Greinar laugardaginn 14. ágúst 1999

Forsíða

14. ágúst 1999 | Forsíða | 177 orð

Eyrarsundsbrúin formlega vígð

HÆGT verður að ganga þurrum fótum á milli Danmerkur og Svíþjóðar í dag, í fyrsta sinn frá því frostaveturinn 1941­42, þegar lokið verður við síðasta áfanga brúarinnar yfir Eyrarsund með mikilli viðhöfn og að viðstöddu fjölmenni, að því er Berlingske Tidende greindi frá í gær. Meira
14. ágúst 1999 | Forsíða | 341 orð

Hersveitir Rússa hefja stórsókn

VLADÍMÍR Pútín, settur forsætisráðherra Rússlands, tilkynnti í gær að rússneski herinn hefði hafið stórsókn til að hrekja íslamska uppreisnarmenn úr Kákasushéraðinu Dagestan og sagði að herjað yrði á þá hvar sem þeir væru. Meira
14. ágúst 1999 | Forsíða | 254 orð

Hótanir Kínverja liður í taugastríði stórveldanna

FJÖLMIÐLAR í Kína og Bandaríkjunum fullyrtu í gær að kínversk stjórnvöld hugleiddu nú alvarlega að sýna Taívönum í tvo heimana vegna yfirlýsinga Lees Tengs-huis, forseta Taívans, fyrir skömmu um að samskipti landanna skyldu fara fram á jafningjagrundvelli. Meira
14. ágúst 1999 | Forsíða | 172 orð

Sjö létust í Manila

HÖFUÐSTÖÐVAR rannsóknarlögreglunnar í Manila á Filippseyjum gjöreyðilögðust í öflugri sprengingu á fimmtudaginn. Í sprengingunni létust að minnsta kosti sjö manns og þrettán særðust alvarlega. Orsakir slyssins eru enn ókunnar. Meira

Fréttir

14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 612 orð

20 tilfelli fyrstu vikuna í ágúst

SÝNI sem tekin eru vegna bráðarannsóknar heilbrigðisyfirvalda á kampýlóbaktersýkingum berast nú ört til rannsóknarstofu Hollustuverndar ríkisins. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga annast sýnatöku. Ásmundur Þorkelsson, matvælafræðingur hjá Hollustuvernd, segir að fyrstu niðurstöður séu að skýrast en hins vegar eigi eftir að rannsaka mörg sýni til viðbótar, Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 354 orð

Aðalmenn skipaðir í vísindasiðanefnd

GENGIÐ hefur verið frá skipan aðalmanna í vísindasiðanefnd, samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, en eins og kunnugt er mun Ingileif Jónsdóttir ónæmisfræðingur taka við formennsku í nefndinni. Hún er skipuð af heilbrigðisráðherra án tilnefningar. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 268 orð

Aðstæður verða til fyrirmyndar

HAFIST var handa við umfangsmiklar byggingarframkvæmdir við Árbæjarskóla í vor. Skólinn verður stækkaður um nálega 2.000 fermetra í tveimur áföngum sem áætlað er að lokið verði haustið 2001, að sögn Þorsteins Sæberg skólastjóra. Árbæjarskóli er fjölmennasti grunnskóli landsins. "Hér eru 800 nemendur það er verið að byggja yfir þá. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 252 orð

Allir kristnir söfnuðir standa að messunni

ÚTIGUÐSÞJÓNUSTA verður haldin á Laugardalsvelli sunnudaginn 15. ágúst næstkomandi. Við athöfnina syngur 1.000 manna kór undir stjórn Jóns Stefánssonar og 60 manna lúðrasveit leikur undir. Kristinn Sigmundsson syngur einsöng og biskup Íslands, sr. Karl Sigurbjörnsson, predikar. Að útiguðsþjónustunni á Laugardalsvelli standa allir kristnir söfnuðir í Reykjavíkurprófastsdæmunum. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 152 orð

Andstaða borgarbúa ekki hunsuð

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, segir í grein í Morgunblaðinu í dag að ef almenn andstaða komi fram við tillögur um byggingar á lóðum í Laugardal, eftir að kynning hafi farið fram á þeim, muni meirihluti borgarstjórnar ekki hunsa mótmæli borgarbúa. Meira
14. ágúst 1999 | Landsbyggðin | 207 orð

Áhugasamur sendiherra um land og þjóð og tækni í fiskvinnslu

Ísafirði - SENDIHERRA Kínverja á Íslandi, Wang Ronghua, heimsótti Bolungarvík og Ísafjörð nýlega ásamt eiginkonu sinni, tveimur dætrum og aðstoðarmanni, ræddi við forráðamenn bæjarfélaganna og fór í skoðunarferðir. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 296 orð

Breytt ferli umsókna í gildi 20. ágúst

FYRIRHUGAÐAR breytingar á ferli lánsumsókna íbúðalána Íbúðalánasjóðs munu taka gildi 20. ágúst næstkomandi. Þá munu væntanlegir íbúðakaupendur hefja kaupferil sinn með greiðslumati í banka eða sparisjóði. Í stuttu máli er ferlið þannig að niðurstaða greiðslumatsins, sem gildir í hálft ár, er sent Íbúðalánasjóði á rafrænan hátt. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 158 orð

Dagsferð á Hveravelli og Blönduvirkjun

FERÐAFÉLAG Íslands efnir á sunnudaginn kemur, 15. ágúst, til öku- og skoðunarferðar yfir Kjöl þar sem helstu viðkomustaðir eru Hveravellir og Blöndustöð. Brottför er kl. 8 frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6 og verður ekið um Biskupstungur inn á Kjalveg sem leið liggur til Hveravalla. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 72 orð

Dagskrá um Sölva Helgason

Meðal þess sem í boði verður er erindi sem Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur mun flytja um myndlist Sölva Hjalti Rögnvaldsson leikari les kafla úr bókinni Sólon Íslandus eftir Davíð Stefánsson og einnig kafla úr Frakklandssögu eftir Sölva Helgason. Aðgangur að dagskránni er ókeypis og eru allir velkomnir. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 188 orð

Dagskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum

DAGSKRÁ helgarinnar í þjóðgarðinum á Þingvöllum hefst laugardaginn 14. ágúst kl. 11 með barnastund. Farið verður frá þjónustumiðstöð í stutta gönguferð þar sem náttúran verður skoðuð. Tekur dagskráin um 1 klst. og er ætluð börnum á aldrinum 5­12 ára. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 189 orð

EÐVARÐ SIGURGEIRSSON

EÐVARÐ Sigurgeirsson, ljósmyndari á Akureyri, lést á heimili sínu 12. ágúst síðastliðinn á nítugasta og öðru aldursári. Hann fæddist á Akureyri 22. október árið 1907. Foreldrar hans voru Júlíana Friðrika Tómasdóttir og Sigurgeir Jónsson, organisti og söngstjóri, bæði ættuð úr Bárðardal. Meira
14. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 714 orð

Eldur, tré og þjóðbúningar

HANDVERKSSÝNINGIN Handverk '99 var opnuð á Hrafnagili á fimmtudaginn. Sýningin er sú sjöunda í röðinni, en þær hafa verið haldnar árlega síðan árið 1992. Þema sýningarinnar í ár er íslenska tréð, en á síðasta ári var ákveðið að fyrir hverja sýningu yrði eitthvert þema. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 245 orð

Eltur á 170­190 km hraða

LÖGREGLAN á Blönduósi handtók í gærkvöldi mann, sem eltur hafði verið um Langadal á 170­190 km hraða. Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu en lét af ofsaakstrinum þegar hann kom inn í bæinn á Blönduósi þar sem vegartálmi hafði verið settur upp. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 206 orð

Erlendir kennarar í Kramhúsinu

SAUTJÁNDA starfsár Kramhússins hefst um miðjan ágúst og er von á mörgum gestum á haustmánuðum sem munu halda námskeið í Kramhúsinu. Í fréttatilkynningu segir: "Fyrst koma Anna Carlisle-Haynes, dansari og danshöfundur frá London, og Martin Geijer, leikstjóri frá Stokkhólmi. Þau verða aðalkennarar á hinu árlega kennaranámskeiði Kramhússins sem hefst 19. ágúst. Meira
14. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 37 orð

Feðgar á ferð

ÁRNI Tryggvason og Örn Árnason verða með fjölskylduskemmtun í Sjallanum á Akureyri 14. og 15. ágúst kl. 21:30. Með þeim í för er píanóundirleikari en þeir eru nú á ferð um landið með sýninguna. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 136 orð

Fimmtíu kennarastöður lausar

UM fimmtíu kennarastöður eru lausar við grunnskóla Reykjavíkur, að sögn Gerðar G. Óskarsdóttur, fræðslustjóra Reykjavíkur, og að auki vantar um 90 aðra starfsmenn við skólana, svo sem skólaliða, skrifstofufólk og húsverði. Þessi vandi blasir við þrátt fyrir að yfir 95% þeirra kennara sem sögðu upp störfum sínum fyrr á árinu séu búin að draga uppsagnir sínar til baka. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 74 orð

Fjallræðan í fjórða sinn

FJÓRÐA helgigangan með fjallræðuna í farteskinu verður laugardaginn 14. ágúst nk. Gengið verður frá Steinsholti í Gnúpverjahreppi á Hlíðarkistu. Komið verður niður hjá Hlíð í Gnúpverjahreppi. Lagt verður af stað kl. 13.30. Sem fyrr verður fjallræðan lesin í nokkrum lestrum og um miðbik göngu Guð beðinn um að blessa land og lýð. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 180 orð

Fjárfestir í kvóta fyrir hálfan milljarð

EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Burðarás er meðal stærstu eiganda í fiskvinnslufyrirtæki sem verður stofnað á Þingeyri í dag. Aðrir stórir eigendur verða útgerðarfyrirtækið Vísir hf. í Grindavík, Tryggingamiðstöðin og Byggðastofnun. Stofnhlutafé verður um 400 milljónir og kvótinn um 2.000 þorskígildistonn en fjárfest verður í kvóta fyrir hálfan milljarð. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 631 orð

Fjórir hópar fjárfesta eiga jafnan hlut í Orca

JÓN Ólafsson, Þorsteinn Már Baldvinsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Eyjólfur Sveinsson veita forystu fjórum hópum fjárfesta sem mynda eignarhaldsfélagið Orca SA í Lúxemborg. Auk þess 22,1% hlutafjár í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, sem Orca keypti og var í eigu eignarhaldsfélags sparisjóðanna og Kaupþings, Scandinavian Holdings SA, hefur Orca keypt aukinn hlut í FBA og á þar nú 28% hlut. Meira
14. ágúst 1999 | Landsbyggðin | 1068 orð

Fjölbreytt framleiðsla jafnar sveiflurnar

Á Hvammstanga er verið að byggja upp miðstöð íslensks ullariðnaðar með kaupum á vélum Foldu og byggingu nýs verksmiðjuhúss fyrir Ísprjón. Helgi Bjarnason ræddi við forsvarsmenn fyrirtækisins og sveitarstjórnar. Meira
14. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 307 orð

Fleiri deyja í Bretlandi

DÁNARTÍÐNI af völdum hjartasjúkdóma er meira en tvöfalt hærri í Bretlandi en í öðrum Evrópulöndum. Í Skotlandi deyja árlega 320 karlmenn af hverjum 100.000 af völdum hjartasjúkdóma, á móti 125 í Hollandi, 75 í Frakklandi og 20 í Japan. Hjartasjúkdómar legga 60 enskar konur af hverjum 100.000 að velli, á móti 25 á Ítalíu og 15 í Frakklandi. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 79 orð

Forstjóraskipti hjá Landsbréfum

GUNNAR Helgi Hálfdanarson, forstjóri Landsbréfa hf. og framkvæmdastjóri sjóðasviðs Landsbanka Íslands, hefur ákveðið að láta af þeim störfum og færa sig yfir til bandaríska fjárfestingafyrirtækisins Alliance Capital Management L.P. Við störfum hans hjá Landsbankanum tekur Sigurður Atli Jónsson, forstöðumaður eignastýringar Landsbréfa. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð

Framkvæmdum við flugvöll verði frestað

Í bréfi samtakanna til forsætisráðherra af því tilefni segir að í samræmi við fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um að fresta opinberum framkvæmdum til þess að slá á þenslu í þjóðfélaginu sé skorað á ríkisstjórnina að fresta fyrirhugaðri nýbyggingu flugvallarins í Vatnsmýrinni. Meira
14. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 113 orð

Friðarsamningur að engu hafður

SAMKVÆMT fréttatilkynningu eþíópískra yfirvalda hafa 746 uppreisnarmenn látið lífið í bardögum í austurhluta landsins síðastliðinn tvo og hálfan mánuð. Ásökuðu þau erítrísk stjórnvöld um að hafa útvegað uppreisnarmönnunum herbúnað. Varnamálaráðuneyti Eþíópíumanna segir Erítreumenn þar með ekki fylgja ákvæðum friðarsáttmála er undirritaður var af báðum löndum fyrir um mánuði. Meira
14. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 199 orð

Gamall fjallamaður heiðraður

HALLDÓR Eyjólfsson frá Rauðalæk brá undir sig betri fætinum og heimsótti félaga sinn Jón Sigurgeirsson, frá Helluvaði, til Akureyrar í þeim tilgangi að heiðra hann fyrir dugnað og atorku við vörðuleit á hálendinu. Halldór sagði að ástæðan fyrir því að hann væri að heiðra hann núna væri að búið væri að finna Eyvindargötu, sem Fjalla-Eyvindur og Halla voru látin vísa á 7. ágúst 1772. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 406 orð

Gefið til kynna að dreifð eign væri ekki skilyrði

GUÐMUNDUR Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON og stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins Scandinavian Holding, segir að þegar sparisjóðirnir hafi gengið eftir svörum frá ríkisstjórninni um hvernig staðið yrði að sölu á 51% hlut ríkissjóðs í FBA hefðu þeir ekki fengið skýr svör. "Þegar athygli okkar var vakin á því að ríkissjóður kynni að hafa frjálsari hendur um sölu á bréfunum en áður var um talað, þ. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð

Göngustígar lagðir á Reykjanesskaga

SJÁLFBOÐALIÐASAMTÖKIN og Ferðamálasamtök Suðurnesja standa að lagfæringu á göngustíg sem liggur frá veginum um sendið hraun að Hafnarbergi á Reykjanesskaga dagana 14.-15. ágúst. Einnig er ætlunin að leggja nýjan stíg meðfram berginu. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 294 orð

Haldið upp á dag vatnsins í Heiðmörk

DAGUR vatnsins verður haldinn hátíðlegur í dag, laugardaginn 14. ágúst. Af því tilefni fer fram víðavangshlaup í Heiðmörk undir yfirskriftinni "H2O í Heiðmörkinni" og almenningi gefst kostur á að kynna sér starfsemi Vatnsveitunnar á opnu húsi í Gvendarbrunnum. Dagskráin stendur frá kl. 10 til 16. Dagur vatnsins er að þessu sinni haldinn í tilefni af 90 ára afmæli Vatnsveitu Reykjavíkur. Meira
14. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 134 orð

Híbýli manna hverfa undir leðju

ÁTJÁN manns létu lífið og að minnsta kosti hundrað særðust í miklum flóðum í suðausturhluta Bangladesh í gær. Flytja þurfti um fimmtíu þúsund manns af svæði umhverfis fljótið Matanuhri þegar heimili þeirra urðu undir aurskriðu. Meira
14. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 55 orð

Hljóðfrátt flygildi

ÍSRAELSKIR vísindamenn hafa að undanförnu unnið að smíði mannlausrar smáflugvélar, sem á að geta flogið jafnt yfir sem undir hljóðhraða. Var hún reynd í fyrsta sinn í gær og er ekki annað vitað en að allt hafi gengið vel. Flygildi af þessu tagi eru yfirleitt aðeins notuð í einum tilgangi, það er hernaðarlegum. Meira
14. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 144 orð

Hugðist myrða dómara Öcalans

TYRKNESKIR fjölmiðlar greindu frá því í gær að tyrkneski herinn hefði á þriðjudag handtekið mann sem sagður er hafa ætlað að reyna að myrða dómarann í máli Kúrdaleiðtogans Abdullahs Öcalans, en Öcalan var dæmdur til dauða fyrir landráð í réttarhöldum sem lauk 29. júní síðastliðinn. Meira
14. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 444 orð

Hæðst að áformum um að breyta ímynd Hagues

Forystumenn Íhaldsflokksins urðu fyrir miklu áfalli þegar bresk dagblöð birtu minnisblað með yfirskriftinni "Verkefnið Hague" þar sem tíundaðar voru hugmyndir um að bæta ímynd flokksleiðtogans með því að láta taka myndir af honum við ýmis óformleg tækifæri. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 59 orð

Keppt í skotfimi í Miðmundardal

SKOTLEIKAR Hins íslenska byssuvinafélags í samstarfi við Skotreyn verða haldnir laugardaginn 14. ágúst og hefjast kl. 10 á skotsvæði Skotreynar í Miðmundardal. Keppt verður í þremur greinum. Skráning er á staðnum, en þátttökugjald er 2.000 kr. Ekki þarf að keppa í öllum greinum, en farandbikar er veittur fyrir bestan samanlagðan árangur ásamt Garmin GPS-tæki. Meira
14. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 54 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Kvöldmessa sunnudaginn 15. ágúst kl. 21, sr. Svavar A. Jónsson messar. Morgunbæn þriðjudaginn 17. ágúst kl. 9 og kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 fimmtudaginn 19. ágúst. GLERÁRPRESTAKALL: Kvöldmessa verður í Lögmannshlíðarkirkju kl. 21 sunnudaginn 15. ágúst. Sóknarprestur. HJÁLPRÆÐISHERINN, Hvannavöllum 10: Sunnudaginn 15. ágúst verður bæn kl. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 245 orð

Kjöt af 90 hrossum á viku til Ítalíu

SLÁTRAÐ er þessar vikurnar um 90 fullorðnum hrossum á viku í sláturhúsi Norðvesturbandalagsins hf. (NVB) á Hvammstanga. Kjötið er flutt ferskt til Ítalíu og einnig nokkuð á Japansmarkað sem hefur verið að opnast á nýjan leik. Síðustu misseri hefur hrossum verið slátrað vikulega fyrir kaupanda á Ítalíu. Um er að ræða fullorðin hross, að minnsta kosti 5 vetra, en meginhlutinn er eldri. Meira
14. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 181 orð

Krefst skráningar skotvopna

BANDARÍKJASTJÓRN hefur gefið skýr merki þess að hún muni innan skamms herða löggjöf um vopnasölu í landinu. Janet Reno, yfirmaður bandaríska dómsmálaráðuneytisins, sagði á blaðamannafundi að hún krefðist þess að öll skotvopn yrðu skráð og eigendur þeirra gerðir handhafar skilríkja líkt og ökuskírteina. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 72 orð

Kynning á ferð til Kína og Tíbet

NÚ fer að líða að því að Kínaklúbbur Unnar fari í langferð til Kína og Tíbet en ferðin verður dagana 17. september til 8. október nk. Síðasta kynning á þessari ferð verður sunnudaginn 15. ágúst kl. 19 á veitingahúsinu Sjanghæ, Laugavegi 28. Unnur Guðjónsdóttir mun sýna litskyggnur frá þeim stöðum sem farið verður til en eftir kynninguna geta gestir fengið sér að borða ef vill. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 18 orð

LEIÐRÉTT

14. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 270 orð

Leiðtogar draga úr herskáum yfirlýsingum

PAKISTANAR sögðu í gær að sú ákvörðun Indverja að sleppa úr haldi átta pakistönskum hermönnum, sem handsamaðir voru á meðan á bardögum stóð við Kasmír-landamæri ríkjanna, væri "jákvætt skref". Leiðtogar Indlands og Pakistans drógu nokkuð úr herskáum yfirlýsingum sínum í gær, en mikil spenna hefur verið í þessum heimshluta eftir að Indverjar grönduðu pakistanskri eftirlitsflugvél á þriðjudag. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 88 orð

Lendingakeppni í Mosfellsbæ

FLUGÍÞRÓTTIR heilla marga flugmenn. Ein slíkra íþrótta er lendingakeppni. Árlega er haldin slík keppni á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ. Keppnin er kennd við Jodel-flugvélar og heitir hún "Silfur- Jodel"-keppnin og er hún opin öllum flugmönnum og flugvélum. Keppt er tvisvar á hverju sumri, fyrsta laugardag í júní og fyrsta laugardag í september. Meira
14. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 110 orð

Listasafnið á Akureyri

SÝNING á verkum Hlyns Hallssonar og Japanans Makoto Aida verður opnuð í Listasafninu á Akureyri í dag, laugardaginn 14. ágúst, kl. 16. Á sýningunni eru ljósmyndir, málverk og myndbandsverk sem munu gefa áhorfendum innsýn í ólíka menningarheima sem byggja á eða vísa til nýrra og fornra hefða heimalands listamannanna, segir í fréttatilkynningu. Meira
14. ágúst 1999 | Miðopna | 3179 orð

Menn átta sig ekki á lögmálum hlutabréfamarkaðarins Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri og stjórnarformaður Scandinavian

Guðmundur Hauksson, stjórnarformaður Scandinavian Holding, segist sannfærður um réttmæti þess að selja hlut sparisjóðanna í FBA Menn átta sig ekki á lögmálum hlutabréfamarkaðarins Meira
14. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 40 orð

Minni en maurinn

ÞESSI maur sat fyrir hjá ljósmyndara í Huddersfield-háskólanum í Englandi og það er örsmár tölvukubbur, sem hann er með í munnlimunum. Er það til marks um hve langt vísindamenn við örtæknideild skólans hafa náð á sínu sviði. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 155 orð

Námskeið fyrir leikskólakennara

SÍMENNTUNARSTOFNUN Kennaraháskóla Íslands gengst fyrir námskeiði dagana 20.­23. september fyrir leikskólakennara sem hyggjast hefja störf á ný eftir nokkurt hlé. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 1999. Í fréttatilkynningu segir: "Veigamiklar breytingar hafa orðið á starfsemi leikskóla á undanförnum árum en hann er nú samkvæmt lögum fyrsta skólastig íslenska skólakerfisins. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 112 orð

Quake-mót um helgina

KEPPT verður í tölvuleiknum Quake dagana 13.-15. ágúst í HK-húsinu, Digranesi. Spilaðar verða nokkrar útgáfur af Quake bæði í liða- og einstaklingskeppni. Mótið hófst í gær og í dag, laugardag, og sunnudag hefst keppni kl. 10 og verður keppt til miðnættis báða dagana. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 577 orð

Reynt að draga úr notkun með markvissum aðgerðum

ÞRIGGJA ára átak gegn sýklalyfjaónæmi er í undirbúningi á vegum sérfræðinga á Íslandi, í Svíþjóð, Frakklandi, Ísrael og Portúgal. Um rannsókn er að ræða á vegum sérfræðinga í þessum löndum og er tilgangur hennar að kanna hvort og á hvaða hátt megi draga úr sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi með markvissum íhlutandi aðgerðum. Meira
14. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 241 orð

Rugova heitir samvinnu við friðargæsluliðið

IBRAHIM Rugova, leiðtogi Lýðræðisflokks Kosovo-Albana, hét í gær samvinnu flokks síns við Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðlegt friðargæslulið í Kosovo. Hashim Thaqi, foringi Frelsishers Kosovo, sagði í gær að samtökin hygðust stofna varnarlið í héraðinu. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 270 orð

Sex milljónum króna varið í El Grillo

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi í gær tillögu frá Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra um að veita sex milljónum í að rannsaka flak El Grillo og hefja aðgerðir til að stöðva núverandi olíuleka úr skipinu. Umhverfisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að í þessum áfanga yrði farið í ítarlega rannsókn á skipinu og ástandi þess og fundið út hve mikil olía væri í skipinu. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 89 orð

Sex vikur í opnun nýrrar Kringlu

NÚ eru einungis sex vikur þar til viðbygging Kringlunnar verður opnuð almenningi. Unnið er af fullum krafti að byggingaframkvæmdum utan dyra og innan og fyrstu verslunar- og veitingahúsaplássin hafa þegar verið afhent til innréttingar. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 758 orð

Sinnir svarþjónustu fyrir Íslandssíma

NÝTT fyrirtæki á sviði samskipta og upplýsingatækni hóf starfsemi á Stöðvarfirði í gær, en með því skapast 13 ný störf í sveitarfélaginu. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi, sem haldinn var á Stöðvarfirði í tilefni dagsins. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra ræsti fyrirtækið formlega með fjarfundasamtali við Árna Sigfússon, framkvæmdastjóra Tæknivals. Meira
14. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 41 orð

Síðasta sögugangan

SUNNUDAGINN 15. ágúst verður síðasta sögugangan farin á vegum Minjasafnsins þetta sumarið. Þá mun Hörður Geirsson safnvörður leiða göngu um Innbæinn og Fjöruna. Lagt verður upp frá Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11, kl. 14. Þátttaka er ókeypis og eru allir velkomnir. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 183 orð

SÍNE fagnar úrskurði málskotsnefndar

VEGNA frétta um úrskurð Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli Daða Einarssonar vill stjórn SÍNE taka eftirfarandi fram: Stjórn SÍNE fagnar úrskurðinum en harmar jafnframt þau ummæli formanns stjórnar LÍN í fjölmiðlum hinn 10. ágúst sl. að úrskurður Málskotsnefndar sé byggður á röngum forsendum og að með úrskurðinum vilji nefndin breyta lögum og reglum um sjóðinn. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 353 orð

Smálax að ganga á norðausturhorninu

ÞAÐ er farið að bóla á smálaxi á norðausturhorninu, a.m.k. í ám í Vopnafirði og Þistilfirði. Fregnir herma að þar sé bæði á ferðinni nokkuð vænn fiskur og mjög smár í bland. Allt um það, þó ekki sé um það magn að ræða sem menn vonuðust eftir þá er þó líf í ánum. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 370 orð

Staða hreppsins sérstök

FORRÁÐAMENN Skagstrendings hafa í bréfi til Verðbréfaþings Íslands mótmælt því áliti þingsins að ákvæði samþykkta Skagstrendings hf., þar sem Höfðahreppi eru ávallt tryggðir tveir stjórnarmenn af fimm, kunni að brjóta í bága við reglur þingsins um skráningu. Í bréfinu er vísað til greinargerðar með frumvarpi að hlutafélagalögum þar sem 44. gr. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 855 orð

Stefnt verði að dreifðri eignaraðild

FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis eru þeirrar skoðunar að halda eigi áfram einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Fulltrúi Samfylkingarinnar vill að staldrað verði við meðan skoðað verði hvernig hægt sé að tryggja dreifða eignaraðild að ríkisfyrirtækjum. Meira
14. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 231 orð

Stúlkan miklu yngri en Monica Lewinsky

SAMKVÆMT heimildum New York Post undirbýr bandaríska æsifréttablaðið Star frétt um samband Newt Gingrich, fyrrum talsmanns fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, við ungan starfsmann þingsins. Væri það vart í frásögur færandi hefði Gingrich ekki verið einn ötulasti baráttumaður lögsóknarinnar gegn Bill Clinton vegna sambands hans við Monicu Lewinsky. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 120 orð

Stærsta grafa á Íslandi afhent

ÍSLENSKIR aðalverktakar festu nýlega kaup á stærstu gröfu sem flutt hefur verið til Íslands, segir í fréttatilkynningu. Grafan er af tegundinni O.K. frá Þýskalandi. Ennfremur segir: "21. júlí afhentu Bræðurnir Ormsson ehf., umboðaðilar O.K., Íslenskum Aðalverktökum hf. formlega þessa nýju gröfu. Vélin verður notuð við virkjunarframkvæmdir við Vatnsfellsvirkjun. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 152 orð

Störfum fjölgar fyrir Grindvíkinga

ATVINNULÍFIÐ hefur verið í uppsveiflu í Grindavík á þessu ári og kemur þar einkum til fjölgun starfa í ferðaþjónustu. Opnun nýs baðstaðar við Bláa Lónið skapaði u.þ.b. 30 ný störf en um 70 manns starfa þar að jafnaði. Jafnframt hefur störfum í sjávarútvegi og iðnaði fjölgað. Atvinnuleysi mælist nú aðeins 0,46%. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 39 orð

Söngvaka í Árbæjarsafni

RÓSA Kristín Baldursdóttir og Hjörleifur Hjartarson, sem flutt hafa þjóðlega söngdagskrá í minjasafnskirkjunni á Akureyri undanfarið, koma nú til Reykjavíkur og flytja dagskrána á Árbæjarsafni í húsinu Lækjargötu 4 kl. 14 undir yfirskriftinni Söngvaka að norðan. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 96 orð

Tónleikar á Húsavík

HALDNIR verða tónleikar á Hótel Húsavík sunnudaginn 15. ágúst kl. 20.30 þar sem fram koma 13 manns úr Þingeyjarsýslu sem leika og syngja tónlist af ýmsu tagi. Á efnisskrá eru m.a. lög frá bítla- og hippatímanum, ABBA-syrpa og írsk fiðlutónlist. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 299 orð

Undrun yfir breyttri skipan vísindasiðanefndar

Í ÁLYKTUN stjórnar Læknafélags Íslands, er lýst undrun yfir nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra, sem kveður á um að þrjú ráðuneyti, menntamála, dómsmála og heilbrigðismála ásamt landlækni tilnefni nefndarmenn í vísindasiðanefnd. Meira
14. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 108 orð

Uppgangur á Spáni

BYGGINGAVERKAMAÐUR kastar mæðinni í einu af þúsundum nýrra fjölbýlishúsa sem spretta nú upp í nýjum úthverfum Madríd, en mikil efnahagsuppsveifla er nú á Spáni og hagvöxtur þar meiri en í flestum öðrum Evrópuríkjum. Atvinnuleysi mælist 15,6% og hefur ekki verið minna í sautján ár, þótt enn sé það hið mesta í Evrópu. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 254 orð

Útlitið tekur mið af gömlum byggingarstíl

HAFNAR eru framkvæmdir við nýtt verslunar-, þjónustu- og íbúðarhúsnæði við Fjarðargötu gegnt Einarsbúð. Húsið verður á þremur hæðum og verður leitast við að fella húsið inn í gamla miðbæjarstílinn. Byggingaraðili hússins er fyrirtækið Ingvar og Kristján ehf., sem keypti lóðina af Þorgils Óttari Mathiesen. Bæjarstjórn samþykkti 23. mars sl. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 496 orð

Vandasamt en nauðsynlegt verk

FRAMKVÆMDIR við undirgöng fyrir gangandi vegfarendur undir Reykjanesbraut á mótum Öldugötu og Kaldárselsvegar eru nú hafnar. Á svæðinu er mikil og hröð umferð sem gerir verkið vandasamt í framkvæmd auk þess sem stórar raf- og vatnslagnir liggja nálægt væntanlegum undirgöngum. Bæjaryfirvöld telja þessa framkvæmd nauðsynlega til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda. Meira
14. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 326 orð

Vara við borgarastríði hefjist umbætur ekki þegar

HÓPUR óháðra sérfræðinga í Júgóslavíu lagði í gær fram áætlun um hvernig best væri að bjarga landinu úr þeim ógöngum, sem það er nú í, og koma Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta frá völdum eftir friðsamlegum leiðum. Sögðu þeir bráðnauðsynlegt að hefja endurreisnarstarfið áður en það yrði of seint og vöruðu ennfremur við hættunni á borgarastríði. Meira
14. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 336 orð

Varpar skugga á minningarathöfn í Omagh

KIRKJULEIÐTOGAR mótmælenda og kaþólikka á Norður- Írlandi lýstu í gær áhyggjum sínum vegna hugsanlegra átaka í dag þegar hópar sambandssinna ráðgera skrúðgöngu í gegnum borgirnar Derry og Belfast. Jafnvel er talið hugsanlegt að kaþólikkar efni til mótmæla þegar göngumenn fara í gegnum hverfi þeirra og óttast menn að til átaka komi, Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 310 orð

Verk tónskálds afhent til varðveislu

LANDSBÓKASAFNINU voru í gær afhent handrit að verkum Leifs Þórarinssonar tónskálds. Inga Bjarnason, ekkja Leifs, færði safninu handritin við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni. Einar Sigurðsson landsbókavörður líkti streymi tónlistar til Landsbókasafnsins á undanförnum árum við vakningu. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 386 orð

Vill ekki verða til þess að stytta sláturtímann

GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra segist ekki vilja verða til þess að stytta sláturtímann en bendir á að 10% útflutningsskylda á sumarslátrun eigi, að vel athuguðu máli, ekki að draga úr áhuga bænda þar sem um mjög litlar upphæðir sé að ræða. Segist hann ætla að skoða nánar í samráði við bændur hvaða áhrif útflutningsskyldan hafi á sumarslátrun. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 909 orð

Yfir 70 guðsþjónustur og fundir á þremur vikum Á þriggja vikna vísitasíuferð sinni um Múlaprófastsdæmi og Austfjarðaprófastsdæmi

BISKUP Íslands, Karl Sigurbjörnsson, byrjar á þriðjudag þriggja vikna vísitasíuferð um Austurland. Þar hittir hann presta og sóknarnefndir í hverri sókn og annast prédikun eða hugleiðingu í guðsþjónustum í 37 kirkjum. Þá vígir hann Þórshafnarkirkju sunnudaginn 22. ágúst og verður helgina eftir viðstaddur hátíð á Djúpavogi og við Þvottá þar sem minnst verður Síðu-Halls. Meira
14. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 753 orð

Þörfin er brýn

Leigjendasamtökin eru með í bígerð að reisa hús til útleigu. Verið er að undirbúa stofnun hlutafélags til þess að annast þessar framkvæmdir. Sigrún Ármanns Reynisdóttir er ritari Leigjendasamtakanna. Hún var spurð hvort Leigjendasamtökin væru ekki með þessu að fara inn á nýjar brautir? "Samtökin hafa ekki staðið fyrir húsbyggingum sem slík. Meira

Ritstjórnargreinar

14. ágúst 1999 | Staksteinar | 314 orð

Sjálfstæðismenn og Davíð meina ekkert með dreifðri eignaraðild

ÁGÚST Einarsson fyrrverandi alþingismaður fjallar á vefsíðu sinni um dreifða eignaraðild og ummæli forsætisráðherra um hana í sambandi við kaup óþekktra aðila á hlutabréfum í Fjárfestingabanka atvinnulífsins. Meira
14. ágúst 1999 | Leiðarar | 699 orð

VANDI RÍKISSTJÓRNARINNAR

RÍKISSTJÓRNINNI er mikill vandi á höndum, þegar horft er til þeirrar stöðu, sem einkavæðing ríkisbankanna er komin í. Eftir að formlega hefur verið gengið frá sölu á hlutabréfum sparisjóðanna í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. er ljóst, að tiltölulega fámennur hópur manna, sem stendur að fyrirtækinu Orca SA, ræður yfir u.þ.b. 28% hlutafjár í bankanum. Meira

Menning

14. ágúst 1999 | Menningarlíf | 93 orð

Abrahamsen forstjóri Kvikmyndasjóðs

SVEND Abrahamsen verður næsti forstjóri Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins. Hann hefur störf 1. janúar á næsta ári og situr í fjögur ár. Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn hefur 60 milljónir norskra króna til ráðstöfunar árlega og nýtur til þess framlags Norrænu ráðherranefndarinnar, tíu norrænna sjónvarpsstöðva og fimm norrænna kvikmyndastofnana. Meira
14. ágúst 1999 | Kvikmyndir | 563 orð

Allt um örvæntingarfullar konur

Leikstjóri og handritshöfundur: Pedro Almodóvar. Kvikmyndatökustjóri: Alfonso Beato. Tónskáld: Alberto Iglesias. Aðalleikendur: Cecilia Roth, Eloy Azorin, Marisa Paredes, Penélope Cruz, Candela Pena, Antonia San Juan, Rosa Maria Sarda, Toni Canto. 110 mín. Spænsk. El Deseo/G2/Góðar stundir, 1999. Meira
14. ágúst 1999 | Kvikmyndir | 283 orð

Aulalegur apamaður

Leikstjóri: Carl Schenkel. Handrit: Bayard Johnson byggt á persónunni Tarzan eftir Edgar Rice Burroughs. Aðalhlutverk: Casper van Dien, Jane March og Steven Waddington. Warner Bros. 1998. LÍKT OG í "The Lost World" eftir Steven Spielberg og fleiri útþynntum framhaldsmyndum vinsælla ævintýramynda, segir hér frá vondu mönnunum sem koma í frumskóginn í leit peningagróða. Meira
14. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | -1 orð

Blásið og snúið á Kaffi Thomsen

ÞAÐ virðist vinsælt þessa dagana að hinir ýmsu hljóðfæraleikarar pari sig saman við plötusnúða. Í kvöld mun Bretinn Buzby blása í digeridoo á meðan DJ Grétar togar í takka og skífur á Kaffi Thomsen. Kristín Björk heyrði hljóðið í Buzby og fékk að vita hvað myndi ganga á í kvöld. Meira
14. ágúst 1999 | Margmiðlun | 403 orð

EEN böggur í Office

FYRIR skemmstu skýrði forritari vestur í Bandaríkjunum frá því að hann hefði fundið alvarlegan bögg í Office hugbúnaðarvöndli Microsoft. Villan er í Office 97 og getur að sögn skaðað gögn á tölvu viðkomandi, en engin dæmi eru um að slíkt hafi gerst og reyndar deilt um hvort böggurinn sé eins slæmur og menn vilja vera láta. Spænski forritarinn Juan Carlos G. Meira
14. ágúst 1999 | Menningarlíf | 65 orð

Eldhúsverk í Galleríi Nema hvað

SIGURBJÖRG Agnes Eiðsdóttir hefur opnað sýningu á ljósmyndum og skúlptúr í Galleríi Nema hvað, Skólavörðustíg 22c. Þetta er önnur einkasýning Sigurbjargar en hún hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum. Sigurbjörg fæddist 1965 og stundaði nám í fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1986­90. Sýningin stendur til 23. ágúst og er opin miðvikudaga til sunnudaga kl. Meira
14. ágúst 1999 | Menningarlíf | 86 orð

Finni hlýtur Norrænu blaðamannaverðlaunin

FINNSKI gagnrýnandinn Timo H¨am¨al¨ainen fær Norrænu blaðamannaverðlaunin í ár. H¨am¨al¨ainen (f. 1945) er sagður hafa lagt mikið af mörkum við kynningu norrænna bókmennta og bókamarkaðar í stærsta dagblaði Finnlands og er lögð áhersla á að hann sé einn hinna fáu sem upplýsi finnskumælandi Finna um norrænar bókmenntir. Meira
14. ágúst 1999 | Menningarlíf | 58 orð

Fjallamyndir í Galleríi Sölva

ÁSDÍS Guðjónsdóttir sýnir krítarmyndir í Galleríi Sölva Helgasonar í Lónkoti í Skagafirði dagana 16.­31. ágúst. Myndirnar eru allar unnar á þessu ári með olíukrít á pappír. Þetta er önnur einkasýning Ásdísar sem útskrifaðist úr MHÍ árið 1984. Hún leik kennsluréttindanámi frá HÍ 1992. Auk þess hefur hún sótt ýmis framhaldsnámskeið. Sýningin er opin alla daga. Meira
14. ágúst 1999 | Tónlist | 552 orð

Garðabær, Færeyjar og Óli Steph.

Sérstakur gestur Edvard Nyholm Debess. Ólafur Stephensen píanó, Tómas R. Einarsson og Edvard Nyholm Debess bassa og Guðmundur R. Einarsson trommur. Kirkjuhvoll í Garðabæ, þriðjudagskvöldið 10. ágúst 1999. Meira
14. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 104 orð

Hávaði í kvikmyndum

Í LJÓS hefur komið að mörg atriði í þeim stórmyndum sem sýndar eru þessi misserin í kvikmyndahúsum eru yfir æskilegum hávaðamörkum og geta því haft slæm áhrif á heyrn kvikmyndahúsagesta. Ef þú fórst á Lethal Weapon 4 og hefur heyrt illa upp frá því gæti verið að hasarhetjurnar hafi hrópað of hátt eða vondu mennirnir skotið úr of háværum byssum. Meira
14. ágúst 1999 | Menningarlíf | 81 orð

Helga Magnúsdóttir sýnir í Borgarfirði

HELGA Magnúsdóttir opnar sýningu á málverkum í Safnhúsi Borgarfjarðar í dag, laugardag, kl. 15. Helga stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Myndlistarskólann í Reykjavík. Hún hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Verk eftir hana eru til í opinberri eigu, m.a. Listasafni Íslands, og í eigu fyrirtækja. Meira
14. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 672 orð

Hraðpestir og ferðagleði

SÍÐASTA mánudagskvöld sýndi ríkisrásin 21. þátt Kalda stríðsins. Þessi þáttur var um njósnir frá 1945­1990 og var afburða lélégur. Fyrst komu þeir með eitthvert amerískt "nóboddí" og sögðu að það hefði verið tekið fast fyrir atómnjósnir, þegar verið var að búa sprengjuna til í Alamó. Meira
14. ágúst 1999 | Margmiðlun | 479 orð

HROLLVEKJA Í GEGN

Í STAÐ ÞESS að apa eftir Resident Evil-leikjunum eins og svo margir hrollvekjuleikir gera í dag ákvað Konami að leggja meiri áherslu á söguþráð og persónur leiksins sem fjallar um ungan mann (Harry) sem ákveður að fara í sumarleyfi með sjö ára gamalli dóttur sinni. Meira
14. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 47 orð

Höfuðpaur Orb snýr plötum á Gauki á Stöng í kvöld

PLÖTUSNÚÐURINN Alex Patterson, sem er höfuðpaur Orb-flokksins, verður á Gauki á Stöng í kvöld og mun spila þar danstónlist, bæði eigin og annarra. Plötusnúðurinn Kári spilar líka og einnig koma fram tónlistarmennirnir Biogen og Ruxpin frá Thule-útgáfunni. Meira
14. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 93 orð

Kiss heiðruð í Hollywood

FÉLAGARNIR í rokksveitinni Kiss mættu glaðir í bragði og prúðbúnir til Hollywood á miðvikudag þar sem þeir voru heiðraðir og stjarna þeirra sett í götu fræga fólksins í bænum. Þeir hafa gefið út 31 breiðskífu og selt yfir 80 milljón eintök af þeim á ferli sínum, sem spannar orðið nokkuð mörg ár. Meira
14. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 443 orð

Komin á séns?

FYRIRSÆTAN Jerry Hall sem nýlega skildi við hinn hjólhestaglaða Ísafjarðarfara, Mick Jagger, er nú talin vera búin að finna sér annan mann og mun sá ekki síður vera loðinn um lófana en rokkarinn. Í Daily Telegraph er sagt að Hall hafi verið í fríi á snekkju milljónamæringsins Pauls Allens fyrir utan suðurströnd Frakklands. Meira
14. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 327 orð

Kynþokkafyllstur karla aldarinnar

LESENDUR New Woman Magazine hafa valið kynþokkafyllsta mann aldarinnar. Skoski sjarmörinn Sean Connery þykir bera af, en könnunin var gerð á Netinu og verður birt í septemberhefti blaðsins. Meira
14. ágúst 1999 | Margmiðlun | 1053 orð

Leit að leitarvélum Stöðugt fjölgar síðum á Vefnum og nálgast óðfluga milljarðinn. Til að henda reiður á því sem þar er nýta

ALLIR sem einhverntímann rata inn á Netið fara snemma að nota svonefndar leitarvélar til að finna það sem þeir hafa áhuga á í upplýsingaflóðinu sem þar er að finna. Eftir því sem Vefnum vex fiskur um hrygg fjölgar vefsíðum, nálgast óðfluga milljarðinn, en ekki hafa leitarvélar fylgt eftir og ná yfir sífellt minna hlutfall af Vefnum. Meira
14. ágúst 1999 | Margmiðlun | 242 orð

Linux-tölvur með PowerPC

Á NÝLEGRI ráðstefnu Linux- manna í San Jose í Kaliforníu skýrði IBM frá þeirri ætlan sinni að gefa frjálsa notkun á móðurborðshönnun sinni fyrir PowerPC-örgjörva. Hingað til hefur Apple verið eina fyrirtækið sem framleitt hefur einkatölvur með PowerPC-örgjörvum, en það kann að breytast. Meira
14. ágúst 1999 | Menningarlíf | 205 orð

Ljóðaflokkur og aríur í Víðistaðakirkju

Ljóðaflokkur og aríur í Víðistaðakirkju HRÓLFUR Sæmundsson baritonsöngvari og Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari halda tónleika í Víðistaðakirkju í dag, sunnudag, kl. kl. 17. Tilefni tónleikanna er að Hrólfur heldur nú út í framhaldsnám við New England Conservatory-skólann í Boston. Meira
14. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 93 orð

Loop Troop á Íslandi

SÆNSKA hip-hop sveitin Loop Troop er nú stödd hérlendis en í gær héldu þeir tónleika á Gauk á Stöng en í kvöld verða þeir á Píanóbarnum og á sunnudagskvöld á Kaffi Thomsen. Loop Troop hefur verið að gera það gott undanfarin ár og eru þeir meðal virtustu hip-hop sveita Svía og tilheyra endurreisnararmi hip-hop tónlistarinnar sem snýst um að gera hlutina sjálfir. Meira
14. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 590 orð

Meistari ástarsöngvanna

AÐ MARGRA mati er tónlist soul-söngvarans Barry White jafn mikilvæg fyrir ástfangið fólk til að skapa réttu stemmninguna og kertaljós og ástarhjal og er hann oft kallaður meistari ástarsöngvanna. "Margir strákar hafa sagt að Barry White sé félagi þeirra því hann finni fyrir þá konurnar," segir Barry stoltur með hrjúfu röddinni sinni. Meira
14. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 328 orð

MIKILL DJASSÁHUGI Á SELFOSSI

ÞESSA helgi stendur yfir hin árlega djass- og blúshátíð á Selfossi sem nú er haldin í fjórða sinn. Að henni stendur hópur heimafólks sem tók sig til fyrir fjórum árum og ákvað að stofna til hátíðar af þessu tagi. Meira
14. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 85 orð

Milljónamæringarnir á Broadway í kvöld

MILLJÓNAMÆRINGARNIR verða með sinn árlega stórdansleik á Broadway í kvöld og munu hvorki fleiri né færri en sex stórsöngvarar koma þar fram með sveitinni. Það eru þeir Bogomil Font, Páll Óskar, Stephan Hilmarz, Bjarni Ara og Raggi Bjarna og auk þeirra kemur fram í fyrsta sinn með Milljónamæringunum norðlenska stórsöngkonan Helena Eyjólfsdóttir, Meira
14. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 438 orð

Poppstjörnur syngja í beinni á Netinu

ÞAÐ VAR árið 1985 sem heimsbyggðin tók saman höndum og safnaði peningum fyrir hungraðan heim samfara einum metnaðarfyllstu tónleikum sem haldnir hafa verið, Live Aid. Þar lögðust fremstu tónlistarmenn þess tíma á eitt og sungu fyrir heiminn. Hinn 9. október er komið að því að endurtaka leikinn, þó með töluvert öðru sniði. Meira
14. ágúst 1999 | Menningarlíf | 406 orð

SAFNAÐI VINUM SAMAN Í HRING OG TÓK UPP SAMRÆÐUR ÞEIRRA

EKKI er öllum kunnugt um það en hinn frægi djassisti Louis Armstrong skildi ekki aðeins eftir sig gífurlegt magn frábærrar tónlistar. Eftir hann liggur fjöldi segulbandsupptakna, sem Bandaríkjamönnum mun bráðlega gefast tækifæri til að hlýða á, þar sem Armstrong ræðir um heima og geima, bæði einn og við annað fólk. Meira
14. ágúst 1999 | Kvikmyndir | 261 orð

Saga af þroskaheftum

Leikstjórn: Garry Marshall. Handrit: Garry Marshall og Bob Brunner. Aðalhlutverk: Juliette Lewis, Giovanni Ribisi, Diane Keaton og Tom Skerrit. Touchstone 1999. VISSULEGA er þroskaheft fólk hrífandi í barnslegu sakleysi sínu og það getur verið býsna skondið eins og flest mannfólk. Meira
14. ágúst 1999 | Kvikmyndir | 896 orð

Sagan hefst

Fyrsti hluti ­ Ógnvaldurinn "Star wars: Episode 1 the Phantom Menace". Leikstjórn og handrit: Georg Lucas. Kvikmyndatökustjóri: David Tattersall. Tónlist: John Williams. Aðalhlutverk: Liam Neeson, Ewan McGregor, Natalie Portman, Jake Lloyd, Ian McDiramid, Pernilla August. 20th Century Fox. 1999. Meira
14. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 1134 orð

SVARTHÖFÐI var góðmenni

Það birtir yfir hvíta tjaldinu þegar Jake Lloyd skýtur upp kollinum sem Anakin í Stjörnustríði. Undir niðri kraumar yfirvofandi harmleikur því hans bíða myrkraöflin og huliðshjálmur Svarthöfða. Pétur Blöndal sat blaðamannafund með bráðskörpum ungum leikara sem ætlar sér að verða vísindamaður. Meira
14. ágúst 1999 | Menningarlíf | 87 orð

Tónleikar á Dönskum dögum

TÓNLEIKAR verða haldnir í Stykkishólmskirkju á morgun, sunnudag, kl. 16. Þessir tónleikar eru liður í fjölskylduhátíðinni Dönskum dögum sem haldin er í Stykkishólmi þessa helgi, sjötta árið í röð. Að þessu sinni eru það eingöngu heimamenn sem koma fram og flytja létta tónlistardagskrá úr ýmsum áttum. Sönghópur skipaður söngfólki úr kór kirkjunnar og tónlistarkennurum syngur blandaða tónlist. Meira
14. ágúst 1999 | Menningarlíf | 30 orð

Vatnslitamyndir Ingunnar Jensdóttur

INGUNN Jensdóttir sýnir umþessar mundir vatnslitamyndir í Café Mílano í Reykjavík.Ingunn hefur haldið sýningarárlega sl. 11 ár. Hún starfareinnig sem leikstjóri. Sýningin er opin daglega áafgreiðslutíma Café Mílano. Meira

Umræðan

14. ágúst 1999 | Aðsent efni | 1671 orð

DEILISKIPULAG VIÐ LAUGARDAL

Ef almenn andstaða er meðal borgarbúa við skipulagstillöguna, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, mun meirihlutinn í borgarstjórn ekki hunsa þær raddir, öndvert við það sem Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkurinn gerðu þegar tugþúsundir Reykvíkinga mótmæltu byggingu Ráðhússins. Meira
14. ágúst 1999 | Bréf til blaðsins | 701 orð

Eru andarnir í tilvistarkreppu?

ÞEIR SEM hafa áhuga á lífi eftir þetta líf, hafa sennilega ófáar bækur lesið þar að lútandi og kunna söguna um systurnar í Bandaríkjunum, sem hvað frægastar urðu um miðja síðustu öld, sökum hæfileika þeirra til sambanda við látna einstaklinga. Fyrirbæri þetta fékk nafnbótina spíritismi og fékk þessi hreyfing geysiöfluga fylgni og einnig andstöðu. Meira
14. ágúst 1999 | Aðsent efni | 1169 orð

Félög eldri borgara gegna miklu hlutverki

"LISTIN að lifa" er blað sem Félag eldri borgara í Reykjavík ásamt Landssambandi eldri borgara gefur út. Fjallar blaðið um margvísleg málefni líkt og heiti þess gefur til kynna. Í síðasta blaði, sem út kom í vor segir Hrafn Sæmundsson aftur frá grein sinni sem birtist í Morgunblaðinu í vetur. Þar er margt vel orðað eins og við er að búast og liðlega skrifað. Meira
14. ágúst 1999 | Aðsent efni | 346 orð

Jónas Þór til forystu í SUS

Þannig mun félagið næstu tvö árin, segja Einar K. Þorsteinssonog Árni Árnason og Sjöfn Þórðardóttir, og státa af formanni sem skapar SUS jákvæða og staðfasta ímynd. Meira
14. ágúst 1999 | Aðsent efni | 375 orð

Opið bréf til samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssonar

Hvað tefur mál Rannsóknarnefndar sjóslysa, spyr Jóhann Páll Símonarson, vegna m/s Dísarfells sem sökk 9. mars 1997? Meira
14. ágúst 1999 | Aðsent efni | 231 orð

Ódrengileg vinnubrögð Jónasarmanna

Umsækjandanum var bent á að nær engar líkur væru á, segir Arna Hauksdóttir, að stuðningsmönnum Sigurðar Kára í Hafnarfirði yrði hleypt á þingið. Meira
14. ágúst 1999 | Aðsent efni | 232 orð

Sigurð Kára sem næsta formann SUS

Um leið og margir af reyndustu og virkustu félögum SUS styðja Sigurð Kára, segir Hafsteinn Þór Hauksson, þar á meðal sitjandi formaður, fylgja Sigurði ferskir vindar. Meira
14. ágúst 1999 | Aðsent efni | 579 orð

Skammarleg vinnubrögð stjórnar Heimdallar

Ég skammast mín, segir Ólöf Hrefna Kristjánsdóttir, fyrir þessi lágkúrulegu vinnubrögð stjórnarinnar. Meira
14. ágúst 1999 | Aðsent efni | 348 orð

Það eru að koma skilaboð

Hátíðarhöldin í skautahöllinni, segir Jóna Hrönn Bolladóttir, eru í raun jafningjafræðsla byggð á kristinni kenningu. Meira

Minningargreinar

14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 445 orð

Einar Pálmi Jóhannsson

Penninn hefur oft veitt mörgum sáluhjálp er náinn ættingi eða vinur fellur frá og eins er nú þegar mig langar með fáeinum orðum að minnast Einars Jóhannssonar sem var pabbi hennar Sillu vinkonu minnar. Mig setti hljóða er ég heyrði fyrst um veikindi Einars og hversu alvarleg þau væru. Þessi sömu veikindi sem fylgdu honum síðan að endalokum sunnudaginn 8. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 249 orð

Einar Pálmi Jóhannsson

Fáein kveðjuorð til vinar og nágranna. Skagafjörðurinn skartaði sínu fegursta sunnudaginn 8. ágúst. Sól skein í heiði, en enginn dagur er svo fagur að ekki geti borið þar skugga á. Sú frétt barst um morguninn að Einar Jóhannsson væri látinn. Einar var búinn að berjast við illvígan sjúkdóm um nokkurt skeið og varð að lokum að lúta í lægra haldi. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 113 orð

Einar Pálmi Jóhannsson

Elsku afi, við kveðjum þig með söknuði, en lítum til baka til allra ánægjustundanna sem við áttum saman, allra sjóferðanna sem þú fórst með okkur. Sérstaklega minnumst við ógleymanlegrar ferðar í Málmey og ferðanna út í Naustavík til silungsveiða. Alltaf ríkti mikil eftirvænting þegar von var á afa og ömmu í heimsókn að norðan því alltaf var eitthvað með í farteskinu, t.d. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 184 orð

Einar Pálmi Jóhannsson

Elsku afi minn á Kárastígnum. Mig langaði að minnast þín í nokkrum orðum. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar ömmu á Kárastíginn, alltaf var nóg að gera hjá okkur. Ég minnist t.d. eitt sinn þegar við Gísli bróðir vorum hjá ykkur að vitja um silunganet. Þegar við komum á staðinn sagðir þú: "Nei, nei, sjáið krakkar allan silunginn í netinu. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 231 orð

Einar Pálmi Jóhannsson

Hann afi minn er dáinn. Af hverju afi minn? Þú varst alltaf svo miklu meira en afi minn, þú varst líka svo mikill vinur og leikfélagi. Þegar ég kom í heimsókn til þín og ömmu á Hofsós varst þú alltaf tilbúinn til að taka mig með þér út um allt. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 109 orð

Einar Pálmi Jóhannsson

Elsku afi minn á Kárastíg. Ég get því miður ekki komið í jarðarförina þína og finnst mér það mjög sárt. Þegar ég kvaddi þig á Írabakkanum fyrir hálfum mánuði vissi ég kannski innst inni að það gæti verið í síðasta sinn sem ég sæi þig. En það er erfitt að fá svona fréttir þegar maður er einn í ókunnugu landi langt í burtu. En ég veit að nú líður þér vel. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 235 orð

Einar Pálmi Jóhannsson

Elsku afi, nú ertu farinn og mér þykir svo sárt að hafa ekki getað kvatt þig og sagt þér hvað mér þykir vænt um þig. Ég er að reyna, afi, að vera sterk en það er svo erfitt. Eftir hálfs árs veikindastríð er samt ekki annað hægt en að samgleðjast þér yfir því að nú þarft þú ekki að berjast meir. Það er svo margt sem kemur upp í huga minn þegar ég hugsa til þín og allt vildi ég geta talið upp. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 134 orð

Einar Pálmi Jóhannsson

Elsku tengdapabbi minn. Ég kveð þig með söknuði, elsku Einar minn. Er ég lít til baka hugsa ég um þær stundir sem við áttum saman. Þær voru ánægjulegar því þú varst ekki bara tengdapabbi minn, þú varst góður vinur sem ég gat leitað til, og svo varstu líka yfirmaður minn hjá Pósti og síma á Hofsósi í nokkur ár. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 287 orð

Einar Pálmi Jóhannsson

Elsku pabbi minn. Þegar ég hitti þig laugardagskvöldið 7. ágúst sl. varst þú svo hress og kátur. Þú labbaðir með mér, Oddi og Eyþóri um ganginn á spítalanum og talaðir og grínaðist eins og þér einum var lagið. Þá var ég viss um að nú værir þú að hressast eftir erfiða legu. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 533 orð

Einar Pálmi Jóhannsson

Mig langar í nokkrum orðum að minnast tengdapabba míns, hans Einars Jóa. Það eru rúm 20 ár síðan ég kom fyrst inn á heimili hans og Ernu á Kárastíg og var það upphafið að góðri vináttu við þau sem ávallt hefur haldist. Við fyrstu kynni virkaði Einar á mig sem svolítið "kaldur" karl. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 179 orð

EINAR PÁLMI JÓHANNSSON

EINAR PÁLMI JÓHANNSSON Einar Pálmi Jóhannsson fæddist á Þönglaskála við Hofsós 24. nóvember 1933. Hann lést á Landspítalanum 8. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurlaug Einarsdóttir frá Nýjabæ undir Eyjafjöllum og Jóhann Eiríksson frá Berlín við Hofsós. Systkini Einars voru Alda Kristín, sem er látin, og Haraldur, sem er búsettur í Austurríki. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 192 orð

Erna Guðrún Einarsdóttir

Elsku Erna mín. Nú þegar ég sit og skrifa þessar línur á ég erfitt með að skrifa um þig án þess að hugsa um mömmu. Þú hefur alltaf verið stór hluti af henni. Ég sakna stundanna þegar ég, þú og mamma sátum inni í stofu hjá mömmu og hlógum og hlógum að mömmu leika einhvern á sinn furðulega hátt. Þú varst alltaf róleg, yfirveguð og á jörðinni en mamma algjör andstæða. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 332 orð

Erna Guðrún Einarsdóttir

Móðursystir mín, Erna Guðrún Einarsdóttir, lést langt fyrir aldur fram úr krabbameini. Þótt vitað væri um sjúkdóm hennar um nokkurt skeið var enginn búinn undir að endalokin bæri svo brátt að. Erfið veikindi eru nú að baki og ég trúi því að nú sé hún hjá ömmu og afa. Erna vann hjá Gjaldheimtunni frá tvítugsaldri, en heimili hennar bar þess ekki vott að hún væri útivinnandi. Þvert á móti. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 164 orð

Erna Guðrún Einarsdóttir

Elsku Halldóra, fíngerða fallega vinkona mín! Orð fá því varla lýst hvernig mér líður núna. Mamma þín var yndisleg kona, alltaf hress og glaðleg og mun ég alltaf minnast hennar með bros á vör. Eitt af því sem ég sakna eftir að ég flutti úr borginni er að komast ekki lengur í afmælin til þín, Halldóra mín, Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 33 orð

ERNA GUÐRÚN EINARSDÓTTIR

ERNA GUÐRÚN EINARSDÓTTIR Erna Guðrún Einarsdóttir fæddist í Fíladelfíu í Bandaríkjunum 24. júlí 1944. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 29. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 6. ágúst. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 812 orð

Guðríður Þórðardóttir

Í dag kveð ég tengdamóður mína, Guðríði Þórðardóttur frá Króki, sem fyrir hartnær 30 árum tók mér opnum örmum heima í Króki og umvafði mig af sömu ást og hlýju og drengina sína og syni mína. Hún var fædd og alin upp af aldamótakynslóðinni og var í miðið á stórum systkinahópi. Þegar hún var að vaxa úr grasi, fóru unglingar að vinna fyrir sér upp úr fermingu. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 341 orð

Guðríður Þórðardóttir

Við bræðurnir viljum í örfáum orðum minnast ástkærrar ömmu okkar. Það var okkur ætíð mikið tilhlökkunarefni að fara í heimsókn til ömmu og afa í Króki og þaðan eigum við margar ljúfustu minningar æskuáranna. Amma og afi tóku okkur alltaf með ást og hlýju og sýndu strákapörum okkar ótrúlega þolinmæði. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 167 orð

GUÐRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR

GUÐRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR Guðríður Þórðardóttir fæddist í Eilífsdal í Kjós 17. október 1912. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi 24. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Oddur Þórðarson bóndi í Eilífsdal, f. 31. ágúst 1876, d. 7. maí 1956, og kona hans Þórdís Ólafsdóttir, f. 28. september 1877, d. 16. mars 1945. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 364 orð

Jón Gíslason

Sólin hafði brotist gegnum þokuna og baðaði fjörðinn eins og hann verður fallegastur þegar Jón Gíslason vinur minn skildi við þennan heim. Ég sá fyrir mér Gillu, Ástu og alla ástvini hans brosandi, taka á móti honum opnum örmum í himnaríki. Við Nonni urðum vinir þegar ég var svo lítil að ég man ekki eftir því og það sama átti að sjálfsögðu við um Gillu konu hans. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 266 orð

JÓN GÍSLASON

JÓN GÍSLASON Jón Gíslason fæddist á Veðramótum í Fljótum 9. febrúar 1924. Foreldrar hans voru hjónin Gísli Jónsson og Kristrún Gísladóttir og var hann yngstur fimm barna þeirra. Systkini hans voru Sigríður, Óskar, Vilborg og Hólmfríður og eru þau Sigríður og Óskar á lífi. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 351 orð

Karl Ágúst Ólafsson

Kalli frændi minn er látinn. Honum var gefið nafnið Karl Ágúst. Hann fór á fund feðra sinna í ágúst þegar blómin og gróðurinn standa í sem mestum blóma. Við systkinabörnin kölluðum hann alltaf Kalla frænda því hann var alveg sérstakur frændi. Það má segja að hann hafi verið minn sumar-uppalandi á bernsku- og unglingsárum mínum. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 138 orð

Karl Ágúst Ólafsson

Í dag er til moldar borinn Karl Ágúst Ólafsson, bróðir minn og frændi okkar. Ekki hefðum við trúað því fyrir mánuði, þegar við hittum hann á ættarmóti kátan og hressan, að við myndum ekki fá að sjá hann aftur. Hugurinn reikar til baka, til þess er ég sendi börnin mín í sveit í Álftártungukot til foreldra minna og Karls bróður míns. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 402 orð

KARL ÁGÚST ÓLAFSSON

KARL ÁGÚST ÓLAFSSON Karl Ágúst Ólafsson fæddist í Múlaseli í Hraunhreppi 1. ágúst 1923. Hann andaðist á heimili sínu hinn 7. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Kristjánsson frá Garðsenda í Eyrarsveit, f. 23. september 1880, d. 7. júní 1963, og Ágústína Guðmundsdóttir frá Litla-Fjalli í Borgarhreppi, f. 21. ágúst 1884, d. 21. desember 1965. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 503 orð

Kristján Gíslason

Kristján Gíslason móðurbróðir minn er látinn, tæpra 78 ára að aldri. Við virðulega kistulagningu hans sagði séra Pálmi Matthíasson að á slíkri kveðjustund yrði eftir- mynd í huga hvers þess sem þekkti þann, sem kvaddur væri, það voru orð að sönnu. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 29 orð

KRISTJÁN GÍSLASON

KRISTJÁN GÍSLASON Kristján Gíslason fæddist á Sellátrum í Tálknafirði 1. september 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 7. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 13. ágúst. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 481 orð

Ólafur Þorsteinsson

Það eru alltaf viss þáttaskil í lífi manns þegar andlát náins ættingja ber að, jafnvel þótt um nokkurn aðdraganda hafi verið að ræða. Þannig fór fyrir mér þegar ég frétti að Óli fóstbróðir væri allur. Mig langar að minnast hans með nokkrum orðum, en hann var lagður til hinstu hvílu við hlið konu sinnar Guðnýjar Stefánsdóttur fimmtudaginn 12. ágúst. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 28 orð

ÓLAFUR ÞÓRÐARSON

ÓLAFUR ÞÓRÐARSON Ólafur Þórðarson fæddist í Neskaupstað 11. ágúst 1929. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 4. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Reyðarfjarðarkirkju 12. ágúst. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 136 orð

Pétur Davíð Pétursson

Elsku vinurinn okkar. Nú ert þú ekki lengur hér á meðal okkar nema sterkur í huganum og öllum góðum minningum. Þú ólst hér upp í sama húsi hjá ömmu og afa og komst mörgum sinnum og veittir okkur mikinn og góðan félagsskap. Afi kenndi þér að hnýta flugur og komst þú oft inn til afa til að dunda við það og hlusta á sögur. Þú vildir alltaf gera allt fyrir okkur og var sambandið mjög sterkt. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 772 orð

Pétur Davíð Pétursson

Nú ertu farinn frá okkur, elsku Pétur minn. Það er svo erfitt að skilja þetta, þetta er svo hryllilega óréttlátt. Ég sit hérna með kökkinn í hálsinum og tárin streyma endalaust niður. Þetta er svo sorglegt og erfitt. Þú varst aðeins níu ára gamall og áttir allt lífið fram undan og ansi varstu efnilegur strákur. Þú varst svo vel gefinn og hraustur, svo skemmtilegur og ofboðslega góð sál. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 815 orð

Pétur Davíð Pétursson

Kæri frændi, það varð mikið reiðarslag þegar við fréttum það fyrir einu og hálfu ári að þú værir með illkynja sjúkdóm og að þú þyrftir að fara í stóra aðgerð. Þetta var eitthvað sem við gerðum okkur ekki grein fyrir að gæti hent svo hraustan og lífsglaðan dreng sem þig. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 329 orð

Pétur Davíð Pétursson

Mig langar í fáum orðum að kveðja litla systurson minn sem er búinn að berjast við illvígan sjúkdóm í eitt og hálft ár. Það er óskiljanlegt hvernig hægt er að leggja slíka byrði á svona lítinn dreng. Mig hefði aldrei órað fyrir því er ég var viðstödd fæðingu þína, sem var alveg einstök stund, að ég ætti eftir að kveðja þig en þú ekki mig. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 261 orð

Pétur Davíð Pétursson

Pétur Davíð, elsku vinur og frændi, nú hefur þú kvatt þetta jarðneska líf. Við sitjum hljóð hér í rökkrinu, söknuðurinn er sár, en allt hefur sinn tilgang, það er trú okkar og vissa. Minningin er okkur mikils virði, þú átt stórt rúm í hjarta okkar. Návist þín var svo sérstök; einlægni, kurteisi og dugnaður voru þín einkunnarorð. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 257 orð

Pétur Davíð Pétursson

Með þessu fáu orðum vil ég minnast litla frænda míns sem lést á heimili sínu níunda ágúst síðastliðinn. Elsku Pétur Davíð, við áttum svo góðar stundir þegar ég kom til Húsavíkur í júní með Daníel Erni. Þá varst þú svo hress og kátur og allir voru svo bjartsýnir á að þú kæmist yfir veikindi þín. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 140 orð

Pétur Davíð Pétursson

Elsku frændi, það eru mörg orð ósögð um þig, en við vitum það báðir að þú ert baráttumaður mikill. Ég minnist þess þegar við vorum saman á spítalanum ásamt foreldrum þínum og þið voruð að kalla mig ýmsum skrítnum nöfnum. Þá var mikið hlegið og ég mun ávallt hlæja og gleðjast í hjarta mínu þegar ég rifja upp þessa daga sem við áttum saman. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 292 orð

Pétur Davíð Pétursson

Á stundum sem þessum spyr maður sig margra spurninga. Spurninga sem fást ekki svör við. Því að taka svo góðan dreng frá okkur? Dreng sem var alltaf svo góður við alla og í blóma lífsins. Í dýpi sálar minnar hef ég þó fengið sannfæringarkraft og víst er að þér er ætlað mikið og stórt hlutverk. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 219 orð

Pétur Davíð Pétursson

Elsku frændi og vinur, um leið og við óskum þér góðrar ferðar, þangað sem við öll förum að lokum, þökkum við þér þær samverustundir sem við áttum saman. Við vitum að þú ert kominn á góðan stað þar sem dugnaður þinn og kraftur kemur til með að blómstra áfram. Kraftur þinn og barátta er búinn að vera lærdómur fyrir okkur öll og minningarnar um þig verða aldrei teknar frá okkur. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 86 orð

Pétur Davíð Pétursson

Kæri frændi og vinur! Árin þín voru alltof fá, en minningarnar um þig eru margar, allar jafn bjartar og fallegar. Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran) Ég og pabbi þökkum fyrir þær stundir sem við áttum með Pétri Davíð. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 297 orð

Pétur Davíð Pétursson

Elsku Pétur Davíð. Það er erfiðara en orð fá lýst að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur. Árin þín voru allt of fá, þú varst ekki nema níu ára. Við vorum svo lánsamar að fá að kynnast þér, þú hafðir svo marga kosti til að bera. Þú varst mikið náttúrubarn og hafðir gaman af því að fara í veiðitúra með mömmu, pabba og afa Dadda. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 550 orð

Pétur Davíð Pétursson

Við ætlum að kveðja þig, kæri vinur, að sinni með þessum línum, en þó ætlum við aldrei að kveðja þig alveg því þú verður ætíð hjá okkur í huga og hjarta. Þegar Pétur og fjölskylda hans fluttu í nágrenni okkar urðu þáttaskil í lífi dóttur okkar litlu, Sólveigar Ásu, hún var aðeins tveggja ára og hann þriggja, Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 102 orð

Pétur Davíð Pétursson

Elsku stóri bróðir minn. Nú ert þú farinn til Guðs og þú passar mig alltaf. Ég er sorgmæddur en ég ætla að passa vel allt sem þú áttir. Ég ætla alltaf að muna þig og mamma og pabbi hjálpa mér við það. Við tölum alltaf um þig og rifjum upp allar stundirnar okkar. Nú á ég fallegt kerti sem ég ætla að kveikja á fyrir þig. Þú verður alltaf stóri bróðir minn. Guð geymi þig. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 223 orð

Pétur Davíð Pétursson

Elsku drengurinn okkar. Nú er þjáningum þínum lokið og við vitum að þú ert kominn á góðan og bjartan stað. Þú kvaddir okkur með bros á vör eins og þú varst alltaf vanur að gera. Þú varst lengi búinn að vera veikur, með sjúkdóm sem því miður var ekki hægt að lækna. En þú veist að allt var gert sem hægt var. Aldrei kvartaðir þú og fórst í gegnum þetta stríð með miklum hetjuskap. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 452 orð

Pétur Davíð Pétursson

Okkur langar að minnast Péturs Davíðs með örfáum orðum þótt auðvelt væri að skrifa heila bók um yndislegan dreng, sem var hvers manns hugljúfi, hvar sem hann var og hvert sem hann fór. Eftir að Pétur Davíð veiktist þurfti hann að koma til Reykjavíkur reglubundið og þá fengum við að kynnast honum enn betur þar sem þau fjölskyldan voru tíðir gestir á Vesturberginu. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 55 orð

PÉTUR DAVÍÐ PÉTURSSON

PÉTUR DAVÍÐ PÉTURSSON Pétur Davíð Pétursson fæddist á Húsavík 28. júlí 1990. Hann lést á heimili sínu 9. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Anna Soffía Halldórsdóttir og Pétur Guðni Pétursson. Eftirlifandi bróðir hans er Brynjar Friðrik Pétursson, fæddur 2. janúar 1995. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 328 orð

Sigríður Hallgrímsdóttir

Nú eru þau bæði farin yfir ána, amma og afi ­ ána svo tæra og bláa sem liðast milli bakkanna í dalnum þar sem aðra hlíðina byggjum við mennirnir í jarðvist okkar en hinumegin eru lendur drottins. Ég veit að áin er rétt eins og árnar þeirra, Laxá og og Reykjadalsá, aðeins tær og lifandi straumur milli góðra granna. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 204 orð

Sigríður Hallgrímsdóttir

Dauðinn, það er eitthvað sem við vitum að kemur fyrir alla. En einhvern veginn er maður aldrei undirbúinn fyrir hann þegar hann bankar upp á. Amma, nú ertu farin, og eigum við ekki eftir að verða þess aðnjótandi að hlusta á þig tala, hlæja eða þá sjá þig brosa. Það er svo margt sem maður vill segja, en kemur samt ekki orðum að því. Svo margar minningar, en svo fá orð. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 170 orð

SIGRÍÐUR HALLGRÍMSDÓTTIR

SIGRÍÐUR HALLGRÍMSDÓTTIR Sigríður Hallgrímsdóttir var fædd á Hólum í Laxárdal í Suður- Þingeyjarsýslu 12. október 1913. Hún lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur hinn 9. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hallgrímur Tryggvi Hallgrímsson á Hólum og kona hans, Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir. Eiginmaður hennar, Þorgils Jónsson, fæddist á Auðnum í Laxárdal 13. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 463 orð

Sigríður Þorvaldsdóttir

Hjá flestum okkar líður lífið áfram með sorgum þess og gleði og dagarnir hverfa hjá einn af öðrum, eins og á sem liðast fram. Við fráfall Sigríðar Þorvaldsdóttur í Hjarðarholti rifjast upp fyrir mér æskudagar í sumardvöl hjá þeim heiðurshjónum Siggu og Jóni í Hjarðarholti. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 443 orð

Sigríður Þorvaldsdóttir

Það var á fallegum ágústmorgni sem fregnin um andlát Sigríðar Þorvaldsdóttur frá Hjarðarholti í Stafholtstungum barst okkur. Fregnin kom sem reiðarslag, því þrátt fyrir að vitað væri að hún gengi ekki heil til skógar grunaði okkur ekki hversu sjúk hún var orðin. Hún bar veikindi sín lítt á torg og gerði minna úr ef að var spurt. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 608 orð

Sigríður Þorvaldsdóttir

Það er með miklum söknuði og harm í huga sem við félagar í Leikdeild Ungmennafélags Stafholtstungna kveðjum félaga okkar og foringja, Sigríði Þorvaldsdóttur frá Hjarðarholti, hinstu kveðju. Sigga í Hjarðarholti, eins og hún var alltaf kölluð, var einn af stofnendum leikdeildarinnar. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 476 orð

Sigríður Þorvaldsdóttir

Í dag verður til moldar borin Sigríður Þorvaldsdóttir frá Hjarðarholti eftir skamma en erfiða sjúkdómslegu aðeins 61 árs að aldri. Þessarar ágætu frænku minnar vil ég minnast nokkrum orðum. Þegar mér barst andlátsfregn Siggu í Hjarðarholti eins og hún var ávallt kölluð leituðu á hugann ýmsar ljúfar minningar liðinna ára. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 332 orð

Sigríður Þorvaldsdóttir

Mig langar í fáum orðum að rifja upp góðar minningar sem tengjast Siggu í Hjarðarholti sem nú er farin til starfa í öðrum heimi. Við sem ólumst upp í Borgarfirðinum fyrir "nokkrum" árum minnumst góðra stunda þegar komið var saman af ýmsu tilefni. Það var íþróttakeppni á Varmalandsvellinum, sundmót í Hreppslaug, leikdeildarskemmtun í Munaðarnesi, frjálsíþróttamót í Borgarnesi eða Stínuball. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 108 orð

Sigríður Þorvaldsdóttir

Kæra vinkona! Þá er tjaldið fallið og sýningin á enda. Sá sem skrifar leikrit lífs vors lætur okkur ekki í té fullunnið handrit og þessi sýning varð styttri en við hugðum og endirinn óvæntur. Þú varst með okkur af lífi og sál meðan hlutverk þitt varði og við erum þér þakklát fyrir þinn skerf. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 700 orð

Sigríður Þorvaldsdóttir

Gengin er góð grannkona, ótímabært og nokkuð sviplega en þó ekki með öllu óvænt. Sviplega segi ég því það hafði farið fremur hljótt að fyrir fáum vikum fór að halla undan fæti í glímu við illvígan sjúkdóm og lokalotu þeirrar glímu bar skjótt að á rétt rúmri viku. Á annað ár hafði baráttan staðið en sjaldnast auðvelt að fregna af henni, a.m.k. ekki beint frá henni sem baráttuna háði. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 540 orð

Sigríður Þorvaldsdóttir

Heilsa frá hlýrri brekku hvannir og mjaðurt ljós burkni bljúgur í skúta hjá bakkanum eyrarrós. (Halldóra B. Björnsson) Þannig var okkur bekkjarsystrunum úr Kvennaskólanum í Reykjavík heilsað haustið 1992, er farið var í ferðalag um Borgarfjörð og tvær skólasystranna heimsóttar. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 732 orð

Sigríður Þorvaldsdóttir

Mér brá illilega er ég heyrði andlát Sigríðar Þorvaldsdóttur frá Hjarðarholti, merkrar konu sem fellur frá langt um aldur fram. Langt um aldur fram segi ég vegna þess hve ung hún var í andanum, jákvæð, ætíð glaðvær, en þó djúphugul, forkur dugleg og kraftmikil til allra verka, hvort sem var á heimili hennar og Jóns Þórs, úti á vinnumarkaðnum, eða þá í tengslum við það gífurlega starf, Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 259 orð

SIGRÍÐUR ÞORVALDSDÓTTIR

SIGRÍÐUR ÞORVALDSDÓTTIR Sigríður Þorvaldsdóttir fæddist í Hjarðarholti 21. ágúst 1938. Hún lést 5. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorvaldur Tómas Jónsson, bóndi í Hjarðarholti, f. 11.12. 1891, d. 31.7. 1968, og Laufey Kristjánsdóttir Blöndal, f. 31.5. 1906, d. 14.6. 1995. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 154 orð

SIGURÐUR NÍELSSON OG ÞÓRARINN NÍELSSON

SIGURÐUR NÍELSSON OG ÞÓRARINN NÍELSSON Sigurður Níelsson fæddist að Hrauntanga á Öxarfjarðarheiði 5. október 1917. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Skinnastaðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Snartarstaðakirkjugarði. Meira
14. ágúst 1999 | Minningargreinar | 494 orð

Sigurður og Þórarinn Níelssynir

"Sælir eru hógværir því þeir munum jörðina erfa. Sælir eru hjartahreinir, því þeir munu Guð sjá." (Mattheus 5.5 og 8.) Þetta eru orð sem áttu vel við þá föðurbræður mína þá Sigurð og Þórarin, sem mig langar til að minnast hér í örfáum orðum. Þeir Sigurður og Þórarinn voru afar samrýndir og bjuggu alla tíð saman. Meira

Viðskipti

14. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 115 orð

Aðrðseminn 17% fyrstu sex mánuði ársins

ARÐSEMI Hlutabréfasjóðsins hf. var 17% fyrstu sex mánuði ársins að teknu tilliti til arðs, en sjóðurinn greiddi 8% arð á árinu. Hagnaður tímabilsins var 324 milljónir króna að teknu tilliti til skatta, en heildareignir Hlutabréfasjóðsins voru í júnílok 5.121 milljón króna. Hlutafé félagsins nam 1.805 milljónum króna og eigið fé var alls 4.707 milljónir króna. Meira
14. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 101 orð

Arðsemi eigin fjár 29% á árinu

ARÐSEMI eigin fjár Vaxtarsjóðsins hf. var 29% á árinu. Tap tímabilsins samkvæmt rekstrarreikningi var 6 milljónir króna en heildareignir sjóðsins námu 268 milljónum króna og eigið fé alls 270 milljónum króna. Hlutafé félagsins var 363,5 milljónir króna. Hinn 30. Meira
14. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 274 orð

Hagnaður nam 36,1 milljón króna

SLÁTURFÉLAG Suðurlands (samstæðan) skilaði 36,1 milljón króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins 1999, að teknu tilliti til reiknaðra eignarskatta og 2,2 milljóna króna taps af rekstri hlutdeildarfélags. Rekstrartekjur Sláturfélagsins (SS) námu 1.455,4 milljónum króna á fyrstu sex mánuðunum og rekstrargjöld án afskrifta námu 1. Meira
14. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 496 orð

Hluti af virkri eignastýringu

"ÞAU viðskipti sem vísað er til eru þess eðlis að á tilteknum degi er samið um hvort tveggja í senn, kaup og sölu verðbréfa, þó að því tilskyldu að skilyrði skapist til þess að viðskiptin geti orðið virk. Þannig er kaup- og sölugengi ákvarðað samtímis eða á samningsdegi. Þegar viðskiptin verða virk, ganga samningsákvæðin eftir og samningsskilmálum er þar með fullnægt. Meira
14. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 234 orð

Hækkanir hlutabréfavísitalna um allan heim

Bandarísk hlutabréf hækkuðu enn í gær vegna væntinga um að verðbólga standi í stað, sem þykir leiða líkur að því að stýrivextir bandaríska seðlabankans verði ekki hækkaðir verulega. Dow Jones vísitalan hækkaði um 184,26 stig eða 1,7% og endaði í 10.973,65 stigum. Standard & Poor\s vísitalan hækkaði einnig, fór í 1.326,5 stig sem er hækkun um 28,34 stig. Meira
14. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 263 orð

Jarðboranir hf. skila 48 milljóna króna hagnaði

HAGNAÐUR Jarðborana hf. á fyrstu sex mánuðum ársins 1999 var 48 milljónir króna, samanborið við 33,7 milljónir árið á undan og nam hagnaðurinn 9,5% af heildartekjum fyrirtækisins. Heildarvelta fyrstu sex mánuðina var 506 milljónir króna og jókst um 91% frá sama tíma í fyrra. Rekstrargjöld námu 435,9 milljónum á fyrri hluta ársins 1999 samanborið við 227,5 milljónir 1998. Meira
14. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 278 orð

Sérstaða vegna hlutabréfasafns

OLÍUFÉLAGIÐ hf. ­ Esso birti milliuppgjör sitt í fyrradag, þar sem m.a. kom fram 45,3% hagnaðaraukning frá sama tíma í fyrra. Marínó Freyr Sigurjónsson, verðbréfamiðlari hjá Búnaðarbankanum verðbréfum, segir Olíufélagið hf. hafa sérstöðu meðal olíufélaganna vegna mikillar hlutabréfaeignar um síðustu áramót sem skráð er 3,8 milljarðar hjá Samstæðunni. Meira
14. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 125 orð

Volvo vill frekari fjárfestingar

TALSMENN sænska bílafyrirtækisins Volvo hafa lýst yfir frekari áhuga á að yfirtaka önnur fyrirtæki, samhliða samþjöppun eignarhalds í bílaiðnaði. Í síðustu viku var tilkynnt um kaup Volvo á Scania. "Við munum kaupa meira," sagði forstjóri Volvo, Leif Johansson, í viðtali í tímariti fyrirtækisins, Volvo Nu. Johansson sagði hins vegar ekkert um hvaða fyrirtæki Volvo hygðist kaupa. Meira

Daglegt líf

14. ágúst 1999 | Neytendur | 719 orð

Eru allir þessir bílar keyptir á lánum? Fjármál heimilannaFjöldi nýrra glæsibifreiða á götum borgarinnar vekur athygli

HVERNIG er þetta hægt? Er hin mikla endurnýjun bílaflotans til marks um góðæri á Íslandi? Eða eru þessi bílakaup fjármögnuð með lánum til langs tíma? Erfitt er að fá skýra mynd af því sem er að gerast á bílalánamarkaði, þ.e. hve stórt hlutfall viðskiptanna er fjármagnað með lántöku, hver fjárhæð lánanna er, lánstími og upplýsingar um aldur lántekenda. Þessar upplýsingar eru ekki aðgengilegar. Meira
14. ágúst 1999 | Neytendur | 334 orð

Tilraunaræktun á úrvals kálfakjöti

HAFIN er tilraunaræktun á 100 daga gömlum kálfum til manneldis í samstarfi Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli og Ólafs Eggertssonar á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Tveimur kálfum hefur verið slátrað og gafst tilraunin það vel, að ákveðið hefur verið taka nokkra kálfa í eldi um næstu mánaðamót. Verða þeir þá tilbúnir til slátrunar í lok nóvember eða byrjun desember. Meira

Fastir þættir

14. ágúst 1999 | Í dag | 27 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 14. ágúst, verður fimmtugur Hjörtur Gunnarsson, tæknifræðingur, Heiðarbraut 63, Akranesi. Hann og eiginkona hans, Lilja Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri, verða að heiman á afmælisdaginn. Meira
14. ágúst 1999 | Í dag | 39 orð

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 14. ágúst, verður sjötíu og fimm ára Skúli Eyjólfsson kaupmaður, Lyngholti 18, Keflavík. Hann og eiginkona hans, Ragnhildur Ragnarsdóttir, taka á móti vinum og vandamönnum síðdegis í dag í sumarhúsi sínu Skúlaskeiði við Laugarvatn. Meira
14. ágúst 1999 | Í dag | 27 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 14. ágúst, verður níræð frú Þórunn Björnsdóttir, Blönduhlíð 29, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu í dag kl. 17­20. Meira
14. ágúst 1999 | Fastir þættir | 993 orð

Ágústdraumur

Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson) Meira
14. ágúst 1999 | Í dag | 24 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. júlí sl. í Lágafellskirkju af sr. Pálma Matthíassyni Eygló Eyjólfsdóttir og Guðmundur Guðbjörnsson. Heimili þeirra er á Víðigrund 29, Kópavogi. Meira
14. ágúst 1999 | Fastir þættir | 228 orð

Einangrun eykur líkur á andlegri ellihnignun

VERULEG félagsleg samskipti í ellinni geta komið í veg fyrir andlega hnignun aldraðra eða seinkað henni, að sögn vísindamanna í Boston í Bandaríkjunum. Rannsókn vísindamanna við Harvard-háskóla bendir til þess að aldrað fólk, sem hefur engin félagsleg tengsl, Meira
14. ágúst 1999 | Í dag | 54 orð

Elliheimilið Grund.

Elliheimilið Grund. Messa sunnudag kl. 14. Prestur sr. Stefán Lárusson. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrrverandi sóknarpresta. Hallgrímskirkja. Orgeltónlist kl. 12. Árni Arinbjarnarson organisti leikur. Landspítalinn. Messa sunnudag kl. 10. Sr. Jón Bjarman. Laugarneskirkja. Morgunbænir sunnudagsmorgun kl. 6. Meira
14. ágúst 1999 | Fastir þættir | 874 orð

Ferguson segir frá Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sendi í vikunni frá sér sjálfsævisögu sína þar sem

Skotinn Alex Ferguson, knattspyrnustjóri enska stórveldisins Manchester United, er einn þeirra manna sem margir dást að en margir elska líka að hata. Hann hefur náð frábærum árangri með lið United hin síðari ár, hundruðum þúsunda stuðningsmanna þess til óblandinnar ánægju ­ en öðrum, þeim mörgu sem fylgja öðrum félögum að málum til hrellingar. Meira
14. ágúst 1999 | Fastir þættir | 433 orð

Guðspjall dagsins: Farísei og tollheimtumaður. (L

Farísei og tollheimtumaður. (Lúk. 18.) Sameiginleg hátíðarguðsþjónusta í Laugardal Sameiginleg hátíðarguðsþjónusta allra safnaða í Reykjavíkurprófastsdæmum í Reykjavík, Kópavogi og Seltjarnarnesi verður haldin á Laugardalsvelli sunnudaginn 15. ágúst og hefst guðsþjónustan kl. 13.30. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, prédikar. 1. Meira
14. ágúst 1999 | Fastir þættir | 414 orð

Hvað eru pólýpar í nefi?

Nefsepar Spurning: Hvað eru pólýpar í nefi? Hvar vaxa þeir helst? Hvenær er ástæða til að fjarlægja svoleiðis? Er þetta ættgengt? Er þetta algengara hjá körlum en konum? Svar: Pólýpar í nefi hafa verið kallaðir nefbólgusepar eða bara nefsepar. Þeir stafa langoftast af ofnæmiskvefi en geta einstöku sinnum myndast við sýkingu í nefinu. Meira
14. ágúst 1999 | Fastir þættir | 2704 orð

Í Fossafylgd meðfram Jökulsá í Fljótsdal

Stundum kemur það manni á óvart hvað landið okkar er lítið þekkt. Í þúsund ár hafa smalamenn úr Fljótsdal gengið meðfram Jökulsánni og virt fyrir sér fossa hennar, án þess svo mikið sem að gefa þeim nöfn. Fossarnir voru ekki á venjulegum ferðamannaleiðum, og jafnvel rannsóknamenn fóru fram hjá þeim eða veittu þeim litla athygli. Meira
14. ágúst 1999 | Fastir þættir | 817 orð

Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1018. þáttur

Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1018. þáttur ÁRNI R. Árnason alþm. sendir mér svofellt bréf sem ég þakka kærlega: "Heill og sæll, Gísli. Ég hef lengi lesið þætti þína um íslenskt mál og haft ánægju af. Haf þú kæra þökk, og megir þú hafa erindi sem erfiði. Meira
14. ágúst 1999 | Dagbók | 122 orð

Kross 1LÁRÉTT: 1 kýr, 4 gelta, 7 hei

Kross 1LÁRÉTT: 1 kýr, 4 gelta, 7 heimabrugg, 8 hráslagaveður, 9 rekkja, 11 lengdareining, 13 grætur hátt, 14 þátttakanda, 15 flutning, 17 vistir, 20 skordýr, 22 hundur, 23 sætta sig við, 24 hitt, 25 þjálfa. Meira
14. ágúst 1999 | Í dag | 410 orð

Lóðarúthlutun í Laugardal

TILEFNI þessa bréfstúfs eru áform borgarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík um að útdeila tveimur lóðum undir stórhýsi í Laugardalnum. Það verður að játast, að það er fyrst að renna upp núna fyrir mér sú staðreynd, að R-listinn sé í raun tilbúinn til að ganga þvert á vilja meirihluta kjósenda í borginni með þessari lóðaúthlutun. Meira
14. ágúst 1999 | Fastir þættir | 491 orð

Lyfjakaup gegnum Netið varasöm

NETIÐ gerir mönnum nú mögulegt að kaupa lyf án þess að þeir þurfi að stíga fæti inn fyrir dyr lyfjaverslunar. Læknir sendir lyfseðil á símbréfi til netvæddu lyfjaverslunarinnar, þar sem lyfjafræðingur afgreiðir lyfið með hefðbundnum hætti og sendir síðan til viðtakanda. Þetta hefur augljósa kosti, ekki síst fyrir fólk sem ekki hefur fótaferð eða býr á afskekktum stöðum. Meira
14. ágúst 1999 | Fastir þættir | 429 orð

Mataræði verðandi móður og fæðingarþyngd

HÚN ÞARF að borða fyrir tvo, var stundum sagt hér áður fyrr um barnshafandi konur. Nú veit fólk betur. Því hefur aftur á móti verið haldið fram að það hvað kona borðar á meðgöngu geti haft áhrif á heilsu barnsins sem hún ber undir belti. Meira
14. ágúst 1999 | Fastir þættir | 346 orð

Plágueyðar minnka frjósemi karla

FRJÓSEMI meðal karlmanna, sem eru berskjaldaðir fyrir miklu magni plágueyða í vinnunni, er hartnær 80% minni en meðal annarra karlmanna, samkvæmt rannsókn hollenskra vísindamanna á árangri glasafrjóvgunar. Meira
14. ágúst 1999 | Fastir þættir | 311 orð

Táningar eiga á hættu að fá beinrýrð

TÁNINGAR sem stunda of mikla líkamsrækt og borða of lítið kunna að eiga á hættu að fá krankleika sem venjulega hefur verið talinn fyrst og fremst hrjá konur sem komnar eru yfir breytingaskeiðið. Dr. Laura Bachrach, sérfræðingur í barnalækningum við Stanfordháskóla í Bandaríkjunum, sagði á ráðstefnu nýverið að forvarnir gegn beingisnun yrðu að hefjast strax á barnsaldri. Meira
14. ágúst 1999 | Í dag | 132 orð

ÚR HULDULJÓÐUM

Smávinir fagrir, foldar skart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Prýðið þér lengi landið það, sem lifandi guð hefur fundið stað ástarsælan, því ástin hans alls staðar fyllir þarfir manns. Vissi ég áður voruð þér, vallarstjörnur um breiða grund, fegurstu leiðarljósin mér, lék ég að yður marga stund. Meira
14. ágúst 1999 | Í dag | 622 orð

VÍKVERJI las blaðagrein í Morgunblaðinu nú í vikunni þar sem höfundur

VÍKVERJI las blaðagrein í Morgunblaðinu nú í vikunni þar sem höfundur gerir athugasemdir við þá fullyrðingu fréttamanns Ríkisútvarpsins að þjóðhátíð Vestmannaeyja nú í sumar hefði verið sú síðasta á þessari öld. Sjálfur hefur Víkverji enn ekki gert það upp við sig hvort hann ætlar að halda upp á aldamótin um næstu áramót eða bíða með það þangað til árið 2001 rennur upp. Meira
14. ágúst 1999 | Fastir þættir | 38 orð

(fyrirsögn vantar)

Lyfjakaup Vafasamar verslanir þrífast vel í skjóli Netsins. Aldraðir Minni líkur á andlegri ellihningun ef samskipti við aðra eru mikil. Mengun Ef unnið er í hlífðarfatnaði er hættan minni. Beinrýrð Meira

Íþróttir

14. ágúst 1999 | Íþróttir | 1452 orð

Draugurinn er mættur í Árbæinn ÞRÁTT fyrir sannfærandi 2:0 sigur Fylkis á Víði í Árbænum í gærkvöldi, sem kemur þeim þægilega

ÞRÁTT fyrir sannfærandi 2:0 sigur Fylkis á Víði í Árbænum í gærkvöldi, sem kemur þeim þægilega fyrir á toppi 1. deildar, reyna Árbæingar allt hvað þeir geta til að halda sig á jörðinni því reynslan hefur ­ oft á sársaukafullan hátt ­ kennt þeim að halda sig þar. Meira
14. ágúst 1999 | Íþróttir | 87 orð

FH-ingar efstir eftir fyrsta keppnisdag

SVEITIR FH eru efstir, bæði í karla- og kvennaflokki, eftir fyrsta keppnisdag af þremur í Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum, sem fer fram á Laugardalsvelli. Hafnfirðingar, sem hafa verið áskrifendur að bikarnum í háa herrans tíð, hafa sjö stiga forskot á ÍR-inga í karlaflokki, en níu stiga forystu í kvennaflokki, þar sem sveit HSK er í öðru sæti. Meira
14. ágúst 1999 | Íþróttir | 96 orð

Flestar frá KR og Breiðabliki til Úkraínu

ÞÓRÐUR G. Lárusson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur valið sextán leikmenn til að taka þátt í viðureign við Úkraínu í Evrópukeppninni í Úkraínu sunnudaginn 22. ágúst. Sex leikmenn koma úr röðum KR og fimm frá Breiðabliki, annars er hópurinn þannig skipaður: Ásthildur Helgadóttir, Edda Garðarsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Guðrún J. Meira
14. ágúst 1999 | Íþróttir | -1 orð

FYLKIR 13 10 0 3 28 17 30STJAR

FYLKIR 13 10 0 3 28 17 30STJARNAN 13 7 1 5 29 23 22ÍR 12 6 2 4 30 22 20DALVÍK 13 5 3 5 23 30 18ÞRÓTTUR 13 5 2 6 22 21 17VÍÐIR 13 5 2 6 23 31 17SKALLAGR. Meira
14. ágúst 1999 | Íþróttir | 950 orð

Fær Dortmund stöðvað Bayern?

KEPPNI í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu hófst í gærkvældi með tveimur leikjum. Mikil eftirvænting ríkir í herbúðum liðanna, einkum hjá Bayern M¨unchen, Bayer Leverkusen og Borussia Dortmund. Þessi þrjú lið eru talin líklegust til þess að berjast um meistaratitilinn auk þess sem þau hafa eytt miklum peningum í sumar í leikmannakaup. Meira
14. ágúst 1999 | Íþróttir | 442 orð

Huub Stevens talinn valtur í sessi

MIKIL spenna ríkir að vanda fyrir nýtt keppnistímabil í Þýskalandi og eru menn byrjaðir að veðja um allt milli himins og jarðar. Til að mynda gerir veðstofan Inter-toto út veðmál um hvaða þjálfari verði fyrst rekinn. Huub Stevens er talinn munu fjúka fyrst, enda Schalke gengið afleitlega í leikjum að undanförnu og er það framhald á slæmu gengi félagsins frá síðustu leiktíð. Meira
14. ágúst 1999 | Íþróttir | 655 orð

Kristinn í hlutverki hetjunnar

KARLASVEIT GR tók forystu í 1. deild sveitakeppni GSÍ, en leikur í henni hófst á Grafarholtsvelli Golfklúbbs Reykjavíkur í gær. Með sigri á sveit Keilis í gærkvöldi stigu heimamenn stórt skref, komu þannig sigurstranglegri sveit Hafnfirðinga aftur fyrir sig, sem þeir urðu að gera til að eiga möguleika á sigri. Meira
14. ágúst 1999 | Íþróttir | 107 orð

Lést í kjölfar uppskurðar

BRIMA Kanu, 21 árs leikmaður belgíska liðsins Lokeren í Belgíu, sem Arnar Þór Viðarsson leikur með, lést í gær er hjarta hans hætti að slá skömmu eftir að hafa gengist undir uppskurð á hné, að sögn talsmanns félagsins. Kanu, sem er frá Sierra Leone, fór í aðgerðina á sjúkrastofu í Antwerpen á fimmtudag vegna meiðsla sem hann hlaut fyrir ári. Meira
14. ágúst 1999 | Íþróttir | 237 orð

Ótrúlegur ferill Graf á enda

ÞÝSKA tennisstjarnan Steffi Graf hefur ákveðið að hætta þátttöku sinni á tennismótum. Graf, sem er þrítug, hélt fund með fréttamönnum í heimabæ sínum, Heidelberg, þar sem hún tilkynnti ákvörðun sína. "Ég hef ákveðið að hætta að leika í tennismótum," sagði hún. "Ég mun ekki sjá eftir því vegna þess að mér finnst ég hafa afrekað allt sem ég mögulega gat. Meira
14. ágúst 1999 | Íþróttir | 94 orð

Rosenborg í markvarðaleit

NORSKU meistararanir í Roseborg frá Þrándheimi virðast í markvarðaleit enda þótt liðið hafi á að skipa tveimur markvörðum, Jörn Jamtfall og Árna Gauti Arasyni, varamarkverði íslenska landsliðsins. Nú hefur ástralskur markvörður, Jason Petkovic að nafni, verið fenginn til reynslu hjá norska meistaraliðinu. Meira
14. ágúst 1999 | Íþróttir | 98 orð

Rushfeld leikur ekki með Benfica

NORÐMAÐURINN Sigurd Rushfeldt leikur ekki með portúgalska knattspyrnuliðinu Benfica eins og búist var við eftir að hann var keyptur frá Noregsmeisturum Rosenborg í síðasta mánuði. Portúgalarnir stóðu ekki í skilum ­ greiddu ekki umsamið kaupverð og skulduðu Rosenborg tæpar 220 milljónir króna. Meira
14. ágúst 1999 | Íþróttir | 492 orð

Veittust að Williamson í Leifsstöð

SIGUR KR-inga á skoska úrvalsdeildarliðinu Kilmarnock, 1:0, í forkeppni Evrópukeppni félagsliða á fimmtudagskvöld féll í heldur grýttan jarðveg í skoskum fjölmiðlum. Daginn eftir mátti lesa harða gagnrýni á leik skoska liðsins, en um leið var hálf-atvinnumönnunum frá Íslandi hrósað fyrir að hafa sótt að marki allan leikinn og átt öll bestu marktækifærin. Meira

Sunnudagsblað

14. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 113 orð

Yfir 11% fleiri erlendir gestir fyrstu sjö mánuði ársins

ERLENDUM ferðamönnum sem komu til landsins fjölgaði um 2500 í júlímánuði miðað við sama mánuð í fyrra eða um 5%. Í mánuðinum komu alls 50.929 erlendir gestir til landsins en í júlí 1998 voru þeir 48.488. Þetta er í fyrsta sinn sem erlendir gestir sem koma til Íslands eru fleiri en 50.000 í einum mánuði. Meira
14. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 233 orð

(fyrirsögn vantar)

Rektor í Árósum LAUS til umsóknar er staða rektors og daglegs stjórnanda í Norræna blaðamannaskólanum í Árósum. Skólinn heyrir undir Norrænu ráðherranefndina og stendur fyrir námskeiðum og ráðstefnum fyrir norræna blaðamenn auk þess sem stofnunin ber ábyrgð á umfangsmikilli starfsemi í Eystrasaltslöndunum og Norðvestur-Rússlandi. Meira

Lesbók

14. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 219 orð

efni 14. ágúst

Refillinn í Bayeux er meira en 900 ára gamalt útsaumsverk og eitt merkasta listaverk sem varðveist hefur í Evrópu frá miðöldum. Á reflinum, sem er 70 m langur, er myndasaga þar sem segir frá herför Vilhjálms sigursæla, hertoga af Normandí, sem lagði undir sig England 1066 eftir fræga orrust við Hastings á strönd Ermarsunds. Meira
14. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 56 orð

FERSKEYTLAN ER FRÓNBÚANS...

Sumarkvöldið kyrrt og hljótt kyssir varir mínar, framundan er fögur nótt með freistingarnar sínar Ljóðin inn um gluggann gá með gulltónana sína orðin litrík leika á ljóðahörpu mína Og satt er það ég sofna breytt er sólin tekur völdin, dreg ég fyrir daginn þreytt draumagluggatjöldin. Höfundurinn er skáld í Reykjavík. Meira
14. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2384 orð

GOETHE OG KONURNAR Í LÍFI HANS Á þessu ári eru liðin 250 ár frá fæðingu þýska skáldsins, rithöfundarins og fræðimannsins Johanns

Í tilefni afmælisins er skáldsins og verka hans nú víða minnst. Bókaforlög keppast við að endurútgefa frægustu ritverk hans og margir reyna að breyta út af hefðinni og skrifa um áður óþekktar hliðar Goethe, eins og t.d. Meira
14. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1386 orð

GUÐIR FORNMANNA VORU ORKAN Í DAUÐUM HLUTUM OG LIFANDI EFTIR KRISTJÁN HALL

ÞRÓUN mannsins í samfélagi dýranna hefur ávallt byggst á þekkingu. Þekkingu á umhverfi sínu, náttúruöflunum, náttúrugæðunum, tímanum, eða í stuttu máli sagt, þekkingu umfram vit þeirra sem keppt hafa við hann í lífsbaráttunni. Kynslóð eftir kynslóð hefur maðurinn viðað að sér þeirri vitneskju, sem að gagni hefur mátt koma, og látið hana ganga til afkomendanna. Meira
14. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 963 orð

HINN VITSMUNALEGI TILBÚNINGUR

HINN 28. júní árið 1914 skaut serbneskur þjóðernissinni austurríska stórhertogann Frans Ferdinand til bana þar sem hann ók um götur Sarajevo í opinni bifreið. Þessi atburður er talinn hafa hrundið af stað þeirri atburðarás sem leiddi til heimsstyrjaldarinnar fyrri. Friðarsamningarnir í lok stríðsins skildu við Evrópu í uppnámi. Til urðu mörg sjálfstæð fjölþjóðasmáríki, þ.e. Meira
14. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 105 orð

HORFT UM ÖXL

Lít ég um öxl og langan feril skoða, leiðina þrædda milli skers og báru, um lygnan sjó, í gegnum brim og boða, barning og rek með áföllunum sáru. Ósjaldan stefnt var út í beinan voða, öldur sem risu bakvið litla gáru, siglingarlist oft seinvirk til að stoða. Samkennd og bjargráð löngum úr þá skáru. Meira
14. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 87 orð

HUGSAÐ TIL ÞEIRRA...

Þegar sólin glampar á laufum og lækurinn tinar milli steinanna örmagna af þurrki ­ þá hugsa ég til þeirra sem byggðu þennan stað. Þegar regnið bylur á þakinu birkið grætur og lækurinn hækkar róminn ­ þá hugsa ég til þeirra sem byggðu þetta hús. Meira
14. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2193 orð

HVERT ER EÐLI ALHEIMSINS?

Í þessari grein er gerð tilraun til að nálgast þetta viðfangsefni út frá skammtakenningunni og módelinu um holografiskan alheim. Hin nýja heimsmynd sem komið hefur fram innan eðlisfræðinnar bendir til þess að nýr skilningur á lögmálum tilverunnar sé að opnast. Það er fyrri hluti greinarinnar sem hér birtist. Niðurstöður vísindanna óhrekjanlegar? Meira
14. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 177 orð

INGIMUNDUR FIÐLA

Ég skar mér fiðlu úr skógargrein, og skærri tón á ei önnur nein, þó vítt og langt væri leitað. En fáir þekkja þann huliðshljóm, hve hann er tær, nema dalsins blóm ­ og vorbjört nóttin, hún veit það. Því fiðlan byrgir í barm sér hljóð hið bjarta undur, sitt hulduljóð, í verðgangsbyggðum og borgum. Meira
14. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 198 orð

Í DRANGEY

Hér gnæfir hún enn þessi eyja, svo ógurleg virðist hún, sem Grettir hér gangi sem áður um geigvæna hamrabrún, ­ því Sögunnar kröftugi kjarni þann kappa í hugsýnir ber sem Glámsaugun glóandi eltu og galdrarnir ofsóttu hér. Meira
14. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2116 orð

LESANDINN SEM SÖGUPERSÓNA

Hvað gerir bókmenntaþjóðin þegar tölvutæknin haslar sér völl á flestum sviðum menningarinnar? Hún tekur sig til við að semja bókmenntir fyrir tölvur. ÞÓRHALLUR MAGNÚSSON ræddi við rithöfundinn og myndlistarmanninn Braga Halldórsson sem fæst við að skrifa gagnvirkar bókmenntir. Meira
14. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 542 orð

LJÓÐRÝNI SINDRI FREYSSON

Tvöfeldnin er mikilvægt þema í nýrri ljóðabók Sindra Freyssonar sem heitir harði kjarninn (njósnir um eigið líf). Nafn hennar bendir í tvær áttir, að því er virðist, sem vísar aftur til þess að bókin er í raun tvöföld í roðinu: á hverri opnu birtast tveir textar, ljóð á hægri síðu og svo útdráttur úr því á vinstri síðu ­ harði kjarninn. Meira
14. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 139 orð

LJÓSMYNDASAMKEPPNI

Framkvæmdastjórn Árs aldraðra, Lesbók Morgunblaðsins og Hans Petersen standa saman að ljósmyndasamkeppni, sem kynnt var í Lesbók 26. júní sl. Yfirskriftin er: Lífið orkan og árin. Myndirnar mega vera hvort sem er svarthvítar eða í lit, en frestur til að skila rennur út 15. september. Meira
14. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 495 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
14. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2912 orð

REFILLINN Í BAYEUX EFTIR INGÓLF MARGEIRSSON

REFILLINN Í BAYEUX EFTIR INGÓLF MARGEIRSSON Rúmlega 900 ára gamall útsaumur hefur vakið aðdáun og eftirtekt manna í meira en níu aldir enda eitt frægasta og merkasta listaverk sem varðveist hefur frá miðöldum í V-Evrópu. Meira
14. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2668 orð

RÉÐ KRISTNITAKAN ÚRSLITUM UM SAGNARITUN ÍSLENDINGA? EFTIR STEFÁN AÐALSTEINSSON

MIKIÐ hefur verið fjallað um það hvers vegna Íslendingar skrifuðu eins miklar sögur af forfeðum sínum og raun ber vitni. Íslendingasögurnar eiga sér ekki hliðstæður í nálægum löndum. Þær eru stundum taldar eitt mesta afrek Íslendinga frá upphafi vega. Meira
14. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 290 orð

SAMSTARF LISTAMANNA OG ATVINNULÍFS

MYNDHÖGGVARAFÉLAG Reykjavíkur vinnur þessa dagana af fullum krafti við undirbúning sýningarinnar FIRMA '99. Hugmyndin að sýningunni, sem verður opnuð á Menningarnótt 21. ágúst, er að leiða saman myndlist og atvinnulíf. FIRMA '99 er hluti af sýningarþrennu sem Myndhöggvarafélagið hefur skipulagt og hófst sl. Meira
14. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 830 orð

SÝNING TVEGGJA HEIMA

Í Listasafninu á Akureyri verður opnuð í dag sýning á verkum listamannanna Hlyns Hallssonar og Makoto Aida, sem kemur frá Japan. Á sýningunni eru ljósmyndir, málverk og myndbandsverk sem munu gefa áhorfendum innsýn í ólíka menningarheima sem byggja á eða vísa til nýrra og fornra hefða heimalands listamannanna, eins og segir í fréttatilkynningu frá Listasafninu. Meira
14. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 605 orð

Trommuverk og útibíó

MENNINGARNÓTT verður haldin í fjórða sinn laugardaginn 21. ágúst. Á annað hundrað fyrirtæki og stofnanir koma að Menningarnótt með einum eða öðrum hætti. "Það er fjöldi manns sem tekur þátt í Menningarnótt að þessu sinni," segir Hrefna Haraldsdóttir, verkefnisstjóri næturinnar, þegar blaðamaður forvitnaðist hjá henni um dagskrá Menningarnætur. Meira
14. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1172 orð

VEL TEMPRAÐI RÚSSINN

Dmitri Sjostakovitsj: 24 prelúdíur og fúgur Op. 87. Vlademir Ashkenazy, píanó. Decca 466 066-2. Upptaka: DDD, Berlín/Winterthur/London 6/1996-4/1998. Útgáfuár: 1999. Lengd (2 diskar): 141:43. Verð (Skífan): 2.999 kr. Meira
14. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2845 orð

"ÞETTA LÍTILFJÖRLEGA VERK" Í tilefni af flutningi á H-moll messu J.S. Bachs í Hallgrímskirkju á morgun heldur HALLDÓR HAUKSSON

Í tilefni af flutningi á H-moll messu J.S. Bachs í Hallgrímskirkju á morgun heldur HALLDÓR HAUKSSON hér áfram umfjöllun sinni um verkið í seinni grein. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.