Greinar fimmtudaginn 31. desember 1998

Forsíða

31. desember 1998 | Forsíða | 447 orð

Ellefu Evrópuþjóðir taka upp sameiginlega mynt

Kampavínið var sett í kæli í gær og fjármálamarkaðir settu sig í stellingar þegar ræðuritarar fjármálaráðherra aðildarlandanna unnu að því að smíða viðeigandi setningar sem næðu að lýsa mikilfengleik atburðar, sem í sögulegu ljósi mun teljast hliðstæða falls Berlínarmúrsins sem risastór áfangi í samrunaþróun Evrópu. Meira
31. desember 1998 | Forsíða | 98 orð

Rauð áramót í Króatíu

EF eitthvað er að marka undirfatasölu í Zagreb er líklegt að margir sjái rautt á nýársnótt í Króatíu. Rauðar kvennærbuxur seljast nú sem heitar lummur í höfuðstaðnum, Zagreb, því samkvæmt gamalli trú veit það á gott nýtt ár að klæðast einhverju rauðu 31. desember. Meira

Fréttir

31. desember 1998 | Fréttaskýringar | 430 orð

10 bestu myndir ársins

ÞAÐ ER EITTHVAÐ VIÐ MARÍU ("There is Something About Mary") eftir Bobby og Peter Farelli. Án nokkurs vafa grínmynd ársins. Sterkvæmnum Kananum hefur tekist að stíga stórt skref í áttina að góðum húmor þar sem gert er grín að öllum; vangefnum, ljótum, svertingjum eða einfaldlega leiðinlega og skemmtilega venjulegu fólki. Meira
31. desember 1998 | Fréttaskýringar | 359 orð

10 bestu myndir ársins 1998

BJÖRGUN ÓBREYTTS RYANS ­ ("Saving Private Ryan"). Steven Spielberg. Spielberg vill að skelfilegasti þáttur sögunnar verði okkur víti til varnaðar og falli ekki í gleymsku. Stríð, í þessu tilfelli síðari heimsstyrjöldin, hefur aldrei verið kvikmyndað á raunsærri né áhrifaríkari hátt. TRUMAN ÞÁTTURINN ­ ("The Truman Show"). Peter Weir. Meira
31. desember 1998 | Fréttaskýringar | 411 orð

10 bestu myndirnar 1998

BJÖRGUN ÓBREYTTS RYANS ("Saving Private Ryan"). Steven Spielberg. Einstaklega áhrifarík stríðsmynd Spielbergs lætur engan ósnortinn. Fyrstu 25 mínúturnar sem fjalla um innrásina í Normandí eru meistaralega gerðar og myndin er minnisstæður vitnisburður um skelfingar styrjalda á öllum tímum. Tom Hanks glimrandi fínn. TRUMAN-ÞÁTTURINN ("The Truman Show"). Peter Weir. Meira
31. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 341 orð

192 Íslandsmeistarar frá Akureyri

AKUREYRINGAR eignuðust alls 192 Íslandsmeistara í íþróttum á árinu sem er að líða. Þetta kom fram í árlegu hófi sem Íþrótta- og tómstundaráð bæjarins efndi til í fyrradag, þar sem einnig var tilkynnt um val á íþróttamanni Akureyrar. Vernharð Þorleifsson, júdómaður úr KA, varð þar fyrir valinu í fimmta skipti eins og fram kom í blaðinu í gær. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 43 orð

20 áramótabrennur

TUTTUGU áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og verður kveikt í þeim flestum á milli klukkan 20 og 21. Nokkrar breytingar eru frá í fyrra og verður til að mynda ein stór brenna á Suðurbakkanum í Hafnarfirði að þessu sinni. Meira
31. desember 1998 | Erlendar fréttir | 294 orð

Aftur skotið á eftirlitsvélar yfir Írak

ÍRAKAR hófu loftvarnaskothríð á bandarískar og breskar eftirlitsflugvélar yfir syðra flugbannssvæðinu yfir landinu í gær, og svöruðu vélarnar í sömu mynt, að því er fulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytisins sagði. Flugvélarnar hefðu allar snúið heilu og höldnu til bækistöðva sinna. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 755 orð

Allir eiga að hafa hanska og hlífðargleraugu

Íkvöld verður flugeldum skotið á loft um land allt. En það er að ýmsu að huga þegar skoteldar eru meðhöndlaðir því sé ekki varlega farið er voðinn vís. Hlynur Jónasson er deildarstjóri slysavarnardeildar Slysavarnafélags Íslands. "Sem betur fer hefur dregið úr slysum vegna flugelda undanfarin ár. En betur má ef duga skal. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 295 orð

Andrés Björnsson látinn

ANDRÉS Björnsson, fyrrverandi útvarpsstjóri, lést aðfaranótt miðvikudagsins 30. desember á áttugasta og öðru aldursári. Hann fæddist 16. mars árið 1917 í Krossanesi í Vallhólmi í Skagafirði, sonur Björns Bjarnasonar bónda og Ingibjargar Stefaníu Ólafsdóttur húsfreyju. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 80 orð

Annáll og svipmyndir á mbl.is

TEKNAR hafa verið saman helstu fréttir sem birtust á Fréttavef Morgunblaðsins á Netinu á árinu sem er að líða, og er hægt að lesa þennan fréttaannál á mbl.is. Þar er einnig hægt að skoða valdar fréttamyndir sem ljósmyndarar Morgunblaðsins hafa tekið á árinu. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 161 orð

Atkvæði greidd um tilboð Símans

SAMKOMULAG hefur tekist um að atkvæðagreiðsla fari fram meðal starfsmanna Landssímans hf. um tilboð fyrirtækisins um gerð vinnustaðasamninga. Verkamannasambandið, Rafiðnaðarsambandið og Félag íslenskra símamanna héldu í gær sameiginlegan fund með starfsmönnum þar sem tilboðið var kynnt. Atkvæðaseðlum var dreift til starfsmanna í gær, en atkvæðagreiðslunni á að ljúka á einni viku. Meira
31. desember 1998 | Erlendar fréttir | 692 orð

Aukinn pólitískur samruni á eftir að fylgja Tímamót verða um áramótin í samrunaþróun Evrópu þegar evran, sameiginlegur

EVRÓPUSAMBANDIÐ er nú að ná stærsta áfanganum á langri og strangri leið að stofnun myntbandalags. En þróunin í átt að þeirri pólitísku einingu sem myndi veita hinu efnahagslega stórveldi rödd í samræmi við alþjóðlegt vægi hinnar sameiginlegu myntar, evrunnar, er aðeins á upphafsreit. Meira
31. desember 1998 | Erlendar fréttir | 955 orð

Árið erlendis í myndum Reuters Jel

Árið erlendis í myndum Reuters Jeltsín í ham BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti var við þokkalega heilsu framan af ári og sýndi það og sannaði að hann er litríkur stjórnmálamaður. Hér rífur hann af sér hálsbindið við upphaf heimsóknar sinnar til Japans í apríl til að leggja áherslu á að hún sé óformleg. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 124 orð

Átak gegn augnslysum

FORSETI Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, tók á móti fulltrúum Blindrafélagsins, samtökum blindra og sjónskertra, á Bessastöðum í gær til að styðja átak Blindrafélagsins í forvörnum gegn augnslysum. Blindrafélagið leggur mikla áherslu á forvarnir til fækkunar augnslysum og rannsóknir á augnsjúkdómum. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 138 orð

Bensínlækkun um áramótin

BENSÍNLÍTRINN hjá Olíufélaginu hf. lækkar um 2,40 krónur á morgun, 1. janúar. Að sögn Geirs Magnússonar, forstjóra Olíufélagsins hf., hefur gefist svigrúm til að lækka bensínverðið vegna lækkandi birgðaverðs í landinu. Bensínlítrinn af 98 oktana bensíni lækkar úr 77,30 kr. í 74,90 kr. og lítrinn af 95 oktana bensíni lækkar úr 72,60 kr. í 70,20 kr. á bensínstöðvum Esso. Meira
31. desember 1998 | Erlendar fréttir | 121 orð

Biðja um aðstoð

ReutersBiðja um aðstoð NKEM Chukwu, sem fæddi áttbura á sjúkrahúsi í Texas fyrr í mánuðinum, kom til fréttamannafundar ásamt manni sínum, Iyke Louis Udobi, í gær. Chukwu kvaðst þakklát Guði. Hún sagði sér líða vel ­ "ég hef notið blessunar". Chukwu er 27 ára. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 51 orð

Bilun í ljósleiðara

BILUN varð á ljósleiðara Landssímans norðan Blönduóss í gærmorgun og lauk viðgerðum laust eftir hádegið. Notendur farsíma og boðtækja urðu að einhverju leyti varir við truflanir em almenna símakerfið varð hins vegar ekki fyrir áhrifum. Símtölum milli Norðurlands og Suðvesturlands var beint um ljósleiðara sem liggur um Austurland. Meira
31. desember 1998 | Fréttaskýringar | 299 orð

Bogmaður

BOGMENN eru hressir, léttir í lundu, yfirleitt jákvæðir og gera sem minnst úr öllu neikvæðu sem þeir þurfa að kljást við. Þá eru þeir upp til hópa víðsýnir og ævintýragjarnir. Mismikið þó. Ekkert merki er haldið meiri ferðafíkn og vilja mjög margir bogmenn stöðugt vera á ferðinni og hafa litla eirð ef þeir þurfa að dvelja lengi á sama stað. Meira
31. desember 1998 | Erlendar fréttir | 303 orð

Bretar og Færeying- ar semja

ANFINN Kallsberg, lögmaður Færeyja, sagði í gær að nú hillti undir lausn á langvinnri landamerkjadeilu Færeyinga og Breta, sem hefur tafið fyrir áformum um olíuleit á landgrunni Færeyja. "Það lítur út fyrir að vera býsna öruggt að við náum samkomulagi, Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 362 orð

Breytingar á greiðslumati og félagslega íbúðakerfinu

HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins verður lögð niður nú um áramótin og tekur Íbúðalánasjóður til starfa frá sama tíma. Strax í byrjun nýs árs mun fólk geta snúið sér til banka og sparisjóða og fengið greiðslumat samkvæmt nýju kerfi sem tekið hefur verið upp. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 1338 orð

Brýnt að umræðan snúist um börnin

Ýmis dæmi talin vera um einelti í heimi fullorðinna jafnt sem barna Brýnt að umræðan snúist um börnin Formaður stjórnar Skólastjórafélags Reykjavíkur benti á í vikunni á að einelti á meðal fullorðinna væri mikið og það gæfi börnum slæmt fordæmi. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 259 orð

Byrjar á Þingvöllum á nýársdag

Bandarískur ævintýramaður í þriggja ára hnattferð Byrjar á Þingvöllum á nýársdag BANDARÍSKI fjárfestirinn Jim Rogers leggur á morgun, nýársdag, upp frá Þingvöllum í hringferð um landið sem er upphafið að þriggja ára ferð hans um heiminn. Ekur hann á sérsmíðuðum Mercedes Benz. Meira
31. desember 1998 | Erlendar fréttir | 249 orð

DNA-rannsókn sögð sanna ástarfundina

EFNAFRÆÐINGUR, eitt af vitnum ákæruvaldsins í máli Anwars Ibrahims, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Malasíu, sagði í gær að rannsókn á blettum á dýnu, sem lögð hefur verið fram sem sönnunargagn í málinu, hefði leitt í ljós að Anwar hefði haft kynmök við eiginkonu ritara síns eins og saksóknararnir hafa haldið fram. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 660 orð

Eftirminnileg ferð til Kalmykíu

ÁTTA Íslendingar, sex skákmenn, einn fararstjóri og fyrirliði skáksveitarinnar, fóru í lok september til Kalmykíu, sem er lýðveldi á afskekktum stað í Rússlandi. Þar keppti sveitin á Ólympíumóti í skák. Meira
31. desember 1998 | Erlendar fréttir | 385 orð

Eiturgufur taldar ógna flugöryggi

GALLAR í loftræstikerfum farþegaflugvéla hafa valdið því að flugmenn og flugliðar hafa fengið krampaköst og fallið í yfirlið, og segja flugmálasérfræðingar þetta ógna lífi þúsunda flugfarþega, að því er breska blaðið The Independent greinir frá. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 401 orð

Engin leið til að sleppa betur

JÓSEP Sigurjónsson, starfsmaður Rafveitu Akureyrar, brenndist illa á höndum og í andliti er skammhlaup varð í spennistöð sem hann var að vinna í hinn 29. október sl. Jósep var að vinna við tengingu á 11.000 volta streng og við skammhlaupið varð sprenging með miklum blossa og kastaðist hann til vegna þrýstingsins. Strengurinn átti að vera straumlaus en var það ekki vegna mannlegra mistaka. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 136 orð

Erindi vegna Dómsdags

EINAR Benediktsson sendiherra hefur beðið Morgunblaðið að birta eftirfarandi bréf: Reykjavík 30. desember 1998. Útvarpsstjóri Markús Örn Antonsson. Ég vil að beiðni þinni árétta það skriflega, sem ég hef þegar tekið fram í símtölum 28. og 30. desember, að með sjónvarpsþættinum Dómsdagur er vegið með afar röngum og óheiðarlegum hætti að minningu og æru afa míns Einars. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 91 orð

Ferð að Stafnesi og Básendum

FYRSTA ferð nýja ársins hjá Ferðafélagi Íslands verður farin sunnudaginn 3. janúar en liðin eru 200 ár frá Básendaflóðinu 1799. Flóðið er kennt við Básenda sem eru miðja vegu milli Sandgerðis og Hafna. Staðurinn eyddist í flóðinu en fram að því voru Básendar meðal eftirsóttustu verslunarstaða á Reykjanesskaganum, segir í fréttatilkynningu. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 171 orð

Fimm Íslandsmet hjá Erni í gær

Fimm Íslandsmet hjá Erni í gær EINUM sólarhring eftir að hafa verið útnefndur Íþróttamaður ársins 1998 af Samtökum íþróttafréttamanna, setti Hafnfirðingurinn Örn Arnarson, SH, fimm Íslandsmet í sundi á Jólasundmóti Sundfélags Hafnarfjarðar síðdegis í gær. Örn synti 400 m skriðsund á 3.53,50 mínútum og bætti eigið met um tæpar 5 sekúndur. Meira
31. desember 1998 | Fréttaskýringar | 300 orð

Fiskur

FISKURINN er gæddur næmi sem á sér engan líka og er mikilvægasti eiginleiki hans í lífi og starfi. Ef hann er í starfi þar sem þessi hæfileiki nýtist til fullnustu skarar hann fram úr öllum öðrum en hefðbundin vinna, þar sem hann verður að gæta vel að stimpilklukkunni, er ekki við hans hæfi. Honum líkar betur við lausa tauminn. Meira
31. desember 1998 | Erlendar fréttir | 146 orð

Fjórir látast í snjóflóði í Skotlandi

FJÓRIR létust í snjóflóði er féll í hálöndum Skotlands á þriðjudag, að því er skoska lögreglan skýrði frá í gær. Þrír komust lífs af, tveir karlar og ein kona. Voru þau flutt á sjúkrahús og höfðu orðið fyrir ofkælingu eftir að hafa verið föst í snjónum í 15 klukkustundir. Slysið átti sér stað nálægt Ben Nevis, hæsta fjalli Skotlands. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 140 orð

Fordæma vinnubrögð Friðar 2000

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing: "Við undirritaðir, forsvarsmenn ýmissa félaga og samtaka, sem lengi hafa barist fyrir hagsmunamálum ýmissa hópa eða íslensks almennings í heild, teljum að opinber umræða þurfi að vera málefnaleg, hófleg og laus við dylgjur og persónulegar árásir. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 165 orð

Framkvæmdastjóri ákærður

EMBÆTTI Ríkislögreglustjóra hefur höfðað opinbert mál á hendur fyrrv. framkvæmdastjóra og stjórnarmanni fyrirtækisins Hringhendu ehf. fyrir að láta urða á athafnasvæði fyrirtækisins við Reykjanesbraut skammt frá Straumsvík um 568 rúmmetra af timbri og rúmlega 1.000 rúmmetra af öðrum úrgangi, sem Hringhenda tók við til flokkunar og förgunar skv. samningi við Íslenska aðalverktaka hf. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 1829 orð

Frelsi og forsjárhyggja Morgunblaðið hefur fengið athugasemdir vegna umfjöllunar um sölu tiltekinnar vindlategundar í Nýkaupi.

Morgunblaðið hefur fengið athugasemdir vegna umfjöllunar um sölu tiltekinnar vindlategundar í Nýkaupi. Stríði hún gegn ákvæðum tóbaksvarnarlaga sem banna umfjöllun um einstakar vörutegundir. Páll Þórhallsson fjallar um stjórnarskrána og bann við tóbaks- og áfengisauglýsingum. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 605 orð

Fréttamyndir af innlendum vettvangi

Morgunblaðið/RAX ELDGOS Í GRÍMSVÖTNUM ELDGOS hófst í Grímsvötnum í Vatnajökli að morgni 18. desember, á sama stað og gaus á árunum 1983 og 1934 en um 11 km frá Gjálp þar sem gaus fyrir rúmum tveimur árum. Á myndinni sést vatnið krauma í einum gíganna sem gaus úr fyrsta daginn. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 371 orð

Geta búist við nokkurra ára fangelsisdómum

TVEIR Íslendingar, sem hafa verið í haldi í landamærabænum Kleve í Þýskalandi fyrir eiturlyfjasmygl frá því í byrjun desember, eiga yfir höfði sér nokkurra ára fangelsi að sögn tollembættisins á staðnum. Virðast vera tvö aðskilin mál Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 83 orð

Gott veðurútlit

ÚTLIT er fyrir léttskýjað veður á suðvesturhorni landsins í kvöld, gamlárskvöld. Þó gæti vindur aukist um miðnættið því samkvæmt veðurspá er gert ráð fyrir kalda suðvestanlands. Á Vestfjörðum verður allhvasst eða hvasst og snjókoma, en um norðanvert landið má búast við stinningskalda eða allhvössum vindi og slyddu eða snjókomu. Meira
31. desember 1998 | Erlendar fréttir | 412 orð

Hátíðlegar athafnir í Brussel og Lúxemborg

KLUKKAN sex í kvöld, gamlársdag, mun Jacques Santer, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), ásamt landa sínum frá Lúxemborg, hinum 85 ára gamla Pierre Werner, tilkynna formlega endanlegt gengi gjaldmiðlanna ellefu, sem evran tekur við af, gagnvart hinni sameiginlegu Evrópumynt. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 533 orð

"Honum til happs og okkur til ánægju"

BRESKI flugmaðurinn Andrew French hlýtur að vera fæddur undir heillastjörnu. Hinn 28. september síðastliðinn bjargaði áhöfn togarans Haralds Böðvarssonar AK 12 honum úr sjónum 110 sjómílur vestsuðvestur af Reykjanesi. En French, sem starfar sem ferjuflugmaður, var að flytja vél frá Portland í Maine-fylki í Bandaríkjunum til eiganda í Ísrael. Meira
31. desember 1998 | Fréttaskýringar | 334 orð

Hrútur

HRÚTURINN er að mörgu leyti fullkomin andstaða nautsins. Þar sem nautið er þolinmótt og staðfast, á hrúturinn til að vera óþolinmóður og ístöðulítill. Þetta er auðvitað oft baggi að bera, en eins og svo margt annað í lífinu þá eru bæði góðar hliðar og slæmar á hlutunum. Mörgum hrútum tekst giftusamlega að virkja betri hliðar merkisins. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

Hættir sem ritstjóri Dags

STEFÁN Jón Hafstein hefur látið af störfum sem annar tveggja ritstjóra Dags en Elías Snæland Jónsson verður áfram ritstjóri blaðsins. Ekki hefur verið ákveðið hvort einhver og þá hver verði ráðinn í hans stað að sögn Marteins Jónassonar framkvæmdastjóra Dagsprents hf. útgáfufélags Dags. Stefán mun hins vegar halda áfram að skrifa reglulega pistla í blaðið um fluguveiðar og stjórnmál. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 173 orð

Iðnskólinn brautskráir 104 nemendur

104 NEMENDUR frá Iðnskólanum í Reykjavík voru brautskráðir af fimmtán brautum við skólann hinn 18. desember sl. í Hallgrímskirkju. Flestir nemendanna útskrifuðust af tölvufræðibraut eða 21 nemandi og þá luku 20 nemendur meistaranámi og 18 rafeindavirkjun. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 227 orð

ÍS auka hlutafé í Iceland Seafood um 420 m.kr.

STJÓRN Íslenskra sjávarafurða hf. hefur tilkynnt Verðbréfaþingi Íslands þá ákvörðun sína að auka hlutafé í Iceland Seafood Corporation um 6 milljónir bandaríkjadala, eða um 420 milljónir íslenskra króna. Meira
31. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 220 orð

Í skoðun að lengja Svalbak EA

INNAN Útgerðarfélags Akureyringa hf. eru uppi hugmyndir um að láta lengja frystitogarann Svalbak EA um eina 18 metra, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Einnig að setja í skipið hliðarskrúfu að framan og dælur sem notaðar eru við kolmunnaveiðar. Ekkert hefur þó enn verið ákveðið í þessum efnum. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 62 orð

Jógaspuni í Háskólabíói

KYNNINGARFUNDUR verður í Háskólabíói laugardaginn 2. janúar kl. 13 í sal 4 þar sem kynntur verður jógaspuni Gaua litla. Jógaspuni Gaua litla er aðhaldsnámskeið og leið til léttara lífs, segir í fréttatilkynningu. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 314 orð

Jóhanna Sigurðardóttir vill opnara prófkjör

JÓHANNA Sigurðardóttir alþingismaður hefur óskað eftir fundi með fulltrúum A-flokkanna til að ræða hvort hægt er að hafa prófkjör samfylkingar í Reykjavík opnara. Þessi afstaða kom eindregið fram á fundi sem Jóhanna átti með stuðningsmönnum sínum í gær. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Jólaskautaskemmtun VR

VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur heldur jólaskautaskemmtun sunnudaginn 3. janúar í Skautahöllinni fyrir félagsmenn sína og fjölskyldur þeirra frá kl. 10­18. Ýmislegt verður til gamans gert. Jólasveinn mætir til leiks og hljómsveit Ólafs Gauks spilar fyrir gesti kl. 12, kl. 14.30 og kl. 17 auk þess sem börn sýna listhlaup á skautum. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 44 orð

Kátt í Ráðhúsi Reykjavíkur

ÞAÐ ríkti sannkölluð jólagleði í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær þegar starfsmenn Sjúkrahúss Reykjavíkur og börn þeirra voru þar saman komin á jólatrésskemmtun. Eins og jafnan á slíkum samkomum náði gleðin hámarki þegar jólasveinarnir birtust og heilsuðu upp á börnin. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 447 orð

"Kippi mér ekki upp við að vera afskrifaður"

SIGURÐUR Guðmundsson er á Hrafnistu og við ágæta heilsu, þrátt fyrir að öðru hafi verið haldið fram í Morgunblaðinu sunnudaginn 20. desember. Þar var rifjaður upp sá atburður, þegar bátsverjar á Kristjáni frá Sandgerði hröktust á vélarvana bátnum undan veðri og vindum í tólf daga, þar til vindar báru bátinn á ný upp að landinu og þeir komust allir fimm naumlega í land í gegnum ólgandi brimið. Meira
31. desember 1998 | Erlendar fréttir | 118 orð

Kirkjugarðsmafía veldur usla

MAFÍUHÓPUR á Sikiley hefur hefnt sín grimmilega fyrir tilraunir yfirvalda til að sporna við áhrifum hópsins í málefnum kirkjugarðsins í borginni Cataniu. Hafa mafíumeðlimir undanfarið skipt á líkum í kistum áður en jarðað var, og eru fjölskyldur þær, er aðgerðirnar hafa bitnað á, slegnar miklum óhug. Meira
31. desember 1998 | Erlendar fréttir | 99 orð

KLA hótar styrjöld

Eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Kosovo sögðu í gær að ekki hefði komið til átaka í héraðinu frá því á sunnudag þegar KLA og serbneskar öryggissveitir féllust á vopnahlé eftir fjögurra daga átök sem kostuðu að minnsta kosti 18 manns lífið. Meira
31. desember 1998 | Fréttaskýringar | 321 orð

Krabbi

KRABBINN er oft mjög lokaður og getur tekið sinn tíma að kynnast honum náið. Hann er mjög á varðbergi og segir sjaldan öðrum frá því sem amar að honum, fólk getur þurft að taka vel eftir óljósum vísbendingum til að átta sig á því sem er að gerast í hugarfylgsnum krabbans. Gæta þarf mikillar nærgætni og forðast gagnrýni ef maður vill nálgast hann. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 800 orð

Láta vel af tímamótunum

TVEIR starfsmanna Morgunblaðsins láta af störfum nú um áramótin fyrir aldurs sakir, þau Jódís Kristín Jósefsdóttir, umboðsmaður og síðar starfsmaður á skrifstofu blaðsins á Akureyri, og Stefán Friðbjarnarson, blaðamaður á ritstjórninni í Reykjavík. Þau láta bæði vel af þessum tímamótum og telja sig hafa ýmislegt við tímann að gera þótt þau hætti nú þessum daglegu launuðu störfum sínum. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 52 orð

LEIÐRÉTT

RÖNG mynd birtist með grein Sigurrósar M. Sigurjónsdóttur í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Fulltrúi Þjóðminjasafns undirritaði EKKI kom fram í frétt um stofnun hönnunarsafns í Garðabæ í blaðinu í gær að formaður þjóðminjaráðs, Gunnar Jóhann Birgisson, undirritaði samninginn fyrir hönd Þjóðminjasafnsins. Beðist eer velvirðingar á þessu. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 173 orð

Leiðrétting

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Boga Nilssyni, ríkissaksóknara: "Í Morgunblaðinu fimmtudaginn 24. þ.m. er frétt á bls. 30 um afgreiðslu ákæruvalds í Danmörku á máli danskrar hjúkrunarkonu undir fyrirsögninni "Ekki hægt að sanna morð", sem gefur tilefni til eftirfarandi ábendinga um skipan ákæruvaldsins í Danmörku. Meira
31. desember 1998 | Erlendar fréttir | 272 orð

Leiðtogi dauðasveita í Kólombíu sagður myrtur

CARLOS Cantones, yfirmaður illræmdustu dauðasveitar Kólumbíu, er talinn hafa verið drepinn þegar marxískir uppreisnarmenn réðust inn í heimaþorp hans á mánudaginn. Forsvarsmenn dauðasveitta báru hins vegar í gær brigður á staðhæfingar þessa efnis. Cantones hefur ekki sést opinberlega frá því á mánudag en óstaðfestar fregnir herma að heyrst hafi til hans ræða við samstarfsmenn sína í gegnum Meira
31. desember 1998 | Fréttaskýringar | 331 orð

Ljón

LJÓNIÐ vill alltaf vera miðpunkturinn og er ekkert fyrir að halda sig til hlés. Það er stjórnsamt og getur gengið allt of langt í þeim efnum en er einnig hjartahlýtt, trygglynt og yfirleitt vel við annað fólk. Ljónið er oft hrókur alls fagnaðar í veislum og safnar um sig hópi manna sem dá það fyrir kraftinn og sjálfsöryggið. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 227 orð

Lögreglan hvetur til aðgæslu við meðferð skotelda

LÖGREGLAN í Reykjavík vill hvetja menn sérstaklega til að sýna varúð í umgengni við skotelda, blys, brennur og annað slíkt sem fylgir alltaf áramótum. Með öllum tegundum skotelda eiga að fylgja leiðbeiningar sem sjálfsagt er að lesa og fara nákvæmlega eftir. Meira
31. desember 1998 | Erlendar fréttir | 470 orð

Mannræningjarnir í Jemen skýldu sér á bak við gísla

GÍSLAR sem komust lífs af, er jemenskir lögreglumenn reyndu að frelsa þá frá mannræningjum á þriðjudag, sögðu í fréttaviðtali í gær að þegar öryggissveitirnar hefðu ráðist að hópnum hefðu mannræningjarnir notað fanga sína sem skjöld til að verjast byssuskotum lögreglumanna. Mannræningjarnir voru á leið til fjalla með gíslana þegar öryggissveitirnar réðust á hópinn. Meira
31. desember 1998 | Erlendar fréttir | 183 orð

Marxisti fordæmir einkavæðinguna

KÍNVERSKI marxistinn Deng Liqun gagnrýndi í gær einkavæðingu þúsunda smáfyrirtækja í Kína og sagði að kapítalisminn væri að bera kommúnismann ofurliði. Deng Liqun, sem er 84 ára, var eitt sinn helsti áróðursmeistari kommúnistastjórnarinnar í Peking og er enn álitinn áhrifamestur harðlínumarxistanna í kommúnistaflokknum. Meira
31. desember 1998 | Fréttaskýringar | 316 orð

Meyja

HVER getur mælt gegn því að helstu kostir meyjunnar séu lítils metnir í nútímanum? Dugnaður, skynsemi og nákvæmni eru ekki beinlínis taldir til helstu kosta nútímamannsins. Eftirsóknarverðara þykir að vera frjór, skemmtilegur og nýjungagjarn. En eins og meyjan veit, innst inn í hjarta sér, er engin þörf á að örvænta, enda mun tími meyjunnar renna upp. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 436 orð

Mikil fjölgun banaslysa í umferðinni

41 EINSTAKLINGUR hefur látist af slysförum á þessu ári. Þar af létust 27 manns í umferðarslysum, og er það mikil fjölgun miðað við síðustu tvö ár, þegar 11 og 17 manns fórust í umferðarslysum. Í fréttatilkynningu frá Slysavarnarfélagi Íslands kemur fram að 41 einstaklingur hafi farist af slysförum á árinu í 39 slysum, þar af 31 karl og 10 konur. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð

Morgunblaðið/Kristinn

Morgunblaðið/KristinnTrésmiðir veita viðurkenningar TRÉSMIÐAFÉLAG Reykjavíkur veittu Húsvirki hf. og Menntafélagi byggingamanna viðurkenningu fyrir störf sín við athöfn á þriðjudag. Meira
31. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 315 orð

Mun fleiri fuglar sáust í ár en í fyrra

ÁRLEGUR fuglatalningadagur vetrarins var sunnudaginn 27. desember sl., en þetta var í 47. sinn sem slík fuglatalning fer fram á svæðinu í kringum Akureyri á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands. Alls sáust 5.099 fuglar í talningunni, sem er mun meira en fyrir ári, en þá sáust 3.093 fuglar. Meðalfjöldi fugla í jólatalningunni frá 1987 er 3.187 fuglar, flestir voru fuglarnir 6. Meira
31. desember 1998 | Fréttaskýringar | 309 orð

Naut

AÐ VERA þrjóskur eins og naut þarf ekki að vera fjarlæg samlíking enda geta naut verið með eindæmum þrjósk og föst fyrir í daglega lífinu. Jákvæðar afleiðingar geta falist í því að nautinu takist með atorku, dugnaði og þolgæði að færa fjöll. Annars eru naut alla jafna ljúfar og friðelskandi manneskjur. Meira
31. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 67 orð

Nýárstrimm í Kjarnaskógi

UNDANFARIN ár hefur Skógræktarfélag Eyfirðinga hvatt til útvistar í Kjarnaskógi á nýársdag og staðið fyrir nýárstrimmi í göngu. Þátttakendur ganga 2-5 km og skrá nafn sitt í gestabók sem liggur frammi í Kjarnakoti. Útlit fyrir að bæði gefist færi á skíðagöngu og hefðbundinni göngu. Nýárstrimmið fer fram frá kl. 9 til kl. 20. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð

Nýr aðstoðarmaður menntamálaráðherra

JÓNMUNDUR Guðmarsson stjórnmálafræðingur hefur verið ráðinn aðstoðarmaður menntamálaráðherra, Björns Bjarnasonar. Tekur hann við því starfi af Ásdísi Höllu Bragadóttur stjórnmálafræðingi sem fer í barneignarleyfi. Jónmundur er fæddur árið 1968. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 49 orð

Nýr yfirlögregluþjónn í Kópavogi

ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra hefur skipað Friðrik Smára Björgvinsson í starf yfirlögregluþjóns í Kópavogi frá og með 1. janúar. Friðrik Smári er 37 ára. Hann er löglærður fulltrúi hjá embætti sýslumannsins í Kópavogi. Ellefu umsækjendur voru um starfið, en Magnús Einarsson lætur af embættinu um áramót. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 306 orð

Nýtt áfengis- og vímuvarnarráð tekur til starfa

NÝTT áfengis- og vímuvarnarráð tekur formlega til starfa 1. janúar 1999. Það tekur við verkefnum áfengisvarnarráðs sem lýkur störfum um áramót og mun auk þess gegna víðtækara hlutverki í forvörnum og stefnumótun í vímuvörnum. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 155 orð

Ólafur Ólafsson hlaut verðlaun úr Ásusjóði

Ólafur Ólafsson hlaut verðlaun úr Ásusjóði ÓLAFUR Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, hlaut á þriðjudag verðlaun úr Ásusjóði, sem kenndur er við Ásu Guðmundsdóttur Wright. Að þessu sinni voru árleg heiðursverðlaun veitt úr sjóðnum í þrítugasta skipti. Í ávarpi sínu við afhendingu verðlaunanna sagði dr. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 373 orð

Ómskoðun framkvæmd á Seyðisfirði

FYRSTA læknisskoðunin, þar sem svokallaðar fjarlækningar koma við sögu, fór fram á Heilbrigðisstofnun Seyðisfjarðar þriðjudaginn 29. desember. Þá notaði Rúnar Reynisson, læknir á Seyðisfirði, ómsjá við mæðraskoðun. Þóra Fischer, sérfræðingur í kvenlækningum á Landspítalanum, var "viðstödd" skoðunina í fjarfundaherbergi Landspítalans í Reykjavík. Meira
31. desember 1998 | Erlendar fréttir | 330 orð

Rannsókn ljúki fyrir kosningar

FORSETI Indónesíu, B.J. Habibie, vill að rannsókn á meintum spillingarmálum Suhartos, fyrrverandi forseta landsins, verði lokið áður en gengið verður til kosninga í júní á næsta ári, að því er greint var frá í gær. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 178 orð

Ráðinn ritstjóri Viðskiptablaðsins

ARI Edwald aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra hefur verið ráðinn ritstjóri Viðskiptablaðsins og tekur hann við því starfi eftir nokkrar vikur. Óli Björn Kárason, sem verið hefur ritsjóri Viðskiptablaðsins frá árinu 1994 eða allt frá stofnun þess, lætur af þeim störfum nú um áramótin og hefur störf sem ritstjóri DV. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 302 orð

Ríkið sýknað af öllum kröfum

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af öllum kröfum Ágústs Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra Landmælinga Íslands, en hann stefndi umhverfisráðherra og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins vegna brottvikningar úr starfi. Krafðist hann þess að ógilt yrði með dómi sú ákvörðun umhverfisráðherra frá 16. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 206 orð

Sex frambjóðendur taka þátt

SEX frambjóðendur taka þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík, en framboðsfrestur rann út í gær. Frambjóðendurnir eru Alfreð Þorsteinsson, sem býður sig fram í 1.-4. sæti, Arnþrúður Karlsdóttir, sem býður sig fram í 1.-3. sæti, Finnur Ingólfsson, sem býður sig fram í 1. sætið, Jónína Bjartmarz, sem býður sig fram í 3. sætið, Ólafur Örn Haraldsson, sem býður sig fram í 2. Meira
31. desember 1998 | Erlendar fréttir | 644 orð

Sihanouk Kambódíukonungur hafnar sakaruppgjöf

NORODOM Sihanouk, konungur Kambódíu, lýsti því yfir í gær að hann myndi ekki náða tvo fyrrverandi leiðtoga Rauðu kmeranna, Khieu Shampan og Nuon Chea, og sagði að alþjóðlegur dómstóll myndi hafa fullan rétt til að sækja þá til saka fyrir hópmorð og glæpi gegn mannkyninu. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 25 orð

Skemmtistaðir opnir til fjögur

Gamlárskvöld Skemmtistaðir opnir til fjögur SKEMMTISTAÐIR í Reykjavík verða opnir til klukkan fjögur, aðfaranótt nýársdags, að sögn lögreglunnar. Er það eins og verið hefur undanfarin ár. Meira
31. desember 1998 | Fréttaskýringar | 353 orð

Sporðdreki

SPORÐDREKAR eru yfir höfuð tilfinningaríkir og áhugasamir um dularfull málefni, sálfræði og þess háttar. Einhvern veginn eru sporðdrekar þannig miklir mannþekkjarar og fljótir að sjá hlutina í réttu ljósi. Það getur verið erfitt að blekkja sporðdreka og gæti haft háðulegar afleiðingar að reyna það. Það er ekki tilviljun að margir sálfræðingar eru í merkinu. Meira
31. desember 1998 | Fréttaskýringar | 330 orð

Steingeit

STEINGEITIN getur átt í vændum breytingar fyrstu fjóra og síðustu tvo mánuði ársins sem, ef allt gengur upp, gætu merkt bættan fjárhag. Svo gæti farið að henni yrði falin meiri ábyrgð í vinnunni en einnig gæti hún verið beðin um að læra nýja færni á tæknisviðinu. Steingeitin er að jafnaði ábyrg og metnaðarfull og hefur hæfileika til að stjórna öðru fólki. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 198 orð

Sultartangalína 2 hlýtur samþykki

SKIPULAGSSTOFNUN hefur fallist á lagningu Sultartangalínu 2, sem er 12,5 km löng 400 kV háspennulína milli tengivirkja Sultartangavirkjunar og Búrfellsstöðvar. Að mati stofnunarinnar hefur lagning línunnar ekki umtalsverð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir eða samfélag. Meira
31. desember 1998 | Fréttaskýringar | 361 orð

Tvíburar

TVÍBURAR njóta sín vel í góðum félagsskap. Þeir eru yfir höfuð ekki einrænir eða sérlundaðir. Sé möguleiki á félagsskap þá leita tvíburar eftir honum. Það eru ágætar horfur á nýja árinu fyrir tvíbura. Brýnt er þó að hafa athyglina í lagi og láta ekki reka á reiðanum. Hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér, góðra og réttra ákvarðana verður þörf. Meira
31. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 54 orð

Tvær áramótabrennur

TVÆR áramótabrennur verða á Akureyri að þessu sinni líkt og venja hefur verið síðustu ár. Önnur brennan er á Bárufellsklöppum en hin við Réttarhvamm, þar sem jafnframt verður heljarmikil flugeldasýning. Börnin í Holtahverfinu á Akureyri voru að skoða brennuna á Bárufellsklöppum er ljósmyndari Morgunblaðsins var þar á ferð í gær. Meira
31. desember 1998 | Erlendar fréttir | 945 orð

Um hvað snýst myntbandalagið?

EVRAN, hinn sameiginlegi gjaldmiðill Evrópusambandsins (ESB), einnig nefndur evró, gengur í gildi um áramótin. Hún tekur við af gjaldmiðlum stofnþátttökulandanna í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU), en þau eru Austurríki, Belgía, Finnland, Frakkland, Holland, Írland, Ítalía, Lúxemborg, Portúgal, Spánn og Þýzkaland. Hvers vegna taka aðeins 11 ríki þátt? Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 66 orð

Ungir sleðastjórnendur

MARGIR huga nú að skíðum sínum, skautum og sleðum og öðrum vetraríþróttabúnaði, þar sem draumur margra um hvít jól virðist hafa ræst. Lokað var á skíðasvæðinu í Bláfjöllum í gær vegna hvassviðris eftir góða aðsókn fyrstu tvo skíðadaga vetrarins á sunnudag og mánudag. Á Seltjarnarnesinu má hins vegar finna sér smáhalla til að æfa sleðaakstur eins og þessi rjóðu börn gerðu í gær. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 186 orð

Útvarpsráð fjallar um Dómsdag

ÚTVARPSRÁÐ mun taka til umfjöllunar erindi Einars Benediktssonar sendiherra um sjónvarpsmyndina "Dómsdagur" sem Ríkissjónvarpið sýndi á annan dag jóla. Einar ritaði útvarpsstjóra bréf í gær vegna sýningar myndarinnar þar sem hann krefst þess að "þeir aðilar sem hafa orðið fyrir því að mannorð og minning ættfólks þess sé svo gróflega svert, sé beðið afsökunar opinberlega. Meira
31. desember 1998 | Fréttaskýringar | 318 orð

Vatnsberi

VATNSBERINN er oft sagður fjarrænn en það sem skiptir hann öllu er fólk en ekki hlutir eða staðir. Hann er áhugasamur um nýja tækni sem er að umbylta heiminum og vill vera þátttakandi í henni fremur en áhorfandi, vill jafnvel vera í fararbroddi. Eigi hann ekki þegar tölvu á hann eftir að þrá slíkan grip þar til úr rætist. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 448 orð

Vel hress en nýjar aðgerðir fyrirhugaðar

TORFI Lárus Karlsson gekkst undir erfiða aðgerð vegna sogæðaæxlis á hálsi hinn 17. september sl. Hann fæddist með sogæðaæxli á efri hluta líkamans, brjóstkassa, hægri hendi og vinstri upphandlegg en höfuðið er alveg eðlilegt, svo og fætur. Hann hefur áður gengist undir svona aðgerð, raunar þrjár í Boston, en Torfi Lárus er nú aðeins 19 mánaða gamall. Meira
31. desember 1998 | Erlendar fréttir | 188 orð

Vestræn ríki varpa öndinni léttar

GLAFCOS Clerides, forseti Kýpur, og Costas Simitis, forsætisráðherra Grikklands, stóðu í gær af sér orrahríð pólitískra skeytasendinga eftir að kýpverska stjórnin hætti í fyrradag við áform um að koma upp rússneskum loftvarnaflugskeytum á eynni, en stjórnin í Nicosíu hafði lengi lagt mikið upp úr þessum áformum þrátt fyrir hávær mótmæli Tyrkja. Meira
31. desember 1998 | Miðopna | 3721 orð

VIÐ ÁRAMÓT1

Þeir sem fylgjast með fótbolta komast ekki hjá því að sjá hvílík fagnaðarlæti brjótast út þegar boltinn, sem allt snýst um, hafnar í netinu. Tugir þúsunda áhorfenda hendast á fætur og leikmennirnir faðmast og kyssast eins og ættingjar sem hittast eftir hálfrar aldar aðskilnað. Þetta getur gerst oft í leik. Meira
31. desember 1998 | Erlendar fréttir | 226 orð

Vitni væntanlega kölluð fyrir

FLEST bendir nú til að vitni verði kölluð fyrir í réttarhöldum yfir Bill Clinton Bandaríkjaforseta, er hefjast í öldungadeildinni í byrjun janúar. Þrettán manna hópur þingmanna úr fulltrúadeildinni, sem sækja mun málið fyrir öldungadeildinni, vinnur nú að undirbúningi réttarhaldanna og virðist samstaða í hópnum um að kalla fyrir vitni. Meira
31. desember 1998 | Erlendar fréttir | 166 orð

Vítavert skeggleysi

TRÚARLÖGREGLA talebana í Afganistan hefur hafið skipulagðar aðgerðir gegn karlmönnum sem skera skegg sitt um of, og tugir manna hafa verið handteknir af þessum sökum síðan föstumánuður múslima, ramadan, hófst fyrir skömmu. Meira
31. desember 1998 | Fréttaskýringar | 309 orð

Vog

VOGIN er afar upptekin af stíl, fágun, fegurð, ekki bara eigin, og þess háttar. Vogin er nokkur loftandi sem spekúlerar iðulega meira í útliti hluta heldur en notagildi þeirra. Á heimilum þeirra er oft mikið samsafn fallegra hluta, en þurfi að negla einhvers staðar nagla, eða skrúfa skrúfu, þá gæti verið að verkfærin vantaði til starfans. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 132 orð

Þorsteinn Pálsson sendiherra í London

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra tekur við starfi sendiherra Íslands í London um mitt næsta ár og kemur Benedikt Ásgeirsson sendiherra þá heim til starfa í utanríkisráðuneytinu. Þetta fékk blaðið staðfest í gær. Nokkrar fleiri breytingar verða í utanríkisþjónustunni á fyrrihluta næsta árs. Breytingarnar verða að fullu komnar til framkvæmda um mitt næsta ár. Meira
31. desember 1998 | Innlendar fréttir | 187 orð

Þökkuð störf í þágu uppgræðslu

HALLDÓR Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, tók nýlega við þakkarskjali frá samtökunum Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs, fyrir framlag Landsvirkjunar til uppgræðslu og gróðurverndar. Var Halldóri jafnframt sérstaklega þakkað fyrir starf sitt í þágu samtakanna, en hann lætur af störfum sem forstjóri Landsvirkjunar um áramótin. Meira
31. desember 1998 | Fréttaskýringar | 1923 orð

(fyrirsögn vantar)

Þokkalegt meðalár er niðurstaða Sæbjarnar Valdimarssonar um kvikmyndaárið . Þegar upp er staðið liggur ljóst fyrir að því lýkur ekki með slíkum sprengikrafti og það hófst. Sjálf Titanic var frumsýnd 2. janúar, 1998 var einfaldlega ár þessarar mestu Óskarsverðlauna- og aðsóknarmyndar allra tíma. Meira

Ritstjórnargreinar

31. desember 1998 | Leiðarar | 667 orð

GÓÐ ÁR Í ÞJÓÐARBÚSKAPNUM SLENZKUR þjóðarbúskapur hefu

GÓÐ ÁR Í ÞJÓÐARBÚSKAPNUM SLENZKUR þjóðarbúskapur hefur verið í mikilli uppsveiflu undanfarið. Hagvöxtur áranna 1996­1998 var um 5% að jafnaði, sem er langt umfram hagvöxt í viðmiðunarríkjum. Rekstrarstaða atvinnuvega okkar hefur enn styrkzt ­ á heildina litið ­ á árinu sem er að kveðja. Meira
31. desember 1998 | Staksteinar | 321 orð

»Segull úthverfanna HVARVETNA í þróaðri ríkjum, segir í bæjarmálablaðinu Ing

HVARVETNA í þróaðri ríkjum, segir í bæjarmálablaðinu Ingólfi í Hveragerði, er tilhneiging til að fólk flytjist úr stórborgum til minni úthverfa. Bær heilsu- og ferðaþjónustu Í BÆJARMÁLABLAÐINU Ingólfi, Hveragerði, segir m.a. Meira

Menning

31. desember 1998 | Fólk í fréttum | 122 orð

Ánægjuleg þróun

"TÓNLISTINN staðfestir það að það eru ekki einungis táningar sem kaupa tónlist í dag, heldur er salan dreifð á mun stærri aldurshóp," segir Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands hljómplötuútgefenda. "Tónlist er orðin gjafavara fyrir alla aldurshópa og listi vikunnar sýnir svart á hvítu þá ánægjulegu þróun að geislaplatan nær sífellt til stærri hóps. Meira
31. desember 1998 | Menningarlíf | 187 orð

Bach hátíðartónleikar í Salnum

BACH hátíðartónleikar verða haldnir í Salnum þriðjudaginn 5. janúar 1999 kl. 20.30. Þar verður flutt hljómsveitarsvíta nr. 2 BWV 1067, fiðlukonsert BWV 1042 og hljómsveitarsvíta nr. 3 BWV 1068. Einleikarar á tónleikunum verða fiðluleikararnir Sigrún Eðvaldsdóttir og Sigurbjörn Bernharðsson og Martial Nardeau flautuleikari. Meira
31. desember 1998 | Menningarlíf | 134 orð

Dansleikhúsið í Þjóðleikhúskjallaranum

DANSLEIKHÚSIÐ Ekka verður með sýningu á verkinu "Ég sá ekki glottið" í Þjóðleikhúskjallaranum mánudaginn 4. janúar kl. 20.30 í boði Listaklúbbs Leikhúskjallarans. Sýningin "Ég sá ekki glottið" er fjórða sýning Dansleikhússins og segir í kynningu, að hún fjalli um viðbrögð samfélagsins við þeim einstaklingum sem skera sig á einhvern hátt úr hópnum. Meira
31. desember 1998 | Myndlist | 454 orð

Enn af list í Vancouver

FYRIR skömmu var fjallað um listamenn frá borginni Vancouver á vesturströnd Kanada, en þar hefur þrifist einstaklega blómlegt listalíf á síðustu áratugum þótt borgin sé langt úr alfaraleið og megi teljast enn utar sett á hjara veraldar en Reykjavíkin okkar. Listamenn Vancouverborgar hafa jafnframt sannað að þeir þurfa ekki að færa sig um set þótt þeir verði óvart fyrir sviðsljósinu. Meira
31. desember 1998 | Fólk í fréttum | 74 orð

Forboðinn fatnaður

KÍNVERSK fyrirsæta sýnir litskrúðug klæði sem hönnuð eru í anda fornfálegrar klukku, en hönnuðurinn er Hu Xiaodan. Klukkukjóllinn er hluti af tískuhönnunarlínu Hu sem kennd er við forboðnu borgina, en í því blandar hann saman stílbrögðum í anda keisaradæmisins og byggingarstíl forboðnu borgarinnar, sem hýst hefur 24 keisara af Ming- og Quing-ættunum. Meira
31. desember 1998 | Kvikmyndir | 410 orð

Fóstbræðrasaga

Leikstjórar Brenda Chapman, Steve Hickner, Simon Wells. Handritshöfundar Philip LaZebnik, Nicholas Meyer. Tónskáld Hans Zimmer, lög Stephen Schwartz. Íslensk talsetning. 100 mín. Bandarísk. DreamWorks 1998. Meira
31. desember 1998 | Tónlist | 1090 orð

Fuglinn í fjörunni

Jón Þórarinsson: Sönglög: Fuglinn í fjörunni, Íslenskt vögguljóð á Hörpu, Jeg fandt i morges..., Jeg elsker dig, Morgunvísur, Tvö lög við ljóð eftir Andrés Björnsson, Þrjú lög við ljóð Steins Steinars, Vorvísa, Gróðurlaus fjöll, Of Love and Death ­ sönglagaflokkur, Þrír mansöngvar (íslensk þjóðlög), Nú legg ég augun aftur, Hin fyrstu jól, Dáið er alt án drauma. Meira
31. desember 1998 | Fólk í fréttum | 631 orð

Fullt hús Sjónvarpsmyndin Að baka vandræði eftir Hauk Hauksson var valin með þeim bestu í Slóveníu.

Á MORGUN kl. 18 verður þessi nýja fimmtán mínútna sjónvarpsmynd sýnd í Sjónvarpinu. Þar segir af Begga sem týnir trúlofunarhring afa síns og vandræðunum sem fylgja því. Myndin er framlag Sjónvarpsins í evrópskt barnamyndasamvinnuverkefni. Meira
31. desember 1998 | Menningarlíf | 683 orð

Greni úr Skorradal grjót úr Kópavogi

TÓNLISTARHÚS Kópavogs er fyrsta sérhannaða tónlistarhús landsins en það mun hýsa Salinn svokallaða, sem er tónleikasalur fyrir 300 gesti, og Tónlistarskóla Kópavogs, sem flytur þangað í ágúst nk. Meira
31. desember 1998 | Menningarlíf | 142 orð

Hátíðarhljómar við áramót ­ Diddú syngur

LISTVINAFÉLAG Hallgrímskirkju gengst fyrir tónleikum á gamlársdag með yfirskriftinni Hátíðarhljómar við áramót. Óperusöngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson og Douglas Brotchie, organisti,, flytja aríur eftir Händel og Scarleatti,Adagio eftir Albinoni/Giazotto og verk fyrir trompeta og orgel eftir Giovanni Frescobaldi. Meira
31. desember 1998 | Fólk í fréttum | 571 orð

Heldur vinsamleg geði og sálarheill

Skemmtileg þessi jól. Ýmsir flytjendur flytja erlend jólalög með íslenskum textum. Eitt íslenskt lag er á plötunni "Handa þér" eftir Einar Bárðarson. Söngvarar eru: Gunnar Ólason, Einar Ágúst Víðisson, Rúnar Örn Friðriksson, Telma Ágústsdóttir, Esther Jökulsdóttir, Andrea Gylfadóttir, Ragnar Bjarnason, Berglind Björk, Guðrún Gunnarsdóttir og Birgir (frekari upplýsingar sýnilega taldar óþarfar). Meira
31. desember 1998 | Fólk í fréttum | 699 orð

Í greipum samsæris

BLÓMLEGUR starfsferill og hamingjusamt heimilislíf lögfræðingsins Roberts Claytons Deans (Will Smith) fer í vaskinn eftir að hann rekst á gamlan kunningja fyrir tilviljun og þessi endurnýjuðu kynni enda með því að hann er sakaður um morð. Meira
31. desember 1998 | Menningarlíf | 913 orð

Íslenzkir tónar og list sem aldrei fyrr

HÉR VORU á ferð íslensk myndlist, tónlist, ritlist og samlendir listamenn. Myndverk með yfirskriftinni "íslensk nútímamyndlist" eftir Kristján Guðmundsson, Rögnu Róbertsdóttur og Rúrí voru sýnd í Gallerí Peter Lindner. Forstöðumaður sýningarsalarins segist vera ánægður með aðsókn, svo og umfjöllun í a.m.k. tveimur dagblöðum. Þessari sýningu lauk 19. nóvember. Meira
31. desember 1998 | Bókmenntir | 282 orð

Lítill hvalur verður stór

eftir Harald S. Magnússon Brian Pilkington myndskreytti Iðunn Reykjavík, 1998 LITLI hvalurinn fjallar um lítinn og saklausan háhyrning sem verður stór og yfirgangssamur. Hann er minnsti hvalurinn í vöðunni og er þess vegna ekki liðtækur þegar mikið stendur til. Hann verður svekktur og syndir sína leið, allt þar til hann hittir konung háhyrninganna, risastóran og illgjarnan. Meira
31. desember 1998 | Fólk í fréttum | 161 orð

Nautabani aldarinnar allur

SPÆNSKI nautabaninn Antonio Ordones lést 66 ára að aldri á laugardaginn fyrir jól í borginni Sevilla á Spáni, eftir að hafa átt í veikindum um alllangt skeið. Ordonez var talinn einn helsti nautabani aldarinnar og var jarðsunginn í Sevilla á sunnudaginn, í borginni þar sem hann vann sína helstu sigra á vellinum. Meira
31. desember 1998 | Menningarlíf | 232 orð

Nemendatónleikar í Kammermúsíkklúbbnum

KAMMERMÚSÍKKLÚBBURINN og Tónlistarskólinn í Reykjavík gangast fyrir tónleikum í Bústaðakirkju næstkomandi sunnudag, 3. janúar, kl. 20.30. Tónleikarnir eru utan hinnar hefðbundnu tónleikaraðar klúbbsins en fram koma nemendur úr skólanum. Fluttir verða Kvintett í g-moll op. 57 eftir Dmitrij Sjostakovítsj og Kvintett í C-dúr op. 163, D. 956 eftir Franz Schubert. Meira
31. desember 1998 | Menningarlíf | 391 orð

Nýjar bækur KOMIN

KOMIN er út bókin La voix du cor. La relique de Roncevaux et l'origine d'un motif dans la littérature du Moyen Age (XIIe­ XIVe si`ecles) eða Rödd hornsins. Um helgigripinn frá Rúnsival og uppruna hornaminnisins í bókmenntum miðalda (12.­14. öld) eftir Ásdísi R. Magnúsdóttur. Meira
31. desember 1998 | Menningarlíf | 236 orð

Opnunarhátíð

DAGSKRÁ opnunarhátíðarinnar í Tónlistarhúsi Kópavogs ­ Salnum ­ laugardaginn 2. janúar 1999. hefst klukkan 14.30 með húsblessun, herra Sigurbjörns Einarssonar biskups. Skólahljómsveit Kópavogs undir stjórn Össurar Geirssonar flytur verk Mistar Þorkelsdóttur, Kópaköll, fanfare fyrir sex trompeta, og Þyt eftir Pál Pampichler Pálsson, konsertstykki fyrir lúðrasveit. Meira
31. desember 1998 | Menningarlíf | 219 orð

Salurinn hljómar

AÐ opnunarhátíðinni lokinni verða haldnir raðtónleikar í Salnum; þeir fyrstu hefjast klukkan 18 og þeir síðustu klukkan 23. Á fyrstu tónleikunum, klukkan 18, koma fram: Kór Snælandsskóla, Signý Sæmundsdóttir sópran og Þóra Fríða Sæmundsdóttir, píanó, Pétur Jónasson, gítar, Gunnar Kvaran, selló, og Selma Guðmundsdóttir, píanó, Meira
31. desember 1998 | Fólk í fréttum | 425 orð

Sitt lítið af hverju

JASPER er þekktur plötusnúður í Bretlandi en hann hefur spilað í klúbbnum Funkin' Pussy í Covent Garden í níu ár. "Funkin' Pussy er mjög þekktur klúbbur í London og við fáum gesti hvaðanæva úr heiminum, frá Japan og fólk alls staðar frá Evrópu. Þetta er helsti funk- klúbburinn í London. Meira
31. desember 1998 | Menningarlíf | 33 orð

Sýning fralengd

MÁLVERKASÝNING Þórðar Hall í sýningarsal listmunahúss Ófeigs, Skólavörðustíg 5, annarri hæð, er framlengd til laugardagsins 9. janúar 1999. Þetta er áttunda einkasýning Þórðar og er opin á verslunartíma listmunahússins. Aðgangur er ókeypis. Meira
31. desember 1998 | Fólk í fréttum | 208 orð

Tengdó í vígahug Hljóð! (Hush)

Framleiðandi: Douglas Wick. Leikstjóri: Jonathan Darby. Handrit: Jonathan Darby og Jane Rusconi. Kvikmyndataka: Andrew Dunn. Tónlist: Christopher Young. Aðalhlutverk: Gwyneth Paltrow, Jessica Lange og Johnathon Schaech. (92 mín) Bandarísk. Skífan, desember 1998. Bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
31. desember 1998 | Fólk í fréttum | 354 orð

Vildu á sig blómum bæta

TALIÐ er að hjón nokkur hafi stundað það að ræna jarðarfararkrönsum og blómaskreytingum úr kirkjugarði í Norður-Englandi til að selja í blómabúð sinni. Hjónin Mary og David Scott voru gripin glóðvolg í kirkjugarðinum af umsjónarmanni garðsins eina nóttina í apríl. Meira
31. desember 1998 | Bókmenntir | 456 orð

Ýmsar hliðar breytingaskeiðsins

Eftir Ruth Appleby. Íslenzk þýðing: Anna María Hilmarsdóttir. PP Forlag 1998. BÓKIN um breytingaskeiðið er úr bókaflokki frá Newleaf, sem heyrir til Gill & Macmillian Ltd. á Írlandi. Haft er við orð í upphafi hennar að bókaflokkur sá hafi að geyma hagnýtar og skynsamlegar aðferðir til að losna við ýmis algeng óþægindi. Meira
31. desember 1998 | Bókmenntir | 294 orð

Ævintýri í íslenskri náttúru

eftir Gunnar Gunnarsson og Þorfinn Guðnason Mál og menning Reykjavík, 1998 NÁTTÚRULÍFSMYND Þorfinns Guðnasonar um hagamúsina Óskar og Helgu vinkonu hans var sýnd í sjónvarpinu um síðustu jól. Myndin var afburðagóð og með heilsteypta og skemmtilega framvindu. Nú er bókin komin eftir myndinni og eins og oft er þegar frumsagan hefur verið mjög góð á maður von á bakslagi. Meira

Umræðan

31. desember 1998 | Aðsent efni | 626 orð

17 þingmenn snupra 105 prófessora

ATHYGLISVERÐ er sú opinbera ofanígjöf, sem 17 stjórnarþingmenn hafa tekið sig fram um að senda þeim 105 af 150 prófessorum við Háskóla Íslands, sem nýlega sendu frá sér yfirlýsingu um dóm Hæstaréttar í fiskveiðistjórnarmálinu og viðbrögð stjórnvalda við honum. Meira
31. desember 1998 | Aðsent efni | 1402 orð

Alnánd Krists

GLEÐILEGT ár og bestu þakkir fyrir gömlu árin. Þegar óskað var eftir því, að ég skrifaði áramótahugvekju í blaðið fann ég til þeirra sterku áhrifa, sem fylgir hverju nýju ári. Þannig var það við upphaf þessa árs, 1999, í nánd stóraldar árið 2000, sem nú þegar er á allra vörum. Þá finna kristnir menn til þess sem Hannes Pétursson kallar "alnánd" um nálægð Krists í einu ljóða sinna. Meira
31. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 427 orð

Áreiðanleiki Biblíunnar

GUÐMUNDUR Rafn Geirdal hefur um nokkurt skeið ritað talsvert um andleg mál í Morgunblaðið. Hann ræðir mikið um það hvað maðurinn sé orðinn "þróaður" á okkar dögum og vegna þess sé eðlileg framvinda að segja skilið við allt sem hann kallar gamaldags og úrelt í nútímanum. Meira
31. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 321 orð

Ávöxtur kærleikans

ÉG TEK mér minn penna í hönd og læt hugann reika til barna jarðarinnar. Sárt er til þess að hugsa hversu gæðum lífsins er misskipt á milli þeirra. Þau sem hafa verið svo lánsöm að hafa fæðst í norrænum löndum eiga von á friðsælum og gjöfulum jólum og í flestum tilfellum nógu að bíta og brenna. Meira
31. desember 1998 | Aðsent efni | 1812 orð

Enn er lag ­ Fljótsdalsvirkjun í ljósi nútímans

VIRKJUNARMÁL hafa verið mikið á döfinni undanfarna mánuði, og fyrirhuguð Fljótsdalsvirkjun ekki síst, sem talin er eini virkjunarkosturinn, sem nú er tilbúinn til framkvæmda. Þar hafa tilskilin leyfi verið veitt, og Landsvirkjun telur að lögskipuðum kröfum um umhverfisvernd á svæðinu hafi þegar verið fullnægt. Meira
31. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 213 orð

Fegurðin og sjónin

NÚ STENDUR yfir hátíð ljóss og friðar og framundan eru áramótin með allri sinni gleði. Ljósadýrð flugelda á skammdegishimni lætur fáa ósnortna. En stutt getur verið milli gleði og sorgar. Það hefur nánast verið árlegur viðburður hér á landi að einhverjir hafi orðið fyrir alvarlegum augnslysum um áramótin. Augnlæknar hafa löngum bent á þá hættu sem sjóninni getur stafað af skoteldum. Meira
31. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 207 orð

Fréttabréf í sérflokki

FYRIR skömmu barst inn úr dyrunum Fréttabréf Önfirðingafélagsins í Reykjavík, með því nafni, 8. tbl. 20. árgangs, 40 blaðsíður, ábyrgðarmaður Björn Ingi Bjarnason. Skemmst er frá að segja að rit þetta er einkar áhugavert og læsilegt. Meira
31. desember 1998 | Aðsent efni | 793 orð

Gagnagrunnur í starfsmannaheilsuvernd

UMRÆÐAN um hinn miðlæga gagnagrunn hefur geisað um samfélagið eins og stormur undanfarin misseri. Hvaða álit, sem menn kunna að hafa á þessum gagnagrunni sem slíkum, þá verður því ekki neitað að umfjöllunin um hann hefur í sumum tilvikum hreinsað loftið, þar sem áður ríkti þoka sinnuleysis og sljóleika. Meira
31. desember 1998 | Aðsent efni | 816 orð

Genin mín

ÉG ER bara ósköp venjulegur Íslendingur og vísindamenn segja að ég eigi 70­100 þúsund gen. Þeir segja líka, að allir menn á jörðinni eigi jafn mörg gen, konur og karlar, hvítir og svartir, Kínverjar og hottintottar, mafíósar og stjórnmálamenn. En af því að ég er Íslendingur eru genin mín betri og merkilegri en allra annarra manna, a.m.k. Meira
31. desember 1998 | Aðsent efni | 712 orð

Grunnur ­ og grunnleysi

Í MORGUNBLAÐINU 20. des. sl. segir svo í Reykjavíkurbréfi (dags. 19.12. '98) um samþykkt Alþingis á gagnagrunnsfrumvarpinu margþvælda: "Það er alveg ljóst, að þeir sem gagnrýndu frumvarpið í upphafi hafi haft töluvert til síns máls og tillit hefur verið tekið til gagnrýni þeirra. Meira
31. desember 1998 | Aðsent efni | 979 orð

Gæði íslenskra búvara viðurkennd

VIÐHORF til fæðunnar hafa breyst hratt á undanförnum áratugum. Haft er eftir fyrirlesara á matvælaráðstefnu að áður hafi fólk borðað til að lifa en nú mætti af umræðunni ætla að fólkið dæi af því að borða. Víst er að þekking á áhrifum fæðunnar á heilsufar fer ört vaxandi enda viðfangsefni verulegs hluta af rannsóknum á heilbrigðissviði. Meira
31. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 409 orð

Hótelið við Lagarfljót

HERBERGI tólf varð fyrir valinu handa gestinum, sem var kominn til Egilsstaða gagngert til að skoða undur, sem finnast víða þar um slóðir ­ ekki sízt við Lagarfljót. Gesturinn hafði himin höndum tekið, þegar hann uppgötvaði, að þetta herbergi númer tólf var nákvæmlega sami íverustaður, sem hann hafði valið fyrir tæpum þremur árum vegna útsýnis yfir þetta magnaða fljót, sem er svo magnað, Meira
31. desember 1998 | Aðsent efni | 1236 orð

Hver níðir skóinn og hver gengur hann skakkt?

ÞAÐ VAR engin lognmolla í skoðanaskiptum Péturs Tyrfingssonar áfengisráðgjafa hjá SÁÁ og Braga Guðbrandssonar forstjóra Barnaverndarstofu eins og þau birtust á síðum Morgunblaðsins hinn 8. og 12. og 24. nóvember síðastliðinn. Tilefnið varðaði m.a. upplýsingar sem komu fram í sjónvarpsþættinum Deiglunni hinn 20. október sl. og túlkun þeirra. Meira
31. desember 1998 | Aðsent efni | 995 orð

Lénsskipulag umhverfismála

EVRÓPUMENN virðast eiga erfitt með að losa sig við hugsunarhátt tilskipanaveldis og ofurskrifræðis sem lengi hefur verið viðloðandi í álfunni. Á því hafa Íslendingar fengið að kenna eftir að opnað var fyrir flóðgátt tilskipana og reglugerða frá Evrópusambandinu. Meira
31. desember 1998 | Aðsent efni | 972 orð

Listin í manni sjálfum Öll list, segir Vilhjálmur Knudsen, er barátta.

ÉG minnist heimsóknar í vinnustofu Jón Stefánssonar á Bergstaðastræti í Reykjavík, ég var að hjálpa föður minum, Ósvaldi Knudsen, að kvikmynda listamanninn að störfum. Mér fannst mikið til Jóns koma og einstakt andrúmsloft í kringum hann og á heimili hans. Ég man líka þegar við vorum að kvikmynda Ásgrím Jónsson á vinnustofu hans og að störfum undir Vífilfelli. Meira
31. desember 1998 | Aðsent efni | 919 orð

Stjórnarskráin og fiskveiðistjórnunin

FYRIR skömmu skrifaði ég grein í Mbl. og gerði grein fyrir hvernig beitt var ákvæðum í stjórnarskrá 1988­1989 til að koma á reglusemi við afgreiðslu fjáraukalaga. Það ásamt stöðvun yfirdráttar ríkissjóðs í Seðlabanka 1992 á mikinn þátt í hjöðnun verðbólgu. Meira
31. desember 1998 | Aðsent efni | 1175 orð

Um störf kennara, liðleskjur og fleira

HINN 26. nóv. sl. birtist í Morgunblaðinu greinin "Liðleskjurnar við krítartöfluna" eftir Þórð Kristjánsson kerfisfræðing. Sá sem þetta ritar ætlaði að gera þá þegar nokkrar athugasemdir við þessa grein, en hafði ekki tök á því sökum anna fyrr en nú. Í henni eru gamalkunnar árásir á kennarastéttina, en slíkar dylgjur eru algengar í blöðum hérlendis, og þessi skrif eru oft heldur fátækleg. Meira
31. desember 1998 | Aðsent efni | 2628 orð

Vafalaust með merkustu dómum aldarinnar

Kvótadómur Hæstaréttar er vafalaust með allra merkustu dómum, sem kveðnir hafa verið upp á Íslandi á þessari öld. Dómurinn er alvarleg viðvörun til framkvæmdavaldsins um að sniðganga ekki meginreglur í stjórnarskrá lýðveldisins um jafnræði og atvinnufrelsi þegnanna þegar kemur að úthlutun takmarkaðra, efnahagslegra gæða og um að virða markmiðsákvæði 1. mgr. 1. gr. Meira

Minningargreinar

31. desember 1998 | Minningargreinar | 169 orð

Alda I. Jóhannsdóttir

Elsku amma mín, nú ertu dáin og mig langar að minnast þín með nokkrum orðum. Mér finnst það mjög sorglegt að þú skulir vera farin frá okkur, en ég veit að nú líður þér vel. Það verður skrítið að fara niður á Grettó og engin Alda amma. Mér fannst svo notalegt að koma til þín og spjalla. Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 33 orð

ALDA I. JÓHANNSDÓTTIR

ALDA I. JÓHANNSDÓTTIR Alda I. Jóhannsdóttir fæddist á Blönduósi 6. ágúst 1921. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 1. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 781 orð

Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Elsku amma. Nú hefur Óli lokbrá lokað augum þínum í síðasta sinn og þið flogið saman út um gluggann þinn. Og hér erum við eftir með sáran söknuð, en með allar ljúfu minningarnar um þig til að ylja okkur við þar til við sjáumst næst. Og minningarnar eru svo margar. Þú varst kona friðar og sátta. Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 192 orð

ANNA SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR

ANNA SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Anna Sigríður Guðmundsdóttir fæddist á Fossi í Hrútafirði 12. janúar 1900. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 7. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Þorsteinsson og Ingibjörg Pétursdóttir Fossi. Hinn 4. nóvember 1920 gekk Anna að eiga Björn Guðmundsson Fallandastöðum, f. 23. apríl 1897, d. 23. Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 379 orð

Elías Þorkelsson

Hann Elli, tengdapabbi minn, er dáinn. Að morgni Þorláksmessu dó Elli. Hann var búinn að vera sjúklingur nokkuð lengi og hefur notið aðhlynningar á Hjúkrunarheimilinu Klausturhólum, Kirkjubæjarklaustri sl. 3 ár. Elli bjó að Nýjabæ í Meðallandi en varð að bregða búi vegna heilsubrests 1959 og flutti þá til Reykjavíkur. Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 310 orð

ELÍAS ÞORKELSSON

ELÍAS ÞORKELSSON Elías Þorkelsson var fæddur í Efri-Ey í Meðallandi 16. janúar 1910. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Klausturhólum, Kirkjubæjarklaustri, að morgni 23. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorkell Jónsson frá Auðnum, f. 16.8. 1879, d. 1.2. 1943, og Þórunn Björnsdóttir frá Loftsölum í Mýrdal, f. 3.10. 1865, d. 20.7. 1912. Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 52 orð

HELGA MAGNÚSDÓTTIR Helga Magnúsdóttir fæddist í Grófarseli, Hlíðarhreppi, 6. september 1906. Hún lést á sjúkrahúsinu á

HELGA MAGNÚSDÓTTIR Helga Magnúsdóttir fæddist í Grófarseli, Hlíðarhreppi, 6. september 1906. Hún lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 12. febrúar 1993. STEFÁN INGVAR GUÐJÓNSSON Stefán Ingvar Guðjónsson fæddist á Þrándarstöðum, Eiðaþinghá, 8. apríl 1902. Hann lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 19. Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 741 orð

Helga Magnúsdóttir og Stefán Ingvar Guðjónsson

Mig langar til að minnast afa og ömmu með nokkrum kveðjuorðum nú þegar þau eru bæði horfin. Ég hef margs að minnast þegar ég horfi til baka og þá ekki síst til minna bernskuára. Mér fannst gott að búa nálægt þeim og geta heimsótt þau nánast þegar mig langaði til. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það, að hafa fengið að umgangast þau hefur kennt mér að þykja vænt um eldra fólk. Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 348 orð

INGÓLFUR S. INGÓLFSSON

Sjötugur er í dag, gamlársdag, mágur minn Ingólfur S. Ingólfsson vélstjóri, Miklubraut 42 í Reykjavík. Hann er borgfirskur í föðurætt, fæddur og uppalinn í húsinu Björk á Skipaskaga en Kristín, móðir hans, var ættuð af Suðurlandsundirlendi, fædd í Króki í Gaulverjabæjarhreppi. Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 97 orð

Magnús Halldórsson

Elsku Maggi frændi. Nú kveðjum við þig með söknuði en þú munt lifa með okkur í minninguni. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verk mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt,sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 413 orð

Magnús Halldórsson

Á hátíð ljóss og friðar, helgri jólanótt, kvaddi Magnús Halldórsson þennan heim. Í þrjá áratugi höfum við átt samleið, hann var kynntur mér "frændi gamli", það nafn bar hann í fjölskyldunni. Frændi gamli fæddist í Hólma (áður Hróarsstaðaseli) á Skaga, yngstur barna Hlífar Sveinsdóttur og Halldórs Guðmundssonar. Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 132 orð

MAGNÚS HALLDÓRSSON

MAGNÚS HALLDÓRSSON Magnús Halldórsson fæddist í Hólma (Hróarsstaðaseli) á Skaga 12. maí 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 25. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hlíf Sveinsdóttir, f. 31.10. 1881, d. 3.4. 1926, og Halldór Guðmundsson, f. 3.3. 1893, d. 3.2. 1981. Systkini: Fanney, maki Friðgeir Eiríksson, látinn, búsett á Sviðningi á Skaga. Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 173 orð

Reynir Unnsteinsson

Ég þurfti að láta segja mér það þrem sinnum sunnudaginn 13. desember að Reynir hefði orðið bráðkvaddur þá um morguninn; mér þóttu þessi tíðindi með öllu óhugsandi. Við höfðum skrafað saman drjúga stund daginn áður í kaffitímanum, rætt atburði líðandi stundar, nýútkomnar bækur, stjórnmál bæði innlend og erlend, Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 33 orð

REYNIR UNNSTEINSSON

REYNIR UNNSTEINSSON Reynir Unnsteinsson var fæddur á Reykjum í Ölfusi 29. júní 1945. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu að morgni 13. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 22. desember. Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 999 orð

Sigríður Tyrfingsdóttir

Óðum fækkar þeim Íslendingum sem litu dagsins ljós fyrir og um síðustu aldamót, en nú munu einhverjir landar okkar eiga þess kost, sjálfsagt í fyrsta sinn í sögunni, að líta þrjár aldir augum. Ekki átti það fyrir Sigríði Tyrfingsdóttur, Litlu- Tungu, að liggja sem nú hefur nú kvatt þennan heim á hundraðasta aldursári, Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 275 orð

SIGRÍÐUR TYRFINGSDÓTTIR

SIGRÍÐUR TYRFINGSDÓTTIR Sigríður Tyrfingsdóttir, Litlu- Tungu í Holta- og Landsveit, var fædd að Ártúnum á Bakkabæjum á Rangárvöllum hinn 8. september 1899. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 17. desember síðastliðinn eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Foreldrar Sigríðar voru hjónin Þórdís Þorsteinsdóttir, f. 1. september 1861, d. 7. Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 273 orð

Sigrún Pétursdóttir

Mig langar að minnast með nokkrum orðum Sigrúnar Pétursdóttur, tvíburasystur móður minnar, sem látin er eftir langvinnan og erfiðan sjúkdóm. Sigrún, eða Rúna eins og hún var alltaf nefnd, ólst upp í fjölmennum hópi systkina á Hjöllum í Skötufirði við Ísafjarðardjúp. Lífsbaráttan var hörð á fyrri hluta aldarinnar á Vestfjörðum. Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 117 orð

SIGRÚN PÉTURSDÓTTIR

SIGRÚN PÉTURSDÓTTIR Sigrún Pétursdóttir fæddist í Litlabæ í Skötufirði 8. júlí 1922. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 27. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Stefanía Jensdóttir, f. 5.8. 1893, d. 22.4. 1972, og Pétur Finnbogason, f. 2.5. 1894, d. 22.4. 1990. Þau bjuggu lengst af á Hjöllum í Skötufirði. Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 319 orð

Sigurbergur Magnússon

Ég man það eins og það hafi gerst í gær, þegar pabbi sagði mér að ég fengi að fara í sveit að Steinum. Þetta var eiginlega of gott til að vera satt, þvílík heppni! Það urðu síðan mörg sumur og einn vetur sem ég dvaldi hjá Ellu og Bergi, auk þess var ég þar oft um helgar þegar ég var farin að vinna annars staðar. Og þessi vera mín í Steinum finnst mér vera ein skemmtun frá upphafi til enda. Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 1204 orð

Sigurbergur Magnússon

Það að fæðast og vera alinn upp í Steinahverfinu leiddi til þess að ég kynntist Bergi mjög náið. Frá því ég man fyrst eftir mér kallaði hann mig alltaf "nafna", síðan fór ég að kalla hann það líka. Mikill samgangur var á milli heimilanna, til dæmis fannst mér jólin aldrei byrjuð fyrr en þau vestrí voru komin í mat á aðfangadagskvöld. Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 682 orð

Sigurbergur Magnússon

Sigurbergur Magnússon, fyrrverandi bóndi í Steinum undir Eyjafjöllum, varð bráðkvaddur föstudaginn 18. þessa mánaðar, 82 ára að aldri. Verður útför hans gerð frá Eyvindarhólakirkju 2. janúar næstkomandi. Berg í Steinum hitti ég fyrst nokkru eftir að ég kom til starfa sem héraðslæknir í Víkurhéraði fyrir rúmum 36 árum. Ekki þótti mér maðurinn árennilegur við þau kynni. Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 569 orð

Sigurbergur Magnússon

Við andlát Bergs frænda míns frá Steinum koma ótal minningar upp í hugann. Hann hefur alla tíð verið fastur punktur í tilveru minni og við mig var hann eins og annar pabbi. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég fór að skreppa "vestrí" til Bergs og Ellu. Þó að ég kæmi þangað oft á dag var alltaf einhverju stungið í munninn, sykurmola frekar en engu. Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 279 orð

Sigurbergur Magnússon

Nú, þegar við frændfólk og vinir fylgjum Bergi í Steinum síðasta spölinn, hrannast upp minningar í huga okkar um kynni við hann á undanförnum áratugum. Bergur var einstaklega ljúfur í samskiptum og eftirminnilegur. Hestar voru hans yndi alla tíð og hvernig hann umgekkst þá var eftirtektarvert. Þá var oft gaman að fylgjast með viðskiptum hans með hesta. Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 325 orð

Sigurbergur Magnússon

"Ég held að hann sé kominn sá brúni." Með þessum orðum Sigurbergs í Steinum hófust samskipti okkar. Á haustdögum 1993 var höfðingi allra hestamanna sóttur á Selfoss, þá nýfluttur þangað ásamt Elínu konu sinni og Árna. Nú var komið að því, og frumraun mín í hestamennsku og eldskírn hófust í gerði baka til á Steinum. Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 182 orð

SIGURBERGUR MAGNÚSSON

SIGURBERGUR MAGNÚSSON Sigurbergur Magnússon fæddist á Steinum undir Austur-Eyjafjöllum 13. ágúst 1916. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 18. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Tómasson, bóndi á Steinum, og kona hans Elín Bárðardóttir. Eftirlifandi eiginkona Sigurbergs er Elín Sigurjónsdóttir frá Pétursey í Mýrdal, f. 12. janúar 1922. Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 591 orð

Sveinn S. Magnússon

Ég var þriggja eða fjögurra ára og hafði dottið á steintröppu og höggvið gat á ennið á mér fyrir ofan augabrúnina. Öskrandi eins og villidýr hentist ég inn í eldhús til mömmu minnar sem kom engu tauti við mig þangað til þessi góði gestkomandi maður, hann Sveinn mágur minn, tók mig í fangið, sefaði óhemjuganginn með sinni róandi röddu og gerði að sárinu. Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 29 orð

SVEINN S. MAGNÚSSON

SVEINN S. MAGNÚSSON Sveinn Sumarliði Magnússon fæddist á Bolungarvík 2. desember 1921. Hann lést á Landakotsspítala hinn 24. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 30. desember. Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 203 orð

Þórhallur Guðjónsson

Elsku afi, hér er lítið þakkarbréf til þín. Þegar ég hugsa til baka, þá er svo ótalmargt sem kemur upp í huga mér. Eitt er það sem mér þótti vænst um en það var þegar þú sýndir mér þá væntumþykju að fylgjast með mér spila körfubolta. Þegar ég horfði upp í stúkuna varst þú ævinlega þar. Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 95 orð

Þórhallur Guðjónsson

Er jólin gengu í garð kvaddir þú þetta líf elsku bróðir. Þú barðist hetjulegri baráttu við illkynja sjúkdóm sem að lokum hafði yfirhöndina. Við viljum að lokum kveðja þig með þessari bæn og þakka þér fyrir allt. Ég krýp og faðma fótskör þína. Frelsari minn á bænarstund, ég legg, sem barnið bresti mína, bróðir, í þína líknar mund. Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 328 orð

Þórhallur Guðjónsson

Mig langar til að kveðja frænda minn, hann Þórhall með fáum orðum. Ég kallaði þig alltaf Halla eins og margir aðrir. Þú barðist hetjulega við illvígan sjúkdóm sem að lokum hafði betur. Fregnin af andláti þínu kom mér því ekki mikið á óvart, en það er nú þannig að maður er aldrei tilbúinn að fá svona frétt. Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 499 orð

Þórhallur Guðjónsson

Það er með söknuði og þakklæti sem ég kveð elskulegan tengdaföður minn, Þórhall Guðjónsson. Hugur minn reikar nú aftur um sextán ár þegar Guðjón kom með mig og Elísu Maríu dóttur mína í fjölskylduna. Ég mun aldrei gleyma því hvað Þórhallur, Steinunn og fjölskyldan öll tóku vel á móti okkur. Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 269 orð

Þórhallur Guðjónsson

Það var jólahátíð, hátíð ljóss og friðar, er þú kvaddir þennan heim að morgni jóladags. Minnist ég þeirrar stundar með lotningu er ég sat við rúm þitt og fann hvernig hinn guðlegi kærleikur og friður umlék herbergið og himnesk birtan dansaði um veggi. Fann ég hvernig þú yfirgafst hinn jarðneska hjúp og hélst á vit æðri heimkynna. Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 145 orð

Þórhallur Guðjónsson

Elsku afi minn. Þetta er aðeins örstutt leið, ekki svipstund milli dauðans og lífsins en gjarnan hefði ég viljað fylgjast með þér þann spöl. (Þorgeir Sveinbjarnarson.) Það er mjög erfitt að trúa því og sætta sig við það að þú sért farinn. Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 691 orð

Þórhallur Guðjónsson

Mágur minn, Þórhallur Guðjónsson húsasmíðameistari, er látinn. Hann lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur á jóladag eftir að hafa barist við erfiðan sjúkdóm í langan tíma. Þrátt fyrir að Þórhallur hafi lengi vitað að hverju stefndi, var hann ávallt glaður og hress þegar við hjónin heimsóttum hann á heimili hans. Meira
31. desember 1998 | Minningargreinar | 219 orð

ÞÓRHALLUR GUÐJÓNSSON

ÞÓRHALLUR GUÐJÓNSSON Þórhallur Guðjónsson, húsa- og skipasmíðameistari í Keflavík, fæddist í Grindavík 16. júlí 1931. Hann lést í Sjúkrahúsinu í Keflavík 25. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigrún Kristjánsdóttir frá Stöðvarfirði, f. 17. júní 1912, d. 9. mars 1993 og Guðjón Klemensson frá Grindavík, f. 6. okt. 1898, d. 14 nóv. 1979. Meira

Viðskipti

31. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 226 orð

Mark og franki kvödd með söknuði

SÖKNUÐUR virtist ráða á helztu verðbréfamörkuðum Evrópu í gær og var markið kvatt með niðursveiflu í Frankfurt, en frankinn með hækkun í París. Viðskipti voru með minnsta móti vegna þessi að evran heldur innreið sína á mánudag. Í gjaldeyrisviðskiptum lækkaði dollar í 114,52 jen og 1. Meira

Daglegt líf

31. desember 1998 | Neytendur | 291 orð

10-11 verslanirnar í Reykjavík með GÁMES-kerfi

Í GÆR tóku forsvarsmenn 10-11 verslananna í Reykjavík við viðurkenningu á innra eftirliti frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Samkvæmt reglugerð frá árinu 1994 eiga öll matvælafyrirtæki að starfrækja innra eftirlit til að tryggja öryggi, gæði og hollustu matvælanna. Meira
31. desember 1998 | Neytendur | 188 orð

Framleiða hundrað þúsund handblys á ári

ÞAÐ eru fjörutíu ár síðan Þórarinn Símonarson hjá Þórsmörk í Garðabæ hóf flugeldagerð hér á landi. Nú vinnur hann ásamt eiginkonu sinni og syni við handblysagerð og framleiða þau hátt í hundrað þúsund handblys á ári. "Stærstu viðskiptavinir okkar eru Landssamband hjálparsveita skáta og slysavarnafélögin. Við framleiðum ýmiskonar handblys og þar með talin eru jókerblysin. Meira
31. desember 1998 | Neytendur | 234 orð

Nokkur ráð við matreiðslu á kalkún

KALKÚNN er orðinn einn vinsælasti rétturinn á borðum landsmanna um áramót. Veitingahúsið Argentína steikhús hefur í nokkur ár boðið upp á kalkúnahlaðborð og því er ekki úr vegi að fá nokkur vel valin ráð um matreiðslu kalkúns frá Ingvari Sigurðssyni yfirmatreiðslumanni þar á bæ. 1. Steikja þarf kalkúninn í 45 mínútur fyrir hvert kíló og gæta þarf þess að fuglinn sé þiðinn. Meira

Fastir þættir

31. desember 1998 | Í dag | 29 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Á morgun, nýársdag, verður fimmtugur Jón Thorarensen, Heiðvangi 12, Hellu. Jón og eiginkona hans, Friðsemd Hafsteinsdóttir, taka á móti gestum á afmælisdaginn eftir kl. 16 í Hellubíói. Meira
31. desember 1998 | Í dag | 35 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 4. janúar, verður fimmtug Lovísa Jónsdóttir, Ásgarði 57, Reykjavík. Hún mun ásamt eiginmanni sínum, Gísla Þorsteinssyni, taka á móti gestum þann dag að Hótel Skjaldbreið, Laugavegi 16, frá kl. 17­20. Meira
31. desember 1998 | Í dag | 25 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Hinn 2. janúar nk. verður sextug Patricia Hand, Hafnargötu 24, Vogum. Hún tekur á móti gestum í Glaðheimum, Vogum, kl. 20 á afmælisdaginn. Meira
31. desember 1998 | Í dag | 41 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, gamlársdag, verður sjötugur Ingólfur S. Ingólfsson, vélstjóri, fyrrv. formaður Vélstjórafélags Íslands, Miklubraut 42, Reykjavík. Eiginkona hans er Vilhelmína Böðvarsdóttir. Þau taka á móti gestum í dag frá kl. 15-18 á Hverfisgötu 105, í sal Barðstrendingafélagsins, 2. hæð. Meira
31. desember 1998 | Í dag | 30 orð

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 4. janúar, verður sjötíu og fimm ára Guðlaug Hinriksdóttir, Gnoðarvogi 72, Reykjavík. Dvelur hún á heimili dóttur sinnar og tengdasonar að Arkarlæk, Skilmannahreppi, á afmælisdaginn. Meira
31. desember 1998 | Í dag | 51 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, gamlársdag, er áttræður Hjörtur Einarsson, bóndi, áður til heimilis að Neðri- Hundadal, nú búsettur að Gröf í Suðurdölum, Dalasýslu. Eiginkona hans er Lilja Sveinsdóttir, fyrrv. kennari og organisti. Þau taka á móti gestum á heimili sonar síns og tengdadóttur að Neðri-Hundadal, laugardaginn 2. janúar milli kl. 16-19. Meira
31. desember 1998 | Í dag | 29 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Á morgun, nýársdag, verður níræð Elín Þóra Sigurbjörnsdóttir frá Sveinsstöðum, Grímsey. Hún tekur á móti gestum í veitingahúsinu Jennýju við Bláa lónið frá kl. 14-17 á nýársdag. Meira
31. desember 1998 | Í dag | 43 orð

95 ÁRA afmæli.

95 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 4. janúar, verður níutíu og fimm ára Valdimar Kristinsson, bóndi og fyrrverandi skipstjóri, Núpi, Dýrafirði. Eiginkona Valdimars er Áslaug Sólbjört Jensdóttir. Þau eiga 9 börn, 24 barnabörn og 6 barnabarnabörn. Valdimar og Áslaug verða að heiman á afmælisdaginn. Meira
31. desember 1998 | Í dag | 21 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndastofan Grafarvogi. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. júlí í Lágafellskirkju Hrafnhildur Stefánsdóttir og Eyjólfur V. Gunnarsson. Heimili þeirra er í Vættaborgum 3. Meira
31. desember 1998 | Í dag | 18 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndastofan Grafarvogi. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. júlí í Lágafellskirkju af sr. Jóni Þorsteinssyni Prachim Phakamart og Snorri Jónsson. Meira
31. desember 1998 | Í dag | 19 orð

DEMANTSBRÚÐKAUP.

DEMANTSBRÚÐKAUP. Í dag, gamlársdag, eiga 60 ára brúðkaupsafmæli Valgerður Ólafsdóttir og Sigfinnur Karlsson, Hlíðargötu 23, Neskaupstað. Þau eru að heiman. Meira
31. desember 1998 | Í dag | 296 orð

Enn risableikja í Eyjafirði

ÞAÐ kemur mér undirrituðum einkennilega fyrir sjónir að í Stangveiðibókinni 1998, ritstýrðri af Guðmundi Guðjónssyni, skuli hvorki koma fram nafn veiðimannsins sem veiddi stærstu bleikjuna í Eyjafjarðará sl. sumar, né tegund flugunnar sem umræddur fiskur veiddist á. Þó nokkra umfjöllun er þó að finna um næst stærstu bleikjuna og veiðimanninn sem hana veiddi. Meira
31. desember 1998 | Í dag | 512 orð

GÓÐVINUR skrifara varð undan að láta í jólaönnunum. Það sem hafði verið

GÓÐVINUR skrifara varð undan að láta í jólaönnunum. Það sem hafði verið vilyrði fyrir að skoða nýjan, léttan og helst ódýran símastól úr tágum, endaði með tveimur hægindastólum, með stillanlegu baki og fótskemli og lyftistöng á hliðinni. Meira
31. desember 1998 | Í dag | 19 orð

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, gamlársdag, eiga 50 ára brúðkaupsafmæli Brynhildur Bjarnarson og Guðmundur Bjarnason, Klapparstíg 5a, Reykjavík. Þau verða að heiman. Meira
31. desember 1998 | Í dag | 19 orð

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Hinn 1. janúar eiga 50 ára brúðkaupsafmæli hjónin Erna Jóhannsdóttir, húsmóðir og Þór Birgir Þórðarson, vélfræðingur, Álandi 5, Reykjavík. Meira
31. desember 1998 | Dagbók | 631 orð

Í dag er fimmtudagur 31. desember 365. dagur ársins 1998. Gamlársdagur, Sylvestrimessa

Í dag er fimmtudagur 31. desember 365. dagur ársins 1998. Gamlársdagur, Sylvestrimessa. Orð dagsins: Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu. (Sálmarnir 119, 9.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Lagarfoss kom og fór í gær. Meira
31. desember 1998 | Fastir þættir | 1285 orð

MINNISBLAÐ LESENDA UM ÁRAMÓTIN

Slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur: Slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur er opin allan sólarhringinn og sinnir slysa- og neyðartilfellum. Sími slysadeildar er 5251700. Slökkvilið, sjúkrabifreið og lögregla: Neyðarnúmer fyrir allt landið í síma 112. Meira
31. desember 1998 | Fastir þættir | 664 orð

Safnaðarstarf Jólin sungin út í Hallgrímskirkju

Fjölskylduguðsþjónusta verður í Hallgrímskirkju sunnudaginn 3. janúar með þátttöku þriggja barna- og unglingakóra í borginni, þ.e. Drengjakórs Laugarneskirkju, Barnakórs Bústaðakirkju og barna- og unglingakórs Hallgrímskirkju. Kórarnir syngja jólalög einir og saman undir stjórn söngstjóra sinna Friðriks Kristinssonar, Jóhönnu Þórhallsdóttur og Ingibjargar Gunnlaugsdóttur. Meira
31. desember 1998 | Fastir þættir | 792 orð

Vér áhorfendur "... að gáfaður sé einmitt sá maður sem geti engan veginn verið, heimskinginn sé hins vegar sá eini sem geti

Pólitík skiptir máli. Ekki vegna þess að hún snúist um vald, heldur vegna þess að pólitík er vettvangurinn þar sem almennir borgarar (að minnsta kosti í lýðræðisríkjum) ráða ráðum sínum um sameiginleg málefni. Það er að segja, pólitík skiptir máli vegna þess að hún snýst um hagsmuni sem eru öllum sameiginlegir. Meira

Íþróttir

31. desember 1998 | Íþróttir | 325 orð

Arnar á förum frá Bolton?

ARNAR Gunnlaugsson, framherji enska 1. deildar liðsins Bolton Wanderers og markahæsti leikmaður liðsins á yfirstandandi leiktíð, virðist ekki lengur í náðinni hjá stjóra liðsins, Colin Todd. Fyrir vikið eru taldar yfirgnæfandi líkur á því að Arnar verði seldur innan skamms til liðs í úrvalsdeildinni. Meira
31. desember 1998 | Íþróttir | 286 orð

Börnin í Bolton hrifin af íslensku jólasveinunum

BÖRNIN í ensku borginni Bolton eru hrifin af íslensku jólaveinunum þrettán. Þetta kemur fram á spjallsíðu enska 1. deildar liðsins Bolton Wanderers á Netinu, en áhrif veru fimm íslenskra knattspyrnumanna hjá félaginu eru nú óðum að koma í ljós. Meira
31. desember 1998 | Íþróttir | 162 orð

Dagur aldrei leikið betur

Wuppertal vann Bad Schwartau 25:20 á útivelli í gærkvöldi og er í 7. sæti þýsku deildarinnar með 15 stig eftir 13 umferðir, fimm stigum á eftir Lemgo, sem er í efsta sæti. "Við yfirspiluðum heimamenn, sýndum heimsklassa handbolta og Dagur Sigurðsson hefur aldrei leikið betur," sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Wuppertal, við Morgunblaðið, en staðan var 16:7 í hálfleik. Meira
31. desember 1998 | Íþróttir | 99 orð

Grikkir í verkfall

SAMTÖK knattspyrnuliða í 1., 2. og 3. deild í Grikklandi tilkynntu í gær að ekkert yrði leikið fyrr en í fyrsta lagi 10. janúar. Ástæðan er að félögin telja að ríkisfyrirtækið sem rekur getraunir í landinu skuldi félögunum fé og ætla ekki að leika fyrr en það fé hefur verið greitt til félaganna. Verði ekki búið að greiða félögunum fyrir tíunda janúar verður verkfallinu haldið áfram. Meira
31. desember 1998 | Íþróttir | 316 orð

ÍSÍ heiðraði fimmtíu og sex íþróttamenn

ÍÞRÓTTA- og Ólympíusamband Íslands verðlaunaði í fyrrakvöld íþróttamenn ársins hjá sérsamböndum og sérgreinarnefndum sínum fyrir árið 1998. Þetta var í 26. skipti sem útnefning þessi fer fram hjá ÍSÍ, en að þessu sinni var sú nýbreytni tekin upp að sérsamböndin og nefndirnar völdu íþróttkarl og íþróttakonu hverrar greinar. Meira
31. desember 1998 | Íþróttir | 65 orð

Ísland náði þriðja sæti

Íslenska landsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, varð í þriðja sæti á alþjóðlegu móti í Þýskalandi. Liðið sigraði Frakka 35:25 í leik um þriðja sætið. Hjalti Pálmason gerði sjö mörk í leiknum, Gísli Kristjánsson 6, Bjarni Fritzson og Ingimundur Ingimundarson 5 hvor, Valdimar Þórsson 4, Níels Benediktsson 3, Meira
31. desember 1998 | Íþróttir | 486 orð

NEWCASTLE keypti í gær franska varnarmanni

NEWCASTLE keypti í gær franska varnarmanninn Didier Domi frá PSG og eru franskir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni þar með orðnir 23 talsins. Domi, sem er tvítugur, mun leika fyrsta leikinn með Newcastle laugardaginn 9. janúar en þá mætir liðið Chelsea. Meira
31. desember 1998 | Íþróttir | 71 orð

Ný leið í Gamlárshlaupi ÍR

23. GAMLÁRSHLAUP ÍR fer fram í dag og hefst í Tjarnargötu við Ráðhús Reykjavíkur kl. 13. Ný 10 km leið verður hlaupin, meðfram Austurvelli um Pósthússtræti út að Geirsgötu og komið inn á gömlu leiðina við Ánanaust en hlaupinu lýkur síðan við Ráðhúsið. Skráning hefst kl. Meira
31. desember 1998 | Íþróttir | 587 orð

Rögnvald hættur

Rögnvald Erlingsson hefur dæmt síðasta milliríkjaleik sinn í handknattleik. Það var úrslitaleikur Asíuleikanna um miðjan mánuðinn þar sem Suik Hyung Lee, fyrrverandi markvörður FH, varð Asíumeistari með samherjum sínum í landsliði Suður-Kóreu sem vann Kúveit nokkuð örugglega. Meira
31. desember 1998 | Íþróttir | 65 orð

Sabonis kominn heim

LITHÁINN Arvydas Sabonis, körfuknattleikmaður hjá Portland Trail Blazers, gekk í gær til liðs við Zhalgiris Kaunas frá Litháen. Hann mun því leika með félaginu í Evrópukeppninni og fyrsti leikurinn verður við Crvena Zvezda 7. janúar en þá mun hann þurfa að eiga við annan NBA leikmann, nefnilega Vlade Divac. Meira
31. desember 1998 | Íþróttir | 112 orð

Sjö þjóðir vilja HM 2006

FRESTUR til að sækja um að halda úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu árið 2006 rennur út á miðnætti. Sem stendur lítur helst út fyrir að sjö þjóðir muni sækjast eftir að fá að halda keppnina. Suður­ Afríka bættist nýverið í hópinn en hinar sex eru Brasilía, England, Egyptaland, Þýskaland, Gana og Marokkó. Meira
31. desember 1998 | Íþróttir | 412 orð

TVÖ Íslandsmet í frjálsíþróttum f

TVÖ Íslandsmet í frjálsíþróttum féllu á jólamóti FH sem fram fór á mánudagskvöldið. Jón Ásgrímsson, úr FH, varpaði kúlunni 17,09 metra og setti þar með unglingamet. Meira
31. desember 1998 | Íþróttir | 367 orð

Uppsögn Guðmundar ekki skyndiákvörðun

Mikið hefur verið um að vera í Grindavík yfir jólahátíðina. Guðmundi Bragasyni, leikmanni og þjálfara körfuknattleiksliðs bæjarins, var sagt upp störfum skömmu fyrir jól og þóttu það mikil tíðindi. Sitt sýndist hverjum um uppsögn þjálfarans en stjórnarmenn segja að ákvörðunin hafi verið tekin að vel athugðu máli. Meira
31. desember 1998 | Íþróttir | 187 orð

Örn fer ekki á HM í Hong Kong

ÍÞRÓTTAMAÐUR ársins 1998, Örn Arnarson, sundmaður úr SH, ætlar ekki að taka þátt í heimsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fram fer í Hong Kong í apríl. "Ég og þjálfari minn teljum þessa ferð vera alltof langa og erfiða," sagði örn í samtali við Morgunblaðið í gær, daginn eftir að hafa verið krýndur Íþróttamaður ársins. Meira
31. desember 1998 | Íþróttir | 453 orð

Örn færði afa sínum met í afmælisgjöf

Örn færði afa sínum met í afmælisgjöf "Ég tók því bara rólega, það er mjög erfið æfing í fyrramálið," sagði Örn Arnarson, eftir að hann hafði slegið fimm Íslandsmet í sundi á Jólamóti Sundfélags Hafnarfjarðar í Sundhöll Hafnarfjarðar síðdegis í gær. Meira

Sunnudagsblað

31. desember 1998 | Sunnudagsblað | 355 orð

Barnagetraun

1. Hver skoraði mark Íslendinga í jafnteflisleiknum á Laugardalsvellinum við heimsmeistarana frá Frakklandi? a. Rúnar Kristinsson. b. Ríkharður Daðason. c. Eyjólfur Sveinsson. d. Arnar Gunnlaugsson. 2. Kryddstelpa hætti í hljómsveitinni Spice Girls. Hvað heitir hún? a. Mel C. b. Geri. Meira
31. desember 1998 | Sunnudagsblað | 1109 orð

Bestu plötur 1998

BOTNLEÐJA kom, sá og sigraði á Músíktilraunum fyrir margt löngu og hefur vaxið þróttur með hverri útgáfu síðar. Magnyl er sérdeilis heilsteypt og sannfærandi plata, uppfull með ferskar hugmyndir og skemmtileg tilbrigði við ágengt, hart og hressandi rokk. Með bestu rokkskífum áratugarins. Meira
31. desember 1998 | Sunnudagsblað | 1121 orð

Fullorðinsgetraun

1. Erlent tímarit seldist í 5.500 eintökum hér á landi í sumar. Hvaða tímarit var svo vinsælt? a. Ársskýrsla OECD um efnahagshorfur á Íslandi. b. Júlíhefti World Computer um tölvueign Íslendinga. c. Ágústhefti Playboy með myndum af íslenskum stúlkum. d. Sumarblaðauki Economist um hlutabréfamarkað á Íslandi. 2. Meira
31. desember 1998 | Sunnudagsblað | 1284 orð

Hið ljúfsára áframhald Atom Egoyan heitir kanadískur leikstjóri sem vakið hefur athygli hin síðari ár en sérstaklega með nýjustu

ÞÝSKI leikstjórinn Wim Wenders hreppti fyrstu verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Montreal árið 1987 fyrir myndina Himinninn yfir Berlín en hann neitaði að taka við verðlaununum. Ekki af því að hann væri á móti verðlaununum í sjálfu sér heldur fannst honum önnur mynd eiga þau frekar skilin. Meira
31. desember 1998 | Sunnudagsblað | 1107 orð

Hæfileikaríkir hasshausar Þær fregnir gengu fjöllum hærra á síðasta ári að rappsveitin Cypress Hill væri búin að rappa sitt

KÚBVERSKU bræðurnir Sennen Reyes og Ulpiano Sergio stofnuðu fyrstu rappsveit sína DVX með ítalsk-bandarískum félaga sínum Lawrence Muggerud, sem hafði áður starfað með 7A3, og vesturstrandartónlistarmanninum Louis Freese. Þeir félagar gengu þá undir nöfnunum Sen Dog, Mellow Man Ace, DJ Muggs og B-Real. Meira
31. desember 1998 | Sunnudagsblað | 92 orð

Ísland kvatt Þú hvarfst mér sjónum. Úfnar öldur risu og augum döprum störðu á föla brá, er heitir sandar hlógu við mér einum og

Þú hvarfst mér sjónum. Úfnar öldur risu og augum döprum störðu á föla brá, er heitir sandar hlógu við mér einum og hvítum má. Þú söngst mig burt. Og öldur kysstu kletta og krupu hljótt við þang og salta borg. Og nóttin vafði bros þitt bláum örmum og bleikri sorg. Og dagar liðu. Meira
31. desember 1998 | Sunnudagsblað | 1292 orð

Jól og gamlárskvöld í Rússlandi Rússar fagna j

DÁLÍTIÐ grenitré fæddist í skóginum, það óx og dafnaði, jafnt vetur sem sumar, var það grænt og beinvaxið ÞETTA eru orðin í lagi sem öll börn í Rússlandi kunna og syngja á jólatrésskemmtunum og nýárshátíðum. Vitið þið annars að í Rússlandi eru jólin haldin hátíðleg tveim vikum seinna en í Evrópu og Ameríku? Flestir Rússar eru í Rétttrúnaðarkirkjunni sem heldur jól 7. Meira
31. desember 1998 | Sunnudagsblað | 1153 orð

Maður orðsins Þótt David Mamet sé kunnari fyrir leikrit sín en bíómyndir hefur hann einstaklega gaman af að vinna við

BANDARÍSKA leikritaskáldið David Mamet hefur að eigin sögn sérstaklega gaman af því að gera kvikmyndir. Nýjasta myndin hans, Spænski fanginn eða "The Spanish Prisoner", með Steve Martin í aðalhlutverki, er þó fjórða bíómyndin sem hann leikstýrir sjálfur en hann hefur skrifað í allt 14 kvikmyndahandrit að ógleymdum 22 leikritum, sex ritgerðarsöfnum og tveimur skáldsögum. Meira
31. desember 1998 | Sunnudagsblað | 745 orð

Unglingagetraun

1. Fulltrúar framhaldsskólanema funduðu með Ríkissjónvarpinu og Íslenska útvarpsfélaginu í haust. Hvert var tilefni fundarhaldanna? a. Rætt var um tilhögun spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. b. Framhaldsskólanemar vildu fleiri þætti af Beverly Hills 90210. c. Nemarnir töldu fréttamenn á sjónvarpsstöðvunum of gamla. d. Meira
31. desember 1998 | Sunnudagsblað | 1252 orð

Þriðja mynd Tarantinos Bandaríski leikstjórinn Quentin Tarantino hefur loksins sent frá sér sína þriðju bíómynd, "Jackie Brown",

TARANTINO var í nokkrum kröggum. Hann hafði gert tvær bíómyndir sem voru hvor annarri betri. "Reservoir Dogs" var firna vel kvikmynduð saga af demantaráni sem fór út um þúfur og bauð uppá besta leikarahóp sem hægt var að ímynda sér. "Pulp Fiction" var jafnvel ennþá betri saga af leigumorðingjum í leit að skotmarki filmuð af einstaklega miklum sannfæringarkrafti. Meira

Úr verinu

31. desember 1998 | Úr verinu | 1141 orð

Rækjuvinnslu víða hætt vegna hráefnisskorts

MIKILL samdráttur í rækjuveiðum hefur leitt til þess að víða hefur þurft að loka rækjuverksmiðjum vegna skorts á hráefni til vinnslunnar. Rækjuvinnslu Sigurðar Ágústssonar ehf. í Stykkishólmi hefur þannig verið lokað og annarri rækjuvinnslu Básafells hf. á Ísafirði verður að öllum líkindum lokað á næstunni. Ennfremur hefur rækjuvinnslu Saltvers hf. Meira

Viðskiptablað

31. desember 1998 | Viðskiptablað | 48 orð

33% seld í Navís- Landsteinum

TÆKNIVAL hf. hefur selt hlut sinn í Navís-Landsteinum hf., alls 33,0%. Salan á hlutabréfunum í Navís- Landsteinum hf., sem og sala á hlutabréfum í Hug-forritaþróun mun þó hafa jákvæð áhrif á afkomu Tæknivals og leiða til þess að félagið skili hagnaði á árinu 1998. Meira
31. desember 1998 | Viðskiptablað | 202 orð

AOL færir út kvíarnar

AMERICA ONLINE Inc., helzta netþjónusta heims, og fyrirtækjasamsteypan Cisneros Group í Venezúela hafa komið á fót sameignarfyrirtæki, sem mun bjóða beinlínuþjónustu um alla Rómönsku Ameríku. Hvor aðili um sig mun leggja 100 milljónir dollara í fyrirtækið fyrst í stað. Meira
31. desember 1998 | Viðskiptablað | 856 orð

Bætt þjónusta er grundvallaratriði

KÓPAVOGSBÆR var eitt af fyrstu sveitarfélögunum til þess að taka tölvur í sína þjónustu og hefur frá upphafi verið í fararbroddi tölvuvæðingar, að sögn Sigurðar Björnssonar, markaðsfulltrúa hjá bænum. Hann segir að frá því að gömlu bókhaldsvélarnar voru lagðar til hliðar og fyrstu tölvurnar keyptar handa Meira
31. desember 1998 | Viðskiptablað | 45 orð

Danir kaupa þýzkt fyrirtæki

DANSKA vegagerðar-, efna- og pökkunarfyrirtækið Superfos hefur keypt 20% í þýzka úðunarfyrirtækinu IG Sprühtechnik GMBH (IGS) ásamt rétti til að kaupa afganginn. Superfos sagði í tilkynningu að fyrirtækið hygðist nota rétt sinn til að kaupa 80% í janúar 1999. Meira
31. desember 1998 | Viðskiptablað | 790 orð

ÐTorgið Evrópusamruni á tímamótum »TVÆR

ÐTorgið Evrópusamruni á tímamótum »TVÆR heimsstyrjaldir og milljónir mannslífa þurfti til, áður en menn gerðu sér grein fyrir því að þýsku þjóðina yrði að njörva niður með einhverjum hætti til að koma í veg fyrir frekari hörmungar líkt og þær sem stríðin tvö höfðu leitt af sér á fyrstu áratugum aldarinnar. Meira
31. desember 1998 | Viðskiptablað | 687 orð

Eigið veitingahús draumurinn

EIRNÝ Ósk Sigurðardóttir hefur rekið veisluþjónustuna "Creative Cusine" síðan í júní í Edinborg. Hefur veisluþjónustan mælst vel fyrir í matarflóru íbúa Edinborgar og hafa skoskir fjölmiðlar sýnt málinu mikinn áhuga enda mikill Íslandsáhugi á meðal Skota. Eirný hefur búið í Edinborg í tæp níu ár. Meira
31. desember 1998 | Viðskiptablað | 340 orð

Enn framleitt umfram eftirspurn

HEIMSMARKAÐSVERÐ á áli hefur lækkað á árinu og er líklegt að það haldi áfram að lækka á næsta ári á meðan framleitt verður áfram umfram eftirspurn, samkvæmt því sem haft er eftir sérfræðingum í grein í blaðinu Wall Street Journal Europe nýlega. Meira
31. desember 1998 | Viðskiptablað | 1036 orð

"Erum langt frá endimörkum vaxtarins" Vöxtur hugbúnaðarfyrirtækisins Tölvumynda hefur verið mikill, en það hefur vaxið um 50% að

FYRIRTÆKIÐ Tölvumyndir myndar í samstarfi við hugbúnaðarfyrirtækin Almennu kerfisfræðistofuna hf. (AKS), Forritun ehf. og Hópvinnukerfi ehf. eina stærstu hugbúnaðarsamstæðu hér á landi. Tölvumyndir eru stærst þessara fyrirtækja með rúmlega 70 starfsmenn en alls starfa hjá Meira
31. desember 1998 | Viðskiptablað | 185 orð

Fagfjárfestar kaupa 48% hlut

HÓPUR fagfjárfesta hefur eignast 48% hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Hug hf. Heildarupphæð viðskiptanna er rúmlega 228 milljónir króna. Kaupendur bréfanna eru: Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf., Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn hf., Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf., Lífeyrissjóður Austurlands og Lífeyrissjóðurinn Hlíf. Fráfarandi eigendur eru Tæknival hf. Meira
31. desember 1998 | Viðskiptablað | 302 orð

Fjárfestingafélag stofnað í Eyjum

Fjárfestingarfélag Vestmannaeyja var stofnað fyrir skömmu. Tilgangur félagsins er að mynda eignarhaldsfélag sem hefur á höndum eignarhald í félögum sem vinna að nýsköpun og atvinnuuppbyggingu einkum á sviði upplýsinga- og hátækni. Ráðgert er að félagið fjárfesti í framseljanlegum verðbréfum í fyrirtækjum samkvæmt fyrirfram ákveðinni fjárfestingarstefnu með góða arðsemi fjárfestinga að leiðarljósi. Meira
31. desember 1998 | Viðskiptablað | 85 orð

Framkvæmdastjóri hjá Handsali

SIGRÚN Eysteinsdóttir hefur verið ráðin annar framkvæmdastjóri verðbréfafyrirtækisins Handsals hf. Sigrún, sem hóf störf 10. desember, gegnir starfinu við hlið Hjálmars Kjartanssonar. Sigrún lauk BA-námi í hagfræði frá Ohio University í Athens í Ohio 1988 og prófi til löggildingar í verðbréfamiðlun 1991. Meira
31. desember 1998 | Viðskiptablað | 337 orð

Háir vextir halda genginu stöðugu

UM miðjan desember var ávöxtun þriggja mánaða ríkisvíxla 7,57% en var 4,19% erlendis, ef sambærilegir erlendir vextir eru vegnir saman með viðskiptavog fyrir Ísland. Samkvæmt Hagvísum Þjóðhagsstofnunar hafa þessir háu vextir stuðlað að stöðugu gengi krónunnar, þrátt fyrir vaxandi viðskiptahalla og aukna spennu á innlendum vöru- og vinnumarkaði. Meira
31. desember 1998 | Viðskiptablað | 139 orð

Hlutafjáraukning fyrir 448 millj.

GENGIÐ hefur verið frá endurfjármögnun Flugfélags Íslands hf., en á hluthafafundi félagsins í gær var hlutafé þess aukið um 448 milljónir króna. Flugleiðir voru eini hluthafinn sem tók þátt í endurfjármögnun Flugfélagsins, að sögn Sigurðar Aðalsteinssonar, stjórnarmanns í Flugfélagi Íslands. Hlutur Flugleiða í félaginu er nú um 96% en hlutur fimm annarra hluthafa er um 4%. Meira
31. desember 1998 | Viðskiptablað | 161 orð

Matsushita kaupir 8,1% í PolyGram

JAPANSKI raftækjarisinn Matsushita Electric Industrial Co hefur keypt 8,1% hlut í PolyGram NV, sem Seagram Co í Kanada hefur yfirtekið. Hluturinn er 840 milljóna dollara virði og var keyptur til að minnka hlut Matsushita í Seagram-fyrirtækinu Universal Studios Inc. í 8,1% úr 20% eftir útgáfu Seagrams á nýjum hlutabréfum í kvikmyndafélaginu. Meira
31. desember 1998 | Viðskiptablað | 205 orð

Málaferlum milli hluthafa lokið

FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Gaumur ehf. hefur keypt 64% hlut í Lyfjabúðum ehf. Kaupverðið er ekki gefið upp. Eignarhlutur Gaums verður þá um 82% í félaginu en fyrir átti Gaumur 18%. Guðmundur Reykjalín framkvæmdastjóri Lyfjabúða á 18% hlut í Lyfjabúðum ehf. Að sögn Guðmundar falla þau málaferli sem hluthafar í Lyfjabúðum hafa staðið í sín á milli niður með sölunni. Meira
31. desember 1998 | Viðskiptablað | 128 orð

Mest verslað með hlutabréf SÍF

VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi Íslands í gær námu alls 623 milljónum króna, þar af námu viðskipti með hlutabréf 149 mkr. Mest var verslað með bréf í Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda (SÍF) fyrir 29 milljónir og hækkaði gengi félagsins um 0,5%. Meira
31. desember 1998 | Viðskiptablað | 200 orð

Morgunblaðið "beint á plötu"

ÁRVAKUR hf., útgáfufélag Morgunblaðsins, hefur gert samning við umboðsfyrirtæki Agfa á Íslandi, Heimilistæki hf. og Jóhann Ólafsson & Co., um kaup á Agfa Polaris prentplöturita, sem setur stafræn gögn, texta og myndir, beint á plötu. Áætlað er að plöturitinn verði settur upp snemma í vor. Meira
31. desember 1998 | Viðskiptablað | 105 orð

Námskeið í LabVIEW

NÝLOKIÐ er 6. námskeiðinu í LabVIEW hugbúnaðargerð,sem haldið er á þessu ári. Námskeiðin, sem haldin verið verið í Rafiðnaðarskólanum í Reykjavík og í Háskólanum á Akureyri, hafa verið afar vel sótt, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meðal nemanda hafa verið raungreinakennarar, verkfræðingar og tæknifræðingar sem fást við sjálfvirk mælikerfi af ýmsu tagi og forritarar. Meira
31. desember 1998 | Viðskiptablað | 155 orð

Orkuver við Svartsengi fjármagnað

HITAVEITA Suðurnesja hefur gengið frá fjölmyntaláni sem nemur einum milljarði króna hjá Norræna fjárfestingarbankanum til að fjármagna framkvæmdir við elsta hluta orkuversins við Svartsengi. Meira
31. desember 1998 | Viðskiptablað | 341 orð

Philips með augastað á General Instrument

PHILIPS Electronics, stærsta raftækjafyrirtæki Evrópu, á í viðræðum um kaup á eða samvinnu við General Instrument, það fyrirtæki í Bandaríkjunum sem mest framleiðir af stafrænum kössum til að ná hundruðum sjónvarpsrása auk tengingar við kapal, síma og Netið samkvæmt góðum heimildum. Meira
31. desember 1998 | Viðskiptablað | 84 orð

Polaroid segir upp starfsfólki

POLAROID ætlar að verja 900 milljónum dollara á síðasta ársfjórðungi til að segja upp 700 manns, eða 7,6% starfsliðsins, og losa sig við eignir í Rússlandi. Uppsagnirnar fara fram á næstu 12-18 mánuðum. Þar með mun fyrirtækið hafa sagt upp 2.500 starfsmönnum, eða um 24% starfsliðsins. Meira
31. desember 1998 | Viðskiptablað | 161 orð

Sakar Microsoft um að stela nýrri mús

LÍTIÐ fyrirtæki í Kaliforníu hefur sakað Microsoft Corp. um að hafa stolið tækni, sem vernduð hafi verið með einkaleyfi, til að smíða betri mús ­ og farið fram á rúman milljarð dollara í skaðabætur. Meira
31. desember 1998 | Viðskiptablað | 429 orð

Samruni felldur á hluthafafundi með 91% atkvæða

SAMRUNAÁÆTLUN SR-mjöls hf. og útgerðarfélagsins Jökuls hf. á Raufarhöfn var felld á hluthafafundi SR-mjöls í gær með 91% atkvæða. Að sögn Jóns Reynis Magnússonar forstjóra SR-mjöls voru 74% handhafa hlutafjár í fyrirtækinu mætt á fundinn. Hann sagði engar umræður hafa verið um málið og það lagt undir atkvæði eftir kynningu stjórnarformanns fyrirtækisins. Meira
31. desember 1998 | Viðskiptablað | 301 orð

Stofna þjónustufyrirtæki fyrir fjármálamarkaðinn

SKÝRR hf. og Fjárvangur hf. undirrituðu í gær samning um stofnun nýs hugbúnaðarfyrirtækis, sem annast mun hugbúnaðargerð og þjónustu við fjármálamarkaðinn. Í fréttatilkynningu frá félögunum segir að fyrirtækið muni fyrst í stað leggja áherslu á áframhaldandi þróun og þjónustu Fjárvangsgluggans og Þinggluggans. Meira
31. desember 1998 | Viðskiptablað | 468 orð

Stórar glufur í kerfinu

EIGNARSKATTAR hér á landi eru með því hæsta sem þekkist í OECD- ríkjum, en aðeins í Noregi eru eignarskattar svipaðir og hér. Þrátt fyrir að áætlaðar tekjur ríkissjóðs vegna eignarskatta einstaklinga séu umtalsverðar eða nálægt 2 milljörðum króna á næsta ári er ljóst að stórar glufur í kerfinu gera það að verkum að eignamenn eiga auðvelt með að víkja sér undan þessum gjöldum án þess að brjóta gegn Meira
31. desember 1998 | Viðskiptablað | 200 orð

Stærsti einkarekni skólinn á Norðurlöndum

FIMMTÍU og fimm nemendur frá flugskólanum Flugtaki þreyttu einkaflugmannspróf hjá Flugmálastjórn á dögunum. Bestum árangri náði Þóroddur Sverrisson en meðaleinkunn hans var 96,7, sem er með því hæsta sem sést hefur. Að sögn Guðlaugs Sigurðssonar, skólastjóra, hafa umsvif skólans aukist mjög á síðustu árum en í dag starfa þar um 15 kennarar að staðaldri. Meira
31. desember 1998 | Viðskiptablað | 160 orð

Úrlausn- Aðgengi kaupir Hlutvís

FYRIRTÆKIÐ Úrlausn- Aðgengi ehf. hefur keypt hlutaskráarkerfið Hlutvís af Huglist ehf. Úrlausn- Aðgengi ehf. mun frá og með desember 1998 sjá um markaðssetningu á kerfinu og þjónusta það. Í fréttatilkynningu kemur fram að Hlutvís sé hugbúnaður sem heldur utan um hlutaskrá hlutafélaga. Kerfið heldur utan um alla hluthafa, hluti, hlutabréf og breytingar á þeim. Meira
31. desember 1998 | Viðskiptablað | 452 orð

Vaxandi umsvif á árinu

MARGIR sérfræðingar á verðbréfamarkaði eru sammála um að áhugi almennings á viðskiptum með hlutabréf hafi aukist mikið á þessu ári sem sé að skila sér í virkari markaði en áður hefur þekkst. Þá er útlit fyrir að æ fleiri nýti sér þann skattaafslátt sem hlutabréfakaup veita. Meira
31. desember 1998 | Viðskiptablað | 1427 orð

Windows 00

Tölvur Windows 00 Þrátt fyrir ýmsar hremmingar Microsoft á árinu sem er að líða er málum enn svo farið að stýrikerfi og notendaskil þess eru í nærfellt öllum einkatölvum. Árni Matthíasson tók til kosta næstu betaútgáfu af Windows NT 5, sem hann segir gárungana kalla Windows 00. Meira
31. desember 1998 | Viðskiptablað | 283 orð

(fyrirsögn vantar)

FRIÐRIKA Marteinsdóttir jarðfræðingur var ráðin til Línuhönnunar hf í júní á þessu ári. Friðrika útskrifaðist af náttúrufræðibraut Menntaskólans á Akureyri 1987. Árið 1992 lauk hún BS námi í jarðfræði við Háskóla Íslands. Að því loknu starfaði Friðrika hjá Nýherja þar til hún réðst til Línuhönnunar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.