Greinar föstudaginn 8. janúar 1999

Forsíða

8. janúar 1999 | Forsíða | 35 orð

3.000 ára lífsganga

EGYPSKUR forvörður lagfærir um 3.000 ára gamlar tréstyttur, sem fundust fyrir skömmu við Saqqara-píramítana. Þrjár styttur fundust en talið er að þær séu af embættismönnum faraós og eigi að tákna lífsgöngu þeirra. Meira
8. janúar 1999 | Forsíða | 291 orð

Bandarísk herþota skýtur á ratsjárstöð

BANDARÍSK F-16 herþota skaut flugskeyti á ratsjárstöð tuttugu og fimm kílómetra norðvestur af Mosul í Norður-Írak um hádegisbilið í gær eftir að flugmenn urðu varir við að ratsjárstöðin, sem er vopnuð flugskeytum í varnarskyni, hafði fest nokkrar af þotunum í skotmiði sínu. Herþoturnar bandarísku voru á eftirlitsflugi um flugbannsvæði í norðurhluta landsins. Meira
8. janúar 1999 | Forsíða | 94 orð

Flugfélög safni erfðaefni áhafna

TVEIR fremstu meinafræðingar Kanada hafa hvatt til þess að flugfélögum um heim allan verði gert að safna erfðaefni flugáhafna, sem nota mætti til að bera kennsl á líkamsleifar þeirra í kjölfar flugslysa. Meinafræðingarnir stýrðu rannsókninni á þeim sem fórust með þotu Swissair er fórst undan Nova Scotia 2. september sl. Meira
8. janúar 1999 | Forsíða | 129 orð

Grannir á sífelldu iði

SÍFELLT ið kann að vera ástæða þess að sumir eru grannir þótt þeir raði í sig sælgæti og skyndifæði, að mati bandarískra vísindamanna, sem starfa við Mayo- rannsóknastöðina í Minnesota. Vísindamennirnir gerðu rannsókn á sextán konum og körlum í meðalholdum, sem voru látin neyta 1.000 hitaeininga til viðbótar við venjulegan dagskammt í tvo mánuði. Meira
8. janúar 1999 | Forsíða | 524 orð

Hvíta húsið mótmælir óvissu við upphaf réttar

RÉTTUR var settur í öldungadeild Bandaríkjaþings í gær í máli fulltrúadeildar þingsins gegn Bill Clinton Bandaríkjaforseta, sem ákærður er fyrir meinsæri og að vinna gegn framgangi réttvísinnar. Er þetta í annað sinn í sögu Bandaríkjanna sem efnt er til slíkra réttarhalda en forsetinn var ekki viðstaddur upphaf þeirra. Meira
8. janúar 1999 | Forsíða | 124 orð

Serbar setja upp vegatálma

VOPNAÐIR serbneskir borgarar hafa komið upp vegatálmum á nær öllum vegum sem liggja að Pristina, höfuðstað Kosovo-héraðs. Að sögn vitna og alþjóðlegra eftirlitsmanna vilja Serbar með þessu mótmæla morði á serbneskum öryggisverði á miðvikudag, sem var aðfangadagur jóla samkvæmt tímatali rétttrúnaðarkirkjunnar. Meira

Fréttir

8. janúar 1999 | Landsbyggðin | 126 orð

450 tonna búnaður í orkuverið

UM 450 tonn af búnaði í orkuver sem Hitaveita Suðurnesja er að reisa í Svartsengi eru komin til landsins. Fyrr í vikunni kom kínverskt flutningaskip með 299 tonn af búnaði sem er framleiddur í Japan, þar á meðal voru tvö þyngstu stykkin, annað 76­77 tonn að þyngd og hitt 82 tonn. Kínverska skipinu seinkaði um 8­9 daga vegna þess að skipstjórinn þorði ekki yfir Atlantshafið. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 991 orð

Alvarlegt tilræði við öryggi nemenda og starfsfólks

ALVARLEGT ástand hefur skapast í Hagaskóla á undanförnum dögum vegna ítrekaðra sprenginga á skoteldum innan veggja skólans. Hefur skólahald raskast dag hvern frá áramótum vegna þessa. Skólastjóri Hagaskóla hefur óskað eftir nærveru lögreglu í dag til að tryggja eðlilegt skólastarf í skólanum. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð

Athugasemd

Í TILEFNI fréttar Sjónvarps þann 29. desember og fréttar sem birtist í Morgunblaðinu, þann 5. janúar sl., um rautt ginseng frá Gintec vill Samkeppnisstofnun taka eftirfarandi fram: Samkeppnisstofnun hefur ekki úrskurðað að auglýsingar eða umbúðir Lyfju hf. á rauðu ginsengi frá Gintec brjóti gegn ákvæðum samkeppnislaga. Aths. ritstj. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 297 orð

Athugasemdir vegna landbúnaðarráðuneytis

RÍKISENDURSKOÐUN gerir fjölda athugasemda við reikninga landbúnaðarráðuneytisins fyrir árið 1997 og telur stofnunin óviðunandi að ráðuneytið hafi ekki tekið til greina fjölmargar aðfinnslur sem gerðar voru við endurskoðun reikninga árið 1995. Í endurskoðun ríkisreiknings 1997 koma fram ýmsar athugasemdir við ráðuneytin en áberandi flestar eru gerðar við reikninga landbúnaðarráðuneytis. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 495 orð

Álitamál en almannaheill látin ráða för

SAMKVÆMT lögum um tóbaksvarnir er bannað að fjalla um einstakar tóbakstegundir í fjölmiðlum. Í grein sem birtist hér í Morgunblaðinu 31. desember var vikið að því að blaðið hefði brotið þessi lög í umfjöllun sinni um ákveðna vindlategund sem seld er í matvöruverslun og aukna þjónustu við neytendur. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 325 orð

Álitið varðar aðeins einn þátt málsins

JÓN G. Tómasson ríkislögmaður segir að alla tíð hafi legið fyrir að ríkið myndi óska eftir áliti dómstóla í máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur gegn íslenska ríkinu. Álit EFTA- dómstólsins varði aðeins einn þátt málsins auk þess sem einungis sé um ráðgefandi álit að ræða. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 201 orð

Ástand lagna ræður rottugangi

FJÖLDI kvartana vegna rottugangs í Reykjavík hefur staðið í stað síðastliðin tvö ár, en rúmlega 400 kvartanir bárust Meindýravörnum Reykjavíkurborgar árin 1997 og 1998. Guðmundur Björnsson verkstjóri hjá Meindýravörnum Reykjavíkurborgar segir að fjöldi kvartana vegna rottugangs segi meira um ástand skolplagna heldur en um ástand rottustofnsins sjálfs. Meira
8. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 35 orð

Átta fórust í Svíþjóð

Reuters Átta fórust í Svíþjóð ÁTTA manns fórust og tveir eru mikið slasaðir eftir að fólksbíll og lítil rúta lentu í árekstri norðvestur af Stokkhólmi í gær. Var áreksturinn svo harður að kviknaði í báðum bifreiðunum. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 330 orð

Banna frambjóðendum að auglýsa

FRAMBJÓÐENDUM, sem taka þátt í prófkjöri samfylkingar á Reykjanesi, er gert að undirrita yfirlýsingu þess efnis að þeir muni ekki auglýsa í fjölmiðlum. Frambjóðendur gefa sameiginlega út blað þar sem þeir verða kynntir. Í dag rennur út frestur til að skila inn framboðum í prófkjöri samfylkingar í Reykjavík. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 44 orð

Beðið við bankann

ÞAÐ getur verið gaman að bíða saman fyrir utan Landsbankann í Austurstræti á meðan mamma skreppur inn að sinna viðskiptum í bankanum. Fjöldi fólks er á ferðinni inn og út úr bankanum og því margt að skoða og fylgjast með. Meira
8. janúar 1999 | Landsbyggðin | 624 orð

Bjart yfir hótelrekstri í Reykholti

Reykholti-Nú um áramótin var haldið upp á eins árs afmæli Hótels Reykholts í Borgarfirði. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessu fyrsta ári og vart gefist frí frá störfum fyrr en nú um hátíðarnar. Á fyrstu dögum hins nýja árs hitti fréttaritari Morgunblaðsins hótelhaldara að máli og forvitnaðist um afraksturinn og ekki síst horfurnar framundan. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 415 orð

Dylgjum og ósannindum svarað

Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, hefur sent Morgunblaðinu eftirfarandi athugasemd: "Rúnar Sigurjónsson lagði fram þrjár fyrirspurnir í Morgunblaðinu í gær vegna flutnings Landmælinga Íslands (LMÍ) til Akraness. Þótt yfirskriftin hafi verið "Fyrirspurnir" eru hér í raun á ferð dylgjur og ósanndindi. Meira
8. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 307 orð

Ecevit reynir stjórnarmyndun

BULENT Ecevit, leiðtoga tyrkneskra vinstrimanna, var í gær falin stjórnarmyndun að nýju, í annað sinn frá því að stjórn Mesuts Yilmaz, var felld í nóvember sl. Ecevit mistókst stjórnarmyndun í desember og hefur stjórnarkreppan nú varað í tæpa tvo mánuði. Lýsti Ecevit því yfir í gær að hann teldi mikla möguleika á því að honum tækist ætlunarverkið á fáeinum dögum. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 56 orð

Ekið á hross

AFLÍFA þurfti hross, sem fótbrotnaði þegar ekið var á það á Akrafjallsvegi við Berjadalsá laust fyrir klukkan hálf níu á miðvikudagskvöld. Hrossið hafði sloppið úr gerði í hesthúsabyggð Akurnesinga og hljóp út á veginn þar sem bifreið kom akandi og skall á því. Ökumann sakaði ekki og tjón varð ekki á bifreið hans. Meira
8. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 201 orð

Ekkert dauðsfall í áætlunarflugi í fyrra

BANDARÍSK áætlunarflugfélög fluttu 615 milljónir farþega árið 1998 og það verður skráð á spjöld sögunnar að það er fyrsta árið sem ekkert dauðsfall verður í farþegaflugi í Bandaríkjunum. Frá því Öryggisnefnd samgöngumála (NTSB) hóf að skrá dauðsföll í farþegaflugi með kerfisbundnum hætti árið 1967 hefur það aðeins tvö önnur ár gerst, að enginn farþegi hafi beðið bana í farþegaþotum, Meira
8. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 102 orð

Ekki tekist að vekja áhuga annarra

BÆJARRÁÐ Akureyrar fjallaði í gær um málefni Foldu en eins og komið hefur fram var fyrirtækið lýst gjaldþrota skömmu fyrir jól. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri kynnti stöðuna í málefnum þrotabús Foldu en í bókun bæjarráðs kemur fram að þrátt fyrir vilyrði bæjarstjórnar til þess að koma að málinu með hlutafjárframlagi hefur ekki tekist að vekja nægjanlegan áhuga annarra til að koma að Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 200 orð

Eldar í jólatrjám um alla borg

Eldar í jólatrjám um alla borg STARFSMENN gatnamálastjórans í Reykjavík hófu að safna saman jólatrjám í borginni í gær, en söfnun jólatrjáa fer fram á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. Trén fara í endurvinnslu og eru þau mulin niður og meðal annars notuð við gerð gangstíga. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 154 orð

Eldsprenging í trillu á Seyðisfirði

ENGIN slys urðu á mönnum þegar eldsprenging varð í trillu á Seyðisfirði. Báturinn, Stebbi P, var bundinn við bryggju SR- Mjöls þegar óhappið varð. Tveir menn, eigandi bátsins og félagi hans, voru búnir að gera klárt til þess að fara á svartfuglsveiðar. Þeir skutust í land til þess að sækja kaffibrúsana sína áður en haldið yrði af stað. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 103 orð

Engeyjargarður lengdur

Í REYKJAVÍKURHÖFN er um þessar mundir unnið að lengingu Eyjagarðs, skjólgarðs sem gengur út frá Örfirisey og út í Engeyjarsund. Að sögn Hannesar Valdimarssonar, hafnarstjóra í Reykjavík, verður einnig byggð bryggja innan garðsins sérstaklega ætluð olíuskipum. Skipin munu þá geta lagst við bryggju þar sem olíunni verður dælt um lagnir á yfirborðinu. Meira
8. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 168 orð

Fjölgum konum á Alþingi

MIKILVÆGI þess að auka hlut kvenna á Alþingi og staða kvenna í Norðurlandskjördæmunum verður rædd á tveimur opnum fundum á morgun, laugardaginn 9. janúar. Fyrri fundurinn verður á Kaffi Krók á Sauðárkróki og hefst hann kl. 11 en sá síðari verður kl. 17 í Deiglunni á Akureyri. Yfirskrift fundanna er: Fjölgum konum á Alþingi. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 76 orð

Fráfarandi rektor í leyfi

JÓNAS Guðmundsson, fráfarandi rektor Samvinnuháskólans á Bifröst, hyggst taka sér tveggja ára launalaust leyfi frá kennslu við skólann þegar hann lætur af störfum hinn 1. ágúst nk. Stefnir hann að því að nota tímann til þess að stunda rannsóknir í Bandaríkjunum. Meira
8. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 39 orð

Friðarviðræður í Kólumbíu

Reuters Friðarviðræður í Kólumbíu VINSTRISINNAÐIR skæruliðar standa vörð við kirkju í bænum San Vicente del Caguan í Kólumbíu í gær, nokkrum klukkustundum áður en leiðtogar þeirra áttu að eiga fund með Andres Pastrana, forseta landsins, til að hefja formlegar friðarviðræður. Meira
8. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 397 orð

Færir Írökum í hendur vopn í áróðursstríði

SCOTT Ritter, fyrrverandi starfsmaður vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna (UNSCOM) í Írak, sagðist í gær ekki vera í neinum vafa um að Bandaríkjamenn hefðu haft aðgang að upplýsingum sem UNSCOM safnaði um vopnaeign Íraka og Saddam Hussein Íraksforseta. Þessar upplýsingar hefðu síðan verið notaðar í desember þegar Bretar og Bandaríkjamenn skutu flugskeytum á skotmörk í Írak. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 389 orð

Gefinn út á sex erlendum tungumálum

FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ kynnti í gær nýjan upplýsingabækling fyrir útlendinga sem flytjast til landsins. Bæklingurinn er gefinn út á sex erlendum tungumálum auk íslensku og er ætlað að upplýsa nýbúa um íslenskt þjóðfélag, réttindi og skyldur. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 140 orð

Hald lagt á fíkniefni og landa

LÖGREGLAN í Reykjavík lagði hald á fíkniefni, þýfi og ætlaðan landa í nokkrum aðskildum málum sem upp komu í fyrrinótt. Þrettándahátíðarhöld fóru friðsamlega fram en að sögn lögreglu var nóttin erilsöm miðað við virkan dag. Meira
8. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 211 orð

Hrósar Mbeki fyrir leiðtogahæfileika

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, er nú í fyrstu opinberu heimsókn sinni í Suður-Afríku og átti í gær fundi með Nelson Mandela, forseta Suður-Afríku og Thabo Mbeki, væntanlegum eftirmanni hans. Blair hrósaði Mbeki í hástert eftir fund þeirra. "Í ljósi leiðtogahæfileika Mbekis hef ég mikla trú á framtíð Suður-Afríku," sgaði breski forsætisráðherrann. Meira
8. janúar 1999 | Landsbyggðin | 97 orð

Hvassviðri yfir Öræfasveit

Hnappavöllum-Hvassviðri hafa gengið yfir Öræfasveit nokkrum sinnum það sem af er vetri. Ekki hafa orðið teljandi skaðar í veðrum þessum nema helst að klæðning hefur farið af þjóðveginum á fjórum stöðum, nærri 200 metrum alls. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 96 orð

ÍS eykur rækjuframleiðslu

HLUTDEILD Íslenskra sjávarafurða hf. í rækjuútflutningi frá Íslandi óx nokkuð á síðasta ári. Framleiðsla ÍS á rækjusmásölupakkningum tvöfaldaðist þannig á árinu frá árinu 1997. Heildarframleiðsla ÍS á pillaðri rækju jókst um 27%, úr 5.395 tonnum í 6.853 tonn á síðasta ári. Hlutdeild smásölupakkninga í landfrystri rækju jókst í verðmæti úr 22% árið 1997 í 33% á síðasta ári. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 162 orð

Íslandsferð Jim Rogers lokið

BANDARÍSKI auðjöfurinn Jim Rogers og unnusta hans, Paige Parker, komu til Reykjavíkur síðdegis í gær og höfðu þar með lokið hringferð sinni um Ísland, sem er fyrsti áfangi í hnattferð þeirra. Næst munu þau halda til Bretlands og Írlands og þaðan keyra gegnum Mið-Evrópu, Tyrkland, Íran, Kína og Japan. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 168 orð

JÓHANN N. JÓHANNESSON

JÓHANN N. Jóhannesson, fyrrum formaður frjálsíþróttadeildar Ármanns, er látinn, 92 ára að aldri. Jóhann fæddist í Reykjavík en fluttist út í Viðey átta ára gamall og ólst þar upp til sextán ára aldurs. Árið 1928 gekk hann í Glímufélagið Ármann og varð stjórnarmaður í félaginu ári síðar. Fimmtán árum síðar var stofnuð frjálsíþróttadeild í félaginu og gerðist Jóhann formaður hennar. Meira
8. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 197 orð

Jólatrjám safnað og þau endurunninn

ÁKVEÐIÐ hefur verið að gera tilraun með söfnun jólatrjáa á Akureyri til endurvinnslu nú að loknum jólum. Verkefni þetta er unnið í samvinnu umhverfisdeildar og gatnagerðar og er markmiðið að minnka magn sorps sem fer til urðunar og endurnýta jólatrén, ásamt því að auðvelda bæjarbúum að losa sig við trén. Trén sem safnast verða kurluð og afurðin notuð til ræktunarstarfa. Meira
8. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 271 orð

Khatami þykir hafa styrkt stöðu sína gegn harðlínumönnum

HÓFSAMIR stuðningsmenn Mohammads Khatamis, forseta Írans, kröfðust í gær umbóta á öryggislögreglunni eftir að í ljós kom að dauðasveitir á hennar vegum stóðu að morðöldu gegn stjórnarandstæðingum á síðasta ári. Khatami þykir hafa styrkt stöðu sína eftir að sveitirnar voru upprættar. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 98 orð

Kjartan Ólafsson gefur kost á sér í 1. sæti

KJARTAN Ólafsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista sjálfstæðismanna í prófkjöri flokksins á Suðurlandi vegna alþingiskosninganna í vor. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 654 orð

Komið til móts við smábátaeigendur?

FUNDI sjávarútvegsnefndar Alþingis um breytingar á frumvarpi um stjórn fiskveiða var slitið í gærkvöldi án þess að niðurstaða hlytist um málið. Þingflokkar stjórnarflokkanna komust að niðurstöðu um breytingar á fiskveiðistjórnun smábáta á miðvikudag en Landssamband smábátaeigenda lýsti í gær yfir andstöðu gegn niðurstöðunni. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 109 orð

Kosning hafin

ATKVÆÐASEÐLAR í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík verða sendir til flokksbundinna framsóknarmanna í borginni í dag. Atkvæðagreiðslu lýkur nk. föstudag og er reiknað með að talningu ljúki í síðari hluta þarnæstu viku. Meira
8. janúar 1999 | Miðopna | 899 orð

Landsvirkjun leitar umhverfisvænni leiða Þjórsárveranefnd var árið 1981 falið að meta hvort framkvæmd Norðlingaöldulóns með

Þjórsárveranefnd telur lón í 581 m hæð við Norðlingaöldu ekki viðunandi Landsvirkjun leitar umhverfisvænni leiða Þjórsárveranefnd var árið 1981 falið að meta hvort framkvæmd Norðlingaöldulóns með yfirborð við 581 metra raskaði óhæfilega náttúruverndargildi Þjórsárvera. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 210 orð

LEIÐRÉTT

MYNDATEXTAR víxluðust í grein Huldu Stefánsdóttur í Morgunblaðinu í gær um bandaríska myndlistarmanninn Jackson Pollack þannig að textinn um Bláa póla birtist undir mynd af verki úr Svörtu seríunni og öfugt. Beðist er afsökunar á þessum mistökum. Rangt föðurnafn Í LESENDABRÉFI frá mér sem birtist í Morgunblaðinu 5. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 63 orð

Leit hafin að fegurstu stúlkunum

LEIT er hafin að keppendum í Fegurðarsamkeppni Reykjavíkur, sem fram fer á Broadway 15. apríl nk. Leitað er að reykvískum stúlkum á aldrinum 18­24 ára og eru allar ábendingar vel þegnar. "Eyðublöð liggja frammi á sólbaðsstofum, líkamsræktarstöðvum og víðar, en ábendingum má annars koma á framfæri með því að hringja til Fegurðarsamkeppni Íslands á Broadway," segir í fréttatilkynningu. Meira
8. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 471 orð

Lengja þarf vinnutímann en ekki orlofið

ÞAÐ er ekki hægt að fá allt," sagði Mogens Lykketoft fjármálaráðherra er hann kynnti í vikunni nýjar hugmyndir dönsku stjórnarinnar. Fyrra tal um lengri frí og skemmri vinnuviku hefur vikið fyrir ábendingum um að óski Danir eftir að vinna skemur hljóti það að leiða til skattahækkunar, því ekki sé samhliða hægt að fara fram á meiri velferðarþjónustu. Meira
8. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 322 orð

Likud beinir spjótum sínum að Ehud Barak

HÆGRIFLOKKUR Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra Ísraels, hóf kosningabaráttu sína formlega í gær og kvaðst staðráðinn í að hvika hvergi í deilum sínum við Palestínumenn í öryggismálum. Ný skoðanakönnun bendir til þess að Netanyahu hafi aukið fylgi sitt lítillega en eigi á brattann að sækja í baráttunni við tvo helstu keppinauta sína, sem eru báðir fyrrverandi yfirmenn hersins. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 85 orð

Logandi bílhræ í Tjarnarhólma

BÍLHRÆI var ýtt út í hólma á Tjörninni í Reykjavík, þann sem nær liggur Tjarnargötunni, laust fyrir klukkan fjögur í fyrrinótt, og kveikt í því. Þegar lögreglan kom á vettvang logaði í bílnum úti í hólmanum. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 112 orð

Lón ekki viðunandi

ÞJÓRSÁRVERANEFND er sammála um að miðlunarlón með yfirborði við 581 m yfir sjávarmáli við Norðlingaöldu sunnan Hofsjökuls rýri óhæfilega náttúruverndargildi Þjórsárvera. Landsvirkjun hefur hafið athuganir á öðrum möguleikum, sem geta talist viðunandi, að sögn Helga Bjarnasonar, fulltrúa Landsvirkjunar í nefndinni. Felast þeir m.a. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 332 orð

LS mótmælir breytingartillögum nefndarinnar

ARTHUR Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, telur að breytingartillögur sjávarútvegsnefndar Alþingis á kvótafrumvörpum sjávarútvegsráðherra, sem lögð voru fram í kjölfar á dómi Hæstaréttar, leysi engan vanda. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 111 orð

Margir fengu bók

HUNDRAÐ vinningshafar voru drengir út í jólakortaleik Póstsins í desember. Pósturinn sendi fjögur póstkort inn á öll heimili landsins þar sem fólk var minnt á að ganga vel frá öllum sendingum, merkja póstinn vel, sem og bréfalúgur, hús og póstkassa og koma honum í tíma af stað til ættingja og vina. Þá var vakin athygli á heimsendingu á svokölluðum jólapakka. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 546 orð

Mál felld niður þrátt fyrir að sök væri ófyrnd

ÁSTÆÐA fyrningar í flestum þeirra 183 mála, sem skráð voru fyrnd hjá lögreglunni í Reykjavík 1995 til 1998, var aðgerðarleysi embættis lögreglustjóra við að láta reyna á tiltæk innheimtu- og þvingunarúrræði. Jafnframt þykir ljóst að mál hafi verið felld niður enda þótt sök hafi verið ófyrnd. Meira
8. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 110 orð

Nazarbajev spáð sigri í Kasakstan

NURSULTAN Nazarbajev, forseta Kasakstans, er spáð öruggum sigri í forsetakosningum sem fram fara þar í landi á sunnudag. Kosningarnar hafa verið harðlega gagnrýndar víða um heim, ekki síst sú ákvörðun Nazarbajevs að flýta þeim en ganga átti að kjörborði undir árslok 2000. Meira
8. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 268 orð

Nýárstónleikar í Íþróttaskemmunni

KARLAKÓR Akureyrar-Geysir heldur nýárstónleika, Vínartónleika, næstkomandi laugardag og sunnudag, 9. og 10. janúar, í Íþróttaskemmunni á Akureyri klukkan 17 báða dagana. Stjórnandi er Roar Kvam en undirleikari á píanó er Richard Simm. Með kórnum leikur Hljómsveit Akureyrar en einsöngvari með kórnum er sópransöngkonan Guðrún Ingimarsdóttir frá Hvanneyri í Borgarfirði. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 67 orð

Nýr þjóðgarðsvörður í Skaftafelli

Hnappavöllum-Um áramótin urðu þær breytingar hjá Þjóðgarðinum í Skaftafelli að nýr maður var settur þjóðgarðsvörður meðan Stefán Benediktsson er í ársleyfi. Nýi þjóðgarðsvörðurinn heitir Ragnar Frank Kristjánsson og eiginkona hans Úlla Pedersen og eru þau bæði landslagsarkitektar. Þau eiga þrjár dætur sem heita Anna, Íris og Freyja. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 85 orð

Ný stjórn Íslensk- ameríska félagsins kjörin

AÐALFUNDUR Íslensk-ameríska félagsins var haldinn 28. desember 1998. Voru eftirtaldir kosnir í stjórn félagsins: Einar Benediktsson, formaður, Þórður Óskarsson, varaformaður, og meðstjórnendur Gunnar Rafn Birgisson, Hulda Styrmisdóttir og Sigurjón Ásbjörnsson. Varamenn voru kjörin Árni G. Sigurðsson og Anna E. Ragnarsdóttir. Meira
8. janúar 1999 | Landsbyggðin | 172 orð

Nýtt íþróttahús vígt í Reykholti

NÝTT íþróttahús verður tekið í notkun í Reykholti í Biskupstungum á morgun laugardaginn 9. janúar. Vígslusamkoma verður þá í íþróttahúsinu og hefst hún kl. 14. Íþróttahúsið er 19x32 m að grunnfleti að viðbættri áhaldageymslu og tengibyggingu við sundlaugarbygginguna sem er þar fyrir, Meira
8. janúar 1999 | Landsbyggðin | 194 orð

Nýtt Nýjabíó í Keflavík

Keflavík-Nú um jólin opnaði Nýjabíó í Keflavík aftur eftir gagngerar breytingar sem höfðu staðið allt frá því í október. "Bíóið hér í Keflavík er okkur ákaflega kært, því hér hófst bíóævintýrið 1947 þegar Eyjólfur Ásberg, afi eiginkonu minnar, Guðnýjar, byggði bíóið. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 277 orð

Óskað eftir gæslu lögreglu í skólanum

ALVARLEGT ástand hefur skapast í Hagaskóla á undanförnum dögum vegna ítrekaðra sprenginga á skoteldum innan veggja skólans. Hefur skólahald raskast dag hvern frá áramótum vegna þessa. Skólastjóri Hagaskóla hefur óskað eftir nærveru lögreglu í dag til að tryggja eðlilegt skólastarf í skólanum. Einnig hafa foreldrar verið fengnir til að vera á vakt í skólanum. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 276 orð

Ráðherra vill ekki opna skjalasöfn

NIÐURSTÖÐUR Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar fornleifafræðings um að dönsk yfirvöld hafi óumbeðin vísað þýskum gyðingafjölskyldum aftur til Þýskalands hafa vakið miklar umræður í Danmörku um aðgang að skjölum og skjalaleynd. Vilhjálmur Örn kvartaði yfir því í samtali við Berlingske Tidende fyrir jól að honum væri meinaður aðgangur að skjölum Útlendingaeftirlitsins. Meira
8. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 226 orð

Rehnquist þykir harður en sanngjarn dómari

WILLIAM Rehnquist, forseti hæstaréttar Bandaríkjanna, stjórnar réttarhöldunum yfir Bill Clinton Bandaríkjaforseta, sem hófust formlega í öldungadeild þingsins í gær. Gegnir hann lykilhlutverki í réttarhaldinu, þar sem hann mun stjórna vitnaleiðslum og úrskurða um sönnunargögn og ýmis lagaatriði. Meira
8. janúar 1999 | Miðopna | 841 orð

Rýmkun heimilda til endurupptöku Í frumvarpi dómsmálaráðherra sem lagt var fram fyrir jól er að finna ákvæði þar sem rýmkaðar

FRUMVARP dómsmálaráðherra, Þorsteins Pálssonar, til breytinga á lögum um meðferð opinberra mála var lagt fram um miðjan desember. Frumvarpið er 47 greinar þannig að hér er um að ræða viðamikla endurskoðun á núgildandi lögum. Samt er ekki um heildarendurskoðun að ræða því eins og segir í athugasemdum með frumvarpinu þarfnast hún meiri undirbúnings. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 456 orð

Samið við Kaupþing um rekstur deildarinnar

LÍFEYRISSJÓÐUR starfsmanna ríkisins hefur sett á laggirnar séreignadeild til að taka við frjálsum viðbótarlífeyrissparnaði ríkisstarfsmanna og samið við Kaupþing um rekstur deildarinnar, sem verður rekin sjálfstætt og aðskilin frá rekstri sameignardeilda sjóðsins. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 24 orð

Sjálfsvarnarnámskeið Aikidoklúbbsins

Sjálfsvarnarnámskeið Aikidoklúbbsins SJÁLFSVARNARNÁMSKEIÐ Aikidoklúbbs Reykjavíkur eru að hefjast á ný og verða þau haldin í Ræktinni, Suðurströnd 4. Nánari upplýsingar gefur Ræktin eða Aikidoklúbbur Reykjavíkur. Meira
8. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 294 orð

Skæruliðar neita fregnum um vopnahlé

AHMAD Tejan Kabbah, forseti Sierra Leone, sagði í gær að hann hefði komist að samkomulagi við Foday Sankoh, leiðtoga uppreisnarmanna, um að boða vopnahlé. Skömmu síðar bar einn leiðtoga uppreisnarmanna fregnina til baka, sagði þá ekki myndu fallast á vopnahlé nema Sankoh, leiðtogi þeirra, sem er í haldi stjórnvalda, gæfi þeim skipun um slíkt. Meira
8. janúar 1999 | Landsbyggðin | 225 orð

Snotra í klípu og Brandur fylgist með

Egilsstaðir-Brandur og Snotra eru nágrannakettir sem eru að byrja að skoða heiminn. Þeir eru ennþá dálitlir kjánar og hafa ekki alltaf vitið fyrir sér þegar forvitnin er annars vegar. Það sýndi sig þegar forvitnin leiddi Snotru út á húsþak og hún kom sér í klípu með því að fara út um opinn glugga á annarri hæð og út á snarbratt þakið. Meira
8. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 120 orð

Sýning á verkum nemenda

SÝNING á verkum nemenda barna- og unglingadeilda Myndlistaskólans á Akureyri verður í húsnæði skólans að Kaupvangsstræti 16 um helgina, en hún verður opin laugardag og sunnudag, 9. og 10. janúar frá kl. 14 til 18. Frá því skólinn var stofnaður fyrir hartnær 25 árum hafa námskeið fyrir börn og unglinga skipað veglegan sess í starfi hans. Meira
8. janúar 1999 | Miðopna | 429 orð

Til að menning og listir fái blómstrað

RÍKISSTJÓRNIN kynnti áform um byggingu menningarhúsa á landsbyggðinni formlega í gær. Um er að ræða aðstöðu fyrir lista- og menningarstarfsemi og nefndir voru fimm staðir þar sem húsin munu rísa: Ísafjörður, Sauðárkrókur, Akureyri, Egilsstaðir og Vestmannaeyjar. Forsætisráðherra kvaðst þó ekki útiloka þann möguleika að menningarhús muni rísa á fleiri stöðum í framtíðinni. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 116 orð

Tískusýning á Astró

FATAHÖNNUÐIRNIR Alonzo Ramos og Edda Valeska halda tískusýningu á sumarfatnaði sínum fyrir árið 1999 á Astró föstudaginn 8. janúar og hefst sýningin kl. 23. Alonzo og Edda starfa bæði í New York við hönnun sína en fyrirtæki þeirra, The Model, hefur verið starfandi í fjögur ár. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | -1 orð

Tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð í miðborginni

Tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð í miðborginni Í LEIÐARA blaðsins í gær, fimmtudag, um byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar í Reykjavík var sagt að enn stæði valið á milli tveggja lóða, við höfnina og Hótel Sögu, við ákvörðun á staðsetningu byggingarinnar. Hið sama mátti skilja á frétt blaðsins um málið á miðvikudaginn. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 261 orð

Tveir mjög harðir árekstrar í Keflavík

TVEIR mjög harðir árekstrar urðu á svæði lögreglunnar í Keflavík laust eftir klukkan 13 í gær og varð talsvert eignatjón á bifreiðum. Meiðsli á fólki voru minniháttar. Fyrri áreksturinn varð á horni Skólavegs og Sólvallagötu í Keflavík um klukkan 13.06 í gær, en þar lentu tveir bílar saman á gatnamótunum. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 746 orð

Tæknimaður í fyrirtæki

Styrkveitingar Rannsóknarráðs ÍslandsTæknimaður í fyrirtæki Um þessar mundir er verið að auglýsa styrki sem Rannsóknarráð Íslands veitir fyrirtækjum til þess að ráða tæknimenn til starfa. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 74 orð

Unnið við stækkun Kringlunnar

FRAMKVÆMDIR eru hafnar við annan áfanga stækkunar Kringlunnar, en á næstu níu mánuðum verður reist ný 10.500 fermetra bygging sem mun tengja saman undir einu þaki Kringluna, Borgarleikhúsið og nýtt Borgarbókasafn. Fyrsta áfanga þessara framkvæmda við Kringluna lauk 1. nóvember sl. þegar tekin var í notkun ný álma sem tengir saman Kringluna og Borgarkringluna. Meira
8. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 436 orð

Útibú með 3 starfsmönnum til starfa næsta haust

RANNSÓKNARSVIÐ Orkustofnunar mun í samvinnu við Háskólann á Akureyri opna útibú á Akureyri og verður það í húsnæði háskólans við Glerárgötu, í sambýli við önnur útibú annarra rannsóknarstofnana sem þar eru. Útibúin munu síðar flytjast í rannsóknarhús við Sólborg. Meira
8. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 338 orð

Varað við borgarastríði í Kosovo

WESLEY Clark, yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO), hefur varað við því að borgarastríð kunni brátt að brjótast út í Kosovo, þar sem Serbar hafi ekki staðið við skuldbindingar sem þeir gerðu í október á síðasta ári til að afstýra loftárásum NATO. Þá ríkir óvissa um framhald eftirlitsstarfs á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í héraðinu. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 59 orð

Vitni óskast

AÐ KVÖLDI Þorláksmessu, miðvikudagsins 23. desember, kl. 21.20 varð árekstur á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Skógarsels. Tvær bifreiðar lentu í árekstri á gatnamótunum og kastaðist önnur þeirra á aðra kyrrstæða bifreið. Ökumennina greinir á um stöðu umferðarljósanna er árekstur varð og er óskað eftir að þeir sem hafa orðið vitni að árekstrinum hafi samband við lögregluna í Reykjavík. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 188 orð

Yfir 200 Airbus þotur með viðkomu í Keflavík

YFIR 200 nýjar Airbus þotur munu hafa viðkomu á Keflavíkurflugvelli á þessu ári og því næsta er ferja á þær til kaupenda í Bandaríkjunum. Þoturnar hafa hér viðkomu til eldsneytistöku og til að fá nýjar flugáætlanir. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 511 orð

Þykir niðurstöður lögreglu "stórkostlegar"

PÉTUR Þór Gunnarsson, eigandi Gallerís Borgar, sagði í yfirheyrslum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær á fyrsta degi aðalmeðferðar í ákærumáli gegn honum að hann hefði einkum ásælst verðmæta ramma utan um málverk, eftir danska málarann Vilhelm Wils, sem hann keypti sumarið 1994. Meira
8. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 97 orð

Ölvaður ökumaður olli skemmdum

ÖLVAÐUR ökumaður olli eignatjóni með glæfraakstri í Kópavogi í fyrrinótt og handtók lögreglan hann í kjölfarið. Hann gisti síðan fangageymslur lögreglu í Kópavogi. Laust fyrir klukkan hálffimm um nóttina rauk maðurinn út af heimili sínu í bræði eftir deilur og ók af stað á bíl sínum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Hann var mjög ölvaður og ók ógætilega um næsta nágrenni. Meira

Ritstjórnargreinar

8. janúar 1999 | Leiðarar | 627 orð

SJÓNARSPIL OG STAÐREYNDIR

ÁLÖGUR á Reykvíkinga hafa verið að aukast með hvers kyns gjaldahækkunum og hækkun útsvars. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur í þessu sambandi reynt að setja á svið sjónarspil, sem betur á heima í Borgarleikhúsinu en í Ráðhúsinu. Ástæðan er sú, að talsmenn R-listans vilja ekki láta rifja upp kosningaloforðin, sem a.m.k. sumir þeirra gáfu fyrir borgarstjórnarkosningarnar sl. Meira
8. janúar 1999 | Staksteinar | 300 orð

»Það þarf að taka til hendinni ÓSKAR Guðmundsson, ritstjóri vefsíðu Samfylking

ÓSKAR Guðmundsson, ritstjóri vefsíðu Samfylkingarinnar skrifar um áramótin hugleiðingu um framboðsmál A-flokkanna, Þjóðvaka og Kvennalista. Þessi pistill hans er eins konar brýning og vill Óskar greinilega að menn fari nú að snúa sér að alvöru framboðsmálanna og er það ekki vonum framar. Meira

Menning

8. janúar 1999 | Menningarlíf | 665 orð

Allir geta skapað og tjáð sig

HANN heitir Kaffe Fassett, er einn af þekktustu textílhönnuðum heims og opnar sýningu á bútasaumsverkum í Hafnarborg í kvöld kl. 20. Hann segir að allir geti skapað og tjáð sig ­ og sjálfur lætur hann sér ekki nægja að skapa sín eigin listaverk, heldur leggur hann mikla áherslu á að miðla þekkingunni til annarra. Meira
8. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 191 orð

Allt er vænt sem vel er grænt

Allt er vænt sem vel er grænt NÚ ER hægt að láta fötin vaxa og gróa af sjálfu sér, það tekur bara tíma. Luc Mertes er belgískur garðyrkjufræðingur sem hefur hannað aðferð til að sauma flíkur úr grasi, eða réttara sagt saumar hann saman striga sem hann sáir síðan grasfræi á og lætur gras vaxa á strigaflíkunum. Meira
8. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 576 orð

Allt lagt undir

SAGAN á bakvið tilurð kvikmyndarinnar Rounders er líkt og pókerspil ekki aðeins byggð á heppni heldur einnig á leikni og kunnáttu. Höfundar að handriti myndarinnar eru Brian Koppelman og David Levien, en tveimur árum áður en tökur myndarinnar hófust, í desember 1997, Meira
8. janúar 1999 | Menningarlíf | 185 orð

Blámi Einars Garibalda

SÝNING á verkum Einars Garibalda Einarssonar, sem heitir Blámi, verður opnuð í miðrými Kjarvalsstaða á morgun, laugardag. Einari Garibalda eru hugleikin þau margvíslegu tákn sem við notum í umhverfi okkar og samband þeirra við það sem þeim er ætlað að tákna, segir í kynningu Kjarvalsstaða. Meira
8. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 579 orð

Blóðsugur í banastuði

JACK Crow (James Woods) er málaliði Vatíkansins, en starf hans felst í því að útrýma öllum blóðsugum sem fyrirfinnast á jörðinni. Eftir að hafa tortímt blóðsuguhreiðri í víðáttum Nýju-Mexíkó ákveður hann í félagi við samverkamenn sína að efna til mikillar veislu í ónafngreindu vegamóteli til að fagna blóðugum sigri yfir óvinunum, en þá dynja miklar hörmungar yfir. Meira
8. janúar 1999 | Menningarlíf | 280 orð

Farandsýning myndog ljóðskálda opnuð á Landspítalanum

MYNDLISTAR- og ljóðasýningin Lífæðar verður opnuð á Landspítalanum í dag kl. 14. Um er að ræða farandsýningu, sem menningarsamsteypan art.is gengst fyrir, og verður hún sett upp í tíu öðrum sjúkrahúsum víðsvegar um land áður en árinu lýkur. Meira
8. janúar 1999 | Menningarlíf | 342 orð

Gítartónleikar á Hvammstanga

SUNNUDAGINN 10. janúar mun Símon H. Ívarsson gítarleikari halda tónleika á Hvammstanga. Tónleikarnir verða í Hótel Seli og hefjast kl. 21. Á tónleikunum munu einnig ungir og efnilegir gítarnemendur úr Húnavatnssýslu koma fram. Tónleikarnir eru haldnir á vegum Tónlistarfélags V-Húnavatnssýslu í samstarfi við Félag íslenskra tónlistarmanna. Meira
8. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 553 orð

Heilsteypt plata

Geisladiskur Dead Sea Apple. Sveitina skipa Addi Dodd, Carl Johann Carlsson, Hannes Heimir, Steinarr Logi Nesheim og Haraldur Vignir. Öll lög og textar eru eftir meðlimi sveitarinnar. DSA records gefur út og dreifir. Meira
8. janúar 1999 | Tónlist | 978 orð

"Hver andskotinn er þetta Honolúlú?"

Þórunn Guðmundsdóttir sópran, Ólafur Kjartan Sigurðarson baríton, Hallfríður Ólafsdóttir flauta, Eydís Franzdóttir óbó, Ármann Helgason klarinetta, Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagott, Einar St. Jónsson trompett og kornett, Bryndís Pálsdóttir fiðla, Greta Guðnadóttir fiðla, Herdís Jónsdóttir víóla, Bryndís Björgvinsdóttir selló, Hávarður Tryggvason bassi, Steef van Oosterhout slagverk, Meira
8. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 174 orð

Konur fengu í hnén og karlar urðu klökkir

Blönduósi-Leikfélag Blönduós frumsýndi rokksýningu sem ber heitið " Briljantín og bítlahár" í félagsheimilinu á Blönduósi á annan í jólum. Á frumsýningu komust færri en vildu en fyrirhugaðar eru fleiri sýningar yfir hátíðarnar. Þátttakendur í þessum sýningum er blómi tónlistarmanna á Blönduósi og rifja þeir upp tónlistarstemningu áranna 1960 til 1980. Meira
8. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 377 orð

Lauryn Hill með langflestar tilnefningar

Grammy-verðlaunin Lauryn Hill með langflestar tilnefningar EINS og undanfarin ár skyggðu konurnar á karlana þegar tilnefningar til Grammy-verðlaunanna voru gerðar opinberar í Bandaríkjunum á þriðjudag. Hip- hop söngkonan Lauryn Hill fékk langflestar tilnefningar eða tíu talsins. Meira
8. janúar 1999 | Menningarlíf | 147 orð

Ljóðskáldið Mao Zedong kynnt

MENNINGARVAKA með ljóðum Mao Zedongs verður haldin í Gerðubergi á morgun, laugardag kl 14. Kínversk-íslenska menningarfélagið stendur fyrir vökunni ásamt sendiráði Kínverska alþýðulýðveldisins og Félagi Kínverja á Íslandi. Meira
8. janúar 1999 | Menningarlíf | 197 orð

Með vífið í Lúkunum á Selfossi

LEIKFÉLAG Selfoss frumsýnir gamanleikinn Með vífið í lúkunum í kvöld, föstudag, kl. 20.30 í leikhúsinu við Sigtún. Leikritið er eftir breska leikritaskáldið Ray Cooney og er í þýðingu Árna Ibsen. Leikstjóri er Jón St. Kristjánsson. Átta leikarar taka þátt í sýningunni en um 30 manns koma að henni á einn eða annan hátt. Meira
8. janúar 1999 | Menningarlíf | 81 orð

"Merkúríus" sýnir í Galleríi Geysi

HÓPURINN Merkúríus opnar sína fyrstu einka/samsýningu í Galleríi Geysi, Hinu Húsinu v. Ingólfstorg, á morgun, laugardag kl. 16. Hópinn mynda Petra Bender, Sigrún Hjálmarsdóttir, Sigrún Sif Kristinsdóttir og Steinunn Ólafsdóttir. Meira
8. janúar 1999 | Menningarlíf | 320 orð

Olía, skúlptúr og þrívíð verk í Gerðarsafni

ÞRJÁR sýningar verða opnaðar í Listasafni Kópavogs á morgun, laugardag, kl. 15. Í vestursal verður sýningin Lýsing '99. Á henni eru olíumálverk og þrívíð verk eftir Nobuyasu Yamagata. Þessi japanski listamaður stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og hefur búið hérlendis í aldarfjórðung. Meira
8. janúar 1999 | Menningarlíf | 371 orð

Samsýning sex listamanna

SAMSÝNING fimm þýskra listamanna og eins frá Frakklandi verður opnuð í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, á morgun, laugardag, kl. 16. Yfirskrift sýningarinnar er Nord Süd Fahrt eða Norðurleið ­ Suðurleið og eiga þar verk Ulrich Dürrenfeld, Ulrike Geitel og Ralf Werner frá Köln, Erwin Herbst og Joachim Fleischer frá Stuttgart og Dominique Evrard frá Frakklandi. Meira
8. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 215 orð

Skemmtun að hætti Vínarbúa

Zontaklúbbur Selfoss stóð fyrir vínardansleik á Hótel Örk þann 2. janúar. Vel á annað hundrað gestir nutu þar góðra veitinga og glæsilegra skemmtiatriða en meðal annars söng Signý Sæmundsdóttir nokkur lög er hæfðu þema kvöldsins. Nemendur frá dansskóla Jóns Péturs og Köru sýndu réttu taktana í vínarvölsunum. Meira
8. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 487 orð

Skúlptúrar og nytjaflíkur Þemað er draumur. Og unga fólkið nýtur þess að útfæra drauma sína yfir í frumlegan fatnað;

Í KVÖLD verður haldin í fjórða skipti Facette-hönnunarkeppnin á Broadway. Húsið opnar kl. 20 fyrir matargesti en almenn dagskrá hefst kl. 23. Þátttakendur keppninnar eru á aldrinum 16­30 ára og hafa ekki útskrifast sem fagfólk í hönnun eða haft greinina að atvinnu. Gestahönnuður kvöldsins, Jón Ísland, sýnir fatnað úr selskinni og roði. Meira
8. janúar 1999 | Menningarlíf | 260 orð

Stillur Britt Smelver

SÝNING á verkum textíllistakonunnar Britt Smelvær, sem nefnist Stillur, verður opnuð í vestursal Kjarvalsstaða á morgun, laugardag. Verk Smelver endurspegla þróun textíllistar á síðari árum og sýna vel á hve margvíslegan hátt og í hve fjölbreytt efni textíllistamenn samtímans vinna segir í kynningu Kjarvalsstaða. Meira
8. janúar 1999 | Menningarlíf | 361 orð

Sögu-sinfónía Jóns Leifs flutt í Fílharmóníunni

Samfara Íslandsvikunni stóð yfir 22. tónlistarvika þýsk-skandínavísku æskulýðshljómsveitarinnar í Berlín. Þema vikunnar var að þessu sinni norrænu sögurnar sem margar hverjar hafa verið innblástur að stærri verkum tónskálda norðursins. Meira
8. janúar 1999 | Menningarlíf | 94 orð

Úthlutun úr Menningarsjóði Visa

ÚTHLUTAÐ hefur verið úr Menningarsjóði Visa í sjöunda sinn. Þeir sem fengu úthlutun voru: Á sviði tónlistar, Blásarakvintett Reykjavíkur, á sviði ritlistar, Einar Kárason, rithöfundur, á sviði leiklistar, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona, á sviði myndlistar og barnamenningar, Sigrún Eldjárn, listmálari, á sviði vísinda, Margrét Guðnadóttir, prófessor, Meira
8. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 632 orð

Veisla fyrir augað

KVIKMYNDAHÁTÍÐ Reykjavíkur hefst föstudaginn 15. janúar og stendur í tíu daga. Hún verður sannkölluð veisla fyrir augað ef marka má hróður þeirra mynda sem sýndar verða á hátíðinni. Hátíðin verður sett í Háskólabíói og verður opnunarmyndin Veislaneða Festen eftir danska leikstjórann Thomas Vinterberg. Meira
8. janúar 1999 | Menningarlíf | 324 orð

Vínartónleikar í Laugardalshöll

VÍNARTÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða tvennir í Reykjavík og einir á Egilsstöðum; í Laugardalshöll í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20 og þeir síðari á morgun, laugardag, kl. 17, og á sunnudag kl. 16 í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Meira

Umræðan

8. janúar 1999 | Aðsent efni | 989 orð

Að hengja nytjastefnu fyrir smið

NOKKUÐ hefur borið á því upp á síðkastið í umræðum um virkjanaáform á miðhálendinu að andstæðingar slíkra virkjana hafi bölsótast út í þá "nytjastefnu" sem virkjanasinnar fylgi. Þeir sem einhverja þekkingu hafa á hugmyndasögu og vita, eða ættu að vita, að hér er hallað réttu máli hafa hingað til ekki blandað sér í umræðuna. Meira
8. janúar 1999 | Aðsent efni | 633 orð

Fræðigreinin og atferlið

NEMENDUR í öflugum menntaskólum eins og Menntaskólanum við Hamrahlíð læra býsna margt, sumt af því utan kennslustunda og í félagslífi. Þeir sem hafa áhuga á mælskulist og ræðumennsku kynnast til að mynda leikreglum í siðaðri umræðu. Þeir læra til dæmis muninn á því að beina spjótum sínum að andstæðingnum sem persónu, sem kallað hefur verið "ad hominem" á latínu, og að ræða málflutning hans og rök. Meira
8. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 244 orð

Hvað gera þingmenn Austurlands fyrir okkur?

HVAÐ finnst hinum almenna kjósanda í Austurlandskjördæmi að þingmennirnir geri fyrir okkur? Hugsi nú hver fyrir sig. Hér á eftir koma mínar persónulegu ályktanir. Í dag eigum við fimm þingmenn, þar af fjóra í ríkisstjórnarflokkum og ættu þeir að vera valdamiklir. Formaður Framsóknarflokksins og utanríkisráðherra. Formaður fjárlaganefndar, nefndarmaður í fjárlaganefnd. Meira
8. janúar 1999 | Aðsent efni | 470 orð

Hvernig má virkja öðru vísi?

Í ALLRI þeirri umræðu, sem fram hefur farið undanfarið um virkjanir á hálendinu og þau umhverfisspjöll, sem þeim fylgja, hefur sáralítið verið rætt um aðra valkosti í virkjunarmálum, sem eru mun umhverfisvænni. Gufuaflsvirkjanir valkostur Þar er átt við gufuaflsvirkjanir á borð við Nesjavallavirkjun, sem Reykjavíkurborg reisti og tekin var í notkun nýlega. Meira
8. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 1154 orð

Kveðja til Íraks frá íslensku þjóðinni

ÞAÐ er eðli mannsins að standa með sínum líkum, sér skyldum og þeim sem hjartað nær til. En hvað af þessu það er sem fær Halldór Ásgrímsson til að finna til samkenndar með sjálfum forseta Bandaríkjanna er ekki gott að sjá, allavega ekki fyrir þá sem ekki þekkja til. Það er ekki margt sem kemur manni út af sporinu í stressi desembermánaðar. Meira
8. janúar 1999 | Aðsent efni | 915 orð

Mamma og pabbi eru aldrei heima

ÉG minnist vart annars en að hafa frá unga aldri litið upp til Alþingis Íslendinga og oftar en ekki tekið að mér að verja þá stofnun þegar hnjóðað hefur verið í hana, ekki hafa allir verið lítilla sanda og sæva sem það hafa gert. Ég hef þó hin allra síðustu ár staðið mig að því að fylla flokk hinna gagnrýnu afla einkum þegar vanda barna og ungmenna hefur þar borið á góma. Meira
8. janúar 1999 | Aðsent efni | 538 orð

Nakinn sannleikur

ORSAKIR fíkniefnavandans á Íslandi eru fjölmargar og engin einhlít skýring er þar á, flókið orsakasamhengi liggur að baki, en nefna má nokkur dæmi sem vert er að koma fram með. Þróun er líklega eitt skæðasta vandamálið. Í samfélagi þar sem einstaklingar eru misleitur hópur manna úr öllum þjóðfélagsstéttum verður til þróun á ýmsum sviðum mannlífsins bæði til góðs og ills. Meira
8. janúar 1999 | Aðsent efni | 836 orð

"Sálarvana neytendur"

Þessar voru efnislega þær spurningar sem Karl Sigurbjörnsson biskup bar upp í predikun í Dómkirkjunni á nýársdag. Spurningar þessar eru að sönnu ekki sérlega frumlegar en efnistök biskupsins voru með þeim hætti að athygli hlýtur að vekja. Meira
8. janúar 1999 | Aðsent efni | 1035 orð

Séra Friðriks minnst á 100 ára afmæli KFUM

2. janúar sl., er þess var minnst að 100 ár voru liðin frá því æskulýðsleiðtoginn séra Friðrik Friðriksson stofnaði Kristilegt Félag Ungra Manna í Reykjavík, þá vitjuðu tveir af drengjunum hans þriggja staða í höfuðborginni sem sérstaklega eru tengdir nafni hans. Með þeim í för voru fjórar góðar konur, yngri og eldri. Meira
8. janúar 1999 | Aðsent efni | 1229 orð

Sumar í íslenskri kvikmyndagerð

LOKS kemur sumar í íslenskri kvikmyndagerð ­ eftir afar langt vor. Þannig líta menn á þau áhrif sem það hefur að stjórnvöld hafa loks samþykkt að auka verulega við þá fjárveitingu sem Kvikmyndasjóður Íslands hefur til ráðstöfunar. Meira
8. janúar 1999 | Aðsent efni | 392 orð

Svik á svik ofan

NÚ HEFUR R-listinn sýnt sitt rétta andlit. Skattahækkanir og hækkun ýmissa "smágjalda" hafa dunið á borgarbúum undanfarið. Svo virðist sem R-listinn treysti sér illa til þess að koma með raunhæfar tillögur sem gætu falið í sér að ekki þyrfti að hækka útsvar eða finna upp nýja skatta og gjöld. Þess í stað ákveður R-listinnn að fara þá leið sem vinstrimönnum er svo töm, þ.e. Meira
8. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 302 orð

Tvö hundruð ár frá því Grótta varð eyja

NÆSTU nótt, aðfaranótt 9. janúar, eru liðin 200 ár frá því að Grótta á Seltjarnarnesi breyttist úr nesi eða tanga í eyju. Þetta gerðist í miklu óveðri og sjávarflóðum, sem venjulega eru kennd við Bátsenda sunnan við Sandgerði, þar sem gamall verzlunarstaður lagðist af. Veðri þessu er lýst af Magnúsi Stephensen í Minnisverðum tíðindum 18. aldar. Meira
8. janúar 1999 | Aðsent efni | 229 orð

Vitfirring

Í ÍTARLEGRI umfjöllun Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, um fiskveiðistjórnunarkerfið hefir verið sýnt fram á með skýrum rökum að kerfið óbreytt muni leiða til ófarnaðar fyrir íslenzka þjóð. Handbendi sægreifanna, stjórnarherrarnir, reyna með öllum hætti að þegja þá röksemdafærslu í hel, þótt ýmsar tiltekjur þeirra bendi til að þeim sé ekki rótt. Meira

Minningargreinar

8. janúar 1999 | Minningargreinar | 174 orð

Andrés Björnsson

Mig langar með nokkrum orðum að minnast tengdaföður míns Andrésar Björnssonar. Ég kynntist Andrési fyrst fyrir rúmum tuttugu árum þegar ég giftist Vilhjálmi syni hans og tengdist þannig fjölskyldunni. Hann hafði ljúfa og fágaða framkomu, var frábitinn öllum hávaða og látum og ætíð samkvæmur sjálfum sér. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 300 orð

Andrés Björnsson

Andrés Björnsson, sem var skagfirskur bóndasonur, sótti Menntaskólann á Akureyri. Þar lágu leiðir okkar saman og fyrstu kynnin hófust. Tilviljun réð því að nokkru, eins og gengur. Ég var kominn norður, Breiðfirðingurinn, til að taka próf upp í þriðja bekk skólans, en hafði lesið heima um veturinn. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 360 orð

Andrés Björnsson

Leyfið mér, leikmanni, að hafa um hönd fornt leiðsögustef, þegar við syrgjum einn af öðlingsmönnum íslenkra mennta. Andrés Björnsson, fyrrverandi útvarpsstjóri, var einn af þekktustu og mest virtu mönnum í opinberu lífi þjóðarinnar. Allir þekktu rödd þessa manns, sem með sérstakri háttvísi leiddi háa sem lága út úr amstri liðins árs til nýrra áforma við áramót. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 459 orð

Andrés Björnsson

Andrés móðurbróðir var einn kærasti og nánasti vinurinn sem foreldrar mínir áttu að, Andrés frændi og Björn frændi Gunnlaugsson föðurbróðir, sem var læknirinn okkar. Þessir tveir hámenntuðu öðlingar voru hjálparhellur og jafnvel átrúnaðargoð mín og fleiri á óvenju annasömu, margmennu heimili. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 683 orð

Andrés Björnsson

Andrés Björnsson tók við starfi útvarpsstjóra annan janúar 1968. Sama dag andaðist Jón Magnússon fréttastjóri. Fyrsta erindi mitt við nýskipaðan útvarpsstjóra, og hið þungbærasta, var að segja honum lát Jóns. Andrés setti hljóðan við þá harmafregn. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 971 orð

Andrés Björnsson

Aðrir munu verða til að rekja merkan starfsferil Andrésar Björnssonar í nærri ævilangri þjónustu hans við Ríkisútvarpið, fyrst í starfi dagskrárfulltrúa, síðar skrifstofustjóra útvarpsráðs og dagskrárstjóra og loks í embætti útvarpsstjóra full sautján ár, auk annarra trúnaðarstarfa, að ógleymdum bókmenntastörfum hans. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 189 orð

Andrés Björnsson

Afi minn Andrés Björnsson bjó yfir hlýju sem yljar mér þegar ég minnist hans. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég flutti ásamt foreldrum mínum í kjallarann hjá afa mínum og ömmu á Hofsvallagötunni. Þar bjó ég um nokkurt skeið þar til við fluttum okkur um set en þó ekki svo langt að alltaf vorum við í góðu göngufæri við afa Andrés og ömmu mína Margréti Helgu. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 812 orð

Andrés Björnsson

Í áramótaávarpi sem Andrés Björnsson eitt sinn flutti þjóðinni fjallaði hann sem oftar um hið huglæga og hið efnislega í tilverunni, veraldir efnis og anda. Og hann sagði okkur dæmisögu af ungri fátækri stúlku sem snemma á ævinni missti foreldra sína en hafði þó notið ástar og umhyggju föður síns fyrstu æviárin. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 1316 orð

Andrés Björnsson

Við Hannes Pétursson ráðgerðum á haustdögum að hitta vin okkar, Andrés, í góðu tómi, eins og við höfðum gert reglubundið mörg undanfarin ár. Við hlökkuðum enn sem fyrr til samfunda við þennan gáfaða, skemmtilega og margfróða mann, til að ræða við hann um landsins gagn og nauðsynjar, rifja upp sagnir um horfnar kynslóðir, og ekki sízt land og fólk á þeirri öld, Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 641 orð

Andrés Björnsson

Þriðjungur aldar er drjúgur hluti hverrar mannsævi, sem nær meðalaldri eða meir. Þetta verður mér deginum ljósara, þegar ég minnist góðvinar míns, Andrésar Björnssonar. Við kynntumst hjá Ríkisútvarpinu árið 1947 og urðum þar samstarfsmenn um rúmlega 33 ára skeið. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 1152 orð

Andrés Björnsson

Svo kveður Grímur Thomsen í Kirkjugarðsvísum. Fyrir tveimur árum átti ég þátt í að ganga frá á geisladiski allstóru úrvali úr ljóðalestri Andrésar Björnssonar sem geymdur er í safni útvarpins. Okkur þótti sjálfsagt að skipa þar fremst kvæðum Gríms. Hann var kjörskáld Andrésar sem fjallaði með ýmsum hætti um ævi hans og skáldskap fyrr og síðar. Meðal kvæðanna á diskinum eru Kirkjugarðsvísur. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 313 orð

Andrés Björnsson

Við andlát Andrésar Björnssonar er margs að minnast. Ævistarf sitt vann hann á vettvangi menningar og mennta, meðal annars sem útvarpsmaður, háskólakennari og útvarpsstjóri. Hann var mikill yrkjandi íslenskrar tungu í bundnu máli og óbundnu, fyrirlesari og upplesari. Allt slíkt fór honum vel úr hendi. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 577 orð

Andrés Björnsson

Með Andrési Björnssyni er einstakur maður genginn. Það er mikið lán að hafa um hríð átt samleið með slíkum manni og notið vináttu hans. Áhrif hans voru fyrst og fremst fólgin í því fordæmi sem hann sýndi en hann neyddi ekki skoðunum sínum upp á nokkurn mann. Þó var hann mikill áhrifamaður. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 495 orð

Andrés Björnsson

Segja má, að um miðja 20. öld væri Ríkisútvarpið seglfesta íslenskrar samtímamenningar. Þangað sótti almenningur fyrirmyndir um málfar sitt. Þar voru lesnar Íslendinga sögur. Í Útvarpinu fluttu oddvitar þjóðarinnar erindi um menningu og fræði. Við börnin nutum og námum af þekkingu þeirra og orðfæri. Í byggðum landsins áttu menn útvarpið að einkavini. Ég var hvorki á Þingvöllum l7. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 392 orð

ANDRÉS BJÖRNSSON

ANDRÉS BJÖRNSSON Andrés Björnsson fæddist í Krossanesi í Vallhólmi, Skagafirði, 16. mars 1917. Hann lést á Landspítalanum 29. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Stefanía Ólafsdóttir, f. 14. ágúst 1878, d. 27. janúar 1974, og Björn Bjarnason bóndi, lengst í Brekku, Seyluhreppi, f. 30. ágúst 1854 , d. 30. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 288 orð

Bjarni Bjarnason

Í dag kveðjum við Bjarna Bjarnason eða Bjarna rakara, eins og hann var ávallt kallaður hér í Eyjum. Þeir kveðja nú ört þessir eldri menn sem settu svip sinn á okkar kæra bæ, Vestmannaeyjar. Ég var ekki há í loftinu þegar ég kynntist Bjarna rakara en eins og nafnið bendir til var maðurinn rakari og rak rakarastofu í miðbæ Vestmannaeyja. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 326 orð

Bjarni Bjarnason

Hann elsku afi minn er dáinn. Hann var búinn að vera mikið veikur og fékk sína bestu jólagjöf; hvíldina og að hverfa á braut til sinna heittelskuðu ættingja og vina. Afi og amma fluttu frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í gosinu og bjuggu síðan þar. Ég hitti þau því ekki oft, bara þegar við vorum í fríum uppá landi. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 359 orð

BJARNI BJARNASON

BJARNI BJARNASON Bjarni Bjarnason fæddist 12. maí 1916 á Hoffelli í Vestmannaeyjum. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 26. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Bjarnason frá Aurgötu, Austur- Eyjafjöllum, f. 15.5. 1885, d. 16.12. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 290 orð

Eggert Kristinsson

Aldinn heiðursmaður er allur. Eggert tengdafaðir minn lést á Landspítalanum þriðjudaginn á milli jóla og nýárs eftir stutta legu. Hann hélt virðuleik sínum og andlegri skerpu fram til hinstu stundar. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 309 orð

Eggert Kristinsson

Það er nú þannig með okkar ágætu tilveru hér á jörðinni að því miður tekur hún enda. Lífsleið okkar eru jú misjafnlega löng og enginn veit fyrir víst hvenær hann er kallaður til annarra starfa í hinum framandi heimi sem tekur við eftir okkar leið um lífið hér á jörðu. En nú er hann afi minn allur og er ég nú að kveðja hann í hinsta sinn. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 190 orð

Eggert Kristinsson

Hver er sinnar gæfu smiður er máltæki sem við öll könnumst við, en til þess að gæfusmíðin takist sem best þurfa ýmsar aðstæður að vera jákvæðar. Það að fá að vera samferða í lífinu Eggerti Kristinssyni, sem við kveðjum hér í dag, í 45 ár, þar af helminginn af þeim tíma að hafa hann sem stjórnanda og yfirmann á mínum unglings- og manndómsárum, hefur hjálpað mér að smíða mína gæfu, Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 167 orð

EGGERT KRISTINSSON

EGGERT KRISTINSSON Eggert Kristinsson fæddist í Reykjavík 19. ágúst 1915. Hann andaðist á Landspítalanum 29. desember síðastliðinn. Foreldar Eggerts voru Kristinn Friðfinnsson og Agnes Eggertsdóttir í Reykjavík. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 614 orð

Guðfinna Vilhjálmsdóttir

Mig langar til að minnast ástkærrar tengdamóður minnar, Guðfinnu Vilhjálmsdóttur, eða Finnu eins og hún var oftast kölluð. Fyrir rúmum 30 árum tókust með okkur kynni, þegar ég og sonur hennar Hjálmar vorum í tilhugalífinu. Guðfinna átti stóran systkinahóp og var næstelst af þrettán systkinum. Finna átti þrjár dætur þegar hún kynnist Arnóri Diego Hjálmarssyni, eiginmanni sínum. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 460 orð

Guðfinna Vilhjálmsdóttir

Mig langar til að minnast elskulegrar ömmu minnar, Guðfinnu Vilhjálmsdóttur, með nokkrum orðum. Amma Guffý eins og hún var alltaf kölluð af barnabörnum sínum var yndisleg amma. Það var alltaf jafn gaman að koma á heimili hennar og afa míns, Arnórs D. Hjálmarssonar í Hæðargarði 44 í Reykjavík, en þar var þeirra heimili lengst af. Móttökurnar þar voru alltaf jafn góðar, sama á hvaða tíma komið var. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 422 orð

GUÐFINNA VILHJÁLMSDÓTTIR

GUÐFINNA VILHJÁLMSDÓTTIR Guðfinna Vilhjálmsdóttir fæddist á Hálsi á Ingjaldssandi 2. september 1917. Hún lést á heimili sínu, Seljahlíð, fimmtudaginn 31. desember síðastliðinn. Guðfinna var dóttir hjónanna Sesselju Sveinbjörnsdóttur, f. 1893, d. 1950, og Vilhjálms Jónssonar, f. 1888, d. 1972, bónda og skósmiðs á Ísafirði. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 350 orð

Guðlaugur Friðþjófsson

Kvaddur er í dag hinstu kveðju Guðlaugur Friðþjófsson, vélamaður hjá Vegagerðinni á Hvolsvelli. Fráfall hans kom engum á óvart, svo lengi var hann búinn að stríða við sjúkdóm sinn. Guðlaugur starfaði nær allan sinn starfsaldur hjá Vegagerðinni í Rangárvallasýslu, en þar byrjaði hann árið 1965 og hafði starfað þar að huta til tvö næstu árin á undan. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 127 orð

Guðlaugur Friðþjófsson

Að fá að vinna með Guðlaugi á þriðja áratug eru forréttindi. Manni sem var ætíð árrisull, hreinskilinn, fastur fyrir en alltaf í góðu skapi, ekki hvað síst ef etthvað var að veðri og þurfti að atast í snjómokstri, opna fjallvegi eða kíkja í Þórsmörkina. Manni sem var svo leiftursnöggur og hraður í tilsvörum að viðmælendur stóðu höggdofa. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 400 orð

Guðlaugur Friðþjófsson

Nú ertu laus frá þjáningum, elsku frændi, eftir sitja góðar minningar um þig, minningar sem enginn tekur frá okkur. Þú barðist af mikilli hörku og æðruleysi en allar þær þjáningar sem á þig voru lagðar er eitthvað sem við munum aldrei skilja til fullnustu. Ég man þegar ég var lítil stelpa og var að koma austur að Seli að oftast voruð þið Ninna þar, enda ykkar annað heimili. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 352 orð

Guðlaugur Friðþjófsson

Kær vinur er genginn, eftir harða baráttu við erfiðan sjúkdóm. Við, sem þetta ritum, kynntumst Guðlaugi fyrir nálægt þrjátíu árum, þegar við tengdumst fjölskylduböndum, og tókst fljótt góð vinátta með okkur. Guðlaugur var hæverskur og hlédrægur maður, sem ekki lét mikið yfir sér. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 415 orð

Guðlaugur Friðþjófsson

Við andlát Guðlaugs frænda opnast hugurinn fyrir minningar og samverustundir liðinna ára. Minningar um góðan dreng sem var gæddur eðlislægum léttleika, sem hann notaði óspart, skop sem hann gat sett fram á þann hátt að áheyrendur gengu óðar á vit glaðværðar og gleði. Gulli gerði þetta á sinn sérstaka hátt, aldrei var hallað á nokkurn mann, heldur teknir þættir úr hinu daglega lífi. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 99 orð

Guðlaugur S. Friðþjófsson

Elsku afi Gulli. Nú ert þú kominn upp til Guðs og ert ekki lengur veikur. Það er erfitt að skilja að þú komir ekki aftur í Litlagerði eða með okkur aftur í Heiðina. Við áttum margar stundir með þér sem við munum seint gleyma. Við munum ærslin, eltingarleikinn, fótboltann og sögustundirnar. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 668 orð

Guðlaugur S. Friðþjófsson

Á öðrum degi nýs árs lauk langri og strangri baráttu Guðlaugs Friðþjófssonar við illvígan og ólæknandi sjúkdóm. Baráttu sem háð var af mikilli hugprýði og óbilandi kjarki í um það bil níu ár og allt þar til yfir lauk. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 803 orð

Guðlaugur S. Friðþjófsson

Andlátsfregn Guðlaugs frænda míns kom okkur ekki á óvart, þótt alltaf sé erfitt að skilja og sætta sig við andlát skyldmenna og vina sem látast langt fyrir aldur fram. Í nokkur ár hefur hann háð baráttu við erfiðan sjúkdóm, sem hann varð að lokum að lúta í lægra haldi fyrir. Hann sýndi óbilandi dugnað og seiglu í veikindum sínum og var oft á tíðum ótrúlega harður af sér. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 223 orð

GUÐLAUGUR S. FRIÐÞJÓFSSON

GUÐLAUGUR S. FRIÐÞJÓFSSON Guðlaugur S. Friðþjófsson fæddist í Seljalandsseli V-Eyjafjöllum 9. janúar 1946. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. janúar síðastliðinn. Foreldrar Guðlaugs voru Guðbjörg Jónína Helgadóttir, f. 10. október 1928, d. 18. júní 1998, og Friðþjófur S. Másson, f. 25. mars 1927. Guðlaugur átti 7 systkini. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 368 orð

Guðmundur M. Kristinsson

Elsku pabbi. Fyrir ári varðst þú sjötugur. Þú hugðist halda upp á afmælið með myndarskap er sól hækkaði á lofti, en þess í stað fylgdum við þér til grafar. Það var með ólíkindum hvernig þú, svona stór og sterkur maður, varðst að lúta í lægra haldi á svona skömmum tíma. Það má segja að það hafi verið í takt við þig að taka það með "stæl" eins og allt sem þú tókst þér fyrir hendur. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 133 orð

GUÐMUNDUR M. KRISTINSSON

GUÐMUNDUR M. KRISTINSSON Guðmundur Magnús Kristinsson var fæddur í Reykjavík 8. janúar 1928. Hann lést á Landspítalanum 24. maí sl. Foreldrar hans voru Kristinn Hróbjartsson frá Eyrarbakka og Kristín Guðmundsdóttir frá Reykjavík. Bróðir hans er Jörundur, fæddur 1930. Eiginkona hans er Auður Waagfjörd, eiga þau sex börn. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 238 orð

Guðríður Ólafsdóttir

Nú er horfin á braut alveg einstök kona, hún "Gauja okkar", eins og við kölluðum hana heima á Brekkustígnum. Hún var mjög sérstök og átti alltaf stóran þátt í okkar lífi. Hún fylgdist alltaf vel með okkur systkinunum og naut þess með okkur ef einhvert okkar stóð sig vel og gat alltaf veitt okkur styrk þegar með þurfti. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 162 orð

Guðríður Ólafsdóttir

Það er góð tilfinning sem gagntekur mann, þegar minnst er hugljúfra og ánægjuríkra minninga úr æskunni. Ég og bróðir minn Gylfi eigum það sameiginlegt að hafa átt yndislega tíma með ömmu okkar. Amma eða amma Gauja, eins og við krakkarnir kölluðum hana, var einstök persóna. Ég skynjaði fljótt þá miklu hjartahlýju og góðmennsku sem hún bjó yfir í garð annarra. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 318 orð

Guðríður Ólafsdóttir

Um jólin þegar hátíð ljóss og friðar gekk í garð, fjölskyldur hittust, börnin kættust og hátíð var í bæ var vakað yfir dánarbeði Gauju. Eftir erfiða baráttu varð hún að lúta í lægra haldi fyrir hinum illvíga sjúkdómi, krabbameininu. Minningar frá liðnum samverustundum koma upp í hugann. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 308 orð

Guðríður Ólafsdóttir

Elskuleg amma okkar er nú látin og viljum við kveðja hana með fáeinum orðum. Huggun okkar á þessari stundu er að nú ert þú komin í faðm móður, föður, systra og vina þinna. Við vitum að þau ylja þér um hjartarætur og vernda þig. Á sorgarstundu er gott að ylja sér við ljúfar minningar sem við eigum svo ótalmargar um ömmu Gauju eins og við kölluðum hana. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 749 orð

Guðríður Ólafsdóttir

Í dag er ég að kveðja mjög kæra vinkonu. Og kveð ég hana með miklum söknuði. Við kynntumst fyrir rúmum 16 árum þar sem við hittumst við þær aðstæður að við vorum að hjálpa sömu manneskjunni. Upp frá því myndaðist vinskapur okkar á milli. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 169 orð

Guðríður Ólafsdóttir

Nú er komið að þeirri stundu að kveðja þá manneskju sem mér þótti einna vænst um. Hana ömmu mína. Hún amma var þannig af guði gerð að hún gat ekkert illt sagt eða gert. Hún skein aðeins af kærleik, gleði og hlýju til náungans. Hvert sem hún fór eða hvern sem hún hitti var það aðeins kærleiksljós sem fylgdi henni og fékk fólk til að líða vel í návist hennar. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 256 orð

GUÐRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR

GUÐRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR Guðríður Ólafsdóttir var fædd á Reynisvatni, Mosfellssveit, 28. mars 1929. Hún lést í Reykjavík 30. desember 1998. Foreldrar Guðríðar voru þau Þóra P. Jónsdóttir frá Breiðholti, Reykjavík, fædd 13. maí 1891, d. 21. september 1987, og Ólafur Jónsson múrari og bóndi, fæddur 15. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 361 orð

Guðrún Kortsdóttir

Hún fylgdi öldinni dyggilega hún Guðrún Kortsdóttir, fædd 8. febrúar 1900, dáin á nýársdag 1999. Hún bar aldurinn vel, bjó ein í íbúðinni sinni í Bólstaðarhlíðinni eftir að eiginmaður hennar Matthías lést á gamlársdag 1988, og naut hún aðstoðar barna og barnabarna. Þá voru 65 ár frá því að þau rugluðu reytum saman. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 443 orð

Guðrún Kortsdóttir

Guðrún Kortsdóttir, amma í Reykjavík, kvaddi þennan heim að kvöldi nýársdags. Það gerði hún með þeirri reisn sem einkenndi allt hennar lif. Aldamótabarnið sem kunni því betur að horfa fram á við en líta um öxl. Í myndasafni foreldra okkar er mynd sem við systurnar höfum mikið dálæti á. Myndin af stóru og litlu systur. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 733 orð

Guðrún Kortsdóttir

Ég var fyrirburi. Ekkert tiltökumál í dag. En fyrir meira en hálfri öld var alvarleikinn annar. Þar kom að vísindin þraut og króinn sagður eiga litla möguleika í lífsbaráttunni. Þá tók amma til sinna ráða. Hún svaf lítið það árið, sagði að úr því mætti bæta síðar. Vísast gleymdist það í amstri lífsins. Hún amma sá til þess að lífsandinn yfirgæfi mig ekki. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 385 orð

Guðrún Kortsdóttir

Aldan kom langt af hafi og hneigði sig fyrir ömmu. Hún stóð sparibúin niðri í fjöru undan æskuheimilinu og horfði til hafs eins og hún væri að skyggnast um eftir bátunum heim úr róðri. Hún sneri jafnharðan við og benti í flýti á ýmis kennileiti sem flest voru mér ekki sýnileg og ég mátti hafa mig allan við að hafa við henni upp á þjóðveginn og aftur í bílinn. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 816 orð

Guðrún Kortsdóttir

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 76 orð

Guðrún Kortsdóttir

Þegar við heyrðum að amma væri dáin brá okkur mikið. Við vorum því vön að þegar amma var ekki á sjúkrahúsinu og við komum í heimsókn til hennar þá átti amma Gunna eitthvað gott að borða handa okkur. Svo veiktist hún, en samt var hún alltaf amma Gunna, og á sjúkrahúsinu átti hún líka alltaf eitthvað gott að borða. Við biðjum Guð um að gæta ömmu Gunnu að eilífu. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 250 orð

GUÐRÚN KORTSDÓTTIR

GUÐRÚN KORTSDÓTTIR Guðrún Kortsdóttir var fædd á Tjörn á Vatnsleysuströnd 8. febrúar 1900. Hún lést á Landspítalanum að kvöldi nýársdags. Foreldrar hennar voru hjónin Margrét Þorvarðardóttir, f. 7. október 1859, d. 23. maí 1916, og Kort Gíslason, f. 16. ágúst 1869, d. 18. janúar 1942. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 434 orð

Ingimar Ingimarsson

Ingimar vinur minn er dáinn. Við hittumst fyrst á haustmánuðum 1965 er ég hóf störf í flugumsjónardeild Loftleiða h/f á Keflavíkurflugvelli. Ingimar var þar vaktstjóri og tókust með okkur strax góð kynni sem síðar þróuðust í vináttu sem aldrei bar skugga á. Ingimar var framúrskarandi fagmaður, frábær yfirmaður og leiðbeinandi. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 29 orð

INGIMAR INGIMARSSON

INGIMAR INGIMARSSON Ingimar Ingimarsson fæddist í Reykjavík 28. maí 1925. Hann lést á heimili sínu 16. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 29. desember. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 651 orð

Jörgína Dóróthea Jónsdóttir

Þannig var ort í "pósíbók" Dóru, móðursystur okkar, af einhverjum sem hún hafði liðsinnt þegar veikindi steðjuðu að heimili hans. Dóra var næstyngst tíu systkina á Höskuldsstöðum. Hún ólst þar upp og átti þar heima fram yfir þrítugt. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 192 orð

Jörgína Dóróthea Jónsdóttir

Dóra ömmusystir okkar er dáin, síðust í röðinni af tíu systkinum til að hverfa frá okkur. Þegar við vorum lítil vöndumst við því að ömmusystur okkar kæmu reglulega í heimsókn til ömmu. Þessar heimsóknir voru sérstakt tilhlökkunarefni og þannig kynntumst við þeim vel. Systurnar skröfuðu mikið en aldrei vorum við þeim samtölum til trafala, heldur fylgdumst með ef við vildum. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 199 orð

JöRGÍNA DÓRÓTHEA JÓNSDÓTTIR

JöRGÍNA DÓRÓTHEA JÓNSDÓTTIR Jörgína Dóróthea Jónsdóttir (Dóra) fæddist á Höskuldsstöðum í Reykjadal 27. september 1906. Hún lést á sjúkrahúsinu á Húsavík 29. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Olgeirsson bóndi og Kristín Sigríður Kristjánsdóttir húsmóðir. Systkini Dóru eru öll látin en þau voru Björg, f. 31. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 381 orð

Kristín Margrét Helgadóttir

Að morgni 28. desember barst okkur sú fregn að Kristín systir okkar hefði látist þá um nóttina. Okkur langar til að minnast hennar með fáeinum fátæklegum orðum. Stína eins og hún var oftast kölluð, var hálfsystir okkar, áttum sama föður. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 745 orð

Kristín Margrét Helgadóttir

Nú þegar ég kveð kæra mágkonu mína Kristínu Helgadóttur ­ kveð ég góða konu og einlæga vinkonu. Minningin um allt það góða sem hún gerði fyrir mig, allt frá æskuárum mínum rennur eins og myndir á tjaldi í gegnum hugann. Og hjartans þakklæti fyrir að hafa átt hana að vini. Ung að árum hóf hún búskap með elsta bróður mínum, Bernódusi. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 376 orð

Kristín Margrét Helgadóttir

Aftur á skömmum tíma fer hugur okkar að leita í minningasafninu. Nú hefur hún amma okkar kvatt þennan heim og haldið til hans afa á ný sem kvaddi okkur skömmu á undan henni. Minningasafnið er stórt og þegar flett er í því birtast okkur ýmsar myndir sem ljúft er að minnast. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 247 orð

KRISTÍN MARGRÉT HELGADÓTTIR

KRISTÍN MARGRÉT HELGADÓTTIR Kristín Margrét Helgadóttir fæddist í Bolungarvík 26. apríl 1915. Hún lést á Hrafnistu, Reykjavík, 28. desember síðastliðinn. Foreldrar Kristínar voru Helgi Einarsson, formaður í Bolungarvík, f. 9.7. 1889 í Miðhúsum, Garði í Gerðahreppi, d. 31.11. 1947 á Ísafirði og Guðbjörg Sigurðardóttir, húsmóðir í Bolungarvík, f. 18.7. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 315 orð

Sigurlín U.Á.S. Long

Við kveðjum þig, elsku amma, í dag með nokkrum fátæklegum orðum. Við systurnar hugsum til baka með hlýju til þess tíma þegar við sem litlar stelpur fórum í heimsókn til ömmu og afa Kópó. Það var alltaf nóg að sýsla í kringum þig og afa. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 178 orð

SIGURLÍN UNNUR ÁRMANN SIGURÐARDÓTTIR LONG

SIGURLÍN UNNUR ÁRMANN SIGURÐARDÓTTIR LONG Sigurlín Unnur Ármann Sigurðardóttir Long var fædd á Þormóðsstöðum í Reykjavík 3. nóvember 1913. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 27. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Þórðardóttir, f. 1887, d. 1957, og Sigurður Kristjánsson, f. 1890, d. 1913. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 148 orð

Víðir Óli Guðmundsson

Elsku Víðir Óli, þakka þér fyrir þær stundir sem þú veittir mér á lífsferli þínum. Þú varst svo fullur af lífi og það var svo mikil ánægja að fylgjast með þér og vera með þér. Ég var lítill þáttur í þínu daglega lífi í mörg ár og missti af öllum þínum stóru afrekum er þú varðst eldri. En það sem skiptir máli er að ég kynntist því hvað þú varst yndislegur og hafðir skemmtilega kímni til að bera. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 185 orð

Víðir Óli Guðmundsson

Hvernig get ég skrifað kveðjuorð til þín, minn kæri vinur. Það er svo ótalmargt sem mig langar að segja en mig vantar öll orðin til að tjá þær tilfinningar sem komu upp við fréttina af andláti þínu. Mér verður auðvitað hugsað til þeirra ára sem mér hlotnaðist að eiga vináttu þína og að fá að taka þátt í þeim sporum sem þú varðst að taka og ekki síst að fá að hafa þig við hlið mér þegar á þurfti, Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 219 orð

Víðir Óli Guðmundsson

Ástkæri frændi. Ég bjóst aldrei við því að standa í þeim sporum að skrifa minningargrein um þig. Þú varst stóri frændi minn, þannig að ég leit upp til þín. Allt sem þú gerðir var frábært. Þrátt fyrir ungan aldur man ég enn þegar ég sá þig syngja í Þjóðleikhúsinu, það fór gæsahúð um mig allan. Stóri frændi var orðinn frægur. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 226 orð

Víðir Óli Guðmundsson

Elsku Víðir Óli, bróðir minn. Nú ertu horfinn úr lífi mínu, líf þitt var stutt og það einkenndist af miklum mótvindi en þú virtist ósigrandi í öllum þeim erfiðleikum sem þú lentir í. Ég man fyrst eftir þér syngjandi um snjókall á skemmtun á Siglufirði, allur bærinn dáðist að þér. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 286 orð

Víðir Óli Guðmundsson

Víðir Óli, mágur minn, er dáinn, þessi ljúfi og brosmildi drengur. Ég kom inn á heimili hans er hann var lítill drengur og kynntist ég honum strax og við urðum mjög nánir, en það duldist engum að þarna var mjög sérstakt barn, orðaforði og orðaval var þannig og skoðanir hans að talað var um að drengurinn hefði gamla sál og fylgdi það honum í gegnum lífið sem ekki varð langt. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 138 orð

Víðir Óli Guðmundsson

Elsku bróðir. Ég var lánsöm að eiga þig fyrir bróður og vin þann stutta tíma sem þú dvaldir hjá okkur. Einlægari og traustari félaga er vart að finna. Alltaf brosandi og tilbúinn að sjá það jákvæða í lífinu og tilverunni, alltaf reiðubúinn, sama hvert tilefnið var. Þú gafst lífinu ljóma og lit með þínum sérstöku hugmyndum og lifandi framkomu. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 267 orð

Víðir Óli Guðmundsson

Nokkur orð til sonar míns og fóstursonar Víðis Óla Guðmundssonar: Allt frá bernsku og ætíð síðan var hann yndið í æskuranni. Óx hann sem fagur fífill í túni, brosti mót sólu sálin hreina. Elskaði sonur, ástkæri bróðir, ástvinir þínir þig sífellt trega. Þökk fyrir líf þitt ljúft og fagurt, ljómandi dæmi þinna vega. (Fr.Fr. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 189 orð

Víðir Óli Guðmundsson

Elsku Víðir Óli. Mig langar að minnast þín með nokkrum orðum. Við áttum margar góðar stundir í Langhúsum hjá Bjössa frænda. Á hverju sumri vorum við að reka kýrnar og hjálpa til við heyskapinn, og oft kom það fyrir að við skemmtum heimilisfólkinu með uppátækjum okkar. Manstu t.d. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 251 orð

Víðir Óli Guðmundsson

Það var fallegt og stillt veður. Sólin sem barðist við það að komast hærra á loft, skein blítt. Allt var kyrrt. Það var vegna þess að þú varst farinn. Við kynntumst í Hagaskóla og smám saman varð kunningsskapur að innilegri vináttu sem skilur eftir sig margar góðar minningar. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 285 orð

Víðir Óli Guðmundsson

Elsku Víðir Óli. Það er ótrúlegt að þú sért farinn frá okkur og kveð ég þig með tárum, elsku vinur minn. Þú varst minn æskuvinur á Siglufirði og gerðum við margt saman, yfirleitt var það ég, þú og Dóra. Margir töluðu um að við tvö ættum eftir að gifta okkur en þú fluttir suður þegar við vorum sjö ára og ég flutti síðan fjórtán ára. En við héldum alltaf sambandi af og til. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 455 orð

Víðir Óli Guðmundsson

Elsku Víðir Óli minn. Þegar ég hugsa um liðnar stundir og rifja upp afrek þín, sem voru svo mörg og stór, fyllist ég gleði og er sannfærð um að það, að slíkan fjársjóð af góðum minningum um ástvin eiga ekki margir því þú varst einstakur. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 605 orð

Víðir Óli Guðmundsson

Á lífsleiðinni kynnist maður mörgum. Bæði börnum og fullorðnum. Ég læt hugann reika um það bil tíu ár aftur í tímann. Víðir Óli var fallegur drengur. Einstaklega fallegur. Pírð augun, örlítið skásett, svolítið búlduleitt andlitið, skríkjandi lífsgleðin, kvikar hreyfingar, undurfögur, kraftmikil söngrödd, tilfinningalegt næmi, óvenjulegt fyrir tólf ára dreng, einstakir leikhæfileikar. Meira
8. janúar 1999 | Minningargreinar | 180 orð

VÍÐIR ÓLI GUÐMUNDSSON

VÍÐIR ÓLI GUÐMUNDSSON Víðir Óli Guðmundsson fæddist á Siglufirði hinn 7. mars 1974. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 2. janúar síðastliðinn eftir erfið og langvarandi veikindi. Foreldrar hans eru hjónin Sigurjóna M. Lúthersdóttir og Guðmundur Óli Þorláksson sem lést 29. nóvember 1977. Fósturfaðir Víðis Óla er Ingi E. Sigurbjörnsson. Meira

Viðskipti

8. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 147 orð

Athugasemd

VEGNA ummæla forstjóra Tals hf. í frétt í blaðinu í gær um söluaukningu á GSM símum vill Ólafur Stephensen, forstöðumaður upplýsingamála hjá Landssíma Íslands hf., koma því að, að það sem Þórólfur segir um fjölda talhólfa í notkun hjá Tali hf. annarsvegar og Landssímanum hinsvegar, sé rangt. Þórólfur segir í fréttinni að nær allir áskrifendur Tals, um 11. Meira
8. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 239 orð

Dollar lækkar í innan við 110 jen

DOLLAR lækkaði í innan við 110 jen í fyrsta skipti í rúm tvö ár í gær og lokagengi evrópskra hlutabréfa lækkaði eftir slaka byrjun í Wall Street. Dow vísitalan hafði lækkað um 0,5% þegar viðskiptum lauk í Evrópu, en réttarhöldin gegn Clinton höfðu lítil áhrif. Öllum er sama," sagði sérfræðingur, en aðrir bentu á að langvinnréttarhöld gætu breytt viðhorfum í Wall Street. Meira
8. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 339 orð

Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 15% 1998

ERLENDUM ferðamönnum til Íslands fjölgaði um rúmlega 30.000 árið 1998 miðað við árið 1997, eða rúm 15%. Á árinu komu alls 232.219 erlendir gestir til landsins, en árið 1997 voru þeir 201.654. Í desembermánuði síðastliðnum komu alls 9.287 erlendir ferðamenn til landsins en í sama mánuði 1997 komu 7.477. Fjölgunin í desember miðað við sama mánuð 1997 er 24,2%. Meira
8. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 198 orð

Lækkandi vextir á árinu

ÁVÖXTUNARKRAFA langra skuldabréfa lækkaði umtalsvert í gær. Ástæðu þess má m.a. rekja til ákvörðunar fjármálaráðherra fyrr í vikunni, að fela Lánasýslu ríkisins að kaupa spariskírteini á markaði fyrir allt að 3 milljarða króna auk tilkynningar um að sölu á Húsnæðisbréfum í fyrsta áfanga 1999 væri lokið, Meira
8. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 157 orð

Merki og bréfsefni Íslandspósts fyrir valinu

Í VIÐSKIPTABLAÐINU á fimmtudag urðu mistök í vinnslu fréttar og myndar um íslenska hönnun í nýjustu bók Graphis Press-útgáfunnar. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Í nýjustu bók Graphis Press-útgáfunnar, Letterhead 4, voru bréfsefni Íslandspósts hf. valin til birtingar úr hundruðum innsendinga sem komu víðs vegar að úr heiminum. Meira
8. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 118 orð

Skýrr hækkar um 16,5%

VIÐSKIPTI með hlutabréf námu tæpum 67 milljónum króna á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Mest viðskipti voru með hlutabréf í Skýrr, 16 milljónir króna, og hækkaði gengi þeirra um 16,5%. Fór úr 6,70 í 7,65. Gengi hlutabréfa í Skýrr hefur því hækkað um 109% frá útboðsgenginu 3,2 í desember. Meira
8. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 167 orð

Til athugunar hjá VÞÍ

VERÐBRÉFAÞING Íslands hyggst athuga viðskipti sem urðu með hlutabréf í Íslenskum sjávarafurðum hf. á gamlársdag. Mikil viðskipti voru með hlutabréf í félaginu þann dag, fyrir tæplega 25 milljónir króna, og hækkuðu þau um 14,6%, skömmu áður en tilkynnt var að Finnbogi Jónsson yrði næsti forstjóri ÍS. Meira
8. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 165 orð

Union Islandi kaupir Comercial Heredia

UNION Islandia, dótturfélag SÍF á Spáni, hefur keypt öll hlutabréf spænska fyrirtækisins Comercial Heredia SA. Frá þessu var gengið á stjórnarfundi Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda í gær. Comercial Heredia er fjölskyldufyrirtæki með átta starfsmönnum, sem stofnað var árið 1899, og heldur því upp á aldarafmæli á þessu ári. Meira
8. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 512 orð

Volvo þess albúið að flytjast frá Svíþjóð

HVERT stórfyrirtækið af öðru í Svíþjóð reynir að laumast úr landi með samruna eða endurskipulagningu. Það síðasta og kunnasta er Volvo, sem virðist að því komið að sameinast erlendum keppinaut, fimm árum eftir að fyrirætlanir um samruna Volvo og Renault urðu að engu. Meira

Fastir þættir

8. janúar 1999 | Í dag | 30 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 8. janúar, verður fimmtugur André Bachmann, hljómlistarmaður, Hábergi 20, Reykjavík. Eiginkona hanhs er Emilía Ásgeirsdóttir. Þau taka á móti gestum á Hótel Sögu, kl. 21-24. Meira
8. janúar 1999 | Í dag | 24 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 8. janúar, verður fimmtug Ester Steindórsdóttir, Barðstúni 3, Akureyri, starfsmaður hjá Sýslumannsembættinu á Akureyri. Eiginmaður hennar er Gunnlaugur Björnsson. Meira
8. janúar 1999 | Í dag | 33 orð

50 ÁRA afmæli. Séra Hannes Örn Blandon og frú Marianne

50 ÁRA afmæli. Séra Hannes Örn Blandon og frú Marianne munu fagna vinum, velunnurum, ástvinum og aðdáendum, sem vilja gleðjast með þeim í tilefni fimmtugsafmæla þeirra, laugardaginn 9. janúar kl. 20.30 í Freyvangi, Eyjafjarðarsveit. Meira
8. janúar 1999 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. ágúst sl. í Kópavogskirkju af sr. Gunnari Sigurjónssyni Soffía Guttormsdóttir og Sighvatur Halldórsson. Heimili þeirra er að Fagrahjalla 40, Kópavogi. Meira
8. janúar 1999 | Fastir þættir | 131 orð

Búið að ráða Ágúst Sigurðsson

Ágúst Sigurðsson, doktor í kynbótafræðum, hefur tekið við starfi hrossaræktarráðunautar Bændasamtaka Íslands frá og með áramótum. Ágúst hefur verið í fullu starfi hjá Bændasamtökunum sem kynbótafræðingur og hefur annast útreikninga á kynbótamati fyrir hrossaræktina og nautgriparæktina á undanförnum árum. Meira
8. janúar 1999 | Fastir þættir | 163 orð

Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkja. "Orgelandakt" kl. 12.15­12.30. Orgelleikur, ritningalestur og bæn. Langholtskirkja. Opið hús kl. 11­13. Kyrrðar- og bænastund kl. 12.10. Eftir stundina verður boðið upp á súpu, brauð og salat. Laugarneskirkja. Mömmumorgnar kl. 10­12 byrja að nýju að loknu jólaleyfi. Konur, komið og njótið skemmtilegrar samveru. Meira
8. janúar 1999 | Dagbók | 636 orð

Í dag er föstudagur 8. janúar 8. dagur ársins 1999. Orð dagsins: En göf

Í dag er föstudagur 8. janúar 8. dagur ársins 1999. Orð dagsins: En göfugmennið hefir göfugleg áform og stendur stöðugur í því, sem göfuglegt er. (Jesaja 32, 8.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Mælifell, Hulda Knudsen, Freyja RE, Hákon og Kristina Logos fóru í gær. Meira
8. janúar 1999 | Fastir þættir | 668 orð

Íslenskir hestar í sjónvarpi í yfir 100 löndum

MARK og Mette Dresser sem búa í Malibu í Kaliforníu söfnuðu saman hópi fólks fyrir nokkrum árum til að taka þátt í skrúðgöngunni sem nefnd er Pasadena Tournament of Roses. Þetta var í þriðja sinn sem hópurinn, 11 menn og hestar, Meira
8. janúar 1999 | Í dag | 433 orð

KUNNINGI Víkverja varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu sköm

KUNNINGI Víkverja varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu skömmu fyrir jól að keyra á bíl með þeim afleiðingum að farartæki hans skemmdist tölvert. Kunninginn var í rétti og því var það tryggingafélag hins sem þurfti að greiða viðgerð á bílnum og bílaleigubíl á meðan gert var við bílinn. Meira
8. janúar 1999 | Dagbók | 369 orð

Minningarkort Landssamtaka hjartasjúklinga fást á efti

Minningarkort Landssamtaka hjartasjúklinga fást á eftirtöldum stöðum í Reykjavík: Skrifstofu L.H.S. Suðurgötu 10 sími 5525744, og í Laugavegs Apóteki Laugavegi, sími 5514527. Minningarkort Landssamtaka hjartasjúklinga, fást á eftirtöldum stöðum á Vesturlandi. Meira
8. janúar 1999 | Fastir þættir | 577 orð

Stigahækkun íslensku keppendanna

Þeir Hannes Hlífar og Helgi Áss gerðu báðir jafntefli í tveimur síðustu umferðunum á mótinu í Stokkhólmi. 27. des. til 6. jan. BÆÐI Helgi Áss Grétarsson og sérstaklega Hannes Hlífar Stefánsson náðu góðum árangri á Rilton- skákmótinu sem lauk í Stokkhólmi á miðvikudaginn. Hannes Hlífar fékk 6 vinning og lenti í 5.­11. sæti. Meira
8. janúar 1999 | Í dag | 100 orð

STÖÐUMYND C HVÍTUR leikur og vinnur

STÖÐUMYND C HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp í opna flokknum í Groningen í Hollandi um áramótin. H. Jonkman (2.310) hafði hvítt og átti leik gegn D. Schlecht(2.395). 19. Rxh6+!! ­ gxh6 20. Rxf7! og eftir þessa glæsilegu tvöföldu riddarafórn sá Schlecht sitt óvænna og gafst upp. Meira
8. janúar 1999 | Í dag | 527 orð

Vegir fjárlaganefndar órannsakanlegir

Í FRÉTTUM Stöðvar 2 sl. mánudag var m.a. frétt um fjölda banaslysa í umferðinni á sl. ári og hversu mörg þau urðu í Reykjavík annars vegar og á landsbyggðinni hins vegar. Í framhaldi af því var sagt frá sameiginlegri umsókn Slysavarnafélags Íslands og Umferðarráðs til fjárlaganefndar Alþingis um 5 millj. Meira
8. janúar 1999 | Í dag | 211 orð

ÞEGAR varnarstyrkurinn liggur að mestu hjá útspilaranum

ÞEGAR varnarstyrkurinn liggur að mestu hjá útspilaranum er oft skynsamlegt að spila falskt út til að afvegaleiða sagnhafa. Þetta á sérstaklega við í vörn gegn þremur gröndum. Algengast er að spila út lægsta spilinu frá fimmlit til að skapa falska öryggiskennd hjá sagnhafa, en hitt er stundum jafngott að lengja fjórlitinn í annan endann: Suður gefur; allir á hættu. Meira
8. janúar 1999 | Dagbók | 3616 orð

(fyrirsögn vantar)

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Meira

Íþróttir

8. janúar 1999 | Íþróttir | 275 orð

Alfreð safnar liði hjá Magdeburg

ALFREÐ Gíslason, þjálfari þýska 2. deildarliðsins Hameln, sem tekur við þjálfarastarfi 1. deildarliðsins SC Magdeburg í sumar, er byrjaður að safna liði fyrir átökin næsta keppnistímabil. "Þegar ég gekk frá samningi mínum við SC Magdeburg lagði ég línurnar fyrir næsta keppnistímabil og óskaði eftir að liðið keypti nýja leikmenn," sagði Alfreð í samtali við Morgunblaðið. Meira
8. janúar 1999 | Íþróttir | 110 orð

Fowler boðið 3,4 millj. kr í vikulaun

UM nokkurn tíma hafa forráðamenn Liverpool og enski landsliðsmaðurinn Robbie Fowler verið í launaviðræðum. Ekkert hefur gengið og hefur Fowler ekki viljað skrifa undir nýjan samning, en hann á átján mánuði eftir af samningi sínum við liðið. Arsenal og Blackburn, ásamt nokkrum erlendum liðum, hafa sýnt Fowler áhuga. Meira
8. janúar 1999 | Íþróttir | 278 orð

GORDON Strachan knattspyrnustjóri

GORDON Strachan knattspyrnustjóri Coventry hefur fest kaup á 20 ára gömlum markverði frá danska liðinu Ikast. Sá heitir Morten Hyldegaard og gerði hann fimm ára samning við Coventry. Meira
8. janúar 1999 | Íþróttir | 598 orð

Haukar - KFÍ71:88

Íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfirði, Íslandsmótið í körfuknattleik, efsta deild karla (DHL-deildin), 12. umferð, fimmtudaginn 7. janúar 1999. Gangur leiksins: 3:6, 12:17, 19:25, 24:34, 37:39, 46:51, 51:61, 57:62, 63:78, 71:88. Meira
8. janúar 1999 | Íþróttir | 655 orð

Keppnistímabilinu bjargað

STJÖRNURNAR í NBA-deildinni munu sýna listir sínar á vellinum eftir allt saman á þessu keppnistímabili eftir að stéttafélag leikmanna náði samkomulagi við eigendur liðanna um nýjan kjarasamning á miðvikudag. Meira
8. janúar 1999 | Íþróttir | 263 orð

KR-ingar aftur til Watford

VARNARMENNIRNIR Sigurður Örn Jónsson og Bjarni Þorsteinsson úr KR eru á leið til enska 1. deildar liðsins Watford. Þeir félagar voru við æfingar hjá Watford í haust og nú hefur félagið óskað eftir því að fá þá aftur til frekari skoðunar. Watford er ofarlega í 1. deild og hefur komið mjög á óvart í vetur, en liðið kom upp úr 2. deild sl. vor. Meira
8. janúar 1999 | Íþróttir | 378 orð

Leiftur áfram fjölþjóðlegt

Leiftur úr Ólafsfirði mun áfram tefla fram sannkölluðu fjölþjóðaliði í efstu deild karla á næstu leiktíð. Í gær fékkst staðfest að miðvallarleikmaðurinn Sámal Johansen verður þriðji færeyski landsliðsmaðurinn í herbúðum Ólafsfirðinga og þar með sjöundi erlendi leikmaður liðsins. Leiftursliðið tefldi fram fjölþjóðlegu liði á síðustu leiktíð undir stjórn Páls Guðlaugssonar og hafnaði í 5. Meira
8. janúar 1999 | Íþróttir | 325 orð

PAOLO Montero, varnarmanninum sterka frá

PAOLO Montero, varnarmanninum sterka frá Úrúgvæ sem leikur með Juventus á Ítalíu, hefur oftast allra verið vikið af velli þar í landi. Hann var rekinn af velli í leik Juve og AC Milan á miðvikudaginn og var það í 12. sinn sem hann fær að líta rauða spjaldið hjá dómurum í 1. Meira
8. janúar 1999 | Íþróttir | 599 orð

Raich sló met Stenmarks

AUSTURRÍSKI táningurinn Benjamin Raich sló heldur betur í gegn í svigi heimsbikarsins í Schladming í Austurríki í gær. Hann var með 22. besta tímann eftir fyrri umferð, en gerði sér lítið fyrir og náði langbesta tímanum í síðari umferð og sigraði. Þetta er besti árangur sem nokkur skíðamaður hefur náð, þ.e.a.s. bætt sig á milli umferða og sigrað. Meira
8. janúar 1999 | Íþróttir | 245 orð

Rífleg uppbót hjá Rosenborg

LEIKMENN Rosenborg fá ágæta uppbót fyrir þátttöku sína í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Þeir sem léku alla leiki liðsins mega vænta þess að fá um 500.000 norskar krónur í sinn hlut, u.þ.b. 5 milljónir króna. Hver leikmaður fær 200.000 norskar krónur fyrir að komast í keppnina og fyrir sigurleikina við Athletic Bilbao og Galatasaray verður greidd sama upphæð. Meira
8. janúar 1999 | Íþróttir | 102 orð

Skíði

Heimsbikarinn Schladming, Austurríki: Svig karla: 1. Benjamin Raich (Austurr.)1:33.32 (48.58/44.74)2. Pierrick Bourgeat (Frakkl.)1:33.44 (47.94/45.50)3. Kjetil Andre Aamodt (Noregi)1:33.51 (48.29/45.22)4. Martin Hansson (Svíþjóð)1:33.70 (48. Meira
8. janúar 1999 | Íþróttir | 413 orð

Spýttu í lófana

KEFLVÍKINGAR spýttu í lófana í leikhléi í gærkvöldi er þeir unnu nágranna sína í Njarðvík 89:80 eftir að hafa verið 35:54 undir í leikhléi. Keflvíkingar hafa því fjögurra stiga forystu í úrvalsdeildinni en KR-ingar skutust upp að hlið Njarðvíkinga með sigri á Þór frá Akureyri. Grindvíkingar lögðu Skallagrím eftir nokkur vandræði í upphafi leiks. Meira
8. janúar 1999 | Íþróttir | 72 orð

Staðan í keppninni um svigbikarinn eftir fimm mót af níu:

Staðan í keppninni um svigbikarinn eftir fimm mót af níu: 1. Thomas Stangassinger (Aust.) 296 2. Bourgeat (Frakkl.) 278 3. Kosir (Slóveníu) 251 4. Jagge (Noregi)210 5. Amiez (Frakkl.) 204 6. Åmodt (Noregi) 184 7. Raich (Austurr.) 160 8. Christian Mayer (Austurr. Meira
8. janúar 1999 | Íþróttir | 66 orð

Tutschkin með Rússum í HM

STÓRSKYTTAN Aleksandr Tutschkin, fyrrverandi félagi Patreks Jóhannessonar hjá Essen, sem leikur nú með Minden og er að gera það gott, leikur með Rússum í heimsmeistarakeppninni í Egyptalandi. Tutschkin, sem er 34 ára, er Hvít-Rússi og lék með Hvíta-Rússlandi hér á landi í HM 1995, hefur fengið rússneskt vegabréf, Meira
8. janúar 1999 | Íþróttir | 224 orð

Vonbrigði

ENN og aftur féll Kristinn Björnsson úr keppni í gærkvöldi er fimmta heimsbikarmótið fór fram í Schladming í Austurríki. Hann hefur nú ekki komist í gegnum fjógur mót í röð þó svo að hann hafi verið nálægt því að þessu sinni. Hann komst niður fyrri umferðina á ágætum tíma, en féll í þeirri síðari þegar hann átti um tíu hlið eftir ófarin í markið. Meira
8. janúar 1999 | Íþróttir | 100 orð

Þróttur tapaði

Stjarnan kom á óvart í Ásgarði í gærkvöldi með sigri á Þrótti, Reykjavík, í fimm hrinu leik, 15:3, 13:15, 9:15, 15:6 og 17:15. Lengi vel benti fátt til þess að Stjarnan ynni sigur í oddahrinunni, sem þó varð æsispennandi undir lokin fyrir tilstilli Emils Gunnarssonar sem átti fjórar uppgjafir í röð og jafnaði metin í 14:14. Meira
8. janúar 1999 | Íþróttir | 294 orð

(fyrirsögn vantar)

KR-ingar höfðu betur í viðureign sinni við Þór í íþróttahúsi Hagaskóla í gærkvöldi, 97:77, eftir að hafa verið 6 stigum yfir í hálfleik, 54:48. Segja má að leikurinn hafi farið alveg eins og við var að búast. KR-ingar, sem leikið hafa vel í vetur, höfðu yfirhöndina allan tímann og það var ekki nema á örfáum köflum sem Þórsarar sáu til sólar. Meira
8. janúar 1999 | Íþróttir | 190 orð

(fyrirsögn vantar)

Mikilvægur sigur ÍA ÍA og Valur áttust við í íþróttahúsinu á Akranesi í gærkveldi. Fyrir leikinn voru bæði lið í neðri hluta deildarinnar og þurftu því nauðsynlega á stigum að halda. Valsmenn komu ákveðnir til leiks og náðu strax forystu sem þeir héldu fram í miðjan fyrri hálfleik. Meira
8. janúar 1999 | Íþróttir | 175 orð

(fyrirsögn vantar)

Tindastólsmenn tóku á móti Snæfelli úr Stykkishólmi á Sauðárkróki í gærkvöldi og sýndu enga gestrisni, sigruðu 95:71. Fyrstu tíu mínúturnar var jafnræði með liðunum og dálítill hátíðarblær var á leik liðanna; léleg sókn, vond vörn og lítið skorað. Meira
8. janúar 1999 | Íþróttir | 376 orð

(fyrirsögn vantar)

Þetta eru erfiðar aðstæður en leikmenn hafa tekið mér opnum örmum. Ég vonast eftir góðu framhaldi eftir þennan sigur," sagði Einar Einarsson nýráðinn þjálfari Grindvíkinga eftir að lið hans lagði Skallagrím 82:72. "Við leystum sentersmálið vel í kvöld þó ekki hafi það gengið alveg nægjanlega vel í fyrri hálfleik. Pétur tók Franson og pakkaði honum saman og aðrir settu pressu á boltann. Meira
8. janúar 1999 | Íþróttir | 10 orð

(fyrirsögn vantar)

8. janúar 1999 | Íþróttir | 415 orð

(fyrirsögn vantar)

Haukum varð lítt ágengt gegn liði KFÍ, sem heimsótti Hafnfirðingana í Strandgötuna í gærkvöldi og vann öruggan sigur, 88:71. Heimamenn virtust á köflum ráðvilltir gegn Ísfirðingum, sem eru einfaldlega með betra lið og unnu verðskuldaðan sigur. Meira

Úr verinu

8. janúar 1999 | Úr verinu | 322 orð

Framleiðsla á rækju í smásölu tvöfaldaðist

FRAMLEIÐSLA Íslenskra sjávarafurða hf. á rækjusmásölupakkningum, sem pakkað er hérlendis og fluttar beint í verslanir, tvöfaldaðist á síðasta ári frá árinu áður. Heildarframleiðsla ÍS á pillaðri rækju jókst um 27%, úr 5.395 tonnum í 6.853 tonn á síðasta ári. Hlutdeild smásölupakkninga í landfrystri rækju jókst í verðmæti úr 22% árið 1997 í 33% á síðasta ári. Meira
8. janúar 1999 | Úr verinu | 397 orð

Heildarafli krókabáta mestur á Vestfjörðum

VERÐI frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða að lögum verður leyfilegur heildarafli krókabáta á yfirstandandi fiskveiðiári um 41.533 tonn. Mestur verður leyfilegur heildarafli krókabáta á Vestfjörðum eða samtals um 10.166 tonn. Meira
8. janúar 1999 | Úr verinu | 100 orð

Styðja frumvarpið

ÚTVEGSMANNAFÉLAG Suðurnesja hefur sent frá sér yfirlýsingu, þar sem lýst er stuðningi við frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þar segir að félagið bendi á að ekki verði tekið meira af aflaheimildum aflamarksskipa til að auka enn við hlut smábáta eins og ítrekað hafi verið gert á undanförnum árum. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

8. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 407 orð

Ágreiningur og gróðurhúsaáhrif

ÞORSTEINN Hilmarsson, heimspekingur og upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, flutti erindi á málþinginu Hungurvaka. "Ég ræddi á fundinum um ástæður ágreiningsins um virkjanir í samfélaginu og viðbrögð Íslendinga við gróðurhúsavandanum," segir hann. Meira
8. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 265 orð

Dagbók hungurlistamanns

Níundi dagur: 25. desember. "Það er áberandi hversu hátt hlutfall þeirra sem koma í heimsókn er af eldri kynslóðinni, þeirri sem er búin að skila sínu og er sest í helgan stein. Það gladdi okkur að hafa stuðning þeirra því þau eru fólkið sem hefur sterkustu tengslin við landið og reynsla þeirra er dýrmæt. Ég held líka að með auknum þroska komi skynsamlegra gildismat. Meira
8. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 258 orð

Fimm flokkar raka

ÞORVARÐUR Árnason hjá Siðfræðistofnun flutti erindi á Hungurvöku og benti á fimm helstu tegundir raka og verðmæta sem tekist er á um í yfirstandandi deilu um virkjana- og stóriðjuáform norðan Vatnajökuls. Þau eru 1. hagræn rök sem varða nytjagæði, 2. siðferðileg rök um siðgæði, 3. fegurðarök um fegurðargæði, 4. vísindarök um vísindagæði og 5. tilfinningarök sem varða t.d. Meira
8. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 407 orð

Framandi skór á sviði

SKÓR fremur óvanalegir, unnir m.a. úr fiskroði og ull, verða til sýnis á skemmtistaðnum Broadway í kvöld. Þar munu tíu ungir áhugamenn um skóhönnun keppa um best hannaða skóinn. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem slík skóhönnunarkeppni fer fram hér á landi en á sama stað fer einnig fram Facette-fatahönnunarkeppni áhugafólks sem nú er haldin í fjórða sinn. Meira
8. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1337 orð

Frelsið Þankabrot um börn Réttindi, skyldur, orsök, afleiðingar. Allt eru þetta hugtök sem tengjast umræðu um börn og foreldra

ÖNNUR börn áttu föður og móður og heiðruðu þau og vegnaði vel og urðu langlíf í landinu, en hann var oft vondur útí föður sinn og móður og vanheiðraði þau í hjarta sínu. Móðir hans hafði átt barn framhjá föður hans og faðir hans hafði svikið móður hans, bæði höfðu svikið dreinginn. Það er ekki frítt við að manni detti þessi upphafsorð 2. Meira
8. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 457 orð

Gildismat "Gullaldarmannsins"

TEXTI Einars Benediktssonar var skrifaður í Dagskrá 23. apríl 1897 og er að finna í Sögur og kvæði frá 1935. Greinin heitir Gullaldarmaðurinn og má túlka sem spá um Íslendinga nútímans, nytjahyggjumenn sem meta landið í peningum. Gildismat Gullaldarmannsins er aðeins efnislegt og aðferð hans að mæla gagnsemi í erlendu fé. Meira
8. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 67 orð

GUÐMUNDUR Einarsson lærði iðnhönnun í Istituto Erupeo di design

GUÐMUNDUR Einarsson lærði iðnhönnun í Istituto Erupeo di design í Mílanó og Rhode Island school of design, Providence í Bandaríkjunum. Frá árinu 1993 hefur Guðmundur rekið hönnunarstofuna ISGE og Prologus í Reykjavík. Hann hefur unnið að mörgum verkefnum, t.d. Meira
8. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1273 orð

Hugsjón um hálendið

ÉG held að það sé hollt og þroskandi fyrir manninn að finna til lotningar og auðmýktar gagnvart náttúrunni," segir Elín Agla Briem. Maðurinn hefur lagt alla jörðina undir sig og viðhorfið um að hann þurfi ævinlega að virkja hana og nýta á ef til vill ekki lengur við. Meira
8. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 319 orð

Hvað á að gera við alla þessa peninga?

HALLDÓR Laxness ritaði greinina Hernaðurinn gegn landinu árið 1970. Til umræðu er líkt og í dag; stóriðja, sala til útlendinga, efnislegar mælistikur, virðing fyrir landinu. Sjá Yfirskygðir staðir, 2. útgáfa, Vaka-Helgafell. Meira
8. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 621 orð

Lög og reglur

Arna Garðarsdóttir hefur undanfarin ár búið í Seattle ásamt eiginmanni sínum og tveimur ungum börnum þeirra. Hún segir hér frá því af hverju lögfræðingar lifa góðu lífi í Bandaríkjunum. GETUR þú ímyndað þér hve mörgum klukkustundum þú hefur varið fyrir framan sjónvarpskassann og horft á bandarískar bíómyndir eða þætti sem fara fram í réttarsal? Örugglega nokkuð mörgum. Meira
8. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | -1 orð

Mannlega hliðin gleymdist Af reynslu Ólafar de Bont Ólafsdóttur í bókinni "Þú ert mín Selma Rún og læknarnir ætla að bjarga þér"

Af reynslu Ólafar de Bont Ólafsdóttur í bókinni "Þú ert mín Selma Rún og læknarnir ætla að bjarga þér" má ráða að víða sé pottur brotinn í mannlegum samskiptum á íslenskum heilbrigðisstofnunum. Ólöf sagði Önnu G. Ólafsdóttur frá því að til stæði að nota bókina sem víti til varnaðar í umönnun fatlaðra barna í Hollandi. Meira
8. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 219 orð

Málþingið og virkjanir MÁLÞINGIÐ Hungurvaka var h

Fljótsdalsvirkjun er eini stóri virkjunarkosturinn sem hægt er að grípa til með skömmum fyrirvara verði af orkusamningum. Virkjunin er umdeild vegna þeirra áhrifa sem hún kæmi til með að hafa á gróðurlendi og Meira
8. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1251 orð

Með norrænum "goðsögnum" í kóresku tímariti Alvar Alto, Nanna Ditzel, Bang & Olufsen, Iittala, Lego, Stelton og önnur kunnugleg

Í NÓVEMBERÚTGÁFU kóreska hönnunartímaritsins Monthly Design, sem að stærstum hluta er helgað norrænni hönnun, er Guðmundi Einarssyni, 36 ára iðnhönnuði, skipað á bekk með heimsþekktum norrænum hönnuðum, lífs og liðnum. Alvar Alto, Jacob Jensen og Nanna Ditzel og margar fleiri "goðsagnir", eins og Guðmundur segir, fá sinn skerf af myndum prýddri umfjöllun. Meira
8. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 220 orð

Skortur á félagslegri hæfni

HOLLENSKI prófessorinn Jan van Dijk hefur óskað eftir því að nýta bókina til að sýna fagfólki fram á hvernig ekki eigi að koma fram við foreldra fatlaðra og langveikra barna. "Af 40 ára reynslu tel ég mig hafa öðlast djúpan skilning á því hversu mannlega hliðin í tengslum við samskipti við foreldra og börn er mikilvæg fyrir meðferð barnanna. Meira
8. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1323 orð

TimburmennhátíðahaldannaTimburmenn og önnur vanlíðan eru oft fylgikvillar óhófs í mat og drykk. Valgerður Þ. Jónsdóttir gluggaði

JAFNVEL þeir sem alla jafna temja sér heilsusamlegt líferni í hvívetna láta undan freistingum í mat og drykk um jól og áramót. Varla annað hægt því í fjölskylduboðum og samkvæmum býðst yfirleitt fátt annað en matur, sem inniheldur minnst vikuforða af kaloríuskammti hins hófsama manns. Meira
8. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 202 orð

Um rök tilfinninga

HÉR er brot úr áramótagrein Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í Morgunblaðinu. Athyglisvert er að Davíð ólíkt mörgum virkjunarsinnum samþykkir rök tilfinninga í ákvörðunartöku um virkjanir á hálendinu: "Íslendingar verða að nýta þær auðlindir sem landið býr yfir til að tryggja framtíðarafkomu sína. En aðgát skal höfð við slík verk. Meira
8. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 270 orð

(fyrirsögn vantar)

Bestu lýsingarnar á upplifun Ólafar eru í bókinni. Hér á eftir fara nokkrar tilvitnanir: "Ég var tætt og örvingluð og átti í útistöðum við þá sem áttu að annast þig. Ég var ekki sammála ferlinu á deildinni, fannst skorta stuðning við foreldra og upplýsingar um það sem þar fór fram. Enginn hjálpaði mér að sætta mig við að barnið mitt væri komið í heiminn fatlað. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.