Greinar þriðjudaginn 16. febrúar 1999

Forsíða

16. febrúar 1999 | Forsíða | 134 orð

170 ára gömul kona í Kenýa?

ÍTALSKUR mannfræðingur segist hafa fundið konu í Kenýa sem sé að minnsta kosti 150 ára gömul. Hann segir konuna jafnvel geta verið 170 ára gamla. Konan, sem heitir Wangui, er af Kikuyu- ættbálknum og býr í strákofa í þorpi um 35 km frá höfuðborginni Naírobí. Giovanni Perrucci, prófessor við Chieti-háskólann, segist trúa fullyrðingum þorpsbúa um að Wangui sé 170 ára gömul. Meira
16. febrúar 1999 | Forsíða | 85 orð

Clinton hittir Zedillo

VEL fór á með þeim Ernesto Zedillo, forseta Mexíkó, og Bill Clinton Bandaríkjaforseta á fundi þeirra í gær, en Clinton var í heimsókn í Mexíkó. Hrósaði Clinton Zedillo fyrir góðan árangur í baráttunni gegn eiturlyfjum og sagði að samstarf ríkjanna tveggja í þessum málum hefði "augsýnilega batnað mjög" í stjórnartíð Zedillos. Meira
16. febrúar 1999 | Forsíða | 235 orð

Fylgja Dönum taki þeir upp evruna

GRÆNLENSKIR stjórnmálamenn virtust sammála um það um helgina að Grænland myndi líklega fylgja í kjölfar Danmerkur og taka upp evruna ákvæðu Danir að ganga til liðs við Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU). Meira
16. febrúar 1999 | Forsíða | -1 orð

Hlut Rússa í vopnaviðskiptum neitað

RÚSSNESK stjórnvöld neituðu í gær fréttum þess efnis að Írakar hefðu samið við Rússa um stórfellda vopnasölu til landsins í desember síðastliðnum, skömmu áður en Bretar og Bandaríkjamenn hófu flugskeytaárásir á Írak. Sagði í yfirlýsingu stjórnvalda í Moskvu að Rússland héldi fast við skuldbindingar sínar samkvæmt ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í málefnum er vörðuðu Írak. Meira
16. febrúar 1999 | Forsíða | 91 orð

Kúrdi kveikir í sér

UM sextíu Kúrdar efndu í gær til mótmælaaðgerða fyrir framan þinghús Aþenuborgar í Grikklandi gegn þeirri ákvörðun grískra stjórnvalda að veita Abdullah Öcalan, skæruliðaleiðtoga Kúrda, ekki pólitískt hæli í landinu. Greip einn Kúrdanna til örþrifaráða þegar óeirðalögregla gerði sig líklega til að fjarlægja fólkið og bar eld að sjálfum sér og kveikti síðan í. Meira
16. febrúar 1999 | Forsíða | 379 orð

Líkur á samkomulagi sagðar litlar

LÍKUR á samkomulagi í viðræðum um frið í Kosovo sem fram fara í Rambouillet í Frakklandi minnkuðu í gær þegar fulltrúar stríðandi fylkinga þrjóskuðust enn við að ganga að kröfum vesturveldanna. Höfnuðu fulltrúar Frelsishers Kosovo (UCK) kröfum um að herinn afvopnaðist og Milan Milutinovic, forseti Serbíu, Meira

Fréttir

16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð

Aflaheimildir ekki færðar

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að ekki hefði verið rætt um það í ríkisstjórn að færa aflaheimildir frá einum hópi fiskiskipa til annarra hópa. Ráðherra sagði að lögmál markaðarins yrðu að ráða og að ekki stæði til að fara að handstýra þessum viðskiptum. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 545 orð

Almannaréttur til umferðar um landið rýmkaður

GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra hefur kynnt nýtt frumvarp til náttúruverndarlaga, þar sem réttur manna til umferðar um landið, svokallaður almannaréttur, er m.a. rýmkaður mjög. Frumvarpið er afrakstur nefndar sem ráðherra skipaði árið 1996 og var undir formennsku Guðjóns Ólafs Jónssonar, aðstoðarmanns ráðherra. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 122 orð

Árshátíð og málþing á afmæli Orators

ORATOR, félag laganema við Háskóla Íslands, fagnar 70 ára afmæli sínu um þessar mundir. Sérstök hátíðarhöld verða á árshátíð félagsins í Perlunni í dag, þriðjudaginn 16. febrúar, en þann dag árið 1920 kvað Hæstiréttur Íslands upp sína fyrstu dóma. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 125 orð

Banaslys í Skagafirði

RÉTT um klukkan 10 á sunnudagsmorgun barst lögreglunni á Sauðárkróki tilkynning um slys við bæinn Sleitustaði, en þar hafði maður farið á vinnuvél til að hreinsa krapa og ís úr inntakslóni rafstöðvar, sem notað er fyrir Sleitustaðaþéttbýlið. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 299 orð

Bjarni Jónsson yfirlæknir látinn

LÁTINN er doktor Bjarni Jónsson, yfirlæknir St. Jósefsspítala, Landakoti í Reykjavík um tuttugu ára skeið en starfsferill hans á spítalanum spannaði um 40 ár. Hann var á nítugasta aldursári. Bjarni Jónsson var fæddur á Ísafirði 21. maí 1909. Hann lauk stúdentsprófi frá MR árið 1929 og læknaprófi frá Háskóla Íslands 1935. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 158 orð

Blússandi sigling á Samfylkingunni

SIGBJÖRN Gunnarsson sveitarstjóri í Mývatnssveit fór með sigur af hólmi í prófkjöri Samfylkingarinnar á Norðurlandi eystra. Hann segir að enginn vafi leiki á því að erfitt sé að etja kappi við sitjandi þingmann. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 200 orð

Brekku mokað burt

VIÐ gatnamót Miklubrautar og Réttarholtsvegar stendur yfir mikið jarðrask, þar sem verið er að undirbúa aðrein að og frá Miklubraut. Að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar gatnamálastjóra mun brekkan við Réttarholtsveg nánast hverfa þegar náð verður núverandi landhæð norðan við Miklubraut. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 231 orð

Búast við átta til tíu milljóna kr. sparnaði

Á LANDSPÍTALANUM hefur verið opnuð svonefnd innskriftarmiðstöð fyrir sjúklinga, sem koma í fyrirfram ákveðnar aðgerðir eða rannsóknir. Í fréttatilkynningu segir að tilgangurinn sé að bæta þjónustu við sjúklinga með því að stytta biðtíma eftir rannsóknum og viðtölum við lækna og sérfræðinga. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 456 orð

Byggt verði í haust á Norðlingaholti

BORGARSTJÓRNARFLOKKUR sjálfstæðismanna leggur til að leyst verði úr lóðaskorti í Reykjavík með því að ljúka deiliskipulagi fyrir Norðlingaholt þannig að hægt verði að hefja úthlutun lóða þar í vor og hefja byggingaframkvæmdir í haust. Sjálfstæðismenn gagnrýndu borgarstjórnarmeirihluta R-listans harðlega fyrir fyrirhyggjuleysi í skipulags- og lóðamálum á blaðamannafundi sem haldinn var í gær. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 525 orð

Börn frá Tsjernobíl hingað í endurhæfingu

FORSTÖÐUMAÐUR Norrænu barnahjálparinnar, Bo Wallenberg, var hér á landi fyrir helgi í stuttri heimsókn í tvíþættum tilgangi. Annars vegar að hitta íslenska stuðningsaðila, sem taka þátt í að kosta nauðstödd börn á Filippseyjum til náms og bjarga þeim af götunni, Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 509 orð

Dagbók Háskóla Íslands

Dagbók Háskóla Íslands DAGBÓK Háskóla Íslands 14.-20. febrúar. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð vikulega á heimasíðu Háskólans http: //www.hi.is/HIhome.html Þriðjudagur 16. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 40 orð

Dagskrá Alþingis

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Að lokinni utandagskrárumræðu um málefni rækjuvinnslunnar hefst atkvæðagreiðsla um hið svokallaða kjördæmamál. Að því búnu er gert ráð fyrir því að hátt á fjórða tug þingmannamála fari til fyrstu eða fyrri umræðu. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 147 orð

D-listinn á Vesturlandi ákveðinn

Á FUNDI kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Vesturlandskjördæmi, sem haldinn var í Stykkishólmi 14. febrúar, var samþykktur framboðslisti flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar 8. maí nk. Kjördæmisráð ákvað í haust að stilla upp lista í stað þess að efna til prófkjörs. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 871 orð

Eitt banaslys í umferðinni

UM HELGINA, frá föstudagsmorgni til mánudagsmorguns, urðu 55 umferðaróhöpp þar sem eignatjón varð, 16 voru grunaðir um ölvun við akstur, 33 um of hraðan akstur, átta sinntu ekki stöðvunarskyldu og jafnmargir óku gegn rauðu umferðarljósi. Lögreglan hefur undanfarna daga kannað sérstaklega hvort menn notuðu öryggisbelti og annan slíkan búnað í bifreiðum. Um kl. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 529 orð

Ekki ákvörðun um fjárfestingu í náinni framtíð

HAGNAÐUR norska stórfyrirtækisins Norsk Hydro var næstum helmingi minni á síðasta ári en 1997 og hefur verið ákveðið að fækka störfunum um 1.500. Samtímis verða nýjar fjárfestingar skornar niður og aðrar endurmetnar. Að sögn Thomas Knutzen, upplýsingafulltrúa Norsk Hydro, hefur niðurskurðurinn engin áhrif á hagkvæmniathuganir fyrirtækisins á álveri við Reyðarfjörð. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 349 orð

Fiskistofa svipti bátinn veiðileyfi

TOGSKIPIÐ Vatneyri BA var væntanlegt til hafnar á Patreksfirði í morgun með um 35 tonna afla sem veiddur var án þess að á skipinu væru fyrir hendi nægjanlegar aflaheimildir. Fiskistofa hefur þegar svipt skipið veiðileyfi og verður útgerð þess og skipstjóri kærð til viðkomandi sýslumannsembættis. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 334 orð

Fjögurra mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest áfellisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á fertugsaldri fyrir kynferðisbrot gagnvart tólf ára stúlku á ættarmóti á Reykhólum. Á ættarmótinu sem fram fór í Reykhólaskóla sumarið 1997 voru um fimmtíu manns. Þegar skemmtunin stóð sem hæst fór maðurinn inn í herbergi þar sem stúlkan lá sofandi. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 96 orð

Flækjufræði í sagnfræði

AXEL Kristinsson sagnfræðingur flytur fyrirlestur í boði Sagnfræðingafélags Íslands á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðunni í dag, þriðjudag, kl. 12.05­13. Fyrirlesturinn nefnir hann "Félagssögu og flækjufræði". Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins sem nefnd hefur verið "Hvað er félagssaga?" Í fréttatilkynningu segir að í fyrirlestri sínum leggi Axel mat á möguleika Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 287 orð

Fullur tilhlökkunar

"ÉG ER mjög ánægður með þessa niðurstöðu, fyrir mína hönd og fyrir Samfylkinguna," segir Kristján Möller, verslunarmaður á Siglufirði, sem hlaut fyrsta sætið á lista Samfylkingarinnar á Norðurlandi vestra í prófkjörinu á laugardaginn. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 722 orð

Hafa gefið út tímarit í 56 ár

Í TILEFNI 60 ára afmælis Breiðfirðingafélagsins á sl. ári var mikið um hátíðahöld og þá sérstaklega á haustmánuðum. Ákveðið var að gefa út sérstakt aukarit tímaritsins Breiðfirðings sem komið hefur út allar götur frá árinu 1942. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 374 orð

"Hálfgerður bastarður"

SAMRÁÐSNEFND Samfylkingarinnar á Vesturlandi hefur samþykkt tilhögun prófkjörs undir formerkjum Samfylkingar. Davíð Sveinsson, formaður kjördæmisráðs Alþýðuflokks á Vesturlandi, segir prófkjörslistann skiptan í hólf. "Þátttakendur mega merkja við einn til þrjá, en samt aðeins einn í hverju hólfi, þ.e.a.s. það má setja eitt, tvö, eða þrjú merki, en þó aðeins eitt í hvert hólf," segir Davíð. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 83 orð

Heimsins stærsta bolla

Í TILEFNI af bolludeginum í gær bauð Kringlan gestum sínum að smakka "heimsins stærstu rjómabollu." Bakaríið Hjá Jóa Fel annaðist baksturinn og var eigandinn sjálfur mættur á staðinn með Tonny Espesen aðstoðarmann sinn. Gestum gafst kostur á að fá sér bita af bollunni á 50 kr. og rann ágóðinn til barnadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 203 orð

HÍ falli frá skilyrði um ensku

ÍSLENSK málnefnd hefur farið þess á leit við Pál Skúlason háskólarektor að skilyrði þess efnis að umsóknum um stöður í HÍ sé skilað á ensku verði ekki sett í auglýsingar háskólans. Íslensk málnefnd ræddi starfsauglýsingar frá HÍ á fundi sínum á þriðjudag. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 150 orð

Horft til landfyllingar í Skerjafirði

KNATTSPYRNUFÉLAG Reykjavíkur heldur upp á 100 ára afmæli sitt í dag. "Félagið stendur traustum fótum, er ungt í anda þrátt fyrir háan aldur," segir Gísli Halldórsson arkitekt m.a. í viðtali við Morgunblaðið. Hann segir bjarta tíma framundan hjá KR í vesturbænum þrátt fyrir að þröngt sé orðið um starfsemi félagsins í Kaplaskjóli. Meira
16. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 252 orð

Hörð viðbrögð við ummælum Aherns um afvopnun IRA

MIKIL spenna ríkti á fundi nýs heimastjórnarþings í Belfast á Norður-Írlandi í gær en gert er ráð fyrir að þingið samþykki í dag tillögur um stofnun tíu manna heimastjórnar, sem vonast hefur verið til að taki til starfa 10. mars næstkomandi en þann dag hafa bresk stjórnvöld hugsað sér að framselja völd sín á N-Írlandi í hendur heimastjórninni. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 62 orð

Í gæsluvarðhald til 15. mars

MAÐURINN, sem rændi 11-11 verslun við Norðurbrún á föstudagskvöld, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. mars nk. Að sögn lögreglunnar liggur málið ljóst fyrir og vonast lögreglan til þess að málið fái flýtimeðferð fyrir dómstólum vegna ungs aldurs mannsins og þátttöku hans í slíkum brotum áður. Að auki var hann á skilorði þegar hann framdi ránið. Meira
16. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 225 orð

Írakar hvetja Tyrki til dáða

Írakar hvetja Tyrki til dáða Ankara, Bagdad. Reuters, Daily Telegraph. BANDARÍSKAR herþotur skutu flugskeytum á loftvarnarstöðvar Íraka í gær nálægt bænum Mosul í norðurhluta landsins. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 157 orð

Jarðgöng á Austurlandi

ARNBJÖRG Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mælti í gær fyrir tillögu til þingsályktunar um að samgönguráðherra verði falið að undirbúa nú þegar undirbúning að gerð jarðganga milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar. Miðað verði við að framkvæmdir hefjist árið 2003. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 77 orð

Kirkjuhvoll opinn daglega

SÓKNARNEFND Garðasóknar hefur í samvinnu við Félag eldri borgara í Garðabæ ákveðið að hafa safnaðarheimilið, Kirkjuhvol, opið fyrir starfsemi eldri borgara í bæjarfélaginu og bjóða jafnframt upp á margs konar afþreyingu. Þarna er um að ræða aðstöðu fyrir boccia-spil, pútt, brids, vist og lomber. Dagblöðin liggja frammi og heitt verður á könnunni. Opið er mánudaga til föstudaga kl. 13­15. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 135 orð

Kynnt á opnum fundi í hreppnum

Í SKÝRSLU endurskoðanda Vestur-Landeyjahrepps, sem kynnt verður á opnum fundi í hreppnum á morgun, koma fram margvíslegar athugasemdir við bókhald sveitarfélagsins. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu í gær. Eggert Haukdal, fyrrverandi alþingismaður, sagði sig úr hreppsnefnd Vestur-Landeyjahrepps í desember sl. Meira
16. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 303 orð

Kynt undir borgarastríði á A-Tímor?

YFIRMAÐUR í her Indónesíu neitar ásökunum um að stjórnarherinn kyndi undir borgarastríði á Austur-Tímor. Mannréttindasamtök og stjórnarandstæðingar á A-Tímor segja herinn hafa útvegað hópum sem hliðhollir eru stjórninni í Jakarta vopn í því augnamiði að kynda undir átökum á eyjunni. Agus Wirahadikusumah herforingi ítrekaði stuðning hersins við stjórnvöld í Indónesíu en J. Meira
16. febrúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 92 orð

Láta snjóinn ekki á sig fá

TVEIR Brasilíubúar komu á dögunum til Ólafsfjarðar en þeir ætla að leika með knattspyrnuliði Leifturs næsta sumar. Að sögn Páls Guðlaugssonar, þjálfara Leifturs, eru þeir kærkomin viðbót við leikmannahópinn. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 48 orð

LEIÐRÉTT

Í UMFJÖLLUN um sýningu á þremur leikþáttum eftir Bertold Brecht í Skemmtihúsinu í blaðinu á sunnudaginn var láðist að nefna einn leikarann sem fram kemur í sýningunni. Það er Guðlaug María Bjarnadóttir sem fer með stórt hlutverk í þættinum Gyðingakonunni. Beðist er velvirðingar á þessu. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 123 orð

Leiguþota Heimsferða með James Bond og félaga

BOEING 737-800 þota Sabre Airways, sem Heimsferðir munu nota í leiguflugi sínu frá Íslandi í sumar, er nú í ferðum með leikara og tökulið fyrir næstu James Bond- kvikmynd. Myndin hefur ekki hlotið annað nafn en 0019 enda er hún sú nítjánda í röðinni um útsendara hennar hátignar. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 95 orð

Lést er bifreið ók á staur

BIFREIÐ var ekið á ljósastaur á gatnamótum Bústaðavegar og Sogavegar um klukkan 1 aðfaranótt sunnudags. Ökumaður reyndist látinn við komu á slysadeild. Lögreglan telur að ýmislegt bendi til að skyndileg veikindi ökumanns hafi valdið árekstrinum. Farþegi í bifreiðinni fékk skurð á hnakka og heilahristing og var einnig fluttur á slysadeild. Hinn látni hét Sigurður O. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 385 orð

Margrét Frímannsdóttir leiði Samfylkinguna

SIGHVATUR Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, hefur lagt til að Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, verði talsmaður Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni fyrir komandi alþingiskosningar. Margrét segir að hún muni taka að sér það hlutverk ef það er sameiginleg niðurstaða Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 146 orð

Málflutningi frestað

AÐ MINNSTA kosti fjögur sjávarútvegsfyrirtæki hafa sloppið við að greiða tilskilin gjöld vegna útflutnings fiskafurða 1994 og 1995. Þetta kom fram hjá dómþingi Héraðsdóms Norðurlands vestra á Sauðárkróki í gær þegar aðalmeðferð máls Ríkislögreglustjóra á hendur fyrrverandi framkvæmdastjóra, fjármálastjóra og markaðsstjóra Fiskiðju Sauðárkróks hf. hófst. Meira
16. febrúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 547 orð

Miklar breytingar á félaginu lagðar til

UMFANGSMIKLAR tillögur um breytingar á skipulagi Félags framhaldsskólanema, FF, voru lagðar fram á landsþingi félagsins nýlega. Lagt var til að ráðinn yrði framkvæmdastjóri fyrir félagið í fullt starf, fjármálastjóri í hálft starf og að skipuð verði þrjú svæðisráð, tvo á landsbyggðinni og eitt í Reykjavík. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 311 orð

Niðurfelling dráttarvaxta á lögaðila í skilum 15. júlí 1998

TOLLSTJÓRINN í Reykjavík hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu um niðurfellingu dráttarvaxta á lögaðila, sem voru í skilum með fyrirframgreiðslu ársins 15. júlí 1998: "Fjármálaráðuneytið ákvað í janúar sl. að fella niður dráttarvexti vegna fyrirframgreiðslu ágúst, september og október 1998 hjá þeim lögaðilum sem voru í skilum með fyrirframgreiðslu ársins hinn 15. júlí 1998. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 55 orð

Nýir eigendur að Genghis Khan

NÝIR eigendur hafa tekið við rekstri veitingastaðarins Genghis Khan við Grensásveg 7. Í fréttatilkynningu segir að nýju eigendurnir, Arna Rún Guðmundsdóttir og Anna Karen Ingibjargardóttir, leggi áherslu á góða þjónustu, hreinlæti og gott hráefni. Arna Rún og Anna Karen eru hér í veitingasal Genghis Khan ásamt kokkinum Lee. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 52 orð

Nýr einkarekinn leikskóli

NÝR einkarekinn leikskóli hefur hafið starfsemi í Hólabergi 74 í Breiðholti. Skólinn er með 35 pláss og tekur inn börn frá sex mánaða aldri. Leikskólinn nefnist Barnabær og í fréttatilkynningu segir að hann starfi eftir svokallaðri Hjallastefnu, sem Margrét Pála Ólafsdóttir, leikskólastjóri á Hjalla í Hafnarfirði, sé höfundur að. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 394 orð

Ólafur víki úr þriðja sæti

KJÖRNEFND Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum hefur skilað tillögum að lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar í vor og verða þær lagðar fyrir kjördæmisráð flokksins innan skamms. Samkvæmt tillögum nefndarinnar víkur Ólafur Hannibalsson úr 3. sæti listans. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 81 orð

Ráðherrar funda í Reykjavík

FYRRI fundur utanríkisráðherra Norðurlandanna á þessu ári fer fram á Hótel Sögu í dag og á morgun. Daniel Tarschys, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, verður sérstakur gestur fundarins, þar sem aukin norræn áhersla innan evrópskra stofnana verður meðal umræðuefna. Meira
16. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 578 orð

Repúblikanar áhyggjufullir

MEIRIHLUTI Bandaríkjamanna telur, samkvæmt nýrri skoðanakönnun, að það hafi verið rétt ákvörðun hjá öldungadeild þingsins að sýkna Bill Clinton forseta. Samkvæmt könnuninni, sem birt var í Washington Post í gær telur meirihluti þjóðarinnar að öldungadeildin eigi ekki að taka tillögu um vítur á forsetann á dagskrá. Meira
16. febrúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 62 orð

Rúnar efstur

RÚNAR Sigurpálsson er efstur á Skákþingi Akureyrar sem stendur yfir um þessar mundir. Tefldar hafa verið fjórar umferðir og er Rúnar með 3 vinninga. Þór Valtýsson og Stefán Bergsson eru næstir með 2,5 vinninga. Tíu mínútna mót fyrir 45 ára og eldri verður haldið í skákheimilinu við Þingvallastræti 18 á Akureyri næsta föstudag, 19. febrúar og hefst það kl. 20. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 177 orð

Samskiptatækni bætt á landsbyggðinni

ÍSÓLFUR Gylfi Pálmason, Framsóknarflokki, hvatti Halldór Blöndal samgönguráðherra til þess, í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær, að skikka Landssíma Íslands til að bæta úr samskiptatækni í dreifbýli. Ísólfur sagði að símalínur væru oft lélegar á landsbyggðinni; hefðu litla flutningsgetu og gerðu samskipti á Netinu erfiðari sem og samskipti með myndsendi. Meira
16. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 306 orð

Santer sagður hafa misst traust

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins er sokkin í alvarlega innri kreppu eftir að hafa mánuðum saman sætt ásökunum um svik og spillingu, að því er segir í austurríska dagblaðinu Der Standard. Nokkrir hinna 20 meðlima framkvæmdastjórnarinnar sjálfrar eru að sögn blaðsins farnir að draga í efa áhrif og pólitískt svigrúm Jacques Santers, forseta stjórnarinnar, til að láta til sín taka. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 124 orð

Sáttur og bjartsýnn

ÖRLYGUR Hnefill Jónsson, lögmaður á Húsavík, sem bauð sig fram á vegum Alþýðubandalagsins, verður í öðru sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í vor. Hann segist vera mjög sáttur við úrslitin á laugardaginn og er bjartsýnn fyrir kosningarnar í vor. Meira
16. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 758 orð

Schröder hvetur græningja til stefnubreytingar Kosningar í sambandslandinu Hessen fyrir skömmu hafa valdið miklu umróti í þýzkum

Spenna á stjórnarheimili jafnaðarmanna og græningja í Þýzkalandi Schröder hvetur græningja til stefnubreytingar Kosningar í sambandslandinu Hessen fyrir skömmu hafa valdið miklu umróti í þýzkum stjórnmálum. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 121 orð

Segja varasamt að stytta námstíma

FÉLAG dönskukennara hélt á laugardag aðalfund og segir í fréttatilkynningu að miklar umræður hafi verið um nýja námskrá og hugsanlegar breytingar á skipulagi kennslu með tilkynningu hennar. Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt: "Í nýrri námskrá fyrir framhaldsskóla er gert ráð fyrir að kenndar séu 6 einingar í dönsku á náttúrufræði- og félagsfræðibraut. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 653 orð

Sigbjörn og Kristján leiða listana

Úrslit í prófkjörum Samfylkingarinnar í kjördæmunum tveimur á Norðurlandi komu mörgum á óvart. Í eystra kjördæminu sigraði Sigbjörn Gunnarsson sveitarstjóri og munaði 10 atkvæðum á honum og Svanfríði Jónasdóttur alþingismanni. Í Norðurlandi vestra var mikil þátttaka. Kristján Möller, alþýðuflokksmaður á Siglufirði, sigraði og Anna K. Meira
16. febrúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 695 orð

Skapar fleiri störf á Akureyri

Á SAMA tíma og Kaupfélag Eyfirðinga er í frekari landvinningum á matvörumarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu er félagið einnig að vinna að breytingum á félagssvæðinu í Eyjafirði. KEA stefnir að því að fjölga matvöruverslunum á suðvesturhorninu og eru kaupin á hlut í Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík liður í því. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 210 orð

Skipið rak af strandstað

DANSKA mjölflutningaskipið Lette Lille losnaði af strandstað við Þórshöfn á Langanesi á sunnudagskvöld. Sigurður Óskarsson hafnarvörður segir að búið hafi verið að setja taugar í skipið sl. sunnudagskvöld og átti að toga í það um tíuleytið á háflóði. Klukkan 8.30 snerist vindátt og skipið rak af strandstað án þess að til þess kæmi að togað væri í það. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 172 orð

Slokknaði á hreyfli rétt eftir flugtak

"ÞETTA er eitt af þessum atriðum sem við ráðum ekki við," sagði Stefán Þorbergsson, flugstjóri á Dornier-vél Íslandsflugs, við 13 farþega vélarinnar skömmu eftir að slokknaði á vinstri hreyfli hennar rétt eftir flugtak á flugvellinum við Sauðárkrók í hríð upp úr hálfátta í gærkvöldi. Meira
16. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 690 orð

Stefnir í uppgjör við ríkjandi flokka

VERULEG óánægja virðist vera með grænlensku landstjórnina og Jonathan Motzfeldt formann hennar, samkvæmt skoðanakönnunum á Grænlandi fyrir kosningarnar í dag. Hvort óánægjan leiðir til verulegra breytinga er enn óljóst, en hún endurspeglar djúpstæða reiði Grænlendinga í kjölfar mála er benda til að grænlenskir stjórnmálamenn hafi verið duglegri að hygla sér en bæta hag Grænlendinga í heild. Meira
16. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 270 orð

Strangtrúaðir gyðingar mótmæla þúsundum saman

Strangtrúaðir gyðingar mótmæla þúsundum saman Jerúsalem. Reuters. ÍSRAELSKAR öryggissveitir voru í viðbragðsstöðu á sunnudag þegar um 250. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 357 orð

Sturla Böðvarsson ekki í kjöri til varaformanns

STURLA Böðvarsson alþingismaður lýsti því yfir á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Vesturlandskjördæmi í Stykkishólmi um helgina að hann gæfi ekki kost á sér í starf varaformanns Sjálfstæðisflokksins, en nýr varaformaður verður kosinn á landsfundi í mars. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 135 orð

Tveir fengu rúmar 11 millj.

TVEIR voru með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var sl. laugardag og fengu þeir rúmar 11,5 milljónir hvor. Geysimikil sala var í Lottóinu fyrir helgina enda var fyrsti vinningur sexfaldur að þessu sinni. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 454 orð

Tvær sprengjur í veiðarfærin á tveimur dögum

LANDHELGISGÆSLAN eyddi tveimur sprengjum við Stapafell í gær sem komu í veiðarfæri Emmu VE um helgina. Um var að ræða breska djúpsprengju og þýskt tundurdufl frá því í síðari heimsstyrjöld. Báðar voru þær óvirkar þegar Emma fékk þær í netin. Djúpsprengjan var talin stórhættuleg viðfangs og var áhöfn Emmu látin fara frá borði áður en sprengjan var flutt frá skipi. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 268 orð

Tæplega 50 atvinnulausir í Siglufirði

FJÖLDI atvinnulausra í Siglufirði var 47 við síðustu útborgun bóta 12. febrúar síðastliðinn en Þormóður rammi-Sæberg sagði fyrir stuttu upp 30 manns, einkum vegna samdráttar í rækjuvinnslu. Guðmundur Guðlaugsson, bæjarstjóri í Siglufirði, segir atvinnuástand erfitt í bænum um þessar mundir en ýmislegt sé í bígerð sem bætt geti úr. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 258 orð

Um 80 þingmál í gær og í dag

ÓLAFUR G. Einarsson, forseti Alþingis, tilkynnti á þingfundi í gær að um áttatíu þingmannamál biðu fyrstu eða fyrri umræðu á Alþingi. Af þeim voru 33 þingmál á dagskrá Alþingis í gær og verður annar eins fjöldi til umræðu á Alþingi í dag. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 96 orð

Umhverfisvefur opnaður

GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra hefur opnað umhverfisvef sem ætlað er að verða upplýsingamiðstöð um umhverfismál á Netinu fyrir skólafólk og almenning. Umhverfisvefurinn var settur upp að tilhlutan umhverfisfræðsluráðs, sem umhverfisráðherra setti á fót árið 1998 til að efla og samræma starf að umhverfisfræðslu. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 282 orð

Úrslitin ekki í samræmi við væntingar

"NIÐURSTAÐAN kom mér og fleirum á óvart. Hún var ekki í samræmi við þær væntingar og þá bjartsýni sem menn höfðu fyrir mína hönd," segir Svanfríður Jónasdóttir um úrslit prófkjörsins en hún beið lægri hlut fyrir Sigbirni Gunnarssyni í prófkjörinu á Norðurlandi eystra um helgina og skipar þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar. Meira
16. febrúar 1999 | Miðopna | 2534 orð

Vandinn að margra mati sjálfskapaður

Útgerðarmenn kvótalítilla skipa segja framtíð sína ráðast á næstu vikum Vandinn að margra mati sjálfskapaður Vandi útgerða með lítinn eða engan kvóta hefur verið nokkuð til umræðu síðustu vikur. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 368 orð

"Varðstjórinn gaf mér engan gaum"

SIGURÐUR Ólafsson, bifreiðastjóri í Reykjavík, sem lenti í því að þurfa að horfa á eftir leigubíl sínum með drukkinn farþega undir stýri, sem stal bílnum fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu aðfaranótt laugardags, segir framgöngu lögreglunnar óviðunandi, þegar hann leitaði eftir aðstoð hennar vegna farþegans. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 176 orð

Verð í baráttusætinu

ANNA Kristín Gunnarsdóttir, kennari á Sauðárkróki, stefndi á fyrsta sæti í prófkjörinu á Norðurlandi vestra en hafnaði í öðru sæti. Hún segir að það hafi valdið sér vonbrigðum. Skýringarnar eru tvær, að mati Önnu. "Siglfirðingar sameinuðust um einn mann og þar var metþátttaka, ætli hún hafi ekki slegið heimsmet," segir hún. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 246 orð

Verðmæti eykst um milljarð

ÁKVEÐIÐ hefur verið að auka loðnukvótann að minnsta kosti um 200.000 tonn í kjölfar þess að rannsóknaskipið Árni Friðriksson fann töluvert af loðnu út af Austfjörðum. Loðnan þar var ekki veiðanleg og mikið smælki í henni, en hún var á um 35 til 40 mílna löngum flekk, 4 til 8 mílur á breidd. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 121 orð

Vika gegn vímuefnum í MK

VIKUNA 15.-19. febrúar helgar Menntaskólinn í Kópavogi baráttunni gegn vímuefnum. Hver kennari fjallar um vímuvarnir í kennslu sinni þessa tilteknu viku, og auk þess verður haldin samkoma miðvikudaginn 17. febrúar í matsal skólans kl. 14-16. Meira
16. febrúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 116 orð

Vorfiðringur í ökumönnum

ÞÓNOKKUÐ margir ökumenn voru teknir fyrir að aka of hratt um helgina og sagði Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að svo virtist sem vor væri komið í ökumenn. Aðstæður væru hins vegar langt í frá þess eðlis að fýsilegt væri að aka greitt. Meira
16. febrúar 1999 | Erlendar fréttir | 670 orð

Þrýstingur eykst á samningamenn í Rambouillet

LOFTÁRÁSIR leysa engan vanda," sagði Milan Milutinovic, forseti Júgóslavíu, á blaðamannafundi í París í gær um leið og hann ítrekaði andstöðu stjórnvalda í Belgrad við að fjölþjóðlegt herlið þyrfti til þess að framfylgja væntanlegu friðarsamkomulagi í Kosovo. Serbar og Kosovo-Albanar hafa til loka þessarar viku að komast að samkomulagi um frið í Kosovo-héraði í Júgóslavíu. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 491 orð

"Ætla aldrei að hætta"

SEX ára gamall drengur, Torfi Ólafsson, sigraði örugglega skákmót sem Landakotsskóli hélt fyrir skömmu en þar kepptu á fjórða tug nemenda á aldrinum sex til ellefu ára. Torfi vann sjö skákir en það fyrirkomulag var haft á að þeir sterkustu tefldu í hverri umferð þangað til einn sigurvegari stóð uppi. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 89 orð

Ætlað foreldrum ungs fólks í vímuefnavanda

SÁÁ efnir til fræðslufundar fyrir foreldra ungs fólks í vímuefnavanda í dag kl. 19.30 í göngudeild SÁÁ, Síðumúla 3-5. Í fréttatilkynningu frá SÁÁ segir að á fundinum verði rætt um þá meðferð, sem ungu fólki í vímuefnavanda er veitt, hvaða hugsun búi að baki henni og hvernig unga fólkið bregðist við. Foreldrum verður einnig boðið að taka til máls á fundinum og fá nánari skýringar. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 84 orð

Öskudagsball í Kaplakrika

LIONSKLÚBBURINN Kaldá, Æskulýðsráð og Sparisjóður Hafnarfjarðar halda öskudagsball í íþróttahúsinu Kaplakrika miðvikudaginn 17. febrúar kl. 13­15. Skemmtunin hefst á því að kötturinn verður sleginn úr tunnunni. Tunnurnar verða 3, ein fyrir 10 ára og eldri, ein fyrir 6­9 ára og sú þriðja fyrir 5 ára og yngri. Hljómsveitin Gleðigjafar ásamt André Bachmann og Helgu Möller heldur uppi fjörinu. Meira
16. febrúar 1999 | Innlendar fréttir | 96 orð

Öskudagurinn í Reykjanesbæ

HALDIN verður öskudagshátíð fyrir nemendur í 1.-6. bekk grunnskólanna í Reykjanesbæ. Hátíðin stendur yfir frá kl. 14-16. Nemendur í Myllubakkaskóla mæti í Íþróttahúsið við Sunnubraut og nemendur Njarðvíkurskóla í Íþróttamiðstöðina. Meira

Ritstjórnargreinar

16. febrúar 1999 | Leiðarar | 580 orð

ALDARAFMÆLI KR

Í DAG eru liðin 100 ár frá því að ungir drengir komu saman í verslun Guðmundar Olsens í Aðalstræti í Reykjavík, til að stofna félag um að kaupa knött frá Englandi ­ og lögðu fram 25 aura hver til kaupanna. Þennan dag, 16. febrúar 1899, var Fótboltafélag Reykjavíkur, síðar Knattspyrnufélag Reykjavíkur, stofnað. Meira
16. febrúar 1999 | Staksteinar | 293 orð

Gerjun í pólitíkinni

"TVEIR smáflokkar stofnaðir í sömu vikunni," er undirfyrirsögn á leiðara Sameiningarsíðunnar, er Óskar Guðmundsson ritstýrir á vefnum. Þar er fjallað um gerjun í íslenzkum stjórnmálum. ÓSKAR segir: "Það er mikil gerjun í íslenskum stjórnmálum. Meira

Menning

16. febrúar 1999 | Menningarlíf | 159 orð

Austan 3 í Norræna húsinu

HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða í Norræna húsinu miðvikudaginn 17. febrúar kl. 12.30. Þá leikur tríó sem nefnir sig "Austan 3", en það skipa Svana Víkingsdóttir píanóleikari, Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðluleikari, og Lovísa Fjeldsted sellóleikari. Verkið sem Austan 3 leika er hið svokallaða "Draugatríó", op. 70 nr. 1, eftir Ludvig van Beethoven. Meira
16. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 454 orð

Bjargar heiminum á afar kurteisan hátt

Í EFSTA sæti myndbandalistans þessa vikuna er myndin "Avengers" með þeim Umu Thurman og Ralph Fiennes í aðalhlutverkum. Myndin er byggð á geysivinsælum sjónvarpsþáttum sem sýndir voru á árunum 1961­1969. Aðalpersónurnar,John Steed og Emmu Peel, sýndu hvernig góðir mannasiðir, kynþokki og störf í leyniþjónustu unnu á illmennum heimsins sem höfðu horn í síðu siðaðs mannfélags. Meira
16. febrúar 1999 | Menningarlíf | 2668 orð

Dagar í lífi Umba og ungfrúarinnar góðu Kvikmynd verður ekki til á áhuganum einum saman, eins og Sigrún Davíðsdóttir komst að er

"ÞESSU er ég hrifin af," segir Ghita Nørby og skellir upp úr er Guðný Halldórsdóttir kvikmyndaleikstjóri útskýrir fyrir dönsku kvikmyndastjörnunni að það sé oft freistandi fyrir Íslendinga erlendis að stytta sér leið framhjá leyfum og vottorðum. Meira
16. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 193 orð

Eigur Simpsons á uppboði

Eigur Simpsons á uppboði HEISMAN verðlaunagripur O.J. Simpsons frá árinu 1968 verður seldur á uppboði í Butterfield uppboðshúsinu í Los Angeles 16. febrúar næstkomandi. Meira
16. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 337 orð

Eins og að fá eldingu í hjartað

Hljómsveitin Sigur Rós Eins og að fá eldingu í hjartað HLJÓMSVEITIN Sigur Rós hefur starfað í fimm ár en að undanförnu hefur rímnamaðurinn Steindór Andersen komið fram með sveitinni sem þykir leika frumlega jaðartónlist. Meira
16. febrúar 1999 | Menningarlíf | 221 orð

Fegurðardrottningin frá Línakri til æfinga

HJÁ Leikfélagi Reykjavíkur eru hafnar æfingar á Fegurðardrottningunni frá Línakri eftir breska leikritaskáldið Martin McDonagh í þýðingu Karls Guðmundssonar. Leikritið verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins í marsbyrjun. Aðalpersónur verksins eru mæðgurnar Mag og Maureen, sem búa saman við sérkennilegar aðstæður í litlu þorpi á Írlandi. Meira
16. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 195 orð

Fegurðarsamkeppnir að hefjast um allt land

Fegurðarsamkeppnir að hefjast um allt land NÍTJÁN stúlkur hafa verið valdar til að keppa um titilinn Fegurðardrottning Reykjavíkur í keppni sem haldin verður á Broadway 15. apríl næstkomandi. Meira
16. febrúar 1999 | Kvikmyndir | 358 orð

Fögur fyrirheit

Eftir Árna Þórarinsson og Pál Kr. Pálsson. Búningar: Filippía Elísdóttir, leikmynd: Sigríður Guðjónsdóttir, tónlist: Hróðmar I. Sigurbjörnsson, leikstjóri: Hilmar Oddsson, framleiðandi: Jón Þór Hannesson. Leikendur: Dofri Hermannsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Björk Jakobsdóttir, Valdimar Örn Flygenring, Viðar Eggertsson, Hanna María Karlsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson o.fl. Meira
16. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 328 orð

"Horfir á myndina fullur af hrolli og unaði"

"Non Stop" eftir Ólaf Sveinsson valin tilsýninga á kvikmyndahátíðinni í Berlín"Horfir á myndina fullur af hrolli og unaði" HEIMILDARMYNDIN "Non Stop" eftir Ólaf Sveinsson var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín 11. febrúar og hefur fengið lofsamlegar umsagnir í blöðunum Tageszeitung og Zitty. Meira
16. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 97 orð

Ísmolar á skautum

ÁTJÁN manna hópur frá listskautadeild Skautafélags Reykjavíkur keppti á alþjóðlegu móti í Lea Bridge í London 30. janúar sl. Stúlkurnar kepptu í grein sem kallast "synchronized skating" á ensku eða samhæfður skautadans. Flokkurinn er kallaður "Ísmolarnir" og lenti í öðru sæti í sínum flokki. Meira
16. febrúar 1999 | Menningarlíf | 109 orð

Kammertónleikar í Salnum

KAMMERTÓNLEIKAR verða í Salnum í Kópavogi í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30. Unnur Sveinbjarnardóttir, víóla, Einar Jóhannesson, klarinett, og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó, leika verk eftir J. Brahms, R. Schumann, Þorkel Sigurbjörnsson og M. Bruch. 30 ár eru nú liðin síðan Unnur Sveinbjarnardóttir og Einar Jóhannesson luku einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Meira
16. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 250 orð

Kjötkveðjuhátíð hefst í Brasilíu

Kjötkveðjuhátíð hefst í Brasilíu Á SUNNUDAG lauk undirbúningi fyrir hina árlegu kjötkveðjuhátíð í Rio de Janeiro í Brasilíu. "Þetta verður besta kjötkveðjuhátíðin fyrr og síðar," sagði Luiz Paulo Conde, borgarstjóri Rio De Janeiro, Meira
16. febrúar 1999 | Leiklist | 609 orð

Látin er...

Leikfélag Mosfellssveitar. Unnið í spuna leikara í Soho Jewish Theatre í New York. Þýtt af Gunnhildi Sigurðardóttur, Guðnýju Maríu Jónsdóttur og Maríu Guðmundsdóttur, með aðstoð Alizu Kjartanson. Leikstjóri: Guðný María Jónsdóttir. Aðstoðarleikstjóri: Bóel Hallgrímsdóttir. Meira
16. febrúar 1999 | Menningarlíf | 275 orð

Láttu ekki deigan síga Guðmundur sýnt á Breiðumýri

LEIKDEILD Eflingar í Reykjadal frumsýndi um helgina leikritið Láttu ekki deigan síga Guðmundur eftir Eddu Björgvinsdóttur og Hlín Agnarsdóttur. Leikdeildin á því láni að fagna að njóta liðsinnis nemenda við Framhaldsskólann á Laugum og Litlulaugaskóla sem gerir það mögulegt að takast á við verk þar sem margir koma fram. Meira
16. febrúar 1999 | Kvikmyndir | 478 orð

Lífseigir bóksalar

Eftir Guðmund Ólafsson og Jóhann Sigurðarson. Leikstjóri: Jóhann Sigurðarson. Framleiðandi: Jón Þór Hannesson. Leikendur: Guðmundur Ólafsson, Ingvar E. Sigurðarson, Edda Heiðrún Backman, Hjálmar Hjálmarsson, Steinn Ármann Magnússon, Þórhallur Sigurðsson, Áslákur Ingvarsson. Meira
16. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 95 orð

Meryl Streep verðlaunuð

Meryl Streep verðlaunuð LEIKKONAN Meryl Streep, sem er tilnefnd í ellefta skipti til Óskarsverðlauna, sagði á kvikmyndahátíðinni í Berlín á laugardaginn að hún væri því fegin að fólk í kvikmyndaiðnaðinum væri enn ánægt með störf hennar. "Ég er afar ánægð yfir því að kvikmyndaakademían er ekki orðin þreytt á mér," sagði leikkonan. Meira
16. febrúar 1999 | Menningarlíf | 103 orð

Námskeið og fyrirlestur hjá MHÍ

GRAFÍK II er námskeið hjá MHÍ þar sem kenndar eru aðferðir í málgrafík sem eru framkvæmdar án sýru. Kennari er Ríkharður Valtingojer myndlistarmaður. Kennt verður í grafíkdeild MHÍ í Skipholti 1 og hefst námskeiðið 22. febrúar. Helga Pálína Brynjólfsdóttir og Ösp Karlsdóttir halda námskeið um að vinnu með litaætingu og hvítætingu á sellulósa- og silkiefni og bruna á blönduðu efni. Meira
16. febrúar 1999 | Myndlist | 699 orð

Norræn málaralist

Listasafn Íslands er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10 til 17. Aðgangseyrir kr. 300. Sýningin stendur til 21. febrúar. Í LISTASAFNI Íslands má nú sjá umfangsmikla sýningu á verkum tuttugu og fjögurra norrænna málara. Þar er um að ræða sýningarverkefni sem efnt hefur verið til af sænska fjárfestingarfyrirtækinu Carnegie og hefur sýningin þegar farið um öll hin Norðurlöndin. Meira
16. febrúar 1999 | Menningarlíf | 195 orð

Ósýnilegi blökkumaðurinn

UM HÁLFRI öld eftir útkomu skáldsögunnar Ósýnilegi maðurinn eftir Ralph Ellison, hyggst Random House útgáfan bandaríska gefa út aðra skáldsögu höfundarins, "Juneteenth" sem hann vann að í fjörutíu ár og skildi eftir ófullgerða þegar hann lést 1994. Ellison fæddist 1914. Hann byrjaði á skáldsögunni 1954, hafði nærri lokið henni 1967, en varð fyrir ýmsum hremmingum, m.a. Meira
16. febrúar 1999 | Menningarlíf | 190 orð

Rausnarleg gjöf Mellons

MILLJÓNAMÆRINGURINN og listunnandinn Paul Mellon, sem lést nýlega, 91 árs að aldri, ánafnaði Þjóðarlistasafni Bandaríkjanna rúmlega fimm milljörðum ísl. króna í reiðufé og meira en eitt hundrað af sínum uppáhalds listaverkum í erfðaskrá sinni, að því er segir í frétt The Washington Post á fimmtudag. Meira
16. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 607 orð

Rímur eiga erindi til ungs fólks

RÍMUR, hið forna íslenska ljóðform, heyrast sjaldan fluttar í dag en Steindór Andersen rímnamaður og formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar hefur ákveðið að reyna að bæta úr því. Það stingur óneitanlega í stúf í íslenskri poppflóru en Steindór er ekki á því að rímur séu gengnar sér til húðar. Unga fólkið svikið um menningararfinn "Rímur eru langt í frá úreltar. Meira
16. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 546 orð

Rod Stewart í sárum

SÖNGVARINN Rod Stewart sem nýverið skildi við nýsjálensku fyrirsætuna Rachel Hunter segir að sambandið milli þeira sé ágætt. Þau voru gift í átta ár og eiga saman tvö börn, dótturina Renée, sem sex ára, og soninn Liam, sem er fjögurra ára. "Þetta gengur, við tölumst við og á milli okkar er engin óvild. Við erum góðir vinir eins og er. Meira
16. febrúar 1999 | Skólar/Menntun | 1175 orð

Samfélag tækni og upplýsinga Ráðstefnan UT99 verður um kennsluhugbúnað, kennaramenntun og tækni Markmiðið er að tengja öll

Ráðstefnan UT99 verður um kennsluhugbúnað, kennaramenntun og tækni Markmiðið er að tengja öll bókasöfn landsins í einni leitarvél á Netinu UPPLÝSINGASAMFÉLG er orð áratugarins og verður það sennilega líka á þeim næsta, að minnsta kosti eru margir að búa sig undir það. Meira
16. febrúar 1999 | Menningarlíf | 353 orð

Seamus Heaney næsta lárviðarskáld Breta?

NÓBELSSKÁLDIÐ Seamus Heaney virðist líklegastur til að verða beðinn um að verða næsta lárviðarskáld Breta, ef marka má fréttir breskra fjölmiðla að undanförnu. Myndi Heaney þá feta í fótspor skálda eins og Wordsworths, Tennysons og Teds Hughes, sem lést í október á síðasta ári. Meira
16. febrúar 1999 | Menningarlíf | 20 orð

Síðustu sýningar

Síðustu sýningar Borgarleikhúsið Mávahlátur SÍÐASTA sýning á Mávahlátri eftir Kristínu Marju Baldursdóttur verður fimmtudaginn 18. febrúar. Leikgerð er eftir Jón Hjartarson. Meira
16. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 38 orð

Susan faðmar Ronaldo

Susan faðmar Ronaldo BRASILÍSKI fótboltamaðurinn Ronaldo og unnusta hans, Susan Werner, tóku þátt í kjötkveðjuskrúðgöngu í Portúgal á dögunum. Ronaldo var í þriggja daga heimsókn í Portúgal þar sem hann aðstoðaði heimamenn við að búa sig undir Evrópukeppnina. Meira
16. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 477 orð

Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir

Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir BÍÓBORGIN Pöddulíf Ágætlega heppnuð tölvuteiknimynd frá höfundum Leikfangasögu; fjörug, litrík og skemmtileg. Meira
16. febrúar 1999 | Menningarlíf | 564 orð

Tilvitnanir í tilvitnanir

VERKIN á sýningu Kristjáns Steingríms í Forsal Nýlistasafnsins eru fjögur, þrjú málverk, þar sem hann vitnar í verk jafnmargra íslenskra listamanna, og sandblásið gler, sem er tilraun til að stað- og dagsetja sýninguna, einskonar minnisvarði um hana, en þar kemur fram staðsetning Nýlistasafnsins samkvæmt GPS-staðsetningarkerfinu og dagsetning opnunarinnar. Meira
16. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 163 orð

Tískan á brettunum næsta vetur

Vetrar- og útvistarfatnaður O'Neill Tískan á brettunum næsta vetur Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ var haldin tískusýning í versluninni Sportís á nýju O'Neill- línunni fyrir næsta vetur. Meira
16. febrúar 1999 | Skólar/Menntun | 287 orð

Vangaveltur á vefsetri

Stúdentar sem stunda nám við háskóla á Íslandi eiga möguleika á að taka hluta af námi sínu við háskóla í Evrópu á vegum SÓKRATES/ERAMSUS áætlunarinnar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Umsóknarfrestur um SÓKRATES/ERASMUS stúdentaskipti fyrir háskólaárið 1999­2000 er til 15. mars nk. Nánari upplýsingar eru veittar á Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, Neshaga 16, sími 5254311 og 5255851. Meira
16. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 1015 orð

Verða menn ástfangnir af Shakespeare? Kvikmyndahátíðin í Berlín telst til mikilvægari atburða í kvikmyndaheiminum. Hún hófst á

Í SÍÐASTA skipti er Berlinale- hátíðin, sem löngum hefur verið hápunktur lista- og menningarlífs Berlínar, haldin í miðborg gamla vesturhlutans. Árið 2000 heldur hátíðin upp á hálfrar aldar afmæli sitt, rúmum tíu árum eftir fall múrsins, í nýjum glæsilegum kvikmyndahúsum á Potsdamer-Platz. Meira
16. febrúar 1999 | Skólar/Menntun | 432 orð

Þátttaka Íslendinga árangursrík

ÍSLENZKIR vísinda- og tæknimenn hafa tekið virkan þátt í evrópskum samstarfsverkefnum innan fjórðu rammaáætlunar ESB um rannsókna- og tækniþróun, og hefur þátttakan skilað sér m.a. í aukinni hæfni starfsfólks og nánari tengslum við skóla og fyrirtæki í Evrópu. Þetta er meðal helztu niðurstaðna nýútkominnar úttektar á áhrifum þátttöku Íslands í 4. rammaáætluninni, sem menntamálaráðherra lét vinna. Meira
16. febrúar 1999 | Leiklist | 493 orð

Þétt og persónulegt

Önnur sýning Íslenska dansflokksins á þremur dansverkum fór fram síðastliðinn fimmtudag. Á þeirri sýningu voru mannabreytingar og því ástæða til að fjalla um dansverkin á nýjan leik. Dansarar: Chameron Corbett, Chad Adam Bantner, Hildur Óttarsdóttir, Julia Gold, Jóhann Freyr Björgvinsson, Katrín Ingvadóttir, Katrín Á. Johnson, Lára Stefánsdóttir. Meira
16. febrúar 1999 | Fólk í fréttum | 492 orð

Þríleikurinn mikli um Indiana Jones Ránið á týndu örkinni (Raiders of the Lost Ark)

Framleiðsla: Frank Marshall. Leikstjórn: Steven Spielberg. Handrit: Lawrence Kasdan. Tónlist: John Williams. Aðalhlutverk: Harrison Ford og Karen Allen. 101 mín. Bandarísk. CIC myndbönd, janúar 1999. Aldurstakmark: 12 ár "Raiders of the Lost Ark" markaði djúp og varanleg spor í kvikmyndasöguna þegar hún kom út árið 1981. Meira

Umræðan

16. febrúar 1999 | Aðsent efni | 509 orð

Burt með orðskrípið "ellilífeyrisþegi"

"ÁR ALDRAÐRA" nefnist ágæt grein, sem Anna Snorradóttir skrifar í Morgunblaðið föstudaginn 29. jan. sl. Gerir hún þar að umtalsefni sínu leiðindaorðið "ellilífeyrisþegi" og bendir á annað orð þess í stað. Þó ég sé enn ekki komin í tölu aldraðra, hefur þetta langa samsetta orð farið skelfilega í taugarnar á mér og alveg víst um marga fleiri, þegar um hefur verið rætt. Meira
16. febrúar 1999 | Aðsent efni | 591 orð

Eiga börnin að búa við áfengisauglýsingar?

EKKI FER milli mála að flestir skyni gæddir menn vita að auglýsingar eru til þess gerðar að auka sölu á því sem auglýst er. Meira að segja sjoppugreifarnir gera sér þetta ljóst því að nú stefna þeir að auglýsingaherferð eftir rúman mánuð til að leitast við að auka áfengisdrykkju þjóðarinnar og þykir þó hugsandi mönnum ekki á bætandi. Meira
16. febrúar 1999 | Aðsent efni | 630 orð

Fiskveiðistjórninni verður að breyta Kvótinn Þjóðin, segir Guðmundur G. Þórarinsson, mun kaupa veiðiréttindin dýru verði af

GALLAR kvótakerfisins eru að koma æ berar í ljós. Nauðsynlegt er að stjórna fiskveiðum við Ísland og kvóti á fisktegundir er sjálfsagt ein besta leiðin til þess. Reynslan af útfærslu þess er hins vegar með þeim hætti að ekki verður undan vikist að grípa til gagngerra breytinga. Meira
16. febrúar 1999 | Aðsent efni | 553 orð

Fjölmiðlar og ævintýri aldarinnar

GETUR það verið að íslemskt fjölmiðlafólk skilji ekki þjóðfélagið sem það býr í? Getur það verið að fréttaflutningur sé orðin svo stöðluð vinna að jafnvel grundvallarbreytingar á þjóðfélaginu fari að einhverju eða öllu leyti framhjá þessari stétt manna? Þó að þessar hugrenningar skjóti stundum upp kollinum getur þetta ekki verið. Meira
16. febrúar 1999 | Aðsent efni | 974 orð

Jón og séra Jón á Dómsdegi

ÞAÐ er rétt hjá tveimur "ættfræðigrúskurum" í Morgunblaðinu 30. janúar sl. að undarlega sé látið út af leikritinu Dómsdegi eftir Egil Eðvarðsson. Umræðan hefur verið alveg svarthvít. Um höfundinn, sem ég þekki ekkert, hefur verið skrifað eins og hann sé fyrirlitlegastur allra manna; rógberi, ærumorðingi, lygalaupur og enginn listamaður. Meira
16. febrúar 1999 | Aðsent efni | 944 orð

Klóaki má breyta í úrvals áburð

FRAMAN af öldinni tóku kamrarnir við nær öllum saur og hlandi, sem Reykvíkingar létu frá sér. Úrgangur úr þeim var notaður svikalaust sem áburður í matjurtagarða og tún bæjarbúa. Engin holræsi voru í bænum. Á sama tíma var drykkjarvatn sótt í brunna innan bæjarmarkanna. Ástand þetta leiddi til aukinnar tíðni ýmissa smitsjúkdóma. Með lögn vatnsveitu snarbatnaði ástandið. Meira
16. febrúar 1999 | Bréf til blaðsins | 259 orð

Landssíminn hættir kostun á Rauðu stjörnunni

ARNAR Gíslason skrifar lesendabréf í Morgunblaðið sl. sunnudag vegna útvarpsþáttarins Rauðu stjörnunnar á X-inu, í umsjá Þorsteins Hreggviðssonar. Þátturinn hefur verið í boði Símans GSM (ekki Símans Internets, eins og Arnar skrifar), þ.e. Síminn GSM hefur styrkt gerð hans. Arnar rekur að í Rauðu stjörnunni mánudaginn 8. febrúar síðastliðinn hafi verið á dagskrá svokallaður Topp tíu-listi. Meira
16. febrúar 1999 | Bréf til blaðsins | 353 orð

Nýjan kvarða á veðurlýsingar

NÝLEGA létu veðurfræðingar í sér heyra og sögðu frá einhverjum breytingum í sambandi við vindstig. Mér skilst helzt, að breytingin sé að nota kerfið metra og sekúndur en ekki kílómetra og klukkustundir. Gallinn á þessu öllu er sá, að í veðurlýsingum eru notaðar skilgreiningar, sem ég og örugglega fleiri hafa ekki almennilega á tilfinningunni. Meira
16. febrúar 1999 | Aðsent efni | 988 orð

Ónotum svarað

GREIN Jakobs F. Ásgeirssonar í Viðhorfspistli í Mbl. 4. febrúar verður mér tilefni til andsvara. Þar fáum við Sverrir Hermannsson til tevatnsins og okkur ekki vandaðar kveðjur. Þótt minn hlutur í þessum aðfinnslum sé ekki stór þykir mér nægilega nærri mér höggvið til að grípa til varna. Lesendum Mbl. er kunnugt, að ég hef undanfarin misseri skrifað allmikið í blaðið um fiskveiðistjórn. Meira
16. febrúar 1999 | Aðsent efni | 279 orð

PróventanSamfylkingin

ÞAÐ VAR fyrir margt löngu að fjölskrúðug stúlka í Ögurvíkinni velti því fyrir sér í litla eldhúsinu á Svalbarði hvert halda skyldi út í hinn stóra heim. Stóð hugur hennar helzt til Reykjavíkur eða Flateyrar. Skyndilega ljómaði andlit hennar af sælu fullvissunnar. Hún sneri sér á tánum í hring og æpti: Flateyri skal fá mig! Þetta þótti Salóme á Svalbarði léttúðarfullt og fyrirhyggjulítið. Meira
16. febrúar 1999 | Aðsent efni | 740 orð

Samfylkingin ­ glæsileg byrjun

PRÓFKJÖR Samfylkingarinnar í Reykjavík er staðfesting á því að tekist hefur að mynda nýtt stjórnmálaafl, nýjan stórflokk á vinstri væng stjórnmálanna. Þetta er mikið fagnaðarefni allra þeirra sem borið hafa þennan draum í brjósti í áratugi og varið afskiptum sínum af stjórnmálum með þetta að takmarki. Meira
16. febrúar 1999 | Aðsent efni | 967 orð

Vatnsgæði í Reykjavík og nágrenni

Í FRÉTTUM undanfarið hefur verið greint frá milljarðatjóni vegna mistaka við byggingu nýja alþjóðaflugvallarins á Gardermoen við Ósló. Frostþoka, frostrigning, ísing og snjókoma hefur reynst tíðari á Gardermoen en ráð var fyrir gert og efni til afísunar á flugbrautum hafa mengað grunnvatnið. Framtíðarvatnsból Óslóar eru í húfi enda mengunin frá þessum efnum varasöm. Meira
16. febrúar 1999 | Aðsent efni | 651 orð

Þarf ég að slaka á?

JÁ. Svarið er einfalt. Þú þarft að slaka á. Allir þurfa að slaka á. Það er manneskjunni nauðsynlegt að slaka á milli átaka og líf okkar er stöðug átök, líkamleg og/eða andleg. Streita er andlegt áreiti. Viðbrögð mannsins við þessu andlega áreiti koma fram í líkamanum með ýmsum hætti. Algengustu viðbrögðin eru aukin spenna í vöðvum, hækkaður blóðþrýstingur og hraðari öndun. Meira

Minningargreinar

16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 159 orð

Ari Guðjón Jóhannesson

Elsku Ari minn, núna ertu farinn frá okkur. Það er svo margt sem mann langar að segja en erfitt að koma orðum á blað. Þegar ég hugsa til baka minnist ég allra heimsóknanna til ykkar Önnu frænku í Bólstaðarhlíðina og síðar í Jökulgrunn með honum Birni afa mínum, sem voru nú ófáar og skemmtilegar því að alltaf tókstu svo vel á móti manni hvenær sem maður kom í heimsókn. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 75 orð

ARI GUÐJÓN JÓHANNESSON

ARI GUÐJÓN JÓHANNESSON Ari Guðjón Jóhannesson fæddist á Ísafirði 4. desember 1911. Hann lést 4. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes Þorsteinsson og Jóhanna Pétursdóttir og missti hann móður sína sex ára gamall. Hinn 18. desember 1937 kvæntist hann Önnu Ingunni Björnsdóttur, f. 2.7. 1913, ættaðri úr Húnavatnssýslu. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 145 orð

Eva Þorfinnsdóttir

Það er eitt og víst, að öruggt er að öll við getum huggað okkur við góðar minningar sem koma fram í huga manns, er við fréttum lát hennar Evu. Eva Þorfinnsdóttir bjó á Selfossi. Þar sem við hjónin þekktum hana, ákvað ég að skrifa um þessa ágætu konu örfá kveðjuorð. Við hjónin komum heim til hennar. Ætíð var hún kát og hlýleg í viðmóti. Eva var skrafhreifin mjög. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 29 orð

EVA ÞORFINNSDÓTTIR

EVA ÞORFINNSDÓTTIR Eva Þorfinnsdóttir fæddist í Bitru í Hraungerðishreppi 12. maí 1922. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 26. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selfosskirkju 6. febrúar. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 308 orð

Gunnlaugur Eyjólfsson

Sumir menn kjósa að vinna verk sín í hljóði. Og slíkir menn kenna manni oft, að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Einn þessara manna var Gunnlaugur Eyjólfsson. Lungann úr sinni starfsævi, á fjórða áratug, vann hann hjá P. Árnason sf. allt þar til hann fór á eftirlaun. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 353 orð

Jóhann Benediktsson

Þegar ég heyrði andlát Jóhanns uppeldisbróður míns fann ég til saknaðar þrátt fyrir að ég gæti búist við þessu þá og þegar. Jóhann er fæddur í Kambshóli í Víðidal. Hann var fluttur til fósturforeldra sinna, Árna V. Gíslasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur á Neðri-Fitjum, þá þriggja nátta og þriggja klukkustanda gamall. Hann var reifaður í ullarteppi og síðan settur í poka og reiddur á hesti. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 184 orð

Jóhann Benediktsson

Mig langar að minnast Jóhanns Benediktssonar og þakka honum fyrir samstarf og góða verkstjórn þegar ég var að vinna við sorphreinsun hjá Reykjavíkurborg og ég sendi Auði Guðmundsdóttur samúðarkveðju. Guð verður hjá Auði og Jóhanni og líka börnum þeirra. Jóhann var góður verkstjóri. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 28 orð

JÓHANN BENEDIKTSSON

JÓHANN BENEDIKTSSON Jóhann Benediktsson fæddist á Kambhóli í Víðidal 15. febrúar 1919. Hann lést á Landakotsspítala 31. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Neskirkju 8. febrúar. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 759 orð

Jón Árnason

Ljúfi vinur. Nú ertu horfinn á braut. Áfram lifa fögur augu þín og hjarta meðal allra þeirra mörgu sem elskuðu þig hérna megin lífsins. Það var enginn lakari en æskuástin mín, Marri, sem leiddi okkur saman fyrir 30 árum. Hann kynnti mig fyrir þessum Nonna vini sínum og Gunnu kærustu hans, og þið tókuð mér strax eins og við hefðum þekkst um langan aldur. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 27 orð

JÓN ÁRNASON

JÓN ÁRNASON Jón Árnason fæddist í Reykjavík 1. apríl 1953. Hann lést á heimili sínu 23. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 2. febrúar. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 386 orð

Óla Björg Bergþórsdóttir

Það er ekki að undra þó að orð sálmaskáldsins um þjáningu lífsins og friðinn í dauðanum fljúgi manni í hug þegar hugsað er til Boggu mágkonu minnar og þeirra veikinda sem hún þurfti við að stríða alla sína ævi. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 231 orð

Óla Björg Bergþórsdóttir

Vinkona mín Björg Bergþórsdóttir er látin eftir langvarandi veikindi. Bogga var vinkona mín en hún var líka vinkona barnanna minna og það var eins og aldursmunurinn hefði lítið að segja, krökkunum fannst Bogga sérlega skemmtileg. Við kynntumst þegar við unnum á sama vinnustað og þá var nú ekki alltaf logn í kringum okkur. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 31 orð

ÓLA BJÖRG BERGÞÓRSDÓTTIR

ÓLA BJÖRG BERGÞÓRSDÓTTIR Óla Björg Bergþórsdóttir Hersir fæddist á Norðfirði hinn 31. ágúst 1923. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 9. febrúar. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 309 orð

Óla Björg Bergþórsdóttir Herser

Kveðja til móður minnar. Blessuð vertu, baugalín. Blíður Jesús gæti þín, elskulega móðir mín; Mælir það hún dóttir þín. ( Á.J.Ey.) Það er með sárum trega sem ég minnist hennar mömmu minnar. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 880 orð

Sigríður Kristrún Guðjónsdóttir

Mig langar með örfáum orðum að minnast tengdamóður minnar, Sigríðar Guðjónsdóttur eða Siggu Gau eins og flestir kölluðu hana. Foreldrar Siggu bjuggu í Bolungarvík en tveggja ára gömul fór hún í fóstur til afa síns og ömmu, þeirra Sigríðar Guðmundsdóttur og Kristjáns Sigfússonar í Svínanesseli í Kvígindisfirði. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 265 orð

SIGRÍÐUR KRISTRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR

SIGRÍÐUR KRISTRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR Sigríður Kristrún Guðjónsdóttir fæddist í Bolungarvík 21. júní 1914. Hún lést á heimili Ingunnar dóttur sinnar í Hveragerði 31. janúar síðastliðinn. Foreldrar Sigríðar voru hjónin Sigríður Kristjánsdóttir, f. 12.8. 1876, d. 23.8. 1961, ættuð úr Múlasveit í A-Barðastrandarsýslu, og Guðjón Jensson frá Dýrafirði, f. 5. 9. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 155 orð

Sigurður Ásmundsson

Andlátsfregn samstarfsmanns okkar, félaga og vinar, Sigurðar Ásmundssonar, kom ekki á óvart. Um hálfs árs skeið barðist hann við sjúkdóm sem engum hlífir. Að þeirri baráttu gekk hann eins og eðli hans bauð honum; af fullu raunsæi og án þess að bera vanda sinn á torg. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 252 orð

Sigurður Ásmundsson

Utanríkisþjónustan kveður nú traustan og góðan starfsmann. Sigurður Ásmundsson er horfinn sjónum allt of fljótt. Veikindi hans á undanförnum mánuðum reyndust alvarlegri en okkur grunaði því Sigurður var æðrulaus maður sem kvartaði lítt eða ekki um sína hagi. Geðslegri og ljúfari mann sem samstarfsfélaga er vart hægt að hugsa sér. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 484 orð

Sigurður Ásmundsson

Sigurður Ásmundsson, vinur okkar og frændi er allur. Andlát hans kom ekki á óvart, við vissum öll að hverju stefndi en það er sárt að sjá á eftir góðum dreng á besta aldri. Siggi var mikill gleðigjafi í lífi fjölskyldunnar. Hann sá yfirleitt björtu hliðarnar á flestum hlutum í tilverunni og var hrókur alls fagnaðar á gleðistundum. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 305 orð

Sigurður Ásmundsson

Sigurður Ásmundsson vinur minn er allur. Um æviferil hans og lífshlaup vita aðrir meira og minnast. Mér er minnisstæð vinátta við góðan dreng, skarpur húmor og leiftrandi gáfur. Við unnum saman um stutta hríð og kynntumst þar, en eftir að samstarfi lauk hélst vináttan og við höfðum reglubundið samband. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 329 orð

Sigurður Ásmundsson

Ellefu ár er mikill aldursmunur þegar maður er lítill, stundum svo mikill að það bil verður ekki brúað. En sumum er það gefið að verða góðir vinir allra samferðamanna sinna, skyldra sem óskyldra á hvaða aldri sem þeir eru. Svo var um Sigurð Ásmundsson frænda minn, hér eftir nefndur Siggi, sem hefur kvatt þennan heim langt um aldur fram. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 265 orð

Sigurður Ásmundsson

Úr fjarlægð kveðjum við með miklum hlýhug Sigurð Ásmundsson, sem var í senn góður vinur og traustur samferðamaður. Kynni okkar af þessum öðlingi voru slík að við munum ávallt minnast hans með væntumþykju og virðingu. Það eru rúmlega 32 ár síðan við kynntumst Sigurði og Kari, þegar nokkrir ungir ofurhugar hófu í sameiningu að byggja fjölbýlishús innst á Kleppsvegi. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 440 orð

Sigurður Ásmundsson

Síðast sá ég Sigurð frænda í götunni okkar við Sundin. Hann kom inn í bankann okkar allur snjóugur þar sem ég stóð í biðröðinni. Hafði auðsjáanlega dottið fyrir utan bankann í fína diplómatfrakkanum sínum. Ég gekk til móts við hann og spurði hvort ég gæti aðstoðað. Nei, nei, það var ekkert sem amaði að, sagði hann og sló á léttari strengi. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 604 orð

Sigurður Ásmundsson

Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót, frænka eldfjalls og íshafs, sifji árfoss og hvers, dóttir langholts og lyngmós, sonur landvers og skers. Þessar hendingar úr kvæði Stephans G. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 563 orð

Sigurður Ásmundsson

Nemendahópurinn, sem útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands 1951, hefur misst einn af sínum beztu meðlimum og er það annað slíkt áfall á einu ári. Alls hafa nú fallið frá níu af þeim 59 ungmennum, sem yfirgáfu áhyggjulítið skólalífið á björtu vori fyrir tæpum 48 árum, og hófu lífsgönguna fyrir alvöru. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 102 orð

Sigurður Ásmundsson

Höggvið er skarð í hópinn kæra horfi ég til baka gengna leið. í verslunarskólanum ljúft var að læra og lífsstarfið okkar allra beið. Hvað framtíðin myndi okkur færa fæstir vissu, en brautin greið. Langt er liðið frá skóladögum sem leiftur birtist horfin tíð Við leit að þekkingu í þungum fögum við þurftum stundum að heyja stríð. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 30 orð

SIGURÐUR ÁSMUNDSSON

SIGURÐUR ÁSMUNDSSON Sigurður Ásmundsson, sendifulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu, fæddist í Reykjavík 27. mars 1932. Hann lést á heimili sínu 5. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 15. febrúar. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 414 orð

Sigurður Ólafsson

Látinn er vinur okkar og nágranni Sigurður Ólafsson, Suðurvör 6 í Grindavík. Þegar konan mín hringdi í mig útá sjó og sagði mér að hann Siggi væri dáinn þá setti mig hljóðan. Enda þótt maður vissi að hann hefði verið mjög veikur, þá einhvern veginn virðist dauðinn alltaf koma manni í opna skjöldu. Það var eins og maður hefði misst einn úr fjölskyldunni. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 30 orð

SIGURÐUR ÓLAFSSON

SIGURÐUR ÓLAFSSON Sigurður Ólafsson fæddist í Götu í Holtahreppi 11. ágúst 1917. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 6. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grindavíkurkirkju 13. febrúar. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 272 orð

Vilmundur Kristinn Jónsson

Kær frændi minn hefur kvatt þessa jarðvist. Ég trúi því að nú hafi hann hitt móður mína, systkinakærleikur þeirra var hreinn og sterkur og í anda þess kærleika ólumst við systkinin upp. Það varð okkar veganesti. Við skynjuðum þá gagnkvæmu virðingu og hlýju sem ríkti á milli systkinanna alla tíð. Þau voru sístarfandi, iðjuleysi var óþekkt hugtak. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 31 orð

VILMUNDUR KRISTINN JÓNSSON

VILMUNDUR KRISTINN JÓNSSON Vilmundur Kristinn Jónsson fæddist á Bæjum á Snæfjallaströnd 2. ágúst 1925. Hann lést í Sjúkrahúsi Akraness 6. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 15. febrúar. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 672 orð

Þorgeir Ibsen

"Nú er foringinn fallinn," sagði gamall Hólmari við mig er við hittumst á förnum vegi fyrir stuttu og fréttin um andlát Þorgeirs Íbsen hafði borist út. Nú eru liðin rúmlega fimmtíu ár síðan ég hitti Þorgeir frænda minn í fyrsta sinn. Ég var þá 11 ára strákpatti nýfluttur í Stykkishólm vestan frá Bíldudal með foreldrum og systkinum, þann stóra stað að okkur fannst. Þetta var árið 1948. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 406 orð

Þorgeir Ibsen

Mig langar í stuttu máli að minnast Þorgeirs Ibsen, fyrrverandi skólastjóra og fyrrverandi formanns Íþróttabandalags Hafnarfjarðar. Fyrst ætla ég að minnast Þorgeirs sem skólastjóra og kennara en hann kenndi mér ensku. Það er kannski ekki í frásögur færandi eitt og sér, heldur eru það aðferðirnar sem hann beitti við að kenna okkur sem ég man enn eftir, þótt ég hafi ekki verið nema 12 ára. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 388 orð

Þorgeir Ibsen

Það blésu vindar um Þorgeir Ibsen þegar hann kom til Hafnarfjarðar sem verðandi skólastjóri Barnaskóla Hafnarfjarðar, Lækjarskólans. Með lagni sinni og hyggjuviti tókst Þorgeiri brátt að lægja öldurnar og hann tók ótrauður til starfa sem skólastjóri. Skólastjórastarfið fórst honum vel úr hendi. Hann ávann sér traust kennara skólans, nemenda sinna og foreldra þeirra. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 300 orð

Þorgeir Ibsen

"Mikils er einn góður maður verður." Þetta gamla máltæki úr Karlamagnúsarsögu og kappa hans kom upp í huga okkar samstarfsmanna Þorgeirs Ibsens í stjórn Samtaka eldri sjálfstæðismanna, þegar við fregnuðum fráfall hans. Þorgeir Ibsen, fyrrverandi skólastjóri, kom víða við sögu í þjóðlífi Íslendinga eins og fram kom í verkum hans og athöfnum á meðan honum entist aldur og heilsa til. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 377 orð

Þorgeir Ibsen

Árið 1947 kom ungur maður til Stykkishólms og tók við skólastjórastöðu í barnaskólanum. Hann hét Þorgeir Ibsen og átti ásamt öðrum eftir að afla badmintoníþróttinni óhemju vinsælda í Hólminum. Þorgeir hafði fyrst komist í kynni við íþróttina þegar hann var í Kennaraskólanum skömmu fyrir 1940. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 139 orð

Þorgeir Ibsen

Okkur systkinin langar að þakka fyrir hlýhug og vináttu sem Þorgeir sýndi okkur í gegnum tíðina. Við minnumst þéttra faðmlaga hans, er hann heilsaði eða kvaddi eftir samverustundir fjölskyldunnar, sem voru ótal margar í áranna rás. Oftast var glaðværð í samræðum og gjarnan slegið á létta strengi, er hann hélt ræður á fjölskyldumótum okkar. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 479 orð

Þorgeir Ibsen

Góður drengur er að velli lagður. Ég vil í örfáum orðum minnast Þorgeirs Ibsen, míns gamla góða skólastjóra, fyrst sem nemandi hans, síðar kennari í Lækjarskóla. Aðrir verða eflaust til að rekja lífshlaup hans frekar. Mannkostir Þorgeirs voru miklir. Hann var höfðingi í lund og fasi. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 29 orð

ÞORGEIR IBSEN

ÞORGEIR IBSEN Þorgeir Guðmundur Ibsen fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 26. apríl 1917. Hann lést á Landspítalanum 8. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 15. febrúar. Meira
16. febrúar 1999 | Minningargreinar | 30 orð

ÞORGEIR IBSEN

ÞORGEIR IBSEN Þorgeir Guðmundur Ibsen var fæddur á Suðureyri við Súgandafjörð 26. apríl 1917. Hann lést á Landspítalanum 8. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 15. febrúar. Meira

Viðskipti

16. febrúar 1999 | Viðskiptafréttir | 84 orð

BA kaupir hlut í Iberia

BRITISH Airways mun kaupa 9% hlut í ríkisrekna spænska flugfélaginu Iberia fyrir um 200 milljónir punda. Sala hlutarins er liður í einkavæðingu Iberia. America Airlines, samstarfsaðili BA í Bandaríkjunum, kaupir 1% í Iberia. Iberia fær þar með inngöngu í klúbb nokkurra flugfélaga, sem hafa stofnað til markaðsbandalagsins "oneworld". Meira
16. febrúar 1999 | Viðskiptafréttir | 568 orð

Bannar endurgjaldslausa Internetþjónustu

SAMKEPPNISRÁÐ hefur staðfest bráðabirgðaúrskurð Samkeppnisstofnunar frá 4. janúar síðastliðnum um að tilboð Landssíma Íslands hf. um endurgjaldslausa Internetáskrift í þrjá mánuði til allt að 10.000 manna, sem hafi undir höndum svokallaðan bíódisk sem fékkst afhentur án endurgjalds á bensínstöðvum ESSO, hafi skaðleg áhrif á samkeppni á markaði fyrir sölu Internettenginga í skilningi 17. Meira
16. febrúar 1999 | Viðskiptafréttir | 244 orð

Bréf í Baugi í almenna sölu um páskana

UM 16% hlutabréfa í Baugi hf., eignarhaldsfélagi Hagkaups, Nýkaups, Bónuss og Hraðkaups, verða væntanlega boðin til sölu á almennum markaði um páskana, en um er að ræða 10% hlut Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og 6% hlut Kaupþings hf. Meira
16. febrúar 1999 | Viðskiptafréttir | 126 orð

Frakkar einkavæða risa í flugiðnaði

FRANSKA stjórnin hefur samþykkt einkavæðingu flugiðnaðarfyrirtækisins Aérospatiale og rutt veginn fyrir sameiningu þess og Matra landvarnadeildar Lagardere Group. Samkvæmt opinberri tilkynningu í franska lögbirtingablaðinu hefur franska stjórnin ákveðið að meirihluti fjármagns í Aérospatiale skuli færast í hendur einkaaðilum. Meira
16. febrúar 1999 | Viðskiptafréttir | 331 orð

Fær BMW tilboð frá General Motors?

VERÐ hlutabréfa í BMW AG hækkaði um 3% í gær vegna bollalegginga um að mesti bílaframleiðandi heims, General Motors Corp., íhugi yfirtöku, þrátt fyrir yfirlýsingar BMW um að fyrirtækið sé ekki til sölu. Meira
16. febrúar 1999 | Viðskiptafréttir | 1068 orð

Hámarkslán 10 milljónir króna

HEIMILISLÁN Landsbankans verða boðin í þremur flokkum; almenn veðdeildarlán, veðdeildarlán með líftryggingu og veðdeildarlán með söfnunarlíftryggingu. Heimilislánin verða til 30 ára og munu bera vexti á bilinu 5,5­5,65%. Meira
16. febrúar 1999 | Viðskiptafréttir | 130 orð

Hlutafjárútboði Stofnfisks lokið

HLUTAFJÁRÚTBOÐI Stofnfisks hf., sem var í umsjón Íslandsbanka hf., lauk á föstudag. Útboðið var tvískipt, annars vegar hlutafjáraukning fyrir 40 milljónir króna að nafnvirði sem selt var með tilboðsfyrirkomulagi og hins vegar sala á hlut ríkisins til starfsmanna Stofnfisks hf. fyrir 9 milljónir að nafnvirði. Meira
16. febrúar 1999 | Viðskiptafréttir | 745 orð

Í athugun að breyta vöxtum og hækka hámarkslán

HJÁ Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins er nú til athugunar að breyta vöxtum á lánum til sjóðsfélaga og hækka hámarkslán, og mun stjórn sjóðsins taka ákvarðanir í þessu sambandi innan skamms, að sögn Hauks Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins. Hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins er í dag hægt að fá tvennskonar lán, samtals að upphæð 4 milljónir króna. Meira
16. febrúar 1999 | Viðskiptafréttir | 208 orð

Lokagengi hlutabréfa hækkar í London

DOLLAR hækkaði í Evrópu í gær, skuldabréf lækkuðu og lokagengi hlutabréfa hækkaði í London. Rólegt var á mörkuðum vegna opinbers frídags í Bandaríkjunum og nýárshátíðar í Asíu. Nýjar vangaveltur um samruna í bílaiðnaði ollu nokkrum titringi og þess er beðið hvort nokkur vaxtabreyting verður á fundi seðlabanka Evrópu (ECB) í dag. Meira
16. febrúar 1999 | Viðskiptafréttir | 495 orð

Opnar söluskrifstofu í Hong Kong

NETVERK hf. mun á næstunni opna söluskrifstofu í Hong Kong. Áætlað er að um fimm manns muni starfa í skrifstofunni fyrst um sinn og er hlutverk hennar að annast markaðssetningu á hugbúnaði Netverks í Asíu. Netverk er 5 ára gamalt hugbúnaðarfyrirtæki sem hefur á síðustu árum einbeitt sér að framleiðslu hugbúnaðar fyrir fjarskipti um gervihnetti, t.d. milli skipa og stjórnstöðva í landi. Meira
16. febrúar 1999 | Viðskiptafréttir | 93 orð

Polygram bjargaði Philips

HAGNAÐUR hollenzka raftækjarisans Philips meira en tvöfaldaðist í fyrra í 13,34 milljarða gyllina eða 6,87 milljarða punda, aðallega vegna sölu stórs hlutar í Polygram- skemmtanafyrirtækinu. Ef ekki er tekið tillit til eignasölunnar minnkuðu tekjur Philips um rúmlega helming í 1,19 milljarða gyllina. Árið á undan námu þær 2,71 milljarði. Meira
16. febrúar 1999 | Viðskiptafréttir | 181 orð

Smásölumarkaðurinn í Þýskalandi

FYRIRLESTUR og einkaviðtöl á vegum viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins og Þýsk-íslenska verslunarráðsins Föstudaginn 19. febrúar nk. heldur þýskur sérfræðingur, C.J. Nowotny, fyrirlestur um matvælamarkaðinn í Þýskalandi. Fyrirlesturinn fer fram í Funda- og ráðstefnusölum ríkisins, Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerðinni), frá kl. 09:30 til 12:00. Fyrirlestur C.J. Meira
16. febrúar 1999 | Viðskiptafréttir | 139 orð

Telekom býður í max.mobil

DEUTSCHE Telekom fjarskiptarisinn í Þýzkalandi hefur boðið í meirihluta hlutabréfa í austurríska farsímafyrirtækinu max.mobil Telekommunikation-Service. Deutsche Telekom sagði í yfirlýsingu að fyrirtækið stefndi að því að auka hlut dótturfyrirtækis síns T-Mobil í max.mobil úr 25% í rúmlega 50%. Meira

Daglegt líf

16. febrúar 1999 | Neytendur | 249 orð

Mismikið öryggi fjölskyldubíla

FEBRÚARBLAÐ Neytendablaðsins er komið út og er það fyrsta tölublað ársins. Meðal efnis er árekstraprófun á sex tegundum fjölskyldubíla, sem Neytendablaðið vann í samvinnu við danska neytendablaðið Tænk. Meira
16. febrúar 1999 | Neytendur | 150 orð

Ný málrækt á mjólkurumbúðum

Mjólkursamsalan hefur látið íslenska málrækt til sín taka síðustu fimm árin, einkum í formi ábendinga um íslenskt mál á mjólkurumbúðum. Enn heldur þessi stefna áfram, en um síðustu helgi varð þó áherslubreyting. Meira

Fastir þættir

16. febrúar 1999 | Í dag | 31 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 16. febrúar, verður fimmtug Líney Björgvinsdóttir, Sogavegi 208. Hún tekur á móti vinum og ættingjum í félagsheimilinu Gullsmára, Gullsmára 13, Kópavogi, laugardaginn 20. febrúar kl. 15. Meira
16. febrúar 1999 | Fastir þættir | 131 orð

BRIDS Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Húsavíkur

Fimmta umferð var nokkuð eftir bókinni þegar 4 efstu sveitirnar unnu leiki sína stórt. Röð efstu sveita eftir 5. umferð er því óbreytt: Sveinn Aðalgeirsson111 Frissi kemur106 Gunnlaugur Stefánsson104 Björgvin R. Leifsson103 Heimir Bessason69 Efstu pör í fjölsveitaútreikningi eftir 8 hálfleiki eru: Gaukur Hjartars. ­ Friðgeir Guðm. Meira
16. febrúar 1999 | Fastir þættir | 94 orð

Bridsfélag eldri borgaraí Kópavogi

Þriðjudaginn 9. febr. sl. spiluðu 29 pör Mitchell-tvímenning og urðu eftirtalin pör efst í N/S:Helga Helgadóttir - Ólafur Lárusson424Ásthildur Sigurgíslad. - Lárus Arnórsson375Einar Einarsson - Hörður Davíðsson369Lokastaða efstu para í A/V: Jón Stefánsson - Sæmundur Björnss. Meira
16. febrúar 1999 | Fastir þættir | 454 orð

Búist við metaðsókn á HM íslenska hestsins

BÚIST er við metaðsókn á Heimsmeistaramót íslenskra hesta sem haldið verður í Þýskalandi í sumar. Wolfgang Berg, forseti Félags ræktenda og eigenda íslenska hestsins í Þýskalandi (IPZV), býst við meira en 20.000 gestum, en til samanburðar sóttu um 12.000 manns mótið í Sviss árið 1995. Það er fjölmennasta mótið af þessum toga sem hingað til hefur verið haldið. Meira
16. febrúar 1999 | Fastir þættir | 1276 orð

Hryssurnar hafa haldið stofninum uppi

Hornfirsku gæðingarnir hafa um langa tíð verið umdeildastir hrossa á Íslandi. Hornfirskir hestamenn hafa þó aldrei efast um ágæti þeirra og standa á því fastar en fótunum að bestu hornfirðingarnir séu bestu hross landsins. Meira
16. febrúar 1999 | Dagbók | 689 orð

Í dag er þriðjudagur 16. febrúar, 47. dagur ársins 1999. Sprengidagur. Orð dags

Í dag er þriðjudagur 16. febrúar, 47. dagur ársins 1999. Sprengidagur. Orð dagsins: Snú þú oss til þín, Drottinn, þá snúum vér við, lát þú daga vora aftur verða eins og forðum! (Harmljóðin 5, 21.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Hanse Duo og Lómur fóru í gær. Meira
16. febrúar 1999 | Fastir þættir | 392 orð

Jón Viktor Gunnarsson Hraðkákmeistari Reykjavíkur 1999

14. febrúar JÓN Viktor Gunnarsson sigraði með miklum yfirburðum á Hraðskákmóti Reykjavíkur 1999 sem fór fram sunnudaginn 14. febrúar. Hann varð 3 vinningi á undan næsta manni, Rúnari Sigurpálssyni, sem fékk 12 vinning. Meira
16. febrúar 1999 | Fastir þættir | 744 orð

Safnaðarstarf Föstumessur í Áskirkju Á ÖSKUDAG

Á ÖSKUDAG, miðvikudaginn 17. febrúar, verður föstumessa í Áskirkju kl. 20.30 og síðan hvert miðvikudagskvöld föstunnar á sama tíma. Í föstumessunum eru Passíusálmar Hallgríms Péturssonar sungnir, en sönginn leiðir Kirkjukór Áskirkju undir stjórn Kristjáns Sigtryggssonar, Píslarsaga guðspjallanna lesin og sóknarprestur flytur hugleiðingu. Meira
16. febrúar 1999 | Fastir þættir | 710 orð

Tor Helness bætti enn einni rósinni í hnappagatið

23 umferðir - 124 pör - 10.-11. febrúar Norðmennirnir Tor Helness og Jon Egil Furunes sigruðu í tvímenningskeppninni sem lauk um kvöldmatarleitið sl. laugardag og sýndi Helness enn einu sinni hve firnasterkur spilari hann er. Meira
16. febrúar 1999 | Fastir þættir | 957 orð

Um fjölmiðla "Fréttatímar fyllast smám saman af sundurlausum samtíningi viðburða sem áhorfendur hafa litla eða enga möguleika á

Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, gerði fjölmiðla að umfjöllunarefni sínu í ræðu við brautskráningu kandídata 6. febrúar síðastliðinn. Sagði hann þá iðulega starfa á þeim forsendum að fólk hefði engan áhuga á því að komið væri fram við það sem hugsandi verur. Eins og fram kom í frétt hér í Morgunblaðinu 7. Meira
16. febrúar 1999 | Í dag | 832 orð

Verndum Elliðaárnar!

MIG langar til að taka undir með þeim Orra Vigfússyni, Bubba Morthens, Össuri Skarphéðinssyni og fleiri góðum mönnum varðandi verndun Elliðaánna. Ég lét yfir 20 ára draum minn rætast nú í fyrra og fékk mér veiðileyfi í ánum. Engum náði ég laxinum en missti þó einn og vinur minn náði einum á fluguna. Meira
16. febrúar 1999 | Í dag | 423 orð

(fyrirsögn vantar)

NIÐURSTAÐA æðsta áfrýjunardómstóls Ítalíu um að ekki hefði verið hægt að nauðga konu vegna þess að hún klæddist gallabuxum gerði Víkverja gramt í geði er hann las fréttina á forsíðu Morgunblaðsins síðastliðinn föstudag. Meira

Íþróttir

16. febrúar 1999 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KVENNA UMFN -KR 5

1. DEILD KVENNA UMFN -KR 53: 67ÍR -KEFLAVÍK 40: 76GRINDAVÍK -ÍS 32: 66 KR 16 16 0 0 1192 747 32ÍS 16 12 0 4 963 782 24KEFLAVÍK 16 10 0 6 940 868 20GRINDAVÍK 16 4 0 Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 424 orð

Afmælisgjöf til pabba

"ÞETTA var afmælisgjöf handa pabba og Gumma," sagði Guðríður Guðjónsdóttir, sem hampaði bikarmeistaratitli í 12. sinn af þeim 14 skiptum, sem hún hefur leikið til úrslita en faðir hennar, Guðjón Jónsson, hélt uppá sextugsafmæli sitt á laugardaginn og Guðmundur Kolbeinsson, liðsstjóri Fram og eiginmaður Kolbrúnar Jóhannsdóttur, markvarðar, átti einnig afmæli. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 721 orð

Afrek Huseby fylltu unga þjóð stolti

Hún fór sem eldur í sinu um landið 23. dag ágústmánaðar 1946 fréttin um að KR-ingurinn Gunnar Huseby hefði orðið Evrópumeistari í kúluvarpi, fyrstur Íslendinga, á Evrópumeistaramótinu í Ósló. Hið unga lýðveldi sem aðeins hafði staðið á eigin fótum í rúm tvö ár hafði eignast íþróttahetju sem var fremst allra í Evrópu. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 147 orð

Atlantshafsriðill:

AUSTURDEILDAtlantshafsriðill: (sigrar, töp og vinningshlutfall í prósentum). Orlando5 1 83,3 Philadelphia4 1 80,0 Boston2 2 50,0 New York2 2 50, Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 243 orð

Átakalítið hjá ÍA ÍA sótti Þór heim á sunn

Átakalítið hjá ÍA ÍA sótti Þór heim á sunnudagskvöldið og þegar upp var staðið var átakalítill sigur ÍA staðreynd, lokatölur leiksins urðu 112:95. Sigur gestanna frá Akranesi var öruggur og hefði hæglega geta orðið nokkru stærri en þeir virtust slaka á um miðjan síðari hálfleik. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 114 orð

Átta KR-ingar léku í Wimbledon

KR-ingar eiga mörg met í sambandi við landsleiki í knattspyrnu. Tvö met verða seint slegin: Þegar íslenska landsliðið hélt til Englands 1963 til að leika gegn áhugamannaliði Englendinga í Wimbledon léku þrír bræður með íslenska liðinu ­ Hörður, Bjarni og Gunnar Felixsynir. Ekki nóg með það, heldur léku átta KR-ingar þann leik, sem Englendingar unnu 4:0. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 242 orð

Bikarglíma Íslands

Glíman var á laugardaginn að Laugarvatni. Helstu úrslit: Konur 11-13 ára 1. Elísabet Patrica, HSK 2. Arna Hjörleifsdóttir, HSÞ 3. Sif Steingrímsdóttir, KR 14-16 ára 1. Soffía Björnsdóttir, HSÞ 2. Andrea Ösp Pálsdóttir, HSK 3. Berglind Kristinsdóttir, HSK 17 ára og eldri 1. Inga Gerða Pétursdóttir, HSÞ 2. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 79 orð

Bolti með afborgunum

SAGAN segir að KR hafi verið stofnað formlega í verslun Guðmundar Olsen í Aðalstræti, þar sem kom saman hópur drengja til að skjóta saman fé til að fjármagna kaup á knetti. Ákveðið var að kaupa almennilegan bolta frá Englandi. Lögðu drengirnir fram 25 aura hver til kaupanna. Þar sem ekki fékkst nægilegt fjármagn á fundinum var knötturinn keyptur með afborgunum. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 144 orð

Búningur KR

KR-ingar keyptu búninga sína frá Englandi á fyrstu áratugum félagsins. Sagan segir að ástæðan fyrir að KR-búningurinn er eins og hann er nú, svart/hvít- röndóttur, eigi uppruna sinn í að upp úr aldamótum 1900 var Newcastle-liðið mjög sterkt, liðið varð Englandsmeistari 1905, 1907 og 1909. Þótti mönnum þá eðlilegt að velja búning Newcastle. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 255 orð

"Dvergarnir sjö" heiðursgestir

Í tilefni af úrslitaleik Aftureldingar og FH í bikarkeppninni í handknattleik bauð Afturelding nokkrum af burðarásum fyrsta handknattleiksliðs félagsins, sem keppti á Íslandsmótinu á sjötta áratugnum, á leikinn. Gengu þeir undir nafninu "dvergarnir sjö" vegna þess að leikmenn voru flestir mjög þrekvaxnir. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 369 orð

Einn með öllu

ÁHORFENDUR á bikarúrslitaleik kvenna í Laugardalshöllinni á laugardaginn fengu það sem þeir vildu og prýðir slíkan viðburð ­ sviptingar, mistök eins og gengur í bikarúrslitaleik og rafmagnaðar lokamínútur. Stuðningsfólk Fram fékk þó meira en Haukar því Fram vann 17:16 og hampaði því bikarmeistaratitli í tólfta sinn, sem er átta sinnum oftar en næsta lið. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 827 orð

England

Enska bikarkeppnin Manchester United - Fulham1:0 Andy Cole 26. 54.798. Newcastle - Blackburn Rovers0:0 36.295. Arsenal - Sheffield Utd.2:1 Patrick Vieira 28., Marc Overmars 76. - Marcelo 48. 38.020. Leikurinn hefur verið ógildur, liðin leika aftur 23. febrúar. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 348 orð

Enn fram- farir hjá Þóreyju

ÞÓREY Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH, heldur áfram að bæta sig í stangarstökki. Á sunnudaginn vann hún keppni á sænska meistaramótinu og stökk yfir 4,21 metra sem er einum sentímetra hærra en hún hafði hæst stokkið áður ­ viku fyrr, einnig á móti í Svíþjóð. Þórey vann með nokkrum yfirburðum en er ekki sænskur meistari þar sem hún er ekki sænskur ríkisborgari. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 471 orð

Fagna eins og lítill krakki

BJARKI Sigurðsson, fyrirliði Aftureldingar, var í sjöunda himni eftir sigurinn. "Þetta er æðisleg tilfinning og ég fagna eins og lítill krakki. Nú er bikarinn kominn í Mosfellsbæinn og við getum haldið upp á það í nokkra daga. Liðið langar í meira, deildarmeistaratitilinn og síðan Íslandsmeistaratitilinn. En það er gott að byrja á bikarnum," sagði Bjarki. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 467 orð

"Farið þið frá"

TORFI Bryngeirsson, Evrópumeistari í langstökki í Brussel 1950, var ófeiminn er hann mætti til leiks í úrslitum langstökksins, þótt hann teldi sig renna blint í sjóinn. Eins og venja er fengu keppendur nokkur æfingastökk áður en að keppninni kom. Torfa þótti andstæðingar sínir hins vegar vera tillitslausir er röðin kom að honum. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 1446 orð

Fengum að sjá heiminn

Ásmundur Bjarnason var einn fremsti spretthlaupari Íslands um nærri tíu ára skeið. Tók hann meðal annars þátt í tvennum Ólympíuleikum, 1948 og 1952, og tvisvar var hann á meðal keppenda á Evrópumeistaramótum, 1950 og 1954. Á fyrra mótinu hafnaði hann í 5. sæti af sex keppendum í úrslitum 200 metra hlaupsins á 22,1 sekúndu, sjónarmun frá bronsverðlaunum. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 131 orð

FH - Afturelding21:26

Laugardalshöll, úrslitaleikur í bikarkeppni karla, laugardaginn 13. febrúar 1999. Gangur leiksins: 1:0, 2:4, 9:5, 9:8, 12:9, 12:10, 13:12, 14:13, 14:18, 16:23, 18:25, 20:26, 21:26. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 46 orð

Fimm KR-ingar Íþróttamenn ársins

FRJÁLSÍÞRÓTTAMAÐURINN Valbjörn Þorláksson varð fyrsti KR- ingurinn til að vera útnefndur Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Hann var útnefndur 1959 og aftur 1965. Aðrir sem komu í kjölfarið voru körfuknattleiksmaðurinn Kolbeinn Pálsson, kúluvarpararnir Guðmundur Hermannsson og Hreinn Halldórsson og lyftingamaðurinn Jón Páll Sigmarsson. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 1043 orð

Foringinn, listamaðurinn og leiðbeinandinn skipuðu "KR-tríóið"

ÞRÍR helstu frumkvöðlar KR-inga eru án efa þeir Kristján L. Gestsson, Erlendur Ó. Pétursson og Guðmundur Ólafsson. Þeir eru oft nefndir "KR-tríóið" og eiga stærstan þátt í að gera félagið að því sem það er í dag, á aldarafmælinu. Þeir störfuðu saman í stjórn félagsins á helstu uppbyggingartímum þess, allt frá 1915. Þeir voru nokkuð ólíkir persónuleikar, en áttu það sameiginlegt að KR var þeim Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 127 orð

Fram ­ Haukar17:16

Laugardalshöll, Bikarkeppni HSÍ ­ úrslitaleikur kvenna, laugardaginn 13. febrúar 1999. Gangur leiksins: 3:0, 7:1, 9:3, 10:4, 10:6, 12:6, 12:7, 12:9, 13:12, 14:13, 16:13, 16:15, 17:15, 17:16. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 181 orð

Frábærir drengir

"GUNNAR og Torfi voru frábærir drengir og framúrskarandi íþróttamenn," segir Örn Clausen, fyrrverandi tugþrautarmeistari úr ÍR og mótherji og samherji Gunnars Huseby og Torfa Bryngeirssonar undir lok fimmta áratugarins og í byrjun þess sjötta. "Þeir voru bestu kunningjar mínir og Hauks bróður af þessum hópi frjálsíþróttamanna sem þá voru í fremstu röð. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 458 orð

Frá Húsavík í Höllina

"MÉR fannst mjög gaman og spennandi þó að ég sjálf hafi ekki staðið mig neitt vel en markvarslan, vörnin og Rússarnir okkar voru frábærir ­ við byrjuðum líka vel og ætluðum að gera út um leikinn sem fyrst," sagði Jóna Björg Pálmadóttir, sem gekk til liðs við Fram í vetur eftir að hafa keppt fyrir Húsvíkinga og því ekki vön umgjörð eins og var í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 385 orð

GUÐJÓNSSYNIRNIR komu allir við sögu í

GUÐJÓNSSYNIRNIR komu allir við sögu í góðum sigri Genk á Eendracht Aalst á útivelli um helgina, 1:2. Þórður var í byrjunarliðinu að vanda, en yngri bræður hans, þeir Bjarni og Jóhannes komu inn á sem varamenn, Bjarni á 70. mínútu og Jóhannes á þeirri 85. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 270 orð

Guðrún Arnardóttir hættir við HM í Japan

GUÐRÚN Arnardóttir, hlaupakona úr Ármanni, hefur ákveðið að keppa ekki á heimsmeistaramótinu innanhúss í Japan sem fram fer fyrstu helgina í mars. Þetta ákvað hún um helgina eftir að hafa verið fjarri eigin markmiði í 400 metra hlaupi á Virginia Tech-frjálsíþróttamótinu í Bandaríkjunum. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 157 orð

Gullbræðurnir

KRISTLEIFUR og Halldór Guðbjörnssynir eru tvímælalaust sigursælustu bræður í 100 ára sögu KR. Þeir urðu samtals 65 sinnum Íslandsmeistarar í sínum greinum í frjálsíþróttum. Kristleifur varð 28 sinnum meistari, Halldór 37 sinnum. Það má segja að Halldór hafi tekið við af Kristleifi í 1.500, 5.000, 10.000 og 3.000 m hindrunarhlaupi. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 1015 orð

Gulldrengurinn Þórólfur Beck

Það er auðvelt að vera góður leikmaður í góðu liði," sagði Þórólfur eftir að hann skaust upp á stjörnuhimininn 1959, þegar KR-liðið vann það frækilega afrek að vinna 1. deildarkeppnina með fullu húsi stiga, skoraði 41 mark í tíu leikjum, fékk á sig aðeins sex. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 86 orð

Haldið upp á afmælið í Ráðhúsinu

MÓTTAKA í tilefni aldarafmælis KR verður í boði borgarstjórans í Reykjavík í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag milli kl. 17 og 19. Boðið verður upp á kaffiveitingar í tilefni dagsins og kynnt verður bókin, KR ­ fyrstu hundrað árin, sem kemur formlega út í dag. Ritstjóri hennar er Ellert B. Schram og gaf hann vinnu sína við bókina. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 458 orð

Heimsbikarmót

Mótið var haldið í Glasgow í Skotlandi um helgina. Keppt var í 25 metra laug. 100 m skriðsund kvenna: 1. Sue Rolph (Bretl.)54.93 2. Johanna Sjoberg (Svíþjóð)55.21 200 m skriðsund karla: 1. Gustavo Borges (Brasilíu)1:45.55 2. Todd Pearson (Ástral.)1:47.14 50 m bringusund kvenna: 1. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 90 orð

Helga varði 22 skot

Helga Torfadóttir varði 22 skot er Bryne tapði á heimavelli í æsispennandi leik fyrir Toten, efsta liði norsku 1. deildarinnar í handknattleik kvenna, 28:30. Helga var valin maður leiksins hjá Bryne og er það í fimmta skipti í vetur sem það gerist. Hrafnhildur Skúladóttir átti einnig góðan leik, skoraði 4 mörk og er einn markahæsti leikmaður deildarinnar. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 387 orð

Heyrðist ekki mannsins mál

"STEMMNINGIN var geysileg í Hálogalandi þetta kvöld, ég man það eins og það hefði gerst í gær," sagði Stefán Þ. Stephensen, sem var 18 ára þegar hann tryggði KR-ingum Íslandsmeistaratitilinn með því að skora jöfnunarmarkið þýðingarmikla gegn FH. Stefán sagðist ekki hafa heyrt þegar Frímann þjálfari kallaði til hans til að fá hann til að skipta við Karl. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 560 orð

HM í Vail

Svig kvenna: (Brautin var 55 hlið í fyrri umferð og 59 í seinni, fallhæð 165 metrar)1. Zali Steggall (Ástralíu)1:33.97 (46.44/47.53)2. Pernilla Wiberg (Svíþjóð)1:34.77 (46.44/48.33)3. Trine Bakke (Noregi)1:35.00 (46.31/48.69)4. Andrine Flemmen (Noregi)1:35. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 273 orð

Hnignun frjálsíþróttadeildar

FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD KR var lengi vel ein blómlegasta deild félagsins og lagði drjúgan skerf til hins margfræga frjálsíþróttavors hér á landi. Fyrir nokkrum árum varð hins vegar að leggja deildina niður og nú er hún ekki lengur starfandi. Kristinn segir þetta afar dapurlegt, enda hafi frjálsíþróttir átt sér ríka hefð innan KR. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 154 orð

Hugrún fór hamförum

"AÐ öðrum ólöstuðum átti Hugrún Þorsteinsdóttir, fyrirliði og markvörður Fram, mestan þátt í sigrinum er hún varði 23 skot og hélt liðinu á floti þegar illa áraði. "Já, ég fann mig vel en vörnin byrjaði líka af miklum krafti," sagði Hugrún eftir leikinn. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 91 orð

Hætta stuðningi við þýska landsliðið

TVEIR helstu stuðningsaðilar þýska knattspyrnusambandsins, Mercedes Benz og Lufthansa, hafa tilkynnt að þau hafi í hyggju að hætta að styrkja þýska knattspyrnusambandið. Ástæðan er slakur árangur landsliðsins að undanförnu. Fyrirtækin segja að slakur árangur landsliðsins skaði ímynd fyrirtækjanna og ekki bæti úr skák allt það fjaðrafok sem hefur fylgt í kjölfarið á slökum árangri. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 262 orð

Íslandsmótið ÍS vann aftur

ÍS vann aftur ÍS skellti liði Stjörnunnar í leik liðanna í 1. deild karla í Ásgarði á laugardaginn, 3:1. Hrinurnar enduðu 5:15, 14:16, 16:14 og 7:15 eftir 88. mínútna leik. Leikmenn ÍS gáfu tóninn strax í fyrstu hrinu og höfðu algjöra yfirburði og það var sem alla leikgleði vantaði hjá heimaliðinu. Stjarnan kom meira inn í leikinn í annari hrinunni sem og þeirri þriðju. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 530 orð

Jón Arnar skammt frá Íslandsmeti

JÓN Arnar Magnússon, Tindastóli, hjó nærri eigin Íslandsmeti í 60 metra grindahlaupi á Meistaramóti Íslands sem haldið var í Baldurshaga og íþróttahúsinu í Kaplakrika um helgina. Jón sigraði í hlaupinu á 8,04 sekúndum sem er aðeins 5/100 úr sekúndur frá metinu sem hann setti í Gautaborg fyrir þremur árum. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 81 orð

Judith Rán Esztergal sleit hásin

Judith Rán Esztergal, leikmaður Hauka í handknattleik, sleit hásin á æfingu með íslenska landsliðinu á sunnudag. Að sögn Theodórs Guðfinnssonar landsliðsþjálfara setja meiðslin verulegt strik í undirbúning liðsins fyrir tvo leiki gegn Króatíu ytra. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 449 orð

Kalle Palander kom Finnum á kortið

FINNSKI skíðamaðurinn Kalle Palander stal senunni í svigkeppni heimsmeistaramótsins í Vail í Colorado á sunnudaginn. Þessi 22 ára gamli strákur, fyrrum æfingafélagi Kristins Björnssonar, vann fyrstu verðlaun Finna á HM í alpagreinum. Lasse Kjus frá Noregi varð annar og nældi þar með í fimmtu verðlaun sín á mótinu og verður að teljast maður mótsins. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 252 orð

Keflvíkingar aftur á sigurbraut Eftrir tvo tapleiki

Keflvíkingar aftur á sigurbraut Eftrir tvo tapleiki í röð sneru Keflvíkingar taflinu við þegar þeir mættu Haukum frá Hafnarfirði í Keflavík. Þar unnu Keflvíkingar sannfærandi sigur 107:82 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 51:42. Guðjón Skúlason lék ekki með Keflavík í þessum leik. Hann er á námskeiði í Bandaríkjunum vegna atvinnu sinnar. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 441 orð

Kristinn og Sigríður náðu settu marki

KRISTINN Björnsson frá Ólafsfirði og Sigríður Þorláksdóttir frá Ísafirði komust bæði í gegnum báðar umferðirnar og í mark í svigi heimsmeistaramótsins í Vail í Colorado um helgina. Kristinn hafnaði í 20. sæti og Sigríður í 29. sæti og geta þau nokkuð vel við unað, sérstaklega Sigríður, sem náði besta árangri sínum á ferlinum. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 652 orð

Lakers skrakk á endasprettinum

Fyrsti stórleikurinn í NBA-deildarkeppninni fór fram á sunnudag þegar Los Angeles Lakers fékk Indiana Pacers í heimsókn. Þessi tvö lið eru talin líklegust til að mætast í lokaúrslitunum í byrjun sumars og leikur liðanna gerði lítið til að draga úr þeim bollaleggingum. Liðin lékur bæði vel í sókn og vörn og spiluðu besta leikinn í deildinni á þessu keppnistímabili. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 290 orð

LEIKMENN Aftureldingar og FH

LEIKMENN Aftureldingar og FH köstuðu bolum, sem kyrfilega voru merktir stuðningsaðila keppninnar, til áhorfenda, fyrir úrslitaleikinn. HARPA Harðardóttir söng íslenska þjóðsönginn fyrir úrslitaleiki karla og kvenna. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 194 orð

Liverpool fékk skell

Charlton vann góðan sigur á Liverpool í úrvalsdeildinni á laugardag. Jamie Carragher leikmaður Liverpool var rekinn af velli í leiknum gegn Charlton, sem náði að tryggja sér sigur með marki Keith Jones á 70. mínútu. Svíinn Martin Pringle er sagður hafa blásið nýju lífi í sóknarleik Charlton, en liðið hefur náð hagstæðum úrslitum frá því að hann kom til liðsins fyrir nokkrum vikum. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 122 orð

Man. Utd og Chelsea mætast á Old Trafford

MANCHESTER Utd og Chelsea mætast í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar, en leikurinn fer fram á Old Trafford í Manchester. Man. Utd er í efsta sæti deildarinnar og Chelsea í öðru sæti. Liðin hafa tvívegis mæst í vetur, en í bæði skiptin hefur viðureignunum lokið með jafntefli. Newcastle United mætir Blackburn Rovers eða Everton. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 598 orð

Mark Bergsveins sem rothögg

KRISTJÁN Arason, þjálfari FH- inga, sagði að tvö atriði hefðu skipt sköpum í leiknum þegar upp var staðið og tryggt Aftureldingu sigur. "Í fyrsta lagi markið sem Bergsveinn skoraði og kom þeim yfir í 15:14 og í öðru lagi er hann varði vítakast frá okkur skömmu síðar. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 222 orð

Markið mitt var vendipunkturinn

BERGSVEINN Bergsveinsson, markvörður Aftureldingar, stóð sig vel og þá sérstaklega í síðari hálfleik. Hann skoraði mark yfir endilangan völlinn og kom liði sínu í fyrsta sinn yfir í síðari hálfleik. "Markið mitt var vendipunkturinn í leiknum, það er ekki nokkur spurning. Ég sá að Magnús, markvörður FH, var kominn fullframarlega á völlinn og lét því vaða. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 317 orð

Meiriháttar fyrir okkur og Mosfellsbæ

Það er alltaf gaman fyrir þjálfara að landa bikarmeistaratitli. Ég hef reynt ýmislegt á ferlinum, en þetta er nýtt fyrir mér sem þjálfara. Ég hef einu sinni orðið bikarmeistari og einu sinni Íslandsmeistari sem leikmaður og það er ekkert ólík tilfinning. Þetta er alltaf jafngaman," sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Aftureldingar. "Það var mikil spenna í leiknum í fyrri hálfleik. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 339 orð

Meistaramót Íslands

Meistaramót Íslands Haldið í Kaplakrika og Baldurshaga. 60 m hlaup karla: Jóhannes Már Marteinsson, ÍR6,94 Ólafur Guðmundsson, HSK7,08 Bjarni Þór Traustason, FH7,16 Langstökk karla: Jón Arnar Magnússon, UMFT7,42 Bjarni Þór Traustason, FH7,04 Ólafur Guðmundsson, HSK6, Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 199 orð

Njarðvíkingar góðir Njarðvíkingar átt

Njarðvíkingar góðir Njarðvíkingar áttu ekki í neinum erfiðleikum með lið Skallagríms frá Borgarnesi þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Þeir léku vel allt frá upphafi til enda en þá skildu 30 stig á milli. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 269 orð

Norðurlandamet Odds stendur

NORÐURLANDAMETIÐ sem Oddur Sigurðsson, KR, setti í 400 metra hlaupi í Austin í Bandaríkjunum 12. maí 1984, 45,36 sekúndur, stendur enn óhaggað nærri 15 árum síðar. "Það var ótrúleg tilfinning að heyra tímann og vita um leið að ég hafði slegið tólf ára gamalt met Finnans Markku Kukkoaho sem hafði staðið frá Ólympíuleikunum í M¨unchen 1972," sagði Oddur í samtali við Morgunblaðið fyrir helgi. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 225 orð

Rautt og blátt

ÞAÐ var ekki bara stórskemmtilegt að fylgjast með bikarúrslitaleik með því sem tilheyrir, mikilli spennu með stórum tilheyrandi skammti af mistökum, heldur var stórskemmtilegt að sjá hve mikið stuðningsfólk liðanna lagði af mörkum til að gera daginn að stórviðburði. Áhorfendapallarnir voru nánast tvílitir ­ rauðir og bláir ­ og létu áhorfendur duglega í sér heyra. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 112 orð

Riðlar í 1. deild kvenna og 3. deild karla

MÓTANEFND Knattspyrnusambands Íslands hefur dregið í riðla í 1. deild kvenna og 3. deild karla. Riðlaskiptingin er þannig í 1. deild kvenna: A-RIÐILL: Fylkir, FH, Selfoss, Fjölnir, Grótta og RKV (Reynir/Keflavík/Víðir). B-RIÐILL: Dalvík, Tindastóll, Hvöt og Þór/KA. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 220 orð

Sacchi hættir hjá Atletico Madrid

Barcelona náði fimm stiga forystu á toppi spænsku fyrstu deildarinnar er liðið lagði Real Madrid að velli 3:0 á sunnudag. Sigur Barcelona þótti öruggur og hefur Real Madrid ekki tekist að sigra á heimavelli Barcelona í 15 ár. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 278 orð

Sigur Snæfells í hörðum leik Snæfell lagði

Sigur Snæfells í hörðum leik Snæfell lagði Val að velli, 80:71, í hörðum leik í Stykkishólmi. Með þessum sigri Snæfells færðist liðið enn nær því takmarki að komast í úrslitakeppnina í fyrsta skipti. Í upphafi leiks komu Valsarar mun betur stemmdir til leiks heldur en Hólmarar, sem snéru dæminu við í upphafi síðari hálfleiks ­ komu mjög ákveðnir til leiks. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 85 orð

Skeggið fauk

BERGSVEINN Bergsveinsson, markvörður Aftureldingar, hét því 10. janúar, eftir bikarleikinn á móti ÍBV, að hann skyldi ekki raka af sér skeggið fyrr en liðið væri fallið úr bikarkeppninni eða orðið bikarmeistari. Eftir leikinn á laugardag lét hann því verða af því að raka sig. "Það sjá allir að það er greinilega heppni sem fylgdi skegginu. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 72 orð

Skúli á leikskýrslu

SKÚLI Gunnsteinsson, þjálfari, var á leikskýrslu í bikarúrslitaleiknum. "Ég var með það í huga að vera varamaður fyrir Magnús Má á línunni. Gæti þá komið inná ef hann myndi meiðast eða yrði útilokaður. Magnús er frábær leikmaður og ég treysti honum hundrað prósent. En þetta var fyrst og fremst öryggisatriði. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 149 orð

Stefán skoraði sigurmark Brann

STEFÁN Þórðarson skoraði sigurmark norska liðsins Brann gegn Helsingborg frá Svíþjóð á æfingamóti á La Manga á Spáni í gær. Stefán kom inn á sem varamaður í leikhléi og gerði markið með skalla í framlengingu, en staðan að loknum venjulegum leiktíma var 2­2. Á mótinu er mark skorað í framlengingu talið sem sigurmark. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 342 orð

Stefnir í einvígi hjá Flensburg og Lemgo

Eftir jafntefli Kiel og Essen, 24:24, á heimavelli Kiel-liðsins í þýsku 1. deildinni í handknattleik um helgina þykir ljóst að baráttan um þýska meistaratitilinn verður á milli Flensburg og Lemgo, en liðin hafa fjögurra og fimm stiga forskot á meistara Kiel, þegar 10 umferðir eru eftir. Flensburg tekur einmitt á móti Lemgo í næstu umferð um næstu helgi. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 248 orð

Stegall stal senunni í Vail

Zali Stegall færði Ástralíu fyrstu gullverðlaunin í skíðaíþróttum er hún sigraði í svigi kvenna á HM í Vail á laugardaginn. Það voru síðan Norðurlandabúar sem röðuðu sér í næstu fjögur sætin. Heimsmeistarinn frá 1996, Pernilla Wiberg frá Svíþjóð, varð önnur, norsku stúlkurnar Trine Bakke og Andrine Flemmen í þriðja og fjórða sæti og Riitta Pitkanen frá Finnlandi fimmta. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 190 orð

Stór dagur fyrir okkur

"ÞETTA er stór dagur í sögu félagsins og gefur byr undir báða vængi í bæjarfélaginu," sagði Jóhann Guðjónsson, formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar, eftir að liðið frá Mosfellsbæ lagði FH að velli í úrslitaleik bikarkeppninnar, 26:12. "Þetta er fyrsti stóri titillinn sem við vinnum og það er alltaf stórt skref að stíga. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 716 orð

Tilviljun réð ferð hjá Oddi

KNATTSPYRNUFÉLAG REYKJAVÍKUR, KR, heldur upp á eitt hundrað ára afmæli sitt í dag. Af því tilefni fylgir 8 síðna sérblað ­ C-BLAÐ ­ um félagið með Morgunblaðinu þar sem tæpt er á ýmsu í sögu félagsins, rætt við forsvarsmenn þess að fornu og nýju og greint frá nokkrum helstu íþróttamönnum þess og minnistæðum afrekum. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 615 orð

Torfi bestur undir álagi

"TAUGAÓSTYRKUR? Það er bara verra," sagði Torfi Bryngeirsson, Evrópumeistari í langstökki 1950, eitt sinn er hann var spurður að því hvort hann væri taugaóstyrkur í keppni á erlendri grund. "Torfi var gríðarlegur keppnismaður og leið best undir álagi. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 318 orð

TVEIR félagar úr KR

TVEIR félagar úr KR voru í fyrstu boðhlaupssveit Íslands sem keppti á Ólympíuleikum, Ásmundur Bjarnason og Trausti Eyjólfsson. Það var í 4×100 metra boðhlaupi á Ólympíuleikunum 1948 í Lundúnum. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 607 orð

UMFT - UMFG90:71

Íþróttahúsið Sauðárkróki, 15. febrúar 1999. Gangur leiksins: 4:0, 10:7, 19:12, 27:19, 36:26, 45:29, 49:37, 57:43, 67:51, 79:59, 86:64, 90:71. Stig UMFT: John Woods 36, Svavar Birgisson 16, Sverrir Þór Sverrisson 10, Skarphéðinn Ingason 10, Valur Ingimundarson 7, Ómar Sigmarsson 5, Arnar Kárason 4 og Lárus Dagur Pálsson 2. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | -1 orð

ÚRVALSDEILD KARLA KFÍ -UMFN

ÚRVALSDEILD KARLA KFÍ -UMFN 66: 87KEFLAVÍK -HAUKAR 107: 82ÞÓR AK. -ÍA 95:112UMFN -SKALLAGR. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 546 orð

Vegleg afmælisgjöf til Mosfellinga

AFTURELDING sýndi það og sannaði í bikarúrslitaleiknum gegn FH í þéttsetinni Laugardalshöll á laugardaginn að félagið er með besta handboltalið landsins um þessar mundir. Leikurinn var ekki spennandi nema fram í byrjun síðari hálfleiks er Mosfellingar tóku völdin og völtuðu yfir FH-inga, sem urðu að játa sig sigraða, 26:21. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 329 orð

Vestfirðingar sigruðu í Vesturbænum

ÞAÐ var hörkuspennandi leikur sem áhorfendum var boðið upp á í Hagaskóla á sunnudagskvöldið þegar KFÍ sigraði KR, 91:80. Ísfirðingar mættu ákveðnir til leiks og tóku strax frumkvæðið í leiknum. KR-ingar voru þó aldrei langt undan og komust þeir yfir um miðbik fyrri hálfleiks 18:17 en misstu brátt taktinn á ný og KFÍ leiddi í hálfleik 31:44. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 266 orð

VLADIMIR Klitscko hnefaleikm

MICHAEL Schumacher ökuþór er sagður hafa orðið í fyrsta skipti verulega hræddur um líf sitt á dögunum er hann var að fljúga í einkaþotu sinni frá Ítalíu til Þýskalands. Skyndilega fylltist vélin af reyk. "Ég leiddi strax hugann að slysinu hjá Swissair í fyrra og hélt að dagar mínir væru taldir," sagði Schumacher. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 239 orð

Voru betri

Þær voru bara betri," sagði Andrés Gunnlaugsson, þjálfari Hauka. "Við byrjuðum illa og tókum alltof seint við okkur svo að það var á brattann að sækja út leikinn en heppnin var heldur ekki með okkur svo að þetta var of erfitt. Við mættum þó ákveðnari til síðari hálfleiks og ætluðum að ná yfirhöndinni enda skoraði Fram ekki nema fjögur mörk eftir hlé en þá valt lokastaðan á heppni. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 126 orð

Watford líst vel á Sigurð og Bjarna

KR-INGARNIR Sigurður Örn Jónsson og Bjarni Þorsteinsson eru báðir komnir heim úr æfingadvöl hjá enska 1. deildarliðinu Watford. Greint er frá dvöl þeirra félaga á spjallsíðu Watford á Netinu í gær og þar kemur fram að óhagstæð veðurskilyrði hafi orðið þess valdandi að nokkrum leikjum varaliðsins hafi verið skotið á frest og því hafi þeir félagar ekki fengið nægileg tækifæri til að sanna sig í Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 644 orð

Wenger hlýtur lof fyrir framgöngu sína

UMDEILT sigurmark Arsenal gegn Sheffield United í 5. umferð ensku bikarkeppninnar skyggði á aðra leiki í keppninni um helgina. Enska knattspyrnusambandið hefur samþykkt að leikurinn verði háður að nýju og hefur Arsene Wenger knattspyrnustjóri hlotið lof fyrir framgöngu sína í málinu. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 1938 orð

Það sem KR neglir, það rífa ekki aðrir niður

Eitt helsta stórveldi íslenskra íþrótta, Knattspyrnufélag Reykjavíkur, fagnar í dag aldarafmæli sínu. Það eru orðin hundrað ár síðan nokkrir piltar tóku sig saman kringum iðkun knattspyrnu og stofnuðu félag. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 77 orð

Þorsteinn Jónsson fyrsti formaðurinn

ÞORSTEINN Jónsson var fyrsti formaður KR ­ 1899-1911. Þorsteinn var ásamt bróður sínum, Pétri A. Jónssyni óperusöngvara, einn af stofnendum Fótboltafélags Reykjavíkur, en svo hét KR allt þar til á aðalfundi félagsins 1915. Þá lagði Erlendur Ó. Pétursson til að sú breyting yrði gerð á lögum félagsins að nafni þess yrði breytt í Knattspyrnufélag Reykjavíkur. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 101 orð

Þórir átti markametið í 23 ár

ÞÓRIR Þorsteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik og hinn skotfasti leikmaður KR-liðsins sem varð Íslandsmeistari 1958, skoraði 16 mörk í fyrsta leik KR á Íslandsmótinu 1959 ­ það var í leik gegn Ármanni 31. janúar í gamla Hálogalandsbragganum við Suðurlandsbraut. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 283 orð

ÞRÍR KR-ingar hafa orðið Íslandsmeistarar

ÞRÍR KR-ingar hafa orðið Íslandsmeistarar bæði í knattspyrnu og handknattleik með KR. Það eru þeir Hörður Felixson, Þorbjörn Friðriksson og Gísli Þorkelsson. Þeir urðu allir meistarar í handknattleik 1958. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 468 orð

Þrjú Íslandsmet féllu í Glasgow

ÍSLENSKA sundfólkið heldur áfram að gera það gott á erlendri grundu. Um helgina féllu þrjú Íslandsmet á heimsbikarmótinu í 25 metra laug sem fram fór í Glasgow í Skotlandi. Metin settu Örn Arnarson og Lára Hrund Bjargardóttir úr SH. Þau komust bæði á verðlaunapall, Örn í 200 m baksundi og Lára Hrund í 100 m fjórsundi. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 2515 orð

Þrotlaus barátta um uppbygginguna á KR-svæðinu

Í tilefni 100 ára afmælis Knattspyrnufélags Reykjavíkur, KR, ræddi Valur B. Jónatansson við Gísla Halldórsson, arkitekt og KR-ing, sem hefur tekið ríkan þátt í uppbyggingu félagsins í gegnum tíðina og m.a. teiknað þau mannvirki sem eru á KR-svæðinu. Hann segir félagið standa traustum fótum og sé ungt í anda þrátt fyrir háan aldur. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 88 orð

Þýskaland

Þýskaland 1. deild: Frankfurt - Dutenhofen30:25 Schutterwald - Magdeburg22:19 Lemgo - Bad Schwartau23.16 Niederw¨urzbach - Wuppertal36:26 Kiel - Essen24.24 Minden - Nettelstedt30:21 Gumemrsbach - Felnsburg24. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 575 orð

Örlögin gripu í taumana í Hálogalandi

KR-ingar máttu sjá á eftir meistaratitlinum á markamun 1956, þegar bæði liðin voru með 15 stig, en markatala FH var 173:111, KR 174:117. Árið 1957 voru FH-ingar sterkari í hreinum úrslitaleik 15:11. Stóra stundin hjá hinu öfluga liði KR rann upp sunnudagskvöldið 20. apríl 1958, þegar leikmenn mættu FH-ingum í úrslitaleik í Hálogalandsbragganum. Meira
16. febrúar 1999 | Íþróttir | 187 orð

Öruggt á Sauðárkróki

TINDASTÓLL vann næsta öruggan sigur, 90:71, á Grindvíkingum á Sauðárkróki í gærkvöldi. Liðin hófu leikinn með mikilli baráttu og hraða, en strax í upphafi virkuðu gestirnir óöruggir og fyrstu fimm sóknir þeirra runnu út í sandinn á meðan Tindastólsmenn léku beitta sókn og sterka vörn. Meira

Fasteignablað

16. febrúar 1999 | Fasteignablað | 652 orð

Allir í kjöri í stjórnir húsfélaga

HÚSFÉLÖG eru til í öllum fjöleignarhúsum í krafti ákvæða fjöleignarhúsalaganna og þarf ekki að stofna þau sérstaklega og formlega. Í húsfélögum þar sem eignarhlutar eru 7 eða fleiri skal vera stjórn sem kosin er á aðalfundi. Meginhlutverk stjórnar er að veita félaginu forystu og annast gögn þess og framkvæma samþykktir þess og ákvarðanir. Stjórn óþörf í minni húsum Meira
16. febrúar 1999 | Fasteignablað | 673 orð

Alltaf búið í miðbænum

ÞEGAR Ásgeir Ásgeirsson og Ardis Henriksdóttir keyptu neðri hæð og kjallara hússins nr. 40 við Njálsgötu árið 1990, höfðu þau þegar reynslu af því að gera upp gamla íbúð. Nýja húsið freistaði Ásgeirs, og hann sá mikla möguleika á að gera það upp. Ardis viðurkennir að sér hafi í fyrstu ekkert litist á húsið. Meira
16. febrúar 1999 | Fasteignablað | -1 orð

Atvinnuhúsnæði á Suðurnesjum

NOKKUR eftirspurn er eftir húsnæði við Hafnargötu í Keflavík um þessar mundir. Fasteignasalan Stuðlaberg er með til sölu Hafnargötu 12 sem áður hýsti bæjarskrifstofur Keflavíkur. Þetta er steinhús, tvær hæðir og kjallari og einnig fylgir minna hús á einni hæð. Stóra húsið er alls að flatarmáli 468 fermetrar en minna húsið er 216 fermetrar. Lóðin er 3.500 fermetrar. Meira
16. febrúar 1999 | Fasteignablað | 1275 orð

Átta þúsund fermetrar á tæpu ári

NÝTT hús B&L er nú að rísa við Grjótháls í Reykjavík, hverfi austast í borginni þar sem mörg stór og lítil fyrirtæki hafa aðsetur. Blasir húsið við frá Vesturlandsveginum og meðal nágranna við sömu götu eða næstu götur eru Össur, Ölgerðin og Nói Síríus. Meira
16. febrúar 1999 | Fasteignablað | 235 orð

B&L í nýtt stórhýsi eftir páska

STÓRHÝSI B&L við Grjótháls í Reykjavík hefur verið reist síðustu mánuði og er það óðum að taka á sig endanlega mynd. Það er sérhannað fyrir starfsemi fyrirtækisins, bílasölu og þjónustu sem henni tengist. Flutt verður inn um páskana. Hönnuðir eru Björgvin Snæbjörnsson arkitekt og Kjartan Rafnsson tæknifræðingur. Meira
16. febrúar 1999 | Fasteignablað | 40 orð

Bresk hjón meðal ráðgjafa um skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu

Morgunblaðið/Arnaldur ÞEGAR skipulagsmál eruannars vegar er ekki aðeinsverið að reisa bæi og borgirheldur þarf að huga að þvíað nýting lands sé í semmestri sátt allra sem hagsmuna eiga að gæta, að matibresku skipulagsfræðinganna. Meira
16. febrúar 1999 | Fasteignablað | 207 orð

Falleg og óvenjuleg parhús á Seltjarnarnesi

FASTEIGNASALAN Hóll er með til sölu fimm 152 fermetra parhús sem verið er að byggja í Suðurmýri 40 til 46 á Seltjarnarnesi. Arkitekt hússins er Árni Þorvaldur Jónsson. Húsin eru á tveimur hæðum og þeim fylgir 27 fermetra að hluta til innbyggður bílskúr. Húsin eru steinsteypt og verða afhent fullfrágengin að utan en tilbúin til innréttinga að innan. Meira
16. febrúar 1999 | Fasteignablað | 169 orð

Falleg raðhús í Garðabæ

FASTEIGNASALAN Borgir er með til sölu núna raðhúsalengju í Garðabæ, að Birkiási 18 til 24. Þetta eru steinhús sem eru í byggingu og er stærð þeirra frá 180 fermetrum upp í 210 fermetra. "Húsin verða mjög falleg að utan og útsýnið er frábært, sést yfir Gálgahraunið, yfir Álftanesið, út yfir Sundin, borgin og Esja í baksýn, alveg upp að Skálafelli," sagði Ægir Breiðfjörð hjá Borgum. Meira
16. febrúar 1999 | Fasteignablað | 180 orð

Glæsihús á Arnarnesi

EIGNASALAN ­ Húsakaup eru nýkomin með í sölu einbýlishús á sunnanverðu Arnarnesi. Þetta er steinhús teiknað af Kjartani Sveinssyni og er á tveimur hæðum. Alls er húsið að flatarmáli um 390 fermetrar, þar með talinn tvöfaldur bílskúr. Skráð byggingarár er 1981, en lokið var við innréttingar síðar. Meira
16. febrúar 1999 | Fasteignablað | 134 orð

Gott einbýlishús í Breiðholti

FASTEIGNASALAN Lundur er nú með til sölu einbýlishús í Stuðlaseli 27 innst í botnlangagötu í efra Breiðholti. Þetta er steinhús, nýmálað, á tveimur hæðum, reist árið 1978. Það er alls að flatarmáli 225 fermetrar, að meðtöldum tvöföldum bílskúr. Meira
16. febrúar 1999 | Fasteignablað | 189 orð

Hótel Bláfell til sölu

HÓTEL Bláfell á Breiðdalsvík er til sölu hjá fasteignasölunni Fróni í Reykjavík. Í því eru 24 herbergi en hótelið var reist árið 1998 og viðbygging tekin í notkun í fyrra. Að sögn Finnboga Kristjánssonar fasteignasala er verðhugmynd 85 milljónir króna en áhvílandi eru um 46 milljónir. Meira
16. febrúar 1999 | Fasteignablað | -1 orð

Kemur gamli góði kamarinn aftur? Nýjar salernisskálar sem aðskilja fast og fljótandi eru meðal annars til umræðu í umfjöllun

NÚ ER enginn maður með mönnum nema hann vilji vernda nýjasta fósturbarn Íslands, hálendið eins og það leggur sig. Um hálendið er rætt eins og það sé einhver einn stór hlutur, sem við eigum hér inni á landinu, það virðist gleymast að hálendið er einhver fjölbreyttasta náttúra sem finnst á hnettinum og því víðs fjarri að sama lögmál gildi um Eyjabakka eða Sprengisand, svo dæmi sé tekið. Meira
16. febrúar 1999 | Fasteignablað | 268 orð

Kirkjutorg endurnýjað fyrir 90 milljónir

FYRIR dyrum stendur að endurnýja Kirkjutorg í Reykjavík sem liggur við Dómkirkjuna og Alþingishúsið. Verkið verður unnið um leið og fram fer gagnger viðgerð á kirkjunni og er ráðgert að hefjast handa í mars og ljúka verkinu í byrjun október. Meira
16. febrúar 1999 | Fasteignablað | 232 orð

Ladbroke býður 100 milljarða í Stakis

LADBROKE-fyrirtækið, sem rekur Hilton-hótelkeðjuna utan Bandaríkjanna, hefur gert formlegt tilboð í eitt stærsta hótelfyrirtæki Bretlands, Stakis. Tilboðið hefur hlotið stuðning stjórnar Stakis, því Ladbroke hefur hækkað fyrra boð sitt. Hins vegar er ennþá möguleiki að annað betra boð berist. Meira
16. febrúar 1999 | Fasteignablað | 761 orð

Marga sérfræðinga þarf til að vinna svæðisskipulag

SVÆÐISSKIPULAG er grundvallarþáttur í þeirri vinnu sem jafnan þarf að fara fram þegar landsvæði eru tekin til ákveðinnar notkunar og byggðir og mannvirki skipulögð. Undir það fellur hvaðeina er tekur til undirbúnings mannvirkjagerðar í víðum skilningi. Má kannski ganga svo langt að segja að ekkert mannlegt sé svæðisskipulagi óviðkomandi. Meira
16. febrúar 1999 | Fasteignablað | 650 orð

Mat á greiðslugetu Með greiðslumati er annars vegar verið að leggja mat á hvort umsækjandi getur fjármagnað kaup og hins vegar

Þegar húsbréfakerfið tók gildi árið 1989 var gerð krafa um að framkvæmt væri mat á greiðslugetu umsækjanda áður en lánsumsókn hans yrði afgreidd. Krafan um greiðslumat er enn til staðar. Nú er sá háttur hafður á að greiðslumat er framkvæmt um leið og sótt eru um húsbréfalán hjá banka eða sparisjóði. Meira
16. febrúar 1999 | Fasteignablað | 43 orð

Mat er ekki trygging

ÞRÁTT fyrir að greiðslumat hafi margt til síns ágætis og gefi góða vísbendingu um hvort umsækjandi ræður við kaup er það ekki trygging fyrir því að hann standi alltaf í skilum, segir Þóranna Jónsdóttir meðal annars í Markaðnum. /2 Meira
16. febrúar 1999 | Fasteignablað | 28 orð

Merktir stólar

Merktir stólar YFIRLEITT eru stólar á heimilum ekki merktir, hér eru stólar úr barnaherbergi og þeir eru merktir eigendum sínum. Þetta gæti verið ágætt þar sem mörg börn eru. Meira
16. febrúar 1999 | Fasteignablað | 226 orð

Mikilvægt fyrir byggðaþróunina

HÖFNIN í Þorlákshöfn skapar skilyrði til þess að aukinni hafnsækinni starfsemi sé valinn staður í Ölfushreppi og nyti hann þá jafnframt góðs af nálægð við háhitasvæðin austan til á Hellisheiði. Þetta kemur m.a. fram í greinargerð Ölfushrepps og Reykjavíkurborgar vegna viljayfirlýsingar sveitarfélaganna um samstarf þeirra á milli í atvinnu- og orkumálum. Meira
16. febrúar 1999 | Fasteignablað | 114 orð

Neðri hæð og kjallari við Ægisíðu

NEÐRI sérhæð við Ægisíðu í Reykjavík er nú til sölu hjá Eignamiðluninni. Henni fylgir tveggja herbergja íbúð í kjallara, tvö herbergi og geymslur og er flatarmál eignarinnar alls um 270 fermetrar. Verðhugmynd er 21 milljón króna. Meira
16. febrúar 1999 | Fasteignablað | 42 orð

Nýjar gerðir salerna

NÝJAR tegundir vatnssalerna eru til umfjöllunar í Lagnafréttum Sigurðar Grétar Guðmundssonar. Hann staðhæfir að þvag og saur manna séu einhver magnaðasti áburður sem menn þekki og farið sé að safna þessum afurðum saman til að nýta í jarðrækt. /12 Meira
16. febrúar 1999 | Fasteignablað | 321 orð

Steinsteypudagur í þrettánda sinn

STEINSTEYPUFÉLAGIÐ stendur nú í þrettánda sinn fyrir Steinsteypudegi. Steinsteypudagur hefur reynst öflugur vettvangur til þess að kynna áhugaverðar nýjungar, nýjustu rannsóknir og athyglisverð verkefni á sviði steinsteypunnar, segir í fréttatilkynningu. Auk þess er steinsteypudagur vettvangur skoðanaskipta, samráðs og samskipta. Meira
16. febrúar 1999 | Fasteignablað | 296 orð

Tvö fyrstu húsin við Stórhöfða seld

TVÖ fyrstu skrifstofu- og verslunarhúsin af sex sem rísa eiga við Stórhöfða 21 til 31 í Reykjavík hafa nú verið seld. Ármannsfell hf. byggir húsin. Þetta eru parhús á þremur hæðum ásamt kjallara og er heildarflatarmál húsanna sex kringum 12 þúsund fermetrar. Meira
16. febrúar 1999 | Fasteignablað | 189 orð

Þjóðverjar koma Dönum til bjargar

ÚTLIT er fyrir að Þjóðverjar komi dönskum verktökum, byggingafyrirtækjum og iðnaðarmönnum enn á ný til bjargar en danskur byggingariðnaður dróst saman um 8% á síðasta ársfjórðungi liðins árs og útlitið er enn svartara á þessu ári. Hins vegar er uppgangur í Þýskalandi eftir nokkur mögur ár. Meira

Úr verinu

16. febrúar 1999 | Úr verinu | 111 orð

5,4 milljónir sela

SEL hefur fjölgað gífurlega við austurströnd Kanada, Nýfundnaland og Labrador. Talið er að þar séu nú um 5,4 milljónir sela og nauðsynlegt sé að auka selveiðikvótann út 275.000 dýrum í 400.000 til að halda vexti stofnsins í skefjum. Meira
16. febrúar 1999 | Úr verinu | 95 orð

Lúðunni landað

BYR VE liggur nú í höfn í Vestmannaeyjum meðan verið er að búa skipið til túnfiskveiða á ný. Skipið hóf veiðarnar seint síðastliðið haust og fór svo einn túr á lúðulínu (haukalóð) út af Reykjanesi og varð aflinn um 7 tonn af stórri lúðu. Sveinn Valgeirsson, skipstjóri, segir í samtali við Morgunblaðið að nú sé stefnan sett á túnfiskinn á ný. Meira
16. febrúar 1999 | Úr verinu | 199 orð

Skelvertíð að ljúka

SKELVERTÍÐINNI er að ljúka í Stykkishólmi þessa dagana. Vertíðin hófst 10. ágúst og hefur því staðið í um 6 mánuði. Alls var landað um 6.600 tonnum af hörpudiski í Stykkishólmi en þar eru 3 skelvinnslur sem taka við aflanum. Hjá Sigurði Ágústssyni hf. var landað um 3.700 tonnum, hjá Rækjunesi hf. um 2.200 tonnum og hjá Þórsnesi hf. um 1.300 tonnum. Alls stunduðu 7 bátar skelveiðarnar. Meira
16. febrúar 1999 | Úr verinu | 802 orð

"Ætti að vera mesti bylurinn af þakinu"

ÁKVEÐIÐ hefur verið að auka loðnukvótann að minnsta kosti um 200.000 tonn í kjölfar þess að rannsóknaskipið Árni Friðriksson fann töluvert af loðnu út af Austfjörðum. Loðnan þar var ekki veiðanleg og mikið smælki í henni, en hún var á um 35 til 40 mílna löngum flekk, 4 til 8 mílur á breidd. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.