Greinar þriðjudaginn 12. janúar 1999

Forsíða

12. janúar 1999 | Forsíða | 255 orð

Clinton vísar ákæru á bug

BILL Clinton Bandaríkjaforseti vísaði í gær formlega á bug þeim ákæruatriðum sem hann þarf að svara fyrir frammi fyrir ríkisrétti í öldungadeild Bandaríkjaþings. Sagði hann í skriflegu svari við stefnu frá réttinum, sem var settur síðastliðinn fimmtudag, að vísa ætti málinu frá á þeirri forsendu að ákæruatriðin uppfylltu ekki ákvæði stjórnskipunarlaga um stórfelld afbrot. Meira
12. janúar 1999 | Forsíða | 234 orð

Skæruliðar Kosovo-Albana krefjast fangaskipta

TALSMENN Frelsishers Kosovo, KLA, fóru í gær fram á að níu félagar þeirra, sem Serbar tóku höndum fyrir mánuði, yrðu látnir lausir í staðinn átta júgóslavneska hermenn, sem teknir voru til fanga í héraðinu á föstudag. Yfirmaður ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, skoraði á KLA að sleppa öllum mönnunum og jafnframt hvatti hann stjórnvöld í Serbíu til að hrapa ekki að neinu. Meira
12. janúar 1999 | Forsíða | 136 orð

Uppreisnarmenn sagðir á undanhaldi

HERSVEITIR ríkja Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) sögðust í gær hafa náð forsetabyggingunni í Freetown, höfuðborg Sierra Leone, á sitt vald að nýju og sögðu að uppreisnarmennirnir í borginni væru á undanhaldi. Meira
12. janúar 1999 | Forsíða | 365 orð

Þingleiðtogar segja stuðning háðan virkara eftirliti

FORSVARSMENN tveggja stærstu þingflokkanna á Evrópuþinginu, þingi Evrópusambandsins (ESB) í Strassborg, sögðu í gær að þeir myndu ekki greiða tillögu um vantraust á framkvæmdastjórn sambandsins atkvæði, en slík tillaga var borin upp á þinginu í gær vegna þrálátra deilna milli þingsins og framkvæmdastjórnarinnar um misferlis- og spillingarásakanir á hendur meðlimum hennar. Meira

Fréttir

12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 182 orð

13% hækkun Flugleiðabréfa

ÞRJÚ met voru slegin í viðskiptum á Verðbréfaþingi Íslands (VÞÍ) í gær. Um var að ræða mestu hlutabréfaviðskipti á einum degi, flest hlutabréfaviðskipti á einum degi og flest heildarviðskipti á einum degi. Hlutabréfaviðskipti gærdagsins námu rúmum 502 milljónum króna en heildarviðskipti á VÞÍ í gær námu 835 milljónum. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 134 orð

18 bjóða sig fram fyrir A-flokkana

NÚ liggur fyrir hverjir gefa kost á sér af hálfu Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins í prófkjöri samfylkingarinnar í Reykjavík en framboðsfrestur rann út sl. laugardag. Alls er um að ræða 18 einstaklinga sem ætla að taka þátt í prófkjörinu á vegum þessara flokka. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 378 orð

500 af 6.100 lögaðilum greiddu á réttum tíma

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að heimila innheimtumönnum ríkissjóðs að fella niður eða endurgreiða dráttarvexti sem lagðir voru á fyrirframgreiðslu lögaðila, hlutafélaga og sameignarfélaga í ágúst, september og október á síðasta ári, vegna þess að skattyfirvöld ákváðu í júlí að fresta álagningu skatta um þrjá mánuði eða fram í október. Af alls um 6. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 203 orð

Alþingi kærir Tvíhöfða

ALÞINGI hefur kært umsjónarmenn útvarpsþáttarins Tvíhöfða og stjórnendur útvarpsstöðvarinnar X-ins til lögreglunnar í Reykjavík fyrir að láta gera hróp að þingmönnum af þingpöllum. Að sögn Friðriks Ólafssonar, skrifstofustjóra Alþingis, er farið fram á það í kærunni að tiltekinn starfsmaður á vegum þáttarins verði dæmdur til þeirra viðurlaga, sem lög kveða á um, Meira
12. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 477 orð

Arens fer fram gegn Netanyahu

MOSHE Arens, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísraels, sagðist í gær ætla að sækjast eftir tilnefningu sem forsætisráðherraefni Likud- bandalagsins. Þetta er mikið áfall fyrir Benjamin Netanyahu forsætisráðherra, ekki síst í ljósi þess að Arens var pólitískur lærifaðir hans. Kom hann því m.a. til leiðar að Netanyahu var skipaður sendiherra Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir fimmtán árum. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 388 orð

Athugasemd

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Guðmundi Gunnarssyni, formanni Rafiðnaðarsambands Íslands: "Vegna fréttar í Morgunblaðinu laugardaginn 9. janúar er rétt að eftirfarandi komi fram. Forysta Rafiðnaðarsambandsins skilur ekki niðurstöðu skipulagsnefndar með sama hætti og forysta VR virðist gera. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 310 orð

Athugasemd frá Þór Magnússyni þjóðminjaverði

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Þór Magnússyni þjóðminjaverði "Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum á undanförnum dögum leyfi ég mér að biðja Morgunblaðinu fyrir eftirfarandi athugasemd. Meira
12. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 156 orð

Björgvin íþróttamaður Dalvíkurbyggðar

BJÖRGVIN Björgvinsson skíðamaður var kjörinn íþróttamaður Dalvíkurbyggðar árið 1998. Hann hefur síðustu tvö ár stundað nám við skíðamenntaskóla í Hovden í Suður-Noregi. Björgvin varð í 12. sæti á heimsmeistaramóti unglinga í flokki 16 til 19 ára í stórsvigi, einnig voru veitt verðlaun fyrir 16 til 17 ára flokk og vann Björgvin til þeirra og er því heimsmeistari í þeim flokki. Meira
12. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 348 orð

Blair þrýstir á um afvopnun öfgahópa á N-Írlandi

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, jók í gær þrýsting á öfgahópa á Norður-Írlandi að láta vopn sín af hendi, en tregða þeirra til þess hefur mjög tafið framkvæmd friðarsamkomulagsins á Norður- Írlandi. Hafa margir látið í ljósi ótta um að þessar tafir verði til þess að harðsvíruðustu öfgahóparnir glati á endanum þolinmæði sinni og hefji á ný hrinu ódæðisverka. Meira
12. janúar 1999 | Miðopna | 1049 orð

Breytir afstöðu danska útlendingaeftirlitsins

"ÉG Á ekki von á öðru en að málið leysist í þessari viku," segir Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur. Vegna rannsókna sinna á afskiptum danskra embættismanna af Gyðingum fyrir stríð og á stríðsárunum hafði hann farið fram á skjalaaðgang hjá danska útlendingaeftirlitinu. Höfnun þaðan hefur leitt í ljós að eftirlitið virðist ekki fara að dönskum skjalalögum. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 560 orð

Eðlilegt að umsóknir séu á íslensku

ÍSLENSK málnefnd, stjórnskipuð nefnd sem veita á stjórnvöldum og almenningi leiðbeiningar um málfarsleg atriði, fjallaði óformlega um atvinnuauglýsingar frá Háskóla Íslands á fundi sínum sl. þriðjudag en athygli hefur vakið að í auglýsingunni, sem birtist í Morgunblaðinu í lok desember sl. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 273 orð

Eignir Foldu til Hvammstanga

ÍSPRJÓN ehf. á Hvammstanga hefur keypt þær eignir Foldu hf. á Akureyri sem notaðar voru við ullarvöruframleiðslu. Markmiðið með kaupunum er að gera Vestur-Húnavatnssýslu að miðstöð ullariðnaðarins á Íslandi. Við flutning starfseminnar mun störfum í héraðinu fjölga um að minnsta kosti þrettán. Hömlur hf. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 287 orð

Ekkert á móti því að leigja Orkunni stöðina

KRISTINN Björnsson, forstjóri Skeljungs, segir að ekkert stílbrot sé fólgið í því að að fyrirtækið hafi leigt bensínstöð sína við norðanverða Miklubraut á móts við Kringluna til Orkunnar, en félagið á aðra stöð hinum megin götunnar. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 181 orð

Ekki um beinan hagnað að ræða

TEKJUR vegna flugumferðar á íslenska úthafsflugumferðarsvæðinu renna allar til greiðslu kostnaðar í tengslum við flugumferðarstjórn á svæðinu, að sögn Þorgeirs Pálssonar flugmálastjóra. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag fjölgaði flugvélum sem fóru um íslenska úthafsflugstjórnarsvæðið í fyrra um 13, Meira
12. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 1668 orð

Enn aukast vandræði bresku stjórnarinnar

RÁÐHERRAR í ríkisstjórn Verkamannaflokksins í Bretlandi reyndu í gær að snúa vörn í sókn en stjórnin hefur á undanförnum þremur vikum orðið fyrir verulegum áföllum, nú síðast vegna uppljóstrana Margaret Cook um helgina varðandi hjónaband sitt með Robin Cook utanríkisráðherra, en þau skildu í fyrra. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 74 orð

Enn sprengt í Hagaskóla

HVELLHETTA var sprengd á salerni drengja í Hagaskóla í Reykjavík um hádegi í gær. Brunavarnakerfi skólans fór í gang en truflun varð þó ekki á skólastarfi. Drengurinn sem sprengdi lokaði sig inni á salerninu með GSM-síma og hringdi í nokkrar fréttastofur til að tilkynna um ástandið í þeirri von að hleypa starfi skólans í uppnám. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 84 orð

Fargjöld kynnt í febrúar

VERÐ á fargjöldum með Íslandsflugi sem hefur leiguflug til Kaupmannahafnar hefur enn ekki verið ákveðið og verður það tilkynnt í næsta mánuði, að sögn Helga Jóhannssonar, forstjóra Samvinnuferða-Landsýnar, sem annast mun sölu farmiðanna hérlendis. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 430 orð

Farið í fjölda veitingahúsa

FREMUR fátt fólk var í miðborginni aðfaranótt laugardags, ölvun ekki mikil og ástandið gott enda þurfti ekki að flytja neinn á slysadeild. Unglingar undir 16 ára aldri voru ekki áberandi en þó voru fjórir fluttir í athvarf þar sem foreldrar sóttu þá. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 82 orð

Fræðslumál útlendinga

FÉLAG þeirra sem starfa að fræðslumálefnum útlendinga og tvítyngdra á Íslandi var stofnað sl. laugardag. Stofnfundur félagsins var haldinn í húsnæði Námsflokka Reykjavíkur að Fríkirkjuvegi 1. Bráðabirgðastjórn var kjörin og drög að lögum yfirfarin. Fundarmenn báru upp tillögur að nafni félagsins og var nafnið Ísbrú samþykkt. Tilgangur félagsins er m.a. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 108 orð

Fundur um agamál í Hagaskóla

FORELDRAFÉLAG Hagaskóla gengst fyrir fundi þriðjudaginn 12. janúar kl. 20.30 í samkomusal skólans um agavanda í skólanum og viðbrögð við honum. Á fundinum flytja eftirtaldir stutt framsöguerindi um málið: Einar Magnússon, skólastjóri Hagaskóla, Tryggvi Agnarsson, hdl. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 96 orð

Fundu þýfi og fíkniefni á heimili

LÖGREGLAN í Reykjavík handtók mann á heimili sínu í gær og lagði hald á talsvert magn fíkniefna og þýfi. Lögreglan hafði grun um að þýfi væri að finna á heimili mannsins í austurborginni. Hann hleypti einkennisklæddum lögreglumönnum inn til sín og veitti leyfi til húsleitar. Rúm 30 grömm af amfetamíni og 17 grömm af hassi fundust við leitina og mikið magn þýfis. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 536 orð

Fyrri eigandi þekkti tvö málverk sín í dómsal

AÐALMEÐFERÐ í ákærumáli ríkislögreglustjóra gegn Pétri Þór Gunnarssyni, eiganda Gallerís Borgar, fyrir fjársvik og skjalafals var frestað til 22. janúar í gær. Ekki verður unnt að ljúka málflutningi fyrr en vitnið Patricia Toby Aagren hefur verið yfirheyrt, en hún seldi að sögn ákærða honum eina hinna umdeildu mynda í Danmörku árið 1994 á flóamarkaði, Meira
12. janúar 1999 | Landsbyggðin | 130 orð

Gjafir til leikskólans Sólvalla í Grundarfirði

Gjafir til leikskólans Sólvalla í Grundarfirði Grundarfirði-Leikskólinn Sólvellir fékk góðar gjafir frá Kvenfélaginu Gley-mér-ei. Hér er um að ræða myndbandsupptökuvél ásamt plöstunarvél, sem er til þess að setja glært plast utan um blöð svo þau varðveitist betur. Meira
12. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 322 orð

Góð aðstaða til margvíslegrar starfsemi

ÞJÓNUSTUSTARFSEMI fyrir aldraða í Kjarnalundi á Akureyri var formlega tekin í notkun í vikunni. Starfsemin var áður rekin í Skjaldarvík í Glæsibæjarhreppi en þar sem húsnæðið þar þótti ekki henta lengur fyrir slíka starfsemi, tók Akureyrarbær Kjarnalund á leigu af Náttúrulækningafélagi Íslands. Í Kjarnalundi er rúm fyrir 49­52 heimilismenn og eru starfsmenn rúmlega 20. Meira
12. janúar 1999 | Miðopna | 407 orð

Hefur félagslegar breytingar í för með sér

Hefur félagslegar breytingar í för með sér FARÞEGAR í þessari síðustu ferð frá Íslandi voru eins og í öðrum Lúxemborgarferðum til þessa, blanda Íslendinga og útlendinga, Evrópubúa sem Bandaríkjamanna. Meira
12. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 646 orð

Her Kúveits sagt að búa sig undir hugsanleg átök

ÞRJÁR bandarískar herþotur gerðu í gær sprengju- og flugskeytaárás á loftvarnastöð í norðurhluta Íraks þar sem talið var að Írakar hygðust skjóta flugskeytum á þær. Stjórnvöld í Kúveit sögðust hafa fyrirskipað nokkrum af hersveitum sínum að búa sig undir hugsanleg átök vegna "hótana" Íraka í garð Kúveits og Sádi-Arabíu. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 102 orð

Hin eina lögfræðilega rétta niðurstaða

LÖGFRÆÐINGAFÉLAG Íslands stendur fyrir opnum fundi þriðjudaginn 12. janúar, kl. 20.30, á Hótel Sögu í tilefni af því að undanfarið hefur verið umræða meðal lögfræðinga og annarra áhugamanna um lög og rétt um hvort til sé hin eina lögfræðilega rétta niðurstaða. Á fundinum mun Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 89 orð

Hvasst á Suðurlandi

MIKIÐ hvassviðri gekk yfir Suðurland í gær. Náði vindhraðinn mest 10 vindstigum á Stórhöfða í Vestmannaeyjum en 9 vindstig mældust á veðurathugunarstöðinni á Skarðsfjöruvita í Mýrdal. Mikil hálka og krap var á vegum og mikil úrkoma, ýmist hagl eða rigning. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 62 orð

Hönnuðir með félagsfund

FORM Ísland, samtök hönnuða, heldur félagsfund um stefnu og viðfangsefni sín á Sólon Íslandus á morgun, 13. janúar kl. 20. Þar verða m.a. kynnt Hönnunarsafn, R2000 sýning, Fantasy Design 99. menntamál, samkeppnisreglur, hönnunardagur og fleira. Meira
12. janúar 1999 | Landsbyggðin | 57 orð

Ís brotinn af línum Egilsstaðir-Starf

Ís brotinn af línum Egilsstaðir-Starfsmenn Rarik á Austur-Héraði hafa undanfarna daga verið að vinna við það að skoða línur og brjóta af þeim ís sem safnaðist á þær í vetraráhlaupinu nú á nýja árinu. Lítið brotnaði af línum en þó fór lína til Mjóafjarðar og ein lína slitnaði í Fellahreppi. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 176 orð

Íslendingar höfnuðu í 2. sæti

NORÐURLANDAMÓTINU í skólaskák 1999, einstaklingskeppni er nú lokið. Guðmundur Kjartansson sigraði örugglega í sínum flokki og Stefán Kristjánsson stóð sig næstbest íslenskra keppenda, hafnaði í 2. sæti. Íslendingar höfnuðu í 2. sæti í samanlagðri keppni með 34 v. Efstir voru Svíar með 39 v. Meira
12. janúar 1999 | Landsbyggðin | 85 orð

Íþróttamaður ársins valinn

Vaðbrekka, Jökuldal- Stofnfundur og uppskeruhátíð Ungmennafélagsins Ássins á Norður- Héraði voru haldin í lok síðasta árs. Nýtt ungmennafélag, Ásinn, nær yfir Norður-Hérað og starfar á grunni gömlu ungmennafélaganna Vísis, Hróars og Ungmennafélags Jökuldæla. Eftir stofnfundinn var haldin uppskeruhátíð nýja félagsins og m.a. útnefndur íþróttamaður ársins hjá Ásnum. Meira
12. janúar 1999 | Landsbyggðin | 88 orð

Jólastemmning í Íslandsbanka Vestmannaeyjum

Jólastemmning í Íslandsbanka Vestmannaeyjum­Stofnanir og fyrirtæki gera ýmislegt til að lífga upp á tilveruna í kringum jólin og gleðja þannig starfsfólk og viðskiptavini. Flestir eru í hátíðarskapi þessa daga og því skapast fljótt jólastemmning þegar bryddað er á einhverju nýju. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 88 orð

Kerling í kröggum

Kerling í kröggum Grundarfirði­Eigi alls fyrir löngu var ljósmyndari á ferð um Kerlingarskarð. Skein þá sól á Kerlinguna sem einu sinni var að sögn lifandi tröllkona á leið í helli sinn með silungakippu á bakinu. En ekki komst hún heim til sín fyrir dagrenningu og geislar sólar féllu á hana ­ hana dagaði uppi, hún breyttist í stein. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 687 orð

Kvartað undan vinnuálagi og mengun

STARFSMENN hjá Norðuráli, einkum í skautsmiðju, eru óánægðir með aðbúnað og vinnuumhverfi sitt, að sögn Hervars Gunnarssonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness. Hann segir að starfsmönnum í skautsmiðju þyki mikil mengun á sínum vinnustað og vinnuálag og kvarti undan því að lítið sé á þá hlustað. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 329 orð

LEIÐRÉTT

Í FRÁSÖGN af heimsókn í Hagaskóla í Morgunblaðinu á laugardag var rangt farið með nafn eins þeirra sem rætt var við. Pilturinn heitir Sturla Þór Friðriksson, en ekki Styrkár eins og sagði blaðinu. Velvirðingar er beðist á þessum mistökum. Rangur tónleikadagur Í RAMMANUM Menning/listir næstu viku í Lesbókinni sl. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 144 orð

Leifar af heimatilbúinni sprengju

LÖGREGLAN í Kópavogi fékk nýlega afhentar leifar af heimatilbúinni sprengju sem árvökull íbúi í Kópavogi hafði tínt upp á nýársdag. Þarna var um að ræða plaströr, um 40 millimetra að ummáli, sem hafði verið fyllt með púðri og límt við langt koparrör. Meira
12. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 88 orð

Leitað eftir styrk frá bænum

BÆJARRÁÐ tók á fundi sínum í síðustu viku fyrir erindi frá Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri, þar sem sótt er um styrk frá Akureyrarbæ vegna rannsóknarverkefnisins "Blöndun í skólastarfi." Verkefnið hefur það að markmið að setja saman endurmenntunarefni til hjálpar kennurum að takast á við blöndun fatlaðra í skólastarfi. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 739 orð

Lokaskeið í listsköpun Kjarvals

Síðastliðinn laugardag var opnuð sýning á Kjarvalsstöðum sem ber yfirskriftina Af trönum meistarans. Þar eru sýnd verk frá síðustu rúmlega tveimur áratugum langrar starfsævi Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals. Kristín Guðnadóttir listfræðingur er sýningarstjóri. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 300 orð

Markaðssetning á fiskafurðum út frá hollustu

DR. ROBERT Ackman er kanadískur prófessor er í heimsókn á Íslandi um þessar mundir á vegum Sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna og Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. "Dr. Ackman hefur aflað sér geysilegrar reynslu við rannsóknir á sjávarafurðum og þá sérstaklega hvað varðar fitu í sjávarfangi. Mikill akkur er fyrir Íslendinga að fá dr. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 101 orð

Málefnanefndir funda

UNDIRBÚNINGUR fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins stendur nú sem hæst, en fundurinn hefst 11. mars og stendur í fjóra daga. Þessa dagana halda málefnanefndir flokksins opna fundi og gefst sjálfstæðismönnum þar tækifæri til að hafa áhrif á drög að landsfundarsamþykktum. 23 málefnanefndir starfa á vegum Sjálfstæðisflokksins og skila þær endanlegum drögum eftir mánaðamótin. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 138 orð

Minnsta tóbakssala í nær hálfa öld

RÚMLEGA 402 tonn voru seld af tóbaki á síðasta ári hér á landi samkvæmt útreikningum tóbaksvarnanefndar. Útreikningarnir eru byggðir á tölum frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Þetta er 2,7% minni sala en árið áður. Í frétt frá tóbaksvarnanefnd segir að tóbakssala hafi minnkað stöðugt síðan 1984 en þá var hún 134 tonnum meiri en nú. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 137 orð

Morgunblaðið/ÁsdísFótbrotin gæs flúði lögreglu LÖGREG

Morgunblaðið/ÁsdísFótbrotin gæs flúði lögreglu LÖGREGLAN sinnir margvíslegum verkefnum og ekki varða þau öll mannfólkið. Dýravinur hringdi í lögregluna í Reykjavík um helgina og óskaði eftir aðstoð hennar til að handsama fótbrotna gæs á Tjörninni í Reykjavík og koma henni til viðeigandi meðhöndlunar í Húsdýragarðinum. Meira
12. janúar 1999 | Miðopna | 884 orð

Munum sakna Lúxemborgar Minningar um gamla og gróskumikla tíma voru Flugleiðastarfsmönnum ofarlega í huga á laugardag þegar

HÓPUR fólks var á flugvellinum í Lúxemborg þegar Flugleiðaþota lenti þar í síðustu áætlunarferð sinni laust eftir hádegi á laugardag. Þarna voru Íslendingar búsettir í Lúxemborg, Lúxemborgarar, starfsmenn Flugleiða og farþegar að koma og fara. Margir voru bara að fylgjast með eins og jafnan þegar vélarnar höfðu viðdvöl, rétt eins og menn hafa fylgst með skipakomum í höfnum á Íslandi. Meira
12. janúar 1999 | Landsbyggðin | 415 orð

Námskeið fyrir foreldra um það að eiga ungling

Hveragerði-Kraftmikið starf er unnið á vegum foreldrafélags Grunnskólans í Hveragerði og hefur félagið iðulega verið í fararbroddi hvað varðar ýmsar nýjungar í foreldrastarfi. Meira
12. janúar 1999 | Landsbyggðin | 218 orð

Ný póstafgreiðsla í Staðarskála

Hvammstanga-Ný póstafgreiðsla var opnuð með viðhöfn í Staðarskála í Hrútafirði í byrjun janúar. Um áramótin var formlega lögð niður afgreiðslan á Brú, en hún hefur verið starfrækt frá 1951. Þar áður var pósthús á Borðeyri en bréfhirðing á Stað fram til 1980. Meira
12. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 281 orð

Nýr beinþéttimælir í notkun

NÝTT tæki, beinþéttimælir, sem notaður er til greininar á beinþynningu í fólki, hefur verið tekinn í notkun á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Tækið sem kostaði um 4 milljónir króna uppsett og með tölvubúnaði var keypt notað frá Reykjavík en margir velunnarar spítalans lögðu fram fjármagn til kaupanna. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 474 orð

"Óþægilega og hættulega nærri"

"FLUGELDURINN fór þarna upp og sprakk rétt hjá vélinni, óþægilega og hættulega nærri," segir Jón Karl Ólafsson framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Flugeldur fór framhjá Fokker-flugvél félagsins um klukkan 19 á sunnudagskvöld, þegar hún var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli eftir flug frá Akureyri. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 621 orð

Rúm 5 kíló af hassi fundust við komu Breka VE

Lögregla og tollgæsla í Eyjum fundu rúm fimm kíló af hassi og lítilræði af maríjúana við komu Breka VE til Vestmannaeyja á laugardagsmorgun en skipið var að koma úr sölutúr til Þýskalands. Tryggvi Kr. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 504 orð

Samningar um tengingu hugsanlegir í framtíðinni

ÞÓRÐUR Friðjónsson, ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, segir að hugsanlegt sé þegar fram líða stundir að leita eftir samningum við evrópska seðlabankann um tengingu íslensku krónunnar við evruna, til dæmis um það að báðir aðilar leituðust við að halda gengi miðlanna föstu með einhverjum hætti. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 1609 orð

Skiptar skoðanir um hvernig bregðast skuli við dómi Hæstaréttar

Þingmenn stjórnarandstöðunnar telja að með frumvarpi ríkisstjórnarinnar til laga um stjórn fiskveiða og breytingartillögum meirihluta Alþingis sé ekki verið að bregðast við dómi Hæstaréttar frá 3. desember sl. í máli Valdimars Jóhennessonar gegn íslenska ríkinu. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 118 orð

Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins

ÍSFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík gengst að venju fyrir sinni árlegu sólrisuhátíð, Sólarkaffinu, sem að þessu sinni verður haldið föstudagskvöldið 22. janúar nk. á skemmti- staðnum Broadway, Hótel Íslandi. Hófið hefst kl. 20.30 með rjúkandi heitu kaffi og rjómapönnukökum að hefðbundnum ísfirskum sið en síðan fylgir hátíðardagskrá. Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri, flytur hátíðarávarp. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 119 orð

Starfsemi Gullsmára kynnt

STARSFEMI Gullsmára, félagsheimilis eldri borgara í Kópavogi, hefur verið nokkuð fjölbreytt það sem af er vetri, segir í fréttatilkynningu. Þar hafa verið námskeið, handavinnustofa opin, leikfimi o.fl. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 51 orð

Tíu þátttakendur

TÍU taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi sem fram fer 6. febrúar vegna alþingiskosninganna í vor. Þetta eru þau Þórunn Drífa Oddsdóttir, Kjartan Þ. Ólafsson, Árni Johnsen, Kjartan Björnsson, Kristín S. Þórarinsdóttir, Ólafur Björnsson, Víglundur Kristjánsson, Óli Rúnar Ástþórsson, Drífa Hjartardóttir og Jón Hólm Stefánsson. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 87 orð

Una-Bókaforlag hættir tímaritaútgáfu

UNA-Bókaforlag hefur selt tímaritið Uppeldi. Kaupandi er nýtt hlutfélag, Uppeldi ehf., undir forystu Benjamíns Axels Árnasonar. Áætlað er að blaðið komi út með svipuðum hætti og áður. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 123 orð

Upphaf kosningabaráttu Framsóknarflokks

EGILL Heiðar Gíslason, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, segir að túlka megi það þannig að auglýsing sem Framsóknarflokkurinn birti í Morgunblaðinu á sunnudag, marki upphafið að kosningabaráttu flokksins vegna alþingiskosninganna í vor. Meira
12. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 193 orð

Vestræn ríki gagnrýna kosningarnar

NURSULTAN Nazarbayev, forseti Kasakstans, vann öruggan sigur í fyrstu eiginlegu forsetakosningunum í landinu á sunnudag. Á Vesturlöndum hefur kosningaframkvæmdin verið harðlega gagnrýnd. Kjörsókn var mikil, um 86%, og fékk Nazarbayev 78,3% atkvæða. Meira
12. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 342 orð

Vilja ekki Ahtisaari aftur

NÝ skoðanakönnun í Finnlandi sýnir, að meirihluti landsmanna er andvígur því, að Martti Ahtisaari forseti verði endurkjörinn í forsetakosningum á næsta ári. Sagði finnska dagblaðið Ilta-Sanomat frá þessu í gær en í könnuninni voru 53% andvíg endurkjöri forsetans en 28% hlynnt því. 19% höfðu enga skoðun á þessu. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 73 orð

Víða hálka á vegum

VÍÐA var mikil hálka og krap á vegum sunnanlands í gær. Vindur var auk þess mikill og brýnt fyrir ökumenn að fara varlega. Bíll fór út af þjóðvegi númer 1 skammt vestan við Kirkjubæjarklaustur um miðjan dag í gær. Betur fór en á horfðist, ökumanninum varð ekki meint af og ekki varð tjón á bifreiðinni. Vaskir menn komu líka fljótt á vettvang og drógu bifreiðina inn á veginn á ný. Meira
12. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 122 orð

Þorratunglið boðar breytingar

LIÐSMENN Veðurklúbbsins á Dalbæ í Dalvíkurbyggð gera ráð fyrir svipuðu veðri fram til 16. janúar næstkomandi, en í janúarspá klúbbsins segir að 17. janúar muni Þorratunglið kvikna og sé breytinga að vænta í kjölfar þess. Telja klúbbfélagar að frá þeim tíma og allt til loka mánaðarins megi búast við slæmri vestan- eða suðvestan stórhríð. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 126 orð

Þrennt á slysadeild eftir harðan árekstur

ÞRÍR voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Reykjanesbraut skammt frá Straumsvík um kl. 16 í gær. Tildrög slyssins voru þau að ökumaður bíls á leið til Keflavíkur reyndi framúrakstur með þeim afleiðingum að bíll hans lenti framan á bíl sem ekið var í gagnstæða átt. Áreksturinn var mjög harður og eru bílarnir báðir taldir ónýtir. Meira
12. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 145 orð

Örn laumast í eldiskerin

HAFÖRN hefur verið í Mýrdalnum í tvo mánuði í vetur en örn hafði þá ekki sést í áratugi á þessum slóðum. Þetta er ungur fugl og hafa tveir hrafnar oft sést í slagtogi við hann. Vekja fuglarnir mikla athygli ferðafólks sem leggur leið sína í Mýrdalinn. Örninn hefur mest verið í Kerlingadal, Fagradal og Höfðabrekku og þar um kring og veitt fugl og fisk til matar. Meira

Ritstjórnargreinar

12. janúar 1999 | Leiðarar | 663 orð

HVEITIBRAUÐSDAGAR Á ENDA

RÍKISSTJÓRN Verkamannaflokksins breska hefur upp á síðkastið orðið að takast á við hvert vandræðamálið á fætur öðru og eru þeir nú orðnir þrír ráðherrarnir er hafa orðið að láta af störfum vegna hneykslismála. Þótt ekkert þeirra tengist með beinum hætti störfum stjórnarinnar er ljóst að þetta veikir ímynd ríkisstjórnar Tonys Blairs forsætisráðherra og dregur athygli frá stefnumálum hennar. Meira
12. janúar 1999 | Staksteinar | 447 orð

»Kosningar nálgast TIL AÐ sjá að kosningar nálgast "þarf ekki að líta á dagata

TIL AÐ sjá að kosningar nálgast "þarf ekki að líta á dagatal, það nægir að skoða loforð ríkisins um auknar framkvæmdir. Skyndilega eru áhyggjur af þenslu horfnar út í veður og vind og í staðinn er komin mikil framkvæmdagleði. Framkvæmdirnar eiga því miður að vera á kostnað skattgreiðenda, en það er víst í lagi á meðan þær kaupa atkvæði". Þannig hefst pistill Vef-Þjóðviljans hinn 8. janúar sl. Meira

Menning

12. janúar 1999 | Tónlist | 604 orð

Að læðast inn í tóninn

Kammerkór Suðurlands flutti ástarsöngva frá ýmsum löndum undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Einsöngvari var Kristjana Stefánsdóttir og undirleikari Árni Heiðar Karlsson. Sunnudagurinn 10. janúar. Meira
12. janúar 1999 | Leiklist | 860 orð

Á fullum styrk

Höfundur: Þór Rögnvaldsson. Leikmynd og leikstjórn: Eyvindur Erlendsson. Leikarar: Rósa Guðný Þórsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Pétur Einarsson, Valgerður Dan, Björn Ingi Hilmarsson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Sóley Elíasdóttir, Árni Pétur Guðjónsson og Theodór Júlíusson. Búningar: Una Collins. Lýsing: Kári Gíslason. Tónlist: Pétur Grétarsson. Hljóð: Baldur Már Arngrímsson. Meira
12. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 151 orð

Bellatrix skærasta vonin

Í NME er skyggnst yfir sviðið og spáð um nýjar hljómsveitir sem eigi eftir að verða áberandi árið 1999. Þar fer íslenska sveitin Bellatrix fremst í flokki. Eins og svo oft er byrjað á nýstárlegri samlíkingu við Björk og svo segir: "Íslendingarnir í Bellatrix, fjórar ískaldar glamúrstúlkur og einn staðlaður karlkyns trymbill, Meira
12. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 125 orð

Björk leikur á móti Deneuve

BJÖRK Guðmundsdóttir mun leika á móti Catherine Deneuve í myndinni Dancer in the Dark sem danski sérvitringurinn Lars von Trier leikstýrir. Þetta kemur fram í yfirliti yfir komandi ár í New Musical Express. Meira
12. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 261 orð

Draumurinn sem rættist

HÖNNUNARKEPPNIN Facette fór fram á Hótel Íslandi á föstudag og var yfirskrift kvöldsins Draumur. Sigur úr býtum í fatahönnun bar Bergþóra Magnúsdóttir fyrir kjólinn Væng, í öðru sæti varð Guðrún Inga Benediktsdóttir og Helga Björg varð í þriðja sæti. Bergþóra vann einnig sérverðlaun sem fólu í sér að kjóllinn hennar væri hæf flík til framleiðslu. Meira
12. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 1435 orð

Einu myndlistarmennirnir sem sjást frá tunglinu Gjörningaklúbburinn hefur starfað frá árinu 1996 þegar þær Eirún Sigurðardóttir,

­SIKSI er mjög þekkt myndlistarblað? "Já, það er aðalmyndlistarblaðið í Skandinavíu sem dreift er út um allan heim, á söfn, í skóla, í bókabúðir og er ein helsta heimild erlendis um list á Meira
12. janúar 1999 | Tónlist | 684 orð

Fagmennska

Auður Gunnarsdóttir og Gunnar Guðbjörnsson sungu, Guðrún S. Birgisdóttir og Martial Nardeau léku á flautu og Carl Davis lék á píanó. Laugardag kl. 14.30. LOKSINS hafa tónlistarmenn og tónlistarunnendur eignast hús til að njóta listarinnar í. Þar virðist faglega hafa verið staðið að málum, prýðilega virðist hafa tekist til með hljómburð. Meira
12. janúar 1999 | Menningarlíf | 262 orð

Gítartónleikar í Salnum í Kópavogi

ARNALDUR Arnarsson gítarleikari heldur tónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld, þriðjudag kl. 20.30. Arnaldur leikur fimm verk eftir Jón Ásgeirsson: Fjórar stemmningar (1992), Forspil, Söknuður, Rímnalag og Óþol; eftir Atla Heimi Sveinsson: Úr dýrðlegum dönsum (1983), Dauðateygjur hins dansandi hafs og Til hinna fáu hamingjusömu. Frumflutt verður verkið Þrjú stykki, (1990) eftir John A. Speight. Meira
12. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 307 orð

Hlátur ekkert aðhlátursefni

MEÐLIMIR í hláturfélagi í Indlandi taka hláturinn alvarlega enda er hann ávísun á góða heilsu. Hróp á borð við "ég er hamingjusamasti maður í heiminum" og hláturrokur eins og "ho ho, ha ha ha" ómuðu um almenningsgarð í miðborg Bombay á sunnudagsmorgun þegar 2 þúsund manns héldu upp á "Heimshláturdaginn" með því að hlæja sig máttlausa. Meira
12. janúar 1999 | Menningarlíf | 1798 orð

Í blúndukjól og með postulínsborðbúnað

Á ÖLLUM tímum hefur verið uppi ævintýrafólk sem hefur lagst í ferðir langt á undan samtíð sinni. Um það þarf ekki að fjölyrða. En með nokkuð góðri samvisku má telja bresku aðalskonuna Gertrude Bell einstaka: hún ferðaðist á úlföldum um Arabíuskagann þveran og endilangan í byrjun þessarar aldar Meira
12. janúar 1999 | Menningarlíf | 1886 orð

"Listir skaffa ekki"

SJÓNMENNTAVETTVANGUR"Listir skaffa ekki" Fyrirsögnin, sem tekin er upp úr dagblaði, mun vera lýsandi fyrir afsökun nær allra íslenzkra fjölmiðla fyrir takmarkaðri umfjöllun um listir, og þá alveg sérstaklega myndlist. Meira
12. janúar 1999 | Leiklist | 435 orð

Meðvituð stytting á skammdegi

eftir Ray Cooney í þýðingu Árna Ibsens. Leikfélag Selfoss. Leikstjóri: Jón St. Kristjánsson. Leikendur: Eyjólfur Pálmarsson, Guðrún Halla Jónsdóttir, Guðfinna Gunnarsdóttir, Davíð Kristjánsson, Sigurgeir H. Friðþjófsson, Kristinn Pálmason, Steindór Gestsson, Baldvin Árnason. Föstudagur 8. janúar. Meira
12. janúar 1999 | Tónlist | 640 orð

Meira af færeyskri tónlist

Kammerhópurinn Aldubáran flutti tónverk eftir Kristian Blak, Jón Nordal, Pauli í Sandagerði, Takemitsu, Hafliða Hallgrímsson og Magnus Lindberg. Laugardagurinn 9. janúar 1999. KAMMERHÓPURINN Aldubáran frá Færeyjum heimsækir okkur Íslendinga og hóf, s.l. laugardag, tónleikaröð þá sem nefnd hefur verið Myrkir músíkkdagar, og er skipulögð af stjórn Tónskáldafélags Íslands. Meira
12. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 454 orð

Mýs í sykurparadís

Stutt Mýs í sykurparadís SAGAN af tveimur músum sem héldu upp á jólin í kleinuhringjaverslun í New York, sem komst í alla fjölmiðla vestanhafs nýlega, hefur breyst í martröð fyrir eiganda verslunarinnar, því risafyrirtækið Dunkin' Donuts hefur kært þá, Meira
12. janúar 1999 | Menningarlíf | 96 orð

Námskeið í MHÍ

SIGURBORG Stefánsdóttir myndlistarmaður kennir bókagerð í húsnæði MHÍ í Laugarnesi og hefst námskeiðið 18. janúar. Kenndar verða ólíkar aðferðir við einfalt bókband byggðar á japönskum hefðum, lögð er áhersla á handbragð og efnisnotkun. Kennt verður að gera bókakápur með mismunandi aðferðum. Nemendur búa til a.m.k. fimm bækur í mismunandi broti. Meira
12. janúar 1999 | Menningarlíf | 285 orð

Nýjar bækur SJÓNVARPSÞÆTTIRNIR

SJÓNVARPSÞÆTTIRNIR Að byggja land eftir Þorvald Gylfason hafa verið gefnir út á bók og myndbandi. Efnið er sett fram í þremur þáttum og fjalla þeir um hagstjórnarhugmyndasögu Íslendinga á síðustu öld og þessari í gegn um samfellda frásögn af þremur mönnum, þeim Jóni Sigurðssyni, Einari Benediktssyni og Halldóri Laxness. Meira
12. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 80 orð

Satín, rósir og hálsfestar fyrir herrana

VIVIENNE Westwood er með skrautlegri fatahönnuðum sem fyrirfinnast. Hún kynnti heldur kvenlega herrafatatísku á tískuvikunni í Milano sem hófst á föstudag þar sem satín, rósir og hálsfestar prýddu fyrirsæturnar. Engu að síður þótti tískusýningin mjög karlmannleg enda voru fyrirsæturnar í hreystilegri kantinum. Meira
12. janúar 1999 | Menningarlíf | 189 orð

SJón Laxdal setur upp leikrit í Bernhard-leikhúsinu JÓN Laxdal fékk upp

JÓN Laxdal fékk upphringingu í byrjun janúar og var boðið að setja leikritið "Casanova í Dux höll" eftir Karl Gassauer upp í Bernhard-leikhúsinu í Zürich. Leikhúsið á við mikla fjárhagserfiðleika að etja og lengi leit út fyrir að það yrði lokað allan janúar. En Jón hljóp í skarðið á síðustu stundu. Það er forsíðufrétt vikublaðs sem er borið út í öll hús í Zürich þessa vikuna. Meira
12. janúar 1999 | Skólar/Menntun | 880 orð

Stjórnunarnám fyrir fólk úr ýmsum fögum Núna í byrjun febrúar verður kynning á Norska stjórnunarskólanum í Reykjavík. Gunnar

NORSKI stjórnunarskólinn var stofnaður árið 1943 og er nú annar fjölmennasti viðskiptaháskólinn í Evrópu. Hann nefnist Handelshøyskolen BI á norsku og Norwegian School of Management ­ BI á ensku en öll kennsla fer fram á ensku. Í honum eru bæði svið fyrir háskólamenntaða og fólk úr atvinnulífinu. Meira
12. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 514 orð

Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir BÍÓBORG

Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir BÍÓBORGIN Óvinur ríkisins Hörkugóður, hátæknilegur samsæristryllir sem skilar sínu og gott betur. Smith, Hackman og Voight í essinu sínu. Meira
12. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 388 orð

Titanic sópar enn að sér verðlaunum

TITANIC hélt sigursiglingu sinni áfram á afhendingu People's Choice-verðlaunanna um helgina þegar myndin sigldi Armageddon og Björgun óbreytts Ryans í kaf og var valin besta kvikmyndin. "Við erum að vona að þessu sé hérmeð lokið," sagði leikstjórinn James Cameron við blaðamenn. "Þetta er mikill heiður. Árið 1998 var mikið draumaár fyrir okkur öll og þetta var góður lokahnykkur. Meira
12. janúar 1999 | Skólar/Menntun | 214 orð

Tveggja mánaða námskeið í kvikmyndagerð

INNRITUN stendur yfir í vornámskeið Kvikmyndaskóla Íslands. Kvikmyndaskóli Íslands hefur starfað frá árinu 1992. Meginmarkmið skólans hefur verið að halda viðamikil námskeið í kvikmyndagerð fyrir byrjendur í faginu. Um 200 nemendur hafa setið námskeið skólans. Meira
12. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 434 orð

Unnið úr ull og steinbítsroði

TÍSKUHÖNNUÐURINN Ingibjörg Hanna Pétursdóttir sýndi í desember lokaverkefni sitt í Purple Institute ­ The Trees í París. Þetta er afrakstur náms hennar í Hogeschool voor de Kunsten í Utrecht og skiptinámskafla er hún hefur verið að ganga í gegnum. Meira
12. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 215 orð

Upp og niður Reykmerki (Smoke Signals)

Framleiðendur: Larry Estes og Scott Rosenfelt. Leikstjóri: Chris Eyre. Handritshöfundur: Sherman Alexie. Kvikmyndataka: Brian Carpener. Aðalhlutverk: Adam Beach og Evan Adams. (91 mín) Bandarísk. Skífan, desember 1998. Bönnuð innan 12 ára. Meira
12. janúar 1999 | Skólar/Menntun | 1113 orð

Vandamál barna leyst í skólum?

Samvinna Sjálfsvígum ungs fólks hefur fjölgað hér á landi líkt og annars staðar á Vesturlöndum. Kristján Kristjánsson ræddi við Dr. Gil Noam um áhættuhegðun ungs fólks og ráð til að vinna meðal annars gegn vímuefnanotkun sem leiðir til sjálfsvíga. Noam mælir sterklega með góðri samvinnu við skóla í forvarnarstarfi. Meira
12. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 302 orð

Vill ekki láta kalla sig prinsessu

VÆNTANLEG eiginkona Játvarðs Bretaprins, Sophie Rhys- Jones, segist ekki vilja láta kalla sig prinsessu eftir giftinguna því það muni aðeins ýta undir samanburð við Díönu prinsessu og hún hafi engan áhuga á því. Haft var eftir Sunday Telegraph að Sophie fyndist stöðugar vísanir í Díönu prinsessu og samanburður við hana ekki vera sér í hag né hinu breska konungdæmi. Meira
12. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 334 orð

Vonast eftir að konan snúi heim

ROD Stewart segir að hann voni að eiginkona hans, Rachel Hunter, snúi aftur heim og gefi sambandi þeirra annað tækifæri. Hjónin, sem eiga tvö börn saman, Renee 4ra ára og Liam 6 ára, tilkynntu fjölmiðlum í síðustu viku að þau væru skilin að borði og sæng. "Ég elska Rachel ennþá mjög heitt og bið þess og vona að hún snúi aftur heim," sagði Rod í samtali við Sunday People. Meira

Umræðan

12. janúar 1999 | Kosningar | 466 orð

Albert Eymundsson í fyrsta sæti

Þann 16. janúar n.k. verður prófkjör Sjálfstæðismanna á Austurlandi haldið og beinast augu manna einkum að þeim þremur er gefið hafa kost á sér í fyrsta sæti framboðslistans í vor. Einn þeirra er Albert Eymundsson skólastjóri Hafnarskóla á Hornafirði. Alberti kynntist ég fyrir 14 árum er ég flutti á Höfn. Meira
12. janúar 1999 | Aðsent efni | 1007 orð

Auður og auðlindir

Í FYRRI grein minni gat ég um almenn viðhorf í vestrænum iðnríkjum til auðlindanýtingar og umhverfismála. Ég minnti á ítölukerfið sem lýst er í Grágás frá 12. öld og var kvótakerfi. Þá rakti ég í stuttu máli sögu fiskveiðistýringar frá 1950. Ég lagði áherslu á að við hefðum náð miklum og merkilegum árangri en að lengi má gott bæta. Megingallinn á kerfinu í núverandi mynd er einkaeign kvótans. Meira
12. janúar 1999 | Kosningar | 1131 orð

Bjóðum börn velkomin!

Á ÞESSU kjörtímabili var ákveðið að tekjutengja barnabætur að fullu, og nú ganga þær eingöngu til barna sem eiga foreldra undir ákveðnum tekjumörkum. Nú má halda því fram að ekki sé rétt að greiða framlög úr opinberum sjóðum til þeirra sem séu þokkalega stæðir og vissulega á slíkur málflutningur hljómgrunn. Meira
12. janúar 1999 | Aðsent efni | 476 orð

Er gagnagrunnurinn hættulegur fyrir hugbúnaðariðnaðinn?

MEÐAL þess, sem forsætisráðherra tíundaði í áramótaávarpi sínu á gamlárskvöld til marks um velgengni undangenginna ára, var útflutningur hugbúnaðar, sem að hans sögn hefur vaxið frá nánast engu 1991 í 6.000 milljónir króna á liðnu ári. Ljóst er, að þetta er ekkert minna en ævintýralegur árangur á markaði, sem hefur á íslenskan mælikvarða engin takmörk. Meira
12. janúar 1999 | Aðsent efni | 524 orð

Er hægt að "framleiða" ljóðskáld?

VIÐ erum svo heppin að eiga sérfræðinginn Þórð Helgason, skáld og lektor við Kennaraháskólann, sem veit allt sem máli skiptir um ljóðagerð. Til hans leita allskonar menn, sem langar til að verða skáld. Vita að hann getur hjálpað heilmikið: "Um þetta ríkir nákvæmlega sama lögmál og þeirra sem langar til að mála eða leika á hljóðfæri. Það er hægt að hjálpa með æfingum og öðru. Meira
12. janúar 1999 | Aðsent efni | 921 orð

Fellur áltjaldið fyrir kosningar?

BYGGING álbræðslu á Reyðarfirði hefur verið stærsta einstaka málið í umræðu á Austurlandi allt árið 1998. Í þessari grein er spáð í stöðu þess og leiddar líkur að því að lítið sem ekkert sé á bak við tjöld ráðamanna. Vikið er meðal annars að bágri fjárhagsstöðu og samdrætti hjá Norsk Hydro. Meira
12. janúar 1999 | Kosningar | 1379 orð

Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri - nú og í framtíð

FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ á Akureyri (FSA) er eitt þriggja sérgreinasjúkrahúsa landsins og hið eina utan höfuðborgarsvæðisins. Því er ætlað þríþætt hlutverk: 1) að vera almennt sjúkrahús fyrir Akureyri og nærsveitir; 2) að vera sérdeildasjúkrahús fyrir Norðurland, Norðausturland og Austfirði að hluta; og 3) að vera aðalvarasjúkrahús landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Meira
12. janúar 1999 | Kosningar | 1003 orð

Geigvænleg byggðaröskun

BÚSETUÞRÓUN á Íslandi hefur tekið geigvænlega stefnu á síðastliðnum árum. Fólksflutningar til höfuðborgarinnar aukast stöðugt sem og kostnaður þjóðfélagsins vegna þeirra. Á sl. 10 árum hafa rúmlega 12.000 manns flutt af landsbyggðinni til höfuðborgarinnar ­ og aldrei fleiri en síðustu fjögur árin. Mikill vöxtur borgarinnar skapar ýmis vandamál, m.a. Meira
12. janúar 1999 | Aðsent efni | 581 orð

Heilsuefling

REYKJALUNDUR er stærsta endurhæfingarstofnun landsins. Upphaflega var hann byggður upp fyrir atorku berklasjúklinga, fyrst og fremst til atvinnuendurhæfingar þeirra. Þegar ekki var lengur sama þörf fyrir Reykjalund í þágu berklasjúklinga breyttist hann í alhliða endurhæfingarstofnun. Mikil þróun hefur átt sér stað hin seinni ár við endurhæfingu fólks með ýmsa sjúkdóma. Meira
12. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 376 orð

Húsaleigubætur í Þjóðarsál

EINS og margir leigjendur hafa reynt, voru engar húsaleigubætur greiddar 1. jan. sl. Ástæðan er lagabreyting sem þýðir að eftir áramót verða bæturnar greiddar eftirá en ekki fyrirfram eins og verið hefur. Desemberbæturnar voru því greiddar 1. des. sl. en janúarbæturnar verða greiddar 1. febrúar nk. Engar bætur 1. janúar. Meira
12. janúar 1999 | Aðsent efni | 435 orð

Hvar eru hugsjónirnar?

ÞAÐ er auðvelt fyrir ungt fólk að taka ástfóstri við hugmyndina um frelsi einstaklingsins. Öll rök hníga að þeirri niðurstöðu að fólk eigi að fá að gera það sem það vill, svo lengi sem aðrir bíði ekki skaða af. Frelsi hefur orðið mannkyninu til meiri hagsbóta en nokkurt annað kerfi; hinn frjálsi markaður hefur bætt lífskjör hinna fátækustu meira en öll velferðarkerfi sögunnar (þ.m.t. Meira
12. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 527 orð

Hver er með dylgjur og ósannindi? Frá Rúnari Sigurjónssyni: MAGNÚS Guðmu

MAGNÚS Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands svarar í Morgunblaðinu sl. föstudag grein minni "Fyrirspurnir", sem birt var í blaðinu deginum áður. Kýs hann að kalla grein mína dylgjur og ósannindi, þrátt fyrir að nafn hennar vísi til þess að undirritaður óski eftir svörum frá umhverfisráðherra við ákveðnum vafasömum atriðum. Meira
12. janúar 1999 | Aðsent efni | 522 orð

Miði að "sigri lífsins"

LANDSMENN brugðust vel við á haustmánuðum er SÍBS - Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga - gekkst fyrir landssöfnuninni "Sigur lífsins". Hátt í fimmtíu milljónir króna hafa nú safnast til byggingar á glæsilegu húsi á Reykjalundi, stærstu endurhæfingarmiðstöð landsins. Meira
12. janúar 1999 | Aðsent efni | 560 orð

Sannir Íslendingar

ÞEGAR atvinnuleysi svarf að þeim Sviðinsvíkingum og þeir stofnuðu Erfiðismannafélag, stofnaði Pétur Þríhross Félag Sannra Íslendinga. Er Viðreisnarfélagið hafði farið á hausinn og þeir í Erfiðismannafélaginu vildu fá skip að róa til fiskjar, ákvað Félag Sannra Íslendinga þess í stað að hefja smíði kirkju með súlum og máluðum gluggum til minningar um Gvend góða, Meira
12. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 524 orð

Spurning til Jóns Steinars Gunnlaugssonar

ÉG vil þakka málefnalega og vel ígrundaða grein þína í Mbl. 19. des. 1998. Eftir að hafa lesið greinina þremur sinnum fann ég loks hvað stóð í mér eftir lesturinn. Þú rökstyður að löggjafanum hafi verið leyfilegt að veita útgerðarmönnum aflahlutdeild (kvóta) en að þeim sé ekki frjálst að framselja sinn kvóta. Nú vil ég skýra nánar hvernig ég les þetta út úr grein þinni. Meira
12. janúar 1999 | Aðsent efni | 910 orð

Staða meðferðarmála á Íslandi í dag

Í FYRRI greinum gerði ég grein fyrir skoðunum mínum á meðferð forstjóra Barnaverndarstofu á faraldsfræðilegum upplýsingum er varða áfengis- og vímuefnavanda á Íslandi og einnig sagði ég frá faraldsfræðilegum þáttum er varða áfengis- og vímuefnafíkn, þróun vandamálsins og hvað einkenndi góða meðferð. Meira
12. janúar 1999 | Kosningar | 546 orð

Styðjum Elsu B. Friðfinnsdóttur

Elsa hefur gert sér grein fyrir því sem skiptir sköpum fyrir fólk sem vill búa úti á landi, sem er sterkur skóli, öflug heilsugæsla og fjölbreytt atvinnulíf. Elsa starfaði á síðasta kjörtímabili í skólanefnd Akureyrar og tók þátt í stefnumótunarvinnu fyrir grunnskólann og leiddi endurskoðun á stofnsamningi um Skólaþjónustu Eyþings. Meira
12. janúar 1999 | Kosningar | 417 orð

Suðurstrandavegur

MARKVISS byggðastefna er eitt af þeim málum sem ég legg ríka áherslu á. Suðvesturhornið er þéttbýlasta byggða svæði á Íslandi og því er mikilvægt að færa byggðina enn betur saman með tengingu Suðurstrandavegar. Hagkvæmnin felst í bættu atvinnumhverfi, auknu atvinnuöryggi og samfelldu þjónustusvæði. Meira
12. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 240 orð

Svar til sjómannskonu

Í TILEFNI af bréfi Hildar Ingvarsdóttur, sjómannskonu, í Morgunblaðinu 6. janúar síðastliðinn varðandi endurráðningu á sjómönnum á Örfirisey RE-4 vil ég skýra málið frá sjónarhóli útgerðar skipsins. Það fyrirkomulag ríkir á skipum Granda hf. að ráðning undirmanna heyrir alfarið undir skipstjóra á hverju skipi. Meira
12. janúar 1999 | Aðsent efni | 804 orð

Vopn í höndum barna

UNGLINGUM er ekki heimilt að kaupa áfengi eða tóbak. Þeim er heldur ekki treyst fyrir akstri bifreiða. "Að sjálfsögðu ekki" myndi einhver segja. Engum heilvita manni dytti heldur í hug að afhenda fimmtán ára unglingi handsprengju til eigin afnota eða hvað? Um hver áramót hafa fjölmargir unglingar, Meira

Minningargreinar

12. janúar 1999 | Minningargreinar | 708 orð

Álfhildur Erla Gestsdóttir

Erla frænka ólst upp í stórum systkinahópi á Ísafirði en átti ættir að rekja í Aðalvík og Bjarnarfjörð á Ströndum. Hún var dóttir listaskyttunnar Hrefnu-Gests eins og hann var stundum kallaður og móðir hennar var Kristín Jónsdóttir. Erla var tvíburi og setti það svip á hennar líf og þær systur Hulda og Erla höfðu ávallt mikið samband og bjuggu báðar mestan hluta ævinnar í Keflavík. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 250 orð

ÁLFHILDUR ERLA GESTSDÓTTIR

ÁLFHILDUR ERLA GESTSDÓTTIR Álfhildur Erla Gestsdóttir (Erla) fæddist á Ísafirði 19. apríl 1930. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 5. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Jónsdóttir, f. á Látrum í Aðalvík 24. júlí 1906, d. 1. des. 1960, og Gestur Sigurðsson, f. á Bakka í Bjarnarfirði 18. sept. 1904, d. 8. sept. 1982. Börn þeirra voru tíu. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 403 orð

Bjarni Jónsson

Eitt af því helsta sem við minnumst sérstaklega frá því við vorum lítil er þegar við vorum að leik úti í garði og hlupum öðru hvoru út að girðingu og kíktum út eftir Álfhólsveginum. Þá vissum við sem var að frændi var á leiðinni í heimsókn og biðum spennt eftir því að það grillti í hann þar sem hann kom gangandi. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 1180 orð

Bjarni Jónsson

Það var mikið ævintýri að vera unglingur á Hafbjörgu GK-7 frá Hafnarfirði á síldveiðum fyrir Norðurlandi um 1960. Þótt vandalaust væri að fá fullharðnaða sjómenn í pláss á bátinn var það regla hjá Ragnari skipstjóra að taka með a.m.k. tvo unglinga á sumarsíldveiðarnar til að kenna þeim sjó. Sjómennska um hásumar var líka leikur einn miðað við vetrarvertíð í öllum veðrum á 60 tonna báti. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 216 orð

Bjarni Jónsson

Snemma árs árið 1996 fór ég í mína fyrstu heimsókn á Álfhólsveginn til Halla og Sillu. Þar bjó Bjarni í herbergi á neðri hæðinni og þar fannst honum gott að vera. Ég þekkti Bjarna nú ekki mikið, en hann hafði gaman af því að lesa, það voru margar stundirnar sem Bjarni sat í stól inni í herberginu sínu og las bækur, sumar þeirra var hann búinn að lesa margsinnis, Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 515 orð

BJARNI JÓNSSON

BJARNI JÓNSSON Bjarni Jónsson fæddist í Hörgsdal á Síðu 16.11. 1911. Hann lést á heimili sínu á Álfhólsvegi 133A að kvöldi 2. janúar sl. 87 ára að aldri. Foreldrar hans voru hjónin Jón Bjarnason (f. 14.4. 1887, d. 10.12. 1977) og Anna Kristófersdóttir (f. 15.4. 1891, d. 27.1. 1967). Bjarni var fjórði í röð 15 systkina og með honum eru átta þeirra látin. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 96 orð

Guðfinna Jónsdóttir

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 325 orð

Guðfinna Jónsdóttir

Nú er hún Finna frænka okkar dáin. Ekki datt okkur í hug að hún myndi leggja upp í þá ferð strax þar sem hún var enn svo hress og kát um jólin en þó fór hún hljóðlega í skjóli nætur aðfaranótt gamlársdags. Finna var ein af þessu fólki sem hreinlega ljómaði öll þegar hún hló og virtist vera öllum stundum brosandi. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 253 orð

GUÐFINNA JÓNSDÓTTIR

Á gamlársdag lést í Reykjavík Guðfinna Jónsdóttir. Siggi og Finna, Sigurður Guðmundsson föðurbróðir okkar og Guðfinna Jónsdóttir eiginkona hans gegndu sérstöku hlutverki í tilveru okkar systkinanna. Áhugi þeirra á velferð okkar og umhyggja þeirra fyrir okkur í hvívetna brást hvergi. Þau hjón voru mjög samrýnd eins og algengt er um barnlaus hjón og nutum við systkinin þess. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 134 orð

GUÐFINNA JÓNSDÓTTIR

GUÐFINNA JÓNSDÓTTIR Guðfinna Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 14. febrúar 1916. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni gamlársdags 31. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Steingrímsson, f. 1.4. 1868, d. 21.4. 1930, og Elín Anna Halldórsdóttir, f. 7.9. 1879, d. 21.10. 1951. Systkini Guðfinnu voru: Helga, f. 8.5. 1905, d. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 440 orð

Guðmundur Ísar Ágústsson

Elsku Gúndi. Margar minningar hrannast upp í huga okkar þegar við hugsum um þig og eru þær allar svo margar, góðar og skemmtilegar að við komum því varla á eitt blað. Við höfum misst frábæran vin. Þegar við fréttum um andlát þitt, vildum við ekki trúa því að þessi skemmtilegi og fallegi strákur væri farinn frá okkur. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 261 orð

Guðmundur Ísar Ágústsson

Elsku Gúndi, sonarsonur minn, er dáinn. Hvílíkt reiðarslag dundi yfir, þegar þessi ótrúlega staðreynd varð ljós. Ljúfur og góður drengur, sem allt benti til að yrði nýtur og góður maður, fær ekki að verða eldri en 13 ára. Það er erfitt að skilja þess ráðstöfun og sorgin nístir hjarta. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 420 orð

Guðmundur Ísar Ágústsson

Mig skortir orð til að lýsa tilfinningum mínum og ég vildi svo geta sagt eitthvað sem gæti sefað þá kvöl sem fjölskylda og vinir Gúnda ganga í gegnum núna. Að missa barn er einn sá mesti harmur sem nokkur verður fyrir og ég veit að engin orð lina sorgirnar. En það góða er að tíminn vinnur með okkur og deyfir sársaukann. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 34 orð

GUÐMUNDUR ÍSAR ÁGÚSTSSON

GUÐMUNDUR ÍSAR ÁGÚSTSSON Guðmundur Ísar Ágústsson fæddist í San Francisco í Kaliforníu hinn 16. október 1985. Hann lést af slysförum á Snæfellsnesi 27. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 4. janúar. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 746 orð

GUÐNI

Guðni minn á Skarði var alla tíð mikill stórbóndi. Var með stærstu bændum á öllu landinu. Hann var með stórt fjárbú og kúabú og mörg hross átti hann líka, því hestamaður var hann mikill, fékk mörg verðlaun fyrir hross sín á hestamannamótum. Útsjónarmaður var Guðni, fljótur að tileinka sér nýjungar við búskapinn. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 35 orð

GUÐNI KRISINSSON

GUÐNI KRISINSSON Guðni Kristinsson fæddist í Raftholti í Holtum í Rangárvallasýslu 6. júlí 1926. Hann lést á heimili sínu í Skarði á Landi 25. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skarðskirkju 9. janúar. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 122 orð

Guðni Kristinsson

Guðni minn. Bara örfá orð. Þú reyndist mér ákaflega vel. Það var virkilega gott að vera hjá ykkur hjónum í sveit. Mín bestu ár í lífi mínu og mínar bestu minninar úr æsku, er vera mín í sveit hjá ykkur hjónum. Hin seinni ár hef ég ásamt Eddu konu minn og börnum komið í heimsókn og höfum við ávallt átt góðar stundir með ykkur hjónum og fjölskyldu. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 285 orð

Guðni Kristinsson

"Enginn af oss lifir sjálfum sér og enginn deyr sjálfum sér. Ef vér lifum, lifum vér Drottni, og ef vér deyjum, deyjum vér Drottni. Hvort sem vér þess vegna lifum eða deyjum, þá erum vér Drottins." Svo mælti Páll postuli og undirstrikar það undur sem kærleiki Guðs er. Andlát ástvinar markar viss endalok fyrir þeim sem eftir lifa en ekki fyrir þeim sem látinn er. Í náðarfaðmi Guðs hvílir Guðni nú. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 274 orð

Guðni Kristinsson

Okkur bræðurna langar til að minnast Guðna hreppstjóra með nokkrum orðum. Skarð átti stóran sess í lífi okkar allra og höfum við átt þar margar góðar stundir. Ekki bara þegar við störfuðum þar á sumrin heldur einnig í hinum fjölmörgu heimsóknum á veturna. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 374 orð

Guðni Kristinsson

Í íþróttum er mönnum tamt að tala um þá sem skara fram úr sem afreksmenn. Ef það ætti að meta lífshlaup Guðna í Skarði með mælistikum íþróttamanna mætti vel segja að hann hafi verið afreksmaður. Í búskap og öðrum störfum sem hann tók sér fyrir hendur hefur hann sýnt þor og áræði sem nauðsynlegt er til að menn nái árangri. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 326 orð

Guðni Kristinsson

Í dag minnumst við Guðna í Skarði í hinsta sinn. Vil ég með fátæklegum orðum minnast hans. Kynni okkar Guðna hófust fyrir 25 árum þegar ég réð mig sem tamningamann að Skarði. Frá fyrsta degi var mér tekið sem einum af fjölskyldunni síðan hefur hluti af mér tilheyrt Skarði. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 506 orð

Guðni Kristinsson

Líkt og marga aðra krakka langaði okkur mikið að fara í sveit þegar við vorum yngri. Við vorum svo lánsamar að komast í sveit að Skarði í Landsveit þar sem við kynntumst húsbóndanum, Guðna Kristinssyni hreppstjóra, og fjölskyldu hans. Á þessum árum var eins og ávallt mikið líf og fjör í Skarði, margir krakkar í sveit og mikill gestagangur. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 704 orð

Jóhann Kristinsson

Sú dapurlega frétt barst um Biskupstungur á næstsíðasta degi nýliðins árs að Jói í Austurhlíð hefði kvatt heiminn þá um morguninn. Það er erfitt að átta sig á þessum kalda veruleika. Við Jói höfum þekkst svo lengi sem ég man eftir mér, enda hefur samgangur milli Helludals og Austurhlíðar verið mikill í gegnum tíðina og aldrei borið þar skugga á. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 698 orð

Jóhann Kristinsson

Fátt er það sem er sjálfgefið í þessum heimi og ef til vill einna síst traust vinátta. Þó virðist hún svo sjálfsögð og án allra tímamarka meðan hún varir að hún verður órjúfanlegur hluti af daglega lífinu. Dauðinn sem hins vegar er sjálfgefinn, er okkur alla jafna svo fjarlægur að við leiðum ekki hugann að honum dags daglega. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 358 orð

Jóhann Kristinsson

"Að hittast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast það er lífsins saga." Einhvers staðar standa þessi orð og koma þau mér oft í hug þegar ég heyri andlát náinna ættingja. Svo er einnig nú þegar Jóhann bróðir minn hefur fallið frá fyrir aldur fram. Eitt af því dýrmætasta sem við mannanna börn eigum er heilsan og ef hún bregst verða málin alvarleg. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 612 orð

Jóhann Kristinsson

Þegar blánaði yfir berjamó bernskunnar fórum við krakkarnir í túninu ósjaldan upp í fjall og kepptumst við að fylla krúsir okkar af þessum ávöxtum jarðarinnar sem biðu eftir því að mæta vörum okkar eða skreyta skyrið heima á bæjunum. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 82 orð

JÓHANN KRISTINSSON

JÓHANN KRISTINSSON Jóhann Kristinsson fæddist 24. maí 1958 í Austurhlíð í Biskupstungum. Hann lést 30. desember síðastliðinn. Foreldrar Jóhanns eru Kristinn Ingvarsson, f. 1922, og Sigríður Guðmundsdóttir, f. 1934, bændur í Austurhlíð. Jóhann var annar í röð fjögurra systkina: Magnús, f. 1953, Guðmundur f. 1962, d. 1973, og Kristín Heiða, f. 1964. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 176 orð

Jón Bjarnason

Elsku afi okkar. Nú ert þú dáinn. Þú fórst svo snöggt frá okkur. Þú bauðst okkur í mat á gamlárskvöld og áttum við yndislegar stundir með þér. Þú varst alltaf svo snyrtilegur og fínn og allt í kringum þig, ef eitthvað bilaði þá gerðir þú við það strax. Þú varðst fyrir svo miklu áfalli í sumar þegar elsku amma okkar veiktist snögglega. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 478 orð

Jón Bjarnason

Kvatt hefur þennan heim Jón Bjarnason (Nonni) móðurbróðir minn. Á þessu kalli átti enginn von. Hann sem var svo hress og frár á fæti, sérlega unglegur og hugsaði svo vel um Sólveigu sína, sem varð fyrir heilsubresti sl. sumar og hefur verið rúmföst síðan. Nonni var næstyngstur 6 barna Bjarna Jónssonar, fyrrverandi verkstjóra í Hamri, og Ragnhildar Einarsdóttur. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 342 orð

Jón Bjarnason

Allt líf sem við þekkjum á jörðu hefur afmarkaðan tíma. En þrátt fyrir þá vitneskju, er eins og við mennirnir séum aldrei viðbúnir þegar ættingjar og vinir eru hrifnir á brott. Dagurinn í gær og dagurinn á morgun geta verið mjög ólíkir. Á augabragði skipast veður í lofti og þannig var það síðastliðinn laugardag þegar góður frændi okkar og vinur, Jón Bjarnason, var kallaður burt. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 317 orð

Jón Bjarnason

Nonni er dáinn, en svo var Jón Bjarnason faðir og tengdafaðir okkar nefndur af sínum nánustu. Pabbi, þú lifðir tímana tvenna uppalinn við höfnina í Reykjavík á kreppuárunum en fórst að dveljast í Kópavoginum á stríðstímanum en bjóst ýmist í Reykjavík eða Kópavogi þar sem þið Veiga byggðuð ykkur á Hlíðarveginum í Kópavogi á seinni hluta sjötta áratugarins íbúðina sem entist þér til dauðadags Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 273 orð

JÓN BJARNASON

JÓN BJARNASON Jón Bjarnason fæddist í Reykjavík 20. júní 1924. Hann lést að heimili sínu aðfaranótt 2. janúar. Foreldrar Jóns voru Bjarni Sigtryggur Jónsson (Bjarni í Hamri), fæddur að Ási, Rípurhreppi í Skagafirði, 28. desember 1890, d. 12. apríl 1969, og kona hans Ragnhildur Einarsdóttir, fædd að Norður-Vík í Mýrdal 9. febrúar 1893, d. 3. ágúst 1973. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 100 orð

Málfríður Óskarsdóttir

Malla amma var alltaf til taks fyrir okkur bræðurna. Hún var alltaf til staðar og alltaf bað hún okkur að heimsækja sig í Sigtúnið. Hún var fyrirtaks persóna og hlýleg, hún var aldrei reið eða fúl ef við gerðum eitthvað af okkur. Þegar hún veiktist var það okkur mikið áfall og hún var mjög veikburða en við hjálpuðum henni með því að fara út í búð fyrir hana eða bara vera hjá henni og spila. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 28 orð

Málfríður Óskarsdóttir

Málfríður Óskarsdóttir Hún Malla hefur verið góð. Leyfði mér að lesa símaskrárnar. Gaf mér nammi og Sítrus og ég sat í Laziboy stól. Takk fyrir góðar stundir. Andri Freyr. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 424 orð

Málfríður Óskarsdóttir

Það eru nú liðin 35 ár síðan ég kynntist Málfríði, mörg ár en flogin hjá eins og örskotsstund. Þá tók hún saman við Magnús, bróður minn, og þau giftu sig nokkru síðar. Málfríður, mágkona mín. Persónueinkenni hennar voru skapfesta, þolgæði, umburðarlyndi, góðgirni, hlýja. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 128 orð

Málfríður Óskarsdóttir

Elsku amma Malla, við söknum þín en vitum að núna getur þú gengið og hlaupið um allt án þess að nota stafinn þinn. Okkur fannst svo gaman að koma til þín í Sigtúnið, það var gaman að leika með steinana og skeljarnar, gullvagninn sem Dagur gaf þér, rauðu dúkkuna, klappa Mola, skoða allt gamla dótið sem pabbi átti þegar hann var lítill, ganga við stafinn þinn, fá snakk og nammi, Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 214 orð

MÁLFRÍÐUR ÓSKARSDÓTTIR

MÁLFRÍÐUR ÓSKARSDÓTTIR Málfríður Óskarsdóttir fæddist í Klömbrum, Aðaldal í S-Þingeyjarsýslu 19. janúar 1923. Hún andaðist 3. janúar síðastliðinn á Landspítalanum. Foreldrar hennar voru Hildur Baldvinsdóttir, f. 21. júní 1892, d. 22. janúar 1948, og Óskar Jónsson, f. 21. nóvember 1892, d. 12. ágúst 1969. Systkini hennar: Hulda, f. 9.11. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 493 orð

Soffía Eygló Jónsdóttir

Hún barðist fyrir bættum hag lítilmagnans. Engan hef ég þekkt, sem var tendraður jafn miklum eldmóði og vílleysi og Soffía Eygló. Hún hafði óbifanlega trú á lausn verkefnanna. Allt var mögulegt. Elja þessarar alþýðukonu var ótrúleg. Óhikað stóð hún upp á mannamótum, flutti hvatningarorð ­ hrakti úrtölur og kom svo flestum til að hlæja, að minnsta kosti til að brosa. Meira
12. janúar 1999 | Minningargreinar | 32 orð

SOFFÍA EYGLÓ JÓNSDÓTTIR

SOFFÍA EYGLÓ JÓNSDÓTTIR Soffía Eygló Jónsdóttir fæddist í Stóra-Skipholti á Bráðræðisholti í Reykjavík 3. nóvember 1916. Hún lést 3. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Digraneskirkju í Kópavogi 11. janúar. Meira

Viðskipti

12. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | -1 orð

Eignarhlutur í Flugleiðum yfir 5%

EIGNARHLUTUR og atkvæðaréttur ÍS-15, fjárfestingarsjóðs Búnaðarbankans, í Flugleiðum hf. hefur hækkað undanfarið og er nú á milli 5­6% af heildarhlutafé félagsins. Árni Oddur Þórðarson, forstöðumaður Markaðsviðskipta Búnaðarbankans, segir kaupin að mestu hafa átt sér stað síðustu 2­3 mánuði. Meira
12. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 103 orð

GSP kaupir húsnæði Ferðaskrifstofu Íslands

ALMANNATENGSLA- og auglýsingafyrirtækið GSP almannatengsl ehf. hefur keypt húseign Ferðaskrifstofu Íslands í Skógarhlíð 22 en Ferðaskrifstofa Íslands flutti í húsnæði móðurfélags síns, Úrvals- Útsýnar, í Lágmúla á síðasta ári. Gunnar Steinn Pálsson, forstjóri GSP almannatengsla, segir að til standi að flytja í nýja húsnæðið 1. apríl næstkomandi. "Þetta verða mikil umskipti. Meira
12. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 642 orð

Hlutabréfaviðskipti námu hálfum milljarði króna

ÞRJÚ met voru slegin í viðskiptum á Verðbréfaþingi Íslands (VÞÍ) í gær. Um var að ræða mestu hlutabréfaviðskipti á einum degi, flest hlutabréfaviðskipti á einum degi og flest heildarviðskipti á einum degi. Heildarviðskipti á VÞÍ í gær námu alls 835 milljónum króna. Hlutabréf flestra félaga VÞÍ hækkuðu í verði í gær og hækkaði úrvalsvísitalan um 4,47%. Hlutabréf í Flugleiðum hf. Meira
12. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 642 orð

Hlutabréfaviðskipti námu hálfum milljarði króna

ÞRJÚ met voru slegin í viðskiptum á Verðbréfaþingi Íslands (VÞÍ) í gær. Um var að ræða mestu hlutabréfaviðskipti á einum degi, flest hlutabréfaviðskipti á einum degi og flest heildarviðskipti á einum degi. Heildarviðskipti á VÞÍ í gær námu alls 835 milljónum króna. Hlutabréf flestra félaga VÞÍ hækkuðu í verði í gær og hækkaði úrvalsvísitalan um 4,47%. Hlutabréf í Flugleiðum hf. Meira
12. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 156 orð

Jenareikningar gáfu hæstu raunávöxtunina

GJALDEYRISREIKNINGAR með jenum skiluðu langhæstri ávöxtun allra bankareikninga á árinu 1998. Raunávöxtun þeirra var á bilinu 9,19-9,25% á árinu. Aðrir gjaldeyrisreikningar skiluðu mun verri ávöxtun og var til að mynda raunávöxtun gjaldeyrisreikninga í norskum krónum neikvæð um 4,26- 5,25%. Meira
12. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 237 orð

Jen hækkar stöðugt gegn dollar

JENIÐ hafði ekki verið hærra gegn dollar í 28 mánuði í gær þrátt fyrir efnahagsvanda og hættu á íhlutun seðlabanka. Evrópsk hlutabréf lækkuðu í verði þegar fjárfestar innleystu hagnað af hækkunum að undanförnu. Bandarísk hlutabréf lækkuðu einnig í verði. Verð á hráolíu hækkaði í yfir 12 dollara tunnan. Meira
12. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 723 orð

Seljanda gert að endurgreiða hugbúnaðinn

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur rift kaupum rekstrarfélags myndbandaleigunnar Vídeóheima á hugbúnaðarlausn frá Íslenskri forritaþróun hf. (nú Hugi hf.) og dæmt það til að endurgreiða búnaðinn auk skaðabóta. Meira
12. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 253 orð

Umboð fyrir skipafélag

SAMNINGAVIÐRÆÐUR hafa staðið alllengi milli Heimsklúbbsins & Prímu, skipafélagsins P.&O. og systurfélags þess, Princess Cruises, um söluumboð fyrir Ísland, og tók það gildi um síðustu áramót. Í fréttatilkynningu kemur fram að Príma getur nú selt í allar siglingar þessara fyrirtækja, hvenær sem pláss er laust árið um kring. Meira

Daglegt líf

12. janúar 1999 | Neytendur | 148 orð

Nýtt evrópskt gæðamerki

NEYTENDUR munu að öllum líkindum taka eftir Lykilmerkinu í framtíðinni. Merkið verður á ýmsum vörum sem framleiddar eru í Evrópu. Lykilmerkið er valkvætt evrópskt gæðamerki sem þróað hefur verið af staðlasamtökum Evrópu, CEN og CENELEC. Meira
12. janúar 1999 | Neytendur | 727 orð

Upprunaland og afbrigðaheiti skiptir miklu máli

Það er gjörólíkt bragð af ananas eftir því hvort ávöxturinn kemur frá Costa Rica eða Fílabeinsströndinni og bragðið af greip frá Tyrklandi og Flórída er varla hægt að bera saman. Upplýsingar um upprunaland ávaxta og grænmetis kemur þó sjaldnast fram í verslunum. Meira

Fastir þættir

12. janúar 1999 | Fastir þættir | 415 orð

Áskirkja.

GAMAN er að vekja athygli á ánægjulegum lofgjörðar- og bænasamverum sem haldin eru öll þriðjudagskvöld í Laugarneskirkju undir heitinu Þriðjudagur með Þorvaldi. Þar er það hann Þorvaldur Halldórsson sem leiðir lofgjörðarsöngva við undirleik Gunnars Gunnarssonar og sr. Bjarni Karlsson sóknarprestur stjórnar bænastund við altarið. Meira
12. janúar 1999 | Fastir þættir | 67 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Reykjanesmót í sveitakeppni

Reykjanesmót í sveitakeppni, sem jafnframt er undankeppni Íslandsmótsins, verður haldið um næstu helgi, 16. og 17. janúar. Spilað verður í félagsheimili bridsspilara á Suðurnesjum á Mánagrund og hefst spilamennskan kl. 10 á laugardag. Fimm sveitir munu komast í undanúrslit Íslandsmótsins í vor og verða spiluð a.m.k. 140 spil. Keppnisgjald á sveit er 10 þúsund krónur. Meira
12. janúar 1999 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 4. júlí sl. í Hvalsneskirkju af sr. Sigfúsi Ingvasyni Fanney Halldórsdóttir og Arnar Óskarsson. Heimili þeirra er að Hlíðargötu 26, Sandgerði. Meira
12. janúar 1999 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. júní sl. í Hvalsneskirkjuu af sr. Hirti Magna Kristjana Erlingsdóttir og Stefán Bachman. Heimili þeirra er að Túngötu 14, Sandgerði. Meira
12. janúar 1999 | Í dag | 36 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júlí í Árbæjarsafnskirkju af sr. Kjartani Erni Sigurbjörnssyni Jóhanna Fríður Bjarnadóttir og Franklín Grétarsson. Heimili þeirra er í Eyjabakka 3, Reykjavík. Með þeim á myndinni er dóttir þeirra, Ilmur Eir. Meira
12. janúar 1999 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. maí sl. í Ytri-Njarðvíkurkirkju af sr. Baldri Rafni Sigurðssyni Sigrún Ásgeirsdóttir og Jón Már Bjarnason. Heimili þeirra er að Hjallavegi 3, Reykjanesbæ. Meira
12. janúar 1999 | Fastir þættir | 542 orð

Guðmundur Kjartansson Norðurlandameistari

Keppt var í fimm aldursflokkum. Guðmundur Kjartansson sigraði í yngsta flokki. GUÐMUNDUR Kjartansson varð Norðurlandameistari í skólaskák 11 ára og yngri. Mótið fór fram í Gausdal í Noregi dagana 6.­9. janúar. Sigur Guðmundar var afar öruggur og var hann búinn að tryggja sér titilinn þegar ein umferð var eftir af mótinu. Meira
12. janúar 1999 | Fastir þættir | 47 orð

Hallgrímur hættur hjá LH

HALLGRÍMUR Jónasson er hættur störfum sem framkvæmdastjóri Landsambands hestamannafélaga. Upp kom ágreiningur milli hans og stjórnar samtakanna og trúnaðarbrestur og sagði hann í kjölfarið upp störfum. Formaður samtakanna, Jón Albert Sigurbjörnsson, mun gegna störfum framkvæmdastjóra í mánuð þar til nýr maður verður ráðinn. Meira
12. janúar 1999 | Dagbók | 703 orð

Í DAG er þriðjudagur 12. janúar, 12. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Bl

Í DAG er þriðjudagur 12. janúar, 12. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Blessun Drottins, hún auðgar, og erfiði mannsins bætir engu við hana. (Orðskviðirnir 10, 22.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Kyndill kom og fór í gær. Meira
12. janúar 1999 | Fastir þættir | 1260 orð

Leiðtoginn og virðingarstiginn

EITT af undirstöðuatriðum þess að markmið þjálfunar og reiðmennsku gangi upp er að samskipti hests og manns séu með þeim hætti þeir skilji hvor annan og alveg sé á hreinu hvor er ofar í virðingarstiganum. Hesturinn sem er flóttadýr að upplagi hefur undir öllum eðlilegum kringumstæðum lært á virðingarstigann í uppvexti í stóðinu og um það snýst málið í samskiptum við manninn. Meira
12. janúar 1999 | Í dag | 24 orð

Ljósmynd: Ásdís Ásgeirsdóttir. ÞESSIR duglegu krakkar söfnuðu

Ljósmynd: Ásdís Ásgeirsdóttir. ÞESSIR duglegu krakkar söfnuðu kr. 2.044 með tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau heita Steinunn Jónsdóttir, Atli Jónsson og Þóra Hugósdóttir. Meira
12. janúar 1999 | Fastir þættir | 137 orð

Metumsóknum hafnað hjá LH

TVEIMUR metumsóknum sem bárust stjórn LH í haust hefur verið hafnað. Árangur Sigurbjörns og Neista á Víðivöllum, velli Fáks, var hafnað á þeirri forsendu að engin vindmæling fór fram þegar spretturinn var farinn. Meira
12. janúar 1999 | Í dag | 324 orð

MYND Páls Steingrímssonar um lundann, sem sýnd var í ríkissj

MYND Páls Steingrímssonar um lundann, sem sýnd var í ríkissjónvarpinu í fyrrakvöld, er einhver bezta mynd, sem sýnd hefur verið í íslenzku sjónvarpsstöðvunum um langt skeið. Myndin sýnir með skemmtilegum og á köflum ótrúlegum hætti lifnaðarhætti þessa fugls, sem er hafður í svo miklum hávegum í Vestmannaeyjum og annars staðar, þar sem hann kemur við sögu. Meira
12. janúar 1999 | Fastir þættir | 989 orð

Opnum mótum fjölgar Mótaskrá hestamanna hefur nú verið opinberuð í byrjun janúar sem er með fyrra fallinu. Skráin er að venju

FLJÓTT á litið virðist mótaskráin með hefðbundnu sniði en þegar vel er að gáð má sjá að opnum mótum fer nú fjölgandi sem virðist í samræmi við þróun undanfarinna ára og óskir ört fjölgandi keppenda. Hápunktar keppnistímabilsins eru heimsmeistaramótið sem haldið verður í Þýskalandi í byrjun ágúst og svo er spurning hvað félögin á Austurlandi gera sér mikinn mat úr því sem kallað er stórmót Meira
12. janúar 1999 | Í dag | 294 orð

Ógleymanleg fagmennska og hjartahlýja

VIÐ, undirrituð, biðjum Morgunblaðið að koma á framfæri þakklæti til allra þeirra er aðstoðuðu okkur er faðir okkar og afi, Abel D'alencar, veiktist hastarlega í þotu Flugleiða skömmu fyrir lendingu í Keflavík að morgni 6. janúar. Faðir okkar fékk hjartaáfall en við vorum á leið frá Bandaríkjunum til Stokkhólms með viðkomu í Keflavík. Meira
12. janúar 1999 | Fastir þættir | 789 orð

Um framtíðina "Þannig eru enn til menn sem treysta því að morgundagurinn hljóti ekki að verða nákvæmlega eins og dagurinn í dag.

Á þessu ári er hálf öld liðin frá því að breski rithöfundurinn George Orwell, sendi frá sér skáldsöguna, Nítján hundruð áttatíu og fjögur (Nineteen Eighty-Four). Meira
12. janúar 1999 | Í dag | 22 orð

ÞESSIR duglegu drengir söfnuðu til styrktar Hjálparstarfs kirkjunnar kr

ÞESSIR duglegu drengir söfnuðu til styrktar Hjálparstarfs kirkjunnar kr. 2.296. Þeir heita Bjarni Björgvinsson og Andri Guðmundsson. Á myndina vantar Benedikt Þór Guðlaugsson. Meira
12. janúar 1999 | Fastir þættir | 86 orð

(fyrirsögn vantar)

Við höfum ákveðið að fresta Aðalsveitakeppni félaganna til 1. mars nk. Þangað til munum við spila tvímenningskeppni öll mánudagskvöld. Mánudaginn 18. jan. nk. verður spilaður 1 kvölds tvímenningur, Mitchell. Mánudaginn 25. janúar nk. hefst 5 kvölda Aðalbarómeter. Upplýsingar hjá BSÍ, sími 5879360, hjá Ólínu í síma 5532968, og hjá Ólafi í síma 5571374. Meira

Íþróttir

12. janúar 1999 | Íþróttir | 148 orð

1. deild kvenna

KA ­ Víkingur0:3 6:15, 9:15, 9:15KA ­ Víkingur2:3 10:15, 16:14, 8:15, 15:10, 8:15Tveir Víkingssigrar Víkingur lagði KA í tveimur leikjum í 1. deild kvenna í blaki um helgina. Liðin mættust á Akureyri og höfðu gestirnir betur, 3:0 í fyrri leiknum en 3:2 í þeim síðari. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 106 orð

Bayern M¨unchen vill Beckham

ÞÝSKA stórliðið Bayern M¨unchen hefur hug á að fá enska miðvallarleikmanninn og landsliðsmanninn David Beckham til liðs við sig fyrir næstu leiktíð. Þetta kom fram í viðtali við Karl-Heinz Rumenigge, varaforseta Bayern, um helgina. "Við erum tilbúnir fyrir ofurstjörnu eins og Beckham," sagði Rumeningge í viðtali við M¨unchener Merkur. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 121 orð

Benjamin Raich

Fæddur: 28. febrúar 1978. Heimabær: Arzl í Tyrol. Heimsbikarsigrar: Stórsvig í Flachau sl. sunnudag og í svigi í Schladming sl. fimmtudag. Annar árangur: Hann er fimmfaldur heimsmeistari unglinga; í svigi 1996, stórsvigi 1997 og svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni 1998. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 631 orð

Bikarinn ekki aðalatriðið

LIÐ Gróttu/KR er komið í 4-liða úrslit bikarkeppni HSÍ í karlaflokki eftir vaska framgöngu gegn KA og sigur 25:23 á heimavelli á laugardaginn. Í 16-liða úrslitum lagði Grótta/KR Íslands- og bikarmeistara Vals einnig á heimavelli eftir að hafa unnið ÚÍA í fyrstu umferð. Hins vegar hefur ekki gengið sem best í keppninni í 1. deild og þar er Grótta/KR í næst neðsta sæti. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 1317 orð

Boðið til veislu á Old Trafford

CHELSEA er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir mikilvægan 0:1-útisigur á Newcastle. Manchester United tók West Ham heldur betur í bakaríið á heimavellinum Old Trafford og athygli vakti að markalaust jafntefli varð niðurstaðan í fjórum viðureignum á laugardag. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 235 orð

Bolton á uppleið

ÍSLENDINGALIÐIÐ Bolton Wanderers er á uppleið í ensku 1. deildinni og á sunnudag sáu íslenskir sjónvarpsáhorfendur liðið vinna stórsigur á Crystal Palace, 3:0, á heimavelli. Arnar Gunnlaugsson lék allan tímann í framlínu Bolton, en aðrir Íslendingar komu ekki við sögu. Guðni Bergsson, fyrirliði liðsins, var fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 104 orð

Chelsea á höttum eftir framherja

CHELSEA mun vera á höttunum eftir framherjanum Les Ferdinand hjá Tottenham. Enskir fjölmiðlar skýrðu frá þessu um helgina, en topplið Chelsea hefur átt í vandræðum með framlínuna vegna meiðsla og fjarveru Ítalans Pierluigis Casiraghis og Norðmannsins Tore Andre Flo. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 174 orð

Eiga að skila eigum sínum

KNATTSPYRNUSAMBAND Úganda hefur hótað 26 leikmönnum því að þeir fari í keppnisbann, bæði með landsliðinu og félagsliðum sínum, skili þeir ekki íþróttabúnaði sem þeir fengu að gjöf er þeir heimsóttu Austurríki í fyrra með landsliði sínu. Sambandið segir að það þurfi á þessum íþróttabúnaði að halda nú þegar landsliðið leikur við Líberíu í Afríkukeppni landsliða hinn 24. þessa mánaðar. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 804 orð

England

Man. United - West Ham4:1 Dwight Yorke 10., Andy Cole 40., 68., Ole Gunnar Solskjær 80. - Frank Lampard 89. 55.180. Arsenal - Liverpool0:0 38.107. Blackburn - Leeds1:0 Keith Gillespie 22. Rautt spjald: Tim Sherwood (Blackburn) 24. 27.620. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 175 orð

Enn tap hjá Wuppertal

Íslendingaliðið Wuppertal í Þýskalandi tapaði þriðja leiknum í röð um helgina er liðið fór í heimsókn til Nettelsted, 24:19. Valdimar Grímsson gerði 6 mörk fyrir Wuppertal, þar af 4 úr vítum, Filippow gerði 5, Dagur Sigurðsson 2 en Geir Sveinsson var ekki á meðal markaskorara. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 137 orð

Erki Nool keppir á Stórmóti ÍR

ERKI Nool, Evrópumeistari í tugþraut á Evrópumeistaramótinu í Búdapest á liðnu sumri, keppir á Stórmóti ÍR sem verður í Laugardalshöll 24. janúar. "Við vorum að ná samningum við Eistlendinginn og ljóst er að hann er þekktasti íþróttamaðurinn sem við höfum fengið síðan mótið var fyrst haldið fyrir þremur árum," sagði Vésteinn Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Stórmóts ÍR, Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 149 orð

Evrópa mun hundsa HM

LENNART Johansson, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, hefur varað Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, við að fara út í að halda heimsmeistaramót annað hvert ár án þess að aðildarsambönd fái lagt orð í belg. Slíkt gæti orðið til þess að Evrópuþjóðir myndu hundsa heimsmeistaramótin. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 368 orð

Fannst lyktin of vond

EFLAUST hefur Þóra Bjarnadóttir hlakkað mest allra til mótsins því hún var ekki bara að hitta íslensku vini sína úr badminton heldur er helmingur Svíanna, sem komu í heimsókn góðir vinir hennar. Reyndar stóðu foreldrar Þóru, Bjarni Jónsson og Kolbrún Björnsdóttir, fyrir heimsókninni en fjölskyldan bjó ytra í sjö ár og var þar viðloðandi badminton en flutti heim fyrir rúmu einu og hálfu ári. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 295 orð

Flugeldasýning í Hólminum

Ekki tókst Snæfelli að sigra Keflvíkinga í átta liða úrslitum bikarkeppninnar um helgina. Gestirnir voru með flugeldasýningu í Hólminum, sigruðu 110:75 og eru því enn eina liðið sem Snæfell á eftir að sigra. Þetta var 21 sigurleikur Keflvíkinga í röð á Snæfellingum. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 118 orð

Friður í kaffinu

ÞRÁTT fyrir að hart hafi verið tekist á innan vallar í leik Aftureldingar og ÍBV, jafnvel svo að við lá að leikurinn leystist upp í allsherjar slagsmál undir lok fyrri hálfleiks, var allt með friði og spekt eftir að leikurinn var flautaður af. Að venju bauð stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar upp á kaffi, smurt brauð og kökur eftir leik fyrir leikmenn beggja liða. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 90 orð

Gascoigne sendir útlendingum tóninn

PAUL Gascoigne sendi nokkrum erlendum leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni tóninn um helgina og sagði þá sífellt vera að kvarta yfir of miklu álagi og mörgum leikjum. "Mér fellur það ekki þegar þessir menn eru sífellt að setja út á leiktímabilið og segja að svo kunni að fara að þeir fari í verkfall til þess að knýja fram meiri frítíma," sagði Gascoigne í sjónvarpsviðtali á laugardaginn. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 353 orð

Gestkvæmt í Gnoðarvoginum

MIKIÐ fjör var í húsum Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur í Gnoðarvogi um helgina þegar félagið hélt unglingameistaramót sitt því rúmlega 150 keppendur voru mættir til að láta til sín taka. Yngstu keppendur voru 8 ára en þeir elstu 19 og þeir komu víða að ­ meðal annars frá Akranesi, Borgarnesi, Þorlákshöfn, Flúðum, Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 119 orð

Giovanni settur í salt

LOUIS van Gaal, þjálfari Barcelona, valdi Brasilíumanninn Giovanni ekki lið sitt sem mætti Athletic Bilbao á laugardaginnn, en leikmaðurinn hafði í vikunni gagnrýnt þjálfara sinn. Gaal hikaði ekki og lét Giovanni sitja heima á meðan leikurinn fór fram og sakaði hann m.a. um einbeita sér ekki að knattspyrnu. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 105 orð

Gönguátakið að hefjast

Hið árlega skíðagönguátak Skíðasambands Íslands hófst sl. fimmtudag, en þá hélt verkefnisstjórinn Ágúst Grétarsson ásamt fylgdarliði norður í land þar sem almenningi gefst kostur á að prófa gönguskíði og fá kennslu í grunnatriðum skíðagöngunnar sér að kostnaðarlausu. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 135 orð

Hamann gagnrýnir Gullit

Dietmar Hamann, þýski landsliðsmaðurinn í liði Newcastle, gagnrýndi um helgina aðferðir stjóra liðsins, Hollendingsins Ruuds Gullits. Hefur gagnrýni leikmannsins bæði snúið að leikaðferðum Gullits sem og starfsaðferðum, en Hollendingurinn hefur verið gagnrýndur talsvert fyrir að dveljast löngum stundum í heimalandinu og sinna starfinu ekki sem skyldi. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 142 orð

Hangi á skriðsundinu

"ÞAÐ er alltaf gaman að hittast á þessum sundmótum en þó gleðin sé mikil og allir hvetji alla tekur keppnin við hjá mér þegar í laugina er komið," sagði Haraldur Þór Haraldsson, 15 ára sundkappi úr ÍFR. "Ég hef æft sund í níu ár og gengið ágætlega, á eitthvað af metum ennþá - ætli þau séu ekki eitthvað um fimmtán ennþá í mínum flokki. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 50 orð

Haukar - Þór114:100

Síðasti leikurinn í átta liða úrslitunum fór fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði í gærkvöldi og tryggðu Haukar sér sæti í undanúrslitum eftir jafnan seinni hálfleik en staðan var 62:50 í hálfleik. Í dag verður dregið í undanúrslitum þar sem Keflavík, Njarðvík og Tindastóll eru auk Hauka. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 592 orð

Haukastúlkur reyta fjaðrir

"ÉG vissi þegar ég leit í augun á stelpunum mínum í leikhléinu að við myndum vinna leikinn ­ einbeitingin var algjör," sagði Andrés Gunnlaugsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, eftir að stúlkurnar hans höfðu slegið Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar út í 8-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ á laugardaginn í hörkuleik. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 327 orð

Heimsbikarinn

Risasvig Schladming: 1.Hermann Maier (Austurr.)1.16,54 2.Rainer Salzgeber (Austurr.)1.17,12 3.Hans Knauss (Austurr.)1.17,31 4.Paul Accola (Sviss)1.17,46 5.Josef Strobl (Austurr.)1.17,48 6.Fritz Strobl (Austurr. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 159 orð

Heimsókn frá heimskautsbaug

LENGST að komnir á Unglingameistaramótið voru gestir frá Svíþjóð, sem búa norðan við heimskautabaug. Þeir voru frá Jokkmokks íþróttamenntaskólanum og stunda þar nám á badmintonbraut en skólinn býður einnig uppá brautir með knattspyrnu, ísknattleik, bardagaíþrótta og skotfimi. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 26 orð

Íslandsmót

SR - Björninn6:5 Heiðar Ingi Ágústsson 2, Sigurður Sveinn Sigurðsson 2, Sigurbjörn Þorgeirsson, Jónas Stefánsson ­ Jónas Breki Magnússon 2, Marteinn Sigurðsson, Ragnar Hlöðversson, Agnar Stefánsson. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 90 orð

Juninho vill til Villa

BRASILÍSKI táningurinn Juninho gæti verið á leið aftur í ensku knattspyrnuna ef marka má orð umboðsmanns hans, Moreno Roggi, um helgina. Roggi sagði að Juninho væri orðinn leiður á lífinu á Spáni, þar sem hann hefur leikið með stórliðinu Atletico Madrid frá því hann yfirgaf herbúðir Middlesbrough á Englandi fyrir tveimur árum er það hafði þá nýfallið úr úrvalsdeildinni. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 511 orð

JUVENTUS er á höttunum eftir

JUVENTUS er á höttunum eftir Argentínumanninum Juan Esnaider, framherja spænska liðsins Espanyol. "Ég hef rætt við forráðamenn Espanyol og þeir hafa sagt að ef tilboð berist muni þeir skoða það með opnum huga," sagði Esnaider um helgina. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 168 orð

Kjus gagnrýnir forystu FIS

NORÐMAÐURINN Lasse Kjus, sem er næstefstur að stigum í heimsbikarnum, gagnrýnir forystu Alþjóða skíðasambandsins, FIS, fyrir slæmt skipulag. Hann segir forystuna hugsa aðeins um eigin hag ­ að fá nógu mikla peninga í kassann í stað þess að hugsa um hag skíðaíþróttarinnar. Hann segir að heimsbikarmótin séu allt of þétt og keppnistímabilið því allt of stutt. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 162 orð

Konur keppa í hindrunarhlaupi

ALÞJÓÐA frjálsíþróttasambandið, IAAF, hefur samþykkt að 3.000 metra hindrunarhlaup verði í framtíðinni almenn keppnisgrein í kvennaflokki en hingað til hefur aðeins verið keppt í þessari grein í karlaflokki á mótum sambandsins. Þessi grein hefur aðeins verið reynd á mótum í Mið- og Norður-Ameríku síðustu misseri og mælst vel fyrir. Frá og með næsta sumri verður keppt í 3. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 390 orð

Kraumaði undir niðri

GLEÐIN og samhugurinn var mikill á yfirborðinu á Nýárssundmóti fatlaðra barna og unglinga í Sundhöllinni í Reykjavík um helgina en undir yfirborði laugarinnar kraumaði keppnin. En það var nóg af hvoru tveggja í skemmtilegu móti með tæplega fimmtíu keppendum, sem allir lögðu sig alla fram þegar í vatnið var komið og höfðu þess á milli gaman af félagsskapnum. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 144 orð

Kristinn í 18. sæti í Evrópubikarmóti

KRISTINN Björnsson, skíðakappi frá Ólafsfirði, tók þátt í Evrópubikarmóti í svigi í Hinterstoder í Austurríki á sunnudaginn. Honum gekk vel í fyrri umferðinni og var þá með níunda besta tímann, aðeins 0,70 sek. lakari en besti tíminn. Í síðari umferðinni urðu honum á smá mistök, en hann kláraði og endaði í 18. sæti og var 1,70 sek. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 118 orð

Kristinn niður um tvö sæti

KRISTINN Björnsson hefur fallið niður um tvö sæti á ráslistanum í svigi frá mótinu í Schladming. Hann verður líklega með rásnúmer 21 í næsta heimsbikarmóti sem fram fer í Wengen í Sviss um næstu helgi. Hann var í 15. sæti á ráslistanum þegar keppnistímabilið hófst. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 541 orð

Kröfur um afsagnir gerast háværari

HNEYKSLISMÁL í tengslum við tilraunir borgaryfirvalda í Saltsjóstað (Salt Lake City) í Bandaríkjunum til að fá að halda vetrarólympíuleikana 2002 halda áfram að vinda upp á sig og þær kröfur gerast sífellt háværari að lykilmenn innan Alþjóða Ólympíunefndarinnar, IOC, segi af sér. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 498 orð

LÁRUS Sigurðsson var í leikbanni á lau

LÁRUS Sigurðsson var í leikbanni á laugardag er lið hans Stoke City sigraði Northampton 3:1 í 2. deildinni. HERMANN Hreiðarsson og félagar í 3. deildar liðinu Brentford biðu lægri hlut fyrir Mansfield, 3:1. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 160 orð

Löglegt mark dæmt af

EYJAMENN skoruðu mark þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum við Aftureldingu og með því áttu þeir möguleika á að jafna leikinn, 27:27, og knýja þannig fram framlengingu. Anton Pálsson dómari dæmdi hins vegar á hornamann ÍBV, Emil Anderson, sem markið skoraði af harðfylgi. Svo virtist sem Anton hafi dæmt línu. Markið var hins vegar löglega skorað og hefði því ekki átt að vera dæmt af. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 374 orð

Mallorca heldur sínu striki á Spáni

SÓLARDRENGIRNIR frá Mallorca halda enn toppsætinu í 1. deildinni á Spáni en Barcelona nálgast toppinn nú óðfluga. Mallorca hefur komið mjög á óvart í vetur og setið í toppsætinu lengi vel. Liðið vann glæsilegan sigur á sjálfum Evrópumeisturum Real Madrid á sunnudagskvöld, 2:1, og sífellt fleiri ræða nú um sólardrengina sem meistarakandídata þar í landi. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 828 orð

Markaregn á Ítalíu

Parma hefur tyllt sér á topp ítölsku 1. deildarinnar í knattspyrnu eftir sextándu umferð um helgina. Parma fer yfir Fiorentina á markamun, en lærisveinar Trappatonis þurftu að sætta sig við ósigur gegn vöskum leikmönnum Lazio í Rómaborg og fyrir vikið er allt upp á gátt í A-seríunni. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 94 orð

Mátti ræða við sína menn í hálfleik

ÞORBERGUR Aðalsteinsson, þjálfari ÍBV, var rekinn af leikvelli þegar 7,12 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og mátti eftir það ekki hafa afskipti af liði sínu meðan leikurinn stóð yfir. Hann ræddi hins vegar við leikmenn inni í búningsklefa í hálfleik eins og leyfilegt var. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 83 orð

Meijer fer til Liverpool

HOLLENSKI framherjinn Erik Meijer mun ganga til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Liverpool fyrir næstu leiktíð. Meijer skýrði frá þessu um helgina, en samningur hans við Bayer Leverkusen í Þýskalandi rennur út í vor og honum er því frjálst að semja sjálfur við nýtt lið. Meijer er 29 ára og fjölmörg lið hafa verið á eftir honum, þeirra á meðal Bayern M¨unchen og AC Milan. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 204 orð

Meistaradeild Evrópu

E-riðill: Crvena Zvezda - Zalgiris77:69 Milenko Topic 17, Vlade Divac 16, Oliver Popovic 14 - Jiri Zidek 17, Mindaukas Zhukauskas 12. 6.500. Manresa - Fenerbahce71:62 John Williams 21, Pedro Capdevila 19, Paco Vazquez 11 - Zan Tabak 16, Ibrahim Kutluay 12, Marko Milic 11. 2.000. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 223 orð

Mercedes mótið

Kapalua, Hawaii: 266 - David Duval 67 63 68 68 275 - Mark O'Meara 70 68 69 68, Billy Mayfair 66 69 69 71 276 - Vijay Singh 70 65 70 71 277 - Justin Leonard 68 72 68 69, Tiger Woods 69 69 67 72, Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 40 orð

Mjög gaman

"MÉR finnst mjög gaman og skemmti mér vel," sagði Ágúst Þór Guðnason, sem var að taka þátt í sínu fyrsta Nýársmóti. "Ég og Magnús (Bjarnason) félagi minn æfum mikið saman en við reynum samt að vinna þegar við syndum. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 203 orð

Njarðvíkingar í kröppum dansi

Við máttum bara þakka fyrir að vinna," sagði Friðrik Rúnarsson þjálfari Njarðvíkinga eftir nauman sigur Njarðvíkinga á hörkugóðu liði Skallagríms í Borgarnesi í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. "Borgnesingar léku mjög vel og hefðu hæglega getað unnið okkur, þetta gat farið á hvorn veginn sem var," sagði Friðrik, en gestirnir sigruðu 84:80. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 1024 orð

Ósvikinn bikarleikur

ÞAÐ var boðið upp á ósvikinn bikarleik í íþróttahúsinu að Varmá á sunnudagskvöldið þegar heimamenn í Aftureldingu tóku á móti liðsmönnum ÍBV. Leikurinn bauð upp á flest það sem sóst er eftir þegar leikið er upp á allt eða ekkert, hraða, mistök, talsverð kaflaskipti og síðast en ekki síst spennu og fjögur rauð spjöld sem hæglega hefðu geta orðið fleiri. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 381 orð

Raich gerir það ekki endasleppt

HINN ungi Benjamin Raich gerir það ekki endasleppt í skíðabrekkum Evrópu. Á fimmtudagskvöldið vann þessi tvítugi Austurríkismaður sigur í svigi í heimsbikarnum og á sunnudaginn gerði hann sér lítið fyrir og vann keppni í stórsvigi í Flachau í Austurríki, var 5/100 úr sekúndu á undan Svisslendingnum Michael Von Gr¨uningen. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 88 orð

Skemmtilegast að fara til útlanda

"ÉG hef æft sund í sjö ár," sagði Harpa Sif Reynisdóttir úr Þjóti af Akranesi og hefur þá verið viðloðandi sundlaugina meirihlutann af ævinni því hún er 13 ára. "Það er mjög skemmtilegt að koma á svona mót en ég er samt alveg hætt að telja hvað mótin eru mörg. Svo hef ég tvisvar farið til að keppa í Svíþjóð og það er mesta fjörið að ferðast á svoleiðis mót. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 106 orð

Skildi ísinn ekki við sig

TVÆR 13 ára tátur frá Borgarnesi, Inga Tinna Sigurðardóttir og Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir, voru hressar og röltu um svæðið milli leikja en þekkja mátti þær á því að önnur hélt alltaf á badmintonspaða en hin skildi ísbox aldrei við sig ­ sleppti því ekki fyrr allur ísinn var örugglega búinn. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 43 orð

Skriðsundið skemmtilegast

"ÞAÐ er mjög gaman hér á mótinu og mér finnst skemmtilegast í skriðsundinu," sagði Anton Kristjánsson úr Ösp, sem æft hefur sund í 5 ár. "Ég hef farið til Svíþjóðar að keppa og fer kannski til Bandaríkjanna í sumar," bætti Anton við. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 300 orð

Stjarnan - Haukar16:25

Íþróttahúsið í Garðabæ, Bikarkeppni HSÍ, 8-liða úrslit kvenna, laugardagur 9. janúar 1999. Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 1:3, 2:5, 3:7, 5:9, 8:9, 8:11, 9:11, 9:13, 11:13, 12:16, 15:20, 15:24, 16:25. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 212 orð

Stjórnað í gegnum farsíma

Eftir að Þorbergi Aðalsteinssyni, þjálfara ÍBV, var vísað af leikvelli með rautt spjald sást einn liðsstjóra hans, Björgvin Eyjólfsson, tala í farsíma á varamannabekk ÍBV. Eftir leikinn viðurkenndi Þorbergur í samtali við RÚV að hafa hringt í aðstoðarmenn sína á varamannabekknum og þannig gert tilraun til að stýra liðinu með aðstoð fjarskiptatækninnar. Þetta var m.a. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 173 orð

Tvö ný lið í fjögurra liða úrslit

ÞEGAR dregið verður í fjögurra liða úrslit bikarkeppni karla í dag verða í hattinum nöfn fjögurra liða, tvö þeirra hafa aldrei náð svo langt í keppninni áður. Það eru lið Gróttu/KR og Aftureldingar. Þrátt fyrir að Mosfellingar hafi verið á meðal fremstu liða landsins undanfarin á hafa þeir aldrei náð lengra en í átta liða úrslit keppninnar, m.a. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 323 orð

UMFA - ÍBV27:26

Íþróttahúsið að Varmá; Bikarkeppnin í handknattleik í karlaflokki, 8-liða úrslit sunnudaginn 10. janúar 1999. Gangur leiksins: 0:1, 2:1, 3:4, 3:6, 6:9, 8:9, 8:11, 11:11, 11:12, 11:13, 13:13, 13:14, 17:14, 18:17, 21:17, 22:20, 24:21, 25:22, 27:24, 27:26. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 265 orð

UMFG - KR50:83

Íþróttahúsið í Grindavík, bikarkeppni kvenna, 8-liða úrslit, sunnudaginn 10. janúar 1999. Gangur leiksins: 4:4, 8:20, 14:30, 20:38, 28:48, 50:63, 50:73, 50:83. Stig Grindavíkur: Stefanía Ásmundsdóttir 14, Svanhildur Káradóttir 12, Sandra Guðlaugsdóttir 10, Stefanía Jónsdóttir 8, Sólný Pálsdóttir 4, Sóveig Gunnlaugsdóttir 2. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 305 orð

UMFS - Njarðvík80:84

Íþróttahúsið í Borgarnesi, átta liða úrslit bikarkeppi KKÍ, sunnudaginn 10. janúar 1999. Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 7:2, 10:11, 14:20, 30:33, 40:42, 43:51, 43:52, 55:63, 62:68, 72:72, 77:76, 77:80, 80:80, 80:84. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 328 orð

Unglingameistaramót TBR

Haldið í húsum TBR við Gnoðarvog helgina 9. og 10. janúar 1999. Piltar Einliðaleikur: 1. Magnús I. Helgason, TBR. 2. Ingólfur Ingólfsson, TBR. 3. Víðir Þrastarson, Þór. Stúlkur Einliðaleikur: 1. Katrín Atladóttir, TBR. 2. Unnur Ylfa Magnúsdóttir, TBR. Aukaflokkur: 1. Sigríður Guðmundsdóttir, BH. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 159 orð

Vierchowod enn að á Ítalíu

HINN gamalreyndi og eitilharði varnarjaxl, Ítalinn Pietro Vierchowod, hefur framlengt samning sinn við 1. deildar liðið Piacenza. Þar með er ljóst að hann verður leikmaður liðsins eitthvað fram á fimmtugsaldurinn. Vierchowod er 39 ára og hóf ferilinn árið 1975. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 574 orð

Víkingar eru sigurstranglegir

FJÓRÐUNGSÚRSLITIN í NFL ruðningsdeildinni fóru fram um helgina og voru úrslitin í öllum leikjunum eftir bókinni. Tvö bestu liðin í deildinni, Minnesota Vikings og Denver Broncos, unnu bæði örugga sigra og eiga bæði heimaleiki í undanúrslitunum um næstu helgi. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 79 orð

Ziege sá rautt

LEIKUR AC Milan og Empoli á sunnudag verður eflaust lengi í minnum hafður hjá þýska landsliðsmanninum Christian Ziege í liði AC. Hann skoraði nefnilega jöfnunarmark Mílanóliðsins á 83. mínútu og fagnaði því geysilega, stökk að áhorfendapöllunum og fór úr liðstreyjunni og veifaði henni til mannfjöldans. Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 63 orð

Þýskaland

15. umferð: Eisenach - Niederw¨urzbach27:23 Bad Schwartau - Magdeburg23:21 Nettelstedt - Wuppertal24:19 Flensburg-Handewitt - Dutenhofen28:20 Lemgo - Minden28:22 TUSEM Essen - Frankfurt25:23 Grosswallstadt - Schutterwald28:25 Staðan Lemgo 24 stig, Flensburg-Handewitt 23, THW Kiel 18, Minden 18, Meira
12. janúar 1999 | Íþróttir | 93 orð

(fyrirsögn vantar)

HERDÍS Sigurbergsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, fékk blómvönd frá handknattleiksdeildStjörnunnar fyrir leikinn gegnHaukum á laugardaginn. Blómin voru fyrir að ná 16. sæti í kjöri um íþróttamann ársins og að hafa verið útnefnd handknattleiksmaður ársins 1998 hjá HSÍ. Meira

Fasteignablað

12. janúar 1999 | Fasteignablað | 208 orð

Atvinnuhúsnæði við Lyngháls

HJÁ fasteignasölunni Höfða er nú í einkasölu verslunar- og iðnaðarhúsnæði að Lynghálsi 11 í Reykjavík. Þetta er steinhús á tveimur hæðum og er hvor hæð 470 ferm. að stærð. Húsið, sem selst fullbúið að utan, er einangrað að utan og klætt með stálklæðningu og á því að vera nær viðhaldsfrítt að sögn Ásmundar Skeggjasonar hjá Höfða. Hann sagði og að lóð og bílastæði við húsið yrðu afhent Meira
12. janúar 1999 | Fasteignablað | 842 orð

Aukið vellíðan ykkar heima!

RÓM VAR ekki byggð á einum degi heldur tók það langan tíma að reisa þessa merku borg. Romolo, stofnandi Rómaborgar, vildi vera viss um að fólkinu liði vel á þeim stað sem hann mundi velja fyrir borgina. Að vel athuguðu máli ákvað hann að setja niður fyrsta steininn, þar sem hann sá að dýrunum leið vel. Farið var með sauðféð í sama haga dag eftir dag, viku eftir viku. Meira
12. janúar 1999 | Fasteignablað | 207 orð

Aukin sala fasteigna vestra

FASTEIGNASALA jókst um 2% í nóvember í Bandaríkjunum og allt bendir til að hún slái met á næsta ári samkvæmt fréttastofufregnum. Salan jókst í 4,9 milljón eignir miðað við eitt ár úr 4,79 milljónum í október að sögn sambands bandarískra fasteignasala, NAR. Fasteignaviðskipti hafa verið nokkuð sveiflukennd vestanhafs síðan í júlí þegar salan komst í 4,91 millj. Meira
12. janúar 1999 | Fasteignablað | 527 orð

Bílastæði

BÍLASTÆÐI á lóð fjöleignarhúss eru sameiginleg og óskipt, nema ákveðið sé í þinglýstum heimildum að tiltekin bílastæði fylgi ákveðnum séreignarhlutum. Samkvæmt fjöleignarhúsalögunum verður bílastæðum ekki skipt nema allir eigendur samþykki og skulu þá gerðar nauðsynlegar breytingar á eignaskiptayfirlýsingu og þeim þinglýst. Þinglýstar heimildir Meira
12. janúar 1999 | Fasteignablað | 287 orð

Bjartsýni áberandi á markaðnum

FASTEIGNASALAR gera almennt ráð fyrir, að mikil eftirspurn haldist áfram, bæði eftir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Kemur þetta fram í viðtalsgrein við nokkra kunna fasteignasala hér í blaðinu í dag. "Mér lízt vel á markaðinn í ársbyrjun," segir Jón Guðmundsson, formaður Félags fasteignasala og fasteignasali í Fasteignamarkaðnum. Meira
12. janúar 1999 | Fasteignablað | 175 orð

Endaraðhús við Breiðvang í Hafnarfirði

HJÁ fasteignasölunni Hóli í Hafnarfirði er nú í einkasölu endaraðhús að Breiðvangi 71 í Hafnarfirði. Þetta er steinhús, byggt 1976 og er það á einni hæð. Alls er húsið 171 ferm. með innbyggðum 35 ferm. bílskúr. Meira
12. janúar 1999 | Fasteignablað | 183 orð

Gott einbýlishús við Stapasel

HJÁ fasteignasölunni Lundur er til sölu einbýlishús að Stapaseli 1 í Breiðholti í Reykjavík. Þetta er 290 ferm. hús á hæð og palli. Möguleiki er á að hafa þriggja herbergja séríbúð í kjallara. Húsið var byggt 1979 og er steinsteypt. Innbyggður í húsið er tvöfaldur bílskúr, um 40 ferm. að stærð. Meira
12. janúar 1999 | Fasteignablað | 435 orð

Hús Mjólkursamlags Borgfirðinga til sölu

HÚS Mjólkursamlags Borgfirðinga við Ólafsvíkurveg (Engjaás 2) í Borgarnesi er nú til sölu hjá fasteignasölunni Fold. Grunnflötur götuhæðar er 3.128 ferm., en kjallari er undir húsinu að hluta, sem er 1560 ferm. að stærð. Lofthæð götuhæðar er 5,2 metrar undir bita en 4 metrar í kjallara. Húsið var byggt árið 1978. Meira
12. janúar 1999 | Fasteignablað | 39 orð

Mat á lánshæfni

Á UPPLÝSINGAVEF Íbúðalánasjóðs er að finna reiknilíkan, sem byggir á sömu forsendum og notaðar eru við mat á lánshæfni fólks hjá Íbúðalánasjóði. Í þættinum Markaðurinn gerir Þóranna Jónsdóttir grein fyrir því, hvernig reiknilíkanið er notað. Meira
12. janúar 1999 | Fasteignablað | 343 orð

Mikilvægar breytingar á greiðslumatinu

GRUNDVELLI greiðslumatsins var breytt verulega um áramót, er Íbúðalánasjóður hóf göngu sína. Matið er nú tvíþætt. Fyrst er greiðslugeta einstaklings eða fjölskyldu reiknuð út frá tekjum og eignum. Að því loknu er veitt ráðgjöf á grundvelli útreikninganna, þar sem farið er yfir helztu þætti varðandi lántökuna og áætlaða greiðslubyrði. Meira
12. janúar 1999 | Fasteignablað | 197 orð

Nýtískulegt einbýlishús við Vættaborgir

HJÁ fasteignasölunni Óðal er nú til sölu einbýlishús að Vættaborgum 142 í Grafarvogi. Þetta er steinhús, byggt á pöllum, alls 191 ferm. að stærð með innbyggðum bílskúr. "Þetta er nýtískulegt og fallegt hús sem byggt var 1997," sagði Einar Ólafur Matthíasson hjá Óðali. Meira
12. janúar 1999 | Fasteignablað | 843 orð

Sjálfvirk blöndunartæki eru einföldust og ódýrust

LENGST af var það lenska landans að velta hlutunum ekki lengi fyrir sér heldur framkvæma með hraði það sem honum datt í hug. Þetta hafði ótvíræða kosti en einnig ókosti, þetta varð til þess að margar nýjungar komust fyrr í gagnið en ella, en það varð einnig til þess að dottið var í margan pyttinn, sem kostaði sitt. Meira
12. janúar 1999 | Fasteignablað | 2050 orð

Umframeftirspurn einkennir markaðinn í ársbyrjun

MIKIL umsvif einkenndu fasteignamarkaðinn á nýliðnu ári. Verð hélzt lengi vel stöðugt, en fór heldur hækkandi síðari hluta árs fyrst og fremst vegna mikillar eftirspurnar, sem var mun meiri en framboðið. Fasteignasalar gera almennt ráð fyrir, að mikil eftirspurn haldist áfram, bæði eftir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Meira
12. janúar 1999 | Fasteignablað | 36 orð

Umhverfisvænn arkitektúr

NÚ ER komið fram á sjónarsviðið nýtt sérsvið, - umhverfisvænn arkitektúr, segir Ragna Vala Kjartansdóttir innanhússarkitekt. Markmiðið með honum er að nota aðallega umhverfisvæn efni og snúa aftur að nokkru leyti til fortíðar. Meira

Úr verinu

12. janúar 1999 | Úr verinu | 171 orð

Dræmari loðnuveiði

FLEST loðnuskipin voru á landleið í gær en gert er ráð fyrir versnandi veðri á miðunum á dag. Veiði var heldur lítil hjá skipunum í fyrrinótt en þau voru þá að veiðum frá 60 til 100 mílur austur af Seley, aðallega á svokölluðu Rauða torgi. Leiðindaveður hamlaði veiðum framan af nóttu og fengust mest um 120 tonn í kasti. Um 15 skip voru á miðunum í fyrrinótt. Meira
12. janúar 1999 | Úr verinu | 200 orð

Frestun mótmælt

SKIPSTJÓRA- og stýrimannafélagið Verðandi mótmælir harðlega frestun gildistöku reglugerðar um björgunar- og öryggisbúnað fiskiskipa, nánar til tekið 7. grein um losunar- og sjósetningarbúnað gúmmíbjörgunarbáta. "Þetta er í sjötta sinn sem samgönguráðherra frestar þessum reglum sem gefnar voru út endurskoðaðar 21. mars 1994. Meira
12. janúar 1999 | Úr verinu | 88 orð

Mikið óveitt í Barentshafi

MIKLAR þorskaflaheimildir nýttust ekki í Barentshafi á síðasta ári. Ekki tókst að ná um 90.000 tonnum af leyfilegum heildarafla. Er verðmæti þess afla reiknað upp á um 650 milljónir norskra króna í norska blaðinu Dagens Næringsliv, en það svarar til um 6 milljarða íslenzkra króna. Meira
12. janúar 1999 | Úr verinu | 112 orð

Nýsköpunartogari í Reykjavíkurhöfn

TOGARINN Bjarni Ólafsson AK var keyptur nýsmíðaður frá Englandi í október árið 1947, eða fyrir um hálfri öld. Flestir nýsköpunartogaranna svokölluðu eru fyrir löngu komnir í smíðajárn en Bjarni Ólafsson var seldur til Noregs árið 1966 og er enn í notkun. Hann lagði að bryggju í Reykjavíkurhöfn síðastliðið sumar og var þá festur á filmu. Meira
12. janúar 1999 | Úr verinu | 293 orð

Óli í Sandgerði AK kominn á Skagann

Nýtt nóta- og togskip bættist í flota Haraldar Böðvarssonar hf. hinn 10. janúar 1999, þegar Óli í Sandgerði AK 14 kom til heimahafnar á Akranesi. Skipið er keypt nýtt frá Noregi og er fyrsta nýja skipið sem kemur til HB hf. frá árinu 1964, þegar Höfrungur III var keyptur. Hann var fyrsta fiskiskip í heiminum með hliðarskrúfur. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.