Greinar laugardaginn 22. maí 1999

Forsíða

22. maí 1999 | Forsíða | 156 orð

D'Alema stappar stálinu í Ítali

MASSIMO D'Alema, forsætisráðherra Ítalíu, reyndi í gær að fullvissa þjóð sína um að ekki væri ástæða til að óttast að skálmöld, í líkingu við þá sem ríkti á Ítalíu seint á áttunda áratugnum og í byrjun þess níunda, væri að ganga í garð á nýjan leik. Meira
22. maí 1999 | Forsíða | 487 orð

Ivanov segir vikur í samkomulag

IGOR Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að loknum fundi með George Papandreou, utanríkisráðherra Grikklands og Carl Bildt, sérlegum erindreka Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í friðarumleitunum í Júgóslavíu, að vikur væru í að samkomulag næðist í Kosovo- deilunni ef Atlantshafsbandalagið (NATO) léti ekki af hluta af kröfum sínum. Meira
22. maí 1999 | Forsíða | 130 orð

Kennarar skutu nemanda

KENNARI og skólastjóri hófu skothríð á nemendur í framhaldsskóla í Suður-Afríku á fimmtudag með þeim afleiðingum að einn nemandi lést og tveir særðust. Nemendurnir við Zithokozise framhaldsskólann í Durban höfðu reiðst mjög og kastað steinum að kennurunum er þeir uppgötvuðu að þeir höfðu verið látnir borga of hátt gjald fyrir vettvangsferð á vegum skólans. Meira
22. maí 1999 | Forsíða | 189 orð

Svartfellingar mótmæla júgóslavneska hernum

Svartfellingar mótmæla júgóslavneska hernum YFIR fjögur þúsund Svartfellingar héldu út á götur Cetinje, sem er um 30 km suðvestur af höfuðborginni Podgorica, í gær. Vildi fólkið mótmæla aukinni viðveru hergagna og hermanna í júgóslavneska hernum í Cetinje, sem er um 30 km suðvestur af höfuðborginni. Meira

Fréttir

22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 77 orð

16. sætið er Íslendingum kært

FLESTIR Íslendingar spá Selmu Björnsdóttur 10. sæti í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fer í Ísrael eftir viku, skv. nýlegri könnun PricewaterhouseCoopers. Næstflestir spáðu íslenska laginu 16. sæti. Niðurstöðurnar skjóta heldur skökku við, því lagið nýtur mikilla vinsælda á Netinu. Þar er því spáð einu efstu sætanna. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 146 orð

236 kennarar hafa sagt upp

SÍÐDEGIS í gær höfðu 236 kennarar skilað inn uppsagnarbréfi til Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, að sögn Ingunnar Gísladóttur starfsmannastjóra. Hún sagði að 205 kennarar tilgreindu óánægju með kjörin sem ástæðu fyrir uppsögnunum. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 169 orð

38% hafa gefið blóð

UM 38% Íslendinga á aldrinum 18­67 ára hafa gefið blóð, ef marka má nýja könnun PricewaterhouseCoopers. Karlar eru hlutfallslega mun fleiri í blóðgjafahópnum. Könnunin var gerð símleiðis dagana 16.­24. febrúar sl. og var úrtakið 1000 manns á öllu landinu. Svarhlutfall var um 70%, þegar dregnir höfðu verið frá látnir, erlendir ríkisborgarar og þeir sem búsettir eru erlendis. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 129 orð

491 kærður fyrir hraðakstur

ALLS var 491 ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur og 54 kærðir fyrir ölvun við akstur á Íslandi í vikunni 3. til 9. maí sl, en þá fylgdist lögreglan sérstaklega með hraðakstri og ölvunarakstri í tengslum við verkefni norrænna lögreglumanna undir yfirskriftinni norræna umferðarvikan. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 188 orð

60 manns yrðu ráðnir

BÚAST má við að á annað hundrað milljóna króna komi í hlut Íslendinga og að um sextíu manns verði ráðnir til starfa ef ákveðið verður að taka hluta kvikmyndarinnar "Mars", með leikaranum Val Kilmer í aðalhlutverki, hér á landi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur íslenska kvikmyndafyrirtækið Pegasus átt í viðræðum við Warner Bros. í Bandaríkjunum um að taka hluta myndarinnar á hér. Meira
22. maí 1999 | Landsbyggðin | 366 orð

62 ára bandarísk kona á 666 þúsund mílur að baki

Sálfræðingurinn hjólandi 62 ára bandarísk kona á 666 þúsund mílur að baki Djúpavogi-Þegar sálfræðingurinn dr. Joan Joesting var smástelpa í seinni heimsstyrjöldinni leiddist henni óskaplega að hjóla vegna þess að slöngur og dekk entust ekki deginum lengur og erfitt var um vik með viðgerðir. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 736 orð

Aðstaðan mætti batna

Íslenski fjallahjólaklúbburinn stendur fyrir kvöldferðum á hverju þriðjudagskvöldi í sumar, 12 til 30 km. Ferðirnar eru farnar um Reykjavík og nágrenni og öllum heimil þátttaka og er enginn kostnaður því samfara. Björn Finnsson hefur undanfarin sumur skipulagt þessar kvöldferðir. Meira
22. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 169 orð

Aðstöðu fyrir endurmenntun komið upp

ÍSLANDSBANKI hefur veitt Félagi málmiðnaðarmanna, Akureyri, styrk að upphæð hálf milljón króna, til endurbóta og lagfæringar á húsnæði sem félagið keypti í tengslum við endurmenntun málmiðnaðarmanna í bænum. Húsnæðið er við Draupnisgötu og rétt um 100 fermetrar að stærð. Meira
22. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 29 orð

Aglowfundur

AGLOWFUNDUR verður næstkomandi þriðjudagskvöld, 25. maí, kl. 20 í félagsmiðstöð aldraðra í Víðilundi. Gestur fundarins verður sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Fjölbreyttur söngur og fyrirbænaþjónusta. Fundurinn er öllum opin. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 733 orð

Alls reynt að svíkja út 220 milljónir

FLEIRI tilraunir til að svíkja fé út úr íslenskum fyrirtækjum hafa verið gerðar en þær sem greint var frá í síðustu viku hjá þremur fyrirtækjum. Síðustu tilraunirnar fóru fram í þessari viku. Alls er um sjö fyrirtæki að ræða og hefur verið reynt með skjalafalsi að svíkja samtals 220 milljónir króna út úr þessum fyrirtækjum, mest frá Flugleiðum, milli 50 og 60 milljónir. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 480 orð

Allt má sleikja

Midway gaf nýlega út nýjasta hönnunarverk Crystal Dynamics, Gex64 - Enter The Gecko, sem er ætlað að keppa við vinsælustu ævintýraleiki Nintendo 64, Banjo Kazooie og Mario 64. ÞEGAR Gex kom út fyrir PlayStation voru menn sammála um að Crystal Dynamics hefði tekist afar vel að búa til leik sem nýtti PlayStation-tölvuna afar vel og skemmtilega. Meira
22. maí 1999 | Erlendar fréttir | 1025 orð

Alþjóðleg efnahagsmál eftir fráhvarf Roberts Rubins

BANDARÍSKA fjármálaráðuneytinu og Alan Greenspan hefur verið hrósað óspart fyrir að koma á stöðugleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum að nýju eftir hrun í efnahagslífi Asíu, Rússlands, Brasilíu og fleiri ríkja síðastliðið haust. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 194 orð

Auðvelt að nálgast eiturlyf

UM 93% fólks á aldrinum 12 til 30 ára telja að þau geti mjög eða frekar auðveldlega orðið sér úti um ólögleg vímuefni á Íslandi, en um 1% telur það mjög erfitt. Ef aðeins er litið á aldurshópinn 12 til 15 ára, þá telja um 83% þeirra að auðvelt sé að verða sér úti um ólögleg vímuefni. Þetta kom fram í niðurstöðum könnunar Gallup. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 169 orð

Áð að Gránastöðum á Grænlandsjökli

Jeppaleiðangursmenn lögðu að baki 150 km í gær Áð að Gránastöðum á Grænlandsjökli ICE225 leiðangursmennirnir tjölduðu í gærkvöldi í 2.200 m hæð vestan í hábungu Grænlandsjökuls eftir 150 km dagleið. Þar með er búið að vinna upp seinkun sem varð á leiðinni að jöklinum. Búðirnar eru um 50 km frá hábungunni sem er 2.500­2.700 m há. Meira
22. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 335 orð

Ást við fyrstu sýn er við litum Ísland augum

BANDARÍSKU hjónin Jaja og Dave Martin, sem dvöldu í skútunni Driver ásamt börnum sínum, Chris, 9 ára, Holly, 7 ára, og Teiga, 3 ára, við Akureyrarhöfn síðastliðinn vetur, dvöldu í sólarhring í Grímsey nýlega. "Við voru hér í Grímsey í tíu daga síðasta haust og urðum að koma hingað aftur áður en við færum frá Íslandi," sagði Dave Martin. Meira
22. maí 1999 | Erlendar fréttir | 520 orð

Berezovskí reynir að komast til áhrifa á ný

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti hóf tveggja vikna orlof í Svartahafsbænum Sochi í gær eftir að hafa endurskipað fjóra ráðherra í stjórnina og skipað nýjan innanríkisráðherra og fyrsta aðstoðarforsætisráðherra. Meira
22. maí 1999 | Erlendar fréttir | 378 orð

Betur horfir um hag Asíuríkja

ASÍURÍKIN, sem á undanförnum misserum hafa átt við verstu efnahagsörðugleikana að stríða, eru nú komin yfir versta hjalla kreppunnar, en þurfa þó að sjá til þess að umbætur haldi áfram til að tryggja stöðugan hagvöxt. Þetta sagði Michel Camdessus, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), á fundi með seðlabankastjórum ríkja Suðaustur-Asíu í Seoul í fyrradag. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 41 orð

Bíóköttur

Bíóköttur HANN horfir óragur í myndavélina, þessi köttur sem skyndilega hefur fengið hlutverk í bíómynd vegfarandans, enda er hann miðbæjarköttur og vanur því að fólk dáist að honum þar sem hann situr í glugganum sínum og fylgist með mannlífinu á Laugaveginum. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 228 orð

Bók frá 1928 fannst undir súð í Reykjavík

INGVAR Helgason forstjóri hefur fært Meistarafélagi byggingamanna á Akureyri fundargerðarbók frá árinu 1928, en bókina fann hann þegar tekið var til í skáp í risi í húsi hans. Forsvarsmenn félagsins eru afar þakklátir, enda hefur mikil leit verið gerð að bókinni fram til þessa án árangurs. Meira
22. maí 1999 | Erlendar fréttir | 187 orð

Brottrekstur réttmætur

EVRÓPUDÓMSTÓLLINN hefur kveðið upp þann dóm, að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hafi gert rétt með því að reka brezkan hagfræðing úr starfi, sem skrifað hafði bók þar sem myntbandalag ESB var gert tortryggilegt. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 199 orð

Búast má við allt að 3% verðhækkun

UPPSÖFNUÐ þörf á verðhækkun á raforku frá Orkuveitu Reykjavíkur er mikil og búast má við allt að 3% verðhækkun á raforku til almennings og fyrirtækja í kjölfar 3% hækkunar á heildsöluverði Landsvirkjunar 1. júlí næstkomandi. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir líklegt að verðhækkunin taki gildi í júlí eða ágúst. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 262 orð

Er með 20% saltfisksölu á heimsmarkaði

SÍF er nú komið með tæpan þriðjung allra saltfiskviðskipta á Spáni og með um 20% viðskipta með saltfisk í heiminum eftir kaup félagsins á Armengol, aðalkeppinauti sínum á Spáni. Velta SÍF verður að þessu loknu um 22 milljarðar króna. E&J Armengol S.A. hefur í gegnum tíðina verið öflugasti keppinautur dótturfélaga SÍF hf. á Spáni, Union Islandia S.A. og Commercial Heredia S.A. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 267 orð

Faldi amfetamín í áfengisflösku

TOLLVERÐIR í flugstöð Leifs Eiríkssonar tóku flugfarþega með um 80 grömm af amfetamíni í fórum sínum á þriðjudag, þegar hann var að koma til landsins. Maðurinn reyndi að smygla fíkniefnunum til landsins í áfengisflösku. Málið er talið upplýst. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 323 orð

Fjárlagagerð hemji eftirspurnina

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF, hefur sent frá sér fréttatilkynningu um efnahagsástandið á Íslandi og varar stofnunin við hættu á aukinni verðbólgu. Telur stofnunin að fjárlagagerð íslenskra stjórnvalda eigi að gegna mikilvægu hlutverki við að hemja eftirspurn á fjármálamarkaði. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 360 orð

Fjármunir notaðir til að styrkja aðalrekstur

SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hf. seldi í gær öll hlutabréf úr eigu dótturfélagsins Jökla hf. fyrir 1.500 milljónir kr. Fjárfestingarbanki atvinnulífsins keypti bréfin. Verðmætustu hlutabréfin, miðað við markaðsgengi, eru hlutabréf Jökla í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. og Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda hf. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 91 orð

Flugnemar útskrifast

FLUGSKÓLINN Flugmennt útskrifaði hóp nemenda af einkaflugmannsnámskeiði laugardaginn 1. maí. Aðsókn nýnema í skólann er veruleg og síst minnkandi milli ára, segir í fréttatilkynningu frá skólanum. Á næstunni standa fyrir dyrum miklar breytingar á flugnámi á Íslandi, en þá taka gildi samevrópskar flugreglur sem kalla á breytt fyrirkomulag flugskóla. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 285 orð

Forkaupsrétti stjórnar hafnað

HÆSTIRÉTTUR hafnaði á fimmtudag kröfu fyrrverandi stjórnarmanns í Búlandstindi á Djúpavogi um að hann fengi að njóta forkaupsréttar við sölu á hlutabréfum Þróunarsjóðs sjávarútvegsins í fyrirtækinu. Meira
22. maí 1999 | Erlendar fréttir | 885 orð

Fregnir um að gert verði hlé á árásum bornar til baka

STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum og Bretlandi gerðu í gær lítið úr getgátum þess efnis að Atlantshafsbandalagið (NATO) hugleiddi nú að gera hlé á loftárásum sínum á Júgóslavíu jafnvel þótt stjórnin í Belgrad hefði ekki gengið að þeim skilyrðum sem NATO hefur sett til að slíkt geti orðið. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 267 orð

Fræddust um íslenzka ferðaþjónustu

SJÖ þýzkir þingmenn, sem sæti eiga í ferðamálanefnd þýzka Sambandsþingsins, sóttu Ísland heim í vikunni. Að sögn Antje-Marie Steen, þingmanns þýzka jafnaðarmannaflokksins SPD, sem fór fyrir sendinefndinni, var tilgangur heimsóknarinnar sá að fræðast um stöðu ferðamála á Íslandi, einkum með tilliti til þess hvað verið sé að gera til að lokka Þjóðverja hingað sem ferðamenn, Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 329 orð

Fulbrightstyrkir afhentir

Fulbrightstofnunin, Menntastofnun Íslands og Bandaríkjanna, hélt sína árlegu móttöku föstudaginn 14. maí sl. í húsakynnum stofnunarinnar að Laugavegi 59, 3. hæð. Móttakan var haldin til heiðurs starfseminni á Íslandi og sérstaklega fyrir þá sem hlutu Fulbright-styrk í ár. "Eftirfarandi hljóta styrk til graduate-náms í Bandaríkjunum f. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 75 orð

Fundað áfram um helgina

STJÓRN Vinnslustöðvarinnar hf. fjallaði á fundi sínum í gær um rekstrarvanda fyrirtækisins og leiðir til að bregðast við honum. Ekki tókst að ljúka fundinum í gær og verður honum haldið áfram um helgina. Stefnt er að því að niðurstöður liggi fyrir fyrir næstkomandi þriðjudag. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 65 orð

Gangsetning gröfu orsakaði brunaútkall

Á ANNAN tug Reykvíkinga létu slökkviliðið vita um eld í Grafarvogi síðdegis í gær. Slökkvilið, sjúkraflutningamenn og lögreglumenn voru samstundis sendir á staðinn. Þegar bílarnir mættu á "brunastað" kom í ljós að enginn eldur logaði, heldur hafði mikill reykur myndast við það að gömul grafa var sett í gang. Menn höfðu á orði að nær hefði verið að kalla mengunareftirlitsmenn á staðinn. Meira
22. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 67 orð

Golfvöllurinn opnaður

GOLFVÖLLUR Golfklúbbs Akureyrar verður opnaður formlega í dag, laugardag, kl. 13.00. Völlurinn hefur komið vel undan vetri og verður kylfingum hleypt inn á nánast allar flatir vallarins. Á annan hvítasunnudag er svo stefnt að því að halda óformlegt mót, sem jafnframt er þá fyrsta mótið á keppnistímabilinu. Meira
22. maí 1999 | Miðopna | 1307 orð

Grófur rammi um skipulag hálendisins

Svæðisskipulag miðhálendisins hefur tekið gildi eftir að umhverfisráðherra staðfesti það fyrir skömmu. Stefán Thors skipulagsstjóri ríkisins sagði Rögnu Söru Jónsdóttur frá aðalatriðum skipulagsins. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 74 orð

Herdís Sveinsdóttir kjörin formaður

HERDÍS Sveinsdóttir, dósent í námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands, var kosin formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á fulltrúaþingi félagsins í gær. Hún tekur við af Ástu Möller sem gegnt hefur starfinu um tíu ára skeið. Meira
22. maí 1999 | Erlendar fréttir | 755 orð

Hertar skotvopnareglur samþykktar

ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings samþykkti í fyrrakvöld nýtt frumvarp, sem miðar að því að stemma stigu við glæpum barna og unglinga en kveður ennfremur á um strangari reglur um sölu skotvopna. Samkvæmt frumvarpinu á dómsmálaráðuneytið einnig að rannsaka markaðssetningu ofbeldiskenndra kvikmynda og tölvuleikja til að ganga úr skugga um hvort börn séu meðal helstu markhópanna. Meira
22. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 239 orð

Hækkunin úr takt við launaþróunina hjá bænum

LAUN Kristjáns Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra á Akureyri, munu ekki hækka þrátt fyrir úrskurð kjaradóms fyrr í mánuðinum um 30% launahækkun alþingismanna og ráðherra. "Það hefur ekki komið til greina af minni hálfu að taka þessari hækkun og hoppa upp í launum um 30%. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 149 orð

Höfrungur frá Nintendo

EINS og áður hefur komið fram er Nintendo að leggja drög að 128 bita leikjatölvu sem kallast Dolphin, höfrungur, enn sem komið er. Dolphin er ætlað að keppa við PlayStation II í verði en slá henni við í gæðum og kemur á markað í Japan nokkrum mánuðum á eftir PSX II. Meira
22. maí 1999 | Erlendar fréttir | 542 orð

Hörð viðbrögð við morði D'Antonas

FJÖLMIÐLAR á Ítalíu brugðust í gær hart við morðinu á Massimo D'Antona, háttsettum ráðgjafa Antonios Bassolinos vinnumálaráðherra, í Róm í fyrradag sem fullvíst þykir að var af pólitískum rótum runnið. Lýstu ítölsku dagblöðin þeim ótta að morðið markaði afturhvarf til þeirrar skálmaldar sem ríkti á Ítalíu á öndverðum áttunda áratugnum og í byrjun þess níunda, Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 494 orð

Intel kynnir nýjan RISC-örgjörva

INTEL er helsti örgjörvaframleiðandi heims á svið einkatölva. Framleiðsla fyrirtækisins og veldi hefur lengstaf byggst á svonefndum CISC-örgjörvum sem verða því erfiðari viðureignar sem þeir verða öflugri og svo komið að ekki er hægt að gera miklu betur. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 274 orð

Í farbanni þar til dómur fellur

HÉRAÐSDÓMUR Akureyrar úrskurðaði í gær breska ríkisborgarann Kio Alexander Ayobambele Briggs, sem ákærður hefur verið fyrir að standa að innflutningi mikils magns E-taflna, í farbann þar til dómur gengur í máli hans í héraði, þó ekki lengur en til 15. september næstkomandi. Kröfu ákæruvaldsins um áframhaldandi gæsluvarðhaldsvist yfir Kio Briggs var hins vegar hafnað. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 78 orð

Kastaði í sumarsnjónum

HRYSSAN Sól eignaðist lítið folald í fyrradag, en þegar hún kastaði var jörð snævi þakin þrátt fyrir að um mánuður sé liðinn af sumri. Hryssan er í eigu Ólafs Skúlasonar í Laxalóni, sem staðsett er rétt innan bæjarmarka við Grafarholt. Þegar folaldið leit dagsins ljós kviknaði strax hugmynd að nafni, en vel þykir koma til greina að nefna hestinn Snæ. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 192 orð

Kántrýbær teygir út anga sína

Kántrýbær teygir út anga sína Blönduósi. Morgunblaðið. KÁNTRÝBÆR ehf., fyrirtæki Hallbjörns Hjartarsonar á Skagaströnd og fjölskyldu hans, hefur tekið við rekstri Blönduskálans á Blönduósi og hafið starfsemi undir nafninu Grillbær. Jafnframt er Hallbjörn að undirbúa útsendingar Útvarps Kántrýbæjar í Skagafirði. Meira
22. maí 1999 | Erlendar fréttir | 213 orð

Kennaraverkfalli afstýrt

FÆREYSKIR stúdentar munu ná að útskrifast þetta vorið, eftir að í gærmorgun náðist samkomulag milli færeyskra framhaldsskólakennara og landstjórnarinnar um nýjan kjarasamning kennara. Þeir höfðu boðað verkfall frá miðnætti á fimmtudagskvöld, og allt leit út fyrir að því yrði ekki afstýrt eftir að kennarar höfnuðu málamiðlunartilboði á þriðjudag. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 41 orð

Kiwanismenn gefa tæki

KIWANISKLÚBBURINN Geysir í Mosfellsbæ afhenti nýlega Heilsugæslu Mosfellsumdæmis að gjöf mjög fullkomin blóðrannsóknartæki að gerðinni Na/K 320 frá IONETICS ásamt fylgihlutum. Á myndinni sést formaður styrktarnefndar, Guðmundur Benediktsson, afhenda Þengli Oddssyni, yfirlækni Heilsugæslunnar, gjafabréf vegna tækjanna. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 161 orð

Kóngsvegurinn - bakaleiðin

Á SÍÐASTLIÐNU ári var gengin raðganga á vegum Útivistar frá Reykjavík að Gullfossi. Þetta var sama leið og Friðrik VII Danakonungur fór árið 1907 er hann kom hingað í heimsókn. Konungur gisti á Geysi í húsi sem sérstaklega var reist fyrir komu hans. Það hús var síðar flutt að Laugarási og var það læknisbústaður lengi. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 235 orð

Leggjast gegn hugmyndum um veg yfir Vatnaheiði

NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Íslands hafa sent Skipulagsstofnun ríkisins athugasemdir við frummatsskýrslu á umhverfisáhrifum vegar nr. 56 yfir Vatnaheiði á Snæfellsnesi. Frummatsskýrslan var unnin af VSÓ fyrir Vegagerðina í mars 1999. Athugasemdirnar fara hér á eftir: "Samtökin leggjast alfarið gegn hugmyndum um nýjan veg yfir Vatnaheiði. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 296 orð

Leikvellir séu skemmtilegir og öruggir

HELSTU sérfræðingar heims um öryggi á leikvöllum barna funduðu hér á landi í vikunni. Tilefnið var að ræða evrópskan staðal um öryggi leikvallatækja. Staðallinn, sem unninn var á vegum Evrópusambandsins, var samþykktur á Íslandi í lok síðasta árs en nokkur reynsla er komin á notkun hans í öðrum löndum. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 1492 orð

Leitað eftir áliti Íslendinga Evrópusambandið hefur sent sérfræðinga sína víða um Evrópu til þess að kynna hina svokölluðu

SAMRÁÐSFUNDUR um skýrslu Evrópusambandsins, sem nefnd hefur verið grænbók (Green Paper) og fjallar um opinberar upplýsingar, var haldinn á Grand hóteli á fimmtudag, en á fundinum var rætt um skýrsluna og afstöðu Íslendinga til hennar. Meira
22. maí 1999 | Erlendar fréttir | 190 orð

Líðan Havels betri

LÍÐAN Vaclavs Havels, forseta Tékklands, var betri í gær að sögn lækna eftir að honum voru gefin sýklalyf vegna lungnakvefs en Havel hafði verið lagður inn á sjúkrahús í fyrrakvöld vegna sýkingar í brjóstholi. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 131 orð

Lýsir áhyggjum vegna uppsagna kennara

"Á fundi í stjórn Foreldrafélags Ölduselsskóla 18. maí 1999 var samþykkt svohljóðandi ályktun: Stjórn Foreldrafélags Ölduselsskóla lýsir yfir áhyggjum sínum vegna uppsagna kennara við skólann en í fréttum kom fram að 13 af kennurum skólans hefðu skilað inn uppsögnum sínum. Meira
22. maí 1999 | Erlendar fréttir | 263 orð

Lögregla tvístrar námsmönnum

INDÓNESÍSKIR hermenn skutu viðvörunarskotum upp í loftið og beittu táragasi til að dreifa námsmönnum, sem reyndu að ráðast inn í þinghúsið í Jakarta á mótmælagöngu í gær í tilefni þess að ár er liðið frá því Suharto forseti sagði af sér. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 156 orð

Mánaðar gæsluvarðhald vegna innbrota

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær ungan mann, sem handtekinn var fyrir innbrot í Gerðunum í Reykjavík í gærmorgun, í gæsluvarðhald til 23. júní. Maðurinn játaði nokkur innbrot og er grunaður um þátttöku í hátt á annan tug innbrota í íbúðarhús. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu. Annar maður var handtekinn í gærmorgun vegna gruns um aðild að innbrotum í nýbyggingar og á vinnusvæðum. Meira
22. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 413 orð

Mikil aukning í starfsemi sjúkrahússins

FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ á Akureyri var rekið með rúmlega 22,5 milljóna króna halla á síðasta ári en árið á undan var tapið rúmar 56,5 milljónir króna. Á ársfundi FSA í vikunni kom fram í máli Halldórs Jónssonar framkvæmdastjóra, að samkvæmt rekstraráætlun þessa árs sé gert ráð fyrir 80-90 milljóna króna halla miðað við óbreyttar fjárveitingar. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 40 orð

Mikil umferð frá borginni

MIKIL umferð var út frá höfuðborgarsvæðinu á Vesturlandsvegi, Víkurvegi og Suðurlandsvegi í gærkvöldi og urðu einhverjar tafir af þeim völdum, að sögn lögreglu. Samkvæmt upplýsingum úr gjaldskála Hvalfjarðarganga mynduðust þar þó engar biðraðir svo heitið gæti. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 170 orð

Norskir styrkir ólögmætir

EFTA-dómstóllinn hafnaði á fimmtudag kröfu ríkisstjórnar Noregs um ógildingu á ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA um að kerfi framlaga til almannatrygginga í Noregi feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. Í fréttatilkynningu frá dómstólnum segir, að samkvæmt almannatryggingalögum sem tóku gildi í Noregi í febrúar 1997, greiði launþegar og atvinnurekendur framlag til almannatrygginga. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 207 orð

Nýr MP3-spilari

MP3-ÆÐIÐ er síst í rénun og enn mikið um að vera á MP- tækjamarkaði. Rio frá Diamond hefur gengið bráðvel og fleiri vilja sneið af þeirri köku, meðal annars með því að auka notagildi tækjanna. Fyrsta fyrirtæki sem setti MP- spilara á markað var kóreska fyrirtækið Saehan. Meira
22. maí 1999 | Landsbyggðin | 180 orð

Nýtt fjarskiptamastur í Borgarnesi

Borgarnesi-Tal og Íslenska úvarpsfélagið hafa reist um 30 m hátt fjarskiptamastur í Borgarnesi á hæð sem innfæddir kalla "Brennuholt" (sumir hafa nefnt þetta Vörðuholt). Þar var fyrir mastur í eigu Íslenska útvarpsfélagsins. Nýja mastrinu er ætlað að leysa það eldra af hólmi. Verður eldra mastrið tekið niður þegar búið er að flytja búnað úr því yfir í hið nýja. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 510 orð

Nýtt örorkumat tekur gildi á hausti komanda

LÆKNADEILD Tryggingastofnunar ríkisins (TR) hefur útbúið nýjan mælikvarða fyrir örorkumat í samræmi við nýsamþykktar breytingar á lögum um almannatryggingar sem taka eiga gildi hinn 1. september nk. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 253 orð

Nærri drukknaður eftir að bifreið valt út í á

UNGUR karlmaður var nærri drukknaður eftir að bifreið sem hann var farþegi í fór út af veginum á Hrútafjarðarhálsi og lenti í Svertingsstaðaá skömmu fyrir klukkan tvö í gær. Honum var bjargað upp úr vatninu eftir þrjár mínútur. Vegfarandi blés í hann lífi og var hann síðan fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar ásamt tveimur félögum sínum. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 146 orð

Reynt að svíkja fé út úr fleiri fyrirtækjum

SÍÐUSTU daga hafa verið gerðar fleiri tilraunir til að svíkja fé út úr íslenskum stórfyrirtækjum. Í síðustu viku var það reynt hjá þremur fyrirtækjum, en nú eru þau orðin sjö og reynt hefur verið að svíkja út alls 220 milljónir króna. Engin þessara tilrauna hefur tekist. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 155 orð

Sektaður fyrir smygl

HÆSTIRÉTTUR dæmdi á fimmtudag 33 ára gamlan sjómann til að greiða 400 þúsund króna sekt fyrir að hafa smyglað 60 lengjum af sígarettum og 73,5 lítrum af áfengi inn til landsins með Goðafossi í ágúst á síðasta ári. Alls var reynt að smygla inn til landsins með skipinu 473,5 lítrum af áfengi og 363 lengjum af tóbaki. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 754 orð

Sekur um ítrekuð og gróf kynferðisbrot

FIMMTÍU og tveggja ára maður var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í þriggja og hálfs árs fangelsi og greiðslu einnar milljónar króna í miskabætur, auk vaxta og alls sakarkostnaðar, fyrir grófa kynferðislega misnotkun á hendur dóttur sinni á árunum 1992 til 1996, þegar hún var níu til þrettán ára gömul. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 256 orð

Seljaskóli í Reykjavík 20 ára

SELJASKÓLI á 20 ára starfsafmæli á þessu ári. Í tilefni af því verður haldin vegleg afmælishátíð í skólanum þriðjudaginn 25. maí kl. 18­21. "Skólinn verður opinn gestum frá kl. 18 þann dag og vinna nemenda til sýnis. Má þar nefna fjölbreytt verkefni sem nemendur hafa unnið í myndmennt, smíði, saumum og bóklegum greinum. Ennfremur verða heilsdagsskóli og bókasafn til sýnis. Meira
22. maí 1999 | Erlendar fréttir | 93 orð

Skemmtiferðaskip sekkur

Reuters Skemmtiferðaskip sekkur YFIR ellefu hundruð farþegum skemmtiferðaskipsins "Sun Vista" var bjargað eftir að kviknaði í skipinu og það sökk undan ströndum Malasíu í fyrrinótt. Eldurinn kviknaði í vélarrúmi skipsins skömmu eftir kl. sjö að kvöldi fimmtudags að staðartíma og það sökk um átta tímum síðar. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 197 orð

Skipun karlmanna í háskólaráð mótmælt

RANNSÓKNASTOFA í kvennafræðum við Háskóla Íslands, jafnréttisnefnd háskólaráðs og stjórn náms í kynjafræðum mótmæla þeirri ákvörðun Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra að skipa tvo karlmenn sem aðalmenn í nýtt háskólaráð og tvo karlmenn sem varamenn. Hafa þessir þrír aðilar sent ráðherra bréf þar sem segir m.a. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 91 orð

Styrkir til nemendaheimsókna

SAMKVÆMT tillögu frá Norðurlandaráði hefur Norræna ráðherranefndin ákveðið að gera tilraun með þróunarverkefni næstu tvö árin og hefur veitt til þess fé. Verkefnið felst í því að styrkja einstaka skólabekki eða nemendahópa á aldrinum 13­16 ára til að skiptast á heimsóknum milli Norðurlandanna. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 77 orð

Sveinsprófsverkefni til sýnis

NEMENDUR í bakaraiðn, framreiðslu og matreiðslu gangast undir sveinspróf 25., 26. og 27. maí. Að þessu tilefni verða sveinsprófsverkefni nemenda til sýnis almenningi í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi v/Digranesveg sem hér segir: Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 424 orð

Sýnir sundrungu og skort á forystu

TALSVERÐ umræða varð um skipulagsmál í Laugardalnum í Reykjavík á fundi borgarstjórnar á fimmtudagskvöld m.a. vegna hugmynda um að Landssími Íslands hf. fái úthlutað lóð sem tónlistarhúsi var ætluð og vegna umsóknar um byggingu kvikmyndahúss. Meira
22. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 157 orð

Tekjur jukust um 7% milli ára

HAGNAÐUR varð af rekstri Hafnasamlags Norðurlands á síðasta ári upp á rúmar 7,6 milljónir króna. Heildartekjur samlagsins voru rúmar 120 milljónir króna, sem er um 7% aukning á milli ára. Heildarskuldir voru rúmar 338 milljónir króna um síðustu áramót og þar af langtímaskuldir rúmar 207 milljónir króna. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 218 orð

Tjónið gæti numið einni milljón

SIGURBERG Kjartansson fiskeldisfræðingur telur að tjón vegna eldsvoða í verkfæraskúr, bárujárnsklæddu timburhúsi, fiskeldisstöðvarinnar Fiskalóns í Ölfushreppi geti numið um eða yfir einni milljón króna. Eldsins varð fyrst vart um fimmleytið í gærmorgun og lagði þá mikinn reyk út úr húsinu. Fimm stundarfjórðungum síðar hafði slökkviliðið í Hveragerði ráðið niðurlögum eldsins. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 246 orð

Trufluðu fundarfrið Alþingis

ÚTVARPSMENNIRNIR Sigurjón Kjartansson, Jón Gnarr og Jón Atli Jónasson, starfsmenn útvarpsstöðvarinnar X-ins, voru í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur fundnir sekir um röskun á fundarfriði Alþingis, en ákvörðun refsingar var frestað og fellur hún niður að ári liðnu, haldi þeir skilorð. Jón Atli fór 18. desember sl. Meira
22. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 67 orð

Tvær útskriftarsýningar

SIGRÍÐUR Ólafsdóttir, nemandi í Myndlistarskóla Arnar Inga, heldur útskriftarsýningu í húsnæði skólans að Klettagerði 6 í dag, laugardag, frá kl. 14­18. Á sama stað heldur Einar Emilsson útskriftarsýningu á annan í hvítasunnu frá kl. 14­18. Á sýningunum eru verk sem þau hafa unnið í skólanum á þremur árum, auk heimavinnu af eigin vinnustofum. Meira
22. maí 1999 | Landsbyggðin | 241 orð

Vegleg gjöf til Dvalarheimilisins í Stykkishólmi

Stykkishólmi­ Dvalarheimilinu í Stykkishólmi var nýlega afhent stórgjöf frá erfingjum Magnúsínu Magnúsdóttur frá Breiðafjarðareyjum. Magnúsína var með fyrstu heimilismönnum á dvalarheimilinu og bjó þar í 20 ár, en hún dó 18. mars sl. Hún fæddist árið 1909 hefði því orðið 90 ára þann 17. maí. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 337 orð

Viljinn og hugvitið skipta mestu

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í ræðu sem hann flutti á Dalvík að viljinn og hugvitið hefði reynst sú auðlind sem ein gæti bjargað byggðum landsins. Tillögur um stórframkvæmdir eða stórrekstur hefðu ekki reynst sá bjargvættur sem ætlað var. Ganghjól tímans hefði eytt þeim á undraskömmum tíma. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 153 orð

Yfir sjö milljónir söfnuðust í peningum

RÚMLEGA sjö milljónir króna í peningum og 620 ullarteppi að verðmæti 1,7 milljónir kr. söfnuðust í landssöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar og Rauða kross Íslands fyrir fórnarlömb stríðsátakanna á Balkanskaga í vikunni. Söfnunin hófst á mánudag en lauk formlega á fimmtudag. Enn er þó hægt að leggja inn á söfnunarreikning hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, nr. 1150-26-56789. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 1704 orð

"Þriðja leiðin er kjarni hinnar pólitísku umræðu" Einn af hugmyndasmiðum þriðju leiðarinnar trúir á nýjar lausnir fyrir nýja

HANN kemur fram af breskri yfirvegaðri ró og talar eins og hinn þjálfaði háskólamaður, sem hann er. En það er kannski tímanna tákn að það er ekki lengur hægt að þekkja í sundur háskólamenn og fjármálamenn á fötunum einum saman. Anthony Giddens er í vel sniðnum jakkafötum, ekki í snjáðum tweedjakka eins og gjarnan hefur einkennt breska háskólamenn. Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 417 orð

Þurfum að veita börnunum fyrr greiðan aðgang að skólunum

Forseti Íslands í Hrísey og Grímsey við lok opinberrar heimsóknar sinnar Þurfum að veita börnunum fyrr greiðan aðgang að skólunum OPINBERRI heimsókn forseta Íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar, til Eyjafjarðar, lauk í gærkvöldi með hátíðarsamkomu í Grímsey. Meira
22. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 85 orð

Öryggi tekur við söluumboði Hörpu

ÖRYGGI sf., rafverktakar-verslun hefur tekið við söluumboði fyrir Málningarverksmiðjuna Hörpu hf. á Húsavík og í Þingeyjarsýslum, af Kaupfélagi Þingeyinga. Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri Hörpu, Meira
22. maí 1999 | Innlendar fréttir | 93 orð

(fyrirsögn vantar)

1. Endurskipulagning stjórnkerfisins. Spurningin er ekki minna eða meira kerfi, heldur virkt, kröftugt kerfi. 2. Endurskipulagning hins borgaralega þjóðfélags. Efla þarf þau svið samfélagsins, sem liggja utan efnahagslífsins og stjórnkerfisins. 3. Endurskipulagning hagkerfisins. Meira

Ritstjórnargreinar

22. maí 1999 | Leiðarar | 657 orð

HORFUR Í EFNAHAGSMÁLUM

ALÞJÓÐASTOFNANIR, sem fjalla um efnahagsmál, eins og Efnahags- og framfarastofnunin, OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, eru nú að birta niðurstöður sínar af athugunum á íslenzku efnahagslífi, ástandi og horfum. Meira
22. maí 1999 | Staksteinar | 312 orð

Sigur í prófmáli um friðhelgi einkalífs á vinnustað

VINNAN, málgagn Alþýðusambands Íslands, gerir að umtalsefni mál er varðar friðhelgi einkalífs á vinnustað, en nýlega féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem starfsmaður höfðaði mál gegn íslenzka ríkinu í svokölluðu "Navy Exchange"-máli. Meira

Menning

22. maí 1999 | Myndlist | 769 orð

Augnakonfekt

Opið alla daga nema mánudaga frá 14 til 18. Til 30. maí. ÞORRI Hringsson sýnir í báðum sölum Listasafns ASÍ, tólf málverk í efri sal og sex í Gryfju. Á myndunum birtast dúkuð borð sem svigna undan litríkum krásum, og andlitsmyndir sem geisla af æsku, yndisþokka og gleði. Lífsnautn og munúð er allsráðandi. Þó eru myndirnar undarlega gamaldags og þurrar. Meira
22. maí 1999 | Kvikmyndir | 283 orð

Ástin á herragarðinum

Leikstjóri: Nick Hamm. Aðalhlutverk: Polly Walker, Vincent Perez, Francis McDormand, Franco Nero, Maria Parades. Miramax 1998. UNG írsk kennslukona kemur til Spánar rétt fyrir borgarastyrjöldina að kenna þremur dætrum herragarðseiganda en verður ástfangin af syni hans, sem stendur með vinstrisinnum í baráttunni gegn fasistanum Franco. Meira
22. maí 1999 | Fólk í fréttum | 429 orð

Brjóstin fuku fyrir starfið

BRESKA lögreglukonan Jackie Smithies var það sárþjáð er hún notaði skotheld vesti sem pössuðu henni illa að hún ákvað að fara í brjóstaminnkun. Samkvæmt dagblaðinu Sun lét hún taka um 1 kíló af hvoru brjósti til að vestið yrði víðara og þrengdi ekki að henni. Meira
22. maí 1999 | Menningarlíf | 82 orð

Djasstónleikar í Hásölum

TVÆR hljómsveitir koma fram á djasstónleikum sem haldnir verða í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Hásölum, á morgun, mánudag, kl. 20.30. Annars vegar er það hljómsveitin Jazzmenn, kvintett sem skipaður er Stefáni Ómari Jakobssyni, básúnuleikara, Þorleifi Gíslasyni, tenor-saxófónleikara, Carli Möller píanóleikara, Birgi Bragasyni kontrabassaleikara og Alfreð Alfreðssyni, trommuleikara. Meira
22. maí 1999 | Fólk í fréttum | 661 orð

Eina íslenska kvikmyndahátíðin Gróskan í stuttmyndagerð fer stigvaxandi hérlendis. Jóhann Sigmarsson segir gaman að sjá nýja

Gróskan í stuttmyndagerð fer stigvaxandi hérlendis. Jóhann Sigmarsson segir gaman að sjá nýja kvikmyndagerðarmenn bætast í hópinn. Meira
22. maí 1999 | Menningarlíf | 192 orð

Einsöngstónleikar Sigrúnar Pálmadóttur

SIGRÚN Pálmadóttir sópransöngkona og Iwona Jagla píanóleikari halda einsöngstónleika í Tónleikasal Söngskólans, Smára, Veghúsastíg 7, þriðjudagskvöldið 25. maí kl. 20. Tónleikarnir eru lokaáfangi burtfararprófs Sigrúnar frá Söngskólanum Í Reykjavík. Meira
22. maí 1999 | Fólk í fréttum | 63 orð

Ekki vært á vellinum

SPÆNSKI nautabaninn Cristina Sanchez brosir til ljósmyndara þótt henni sé síst hlátur í hug. Á fimmtudaginn var tilkynnti Sanchez á blaðamannafundi í Madríd að hún væri að leggja sverð sitt og skikkju á hilluna enda væri henni ekki vært á vellinum. Margir stéttarbræður hennar væru þvílíkar karlrembur að þeir neituðu að etja kappi við skikkjuklædda valkyrju með brugðinn brand. Meira
22. maí 1999 | Tónlist | 629 orð

Ellington í Iðnó

Andrés Björnsson, Bjarni Freyr Ágústsson, Birkir Freyr Matthíasson, Ásgeir Steingrímsson og Eiríkur Orri Ólafsson, trompetar; Oddur Björnsson, Sigurður Þorbergsson, Björn R. Einarsson og David Bobroff, básúnur; Sigurður Flosason, Stefán S. Meira
22. maí 1999 | Fólk í fréttum | 1428 orð

Elta drauma sína og mætast á miðri leið Bellatrix er með kveðjutónleika á Gauki á Stöng í kvöld en þar koma einnig fram

Bellatrix er með kveðjutónleika á Gauki á Stöng í kvöld en þar koma einnig fram sveitirnar Botnleðja og Dan Modan. Dóra Ósk Halldórsdóttir hitti kærustuparið Elízu í Bellatrix og Heiðar í Botnleðju og forvitnaðist um sambandið og framtíðina. Meira
22. maí 1999 | Myndlist | 361 orð

Fylkingar

Opið alla daga frá kl. 12­18. Lokað þriðjudaga. Til 31. maí. Aðgangur 200 krónur í allt húsið. GUÐNÝ Hafsteinsdóttir sem heldur sína fyrstu einkasýningu í Sverrissal Hafnarborgar, er vel menntaður listamaður á sínu sérsviði. Hún er B.Ed frá Kennaraháskóla Íslands 1981 með handmennt og sögu sem sérgreinar. Meira
22. maí 1999 | Menningarlíf | 540 orð

Geðlæknirinn góði Michael Stone

eftir Anna Salter. Pocket Star Books 1999. 349 síður. ANNA Salter heitir nýr spennusagnahöfundur bandarískur. Hún hefur aðeins skrifað tvær bækur, "Shiny Water", sem kom út fyrir nokkrum árum, og síðan þessa sem hér um ræðir, "Fault Lines", er Pocket Star Books gaf út í vasabroti fyrr á árinu. Meira
22. maí 1999 | Fólk í fréttum | 332 orð

Goðsögn í lifanda lífi

SÆNSKA leikkonan Greta Garbo, er þráði fátt meira en einveru og að vera látin í friði í lifanda lífi, mun bráðlega fá ósk sína uppfyllta er aska hennar verður flutt til Stokkhólms, níu árum eftir andlát hennar í New York. Askan verður jarðsett þann 17. júní í fallegum skógivöxnum kirkjugarði í Stokkhólmi við hlið foreldra leikkonunnar og yngri systur. Meira
22. maí 1999 | Menningarlíf | 314 orð

Harmljóð og heróðir í Reykholtskirkju

KRISTÍN R. Sigurðardóttir sópransöngkona, Jóhann Stefánsson trompetleikari og Brynhildur Ásgeirsdóttir píanóleikari halda tónleika í Reykholtskirkju í dag, laugardag, kl. 16. Flutt verða verk eftir Allessandro Scarlatti, Johann Sebastian Bach, Georg Friedrich H¨andel, Henry Purcell og Aldrovandini. Meira
22. maí 1999 | Myndlist | 299 orð

Hver er litur dauðans?

Til 4. júní. Opið daglega frá kl. 10­23:30, en sunnudaga frá kl. 14­23:30. Í BYRJUN næsta mánaðar verður óperuleikurinn Maður lifandi eftir Karólínu Eiríksdóttur og Árna Íbsen frumsýndur á Litla sviði Borgarleikhússins. Meira
22. maí 1999 | Fólk í fréttum | 90 orð

Jagger á barnið

NIÐURSTÖÐUR blóðprufu sem tekin var á nýfæddum syni brasilísku fyrirsætunnar Luciana Gimenez sýna að faðir drengsins er rokkarinn Mick Jagger. Rokkarinn er því orðinn sjö barna faðir. Haft var eftir vini Jaggers áður en niðurstöðurnar urðu ljósar á fimmtudag að öruggt væri að Jagger myndi sinna nýfæddum syni sínum af alúð ef í ljós kæmi að hann væri örugglega faðirinn. Meira
22. maí 1999 | Menningarlíf | 36 orð

Kynning á Robertson Davies

Í FRÉTT í blaðinu í gær, um kynningu á kanadíska rithöfundinum Robertson Davies, er hún sögð vera í dag. Það er ekki rétt. Kynningin verður laugardaginn 29. maí. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
22. maí 1999 | Myndlist | 772 orð

LÍFSVATNIÐ/ MÓÐURSKAUTIÐ

Opið alla daga frá kl. 12­18. Lokað þriðjudaga. Til 7. júní. Aðgangur 200 krónur í allt húsið. MARGRÉT Jónsdóttir hefur verið afkastamikil á sýningarvettvangi frá því hún hóf feril sínn og er hvergi bangin við að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur. Meira
22. maí 1999 | Fólk í fréttum | 1100 orð

Lynch leitar á nýjar slóðir Leikstjórinn David Lynch hefur oft vakið deilur með myndum sínum en skiptir um ham í nýjustu mynd

Leikstjórinn David Lynch hefur oft vakið deilur með myndum sínum en skiptir um ham í nýjustu mynd sinni sem frumsýnd var í Cannes í gærkvöldi. Pétur Blöndal sótti blaðamannafund með honum og leikurum myndarinnar. Meira
22. maí 1999 | Menningarlíf | 206 orð

Menningardagar í Eyjum

DAGAR lita og tóna heitir listahátíð sem haldin er í Akóges í Vestmannaeyjum nú um helgina. Boðið verður upp á djasstónleika laugardags- og sunnudagskvöld og líkt og fyrri ár hefur myndlistarmanni verið falið að móta umgjörð hátíðarinnar. Það er Grímur Marinó Steindórsson sem sýnir verk úr blandaðri tækni í Akóges. Meira
22. maí 1999 | Margmiðlun | 201 orð

Milljón eintök af WordPerfect

EITT AF því helsta sem menn finna Linux til foráttu er hversu lítið er til af notendahugbúnaði fyrir stýrikerfið. Smám saman hafa fyrirtæki þó kynnt Linux-útgáfur af hugbúnaði, þeirra á meðal Corel fyrirtækið kanadíska sem sá sér leik á borði að koma WordPerfect-ritvinnsluforritinu fornfræga í Linux búning og hefur gengið bærilega. Meira
22. maí 1999 | Menningarlíf | 114 orð

Myndlistarsýning í Ólafsvík

SIGRÚN Hansdóttir opnar myndlistarsýningu í Gistiheimilinu Höfða í Ólafsvík laugardaginn 22. maí. Á sýningunni verða vatnslitamyndir frá þessu ári, en myndefnið er sótt aðallega í hið stórbrotna landslag á Snæfellsnesi, það landslag sem Sigrún hefur alist upp í og er partur af lífi hennar. Meira
22. maí 1999 | Menningarlíf | 137 orð

Nýjar geislaplötur KVÖLDSTUND við

KVÖLDSTUND við orgelið er með orgelleik Marteins Hunger Friðrikssonar dómorganista og inniheldur níu orgelverk innlendra og erlendra tónskálda sem leikin eru á orgel Dómkirkjunnar í Reykjavík. Verkin eru eftir Dietrich Buxtehude, J.S. Bach, Felix Mendelssohn-Bartholdy, Pál Ísólfsson, Jón Þórarinsson, Jón Nordal og Hjálmar H. Ragnarsson. Meira
22. maí 1999 | Fólk í fréttum | 89 orð

Nýr búningur

HÉR sést þjálfari þýska knattspyrnuliðsins Bayern M¨unchen, Ottmar Hitzfeld, taka mynd af fyrirsætu sem sýndi nýjan búning liðsins á fimmtudaginn var í M¨unchen. FC Bayern leikur til úrslita í Meistaradeild Evrópukeppninnar næstkomandi miðvikudag gegn Manchester United frá Englandi. Viðureign liðanna fer fram á Nou Camp, leikvangi spænska stórliðsins Barcelona. Meira
22. maí 1999 | Menningarlíf | 46 orð

Nýtt gallerí í Hvítárdal

GARÐKÚNS er nýtt gallerí sem opnað verður í Hvítárdal í Hrunamannahreppi í dag, laugardag, kl. 13. Það eru handverkskonurnar Þorbjörg Hugrún Grímsdóttir og Hildigunnur Þórisdóttir sem framleiða blómaker, fuglaböð, styttur, hesta, skjaldbökur, hana o.fl. Munirnir eru úr steinsteypu, steyptir í mót og handmálaðir. Meira
22. maí 1999 | Menningarlíf | 60 orð

Opin æfing Kórs Flensborgarskóla

KÓR Flensborgarskóla býður á þrjár opnar æfingar í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Hásölum, á morgun, mánudag, kl. 16­18. Kórnum hefur verið boðið á alþjóðlegt kóramót í Portúgal dagana 27.­31. maí. Á æfingunni mun kórinn flytja dagskrána sem flutt verður ytra, bæði veraldleg og kirkjuleg verk. Stjórnandi kórsins er Hrafnhildur Blomsterberg. Meira
22. maí 1999 | Fólk í fréttum | 134 orð

Opnunarhátíð í Árnesi

ÞAÐ var glatt á hjalla í Félagsheimilinu Árnesi á laugardagskvöldið var þegar matreiðslumeistarinn Bergleif Gannt Joensen opnaði formlega veitingarekstur þar eftir verulegar breytingar sem gerðar hafa verið á húsnæðinu. Meira
22. maí 1999 | Fólk í fréttum | 151 orð

Orsök ofbeldis ekki í kvikmyndum

AFSTAÐA Mels Gibsons til ofbeldis í kvikmyndum kom berlega í ljós á Cannes-hátíðinni sem nú stendur yfir. "Það er alltaf gamla góða sagan þegar hræðilegir atburðir eins og skotárásin í Littletown gerast, þá er sökinni skellt á kvikmyndir og sjónvarp" sagði leikarinn sem telur þá rökfærslu mjög hæpna. Meira
22. maí 1999 | Skólar/Menntun | 1258 orð

Reynslusaga réttritunarkennara II Greining á hraðlæsum nemendum með alvarlega rithömlun er brigðul Biðeinkunn hvetur nemendur

Greining á hraðlæsum nemendum með alvarlega rithömlun er brigðul Biðeinkunn hvetur nemendur til að láta ekki deigan síga Einn helsti útgefandi kennsluefnis handa lesblindum í Bandaríkjunum, Educators Publishing Service, hefur aðsetur í útjaðri Cambridge, ekki langt frá Harvard-háskóla. Meira
22. maí 1999 | Skólar/Menntun | 258 orð

Samband dyslexíu og jafnvægisskyns

Lengi hefur verið vitað að dyslexía stafar af truflun á eðlilegri heilastarfsemi. Undanfarinn áratug hafa rannsóknir heilasérfræðinga einkum beinst að talstöðvum heilans sem m.a. greina hljóð, sem þangað berast, og túlka þau. Frá þessari rannsókn var skýrt í breska stórblaðinu The Times 14. maí sl. Meira
22. maí 1999 | Kvikmyndir | 278 orð

Sannleikurinn er erfiður

Leikstjórn og handrit: Hal Hartley. Aðalhlutverk: Thomas Jay Ryan, James Urbaniak og Parker Posey. Sony Pictures Classics 1997. HENRY Fool er mjög dæmigerð mynd fyrir Hal Hartley. Það var viss léttir að sjá hana eftir seinustu mynd hans Flirt, sem mér fannst mjög tilgerðarleg og leiðinleg. En Hal er aftur kominn inn á rétta braut; sína braut. Meira
22. maí 1999 | Menningarlíf | 71 orð

Síðustu sýningar

SÍÐASTA sýning á Fegurðardrottningunni frá Línakri verður í kvöld, laugardagskvöld. Leikfélag Reykjavíkur sýnir verkið á Litla sviði Borgarleikhússins. Verkið er eftir breska leikskáldið Martin McDonagh í þýðingu Karls Guðmundssonar. Aðalpersónur eru mæðgurnar Mag og Maureen, sem búa saman við sérkennilegar aðstæður á litlu þorpi á Írlandi. Meira
22. maí 1999 | Fólk í fréttum | 300 orð

Skemmtanagildið í fyrirrúmi

HINGAÐ til lands eru komnir í tengslum við Lágmenningarhátið Reykjavíkur hljómsveitin Les Rhytmes Digitales og plötusnúðurinn Wiseguys, sem eru á samning hjá breska útgáfufyrirtækinu Wall of Sound. Meira
22. maí 1999 | Fólk í fréttum | 390 orð

Skilnaðurinn opnar dyr fyrir Gerede

KVIKMYND tyrkneska leikstjórans Canan Gerede Skilnaðurinn sem m.a. er framleidd af Íslensku kvikmyndasamsteypunni var frumsýnd á hátíðinni í Cannes og fékk miðlungs dóma í kvikmyndatímaritinu Variety. Meira
22. maí 1999 | Menningarlíf | 131 orð

Snuðra og Tuðra á Vestfjörðum

MÖGULEIKHÚSIÐ verður á ferðinni um Vestfirði með barnaleikritið Snuðru og Tuðru dagana 25.­30. maí. Sýnt verður fyrir börn í leik- og grunnskólum á Hólmavík, Bolungarvík, Hnífsdal, Þingeyri, Suðureyri, Flateyri og Ísafirði. Almenn sýning verður í Félagsmiðstöðinni á Ísafirði sunnudaginn 30. maí kl. 15. Leikritið um Snuðru og Tuðru er byggt á sögum Iðunnar Steinsdóttur um samnefndar systur. Meira
22. maí 1999 | Menningarlíf | 43 orð

Sýningum lýkur

FJÓRUM sýningum listasafnsins lýkur mánudaginn 24. maí. Það eru sýningarnar Hreyfiafl litanna, verk Þorvaldar Skúlasonar, Kjarvalssýningin Andlit að austan, Nýraunsæi í myndlist 8. áratugarins og sýning margra listamanna; Náttúruáhrif. Listasafn Íslands er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11­17. Meira
22. maí 1999 | Fólk í fréttum | 459 orð

Sædýrasafn á skólalóðina

MAX Fischer er nemandi í Rushmore skólanum og er allt í öllu í félagslífi nemenda. Það er verst að hann er líka einn versti námsmaðurinn í skólanum og á yfir höfði sér brottrekstur af því hann stenst ekki kröfurnar. Hann verður ástfanginn af kennara í yngsta bekk í skólanum og ætlar að vinna hjarta hennar með því að reisa sædýrasafn á skólalóðinni henni til heiðurs. Meira
22. maí 1999 | Menningarlíf | 185 orð

Söngkvartettinn Rúdolf syngur í Salnum

SÖNGKVARTETTINN Rúdolf heldur tónleika í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, þriðjudaginn 25. maí kl. 20:30. Á efnisskrá eru íslensk og erlend lög, bæði klassísk og af léttara taginu. Á fyrri hluta tónleikanna verður frumflutt lagið Frændi þegar fiðlan þegir eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð Halldórs Kiljan Laxness í útsetningu Skarphéðins Hjartarsonar. Meira
22. maí 1999 | Myndlist | 424 orð

Tákn einskis og alls

Til 27. maí. Opið alla virka daga á verslunartíma. KRISTJÁN Davíðsson gerir það ekki endasleppt. Í Galleríi Sævars Karls sýnir hann sjö ný málverk sem öll verðskulda nánari athugun. Undanfarin ár hefur tvennt verið að gerast í list Kristjáns, sem segja má að hafi gjörbreytt henni. Meira
22. maí 1999 | Menningarlíf | 195 orð

Tímarit MANNLÍF og saga fyrir vest

MANNLÍF og saga fyrir vestan. Þjóðlegur fróðleikur, gamall og nýr er 6. heftið í ritröðinni er hefur að geyma ýmsa þætti úr sögu kynslóðanna á Vestfjörðum, bæði á alvarlegum og gamansömum nótum. Mest af efninu hefur aldrei birst áður, segir í fréttatilkynningu. Meira
22. maí 1999 | Menningarlíf | 42 orð

Tónleikar Hornleikarafélags Íslands

HORNLEIKARAFÉLAG Íslands stendur fyrir tónleikum í anddyri Íslensku óperunnar í dag, laugardag, kl. 17. Leikin verða verk eftir ýmsa höfunda, ýmist samin eða útsett fyrir horn. Hornleikarafélag Íslands var stofnað árið 1996 og er markmið þess að efla íslenska hornmenningu. Meira
22. maí 1999 | Menningarlíf | 81 orð

Tónleikar í Garða- og Bessastaðakirkju

KÓR Vídalínskirkju og Álftaneskórinn halda sameiginlega tónleika í Garðakirkju þriðjudaginn 25. maí kl. 20.30 og miðvikudag 26. maí kl. 20.30 í Bessastaðakirkju. Á efnisskrá eru einungis íslensk kórlög; tvísöngslög, kirkjuleg og veraldleg og þjóðlög. Þessa efnisskrá munu kórarnir syngja á hádegistónleikum í Great St. Mary's- kirkjunni í Cambridge 5. júní. Meira
22. maí 1999 | Menningarlíf | 69 orð

Tónleikar Unglingakórs Selfosskirkju

TÓNLEIKAR Unglingakórs Selfosskirkju verða í kirkjunni á mánudag, annann í hvítasunnu, kl. 20. Gestir á tónleikunum eru Cantina, stúlknakór Hallgrímskirkju, stjórnandi Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir og Barnakór Selfosskirkju undir stjórn Glyms Gylfasonar. Unglingakór Selfosskirkju syngur undir stjórn Margrétar Bóasdóttur við undirleik Láru Rafnsdóttur. Meira
22. maí 1999 | Fólk í fréttum | 443 orð

Þegar augun ljúkast upp Frumsýning

KVIKMYNDIR/Laugarásbíó sýnir kvikmyndina At First Sight með þeim Val Kilmer og Miru Sorvino í aðalhlutverkum. Myndin er byggð á sannsögulegri sögu læknisins og höfundarins Olivers Sacks. Þegar augun ljúkast upp Frumsýning Meira
22. maí 1999 | Fólk í fréttum | 641 orð

Þegar ríkið borgar

ÞEIR, sem raða upp efni í sjónvarpsdagskrár, eiga við þann vanda að stríða, að gera sem flestum til hæfis. Eðlilegt er að það gangi nokkuð bögsulega, enda má sjá mýmörg dæmi þess í dagskránum. Bæði er að dagskrárstjórar hafa ekki hlotið sérstaka þjálfun í starfi, heldur koma úr hinum og þessum störfum, oft varla komnir af fótboltaaldri, Meira
22. maí 1999 | Menningarlíf | 208 orð

Þjóðleikhúsið í leikferð með Mann í mislitum sokkum

UM mánaðamót hefst leikferð Þjóðleikhússins með leikrit Arnmundar Backman, Maður í mislitum sokkum, í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar. Verkið hefur verið sýnt á Smíðaverkstæðinu frá liðnu hausti. Að þessu sinni verður sýnt á fimm stöðum á landinu, byrjað á Snæfellsbæ, þaðan í Ísafjarðarbæ, á Blönduós, í Aðaldal og endað á Austurhéraði. Verður 100. sýning á verkinu á Ísafirði hinn 5. júní. Meira
22. maí 1999 | Menningarlíf | 367 orð

Þykir fremsta núlifandi leiklistarskáld Íra

ÍRSKA leikritaskáldinu Brian Friel var fagnað vel við hátíðlega athöfn sem haldin var í Abbey- leikhúsinu í Dublin fyrir skömmu en Friel varð sjötugur fyrr á þessu ári. Kynnti rithöfundurinn og bókmenntafræðingurinn Seamus Deane þá hátíðardagskrá, sem efnt er til í tilefni afmælisins, og sem vara mun allt fram í ágúst. Meira

Umræðan

22. maí 1999 | Aðsent efni | 986 orð

Af hverju ekki að fjárfesta í heilsu þinni?

VIÐ erum alltaf að fjárfesta í einhverju, t.d. fasteign, bifreið, verðbréfum, lífeyrissparnaði o.fl. o.fl., síðan tryggjum við fasteignina og bílinn til að bregðast við óvæntum áföllum svo við getum verið róleg. Meira
22. maí 1999 | Aðsent efni | 758 orð

Á að banna skylmingar vegna vígs Gunnars á Hlíðarenda?

Ég fæ ekki betur séð, segir Ómar Þ. Ragnarsson, en að bann við ólympískum hnefaleikum einum og sér feli í sér misrétti milli íþróttagreina. Meira
22. maí 1999 | Aðsent efni | 844 orð

Hvað ungur nemur ­ gamall temur

Manninum var ætlað að vera athafnasamur, sýna jákvæða áhættuhegðun, segir Edward H. Huijbens, og alast upp í nánu sambandi við náttúruna. Meira
22. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 486 orð

"Hörðustu töffararnir með beltin spennt"

UM miðjan júní eru liðin fimm ár frá því skipulegt forvarnarstarf hófst hjá Vátryggingafélagi Íslands en fyrsta verkefnið var að setja á markað eina öruggustu barnabílstóla sem völ er á í heiminum. Haustið 1994, hófust síðan umferðarfundir VÍS, "Tökum slysin úr umferð" þar sem fjallað er um afleiðingar umferðarslysa og hafa þeir fundir verið haldnir reglulega síðan. Á þessum fimm árum hafa 10. Meira
22. maí 1999 | Aðsent efni | 1113 orð

Kjör námsmanna

Ég hef á tilfinningunni að hafa verið frystur úti þar sem ég lauk ekki námi heima hjá mömmu, segir Ragnar Jónsson, og útskýrir hér hvers vegna. Meira
22. maí 1999 | Aðsent efni | 830 orð

Margæsir á Bessastöðum

Árleg fuglaskoðunarferð Ferðafélags Íslands og Hins íslenska náttúrufræðifélags var farin fyrir nokkru. Gerður Steindórsdóttir segir hér frá fuglaskoðun suður með sjó. Meira
22. maí 1999 | Aðsent efni | 403 orð

Um Svavar fyrrverandi sendiherra

Heldur er þessi niðurfærsla hjákátleg, segir Hreggviður Jónsson, og lítt utanríkisþjónustunni til sóma. Meira
22. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 233 orð

Vanhugsuð vinnubrögð

ÞAÐ stendur ekki á því að sekta fólk fyrir smávegis mistök, eins og á sér stað með bílbeltin, því að oft eru þau svo klaufalega staðsett, að það er ekki nema fyrir æfða fimleikamenn að læsa þeim. Lásarnir nema við rassinn í stað þess að vera ofanvert á vinstra læri, þar sem til þeirra næst. Í mörgum fimmanna bílum eru ekki nema fjögur belti, tvö fram í og tvö aftur í. Meira

Minningargreinar

22. maí 1999 | Minningargreinar | 192 orð

Arnfríður Arnmundsdóttir

Andlát Öddu kom ekki á óvart, en samt finnst okkur sem þekktum hana hún vera tekin allt of fljótt frá okkur. Hún var ein þeirra kvenna sem helgaði fjölskyldunni krafta sína og stóð ávallt við hlið manns síns, sr. Jónasar Gíslasonar. Hún og sr. Jónas gáfu mikið af sér fyrir mig og mína kynslóð þegar við vorum unglingar og ungt, fullorðið fólk í Kristilegu skólahreyfingunni. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 344 orð

Arnfríður Arnmundsdóttir

Það eru góðar minningar tengdar henni Arnfríði. Hún kom til þess að verða prestskonan okkar í Grensássókn þegar maður hennar, séra Jónas Gíslason, tók þar við embætti. Þá var margt enn með frumbýlingshætti hjá hinum unga söfnuði, aðstaða léleg í einskonar bráðabirgðahúsnæði og hægt gekk með byggingaframkvæmdir safnaðarheimilisins, sem líka skyldi verða kirkja. En þau hjón létu það ekki á sig fá. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 872 orð

Arnfríður Arnmundsdóttir

Nú þegar elskuleg vinkona mín, Arnfríður Arnmundsdóttir, eða Adda eins og ég kallaði hana, hefur kvatt okkur, hrannast minningarnar upp hver af annarri. Enda samfylgdin orðin löng. Það var árið 1943 sem ég sá Öddu fyrst en það var á kristilegri samkomu í Frón á Akranesi þar sem starfsemi KFUM og KFUK fór fram. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 555 orð

Arnfríður Arnmundsdóttir

Það er sárt að missa þá sem okkur þykir vænt um. Og það er enn sárara að missa þá sem þykir vænt um okkur. Þess vegna finn ég fyrir fátækt nú, þegar Adda er dáin. Arnfríður Arnmundsdóttir var mikilfengleg kona ­ í stíl við nafnið. Um leið var Adda jafn látlaus og heimilisleg og gælunafnið. Hún var kærleiksríkur vinur og einn af máttarstólpum samfélagsins. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 405 orð

Arnfríður Arnmundsdóttir

Með nokkrum orðum langar okkur að minnast vinkonu okkar, Arnfríðar. Leiðir okkar lágu saman fyrir u.þ.b. 10 árum í dönskudeild Háskóla Íslands. Þá hafði Arnfríður nýlokið stúdentsprófi frá öldungadeild og hélt ótrauð áfram náminu, og var aldursforseti í deildinni þetta árið. Þar hófst okkar vinskapur sem hélst fram á hennar síðasta dag. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 688 orð

Arnfríður Arnmundsdóttir

Drottinn gaf og Drottinn tók lofað veri nafn Drottins (Job 1, 21.) Þessi orð komu sterkt upp í huga okkar þegar við vinkonurnar fréttum af andláti Arnfríðar Ingu Arnmundsdóttur eða Öddu, eins og við ávallt kölluðum hana. Stórt skarð er höggvið í vinahóp okkar og eftir situr tómarúm og söknuður. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 568 orð

Arnfríður Arnmundsdóttir

Þessar ljóðlínur koma mér í hug, þegar ég minnist kærrar móðursystur minnar. Adda, eins og hún var alltaf kölluð í fjölskyldunni, var barn vorsins og gróandans. Hún leit dagsins ljós að vori og hún kvaddi þennan heim, við söng vorðboðans ljúfa og gargsins í kríunni, sem tylltu sér niður við gluggann fyrir framan líknardeild Landspítalans í Kópavoginum, þar sem hún lést. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 561 orð

Arnfríður Arnmundsdóttir

Arnfríður Arnmundsdóttir vissi hver hún var og að hverju hún gekk. Og hún bar sig að eins og því hæfði hverju sinni. Sjálf skipti hún ekki gjarna um hlutverk. Það gerði hins vegar maður hennar nokkrum sinnum og hennar hlutur breyttist um leið. Hún hafði greinst með krabbamein. Varanleg lækning var ekki í sjónmáli. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 1162 orð

Arnfríður Inga Arnmundsdóttir

Tæpt hálft ár er umliðið síðan vinur okkar hjóna og skólabróðir, Jónas Gíslason vígslubiskup andaðist nær 72 ára að aldri. Nú hefur dauðinn einnig hrifið vin okkar Öddu, eiginkonu Jónasar, á brott. Við lát hennar líða fram ljúfar minningar um hana sem persónu og lífsförunaut látins vinar. Á síðustu menntaskólaárum okkar Páls vissum við að Jónas átti sér unnustu frá Akranesi. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 326 orð

ARNFRÍÐUR INGA ARNMUNDSDÓTTIR

ARNFRÍÐUR INGA ARNMUNDSDÓTTIR Arnfríður Inga Arnmundsdóttir fæddist á Akranesi 3. apríl 1928. Hún lést á líknardeild Landspítalans 14. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Arnmundur Gíslason, kaupfélagsstjóri, kaupmaður og verkamaður á Akranesi, f. 3.3. 1890, d. 10.4. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 279 orð

Ása Pálsdóttir

Elsku Ása frænka. Nú þegar okkur er orðið ljóst að við fáum ekki að hitta þig meira hérna megin, verður okkur hugsað til baka. Fyrsta skipti sem við sáum þig var þegar við vorum nýflutt til Danmerkur, þú áttir 6 ára afmæli og íbúðin hjá ykkur var full af sólbrúnum Íslendingum, sem voru að halda upp á daginn með þér. Þú varst svo kát og glöð og stolt af því að vera byrjuð í skóla. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 24 orð

ÁSA PÁLSDÓTTIR

ÁSA PÁLSDÓTTIR Ása Pálsdóttir fæddist á Akureyri 16. ágúst 1983. Hún lést 4. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarfjarðarkirkju 12. maí. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 141 orð

Ásta Sigrún Guðjónsdóttir

Ásta Sigrún Guðjónsdóttir Ég vildi, móðir, grípa orðsins auð og óði miðla þér. Af gulli snauð er hönd mín enn og eflaust mun svo löngum. En mér er einnig stirt um tungutak, þó töfri lindasuð og fuglakvak og þytur blæs í grasi og skógargöngum. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 347 orð

Ásta Sigrún Guðjónsdóttir

Mig langar að skrifa nokkrar línur um móður mína sem lést háöldruð á Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum. Hún mamma var mjög sérstök kona. Hún eignaðist 13 börn og ól upp eitt fósturbarn og var þess vegna alltaf mikið fyrir að hafa fólk í kringum sig. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 67 orð

Ásta Sigrún Guðjónsdóttir

Elsku tengdamamma og amma. Okkur langar að minnast þín með eftirfarandi ljóðlínum: Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 112 orð

Ásta Sigrún Guðjónsdóttir

Ásta Sigrún Guðjónsdóttir Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna. Er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 400 orð

Ásta Sigrún Guðjónsdóttir

Mig langar með nokkrum orðum að kveðja ömmu mína og nöfnu Ástu Sigrúnu Guðjónsdóttur frá Kirkjufelli í Vestmannaeyjum. Á langri ævi upplifir fólk svo margt og hún amma mín lifði svo sannarlega langa og viðburðaríka ævi. Það var alltaf svo gaman að fara í heimsókn til hennar og oftar en ekki fóru umræðurnar að snúast um gamla tíma. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 599 orð

Ásta Sigrún Guðjónsdóttir

Tengdamóðir þín er látin, hljómaði fregnin sem ég fékk ­ og í hugann kom stef úr margræðu miðleitnu kvæði Eyjafjarðarskáldsins Davíðs: "en stundum lýsir ljós, sem aldrei var kveikt lengur en hin, sem kveikjum sínum brenna." Tengdamamma er ein af þeim sem lifir þótt hún sé dáin. Því hvernig sem syrti í sálu hennar, lék hugur og kraftur öll sín ljóð. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 461 orð

Ásta Sigrún Guðjónsdóttir

Rósu konunni minni kom í hug stef frá Eyjafjarðarskáldinu Davíð þegar hún minntist móður minnar: "en stundum lýsir ljós, sem aldrei var kveikt lengur en hin, sem kveikjum sínum brenna." Já, þetta var rétt, mamma var ein af þessum sérstæðu boðberum birtu og vinarþels, sem aldrei þarf að "kveikja" á, því í þeirra innra sjálfi er birtan svo skær að hún lýsir sjálfkrafa upp allt þeirra umhverfi. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 508 orð

ÁSTA SIGRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR

ÁSTA SIGRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR Ásta Sigrún Guðjónsdóttir var fædd í Varmadal á Rangárvöllum þann 5. september árið 1905. Foreldrar hennar voru Anna Kristín Jóhannsdóttir og Guðjón Jónsson. Ásta var ung sett í fóstur hjá hjónunum Helgu Runólfsdóttur og Jóni Jónssyni að Króktúni í Hvolhreppi og kallaði Ásta þau alltaf foreldra sína. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 456 orð

Bjargey Bíbí Kristjánsdóttir

Þegar ekið er suður með Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi svo sem fjóra kílómetra er komið að ofurlitlum skrúðgarði sem lætur ekki mikið yfir sér. Þetta er garður sem Bíbí ræktaði upp úr malargryfju sem Blönduósbær átti. Frá því að snjóa leysti á vorin og fram á fyrstu snjóa á haustin í yfir tvo áratugi gekk hún á hverjum degi fram og til baka til þess að rækta garðinn sinn. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 104 orð

Bjargey Bíbí Kristjánsdóttir

Þú áttir þér heim, þar sem himinn er tær, og hlæjandi blómálfar svífa. Og þér voru blessuðu blómin þín kær, að búa þeim velsæld og hlífa. Þitt líf var ei kapphlaup um virðing og völd, né veraldar prjálið hið dýra. Þú lést ekki margslungna umbrota öld, ævinni þrúgandi stýra. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 98 orð

BJARGEY (BÍBÍ) KRISTJÁNSDÓTTIR

BJARGEY (BÍBÍ) KRISTJÁNSDÓTTIR Bjargey Kristjánsdóttir fæddist á Hofsósi 27. júlí 1927. Hún andaðist á Héraðshælinu á Blönduósi 14. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Steinþórsdóttir, f. 7. apríl 1902 að Hólkoti í Ólafsfirði, d. 25. apríl 1958 og Kristján Guðmundsson, f. 16. nóvember 1898 að Lónkoti í Sléttuhlíð, d. 21. apríl 1975. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 856 orð

Bjargey Kristjánsdóttir

Á sjávarbakkanum út með ströndinni fyrir utan Hofsós stóð lítill bær, sem nefndur var Berlín. Lítill garður var fyrir sunnan húsið, þar sem matjurtir og nokkur skrautblóm voru ræktuð. Þar steig lítil stúlka sín fyrstu spor. Hún hét Bjargey en var ætíð kölluð Bíbí. Hún fékk snemma tilfinningu fyrir náttúru landsins og naut þess að sjá blóm og grös vaxa og dafna og hlúa að þeim með litlum höndum. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 297 orð

Garðar Lárus Long

Elskulegur tengdafaðir minn hefur nú hvatt þetta jarðlíf, eftir erfið veikindi frá síðastliðnu hausti. Manni finnst það óraunverulegt því þú ert svo ljóslifandi í huga manns og minningarbrotin eru mörg. Kornung kom ég inn í fjölskylduna þegar við Jóhannes kynntumst. Fann ég þá mjög sterkt hvað ég var innilega velkomin og leið vel í návist ykkar Unnar. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 119 orð

Gestur Ottó Jónsson

Elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Okkur langar til að þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman, alla þá ást og hlýju sem þú gafst okkur og ætlum við að geyma hana í hjarta okkar. Við vitum og finnum að þér líður vel og þú ert kominn með hesta heilsu, það er það sem okkur hefur dreymt og við óskað okkur síðustu ár og nú er það komið. Takk fyrir allt. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 33 orð

GESTUR OTTÓ JÓNSSON

GESTUR OTTÓ JÓNSSON Gestur Ottó Jónsson fæddist í Brekku í Eyjafjarðarsveit 26. september 1929. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 2. maí síðastliðinn. Útför Gests fór fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 12. maí. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 229 orð

Grímur Jónsson

Vinur minn, lokavegferðin var erfið en ég veit að þú varst sama baráttuhetjan og einkennt hafði þitt fas alla tíð. Þú varst glaður maður og frásagnargleðin mikil og oft svo lifandi að líkja mátti við myndband nútímans. Ég átti því láni að fagna að vegir okkar lágu saman, bæði í leik og starfi. Ég kynntist fjölskyldu þinni og starfaði með börnum þínum. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 698 orð

Grímur Jónsson

Ástkær frændi okkar og vinur Grímur Jónsson er látinn eftir langa baráttu við krabbamein. Okkur systkinin langar til að minnast hans með fáeinum orðum. Kynni okkar af Grími hófust í bernsku okkar og má segja að hann hafi alltaf verið hluti af okkar lífi. Hann var móðurbróðir okkar og jafnframt uppáhaldsfrændi. Tengsl fjölskyldnanna hafa alltaf verið náin. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 735 orð

Grímur Jónsson

Vinur minn Grímur Jónsson radar- og flugradíómaður á Ísafirði er fallinn eftir röska baráttu við illvígan sjúkdóm. Vágest sem herjað hafði á hann um nokkurt skeið og glímt um líf hans og heilsu. Varðist hann lengi kröftuglega af djörfung og æðruleysi, stundum svo kappsamlega að vart mátti á milli sjá hvor hefði betur í baráttunni. Að lokum eftir snarpa viðureign birtist almættið í gervi dauðans. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 274 orð

GRÍMUR JÓNSSON

GRÍMUR JÓNSSON Grímur Jónsson fæddist 6. ágúst 1927 á Ísafirði. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 16. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Grímsson, málafærslumaður á Ísafirði, f. 18. des. 1887, d. 25. september 1977 og Ása Thordarson, húsfreyja, f. 18. maí 1892, d. 15. maí 1971. Systkini Gríms eru: Hjörtur loftskeytamaður, f. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 510 orð

Grímur Jónsson Einhverjar fyrstu minningar mínar eru bundnar ferðum mí

Einhverjar fyrstu minningar mínar eru bundnar ferðum mínum yfir á Ölduna, þetta stóra og reisulega hús á sjávarkambinum við Fjarðarstrætið sem staðið hefur í móti öldum hafsins nú bráðum í heila öld. Þarna iðaði og ólgaði mikið mannlíf og fjölskrúðugt en þar bjuggu þá Jóhanna móðursystir mín og Grímur Jónsson með strákunum Rúnari og Sigurði en síðan komu þau frændsystkin mín hvert á fætur öðru, Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 55 orð

Guðleif Jónsdóttir

Elsku langamma. Okkar innilegustu þakkir skaltu fá fyrir allt sem þú hefur kennt okkur og fyrir allan þann stuðning sem þú hefur veitt okkur systrum í lífinu. Við höfum verið lánsamar að hafa þig svona lengi hjá okkur og minningin um þig mun lifa í hjörtum okkar. Vertu sæl, elsku amma. Svandís og Sandra. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 284 orð

Guðleif Jónsdóttir

Hugurinn rennur til baka þó tíminn renni fram. Leifa frænka er dáin. Hin eina sanna Leifa frænka. Þessi fasti punktur í tilverunni. Frá því hún fluttist hingað til Borgarness, ásamt eiginmanni sínum Ólafi Þórðarsyni, járnsmið, og dótturinni Ásu. Þau voru þá búin að búa í Reykjavík í fáein ár. Óli hafði keypt hér járnsmiðju sem hann vann svo við allt til dauðadags. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 367 orð

Guðleif Jónsdóttir

Elsku amma mín. Það er komið að kveðjustund, þú ert búin að fá hvíldina sem þú þráðir svo mikið. Það var á mánudaginn síðasta sem mamma hringdi í mig og sagði að þú værir orðin veik. Leiðin milli Blönduóss og Borgarness hefur aldrei verið eins löng og þá, en þegar ég var komin til þín áttum við góða samverustund og gátum rætt ýmislegt. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 139 orð

Guðleif Jónsdóttir

Látin er í Borgarnesi heiðurskonan Guðleif Jónsdóttir. Guðleif var gift föðurbróður mínum, Ólafi Þórðarsyni járnsmið í Borgarnesi, sem margir muna eftir en hann lést árið 1963. Heimili þeirra Ólafs og Guðleifar var rómað myndarheimili. Gestkvæmt var oft þegar Laxfoss kom í Borgarnes og margir heimsóttu þau hjón þar, enda ekki í kot vísað þar sem Guðleif stóð fyrir veitingum af miklum myndarbrag. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 210 orð

GUÐLEIF JÓNSDÓTTIR Guðleif Jónsdóttir fæddist að Lundum í Stafholtstungum 5. febrú

GUÐLEIF JÓNSDÓTTIR Guðleif Jónsdóttir fæddist að Lundum í Stafholtstungum 5. febrúar 1908. Hún lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 15. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingigerður Kristjánsdóttir, f. 27. ágúst 1877, d. 12. janúar 1969, og Jón Gunnarsson, f. 3. ágúst 1877, d. 30.júlí 1960. Systkini Guðleifar eru Kristján, f. 30.11. 1901, d. 11.2. 1978, Sæmundur, f. 7. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 401 orð

Guðmunda F. Björnsdóttir

Það er einkennileg tilfinning að geta ekki lengur litið inn hjá Mundu á Hellu, eins og við systkini mín vorum vön að kalla hana, og njóta alls þess sem hún hafði upp á að bjóða. Það ljómaði alltaf svo af henni að maður fylltist ósjálfrátt friði og vellíðan hjá henni. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 37 orð

GUÐMUNDA F. BJÖRNSDÓTTIR

GUÐMUNDA F. BJÖRNSDÓTTIR Guðmunda F. Björnsdóttir, Fornasandi 1, Hellu, var fædd að Rauðnefsstöðum á Rangárvöllum 4. ágúst 1912. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands 27. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð 8. maí. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 244 orð

Guðmundur Sigurbjörnsson

Elsku pabbi minn. Mig langar að skrifa nokkur orð til þín hér niður á blað, vegna þess að í dag er afmælisdagur þinn og þú hefðir orðið fimmtugur, ég gat ekki gert það þegar þú lést 7. júlí sl. Þú vast nú búinn að ákveða að halda stóra og skemmtilega fimmtugsafmælisveislu í dag, 22. maí. Skyndilega veiktist þú þann 28. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 28 orð

GUÐMUNDUR SIGURBJÖRNSSON

GUÐMUNDUR SIGURBJÖRNSSON Guðmundur Sigurbjörnsson fæddist á Akureyri 22. maí 1949. Hann lést á heimili sínu 7. júlí 1998 og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 16. júlí 1998. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 95 orð

Guðrún Beinteinsdóttir

Við systkynin, börn Ólafs Beinteinssonar og Sigurveigar Hjaltested, langar að kveðja þig með fáeinum orðum. Okkur langar að þakka fyrir þína miklu glaðværð, þitt góða og milda skap og þína skemmtilegu músikhæfileika sem við höfum fengið að njóta í gegnum árin. Við kveðjum þig með þessum orðum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 33 orð

GUÐRÚN BEINTEINSDÓTTIR

GUÐRÚN BEINTEINSDÓTTIR Guðrún Theódóra Beinteinsdóttir fæddist á Vesturgötu 26b í Reykjavík 12. október 1915. Hún lést á Landakoti í Reykjavík 11. maí síðastliðinn. Útför Guðrúnar Theódóru fór fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. maí. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 162 orð

Guðrún Jóna Ipsen

Elsku Guðrún, við vitum að núna líður þér vel hjá guði, en við eigum samt svo erfitt með að skilja og sætta okkur við að þú skulir vera farin frá okkur. Með þessum ljóðlínum langar okkur að þakka þér fyrir alla hlýjuna og alla ástina sem þú varst svo óspör á að veita okkur. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga því er ver. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 193 orð

Guðrún Jóna Ipsen

Hið snögga og óvænta fráfall Guðrúnar Jónu er að sjálfsögðu mikið áfall fyrir Víði, manninn hennar og börn þeirra og þeirra fjölskyldur svo og ættingja og vini. Guðrún hverfur hins vegar frá góðu og glæsilegu heimili og fjölmargir munu geyma góðar minningar um þessa yndislegu konu sem var hvers manns hugljúfi. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 30 orð

GUÐRÚN JÓNA IPSEN

GUÐRÚN JÓNA IPSEN Guðrún Jóna Ipsen fæddist í Reykjavík 21. ágúst 1967. Hún lést á Kvennadeild Landspítalans hinn 23. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grafarvogskirkju 5. mars. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 543 orð

Hildur Marý Sigursteinsdóttir

Kæra vinkona. Ekki átti ég von á því að þurfa að kveðja þið svo fljótt, sem raunin er. Ég trúði því alltaf að þú ynnir þessa þraut eins og allar hinar, þú sem aldrei kvartaðir, þér leið alltaf svo ágætlega ef þú varst spurð og vildir aldrei gera veður út af þínum veikindum, en varst alltaf að spyrja eftir hverjum þeim sem þú vissir að var eitthvað veikur. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 28 orð

HILDUR MARÝ SIGURSTEINSDÓTTIR

HILDUR MARÝ SIGURSTEINSDÓTTIR Hildur Marý Sigursteinsdóttir fæddist á Akureyri 18. ágúst 1940. Hún lést á Landspítalanum 25. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 3. maí. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 328 orð

Kristján J. Guðmundsson

Í dag, 22. maí, verður vinur minn, Kristján J. Guðmundsson, eða Stjáni Slipp, eins og hann oftast var kallaður, jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju. Ég átti því láni að fagna að kynnast Kristjáni í ársbyrjun 1976, er ég tók við framkvæmndastjórn Bátatryggingar Breiðafjarðar. Átti ég upp frá því mikið og mjög gott samstarf við Kristján. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 403 orð

Kristján Júlíus Guðmundsson

Kristján Júlíus Guðmundsson var fyrst og fremst þekktur sem skipasmiður. Hann vann við þá iðngrein sína meðan kraftar entust og síðustu starfsárin einkum við smíði minni báta. Hans besti tími sem skipasmiðs var áður en plastbátarnir tóku við af tréskipunum, sem Kristján þekkti best og kunni tökin á. Og hann var skipasmiður af hjartans list og handtök hans við smíðarnar voru traust og örugg. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 157 orð

KRISTJÁN JÚLÍUS GUÐMUNDSSON

KRISTJÁN JÚLÍUS GUÐMUNDSSON Kristján Júlíus fæddist 28. september 1911. Hann lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi 12. maí sl. Foreldrar Kristjáns voru Guðmundur Kristján Jensson, f. 20. desember 1858, d. 21. apríl 1932, bóndi á Brekku í Þingeyrarhreppi, og Jónína Jónsdóttir, f. 14. desember 1864, d. 25. febrúar 1938. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 230 orð

Kristján Vernharður Oddgeirsson

Þegar ég heimsótti Venna bróður minn 7. og 8. maí sl. þar sem hann lá á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri var hann meðvitundarlítill. Hann hafði dottið niður nokkrum dögum áður heima á Hlöðum. Sennilega blæðing inn á heila. Þegar andlátsfregnin, sem kom ekki á óvart, barst svo 11. maí komu upp í hugann minningar frá liðnum árum. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 436 orð

Kristján Vernharður Oddgeirsson

Kristján Vernharður ólst upp í foreldrahúsum í stórum systkinahópi. Hann var sjötti í röð tólf barna þeirra hjóna Aðalheiðar Kristjánsdóttur og Oddgeirs Jóhannssonar, útvegsbónda á Grenivík. Að honum stóðu sterkir stofnar úr Þingeyjarsýslu og Skagafirði. Hann var fríður sýnum og hafði þennan óvenju sterka ættarsvip allrar fjölskyldunnar. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 175 orð

Kristján Vernharður Oddgeirsson

Móðurbróðir minn, Venni, er látinn eftir stutta sjúkdómslegu. Ég vissi hvert stefndi er ég sat við sjúkrabeð hans þann 8. maí s.l. Þegar svo móðir mín sagði mér að hann væri látinn, komu löngu liðin atvik upp í hugann. - Venni á tröppunum á Hlöðum ásamt með ömmu og afa; við að renna í hlað. - Lítil hönd í stórum hlýjum lófa á leiðinni út í fjós að mjólka kýrnar. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 262 orð

KRISTJÁN VERNHARÐUR ODDGEIRSSON

KRISTJÁN VERNHARÐUR ODDGEIRSSON Kristján Vernharður Oddgeirsson fæddist 8. nóvember 1915 að Hlöðum á Grenivík. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 11. maí síðastliðinn. Faðir hans var Oddgeir skipstjóri á Grenivík, f. 23.10. 1880, d. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 470 orð

Lárus Garðar Long

Vinirnir heilsa ­ vinirnir kveðja. Nú hefur Lalli Long lotið í lægra haldi fyrir sjúkdómnum illvíga, langt um aldur fram. Fyrsta bernskuminningin er frá æskuheimili Lalla á Stóru Heiði, en mæður okkar voru góðar vinkonur og söngsystur hjá Brynjólfi Sigfússyni sem stjórnaði kirkjukórnum og Vestmannakór í áratugi. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 329 orð

Lárus Garðar Long

Jæja afi minn, þá ert þú farinn, farinn á stað þar sem ég veit að þér mun líða vel. Þú barðist hetjulega við erfiðan sjúkdóm sem bar þig ofurliði. Sorgin hjá mér er mikil en ég næ að milda hana með öllum góðu minningunum sem ég hef um þig. Það er margt sem kemur upp í huga minn þegar ég hugsa um þær stundir sem við áttum saman nafnarnir. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 219 orð

Lárus Garðar Long

Ég vil þakka tengdaföður mínum þessi alltof stuttu en góðu kynni. Ég kynntist unnusta mínum í október 1995 og kem í mína fyrstu heimsókn stuttu eftir það til þeirra Unni og Lalla, þau hjónin tóku mér og syni mínum mjög vel. Enda leið ekki langur tími þar til hann fer að kalla þau ömmu og afa. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 224 orð

Lárus Garðar Long

Elsku afi minn, mig langar að skrifa nokkur orð til að þakka þér, allt frá því við kynntumst, alltaf varstu til staðar tilbúinn að hjálpa og gera allt fyrir mig til að mér liði sem best. Þú hefur alltaf hugsað fyrst um aðra og svo komst þú. Ég á margar góðar minningar um þig, afi minn. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 314 orð

Lárus Garðar Long

Enn og aftur er höggvið skarð í nágranna- og vinahópinn. Lárus Garðar Long kvaddi þetta jarðneska líf fimmtudaginn 13. maí sl. (Uppstigningardag). Við Lalli vorum félagar í Akóges til margra ára og lét hann þar gott eitt af sér leiða eins og annarsstaðar þar sem hann var félagi. Akógesar sakna góðs vinar og kveðja hann með söknuði. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 170 orð

LÁRUS GARÐAR LONG

LÁRUS GARÐAR LONG Lárus Garðar Long fæddist á Staðarfelli í Vestmannaeyjum 22. mars 1931. Hann lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja 13. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bergþóra Ástrós Árnadóttir og Jóhannes Hróðnýr Jóhannsson. Lárus var yngstur fimm systkina. Elstur var Árni Theodór, látinn, Anna Hulda, Ólafur, látinn, og Jóhanna Dóra. Hinn 13. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 306 orð

Sigurmundur Jörundsson

Nú eru þeir flestir farnir eða á förum sem lifðu síðustu ár skútualdarinnar hér á landi. En við vorum þónokkuð margir piltarnir frá Bíldudal sem 1927­30 upplifðum þessi seinustu ár þeirra atvinnuhátta. Einn af þeim seinustu en jafnframt eftirminnilegustu var nú að kveðja, Sigurmundur Jörundsson, sonur þeirra hjóna Steinunnar Gunnarsdóttur og Jörundar Bjarnasonar, skútuskipstjóra á Bíldudal. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 279 orð

Sigurmundur Jörundsson

Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku pabbi, með þessum línum langar okkur að minanst þín í örfáum orðum. Minningarnar streyma fram, allt sem þú kenndir okkur og gerðir fyrir okkur í litla húsinu sem þú byggðir á erfiðum tíma. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 158 orð

SIGURMUNDUR JÖRUNDSSON

SIGURMUNDUR JÖRUNDSSON Sigurmundur Jörundsson fæddist í Reykjavík 3. september 1908. Hann lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar 17. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jörundur Bjarnason, skipstjóri á Bíldudal, f. 5. september 1875, d. 30. maí 1951 og eiginkona hans Steinunn Halldóra Guðmundsdóttir, f. 17. janúar 1884, d. 20. desember 1963. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 561 orð

Sveinbjörg Brandsdóttir

Sem lítil börn horfðum við upp í krónu ættartrésins, virtum fyrir okkur laufið á greinunum, sem blakti í golunni eða hristist til þegar vindurinn skók tréð. Þá fannst okkur að þessar laufguðu greinar myndu skýla okkur óbreytanlegar um aldur og ævi. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 200 orð

Sveinbjörg Brandsdóttir

Það kom mér ekki á óvart þegar faðir minn hringdi og færði mér fréttir af andláti ömmu minnar Sveinbjargar Brandsdóttur. Þú amma mín fagnar hvíldinni og þó við ættingjar þínir syrgjum þig þá vitum við að þrek þitt var gengið til þurrðar og hvíldin kærkomin. Nú færðu að hvíla við hlið afa í Reykholti. Þú, amma mín, hefur alltaf átt stóran part af hjarta mínu. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 243 orð

Sveinbjörg Brandsdóttir

Ef til er hin fullkomna veröld þar sem hið góða fær að ráða, þá ert þú þar núna, elsku amma. Það er verið að veita orður og verðlaun til fólks fyrir eitt og annað. Okkur finnst að stundum gleymist það fólk sem vinnur störf sín í kyrrþey, er heiðarlegt, býr yfir manngæsku og reynir að sjá eitthvað gott í öllu. Þannig varst þú, kæra amma, og betra væri að fleiri hefðu slíka kosti til að bera. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 62 orð

Sveinbjörg Brandsdóttir

Í vöggugjöf sú von er gefin, þó verði erfið hinstu skrefin. Að aftur bláni himinhvelin, það heiði eftir dimmu élin. Ævistarfið búi og börnum, baráttunni á vegi förnum, helgaðir með sanni og sóma, þú sást þar lífsins helgidóma. Í nýrri vídd í nýjum heimi náðin Drottins um þig streymi. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 40 orð

Sveinbjörg Brandsdóttir

Mér fannst langamma vera góð. Þegar ég og mamma komum að Runnum fengum við að drekka. Ég veit að langömmu líður vel hjá Guði og Jesú. Ég vona að hún sé búin að hitta langafa og ættingja. Brandur Daníel. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 420 orð

Sveinbjörg Brandsdóttir

Með sorg í hjarta og söknuði kveð ég þig elsku amma mín. Laugardaginn 15. maí sl. fékkstu þína langþráðu hvíld og varst kölluð til æðri heima. Nú þegar komið er að kveðjustund og leiðir skilja finn ég huggun í að lesa eftirfarandi kveðjuljóð Valdimars Briem: Hin langa þraut er liðin nú loksins fékkstu friðinn, og allt er orðið rótt, Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 1112 orð

Sveinbjörg Brandsdóttir

Vinnuhjúaskildagi - og langri vist að ljúka hjá þér elsku Sveinbjörg mín. Jarðvist sem einkennst hefur af trúmennsku, gæsku og nærgætni. Lotningu fyrir lífinu. Og þó þú hafir ætíð, eins og ræktunarmanninum er tamast, horft til framtíðar gættir þú þess alla tíð að taka mið af fortíðinni - reynslunni. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 297 orð

SVEINBJÖRG BRANDSDÓTTIR

SVEINBJÖRG BRANDSDÓTTIR Sveinbjörg Brandsdóttir fæddist 11. september 1906 á Fróðastöðum í Hvítársíðu. Hann lést á Akranesi 15. maí síðastliðinn. Foreldrar: Brandur Daníelsson, f. 14. júlí 1855, d. 4. des. 1936 og Þuríður Sveinbjarnardóttir, f. 3. ágúst 1868, d. 29. maí 1948. Sveinbjörg starfaði við barnakennslu áður en hún giftist. M. 30. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 608 orð

Valgerður Daníelsdóttir

Það er laugardagur í upphafi hvítasunnuhelgar. Í dag fylgjum við móður minni, Valgerði, til grafar, þar sem hún verður lögð til hinstu hvíldar við hlið pabba í Selfosskirkjugarði. Þau eru nú sameinuð á ný eftir ellefu ára aðskilnað, en hann lést á nánast sama árstíma 1988. Mig langar að minnast mömmu nokkrum orðum og reyndar þeirra beggja. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 369 orð

Valgerður Daníelsdóttir

Vala amma verður sjálfsagt í huga okkar systkinanna úr Reykjavík hún amma í Breiðholti, þótt hún hafi í raun stystan tíma ævi sinnar búið þar. Hún og Jói afi, sem saman höfðu stundað búskap á Ketilsstöðum í Rangárvallasýslu, brugðu búi um 1970 þegar heilsa þeirra fór að bila og fluttu að Maríubakka í Breiðholti, þar sem við vorum tíðir gestir. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 387 orð

Valgerður Daníelsdóttir

Hún ólst upp við túnaslátt, engjaheyskap og heybandslestir. Þá var hesturinn ennþá þarfasti þjónninn. Þá var kembt, spunnið og prjónað alla vetrardaga, en einn las upphátt fyrir alla hina úr bókunum frá Lestrarfélaginu. Foreldrarnir voru mætar manneskjur, en hún átti fleiri góða að, t.d. ömmuna, nöfnu sína. "Hún gaf mér fyrstu stígvélaskóna og var mér afskaplega góð," sagði Vala. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 386 orð

Valgerður Daníelsdóttir

Það eru forréttindi að eiga ömmu, góða ömmu. Þannig ömmu átti ég. Nú er hún amma mín góða dáin og minningarnar streyma fram og þakklætið. Æska mín var svo samofin nærveru ömmu og afa á Ketilsstöðum. Á heimili þeirra skaust ég í heiminn jafn eðlilega og annað ungviði í sveitinni.Næstu fimmtán árin var ég hjá þeim í öllum mínum fríum, um sumur, jól og páska. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 359 orð

Valgerður Daníelsdóttir

Okkur langar til að minnast föðurömmu okkar, Valgerðar Daníelsdóttur, með nokkrum orðum. Það eru forréttindi að fá að kynnast konu eins og Völu ömmu. Konu sem lifði nær alla þessa öld og upplifði mestu þjóðfélagsbreytingar sem íslenska þjóðin hefur gengið í gegnum. Hún tileinkaði sér þessar breytingar með þeirri miklu jákvæðni sem alltaf einkenndi hana. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 263 orð

Valgerður Daníelsdóttir

Mig langar að kveðja tengdamóður mína með örfáum orðum. Ég man eins og gerst hafi í gær þegar ég hitti Völu fyrst. Það var í desember 1969. Vala og Jói voru í "kaupstaðarferð" að útrétta fyrir jólin og langaði þau til að hitta stúlkuna sem hafði heillað yngsta son þeirra. Ég var boðin í mat hjá elsta syninum á Álfhólsveginn þar sem Vala og Jói dvöldu í ferðinni. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 168 orð

Valgerður Daníelsdóttir

Elsku besta amma okkar. Í fáeinum orðum langar okkur að minnast þín og þeirra yndislegu stunda sem við höfum átt saman. Það sem einkenndi þig var umhyggjusemi, léttlyndi og hlýja í garð okkar og allra sem í kringum þig voru og alltaf svo stutt í hláturinn og grínið. Meira
22. maí 1999 | Minningargreinar | 263 orð

VALGERÐUR DANÍELSDÓTTIR

VALGERÐUR DANÍELSDÓTTIR Valgerður Daníelsdóttir fæddist 19. mars 1912 í Guttormshaga í Holtum og ólst þar upp. Hún lést á Dvalarheimilinu Lundi, Hellu, 11. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Daníel Daníelsson og Guðrún S. Guðmundsdóttir. Meira

Viðskipti

22. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 273 orð

"Bankarnir eiga ekki sök á þenslunni"

JÓN Adolf Guðjónsson, bankastjóri í Búnaðarbankanum, segir að ásakanir á hendur ríkisbönkunum um að þeir eigi sök á útlánaþenslunni komi sér á óvart og telur hann að hlutafjáraukningin á síðasta ári hafi verið fullkomlega eðlileg. Meira
22. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 78 orð

Breytingar á stjórnun

DAVID M. Brewer, sem verið hefur aðstoðarforstjóri Columbia Ventures Corporation, hefur tekið við stjór á daglegum rekstri fyrirtækisins, segir í fréttatilkynningu. Í verkahring Brewers verða meðal annars öll rekstrarleg tengsl við Norðurál hf. á Grundartanga en eigandinn, Kenneth D. Peterson, verður áfram stjórnarformaður. Meira
22. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 246 orð

Breytingar á þjónustu SAS

Breytingar á þjónustu SAS FLUGFÉLAGIÐ SAS kynnir um þessar mundir nýtt útlit félagsins annars vegar og hins vegar viðamiklar breytingar á þjónustu þess. Í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að markmiðið með þessum breytingum sé að mæta harðnandi samkeppni og koma til móts við auknar kröfur viðskiptavina félagsins. Meira
22. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 125 orð

ÐNaust Marine tekur við sölu á sjálfvirknibúnaði Tæknivals

GENGIÐ hefur verið frá samkomulagi um að Naust Marine í Garðabæ kaupi sölusvið sjálfvirknibúnaðar hjá iðnstýrideild Tæknivals hf., og mun iðnstýrideild hér eftir einbeita sér að hönnun og þróun stjórn- og eftirlitskerfa sem er meginverkefni deildarinnar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Tæknivali. Með þessu samkomulagi flyst m.a. Meira
22. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 170 orð

ÐRáðstefna um nýsköpun, vöruþróun og hönnun

ÞANN 28. maí næstkomandi verður haldin í Háskólabíói alþjóðleg ráðstefna um nýsköpun, vöruþróun og hönnun. Á ráðstefnunni, sem verður sett af forseta Íslands, munu tíu erlendir og innlendir fyrirlesarar fjalla um viðfangsefnið frá ólíkum sjónarmiðum. Meira
22. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 99 orð

ÐVísitölur launa og byggingakostnaðar

HAGSTOFA Íslands hefur reiknað út launavísitölu miðað við meðallaun í apríl 1999. Launavísitalan er 181,4 stig og hækkar um 0,1% frá fyrra mánuði. Samsvarandi launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána, er 3.967 stig í júní 1999. Vísitala byggingakostnaðar eftir verðlagi um miðjan maí 1999 er 235,9 stig (júní 1987= 100) og hækkaði um 0,2% frá fyrra mánuði. Meira
22. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 225 orð

Evra enn í mikilli lægð gegn dollar

GENGI evrunnar varð stöðugra eftir einhverja mestu lægð gegn dollar í gær. Lítil breyting hafði orðið í Wall Street þegar viðskiptum lauk í Evrópu, þar sem aukið fylgi Olivetti meðal hluthafa Telecom Italia var mál málanna. Evran var litlu hærri en 30. apríl, þegar hún seldist á 1,0537 dollara. Meira
22. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 120 orð

Fyrsti hagnaður Mazda í 6 ár

MAZDA Motor hefur skýrt frá fyrsta hagnaði fyrirtækisins í sex ár og spáir mesta hagnaði sínum frá upphafi á næsta ári. "Ég segi frá því með nokkru stolti að takmark okkar til marz árið 2000 er að setja algert met," sagði yfirfjármálastjóri Mazda, Gary Hexter, á blaðamannafundi. Meira
22. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 158 orð

Hagnaður M&S aldrei minni en nú

FORSTJÓRI Marks & Spencer, Peter Salisbury, hefur skýrt frá mestu hagnaðarrýrnun í 115 ára sögu fyrirtækisins, en heldur því fram að það sé á batavegi. Að sögn M&S minnkaði hagnaður fyrir skatta í 546 milljónir punda á reikningsári fyrirtækisins, sem lauk 31. marz, en hagnaður fyrir skatta í fyrra nam 1,3 milljörðum punda. Meira
22. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 422 orð

Kaupir verslunina Stykkiskaup

VERSLUNARKEÐJAN Hraðkaup hefur gengið frá samningi við eigendur Stykkiskaupa ehf. um kaup á fasteignum og verslunarrekstri Stykkiskaupa í Stykkishólmi. Hraðkaup tekur við rekstrinum frá 1. júní næstkomandi en þetta er fjórða verslun keðjunnar. Að sögn Jóns Scheving Thorsteinssonar, forsvarsmanns Hraðkaups, verður verslunin í Stykkishólmi rekin með svipuðu sniði í sumar og verið hefur. Meira
22. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 230 orð

Microsoft býður í þýzkt kapalkerfi

MICROSOFT hugbúnaðarrisinn ætlar að taka höndum saman við þýzka fjölmiðlarisann Bertelsmenn og bjóða í hluta stærsta kapalsjónvarpsnets Þýzkalands, sem gamla símaeinokunarfyrirtækið Deutsche Telekom hefur rekið til þessa. Meira
22. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 232 orð

Rafræn viðskipti til sérstakrar umfjöllunar

ÍSLENSK-sænska verslunarráðið hélt aðalfund sinn í Stokkhólmi 18. maí sl. í húsakynnum Verslunarráðs Stokkhólms. Auk venjulegra aðalfundarstarfa voru rafræn viðskipti til sérstakrar umfjöllunar á fundinum, og kynntu þeir Skúli Mogensen frá OZ og Henrik Bergquist frá Ericsson samstarfsverkefni þeirra "iPulse", sem tengir saman ólíka samskiptamiðla eins og síma, tölvur og Netið. Meira
22. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 330 orð

Ungu fólki tryggð full réttindi fyrir iðgjöld

GUNNAR Birgisson, stjórnarformaður Samvinnulífeyrissjóðsins" sagði m.a. á aðalfundi sjóðsins sem haldinn var 20. maí síðastliðinn að sjóðurinn hefði á seinasta ári sett á fót aldursháða sameignardeild, ásamt séreignardeild, og störfuðu þær við hlið hinnar hefðbundnu sameignardeildar. "Eftir þessar aðgerðir er Samvinnulífeyrissjóðurinn í fararbroddi lífeyrissjóðanna í dag," sagði Gunnar. Meira

Daglegt líf

22. maí 1999 | Neytendur | 1194 orð

Alvöru "magasín" á tveimur hæðum DEBENHAMS verður fyrsta erlenda deildaskipta stórverslunin á Íslandi með fatnað, snyrtivörur

DEBENHAMS verður fyrsta erlenda deildaskipta stórverslunin á Íslandi með fatnað, snyrtivörur og ýmsan heimilisvarning en hún verður opnuð í Smáralind árið 2001. Guðbjörg R. Guðmundsdóttirbrá sér í Debenhams í Brighton í vikunni ásamt nýráðnum framkvæmdastjóra Debenhams á Íslandi, Bryndísi Hrafnkelsdóttur. Meira
22. maí 1999 | Neytendur | 55 orð

Blautklútar á augn- og andlitsfarða

FARIÐ er að selja blautklúta sem notaðir eru á augn­ og andlitsfarða. Í fréttatilkynningu frá i&d ehf. kemur fram að klútarnir eru unnir úr viskósefni og í þeim er hreinsimjólk, hreinsivatn og raki. Blautklútarnir koma í 20 stykkja pakkningum og þeir fást í lyfjaverslunum og hjá Nýkaupi, Hagkaupi og víðar. Meira
22. maí 1999 | Neytendur | 141 orð

Ferskar vörur og tilbúinn heitur matur

Í gær, föstudaginn 21. maí, var Nýkaup á Eiðistorgi formlega opnað eftir umfangsmiklar breytingar. Að sögn Finns Árnasonar framkvæmdastjóra hjá Nýkaupi er nú lögð áhersla á þjónustu við viðskiptavini, ferskar vörur, tilbúinn heitan mat og mikið vöruúrval. Búið er að koma upp nýju kjöt­ og fiskborði og aðstöðu fyrir tilbúinn heitan mat. Meira
22. maí 1999 | Neytendur | 57 orð

Fyrstu svartfuglseggin

FYRSTU svartfuglseggin eru komin í Nóatún. Að sögn Jóns Þorsteins Jónssonar markaðsstjóra hjá Nóatúni kostar stykkið af þeim 129 krónur en eggin koma af Langanesi. Jón segir að fyrstu eggin séu sex dögum seinna á ferðinni en í fyrra og hann bendir á að um leið og meira fer að berast af eggjum lækki verðið. Meira
22. maí 1999 | Neytendur | 93 orð

Molta seld í Blómavali og Fossvogsstöðinni

MOLTA hefur um árin verið seld pokuð og í lausu á endurvinnslustöðvum Sorpu. Nú hefur starfsemi stöðvanna breyst og því var ákveðið að hefja samstarf við Blómaval í Sigtúni og Fossvogsstöðina um smásölu á Moltu í pokum. Í fréttatilkynningu frá Sorpu kemur fram að Sorpa muni eins og áður afgreiða moltu og moldarblandaða moltu í lausu á kerrur og vörubíla við móttökustöðina í Gufunesi. Meira
22. maí 1999 | Neytendur | 53 orð

Náttúrulegur nefúði

KOMINN er á markað náttúrulegur nefúði, Stérimar, sem gerður er úr dauðhreinsaðri jafngildri sjávarblöndu. Í fréttatilkynningu frá Ýmusi ehf. kemur fram að efnið sé fyrir alla aldurshópa og úðann má nota 2­6 sinnum á dag. Stérimar er fáanlegt í 50 og 100 ml úðahylkjum og fæst í apótekum um land allt. Meira
22. maí 1999 | Neytendur | 71 orð

Nýjar vörur frá McCain

HEILDVERSLUNIN Dreifing hóf í vikunni sölu og dreifingu á tilbúnum frosnum vöfflum frá McCain. Vöfflurnar verða boðnar í þremur bragðtegundum og eru átta vöfflur í pakka. Aðeins þarf að hita vöfflurnar upp í ristavél eins og venjulegt brauð og eru þær þá tilbúnar eins og þær væru nýbakaðar. Vöfflurnar fást í öllum helstu matvöruverslunum landsins. Meira
22. maí 1999 | Neytendur | 219 orð

Sala hafin á nýrri tegund nautakjöts

SALA á fyrstu nautgripunum af Limousine kyni á Íslandi hófst í vikunni. Gripirnir koma frá Gunnari Jónssyni á Egilsstöðum. Í fréttatilkynningu frá Nýkaupi kemur fram að Limousine nautgripir séu taldir gefa matbesta kjötið með tilliti til bragðgæða og hefur kjötið einnig verið talið mjög meyrt og er það m.a. ástæða þess að kynið var valið til ræktunar hér. Meira

Fastir þættir

22. maí 1999 | Fastir þættir | 1231 orð

BAKSVIÐS MEÐ HELLISBÚANUM Ég er ekki aumingi!

BJARNI Haukur situr fyrir framan stóran spegil og er að bera á sig andlitsfarða. Engin förðunardama sjáanleg og raunar engin sála í þessum stóra kjallara undir Gamla bíói, nema leikarinn. "Ég hélt að það væru alltaf útlærðir förðunarmeistarar í þessu," segir blaðamaðurinn og lítur spyrjandi í kringum sig. "Ég er útlærður förðunarmeistari," svarar Bjarni og heldur áfram að mála sig. Meira
22. maí 1999 | Fastir þættir | 934 orð

Draumvísa

VIÐ ERUM sagna þjóð og nútíma sögumaður notar GSM-símann til að ausa úr og í sagnabrunninn. Í myndrænum heimi draumsins er hið sagða orð frekar fáheyrt, nema sem upphrópunar- og viðvörunarorð, en á móti eru vísur áberandi í draumum manna gegnum tíðina. Þar er um að ræða stökur til ábendingar, álögukviðlinga eða ljóðrænan fróðleik um draummanninn sem birtist og vilja hans til dreymandans. Meira
22. maí 1999 | Fastir þættir | 2010 orð

Fermingar um hvítasunnu

Ferming í Laugarneskirkju á hvítasunnudag kl. 11.00. Prestur sr. Bjarni Karlsson. Fermd verða: Daníel Guðmundur Harðarson, Selvogsgrunni 12. Davíð Steinn Davíðsson, Laugalæk 12. Hulda Björk Brynjarsdóttir, Bugðulæk 1. Lára Sigurðardóttir, Sporðagrunni 2. Magnús Már Björnsson, Kleppsvegi 80. Meira
22. maí 1999 | Fastir þættir | 820 orð

Fræði sem sigruðu "Gott dæmi um vandræðaganginn er þriðja leiðin svonefnda milli markaðshyggju og jafnaðarstefnu; þegar hún er

HUGMYNDAFRÆÐI er ekki í tísku. Margir tengja nú eitthvað ógeðfellt við orðið, t.d. einstrengingshátt og þras að ekki sé talað um glæpaverk alræðisflokkanna. Tuttugasta öldin skilur eftir sig arf í því tilliti með öllum hryðjuverkunum sem voru framin í nafni tvíburanna, nasisma og kommúnisma. Meira
22. maí 1999 | Fastir þættir | 624 orð

HVÍTASUNNULILJA

VORIÐ er tími umhleypinga. Þótt við höldum upp á sumardaginn fyrsta, vita allir, að sumarið er enn ekki komið í alvöru. Við tölum um páskahret, hrafnahret, sumarmálahret, fardagahret, hvítasunnuhret og jónsmessuhret svo bara fáein séu nefnd. Meira
22. maí 1999 | Dagbók | 558 orð

Í dag er laugardagur 22. maí, 142. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Og h

Í dag er laugardagur 22. maí, 142. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Og hann sagði: "Við hvað eigum vér að líkja Guðs ríki? Með hvaða dæmi eigum vér að lýsa því?" (Markús 4, 30. Meira
22. maí 1999 | Fastir þættir | 1527 orð

Í lagi að vera algjör byrjandi Undanfarin ár hefur mátt merkja greinilegan aukinn áhuga fólks á því að læra ljósmyndun, bæði með

SISSA ljósmyndari heitir fullu nafni Sigríður Ólafsdóttir og er með myndarlegt stúdíó neðarlega á Laugavegi í Reykjavík. Stúdíóinu hefur hún undanfarna mánuði deilt með nemendum sem sóttu hjá henni ítarlegt námskeið í ljósmyndun sem lauk sem fyrr segir með Meira
22. maí 1999 | Fastir þættir | 797 orð

Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1006. þáttur

Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1006. þáttur HUNDUR var tekinn af lögreglunni. Hvað merkir þessi setning? Tók lögreglan hund? Eða komu einhverjir og tóku hund sem lögreglan var með? Ég tek þetta dæmi vegna þess að þolmynd í íslensku getur verið tvíræð. Meira
22. maí 1999 | Í dag | 132 orð

KIRKJUHVOLL

Hún amma mín það sagði mér: "Um sólarlagsbil á sunnudögum gakk þú ei Kirkjuhvols til! Þú mátt ei trufla aftansöng álfanna þar. ­ Þeir eiga kirkju í hvolnum, og barn er ég var, í hvolnum kvað við samhljómur klukknanna á kvöldin." Hún trúði þessu, hún amma mín, ­ ég efaði ei það, að allt það væri rétt, er hún sagði um þann stað. Meira
22. maí 1999 | Í dag | 344 orð

Tapað/fundið GSM-sími týndist

GRÁR lítill Sony GSM- sími, CMD-C1, týndist annaðhvort í Bíóborginni eða á leiðinni niður Laugaveg sl. þriðjudagskvöld. Skilvís finnandi hafi samband í síma 5517514. Margrét. Barnahjól týndist við Fífusel VÍNRAUTT barnahjól týndist við Fífusel í vikunni. Þeir sem hafa orðið hjólsins varir hafi samband í síma 6976553 eða 5666492. Meira
22. maí 1999 | Í dag | 518 orð

ÞAÐ ríkti mikil gleði á heimili Víkverja síðastliðinn sunnudag, þeg

ÞAÐ ríkti mikil gleði á heimili Víkverja síðastliðinn sunnudag, þegar Manchester United landaði Englandsmeistaratitlinum í knattspyrnu. Einkum var það yngri sonurinn sem lét gleði sína í ljós, en hann talar jafnan um þá Manchester-menn í fyrstu persónu: "Við erum bestir, Meira

Íþróttir

22. maí 1999 | Íþróttir | 47 orð

Ársþingi HSÍ lýkur í dag

ÁRSÞING Handknattleikssambands Íslands (HSÍ) hófst í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í gær og lýkur í dag. Ýmsar tillögur lágu fyrir þinginu, t.d. um lagfæringar á félagaskiptareglugerðum, breytingar á keppnisfyrirkomulagi yngstu aldursflokka, breytingar á keppni í 2. deild karla og á reglugerðum fyrir dómaranefnd HSÍ. Meira
22. maí 1999 | Íþróttir | 97 orð

Deschamps á leið frá Juventus

DIDIER Deschamps, fyrirliði heimsmeistara Frakka í knattspyrnu, tilkynnti í gær að hann væri á leið frá ítalska stórliðinu Juventus. Hann hefur verið hjá Tórínóliðinu í fimm ár og segir að nú sé kominn tími á breytingar. "Forráðamenn félagsins hafa vitað í nokkurn tíma að ég vildi yfirgefa Juventus og færa mig um set. Meira
22. maí 1999 | Íþróttir | 451 orð

FH skellti Fylki niður á jörðina

HAFNFIRÐINGAR fóru heldur háðulega með háttskrifað lið Fylkis, sem spáð var efsta sæti deildarinnar, í Árbænum í gærkvöldi þegar þeir unnu öruggan 4:0 sigur en mörkin hefðu þess vegna getað verið fleiri. Útreiðin var því sárari að Árbæingar voru meira með boltann en sváfu yfir sig í vörninni í öllum fjórum mörkunum. Meira
22. maí 1999 | Íþróttir | 110 orð

Framhaldið óráðið

GÍSLI G. Jónsson, Íslandsmeistari í torfæruflokki sérútbúinna jeppa kveðst óráðinn með framhaldið, þó hann mæti í fyrsta torfærumót ársins. "Mér hefur ekki gengið sem skyldi að finna styrktaraðila, verð að bíða og sjá hvað gerist eftir fyrstu keppni", sagði Gísli. "Ég reyni að vinna fyrstu keppnina, vann hana í fyrra. Meira
22. maí 1999 | Íþróttir | 248 orð

Hársbreidd frá sigri

ÍSLENSKA landsliðið í körfuknattleik var aðeins hársbreidd frá sigri á Hvít-Rússum í undankeppni Evrópumótsins í Slóvakíu í gær. Lokatölur urðu 62:63 þar sem Hvít- Rússar gerðu sigurkörfuna á síðustu sekúndu leiksins. Staðan í hálfleik var 32:29 fyrir Ísland. Ef Ísland hefði unnið væri það komið áfram í riðlakeppni EM. "Það var grátlegt að tapa þessum leik á lokasekúndunni. Meira
22. maí 1999 | Íþróttir | 121 orð

Ísland upp um styrkleikaflokk

ÍSLENSKA landsliðið í tennis sigraði í A-riðli 4. deildar Davis-bikarsins sem lauk á Möltu í gær og færist því upp um styrkleikaflokk. Þetta er besti árangur sem íslenska landsliðið hefur náð og leikur það í 3. deild að ári. Ísland sigraði Kýpur, 2:1, í gær og hafði áður unnið Eþíópíu 3:0, Súdan 3:0 og Möltu 2:1. Íslenska liðið vann því alla leiki sína í riðlinum. Meira
22. maí 1999 | Íþróttir | 139 orð

Knattspyrna

1. deild karla: Fylkir - FH0:4 -Hörður Magnússon (24.), Guðlaugur Baldursson (56.), Jónas Grani Garðarson (70.), Erlendur Gunnarsson (89.). Stjarnan - Skallagrímur1:2 Stojakovis Dragoslav (2.) - Guðlaugur Rafnsson (10.), Hjörtur Hjartarson (90 - vsp.). Meira
22. maí 1999 | Íþróttir | 162 orð

Leðjuslagur á Akureyri

Leðjuslagur á Akureyri Leikur KA og Víðis í 1. deildinni fór fram á malarvelli KA í norðan bruna og ausandi rigningu. Eins og nærri má geta verður leiksins ekki minnst fyrir áferðarfallega knattspyrnu og voru áhorfendur og leikmenn fegnastir því andartaki er leðjuslagurinn var flautaður af. Úrslitin voru sanngjörn, 1:1. Meira
22. maí 1999 | Íþróttir | 134 orð

Leikheimild Bjarka í höfn

Í GÆR var gengið endanlega frá félagaskiptum Bjarka Gunnlaugssonar úr norska liðinu Brann og yfir í KR. Hann hefur fengið leikheimild frá norska sambandinu og KSÍ er búið að staðfesta hana. Hann verður því löglegur með KR-ingum gegn Leiftri á mánudag. Bjarki kom til landsins í gær. Einar Þór ekki með Meira
22. maí 1999 | Íþróttir | 77 orð

Metaðsókn í Englandi

ALDREI hafa fleiri áhorfendur verið á leikjunum í efstu deild í Englandi en á nýloknu tímabili. 11,5 milljónir áhorfenda sáu leikina og er það 5% aukning frá í fyrra þegar nýtt met var slegið. 30.681 áhorfandi var að meðaltali á leik í vetur, sem er 4,8% aukning frá í fyrra. Sem dæmi um hve áhorfendum hefur fjölgað síðustu ár, þá var meðalaðsókn á leik árið 1992 aðeins 21.125. Meira
22. maí 1999 | Íþróttir | 251 orð

Ótrúleg sögulok á Ítalíu?

AC Milan hefur eins stigs forystu fyrir lokaumferðina á Ítalíu um helgina og getur með útisigri á Perugia tryggt sér 16. meistaratitil sinn. Lazio, sem er í öðru sæti, mætir UEFA-meisturum Parma á heimavelli. "Eftir sex sigurleiki í röð erum við óvænt aðeins einu skrefi frá meistaratitlinum. Við förum ekki að taka upp á því að hrasa núna," sagði Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan. Meira
22. maí 1999 | Íþróttir | 206 orð

S-Afríkumenn ríða á vaðið

FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBAND S- Afríku hefur ákveðið að skipta afreksmönnum sínum í fjóra hópa og greiða þeim laun í samræmi við það. Þar með með ríða S-Afríkumenn á vaðið því þeir eru fyrsta landssamband frjálsíþrótta sem greiðir afreksmönnum sínum laun fyrir að stunda íþrótt sína. Meira
22. maí 1999 | Íþróttir | 1037 orð

Sagan á bandi "Rauðu djöflanna"

LEIKIÐ verður til úrslita í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu í dag, elstu útsláttarkeppni heims. Wembley-leikvangurinn í Lundúnum er að venju vettvangur þessa stærsta leiks ársins í ensku knattspyrnunni og að þessu sinni mætast Manchester United og Newcastle. Meira
22. maí 1999 | Íþróttir | 258 orð

Steingrímur gerði atlögu að 38 ára meti Þórólfs Beck

STEINGRÍMUR Jóhannesson, miðherji Eyjamanna, gerði harða hríð að 38 ára gömlu meti Þórólfs Beck, er hann skoraði fjögur mörk fyrir ÍBV í fyrstu umferð efstu deildar í knattspyrnu er Eyjamönn lögðu Leiftursmenn 5:0 í Eyjum á fimmtudagskvöldið. Þórólfur Beck vann það afrek 28. Meira
22. maí 1999 | Íþróttir | 71 orð

Yorke leikmaður ársins hjá stuðningsaðilum

DWIGHT Yorke, leikmaður Manchester United, var í gær útnefndur leikmaður ársins í Englandi af stuðningsaðilum úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði 18 mörk í deildinni og hefur að auki skorað átta mörk í Meistaradeildinni og þrjú í ensku bikarkeppninni. Meira
22. maí 1999 | Íþróttir | 221 orð

(fyrirsögn vantar)

KVA misnotaði víti KVA og Dalvík gerðu jafntefli, 1:1, á Eskifirði þar sem heimamenn misnotuðu vítaspyrnu þegar langt var liðið á leik. Veður var ekki upp á það besta til knattspyrnu og setti sterkur vindur töluvert mark sitt á leikinn. Eins var grasvöllurinn frekar slæmur. Dalvíkingar léku undan vindinum í fyrri hálfleik og sóttu þá meira. Meira
22. maí 1999 | Íþróttir | 305 orð

(fyrirsögn vantar)

Baráttan í fyrirrúmi "Þetta var baráttuleikur á milli tveggja jafnra liða en ég held að bæði lið geti verið sátt við úrslitin. Vissulega bökkuðum við eftir markið, en komum svo sterkir inn undir lokin og hefðum getað stolið sigrinum," sagði Njáll Eiðsson, þjálfari ÍR, eftir jafnteflisleik,1:1, við Þróttara á Valbjarnarvelli í gærkvöldi. Meira
22. maí 1999 | Íþróttir | 42 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Arnaldur FH-INGAR blésu á allar spárí nepjunni í Árbænum á gærkvöldi þegar þeir unnu Fylki,sem spáð var efsta sæti 1.deildar, örugglega 4:0. Meira
22. maí 1999 | Íþróttir | 271 orð

(fyrirsögn vantar)

Stjörnumenn rændir Hann byrjaði heldur betur glæsilega leikur Stjörnunnar og Skallagríms í 1. deild karla í Garðabæ í gærkvöldi. Áhorfendur voru varla búnir að koma sér fyrir þegar að Stojakovis Dragoslav - Júgóslavinn í liði Stjörnunnar - hamraði boltann í vinstra hornið af um 25 metra færi. Meira

Úr verinu

22. maí 1999 | Úr verinu | 1286 orð

Markaðshlutdeild SÍF á Spáni um 30%

SAMNINGUR á milli SÍF hf. og eigendanna að E&J Armengol S.A. í Barcelona um kaup SÍF hf. á 70% hlut í félaginu hefur nú verið undirritaður. Einnig hafa verið undirritaðir starfssamningar við eigendur að E&J Armengol S.A. þá Eduard Armengol, sem gegna mun áfram framkvæmdastjórastöðu við félagið og Joan Armengol sem gegna mun áfram stöðu sölu- og markaðsstjóra. Meira

Lesbók

22. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 437 orð

ABSTRAKT LJÓSMYNDIR Í ÞJÓÐARBÓKHLÖÐU

Í ANDDYRI Þjóðarbókhlöðunnar stendur þessa dagana yfir sýning á verkum reykvískra áhugaljósmyndara frá árunum 1950­ 1970. Að sögn Ívars Brynjólfssonar, ljósmyndara við Þjóðminjasafnið, einkenndist tímabil þetta af mikilli grósku í listrænni ljósmyndun og ber sýningin þess glöggt merki. Sýningin er smá í sniðum, en þar kennir engu að síður margra grasa. Meira
22. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 80 orð

AÐ GLEYMA OG SKILJA ...EKKI

Þau skilja þetta ekki, þessi sem halda að við séum bara börn. Þau skilja ekki straumana, sem eru á fleygiferð allan daginn, tilfinningarnar sem flæða, bara hvert sem þær vilja og enginn getur stoppað. Skilja ekki að við erum að uppgötva hvert annað. Meira
22. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2133 orð

AÐ LEIÐARLOKUM Myndlista- og handíðaskóli Íslands hefur lokið störfum fyrir fullt og allt, 60 árum eftir að hann var stofnaður.

Myndlista- og handíðaskóli Íslands hefur lokið störfum fyrir fullt og allt, 60 árum eftir að hann var stofnaður. Það verður BRAGA ÁSGEIRSSYNI tilefni til að líta til baka, hann var bæði tengdur skólanum sem einn aðalkennari hans um 40 ára skeið 1956­1996, og hálf öld er síðan hann var í hópi útskriftarnema skólans. Meira
22. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 789 orð

BLÍÐUR ÓHUGNAÐUR

Hnerri dauðs manns nefnist ljóðabók eftir dönsku skáldkonuna Piu Juul. ÖRN ÓLAFSSON segir að í bókinni blandist saman óhugnaður og blíða. Hann fjallar einnig um Sagði ég segi ég, nýjustu bók Piu Juul. Meira
22. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 409 orð

Ég man það vel EYVINDUR ERLENDSSON ÞÝDDI

Ég man það vel, hve barðist heitt þitt hjarta og hendur skulfu létt á armi mér Ég man það vel hve brotagjarna og bjarta í brjósti vonarhöll ég reisti þér Og ilm af gullnum haustsins laufum lagði um líf og vitund okkar, tímans bönd af sálum ungum leystust brátt að bragði og burtu flugu skip af luktri strönd. Meira
22. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 3172 orð

FIRÐIR OG FÓLK EFTIR KJARTAN ÓLAFSSON

Staður Göngu okkar heim að Stað í Súgandafirði, hinu forna prestssetri og kirkjustað, hefjum við á hreppamörkum, rétt fyrir vestan tána á Sauðanesi. Norðan við hana er Hánes og á því lítill viti sem var reistur skömmu eftir 1960. Meira
22. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 46 orð

FOSSARNIR BERJA BUMBUR

Stjörnurnar hylja sig í skýjum og blikka hvor aðra, svið næturinnar er víðáttumikið og myrkrið hefur völdin. Landið dormar og hefur þunga drauma. Árnar brjótast um í gljúfrunum og fossarnir berja bumbur meðan blómin sofa. Höfundurinn er skáld í Hveragerði. Meira
22. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1037 orð

FRÍÐA OG DÝRIÐ

Sergei Prokofiev: Sinfóníurnar 1-7, ásamt Rússneskum forleik og Skýþískri svítu. Fílharmóníusveit Lundúna; Sinfóníuhljómsveit Lundúna (sinf. nr. 1, 5 & 7). Stjórnandi: Walter Weller. London 430 782-2. Upptaka: ADD, London, 1974-77. Útgáfuár þessarar útgáfu: 1996. Heildarlengd (4 diskar): 4.49:08. Verð (Skífan): 4.999 kr. Meira
22. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1030 orð

GRÓÐURFARIÐ ER AÐLAGAÐ KULDA OG HAFNEPJU MYNDIR OG TEXTAR: JÓHANNES JÓHANNESSON

GRÓÐURFARIÐ ER AÐLAGAÐ KULDA OG HAFNEPJU MYNDIR OG TEXTAR: JÓHANNES JÓHANNESSON LITAST UM VIÐ LEIFSBÚÐIR "Ek fann vínvið ok vínber!" sagði Leifur. Ekki er vínviðarlegt á þessum slóðum núna. Ríkjandi norðaustanátt drepur allan gróður nema þann harðgerðasta. Meira
22. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 744 orð

"GÆTI SPILAÐ Á TÓNLEIKUM Á HVERJUM EINASTA DEGI"

Hinn heimsfrægi þýski tónlistarhópur Musica Antiqua Köln, sem nú er á tónleikaferð um Eystrasaltslöndin og Norður- Evrópu, heldur tónleika í Langholtskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR náði símasambandi við Reinhard Goebel, stofnanda og stjórnanda hópsins, í fyrradag, þegar hann var nýlentur á Grænlandi. Meira
22. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 66 orð

Í MUNA BÝR

Hve blikna brár fjallkonu Jökulsárhlíða er hreinninn hopar frá hálendi feðranna. Í muna móður býr er minnist hjörtur við gjöful holtin og hornslíður viðrar við hvítt faldskaut. ÖRÆFALJÓÐ 2010 Við Herðubreið semur Kári kuldaljóð sín á raflínu langspil. Meira
22. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1062 orð

ÍSL- ENSKA?

"En syndin er lævís og lipur og lætur ei standa á sér," orti Steinn Steinarr í kvæðinu um Jón Kristófer kadett í Hernum. Nú um stundir er það eins með enska tungu gagnvart íslensku og syndina gagnvart Jóni Kristófer að hún er bæði lævís og lipur og lætur ei standa á sér. Nú er það svo að sá sem þetta skrifar hefur ekkert á móti enskri tungu, nema síður sé. Meira
22. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2748 orð

LITIÐ TIL SÖGU MANNSINS

Ruth Garrett Millikan er bandarískur heimspekingur sem hefur vakið mikla athygli síðan hin umdeilda bók hennar Language, Thought, and other Biological Categories kom út árið 1984. Það sem er einkum frumlegt við heimspeki hennar er að hún leggur þróunarkenningu Darwins til grundvallar flestu því sem hún skrifar. Meira
22. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

MARSEILLE EFTIR ÞRÖST GEIR ÁRNASON

Marseille er elsta borg Frakklands en tilurð hennar má rekja aftur til um 600 fyrir Krist. Allan hennar aldur hefur staðsetning borgarnnar skipt mestu fyrir sögu hennar. þetta er hafnarborg sem teygir sig 70 km eftir suðurströndinni, í vestur frá frönsku Rívíerunni. Meira
22. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1204 orð

MIKIL BÓK Á MIKLU DÝPI

AUK 1.500 mannslífa sem týndust með Titanic 14. apríl 1912, hvarf Omar mikli með skipinu í djúpið. Nýlega fundust gögn um tilurð Omars mikla, snið af tækjum og myndir, sem sýna ljóslega þessa skrautlegustu bók sem gerð hefur verið. Þessi gögn eru undirstaðan í sýningu í Barbicanbókasafninu í London og þar barði FREYSTEINN JÓHANNSSON þetta bókbandslistaverk augum. Meira
22. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 411 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
22. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 496 orð

RÁÐGÁTA SMÁSAGA EFTIR KRISTÍNU SVEINSDÓTTUR

HÚSIÐ stendur í dálitlum slakka við götuna neðanverða, tengt fimm húsum öðrum. Stofan tengist fögrum blómagarði umluktum háu limgerði svo hún sýnist stærri og bjartari en ella. Á hlýjum sumarkvöldum standa garðdyrnar gjarnan opnar svo inn streymir höfugur ilmur af grasi og rósum. Meira
22. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1883 orð

SEX SJÓFERÐASÖGUR

Herjólfur var Bárðarson, Herjólfssonar. Herjólfur bjó fyrst á Drepstokki. Þorgerðr hét kona hans enn Bjarni son þeirra. Þá brá Herjólfur til Grænlandsferðar með Eiríki ok brá búi sínu. (Í þeirri ferð lenti Herjólfur í Hafgerðingum). Meira
22. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 160 orð

SPEGILL HEIMSINS

Í spegli anda míns sé ég heiminn og allt þarfleysið Í spegli anda míns sé ég tilgang heimsins og allt markleysið Í spegli hjarta míns sé ég sigra heimsins og allt miskunnarleysið Í spegli huga míns sé ég yfirburði heimsins og allt tilgangsleysið Í spegli sálu minnar sé ég anda hug minn og hjarta fórna tilgangi sigrum sínum Meira
22. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 239 orð

VERALDARLJÓÐ

Ljóð mitt til þín, heimur, er harmur þess, sem veit að hérvist manns er fremur lítils virði. Þú hefir mörgum hitað í hjartans innsta reit og hlegið dátt að þjáning fólks og byrði. Sjá, töfraborgum mínum þú hefir öllum eytt, ­ til einskis hefi ég reist þær upp frá grunni, ­ og skildir aldrei hjartað, þetta hjarta, sem er þreytt af þrjátíu ára leit að hamingjunni. Meira
22. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 110 orð

VÍÐERNI ÍSLANDS

Virða skyldu vormenn gerla víðernisins töframátt jarðnesk stjarnan megi merla móti bjartri himingátt náttúrunnar nistisperla natið samspil tímans ferla landsins ásýnd lyftir hátt. Meira
22. maí 1999 | Menningarblað/Lesbók | 61 orð

(fyrirsögn vantar)

Omar mikli skrautlegasta bók sem gerð hefur verið hvarf með Titanic í djúpið 14. apríl 1912. Nú hafa menn dottið niður á myndir af gerð hennar og séð svart á hvítu, hver dýrgripur þessi Omar var; sérinnbundin útgáfa af Rúbajat eftir Omar Khayyam, gullslegin og skreytt 1.050 eðalsteinum. Freysteinn Jóhannsson skoðaði sýningu sem snýst um Omar mikla í Barbicanbókasafninu í London. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.