Greinar miðvikudaginn 19. maí 1999

Forsíða

19. maí 1999 | Forsíða | 270 orð

Camdessus varar við samdrætti

EFNAHAGUR heimsins stendur nú við "afdrifarík vatnaskil" og von á samdráttarkipp í Bandaríkjunum hvað úr hverju. Þessa viðvörun gaf Michel Camdessus, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, út á blaðamannafundi í Tókýó í gær, Meira
19. maí 1999 | Forsíða | 107 orð

Hörð átök á N-Írlandi

TIL átaka kom milli lögreglu og kaþólskra ungmenn í bænum Portadown á Norður-Írlandi í gærkvöldi og særðust fjórir, þar af tveir lögreglumenn. Hófust átökin þegar ungmennin köstuðu steinum að mótmælendum, sem efnt höfðu til skrúðgöngu í gegnum bæinn, sem staðsettur er um fjörutíu kílómetra frá Belfast. Seinna kom einnig til átaka milli göngumanna og lögreglunnar. Meira
19. maí 1999 | Forsíða | 444 orð

Kveðst ætla að vinna að friði í Mið-Austurlöndum

EHUD Barak, sem vann stórsigur á Benjamin Netanyahu í forsætisráðherrakjör í Ísrael á mánudag, hét því í gær að feta í fótspor Yitzhaks Rabins, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, sem myrtur var árið 1995, og reyna að stuðla að friði í Mið-Austurlöndum. Meira
19. maí 1999 | Forsíða | 410 orð

Landhernaður í Kosovo vefst enn fyrir NATO

BRESTIR virtust í gær komnir í samstöðu aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) hvað hugsanlegan landhernað í Kosovo varðar. Á sama tíma spáðu heimildarmenn í höfuðstöðvum NATO í Brussel því að Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, kynni senn að lýsa yfir vopnahléi í Kosovo í þeirri von að tryggja sér frið fyrir loftárásum NATO um stundarsakir. Meira
19. maí 1999 | Forsíða | 119 orð

Skyld Jefferson eður ei?

AFKOMENDUR Thomas Jeffersons, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, neituðu nýverið að viðurkenna að afkomendur hjákonu hans og ambáttar, sem var blökkukona, væru afkomendur forsetans sjálfs en DNA-rannsóknir þóttu benda til þess að svo væri. Meira

Fréttir

19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 242 orð

37 kennarar sögðu upp í gær

ALLS sögðu 37 kennarar í Reykjavík upp stöðum sínum í gær. Meðal þeirra sem lögðu inn uppsagnarbréf hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur í gær voru 18 kennarar í Grandaskóla og 15 kennarar í Vogaskóla. Samtals hafa því tæplega 230 kennarar í Reykjavík nú sagt upp og miðast uppsagnirnar við 1. september næstkomandi. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 72 orð

Aðstoð til reykleysis verði skipulögð

MÁLÞING Fagdeildar lungnahjúkrunarfræðinga um leiðir til að hjálpa fólki til reykleysis haldið 14. maí sendi frá sér eftirfarandi ályktun: "Í kjölfar nýrrar reglugerðar um reykingar á vinnustöðum sem taka mun gildi 15. júní nk. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 471 orð

Aukið verslunarrými á fyllingu

BJARNI Marteinsson arkitekt hefur verið að vinna við nýtt deiliskipullag miðbæjar Keflavíkur, en hann hefur ákveðnar hugmyndir um hvernig útfæra megi miðbæinn þannig að möguleiki skapist á því að byggja þar upp verslun og þjónustu sem hafi það mikið aðdráttarafl að verslunin haldist í bænum. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 110 orð

Aukinn bílakostur hjá Gámaþjónustunni

NÝLEGA fékk Gámaþjónustan afhenta tvo Scania-bíla sem notaðir verða við sorphirðu. Bifreiðarnar eru af nýjustu kynslóð sorphirðubíla. Í fréttatilkynningu frá Heklu segir: Bílarnir eru alsjálfvirkir, þ.e. bílstjórinn losar ílátin án þess að fara úr sæti sínu. Bifreiðarnar eru einnig búnar vigt og skráningarbúnaði sem gerir kleift að vigta og skrá hverja einstaka losun. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 390 orð

Á fimmta hundrað hjúkrunarfræðinga vantar

Á FIMMTA hundrað hjúkrunafræðinga vantar til starfa í íslenska heilbrigðiskerfinu og árlega þarf að útskrifa 30­40 fleiri heldur en nú er gert. Mikill skortur er einnig á sjúkraliðum og er talið að um sex hundruð manns vanti til að mæta þörfinni. Þetta kom fram á vorfundi hjúkrunarforstjóra sjúkrahúsa sem haldinn var í Garðabæ í gær. Meira
19. maí 1999 | Landsbyggðin | 132 orð

Á þriðja hundrað þúsund í Kosovo-söfnunina

Laxamýri-Nær fimm hundruð manns sótti Menningardag Framhaldsskólans á Laugum sem haldinn var á dögunum, en þar var fjöldi listamanna saman kominn með hljóðfæraleik, söng og leiklist. Þórarinn Eldjárn rithöfundur var sérstakur gestur samkomunnar og brugðið var á leik með mörgum hætti. Meira
19. maí 1999 | Landsbyggðin | 189 orð

Byggingarsamningur staðfestur

Ólafsvík-Skrifað hefur verið undir samning milli Snæfellsbæjar og Skipavíkur í Stykkishólmi um byggingu nýs íþróttahúss í Ólafsvík, en Skipavík átti lægsta tilboðið í verkið, sem hljóðaði, þegar Framkvæmdasýsla ríkisins hafði leiðrétt niðurstöðutölur, upp á kr. 215.734.623 eða 99,8% af kostnaðaráætlun ráðgjafa. Meira
19. maí 1999 | Erlendar fréttir | 205 orð

Byssumaður finnst látinn

ÞÝZKUR byssumaður, sem hafði verið á flótta undan þýzku og frönsku lögreglunni frá því um helgina, sakaður um að hafa skotið fimm manns til bana, fannst látinn í Lúxemborg í gær, að því er embættismenn í Lúxemborg greindu frá. Mun hann hafa framið sjálfsmorð. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 272 orð

Bær Eiríks rauða og Þjóðhildarkirkja á skipsfjöl

BYGGING bæjar Eiríks rauða og kirkju Þjóðhildar hefst í Brattahlíð á næstu vikum, en í gær var skipað út á vegum Ístaks gámum í grænlenskt flutningaskip í Reykjavík. Í gámunum er húsgrindin af bæ Eiríks rauða og Þjóðhildarkirkja, en smiðir Ístaks hafa handunnið húsin í skemmu á Hvalfjarðarströnd í vetur. Viðurinn í húsunum eru liðlega 200 ára gömul tré, sérvalin í Noregi sl. haust. Meira
19. maí 1999 | Erlendar fréttir | 301 orð

Ciampi svarinn í embætti

CARLO Azeglio Ciampi var í gær svarinn í embætti sem tíundi forseti Ítalíu. Ciampi, sem kjörinn var forseti síðasta fimmtudag, hét því að gegna skyldustörfum sínum af trúrækni við hátíðlega athöfn í sameinuðu þingi í Róm. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 503 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands frá 20.­21. maí: Fimmtudagur 20. maí: Prófessor Giddens, rektor í The London School of Economics and Political Science, mun koma hingað til lands í boði LSE-félagsins á Íslandi og halda opinberan fyrirlestur við Háskóla Íslands. Prófessor Giddens er með þekktari félagsvísindamönnum nútímans. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 289 orð

Doktor í verkfræði

STELLA Marta Jónsdóttir verkfræðingur lauk hinn 27. nóvember sl. doktorsprófi í verkfræði frá Tækniháskólanum í Kaupmannahöfn (Danmarks Tekniske Universitet, DTU). Ritgerð Stellu nefnist "IT based product models for development of seafood products" og samanstendur af 34 blaðsíðna yfirlitsskýrslu og fimm sjálfstæðum greinum. Meira
19. maí 1999 | Miðopna | 1651 orð

Draumurinn um að ríkisvaldið gufi upp David Friedman hefur sett fram róttækar kenningar um afnám ríkisvaldsins eins og Sigrún

David Friedman hefur sett fram róttækar kenningar um afnám ríkisvaldsins eins og Sigrún Davíðsdóttir heyrði er hún ræddi við og hlustaði á fyrirlestra próflausa hagfræðingsins, sem lítur á sig sem íhaldsmann, þrátt fyrir stjórnleysishugmyndir sínar. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 375 orð

Eignir seldar upp í 1.300 milljóna skuldir

AÐALFUNDUR Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík ákvað í gær að veita stjórn félagsins heimild til að óska eftir leyfi til greiðslustöðvunar meðan leitað er eftir samningum við lánardrottna en takist það ekki verður leitað formlegrar heimildar til nauðasamninga. Meira
19. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 178 orð

Ellefu fengu úthlutað

ÚTHLUTUN úr Menningarsjóði KEA fyrir árið 1999 fór fram nýlega, en alls var úthlutað 11 styrkjum að þessu sinni, samtals að upphæð 100 þúsund krónur hver. Tilgangur sjóðsins er að halda uppi fræðslu í félags- og samvinnumálum og veita fjárhagslegan stuðning hvers konar menningar- og framfarafyrirtækjum á félagssvæði KEA. Meira
19. maí 1999 | Erlendar fréttir | 1161 orð

Erfitt að útiloka Shas frá stjórnarmyndun

Ehud Barak vann yfirburðasigur í forsætisráðherrakosningunum í Ísrael. Sigrún Birna Birnisdóttir er í Ísrael og segir að stjórnarmyndun gæti þó reynst flókin. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 93 orð

Felix Ólafsson predikar í Kristniboðssalnum

SR. FELIX Ólafsson, fyrsti kristniboði Íslendinga í Konsó í Eþíópíu, mun segja frá ferð sinni á fornar slóðir í Eþíópíu í byrjun ársins eftir 39 ára fjarveru og predika á samkomum í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58­60, í kvöld, miðvikudag-, fimmtudags- og föstudagskvöld, kl. 20.30. Felix hefur búið í Danmörku undanfarna áratugi. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 613 orð

Fjórtán skútur þegar skráðar til þátttöku

SIGLINGAKEPPNI á milli Frakklands og Íslands er nú í undirbúningi hjá frönskum Íslandsvinum frá borginni Paimpol á Bretagne-skaga í Frakklandi. Fjórtán skútur eru skráðar í keppnina nú þegar og eru nokkrir til viðbótar að undirbúa umsókn. Skipuleggjendur keppninnar vænta þess að u.þ.b. 30 bátar taki þátt í keppninni og um 300 manns komi til Íslands í tengslum við hana. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 248 orð

Foldaskóli fagnar árangri í baráttunni gegn reykingum og allir

FOLDASKÓLI ásamt foreldrum hefur fært öllum nemendum skólans spilastokk að gjöf í viðurkenningarskyni fyrir góðan árangur í baráttunni gegn reykingum. Spilin í stokknum bera áletrunina: "Foldaskóli ­ reyklaus skóli", í samræmi við yfirlýst markmið skólans. Ragnar Gíslason skólastjóri segir alla árganga upp að 9. bekk reyklausa og fáa reykja í öðrum bekkjum. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 360 orð

Forrit og fistölva í stað 13 stórra töfluskápa

Borgarnesi-Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar tók nýlega í notkun nýtt tölvuvætt stjórnkerfi, sem Tæknival hefur hannað og forritað. Nýja stjórnkerfið kemur í stað eldra kerfis, sem gert var fyrir tölvuöld og samanstóð af búnaði í 13 mannhæðarháum töfluskápum. Meira
19. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 47 orð

Fyrirlestur um sjálfbæra þróun

SAKARI Kankaanpaa, gistifræðimaður við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, flytur fyrirlestur um sjálfbæra þróun og norðlæga jaðarskóga fimmtudaginn 20. maí í aðalsal Háskólans á Akureyri að Sólborg. Fyrirlesturinn hefst kl. 17.15 og eru allir velkomnir. Sakari er dýrafræðingur með beitarvistfræði hjartardýra á norðurslóðum sem sérgrein. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 211 orð

Fyrirlestur um þriðju leiðina í stjórnmálum

PRÓFESSOR Anthony Giddens, rektor London School of Economics and Political Science (LSE), flytur opinberan fyrirlestur í boði rektors Háskóla Íslands á morgun, fimmtudag, kl. 16 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist "Third Way Politics" (Þriðja leiðin í stjórnmálum) og verður fluttur á ensku. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 94 orð

Fyrsta skóflustunga tekin að þjónustuskála

Morgunblaðið/Kristinn Fyrsta skóflustunga tekin að þjónustuskála ÓLAFUR G. Einarsson, fráfarandi forseti Alþingis, tók fyrstu skóflustunguna að nýjum þjónustuskála við Alþingishúsið í gær. Skálinn mun rísa vestan við Alþingishúsið á lóðinni nr. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 63 orð

Gengið á milli hafnargarða

HAFNAGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð á milli elsta hafnargarðsins í Reykjavíkurhöfn og þess yngsta miðvikudagskvöldið 18. maí. Farið verður frá Hafnarhúsinu að vestanverðu kl. 20. Gengið verður út á Ingólfsgarð, síðan með höfninni og út á Eyjagarð í Örfirisey. Gönguferðin er sú fyrsta af fleirum sem farin verður í ferðaröð til að tengja saman gamla og nýja tímann. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 768 orð

Grunsamlega lág tíðni líkamlegs ofbeldis

LÍKAMLEGT ofbeldi gegn börnum er yfirskrift ráðstefnu sem stendur yfir í dag, miðvikudag, á Grand hóteli. Ráðstefnan er haldin á vegum Barnaverndarstofu í samvinnu við Barnaspítala Hringsins og Félag íslenskra barnalækna. Bragi Guðbrandsson er forstjóri Barnaverndarstofu. Meira
19. maí 1999 | Erlendar fréttir | 567 orð

Gæti grafið undan samstöðu meðal aðildarríkja NATO

SAMSTAÐA NATO-ríkjanna í Kosovo-málinu virðist í hættu vegna tilrauna Breta til að fá bandalagið til að undirbúa hugsanlegan landhernað í sumar til að tryggja að flóttafólkið frá Kosovo geti snúið þangað aftur áður en vetur gengur í garð. Meira
19. maí 1999 | Landsbyggðin | 71 orð

Hola í veginn

Hola í veginn Vaðbrekku, Jökuldal­Systkinin Auðbergur og Katrín Gíslabörn fundu holu í veginum utan við bæinn á Eskifirði og ákváðu að skoða hana nánar. Það er alltaf gaman að allri landkönnun, sérstaklega þegar í hlut á dularfull hola sem er svartamyrkur ofan í. Meira
19. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 147 orð

Innritun í sumarbúðirnar á Hólavatni hafin

INNRITUN í sumarbúðir KFUM og K á Hólavatni í Eyjafirði stendur nú yfir. Í sumar verða 5 dvalarflokkar á Hólavatni, tveir verða fyrir drengi og tveir fyrir stúlkur og einnig verður unglingaflokkur fyrir drengi og stúlkur í júlí. Starfið á Hólavatni hefst 8. júní næstkomandi og koma þá drengir á staðinn. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 229 orð

Íslandspóstur neitar að upplýsa um höfundinn

ÍSLANDSPÓSTUR hf. hefur með vísan til lagaákvæða um póstleynd hafnað beiðni Framsóknarflokksins um að gefið verði upp hver hafi komið með til póstdreifingar fyrir alþingiskosningarnar bækling þar sem fjallað er um forystumenn flokksins með niðrandi hætti. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 582 orð

Íslendingum tryggð meiri áhrif en í EES

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra, hinn norski starfsbróðir hans, Knut Vollebæk, og Günter Verheugen, aðstoðarutanríkisráðherra Þýzkalands, undirrituðu í Brussel í gær samning Íslands, Noregs og ráðherraráðs Evrópusambandsins um þátttöku Íslands og Noregs í mótun og framkvæmd ákvarðana og reglna á sviði Schengen-samstarfsins svokallaða. Meira
19. maí 1999 | Landsbyggðin | 71 orð

KÁ í nýtt húsnæði

Stokkseyri-Bygging 200 ferm verslunarhúss gengur vel og verður það tekið í notkun í júní ef áætlanir ganga eftir. Það eru verktakarnir Pétur og Eggert sem byggja húsið og munu þeir jafnframt eiga það. Kaupfélag Árnesinga hefur gert leigusamning við Pétur og Eggert um að verslun félagsins verði í húsinu næstu tíu árin að minnsta kosti. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 250 orð

Krefjast sama fæðingarorlofs og konur hafa

TVEIR feður, bankastarfsmaður og maður sem starfar hjá ríkinu, hafa kært fjármálaráðuneytið og bankana til kærunefndar jafnréttismála fyrir brot á jafnréttislögum vegna greiðslu fæðingarorlofs. Feðurnir krefjast þess að fá greiðslur í fæðingarorlofi í sex mánuði á sömu launum og konur fá sem starfa hjá ríkinu og bönkunum. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 64 orð

KR hafði sigur í fyrsta leik

Morgunblaðið/Brynjar Gauti KR hafði sigur í fyrsta leik Á ÞRIÐJA þúsund manns mætti á KR-völlinn í Frostaskjóli í gærkvöldi þegar heimamenn mættu Akurnesingum í fyrsta leik Íslandsmótsins. KR hafði sigur, 1:0. Boltinn er því byrjaður að rúlla, eins og það er kallað á knattspyrnumáli, og annað kvöld fara fram fjórir leikir. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 80 orð

LEIÐRÉTT

RANGT var farið með nöfn vinningshafa í Nýsköpunarkeppni grunnskólanema í myndatexta þar sem nafn Andra Haraldssonar var tvítekið en nafni Friðjóns Júlíussonar sleppt, en hann fékk fyrstu verðlaun í flokki formhönnunar fyrir hugmynd sína að fótahaldara. Friðjón er beðinn afsökunar á mistökunum og er myndin því birt aftur með réttum texta. Meira
19. maí 1999 | Landsbyggðin | 246 orð

Líflegt félagsstarf aldraðra í Árnessýslu

Hrunamannahreppi-Félög eldri borgara hér í uppsveitum Árnessýslu eru vel starfandi á ári aldraðra sem fyrr og standa fyrir fjölbreyttu félagstarfi fyrir félaga sína. Hér í Hrunamannahreppnum var félagið stofnað árið 1983 og eru félagsmenn nú 75. Þessi félagsskapur hefur "opið hús" einu sinni í mánuði sem jafnan er vel sótt. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 88 orð

Lægsta tilboð rúmar 374 milljónir

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar um að taka rúmlega 374 milljóna tilboði Ólafs og Gunnars ehf. í uppsteypu og frágang Borgarskóla í Grafarvogshverfi. Sex tilboð bárust í verkið í lokuðu útboði og er lægsta tilboð 94,74% af kostnaðaráætlun hönnuða. Næst lægsta tilboð átti Eykt ehf. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 353 orð

Lægstu boð 600 milljónum undir áætlun

SULZER Hydro gmbH og ESB International frá Þýskalandi áttu lægsta tilboðið í vél- og rafbúnað Vatnsfellsvirkjunar og Consortium General Electric Hydro frá Kanada og franska fyrirtækið Clemessy áttu sameiginlega næstlægsta boðið. Tilboð í verkið voru opnuð í stjórnstöð Landsvirkjunar í gær. Aðaltilboð í verkið miðast við að virkjunin verði tilbúin í lok árs 2001. Meira
19. maí 1999 | Landsbyggðin | 156 orð

Miðnætursund og ferð á jökul

Miðnætursund og ferð á jökul Eyja- og Miklaholtshreppi- Rúmlega 40 nemendur úr 10. bekk Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi fóru í heimsókn á Snæfellsnesið eftir síðasta samræmda prófið. Félagsmiðstöðin Selið í samvinnu við skólann og foreldra stóð fyrir ferðinni. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 1047 orð

Mikill verðmunur er á ávöxtum milli verslana Mikill munur reyndist á verði ávaxta milli verslana á höfuðborgarsvæðinu þegar

Mikill munur reyndist á verði ávaxta milli verslana á höfuðborgarsvæðinu þegar Morgunblaðið gerði verðkönnun í sex verslunum í gær. Þannig reyndist kílóið af appelsínum kosta 75 krónur þar sem þær voru ódýrastar en 198 krónur í þeim tveimur verslunum, þar sem appelsínur voru dýrastar. Er verðmunurinn 164%. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 302 orð

Mikil þörf fyrir aðstoð

SÍMASÖFNUN á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar og Rauða kross Íslands fyrir fórnarlömb átakanna á Balkanskaga stendur nú yfir. Söfnunin hófst á mánudag og stendur fram á fimmtudagskvöld og er hún gerð í samstarfi við Stöð 2 og Bylgjuna. Allt fé sem safnast rennur til aðstoðar Kosovo-Albana sem enn eru í flóttamannabúðum í Albaníu og Makedóníu. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 327 orð

Myndi duga til að hita upp 1.000 manna byggð

ÓVÆNTUR árangur varð af tilraunaborun eftir heitu vatni í landi jarðarinnar Landbrota við Haffjarðará. Í gær þegar borinn var kominn niður á 71 metra dýpi komu upp 16­17 sekúndulítrar af 60 stiga heitu vatni og er vatnið sjálfrennandi en það kom jarðfræðingunum mest á óvart. Meira
19. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 115 orð

Myndlistar- og reiðnámskeið í sumar

GAMLI kvennaskólinn á Syðra- Laugalandi í Eyjafjarðarsveit hefur fengið nýtt hlutverk í sumar. Þar munu Einar Gíslason myndlistarkennari og Hugrún Hjörleifsdóttir hjúkrunarfræðingur reka myndlistar- og reiðnámskeið fyrir börn og unglinga. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 159 orð

Ný stjórn Íbúasamtaka Vesturbæjar

NÝ stjórn Íbúasamtaka Vesturbæjar var kjörin á aðalfundi samtakanna nýlega, og er tekin til starfa. Hana skipa: Formaður: Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur, Ása Ragnarsdóttir kennari, Gísli Þór Sigurþórsson framkvæmdastjóri, Leifur Eysteinsson viðskiptafræðingur og Jón Sigurjónsson viðskiptafræðingur. Varamenn eru Gunnar Þorsteinn Halldórsson kennari og Þórdís Þórðardóttir uppeldisfræðingur. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 215 orð

Ofþenslu gætir í efnahagslífinu

BÚAST má við því að halli verði áfram í viðskiptum Íslendinga við aðrar þjóðir árin 1999­2000 og verðbólga gæti aukist, segir í forútgáfu mats Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, OECD, á íslenskum efnahagsmálum sem birt var í gær. Meira
19. maí 1999 | Erlendar fréttir | 549 orð

Ólga í Kongressflokknum vegna afsagnar Gandhi

SÚ ákvörðun Soniu Gandhi að segja af sér sem leiðtogi Kongressflokksins á Indlandi hefur valdið miklu uppnámi innan flokksins og fjórir af forystumönnum hans sögðust í gær ætla að láta af embættum sínum ef hún yrði ekki forsætisráðherraefni flokksins í kosningunum í september. Meira
19. maí 1999 | Erlendar fréttir | 510 orð

Óvissa um heilsu Borísar Jeltsíns

ÝMISLEGT þótti benda til þess í gær að dúman, neðri deild rússneska þingsins, myndi samþykkja tilnefningu Sergejs Stepashíns í embætti forsætisráðherra í atkvæðagreiðslu sem fram fer í dag. Óvissa var um heilsu Borís Jeltsíns Rússlandsforseta sem mætti ekki á fund með forsætisráðherra Spánar sem ráðgerður var í gær. Meira
19. maí 1999 | Erlendar fréttir | 303 orð

Pólitísk arfleifð Haugheys bíður enn frekari hnekki

PÓLITÍSK arfleifð Charlies Haugheys, fyrrverandi forsætisráðherra Írlands, beið enn frekari hnekki um síðustu helgi þegar þekkt blaðakona upplýsti að hún hefði átt í ástarsambandi við Haughey um margra ára skeið. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 149 orð

Ráðstefna um umhverfisáhrif bifreiða umferðar í borginni

HOLLUSTUVERND ríkisins og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur efna miðvikudaginn 26. maí til hálfsdags ráðstefnu um umhverfisáhrif bifreiðaumferðar í Reykjavík. Í fréttatilkynningu segir að það sé mat þessara stofnana að hér sé um að ræða afar mikilvægt málefni, sem snerti mikið daglegt líf þjóðarinnar en hafi þó hvergi nærri verið gefið tilhlýðilegt vægi í umhverfismálaumræðunni. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 354 orð

Reynt að uppræta einelti á vinnustöðum

VINNURÁÐSTEFNA um einelti var haldin í Stapanum í Reykjanesbæ í gærkvöld, en hugmyndin með ráðstefnunni var að koma á öflugu og samstilltu átaki til að bregðast við einelti og öðru ofbeldi á vinnustöðum eða í félagasamtökum. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 155 orð

Ræddu Kosovo og Evrópumál

UTANRÍKISRÁðHERRA Halldór Ásgrímsson átti á miðvikudagskvöld fund í Brussel með Joyce Quin, Evrópuráðherra Bretlands. Ráðherrar ræddu stöðu mála í Kosovo, afstöðu Rússlands til málsins og mögulegar aðgerðir Evrópuríkja til að stuðla að endurkomu Kosovo-Albana til sinna fyrri heimkynna á ný. Fyrr um daginn höfðu utanríkisráðherrar Evrópusambandsins fjallað um þessi mál. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 254 orð

Samfylkingin vill fá þingflokksherbergi Framsóknar

ÓLAFUR G. Einarsson fráfarandi forseti Alþingis staðfesti þær heimildir Morgunblaðsins í gær að þingflokkur Samfylkingarinnar myndi gera tilkall til þingflokksherbergis Framsóknarflokksins í Alþingishúsinu þegar þing kæmi saman að nýju í sumar. Meira
19. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 111 orð

Samkeppni í sorpinu

GÁMAÞJÓNUSTAN Akureyri er nýtt fyrirtæki sem býður upp á leigu og losun sorpgáma. Fyrirtækið hefur þegar gengið frá samningum um sorphirðu í Dalvíkurbyggð. Gámaþjónustan er með margar stærðir gáma, bæði opinna og lokaðra, frá 0,5 rúmmetrum að stærð og til 40 rúmmetra. Einnig margar stærðir af plastkörum á hjólum sem þægileg eru til notkunar innanhúss. Meira
19. maí 1999 | Miðopna | 1415 orð

Samstaða að skapast um breytingar á fæðingarorlofi Pólitískur vilji virðist vera að skapast um að nauðsynlegt sé að gera

REYNT hefur verið í mörg ár að ná samkomulagi um breytingar á fæðingarorlofi með það að markmiði að jafna réttindin milli launþega og lengja orlofið. Stjórnvöld hafa tvívegis skipað nefndir til að gera tillögur um breytingar á fæðingarorlofi, Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 262 orð

Sáu heimsfrumsýningu Star Wars

HÓPUR Íslendinga lagði í víking til Halifax í Kanada á mánudaginn, en tilgangur ferðarinnar var að sjá heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Star Wars. Ferðin kostaði um 34 þúsund krónur með öllu. Meira
19. maí 1999 | Erlendar fréttir | 459 orð

Sigurinn fremur rakinn til óvinsælda Netanyahus en vinsælda Baraks

Sigurinn fremur rakinn til óvinsælda Netanyahus en vinsælda Baraks Tel Aviv. Morgunblaðið. EHUD Barak, formaður Verkamannaflokksins og nýkjörinn forsætisráðherra Ísraels, hefur lagt á það áherslu í kosningabaráttu sinni að sameina þjóðina. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 183 orð

Skrifað verði undir Kyotosamninginn

AÐALFUNDUR Félags skógarbænda á Vesturlandi samþykkti að beina þeirri tillögu til stjórnvalda að Íslendingar skrifi undir og fullgildi Kyotosamninginn um varnir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum, svo að þeir megi verða fullgildir þátttakendur í lokaferli samningsins. Þar verður m.a. tekist á um nánari útfærslu á þætti skógræktar í kolefnisbindingu og umbun greinarinnar fyrir það. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 67 orð

Slapp vel frá bílveltu

BÍLVELTA varð á Möðrudalsöræfum um klukkan 18:40 í gær. Ökumaður var einn í bifreiðinni og slapp ótrúlega vel, að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum. Hann var í bílbelti. Ökumaðurinn var fluttur á Heilsugæslustöðina á Egilsstöðum. Hann hlaut meiðsl á hálsi en fékk að fara heim í gærkvöldi. Að sögn lögreglu er talið að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bifreiðinni í lausamöl. Meira
19. maí 1999 | Landsbyggðin | 114 orð

Sr. Þorgrímur kveður Mjófirðinga

Neskaupstað-Það er oft töluverð fyrirhöfn að koma því við að messa í Mjóafjarðarkirkju þar sem oft er ekki hægt að komast landleiðina til Mjóafjarðar nema 4­5 mánuði á ári. Því þurftu sóknarprestur og kirkjukór að fara sjóleiðina frá Neskaupstað. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 66 orð

Svölurnar gáfu tölvu með snertiskjá

SVÖLURNAR, félag fyrrverandi og starfandi flugfreyja afhentu 16. mars sl. leikskólanum Múlaborg tölvu með snertiskjá ásamt tölvuleikjum, leikfimitæki og sérútbúnar kerrur fyrir hreyfihamlaða, að upphæð 700.000 kr. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 438 orð

Sök var ekki talin sönnuð

STJÓRNARFORMAÐUR og framkvæmdastjóri sorpflokkunarstöðvarinnar Hringhendu ehf. var sýknaður í gær í Héraðsdómi Reykjaness af ákæru ríkislögreglustjóra um að hafa brotið gegn lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit og mengunarvarnareglugerð með því að hafa látið urða að minnsta kosti 568 rúmmetra af timbri og 1. Meira
19. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 112 orð

Teikningar Eggerts M. Laxdal sýndar

SÝNING á teikningum eftir Eggert M. Laxdal sem um skeið var aðalteiknari skopblaðsins Spegilsins stendur nú yfir á Amtsbókasafninu á Akureyri. Lítið er vitað um námsferil Eggerts en talið að hann hafi stundað eitthvað listnám erlendis, í það minnsta eru til vatnslitamyndir sem hann hefur málað á Signubökkum. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 1329 orð

Um 140 milljóna gat þrátt fyrir sölu allra eigna Þrátt fyrir sölu eigna Kaupfélags Þingeyinga vantar liðlega 140 milljónir kr.

Aðalfundur KÞ samþykkti eignasölu til að bjarga félaginu frá gjaldþroti Um 140 milljóna gat þrátt fyrir sölu allra eigna Þrátt fyrir sölu eigna Kaupfélags Þingeyinga vantar liðlega 140 milljónir kr. til að greiða allar kröfur. Meira
19. maí 1999 | Landsbyggðin | 277 orð

Unglingum í Stykkishólmi boðið til veislu

Stykkishólmi-Styrkur nefnist félagsskapur foreldra í Stykkishólmi sem stofnaður var sl. haust. Tilgangur félagsins er að standa fyrir fræðslu og skemmtunum fyrir nemendur í þremur efstu bekkjum grunnskólans í Stykkishólmi. Fyrirmyndin að starfinu var sótt til nágrannanna í Grundarfirði þar sem rekið hefur verið öflugt unglingastarf. Meira
19. maí 1999 | Landsbyggðin | 90 orð

Ungt fólk í nýsköpun

Ungt fólk í nýsköpun Egilsstaðir-Nemendur í Egilsstaðaskóla tóku þátt í nýsköpunarverkefni innan skólans. Sex hugmyndir voru síðan valdar til þess að taka þátt í samnorrænni hönnunarkeppni, "Fantasi Design", sem er farandkeppni sem fer um öll Norðurlöndin. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 372 orð

Uppsagnir í kjölfar breytinga

STJÓRN Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna ákvað á fundi sínum í gær að framfylgja fyrri ákvörðun um grundvallarbreytingar á rekstri félagsins. Breytingarnar felast í að mikill hluti núverandi starfsemi færist ýmist út í framleiðslufyrirtæki innan vébanda SH eða til dótturfyrirtækja og söluskrifstofa erlendis. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 134 orð

Verðlaun Alliance Française

Verðlaun Alliance Française ALLIANCE Française í París stendur ár hvert fyrir frönskukeppni. Í ár tóku 40 lönd þátt í keppninni, með yfir tíuþúsund þátttakendum. Þeirra á meðal voru menntaskólanemendur á Íslandi og fór keppnin fram í samvinnu Alliance Française í Reykjavík og Félags frönskukennara á Íslandi. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 136 orð

Verðlaun fyrir starf í þágu náttúruverndar

ARA Trausta Guðmundssyni jarðfræðingi voru veitt "A. Peccei"- verðlaunin ítölsku 27. apríl sl. fyrir starf sitt í þágu náttúruverndar á Íslandi. Verðlaunin eru afhent ár hvert af hálfu ítalskra yfirvalda þeim, sem hafa skarað fram úr á sviði umhverfisverndar í einhverju Evrópulandi, segir í fréttatilkynningu frá Stofnun Dante Alighieri á Íslandi. Meira
19. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 58 orð

Vorhugur í veiðimönnum

VORHUGUR er kominn í veiðimenn, unga sem aldna, og má þessa blíðviðrisvordaga sjá veiðistöngum sveiflað niður við Höephner, þar sem siglingaklúbburinn Nökkvi hefur aðstöðu. Ungir piltar eru enn sem komið er mest áberandi, en ekki er að efa að ákafi þeirra sem eldri eru er ekki minni. Af aflabrögðum hafa ekki borist miklar fréttir. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 741 orð

Þorgeir Þorgeirson fær nafni sínu breytt í Þjóðskrá

Þorgeir Þorgeirson fær nafni sínu breytt í Þjóðskrá BOÐSENT umslag stílað á Þorgeir Þorgeirson rithöfund barst í póstkassann á Bókhlöðustíg 6b um þrjúleytið föstudaginn 6. maí. Meira
19. maí 1999 | Innlendar fréttir | 285 orð

Önnur gjaldkerastúka ætti að stytta biðröðina

STEFNT er að því að setja upp nýja gjaldkerastúku í almennu afgreiðslunni í Lögreglustöðinni í Reykjavík í þessari viku. Með tilkomu hennar ætti að styttast sú biðröð sem myndast vanalega vegna umsókna um vegabréf á þessum árstíma. Hefur hinn langi afgreiðslutími iðulega valdið pirringi hjá fólki sem þarf að sækja þjónustu til lögreglunnar. Meira

Ritstjórnargreinar

19. maí 1999 | Staksteinar | 280 orð

Kommúnisminn gengur aftur

FRELSI.IS heitir vefsíða, sem ungir menn innan Sjálfstæðisflokksins reka og er þar drepið á ýmis mál, er varða stjórnmálin. Eftir kosningarnar kættust þessir ungu sjálfstæðismenn við niðurstöður kosninganna. Meira
19. maí 1999 | Leiðarar | 781 orð

SIGUR BARAKS

ÚRSLIT ísraelsku kosninganna um embætti forsætisráðherra voru ótvíræð. Ehud Barak, forsætisráðherraefni Verkamannaflokksins, hlaut 56% atkvæða en forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu um 44% atkvæða. Það er ljóst að ísraelskir kjósendur krefjast breytinga. Á þeim þremur árum, sem liðin eru frá því Netanyahu náði kjöri, hefur hann sætt harðri gagnrýni jafnt innanlands sem utan. Meira

Menning

19. maí 1999 | Fólk í fréttum | 125 orð

Aska Garbo flutt heim á ný

ASKA Gretu Garbo, sem hefur verið geymd í Bandaríkjunum eftir dauða hennar í New York 1990, verður send aftur til Svíþjóðar, föðurlands hennar, 17. júní nk. og afhent frænda leikkonunnar, Gray Reisfield. Duftkerið með ösku Garbo verður jarðsett í litlum kirkjugarði í úthverfi Suður-Stokkhólms við athöfn ætlaða fjölskyldu og vinum. Meira
19. maí 1999 | Menningarlíf | 75 orð

Aukasýning á Ávaxtakörfunni

SÍÐASTA sýning á Ávaxtakörfunni verður í Íslensku óperunni á laugardag kl. 14. Megininntak leikritsins er einelti og fordómar, sem eru viðkvæm vandamál sem er komið til skila með söngvum, dansi og leik. Höfundur handrits er Kristlaug María Sigurðardóttir og höfundur tónlistar Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Meira
19. maí 1999 | Bókmenntir | 458 orð

Ársrit úr Þjóðarbókhlöðu

Ársrit Landsbókasafns Íslands ­ Háskólabókasafns, Reykjavík, 1998, 159 bls. ÞETTA fallega útgefna ársrit er nú komið út í þriðja sinn. Auk inngangsorða flytur það að þessu sinni sjö ritgerðir og styttri frásagnir. Í lok ritsins undir titlinum Sópuður eru stuttar fréttir og frásagnir. Meira
19. maí 1999 | Bókmenntir | 485 orð

Bandamaður með hroll

eftir Thor Whitehead. 1998. Reykjavík, Alþjóðastofnun Háskóla Íslands. 125 bls. ÍSLENDINGAR hafa búið við sjálfstæði frá 1918 og lýðveldi frá 1944. Þegar fullveldið fékkst lýstu íslenzk stjórnvöld yfir ævarandi hlutleysi. Meira
19. maí 1999 | Menningarlíf | 173 orð

Bág fjárhagsstaða aðildarfélaga BÍL

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Bandalagi íslenskra leikfélaga: "Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga, haldinn í Félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli 15. og 16. maí 1999, samþykkti eftirfarandi ályktun: Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga lýsir yfir þungum áhyggjum sínum vegna bágrar fjárhagsstöðu aðildarfélaganna. Meira
19. maí 1999 | Fólk í fréttum | 77 orð

Beðið frumsýningar

Beðið frumsýningar AÐDÁENDUR Stjörnustríðsmyndanna hafa margir hverjir tjaldað fyrir utan kvikmyndahús í Hollywood þar sem þeir bíða þess að farið verði að selja miða á nýjustu myndina "Star Wars Episode One: The Phantom Menace". Hinn ellefu ára gamli Eric DePre frá Chicago heimsótti tjaldbúðirnar er 12 dagar voru til frumsýningar en 16. Meira
19. maí 1999 | Fólk í fréttum | 182 orð

Besson í bílaleik Leigubíll (Taxi)

Framleiðendur: Luc Besson og Laurent Petin. Leikstjórar: Gérard Krawczyk og Gérard Pirés. Handritshöfundur: Luc Besson. Kvikmyndataka: Jean-Pierre Sauvaire. Aðalhlutverk: Samy Naceri og Frédéric Diefenthal. (85 mín.) Frakkland. Háskólabíó, apríl 1999. Bönnuð innan 16 ára. Meira
19. maí 1999 | Bókmenntir | 715 orð

Birta allrar birtu

eftir Gyrði Elíasson. Mál og menning. 1999 ­ 103 bls. HUGLÆGNI og rómantísk endursýn hafa einkennt ljóðaheim Gyrðis Elíassonar í gegnum tíðina. Ljóðveröld hans hefur verið huglæg staðleysuveröld út af fyrir sig. Hin seinni ár hefur myrkrið verið áberandi í ljóðunum, myrkrið í veröld hugans, sem oft fylgir slíkri huglægni. Meira
19. maí 1999 | Fólk í fréttum | 56 orð

David Bowie í tölvuleik

David Bowie í tölvuleik DAVID Bowie og samstarfsmaður hans til margra ára, Reeves Gabrels, sýndu nýjasta verk sitt, tölvuleikinn "Omikron: The Nomad Soul", í Bláa húsinu í Los Angeles hinn 12. maí. Þar stendur yfir sýning á rafrænu afþreyingarefni sem kallast "Electronic Entertainment Expo". Meira
19. maí 1999 | Fólk í fréttum | 116 orð

Dirk Bogarde fellur frá

BRESKA goðsögnin Dirk Bogarde lést úr hjartaáfalli í íbúð sinni í Lundúnum í síðustu viku. Stórglæsilegur ferill Bogarde spannar meira en 70 kvikmyndir, þ.ám. má nefna myndirnar Doctor in the House, sem gerði hann að hjartaknúsara, Death in Venice, Nightporter, A Bridge Too Far, og Darling and the Servant, sem veittu honum heimsfrægð. Meira
19. maí 1999 | Fólk í fréttum | 90 orð

Englar í víti

ARGENTÍNSKI tískuhönnuðurinn Roberto Piazza er með sýningu í Buenos Aires sem hann kallar Englar í víti. Auk fyrirsætnanna sem sýna fatnaðinn koma fram leikarar og túlka hinar margvíslegustu persónur, eins og skrattann sjálfan, ástargyðjuna Venus og vængjaða ástarengilinn Amor, svo víst er að dramatíkin ræður ríkjum á sýningunni. Meira
19. maí 1999 | Fólk í fréttum | 133 orð

Fjölmennt í Cannes

FJÖLMENNI er nú í frönsku borginni Cannes vegna kvikmyndahátíðarinnar og keppast ljósmyndarar um að ná myndum af fræga fólkinu sem sprangar um svæðið í sínu fínasta pússi til að kynna myndir sínar. Auk hefðbundnu hátíðarinnar sem er hin 52. Meira
19. maí 1999 | Menningarlíf | 260 orð

Gallerí opnað á bóndabæ

ÞORBJÖRG Hugrún Grímsdóttir, húsfreyja að Hvítárdal í Hrunamannahreppi, opnar útigallerí á heimili sínu nú á laugardaginn, 22. maí. Þorbjörg sýnir margskonar skrautmuni sem hún hefur steypt og málað og eru dýr og fuglar þar í fyrirrúmi. Hún segist hafa byrjað á að steypa þessa muni í fyrra. Meira
19. maí 1999 | Menningarlíf | 79 orð

Greg Hopkins leikur með Stórsveit Reykjavíkur

STÓRSVEIT Reykjavíkur heldur tónleika í Iðnó í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 21, með bandaríska trompetleikaranum, tónskáldinu og hljómsveitarstjóranum Greg Hopkins. Flutt verða verk og útsetningar eftir Hopkins og kemur hann fram sem hljómsveitarstjóri og einleikari með Stórsveitinni. Hopkins er m.a. Meira
19. maí 1999 | Menningarlíf | 185 orð

Helga Kress í Snorrastofu

BORGFIRSKUR skáldskapur er umfjöllunarefni Helgu Kress í Snorrastofu í kvöld, miðvikudag, kl. 21 og verður haldinn í Safnaðarheimili Reykholtskirkju. Helga Kress er prófessor í almennri bókmenntafræði og forseti heimspekideildar Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn nefnir hún "Borgfirskar skáldkonur". Erindið er liður í röð fyrirlestra er nefnist Fyrirlestrar í héraði. Meira
19. maí 1999 | Fólk í fréttum | 323 orð

Hnoðsnjór og himinninn blár

"What Einstein Didn't Know ­ Scientific Answers to Everyday Questions" eftir Robert L. Wolke. 270 bls. Dell Publishing, New York, 1997. Eymundsson. SUMIR virðast ekki taka eftir því, en heimurinn okkar er ævintýraheimur, með heillandi ráðgátum á hverju strái. Börnin sjá það auðveldlega. Meira
19. maí 1999 | Fólk í fréttum | 58 orð

Hægt að rækta útdauða tegund?

PRÓFESSORINN Michael Archer, forstjóri Australian Museum, virðir hér fyrir sér fóstur úr tasmaníu-tígrisdýri frá 1866. Tegundin er útdauð en vísindamenn telja að hægt sé að klóna dýrið og rækta nýjan eintakling af þessum stofni. Fóstrið er geymt í alkohóli en ekki formalíni og því eru erfðaupplýsingar óskemmdar. Síðasti tígurinn var veiddur árið 1936. Meira
19. maí 1999 | Fólk í fréttum | 40 orð

Júlía í New York

LEIKKONAN Julia Roberts er hér í fylgd leikarans Benjamin Bratt, en þau mættu saman á frumsýningu myndarinnar Notting Hill í New York á dögunum. Í myndinni fer Julia með aðalhlutverkið á móti breska vandræðagemlingnum Hugh Grant. Meira
19. maí 1999 | Fólk í fréttum | 153 orð

Kraftar náttúrunnar sterkir

Í FYRSTA sæti listans þessa vikuna trónir ný rómantísk gamanmynd, Forces of Nature, með Söndru Bullock og Ben Affleck í aðalhlutverkum. Myndin gæti átt eftir að koma aðdáendum Söndru á óvart þar sem skvísan er í töluvert öðruvísi hlutverki en hún hefur hingað til fengist við. Meira
19. maí 1999 | Fólk í fréttum | 855 orð

KVIKMYND BYGGÐ Á FRÆGU VERKI PROUST F

LEIKSTJÓRINN Raoul Ruiz frá Chile er með nýjustu kvikmynd sína á kvikmyndahátíðinni sem nú stendur yfir í Cannes. Mynd hans, "Time Regained" eða Fundinn tími, er byggð á hluta stórverks franska skáldsins Marcel Proust og er hluti af sjö bóka ritröð hans, Leitin að glötuðum tíma. Ritverk Proust var gefið út í sjö bókum á tímabilinu 1913­ 1927 í Frakklandi. Meira
19. maí 1999 | Bókmenntir | 307 orð

Ljóð um breytingar

eftir Önnu Kvaran. Thaleia. 1998. Bókin fæst hjá Máli og menningu og kostar 2.670 kr. ÞAÐ er ekki algengt að Íslendingar frumsemji ljóð á ensku og gefi út. Þó eru nokkur dæmi þess. Þannig er með bók ljóða og ljósmynda eftir þær Önnu Kvaran og Barböru Millim sem nefnist Time changes. Það er Anna sem yrkir ljóð á ensku og Barbara sem myndskreytir. Anna hefur búið lengi erlendis. Meira
19. maí 1999 | Menningarlíf | 182 orð

Lokatónleikar Söngskólans í Reykjavík

LOKATÓNLEIKAR Söngskólans í Reykjavík verða í Íslensku óperunni á morgun, fimmtudag, kl. 20.30. Fram koma 50 söngvarar úr öllum deildum ásamt píanóleikurum skólans. Á efnisskránni eru íslensk sönglög og erlendir ljóðasöngvar, lög úr söngleikjum og aríur, dúettar og kórar úr óperettum og óperum. Meira
19. maí 1999 | Fólk í fréttum | 109 orð

Madonna heiðruð

MADONNA var þema laugardagskvöldsins á skemmtistaðnum Spotlight á Hverfisgötu og mátti þar sjá margar eftirlíkingar söngkonunnar síbreytilegu. Sumir stigu á svið og tóku lagið og reyndu að líkja sem mest eftir söngkonunni en aðrir létu sér nægja að mæta ljóshærðir á svæðið. Öll vinsælustu lög söngkonunnar hljómuðu og var margt á dansgólfinu enda virka lög Madonnu vel á dansglaða fætur. Meira
19. maí 1999 | Menningarlíf | 117 orð

Málverkasýning á Svörtuloftum

NÚ stendur yfir málverkasýning Áslaugar Sigvaldadóttur myndlistarkonu í veitingahúsinu Svörtuloftum á Hellissandi. Áslaug sýnir þar 13 myndir sem málaðar eru á árunum 1995­ 1999. Áslaug nefnir þær allar gluggamyndir og eru myndirnar málaðar með olíu á striga og eru allar til sölu. Þetta er fyrsta einkasýning Áslaugar en áður hefur hún verið með á samsýningum þ.á.m. Meira
19. maí 1999 | Fólk í fréttum | 578 orð

Með þetta allt á hreinu

Í KVÖLD hefjast tónleikar kl. 21 í Iðnó þar sem Stórsveit Reykjavíkur mun leika undir stjórn Bandaríkjamannsins Greg Hopkins, sem einnig mun leika einleik á trompet. "Það er mikill fengur í því að fá svona mann til að vinna með okkur," segir Sæbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Stórsveitarinnar og aðalhljómsveitarstjórnandi. "Hann er mjög þekktur í djassheiminum. Meira
19. maí 1999 | Fólk í fréttum | 187 orð

Mikill áhugi á kórsöng

SÖNGUR fyrrverandi og núverandi félaga í Barnakór Varmárskóla ómaði á 20 ára afmælistónleikum kórsins sem haldnir voru í hátíðarsal Varmárskóla síðastliðinn laugardag. Mjög öflugt kórstarf er í skólanum enda eru 80­100 krakkar á aldrinum 8­17 ára meðlimir í kórnum. Dagskrá tónleikanna var fjölbreytt og lögin sem kórinn flutti úr ýmsum áttum. Meira
19. maí 1999 | Fólk í fréttum | 375 orð

Neðanjarðar á Thomsen

Tónleikar Mínus og Quarashi í kjallara Kaffi Thomsen sl. föstudagskvöld. Á efri hæðinni spiluðu Margeir og Róbert á plötuspilara og Óskar Guðjónsson blés í saxófón. KAFFI Thomsen er í flestu fyrirtaks staður fyrir tónleikahald, ekki síst eftir að kjallarinn var tekinn undir slíkt; þar er umbúnaður allur frábær til að skapa neðanjarðarstemmningu og hljómburður ágætur, Meira
19. maí 1999 | Menningarlíf | 68 orð

Nemendatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar

TÓNSKÓLI Þjóðkirkjunnar lýkur starfsári sínu nú í vikunni með tvennum tónleikum. Fyrri tónleikarnir verða í Grensáskirkju í kvöld, miðvikudag kl. 20.30. Á tónleikunum leika nemendur á orgel og píanó, m.a. verk eftir Bach, Beethoven og Buxtehude. Ennfremur koma söngnemendur fram. Síðari nemendatónleikarnir, sem jafnframt er skólaslit, verða í Hallgrímskirkju á morgun, fimmtudag, kl. 20.30. Meira
19. maí 1999 | Fólk í fréttum | 317 orð

Nútímalegur Shakespeare

ENGINN virðist hafa jafnmikið dálæti á að kvikmynda verk Shakespeares og leikarinn Kenneth Branagh. Næst ætlar hann að takast á við Macbeth og vonast til að tökur geti hafist í haust. Kenneth skrifar sjálfur handrit harmleiksins og mun fara með hlutverk skoska aðalsmannsins sem myrðir sér leið að krúnunni. Meira
19. maí 1999 | Menningarlíf | 149 orð

Nýjar geislaplötur SYSTUR í syndin

SYSTUR í syndinni er með tónlist eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, úr samnefndu leikriti eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur, sem Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir. Meira
19. maí 1999 | Fólk í fréttum | 73 orð

Óttast spádómana

Óttast spádómana HINN spænskættaði tískuhönnuður Paco Rabane ætlar sér að hafa vaðið fyrir neðan sig á næstunni. Hann talaði við blaðamenn í Frakklandi í gær þar sem hann hélt því fram að spádómar 16. aldar stjörnuspekingsins Nostradamusar myndu rætast á næstunni. Samkvæmt spádómunum á Parísarborg að eyðast í eldi 11. Meira
19. maí 1999 | Fólk í fréttum | 204 orð

Óvenjuleg og áhrifarík Buffalo 66

Framleiðandi: Chris Hanley. Leikstjóri: Vincent Gallo. Handrit: Vincent Gallo og Alison Bagnall. Aðalhlutverk: Vincent Gallo, Christina Ricci, Anjelica Houston og Ben Gazzara. (105 mín) Bandaríkin. Skífan. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Meira
19. maí 1999 | Menningarlíf | 153 orð

Ráðið í tvær stöður Listaháskóla Íslands

STJÓRN Listaháskóla Íslands hefur ráðið Kristján Steingrím Jónsson myndlistarmann í stöðu deildarforseta myndlistardeildar og Jónu Finnsdóttur í starf framkvæmdastjóra skólans. Kristján lauk prófi frá Myndlista- og handaíðaskóla Íslands 1981, stundaði framhaldsnám við listaakademíuna í Hamborg og útskrifaðist þaðan 1987. Meira
19. maí 1999 | Fólk í fréttum | 432 orð

Rétt skal vera rétt

BBC Pronouncing Dictionary of British Names, gefin út af Oxford útgáfunni í samvinnu við breska ríkisútvarpið 1971, þriðja prentun. Kostaði hálft fjórða pund á sínum tíma. Á ÁTTUNDA áratugnum var margt um að deila ekki síður en nú um stundir, og sumt mikilvægara en annað. Meira
19. maí 1999 | Fólk í fréttum | 42 orð

Rússnesk hártíska

Á MYNDINNI sést rússnesk fyrirsæta sýna hárgreiðslu eftir Lyubov Svetlichnaya og förðun Ulya Kirichenko í síbersku borginni Krasnoyarsk á laugardaginn var. Vegleg hár- og förðunarkeppni var haldin á laugardaginn en sjaldgæft er að slíkir viðburðir rati í afskekktar borgir Rússlands. Meira
19. maí 1999 | Fólk í fréttum | 861 orð

Setti heimsmet í hjásofelsi Mikið er um að vera á kvikmyndahátíðinni í Cannes og mannlífið fjölskrúðugt. Pétur Blöndal og

Mikið er um að vera á kvikmyndahátíðinni í Cannes og mannlífið fjölskrúðugt. Pétur Blöndal og Halldór Kolbeins ljósmyndari komust að því að mörkin milli blárra mynda og hátíðarmynda í Cannes verða sífellt óljósari. Meira
19. maí 1999 | Menningarlíf | 748 orð

Stíll þróast með aldri

Í NÝÚTKOMINNI bók sem ber nafnið Dagbók Íslendinga, er að finna hátt á annað hundrað dagbækur Íslendinga sem eru æði fjölbreyttar bæði hvað varðar efnistök og innihald. Enda ekki við öðru að búast því dagbókarritararnir eru 6 til 94 ára gamlir, af báðum kynjum og hvaðanæva af landinu, sumir búsettir erlendis. 15. október árið 1998 tóku næstum 6. Meira
19. maí 1999 | Menningarlíf | 350 orð

Sýning frá MHÍ í Safnahúsi Borgarfjarðar

NÚ stendur yfir myndlistarsýning í Safnahúsi Borgarfjarðar. Sýningin er í samvinnu við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og er afrakstur verkefnisins "Printmaking, Art and Research" (PA&R) sem er sameiginlegt verkefni listaháskóla í fimm löndum Evrópu. Meira
19. maí 1999 | Bókmenntir | 1240 orð

Tímarit Sögufélagsins 1998

Tímarit Sögufélagsins, XXXVI ­ 1998, 408 bls. SÖGUFÉLAGIÐ gefur út tvö tímarit ­ auk margra annarra bóka, sem bæði koma út árlega, hvort á sínu misseri. Aðaltímaritið, Saga, er mun efnismeira, hefðbundnara fagtímarit og hefur það oft flutt merkar ritgerðir, sem vakið hafa eftirtekt og jafnvel umtal. Meira
19. maí 1999 | Myndlist | 1217 orð

Tóm og eintóm myndlist

Opið alla daga nema mánudaga frá 14­18. Til 30 maí. AUSTURRÍSKI listamaðurinn Peter Friedl er upprennandi stjarna á hringekju alþjóðlegrar myndlistar. Hann var á Documenta X í Kassel, vakti athygli á síðasta Feneyjarbíennal og verður fulltrúi Austurríkis á þeim næsta í sumar. Heimsókn hans hingað er því óneitanlega forvitnileg. Meira
19. maí 1999 | Bókmenntir | 1156 orð

Tvær listaverkabækur

Listasafn Íslands, rit nr. 27 og 26. Ritstjóri Ólafur Kvaran. Prentsmiðjan Oddi 1999. Tilboðsverð 4.500 kr. Á BORÐI mínu liggja tvær nýútkomnar listaverkabækur frá Listasafni Íslands, og tengjast báðar sýningum sem nú standa yfir. Eru þannig mikilsverðar heimildarskrár um framkvæmdirnar í ljósi þess að í hlut eiga tveir brautryðjendur á vettvangi íslenzkrar myndlistar. Meira
19. maí 1999 | Bókmenntir | 463 orð

Við endimörk veraldarinnar

eftir Alessandro Baricco. Kolbrún Sveinsdóttir þýddi. Oddi prentaði. Mál og menning 1999. 118 síður ­ 1.990 kr. SILKI eftir Alessandro Baricco (f. 1958), ítalskan höfund, er ein af þeim sögum sem sækja innblástur í austurlenskan hugmyndaheim eins og vinsælt hefur orðið. Sagan hefur líka slegið í gegn og er nú komin á íslensku í læsilegri þýðingu. Meira
19. maí 1999 | Menningarlíf | 254 orð

Vortónleikar Tónlistarskólans á Hellissandi

Hellissandi-Tónlistarskólanum á Hellissandi var slitið með vortónleikum 12. maí sl. í Safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju. Á tónleikunum komu fram 27 nemendur og léku fyrir gesti ásamt einum einsöngvara. Í skólanum í vetur hafa stundað nám 42 nemendur. Meira

Umræðan

19. maí 1999 | Aðsent efni | 787 orð

30 ára tímamót í lífeyrismálum Lífeyrir

Landsmenn allir og komandi kynslóðir, segir Þórir Hermannsson, eiga þessum forsjálu forystumönnum mikið að þakka. Meira
19. maí 1999 | Aðsent efni | 493 orð

Að afloknum kosningum

Það þarf réttvísi, dómgreind og friðsemd, segir Kristján Pétursson, til þess að brjóta þá fjötra, sem enn aðskilja sameiningu vinstrimanna. Meira
19. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 402 orð

Af íslensku menningarástandi í aldarlok

Í MORGUNBLAÐINU frá 27. apríl næstliðnum má á síðu 39 lesa þessa fregn: "Tímarit Máls og menningar fagnar sextugsafmæli sínu í ár og efnir af því tilefni til ritgerðasamkeppni. Efnið er "Íslensk menning í aldarlok." Lengd ritgerðanna skal vera sem næst 10 bls. í venjulegu tölvuútprenti. Skilafrestur er til 1. september og verða úrslit kynnt mánuði síðar. Meira
19. maí 1999 | Aðsent efni | 463 orð

Athugasemd við skrif lögfræðings og bakara

Þarna er hins vegar verið að fara inn á svið sem tilheyrir mér, segir Egill Helgason, einstaklingnum, en ekki ríki, fyrirtæki eða stjórnmálaflokki. Meira
19. maí 1999 | Aðsent efni | 618 orð

Áhyggjur af stefnu yfirvalda í tannheilbrigðismálum

Tímar reglulegs eftirlits, öflugra forvarna og góðrar tannheilsu eru í þann veginn að renna upp, segir Sigurður Rúnar Sæmundsson. Það eru hins vegar blikur á lofti. Meira
19. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 203 orð

Áskorun til Mannverndar

ÞAÐ passar nokkurn veginn til að Íslendingar haldi upp á þjóðhátíðardaginn 17. júní Anno Domini 1999 með því að hlekkjast fjötrum gagnagrunns á heilbrigðissviði. Í stað þess að senda hverjum og einum eyðublað um úrsögn úr þessum grunni hefur Landlæknisembættið valið þá leið að láta eyðublað þetta liggja frammi á útvöldum stöðum þar sem litlar líkur væru til að menn nálguðust gögnin. Meira
19. maí 1999 | Aðsent efni | 708 orð

Blekkingar?

Aflatoppskerfi, segir Garðar H. Björgvinsson, gerir í raun alla banndaga óþarfa. Meira
19. maí 1999 | Aðsent efni | 1164 orð

Eitt bréf til Balkan-Íslendinga

Ég harma reyndar alla villimennsku hvort sem er af völdum Serba eða annarra, segir Hannes Örn Blandon, eða jafnvel Tyrkja, félaga okkar í NATO, sem hafa verið að kvelja Kúrda áratugum og öldum saman. Meira
19. maí 1999 | Aðsent efni | 541 orð

Er barnið þitt rétt spennt?

Barnið er okkur dýrmætt, segir Einar Guðmundsson. Gefum okkur góðan tíma til að það sé öruggt í bílnum. Meira
19. maí 1999 | Aðsent efni | 717 orð

Er ríkisrekið skólatannlækningakerfi tímaskekkja?

Ég tel lausnina vera þessa, segir Þórir Schiöth: Skólatannlækningum í framtíðinni verði alfarið sinnt af sjálfstætt starfandi tannlæknum. Ríkisreknum skólatannlæknastofum verði lokað. Meira
19. maí 1999 | Aðsent efni | 487 orð

Glerbúrið

Gerð lyfja á grundvelli rannsókna á heilli þjóð í glerbúri, segir Ólafur Jónsson, getur ljóslega skapað umtalsverð verðmæti í þróun og síðar sölu lyfja á alþjóðlegum vettvangi. Meira
19. maí 1999 | Aðsent efni | 391 orð

Heill kjaradómi!

Sé ég nú lausn allrar kjarabaráttu alþýðu þessa lands, segir Arnþór Helgason, sem kemur hér með nokkrar tillögur. Meira
19. maí 1999 | Aðsent efni | 465 orð

Hraustir starfsmenn á heilsusamlegum vinnustað

Rannsóknir sýna að góð samskipti og upplýsingaflæði á vinnustað, segir Þórunn Sveinsdóttir, stuðla að vellíðan. Meira
19. maí 1999 | Aðsent efni | 840 orð

Hvað er góður stjórnandi?

Á TÍMUM geysilegrar samkeppni skiptir höfuðmáli að stjórnendur tileinki sér og beiti vinnubrögðum sem skila hámarksárangri. Í dag er ekki nóg að gera vel, það verður að gera miklu betur en það. Þegar staðan er svona er eðlilegt að rýnt sé í störf stjórnenda og reynt sé að finna út hvernig megi ná hámarksárangri. Meira
19. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 451 orð

"Hvað er svona jákvætt við hjónabandið?"

FRÁ HAUSTINU 1996 hefur verið haldið námskeið í Hafnarfjarðarkirkju um hjónaband og sambúð undir yfirskriftinni "Jákvætt námskeið um hjónaband og sambúð". Gríðarlega góð þátttaka hefur verið á námskeiðunum og eru þátttakendur nú orðnir rúmlega 1.800 eða 900 pör síðan þetta hjónastarf hófst. Meira
19. maí 1999 | Aðsent efni | 979 orð

Mig dreymdi draum

Best er að fjárfesta í hlutabréfum andans, segir Ásmundur Gunnlaugsson, og þess sem af andanum er. Meira
19. maí 1999 | Aðsent efni | 813 orð

Nokkur orð um sjómannaafsláttinn

Blandið ekki saman, segir Páll Ægir Pétursson, kjörum öryrkja og sjómanna. Meira
19. maí 1999 | Aðsent efni | 896 orð

Núllið og Díonysíus?

Er svona stærðfræði kennd í dag? spyr Brynjólfur Jónsson, 1999 heilum almanaksárum eftir fæðingu Krists. Meira
19. maí 1999 | Aðsent efni | 839 orð

Rýnir í skáp og gjallarhorn í skúffu

Við í Samfylkingunni höldum ótrauð áfram, segir Heimir Már Pétursson, og höfum gaman af því. Meira
19. maí 1999 | Aðsent efni | 880 orð

Stattu, sittu, liggðu og forræðishyggja!

Ef engar væru tískusveiflurnar er Gunnar Magnússon hræddur um að engar yrðu framfarirnar. Meira
19. maí 1999 | Aðsent efni | 974 orð

Vanmetum ekki efnahagslega undirstöðu

Við skiljum nefnilega hundraðkallana eftir hjá afkomendum okkar, segir Jakob Björnsson. Þeir eiga þess kost að láta þá gera gagn áfram við að búa þeim og þeirra afkomendum betri framtíð. Meira
19. maí 1999 | Aðsent efni | 963 orð

Æðardúnn ­

Þeir sem nú kvarta undan sölutregðu, segir Jón Sveinsson, geta eigin græðgi um kennt. Meira

Minningargreinar

19. maí 1999 | Minningargreinar | 324 orð

Guðbjörg Rósa Guðjónsdóttir

Nú þegar tengdamóðir mín, Guðbjörg Rósa Guðjónsdóttir, er látin þá leitar hugurinn 22 ár aftur í tímann þegar ég kynntist yngstu dóttur þeirra hjóna, Rósu og Guðmundar Lárussonar sem lést 5. ágúst 1985. Við bjuggum fyrstu mánuðina hjá þeim hjónum ásamt nýfæddri dóttur okkar á Réttarholtsveginum á meðan ég var að ljúka námi. Meira
19. maí 1999 | Minningargreinar | 30 orð

GUÐBJÖRG RÓSA GUÐJÓNSDÓTTIR

GUÐBJÖRG RÓSA GUÐJÓNSDÓTTIR Guðbjörg Rósa Guðjónsdóttir fæddist í Reykjavík 28. desember 1928. Hún lést á heimili sínu að kvöldi 3. maí síðastliðins. Útför Rósu fór fram frá Bústaðakirkju 11. maí. Meira
19. maí 1999 | Minningargreinar | 195 orð

Guðrún Ingólfsdóttir

Mig langar með örfáum orðum að minnast Gunnu frænku. Ekki var ég nú mikill að burðum þegar ég kom fyrst austur að Fornusöndum, átta ára gamall, en henni tókst að gera mann úr drengnum. Margar góðar minningar koma upp í hugann, enda árin orðin mörg sem við höfum aðstoðað hvort annað. Meira
19. maí 1999 | Minningargreinar | 516 orð

Guðrún Ingólfsdóttir

Einhvern veginn er það þannig að þegar maður fréttir fráfall einhvers sem manni hefur þótt vænt um þá myndast alltaf einhverskonar tómarúm í huga manns. Þannig var okkur innanbrjósts þann 3. maí þegar við fréttum að hún Gunna hefði yfirgefið þennan heim. Meira
19. maí 1999 | Minningargreinar | 31 orð

GUÐRÚN INGÓLFSDÓTTIR

GUÐRÚN INGÓLFSDÓTTIR Guðrún Ingólfsdóttir fæddist í Æðey við Ísafjarðardjúp 31. desember 1925. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 3. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Stóra-Dalskirkju 15. maí. Meira
19. maí 1999 | Minningargreinar | 224 orð

Gunnar Guðmundsson

Það var í júlímánuði 1970 að ég tók við deildarstjórn á Taugalækningadeild Landspítalans. Það var ekki síst fyrir áeggjan yfirlæknis deildarinnar, Gunnars Guðmundssonar prófessors, að ég tók þetta ábyrgðarmikla starf að mér. Gunnar var þeirrar gerðar að hann hvatti til dáða en dró úr engum kjark. Í starfi sínu tók hann tillit til hverrar manneskju, sem hann umgekkst, í hvaða stöðu sem hún var. Meira
19. maí 1999 | Minningargreinar | 698 orð

Gunnar Guðmundsson

Mér hafði lengi verið ljóst að Gunnar frændi minn myndi ekki lifa til hárrar elli. Sjúkdómur sá er lagði hann að velli hafði kveðið dyra fyrir þó nokkru síðan. Ég hafði spurnir af frænda fyrir ekki svo löngu er við Mummi hittumst á förnum vegi, hann hafði það bara bærilegt. Mér brá því óneitanlega í brún er ég var á leið heim frá útlöndum og sá andlátsfregn hans í dagblaði. Meira
19. maí 1999 | Minningargreinar | 244 orð

Gunnar Guðmundsson

Kveðja frá Taugalæknafélagi Íslands Látinn er í Reykjavík Gunnar Guðmundsson, fv. yfirlæknir og prófessor í taugalæknisfræði. Gunnar varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1947, nam læknisfræði við Háskóla Íslands á árunum 1947­1954 og lagði stund á framhaldsnám í taugalæknisfræði í Gautaborg og London á árunum 1955­1958. Meira
19. maí 1999 | Minningargreinar | 264 orð

Gunnar Guðmundsson

Hann er dáinn, við vissum um veikindi hans, en hann er farinn svo fljótt. Ég hefi þekkt Gunnar frá því að 5 ára gamall kom hann austur á Norðfjörð með Guðbjörgu, ömmu sinni, þau dvöldu þarna góðan tíma, ég hefi alltaf þekkt hann mjög vel síðan. Seinna fór ég til Reykjavíkur að læra í vélsmiðju, Iðnskóla og Vélskóla Íslands. Meira
19. maí 1999 | Minningargreinar | 656 orð

Gunnar Guðmundsson

Að hafa fengið að njóta læknislistar Gunnars á þriðja áratug er þakkarvert og jafnframt forréttindi sem mér hafa hlotnast. List Gunnars fólst einkum í þeirri virðingu sem hann sýndi sjúklingum sínum í samskiptum við þá. Þar nýtti hann þekkingu sína á faginu og í mannlegum samskiptum á þann veg að maður kom yfirleitt heill á sál og líkama af fundi við hann. Meira
19. maí 1999 | Minningargreinar | 454 orð

Gunnar Guðmundsson

Hróður dr. Gunnars Guðmundssonar sem vísindamanns hefur farið víða um lönd, einkum vegna rannsókna hans á arfgengri heilablæðingu svo og á meinsemdum á borð við heila- og mænusigg (MS) og Alzheimer. Í kjölfar þessara rannsókna, sem vöktu óskipta athygli í heimi læknavísinda hefur honum verið sýndur margvíslegur sómi. Meira
19. maí 1999 | Minningargreinar | 29 orð

GUNNAR GUÐMUNDSSON

GUNNAR GUÐMUNDSSON Prófessor Gunnar Guðmundsson dr. med. fæddist í Reykjavík 25. desember 1927. Hann lést á Landspítalanum 6. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 14. maí. Meira
19. maí 1999 | Minningargreinar | 117 orð

Ingibjörg Guðmundsdóttir

Elsku amma. Ég held að ég geti bara sagt, besta amma í heimi. Við erum öll hérna með hugann hjá þér og ég veit að þú hefur ekki séð mikið af mér og minni fjölskyldu undanfarin ár því við erum svo langt í burtu á Nýja-Sjálandi svo það er langt að fara. En að Anna skyldi hafa haft tækifæri á að kynnast þér á síðasta ári, er eitthvað sem hún á eftir að taka með sér gegnum lífið. Meira
19. maí 1999 | Minningargreinar | 28 orð

INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR

INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR Ingibjörg Guðmundsdóttir fæddist á Ljósalandi í Vopnafirði 25. júní 1912. Hún andaðist á Keflavíkurspítala 6. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 16. apríl. Meira
19. maí 1999 | Minningargreinar | 168 orð

Ingimundur Reimarsson

Elsku bróðir minn er dáinn. Mér kom það ekki á óvart, ég hafði fylgst með veikindum hans tvö síðustu árin. Hann ólst upp í stórum systkinahópi. Hann bjó í Þorlákshöfn og síðan á Selfossi. Hann gerði út trillu í mörg sumur frá Bakkafirði og fórst það honum vel úr hendi. Einnig var hann góður smiður. Steinunn og Ingimundur komu oft til mín þegar þau voru að fara norður. Ég bjó í Breiðdal þá. Meira
19. maí 1999 | Minningargreinar | 171 orð

Ingimundur Reimarsson

Ég á til svo mörg falleg og yndisleg orð sem lýsa þér svo vel elsku afi minn að ég gat ekki gert upp á milli þeirra svo ég skrifa þér ljóðið okkar sem ég samdi um þig veturinn 1998, mér finnst það lýsa þér best: Saltaði trillukarlinn, siglir, Meira
19. maí 1999 | Minningargreinar | 67 orð

INGIMUNDUR REIMARSSON

INGIMUNDUR REIMARSSON Ingimundur Reimarsson fæddist 9. desember 1931. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 2. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Reimar Magnússon frá Fossárdal og Stefanía Jónsdóttir frá Lóni. Þau bjuggu allan sinn búskap í Víðinesi í Fossárdal og áttu sautján börn og eru þrjú þeirra látin. Meira
19. maí 1999 | Minningargreinar | 241 orð

Jóhanna U. Indriðadóttir Erlingson

Okkur var mjög brugðið þegar við fréttum af andláti vinkonu okkar og samherja úr KR, Jóhönnu. Þótt við gerðum okkur fyllilega grein fyrir alvarlegum veikindum hennar trúðum við innst inni að hún myndi spjara sig. Kannski var ástæðan fyrir því sú að hún smitaði okkur af sínu jákvæða hugarfari og bjartsýni. Meira
19. maí 1999 | Minningargreinar | 254 orð

Jóhanna U. Indriðadóttir Erlingsson

Þegar dóttir mín hringdi í mig heyrði ég strax á henni að eitthvað mikið var að. Að lokum náði hún að segja mér að Jóhanna hefði dáið þá um nóttina. Elsku Jóhanna, þú komst inn í líf okkar sem stúlkan hans Gísla og sem vinkona elstu barna okkar. Við minnumst þín sem fallegrar hressrar ungrar konu. Meira
19. maí 1999 | Minningargreinar | 193 orð

Jóhanna Unnur Erlingson Indriðadóttir

Að lifa í sársauka og þjáningu, en ganga reist. Þannig var Jóhanna eins og ég þekkti hana. Ég kynntist henni í MH. Hún var hress stelpa og lífsglöð. Við vorum saman í nokkrum fögum og sátum oft saman. Að hún væri veik vissi ég ekki þá, en það bar fljótlega á góma. Hún talaði um veikindin af þvílíkum kjarki. Alvaran var til staðar og hún vílaði ekki fyrir sér að takast á við hana. Meira
19. maí 1999 | Minningargreinar | 256 orð

Nikolaj Martin Brüsch

Elsku Nikolaj. Það var eins og drægi fyrir sólu þegar við fregnuðum lát þitt, þó okkur grunaði að hverju stefndi. En svo reikaði hugurinn til baka og rifjuðust upp minningar frá liðinni tíð. Veturinn líður og vorið kemur og með því birta og ylur og ekki síst farfuglarnir sem dvelja á Íslandi sumarlangt. Meira
19. maí 1999 | Minningargreinar | 170 orð

NIKOLAJ MARTIN BRÜSCH

NIKOLAJ MARTIN BRÜSCH Nikolaj Martin Brüsch fæddist í Reykjavík 17. október 1973. Hann lést á sjúkrahúsi í Århus 11. maí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Inga Dóra Eyjólfsdóttir, f. 20. desember 1949, og Hans Martin Brüsch, f. 2. október 1948 í Kaupmannahöfn. Meira
19. maí 1999 | Minningargreinar | 525 orð

Þóra Sigurgeirsdóttir

Þóra Sigurgeirsdóttir, sem lengi rak hótel á Blönduósi, ásamt manni sínum Snorra heitnum Arnfinnssyni búfræðingi, er látin á 86. aldursári. Daginn eftir að hún lézt, 9. maí síðastliðinn, fæddist hundraðasti og fimmtándi afkomandi þeirra hjóna. Börn þeirra urða átta talsins, sex drengir og tvær súlkur. Barnabörn þeirra eru 40 talsins, barnabarnabörn 63 og barnabarnabarnabörn 4. Meira
19. maí 1999 | Minningargreinar | 314 orð

ÞÓRA SIGURGEIRSDÓTTIR

ÞÓRA SIGURGEIRSDÓTTIR Þóra Sigurgeirsdóttir fæddist á Ísafirði 12. september 1913. Hún lézt á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 9. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar vóru Ingibjörg Þórunn Jóhannsdóttir húsmóðir, f. 6. desember 1891, d. 25. júní 1950, og Sigurgeir Sigurðsson skipstjóri á Ísafirði, f. 2. apríl 1886, d. 10 september 1963. Meira

Viðskipti

19. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 726 orð

Brýnt að samræma starfsskilyrði atvinnulífsins

SAMTÖK atvinnu- og iðnrekenda í Evrópu, UNICE, munu í sumar birta skýrslu um samkeppnishæfni Evrópuríkja en í fyrra kom út skýrsla um sama efni á vegum samtakanna. Vinnuveitendasamband Íslands og Samtök iðnaðarins eiga aðild að UNICE og taka þátt í starfsemi samtakanna, m.a. í tengslum við svokallað "þríhliða samráð" (social dialogue) sem fram fer á vettvangi ESB. Meira
19. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 71 orð

ÐEndurhverf verðbréf fyrir 5,8 milljarða

ÐEndurhverf verðbréf fyrir 5,8 milljarða Í SAMRÆMI við reglur um viðskipti Seðlabanka Íslands við lánastofnanir fór fram uppboð á endurhverfum verðbréfasamningum í gær. Samtals bárust tilboð að fjárhæð 5,8 milljarðar króna en á innlausn voru 6 milljarðar króna. Lánstíminn er 14 dagar en þá hverfa verðbréfin til fyrri eigenda á ný. Meira
19. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 85 orð

ÐHugbúnaður til að lágmarka kostnað

MÍMISBRUNNUR ehf. kynnir í dag fyrstu útgáfu af mb logix, hugbúnaði sem lágmarkar kostnað við vörudreifingu. Mímisbrunnur hefur unnið að þróun hugbúnaðarins í verkefninu Vöruþróun 98. Í fréttatilkynningu kemur fram að hugbúnaðurinn hafi verið þróaður frá grunni og því sé um íslenska hönnun að ræða. Meira
19. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 227 orð

Gætni á Evrópumörkuðum vegna vaxtamála

LOKAGENGI hækkaði á evrópskum verðbréfamörkuðum í gær, en miðlarar voru varkárir vegna uggs um að bandaríski seðlabankinn tæki upp aðhaldsstefnu á fundi sínum. Tap í tvo daga snerist við þegar tölur, sem sýndu að minna var byggt en ætlað var í Bandaríkjunum, drógu úr ótta við hærri vexti. Dow hafði hækkað um 0,5% þegar mörkuðum var lokað í Evrópu. Meira
19. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 143 orð

Hagnaður nam 1,7 milljónum króna

SAMSTÆÐAN Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hagnaðist um 1,7 milljónir króna árið 1998 af 5.275 milljóna króna veltu. Kaupfélag Skagfirðinga, án áhrifa frá dóttur- og hlutdeildarfélögum, hagnaðist um 30,1 milljón króna, og nam velta félagsins 3.018 milljónum króna árið 1998. Þetta er áþekk niðurstaða og árið 1997, segir í ársreikningi KS. Meira
19. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 62 orð

Hlutafjárútboði Delta lokið

ALLT hlutafé seldist upp í hlutafjárútboði Delta hf. sem lauk í gær. Í boði var nýtt hlutafé að fjárhæð krónur 20 milljónir að nafnverði á genginu 12, eða samtals 240 milljónir króna að markaðsvirði. Seldist allt hlutafé sem í boði var til forkaupsréttarhafa. Ennfremur óskuðu hluthafar eftir 115 milljónum króna að markaðsvirði í umframáskrift. Eftirspurn var því 48% umfram framboð. Meira
19. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 956 orð

Leitað eftir samstarfi rannsóknarstofnana

"ÞJÓÐFÉLAGIÐ sem við lifum í tekur stöðugum breytingum, sérhæfni verður meiri, starfsumhverfið verður alþjóðlegra, fjármálamarkaðir eru virkari og samkeppnin eykst og því er leitað leiða til að hagræða í rekstri fyrirtækja og stofnana. Meira
19. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 134 orð

Nýr risi í lífvísindageiranum

HOECHST í Þýzkalandi hefur samþykkt ný skilyrði fyrir samningum við Rhone-Poulenc í Frakklandi og og ekkert stendur lengur í vegi fyrir stofnun næststærsta lífvísindafyrirtækis heims. Hluthafar Hoechst fá meirihluta í nýja fyrirtækinu, sem verður nefnt Aventis, og lokið er margra vikna þrætum, sem litlu munaði að kæmu í veg fyrir samkomulag. Meira
19. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 186 orð

Reuters og Dow Jones sameina starfsemi

FRÉTTASTOFURNAR Reuters Group Plc og Dow Jones & Co hafa ákveðið að koma á fót sameignarfyrirtæki sem mun útvega fyrirtækjum upplýsingar á einum stað á Netinu. Fyrirtækin munu sameina viðskiptagagnabanka sína í nýja gagnvirka viðskiptaþjónustu. Meira
19. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 225 orð

Selja albúm á Netinu

FYRIRTÆKIÐ Albúm ­ stafrænt skipulag ehf. leitar um þessar mundir eftir 30 milljóna króna fjármögnun til að kosta heimsmarkaðssetningu á hugbúnaði sem þeir hafa þróað, nokkurs konar tölvualbúmi. Hugbúnaðurinn heldur utan um stafrænar myndir á tölvutæku formi, hvort sem þær eru fengnar af Netinu, úr stafrænum myndavélum eða lesnar inn í tölvu með myndlesara. Meira
19. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 149 orð

Sparisjóður Hafnarfjarðar kaupir húsnæði AUK

AUGLÝSINGASTOFA Kristínar, AUK, hefur gert Starfsmannafélaginu Sókn bindandi kauptilboð í um 970 fermetra húsnæði í Sóknarhúsinu í Skipholti og standa vonir til þess að hægt verði að flytja starfsemi fyrirtækisins þangað fyrir haustið. AUK hefur gengið frá sölu á núverandi húsnæði sínu í Kringlunni 6 og er kaupandinn Sparisjóður Hafnarfjarðar en kaupverð hefur ekki verið gefið upp. Meira
19. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 500 orð

Varar við verðbólgu

EFNAHAGS- og framfarastofnun Evrópu, OECD, spáir því í nýju mati sínu á efnahagshorfum að landsframleiðsla á Íslandi muni halda áfram að aukast árin 1999 og 2000. Þeir þættir sem OECD telur að muni stuðla að þessu eru mikil almenn neysla, þó að fjárfestingar atvinnulífs, og í framhaldi þess innflutningur, geti orðið minni að umfangi vegna tímasetningar vissra fjárfestingarverkefna. Meira
19. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 79 orð

Xerox og Microsoft í bandalag

XEROX Corp. er gengið í tækni- og framleiðslubandalag með Microsoft og því verður auðveldara að tengja stafrænar ljósritunarvélar tölvunetum, sem ganga fyrir Microsoft-hugbúnaði, að sögn Wall Street Journal. Meira
19. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 264 orð

Örorkutryggingar í boði

SJÓÐFÉLAGAR í ALVÍB, er greiða lágmarksiðgjald, munu frá 1. júlí verða að láta hluta af iðgjöldum renna til tryggingadeildar til að tryggja sér lágmarkslífeyri eða elli-, örorku-, maka- og barnalífeyri. Meira

Fastir þættir

19. maí 1999 | Í dag | 38 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 19. maí verða sextugir tvíburabræðurnir Jón Anton Magnússon og Einar Magnússon frá Ósi í Steingrímsfirði. Þeir taka á móti ættingjum og vinafólki í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi, föstudaginn 21. maí eftir kl. 20. Meira
19. maí 1999 | Í dag | 44 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 19. maí, verður sjötugur Þórður Sigvaldason, bóndi og organisti í Jökuldal. Eiginkona hans er Sigrún M. Júlíusdóttir. Þau hafa búið á Hákonarstöðum í 46 ár og hann hefur verið organisti í 50 ár. Þórður verður að heiman í dag. Meira
19. maí 1999 | Í dag | 46 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 19. maí, verður sjötug Bryndís Tómasdóttir frá Tómasarhaga, deildarfulltrúi á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur (Skólasafnamiðstöð). Bryndís óskar eftir því að þeir sem vilja gleðja hana á afmælisdaginn leggi inn á reikning Parkinsonssamtakanna á Íslandi hjá Landsbanka Íslands, bankanr: 0111, tékkareikn: 25, kt: 461289-1779. Meira
19. maí 1999 | Í dag | 33 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 19. maí, verður sjötug Þuríður Kristjánsdóttir, Sandholti 19, Ólafsvík. Eiginmaður hennar er Jóhannes Jóhannesson. Þuríður og Jóhannes verða að heiman á afmælisdaginn og taka á móti gestum síðar. Meira
19. maí 1999 | Í dag | 34 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 19. maí, verður áttræður Jóhann Eyjólfsson, Dalsbyggð 21, Garðabæ. Eiginkona hans er Fríða Valdimarsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum í dag frá kl. 17­19 í Valsheimilinu við Hlíðarenda. Meira
19. maí 1999 | Fastir þættir | 760 orð

Anemone

HVENÆR á að skrifa um laukjurtir, á að gera það þegar rétti tíminn er til að gróðursetja þær, eða er réttast að skrifa þegar þær eru í blóma? Oft hef ég verið í vafa, en nú er málið tiltölulega einfalt, sumir laukar, eða forðahnýði Anemone- ættkvíslarinnar, eru settir niður á vorin, en aðrir á haustin, því er "rétti" tíminn hvort heldur haust eða vor. Meira
19. maí 1999 | Fastir þættir | 31 orð

Bikarkeppni BSÍ 1999 TEKIÐ er við skráningu í Bikarkeppni

Bikarkeppni BSÍ 1999 TEKIÐ er við skráningu í Bikarkeppni BSÍ til föstudagsins 21. maí, s. 587 9360 eða isbridgeþislandia.is. Þátttökugjald er 4.000 kr. á umferð. Síðasti spiladagur 1. umferðar er 20. júní. Meira
19. maí 1999 | Í dag | 241 orð

BOB Hamman segir að fimmta þrepið "tilheyri andstæðingu

Og það er ekki að sjá annað en að suður hafi tekið góða ákvörðun, því tapslagirnir virðast aðeins vera tveir ­ einn á trompás og annar á lauf. En þegar vestur kemur út með hjartafimmu verður að endurskoða það mat. Hvernig myndi lesandinn spila? Það er vægast sagt mjög sennilegt að vestur sé með einspil í hjarta og trompásinn. Meira
19. maí 1999 | Fastir þættir | 93 orð

Bridsfélag eldri borgaraí Kópavogi

Föstudaginn 7. maí spiluðu 23 pör Mitchell-tvímenning og urðu eftirtalin pör efst í N/S:Magnús Halldórss. ­ Þórður Jörundss.261Helga Helgadóttir ­ Július Ingibergss.238Björn Hermannss. ­ Sigurður Friðþjófss.238Lokastaða efstu para í A/V: Auðunn Guðmundss. ­ Albert Þorsteinss.274Ingibjörg Stefánsd. ­ Þorsteinn Davíðss. Meira
19. maí 1999 | Fastir þættir | 125 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélagið Muninn

Síðastliðinn miðvikudag lauk tveggja kvölda tvímenningi hjá félaginu. Var það við hæfi að Einar Júlíusson, aldursforseti félagsins, sigraði ásamt Skafta Þórissyni. Sigurvegarar kvöldsins voru þeir Jóhann Benediktsson og Sigurður Albertsson og var það við hæfi vegna þess að þeir félagar mæta best allra spilara félagsins. Lokastaða efstu para varð eftir kvöldið: Meira
19. maí 1999 | Fastir þættir | 102 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara

Mánudaginn 10. maí spiluðu 20 pör Mitchell-tvímenning, úrslit urðu þessi: N/S Sæmundur Björnss. ­ Alfreð Kristjánss.284 Rafn Kristjánss. ­ Júlíus Guðmundss.235 Jón Andréss. ­ Guðm. Á. Guðmundss.228 A/V Sigtryggur Ellertss. ­ Haukur Sigurjónss.241 Þorsteinn Davíðss. ­ Ingibjörg Stefánsd. Meira
19. maí 1999 | Fastir þættir | 773 orð

Fjörleg byrjun í Sarajevo

16.­26. maí 1999 STÓRMEISTARAMÓTIÐ í Sarajevo hófst með látum á mánudaginn. Einungis einni skák af fimm lauk með jafntefli í fyrstu umferð. Þar var reyndar að verki sjálfur Gary Kasparov sem fyrirfram er talinn sigurstranglegastur á mótinu, ekki síst í ljósi þess að tveir helstu keppinautar hans, Anand og Kramnik, eru ekki meðal keppenda. Meira
19. maí 1999 | Fastir þættir | 51 orð

Hrefna fjórgangsmeistari

ÞAU leiðu mistök urðu í myndatexta í umfjöllun um Reykjavíkurmeistaramótið í síðustu viku að sagt var að Sylvía Sigurbjörnsdóttir hefði unnið fjórgang unglinga. Hið rétta er að þar sigraði Hrefna María Ómarsdóttir eins og reyndar kom fram í greininni um úrslit mótsins. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Meira
19. maí 1999 | Í dag | 442 orð

HUGMYNDIN um að reisa víkingaaldargarð í Laugardalnum er í meira lagi forv

HUGMYNDIN um að reisa víkingaaldargarð í Laugardalnum er í meira lagi forvitnileg. Hana setti Júlíus Vífill Ingvarsson, einn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, fram á borgarstjórnarfundi nýverið. Hægt er að fallast á það með borgarfulltrúanum að slíkur garður hæfir betur útivistarsvæði Laugardalsins, fjölskyldu- og íþróttastarfinu sem þar er, fremur en byggingar fyrir bíó eða síma. Meira
19. maí 1999 | Í dag | 105 orð

HVER Á SÉR FEGRA FÖÐURLAND

Hver á sér fegra föðurland með fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð, með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð? Geym, drottinn, okkar dýra land, er duna jarðarstríð. Meira
19. maí 1999 | Dagbók | 860 orð

Í dag er miðvikudagur 19. maí, 139. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Og

Í dag er miðvikudagur 19. maí, 139. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar. (Matteus 28, 20.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Arina Artica kom og fór í gær. Meira
19. maí 1999 | Dagbók | 127 orð

Krossgáta 1490 Kross 2 LÁRÉTT: 1 flæðarmál, 8 slit

Krossgáta 1490 Kross 2 LÁRÉTT: 1 flæðarmál, 8 slitið, 9 svarar, 10 hestur, 11 sjúga, 13 týna, 15 priks, 18 hótar, 21 tangi, 22 ákæra, 23 krók, 24 flakkari. LÓÐRÉTT: 2 eins, 3 hreinsa, 4 klettur, 5 leggja í rúst, 6 vað á vatnsfalli, 7 tengja saman, 12 ganghljóð, 14 aðferð, 15 poka, 16 stétt, 17 kjaftæði, 18 login, 19 tappa, 20 suð. Meira
19. maí 1999 | Í dag | 429 orð

Málþing um kristna trú

KJALARNESSPRÓFASTSDÆMI efnir til málþings um kristna trú og önnur trúarbrögð laugardaginn 22. maí í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Kveikjan að málþinginu er hinar miklu breytingar sem snúa að samgangi og samskiptum fólks með ólíkan trúar- og menningarlegan bakgrunn. Meira
19. maí 1999 | Fastir þættir | 866 orð

Milljarður til meðferðar Forvarnir og meðferðarstarf eru mikilvæg en ekki má gleyma þætti endurhæfingar og uppbyggingar þegar

Stjórnarflokkarnir hétu því fyrir kosningar að setja einn milljarð króna til fíkniefnamála. Varla er ástæða til að bera brigður á þetta loforð en um nánari útfærslu hefur ekki verið talað, hvernig þessari myndarlegu upphæð verður skipt á milli löggæslu, tollgæslu, forvarna og meðferðarúrræða. Meira
19. maí 1999 | Í dag | 385 orð

Óánægð með nýjan Laugaveg

VELVAKANDA barst eftirfarandi: Mér brá þegar ég fór niður nýja Laugaveginn nýlega. Finnst mér framkvæmdin hafa heppnast illa, finnst þar bæði þröngt og þetta vera illa gert. Eins líkar mér ekki við þessar mislitu flísar. Þegar snjór er yfir öllu er erfitt að átta sig á hvar bílastæðinu eru. Meira
19. maí 1999 | Í dag | 107 orð

STÖÐUMYND A HVÍTUR leikur og vinnur.

STÖÐUMYND A HVÍTUR leikur og vinnur. Staðan kom upp á skákmóti öðlinga (40 ára og eldri) í vor. Sverrir Norðfjörð(1.910) hafði hvítt og átti leik gegn Jóni Torfasyni(2.320). 18. Bxe6! ­ h5 (Svartur mátti ekki þiggja biskupsfórnina. Eftir 18. ­ fxe6 19. Dxe6+ er bæði 19. ­ Hf7 20. Meira
19. maí 1999 | Fastir þættir | 778 orð

Úrslit

Íþróttamót Harðar á Varmárbökkum Tölt-meistaraflokkur 1. Birgitta Magnúsdóttir á Óðni frá Köldukinn, 8,17 2. Guðmar Þ. Pétursson á Nökkva frá Tunguhálsi, 7,41 3. Páll Þ. Viktorsson á Úða frá Halldórsstöðum, 7,0 4. Guðmundur A. Einarsson á Ótta frá Miðhjáleigu, 6,70 5. Meira
19. maí 1999 | Fastir þættir | 570 orð

Votviðri setti svip sinn á mótin

Maí er mánuður íþróttamóta og voru haldin í það minnsta tvö og hálft um helgina. Gustur og Hörður kláruðu sín mót en Sörli frestaði úrslitum vegna bleytu á vellinum. Valdimar Kristinsson leit við á tveimur fyrrnefndu mótunum. Meira
19. maí 1999 | Fastir þættir | 124 orð

(fyrirsögn vantar)

Þegar búið var að leggja saman árangur beggja kvölda kom í ljós að hin síunga Sigríður Eyjólfsdóttir og hinn síkáti séra Sigfús höfðu mesta stöðugleikann og lokastaðan þessi: Sigríður ­ Sigfús+19 Kjartan ­ Óli+9 Karl ­ Gunnlaugur+6 Í þrautakóngskeppninni höfðu þeir Jóhannes ­ Gísli ­ Svavar besta útkomu með 38 stig. Laugardaginn 15. Meira

Íþróttir

19. maí 1999 | Íþróttir | 47 orð

Bjarki með í næsta leik

BJARKI Gunnlaugsson verður að öllum líkindum með KR-ingum í næsta leik gegn Leiftri á Ólafsfirði á mánudag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa forráðamenn Brann fallist á félagaskipti leikmannsins yfir í KR og er búist við að leikheimild berist vesturbæjarliðinu í dag eða á morgun. Meira
19. maí 1999 | Íþróttir | 133 orð

Breytingar hjá Keflvíkingum

SIGURÐUR Ingimundarson, þjálfari Íslandsmeistara Keflvíkinga, hefur framlengt samning sinn við körfuknattleiksdeild félagsins til tveggja ára. Sigurður hefur þjálfað liðið síðastliðin þrjú ár. Breytingar kunna að verða á leikmannahópi liðsins. Keflvíkingar hafa verið í viðræðum við Elentínus Margeirsson, sem lék með liðinu fyrir tveimur árum en hefur verið í námi í Bandaríkjunum síðan. Meira
19. maí 1999 | Íþróttir | 292 orð

EDWIN van der Sar landsliðsm

EDWIN van der Sar landsliðsmarkvörður Hollendinga mun vera á leiðinni til Liverpool frá Ajax, en fregnir þessa efnis hafa þó ekki fengist staðfestar. Samkvæmt sömu fréttum mun Liverpool borga um 400 milljónir fyrir kappann. Meira
19. maí 1999 | Íþróttir | 135 orð

Ég áttaði mig ekki strax

SIGÞÓR Júlíusson, útherji KR-inga, gerði fyrsta markið á Íslandsmótinu að þessu sinni ­ eftir aðeins sautján sekúndur, sem er met. "Þetta var vissulega óskabyrjun og ég áttaði mig ekki á þessu strax. Guðmundur [Benediktsson] sendi boltann fyrir og mér tókst að skjótast fram fyrir varnarmanninn og skalla fyrir markvörðinn. Meira
19. maí 1999 | Íþróttir | 66 orð

Góður sigur á Möltu

ÍSLENSKA landsliðið í tennis fagnaði sigri á Möltu í forkeppni Davis Cup, 2:1. Íslenska liðið tekur þátt í fjórða riðli, sem fer fram á Möltu. Arnar Sigurðsson vann sinn einliðaleik 6:3, 6:2 og Raj Bonifacius sinn leik 4:6, 6:3, 6:2. Arnar og Davíð Halldórsson töpuðu í tvíliðaleik 0:6, 4:6. Þetta er einn glæsilegasti sigur sem Íslendingar hafa unnið í tennis á móti erlendis. Meira
19. maí 1999 | Íþróttir | 264 orð

Grasið að taka lit á Ólafsfirði

ÞETTA er allt að smella saman hjá okkur ­ völlurinn verður tilbúinn fyrir fyrsta heimaleikinn gegn KR á mánudag," segir Þorsteinn Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Leifturs, um Ólafsfjarðarvöll sem enn er umlukinn snjósköflum og grasið rétt byrjað að taka á sig grænleitan lit, þegar aðeins fimm dagar eru í fyrsta leik Leiftursmanna á heimavelli í efstu deild. Meira
19. maí 1999 | Íþróttir | 86 orð

Guðmundur á miðjunni

ATHYGLI vakti að Guðmundur Benediktsson lék í frjálsu hlutverki á miðju hjá KR-liðinu í gærkvöldi, en ekki í framlínunni eins og hingað til. Atli Eðvaldsson, þjálfari KR, segir að þetta sé góð staða fyrir Guðmund og hann hafi sagt við hann að í þessari stöðu geti hann orðið yfirburðaleikmaður á Íslandi. Meira
19. maí 1999 | Íþróttir | 166 orð

Jóhannes og Brynjar mætast

Brynjar Valdimarsson og Jóhannes B. Jóhannesson munu leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í snóker á laugardaginn. Undanúrslit á Íslandsmótinu fóru fram um síðustu helgi og sigraði Brynjar Ásgeir Ásgeirsson, 7:6, í æsispennandi leik en Jóhannes vann Örvar Guðmundsson auðveldlega, 7:1. Jóhannes B. Meira
19. maí 1999 | Íþróttir | 70 orð

Laugardalsvöllur ekki tilbúinn

ÞÓTT keppni í efstu deild karla í knattspyrnu er hafin er þjóðarleikvangurinn í Laugardal ekki tilbúinn. Fram og Víkingur hyggjast leika heimaleiki sína á Laugardalsvelli í sumar og verða liðin að leika annars staðar í fyrstu umferðunum. Þannig munu Víkingar taka á móti Keflvíkingum á heimavelli sínum í Stjörnugróf á fimmtudagskvöld og í 2. Meira
19. maí 1999 | Íþróttir | 76 orð

Magnús Agnar til KA

MAGNÚS Agnar Magnússon, línumaður úr Gróttu/KR, mun leika með KA á næstu leiktíð. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun Grótta/KR, sem féll úr 1. deild nú í vor, lána leikmanninn til KA í eitt ár og verður gengið frá samningum þess efnis í vikunni. Magnús hafði verið orðaður við Stjörnuna, þar sem hann lék um hríð, en þar er nú undir smásjánni rússneskur línumaður. Meira
19. maí 1999 | Íþróttir | 297 orð

Markið eins og rothögg

Logi Ólafsson, þjálfari Skagamanna, var vonsvikinn með úrslit leiksins eins og gefur að skilja. "Við vorum algjörlega sofandi í byrjun og það kostaði okkur þetta mark sem réð úrslitum. Þetta var eins og rothögg, en við vöknuðum af værum blundi og unnum okkur inn í leikinn, sköpuðum okkur fullt af færum, en það þarf víst að nýta þau til að sigra. Meira
19. maí 1999 | Íþróttir | 463 orð

Mikilvægur sigur

Þetta var geysilega mikilvægur sigur. KR-ingar hafa lengi átt í mesta basli í fyrsta leik sínum á Íslandsmótinu og því er frábært að fá þrjú stig úr viðureign við Skagamenn," sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari KR, eftir 1:0-sigur sinna manna á Skagamönnum í opnunarleik Íslandsmótsins á KR-vellinum í gærkvöldi. Meira
19. maí 1999 | Íþróttir | 32 orð

Ólafur Jón aftur til KR

Ólafur Jón aftur til KR ÓLAFUR Jón Ormsson körfuknattleiksmaður, sem lék með KFÍ á Ísafirði sl. vetur, er genginn á ný til liðs við KR og leikur með liðinu næsta keppnistímabil í úrvalsdeildinni. Meira
19. maí 1999 | Íþróttir | 241 orð

Ólafur spilar ekki í sumar

ÓLAFUR Adolfsson, varnarmaðurinn sterki frá Akranesi sem lék með Tindastóli í fyrra, leikur ekki með ÍA í sumar eins og búist var við. Hann hefur hins vegar tekið að sér annað hlutverk, að vera liðsstjóri. "Nei, ég leik ekki í sumar. Það stóð til en eftir að Gunnlaugur Jónsson gekk til liðs við félagið ákvað ég að leggja skóna á hilluna. Ég er ánægður með nýja hlutverkið," sagði Ólafur. Meira
19. maí 1999 | Íþróttir | 578 orð

Óskabyrjun

STUNDUM fá menn óskir sínar uppfylltar. Í gærkvöldi fengu KR-ingar eina af óskum sínum uppfyllta. Þeir fengu óskabyrjun á Íslandsmótinu er þeir lögðu Skagamenn, 1:0, en það var ekki það eina. Þeir fengu sannkallaða óskabyrjun í leiknum því eftir aðeins sautján sekúndur skoruðu þeir sigurmark sitt. Meira
19. maí 1999 | Íþróttir | 96 orð

Páll mættur til að "njósna"

PÁLL Guðlaugsson, þjálfari Leifturs, var mættur á KR-völlinn í gærkvöldi til að fylgjast með KR-liðinu, sem Leiftur mætir í sínum fyrsta heimaleik ­ á Ólafsfirði á mánudaginn. Páll kortlagði leik KR-liðsins, en þó eru ekki margir dagar síðan lærisveinar hans lögðu KR-inga að velli í Frostaskjóli í deildarbikarkeppninni, 2:0. Meira
19. maí 1999 | Íþróttir | 83 orð

Sonurinn í framlínunni

EGILL Atlason, sonur Atla Eðvaldssonar, kom inn á sem varamaður í framlínu KR-inga á 73. mínútu í leiknum. Egill er nýorðinn sautján ára gamall og hefur einnig tekið þátt í spretthlaupum fyrir FH. Þá fékk Jóhann Þórhallsson, annar ungur KR-ingur, einnig sína eldskírn í efstu deild er hann kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik. Meira
19. maí 1999 | Íþróttir | 264 orð

Úthlaupið var algjör vitleysa

Ólafur Þór Gunnarsson, markvörður ÍA, var að spila sinn fyrsta deildarleik með Skagamönnum og fékk á sig mark eftir aðeins 17 sekúndur. "Það var skelfilegt að fá þetta mark á sig. Það er varla hægt að byrja verr með nýju liði. Fyrirgjöfin var föst en vindurinn breytti stefnu knattarins og hann datt því fljótt niður. Meira
19. maí 1999 | Íþróttir | 173 orð

Vigdís meistari í fjórða sinn

Vigdís Guðjónsdóttir, spjótkastari úr HSK, sigraði um helgina í spjótkasti á svæðismeistaramóti háskóla í austurhluta Bandaríkjana. Þetta er fjórða árið í röð sem Vigdís vinnur spjótkastskeppni þessa móts, en hún leggur stund á nám við háskólann í Athens í Georgíu. Vigdís kastaði spjótinu 52,14 metra sem er hennar besti árangur með nýju spjóti sem tekið var upp í keppni í kvennaflokki 1. Meira
19. maí 1999 | Íþróttir | 85 orð

Víkingar fá liðsstyrk

HANDKNATTLEIKSLIÐ Víkings, sem tryggði sér sæti í 1. deild karla nú í vor, samdi í gær við tvo íslenska leikmenn, þá Sigurbjörn Narfason, rétthenta skyttu úr Breiðabliki og Kára Jónsson, línumann úr KA. Meira
19. maí 1999 | Íþróttir | 253 orð

Völu boðið til New York

VALA Flosadóttir, Íslands- og Norðurlandamethafi í stangarstökki kvenna, er skráð á meðal keppenda í stangarstökki kvenna á fyrsta stórmóti bandaríska frjálsíþróttasambandsins sem fram fer í New York 6. júní. Meira

Úr verinu

19. maí 1999 | Úr verinu | 33 orð

EFNI Utanríkismál 3/5 Samningur Íslands, Noregs og Rússlands um veiðar okkar í Barentshafi og bókanir við hann Aflabrögð 4

Samningur Íslands, Noregs og Rússlands um veiðar okkar í Barentshafi og bókanir við hann Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 6 Víetnamar furða sig á banni ESB við skelfiskinnflutningi Meira
19. maí 1999 | Úr verinu | 1632 orð

Fast hlutfall af leyfilegum aflakvóta

BÓKUN ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar Noregs samkvæmt samningnum milli ríkisstjórnar Íslands, ríkisstjórnar Noregs og ríkisstjórnar Rússneska sambandsríkisins um tiltekna þætti í samstarfi á sviði sjávarútvegs. Með vísan til 3. gr. Meira
19. maí 1999 | Úr verinu | 393 orð

Fiskinnflutningur frá Rússlandi gæti aukist

INNFLYTJENDUR Rússafisks eru ánægðir með að Smugudeilan skuli nú til lykta leidd, enda hafi hún háð samskiptum íslenskra fyrirtækja við Rússa í fjölda ára. Nú megi búast við að samskipti þjóðanna á sviði sjávarútvegs aukist og jafnvel megi búast við auknum innflutningi á fiski frá Rússlandi á komandi misserum. Meira
19. maí 1999 | Úr verinu | 332 orð

Flutningaskipið Ísnes með farm til Íslands í fyrsta sinn

ÍSNES, nýtt stórflutningaskip í eigu Nesskipa og norska útgerðarfélagsins Bergen Shipping, kom í fyrsta sinn til Íslands í síðustu viku er það landaði kvarz-farmi frá Noregi fyrir Járnblendifélagið á Grundartanga. Skipið var smíðað í Júgóslavíu og afhent þar í lok febrúar síðastliðins. Héðan fór Ísnesið með fiskimjöl til Bandaríkjanna. Meira
19. maí 1999 | Úr verinu | 273 orð

Góð veiði á humri við Eyjar

VINNSLUSTÖÐIN hf. í Vestmannaeyjum, sem er með átta humarbáta á sínum snærum, hafði fengið samtals 11 til 12 tonn af humri í hús í gær en veiðin hófst í liðinni viku. Kvótinn er 190 tonn miðað við heilan humar og að sögn Halldórs Arnarsonar framleiðslustjóra er gert ráð fyrir að honum verði náð um mánaðamótin júní-júlí þótt vertíðinni hafi yfirleitt ekki lokið fyrr en um verslunarmannahelgi. Meira
19. maí 1999 | Úr verinu | 145 orð

Í vinnu hjá Siglingastofnun

GUÐJÓN Scheving Tryggvason, verkfræðingur á vitasviði, hefur starfað hjá Vita- og hafnamálastofnun síðan 1976, samkvæmt Til sjávar, fréttabréfi stofnunarinnar. Meira
19. maí 1999 | Úr verinu | 295 orð

Kræklingasúpa

KRÆKLINGUR er ekki algengur á matarborðum Íslendinga, enda þótt hann sé að finna í töluverðu magni við landið. Landinn hefur ekki komizt upp á lagið með að borða þennan bragðgóða skelfisk, en hann er eftirsóttur matur víða um heim og eldaður á margan hátt. Smári V. Meira
19. maí 1999 | Úr verinu | 165 orð

Meira frá Rússlandi?

INNFLYTJENDUR Rússafisks eru ánægðir með að Smugudeilan skuli nú til lykta leidd, enda hafi hún háð samskiptum íslenskra fyrirtækja við Rússa í fjölda ára. Nú megi búast við að samskipti þjóðanna á sviði sjávarútvegs aukist og jafnvel megi búast við auknum innflutningi á fiski frá Rússlandi á komandi misserum. Meira
19. maí 1999 | Úr verinu | 201 orð

Minna landað óunnu

AF HEILDARFISKAFLA landsmanna í apríl sl. var rúmum helmingi aflans landað óunnum eða samtals 28.223 tonnum. Í sama mánuði á síðasta ári var rúmum 54 þúsund tonnum landað óunnum eða tveimur þriðju hluta heildaraflans. Mestu munar um að ekki var landað neinni loðnu í apríl á þessu ári en loðnuaflinn í sama mánuði á síðasta ári var rúm 13 þúsund tonn. Þá var um 16. Meira
19. maí 1999 | Úr verinu | 147 orð

Minni afli í netin

NETAAFLINN í apríl sl. nam samtals um 7.855 tonnum sem er mun lélegri afli en í sama mánuði fyrra þegar samtals veiddust um 12.641 tonn í netin. Langstærsti hluti netaaflans er þorskur. Þá var veiði í togveiðarfæri ennfremur mun lakari í apríl sl. en í sama mánuði á síðasta ári, en nú veiddust um 34.734 tonn í troll og dragnót en um 44.204 tonn í fyrra. Meira
19. maí 1999 | Úr verinu | 169 orð

Ný tegund bragðefna unnin úr fiskinum

EIN helsta nýjungin sem finna mátti á íslenska sýningarbásnum á sjávarútvegssýningunni í Boston voru bragðefni sem framleidd eru af Genís hf. á Íslandi. Um er að ræða duft sem unnin eru með ensím- tækni úr rækju, ufsa og þorski. Ágúst S. Björnsson, markaðsstjóri Genís, sagði þessa sérstæðu afurð hafa vakið mikla athygli, einkum meðal matreiðslumanna og veitingahúsa. Meira
19. maí 1999 | Úr verinu | 89 orð

Tannfiski útrýmt?

TANNNFISKSTOFNINN í Suðurskautshafi er í mikilli hættu og hefur verð fyrir fiskinn hækkað mikið að undanförnu vegna síminnkandi framboðs. Vilja sumir ganga svo langt að setja tannfiskinn á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Búist er við að settar verði strangar reglur um eftirlit og stjórnun veiða á veiðisvæðunum við suðurskautið. Frá því tannfiskveiðar hófust í suðurhöfum í upphafi 9. Meira
19. maí 1999 | Úr verinu | 1107 orð

Tryggja verndun og sjálfbæra nýtingu

Samningur Íslands, Noregs og Rússlands um samstarf í sjávarútvegi Tryggja verndun og sjálfbæra nýtingu Samkvæmt samningi Íslands, Noregs og Rússlands um veiðar Íslendinga í Barentshafi skuldbinda þjóðirnar sig meðal annars til að hlíta meginreglunni um ábyrgar fiskveiðar, Meira
19. maí 1999 | Úr verinu | 447 orð

Verð á gulllaxi hefur lækkað um helming

HELMINGSLÆKKUN hefur orðið á verði fyrir gulllax frá því á síðasta ári en nú fást á bilinu 30­40 krónur fyrir kílóið af fiskinum. Seljendur búast hins vegar við að lækkunin sé tímabundin og gera ráð fyrir að verð hækki á ný. Gulllaxveiði það sem af er árinu hefur auk þess verið mun tregari en í fyrra. Meira
19. maí 1999 | Úr verinu | 714 orð

Víetnamar furða sig á banni ESB við skelfiskinnflutningi

SKELFISKRÆKT hefur verið mjög vaxandi atvinnuvegur í Víetnam og er ársframleiðslan um 80.000 tonn. Er ræktunin bundin við tvö héruð í landinu, Ben Tre og Tien Giang, sem eru við ósa Mekong-fljóts. Þegar hreinsað hefur verið úr skelinni er kjötið soðið og flutt út og var það mjög eftirsótt í Evrópu, einkum á Ítalíu. Meira
19. maí 1999 | Úr verinu | 158 orð

þVOTTAVÉLAR FYRIR SÍLDARTUNNUR

VÉLAHÖNNUN ehf. hefur hafið framleiðslu á sérstökum þvottavélum fyrir síldartunnur og fær Skinney á Höfn í Hornafirði fyrstu vélina afhenta um helgina. Alexander Sigurðsson er hönnuður þvottavélarinnar og smiður en Erlingur Óskarsson sér um sölumálin en þeir eru starfsmenn Vélahönnunar. Meira

Barnablað

19. maí 1999 | Barnablað | 43 orð

Draugurinn skelfir Andrés Önd

KÆRU Myndasögur Moggans. Hér er eins mynd sem ég teiknaði. Mér finnst mjög gaman að teikna og langar mikið á myndlistarnámskeið. Það er alltaf gaman að skoða Myndasögur Moggans. Kveðja, Ingibjörg Íris Ásgeirsdóttir, 7 ára, Norðurtúni 4, 230 Keflavík. Meira
19. maí 1999 | Barnablað | 61 orð

Finnið fimm . . .

MYNDIRNAR tvær eru fljótt á litið eins, en þegar betur er að gáð, sést að svo er ekki. Fimm atriðum hefur verið breytt á annarri myndanna. Hverjum? Lausnin: Hvolpurinn í fangi stúlkunnar segir ekki mamma, minnsti sveppurinn er horfinn, gaflglugginn uppi í risi er horfinn, eina rós vantar á rósarunnann, einn kvisturinn á girðingunni er horfinn. Meira
19. maí 1999 | Barnablað | 174 orð

Fýlusokkur geimvera

EINU sinni var geimvera sem hét Fýlusokkur. Fýlusokkur var alltaf í fýlu. Enginn vildi leika við hann. Einn daginn leiddist honum mikið og fór til Íslands og hann fór í geimfarinu sínu. Hann lenti í dýragarðinum ofan á svínahúsinu. Hann fór út úr geimfarinu sínu og fór að skoða dýrin. Þegar hann var búinn að skoða, fór hann að laga geimfarið og fór heim. Endir. Meira
19. maí 1999 | Barnablað | 28 orð

Í Myndasögum Moggans eru m.a. teiknimyndasögur, þrautir, myndir, sögur og ljóð eftir

Í Myndasögum Moggans eru m.a. teiknimyndasögur, þrautir, myndir, sögur og ljóð eftir börnin, dálkar fyrir safnara, pennavini og vini á Netinu, og leikir í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir. Meira
19. maí 1999 | Barnablað | 122 orð

Lömbin eru komin

SAUÐBURÐUR stendur sem hæst um þessar mundir og mikið að gera á mörgu sveitabýlinu. Sigríður Kristinsdóttir, fréttaritari Morgunblaðsins í Reykholti í Borgarfirði, fylgdist með þegar börnin í leikskólanum Hnoðrabóli, rétt við bæinn Grímsstaði í Reykholtsdal, fóru í fjárhúsvitjun að Grímsstöðum. Á Hnoðrabóli eru um 20 börn. Ein ærin var í hlöðunni með lömbin sín. Meira
19. maí 1999 | Barnablað | 34 orð

Maríuhænur í reitunum

EINN reitanna hefur verið stækkaður og hvolft til þess að rugla ykkur í ríminu. Hvaða reitur er það, sem slíkt hefur verið gert við? Lausnin: Reiturinn er í d-röð númer þrjú. Meira
19. maí 1999 | Barnablað | 97 orð

Pennavinir

Ég er 11 ára og mig langar að eignast pennavini, stráka og stelpur, á aldrinum 11-13 ára. Áhugamál mín eru: fótbolti, handbolti, sætir strákar og skíði. Helst senda mynd með fyrsta bréfi og reyna að skrifa fljótt. Strákar, ekki vera feimnir. Bæ, bæ. Elísabet Ó. Meira
19. maí 1999 | Barnablað | 115 orð

Pocahontas

SÆLIR, krakkar! Það er úrslitastund! Pocahontas-litaleikurinn vakti sterk viðbrögð - þátttakan var rosaleg! Sam- myndbönd, útgefandi Pocahontas á myndbandi á Íslandi, og Myndasögur Moggans þakka ykkur þátttökuna og óska vinningshöfum til hamingju. Vinningar verða sendir út á næstu dögum. Meira
19. maí 1999 | Barnablað | 134 orð

Shell Ferrari Classico

HALLÓ, krakkar! Þið munið kannski eftir Lego-leiknum í fyrra. Núna er kominn nýr leikur, Ferrari Classico- leikurinn. Í sumar er hægt að kaupa Ferrari Classico-bíla á bensínstöðvum Skeljungs gegn vægu verði. Myndasögur Moggans og Shell - Ferrari Classico bjóða ykkur að taka þátt í litaleikjum öðru hverju í sumar þar sem þið getið eignast svona bíla. Meira
19. maí 1999 | Barnablað | 58 orð

Trufluð tilvera

ÞÚ gleymdir fallhlífinni! heyrist frá þyrlunni - og það þarf ekki að spyrja að leikslokum í Truflaðri tilveru frekar en fyrri daginn. Andri Heiðarsson, 11 ára, Gullengi 13, 112 Reykjavík, hefur greinilega eitthvað fylgst með teiknimyndaþáttunum Trufluð tilvera (South Park) á sjónvarpsstöðinni Sýn. Þeir eru því marki brenndir, að sama söguhetjan deyr í hverjum þætti. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.