Greinar sunnudaginn 24. janúar 1999

Forsíða

24. janúar 1999 | Forsíða | 137 orð

Hyde berst gegn frávísun

VAXANDI vilji virðist vera fyrir því í öldungadeild Bandaríkjaþings að ljúka málaferlunum gegn Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna. Demókratinn Robert C. Byrd og einn áhrifamesti þingmaðurinn í öldungadeildinni ætlar að flytja um það tillögu á morgun, mánudag, að málinu verði vísað frá. Meira
24. janúar 1999 | Forsíða | 133 orð

Páfa fagnað í Mexíkó

JÓHANNES Páll páfi II kom í fjögurra daga heimsókn til Mexíkó í fyrrakvöld og í gær hélt hann messu í kirkju hinnar hörundsdökku meyjar í Guadalupe. Þetta er í fjórða sinn, sem páfi kemur til Mexíkó, en á þriðjudag fer hann til St. Louis í Missouri í Bandaríkjunum. Meira
24. janúar 1999 | Forsíða | 357 orð

Rætt um að senda landher til Kosovo

STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum og Evrópuríkjunum eru nú að kanna í alvöru hvort rétt sé að senda landher til Kosovo til að koma þar á vopnahléi, að því er bandaríska dagblaðið Washington Post greindi frá í gær. Segir blaðið, að ýmis bandalagsríki Bandaríkjanna í NATO séu treg til að fallast á loftárásir nema Bandaríkjastjórn fallist á að taka þátt í alþjóðlegu eftirlitsstarfi í héraðinu. Meira
24. janúar 1999 | Forsíða | 82 orð

Tónelskar hænur

HÆNSNIN eru heilbrigðari, hamingjusamari og verpa betur en ella fái þau að njóta tónlistar. Breskur vísindamaður, Bryan Jones, vann að rannsókninni og segir hann, að þar sem tónlist var leikin fyrir fuglana hafi þeim liðið miklu betur en annars staðar. Meira

Fréttir

24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 787 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 24.­30. janúar. Mánudagur 25. janúar: Ragnar Sigurðsson Raunvísindastofnun flytur erindi sem hann nefnir: "Green-föll og Lelong-tölur", á málstofu í stærðfræði. Málstofan fer fram í stofu 258 í VR-II kl. 15.25. Meira
24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 435 orð

Ekki grundvallarágreiningur um hálendið

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra kvaðst á ráðstefnu Landverndar um nýtingu hálendisins í gær vera ósammála þeim fjölmiðlum sem haldi því fram að hálendið muni valda stórfelldum þjóðfélagsdeilum í landinu á næstu árum. Meira
24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 73 orð

Ekki prófkjör í Reykjavík

Á AÐALFUNDI Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í gær, kom ekki fram tillaga um prófkjör flokksins vegna alþingiskosninganna í vor. Stjórn fulltrúaráðsins taldi að engar sérstakar ástæður væru fyrir því að halda prófkjör. Meginreglan er sú í flokknum að stilla upp lista, hitt er frávik. Því er ljóst að ekki verður prófkjör í Reykjavík fyrir þessar kosningar. Meira
24. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 1446 orð

ESB veldur tímaskorti í finnskum stjórnmálum Evrópumál verða með beinum eða óbeinum hætti í brennidepli finnsku þingkosninganna

Í MARS nk. verður kosið til þings í Finnlandi, einungis þremur mánuðum áður en Finnar eiga að taka við forsæti ráðherraráðs Evrópusambandsins af Þjóðverjum. Verði stjórnarmyndunin löng og flókin gæti Finnum reynst erfitt að ná þeim árangri sem stefnt hefur verið að því að næðist undir þeirra forystu. Meira
24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 43 orð

Fundur um málefni lífeyrisþega og eldri borgara

FUNDUR um málefni lífeyrisþega og eldri borgara verður haldinn í dag kl. 15 í prókjörsmiðstöð Ástu R. Jóhannesdóttur alþingismanns í Hafnarstræti 1. Á fundinum mun Ásta reifa málin og Gísli S. Einarsson alþingismaður mætir með nikkuna. Meira
24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 91 orð

Fundur um verndun Elliðaánna

ÖSSUR Skarphéðinsson alþingismaður heldur á mánudag kl. 20 opinn fund umn verndun Elliðaánna með áhugamönnum um stangaveiði. Fundurinn verður í miðstöð hans í Nóatúni 17, 2. hæð. Sérstakir gestir fundarins verða stangaveiðimennirnir Orri Vigfússon og Bubbi Morthens sem hafa beitt sér fyrir að borgaryfirvöld grípi til aðgerða til að hefja Elliðaárnar til fyrri vegs og virðingar, Meira
24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 175 orð

Fyrirlestur um næmnigreiningu og sannreyningu

PÁLMI Pétursson flytur fyrirlestur mánudaginn 25. janúar kl. 16 um meistaraprófsverkefni við verkfræðideild Háskóla Íslands, í VR II, stofu 158, Hjarðarhaga 2­6. Ritgerðin fjallar um næmnigreiningu og sannreyningu á tölvulíkani fyrir Söderberg-rafskaut. Meira
24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 455 orð

Gæsum gefið út um alla borg

GRÁGÆSAHÓPUR hefur vanið komu sína á tún við fjölbýlishús í Bólstaðarhlíð undanfarna mánuði, en eins og greint var frá í Morgunblaðinu fyrr í vikunni hefur Reykjavíkurborg hætt að fóðra fugla við Tjörnina. Er það gert til þess að stemma stigu við fjölgun grágæsarinnar. Meira
24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 1326 orð

Hafa Reykvíkingar einnig sætt ólögmætum skatti? Bæjarstjórn Hafnfirðinga hefur ákveðið eftir lögfræðilega athugun að seilast

HAFNARFJARÐARBÆR hefur ákveðið að krefjast lækkunar á gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur í Hafnarfirði og endurgreiðslu oftekinna hitaveitugjalda aftur í tímann. Byggist þessi krafa á því sjónarmiði, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, að gjaldið hafi verið hærra en sem nam kostnaði við að láta þjónustuna í té. Meira
24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 667 orð

Hæðarlíkan og vatnaskil á Íslandi

Menn hafa um tíma notað hæðarlíkan erlendis til þess að draga upp vatnaskil landsvæða en hingað til hefur ekki verið til hæðarlíka yfir allt Íslands til almennra nota. Bandaríski herinn lét hins vegar gera slíkt módel (DTED1) til eigin nota árið 1990. Landmælingar Íslands hafa fengið hæðarlíkan Bandaríkjamanna til eignar en Orkustofnun hefur aðgang að líkaninu. Meira
24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 199 orð

Lagt hald á annan tug gramma af amfetamíni

RÚM TÍU grömm af áætluðu amfetamíni í neytendaumbúðum fundust í fórum ökumanns sem lögreglan í Reykjavík stöðvaði á horni Frakkastígs og Njálsgötu í gærmorgun. Lagt var hald á efnið. Grunur lék á að maðurinn, sem er góðkunningi lögreglu vegna fíkniefnamála, æki ölvaður, en svo reyndist ekki vera. Meira
24. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 469 orð

Loftárásir vofa yfir Serbum

STJÓRNVÖLD í Serbíu hafa ákveðið að fresta brottrekstri Williams Walkers, yfirmanns alþjóðlegu eftirlitssveitanna í Kosovo, en NATO-ríkin auka enn viðbúnað sinn á Adríahafi. Hafa líkur á loftárásum á sveitir Serba í Kosovo aukist og stjórnvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum telja rétt að grípa til þeirra standi Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, ekki við þá samninga, Meira
24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 71 orð

Mannlíf í fjörðum og á Flateyjardal

ÁHUGAFÓLK um sögu eyðibyggðanna austan Eyjafjarðar heldur fund miðvikudaginn 27. janúar kl. 17.15 í húsi Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, niðri. Í þessum eyðibyggðum er mikil saga orðin og sérkennileg. Hér er um að ræða Látraströnd, Fjörður, Flateyjardal, Flatey á Skjálfanda, Flateyjardalsheiði og Náttfaravíkur. Meira
24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 172 orð

Matarbúr afgreiddi 886 umsóknir

FYRIR jólin var 841 umsókn um mataraðstoð afgreidd á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Aðstoðin var veitt í samvinnu við Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands sem lagði fram 800.000 kr. til verkefnisins og útvegaði sjálfboðaliða. Þá voru 45 umsóknir til viðbótar afgreiddar með stuðningi Akureyrardeildar RKÍ og fyrirtækja nyrðra. Alls var því um að ræða 886 umsóknir. Meira
24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 166 orð

Málstofa í hjúkrunarfræði

PÁLL Biering, hjúkrunarfræðingur, MS, flytur fyrirlestur í Málstofu í hjúkrunarfræði mánudaginn 25. janúar kl. 12.15 í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Fyrirlesturinn nefnist: Meðvirkni og hjúkrun: Hvernig nýtist hjúkrunarfræðingum sú sársaukafulla reynsla að alast upp við alkóhólisma. Meira
24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 119 orð

Mikill áhugi á Arnarneslandinu

MÖRG byggingarfyrirtæki hafa lýst áhuga á að byggja á Arnarneslandinu í Garðabæ sem Jón Ólafsson, eigandi Skífunnar, festi nýverið kaup á. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Jóns, staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið. Jón mun funda með bæjarstjórn Garðabæjar á þriðjudag um það hvernig uppbyggingu svæðisins verður háttað. Meira
24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 144 orð

Mótmæla aðild að NATO

EFTIRFARANDI fréttatilkynning hefur borist frá Samtökum herstöðvaandstæðinga. "Á sama tíma og Solana, framkvæmdastjóri NATO, kemur til Íslands til þess meðal annars að ræða við íslenska ráðherra um 50 ára afmæli NATO eru Samtök herstöðvaandstæðinga að undirbúa dagskrá sem standa mun alla síðustu viku marsmánaðar og enda með fundi 30. mars. Meira
24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 149 orð

Námskeið um meðferð ilmkjarnaolía

LÍFSSKÓLINN stendur fyrir námskeiði um meðferð ilmkjarnaolía til lækninga (aromatherapy). Kennari námskeiðsins er Margrét Demleitner og er námskeiðið haldið helgina 6. og 7. febrúar frá kl. 9­16 og mánudaginn 8. til föstudagsins 12. febrúar frá kl. 18­22. Námskeiðið fer fram á ensku en túlkur verður til hjálpar. Meira
24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 153 orð

Náttúruvernd flytji starfsemi sína í Mývatnssveit

SVEITARSTJÓRN Skútustaðahrepps samþykkti áskorun á umhverfisráðherra á fundi sínum sl. fimmtudag um að hefja nú þegar undirbúning að flutningi Náttúruverndar ríkisins norður í Mývatnssveit. Í ályktun sveitarstjórnarinnar er vitnað til bréfs Náttúruverndar frá 13. janúar sl. Meira
24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 30 orð

Nýtt vefrit um stjórnmál

MAGNÚS Ingólfsson, stjórnmálafræðingur og kennari, hefur opnað vefrit á Netinu. Slóðin er www.stjornmal.is. Magnús tekur þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík um næstu helgi undir merkjum Alþýðubandalagsins. Meira
24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 455 orð

Oftekin gjöld gætu snert alla viðskiptavini

EF kröfur Hafnfirðinga um endurgreiðslu oftekinna þjónustugjalda af hálfu Hitaveitu Reykjavíkur eiga rétt á sér þá gildir það sama um íbúa annarra sveitarfélaga sem skipta við hitaveituna, þ.ám. Reykvíkinga sjálfa. Þennan skilning staðfesti Hreinn Loftsson hrl. Meira
24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 67 orð

Opnar æfingar hjá ÍD

NÚ standa yfir æfingar hjá Íslenska dansflokknum á Kæru Lóló eftir Hlíf Svavarsdóttir og tveimur verkum eftir portúgalska danshöfundinn Rui Horta, Diving og Flat space moving. Á morgun, mánudag, þriðjudag og miðvikudag býðst fólki að koma á opnar æfingar á verkunum frá kl. 11.15­ 16.40. Á á fimmtudag verður æfing kl. 14.15­19.45 og eru allir velkomnir. Meira
24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 149 orð

Rabb um kynjamun í viðhorfum unglinga

GUNNAR Karlsson, prófessor í sagnfræði, flytur erindi um "Kynjamun í viðhorfum íslenskra unglinga" á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum fimmtudaginn 28. janúar í Odda, stofu 201, kl. 12­13. Í fréttatilkynningu segir: "Árið 1995 tóku Íslendingar þátt í umfangsmikilli samevrópskri könnun á söguvitund unglinga og er enn verið að vinna úr niðurstöðu hennar. Meira
24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 238 orð

Ráðstefna um græn reikningsskil

SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ og endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið Deloitte & Touche standa fyrir hálfsdags ráðstefnu miðvikudaginn 27. janúar kl. 13.30 um græn reikningsskil með áherslu á fyrirtæki í flutningum og samgöngum. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Loftleiðum. Meira
24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 79 orð

Snjóþungt í Siglufirði

FALLEGT veður var í Siglufirði á föstudag, stilla og ekki skýhnoðri á lofti og sólin gyllti fjallatoppa í vestri. Afskaplega fallegt var að horfa til fjalla. Viðbrigðin voru því mikil fyrir bæjarbúa frá því á miðvikudag, þegar rýma þurfti fjölda húsa vegna snjóflóðahættu. Mikill snjór í er bænum og nágrenni hans og börnin hafa notfært sér hann til leikja. Meira
24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 349 orð

Starfsemi safna verði skilgreind

MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur óskað eftir því við ríkisstjórnina að hún samþykki að heimila honum að skipa nefnd til að undirbúa rammalöggjöf um safnamál. Lagt er til að hún verði skipuð fulltrúum frá menntamálaráðuneytinu, umhverfisráðuneyti, samgönguráðuneyti, Félagi safnamanna og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Meira
24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 69 orð

Tveir Íslendingar á leið til Kosovo

TVEIR Íslendingar munu á næstu vikum fara til starfa í Kosovo í Serbíu á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Urður Gunnarsdóttir blaðamaður mun starfa í bænum Mitrovica sem blaðafulltrúi ÖSE en auk hennar er áformað að hjúkrunafræðingur fara til starfa í héraðshöfuðborginni Pristina. Meira
24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 327 orð

Varar við einkavæðingu heilbrigðisgeirans

ÓLAFUR Ólafsson fyrrverandi landlæknir varaði við einkavæðingu heilbrigðisgeirans í lokaerindi á fagráðstefnu Læknafélags Íslands á Hótel Loftleiðum á föstudag. Sagði hann jafnframt að framtíð heilbrigðisgeirans á Íslandi væri björt, ef nægilegt fjármagn væri fyrir hendi. "Árangur okkar hér á landi í baráttu við helstu sjúkdóma hefur verið mjög góður. Meira
24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 157 orð

Verðlaun í fréttagetraun

Verðlaun í fréttagetraun UM nokkurra mánaða skeið hafa gestir mbl.is átt kost á að spreyta sig á fréttagetraun þar sem spurt er spurninga um fréttir og málefni líðandi stundar. Ný getraun birtist vikulega og eru spurningarnar yfirleitt miðaðar við atburði síðustu viku til 10 daga. Meira
24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 124 orð

Vélsleðabraut á Akureyri

Vélsleðabraut á Akureyri ÚTBÚIN hefur verið braut sem vélsleðamenn á Akureyri geta notað til að þeysa um á sleðum sínum, en hún er í Krossaneshaga, norðan við AK-inn og bensínstöð Skeljungs. Alexander Kárason, kunnur vélsleðamaður á Akureyri, á hugmyndina að því að setja brautina upp en tilgangur með henni er m.a. Meira
24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 144 orð

Viðræður við Icegold um afnot af Skjaldarvík

BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur heimilað bæjarstjóra að ganga til áframhaldandi viðræðna við fyrirtækið Icegold um afnot húseigna í Skjaldarvík. Icegold er fyrirtæki sem sérhæfir sig í viðskiptum á Netinu og hafa forsvarsmenn þess verið að leita að hentugu húsnæði á Eyjafjarðarsvæðinu undir starfsemi sína. Meira
24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 385 orð

Vinnustaðasamningar en launataxtar falli niður

GUNNAR Páll Pálsson, forstöðumaður hagdeildar Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, leggur til í erindi sem hann flutti á kjaraþingi VR í gær, að farnar verði nýjar leiðir í næstu kjarasamningum verslunarmanna. Launataxtar verði felldir niður en áhersla lögð á hlutdeild starfsmanna í hagnaði vegna framleiðniaukningar fyrirtækja með vinnustaðasamningum og launahækkanir með starfsmati. Meira
24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 500 orð

Öllum auðlindum verði skilað til þjóðarinnar

SVERRIR Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði í ræðu á fyrsta landsþingi flokksins, sem hófst í gær, að í kosningabaráttunni sem framundan væri yrðu fiskveiðistjórnunarmálin á oddinum og um þau yrði fyrst og fremst kosið. Meira
24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

24. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 309 orð

(fyrirsögn vantar)

Snjóflóð við Siglufjörð 23 íbúðarhús voru rýmd á Siglufirði á miðvikudagskvöld vegna snjóflóðahættu. Síðdegis um daginn höfðu fallið snjóflóð á vegina um Óshlíð og Súðavíkurhlíð í Ísafjarðardúpi og á Siglufjarðarveg. Maður lést í snjóflóði Meira

Ritstjórnargreinar

24. janúar 1999 | Leiðarar | 483 orð

NÝJUNGARÁ FJÁRMÁLA-MARKAÐI

Stóraukin samkeppni á fjármálamarkaði á milli banka, sparisjóða og verðbréfafyrirtækja er að skila sér með margvíslegum hætti. Landsbanki Íslands hf. hefur að undanförnu tekið frumkvæði á tveimur sviðum, sem athygli vekja. Þar er annars vegar um að ræða samkeppni við hinn ríkisrekna íbúðalánasjóð og hins vegar stofnun nýs fyrirtækis á sviði svonefndrar framtaksfjármögnunar. Meira
24. janúar 1999 | Leiðarar | 2556 orð

Reykjavíkurbréf SINGKOSNINGARNAR, sem eru framundan í maímánuði, se

SINGKOSNINGARNAR, sem eru framundan í maímánuði, setja nú í vaxandi mæli svip á þjóðlífið og þjóðmálaumræður. Prófkjör eru nánast um hverja helgi og harkan í prófkjörsbaráttunni verður stöðugt meiri. Meira

Menning

24. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 138 orð

Blúndugrímur og flaksandi kjólar

Vor- og sumartíska Thierry Mugler Blúndugrímur og flaksandi kjólar FRANSKI tískuhönnuðurinn Thierry Mugler sýndi vor- og sumartískuna í París á þriðjudaginn var og var sýningin afar dramatísk þar sem flaksandi kjólar og blúndugrímur voru áberandi. Meira
24. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 114 orð

Cindy Crawford ólétt

Cindy Crawford ólétt FYRIRSÆTAN Cindy Crawford á von á sínu fyrsta barni með eiginmanninum, Randy Gerber, og er búist við því í heiminn í lok júní, að því er talsmaður hennar greinir frá í USA Today. Hjónin giftu sig á Bahamaeyjum í maí síðastliðnum. Meira
24. janúar 1999 | Myndlist | 763 orð

"Frost og funi"

Opið daglega frá 10­18, laugardaga frá 10­17 og sunnudaga frá 14-17. Til 31. janúar. Aðgangur ókeypis. Í LOK síðasta árs auglýsti listhúsið Fold eftir myndverkum, er skara skyldu myndefnið; Frost og funi. Var sá háttur hafður á að velja úr innsendum verkum líkt og tíðkaðist um Haustsýningarnar fyrrum, og nú getur að líta árangurinn af þessari tilhögun í innri sal. Meira
24. janúar 1999 | Menningarlíf | 657 orð

Frumflytja þrjú íslensk verk

Eingöngu íslensk kórverk eru á efnisskrá Hamrahlíðarkórsins á tónleikum sem haldnir verða í Listasafni Íslands á mánudagskvöld. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá Myrkra músíkdaga sem í ár eru tileinkaðir aldarafmæli Jóns Leifs tónskálds. Flutt verða verk eftir átta íslensk samtímatónskáld, elstur er Jón Leifs (1899­1968) og yngst er Hildigunnur Rúnarsdóttir fædd 1964. Meira
24. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 751 orð

Góðar móttökur skila banastuði Í kvöld verður Hjartsláttarkvöld á Kaffi Thomsen þar sem breski tónlistarmaðurinn Mike Dred fer

MIKE Dred var einn af helstu talsmönnum house-tónlistarinnar í Bretlandi en hefur með árunum þróast meira að elektró-tónlist eða "break"-bítinu. Dred hefur gefið út fjöldann allan af tólf tommu plötum og skífum með endurblönduðu efni, en á síðasta ári kom út fyrsti geisladiskur hans, "Virtual Farming" hjá einni virtustu dansútgáfu Bretlands, Rephlex, sem m.a. Meira
24. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 458 orð

Góð myndbönd

"U.S. Marshals" Algjör formúlumynd en gott dæmi um hvernig slíkar myndir geta heppnast. Tommy Lee Jones er frábær að vanda, mikill hasar og mikil læti. Hinn mikli Lebowski (The Big Lebowski) Meira
24. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 142 orð

Jenny McCarthy trúlofuð

Jenny McCarthy trúlofuð ORKUBOMBAN Jenny McCarthy, sem komst á stjörnukortið vegna hressilegrar frammistöðu í þættinum Singled Out á MTV- sjónvarpsstöðinni, sagði frá því í breskum spjallþætti í vikunni að hún væri trúlofuð John Asher, sem leikstýrir henni í myndinni Demantar eða Diamonds. Meira
24. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 309 orð

Konur í brennidepli

SUNDANCE-kvikmyndahátíðin hófst á fimmtudag í fimmtánda skipti síðan Robert Redford tók við og er þetta einn helsti vettvangur óháðra leikstjóra til að koma sér á framfæri. Að sögn skipuleggjenda hátíðarinnar eru konur í brennidepli á hátíðinni að þessu sinni. Meira
24. janúar 1999 | Bókmenntir | 629 orð

Landsins gagn og nauðsynjar

Um siðfræði umhverfis og náttúru, eftir Pál Skúlason, Háskólaútgáfan, Reykjavík, 1998, 115 bls. LANDSVIRKJUN auglýsti á dögunum eftir rökum í stað tilfinninga. Umhverfing Páls Skúlasonar heimspekings er næstum því eins og svarið við þeirri auglýsingu, enda hefur Páll fyrr en hér vefengt skiptingu mannsandans í skynsamlega rökvísi annarsvegar og óreiðukenndar, Meira
24. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 240 orð

Larry Flynt útskrifaður af spítala

Larry Flynt útskrifaður af spítala LARRY Flynt, útgefandi klámtímaritsins Hustler, var útskrifaður af spítala í vikunni og er að jafna sig, að því er talsmaður hans sagði á fimmtudag. Flynt var lagður inn á Cedars-Sinai- sjúkrahúsið í Beverly Hills í síðustu viku eftir að hann greindist með lungnabólgu. Veikindin ollu töfum til 5. Meira
24. janúar 1999 | Menningarlíf | 522 orð

Leikur kattarins að músinni

eftir James Patterson. Warner Books 1998. 451 síða. BANDARÍSKI spennusagnahöfundurinn James Patterson hefur að undanförnu sent frá sér sakamálasögur um lögreglumanninn Alex Cross og leit hans að fjöldamorðingjum. Þekktasta sagan hans um Cross, "Kiss the Girls" eða Kyssum stelpurnar, var kvikmynduð með góðum árangri og fór Morgan Freeman með hlutverk lögreglumannsins. Meira
24. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 576 orð

Margfalt heimsmet Spaugstofumenn voru í miðjum klíðum að taka upp þátt kvöldsins þegar Sigurður Valgeirsson kom askvaðandi með

Í TÍU ÁR hefur Spaugstofan sett svip sinn á þjóðlífið með því að gera grín að atburðum líðandi stundar. Sumum þykja Spaugstofumenn stundum fara yfir strikið og taka þeir því með ennþá meira gríni. Flestum þykir nú bara vænt um þessa karla sem koma inn í stofu til okkar á hverju laugardagskvöldi. Meira
24. janúar 1999 | Menningarlíf | 540 orð

Nauðaði í Atla Heimi

"VERKIÐ er eftir minn góða vin Atla Heimi Sveinsson. Hann hefur skrifað fyrir mig áður, einleiksverk sem heitir Úr þagnarheimi. Það er stórkostlegt stykki sem ég hef spilað víða um heim. Þess vegna fór ég að nauða í honum um að skrifa fyrir mig sellókonsert og í hvert skipti sem við rákumst hvor á annan spurði ég hvað konsertinum liði. Meira
24. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 292 orð

Ótrúleg viðbrögð

ÁÆTLAÐ er að setja upp sýningu á Broadway á næstunni þar sem söngkonur verða í aðalhlutverki og er verið að setja saman lagaval þekktra söngkvenna á borð við Celine Dion, Whitney Houston, Madonnu og fleiri. Kristjana Geirsdóttir móttökustjóri Broadway segir að auglýst hafi verið eftir lagvissum konum í Morgunblaðinu og viðbrögðin hafi verið þvílík að annað eins hafi vart sést. Meira
24. janúar 1999 | Menningarlíf | 287 orð

Pólskar systur í Leikhúskjallaranum

PÓLSKU systurnar Mariola og Elzbieta Kowalczyk syngja létt klassísk lög við píanóundirleik landa síns, Jerzy Tosik-Warszawiak, í Listaklúbbi Leikhúskjallarans á morgun, mánudag, kl. 20.30. Flutt verða verk eftir tónskáld frá ýmsum löndum, m.a. frá Íslandi. Systurnar Kowalczyk fæddust í Nowy Targ í Póllandi. Elzbieta hóf nám í sellóleik tíu ára gömul og píanónám tólf ára. Meira
24. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 194 orð

Ritstjórum Spin sparkað

Ritstjórum Spin sparkað TVEIR helstu ritstjórar tónlistartímaritsins Spin voru reknir á þriðjudag. Annar þeirra, Craig Marks, höfðaði nýlega skaðabótamál upp á um 1,7 milljarða króna á hendur rokkaranum Marilyn Manson fyrir meinta líkamsárás. Meira
24. janúar 1999 | Menningarlíf | 681 orð

Tragíkómískt sálardrama

ÞESSI KELLING var bjútíið í Búdapest," segir Inga Bjarnason leikstjóri, um austurríska sálkönnuðinn, Melanie Klein, en um hana fjallar leikritið Frú Klein sem Hvunndagsleikhúsið frumsýnir í Iðnó í kvöld. "Hún er fædd árið 1882 og elst upp á þeim tímum sem konur voru að fá sín fyrstu tækifæri til að menntast. Meira
24. janúar 1999 | Menningarlíf | 549 orð

Tukthúslimur beitir fjarhrifum

Eftir Richard La Plante. Warner Books 1998. 346 síður. RAUNVERULEIKINN er aðeins enn einn draumur, stendur á kápu nýjustu spennusögu sakamálahöfundarins Richard La Plante en hún gerist einmitt mjög á mörkunum milli draumaheimsins og veruleika. Meira
24. janúar 1999 | Menningarlíf | 657 orð

Þrjú ný íslensk verk frumflutt

ÞRIÐJU hátíðartónleikar Kammersveitar Reykjavíkur á afmælisári verða helgaðir íslenskri tónlist og haldnir í tengslum við hátíð Tónskáldafélags Íslands, Myrka músíkdaga. Tónleikarnir fara fram í Salnum í Kópavogi í kvöld, sunnudagskvöld, og hefjast kl. 20:30. Meira

Umræðan

24. janúar 1999 | Aðsent efni | 1697 orð

Á vit fortíðar Fréttabréf frá SuðurskautslandinuMargar fleiri mælingar verða síðar gerðar á sýnum úr kjarnanum á rannsóknastofum

Á vit fortíðar Fréttabréf frá SuðurskautslandinuMargar fleiri mælingar verða síðar gerðar á sýnum úr kjarnanum á rannsóknastofum víða um Evrópu, segir Þorsteinn Þorsteinsson. T.d. Meira
24. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 207 orð

Ódýrara rauðvín

ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 5. janúar var frá því sagt í fréttum CBS- stöðvarinnar, sem endurvarpað er á næturnar á Sky-stöðinni, að ný rannsókn lækna sýndi, að hófleg neysla áfengis helmingaði líkur á heilablóðfalli. Áður hafa nokkrar rannsóknir lækna og annarra vísindamanna sýnt, að hófleg neysla áfengis minnkar líkur á hjartasjúkdómum og öðrum kvillum. Meira
24. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 209 orð

Sjómannaafsláttur

SVEINN Arason skrifaði ágæta grein í dagblað 7. síðasta mánaðar um sjómannaafslátt, að hann hafi verið settur til að laða að sjómenn vegna manneklu. Þetta er rétt en þetta var ekki gert bara fyrir sjómenn heldur landið í heild, til að hægt væri að fiska og útgerðarmennina sem ekki gátu komið bátunum og togurunum úr höfn. Meira
24. janúar 1999 | Aðsent efni | 2136 orð

TIL VARNAR BÓKAMARKAÐI Hið eina sem hægt er

UM NOKKURT skeið hefur mátt sjá harða gagnrýni á bókamarkaðinn og lögmál hans í bókmenntaskrifum Morgunblaðsins; nú síðast (5/1 99) voru Íslensku bókmenntaverðlaunin sögð ómarktæk vegna þess að öll framkvæmd þeirra bæri "þess merki að útgefendur hafa fyrst og fremst stofnað til þeirra í markaðssetningar- og auglýsingaskyni". Meira
24. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 663 orð

Var Jesús Palestínumaður?

EINS og þúsundir annarra Íslendinga hlustaði ég á og sá sjónvarpsguðsþjónustu frá Hallgrímskirkju á aðfangadagskvöld jóla. Ég hreifst af hinum fallegu jólasöngvum og þeim hátíðarblæ sem þessi stund gaf. Margar hugljúfar minningar frá barns- og æskuárum urðu svo lifandi á ný. Kjarni boðskapar hinnar kristnu kirkju um fæðingu Jesúbarnsins í Betlehem sem frelsara og konungs er hrífandi. Meira
24. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 512 orð

Vistvænar milljónir

FINNSKUR ráðherra neyddist til þess að segja af sér embætti á dögunum. Við einkavæðingu stærsta ríkisrekna símafyrirtækis Finnlands fékk hann sjálfum sér og dóttur sinni hlutabéf fyrir undirverð. Bréfin hækkuðu svo skömmu síðar og höfðu þau þá eignast milljarða af almannafé. Ekki er hægt að neita því að þetta minnir um margt á vinnuaðferðir hérlendis. Meira

Minningargreinar

24. janúar 1999 | Minningargreinar | 1253 orð

Ágústa Björnsdóttir

Þessar ljóðlínur úr Hávamálum hefði vinahópurinn Múlagengið getað gert að einkunnarorðum sínum. Samverustundirnar þegar allir voru í essinu sínu, og það voru þeir, þegar þeir náðu saman ­ hafa verið gulli betri og geymast, eins og orðhagur maður sagði, eins og dýrar perlur í sjóði minninganna. Múlagengið er kennt við heimili hennar Diddu frænku minnar, Síðumúla. Meira
24. janúar 1999 | Minningargreinar | 578 orð

Ágústa Björnsdóttir

Ég kom fyrst á Hlíðarveginn í Kópavogi til Ágústu og Lofts árið 1959. Það var eftirvænting að hitta væntanlega tengdaforeldra í fyrsta skiptið. Móttökurnar voru afskaplega ljúfar og kynni mín af þeim hjónum góð alla tíð. Á þessum tíma buggu þau við Hlíðarveginn í litlu húsi sem áður var sumarbústaður og í tvíbýli við önnur hjón. Meira
24. janúar 1999 | Minningargreinar | 68 orð

ÁGÚSTA BJÖRNSDÓTTIR

ÁGÚSTA BJÖRNSDÓTTIR Ágústa Björnsdóttir fæddist í Reykjavík 17. febrúar 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga 15. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 22. janúar. Í formála minningargreina um Ágústu í Morgunblaðinu föstudaginn 22. janúar féll eftirfarandi niður: Eftirlifandi hálfsystir Ágústu, samfeðra, er Jóhanna, f. Meira
24. janúar 1999 | Minningargreinar | 430 orð

Ása Jóna Þorsteinsdóttir

Elsku mamma, nú er þrautargöngu þinni lokið eða eins og þú sagðir þrautargöngu okkar þegar við töluðum saman. Margar áttum við stundirnar þessa síðastliðnu mánuði og er ég svo þakklát fyrir að hafa getað stutt þig og hjálpað og verið með þér hina síðustu stund. Meira
24. janúar 1999 | Minningargreinar | 412 orð

Ása Jóna Þorsteinsdóttir

Elsku hjartans móðir og tengdamóðir. Það var snemma á miðvikudagsmorguninn 20. janúar að hringt var og sagt að þú værir dáin. Þó að aðdragandinn hafi verið langur og erfiður var eins og maður væri ekki tilbúinn til að heyra slíkar fregnir. Á slíkum stundum er margt sem fer um hugann. Meira
24. janúar 1999 | Minningargreinar | 450 orð

Ása Jóna Þorsteinsdóttir

Guð, allur heimur, eins í lágu og háu, er opin bók um þig, er fræðir mig. Já, hvert eitt blað á blómi jarðar smáu, er blað sem margt er skrifað á um þig. Þegar ég minnist góðrar vinkonu sem kvödd er hinstu kveðju datt mér í hug ofanritaður sálmur eftir Valdimar Briem. Lífsganga okkar er óráðin þótt allt virðist bjart og blómum skrýtt í fyrstu. Meira
24. janúar 1999 | Minningargreinar | 201 orð

ÁSA JÓNA ÞORSTEINSDÓTTIR

ÁSA JÓNA ÞORSTEINSDÓTTIR Ása Jóna Þorsteinsdóttir fæddist á Kálfárvöllum í Staðarsveit 13. mars 1944. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 20. janúar síðastliðinn. Ása var sjötta í röðinni af sjö börnum hjónanna Eiríku Jónsdóttur f. 17.8. 1908, d. 22.10. 1990, og Þorsteins Nikulássonar, f. 3.10. 1909, d. 22.11. 1990. Ása giftist Walter Borgar, f. 12. Meira
24. janúar 1999 | Minningargreinar | 542 orð

Einar Halldórsson

Einar í Holti er fallinn í valinn og okkur langar til að minnast hans með fáeinum orðum. Fátæklegum. Allt sem maður gerir, allt sem maður segir, virðist svo fátæklegt þegar dauðinn kveður dyra. Hugsunin um að öll munum við að lokum falla og hið eina sem stendur eru minningar, ýmist góðar eða sárar. Þegar menn deyja er góður siður að leita að og minnast hins góða úr lífi þeirra. Meira
24. janúar 1999 | Minningargreinar | 26 orð

EINAR HALLDÓRSSON

EINAR HALLDÓRSSON Einar Halldórsson fæddist í Dal í Miklaholtshreppi 1. október 1932. Hann lést 11. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fáskrúðarbakkakirkju 23. janúar. Meira
24. janúar 1999 | Minningargreinar | 291 orð

Guðríður Björg Júlíusdóttir

Guðríður Björg frænka okkar bjó fyrir Norðan, jafnvel eftir að hún og Guðfinnur fóru að hafa vetursetu í Bolungarvík. Fyrir norðan er ekki einhver ótiltekinn staður í norðrinu. Nei, að búa fyrir Norðan þýddi það sama og búa í Reykjarfirði, þar sem hverirnir, heita vatnið og sundlaugin voru. Þar sem selkóparnir léku á skerjum og æðarfuglinn verpti í hvern hólma og eyju. Meira
24. janúar 1999 | Minningargreinar | 31 orð

GUÐRÍÐUR BJÖRG JÚLÍUSDÓTTIR

GUÐRÍÐUR BJÖRG JÚLÍUSDÓTTIR Guðríður Björg Júlíusdóttir fæddist á Hóli í Bolungarvík 25. apríl 1915. Hún lést á Sjúkrahúsi Bolungarvíkur 15. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hólskirkju 23. janúar. Meira
24. janúar 1999 | Minningargreinar | 385 orð

Guðrún Ísleifsdóttir

Elsku besta amma mín. Nú ert þú horfin á braut og ég mun sárt sakna þín. Ég veit líka að þú ert mjög sátt við að skilja við þetta jarðríki, því síðustu árin þín hér voru mjög erfið ár. Þú hafðir misst báða fæturna og þú varst líka farin að sjá og heyra illa. Meira
24. janúar 1999 | Minningargreinar | 396 orð

Guðrún Ísleifsdóttir

Elskuleg tengdamóðir mín er látin. Þau 45 ár sem við höfum átt samfylgd hefur aldrei fallið skuggi á okkar samband. Gunna eins og við kölluðum hana alltaf kenndi mér margt. Hún hafði einstakt lag á að segja skemmtilega frá, enda var hún hagmælt með afbrigðum, og hefur hún sett fram margar vísur við ýmis tilefni, sem hefði verið gaman að koma saman í bók, kannski verður það að veruleika síðar meir. Meira
24. janúar 1999 | Minningargreinar | 668 orð

Guðrún Ísleifsdóttir

Nú ertu búin að fá hvíldina, elsku amma mín, og mig langar til að minnast þín með nokkrum orðum. Þegar ég sat hjá þér á mánudagsmorguninn þá bað ég þess að þú fengir að kveðja okkur þann daginn. Ég var bænheyrð. Ég hef látið hugann reika undanfarnar vikur og þá sérstaklega þegar ég hef setið hjá þér. Meira
24. janúar 1999 | Minningargreinar | 518 orð

Guðrún Ísleifsdóttir

Það er við hæfi að ég riti minningarorð um ömmu mína á stað sem kenndur er við John F. Kennedy, fyrrum forseta Bandaríkjanna. Því rétt eins og þessi frægasti forseti Bandaríkjanna var ein af hetjum mínum á leiðinni til manndóms og þroska, svo var og Guðrún amma ein af helstu hetjum lífs míns. Meira
24. janúar 1999 | Minningargreinar | 143 orð

GUÐRÚN ÍSLEIFSDÓTTIR

GUÐRÚN ÍSLEIFSDÓTTIR Guðrún Ísleifsdóttir fæddist í Neðra-Dal í Vestur-Eyjafjöllum 16. desember 1904. Hún lést í Reykjavík 18. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ísleifur Bergsteinsson og Guðný Sigurðardóttir. Meira
24. janúar 1999 | Minningargreinar | 125 orð

Haraldur G. Guðmundsson

Elsku langafi minn, aldrei hef ég hugsað jafnmikið um góðu stundirnar sem við áttum saman, þegar ég var lítil. Þegar ég kom í heimsókn til ömmu og afa í Dalseli var ég svo ánægð þegar við hittumst þar. Og þegar við fórum með vísuna "...þessi datt í sjóinn". Rosalega þótti mér vænt um þig. En svo fækkaði samverustundunum og ég eltist, og gerði mér ekki grein hversu mikið mér þótti vænt um þig. Meira
24. janúar 1999 | Minningargreinar | 29 orð

HARALDUR G. GUÐMUNDSSON

HARALDUR G. GUÐMUNDSSON Haraldur G. Guðmundsson netagerðarmaður fæddist á Patreksfirði 6. ágúst 1917. Hann lést á Landspítalanum 3. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 7. janúar. Meira
24. janúar 1999 | Minningargreinar | 323 orð

Ingibjörg Guðmundsdóttir

Amma mín er dáin og minningarnar leita á hugann, minningar um ömmu og um afa sem er líka dáinn. Ég man eftir sumrunum þegar ég var barn. Ég man eftir hvað mér fannst gaman að vera hjá þeim úti í garði, innan um blómin sem amma ræktaði af natni. Ég man eftir hvað ég var sæl og ánægð eftir dagsverkið en að launum fékk ég vænan blómvönd sem ég fór með heim. Meira
24. janúar 1999 | Minningargreinar | 763 orð

Ingibjörg Guðmundsdóttir

Okkur systurnar langar að minnast Ingibjargar Guðmundsdóttur sjúkraliða sem var gift föðurbróður okkar, Ingólfi heitnum Stefánssyni, skipstjóra og löngum framkvæmdastjóra Farmanna- og fiskimannasambandsins. Imba, eins og hún var alltaf kölluð í okkar fjölskyldu, var ákaflega sterk og sjálfstæð kona. Meira
24. janúar 1999 | Minningargreinar | 454 orð

Ingibjörg Guðmundsdóttir

Þegar Ingibjörg Guðmundsdóttir er látin, þá minnumst við margs, enda er meira en hálf öld frá því við hjónin fórum að búa í sama húsi með þeim hjónum Ingibjörgu og Ingólfi Stefánssyni, fyrst á Rauðarárstíg 11 og síðan á Sundlaugavegi 24. Börn fæddut eins og gengur. Þeim fæddust fimm mannvænlegir drengir. Einn þeirra er látinn. Meira
24. janúar 1999 | Minningargreinar | 309 orð

Ingibjörg Guðmundsdóttir

Hlýja og notalegheit koma fyrst upp í huga minn þegar ég hugsa til Ingibjargar tengdamóður minnar. Ingibjörg var þannig að öllum þótti vænt um hana og vissu að hún var réttsýn og greind kona sem gott var að ráðfæra sig við. Ingibjörg var hæglát, hafði ákveðnar skoðanir og las mikið. Meira
24. janúar 1999 | Minningargreinar | 453 orð

Ingibjörg Guðmundsdóttir

Fregnin um andlát Ingibjargar Guðmundsdóttur, tengdamóður minnar, kom mér ekki á óvart, því lengi var hún búin að berjast við erfiða sjúkdóma. Fyrst var það alzheimers-sjúkdómurinn sem er skelfilegur bæði fyrir þann er fyrir honum verður og einnig fyrir aðstandendur. Ingólfur var sem klettur við hlið hennar í þeim ólgusjó sem sjúkdómurinn olli. Meira
24. janúar 1999 | Minningargreinar | 350 orð

Ingibjörg Guðmundsdóttir

Ég á svo margar góðar minningar frá dögum og kvöldum með afa og ömmu á Sundló. Það er erfitt að minnast bara ömmu. Afi og amma voru ein heild fyrir mér. Þar sem annað var, var hitt nálægt. Ég man sérstaklega eftir því að þegar ég fékk að sofa hjá afa og ömmu þá fékk ég að vaka mun lengur en foreldrar mínir leyfðu og við sátum oft langt fram á nótt og spiluðum. Meira
24. janúar 1999 | Minningargreinar | 279 orð

Kjartan Magnússon

Elskulegi Kjartan minn. Nú ertu loksins frjáls, nú ættirðu að geta lokið við kofann sem þú talaðir svo mikið um og hver veit nema þú hittir núna vin þinn góða, John Lennon, og þið takið lögin saman Kjartan minn, mig langar að þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Meira
24. janúar 1999 | Minningargreinar | 529 orð

Stefán Helgason

Látinn er frændi minn, Stefán Helgason, og vil ég hér á eftir minnast hans með nokkrum orðum. Stefán fæddist á Grænavatni í Mývatnssveit, einni tignarlegustu sveit landsins og ólst þar upp á fjölmennum bæ en margbýlt var á Grænavatni. Meira
24. janúar 1999 | Minningargreinar | 114 orð

STEFÁN HELGASON

STEFÁN HELGASON Stefán Helgason fæddist á Grænavatni í Mývatnssveit hinn 15. maí árið 1922. Hann andaðist á heimili sínu 9. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helgi Jónsson og Kristjana Helgadóttir er bjuggu á Grænavatni. Stefán var elstur þriggja systkina en yngri eru Helga, húsmóðir á Ytra-Nýp í Vopnafirði, f. 6. Meira
24. janúar 1999 | Minningargreinar | 845 orð

Þórarinn Magnússon

Þórarinn Magnússon fæddist að Neðradal í Mýrdal 17. febrúar 1921. Móðir hans var frá Ketilsstöðum í Mýrdal, en faðir hans var frá Neðradal. Þórarinn ólst upp með móður sinni, ömmu og afa, ýmist að Neðradal, Ketilsstöðum eða Norðurgarði. Þórarinn kynntist Vestmannaeyjunum snemma. Meira
24. janúar 1999 | Minningargreinar | 114 orð

Þórarinn Magnússon

Hann Þórarinn kennari er dáinn. Í hugann koma upp minningar frá skólaárum bernskunnar. Þær eru hlýjar og fullar af þakklæti. Þar fór kennari sem lét sér annt um nemendur sína. Hann kenndi þeim vandvirkni og vakti með þeim samviskusemi og metnað. Hann kenndi þeim góða umgengni og virðingu fyrir móðurmálinu. Hann agaði nemendur sína en sýndi þeim jafnframt kærleika og umhyggju. Meira
24. janúar 1999 | Minningargreinar | 30 orð

ÞÓRARINN MAGNÚSSON

ÞÓRARINN MAGNÚSSON Þórarinn Magnússon fæddist í Neðradal í Mýrdal í V-Skaftafellssýslu 17. febrúar 1921. Hann lést á Landakoti 18. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landakirkju 23. janúar. Meira
24. janúar 1999 | Minningargreinar | 423 orð

(fyrirsögn vantar)

Mínar fyrstu minningar af ömmu á Sundló, eins og hún var kölluð, eru frá einni af heimsóknum okkar fjölskyldunnar. Stefán faðir minn, afi og auðvitað amma voru í hörku umræðum um stjórnmál. Ef ég man rétt var amma ekki manneskja sem lét skoðanir sínar liggja ósagðar. Meira

Daglegt líf

24. janúar 1999 | Bílar | 306 orð

B&L flytur inn Rover fólksbíla

BIFREIÐAR og landbúnaðarvélar, sem hafa m.a. umboð fyrir BMW og Rover, hafa ákveðið að hefja innflutning í fyrsta sinn á Rover fólksbílum. Fluttur verður inn Rover 75 sem kynntur var með pomp og prakt á bílasýningunni í Birmingham sl. haust. Meira
24. janúar 1999 | Ferðalög | 613 orð

Cabela's ­ leikfangabúð stóru strákanna

FJÖLDI íslenskra veiðimanna og útivistarfólks er á meðal tryggra viðskiptavina bandaríska Cabela's- fyrirtækisins, en það rekur umfangsmikla póstverslun með veiðivörur og fleira. Auk póstverslunar er Cabela's með fjórar verslanir, eða sýningarsali, eins og fyrirtækið kýs að kalla búðirnar. Hinn 1. Meira
24. janúar 1999 | Ferðalög | 471 orð

Engir diskar, engin hnífapör Þeir eru ekki á hverju strái veitingastaðirnir þar sem hvorki finnast hnífapör né diskar. Að sögn

HVORKI að utan né innan lítur Café Ashmara sérstaklega spennandi út. Þessi litli bar og veitingastaður er í miðborg Óslóar, nánar tiltekið við Hausmannsgötu og lætur lítið yfir sér. Nakin grá borð, svartir stólar, afrískir hlutir á gulum veggjunum og dempuð grænblá birta er það sem mætir gestum innandyra. Meira
24. janúar 1999 | Ferðalög | 103 orð

FERDALÖG format 90,7

FERDALÖG format 90,7 Meira
24. janúar 1999 | Bílar | 625 orð

Framtíðarsýn DaimlerChrysler byggð á traustum grunni

ÞAÐ vakti mikla athygli þegar DaimlerChrysler kynnti Vision SLR, fyrsta sameiginlega bíl sinn á bílasýningunni í Detroit í byrjun mánaðarins. Áður hafði samsteypan sent út teikningar af SLR sportbílnum og kveikt forvitni margra akstursáhugamanna því stórir þættir í hönnun bílsins eru sóttir til Formula 1 kappakstursbílsins, Silfurörvarinnar, Meira
24. janúar 1999 | Bílar | 90 orð

Fullkomnustu framsætin?

NÝR S-línu Mercedes-Benz er hlaðinn óvenjulegum búnaði. Meðal þess sem fylgir í kaupunum á þessum glæsivagni eru æði sérstök framsæti sem eru samkvæmt nýjustu tækni. Inni í setunni eru tíu litlar viftur sem blása kældu lofti gegnum lítil göt á sætisáklæðinu. Búnaðurinn á að koma í veg fyrir að menn svitni í sætinu. Meira
24. janúar 1999 | Ferðalög | 130 orð

Gamla Hótel Framtíð

GAMLA timburhúsið sem Hótel Framtíð hefur til þessa verið í var reist veturinn 1905­1906. Húsið á sér því langa sögu en það stendur við sjóinn í hjarta Djúpavogs. Gústaf Íversen reisti það og rak í því verslun til 1908, þegar Framtíðin á Seyðisfirði tók við verslunarrekstri í húsinu. Meira
24. janúar 1999 | Ferðalög | 943 orð

Gistirýmið nánast tvöfaldað

FERÐAÞJÓNUSTA á landsbyggðinni hefur byggst hratt upp hin síðustu ár. Gistinóttum, bæði innlendra og erlendra ferðamanna, hefur fjölgað gífurlega og ferðaþjónustufyrirtæki spretta upp. Sums staðar ná þau varla að anna eftirspurn svo það er engin tilviljun að víða um land eru hótel og gistiheimili að stækka við sig, fjölga herbergjum og bæta þjónustuna. Meira
24. janúar 1999 | Ferðalög | 730 orð

Glaumur, gleðiog langar nætur

ÁRLEG hátíðahöld af ýmsu tilefni víðsvegar í heiminum laða oft að þúsundir ferðamanna, sem vilja taka þátt í gleðskap innfæddra. Þar ber hæst kjötkveðjuhátíðina í Ríó de Janeiro í Brasilíu, en hún þykir ein sú íburðarmesta og líflegasta og því er heimspressan jafnan á vaktinni þegar ballið byrjar. Meira
24. janúar 1999 | Ferðalög | 350 orð

Hópefli undir Öræfajökli

ÍSAFOLD ferðaþjónusta byrjar nú í febrúar með sérstakar hópferðir inn í Skaftafell í Öræfasveit. Ferðirnar, sem verða farnar á tímabilunum febrúar fram í júni og september fram í nóvember, eru ætlaðar starfsmannafélögum og öðrum hópum og eru miðaðar við minnstu hópa og upp í allt að allt að áttatíu manna hópa. Þær vara í þrjá daga og tvær nætur en gist er í Hótel Skaftafelli. Meira
24. janúar 1999 | Ferðalög | 305 orð

Hægt að bóka flugfarið úr stofunni heima

FERÐAÞJÓNUSTA stúdenta (FS) býður nú viðskiptavinum sínum að bóka sjálfir flug og aðra þjónustu í gegnum heimasíðu hennar: http: //www.fs.is/studtravel. Þessi þjónusta er nýjung hér á landi en bókanirnar fara í gegnum Amadeus farbókunarkerfið. "Við byrjuðum með þessa þjónustu 4. desember á nýliðnu ári," segir Inga Engilberts rekstrarstjóri Ferðaþjónustu stúdenta. Meira
24. janúar 1999 | Bílar | 468 orð

Mercedes-Benz G300 lengri gerðin

ÞÓTT kominn sé á markað nýr M-jeppi frá Mercedes-Benz þýðir það ekki að eldri G-jeppinn sé ekki framleiddur lengur. G-jeppinn er sterklegri og meiri bíll til fjallaferða og erfiðisvinnu en M-jeppinn og hann er til í ríkulega búnum útfærslum. Meira
24. janúar 1999 | Bílar | 820 orð

Mikið endurbættur en lítið dýrari REYNSLUAKSTUR

SUBARU Legacy langbakurinn er kominn á markað í nýrri gerð. Þessi fjórhjóladrifni bíll kom fyrst á markað 1989 og önnur kynslóð var kynnt 1994. Það verður vart sagt um Legacy að hann sé spennandi útlitslega en það verður ekki heldur sagt um hann að hann sé venjulegur. Meira
24. janúar 1999 | Bílar | 277 orð

Minnsta GDI vélin

MITSUBISHI hefur þróað minnstu GDI vélina til þessa, 1,5 lítra vél sem verður notuð í Mirage Dingo sem nýlega kom á markað í Japan. Vélin skilar meira togi við lágan og miðlungsháan vélarsnúning og dregur úr eldsneytisnotkun miðað við hefðbundna bensínvél um 10% sé þess gætt að aka bílnum að jafnaði á undir 2.500 snúningum á mínútu. Þrjár dyr á coupé Meira
24. janúar 1999 | Ferðalög | 647 orð

Norðurlönd sérstakt gestasvæði

EINNI mikilvægasti ferðasýningu í Evrópu, Caravan - Motor - Touristik (CMT)lýkur í dag, en hún hefur staðið yfir frá 16. janúar á Killesberg sýningarsvæðinu í Stuttgart. Sýningin er haldin árlega og var fyrirfram búist við um 200.000 gestum að þessu sinni. Tólf hundruð fyrirtæki tóku þátt í sýningunni og sýndu í fjórtán sölum útilífsbúnað, hjólhýsi, ferðabíla og reiðhjól. Meira
24. janúar 1999 | Ferðalög | 70 orð

Sérfargjöld til ellilífeyrisþega

FLUGFÉLAG Íslands býður upp sérfargjöld til ellilífeyrisþega í tilefni árs aldraðra. Í fréttatilkynningu frá flugfélaginu kemur fram að sérfargjöldin eru um 35-45% lægri en fullt fargjald, eftir því hvaða ákvörðunarstaður er valinn. Sérfargjöldin gilda á öllum leiðum flugfélagsins. Sætaframboð er takmarkað eftir því sem kemur fram í fréttatilkynningunni og því rétt að bóka sæti tímanlega. Meira
24. janúar 1999 | Bílar | 151 orð

SUBARU LEGACY REYNSLUEKIÐ - SLR VISION SPORTBÍLLINN - G300 JEPPI MERCEDES-BENZ

VOLVO hefur unnið til virtra verðlauna í Englandi fyrir uppblásanleg gluggatjöld sem eru staðalbúnaður í S80 bílnum. Gluggatjöldin blásast upp við árekstur og draga úr hættu á höfuðmeiðslum í hliðarárekstri. Gluggatjöldin eru falin í þakklæðningu til beggja hliða í bílnum og blásast upp á 0,0025 sekúndum líkt og hefðbundnir líknarbelgir. Meira
24. janúar 1999 | Bílar | 216 orð

Til höfuðs Mégane Scenic

BÍLAFRAMLEIÐENDUR, sem hafa þurft að horfa upp á velgengni Renault Mégane Scenic á mörkuðum í Evrópu, keppast nú við að koma með litla fjölnotabíla á markað og ná til sín sneið af þessum markaði. Einn þessara framleiðenda er Nissan sem hyggst setja Tino fjölnotabílinn á markað árið 2000. Renault Mégane línan er breið. Meira
24. janúar 1999 | Bílar | 144 orð

"Virkur hnakkapúði" frá Nissan

UM 573.000 ökumenn og farþegar slösuðust í bílslysum í Japan árið 1997. Helmingur slysanna gerðist við aftanákeyrslu og í 90% þeirra tilfella urðu ökumenn eða farþegar fyrir skaða af völdum hálshnykkja. Nissan hefur stundað rannsóknir í þeim tilgangi að vinna gegn meiðslum af þessu tagi og hefur nú þróað "virkan hnakkapúða" sem færist fram og upp á við þegar ekið er aftan á bílinn. Meira

Fastir þættir

24. janúar 1999 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. ágúst sl. í Hrunakirkju af sr. Axel Árnasyni Hulda G. Geirsdóttir og Bjarni Bragason. Heimili þeirra er að Háteigsvegi 22, Reykjavík. Meira
24. janúar 1999 | Í dag | 21 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm: Oddgeir. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. mars sl. í Innri-Njarðvíkurkirkju af sr. Ólafi Oddi Jónssyni Dagný Arnardóttir og Jamison Turnbull, Keflavíkurflugvelli. Meira
24. janúar 1999 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. maí sl. í Y-Njarðvíkurkirkju af sr. Baldri Rafni Sigurðssyni Svandís Gylfadóttir og Friðrik Ragnarsson. Heimili þeirra er að Gónhól 17, Reykjanesbæ. Meira
24. janúar 1999 | Fastir þættir | 419 orð

Bústaðakirkja.

Bústaðakirkja. Starf TTT mánudag kl. 17. Friðrikskapella. Kyrrðarstund í hádegi á morgun, mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. Grensáskirkja. Mæðramorgunn mánudag kl. 10­12. Allar mæður velkomnar með lítil börn sín. Hallgrímskirkja. Meira
24. janúar 1999 | Dagbók | 690 orð

Í dag er sunnudagur 24. janúar, 24. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Sjá, Guð ha

Í dag er sunnudagur 24. janúar, 24. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Sjá, Guð hafnar ekki hinum ráðvanda og heldur ekki í hönd illgjörðarmanna. (Jobsbók 8, 20.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Hvidbjörnenfer í dag. Meira
24. janúar 1999 | Fastir þættir | 909 orð

Nostalgían nauðsynleg Fagnaðarefni að leikskólar skuli bjóða börnunum upp á þorramat einu sinni á ári. Það er mikilvægur þáttur

ÞEGAR öllu er á botninn hvolft snýst dvöl mannsins hér á jörðinni í raun og veru aðeins um eitt; að borða. Fái maðurinn ekki næringu hverfur hann skjótt yfir á annað tilverustig. Meira
24. janúar 1999 | Í dag | 407 orð

Óskað er svara

KÆRI Velvakandi Morgunblaðsins. Þegar ég sendi þessar línur frá mér þá er ég að lesa í lesendabréfum Morgunblaðsins föstudaginn 22. janúar tvær greinar, aðra eftir Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur, hina eftir Ástþór Magnússon, og ég verð að taka undir hvert einasta orð sem þar er sett fram. Meira
24. janúar 1999 | Í dag | 581 orð

SPILLINGARMÁL í alþjóða ólympíunefndinni (IOC) hafa verið í fréttum

SPILLINGARMÁL í alþjóða ólympíunefndinni (IOC) hafa verið í fréttum upp á síðkastið. "Það hefur enginn séð ástæðu til að múta mér, hvað þá að bjóða mér vændiskonu," segir Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, við DV nýverið. Við þetta rifjaðist upp saga af Benedikt Waage, fyrrverandi forseta ÍSÍ og eina Íslendingnum sem setið hefur í IOC. Meira
24. janúar 1999 | Í dag | 124 orð

STÖÐUMYND E HVÍTUR leikur og vinnur

STÖÐUMYND E HVÍTUR leikur og vinnur Þetta endatafl kom upp í úrslitum á Evrópukeppni skákfélaga í Belgrad eftir áramótin. Hollendingurinn Jan Timman (2.655) var með hvítt og átti leik, en Boris Alterman (2.600), Ísrael, hafði svart. 47. Hxh6+! ­ Kxh6 48. Meira
24. janúar 1999 | Í dag | 261 orð

SUM spil bjóða upp á svo marga möguleika, að manni fi

Hér opnar norður á Multi tveimur tíglum, sem getur innihaldið veika tvo í hálit, og sýnir síðan hámark (!) með hjartalit við spurnarsögn suðurs. Útspilið er tígulkóngur. Hvernig er best að spila? Aðeins tíu slagir sjást, þó svo að hjartað skili sér. Það er hægt að trompa eitt lauf heima með tvistinum, en tæplega tvö, því það veikir tromplitinn of mikið. Meira

Íþróttir

24. janúar 1999 | Íþróttir | 1401 orð

Falla heims- og Evrópumet?

Fjórir frjálsíþróttamenn sem hafa orðið Evrópumeistarar í íþrótt sinni verða á meðal keppenda á Stórmóti ÍR sem fram fer í þriðja sinn í Laugardalshöll í kvöld kl. 21. Tveir þessara íþróttamanna, Erki Nool, Eistlandi, Meira

Sunnudagsblað

24. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 1438 orð

ALLT FRÁ TÍTUPRJÓNUM UPP Í TRAKTORA Ingibjörg Jónsdóttir er fædd 1. nóvember 1961 á Mælivöllum á Jökuldal. Hún lauk

Ingibjörg Jónsdóttir er fædd 1. nóvember 1961 á Mælivöllum á Jökuldal. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Eiðum og vann lengi við þjónustustörf á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík og við fiskvinnslu á Breiðdalsvík og víðar. Ingibjörg er gift Róbert Aðalsteinssyni og eiga þau fjögur börn. Sif Hauksdóttir er fædd 11. mars 1960 í Kópavogi. Meira
24. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 1779 orð

Aznar gengur allt í haginn Spænskir sósíalistar eiga í miklum erfiðleikum en staða José María Aznar forsætisráðherra og flokks

TRÚLEGA er vandfundinn kátari ráðamaður í Evrópu um þessar mundir en José María Aznar, forsætisráðherra Spánar. Nýja árið gat tæpast byrjað betur fyrir hann, skoðanakannanir gefa til kynna að fylgi flokks hans sé í sögulegu hámarki og andstæðingarnir glíma við innri deilur og aðra erfiðleika. Meira
24. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 1206 orð

Árið í myndum Margar athyglisverðar myndir verða frumsýndar á nýju ári og koma flestar frá Hollywood eins og venjulega. Arnaldur

TVÆR myndir eftir spennumyndaleikstjórann Sam Raimi verða frumsýndar á árinu. Heitir önnur Einföld áætlun eða "A Simple Plan" og er með Bill Paxton og Billy Bob Thornton. Hún er byggð á metsölubók eftir Scott Smith og segir frá bræðrum tveimur sem finna ótrúleg verðmæti í flaki flugvélar sem farist hefur í nágrenni við þá. Meira
24. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 3632 orð

Á útpósti í áratugi Jóhann F. Sigurðsson var í áratugi okkar maður í London, fulltrúi FÍ og þátttakandi í upphafi "túrisma" á

Í RAUÐU fallegu múrsteinshúsi í virðulegu einbýlishúsahverfi í Beckenham fyrir sunnan London, breskri umgjörð um líf Jóhanns F. Sigurðssonar og Dorothy konu hans í 35 ár, höfum við komið okkur fyrir í sólstofunni með útsýni til 2.000 fm garðsins hans Jóhanns. Meira
24. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 217 orð

Bretar ekki eins hneykslunargjarnir og áður

BRESKIR sjónvarpsáhorfendur eru umburðarlyndari en áður gagnvart kynlífi í sjónvarpsdagskránni, að því er fram kemur í nýrri könnun. Hinsvegar kemur einnig fram í könnuninni að áhorfendum finnst sem dagskrárgerðarmenn hafi einungis aukið vægi kynlífs í sjónvarpsefni til þess að auka áhorf. Meira
24. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 471 orð

Dagbók frá Damaskus Reyktur lax `a la Suria Nú er skól

BEKKJARFÉLAGAR mínir höfðu ýmis áform á prjónunum fyrir fríið. Sumir þeir sem höfðu tök og efni til þess ætluðu að ferðast til nágrannalanda eða til ýmissa merkra og fallegra staða hér innanlands. Það hafa verið nokkrar dagsferðir með skólanum en ég hef ekki farið í þær ferðir af því mér virtist einkum verða keyrsla fram og til baka og lítill tími gafst á áfangastaðnum. Meira
24. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 3253 orð

EF VIÐ VÆRUM Í JAFNVÆGI Þau eru ek

EF ÞAÐ er eitthvað sem ég vildi að væri sjálfsagður hluti af heilbrigðisþjónustunni ­ sem forvarnarþáttur ­ er það nudd. Í heimi sem einkennist af hraða, streitu og áreiti, á maður til að safna álagi á vissa staði í líkamann, loka fyrir orkustöðvar og orkubrautir, koma sér upp alls kyns krankleikum og veikleikum og kvöl og pínu. Meira
24. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 172 orð

Ekki rekin þrátt fyrir nektarhlaup

DAGSKRÁRGERÐARKONA, sem starfar í trúmálaþáttadeild BBC í Bretlandi, mun ekki verða rekin úr starfi sínu þrátt fyrir að hafa hlaupið nakin í gegnum veitingastað í Manchester í jólaboði í desember. Rannsökuðu yfirmenn BBC atburðinn og komust að þeirri niðurstöðu að ekki myndi reynast nauðsynlegt að reka konuna, Abigail Saxon, eða færa til í stofnuninni. Meira
24. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 1794 orð

Foreldrar læra að hlusta Fjölskyldumiðstöð vegna barna í vanda hefur verið starfrækt um skeið í Reykjavík og getur fólk leitað

OPINBER stofnun, staður þar sem fólk kemur og fær ókeypis aðstoð í flóknu máli án þess að nafn þess og heimilisfang séu færð inn í skýrslur kerfisins. Þetta hljómar eins og fjarstæða en er samt til í Reykjavík, nánar til tekið hjá Fjölskyldumiðstöð vegna barna í vanda í Heilsuverndarstöðinni. Meira
24. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 158 orð

Fyrir rétt vegna blótsyrða

UNGUR Bandaríkjamaður, Timothy Boomer, kemur fyrir rétt síðar í þessum mánuði og svarar til saka fyrir að blóta í viðurvist kvenna og barna, en það varðar við lög sem sett voru í Michigan-ríki fyrir einni öld. Meira
24. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 363 orð

Getur eyðilagt sókn Chiracs gegn sósíalistum

ÁGREININGURINN milli franskra hægrimanna hefur skotið upp kollinum á nýjan leik og á sama tíma og Jacques Chirac, forseti Frakklands, er sagður vera að íhuga að boða til nýrra forsetakosninga strax snemma næsta árs. Yrði það fyrsta skrefið í tilraun hans til að koma Lionel Jospin forsætisráðherra og Sósíalistaflokknum frá völdum. Meira
24. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 425 orð

Hallur undir beat-ið

AF ÖLLUM þeim grúa sem tekur til við tónlistariðkan á unglingsárum er ekki nema brot sem heldur áfram og nær það langt að komast á plast. Kristinn Snævar Jónsson tók sér tuttugu ára hlé frá tónlistinni áður en hann tók upp þráðinn og gott betur, sendi á dögunum frá sér sólóskífu. Meira
24. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 1795 orð

Handa systur minni Tvíburasysturnar Ragnhe

RAGNHEIÐUR Sara er fyrsti heyrnarlausi stúdentinn sem útskrifast frá Menntaskólanum í Hamrahlíð með táknmál sem fyrsta mál. Hún segist raunar eiga tvö móðurmál. "Ég skrifa á íslensku en tjái mig á táknmáli." Einn heyrnarskertur stúdent hefur áður útskrifast frá MH, árið 1995, en þá með íslenskuna sem móðurmál, og núna stunda tólf heyrnarlausir nemendur þar nám. Meira
24. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 108 orð

Hækkun á vísitölu byggingarkostnaðar og launa

VÍSITALA byggingarkostnaðar, eftir verðlagi um miðjan janúar 1999, hefur hækkað um 1,7% frá fyrra mánuði, samkvæmt frétt frá Hagstofu Íslands. Vísitalan er 235,1 stig (júní 1987=100) og gildir fyrir febrúar 1999. Samsvarandi vísitala miðuð við eldri grunn (desember 1982=100) er 752 stig. Meira
24. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 1614 orð

Höfum alltaf komið að opnum dyrum Fyrir fimm árum tók Klaus Otto Kappel við stöðu sendiherra Dana á Íslandi. Þá sagðist hann

KLAUS Otto Kappel er á förum úr danska sendiráðinu nú um mánaðamótin og fer til starfa í danska utanríkisráðuneytinu. Embætti sendiherra hefur hann gegnt hér á landi undanfarin fimm ár. Hann segir að tilfinningar sínar séu tregablandar, að vísu sé alltaf gott að snúa heim og hitta fjölskyldu og vini, Meira
24. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 629 orð

Íþróttir og bein

Enginn efast um að hæfileg líkamsþjálfun stuðlar að bættri heilsu og að líkindum einnig auknum beinmassa. Í sumum keppnisíþróttum fara æfingar út í slíkar öfgar að þær eru sannanlega skaðlegar heilsunni og á síðustu árum hafa sjónir manna beinst að vaxandi íþróttaiðkun ungra kvenna og áhrifum hennar á heilsufar. Meira
24. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 273 orð

Kennsluráðgjafi í nýbúafræðslu

FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ Reykjavíkur auglýsir lausa stöðu kennsluráðgjafa í nýbúafræðslu og felst m.a. í starfinu ráðgjöf fyrir skólastjóra og kennara um skipulag og inntak slíkrar fræðslu. Viðkomandi þarf að gera ráð fyrir ferðum út á land, gerðar eru m.a. kröfur um kennsluréttindi, framhaldsmenntun á sviði kennslu og/eða reynslu af nýbúakennslu. Meira
24. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 379 orð

Kryddaður pottréttur

BRESKA dúóið Fila Brasilia er með þeim virtustu í breskri danstónlist og hefur reyndar verið lengur að en flestar þær sveitir sem hæst ber nú um stundir. Fila Brailia skipa þeir Steve Cobby og Dave McSherry og starfa í hafnarborginni Hull. Meira
24. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 601 orð

Lítið gert úr tjóni vegna seiðadauða

MIKIÐ tjón varð í fiskeldisstöðinni að Hólum í Hjaltadal í kjölfar óveðurs á dögunum. Morgunblaðið greindi frá því að mikið af eldisbleikju hefði drepist, en talsvert drapst einnig af gönguseiðum laxa og voru það ýmis veiðifélög á vestanverðu Norðurlandi sem áttu þar seiði. Böðvar Sigvaldason, formaður Veiðifélags Miðfjarðarár, sagði í samtali við Morgunblaðið að áin hefði séð þarna af milli 5. Meira
24. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 483 orð

"Maður er ósköp varnarlaus"

GERÐ var viðhorfskönnun hjá notendum þjónustunnar í fyrra og safnað saman í skýrslu ýmsum upplýsingum um aðstæður þeirra, einnig var hugað að skiptingu unglinganna eftir aldri, kyni og öðru sem þótti áhugavert að vita. Svarhlutfall var 54%. Niðurstaðan virðist vera ótvíræð að einu leyti, meirihluti þeirra sem svöruðu er afar ánægður með þjónustuna. Meira
24. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 100 orð

MÚSÍKTILRAUNIR Tónabæjar eru framundan og skráning hófst í liðinni viku.

MÚSÍKTILRAUNIR Tónabæjar eru framundan og skráning hófst í liðinni viku. Tilraunirnar fara fram um miðjan mars, en þá keppa hljómsveitir hvaðanæva af landinu um hljóðverstíma og fleiri verðlaun. Meira
24. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 485 orð

Nokkrar uppfinningar sem ekkert varð úr

SAGA tækninnar er líkt og saga vísindanna full af hlutum sem voru svindl, meðvitað eða ómeðvitað, eða að menn voru í góðri trú að vinna að hlutum sem voru ógerningur af grundvallarástæðum. Eftir tvo mánuði getum við haldið upp á tíu ára afmæli mistakanna miklu í vísindum, er bandarísku efnafræðingarnir Stanley og Ponz "fundu upp" kalda kjarnasamrunann úr svo að segja engu, Meira
24. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 882 orð

Skreið í hitakassanum UNNUR Müller Bjarnason

Skreið í hitakassanum UNNUR Müller Bjarnason vissi ekki að hún gekk með tvíbura fyrr en daginn sem hún fæddi. "Meðgangan hafði verið eðlileg, en daginn áður en ég fór í venjulega mæðraskoðun hafði ég verið á ferðalagi og fundið fyrir miklum hreyfingum. Þá voru um sex til átta vikur eftir af meðgöngu. Meira
24. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 200 orð

Skýrr tekur nýja prentara í notkun

TIL AÐ anna sem best prentun, meðal annars á skattskýrslum, launamiðum og öðru fyrir viðskiptavini sína og til að mæta auknum verkefnum, hefur Skýrr hf. tekið í notkun tvo öfluga prentara. Í fréttatilkynningu kemur fram að prentararnir eru geislaprentarar af gerðinni Xerox Docu Print 96, sem prenta 96 eintök á mínútu hvor og geta samtals annað prentun á yfir 4.000.000 eintökum í mánuði. Meira
24. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 2561 orð

SveiflukóngurinnskagfirskiGeirmundur Valtýsson er löngu þjóðkunnur tónlistarmaður. Hann hefur mörg undanfarin ár verið með eigin

GEIRMUNDUR Valtýsson er þjóðkunnur tónlistarmaður. Í þrjá áratugi hefur hann látið mikið að sér kveða í dægurlagaheiminum og ekkert lát virðist á vinsældum Geirmundar og hljómsveitar hans. Geirmundur er bókaður ár fram í tímann, Meira
24. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 491 orð

Vaxtarbroddur

ÞVÍ HEFUR oft verið haldið fram á þessum stað að hvergi sé meira að gerast en í rappinu og þó á ýmsu hafi gengið á undanförnum misserum má segja að enn sé vaxtarbroddurinn vestan hafs í rappi. Annað er að minnsta kosti ekki að sjá, sé rýnt í plötuflóð að vestan, en athygli vekur að evrópskar útgáfur sækja sífellt í sig veðrið í útgáfu á rappi og hiphop. Meira
24. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 385 orð

Válynd veður í vetrarríki

NÁTTÚRUÖFLIN minna á sig hérlendis af og til. Hvort sem heit kvika ryðst upp úr iðrum jarðar, landið skelfur í jarðskorpuhreyfingum eða mögnuð veðráttan lætur til sín taka, finnum við að þessi öfl eru okkur æðri. Við mannfólkið erum örsmá og veikburða í samanburði við þau og getum lítið gert til að hafa á þeim hemil. Við tökum hins vegar afleiðingunum sem oft geta verið sárar og erfiðar. Meira
24. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 381 orð

Verðbréfaþingi Íslands breytt í hlutafélag

UM áramótin tók nýstofnað hlutafélag, Verðbréfaþing Íslands hf., við allri starfsemi sem áður hafði verið í höndum samnefndrar sjálfseignarstofnunar. Formbreytingin er liður í því að uppfylla kröfur laga um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða, nr. 34/1998, sem sett voru í apríl á síðasta ári. Meira
24. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 5317 orð

Viðskiptaáætlanir og virkjun hugmynda

Viðskiptaáætlanir og virkjun hugmynda Ferskar hugmyndir, uppfinningar og frumkvöðlar eru mikilvægar forsendur nýsköpunar í atvinnulífinu. Án nýsköpunar verður stöðnun. Meira
24. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 3115 orð

Það gekk oft mikið á

Það gekk oftmikið á"Ég sá hana fyrst, í sumar sem leið," segir í gömlum íslenskum danslagatexta. Það var einmitt í sumar sem leið að þær nöfnur Guðrún Guðlaugsdóttir og Guðrún E. Bergmann hittust í forstofunni á Hæðargarði 35, sem er stór og margbýl blokk og stendur þar sem Víkingar æfðu áður fótbolta. Meira
24. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 953 orð

Þessar athugasemdir hef ég ritað inní eintak mitt af Sturlungu:

Þessar athugasemdir hef ég ritað inní eintak mitt af Sturlungu: Til athugunar: Í Íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar, 192 kap. segir um Þórð kakala: "Er þar mikil saga frá Þórði" og litlu síðar: "Er frá honum mikil saga." Af þessu má sjá að Þórðar saga er eldri en þessi kafli Íslendinga sögu og Sturla forðast að endurtaka hana. Meira
24. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 50 orð

(fyrirsögn vantar)

PÖNKUNNENDUR bíða nú eftir árlegri pönkgleði, en samkvæmt tilkynningu frá Örkuml-útgáfunni, sem haldið hefur hátíðina undanfarið, verður Pönki '99 frestað um óákveðinn tíma. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.