Greinar miðvikudaginn 3. febrúar 1999

Forsíða

3. febrúar 1999 | Forsíða | 253 orð

Einkunnin lág en fylgið í lagi

ÞÝZKIR fjölmiðlar gefa ríkisstjórn Gerhards Schröders ekki háa einkunn eftir fyrstu 100 dagana í embætti, en útlit er fyrir að kjósendur í sambandslandinu Hessen veiti stjórnarflokkunum nokkra uppreisn æru á sunnudaginn. Meira
3. febrúar 1999 | Forsíða | 162 orð

Enn skipt um seðlabankastjóra

STJÓRNVÖLD í Brasilíu tilkynntu í gær, að Francisco Lopes hefði látið af starfi sem seðlabankastjóri aðeins þremur vikum eftir að hann felldi gengi realsins, brasilíska gjaldmiðilsins. Margir sparifjáreigendur hafa tekið út fé sitt af bankareikningum af ótta við, að þeir verði frystir. Meira
3. febrúar 1999 | Forsíða | 463 orð

KLA tekur þátt í friðarviðræðum

FRELSISHER Kosovo, KLA, tilkynnti í gær að hann myndi taka þátt í friðarviðræðum sem tengslahópur vesturvelda og Rússa hefur boðað til og hefjast eiga í Frakklandi á laugardag. Stjórnvöld í Júgóslavíu, sambandsríkis Serbíu og Svartfjallalands, hafa hins vegar engu svarað um hvort fulltrúar þeirra mæti til viðræðna eða láti á það reyna hvort Atlantshafsbandalagið, NATO, Meira
3. febrúar 1999 | Forsíða | 158 orð

Sjórán færast í aukana

SJÓRÁN í heiminum voru nokkuð færri á árinu 1998 en árið á undan en Alþjóða sjóferðastofnunin (IMB) hefur hins vegar sérstakar áhyggjur af því að ofbeldi tengt sjóránum hefur færst verulega í aukana. Kemur fram í ársskýrslu IMB að 198 sjórán áttu sér stað á höfum úti en voru 247 árið áður. Meira
3. febrúar 1999 | Forsíða | 242 orð

Þingmenn skoða vitnisburð Lewinskys J

VERNON Jordan, einkavinur Bills Clintons Bandaríkjaforseta, var í gær yfirheyrður í þrjár klukkustundir af saksóknurum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings bak við luktar dyr í þinghúsinu í Washington. Á sama tíma voru margir þingmanna öldungadeildarinnar að horfa á upptökur af yfirheyrslu saksóknaranna yfir Monicu Lewinsky, sem fram fór í fyrradag. Meira

Fréttir

3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 79 orð

Aðrar lausnir skoðaðar

BJARNI Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarps, segir að Sjónvarpið sé tilbúið til að kanna hvort raunhæft sé að framkvæma stjórnmálakynningar í sjónvarpi fyrir heyrnarlausa. Árný Guðmundsdóttir, deildarstjóri túlkaþjónustu Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra, Meira
3. febrúar 1999 | Landsbyggðin | 126 orð

Atlavík sport veitir viðurkenningu

Eskifirði-Fyrir skömmu hélt Atlavík sport hóf þar sem þeir Eskfirðingar sem hafa leikið með landsliðum í knattspyrnu fengu viðurkenningu. Austri hefur lengi átt fulltrúa í yngri landsliðum og eru þeir nú orðnir fimm talsins og hafa leikið 104 leiki til samans. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 157 orð

Auglýst eftir lögum

DÆGURLAGAKEPPNI Kvenfélags Sauðárkróks 1999 er nú hafin. Þegar hefur verið auglýst eftir lögum í keppnina en henni mun ljúka með úrslitakvöldi í Sæluviku Skagfirðinga föstudaginn 30. apríl nk. Öllum laga- og textahöfundum landsins er heimil þátttaka. Aðeins verða tekin til greina verk sem ekki hafa verið flutt opinberlega né gefin út áður. Meira
3. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 348 orð

Árásir á Írak

BANDARÍSKAR herþotur gerðu fimm árásir á skotmörk í suður- og norðurhluta Íraks í gær að sögn talsmanna bandaríska varnarmálaráðuneytisins í gær. Sögðu þeir árásirnar hafa verið gerðar í varnarskyni. Ítrekað hefur skorist í odda eftir að Írakar tilkynntu að þeir viðurkenndu ekki lengur flugbannssvæði Sameinuðu þjóðanna yfir Írak í kjölfar árása Breta og Bandaríkjamanna á Írak í desember. Meira
3. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 266 orð

Brotlenti í íbúðabyggð

TUTTUGU og átta manns fórust þegar einkaflugvél af gerðinni Antonov-12 brotlenti í einu fátæktarhverfa Luanda, höfuðborgar Angóla, í gær. Var flugvélin á leið til borgarinnar Lucapa í norðausturhluta Angóla en vart varð við tæknibilun skömmu eftir flugtak og sneri flugstjóri vélinni þegar við og hugðist lenda aftur í Luanda. Meira
3. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 285 orð

Bylgja sprengjutilræða í Kína

KÍNVERSKUR lögreglumaður missti báða handleggi og blindaðist að auki er tímasprengja sprakk fyrir nokkrum dögum í Henan-héraði. Í Fujian-héraði hafa tveir menn verið handteknir en þeir eru grunaðir um að hafa sprengt fjarstýrða sprengju úti fyrir banka. Þá létust tveir menn og fimm slösuðust. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 455 orð

Bær frá landnámsöld fundinn á Snæfellsnesi

ALDURSGREINING á sýni frá Írskubúðum á Snæfellsnesi, norður af Snæfellsjökli, sýnir að þar var landnámsbýli. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur, sem rannsakað hefur rústirnar, segir að fáir staðir hér á landi, og jafnvel erlendis, séu betur fallnir til heildarrannsóknar á víkingaaldarbæjarstæði. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 161 orð

Club Clinton veitt leyfi

BORGARRÁÐ hefur óskað eftir upplýsingum frá lögreglu um rekstur nektardansstaða og hvort sá rekstur samræmist reglum. Kolbeinn Árnason, formaður Íbúasamtaka Grjótaþorps, segir að það nái ekki nokkurri átt að hafa slíka starfsemi í skipulögðu íbúðarhverfi. Borgarráð hefur samþykkt að veita veitingastaðnum Club Clinton bráðabirgðavínveitingaleyfi. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 100 orð

Ferðastyrkir Letterstedtska sjóðsins

ÍSLANDSDEILD Letterstedtska sjóðsins veitir ferðastyrki á árinu 1999 til íslenzkra vísinda- og fræðimanna, sem ferðast vilja til Norðurlanda á árinu í rannsóknarskyni. Ekki er um eiginlega námsstyrki að ræða heldur koma þeir einir til greina, Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 288 orð

Fínn listi sem endurspeglar mikla reynslu

"ÞETTA er sigur Samfylkingarinnar. Það kann að vera að þeir sem hafa staðið fremst í að búa hana til og koma henni af stað hafi fengið fyrir það þakkir. Þá þökkum við á móti og lofum að standa okkur áfram. En að tala um þetta sem sigra eða ósigra ákveðinna hópa held ég að sé ekki hægt," sagði Mörður Árnason um niðurstöðuna í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, en Mörður hreppti 6. Meira
3. febrúar 1999 | Landsbyggðin | 240 orð

Fjárhagsáætlun Húsavíkur samþykkt

Húsavík-Fjárhagsáætlun Húsavíkurbæjar sem lögð var fram í desember var samþykkt með lítilsháttar breytingum á bæjarstjórnarfundi hinn 28. janúar. Heildartekjur bæjarsjóðs og bæjarfyrirtækja eru áætlaðar 674 millj. kr. og er það um 58 millj. kr. hækkun frá fyrra ári. Heildarrekstrargjöld eru aftur á móti áætluð 575 millj. kr. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 126 orð

Fjölgað um tvo í borgarráði

TILLAGA um að borgarráðsfulltrúum verði fjölgað um tvo og að þeir verði sjö í stað fimm eins og nú er verður lögð fram af meirihluta Reykjavíkurlista á fundi borgarstjórnar nk. fimmtudag. Tillagan gerir ráð fyrir nýju ákvæði til bráðabirgða og að tveir fulltrúar verði kosnir í borgarráð til viðbótar þeim sem kjörnir voru 18. júní sl. Kjörtímabil þeirra verði til júní nk. Meira
3. febrúar 1999 | Óflokkað efni | -1 orð

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi ákveðinn

Vaðbrekka, Jökuldal- KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi kom saman í Hótel Valaskjálf síðastliðinn sunnudag og kekk frá skipan framboðslista flokksins í Austurlandskjördæmi vegna Alþingiskosninga 8. mai næstkomandi. Meira
3. febrúar 1999 | Óflokkað efni | -1 orð

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi ákveðinn

Vaðbrekka, Jökuldal.- Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi kom saman í Hótel Valaskjálf síðastliðinn sunnudag og kekk frá skipan framboðslista flokksins í Austurlandskjördæmi vegna Alþingiskosninga 8. mai næstkomandi. Kjördæmisráðið tók alfarið mið af niðurstöðum prófkjörs sem haldið var 23. janúar síðastliðinn og er listinn skipaður í samræmi við það. Meira
3. febrúar 1999 | Landsbyggðin | 57 orð

Framkvæmdum við Búlandshöfða miðar vel

Hellissandi-Það hefur vakið athygli hvað framkvæmdum miðar hratt hjá Héraðsverki ehf. í Búlandshöfðanum. Greina má hvaða svip nýi vegurinn tekur á sig og hvað hann kemur til með að verða mikil samgöngubót. Hermt er að Héraðsverk muni senn taka upp tvöfaldar vaktir og mun þá verkið vitaskuld ganga langtum hraðar. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 240 orð

Framkvæmdum við nýbyggingu Barnaspítala Hringsins frestað

FRAMKVÆMDUM við nýbyggingu Barnaspítala Hringsins á Landspítalalóðinni í Reykjavík hefur verið frestað um að minnsta kosti þrjá mánuði en þrátt fyrir það er stefnt að því að spítalinn komist í gagnið árið 2001. Að sögn Sivjar Friðleifsdóttur, formanns byggingarnefndar Barnaspítalans, er ástæða þess að framkvæmdum hefur verið frestað m.a. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 228 orð

Framleiðslutapið er 12 þúsund tonn

BÚIÐ er að gangsetja báða ofna Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga á nýjan leik eftir stopp nú í vetur vegna þess að ekki fékkst næg orka til reksturs beggja ofna verksmiðjunnar. Bjarni Bjarnason, framkvæmdastjóri Járnblendiverksmiðjunnar, segir að framleiðslutapið vegna stöðvunarinnar nemi um 12 þúsund tonnum af um 72 þúsund tonna ársframleiðslugetu verksmiðjunnar. Meira
3. febrúar 1999 | Landsbyggðin | 434 orð

Framsóknarmenn mynda meirihluta með J-lista

FRAMSÓKNARMENN og fulltrúar J-lista, jafnaðarmanna og félagshyggjufólks, náðu samkomulagi sl. sunnudagskvöld um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Grindavíkur. Upp úr samstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðiflokks slitnaði sl. föstudag vegna ágreinings um ráðningu í starf yfirverkstjóra áhaldahúss bæjarins. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 74 orð

Fundarstjórn átalin

BORGARRÁÐSFULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks átelja meirihluta borgarráðs fyrir að vanvirða ítrekað úrskurð félagsmálaráðuneytisins varðandi fundarstjórn í borgarráði en borgarstjóri stýrði fundi borgarráðs í gær. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 38 orð

Fyrirlestur um missi foreldris

NÝ Dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, stendur fyrir fyrirlestri um missi foreldris og verður hann haldinn fimmtudaginn 4. febrúar klukkan 20 í safnaðarheimili Háteigskirkju. Fyrirlesari er Hólmfríður Margrét Konráðsdóttir. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 230 orð

Gatnagerðargjöld hljóta að hækka

Borgarstjóri segir ljóst að verið sé að tala um annað verð fyrir lóðir á þessum svæðum einkaaðilanna heldur en sveitarfélögin hafa verið að fá hingað til ef miðað er við að bæjarfélagið fái sitt í gatnagerðargjöldum og þeir fjárfestingu sína til baka og þá væntanlega með vöxtum. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 89 orð

Gengið á milli fjarða

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, miðvikudagskvöld, yfir nesið á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar. Farið verður frá Hafnarhúsinu að vestanverðu kl. 20 með Höfninni og Eiðsvík upp á Valhúsahæð. Þaðan niður að Bakkavör og inn með strönd Skerjafjarðar og yfir Grímsstaðaholt og Melana niður að Hafnarhúsi. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 105 orð

Glæsibifreið ekið viljandi í Hvalfjörðinn

RANNSÓKNARDEILD lögreglunnar í Reykjavík hefur til meðferðar kæru, sem umráðamaður glæsibifreiðar af Jagúargerð, hefur lagt fram vegna þjófnaðar á bifreiðinni. Vitni sáu bifreiðinni ekið fram af bryggju NATÓ á Miðsandi í Hvalfirði fyrir um viku síðan. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 67 orð

Heiðlóur hafa vetursetu

ANNAN veturinn í röð hafa heiðlóur sést á Suðvesturlandi. Um mánaðamótin desember 1997 og janúar 1998 höfðu sést tveir fuglar í Njarðvíkurfitjum en nú eru þeir orðnir sex. Það hafa einnig sést 1­2 fuglar í Innnesjum og í síðustu jólatalningu sást ein lóa á Vatnsleysuströnd. Það er afar sjaldgæft að lóur dveljist á Íslandi að vetrarlagi og sýnir myndin heiðlóu í vetrarbúningi. Meira
3. febrúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 184 orð

Heimamenn sýna áhuga

ÞRJÚ formleg tilboð bárust í húseign Byggðastofnunar við Strandgötu á Akureyri. Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, var að fara yfir tilboðin í gær. Hann vildi ekki ræða tilboðin að öðru leyti en því að þau væru nokkuð álíka og öll frá heimamönnum. Húsnæði Byggðastofnunar er tvær hæðir og ris, samtals um 680 fermetrar að stærð. Meira
3. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 296 orð

Hillary vændur um að hafa hægt á leiðangrinum

ÓSÆTTI ríkir á milli suðurskautsfaranna þriggja sem luku nýverið för sinni til suðurskautsins. Hefur einn leiðangursmanna, Ástralinn Eric Philips, sakað Peter Hillary, son fjallgöngumannsins Sir Edmunds Hillary, um að hafa verið byrði á félögum sínum og komið í veg fyrir að þeim tækist ætlunarverk sitt sem var að ganga á pólinn og til baka. Á myndinni er Philips lengst til hægri. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 171 orð

HILMAR ÞORBJÖRNSSON

HILMAR Þorbjörnsson aðstoðaryfirlögregluþjónn lést á heimili sínu í Reykjavík síðastliðinn föstudag. Hann var 64 ára að aldri. Hilmar Þorbjörnsson var fæddur í Reykjavík 23. október 1934, lauk gagnfræðaprófi og hóf árið 1968 störf í lögreglunni. Sótti hann fjölmörg námskeið tengd starfinu, m.a. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 49 orð

Hótel Saga breytist í Radisson SAS

HÓTEL Saga hefur fengið nýtt útlit í kjölfar þess að það varð á dögunum eitt af hótelunum í Radisson SAS-hótelkeðjunni. Ný skilti hafa verið sett á hótelið og sömuleiðis á Hótel Ísland, sem einnig er orðið hluti af hinni víðfemu keðju hótela. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 365 orð

Hrossaeigendur dæmdir til að greiða bætur

DÓMUR er genginn í Héraðsdómi Reykjaness þar sem eigendum tveggja hrossa var gert að greiða eiganda bifreiðar þrjá fjórðu hluta tjóns, sem varð á bifreiðinni þegar eiginmaður bifreiðaeigandans ók á hrossin nálægt Lögbergsbrekku á Suðurlandsvegi þann 1. mars 1996. Hrossin drápust, annað samstundis, en hitt var aflífað skömmu síðar. Meira
3. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 346 orð

Í fangelsi fremur en að greiða sekt

CHEE Soon Juan, einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Singapore, ætlar heldur að fara í fangelsi en greiða sekt fyrir að hafa haldið ræðu á almannfæri án þess að hafa til þess sérstakt leyfi. Hefur dómurinn vakið mikla athygli og orðið til að vekja upp umræðu um málfrelsi í borgríkinu. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 209 orð

Íslandsbanki hagnaðist um 1.400 milljónir

HAGNAÐUR Íslandsbanka á síðasta ári nam 1.415 milljónum króna, sem er 360 milljónum meira en árið á undan. Heildareignir bankans námu 108 milljörðum króna í árslok 1998 og jukust um liðlega 18 milljarða á árinu eða 20% að því er fram kemur í frétt frá bankanum. Innlán jukust um 14% á síðasta ári og útlán um 20%. Eigið fé nam í árslok 7.453 milljónum króna. Þar af er hlutafé 3.877 m.kr. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 166 orð

Kaupverð allt að 700 milljónir

KAUPVERÐ 62% hlutar í sjávarútvegsfyrirtækinu Borgey hf. á Höfn í Hornafirði hefur ekki verið gefið upp, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er það á bilinu 500 til 700 milljónir króna. Nafnverð hlutabréfanna er um 300 milljónir og samkvæmt heimildum blaðsins var gengið nálægt tveimur. KASK átti ráðandi hlut í Borgey eða 42,3% og hefur hann allur verið seldur Skinney og Þinganesi. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 78 orð

Kennarar í tröllagerð hjá Herdísi

ÞÆR voru að ljúka við gerð tröllanna kennaararnir á námskeiðinu hjá henni Herdísi Egilsdóttur á skólaskrifstofu Vesturlands í Borgarnesi þegar fréttaritara bar að. Herdís hefur þróað aðferð við tröllaframleiðsluna og haldið námskeið víða. Tröllin voru hin myndarlegustu og koma væntanlega að góðum notum við kennsluna og auka athyglina hjá börnunum. Meira
3. febrúar 1999 | Óflokkað efni | 122 orð

Kross 2 LÁRÉTT: 1 óþægilegu

Kross 2 LÁRÉTT: 1 óþægilegur, 8 kút, 9 ríkidæmi, 10 elska, 11 glatar, 13 dimm ský, 15 pilt, 18 jurtar, 21 bilbugur, 22 núa, 23 yndis, 24 spillingarstaður. LÓÐRÉTT: 2 ilmur, 3 kjánar, 4 vafans, 5 örlagagyðja, 6 má til, 7 vaxi, 12 greinir, 14 snák, 15 slór, 16 ráfa, 17 kátt, 18 stúf, 19 dögg, 20 svara. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 151 orð

Kynningarfundur um ár aldraðra

ÁRIÐ 1999 er "ár aldraðra" samkvæmt sérstakri samþykkt Sameinuðu þjóðanna sem ber yfirskriftina "þjóðfélag fyrir fólk á öllum aldri". Til að kynna þessar áherslur Sameinuðu þjóðanna nánar og jafnframt að ræða stöðu aldraðra í íslensku samfélagi hefur verið boðað til fundar fimmtudaginn 4. febrúar nk. kl. 14 á Hótel Selfossi. Meira
3. febrúar 1999 | Miðopna | 812 orð

Lánveitingar nauðsynlegar þróunarríkjum

"LÁN til fjárfestinga eru betri kostur en beinir styrkir. Helst viljum við þó efla viðskiptin við ykkur," sagði J.S. Mayanja-Nkangi, fyrrum fjármálaráðherra Úganda, í erindi á ráðstefnu Norræna þróunarsjóðsins (NDF), Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 135 orð

Látins fyrrverandi þingmanns minnst

Alþingi saman á ný Látins fyrrverandi þingmanns minnst ALÞINGI Íslendinga kom saman á ný í gær, eftir rúmlega tveggja vikna hlé, og var Bjarna Guðbjörnssonar fyrrverandi bankastjóra og alþingismanns minnst í upphafi þingfundar. Bjarni andaðist sl. föstudag, 29. janúar, 86 ára að aldri. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 79 orð

Listi Sjálfstæðisflokks ákveðinn

GENGIÐ hefur verið frá framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Efstu sjö frambjóðendur raðast eftir niðurstöðum nýafstaðins prófkjörs. Listinn er þannig skipaður: 1. Arnbjörg Sveinsdóttir, alþingismaður, Seyðisfirði. 2. Albert Eymundsson, skólastjóri, Hornafirði. 3. Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri, Djúpavogi. 4. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 103 orð

Lægsta tilboði Valar hf. tekið

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar um að taka rúmlega 291 milljónar króna tilboði lægstbjóðanda, Valar hf. í gerð mislægra gatnamóta við Miklubraut og Skeiðarvog. Sjö tilboð bárust í verkið. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 273 orð

Læknum verði fjölgað í Grafarvogi

BORGARRÁÐ telur brýnt að hið fyrsta verði tryggt viðunandi húsnæði fyrir heilsugæsluna í Grafarvogi þannig að hægt verði að fjölga þar læknum. Jafnframt telur ráðið að með öllu sé óviðundandi að íbúar í Voga-, Heima- og Sundahverfi eigi enn ekki aðgang að heilsugæslustöð en 16 ár eru síðan lög um heilsugæslu tóku gildi. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 389 orð

Lögreglan kærir og fréttastofan kærir á móti

GEORG Kr. Lárusson, varalögreglustjóri í Reykjavík, sagði í gær að það væri mat manna að Logi Bergmann Eiðsson, fréttamaður Sjónvarps, hefði óhlýðnast fyrirmælum lögreglu á vettvangi brunans við hráefnislager Hörpu við Stórhöfða á sunnudagskvöld. Logi var handtekinn við fréttaöflun á vettvangi og færður í lögreglubíl. Meira
3. febrúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 122 orð

Margir vilja í slökkviliðið

TUTTUGU umsóknir bárust um störf slökkviliðsmanna hjá Slökkviliði Akureyrar. Fjórar fastar stöður slökkviliðsmanna voru auglýstar lausar og einnig sumarafleysingar í sumar. Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri sagði þetta svipaðan fjölda umsókna og hann átti von á. Stefnt er að því að ráða í stöðurnar fljótlega en gert er ráð fyrir að fjölga slökkviliðsmönnum í fjóra á vakt þann 1. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 81 orð

Margrét efst á Suðurlandi

MARGRÉT Frímannsdóttir, þingmaður Alþýðubandalagsins, verður í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurlandskjördæmi og Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Alþýðuflokksins verður í öðru sætinu, samkvæmt niðurstöðu uppstillingarnefndar á vegum Samfylkingarinnar í Suðurlandskjördæmi. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 110 orð

Með Concorde-þotu í hvalaskoðun

BRESK ferðaskrifstofa hefur auglýst Íslandsferðir næsta sumar sem farnar verða á hljóðfráum Concorde-þotum. Boðið er uppá fjögurra daga ferðir sem kosta 1.999 pund eða kringum 230 þúsund krónur. Innifalið í ferðatilboðinu er þriggja nátta gisting, ferð í Bláa lónið, Gullfoss og Geysis-hringurinn og síðan hvalaskoðun. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 791 orð

Mexíkóforseti sýndi sjónarmiðum Íslendinga mikinn skilning

ERNESTO Zedillo, forseti Mexíkó, sýndi mikinn skilning á sjónarmiðum Íslendinga í sambandi við Kyoto-bókunina um varnir gegn losun koltvísýrings í viðræðum hans og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 341 orð

Milli 70 og 80% vinnustaða reyklausir

NÝ reglugerð um tóbaksvarnir á vinnustöðum tekur gildi 15. júní næstkomandi og byggist hún á nýjum lögum sem samþykkt voru 1996. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra undirritaði reglugerðina í gær. Hún segir að 70-80% vinnustaða séu reyklausir í dag og hafi þeim fjölgað mjög á síðustu fimm til sex árum. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 227 orð

Námskeið um Mexíkó á tuttugustu öld

NÁMSKEIÐ um Mexíkó á 20. öld sem ber yfirskriftina "Frá byltingu til óvissrar framtíðar" verður haldið 9., 16. og 23. febrúar og 2. mars í samstarfi við heimspekideild HÍ. 9. febrúar kl. 20.15­22.00. Námskeiði þessu er ætlað að skýra þjóðfélagsaðstæður í Mexíkó í dag. 16. febrúar kl. 20.15­22. Í þessum tíma verður fjallað um tímabilið frá 1910­1940. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 467 orð

Nefnd endurskoðar tekjustofna sveitarfélaga

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra skýrði frá því á Alþingi í gær að það hefði verið ákveðið í félagsmálaráðuneytinu, að beiðni Sambands íslenskra sveitarfélaga, að skipa nefnd til að athuga tekjustofna sveitarfélaganna í landinu og að í þeirri nefnd yrðu fulltrúar ráðuneyta og fulltrúar stjórnarþingflokkanna. Meira
3. febrúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 264 orð

Nýr Arnþór kemur til heimahafnar

ARNÞÓR EA 16, nýtt skip í eigu BGB í Dalvíkurbyggð, kom til heimahafnar í fyrsta sinn um helgina og var mikið um dýrðir, en heimamönnum var boðið um borð og nýttu sér fjölmargir tækifærið og skoðuðu skipið. Arnþór EA var áður Höfrungur AK í eigu Haraldar Böðvarssonar á Akranesi. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 84 orð

Nýtt hús rís við Laugaveg

Nýtt hús rís við Laugaveg SKIPULAGS- og umferðarnefnd Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu að tæplega 400 fermetra nýbyggingu á þremur hæðum við Laugaveg 99 og verður húsið sem þar stendur rifið. Nýbyggingin er innan leyfilegs nýtingarhlutfalls á lóðinni. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 290 orð

Nægur tími til umræðna

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra telur að nægur tími gefist til að ræða hugmyndir um breytingu á forystu Sjálfstæðisflokksins. Ráðherrann vill að forysta flokksins verði breikkuð með því að landsfundur kjósi framkvæmdastjórn, sem starfi með formanni flokksins og þingflokksformanni. Skipulagsmál væru ávallt á dagskrá landsfundar. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 87 orð

Ráðherra ráði staðsetningu ríkisstofnana

FORSÆTISRÁÐHERRA mun á næstunni leggja fram lagafrumvarp á Alþingi þar sem kveðið er á um heimild ráðherra til að ákveða hvar þær ríkisstofnanir sem heyra undir hann hafa aðsetur. Að sögn Kristjáns Andra Stefánssonar í forsætisráðuneytinu er frumvarpið lagt fram í kjölfar dóms Hæstaréttar frá 18. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 97 orð

Ráðstefna um snjóflóð og björgun úr snjóflóðum

BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnafélags Íslands standa fyrir ráðstefnu um snjóflóð og björgun úr snjóflóðum dagana 26.­28. ágúst. Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni verður prófessor Bruce Jamieson frá Háskólanum í Calgary, Kanada. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 62 orð

Reykur frá blásara

ALLT tiltækt lið slökkviliðsins í Reykjavík var kallað að Landspítalanum um kl. 20 í gærkvöldi eftir að reykur barst um ganga og loftræsikerfi frá skoðunarherbergi á fyrstu hæð. Í fyrstu var óttast um að kviknað hefði í en við nánari skoðun reyndist blásari hafa brunnið yfir. Rúman hálftíma tók að reykræsta þann hluta fyrstu hæðarinnar sem reykurinn fór um. Meira
3. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 375 orð

Reynt að höfða til ungs fólks

ÍRANAR hafa hafið tíu daga hátíðahöld í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því íslamska byltingin hófst og Íranskeisara var steypt af stóli. Afmælishátíðin er tileinkuð ungu kynslóðinni og Mohammad Khatami forseti ávarpaði í gær skólabörn í Teheran, skírskotaði til þeirra sem verðandi kjósenda og sagði að framtíð íslamska lýðveldisins væri að miklu leyti í þeirra höndum. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 31 orð

Röng tafla birtist

Röng tafla birtist RANGAR tölur birtust í töflu um tekjuskatt og skattgreiðendur á bls. 6 í blaðinu í gær. Taflan birtist hér rétt um leið og beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 64 orð

Sambúð Evrópudómstólsins og aðildarríkja Evrópusambandsins

HÁDEGISVERÐARFUNDUR verður haldinn á vegum Félags stjórnmálafræðinga á morgun, fimmtudaginn 4. febrúar, kl. 12 á efri hæð veitingastaðarins Lækjarbrekku. Óli Jón Jónsson, stjórnmálafræðingur, heldur framsögu um hvort hlutleysi eða hagsmunatengsl við aðildarríki Evrópusambandsins einkenni túlkun Evrópudómstólsins á lögum ESB og dómsniðurstöður hans. Meira
3. febrúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 196 orð

Saumavélarnar í gang að nýju

ÞAÐ VAR létt yfir saumakonunum sem mættu til vinnu hjá 66ìN-Sjóklæðagerðinni á Akureyri í gær, en fyrirtækið hóf þá starfsemi í húsnæði því sem Folda var í áður á Gleráreyrum. Ullariðnaðarfyrirtækið Folda varð sem kunnugt er gjaldþrota skömmu fyrir síðustu jól. Prjónadeild þess hefur verið seld til Hvammstanga og vefdeildin verður flutt til Skagastrandar. Meira
3. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 376 orð

Sáttaumleitanir Talbotts sagðar bera árangur

BANDARÍSKIR og pakistanskir embættismenn sögðu í gær að verulegur árangur hefði náðst í viðræðum sem ætlað er að draga úr hættunni á kjarnorkustyrjöld milli Indlands og Pakistans eftir kjarnorkutilraunir ríkjanna á síðasta ári. Meira
3. febrúar 1999 | Óflokkað efni | 289 orð

Sérsveit gegn hermdarverkum

WILLIAM Cohen, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur lagt til, að stofnuð verði sérstök sveit manna til að berjast gegn hryðjuverkum og fást við hugsanlega efnavopna- eða lífefnavopna árás innan landamæra ríkisins. Meira
3. febrúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 442 orð

Skíðað var gegn vímu í góðu veðri

Á ANNAÐ hundrað manns, á öllum aldri, tóku þátt í skíðadegi fjölskyldunnar í Böggvisstaðafjalli í Dalvíkurbyggð sl. sunnudag. Skíðafélag Dalvíkur og Lionsklúbbarnir á Dalvík stóðu fyrir fjölskyldudeginum, undir slagorðinu; Skíðum gegn vímu. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 55 orð

Sofnaði undir stýri og olli árekstri

MJÖG harður árekstur varð með fólksbifreið og flutningabifreið með tengivagni í Lögbergsbrekku á Suðurlandsvegi í gær klukkan 13.30. Ökumaður fólksbifreiðarinnar, sem var á austurleið sofnaði við stýrið og ók utan í flutningabifreiðina, sem kom úr gagnstæðri átt. Fólksbifreiðin er nánast ónýt að sögn lögreglu, en ökumaðurinn slapp með skrámur. Meira
3. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 277 orð

Spánverjar beðnir um milligöngu

BANDARÍSK stjórnvöld binda vonir við að Spánverjar geti gegnt hlutverki sáttasemjara í deilunni um bananainnflutningsreglur ESB, sem að óbreyttu stefnir í að leiða til viðskiptastríðs milli þessara tveggja stærstu viðskiptarisa heimsins, Bandaríkjanna og ESB. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 276 orð

Starfsemi söludeildar ótrufluð þrátt fyrir bruna

STARFSEMI söludeildar Hörpu hf. hefur verið ótrufluð þrátt fyrir eldsvoða í húsnæði fyrirtækisins á Stórhöfða 44 í Reykjavík á sunnudagskvöld. Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri Hörpu, tjáði Morgunblaðinu í gær að strax í býtið á mánudagsmorgni hefði fyrirtækið afgreitt frá sér málningu enda birgðastaðan góð. Meira
3. febrúar 1999 | Miðopna | 1292 orð

Stefnt að heimsmeti í framleiðni

NORÐMAÐURINN Björn S. Högdahl er tekinn við sem álversstjóri í Norðuráli. Högdahl starfaði um áratuga skeið hjá Elkem Aluminium í Noregi og samstarfsfyrirtækinu Alcoa í Bandaríkjunum. Hann segir að allt útlit sé fyrir að sett verði heimsmet í framleiðni í álveri Norðuráls þegar starfsemin er komin á fullan skrið, eða um 400 tonn á ári á hvern starfsmann. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 418 orð

Stjórnarandstæðingar telja grundvallaratriði óljós

GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga á Alþingi í gær um breytingu á skipulags- og byggingarlögum. Í frumvarpinu er m.a. gert ráð fyrir því að skipuð verði sérstök nefnd til fjögurra ára í senn sem vinna eigi að svæðisskipulagi miðhálendisins. Frumvarp svipaðs efnis var lagt fram á Alþingi sl. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 95 orð

Stofnfundur 5.­6. febrúar 1999

STJÓRNMÁLASAMTÖKIN Vinstrihreyfingin ­ grænt framboð verða formlega stofnuð á landsvísu dagana 5.­6. febrúar í Borgartúni 6 í Reykjavík. Setningarathöfn fundarins hefst kl. 17.30 á föstudag og er öllum opin. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 690 orð

Tíðni fylgikvilla með því lægsta sem þekkist

Sykursýki hefur verið til umræðu en íslenskur læknir, dr. Karl Tryggvason, veitir forstöðu norrænum rannsóknarhópi sem hlaut eins milljarðs styrk úr Novo Nordisk- sjóðnum til að sinna sykursýkirannsóknum. Karl hefur óskað eftir samstarfi við nýrna- og sykursýkilækna á Landspítala. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 158 orð

Uppbygging vestan Elliðaáa verður könnuð

BORGARVERKFRÆÐINGI og skipulagsstjóra hefur verið falið að kanna tillögur sem fram hafa komið um uppbyggingu íbúðarhverfa vestan Elliðaáa á landfyllingum eða í tengslum við þær. Gera skal frummat á fýsileika með tilliti til stofnkostnaðar, tekna og rekstrarkostnaðar. Þá skal og gera frummat á markaðsmöguleikum uppbyggingarinnar, m.a. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 34 orð

Úr verinu

Úr verinu Í Verinu í dag er sagt frá mokveiði línubáta í janúar og sókn Norðmanna inn í færeyskan sjávarútveg. Farið er í saumana á sameiningu á Höfn og fjallað um fiskmarkaðinn á Ítalíu. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 68 orð

Útför Magnúsar Óskarssonar

ÚTFÖR Magnúsar Óskarssonar fyrrverandi borgarlögmanns var gerð frá Dómkirkjunni í gær að viðstöddu fjölmenni. Sr. Þórir Stephensen jarðsöng, Kammerkór Dómkirkjunnar söng við athöfnina, Pétur Jónasson lék einleik á gítar, Hrönn Geirlaugsdóttir lék á fiðlu og Kristinn Sigmundsson söng einsöng. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 81 orð

Útsölum að ljúka

ÚTSÖLUR eru fyrirferðarmiklar í verslunarlífi landsmanna í janúarmánuði og huga því margir að því að kaupa sér fatnað og annan varning í þeim mánuði, sem áður þótti ekki hæfa persónulegum fjárlagaramma. Víst er að mörg stúlkan eignast árshátíðarkjólinn sinn um þessar mundir á góðum kjörum til að skarta sínu fegursta þegar röð árshátíðardansleikja hefst á góunni. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 217 orð

Vilja kaupa þjónustu af Íslendingum

INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra heldur í næstu viku til Færeyja til viðræðna við heilbrigðisyfirvöld þar um samvinnu landanna á sviði heilbrigðismála. Segir hún Færeyinga hafa lýst áhuga á að semja við Íslendinga um kaup á ákveðnum þáttum í heilbrigðisþjónustu. Meira
3. febrúar 1999 | Óflokkað efni | 1055 orð

Það er búið að byggjha upp kerfi til að láta þetta geta gerst, þannig að það á ekki að koma neinum

Það er búið að byggjha upp kerfi til að láta þetta geta gerst, þannig að það á ekki að koma neinum á óvart sem hefur í fyrsta lagi komið að því, eins og stjórnvöld sem hafa beitt sér fyrir og ákveðið að EES samninginum go síðan tekið þá stefnu að einkavæði þessi fyritæki þá á það ekki að koma neinum á óvart ða þetta geti gerst. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 100 orð

Þakplötur fuku í Skriðdal

TALSVERT hvassviðri var á Héraði í gær og vindur nokkuð snarpur sums staðar. Þakplötur fuku af hlöðu og íbúðarhúsi á bænum Hallbjarnarstöðum í Skriðdal. Skammt frá bænum fór byggðalínan í sundur en þar brotnuðu fjórir staurar. Líkur eru taldar á því að þakplöturnar hafi fokið á staurana og höggvið þá í sundur. Meira
3. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 245 orð

Þegar ákveðið að fresta banni?

TALSMAÐUR framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) greindi frá því í gær að verið væri að kanna möguleikann á því að veita frekari frest á gildistöku banns við tollfrjálsri verzlun innan sambandsins. Meira
3. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 193 orð

Þrálátar seinkanir á Gardermoen

FYRSTU mánuðirnir í rekstri Gardemoen-flugvallarins í Ósló hafa reynst erfiðari en menn hugðu. Fjórum mánuðum eftir að flugvöllurinn var tekinn í notkun er staðan sú að seinkun er á þriðju hverri vél sem heldur frá vellinum; sem er víðsfjarri því takmarki stjórnar vallarins um að 95% vélanna séu á réttum tíma, að því er segir í Aftenposten. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 156 orð

Þriðji lestur Sígildra ljóðleika í Borgarleikhúsinu

HARMLEIKUR Evrípídesar, Hippólítos, verður fluttur í Borgarleikhúsinu í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Leikritið er þriðji lestur í leiklestrasyrpu Leikfélags Reykjavíkur sem nefnist Leiklestur sígildra ljóðleika í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Áður hafa verið flutt leikritin Lífið er draumur eftir Calderón de la Barca og Ofjarlinum eftir Pierre Corneille. Evrípídes (480­406 f.Kr. Meira
3. febrúar 1999 | Miðopna | 473 orð

Þróunarsjónarmið komin í stað útflutningssjónarmiða

JÓNAS H. Haralz sá um að rita tíu ára afmælisrit Norræna Þróunarsjóðsins (NDF) sem gefið var út á mánudaginn. Þá héldu menn upp á afmæli sjóðsins í Helsinki þar sem höfuðstöðvar sjóðsins er að finna. Saga sjóðsins byrjar í raun þegar árið 1979. Mönnum tókst hins vegar ekki að semja um markmið og starfsemi stofnunarinnar fyrr en eftir tíu ára umhugsun. Meira
3. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 832 orð

Öryggi sagt vera áfátt

TILRAUN til fjárkúgunar eða "pöntun" er líklegasta skýringin á ráni tveggja ómetanlegra málverka úr Nivaagaards-safninu síðdegis síðastliðinn föstudag. Með ráninu hafa safnið og Danmörk orðið fyrir barðinu á dapurlegri og vaxandi áráttu þjófa um allan heim til að seilast eftir ómetanlegum listaverkum. Meira
3. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

3. febrúar 1999 | Leiðarar | 641 orð

SAMSKIPTIN VIÐ MEXÍKÓ

SAMSKIPTI Íslands og Mexíkó hafa vaxið allhratt síðustu árin og má þar fyrst og fremst nefna samstarf á sviði sjávarútvegs, svo og ferðaþjónustu. Lítill vafi er á því, að samskiptin muni vaxa ört á næstu árum, enda er Mexíkó stór markaður og framleiðsla íslenzkra fyrirtækja þar í landi á greiðan aðgang að þeim auðugu og mannmörgu mörkuðum, sem NAFTA-samningurinn veitir í Bandaríkjunum og Kanada. Meira
3. febrúar 1999 | Staksteinar | 352 orð

Tíminn runninn upp Ekkert er eðlilegra en að Jóhanna Sigurðardóttir geri tilkall til að vera leiðtogi Samfylkingarinnar á

Ekkert er eðlilegra en að Jóhanna Sigurðardóttir geri tilkall til að vera leiðtogi Samfylkingarinnar á landsvísu. Þetta segir í leiðara DV. Sigur Í upphafi leiðara DV sl. mánudag segir: "Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík síðastliðinn laugardag var um margt sögulegt. Fáir ef einhverjir áttu von á jafnmikilli þátttöku í prófkjörinu og raun varð á. Meira

Menning

3. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 82 orð

Aldagamlar hefðir ALDAGAMLAR hefðir hindúa eru í he

Aldagamlar hefðir ALDAGAMLAR hefðir hindúa eru í heiðri hafðar í Kuala Lumpur í Malasíu, en hindúahátíðin "Thaipusam" er mun hátíðlegri þar en í Indlandi þar sem hún á þó uppruna sinn. Meira
3. febrúar 1999 | Menningarlíf | 217 orð

Amis fær slæma dóma fyrir bók sína

NÝTT smásagnasafn breska rithöfundarins Martins Amis fær heldur hraklega útreið í nýlegum bókadómi bandaríska dagblaðsins The New York Times. Segir gagnrýnandinn Michiko Kakutani að bókin Heavy Water and Other Stories, sem inniheldur níu smásögur eftir Amis, sé dæmi um það þegar fær rithöfundur lætur leti sína ná yfirhöndinni, í stað þess að nota guðsgjöf sína með markvissum hætti. Meira
3. febrúar 1999 | Kvikmyndir | 422 orð

Beirút í Brooklyn

Leikstjóri Edward Zwick. Handritshöfundur Lawrence Wright, Zwick. Kvikmyndatökustjóri Roger Deakins. Tónskáld Graeme Revell. Aðalleikendur Denzel Washington, Annette Bening, Bruce Willis, Tony Shaloub. 115 mín. Bandarísk. 20th Century Fox, 1998. Meira
3. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 71 orð

Bíó og flatbökur ÚTVARPSSTÖÐIN Mono stóð fyrir allsherjar fagnaði

Bíó og flatbökur ÚTVARPSSTÖÐIN Mono stóð fyrir allsherjar fagnaði síðastliðið föstudagskvöld þegar hlustendum og velunnurum stöðvarinnar var boðið að horfa á myndina A Night At The Roxbury í Laugarásbíói. Að því loknu var boðið upp á pizzur og léttar veitingar á skemmtistaðnum Astró. Meira
3. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 42 orð

Dansað til verðlauna

HIN rússneska Karina Sarkissova hlaut verðlaun á Prix de Lausanne danshátíðinni sem haldin var á sunnudaginn var í Sviss. Hlaut Sarkissova verðlaun ásamt þremur öðrum listdönsurum fyrir framúrskarandi listrænan árangur. Hér sést Karina Sarkissova sýna listir sínar í danskeppninni. Meira
3. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 306 orð

Elskulegi líkbíll

,The Burial Brothers" eftir Simon Mayle. 200 bls. The Ballantine Publishing Group, New York, árið 1996. Eymundsson. 1.495 krónur. Það var ást við fyrstu sýn. Þegar líkbíllinn, Cadillac '73, var auglýstur til sölu, varð höfundur bókarinnar hreinlega að kaupa hann. Þannig hefst ástarsagan. Og hún er sönn. Aðalsöguhetjurnar eru höfundurinn sjálfur og eina yndið hans í lífinu, líkbíllinn. Meira
3. febrúar 1999 | Bókmenntir | 529 orð

Góðar tilraunir

ATHYGLIS- og umhugsunarvert er hvað nærri tveggja áratuga gamlar ritgerðir Gunnars Harðarsonar um íslenska myndlist og nýlist sérstaklega hafa haldið gildi sínu: Af kostulegri og heiftúðugri umræðu sem spannst út af myndlistarsýningunni "Ground" á Listasafni Akureyrar síðastliðið sumar er augljóst að mörgu nátttröllinu veitti ekki af að lesa skilgreiningar Gunnars á (ný)list í greininni "List um Meira
3. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 475 orð

Góði dátinn Svejk hefur ástæðu til að brosa Um gjörvalla heimsbyggðina tíðkast nú að gera kannanir um alla skapaða hluti og eru

NÚ þegar aldamótin nálgast eru menn farnir að draga 20. öldina upp með ýmsum listum. Í Tékklandi lét vikublaðið Tyden 25 bókmenntafræðinga og gagnrýnendur velja bestu bókmenntaverk aldarinnar og kom það fáum á óvart að Góði dátinn Svejk eftir Jaroslav Hasek varð hlutskörpust. Meira
3. febrúar 1999 | Menningarlíf | 178 orð

Grieg og Sibelius á Háskólatónleikum

HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða í Norræna húsinu í dag, miðvikudag kl. 12.30. Sigrún Pálmadóttir syngur við undirleik Iwonu Jagla sönglög eftir Edvard Grieg og Jean Sibelius. Sigrún Pálmadóttir er fædd og uppalin í Bolungarvík þar sem hún hóf tónlistarnám sitt. Meira
3. febrúar 1999 | Menningarlíf | 149 orð

"Hefðarkona" píanóleiksins látin

FRANSKI píanóleikarinn Jeanne-Marie Darre, sem bandarískir gagnrýnendur nefndu eitt sinn "hefðarkonu" píanóleiksins, lést nýlega, 93 ára að aldri. Darre átti langan feril að baki sem píanóleikari og leiðbeinandi og þótti hafa yfir að ráða afar góðri tækni. Meira
3. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 88 orð

Hættulega slasaður

SJÖUNDI eiginmaður Elizabeth Taylor, Larry Fortensky, er hættulega slasaður eftir að hann féll fram af svölum heimilis síns á fimmtudaginn var. Myndin af hjónunum fráskildu er frá árinu 1993. Elizabeth kom öllum á óvart þegar hún giftist Fortensky árið 1991, en hann var byggingaverkamaður og tuttugu árum yngri en hún. Hjónabandið entist þó ekki og skildu þau árið 1996. Meira
3. febrúar 1999 | Menningarlíf | 135 orð

Íslendingasögur á heimsmarkað

FORRÁÐAMENN Bókaútgáfu Leifs Eiríkssonar og Penguin- Press-útgáfunnar í London skrifuðu í gær undir samning um útgáfu Íslendingasagnanna á ensku. Samningurinn felur í sér mikla útbreiðslu sagnanna um allan heim og væntanlega aukinn áhuga á þeim. Meira
3. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 101 orð

Jackson og Hawn fá skyndibúðing

GOLDIE Hawn hefur verið valin kona ársins og Samuel L. Jackson karlmaður ársins hjá Skyndibúðingssamtökum leiklistarnema í Harvard. Hawn verður hyllt með skrúðgöngu um Harvard-torg 11. febrúar áður en hún fær búðinginn hefðum samkvæmt, en á undan henni hafa leikkonur á borð við Sigourney Weaver, Juliu Roberts og Michelle Pfeiffer fengið að gæða sér á honum. Meira
3. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 63 orð

JAGGER RÚMFASTUR

ROKKSVEITIN Rolling Stones þurfti að fresta tvennum tónleikum í San Jose í Kaliforníu vegna þess að Mick Jagger lá veikur í rúminu með flensu og bronkítis, að sögn skipuleggjenda tónleikanna. Hljómsveitin átti að leika á San Jose-leikvanginum á föstudag og laugardag en frestaði báðum tónleikunum samdægurs. Voru þau boð látin út ganga að tónleikarnir yrðu haldnir eins fljótt og auðið yrði. Meira
3. febrúar 1999 | Tónlist | 607 orð

Langur og góður Brahms

Á fjórðu tónleikum Kammermúsíkklúbbsins léku Tríó Reykjavíkur og Sigurbjörn Bernharðsson verk eftir Beethoven, Ravel og Brahms. Sunnudaginn 31. janúar. ÞRÍRADDA ritháttur hefur ávallt verið freistandi viðfangsefni en þó fylgir sá böggull skammrifi, að hljómar eru oftlega gjörðir af fleiri nótum en þremur, þótt á móti komi raddlegt frjálsræði, Meira
3. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 305 orð

Lifandi dúkka

Minnsta mannveran. The Smallest of All Persons Mentioned in the Records of Littleness. Höfundur Gaby Wood. Profile Books, London, 1998. 63 bls. Mál og menning. 875 kr. SIKILEYSKI álfurinn eða sikileyski dvergurinn var hún kölluð. Pínulítil mannvera, varla stærri en ungbarn, en virtist hafa sömu líkamshlutföll og fullorðnir. Meira
3. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 95 orð

Meiddur á fingri

EINS og fram hefur komið hefur körfuboltastjarna Chicago Bulls liðsins snúið sér að öðru en körfuknattleik. Á föstudaginn kom Jordan í heimsókn til John Philip Sousa-skólans í Washington og tóku þá viðstaddir eftir því að hann hafði slasað sig á fingri. Hann var raunar nýkominn úr uppskurði en vildi ekki tilgreina ástæður meiðslanna. Meira
3. febrúar 1999 | Menningarlíf | 175 orð

Metverð fyrir gömlu meistarana

MÁLVERK eftir "gömlu meistarana" seldust fyrir 770 milljónir ísl. króna á uppboði hjá Christies í New York í liðinni viku og fóru listaverk þriggja listamanna á metverði. Málverk Federicos Baroccis "Madonna del Popolo" seldist á verði sem er með því mesta sem þekkist hjá Christies en söluverðið, 185 milljónir ísl. króna, var rétt yfir efstu mörkum matsmanna. Meira
3. febrúar 1999 | Myndlist | 355 orð

Ofin myndverk

Til 14. febrúar. Opið frá fimmtudegi til sunnudags kl. 14­18. Aðgangur ókeypis. ÁSGERÐUR segir það vissa ögrun og áskorun að sýna í salnum Ingólfsstræti 8, vegna þeirra jákvæðu skilyrða sem rýmið setji henni varðandi hlutföll og lýsingu. Hún hefur ávallt verið sér á báti í íslenskri myndlist vegna tækni sinnar og afstöðu sinnar til hennar. Meira
3. febrúar 1999 | Tónlist | 660 orð

Schola cantorum

Mótettukór Hallgrímskirkju flutti íslenska og erlenda kórtónlist; organisti Douglas Brotchie, einsöngvari Marta Halldórsdóttir, einleikari á óbó Daði Kolbeinsson; stjórnandi var Hörður Áskelsson. Hallgrímskirkja, sunnudag kl. 17. Meira
3. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 141 orð

SHAW Á ENN UPP Á PALLBORÐIÐ

UNGLINGAMYNDIN She's All That sem er nútímauppfærsla á leikritinu Pygmalion eftir George Bernard Shaw hrifsaði til sín efsta sæti á aðsóknarlistanum vestanhafs þrátt fyrir misjafna dóma. Freddie Prinze Jr. fer með hlutverk aðaltöffarans í framhaldsskóla sem einsetur sér að gera "ljóta andarungann" Rachel Leigh Cook að prinsessu fyrir lokaballið. Meira
3. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 208 orð

Skrýtin dýr Blessuð litlu dýrin (All the Little Animals)

Framleiðandi og leikstjóri: Jeremy Thomas. Handritshöfundur: Eski Thomas. Kvikmyndataka: Mike Molloy. Aðalhlutverk: John Hurt, Christian Bale og Daniel Benzali. (108 mín.) Bresk. Skífan, janúar 1999. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Hér segir frá Bobby, ungum manni sem átt hefur við andleg vandamál að stríða frá því hann lenti í bílslysi í barnæsku. Meira
3. febrúar 1999 | Menningarlíf | 121 orð

Tímarit SKAFTFELLINGUR ­

SKAFTFELLINGUR ­ Þættir úr Austur­Skaftafellssýslu, 12. árgangur, er kominn út. Sturlaugur Þorsteinsson bæjarstjóri ritar formála. Bjarni F. Einarsson skrifar grein er nefnist Víkingaaldarbýlið Hólmur í Laxárdal; Sigurður Björnsson ritar grein er nefnist Skeiðará og Skeiðarársandur; Benedikt Sigurjónsson skrifar um skipasmíðar og sjósókn; grein Flosa Meira
3. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 262 orð

Umsátrið beint á toppinn

NÝJA myndin Umsátrið, eða "The Siege", fer beint í efsta sæti listans þessa vikuna en hún skartar leikurunum Denzel Washington, Annette Bening og Bruce Willis. Vatnsberinn fellur í annað sætið þriðju vikuna á listanum. Danska myndin Veislan er í þriðja sæti, en gífurleg aðsókn hefur verið á myndina frá því hún var sýnd á Kvikmyndahátíð Reykjavíkur. Meira
3. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 447 orð

Uppselt! Bellatrix hefur verið að gera það gott á tónleikum í Bretlandi, spilað fyrir fullu húsi og fengið afbragðs dóma í

ÞAÐ VAR fullt hús á skemmtistaðnum Borderline í Lundúnum síðastliðið föstudagskvöld þegar Bellatrix tróð upp á öðrum tónleikum sínum þar í þessum mánuði. Hljómsveitin hefur verið á tónleikaferðalagi um Holland, Belgíu, England og Írland til að kynna nýútkominn 8 laga geisladisk sinn sem nefnist einfaldlega G. Meira
3. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 194 orð

Verður brúðkaupið í beinni?

JÁTVARÐUR Bretaprins hefur ekki aftekið að brúðkaupi hans og unnustu hans, Sophie Rhys-Jones, verði sjónvarpað í beinni útsendingu. "Ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum," sagði hann við blaðamenn þegar brúðkaupið, sem haldið verður 19. júní næstkomandi, kom til tals á blaðamannafundi. Meira
3. febrúar 1999 | Leiklist | 329 orð

Það sem allar konur þrá

eftir Helgu Arnalds. Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson. Leikmynd: Petr Matásek. Brúður og leikur: Helga Arnalds. Verndari sýningarinnar: Vigdís Finnbogadóttir. Sunnudaginn 31. janúar. SÖGUSMETTAN Ísafold bjástrar við þvottasnúru, hlustar á útvarpið, spjallar við vinkonu sína í símann og segir áhorfendum sögu spunna út frá aðaláhugamáli hennar, Íslendingasögum. Meira

Umræðan

3. febrúar 1999 | Bréf til blaðsins | 244 orð

100 prósent endurgreiðsla tannréttinga

BREIÐ bros heitir félag aðstandenda barna með skarð í vör og/eða góm. Félagið var stofnað í nóvember 1995. Aðal markmið félagsins er fræðsla og stuðningur við aðstandendur en einnig ýmis réttindamál. Núna erum við að berjast fyrir 100% endurgreiðslu frá Tryggingastofnun ríkisins vegna tannréttingakostnaðs barna sem fædd eru með skarð í vör og/eða góm. Meira
3. febrúar 1999 | Aðsent efni | 900 orð

Alþjóðaólympíunefndin í vanda Skipulag

ALÞJÓÐAÓLYMPÍUNEFNDIN á nú um stundir í vök að verjast eins og löngum oft áður. Uppljóstranir um mútuþægni meðlima hennar hafa kastað rýrð á hana og gefið grunsemdum um víðtæka spillingu innan hennar byr undir báða vængi. Margir sækja að nefndinni nú og krefjast þess jafnvel að hún segi öll af sér. Aðrir heimta róttækar breytingar á skipulagi hennar. Meira
3. febrúar 1999 | Aðsent efni | 856 orð

Auknar kröfur og fjármál sveitarfélaga

AÐ UNDANFÖRNU hafa átt sér stað nokkrar umræðum um fjármál sveitarfélaga og aukna skuldasöfnun margra þeirra. Ljóst er að fjármálaleg staða þeirra er mjög mismunandi enda aðstæður sveitarfélaganna, sem eru 124, afar ólíkar. Á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldin var í nóvember síðastliðinn var fjallað ítarlega um þessi mál. Meira
3. febrúar 1999 | Kosningar | 517 orð

Forgangsröðun í þágu unga fólksins

"MESTI og besti auður hvers lands er fólkið sjálft, sem lifir þar, hugsar og starfar, og hver, sem stuðlar til þess, að fólk flytji sig burt úr jafn lítt byggðu landi sem Ísland er, vinnur þjóðinni tjón,..." Þessi orð Einars Benediktssonar skálds hafa sjaldan átt betur við en nú í aðdraganda nýrrar aldar. Meira
3. febrúar 1999 | Kosningar | 154 orð

Guðmund Árna í 1. sæti

Guðmund Árna í 1. sæti Sonja B. Jónsdóttir, kvikmyndagerðarmaður, skrifar: Guðmundur Árni Stefánsson hefur unnið að markmiðum jafnaðarstefnunnar frá unga aldri og jafnan haft hagsmuni þeirra sem minna mega sín að leiðarljósi. Meira
3. febrúar 1999 | Aðsent efni | 496 orð

Gufuafl ­ vatnsafl

Í UMRÆÐU um orkumál undanfarna mánuði hafa sjónir manna beinst að stóriðju og hafa tengt þörfina fyrir aukna orku slíkum framkvæmdum. Það er mikilvægt að sú niðurstaða fáist að aðrar leiðir verði fundnar til að tryggja búsetu um landið en að byggja stóriðju, Meira
3. febrúar 1999 | Aðsent efni | 1591 orð

HUGTAKIÐ AÐ VETURLIÐA Í jólabókaflóðinu kom út bók er bar heitið Lausnarsteinn/Lífsbók mín og fjallar um fjölþætt lífshlaup

SJÓNMENNTAVETTVANGUR HUGTAKIÐ AÐ VETURLIÐA Í jólabókaflóðinu kom út bók er bar heitið Lausnarsteinn/Lífsbók mín og fjallar um fjölþætt lífshlaup Steingríms Sigurðssonar. Þar kemur fram hugtakið "að veturliða" og verður Braga Ásgeirssyni, listrýni blaðsins, að ásteytingarsteini. Meira
3. febrúar 1999 | Kosningar | 164 orð

Hvatningarkveðja frá Skógum

Hvatningarkveðja frá Skógum Þórður Tómasson, safnstjóri á Skógum, skrifar: Byggðasafnið í Skógum undir Eyjafjöllum er í dag í röð merkustu menningarsetra á Suðurlandi, sótt heim af miklum fjölda ferðamanna ár hvert. Með guðs hjálp og góðra manna hefur þessu verið til vegar komið. Meira
3. febrúar 1999 | Bréf til blaðsins | 450 orð

Íslandspóstur mismunar landsmönnum í þjónustu

ÞAÐ voru heldur kaldar jólakveðjurnar, sem bárust frá Íslandspósti inná heimili fólks á póstþjónustusvæði 560 nú fyrir hátíðarnar, er þetta ríkisrekna einokunarhlutafélag tilkynnti fólki á svæðinu að pósthúsið í Varmahlíð yrði einungis opið almenningi eftir hádegi frá áramótum og fram á vor, Meira
3. febrúar 1999 | Kosningar | 650 orð

Lífið í landinu

Á DÖGUNUM var haldinn fundur í Háskólabíói þar sem fundarefnið var verndun hálendisins. Fundur þessi var afar fjölsóttur og ekkert nema gott um það að segja. Mér þótti þó miður, að talsmönnum Landsvirkjunar hefði verið neitað um innlegg í fundinn. Meira
3. febrúar 1999 | Kosningar | 499 orð

Sterkari saman

Í ÞAU þrjú ár er ég hef setið á Alþingi hef ég orðið vitni að því hvernig sundurlyndisfjandinn sem lengi hefur þjakað vinstrihreyfinguna á Íslandi hefur smám saman þokað fyrir hinu sem sameinar hana. Okkur er að verða æ ljósara að við erum sterkari saman. Kjör ellilíeyrisþega og öryrkja hafa rýrnað í góðærinu; staða þeirra í samfélaginu hefur versnað. Meira
3. febrúar 1999 | Aðsent efni | 701 orð

Tannlækningar eldri borgara

ELDRI borgarar eru 67 ára og eldri en aldursbreidd þessa hóps er mjög mikil. Í stórum dráttum er eðli tannviðgerða í þessum hópi ekki frábrugðið tannviðgerðum í yngri aldurshópum. Mikilvægt er að fara reglulega til tannlæknis, jafnvel þó að manni finnist ekkert vera að. Reglulegt eftirlit er líka eina aðferðin til að lækka kostnað verulega. Meira
3. febrúar 1999 | Kosningar | 124 orð

Veljum Valþór

Veljum Valþór Vilmar Pétursson, verkefnisstjóri MIDAS-NET og SÍTF, skrifar: Stjórnmálamenn þurfa að hafa frumkvæði og áræði og vera tilbúnir að leita bestu leiða til að opinber stjórnsýsla verði allt í senn hagkvæm, framsýn og réttlát. Valþór Hlöðversson býður sig fram í 2. Meira

Minningargreinar

3. febrúar 1999 | Minningargreinar | 375 orð

AXEL JÓHANNES KAABER

AXEL JÓHANNES KAABER Axel Jóhannes Kaaber fæddist í Reykjavík 24. júní 1909. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 27. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ludvig Emil Kaaber, bankastjóri, f. í Kolding í Danmörku 12. september 1878, d. 12. ágúst 1941, og fyrri kona hans, Astrid, f. Thomsen í Trangisvági, Færeyjum, f. 2. maí 1884, d. 24. júní 1928. Meira
3. febrúar 1999 | Minningargreinar | 490 orð

Axel Kaaber

Axel Kaaber er frá fallinn á nítugasta aldursári. Langlífi fylgir sú blessun að sjá börn sín, barnabörn og jafnvel börn þeirra vaxa úr grasi, en líka sú þraut að sjá jafnaldra frændur, vini og samstarfsmenn hníga hvern af öðrum undan ljá sláttumannsins mikla. Meira
3. febrúar 1999 | Minningargreinar | 800 orð

Axel Kaaber

Í dag kveðjum við aldinn heiðursmann, Axel Kaaber, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Sjóvátryggingarfélagi Íslands hf. Axel fæddist í Reykjavík þann 24. júní 1909 og var því tæplega níræður er hann lést. Hann var sonur hjónanna Ludvigs E. Kaaber, stórkaupmanns og síðar bankastjóra Landsbanka Íslands, og konu hans, Astrid Kaaber. Meira
3. febrúar 1999 | Minningargreinar | 1035 orð

Axel Kaaber

Við fráfall fornvinar míns, Axels Kaabers, get ég ekki látið hjá líða að minnast hans nokkrum orðum, nú þegar leiðir skilur eftir löng kynni. Liðið er vel á fjórða tug ára frá því ég kom fyrst á heimili þeirra Axels og Kristínar konu hans og ég man ekki lengur nákvæmlega hvernig það bar til. Meira
3. febrúar 1999 | Minningargreinar | 391 orð

Axel Pihl

Látinn er sænskur vinur og samstarfsmaður margra Íslendinga, Axel Pihl, á 88. aldursári. Axel Pihl hóf störf við niðursuðuiðnað 1928 hjá Abba A/B sem hét þá reyndar Bröderne Ameln. Til Íslands kom hann fyrst árið 1952 en hafði þá verið fimm til sex ár í Noregi við síldarkaup. Meira
3. febrúar 1999 | Minningargreinar | 195 orð

Friðrika Guðmundsdóttir

Elsku amma mín, ég kveð þig nú með þökk fyrir allt. Þú hefur nú hafið þitt ferðalag á annan og æðri stað. Heilsu þinni hrakaði og tími þinn var kominn. Þrátt fyrir að líkaminn væri orðinn lúinn varstu alltaf vel með á nótunum og vildir alltaf fylgjast með öllu og öllum. Meira
3. febrúar 1999 | Minningargreinar | 2319 orð

Friðrika Guðmundsdóttir

Dauðinn er ekki sá gestur sem við tökum fagnandi eða bjóðum velkominn en þó getum við ekki annað en þakkað af hjarta þegar hann kemur þangað sem hans er vænst, þar sem nærveru hans er óskað. Hún amma hafði beðið þessarar heimsóknar lengi, þó ekki í ofvæni því hún óttaðist að þurfa ef til vill að þjást í dauðanum. En svo varð ekki. Hún fékk þá ósk sína uppfyllta að fara í svefni. Meira
3. febrúar 1999 | Minningargreinar | 351 orð

Friðrika Guðmundsdóttir

Elsku amma Friðrika, ég vil með örfáum orðum þakka þér fyrir allt. Minningarnar streyma fram og eitt af því fyrsta sem ég minnist er þegar þú varst að sníða og máta á okkur systurnar. Það var oftast fyrir jól eða einhverja utanlandsferð. Þú saumaðir m.a. kjóla, skokka, sloppa og margt fleira. Meira
3. febrúar 1999 | Minningargreinar | 288 orð

Friðrika Guðmundsdóttir

Nú, þegar hún Friðrika er dáin, rifjast upp þeir dagar, þegar hún bjó í kjallaranum á Reynimelnum með börnin sín tvö, Katrínu listdanskonu og Heimi vin okkar. Það var á sokkabandsárunum fyrir margt löngu. Þangað vöndum við komur okkar, félagarnir, stundum heilu fótboltaliðin, af því að Reynimelurinn var miðsvæðis og lá vel við höggi og ekki síður vegna þess að þar vorum við aufúsugestir. Meira
3. febrúar 1999 | Minningargreinar | 262 orð

FRIÐRIKA GUÐMUNDSDÓTTIR

FRIÐRIKA GUÐMUNDSDÓTTIR Friðrika Guðmundsdóttir var fædd á Álftamýri í Auðkúluhreppi í Arnarfirði hinn 31. mars 1905. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi aðfaranótt 27. janúar síðastliðinn, þar sem hún hafði dvalið á áttunda ár. Foreldrar hennar voru Bjarnfríður Jóna Bjarnadóttir og Guðmundur Stefánsson. Meira
3. febrúar 1999 | Minningargreinar | 589 orð

Jakob Benediktsson

Kaupmannahöfn var um aldaraðir stjórnsetur Íslands, lærdómsborg menntamanna og jafnframt einskonar forðabúr íslenskrar menningar. Þar var okkar mikli þjóðararfur ­ handritin ­ varðveittur og þar störfuðu Fjölnismenn. Jónas Hallgrímsson orti þarna og dó og þar lágu spor flestra þeirra Íslendinga sem gátu síðar af sér orð þegar heim kom. Meira
3. febrúar 1999 | Minningargreinar | 1093 orð

Jakob Benediktsson

Jakob Benediktsson var fæddur á Fjalli í Seyluhreppi í Skagafirði 20. júlí 1907. Hann er nú látinn, níutíu og eins árs að aldri. Kona hans var Grethe Kyhl fornleifafræðingur, fædd í Kaupmannahöfn 26. ágúst 1909. Hún var dóttir Olaf Kyhl, ofursta í danska hernum, og konu hans Gerdu, og kynntist ég þeim vel en þau voru bæði myndarlegt fólk og báru með sér virðulegt fas og menningarlega framkomu. Meira
3. febrúar 1999 | Minningargreinar | 172 orð

Lárus Ingi Guðmundsson

Lárus okkar er fallinn frá. Hann æfði boccia hjá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík fyrir nokkrum árum. Hann var í keppnisliði félagsins sem vann fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sveitakeppni í boccia. Þótt hann æfði ekki mikið þá fylgdist hann vel með hvað var að gerast í íþróttum fatlaðra. Ferðalög voru hans áhugamál og ferðaðist hann vítt og breitt. Meira
3. febrúar 1999 | Minningargreinar | 28 orð

LÁRUS INGI GUÐMUNDSSON

LÁRUS INGI GUÐMUNDSSON Lárus Ingi Guðmundsson fæddist í Reykjavík 23. júní 1944. Hann lést á Landspítalanum 18. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 27. janúar. Meira
3. febrúar 1999 | Minningargreinar | 260 orð

Stefanía Katrín Ófeigsdóttir

Stefanía Katrín frænka mín hefur kvatt í hárri elli. Stebba, eins og hún var kölluð, var ömmusystir mín og eins konar þriðja amma okkar barnabarna Rúnu ömmu. Það var mikill fengur í því að eiga þrjár ömmur. Þegar ég var lítil bjuggum við fjölskyldan í sama húsi og afi, amma, Stebba og maðurinn hennar Eiki. Ég minnist þess því að það var víða sem lítil stelpa var velkomin. Meira
3. febrúar 1999 | Minningargreinar | 1595 orð

Valdimar Jóhannsson

"Viltu í nefið? Prentarar kenndu mér að nota neftóbak. Ég gerðist ungur blaðamaður og þurfti að standa vaktir fram á rauðanótt. Prentvillur voru og eru eitur í mínum beinum, svo að ég beið ævinlega eftir fyrsta eintakinu beint úr pressunni til að ganga úr skugga um að allt væri með felldu. Meira
3. febrúar 1999 | Minningargreinar | 938 orð

Valdimar Jóhannsson

Það var vor í íslensku þjóðlífi allt fyrra misserið 1944, lýðveldið í augsýn. Ungur sveinn í Eyjum að halda út í heim, hálflærður í svartlist, kominn "suður" til frekari manndóms í bókiðn í höll Ísafoldar að Þingholtsstræti 5. Og nú voru umtalsverð umsvif í hérlendri útgáfustarfsemi. Meira
3. febrúar 1999 | Minningargreinar | 266 orð

Valdimar Jóhannsson

Í dag er afi minn, Valdimar Jóhannsson, jarðaður. Mig langar að minnast hans með nokkrum orðum. Ég hugsa að flestum hafi fundist afi minn vera afskaplega lokaður maður, og mér er sagt að hann hafi verið það mestan hluta ævi sinnar, en eftir áfallið breyttist hann. Flestar minningar mínar tengdar afa eru eftir áfallið. Meira
3. febrúar 1999 | Minningargreinar | 251 orð

Valdimar Jóhannsson

Í dag verður jarðaður einn merkasti fulltrúi þeirrar fámennu stéttar, íslenskra bókaútgefenda, Valdimar Jóhannsson sem lengstum var kenndur við fyrirtæki sitt Iðunni. Valdimar hóf bókaútgáfu á árunum eftir seinna stríð, byrjaði smátt og gætti þess vel að reisa sér ekki hurðarás um öxl. Meira
3. febrúar 1999 | Minningargreinar | 216 orð

Valdimar Jóhannsson

Við viljum minnast afa okkar, Valdimars, í örfáum orðum. Það var ekki hjá því komist að bera mikla og djúpa virðingu fyrir afa. Fróðari og greindari menn hittir maður ekki oft á lífsleiðinni. Það var alltaf sérstakt að koma heim til ömmu og afa á Grenimelinn þar sem afi sat, oftar en ekki, umkringdur bókum sínum á skrifstofunni, sem virtist vera helgidómur hans. Meira
3. febrúar 1999 | Minningargreinar | 1076 orð

Valdimar Jóhannsson

Nafn Valdimars Jóhannssonar varð mér snemma kunnugt. Það stóð neðan við heiti forlagsins Iðunnar á titilsíðu ritsins "Öldin okkar" sem var fyrsta innsýn mín eins og fjölmargra annarra í Íslandssögu tuttugustu aldar. Útgefandi sem sendi frá sér svo skemmtilega bók var ekki ómerkur. Meira
3. febrúar 1999 | Minningargreinar | 214 orð

Valdimar Jóhannsson

Valdimar Jóhannsson var hávaxinn og hvassleitur með silfurliðaðan hármakka, gekk hratt, nánast hljóp við fót, talaði af innblæstri á afar fallegu og blæbrigðaríku máli. Þegar mikið lá við sló hann gjarnan þéttingsfast með þrem krepptum fingrum í borðbrúnina og sagði: "Þetta verður að gerast strax, upp á líf og dauða, Meira
3. febrúar 1999 | Minningargreinar | 208 orð

Valdimar Jóhannsson

Elsku afi. Ég minnist stundanna sem við áttum saman í bókaherberginu þínu á Grenimelnum, ég, þú og "Ole Lund Kirkegaard". Þú last prófarkir af mikilli einbeitni og ég las um Gúmmí-Tarsan og félaga á milli þess sem við tókum í nefið. Áhugi þinn á köttum var einstakur. Ég fylgdist með kynnum ykkar Heródesar allt frá upphafi til enda. Meira
3. febrúar 1999 | Minningargreinar | 585 orð

Valdimar Jóhannsson

Í dag er jarðsunginn tengdafaðir minn, Valdimar Jóhannsson. Á slíkum tímamótum blandast sorg og léttir á sérkennilegan hátt. Undanfarnar vikur voru honum eflaust erfiðar, hann var bundinn rúmi og komst ekki heim, en síðustu tvö ár hefur hann búið á Hjúkrunarheimilinu Eiri. Aldrei kvartaði hann enda það ekki háttur hans. Æðruleysi hans þá, sem ætíð áður, til eftirbreytni þeim sem eftir lifa. Meira
3. febrúar 1999 | Minningargreinar | 398 orð

VALDIMAR JÓHANNSSON

VALDIMAR JÓHANNSSON Valdimar Jóhannsson var fæddur 28. júní 1915 að Skriðulandi í Arnarneshreppi í Eyjafirði en ólst upp í Svarfaðardal. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 27. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhann Páll Jónsson, bóndi og síðar kennari, f. 6. apríl 1878, d. 6. júlí 1945, og kona hans, Anna Jóhannesdóttir, f. Meira
3. febrúar 1999 | Minningargreinar | 1009 orð

Þórarinn Magnússon

Söknuður okkar er mikill þegar við kveðjum föður okkar, tengdaföður og afa, Þórarin Magnússon, sem látinn er eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Þar kom vel fram hvaða mann hann hafði að geyma. Ósérhlífnin og harkan sem hafði einkennt hann í gegnum lífið var engu minni þegar hann háði lokaglímuna en í fyrri glímum lífsins. Meira
3. febrúar 1999 | Minningargreinar | 30 orð

ÞÓRARINN MAGNÚSSON

ÞÓRARINN MAGNÚSSON Þórarinn Magnússon fæddist í Neðradal í V-Skaftafellssýslu 17. febrúar 1921. Hann lést á Landakoti 18. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 23. janúar. Meira
3. febrúar 1999 | Minningargreinar | 176 orð

Þórunn Björgólfsdóttir

Hún Tóta er dáin. Þórunn Björgólfsdóttir lést að morgni miðvikudagsins 20. janúar. Minningarnar koma í hugann hver af annarri. Ógleymanlegar samverustundir á ferðalögum í útlöndum og heima. Kanada, Strandirnar, Héraðið, Öræfin, Skaftártungan og æskustöðvar Tótu á Hvallátrum. Hressilegt Alkort í náttstað með tilheyrandi glaðværð og kátínu. Við erum fátækari. Meira
3. febrúar 1999 | Minningargreinar | 33 orð

ÞÓRUNN BJÖRGÓLFSDÓTTIR

ÞÓRUNN BJÖRGÓLFSDÓTTIR Þórunn Björgólfsdóttir fæddist á Melanesi á Rauðasandi í V-Barð. 10. júlí 1938. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 20. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarfjarðarkirkju 29. janúar. Meira
3. febrúar 1999 | Minningargreinar | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

Viðskipti

3. febrúar 1999 | Viðskiptafréttir | 684 orð

1.415 milljóna króna hagnaður

HREINN hagnaður Íslandsbanka og dótturfélaga hans nam samtals 1.415 milljónum króna á síðasta ári, samanborið við 1.047 m.kr. árið 1997. Hreinar vaxtatekjur, þ.e. vaxtatekjur að frádregnum vaxtagjöldum, jukust um 236 m.kr. eða um 7%. Vaxtamunur hélt áfram að lækka. Hann var 3,6% árið 1998 en 4,0% árið 1997. Aðrar rekstrartekjur jukust um 729 m.kr., eða 34%. Meira
3. febrúar 1999 | Viðskiptafréttir | 436 orð

5,6% hagvöxtur í Bandaríkjunum

HAGVÖXTUR í Bandaríkjunum jókst hröðum skrefum í lok síðasta árs og gerði að engu ugg um að umrót í alþjóðafjármálum mundi grafa undan langvinnustu þenslu landsins á friðartímum að sögn brezka fjármálablaðsins Financial Times. Meira
3. febrúar 1999 | Viðskiptafréttir | 281 orð

AtHome kaupir Excite á 6,7 milljarða dollara

HRAÐVIRKA netþjónustan AtHomeCorp. mun kaupa Excite, einn helzta ákvörðunarstaðinn á veraldarvefnum, fyrir 6,7 milljarða dollara í hlutabréfum og eru þetta mestu fyrirtækjakaup sem um getur á Netinu að sögn sérfræðinga. Meira
3. febrúar 1999 | Viðskiptafréttir | 190 orð

Bezta ár Nokia til þessa

NOKIA-farsímafyrirtækið í Finnlandi hefur skýrt frá því að hagnaður fyrir skatta 1998 hafi aukizt um 74%, í 14,6 milljarða finnskra marka, sem er heldur meira en spá sérfræðinga, sem hljóðaði upp á 14,3 milljarða. Meira
3. febrúar 1999 | Viðskiptafréttir | 219 orð

Dow Jones og evrópsk hlutabréf lækka

HLUTABRÉF lækkuðu í verði í Evrópu og Wall Street í gær því margir innleystu hagnað eftir nýlegar hækkanir og jenið hækkaði vegna þess að arður af japönskum ríkisskuldabréfum hafði ekki verið meiri í 18 mánuði. Þegar viðskiptum lauk í Evrópu hafði Dow Jones lækkað um rúma 100 punkta eða 1,25%. Meira
3. febrúar 1999 | Viðskiptafréttir | 223 orð

Forstjóri BMW sætir gagnrýni

HLUTABRÉF í þýzka bílaframleiðandanum BMW hafa hækkað í verði vegna bættrar afkomu, en tölur sem sýna það hafa horfið í skugga fréttar um að Bernd Pischetsrieder forstjóri hafi sætt gagnrýni hluthafa vegna taps á Rover-deild fyrirtækisins í Bretlandi. Meira
3. febrúar 1999 | Viðskiptafréttir | 191 orð

Franskur risi býður í brezkt tryggingafélag

FRANSKI tryggingarisinn Axa hefur boðið 3,4 milljarða punda í brezka tryggingafélagið Guardian Royal Exchange. Stjórn GRE hefur mælt með því að gengið verði að boðinu, sem var eitt af nokkrum sem fyrirtækinu hafa borizt. Búizt er við að nokkur hundruð manna missi atvinnuna vegna samrunans. Meira
3. febrúar 1999 | Viðskiptafréttir | 177 orð

Hlýtur metsekt í Maxwell-máli

COOPERS & Lybrand endurskoðunarfyrirtækinu, sem nú tilheyrir PriceWaterhouseCooper, hefur verið refsað fyrir galla á bókhaldi fyrirtækjastórveldis Roberts heitins Maxwells. Sérstakur agadómstóll í greininni hefur dæmt fyrirtækið í 1,2 milljarða punda sekt og til að greiða 2,2 milljóna punda málskostnað fyrir hlutverk sitt í hruni stórveldis Maxwells. Meira
3. febrúar 1999 | Viðskiptafréttir | 224 orð

Hærra verð á gulli vegna aldamóta?

ÓVISSA vegna aldamótanna kann að stöðva langvarandi lækkun á verði gulls, sem hefur valdið erfiðleikum í greininni, að sögn sérfræðinga. "Nýtt árþúsund og óvissa samfara því kann að geta orðið til þess að gull fái aftur að skipa sinn réttmæta sess," sagði Gerard Kemp, gullsérfræðingur BOE Securities, fulltrúum á alþjóðlegri námuráðstefnu. Meira
3. febrúar 1999 | Viðskiptafréttir | 611 orð

Íslenskt skip til strandveiða í Suðaustur-Asíu?

OPINBER heimsókn Finns Ingólfssonar viðskipta- og iðnaðarráðherra ásamt íslenskri viðskiptasendinefnd til Malasíu hófst í gær þegar hópurinn kom til Kuala Lumpur, höfuðborgar landsins. 110 malasísk fyrirtæki hafa þegar óskað eftir því að taka þátt í kaupstefnu, sem boðað hefur verið til í tengslum við förina. Meira
3. febrúar 1999 | Viðskiptafréttir | 230 orð

Námskeið um sjálfsmat

GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG Íslands heldur námskeiðið Innskyggnir-Sjálfsmat dagana 4.­5. febrúar kl. 8.30­12.30 á Hótel Sögu, þingsal D, 2. hæð. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á sjálfsmatslíkanið og notkun þess við mat á stjórnunarárangri fyrirtækja. Meira
3. febrúar 1999 | Viðskiptafréttir | 133 orð

Scholes og Krasker hætta hjá LTCM

Í FRÉTTATILKYNNINGU frá Long-Term Capital Management, baktryggingarsjóðnum sem var bjargað frá barmi gjaldþrots í fyrrahaust, segir að Nóbelsverðlaunahafinn Myron Scholes og William Krasker, tveir af stofnendum sjóðsins, muni láta af störfum. Meira
3. febrúar 1999 | Viðskiptafréttir | 270 orð

Soros telur fjármálakreppu vofa yfir

GEORG SOROS, hinn kunni fjárfestir, segir í viðtali að vaxandi "eignaverðbólga" á bandarískum hlutabréfamarkaði sé næsta ógnunin við fjármálakerfi heims og geti fljótlega leitt til nýrrar alþjóðlegrar fjármálakreppu. Meira
3. febrúar 1999 | Viðskiptafréttir | 66 orð

Útibússtjóri hjá Búnaðarbanka

ÞORSTEINN Ólafs hefur verið ráðinn útibússtjóri Austurbæjarútibús Búnaðarbanka Íslands hf. Þorsteinn lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1982 og varð löggiltur verðbréfamiðlari árið 1987. Þorsteinn var ráðgjafi hjá Fjárfestingarfélagi Íslands hf. 1984­87 og forstöðumaður Verðbréfaviðskipta Samvinnubankans (síðar Samvinnubréfa Landsbankans) 1987­96. Meira
3. febrúar 1999 | Viðskiptafréttir | 171 orð

Verðstríð bitnar á afkomu Sony

MINNI sala sjónvarpsviðtækja og hljómflutningstækja, einkum í þróunarlöndum, grófu undan afkomu Sony, japanska raftækjarisans, á síðasta ársfjórðungi. Sony segir að rekstrarhagnaður hafi minnkað um 20% í 175 milljarða jena á þremur mánuðum til desemberloka og velta minnkaði um 3,2% í 1.950 milljarða jena. Nettóhagnaður jókst um 1,8% í 112 milljarða jena. Meira
3. febrúar 1999 | Viðskiptafréttir | 105 orð

Yahoo! kaupir GeoCities

YAHOO! leitarvélin hefur samið um kaup á vefþjónustunni GeoCities til að treysta stöðu sína á Netinu og er samningurinn metinn á 3,57 milljarða dollara. GeoCities er þriðji vinsælasti staðurinn á vefnum á eftir America Online (AOL) og Yahoo! og þangað komu 19 milljónir manna í desember að sögn vefrannsóknarstöðvarinnar Media Metrix. Meira

Fastir þættir

3. febrúar 1999 | Í dag | 26 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 3. febrúar, er fimmtug Katrín Jónsdóttir, Mánahlíð 12, Akureyri. Katrín og eiginmaður hennar, Valtýr Þór Hreiðarsson, eru að heiman á afmælisdaginn. Meira
3. febrúar 1999 | Dagbók | 514 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Starf fyrir 10­12 ára börn kl. 17. Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða kl. 13­17. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Grensáskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 14­16. Biblíulestur, samverustund, kaffiveitingar. Meira
3. febrúar 1999 | Fastir þættir | 46 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreyfils

Hafin er Board-A-Match sveitakeppni hjá bílstjórunum og spila 14 sveitir. Sveit Friðbjörns Guðmundssonar byrjar langbest og er með 145 stig eftir 6 umferðir. Röð næstu sveita er annars þessi: Óskar Sigurðsson114Ómar Óskarsson109Birgir Kjartansson106Spilað er á mánudagskvöldum í Hreyfilshúsinu, þriðju hæð. Meira
3. febrúar 1999 | Í dag | 24 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmynd: Bonni BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. október í Garðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Rakel Rúriksdóttir og Kristján Þ. Henrýsson. Heimili þeirra er í Hafnarfirði. Meira
3. febrúar 1999 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. september í Grensáskirkju af sr. Halldóri Gröndal Brynja Kristín Þórarinsdóttir og Oddur Steinsson. Heimili þeirra er á Leifsgötu 5, Reykjavík. Meira
3. febrúar 1999 | Fastir þættir | 859 orð

Hennar tími er liðinn Sumir hafa viljað finna tengsl á milli Sólborgar á Svalbarði og Solveigar á Miklabæ er var á dögum rúmri

Áramótahvellurinn í Sjónvarpinu virðist liðinn hjá, a.m.k. ætla ekki að verða frekari eftirmál vegna Dómsdags, myndar Egils Eðvarðssonar um Sólborgarmálið. Ýmsir hafa haft samband við undirritaðan og viljað miðla af fróðleik sínum um þetta ógæfulega mál. Meira
3. febrúar 1999 | Dagbók | 660 orð

Í dag er miðvikudagur 3. febrúar 34. dagur ársins 1999. Blasíumessa. Orð dagsin

Í dag er miðvikudagur 3. febrúar 34. dagur ársins 1999. Blasíumessa. Orð dagsins: Látið fætur yðar feta beinar brautir, til þess að hið fatlaða vindist ekki úr liði, en verði heilt. ( Hebreabréfið 12, 13.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Kyndill kom og fór í gær. Meira
3. febrúar 1999 | Í dag | 761 orð

Rafstöðina í friði!

ÞEIM mönnum hlýtur að vera meira en lítið í nöp við sögu Reykjavíkurborgar sem geta hugsað sér að leggja niður alveg að ástæðulausu starfsemi Rafstöðvarinnar í Elliðaárdal. Oddamaður R-listans virðist vera búinn að ákveða að stöðin sé vond og skuli fara. Meira
3. febrúar 1999 | Í dag | 124 orð

STÖÐUMYND E HVÍTUR leikur og vinnur

STÖÐUMYND E HVÍTUR leikur og vinnur Þetta endatafl kom upp í úrslitum á Evrópukeppni skákfélaga í Belgrad eftir áramótin. Hollendingurinn Jan Timman (2.655) var með hvítt og átti leik, en Boris Alterman (2.600), Ísrael, hafði svart. 47. Hxh6+! ­ Kxh6 48. Meira
3. febrúar 1999 | Dagbók | 3574 orð

(fyrirsögn vantar)

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Meira

Íþróttir

3. febrúar 1999 | Íþróttir | 60 orð

15 ára Frakki til Arsenal

ARSENAL festi fyrir helgina kaup á frönskum leikmanni, Jeremie Aliadiere, sem er aðeins 15 ára gamall. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hafði samstarf við foreldra hans um kaupin. Frakkinn fær um tvær milljónir punda á sjö árum. Aliadiere er talinn einn efnilegasti knattspyrnumaður Frakka. Hefur leikið 5 leiki með 15 ára landsliðinu og kemur frá áhugamannaliðinu Rambouillet. Meira
3. febrúar 1999 | Íþróttir | 162 orð

Aganefnd frestaði máli KA-mannsins

AGANEFND Knattspyrnusambands Íslands kom saman til fundar í gær, þar sem rætt var um mál leikmanns 2. flokks KA, sem sló Rúnar Steingrímsson knattspyrnudómara í rot í leik á Íslandsmóti innanhúss sl. föstudagskvöld. Ágúst Ingi Jónsson, formaður aganefndar sagði að málið hefði verið tekið fyrir en fundi síðan frestað og að það yrði tekið fyrir síðar. Meira
3. febrúar 1999 | Íþróttir | 312 orð

Alvarleg staða fyrir íþróttastarfið í Árbæ

Pétur Hrafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, sagði að sambandið væri að vinna því að að skapa deildinni starfsgrundvöll. "Við erum að skoða leiðir til að sporna við því að starfsemi deildarinnar stöðvist. Þetta er mjög alvarleg staða fyrir allt íþróttastarfið í Árbænum og slæmt til þess að vita að ekki sé hægt að halda úti körfubolta í svona fjölmennu hverfi. Meira
3. febrúar 1999 | Íþróttir | 225 orð

Ásgeir með Klinsmann í kveðjuleik?

JÜRGEN Klinsmann segist vera að skipuleggja kveðjuleik sinn sem leikinn verður 31. maí nk. og þá leika fyrrverandi félagar hans í liði Stuttgart sem lék til úrslita í Evrópukeppni félagsliða við Napólí vorið 1989 við úrval leikmanna frá Internazionale, Tottenham, Mónakó og Bayern M¨unchen, þeim félögum sem Klinsmann lék einnig með á knattspyrnuferli sínum. Meira
3. febrúar 1999 | Íþróttir | 130 orð

Beint frá Þýskalandi á breiðbandi

BREIÐVARP Landssímans og Sjónvarpið hafa undirritað samning um útsendingar um breiðband Landssímans frá tveimur íþróttaviðburðum, annars vegar er um að ræða átta leiki úr þýska handboltanum og hins vegar heimsmeistaramótinu í listhlaupi á skautum, sem fram fer í Helsinki í mars. Meira
3. febrúar 1999 | Íþróttir | 315 orð

DANSKI knattspyrnukappinn

DANSKI knattspyrnukappinn Michael Laudrup hefur verið útnefndur besti erlendi knattspyrnumaðurinn sem hefur leikið á Spáni sl. 25 ár. Það var blaðið Don Balon sem útnefndi Laudrup. Meira
3. febrúar 1999 | Íþróttir | 99 orð

EM drengjalandsliða í Ísrael

STJÓRN UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, ákvað á fundi í Höfðaborg fyrir helgi að úrslitamót Evrópukeppni drengjalandsliða, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, muni fara fram í Ísrael á næsta ári. Þá var og ákveðið að Danir muni halda úrslitamót í sömu keppni árið 2002 og Portúgalar 2004. Úrslitamót Evrópukeppni piltalandsliða, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, verður í Noregi 2002. Meira
3. febrúar 1999 | Íþróttir | 148 orð

Glenn Hoddle rekinn sem þjálfari enska landsliðsins

GLENN Hoddle var í gærkvöldi rekinn úr starfi landsliðsþjálfara Englands í knattspyrnu. Var skýrt frá uppsögninni á blaðamannafundi enska knattspyrnusambandsins í Lundúnum, en forráðamenn þess höfðu þá fundað nær sleitulaust í ríflega sólarhring í kjölfar ummæla þjálfarans um sjálfskipuð örlög lamaðra og fatlaðra í blaðaviðtali um helgina. Meira
3. febrúar 1999 | Íþróttir | 288 orð

Góð byrjun hjá Guðrúnu

Guðrún Arnardóttir, úr Ármanni, sigraði í 400 metra hlaupi innanhúss á móti í Tennessee um helgina, hljóp á 53,22 sekúndum og segist Guðrún vera ánægð með þessa byrjun á árinu. Íslandsmet Guðrúnar innanhúss er 53,35 sek. Tíminn fæst hins vegar ekki viðurkenndur sem Íslandsmet því hringurinn á keppnisvellinum er 270 metrar. Meira
3. febrúar 1999 | Íþróttir | 106 orð

Guðjón valdi Zidane

GUÐJÓN Þórðarson, landsliðsþjálfari Íslands, var með franska landsliðsmanninn Zidane í fyrsta sæti á lista sínum, en 132 landsliðsþjálfarar tóku þátt í kjörinu. Leikmenn fengu fimm stig fyrir fyrsta sæti, þrjú stig fyrir annað sætið og eitt fyrir þriðja sætið í kjöri landsliðsþjálfara. Meira
3. febrúar 1999 | Íþróttir | 44 orð

Í kvöld

HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla:20.30 Ásgarður:Stjarnan - KA Kaplakriki:FH - ÍBV Selfoss:Selfoss - ÍR Selt.:Grótta/KR - HK Valsheimili:Valur - Fram Varmá:UMFA - Haukar 1. deild kvenna: Framhús:Fram - ÍR18. Meira
3. febrúar 1999 | Íþróttir | 325 orð

Kjus og Maier urðu hnífjafnir

SÁ einstaki atburður gerðist í keppni þeirra bestu í risasvigi á heimsmeistaramótinu í Bandaríkjunum í gærkvöldi að tveir skíðamenn urðu hnífjafnir, uppá hundruðustu úr sekúndu. Þetta voru þeir Hermann Meier frá Austurríki og Lasse Kjus frá Noregi. Meira
3. febrúar 1999 | Íþróttir | 59 orð

Knattspyrna England

England Aukaleikur í 4. umferð bikarkeppninnar: Tottenham - Wimbledon3:0 Andy Sinton 4., Allan Nielsen 56., 85. 3. deild: Brentford - Carlisle1:1 Skotland Meira
3. febrúar 1999 | Íþróttir | 97 orð

Leicester ræðir við Bolton

ENSKA úrvalsdeildarliðið Leicester City hefur nú formlega spurst fyrir um Arnar Gunnlaugsson, framherja Bolton Wanderers. Kemur fram á spjallsíðu úrvalsdeildarliðsins á Netinu í gær að Martin O'Neill, stjóri Leicester, hafi haft samband við Colin Todd, starfsbróður sinn hjá Bolton fyrir helgi og spurst fyrir um íslenska landsliðsmanninn. Meira
3. febrúar 1999 | Íþróttir | 49 orð

Leikmenn FIFA

ÞEIR leikmenn sem hafa verið útnefndir leikmenn Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, síðan fyrst var útnefnt 1991, eru: 1998 Zinedine Zidane (Juventus/FFrakklandi) 1997 Ronaldo (Inter/Brasilíu) 1996 Ronaldo (Barcelona/Brasilíu) 1995 George Weah (AC Meira
3. febrúar 1999 | Íþróttir | 1025 orð

Markmiðið að komast í úrslitakeppnina

KRISTJÁN Arason, þjálfari FH, dró fram keppnisskóna á ný um helgina, batt saman vörn liðsins í sigrinum á Gróttu/KR í undanúrslitum bikarkeppninnar og ætlar að halda uppteknum hætti í deildinni, "ef þörf krefur", eins og hann orðaði það við Morgunblaðið í gær. Meira
3. febrúar 1999 | Íþróttir | 46 orð

Platt rekinn frá Sampdoria

DAVID Platt, fyrrverandi landsliðsmaður á Englandi, var í gær rekinn sem þjálfari ítalska liðsins Sampdoria. Hann var ráðinn til félagsins 15. desember á síðasta ári og hefur liðið ekki unnið leik síðan, fallið úr 13. sæti niður í það 17. og næstneðsta. Meira
3. febrúar 1999 | Íþróttir | 127 orð

Tottenham áfram í fimmtu umferð

Tottenaham komst í gærkvöld í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu með öruggum 3:0-sigri á Wimbledon. Um aukaleik liðanna var að ræða, þar eð markalaust jafntefli varð í leik liðanna á heimavelli Wimbledon, Selhurst Park. Andy Sinton kom Tottenham yfir strax á fjórðu mínútu og staðan var 1:0 í leikhléi. Meira
3. febrúar 1999 | Íþróttir | 280 orð

Zidane besti leikmaður heims

Frakkinn Zinedine Zidane, sem leikur með Juventus á Ítalíu, var á mánudaginn útnefndur besti knattspyrnumaður heims í hófi í Barcelona. Það er Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) sem stendur að kjörinu og landsliðsþjálfarar 132 þjóða kjósa. Meira
3. febrúar 1999 | Íþróttir | 539 orð

Þýskir hissa á brottrekstri Viggós

ÞÝSKA handboltablaðið Handball Woche birti grein um helgina um brottrekstur Viggós Sigurðssonar frá Wuppertal og furðar höfundur greinarinnar sig á honum. Fyrirsögnin er á þá leið að nú fái Stefan Schöne tækifæri, en hann tók við af Viggó, og undirfyrirsögnin er svohljóðandi: "Wuppertal segir Viggó Sigurðssyni, hinum sigursæla þjálfara sínum, upp." Meira
3. febrúar 1999 | Íþróttir | 479 orð

Æfingagjöld eru ekki greidd

UM síðustu helgi ákvað Fylkir að draga lið sitt úr keppni í 1. deild karla í körfuknattleik. Engin stjórn er nú starfandi í körfuknattleiksdeildinni og fólk hefur ekki fengist til starfa. Um 120 krakkar hafa stundað körfubolta hjá félaginu í vetur. Deildin, sem hefur verið starfrækt í fimm ár, hefur átt í fjárhagserfiðleikum, enda hafa æfingagjöld ekki skilað sér nema að hálfu leyti. Meira

Úr verinu

3. febrúar 1999 | Úr verinu | 185 orð

10 fyrirtæki sýna á Boston Seafood

ALLS munu 10 íslensk fyrirtæki taka þátt í alþjóðlegri sjávarútvegssýningu sem haldin verður í Boston dagana 16.­18. mars nk. Útflutningsráð Íslands skipuleggur þátttöku íslensku fyrirtækjanna. Boston Seafood Show er alþjóðleg sjávarútvegssýning, ein hin stærsta sinnar tegundar í heiminum. Meira
3. febrúar 1999 | Úr verinu | 125 orð

Bátaflotinn veiðir mest

FISKAFLI innan lögsögunnar varð á síðasta ári um 1,5 milljónir tonna. Bróðurpartinn af þeim afla, eða um 950.000 tonn tók bátaflotinn, eða skip með aflamark, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu. Uppistaðan í afla þessara skipa var loðna, 660.000 tonn, 91.600 tonn af þorski og 64.000 tonn af síld. Togarar voru með 390.500 tonn, þar af 94.000 tonn af þorski, 89. Meira
3. febrúar 1999 | Úr verinu | 355 orð

Bjóða viðgerðir á plastbátunum

NÝTT húsnæði á Tálknafirði, sem hýsir viðgerðarverkstæði fyrir plastbáta, hefur nú verið tekið í notkun. Það er fyrirtækið Allt í járnum ehf. sem stendur að verkstæðinu og hyggjast eigendur þess bjóða þar upp á alla almenna viðgerðar- og viðhaldsþjónustu fyrir smærri plastbáta. Húsið er 170 fermetrar að grunnfleti og gerir mögulegt að taka inn 2 handfærabáta af hefðbundinni stærð. Meira
3. febrúar 1999 | Úr verinu | 187 orð

Búist við jafnari eftirspurn eftir íslenskum þorski

LOGI Þormóðsson, framkvæmdastjóri útflutningsfyrirtækisins Tross hf., sem selur ferskar fiskafurðir til Bandaríkjanna, segir að sú ákvörðun sjávarútvegsyfirvalda á Nýja-Englandi í Bandaríkjunum að minnka þorskkvóta dagróðrabáta um helming muni að öllum líkindum gera spurn eftir íslenskum fiski stöðugri. Meira
3. febrúar 1999 | Úr verinu | 42 orð

EFNI Fréttaskýring 3 Kaup Skinneyjar og Þinganess á Borgey á Höfn Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Viðtal 5

Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Viðtal 5 Guðmundur Þ. Jónsson á Baldvin Þorsteinssyni EA Markaðsmál 6 Miklir ónýttir möguleikar á ítalska fiskmarkaðinum Umræðan 7 Grétar Rögnvarsson skipstjóri á Jóni Kjartanssyni Meira
3. febrúar 1999 | Úr verinu | 120 orð

Gengur illa að selja til Brazilíu

NORÐMENN eiga nú í nokkrum erfiðleikum með útflutning á þurrkuðum saltfiski til Brazilíu eftir gengisfellingu þar. "Það hefur verið mikið um afpantanir síðustu daga og sala til Brazilíu hefur að miklu leyti stöðvazt, bæði hjá okkur og öðrum útflytjendum. Meira
3. febrúar 1999 | Úr verinu | 176 orð

Hreinlætið mikilvægt

HILDUR Gísladóttir er nýráðin þrifastjóri í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Hún er fædd og uppalin Eyjamær, 32 ára og tveggja barna einstæð móðir. Hún hóf störf í Vinnslustöðinni í október '96 og vann frá 8­3 á daginn en síðan hún tók við þrifastjórn vinnur hún frá 13 á daginn og fram á kvöld. Meira
3. febrúar 1999 | Úr verinu | 327 orð

Koma kjaftfullir inn eftir stutta útiveru

VEIÐAR útilegubáta með beitingarvélar hafa gengið mjög vel í janúar. Aflinn hefur verið allt upp í 80 tonn í túr. Flestir bátanna eru með 200 til 300 tonn eftir janúarmánuð og nemur aflaverðmæti allt að 32 milljónum króna. 6 línubátar í eigu eða á leigu hjá Vísi hf. í Grindavík lönduðu alls um 1.500 tonnum, mest þorski þennan mánuð. Aflaverðmæti nemur nálægt 150 milljónum króna. Meira
3. febrúar 1999 | Úr verinu | 267 orð

Mikið skorið niður við Nýja England

SJÓMENN í Nýja Englandi í Bandaríkjunum eiga ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Vegna slæmrar stöðu fiskstofnanna hefur verið þrengt að þeim á ýmsan hátt á síðustu árum og nú hefur fiskveiðiráðið í Nýja Englandi ákveðið að helminga daglegan þorskafla og loka stóru svæði á miðunum. Nær það frá Maine til Þorskhöfðaflóa. Meira
3. febrúar 1999 | Úr verinu | 1366 orð

Mikil samlegðaráhrif við sameininguna

Hornfirðingar binda vonir við að kaup tveggja útgerðarfélaga á meirihlutanum í Borgey hf. og sameining þriggja stærstu sjávarútvegsfyrirtækja staðarins treysti atvinnulífið. Fullyrt er að sameining geri verulega hagræðingu mögulega. Í grein Helga Bjarnasonar kemur jafnframt fram að með sölu á ráðandi hlut í Borgey er lokið langri sögu KASK í rekstri sjávarútvegs. Meira
3. febrúar 1999 | Úr verinu | 790 orð

Miklir ónýttir möguleikar á ítalska fiskmarkaðinum

FISKNEYSLA er ekki jafn mikil á Ítalíu og sums staðar norðar í álfunni en ljóst er, að góðir möguleikar eru á að auka hana ef vel er að verki staðið. Í landinu er nokkurt fiskeldi en stöðvarnar eru gamlar og ekki hefur verið fylgst sem skyldi með tækniframförum í greininni. Þess vegna byggist neyslan, jafnt í fiskeldistegundunum sem öðrum, aðallega á miklum innflutningi. Meira
3. febrúar 1999 | Úr verinu | 204 orð

Minni afli en meiri verðmæti

FISKAFLINN síðustu þrjú almanaksárin hefur verið mikill. Árin 1996 og 1997 fór hann í fyrsta skipti yfir tvær milljónir tonna og náði sögulegu hámarki síðara árið eða 2.176.185 tonnum. Í fyrra varð heildaraflinn um 1,7 milljónir tonna og er það því í hópi þeirra ára, þegar hvað mest hefur aflazt. Það er loðnan eins og endra nær sem ræður úrslitum um magnið. Í fyrra veiddust aðeins 750. Meira
3. febrúar 1999 | Úr verinu | 77 orð

MOKFISKA Á LÍNUNA FYRIR VESTAN

ÞEIR hafa verið að mokfiska á línuna fyrir vestan eins og annars staðar. Áhöfnin á Fjólu BA frá Patreksfirði er ein þeirra sem hefur verið að gera það gott. Þeir lönduðu fyrir skömmu 12 tonnum eftir 30 bala lögn eða um 400 kíló á bala. Aflinn hefur farið í enn meira á bala, að minnsta kosti 500 kíló. Meira
3. febrúar 1999 | Úr verinu | 402 orð

Norðmenn að kaupa sig inn í færeysku bátaútgerðina

NORÐMENN eru nú byrjaðir að kaupa sig inn í færeyskan sjávarútveg, en það mætir mikilli andstöðu í Færeyjum. Tvö norsk fyrirtæki hafa, samkvæmt fréttum í norska blaðinu Fiskaren, selt tvo gamla báta til Færeyja. Þeir eiga þriðjung hlutafjár í útgerðunum, sem keyptu bátana, sem er innan leyfilegra marka, þrátt fyrir að þeir eigi í raun meirihluta fjár í útgerðinni. Meira
3. febrúar 1999 | Úr verinu | 245 orð

Rauðspretta með kryddhjúpi á cesar-salati

RÉTTUR dagsins er rauðspretta. Það er Jón Arnar Guðbrandsson, sem sér lesendum Versins fyrir uppskriftinni að þessu sinni. Hann er eigandi fyrirtækisins Sjávarfangs sælkerans ásamt Brynju Valdísi Gísladóttur. Fyrirtækið framleiðir ferska fiskrétti af ýmsu tagi. Þetta er aðalréttur fyrir tvo. Meira
3. febrúar 1999 | Úr verinu | 511 orð

Reyna við steinbít

"VIÐ erum að reyna við steinbít en hefur gengið heldur treglega," sagði Gísli Skarphéðinsson, skipstjóri á frystitogaranum Framnesi ÍS, í spjalli við Verið í gær, en skipið var þá að veiðum í svokölluðu Ræsi, um 40-50 mílur vestur úr Látrabjargi. "Við byrjuðum að reyna við steinbítinn í október og höfum verið að skarka á þessu síðan. Meira
3. febrúar 1999 | Úr verinu | 1015 orð

Sjávarútvegurinn tilbúinn að mæta aldamótunum

Í SKOÐANAKÖNNUN sem Gallup gerði nýverið fyrir Skýrslutæknifélag Íslands kom í ljós að sjávarútvegurinn er sú atvinnugrein hér á landi sem hvað síst hefur hafið athugun á mögulegum vandamálum tengdum ártalinu 2000. Meira
3. febrúar 1999 | Úr verinu | 46 orð

SKRÚFA Í STÆRRA LAGI

SKRÚFAN á Baldvini Þorsteinssyni EA var tekin til viðgerðar hjá Slippstöðinni og auk þess pússuð og fægð. Skrúfan er engin smásmíði en þvermál hennar er um 3,6 metrar og virðist hann Guðjón, starfsmaður Slippstöðvarinnar, vera frekar lítill í samanburði við skrúfuna. Meira
3. febrúar 1999 | Úr verinu | 160 orð

Sækja í útgerð frá Færeyjum

NORÐMENN eru nú byrjaðir að kaupa sig inn í færeyskan sjávarútveg, en það mætir mikilli andstöðu í Færeyjum. Tvö norsk fyrirtæki hafa, samkvæmt fréttum í norska blaðinu Fiskaren, selt tvo gamla báta til Færeyja. Þeir eiga þriðjung hlutafjár í útgerðunum, sem keyptu bátana, sem er innan leyfilegra marka, þrátt fyrir að þeir eigi í raun meirihluta fjár í útgerðinni. Meira
3. febrúar 1999 | Úr verinu | 203 orð

Tekur á móti fiskinum

JAKOB Möller tók við starfi móttökustjóra hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum í maí sl. Jakob er kvæntur Rut Ágústsdótturog eiga þau þrjú börn, tvær dætur og son. Auk þess átti Jakob eina dóttur fyrir. Meira
3. febrúar 1999 | Úr verinu | 501 orð

Togkraftur mikilvægur við veiðar á kolmunna

FÆREYSKA fjölveiðiskipið Christian í Grótinum náði mjög góðum árangri á síðasta ári. Það var gert út í um 9 mánuði og fiskaði fyrir rúmlega 640 milljónir króna á þeim tíma. Alls varð aflinn 60.000 tonn, þar af 45.000 tonn af kolmunna. Útgerðarmaður skipsins, Kristian M. Rassmusen, segist ekki eiga von á svo gjöfulu ári í ár. Hann segir verð á hinum svokallaða uppsjávarfiski fara lækkandi. Meira
3. febrúar 1999 | Úr verinu | 937 orð

Um loðnumælingar

NÚ GET ég ekki lengur setið á mér og verð að skrifa nokkrar línur um þau vinnubrögð sem Hafrannsóknunastofnun viðhefur í sambandi við loðnumælingar. Þegar mælingarnar voru framkvæmdar í haust mældust einungis 400.000 tonn, en það er það magn sem skilið hefur verið eftir til hrygningar. Meira
3. febrúar 1999 | Úr verinu | 285 orð

Veðjað á uppsjávarfiska

BORGEY hf. tók til starfa í núverandi mynd á miðju ári 1992, eftir endurskipulagningu sjávarútvegsstarfsemi Kaupfélags Austur-Skaftfellinga. Félag með þessu nafni var eitt af útgerðarfélögum KASK og undir nafni Borgeyjar var allur rekstur kaupfélagsins í sjávarútvegi sameinaður. Bæjarfélagið á Höfn lagði fram viðbótarhlutafé og ýmsir fjárfestar. Meira
3. febrúar 1999 | Úr verinu | 1096 orð

Við höfum áhyggjur af ástandi karfastofnsins

GUÐMUNDUR Þ. Jónsson, skipstjóri á Baldvini Þorsteinssyni EA, hefur haldið uppi merki forvera sinna og komið með mesta aflaverðmæti íslenskra fiskiskipa að landi frá því hann tók við skipinu. Baldvin Þorsteinsson EA hefur komið árlega með mesta aflaverðmæti íslenskra fiskiskipa að landi, eða frá því skipið kom nýtt til Samherja í lok árs 1992. Meira
3. febrúar 1999 | Úr verinu | 52 orð

Vilja hækka veiðileyfagjald

NÚ ER áformað að hækka veiðileyfagjald í Bretlandi um 10%, en gjaldið rennur til skráningar- og eftirlitsstofnunarinnar Seafish Industry Authority. Upphaflega kom tillaga um 15% hækkun á gjaldinu, sem nú er 8,40 pund á tonnið eða 996 krónur íslenzkar. Án hækkunar er talið að draga verði úr starfsemi eftirlitsins. Meira

Barnablað

3. febrúar 1999 | Barnablað | 30 orð

Anna og Ása

Anna og Ása RAGNHILDUR Ýr Björnsdóttir, 6 ára, Lækjarkinn 30, 220 Hafnarfjörður, teiknaði og litaði þessa flottu mynd. Meira
3. febrúar 1999 | Barnablað | 40 orð

. . . á hverjum miðvikudegi

KÆRU Myndasögur Moggans! Mig langar til að þið birtið þessa mynd. Ég les Myndasögur Moggans á hverjum miðvikudegi. Mér finnst Grettir skemmtilegastur. Ég heiti Sigurlín Björg Atladóttir. Ég bý í Baughúsum 37, 112 Reykjavík. Meira
3. febrúar 1999 | Barnablað | 67 orð

Áramótin 1998/1999

DANÍEL Kári Snorrason, 7 ára, Hátúni 5b, 225 Bessastaðahreppur, gerði þessa mynd í desember á síðasta ári (1998) þegar áramótin voru á næsta leiti. Það er mikið skotið og mikið sprengt á myndinni hans Daníels Kára og gleðin og eftirvæntingin skína úr andliti dúðaða drengsins, sem heldur á stjörnuljósi í hægri hendi og í þeirri vinstri á jókerblysi. Meira
3. febrúar 1999 | Barnablað | 31 orð

Á tunglinu

Á tunglinu EF þið dragið strik frá punkti eitt og endið á punkti níutíu og átta á að birtast vera sú eða hvað það nú er, sem skelfir geimfarana á myndinni. Meira
3. febrúar 1999 | Barnablað | 151 orð

Búið til krana

VERÐIÐ ykkur úti um pappakassa, t.d. skókassa. Gerið smágöt á báðar langhliðar kassans og stingið blýanti í gegnum götin (sjá mynd). Bindið garn, girni eða band utan um blýantinn. Gerið gat í botn kassans eins og sýnt er á myndinni og dragið línuna þar í gegn. Armar kranans eru gerðir úr stífum pappa og festir með öflugu lími eða límbandi. Mjóum pinna er stungið í gegnum báða armana. Meira
3. febrúar 1999 | Barnablað | 90 orð

Eftirlýstur afbrotamaður . . .

LÖGREGLAN er að rannsaka fjölda innbrota í borginni. Hún hefur nokkur vitni, sem hafa gefið eftirfarandi lýsingu á hinum grunaða: Hann er hálfsköllóttur, segir fyrsta vitnið, hann var með skegg, segir annað vitnið, og það þriðja tók eftir, að innbrotsþjófurinn var með plástur einhvers staðar á andlitinu. Meira
3. febrúar 1999 | Barnablað | 47 orð

Hver er Rakel? - Merkið allt efni!

HVER er Rakel Karlsdóttir? Það er ekki gott að segja, því að engar frekari upplýsingar fylgdu með þessari skemmtilegu mynd. Krakkar, munið að merkja allt efni sem þið sendið Myndasögum Moggans með nafni, aldri, heimilisfangi og póstfangi. Það er mikilvægt. Meira
3. febrúar 1999 | Barnablað | 103 orð

PENNAVINIR

Ég heiti Magnús (Malli) og vil gjarnan eignast pennavin á aldrinum 10-12 ára, sjálfur er ég ellefu og hálfs árs. Mig langar að skrifast á við bæði stráka og stelpur. Áhugamál mín eru: knattspyrna, píanó, handbolti o.fl. Það væri gott ef þið gætuð sent mynd með fyrsta bréfi. Meira
3. febrúar 1999 | Barnablað | 108 orð

PENNAVINIR

Ég heiti Gríma og mig langar að eignast pennavin á aldrinum 7-10 ára, ég er 8 ára. Áhugamál mín eru gæludýr, hljóðfæri, fimleikar, fótbolti og ballett. Gríma Þórðardóttir Framnesvegi 17 101 Reykjavík Ég er 12 að verða 13 ára stelpa, sem vil gjarnan eignast pennavini, 11-14 ára, bæði stráka og stelpur. Áhugamál margvísleg. Meira
3. febrúar 1999 | Barnablað | 190 orð

Safnarar

Ég safna öllu með Celine Dion, Grease (bíómyndinni og íslenska söngleiknum), Titanic og Kate Winslet. Í staðinn get ég látið Boyzone, Steven Houghton, Nick Hardcastle, Hugh Grant, West Side Story, Chris Mullin, Sandra Bullock, Robbie W., David Duchovny, Hestakvíslaranum, Ritchie Sambora, Billy, X-Files, Oli. Meira
3. febrúar 1999 | Barnablað | 89 orð

Tígrisdýr

TÍGRISDÝR geta orðið meira en þriggja metra löng frá trýni að halabroddi. Þau kunna vel við sig í vatni og éta bráð sína oft við vatn því að þorsti sækir að þeim við átið. Þau læðast að fórnarlambi sínu gegnum þéttan lággróður, taka snarpan sprett þegar þau eiga eftir um 15-20 metra og stökkva á bráðina og oftast bíta þau fórnarlömbin á háls. Meira
3. febrúar 1999 | Barnablað | 26 orð

Það er gaman í Lækjarskóla

Það er gaman í Lækjarskóla KÆRU Myndasögur Moggans. Viljið þið birta þessa mynd fyrir mig. Takk, takk. Berglind Dís Guðmundsdóttir, 9 ára, Hverfisgötu 38, 220 Hafnarfjörður. Meira
3. febrúar 1999 | Barnablað | 39 orð

(fyrirsögn vantar)

HÆ, Moggi! Mér finnst gaman að senda þér myndir svo ég teiknaði eina mynb af Nöllu og Simba og sendi þér. Takk fyrir að hafa birt myndina mína af Gretti. Lilja Minný Sigurbjörnsdóttir, 11 ára, Laugarvegi 34, 580 Siglufjörður. Meira

Ýmis aukablöð

3. febrúar 1999 | Dagskrárblað | 413 orð

Útvarpsþáttur með myndavél

Á LAUGARDÖGUM og sunnudögum frá kl. 12­16 munu Sigurður Hlöðversson og Valgeir Magnússon sjá um sjónvarpsþáttinn Með hausverk um helgar á Skjá 1. Þeir félagar eiga saman auglýsingastofuna Hausverk, og hafa brallað ýmislegt í gegnum tíðina. Nú er það "útvarpsþáttur með myndavél", eins og Sigurður kýs að skilgreina hann, og verður fyrsti þátturinn sendur út hinn 6. febrúar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.