Greinar föstudaginn 16. júlí 1999

Forsíða

16. júlí 1999 | Forsíða | 48 orð | ókeypis

Fjölmenn mótmæli í Serbíu

ÞÚSUNDIR manna söfnuðust saman í miðborg Kragujevac í Serbíu í gær á mótmælafund sem stjórnarandstöðuflokkar í landinu efndu til. Um átta þúsund manns komu borgarinnar og hlýddu á ræður leiðtoga Breytingabandalagsins þar sem Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti var hvattur til að segja af sér. Meira
16. júlí 1999 | Forsíða | 508 orð | ókeypis

Kaþólskir krefjast afsagnar Davids Trimbles

FRIÐARUMLEITANIR á Norður- Írlandi voru í mikilli óvissu í gær eftir að tilraunir til að mynda heimastjórn í héraðinu með aðild bæði kaþólikka og mótmælenda höfðu farið út um þúfur. Bresk stjórnvöld hafa boðað endurskoðun á friðarsamkomulaginu frá því í fyrra og munu þeir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, hittast nk. Meira
16. júlí 1999 | Forsíða | 189 orð | ókeypis

Lífi verði blásið í friðarferlið

BILL Clinton Bandaríkjaforseti og Ehud Barak, nýkjörinn forsætisráðherra Ísraels, hétu því í gær að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að koma friðarferlinu í Miðausturlöndum af stað aftur eftir þrátefli undanfarinna missera. Meira
16. júlí 1999 | Forsíða | 219 orð | ókeypis

Rússar taldir geyma efnavopn á Kólaskaga

UNDANFARIN fimmtán ár hafa rússnesk stjórnvöld starfrækt leynilega verksmiðju rétt austan við borgina Múrmansk á Kólaskaga þar sem hættuleg efnavopn eru framleidd og geymd, að því er kemur fram í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang í gær. Í fréttinni segir að eftir tveggja ára rannsóknarvinnu hafi blaðið komist á snoðir um verksmiðjuna sem er í skóglendi um tvo km frá Múrmansk. Meira
16. júlí 1999 | Forsíða | 69 orð | ókeypis

Snjókoma í Kanada

SNJÓKOMA og rigning hrelldi íbúa í fjölmörgum héruðum í vesturhluta Kanada í gær, í annað sinn það sem af er þessum mánuði og hefur veðráttan vakið furðu veðurfræðinga. "Ástandið er ótrúlegt," sagði Peter Spyker, veður- og umhverfisfræðingur. "Þetta er í fjórða sinn sem það snjóar hér í júlí og nú hefur það gerst tvisvar í ár. Ég trúi að slíkt hafi aldrei gerst áður. Meira
16. júlí 1999 | Forsíða | 272 orð | ókeypis

Stjórnin breiðir yfir átökin

ÍRANSKA upplýsingamálaráðuneytið í Íran hvatti í gær alla þá sem kunna að vita um nöfn þeirra sem staðið hafa fyrir mótmælum námsmanna í Teheran undanfarna daga til að gefa sig fram. Í yfirlýsingu ráðuneytisins var því heitið að "uppræta þá tækifærissinna og stigamenn" sem ábyrgð beri á átökum námsmanna og öryggissveita lögreglunnar. Andstæðingar klerkastjórnarinnar sögðu í gær að yfir 10. Meira

Fréttir

16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð | ókeypis

Afmælisdjass á Skeiðarárbrú

EFNT var til djasstónleika á Skeiðarárbrú á miðvikudaginn í tilefni af því að 25 ár eru liðin síðan brúin var vígð. Brúarvígslan fór fram 14. júlí 1974 og með tilkomu hennar var unnt að opna hringveginn. Var um að ræða gífurlega samgöngubót á þeim tíma. Meira
16. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 264 orð | ókeypis

Ahtisaari miðlmálum í Miðausturlöndum

Arafat sagði á ráðstefnu um menntamál í Helsinki að Ahtisaari hefði átt stóran þátt í að koma á friði í Kosovo í síðasta mánuði og framganga hans í friðarviðræðum Vesturveldanna og Júgóslavíu sýndi að hann væri tilvalinn milligöngumaður í friðarviðræðum Ísraela og araba. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 469 orð | ókeypis

Allar framleiðsluvörur í einni bók

BM-VALLÁ hefur gefið út 116 blaðsíðna handbók sem ber heitið Hús og garðar 1999­2000. Öll framleiðsla og þjónusta sem fyrirtækið veitir er þar kynnt í máli og myndum, ásamt yfirlitum og korti af sýningarsvæði fyrirtækisins í Fornalundi. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 165 orð | ókeypis

Athugasemd við athugasemd

AÐALHEIÐUR Steinsdóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna á Ísafirði, hefur fyrir hönd samtakanna sent eftirfarandi athugasemd við athugasemd Áslaugar S. Alfreðsdóttur, sem birtist í blaðinu s.l. þriðjudag: "Vegna athugasemdar Áslaugar S. Alfreðsdóttur um rangar upplýsingar um verð á gistingu á Sumarhóteli Ísafjarðar í tengslum við Hótel Ísafjörð, skal tekið fram að um símakönnun var að ræða. Meira
16. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 182 orð | ókeypis

Atvinnuleysi ekki minna frá 1991

ATVINNULEYSI hefur ekki verið minna á Akureyri síðan árið 1991, en við síðustu skráningu hjá Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra nú í júli fór skráningin í fyrsta sinn í átta ár niður fyrir 200 manns. Alls voru við síðustu skráningu 195 á atvinnuleysisskránni. Meira
16. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 305 orð | ókeypis

Ástand lítið batnað og á sumum sviðum versnað

ÞRÁTT fyrir 25 ára opinbera stefnumörkun í umhverfismálum í Evrópusambandinu (ESB) hefur ástandið lítið batnað og á sumum sviðum versnað. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu (ESA) um ástand og framtíðarhorfur umhverfismála í ESB. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 266 orð | ókeypis

Bakhús birtist við Hafnarstræti

NÚ er verið að endurnýja og fegra bakhúsið við Hafnarstræti 1­3 og innrétta það að nýju, en húsið hefur seinustu áratugi verið hulið sjónum flestra vegfarenda. Þá er verið að ganga frá göngustíg á milli Hafnarstrætis 1­3 og bakhússins, sem liggur frá Naustunum að Kaffi Reykjavík. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 225 orð | ókeypis

Bið stytt um mánuð

TAFIR á afgreiðslu lána frá Íbúðalánasjóði voru ræddar á stjórnarfundi sjóðsins sem haldinn var á Sauðárkróki í gær. Að sögn Gunnars Björnssonar stjórnarformanns liggja fyrir ákveðnar hugmyndir sem fela í sér að biðin styttist um mánuð frá því sem nú er. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi fljótlega upp úr næstu mánaðamótum. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 123 orð | ókeypis

Breytingar á stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur Á

Breytingar á stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur Á AÐALFUNDI Krabbameinsfélags Reykjavíkur sem haldinn var í vor urðu nokkrar breytingar á stjórn félagsins. Sigríður Lister hjúkrunarfræðingur gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir sjö ára starf sem formaður. Tillaga kom um Jóhannes Tómasson, stjórnarmann og blaðamann, og var hún samþykkt. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 93 orð | ókeypis

Bæjarprýði

KÓPAVOGSLÆKURINN hefur verið stíflaður þannig að tjörn myndast neðst í læknum. Umhverfi tjarnarinnar er til mikillar prýði. Lengi hefur staðið til að fegra þetta svæði og var loks ráðist í verkið nú í vor. Verktakar á vegum Kópavogsbæjar hafa starfað að því en Græni herinn tók þátt í fegruninni er hann hélt innreið sína í bæinn fyrr í mánuðinum. Meira
16. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 206 orð | ókeypis

Bæjarráð undrandi

BÆJARRÁÐ Akureyrar undrast svar stjórnar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna við bréfi bæjarstjóra sem sent var í kjölfar þess að SH lokaði starfsstöð sinni á Akureyri í byrjun sumars. Í bréfi bæjarstjóra var stjórnin krafin svara við því á hvern hátt hún ætlaði að efna loforð sín sem gefin voru bæjarstjórn með bréfi frá 23. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 428 orð | ókeypis

Bærileg byrjun í Vesturdalsá

VEIÐI fór þokkalega af stað í Vesturdalsá í Vopnafirði, en hollið sem opnaði ána var við veiðar dagana 5.­8.júlí. Að sögn Lárusar Gunnsteinssonar sem var ásamt öðrum við veiðar var veiðin "róleg", en samt þokkaleg miðað við það sem búast má við í ánni á þessum tíma sumars. Áin er talin síðsumarsá. Alls veiddust 5 laxar og næsta holl, sem lauk veiðum 11. júlí, veiddi tvo til viðbótar. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 166 orð | ókeypis

Dagsferð að Hagavatni FERÐAFÉLAG Íslands efnir

Dagsferð að Hagavatni FERÐAFÉLAG Íslands efnir á laugardaginn kemur 17. júlí til dagsferðar á að Hagavatni í tilefni náttúrhamfaranna á þeim slóðum. Brottför er kl. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 184 orð | ókeypis

Dagskrá helgarinnar á Þingvöllum

DAGSKRÁ helgarinnar hefst laugardaginn 17. júlí kl. 13 með Barnastund. Farið verður frá þjónustumiðstöð og gengið í Hvannagjá þar sem náttúran verður skoðuð og farið í leiki. Tekur dagskráin um eina klst. og er ætluð börnum á aldrinum 5­12 ára. Kl. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 1056 orð | ókeypis

Ein af nýjustu þotum Boeing í flugi fyrir Heimsferðir

EIN af nýjustu þotugerðunum frá Boeing, 737-800, er nú í notkun hjá breska leiguflugfélaginu Sabre Airways, sem annast í sumar flug fyrir ferðaskrifstofuna Heimsferðir bæði til sólarstranda og London. Þessi gerð fór í fyrsta flugið fyrir tveimur árum og var afhent fyrsta flugfélaginu á síðastliðnu vori. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 197 orð | ókeypis

Farþegum fjölgaði um 20% hjá Íslandsflugi

FARÞEGUM Íslandsflugs í innanlandsflugi fjölgaði um 20% á 12 mánaða tímabilinu frá júlí-júní 1997 og 1998 í samanburði við sama tíma 1998 til 1999. Hefur farþegafjöldinn aukist úr um 90 þúsund farþegum í 110 þúsund. Aukning er í flutningum á tvo áfangastaði af sjö í innanlandsfluginu, Akureyri og Vestmannaeyjar. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 309 orð | ókeypis

Fjölgar á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi

FÆKKUN íbúa varð í öllum landshlutum nema á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi samkvæmt tölum Hagstofunnar um breytingar á lögheimili landsmanna á fyrri helmingi ársins. Mest varð fækkunin á Norðurlandi eystra en þar voru aðfluttir 172 færri en þeir sem fluttu þaðan og á Austurlandi voru þeir 102 færri. Á höfuðborgarsvæðinu var fjölgun um 1.160 íbúa og á Suðurlandi um 24. Meira
16. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 1258 orð | ókeypis

Framtíð friðarumleitana á Norður-Írlandi í óvissu Engin heimastjórn tók við á Norður-Írlandi í gær, eins og stefnt hafði verið

ÓHÆTT er að segja að friðarumleitanir á Norður-Írlandi séu í algeru uppnámi. Í stað þess að í gær væri sett á laggirnar heimastjórn með aðild bæði kaþólikka og mótmælenda varð uppi fótur og fit, sambandssinnar neituðu að tilnefna sína fulltrúa í stjórnina og í kjölfarið varpaði Seamus Mallon, Meira
16. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 160 orð | ókeypis

Frekari álitshnekkir Haugheys

SÉRSTAKUR rannsóknardómstóll á Írlandi hefur nú til athugunar gögn sem benda til að Charles Haughey, fyrrverandi forsætisráðherra á Írlandi, hafi árið 1989 notað í eigin þágu peninga sem ætlaðir voru til að greiða kostnað vegna lífsnauðsynlegrar læknismeðferðar góðs vinar Haugheys. Meira
16. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 222 orð | ókeypis

Gíslum bjargað í Grikklandi

GRÍSKA lögreglan bjargaði í gær fimm gíslum, sem höfðu verið í haldi vopnaðs Albana í rútu í norðurhluta Grikklands í rúman sólarhring. Albaninn var skotinn til bana í áhlaupi lögreglunnar, sem náði af honum handsprengju og kastaði henni út úr rútunni. Enginn gíslanna særðist í áhlaupinu. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 311 orð | ókeypis

Góð sveifla á fyrstu tónleikunum

FYRSTU tónleikarnir á Jazzhátíð í Garðabæ voru haldnir í Kirkjuhvoli á þriðjudaginn. Þá lék Kvartett Péturs Grétarssonar fyrir fullu húsi við góðar undirtektir áheyrenda. Á efnisskránni var tónlist sem kennd hefur verið við píanóleikarann Dave Brubeck og kvartett hans. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 231 orð | ókeypis

Helgardagskráin í Viðey

VIÐEY á Sundum er yfirlætislaus útivistarperla við bæjardyr Reykvíkinga þar sem mönnum bjóðast ýmsir kostir. Hægt er að fara í lautartúr upp á eigin spýtur. Þá hefur staðarhaldari boðið upp á gönguferð með leiðsögn, bæði síðdegis á laugardögum og enn fremur á þriðjudagskvöldum klukkan 19:30. Á sunnudögum er svokölluð staðarskoðun, þ.e. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 1658 orð | ókeypis

Í myrkri og fimbulkulda á "þriðja pólinn"

Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarnason, sem fyrir rúmu einu og hálfu ári gengu á suðurskautið ásamt Ólafi Erni Haraldssyni, ætla á næsta ári að ganga á norðurpólinn. Þar með munu Íslendingar hafa náð syðsta, nyrsta og hæsta punkti jarðar, "pólunum þremur", á aðeins þremur árum. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 786 orð | ókeypis

Íslendingar áhugasamir

Undanfarin ár hafa nýjar matreiðsluaðferðir rutt sér mjög til rúms á Íslandi. Fólk er hætt að borða daglega gamla íslenska matinn og farið að þreifa í ríkari mæli fyrir sér um matreiðslu eftir hefðum hinna ýmsu landa. Fyrir skömmu var auglýst námskeið í indverskri matargerð, en fram til þessa hefur sú matargerð ekki verið í hvers manns eldhúsi hér. Meira
16. júlí 1999 | Miðopna | 2091 orð | ókeypis

Íslenskar orkulindir grundvöllur viðskipta með losunarkvóta?

Kyoto-bókunin felur í sér að réttur til losunar gróðurhúsalofttegunda verður takmörkuð og kvótabundin auðlind. Viðskipti með losunarkvóta milli landa verða heimil og rætt hefur verið um uppboðssölu á kvótum innan landa. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 238 orð | ókeypis

KB og Baugur sækja um annan stað

TVÖ fyrirtæki sem reka verslanir í Borgarnesi, Kaupfélag Borgfirðinga og Baugur hf., hafa sitt í hvoru lagi sótt um verslunarlóð við aðalgötu bæjarins, Borgarbraut, skammt þar frá sem umferðin af Borgarfjarðarbrú fer inn á götuna. Bæði þessi fyrirtæki og fleiri sóttu um lóð á fyrirhugaðri uppfyllingu við Brúartorg, utan við Shell-skálann og standa enn yfir viðræður við kaupfélagið um þá lóð. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 93 orð | ókeypis

Kviknaði í við kæfugerð

ELDUR kviknaði í vinnslusal í kjallara Kjötumboðsins við Kirkjusand um klukkan 9.30 í gærmorgun. Að sögn varðstjóra Slökkviliðs Reykjavíkur kom eldurinn upp í afmörkuðum vinnslusal þar sem starfsmaður var að vinna að kæfu-gerð. Starfsmaðurinn, sem hafði verið að hita feiti, brá sér frá og er hann kom til baka logaði töluverður eldur í salnum. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 86 orð | ókeypis

Landsvirkjun kannar málið

SAMKVÆMT Kyoto-bókuninni, sem kveður á um takmarkanir á losun gróðurhúsalofttegunda í iðnríkjunum á árunum 2008­2012, verður heimilt að koma á viðskiptum með losunarkvóta á milli landa. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, staðfestir í samtali við Morgunblaðið að komið hafi til umræðu á milli Landsvirkjunar og ráðgjafa, sem eru að kanna þessi mál, Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 413 orð | ókeypis

Landsvirkjun verði endur greitt með fjársöfnun

STJÓRN Skotveiðifélags Íslands ákvað á stjórnarfundi sínum í gær að beita sér fyrir því að efna til fjársöfnunar til að endurgreiða Landsvirkjun hluta kostnaðar sem hún hefur lagt í rannsóknir vegna fyrirhugaðra virkjana á Austurlandi. Segir Sigmar B. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 121 orð | ókeypis

Leiðrétt Tónleikar Sigur Rósar Í frétt um tónle

Í frétt um tónleikaferð Sigur Rósar í gær, var sagt að hljómsveitin léki á Akranesi annað kvöld og á Ísafirði á sunnudagskvöldið. Þetta er rangt, hið rétta er að hljómsveitin leikur á Akranesi í kvöld föstudagskvöld og á Ísafirði annað kvöld laugardagskvöld og leiðréttist þetta hér með. Meira
16. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 297 orð | ókeypis

Leiðtogi Skínandi stígs handtekinn

OSCAR Ramirez Durand, leiðtogi Skínandi stígs, einnar af herskáustu uppreisnarhreyfingum Suður-Ameríku, var handtekinn í frumskógi í Perú í fyrradag. 1.500 hermenn höfðu leitað hans í skóginum með aðstoð orrustuþotna og þyrlna. Nítján ára skæruhernaður hreyfingarinnar hefur kostað um 30.000 manns lífið. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 311 orð | ókeypis

Leit hafin að hinum grunaða í Danmörku

LÖGREGLAN í Reykjavík rannsakar lát manns á fimmtugsaldri en hún fann manninn látinn á heimili sínu skömmu eftir hádegi í gær. Telur lögregla að honum hafi verið ráðinn bani. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins voru stunguáverkar á hinum látna, en lögregla lætur ekki uppi hvort vopn, sem kann að hafa verið notað, hafi fundist. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 408 orð | ókeypis

Líf og fjör

FÓLK víðs vegar að úr borginni sækir félagsmiðstöð aldraðra í Hraunbæ, enda eru allir Reykvíkingar 67 ára og eldri boðnir velkomnir að taka þátt í félagsstarfinu. Andrea Þórðardóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar, segir að starfsemin breytist yfir sumarið. Þá sé aukin áhersla lögð á útivist og ferðalög en handavinna og spilamennska eru stór þáttur í starfinu árið um kring. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 177 orð | ókeypis

Nýtt Blátt lón formlega opnað BLÁA lónið í Svarstsengi var formle

Nýtt Blátt lón formlega opnað BLÁA lónið í Svarstsengi var formlega opnað í gær að viðstöddum hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og fleiri gestum. Forsetinn afhjúpaði hann hraunhellu sem táknar upphaf framkvæmdanna við baðstaðinn. Hellan er hluti af Illahrauni sem umlykur baðstaðinn, en það rann árið 1226. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 39 orð | ókeypis

Nýtt þak í rigningunni

Í VÆTUTÍÐINNI sem gengið hefur yfir höfuðborgina undanfarna daga er eins gott að ekki komi leki að þakinu en hér er verið að skipta um þakflísar. Veðurstofan spáir áfram vætutíð, landsmönnum til skapraunar. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 178 orð | ókeypis

Nær 40 milljónir til grunnrannsókna í veirufræði

BRESKA Wellcome-stofnunin hefur veitt dr. Ingólfi Johannessen lækni tæplega 30 milljóna króna styrk til rannsókna á herpes-veirusýkingum í beinmerg. Stofnunin veitti Ingólfi í fyrstu um 10 milljónir króna til forrannsókna við Læknaskóla Edinborgarháskóla í Skotlandi, en styrkir nú verkefnið á ný. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 127 orð | ókeypis

Ólafur Ketilsson

ÓLAFUR Ketilsson, bifreiðastjóri og sérleyfishafi, lengi búsettur á Laugarvatni lést 9. júlí síðastliðinn, nærri 96 ára að aldri. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Ólafur Ketilsson fæddist 15. ágúst 1903 á Álfsstöðum á Skeiðum. Foreldrar hans voru bóndi þar og Kristín Hafliðadóttir Ketill Helgason kona hans. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 161 orð | ókeypis

Ráðherra lætur endurskoða Kvótaþing

SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA, Árni M. Mathiesen, hefur hafið könnun á því hvaða áhrif lögin um Kvótaþing og Verðlagsstofu hafi haft á íslenzkan sjávarútveg, sérstaklega stöðu og möguleika einstaklingsútgerðar. Birgi Þór Runólfssyni, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, hefur verið falið verkið. Meira
16. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 222 orð | ókeypis

Ráðstefna um aðlögun samfélaga

FJÖLÞJÓÐLEG ráðstefna um sögulega aðlögun samfélaga, atvinnuhætti og umhverfisbreytingar við norðanvert Norður-Atlantshaf verður haldin á Akureyri um helgina. Að henni standa Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, North Atlantic Biocultural Organizaation (NABO) í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Meira
16. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 71 orð | ókeypis

Reuters 30 ár frá fyrstu tunglferðinni

Reuters 30 ár frá fyrstu tunglferðinni Í DAG, 16. júlí, eru 30 ár liðin síðan bandaríska geimfarið Apollo 11 lagði upp í fyrstu tunglferðina en á þriðjudag, 20. þ.m., verður þess minnst, að þá stigu menn í fyrsta sinn fæti á þennan fylgihnött jarðarinnar. Það voru þeir Neil Armstrong og Edwin F. "Buzz" Aldrin Jr. Meira
16. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 365 orð | ókeypis

Rugova fagnað við heimkomu

IBRAHIM Rugova, hófsamur leiðtogi Kosovo-Albana, kom aftur til Kosovo í gær eftir rúmlega tveggja mánaða fjarveru og var honum tekið opnum örmum af samlöndum sínum. Rugova sýndi sáttatón gagnvart Frelsisher Kosovo (UCK), sem nú hefur hreiðrað um sig í fjarveru hans í Kosovo, og sagðist bjartsýnn á uppbyggingarstarfið framundan og framtíð héraðsins. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 516 orð | ókeypis

Rússar hafa staðfest Smugusamninginn

RÚSSNESKA utanríkisráðuneytið tilkynnti sendiráðum Íslands og Noregs í Moskvu í gær að stjórnvöld þar í landi hefðu staðfest Smugusamninginn svokallaða. Búist er við að Norðmenn, sem eru vörsluaðilar samningsins, tilkynni íslenskum stjórnvöldum um viðtöku staðfestingarinnar í dag og öðlast samningurinn þá gildi. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 198 orð | ókeypis

Samband um gervihnött

MILLILANDASAMBAND Landssímans til Vestur-Evrópu komst á á ný eftir varaleið um gervihnött um sólarhring eftir að sæstrengurinn CANTAT3 bilaði. Sambandi var fljótlega komið á aftur um vesturleið strengsins til Norður-Ameríku, þ.ám. stærstum hluta netsambands við útlönd en austurleiðin var slitin. Meira
16. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 449 orð | ókeypis

Segjast sjálfir hafa þróað nifteindasprengju

KÍNVERJAR ítrekuðu í gær viðvaranir sínar til Taívana í kjölfar yfirlýsinga Lee Teng-hui, forseta Taívans, og hvöttu þá til að "leggja kalt mat á stöðuna...og láta samstundis af öllum aðskilnaðartilburðum." Lee forseti sagði á miðvikudag að hann sæktist ekki eftir formlegu sjálfstæði Taívans, sem myndi verða til þess að Kínverjar hæfu stríð. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 579 orð | ókeypis

Sektarboðum fjölgaði um fjórðung

SEKTARBOÐUM lögreglunnar fjölgaði um 1.769, eða 25%, á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, frá sama tímabili í fyrra. Þá voru þau 7.202, en í ár 8.971. Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkislögreglustjóra í gær. Að sögn lögreglunnar er þetta hertu eftirliti hennar að þakka, en 1. janúar 1998 var tekið í notkun nýtt sektarkerfi, svokallað punktakerfi, fyrir land allt og löggæsla hert. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 156 orð | ókeypis

Sérkennileg brennisóley

BRENNISÓLEYJAR geta tekið á sig sérkennilega mynd eins og sést á ljósmyndinni, sem tekin var af einni slíkri í Vestmannaeyjum fyrir skömmu. Hér er um að ræða ákveðna vansköpun, að sögn Eyþórs Einarssonar, grasafræðings hjá Náttúrufræðistofnun, sem lýsir sér í því að krónublöðin verða fleiri en á heilbrigðum brennisóleyjum. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 234 orð | ókeypis

Skógardagar um allt land

Í TILEFNI 100 ára afmælis skipulagðrar skógræktar á Íslandi, munu skógræktarfélögin halda skógardaga 17.­18. júlí víðsvegar um land. Dagskrá skógardaganna verður með fjölbreyttum hætti en sérstök áhersla verður lögð á tónlistarflutning í skóginum. Í tilefni þessa verður tekið upp formlegt samstarf við Félag íslenskra hljómlistarmanna. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 182 orð | ókeypis

Skógar- og útivistardagur í Hafnarfirði

SKÓGRÆKTARFÉLAG Hafnarfjarðar, Hestamannafélagið Sörli, Ferðamálanefnd Hafnarfjarðar, Umhverfis- og útivistarfélag Hafnarfjarðar og Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar standa fyrir skógar- og útivistardegi fjölskyldunnar laugardaginn 17. september. Við Skógræktarstöð kl. 14 hefst dagskráin á því að fáni verður dreginn að húni við Höfða og Magnús Gunnarsson bæjarstjóri flytur ávarp. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 99 orð | ókeypis

Smábílakeppni Aðalskoðunar

ÞRIÐJA og næstsíðasta umferð í smábílakeppni Aðalskoðunar hf., Íslandsmóti í keppni fjarðstýrðra bíla, verður ekin í Helluhrauni við Hafnarfjörð laugardaginn 18. júlí. Skráningu keppenda lýkur kl. 9.30 um morguninn en keppni hefst stundvíslega kl. 10 og lýkur um kl. 13. Eins og áður verður keppt í þremur flokkum, 4WD Scale Touring, bensínflokki og 2WD opnum rafmagnsflokki. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 169 orð | ókeypis

Smugusamningurinn staðfestur af öllum aðilum

RÚSSNESK stjórnvöld tilkynntu sendiráðum Íslands og Noregs í Moskvu í gær að þau hefðu staðfest Smugusamninginn svokallaða sem er þríhliða samningur Íslands, Noregs og Rússlands um veiðar í Barentshafi. Norðmenn eru vörsluaðilar samningsins og er búist við að þeir tilkynni íslenskum stjórnvöldum um viðtöku staðfestingarinnar. Meira
16. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 174 orð | ókeypis

Starfsdagur í Laufási

HINN árlegi sumarstarfsdagur í Laufási verður haldinn næstkomandi sunnudag, 18. júlí. Þar gefst fólki kostur að kynnast fornum vinnubrögðum og lífsháttum fólks fyrr á öldum. Undanfarin ár hefur þessi dagur verið fjölsóttur og hefur hann öðlast sess í starfi Gamla bæjarins í Laufási. Meira
16. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 267 orð | ókeypis

Systkin á skilorð fyrir tilraun til fjársvika

SYSTKIN hafa í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmd í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára vegna tilraunar til fjársvika. Málavextir eru þeir að lögreglu á Húsavík bárust upplýsingar um að jeppi hefði hafnað utan akbrautar við heimreið að lögbýli aðfaranótt 7. febrúar sl. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 131 orð | ókeypis

Sýning á munum úr Pourquoi Pas?

Í SJÓMINJASAFNI Íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, verður á laugardaginn 17. júlí, opnuð sýning á munum úr franska hafrannsóknaskipinu Pourquoi Pas? sem fórst út af Straumfirði á Mýrum hinn 16. september 1936 með allri áhöfn að undanskildum einum manni. Meira
16. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 66 orð | ókeypis

Söguganga um Innbæinn

SÖGUGANGA um Innbæ Akureyrar verður farin á sunnudag, 18. júlí, á vegum Minjasafnsins á Akureyri. Lagt verður upp frá Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11, kl. 14 og er ráðgert að ferðin taki um eina og hálfa klukkustund. Rakin verður saga byggðarinnar og húsanna undir leiðsögn Hönnu Rósu Sveinsdóttur safnvarðar. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 305 orð | ókeypis

Telja að gögnum hafi verið stolið

VIÐSKIPTI með hlutabréf Básafells hf. voru stöðvuð á Verðbréfaþingi Íslands kl. 11.40 í gær þar sem forráðamenn félagsins tilkynntu að upplýsingar um eignasölu og aðrar aðgerðir félagsins sem birtust í blaðafrétt í gær væru rangar. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 141 orð | ókeypis

Tvö rán í söluturna upplýst

LÖGREGLAN hefur upplýst tvö rán í söluturna framin voru í Reykjavík. Hið fyrra var framið 21. júní s.l. og hið seinna í síðustu viku. Þremur mönnum, sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald vegna síðara ránsins, var sleppt úr haldi í gær. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 236 orð | ókeypis

Um 550 manns í Íslandsferðum á Concorde

MIKIL fjölgun er í sumar á Íslandsferðum með Concorde-þotum á vegum breskrar ferðaskrifstofu. Ellefu hópar komu í sumar, alls um 550 manns. Í fyrra voru hóparnir átta og fimm til sex árin þar á undan. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 296 orð | ókeypis

Varði doktorsritgerð um arkitektúr

HALLDÓRA Arnardóttir varði 2. júní síðastliðinn doktorsritgerð sína við Bartlett School of Architecture and Planning, University College, London. Titill doktorsritgerðar Halldóru er "Italianitá, Debates in Architecture and Design in Milan 1945­1964". Meira
16. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 322 orð | ókeypis

Viðræðum haldið áfram

FULLTRÚAR stjórnvalda í Svartfjallalandi og Serbíu hafa ekki komist að samkomulagi um framtíð sambandslýðveldisins Júgóslavíu, sem samanstendur af löndunum tveimur, á fundum sínum í Belgrad, höfuðborg Serbíu. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 62 orð | ókeypis

Vitna að óhappi leitað

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að óhappi sem varð í strætisvagni SVR 15. september 1997, eða fyrir tæpum tveimur árum. Þann dag, um klukkan 14, varð kona fyrir óhappi í strætisvagni SVR, leið 5, á Sogavegi í Reykjavík. Lýst er eftir vitnum af óhappi þessu og þau beðin um að gefa sig fram til rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 130 orð | ókeypis

Vísbendingar um tvær stólpakirkjur

Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi frá Steinunni Kristjánsdóttur fornleifafræðingi og Jóhönnu Bergmann safnstjóra fyrir hönd Minjasafns Austurlands: "Í grein með fyrirsögninni "Á mörkum heiðni og kristni" í Morgunblaðinu þriðjudaginn 13. júlí sl. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 792 orð | ókeypis

Votviðrið til vandræða

Votviðri hefur ráðið ríkjum á Suðurlandi undanfarnar vikur og eru bændur þar orðnir langeygir eftir þurrki þannig að hægt sé að taka til hendinni við heyskap. Þeir segjast þó lítt vera farnir að ókyrrast enn, enda sé nóg eftir af sumrinu og þeir séu ýmsu vanir. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 205 orð | ókeypis

Yfirvöld styðjast við lögfræðiálit

ÓLAFUR Darri Andrason, forstöðumaður fjármálasviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkurborgar, segir ekkert útlit fyrir að kennarar, sem ráðnir hafa verið 1. ágúst og hafa sagt starfi sínu lausu muni fá greidd laun fyrir ágústmánuð. "Þetta hefur verið hefð, hvort sem kennari hefur skilað inn uppsögn fyrir 1. Meira
16. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 205 orð | ókeypis

Þrjár myndlistarsýningar

ÞRJÁR myndlistarsýningar verða opnaðar í tengslum við Listasumar á Akureyri á morgun, laugardaginn 17. júlí. Kerstin Jofjell opnar sýningu í Ketilhúsinu sem hún nefnir "Ferðalag". Kerstin, sem er sænsk, hefur dvalið á Akureyri í tæpt ár og unnið við list sína og kennt. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningu í útlöndum. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 365 orð | ókeypis

Þúsund manna kór í Laugardal

Í TILEFNI af þúsund ára afmæli kristnitöku á Íslandi gangast Reykjavíkurprófastsdæmin fyrir miklum hátíðarhöldum sem standa munu nær samfellt í rúmt ár. Um 60 viðburðir verða á dagskrá hátíðarinnar og verður hún ein viðamesta kristnihátíð sem haldin hefur verið hér á landi. Meira
16. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 109 orð | ókeypis

Ætla að ganga á norðurpólinn

TVEIR af íslensku suðurskautsförunum þremur, Ingþór Bjarnason sálfræðingur og Haraldur Örn Ólafsson héraðsdómslögmaður, ætla að ganga á skíðum á norðurpólinn á næsta ári, fyrstir Íslendinga. Þriðji maðurinn í hópnum, Ólafur Örn Haraldsson alþingismaður, verður leiðangursstjóri og tengiliður þeirra við umheiminn. Meira

Ritstjórnargreinar

16. júlí 1999 | Staksteinar | 353 orð | ókeypis

Landbúnaðarháskóli

Fitusýrur í íslenzku lambakjöti gera það að sérstöku hollustufæði, sem varnar gegn hjartasjúkdómum. Þetta sagði landbúnaðarráðherra Guðni Ágústsson, þegar nýi landbúnaðarháskólinn að Hvanneyri var formlega stofnaður. Stofnun Meira
16. júlí 1999 | Leiðarar | 785 orð | ókeypis

NETVÆÐING LANDSINS

Í MORGUNBLAÐINU í gær var skýrt frá því að um áramót yrði tæknilega framkvæmanlegt fyrir sjúklinga að eiga samskipti við lækna sína með tölvupósti. Þótt þessi samskiptaleið eigi ekki við um veigameiri samskipti sjúklinga og lækna er augljóst að hún er til mikils hagræðis þegar um er að ræða tímapantanir sjúklinga sem átt hafa löng samskipti við lækni sinn eða vegna beiðni um útgáfu lyfseðla vegna Meira

Menning

16. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 892 orð | ókeypis

ALLT ER MÖGULEGT OG EKKERT BANNAÐ

Í KVÖLD frumsýnir Leikskólinn Örlagaeggin eftir Michael Búlgakov í Leik Húsinu á Ægisgötu 7. Leikskólann stofnaði haustið 1997 hópur ungmenna sem flest höfðu tekið þátt í leiklist í framhaldsskóla og voru ekki tilbúin að hætta að leika. Meira
16. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 143 orð | ókeypis

Drengirnir í Boyzone á toppnum

BREIÐSKÍFAN "By request" sem inniheldur úrval vinsælustu laga hljómsveitarinnar Boyzone, trónir nú efsta sæti listans yfir mest seldu, gömlu góðu plöturnar. Björk og Dianne Warvick færa sig upp um nokkur sæti. Björk í annað sæti og Dianne í það fjórða, en þær hafa báðar verið í um tíu mánuði á listanum. Meira
16. júlí 1999 | Menningarlíf | 74 orð | ókeypis

Fyrirlestur og gerningur á Nýlistasafninu

HERMANN Pitz heldur fyrirlestur/gerning í dag, föstudag, kl. 20.30 í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b í Reykjavík. Hermann Pitz er þekktur þýskur myndlistarmaður sem starfað hefur í Berlín, Amsterdam og New York. Frá 1988 hefur hann verið búsettur í Dusseldorf. Hermann Pitz er fæddur 1956 og hefur verið virkur í myndlist í um 30 ára skeið. Meira
16. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 50 orð | ókeypis

Haust og vetrartískan sýnd í Róm

ÞESSA daga stendur yfir tískuvika í Róm þar sem hönnuðir sýna haust- og vetrarlínur sínar. Eins og sést á myndunum er þar mikið um dýrðir og samkvæmiskjólarnir sem þar eru sýndir eru hinir íburðarmestu og glæsilegustu. Meira
16. júlí 1999 | Menningarlíf | 142 orð | ókeypis

Helgi Þorgils Friðjónsson sýnir í heimabyggð

Stykkishólmi. Morgunblaðið- SÝNING á verkum Helga Þorgils Friðjónssonar stendur nú í Norska húsinu í Stykkishólmi 5. júlí. Það er þriðja sýningin sem boðið er upp á þar í sumar. Á sýningunni er 12 olíumyndir sem Helgi hefur unnið á síðustu árum. Sýningin er í einu herbergja hússins og eru verkin valin með það í huga að þau njóti sín í ekki of stóru rými. Meira
16. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 506 orð | ókeypis

Keanu Reeves hefur skrifað undir

KEANU Reeves sem leikur aðalhlutverkið í vísindatryllinumThe Matrix hefur nú skrifað undir samning þess efnis að hann muni líka leika í Matrix 2 og 3. Ferill Reeves hefur tekið góðan kipp eftir þessa mynd, þótt launin nái ekki ennþá 20 milljónum eins og hjá sumum stjörnunum í Hollywood. En myndin hefur halað inn 169 milljónir dollara á fyrstu 14 sýningarvikunum. Meira
16. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 62 orð | ókeypis

Komdu, kusa mín

Hann Tom Segelke hefur gaman af því að berjast við naut enda tók hann þátt í kúrekasýningunni í Calgary fyrr í vikunni. Mikil rigning var daginn áður en sýningin fór fram og því var leikvangurinn eitt drullusvað á keppnisdaginn. En hann Tom okkar, kúrekinn frá Colorado, lét það ekki á sig fá enda eflaust vanur að blotna í fæturna. Meira
16. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 532 orð | ókeypis

Ljúfsár snilld

Ívar Páll Jónsson fjallar um plötu Belle & Sebastian, Tigermilk.Fyrsta plata skosku hljómsveitarinnar Belle & Sebastian, Tigermilk, hefur nú verið endurútgefin. Aðallagahöfundur sveitarinnar er Stuart Murdoch, en auk hans skipa hana Stuart David, Isobel Campbell, Richard Colburn, Mick Cooke, Chris Geddes, Stevie Jackson og Sarah Martin. Meira
16. júlí 1999 | Myndlist | 935 orð | ókeypis

Minnst við landið

Opið fimmtudaga til sunnudaga frá 14-17. Til 1 ágúst. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ hafa farið fram ýmsir gjörningar í Listasafni Árnesinga, en minna en skyldi verið um markaða umfjöllun um þá. Nýlokið er sýningu Steinunnar H. Sigurðardóttur og Ingu Jónsdóttur, sem ég illu heilli náði ekki að skoða og sl. Meira
16. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 447 orð | ókeypis

Morðgáta í fortíð, nútíð og framtíð

FYRIR meira en 2.000 árum setti heimspekingurinn Plató fram frummyndakenningu sína þar sem hugmyndin um að veruleikinn væri aðeins ímynd í huga mannsins. Kvikmyndin Þrettánda hæðin sem er lauslega byggð á skáldsögunni Simulacron-3 eftir Daniel F. Galouye kannar nútímalíf á tölvuöld með hliðsjón af kenningu Platós. Meira
16. júlí 1999 | Menningarlíf | 190 orð | ókeypis

Ný tímarit

ORÐIÐ, rit Félags guðfræðinema, 34. árgangur, er komin út. Meðal efnis er greinin Starf og boðun við aldahvörf sem byggist á könnun sem Sigríður Munda Jónsdóttir og Stefán Már Gunnlaugsson gerðu meðal sóknarprsta þjóðkirkjunnar í október og nóvember á sl. ári. Meira
16. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 442 orð | ókeypis

Rosie Perez giftist

LITLA leikkonan knáa, Rosie Perez, gekk nýlega í það heilaga með kvikmyndaleikstjóra nokkrum að nafni Seth Zvi Rosenfeld. Rosie, sem flestir þekkja úr "Do The Right Thing" og "White Men Can't Jump", er að þróa sjónvarpsþáttaröð um þessar mundir auk þess sem menn geta barið hana augum í Háskólabíói í kvikmyndinni "Perdita Durango". Meira
16. júlí 1999 | Menningarlíf | 55 orð | ókeypis

Síðasta sýningarhelgi

SÝNINGU Hreins Friðfinnssonar í Galleríi Ingólfsstræti 8 lýkur sunnudaginn 18. júlí. Hreinn Friðfinnsson var með í fyrstu sýningu SÚM 1965 og var einn af stofnendum þess félagsskapar. Hann hefur sýnt verk sín um allan heim og ýmsar bækur og rit hafa verið gefnar út um myndlist hans. Sýningin er opin frá kl. 14­18. Meira
16. júlí 1999 | Menningarlíf | 44 orð | ókeypis

Sumartónleikar við Mývatn

SUMARTÓNLEIKUM við Mývatn verður fram haldið í Reykjahlíðarkirkju laugardagskvöldið 17. júlí. Þar flytja Einar Valur Scheving trommuleikari, Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Þórður Högnason kontrabassaleikari jazztónlist úr sjóði sígildra dægurlaga, þjóðlaga og jafnvel óperutónlistar. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er aðgangseyrir 500 kr. Meira
16. júlí 1999 | Menningarlíf | 29 orð | ókeypis

Sýning Guðrúnar Öyahals framlengd

Sýning Guðrúnar Öyahals framlengd SÝNING Guðrúnar Öyahals, "Milli draums og vöku", hefur verið framlengd til loka júlímánaðar. Sýningin er í sameiginlegu sýningarrými Gallerís Foldar og Kringlunnar á annarri hæð Kriglunnar. Meira
16. júlí 1999 | Menningarlíf | 52 orð | ókeypis

Teikningar sýndar í Lónkoti

SÝNING á teikningum eftir Ragnar Lár verður opnuð í Lónkoti í Sléttuhlíð norðan Hofsóss föstudaginn 17. júlí. Flestar eru teikningarnar gerðar við þjóðsögur sem tengjast Skagafirði þar á meðal prestinum Háldani og kerlinguni Ólöfu í Lónkoti. Teikningarnar eru unnar með pensli og penna með svörtu tússi á vatnslitapappír. Meira
16. júlí 1999 | Menningarlíf | 319 orð | ókeypis

Tíminn og vatnið ­ Íslensk nútímaljóð í Búlgaríu

NÝVERIÐ kom út hjá Bókaforlaginu Litse í Sofíu í Búlgaríu Sýnisbók íslenskra nútímaljóða, í þýðingu Ægis E. Sverrissonar. Vera Gantseva valdi ljóðin og skrifar formála að þýðingunum sem hún nefnir Blóð og hunang. Sextán skáld eiga ljóð í bókinni. Steinn Steinarr skipar þar öndvegi en síðan koma þýðingar á ljóðum eftir Snorra Hjartarson, Stefán Hörð Grímsson, Hannes Sigfússon, Sigurð A. Meira
16. júlí 1999 | Bókmenntir | 763 orð | ókeypis

Tóma kynslóðin tekur til máls

An Anthology of poetry From a Generation Falsely Labeled Generation X, ýmsir höfundar, ritstýrt og valið af Marlow Peerse, Weaver, NWE, 1999. Hvaðan fékk X-kynslóðin, svokallaða, þá flugu í höfuðið að hún væri sú fyrsta sem þyrfti að glíma við gildisleysi, fánýti og tóm? Eða hefur hún aldrei haft þá hugmynd? Samkvæmt Marlow Peerse Weaver, sem stendur fyrir þessu ljóðasafni hér, Meira
16. júlí 1999 | Menningarlíf | 155 orð | ókeypis

Tónleikar í Landakotskirkju

SIGURLAUG S. Knudsen sópransöngkona heldur einsöngstónleika í Kristskirkju, Landakoti í Reykjavík laugardaginn 17. júlí við undirleik Úlriks Ólasonar organleikara og söngstjóra kirkjunnar. Tónleikarnir hefjast kl. 15.30 stundvíslega. Á efnisskránni verða óratoríur og óperuaríur eftir Vivaldi ásamt þekktum ítölskum antikaríum. Meira
16. júlí 1999 | Menningarlíf | 84 orð | ókeypis

Tríó Hauks Gröndal á Jómfrúnni

SUMARTÓNLEIKARÖÐ veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu heldur áfram laugardaginn 17. júlí kl. 16­18. Á sjöundu tónleikum sumarsins kemur fram tríó saxófónleikarans Hauks Gröndal. Með Hauki leika tveir danskir hljóðfæraleikarar; kontrabassaleikarinn Morten Lundsby og trommuleikarinn Stefan Pasborg. Meira

Aðsent efni

16. júlí 1999 | Bréf til blaðsins | 174 orð | ókeypis

16 tomma með tveimur

EINS og sumir vita var til þessi karakter í Englandi í gamla daga sem stundaði millifærslur milli ríka og fátæka fólksins sem varð á vegi hans. Það var mér þó ókunnugt um að samnefnt íslenskt fyrirtæki stundaði svipaðar millifærslur. Ég arkaði galvaskur inn á Hróa Hött til að ná í mína "16 tommu með tveimur" eins og ég hef oft gert. Meira
16. júlí 1999 | Bréf til blaðsins | 198 orð | ókeypis

Áskorun til kvikmyndahúsanna

Íslensk kvikmyndahús stunda það yfirleitt að opna ekki salina fyrir gestum sínum fyrr en rétt rúmlega þegar myndin á að hefjast. Þá hefur yfirleitt safnast saman, fyrir utan rúmlega tveggja metra breiðar dyr, salarfylli af fólki sem beðið hefur mislengi en hefur allt í hyggju að ná sér í nógu góð sæti. Svo þegar dyrnar opnast reynir hver og einn einasti að komast í gegnum dyrnar á sama tíma. Meira
16. júlí 1999 | Aðsent efni | 2993 orð | ókeypis

Breytum menntun og komum konum til valda

SALURINN í menningarmiðstöðinni í Tromsö var troðfullur þegar sjöunda alþjóðlega kvennafræða- eða kynjafræðaráðstefnan Women's Worlds '99 var sett síðdegis sunnudagin 20. júní. Von var á allt að 1.500 gestum alls staðar að úr heiminum auk heimamanna og nágranna sem komu víða að. Meira
16. júlí 1999 | Bréf til blaðsins | 162 orð | ókeypis

Enn um rjúpuna

FYRIR ekki löngu síðan hafði einhver orð á því í Morgunblaðinu að rjúpnastofninn væri orðinn mjög rýr. Og að kannski væri rétt að friða einhver viss svæði. En er ekki greinilegt að þessi rjúpnastofn er að hrynja? Sem ekki er furða eins og gengið er á hann. Fyrst er það maðurinn sem virðist vera villtastur af þeim sem sækja í rjúpnastofninn. Síðan er það fálkinn sem er miklu heiðarlegri. Meira
16. júlí 1999 | Aðsent efni | 1125 orð | ókeypis

Fjarskipti um síma- og rafmagnsstrengi

Það eru örugglega til skynsamlegri leiðir, segir Sæmundur E. Þorsteinsson, til að eyða peningum. Meira
16. júlí 1999 | Aðsent efni | 1425 orð | ókeypis

FLUGVÖLLURINN Í VATNSMÝRINNI

Nú þykir sjálfsagt að skiptast á skoðunum um staðsetninguna, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, og nú er hægt að ræða málefni flugvallarins af yfirvegun og skynsemi og án þess að skipa sér annaðhvort í fylkingu rétttrúnaðar- eða villutrúarmanna. Meira
16. júlí 1999 | Aðsent efni | 840 orð | ókeypis

Hallarekstur og skuldasöfnun

Skuldum er safnað, segir Inga Jóna Þórðardóttir, á meðan góðæri ríkir í landinu og tekjur aukast. Meira
16. júlí 1999 | Aðsent efni | 932 orð | ókeypis

Stóriðjustefnan og vítin að varast

Stjórnvöld ættu nú þegar, segir Hjörleifur Guttormsson, að leggja á hilluna öll frekari áform um stóriðjuframkvæmdir. Meira
16. júlí 1999 | Bréf til blaðsins | 359 orð | ókeypis

Sumir selja sálu sína

Í Þjóðsögunum má víða finna sagnir af fólki sem sagt er að hafi selt sálu sína. En gerist það enn? Það er spurning sem ýmsir ættu að velta fyrir sér. Eða er það bara lygapólitík sem er ríkjandi í þjóðfélaginu? Þessar spurningar hafa verið að angra mig síðustu misserin eða jafnvel árin. Meira
16. júlí 1999 | Bréf til blaðsins | 382 orð | ókeypis

Uppræting mannkyns?

ÞAÐ er orðið alveg tímabært, og það fyrir löngu, að setja fram skoðanir sínar á þeim málefnum sem stærst voru og eru í dag. Oft hafa verið fluttar tillögur í allskonar formi á undangengnum þingum Íslendinga um að hefja hvalveiðar að nýju. Meira

Minningargreinar

16. júlí 1999 | Minningargreinar | 486 orð | ókeypis

Arnaldur Valdemarsson

Arnaldur var maðurinn hennar systur minnar í 20 ár og saman eignuðust þau fjögur börn, hvert öðru mannvænlegra, sem urðu stolt og gleði foreldra sinna. Fjölskyldur okkar systranna hafa alltaf verið nánar. Börnin eru á svipuðum aldri og hafa haft margt og mikið saman að sælda. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 213 orð | ókeypis

Arnaldur Valdemarsson

Leiðir okkar Arnaldar Valdemarssonar lágu fyrst saman á vinnustað hans, Skattstofunni í Reykjavík, fyrir 15 árum. Ég fann strax að hann var traustur maður, sem gott var að leita til. Bak við varfærni og fálæti bjó velviljað viðhorf, og hann leysti úr vanda mínum af fagmennsku og þekkingu. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 292 orð | ókeypis

Arnaldur Valdemarsson

Í dag þegar ég kveð kæran vin, frænda og vinnufélaga, Arnald Valdemarsson, langar mig að minnast hans með nokkrum kveðjuorðum. Árið 1976 hóf ég störf á söluskattsdeild Skattstofu Reykjavíkur. Kynntist ég þá mörgu ágætisfólki sem hafa verið bestu vinir mínir síðan. Arnaldur var einn af þeim. Ég kynntist honum strax vel og með árunum urðum við vinir bæði í vinnu og einkalífi. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 209 orð | ókeypis

Arnaldur Valdemarsson

Það var smá gola en samt hlýtt og milt veður hér síðasta miðvikudagskvöld. Að loknu símtali við systur mína var ekki laust við að golan hefði kólnað. Einhver gæti þó sagt að maður hefði átt að vera betur búinn undir þessar fréttir í ljósi atburða undangenginn vetur. En ég veit ekki. Síðasta sunnudaginn heima var Arnaldur í mat, hress og kátur að vanda. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 190 orð | ókeypis

Arnaldur Valdemarsson

Það er óhagganlegt lögmál, að eitt sinn skal hver deyja og fæstir ráða för í þeim efnum. Oft er það svo, að sú för er ekki tímabær. Það á við um fráfall Arnaldar Valdemarssonar, hann lést einfaldlega allt of snemma. Eitt af síðustu trúnaðarstörfum Arnaldar fyrir Starfsmannafélag ríkisstofnana var að endurskoða reikninga félagsins, ásamt félaga sínum og frænda Jónasi Hólmsteinssyni. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 438 orð | ókeypis

Arnaldur Valdemarsson

Ég var stödd í sumarleyfi með fjölskyldunni í Frakklandi þegar mér bárust þær fregnir að Arnaldur frændi væri dáinn. Mig setti hljóða og minningarnar hrönnuðust upp. Hann var búinn að vera mikið veikur en einhvern veginn átti maður ekki von á þessu svona fljótt. Ég hélt alltaf að ég myndi sjá hann og hitta aftur en sú varð ekki raunin. Arnaldur var svo skemmtilegur maður. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 378 orð | ókeypis

Arnaldur Valdemarsson

Í dag viljum við með nokkrum orðum kveðja mætan mann, félaga og samstarfsmann, Arnald Valdemarsson. Það er alltaf sárt að sjá á bak góðum vini, þó eilítil huggun sé í þeirri hugsun að nú sé þjáningum hans lokið eftir árlangt stríð. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 573 orð | ókeypis

Arnaldur Valdemarsson

Arnaldur frændi minn. Hann var rúmum áratug eldri en ég, hafði alltaf verið þarna og einhvern veginn fannst mér að þannig myndi það alltaf verða. Mæður okkar eru systur úr ellefu systkina hópi frá Grjótnesi á Melrakkasléttu, sem heimamenn bera reyndar alltaf fram sem Grjóttnes. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 274 orð | ókeypis

Arnaldur Valdemarsson

Vinur okkar Arnaldur er látinn langt um aldur fram. Við sáum Arnald fyrst þegar hann hafði kynnst Svönu vinkonu eins og hún er nefnd hjá okkur. Arnaldur var stór maður, þrekvaxinn, hægur og heimakær. Hann var iðinn og vinnusamur. Lengst af starfaði hann á Skattstofunni í Reykjavík. Hann vann að auki árum saman við að aðstoða einstaklinga, húsfélög og fyrirtæki við bókhaldsstörf. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 150 orð | ókeypis

ARNALDUR VALDEMARSSON

ARNALDUR VALDEMARSSON Arnaldur Valdemarsson fæddist í Reykjavík 12. ágúst 1936. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 7. júlí síðastliðinn. Hann var einkabarn hjónanna Valdemars Helgasonar leikara, f. í Gunnólfsvík á Strönd 15.7. 1903, d. 10.3. 1993, og Jóhönnu Björnsdóttur frá Grjótnesi á Melrakkasléttu, f. 7.4. 1903. Arnaldur kvæntist 11. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 303 orð | ókeypis

Ásta Guðbjörg Guðmundsdóttir

Nú hringir hún ekki lengur og segir: "Er það frúin? Sæl þetta er ungfrúin." Ásta var gamansöm og skemmtileg. Við fórum stundum í bíltúra saman t.d. til Þingvalla, sem henni fannst fallegasti og merkilegasti staður á Íslandi. Í þessum bílferðum fór hún gjarnan með ljóð, ættjarðarljóð eftir ýmsa höfunda og einnig vísur í léttum dúr. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 19 orð | ókeypis

ÁSTA GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR

ÁSTA GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR Ásta Guðbjörg Guðmundsdóttir fæddist 18.12. 1915 í Vestmannaeyjum. Útför hennar fór fram frá Fossvogskapellu 13. júlí síðastliðinn. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 26 orð | ókeypis

BIRGIR STEINDÓR KRISTJÁNSSON

BIRGIR STEINDÓR KRISTJÁNSSON Birgir Steindór Kristjánsson fæddist á Ísafirði 9. ágúst 1931. Hann lést 6. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 15. júlí. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 91 orð | ókeypis

Björn Björnsson

Með söknuði kveðjum við góðan vin, Björn Björnsson, og þökkum honum samfylgdina. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 60 orð | ókeypis

Björn Björnsson

Fræ í frosti sefur, fönnin ei grandar því. Drottins vald á vori vekur það upp á ný. Elska hans gefur öllu líf og skjól. Guðs míns kærleiks kraftur, kom þú og ver mín sól. (Frostenson ­ Sbj.E.) Elsku Þórunn, Björn, Jón Þór, Jóhanna Kristín, starfsfólk og íbúar Tindasels. Guð geymi ykkur og styrki. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 289 orð | ókeypis

Björn Björnsson

Elsku Baddi! Þegar við kvöddum þig við skólalokin í vor grunaði okkur ekki að leiðir okkar myndu ekki liggja saman á ný að hausti. Þórunn, mamma þín og samstarfskona okkar, hafði nýlega látið okkur vita að þú héldir áfram í tónlistarnáminu á nýju skólaári. Það þótti okkur vænt um því tónlistin átti hug þinn allan. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 121 orð | ókeypis

Björn Björnsson

Elsku strákurinn minn. Frá því ég komst yfir þá sáru raun að þú værir ekki fæddur með sömu möguleika og aðrir hefur þú eingöngu veitt mér gleði og ánægju. Ég hef elskað þig takmarkalaust, dáðst að því hvað þú varst fallegur, sniðugur og útsjónarsamur með svo margt sem þú vildir gera eða láta aðra gera fyrir þig. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 78 orð | ókeypis

Björn Björnsson

Þú varst engum líkur og áttir svo margt í pokahorninu sem gott var að finna. Móðir þín var þér ómetanleg í gegnum þinn lífsins ólgusjó. Tengsl þín voru langsterkust við hana og bróður þinn, Jón Þór, sem missa nú mikið við fráfall þitt. Besta þakklæti til allra sem önnuðust Badda í gegnum árin og lífguðu upp á tilveruna hans. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 211 orð | ókeypis

Björn Björnsson

Ó, hve heitt ég unni þér Allt hið besta í hjarta mér vaktir þú og vermdir þinni ást. Æskubjart um öll mín spor aftur glóði sól og vor, og traust þitt var það athvarf, sem mér aldrei brást. (Tómas Guðm.) Elsku bróðir, Baddi minn. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 201 orð | ókeypis

Björn Björnsson

Elsku Baddi, bróðir minn. Það er svo óskaplega sárt að hugsa til þess að þú, hjartans bróðir, skulir vera farinn frá okkur svona ungur. Þú gafst mér svo mikið án þess að fara fram á nokkuð í staðinn. Fallega brosið þitt mun ávallt ylja mér og minningin um nærveru þína er greypt í hjarta mitt. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 286 orð | ókeypis

Björn Björnsson

Við kveðjum í dag hjartkæran sonarson. Fallegur ljóshærður drengur kom í heiminn á afmælisdegi ömmu sinnar fyrir rúmlega tuttugu og þremur árum. Síðar kom fötlun hans í ljós, sem ekki greindist fyrr en hann var nærri ársgamall. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 363 orð | ókeypis

Björn Björnsson

Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar ­ Drottinn vakir daga' og nætur yfir þér. (Sig. K. Péturss.) Flestum mönnum er gefinn að farareyri möguleikinn til þroska á þessari jörðu. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 294 orð | ókeypis

Björn Björnsson

Okkur langar í örfáum orðum að kveðja þig, elsku Baddi. Það sem fyrst kemur upp í huga okkar er fallega brosið þitt, sem kom einnig fram í augunum. Það sem einkenndi þig var góða skapið, þó varstu ákveðinn og vissir alltaf hvað þú vildir og það gafstu okkur til kynna á þinn sérstaka hátt. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 296 orð | ókeypis

Björn Björnsson

Sú harmafregn barst okkur að morgni 6. júlí að Björn Björnsson hefði látist þá um morguninn. Björn, eða Baddi eins og hann var alltaf kallaður, kom til okkar í Lækjarás haustið 1997. Hann var fljótur að aðlagast að daglegu lífi á Lækjarási og varð strax allra hugljúfi. Þó hann hefði sig ekki mikið í frammi vissi hann hvað hann vildi og gaf ótvírætt til kynna hverju hann hefði áhuga á. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 151 orð | ókeypis

BJÖRN BJÖRNSSON

BJÖRN BJÖRNSSON Björn Björnsson fæddist í Reykjavík 2. mars 1976. Hann lést á heimili sínu, Tindaseli 1 í Reykjavík, þriðjudaginn 6. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Þórunn Inga Jónatansdóttir kennari, f. 18.5. 1951 og Björn Jónasson jarðfræðingur, f. 30.3. 1948. Móðurforeldrar Björns eru Jónatan Guðbrandsson, f. 11.1. 1926, d. 30. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 1438 orð | ókeypis

Guðrún Helgadóttir

Hún fylgdi öldinni og skorti því aðeins tæpt ár í að fylla hana. Á þeirri löngu lífsbraut lifði hún margbreytileg æviskeið og lífsreynslu, frá því að standa af skörungsskap fyrir stóru og höfðinglegu heimili með eiginmanni í ábyrgðarstöðu til þess að sitja á friðarstóli í Dvalarheimili aldraðra sjómanna í Hafnarfirði. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 561 orð | ókeypis

Guðrún Helgadóttir

Mig langar í fáum orðum að minnast sómakonunnar Guðrúnar Helgadóttur sem látin er í hárri elli og borin verður til moldar í dag. Kynni mín og fjölskyldu minnar af Guðrúnu hófust fljótlega eftir að Halldóra Áskelsdóttir mágkona mín kvæntist Bjarna syni hennar. Frá þeim degi voru ættingjar og venslamenn Halldóru næstum orðnir eins og partur af fjölskyldu Guðrúnar. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 178 orð | ókeypis

Guðrún Helgadóttir

Látin er í hárri elli elskuleg föðuramma mín, Guðrún Helgadóttir. Með væntumþykju, þakklæti og virðingu mun ég ætíð minnast hennar. Hún var stórbrotinn persónuleiki, góð, gjöful, greind og skemmtileg. En umfram allt var amma bjartsýn kona og trúði á hið góða í lífinu. Hún gladdist þegar vel gekk og var oft hrókur alls fagnaðar á mannamótum. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 186 orð | ókeypis

GUÐRÚN HELGADÓTTIR

GUÐRÚN HELGADÓTTIR Guðrún Sigríður Helgadóttir fæddist á Herríðarhóli í Rangárvallasýslu 16. júní 1900. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 7. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ingveldur Andrésdóttir og Helgi Skúlason. Systkini hennar voru: Pálfríður Helgadóttir (hálfsystir), f. 14. janúar 1893, d. 1. okt. 1976, Elín Málfríður, f. 24. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 299 orð | ókeypis

Helga Björnsdóttir

Það er svo fjöldamargt sem rifjast upp nú þegar ég sest niður og skrifa kveðjuorð til minningar um frú Helgu Björnsdóttur. Hún var að mínu mati sterk og mikil persóna. Það reyndi ég í gegnum kynni mín af þeim hjónum, Gísla Sigurbjörnssyni og henni. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 25 orð | ókeypis

HELGA BJÖRNSDÓTTIR

HELGA BJÖRNSDÓTTIR Helga Björnsdóttir fæddist í Reykjavík 15. júlí 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 20. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram 30. júní. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 227 orð | ókeypis

Ívar Kristjánsson

Elsku hjartans afi minn Ívar. Nú ertu farinn úr þessum heimi og yfir í þann næsta. Það var bjartur og fallegur sunnudagsmorgunn þegar þú vaknaðir ekki aftur. Ég var einmitt í heimsókn hjá þér með mömmu, pabba og litla bróður og við erum svo glöð yfir því að hafa eytt með þér síðustu dögunum. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 228 orð | ókeypis

Ívar Kristjánsson

Ég var ekki hissa á því að búin hefði verið til söngur um svona góðan og skemmtilegan frænda eins og Ívar bróður hennar mömmu, en ein af fyrstu bernskuminningum mínum eru tengdar honum. Mér nokkrra ára krakka heima á Blönduósi, að uppgötva veröldina og læra talaða tungu, fannst nefnilega "Í vor kom ég sunnan" hljóma: "Ívar kom sunnan með sólskin í hjarta". Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 666 orð | ókeypis

Ívar Kristjánsson

Fallinn er frá um aldur fram kær vinur, Ívar Kristjánsson. Mig langar að minnast hans með nokkrum orðum og koma á framfæri innilegu þakklæti fyrir langa og gjöfula samfylgd. Ég kynntist Ívari fyrst heima á Sauðárkróki árið 1960, en þá hafði hann fundið ástina sína hjá eldri systur minni, Rósu Guðrúnu Sighvats. Ívar var ættaður frá Blönduósi og bjuggu þau systir mín þar fyrstu árin. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 471 orð | ókeypis

ÍVAR KRISTJÁNSSON

ÍVAR KRISTJÁNSSON Ívar Kristjánsson fæddist hinn 22. september 1934 á Blönduósi, og lést á heimili sínu að Hrafnagilsstræti 36 á Akureyri hinn 11. júlí 1999. Foreldrar hans voru Margrét G. Guðmundsdóttir og Kristján Júlíusson, bæði frá Blönduósi. Ívar var næstyngstur níu systkina. Þau voru: Guðmundína, f. 1915, d. 1994, Helga, f. 1916, d. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 1314 orð | ókeypis

Jóhanna Magnea Sigurðardóttir

Nú er hún Maja okkar farin til hinnar himnesku Jerúsalem. Jerúsalem með háu perluhliðin. Og heiðan jaspismúr og gullin torg þar heilög Guðs börn hljóta þráða friðinn. Og hylla lambið Guðs í fagurri borg. (Hörpustrengir, kór nr. 505.) Í desember 1966 var ég hjá Svövu föðursystur minni á Reyðarfirði. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 30 orð | ókeypis

JÓHANNA MAGNEA SIGURÐARDÓTTIR

JÓHANNA MAGNEA SIGURÐARDÓTTIR Jóhanna Magnea Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 4. febrúar 1911. Hún lést á Landakoti 29. janúar 1997 og fór útför hennar fram frá kirkju Fíladelfíusafnaðarins 7. febrúar 1997. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 955 orð | ókeypis

Kristján Thorlacius

Launþegasamtök verða oft að taka afstöðu til pólitískra mála, og sumir segja að samtök opinberra starfsmanna séu oftast á öndverðum meiði við stjórnvöld, ríkisstjórnir og sveitarstjórnir. Þetta er ekki mín reynsla eftir aldarfjórðungs setu í stjórn BSRB undir forsæti Kristjáns Thorlacius, og það þótt stjórnarkosningar færu stundum eftir stjórnmálaskoðunum. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 492 orð | ókeypis

Kristján Thorlacius

Kristján Thorlacius var eftirminnilegur maður. Um langt árabil var aldrei vikið að málefnum Bandalags starfsmanna ríkis og bæja í fréttum án þess að nafn Kristjáns kæmi þar einnig við sögu. Hann var orðinn áberandi í þjóðlífinu á mínum unglingsárum sem helsti forystumaður opinberra starfsmanna og baráttumaður fyrir auknum rétti þeirra til samninga um kaup og kjör. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 496 orð | ókeypis

Kristján Thorlacius

Það er alltaf jafnundarlegt að sjá þetta fólk sem maður hefur þekkt frá fyrstu tíð og man eftir sem ungu og spræku verða gamalt. En svona er gangur lífsins. Og nú er Kristján föðurbróðir minn allur. Þegar ég man fyrst eftir mér áttum við heima í Austurbæjarskólanum og afi og amma á Mímisveginum. Þá var Kristján ungur. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 1010 orð | ókeypis

Kristján Thorlacius

Í nær þrjá áratugi, frá árinu 1960 til 1988, var Kristján Thorlacius formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Hann markaði djúp spor í sögu BSRB og sem framherji íslenskra launamanna um langt skeið var hann áhrifavaldur í íslensku þjóðlífi. Í formannstíð Kristjáns Thorlacius sigldu opinberir starfsmenn hraðbyri til bættra lífskjara og aukinna réttinda á ýmsum sviðum. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 453 orð | ókeypis

Skúli Jónsson

Í dag kveðjum við í hinsta sinn Skúla Jónsson á Selfossi. Skúli var kvæntur Ástríði föðursystur minni, Ásta lést fyrir tveim árum í hárri elli. Skúli og Ásta fluttust til Selfoss fyrir 40 árum. Áður höfðu þau búið rausnarbúi að Þórormstungu í Vatnsdal mestan sinn búskapartíma. Skúli var fæddur í Vatnsdalnum þeirri fornfrægu og fallegu sveit. Hann bar hlýhug til Vatnsdalsins. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 177 orð | ókeypis

Skúli Jónsson

Elskulegur langafi okkar hefur kvatt í hinsta sinn. Hann varð næstum því 100 ára. Við komum til með að sakna góðu stundanna sem við áttum með honum. Alltaf fagnaði hann okkur svo innilega þegar við heimsóttum hann. Þá var hann flótur að ná í konfektkassann og bjóða okkur mola. Hann hafði mikinn áhuga á því sem við vorum að gera og ræddi við okkur um skólann, ensku knattspyrnuna og margt fleira. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 540 orð | ókeypis

Skúli Jónsson

Skúli Jónsson er horfinn yfir móðuna miklu hátt á tíræðisaldri, sáttur við guð og menn og hvíldinni feginn. Vík ég nú sögunni tuttugu og sex ár aftur í tímann. Þá stend ég sem ungur maður á tröppunum hjá Skúla, hef kvatt hann úti á stétt á Kirkjuvegi 16 hér á Selfossi til að falast eftir kjallaraíbúðinni fyrir mig, kærustuna og litla barnið okkar. Skúli er kominn þá á áttræðisaldur. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 220 orð | ókeypis

SKÚLI JÓNSSON

SKÚLI JÓNSSON Skúli Jónsson fæddist í Þórormstungu í Vatnsdal 3. ágúst 1901. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi, 12. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Hannesson og Ásta Margrét Bjarnadóttir. Hann var næstyngstur þeirra sex systkina sem komust á legg. Eldri voru: Guðrún, Bjarni, Hannes og Snæbjörn ­ en Hólmfríður var yngst. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 162 orð | ókeypis

Sveinbjörn Anton Jónsson

Elsku afi minn. "Ertu komin, heillin mín?" Þessi litla setning hefur hljómað í huga mínum undanfarna daga, er ég hef hugsað til þín. Þessi litla setning gladdi alltaf mitt litla hjarta er þú tókst á móti mér í Steinahlíðinni. Aldrei hefði mér dottið í hug að í maí síðastliðnum yrði það í seinasta skipti að þú tækir á móti mér með þessum orðum. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 245 orð | ókeypis

SVEINBJÖRN ANTON JÓNSSON

SVEINBJÖRN ANTON JÓNSSON Sveinbjörn Anton Jónsson fæddist í Hlíðarhaga, Saurbæjarhreppi í Eyjafirði 26. júní 1925. Hann lést á gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri 29. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sveinína Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, f. 21.3. 1892, d. 2.12. 1978 og Jón Bjarnason, f. 11.11. 1899, d. 21.4. 1942. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 1536 orð | ókeypis

Sveinn Sigurðsson

Sveinn frændi fæddist í Ási sem þá stóð í Framtíðarvík. Vegna ágangs sjávar þurfti að færa húsið. Það var sett upp á tré og dregið af hestum utar í kauptúnið. Þá var Sveinn tveggja ára. Það má því segja að Sveinn hafi heyrt sjávarniðinn frá því hann var í móðurkviði og hefur það eflaust haft áhrif á hann. Sveinn ólst upp í foreldrahúsum ásamt fjórum systkinum sínum. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 26 orð | ókeypis

SVEINN SIGURÐSSON

SVEINN SIGURÐSSON Sveinn Sigurðsson frá Ási í Vopnafirði fæddist 12. júní 1925. Hann lést 24. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vopnafjarðarkirju 1. desember. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 672 orð | ókeypis

Þórhallur Guðjónsson

Að morgni jóladags lést faðir minn Þórhallur Guðjónsson, húsasmíðameistari í Keflavík. Í stað þess að skrifa minningargrein um hann á þeim tíma ákvað ég að bíða með það og skrifa grein um hann þegar hann ætti næst afmæli, en það er einmitt 16. júlí, þá hefði hann orðið 68 ára gamall. 11 ára byrjaði ég að vinna hjá þér á sumrin fjóra tíma á dag. Meira
16. júlí 1999 | Minningargreinar | 27 orð | ókeypis

ÞÓRHALLUR GUÐJÓNSSON

ÞÓRHALLUR GUÐJÓNSSON Þórhallur Guðjónsson fæddist 16. júlí 1931 og hefði því orðið 68 ára í dag. Hann lést 25. desember síðastliðinn og fór útför hans fram 2. janúar. Meira

Viðskipti

16. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 45 orð | ókeypis

Auðlind með 8,54% raunávöxtun á ársgrundvelli

Í TÖFLU yfir ávöxtun íslenskra hlutabréfasjóða sem birtist í Morgunblaðinu í gær, kom fram röng tala yfir raunávöxtun Hlutabréfasjóðsins Auðlindar. Rétt 6 mánaða raunávöxtun á ársgrundvelli er 8,54% í stað 1,67% sem ranglega birtist. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
16. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 76 orð | ókeypis

Breytingar hjá Nýherja

Svavar G. Svavarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarþjónustu hjá Nýherja. Rekstrarþjónusta er nýtt svið innan Nýherja sem taka mun að sér rekstur upplýsingakerfa fyrirtækja á Íslandi. Svavar er 36 ára tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur starfað að tölvu- og hugbúnaðarmálum í 13 ár. Meira
16. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 172 orð | ókeypis

Engin verðbólga í Bandaríkjunum

VERÐBÓLGA í Bandaríkjunum mældist engin frá maí til júní, annað skiptið í röð. Neysluverðsvísitala í Bandaríkjunum hefur haldist óbreytt á tímabilinu frá apríl til júní og var verðbólga því engin á tímabilinu. Síðast hélst vísitala neysluverðs óbreytt tvo mánuði í röð á tímabilinu frá febrúar til apríl 1986, vegna lækkandi eldsneytisverðs. Meira
16. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 135 orð | ókeypis

Hagnaður Apple iMac að þakka

HAGNAÐUR Apple-tölvufyrirtækisins tvöfaldaðist á öðrum fjórðungi þessa árs og fór fram úr öllum áætlunum. Sala á iMac-tölvunum hefur gengið vel, enda eftirspurnin mikil. Alls voru 487.000 iMac-tölvur seldar á nýliðnum ársfjórðungi, miðað við 350.000 á fyrsta fjórðungi þessa árs. Meira
16. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 88 orð | ókeypis

Hlutafjárútboð í Netverki

HLUTAFJÁRAUKNING í Netverki er hafin og stendur til 31. júlí nk., eins og fram kom í hálffimm fréttum Búnaðarbankans í gær. Heildarverðmæti hluta er um 150 milljónir króna, miðað við að hver hlutur sé seldur á genginu 7, en það er sama gengi og var í síðasta útboði félagsins. Meira
16. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 331 orð | ókeypis

Íslenskt hugvit valið

LANDSVIRKJUN og Softa ehf. undirrituðu nýlega samkomulag um kaup Landsvirkjunar á viðhalds- og verkstjórnarkerfinu DMM. Það er aflstöðvadeild Norðurlands sem tekur kerfið í notkun og verður það sett upp í Blönduvirkjun, Kröfluvirkjun og Laxárvirkjun á næstu mánuðum. Meira
16. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 212 orð | ókeypis

Methækkun á Nasdaq

BANDARÍSKA Nasdaq vísitalan hafði í lok dags í gær hækkað um 39,90 stig og fór þar með í 1.398,17 stig. Þetta mun vera methækkun á vísitölunni. Dow Jones iðnaðarvísitalan lækkaði hins vegar um 26,92 stig og var 11.148,10 stig við lokun markaða í gær. Nokkrar verðhækkanir urðu á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í gær. Meira
16. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 243 orð | ókeypis

Nikkei hækkar enn

VÍSITALA neysluverðs í Bandaríkjunum (CPI) sem er mæld án matvæla og eldsneytis, stóð svo til í stað á milli mánaða, hækkaði aðeins um 0,1%. Það þykir sýna að verðbólga Í Bandaríkjunum sé ekki komin af stað eins og óttast var. Sérfræðingar höfðu jafvel búist við að vísitalan hækkaði um 0,2% en svo varð ekki. Atvinnuleysi hefur aukist og er það í samræmi við væntingar. Meira
16. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 38 orð | ókeypis

Nýr forstöðumaður hjá SL

ÞÓRUNN Ingólfsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Ráðstefnudeildar Samvinnuferða/Landsýnar. Þórunn er fædd árið 1947 og hefur starfað við ferðaþjónustu frá árinu 1977, meðal annars sem deildarstjóri ráðstefnudeildar Ferðaskrifstofu ríkisins og deildarstjóri hjá fyrirtækinu Ráðstefnur og fundir. Meira
16. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 93 orð | ókeypis

Nýr framkvæmdastjóri Radiomiðlunar

Hinn 1. júlí sl. lét Kristján Gíslason af störfum sem framkvæmdastjóri Radiomiðunar, eftir að hafa gegnt því starfi í 15 ár. Kristján sem er stærsti hluthafi fyrirtækisins, mun eftir sem áður bera ábyrgð á þróunar- og fjárfestingarmálum fyrirtækisins auk þess að gegna stöðu stjórnarformanns. Frá sama tíma hefur Jóhann H. Meira
16. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 52 orð | ókeypis

Nýr sparisjóðsstjóri í Vestmannaeyjum

Ólafur Elísson viðskiptafræðingur og endurskoðandi hefur verið ráðinn í starf sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Vestmannaeyja. Ólafur, sem er 45 ára, hefur verið einn af eigendum Deloitte og Touche endurskoðun hf. og hefur undanfarin ár verið forstöðumaður útibús fyrirtækisins í Vestmannaeyjum. Hann mun taka við starfi sparisjóðsstjóra þann 1. október nk. Meira
16. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 91 orð | ókeypis

Nýr stjórnandi hjá Deloitte & Touche hf.

MARGRÉT Sanders hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Deloitte & Touche hf. Margrét hefur lokið MBA-gráðu frá Western California University, í Norður-Karólínu-ríki, og hefur undanfarið starfað við ráðgjöf og skipulagningu námskeiða hjá bandaríska ráðgjafarfyrirtækinu McLaurin Consulting. Meira
16. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 130 orð | ókeypis

Skuldir hafa lækkað

SKULDIR Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, sem tók til starfa eftir uppstokkun veitufyrirtækja í Borgarfjarðarhéraði, hafa lækkað um 183 milljónir króna á þeim þremur árum sem liðin eru frá því að fyrirtækið tók til starfa í breyttu formi. Gert er ráð fyrir að greiða niður skuldir fyrirtækisins, um 90 milljónir króna, á þessu ári, að því er fram kemur í Skessuhorni á Vesturlandsvefnum. Meira
16. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 141 orð | ókeypis

Sparifjáreigendur "missa af" milljónum

FJÖLMARGIR Danir sem ávaxta sparifé sitt hjá dönskum fjárfestingafélögum, hafa farið á mis við milljónahagnað vegna rangrar fjárfestingastefnu félaganna, að því er fram kemur í danska blaðinu Jyllandsposten. Meira
16. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 405 orð | ókeypis

Tryggja skjóta afgreiðslu

VERSLUNIN Grifill hefur opnað verslun á netinu og mun vegna samninga við Íslandspóst geta tryggt skjóta afgreiðslu vara um land allt. "Við munum geta afhent allar pantanir sem berast fyrir klukkan 11:00 frá viðskiptavinum á Stór-Reykjavíkursvæðinu samdægurs en pantanir sem berast síðar verða afgreiddar daginn eftir," segir Jóhann Ingi Kristjánsson, framkvæmdastjóri Griffils. Meira
16. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 227 orð | ókeypis

Valréttarsamningar gefa milljónir í aðra hönd

MARGIR af starfsmönnum fyrirtækisins Nokia í Finnlandi hafa orðið milljónamæringar vegna valréttarsamninga sem fyrirtækið hefur boðið starfsmönnum sínum undanfarin ár. Samanlagður hagnaður þeirra af samningunum er allt að 50 milljarðar sænskra króna, u.þ.b. 435 milljarðar íslenskra króna, samkvæmt útreikningum sænska blaðsins Dagens Industri. Meira
16. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 168 orð | ókeypis

Þrefaldast á fjórum árum

EINSTAKLINGAR og fyrirtæki í Noregi hafa fjárfest fyrir um 300 milljarða norskra króna í erlendum verðbréfum á þessum áratug, að því er fram kemur í fréttum norska blaðsins Aftenposten. Upphæðin jafngildir rúmlega 2.400 milljörðum íslenskra króna, eða um 570.000 íslenskra króna á hvert mannsbarn í Noregi. Meira

Fastir þættir

16. júlí 1999 | Í dag | 36 orð | ókeypis

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 17. júlí, verður fimmtugur Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Þiljuvöllum 38, Neskaupstað. Eiginkona hans er Klara Ívarsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum á Kirkjumel í Norðfjarðarsveit á afmælisdaginn frá kl. 20. Meira
16. júlí 1999 | Í dag | 31 orð | ókeypis

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 17. júlí, verður sjötíu og fimm ára Jóhanna M. Árnadóttir, sambýlinu Blesugróf 29. Hún tekur á móti gestum á afmælisdaginn kl. 15-18 í Víkingasal Hótels Loftleiða. Meira
16. júlí 1999 | Í dag | 34 orð | ókeypis

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 16. júlí, verður níræð Sigríður Kristjánsdóttir, Vogatungu 69, Kópavogi. Hún tekur á móti ættingjum og vinum á morgun, laugardag, í Gjábakka, félagsheimili aldraðra, Fannborg 8, Kópavogi, frá kl. 16. Meira
16. júlí 1999 | Í dag | 82 orð | ókeypis

Á FÆTUR

Táp og fjör og frískir menn finnast hér á landi enn, þéttir á velli og þéttir í lund, þrautgóðir á raunastund. Djúp og blá blíðum hjá brosa drósum hvarmaljós. Norðurstranda stuðlaberg stendur enn á gömlum merg. Aldnar róma raddir þar, reika svipir fornaldar hljótt um láð og svalan sæ, sefur hetja á hverjum bæ. Meira
16. júlí 1999 | Fastir þættir | 90 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bikarkeppnin

Nokkur úrslit hafa borist úr annarri umferð í bikarnum en síðasti spiladagurinn er 18. júlí. Hreinn Björnsson, Akranesi ­ Björn Theodórsson, Rvk 73­96 Grandi hf. Rvk ­ Hjördís Sigurjónsd., Rvk 46­65 Jón Hjaltason, Rvk ­ Kristján Örn Kristjánsson, Keflavík 108­81 Roche, Rvk ­ Almenna verkfræðistofan, Rvk 91­85 Baldur Bjartmarsson, Meira
16. júlí 1999 | Fastir þættir | 630 orð | ókeypis

Gerði mér engar vonir fyrir mótið

"Ég hafði ekki gert mér neinar vonir fyrirfram um sigur í töltinu, hélt fyrir mótið að Hans Kjerúlf og Laufi myndu sigra. Eftir forkeppnina taldi ég mig hinsvegar eygja möguleika á að komast upp á milli Hans og Laufa og Sigurbjörns Bárðarsonar og Odds og hreppa annað sætið," segir nýbakaður Íslandsmeistari í tölti, Egill Þórarinsson, í viðtali Morgunblaðið eftir að sigurinn var í höfn. Meira
16. júlí 1999 | Í dag | 25 orð | ókeypis

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 16. júlí, eiga 50 ára hjúkskaparafmæli hjónin Sigríður Skarphéðinsdóttir og Pétur Pétursson. Þau dveljast ásamt fjölskyldu sinni í sumarhúsi sínu í Skorradal. Meira
16. júlí 1999 | Í dag | 81 orð | ókeypis

Hafnarfjarðarkirkja.

Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund. Hofskirkja. Kirkjuskóli kl. 13.30. Sjöunda dags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Sigríður Kristjánsdóttir. Meira
16. júlí 1999 | Dagbók | 740 orð | ókeypis

Í dag er föstudagur 16. júlí, 197. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Ég l

Í dag er föstudagur 16. júlí, 197. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð, sem oss mun opinberast. (Rómverjabréfið 8,18.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Albatros kom og fór í gær. Meira
16. júlí 1999 | Fastir þættir | 732 orð | ókeypis

Shirov vinnur þriðju skákina í EuroTel- einvíginu

10.-18. júlí 1999 ALEXEI Shirov vann þriðju skákina í EuroTel-einvíginu við sterkustu skákkonu heims, Judit Polgar og dugir þar með eitt jafntefli í síðustu þremur skákunum til að sigra í einvíginu. Allt virðist því stefna í stórsigur Shirovs, en Judit hefur ekki náð sér á strik í einvíginu. Meira
16. júlí 1999 | Fastir þættir | 836 orð | ókeypis

Valdið og hrokinn

ENGUM þeim sem býr á Íslandi getur blandast hugur um að hrokinn er nátengdur valdinu. Smákóngakerfi örríkisins sýnist geta af sér hrokagikki rétt eins og valdið, sem þeim er fengið er hafa öll ráð stærri þjóða í höndum sér. Raunar virðist upphafningarþörfin jafnvel djúpstæðari í dvergríkjum enda er hún tilkomin af minnimáttarkennd. Meira
16. júlí 1999 | Fastir þættir | 532 orð | ókeypis

Vallarkrísa og upplýsingaskortur

"SVO bregðast krosstré sem aðrir raftar," segir máltækið og á það svo sannarlega við um ástand vallanna á Gaddstaðaflötum á nýafstöðnu Íslandsmóti. Vekur það bæði undrun og vonbrigði að svo margreyndur mótsstaður sem Gaddstaðaflatir skuli bregðast. Ástand vallannna var skelfilegt. Báðir hringvellirnir sem keppt var á voru mjög lausir í sér og mynduðust djúpar gryfjur á þeim víða. Meira
16. júlí 1999 | Í dag | 432 orð | ókeypis

Þakklæti

FYRIR hönd allrar fjölskyldunnar vil ég þakka öllum þeim sem studdu okkur er við misstum heimili okkar á Reyðarfirði í eldsvoða fyrir stuttu. Sérstakar þakkir til Rauða kross Íslands, bæjarbúa Reyðarfjarðar, heildsölu Ágústs Ármann og BÞH heildverslunar. Aðstoð ykkar var ómetanleg á erfiðum tíma. Kærar þakkir fyrir okkur. Bíbí Ólafsdóttir. Meira
16. júlí 1999 | Í dag | 25 orð | ókeypis

ÞESSIR duglegu krakkar söfnuðu 1.803 kr. til styrktar Krabbameinsfélagi

ÞESSIR duglegu krakkar söfnuðu 1.803 kr. til styrktar Krabbameinsfélaginu. Þau heita Silja Sif Kristinsdóttir og Ármann Loyid Brynjarsson. Með þeim á myndinni er Arnór Elí Kristinsson. Meira
16. júlí 1999 | Í dag | 524 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

BÓKASÖFN í höfuðborginni hvekktu Víkverja dagsins í vikunni. Hann fór í leit að tiltekinni bók á Borgarbókasafnið, og af því að Víkverji er Íslendingur sem bjargar sér sjálfur en fer ekki að biðja um aðstoð eins og einhver kveif, vatt hann sér auðvitað að tölvunum sem eiga að leiðbeina gestum bókasafnsins um völundarhús þess. Meira
16. júlí 1999 | Fastir þættir | 56 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

SPILAÐUR var tvímenningur 3. júli sl. í Ásgarði, Glæsibæ. 22 pör mættu og úrslit voru þessi: N.S. Auðunn Guðmundsson ­ Albert Þorkelson271 Eysteinn Einarsson ­ Magnús Halldórsson251 Bergljót Ragnarsdóttir ­ Soffía Theodórsdóttir234 A.V. Meira

Íþróttir

16. júlí 1999 | Íþróttir | 137 orð | ókeypis

Anelka með uppákomu í Róm

FRANSKI landsliðsmaðurinn og vandræðamaðurinn Nicolas Anelka, leikmaður hjá Arsenal, var með uppákomu í Róm í gær. Hann boðaði til blaðamannafundar í herbúðum Lazio í dag. Forráðamenn Lazio, sem vilja fá hann til sín, sögðu að þeir ættu engan þátt í fundinum ­ Anelka vildi aðeins tjá sig um sín mál. Meira
16. júlí 1999 | Íþróttir | 171 orð | ókeypis

ARNÓR Guðjohnsen lék ekki með V

ARNÓR Guðjohnsen lék ekki með Valsmönnum í gærkvöldi gegn Grindavík vegna meiðsla. Hann sagði að enn væru tvær vikur í að hann gæti leikið. Einar Páll Tómasson var líka fjarri góðu gamni vegna meiðsla, en verður væntanlega klár í slaginn eftir þrjár til fjórar vikur. Meira
16. júlí 1999 | Íþróttir | 147 orð | ókeypis

Bandaríkjamaður til Ísafjarðar

JULIUS Teal, bandarískur framherji, er að öllum líkindum á leið til Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar. Forráðamenn félagsins hafa gert honum tilboð og þeir búast við að hann gangi að því á næstu dögum. Teal, sem er 22 ára, lék í 2. deild háskólakeppninnar með Kennesaw State frá Georgíu og gerði um 20 stig að meðaltali í leik á liðnum vetri. Hann er 1. Meira
16. júlí 1999 | Íþróttir | 411 orð | ókeypis

Brasilíumenn vilja hefna

HANDHAFAR Ameríkubikarsins, Brasilíumenn, lögðu Mexíkóa í undanúrslitum keppninnar, 2:0, aðfaranótt fimmtudags. Brasilía mætir Úrúgvæ í úrslitaleik keppninnar en Mexíkó leikur gegn Chile um þriðja sætið. Meira
16. júlí 1999 | Íþróttir | 213 orð | ókeypis

Eiturlyf í Formúlubílum

BRESKA tollgæslan telur sig hafa upplýsingar um að bílar, sem notaðir hafi verið í Formúlu-1-mótaröðinni, hafi verið notaðir til þess að flytja eiturlyf á milli landa. Í dagblaðinu The Sunday Times segir að tollverðir hafi fengið ábendingu um flutning eiturlyfja í Formúlu-bílum og gámum sem flytja þá milli landa fyrir 18 mánuðum og hafi fylgst grannt með flutningi þeirra um Dover, Meira
16. júlí 1999 | Íþróttir | 50 orð | ókeypis

Evrópulistinn

1.Ítalía57,212 2.Spánn49,628 3.Þýskaland45,498 4.Frakkland41,442 5.Holland37,816 5.England34,286 6.Rússland27,825 7.Grikkland26,950 8. Meira
16. júlí 1999 | Íþróttir | 741 orð | ókeypis

"Farinn að lýjast undir lokin"

SIGURVIN Ólafsson, einn besti miðjumaður landsins á undanförnum árum, lék sinn fyrsta leik í efstu deild í ríflega hálft annað ár á miðvikudagskvöld er hann var í byrjunarliði Fram í 2:0-sigri liðsins á Víkingum. Sigurvin lék fram undir miðjan seinni hálfleik, en var þá skipt út af, enda "farinn að lýjast undir lokin" eins og leikmaðurinn orðar það sjálfur. Meira
16. júlí 1999 | Íþróttir | 71 orð | ókeypis

Ferdinand áfram hjá West Ham

ENSKI landsliðsmaðurinn Rio Ferdinand skrifaði í gær undir sex ára samning við West Ham. Þar með þaggaði þessi 20 ára varnarmaður niður orðróm um að hann væri á förum til Ítalíu til að leika með Roma, sem var tilbúið að greiða 1,5 milljarða ísl. kr. fyrir hann. Ferdinand sagðist aldrei hafa ætlað að fara til Roma. Það væri heiður fyrir hann að leika áfram með West Ham. Meira
16. júlí 1999 | Íþróttir | 109 orð | ókeypis

Gleðikonur aðgangsharðar í Moskvu

KEPPENDUR á Evrópumóti unglinga í sundi hafa kvartað undan miklum ágangi gleðikvenna á hótelunum þar sem þeir búa á í Moskvu. Sigurlín Þorbergsdóttir, landsliðsþjálfari í sundi, sagði að íslenska liðið væri að mestu laust við þessa truflun kvennanna, enda býr íslenska liðið á betra hóteli en mörg önnur lið. Meira
16. júlí 1999 | Íþróttir | 681 orð | ókeypis

Hann heitir Pampling

NÆR óþekktur Ástrali, Rodney Pampling, er í forystu á Opna breska mótinu í golfi sem hófst á Carnoustie-golfvellinum nærri Dundee í Skotlandi í gær. Hann lék holurnar átján á pari eða 71 höggi. Það gat enginn annar leikið eftir á hinum geysierfiða velli en Pampling leikur nú í fyrsta sinn á mótinu. Meira
16. júlí 1999 | Íþróttir | 92 orð | ókeypis

Heimslistinn

ÖRN Arnarson, SH, er kominn í 13. sæti á heimslistanum eftir árangur sinn í 200 metra baksundinu á EM unglinga í Moskvu í gær. Hann tvíbætti þar Íslandsmetið og synti á 2.01,13 mín. í úrslitasundinu. Listi yfir 15 efstu í 50 metra laug á nýjasta heimslistanum er þessi: 1.1:56.57Martin Lopez-Zubero, (Spáni) 2.1:56. Meira
16. júlí 1999 | Íþróttir | 228 orð | ókeypis

Hjalti leigður frá ÍBV til FH

EYJAMENN hafa gengið frá samningum við FH um leigu á varnarmanninum Hjalta Jónssyni út tímabilið. Hjalti hefur bæði leikið í vörn og á miðjunni í liði ÍBV, en komið lítið við sögu upp á síðkastið og því var ákveðið að gefa honum tækifæri til að öðlast meiri leikreynslu með Hafnarfjarðarliðinu, sem leikur í 1. deild. Hjalti er tvítugur og samningur hans við ÍBV rennur út haustið 2000. Meira
16. júlí 1999 | Íþróttir | 262 orð | ókeypis

Ísland í 34. sæti í Evrópu

Árangur íslenskra liða í Evrópukeppni í knattspyrnu síðan 1994 hefur gefið Íslandi 34. sæti á Evrópulistanum. Árangur liðanna var bestur 1995, en þá fékk Ísland 1,833 stig. Árangurinn er miðaður við framgöngu liða í Evrópukeppni meistaraliða, Evrópukeppni bikarhafa og UEFA- bikarkeppninni. Meira
16. júlí 1999 | Íþróttir | 154 orð | ókeypis

Keflvíkingar fá til sín Úkraínumann

23 ára sóknarmaður frá Úkraínu kemur til landsins á þriðjudag og verður til reynslu hjá Keflvíkingum. Leikmaðurinn hefur verið tæplega tvö ár í Bandaríkjunum og leikið þar sem hálfatvinnumaður. Hann kemur hingað fyrir milligöngu bandarísks vinar Óla Þórs Magnússonar, fyrrverandi leikmanns Keflvíkinga. Meira
16. júlí 1999 | Íþróttir | 254 orð | ókeypis

Keppnisferill Herdísar á enda?

HERDÍS Sigurbergsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins og Stjörnunnar í handknattleik, sem sleit hásin í vinstra fæti í upphafi árs, hefur enn ekki náð bata. Hún hefur farið í tvo uppskurði og ekki er fyrirséð hvenær eða hvort hún geti hafið keppni á ný. Herdís sleit hásin í byrjun leiks með íslenska landsliðinu gegn Rússlandi 24. júnúar. Meira
16. júlí 1999 | Íþróttir | 553 orð | ókeypis

KR-ingar tóku völdin er Keflvíkingar þreyttust

ALVARAN tók við hjá KR-ingum í gærkvöldi eftir að hafa gert sér glaðan dag með afmælisgestum frá knattspyrnuliði Watford frá Englandi í byrjun vikunnar. Vesturbæingar óku suður með sjó til Keflavíkur, til viðureignar við lið heimamanna, en þangað hafa þeir ekki sótt sigur síðan 1995. KR losaði sig þó undan álögunum í gær og vann góðan sigur, 3:1, eftir að hafa lent marki undir. Meira
16. júlí 1999 | Íþróttir | 107 orð | ókeypis

MAGNÚS Aðalsteinsson, einn lykilmanna

MAGNÚS Aðalsteinsson, einn lykilmanna Þróttar Reykjavíkur í blaki, hyggur á nám á sviði blakþjálfunar í Danmörku. Þá hefur honum verið boðinn þjálfarastaða í Færeyjum. Búist er við að hann yfirgefi herbúðir Þróttara fyrir næsta tímabil. Meira
16. júlí 1999 | Íþróttir | 114 orð | ókeypis

Nýr stjóri hjá Stoke

GARY Megson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Stockport, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við enska 2. deildarliðið Stoke City. Innan vébanda þess er Lárus Orri Sigurðsson, varnarmaður landsliðsins í knattspyrnu, og raunar einnig yngri bróðir hans, Kristján, sem leikið hefur með unglingaliðinu undanfarin ár en samdi nýlega við aðalliðið. Meira
16. júlí 1999 | Íþróttir | 103 orð | ókeypis

Skagamenn hafa haldið hreinu í 286 mín.

SKAGAMENN hafa haldið marki sínu hreinu í deildarkeppninni í síðustu þremur leikjum sínum ­ gegn Grindavík, Leiftri og Fram. Þeir hafa aðeins þurft að hirða knöttinn fjórum sinnum úr netinu hjá sér í sex leikjum. Kristján Brooks, miðherji Keflvíkinga, var síðastur til að skora mark hjá þeim. Hann skoraði markið á 74. mín. í Keflavík, þar sem Skagamenn máttu þola tap, 2:0. Meira
16. júlí 1999 | Íþróttir | 575 orð | ókeypis

Sonur þjálfarans með sigurmark

VALSMENN unnu fyrsta leik sinn í deildinni á þessu tímabili er þeir lögðu Grindvíkinga að velli, 2:1, að Hlíðarenda í gærkvöldi. Mikil harka og barátta einkenndi leikinn og hafði dómari leiksins í nógu að snúast og þurfti sjö sinnum að lyfta gula spjaldinu og tvisvar því rauða. Meira
16. júlí 1999 | Íþróttir | 165 orð | ókeypis

STEFAN Effenberg, miðvallarleikma

STEFAN Effenberg, miðvallarleikmaður Bayern M¨unchen sem hefur verið útnefndur fyrirliði liðsins á komandi tímabili, verður frá vegna ökklameiðsla næstu sjö vikurnar. Hann verður því ekki með liði sínu þegar deildakeppnin hefst 14. ágúst er Bayern mætir Hamburger. Meira
16. júlí 1999 | Íþróttir | 134 orð | ókeypis

Súrt að missa forskotið

HEIÐAR Bjarnason skoraði seinna mark Breiðabliks og vonaði þá að leikurinn væri unninn. "Það var gaman að skora en maður fékk lítinn tíma til að fagna, þeir jöfnuðu svo fljótt. Vissulega var súrt að missa forskotið niður. Við áttum að halda þessu og klára leikinn en það kom eitthvert fát á okkur við fyrra mark þeirra. Annars var þetta jafn leikur tveggja jafnra liða," sagði Hreiðar. Meira
16. júlí 1999 | Íþróttir | 72 orð | ókeypis

Tíu spora samstuð

HARÐJAXLARNIR Gunnar Oddsson hjá Keflavík og Þórhallur Hinriksson KR-ingur stukku samtímis upp eftir boltanum í leik liðanna í gærkvöldi. Hvorugur gaf þumlung eftir og þeir skullu saman svo að sprakk fyrir hjá báðum þannig að sjúkraþjálfari KR-inga taldi að sauma þyrfti 6 spor í höfuð Gunnars en fjögur hjá Þórhalli. Meira
16. júlí 1999 | Íþróttir | 490 orð | ókeypis

Tvö mörk, bæði með skalla á Akranesi

LAGIÐ kunna "Skagamenn, Skagamenn skoruðu mörkin...Rikki til Donna, Donni til Þórðar..." væri ekki ofarlega á vinsældalista þessa dagana ef það hefði verið að koma út á hljómplötu. Eftir að hafa leikið sex leiki í meistarabaráttunni hafa Skagamenn aðeins skorað tvö mörk; bæði með skalla á Akranesi ­ eftir sendingu frá hægri kanti. Meira
16. júlí 1999 | Íþróttir | 204 orð | ókeypis

"Verðum að spýta í lófana

Ég er svekktur, við börðumst allan leikinn en gleymdum okkur augnablik í síðari hálfleik og þeir unnu af okkur boltann á hættulegum stöðum ­ það má ekki á móti liði eins og KR því þeir eru með menn, sem eru snöggir að refsa fyrir slíkt og gerðu það," sagði Gunnar Oddsson, leikmaður og annar þjálfari Keflvíkinga, sem reyndi að drífa félaga sína áfram með góðri baráttu þar til yfir lauk. Meira
16. júlí 1999 | Íþróttir | 334 orð | ókeypis

Vona að ég þurfi ekki að bíða í önnur fjögur ár

"ÉG ER mjög ánægður með sigur því Keflvíkinga vantaði nauðsynlega stig og við vorum arfaslakir fyrstu tuttugu mínúturnar en sem betur fer tókst okkur að jafna því það er mun betra að koma inn á eftir hlé með jafna stöðu," sagði Kristján Finnbogason, sem stóð á milli stanganna hjá KR, en hann var einmitt með í síðasta sigurleik KR á Keflavík í deildinni árið 1995. Meira
16. júlí 1999 | Íþróttir | -1 orð | ókeypis

"Þáttur" Uni Arge bjargaði heimamönnum

LEIFTUR tók á móti Breiðabliki í Ólafsfirði með þann einlæga ásetning í huga að sækja af krafti og uppskera þrjú stig. Ekkert bólaði á þessum áætlaða sóknarþunga lengi vel og það var í rauninni ekki fyrr en gestirnir úr Kópavogi voru búnir að skora tvö mörk að Leiftursliðið hrökk í gang og jafnaði leikinn á mettíma, pressaði síðan ákaft en úrslitin urðu jafntefli, 2:2. Leiftur er því áfram í 4. Meira
16. júlí 1999 | Íþróttir | 487 orð | ókeypis

Örn tvíbætti Íslandsmetið

ÖRN Arnarson, sundkappi úr SH, sem varð Evrópumeistari í 200 metra skriðsundi á miðvikudag, tvíbætti Íslandsmetið í 200 metra baksundi á Evrópumeistaramóti unglinga í Moskvu í gær og varð annar. Hann bætti metið fyrst í undanrásum í gærmorgun, synti á 2.01,21 mín., og bætti eigið met um 6/100 hluta úr sekúndu. Tími hans var jafnframt mótsmet og óopinbert Evrópumet unglinga í greininni. Meira

Úr verinu

16. júlí 1999 | Úr verinu | 424 orð | ókeypis

Vísbendingar um minni stofn af úthafskarfa

NÝLOKIÐ er mánaðarlöngum sameiginlegum leiðangri Íslendinga, Þjóðverja og Rússa þar sem stofn úthafskarfa var mældur með bergmálsaðferð. Þó svo að nokkrar vísbendingar liggi nú fyrir um heldur minni úthafskarfastofn en fyrr var ætlað er ekki hægt að fullyrða um slíkt fyrr en nákvæmur samanburður á gögnum þátttökuþjóða hefur átt sér stað. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

16. júlí 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1993 orð | ókeypis

ÐTil Hong Kong í menntaskólanám

ÓSKAR og Hafliði fóru til Hong Kong eftir að hafa lokið 4. bekk í Menntaskólanum í Reykjavík en stunda nú nám hvor í sínum einkaskólanum í Hong Kong. Óskar situr á skólabekk í West Island School, alþjóðlegum menntaskóla þar sem öll kennsla fer fram á ensku. Hann segir að skólinn sé fremur illa tengdur við samfélag kínverska meirihlutans í Hong Kong. Meira
16. júlí 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 2429 orð | ókeypis

Geimbúar framtíðarinnar nema land í gegnum tölvu

Geimbúar framtíðarinnar nema land í gegnum tölvu Bandarískur athafnamaður hefur starfrækt fyrirtæki sem selur landeignir á tunglinu í 19 ár. Meira
16. júlí 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1182 orð | ókeypis

Í myrkrinu bólstrar hann og smíðar

Blindi bólstrarinn hefur hann verið kallaður. Kristján Tryggvason heitir hann, tæplega áttræður að aldri, og rekur vinnustofu við Oddeyrargötu á Akureyri. Í niðamyrkri hefur hann frá 14 ára aldri unnið við burstagerð, bólstrun og smíðar.Hrönn Marinósdóttirleit í heimsókn til þessa iðjusama manns. Meira
16. júlí 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 359 orð | ókeypis

Legghlífar ganga aftur

HVER man ekki eftir hæfileikaríku krökkunum úr sjónvarpsþáttunum Á framabraut sem voru mjög vinsælir á níunda áratugnum? Einkennisbúningur þeirra var víð bómullarpeysa eða bolur, jafnvel rifinn, ásamt þröngum buxum og allt var þetta oftast bundið saman í mittið. Meira
16. júlí 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 433 orð | ókeypis

Lengi að venjastgráhærðu konunni

"MÉR finnst ég frelsuð," segir Kristín Guðbrandsdóttir, sem þrítug byrjaði að lita á sér hárið. Fyrstu gráu hárin segir hún hafa látið á sér kræla þegar hún var um tvítugt. Þótt þau hafi ekki verið orðin ýkja áberandi tíu árum síðar segist hún hafa hafið reglulegar píslargöngur á hárgreiðslustofuna. "Á þriggja vikna fresti hvorki meira né minna. Meira
16. júlí 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 519 orð | ókeypis

Ljóskuímyndiner furðu lífseig

"FRÁ því í haust hef ég verið í mikilli sjálfsskoðun og velt fyrir mér hvernig ég líti raunverulega út," segir Hrund Helgadóttir og viðurkennir að hafa lengst af verið ósköp ánægð með sitt síða ljósa hár. "...fékk enda töluverða athygli út á hárið," bætir hún við. Sú ákvörðun að láta ljósa hárið víkja fyrir náttúrulega háralitnum og klippa sig stutt var lengi að gerjast. Meira
16. júlí 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 432 orð | ókeypis

Margar biðukollurí fjölskyldunni

"ÉG fann fyrstu gráu hárin þegar ég var sextán ára. Lét mér nokkuð á sama standa og passaði mig bara á því að kippa þeim ekki í burtu jafnóðum, enda trúði ég staðfastlega að fyrir eitt grátt hár kæmu tíu í staðinn," segir Sigríður J. Friðjónsdóttir. Hún hefur aldrei litað á sér hárið, enda lítið gefin fyrir mikið umstang varðandi útlitið. Meira
16. júlí 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 98 orð | ókeypis

Sátt við grátt Misjafnt er hvenær barátt

Sátt við grátt Misjafnt er hvenær baráttan við elli kerlingu hefst og hvaða brögðum er beitt. Hárlitun er helsta ráð kvenna gegn þessari leiðu kellu, sem hægt og sígandi vinnur sín verk. Þótt konur hasli sér völl á flestum sviðum og sé yfirleitt ami að ríkjandi æskudýrkun virðist grátt hár vera hálfgert tabú þar til þær eru um sjötugt. Meira
16. júlí 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 414 orð | ókeypis

Skuplur fyrir skutlur

NÝJASTI fylgihluturinn sem slegið hefur í gegn er skuplan, höfuðklúturinn sem í gegnum tíðina hefur frekar verið kenndur við vinnukonur heldur en vel klæddar stúlkur. Nú hefur skuplan loksins öðlast þá viðurkenningu sem hún á skilið eftir allt púlið við að hlífa höfði lúinna kvenna á löngum vinnudegi. Meira
16. júlí 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 611 orð | ókeypis

Smásögur seldar í Seljahverfi

"EINU sinni voru kóngur og drottning þau voru mjög rík. Þau áttu eina dóttur og einn son. Þau voru tvíburar og bestu vinir. Tvíburarnir hétu Rakel og Lárus og voru 9 ára, og áttu afmæli 17. júní. Þau áttu heima í höll. Fyrir utan höllina var garður. Þar var gosbrunnur með gullfiskunum Dúllu og Gullu. Meira
16. júlí 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 449 orð | ókeypis

Sorglega fáar konur með grátt hár

"MÉR finnst sorglega fáar ungar, íslenskar konur, sem farnar eru að grána, láta hárið óáreitt eins og það er frá náttúrunnar hendi," segir Birgir Jónsson hársnyrtir, sem hvetur fremur en letur kvenkyns viðskiptavini sína til að gefa hárlitun upp á bátinn. "Vilji konur ekki verða alveg gráhærðar getur líka verið mjög smart að setja nokkrar dökkar eða ljósar strípur og láta gráa hárið skína í gegn. Meira
16. júlí 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 518 orð | ókeypis

Öðru máli gegnir um karla

"YFIRLEITT byrjar hárið að grána um 35 ára aldur. Fáar konur vilja verða gráhærðar á þeim aldri og hafi þær ekki litað hárið byrja þær upp úr því. Um sextugt er algengt að þær hugleiði að láta litinn vaxa úr. Ég ráðlegg þeim oftast að hætta ekki fyrr en þær verða löggild gamalmenni," segir Hrönn Helgadóttir, sem finnst grár háralitur oftast gera konur eldri en ætla mætti. Meira
[ ]

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.