Greinar sunnudaginn 14. mars 1999

Forsíða

14. mars 1999 | Forsíða | 58 orð

Áttavilltur í flæðarmálinu

BJÖRGUNARMENN reyna að færa til hafs einn af þrjátíu hvölum sem hlupu á land um áttatíu kílómetra austur af Montevideo, höfuðborg Úrúgvæ, aðfararnótt föstudags. Vísindamenn hafa ekki getað útskýrt nákvæmlega hvers vegna sumar hvalategundir láta sig reka á land, en telja að orsakirnar megi rekja til einhvers ferlis sem veldur því að hvalirnir tapa áttum. Meira
14. mars 1999 | Forsíða | 110 orð

Læknaskýrslur drottningar á glámbekk

SKÝRSLUR með upplýsingum um heilsufar Elísabetar Englandsdrottningar og annarra meðlima bresku konungsfjölskyldunnar fundust nýlega við árbakka nálægt bænum Ayr í Skotlandi. Skýrði breska lögreglan frá því í gær að hafin væri rannsókn á því hvers vegna gögnin hefðu legið þar á glámbekk. Meira
14. mars 1999 | Forsíða | 215 orð

Órólegt um að litast á Ambon

EINN maður féll þegar átök brutust út milli hundruð kristinna manna og múhameðstrúarmanna á eyjunni Ambon í Indónesíu í gær. Sögðu sjónarvottar á staðnum að hópur múslima hefði stungið kristinn mann til bana í Batu Merah- hluta Ambon-borgar, en átök geisuðu víðar í borginni. Tvö hús voru jafnframt brennd til grunna í útjaðri Ambon. Meira
14. mars 1999 | Forsíða | 209 orð

Talið að fjöldi fólks hafi fallið

AÐ minnsta kosti fimm fórust þegar tvær sprengjur sprungu í bænum Podujevo í Kosovo í gær, sem er um fimmtíu kílómetra norður af Pristina, og einnig sprakk sprengja í bænum Mitrovica, sem er eilítið norðar en Podujevo, með þeim afleiðingum að a.m.k tveir fórust. Meira

Fréttir

14. mars 1999 | Innlendar fréttir | 73 orð

100 ára afmælishátíð KFUM og KFUK

EITT hundrað börn, hvert merkt einu ártali úr 100 ára sögu KFUM og KFUK í Reykjavík, gengu fylktu liði frá Friðrikskapellu í Perluna þar sem um helgina stendur afmælishátíð félaganna. Þar var fjölbreytt dagskrá í gær og í dag er m.a. fjölskylduguðsþjónusta klukkan 14. Meira
14. mars 1999 | Innlendar fréttir | 703 orð

Áætlun samfélagsins

Um þessar mundir er verið að vinna að verkefni í umhverfismálum sem felur í sér að aðstoða íslensk sveitarfélög við að fylgja eftir ályktun frá heimsþingi Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun í Ríó 1992. Meira
14. mars 1999 | Innlendar fréttir | 160 orð

Fengu átta túnfiska og tvo sverðfiska

TÚNFISKVEIÐIBÁTURINN Byr frá Vestmannaeyjum fékk í vikunni átta túnfiska og tvo sverðfiska og er nú á leið til Las Palmas á Kanaríeyjum að ná í vistir og olíu og tvo Japana og fjóra Indónesíumenn, sem eiga að vera með sem leiðbeinendur og eru fulltrúar væntanlegra viðskiptavina. Meira
14. mars 1999 | Innlendar fréttir | 79 orð

Forsetinn skoðaði hallir og dýralíf

OPINBERRI heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, til Póllands lauk í gær. Á seinasta degi heimsóknarinnar gengu Ólafur Ragnar og Dalla, dóttir hans, um Laziemki-garð í Varsjá. Þessi fallegi skrúðgarður er um 75 hektarar að stærð og er stærsti garður innan borgarmarka í Evrópu. Meira
14. mars 1999 | Innlendar fréttir | 73 orð

Fundur um bestunarlíkön í sjávarútvegi

AÐGERÐARANNSÓKNARFÉLAG Íslands heldur fund þriðjudaginn 16. mars um bestunarlíkön í sjávarútvegi í VR2, húsi verkfræði- og raunvísindadeildar. Erindi flytja þeir Páll Jensson prófessor og Hálfdan Gunnarsson, verkfræðingur hjá Bestun og ráðgjöf ehf. Meira
14. mars 1999 | Innlendar fréttir | 302 orð

Fylgst með snjóalögum alla helgina

VEGNA snjókomu og hvassviðris var enn í gær bannað að fara í nokkur hús á Bolungarvík, Ísafirði og Siglufirði en talið var líklegt að leyft yrði að fara í Farfuglaheimilið á Seyðisfirði sem einnig var rýmt á föstudagskvöld. Þar var komið ágætt veður. Spáð er áframhaldandi snjókomu um norðan- og vestanvert landið. Meira
14. mars 1999 | Innlendar fréttir | 249 orð

Gefum ekki eftir nema útgerð taki við

"VIÐ gefum ekki eftir sjómannaafsláttinn nema útgerðin taki við honum enda er hann ekkert annað en niðurgreiðsla á launum fyrir útgerðina," sagði Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands, er hann var inntur álits á þeirri hugmynd Geirs H. Haarde fjármálaráðherra að flytja þurfi sjómannaafsláttinn frá ríkinu yfir á útgerðina. Kom þetta fram í máli hans á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Meira
14. mars 1999 | Innlendar fréttir | 123 orð

Goðafoss í áætlun á ný

GOÐAFOSS hélt áleiðis til Bandaríkjanna laust eftir hádegi í gær eftir að Tollgæslan í Reykjavík kyrrsetti það vegna leitar að smyglvarningi. Ekki fannst meira smygl og hættu tollverðir leit um kl. 10.30 í gærmorgun. Í síðustu viku fundust alls um 700 lítrar af áfengi, nokkurt magn af bjór og vindlingar. Meira
14. mars 1999 | Innlendar fréttir | 165 orð

Grunaður um fíkniefnadreifingu og svik

NÍGERÍUMAÐUR, sem er í gæsluvarðhaldi hérlendis fyrir að hafa svikið peninga úr bönkum með fölsuðum ávísunum,, er eftirlýstur í Austurríki fyrir fíkniefnadreifingu, skjalafals, svik og líkamsmeiðingar. Gæsluvarðhald mannsins á að renna út 18. mars. Hjá ríkislögreglustjóra er nú unnið að því að finna hugsanlega vitorðsmenn mannsins í Nígeríu, Bretlandi og Bandaríkjunum. Meira
14. mars 1999 | Innlendar fréttir | 464 orð

Hætta verslunarrekstri eftir 42 ár

BRAGI Kristjánsson kaupmaður og fjölskylda hafa selt rekstur verslunarinnar Herjólfs í Skipholti 70, til Kaupáss hf. sem rekur 11­11 verslanirnar og tekur fyrirtækið við rekstrinum í næstu viku. Þar með er lokið 42 ára verslunarrekstri sömu fjölskyldunnar en Kristján Sigfússon, faðir Braga, hóf verslunarrekstur við Grenimel árið 1957. Meira
14. mars 1999 | Innlendar fréttir | 88 orð

Íslandspóstur opnar frímerkjasölu

VERSLUN Frímerkjasölu Íslandspóst hf. var opnuð 11. mars á Vesturgötu 10a í Reykjavík. Í Frímerkjasölunni er hægt að kaupa frímerki og ýmsan varning sem tengist þeim s.s. möppur, tangir, takkamæla o.m.fl. Markmið Íslandspósts hf. með þessari nýju verslun er að auka þjónustu við frímerkjasafnara og efla almennan áhuga á söfnun íslenskra frímerkja með margvíslegum hætti. Meira
14. mars 1999 | Innlendar fréttir | 277 orð

Meistaranám í umhverfisfræðum næsta haust

BOÐIÐ verður upp á meistaranám í umhverfisfræðum í Háskóla Íslands í haust. Geir Oddsson, forstöðumaður Umhverfisstofnunar Háskólans, segir námið þverfaglegt og með því sé Háskólinn að svara þörf fyrir menntun á sviði umhverfismála enda sé eftirspurn eftir starfskrafti með slíka menntun sífellt að aukast. Meira
14. mars 1999 | Innlendar fréttir | 79 orð

Mót landsvinafélaga

VINÁTTUFÉLAG Íslands og Kanada verður á miðvikudag með fundi þar sem tólf vináttufélög á Íslandi, sem tengjast hliðstæðum félögum í öðrum löndum, munu kynna stefnu sína og starfsemi. Félögin eru: Norræna húsið, Norræna félagið á Íslandi, Vináttufélag Íslands og Kanada, Þjóðræknisfélag Íslendinga, Íslensk-ameríska félagið, Grænlensk-íslenska vinafélagið Kalak, Alliance Francaise, Meira
14. mars 1999 | Innlendar fréttir | 83 orð

Nönnukot opnað eftir breytingar

KAFFIHÚSIÐ Nönnukot í Hafnarfirði hefur verið opnað aftur eftir endurbætur á húsnæðinu. Opnunartímanum hefur verið breytt, nú er opið frá kl. 3 til 10 alla daga nema mánudaga og auk hinna þjóðlegu kaffiveitinga er nú boðið upp á súpu og brauð, segir í fréttatilkynningu. Nanna hefur nú fengið liðsauka við rekstur Nönnukots: Hjördísi Frímann og Kristján Helgason. Meira
14. mars 1999 | Innlendar fréttir | 401 orð

Ráðherra segir að opinber stýring gangi ekki

ÓMAR Benediktsson, framkvæmdastjóri Íslandsflugs, segir að félagið hefði hætt flugi til Egilsstaða ef samkeppnisyfirvöld hefðu ekki bannað Flugfélagi Íslands að hefja þriðju daglegu ferðina austur. Halldór Blöndal samgönguráðherra segir að opinber stýring á samgöngum geti ekki gengið. Meira
14. mars 1999 | Innlendar fréttir | 190 orð

Steingólf lagt og sagað af bekkjum

HÚSFRIÐUNARNEFND hefur veitt endurbótanefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík heimild til að leggja steingólf úr íslensku líparíti á gangvegi og framan við kór kirkjunnar og jafnframt taka af endum hvers bekkjar til að búa til gangveg meðfram útveggjum. Meira
14. mars 1999 | Innlendar fréttir | 71 orð

Sverrir með fund á Höfn

SVERRIR Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, boðar til almenns stjórnmálafundar á Hótel Höfn í Hornafirði sunnudaginn 14. mars kl. 16. Undanfarna daga hafa verið stofnuð kjördæmafélög Frjálslynda flokksins á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og á Austurlandi. Meira
14. mars 1999 | Innlendar fréttir | 343 orð

Sýknaður af ákæru um meiðyrði

HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Jón Björnsson, Deildartungu 1a, Reykholtsdalshreppi af kröfum Jóns Kjartansssonar, bónda á Stóra- Kroppi í sömu sveit þess efnis að ummæli þess fyrrnefnda yrðu dæmd ómerk þar sem í þeim fælust ærumeiðandi aðdróttanir í sinn garð. Hæstiréttur snýr þar með við dómi Héraðsdóms Vesturlands, sem hafði áður dæmt ummælin ómerk. Meira
14. mars 1999 | Innlendar fréttir | 89 orð

Tillaga um að leyfa hnefaleika

ÆSKULÝÐS- og íþróttanefnd Sjálfstæðisflokksins hyggst leggja fram tillögu um að ólympískir hnefaleikar verði leyfðir á ný á landsfundi flokksins í dag. Á föstudagskvöld kom fram tillaga um þetta mál og sagði Guðrún Vilhjálmsdóttir, varaformaður nefndarinnar, að hún hefði verið samþykkt einróma. Meira
14. mars 1999 | Innlendar fréttir | 191 orð

Varaformaður kveður

FRIÐRIK Sophusson, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, flutti síðdegis í gær örfá þakkarorð þar sem hann þakkaði landsfundinum það traust, sem sér hefði verið sýnt, árnaði flokknum heilla og sagði að staða hans væri góð. Stóðu fundarmenn upp og hylltu hann. Í gær voru málefnanefndir að störfum fyrrihluta dagsins. Meira
14. mars 1999 | Innlendar fréttir | 82 orð

Vélsleðakerru stolið

MÁNUDAGINN 8. mars var vélsleðakerru þeirri sem sjá má á meðfylgjandi mynd stolið af bifreiðastæði við íbúðarhús í Funafold. Kerran er grá að lit og gulur miði með áletruninni "Jeppaklúbbur Olís" var límdur á hana. Vélsleði af gerðinni Arctic Cat Pantera með skráningarnúmerið UY 397 var í kerrunni er henni var stolið. Aðeins munu vera tvær kerrur af þessari tegund á landinu. Meira
14. mars 1999 | Innlendar fréttir | 198 orð

Öll tilboð undir áætlun

VEGAGERÐIN hefur opnað tilboð í nokkrar framkvæmdir víða um land. Í öllum tilvikum var lægsta tilboð talsvert undir kostnaðaráætlun. Sex tilboð bárust í festun og yfirlögn ýmissa vegakafla á Suðurlandi, Reykjanesi og Vesturlandi sem framkvæma á í ár og á næsta ári. Lægsta tilboð í bikfestun á Suðurlandi, Reykjanesi og Vesturlandi átti Borgarverk ehf. Meira

Ritstjórnargreinar

14. mars 1999 | Leiðarar | 526 orð

LÝÐRÆÐI Í HLUTAFÉLÖGUM OG LÍFEYRISSJÓÐUM

Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, flutti ræðu á aðalfundi Eimskipafélags Íslands hf. sl. fimmtudag og hvatti til þess að hluthafalýðræði yrði aukið í almenningshlutafélögum á þann hátt, að hluthafar hafi meira um stefnu og markmið félaganna að segja. Meira
14. mars 1999 | Leiðarar | 2311 orð

rbref Ólafur Björnsson, prófessor, sem jarðsunginn var frá Dóm

Ólafur Björnsson, prófessor, sem jarðsunginn var frá Dómkirkjunni sl. fimmtudag, átti mikil og góð samskipti við Morgunblaðið í meira en hálfa öld. Hann skrifaði síðustu grein sína hér á blaðið á síðasta ári og var þá orðinn 86 ára gamall. Meira

Menning

14. mars 1999 | Kvikmyndir | 278 orð

Baddi fer í bæinn

Leikstjóri George Miller. Handritshöfundur Miller, Mark Lamprell, Judy Morris. Kvikmyndatökustjóri Andrew Lesnic. Tónskáld Nigel Westlake. Aðalleikendur James Cromwell, Magda Szubanski, Mary Stein, Mickey Rooney. Raddir E.G. Daily, Steven Wright, o.fl. 96 mín. Bandarísk. Universal 1998. Meira
14. mars 1999 | Fólk í fréttum | 137 orð

Coolio dæmdur til að horfa á krufningar

Coolio dæmdur til að horfa á krufningar RAPPARINN og Grammy-verðlaunahafinn Coolio hefur verið dæmdur til að sitja í fangelsi í tíu daga, vinna í fjörutíu klukkustundir í þágu samfélagsins og að horfa í átta klukkutíma á krufningar. Meira
14. mars 1999 | Fólk í fréttum | 314 orð

Cruise og Kidman í opinskáum kynlífsatriðum

Myndskeið frumsýnt úr Eyes Wide Shut Cruise og Kidman í opinskáum kynlífsatriðum 90 SEKÚNDNA brot úr kvikmynd bandaríska leikstjórans Stanley Kubricks, sem lést í vikunni, var sýnt í fyrsta skipti á miðvikudag og er þar sýnt úr nokkrum opinskáum ástaratriðum Tom Cruise og Nicole Kidman. Meira
14. mars 1999 | Fólk í fréttum | 96 orð

Dylan og Simon saman á tónleikum

HORFUR eru á að Bob Dylan og Paul Simon fari saman í tónleikaferð í sumar, að því er Los Angeles Times greinir frá. Dylan hefur verið á stöðugu tónleikaferðalagi síðan hann gaf út Grammy-verðlaunaplötuna Time Out of Mind árið 1997 og tróð hann nýverið upp með Joni Mitchell og Van Morrison. Meira
14. mars 1999 | Bókmenntir | 412 orð

Endurunnin blóm

eftir Árna B. Helgason, Ritsmíð, Reykjavík, 1998, 51 bls. NÚ eru tímar hinna þroskuðu ljóðabóka og hefur ekki bólað á breiðfylkingu ósvífinna ungskálda um langa hríð. Ef til vill er ekki meiri söknuður að slíkri breiðfylkingu en sem nemur fjölbreytninni sem hún skapar en fjölbreytnin er vel að merkja svo gott sem einkenni ljóðlistar samtímans. Meira
14. mars 1999 | Fólk í fréttum | 854 orð

Eruð þið í alvörunni geimverur? Hattur og Fattur eru aftur komnir á kreik og að þessu sinni í Loftkastalanum. Sunna Ósk

NÆSTKOMANDI miðvikudag verður nýtt barnaleikrit, Hattur og Fattur, frumsýnt í Loftkastalanum. Þeir félagar eru ekki alveg ókunnir íslenskum börnum því fyrir 25 árum voru sýndir samnefndir þættir í Sjónvarpinu við miklar vinsældir og seinna var gefin út hljómplata með þeim sem innihélt sígild lög á borð við "Ryksugan á fullu", "Ég heyri svo vel" og "Eninga meninga". Meira
14. mars 1999 | Menningarlíf | 88 orð

Fyrirlestur um skriftaboð Ólafar ríku

HELGA Kress, prófessor í almennri bókmenntafræði, heldur fyrirlestur í boði Sagnfræðingafélags Íslands næstkomandi þriðjudag kl. 12.05­13 í Þjóðarbókhlöðu á 2. hæð. Fyrirlesturinn nefnir hún "Ég aumur kennimann. Um skriftaboð Ólafar ríku Loftsdóttur" og er hluti af fyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins sem nefnd hefur verið: Hvað er félagssaga? Fyrirlestur Helgu er sá nítjándi í röðinni. Meira
14. mars 1999 | Fólk í fréttum | 459 orð

Góð myndbönd"U.S. Marshals"

"U.S. Marshals" Algjör formúlumynd en gott dæmi um hvernig slíkar myndir geta heppnast. Tommy Lee Jones er frábær að vanda, mikill hasar og mikil læti. Hinn mikli Lebowski (The Big Lebowski) Meira
14. mars 1999 | Fólk í fréttum | 120 orð

Horfðist í augu við móður sína

HIN dvergvaxna Joanna Vaughn, sem er 22 ára, fór í lengingarmeðferð sem tók þrjú ár. Brjóta þurfti bein og færa í sundur svo nýr vefur gæti myndast á milli brotanna. Því var Joanna í rúmt ár í hjólastól en hún hefur lengst um 30 sentimetra og er núna 1,52 metrar á hæð. Umsjón með meðferðinni hafði bæklunarskurðlæknirinn Joseph Isaacson á Cedars-Sinai-sjúkrahúsinu í Los Angeles. Meira
14. mars 1999 | Fólk í fréttum | 40 orð

Kalli sullukollur

KARL Bretaprins hellti kampavíni yfir skyrtuna sína þegar hann drakk úr verðlaunagrip er lið hans vann í pólóleik í Buenos Aires. Allur ágoði af leiknum rann til góðgerðarmála en prinsinn er í opinberri heimsókn í Suður-Ameríku þessa dagana. Meira
14. mars 1999 | Menningarlíf | 138 orð

Kvartettinn Út í vorið skemmti Þingeyingum

KVARTETTINN Út í vorið hreif Þingeyinga út í vorið með söng sínum í sal Tónlistarskólans á Húsavík fyrir skemmstu. Kvartettinn skipa tenórarnir Einar Clausen og Halldór Torfason og bassarnir Þorvaldur Friðriksson og Ásgeir Böðvarsson. Kvartettinn hefur víða haldið tónleika, hér heima og í Hollandi, og gefið út geislaplötu. Meira
14. mars 1999 | Menningarlíf | 78 orð

Leikaraskipti í mislitum sokkum

Leikaraskipti í mislitum sokkum ERLINGUR Gíslason tekur við hlutverki Bjarna af Gunnari Eyjólfssyni, í leikritinu Maður í mislitum sokkum sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Erlingur leikur Bjarna þau skipti sem Gunnar leikur í Sjálfstæðu fólki á Stóra sviðinu. Aðrir leikendur eru Þóra Friðriksdóttir, Bessi Bjarnason, Guðrún Þ. Meira
14. mars 1999 | Fólk í fréttum | 48 orð

Listamaður fallinn frá

Listamaður fallinn frá LISTAMAÐURINN Oswaldo Guayasamin frá Ekvador lést á sjúkrahúsi sl. miðvikudag, 79 ára að aldri. Hann stofnaði Guayasamin-listamannastofnunina og á myndinni sést hann afhenda listamönnum verðlaun frá stofnuninni. Við hlið hans stendur forseti Kúbu, Fidel Castro, en málverkið er af honum og málað af Oswaldo sjálfum. Meira
14. mars 1999 | Menningarlíf | 139 orð

"María Mey ­ Augu guðs" í Þjóðarbókhlöðunni

LISTAMAÐURINN Lárus H. List opnar myndlistarsýninguna "María mey ­ Augu guðs" í Þjóðarbókhlöðunni í dag, sunnudag, kl. 15. "Tilefni sýningarinnar er að 24. mars, níu mánuðum fyrir fæðingu Jesú, varð María mey þunguð. Þessara 2000 ára tímamóta er minnst með sýningunni," segir í fréttatilkynningu. Meira
14. mars 1999 | Myndlist | 810 orð

Nei list í Hafnarborg

Til 22. mars. Opið miðvikudaga til mánudaga frá kl. 12­18. HÓPURINN Non Art hefur unnið saman frá því á öndverðum 8. áratugnum, þegar kjarninn hittist fyrir slysni í Helsinki. Eins og segir í formálsorðum sýningarskrárinnar var það fremur sameiginlegur áhugi listamannanna fyrir ýmsum möguleikum á sviði nútímalista ­ að ógleymdum listsumarbúðum, uppákomum utandyra, Meira
14. mars 1999 | Menningarlíf | 541 orð

Nýsjálensk löggusaga um pólitísk morð

eftir Paul Thomas. Vista 1998.316 síður. ÞEGAR stendur á bókakápu að höfundur sé svar Nýsjálendinga við Carl Hiaasen er forvitnin vakin. Yfirleitt er ekki innstæða fyrir bókarkápuslagorð sem þetta en Paul Thomas er undantekningin. Meira
14. mars 1999 | Fólk í fréttum | 76 orð

Pinnahælar og támjóir skór

Tískusýning Galliano Pinnahælar og támjóir skór HINN virti, breski hönnuður, John Galliano, sýndi fatnað sinn á Tískuvikunni í París á fimmtudag. Támjóir skór með pinnahælum voru áberandi og líkt og flestir aðrir hönnuðir sem sýnt hafa á tískuvikum undanfarnar vikur sótti hann hugmyndir sínar til dýraríkisins. Meira
14. mars 1999 | Menningarlíf | 30 orð

Ráðhústónleikar Tónlistarskóla Suzuki

Ráðhústónleikar Tónlistarskóla Suzuki Í TILEFNI af 10 ára afmæli Tónlistarskóla Íslenska Suzukisambandsins á þessu ári, verða haldnir tónleikar í Tjarnarsal Ráðhússins í dag, sunnudag, kl. 14. 3­13 ára nemendur koma fram. Meira
14. mars 1999 | Fólk í fréttum | 1024 orð

ROBERT ROSSEN

AÐ ÞESSU sinni verður fjallað um snilling sem er almenningi lítt kunnur, ef ekki gjörsamlega ókunnur. Robert Rossen, (1908­'66), skildi eftir sig eina af bestu myndum aldarinnar, auk þess níu til viðbótar, sem flestar eru langt yfir meðallagi. Meira
14. mars 1999 | Fólk í fréttum | 38 orð

Skylmingar enn við lýði

Skylmingar enn við lýði HERMENN frá Suður- Kóreu skylmast að hætti stríðsmanna Yi-veldisins sem var mjög útbreitt í Kóreu á árunum 1392 til 1910. Skylmingarnar eru sýndar í Stríðssafni Seoul á hverjum föstudegi ásamt öðrum leikatriðum fyrir ferðamenn. Meira
14. mars 1999 | Fólk í fréttum | 142 orð

Spuni, söngur og kappsund við kennara

Dillidagar á Húsavík Spuni, söngur og kappsund við kennara EINA viku ár hvert halda nemendur Framhaldsskólans á Húsavík upp á svokallaða dillidaga, þar sem brugðið er út af hefðbundinni stundaskrá skólans. Einkennast dillidagar af uppákomum skipulögðum af nemendum skólans. Meira
14. mars 1999 | Menningarlíf | 178 orð

Sönglög Páls Ólafssonar í Listaklúbbnum

Á DAGSKRÁ Listaklúbbs Leikhúskjallarans á morgun, mánudag, kl. 20.30 flytja Þórarinn Hjartarson og Ragnheiður Ólafsdóttir söngdagskrá með lögum eftir Pál Ólafsson. Ragnheiður og Þórarinn syngja og kveða um ástina, gleðina, ellina og sorgina í ljóðum skáldsins, en flytja einnig tækifæriskveðskap. Meira
14. mars 1999 | Fólk í fréttum | 612 orð

Til að nálgast sjúklingana

FRÆÐSLUSTOFNUN Læknafélags Íslands hélt nýlega kynningarfund fyrir íslenska lækna um læknaskop og nýstofnuð norræn samtök um læknaskop eða "Nordisk Selskap for Medisinsk Humor", eins og þau heita upp á skandinavískuna, sem eru mjög líklega þau einu sinnar tegundar í heiminum. Þarna var í fyrsta sinn öllum íslenskum læknum formlega boðið til að kynna sér samtökin. Meira
14. mars 1999 | Fólk í fréttum | 78 orð

Verðum við étnir eða verðlaunaðir?

ÓLÍK örlög bíða hundanna á myndunum tveimur. Á þeirri til hægri bíður hópur hunda af "Golden Retriever"-kyni eftir því að röðin komi að þeim á hundasýningu sem haldin er í Bretlandi þessa dagana. Hundarnir á hinni myndinni eru hafðir í búri fyrir utan búð sem selur hundakjöt í Suður-Kóreu og þeirra bíður því ekkert nema dauðinn. Meira
14. mars 1999 | Menningarlíf | 270 orð

Vínarljóð og íslensk verk í Salnum

Vínarljóð og íslensk verk í Salnum TÓNLEIKAR með Björk Jónsdóttur sópransöngkonu og Svönu Víkingsdóttur píanóleikara verða í dag, sunnudag, kl. 17 í Salnum í Kópavogi. Flutt verða verk eftir íslenska og erlenda höfunda, allt frá Vínarljóðum til nýrra íslenzkra verka. Meira

Umræðan

14. mars 1999 | Aðsent efni | 674 orð

"Krítartöflukenningar"

VEGNA tæknilegra mistaka varð grein Þorvaldar Gylfasonar í laugardagsblaði Morgunblaðsins með öllu ólæsileg. Er höfundur og lesendur beðnir afsökunar á þessum mistökum og greinin birt hér aftur: AÐ GEFNU tilefni langar mig að bjóða landsfundargesti í Sjálfstæðisflokknum sérstaklega velkomna á heimasíðu mína (Krítartaflan, www.hi.is/Ìgylfason/index2. Meira
14. mars 1999 | Bréf til blaðsins | 810 orð

Menningartengd ferðaþjónusta

ÉG VIL ekki láta hjá líða að þakka fyrir málþing sem Félag háskólamenntaðra ferðafræðinga og Reykjavíkur Akademían héldu nýlega um menningartengda ferðaþjónustu. Málþingið bar yfirskriftina "Íslenskur menningararfur ­ auðlind í ferðaþjónustu". Meira

Minningargreinar

14. mars 1999 | Minningargreinar | 878 orð

Aðalbjörg Guðmundsdóttir

Tengdamóðir mín, Aðalbjörg Guðmundsdóttir, var kona fínleg og ekki há vexti, en í mínum huga var hún mikil kona og stór í sniðum; hún var ráðvönd kona, skynsöm og skýr í hugsun. Hún fann til með hverjum sem minna mátti sín og hafði til að bera ríka réttlætiskennd. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 28 orð

AÐALBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR

AÐALBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR Aðalbjörg Guðmundsdóttir fæddist á Gilsárstekk í Breiðdal 25. nóvember 1908. Hún andaðist á Eskifirði 1. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Eskifjarðarkirkju 9. mars. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 536 orð

ÁRNI HELGASON

Einhvern veginn finnst mér að það væri ekki með öllu vansalaust ef Morgunblaðið minntist ekki 85 ára afmælis Árna Helgasonar. Hann þjónaði blaðinu sem fréttaritari í meira en hálfa öld og vafamál hvort margir eru tryggari vinir þess en hann. Árni í Hólminum er löngu þjóðkunnur maður. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 239 orð

Guðrún Bjarnadóttir

"Sæll, meistari." Þessi orð heyri ég ekki lengur. Svona heilsaði hún Guðrún, mamma hans Bjarna vinar míns, mér ævinlega þegar fundum okkar bar saman, allt frá því við Bjarni vorum unglingar og sátum inni í herbergi, hlustuðum á tónlist tímunum saman eða leystum vandamál heimsins fyrir þá Nixon og Brésneff. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 32 orð

GUÐRÚN BJARNADÓTTIR

GUÐRÚN BJARNADÓTTIR Guðrún Bjarnadóttir fæddist á Leifsstöðum í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði 21. apríl 1918. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 27. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 2. febrúar. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 745 orð

Guðrún Jóna Ibsen

Elsku vinkona, núna er komið að því að kveðjast þótt ótrúlegt sé, alltof, alltof snemma. Það var ekkert lítið sem mér brá þegar þú tilkynntir mér að þú hefðir greinst með illkynja æxli, þetta gat bara ekki staðist, þú svona ung og hreystin uppmáluð, þvílíkt óréttlæti. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 30 orð

GUÐRÚN JÓNA IBSEN

GUÐRÚN JÓNA IBSEN Guðrún Jóna Ibsen fæddist í Reykjavík 21. ágúst 1967. Hún lést á kvennadeild Landspítalans hinn 23. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grafarvogskirkju 5. mars. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 958 orð

Hálfdán Ólafsson

Þau eru ófá skiptin, sem þessi orð hafa hljómað í húsinu stóra á Skólavörðuholtinu ­ hljómað í eyru kirkjugesta og starfsmanna. Þessi orð hafa verið eins konar upphafsorð við margt tilefnið þar ­ og þau verða kveðjuorð mín til Hálfdáns Ólafssonar, húsvarðar í Hallgrímskirkju í Reykjavík, nú þegar hann hefur lagt upp í sína hinstu ferð. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 28 orð

HÁLFDÁN ÓLAFSSON

HÁLFDÁN ÓLAFSSON Hálfdán Ólafsson fæddist á Tjaldtanga í Folafæti 3. ágúst 1926. Hann lést á Kanaríeyjum 19. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 1. mars. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 236 orð

Helgi Leó Kristjánsson

Vegir Guðs eru órannsakanlegir. Helgi Leó kom fyrst til okkar í æskulýðsfélagið þegar hann var þrettán ára og var í fermingarfræðslu í Glerárkirkju. Hann var þá dæmigerður unglingur, með alltof langa fætur og hendur miðað við búkinn og átti svolítið erfitt með að stjórna þeim. En brosið hans sýndi strax að þarna var orkumikið og upprennandi glæsimenni á ferð. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 30 orð

HELGI LEÓ KRISTJÁNSSON

HELGI LEÓ KRISTJÁNSSON Helgi Leó Kristjánsson fæddist á Akureyri hinn 13. mars 1979. Hann lést á heimili sínu 14. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Glerárkirkju 24. febrúar. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 223 orð

Ingibjörg Bjarnadóttir

Kveðja frá Zontaklúbbi Reykjavíkur Ingibjörg Bjarnadóttir lést á 104. aldursári, 7. feb. sl. á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landakoti. Síðustu æviárin var hún farin að heilsu og dvaldist á hjúkrunardeildum, en heimili hennar var lengst af á Ránargötu 3 hér í borg. Ingibjörg var dyggur félagi Zontaklúbbs Reyjavíkur í hartnær fjóra áratugi. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 31 orð

INGIBJÖRG BJARNADÓTTIR

INGIBJÖRG BJARNADÓTTIR Ingibjörg Bjarnadóttir fæddist í Steinskoti á Eyrarbakka 13. september 1895. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur - Landakoti 7. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Eyrarbakkakirkju 13. febrúar. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 343 orð

Jörgen Jóhannesson

Að kvöldi 2. febrúar síðastliðinn fékk ég þær fréttir að pabbi væri dáinn. Ég var hrygg en glöð fyrir hönd pabba því ég vissi hvað honum leið illa, nú er hann í faðmi Guðs og þar er best að vea. Það koma upp margar minningar. Það var farið með okkur öll í ferðalag að Vogsósum í Selvogi sennilega einu sinni á ári meðan við vorum lítil og var það mjög gaman. Pabbi söng þá við stýrið. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 275 orð

Jörgen Jóhannesson

Elsku afi minn. Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð til þín. Það hefur verið erfitt að horfast í augu við þá staðreynd að þú sért farinn frá okkur og að ég og fjölskylda mín fáum aldrei að sjá þig aftur. Ég á alltaf eftir að sakna þess að hitta þig ekki þegar ég fer í sveitina þína. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 142 orð

Jörgen Jóhannesson

Elsku afi minn er nú látinn, huggun mín er á þessari stundu að nú ertu kominn til ömmu, litlu frænku og vinar þíns. Þú munt ávallt eiga stað í huga og hjarta mínu. Ég er þér, afi, þakklátur fyrir þær stundir sem við áttum svo oft saman í sveitinni þinni. Þegar þú hjálpaðir mér að tálga hnífa og sverð og við smíðuðum kofa saman. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 472 orð

Jörgen Jóhannesson

Bróðir minn, Jörgen Jóhannesson, fædur Jürgen Langfeldt, bjó að vísu mestan hlusta ævinnar á Íslandi, en æsku- og unglingsárunum eyddi hann í Þýskalandi. Við vorum samferða á þessum uppvaxtarárum svo að ég, systir hans, get sagt frá þeim tíma í lífi hans. Hann fæddist í Flensborg fyrstur þriggja systkina og sá eini sem fæddist þar og fannst honum þetta alltaf til upphefðar. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 284 orð

Jörgen Jóhannesson

Elsku pabbi. Allir vissu að sú stund kæmi að þú myndir kveðja þennan heim, samt er það alltaf sorg þegar að því kemur og erfitt að skilja af hverju þú þurftir að yfirgefa okkur svona snöggt, en ég veit að nú líður þér vel hjá elsku mömmu minni. Það eru góðar minningar sem ég og fjölskyldn mín eigum um þig. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 310 orð

JÖRGEN JÓHANNESSON

JÖRGEN JÓHANNESSON Jörgen Jóhannesson fæddist í Flensburg í Þýskalandi 31. mars 1925. Hann lést 2. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes Iver Langfeldt, f. 21.1. 1893, d. 9.7. 1981, og Maria Elisabet Langfeldt, f. Durrer, f. 26.10. 1896, d. 1.3. 1973. Systkinin voru tvö auk Jörgens, Maren Herrmann, f. Langfeldt, f. 23.7. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 2063 orð

Marta Þórey Holdö

Sjötíu og þriggja ára lífsbaráttu móður minnar er lokið. Ég segi baráttu, því hún var langt í frá velkomin í þennan heim. Móðir hennar, Sesselía, hafði fyrst verið gift norskum manni Hans Hansen. Hann byggði síldarbræðsluna á Dagverðareyri við Eyjafjörð. Þar reistu þau sér einnig veglegt íbúðarhús. Ýmist bjuggu þau þar eða á heimili móður Hans í Asker í Noregi. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 396 orð

MARTA ÞÓREY HOLDÖ

MARTA ÞÓREY HOLDÖ Marta Þórey Holdö, f. Nielsen, fæddist hinn 9. janúar 1926 að Moldhaugum í Eyjafirði. Hún var dóttir Sesselíu Stefánsdóttur Hansen frá Kollugerði í sama firði. Hennar móðir var Guðrún frá Hlöðum og faðirinn Stefán frá Finnastöðum einnig í Eyjafirði. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 308 orð

Nína Skúladóttir

Mig langar að minnast vinkonu minnar Nínu með nokkrum orðum. Ég man eftir henni fyrst þegar hún og fjölskylda hennar fluttu í Stóragerðið þegar við vorum krakkar. Þorvaldur bróðir hennar varð góður vinur minn og hún var náttúrlega "systirin". Þegar við lékum okkur heima hjá þeim vildi hún oft vera með eða að minnsta kosti þvælast fyrir. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 521 orð

Nína Skúladóttir

Nína Skúladóttir, mín besta vinkona, er látin. Þetta er staðreynd sem er ólýsanlega erfitt að sætta sig við og bíð ég enn eftir því að vakna upp frá slæmum draumi þar sem Nína er hér enn með okkur skellihlæjandi, eins og hún var svo oft. En lífið er hverfult og ekki alltaf eins og við viljum hafa það, og það verður erfitt að halda áfram án þess að hafa mína æskuvinkonu við hlið mér. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 92 orð

Nína Skúladóttir

Elsku vinkona Orð fá ekki lýst minningum sem ég hef frá samveru okkar né söknuði og samúð með fjölskyldu þinni og vinum. Þú fórst svo skyndilega. Það var svo margt sem við áttum eftir ógert. Ég vil þakka þér allar samverustundirnar, t.d. allar okkar kaffihúsaferðir með skyldustoppi hjá Gucci. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 23 orð

NÍNA SKÚLADÓTTIR

NÍNA SKÚLADÓTTIR Nína Skúladóttir var fædd 9. desember 1968. Hún lést 23. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hallgrímskirkju 5. mars. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 202 orð

Sigríður A. Matthíasdóttir

Kynni okkar Sigríðar hófust er ég vann við hjúkrun á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur árið 1978. Milli okkar myndaðist mikil og einlæg vinátta. Það var alltaf hægt að ræða við Sigríði um hvað sem var, alltaf átti hún góð ráð sem brugðust aldrei. Þó það væri mikill aldursmunur á okkur leit ég alltaf á Sigríði sem jafningja minn, þannig var hún. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 101 orð

SIGRÍÐUR A. MATTHÍASDÓTTIR

SIGRÍÐUR A. MATTHÍASDÓTTIR Sigríður A. Matthíasdóttir var fædd 20. desember 1901 í Danmörku. Hún andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur (Landakoti) hinn 6. mars síðastliðinn. Faðir hennar var Matthías Þórðarson, þjóðminjavörður, fæddur 30.10. 1877, d. 1956. Móðir Sigríðar var Guðríður Guðmundsdóttir, fædd 4.5. 1877, d. 1956. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 320 orð

Sigríður Kristrún Guðjónsdóttir

Elsku amma mín, nú ert þú farin frá okkur til Kristjáns afa. Ég veit að þið munuð gæta okkar og vernda okkur fyrir hinu illa. Nú verður skrýtið að koma heim til Bolungarvíkur, í íbúðina á Vitastígnum sem þið Svana voruð nýlega búnar að kaupa. Þú sem varst svo ánægð með útsýnið. Þér fannst þú alltaf vera svo niðurgrafin í Brúnalandinu. Hún amma mín var alveg einstök kona. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 32 orð

SIGRÍÐUR KRISTRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR

SIGRÍÐUR KRISTRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR Sigríður Kristrún Guðjónsdóttir fæddist í Bolungarvík 21. júní 1914. Hún lést á heimili dóttur sinnar 31. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hólskirkju í Bolungarvík 9. febrúar. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 307 orð

Sveinbjörg Þóra Jóhannsdóttir

Mig langar að setja á blað nokkur kveðjuorð um elskulega mágkonu mína Sveinu. Frá því ég kynntist Sveinu, fyrir meira en þrjátíu árum, var hún mér eins og besta systir. Sveina var sannarlega búin að skila vel sínu hlutverki í lífinu, búin að ala upp sín börn og eignast hóp mannvænlegra afkomenda og standa eins og klettur við hlið eiginmanns síns í blíðu og stríðu uns yfir lauk. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 31 orð

SVEINBJÖRG ÞÓRA JÓHANNSDÓTTIR

SVEINBJÖRG ÞÓRA JÓHANNSDÓTTIR Sveinbjörg Þóra Jóhannsdóttir var fædd á Norðfirði 4. febrúar 1915. Hún andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 1. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Aðventkirkjunni 9. mars. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 223 orð

Sveinn Frímann Ágúst Bæringsson

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Sveinn okkar er dáinn. Aldrei er maður undirbúinn slíku. Þegar ég fékk þessar fréttir brá mér og ég settist niður og þá streymdu minningarnar fram. Elsku Sveinn, það er margt sem við spjölluðum um þegar ég heimsótti þig og konuna þína og þegar þið komuð til mín. Þú varst alltaf svo ánægður að sjá barnabörnin þín. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 123 orð

Sveinn Frímann Ágúst Bæringsson

Elsku afi okkar. Nú hefur þú lokað aftur augunum og hjartað sofnað svefninum langa en minningarnar lifa. Þegar við komum á Hólmgarð 39 og þú opnaðir skápinn og þú sagðir hvað má bjóða ykkur þá varstu með fullan skáp af allskonar góðgæti, þegar þú varst að leika við okkur, halda á okkur og hampa okkur. Þegar þú og konan þín komuð í Keflavíkur til okkar var mjög gaman. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 32 orð

SVEINN FRÍMANN ÁGÚST BÆRINGSSON

SVEINN FRÍMANN ÁGÚST BÆRINGSSON Sveinn Frímann Ágúst Bæringsson fæddist að Furufirði í Grunnavíkurhreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu 18. ágúst 1906. Hann lést 23. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskapellu 5. mars. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 710 orð

Þórir Hilmarsson

Fallinn er í valinn ­ langt um aldur fram ­ tengdafaðir minn, Þórir Hilmarsson verkfræðingur, eftir skamma en hatramma baráttu við illvíg veikindi. Þrátt fyrir að öllum, sem nærri honum stóðu, væri kunnugt um að hann gengi ekki heill til skógar, kom fráfall hans samt í opna skjöldu, enda stóð hann lengstum keikur í stríði sínu og ekki á honum að sjá að þar færi feigur. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 488 orð

Þórir Hilmarsson

Þórir Hilmarsson, fyrrverandi brunamálastjóri og starfsfélagi minn, er látinn 67 ára að aldri. Langar mig til að minnast hans nokkrum orðum hér. Þórir var fæddur á fyrri hluta þessarar aldar eða árið 1931. Hann var sonur hjónanna Hilmars Árnasonar trésmíðameistara, sem ættaður var frá Auðbrekku í Skriðuhreppi. Móðir Þóris var Ásdís Jónsdóttir frá Melbæ í Gerðahreppi á Suðurnesjum. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 426 orð

Þórir Hilmarsson

Þegar Þórir Hilmarsson hóf starf sem brunamálastjóri vorið 1979 beið hans ærinn starfi við að framfylgja brunamálareglugerðinni sem þá var nýkomin út og seinna sama ár tók gildi ný byggingarreglugerð. Reglugerðirnar þóttu strangar samanborið við fyrri reglur og fór mikil vinna í að sannfæra menn um ágæti þeirra. Meira
14. mars 1999 | Minningargreinar | 275 orð

ÞÓRIR HILMARSSON

ÞÓRIR HILMARSSON Þórir Hilmarsson fæddist í Reykjavík 14. október 1931. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 4. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hilmar trésmíðameistari Árnason bónda í Auðbrekku í Hörgárdal, Jónatanssonar, og Ásdís Jónsdóttir útvegsbónda að Stórahólmi í Leiru í Gullbringusýslu, Bjarnasonar. Þórir var annar í röð sjö systkina. Meira

Daglegt líf

14. mars 1999 | Bílar | 992 orð

Á BMW 3Ci á veginum til Ronda

BMW hafði frátekið eitt glæsilegasta hótelið á strandstaðnum Marbella í Andalúsíu til að frumkynna BMW 3 Coupé - glæsileg umgjörð um þennan magnaða bíl. Það er í fyrstu erfitt að trúa því að tveggja dyra útfærslan, sem kölluð er coupé á alþjóðlegu bílamáli, skuli vera algjörlega ný og sjálfstæð hönnun. Meira
14. mars 1999 | Ferðalög | 187 orð

Berlín hjá Vestfjarðaleið

BERLÍN er nýr áfangastaður Vestfjarðaleiðar og verður ferðaskrifstofan með beint leiguflug þangað einu sinni í viku í sumar eða frá 22. maí til 11. september. Flogið verður með nýlegri 130 sæta Boing 737 frá Deutsche BA og tekur flugið þrjá og hálfan tíma. Vestfjarðaleið hefur undanfarin ár selt í leiguflug til Frankfurt sem ferðaskrifstofan Arktis Reisen Schehle í Kempten stendur fyrir. Meira
14. mars 1999 | Bílar | 427 orð

Bílafram-leiðendurvonast eftirgóðu ári í Evrópu

OPEL Speedster var meðal þeirra sem þóttu forvitnilegir þegar Robert W. Hendry, forstjóri Opel og varaforseti GM, kynnti hann á blaðamannafundi GM á alþjóða bílasýningunni í Genf sem nú stendur. Með Speedster er Opel að marka sér bás í hönnun fyrir framtíðina en bíllinn er með 2,2 lítra og 147 hestafla vél, vegur innan við 800 kg og er innan við sex sekúndur að ná 100 km hraða úr kyrrstöðu. Meira
14. mars 1999 | Bílar | 265 orð

Breyttur Mégane og nýir Scénic

RENAULT Scénic kemur á markað næsta haust í endurbættri gerð og jafnframt verður hann þá aðgreindur frá Mégane línunni sem hann hefur tilheyrt til þessa. Meðal breytinga á bílnum er nýr framendi og markhópurinn stækkar allverulega því bíllinn verður fáanlegur með fjórhjóladrifi og einnig í sportlegri GTi útfærslu. Jafnframt kemur nýr Mégane á markaðinn í maí með nokkrum útlitsbreytingum. Meira
14. mars 1999 | Ferðalög | 163 orð

Frá fjöru til fjalla

Á ÞRIÐJA hundrað styttri og lengri ferðir eru kynntar í nýrri ferðaáætlun Ferðafélags Íslands fyrir árið 1999. Í boði eru dags- og kvöldferðir, helgar- og sumarleyfisferðir. Bæði er um að ræða ferðir fyrir þá sem vilja stunda útiveru og náttúruskoðun með auðveldum gönguferðir og ferðir fyrir þá sem vilja leggja á sig meira erfiði. Meira
14. mars 1999 | Bílar | 117 orð

Heuliez Pregunta

FJÖLMÖRG evrópsk fyrirtæki sérhæfa sig í breytingum fyrir stóru framleiðendurna eða annarri þjónustu við bílaiðnaðinn. Eitt þessara fyrirtækja er Henri Heuliez sem sýndi Pregunta sportbílinn á bílasýningunni í París sl. haust. Við það tækifæri kynnti Heuliez einnig Peugeot 106 og Citroen Saxo rafmagnsbíla. Meira
14. mars 1999 | Ferðalög | 1118 orð

Í fótsporMósesSINAI

Í MIKLU þægilegri farkosti en Móses og þjóð hans hefði nokkurn tímann getið látið sig dreyma um þeysumst við tveir Íslendingar yfir eyðimörkina. Á báða vegu er gulur sandur svo langt sem augað eygir. Bara kolsvart malbikið fyrir framan og aftan bílinn sker þetta auða landslag. Sinai, þessi þríhyrningslaga hálfeyja, sem er um 60. Meira
14. mars 1999 | Ferðalög | 198 orð

Markaðstorg fyririnnlenda aðila

AÐALFUNDUR Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) sem stofnuð voru undir lok síðasta árs, verður haldinn 17.-18. mars á Radisson SAS Hótel Sögu. Að loknum hefðbundum aðalfundarstörfum 17. mars verður haldið svokallað Markaðstorg SAF þar sem íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu, annars vegar framleiðendur og seljendur og hins vegar kaupendur, þ.e. Meira
14. mars 1999 | Ferðalög | 426 orð

Of mikill handfarangur

OF MIKILL handfarangur farþega hefur lengi verið vandamál flugfélaga víða um heim, að sögn Sigurður Skagfjörð hjá þjónustudeild Flugleiða. "Algengt er að farþegar ferðist með meiri handfarangur en leyfilegt er og margir hverjir hafa fest kaup á sérstökum töskum sem auglýstar eru sem flugvélatöskur en rúmast síðan illa í mörgum flugvélum sérstaklega af eldri gerðum. Meira
14. mars 1999 | Bílar | 141 orð

Pajero Sport

HEKLA hf. hefur fengið fyrstu bílana af gerðinni Mitsubishi Pajero Sport sem einnig er þekktur sem Challenger. Bíllinn verður frumkynntur helgina 20. og 21. mars. Pajero Sport er smíðaður á sjálfstæðri grind og er fáanlegur með fjögurra strokka dísilvél með forþjöppu og millikæli eða sex strokka bensínvél. Meira
14. mars 1999 | Ferðalög | 668 orð

Pálmatré ogsalsa í Turku

"FULLBÚIÐ verður Caribia eitt af fullkomnustu heilsulindarhótelum, funda- og ráðstefnumiðstöðvum á Norðurlöndum," fullyrðir Esa Ranta aðalframkvæmdastjóri heilsulindar- og ráðstefnuhótels, sem opnað verður að hluta 1. maí næstkomandi í Turku í Finnlandi. Heilsulindin og sá hluti, sem hýsir gufuböð og sundlaugar, verður tekin í notkun 15. ágúst. Meira
14. mars 1999 | Bílar | 812 orð

Vel búinn Brava á góðu verði

NÝ kynslóð Fiat Brava/Bravo er komin á markað. Litlar breytingar hafa reyndar orðið á bílnum svo augað nemi en hann er engu að síður endurnýjaður að verulegu leyti. Brava er fimm hurða gerð bílsins en Bravo þriggja hurða og eru þeir boðnir í nokkrum útfærslum. Við prófuðum á dögunum fimm hurða gerðina í svonefndri 100 HSX gerð. Meira
14. mars 1999 | Ferðalög | 336 orð

Viðurkenning fyrir trausta skipulagningu ferðalaga

INGÓLFUR Guðbrandsson, forstjóri Heimsklúbbs Ingólfs, hefur verið valinn í hóp stofnenda alþjóðlegra samtaka um hágæðaferðalög. Hann er eini fulltrúi Norðurlanda í samtökunum en stofnfélagar voru valdir eftir ábendingum málsmetandi aðila í ferðaþjónustu. Samvinna um lágt verð Meira
14. mars 1999 | Bílar | 229 orð

Ýmsir nýir kostir í fjölnotabílum

ÝMSIR nýir kostir í fjölnota-geiranum eru nú sýndir í Genf, ekki síst frá þeim japönsku, Honda, Mazda og Nissan. Nokkrir bílanna sem frumsýndir eru á sýningunni, sem stendur til næsta sunnudags, eiga eftir að skila sér hingað til lands en aðrir eru það sérhæfðir að þeir myndu aldrei ná nauðsynlegri útbreiðslu. Meira

Fastir þættir

14. mars 1999 | Í dag | 27 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 14. mars, verður níræð Guðbjörg Magnea Jónsdóttir, Norðurbrún 1, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Guðjón Skagfjörð Jóhannesson. Þau eru að heiman í dag. Meira
14. mars 1999 | Í dag | 663 orð

EFTIRFARANDI bréf barst Víkverja í vikunni: "Hinn 28. fe

EFTIRFARANDI bréf barst Víkverja í vikunni: "Hinn 28. febrúar sl. var í dálki Víkverja veist að Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) með ámælisverðum hætti. Látið var að því liggja að happdrættið hagi því svo að vinningar falli fremur á óselda miða en selda. Meira
14. mars 1999 | Í dag | 743 orð

Fyrirlestur um börn og sorg í Akraneskirkju

SR. Sigurður Pálsson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, flytur erindi um börn og sorg í Safnaðarheimilinu Vinaminni, Akranesi, nk. þriðjudagskvöld, 16. mars, kl. 20.30. Sorg barna getur birst í ýmsum myndum, svo sem vegna ástvinamissis, skilnaðar foreldra eða af öðrum félagslegum ástæðum. Mörg börn hafa t.d. misst afa sinn eða ömmu. Meira
14. mars 1999 | Dagbók | 762 orð

Í dag er sunnudagur 14. mars, 73. dagur ársins 1999. Miðfasta. Orð dagsins:

Í dag er sunnudagur 14. mars, 73. dagur ársins 1999. Miðfasta. Orð dagsins: Ljós rennur upp réttlátum og gleði hjartahreinum. (Sálmarnir 97, 11.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Bakkafoss og Hanse Duo koma í dag. Meira
14. mars 1999 | Fastir þættir | 845 orð

Íslenskur aðall

"Sjáið nýju pörin, kjólana og skartið!" sagði á forsíðu metsölutímaritsins. Og svo var þess getið inni í blaðinu í hvaða "fínu" verslunum föt sumra árshátíðargestanna voru keypt. Frábært! ÍSLENDINGAR hafa verið heldur lélegir við að koma sér upp alvöru stéttaskiptingu hér úti í Atlantshafinu. Við höfum talið okkur, held ég, nokkuð jöfn. Meira
14. mars 1999 | Fastir þættir | 618 orð

Kristin menningararfleifð

ÍSLENDINGAR og fleiri smáþjóðir á Vesturlöndum hafa réttilega þungar áhyggjur af tungu sinni og þjóðmenningu á tímum alþjóðlegra fjarskipta og fjölmiðlunar, sem við nú lifum, þar sem enskan ræður ferð. Öll áhrifaöfl þurfa að bregðast við, móðurmálinu til varnar, enda er það, með og ásamt sögu þjóðarinnar og bókmenntum, sem tungan geymir, hornsteinn menningarlegs og stjórnmálalegs fullveldis okkar. Meira
14. mars 1999 | Í dag | 793 orð

Ókurteisi vagnstjóra

HINN 11.3. kl. 16.30 kom ég með strætisvagni nr. 8 úr Ártúnsholti og ætlaði að flytja mig yfir í vagn 110 á skiptistöðinni í Ártúni. Þegar í Ártúnið er komið sé ég að vagn 110 er við það að renna úr hlaði. Góður hópur fólks var í vagninum nr. 8 og ætluðu allflestir út í Ártúni, þannig að talsverð þvaga myndaðist við afturdyr vagnsins. Meira

Sunnudagsblað

14. mars 1999 | Sunnudagsblað | 294 orð

ALLT Í JAFNVÆGI

RAPPFLOKKURINN OutKast sendi seint á síðasta ári frá sér afbragðsskífuna Aquemini og sýndi að enn er nóg af frumleika og krafti á þeim bæ. Þetta var þriðja breiðskífa OutKast, sem enn treystir sig í sessi sem helsti rappflokkur Suðurríkjanna. Meira
14. mars 1999 | Sunnudagsblað | 1258 orð

Á fornar slóðir

"True Crime" er átjánda bíómyndin sem Clint Eastwood leikstýrir og hann lýsir henni sjálfur sem blöndu af karakterstúdíu og glæpasögu. "Hún er ekki eins og myndirnar sem verið er að gera í dag," segir hann. "Það er saga í þessari. Það er ennþá til fólk sem kann að meta slíkar myndir." Eastwood er orðinn 68 ára gamall og hefur lengi verið að. Meira
14. mars 1999 | Sunnudagsblað | 696 orð

Börn í fullorðinsheimi

ÉG ÞEKKI nokkurn hóp af tólf ára gömlum stúlkum. Allar eru þær mjög áhugasamar um umhverfi sitt og tilbúnar til þess að taka þátt í því sem þar er að gerast. Og umhverfið er fyrir sitt leyti tilbúið til þess að leyfa þeim smám saman að taka þátt í öllu því sem er á döfinni. Til þess að koma þessu heim og saman er m.a. skólakerfið notað með því að hafa ýmis námskeið í tengslum við það. Meira
14. mars 1999 | Sunnudagsblað | 531 orð

Dagbók frá Damaskus

EN ÞAÐ eru þó ekki útsölurnar sem ég stunda í bili: nýi stjórinn í skólanum er nú að yfirfara fjarvistarlista nemenda og þá kemur til að mynda í ljós að ég hef verið fjarverandi í ellefu skóladaga þessa fimm mánuði. Það telst í sjálfu sér ekki mikið þegar 8 þeirra voru vegna jólaleyfis á Íslandi. Meira
14. mars 1999 | Sunnudagsblað | 2497 orð

Ég og stólarnir erum orðin eitt

Ég og stólarnir erum orðin eitt Nafn Erlu Sólveigar Óskarsdóttur, húsgagna- og iðnhönnuðar, er eitt þeirra nafna sem æ oftar stingur upp kollinum þegar hönnun og viðurkenningar eru annars vegar. Meira
14. mars 1999 | Sunnudagsblað | 278 orð

Forstöðumaður PAME

UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ auglýsir eftir umsóknum um starf forstöðumanns PAME, eins af vinnuhópum Norðurheimskautsráðsins sem er samstarfsvettvangur átta ríkja, þ. á m. Íslands. Ákveðið hefur verið að skrifstofa vinnuhópsins verði á Akureyri. Gerð er m.a. krafa um menntun á sviði verkfræði, náttúru- eða umhverfisfræði og góða enskukunnáttu. Meira
14. mars 1999 | Sunnudagsblað | 520 orð

Frakkarnir koma ­ aftur

EKKI VAR bara að Frakkar tækju Brasilíumenn í nefið á Stade de France í sumar, heldur gerðu þeir líka árangursríkt áhlaup á helstu vígi danstónlistarinnar. Þar ruddi reyndar franski dúettinn Daft Punk veginn fyrir margt löngu en í kjölfarið fylgdu aðrir fræknir Frakkar, nú síðast Cassius-dúettinn. Meira
14. mars 1999 | Sunnudagsblað | 666 orð

Fræðin um Hrafnkötlu eru af hinu góða,

Fræðin um Hrafnkötlu eru af hinu góða, þótt ábendingar og niðurstöður séu umdeilanlegar. Það verður að rífa gamlar hugmyndir einsog roð frá svelli og taka þá áhættu sem því fylgir. Auðvitað getur skáldskapur verið jafn mikill sannleikur og hvaða sagnfræði sem er, því hann sprettur úr veruleika sem nærist á umhverfi höfundar og reynslu. Meira
14. mars 1999 | Sunnudagsblað | 219 orð

HEILSUBÓTARSTUTTSKÍFA

PROPELLERHEADS-félagar sendu frá sér frábæra skífu á síðasta ári, Decksandrumsandrockandroll, sem seldist bráðvel. Þó ekki séu nema nokkrir mánuðir síðan eru þeir félagar enn frískir og fyrir skemmstu kom út með þeim stuttskífa með nýju efni, The Extended Play EP. Meira
14. mars 1999 | Sunnudagsblað | 1953 orð

Hættulegir smitsjúkdómar breiðast út

HERFERÐ Rauða krossins (RK) gegn berklum í Rússlandi var opinberlega hleypt af stokkunum í Moskvu síðastliðinn föstudag. Send var út neyðarbeiðni um hjálp að upphæð 9 milljónir svissneskra franka (um 450 milljónir króna) sem áætlunin kostar fyrsta árið. Meira
14. mars 1999 | Sunnudagsblað | 10 orð

HÖFUM KOMIÐ SJÁLFUM OKKUR Á ÓVART

HÖFUM KOMIÐ SJÁLFUM OKKUR Á ÓVART Meira
14. mars 1999 | Sunnudagsblað | 1797 orð

HÖFUM KOMIÐ SJÁLFUM OKKUR Á ÓVART

Fyrir rétt rúmu ári hleypti Bykó af stokkunum nýju fyrirtæki, Elkó, sem olli nokkrum æsingi í þjóðfélaginu. Elkó er raftækjaverslun og skyndilega voru raftæki boðin neytendum á til muna lægra verða en þekkst hafði. Tíðindin gerbreyttu landslaginu á raftækjamarkaðnum og sviptinganna gætir þar enn. Meira
14. mars 1999 | Sunnudagsblað | 1076 orð

Ingó flutt til Sigló

ALLUNDARLEGUR flutningur hefur farið fram á gömlum tækjum úr aflagðri síldarverksmiðju, sem á sínum tíma var kölluð Ingó, í Ingólfsfirði á Ströndum til Siglufjarðar. Síðastliðið haust strituðu sveittir og skítugir járnakallar við að losa upp margs konar vélbúnað í verksmiðjunni og hlóðu á vörubíl og kerrur. Meira
14. mars 1999 | Sunnudagsblað | 1121 orð

Í draumaheimi

FYRIR rúmlega fjórum árum stofnuðu þrír menn í Hollywood nýtt kvikmyndafyrirtæki sem keppa átti við stóru kvikmyndaverin í draumaverksmiðjunni. Fyrirtæki þremenninganna hlaut einmitt heitið Draumasmiðjan eða DreamWorks og stofnendurnir voru Steven Spielberg kvikmyndaleikstjóri, David Geffen hljómplötuútgefandi og Jeffrey Katzenberg, Meira
14. mars 1999 | Sunnudagsblað | 580 orð

Í sojagraut á rifnum skóm

Fyrir hálfu ári opnuðu munkarnir súpueldhús, vegna brýnnar þarfar, að sögn Vladimírs, og er þetta er eitt af mörgum súpueldhúsum rétttrúnaðarkirkjunnar. Um þúsund manns fá að borða í klaustri heilags Daníels hvern dag; fátæklingar af öllum stigum, 2-300 útigangsmenn og heimilislausir, gamalmenni á eftirlaunum og götubörn. Meira
14. mars 1999 | Sunnudagsblað | 959 orð

Laumusjálfstæðismaður

Báðir afar mínir stunduðu sjóinn. Annar á skútu um aldamótin, hinn var á togurum á kreppuárunum. Þá var landhelgin ekki nema þrjár sjómílur og enginn gladdist meir en afi minn á Stýrimannastígnum, þegar landhelgin var færð út, fyrst í fjórar mílur, síðan í tólf. Hann lifði þá atburði. Hinum entist ekki aldur, enda lúinn á höndum og blindur á sjón eftir sína sjómannsdaga. Meira
14. mars 1999 | Sunnudagsblað | 189 orð

Lækka rekstrarkostnaðinn á tölvubúnaðinum

VIÐ FLUTNING Bifreiða & Landbúnaðarvéla í nýtt húsnæði við Fossháls verður svo til allur tölvukostur fyrirtækisins endurnýjaður. Gerður hefur verið samningur við Nýherja um tölvukaup og uppsetningu. Mun nýtt tölvuumhverfi fyrirtækisins verða byggt upp af IBM nettölvum og IBM Netfinity netþjónum. Meira
14. mars 1999 | Sunnudagsblað | 2020 orð

Meðal hvalaskoðunarmanna á Azoreyjum

ÞAÐ er 17. október 1998. Úti er 26 stiga hiti og glampandi sól í dag á "Pico", einni af 9 eyjum Azoreyjaklasans. Eyjan Pico dregur nafn sitt af hæsta eldfjalli eyjanna, 2.351 metra hárri eldkeilu sem líkist helst ofvöxnum Keili á Reykjanesinu. Meira
14. mars 1999 | Sunnudagsblað | 140 orð

Offsetþjónustan fær nýja myndavél

OFFSETÞJÓNUSTAN ehf. fékk nýverið afhenta nýja stafræna myndavél frá Hans Petersen hf. Er vélin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og hefur framleiðandinn einungis afhent evrópskum kaupendum níu slíkar vélar fram til þessa, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Offsetþjónustunni. Meira
14. mars 1999 | Sunnudagsblað | -1 orð

Óljós framtíð vopnaeftirlits

RÚMIR tveir mánuðir eru liðnir frá því að eftirlitsmenn vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna (UNSCOM) í Írak fóru úr landi í þann mund sem Bandaríkjamenn og Bretar hófu loftárásir. Írakar hafa lýst því yfir að UNSCOM fái aldrei aftur aðgang að landinu, þeir hafa krafist afsagnar Richards Butlers og þvertekið fyrir að leyfa eftirlit með meintri framleiðslu sinni á gereyðingarvopnum. Meira
14. mars 1999 | Sunnudagsblað | 846 orð

Rót sem leynir á sér

MIKIL flensutíð er búin að vera undanfarið bæði í Belgíu og á Íslandi. Í skólahljómsveitinni í konservatoríinu belgíska, þar sem ég stunda nám, hefur hver hljóðfærahópurinn smitað annan af svæsinni flensu og víóluleikararnir voru t.d. veikir til skiptis í tónleikaröð sem var eina vikuna um daginn í hinni miklu flensutíð. Meira
14. mars 1999 | Sunnudagsblað | 5418 orð

Skoðanaverksmiðju lokað

Skoðanaverksmiðju lokað Honum var fyrst hrósað að marki ellefu ára og hné þá í ómegin; fólki var ekki hrósað í Dölunum. Hann gekk oft með kröfuspjöld milli Keflavíkur og Reykjavíkur, Meira
14. mars 1999 | Sunnudagsblað | 238 orð

Sprottnir úr spunalotum

HOLLYWOOD sveitin The Flys sló í gegn vestan hafs og austan fyrir skemmstu með því að fara ekki troðnar slóðir. Þó er tónlist sveitarinnar samsett úr eldri straumum, nær að hræra saman því söluvænlegasta úr öllum áttum. Meira
14. mars 1999 | Sunnudagsblað | 526 orð

Trú og stjórnmál í samfélaginu

Í DAG klukkan tíu og næsta sunnudag á sama tíma verða haldin erindi um trú og stjórnmál í Hallgrímskirkju.Í dag er það IngibjörgSólrún Gísladóttirborgarstjóri sem reifar þetta mál en næstasunnudagsmorgunverður það BjörnBjarnason menntamálaráðherra sem talar. Meira
14. mars 1999 | Sunnudagsblað | 88 orð

Tvær varaaflstöðvar keyptar

FYRIR skömmu var undirritaður samningur milli Landspítalans og Brimborgar um kaup á tveimur 1000 kw varaaflstöðvum sem sjá munu spítalanum fyrir varaafli næstu árin. Brimborg var með lægsta verðið þegar þetta var boðið út af Ríkiskaupum. Rafstöðvarnar eru frá fyrirtækinu GENETECH sem Brimborg hefur umboð fyrir og er þekkt fyrir framleiðslu sína. Meira
14. mars 1999 | Sunnudagsblað | 1884 orð

Tæpt hundrað húsa á helgistað þjóðar

Í FRIÐHELGU landi þjóðgarðsins á Þingvöllum er fjöldi sumarbústaða, við vatnið suður af Valhöll, þar sem heitir Valhallarstígur og Rauðukusunes. Lóðum undir þá var úthlutað á tímabilinu 1930 til 1945, þrátt fyrir ákvæði laga frá 1928 um að Þingvellir skyldu vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga. Meira
14. mars 1999 | Sunnudagsblað | 4223 orð

Yehudi Menuhin

Tilfinning mannsins kemur úr miklu dýpi um farveg tónlistarinnar Yehudi Menuhin Hinn mikli meistari fiðlunnar, Yehudi Menuhin, er allur. Hann lést á sjúkrahúsi í Berlín í fyrradag, 82ja ára að aldri. Menuhin var íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunnur. Hann kom hingað m.a. Meira

Ýmis aukablöð

14. mars 1999 | Blaðaukar | 1261 orð

Fljótlegt og nýstárlegt

UPPSKRIFTIR sem gerðar eru með sykursjúka í huga verða sífellt fjölbreyttari og nýlega kom út smáréttabók í Bandaríkjunum, þar sem haft er að leiðarljósi að krydda tilveru þeirra sem af einhverjum ástæðum vilja eða þurfa að huga vel að því sem þeir láta ofan í sig. Eru sykursjúkir sérstaklega hafðir í huga við samsetningu á uppskriftum og upplýsingum sem þeim fylgja. Meira
14. mars 1999 | Blaðaukar | 332 orð

Hugaðað kol-vetnumog sykri

SJÁLFSAGT er að taka tillit til gesta sinna og ef til stendur að bjóða upp á marga veislurétti, hvort sem um er að ræða kökur eða annað, er tilvalið að útbúa í það minnsta einn rétt sérstaklega með sykursjúka í huga, enda er mataræði sem mælt er með fyrir sykursjúka gott fyrir alla. Meira
14. mars 1999 | Blaðaukar | -1 orð

Sigurður Ingason matreiðslumeistari Allir ættu að eigasparihníf fyrir steikina

FYRSTA verkefni Sigurðar Ingasonar hjá veisluþjónustunni Matarborðinu var að útbúa fermingarveislu. Það var 1. apríl 1984 og þá hafði hann, aðeins 22 ára gamall, nýlega keypt fyrirtækið. Um þessar mundir heldur hann upp á 15 ára farsælan rekstur og ákvað af því tilefni að gefa viðskiptavinum 10% afslátt af verði veitinga. Meira
14. mars 1999 | Blaðaukar | 401 orð

Súkkulaðikarfaá veisluborðið

FLJÓTLEGT og einfalt er að gera súkkulaðikörfu á veisluborðið, sem fylla má með smákökum, konfekti, ávöxtum eða því sem hentar hverju sinni. Burðarþol körfunnar er ekki ýkja mikið og hún þolir ekki mikla þyngd. Hægt er að "svindla" svolítið og setja pappír neðst í körfuna, til að gera fyllingu, en raða ávöxtum, kökum eða konfekti síðan ofan á pappírinn. Meira
14. mars 1999 | Blaðaukar | 156 orð

Súkkulaði-mús meðpiparmyntu

Áralöng reynsla er af því að bjóða þennan ábætisrétt í veislum í vesturbænum í Reykjavík, en uppskriftin kom upphaflega úr smiðju matgæðings í sælkeraklúbbi í borginni. Hentugt er að gera réttinn daginn áður en hann er borðaður, en einnig má gera hann samdægurs. Skarpt myntubragð sem einkennir réttinn situr lengi í minni þeirra sem smakka. Meira
14. mars 1999 | Blaðaukar | 1388 orð

Veisla að hættihúsmæðra

SVO VIRÐIST sem léttur matur sé ríkjandi í fermingarveislum í ár. Minna sé um kökuveislur þar sem borðin svigna undan hnallþórum af öllum gerðum og ennfremur virðist sjaldgæfara en áður að gestum sé boðið í heitan mat. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.