður í Hafnarfirði í dag, Þorláksmessu, en hann er til húsa í Dalshrauni 13 við hliðina á Byko. Staðurinn tekur tæplega fimm hundruð manns og stórt dansgólf er á staðnum. Viðar Jónsson söngvari og gítarleikari skemmtir gestum á opnunarkvöldinu en stefnt er að því að hafa lifandi tónlist flesta daga. Haraldur Jónsson er eigandi staðarins. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 132 orð

Alfreð sækist eftir öðru sæti

ALFREÐ Þorsteinsson borgarfulltrúi R-listans hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík sem fram fer um miðjan næsta mánuð vegna alþingiskosninganna næsta vor. Alfreð sækist eftir kjöri í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins en Ólafur Örn Haraldsson alþingismaður hefur einnig lýst því yfir að hann sækist eftir 2. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 136 orð

Ananda Marga með barnahjálp í Afríku

DIDI Ananda Sukrti, jógakennari sem hefur starfað hérlendis um árabil, er nú á förum til að taka þátt í hjálpar- og líknarstarfi Ananda Marga í Afríkuríkinu Kongó. Hyggst hún leita stuðnings Íslendinga við starfið og hefur opnað bankareikning í því skyni. Meira
23. desember 1998 | Erlendar fréttir | 458 orð

Árásir þjappa aröbum saman

Á LAUGARDAG urðu þau fáheyrðu tíðindi hér í Sýrlandi að mótmælagöngur fóru fram út um alla borg. Nemendur í framhaldsskólum hófu þær og síðan bættust fleiri við með hverri klukkustundinni. Allt fór þetta að vísu friðsamlega fram en fólk bar mótmælaspjöld og myndir af íröskum börnum og hrópaði slagorð gegn árásunum á Írak. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Bílaþjófur handtekinn á Selfossi

LÖGREGLAN á Selfossi handtók 35 ára gamlan karlmann í gærmorgun nærri Selfossi. Maðurinn hafði brotist inn í bílasölu í Reykjavík aðfaranótt þriðjudags, stolið þar lyklum og bíl og ekið á honum austur fyrir fjall. Hann var grunaður um ölvun og var réttindalaus. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 147 orð

Björk syngur í Þjóðleikhúsinu

BJÖRK Guðmundsdóttir heldur tvenna tónleika hér á landi eftir áramót. Tónleikarnir verða í Þjóðleikhúsinu 5. og 6. janúar. Þetta verða líklega einu tónleikar Bjarkar hér á landi á árinu, enda er hún að hefja vinnu við upptökur á nýrri plötu. Björk Guðmundsdóttir heldur tónleika í Þjóðleikhúsinu 5. og 6. janúar næstkomandi með Íslenska strengjaoktettinum og tónlistarmanninum Mark Bell. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 98 orð

Blysför og fundur á Ingólfstorgi

SAMSTARFSHÓPUR friðarhreyfinga stendur fyrir blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Safnast verður saman kl. 17.30 á Hlemmi og lagt af stað kl. 18. Fólki er bent á að mæta tímanlega. Hamrahlíðarkórinn og barnakórar Austurbæjarskóla og Flataskóla taka þátt í blysförinni sem endar með stuttum fundi á Ingólfstorgi. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 310 orð

Brautskráning frá Flensborgarskólanum

39 NEMENDUR, 1 með verslunarpróf og 38 stúdentar, voru brautskráðir frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði við athöfn sem fram fór í Víðistaðakirkju laugardaginn 19. desember sl. Flestir stúdentanna eða 20 brautskráðust af félagsfræðibraut, 7 af hagfræðibraut, 5 af málabraut, 4 af náttúrufræðibraut, 1 af íþróttabraut og 1 af eðlisfræðibraut. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 81 orð

Bubbi Morthens á Hótel Borg

HINIR árlegu jólatónleikar Bubba Morthens á Hótel Borg verða á Þorláksmessu og hefjast þeir kl. 22. Í fréttatilkynningu segir að mikið hafi verið um að vera hjá Bubba síðustu mánuði fyrir jól og að nýju plötunni "Arfur" hafi verið vel tekið. Á tónleikunum verða flutt lög af nýju plötunni í bland við lög af fyrri plötum hans. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 288 orð

Börn hafi framvegis sérstök vegabréf

ALÞINGI samþykkti um helgina ný lög um vegabréf sem kveða m.a. á um að vegabréf skuli framvegis einungis gilda fyrir einn einstakling. Eftir gildistöku laganna hinn 1. júní nk. verður því ekki hægt að skrá barn yngra en 15 ára í vegabréf náins aðstandanda heldur verður hvert barn að hafa sérstakt vegabréf með mynd. Meira
23. desember 1998 | Miðopna | 781 orð

Eldgosið óbreytt að mati vísindamanna

VÍSINDAMENN virtu fyrir sér eldstöðina í Grímsvötnum úr flugvél Flugmálastjórnar milli kl. 11 og 11.30 í gærmorgun. Magnús Tumi Guðmundsson sá eldstöðina. "Þá var ekki mikið öskuuppstreymi og ekki öflugt gos en sprengingar voru í gígnum og aðstæður svipaðar og verið hefur," sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

Eldur í sorpeyðingarstöð

ELDUR kom upp í gömlu sorpeyðingarstöðinni við Skarfasker á Ísafirði í gærmorgun klukkan tíu. Slökkviliðið á Ísafirði fór á vettvang og slökkti eldinn á skömmum tíma. Að sögn lögreglunnar komst eldur upp úr olíuofni stöðvarinnar í rusl sem lá á gólfi stöðvarinnar og þaðan í veggi og loft húsnæðisins. Meira
23. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 319 orð

Fjölmörg framfaraverkefni

STEFNUMÓTUN í atvinnumálum á Akureyri verður afgreidd í bæjarstjórn Akureyrar um miðjan febrúar næstkomandi og er þess þá vænst að fjölmörg framfaraverkefni sem miða að eflingu atvinnulífs og byggðar í bænum geti hafist. Um 25 til 30 verkefni hafa verið flokkuð sem forgangsverkefni. Unnið hefur verið að þessu verkefni frá því í haust og hafa fjölmargir tekið þátt í því. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 482 orð

Flugmenn eru varir um sig vegna gosöskunnar

FLUGMENN eru varir um sig gagnvart útbreiðslu ösku frá gosinu í Grímsvötnum, að sögn Bergþórs Bergþórssonar, aðalvarðstjóra í flugstjórn hjá Flugmálastjórn Reykjavíkur. Vélar í innanlandsflugi til Akureyrar fóru óbreytta leið í gær en vélin til Egilsstaða fór sunnar en vanalega til að forðast ösku; flogið var um Ingólfshöfða, og tók ferðin um 10 mínútum lengri tíma en ella. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 916 orð

Foreldrar kvarta yfir vinnuhörku í Bónus

VERSLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur hefur undanfarna daga kannað meint brot á lögum og reglum um vinnutíma og lögboðna hvíld. Tilefni rannsóknarinnar voru margvíslegar ábendingar sem félaginu hefur borist, og hafa margar þeirra beinst að verslunum Bónuss samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 607 orð

Forsætisnefndin ræðir skýrslu um Stofnfisk

GUÐMUNDUR Árni Stefánsson, alþingismaður og 4. varaforseti Alþingis, hefur óskað eftir að forsætisnefnd Alþingis ræði skýrslu Ríkisendurskoðunar um Stofnfisk. Hann segir að skýrslan gefi nefndinni tilefni til að ræða um rétt alþingismanna til upplýsinga almennt. Meira
23. desember 1998 | Erlendar fréttir | 47 orð

Genameðferð gegn elli

NÝ genameðferð sem hamlar gegn því að tilraunamýs hrörni með aldri gæti hugsanlega hjálpað mannfólki að vinna gegn hrörnunareinkennum öldrunar, að því er vísindamenn við Pennsylvaníuháskóla greindu frá á dögunum. Munu eldri mýs, sem gengust undir meðferðina, hafa bætt með því vöðvastyrk sinn um 27%. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 142 orð

Gjafir til hjartveikra barna

NÚ nýlega afhenti fulltrúi Lýsis hf. tveimur nemendum Mýrarhúsaskóla viðurkenningu fyrir annars vegar bestu ritgerðina um lýsi og hollustu þess og hins vegar fallegustu myndina sem tengdist lýsi. Veitt voru peningaverðlaun að upphæð 10.000 kr. og hlutu þau Hildur Ýr Hilmarsdóttir og Haukur Ploder. Peningana létu þau Hildur og Haukur renna til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna. Meira
23. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 78 orð

Guðmundur Oddur sýnir

GUÐMUNDUR Oddur Magnússon opnar sýningu í Ljósmyndakompunni í Grófargili í dag, Þorláksmessu, kl. 18. Guðmundur Oddur er Akureyringur og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og framhaldsnám í Kanada. Hann hefur verið deildarstjóri í grafískri hönnunardeild Myndlistarskólans á Akureyri og gegnir nú sama embætti við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 157 orð

Hálf milljón í minningargjöf

ÓLAFUR Guðmundsson, fyrrverandi lögreglumaður í Reykjavík, og synir hans Bjarni Einar og Guðmundur færðu björgunarsveit Slysavarnafélagsins í Álftaveri, Lífgjöf, hálfa milljón að gjöf. Skal peningunum varið til tækjakaupa. Meira
23. desember 1998 | Erlendar fréttir | 334 orð

Hnattflugmenn í kröggum yfir Kína

LOFTBELGURINN "Global Challenger", með Bretanum Richard Branson, Bandaríkjamanninum Steve Fossett og sænska flugmanninum Per Lindstrand innanborðs, sést hér á flugi yfir Himalayafjöllum. Kínversk stjórnvöld féllust í gær á að heimila að þeir héldu áfram för í gegn um kínverka lofthelgi, og afturkölluðu með því fyrri skipun um að belgnum skyldi tafarlaust lent, Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 97 orð

Hross felld vegna vanfóðrunar í Skagafirði

FJÖGUR hross frá bæ í Skagafirði voru nýlega felld vegna vanfóðrunar. Er þetta í fyrsta skipti sem beita hefur þurft viðbótarákvæði frá síðastliðnu vori við lög um búfjárhald sem heimilar tafarlausar aðgerðir ef ástæður þykja til að taka búfé úr vörslu umsjónarmanns og ráðstafa því með þeim hætti sem nauðsynlegt þykir. Áður þurfti að leita til dómstóla í slíkum tilvikum. Meira
23. desember 1998 | Erlendar fréttir | 1048 orð

Hörð valdabarátta framundan í Likud-flokknum

ÖLL spjót standa nú á Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, eftir að þingið samþykkti í fyrradag í fyrstu atkvæðagreiðslunni af þremur að flýta þing- og forsætisráðherrakosningunum. Gengið er út frá því sem vísu að þingið samþykki tillöguna endanlega innan tveggja vikna, en ekki er enn ljóst hvenær kosningarnar verða. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

Íslensk fyrirtæki sameinuð í Mexíkó

GRANDI hf. og Þormóður rammi- Sæberg hf. hafa stofnað nýtt eignarhaldsfélag um eignarhluti sína í mexíkósku systurfyrirtækjunum Pesquera Siglo SA og Naustico SA. Fyrirtækið hefur hlotið nafnið Isla og verður að jöfnu í eigu íslensku fyrirtækjanna. Að sögn Róberts Guðfinnssonar, framkvæmdastjóra Isla, verður lögð talsverð áhersla á sardínuveiðar og -vinnslu í fyrirtækinu og hafa m.a. Meira
23. desember 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Jólageimskip að setjast

KRÖKKUNUM í Borgarnesi finnst eins og geimskip með bláum ljósum sé að setjast á vatnstankinn í Bjargslandinu efst í bænum. Tankurinn var skreyttur í fyrsta sinn fyrir þessi jól og þykir bæjarbúum hann ákaflega tilkomumikill að sjá. Mikið er um jólaskreytingar í Borgarnesi að þessu sinni en þó sker Kveldúlfsgatan sig úr með langflest jólaljósin. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 475 orð

Jólastemmning í borginni

JÓLIN nálgast og bærinn ber þess merki. Götur og hús eru vel skreytt með ljósum og greinum, og jólalögin hljóma í útvarpinu. Að mörgu er að huga fyrir jólin; jólatré, jólagjafir og jólaföt þarf að kaupa svo menn fari ekki í jólaköttinn. Og jólamaturinn er ekki síst mikilvægur, og voru margir að kaupa síðustu vörurnar til matargerðar í gær. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 51 orð

Jólasvipur yfir bænum

JÓLASVIPUR er er yfir byggðum landsins og jólastemning ríkti í höfuðborginni í gær. Börnin á Sunnuborg gengu niður Laugaveg í gær á leið í Ráðhúsið, þar sem þau ætluðu að hitta Gáttaþef. Þau gáfu sér samt tíma til að stoppa og kíkja á skartgripi í búðagluggunum. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 59 orð

Keiko fær jólakort frá útlöndum

LÍÐAN Keikos er með ágætum, hann eyðir miklum tíma neðansjávar og er í fínu formi, að sögn Steve Clausen, eins af þjálfurum hans. Keiko fær síld í jólamatinn og hann hefur fengið nokkur jólakort, að sögn Clausens. Kortin hafa borist frá Noregi og Finnlandi, en kort hafa hvorki borist frá Bandaríkjunum né frá Íslendingum. Meira
23. desember 1998 | Erlendar fréttir | 325 orð

Kínversk stjórnvöld harðlega gagnrýnd

KÍNVERSK stjórnvöld vísuðu í gær á bug harðri gagnrýni Bandaríkjanna og ýmissa Evrópuríkja á úrskurð kínverskra dómstóla, sem dæmdu á mánudag tvo kínverska andófsmenn til fangelsisvistar fyrir niðurrifsstarfsemi. Einn andófsmaður til viðbótar hlaut fangelsisdóm í gær, en mennirnir eru allir meðal stofnenda hins ólöglega Kínverska lýðræðisflokks. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 811 orð

Kominn hingað til að læra

"ÉG ER hingað kominn til að læra, ekki kenna," segir norski landkönnuðurinn Thor Heyerdahl sem mun dvelja hér á landi yfir jólin. Kom Heyerdahl til að kynna sér Íslendingasögurnar og ræða við íslenska fræðimenn en hann hefur unnið að rannsóknum á siglingum norrænna manna og hvítra löngu fyrir landafundina miklu. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 245 orð

Launahækkun gegn fækkun kaffitíma

STJÓRN Landssímans mun gera starfsfólki fyrirtækisins tilboð einhvern næstu daga um að koma á ákveðinni hagræðingu í rekstri gegn hækkun launa. Jafnframt verður hugað að lífeyrisréttindum ákveðinna hópa starfsfólksins. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 48 orð

LEIÐRÉTT

Síðast liðinn þriðjudag, 22. desember, var birt hér í blaðinu grein eftir Jón Gunnar Bergs, framkvæmdastjóra þróunarsviðs Íslenzkrar erfðagreiningar undir yfirskriftinni: "Svar en ekkert svar". Þar var höfundur sagður framkvæmdastjóri þróunarsjóðs í stað þróunarsviðs Íslenzkrar erfðagreiningar, sem rétt er. Velvirðingar er beiðizt á þessari misritun. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 164 orð

Lengist um eina til tvær mínútur á dag í fyrstu

VETRARSÓLSTÖÐUR voru í gær og tekur þá daginn að lengja þótt í smáum skömmtum sé. Þá byrjar mörsugur í dag, á Þorláksmessu og í dag eru einnig haustvertíðarlok, en allt kemur þetta fram í Almanaki Háskóla Íslands. Meira
23. desember 1998 | Landsbyggðin | 131 orð

Litlu jól í Laugagerðisskóla

Eyja- og Miklaholtshreppi-Skólastarfi Laugagerðisskóla á þessu ári lauk með "Litlu jólunum". Skólastjóri setti skemmtunina og bauð gesti velkomna. Nemendur úr 1. bekk byrjuðu á að draga vinningshafa í umferðargetraun Umferðarráðs. Séra Guðjón Skarphéðinsson sóknarprestur flutti jólaguðspjallið og las jólasögu. Meira
23. desember 1998 | Erlendar fréttir | 293 orð

Ljóstrað upp um einkalíf þingmanna

BANDARÍSKA klámtímaritið Hustler hefur tilkynnt, að það muni á næstunni birta frásagnir af framhjáhaldi þingmanna. Larry Flynt, útgefandi þess, auglýsti í október sl., að hann myndi greiða allt að 70 millj. ísl. kr. fyrir upplýsingar af þessu tagi og segist hann síðan hafa fengið upp undir 2.000 símhringingar. Flynt segist hafa greitt út nú þegar um 35 millj. kr. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 28 orð

Magga Stína og Súkkat í Iðnó

Magga Stína og Súkkat í Iðnó SKEMMTIKRAFTARNIR Magga Stína og Súkkat halda tónleika í Iðnó í kvöld, Þorláksmessukvöld. Leikin verða lög af nýútkomnum geisladiskum þeirra. Tónleikarnir hefjast kl. 23. Meira
23. desember 1998 | Erlendar fréttir | 460 orð

Mandelson segir hagsmuni ekki rekast á

PETER Mandelson, einn af valdamestu ráðamönnum í ríkisstjórn Verkamannaflokksins í Bretlandi, reyndi í gær að verjast árásum fjölmiðla eftir að því hafði verið ljóstrað upp að fyrir tveimur árum fékk Mandelson stóra fjárhæð að láni frá samráðherra sínum, Geoffrey Robinson. Viðskipti Robinsons hafa undanfarið verið til rannsóknar í viðskiptaráðuneytinu. Meira
23. desember 1998 | Landsbyggðin | 60 orð

Málverk af Þráni Jónssyni afhjúpað

Málverk af Þráni Jónssyni afhjúpað Egilsstöðum-Málverk af Þráni Jónssyni, fyrrverandi oddvita og sveitarstjórnarmanni í Fellabæ hefur verið afhjúpað í Ráðhúsi Fellabæjar, en sveitarstjórnin ákvað að heiðra Þráin með þessu móti og þakka honum fyrir vel unnin störf um áraraðir. Það var Ólöf Birna Blöndal sem málaði myndina. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 206 orð

Mjólkurlítrinn hækkar um 2 kr.

MJÓLK og mjólkurafurðir hækka í verð um áramótin, samkvæmt ákvörðun Verðlagsnefndar búvöru. Smásöluverð á mjólkurlítra mun þá hækka um 2 krónur ef að líkum lætur, úr 73 í 75 kr. Skyrið hækkar meira, eða um tæp 12%. Hækkun á heildsöluverði mjólkurvara stafar fyrst og fremst af hækkunum á greiðslum afurðastöðva til bænda um 4,24% sem kemur til framkvæmda um áramót. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 121 orð

Nafnið Fjarðabyggð staðfest

Félagsmálaráðuneytið hefur staðfest samþykkt bæjarstjórnar í "sveitarfélagi 7.300", sameinuðu sveitarfélagi Neskaupstaðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, um notkun nafnsins Fjarðabyggð á sveitarfélagið. Samhliða kosningum til sveitarstjórnar nýja sveitarfélagsins í vor var könnuð afstaða íbúanna til sjö nafna. Þar fékk nafnið Austurríki flest atkvæði og Firðir næstflest. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 202 orð

Nauðsynleg viðbrögð við náttúruhamförum

JARÐSKJÁLFTAÆFINGIN Samvörður '97 skapaði reynslu sem nýtast mun Íslendingum við að undirbúa viðbrögð við meiriháttar hamförum hér á landi. Æfingin skapaði auk þess alþjóðabjörgunarmálum og almannavörnum gott veganesti til frekari uppbyggingar í framtíðinni. Þetta kemur fram í lokaskýrslu um fjölþjóðlegu æfinguna Samvörður '97 sem haldin var 25.­27. júlí 1997 á Suðvesturlandi. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 682 orð

Nýjar verklagsreglur gefnar út

ÚT ERU komnar leiðbeiningar um meðferð á olíumenguðum jarðvegi. Það er Hollustuvernd ríkisins sem gaf út leiðbeiningarnar. Davíð Egilsson er forstöðumaður mengunarvarna sjávar. "Nýmælin við þessar leiðbeiningar eru að þeir sem koma að olíumengun, eins og ríkisvaldið, sveitarfélögin og olíufélögin, hafa komið sér saman um verklagsreglur. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 357 orð

Ný tilhögun ekki seinna en 2003

LAGT var fram á Alþingi á laugardag álit stjórnarskrárnefndar sem fjallaði um frumvarp um endurskoðun kjördæmaskipunar og tilhögun þingkosninga. Mælir nefndin með nokkrum breytingum en samþykkir að öðru leyti frumvarpið. Steingrímur J. Sigfússon, þingflokki óháðra, undirritar álitið þó með fyrirvara. Meira
23. desember 1998 | Landsbyggðin | 121 orð

Ný tölvuþjónusta á Eskifirði

Eskifirði ­ Tölvuþjónusta Austurlands tók til starfa í sumar. Í upphafi var ákveðið að opna fjórar þjónustumiðstöðvar, í Sveitarfélagi 7300, á Seyðisfirði, Austur-Héraði og Hornafirði. Tveir starfsmenn TA hafa starfað í Sveitarfélagi 7300 frá því í sumar og fyrir skömmu var opnuð formlega þjónustumiðstöð fyrirtækisins að Strandgötu 50, Eskifirði. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 219 orð

Orkumet slegið hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur

NÝTT met var slegið mánudaginn 14. desember hjá Rafmagsveitu Reykjavíkur þegar álag náði 143,4 MW. Fyrra met var frá 9. janúar, sl., 135,6 MW. Að sögn Gunnars Aðalsteinssonar rekstrarsjóra er ólíklegt að orkunotkun milli 18 og 19 á aðfangadag slái út nýja metið. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 124 orð

Samræmast ekki hefðbundnum þjóðbúningum

SAMSTARFSNEFND um íslenska þjóðbúninginn telur að sú framleiðsla á honum sem fram fer í Thailandi á vegum Davíðs Gíslasonar, samræmist ekki hefðbundinni þjóðbúningagerð. Lilja Árnadóttir, fomaður nefndarinnar, segir að snið búninganna, silfurvinnan á þeim og handbragðið almennt sé mjög frábrugðið hefðbundnum íslenskum þjóðbúningum. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 158 orð

Samstarf um rekstur tækja til efnagreiningar

NÝLEGA var undirritaður samstarfssamningur milli Háskóla Íslands, Raunvísindastofnunar Háskólans og Rannsóknasviðs Orkustofnunar um sameiginlegan rekstur tækja til efnagreininga. Samningurinn er gerður með tilvísun til rammasamnings um samstarf sem Háskóli Íslands og Orkustofnun gerðu árið 1997. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 100 orð

Sex ára drengur fyrir olíuflutningabíl

SEX ára gamall drengur slasaðist töluvert er hann varð fyrir olíuflutningabíl á Austurvegi á Reyðarfirði í gærmorgun klukkan 11. Drengurinn var fluttur á sjúkrahúsið í Neskaupstað með sjúkrabifreið, en þaðan var hann fluttur með flugvél Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 225 orð

Sérlög verði um Ríkisútvarpið

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til nýrra útvarpslaga. Frumvarpinu er ætlað að mynda almennan ramma um alla útvarpsstarfsemi í landinu, bæði sjónvarp og hljóðvarp. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 148 orð

Símtöl til Norður- Ameríku lækka

LANDSSÍMI Íslands hf. hefur ákveðið að lækka gjöld fyrir símtöl í 3. flokki til Bandaríkjanna, Kanada, Jómfrúreyja og Púertó Ríkó, frá og með 1. janúar nk. Mínútugjald fyrir sjálfvirkt samtal á dagtaxta lækkar úr 47 krónum í 40 krónur eða um 15%. Kvöld- og næturtaxti fyrir sjálfvirkt samtal lækkar úr 40,50 krónum fyrir mínútuna í 34 krónur, eða um 16%. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 125 orð

Sjötíu ára hjúskaparafmæli

Í DAG eru liðin sjötíu ár frá því hjónin Steinunn Ágústsdóttir og Björn Björnsson frá Bjarkarlundi á Hofsósi gengu að eigast. Hjónin bjuggu á Hofsósi lengstum en eru nú á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki og er Steinunn þar rúmföst. Björn er vel rólfær og bæði fylgjast þau vel með daglegum fréttum. Steinunn er komin fast að níræðu en Björn er á 93. aldursári. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 613 orð

"Skólafólk grátbiður um mikla vinnu"

GUÐMUNDUR Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss kveðst vísa öllum ásökunum um óeðlilega vinnuhörku til föðurhúsanna. "Þetta eru þvílíkar ýkjur að það er með ólíkindum. Álagið í desember er mikið í verslunum Bónuss en reyndar miklu minna en t.d. fyrir fimm árum. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð

Skæðir tölvuvírusar í jólakveðjum

TIL frekari fræðslu, vegna fréttar í blaðinu í gær, um skæða tölvuvírusa sem leynast í skránum Hohoho.exe og Snowman.exe er rétt að bæta við, að vírusarnir leitast við að skrifa í flash-BIOS og eru báðar skrárnar sýktar af W32.CIH.SPACEFILLER. Vírusarnir fara í gang 26. hvers mánaðar og er því tryggast að henda skránum strax berist þær með tölvupósti. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

Sr. Karl í annað sætið

UPPSTILLINGARNEFND Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum hefur samþykkt að gera tillögu um að séra Karl V. Matthíasson, prestur í Grundarfirði, verði fulltrúi flokksins í 2. sæti samfylkingar vestra. Þegar er afráðið að Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, skipi 1. sætið. Meira
23. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 61 orð

Tekið við baukum

FÓLK á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar verður í bíl í göngugötunni í Hafnarstræti í dag, Þorláksmessu, en þar verður tekið við heimsendum baukum Hjálparstarfsins og framlögum til þess. Einnig verða til sölu friðarljós. Tekið er við baukum fram til kl. 23 í kvöld. Fólk á vegum Hjálparstarfsins verður einnig við kirkjugarðinn á Akureyri á morgun, aðfangadag, með kertasölu. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 60 orð

Tveir alvarlega slasaðir

TVEIR sjúklingar liggja enn alvarlega slasaðir á gjörgæsludeild Borgarspítalans eftir hinn harða árekstur sem varð milli tveggja bifreiða á Reykjanesbrautinni skammt sunnan Kúagerðis seint á mánudagskvöld. Fimm manns voru fluttir á sjúkrahús vegna slyssins, þar á meðal tvö börn sem eru nú útskrifuð af barnadeild. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 137 orð

Tveir fulltrúar viku vegna vanhæfni

TVEIR af þremur fulltrúum í nefnd sem úrskurðar um hæfni umsækjenda um dómarastöður hafa tímabundið vikið úr henni vegna tengsla við umsækjendur um stöðu dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Að sögn Hrafns Bragasonar hæstaréttardómara, sem er formaður nefndarinnar, vék Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari, fulltrúi Dómarafélagsins í nefndinni, Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 129 orð

Tvísýnt um jólasnjóinn

EKKI ræðst fyrr en síðdegis á aðfangadag hvort jólin verða hvít eða rauð, en spáð er ágætu innkaupaveðri í dag. "Þetta verður vafamál alveg fram til klukkan sex á aðfangadag," segir Friðjón Magnússon, eftirlitsmaður á Veðurstofu, um jólasnjóinn. "Við spáum því að þá verði snjókoma eða slydda en það er brot úr gráðu sem ræður því hvort verður ofan á. Meira
23. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 115 orð

Um 500 börn flugu frítt

TILBOÐ Íslandsflugs þar sem börnum var boðið ókeypis flug milli Akureyrar og Reykjavíkur í tengslum við heimsókn í jólaþorpið Norðurpólinn fékk góðar viðtökur. Tilboðið var í gildi frá 20. nóvember til 16. desember síðastliðins og var fyrir eitt eða tvö börn undir 12 ára aldri í fylgd með fullorðnum, alla daga nema föstudaga og sunnudaga. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 303 orð

Undirbúa samráð við starfsmannaráðin

STJÓRNIR læknaráða Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur hittust í gær til að bera saman bækur sínar varðandi samning ríkisins og Reykjavíkurborgar um yfirtöku ríkisins á rekstri SHR um næstu áramót. Formenn læknaráðanna sögðu menn hafa fyrst og fremst verið að gera sér grein fyrir stöðu mála en ekki væri ætlunin að gefa út ályktanir um gjörninginn að svo stöddu. Meira
23. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 134 orð

Úthlutun úr Afreksog styrktarsjóði

ÚTHLUTUN úr Afreks- og styrktarsjóði Akureyrar fer fram í hófi sem haldið verður í Íþróttahöllinni á Akureyri næstkomandi þriðjudag, 29. desember kl. 16. Auk úthlutunar úr sjóðnum verður nokkrum einstaklingum veitt sérstök viðurkenning og einnig verður öllum Akureyringum sem unnið hafa til Íslandsmeistaratitils á árinu 1998 afhentur minnispeningur Íþrótta- og tómstundaráðs. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 75 orð

Vann síma í Netleik

Á DÖGUNUM stóðu Morgunblaðið á Netinu, Stjörnubíó og Landssíminn fyrir leik á Netinu. Tilefnið var frumsýning myndarinnar "Partíið" eða "Can't hardly wait". Þeir sem svöruðu rétt áttu möguleika á að vinna miða á myndina eða GSM-síma frá Landssímanum. Sá heppni var að þessu sinni Hjörleifur Ragnarsson frá Akranesi sem hér hefur tekið við símanum úr hendi Thelmu Hillers frá Landssímanum. Meira
23. desember 1998 | Erlendar fréttir | 533 orð

Vaxandi vilji virðist vera fyrir vítum

BILL Clinton Bandaríkjaforseti notaði mánudaginn að hluta til að vekja athygli á vanda heimilislausra í Washington og lögðu forsetahjónin sitt af mörkum í eldhúsi þar sem eldaðar eru ókeypis máltíðir og dreift til þeirra íbúa borgarinnar er eiga undir högg að sækja. Meira
23. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 117 orð

Viðræður við atvinnumálanefnd um endurreisn

VIÐRÆÐUR standa nú yfir milli skiptastjóra þrotabús ullariðnaðarfyrirtækisins Foldu á Akureyri og atvinnumálanefndar Akureyrarbæjar um endurreisn fyrirtækisins. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í síðustu viku en Ólafur Birgir Árnason skiptastjóri hefur verið að leita leiða til að leigja rekstur þrotabúsins. Meira
23. desember 1998 | Erlendar fréttir | 441 orð

Vilja nákvæmar upplýsingar um árangur

FRÖNSK stjórnvöld fóru í gær fram á það við Bandaríkjamenn og Breta að þeir greindu nákvæmlega frá árangri árásanna á Írak svo Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) geti lagt fram nýjar tillögur um eftirlit með vopnaframleiðslu Íraka. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 189 orð

Vilja sjá norðurljós

TUGIR Japana munu eyða jólunum og áramótunum í Borgarfirði til að freista þess að sjá norðurljós. Að sögn Karls Sigurhjartarsonar, framkvæmdastjóra Ferðaskrifstofu Vesturlands, koma þeir gagngert yfir hálfan hnöttinn til að sjá norðurljósin. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 58 orð

Vilja virkja í Bjarnarflagi

EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á stjórnarfundi í Verkalýðsfélagi Húsavíkur föstudaginn 18. desember sl. um virkjunarmál í Bjarnarflagi í Mývatnssveit. "Verkalýðsfélag Húsavíkur tekur heilshugar undir ályktun sveitarstjórnar Skútustaðahrepps frá 13. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 153 orð

Vænta laga snemmaá næsta ári

GERT er ráð fyrir að frumvörpin tvö sem ríkisstjórnin lagði fram á Alþingi í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar gegn íslenska ríkinu verði gerð að lögum í byrjun næsta mánaðar. Stefnt er að því að Alþingi komi saman á ný, að loknu jólahléi, hinn 6. janúar nk., í þeim tilgangi einum að taka frumvörpin til annarrar og þriðju umræðu, að sögn Kristins H. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 121 orð

Yngsti umsækjandi 2ja mánaða

ALLS hafa um 2.600 manns sótt um veiðileyfi til sjávarútvegsráðuneytisins í kjölfar dóms Hæstaréttar í svokölluðu kvótamáli og er yngsti umsækjandinn aðeins tveggja mánaða gamall, að sögn Ólafar Bjarkar Björnsdóttur, ritara í sjávarútvegsráðuneytinu. Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 57 orð

Þorláksmessuganga Hafnargönguhópsins

HAFNARGÖNGUHÓPURINN bregður á leik í kvöld og gengur um Kvosina og austurbæinn og skoðar í búðarglugga og fleira verður sér til gamans gert. Mæting við Hafnarhúsið kl. 20. Síðasta gönguferð Hafnargönguhópsins á Ári hafsins verður farin miðvikudaginn 30. desember sem lokaáfangi í vetrarsólstöðugöngu hópsins en honum var frestað 22. desember vegna slæmrar veðurspár. Allir eru velkomnir. Meira
23. desember 1998 | Miðopna | 1452 orð

Ævintýri að vera með í starfinu frá byrjun

ASERBAÍDSJAN er eitt af lýðveldum Sovétríkjanna fyrrverandi. Íbúar eru sjö milljónir og þar af búa um fjórar milljónir í höfuðborginni Bakú. Að sögn Hjördísar Guðbjörnsdóttur er mikil fátækt í landinu þrátt fyrir auðugar olíulindir við Kaspíahaf, Meira
23. desember 1998 | Innlendar fréttir | 2229 orð

"Öll þessi stóru ef" Á notalegu íslensku heimili á Norður-Sjálandi ræddi Sigrún Davíðsdóttir við Svein Guðmundsson og fjölskyldu

"ÉG ætla ekki í lest. Ég datt í lestinni," segir Tómas tveggja ára, sem annars er kátur og glaður þrátt fyrir mikla lífsreynslu hans, tveggja systkina og föður, en þau lentu í járnbrautarslysi í Noregi í síðustu viku. Hanna Kristjana systir hans, sem varð fimm ára í vikunni, tekur í sama streng. Meira

Ritstjórnargreinar

23. desember 1998 | Leiðarar | 750 orð

BÓKAÚTGÁFA

BÓKAÚTGÁFA HEFUR verið fjörleg þessar síðustu vikur ársins. Rúmlega þrjátíu skáldsögur hafa komið á markað á árinu og að minnsta kosti annað eins af ljóðabókum en flestar þeirra eru í einkaútgáfu. Mest hefur hins vegar fjölgað þýddum bókum, fræðibókum og bókum almenns efnis. Meira
23. desember 1998 | Staksteinar | 399 orð

»Kemur þér þetta við? "VÍMUEFNAFARALDUR geisar á Íslandi og aldrei hefur fjöld

"VÍMUEFNAFARALDUR geisar á Íslandi og aldrei hefur fjöldi þeirra sem eru 24 ára eða yngri og nota ólögleg vínuefni verið meiri." Þetta segir í ársskýrslu SÁÁ fyrir árið 1997. Með þessari tilvitnun hefur Magnús L. Sveinsson formaður VR leiðara sinn í nýútkomnu VR-blaði. Meira

Menning

23. desember 1998 | Bókmenntir | -1 orð

Að færa lífið í orð

Leiðin til Swann II. Eftir Marcel Proust. Pétur Gunnarsson þýddi. Prentun: Gutenberg. Bjartur, Reykjavík 1998. Pétur Gunnarsson hefur nú þýtt seinni hluta fyrsta bindis hinnar miklu skáldsögu franska rithöfundarins Marcels Proust (1871­1922), Í leit að glötuðum tíma. Verkið er í heild sinni sjö bindi (stundum er því skipt í fimmtán bindi) og á fjórða þúsund blaðsíður. Meira
23. desember 1998 | Bókmenntir | 356 orð

ALLT ER LIFANDI

Eftir Kjartan Árnason. Hljóðbókaklúbburinn 1998 ­ um 4 og 2/3 klst. ÞAÐ er óvenjuleg leið í frumútgáfu texta að gefa þá út á hljóðsnældu. Kjartan Árnason sendir frá sér um þessar mundir frumútgáfu á hljóðbók barnasögu sem hann nefnir Kötu mannsbarn og stelpa sem ekki sést. Halla Margrét Jóhannesdóttir, leikkona, les söguna á skýran og aðlaðandi hátt. Meira
23. desember 1998 | Kvikmyndir | 567 orð

Ást á heilhveitihornum

Eftir Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjóri: Hilmar Jónsson, leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson, tónlist: Margrét Örnólfsdóttir. Leikendur: Hildigunnur Þráinsdóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Kristbjörg Kjeld. Meira
23. desember 1998 | Bókmenntir | 911 orð

Átök og uppvöxtur drengja

RODDY Doyle er einn þekktasti rithöfundur Íra um þessar mundir. Nú fyrir jólin kom út hjá Vöku-Helgafelli skáldsaga hans Paddy Clarke ­ ha, ha, ha í íslenskri þýðingu Sverris Hólmarssonar, en skáldsagan fékk Booker-verðlaunin árið 1993. Meira
23. desember 1998 | Fólk í fréttum | 395 orð

Brúðubílakappakstur með íslensku tali Frumsýning

ÁLFHÓLL: Kappaksturinn mikli fjallar um uppfinningamanninn og reiðhjólaviðgerðarmanninn Theódór Felgan (Sigurður Skúlason), sem býr í afskekktu fjallaþorpi með aðstoðarmönnum sínum Loðvík (Örn Árnason) og Sæla (Erla Ruth Harðardóttir, sem aðstoða Theódór við viðgerðir og uppfinningar. Meira
23. desember 1998 | Menningarlíf | 85 orð

Djass í Seltjarnarneskirkju

DJASSTRÍÓ Sunnu Gunnlaugsdóttur heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 27. desember frá kl. 15­17. Auk Sunnu, sem leikur á píanó, leika Gunnlaugur Guðmundsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Tríóið mun leika frumsamið efni í bland við íslensk lög. Sunna hefur dvalið í New York undanfarin ár við nám. Árið 1997 kom út hennar fyrsta geislaplata, "Far, Far Away". Meira
23. desember 1998 | Tónlist | 844 orð

Djass og ekki djass TÓNLIST

Tena Palmer, rödd, ásamt Jóhanni Jóhannssyni, Kjartani Valdimarssyni, Matthíasi M.D. Hemstock, Pétri Grétarssyni, Pétri Hallgrímssyni og Rab Christie. Verk eftir Tenu Palmer, sum samin í samvinnu við flytjendur. Hljóðritað í Reykjavík í júlí og ágúst 1998. Smekkleysa. Meira
23. desember 1998 | Bókmenntir | 750 orð

Eðlilegt og ýkt eðlilegt

Nýjasta bók fréttamannsins og rithöfundarins Ómars Ragnarssonar heitir Ýkt eðlilegt og er ætluð unglingum. Áður hefur hann skrifað eina skáldsögu, þrjár bækur um fólk, bernskuminningarbók og kennslubók sem inniheldur landafræði fyrir flugmenn. Nýju bókinni fylgir geisladiskur með lagi sem sögupersónur hennar semja og önnur aðalpersónan syngur í bókarlok. Meira
23. desember 1998 | Tónlist | 527 orð

Fáheyrð verk í framúrskarandi flutningi

Íslensk tónlist fyrir einleiksfiðlu. Jón Leifs, Studie op. 3. Hallgrímur Helgason, Sónata fyrir einleiksfiðlu. Magnús Blöndal Jóhannsson, Dimension. Atli Heimir Sveinsson, Lag og tilbrigði með eftirmála. Tryggvi M. Baldvinsson, Adagio. Heildartími 61:28. Hljóðritað í Skálholtskirkju í apríl og maí 1998. Hljóðmeistari: Páll Sveinn Guðmundsson. 1998, Íslensk tónverkamiðstöð. Meira
23. desember 1998 | Fólk í fréttum | 247 orð

Fleiri metsöluplötur

"ENGAR stórvægilegar breytingar eru á listanum á milli vikna," segir Steinar Berg. "Það er áberandi á listanum að fólk er að kaupa hljómplötur til gjafa, eða gefa sjálfu sér jólaplötur. Athyglisvert að þær plötur sem eru í toppsætunum eru að ná alveg gífurlega mikilli sölu. Það eru fleiri plötur á þessum jólamarkaði sem hafa náð yfir tíu þúsund eintaka sölu en árin á undan. Þar má m.a. Meira
23. desember 1998 | Bókmenntir | 730 orð

Gönguferðir í bakgrunni

Eftir Patrick Süskind, með myndum eftir Sempé, Sæmundur G. Halldórsson þýddi. Sóley, Reykjavík 1998, 129 bls., verð: 2.400 kr. FJÖLDI vandaðra og metnaðarfullra þýðinga fyrir þessi jól er ánægjulegur. Á fjörur undirritaðs hefur rekið hnossgæti á borð við Ameríku eftir Franz Kafka og Inferno eftir August Strindberg. Meira
23. desember 1998 | Fólk í fréttum | 734 orð

Hafið engin fyrirstaða fyrir Draumasmiðjuna Teiknimyndin Egypski prinsinn frá Draumasmiðjunni var sýnd um allan heim á föstudag

"SEG Ísraelsmönnum, að þeir haldi áfram; en lyft þú upp staf þínum og rétt út hönd þína yfir hafið og kljúf það, og Ísraelsmenn skulu ganga á þurru mitt í gegnum hafið," segir í annarri Mósebók og er vart hægt að hugsa sér verðugra verkefni fyrir tæknibrellumeistara Hollywood. Egypski prinsinn er stórmynd sem stíluð er inn á breiðan áhorfendahóp. Meira
23. desember 1998 | Tónlist | 700 orð

Hátíðlegir jólatónleikar

Kór Langholtskirkju, Gradualekórinn, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson og hljóðfæraleikarar, undir stjórn Jóns Stefánssonar, fluttu innlenda og erlenda jólasöngva. Föstudagurinn 18. desember, 1998. Meira
23. desember 1998 | Fólk í fréttum | 1300 orð

Hrákinn sem varð að sögu Í öskju Paul Austers eru margar gersemar. Hann hefur skrifað bækur, handrit og leikstýrt kvikmyndum, nú

RITHÖFUNDURINN OG LEIKSTJÓRINN PAUL AUSTER Hrákinn sem varð að sögu Í öskju Paul Austers eru margar gersemar. Hann hefur skrifað bækur, handrit og leikstýrt kvikmyndum, nú síðast Lúlú á brúnni. Pétur Blöndal talaði við hann um drauma og veruleika og það hvernig sögur verða til. Meira
23. desember 1998 | Menningarlíf | 499 orð

Hvaðan kemur lognið?

EINAR Kristján Einarsson gítarleikari hefur sent frá sér geislaplötu með verkum eftir Johann Sebastian Bach, Agustin Barrios, Karólínu Eiríksdóttur, Fernando Sor og Francisco Tárrega. Þetta er fyrsta einleiksplata Einars en hann hefur komið víða við með gítarinn á undanförnum árum, m.a. Meira
23. desember 1998 | Fólk í fréttum | 133 orð

Hver er maðurinn?

Celine Dion varð vinsæl í Eurovision og síðan hafa vinsældirnar farið ört vaxandi og verður hún að teljast vinsælust í heiminum. Talað er um að það seljist einn geisladiskur með henni á hverri sekúndu. Hér á Íslandi hafa tvær síðustu plötur hennar Falling Into You og Let's Talk About Love báðar selst í ríflega 13 þúsund eintökum. Hún hefur ótrúlega rödd. Meira
23. desember 1998 | Bókmenntir | 1230 orð

Höfuð-lausn Hallgríms (á vanda ljóðsins)

eftir Hallgrím Helgason. Mál og menning 1998. 367 bls. FYRIR rúmu ári birti Hallgrímur Helgason grein í nýjum Fjölni: tímariti fyrir alla Íslendinga sem benti til þess að Guðmundi Guðmundarsyni framkvæmdastjóra hefði bæst síðbúinn liðsauki í baráttunni við "óljóðafaraldur" nútímans. Meira
23. desember 1998 | Fólk í fréttum | 527 orð

Í hjartans einlægni

Herdís Hallvarðsdóttir, höfundur ljóða og laga utan eins, söngur, bassi, gítar, raddir. Þórir Baldursson, upptökustjórn, tölvuvinnsla, hammond, kirkjuorgel, flygill, hljómborð og nikka. Ásgeir Óskarsson, trommur og slagverk. Gísli Helgason, upptökustjórn, blokkflautur og munnharpa. Lovísa Fjelsted, selló. Guðmundur Benediktsson, gítar, raddir. Kristinn H. Árnason og Eyjólfur Kristjánsson, gítar. Meira
23. desember 1998 | Myndlist | 844 orð

Í minningu Þorláks helga

Þorlákur helgi, myndlistarsýning í Hallgrímskirkju á aðventu og jólum. MYNDLISTARSÝNING listvinafélags Hallgrímskirkju, sem stendur nú um aðventu og jól, á sér nokkurn aðdraganda. Þegar Sverrir Guðjónsson, söngvari, undirbjó flutning á Þorlákstíðum fyrir Listahátíð, Meira
23. desember 1998 | Bókmenntir | 469 orð

Karlremba á unglingastigi

Eftir Guðjón Sigvaldason. Myndskreytingar Ása Heiður Rúnarsdóttir. 127 bls. Gjess 1998 GUÐJÓN Sigvaldason skrifar hér sögu um unglingspiltinn Kára sem flyst utan af landi eftir skilnað foreldra sinna og fær inni hjá ömmu sinni, léttlyndri leikkonu, "...ekki neitt sérlega fræg, þó hún hafi leikið í einni eða tveim bíómyndum og óteljandi leikritum sem hún röflar stanslaust um. Meira
23. desember 1998 | Menningarlíf | 54 orð

Lesið í Kaupmannahöfn

STEINGRÍMUR St.Th. Sigurðsson las úr nýútkominni bók sinni ­ Lausnarsteinn ­ lífsbók mín, fyrir Íslendinga í Kaupmannahöfn í vikunni og um leið var ákveðið að hann héldi myndlistarsýningu þar í borg í febrúar nk. Meira
23. desember 1998 | Fólk í fréttum | 953 orð

Loksins ný saga í teiknimynd

JEFFREY Katzenberg var yfir teiknimyndadeild Disney kvikmyndaversins í tíu ár, þar sem hann hafði yfirumsjón með stórum verkefnum eins og Konungi dýranna og fleiri stórmyndum. Þegar hann hætti hjá Disney fyrir fjórum árum til að stofna DreamWorks kvikmyndaverið með Steven Spielberg og David Geffen var nokkuð ljóst að hann myndi skora Disney gamla á hólm með stórri teiknimynd. Meira
23. desember 1998 | Fólk í fréttum | 66 orð

McCartney aftur í tónleikaferð?

McCartney aftur í tónleikaferð? BÍTILLINN fyrrverandi Paul McCartney kom í fyrsta skipti fram opinberlega eftir andlát eiginkonu sinnar, Lindu, í skemmtiþætti á Netinu síðastliðinn föstudag og sýndi meðal annars hvernig hann gerir sérréttinn sinn, stappaðar kartöflur. Meira
23. desember 1998 | Menningarlíf | 515 orð

MINNISSTÆÐUR BARÁTTUMAÐUR

ÚT ER komin bókin Hugmyndir ­ Greinasafn til minningar um Eyjólf Konráð Jónsson, ritstjóra og alþingismann. Í bókinni eru greinar eftir 22 einstaklinga sem allir eru fæddir á sjöunda og áttunda áratugnum eða um það leyti sem bók Eyjólfs Konráðs, Eykons, Alþýða og athafnalíf, kom út. Meira
23. desember 1998 | Fólk í fréttum | 237 orð

Mulan fjórar vikur á toppnum

MULAN er þaulsætin í fyrsta sæti listans, en hún er á toppnum fjórðu vikuna í röð. Sögusagnir falla úr öðru sæti í það fjórða og Ég kem heim um jólin hækkar sig um tvö sæti frá síðustu viku. Spennuhrollvekjan Sögusagnir fellur um tvö sæti og fer í fjórða sætið þessa vikuna. Meira
23. desember 1998 | Bókmenntir | 115 orð

Nýjar bækur BREYTINGASKEIÐIÐ

BREYTINGASKEIÐIÐ er sjálfshjálparbók eftir Ruth Appelbey í þýðingu Önnu Maríu Hilmarsdóttur. Bókin er fyrsta bókin í flokknum Heilbrigt viðhorf, sem fjallar um sjálfshjálp og bendir á raunhæfir lausnir til að takast á við vandamál lífsins, segir í fréttatilkynningu. Meira
23. desember 1998 | Bókmenntir | 117 orð

Nýjar bækur HANDBÓK um málfar

HANDBÓK um málfar í talmiðlum er eftir Ara Pál Kristinsson. Bókin er einkum rituð með starfsmenn ljósvakamiðla í huga en getur líka nýst starfsmönnum annarra fjölmiðla, sem og hverjum þeim sem vilja glöggva sig á góðri málnotkun, segir í fréttatilkynningu. Bókin skiptist í tvo hluta. Meira
23. desember 1998 | Menningarlíf | 98 orð

Nýjar bækur Lífið í lykkjum,

Lífið í lykkjum, flíkur til að prjóna eftir Solveig Hisdal er komin út. Í bókinni eru prjónaflíkur og uppskriftir frá Noregi ásamt nokkrum ljóðum. Norski hönnuðurinn og prjónakonan Solveig Hisdal hefur fengið hugmyndir að prjónauppskriftum úr ýmsum áttum. Meira
23. desember 1998 | Bókmenntir | 162 orð

Nýjar bækur SETNINGAFRÆÐ

SETNINGAFRÆÐILEGAR breytingar á 19. öld ­ Þróun þriggja málbreytinga er eftir Þorbjörgu Hróarsdóttur og er 10. bindi í ritröðinni Málfræðirannsóknir. Í bókinni er fjallað um setningafræðilegar breytingar í íslensku í lok 18. og upphafi 19. aldar. Meira
23. desember 1998 | Menningarlíf | 50 orð

Nýjar hljómplötur

Pétur Pan í Borgarleikhúsinu er með lögum úr sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Pétri Pan sem frumsýnt verður á Stóra sviði Borgarleikhússins 2. í jólum. Tónlist er eftir Kjartan Ólafsson og söngverk Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjóri er María Sigurðardóttir. Útgefandi er Erkitónlist. Meira
23. desember 1998 | Fólk í fréttum | 231 orð

Rómantíkin blómstrar

Rómantíkin blómstrar RÓMANTÍSKA gamanmyndin Þú hefur fengið póst eða "You've Got Mail" skaust beint í fyrsta sæti kvikmyndalistans fyrstu frumsýningarhelgina vestanhafs, og varð hlutskarpari en biblíusagan "Prince of Egypt" sem einnig var frumsýnd um helgina. Meira
23. desember 1998 | Menningarlíf | 1149 orð

RÓMANTÍK UM RÓMANTÍK

ANDVARI hefur lengi haft það að venju að hafa aðalgrein hvers árgangs langa ritgerð um ævi og störf einstaklings sem hefur á einhvern hátt átt þátt í að móta umhverfi sitt og tíma. Í þetta skipti fjallar Guðlaugur A. Jónsson um séra Sigurð Pálsson vígslubiskup. Meira
23. desember 1998 | Fólk í fréttum | 948 orð

Rödd Guðs

HJARTAKNÚSARAR og hörkutól eru hlutverk sem þessir tveir leikarar eru vanari að kljást við. Val Kilmer er þekktur fyrir stór hlutverk á borð við Leðurblökumanninn og Dýrlinginn. Ralph Fiennes sló rækilega í gegn í aðalhlutverkinu í Enska sjúklinginum og lék á móti Umu Thurman í The Avengers. Meira
23. desember 1998 | Bókmenntir | 258 orð

SAMSAFN

Eftir Ingólf Steinsson. Íslenska bókaútgáfan 1998 ­ 43 bls. HÉR er um að ræða verk vel að vöxtum, 77 ljóð og flest í lengra lagi. Þau eru greinilega ort af ýmsu ólíku tilefni og frá ólíkum tímum. Kalda stríðið, Víetnam, El Salvador og Níkaragva eru til vitnis um það. Höfundur bregður fyrir sig margs konar stíl og eru ljóðin ýmist bundin, hálfbundin eða óbundin. Meira
23. desember 1998 | Fólk í fréttum | 450 orð

Sígilt popp til útflutnings

Geisladiskur Jóhanns Helgasonar, sem semur öll lögin. Textar: Reg Meuross, einn eftir Jóhann Helgason. Flytjendur: Gunnlaugur Briem trommur slagverk, Jóhann Ásmundsson bassi, Guðmundur Pétursson gítarar og mandólín, Þórir Baldursson píanó, Hammond, strengir og harmonikka. Jon Kjell Seljeseth Hammond, bassi forritun. Sigurgeir Sigmundsson gítar, Vilhjálmur Guðjónsson slædgítar, Szymon Kuran fiðla. Meira
23. desember 1998 | Menningarlíf | 129 orð

Skúlptúr í fyrirtækjum

MYNDVERK eftir nemendur úr skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands eru til sýnis í nokkrum fyrirtækjum í Reykjavík. Verkin eru margvísleg að efni og gerð og verða flest þeirra til sýnis á viðkomandi stöðum á afgreiðslutíma fyrirtækjanna sem taka þátt í verkefninu. Þau eru: Tal hf., Fálkinn hf., Íslenska útvarpsfélagið, Málningarverksmiðjan Harpa, Vegagerðin, Tæknival hf. Meira
23. desember 1998 | Menningarlíf | 40 orð

Spilað í Grindavík

FJÖLMENNI kom á tónleika sem ungir tónlistarmenn héldu í Kvennó, eins og heimamenn segja, og að tónleikum loknum var kaffisamsæti á efri hæðinni. Á myndinni eru efnilegir trompetleikarar, Anna Þórunn og Alma Rut. Meira
23. desember 1998 | Fólk í fréttum | 595 orð

Stjörnustrákur í stríði Frumsýning

SPENCER Griffith (Joseph Mazzello) er klaufskur nemandi í sjöunda bekk og líf hans gæti ekki verið ömurlegra en það er einmitt þessa stundina. Hann er ennþá miður sín eftir að hafa misst mömmu sína fyrir skömmu, og ekki bætir úr skák að hann er kominn í nýjan skóla þar sem fanturinn Turbo (Joey Simmrin) hefur í hyggju að nota hann sem kúst á skólalóðina. Meira
23. desember 1998 | Fólk í fréttum | 145 orð

Sýnir að jólin eru hátíð barnanna

Á LISTANUM yfir gamlar og góðar plötur er Einu sinni var í fyrsta sætinu eins og í síðustu viku. "Þessi listi endurspeglar ýmsar af þeim sígildu plötum sem hafa komið út í nokkurra áratuga sögu hljómplötuútgáfu á Íslandi. Listinn ber þess merki að jólin eru hátíð barnanna, því hann einkennist mjög af sívinsælum barnaplötum sem þarna eiga mjög stóran hlut að máli. Meira
23. desember 1998 | Fólk í fréttum | 322 orð

Tónlistarmaður vikunnar JÓL MEÐ ALLRI FJÖLSKYLD

JÓLAPLATA Celine Dion, These Are Special Times, er aftur komin í fyrsta sæti Tónlistans og er það ekki í fyrsta skipti sem þessi kanadíska söngkona á söluháa plötu á Íslandi. Platan er hennar fyrsta jólaplata og á henni koma fram þekktir söngvarar eins og tenórinn Andrea Bocelli og R. Kelly sem er vinsæll bandarískur söngvari. Meira
23. desember 1998 | Menningarlíf | 251 orð

Útisetur. Samband geðlækninga, bókmennta og siðmenningar

BÓKMENNTAFRÆÐISTOFNUN Háskóla Íslands hefur gefið út bókina Útisetur. Samband geðlækninga, bókmennta og siðmenningar, sem hefur að geyma ritdeilu frönsku heimspekinganna Michels Foucaults og Jacques Derrida um gildi sturlunar í menningu Vesturlanda. Í þeirri deilu er tekist á um forsendur vestrænnar skynsemi, tengsl listar og brjálsemi, stöðu geðlækninga og ystu mörk tungumálsins. Meira
23. desember 1998 | Fólk í fréttum | 641 orð

Vandinn að vera göldróttur Frumsýning

SALLY (Sandra Bullock) og Gillian (Nicole Kidman) Owens hafa alla tíð vitað að þær væru ekki eins og fólk er flest. Eftir að þær misstu foreldra sína ólu frænkur þeirra þær upp á heimili sem vægast sagt var óvenjulegt og þar sem engum reglum var fylgt. Meira
23. desember 1998 | Menningarlíf | 253 orð

Verðlaunaskáldsaga í sviðsljósinu

FINLANDIA-verðlaunin fyrir fagurbókmenntir í ár hlaut rithöfundurinn Pentti Holappa fyrir skáldsögu sína Vinarmynd. Finlandia-verðlaunin eru 150.000 mörk. Skáldsögu Holappa valdi leikkonan Liisamaja Laaksonen úr flokki sex skáldsagna. Í skáldsögu Holappa er lýst nánum kynnum og vináttu tveggja karlmanna, sem þó tekur á taugarnar, myndlistarmanns og skálds, á árunum eftir stríð. Meira
23. desember 1998 | Bókmenntir | 643 orð

Vigt, áfengiseiningar, sígarettur og hitaeiningar

Eftir Helen Fielding, Sigríður Halldórsdóttir þýddi. Mál og menning, Reykjavík 1998, 246 bls. SÁ GALLI er á kenningum um ofurefli skáldsögunnar sem bókmenntaforms í samtímanum að hugtakið "skáldsaga" er safnhugtak sem segir nánast ekkert um formgerð, byggingu og hugsun bókmenntaverks. Meira
23. desember 1998 | Bókmenntir | 672 orð

Þar lágu Danir í því

YRSA Sigurðardóttir hefur skrifað ærslasögu fyrir börn og fullorðna og nefnist hún Þar lágu Danir í því. Sagan er uppátækjasöm og frásögnin öll hin ótrúlegasta enda segist Yrsa hafa skrifað söguna fólki til skemmtunar. Hún segir að sagan sé leikur með hugaraflið og ímyndunaraflið, og segist sjálf hrífast af bókmenntum sem fjalli um fáranleika tilverunnar. Meira
23. desember 1998 | Fólk í fréttum | 278 orð

Þegar allt gekk á afturfótunum

Hand to Mouth ­ A Chronicle of Early Failure, eftir Paul Auster, Henry Holt, New York, 1997 464 bls. Fæst í Bókabúð Mál & menning. 2295 kr. innbundin. 1315 kr. í kilju. NÝJASTA bók Paul Austers er sjálfævisöguleg. Í fyrri hluta hennar fjallar höfundur um ákveðið tímabil í ævi sinni þegar allt gekk á afturfótunum. Meira

Umræðan

23. desember 1998 | Aðsent efni | 314 orð

Að velja rétt í umferðinni

UMFERÐARÖRYGGI varðar okkur öll. Daglega þurfa flest okkar að ferðast milli staða. Ferðamáti okkar er misjafn en öll tökum við áhættu um leið og út í umferðina er komið. Umferðarslys eru því miður orðin hluti af veruleika okkar en ekki er víst að allir geri sér grein fyrir þeim víðtæku afleiðingum sem slys geta haft í för með sér. Meira
23. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 174 orð

Enn af Gvendarbrunnum

FRÆNDI minn og gamli vinur, Kristinn Kristjánsson frá Bárðarbúð, lyfti tólinu og settum við niður okkar ágreiningsmál. Ákváðum að leyfa öðrum að skemmta skrattanum. Það var báðum ljúft og breytir engu í baráttu minni fyrir því að gömul og gróin örnefni fái að vera hafin yfir hentistefnuákvarðanir. Hvort sem þær bitna á Gvendarbrunninum í Skjaldartraðartúninu á Hellnum eða einhverjum öðrum. Meira
23. desember 1998 | Aðsent efni | 988 orð

Opið bréf til utanríkisráðherra

Hr. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra Utanríkisráðuneytinu 150 Reykjavík. 12. desember 1998. KÆRI Halldór, Það veldur mér þungum áhyggjum hve þú virðist afvegaleiddur af braut réttlætis og mannúðar. Í ávarpi þínu í Ráðhúsinu s.l. fimmtudag, mæltir þú ýmis fögur orð um mannréttindabaráttu, en þau orð eru til lítils ef hugur fylgir ekki máli. Meira
23. desember 1998 | Aðsent efni | 1909 orð

PÁLL ÓSKAR SVARAR FYRIR SIG

ALDREI hefði ég nú trúað því að ég þyrfti að verja tilfinningalíf mitt fyrir prestum og alþingismönnum eða ábyrgu fólki í svoleiðis valdastöðum yfirleitt. En undanfarin misseri hef ég fengið að reyna hið gagnstæða, því miður. Meira
23. desember 1998 | Aðsent efni | 1157 orð

Rétta svarið?

Í GREININNI "Réttu vinnubrögðin?" var vakin athygli á einkennilegum uppákomum á nýlegum málfundum á vegum lagadeildar Háskóla Íslands. Þar var greint frá því með hvaða hætti hugmyndir bandaríska réttarheimspekingsins Ronalds Dworkins hafa blandast inn í orðræðu milli Jóns Steinars Gunnlaugssonar og Sigurðar Líndal um hlutverk dómstóla. Meira
23. desember 1998 | Aðsent efni | 651 orð

Sautjánmenningar í glerhúsi!

NOKKRIR stjórnarþingmenn eru nú að vakna upp við þann vonda draum að búsetuþróun á því kjörtímabili sem þeir hafa haft tögl og hagldir hefur verið sú erfiðasta fyrir landsbyggðina á síðari hluta aldarinnar. Tilefni andfæla stjórnarþingmannanna 17 virðist vera það að yfir eitt hundrað háskólaprófessorar blanda sér í umræðuna um mat á dómi Hæstaréttar í svokölluðu kvótamáli. Meira
23. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 539 orð

Um íþróttamenn á RÚV og Sjónvarpinu

Í ÞÆTTI "Um daginn og veginn" í ágúst sl. gagnrýnir Ingibjörg Haraldsdóttir rithöfundur íþróttahreyfinguna, þar segir m.a. að hreyfingin hafi stært sig af því að sporna við eiturlyfjaneyslu ungs fólks. Það hafi hins vegar vitnast að ýmsir íþróttamenn hafi orðið uppvísir að neyslu ólöglegra lyfja. Meira
23. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 667 orð

Um ævisögu Steingríms St. Th. Sigurðssonar

Í DEGI 5. desember sl. birtust atriði úr nýútkominni ævisögu Steingríms Sigurðssonar listmálara og fyrrverandi kennara og er hér m. a. fjallað um draugamálið við M. A. 1960. Frásögn höfundar, ef frásögn skyldi kalla en ekki skáldskap, kallar á athugasemdir. Meira
23. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 823 orð

Vangavelta vegna ritunar á "Ævisögu þorsksins"

TALSVERT hefur verið sagt og ritað um bók, sem kom út núna nokkru fyrir jólin og heitir "Ævisaga þorsksins". Höfundur er amerískur blaðamaður, að nafni Mark Kurlansky. Höfundur setur fram nokkrar "kenningar" um siglingar í bókinni. Ég ætla hér að gera alvarlegar athugasemdir við einn þátt siglinganna. Meira

Minningargreinar

23. desember 1998 | Minningargreinar | 470 orð

Guðlaug Guðmundsdóttir

Nú þegar ég reyni að minnast Guðlaugar móðursystur minnar með nokkrum orðum, er eitt sem framar öllu kemur í hugann og ber hæst í endurminningunni: hvað hún var skemmtileg. Kímni hennar, orðheppni og snögg tilsvör eru ógleymanleg þeim sem kynntust henni. Meira
23. desember 1998 | Minningargreinar | 28 orð

GUÐLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR

GUÐLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR Guðlaug Guðmundsdóttir fæddist á Austurhóli í Nesjum í Hornafirði 18. maí 1909. Hún lést 28. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarkirkju 5. desember. Meira
23. desember 1998 | Minningargreinar | 227 orð

Guðný Aðalheiður Guðmundsdóttir

Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leið mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Nú hefur þú kvatt okkur og sofnað svefninum langa. Þú varst alveg einstök í okkar augum og hvergi til önnur Guðný. Þú gafst okkur ótrúlega mikið með breiða brosinu þínu og vísunum sem þú kunnir og gast sungið. Meira
23. desember 1998 | Minningargreinar | 53 orð

GUÐNÝ AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR

GUÐNÝ AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Guðný A. Guðmundsdóttir sem var frá Guðlaugsstöðum í Svínavatnshreppi, fæddist 19. júlí 1948. Hún lést hinn 16. nóvember síðastliðinn. Móðir hennar er Sólvegi Ásgerður Stefánsdóttir frá Merki í Jökuldal og faðir hennar var Guðmundur Jóhann Pálsson frá Guðlaugsstöðum. Meira
23. desember 1998 | Minningargreinar | 267 orð

Kristín Finnsdóttir Fenger

Í dag er til moldar borin Kristín Finnsdóttir Fenger eða "mamma hennar Kristjönu" eins og við kölluðum hana. Við vinkonurnar viljum minnast hennar því hún var okkur einstaklega kær. Haustið 1963 höguðu örlögin því þannig að við þrjár settumst í sama bekk í Hlíðaskóla, Kristjana dóttir Kristínar og við tvær. Við urðum fljótlega góðar vinkonur. Meira
23. desember 1998 | Minningargreinar | 397 orð

Kristín Finnsdóttir Fenger

Með nokkrum fátæklegum orðum langar mig til að þakka tengdamóður minni, Kristínu Fenger, þá sterku og góðu vináttu sem hún ávallt sýndi mér. Ég veit að þú, Kristín mín, barst umhyggju fyrir okkur bæði í vöku sem í svefni. Þú sagðir mér oft frá draumum sem þig dreymdi og oftast var það nákvæmlega það sem var að gerast hjá okkur. Þú bauðst mig velkomna í þína fjölskyldu fyrir 22 árum. Meira
23. desember 1998 | Minningargreinar | 32 orð

KRISTÍN FINNSDÓTTIR FENGER

KRISTÍN FINNSDÓTTIR FENGER Kristín Finnsdóttir Fenger sjúkraþjálfari fæddist í Hvilft í Önundarfirði 30. október 1925. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grensáskirkju 22. desember. Meira
23. desember 1998 | Minningargreinar | 506 orð

Margrét Selma Magnúsdóttir

Elsku amma, við kveðjum þig með miklum söknuði, þú varst alltaf stór þáttur í lífi okkar allra, ein af þeim manneskjum sem við litum upp til og tókum mark á, sú manneskja sem hafði svo sterk áhrif á þá sem voru í kringum hana. Það er okkur öllum minnisstætt hvað það var alltaf notalegt að koma til ykkar afa. Meira
23. desember 1998 | Minningargreinar | -1 orð

Margrét Selma Magnúsdóttir

Elsku amma. Nú ertu farin frá okkur eftir löng og erfið veikindi og þín er sárt saknað. Á stundu sem þessari eru ýmsar minningar sem streyma í gegnum hugann þar sem þú varst alltaf svo stór hluti af mínu lífi. Fjölskyldan var alltaf það sem skipti þig mestu máli. Þú fylgdist með okkur öllum, hvattir okkur til dáða og hjálpaðir okkur við að láta drauma verða að veruleika. Meira
23. desember 1998 | Minningargreinar | 32 orð

MARGRÉT SELMA MAGNÚSDÓTTIR

MARGRÉT SELMA MAGNÚSDÓTTIR Margrét Selma Magnúsdóttir fæddist í Hérðasdal, Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði, 13. ágúst 1926. Hún lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 14. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Sauðárkrókskirkju 19. desember. Meira
23. desember 1998 | Minningargreinar | 514 orð

Reynir Unnsteinsson

Sorgleg frétt barst í dag frá Reykjavík til Versala: óvænt andlát vinar míns, Reynis Unnsteinssonar, samstarfsmanns á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sunnudaginn 13. desember. Reyni hef ég þekkt í fimmtán ár, fyrst af afspurn (í Árnasafni í Kaupmannahöfn árið 1984 hafði ég heyrt næturvarðarins á stofnuninni í Reykjavík að góðu getið) og svo eftir að ég kom til Íslands um haust 1986. Meira
23. desember 1998 | Minningargreinar | 831 orð

Reynir Unnsteinsson

Þegar fyrstu handritin voru flutt heim til Íslands frá Danmörku vorið 1971, ákváðu íslensk stjórnvöld að ávallt skyldi vakað yfir þeim dag og nótt eftir heimkomuna. Í fyrstu annaðist Reykjavíkurlögreglan þessa vörslu af alúð og fórnfýsi. En ljóst var að um slíkt gat ekki verið að ræða til frambúðar, og var þá farið að svipast um eftir manni sem gæti tekist þetta starf á hendur. Meira
23. desember 1998 | Minningargreinar | 662 orð

Reynir Unnsteinsson

þessi hógværi maður valdi sér að ævistarfi að vera nætur- og helgavörður á Árnastofnun og gegndi því starfi með sóma í rúmlega 25 ár. Allir heimamenn og gestir komust fljótlega að því að Reynir bjó yfir margs konar hæfileikum og miklum gáfum. Í stuttu máli var hann "sál stofnunarinnar" eins og tveir útlenskir fræðimenn og sumargestir hafa orðað það í bréfum til mín á þessari sorgarstund. Meira
23. desember 1998 | Minningargreinar | 1160 orð

Reynir Unnsteinsson

Þegar kærasti vinurinn fellur svo óvænt frá, á besta aldri, leitar margt á hugann. Öllu er afmarkaður tími. Líf mannlegt endar skjótt. Skjótt hefur sól brugðið sumri. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Tregt er tungu að hræra. Orð verða fátækleg. Manni fallast hendur. Minningar frá rúmlega þrjátíu ára vináttu streyma fram. Tilveran verður grá og litlaus. Erfitt að trúa að þetta sé raunveruleiki. Meira
23. desember 1998 | Minningargreinar | 173 orð

Reynir Unnsteinsson

Ég þurfti að láta segja mér það þrem sinnum á sunnudaginn var að Reynir hefði orðið bráðkvaddur þá um morguninn; mér þóttu þessi tíðindi með öllu óhugsandi. Við höfðum skrafað saman drjúga stund daginn áður í kaffitímanum, rætt atburði líðandi stundar, nýútkomnar bækur, stjórnmál bæði innlend og erlend, Meira
23. desember 1998 | Minningargreinar | 31 orð

REYNIR UNNSTEINSSON

REYNIR UNNSTEINSSON Reynir Unnsteinsson var fæddur á Reykjum í Ölfusi 29. júní 1945. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 13. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 22. desember. Meira
23. desember 1998 | Minningargreinar | 35 orð

VALDIMAR NYMAN

VALDIMAR NYMAN Valdemar Nyman, fyrrverandi landsprófastur Álandseyja, fæddist í Vasa 5. ágúst 1904. Hann andaðist miðvikudaginn 25. nóvember síðastliðinn og var jarðsettur frá kirkjunni sem hann þjónaði lengst, Heilags Mikaelskirkju í Finström, hinn 12 desember. Meira
23. desember 1998 | Minningargreinar | 1037 orð

Þórir Axelsson

Svo litlir drengir ­ í leit að lífsins ævintýrum. Svo jafnaldra. Svo glaðir. Svo sjálfstæðir. En svo dulir, svo samferða, en samt svo einir og fjarlægir þegar firði og fjöll ber í milli. Samt voru þeir saman. Þeir voru systrasynir. Fæddir árið 1946. Ólíkir en vinir, ­ öxl í öxl, bak í bak. Brosandi æska meðfram beiskju og hrundum borgum ­ erfið æska. Allt bundið líðandi stund, lífinu, náttúrunni. Meira
23. desember 1998 | Minningargreinar | 95 orð

ÞÓRIR AXELSSON

ÞÓRIR AXELSSON Þórir Axelsson fæddist í Súgandafirði 10. mars árið 1946. Hann lést af slysförum við störf á sjó við Noregsstrendur hinn 18. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurbjörg Pétursdóttir frá Laugum í Súgandafirði og Axel Magnússon. Þórir átti eina alsystur, Ósk. Meira

Viðskipti

23. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 80 orð

56% eiga farsíma í Finnlandi

FINNAR eiga fleiri farsímatæki en venjuleg símtæki sem tengd eru við jarðstreng að sögn finnska samgönguráðuneytisins. Í Finnlandi eru fleiri farsímar á mann en í nokkru öðru landi og eiga 56 af hundraði þráðlausan síma. Þessi tala gæti aukizt í 60 af hundraði næsta vor samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu. Meira
23. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 58 orð

Air France selt að stórum hluta

FRANSKA stjórnin mun selja hlutabréf í ríkisflugfélaginu Air France fyrir líklega 3,5-4,5 milljarða frakka, eða 720 milljónir dollara, þegar útboð hlutabréfa fer fram á næsta ári, að sögn talsmanns félagsins. Meira
23. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 222 orð

Dollarinn hækkaði fyrir vaxtafund vestra

DOLLAR hækkaði gegn jeni og marki í gær fyrir síðasta vaxtafund bandaríska seðlabankans á árinu og eftir lækkun á japönskum ríkisskuldabréfamarkaði. Í hlutabréfaviðskiptum hækkaði lokagengi í Frankfurt og París þrátt fyrir dræm viðskipti, en lækkun varð í London. Dalurinn hækkaði um tæp tvö jen í 117,67 jen og hafði ekki verið hærri í 11 daga. Meira
23. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 355 orð

Fosshótel ehf. í viðræðum við Lykilhótel hf.

VIÐRÆÐUR standa yfir milli Fosshótela ehf. og Lykilhótela hf. um rekstur Fosshótela á sex Lykilhótelum. Gert er ráð fyrir að átta ára leigusamningur verði undirritaður í vikunni. Fosshótel hafa einnig gert samning um rekstur á hóteli á Reyðarfirði og sumarhóteli á Laugum í Þingeyjarsýslu. Jafnframt eiga Fosshótel í viðræðum við 12-15 hótel á landsbyggðinni með samstarf í huga. Meira
23. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 248 orð

Hluthafar Jökuls einhuga um samrunann

Á HLUTHAFAFUNDI Jökuls hf., sem haldinn var fyrr í vikunni, var samþykkt fyrirliggjandi samrunaáætlun SR-mjöls hf. og Jökuls hf. samkvæmt tillögu stjórnar Jökuls hf. Samkvæmt tilkynningu frá SR-mjöli verður samruni félaganna ræddur á hluthafafundi félagsins sem haldinn verður 30. desember nk. kl. 14 í fundarsal á efstu hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7 í Reykjavík. Meira
23. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 120 orð

ÍAV með þriðjungshlut

ÍSLENSKIR aðalverktakar hf. (ÍAV) hafa ásamt Ármannsfelli hf. og Óháða fjárfestingarsjóðnum hf. stofnað Byggingafélagið Úlfarsfell. Hlutur ÍAV hf. í félaginu er um 33%. Tilgangur hins nýstofnaða félags er einkum að standa fyrir allri þróun og uppbyggingu í Blikastaðalandi á mörkum Mosfellsbæjar og Reykjavíkur að því er fram kemur í frétt frá ÍAV. Meira
23. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 184 orð

Landsbankinn tekur 7 milljarða fjölmyntalán

LANDSBANKI Íslands og Sumitomo Bank Ltd. undirrituðu í gær lánasamning upp á 100 milljóna bandaríkjadala fjölmyntalán sem svarar til um 7 milljarða króna. Draga má á lánið í fjórum myntum auk myntkörfunnar ECU. Um áramót kemur evran í stað ECU og verður þá unnt að draga á lánið í fimm myntum. Sumitomo bankinn er í samstarfi við fimm evrópska banka um lánveitinguna. Meira
23. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 156 orð

Mannabreytingar hjá Landsbankanum

STEFÁN H. Stefánsson, fyrrverandi forstöðumaður fjármálasviðs í deild alþjóða- og fjármálasviðs Landsbanka Íslands hf. hefur tekið við stöðu forstöðumanns markaðsviðskipta hjá bankanum. Jón Helgi Egilsson sem áður gegndi þessari stöðu hefur látið af störfum að eigin ósk. Stefán er fyrrverandi starfsmaður Landsbréfa. Meira
23. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 180 orð

MGH Ltd. í Bretlandi verður Eimskip UK

FRÁ og með 1. janúar 1999 verður nafni MGH Ltd. í Bretlandi breytt í Eimskip UK. Í fréttatilkynningu frá Eimskipafélaginu segir að MGH sé rótgróið flutningafyrirtæki, stofnað 1865. Það hefur verið umboðsaðili fyrir Eimskip frá 1924. Eimskip hefur átt hlut í MGH frá 1981 og frá 1991 hefur fyrirtækið verið alfarið í eigu Eimskips. Meira
23. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 117 orð

Mobilcom býður ókeypis símtöl um jólin

ÞÝZKA símafélagið Mobilcom AG ætlar að bjóða ókeypis langlínusamtöl innanlands í Þýzkalandi að kvöldi jóladags og annars í jólum. Notendur getað hringt á tímanum 7 e.h. til miðnættis og mega tala í 1-2 tíma ef þeir vilja, sögn talsmanns félagsins. Önnur þýzk símafélög hafa tilkynnt afsláttarsímtöl um jólahelgina. Meira
23. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 224 orð

Samkeppnisráð um Áfengisinnflutning og sölu

SAMKEPPNISRÁÐ telur að afgreiðsla ÁTVR á innkaupum og sölu innlends Carlsberg bjórs sé ekki í samræmi við þær skyldur sem á ÁTVR hvíla á grundvelli yfirburðastöðu fyrirtækisins og þeirra lagaákvæða, sem stofnuninni ber að fara eftir. Meira
23. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 172 orð

Samningur um framleiðslu á hreinsiefnum til Evrópu

FRIGG hf. hefur gert fimm ára samstarfssamning við bandaríska fyrirtækið Bullen um framleiðslu á hreinsiefnum fyrir Evrópumarkað. Öll framleiðsla fer fram í verksmiðju Friggjar í Lyngási og er gert ráð fyrir að útflutningur á vörunni, sem fer á markað undir nafninu Arctic Air, hefjist í febrúar á næsta ári. Meira
23. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 256 orð

Yfir 30 milljarðar í vörslu innlendra aðila

MARKAÐSVIRÐI erlendra verðbréfa í umsjá innlendra fjárvörsluaðila, banka og verðbréfafyrirtækja nam 17 milljörðum króna í árslok 1997. Þetta kemur fram í alþjóðlegri könnun á verðbréfaeign þjóða sem sérfræðinganefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á sviði greiðslujafnaðartölfræði gekkst fyrir í þeim tilgangi að bæta upplýsingar um verðbréfafjárfestingu milli landa. Meira

Fastir þættir

23. desember 1998 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 31. október í Fella- og Hólakirkju af sr. Birni Sveini Björnssyni Kristín Halldórsdóttir og Brynjar H. Ingólfsson. Þau eru búsett í Reykjavík. Meira
23. desember 1998 | Í dag | 497 orð

Bætur til öryrkja lágar

ÁGÆTI Velvakandi. Ég tek undir hvert orð í ágætu bréfi frá Hafþóri Baldvinssyni til Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í Morgunblaðinu 20. desember. Bætur til okkar öryrkja eru skammarlega lágar og til vansæmdar fyrir ríkisstjórnina. Ég er orðin leið á þessu sífellda góðærishjali Davíðs Oddssonar. Hvernig þætti honum að hafa til ráðstöfunar 47 þús. kr. Meira
23. desember 1998 | Fastir þættir | 269 orð

Dagskráin Auglýsing um Íslandsbankamót BRIDGE Íslandsbankamót BRIDGE Silfurstigamót Monr

Dagskráin Auglýsing um Íslandsbankamót BRIDGE Íslandsbankamót BRIDGE Silfurstigamót Monrad tvímenningur(barometer) Íslandsbankamótið verður haldið að Fosshótel KEA sunnudaginn 27. des.1998. Spilamennska hefst kl. 10 stundvíslega og stendur til kl.18 með matarhléi. Verðlaun: flugeldar og bikarar Þátttökugjald: 2000 kr. Meira
23. desember 1998 | Fastir þættir | -1 orð

Er Galsi á leið út í lönd? Hátt verð virðist standa í vegi fyrir því að fjögur hrossaræktarsambönd festi kaup á stóðhestinum

FÁIR ef nokkrir stóðhestar eiga jafnglæstan feril að baki og gæðingurinn Galsi frá Sauðárkróki. Á þeim bænum þekkist ekki annað en fyrsta sæti þegar um keppni er að ræða og ávallt þegar hesturinn hefur komið fyrir almenningssjónir hefur hann vakið athygli fyrir skörulega framgöngu. Meira
23. desember 1998 | Fastir þættir | 3330 orð

Guðspjall dagsins: Símeon og Anna. (Lúk. 2.) »ÁSPR

Guðspjall dagsins: Símeon og Anna. (Lúk. 2.) »ÁSPRESTAKALL: Aðfangadagur: Áskirkja: Aftansöngur kl. 18. Inga Backman syngur einsöng. Magnea Árnadóttir, flautuleikari og Páll Eyjólfsson, gítarleikari, leika fyrir athöfnina frá kl. 17.30 og Magnea Árnadóttir og Rósa Jóhannsdóttir syngja. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Hrafnista. Meira
23. desember 1998 | Fastir þættir | 240 orð

Helgihald í Bústaðakirkju um jól og áramót FJÖLBREYTT tónli

FJÖLBREYTT tónlist mun sem fyrr setja sinn svip á helgihald hátíðarinnar. Organistinn Guðni Þ. Guðmundsson stjórnar Kirkjukór Bústaðakirkju og Bjöllukór kirkjunnar og Jóhanna Þórhallsdóttir stjórnar barnakórum kirkjunnar en þeir munu ásamt fjölda hljóðfæraleikara og einsöngvara annast tónlistarflutning við messurnar. Á aðfangadag verður aftansöngur kl. 18. Meira
23. desember 1998 | Dagbók | 611 orð

Í dag er miðvikudagur 23. desember 357. dagur ársins 1998. Þorláksmessa. Orð da

Í dag er miðvikudagur 23. desember 357. dagur ársins 1998. Þorláksmessa. Orð dagsins: Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. (Korintubréf 13, 4.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Sævík kom í gær. Meira
23. desember 1998 | Fastir þættir | 862 orð

Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 985. þáttur

2. Hann er fyrsta skáld vort á síðari öldum, sem ritað hefir íslenskar heimsbókmentir, þ.e.a.s. bækur, er tali til almenns skilnings og ekki eru aðeins einstrengdar, við málýsku átthagafjálgleikans. Þessi syntetiski meðalvegur, sem þræðir takmörkin milli hins þjóðlega og almenna ­ báðum jafnnærri, hefir ætíð verið vegur heimsskáldsins. Meira
23. desember 1998 | Fastir þættir | 529 orð

Jón Viktor í öðru sæti fyrir síðustu umferð

14.­ 22. des. - Aðgangur ókeypis. JÓN Viktor Gunnarsson er einungis hálfum vinningi á eftir efsta manni mótsins, Manuel Bosboom, þegar ein umferð er eftir á mótinu. Jón Viktor deilir öðru sætinu með fjórum öðrum skákmönnum. Úrslit í áttundu umferð urðu þessi: Meira
23. desember 1998 | Í dag | 439 orð

RÁÐHERRUM ríkisstjórnarinnar er margt til lista lagt. Í haust gaf

RÁÐHERRUM ríkisstjórnarinnar er margt til lista lagt. Í haust gaf Árni Johnsen út geislaplötu með Stórhöfðasvítunni og fylgdu með nokkur lög, bæði ný og gömul. Á plötunni söng Geir Hilmar Haarde fjármálaráðherra þrjú lög, auk þess að syngja bakraddir í öðrum lögum. Geir hefur flotta bassarödd sem nýtur sín vel í þeim lögum sem hann tók til flutnings. Meira
23. desember 1998 | Fastir þættir | 410 orð

Safnaðarstarf Dönsk jólaguðsþjónusta í Dómkirkjunni

Á aðfangadag verður haldin dönsk jólaguðsþjónusta í dómkirkjunni. Er það orðin gömul hefð að halda danska jólaguðsþjónustu þar við upphaf helgra jóla. Sendiráð Danmerkur á Íslandi hefur umsjón með guðsþjónustunni. Sungnir verða danskir jólasálmar, jólguðspjallið lesið og sameinast í bæn fyrir ættingjum og vinum nær og fjær. Meira
23. desember 1998 | Fastir þættir | 878 orð

Skipulag eða ringulreið Maðurinn er leiksoppur örlaganna í þessum leik, upphaf, miðja og endir beinast að því að koma honum á

HVERT hið eiginlega hlutverk kenninga og gagnrýninnar umfjöllunar er í hinu stærra samhengi listanna er eilífðarspurning, hvort slíkt hefur einhver áhrif á framgang lista, stefnur og strauma er einnig umdeilanlegt, en sú skoðun stendur eigi að síður á gömlum merg og rekur rætur sínar allt aftur til Hórasar og Aristótelesar. Meira

Íþróttir

23. desember 1998 | Íþróttir | 2046 orð

Atvinnumennska í Bandaríkjunum er heillandi kostur

Ásthildur Helgadóttir, leikstjórnandi íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er í fararbroddi íslenskra knattspyrnukvenna og hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. Fyrir skömmu var hún valin í lið ársins í háskólakeppninni þar sem hún er í hópi með bestu knattspyrnukonum heims en auk þess var hún útnefnd knattspyrnukona ársins í miðriðli háskólaliða. Meira
23. desember 1998 | Íþróttir | 321 orð

Ásthildur getur orðið sú besta

RANDY Evans, þjálfari kvennaliðs Vanderbilt-háskólans í knattspyrnu, sagði við Morgunblaðið að árangur liðsins væri fyrst og fremst Ásthildi Helgadóttur að þakka. "Hún hefur verið frábær og það að vera valin í lið ársins áréttar stöðu hennar," sagði Evans. "Hún kom til okkar með gífurlega mikla þekkingu á leiknum og tækni hennar er meiri en flestra bandarískra knattspyrnustúlkna. Meira
23. desember 1998 | Íþróttir | 277 orð

Barcelona á enn möguleika

Hollendingurinn Louie van Gaal, þjálfari Spánarmeistara Barcelona, telur sína menn enn eiga möguleika á því að verja titilinn, þrátt fyrir magurt gengi framan af tímabilinu. "Við unnum þrjá titla í ár og ég vona að árið 1999 færi Barcelona enn fleiri titla. Meira
23. desember 1998 | Íþróttir | 106 orð

Búnaður fyrir stangarstökk keyptur

REYKJAVÍKURBORG hefur ákveðið að kaupa færanlega stangarstökksbraut í Laugardalshöllina í og verður brautin notuð í fyrsta sinn á ÍR-mótinu í frjálsíþróttum 24. janúar nk. "Kaupin á þessari braut eru hið besta mál fyrir okkur og gerir það að verkum að við getum verið með stangarstökk kvenna á ÍR-mótinu úti á miðju gólfi í Laugardalshöllinni og þar af leiðandi nær áhorfendurm en áður, Meira
23. desember 1998 | Íþróttir | 229 orð

Einar tekur við Grindavík

EINAR Einarsson, sem þjálfaði körfuknattleikslið Hauka sl. tvö ár og í upphafi keppnistímabilsins en var síðan sagt upp, var í gær ráðinn þjálfari Grindvíkinga. Hann tekur við liðinu af Guðmundi Bragasyni sem var rekinn á mánudag. "Það leggst vel í mig að taka við Grindavíkurliðinu. Það hefði verið betra að koma að því við aðrar aðstæður, en það er ekkert við því að gera. Meira
23. desember 1998 | Íþróttir | 473 orð

Frönsk alþýðuhetja

Árið 1998 hefur svo sannarlega eftirminnilegt hjá franska landsliðsmanninum Zinedine Zidane. Hann varð Ítalíumeistari í vor með Juventus, heimsmeistari með franska landsliðinu í sumar og á mánudag hlotnaðist honum hin eftirsótta nafnbót að vera útnefndur knattspyrnumaður Evrópu. Meira
23. desember 1998 | Íþróttir | 81 orð

Fyrsti landsleikur Grænlendinga

GRÆNLENSKA landsliðið í handknattleik kvenna kemur hingað til lands í heimsókn á milli jóla og nýárs. Liðið leikur þá sinn fyrsta opinbera landsleik. Thoódór Guðfinnsson, landsliðsþjálfari, hefur valið íslenska liðið, sem er þannig skipað: Ágústa Edda Björnsdóttir, Gróttu/KR, Svava Sigurðardóttir, Víkingi, Hrafnhildur Skúladóttir, Bryne, Gerður Beta Jóhannsdóttir, Val, Meira
23. desember 1998 | Íþróttir | 318 orð

Gunnar með níu mörk gegn Lee

GUNNAR Andrésson skoraði 9 mörk fyrir Amicitia Zürich er liðið tapaði 27:18 fyrir TV Suhr í síðustu umferð svissnesku 1. deildarinnar í handknattleik fyrir jólaleyfi sem fram fór um helgina. Markvörður Suhr er Suik Hyung Lee, fyrrverandi markvörður FH, og reyndist hann leikmönnum Zürich-liðsins óþægur ljár í þúfu og er það fráleitt í fyrsta sinn í vetur sem hann er andstæðingum sínum erfiður. Meira
23. desember 1998 | Íþróttir | 406 orð

Hvert þeirra hreppir hnossið?

NÖFN þeirra tíu stigahæstu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 1998 voru tilkynnt í gær. Kjörinu verður lýst í hófi á Hótel Loftleiðum í Reykjavík þriðjudaginn 29. desember næstkomandi og verður það í 43. skipti sem Samtök íþróttafréttamanna, SÍ, standa að kjörinu, en þau voru stofnuð árið 1956. Meira
23. desember 1998 | Íþróttir | 205 orð

Knattspyrnumenn Evrópu 1956 - 1998

Stanley Matthews, Blackpool 1956 Alfredo di Stefano, Real Madrid 1957 Raymond Kopa, Real Madrid 1958 Alfredo di Stefano, Real Madrid 1959 Luis Suarez, Barcelona 1960 Enrique Omar Sivori, Juventus 1961 Joszef Masopust, Dukla Prag 1962 Lev Yashin, Dynamo Moskva 1963 Denis Law, Manchester United 1964 Eusebio, Meira
23. desember 1998 | Íþróttir | 109 orð

París sækir um Ólympíuleikana sumarið 2008

JEAN Tiberi, borgarstjóri í París, tilkynnti í sl. viku að París óskaði eftir að halda Ólympíuleikana 2008, en Juan Antonio Samaranch, forseti Alþjóða ólympíunefndarinnar, IOC, gaf það til kynna í liðinni viku. Ólympíuleikarnir hafa tvisvar farið fram í höfuðborg Frakklands. Fyrst árið 1900, fjórum árum eftir að leikarnir voru endurvaktir og haldnir í Aþenu, og 1924. Meira

Sunnudagsblað

23. desember 1998 | Sunnudagsblað | 416 orð

Vaxandi eftirspurn eftir veiðileyfum

Aukning var í umsóknum um veiðileyfi í fyrstu úthlutun Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Var hún mismikil frá einu veiðisvæði til annars, sums staðar engin, en annars staðar mikil en dæmi voru einnig um minni eftirspurn. Metið var umsóknarfjöldi í Fáskrúð í Dölum, þar sem 108% aukning var í umsóknum frá síðasta ári. Meira

Úr verinu

23. desember 1998 | Úr verinu | 1146 orð

12% árleg veiði umfram leyfilegan heildarafla

12% árleg veiði umfram leyfilegan heildarafla Skýrsla Vísindaráðs Bandaríkjanna um fiskveiðistjórnun við Ísland Í skýrslu nefndar Vísindaráðs Bandaríkjanna sem kynnt var á bandaríska þinginu 17. desember sl. er kafli um fiskveiðistjórnun á Íslandi. Meira
23. desember 1998 | Úr verinu | 144 orð

5 milljarðar króna í styrki vegna kaupanna

ÍRSKA stjórnin hefur samþykkt að veita jafnvirði rúmra fimm milljarða íslenskra króna í ríkisstyrki til kaupa á 31 nýju skipi til bolfiskveiða. Þetta er hæsta upphæð sem nokkru sinni hefur verið varið til fjárfestingar í bolfiskveiðum Íra. Meira
23. desember 1998 | Úr verinu | 1256 orð

Aðmíráll í vígahug á viðskiptasviðinu ASMAR skipasmíðastöðin í Talchauano, Chile, er nú byrjuð að smíða skip fyrir Íslendinga.

FYRIR ári hefðu flestir talið það fásinnu að íslenskar útgerðir ættu eftir að leita til Chile í Suður-Ameríku til að láta smíða þar fyrir sig skip. Að Chilebúar ættu eftir að smíða nýtt og fullkomið hafrannsóknaskip samkvæmt ítrustu nútímakröfum fyrir Meira
23. desember 1998 | Úr verinu | 114 orð

Afli Tansaníu 350 þús. tonn í fyrra

TEKJUR Tansaníu af sjávarútvegi árið 1997 voru jafnvirði sjö milljarða íslenskra króna, sem fengust fyrir 356.900 tonn sjávarfangs, að sögn Thomas Maembe í sjávarútvegsráðuneyti Tansaníu. Þetta kemur fram í Worldfish Report. Næstum allur afli Tansaníumanna, eða 306.750 tonn, er í ferskvatnstegundum. Humarstofninn í Indlandshafi fer minnkandi. Meira
23. desember 1998 | Úr verinu | 446 orð

Doktor í félagsfræði sjávarútvegs

EINAR Eyþórsson varði doktorsritgerð í félagsfræði við félagsvísindadeild háskólans í Tromsø 1. og 2. desember síðastliðinn. Ritgerð Einars heitir "Kunnskap og rettighetsfordeling i marin ressursforvaltning" og samanstendur af níu vísindagreinum og inngangi að verkinu. Meira
23. desember 1998 | Úr verinu | 37 orð

EFNI Fréttaskýring 3 Nova Scotia í Kanada snýr vörn í sókn Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Viðtal 5 Sergio

Nova Scotia í Kanada snýr vörn í sókn Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Viðtal 5 Sergio Martinez forstjóri ASMAR- skipasmíðastöðvarinnar í Chile Markaðsmál 6 Mikill uppgangur í Evrópu í eldi vartara og kólguflekkjar Meira
23. desember 1998 | Úr verinu | 370 orð

Flestir í jólafrí

SJÓMENN eru nú flestir komnir í frí yfir hátíðarnar. Loðnu- og síldarsjómenn voru allir komnir í land 19. desember sl. en aðrir eiga að vera komnir til hafnar um hádegi í dag og mega ekki láta úr höfn fyrr en á miðnætti annars dags jóla. Samkvæmt upplýsingum Tilkynningaskyldu íslenskra skipa voru aðeins um 60-70 skip á sjó í gærmorgun og flest skip þá á leið til hafnar. Meira
23. desember 1998 | Úr verinu | 316 orð

Færeyjar fá minni afla í Barentshafi

FÆREYINGAR náðu í vikunni samningum við Rússa um fiskveiðar á næsta ári og er samkomulagið betra en heimamenn höfðu þorað að vona. Rússnesk og norsk stjórnvöld höfðu áður samið um að minnka botnfiskveiðar í Barentshafi um 26% og því áttu færeysku samningamennirnir von á miklum niðurskurði botnfiskkvóta í rússneskri landhelgi. Meira
23. desember 1998 | Úr verinu | 188 orð

Heitkryddaðar risarækjur í chili og appelsínusósu

Auðunn Sólberg Valsson, matreiðslumeistari á Café Óperu, sér lesendum versins fyrir uppskriftinni að þessu sinni. þetta er forréttur fyrir fjóra og gæti hann farið vel með einhverri jólasteikinni yfir hátíðirnar. Þetta eru heitkryddaðar risarækjur, en risarækjuna er hægt að nálgast í flestum verzlunum sem bjóða upp á fyrstar innflutar sjávarafurðir. Meira
23. desember 1998 | Úr verinu | 183 orð

Kaupa þrjá sardínubáta

ÍSLENSKU fyrirtækin í Mexíkó, Pesquera Siglo SA og Naustico SA, hafa nýverið keypt þrjá sardínubáta frá Chile. Um er að ræða nótabáta og er gert ráð fyrir að þeir hefji veiðar í janúar nk. Hver bátur tekur um 250 tonn í lest og er áætlað að hver þeirra veiði um 12 til 15 þúsund tonn af sardínu á ári. Meira
23. desember 1998 | Úr verinu | 318 orð

Keypt hafa verið þrjú sardínuskip

GRANDI hf. og Þormóður rammi- Sæberg hf. hafa stofnað nýtt eignarhaldsfélag um eignarhluti sína í mexíkósku systurfyrirtækjunum Pesquera Siglo SA og Naustico SA. Fyrirtækið hefur hlotið nafnið Isla og verður að jöfnu í eigu íslensku fyrirtækjanna. Að sögn Róberts Guðfinnssonar, framkvæmdastjóra Isla, verður lögð talsverð áhersla á sardínuveiðar og -vinnslu í fyrirtækinu og hafa m.a. Meira
23. desember 1998 | Úr verinu | 1052 orð

Lag á elleftu stundu

VIÐ höfum barist fyrir frjálsræði og skulum við ekki víkja frá því. Stjórnmálamenn, það er líka lag fyrir ykkur að leiðrétta mistök sem gerð hafa verið í streitu þingstarfa á síðasta áratug. Ég segi aftur notum það lag sem nú er vegna baráttu og þrautseigju Valdimars Jóhannessonar. Við viljum frjálsræði svo langt sem það nær og þeirri stefnu skulum við halda. Meira
23. desember 1998 | Úr verinu | 220 orð

Mestu landað til vinnslu í landi

LANGMESTU af afla íslenzkra fiskiskipa er landað óunnu til vinnslu í landi. Í nóvember síðastliðnum varð heildaraflinn um 120.000 tonn og var um 100.000 tonnum af því landað til vinnslu. Mest af því var loðna, 55.000 tonn, og 18.000 tonn af síld. Loks var um 12.000 tonnum af þorski landað til vinnslu í landi. Um 15. Meira
23. desember 1998 | Úr verinu | 143 orð

Mest veitt í hringnótina

LANGMESTUR afli íslenzkra fiskiskipa er veiddur í nót. Nótin er notuð við veiðar á síld og loðnu, þeim tveimur fiskitegundum sem mest aflast af. Heildarafli fyrstu ellefu mánuði ársins, bæði utan og innan lögsögu, er um 1.550.000 tonn, en af því voru rúmlega 970.000 tonn veidd í nótina. Trollið kemur næst með um 415.000 tonn, en mest er veitt af þorski í trollið, 115. Meira
23. desember 1998 | Úr verinu | 771 orð

Mikill uppgangur í Evrópu í eldi vartara og kólguflekkjar

MIKILL vöxtur og raunar sprenging hefur orðið í eldi vartara og svokallaðs kólguflekkjar í Evrópu á síðustu sex eða sjö árum og búist er við, að framleiðslan verði um 70.000 tonn á þessu ári. Er þessari eldisgrein stundum líkt við laxeldið vegna þess hve uppgangurinn hefur verið mikill og líka vegna þess, að þróunin í henni er sú sama og í laxinum. Meira
23. desember 1998 | Úr verinu | 1115 orð

Minni afli en meira útflutningsverðmæti

NOVA Scotia hefur ekki farið varhluta af hruni þorskstofnsins við Kanada fyrr á þessum áratug. Botnfiskafli, einkum þorskafli, hefur hrunið á fáum árum. Sjómönnum og fiskverkafólki hefur fækkað um 6.300 frá árinu 1989. Meira
23. desember 1998 | Úr verinu | 315 orð

Mun meira fært milli skipa í jöfnum skiptum

FLUTNINGUR aflamarks í þorski milli skipa, ef miðað er við jöfn skipti, er verulega minni á fyrstu þrem mánuðum fiskveiðiársins, samanborið við sama tíma á síðasta fiskveiðiári. Flutningur aflamarks í öllum tegundum er hinsvegar nokkuð meiri á þessu ári en var á því síðasta, einnig miðað við jöfn skipti. Meira
23. desember 1998 | Úr verinu | 134 orð

Saltað í 77.000 tunnur

SALTAÐ hefur verið í 77.000 tunnur af síld á vertíðinni í haust. Er þá ósaltað í um 10.000 tunnur til viðbótar til að fylla upp í gerða samninga um sölu saltsíldar. Gunnar Jóakimsson, framkvæmdastjóri Íslandssíldar, segist vera vongóður um að það náist að ljúka söltun upp í gerða samninga í janúar, en nú eru óveidd tæp 30.000 tonn af leyfilegum heildarafla. Meira
23. desember 1998 | Úr verinu | 285 orð

Samtök iðnaðarins árétta tillögur um stjórn veiða

SAMTÖK iðnaðarins hafa sent öllum alþingismönnum bréf, þar sem tillögur samtakanna um nýtingu náttúruauðlinda eru áréttuð. Ástæðan er annars vegar dómur Hæstaréttar um að núverandi kerfi við veitingu leyfa til veiða í atvinnuskyni gangi gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar og hins vegar að nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórnun fiskveiða. Meira
23. desember 1998 | Úr verinu | 210 orð

"Stjáni í grjótinu" ruddi veginn

FRAM til þessa er ASMAR-skipasmíðastöðin sú eina í Chile sem gert hefur smíðasamninga við Íslendinga. Fyrsta skipið sem verður afhent frá stöðinni er nýja hafrannsóknaskipið. Fyrirtækið er í eigu sjóhers Chile. Önnur stöð, sem er í einkaeigu og ber nefnið ASENAV, afhenti hins vegar tvö öflug flotvörpu- og nótaveiðiskip til útgerða í eigu Norðmanna, Færeyinga og Rússa á þessu ári. Meira
23. desember 1998 | Úr verinu | 322 orð

Um 100 milljóna króna verkefni unnið í Kanada

FYRIRTÆKIÐ 3X-Stál hefur nýlega gert samning um framleiðslu og sölu tækja í rækjuverksmiðju á Nýfundnalandi, sem mun verða hin fullkomnasta sinnar tegundar þar um slóðir. 3X-Stál sérhæfir sig í hönnun, framleiðslu og uppsetningu á tækjum til vinnslu á sjávarfangi. Það var stofnað árið 1994 og hefur verið í örum vexti á liðnum misserum og er velta þessa árs 180 milljónir króna. Meira

Barnablað

23. desember 1998 | Barnablað | 15 orð

Aðfangadagur jóla er á morgun!

Aðfangadagur jóla er á morgun! HÖFUNDUR: Svanfríður Hlín Gunnarsdóttir, 8 ára, Jörfabakka 14, 109 Reykjavík. Meira
23. desember 1998 | Barnablað | 27 orð

Aukaskegg?

Aukaskegg? HVAÐA skegg, A, B, C, D, E, F, er alveg eins og skegg jólasveinsins á myndinni? Lausnin: Skegg merkt með bókstaf sem er borinn fram sjé. Meira
23. desember 1998 | Barnablað | 108 orð

ÁST

EINU sinni voru kóngur og drottning í ríki sínu. Þau áttu einn son, sem hét Arnar. Hann var 17 ára. Það var höll á móti þeim. Þar átti heima stelpa, sem hét Anna og var 16 ára. Arnar var skotinn í henni og Anna var skotin í honum. Það var strákur, sem hét Sindri, og hann var líka skotinn í Önnu. Sindri átti líka heima við hliðina á Önnu. Meira
23. desember 1998 | Barnablað | 100 orð

Einu sinni...

EINU sinni árið 1998 var snjór úti. Og allir krakkarnir í Hafnarfirði voru að leika sér úti í snjókasti og þau bjuggu til snjóhús. Síðan kom hundur og fór inn í snjóhúsið. Allir krakkarnir sem voru inni í snjóhúsinu urðu skíthræddir við hundinn. Krakkarnir öskruðu og hundurinn varð svo ótrúlega hræddur við krakkana, að hann ýlfraði og fór út úr snjóhúsinu. Meira
23. desember 1998 | Barnablað | 76 orð

Ekki gleyma hollustunni á jólunum

JÓN ÁRNI Sigurðsson, 7 ára, Blöndubakka 13, 109 Reykjavík, minnir okkur á, að við megum ekki gleyma að borða hollan mat á hinni miklu kjöt- og kökuhátíð, sem jólin eru meðal annars. Því má líka bæta við, að hreyfing er nauðsynleg þegar við belgjum okkur út af mat og drykk dag eftir dag. Allir út að ganga, skokka, sparka, henda eða kasta bolta, renna sér á skautum eða skíðum. Meira
23. desember 1998 | Barnablað | 17 orð

GLEÐILEG JÓL!

GLEÐILEG JÓL! MYNDASÖGUR Moggans óska lesendum sínum nær og fjær gleðilegrar jólahátíðar. Megi ljósið lýsa sem skærast. Meira
23. desember 1998 | Barnablað | 169 orð

Gömul jólakort nýtt

MÉR datt í hug að senda ykkur hugmynd að smá handavinnu. Efnið er bara 3-4 gömul póstkort, nál og aðeins ullargarn. Sniðin fylgja. Þið megið eiga þetta eða henda! Ég á litla vinkonu í Finnlandi og sendi til hennar allar Myndasögur Moggans. Laxárnesi, 8. nóv. Meira
23. desember 1998 | Barnablað | 24 orð

Hvað heitir jólasveinninn?

Hvað heitir jólasveinninn? HVAÐ heitir jólasveinninn? spyr Elfa Ólafsdóttir, 10 ára, Skaftholti, Gnúpverjahreppi, 801 Selfoss. Lausnin: Þessi jólasveinn er enginn annar en hann Stúfur. Meira
23. desember 1998 | Barnablað | 20 orð

Hvað heitir stelpan í jólakjólnum?

Hvað heitir stelpan í jólakjólnum? ERNA Ómarsdóttir, 9 ára, Norðurvangi 11, 220 Hafnarfjörður, spyr hvað þessi vel klædda stelpa heitir. Meira
23. desember 1998 | Barnablað | 80 orð

Jólaálfakast

Jólaálfakast ÞAÐ er fljótlegt að útbúa svona spil. Það sem þarf eru pappír og skæri. Klippið út snið eins og sýnt er á myndinni, beygið álfana lóðrétt upp, teiknið andlit á þá og litið jafnvel í hátíðarlitunum. Á húfurnar skrifið þið tölurnar 5, 10, 15, 20, sem eru stigin. Meira
23. desember 1998 | Barnablað | 149 orð

Jólaföndur ­ notaleg stund

HJÓNIN Rannveig Tryggvadóttir og Örnólfur Thorlacius, Bjarmalandi 7, 108 Reykjavík, sendu Myndasögum Moggans snið að þessu jólaföndri, sem þau hafa gert með barnabörnunum, með þeim orðum að þau vildu gleðja börnin og hjálpa þeim að stytta biðina á Þorláksmessu og aðfangadag. Meira
23. desember 1998 | Barnablað | 339 orð

Jólaguðspjallið

EN ÞAÐ bar til um þessar mundir, að boð kom frá Ágústus keisara, að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Þetta var fyrsta skrásetningin og var gjörð þá er Kýreníus var landstjóri á Sýrlandi. Fóru þá allir til að láta skrásetja sig, hver til sinnar borgar. Meira
23. desember 1998 | Barnablað | 246 orð

Jólaskórinn

EINU sinni voru systkin, sem hétu Guðrún og Ingvar. Þau hlökkuðu rosalega til jólanna. Og eitt kvöldið, hinn 11. desember, settu þau skóinn út í glugga. Og um nóttina kom jólasveinninn og setti happaþrennu og mandarínu í skóinn. Meira
23. desember 1998 | Barnablað | 67 orð

Jólasveinn að gefa í skóinn

NÚ ER vetur og jólin að nálgast, jólasveinarnir gægjast á glugga hjá krökkunum og gefa þeim gott í skóinn. Þegar jólasveinarnir fara að gefa gott í skóinn er gott að fara snemma að sofa svo maður fái ekki kartöflu í skóinn. Eins og sést vel á myndinni hafa börnin farið snemma í háttinn. Höfundur: Helga Jóakimsdóttir, 10 ára, Jörfabakka 4, 109 Reykjavík. Meira
23. desember 1998 | Barnablað | 78 orð

Kapphlaup jólaálfanna

HVER þátttakandi teiknar/litar og klippir út jólaálf úr þunnum pappír. Gerið gat í miðja bringuna og stingið sogröri gegnum gatið (sjá mynd). Nú getið þið byrjað í kapphlaupinu. Með aðstoð sögrörsins mjakið þið álfunum áfram í átt að fyrirfram ákveðnu marki. En jólaálfarnir mega aldrei vera í lausu lofti, annar fóturinn verður alltaf að snerta gólfið/borðplötuna. Meira
23. desember 1998 | Barnablað | 22 orð

Snjókarl og kona hans

Snjókarl og kona hans SNJÓKONAN heldur á röku og snjókarlinn á kúst. Höfundur: Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, 13 ára, Ljósalandi 2, 415 Bolungarvík. Meira
23. desember 1998 | Barnablað | 31 orð

Tveir pakkar eins

Tveir pakkar eins JÓLASVEINNINN bendir á jólapakkana fimmtán og á meðal þeirra eru tveir pakkar, sem eru alveg eins. Getið þið fundið þá? Lausnin: Pakkar númer fjögur og tíu eru eins. Meira
23. desember 1998 | Barnablað | 49 orð

Þeir eru margir jólaálfarnir

HVAÐ eru jólaálfarnir margir á myndinni? ATHUGIÐ! Það sem í þessu jólablaði Myndasagna Moggans er kallað jólaálfur er á Norðurlandamálunum kallað nisse, sem eru einhvers konar álfar með rauðar húfur, oft hvítskeggjaðir og tengjast jólahátíðinni. Lausnin: Jólaálfarnir eru hvorki fleiri né færri en sextíu talsins. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.