Greinar föstudaginn 7. maí 1999

Forsíða

7. maí 1999 | Forsíða | 112 orð

Bruni í vöruhúsum í Ósló

MIKILL eldur kviknaði í geymsluhúsi flutningafyrirtækisins Expressgods við aðaljárnbrautarstöðina í Ósló í gær og breiddist út í tvö önnur vöruhús. Slökkviliðið náði tökum á eldinum tæpum þremur klukkustundum eftir að hann blossaði upp en mikinn reykmökk lagði þó enn yfir miðborgina í gærkvöldi, að sögn fréttastofunnar NTB. Allar lestaferðir lágu niðri síðdegis vegna brunans. Meira
7. maí 1999 | Forsíða | 98 orð

Næturdvöl á Everest

33 ÁRA sherpi kleif í gær upp á Everest-tind og hugðist dvelja þar í 20 klukkustundir, sem yrði lengsta viðdvöl á hæsta fjallstindi heims. Ekki er vitað hver hefur dvalið lengst á Everest-tindi en sérfræðingar segja að aðeins örfáir fjallgöngumenn hafi verið þar lengur en í nokkrar klukkustundir. Meira
7. maí 1999 | Forsíða | 571 orð

Samkomulag um fyrstu skref friðaráætlunar

UTANRÍKISRÁÐHERRAR Vesturveldanna og Rússlands náðu í gær samkomulagi um fyrstu skref áætlunar sem miðar að því að leysa deiluna um Kosovo og gera hundruðum þúsunda flóttamanna frá héraðinu kleift að snúa þangað aftur. Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins sögðu þó að ekki kæmi til greina að hætta loftárásunum á Júgóslavíu þegar í stað. Meira
7. maí 1999 | Forsíða | 401 orð

William Hague talinn hafa sloppið fyrir horn

FYRSTU tölur úr sveitarstjórnarkosningunum á Englandi í gær bentu til þess, að Verkamannaflokkurinn fengi 35% atkvæða, Íhaldsflokkurinn 33% og Frjálslyndir demókratar 27%. Óljóst var, hvað þetta þýddi í fjölda fulltrúa, en ef litið er til kosninganna á landsvísu, þá virðist William Hague hafa sloppið fyrir horn með formennsku sína, en Tony Blair getur bent á, Meira

Fréttir

7. maí 1999 | Erlendar fréttir | 415 orð

Andspyrnuleiðtogar sáttir en áhyggjufullir

LEIÐTOGAR andspyrnuhreyfingar Austur-Tímorbúa lýstu í gær ánægju sinni með sögulegan samning, sem utanríkisráðherrar Portúgals og Indónesíu undirrituðu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í fyrrakvöld og gæti orðið til þess að A-Tímor fengi sjálfstæði. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 248 orð

Aukið fjármagn verði veitt til deildarinnar

INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra kveðst hafa lagt tillögur fyrir ríkisstjórnina um að veitt verði aukið fjármagn til barna- og unglingageðdeildarinnar til að fjölga þar sérhæfðu starfsfólki. Hún segir að tekið hafi verið jákvætt í tillögurnar en þær hafi ekki verið afgreiddar. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 385 orð

Áður óþekkt Kjarvalsverk komið í leitirnar í Svíþjóð

Áður óþekkt Kjarvalsverk komið í leitirnar í Svíþjóð Handbragðið þesslegt að um Kjarvalsverk sé að ræða KJARVALSVERKIÐ, sem sænskur maður festi kaup á á flóamarkaði í Svíþjóð fyrir skömmu og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 95 orð

Ákveðið að Gaumur selji

STJÓRN Baugs hf. og eigendur Gaums ehf., sem eiga um 25% í Baugi, hafa náð samkomulagi um að óska eftir utanaðkomandi mati á verðmæti hlutabréfa Gaums í Ferskum kjötvörum ehf. og Lyfjabúðum ehf. með það fyrir augum að Baugur hf. eða aðrir óskyldir aðilar kaupi eignarhlut Gaums. Að sögn Óskars Magnússonar, stjórnarformanns Baugs hf., voru stjórn Baugs hf. og eigendur Gaums ehf. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 56 orð

Basar og kaffisala í Sunnuhlíð

VORBASAR verður haldinn í Dagdvöl Sunnuhlíðar, Kópavogsbraut 1, laugardaginn 8. maí, kl. 14. Þar verða seldir ýmsir handgerðir munir, einnig heimabakaðar kökur og lukkupakkar. Kaffisala verður í matsal Þjónustukjarna og heimabakað meðlæti á boðstólum. Allur ágóði rennur til styrktar starfsemi Dagdvalar, þar sem aldnir Kópavogsbúar dvelja daglangt og njóta margháttaðrar þjónustu. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 219 orð

Bóndinn dæmdur bótaskyldur

HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur dæmt bónda til að greiða eiganda bifreiðar 150 þúsund króna sekt, en ekið var á kind í eigu bóndans á vegi þar sem lausaganga sauðfjár var bönnuð. Málsatvik eru þau að ær með tvö lömb hljóp í veg fyrir bíl sem ekið var um Suðurlandsveg í júní 1995. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 427 orð

"Brotalöm í kerfinu"

EF allur Skorradalsvegurinn yrði styrktur með um 40 til 50 cm malarlagi þá yrði hann í góðu lagi, en sú framkvæmd myndi kosta nokkrar milljónir. Þetta sagði Bjarni Johansen, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar í Borgarnesi, í samtali við Morgunblaðið. Meira
7. maí 1999 | Erlendar fréttir | 843 orð

Clinton heitir flóttafólki að það geti snúið heim í öryggi

Í GÆR gáfu talsmenn Atlantshafsbandalagsins (NATO) í fyrsta skipti nokkuð nákvæmt yfirlit yfir loftárásirnar á Júgóslavíu, sem staðið hafa stanslaust yfir í 44 daga. Sögðu þeir árangur þeirra hafa verið góðan sl. tvær til þrjár vikur og að þeim myndi ekki linna fyrr en Slobodan Milosevic, forseti Júgósalvíu, hefur gengið að skilyrðum bandalagsins. Meira
7. maí 1999 | Erlendar fréttir | 333 orð

Dana í framboð

DANA, sem réttu nafni heitir Rosemary Scallon, staðfesti í gær að hún hygðist bjóða sig fram til Evrópuþingsins í Strassborg í kosningunum sem fara fram í júní. Dana, sem bar sigur úr býtum í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1970 með laginu "All kinds of Everything", fer fram sem óháður frambjóðandi en í írsku forsetakosningunum í hitteðfyrra varð Dana í þriðja sæti, hlaut 14% atkvæða. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 301 orð

Davíð getur ekki setið rór í fleti sínu

MARGRÉT Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi Sjálfstæðisflokkinn harkalega í ræðu sinni á Samfylkingargleði í Sjallanum á Akureyri í fyrrakvöld og vék sérstaklega að framkomu og einræðistilhneigingum Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, eins og hún orðaði það. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 455 orð

Dregið úr slysahættu á Reykjanesbrautinni með undirgöngum

Á FUNDI bæjarráðs Hafnarfjarðar í gær var ítrekað að öryggi vegfarenda á gatnamótum Öldugötu, Reykjanesbrautar og Kaldárselsvegar yrði tryggt tafarlaust. Bæjarráðið samþykkti því að nú þegar yrði hafinn undirbúningur að gerð undirganga á gatnamótunum. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 197 orð

Eimskip fær nýtt skip til Ameríkusiglinga

EIMSKIP hefur fengið nýtt skip í flota sinn og hefur það hlotið nafnið Selfoss. Verður það notað í Ameríkusiglingar en Goðafoss verður fluttur á strandleið. Ráðgert er að um 11 manns verði í áhöfn skipsins. Meira
7. maí 1999 | Miðopna | 781 orð

"Eins og Hitler teygi sig upp úr gröfinni og segi: ég sigra!" Mörg alþjóðleg samtök koma að hjálparstarfi í flóttamannabúðunum í

Mörg alþjóðleg samtök koma að hjálparstarfi í flóttamannabúðunum í Makedóníu. Skapti Hallgrímsson blaðamaður og Sverrir Vilhelmsson ljósmyndari hittu þar líka fyrir bandaríska gyðinga sem tóku sig til upp á eigin spýtur og drifu sig á staðinn með ýmiss konar vörur sem þeir töldu þörf fyrir. Meira
7. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 100 orð

Ekkert fékkst upp í um 180 milljóna króna kröfur

SKIPTUM er lokið í þrotabúi Halldórs Jóhannssonar og búi einkafyrirtækis hans, H.J. teiknistofu, en búin voru tekin til gjaldþrotaskipta í október 1996. Halldór hafði einkaleyfi á sölu aðgöngumiða á Heimsmeistarakeppnina í handknattleik sem fram fór hér á landi vorið 1995. Lýstar kröfur í bú Halldórs námu 127,1 milljón króna en í bú H.J. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 823 orð

Eru 1.200 fjölskyldur á götunni í Reykjavík?

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, sagði á fundi borgarstjórnar á þriðjudag að húsnæðisleysi fólks í höfuðborginni segði meira um fátækt í landinu og meint góðæri Davíðs Oddssonar en framboð á leiguhúsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja leiguíbúðavandann stafa af aðgerða- og úrræðaleysi R-listans. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 367 orð

Erum þar sem kjósendur eru

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN er með kosningamiðstöð í Skipholti 19 og níu aðrar kosningaskrifstofur í öðrum hverfum borgarinnar. Stefna flokksins fyrir þessar kosningar er að fara til kjósenda fremur en að láta þá koma til sín, að sögn Friðjóns Friðjónssonar, starfsmanns miðstöðvarinnar. Í Skipholtinu hefur verið opið síðasta mánuðinn frá klukkan 14 og fram á kvöld. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 294 orð

Fjórir hnefaleikamenn verða áfram á skilorði

HÆSTIRÉTTUR staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í gær, þar sem fjórir íslenskir karlmenn voru sakfelldir fyrir ástundun hnefaleika. Ákvörðun um refsingu ákærðu skyldi frestað í tvö ár með því skilyrði að þeir héldu almennt skilorð. Með dómi héraðsdóms frá 8. júlí 1998 voru ýmis áhöld til hnefaleika gerð upptæk, m.a. Meira
7. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 128 orð

Fjölskylduhátíð á Ráðhústorgi

MORGUNVERÐARFUNDUR verður á vegum Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi eystra á Greifanum í dag, föstudag kl. 8. Frambjóðendur flytja stutt ávörp og sitja fyrir svörum. Síðar um daginn, kl. 16.30 verður fjölskylduhátíð á Ráðhústorgi. Leiktæki verða á staðnum, fjörug tónlist og veitingar. Ungir sjálfstæðismenn verða með skemmtun í Sjallanum um kvöldið, en hún hefst kl. 23. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 757 orð

Forsætisráðherra telur að birta eigi skattframtöl þingmanna og framb

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist í viðtali í Morgunblaðinu í gær vera þeirrar skoðunar að setja ætti þá reglu að skattframtöl allra þingmanna og jafnvel þeirra sem bjóða sig fram í prófkjöri séu birt. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 493 orð

Frambjóðendur verða að vera sýnilegir"

Hér er verulegur straumur, þegar frambjóðendur hafa tíma til að vera hér," segir Örn Gústafsson, kosningastjóri Framsóknarflokksins, þegar litið er inn á kosningaskrifstofu flokksins við Hverfisgötu. Á borðum eru kleinur og kökur, að ógleymdu nýbökuðu brauði og reyktum laxi, gjöf frá góðum flokksmanni. Við hlið góðmetisins er andleg fæða í formi lesefnis. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 407 orð

Framboðsumræður verði á táknmáli

STJÓRNMÁLAUMRÆÐUR í sjónvarpssal í kvöld, daginn fyrir kjördag, verða táknmálstúlkaðar beint í útsendingu Sjónvarpsins í kjölfar dóms Hæstaréttar sem kveðinn var upp í gær. Héraðsdómur hafði 17. mars sl. sýknað Ríkisútvarpið af kröfu Félags heyrnarlausra þessa efnis. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 160 orð

Framkvæmdir hefjast í næstu viku

FRAMKVÆMDIR við fyrsta áfanga að byggingu nýs þjónustuskála við Alþingishúsið við Austurvöll hefst í næstu viku og er áætlað að þeim ljúki í lok september á þessu ári. Um er að ræða jarðvinnu og uppsteypu 1650 fermetra bílakjallara og kjallara en tilbúinn verður skálinn samtals 2400 fermetrar. Alþingi hefur tekið tilboði lægstbjóðanda, félagsins Ólafs og Gunnars ehf. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 187 orð

Fuglaskoðunarferð Ferðafélagsins

Fuglaskoðunarferð Ferðafélagsins FERÐAFÉLAG Íslands og Hið íslenska náttúrufræðifélag efna til árlegrar fuglaskoðunarferðar sinnar laugardaginn 8. maí og er þetta í þrítugasta skipti sem slík ferð er farin. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 177 orð

Fylgi D- lista eykst lítillega

FYLGI Sjálfstæðisflokksins var um einu prósenti meira í skoðanakönnun Gallup sem birt var í gær heldur en í könnun Gallup frá miðvikudeginum. Litlar breytingar urðu á fylgi annarra flokka milli kannananna. Sjálfstæðisflokkurinn fær 43,2% atkvæða í kosningunum ef marka má nýju könnunina, en hafði 42,3% í samkvæmt fyrri könnuninni. Meira
7. maí 1999 | Erlendar fréttir | 246 orð

Fækka fötum sé skuldin ekki greidd

FYRIRTÆKI í Bombay á Indlandi, er sérhæfir sig í innheimtu skulda, hefur gripið til óhefðbundinna aðferða til að fá skuldir greiddar en fyrirtækið gerir nú út sex geldinga sem hóta að fækka flíkum sé skuldin ekki greidd. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 83 orð

Færeysk hljómsveit á Kaffi Reykjavík

FÆREYSKA hljómsveitin Taxi leikur á Kaffi Reykjavík föstudagskvöldið 7. maí frá kl. 22­00.30 en hljómsveitin var valin besta hljómsveit Færeyja á dögunum. Hljómsveitin er í Reykjavík á vegum Bæjarstjórnarinnar í Þórshöfn og Norræna hússins. Hljómsveitin leikur á opnun á vörukynningu í Perlunni 6. maí og er sú kynning liður í samstarfi Reykjavíkurborgar og Þórshafnar. Meira
7. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 132 orð

Góðir hálsar til Helsinki

HÚSABAKKAKÓRINN Góðir hálsar í Svarfaðardal heldur tónleika í Dalvíkurkirkju á morgun, laugardaginn 8. maí, og hefjast þeir kl. 14. Á efnisskránni eru íslensk og erlend sönglög, en með þá dagskrá fer kórinn á barnakóramót í Helsinki í Finnlandi í næstu viku. Í kórnum eru börn og unglingar á aldrinum 10 til 16 ára, 21 að tölu, nemendur við Húsabakkaskóla í Svarfaðardal. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 213 orð

Grábirni er oftast að finna í þjóðgörðum FULL

Grábirni er oftast að finna í þjóðgörðum FULLORÐINN grábjörn getur orðið ríflega þrír metrar á hæð og um 780 kíló að þyngd, en íslenskur sportveiðimaður veiddi þriggja metra karldýr á dögunum í Alaska og varð að því er vitað er fyrsti Íslendingurinn til að hafa fellt slíkt dýr samkvæmt bókum Veiðimálastofnunar Alaska, Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 250 orð

"Grjótregnið dundi á bílnum fyrirvaralaust"

"Grjótregnið dundi á bílnum fyrirvaralaust án þess að ég gæti nokkuð að gert," sagði Finnbogi Bjarnason, bílstjóri hjá Landflutningum FMV, í samtali við Morgunblaðið, en hann varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu um tvöleytið í gær að grjóti úr Óshlíðinni rigndi yfir flutningabíl hans þegar hann var á leið frá Bolungarvík til Ísafjarðar. Meira
7. maí 1999 | Landsbyggðin | 63 orð

Græna stjarnan brennur ekki

Græna stjarnan brennur ekki Fagradal-Sina í brekkunni fyrir ofan Skeiðflöt í Mýrdal brann nú í lok apríl og stoppaði sinueldurinn við stóra stjörnu fyrir ofan bæinn. Stjarnan er tákn esperanto-hreyfingarinnar. Að sögn Eyþórs Ólafssonar, bónda á Skeiðflöt, er stjarnan búin að vera í brekkunni í u.þ.b. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 80 orð

GSM-símar á 99 aura

"BT býður GSM-síma með TAL12 áskrift á aðeins 99 aura í dag, föstudag. Til þess að gera enn betur en aðrir á þessum markaði verður öllum þeim sem kaupa símann boðið í leikhús að sjá geimsápuna Hnetuna, sem sýnd er í Iðnó. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 110 orð

Hafnarbót í Grímsey!

ÞEGAR þeir Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Halldór Blöndal samgönguráðherra voru á opnum stjórnmálafundi í Grímsey sl. þriðjudagskvöld, impraði Halldór Blöndal m.a. á því að Grímseyingar fengju eitt stórgrýti í höfnina, fyrir hvert atkvæði, en stórgrýtið þarf að flytja til Grímseyjar úr landi. Heimamenn töldu eðlilegra að verðleggja hvert atkvæði þannig að tvö til þrjú stórgrýti kæmu í staðinn. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 438 orð

Hefur ríflega 20% hlutdeild á eggjamarkaðnum

JÓN Ólafsson í Svínabúinu Brautarholti og synir hans fjórir hafa fest kaup á öllum hlutabréfum í Nesbúi ehf. á Vatnsleysuströnd, næststærsta eggjabúi landsins með 45 þúsund hænur. Kaupverð fæst ekki uppgefið en að sögn Kristins Gylfa Jónssonar höfðu seljendurnir, Sigurður Sigurðsson og Ólafur Jónsson, áhuga á að breyta til í rekstri sínum og nálguðust kaupendur í kjölfarið. Meira
7. maí 1999 | Miðopna | 770 orð

Heimilislegt í mörgum tjaldanna

"ÞAÐ hefur komið mér þægilega á óvart hvað hlutirnir eru vel skipulagðir í búðunum. Við höfðum fengið fréttir af því heim frá alþjóða Rauða krossinum að langan tíma taki að dreifa mat, að allt gangi mjög hægt fyrir sig ­ enda hefur fólki í búðunum fjölgað mikið upp á síðkastið og því erfitt að eiga við ástandið. Meira
7. maí 1999 | Miðopna | 484 orð

Heimsbyggðin ætti að skammast sín

"VIÐ vitum hvað það er að þjást og fannst við verða að hjálpa þegar við sáum hvað var að gerast hérna," sagði Ísraelsmaður sem Morgunblaðið hitti í einum flóttamannabúðunum við Skopje en þar var hann með hópi unglinga frá Ísrael sem komu í þeim tilgangi einum að hafa ofan af fyrir börnum í þessum tilteknu búðum. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 149 orð

Herjólfur frá í viku

HERJÓLFUR verður úr leik í áætlunarsiglingum milli lands og Eyja næstu daga vegna bilunar í öðrum veltiugga skipsins. Skipið siglir frá Vestmannaeyjum áleiðis til Rotterdam síðdegis í dag og vonast Magnús Jónasson, framkvæmdastjóri Herjólfs, eftir því til baka í áætlunina á föstudag eða laugardag í næstu viku. Meira
7. maí 1999 | Landsbyggðin | 468 orð

Héraðvötn ehf. áforma virkjun við Villinganes

Sauðárkróki-Einkahlutafélagið Héraðsvötn, sem er í eigu RARIK og Norðlenskrar orku ehf., var eftir alllangan aðdraganda stofnað að Hótel Varmahlíð síðastliðinn föstudag. Tilgangur félagsins er að standa að virkjun Héraðsvatna við Villinganes, en einnig sala á raforku og rekstur sem tengist virkjun og orkusölu. Meira
7. maí 1999 | Landsbyggðin | 116 orð

Hjóladagur 7 ára barna

Hjóladagur 7 ára barna Ólafsvík-Kiwanisklúbburinn Korri og slysavarnadeildin Sumargjöf héldu sinn árlega hjóladag fyrir öll sjö ára börn í Snæfellsbæ sumardaginn fyrsta. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 213 orð

Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta

MIKLIR vatnavextir hafa verið um norðaustanvert landið síðustu daga. Þjóðveg 1 tók í sundur í fyrradag á söndunum við afleggjarann að Herðubreiðarlindum á Mývatnsöræfum. Vegagerðarmönnum tókst að gera við veginn í gærmorgun, en neyddust til að taka hann aftur í sundur til að hleypa vatni í gegn því ræsi höfðu ekki undan. Meira
7. maí 1999 | Erlendar fréttir | 1426 orð

Hvað tekur við að stríði loknu?

ÞRÁTT fyrir linnulitlar loftárásir Atlantshafsbandalagsins (NATO) á skotmörk víðs vegar um Serbíu, Svartfjallaland og Kosovo-hérað, virðist lítið geta breytt því að hernaðurinn stefnir í að verða viðvarandi næstu vikur og mánuði. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 134 orð

Íþróttafélag fatlaðra 25 ára

TUTTUGU og fimm ár eru liðin 30. maí nk. síðan Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík var stofnað. Þó að 25 ár sé ekki langur tími í íþróttasögunni þá hafa verið unnin mörg afrek í íþróttum fatlaðra á þessum árum. Ekkert íþróttafélag í landinu getur státað af því í dag að eiga fjóra Ólympíumeistara innan sinna vébanda, segir í fréttatilkynningu. Meira
7. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 41 orð

KA-messa

KA-MESSA verður í Akureyrarkirkju á sunnudag, 9. maí, og hefst hún kl. 14. Taka KA-menn virkan þátt í messunni með ritningarlestri og flytur Jóhannes Bjarnason þjálfari predikun. KA-kórinn syngur í messunni. Kaffisala á vegum félagsins verður í Safnaðarheimili eftir messu. Meira
7. maí 1999 | Erlendar fréttir | 184 orð

Karbaschi byrjar afplánun

GHOLAMHOSSEIN Karbaschi, fyrrverandi borgarstjóri í Teheran, hóf í gær afplánun tveggja ára fangelsisdóms vegna spillingar, en Karbaschi, sem er einn af helstu umbótasinnum í Íran, kveðst viljugur til að fórna eigin frelsi verði það auknu lýðræði í Íran til framdráttar. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 329 orð

Kippur en svo vatnavextir

Sjóbirtingsveiðin í námunda við Klaustur tók góðan kipp síðustu vikuna áður en yfirstandandi slagveður brast á. Nú er spurningin hvort eitthvað verði eftir af birtingi þegar flóðum og leysingum slotar. Alls veiddust 45 birtingar í Geirlandsá í þremur síðustu hollunum, en það síðasta veiddi til hádegis á mánudag, en þá voru brostnir á vatnavextir. Meira
7. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 22 orð

Kirkjustarf

Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: Kyrrðarstund verður á sunnudagskvöld, 9. maí kl. 21 í Grenivíkurkirkju. Guðsþjónusta verður á Grenilundi á uppstigningadag, 13. maí kl. 16. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 356 orð

Kjósendur forvitnir um nýtt framboð

KAFFI og kanilsnúðar eru á boðstólum í kosningamiðstöð Vinstri hreyfingarinnar ­ græns framboðs á Suðurgötu 7. Þar sitja frambjóðendurnir Ögmundur Jónasson og Kolbrún Halldórsdóttir og spjalla við kjósendur. Undanfarna daga hafa frambjóðendur flokksins verið til viðtals í þessum bækistöðvum flokksins en á morgun verða þeir á þönum um allan bæ að spjalla við kjósendur og kynna málstaðinn. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 117 orð

Kompusala "fósturforeldra" barna á Indlandi

KOMPUSALA til styrktar fátækum börnum á Indlandi verður haldin í Kolaportinu helgina 8.­9. maí. Öllu söluandvirðinu verður varið til styrktar tvennum samtökum sem Hjálparstarf kirkjunnar hefur starfað með á Indlandi en þau vinna eingöngu meðal hinna fátækustu. Fénu verður varið til menntunar barna og því að forða þeim frá vinnuþrælkun. Starfið á Indlandi verður kynnt í máli og myndum. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 35 orð

Kosningaball fyrir fatlaða

LOKA-kosningaball verður haldið fyrir fatlaða í Árseli laugardagskvöldið 8. maí frá kl. 20­23. Hljómsveitin Blái fiðringurinn leikur fyrir dansi og Maggi og Kristján þeyta skífum í pásu. Ekkert aldurstakmark er um kvöldið. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 208 orð

Kosningadagur á Laugaveginum

LAUGAVEGSSAMTÖKIN gangast fyrir ýmsum uppákomum á morgun, kjördag. Í fréttatilkynningu frá samtökunum kemur fram að frambjóðendur allra flokka í Reykjavíkurkjördæmi munu heimsækja Laugaveginn á morgun milli kl. 14 og 16. "Af öðrum uppákomum má nefna að leiklistar- og myndlistarnemar ætla að bregða á leik og sýna listir sínar. Félagar frá Taflfélaginu ætla að skora á þá sem þora. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 374 orð

Kosningaskrifstofan er torg frambjóðenda"

KOSNINGAHÁTÍÐ Samfylkingarinnar í og við Iðnó síðdegis í gær færði kosningaskrifstofu hreyfingarinnar þangað úr Ármúlanum og þar var Óskar Guðmundsson kosningastjóri að hlýða á kórsöng er blaðamann Morgunblaðsins bar að. Utandyra reyndu krakkar kraftana með sleggju, tónlist hljómaði úr gjallarhornum og innan dyra var hægt að kaupa sér kaffi og með'ðí. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 755 orð

Kosningavaka hefst strax eftir fréttir

SJÓNVARPSSTÖÐVARNAR, Ríkisútvarpið og netmiðlarnir koma til með að flytja stöðugar fréttir af úrslitum alþingiskosninganna 8. maí. Reiknað er með fyrstu tölum úr flestum kjördæmum strax eftir að kjörstaðir loka kl. 22. Kosningabaráttunni lýkur formlega í kvöld þegar forystumenn framboðanna sem bjóða fram á landsvísu ræðast við í sjónvarpssal. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 56 orð

LEIÐRÉTT

Í BLAÐINU í gær í myndatexta við frétt um fjölumdæmisþing Lions-hreyfingarinnar var Elías Rúnar Elíasson sagður vera Gunnarsson. Beðist er velvirðingar á mistökunum.Rangt ártal Í BLAÐINU á fimmtudag í andlátsfrétt um Ásu Pálsdóttur var villa í fæðingarári hinnar látnu þar sem stóð 1984 í stað 1983, sem er rétt fæðingarár. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 63 orð

Leiðsögumenn vilja ekki LÍV

FÉLAGSFUNDUR Félags leiðsögumanna, sem haldinn var 5. maí sl., hafnaði einróma tillögu skipulagsnefndar ASÍ um inngöngu félagsins í Landssambands íslenskra verslunarmanna, að því er segir í fréttatilkynningu. Meira
7. maí 1999 | Erlendar fréttir | 305 orð

Lögþingið kallað saman til að staðfesta samning

DEILA Færeyinga og Breta um lögsögumörk milli Hjaltlands og Færeyja, sem staðið hefur yfir árum saman, skortir nú aðeins staðfestingu færeyska, danska og brezka þingsins til að vera endanlega leyst. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 683 orð

Mikið hefur áunnist

Blindrafélagið á 60 ára afmæli í ár. Af því tilefni hefur verið ákveðið að efna til afmælishappdrættis, dregið verður þann 16. júní en miðar eru nýlega komnir út og kostar miðinn eitt þúsund krónur. Vinningar í happdrættinu eru sextíu talsins ­ jafnmargir starfsárum Blindrafélagsins. Aðalvinningur er Volkswagen Bora frá Heklu. Meira
7. maí 1999 | Landsbyggðin | 250 orð

Mikill vargur sækir í æðarvörp landsins

Laxamýri-Aðalfundur Æðarræktarfélags Eyjafjarðar og Skjálfanda var haldinn í Ljósvetningabúð um helgina. Mættir á fundinn voru Davíð Gíslason formaður Æðarræktarfélags Íslands og Árni Snæbjörnsson hlunnindaráðunautur auk æðarbænda úr báðum héruðum. Á fundinum var margt rætt og hafa æðarræktendur áhyggjur af lækkandi dúnverði og er ekki bjart útlit í þeim efnum. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 173 orð

Námustyrkir Landsbankans afhentir ÁTTA námsmenn fen

Námustyrkir Landsbankans afhentir ÁTTA námsmenn fengu styrk úr Námunni, námsmannaþjónustu Landsbanka Íslands, miðvikudaginn 28. apríl að upphæð 175.000 hver. Allir námsmenn sem eru félagar í Námunni eiga rétt á að sækja um þessa styrki. Um 400 umsóknir bárust að þessu sinni en félaga eru tæplega tíu þúsund. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 33 orð

Niðurstöður skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar

HÉR er að finna niðurstöður skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið og samanburð við niðurstöður fyrri kannana, en skoðanakönnunin náði til 1.200 manna úrtaks og var framkvæmd í gær. Nettósvarhlutfall var 73%. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 172 orð

Opið hús í leikskólum og á gæsluleikvöllum

Opið hús í leikskólum og á gæsluleikvöllum OPIÐ hús verður í leikskólum og á gæsluleikvöllum Reykjavíkurborgar laugardaginn 8. maí í Árbæjarhverfi, Fellahverfi, Fossvogshverfi, Bústaðahverfi og Háleitishverfi. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 410 orð

Óæskilegt að afnema nafnleynd styrktaraðila

NEFND sem forsætisráðherra skipaði 1995 til að fjalla um fjárhagslegan stuðning við stjórnmálaflokka komst að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni að óæskilegt væri að afnema nafnleynd styrktaraðila stjórnmálaflokkanna. Í nefndinni sátu fulltrúar fimm stjórnmálaflokka og skilaði hún niðurstöðum sínum í desember sl. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 361 orð

Persónuleg kosningabarátta í stað auglýsingaherferðar

Í KOSNINGAMIÐSTÖÐ Húmanistaflokksins að Grettisgötu 46 í miðbæ Reykjavíkur hefur verið boðið upp á kaffi og meðlæti undanfarið. Þangað lítur inn fólk til þess að viða að sér upplýsingum um stefnu flokksins og einnig til þess að spjalla um heima og geima. Meira
7. maí 1999 | Erlendar fréttir | 337 orð

Prodi bregst við gagnrýni

ROMANO Prodi, verðandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), brást á miðvikudag við fréttaflutningi brezka dagblaðsins The Daily Telegraph um að hann hefði á liðnum 15 árum tvisvar sinnum sætt sakarannsókn á Ítalíu vegna starfa sinna sem yfirmaður IRI, stærsta eignarhaldsfélags ítalska ríkisins, áður en hann varð forsætisráðherra Ítalíu árið 1996. Meira
7. maí 1999 | Erlendar fréttir | 357 orð

Ráðherrar neita ábyrgð

HART er lagt að frönsku stjórninni að hreinsa sig af öllum grun um að vera á einhvern viðriðin "Korsíkuhneykslið" en héraðsstjóri hennar hefur verið sakaður um að hafa verið í vitorði með mönnum, sem brenndu til grunna veitingahús á eyjunni. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 262 orð

Ráðstefna um líkamlegt ofbeldi gegn börnum

BARNAVERNDARSTOFA mun í samvinnu við Barnaspítala Hringsins og Félag íslenskra barnalækna gangast fyrir ráðstefnu um líkamlegt ofbeldi gegn börnum miðvikudaignn 19. maí nk. Í fréttatilkynningu segir: "Árið 1997 bárust barnaverndarnefndum 140 tilkynningar þar sem grunur lék á að barn hefði sætt líkamlegu ofbeldi. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 338 orð

Rekstrargjöld síðasta árs námu tæpum milljarði

HEILDARÚTGJÖLD Alþingis námu tæpum 966 milljónum króna á árinu 1998, þar af var þingfararkaup alþingismanna rúmar 216 milljónir króna og launagjöld á skrifstofu Alþingis rúmar 269 milljónir króna. Alþingismenn eru 63 en stöðugildi á skrifstofu Alþingis voru 89,4 í árslok 1998, að meðtöldu starfsfólki í afleysingastörfum vegna barnsburðarleyfa og veikinda. Þetta kemur m.a. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 310 orð

Ríkinu stefnt fyrir ólögmæta uppsögn læknis

GUÐMUNDUR Karl Snæbjörnsson fyrrum heilsugæslulæknir á Ólafsvík hefur höfðað einkamál, með stefnu sem birt var í gær, gegn ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Krefst stefnandi 12,4 milljóna króna skaðabóta og þriggja milljóna króna miskabóta fyrir þá ákvörðun stefnda að leysa sig frá störfum við Heilsugæsluna í Ólafsvík frá og með 31. desember 1993. Meira
7. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 431 orð

Rúmfatalagerinn hefur ekki áhuga

FORSVARSMENN Rúmfatalagersins hafa ekki áhuga á því að koma upp verslun á lóðinni austan Samkomuhússins á Akureyri. Kaupfélag Eyfirðinga hefur hins vegar áhuga á að skoða þá möguleika sem þar eru og er verið að vinna úttekt á því fyrir félagið. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 293 orð

Samningur upp á 130 milljónir

SÆNSKA hugbúnaðarfyrirtækið Efteam, sem Íslendingurinn Guðrún Magnúsdóttir á meirihluta í, hefur gert samning við bandaríska fyrirtækið TTGL (The Translation Group Limited) upp á 130 milljónir króna, en samningurinn kveður á um að fyrirtækin vinni saman að þriggja ára þróunarverkefni á sviði tungumálaþýðinga. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 856 orð

Sendinefnd frá Færeyjum kynnti sér íslensk heilbrigðismál

FÉLAGS- og heilbrigðisráðherra Færeyja, Helena Dam, var í stuttri heimsókn á Íslandi um síðustu helgi ásamt ráðuneytisstjóra sínum og byggingarnefnd fyrir Landssjúkrahúsið í Þórshöfn, sem fyrirhugað er að stækka verulega. Erindi sendinefndarinnar var að ræða við VSÓ ráðgjöf og fulltrúa Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur og safna upplýsingum og hugmyndum vegna verkefnisins. Meira
7. maí 1999 | Erlendar fréttir | 375 orð

Sex sváfu yfir sig en einn baðst hælis

SEX af sjö Kúbumönnum, sem urðu eftir í Bandaríkjunum að loknum fyrsta leik kúbansks hafnaboltaliðs þar í 40 ár, sneru aftur heim í fyrradag. Höfðu þeir einfaldlega sofið yfir sig en sá sjöundi hefur beðið um landvistarleyfi vestra. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 286 orð

Sjálfstæðisflokkurinn með 41,9% og Samfylkingin með 28,6%

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN er með 41,9% fylgi ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun framkvæmdi fyrir Morgunblaðið í gær. Í könnuninni er Samfylkingin með 28,6% fylgi, Framsóknarflokkurinn 18,0%, Vinstrihreyfingin ­ grænt framboð 8,7%, Frjálslyndi flokkurinn 2,5% og Húmanistaflokkurinn 0,3% ef einungis eru teknir þeir sem afstöðu taka en fylgi annarra framboða mældist ekki. Meira
7. maí 1999 | Landsbyggðin | 278 orð

Skagastrandardeild RKÍ vígir nýtt húsnæði

Skagaströnd-Sjávarborg er nafnið sem valið var á nýtt húsnæði Rauða kross deildarinnar á Skagaströnd. Húsið var vígt formlega fyrsta maí að viðstöddum formanni Rauða kross Íslands, framkvæmdastjóra og fleiri gestum. Skagastrandardeild RKÍ er ung deild því hún var stofnuð fyrir einungis sex árum. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 252 orð

Skipin verði mönnuð Íslendingum

STJÓRN Sjómannafélags Reykjavíkur krefst þess að íslenskum skipafélögum sem sinna flutningum fyrir Varnarliðið séu sett þau skilyrði að skipin séu skráð á Íslandi og áhafnirnar mannaðar Íslendingum enda geri bandarísk stjórnvöld þær kröfur til bandarískra skipafélaga sem sinni þeim hluta flutninganna sem Bandaríkjamönnum sé ætlaður samkvæmt samningum. Meira
7. maí 1999 | Erlendar fréttir | 530 orð

Skýstrókurinn í Oklahoma þykir nokkur ráðgáta

FJÓRIR létust og 53 særðust er öflugur skýstrókur gekk aðfaranótt fimmtudagsins yfir suðurhluta Tennessee í Bandaríkjunum. Meðal hinna látnu var fjórtán ára stúlka er lét lífið er kjallari, þar sem hún hafði leitað skjóls, hrundi í veðurhamnum. Tveimur konum á tíræðisaldri í hópi hinna særðu var í gær vart hugað líf. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 264 orð

Starfsmönnunum verða fundin önnur störf

BORGARSTJÓRI sagði á borgarstjórnarfundi í gær að rangt hefði verið að verki staðið við uppsögn fjögurra fatlaðra starfsmanna hjá garðyrkjustjóra um síðustu mánaðamót. Segir hún að þeim verði fundin önnur störf áður en uppsagnarfrestur þeirra rennur út. Vilhjálmur Þ. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 166 orð

Stefnt að 20% verðmætaaukningu

FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er að setja á laggirnar nefnd sem er ætlað að tryggja 20% verðmætaaukningu árlega í þekkingariðnaði á fyrsta áratug næstu aldar. Formaður nefndarinnar verður Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Þetta kom fram í máli Finns á vinnustaðafundi hjá Skýrr hf. í hádeginu í gær. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 46 orð

Stjórnmálasamband Íslands og Singapúr

FASTAFULLTRÚI Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, Þorsteinn Ingólfsson, og fastafulltrúi Singapúr, Kishore Mahbubani, undirrituðu hinn 4. maí 1999 yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands milli Íslands og Singapúr. Ræðissamband hefur verið milli landanna frá árinu 1977, þegar íslenskur aðalræðismaður var skipaður í Singapúr. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 345 orð

Talið þola stækkun í 106 MW

ORKUVEITA Reykjavíkur hefur farið þess á leit við iðnaðarráðherra að hann gefi út leyfi til stækkunar raforkuversins að Nesjavöllum úr 60 megawöttum í 76. Einnig er farið fram á að ráðherrann hefji undirbúning að lagafrumvarpi sem heimili stækkun í 106 MW þar sem taldar eru líkur á því að svæðið geti staðið undir þeirri viðbót. Meira
7. maí 1999 | Erlendar fréttir | 68 orð

Tár á hvarmi Sergejevs

ÍGOR Sergejev, varnarmálaráðherra Rússlands, þerrar tár af hvarmi sér en Sergejev var í gær viðstaddur hátíðlega athöfn í Sevastopol við Svartahaf, sem haldin var til að minnast þess að fimmtíu og fimm ár voru liðin frá því að borgin, sem nú tilheyrir Úkraínu, var frelsuð úr höndum nasista. Meira
7. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 84 orð

Undan vetri

AÐALHEIÐUR S. Eysteinsdóttir opnar sýningu í Ljósmyndakompunni á morgun, laugardaginn 8. maí, kl. 15. Yfirskrift sýningarinnar er Undan vetri. Aðalheiður útskrifaðist úr málunardeild Myndlistarskólans á Akureyri 1993. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum þar sem hún hefur ýmist sýnt málverk eða tréskúlptúra. Að þessu sinni sýnir hún ljósmyndir. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 189 orð

Verið að leita leiða til úrbóta

"FÉLAGSAÐSTAÐA nemenda er ekki til fyrirmyndar og bæði við og foreldrar höfum kvartað yfir henni en endurbætur á henni verða meðal annars skoðaðar í samhengi við hugsanlega viðbyggingu skólans," segir Jón Ingi Einarsson, skólastjóri Laugalækjarskóla í Reykjavík, en foreldrar hafa lýst áhyggjum vegna lélegrar félagsaðstöðu nemenda skólans. Meira
7. maí 1999 | Landsbyggðin | 157 orð

Veturinn kvaddur með stæl

Djúpavogi- Þau kvöddu veturinn með stæl í orðsins fyllstu merkingu börnin í leikskólanum Bjarkatúni á Djúpavogi. Í vorblíðunni og sólskininu gengu þau um fallega þorpið sitt, sem nú ómar af fuglasöng, og heimsóttu menningarmiðstöðina Löngubúð. Þar eyddu þau síðan síðasta skóladegi vetrarins með fóstrum sínum. Allir voru í hátíðaskapi og hlökkuðu til sumarsins. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 294 orð

Vill víkingaaldargarð í Laugardal

HUGMYND kom fram á borgarstjórnarfundi í gær um að reisa víkingaaldargarð sem tengjast myndi Húsdýra- og fjölskyldugarðinum í Laugardal í Reykjavík. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu um að fela borgarminjaverði að skoða slíka hugmynd og útfæra hugmynd um garð sem byggður væri á endurgerð híbýla víkingaaldar. Meira
7. maí 1999 | Landsbyggðin | 391 orð

Vistvænt ræktaðar gúrkur á markað

Garðyrkjustöðin á Laugalandi í Borgarfirði Vistvænt ræktaðar gúrkur á markað Borgarnesi-Garðyrkjustöðin Laugaland hf. í Stafholtstungum í Borgarfirði hefur sett á markað vistvænt ræktaðar gúrkur og mun vera fyrst íslenskra garðyrkjustöðva til þess. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 94 orð

Vítaverður akstur

LÖGREGLAN í Reykjavík handtók tæplega tvítugan pilt í gær, sem ekið hafði bifreið um Ásgarð í Reykjavík með vítaverðum hætti. Hann var talinn undir áhrifum áfengis eða vímuefna og var færður á lögreglustöð. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 428 orð

"Vonum að fólk hafi kjark til að mótmæla"

"VIÐ sitjum ekki við sama borð og þeir sem hafa efni á dæla út flóði af auglýsingum, en við því er ekkert að segja," segir Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins. Matthías Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, sem skipar heiðurssæti á lista frjálslyndra á Vestfjörðum tekur í sama streng. Meira
7. maí 1999 | Landsbyggðin | 70 orð

Vorfagnaður hjá eldri borgurum í Grindavík

Grindavík-Það var mikið fjör í Festi sunnudaginn 18. apríl en þá héldu eldri borgarar á Suðurnesjum vorfagnað sinn. Ýmislegt var gert sér til skemmtunar og mæting var góð. Það var félagsskapurinn F.E.B. sem stóð fyrir skemmtuninni en þessi skammstöfun stendur fyrir Félag eldri borgara á Suðurnesjum. Meira
7. maí 1999 | Erlendar fréttir | 465 orð

Vökvaneysla minnkar hættu á þvagblöðrukrabbameini

ÞVÍ meiri vökva sem fólk drekkur þeim mun minni hætta er á að það fái krabbamein í þvagblöðru, en líklegra er að reykingafólk fái sjúkdóminn en aðrir. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar sem kynnt var í The New England Journal of Medicine í gær. Talið er að um 310. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 119 orð

Yfirlýsing frá Glerárskóla

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá skólastjóra Glerárskóla á Akureyri: "Að gefnu tilefni vilja kennarar í Glerárskóla vekja athygli á því að í frétt sem birtist í blaðinu Vikudegi þann 29. apríl, um aðild kennara skólans að samkvæmi nemenda að loknum samræmdum prófum, er farið með helber ósannindi í okkar garð. Kennarar skólans áttu enga aðild að þessu samkvæmi. Meira
7. maí 1999 | Innlendar fréttir | 249 orð

Þrír aðilar lofa kvóta

SAMFYLKINGIN hefur efnt til kosningahappdrættis þar sem fyrsti vinningur er eins tonns þorskkvóti, að andvirði um 820 þúsund krónur. Hólmsteinn Brekkan, einn framkvæmdastjóri happdrættisins, segir þrjá aðila hafa heitið því að láta þennan kvóta til happdrættisins og gangi vinningurinn út, verði einn þeirra að efna það loforð. Um helstu fjáröflunarleið Samfylkingarinnar sé að ræða. Meira

Ritstjórnargreinar

7. maí 1999 | Staksteinar | 305 orð

Smákóngaveldi

GALLINN við ríkjandi kerfi smákónga er sá, að það er bæði dýrt og veldur í mörgum tilvikum ótrúlegu óhagræði. Þetta segir m.a. í leiðara "Íslenzks iðnaðar". Sameining Í LEIÐARANUM, segir m.a.: "Einn er sá landshluti þar sem ekkert hefur verið rætt um sameiningu sveitarfélaga en það er höfuðborgarsvæðið. Meira
7. maí 1999 | Leiðarar | 560 orð

UNDIR LOK KOSNINGABARÁTTUNNAR

EFTIR u.þ.b. sólarhring verða kjörstaðir opnaðir og landsmenn ganga til kosninga og kjósa fulltrúa sem sitja á Alþingi næstu fjögur ár. Allar vísbendingar um úrslit kosninganna, sem fram hafa komið í skoðanakönnunum nokkurra aðila hafa bent til hins sama: að núverandi stjórnarflokkar standi vel að vígi og muni halda meirihluta sínum á Alþingi, Meira

Menning

7. maí 1999 | Menningarlíf | 73 orð

25 ára afmælistónleikar

SAMKÓR Selfoss heldur 25 ára afmælistónleika sína sunnudaginn 9. maí kl. 17 í Selfosskirkju. Á dagskrá er fjölbreytt tónlist, bæði íslensk og erlend. Þar á meðal eru lög úr söngleikjunum Cats og Westside story. Stjórnandi kórsins er Edith Molnar og undirleikari er Miklos Dalmay. Tónleikarnir verða svo endurteknir miðvikudaginn 19. maí í Selfosskirkju kl 21. Meira
7. maí 1999 | Fólk í fréttum | 89 orð

Abbalögin vinsæl

GÍTARTÓNARNIR á Acoustic Moods eru alltaf jafn vinsælir og halda efsta sætinu. Sænska sveitin Abba skýst í annað sætið og eru melódísk lög þeirra alltaf jafn vinsæl þótt árin líði. Maria Carey fellur úr öðru sæti í það sjöunda með plötu sína One's en Dionne Warvick hækkar sig um þrjú sæti með lögin hans Burt Bacharach. Meira
7. maí 1999 | Menningarlíf | 140 orð

Bjöllu- og raddhljómur í Bústaðakirkju KÓR Bústaðakirkj

Bjöllu- og raddhljómur í Bústaðakirkju KÓR Bústaðakirkju lýkur vetrarstarfinu með tónleikum í kirkjunni á morgun, sunnudag kl. 17. Kórinn flytur m.a. texta þriggja Davíðssálma, Agnus Dei, Beatus Vir, Til söngsins, Söngur Kerúbanna og Ave María eftir Sigurð Bragason, sem hann færði kórnum til flutnings. Meira
7. maí 1999 | Menningarlíf | 127 orð

Burtfararprófstónleikar í Borgarneskirkju

BJÖRG Karítas Jónsdóttir heldur burtfararprófstónleika frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar í Borgarneskirkju sunnudaginn 9. maí kl. 16. Á tónleikunum mun hún, ásamt meðleikara sínum, Jerzy Tosik- Warszawiak, m.a. flytja lög eftir Pál Ísólfsson, Jón Þórarinsson, Gabriel Fauré, W.A. Mozart, Antonín Dvorák, Richard Strauss og G. Puccini. Meira
7. maí 1999 | Menningarlíf | 91 orð

Einsöngvarapróf

GUÐRÚN Helga Stefánsdóttir mun ljúka einsöngvaraprófi frá Nýja tónlistarskólanum með tónleikum í Seltjarnarneskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Meðleikarar á tónleikunum verða Krystyna Cortes og Einar St. Jónsson. Meira
7. maí 1999 | Menningarlíf | 151 orð

Fjórða kosningasýning Kristjáns Guðmundssonar í Slunkaríki

Morgunmjöllin fríð og blíð flytur margan kaffisopa. Í laun skal hafa lítinn prest og bera hann undir svuntunni. Þessa hugljúfu vísu kvað Sólon Guðmundsson í Slunkaríki fyrr á öldinni og er hún hér birt að gefnu tilefni. Enn og aftur kemur Kristján Guðmundsson myndlistarmaður með alþingiskosningasýningu í Slunkaríki á Ísafirði. Meira
7. maí 1999 | Menningarlíf | 320 orð

Fyrir börn og fjölskyldur

eftir Sigurbjörn Þorkelsson Útgefandi: Höfundur 1999 SIGURBJÖRN Þorkelsson hefur nú gefið út sína fimmtu bók, Kærleikurinn mestur. Bókin hefur að geyma 11 smásögur sem flestar eru, eins og höfundur kemst sjálfur að orði í inngangskafla bókarinnar, samdar fyrir hans eigin syni og þeim sagðar áður en þeir feðgar fóru með kvöldbænirnar. Meira
7. maí 1999 | Menningarlíf | 297 orð

Fyrirlestur um Magnús Ólafsson ljósmyndara

INGA Lára Baldvinsdóttir sagnfræðingur heldur fyrirlestur í minningu Magnúsar Ólafssonar ljósmyndara mánudaginn 10. maí, kl. 19.30 í Listasafni Íslands. Þetta er í annað skipti sem Ljósmyndasafn Reykjavíkur efnir til fyrirlestrar í minningu Magnúsar. Í fyrra hélt dr. Naomi Rosenblum fyrirlestur í minningu Magnúsar. Meira
7. maí 1999 | Menningarlíf | 48 orð

Glerungagerð í MHÍ

NÁMSKEIÐ í glerungagerð verður í leirlistadeild MHÍ, Skipholti 1, og hefst 25. maí. Kennari verður Bjarnheiður Jóhannesdóttir leirlistamaður. Á fyrirlestrum verður fjallað um eiginleika glerunga og aðferðir við þróun þeirra, einkum steinleirsglerunga. Nemendur leysa einstaklingsverkefni að námskeiðinu loknu, hver á sínum vinnustað, í samráði við kennara. Meira
7. maí 1999 | Menningarlíf | 494 orð

Helgistaðir, grameðlur og Gabriel Du Pré

eftir Peter Bowen. St. Martin's Paperbacks. 243 síður. BANDARÍSKI sakamálahöfundurinn Peter Bowen á það sameiginlegt með kollega sínum og landa, Tony Hillerman, að fjalla um indjána í nútímanum, siði þeirra og samskiptavenjur og hugmyndafræði og ættarríg og stolt að ógleymdum gamanmálum á bæði upplýsandi og skemmtilegan hátt. Meira
7. maí 1999 | Menningarlíf | 693 orð

Hreinn tónn málverksins Jim Butler er bandarísku

JIM Butler málar hluti sem hann finnur, stillir upp og rannsakar. Þetta eru ákaflega raunsæislegar kyrralífsmyndir af hlutum sem kveikja hugmyndir með listamanninum og honum finnast hafa víðari tilvísun eftir að þeir eru málaðir á strigann. Butler hefur sýnt verk sín víða á síðustu árum, einkum í Bandaríkjunum en einnig í Norður- Evrópu, og þá gjarnan málverk í yfirstærðum. Meira
7. maí 1999 | Fólk í fréttum | 46 orð

Hvolpur heilsar höfrungi

HVOLPURINN Bullet hefur lagt það í vana sinn að spjalla við höfrunga sem nálgast bát eiganda hans, Wades Henderson í Ástralíu. Höfrungarnir koma að bátnum í leit að æti og stundum stingur Bullet sér til sunds og svamlar með þeim í volgum sjónum. Meira
7. maí 1999 | Menningarlíf | 416 orð

Höggmyndir fljúga

Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá 14­18 og stendur til 9. maí. STEINUNN Þórarinsdóttir hefur lengi fengist við mannsmyndina í höggmyndum sínum sem hún vinnur í málm. Fólkið í myndum hennar er gjarnan í fullri líkamsstærð eða því sem næst, Meira
7. maí 1999 | Fólk í fréttum | 476 orð

Hörkutól í tímaþröng FRUMSÝNING

KVIKMYNDIR/Sambíóin sýna nýjustu spennumynd leikstjórans og leikarans Clint Eastwood, True Crime. Myndin segir frá rannsóknarblaðamanninum Steve Everett (Clint Eastwood), sem fær erfitt mál til umfjöllunar. Hörkutól í tímaþröng FRUMSÝNING Meira
7. maí 1999 | Fólk í fréttum | 99 orð

Íslenskir óperusöngvarar á erlendri grund

KRISTJÁN Jóhannsson óperusöngvari söng í þremur uppfærslum á Ótelló eftir Verdi í Ríkisóperunni í Vínarborg í apríl. Á meðfylgjandi myndum má sjá Kristján og Bjarna Thor Kristinsson saman, en Bjarni er fastráðinn bassasöngvari við Þjóðaróperuna, sem er undir sama hatti og Ríkisóperan. Meira
7. maí 1999 | Menningarlíf | 170 orð

Ítalskir vorsöngvar

VORSÖNGVAR, Songs of Spring, nefnist tvítyngt ítalskt ljóðaþýðingasafn eftir skáldið og þýðandann Franco Buffoni sem nýlega kom út hjá Marcos y Marcos í Mílanó. Þetta er viðamikil bók , 365 síður, og er gefin út í bókaflokki sem nefnist I testi di Testo a Fronte og Buffoni ritstýrir. Meira
7. maí 1999 | Menningarlíf | 53 orð

Karllæg grafík í 12 Tónum

HÓPURINN Homo Grafikus opnar myndlistarsýningu í 12 Tónum, á horni Barónsstígs og Grettisgötu, á morgun, laugardag kl. 15. Að þessu sinni taka sig saman sex meðlimir klúbbsins og sýna karllæga grafík. Á opnuninni mun hljómsveitin Akademískt kortér leika djass. Sveitina skipa Jón Indriðason, Hallvarður Ásgeirsson og Sigurður Hólmsteinn Gunnarsson. Meira
7. maí 1999 | Menningarlíf | 62 orð

Kristján Jóhannsson heillaði Austfirðinga

Morgunblaðið/Anna Kristján Jóhannsson heillaði Austfirðinga Egilsstöðum. Morgunblaðið. UM 900 manns komu í íþróttahúsið á Egilsstöðum á vortónleika Karlakórs Akureyrar-Geysis ásamt Kristjáni Jóhannssyni. Tónleikar þessir voru þeir þriðju í röðinni en tvennir tónleikar voru haldnir á Akureyri. Meira
7. maí 1999 | Fólk í fréttum | 469 orð

Löðrandi í kremi

BRESKIR karlmenn hafa komist að því að hrjúf húð og skeggbroddar vekja ekki losta kvenna. Í nýlegri könnun sem birt var á fimmtudaginn kom fram að karlmenn eyða sífellt meiri peningum í húðkrem af ýmsum gerðum. Meira
7. maí 1999 | Menningarlíf | 1243 orð

Með náttúruna að vopni Hátíðahöldum í tilefni

ANDSPÆNIS íslenskri náttúru má maðurinn sín lítils. Sama má segja um tónverk Jóns Leifs. Raunar er með góðri samvisku hægt að halda því fram að þetta tvennt sé samofið ­ í landinu endurspeglast verk Jóns Leifs, í verkum Jóns Leifs endurspeglast landið ­ og miðin, öflin sem þessi þjóð hefur tekist á við í gegnum aldirnar og náð, þrátt fyrir fórnir og skakkaföll, Meira
7. maí 1999 | Menningarlíf | 235 orð

Messíana Tómasdóttir sýnir á Mokka

MESSÍANA Tómasdóttir opnar myndlistarsýningu á Mokka-kaffi í dag, föstudag, en þar sýnir hún 18 klippimyndir unnar á þessu ári. Myndirnar sýna á óhlutbundinn hátt ferlið í óperuleiknum "Maður lifandi" eftir Árna Ibsen, Karólínu Eiríksdóttur og Messíönu, en hann verður frumsýndur á Litla sviði Borgarleikhússins 3. júní. Meira
7. maí 1999 | Menningarlíf | 167 orð

Nýjar bækur VÖRNIN er eftir

VÖRNIN er eftir Vladimir Vladimirovitsj Nabokov í þýðingu Illuga Jökulssonar. Nabokov fæddist í Sankti Pétursborg 1899 og lést 2. júlí 1977 í Montreux í Sviss. Í tilefni aldarafmælisins kemur ein af fyrstu skáldsögum hans út í íslenskri þýðingu. Meira
7. maí 1999 | Menningarlíf | 129 orð

Óperukórar og dægurlög í Fella- og Hólakirkju

KARLAKÓR Keflavíkur heldur tónleika í Fella- og Hólakirkju á morgun, sunnudag, kl. 17 og í Ytri- Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 11. maí kl. 20.30. Viðfangsefnið samanstendur af íslenskum og erlendum lögum. Má þar nefna hefðbundin karlakóralög, óperukóra og dægurlög. Stjórnandi kórsins undanfarin sex ár er Vilberg Viggósson og undirleikari frá sama tíma hefur veirð Ágota Joó. Meira
7. maí 1999 | Menningarlíf | 61 orð

Sigurrós sýnir í Galleríi Listakoti

MYNDLISTARKONAN Sigurrós Stefánsdóttir opnar málverkasýningu í Galleríi Listakoti, Laugavegi 70, á morgun, laugardag, kl. 14. Sigurrós stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri á árinum 1994­1997 og lauk prófum úr málunardeild. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Galleríið er opið alla virka daga frá kl. 12­18, laugardaga kl. 11­16. Meira
7. maí 1999 | Menningarlíf | 994 orð

"Skuggaspegill"

Opið alla daga frá 12­18. Lokað mánudaga. Til 9. maí. Aðgangur 200 krónur í allt húsið. Sýningarskrá/ bók 800 krónur. ATHYGLISVERÐ sýning 16 myndlistarkvenna og jafnmargra kvenrithöfunda frá Slésvík-Holtsetalandi í norðursal, vekur upp ýmsar spurningar. Meira
7. maí 1999 | Menningarlíf | 654 orð

Skugginn af skáldinu Tvær ævisögur um norsk

KNUT Hamsun var hallur undir nasista eins og minnt er reglulega á. Um þessar mundir er til dæmis verið að sýna mynd um ævi hans í Sjónvarpinu. Hann var þó ekki eini norski rithöfundurinn í nasistaflokknum. Meira
7. maí 1999 | Menningarlíf | 52 orð

Stefán S. Stefánsson á Múlanum

SAXÓFÓNLEIKARINN Stefán S. Stefánsson viðrar nýjar og gamlar tónsmíðar úr eigin bókum og annarra á Múlanum, Sóloni Íslandusi, á sunnudag kl. 21.30. Þetta eru næstsíðustu tónleikarnir á vordagskrá Múlans. Með Stefáni leika Þórir Baldursson, hljómborð, Bjarni Sveinbjörnsson, bassi og Hilmar Jensson, gítar. Auk þeirra verður fjöldi annarra hljóðfæraleikara. Meira
7. maí 1999 | Menningarlíf | 91 orð

Sýning í Leifsstöð tilefni 1000 ára kristni

Í FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar verður opnuð sýning í dag, föstudag, kl. 13.30 í tilefni 1000 ára kristni á Íslandi. Á sýningunni, sem verður í landgang flugstöðvarinnar, verða ýmsir munir, þar á meðal frá Þjóðminjasafni Íslands, mósaíkmynd Nínu Tryggvadóttur úr Skálholtskirkju, ljósmyndir teknar af Ragnari Th. Sigurðssyni og Rafni Haffjörð og eftirprentun af mynd Collingwoods frá Þingvöllum. Meira
7. maí 1999 | Menningarlíf | 79 orð

Sýningum lýkur Listasafn ASÍ

SÝNINGU Steinunnar Þórarinsdóttur í Listasafni ASÍ í Ásmundarsal lýkur nú á sunnudag. Steinunn sýnir að þessu sinni 16 verk sem eru unnin í járn, gler, ál og gifs. Verkin eru öll unnin á s.l. 3 árum en nokkur þeirra hafa verið sýnd að undanförnu í Danmörku og Svíþjóð en eru nú komin "heim". Sýningunni og er opin frá 14-18. Meira
7. maí 1999 | Menningarlíf | 82 orð

Söngbræður í Hafnarborg

KARLAKÓRINN Söngbræður heldur tónleika í Hafnarborg, menningar og listastofnun Hafnarfjarðar, í dag, föstudag 20.30. Verkefni kórsins koma úr ýmsum áttum, íslensk og erlend, en jafnframt hefðbundin karlakórslög. Einsöngvarar með kórnum eru þau Dagrún Hjartardóttir, Theodóra Þorsteinsdóttir og Snorri Hjálmarsson. Meira
7. maí 1999 | Fólk í fréttum | 437 orð

Taktu lagið Lóa FRUMSÝNING

KVIKMYNDIR/Regnboginn sýnir Taktu lagið Lóa, eða Little Voice, sem byggt er á samnefndu leikriti eftir Jim Cartwright. Taktu lagið Lóa FRUMSÝNING Meira
7. maí 1999 | Fólk í fréttum | 154 orð

Undarleg kvikmynd Kossinn (Kissed)

Framleiðsla: Dean English & Lynne Stopkowich. Leikstjórn: Lynne Stopkowich. Handrit: Angus Fraser & Lynne Stopkowich. Kvikmyndataka: Gregory Middleton. Tónlist: Don Macdonal. Aðalhlutverk: Molly Parker og Peter Outerbridge. 75 mín. Bandarísk. Háskólabíó, apríl 1999. Aldurstakmark: 16 ár. Efniviður þessarar kvikmyndar er án efa einn sá undarlegasti sem um getur. Meira
7. maí 1999 | Menningarlíf | 337 orð

Vortónleikar tónlistarskólanna Tónlistars

HÁTÍÐARTÓNLEIKAR Kammersveitar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar verða í Tónlistarskólanum Hásölum á morgun, laugardag, kl. 17. Þess verður minnst að 100 ár eru liðin frá fæðingu Jóns Leifs sem fæddist 1. maí í Húnavatnssýslu og Helga Pálssonar, sem fæddist 2. maí á Tröllanesi í Norðfirði. Eftir Helga verður flutt Menuett í gömlum stíl fyrir strengjasveit og Hinsta kveðja op. Meira

Umræðan

7. maí 1999 | Aðsent efni | 941 orð

Að velja sér forustu

ÞAÐ er mikið um skoðanakannanir þessa dagana, eins og jafnan fyrir kosningar, hvort heldur er til Alþingis, eða sveitarstjórna. Það sem vekur athygli mína sérstaklega er það hlutfall fólks, sem segist ekki ætla að kjósa, eða skila auðu! Manni dettur strax í hug, er þetta fólk sofandi, Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 555 orð

Aukið sjálfstæði með ESB aðild

Fjölþjóðleg samtök eru ekki vandamál, segir Ingvar Sverrisson, heldur tilraunir til að takast á við breyttar aðstæður og efla hag borgara aðildarríkjanna. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 815 orð

Áhrif grunnskólans á fjárhagsstöðu sveitarfélaga

Mikilvægi menntunar er það sem öllu máli skiptir, segir Sigrún Gísladóttir, fyrir framtíð Íslands sem lýðræðisríkis og afkomu þjóðarinnar. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 1009 orð

Blekkingarleikur frá lýðveldisstofnun?

Grunntónn jafnréttis og lýðréttinda er, segir Ásdís Erlingsdóttir, að allir þjóðfélagsþegnar séu jafnir fyrir lögunum. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 643 orð

Breiðholt og uppbygging þess

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar og kjarasamningar verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda, segir Kjartan Emil Sigurðsson, fólu í sér byggingu 1.250 íbúða til handa félagsmönnum í verkalýðshreyfingunni. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 707 orð

Er hagræði? ­ Hagræði er ­ Er framtíð? ­ Framtíð er

Framtíð er, þegar við breytum stjórnkerfi um veiðar og vinnslu, segir Þorsteinn Már Aðalsteinsson, á rólegan og sanngjarnan hátt. Er hagræði Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 430 orð

Er Sjálfstæðisflokkurinn allt of stór?

Ef Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki að gera hluti sem fólkinu í landinu líkaði, segir Steinþór Jónsson, þá nyti hann ekki þeirrar hylli meðal kjósenda sem raun ber vitni. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 481 orð

"Ég veit hvað ég hef..."

Pólitíkin er þó óútreiknanleg og ekkert annað sem getur tryggt, segir Kristján Pálsson, áframhald á stöðugu stjórnarfari á nýrri öld en sterk staða Sjálfstæðisflokksins. Meira
7. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 192 orð

Faðir kvótans óhæfur til að fjalla um kvótann á Alþingi

FJÖLSKYLDA Halldórs Ásgrímssonar á milljarða kvóta. Í yfirheyrslu Stöðvar tvö yfir Halldóri Ásgrímssyni, formanni Framsóknarflokksins, í kvöld kom fram að móðir Halldórs á þriðjung í útgerðarfyrirtæki sem er skráð fyrir kvóta að verðmæti allt að 9 milljörðum króna. Rétt er að geta þess sú fjárhæð segir ekki til um hreina eign því skuldir geta hvílt á fyrirtækinu. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 556 orð

Fákeppnisflokkurinn

Raunveruleg stefna Sjálfstæðisflokksins, segir Lúðvík Bergvinsson, birtist í verkum Halldórs Blöndals. Meira
7. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 207 orð

Framsókn, fyrir sig og sína

Í BYRJUN þessa áratugar var farið að halla undan fæti í rekstri Sölufélags garðyrkjumanna. Til að létta róðurinn var ákveðið að selja verslun fyrirtækisins. Nokkrir garðyrkjubændur höfðu stofnað hlutafélag til að kaupa en þá birtist allt í einu kaupandi, að nafni Gísli H. Sigurðsson. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 448 orð

Framundan eru sögulegar þingkosningar

Á Austurlandi ætlar fólk að nota samtakamáttinn, segir Einar Már Sigurðarson, til að spyrna gegn ægivaldi Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum. Meira
7. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 214 orð

Frjáls eins og fuglinn

ÞESSI setning tengist órjúfanlega þeim manni sem mig langar til að geta aðeins hér um. Söngur og list eru hans yndi, allt er að því lýtur er heilagt. Hann hefur sungið frá hjartanu frá unglingsárum, já allt frá hjartanu. Nærgætni í meðhöndlun hvers þess sem hann tekur sér fyrir hendur er einstök. Meira
7. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 238 orð

Fæðingarorlof

Á LANDSFUNDI Sjálfstæðisflokksins árið 1985 fékk ég samþykkta tillögu um fæðingarorlof í formi heimgreiðslu. Sex þúsund króna smásálarleg greiðsla kom til framkvæmda hjá sjálfstæðismönnum í borgarstjórn eftir 1990 en var of naum til að gagnast barnafólki og R-listinn náði borginni á sitt vald, illu heilli. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 514 orð

Gerð flugvallar í Skerjafirði

Núverandi flugbrautir, segir Friðrik Hansen Guðmundsson, uppfylla ekki kröfur um 300 m breidd og hindrunarfrítt öryggissvæði. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 651 orð

Hagsmunamál ungs fólks

Það hlýtur að teljast eitt mikilvægasta hagsmunamál ungs fólks á Íslandi, segir Sigurður Helgason, að eitthvað róttækt gerist í umferðarmálum. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 837 orð

Hugleiðingar á andvökustundum um samhjálp og skatta

Margir tala fjálglega um að jafna lífskjörin, segir Þorsteinn Ólafsson, en þegar gera á eitthvað raunhæft í því efni kemur heldur betur hljóð úr horni. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 408 orð

Hugleiðingar um byggðamál

Vinnum saman að því, segir Elísabet Svansdóttir, að sem flestir fái búið og starfað þar sem þeir óska og við það sem þeir kjósa. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 944 orð

Hvað er iðnvæðing?

Kvikmynd sem kostar 10 milljónir, segir Einar Þór Gunnlaugsson, getur verið betri en sú sem kostar 1.000 milljónir. Það þekkja flestir. Meira
7. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 443 orð

Hvað eru nálastungur?

ÞAR SEM mikill misskilningur er á því hvað margir Íslendingar telja nálastungur vera og hvað nálastungur eru, þá datt mér í hug að gefa fólki smá útskýringu á hvað nálastungur eru. Í austrænni læknisfræði er farið eftir mörg þúsund ára fræðum sem eru vel þekkt og kunnug mörgum, þessi fræði komu löngu áður en vestrænar lækniskenningar komu til staðar. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 776 orð

Hvar er bezt að búa, gamall?

Reyndar sýnist manni, segir Helgi Sigfússon, að þessi nýja framsókn ætli að snúast í enn fleiri hringi en hún hefur gert undanfarin ár. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 659 orð

Hvers eiga fatlaðir að gjalda?

Hamingja fatlaðs einstaklings, segir Þórður Jónsson, er fólgin í því að taka þátt í samfélaginu en ekki að vera lokaður inni á stofnun. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 581 orð

Í skugga kosningabaráttu

Stjórnmálamaður, sem stígur fram úr skugga sköpunarverksins eins og hinn almáttki og setur sig á stall, segir Sigurður V. Sigurjónsson, gerir stjórnmálin að trúarbrögðum. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 1012 orð

Íslenskt heiti erlendrakvikmynda á hverfanda hveli

Nú þykir fínna, segir Kristinn Pétursson, að flíka enskunni og með tilheyrandi ýktum framburði þegar færi gefst. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 892 orð

Jafnræði og eignarréttur í fiskveiðum

Dómurinn sagði að ein tiltekin grein laganna, segir Árni Ragnar Árnason, stæðist ekki jafnræðisreglu stjórnarskrár. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 461 orð

Kennarar sjálfum sér verstir

Hjá kennarastéttinni, einni allra stétta, segir Haukur R. Hauksson, er það kallað kauphækkun að auka við sig vinnuna. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 265 orð

Kjarabætur til sauðfjárbænda

Í næsta samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar, segir Hjálmar Jónsson, verða að koma kjarabætur til sauðfjárbænda. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 412 orð

Kjósum framsókn

SENN líður að því að íslenska þjóðin gangi til alþingiskosninga. Sjaldan eða aldrei hefur þjóðin staðið frammi fyrir skýrari valkostum og einmitt nú. Ríkisstjórn sú sem nú skilar umboði sínu hefur verið ein sú farsælasta á lýðveldistímanum. Þess vegna hefur mikill meirihluti þjóðarinnar stutt ríkisstjórnina allt kjörtímabilið. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 300 orð

Konur

ÖLL STRÍÐ eru mannskemmandi. Þau leyfa manndráp á löglegan hátt. Í stríðum kemur hið versta fram í manninum. Á síðustu árum hafa okkur borist hræðilegar sögur af stríði og nauðgunum á Balkanskaga. Enn berast okkur frásagnir af nauðgunum á konum þar. Stríð og nauðganir Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 553 orð

Kotþjóð með kvalalosta?

Því virðast lítil takmörk sett, segir Kári Auðar Svansson, hvað þessi þjóð mín lætur bjóða sér af hendi þeirra herra sem nú halda um stjórnartaumana.Frá Kára Auðari Svanssyni: Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 872 orð

Kvótayndi

Frjálslyndi flokkurinn, segir Margrét K. Sverrisdóttir, er eini flokkurinn með afdráttarlausa stefnu gegn núverandi kvótakerfi. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 698 orð

Landsbyggðarskattur Landssímans

Þróun upplýsingatækni, segir Runólfur Ágústsson, kallar á stóraukna flutningsgetu. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 548 orð

Litla hvellhettan

Vilhjálmur Hans má ekkert aumt sjá, segir Soffía Kristín Þórðardóttir, þá vill hann skattleggja það. Meira
7. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 449 orð

Lýðræðislegri kosningar

SÚ SKIPAN er að festast í sessi eftir að Samfylkingin varð að veruleika að stjórnmál hér eru að færast nær klassísku tveggja flokka kerfi en áður hefur verið. Ég hef jafnan verið á móti hinum síendurteknu hægri-vinstri-áherslum í stjórnmálum, þegar stjórnmál ættu í rauninni að felast fyrst og fremst í góðri stjórnun á málefnum okkar sem þjóðar. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 478 orð

Með réttlátum sköttum ­ gegn ranglátum

Það er mikilvægt, segir Ögmundur Jónasson, að kjósendur geri sér grein fyrir því hvað þessir helstu sérfræðingar Sjálfstæðisflokksins í peninga- og skattamálum eru að segja. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 807 orð

Nafnleyndarkerfi Íslenskrar erfðagreiningar í ólestri

Nafnleyndarkerfi Íslenskrar erfðagreiningar, segir Oddur Þór Þorkelsson, getur ekki virt réttindi sjúklinga. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 365 orð

Náum árangri á Vesturlandi ­ saman

Það er löngu orðið tímabært, segir Gísli S. Einarsson, að félagshyggjufólk leggi sameinað til atlögu við stjórnarflokkana. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 881 orð

Nokkur umræða um innflutning á norsku mjólkurkúakyni

Eftir fyrri reynslu okkar af innflutningi erlends búfjár er þessi nýja hugmynd, segir Steinólfur Lárusson, að flytja inn norskt kúakyn forhert ábyrgðarleysi og illvirki sem jaðrar við vinnubrögð hryðjuverkamanna Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 326 orð

Nú er tækifærið!

Að samanlögðu er því ljóst, segir Guðmundur Árni Stefánsson, að valkostur launafólks er Samfylkingin. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 434 orð

Óákveðnir kjósendur

Húmanistaflokkurinn, með Húmanistahreyfinguna að baki sér, segir Erla Kristjánsdóttir, á marga sterka, virka og vel upplýsta talsmenn. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 193 orð

Ógeðfelldar aðferðir

STJÓRNMÁLABARÁTTAN snýst vitaskuld um menn ekki síður en málefni. En hún má ekki snúast um ósannindi, róg og dylgjur. Undanfarnar vikur höfum við þurft að horfa upp á það, að svonefnd Samfylking hefur ásamt talsmönnum tveggja minni flokka, sem kenna sig við húmanisma og frjálslyndi, veist að Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra á mjög ógeðfelldan hátt. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 728 orð

Óvinur eða falskur vinur

UTAN náttúruhamfara er þjóð fátt verra en þingkjörnir fulltrúar sem sjá ekki framar tám sínum í tímann og blekkja til að halda umboði. Við höfum haft stjórn sem ekki hefur þorað að gefa kost á þjóðaratkvæði um stórmál. Nú höfum við stjórn sem hælir sér af góðæri á sama tíma og fjöldi manns lifir við fátæktarmörk. Meira
7. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 111 orð

Rafmagnseftirlitið og iðnaðarráðherrann

ÉG FAGNA því að fram hefur komið að Vinstrihreyfingin ­ grænt framboð vill beita sér fyrir endurbættu öryggiseftirliti á sviði eldvarna og rafmagnsöryggis í landinu. Fjöldamörg öryggisstörf hafa verið lögð niður á sviði rafmagnseftirlits af núverandi iðnaðarráðherra í kjölfar þess að Rafmagnseftirlit ríkisins var lagt í rúst. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 432 orð

Reykjalundur, hafðu þökk fyrir

Það er nefnilega ekki nóg að forsætisráðherra og aðrir ráðherrar, segir Bylgja Jóhannsdóttir, hreyki sér af góðærinu ef það skilar sér ekki þar sem virkilega er þörf úrbóta. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 586 orð

Rödd húmanista ­ rödd skynsemi

Þegar kjósendur ganga að kjörborði telur Sigmar B. Hilmarsson að þeir eigi fyrst og fremst að kjósa eftir eigin samvisku. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 693 orð

Sagan hálf

Það er full ástæða til að efast um, segir Jónína Bjartmarz, að einyrkjum og smáum fyrirtækjum sé best borgið í örmum Samfylkingarinnar. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 1052 orð

Samfylkingin boðar skattahækkun á hlunnfarna launamenn

Það sér hver heilvita maður að þetta er glórulaust, segir Helga Garðarsdóttir. En það þarf þor til að leiðrétta ranglæti. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 342 orð

Seint koma sumar gjafir

Nú síðustu dagana reyna stjórnarflokkarnir, segir Ásta R. Jóhannesdóttir, að klóra í bakkann vegna verka sinna á kjörtímabilinu og kosningagjöfunum rignir inn. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 384 orð

Sjálfstæði ­ Jafnrétti

Vinstri hreyfingin ­ grænt framboð er eina stjórnmálaaflið sem hefur það á sinni stefnuskrá, segir Anna Margrét Birgisdóttir, að Ísland eigi að vera herlaust og standa utan hernaðarbandalaga. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 842 orð

Sjálfstæðisflokkurinn er stefnufastur

Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki stærsti flokkur þjóðarinnar, segir Guðmundur H. Garðarsson, hefði hann svikið stefnu sína og fólkið í landinu. Þetta er kjarni málsins. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 532 orð

Skipulagsmál til framtíðar og til samræmis við óskir launamanna

Telja forystumenn stéttarfélaga "ófaglærðra", spyr Guðmundur Gunnarsson, að ASÍ verði sterkara takist því að halda starfsgreinasamböndum utan heildarsamtaka? Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 903 orð

Skoðanakönnun á skrítnum forsendum

Eðlilegt er að gera þá kröfu til stjórnmálaflokka, segir Hjörleifur Guttormsson, að þeir taki skýra afstöðu til stórmála á borð við samskiptin við Evrópusambandið. Meira
7. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 431 orð

Skoðanaskipti um kjör eldri borgara

FÉLAG eldri borgara í Reykjavík og nágrenni bauð stjórnmálaflokkum á viðræðufund (pallborðsumræður) hinn 30. apríl sl. í félagsheimilinu Ásgarði. Spurt var: Hvað ætlið þið að gera til að bæta hag aldraðra á næsta kjörtímabili, ef þið komist til valda? Aðallega var rætt um kjaramál. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 979 orð

Skylduliðið

Bókin er þörf öllum sem hafa áhrif á félags- og heilbrigðismál eða starfa að þeim málum, segir Eggert Ásgeirsson, t.d. við velferlissamtök, sveitarstjórnir og fjölmiðla, starfsmannastjórn og stéttarfélög. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 475 orð

Svart sólarlag

Fullyrðingar um hagkvæmni kvótakerfisins fyrir þjóðina og atvinnugreinina, segir Valdimar Jóhannesson, eru tóm þvæla og standast engin rök. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 280 orð

Sæaðall í sókn

Sjómenn þurfa að snúast gegn þessum aðförum auðvaldsins í kosningunum 8. maí, segir Eggert Haukdal, og greiða Frjálslynda flokknun atkvæði sitt. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 641 orð

Teppalagning = löndun framhjá vigt

Það er skoðun mín, segir Konráð Eyjólfsson, að máttlitlar og loðnar yfirlýsingar vinstri aflanna dugi hvergi nærri til að aflétta þessum ósóma. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 807 orð

Til hvers að kjósa?

Kosningarnar, segir Guðný Guðbjörnsdóttir, snúast um hvort Sjálfstæðisflokkurinn eða Samfylkingin verður leiðandi afl. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 516 orð

Tryggjum Þuríði Backman þingsæti

Vinstrihreyfingin - grænt framboð, er að mati Guðmundar Helga Sigurjónssonar, eini flokkurinn sem er með ákveðna stefnu í öllum helstu þjóðmálum. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 585 orð

Tröllatrú

Þar sem Íslendingar eru í fyrsta sinn beinir aðilar að stríðsátökum telur Reynir Harðarsonekki úr vegi að þjóðkirkjan taki formlega afstöðu. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 582 orð

Tækifæri til nýrrar sóknar

Íslenskt atvinnulíf er í dag ekki aðeins þróttmikið og kröftugt, segir Finnur Þór Birgisson, heldur er það sakir aukinnar fjölbreytni betur í stakk búið til þess að mæta óvissri framtíð. Meira
7. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 274 orð

Uggvænleg hækkun bygginga í Salahverfi í Kópavogi

ÉG VIL með þessu bréfi sérstaklega reyna að vekja athygli íbúa í Seljahverfi í Reykjavík og Lindahverfi í Kópavogi sem og þeirra sem hafa fest sér íbúðarhúsnæði í hinu nýja Salahverfi í Kópavogi. Tilefnið er að nýlega samþykkti meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs að auglýsa breytingar á deiliskipulagi í hinu nýja Salahverfi sem fela í sér hækkun 6 fjölbýlishúsa um tvær hæðir hvert, Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 841 orð

Um fæðingarþjónustu

Hræðsluáróður vegna vankunnáttu, fordóma og forræðishyggju, segir Jenný Inga Eiðsdóttir, á ekki rétt á sér en vill því miður oft verða ofan á og er það miður. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 714 orð

Ungt fólk í sambúð

NÚ Á þessum síðustu vikum fyrir kosningar er ekki úr vegi að minna aðeins á okkur unga fólkið, þegar ummæli og skriffinnska í dagblöðum snúast nánast um allt annað en okkur. Það er nú svo að við erum fræin sem þjóðfélagið ætti að sá, en höfum að mínu mati gleymst í hringiðu pólitíkurinnar. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 796 orð

Uppreisn gegn valdamönnum

Ég hvet alla þá sem hafa fengið nóg af kúgun valdamanna, segir Bíbí Ólafsdóttir, til að greiða Húmanistaflokknum atkvæði sitt. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 702 orð

Við kjósum í samræmi við okkar sannfæringu

NÚ ERU liðnar u.þ.b. fimm vikur síðan loftárásir NATO á Júgóslavíu hófust. Nærri því hvern dag á þessum tíma hefur sprengjum ekki aðeins verið skotið á hernaðarmannvirki og olíuhreinsistöðvar, heldur einnig lestir flóttamanna, mörk í miðjum bæjum og borgum, svo sem bækistöðvar hins ráðandi stjórnmálaflokks Milosovics og bækistöðvar fréttafólks. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 529 orð

Vinstri stjórn = skattahækkun og atvinnuleysi

Er ekki nóg komið, spyr Kjartan Ólafsson Vídó, af þessum óþarfa sköttum og álögum sem vinstri stjórnir hafa lagt á okkur í gegnum árin? "Ég stend á veikum stofni og styðst ekki við neitt." Meira
7. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 265 orð

Virðum einstaklingsréttinn ­ Látum börnin ekki bera allar byrðarnar

EINHLEYPUR öryrki sem býr með börnum sínum og nýtur þar af leiðandi hvorki heimilisuppbótar né sérstakrar heimilisuppbótar hefur í laun frá Tryggingastofnun ríkisins 46.576 kr. á mánuði. Hann fær vitanlega meðlag frá hinu foreldrinu, mæðralaun eða feðralaun og barnabætur eins og aðrir. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 461 orð

Það er hugsjón í matinn, elskan

Ég er orðin þreytt á því, segir Elín B. Birgisdóttir, að heyra verðandi starfsfélaga mína kallaða frekjur þegar þeir biðja um mannsæmandi laun. Meira
7. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 250 orð

Þakkarbréf til "Krímer og Krímer" frá Þóru Kristínu Helgadóttur

MIG langar að koma á framfæri þakklæti til fyrirtækis sem heitir "Krímer og Krímer". Þannig er mál með vexti að ég var í saumaklúbbi með vinkonum mínum. Áður en ég kom þangað fór ég í bað sem ekki er í frásögur færandi nema hvað ég rann illilega til í baðkarinu og sneri mig um ökkla þegar ég var að stíga upp úr því. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 397 orð

Ætla íslenskir vinstrimenn að glutra niður sögulegu tækifæri?

Tækifæri til að skapa með Samfylkingunni öflugan stjórnmálaflokk, segir Margrét S. Björnsdóttir, sem í stærð og afli keppir við Sjálfstæðisflokkinn um áhrif og mótun íslensks samfélags tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 518 orð

Öfug skattlagning

Það er ekki gæfulegt fyrir jafnaðarmannaflokk, segir Guðmundur Helgi Þórðarson, að hefja göngu sína á þeim boðskap, að skattar skuli greiddir í öfugu hlutfalli við tekjur. Meira
7. maí 1999 | Aðsent efni | 746 orð

"Öfund" lífeyrisþega!

Hverjir eru það sem eiga rétt á hámarksbótum almannatrygginga? spyr Edda Rós Karlsdóttir. Það er því miður þannig að það er fólk sem fæðist fatlað. Meira

Minningargreinar

7. maí 1999 | Minningargreinar | 210 orð

Ásdís Eiríksdóttir

Nú hefur Ásdís amma okkar kvatt þetta jarðlíf hvíldinni fegin, því síðustu vikur hennar hér herjaði sjúkdómur sá sem lagði hana að velli stíft á hana, annars hafði amma alla tíð verið með afbrigðum heilsuhraust. Hún var kona hlédræg, flíkaði ekki tilfinningum sínum, en hafði mikinn áhuga á öllu sem viðkom okkar fjölskyldum, t.d. mundi hún alla afmælisdaga og ár. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 102 orð

Ásdís Eiríksdóttir

Elsku langamma okkar. Takk fyrir allar góðu stundirnar með okkur og allar gjafirnar sem þú gafst okkur. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré sem fann ég út við sjó ég fugla skar og líka' úr smiðjumó. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 96 orð

ÁSDÍS EIRÍKSDÓTTIR

ÁSDÍS EIRÍKSDÓTTIR Ásdís Eiríksdóttir var fædd 13. ágúst 1914. Hún lést 1. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Eiríkur Gíslason og Guðrún Ásmundsdóttir. Ásdís eignaðist tvö börn með Ágústi Erlendssyni: 1) Helga Ágústsdóttir, f. 17.3. 1934, gift Birni T. Gunnlaugssyni. Börn þeirra eru Sigurbjörg, d. 1992, Anna Ásdís, Sigurveig og Gunnlaugur Auðunn. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 1180 orð

Benedikt Jónsson

Mig langar að minnast hér með örfáum orðum tengdaföður míns, Benedikts Jónssonar frá Höfnum á Skaga. Hann er nú nýlátinn en hefði orðið 52 ára í dag, 7. maí, 1999. Hann var kallaður Benni. Það gælunafn þykir mér hafa vingjarnlegt yfirbragð og hið sama má segja um manninn sem bar það og hér skal minnst. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 29 orð

BENEDIKT JÓNSSON

BENEDIKT JÓNSSON Benedikt Jónsson fæddist á Höfnum á Skaga 7. maí 1947. Hann lést á endurhæfingarstöð Grensásdeildar 25. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 5. mars. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 556 orð

Guðbjörg Svandís Jóhannesdóttir

Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við eru gestir og hótel okkar er jörðin, segir í ljóði Tómasar Guðmundssonar. Þessar ljóðlínur koma upp í hugann er sest er niður til að skrifa nokkrar línur til að minnast Guðbjargar Svandísar Jóhannesdóttur eða Dísu eins og hún var alltaf kölluð. Dísa fluttist til Eyrarbakka ásamt dóttur sinni og tveimur barnabörnum fyrir um 20 árum. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 142 orð

GUÐBJÖRG SVANDÍS JÓHANNESDÓTTIR

GUÐBJÖRG SVANDÍS JÓHANNESDÓTTIR Guðbjörg Svandís var fædd í Vatnsdal í Patreksfirði hinn 29.júní 1922. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 24. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhannes B. Gíslason og Svanfríður Guðfreðsdóttir. Guðbjörg Svandís átti sex systkini. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 344 orð

Guðmundur Hannes Einarsson

Bréf til afa. Ég ákvað að senda þér nokkrar línur afi minn sem þú getur lesið í ljósinu bjarta á leið þinni til skaparans mikla. Mér er það minnisstætt að þegar ég var lítill þá hélt ég í fyrstu að Addi bróðir þinn væri afi minn en seinna meir lærðist mér annað. Samt lít ég alltaf á ykkur báða sem afana mína og með stolti sagði ég öllum hve marga afa ég ætti, öllum til furðu. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 158 orð

GUÐMUNDUR HANNES EINARSSON

GUÐMUNDUR HANNES EINARSSON Guðmundur Hannes Einarsson var fæddur 20. mars 1920 á Eystri-Leirárgörðum. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 1. maí síðastliðinn. Foreldrar Hannesar voru Einar Gíslason, f. 6. febrúar 1876, d. 16. júlí 1951, bóndi á Eystri-Leirárgörðum og Málmfríður Jóhannesdóttir, f. 3. apríl 1894, d. 1. apríl 1977. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 704 orð

Guðríður Nikulásdóttir

Löngum lífsdegi er lokið. Á honum skiptust á skin og skúrir. Svo gæti virst að skúrirnar hefðu verið fleiri en sólskinsstundirnar, því að Guðríður veiktist ung og átti við fötlun og veikindi að stríða alla ævi. En hún var alltaf jákvæð og glaðsinna og kvartaði ekki. Guðríður réðst ung til starfa á Túngötu 30 á heimili afa míns og ömmu, Eggerts Kristjánssonar og Guðrúnar Þórðardóttur, árið 1932. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 468 orð

Guðríður Nikulásdóttir

Í dag kveðjum við Guðríði Nikulásdóttur. Hún var einstök kona hún Guðríður. Hún kom á heimili ömmu okkar og afa, þeirra Guðrúnar Þórðardóttur og Eggerts Kristjánssonar, á Túngötu 30 árið 1932 til að aðstoða á heimilinu. Þegar við systkinin munum fyrst eftir okkur á sjöunda áratugnum var eins og hún væri ein af fjölskyldunni. Við upplifðum Guddu eins og hún væri blóðtengd okkur. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 703 orð

Guðríður Nikulásdóttir

Mér er ljúft að minnast föðursystur minnar, Guðríðar Nikulásdóttur, í fáum orðum. Guðríður, eða Gudda eins og hún var kölluð, fæddist í Parti í Holtum 24. febrúar 1909 og var því nýorðin níræð þegar hún lést. Gudda var næstelst sex systkina og er faðir minn, Stefán, einn eftirlifandi af þeim hópi. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 465 orð

Guðríður Nikulásdóttir

Það er svo skrítið að hún Gudda sé dáin. Við systkinin höfum öll þekkt hana frá því að við fæddumst og eigum margar ljúfar minningar um hana. Við fengum að leika okkur að dótinu hennar og hún spilaði oft við okkur lönguvitleysu og ólsen-ólsen klukkutímum saman. Stundum geymdum við lönguvitleysuna í marga daga ef hún var ekki búin. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 198 orð

GUÐRÍÐUR NIKULÁSDÓTTIR

GUÐRÍÐUR NIKULÁSDÓTTIR Guðríður Nikulásdóttir fæddist 24. febrúar 1909 í Parti við Vetleifsholt í Holtum, Rangárvallasýslu. Foreldrar hennar voru Filippía Gestsdóttir frá Parti, f. 5. nóv. 1978, d. 15. jan. 1930, og Nikulás Bjarnason frá Stokkseyri, f. 9. ágúst, d. 22. okt. 1953. Systkini Guðríðar voru Guðjóna Kristín, f. 24. júlí 1907, d. 25. des. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 348 orð

Herbjört Pétursdóttir

Andlát Herbjartar Pétursdóttur á Melstað kom okkur öllum í opna skjöldu. Við vissum að skæður sjúkdómur hafði þjakað hana um skeið, en enginn bjóst við að ævilokin væru svo skammt undan. Bjartsýni hennar og fjölskyldunnar var slík að vonir voru bundnar við lengri samfylgd. Minningarnar tengjast mörgum þáttum, allt frá því þau hjón sóttust eftir að koma í héraðið. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 651 orð

Herbjört Pétursdóttir

Herbjört Pétursdóttir er nú látin langt um aldur fram og er það mikið áfall fyrir okkur öll, fjölskyldu hennar og vini. Herbjört var móðursystir mín, en einungis einu ári eldri og tókst með okkur góð vinátta strax í barnæsku, vinskapur, sem hélst alla tíð. Herbjört er fædd og uppalin á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum og þar hófust kynni okkar fyrir tæpum 40 árum. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 367 orð

Herbjört Pétursdóttir

Það var sem dimmur skuggi legðist yfir vorbjartan daginn þegar okkur barst lát Herbjartar Pétursdóttur. Það er svo erfitt að sætta sig við þennan dóm. Hún var alltaf svo dugleg og sterk og hafði svo mikið að gefa. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 866 orð

Herbjört Pétursdóttir

Við hjónin kynntumst Herbjörtu þegar hún nam bókasafnsfræði við Háskólann. Hún var góður nemandi og hvetjandi samstúdent. Hún hafði yndi af samræðum um flest málefni líðandi stundar en helst um heimspeki og gátur lífsins. Það var gaman að kynnast rökvísi hennar og kankvísi er í odda skarst í orðasennum. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 357 orð

HERBJÖRT PÉTURSDÓTTIR

HERBJÖRT PÉTURSDÓTTIR Herbjört Pétursdóttir fæddist á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum 26. febrúar 1951. Hún lést á Landspítalanum 2. maí síðastliðinn. Foreldrar Herbjartar voru Lilja Sigfúsdóttir, f. 11. október 1917 í Egilsstaðakoti í Flóa, d. 15. október 1990, og Pétur Guðjónsson, f. 12. júlí 1902 á Oddsstöðum í Vestmannaeyjum, d. 21. ágúst 1982. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 542 orð

Júlíana Guðrún Þorleifsdóttir

Elsku Gunna mín, við Eyi vorum vakin að morgni 28. apríl. Hjúkrunarforstjóri Garðvangs, Guðrún Hauksdóttir, hringdi og tilkynnti okkur að þú hefðir látist kl. 6.20. Þú fékkst hægt andlát og má þakka fyrir að þú þurftir ekki að líða. Það er alltaf sárt að missa ástvini en tími þinn hefur verið kominn. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 723 orð

Júlíana Guðrún Þorleifsdóttir

Júlíana Guðrún Þorleifsdóttir frá Móhúsum í Garði andaðist 28. apríl 1999. Blessuð sé minning hennar. Eiginmaður hennar var Matthías Oddsson og einkasonur er Þorleifur Júlíus Matthíasson tannlæknir. Gunna eins og við kölluðum hana fæddist í Hofi og byggðu þau sitt fyrsta hús við hliðina á því og nefndu það Áræði. Fljótlega byggðu þau myndarlegt hús, Móhús, sem þau bjuggu í æ síðan. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 179 orð

Júlíana Guðrún Þorleifsdóttir

Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mérþú logar enn,í gegn um bárur, brim og voðasker.Nú birtir senn.Og ég finn aftur andans fögru dyrog engla þá sem barn ég þekkti fyr.(M. Joch.) Árið 1953 er ég var fimm ára gömul kom ég að Móhúsum í Garði til Matthíasar og Guðrúnar. Fram að þeim tíma var ég á flakki og átti í raun engan að. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 156 orð

Júlíana Guðrún Þorleifsdóttir

Í dag fylgjum við bræðurnir ömmu okkar til grafar. Í dagsins önn á þönum á eftir einhverju fánýtu, er gott að minnast konu sem ekki eyddi lífinu í að hlaupa á eftir duttlungum dagsins. Við minnumst ömmu okkar sem hlédrægri konu, konu sem lifði í sátt við guð og menn í góðu húsi suður með sjó. Hún sauð ýsu handa okkur í hádeginu og steikti læri um helgar. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 245 orð

Kjartan Steinólfsson

Morgunninn var fallegur en umhverfið virtist framandi, tilfinningin líkt og við værum stödd á framandi stað, allt fremur óraunverulegt. Við vorum á leiðinni á spítalann, læknirinn hafði hringt og sagt ættingjunum að koma, hjartað var veikt og vildi ekki slá lengur, stundin var komin. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 412 orð

Kjartan Steinólfsson

Mig langar að minnast afa míns í örfáum orðum. Afi Kjartan hefur þurft að ganga í gegnum margt á undanförnum árum. Af hetjuskap og ekki síst þrautseigju barðist hann af krafti og hafði alltaf betur. En nú kom að því að þrautseigja og hetjuskapur dugðu ekki til. Afi þurfti að fara í erfiða hjartaskurðaðgerð sem hann lifði ekki af. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 413 orð

Kjartan Steinólfsson

Elsku pabbi. Það er sárt að setja línur á blað til að kveðja þig. Þó ég viti að við ráðum aldrei okkar næturstað. Við vorum svo vongóð að þú mundir koma hress til okkar aftur eftir þessa aðgerð því þú hafðir tekist svo oft á við stórar aðgerðir og gengið vel. En þú fórst í þína hinstu ferð og ég á erfitt með að sætta mig við að eiga ekki eftir að hitta þig. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 360 orð

Kjartan Steinólfsson

Kæri afi. Ég er núna farinn að muna allt það sem við höfum gert saman um tíðina. Það var leiðinlegt að þú þurftir að fara en það sem Guð vill er best. Kannski var þetta fyrir bestu, kannski fannstu sársauka en þú varst bestur og gast yfirbugað allt. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 448 orð

Kjartan Steinólfsson

Þegar ég sit hér og hugsa um hann afa Kjartan eru mér efst í huga öll þau veikindi sem hann þurfti að ganga í gegnum, en alltaf náði hann að hrista þau af sér. En þriðjudaginn 27. apríl síðastliðinn átti afi Kjartan að fara í aðgerð og allt leit bara alveg ljómandi vel út. En svo varð það því miður verra. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 97 orð

KJARTAN STEINÓLFSSON

KJARTAN STEINÓLFSSON Kjartan Steinólfsson fæddist 10. október 1926. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 26. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhanna Bjarnadóttir, látin, og Steinólfur Benidiktsson, látinn. Fósturfaðir Kjartans var Gísli Gíslason, látinn. Kjartan kvæntist Sigríði Erlu Þorláksdóttur hinn 17. júlí 1948. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 295 orð

Magnús Ágúst Guðnason

Þegar ég sest nú niður til að skrifa nokkur kveðjuorð frá mér og Siggu dóttur minni reikar hugurinn nokkuð aftur á bak til þeirra tíma sem við áttum með þeim Magnúsi og Guðbjörgu. Við komum fyrst inn á heimili þeirra eftir að þau flutttu til Keflavíkur og síðan urðu heimsóknirnar margar, enda stóðu okkur þar ævinlega allar dyr opnar. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 979 orð

Magnús Ágúst Guðnason

Tengdafaðir minn, Magnús Ágúst Guðnason, lést á sjúkrahúsinu í Bolungarvík 29. apríl síðastliðinn á 85. aldursári. Um hríð hafði verið ljóst að lífssól hans var farin að lækka á lofti, og aðeins tímaspursmál hvenær hann yrði kallaður til hins eilífa austurs. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 407 orð

Magnús Ágúst Guðnason

Það var alltaf jafn gaman og gott að koma til ykkar Guggu ömmu, fyrst á Tjarnargötu 10 og síðan á Hafnargötu 47 í Keflavík. Þú fluttir síðan vestur í Bolungarvík nokkrum árum eftir að Gugga amma dó. Alltaf var líf og fjör í kringum þig og þú hafðir mjög gaman af því að spila á spil. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 400 orð

MAGNÚS ÁGÚST GUÐNASON

MAGNÚS ÁGÚST GUÐNASON Magnús Ágúst Guðnason, fyrrverandi vélstjóri, fæddist á Seljalandi í Álftafirði við Ísafjarðardjúp 26. ágúst 1914 og ólst þar upp til 16 ára aldurs. Hann andaðist á sjúkrahúsinu í Bolungarvík að morgni 29. apríl síðastliðins. Foreldrar hans voru Guðni Einarsson og Bjarnveig Guðmundsdóttir, ábúendur á Seljalandi. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 348 orð

Magnús Guðnason

Senn líður að sumri. Börn og unglingar fara í próf með sólskin í hjarta og gleðjast yfir hækkandi sól. Sá tími sem afi naut best er kominn. Sjaldan hefur vorið byrjað jafn vel, en því miður er afi ekki hér til þess að njóta þess. Afi bjó inni á heimilinu mestan hluta bernskuára okkar og var því kjölfesta í hinu daglega lífi. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 321 orð

Magnús Guðnason

Afi er dáinn. Ég veit að hann var orðinn þreyttur og lúinn og vildi fá að fara. Það er einnig yndislegt að hann fékk að fara á svona góðan hátt. En þegar mamma hringdi í mig og sagði að afi væri dáinn varð ég voða sorgmædd. Ég rölti hér um borgina mína á þessum fallega vordegi og æskuminningarnar skutust upp í kollinum hver á eftir annarri. Það var alltaf gott að koma til afa á Hafnargötuna. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 531 orð

VILHJÁLMUR HANS VILHJÁLMSSON

VILHJÁLMUR HANS VILHJÁLMSSON Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson stórkaupmaður fæddist á Sæbóli í Aðalvík 12. júlí 1914. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 30. apríl síðastliðinn. Foreldrar Vilhjálms voru hjónin Ingibjörg Katrín Hermannsdóttir, f. 22. mars 1884, d. 7. ágúst 1943, og Vilhjálmur Hans Magnússon, f. 12. september 1879, d. 13. nóvember 1914. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 1031 orð

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson

Það er komið að kveðjustund, pabbi minn, og ótal minningabrot fylla hugann. Ferðalög voru þitt líf og yndi og naut ég svo sannarlega góðs af því. Ég læt hugann reika til baka. Það er sumar og ég er í sveitinni. Þið mamma komið upp í Steinsholt og við förum inn í Þjórsárdal og gistum þar í hjólhýsinu. Hjálparfoss og meira að segja Gaukshöfði voru líka vinsælir áningarstaðir. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 1113 orð

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson

Æskuvinur minn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lést að morgni 30. apríl síðastliðins eftir erfið veikindi, á áttugasta og fimmta aldursári. Hann hafði átt viðburðarík æviár, fyrst bernsku- og unglingsárin í Aðalvík en síðan komst hann til góðra efna í Reykjavík. Faðir Vilhjálms hafði verið mikill athafnamaður í heimabyggð sinni. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 438 orð

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson

Þegar við systurnar vorum litlar vorum við hjá ömmu og afa í sumarbústaðnum þeirra við Skutulsfjörð sumarlangt, umvafðar öryggi hversdagsins þar sem allt gekk sinn vanagang eftir mynstri sem amma skapaði með sinni festu. Þó svo við vissum að Villi frændi kæmi við hjá okkur á Grundinni á leið sinni norður í Aðalvík á hverju sumri, þá varð koma hans alltaf jafn óvænt og spennandi. Meira
7. maí 1999 | Minningargreinar | 270 orð

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson

Það er undarleg tilfinning að kveðja mann, sem að mörgu leyti var mér einsog mjög fjarskyldur ættingi. Vilhjálmur H. var pabbi minn, og ég hef eiginlega aldrei getað vanist þessu orði, pabbi. Ég þekkti manninn ekki mikið, á þann mælikvarða sem menn bregða upp á náin kynni, samt þekkti ég hann vel fannst mér. Meira

Viðskipti

7. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 200 orð

Gjaldeyrisforðinn jókst um 1,6 milljarða í apríl

GJALDEYRISFORÐI Seðlabanka Íslands jókst um 1,6 milljarða króna í apríl og nam í lok mánaðarins 34,2 milljörðum króna, eða jafnvirði 467 milljóna Bandaríkjadala á gengi í mánaðarlok. Í frétt frá bankanum kemur fram að erlendar skammtímaskuldir eru nær engar, og erlendar langtímaskuldir breyttust óverulega í apríl og námu í mánaðarlok 3,4 milljörðum króna. Meira
7. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 215 orð

Greenspan setur strik í reikninginn

EVRAN komst í mestu hæð gegn dollar í þrjár vikur á sama tíma og samkomulag tókst um Kossovo, en hörð ræða Greenspans seðlabankastjóra hafði neikvæð áhrif á stöðu hlutabréfa og skuldabréfa. Meira
7. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 65 orð

Hlutabréfasjóður Búnaðarbankans hf.

Lokið er hlutafjárútboði Hlutabréfasjóðs Búnaðarbankans hf. að nafnvirði 500 milljónir króna sem hófst hinn 24. desember sl. og seldist allt hlutafé upp. Lokadagur útboðsins var 30. apríl 1999, sem einnig er síðasti dagur fjárhagsárs sjóðsins. Að loknu útboðinu er heildarhlutafé félagsins 1.416.790.592,58 kr. að nafnverði og á sjóðurinn á eigin bréf að nafnverði 31.996.670,74 kr. Meira
7. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 102 orð

Intel og ADM einir eftir

AÐEINS tveir keppinautar eru raunverulega eftir á markaði fyrir gjörva í einmenningstölvur: Intel, sem hefur forystuna á þessum markaði, og AMD (Advanced Micro Devices). Þriðji öflugasti framleiðandinn, NSC (Natioal Semiconductor Corporation), sem er frægur fyrir Cyrix gjörva sína, Meira
7. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 105 orð

Leiðrétt

Í frétt er birtist í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær um afkomu Opinna kerfa samstæðunnar á fyrsta ársfjórðungi kom fram að hagnaður samstæðunnar nam 66,6 milljónum króna samanborið við 60,1 milljón á sama tímabili í fyrra. Í fréttina vantar að um hagnað fyrir skatta er að ræða. Meira
7. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 362 orð

Mikil útlánaaukning til sjávarútvegsfyrirtækja

REKSTUR sjávarútvegsfyrirtækja gekk yfirleitt vel á síðasta ári og jókst hagnaður í greininni fyrir afskriftir um alls rúmlega 13% sem að mestu verður rakið til mjög hagstæðs verðs á sjávarafurðum. Athygli vekur að fjáfestingar í sjávarútvegi hafa aukist mikið á síðastliðnum árum og jukust fastafjármunir fyrirtækja í greininni um 7% milli áranna 1997 og 1998. Meira
7. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 271 orð

Nýrra sóknarfæra leitað

HAGNAÐUR Skýrr hf. nam 11 milljónum króna eftir skatta fyrstu þrjá mánuði ársins samanborið við 16 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Fyrirtækið greiðir nú tekjuskatt og nemur hann um 4,6 milljónum króna en ekki var um slíka skattgreiðslu að ræða á síðasta ári. Meira
7. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 266 orð

Skýringarnar fjöldi stofnana og dreifbýli

Í FRÉTT sem birtist í Morgunblaðinu á þriðjudag kom fram að samkvæmt útreikningum The Economist er Ísland það ríki í heiminum þar sem fjöldi banka er einna mestur miðað við höfðatölu, eða sem samsvarar 41,5 banka á hverja 100.000 íbúa. Er Ísland þannig í öðru sæti á eftir Lúxemborg hvað þetta snertir en í flestum iðnríkjum er hlutfallið miklu lægra. Meira
7. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 249 orð

Starfsfólk Atlantsskipa

GUÐMUNDUR Kjærnested framkvæmdastjóri Atlantsskipa í Bandaríkjunum. Guðmundur er 32 ára. Hann útskrifaðist sem stúdent af hagfræðibraut Verzlunarskóla Íslands í maí 1988, BS-próf í frumkvöðlafræði maí 1991 frá Babson College Executive og MBA frá Columbia University New York maí 1998. Meira
7. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 321 orð

Uppboð í Ölfushöllinni

FRJÁLST vöruuppboð verður haldið 15. maí næstkomandi í Reiðhöllinni á Ingólfshvoli og er það Viðskiptanetið hf. sem stendur að uppboðinu. Að sögn Þórdísar Leifsdóttur, sem er framkvæmdastjóri uppboðsins, er markmiðið að efla tengsl þeirra fyrirtækja sem aðild eiga að Viðskiptanetinu en að auki er meiningin að skemmta þátttakendum og almenningi með uppátækinu. Meira
7. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 412 orð

Vitað frá upphafi um hættu á hagsmunaárekstrum

SAMKOMULAG hefur orðið milli stjórnar Baugs hf. og eigenda Gaums ehf., sem á um 25% í Baugi, um að óska eftir utanaðkomandi mati á verðmæti hlutabréfa Gaums í Ferskum kjötvörum ehf. og Lyfjabúðum ehf. með það fyrir augum að Baugur hf. eða aðrir óskyldir aðilar kaupi eignarhlut Gaums í þessum félögum. Að sögn Óskars Magnússonar, stjórnarformanns Baugs hf., voru stjórn Baugs hf. Meira

Fastir þættir

7. maí 1999 | Í dag | 53 orð

85 ÁRA afmæli.

85 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 8. maí, verður áttatíu og fimm ára Ólafía Pálína Magnúsdóttir frá Gilsfjarðarbrekku, nú til heimilis að Deildartúni 5, Akranesi. Í tilefni dagsins ætla börn og sjúpsonur hennar að halda henni veislu í sal Jaðarsbakkalaugar á Akranesi á afmælisdaginn 8. maí kl. 14. Allir vinir og kunningjar hjartanlega velkomnir. Meira
7. maí 1999 | Í dag | 22 orð

BANDARÍSK kona sem getur ekki um aldur vill skrifast á við 30-50 ár

BANDARÍSK kona sem getur ekki um aldur vill skrifast á við 30-50 ára karlmenn: Stephanie Neal, P.O. Box 370, Fincastle, VA 24090, U.S.A. Meira
7. maí 1999 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. júlí sl. í Akureyrarkirkju af sr. Svavari Alfreð Jónssyni Elva Dröfn Sigurðardóttir og Baldur Guðlaugsson. Heimili þeirra er að Skarðshlíð 11e, Akureyri. Meira
7. maí 1999 | Fastir þættir | 389 orð

Ekki gott til afspurnar

Nýlega gekk í gildi reglugerð um aðbúnað hrossa. Er þess að vænta að hún eigi eftir að útrýma illri meðferð á hrossum hér á landi. Þrátt fyrir að aðbúnaður hafi skánað á undanförnum árum og sé víða til fyrirmyndar eru því miður enn dæmi um hið gagnstæða eins og eftirfarandi saga ber með sér. Meira
7. maí 1999 | Í dag | 320 orð

Fjölskylduhátíð Fríkirkjunnar í Hafnarfirði

NÆSTKOMANDI sunnudag, 9. maí, verður hin árlega fjölskylduhátíð Fríkirkjunnar í Hafnarfirði haldin í Kaldárseli, sumarbúðum KFUM og K fyrir ofan Hafnarfjörð. Dagskráin hefst kl. 13 og verður hún að venju fjölbreytt. Börnunum verður boðið í leiki á meðan hinir eldri geta tekið þátt í skipulagðri gönguferð um nágrenni sumarbúðanna. Meira
7. maí 1999 | Dagbók | 704 orð

Í DAG er föstudagur 7. maí, 127. dagur ársins 1999. Orð dagsins: En þei

Í DAG er föstudagur 7. maí, 127. dagur ársins 1999. Orð dagsins: En þeim sem afneita mér fyrir mönnum, mun afneitað verða fyrir englum Guðs. (Lúkas 12, 9.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Víðir ea kom og fór í gær. Meira
7. maí 1999 | Fastir þættir | 823 orð

Kosningar í þátíð

EF jeppaeign og húsnæðiskaup eru til marks um hagsældina er allt í himnalagi í þessu landi. Ef verðmætamat landsmanna endurspeglast í auglýsingum í fjölmiðlum er nákvæmlega ekkert að á Íslandi. Ef lífsgæðin eru mæld í kaupmætti er öldungis ljóst að lýðurinn í landinu hefur almennt og yfirleitt enga ástæðu til að kvarta. Meira
7. maí 1999 | Fastir þættir | 1185 orð

Mikilvægt að flytja inn íslenska þekkingu með hestunum Anne Elwell var meðal stofnenda bandarísku Íslandshestasamtakanna og

Anne Elwell hefur lengi stundað hestamennsku og einbeitti sér að ræktun arabískra hesta um tíma. Ástæðan fyrir því að hún sneri sér að þeim íslensku var sú að ein vinkona hennar var hrædd við Arabana. Hún rakst á grein um íslenska hesta í blaði og þóttist viss um að svona hesta vildi hún umgangast. Meira
7. maí 1999 | Í dag | 889 orð

Smáathugasemd

ANNAR maður á lista Frjálslynda flokksins á Vestfjörðum, Pétur Bjarnason, sagði í gær í Þjóðarsálinni (mánudaginn 3. maí) að ég væri ánægður með mín laun. Þegar menn í framboði til Alþingis Íslendinga snúa því sem sagt er öfugt þá er betra að hlusta. Það sem ég sagði var: Ég læt mér nægja það sem ég fæ, ekki að ég væri ánægður. Meira
7. maí 1999 | Í dag | 386 orð

VÍKVERJI hefur mikinn áhuga á samfélagsmálum og þar af leiðandi stjórn

VÍKVERJI hefur mikinn áhuga á samfélagsmálum og þar af leiðandi stjórnmálum. Hann hefur því fylgst vel með yfirstandandi kosningabaráttu og þó hann sé ekki í nokkrum vafa um hvaða flokkur eigi að fá atkvæði hans á laugardag þykir honum áhugavert að bera saman aðferðir flokkanna við að ná athygli og öðlast traust kjósenda. Meira

Íþróttir

7. maí 1999 | Íþróttir | 83 orð

Eyjamenn prófa Tyrkja

ÍSLANDS- og bikarmeistarar Eyjamanna hafa fengið til reynslu tyrkneska miðvallarleikmanninn Hasan Vural og kom hann til landsins í gær og æfði í fyrsta sinn með Eyjaliðinu í gærkvöldi. Vural er 24 ára og hefur verið á mála hjá þýska stórliðinu Herthu Berlin, en lék í vetur í þýsku 2. deildinni með liði Energie Cottbus. Vural mun æfa a.m.k. Meira
7. maí 1999 | Íþróttir | 450 orð

Fór til Ríó til að sækja leikmenn

PÁLL Guðlaugsson, þjálfari Leifturs, fór nýjar leiðir í leikmannamálum félagsins fyrir þetta tímabil er hann fékk til sín þrjá brasilíska leikmenn. Hann fór sjálfur til Ríó í Brasilíu í nóvember sl. og safnaði saman nokkrum leikmönnum og valdi síðan þá sem honum fannst passa best fyrir liðið. Meira
7. maí 1999 | Íþróttir | 329 orð

Ginola bestur í Englandi

FRANSKI miðvallarleikmaðurinn David Ginola hjá Tottenham var í gær útnefndur knattspyrnumaður ársins í ensku knattspyrnunni af samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er önnur viðurkenning þessa snjalla knattspyrumanns á leiktíðinni, því á dögunum útnefndu samtök leikmanna í ensku úrvalsdeildinni hann einnig leikmann ársins. Meira
7. maí 1999 | Íþróttir | 115 orð

Gífurlegur launakostnaður hjá Chelsea

LAUNAKOSTNAÐUR enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea hefur aukist um 81% á einu ári og þykir til marks um að stjórnarmenn liðsins hafi lagt allt í sölurnar til þess að liðið nái að hampa Englandsmeistaratitlinum. Samkvæmt könnun sem gerð var á rekstri félagsins kemur í ljós að launakostnaður þess jókst úr 1,8 milljörðum króna í 3,2 milljarða. Meira
7. maí 1999 | Íþróttir | 51 orð

Hilmar til Þýskalands

HILMAR Bjarnason, handknattleiksmaður úr KA, hefur gert eins árs samning við þýska liðið HSG M¨ulheim - Karlich Bassenheim sem leikur í suðurriðli 2. deildar. Hilmar hefur verið tvö ár í herbúðum KA, en áður lék hann með Fram og Víkingi og um eins árs skeið með Hildesheim í Þýskalandi. Meira
7. maí 1999 | Íþróttir | 76 orð

Ísland mætir Kýpur í Krikanum

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik tekur á móti Kýpurbúum í tveimur landsleikjum í Kaplakrika í Hafnarfirði 15. og 16. maí nk. Báðir leikirnir eru liður í forkeppni að undankeppni Evrópukeppninnar í handknattleik, en auk þess leikur Ísland við Sviss síðar í mánuðinum heima og að heiman í sömu keppni. Meira
7. maí 1999 | Íþróttir | 385 orð

Kristján hafnaði boði Gummersbach

KRISTJÁN Arason, handknattleiksþjálfari, hafnaði í vikunni tilboði þýska liðsins Gummersbach um að gerast þjálfari þess næstu þrjú árin. Gummersbach leitar nú logandi ljósi að nýjum þjálfara sem skal byggja upp þetta fornfræga félag eftir nokkurra ára lægð. Var Kristján efstur á blaði forráðamanna félagsins. Meira
7. maí 1999 | Íþróttir | 87 orð

Lokabaráttan í NBA

ÚRSLITAKEPPNIN í NBA- deildinni hefst á morgun. Þá hefjast 8-liða úrslitin í Austur- og Vesturdeildinni. Miami Heat tekur á móti New York Knicks og Atlanta Hawks fær Detroit Pistons í heimsókn í Austurdeildinni og á sunnudaginn eigast við Indiana Pacers - Milwaukee Bucks og Orlando Magic - Philadelphia 76ers. Meira
7. maí 1999 | Íþróttir | 361 orð

Norðmenn ganga ekki út frá neinu vísu gegn okkur

"VIÐ ætlum ekki að gefa Norðmönnum neitt eftir, það er engin ástæða til þess," segir Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, um væntanlegt Norðurlandamóti í handknattleik sem fram fer í Noregi um næstu helgi. Þar leika Íslendingar við Norðmenn í fyrri leik á laugardaginn og síðan annaðhvort við Svía eða Dani í síðari leik daginn eftir. Meira
7. maí 1999 | Íþróttir | 93 orð

Noregsfararnir

LANDLIÐSHÓPURINN í handknattleik, sem heldur til Noregs í dag, er þannig skipaður: Markverðir: Birkir Ívar Guðmundsson, Stjörnunni Sebastían Alexanderson, Fram Aðrir leikmenn: Konráð Olavson, Stjörnunni Gústaf Bjarnason, Willst¨att Sigurður Bjarnason, Bad Schwartau Júlíus Jónason, St. Meira
7. maí 1999 | Íþróttir | 84 orð

Rútuferð til Aarau

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik dvelur í æfingabúðum í Dormagen í Þýskalandi síðustu dagana áður en það leikur við Sviss í Aarau miðvikudaginn 26. maí í forkeppni að undankeppni Evrópumótsins. Landsliðið kemur til Doramagen 21. maí og æfir þar og leikur æfingaleiki þá um helgina en heldur síðan með rútu frá Dormagen þriðjudagsmorguninn 25. Meira
7. maí 1999 | Íþróttir | 202 orð

Sigurður Ragnar spilar tíu leiki með ÍA

SIGURÐUR Ragnar Eyjólfsson, sem hefur leikið með enska liðinu Walsall í vetur, er væntanlegur til landsins í næstu viku. Hann mun leika með Skagamönnum fram í miðjan júlí, en þá fer hann aftur utan til enska félagsins. Sigurður Ragnar, sem á eitt ár eftir af samningi sínum við ÍA, mun leika tíu deildarleiki með Skagamönnum og hugsanlega einhverja bikarleiki. Meira
7. maí 1999 | Íþróttir | 131 orð

Síminn GSM býður upp á SMS úrslitaþjónustu

SÍMINN GSM býður nú upp á SMS úrslitaþjónustu í samvinnu við Íslenskar getraunir. Þjónustan felst í því að viðskiptavinir Símans GSM geta fengið úrslit hinna ýmsu boltaíþrótta, innanlands sem utan, send í SMS- skilaboðum. Þjónustan verður fyrst um sinn ókeypis í tilraunaskyni fyrir viðskiptavini Símans GSM. Meira
7. maí 1999 | Íþróttir | 117 orð

Stjarnan bíður svars frá Theódóri

EKKI er enn komið á hreint hver tekur við þjálfun Íslandsmeistara Stjörnunnar í handknattleik kvenna, en Aðalsteinn Jónsson, þjálfari liðsins síðastliðin tvö ár, sagði starfi sínu lausu á dögunum. Stjörnumenn hafa átt í viðræðum við Theódór Guðfinnsson, landsliðsþjálfara kvenna, um að hann taki við þjálfun meistaraliðsins. Meira
7. maí 1999 | Íþróttir | 213 orð

TRYGGVI Guðmundsson gerði fjögur mörk fyri

TRYGGVI Guðmundsson gerði fjögur mörk fyrir Tromsö er liðið vann Salangen 8:0 í 1. umferð norsku bikarkeppninnar í fyrrakvöld. HELGI Sigurðsson gerði tvö mörk fyrir bikarmeistara Stabæk, sem vann Frigg 5:1. Meira
7. maí 1999 | Íþróttir | 242 orð

Tyrkneskur miðjumaður kominn til Eyja

ÍSLANDS- og bikarmeistarar Eyjamanna hafa fengið til reynslu tyrkneska miðvallarleikmanninn Hasan Vural og kom hann til landsins í gær og æfði í fyrsta sinn með Eyjaliðinu í gærkvöldi. Vural er 24 ára og hefur verið á mála hjá þýska stórliðinu Herthu Berlin, en lék í vetur í þýsku 2. deildinni með liði Energie Cottbus. Meira
7. maí 1999 | Íþróttir | 166 orð

Uppselt á Camp Nou

UPPSELT er orðið á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu milli Manchester United frá Englandi og Bayern M¨unchen frá Þýskalandi sem fram fer á hinum fræga Camp Nou leikvangi í Barcelona 26. maí nk. Talsmaður Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) skýrði frá þessu í gær, en gríðarlegur áhugi er á leiknum. Hvoru liðinu um sig var úthlutað 30.000 miðum, 9. Meira
7. maí 1999 | Íþróttir | 279 orð

Ætlum okkur í Meistaradeildina

Þýska stórliðið Hertha Berlín, lið Eyjólfs Sverrissonar, er í þriðja sæti þýsku 1. deildarinnar í knattspyrnu þegar aðeins fjórum umferðum er ólokið og á raunhæfan möguleika á sæti í Meistaradeildinni að ári. Bayern M¨unchen hefur svo gott sem tryggt sér þýska meistaratitilinn og Bayer Leverkusen er öruggt í öðru sæti. Meira

Úr verinu

7. maí 1999 | Úr verinu | 243 orð

Allir með fullfermi og löndunarbið á Seyðisfirði

GÓÐ kolmunnaveiði hefur verið að undanförnu milli Færeyja og Skotlands og hefur gengið vel hjá íslensku skipunum þótt þau hafi verið lengur að fylla en erlendu skipin. Sveinn Benediktsson SU landaði um 1.100 tonnum á Seyðisfirði í gær og Bjarni Ólafsson AK, sem var með um 1.000 tonn, beið þar eftir að landa en Óli í Sandgerði AK og Hákon ÞH voru á leið í land með fullfermi, sín 1. Meira
7. maí 1999 | Úr verinu | 220 orð

Norðmenn staðnir að ólöglegum veiðum við Færeyjar

SKIPSTJÓRI á norska skipinu Trombas var í gær dæmdur fyrir færeyskum dómstólum til að greiða ríflega eina milljón íslenskra króna í sekt vegna ólöglegra kolmunnaveiða á færeysku hafsvæði. Afli og veiðarfæri skipsins voru auk þess gerð upptæk, samtals að verðmæti 8,5 milljónir íslenskra króna. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

7. maí 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 912 orð

Aldraðir við aldahvörf Stiklað á stóru í máli nokkurra ræðumanna á málþingi, sem nýverið var haldið um stöðu aldraðra í fortíð,

Stiklað á stóru í máli nokkurra ræðumanna á málþingi, sem nýverið var haldið um stöðu aldraðra í fortíð, nútíð og framtíð. Meira
7. maí 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 3715 orð

Bakið heiltog sporin léttÍ lok skólaársins 1997 í MR lá Inga Jóna Ingimarsdóttir á bakinu á dýnu í kennslustundum. Þannig lærði

ÞÓTT flestir hafi einhvern tíma fundið fyrir líkamlegum sársauka er tæpast hægt að skynja sársauka annarra. Hvers kyns mælikvarðar eru því harla óraunhæfir. Enda átti Inga Jóna Ingimarsdóttir jafnan í mestu vandræðum með að svara sjúkraþálfurum og læknum skilmerkilega þegar þeir spurðu og Meira
7. maí 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 156 orð

Einn allsherjar Bónus

ÍSLAND væri einn allsherjar Bónus ef Skúli Magnússon væri á lífi, að mati Þorbjargar. "Skúli var uppi á 18. öld og var sannkallaður vinur neytandans. Hann vann mikil afrek á því sviði m.a. í baráttu við danska einokunarkaupmenn. Efalaust hefði hann því beitt sér fyrir afnámi verndartolla á ávexti og grænmeti," segir Þorbjörg. Meira
7. maí 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 234 orð

Furðuskepna í stríði

MANNKYNIÐ hefur ósköp lítið lært, að mati Maríu sem valdi Helreiðina eftir Ásmund Sveinsson og færði í nútímahorf. Styttuna stóru gerði hann árið 1944 í skugga síðari heimsstyrjaldarinnar þegar fólki var slátrað eins og skepnum. "Ég færði þessa hugmynd fram til dagsins í dag því enn stendur okkur það nærri sem hafði svo djúp áhrif á hann. Meira
7. maí 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 187 orð

Gella á veiðum

STÚLKAN með bikarinn er lítil eirmynd frá árinu 1933 og hana fann Helga á safni Ásmundar Sveinssonar. Stúlka gengur með bikar falinn við barm sér og horfir til hliðar. Í bikarnum ber hún eitur, líkami og andlit sýna að hún er vör um sig, skyldi einhver sjá til? "Ég valdi þessa höggmynd Ásmundar þar sem mér finnst hún falleg, hún er einföld í forminu og mjög stílhrein," segir Helga. Meira
7. maí 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 185 orð

Hvunndagshetjan er húsmóðirin

VATNSBERINN er minnismerki um hetjuskap fólks í daglegu striti liðins tíma, sér í lagi vinnukvenna sem komu gaddfreðnar inn úr hríðinni með vatnsföturnar sínar. Tímarnir hafa breyst, og að mati Ragnheiðar er hetja dagsins húsmóðirin sem burðast með stóra plastpoka troðna af matvælum heim úr stórmarkaðnum seint að kvöldi og börnin bíða heima. Meira
7. maí 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 70 orð

Höggmyndir í takt við tímann

Höggmyndir í takt við tímann Á teikniborði átta nemenda í Myndlista- og handíðaskólanum hafa styttur eftir þekkta myndhöggvara fengið nýtt útlit. Meira
7. maí 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 210 orð

Jón verður James Bond

"ÉG greip tækifærið þegar það gafst til að gera eitthvað fáránlegt," segir Ragnar og kímir. Hann er nemi í málaradeild en valdi að sitja námskeið Maríu og færa styttuna af Jóni Sigurðssyni til nútímans. "Ég var að pæla í hetjuímyndinni og vildi höfða til æsku þessa lands. Meira
7. maí 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 207 orð

Klúbbhús fyrirhugað í Reykjavík

ALÞJÓÐASAMTÖKIN ICCD (International Center for Clubhouse Development) eru starfrækt í New York og hafa yfirumsjón með þeim 350 húsum sem rekin eru víða um heim undir heitinu Fountain House. Í undirbúningi er að opna slíkt hús á Íslandi, Klúbbinn Geysi, en um er að ræða skjól fyrir fólk sem hefur átt við geðræn vandamál að stríða. Meira
7. maí 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 154 orð

Konan sem getur allt

RAGNHEIÐUR valdi Landnámskonuna, höggmynd eftir Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara frá árinu 1955. Fyrirmynd Gunnfríðar voru kvenskörungar íslenskra sagna og styttan er minnisvarði um hina íslensku landnámskonu. En hvernig skyldi landnámskonan líta út um 1200 árum síðar? Ragnheiður velti því fyrir sér og komst að niðurstöðu. Meira
7. maí 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 242 orð

Leifur geimfari

"ÉG geng oft framhjá Leifi heppna við Hallgrímskirkju og finnst styttan mjög falleg. Þegar kennarinn kom með þessa hugmynd datt mér strax í hug að hanna nýjan búning á Leif gamla," segir Brynja og sýnir mynd af kappanum klæddum í geimbúning. Ef Leifur Eiríksson væri uppi í dag er Brynja handviss um hann væri geimfari en ekki landkönnuður. Meira
7. maí 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 273 orð

Leikföng sem minna á liðna tíð

TÆKNIHYGGJAN hefur enn ekki tekið völdin í Fóu feykirófu, leikfangaverslun neðst á Skólavörðustígnum. Verslunin er gamaldags. Í það minnsta er þar að finna ýmis leikföng sem mamma og pabbi og jafnvel afi og amma léku sér með á æskuárunum. Þar er því margt sem gleður augað. "Fullorðnir taka margir andköf þegar þeir koma hingað inn," segir Margrét Birgisdóttir búðarkona og brosir. Meira
7. maí 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 154 orð

Nýstárleg freyðibaðsflaska

SARA María valdi verkið Alda aldanna eftir Einar Jónsson og styttuna fann hún í garðinum hjá Einari. "Ég ákvað að velja hana þar sem verkið er einstaklega fallegt. En í stað þess að breyta forminu eða stærðinni ákvað ég að breyta efninu." Sara María notfærði sér nýjustu efni og gerði Öldu aldanna úr trefjaplasti sem er litað blátt. Inni í styttunni er ljós. Meira
7. maí 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1219 orð

Ósýnilegu skólaári slitið

Skólahald í Alþýðuskólanum á Eiðum var án hliðstæðu í langri sögu skólans síðastliðinn vetur. Húsin voru fullbúin en mannlaus. Gunnar Hersveinn og Ragnar Axelssonliðu um byggingarnar og settust á skólabekk í tómri stofu. Meira
7. maí 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 22 orð

ÓSÝNILEGU SKÓLAÁRI SLITIÐ/2SKJÓL FYRIR FÓLK SEM HEFU

ÓSÝNILEGU SKÓLAÁRI SLITIÐ/2SKJÓL FYRIR FÓLK SEM HEFUR ÁTT VIÐ GEÐRÆN VANDAMÁL AÐ STRÍÐA/4HÖGGMYNDIR Í TAKT VIÐ TÍMANN/4BAKIÐ HEILT OG SPORIN LÉTT/6ALDRAÐIR VIÐ A Meira
7. maí 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1006 orð

Uppbygging í vinsamlegu umhverfi

KLÚBBHÚSIN Fountain Houses eru ætluð fólki með geðræn vandamál og hafa risið víða um heim undir eftirliti alþjóðahreyfingarinnar ICCD. Pekka Mäkipää stýrir einu slíku húsi í Karhula, úthverfi finnsku borgarinnar Kotka, og rær þar öllum árum gegn stigskiptingu starfsmanna og skjólstæðinga. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.