Greinar fimmtudaginn 13. maí 1999

Forsíða

13. maí 1999 | Forsíða | 412 orð | ókeypis

Jeltsín varar NATO við að virða tillögur Rússa að vettugi

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti varaði leiðtoga Atlantshafsbandalagsins (NATO) við því í gær að Rússar myndu hugsanlega hætta þátttöku í samningaumleitunum í Kosovo-deilunni en talsmenn NATO sögðust þess hins vegar fullvissir að stjórnvöld í Moskvu myndu áfram leggja sitt af mörkum. Meira
13. maí 1999 | Forsíða | 501 orð | ókeypis

Stjórnarandstaðan bregst ókvæða við

STJÓRNARKREPPA blasir við í Rússlandi eftir að forseti landsins, Borís Jeltsín, rak Jevgení Prímakov forsætisráðherra úr embætti og tilnefndi í staðinn ötulan stuðningsmann sinn, Sergej Stepashín. Ákvörðunin olli miklum titringi á rússneskum fjármálamörkuðum og jafnframt brugðust kommúnistar, sem eru í meirihluta í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins, Meira
13. maí 1999 | Forsíða | 191 orð | ókeypis

Summers tekur við af Rubin

ROBERT Rubin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sem sagður er eiga nokkurn heiður af góðri stöðu efnahagsmála í Bandaríkjunum, sagði af sér embætti í gær eftir fjögurra ára starf og mun aðstoðarfjármálaráðherrann Lawrence Summers taka við af Rubin, að sögn talsmanna Hvíta hússins. Stuart Eizenstat, aðstoðarráðherra efnahagsmála, mun taka við starfi Summers. Meira
13. maí 1999 | Forsíða | 98 orð | ókeypis

Söguleg þingsetning í Edinborg

NOKKUR vatnaskil urðu í breskum stjórnmálum í gær þegar nýkjörin þing í Skotlandi og Wales komu saman í fyrsta skipti. "Nú er samankomið á nýjan leik þingið sem lagt var niður 25. mars 1707," sagði Winnie Ewing, þingmaður Skoska þjóðarflokksins (SNP), við upphaf þingfundar í Edinborg í gær en hún er aldursforseti hins nýja þings. Meira

Fréttir

13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 195 orð | ókeypis

23 stúlkur keppa

FEGURÐARDROTTNING Íslands 1999 verður valin úr hópi 23 keppenda á Broadway föstudaginn 21. maí nk. Æfingar eru hafnar á sviðinu á Broadway og er það Kadri Hint, danshöfundur frá Eistlandi, sem sér um sviðsetningu og þjálfun stúlknanna. Undanfarnar vikur hafa þær æft líkamsrækt hjá Dísu í World Class. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 752 orð | ókeypis

Afmælisárið tileinkað hinum almenna iðkanda

ÍÞRÓTTASAMBAND fatlaðra verður 20 ára 17. maí næstkomandi og af því tilefni verður ýmislegt um að vera. Sveinn Áki Lúðvíksson er formaður sambandsins. "Þegar Íþróttasamband fatlaðra var stofnað voru aðildarfélögin fimm. Í dag eru þau orðin tuttugu og tvö innan 16 héraðssambanda. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 64 orð | ókeypis

Afmælishátíð Vogaskóla

UM ÞESSAR mundir er 40 ára starfsafmæli Vogaskóla haldið. Í tilefni af því verður sérstök hátíðardagskrá í skólanum í dag, uppstigningardag. Hátíðin hefst kl. 11 með skrúðgöngu um hverfið og að henni lokinni verður skólinn opinn gestum. Þar verður m.a. sýning á verkum nemenda, sýning á gömlum ljósmyndum úr skólastarfinu og kaffihús verður opið þar sem nemendur koma fram. Meira
13. maí 1999 | Erlendar fréttir | 499 orð | ókeypis

Allt bendir til öruggs sigurs Baraks

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, fékk í gær formlega stuðningsyfirlýsingu frá rabbínum bókstafstrúaðra gyðinga en ekki er þó líklegt, að það nægi til sigurs í kosningunum á mánudag því að hinir bókstafstrúuðu styðja hann flestir hvort eð er. Ehud Barak, frambjóðandi Verkamannaflokksins, hefur enn gott forskot á Netanyahu samkvæmt skoðanakönnunum. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 322 orð | ókeypis

Almenn undanþága frá skilyrði veitt 1997

EIN af ástæðunum, sem tilgreindar eru í fundargerð forvalsnefndar utanríkisráðuneytisins um flutninga fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli fyrir vanhæfi Atlantsskipa til að gegna þeim, er sú að 49% hlutur sé í eigu Íslendings, sem búsettur sé í Bandaríkjunum. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 143 orð | ókeypis

Álfurinn seldur í tíunda sinn

HELGINA 14.­16. maí mun SÁÁ bjóða almenningi að kaupa Álfinn til styrktar starfi samtakanna í þágu íslenskra ungmenna. Álfasölumenn munu verða við verslanir um allt land og einnig verður gengið í hús. Þetta er í tíunda sinn sem Álfurinn er seldur og sem fyrr verður ágóða af sölunni varið til að efla forvarnar- og meðferðarstarf SÁÁ fyrir ungt fólk. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 78 orð | ókeypis

Barnapíur bregða á leik

ÞÆR Aðalbjörg og Hörn voru að passa Rósu litlu á þriðjudaginn, en þá var blíðskaparveður og því kjörið að fara út og láta sólina skína aðeins á sig. Breitt var úr teppi á Miklatúni, farið úr skóm og brugðið á leik. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 635 orð | ókeypis

Boðaði sölu ríkisbanka og Landssíma

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á aðalfundi VSÍ að ein leið til að auka sparnað í landinu væri að selja ríkisbankana og Landssímann. Hann hvatti einnig til þess að reynt yrði að hamla gegn útþenslu velferðarkerfisins því henni fylgdi aukin skattheimta. Það ætti ekki að vera keppikefli okkar að auka útgjöld til velferðarmála til jafns við það sem gerist á Norðurlöndunum. Meira
13. maí 1999 | Landsbyggðin | 1553 orð | ókeypis

Breytt skipulag skapar ný sóknarfæri Ástand í atvinnumálum á Djúpavogi hefur ekki verið sérlega traustvekjandi undanfarin

VÍSIR HF. í Grindavík keypti meirihluta í sjávarútvegsfyrirtækinu Búlandstindi hf. á Djúpavogi í desember sem leið og í kjölfarið ríkti nokkur óvissa á meðal heimamanna varðandi framhaldið eins og kom fram í Morgunblaðinu. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 119 orð | ókeypis

Bylgjaní Ólafsvík

NÝR útvarpssendir Bylgjunnar hefur verið tekinn í notkun í Ólafsvík. Hann sendir út á tíðninni 92,1 og er afl hans 100 vött. "Sendirinn í Ólafsvík er fjórði sendir Bylgjunnar á Vesturlandi, sendar eru fyrir í Stykkishólmi, Þjóðólfsholti í Borgarfirði og Borgarnesi. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 108 orð | ókeypis

Danslist 1999

FÉLAG íslenskra listdansara heldur námskeið í nútímadansi 31. maí­5. júní. Námskeiðið er ætlað 14 ára og eldri. Þrír erlendir gestakennarar sjá um alla kennslu á námskeiðinu. Tommi Kitti og Maria Littow koma frá Finnlandi og Ana Luisa Moura kemur hingað frá Svíþjóð, en hún á rætur að rekja til Brasilíu. Meira
13. maí 1999 | Erlendar fréttir | 360 orð | ókeypis

Dyggur stuðningsmaður Jeltsíns

SERGEJ Stepashín, sem í gær tók við starfi Jevgení Prímakovs, forsætisráðherra landsins, hefur verið dyggur stuðningsmaður Borísar Jeltsíns forseta og hefur stutt hann ítrekað í þeim pólitísku væringum sem einkennt hafa stjórnarfar í Moskvu undanfarin misseri. Í síðustu viku færði forsetinn Stepashín úr stöðu innanríkisráðherra í stöðu aðstoðarforsætisráherra. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 605 orð | ókeypis

Eiga ekki von á því að vandamál komi upp

VARAFORMENN stjórnarflokkanna ræddust við síðdegis í gær til að fara yfir þá málefnavinnu, sem framundan er, og sögðu Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Geir H. Haarde fjármálaráðherra eftir fundinn að þeir ættu ekki von á vandamálum í undirbúningi stjórnarsamstarfs Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fyrir næstu fjögur ár. Ágætur andi Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 525 orð | ókeypis

Ekkert lát á niðurbroti Kolbeinseyjar

SKIPVERJAR á varðskipinu Ægi gerðu sér ferð út í Kolbeinsey í lok aprílmánaðar sl. til þess að mæla stærð eyjunnar. Í ljós kom að eyjan hefur minnkað töluvert frá því að hún var síðast mæld. Niðurbrot eyjunnar gerist hratt og er talið að hún muni brátt hverfa. "Við þurfum ekki að bíða lengi eftir því að Kolbeinsey hverfi í hafið. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 205 orð | ókeypis

Fangelsisdómur fyrir að hafa fé af aldraðri konu

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær 20 mánaða fangelsisdóm héraðsdóms yfir 44 ára gömlum manni, sem sakfelldur var fyrir að hafa notfært sér bágindi aldraðrar konu sökum heilarýrnunar, einfeldni hennar og að hún hafi verið háð honum, til að hafa af henni rúmar 30 milljónir króna á árunum 1996­1997. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 233 orð | ókeypis

Fékk sænsk verkfræðiverðlaun fyrir lokaverkefnið

Fékk sænsk verkfræðiverðlaun fyrir lokaverkefnið LOKAVERKEFNI sem Jón Ingvi Árnason verkfræðingur vann við Danska tækniháskólann, DTU, í samstarfi við sænskan verkfræðinema, hefur verið valið til verðlauna af sænska verkfræðingasambandinu, Civilingenjörsförbundet. Meira
13. maí 1999 | Landsbyggðin | 196 orð | ókeypis

Fimmtánda Uppgripsverslun Olís opnuð

Hellu-Ný og endurbætt bensínstöð Olís hf. var opnuð í byrjun maí á Hellu, en félagið hefur árum saman rekið bensínstöð á staðnum og var hún fyrir löngu búin að sprengja utan af sér starfsemina. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 92 orð | ókeypis

Fiskréttaverksmiðja á Rif

FYRIRHUGUÐ er stofnun fiskréttaverksmiðju á Rifi á Snæfellsnesi og er áætlað að framleiðsla hefjist í verksmiðjunni í haust. Að stofnun verksmiðjunnar standa Humall ehf., Frostfiskur ehf., Klumba ehf. og Hraðfrystihús Hellissands. Verksmiðjan tekur við rekstri Humals ehf. Meira
13. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 139 orð | ókeypis

Fjöldi tónleika

TVENNIR tónleikar verða á vegum Tónlistarskólans á Akureyri í dag, fimmtudaginn 13. maí. Hinir fyrri verða í blómaskálanum Vín kl. 14.30 þar sem Suzuki-nemendur leika fyrir gesti. Síðar um daginn, eða kl. 16, verða tónleikar alþýðutónlistardeildar í veitingahúsinu Græna hattinum. Þrennir tónleikar verða á laugardag, 15. maí í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Þeir fyrstu verða kl. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 182 orð | ókeypis

Flúðasveppir ehf. stækka við sig

FYRIRTÆKIÐ Flúðasveppir ehf. er að stækka húsnæði sitt um tæplega fjórðung, en nýhafnar eru framkvæmdir á 1.200 fermetra viðbyggingu við núverandi húsnæði. Búist er við því að hluti byggingarinnar verði tekinn í notkun í júlí. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 123 orð | ókeypis

Fór tvær ferðir á vegum Alþingis

ÓLAFUR G. Einarsson, forseti Alþingis, hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: "Í viðtali á baksíðu DV 12. maí upplýsir Pétur H. Blöndal alþingismaður að hann hafi gefið Hjálparstofnun kirkjunnar afgang af dagpeningum vegna 8 ferða sinna til útlanda á vegum Alþingis árið 1998 samtals að fjárhæð kr. 550 þús. Í tilefni fréttarinnar skal það tekið fram að Pétur H. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 304 orð | ókeypis

Framhaldið ræðst eftir viðræður í júní

FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ræddi í gærmorgun við fulltrúa Norsk Hydro, sem staddir hafa verið hér á landi, ásamt fulltrúum Landsvirkjunar. Í júní verður haldinn annar fundur og takist vel til þá verður að sögn Finns hafin leit að fjármögnunaraðilum til að taka þátt í að reisa álver ásamt Íslendingum og Norðmönnum. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 155 orð | ókeypis

Fræðsla fyrir landnema og aðra

SKÓGRÆKTARFÉLAG Hafnarfjarðar verður með fræðslu fyrir landnema og aðra félaga á laugardaginn, 15. maí, og stendur hún frá klukkan 9­13. Verður hún á Sörlastöðum, reiðskemmunni við Kaldárselsveg, og í Gróðrarstöðinni í Höfðaskógi. Meira
13. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 79 orð | ókeypis

Fundur um atferlismótun

FRÆÐSLUFUNDUR á vegum Þroskahjálpar á Norðurlandi eystra verður á Fosshóteli KEA á sunnudag, 16. maí, frá kl. 11 til 14. Sigríður Lóa Jónsdóttir, sálfræðingur á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, fjallar um atferlismótun einhverfra og barna með skyldar þroskahamlanir. Sigríður Magnúsdóttir foreldri segir frá reynslu sinni af því að vinna með barn sitt í atferlismótum. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 710 orð | ókeypis

Fæðingarorlof verði hlutfall af föstum launum

ÓLAFUR B. Ólafsson, formaður Vinnuveitendasambands Íslands, sagði á aðalfundi sambandsins að ný ríkisstjórn yrði að taka mark á þenslumerkjum í efnahagslífinu og grípa til aðhaldsaðgerða. Óraunhæft væri að gera ráð fyrir að hagvöxtur yrði jafnmikill á næstu árum og verið hefði. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 43 orð | ókeypis

Handavinnusýning á Vesturgötu 7

HANDAVINNUSÝNING Félags- og þjónustumiðstöðvar Vesturgötu 7 verður haldin dagana 15., 16. og 17. maí, frá kl. 13­17. Á sýningunni verður almenn handavinna, myndlist, glerskurður, postulínsmálun, bútasaumur o.fl. Hátíðarkaffi frá kl. 13 alla dagana og skemmtiatriði kl. 15. Allir velkomnir. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 113 orð | ókeypis

Heilsubót á Sólheimum

HEILSUBÓTARDAGAR verða haldnir á Sólheimum í Grímsnesi í sumar. Fyrir Heilsubótardögum standa hjónin Sigrún Olsen og Þórir Barðdal. Í fréttatilkynningu segir að dvölin sé til að hjálpa fólki að takast á við viðfangsefni daglegs lífs með því að stíga í nokkra daga út úr hinu daglega amstri. Meira
13. maí 1999 | Landsbyggðin | 265 orð | ókeypis

Holdakanínukjöt komið á markað

Holdakanínukjöt komið á markað Hrunamannahreppi- Ungur kanínubóndi, Sigfús Brynjar Sigfússon í Vestra-Geldingaholti í Gnúpverjahreppi, hóf fyrir nokkru að rækta holdakanínur og nú er selt kjöt af þeim í allmörgum verslunum. Sigfús er með um 100 læður og 15 högna í ræktuninni. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 669 orð | ókeypis

Húseigendur gangi sem tryggilegast frá híbýlum

SAMKVÆMT upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík hefur að undanförnu verið tilkynnt um allnokkur innbrot í heimahús, bæði í einbýlishús og íbúðir fjölbýlishúsa. Maður var nýlega úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að sumum málanna. Í fórum hans fannst þýfi úr nokkrum innbrotum og hefur því að mestu verið komið til skila. Tveggja annarra manna er enn leitað vegna þessara mála. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 179 orð | ókeypis

Hyggjast klífa hæsta fjall Grænlands

Hyggjast klífa hæsta fjall Grænlands ÞRIGGJA manna íslenskur leiðangur á Gunnbjörnsfjall, sem er hæsta fjall Grænlands 3.700 m, hófst með því að leiðangursmenn flugu með skíðaflugvél að rótum fjallsins í fyrradag. Fjallamennirnir hyggjast einnig klífa Einar Mikkelsen fjall sem er hæsta óklifna fjall landsins en það er 3.308 metrar að hæð. Meira
13. maí 1999 | Erlendar fréttir | 1314 orð | ókeypis

Hætta á stjórnlagakreppu í Rússlandi

Stjórnlagakreppa vofir nú yfir í Rússlandi eftir að Borís Jeltsín storkaði þinginu í gær með því að víkja Jevgení Prímakov úr embætti forsætisráðherra. Brottvikningin veldur einnig mikilli óvissu í rússneskum efnahagsmálum og gæti grafið undan þeim efnahagsbata sem náðst hefur undir stjórn Prímakovs. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 256 orð | ókeypis

Iðgjaldagreiðslur LÍÚ til VSÍ hækka

SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKI, sem aðild eiga að LÍÚ, koma til með að greiða iðgjöld til Samtaka atvinnulífsins sem hlutfall af heildarlaunum sjómanna, en ekki sem hlutfall af kauptryggingu þeirra eins og verið hefur. Iðgjald til samtakanna mun hins vegar lækka úr 0,34% niður í 0,21% og hefur það þá lækkað um helming á tíu árum. Meira
13. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 74 orð | ókeypis

Í björgunarbáti í sólarhring

FÉLAGAR í unglingadeildum Slysavarnafélagsins á Dalvík og á Árskógsströnd ætla að dvelja í gúmmíbjörgunarbáti í einn sólarhring utan við höfnina á Dalvík, frá nk. föstudegi til laugardags. Tilgangurinn er að safna peningum í ferðasjóð vegna fyrirhugaðrar ferðar á landsmót unglingadeilda björgunarsveita í sumar. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 146 orð | ókeypis

Íslandsbanki gefur skákdeild FEB bikara

Íslandsbanki gefur skákdeild FEB bikara SKÁKDEILD Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni var stofnuð 23. september 1998. Sigurður Pálsson er formaður hennar. Teflt er á þriðjudögum kl. 13. Nýlega voru veitt verðlaun fyrir haustmót sem haldið var í október/nóvember sl. Veitt voru 1., 2., og 3. verðlaun ásamt farandbikar. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 227 orð | ókeypis

Íslandsvinur látinn

LÁTINN er í Vínarborg mikill Íslandsvinur, dr. Hermes Massimo, 84 ára að aldri. Að sögn Einars Sigurðssonar landsbókavarðar kviknaði Íslandsáhugi Hermes á unga aldri við kynni af bókum Nonna en það var ekki fyrr en eftir 1974 að hann vandi komur sínar hingað til lands. "Mun sá maður vandfundinn sem víðar hefur farið um Ísland enda varði dr. Meira
13. maí 1999 | Erlendar fréttir | 318 orð | ókeypis

Ítreka kröfu um að árásum linni

GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, hitti í gær ráðamenn í Peking og baðst afsökunar á því að sprengjur Atlantshafsbandalagsins skyldu hafa lent á kínverska sendiráðinu í Belgrad. Sagði Schröder Kínverja hins vegar ekki hafa viljað ræða nein friðaráform fyrir Kosovo fyrr en loftárásunum á Júgóslavíu hefur verið hætt. Meira
13. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 92 orð | ókeypis

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Kyrrðar- og fyrirbænastund fellur niður í dag, uppstigningardag. Guðsþjónusta verður kl. 14. Kór aldraðra syngur undir stjórn Guðjóns Pálssonar. Sr. Sigurður Guðmundsson vígslubiskup predikar. Sóknarnefnd býður eldri borgurum til kaffiveitinga í Safnaðarheimili eftir guðsþjónustu. Rúta fer frá Víðilundi kl. 13.40 og kemur við á Hlíð og Kjarnalundi. Meira
13. maí 1999 | Erlendar fréttir | 440 orð | ókeypis

Kína fái inngöngu í WTO á þessu ári

FULLTRÚAR fjögurra helztu viðskiptavelda heimsins urðu í gær ásáttir um að mæla með því að Kína fengi fulla aðild að Heimsviðskiptastofnuninni (WTO) á þessu ári og að Kínverjar taki þátt í næstu lotu samningaviðræðna um alþjóðaviðskipti. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 155 orð | ókeypis

Landsbankahlaupið haldið á laugardag

LANDSBANKAHLAUPIÐ verður haldið laugardaginn 15. maí og hefst það kl. 11. "Hlaupið er ætlað öllum krökkum á aldrinum 10­13 ára. Þetta er í þrettánda sinn sem hlaupið er haldið en þúsundir barna hafa tekið þátt á hverju ári. Í Reykjavík verður hlaupið haldið í Laugardal og hefst það kl. 11. Hr. Ísland, Andrés Björnsson, sér um upphitun sem hefst kl. 10.40. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 58 orð | ókeypis

LEIÐRÉTT

MYNDATEXTAR í miðopnugrein í Morgunblaðinu í gær, þar sem fjallað var um vanda Kaupfélags Þingeyinga og viðbrögð bænda við þeim, víxluðust. Nafn Árna Halldórssonar í Garði í Mývatnssveit var undir mynd af Tryggva Óskarssyni á Þverá í Reykjahverfi og nafn Tryggva var undir mynd af Árna. Þetta leiðréttist hér og eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á mistökunum. Meira
13. maí 1999 | Landsbyggðin | 206 orð | ókeypis

Markaðsskrifstofa í bígerð

Hellu-Aðalfundur og málþing á vegum Ferðamálasamtaka Suðurlands voru haldin fyrir stuttu í Hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum samtakanna, þar sem Jóhanna B. Magnúsdóttir var endurkjörin formaður, hófst málþing um stofnun markaðsskrifstofu, net upplýsingamiðstöðva og afþreyingu í ferðaþjónustu á Suðurlandi. Meira
13. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 293 orð | ókeypis

Málið verður kært til úrskurðarnefndar

MEIRIHLUTI skipulagsnefndar Akureyrar samþykkti á fundi sínum í vikunni tillögu þess efnis að leyfa byggingu tveggja 5 hæða íbúðarhúsa með lyftu og bílakjallara, vestan Mýrarvegar og norðan Akurgerðis, með alls um 30 íbúðum. Vilborg Gunnarsdóttir, formaður skipulagsnefndar, greiddi atkvæði gegn tillögunni. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 127 orð | ókeypis

Málþing um hjálp við reykingafólk

Markmiðið er að styrkja hjúkrunarfræðinga í að takast á við siðferðileg álitamál sem snúa að reykingum og samskiptum við skjólstæðinga sem reykja og hjálpa hjúkrunarfræðingum að þróa með sér aðferðir við að aðstoða skjólstæðinga við að takast á við reykingar sínar. Guðrún Jónsdóttir, formaður fagdeildar lungnahjúkrunarfræðinga setur þingið. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 108 orð | ókeypis

Mikil aðsókn í sumarbúðirnar í Vatnaskógi og Vindáshlíð

SKRÁNING er hafin í sumarbúðir KFUM og KFUK í Reykjavík, Vatnaskóg og Vindáshlíð, en skráningin fer fram í aðalstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg. "Eftir fyrstu skráningarvikuna var nánast fullbókað í öll pláss í Vatnaskógi og Vindáshlíð eða samtals um 2.000 börn og fjöldi barna er þegar skráður á biðlista í vinsælustu dvalarflokkana. Meira
13. maí 1999 | Landsbyggðin | 156 orð | ókeypis

Minningarsjóður um Málfríði Guðbjartsdóttur og Hákon Jónsson

Patreksfirði-Nýverið stofnaði Jón Hákonarson rausnarlegan sjóð til minningar um foreldra sína Málfríði Guðbjartsdóttur og Hákon Jónsson, fyrrum ábúendur á Hnjóti í Örlygshöfn. Jón var áður búsettur á Hnjóti en býr nú á Patreksfirði. Meira
13. maí 1999 | Erlendar fréttir | 624 orð | ókeypis

Murdoch veldur usla á þýzkum sjónvarpsmarkaði

ÁSTRALSKI fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch hefur nú staðið við fyrri yfirlýsingar sínar um að hasla sér völl á þýzka sjónvarpsmarkaðnum með því að tryggja sjónvarpsstöðinni TM 3, sem hann á 66% hlut í, útsendingarréttinn í Þýzkalandi á Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu. Meira
13. maí 1999 | Landsbyggðin | 162 orð | ókeypis

Nemendur og kennarar saman á sviðinu

Eyja-og Miklaholthreppi­Nemendur í Laugargerðisskóla héldu sína árlegu hátíð í skólanum fyrir nokkru. Hátíðin hófst á því að kór skólans, sem allir nemendur og kennarar eru í, fluttu nokkur lög. Formaður nemendaráðs Anna Sigrún Ásgeirsdóttir ávarpaði gesti, sem voru vel yfir hundrað, og bauð þá velkomna. Meira
13. maí 1999 | Erlendar fréttir | 295 orð | ókeypis

Opinber heimsókn Abdullah Jórdaníukonungs til Vesturlanda

ABDULLAH Jórdaníukonungur lauk í gær tveggja daga opinberri heimsókn sinni til Bretlands eftir að hann tók við embætti föður síns sem lést af völdum krabbameins fyrr á árinu. Fyrr í vikunni sóttu konungurinn og Rania drottning Þýskaland og Frakkland heim og frá Bretlandi verður haldið til Kanada og þaðan til Bandaríkjanna. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 79 orð | ókeypis

Reshetov sæmdur stórkrossi

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur sæmt Jury Reshetov, fyrrverandi sendiherra Rússlands á Íslandi, stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Stórkrossinn er æðsta heiðursmerki sem íslenska ríkið veitir íslenskum eða erlendum borgara fyrir utan þjóðhöfðingja. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 123 orð | ókeypis

Reyklaus skemmtiferð NÝLEG

Reyklaus skemmtiferð NÝLEGA fóru unglingar úr 9. bekk Hamraskóla í skemmtiferð á vegum foreldrafélagsins vegna þess að þeir eru reyklaus árgangur. Farið var í rútu í boði skólans og ferðinni heitið að Hvítá þar sem siglt var á gúmmíbátum niður ána. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 420 orð | ókeypis

Reynt að minnka styrkveitingar og auka hlutafjárkaup

KÍSILGÚRSJÓÐUR hefur auglýst eftir umsóknum um áhættulán sem sjóðurinn veitir og einnig eftir umsóknum um styrki, auk þess sem sjóðnum er heimilt að kaupa hlut í nýjum og starfandi félögum. Fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar geta sótt um stuðning sjóðsins og er þá m.a. horft til undirbúningskostnaðar verkefna, vöruþróunar, átaks til markaðsöflunar og náms eða starfsnámskeiða. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 241 orð | ókeypis

Ríkið sýknað af skaðabótakröfu

ÍSLENSKA ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sýknað af 30 milljóna króna skaðabótakröfu eiganda og framkvæmdastjóra innflutningsfyrirtækis, sem hefur um árabil flutt inn forsteiktar og frosnar franskar kartöflur Stefnandi byggði bótakröfu sína á því að hann hefði verið sýknaður í Hæstarétti hinn 12. Meira
13. maí 1999 | Landsbyggðin | 135 orð | ókeypis

Samstarfssamningur LÍ og UMFG Grindavík-

Samstarfssamningur LÍ og UMFG Grindavík-Knattspyrnudeild UMFG og Landsbanki Íslands í Grindavík hafa gert með sér samstarfssamning. Að sögn Valdimars Einarssonar, útibússtjóra LÍ, Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 729 orð | ókeypis

Samþykkt að stofna ný heildarsamtök í haust

AÐALFUNDUR Vinnuveitendasambands Íslands samþykkti í gær tillögu um sameiningu við Vinnumálasambandið (VMS) og stofnun Samtaka atvinnulífsins (SA). Samkvæmt skipulagi nýju samtakanna geta fyrirtæki gerst aðilar án þess að afhenda þeim umboð til að gera kjarasamninga. Samkomulag hefur einnig tekist um að LÍÚ greiði iðgjöld til SA sem hlutfall af heildarlaunum, en ekki af kauptryggingu eins og nú Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 317 orð | ókeypis

Skilyrði um íslenskar þakeiningar ekki réttlætanlegt

EFTA-dómstóllinn í Lúxemborg telur í ráðgefandi áliti sínu að ekki sé unnt samkvæmt EES- samningnum að réttlæta skilyrði sem byggingarnefnd Borgarholtsskóla í Reykjavík setti um að nota skyldi íslenskar þakeiningar við byggingu skólans. Nefndin fór fram á þetta við lægstbjóðanda þegar gengið var frá verksamningi við hann. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 54 orð | ókeypis

Skipaðir í háskólaráð HÍ

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra hefur lögum samkvæmt skipað tvo fulltrúa í nýtt háskólaráð Háskóla Íslands til næstu tveggja ára. Fulltrúar skipaðir af menntamálaráðherra í háskólaráð HÍ eru: Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélags Íslands, aðalmaður, dr. Ármann Höskuldsson, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands aðalmaður, Gunnar Jóhann Birgisson hrl. varamaður og dr. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 193 orð | ókeypis

Spáð auknum verðbólguþrýstingi

VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag hefur undanfarna þrjá mánuði hækkað um 1,5% sem jafngildir 6,2% verðbólgu á ári, að sögn Hagstofu Íslands. Hún birti í gær niðurstöður könnunar sem gerð var í byrjun maímánaðar á verðlagi þá. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 167 orð | ókeypis

Spænski skipverjinn ekki í lífshættu

LÍÐAN spænska sjómannsins sem þyrla varnarliðsins sótti á Reykjaneshrygg í fyrrakvöld er eftir atvikum samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Maðurinn veiktist um borð í togara sem hann er skipverji á og var óskað eftir tafarlausri hjálp. Hann mun ekki vera í lífshættu og eru veikindi hans raunar ekki talin mjög alvarleg. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 535 orð | ókeypis

Starfsmaður var í lífshættu

EINN starfsmaður Barnagamans og Pólýhúðunar á Smiðjuvegi 4 var í lífshættu þegar mikill eldur breiddist hratt út um vinnustaðinn um eittleytið í gærdag. Starfsmaðurinn var staddur á efri hæð hússins og átti í erfiðleikum með að finna útgönguleið vegna reykjarkófs. Meira
13. maí 1999 | Erlendar fréttir | 2068 orð | ókeypis

"Stríðsglæpadómstóllinn á eftir að hafa veruleg áhrif til lengri tíma"

"Stríðsglæpadómstóllinn á eftir að hafa veruleg áhrif til lengri tíma" Líklegt að Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, verði sóttur til saka fyrir stríðsglæpi Náin tengsl eru á milli þess að fá ráðamenn og hermenn sótta til saka fyrir stríðsglæpi og viðbragða alþjóðasamfélagsins við mannréttindabrotum. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 156 orð | ókeypis

Styður kröfur kennara í Reykjavík

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun stjórnar Félags grunnskólakennara í HÍK: "Stjórn Félags grunnskólakennara í HÍK lýsir yfir fullum stuðningi við kröfur kennara í Reykjavík. Það er réttlætismál að þeir fái kjarabætur vegna aukins vinnuálags. Meira
13. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 138 orð | ókeypis

Sumar '99

SUMAR '99 er yfirskrift sýningar sem verður í Íþróttahöllinni á Akureyri um helgina, eða dagana 15. og 16. maí. Sýningin verður opin frá kl. 11 til 17 báða dagana. Á sýningunni kennir margra grasa, en aðaláherslan er lögð á ýmislegt það sem viðkemur sumrinu eins og nafnið bendir til. Tvö bílaumboð sýna, Hekla og Honda, þá verða fellihýsi, tjaldvagnar og uppsett tjöld á sýningarsvæðinu. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 68 orð | ókeypis

Sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi

HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær mann af ákæru um manndráp af gáleysi með því að hafa ekið sendibifreið sinni á gangandi vegfaranda sem lést af áverkum sínum eftir slysið, sem varð á Suðurgötu í Reykjavík árið 1997. Ekki þótti sannað að maðurinn hefði ekið of hratt miðað við aðstæður og var talið að hann hefði ekki haft tök á að afstýra slysinu. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð | ókeypis

Söfnun fyrir holdsveik börn á Indlandi gekk vel

FÖSTUSÖFNUN hjálparstofnunar kaþólsku kirkjunnar, Caritas, var gerð til þess að styrkja holdsveik börn á Jeevodaya-miðstöðinni á Indlandi. Söfnunarfénu verður varið til að sjá börnunum fyrir nauðsynlegri aðhlynningu og kennslu. Að sögn Sigríðar Ingvarsdóttur, formanns Caritas á Íslandi, hafa safnast 240.000 krónur og eru gjafir enn að berast. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 808 orð | ókeypis

Tíma frétta breytt til frambúðar

MARGAR ástæður liggja að baki þeirri ákvörðun Ríkisútvarpsins að færa kvöldfréttatíma sjónvarps og útvarps að sögn Halldóru Ingvadóttur, framkvæmdastjóra útvarpsins. Frá og með 1. júní nk. verður aðalfréttatími sjónvarpsins sendur út klukkan 19 á hverju kvöldi og aðalfréttatími útvarpsins klukkan 18. "Þetta fyrirkomulag er til framtíðar. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 207 orð | ókeypis

Tónninn gefinn í næstu samningum

"FUNDUR stjórnar og trúnaðarmannaráðs Verkalýðsfélags Húsavíkur, haldinn 11. maí 1999, fagnar því að nú skuli hafa verið gert lýðum ljós hvaða svigrúm ríkisstjórnin telur vera til launahækkana án þess að stöðugleika í efnahagslífi sé stefnt í hættu," segir í ályktun sem samþykkt var sl. þriðjudag. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 166 orð | ókeypis

Tugmilljóna tjón í eldi

TALIÐ er að tjónið sem varð í eldsvoða í fyrirtækjunum Barnagamni og Pólýhúðun á Smiðjuvegi í gær nemi allt að 100 milljónum kr. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað á staðinn. Starfsmaður fyrirtækjanna var í hættu staddur á kaffistofu á millilofti en það tókst að bjarga honum á síðustu stundu. Eldurinn kom upp um eittleytið í gær og magnaðist á örskotsstundu. Meira
13. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 276 orð | ókeypis

Tæplega 90 umsóknir bárust

GÍFURLEGUR áhugi er fyrir störfum hjá AKO/PLASTOS á Akureyri. Fyrirtækið auglýsti nýlega eftir fólki til starfa í nýjum framleiðsludeildum í bænum og bárust tæplega 90 umsóknir. Hermann Herbertsson aðstoðarframleiðslustjóri sagði þennan mikla áhuga mun meiri en hann hefði gert ráð fyrir. Meira
13. maí 1999 | Landsbyggðin | 519 orð | ókeypis

Unnið og sofið undir sama þaki

VÍSIR hf. í Grindavík er nú meirihlutaeigandi hlutafjár í Búlandstindi hf. á Djúpavogi. 80 sjómenn vinna hjá fyrirtækinu á fimm skipum, í landi vinna um 50 manns. Má því segja að Vísir hf. sé eitt af fáum, stórum fjölskyldufyrirtækjum sem eftir eru í greininni. Vísir hf. er í eigu Páls H. Pálssonar í Grindavík og fjölskyldu hans. Páll Hreinn Pálsson er fæddur 3. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 651 orð | ókeypis

"Úrskurður forvalsnefndar siðlaus, órökstuddur og ólögmætur"

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi greinargerð frá Stefáni Kjærnested, framkvæmdastjóra Atlantsskipa, vegna úrskurðar forvalsnefndar: "Ákvörðun forvalsnefndar utanríkisráðuneytisins um meint vanhæfi Atlantsskipa til þess að uppfylla kröfur um flutninga fyrir Varnarliðið hefur komið mjög á óvart. Meira
13. maí 1999 | Landsbyggðin | 235 orð | ókeypis

Útibúið á Ísafirði 95 ára

Ísafirði-Útibú Landsbanka Íslands á Ísafirði á 95 ára afmæli á laugardaginn, 15. maí, en það tók til starfa þann dag árið 1904. Aðsetur Landsbankans á Ísafirði hefur verið á ýmsum stöðum í bænum í tímans rás. Fyrstu fjórtán árin var útibúið til húsa við Bankagötu, eins og hún hét þá, en heitir nú Mánagata. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 61 orð | ókeypis

Útvarp KR hefur útsendingar

ÚTVARP KR, fm 104,5, hefur útsendingar á Rauða ljóninu við Eiðistorg á laugardaginn. Ætlunin er að útvarpað verði í sumar efni tengdu Knattspyrnufélagi Reykjavíkur og leikjum félagsins. KR keypti nýlega Rauða ljónið. KR-bandið mun leika fyrir gesti staðarins á föstudags- og laugardagskvöld. Í fréttatilkynningu segir að lögð verði áhersla á að þjónusta vesturbæinga bæði í mat og drykk. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 78 orð | ókeypis

Veiðimaðurinn verður Veiðihornið

VEIÐIHORNIÐ er nýtt nafn á versluninni Veiðimanninum í Hafnarstræti sem er í eigu fyrirtækisins Bráðar ehf. Ennfremur hefur vörumerkjum verið fjölgað og er nú lögð mun meiri áhersla á fluguveiði og hnýtingar. Meira
13. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 88 orð | ókeypis

Viðræðum slitið

BÆJARRÁÐ Akureyrar fjallaði á fundi sínum í gær um kjaradeilu við kennara Tónlistarskólans á Akureyri. Lítur bæjarráð svo á að túlka verði samþykkt kennarafundar tónlistarskólans frá því í liðinni viku á þann veg að þeim viðræðum hafi verið slitið sem í gangi voru um þetta mál milli kennara skólans og kjaranefndar bæjarins. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 120 orð | ókeypis

Vildum ekki vitlausa umræðu

GARÐAR Ingvarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingastofnunar-Orkusviðs, sagði í Morgunblaðinu í gær að ekki hefði verið vilji fyrir því að fá fulltrúa Norsk Hydro til landsins fyrir kosningar. Þeir hefðu komið fyrr ef þær hefðu ekki verið. Hann segir ástæðu þessa þá að koma þeirra hingað á þessum tímapunkti hefði getað skapað vitlausa umræðu í fjölmiðlum. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 41 orð | ókeypis

Vinnu- og vináttuferðir VÍK

VINÁTTUFÉLAG Íslands og Kúbu skipuleggur þátttöku í þriggja vikna vinnu- og vináttuferð til Kúbu tvisvar árlega. Sumarferðin 1999 verður 12. júní til 4. júlí. Upplýsingabæklingur liggur frammi á Ferðaskrifstofu stúdenta. Nánari upplýsingar má finna á Netinu http://www.isholf.is/cuba. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 37 orð | ókeypis

Vorhátíð Kópavogsskóla

VORHÁTÍÐ Kópavogsskóla verður haldin laugardaginn 15. maí og hefst á hjólreiðaferð kl. 11 frá skólanum. Á dagskrá vorhátíðarinnar verður m.a. happdrætti, veitingasala, sýning á vinnu nemenda og uppákomur í Kjarna kl. 14, 15 og 16. Meira
13. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 97 orð | ókeypis

Vortónleikar

VORTÓNLEIKAR Tónlistarskóla Eyjafjarðar eru nú að hefjast en þeir verða sjö talsins á þremur stöðum, í Þelamerkurskóla, á Grenivík og í Freyvangi. Tvennir tónleikar verða í Freyvangi vegna fjölda nemenda í Eyjafjarðarsveit, hinir fyrri voru í gærkvöld, en þeir seinni verða á laugardag, 15. maí kl. 14 þar sem yngri nemendur koma fram. Tónleikarnir á Grenivík verða föstudagskvöldið 14. Meira
13. maí 1999 | Innlendar fréttir | 266 orð | ókeypis

Þrír símastrengir grafnir í sundur á sólarhring

FJÖLDI símastrengja hefur farið í sundur á landinu undanfarna daga og valdið símasambandsleysi víða. Í öllum tilvikum fóru strengirnir í sundur vegna framkvæmda á ákveðnum svæðum. Talsmaður Landssímans segir nauðsynlegt að framkvæmdaaðilar og verktakar afli sér upplýsinga um legu símastrengja í jörðu svo komast megi hjá slíkum óhöppum. Meira
13. maí 1999 | Erlendar fréttir | 786 orð | ókeypis

Þýska skjaldbakan og bandaríski hérinn Hefur áráttan til ofstjórnunar staðið þýsku efnahagslífi fyrir þrifum.

UMRÆÐUR um efnahagsmál hafa verið fyrirferðarmiklar í Þýskalandi næstum allan þennan áratug og mörgum spurningum verið varpað fram. Meðal annars hafa menn velt því fyrir sér hvort sveigjanleikinn á þýskum vinnumarkaði sé nógu mikill; hvort launin séu of há og hvort verið geti, að ofstjórnunaráráttan sé farin að standa eðlilegum framförum fyrir þrifum. Meira

Ritstjórnargreinar

13. maí 1999 | Staksteinar | 350 orð | ókeypis

Kosningarnar

VEF-ÞJÓÐVILJINN fjallar um kosningarnar nú um helgina og leitast við að finna skýringar á slæmu gengi Samfylkingarinnar. Í VEF-ÞJÓÐVILJANUM segir: "Í sjónvarpsumræðum kvöldið fyrir kjördag var Margrét Frímannsdóttir enn að vandræðast með "almenna koltvíoxíðskattinn" sem Fylkingin lofaði að leggja á landsmenn. Meira
13. maí 1999 | Leiðarar | 538 orð | ókeypis

ÚTGÁFA ÍSLENSKRAR TÓNLISTAR

STÓRHUGUR einkennir Philips-útgáfufyrirtækið sem nú vinnur að því að koma út á geisladiskum upptökum með mörgum fremstu píanóleikurum aldarinnar. Fyrstu diskarnir komu út seint á síðasta ári en alls verða þeir um 200. Tveir diskar eru gefnir út í einu með 150 mínútum af tónlist en allt safnið mun innihalda í kringum fimmtán þúsund mínútur af píanóleik. Meira

Menning

13. maí 1999 | Menningarlíf | 121 orð | ókeypis

200 manna kór í Víðistaðakirkju

KÓRAMÓT fimm kóra eldri borgara verður haldið í Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, laugardaginn 15. maí kl. 17. Fram koma kórarnir Vorboðar úr Mosfellsbæ, söngstjóri Páll Helgason; Eldey frá Suðurnesjum, söngstjóri Ágota Joé; Samkórinn Hljómur frá Akranesi, söngstjóri Lárus Sighvatsson; Hörpukórinn úr Árborg, Sigurveig Hjaltested og Gaflarakórinn úr Hafnarfirði, söngstjóri Guðrún Ásbjörnsdóttir. Meira
13. maí 1999 | Myndlist | 1818 orð | ókeypis

Afl lita og forma Mikilsháttar sýning á verkum Þorvaldar Skúlasonar (1906­1984) í Listasafni Íslands, er hlotið hefur nafnið

ÞAÐ er í rökréttu samhengi við mikil tímahvörf, að Listasafn Íslands stendur fyrir sýningu á verkum Þorvaldar Skúlasonar (1906­ 1984), þeim sem komu frá pentskúf hans síðustu áratugina. Einmitt nú í aldarlok skiptir miklu að rekja sögu Meira
13. maí 1999 | Fólk í fréttum | 1236 orð | ókeypis

Aftur saman eftir ævintýralegan vetur Ein vinsælasta hljómsveit síðasta sumars, Quarashi, tók sér langt hlé frá spilamennskunni

Ein vinsælasta hljómsveit síðasta sumars, Quarashi, tók sér langt hlé frá spilamennskunni og lagði land undir fót. Dóra Ósk Halldórsdóttir hitti hljómsveitarmeðlimi og innti þá frétta úr fríinu. Meira
13. maí 1999 | Menningarlíf | 50 orð | ókeypis

Agatha Kristjánsdóttir sýnir í Tjarnarsal

AGATHA Kristjánsdóttir opnar sína 17. málverkasýningu í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn 15. maí kl. 14. Myndirnar eru unnar með olíu. Agatha hefur aflað sér þekkingar í gegnum sjálfsnám og hin ýmsu námskeið. Hún hefur verið meðlimur í myndlistaklúbbi áhugamanna um árabil. Sýningin stendur til 27. maí. Meira
13. maí 1999 | Menningarlíf | 87 orð | ókeypis

Alþýðulist í Galleríi Garði

GUNNAR Grönz opnar málverkasýningu í Galleríi Garði á Selfossi á morgun, föstudag. Gunnar er fæddur í Vestmannaeyjum 1932 en fluttist til Selfoss árið 1942. Hann gefur að mestu leyti stundað málaraiðn, ekki gengið í listkúnstskóla, heldur lært af lífinu og snillingum í litum og formi og verður því ávallt alþýðulistmálari. Meira
13. maí 1999 | Menningarlíf | 80 orð | ókeypis

Bjarni Jónsson sýnir í Eden

NÚ stendur yfir sölusýning Bjarna Jónssonar listmálara í Eden í Hveragerði. Bjarni sýnir 60 litlar myndir unnar í olíu- og vatnslitum. Myndefnið er sótt í þjóðlíf fyrri tíma, til lands og sjávar, auk þess verða nokkrar "fantasíur". Á síðasta ári hannaði Bjarni minnismerki sem sett var upp á Hnjóti í Örlygshöfn, til að minnast sjóslyss og björgunar sjómanna. Meira
13. maí 1999 | Menningarlíf | 79 orð | ókeypis

Burtfararprófstónleikar Ásgeirs Ásgeirssonar

BURTFARARTÓNLEIKAR Ásgeirs Ásgeirssonar djassgítarleikara verða haldnir í sal Tónlistarskóla FÍH, Rauðagerði 27, sunnudaginn 16. maí kl. 19:30. Meðspilarar Ásgeirs á tónleikunum verða Mattías Hemstock trommur, Gunnar Hrafnsson kontrabassi og Kjartan Valdemarsson píanó. Á efnisskránni eru, auk frumsaminna laga, lög eftir: Charlie Parker, John Coltrane, Kenny Wheeler og Herbie Hancock. Meira
13. maí 1999 | Menningarlíf | 1317 orð | ókeypis

Dúndrandi rokkópera

"Það er auðvitað meira spennandi að setja upp söngleik sem er óþekktur, fólk þekkir ekki tónlistina eða söguna, svo það er hægt að fara eigin leiðir við uppsetninguna," segir Baltasar Kormákur leikstjóri söngleiksins Rent sem frumsýndur verður annað kvöld af Þjóðleikhúsinu í Loftkastalanum. Hávar Sigurjónssonátti samtal við Baltasar af þessu tilefni. Meira
13. maí 1999 | Menningarlíf | 682 orð | ókeypis

"Ég skapa mína eigin Marlene"

LOLA, Johnny, Boys in the Backroom og fleiri lög sem Marlene Dietrich gerði ódauðleg munu hljóma í Tjarnarbíói á föstudags- og laugardagskvöld í bland við önnur minna þekkt. "Kvöldstund með Marlene Dietrich" er yfirskrift dagskrár sem þýska söng- og leikkonan Kerstin Marie M¨akelburg og píanóleikarinn Martin Lingnau flytja. Meira
13. maí 1999 | Fólk í fréttum | 213 orð | ókeypis

Fellahellir kvaddur með virktum

Fellahellir kvaddur með virktum Á FÖSTUDAGINN dunaði dansinn í síðasta skipti í félagsmiðstöðinni Fellahelli í Fellaskóla. Félagsmiðstöðin varð 25 ára á þessu ári en hún hefur þjónað grunnskólum Efra-Breiðholts; Fellaskóla og Hólabrekkuskóla ásamt Breiðholtsskóla með miklum sóma alla tíð. Meira
13. maí 1999 | Menningarlíf | 91 orð | ókeypis

Gítartónlist í Nönnukoti

PÉTUR Jónasson og Hrafnhildur Hagalín leika létta gítartónlist í kaffihúsinu Nönnukoti Mjósundi 2 á morgun, föstudag, kl. 20.30. Á efniskránni verða verk af ýmsum toga, þ.ám. suður- amerísk þjóðlög, franskar kaffihúsaperlur og sígild ítölsk skemmtitónlist. Pétur lærði í Tónlistarskóla Garðabæjar og stundaði framhaldsnám í Mexíkó og á Spáni. Meira
13. maí 1999 | Fólk í fréttum | 179 orð | ókeypis

Gus Gus á toppnum

Tónlistinn Gus Gus á toppnum NÝJA platan með Gus Gus, This is Normal, skaust beint á topp listans fyrstu vikuna eftir útgáfu hennar. Talsvert hefur verið í fréttum um uppsögn söngkonunnar Hafdísar Huldar úr sveitinni, sem nú er á tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum. Meira
13. maí 1999 | Menningarlíf | 922 orð | ókeypis

Íslenskt landslag í stílfærðum tökum

Á sýningu Daggar Guðmundsdóttur hönnuðar, sem opnar í Stuðlakoti á laugardag, getur að líta svipmyndir af íslensku landslagi í munum, sköpuðum erlendis, eins og Sigrún Davíðsdóttir heyrði af. Meira
13. maí 1999 | Fólk í fréttum | 181 orð | ókeypis

Kolsvört kímni í litla bænum Frumsýning

KVIKMYNDIR/Laugarásbíó sýnir gamanmyndina Free Money með Marlon Brando, Donald Sutherland, Charles Sheen og Miru Sorvino í aðalhlutverkum. Kolsvört kímni í litla bænum Frumsýning Meira
13. maí 1999 | Menningarlíf | 31 orð | ókeypis

Lesið úr ljóðabók Þorsteins frá Hamri

Lesið úr ljóðabók Þorsteins frá Hamri HJALTI Rögnvaldsson leikari les úr ljóðabók Þorsteins frá Hamri, Ný ljóð í kvöld, fimmtudag, kl. 22 á Næsta bar, Ingólfssstræti 1a. Bókin kom út árið 1985. Meira
13. maí 1999 | Fólk í fréttum | 377 orð | ókeypis

Lífið er skrýtið og skemmtilegt FRUMSÝNING

KVIKMYNDIR/Háskólabíó sýnir rómantísku gamanmyndina Kraftur náttúrunnar, eða Forces of Nature, með þeim Söndru Bullock og Ben Affleck í aðalhlutverkum. Lífið er skrýtið og skemmtilegt FRUMSÝNING Meira
13. maí 1999 | Fólk í fréttum | 546 orð | ókeypis

Maður gleymir öllu öðru

ÞAÐ ER spenna í loftinu í Tónlistarskóla FÍH við Rauðagerði, þar sem vorprófin standa yfir. Steikjandi hiti fyrir utan og þvalir puttarnir renna til á strengjum og píanónótum. Blaðamanni tekst að þefa uppi þá tvo nemendur sem eru að útskrifast; Ásgeir Ásgeirsson og Andrés Þór Gunnlaugsson. Meira
13. maí 1999 | Myndlist | 664 orð | ókeypis

Óformlegt í Hallgrímskirkju

Opið frá 12­18. Til maíloka. GESTUR Listvinafélags Hallgrímskirkju að þessu sinni er Björg Þorsteinsdóttir. Til sýnis eru sex málverk, sem öll eru máluð á þessu ári, nema eitt sem er frá 1995. Björg ætti að vera myndlistaráhugafólki að góðu kunn, enda spannar sýningarferill hennar hátt í þrjátíu ár. Þessi sýning er einkasýning, a.m.k. Meira
13. maí 1999 | Menningarlíf | 108 orð | ókeypis

Skólatónleikar Tónlistarskóla Ísafjarðar

HEFÐBUNDNIR vortónleikar Tónlistarskóla Ísafjarðar hefjast í dag, fimmtudag. Á Ísafirði verða fernir tónleikar: í dag, fimmtudag, kl. 15 og kl. 17, laugardaginn 15. maí kl. 15 og kl. 17. Mismunandi efnisskrá verður í hvert skipti. Mest ber á einleikurum, sem eru hátt á annað hundrað, einnig nokkur samspilsatriði, og barnakórinn syngur á seinni tónleikunum á fimmtudag. Meira
13. maí 1999 | Fólk í fréttum | 416 orð | ókeypis

Stutt Lifað á Netinu einu saman ER HÆGT að

Stutt Lifað á Netinu einu saman ER HÆGT að lifa af Netinu einu saman? Fjórir sjálfboðaliðar munu finna svarið við því á næstunni því þeir munu verða lokaðir inni í 100 klukkustundir og hafa meðferðis einungis greiðslukort, baðslopp og aðgang að Netinu. Meira
13. maí 1999 | Menningarlíf | 349 orð | ókeypis

Stæltu stóðhestarnir í Þjóðleikhúsinu

Sýning Leikfélags Keflavíkur á Stæltu stóðhestunum eftir Stephen Sinclair og Anthony McCarten í leikstjórn Andrésar Sigurvinssonar hefur verið valin Áhugaleiksýning ársins af dómnefnd Þjóðleikússins. Að venju verður sérstök hátíðarsýning af þessu tilefni býður Þjóðleikhúsið Leikfélagi Keflavíkur að sýna Stæltu stóðhestana á Stóra sviði Þjóðleikhússins sunnudagskvöldið 16. maí 1999. Meira
13. maí 1999 | Menningarlíf | 24 orð | ókeypis

Sýningum lýkur

Sýningum lýkur Byggðasafn Árnesinga MÁLVERKASÝNINGUNNI "Bæjamyndir Matthíasar málara" Sigfússonar lýkur sunnudaginn 16. maí. Sýningin hefur verið uppihangandi í borðstofu Hússins á Eyrarbakka nú í vor. Meira
13. maí 1999 | Fólk í fréttum | 57 orð | ókeypis

Tíska á nýrri öld

Tískuvika í Ástralíu Tíska á nýrri öld Á TÍSKUVIKUNNI sem nú stendur yfir í Ástralíu er vor- og sumartíska ástralskra hönnuða fyrir árið 2000 sýnd. Baðfatatískan var fyrirferðarmikil hjá hönnuðinum Collettu Dinnigan á þriðjudaginn var og ríkti þar suðræn stemmning. Meira
13. maí 1999 | Fólk í fréttum | 49 orð | ókeypis

Tónelsk tíska

Tónelsk tíska ALÞJÓÐLEGI fataframleiðandinn Triumph sýndi undirfatatísku vetrarins í Japan nýverið. Talsmaður fyrirtækisins sagði að markmiðið væri að hanna glæsilegan, rómantískan og kynæsandi undirfatnað og ætla má að tónlistarmenn fái að minnsta kosti fiðring í magann þegar þeir sjá dömu með g-lykla og nótur um háls sér og höfuð. Meira
13. maí 1999 | Menningarlíf | 469 orð | ókeypis

Tónleikar í minningu Helga Pálssonar tónskálds

SÉRSTAKIR Kópavogstónleikar verða í Tónleikaröð Tíbrár í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, í dag, uppstigningardag, kl. 20.30. Sú hefð hefur skapast að efna til tónleika í tilefni af afmæli bæjarins og eru þeir jafnan með efni tengt listalífi Kópavogs með einum eða öðrum hætti. Að þessu sinni verða tónleikar í tilefni 100 ára afmælis Helga Pálssonar tónskálds, föður listamannsins Gerðar Helgadóttur. Meira
13. maí 1999 | Menningarlíf | 70 orð | ókeypis

Tveir kórar syngja í Vinaminni

TVEIR kórar úr Reykjavík heimsækja Akranes og halda söngskemmtun í safnaðarheimilinu Vinaminni laugardaginn 15. maí kl. 16. Þetta eru Rangæingakórinn í Reykjavík, undir stjórn Elínar Óskar Óskarsdóttur, og Húnakórinn, undir stjórn Kjartans Ólafssonar. Meira
13. maí 1999 | Fólk í fréttum | 153 orð | ókeypis

Undirbúningur í hámarki

Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva Undirbúningur í hámarki UNDIRBÚNINGUR fyrir hina árlegu Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva stendur nú sem hæst í Jerúsalem, höfuðborg Ísraels. Á síðasta ári var keppnin haldin á Írlandi og þá bar hin hávaxna prímadonna Dana International sigur úr býtum með lagi sínu Diva. Meira
13. maí 1999 | Menningarlíf | 252 orð | ókeypis

Verðlaun fyrir uppfinningar og útlits- og formhönnun

KÚSTAHLÍF, hjálparhönd, vaxhaldari, fótahaldari, tónlistarskór, hringsigti, dekkjaormur og blikkbelti. Ennfremur dótatínir, ástarútrásarpúði, tvöfaldur tannbursti, sjómannahringur og eksemputtar. Þessar uppfinningar og fleiri má sjá á sýningunni Hugvit og hönnun, Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda og Fantasi design, sem hefst í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á laugardaginn kl. 14. Meira
13. maí 1999 | Fólk í fréttum | 60 orð | ókeypis

Vélhundar með innsæi

Vélhundar með innsæi Á RÁÐSTEFNU Sony í Japan nýverið var vélhundurinn Aibo til sýnis. Vélhundurinn getur tjáð ýmsar tilfinningar og getur bæði brugðist við ytra áreiti og einnig af eðlisávísun. Meira
13. maí 1999 | Menningarlíf | 49 orð | ókeypis

Vortónleikar Rarik- kórsins

ÁRLEGIR vortónleikar RARIK- kórsins verða haldnir í Árbæjarkirkju í dag, fimmtudag, kl. 20. Á dagskránni eru innlend og erlend lög. Aðgangur er ókeypis. Hinn 11. júní nk. mun RARIK- kórinn halda í tónleikaferð til Færeyja og halda tónleika í Klakksvík. Með þeim tónleikum lýkur 19. starfsári RARIK-kórsins. Meira

Umræðan

13. maí 1999 | Aðsent efni | 615 orð | ókeypis

20% grunnskólanema í Reykjavík án tannlæknisþjónustu

Skólatannlækningar, segir Stefán Yngvi Finnbogason, eru hluti af heilsuvernd í skólum. Meira
13. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 476 orð | ókeypis

Af miðlægum gagnagrunni í héraði

ÞEGAR skammt er til kosninga grípa blessaðir stjórnmálamennirnir hvert hálmstrá sem verða mætti til að hressa við dvínandi fylgi. Eitt síðasta stráið var loforð heilbrigðisráðherrans okkar um 2­300 störf í dreifbýlinu við gerð óskabarnsins hennar og forstjóra Ísl. erfðagreiningar, "Miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði". Meira
13. maí 1999 | Aðsent efni | 201 orð | ókeypis

Athugasemd vegna greinar

Eðlilegast hefði verið segir Ómar Hannesson, að Hildur hefði beðið eftir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur áður en hún færi að reifa þetta mál á síðum Morgunblaðsins. Meira
13. maí 1999 | Aðsent efni | 307 orð | ókeypis

Álfasala í þágu ungra vímuefnaneytenda

Þörfin fyrir ný meðferðarúrræði fyrir ungt fólk er brýn, segir Sigurður Guðmundsson, sem hvetur landsmenn til að styðja starf SÁÁ með því að kaupa Álfinn. Meira
13. maí 1999 | Aðsent efni | 673 orð | ókeypis

Ef fjármagn er fyrirstaðan...?

Markmið þessarar greinar segir Guðmundur Týr Þórarinsson vera að vekja athygli á kostnaðinum sem samfélagið ber af vímuefnavandanum. Meira
13. maí 1999 | Aðsent efni | 654 orð | ókeypis

"Eitthvað varð að gera"

Í ÞRIÐJA kafla Egils sögu segir frá því þegar konungur Firðafylkis í Noregi hyggst safna liði til að styðja menn á Mæri til bardaga móti Haraldi hárfagra. Firðafylkiskonungur sendir menn á fund Kveld-Úlfs, afa Egils, og kveður hann fylgis. Meira
13. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 420 orð | ókeypis

Hækkum bílaskatta!

SÍÐASTA vetrardag, 21. apríl, kom Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, fram í fréttatíma Stöðvar 2 og ræddi um að ríkið væri að skattpína bifreiðaeigendur. Í raun er það alveg einstakt að fjölmiðill skuli leyfa slíka umræðu án þess að koma með spurningu þess efnis, hver ætti að bera kostnað við umhverfis- og náttúruvernd. Þetta endurspeglar fánýta umræðu um þessi mál. Meira
13. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 350 orð | ókeypis

Íslendingar dagsins

FYRIR alllöngu gat ég um bók eina hér í blaðinu, sem út kom hjá Vöku- Helgafelli 1994, og prentuð hefur verið a.m.k. tvívegis síðan. Bókin heitir Dagar Íslands og er tekin saman af Jónasi Ragnarssyni. Þarna er getið um helstu atburði Íslandssögunnar í tímaröð, við alla daga ársins. Þetta er brautryðjandaverk og allra góðra gjalda vert, enda notfæra sér fjölmiðlar greinilega þessa vitneskju. Meira
13. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 247 orð | ókeypis

Pappírsfargan og vitleysa

VIRÐISAUKASKATTURINN er klafi á þjóðinni, hann er bara pappírsfargan og tóm vitleysa, sem skilar engum umtalsverðum tekjum í þjóðarbúið, þegar innskattur hefur verið dreginn frá. Í sumum tilfellum fæst hann allur endurgreiddur, eins og t.d. í byggingariðnaði. Það er undarlegt háttarlag að krefjast peninga, sem síðan eru endurgreiddir. Þetta er bara kostnaður og umstang. Meira
13. maí 1999 | Aðsent efni | 1000 orð | ókeypis

Rafrænar markaðssetningar vs. ruslpóstur

Það getur verið afar slæmt fyrir fyrirtæki, segir Ragnar Már Vilhjálmsson, að fá á sig stimpil fyrir að senda út eingöngu ruslpóst. Meira
13. maí 1999 | Aðsent efni | 778 orð | ókeypis

Sex mikilvægir þættir líftrygginga

Enginn myndi setja lífeyrissparnað sinn í hendurnar á fyrirtæki, segir Richard Clarke, sem hefði ekki rétta fólkið, búnaðinn og stjórnunina. Meira
13. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 696 orð | ókeypis

Sigur Samfylkingarinnar?

NÚ ÞEGAR kosningarnar eru yfirstaðnar er gaman að heyra í formönnum stjórnmálaflokkanna. Þeir segja hver á eftir öðrum að þeir hafi unnið sigur, sumir stóra sigra aðrir minni. Samfylkingin byrjaði á að tilkynna að þeir væru sigurvegarar kosninganna en þegar leið á nóttina varð Össuri að orði að þeir hefðu kannski ekki unnið heldur hefðu þeir náð mjög góðum árangri því að þeir væru með einn flokk Meira
13. maí 1999 | Aðsent efni | 703 orð | ókeypis

Síðari hálfleikur

GETUR það verið að allir ­ Háskóli Íslands, verkalýðshreyfingin, félög eldri borgara, sveitarfélögin, fölmiðlarnir, alþingismennirnir og ekki síst sjálft fólkið í landinu, vilji sjá þá framtíðarsýn að fullorðið fólk sem fer af vinnumarkaði sé sett í sérstaka bása í þjóðfélaginu ­ gert að óvirkum þátttakendum sem eru mataðir af öðrum. Meira
13. maí 1999 | Aðsent efni | 379 orð | ókeypis

Styðjum SÁÁ kaupum Álfinn

Áherslan sem SÁÁ hefur lagt á ungt fólk og forvarnarstarf er lofsverð, segir Guðjón Þórðarson, sem hvetur Íslendinga til að styðja starf SÁÁ og kaupa Álfinn um helgina. Meira
13. maí 1999 | Aðsent efni | 1054 orð | ókeypis

Vandi Elliðaánna

Elliðaánum stafar mest hættan af mengun, segir Magnús Jónsson, og gildir þá einu hvaðan hún kemur. Meira

Minningargreinar

13. maí 1999 | Minningargreinar | 411 orð | ókeypis

Björg Bóasdóttir

Við vorum um tíu ára systurnar þegar við fengum að dvelja "einar" fyrir austan að sumri til. Við vorum stelpur "að sunnan", í nýjum, bláum, útvíðum buxum (ullarefni, sem stakk hryllilega). Og meiningin var að vera sérlega dömulegar og fullorðnar. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 100 orð | ókeypis

BJÖRG BÓASDÓTTIR

BJÖRG BÓASDÓTTIR Björg Bóasdóttir fæddist á Reyðarfirði 15. febrúar 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 9. maí sl. Foreldrar hennar voru Bóas Björnsson útvegsbóndi og María Guðmundsdóttir. Hún átti þrjú systkini, systurnar Sigríði og Oddnýju og bróðurinn Karl. Björg giftist Sigurði Sveinssyni bifreiðaeftirlitsmanni 28. desember 1931. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 352 orð | ókeypis

Björn Jakobsson

Við Björn, vinur minn, kynntumst fyrst í Guðspekifélaginu fyrir ca 8 árum. Þar sem við áttum mörg sameiginleg áhugamál þá myndaðist fljótlega góð vinátta á milli okkar. Ég skynjaði fljótt að Björn var mjög fróður og vel lesinn maður um margt og hafði skoðanir á hlutunum. Hann hafði bæði mikinn áhuga á heimspeki, andlegum málefnum, stjórnmálum og tónlist. Hann var sannkallur heimsmaður. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 253 orð | ókeypis

Björn Jakobsson

Nú í byrjun sumars þegar birtan og sólarhitinn veita okkur aukinn kraft og bjartsýni þá kveð ég ástkæran tengdaföður minn og afa dætra okkar Árna, þeirra Ástríðar Birnu og Regínu Maríu en afi Björn dó í svefni 4. maí síðastliðinn. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 177 orð | ókeypis

Björn Jakobsson

Elsku afa okkar viljum við þakka fyrir allar þær ánægjustundir sem við áttum saman. Hann var oft hjá okkur og eigum við margar góðar minningar tengdar honum. Ósköp var gott að koma heim úr skólanum og afi Björn var tilbúinn með kleinur úr bakaríinu og mjólk handa okkur. Svo vildi hann líka að við tækjum lýsi með kornflexinu á morgnana en við vorum nú ekki alltaf til í það. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 133 orð | ókeypis

BJÖRN JAKOBSSON

BJÖRN JAKOBSSON Björn Jakobsson, fv. framkvæmdastjóri, var fæddur 8. júní 1924. Hann lést 4. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jakob Jens Jóhannsson, bóndi á Finnsstöðum og síðar að Spákonufelli og kona hans Emma Pálína Jónsdóttir, húsfreyja. Systkini Björns voru: Ástríður, f. 1917, d. 1980; Jón, f. 1918, d. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 282 orð | ókeypis

EIRÍKUR BJÖRN FRIÐRIKSSON

EIRÍKUR BJÖRN FRIÐRIKSSON Eiríkur Björn Friðriksson fæddist að Auðnum í Ólafsfirði, 11. júní 1913. Foreldrar hans voru Friðrik Magnússon, bóndi á Kálfsá í Ólafsfirði og k.h. Snjólaug Björg Kristjánsdóttir. Systkin: Sigurlaug Hólmfríður, f. 16. júní 1898, m. Jón Ásmundsson, bjuggu í New York, Bandaríkjunum. Kristján, sjómaður Ólafsfirði, f. 4. sept. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 689 orð | ókeypis

Eiríkur Friðriksson

Eiríkur Friðriksson Drottinn, lát mig í heimi hér haga mér kristilega svo ég rétt jafnan þjóni þér og þóknist alla vega. Hræsni, ágirnd og óhlýðni aldrei í mínum huga sé, forða mér tjóni og trega. Guðlausra manna glæpasið gef þú ég varast kynni, haltu mér sannleiks veginn við, vél heims mig engin ginni. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 769 orð | ókeypis

Eiríkur Friðriksson

Látinn er í Keflavík Eiríkur Björn Friðriksson, sjómaður, netagerðarmaður, verkamaður og tollvörður, nærfellt 86 ára að aldri. Eiríkur var fæddur í Ólafsfirði og ólst þar upp í foreldrahúsum á bænum Kálfsá. Fjölskyldan var efnalítil, lífskjörin erfið og takmarkaða menntun að fá við þær aðstæður. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 378 orð | ókeypis

Ester Sveinsdóttir

Mig langar með nokkrum orðum að minnast Esterar Sveinsdóttur, en henni kynntist ég árið 1942 þegar hún réð sig til starfa hjá móður minni, Karólínu Guðmundsdóttur, sem rak vefnaðarstofu á Ásvallagötunni. Þegar mest var unnu þar tíu stúlkur hjá henni. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 82 orð | ókeypis

ESTER SVEINSDÓTTIR

ESTER SVEINSDÓTTIR Ester Sveinsdóttir fæddist að Kóreksstöðum, Norður-Múlasýslu, 27. apríl 1914. Hún lést á Landakoti 5. maí síðastliðinn Ester var dóttir hjónanna Sveins Björnssonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Ester var næstyngst fimm systkina, en þau voru Guðrún, Björn, Þórína og Einar og eru þau öll látin nema Þórína. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 153 orð | ókeypis

GUÐBERTA (BERTA) GUÐJÓNSDÓTTIR

GUÐBERTA (BERTA) GUÐJÓNSDÓTTIR Berta, eins og hún var ávallt kölluð, fæddist að Villingadal á Ingjaldssandi í Norður-Ísafjarðarsýslu hinn 9. september 1934. Hún lést á heimili sínu 6. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Rakel Katrín Jóna Jörundsdóttir, f. 17. ágúst 1900, d. 6. maí 1956, og Guðjón Guðmundsson, f. 2. júlí 1898, d. 8. júní 1980. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 294 orð | ókeypis

Guðberta Guðjónsdóttir

Óhætt er að taka undir þessi orð skáldsins Tómasar Guðmundssonar. Sá sannleikur að eiga ekki eftir að sjá hana Bertu mína, né heyra, er erfitt að sætta sig við. Söknuður fyllir hjarta og sársaukinn er allt að því óbærilegur. Berta var mörgum kostum búin, hún var falleg, hlý og það var auðvelt að láta sér þykja vænt um hana. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 611 orð | ókeypis

Guðberta Guðjónsdóttir

Hún Berta föðursystir mín er dáin eftir erfiða en hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Þegar okkur bárust þær fréttir í febrúar að Berta væri með ólæknandi krabbamein, hvarflaði hugurinn óneitanlega sex ár aftur í tímann þegar pabbi fékk svipaðan úrskurð. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 481 orð | ókeypis

Guðni Lúðvík Jónsson og Sigurbjörg Guðmundsdóttir

Í dag er afmælisdagurinn hennar ömmu minnar og af því tilefni langar mig til að minnast hennar og afa míns með nokkrum kveðjuorðum nú þegar þau eru bæði horfin. Þegar ég man fyrst eftir mér áttu amma og afi á Akureyri heima í Rauðumýri. Minningarnar þaðan eru óljósar en þó man ég eftir eldhúsinu fullu af frændsystkinum í kringum ömmu og Willys jeppanum hans afa. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 329 orð | ókeypis

GUÐNI LÚÐVÍK JÓNSSON OG SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR

Guðni Lúðvík Jónsson fæddist að Ytra-Gili í Eyjafirði 26. apríl 1909. Hann lést 14. janúar 1984 á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Foreldrar hans voru Jón Hólm Sveinn Guðnason fæddur að Naustum við Akureyri og Halldóra Sigríður Jónsdóttir frá Króksstöðum í Eyjafirði. Guðni Lúðvík var yngstur fjögurra bræðra. Bræður hans hétu Jón, Þorvaldur Kristinn og Gunnar Valgeir. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 435 orð | ókeypis

Gunnar Guðjónsson

Mig langar að minnast vinar míns Gunnars Guðmundssonar prófessors í fáum orðum. Gunnar var einn helsti brautryðjandi í taugasjúkdómafræði hér á landi. Hann varð yfirlæknir taugalækningadeildar Landspítalans við stofnun deildarinnar árið 1967 og síðan prófessor í taugasjúkdómafræði árið 1977. Hann lét af störfum fyrir aldurssakir í árslok 1997. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 613 orð | ókeypis

Gunnar Guðmundsson

Hugurinn reikar til baka og mér verður hugsað til fyrstu kynna minna af dr.med. Gunnari Guðmundssyni prófessor og yfirlækni. Það eru sextán ár síðan ég veiktist skyndilega og var lögð inn á deildina, þar sem hann var yfirlæknir og hann tók á móti mér og sagði setningu, sem ég hengdi hatt minn á og hélt mér gangandi, Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 540 orð | ókeypis

Gunnar Guðmundsson

Þetta vor gerast enn þau undur, sem menn fá seint skilið, að fuglar, sumir svo smáir að fela mætti í lófa sér, taka sig upp í sólvermdum löndum og halda í norður. Ekkert fær stöðvað þá nema mótvindar svo harðir að þeir örmagnast og steypast í hafið. Þeir snúa aldrei við. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 273 orð | ókeypis

Gunnar Guðmundsson

Á kveðjustund koma upp í hugann hlýjar minningar um vin okkar Gunnar Guðmundsson prófessor. Um hann eigum við systkinin góðar minningar frá fyrstu tíð. Faðir okkar, Ólafur Jensson, tengdist Gunnari sterkum vináttuböndum þegar þeir voru ungir námsmenn og lásu saman við læknadeild Háskóla Íslands. Til er ljósmynd af þeim vinunum frá því er þeir voru við framhaldsnám í Bretlandi. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 959 orð | ókeypis

Gunnar Guðmundsson

"Aðeins góður maður getur verið góður læknir." Þessi tilvitnun á mjög vel við um Gunnar Guðmundsson prófessor sem nú er látinn eftir langan og farsælan starfsferil þar sem fléttuð voru saman læknis-, vísinda- og kennslustörf. Gunnar lauk læknaprófi vorið 1954 og hóf kandidatsstörf á Landspítalanum þá um sumarið. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 817 orð | ókeypis

Gunnar Guðmundsson

Þegar Gunnar Guðmundsson er kvaddur, hvarflar hugurinn aftur til sumarsins 1974. Fyrir hálfgerða tilviljun bjuggum við Gerður kona mín þetta sumar á sama háskólagarði í Englandi og þau hjón Gunnar og Rósa. Minningar frá þeim dögum eru okkur afar kærar, því að þá hófst vinskapur okkar, sem aldrei hefur rofnað. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 247 orð | ókeypis

Gunnar Guðmundsson

Það er mikið lán fyrir ungan háskólastúdent að kynnast læriföður viðlíka dr Gunnari Guðmundssyni. Ég átti því láni að fagna í læknadeild Háskólans. Dr Gunnar kenndi mér fjölmargt í taugalæknisfræði, en þó vó einnig þungt kennsla hans í umgengni við manneskjuna. En slík nálgun Gunnars einkenndist af fínlegu næmi hans, mannsskilningi og hlédrægri kurteisi. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 515 orð | ókeypis

Gunnar Guðmundsson

Eitt af því sem einkenndi uppvaxtarár okkar sem fæddumst inn í Skófjölskylduna, voru mjög sterk fjölskyldubönd. Að minnsta kosti meðan við vorum að alast upp. Mæður okkar, systurnar Rósa, Gunna, Erla og Erna, dætur Sigurbergs skóara, höfðu misst móðir sína þegar þær voru á barnsaldri og hafði sá atburður þjappað þeim saman með óvenjulega sterkum hætti. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 590 orð | ókeypis

Gunnar Guðmundsson

Elskulegur mágur okkar Gunnar Guðmundsson er látinn eftir harða baráttu við krabbamein. Og eins og við mátti búast háði hann baráttuna allt til hinstu stundar með þeirri persónulegu reisn sem við þekktum svo vel. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 331 orð | ókeypis

Gunnar Guðmundsson

Gæði menntunar eru ávallt undir mannkostum og gáfum kennaranna komin. Við læknakennslu skiptir þetta miklu máli þar sem kennslan mótast jafn mikið af persónutöfrum og útgeislun kennarans og kunnáttu hans í fræðunum. Í fari góðs læknis er svo ótal margt sem aldrei verður lesið um í bókum heldur mótast af reynslu og persónuleika einstaklingsins. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 108 orð | ókeypis

Gunnar Guðmundsson

Kæri vinur. Í mörg ár hef ég verið velkomin á heimili ykkar Rósu, menningarheimili þar sem kærleikur og virðing einkenndi öll samskipti. Ástríki þitt og einlæg umhyggja gagnvart eiginkonu, "Rósinni þinni", fjölskyldu og vinum var mér til eftirbreytni. Allar þær stundir sem ég átti í návist þinni og naut frásagnarhæfileika þinna og djúprar lífsspeki eru mér dýrmætar. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 132 orð | ókeypis

Gunnar Guðmundsson

Mikill maður er horfin sjónum okkar og verður sárt saknað. Gunnar Guðmundsson var mikill að gáfum og manngæsku. Þess höfum við fengið að njóta í gegnum árin. Fjölskyldur okkar hafa þekkst í langan tíma eða frá því að við fluttum í sama hverfi. Börnin okkar hafa haldið góðan kunningsskap og síðan barnabörnin okkar. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 190 orð | ókeypis

Gunnar Guðmundsson

Mann setur hljóðan. Gunnar Guðmundsson er fallinn frá. Minningarnar hrannast upp. Mér er hugsað til þess sumars sem ég flutti í hverfið og kynntist Gunnari, Rósu og fjölskyldu. Þetta góða sumar hefur varað æ síðan í mínum huga. Ég var strax tekinn sem einn af fjölskyldunni, einn af drengjunum. Við strákarnir áttum okkar stundir saman jafnt í blíðu sem stríðu. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 261 orð | ókeypis

Gunnar Guðmundsson

Það voru margar minningar sem fóru í gegnum huga minn þegar Einar Örn sagði mér að Gunnar væri látinn. Prófessor Gunnar var einstakur maður, skarpgreindur, hjartahlýr og sérstaklega skemmtilegur. Ég tel það með mestu gæfusporum mínum í lífinu að hafa fengið að kynnast Gunnari og fjölskyldu hans á Laugarásvegi 60. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 314 orð | ókeypis

Gunnar Guðmundsson

Vinur okkar og nágranni til margra ára, Gunnar Guðmundsson, er látinn. Foreldrar Gunnars og foreldrar mínir höfðu þekkst áður en við urðum nágrannar þannig að vinskapur myndaðist strax milli heimilanna og hefur dafnað vel með árunum. Samgangur á milli hefur alla tíð verið mikill og lóðamerki ekki haft mikla merkingu hjá okkur. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 298 orð | ókeypis

Gunnar Guðmundsson

Andlátsfregnin kom ekki á óvart. Hægt og nagandi hafði hinn ólæknandi sjúkdómur grafið um sig og rænt hann þreki og kröftum. Aðeins fáum dögum fyrir andlátið hafði ég heimsótt minn gamla vin og skólabróður og við rifjað upp minningar úr Menntaskóla og hverfinu okkar í efri Þingholtum. Dr. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 274 orð | ókeypis

Gunnar Guðmundsson

Góðvinur í áratugi hefur kvatt í hinsta sinn. Ekki er ofsagt að með Gunnari Guðmundssyni er fallinn í valinn einn af merkustu mönnum í íslenskri læknastétt. Gunnar sérhæfði sig í taugalækningum hjá nafntoguðum sérfræðingum um árabil. Eftir heimkomu kom í ljós afburða kunnátta hans í sérgrein sinni og að mannkostum var hann spakur. Lífshlaup Gunnars kom því ekki á óvart. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 133 orð | ókeypis

Gunnar Guðmundsson

"Það syrtir að er sumir kveðja." D.St. Dr. Gunnar Guðmundsson hefur lagt í sína hinstu för, hans er sárt saknað af ótal mörgum, sem urðu þeirrar gleði aðnjótandi að kynnast honum og eiga samleið með honum. Í tuttugu ár var hann yfirmaður minn við störf mín á Landspítalanum og áttum við samskipti nánast á hverjum degi. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 503 orð | ókeypis

Gunnar Guðmundsson

Fallinn er góður og gegn stúdentsbróðir. Gunnar var í hópi skólasystkina sem útskrifuðust frá Menntaskólanum í Reykjavík 16. júní 1947. Þegar í MR komu fram margir hinir miklu kostir hans. Hann var manna glaðastur og hláturmildastur, þegar við átti, eignaðist góða vini, sem hann var einstaklega ræktarsamur við, og stundaði nám sitt af kostgæfni. Heimili foreldra hans stóð við Lokastíg. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 556 orð | ókeypis

Gunnar Guðmundsson

Mér er minnisstætt hve hreykinn ég var 10. desember 1966, þar sem ég stóð tíu ára gamall ásamt systkinum mínum og frændsystkinum í fatahenginu á Domus Medica og tók á móti yfirhöfnum prúðbúinna gesta í móttöku sem móðurbróðir minn efndi til daginn sem hann varði doktorsritgerð sína um flogaveiki á Íslandi. Sú ritgerð hefur síðan orðið sígilt og alþjóðlega viðurkennt rannsóknarrit. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 359 orð | ókeypis

Gunnar Guðmundsson

Jæja, Gunnar minn. Mikið var skrítin tilfinning að heimsækja þig daginn áður en þú lést, á sömu deild og við höfðum unnið saman í fjöldamörg ár. Þú varst léttur að vanda, gerðir að gamni þínu og við gátum rætt um heima og geima. Þú sagðir mér frá húmornum í leikriti Einars sonar þíns en ég var að fara að sjá það og lofaði að koma aftur eftir helgi til að segja þér hvernig mér fyndist það. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 147 orð | ókeypis

Gunnar Guðmundsson

Okkar kæri vinur dr. Gunnar Guðmundsson er látinn. Gunnar var afar hjartahlýr maður sem mátti ekkert aumt sjá. Glettni og glaðværð einkenndi hans persónu og létti hann mörgum lífið með gamansemi sinni. Hjálpsemi hans og umhyggjusemi var einstök og reyndi hann að greiða götu allra þeirra sem leituðu til hans og taldi það ekki eftir sér. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 571 orð | ókeypis

GUNNAR GUÐMUNDSSON

GUNNAR GUÐMUNDSSON Prófessor Gunnar Guðmundsson dr. med. fæddist í Reykjavík 25. desember árið 1927. Hann lést á Landspítalanum 6. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson Guðmundsson, prentari, f. 17. mars 1899, d. 10. desember 1959 og Salóme Jónsdóttir, fatahönnuður, f. 4. apríl 1906, d. 11. janúar 1953. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 232 orð | ókeypis

Kristján Kristjánsson

Fyrir tæpum 30 árum lagðist bátur að í Patreksfjarðarhöfn og beið fólk á bryggjunni til að taka á móti áhöfn sem var að koma úr 3ja vikna veiðiferð og verslunarmannahelgin framundan. Sá er þetta skrifar var þá 16 ára og háseti um borð í þessum báti, Þrym BA7. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 345 orð | ókeypis

Kristján Kristjánsson

Elsku tengdapabbi. Nú er kveðjustundin runnin upp. Þú ert sennilega hvíldinni feginn, þar sem þú hefur einungis verið í þínum heimi síðustu þrjú árin eftir erfið veikindi 1996, þegar þú fékkst heiftarlega blóðeitrun og heilahimnubólgu. En þú hefur alltaf verið sterkur og þú náðir þér upp úr þeim veikindum líkamlega en þau skildu eftir ör við heilann. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 282 orð | ókeypis

KRISTJÁN KRISTJÁNSSON

KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Kristján Kristjánsson fæddist í Breiðuvík í Rauðasandshreppi 20. ágúst 1925. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 4. maí sl. Foreldrar hans voru Kristján Júlíus Kristjánsson, bóndi og barnakennari, f. 12. júlí 1896, d. 1970, og Dagbjört Guðrún Torfadóttir, f. 27.9. 1899, d. 1985. Kristján átti fjögur systkini. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 205 orð | ókeypis

Ólafur Kristbjörnsson

Elsku afi, við höfum nú kvatt þig í hinsta sinn. Okkur langar að minnast þín með nokkrum orðum og þakka fyrir þær stundir sem við áttum með þér. Það er margs að minnast og af mörgu að taka. Ofarlega í huga okkar allra eru stundirnar sem við áttum er þið amma komuð að heimsækja okkur í sveitina. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 30 orð | ókeypis

ÓLAFUR KRISTBJÖRNSSON

ÓLAFUR KRISTBJÖRNSSON Ólafur Kristbjörnsson fæddist á Birnustöðum, Skeiðum, 14. ágúst 1918. Hann lést á heimili sínu á Selfossi 22. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 30. apríl. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 258 orð | ókeypis

Ólöf Sigurbjörg Jóhannesdóttir

Þegar við systkinin minnumst móður okkar er okkur efst í huga þakklæti til hennar fyrir það mikla starf sem hún þurfti að inna af hendi og þá fórnfýsi sem hún sýndi við að ala upp svona stóran barnahóp við þau frumstæðu skilyrði sem voru í afskekktri sveit á þessum tímum. Ekki rafmagn eða önnur þægindi. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 421 orð | ókeypis

Ólöf Sigurbjörg Jóhannesdóttir

Elskuleg amma okkar hefur kvatt þetta líf. Við andlát hennar streyma fram ljúfar minningar. Um konu sem í okkar huga var fyrst og síðast sveitakona sem tók öllum sem jafningjum, jafnt mönnum sem málleysingjum. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 381 orð | ókeypis

Ólöf Sigurbjörg Jóhannesdóttir

Kæra amma mín. Ég man fyrst eftir þér þriggja ára þegar ég kom vestur ásamt föður mínum og Þórði Árelíussyni heitnum. Fannst mér bærinn einangraður í botni fjarðarins, umluktur fjöllum á báðar hliðar, og trúði að ég væri komin í síðasta bæinn í dalnum. Varð ég eftir hjá þér þetta sumar, komu fleiri sumur á eftir. Kynntist ég þá þeirri konu sem hefur haft einna mest áhrif á mig. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 309 orð | ókeypis

Ólöf Sigurbjörg Jóhannesdóttir

Elskuleg tengdamóðir og vinkona hefur kvatt þetta líf og viljum við vinkonurnar minnast hennar með nokkrum orðum. Eflaust hefur verið í mörgu að snúast á stóru heimili og börnin hennar og afkomendur eru öll sóma- og dugnaðarfólk. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 334 orð | ókeypis

ÓLÖF SIGURBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR

ÓLÖF SIGURBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR Ólöf Sigurbjörg Jóhannesdóttir fæddist á Bæ í Múlasveit 25. maí 1912. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Oddný Guðmundsdóttir, f. 25. júlí 1875, d. 26. apríl 1959, og Jóhannes Guðmundsson, f. 6. janúar 1873, d. 13. október 1951. Ólöf átti tólf systkini. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 727 orð | ókeypis

Rósa Jóna Kristmundsdóttir

Þegar moldin umlykur þig vinur og þú ert laus úr búri þínu sé ég þig svífa eins og frjálsan fugl frá mér syngjandi af gleði. Ég vildi ég gæti flogið með þér í ónumin lönd og átt vináttu þína þar sem hér áður. En vinur ég kemst ekki með þér núna svo ég óska þér góðrar ferðar. (Gísli Gíslason. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 25 orð | ókeypis

RÓSA JÓNA KRISTMUNDSDÓTTIR

RÓSA JÓNA KRISTMUNDSDÓTTIR Rósa Jóna Kristmundsdóttir fæddist í Melrakkadal í Þorkelshólshreppi í Vestur-Húnavatnssýslu hinn 14. janúar 1934. Útför Rósu fór fram frá Langholtskirkju 11. maí. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 269 orð | ókeypis

Þóra Björk Ólafsdóttir

Það var fyrir réttum þrjátíu og fjórum árum, árið 1965, að ég hitti þig fyrst, þegar ég hóf nám í hárgreiðslu undir þinni leiðsögn. Þú varst ákveðin en óskaplega ljúf. Það var mikil reynsla að stíga sín fyrstu skref á hárgreiðslustofunni Lótus, sem var stærsta stofan í Reykjavík. Alltaf fékk maður mikla hvatningu hjá þér þannig að ungur nemi kepptist við að sanna sig í stórum hópi á stofunni. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 381 orð | ókeypis

Þóra Björk Ólafsdóttir

Hún kom til dyranna eins og hún var klædd. Blátt áfram og án tilgerðar. Svona var Dúa, þessi mikla athafnakona sem við getum svo margt lært af. Eins og margir af hennar kynslóð hafði hún unnið fyrir sér frá unga aldri. En hún skar sig úr fjöldanum fyrir margt og ekki hvað síst fyrir óvenjulega atorkusemi og framsýni. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 287 orð | ókeypis

Þóra Björk Ólafsdóttir

Elsku besta amma. Það er ósköp skrítið að hugsa til þess að þú sért búin að yfirgefa þennan heim og að þegar ég kem aftur heim verði engin amma Dúa í Álftamýrinni til að heimsækja. Þú varst mjög gjafmild, umhyggjusöm og dekraðir oft við okkur barnabörnin með ýmsum gjöfum sem þú komst með úr utanlandsferðunum. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 505 orð | ókeypis

Þóra Björk Ólafsdóttir

Ég kveð þið með miklum söknuði, elsku Dúa. Þú varst ekki bara frænka mín heldur varst þú mér sem önnur móðir. Ég var lánsöm að alast upp með ykkur Þór ásamt mömmu og fá þannig eiginlega tvær mæður og bróðurígildi. Meðan amma og afi voru á lífi voru þau líka á heimilinu ásamt fleiri ættingjum og var því alltaf mikið líf og mikið um að vera. Lífið hjá þér og okkur snerist mikið um hárgreiðsluna. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 300 orð | ókeypis

Þóra Björk Ólafsdóttir

Minningarbrot skjótast fram í hugann. Dúa brosandi, falleg í fínum kjól að koma heim af skemmtun með Jóni. Heldur en ekki flott. Fer létt með það. Dúa á hárgreiðslustofunni, mikið að gera, setið í öllum stólum. Fimm, sex hausum greitt, svo til öllum í einu. Hárgreiðslumeistarinn, kennarinn, sálfræðingurinn að störfum. Ekkert mál. Dúa í kjólaversluninni, mikið að gera. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 206 orð | ókeypis

Þóra Björk Ólafsdóttir

Mig langar til að minnast Þóru Bjarkar, hennar ömmu Dúu eða ömmu Lótus, eins og við gjarnan kölluðum hana fyrir norðan. Við vorum ekki vinkonur, varla kunningjakonur og ekkert skyldar, en við áttum sameiginlega barnabarnið, hana Björgu. Atvikin höguðu því svo, að foreldrar Bjargar, sonur Þóru Bjarkar og dóttir mín áttu ekki eftir að deila kjörum á lífsleiðinni. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 423 orð | ókeypis

Þóra Björk Ólafsdóttir

Það hvarflaði ekki að mér þegar Gríma móðursystir mín dó í október á síðasta ári að einungis tæpum sjö mánuðum seinna væri Dúa frænka öll. En svona er lífið, oft óskiljanlegt. Sjúkdómurinn sem lá í leyni og engin lækning megnaði að ráða við var ótrúlega fljótur að yfirbuga Dúu og taka hana frá okkur. Dúa frænka var einstök kona. Á heimili hennar voru allir alltaf velkomnir. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 456 orð | ókeypis

Þóra Björk Ólafsdóttir

"Þér er nú alveg óhætt að koma hingað og leyfa mér að sjá þig, þó hann sé ekki heima. Mig langar að kynnast þér." Nú eru fimmtán ár síðan. Það var ekki amalegt að fá svona viðtökur frá bláókunnugri konu. Konu sem var að verða amma barnsins míns. Hvílíkur léttir. Ég hafði ekki hugmynd um það þá hver hún var, hún Dúa í Lótus. Mér lærðist það fljótt að hér var einstök kona á ferð. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 403 orð | ókeypis

Þóra Björk Ólafsdóttir

"Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta; ég er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið... En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í móti til ljóssins: Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. Meira
13. maí 1999 | Minningargreinar | 303 orð | ókeypis

ÞÓRA BJÖRK ÓLAFSDÓTTIR

ÞÓRA BJÖRK ÓLAFSDÓTTIR Þóra Björk Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 13. september 1931. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 6. maí síðastliðinn. Foreldrar Þóru voru Vilborg Loftsdóttir, f. í Kollabæ í Fljótshlíðarhreppi, 8.8. 1894, d. 16.4. 1966, húsfreyja á Brú í Biskupstungum og síðar í Reykjavík og Ólafur Guðnason, f. Meira

Viðskipti

13. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 220 orð | ókeypis

Bréf stöðug þrátt fyrir Primakov og Rubin

EVRÓPSKIR fjármálamarkaðir stóðu af sér brottvikningu Primakovs forsætisráðherra í Rússlandi og Rubins fjármálaráðherra í Bandaríkunum í gær. Bréf og dalur döluðu, einkum vegna Rubins, en komust í jafnvægi, því eftirmaður hans, Larry Summers, mun fylgja óbreyttri stefnu. Evran komst í 1,0733 dollara vegna afsagnar Rubins, en lækkaði svo í 1.0671. Meira

Daglegt líf

13. maí 1999 | Neytendur | 77 orð | ókeypis

Dante ólífuolía

BERGDAL ehf. heildverslun hefur hafið innflutning og sölu á Dante ólífuolíu frá Ítalíu. Í fréttatilkynningu frá Bergdal ehf. kemur fram að í boði séu tvær gerðir af olíum, hefðbundin ólífuolía og jómfrúarolía (extra virgin) í hálfs og eins lítra flöskum ásamt 5 lítra brúsum fyrir veitingahús. Meira
13. maí 1999 | Neytendur | 75 orð | ókeypis

Fyrir húð, neglur og hár

HEILSA ehf. hefur hafið sölu á Silica Forte frá Cost Medic en það eru töflur sem ætlaðar eru fyrir hár, húð og neglur. Í fréttatilkynningu frá Heilsu ehf. kemur fram að í töflunum sé kísilþykkni sem fyrirtækið hefur fengið einkaleyfi fyrir. Kísilþykknið er unnið úr elftingu. Silica Forte inniheldur auk þess B-vítamín og bíótín. Meira
13. maí 1999 | Neytendur | 69 orð | ókeypis

Hefja sölu á vörum frá Safeway

Verslanir KÁ og 11-11 verslanirnar hafa náð samningum við Safeway í Bretlandi um sölu á vörum sem seldar eru undir merkjum Safeway Savers. Í fréttatilkynningum frá KÁ og 11-11 verslununum kemur fram að vörurnar eru í ódýrari umbúðum en aðrar vörur frá Safeway og þessvegna er unnt að bjóða þær á betra verði en gengur og gerist eð sambærilegar vörur. Meira
13. maí 1999 | Neytendur | 92 orð | ókeypis

Jill Miro lesgleraugu

JILL Miro lesgleraugu eru nú fáanleg á Íslandi og það er Ýmus ehf. sem sér um innflutning. Lesgleraugun er hægt að fá í mörgum litum og band fylgir öllum gleraugum í réttum lit. Í fréttatilkynningu frá Ýmus ehf. kemur fram að gleraugun henti vel þeim sem eru með sinkofnæmi og fást gleraugun í styrkleika +1,0, +1,5, +2,0, +2,5 og +3,0. Gleraugun fást í flestum apótekum og eru CE-merkt. Meira
13. maí 1999 | Neytendur | 669 orð | ókeypis

Lítill munur á gjaldskrám símafyrirtækjanna

"ÞEGAR GSM-sími er notaður í 60 mínútur á mánuði koma frelsispakkar fyrirtækjanna best út," segir Ágústa Ýr Þorbergsdóttir, starfsmaður samstarfsverkefnis Neytendasamtakanna og verkalýðsfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, en hún gerði nýlega úttekt á GSM- gjaldskrám. Meira
13. maí 1999 | Neytendur | 65 orð | ókeypis

St. Dalfour sveskjur

KEXVERKSMIÐJAN Frón hefur hafið sölu og dreifingu á sveskjum frá St. Dalfour í Frakklandi. Í fréttatilkynningu frá Frón kemur fram að sveskjurnar eru sérvaldar Damas plómur. Þær eru seldar í glerkrukkum og eftir opnun eru þær tilbúnar til neyslu. Þær geymast í þrjá mánuði í kæli eftir að búið er að opna krukkuna. Sveskjurnar eru seldar í helstu matvöruverslunum og í Heilsuhúsinu. Meira
13. maí 1999 | Neytendur | 78 orð | ókeypis

VitaCare vítamín

ÍSFARM ehf. hefur hafið innflutning á Vita Care vítamínum frá danska lyfjafyrirtækinu Jemo- pharm A/S. Til að byrja með verða á boðstólum þrjár tegundir. Í fréttatilkynningu frá Ísfarm ehf. kemur fram að um er að ræða Mega E sem er náttúrulegt E-vítamín, Meira

Fastir þættir

13. maí 1999 | Í dag | 35 orð | ókeypis

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 14. maí, verður sextugur Jón Gunnar Gíslason, Túngötu 18, Eyrarbakka. Hann og eiginkona hans, Alda Guðjónsdóttir, taka á móti ættingjum og vinum í samkomuhúsinu Stað, Eyrarbakka, kl. 20­22 á afmælisdaginn. Meira
13. maí 1999 | Í dag | 44 orð | ókeypis

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Næstkomandi laugardag 15. maí verður sjötugur Jón Guðmundsson, forstjóri Sjólaskipa, Háahvammi 4, Hafnarfirði. Hann og eiginkona hans, Marinella R. Haraldsdóttir, taka á móti gestum á afmælisdaginn kl. 16­19 í nýinnréttuðum sal, Turninum, á 7. hæð verslunarmiðstöðvarinnar á Fjarðargötu 13­15 í miðbæ Hafnarfjarðar. Meira
13. maí 1999 | Í dag | 28 orð | ókeypis

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 14. maí, verður áttræð Matthildur S. Maríasdóttir. Hún tekur á móti gestum í Félagsheimili Rafmagnsveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal frá kl. 17 á afmælisdaginn. Meira
13. maí 1999 | Í dag | 27 orð | ókeypis

95 ÁRA afmæli.

95 ÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 14. maí, verður 95 ára Sigríður Valdimarsdóttir, fyrrverandi símamær. Hún tekur á móti gestum í Ársal Hótel Sögu kl. 15­19 á afmælisdaginn. Meira
13. maí 1999 | Fastir þættir | 105 orð | ókeypis

A-V

Önnur umferð í vortvímenningi fór fram sl. fimmtudag. Staðan eftir tvær umferðir: Georg Sverrisson ­ Bernódus Kristinsson507 Þórður Jörundss. ­ Vilhjálmur Sigurðss.465 Murat Serdar ­ Ragnar Jónsson464 Sigurður Sigurjónss. ­ Ragnar Björnss.463 Hæsta skor annað kvöldið: N-S Þórður Björnss. ­ Birgir Örn Steingrímss. Meira
13. maí 1999 | Í dag | 33 orð | ókeypis

Hollensk fjölskylda skrifar og kveðst hafa áhuga á að komast í samb

Hollensk fjölskylda skrifar og kveðst hafa áhuga á að komast í samband við íslenska fjölskyldu sem vildi skiptast á íbúðum í sumar eða næsta sumar: Fam. A. Grundeken, Vrouwestraat 54, 4381 EN Vlissingen, Holland. Meira
13. maí 1999 | Í dag | 281 orð | ókeypis

"Húsfylli af vinstri mönnum"

ÞESSAR myndir fundust í dánarbúi og er leitað eftir því hvort einhver kannist við fólkið á þessum myndum. Þeir sem gætu gefið upplýsingar vinsamlega hafið samband Jónínu Guðmundsdóttur í síma 4314131. "Húsfylli af vinstri mönnum" ÞETTA segir Indriði G. Þorsteinsson í umsögn um dagskrá ríkisfjölæmiðla hinn 8. maí sl. í Morgunblaðinu. Meira
13. maí 1999 | Dagbók | 688 orð | ókeypis

Í dag er fimmtudagur 13. maí, 133. dagur ársins 1999. Uppstigningardagur. Orð d

Í dag er fimmtudagur 13. maí, 133. dagur ársins 1999. Uppstigningardagur. Orð dagsins: Hlustið á og heyrið mál mitt! Hyggið að og heyrið orð mín! (Jesaja 28, 23. Meira
13. maí 1999 | Í dag | 675 orð | ókeypis

Kirkjudagur aldraðra

EINS og undanfarin ár er uppstigningardagur kirkjudagur aldraðra í kirkjum landsins. Þá er eldri borgurum og fjölskyldum þeirra boðið sérstaklega til guðsþjónustu. Aldraðir taka virkan þátt í guðsþjónustunni með söng og upplestri. Þarna gefst fjölskyldum tækifæri á að eiga hátíðarstund saman í kirkjunni sinni og á eftir bjóða félög innan kirknanna upp á góðar veitingar. Meira
13. maí 1999 | Fastir þættir | 894 orð | ókeypis

Sigur Davíðs Stjórnarsamstarf Sjálfstæðisfl

Davíð Oddsson hefur nú haft sigur í þrennum kosningum í röð. Árið 1991 endurheimti hann og gott betur hefðbundið fylgi Sjálfstæðisflokksins eftir afhroðið 1987. Árið 1995 hélt hann sínu þrátt fyrir að hafa verið í stjórnarforystu á miklum erfiðleikatímum. Meira
13. maí 1999 | Fastir þættir | 799 orð | ókeypis

Sprækir öðlingar

6. maí 1999 ÞEIR Júlíus Friðjónsson og Jón G. Friðjónsson sigruðu á Hraðskákmóti öðlinga sem fór fram 6. maí. Þeir hlutu báðir 11 vinninga í þrettán umferðum. Öðlingamótin njóta mikilla vinsælda, en þau eru fyrir skákmenn sem náð hafa 40 ára aldri. Úrslit urðu sem hér segir: 1.­2. Júlíus Friðjónsson 11 v. 1.­2. Jón G. Friðjónsson 11 v. 3. Meira
13. maí 1999 | Fastir þættir | 321 orð | ókeypis

"Svo má beita bróðurhug ­ að bráðni ísar"

Göfuglyndur góður og hjálpfús veri hinn mennski maður, iðji hann og skapi óþreytandi hið gagnlega og rétta. (Goethe). Ósköp hefur okkur mörgum öldruðum leiðst hve reynt hefur verið að gera okkur að "bitbeini" í samfélagsumræðu. Meira
13. maí 1999 | Í dag | 466 orð | ókeypis

VÍKVERJI veltir því fyrir sér, hvers vegna menn reikna ávallt

VÍKVERJI veltir því fyrir sér, hvers vegna menn reikna ávallt hlutfallstölur í kosningum án þess að hafa auð og ógild atkvæði með. Aðeins eru talin í hlutfallinu atkvæði greidd ákveðnum listum, en auð atkvæði og ógild eru ekki talin með í hlutfallsútreikningunum. Meira
13. maí 1999 | Í dag | 101 orð | ókeypis

ÆSKUÁST

Hví leitar það hljómdjúpi hörpunnar frá, sem helzt skyldi í þögninni grafið? Ég kalla þó aldrei þá sól úr sjá, sem sefur á bak við hafið. Ég er eins og kirkja á öræfa tind, svo auð sem við hinzta dauða, þó brosir hin heilaga Maríumynd, þín minning, frá vegginum auða. Meira

Íþróttir

13. maí 1999 | Íþróttir | 137 orð | ókeypis

Bjarki líklega til liðs við KR-inga

Búist er við að Bjarki Gunnlaugsson, leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Brann, gerist leikmaður með KR og leiki með liðinu í sumar. Viðræður milli Bjarka og KR hafa staðið yfir í nokkrar vikur og allt bendir til þess að hann verði löglegur með liðinu fyrir fyrsta leik þess á Íslandsmótinu, sem hefst 18. maí, gegn hans gamla félagi, ÍA. Meira
13. maí 1999 | Íþróttir | 98 orð | ókeypis

FRAM

Arngrímur Arnarson frá Völsungi Ágúst Þór Gylfason frá Brann Friðrik Þorsteinsson frá Skallagrími Höskuldur Þórhallsson frá KA Ívar Jónsson frá HK Ómar Sigtryggsson frá Stjörnunni Rúnar Ágústsson frá Fylki Sigurvin Ólafsson frá ÍBV Steinar Guðgeirsson frá ÍBV Sævar Pétursson frá Breiðabliki Valdimar Sigurðsson frá Meira
13. maí 1999 | Íþróttir | 86 orð | ókeypis

Framherji Genk bestur í Belgíu

FRAMHERJINN Spoleymane Oulare hjá Genk, liði bræðranna Guðjónssona í Belgíu, var á þriðjudag útnefndur knattspyrnumaður ársins í Belgíu af samtökum leikmanna. Oulare er frá Gíneu og hefur skorað 16 mörk á leiktíðinni fyrir Genk, sem getur tryggt sér fyrsta meistaratitilinn í sögu félagsins með sigri í lokaleik deildarinnar á sunnudag. Meira
13. maí 1999 | Íþróttir | 45 orð | ókeypis

Garðar til Keflvíkinga

GARÐAR Már Newman, varnarmaður úr ÍR, hefur gengið til liðs við Keflvíkinga. Garðar Már, sem er 26 ára, lék með ÍR-ingum í efstu deild karla á síðustu leiktíð, var leikmaður Skallagríms 1996 og 1997, en er úr Garðinum og lék lengi með Víðismönnum. Meira
13. maí 1999 | Íþróttir | 359 orð | ókeypis

Geri kröfu um að komast áfram í EM

ÍSLENSKA landsliðið í körfuknattleik tekur þátt í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Slóvakíu 19.­23. þessa mánaðar. Í riðlinum leika auk Íslands, Rúmenía, Hvít- Rússland, Slóvakía, Kýpur og Wales. Þrjú efstu liðin komast áfram í undanúrslitakeppni EM fyrir árið 2001. Meira
13. maí 1999 | Íþróttir | 581 orð | ókeypis

Gott mál að menn hafa svona mikla trú á KR

KR-INGUM var spáð Íslandsmeistaratitlinum af fyrirliðum, þjálfurum og formönnum knattspyrnudeilda félaganna sem leika í efstu deild á kynningarfundi Landssímadeildarinnar í gær. KR hlaut samtals 276 stig, ÍBV hafnaði í örðu sæti með 266 stig og ÍA í þriðja með 251 stig. Þessi þrjú lið voru í nokkrum sérflokki í spánni. Grindvíkingum og Víkingum var spáð falli. Meira
13. maí 1999 | Íþróttir | 59 orð | ókeypis

Guðjóni boðið til Genk

AIME Anthuenis, þjálfari Genk, hefur boðið Guðjóni Þórðarsyni landsliðsþjálfara að koma til Belgíu og fylgjast með lokaundirbúningi liðsins fyrir síðasta leik þess í 1. deild á sunnudaginn. Genk mætir Harelbeke og með sigri verður Genk Belgíumeistari í fyrsta skipti. Með liðinu leika þrír synir Guðjóns ­ Þórður, Bjarni og Jóhannes. Guðjón heldur til Belgíu á morgun. Meira
13. maí 1999 | Íþróttir | 207 orð | ókeypis

Guðrún, Þórey Edda og Vala fara ekki til Lichtenstein

VEGNA dræmrar þátttöku hafa margar greinar í frjálsíþróttum verið felldar niður á Smáþjóðaleikunum í Liechtenstein, sem hefjast 24. maí. Þar á meðal stangarstökk kvenna og grindahlaup, þannig að Vala Flosadóttir, Þórey Edda Elísdóttir og Guðrún Arnardóttir verða ekki á meðal keppenda. Meira
13. maí 1999 | Íþróttir | 413 orð | ókeypis

"Heiðursmannasamkomulagi rift"

"ÞIÐ segir mér fréttir, er búið að ráða þjálfara hjá FH? Hver er það?" spurði Viggó Sigurðsson handknattleiksþjálfari, þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær til að kanna hver staða hans væri í málaferlum við Wuppertal. "Ég var búinn að gera heiðursmannasamkomulag við FH- inga um að ég tæki við þjálfun FH-liðsins ef ég kæmi heim. Þeir hafa rift heiðursmannasamkomulaginu. Meira
13. maí 1999 | Íþróttir | 133 orð | ókeypis

Herdís ekki til Álaborgar

HERDÍS Sigurbergsdóttir, handknattleikskona úr Stjörnunni, er hætt við þau áform sín að leika erlendis næsta vetur. Hún hafði fengið tilboð frá Álaborg í Danmörku, en þegar til kom reyndist það ekki góður kostur. "Við ákváðum að sleppa því að flytja utan. Það er margt sem spilar þar inn í, m.a. var tilboð félagsins ekki eins gott og ég bjóst við. Meira
13. maí 1999 | Íþróttir | 57 orð | ókeypis

Ísland gegn Wales

ÍSLENSKA landsliðið í badminton leikur við Wales um sæti í þriðja riðli á næsta heimsmeistaramóti landsliða í badminton. Íslenska liðið tapaði fyrir Bandaríkjunum í gær, en þar sem bæði liðin unnu tvo leiki, töpuðu einum, réðust úrslit á fleiri unnum leikjum. Ísland hafði betur, vann tíu leiki, tapaði fimm. Bandaríkin unnu níu leiki, tapaði sex. Meira
13. maí 1999 | Íþróttir | 70 orð | ókeypis

Júgóslavar með á HM

JÚGÓSLAVNESKA handknattleikssambandið staðfesti í gær þátttöku sína á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem hefst í Egyptalandi 1. júní nk. Landslið Júgóslava er um þessar mundir í æfingabúðum í Grikklandi og heldur að þeim loknum til Egyptalands. Stjórn Alþjóða handknattleikssambandsins hefur ákveðið að Júgóslavar haldi sæti í keppninni þrátt fyrir stríðið á Balkanskaga. Meira
13. maí 1999 | Íþróttir | 79 orð | ókeypis

Landsliðshópurinn

JÓN Kr. Gíslason valdi landsliðshóp sinn í gær ­ (landsleikjafjöldi í sviga): Friðrik Stefánsson, Njarðvík (22) Friðrik Ragnarsson, Njarðvík (24) Herbert Arnarson, Grindavík (76) Páll Axel Vilbergsson, Grindavík (9) Helgi Jónas Guðfinnss., Gröningen (40) Guðmundur Bragas., Weissenfeldt (150) Falur J. Meira
13. maí 1999 | Íþróttir | 324 orð | ókeypis

Minnesota kom á óvart

MINNESOTA kom mjög á óvart með því að leggja San Antonio Spurs á útivelli 71:80 og jafnaði þar með einvígi liðanna, 1:1, í úrslitakeppni Vesturdeildar í NBA- körfuboltanum í gær. Lakers vann Houston öðru sinni og þarf því aðeins einn sigur til að komast áfram. Meira
13. maí 1999 | Íþróttir | 73 orð | ókeypis

Parma vann í Moskvu

PARMA vann vængbrotið lið Marseille, 3:0, í úrslitum Evrópukeppni félagsliða sem fram fór í Moskvu. Marseille vantaði fimm menn úr venjulegu byrjunarliði sínu í leiknum, lenti tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik er Hernan Crespo og Paolo Vanoli skoruðu á 26. og 36. mínútu. Það var síðan Enrico Chiesa sem innsiglaði sigur Parma á 10. mínútu síðari hálfleiks. Meira
13. maí 1999 | Íþróttir | 75 orð | ókeypis

Sigurður áfram hjá Víkingum

BÚIST er við að handknattleiksþjálfarinn Sigurður Gunnarsson skrifi undir nýjan samning við Víkinga á næstu dögum. Samningurinn yrði til tveggja ára, en Sigurður tók við meistaraflokki Víkings í fyrra og undir hans stjórn komst liðið upp í 1. deild á ný. Lið Víkings er skipað ungum leikmönnum en forráðamenn þess hyggjast styrkja lið sitt fyrir komandi átök næsta vetur í 1. Meira
13. maí 1999 | Íþróttir | 108 orð | ókeypis

Sigurður Ragnar kominn til ÍA

SIGURÐUR Ragnar Eyjólfsson, framherji enska liðsins Walsall, er kominn til liðs við Skagamenn, en hann mun leika með liðinu í efstu deild fram í miðjan júlí. Gengið hefur verið frá leikheimild Sigurðar frá KSÍ og verður hann því löglegur með Skagamönnum fyrir viðureign þeirra við KR á þriðjudaginn kemur. Meira
13. maí 1999 | Íþróttir | 310 orð | ókeypis

Sigurvin að koma til

SIGURVIN Ólafsson, sem gekk til liðs við Fram í vor, er farinn að æfa á fullu með Fram. Hann slasaðist illa á síðasta ári og var þá talið að hann gæti ekki leikið knattspyrnu framar. En framfarir hans hafa verið ótrúlega góðar. "Það lítur mjög vel út með Sigurvin. Hann er byrjaður að spila fótbolta og mætir á æfingar hjá okkur, en er einnig hjá sjúkraþjálfara. Meira
13. maí 1999 | Íþróttir | 10 orð | ókeypis

Spáin

1.KR276 2.ÍBV266 3.ÍA251 4.Keflavík182 5.Leiftur181 6.Fram166 7.Valur100 8.Breiðablik87 9.Grindavík75 10. Meira
13. maí 1999 | Íþróttir | 195 orð | ókeypis

Spennan magnast

Spennan í keppninni um enska meistaratitilinn heldur áfram á milli Manchester United og Arsenal eftir að Manchester United gerði markalaust jafntefli við Blackburn á Ewood Park í gær. Og spennunni verður ekki létt fyrr en á sunnudaginn þegar efstu liðin tvö leika síðustu leiki sína, bæði á heimavelli, Manchester við Tottenham og Arsenal gegn Aston Villa. Meira
13. maí 1999 | Íþróttir | 92 orð | ókeypis

Teitur ekki með á EM

TEITUR Örlygsson, leikmaðurinn snjalli úr Njarðvík, verður ekki með íslenska landsliðinu í körfuknattleik sem tekur þátt í riðlakeppni Evrópumótsins sem hefst í Slóvakíu í næstu viku. Hann gefur ekki kost á sér í landsliðið af persónulegum ástæðum. "Það er mjög slæmt að geta ekki notið krafta Teits í Slóvakíu. Meira
13. maí 1999 | Íþróttir | 81 orð | ókeypis

Theodór með Stjörnuna

THEODÓR Guðfinnsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, verður næsti þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar. Þorsteinn Gunnarsson, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, sagði að náðst hefði munnlegt samkomulag við Theodór um að hann tæki við liðinu og þjálfaði það næsta tímabil. Meira
13. maí 1999 | Íþróttir | 528 orð | ókeypis

Ætlum að forðast fallbaráttuna

FRAMARAR mæta til leiks með mjög breytt lið frá því síðasta tímabil. 14 leikmenn hafa yfirgefið félagið og ellefu komið í þeirra stað. Fram var í fallbaráttu nær allt síðasta sumar og endaði í 6. sæti. Félagið hefur 18 sinnum orðið Íslandsmeistari og varð það síðast 1990. Ásgeir Elíasson, þjálfari liðsins, segir að nú verði fyrst og fremst markmiðið að forðast fallbaráttuna í sumar. Meira
13. maí 1999 | Íþróttir | 52 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Reuters Fagnað í MoskvuLEIKMENN Parma frá Ítalíu fögnuðu sigri í UEFA-bikarkeppninni í gærkvöldi, er þeir lögðu franska liðið Marseille að velli, 3:0. Meira

Úr verinu

13. maí 1999 | Úr verinu | 103 orð | ókeypis

5,6% fita í síldinni

SAMKVÆMT niðurstöðum mælinga í gær er fituinnihald fyrstu síldarinnar, sem barst á land í gær og fyrradag úr Síldarsmugunni, 5,6% en þurrefnið um 17 til 18%. Að sögn Magnúsar Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Hraðfrystihúss Eskifjarðar, er þetta á svipuðum nótum og í fyrstu síldarförmunum í fyrra. Meira
13. maí 1999 | Úr verinu | 148 orð | ókeypis

Í Síldarsmuguna af kolmunnaveiðum

ELLIÐI AK var rétt ókominn á síldarmiðin í gær eftir að hafa verið á kolmunnaveiðum milli Færeyja og Skotlands að undanförnu og sennilega fer Bjarni Ólafsson AK líka í Síldarsmuguna í næsta túr en hann er væntanlega á landleið með um 500 tonn af kolmunna. Meira
13. maí 1999 | Úr verinu | 215 orð | ókeypis

Keypt vegna kolmunnaveiða en byrjar á síldinni

GULLBERG VE 292 kom til Vestmannaeyja í fyrsta sinn í fyrradag og er gert ráð fyrir að skipið fari á síldveiðar um helgina. Ufsaberg ehf., útgerðarfyrirtæki skipsins, á fyrir skip með sama nafni sem til stendur að selja en nýja skipið er það þriðja sem útgerðin eignast. Meira
13. maí 1999 | Úr verinu | 101 orð | ókeypis

Með fullfermi eftir þrjá daga

ÍSFISKTOGARARNIR Haraldur Böðvarsson AK og Sveinn Jónsson KE fengu sín 100 tonnin hvor af þorski og voru á leið til Akraness í gær eftir þriggja daga túr. Sturlaugur Sturlaugsson, útgerðarstjóri hjá Haraldi Böðvarssyni hf., sagði að bátar fyrirtækisins hefðu verið fengsælir að undanförnu því auk fyrrnefndra togara hefði gengið vel hjá öðrum. Meira
13. maí 1999 | Úr verinu | 176 orð | ókeypis

Samningurinn undirritaður

ÞRÍHLIÐA samningur Íslands, Noregs og Rússlands um fiskveiðiheimildir í Barentshafi verður að öllum líkindum undirritaður í Pétursborg á laugardag á samstarfsfundi utanríkisráðherra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Rússlands. Samningurinn öðlast hinsvegar ekki gildi fyrr en þjóðþing landanna hafa samþykkt hann. Meira
13. maí 1999 | Úr verinu | 189 orð | ókeypis

Tekur til starfa næsta haust

FYRIRHUGUÐ er stofnun fiskréttarverksmiðju á Rifi á Snæfellsnesi og er áætlað að framleiðsla hefjist í verksmiðjunni í haust. Stofnað hefur verið félag um rekstur verksmiðjunnar og er nú unnið að frekari undirbúningi. Meira

Viðskiptablað

13. maí 1999 | Viðskiptablað | 2307 orð | ókeypis

BARÁTTAN UM LYFIN

Miklar sviptingar hafa átt sér stað á lyfjamarkaði undanfarin ár. Lyfjanotkun hefur aukist og framleiðendur keppast um að koma sínum lyfjum að hjá lyfsölum. Guðrún Hálfdánardóttir ræddi við Ottó B. Ólafsson framkvæmdastjóra Delta og rýndi í útboðs- og skráningarlýsingu félagsins en stefnt er að skráningu á Aðallista VÞÍ að útboði loknu. Meira
13. maí 1999 | Viðskiptablað | 241 orð | ókeypis

Baugur hf. kaupir verslunina Útilíf

BAUGUR hf. hefur gengið frá kaupum á versluninni Útilíf í Glæsibæ. Útilíf var stofnað 1974 og á því 25 ára afmæli á þessu ári, en fyrri aðaleigendur Útilífs voru María Tómasdóttir og fjölskylda, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meira
13. maí 1999 | Viðskiptablað | 159 orð | ókeypis

ÐMeira endurgreitt til ferðamanna

SALA til erlendra ferðamanna á Íslandi, sem fengu útgefna ávísun á endurgreiðslu virðisaukaskatts (sk. "Tax-free" ávísun) á vegum Global Refund á Íslandi hf., fyrstu fjóra mánuði ársins 1999 nam 149,3 milljónum króna. Á sama tímabili í fyrra var veltan 108,4 milljónir króna og hefur hún því aukist um 37,7%, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Global Refund á Íslandi. Meira
13. maí 1999 | Viðskiptablað | 602 orð | ókeypis

ÐNýtt stjórnskipurit hjá Samskipum NÝTT stjórnskipurit hef

NÝTT stjórnskipurit hefur tekið gildi hjá Samskipum í kjölfar skipulagsbreytinga og ný framkvæmdastjórn tekið til starfa. Samskip hafa vaxið hratt í alþjóðlegu umhverfi og reka nú 27 skrifstofur í 11 löndum, gera út 16 skip í áætlunarsiglingum og reka vöruhús og hafnaraðstöðu í mörgum löndum. Meira
13. maí 1999 | Viðskiptablað | 131 orð | ókeypis

Flugleiðir og Eimskip fá meðmæli í Tribune

FLUGLEIÐIR og Eimskipafélagið eru meðal fyrirtækja, sem mælt er með á fjármálasíðu í heimsblaðinu International Herald Tribune, The Money Report", þar sem fjárfestum er bent á möguleika víða um heim. Meira
13. maí 1999 | Viðskiptablað | -1 orð | ókeypis

Gasrisar ræða um samruna

BRÉF í brezka iðnaðargasfyrirtækinu BOC Group Plc hafa snarhækkað í verði vegna tals um að það eigi í viðræðum við bandaríska keppinautinn Praxair um hugsanlegan samruna. Ef viðræðurnar bera árangur verður komið á fót stærsta inaðargasfyrirtæki heims, sem mun taka við forystuhlutverki franska fyrirtækisins Air Liquide. Meira
13. maí 1999 | Viðskiptablað | 126 orð | ókeypis

Hagstætt sölugengi útboðs

KAUPÞING mælir með kaupum á hlutabréfum í Delta á útboðsgengi og telur nokkurt svigrúm til hækkana að útboði loknu. Þetta kemur fram í greiningu sem greiningardeild Kaupþings hefur gert vegna hlutafjárútboðs Delta. Meira
13. maí 1999 | Viðskiptablað | 463 orð | ókeypis

Hef ánægju af fólki

VALGERÐUR Skúladóttir var nýlega ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs hjá Tæknivali hf., en hún var áður forstöðumaður Digital sem var nýlega sameinað fyrirtækjasviðinu. Valgerður er rafmagnsverkfræðingur en hélt beint til MBA-náms að loknu námi frá Háskóla Íslands. Meira
13. maí 1999 | Viðskiptablað | 352 orð | ókeypis

Kaupin fjármögnuð að hluta með nýju hlutafé

BAKKAVÖR hf. hefur fest kaup á sænska fyrirtækinu Lysekils Havsdelikatesser AB. Seljandi er fjárfestingasjóður í Stokkhólmi. Kaupverð Lysekils Havsdelikatesser AB er um 635 milljónir króna en Bakkavör eignast við kaupin 100% hlutafjár í fyrirtækinu. Lysekils er næststærsta fyrirtækið í Svíþjóð í framleiðslu kældra sjávarafurða. Það rekur 14. Meira
13. maí 1999 | Viðskiptablað | 256 orð | ókeypis

Kaupir heildverslunina HG Vending

JÓHANN Ólafsson & Co hefur keypt og yfirtekið heildverslunina HG Vending, sem mun sameinast hótelvörudeild Jóhanns Ólafssonar & Co. Sú starfsemi sem tilheyrði HG Vending mun verða til húsa í húsnæði heildverslunarinnar að Bíldshöfða 16 fyrst um sinn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meira
13. maí 1999 | Viðskiptablað | 584 orð | ókeypis

Kaupir SÍF Armengol?

SÖLUSAMBAND íslenskra fiskframleiðenda, SÍF, er í viðræðum við spænska innflutningsfyrirtækið Armengol um kaup á fyrirtækinu. Ef samningar nást verður Armengol sameinað dótturfyrirtæki SÍF í Barcelona, Union Islandia, og SÍF þar með langstærsti aðilinn í innflutningi á saltfiski í Katalóníu, eða nær allsráðandi á þessum markaði. Meira
13. maí 1999 | Viðskiptablað | 134 orð | ókeypis

Microsoft býður í Sendit í Svíþjóð

MICROSOFT hugbúnaðarrisinn býður 139 milljónir dollara, eða 39 dollara á hlutabréf, í sænska farsíma- og nettæknifyrirtækið Sendit AB að þess sögn. Stjórn Sendit leggur til við alla hluthafa að þeir samþykki tilboð Microsoft, sagði í yfirlýsingu frá Sendit. Meira
13. maí 1999 | Viðskiptablað | 443 orð | ókeypis

Ný framkvæmdastjórn Ný sjö manna framkvæmdastjórn hefur tekið til starfa

Ný sjö manna framkvæmdastjórn hefur tekið til starfa hjá Samskipum í samræmi við nýtt skipulag félagsins. Í henni sitja forstjóri fyrirtækisins, fimm framkvæmdastjórar fagsviðanna og staðgengill forstjóra á Íslandi. Ólafur Ólafsson forstjóri kom fyrst við sögu hjá Samskipum þegar hann tók sæti í stjórn fyrirtækisins á árinu 1992 en var síðan ráðinn forstjóri 1. febrúar 1993. Meira
13. maí 1999 | Viðskiptablað | 90 orð | ókeypis

Nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs Tals

Gylfi Rútsson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra fjármálasviðs Tals hf. frá og með 1. júlí nk. Gylfi er 36 ára og lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1986. Sama ár hóf hann störf hjá Glitni hf. og starfaði þar sem ráðgjafi í 5 ár. 1991 var hann ráðinn fjármálastjóri tölvufyrirtækisins Sameindar hf. Það fyrirtæki sameinaðist síðan Tæknivali hf. Meira
13. maí 1999 | Viðskiptablað | 213 orð | ókeypis

Nýr framkvæmdastjóri Navís-Landsteina hf.

Guðjón Auðunsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Navís- Landsteina hf. Guðjón útskrifaðist árið 1989 með Cand Merc gráðu frá Háskólanum í Álaborg í Danmörku með áherslu á alþjóðlega markaðssetningu og stjórnun. Eftir nám kenndi Guðjón við Samvinnuháskólann á Bifröst en hóf síðan störf hjá Eimskipafélagi Íslands. Meira
13. maí 1999 | Viðskiptablað | 350 orð | ókeypis

Nýr viðskiptavefur opnar á mbl.is

NÝR viðskiptavefur verður opnaður á Morgunblaðsvefnum, mbl.is, á morgun, föstudag. Vefnum, sem er samvinnuverkefni Morgunblaðsins og Fjármálaheima hf., er ætlað að veita stöðugar og ýtarlegar upplýsingar um gang mála í viðskiptalífinu og á fjármálamarkaði. Slóð vefjarins er mbl.is/vidskipti. Meira
13. maí 1999 | Viðskiptablað | 135 orð | ókeypis

Nýtt stjórn- og eftirlitskerfi

TÆKNIVAL hefur lokið uppsetningu á nýju FIX stjórn- og eftirlitskerfi hjá Hitaveitu Akraness og Borgarness sem mun minnka hættu á umhverfisspjöllum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Hið nýja kerfi er byggt á hugbúnaði sem Tæknival hefur þróað og gerir kleift að stýra vatnsrennsli mjög nákvæmlega og dregur þannig úr bilunum og skemmdum á aðveitukerfum. Meira
13. maí 1999 | Viðskiptablað | 138 orð | ókeypis

Nýtt vöruflutningafyrirtæki á Ísafirði

Fjórir fyrrum bílstjórar hjá Ísafjarðarleið hafa stofnað vöruflutningafyrirtækið Vesturfrakt. "Við erum fjórir frumkvöðlar að stofnun þessa nýja fyrirtækis og vorum allir starfandi sem bílstjórar hjá Ísafjarðarleið", sagði Hafþór Halldórsson í samtali við blaðið, en fyrirtæki þeirra, Vesturfrakt ehf., fer fyrstu ferðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur á morgun, föstudag. Meira
13. maí 1999 | Viðskiptablað | 314 orð | ókeypis

Skipulagsbreytingar hjá Sparisjóði Kópavogs

GAGNGERAR breytingar hafa verið gerðar á skipulagi Sparisjóðs Kópavogs, SPK, og í kjölfarið af því hefur nýtt skipurit Sparisjóðsins nýlega tekið gildi. Í meginatriðum felur skipulagsbreytingin í sér að þeirri starfsemi sem snýr að afgreiðslu viðskiptavinanna er skipt upp í tvö svið, einstaklingssvið og fyrirtækjasvið. Meira
13. maí 1999 | Viðskiptablað | 137 orð | ókeypis

Skipulags- og mannabreytingar hjá Landssímanum

HJÁ Landssímanum eiga sér nú stað viðamiklar skipulags- og mannabreytingar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Þór Jes Þórisson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri nýstofnaðs sviðs tal- og gagnaflutningaþjónustu en hann hefur gegnt starfi markaðs- og sölusviðs. Meira
13. maí 1999 | Viðskiptablað | 2030 orð | ókeypis

SKULDAAUKNING EINKAAÐILA

EFNAHAGSUNDRIÐ í Bandaríkjunum er án efa það sem er mest spennandi í heiminum núna á því sviði og efnahagsmál á Íslandi fylgja fast í kjölfarið. Segja má að þjóðarbúskapur Bandaríkjamanna og raunar Íslendinga líka "svífi seglum þöndum" en þó án óyggjandi þenslumerkja eða bresta. Í báðum löndum er rífandi hagvöxtur, minnkandi atvinnuleysi og uppgangur á hlutabréfamarkaði. Meira
13. maí 1999 | Viðskiptablað | 184 orð | ókeypis

Starfsmannabreytingar hjá EIMSKIP

Benedikt Olgeirsson, forstöðumaður rekstrardeildar innanlandsflutninga, hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns Eimskips í Hamborg frá og með júlí nk. Hann tekur við af Guðjóni Auðunssyni sem hefur ráðið sig til annarra starfa. Benedikt Olgeirsson lauk prófi í byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1986 og MSc. Meira
13. maí 1999 | Viðskiptablað | 198 orð | ókeypis

Stefnt að einkavæðingu Landssímans

NOTKUN farsíma og tenging við alnetið er almennari á Íslandi en víðast hvar annars staðar í heiminum að því er segir í Reuters-skeyti frá Reykjavík og Davíð Oddsson forsætisráðherra kveðst vilja einkavæða Landssímann til að gera hann samkeppnishæfari. Meira
13. maí 1999 | Viðskiptablað | 102 orð | ókeypis

Tilboð í gatnagerð samþykkt

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda í aðfærslu að Kringlusvæði, Heimis og Þorgeirs ehf. Tilboðið hljóðar upp á tæpar 29,7 milljónir króna. Alls bárust 5 tilboð en lægstbjóðandi hefur undanfarin ár unnið endurnýjunarverk fyrir veitustofnanir. Undirverktakar við verkið verða Hlaðbær Colas ehf. og Stál og suða ehf. Meira
13. maí 1999 | Viðskiptablað | 784 orð | ókeypis

Tryggja áskrifendum hlutabréf í Disney

"ÁHUGI Íslendinga á sparnaði hefur aukist, og við ákváðum að bjóða upp á skemmtilega nýbreytni," segir Hilmar Sigurðsson, markaðsstjóri Íslenska útvarpsfélagsins (ÍÚ) um nýjasta tilboðið til M12 áskrifenda sem kynnt verður á næstunni, Meira
13. maí 1999 | Viðskiptablað | 1100 orð | ókeypis

Vaxtamun beitt gegn ofþenslu

Seðlabankinn hefur reynt að hamla gegn ofþenslu og gengissigi með því að hækka vexti. Yngvi Örn Kristinsson, yfirmaður peningamálasviðs bankans, segir að þessar aðgerðir virki aðeins ef fólk hafi almennt trú á efnahagskerfinu. Meira
13. maí 1999 | Viðskiptablað | 505 orð | ókeypis

Verðbólgan gæti aukist

VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag var í maíbyrjun 0,5% hærri en í aprílbyrjun, segir í fréttatilkynningu frá Hagstofu Íslands í gær. Verðhækkun hefur orðið á mat, fatnaði og skóm auk bensínvara. Vísitalan hefur undanfarna þrjá mánuði hækkað um 1,5% sem jafngildir 6,2% verðbólgu á ári. Meira
13. maí 1999 | Viðskiptablað | 226 orð | ókeypis

Yfirtaka Lycos út um þúfur

FRAMTÍÐ Lycos netleitarþjónustunnar er í óvissu, því fyrirætlanir um að USA Networks Inc. kaupi hana hafa verið lagðar á hilluna vegna uppreisnar hluthafa Lycos gegn yfirtöku. Samningur um yfirtöku Lycos var metinn á um 20 milljarða dollara þegar hann var kunngerður í febrúar. Meira

Ýmis aukablöð

13. maí 1999 | Blaðaukar | 204 orð | ókeypis

Að leggja rækt við rómantíkina Það tekur flesta nokkur ár að gera sér grein fyrir því að fólk verður að leggja sig fram eigi

Það tekur flesta nokkur ár að gera sér grein fyrir því að fólk verður að leggja sig fram eigi hversdagsleikinn ekki að ná að kaffæra rómantíkina. Inger Anna Aikman ræddi við hjónin Sigmund Erni Rúnarsson og Elínu Sveinsdóttur og Magnús Kjartansson og Sigríði Kolbrúnu Oddsdóttur um hvernig þau viðhalda rómantíkinni í hjónabandinu. Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | 263 orð | ókeypis

Ástin

Menn hafa að fornu og nýju álitið sem leyndardóm þá nákvæmu verk un náttúrunnar er hún kveikir ást karla og kvenna oft og tíðum sjálf um þeim að óvöru. Því trúðu Grikk ir og Rómverjar gyðjuna Venerem ráða hjúskapar- og sællífisástum, Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | 230 orð | ókeypis

Ást og rómantík Lítið gaf ég mig að stelpum á unglingsárunum og ekki man ég eftir neinni sem ég felldi hug til. Hins vegar voru

Lítið gaf ég mig að stelpum á unglingsárunum og ekki man ég eftir neinni sem ég felldi hug til. Hins vegar voru þrjár ungar stúlkur innan við tvítugt í sókninni, sem mér þótti mjög fallegar, en ég var þá innan við fermingu og þorði varla að líta á þær. Einu sinni sat ég hjá stelpu á aldur við mig í skriftartíma og sátum við átta við borðið. Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | 163 orð | ókeypis

Ást og rómantík Sama er að segja um merkjasendingar Sigrúnar: Þær eru ákveðið fingramál sem lýtur sérstökum sviprænum

Sama er að segja um merkjasendingar Sigrúnar: Þær eru ákveðið fingramál sem lýtur sérstökum sviprænum bragfræðireglum. Allar stelpur læra þetta mál á ákveðnu þroskastigi í hvatalífinu en gleyma því um leið og þær með hjúskaparréttindum öðlast yfirráð yfir dyrasíma. Riddarar hringstigans, Einar Már Guðmundsson. En svona er kvenfólkið. Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | 91 orð | ókeypis

Ást og rómantík Stúlka ein kom í sveitina og réð sig í kaupamennsku á myndarheimili og strangt í öllu sem að sambandi karlmanns

Stúlka ein kom í sveitina og réð sig í kaupamennsku á myndarheimili og strangt í öllu sem að sambandi karlmanns og konu laut. Hún var látin sofa hjá annarri stúlku. En þegar langt var liðið á sláttinn, komst það upp, að stúlkan var karlmaður í kvennmannsfötum. Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | 608 orð | ókeypis

Ást og rómantík Þegar hann kemur aftur til konunnar fagnar hún honum á hvítum kjól. Þér er heitt, segir hún: Seztu inní eldhús.

Þegar hann kemur aftur til konunnar fagnar hún honum á hvítum kjól. Þér er heitt, segir hún: Seztu inní eldhús. Fáðu þér glas af víni. Ég ætla að renna í bað fyrir þig. Og meðan þú baðar þig elda ég handa þér. Hann fór oní baðkerið, heitt vatnið. Það var opið fram. Hann sá hana sýsla í eldhúsinu í sínum hvíta kjól. Hörund hennar var gullið. Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | 523 orð | ókeypis

Bað hennar í Hrísey

HANN sótti hana í vinnuna og sagðist ætla með hana í óvissuferð um helgina. Hún var gjörsamlega grandalaus og vissi ekki fyrr en þau voru lögð af stað yfir fjöll og firnindi. Leiðin lá út í Hrísey og þegar þau voru búin að koma sér fyrir á gistiheimili fór hann með hana í gönguferð. Í sjávarmálinu dró hann upp kampavínsflösku og hringlaga öskju með trúlofunarhringum. Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | 463 orð | ókeypis

Brúðarmyndir

ÞÓRIR H. Óskarsson ljósmyndari heldur upp á sextugsafmæli sitt í dag og á 40 ára starfsafmæli síðar á þessu ári. Hann hefur því langa reynslu af brúðkaupsmyndatökum og segist hrifnastur af sígildum brúðarmyndum. Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | 643 orð | ókeypis

Búddistar

EKKI tíðkast að munkar gefi hjón saman í búddískum sið, heldur fulltrúi hins opinbera, en í kjölfarið blessar munkur hjónin með mikilli viðhöfn. Dhammanando Bhikkhu, forstöðumaður Félags búddista á Íslandi, segist fylgja þessum venjum. Í félaginu eru um 350 manns, flestir Taílendingar. Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | 472 orð | ókeypis

Drógu fram flöskuna þegar hún giftist Spánverja

ÞEGAR Laufey Árnadóttir var sjö ára fór hún með foreldrum sínum í ferðalag til Costa del Sol á Spáni. Þar vann hún danskeppni á einum barnum og hlaut spánska Cava-kampavínsflösku að launum. Á þeim tíma fannst henni ekki mikið til þessara verðlauna koma og fékk kókglas í sárabætur. Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | 471 orð | ókeypis

Dulúð og rómantík einkenna brúðarvendi sumarsins

"Dulúð og rómantík eru orðin sem Hendrik Berndsen, eða Binna eins og flestir þekkja hann, hjá Blómaverkstæði Binna, detta fyrst í hug þegar hann er spurður um brúðarvendi og skreytingar við brúðkaup. "Brúðurin er númer eitt og hún á að vera það sem kirkjugestirnir horfa fyrst á þegar hún gengur inn gólfið. Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | 579 orð | ókeypis

Ef konan er ánægð geislar hún

"EF KONAN er sjálf ánægð með kjólinn þá geislar hún," segir Ragna Gísladóttir, eigandi Brúðarkjólaleigu Efnalaugar Garðabæjar, þegar hún er beðin að velja kjól á Margréti Ástu. "Ég var komin með nokkra kjóla sem ég sýndi henni og valið snerist í lokin um hennar smekk," segir hún. Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | 389 orð | ókeypis

Einfaldir kremlitaðir kjólar og bresk hefðarföt

VERÐANDI brúðir falla fyrir kremlituðum og einföldum brúðarkjólum þetta árið og herrarnir eru í auknum mæli farnir að velja breska hefðarbúninginn. Þeir eru líka óhræddari en áður við sterka liti þegar vesti eru annars vegar og eru hrifnir af gylltu. Þetta kom í ljós þegar haft var samband við starfsfólk brúðarkjólaleiganna og það innt eftir tískustraumum í fatnaði á brúðhjón. Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | 877 orð | ókeypis

En þú mátt alls ekki minnast á það segir fólk gjarnan þegar það er búið að ljóstra upp öllum leyndarmálum brúðhjóna við Kristján

segir fólk gjarnan þegar það er búið að ljóstra upp öllum leyndarmálum brúðhjóna við Kristján Hreinsson. Inger Anna Aikman spjallaði við Kristján sem setur saman ljóð og limrur um fólk sem hann þekkir ekki neitt. Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | 420 orð | ókeypis

Fjögurra ára biðlisti á lúterska hjónahelgi

HJÓNANÁMSKEIÐ sem haldin hafa verið í sumum kirkjum undanfarin ár hafa verið mjög vel sótt og aðsóknin á lúterska hjónahelgi er slík að nú tekur fjögur ár að komast að. En hvaða skipulagða fræðslu býður þjóðkirkjan pörum og hjónum upp á? Sr. Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | 542 orð | ókeypis

Frjálsleg brúðkaupsveisla

Þeir sem vilja hafa yfirbragð brúðkaupsveislunnar sinnar frjálslegt geta ef til vill fylgt hugmyndum Þorvaldar Borgars Haukssonar um veisluföng. "Það hefur færst í vöxt að brúðhjónin vilji hafa frjálslegan blæ á veislunni, eiginlega að hætti Miðjarðarhafsbúa. Sum pör hafa jafnvel kosið að hafa veisluna undir berum himni ef veður leyfir. Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | 779 orð | ókeypis

"Hún er lottóvinningurinn minn" Magnús Kjartansson og Sigríður Kolbrún Oddsdóttir hafa verið gift í 27 ár sem verður að teljast

Magnús Kjartansson og Sigríður Kolbrún Oddsdóttir hafa verið gift í 27 ár sem verður að teljast sæmilegt hjá rokkara og flugfreyju Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | 531 orð | ókeypis

Kaþólskir

ÖLL brúðhjón sem gefin eru saman í katólskum sið fara á námskeið fyrir brúðkaupið. Sr. Jakob Rolland í Landakoti, einn þeirra presta sem annast það, segir að venjulega sé um að ræða þrjá til fjóra fræðslufundi, þar sem fjallað er um eðli hjónabands. "Ég ræði meðal annars um órjúfanleika hjónabandsins. Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | 966 orð | ókeypis

Kirkjutónlist, klassík, dægurlög eða djass?

Tónlistin er tungumál tilfinningana. Brúðarmarsinn einn og sér kallar fram gæsahúð hjá flestum og gleðitár hjá æði mörgum. Inger Anna Aikmanræddi við nokkra sem hafa það að atvinnu að syngja og spila í brúðkaupum. "Lagið okkar" Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | 204 orð | ókeypis

Kóróna er veraldleg útgáfa af geislabaugi

ÞEGAR nemendur í textíldeild Myndlista­ og handíðaskólans áttu að vera í frjálsri hugmyndavinnu fór Sigríður Ásta Árnadóttir að fikra sig áfram með að búa til kórónur úr nokkrum vírtegundum, glersteinum og perlum. Hún gerði nokkrar kórónur og í kjölfarið fóru pantanir að berast frá fjölskyldu og vinum. "Ég hef gaman af því að búa til kórónur og ekki hvað síst fyrir brúðir. Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | 1353 orð | ókeypis

Kveikjum á fullt af kertum á hverju kvöldi Hjónin Elín Sveinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson lifa í hinum harða heimi

Hjónin Elín Sveinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson lifa í hinum harða heimi fréttanna á daginn en á kvöldin tekur Amor völdin. Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | 870 orð | ókeypis

Léttleiki einkennir veislurnar

"MÉR finnst léttleiki áberandi og þá á ég ekki bara við yfirbragð gesta í brúðkaupsveislunni heldur réttina sem bornir eru á borð," segir Brynjar Eymundsson matreiðslumeistari og eigandi Veislunnar á Seltjarnarnesi. "Brúðhjónin vilja gjarnan hafa fiskrétti og hvítt kjöt og smáréttahlaðborðin eru vinsælust hjá okkur. Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | 44 orð | ókeypis

Ljósmyndir eru líklega besta leiðin til að varðveita augnablik, enda leggja

Ljósmyndir eru líklega besta leiðin til að varðveita augnablik, enda leggja flest brúðhjón áherslu á myndatöku í kringum brúðkaupið. Á undanförnum árum hafa nýstárlegar brúðarmyndir aukið á fjölbreytnina, en engum vafa er undirorpið að sígild mynd af hamingjusömu, nýgiftu fólki er bæði falleg og eiguleg. Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | 531 orð | ókeypis

Múslimar

MOHAMAD Jósef Daglas er flugmaður frá Jórdaníu. Hann hefur búið hér í 10 ár og segir trúaráhuga sinn hafa aukist verulega á síðustu árum. "Múslimar hér eru nú um 300, en ekki allir skráðir í trúarsöfnuð okkar." Að sögn Mohamads skipa fjölskyldur brúðhjóna veigamikinn sess og taka þátt í ölllum ákvörðunum. "Kóraninn segir að okkur beri að virða þá sem eldri eru. Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | 40 orð | ókeypis

Ólík trúarbrögð

Ólík trúarbrögð Trúarbrögð hafa áhrif á viðhorf til hjónabands og hér ræðir Brynja Tomer við fulltrúa fjögurra safnaða. Þótt nokkur munur sé greinilegur, ber þeim saman um að hjón eiga að sýna trygglyndi og koma fram við hvort annað af háttvísi. Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | 658 orð | ókeypis

Rómantíkin blómstraði í París

Í þeirra huga er það engin spurning; í brúðkaupinu verða sólblóm hvert sem litið er og sr. Jón Þorsteinsson á að gefa þau saman. Hvers vegna? Jú, sólbómabreiður mættu þeim í Frakklandi þegar rómantíkin tók að blómstra hjá þeim í ágúst 1996 og það var sr. Jón sem fékk Sólveigu til að fara í þessa örlagaríku hópferð með ungu fólki úr Kjalarnesprófastsdæmi. Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | 1245 orð | ókeypis

Stakir diskar EÐA TÓLF MANNA STELL?

Allar stelpur fara einhvern tímann á stúfana og sanka að sér ósamstæðum bollum og diskum frá frænkum sínum, mömmum og ömmum - og efna svo til veislu einhvers staðar úti í móa? Einbeittar á svip vanda þær sig við að leggja á borð; setja röndóttan disk hér, rósóttan bolla þar, kaffikannan er hvít og hankalaus, sykurkarið kolsvart og það vantar á það lokið. Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | -1 orð | ókeypis

Styttur víkja fyrir rósum og rifsberjum

HÁPUNKTUR brúðkaupsveislunnar var alltaf þegar brúðhjónin komu brosandi að borðinu og tóku af brúðkaupstertunni plaststyttu af brúðhjónum og skáru svo saman fyrstu sneiðina. Þetta var eitt af þeim augnablikum sem alltaf var fest á filmu og allir biðu eftir. Sum brúðhjón halda enn í þessa hefð og láta styttuna tróna á toppnum en í auknum mæli fær hún samt að víkja fyrir rósum og rifsberjum. Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | 114 orð | ókeypis

Útlitið í samræmi við persónu brúðarinnar

Í HAUST verða Margrét Ásta Jónsdóttir og Sigurður Finnur Kristjánsson gefin saman í hjónaband. Við báðum fatahönnuð að hanna klæðnað á Margréti Ástu og eiganda brúðarkjólaleigu að velja á hana fallegan hefðbundinn brúðarkjól. Í samvinnu við hárgreiðslumeistara og förðunarfræðing var síðan fundið út heildarútlit fyrir brúðkaupið. Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | 585 orð | ókeypis

Útlitið minnir á sjötta áratuginn

"ÞEGAR ég var beðin um að hanna brúðarkjól á Margréti Ástu ákvað ég að fara óhefðbundnari leiðir og buxur urðu fyrir valinu," segir Björg Ingadóttir, fatahönnuður og annar eiganda Spaksmannsspjara. Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | 286 orð | ókeypis

Vilja hafa vöndinn glæsilegan

"Glæsileikinn er meiri yfir brúðkaupum hér en í Danmörku og að sumu leyti minna þau á bandarísk brúðkaup," segir Helene Christensen sem starfar við blómaskreytingar hjá Blómavali. "Það er áberandi að Íslendingar vilja allt það flottasta og besta þegar kemur að brúðkaupum og það á auðvitað við um blómin líka, brúðarvöndurinn á að vera glæsilegur," segir hún. Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | 717 orð | ókeypis

Þjóðkirkjan

HEFÐIR við kirkjubrúðkaup hér á landi hafa mótast frá síðustu öld, þegar brúkaup fóru í vaxandi mæli að verða sérstakar athafnir í kirkjum. Að konur sitji öðrum megin í kirkjunni og karlar hinum megin á til dæmis rót að rekja til fornrar sætaskipanar í kirkjum sem nú er horfin nema við þetta tilefni. Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | 1486 orð | ókeypis

Öll pör ættu að gera fjölskylduáætlun Þegar par ákveður að ganga í hjónaband er hugsunin um skilnað víðsfjarri. Engu að síður

Þegar par ákveður að ganga í hjónaband er hugsunin um skilnað víðsfjarri. Engu að síður sýna tölur svo ekki verður um villst að næstum því annað hvert hjónaband endar á þann veg. Guðbjörg R. Guðmundsdóttirspurði félagsráðgjafa hvort hægt sé að undirbúa sig fyrir hjónabandið. Meira
13. maí 1999 | Blaðaukar | 64 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Umsjón: Guðbjörg R. Guðmundsdóttir Ljósmyndir: Golli Höfundar efnis: Brynja Tomer Guðbjörg R. Guðmundsdóttir Inger Anna Aikman Útlit: Margrét Ásta Jónsdóttir Umbrot: Björk Hafliðadóttir Forsíðumyndina tók Golli. Fyrirsætan er Helga Árnadóttir hjá Eskimó módels. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.