Greinar þriðjudaginn 13. apríl 1999

Forsíða

13. apríl 1999 | Forsíða | 705 orð

Árásunum haldið áfram uns Milosevic gefur eftir

UTANRÍKISRÁÐHERRAR aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins sögðu í gær að árásum NATO á Júgóslavíu yrði haldið áfram þar til Slobodan Milosevic, forseti sambandsríkisins, yrði við öllum kröfum bandalagsins. Serbnesk stjórnvöld létu þó engan bilbug á sér finna, kröfðust þess að árásunum yrði hætt án tafar og sögðust ekki vilja ræða við leiðtoga NATO þótt bandalagið léti af hernaðaraðgerðum sínum. Meira
13. apríl 1999 | Forsíða | 143 orð

Hætta sögð á borgarastyrjöld

MILO Djukanovic, forseti Svartfjallalands, hefur varað Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, við því að borgarastyrjöld geti blossað upp í landinu ef reynt yrði að steypa stjórn landsins. Djukanovic sagði í viðtali við The Daily Telegraph að Milosevic hefði reynt að þröngva hernum í Svartfjallalandi til að taka völdin í sínar hendur. Meira
13. apríl 1999 | Forsíða | 160 orð

Þýsk svifbrautarlest hrapar

ÞRÍR menn biðu bana og 47 slösuðust í gær þegar lest á sögufrægri svifbraut í þýska bænum Wuppertal féll tíu metra og lenti í ánni Wupper. Að sögn þýskra yfirvalda leikur grunur á að slysið hafi orðið vegna króks sem viðgerðarmenn skildu eftir um helgina á teini svifbrautarinnar, sem er einteina og var tekin í notkun árið 1901. Meira

Fréttir

13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 359 orð

10.000 fermetra markaður og sérverslun í Smáralind

BAUGUR hf., sameinað félag Hagkaups, Nýkaups og Bónuss, hefur gengið frá samningum við bresku verslanakeðjuna Debenhams Plc. og Smáralind ehf. um rekstur sérverslunar undir merkjum Debenhams í verslunarmiðstöðinni í Smáralind í Kópavogi, sem hafin er bygging á. Meira
13. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 270 orð

85 ára gamalt flöskuskeyti

NÝSJÁLENDINGURINN Emily Crowhurst hefur óskað eftir því að fá í hendur flöskuskeyti sem faðir hennar skrifaði móður hennar tólf dögum áður en hann lést í fyrri heimsstyrjöldinni. Faðir Crowhurst, Thomas Hughes, kastaði flöskuskeytinu í sjóinn á leið sinni til vígstöðva í Frakklandi fyrir 85 árum. Flaskan festist nýlega í neti sjómanns í ármynni Thames í Essex í Suðaustur-Englandi. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 56 orð

Aðalfundur Félags áhugafólks um Downs-heilkenni

FÉLAG áhugafólks um Downs-heilkenni heldur aðalfund í kvöld, þriðjudagskvöldið 13. apríl, hjá Þroskahjálp, Suðurlandsbraut 22, og hefst fundurinn kl. 20. Að loknum aðalfundarstörfum mun sr. Guðný Hallgrímsdóttir spjalla um sektarkennd og áhyggjur. Guðný hefur um árabil tengst fötluðum og fjölskyldum fatlaðra barna. Foreldrar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 107 orð

Aðfluttir 322 fleiri en brottfluttir

Á FYRSTA fjórðungi ársins voru í þjóðskrá skráðar 12.414 breytingar á lögheimili einstaklinga. Þar af fluttu 7.047 innan sama sveitarfélags, 3.641 milli sveitarfélaga, 1.024 til landsins og 702 frá því. Breyting er skráð í hvert skipti sem einstaklingur skiptir um lögheimili. Á þessu tímabili fluttust 322 fleiri einstaklingar til landsins en frá því. Meira
13. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 1261 orð

Aðgerðir NATO enn bundnar við loftárásir

Á SAMA tíma og fundur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins (NATO) átti sér staði í Brussel í gær, bárust fréttir af hörðum loftárásum NATO í grennd við Pristina, héraðshöfustað Kosovo. Serbneska Tangjug-fréttastofan sagði að ráðist hefði verið á herstöðvar og herskála í borginni. Þá var sagt að a.m.k. níu manns hefðu farist er flugskeyti lenti á farþegalest í suðausturhluta Serbíu. Meira
13. apríl 1999 | Landsbyggðin | 275 orð

Allir nemendur skólans með hlutverk á sviðinu

Reykholti- Fyrir ýmsa íbúa í Borgarfjarðarsveit hófst páskafríið með árshátíð grunnskólans á Kleppjárnsreykjum á fimmtudegi fyrir pálmasunnudag. Þar fluttu nemendur leikþætti og má það teljast sérstakt að allir nemendur skólans fá hlutverk á sviðinu á árshátíðum skólans. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 122 orð

ASÍ segir yfirlýsingar ráðherra ekki réttar

Í FRAMHALDI af umræðum í sjónvarpi á sunnudag, þar sem m.a. var rætt um tekjutengingu barnabóta hefur Alþýðusamband Íslands sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: "Að gefnu tilefni vill Alþýðusamband Íslands taka fram að yfirlýsingar viðskiptaráðherra, Finns Ingólfssonar, um að verkalýðshreyfingin hafi fengið ríkisstjórnina til þess að auka tekjutengingar eru ekki réttar. Meira
13. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 513 orð

Áfall fyrir Persson

"ÉG furða mig á því, að Erik skuli ekki hafa séð, að betra hefði verið að bíða fram á miðvikudag," sagði Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, meðal annars á blaðamannafundi í gær er hann kynnti nýjan fjármálaráðherra, Bossen Ringholm, eftir að Erik Åsbrink sagði af sér sem fjármálaráðherra. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 81 orð

Áhorfendur risu úr sætum

KRISTJÁN Jóhannsson söng titilhlutverkið í Ótello eftir Giuseppe Verdi á frumsýningu í Vínaróperunni á sunnudagskvöldið við geysigóðar undirtektir áhorfenda. Í lok frumsýningarinnar risu óperugestir úr sætum og hylltu Kristján og meðsöngvara hans í 20 mínútur með lófaklappi og fagnaðarhrópum. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 77 orð

Árekstrarhrina á Akureyri

NÍTJÁN árekstrar höfðu orðið á Akureyri um klukkan 21 í gærkvöld. Sagði varðstjóri Akureyrarlögreglunnar að lögreglan myndi vart eftir öðrum eins degi. Engin slys urðu á fólki en eignatjón varð nokkuð í sumum tilfella. Um klukkan 18 voru árekstrarnir orðnir tíu talsins í bænum og bættust níu við næstu þrjár klukkustundirnar. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 493 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 14.-17. apríl: Miðvikudagur 14. apríl: Páll Harðarson, Ekonomika hagfræðiráðgjöf, flytur fyrirlestur á málstofu viðskipta- og hagfræðideildar. Fyrirlesturinn nefnist: "Verðlagseftirlit með rafveitum í Bandaríkjunum á áttunda og níunda áratugnum" og hefst kl.16: 15 á kaffistofu kennara á 3. hæð í Odda. Fimmtudaginn 15. Meira
13. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 510 orð

Danir tortryggnir á hugmyndir Prodis

ROMANO Prodi nýútnefndur forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefur viðrað hugmyndir sínar um að litlu ESB-löndin geti ekki búist við að halda fulltrúa í framkvæmdastjórninni í stækkuðu ESB. Þeim hefur verið illa tekið í Danmörku og skoðanamunurinn sem þar kemur fram er vísbending um átök, sem gætu orðið í framtíðinni um þróun ESB. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 507 orð

Danskur styrkur til íslensks dýralæknanema

ÞÓRUNN Þórarinsdóttir nemi í dýralækningum hlaut á laugardaginn styrk danska Hestaverndunarfélagsins, "Hestens værn", úr hendi Benediktu prinsessu, verndara félagsins. Þórunn hlaut viðurkenninguna fyrir lokaritgerð sína, sem fjallar um orsök hrossasóttar. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 127 orð

Dæmd í 8 og 12 mánaða fangelsi

39 ÁRA gamall karlmaður var dæmdur í 12 mánaða fangelsi í gær fyrir umferðarlagabrot, fjársvik, skjalafals og þjófnaði, sem framin voru á síðasta ári og hluta til á þessu ári. Kona á sama aldri, sem ákærð var fyrir að standa að fjársvikum, skjalafalsi og þjófnuðum með manninum og fyrir fíkniefnabrot ásamt honum og ein og sér, var dæmd í 8 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 671 orð

Einbýlishús fyrir hinn almenna borgara

FIMM manna hópur áhugamanna um arkitektúr og hönnun hefur skipulagt byggingu aldamótahúss árið 2000 í tilefni af því að Reykjavíkurborg er ein af níu menningarborgum Evrópu. "Okkur finnst hönnun nýrra einbýlishúsa hafa hrakað stórlega frá því sem áður var og lítið um framsækinn arkitektúr í nýjum hverfum hér á höfuðborgarsvæðinu. Meira
13. apríl 1999 | Miðopna | 875 orð

Fara þarf aftur fyrir 1976 til að finna líkt ástand

MJÖG mikil hreyfing er á fasteignamarkaði um þessar mundir og eftirspurn svo mikil að algengt er að ekki þurfi að auglýsa eignir til þess að þær seljist, jafnvel yfir ásettu verði. Runólfur Gunnlaugsson, fasteignasali á Höfða, segir að í greininni tali menn um að fara þurfi aftur fyrir árið 1976 til að finna samanburðarhæft ástand við það sem nú ríkir. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 74 orð

Ferskur karfi hækkar í verði

VERÐ á ferskum karfa á fiskmarkaðnum í Bremerhaven hefur snarhækkað eftir að Evrópusambandið bannaði innflutning á nílarkarfa úr Viktoríuvatni í Afríku. Eins árs innflutningsbanni á nílarkarfa var aflétt hjá ESB fyrir um hálfu ári síðan en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hve lengi bannið mun gilda að þessu sinni. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 82 orð

Fjölsótt opnunarsamkoma

TALIÐ er að um fimm hundruð manns hafi komið á opnun kosningamiðstöðvar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í Skipholti 19, að sögn Ágústs Ragnarssonar, starfsmanns Sjálfstæðisflokksins. "Það var stappað út úr dyrum allan daginn. Þarna voru ýmis skemmtiatriði og formaður flokksins, Davíð Oddsson, ávarpaði gesti. Hann flutti m.a. frumsamda smásögu. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 118 orð

Flautusérfræðingur tekur þátt í degi flautunnar

SÉRHÆFÐUR viðgerðarmaður hjá flautuversluninni Top Wind í London, Jon Dodd, kemur til landsins á vegum hljóðfæraverkstæðisins Tríólu í tengslum við dag flautunnar næstkomandi laugardag. Menningarmiðstöðin Gerðuberg og Félag íslenskra tónlistarmanna standa fyrir flautudeginum. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 140 orð

Forvitnast um lífið í Reykjavík

KOSOVO-ALBANARNIR sem komu hingað til lands í síðustu viku fóru í skoðunarferð um Reykjavík um helgina. Að sögn Hólmfríðar Gísladóttur starfsmanns Rauða krossins gekk ferðin vel og var hópurinn mjög áhugasamur um Reykjavík. Voru þau frædd um sögu borgarinnar og sýndir helstu einkennisstaðir hennar. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 71 orð

Framboð K-listans

KRISTILEGI lýðræðisflokkurinn hefur gengið frá framboðslista í Reykjaneskjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Listinn er sem hér segir: 1. Guðlaugur Laufdal kristniboði. 2. Kolbrún Björg Jónsdóttir naglasnyrtifræðingur. 3. Skúli Bruce Barker verkfræðingur. 4. Loftur Guðnason verkamaður. 5. Hafliði Helgason byggingarmaður. 6. Páll Rósinkrans tónlistarmaður. 7. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 69 orð

Framboðslisti Húmanista

HÚMANISTAFLOKKURINN hefur gengið frá framboðslista sínum í Reykjaneskjördæmi vegna komandi alþingiskosninga: Listinn er þannig skipaður: 1. Júlíus Valdimarsson verkefnisstjóri. 2. Melkorka Freysteinsdóttir sölufulltrúi. 3. Sigurður M. Grétarsson fulltrúi. 4. Jaquiline Cardoso da Silva húsmóðir. 5. Helga Óskarsdóttir tónlistarkona. 6. Vilmundur Kristjánsson sjúkraliði. 7. Meira
13. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 446 orð

Framkvæmdum lokið í janúar

SAMNINGUR um verklok barnadeildar í nýbyggingu Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri var undirritaður í gær, en hann nemur 163 milljónum króna. Samkvæmt samningnum verður framkvæmdum við barnadeildina lokið í janúar árið 2000. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra sagði að með samningnum yrði nú unnt að ljúka mikilvægum áfanga við sjúkrahúsið, áfanga sem lengi hefði verið beðið eftir. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 121 orð

Fundur um breytingar á lögum um meðferð opinberra mála

NÚ nýverið voru samþykktar á Alþingi breytingar á lögum um meðferð opinberra mála. Af því tilefni stendur Lögfræðingafélag Íslands fyrir fundi á Hótel Sögu, A-sal, þriðjudaginn 13. apríl kl. 20.30. Á fundinum mun Eiríkur Tómasson prófessor halda erindi sem ber yfirskriftina: Nýgerðar breytingar á lögum um meðferð opinberra mála. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 111 orð

Fyrirlestur um waldorf-uppeldisfræði

ULRIK Hofsöe heldur fyrirlestur þriðjudagkvöldið 13. apríl í Ráðhúsi Reykjavíkur um waldorf-uppeldisfræði og þann andlega bakgrunn sem hún hvílir á. Fyrirlesturinn nefnir Ulrik "Waldorfpedagogikens människobild". Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 449 orð

Gæti þýtt fjölgun um 20 þúsund í ár

ERLENDUM ferðamönnum til Íslands fjölgaði um 1.900 í síðasta mánuði miðað við sama mánuð í fyrra eða um 15%. Í mánuðinum komu alls 14.737 erlendir gestir til landsins, en í mars 1998 voru þeir 12.836. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 77 orð

Gömul flugvélarskrúfa í trollið

GÖMUL þriggja blaða flugvélarskrúfa flæktist í botnvörpu togarans Frera þegar hann var að veiðum vestur af Eldeyjarboða á dögunum. Skipið landaði afla sínum í gær, þar á meðal skrúfunni. Brynjólfur Magnússon skipstjóri segir að skrúfan sé augsýnilega ævagömul og af lítilli flugvél. Ekki kannast hann við að flugvélarhlutir hafi komið í troll togara á þessum slóðum. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 613 orð

Hélt að þetta væri aprílgabb

HEIMILISFÓLKINU á Víkurbraut 5 í Sandgerði brá í brún þegar þau fengu símreikninginn fyrir febrúarmánuð. Rukkaðar voru 238.743 krónur. "Þeir segja að við höfum hringt 76 sinnum í febrúar í eitthvert númer í Chile og eytt í það yfir 50 þúsund skrefum," segir Jóna Birna Kristinsdóttir um símreikninginn sinn. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 154 orð

Hreindýrahópur hljóp fyrir bíl

FIMM hreindýr drápust þegar hreindýrahópur hljóp í veg fyrir bíl á Austurlandsvegi í Hróarstungu, skammt frá bænum Skóghlíð rétt fyrir miðnætti í fyrrakvöld. Bíllinn skemmdist en engan í honum sakaði. Að sögn lögreglu á Egilsstöðum var maður á ferð á nýlegum jeppa þegar um fjörutíu hreindýr æddu skyndilega yfir veginn í veg fyrir bílinn. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 117 orð

Hringferð um landið

Á FUNDI Orlofsnefndar húsmæðra í Kópavogi, sem haldinn var nú nýlega, var rætt væntanlegt starf nefndarinnar á næsta sumri. Samþykkt var að bjóða upp á hringferð um landið dagana 18.­23. júní. Gist verður eina nótt á Höfn í Hornafirði, þrjá nætur á Eiðum og eina nótt á Akureyri. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð

Húsfyllir í Háskólabíói

KOSNINGAHÁTÍÐ Samfylkingarinnar í Háskólabíói á laugardag var vel sótt að sögn Karls Hjálmarssonar, starfsmanns á kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar. "Gestir á hátíðinni voru 850 til 900. Salurinn var þétt setinn og auk þess voru margir í anddyrinu þar sem boðið var upp á barnadagskrá." Á kosningahátíðinni voru frambjóðendur Samfylkingarinnar úr öllum kjördæmum kynntir. Meira
13. apríl 1999 | Miðopna | 1229 orð

Hyggst taka frí frá Yale til að synda á Ólympíuleikum

Birkir Rúnar Gunnarsson, 21 árs blindur stúdent, hóf nám við Yale Háskóla í Bandaríkjunum síðastliðið haust. Örlygur Steinn Sigurjónssonræddi við Birki um námsframvinduna og framtíðaráformin. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 592 orð

Í reynd verið að greiða tæpan hálfan milljarð fyrir fyrirtækið

VINSTRI hreyfingin ­ grænt framboð gagnrýnir harðlega hvernig staðið var að sölu Áburðarverksmiðju ríkisins fyrr á þessu ári og sagði Ögmundur Jónasson alþingismaður í umræðum í sjónvarpi á sunnudag að í reynd væri verið að selja fyrirtækið á tæplega hálfan milljarð króna þótt Guðmundur Bjarnason, umhverfis- og landbúnaðarráðherra, hefði sagt á þingi að söluverðið hefði verið 1. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 199 orð

JÓN SIGURÐSSON Í SKOLLAGRÓF

JÓN Sigurðsson, bóndi í Skollagróf í Hrunamannahreppi, lést á heimili sínu að morgni sunnudagsins 11. apríl sl. eftir nokkurra mánaða veikindi. Hann var á 78. aldursári. Jón var landskunnur hrossaræktarmaður. Jón var fæddur að Stekk við Hafnarfjörð 6. september 1921, næst yngstur fimmtán systkina. Foreldrar hans voru Helga Eiríksdóttir húsfreyja og Sigurður Magnússon bóndi. Meira
13. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 155 orð

Karlmaður hlaut opið fótbrot í Grímsey

KARLMAÐUR í Grímsey fótbrotnaði illa síðastliðinn föstudag, óhappið varð um kl. 18 um kvöldið en maðurinn var kominn undir læknishendur tæpum þremur klukkustundum síðar. Hann tvíbrotnaði neðan við hné og var neðra brotið galopið. Maðurinn sem hélt á barni þegar slysið varð datt á gangstétt heim að húsi, en hann reyndi að verja barnið í fallinu og lenti því illa á kantsteini stéttarinnar. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 379 orð

Kostnaður áætlaður 3 milljarðar á ári

UM HELMINGUR landsmanna fékk endurmenntun eða hliðstæða fræðslu á tólf mánaða tímabili, samkvæmt könnun sem Jón Torfi Jónasson prófessor kynnti á stefnuþingi Mennta. Áætlað er að um þremur milljörðum sé varið til starfstengdra námskeiða og tómastundanámskeiða á ári hverju. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 447 orð

Langaði að faðma hana en mennining leyfði það ekki

HAZIRI-fjölskyldan er sameinuð á ný eftir aðskilnað sem þau héldu að myndi vara að eilífu. Allir flóttamennirnir 23 frá Kosovo eru því komnir til landsins. Sameinuð í nýju landi horfa þau björtum augum til framtíðarinnar eftir erfiðan aðskilnað. "Þegar við fórum frá Grikklandi hélt ég að ég myndi skilja þær eftir að eilífu. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 62 orð

LEIÐRÉTT Rangt nafn RANGLEGA var far

Rangt nafn RANGLEGA var farið með nafn garðyrkjubóndans í Sólbyrgi á Kleppjárnsreykjum í frétt um ræktun á gulrótum í sunnudagsblaðinu. Hann heitir Dagur en ekki Daði. Beðist er velvirðingr á mistökunum. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 60 orð

Leitað umsagna um veg um Vatnaheiði

FYRIRHUGAÐUR vegur um Vatnaheiði, vestan Kerlingarskarðs á Snæfellsnesi er nú til athugunar vegna umhverfisáhrifa hjá Skipulagssstofnun. Leitað er umsagna hjá ýmsum aðilum vegna væntanlegra framkvæmda. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 116 orð

Leitar hugmynda að alþjóðlegu nafni

ÍSLANDSFLUG leitar samstarfs við leit að alþjóðlegu nafni á flugfélagið og stendur fyrir hugmyndasamkeppni þess efnis dagana 11. apríl til 1. maí. Íslandsflug tók nýlega á leigu Boeing 737-300 þotu til að anna auknu farþegaflugi frá Íslandi og leitar því að alþjóðlegu nafni fyrir félagið. Nafnið þarf að vera á ensku (eða vera alþjóðlegt) og auðvelt í framburði. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 255 orð

Löggild próf hjá Alliance Française

DELF og DALF-próf verða haldin í apríl og maí hjá Alliance Française í Reykjavík, Austurstræti 3, fimmta árið í röð. Þetta eru alþjóðleg próf í frönsku sem franska menntamálaráðuneytið hefur yfirumsjón með. Þeir nemendur sem ljúka DALF-prófi öðlast rétt til inngöngu í franska háskóla. Þessi skírteini DELF og DALF eru alþjóðlega viðurkennd sem vitnisburður um frönskukunnáttu. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 138 orð

Lögreglan skoðar klámefni

RANNSÓKN lögreglunnar í Reykjavík vegna máls sem upp kom á föstudagsmorgun þegar nokkur þúsund klámmyndbandsspólur voru gerðar upptækar hjá manni á þrítugsaldri, er að fara í gang. Var húsleit gerð hjá manninum vegna gruns lögreglunnar um að hann væri að fjölfalda og selja klámefni. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 568 orð

Matarsöfnun fyrir flóttamenn á Balkanskaga

RAUÐI kross Íslands hefur matarsöfnun til handa flóttafólki á Balkanskaga á fimmtudag. Söfnunin er gerð í samstarfi við Hagkaup, útvarpsstöðina Létt 96,7, Samskip og Íslandspóst. Seldir verða matarpakkar í Hagkaup í Skeifunni og vonast RKÍ til þess að eigi færri en 5.000 pakkar seljist á nokkrum dögum. Hver pakki inniheldur 20. Meira
13. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 289 orð

Málaferlum gegn Jeltsín frestað

LEIÐTOGAR helztu þingflokka í dúmunni, neðri deild rússneska þingsins, ákváðu í gær að fresta því um óákveðinn tíma að taka á dagskrá málflutning til embættissviptingar Borís Jeltsíns forseta, sem til hafði staðið að gera á fimmtudaginn. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 53 orð

Málin rædd á skrifstofu Samfylkingar

SAMFYLKINGIN í Norðurlandskjördæmi eystra opnaði kosningaskrifstofu í Skipagötu 18, 2. hæð, á Akureyri síðastliðinn sunnudag. Við það tækifæri komu saman frambjóðendur listans og hópur stuðningsmanna. Kristín Sigursveinsdóttir, sem skipar 3. sætið, Örlygur Hnefill Jónsson, sem er í öðru sæti, og Svanfríður Jónasdóttir, oddviti listans, fóru yfir stöðuna. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 79 orð

Málþing í Norræna húsinu

MÁLÞING Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs um umhverfisvæna atvinnuþróun verður haldið í Norræna húsinu í dag kl. 17.30 til 22.30. Meðal fyrirlesara eru Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur, sem fjallar um sjálfbært atvinnulíf, og dr. Ólafur R. Dýrmundsson ráðunautur, sem fjallar um lífrænan og vistvænan landbúnað. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 398 orð

Miðillinn eða málefnafátækt?

GAGNRÝNISRADDIR heyrðust eftir fyrsta umræðuþátt Sjónvarpsins í kosningabaráttuni sem fram fór á þriðjudaginn fyrir viku. Gagnrýni hefur meðal annars beinst að fyrirkomulaginu og þáttastjórnendum. Umræðurnar þóttu dauflegar og ekki gera kosningamálum skil. Hlutverk stjórnendabýsna erfitt Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 79 orð

Námskeið um ferðaþjónustusvæði trjágróðurs

GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi, í samvinnu við Skógrækt ríkisins og Landgræðslu ríkisins, verður með námskeið sem nefnist: Ferðaþjónusta í skjóli skógar á Hótel Eddu, Kirkjubæjarklaustri, laugardaginn 17. apríl kl. 10­16. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 74 orð

Námskeið um hjónabandið og kristið uppeldi

BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg heldur 17. apríl námskeið sem nefnist "Hjónabandið og kristið uppeldi". Í fréttatilkynningu segir að þar verði fjallað um samskipti hjóna og þroska og trúarþroska barna frá fæðingu til unglingsára og spurninguna hvernig hægt sé að nálgast börn ef þau verða fyrir sorg eða öðrum áföllum. Leiðbeinendur verða séra Þórhallur Heimisson og Guðný Hallgrímsdóttir. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 894 orð

Nokkuð um innbrot í bifreiðar og slagsmál milli manna

NOKKUÐ var um innbrot í bifreiðar og slagsmál milli manna um nýliðna helgi. Að öðru leyti gekk umferð að mestu vel fyrir sig. Þó var mikið kvartað yfir því við lögreglu að bifreiðum væri lagt til óþæginda fyrir aðra umferð og hlutu margir ökumenn sektir af þessum sökum. Einnig voru höfð afskipti af nokkuð mörgum vegna vanrækslu þeirra við að færa ökutæki sín til skoðunar. Meira
13. apríl 1999 | Landsbyggðin | 233 orð

Ný hótelálma við Hótel Hvolsvöll

Hvolsvelli-Ný hótelálma við Hótel Hvolsvöll verður tekin í notkun í byrjun maí. Í hinni nýju byggingu verða 24 fullbúin 2 manna herbergi og að sögn eigenda hótelsins, þeirra Óskars Ásgeirssonar og Sigrúnar Davíðsdóttur eykst gistirými hótelsins um meira en helming. Hin nýju herbergi verða rúmgóð eða 26 fermetrar að stærð. Meira
13. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 379 orð

Pakistanar ætla að svara "með tilhlýðilegum hætti"

KÍNA og Bandaríkin voru meðal þeirra ríkja sem í gær hörmuðu ákvörðun indverskra stjórnvalda á sunnudag að skjóta á loft nýrri gerð Agni-eldflaugar í tilraunaskyni, en Agni-eldflaugin er talin geta flutt kjarnaodda. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 124 orð

Páll Gíslason heiðursfélagi Skurðlæknafélagsins

Páll Gíslason heiðursfélagi Skurðlæknafélagsins PÁLL Gíslason, sérfræðingur í æðaskurðlækningum, var kjörinn heiðursfélagi í Skurðlæknafélagi Íslands á aðalfundi þess síðastliðinn föstudag. Fundurinn var haldinn um leið og þing félagsins sem var í samstarfi við Svæfinga- og gjörgæslulæknafélag Íslands. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 96 orð

Rauða fjöðrin til forsetans

Morgunblaðið/Golli LIONSHREYFINGIN á Norðurlöndum tók til starfa árið 1949 og er því að verða 50 ára gömul. Af þessari ástæðu ákváðu norrænir Lionsklúbbar að efna til sameiginlegs söfnunarátaks undir merki Rauðu fjaðrarinnar og verður söfnunarfénu varið til þess að bæta líf eldri borgara. Söfnunarátakið hófst formlega 10. apríl sl. og nær hámarki föstudaginn 16. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 54 orð

Ráðist á aldraða konu

RÁÐIST var á aldraða konu skammt frá Dvergabakka í Breiðholti í gærmorgun. Árásarmennirnir, sem voru á unglingsaldri, hrifsuðu tösku af konunni sem féll við það í götuna. Að sögn lögreglu komst konan heim til sín og þar hringdi hún á lögreglu. Í veskinu voru peningar auk ýmissa skilríkja og greiðslukorta. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 471 orð

Samstaða um málefni Kosovo

"ÞETTA var að mínu mati mjög góður fundur en hann hófst með því, að okkur var gerð grein fyrir ástandinu á svæðinu og síðan voru umræður um málið. Það kom fram mikil samstaða um að halda áfram að minnka möguleika Slobodans Milosevic Júgóslavíuforseta á því að ráðast gegn fólkinu í Kosovo með því að halda loftárásum áfram, Meira
13. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 184 orð

Scotland Yard á Netið

BRESKA rannsóknarlögreglan, Scotland Yard, hefur tekið Netið í þjónustu sina við að hafa uppi á afbrotamönnum. Verða birtar myndir af þeim á síðu lögreglunnar yfir eftirlýsta menn og aðrar upplýsingar. Meira
13. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 326 orð

Serbar sagðir hafa þvingað fram játningu um njósnir ÁRÓÐURSSTRÍÐIÐ

STJÓRNVÖLD í Ástralíu sögðu í gær "fáránlegar" þær staðhæfingar Serba að ástralskur hjálparstarfsmaður, sem júgóslavnesk stjórnvöld hafa í haldi, væri njósnari, þrátt fyrir að Serbar hafi sýnt opinberlega myndband af manninum, Steve Pratt, þar sem hann gengst við því að hafa stundað njósnir í Kosovo. Meira
13. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 256 orð

Serbneskur blaðamaður myrtur

SERBNESKUR blaðamaður og stjórnarandstæðingur, Slavko Curuvija, var skotinn fyrir utan heimili sitt í Belgrad á sunnudaginn. Alþjóðlegu blaðamannasamtökin, Blaðamenn án landamæra (RSF), kröfðust þess í gær að serbneska lögreglan leiddi málið til lykta hið fyrsta. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 102 orð

Sjálfsafgreiðsla með snertibönkum

SNERTIBANKI sparisjóðanna var kynntur í gær í Sparisjóði Hafnarfjarðar, og varð Geir H. Haarde fjármálaráðherra fyrstur til að notfæra sér formlega þjónustu Snertibankans, en hann greiddi gíróseðil án þess að hann þyrfti að njóta aðstoðar bankagjaldkera. Snertibankinn er árangur íslensks þróunarstarfs. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 168 orð

Sjálfstæðisflokkur fengi 45,9% á Reykjanesi

FYLGI Sjálfstæðisflokksins í könnun Gallup um fylgi stjórnmálaflokkanna, sem unnin var fyrir Ríkisútvarpið, mældist 45,9% á Reykjanesi í könnun sem gerð var 5.-11. apríl sl. Fylgi Samfylkingarinnar mældist 36,3%, Framsóknarflokksins 14%, Vinstrihreyfingin ­ Grænt framboð fengi 2,5%, Frjálslyndi flokkurinn 1% og Kristilegi flokkurinn 0,2%. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 223 orð

Sjálfstæðisflokkur með 44% í Reykjavík

FYLGI Sjálfstæðisflokksins mældist 44% í könnun Gallup um fylgi stjórnmálaflokka í Reykjavík sem gerð var 3.­10. apríl sl. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist minna en í könnun sem Gallup gerði um síðustu mánaðamót en heldur fleiri styðja Samfylkinguna og Framsóknarflokkinn en í fyrrgreindri könnun. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 232 orð

Sjö manns bíða nýrnaígræðslu

FIMM nýrnasjúklingar bíða nú eftir gjafanýra úr líffærabanka og verið er að undirbúa tvo til viðbótar fyrir ígræðslu nýra úr ættingja. Engin nýrnaígræðsla hefur farið fram á Íslendingi það sem af er árinu. Meira
13. apríl 1999 | Landsbyggðin | 234 orð

Sluppu með skrekkinn

Höfn-Hjón ásamt fjórum börnum sínum sluppu með skrekkinn aðfaranótt sunnudags þegar reykskynjari vakti heimilisfólkið eftir að eldur hafði kviknað í kertastjaka út frá kerti á neðri hæð hússins, sem er tvílyft timburhús. Var þá neðri hæðin orðin full að reyk en eldur ekki mikill. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 76 orð

Stal smápeningum úr sjálfsala

MAÐUR braut upp símasjálfsala í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði í gær og hafði með sér innihald hans, væntanlega að verðmæti nokkur þúsund kr. Þjófnaðurinn uppgötvaðist við það að lögreglumenn í Reykjavík höfðu seint í gærkvöldi afskipti af manni sem er þekktur fyrir afbrot af þessu tagi en hann var þá á ferð við Vatnagarða. Fundu þeir plastpoka með smápeningum í bíl hans. Meira
13. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 714 orð

Stúlkum nauðgað og karlar notaðir í herþjónustu Serba

ÞJÓÐERNISHREINSANIR serbneskra hersveita í Kosovo eru stundaðar með kerfisbundnum hætti til að valda fórnarlömbunum, fjölskyldum þeirra og samfélagi ómældum skaða og að "hreinsa" héraðið af Kosovo-Albönum. Hreinsanirnar fela ekki aðeins í sér að fólk sé hrakið af heimilum sínum heldur eru nauðganir, barsmíðar, morð og niðurlæging hluti aðgerðanna. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 43 orð

Tekinn með amfetamín

LÖGREGLAN í Reykjavík hafði í gærkvöldi afskipti af þremur mönnum á Grettisgötu vegna gruns um fíkniefnamisferli. Reyndist einn þeirra hafa liðlega 15 grömm af amfetamíni í fórum sínum. Viðurkenndi hann brot sitt og var sleppt úr haldi að lokinni yfirheyrslu. Meira
13. apríl 1999 | Miðopna | 1034 orð

Tímaskekkja eða sjálfsögð réttindi? Orlof húsmæðra hefur verið við lýði í nærfellt 40 ár en raddir eru uppi um að það beri að

Orlof húsmæðra hefur verið við lýði í nærfellt 40 ár en raddir eru uppi um að það beri að afnema. Geir Svanssonkynnti sér þessi réttindi sem voru í upphafi hugsuð sem viðurkenning á heimilisstörfum. Meira
13. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 179 orð

"Tíma- spursmál" fyrir Serba

GEORGE Robertson, varnarmálaráðherra Bretlands sagði í gær að loftárásir Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Júgóslavíu væru búnar að draga verulega úr getu serbneska hersins. Nú teldu hershöfðingjarnir, að Slobodan Milosevic stundaði "sjálfsmorðsstefnu," sem yrði blettur á þjóðinni um langan aldur. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 131 orð

Tugir beiðna borist um leit að skyldmennum

RAUÐA krossi Íslands hafa borist tugir beiðna um leit að skyldfólki Kosovo-Albana sem búsettir eru hérlendis. Rauða kross félög um allan heim bjóða upp á slíka leitarþjónustu og gera ávallt þegar um mikla mannflutninga er að ræða, að sögn Gests Hrólfssonar, deildarstjóra á alþjóðaskrifstofu RKÍ. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 100 orð

Um 400 manns á opnunardaginn

FRAMSÓKNARFLOKKURINN opnaði kosningaskrifstofu í Reykjavík á laugardag. Hún er á Hverfisgötu 33. Anna Kristinsdóttir, starfsmaður skrifstofunnar, segir opnunina hafa verið fjölmenna og vel heppnaða. "Við teljum að um 400 manns hafi komið. Það var fólk hér á báðum hæðum og jafnvel uppi á lofti. Hér var mjög gaman og allir mjög ánægðir." Auk skemmtiatriða, þar sem fram komu m. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 386 orð

Um fimm þúsund manns sóttu kynninguna

UM 5.000 manns sóttu sameiginlega námskynningu, sem allir skólar á háskólastigi stóðu fyrir, en kynningin, sem kallaðist Námskynning 99, var haldin á sunnudaginn. Að sögn Rögnu Ólafsdóttur, námsráðgjafa við HÍ, og meðlims undirbúningsnefndar, var stöðugur straumur fólks á kynninguna frá því hún hófst klukkan eitt og þar til henni lauk um klukkan fimm. Meira
13. apríl 1999 | Landsbyggðin | 311 orð

Úttekt fyrir Staðardagskrá 21 lokið í Hveragerði

Hveragerði-Hveragerðisbær varð fyrst íslenskra sveitarfélaga til að ljúka fyrsta áfanga í vinnu við Staðardagskrá 21. Sá áfangi felst í úttekt á núverandi stöðu umhverfismála hjá bæjarfélaginu. 31 sveitarfélag tekur þátt í verkefninu sem ætlað er að standa í átján mánuði, þ.e. til marsloka árið 2000. Meira
13. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 108 orð

Vetur konungur í heimsókn enn og aftur

ÞÓTT sumardagurinn fyrsti sé ekki langt undan, er lítið vorlegt víða um land. Vetur konungur heimsótti Norðlendinga enn og aftur um helgina og í gær var leiðindaveður á Akureyri. Lögreglan hafði í nógu að snúast, enda óvenju mikið um minni háttar umferðaróhöpp í hálkunni. Ekki er útlit fyrir miklar breytingar, því næstu daga er áfram spáð norðlægum áttum. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 365 orð

Vilja banna fóstureyðingar og sambúð samkynhneigðra

KRISTILEGI lýðræðisflokkurinn birti stefnuskrá sína í Kristilega dagblaðinu, sem kom út í gær, en þar kemur m.a. fram að flokkurinn vilji afnema lög sem leyfi fóstureyðingar og lög um staðfesta sambúð fólks af sama kyni. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 133 orð

Vonast eftir samningi í dag

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að vonast væri til, að í dag tækist að ljúka samningum við Norðmenn og Rússa um veiðar í Barentshafim. Viðræðurnar fara fram í Moskvu. Meira
13. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 226 orð

Þjóðernissinni kjörinn borgarstjóri Tókýó

HÖRÐUM kosningaslag um embætti borgarstjóra Tókýóborgar lauk á sunnudag með sigri þjóðernissinnans Shintaro Ishihara, sem er þekktur fyrir mjög gagnrýna afstöðu til Bandaríkjanna og veru bandarískra hermanna í Japan. Sigur Ishiharas setur forsætisráðherrann Keizo Obuchi og flokk hans, Frjálslynda lýðræðisflokkinn, í vanda. Meira
13. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 48 orð

Þrjár tilraunir til íkveikju

REYNT var að kveikja í þremur húsum við Byggðarenda og Ásenda síðdegis í gær. Bensíni var hellt á útihurðir, í póstkassa og ruslatunnu og eldur borinn að. Lögregla og slökkvilið kom á staðinn. Skemmdir reyndust ekki miklar. Í gærkvöldi vann lögreglan að rannsókn málsins. Meira
13. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 505 orð

Öflugt fyrirtæki með 70 starfsmenn verður til

PLASTOS-umbúðir hf. hafa keypt fasteign Rafveitu Akureyrar við Þórsstíg og er kaupverðið 86 milljónir króna. Plastos-umbúðir eru að stærstum hluta í eigu Upphafs ehf., sem jafnframt á AKOplast og meirihluta í Kexsmiðjunni. Fyrir liggur að sameina AKOplast og Plastos-umbúðir í eitt öflugt fyrirtæki á umbúðamarkaði undir nafni AKO/Plastos. Meira

Ritstjórnargreinar

13. apríl 1999 | Leiðarar | 720 orð

HARÐSTJÓRAR OG FÓLKIÐ

ÍFRÉTTUM og umræðum um stríðsátökin í Júgóslavíu og Kosovo sérstaklega hafa spjótin beinzt mjög að Serbum og segja má, að serbneska þjóðin liggi undir fordæmingu umheimsins vegna þeirra atburða, sem gerzt hafa í fyrrum lýðveldum Júgóslavíu bæði nú og á undanförnum árum. Meira
13. apríl 1999 | Staksteinar | 376 orð

Kosningabaráttan er hafin á Vesturlandi

STURLA Böðvarsson alþingismaður birtist vikupistil sinn á nýrri vefsíðu, sem hann opnaði nýlega. Þar fjallar hann um upphaf kosningabaráttunnar á Vesturlandi, þar sem framboðslistar hafa verið kynntir og fjörkippur hefur komizt í blaðaútgáfu flokkanna. Meira

Menning

13. apríl 1999 | Menningarlíf | 499 orð

Áhugi vakinn á vandaðri byggingarlist og hönnun

FÉLAG áhugamanna um aldamótahús hefur fengið Guðmund Jónsson, arkitekt í Osló, til að teikna svokallað aldamótahús sem mun rísa af grunni í haust í Staðahverfi, í næsta nágrenni Korpúlfsstaða. Markmiðið með byggingu hússins er að hvetja til framfara í listrænni mótun umhverfis, auka veg innlendrar framleiðslu og vekja áhuga almennings á gildi vandaðrar byggingarlistar og hönnunar. Meira
13. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 205 orð

Banderas fær viðurkenningu

ÞEGAR Antonio Banderas lék í sinni fyrstu bandarísku kvikmynd, The Mambo Kings, árið 1992 átti hann í mestu erfiðleikum með að tjá sig á enska tungu. En mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og þessi spænski leikari hefur lagt sig allan fram um að læra tungumálið. Meira
13. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 254 orð

Bjarney Þóra ungfrú Norðurland

BJARNEY Þóra Hafþórsdóttir, 19 ára stúlka frá Vopnafirði, nemi í Verkmenntaskólanum á Akureyri hreppti titilinn ungfrú Norðurland en Fegurðarsamkeppni Norðurlands var haldin í Sjallanum á Akureyri síðastliðið föstudagskvöld. Meira
13. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 495 orð

Blanchett bar sigurorð af Paltrow

Bresku kvikmyndaverðlaunin BAFTA afhent Blanchett bar sigurorð af Paltrow Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ fór BAFTA-verðlaunahátíðin fram í Lundúnum, en hún er svar Breta við Óskarsverðlaunahátíðinni bandarísku. Meira
13. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 138 orð

Bleyjurnar, dragdrottningin, presturinn og glysgaurinn

ALLSÉRSTÆÐIR útgáfutónleikar á óútkominni plötu Lýðs Árnarsonar, læknis, Ólafs Ragnarssonar POPP og Jóns Rósmann Mýrdal ásamt hljómsveitinni COR voru haldnir á Vagninum eftir miðnætti föstudagsins langa. Það fór kliður um salinn þegar drengirnir í COR komu þrammandi í bleyjum einum fata upp á svið og gerðu sig klára til að spila. Meira
13. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 144 orð

Boðsball í Lindartungu

Boðsball í Lindartungu ÞAÐ VAR fjör í Lindartungu laugardagskvöldið 27. mars en þá héldu Kolhreppingar boðsball og buðu til sín íbúum úr nærliggjandi sveitum, Eyja- og Miklaholtshreppi, Hraunhreppi og frá Skógarströndinni. Byrjað var á sameiginlegu borðhaldi, þar sem gestir sóttu sér mat á hlaðborð. Meira
13. apríl 1999 | Skólar/Menntun | 102 orð

Bókmenntaáætlun ESB

Fleiri sumarstörf hafa verið sett inn á heimasíðu EES-vinnumiðlunar, www.vinnumalastofnun.is, veljið EES-Vinnumiðlun. Einnig er hægt að skoða EURES-gagnagrunninn með tengingu frá heimasíðunni. ARIANE-bókmenntaáætlun Evrópusambandsins Eini skilafrestur umsókna fyrir árið 1999 er 7. mars nk. Meira
13. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 225 orð

Bragðmikil fiskikássa

BREIÐSKÍFA Gus Gus kemur út um heim allan næstkomandi mánudag og hafa dómar verið að birtast í erlendum tímaritum að undanförnu. Þeir hafa verið lofsamlegir eins og í aprílhefti breska tónlistartímaritsins Mojo þar sem er farið jákvæðum orðum um skífuna, This Is Normal. Meira
13. apríl 1999 | Bókmenntir | 465 orð

Eftir atvikum

eftir Lulu Wang. Mál og menning 1998 ­ 471 bls. Sverrir Hólmarsson þýddi. LULU Wang byggir skáldsögu sína Liljuleikhúsið á eigin reynslu og segir frá fjórum árum í lífi ungrar stúlku í Kína á árunum 1971­ 1974 þegar menningarbyltingin illræmda er í algleymingi. Meira
13. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 719 orð

Eldur og ís snertast

Listin er lykillinn að betri heimi Eldur og ís snertast "HVAÐ er betra en listin og skapandi starf til að sameina fólk?" spyr Ása Hauksdóttir, verkefnastjóri menningarsveitar Hins hússins. Meira
13. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 205 orð

Enskir knattspyrnuunnendur í Íslandsheimsókn

Enskir knattspyrnuunnendur í Íslandsheimsókn HÓPUR enskra knattspyrnuunnenda dvaldi á Íslandi dagana 2.­4. apríl í boði Flugleiða. Í hópnum voru 16 fulltrúar jafnmargra aðdáendaklúbba enskra knattspyrnuliða sem unnu ævintýraferð til Íslands í spurningaleik sem haldinn var á vefsíðum klúbbanna fyrr í vetur. Meira
13. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 93 orð

Fegurðardrottningum fjölgar

Styttist í ungfrú Reykjavík Fegurðardrottningum fjölgar ÞRJÁR fegurðarsamkeppnir voru haldnar um helgina. Bjarney Þóra Hafþórsdóttir var kjörin ungfrú Norðurland, Hildigunnur Guðmundsdóttir var valin ungfrú Suðurnes og Katrín Rós var valin ungfrú Vesturland. Meira
13. apríl 1999 | Menningarlíf | 358 orð

"Fórum sjö eða átta sinnum framfyrir tjaldið"

KRISTJÁN Jóhannsson söng titilhlutverkið í Ótelló eftir Giuseppe Verdi á frumsýningu í Vínaróperunni á sunnudagskvöldið við geysigóðar undirtektir áhorfenda. Í lok frumsýningarinnar risu óperugestir úr sætum og hylltu Kristján og meðsöngvara hans í 20 mínútur með lófaklappi og fagnaðarhrópum. Meira
13. apríl 1999 | Skólar/Menntun | 1402 orð

Fræðslan hvílir á dyggðinni Í skólum eiga nemendur að verða góðir á tvennan hátt Markviss umfjöllun um dyggðir birtist í betri

Í skólum eiga nemendur að verða góðir á tvennan hátt Markviss umfjöllun um dyggðir birtist í betri námsárangri NOKKRIR einstaklingar á Akureyri eru að kanna möguleika á stofnun einkaskóla á grunnskólastigi. Þeir hafa áhuga á að reyna hér á landi aðferðir sem þróaðar hafa verið af stofnendum City Montessori-skólans í Lucknow á Indlandi. Meira
13. apríl 1999 | Menningarlíf | 265 orð

Fyrirlestur um goðsögnina Tý

JEAN Renaud prófessor, frá háskólanum í Caen í Normandí, flytur opinberan fyrirlestur fimmtudaginn 15. apríl kl. 17.15 í boði heimspekideildar Háskóla Íslands í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn verður fluttur á frönsku en íslenskri þýðingu verður dreift til áheyrenda sem þess óska. Fyrirlesturinn nefnist Goðsögnin um Tý: tilraun til sálgreiningar. Meira
13. apríl 1999 | Menningarlíf | 143 orð

Fyrirlestur um stöðu listaverka

ROGER Pouivet, dósent í heimspeki við Rennes-háskóla í Frakklandi, heldur opinberan fyrirlestur í boði Heimspekideildar Háskóla Íslands og Félags áhugamanna um heimspeki á morgun, fimmtudag kl. 12. Fyrirlesturinn nefnist "The Work of Art and its Doubles" (Listaverk og tvítekningar þeirra) og verður fluttur á ensku í stofu 201 í Árnagarði. Meira
13. apríl 1999 | Leiklist | 422 orð

Gísl í Breiðholti

eftir Brendan Behan í þýðingu Jónasar Árnasonar. Leikstjóri: María Reyndal. Aðstoðarleikstjóri: Herdís U. Valsdóttir. Ljósamaður: Stefán M. Haraldsson. Hljóð: Jóhann K. Guðmundsson. Búningar og leikmynd: Guðný Rúnarsdóttir, Þórey M. Ómarsdóttir, Iðunn Anderssen, Sara Gunnarsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir. Leikendur: Nanna B. Rúnarsdóttir, Sigurþór H. Gústafsson, Elín H. Hjartardóttir, Ásgrímur Meira
13. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 377 orð

Hér er gríðarlegt skrímslaumhverfi

HANDRITIÐ að myndinni Skrímslieða "Monster" eftir Hal Hartley verður tilbúið fyrir Kvikmyndahátíðina í Cannes, að sögn Friðriks Þórs Friðrikssonar. "Ætli við höldum ekki blaðamannafund þar og kynnum það." Hann segir að þeir séu farnir að velta fyrir sér hugmyndum um leikhóp og hafi nokkur nöfn verið nefnd í því sambandi. "Þetta eru allt alþekkt nöfn," segir hann. Meira
13. apríl 1999 | Skólar/Menntun | 561 orð

Jón Baldvin Hannesson heimsótti CMS skólann

JÓN Baldvin Hannesson, forstöðumaður skólaþjónustu Eyþings, hefur kynnt sér City Montessori School en honum var boðið þangað í haust. Skólinn er í borginnni Lucknow í Uttar Pradesh og er sagður fjölmennasti einkaskóli í heimi með 22.300 nemendur. "Ég dvaldi þarna í fimm vikur en skólinn hefur vakið athygli víða um heim fyrir ótrúlegan árangur," segir Jón Baldvin. Meira
13. apríl 1999 | Tónlist | 954 orð

Karlakórakúltúr

Karlakór Reykjavíkur flutti íslensk og erlend sönglög. Einsöngvari Loftur Erlingsson, hljóðfæraleikarar Anna Guðný Guðmundsdóttir, Krystyna Cortes, Eggert Pálsson, Ólafur Hólm og Mikael Óskarsson. Friðrik S. Kristinsson stjórnaði. Laugardag kl. 17. Meira
13. apríl 1999 | Tónlist | 555 orð

Knéfiðlugal í Salnum

Einleiksverk eftir Schnittke, Hans Abrahamsen, Svein L. Björnsson, Hafliða Hallgrímsson og Kodály. Sigurður Halldórsson, selló. Sunnudaginn 11. apríl kl. 20:30. EFTIR nærri tveggja alda hunzun klassíkur og rómantíkur á sellói án undirleiks tók greinin við sér á ný í byrjun þessarar aldar, sumpart vegna endurlífgunar Pablos Casals á sellósvítum Bachs, Meira
13. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 291 orð

Laus og liðug

Shields og Agassi skilin Laus og liðug TENNISLEIKARINN Andre Agassi sagði frá því í Hong Kong síðastliðinn laugardag að hjónabandi hans og leikkonunnar Brooke Shields væri lokið. Meira
13. apríl 1999 | Kvikmyndir | 350 orð

Ljósmyndir af látnum

Heimildarmynd eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur og Sigurjón Baldur Hafsteinsson. Framleiðendur: Böðvar Bjarki Pétursson, Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Sigurjón Baldur Hafsteinsson. LÍKLEGA hefur undirritaður ekki verið einn um að finnast efni myndarinnar Corpus Camera fremur fráhrindandi í dagskrárkynningu. Ljósmyndir úr einkaeigu af látnu fólki voru sagðar uppistaða myndarinnar. Meira
13. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 51 orð

Misheppnað stökk

Misheppnað stökk HESTURINN Frazer-eyja hljóp of hratt svo hann hrasaði og datt með knapa sinn Richard Guest á Bechers Brook mótinu í Aintree 10. apríl. Aðrir hestar steyptust einnig á hausinn þegar þeir stukku yfir grindverk í hindrunarhlaupinu. Því miður hlutust einhver meiðsli af, en dýralæknar hlúðu vel að sjúklingum sínum. Meira
13. apríl 1999 | Menningarlíf | 65 orð

Norskur myndlistarmaður með fyrirlestur

FRÆÐSLUDEILD Myndlista- og handíðaskóla Íslands stendur fyrir fyrirlestri miðvikudaginn 14. apríl í umsjá Terje Risberg, myndlistarmanns frá Noregi, í fyrirlestrasal MHÍ í Skipholti 1 kl. 12.30. Risberg er um þessar mundir gestakennari við grafíkdeild MHÍ en hann hélt sýningu á verkum sínum í Hafnarborg í október 1998. Fyrirlesturinn nefnist "Slowness. Meira
13. apríl 1999 | Myndlist | 648 orð

Nördahöfðinn í Mýrinni

Til 23. maí. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14­18. NORRÆNA húsið er nú undirlagt undir heljarmikið, norrænt myndasöguþing og sýningar, bæði í anddyri og í kjallara. Sýningin heitir "Cap au Nørd", eða "Nördahöfði", en kallast á íslensku "Myndasögur í Mýrinni". Meira
13. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 92 orð

Ó María, mig langar svo...

ÞAÐ þurfti ekki að koma neinum á óvart að gamanmyndin Það er eitthvað við Maríu skyldi verða vinsælust á myndbandaleigunum. Hún naut mikilla vinsælda í kvikmyndahúsum og fara Cameron Diaz og Ben Stillá kostum í þessari hrakfallamynd sem fer alltaf alla leið í stórslysabröndurunum. Rush Hour gefur henni lítið eftir og fellur aðeins í annað sæti. Meira
13. apríl 1999 | Kvikmyndir | 324 orð

Ruðningsrakki og rússapakk

Leikstjóri: Rick Martin. Handritshöfundar: Paul Tamasy, Harin Mendelsohn. Kvikmyndatökustjóri: Mike Southon. Tónskáld: Brahm Wenger. Aðalleikarar: Kevin Zegers, Cynthia Stevenson, Gregory Harrison, Nora Dunn, Perry Anzilotti, Robert Constanzo. 90 mín. Bandarísk. Keystone/Walt Disney 1998. Meira
13. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 1034 orð

Skrímsli hreiðrar um sig á fróni

ÞAÐ er með vissri tilhlökkun að ég dýfi sykurmolanum í kaffið þennan blíðviðrisdag í miðborg Reykjavíkur. Ég á von á bandaríska kvikmyndaleikstjóranum Hal Hartley. Hann er hérlendis í vettvangsskoðun á landi og þjóð fyrir handrit að kvikmynd sem hann er með í kollinum og hefur verið að vinna að. Hartley þarf vísast ekki að kynna fyrir áhugamönnum um kvikmyndir. Meira
13. apríl 1999 | Tónlist | 677 orð

Svanur ber undir bringudúni banasár

Tónleikar og upplestur til minningar um Þorstein Valdimarsson, tónskáld og ljóðasnilling. Flytjendur voru Skólakór Kársness, undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, Signý Sæmundsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, kórarnir við Hamrahlíð, undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Undirleikarar kóranna voru Marteinn H. Friðriksson og Eva Þyri Hilmarsdóttir. Meira
13. apríl 1999 | Tónlist | 536 orð

Sveiflubopp hinna miðaldra

Þorleifur Gíslason tenórsaxófón, Stefán Ómar Jakobsson básúnu, Carl Möller píanó, Birgir Bragason bassa og Alfreð Alfreðsson trommur. Sunnudagskvöldið 11. 4. MAÐUR færðist nokkra áratugi aftur í tímann þegar Alfreð Alfreðsson og félagar hófu tónleika sína á Múlanum á Sóloni Íslandusi með Flight of the foo birds, Meira
13. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 573 orð

Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir BÍÓBORGIN

Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir BÍÓBORGIN One True Thing Sú ímynd sem við búum til af foreldrum okkar í bernsku og endist flestum, er til endurskoðunar í tregafullri endurskoðun dóttur sem snýr aftur til föðurhúsanna undir erfiðum kringumstæðum. Meira
13. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 557 orð

Söngurinn helsta áhugamálið

LAUGARDALSHÖLLIN var þétt setin á laugardaginn þegar söngkeppni framhaldsskólanna fór fram með pomp og pragt. Ljóst var af söng dagsins að í íslenskum framhaldsskólum leynast víða sönghæfileikar og voru áhorfendur duglegir við að hvetja sína fulltrúa. Mikill spenningur var í loftinu þegar dómnefndin var kölluð á sviðið og krafin um úrslit keppninnar. Meira

Umræðan

13. apríl 1999 | Aðsent efni | 1080 orð

ATM - Andvana tækni og moðreykur

Háhraðanetið og nýtt ATM-net Landssímans henta alls ekki hátæknifyrirtækjum á landsbyggðinni og eru sóun á bandvídd, segir Björn Davíðsson, sem svarar hér Ólafi Þ. Stephensen. Meira
13. apríl 1999 | Aðsent efni | 495 orð

Auðlind framtíðar

Talið er, segir Björgvin G. Sigurðsson, að hver króna sem varið er til fjárfestingar í menntamálum skili sér fimmfalt til baka. Meira
13. apríl 1999 | Aðsent efni | 681 orð

Er ekki nóg að vera góður?

Hvað er það? spyr Ágúst Borgþór Sverrisson, sem ræðir frama rithöfunda í nútímanum. Meira
13. apríl 1999 | Aðsent efni | 603 orð

Er þorskgengd minnkandi?

Við eigum bestu fiskimenn í heimi. Kristinn Pétursson segir að fiskifræðingum hafi þó tekist að hræða suma þeirra með tölfræðilegri ofveiðidellu. Meira
13. apríl 1999 | Aðsent efni | 705 orð

Feigðarflan borgarstjórans í Reykjavík

Þetta er ekki í fyrsta sinn, segir Júlíus Hafstein, sem vinstri meirihlutinn í Reykjavík gerir tilraun til að skaða og raunverulega stórskemma yfirbragð Laugardalsins. Meira
13. apríl 1999 | Aðsent efni | 422 orð

Gjöld öldrunarþjónustu í Reykjavík hækkar

Aukin útgjöld aldraðra Reykvíkinga vegna þessara hækkana, segir Ólafur F. Magnússon, verða 33 milljónir króna á þessu ári. Meira
13. apríl 1999 | Aðsent efni | 934 orð

Hafa skal það sem sannara reynist

Til hvers voru menn að bjóða sig fram til forystu, spyr Bjarni Kjartansson, ef þeir töldu sig ekki þess verða að leiða lista? Meira
13. apríl 1999 | Aðsent efni | 805 orð

Hvað nú, aldraðir?

Fylkjum okkur í kosningunum nú í vor að baki þeim frambjóðendum, segir Hlöðver Kristjánsson, sem hafa talað okkar máli á síðasta kjörtímabili. Meira
13. apríl 1999 | Bréf til blaðsins | 539 orð

Ísland úr NATO - herinn á brott?

Í morgunútvarpinu rétt áðan (23. þ.m.) var rætt við hernámsandstæðing og síðan leikið ástralska lagið Waltzing Matilda, með íslenzkum texta, sem gekk út á Ísland úr NATÓ ­ herinn á brott. Eftir að hafa hlustað á þetta merkilega útvarpsefni gat ég ekki stillt mig um að hripa niður eftirfarandi hugleiðingar. Meira
13. apríl 1999 | Aðsent efni | 384 orð

Kvótaþrautir

Skuldir útgerðarinnar, segir Halldór Halldórsson, hafa aukist um 54 milljarða á þremur árum. Meira
13. apríl 1999 | Aðsent efni | 1089 orð

Léleg heimild leiðrétt

Natóaðild án hersetu, segir Hannes Jónsson. Þetta var kjarninn í stefnu ríkisstjórnarinnar í varnarmálum. Meira
13. apríl 1999 | Aðsent efni | 912 orð

Léleg Tímaritsstjórn

Hafi Friðrik haft ofantalda ritdóma mína um þýðingar sínar í huga, segir Örn Ólafsson, þá hafði hann ekki hug né dug til að andmæla þeim sérstaklega. Meira
13. apríl 1999 | Aðsent efni | 819 orð

Meðferðarþjónusta við Bláa lónið

Það er ómetanlegt fyrir frekari uppbyggingu meðferðarþjónustu við Bláa lónið, segir Grímur Sæmundsen,að íslenskir psoriasissjúklingar nýti áfram þennan valkost. Meira
13. apríl 1999 | Aðsent efni | 462 orð

Megi skynsemin ráða

Almennar reglur við stjórn efnahagsmála, segir Þór Guðmundsson, gefa betri árangur en sértækar. Meira
13. apríl 1999 | Bréf til blaðsins | 379 orð

Skógaskóli 50 ára

SKÓGASKÓLI fimmtíu ára, bréf til gamalla nemenda: Á þessu ári eru liðin fimmtíu ár frá stofnun Héraðsskólans í Skógum. Við erum orðin nokkuð mörg sem þangað höfum sótt menntun og félagslegan þroska. Meira
13. apríl 1999 | Aðsent efni | 617 orð

Skynvillur?

Nú hefir Sovét-Ísland ­ óskalandið, segir Sverrir Hermannsson, loks haldið innreið sína í íslenzkum sjávarútvegi. Meira
13. apríl 1999 | Bréf til blaðsins | 462 orð

Stöðvum hvalveiðiáformin

ÉG las í ferðablaði Morgunblaðsins 28.3. sl. að Alþingi hefði samþykkt hinn 10.3. sl. að hefja undirbúning hvalveiða við Ísland eftir 10 ára hlé. Þetta eru mjög slæmar fréttir sem sýna enn á ný að þrjóskan er að drepa fjölmarga íslenska stjórnmálamenn. Meira
13. apríl 1999 | Aðsent efni | 278 orð

Vinsamleg ábending til "talsmanns námsmanna"

Lög sem hafa verið felld úr gildi eru ekki lög, segir Einar Hannesson, þau eru réttarsaga. Meira
13. apríl 1999 | Aðsent efni | 928 orð

Öfugmælin um kvótann og landsbyggðina

Það gangverk byggðaröskunar sem núverandi kvótakerfi felur í sér, segir Þorsteinn Vilhjálmsson, er eins öruggt og gangur himintunglanna. Meira

Minningargreinar

13. apríl 1999 | Minningargreinar | 317 orð

Birgir Engilberts

Birgir Engilberts æskuvinur minn er látinn, langt um aldur fram. Hann hefur kvatt þessa jarðvist, jarðvist sem í rauninni verður aldrei annað en millilending. Hann hefur lagt upp í ferðalagið langa sem við öll að lokum gerumst þátttakendur í. Við deildum tilfinningum um nokkurra ára skeið, felldum hugi saman, ég þá sem leiklistarnemi, en hann sem leikmyndateiknari Þjóðleikhússins. Meira
13. apríl 1999 | Minningargreinar | 1266 orð

Birgir Engilberts

Nýlátinn er mikill vinur minn og félagi, Sigurjón Birgir Engilberts, tæpra 53 ára að aldri. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir 36 árum er við um svipað leyti hófum nám í Þjóðleikhúsinu, hann í leikmyndagerð, en ég í leiklistarskóla hússins. Meira
13. apríl 1999 | Minningargreinar | 352 orð

Eyþór Kr. Jónsson

Elsku afi minn. Ég trúi því varla að þú sért farinn frá okkur. Það er svo stutt síðan þú komst síðast til okkar í Grindavík og þá varst þú svo hress, en núna stuttu seinna ertu farinn og kemur aldrei aftur. Meira
13. apríl 1999 | Minningargreinar | 454 orð

Eyþór Kr. Jónsson

Í dag kveðjum við hann afa minn, Eyþór Jónsson, í síðasta sinn. Afi missti mikið þegar hún Lolla amma féll frá fyrir tæpum þremur árum og sýndi ótrúlegan styrk og baráttuþrek meðan á veikindum hennar stóð. Hann hélt ágætri heilsu fram undir það síðasta, keyrði ennþá bílinn sinn, kíkti í heimsókn og kom stundum í göngutúr með okkur mæðgunum þegar við spásseruðum um bæinn með kerru eða vagn. Meira
13. apríl 1999 | Minningargreinar | 278 orð

EYÞÓR KR. JÓNSSON

EYÞÓR KR. JÓNSSON Eyþór Kristinn Jónsson fæddist í Hafnarfirði 7. ágúst 1921. Hann lést 6. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Jóhannesson, sjómaður, f. 18.3. 1884 í Staðarsveit á Snæfellsnesi, d. 5.9. 1965, og Guðrún Kristjánsdóttir, húsfreyja, f. 6.8. 1892 á Seltjarnarnesi, d. 8.10. 1974. Alsystkini Eyþórs voru átta: Gyða Þorbjörg, f. 18.10. Meira
13. apríl 1999 | Minningargreinar | 588 orð

Guðbjörg María Gísladóttir

Guðbjörg María Gísladóttir Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Meira
13. apríl 1999 | Minningargreinar | 32 orð

GUÐBJÖRG MARÍA GÍSLADÓTTIR

GUÐBJÖRG MARÍA GÍSLADÓTTIR Guðbjörg María Gísladóttir fæddist á Borg í Skötufirði hinn 12. apríl 1930. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 12. apríl. Meira
13. apríl 1999 | Minningargreinar | 362 orð

Guðrún Sigmundsdóttir

Elskuleg amma okkar, Guðrún Sigmundsdóttir, er látin. Okkur langar að minnast hennar í fáeinum orðum. Amma var okkur mjög kær og mun hún ávallt eiga stóran hlut í hjörtum okkar. Amma átti stórt hjarta og nutum við alltaf góðs af því. Hún var amman sem allir hefðu viljað eiga og var það okkar lán að fá að njóta hennar í öll þessi ár. Meira
13. apríl 1999 | Minningargreinar | 119 orð

GUÐRÚN SIGMUNDSDÓTTIR

GUÐRÚN SIGMUNDSDÓTTIR Guðrún Sigmundsdóttir fæddist á Mel í Hraunhreppi í Mýrarsýslu 9. maí 1913 og ólst upp í Fíflholtum í Hraunhreppi. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 4. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigmundur Guðmundsson og Soffía Kristjánsdóttir. Bróðir Guðrúnar var Kristján, f. 12. janúar 1916, d. 18. janúar 1993. Hinn 13. Meira
13. apríl 1999 | Minningargreinar | 333 orð

Höskuldur Egilsson

Elsku Hössi minn. Síminn hringdi snemma að morgni föstudagsins 26. mars sl. og í símanum var Margrét systir að tilkynna mér að þú værir dáinn. Það þyrmdi yfir mig. Þótt ég vissi að hverju stefndi, þá er fráfall náins ættingja alltaf sárt og erfitt. Meira
13. apríl 1999 | Minningargreinar | 26 orð

HÖSKULDUR EGILSSON

HÖSKULDUR EGILSSON Höskuldur Egilsson fæddist í Reykjavík 18. janúar 1943. Hann lést í Landspítalanum 26. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Heydalakirkju 3. apríl. Meira
13. apríl 1999 | Minningargreinar | 212 orð

Jóhann Guðmundur Þorvaldsson

Jói bróðir okkar er látinn. Hann hafði barist eins og hetja við erfiðan sjúkdóm í nokkur ár og var þetta oft erfið ganga hjá honum, konu hans og börnum. Þú varst öllum svo góður og hjálpfús, gafst svo mikið af sjálfum þér til þeirra sem áttu erfitt. Hönd þín var ávallt reiðubúin. Tíminn er afstæður og minningarnar sem fljúga um í huga okkar eru miklu nær en árin sem þær tilheyra. Meira
13. apríl 1999 | Minningargreinar | 28 orð

JÓHANN GUÐMUNDUR ÞORVALDSSON

JÓHANN GUÐMUNDUR ÞORVALDSSON Jóhann Guðmundur Þorvaldsson fæddist í Reykjavík 19. júlí 1940. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 23. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Seljakirkju 29. mars. Meira
13. apríl 1999 | Minningargreinar | 506 orð

Jón Stefánsson

Á páskadagsmorgun barst mér sú fregn til útlanda að Jón Stefánsson, vinur minn og vinnufélagi, hefði farist í snjóflóði. Í fyrstu trúði ég því ekki og fannst að hann hlyti að hringja í mig eins og vanalega. Meira
13. apríl 1999 | Minningargreinar | 26 orð

JÓN STEFÁNSSON

JÓN STEFÁNSSON Jón Stefánsson fæddist í Reykjavík 10. júní 1965. Hann lést af slysförum 3. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 12. apríl. Meira
13. apríl 1999 | Minningargreinar | 465 orð

Magnea S. Halldórsdóttir

Magga ömmusystir okkar er dáin. Að missa Möggu er eins og að missa ömmu sína, því að Magga tók við af ömmu þegar hún lést 1973. Magga og maður hennar Frímann hafa því veitt okkur margar ógleymanlegar stundir. Sem börn og unglingar og einnig eftir að við urðum fullorðnar var alltaf gaman að koma og vera hjá Möggu og Frímanni, því að þau voru svo samhent um allt. Meira
13. apríl 1999 | Minningargreinar | 427 orð

Magnea S. Halldórsdóttir

Í örfáum orðum langar mig að minnast ömmusystur minnar, Magneu S. Halldórsdóttur. Magga frænka eins og hún var alltaf kölluð hafði ákaflega sterkan og skemmtilegan persónuleika. Hún var falleg kona og glæsileg og í alla staði hrífandi. Að koma á Kaplaskjólsveginn sem barn til Möggu og Frímanns var ævintýri líkast. Meira
13. apríl 1999 | Minningargreinar | 81 orð

MAGNEA S. HALLDÓRSDÓTTIR

MAGNEA S. HALLDÓRSDÓTTIR Magnea S. Halldórsdóttir fæddist á Saurum í Laxárdal 18. júní 1906. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 4. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Halldór Bjarnason og Kristín Eyjólfsdóttir. Systkini Magneu voru Guðrún, f. 1895, Gróa, f. 1896, Sigríður, f. 1897, Elína, f. 1900, Eyjólfur, f. 1903, og Bjarni, f. 1903. Meira
13. apríl 1999 | Minningargreinar | 472 orð

Sigurður Halldór Guðmundson

Okkur starfsfélögum sínum að óvörum kvaddi Sigurður Halldór Guðmundsson þennan heim árla á páskadagsmorgun, hinn fjórða apríl sl., eftir aðeins fárra vikna veikindi. Ég ætla í örfáum línum að rifja upp nokkur atriði úr næstum 50 ára starfsferli Sigurðar eða Súdda, sem var gælunafn hans meðal nánustu vina og félaga. Meira
13. apríl 1999 | Minningargreinar | 204 orð

Sigurður H. Guðmundsson

Við fráfall tengdaföður míns koma fram margar minningar um þennan einstaka mann. Fyrstu kynni mín af honum voru fyrir um 17 árum þegar ég var að gera hosur mínar grænar fyrir yngstu dóttur hans. Dóttirin kynnti mig fyrir honum og var ekki laust við að smá kvíði og stress gerði vart við sig hjá mér, Meira
13. apríl 1999 | Minningargreinar | 91 orð

Sigurður H. Guðmundsson

Afi var alltaf í góðu skapi, hlæjandi og gantaðist oft. Þegar við kíktum í heimsókn kom hann okkur mjög oft til að hlæja. Við munum t.d. í eitt skiptið þegar við vorum í heimsókn þá lét hann geisladisk í með gamalli hljómsveit og fór að dansa út um allt gólf. Alltaf þegar við komum okkur í vandræði í tölvunni hans kom hann og bjargaði öllu. Meira
13. apríl 1999 | Minningargreinar | 330 orð

SIGURÐUR H. GUÐMUNDSSON

SIGURÐUR H. GUÐMUNDSSON Sigurður Halldór Guðmundsson fæddist í Kópavogi 21. júlí 1930. Hann lést á heimili sínu hinn 4. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Margrét V. Sigurðardóttir, húsfreyja, f. 4. nóvember 1897, d. 1985, og Guðmundur Jóhannsson, skipstjóri, f. 4. apríl 1886, d. 1974. Systkini Sigurðar eru Jóhann Kristinn, f. 1921; Baldur, f. Meira
13. apríl 1999 | Minningargreinar | 502 orð

Sigurjón Birgir Engilberts

Fréttin um andlát vinar míns, Birgis Engilberts, kom sem reiðarslag, en aðeins voru nokkrir dagar liðnir frá því að við ræddum saman um nýafstaðna utanlandsferð hans sem greinilega hafði verið afar ánægjuleg. Meira
13. apríl 1999 | Minningargreinar | 881 orð

Sigurjón Birgir Engilberts

Í fljótu bragði mætti skilja þessi orð sem einbera íróníu, mælt þvert um hug þess sem þau mælir. Það væri þá hinn venjulegi, mannlegi mælikvarði. Á hinn bóginn eru þau líka dagsönn, fyrir þann sem vill forðast blekkinguna sem hamingjuvonin vefur og lokar sýn á sannleikann og kjarna hvers máls í hverfulum aðstæðum lífsins. Meira
13. apríl 1999 | Minningargreinar | 576 orð

Sigurjón Birgir Engilberts

Látinn er langt um aldur fram tæpra 53 ára, Sigurjón Birgir Engilberts, leikritahöfundur og fyrrverandi leikmynda- og búningahönnuður hjá Þjóðleikhúsinu. Þótt hann hafi á seinni árum átt við vanheilsu að stríða á stundum, kom fráfall hans á óvart jafnt ættingjum sem vinum og kunningjum. Meira
13. apríl 1999 | Minningargreinar | 420 orð

Sigurjón Birgir Engilberts

Mig langar í fáeinum orðum að minnast frænda míns, Didda, eins og hann var kallaður meðal okkar nánustu. Við vorum systkinabörn. Faðir minn Jón Engilberts var föðurbróðir hans og var mikill samgangur milli æskuheimila okkar. Þegar sest er niður og minnst liðinna tíma, hrannast minningarnar upp frá Njálsgötu 42. Meira
13. apríl 1999 | Minningargreinar | 615 orð

Sigurjón Birgir Engilberts

Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Kæri frændi og vinur, nú skiljast leiðir. Síðast þegar ég talaði við þig hafðir þú nýlokið við að afhenda útgefanda handritið þitt að nýrri skáldsögu. Meira
13. apríl 1999 | Minningargreinar | 154 orð

SIGURJÓN BIRGIR ENGILBERTS

SIGURJÓN BIRGIR ENGILBERTS Sigurjón Birgir Engilberts fæddist í Reykjavík 21. apríl 1946. Hann lést 27. mars síðastliðinn. Birgir var einkabarn hjónanna Gríms Engilberts prentara og ritstjóra barnablaðsins Æskunnar frá 1912­1988 og Laufeyjar Engilberts. Birgir var rithöfundur, leikritahöfundur og leikmyndateiknari. Meira
13. apríl 1999 | Minningargreinar | 850 orð

Vigdís Klara Stefánsdóttir

Vigdís Klara Stefánsdóttir, sem kennd var við Fitjar í Skorradal, var við háan aldur er hún lést, nýlega komin á nítugasta og fyrsta aldursárið. Kvödd er góð kona, yfirlætislaus og hlý. Hún bar mikinn yndisþokka, var fögur og glæsileg kona. Meira
13. apríl 1999 | Minningargreinar | 145 orð

VIGDÍS KLARA STEFÁNSDÓTTIR

VIGDÍS KLARA STEFÁNSDÓTTIR Vigdís Klara Stefánsdóttir fæddist á Fitjum í Skorradal 22. janúar 1909. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 31. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Guðmundsson bóndi og kona hans Karólína Hallgrímsdóttir. Hinn 30. maí 1930 giftist hún Gísla Sigurðssyni, yfirlögregluþjóni í Hafnarfirði, f. 23. júní 1903, d. 29. Meira

Viðskipti

13. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 88 orð

ÐVeltikort Visa í notkun

HANDHÖFUM kreditkorta hjá Visa Ísland gefst nú kostur á að breyta kortum sínum í Veltikort, þar sem korthöfum er í sjálfsvald sett hversu mikið greitt er af hverri mánaðarúttekt svo fremi sem um er að ræða 5.000 krónur að lágmarki, eða 5% auk vaxta. Korthafar geta óskað eftir að breyta núverandi kreditkortum í Veltikort, eða fá viðbótarkort með veltisniði. Meira
13. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 184 orð

Fulltrúi þýsks viðskiptalífs á Íslandi

ÞÝSK-ÍSLENSKA verslunarráðið, ÞÍV, og Samtök þýskra iðnaðar- og verslunarráða,DIHT, (Deutsche Industrie- und Handelstag) munu næstkomandi föstudag undirrita samstarfssaming um að ÞÍV verði opinber fulltrúi þýsks viðskiptalífs á Íslandi. Samningurinn felur í sér að Þýsk-íslenska verslunarráðið verður hluti af neti þýskra verslunarráða sem starfa í 75 löndum, með 110 skrifstofur. Meira
13. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 189 orð

Gabbfrétt olli verðsveiflu á Netinu

GABBFRÉTT á Netinu, að því er virtist frá fjármálaþjónustunni Bloomberg, varð til þess að hlutabréf í litlu tæknifyrirtæki í Kaliforníu hækkuðu um 31% í verði, en snarlækkuðu síðan þegar í ljós kom að brögð væru í tafli. Meira
13. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 343 orð

Hagræðing næst ekki án breytinga

BRYNJÓLFUR Bjarnason, forstjóri Granda hf., sagði á aðalfundi félagsins síðastliðinn föstudag, að sú hagræðing sem fram fer í framleiðslufyrirtækjum og verslunarfyrirtækjum erlendis krefðist sömu hagræðingar við sölu afurða. Meira
13. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 179 orð

Hækkun flugfélaga út um þúfur

TILRAUN nokkurra stærstu flugfélaga Bandaríkjanna til að hækka flugfargjöld fór út um þúfur um helgina af því að önnur félög, þar á meðal American Airlines og Northwest Airlines Corp., fóru ekki að dæmi þeirra. Meira
13. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 909 orð

Höft ganga þvert á hagsmuni sjóðfélaga

VÍGLUNDUR Þorsteinsson stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna gerði þann fjárfestingarramma sem lífeyrissjóðunum í landinu er settur í lögum að umfjöllunarefni í ræðu sinni á aðalfundi sjóðsins í gær. Meira
13. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 172 orð

Risar bjóða tónlist í verzlun á vefnum

TVEIR af fimm helztu dreifendum tónlistarefnis í heiminum, Universal Music og BMG, hafa skýrt frá fyrirætlunum um sameiginlega rekna tónlistarverzlun, sem mun selja geisladiska á veraldarvefnum. Að sögn fulltrúa Universal Music Group, sem tilheyrir Seagram Co. Ltd. Meira
13. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 645 orð

Samanlögð velta 700 milljónir króna

GENGIÐ hefur verið frá kaupum Vöku-Helgafells hf. á Iceland Review ehf. og að sögn Ólafs Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Vöku- Helgafells, eru kaupin fyrsta skrefið í þá átt að auka umtalsvert umsvif Vöku-Helgafells, en vöxtur fyrirtækisins hefur verið 15­20% á ári frá því það var stofnað fyrir 18 árum. Meira
13. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 901 orð

Skortir málefnalega umræðu

KÁRI Arnór Kárason formaður stjórnar Samherja gerði fiskveiðistjórnunarkerfið hér á landi að aðalumtalsefni í ræðu sinni á aðalfundi félagsins, sem haldinn var í Nýja bíói á Akureyri í gær, enda sagði hann eðlilegt að svo mikilvægt stjórnkerfi fái mikla umræðu, ekki síst í aðdraganda kosninga. Meira
13. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 134 orð

Sky meinað að kaupa Man. United

BREZKA ríkisstjórnin hefur komið í veg fyrir fyrirætlanir um að brezki sjónvarpsrisinn BSkyB kaupi knattspyrnufélagið Manchester United Plc fyrir einn milljarð dollara eða rúmlega 70 milljarða króna. Meira
13. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 559 orð

Sparisjóðirnir taka í notkun snertibanka

SNERTIBANKI sparisjóðanna var kynntur í gær í Sparisjóði Hafnarfjarðar, og varð Geir H. Haarde fjármálaráðherra fyrstur til að notfæra sér formlega þjónustu Snertibankans, en hann greiddi gíróseðil án þess að hann þyrfti að njóta aðstoðar bankagjaldkera. Snertibankinn er árangur íslensks þróunarstarfs. Meira
13. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 230 orð

Viðvörun frá Compacq tekið með ró

FJÁRFESTAR í Wall Street létu ekki afkomuviðvörun frá Compaq tölvufyrirtækinu á sig fá í gær og við það létti mönnum svo á evrópskum mörkuðum að nær allar lækkanir þurrkuðust út. Hækkun bréfa hjálpaði dollar, sem hafði verið óstöðugur vegna uggs um að alþjóðlegir fjárfestar mundu selja bandarískar eignir. Meira
13. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 393 orð

Viðvörun frá Compaq veldur óróa á mörkuðum

AFKOMUVIÐVÖRUN frá Compaq, einum fremsta framleiðanda einkatölva í heiminum, hefur vakið furðu í atvinnugreininni í Bandaríkjunum og áhrifanna hefur gætt á verðbréfamörkuðum víða um heim. Viðvörunin hefur vakið spurningar um stöðuna í bandaríska tæknigeiranum, sem hefur átt hvað mestan þátt í hækkandi verði hlutabréfa í Wall Street á síðustu misserum. Meira

Daglegt líf

13. apríl 1999 | Neytendur | 271 orð

Algengast að 1­4 ára börn detti úr körfunum

"ÞAÐ er of algengt að börn detti úr innkaupakörfum í stórmörkuðum hérlendis og foreldrar bregði sér frá að sækja hitt og þetta og láti börnin sitja ein í körfunum," segir Herdís Storgaard, framkvæmdastjóri Aðgátar, og bætir við að í sumum tilfellum hafi börn fengið alvarlega höfuðáverka í kjölfarið. Meira
13. apríl 1999 | Neytendur | 193 orð

Bónus í miðbæinn

Í haust stendur til að opna Bónusverslun í miðbænum og að sögn Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra Bónuss, er verið að innrétta 750 fermetra húsnæði á Ísafirði og væntanlega verður sú Bónusbúð opnuð um mánaðamótin maí-júní. Guðmundur segir að ýmislegt annað sé í farvatninu og meðal annars opnun nýrrar Bónusverslunar í Færeyjum. Meira
13. apríl 1999 | Neytendur | 70 orð

IANA barnaföt

VERSLUNIN Dimmalimm hefur hafið innflutning á barnafatnaði frá ítölsku verslunarkeðjunni IANA. Í fréttatilkynningu frá Dimmalimm kemur fram að framleiðendurnir eru meðal þeirra stærstu á Ítalíu en þar eru landi eru 140 IANA verslanir og 25 verslanir síðan víða um heim. IANA fatnaðurinn skiptist í tvennt, fatnað fyrir 0-2 ára og 3-12 ára. Meira
13. apríl 1999 | Neytendur | 59 orð

Pressa fyrir plastflöskur

VERSLUNIN Pfaff hf. hefur flutt inn um skeið dósapressur, sem pressa áldósir. Nú hefur Pfaff hafið sölu á pressum sem pressa plastflöskur. Í fréttatilkynningu frá Pfaff kemur fram að pressan minnki ummál plastflaskna um allt að 80% og hún hentar fyrir allar stærðir af plastflöskum. Pressur fyrir plastflöskur kosta 1.495 krónur og dósapressur kosta 1.995 krónur. Meira

Fastir þættir

13. apríl 1999 | Í dag | 39 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 13. apríl, er sextugur Tómas Agnar Tómasson, iðnrekandi, Markarflöt 30, Garðabæ. Eiginkona hans er Þórunn Árnadóttir ljósmóðir. Hjónin fagna með vinum sínum á Radison SAS ­ Hótel Sögu, Sunnusal kl. 17­19.30 í dag, afmælisdaginn. Meira
13. apríl 1999 | Í dag | 30 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag þriðjudaginn 13. apríl er níræð Sigurbjörg Kristín Elíasdóttir, Norðurbrún 1, áður á Framnesvegi 52 í Reykjavík. Eiginmaður hennar var Jóhann Þorláksson vélsmíðameistari, látinn 20. maí 1971. Meira
13. apríl 1999 | Í dag | 413 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10­14. Léttur hádegisverður. Samverustund foreldra ungra barna kl. 14­16. Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf kl. 20.30. Dómkirkjan. Barnastarf fyrir 6­9 ára börn kl. 10.15 og kl. 14.15 í safnaðarheimilinu. Grensáskirkja. Meira
13. apríl 1999 | Í dag | 246 orð

Hvað er að gerast hjá SÁÁ?

ÉG er ein af þeim sem hef nokkrum sinnum leitað mér hjálpar hjá SÁÁ á Vogi og göngudeild SÁÁ í Síðumúla. Nýlega hafði ég samband við Vog og svarar mér þá kona sem gat ekkert hjálpað mér og hafði ekkert vit á sjúkdómnum alkóhólisma og fékk ég enga leiðbeiningu á þeim bæ. Meira
13. apríl 1999 | Dagbók | 721 orð

Í dag er þriðjudagur 13. apríl, 103. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Sj

Í dag er þriðjudagur 13. apríl, 103. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Sjá, ég kem skjótt. Sæll er sá, sem varðveitir spádómsorð þessarar bókar. (Opinberun Jóhannesar 22, 7. ) Skipin Reykjavíkurhöfn: Hanse Duo, Sóley, Þerney og Bakkafossfóru í gær. Meira
13. apríl 1999 | Fastir þættir | 804 orð

Í heljargreipum Karpovs

5.­18. apríl VLADIMIR Kramnik og Michael Adams eru efstir á Dos Hermanas- skákmótinu þegar fimm umferðum er lokið. Anand hefur hins vegar gengið afleitlega á mótinu og er neðstur ásamt þeim Peter Svidler og Judit Polgar. Þriðja umferðin á mótinu var mjög spennandi og einungis varð jafntefli í einni skák. Meira
13. apríl 1999 | Fastir þættir | 732 orð

Um menningarneyslu "Með fjöldaframleiðslunni er hin dularfulla (nánast guðlega) tilurð verksins afhelguð sem færir það nær hinum

Menn hafa ekki verið á eitt sáttir um áhrif hins svokallaða menningariðnaðar. Á fyrri hluta aldarinnar lýstu margir yfir áhyggjum sínum af því að hann hefði forheimskandi áhrif, Meira
13. apríl 1999 | Í dag | 387 orð

(fyrirsögn vantar)

KUNNINGI Víkverja varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að standa uppi peningalaus alla páskana þar sem debetkortið hans rann út í lok mars. Í góða veðrinu á skírdag, þann 1. apríl, ákvað hann að gæða fjölskyldunni á góðgæti úr bakaríi í morgunmat. Þegar kom að því að greiða í bakaríinu kom í ljós að posavél bakarísins hafnaði kortinu þar sem það var útrunnið. Meira

Íþróttir

13. apríl 1999 | Íþróttir | 103 orð

Aron og Skjern í úrslit

SKJERN, lið Arons Kristjánssonar, komst um helgina í úrslit dönsku deildakeppninnar í handknattleik er liðið lagði FIF í öðrum og síðari leik liðanna í undanúrslitum, 25:22. Leikurinn fór fram á heimavelli FIF í Kaupmannahöfn, en fyrir helgina vann Skjern heimaleikinn. Aron skoraði þrjú mörk. Meira
13. apríl 1999 | Íþróttir | 167 orð

Bjarki bætir metið með hverjum leik

BJARKI Sigurðsson, fyrirliði Aftureldingar, bætir markamet sitt í úrslitakeppninni með hverjum leik ­ hann hefur nú skorað 236 mörk í úrslitakeppni, en gamla metið átti Valdimar Grímsson, 214 mörk. Bjarki skoraði 119 mörk fyrir Víking 1992­1995, síðan hefur hann skorað 117 fyrir Aftureldingu ­ 33 1996, 42 1997 og í keppninni nú hefur hann skorað 42 mörk. Meira
13. apríl 1999 | Íþróttir | 111 orð

Bjarki og Bergsveinn í úrslitarimmu

BJARKI Sigurðsson er lykilmaður í liði Aftureldingar, sem leikur í annað skipti til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Bjarki lék með Aftureldingu, sem tapaði fyrir KA 1:3 1997. Eftir það hélt hann til Noregs og lék eitt tímabil með Drammen. Afturelding komst í 8-liða úrslit 1998, en tapaði þar fyrir Val 2:0. Meira
13. apríl 1999 | Íþróttir | 111 orð

Celta skellti Real Madrid

CELTA Vigo tók Real Madrid í kennslustund í spönsku deildinni um helgina og vann 5:1. John Toshack, þjálfari Madrídarliðsins, sagði að það væri endanlega úr leik í baráttunni um spánska meistaratitilinn og taldi að fátt gæti komið í veg fyrir sigur Barcelona. Meira
13. apríl 1999 | Íþróttir | 456 orð

Chelsea dregur á

CHELSEA minnkaði forskot Arsenal og Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Aston Villa vann sinn fyrsta sigur í 11 leikjum og Everton vann Coventry í fallbaráttuslag. Tore Andre Flo og og Gustavo Poyet, sem er nýbyrjaður að leika eftir meiðsli, Meira
13. apríl 1999 | Íþróttir | 117 orð

Dormagen öruggt upp

"ÍSLENDINGALIÐIÐ" Bayer Dormagen hefur tryggt sér sigur í suðurriðli 2. deildar þýska handknattleiksins þegar ein umferð er eftir. Um leið á liðið víst sæti í 1. deild að ári eftir eins árs veru í 2. deild. Um helgina lagði Dormagen lið Leutershausen, 25:24, á heimavelli á sama tíma og aðalkeppninauturinn, Willst¨att, náði aðeins jafntefli á heimavelli við Östringen, 23:23. Meira
13. apríl 1999 | Íþróttir | 856 orð

Dómarar voru í sviðsljósinu

DÓMARARNIR voru í sviðsljósinu í undanúrslitaleikjum ensku bikarkeppninnar sem fram fóru á laugardag. Markalaust jafntefli varð í viðureign Manchester United og Arsenal á Villa Park og verða liðin því að mætast öðru sinni annað kvöld og í hinum leiknum komst Newcastle áfram með tveimur mörkum í framlengingu gegn Tottenham. Þar með er Newcastle komið í úrslit bikarsins á Wembley annað árið í röð. Meira
13. apríl 1999 | Íþróttir | 283 orð

Edmundo sagt að þroskast

GIOVANNI Trappatoni, þjálfari ítalska stórliðsins Fiorentina frá Flórens, hefur sett brasilíska framherjanum Edmundo úrslitakosti. Annað hvort þroskist hann og hegði sér eins og fullorðinn maður eða fari frá félaginu. Trappatoni réðst harkalega á Brasilíumanninn á æfingu liðsins á miðvikudag og sagði honum að hætta fíflalátum í eitt skipti fyrir öll. Meira
13. apríl 1999 | Íþróttir | 393 orð

Ekki nóg að vera betri

Við byrjuðum vel en urðum kærulausar og leikurinn jafnaðist enda er ekki nóg að vera betri því liðin eru áþekk og það skiptir öllu hvort kemur til leiks með meiri vilja til að vinna," sagði Ragnheiður Stephensen, sem skoraði tíu mörk fyrir Stjörnuna í gærkvöldi þegar Stjarnan vann Val 18:17 í hörkuleik í Garðabænum. Leikurinn var sá fyrsti í undanúrslitum. Meira
13. apríl 1999 | Íþróttir | 257 orð

Engin bjartsýni með Gintaras

SAVUKYNAS Gintaras, leikstjórnandi Aftureldingar, meiddist á hné í öðrum leiknum við Hauka á föstudagskvöldið. Liðband í utanverðu vinstra hnénu virðist vera tognað eða jafnvel slitið. Hann lék ekki með í þriðja leiknum á sunnudaginn en var á leikskýrslu. Um tíma var talið að hann yrði ekki á skýrslu og hann kom ekki til upphitunar fyrir leikinn fyrr en stundarfjórðungur var í leik. Meira
13. apríl 1999 | Íþróttir | 260 orð

FH - Fram23:25

Undanúrslit Íslandsmóts karla í handknattleik, önnur viðureign liðanna að Kaplakrika í Hafnarfirði, laugardaginn 10. apríl 1999. Gangur leiksins: 0:3, 3:5, 6:6, 6:11, 7:13, 10:13, 10:14, 12:18, 15:19, 19:19, 20:20, 20:23, 23:24, 23:25. FH: Valur Arnarson 9/4, Lárus Long 6/1, Guðmundur Pedersen 5/2, Hálfdán Þórðarson 2, Guðjón Árnason 1. Meira
13. apríl 1999 | Íþróttir | 136 orð

Guðjón yfir 200 marka múrinn

GUÐJÓN Árnason, hinn leikreyndi fyrirliði FH, sem tók við Íslandsmeistarabikarnum síðast á Selfossi 1992, varð þriðji leikmaðurinn til að rjúfa 200 marka múrinn í úrslitakeppninni í handknattleik. Það gerði hann er hann jafnaði 17:17 fyrir FH gegn Fram í gærkvöldi með gegnbumbroti, með mann á bakinu. Guðjón skoraði fimm mörk í gærkvöldi og hefur alls skorað 200 mörk í úrslitakeppninni. Meira
13. apríl 1999 | Íþróttir | 457 orð

"Gömlu karlarnir að komast á skrið"

KRISTJÁN Arason, þjálfari FH- inga, sagði að sterkur varnarleikur hefði fleytt liðinu yfir erfiðasta hjallann í leikjunum við Fram. "Við komust með naumindum í úrslitakeppnina en að undanförnu hefur leikur liðsins farið síbatnandi, ekki síst varnarleikurinn sem hefur verið fyrirtak." Meira
13. apríl 1999 | Íþróttir | 1018 orð

Hafnfirðingar klárir í bátana

HAFNFIRÐINGAR í FH eru klárir í bátana í úrslitakeppni Íslandsmótsins í handknattleik karla. Með sanngjörnum og sannfærandi 18:22-sigri á Frömurum á útivelli í oddaleik liðanna í gærkvöldi sýndu þeir og sönnuðu að þeir eiga skilið að fá tækifæri til að leika til úrslita við deildar- og bikarmeistara Aftureldingar úr Mosfellsbæ. Meira
13. apríl 1999 | Íþróttir | 530 orð

Häkkinen sýndi snilli í Brasilíu

FINNINN Mika Häkkinen sýndi í Brasilíukappakstrinum á sunnudag, að hann hefur eflst að kjarki og útsjónarsemi eftir að verða heimsmeistari í formúlu-1 í fyrra. Eftir dramatískt augnablik í upphafi akstursins, þar sem hann féll niður um nokkur sæti er gírkassi í McLaren-bílnum snuðaði hann, Meira
13. apríl 1999 | Íþróttir | 83 orð

Júlíus mætir Lee í úrslitum í Sviss

JÚLÍUS Jónasson og samherjar í St. Otmar komust um helgina í úrslit svissneska handknattleiksins er þeir lögðu meistaralið síðasta árs, Pfadi Winterthur, 29:25 á heimavelli í oddaleik. Í úrslitum mætir St. Otmar liðsmönnum TV Suhr sem lagði Kadetten Schaffhausen, 28:20, í oddaleik, en með Suhr leikur m.a. Suik Hyung Lee fyrrverandi markvörður FH. Fyrsti leikur St. Meira
13. apríl 1999 | Íþróttir | 231 orð

Kiel gefur ekkert eftir

LEIKMENN Kiel eru ákveðnir að gefa ekkert eftir í baráttunni við Flensborg um þýska meistaratitilinn. Kiel sótti Niederwurzbach heim og rúllaði yfir áhugalausa leikmenn liðsins. Gestirnir byrjuðu betur, 8:1, og voru yfir í leikhléi, 14:7. Þá var ekki spurning um sigur, heldur aðeins hversu mörg mörk Kielarmenn næðu að skora. Þegar upp var staðið var staðan 17:26 á markatöflunni. Meira
13. apríl 1999 | Íþróttir | 596 orð

Lærðum mikið á tapleiknum

"ÞAÐ má segja að við höfum tapað taktinum eftir deildarkeppnina, en við höfum vaxið á ný upp á síðkastið," sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari UMFA. "Aðalvandinn hefur legið í varnarleiknum, en að þessu sinni small allt saman og ég er að vona að við séum komnir á beinu brautina á nýjan leik. Meira
13. apríl 1999 | Íþróttir | 1395 orð

Löng leið að baki

SPÁNVERJINN José Maria Olazabal sigraði öðru sinni á árlegu boðsmóti Augusta National-golfklúbbsins, öðru nafni Masters eða Meistarakeppnin, sem lauk á sunnudagskvöld. Þetta var tilfinningaþrungin stund fyrir Olazabal, sem var frá keppni í eitt og hálft ár vegna dularfulls meins í fótum og hafði um tíma gefið allar vonir sínar um frækna sigra upp á bátinn. Meira
13. apríl 1999 | Íþróttir | 362 orð

Mikil mistök í Englandi

Mistök dómaranna í undanúrslitaleikjunum tveimur í Englandi á sunnudag hafa vakið hörð viðbrögð í breskum fjölmiðlum. Enn á ný hefur sú umræða vaknað hvort ekki sé rétt að styðjast við nútímatækni í knattspyrnunni og hafa myndavélar til hliðsjónar við dómgæslu í leikjum sem skipta svo miklu máli. Meira
13. apríl 1999 | Íþróttir | 766 orð

Mikil von- vonbrigði

Ég hefði svo sannarlega viljað skila liðinu að minnsta kosti í úrslit og helst alla leið í efsta þrep, þess vegna er niðurstaðan nú mikil vonbrigði," sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari Fram. Meira
13. apríl 1999 | Íþróttir | 149 orð

Owen semur um ævisögu

ENSKI markahrókurinn Michael Owen er aðeins nítján ára að aldri, en samt gerði hann fyrir helgi samning um ritun ævisögu sinnar í þremur bindum. Að auki hyggst breska ríkissjónvarpið gera sögu hans skil í sex þáttum. Talið er að samningurinn færi Owen ríflega 120 milljónir króna í sinn hlut. Það er útgáfurisinn HarperCollins sem hyggst gefa bækurnar þrjár út. Meira
13. apríl 1999 | Íþróttir | 224 orð

Ólafur og samherjar heppnir

ÓLAFUR Stefánsson og samherjar hans hjá Magdeburg voru heppnir að fá ekki flengingu á Spáni í fyrri leiknum í úrslitum EHF-keppninnar í handknattleik. Þegar aðeins átta mínútur voru til leiksloka var staðan 22:15 fyrir Spánverjana ­ og slakir leikmenn Magdeburgar að missa leikinn úr höndunum. Meira
13. apríl 1999 | Íþróttir | 395 orð

Roma stöðvaði sigurgöngu Lazio

FRANCESCO Totti var hetja AS Roma er liðið stöðvaði 17 leikja sigurgöngu Lazio í 1. deild ítölsku knattspyrnunnar. Roma hafði ekki sigrað í grannaslag liðanna í síðustu 19 skiptin þar til liðin mættust á Ólympíuleikvanginum í Róm á sunnudagskvöld. Totti lagði upp tvö mörk fyrir Roma og gerði síðasta mark liðsins. Leikmenn Lazio áttu erfitt uppdráttar og misstu tvo menn út af með rauð spjöld. Meira
13. apríl 1999 | Íþróttir | 545 orð

Rúnar og Helgi á skotskónum

KEPPNI hófst í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Meistarar sjö síðustu ára, Rosenborg frá Þrándheimi, sýndu mátt sinn á heimavelli gegn Moss með 5:0- stórsigri. Árni Gautur Arason varð að gera sér að góðu að sitja á varamannabekk meistaranna, því hinn gamalreyndi Jørn Jamfalt var öryggið uppmálað í markinu. Meira
13. apríl 1999 | Íþróttir | 179 orð

Schutterwald og Bad Schwartau hóta lögsókn

FAGNAÐARLÆTIN í herbúðum Schutterwald yfir að Niederwurzbach myndi hætta keppni í 1. deildarkeppninni í handknattleik í Þýskalandi ­ og þar með að Schutterwald ætti möguleika á að halda 1. deildarsæti sínu, voru ekki þögnuð, er nýjar fréttir bárust frá þýska handknattleikssambandinu. Meira
13. apríl 1999 | Íþróttir | 509 orð

Stúdentar meistarar

ÍÞRÓTTAFÉLAG stúdenta varð bikarmeistari karla í blaki í sjöunda skipti er liðið lagði KA 3:0 í úrslitaleik í íþróttahúsinu í Austurbergi á laugardag. Stúdentar voru ávallt skrefi framar og unnu fyrstu tvær hrinurnar, 25:20 og 25:20, af öruggi. Í þriðju hrinu bitu KA-menn frá sér og undir lokin var mjótt á mununum. En Stúdentar reyndust sterkari og unnu 25:23 og tryggðu sér bikarmeistaratitilinn. Meira
13. apríl 1999 | Íþróttir | 133 orð

Svali hættur þjálfun hjá Val

Svali Björgvinsson er hættur þjálfun hjá meistaraflokki Vals í körfuknattleik. Valsmenn féllu úr úrvalsdeildinni í vetur eftir tveggja ára dvöl og leika í 1. deild næsta vetur. Búist er við að flestir leikmenn verði áfram en Valsmenn hyggjast leika án erlends leikmanns næsta vetur. Meira
13. apríl 1999 | Íþróttir | 293 orð

Útlit fyrir frá- bæra skemmtun

ÚRSLITARIMMA Keflvíkinga og Njarðvíkinga úr Reykjanesbæ um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla hefst í kvöld í íþróttahúsi Keflvíkinga. Það lið verður Íslandsmeistari sem fyrr vinnur þrjá leiki og geta því viðureignirnar minnst orðið þrjár en mest fimm. Meira
13. apríl 1999 | Íþróttir | 714 orð

Verðskulduð afmælisgjöf

HANDKNATTLEIKSMENN Aftureldingar tryggðu sér sæti í úrslitum 1. deildar karla með verðskulduðum og öruggum sigri, 30:22, á Haukum í þriðja og síðasta leik liðanna í 4-liða úrslitum að Varmá á sunnudaginn. Þennan dag voru rétt 90 ár liðin frá stofnun félagsins. Meira
13. apríl 1999 | Íþróttir | 120 orð

Vorum reiðir og sárir

"VIÐ vorum ákveðnir í að bæta mistökin í síðasta leik og ég tel okkur hafa gert það," sagði Bjarki Sigurðsson, leikmaður Aftureldingar, sem átti mjög góðan leik gegn Haukum og skoraði 11 mörk. "Varnarleikurinn var mjög góður, Bergsveinn fór á kostum þar fyrir aftan auk þess sem við skiluðum sóknarleiknum nærri því vandræðalaust. Meira
13. apríl 1999 | Íþróttir | 209 orð

Vorum slegnir út af laginu

Við komum kannski ekki illa stemmdir til leiks, heldur vorum við kannski illa slegnir út af laginu snemma leiks og náðum okkur vart á strik eftir það," sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka, eftir ósigurinn á Aftureldingu. Meira
13. apríl 1999 | Íþróttir | 66 orð

Þannig vörður þeir

(Innan sviga, knötturinn aftur til mótherja). Bergsveinn Bergsveinsson, UMFA, 28/1; 14(5) langskot, 8(7) eftir gegnumbrot, 1(1) úr hraðaupphlaupi, 1(0) úr horni, 3(2) af línu, 1(1) úr vítaksti. Ásmundur Einarsson, UMFA; Gerði tilraun til að verja eitt vítakast, en tókst ekki. Meira

Fasteignablað

13. apríl 1999 | Fasteignablað | 281 orð

Bjálkahús úr zedrusviði

FASTEIGNASALAN Höfði er með til sölu bjálkahús frá Kenomee í Kanada. Þau eru úr hvítum zedrusviði. "Þetta er sérstaklega sterkur viður," sagði Ásmundur Skeggjason hjá Höfða. "Hann vex mjög hægt og er því sérstaklega þéttur. Það tekur 150 til 200 ár fyrir tréð að ná bjálkastærð. Meira
13. apríl 1999 | Fasteignablað | 32 orð

Blóm eru alls staðar til prýði

Blóm eru alls staðar til prýði ÞEIR SEM eru blómelskir geta víða komið blómum fyrir. Hér er þeim tyllt á baðvaskinn og séð til þess að þau standi í vatni í litlum plasthlífum. Meira
13. apríl 1999 | Fasteignablað | 155 orð

Einbýlishús á eftirsóttum stað

MIKIL eftirspurn er nú eftir öllum gerðum af eignum, ekki síst einbýlishúsum á góðum stöðum. Fasteignasalan Fold er nú með til sölu einbýlishús á eftirsóttum stað. Húsið stendur við Litlagerði 5 í Smáíbúðahverfinu og er steinhús, byggt 1953. Það er um 130 ferm. og er hæð, ris og kjallari. Meira
13. apríl 1999 | Fasteignablað | 216 orð

Fallegt einbýlishús við Hæðarsel

FASTEIGNASALAN Valhöll er nú með í einkasölu einbýlishús að Hæðarseli 2 í Breiðholti. Húsið er á tveimur hæðum, en það er 180 ferm. að stærð með 30 ferm. bílskúr. Hús var reist 1981 og er steinsteypt. Meira
13. apríl 1999 | Fasteignablað | 897 orð

Gamlir gluggar

MEÐ þessari smiðjugrein gefur að líta myndir af fjórum gömlum gluggum. Skemmtilegt væri ef ég gæti setið hjá lesendum greinarinnar er þeir skoða þessar gluggamyndir. Þá fengi ég tækifæri til að spyrja hvort þeir telji að myndirnar muni vera teknar hér á landi? Þið getið rétt til um það, myndirnar eru af dönskum gluggum og virðast vera orðnir nokkuð gamlir. Meira
13. apríl 1999 | Fasteignablað | 37 orð

Greiðslugetan

ERFITT er að snúa baki við draumaeigninni, eftir að kauptilboð hefur verið gert, segir Hrafnhildur Sif Hrafnsdóttir í þættinum Markaðurinn. Því er mikilvægt að kanna vandlega greiðslugetu sína og fjármögnunarmöguleika, áður en kauptilboð er gert. Meira
13. apríl 1999 | Fasteignablað | 41 orð

Heimasmíðaður garðstóll

ÞÓTT ekki sé sumarlegt um að litast, nálgast sumardagurinn fyrsti óðfluga. Þá er mál að fara að hugsa fyrir garðhúsgögnum og öðru sem tilheyrir sumarverkum í garðinum. Þessi stóll er skemmtilega frumstæður, enda heimasmíðaður og virðist ekki flókinn að gerð. Meira
13. apríl 1999 | Fasteignablað | 1254 orð

Íbúðarbyggingar framtíðarinnar munu geta þjónað íbúum þeirra alla ævi

ARKITEKTAFÉLAG Íslands efndi í síðustu viku til fræðsluátaks undir yfirskriftinni "Góð hönnun borgar sig". Þessu átaki lauk á laugardag með umræðum, þar sem leitað var svara við spurningunni, hvernig búum við á næstu öld? Á undan umræðunum voru flutt erindi. Meira
13. apríl 1999 | Fasteignablað | 255 orð

Íbúðir framtíðar

Í FRAMTÍÐINNI verða íbúðarbyggingar þannig úr garði gerðar, að þær geti þjónað íbúum sínum alla þeirra ævi. Kemur þetta fram í viðtali við Hilmar Þór Björnsson arkitekt hér í blaðinu í dag, þar sem hann ber saman skipulag og hönnun íbúðarbygginga nú og í framtíðinni. Meira
13. apríl 1999 | Fasteignablað | 39 orð

Íslenzkar lagnir

BROTTFALL verndarmúra um innlendan iðnað, hefur ekki orðið fyrirtækjum hér fjötur um fót, ef vel er að rekstri þeirra staðið, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. Fyrirtækið SET á Selfossi er talandi tákn um það. Meira
13. apríl 1999 | Fasteignablað | 403 orð

Nemendur í arkitektúr mun færri en áður var

ARKITEKTAFÉLAG gekkst fyrir sérstöku fræðsluátaki í síðustu viku. Tilgangurinn var að kynna almenningi góða byggingarlist og einnig að veita innsæi í menntun og starfssvið arkitekta. Í hugum margra eru arkitektar ung stétt hér á landi, en þó eru liðin rúm 70 ár frá stofnun fyrsta fagfélags þeirra og meira en 200 ár síðan fyrsti Íslendingurinn, Ólafur Ólafsson frá Þverá í Blönduhlíð, Meira
13. apríl 1999 | Fasteignablað | 493 orð

Nýtt athafnasvæði fyrir austan Vesturlandsveg

NÚ ER til kynningar hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur deiliskipulag fyrir nýtt athafnasvæði á vestasta hluta Grafarholts. Deiliskipulagið skiptir svæðinu í þrjá hluta og eru tveir þeirra teknir til meðferðar nú en skipulagi þriðja hlutans frestað. Höfundar skipulagsins eru arkitektarnir Guðmundur Gunnarsson og Sveinn Ívarsson. Meira
13. apríl 1999 | Fasteignablað | 268 orð

Reisulegt einbýlishús á Vopnafirði

ÞAÐ ER ekki oft, sem fasteignir á Vopnafirði eru auglýstar til sölu. Eignamiðlunin auglýsti fyrir skömmu til sölu húseignina Hafnarbyggð 41 þar í bæ. Þetta er einbýlishús á tveimur hæðum, steinsteypt og reist 1980. Húsið er alls 243 ferm. að stærð, þar af er bílskúr 38 ferm. Meira
13. apríl 1999 | Fasteignablað | 585 orð

Set á Selfossi, framsækið fyrirtæki

Að opna útlendum fyrirtækjum leið inn á íslenzkan markað, er ekki hættulegt, segir Sigurður Grétar Guðmundsson. Það opnar íslenzkum fyrirtækjum leið inn á alþjóðlegan markað. Meira
13. apríl 1999 | Fasteignablað | 26 orð

Skemmtilegur gangstígur

Skemmtilegur gangstígur ÞAÐ ÞARF ekki alltaf að kosta mikla peninga að búa til fallega stíga í garðinn. En fyrirhöfnin er ábyggilega talsverð við að útvega heppilega steina. Meira
13. apríl 1999 | Fasteignablað | 729 orð

Umsókn um húsbréfaviðskipti

ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR hefur gefið út ný eyðublöð í kjölfar breytinga á starfseminni. Fimm mismunandi umsóknareyðublöð eru fyrir umsókn um húsbréfaviðskipti eftir því hvers eðlis umsóknin er. Þau eru: Notaðar íbúðir Íbúðir í smíðum Nýbyggingar og viðbyggingar einstaklinga Nýbyggingar byggingaraðila Endurbætur og endurnýjun Meira
13. apríl 1999 | Fasteignablað | 34 orð

Útsamaðar stólhlífar

Útsamaðar stólhlífar FLESTIR eiga stóla sem komnir eru til ára sinna en mætti skinna upp, t.d. með því að sauma yfir þá fallegar stólhlífar. Þessar hlífar eru útsaumaðar, en minna má nú kannski gagn gera. Meira
13. apríl 1999 | Fasteignablað | 208 orð

Verslunar- og skrifstofu húsnæði í Lindahverfi

FASTEIGNASALAN Skeifan hefur fengið í einkasölu 270 ferm. verslunarhúsnæði á götuhæð og 232 og 116,8 ferm. skrifstofueiningar á efri hæð að Bæjarlind 6 í Kópavogi. Þetta er steinhús sem er í byggingu og er gert ráð fyrir afhendingu í júní n.k. Meira
13. apríl 1999 | Fasteignablað | 184 orð

Viðhaldsvörður fyrir íbúðarhús

VERKFRÆÐISTOFAN Verkvangur hefur þróað Viðhaldsvörð, sem er viðhaldskerfi fyrir íbúðarhús, einkum fjölbýlishús. Viðhaldsverði er ætlað að skapa festu í viðhaldsframkvæmdum, draga úr óvissu íbúðareigenda og lækka viðhaldskostnað, eins og segir í fréttatilkynningu frá Verkvangi. Meira

Úr verinu

13. apríl 1999 | Úr verinu | 92 orð

Danir veiða minna

DÖNSK skip lönduðu rúmlega 1,5 milljónum tonna af fiski á síðasta ári, að verðmæti um 36 milljarðar íslenskra króna. Það er um 15% minni afli en á árinu 1997 en verðmætið er um 0.6% meira. Ársafli Dana á helstu tegundum á síðasta ári varð mun minni en á fyrra ári. Veiðar á sandsíli drógust saman um 200 þúsund tonn frá árinu 1997 eða um 23%. Meira
13. apríl 1999 | Úr verinu | 1101 orð

Tilbúnir að hætta veiðum

DRÆM veiði hefur verið á grásleppuvertíðinni á Norður- og Norðausturlandi, sem hófst 20. mars sl., og markaðshorfur ekki góðar. Vegna birgða frá fyrra ári og verðlækkana á mörkuðum hafa sumir framleiðendur tilkynnt viðskiptavinum sínum að frá og með morgundeginum eða eftir hann verði verðið 35 þúsund krónur fyrir hverja tunnu af söltuðum grásleppuhrognum í stað 41 þús. kr.. Meira
13. apríl 1999 | Úr verinu | 563 orð

Verð fyrir íslenskan karfa hækkað verulega

EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur bannað innflutning á nílarkarfa úr Viktoríuvatni í Afríku og hefur verð á íslenskum karfa hækkað verulega í kjölfarið. Sala Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. á nílarkarfa til Evrópu hefur stöðvast. Meira
13. apríl 1999 | Úr verinu | 3742 orð

"Verðum áfram til fyrirmyndar" Friðrik Pálsson er nú seztur í stól stjórnarform anns SÍF hf. eftir óvænt starfslok hjá SH.

"ÞAÐ leggst mjög vel í mig að takast á við stjórnarformennsku í SÍF. SÍF er félag, sem ég þekki vel frá því ég starfaði þar og hef haft miklar taugar til síðan. Sá tími sem ég vann þar var afar skemmtilegur kafli í lífi mínu, fyrst sem skrifstofustjóri í 4 ár og síðan 8 ár sem framkvæmdastjóri. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.