Greinar sunnudaginn 15. ágúst 1999

Forsíða

15. ágúst 1999 | Forsíða | 327 orð

Átök í Belfast vegna göngu mótmælenda

TIL átaka kom í Belfast í gærmorgun þegar óeirðalögreglan fjarlægði kaþólska íbúa borgarinnar sem höfðu reynt að stöðva skrúðgöngu um tuttugu mótmælenda um Lower Ormeau-götu í hverfi kaþólskra. Lögreglumennirnir beittu kylfum til að dreifa nokkrum hundruðum kaþólskra þjóðernissinna sem höfðu sest á götuna til að hindra skrúðgönguna. Meira
15. ágúst 1999 | Forsíða | 380 orð

(fyrirsögn vantar)

YFIRVÖLD í bænum Savona á Norður- Ítalíu hafa skorað á íbúana að deyja ekki, að minnsta kosti ekki strax, vegna þess að kirkjugarður bæjarins sé orðinn fullur. "Við stöndum frammi fyrir neyðarástandi," sagði Bartolo Berta, aðstoðarbæjarstjóri Savona, sem er vestan við Genúa á Rívíerunni. "Kirkjugarðurinn er fullnýttur og við höfum þurft að grafa 400 bráðabirgðagrafir. Meira

Fréttir

15. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 173 orð

Almanak Háskólans 2000

ÚT er komið Almanak fyrir Ísland 2000 sem Háskóli Íslands gefur út. Þetta er 164. árgangur ritsins. Dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans, hefur reiknað almanakið og búið til prentunar. Ritið er 96 bls. að stærð. Meira
15. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 1278 orð

Auðvitað er spurningin um fullvalda ríki

Franska er mikilvæg í huga Québecbúa, en hún er þó ekki helsti ásteytingarsteinninn í deilunni um samband Québec við Kanada, að mati Andrés Péloquins, fulltrúa í sendinefnd Québec í London. Í samtali við Kristján G. Arngrímsson bendir Péloquin á, að staða frönskumælandi Québec í Norður-Ameríku sé öðru vísi en staða flestra annarra samfélaga í heiminum. Meira
15. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 46 orð

Banaslys í Skagafirði

UNGUR maður lést í bílslysi í gærmorgun við Litlu-Brekku rétt utan við Hofsós. Hann var einn á ferð í fólksbíl. Rannsókn á tildrögum slyssins stóð ennþá yfir um hádegisbil í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Sauðárkróki var ekki vitað um tildrög slyssins. Meira
15. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 288 orð

Bilun milli Frakklands

TALIÐ er að bilun í tengingum milli Landssímans og samstarfsfyrirtækis hans í Frakklandi hafi valdið því að Landssíminn sendi Lars H. Andersen símreikning þar sem rukkað var fyrir fimm samtöl, sem skráð voru samtímis. Annar íslenskur notandi, sem einnig notaði GSM-síma í Frakklandi, fékk hliðstæðar villur á sinn reikning. Ólafur Þ. Meira
15. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 285 orð

Bin Laden saksóttur í Sádi-Arabíu?

BANDARÍSKIR embættismenn reyna nú að fá Taleban- hreyfinguna í Afganistan til að framselja skæruliðaleiðtogann Osama Bin Laden, sem hefur bækistöðvar í landinu, til Sádi-Arabíu eða Egyptalands fremur en til Bandaríkjanna, að sögn bandaríska sjónvarpsins NBC í fyrrakvöld. Meira
15. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 2939 orð

Bræðraþjóðir deili byrðum Evrópu Framtíð öryggismála Evrópu hefur verið í kastljósinu eftir átökin á Balkanskaga. Víða ríkir

Samstarf Evrópuríkja og Bandaríkjanna í öryggis- og varnarmálum Evrópu í kjölfar átakanna á Balkanskaga Bræðraþjóðir deili byrðum Evrópu Framtíð öryggismála Evrópu hefur verið í kastljósinu eftir átökin á Balkanskaga. Meira
15. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 352 orð

Eignarhaldsfélagið Orca SA

FUNDUR stjórnar Scandinavian Holding, félags í eigu sparisjóðanna, Kaupþings og Sparisjóðabankans, samþykkti á fimmtudag sölu á 22,5% hlut þess í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins til eignarhaldsfélagsins Orca SA í Lúxemborg. Meira
15. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 107 orð

Ekki lífríkinu um að kenna

LAKARI veiði í Laxá í Aðaldal en menn vonuðust eftir er ekki því að kenna að eitthvað ami að lífríki árinnar, eins og sumir hafa bent á, að mati Orra Vigfússonar, formanns Laxárfélagsins. Sandburði í Kráká hefur meðal annars verið kennt um lélega veiði, en Orri segir það ekki nýtt vandamál. Samt sem áður þurfi að meta áhrif sandburðar og athuga hvort ekki megi draga úr honum. Meira
15. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 44 orð

Féll af baki og brotnaði

KONA beinbrotnaði þegar hún féll af hestbaki á föstudag í Gönguskarði sem liggur um Kinnarfjöll. Konan var flutt með jeppa að Hálsi í Fnjóskadal og þaðan með lögreglubíl á sjúkrahúsið á Húsavík þar sem gert var að meiðslum hennar. Meira
15. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 178 orð

Fólki bjargað eftir jarðskjálfta

FLESTAR björgunarsveitir á Austurlandi tóku þátt í sameiginlegri æfingu í gær í Seyðisfirði. Útbúnar voru húsarústir sem áttu að líkjast húsum sem lent höfðu í jarðskjálfta upp á 7 stig á Richter. Í húsunum var slasað fólk sem bjarga þurfti út og um leið urðu björgunarmenn að takast á við ýmis vandamál sem fylgja slíkum aðstæðum. Meira
15. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 178 orð

Fræðsluskilti í Viðey

FJÖGUR fræðsluskilti voru sett upp í Viðey í síðustu viku. Að sögn Þóris Stephensen staðarhaldara eru þau hugsuð ferðalöngum til fróðleiks, en um 22.000 ferðamenn heimsóttu Viðey í fyrra og stefnir í að tala ferðamanna fari einnig yfir 20.000 í ár. Fyrsta skiltið er við bryggjuendann, yfirlitsskilti um eyjuna. Meira
15. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 182 orð

Garðaúrgangur verður að gróðurmold

KIRKJUGARÐAR Reykjavíkurprófastsdæmis tóku jarðvegsgerðarsvæði formlega í notkun í gær, föstudag, og hófu þar með endurvinnslu á garðaúrgangi. Gróðurmold verður héðan í frá framleidd úr garðaúrgangnum en Kirkjugarðarnir hafa stefnt markvisst að endurvinnslu garðaúrgangs með jarðgerð í huga síðastliðin ár, að því er segir í frétt frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Meira
15. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 92 orð

Gíslum sleppt í Líberíu

HARTNÆR hundrað starfsmönnum hjálparstofnana, sem höfðu verið í gíslingu uppreisnarmanna í Líberíu, var sleppt í fyrrakvöld og leyft að fara til nágrannaríkisins Gíneu. Hópurinn hafði reynt að flýja landið vegna mannrána og harðnandi átaka milli stjórnarhersins og andstæðinga Charles Taylors forseta, en fólkinu var meinað að fara þaðan. Meira
15. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 71 orð

Haukur Gröndal á Vegamótum

SAXÓFÓNLEIKARINN Haukur Gröndal leikur fyrir gesti veitingastaðarins Vegamóta við Vegamótastíg 4 þriðjudaginn 17. ágúst. Þetta verða síðustu tónleikar Hauks hér á landi í bili þar sem hann heldur til Kaupmannahafnar í áframhaldandi nám nú í haust. Meira
15. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 354 orð

Hluti af upptökum ónýttur

UMBOÐSMAÐUR Alþingis setur út á þrjá þætti í málsmeðferð kærunefndar jafnréttismála í kærumálum Hrefnu Kristmannsdóttur verkfræðings sem voru til umfjöllunar nefndarinnar á árunum 1997 og 1998. Í niðurstöðum sínum telur umboðsmaður Alþingis það m.a. Meira
15. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 435 orð

Jeltsín rekur ríkisstjórn Stepashíns

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti rak ríkisstjórn Sergejs Stepashíns á mánudag, tilnefndi Vladímír Pútín, yfirmann rússnesku öryggislögreglunnar, forsætisráðherra og kvaðst ætla að styðja hann í forsetakosningunum á næsta ári. Stepashín er fjórði forsætisráðherrann sem Jeltsín hefur rekið á einu og hálfu ári. Meira
15. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 59 orð

Leit hafin að Herra Íslandi

LEIT er nú hafin að keppendum í keppnina Herra Ísland sem fram fer á Broadway 26. nóvember nk. Leitað er að reyklausum strákum á aldrinum 18 ára til þrítugs og eru allar ábendingar vel þegnar. Eyðublöð liggja víða frammi á sólbaðsstofum, líkamsræktarstöðvum og víðar en ábendingar má einnig hringa inn til Fegurðarsamkeppni Íslands á Broadway. Meira
15. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 75 orð

Lýst eftir bíl og fellihýsi

LÖGREGLAN í Reykjavík leitar að fellihýsi sem stolið var frá Álftahólum. Fellihýsið er af gerðinni Coleman, hvítt að lit árgerð 1996 og ber einkennisnúmerið ZX-869. Ennfremur er leitað að bifreiðinni JU- 665 sem stolið var frá Hrafnhólum. Bifreiðin er af gerðinni Mazda, blá að lit, árgerð 1997. Meira
15. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 266 orð

Læknar frá SHR sinna Sauðárkróki

SKURÐLÆKNAR á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fara til vinnu á Sauðárkróki 20 vikur á ári, samkvæmt samningi Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki og Sjúkrahúss Reykjavíkur. Heilbrigðisstofnunin gerir samskonar samning við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri um vinnu skurðlækna. Þjónustan verður veitt frá janúar til maí og september til og með desember. Meira
15. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 57 orð

Norræn fiskimálaráðstefna í Reykjavík

TUTTUGASTA og fimmta norræna fiskimálaráðstefnan verður haldin í Reykjavík á mánudag. Viðstaddir verða sjávarútvegsráðherrar Noregs, Danmerkur, Færeyja, Grænlands og Íslands, auk fulltrúa sjávarútvegsráðherra Svíþjóðar og Finnlands. Ráðstefnan fjallar um hvernig nýta beri auðlindir hafsins. Hún fer fram í Háskólabíói. Þátttakendur eru 150 frá öllum norrænu löndunum. Meira
15. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 102 orð

Northwest hættir flugi milli Ósló og Minneapolis

BANDARÍSKA flugfélagið Northwest hefur ákveðið að leggja niður beint flug milli Ósló og Minneapolis, og telja forsvarsmenn Flugleiða að staða þeirra í flugi til Minneapolis muni styrkjast í kjölfarið. Northwest hóf flug á þessari leið í fyrra, en talsmenn þess segja nú að vegna aukins sætaframboðs annarra flugfélaga á leiðinni yfir Atlantshaf beri það sig ekki. Meira
15. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 399 orð

Óðalsjarðir á Íslandi eru að minnsta kosti 102

SAMKVÆMT tölum sem nefnd, er falið hefur verið að endurskoða jarðalögin, hefur aflað eru nú að minnsta kosti 102 óðalsjarðir á Íslandi, en um þær gilda sérstök ákvæði í jarðalögum. Byggðar jarðir á Íslandi eru hins vegar 4.638 talsins, samkvæmt síðustu fyrirliggjandi tölum frá 1994, þar af 2. Meira
15. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 419 orð

Ólíkum rekstri sé stjórnað af heilsugæslunni

INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, segir að það sé stefna ráðuneytisins að rekstrarform hjá heilsugæslulæknum geti verið sem allra fjölbreyttast, en aðalatriðið sé að þjóna hagsmunum sjúklinga. Meira
15. ágúst 1999 | Landsbyggðin | 243 orð

Purka á Flateyri í betra húsnæði

Flateyri-Handverkshópurinn Purka sem telur 30 félaga hefur fært sig um set Þegar Sparisjóður Önundarfjarðar flutti sig um set ofar í götunni til sambýlis við Íslandspóst fengu Purkufélagar vilyrði fyrir notkun hússins undir starfsemi sína. Afrakstur vetrarnámskeiða úr Brynjubæ þar sem vinnuaðstaðan er fyrir hendi gefur að líta í björtu og rúmgóðu húsnæði Purku. Meira
15. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 182 orð

Ráðstefna um stöðu blindra og sjónskertra

BLINDRAFÉLAGIÐ, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, stendur fyrir yfirlitsráðstefnu um stöðu blindra og sjónskertra Íslendinga í nútíð og framtíð. Ráðstefnan verður haldin dagana 18. og 19. ágúst nk. í tilefni af 60 ára afmæli félagsins. Ráðstefnan er jafnt ætluð blindum og sjónskertum sem og þeim sem koma að málefnum þeirra, s.s. aðstandendum og fagfólki. Meira
15. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 303 orð

Reynsla og rannsóknir um trúfræðslu metnar

NORRÆN ráðstefna trúaruppeldisfræðinga fór nýverið fram að Varmalandi og er það í fyrsta skipti sem slík ráðstefna er haldin hér á landi. Sú fyrsta var haldin 1977 í Danmörku og síðan þá hefur hún verið haldin á tveggja til fjögurra ára fresti. Meira
15. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 458 orð

Sandburður ekki nýtt vandamál

NÆRRI 700 laxar hafa veiðst í Laxá í Aðaldal það sem af er sumri og er óhætt að segja að það sé lakari veiði en menn vonuðust eftir, sérstaklega þar sem áin hefur verið á öruggri uppleið síðustu þrjú sumur. Talsverð umræða hefur verið um að eitthvað kunni að vera að vistkerfi árinnar og bent hefur verið á sandburð sem skaðvald á hrygningarsvæðum. Meira
15. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 195 orð

Segja umhverfisráðherra gefa of mikið eftir

Í FRÉTTATILKYNNINGU frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, sem send var út í kjölfar yfirlýsinga umhverfisráðherra í fjölmiðlum um ágæti virkjanaframkvæmda á Austurlandi, segir að svo virðist sem iðnaðarráðuneytið ráði á köflum öllu um stefnuna í þessum málum en umhverfisráðuneytið "feti leið málamiðlana og eftirgjafar". Meira
15. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 75 orð

Skóflustunga að kvikmyndaveri

VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, tók í gær fyrstu skóflustunguna að fyrsta kvikmyndaverinu sem byggt verður hér á landi. Á svæðinu verða tvö kvikmyndaver, þjónustubygging, smíðaverkstæði, tækjaleiga, búningaleiga, leikmunageymsla og fleira. Húsið verður byggt sem fjölnotahús og verður hægt að nota það fyrir sýningar, tónleika og ýmsar aðrar uppákomur. Meira
15. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 247 orð

Skýrari skilyrði um skráningu trúfélaga

RÍKISSTJÓRNIN mun á næsta þingi leggja fram lagafrumvarp þar sem sett eru skýrari ákvæði en áður um það hvaða skilyrði félög þurfa að uppfylla til að teljast vera trúfélög. Jafnframt er fellt niður ákvæði um að forstöðumenn safnaða þurfi að vera íslenskir ríkisborgarar, og ráðuneytið fær skýran rétt til að krefjast upplýsinga um fjármál trúfélaga. Meira
15. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 101 orð

Suharto fluttur á sjúkrahús

SUHARTO, fyrrverandi forseti Indónesíu, var fluttur á sjúkrahús í gær vegna innvortis blæðinga, að sögn lækna hans. Áður höfðu heimildarmenn á sjúkrahúsinu sagt að Suharto hefði fengið annað heilablóðfall. Læknir Suhartos sagði að hann væri á gjörgæsludeild sjúkrahússins en væri ekki talinn í bráðri lífshættu. Suharto fékk heilablóðfall 20. Meira
15. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 59 orð

Tekinn með amfetamín

LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði mann, sem er þekktur að fíkniefnabrotum, í umferðinni í fyrrakvöld og lagði hjá honum hald á 9 grömm af amfetamíni. Maðurinn var í bíl á Barónsstíg þegar hann var stöðvaður og efnin fundust við leit. Hann var færður á lögreglustöð en látinn laus að lokinni skýrslutöku þar sem málið er talið upplýst. Meira
15. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 114 orð

Valnefnd komst ekki að niðurstöðu

VALNEFND vegna vals á presti við Akureyrarprestakall komst ekki að einróma niðurstöðu á fundi í síðustu viku og hefur sent málið biskupi Íslands til ákvörðunar. Umsækjendur eru Arna Ýrr Sigurðardóttir guðfræðingur, séra Jónína Elísabet Þorsteinsdóttir, fræðslufulltrúi kirkjunnar á Norðurlandi, séra Lilja Kristín Þorsteinsdóttir, Meira
15. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 631 orð

Vísvitandi rangfærslum Ólafar Hrefnu svarað

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemdi eftir Ingva Hrafn Óskarsson, Örnu Hauksdóttur og Hauk Örn Birgisson sem öll eru stjórnarmenn í Heimdalli: Í gær birtist í Morgunblaðinu grein eftir Ólöfu Hrefnu Kristjánsdóttur þar sem hún ber okkur samstjórnarmenn hennar í Heimdalli alvarlegum sökum. Meira
15. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 681 orð

Þúsund manna kirkjukór

ÍDAG klukkan 12.00 hefst í Laugardal kristnitökuhátíð í Reykjavíkurprófastsdæmum. Þetta er upphaf dagskrár sem standa mun yfir í heilt ár. Bjarni Kr. Grímsson er framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Hann var spurður hvað yrði um að vera í Laugardalnum í dag? "Dagskráin hefst á því að Laugardalsvöllurinn verður opnaður klukkan 12.00. Meira
15. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 350 orð

Ökuleikni fyrir alla aldurshópa

Í SUMAR voru Bindindisfélag ökumanna og Sjóvá-Almennar með umferðarfræðslu og tengdu hana ökuleikni vítt og breitt um landið. Samstarf var við vinnuskólana á 16 stöðum um landið og var 14-16 ára krökkum boðið að koma á hálfsdags námskeið sem tengist umferðinni. Ástæða þess er fyrst og fremst sú að mjög lítil umferðarfræðsla er í skólum fyrir þessa aldurshópa í dag. Meira

Ritstjórnargreinar

15. ágúst 1999 | Leiðarar | 1841 orð

reykjavíkurbréfYFIRLÝSING sænsku málnefndarinnar um að lögfesta be

YFIRLÝSING sænsku málnefndarinnar um að lögfesta beri stöðu sænskunnar vakti athygli hér á landi. Í grein sem fyrrverandi formaður nefndarinnar og skrifstofustjóri hennar skrifuðu og var birt hér í Morgunblaðinu voru raktar ástæður þess að nefndin taldi rétt að grípa til svo afgerandi ráðstafana. Meginástæðan er sú að styrk sænskunnar og gagnsæi sé ógnað af breyttum aðstæðum. Meira
15. ágúst 1999 | Leiðarar | 716 orð

UMHVERFISRÁÐHERRA OG FLJÓTSDALSVIRKJUN

SIV Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, var fyrir nokkrum dögum á ferð um fyrirhuguð virkjanasvæði á hálendinu og ber að meta það að ráðherrann kynni sér milliliðalaust aðstæður á þessum umdeildu svæðum. Í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, sem var í för með ráðherranum, sagði Siv Friðleifsdóttir, að hún væri ekki bergnumin yfir Eyjabökkum. Meira

Menning

15. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 194 orð

Bassaleikari Motley Crue í fangelsi

BASSALEIKARINN Nikki Sixx, sem leikur með rokksveitinni Motley Crue, var handtekinn eftir tónleika sem sveitin hélt í Las Vegas á dögunum. Hann er sakaður um að hafa hvatt til ofbeldis og óeirða á tónleikunum er hann sagði áhorfendum að í hvert skipti sem Motley Crue kæmi til Las Vegas bannaði lögreglan þeim að að vera þeir sjálfir. Meira
15. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 116 orð

Castro á safn

LOKSINS hefur Fidel Castro, forseti Kúbu, komist í hið virta vaxmyndasafn Madame Tussaud í London. Vaxmynd af uppreisnarmanninum umdeilda, sem varð 73 ára síðasta föstudag, var afhjúpuð í safninu á dögunum þar sem yfir 400 vaxmyndir af ríku og þekktu fólki draga tæplega 3 milljónir áhorfenda að árlega. "Þetta er mikill heiður fyrir mig, mun meiri en ég á skilið," sagði Castro. Meira
15. ágúst 1999 | Menningarlíf | 82 orð

Djasstónleikar á Sóloni Íslandusi

Í TILEFNI þess að sjötíu ár eru liðin frá fæðingu píanóleikarans Bill Evans á mánudag, en hann lést árið 1980, mun Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari og djasstríóið Fl.ís spila lög af efnisskrá píanóleikarans á efri hæð Sólons Íslandusar kl. 21 í kvöld, sunnudagskvöld. Meðal laga má heyra How my Heart Sings, Very Early, Turn Out The Stars ásamt fleirum. Djasstríóið Fl. Meira
15. ágúst 1999 | Menningarlíf | 550 orð

Fjórar sýningar í sölum safnsins

FJÓRAR sýningar hafa verið opnaðar í sölum Gerðarsafns í Kópavogi. Í efri sölum Listasafnsins verða opnaðar tvær sýningar sem eru að nokkru leyti samtengdar. Þær bera yfirskriftina Við hjartarætur/The Heart of the Matter og sýnir Björg Örvar í vestursal safnsins olíumálverk og vatnslitamyndir sem hún hefur unnið á sl. Meira
15. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 513 orð

Frægðin spennandi og skelfileg í senn

SÖNGKONAN unga, Britney Spears, hefur selt yfir fimm milljónir eintaka af fyrstu plötu sinni "...Baby One More Time". Hún er þekkt um allan heim en samt líta íbúarnir 2.500 í heimabæ hennar, Kentwood, ekki á hana sem stórstjörnu. Þess í stað segja þeir hana sveitastúlku sem hafi náð góðum árangri. "Ég fæ enga sérþjónustu heima," segir Spears. Meira
15. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 182 orð

Hartley upp á sitt besta Henry klaufi (Henry Fool)

Framleiðandi, leikstjóri og handritshöfundur: Hal Hartley. Aðalhlutverk: Thomas James Ray, James Urbaniak og Parker Posey. (144 mín.) Bandaríkin. Háskólabíó, ágúst 1999. Bönnuð innan 16 ára. Meira
15. ágúst 1999 | Menningarlíf | 55 orð

Höggmyndir í Lónkoti

NÚ STENDUR yfir höggmyndasýning Páls Guðmundssonar frá Húsafelli að Lónkoti í Skagafirði. Flest verkin á sýninguni eru í stóra tjaldinu, en eitt þeirra, sem er minnisvarði um þjóðsagnapersónu, stendur á hlaðinu við höfnina. Verkin eru unnin í grágrýti úr Lónkotsmöl, stuðlaberg frá Hofsósi og ýmiss konar grjót frá Húsafelli. Sýningunni lýkur 29. ágúst. Meira
15. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 106 orð

Í minningu Bills Evans

ANNAÐ kvöld mun gítarleikarinn Andrés Þór Gunnlaugsson ásamt djasstríóinu Flís halda djasstónleika á Sólon Íslandus. Tónleikarnir eru haldnir í minningu bandaríska djasspíanóleikarann Bills Evans. Evans, sem var í hópi fremstu djasspíanóleikara heims, hefði orðið sjötugur þennan dag, en hann lést árið 1980. Meira
15. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 48 orð

Janet heiðrar Hitchcock

LEIKKONAN Janet Leigh sem lék í einu þekktasta atriði kvikmyndasögunnar, sturtuatriðinu í Psycho, sést hér veita viðtöl í tilefni þess að leikstjórinn Alfred Hitchcock hefði orðið 100 ára síðastliðinn föstudag. Mikil dagskrá var flutt þann dag til að heiðra minningu Hitchcocks og var henni sjónvarpað. Meira
15. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 951 orð

Knattspyrnukaffi fyrir alla fjölskylduna Oft er talað um að tími stórfjölskyldunnar sé liðinn og nánustu ættingjar hittist

Oft er talað um að tími stórfjölskyldunnar sé liðinn og nánustu ættingjar hittist aldrei nema á stórhátíðum. Dóra Ósk Halldórsdóttir komst að því eitt fallegt sumarkvöld á Skaganum að stórfjölskyldan getur haldið góðum tengslum í nútímanum, ekki síst ef ættingjarnir hafa áhuga á knattspyrnu. Meira
15. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 781 orð

Krakkar halda hátíð Nú er í bígerð heldur nýstárleg listahátíð og er sérstaða hennar fólgin í því að hún er alfarið í umsjón

LISTAHÁTÍÐIR af ýmsu tagi hafa löngum verið haldnar fólki til ánægju og yndisauka og um þessar mundir eru þrjár ungar athafnastúlkur að undirbúa Listahátíð krakka. Listahátíðin er tilkomin algjörlega að þeirra eigin frumkvæði, þær sjá um allt skipulag upp á sitt einsdæmi og leggja áherslu á það að öll vinna við hátíðina sé í höndum krakka. Meira
15. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 85 orð

Láttu hann í friði!

HÉR hefur lítill api skorist í leikinn í nautaati sem haldið var á Santo Domingo-hátíðinni í Nicaragua. Apinn er í eigu eiganda leikvangsins þar sem nautaatið fór fram og ætti hann því að vera nokkuð hagvanur og er ekki annað að sjá en að hann kunni réttu tökin. Meira
15. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 2626 orð

Lucas geimgengill Stjörnustríð var tekin til sýninga á Íslandi um helgina og hefur líkast til verið beðið með eftirvæntingu hér

Stjörnustríð var tekin til sýninga á Íslandi um helgina og hefur líkast til verið beðið með eftirvæntingu hér sem annars staðar. Maðurinn á bakvið myndirnar er George Lucas. Pétur Blöndal hitti hann að máli í London og talaði við hann um stríð allra stríða á hvíta tjaldinu. Meira
15. ágúst 1999 | Menningarlíf | 26 orð

Málverkasýning í Lóuhreiðri

NÚ stendur yfir málverkasýning Edwins Kaaber í Veitingastofunni Lóuhreiðri í Kjörgarði við Laugaveg. Sýningin stendur framundir miðjan september. EDWIN Kaaber við eitt verka sinna. Meira
15. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 146 orð

Rafmagnsleysi og óhefðbundin hljóðfæri

ÓRAFMAGNAÐIR tónleikar Sálarinnar hans Jóns míns, sem haldnir voru í Loftkastalanum á fimmtudagskvöld, vöktu mikla lukku enda í fyrsta sinn sem sveitin heldur slíka tónleika. Húsfyllir var og færri komust að en vildu en allir miðar voru seldir í gegnum Netið. Tónleikarnir mörkuðu upphaf fimm ára afmælisveislu Símans GSM og eru síðustu tónleikar sem Sálin heldur á þessu ári. Meira
15. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 510 orð

Samningamaðurinn (The Negotiator)

Samningamaðurinn (The Negotiator) Tæknilega fullkomin, áferðarfalleg og mjög vel unnin kvikmynd og án efa í flokki bestu hasarmynda síðustu ára. Jackson og Spacey eru alvöru töffarar. Dauði á vistinni (Dead Man on Campus) Þokkalega skemmtileg vitleysa og fín gamanmynd. Meira
15. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 188 orð

Skapstór Öskubuska Úti er ævintýri (Ever After)

Framleiðendur: Mirelle Soria og Tracey Trench. Leikstjóri: Andy Tennant. Aðalhlutverk: Drew Barrymore, Anjelica Huston og Dougray Scott. (100 mín) Bandaríkin. Skífan, ágúst 1999. Öllum leyfð. Meira
15. ágúst 1999 | Bókmenntir | 372 orð

Svör við áleitnum spurningum

Svör við spurningum lífsins eftir Norman Warren í þýðingu Hreins S. Hákonarsonar. Útgefandi: Skálholtsútgáfan. 80 blaðsíður. MARGUR sem tekur sér það fyrir hendur að lesa Biblíuna lendir í vanda. Margar spurningar vakna við lesturinn semoft reynist örðugtað fá svarað. Meira
15. ágúst 1999 | Menningarlíf | 842 orð

Tíbrá hefst með stórtónleikum

Í næstu viku, þriðjudagskvöldið 17. ágúst, kl. 20:30 hefst Tíbrár- tónleikaröðin í Kópavogi starfsárið 1999 til 2000. Tónleikar þessir eru glæsilegir söngtónleikar með íslensku úrvalssöngvurunum Gunnari Guðbjörnssyni, Kristni Sigmundssyni, Signýju Sæmundsdóttur, Ingveldi Ýri Jónsdóttur og Arndísi Höllu Ásgeirsdóttur. Meira
15. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 101 orð

Tori Spelling fær tilboð

LJÓST er að bandarískar sjónvarpsstöðvar ætla að yngja upp sjónvarpsþættina hjá sér fyrir tímabilið 2000 til 2001, að sögn þáttaframleiðandans Aarons Spellings sem verður með sex þáttaraðir í gangi vestanhafs í haust. Næsti vetur verður sá síðasti fyrir Beverly Hills 90210 og verða þættirnir 298 þegar upp verður staðið. Meira
15. ágúst 1999 | Menningarlíf | 367 orð

Tvö óbó og englahorn í Sigurjónssafni

Á TÓNLEIKUM í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þriðjudagskvöld 17. ágúst kl. 20.30 koma fram óbóleikararnir Peter Tompkins og Matej Sare og Daði Kolbeinsson sem leikur á englahorn. Sare er fyrsti óbóleikari slóvensku fílharmóníuhljómsveitarinnar, meðlimur blásarakvintettsins Slowind og listrænn stjórnandi tónlistarnámskeiðsins Píran í Slóveníu. Meira
15. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 319 orð

Úti er ævintýri

RÉTTAÐ hefur verið í máli rokkarans Micks Jaggers og fyrirsætunnar Jerry Hall sem sótti um skilnað frá honum í janúar fyrr á þessu ári. Lok málsins urðu þau að gifting þeirra var dæmd ógild á föstudag. Hvorugt þeirra var viðstatt í réttarsalnum er dómurinn hvar kveðinn upp en þau hafa átt saman 22 stormasöm ár þar sem skipst hafa á skin og skúrir. Meira
15. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 346 orð

Þægilegur og meinlaus geisladiskur

Sverrir Guðjónsson kontratenór fjallar um plötuna Solyma sem kom nýlega út. Geisladiskur SOLYMA Í ANNAÐ sinn á tiltölulega stuttum tíma er ég beðinn um að gefa mitt álit á nýútkomnum geisladiski sem flokkast undir miðaldapopp. Þetta gefur óneitanlega til kynna að skammt sé stórra högga á milli í þessum geira tónlistar. Meira

Umræðan

15. ágúst 1999 | Aðsent efni | 2903 orð

MAT Á ÖRORKU AF VÖLDUM "VÆGS" HEILASKAÐA EFTIR SLYS

Í GREIN sem undirrituð ritaði og birtist í Morgunblaðinu hinn 5. maí 1996 undir fyrirsögninni Heilaskaði af völdum "vægra" lokaðra höfuðáverka og "alvarlegra" hálshnykksáverka voru langvinn og/eða varanleg taugasálfræðileg einkenni sem hrjá marga einstaklinga sem hafa lent í umferðarslysum gerð að Meira
15. ágúst 1999 | Bréf til blaðsins | 250 orð

Svar til Bergþóru M. Bergþórsdóttur og fjölskyldu

"LÍTIL saga af verslunarmannahelginni" var heiti á grein sem Bergþóra M. Bergþórsdóttir og fjölskylda rituðu í Morgunblaðið 10. ágúst síðastliðinn. Orðrétt úr greininni: "Þau hringdu til nokkurra umboðsmanna olíufélaganna í Hveragerði en uppskáru ekki annað en á þau var skellt." Þetta er alls ekki rétt. Þessa umræddu nótt vaknaði ég upp við símhringingu kl. u.þ.b. Meira
15. ágúst 1999 | Bréf til blaðsins | 295 orð

Upphaf sagnaritunar ­ Leiðrétting

Í MBL. 12. ágúst 1999, bls. 30, hefur Jóhann Hjálmarsson misskilið upphaf erindis míns á landafundaráðstefnunni "Vestur um haf" og snúið mekingu þess algerlega á haus þegar hann segir: "Árni Björnsson var líka í þjóðfræðihugleiðingum í spjalli sínu um sérstaka skáldaætt sem hugsanlega kom til Íslands. Skáldskapinn skýrði hann með einangrun þjóðarinnar... Meira
15. ágúst 1999 | Aðsent efni | 1578 orð

ÚÐABRÚSAR ELDLENDINGA

Það er athyglisvert, hve fáir alvöru vísindamenn, segir Vilhjálmur Eyþórsson, hafa viljað koma nálægt "umræðunni" um ósóngatið. Meira

Minningargreinar

15. ágúst 1999 | Minningargreinar | 502 orð

Erna Sverrisdóttir

Með miklum trega og söknuði langar okkur systurnar að kveðja þig með nokkrum orðum. Þegar við vorum að alast upp var örugglega ekki hægt ap hugsa sér betra heimili en hjá ykkur pabba. Ætíð voru allir okkar vinir velkommnir þó svo að margt hafi verið í heimili. Þar sem bæði föðuramma og móðurafi voru til heimilis hjá okkur um árabil. Meira
15. ágúst 1999 | Minningargreinar | 607 orð

Erna Sverrisdóttir

Minningar um liðnu árin sem við áttum samleið með Ernu rifjast upp. Andlátsfregn berst, tíminn staldrar við og um hugann fara saknaðartilfinningar um góða konu í hjörtum okkar sambýlisfólksins. Við fráfall Ernu hverfur mikilhæf kona sem bauð af sér ákaflega góðan þokka, var blíðlynd og umburðarlynd, hjálpsemi var ríkur þáttur í fari hennar, alltaf tilbúin að aðstoða aðra ef með þurfti, Meira
15. ágúst 1999 | Minningargreinar | 303 orð

Erna Sverrisdóttir

Það var fyrir rúmum þrjátíu árum að ég og eiginmaður minn erum að flytja til Keflavíkur til að setjast þar að. Ég kveið svolítið fyrir því, bæði fannst mér þetta langt að fara og svo þekkti ég líka svo fáa þar. Strax og suður kom fékk ég vinnu hjá því fyrirtæki sem ég vinn hjá enn þann dag í dag. Í gegnum þá vinnu kynntist ég Ernu, sem nú er kvödd í dag, og hennar fjölskyldu. Meira
15. ágúst 1999 | Minningargreinar | 192 orð

Erna Sverrisdóttir

Kæra frænka. Það verður erfitt að hugsa til þess að þú sért ekki hérna lengur. Þú sem varst alltaf svo sterk og hélst alltaf öllum saman, á fjölskyldumótum varst þú alltaf fremst og allir virtu þig og dáðu, alltaf kát og glöð og þú sást það góða í öllum. Meira
15. ágúst 1999 | Minningargreinar | 93 orð

Erna Sverrisdóttir

Elsku amma mín, við kveðjum þig með miklum söknuði og okkur er þungt um hjartað. Við munum aldrei gleyma þeim árum sem við erum búin að vera í sveitinni og í Hornbjargi saman, og allri þeirri ást og alúð sem þú gafst okkur öllum. Við kveðjum þig með þeirri bæn sem þú fórst með okkur þegar að við sváfum hjá ykkur afa. Meira
15. ágúst 1999 | Minningargreinar | 164 orð

Erna Sverrisdóttir

Minningar mínar um ömmu. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er að hún var góð, elskaði alla og var þolinmóð. Amma var sú hlýjasta persóna sem ég hef þekkt. Hún hefði aldrei gert eða sagt neitt til að særa einhvern. Hennar persónuleiki kom við okkur öll. Við gátum alltaf leitað til hennar. Ég var ávallt mjög örugg í návist hennar. Einn af kostum hennar var að hún var með hjarta úr gulli. Meira
15. ágúst 1999 | Minningargreinar | 858 orð

Erna Sverrisdóttir

Mánudaginn 16. ágúst er lögð til hinstu hvílu ástkær systir mín, mikill vinur og traustur félagi. Þegar ég fæddist í þennan görótta heim var Erna níu ára gömul, auk þess voru á heimilinu tveir eldri bræður og einn yngri en Erna. Það kom í hlut Ernu að passa þennan með bleyjuna, sem hún gerði af mestu kostgæfni og alúð þótt ung væri. Meira
15. ágúst 1999 | Minningargreinar | 367 orð

Erna Sverrisdóttir

Elsku amma mín. Hinn 10. ágúst bárust mér þær fréttir að þú værir dáin og það var mikil sorg. Ég held að enginn geri sér grein fyrir hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég geri mér núna fyrst grein fyrir því hversu stóran hlut þú áttir í hjarta mínu. Þú varst svo góð, enginn gæti fengið betri ömmu en ég fékk. Þú varst alltaf svo gjafmild og góð og vildir vera öllum góð og það varstu. Meira
15. ágúst 1999 | Minningargreinar | 227 orð

ERNA SVERRISDÓTTIR

ERNA SVERRISDÓTTIR Erna Sverrisdóttir fæddist að Vörum í Grindavík 2. ágúst 1929. Hún lést á sjúkrahúsi Suðurnesja 10. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmunda Ólafsdóttir, f. 18. maí 1901, d. 12. mars 1984 og Sverrir Sigurðsson, f. 24. júlí 1899, d. 28. mars 1978 frá Brimnesi í Grindavík. Systkini Ernu eru: Ólafía Kristín, f. 8. Meira
15. ágúst 1999 | Minningargreinar | 57 orð

GUÐMUNDUR ÁSGEIR BJÖRNSSON OG GUÐMUNDA ÁGÚSTSDÓTTIR

GUÐMUNDUR ÁSGEIR BJÖRNSSON OG GUÐMUNDA ÁGÚSTSDÓTTIR Guðmundur Ásgeir Björnsson fæddist á Efstu-Grund undir Eyjafjöllum í Rangárþingi 10. desember 1906. Hann lést 3. september 1976 og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 10. september 1976. Guðmunda Ágústsdóttir fæddist í Kálfadal í Austur-Húnavatnssýslu 12. apríl 1908. Hún lést 23. Meira
15. ágúst 1999 | Minningargreinar | 546 orð

Guðmundur Ásgeir Björnsson og Guðmunda Ásgeirsdóttir

Frá blautu barnsbeini var ég tíður gestur hjá föðurafa mínum og ömmu á Skúlagötu 52 í Reykjavík. Afi minn, Guðmundur Ásgeir Björnsson, er mér því ekki síður minnisstæður en hún amma þótt hennar hafi notið mun lengur við. Þegar amma kvaddi þennan heim hinn 23. júlí síðastliðinn runnu margar hugsanir gegnum höfuð mitt. Margar þeirra voru tengdar því sem ég gerði og upplifði með afa og ömmu saman. Meira
15. ágúst 1999 | Minningargreinar | 126 orð

Helgi Enoksson

Helgi Enoksson Fæðast og deyja í forlögum frekast lögboð ég veit, elskast og skilja ástvinum aðalsorg mestu leit, verða og hverfa er veröldum vissast fyrirheit, öðlast og missa er manninum meðfætt á jarðar reit. Meira
15. ágúst 1999 | Minningargreinar | 243 orð

HELGI ENOKSSON

HELGI ENOKSSON Helgi Enoksson fæddist 27. október 1923 í Reykjavík. Hann lést á St. Jósefsspítala 6. ágúst síðastliðnum. Foreldrar Helga voru Jörgen Enok Helgason, rafvirki, f. 28. maí 1895 á Elínarhöfða á Akranesi, d. 4. desember 1977 og Sveinbjörg Sveinbjörsdóttir, f. 18. september 1889 í Sveinskoti, Bessastaðahr. Gull., d. 17. september 1971. Meira
15. ágúst 1999 | Minningargreinar | 423 orð

Jóhanna Jónsdóttir

Að kveðja góðan vin er alltaf erfitt og sárt. Samt er ég afskaplega þakklát fyrir þá stund er við áttum saman þegar ég heimsótti Jóhönnu á sjúkrahúsið viku áður en hún dó. Hugurinn var alveg skýr þótt líkamskraftar væru þrotnir. Hún kvaddi mig með sömu hlýju og hún heilsaði með fyrir 20 árum þegar börnin okkar hófu sambúð. Meira
15. ágúst 1999 | Minningargreinar | 777 orð

Jóhanna Jónsdóttir

Amma og afi giftu sig 5. desember 1940. Fyrstu árin sín saman bjuggu þau á Hjalteyri, síðan á Siglufirði. Svo fluttu þau til Húsavíkur til að taka við heimili og búskapnum í Strandbergi þegar langamma veiktist. Seinna bjuggu þau svo í Mývatnssveit í nokkur ár en fluttu svo aftur í Strandberg og voru þar meðan afi lifði. Síðar flutti amma í Miðhvamm ásamt bræðrum sínum þeim Sigga og Kidda. Meira
15. ágúst 1999 | Minningargreinar | 179 orð

JÓHANNA JÓNSDÓTTIR

JÓHANNA JÓNSDÓTTIR Jóhanna Jónsdóttir fæddist í Austurhaga í Aðaldal 23. júní 1921. Hún lést á Húsavík 5. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Kristjánsson, f. 26.8. 1880, d. 15.11. 1958, og Klara Kristjana Valdimarsdóttir, f. 16.11. 1895, d. 22.9. 1952. Meira
15. ágúst 1999 | Minningargreinar | 189 orð

Jörundur Finnbogi Guðjónsson

Að tjaldabaki á sviðum leikhúsa heimsins er stór hópur karla og kvenna sem er fjarri sviðsljósunum og vinnur af elju og natni að því að hver sýning gangi snurðulaust fyrir sig. Þeir sem á sviðinu standa fá umbun í lok hverrar sýningar með kröftugu lófataki, búa utan veggja leikhúsanna við aðdáun og athygli. Meira
15. ágúst 1999 | Minningargreinar | 282 orð

Jörundur Finnbogi Guðjónsson

Það var mikið áfall að frétta að hann Jörri frændi væri dáinn. Kippt út úr tilverunni án nokkurra aðvarana. Litli bróðir hans pabba sem hafði búið í Danmörku að undanförnu þaðan sem maður gat vænst af honum allra frétta annarra en að hann væri farinn burt að eilífu. Jörri var sá úr systkinahópnum stóra frá Kjörvogi sem líkastur var honum afa. Meira
15. ágúst 1999 | Minningargreinar | 340 orð

Jörundur Finnbogi Guðjónsson

Þegar dauðinn birtist með svo snöggum og óvæntum hætti sem raun varð á er Jörundur Guðjónsson frá Kjörvogi féll frá verður okkur sem þekktum hann sem vin og frænda næsta orðfátt. Þegar jafn lífsglaður og kraftmikill maður sem Jörundur var fellur svo skyndilega fyrir manninum með ljáinn vaknar sú spurning hvar hann beri næst niður. Séu einhver rök þar að baki þá munu þau fáir kunna. Meira
15. ágúst 1999 | Minningargreinar | 296 orð

Jörundur Finnbogi Guðjónsson

Þegar minnast skal Jörundar Finnboga Guðjónssonar er af svo mörgu að taka að manni fallast hendur, sérstaklega þegar maður heyrir sífellt í hugskoti sínu orðin: "Enga væmni Óli bé". Sumarið 1956 flaug ég með Ólafi afa og Óla á Eyri norður á Gjögur. Fyrsti viðkomustaður var á Kjörvogi hjá Mundu bróðurdóttur afa og Guðjóni manni hennar. Þar var boðið upp á dýrlega veislu. Meira
15. ágúst 1999 | Minningargreinar | 818 orð

Jörundur Finnbogi Guðjónsson

"Það stendur svo á að mig vantar bein í rófuna til að mæla eftir þennan mann." Þetta segir Jón Prímus, í Kristnihaldi undir Jökli, þegar að því kemur, að hann á að jarða æskuvin sinn og félaga, Godman Sýngmann. Eins er því farið með okkur nú, þegar komið er að því að kveðja Jörund Guðjónsson, hinstu kveðju. Meira
15. ágúst 1999 | Minningargreinar | 358 orð

JÖRUNDUR FINNBOGI GUÐJÓNSSON

JÖRUNDUR FINNBOGI GUÐJÓNSSON Jörundur Finnbogi Guðjónsson fæddist á Kjörvogi í Árneshreppi í Strandasýslu 12. júní 1948. Hann lést í bílslysi í Kaupmannahöfn hinn 4. ágúst síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Guðmundu Þorbjargar Jónsdóttur frá Kjörvogi, f. 2. apríl 1916, og Guðjóns Magnússonar frá Kjörvogi, f. 28. júní 1908, d. 23. janúar 1993. Meira
15. ágúst 1999 | Minningargreinar | 908 orð

Skúli Jónsson

Enda þótt Skúli Jónsson dveldi allan síðari hluta ævi sinnar á Selfossi, eða fjörutíu ár, var hann alltaf sami Vatnsdælingurinn en í Vatnsdal fæddist hann og lifði fyrri hluta sinnar löngu ævi sem varð fast að 98 árum. Meira
15. ágúst 1999 | Minningargreinar | 31 orð

SKÚLI JÓNSSON

SKÚLI JÓNSSON Skúli Jónsson fæddist í Þórormstungu í Vatnsdal 3. ágúst 1901. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi 12. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 16. júlí. Meira
15. ágúst 1999 | Minningargreinar | 599 orð

Sæmundur Ragnar Ólafsson

Sæmundur Ragnar Ólafsson hefði orðið sextugur á morgun hefði hann fengið að lifa. Að kveldi dags kveiki ég á litlu kerti fyrir vin minn til að hann rati rétta leið í átt til ljóssins. Mig setur hljóða, lífið hefur ekki og mun aldrei undirbúa manneskjur fyrir dauðann. Öll vitum við að lífinu fylgir dauði en við vonum alltaf að slíku megi fresta. Meira
15. ágúst 1999 | Minningargreinar | 29 orð

SÆMUNDUR RAGNAR ÓLAFSSON

SÆMUNDUR RAGNAR ÓLAFSSON Sæmundur Ragnar Ólafsson fæddist í Reykjavík 16. ágúst 1939. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 20. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 30. júní. Meira

Daglegt líf

15. ágúst 1999 | Ferðalög | 185 orð

4 manna fjölskylda borgar 25.200 krónur fyrir vegabréfin

Það borgar sig að huga að því í tíma að vegabréfin séu í gildi. Þann 1. júní sl. tóku gildi nýjar reglur um afgreiðslu vegabréfa. Venjuleg afgreiðsla tekur nú 10 virka daga og kostar útgáfa vegabréfs fyrir fólk á aldrinum 18-66 ára þá 4.600 krónur. Ef fólk er seinna á ferðinni þarf að flýta afgreiðslu og þá tvöfaldast verðið og er 9.200 krónur. Meira
15. ágúst 1999 | Ferðalög | 624 orð

Barnesog Noble-bókabúðirnar á Manhattan

SVANFRÍÐUR Jónasdóttir þingmaður hugsar sig um eitt andartak þegar við innum hana eftir því hvort hún hafi sérstakt dálæti á einhverri erlendri verslun. Svo svarar hún ákveðið; "Amerískum bókabúðum. Meira
15. ágúst 1999 | Ferðalög | 382 orð

Bætir stöðu Flugleiða

Flugfélagið Northwest hefur tilkynnt að það muni leggja niður beint flug milli Minneapolis og Oslóar 30. október næstkomandi. Northwest, sem er fjórða stærsta flugfélag í heimi, hóf að fljúga á þessari leið á síðasta ári í samkeppni við Flugleiðir, sem nýlega fjölguðu ferðum til Minneapolis og fljúga þangað sex sinnum í viku í sumar og daglega frá og með 31. október. Meira
15. ágúst 1999 | Bílar | 332 orð

Chrysler fær falleinkun

CHRYSLER mátti þola slæma útreið í tveimur árekstrarprófunum sem framkvæmdar voru í síðasta mánuði. Öryggi Jeep Grand Cherokee þótti vera "á mörkunum" (marginal), í prófun Þjóðvegaöryggisráðs Bandaríkjanna þar sem jeppum var ekið á 40 mílna hraða á klst (64 km/klst), á hindrun. Lakasta útkomu fékk Chevrolet Blazer. Meira
15. ágúst 1999 | Bílar | 174 orð

Ford jepplingur

FORD ætlar að blanda sér í slaginn á jepplingamarkaðnum með Ford Escape. Bíllinn etur kappi við Honda CR-V og Toyota RAV4 á þessum markaði en hann kemur fyrst á markað árið 2001. Búist er við að Escape verði byggður á breyttum undirvagni fjórhjóladrifsútgáfu Mazda 626. Þetta er fimm manna fjórhjóladrifsbíll og verður m.a. með 3,0 lítra, V6 vél Ford. Meira
15. ágúst 1999 | Ferðalög | 259 orð

Hefur búið í sama tjaldinu í 1.300 daga á Íslandi

SVISSNESKUR ferðamaður hefur ferðast á hjóli um Ísland í sextán sumur og hefur gist hér í tjaldi sínu alls í 1.300 nætur. Jósef Niederberger er frá Wolfisberg, 120 manna þorpi vestan við Bern í Sviss. Hann er 61 árs gamall, starfaði sem rafvirki en er kominn á eftirlaun. Jósef er nú í sextánda sinn á Íslandi. Kom að þessu sinni með Norrænu til Seyðisfjarðar 27. Meira
15. ágúst 1999 | Ferðalög | 1163 orð

Lautarferðá hreyfingu Fimmtán manna hópur og fararstjóri fóru í Laugavegsgöngu með Ferðafélagi Íslands. Ásdís

Fimmtán manna hópur og fararstjóri fóru í Laugavegsgöngu með Ferðafélagi Íslands. Ásdís Ásgeirsdóttirskellti sér með í svokallaða trússferð. Meira
15. ágúst 1999 | Ferðalög | 405 orð

LITLU ATRIÐIN SKIPTA MÁLI

ÞAÐ hefur verið biðlisti á hótel Picasso á Benidorm í allt sumar. Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða, segir að Heimsferðir hafi, allra fyrst íslenskra ferðaskrifstofa, leigt heilt hótel eingöngu fyrir íslenska ferðalanga. Meira
15. ágúst 1999 | Ferðalög | 637 orð

Margt hægt að gera annað en þramma Oxford stræti

"FÓLK fer á mis við svo mikið ef það gerir lítið annað en þramma upp og niður Oxford stræti og sjá Cats", segir Birna Helgadóttir sem nýlega gekk til samstarfs við Bryndísi Forberg og Ingibjörgu Ingadóttur hjá ferðaskrifstofunni Northern Lights Tours um að skipuleggja ferðir fyrir íslenska saumaklúbba og aðra hópa sem leið eiga til London. Meira
15. ágúst 1999 | Bílar | 686 orð

Meiri ending - með minni viðhaldskostnaði

Í FLJÓTU bragði mætti ætla að atriðin í fyrirsögninni geti ekki farið saman. En forvarnarviðhald gegnir einmitt því hlutverki að auka endingu og draga úr viðgerðarþörf. Kælivökvinn Meira
15. ágúst 1999 | Bílar | 276 orð

Nýr Omega í haust

NÝ gerð Opel Omega kemur á markað í haust, jafnt í stallbaks- og langbaksgerð. Bíllinn er breyttur að utan og innan og kemur með nýrri tækni, þ.m.t. nýrri fjögurra strokka, 2,2 lítra bensínvél, 144 hestafla. Togafl vélarinnar er 205 Nm sem er það mesta í grunnvél í þessum stærðarflokki bíla og um 10% meira en í fyrri gerð fjögurra strokka vélar sem var 136 hestafla. Meira
15. ágúst 1999 | Bílar | 312 orð

NÝR VALKOSTUR Í JEPPAFLÓRUNNI

SANTA Fe er fyrsti jeppinn sem Hyundai hefur hannað og smíðað og markar upphafið að þátttöku Hyundai á blómlegum jeppamarkaðnum. Santa Fe var fyrst kynntur í byrjun árs á bílasýningunni í Detroit en hann er væntanlegur á markað í Evrópu á næsta ári. Meira
15. ágúst 1999 | Bílar | 417 orð

Nýtt tölvukerfi fyrir sölu á notuðum bílum

BÍLGREINASAMBAND Íslands hefur unnið að því í rúmt eitt ár að útbúa tölvukerfi sem bílaumboðin geta notað til að vinna viðmiðunarverðlista sína fyrir notaða bíla. Með þessu nýja tölvukerfi breytist verð á notuðum bílum á mánaðarfresti því afskriftir eru reiknaðar á mánaðarfresti. Meira
15. ágúst 1999 | Ferðalög | 78 orð

Ólíkur skilningur á handapati

Það getur verið gott að kunna skil á því hvaða skilning fólk í hinum ýmsu löndum leggur í handapat. 1. Frakkland: Þú ert einskis virði Japan: Mig vantar smápeninga Brasilía: Ósiðlegt 2. Meira
15. ágúst 1999 | Bílar | 651 orð

Rásfastur og mjúkur Mégane

MÝKT á alla kanta og rásfesta eru helstu einkenni Renault Mégane sem nú er boðinn í langbaksgerð og er frumsýnd hjá umboðinu, B&L í Reykjavík, um helgina. Þessi nýi langbakur verður boðinn í tveimur grunngerðum en með sömu 1,6 lítra og 110 hestafla vélinni. Verðið er 1.558 þúsund kr. og er hér á ferð vel búinn bíll og áhugaverður. Meira
15. ágúst 1999 | Bílar | 86 orð

Renault Mégane 1,4 RN 1.338.000 kr.

RENAULT Mégane Berline var kynntur á Íslandi fyrst 1997 og hefur slegið í gegn fyrir glæsilegt útlit að utan jafnt sem innan. Mégane er arftaki Renault 19 sem hefur verið vinsælasta Renault tegundin á Íslandi síðustu ár. Vél: 1,4 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. Afl: 75 hö við 6.000 snúninga á mínútu. Tog: 107 Nm við 3. Meira
15. ágúst 1999 | Ferðalög | 196 orð

Rio de Janeiro á Netinu

Frá og með þriðjudeginum gefst meðlimum í Netklúbbi Flugleiða kostur á að kaupa ferð á sérstöku tilboðsverði til Rio de Janeiro. Ferðin, sem farin verður 29. september, mun kosta um 82.000 krónur. Flogið er til Frankfurt og þaðan áfram til Rio de Janeiro með flugfélaginu Varig. Meira
15. ágúst 1999 | Bílar | 147 orð

Spáð mestri bílasölu í tólf ár

12.632 bílar höfðu selst fyrstu sjö mánuði ársins, þar af 10.416 fólksbílar. Af þessum bílum voru 11.437 nýir og 1.195 notaðir. Í spá Bílgreinasambands Íslands fyrir þetta ár er gert ráð fyrir heildarbílasölu upp á 19.500 bíla, þar af 16.000 fólksbíla. Ef þetta gengur eftir er um mestu bílasölu að ræða í tólf ár, eða frá árinu 1987, en þá seldust alls 23.459 bílar, þar af 18.081 fólksbíll. Meira
15. ágúst 1999 | Ferðalög | 206 orð

Vinsælar gönguferðir um söguslóðir

Í SUMAR hefur Sæmundur Kristjánsson í Rifi haldið uppi gönguferðum um söguslóðir á utanverðu Snæfellsnesi. Dagana 14. og 15. ágúst nk. hyggst Sæmundur ganga um söguslóðir Bárðar sögu Snæfellsáss. Lagt verður upp í gönguna 14. ágúst frá vegamótum Útnesvegar og Djúpalónsvegar og gengið í Djúpalón. Þaðan fornar götur til Dritvíkur þar sem Bárður og félagar eiga að hafa tekið land. Meira
15. ágúst 1999 | Ferðalög | 115 orð

ÞRENGT AÐ FLUGFARÞEGUM

Nýjasta aðferð flugfélaga til að auka nýtingu er að setja þynnri bök í flugsæti og fjölga þannig sætaröðum. Með nýrri hönnun og sterkari gerviefnum hefur verið hægt að þynna sætisbökin um 40% án þess að það komi niður á styrkleikakröfum. Þetta kemur fram á vefsíðu ABC-sjónvarpsstöðvarinnar. Í nýju sætunum finnur farþeginn meira en áður fyrir nálægð sessunauta sinna. Meira
15. ágúst 1999 | Bílar | 507 orð

Þrír nýir bensín/rafbílar væntanlegir frá Toyota

TOYOTA ætlar að beina kröftum sínum á næstu árum að hönnun tvinnbíla í kjölfar mikillar velgengni Toyota Prius bensín/rafbílsins. Tvinnbílar eru þeir bílar sem eru með bensín- eða dísilvélum og rafmótor. Í tilfelli Toyota er stuðst við bensín/rafvélar. Meira

Fastir þættir

15. ágúst 1999 | Í dag | 44 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Fimmtudaginn 12. ágúst, varð sjötugur Pálmi Guðmundsson, Hringbraut 52, Keflavík. Af því tilefni tekur hann og eiginkona hans, Jófríður Jóna Jónsdóttir, á móti ættingjum og vinum, í dag, laugardaginn 14. ágúst, kl. 16, í sal Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, Víkinni, Hafnargötu 80. Meira
15. ágúst 1999 | Í dag | 29 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 15. ágúst, verður áttræður Benedikt Björnsson, vélstjóri, fv. starfsmaður ÍSAL, Gnoðarvogi 72, Reykjavík. Eiginkona hans er Sigrún Hólmgeirsdóttir. Þau eru að heiman á afmælisdaginn. Meira
15. ágúst 1999 | Í dag | 38 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 15. ágúst, verður áttræður Gunnar Gíslason, fv. gjaldkeri Reykjavíkurhafnar, Grundargerði 12, Reykjavík. Eiginkona hans er Kristín Sveinsdóttir. Þau hjónin taka á móti ættingjum og vinum á heimili sínu eftir kl. 18 á afmælisdaginn. Meira
15. ágúst 1999 | Í dag | 26 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 16. ágúst, verður níræður Sigurður Ingi Sigurðsson, fyrrverandi oddviti Selfosshrepps. Eiginkona hans er Arnfríður Jónsdóttir. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. Meira
15. ágúst 1999 | Fastir þættir | 102 orð

A/V

A/V Albert Þorsteinsson ­ Sigurleifur Guðjónsson204 Haukur Guðmundsson ­ Örn Sigfússon188 Jón Andrésson ­ Guðmundur Á. Guðmundsson173 Miðlungur168 Mánudaginn 9. ágúst spiluðu 14 pör Mitchell-tvímenning í Ásgarði, Glæsibæ. Úrslit urðu: N/S Kristinn Guðmundsson ­ Guðmundur Magnúss. Meira
15. ágúst 1999 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm: Mynd, Hafnarfirði. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. júlí sl. í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Sigurborg Ólafsdóttir og Börkur Brynjarsson. Heimili þeirra er í Danmörku. Meira
15. ágúst 1999 | Í dag | 371 orð

Dómkirkjan og börn í borg

ÁGÚSTMÁNUÐUR er líflegur mánuður í safnaðarstarfi Dómkirkjunnar því nú standa yfir sumarnámskeið fyrir börn í borg. Hvert námskeið stendur fimm virka daga frá mánudegi til föstudags kl. 9-12. Nú eru eftir tvö námskeið sem hefjst mánudagana 16. og 23. ágúst. Nokkur pláss eru laus fyrir börn á aldrinum 6-9 áa. Námskeiðsgjaldi er haldið í lágmarki, aðeins 1.000 kr. á viku. Meira
15. ágúst 1999 | Fastir þættir | 636 orð

Fyrstu skólar í landinu

Fyrstu formlegu skólar í landinu vóru á vegum kirkjunnar. Stefán Friðbjarnarson minnir á stólsskóla, þátt klaustra í bókmennt þjóðarinnar og hlut Guðbrandarbiblíu í varðveizlu móðurmálsins. Meira
15. ágúst 1999 | Í dag | 359 orð

Hveravellir eru á Kili

VEGNA greinaskrifa í Morgunblaðinu undanfarna mánuði og misseri þar sem komið hefur fram hjá greinahöfundum að Hveravellir séu á Auðkúluheiði vill undirritaður koma á framfæri eftirfarandi: Kjölur þ.e. Meira
15. ágúst 1999 | Dagbók | 925 orð

Í dag er sunnudagur 15. ágúst, 227. dagur ársins 1999. Hólahátíð, Maríumessa hin f.

Í dag er sunnudagur 15. ágúst, 227. dagur ársins 1999. Hólahátíð, Maríumessa hin f. Orð dagsins: Lækna mig Drottinn, að ég megi heill verða; hjálpa mér, svo að mér verði hjálpað, því að þú ert minn lofstír. (Jeremía 17, 14. Meira
15. ágúst 1999 | Fastir þættir | 623 orð

KLIPPILIST

Hárskurður og garðyrkja eru um margt lík fög. Í báðum tilfellum er þess krafist að hæfni við klippingar ýmiss konar sé umtalsverð þótt verkfærin séu ef til vill dálítið mismunandi. Útsjónarsemi og næmt auga fyrir viðfangsefninu koma að góðum notum og stuðla að frægð og frama viðkomandi klippara. Meira
15. ágúst 1999 | Í dag | 69 orð

KONUNGSTIGN JESÚ

Víst ertu, Jesú, kóngur klár, kóngur dýrðar um eilíf ár, kóngur englanna, kóngur vor, kóngur almættis tignarstór. Kóng minn, Jesú, ég kalla þig, kalla þú þræl þinn aftur mig. Herratign enga að heimsins sið held ég þar mega jafnast við. Jesú, þín kristni kýs þig nú, kóngur hennar einn heitir þú. Meira
15. ágúst 1999 | Í dag | 718 orð

VÍKVERJI er ekki aðeins fjölmiðlamaður sjálfur, heldur og mikill áhugamaður

VÍKVERJI er ekki aðeins fjölmiðlamaður sjálfur, heldur og mikill áhugamaður um fjölmiðla og umfjöllun þeirra á hinum aðskildustu efnum. Á þetta líklega við um flesta starfsfélaga Víkverja og gott er að velta reglulega upp því sem vel er gert og einnig því sem hugsanlegt er að betur mætti fara. Meira

Íþróttir

15. ágúst 1999 | Íþróttir | 1393 orð

Lék með sigursælasta háskólaliði Bandaríkjanna

Rakel Ögmundsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins og Breiðabliks Lék með sigursælasta háskólaliði Bandaríkjanna Rakel Björk Ögmundsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sem hefur alið allan sinn aldur í Bandaríkjunum, Meira

Sunnudagsblað

15. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 1451 orð

ANNAÐ HEIMILI í Álfalandi

Í húsi einu í Fossvoginum er ávallt mikið um að vera. Það lætur lítið yfir sér, en innan veggja þess eiga 34 fötluð börn á aldrinum eins til tólf ára sitt annað heimili. Húsið stendur við Álfaland og er í forstöðu Margrétar Lísu Steingrímsdóttur, algjört undraland eins og Sigríður Dögg Auðunsdóttir komst að þegar hún leit í heimsókn. Meira
15. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 3860 orð

Ágreiningur á árbakkanum

Ágreiningur á árbakkanum Í sumar hafa laxveiðimenn látið vonbrigði sín óspart í ljós því ekkert virðist rætast af þeim bjartsýnisspám sem fiskifræðingar höfðu birt í vetur. Meira
15. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 298 orð

Ákveðnar skoðanir

MOBY, sem móðir hans nefndi Richard Melville Hall, bindur baga sína ekki sömu hnútum og samferðamennirnir. Hann hefur mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, er trúmaður mikill og grænmetisæta, aukinheldur sem hann hefur forðast það sem mest hann má að festast í ákveðnum stíl eða stefnu; reynir sífellt að koma á óvart og veður úr einu tónlistarforminu í annað. Meira
15. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 112 orð

Birnirnir í bæinn

Birnirnir í bæinn Fíladelfíu. Reuters. MIKLIR þurrkar hafa verið í Bandaríkjunum austanverðum í sumar og má heita, að neyðarástand ríki í landbúnaði á þeim slóðum. Þeir valda því einnig, að minna er en áður um fæðu fyrir ýmis villt dýr, til dæmis birni. Meira
15. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 508 orð

Dómkirkjan fær kragann sinn

Dómkirkjan fær kragann sinn VARLA hefur það farið fram hjá nokkrum sem leið hefur átt um miðbæ Reykjavíkur að verið er að vinna að endurbótum á Dómkirkjunni. Hefur m.a. turni kirkjunnar, sem farinn var að halla, verið lyft. Meira
15. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 691 orð

Einu sinni á ágústkvöldi

NÚ ER verslunarmannahelgin, sá mikli lögreglu- og foreldrahrellir, nýafstaðin og unglingar landsins teknir til við hversdaginn á ný. Þessi mesta "ferðahelgi" ársins er jafnframt sú eina sem margur reykvískur unglingurinn notar til að bregða sér út fyrir borgarmörkin á vit "náttúrunnar" ­ og það á jafnvel við um ýmsa þá sem komnir eru til vits og ára, veit ég ekki þó. Meira
15. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 283 orð

EPMD snýr aftur

RAPPIÐ reis hátt á níunda áratugnum, en hvarf síðan nánast í nokkurn tíma þar til ýmsir urðu til að endurnýja tónlistarformið. Frumherjarnir gleymdust flestir, enda ekki öllum gefið að fylgjast með straumnum og halda sköpunargetu sinni óskertri á sama tíma. Meira
15. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 4896 orð

ÉG ER EKKI FRÁ ÞVÍ AÐ KOMMÚNISMINN OG KVÓTINN SÉU AF SÖMU RÓT Það er ekki fyrirferðin á honum Vilhjálmi Eyjólfssyni á Hnausum í

ÉG ER EKKI FRÁ ÞVÍ AÐ KOMMÚNISMINN OG KVÓTINN SÉU AF SÖMU RÓT Það er ekki fyrirferðin á honum Vilhjálmi Eyjólfssyni á Hnausum í Meðallandi. Og þó hefur hann sínar skoðanir, jafnt á líðandi stund sem liðinni, eins og meðfylgjandi viðtal sem Pjetur Hafstein Lárusson átti við hann fyrir skömmu ber með sér. Meira
15. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 3368 orð

Feimna stúlkan úr Vesturheimi

Til Íslands koma árlega fjölmargir Vestur- Íslendingar. Fáir þeirra eru þó komnir á aldur Ethelar Vatnsdal, sem 95 ára gömul var hér á ferð fyrir skömmu. Hún sagði Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá tengslum sínum við Ísland, frá æsku og uppvexti og ýmsu sem við hefur borið í lífshlaupi hennar síðan. Meira
15. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 1594 orð

Fjörmikið félagslíf eða frelsi til að djamma

Í dagblöðum og öðrum fjölmiðlum hefir margt verið rætt um afstöðu til áfengismála. Menn greinir á um margt. Afgreiðslutíma vínveitingastaða. Hávaða sem fylgir samkomum. Ónæði sem borgarar verða fyrir af nátthröfnum og næturgölum sem eigra um götur og torg. Pétur Pétursson rifjar hér upp skemmtanalíf frá unglingsárum sínum. Meira
15. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 1277 orð

Foreldrar ánægðir með Álfaland

"ÉG VEIT ekki hvað ég gerði ef ég hefði ekki Álfaland," segir Guðbjörg Magnúsdóttir, móðir Magnúsar Óla Jóhannssonar, sem er þriggja ára og fjölfatlaður frá fæðingu. Hann þarf stöðuga umönnun, getur ekki tjáð sig og hefur ekki stjórn á hreyfingum sínum. Magnús hefur átt við mikil veikindi að stríða frá upphafi. Hann er flogaveikur en er á lyfjum sem halda sjúkdómnum niðri að mestu. Meira
15. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 510 orð

Gunnlaugur vissi, að sumir íslenzkir myndlistarmenn höfðu heillazt af tassismanum

Gunnlaugur vissi, að sumir íslenzkir myndlistarmenn höfðu heillazt af tassismanum og þess vegna vildi hann helzt ekki gagnrýna hann, hélt það yrði einungis til þess að hann yrði misskilinn. Hann taldi litla von til þess að listamenn yrðu frjálsir, hví þeir frekar en annað fólk? Yfir þá væri stanzlaust dembt uppskriftum og leiðbeiningum um, hvernig mönnum beri að hugsa og vinna í listinni, Meira
15. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 1454 orð

Iceland Seafood úr álögum?

Við skildum við aumingja dótturfyrirtæki SÍS í henni Ameríku snemma vors 1975, forstjóralaust og rambandi á gjaldþrotsbarmi. Ólánið virtist hafa elt Iceland Products frá upphafi, en aldrei hafði ástandið verið eins alvarlegt og einmitt þá. Stjórnin réð Geir Magnússon viðskiptafræðing til þess að taka að sér hið erfiða björgunarstarf. Meira
15. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 1462 orð

Í ólíkar áttir Breska hljómsveitin The Orb er almennt talin ein áhrifamesta hljómsveit danstónlistarsögunnar. Árni Matthíasson

ORB ER ÁHRIFAMESTA hljómsveit breskrar danstónlistar allt frá þvi hún sendi frá sér fyrstu smáskífurnar fyrir tíu árum og lagði grunninn að tónlistarforminu sem kallað hefur verið ambient- house. Meira
15. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 544 orð

Kúbversk endurreisn

KÚBVERSK tónlist nýtur almennrar hylli og hefur notið í áraraðir. Um þessar mundir ber meira á slíkri tónlist en oft áður, kúbverskar hrynsyrpur skreyta danstónlistarlanglokur og brjóta upp vélræna house- og techo-takta, rappsveitir vestan hafs hræra saman salsastemmum og steinsteyputöktum og menntaspírur og listasnápar hlusta á kúbverskan trega á kaffihúsum. Meira
15. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 765 orð

Lifandi sköpun

Á ÍSLANDI er til nokkur hópur fólks sem með vill ganga langt í að reyna að varðveita allt sem íslenskt er frá sem flestu því sem verða má til þess að breyta því á einhvern hátt. Þessu fólki er í nöp við hvers kyns útlend áhrif, hvort sem þau eru á málfar, framgöngu, skoðanir eða lífshætti fólks. Þessi hópur kemur stundum fyrir sjónir sem nokkuð einstrengingslegur og íhaldssamur. Meira
15. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 48 orð

Lucas geimgengill

Lucas geimgengill Stjörnustríð var tekin til sýninga á Íslandi um helgina og hefur líkast til verið beðið með eftirvæntingu hér sem annars staðar. Maðurinn á bakvið myndirnar er George Lucas. Pétur Blöndal hitti hann að máli í London og talaði við hann um stríð allra stríða á hvíta tjaldinu. Meira
15. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 1144 orð

Martröð Ellis á hvíta tjaldið

"Mér fannst sagan fyndin," segir leikstjóri myndarinnar, Mary Harron, í samtali við breska kvikmyndatímaritið Sight and Sound, sem fjallaði nýlega um gerð "American Psycho". Harron og aðalleikarinn Bale og aðrir aðstandendur myndarinnar eru mjög uppteknir af því að benda á húmorinn í "American Psycho" og tala um bókina sem nístandi háðsádeilu. Ekki er víst að allir séu sammála þeim. Meira
15. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 109 orð

Námskeið fyrir þátttakendur í sýningum

ÚTFLUTNINGSRÁÐ Íslands hefur ákveðið að bjóða upp á námskeið víðs vegar um landið fyrir alla þá sem koma að þátttöku í vörusýningum með einum eða öðrum hætti. Meðal þeirra atriða sem tekin eru fyrir á námskeiðunum eru þáttur starfsmannsins í ímyndarsköpun, samspilið við sýningarbásinn og ýmiss konar kynningarefni, fas starfsmannsins, samræðutækni og fleira. Meira
15. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 1541 orð

SÆLKERAMATUR ÚR SJÁVARFANGI eftir Gunnlaug Árnason

Jón Arnar Guðbrandsson og Rúnar Gíslason, matreiðslumenn, eru ungir að árum en hafa komið víða við. Jón fæddist 16. júlí 1970, á Akureyri, og lauk námi frá Hótel- og veitingaskóla Íslands árið 1993. Hann lærði list sína á Fiðlaranum á Akureyri en hefur starfað sem yfirmatreiðslumaður á A. Hansen og aðstoðaryfirmatreiðslumaður á Grand Hótel. Meira
15. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 4305 orð

SÆUNN AXELSDÓTTIR, ÚTGERÐARKONA Í ÓLAFSFIRÐI, LÆTUR EKKI

SÆUNN AXELSDÓTTIR, ÚTGERÐARKONA Í ÓLAFSFIRÐI, LÆTUR EKKI SEGJA SÉR FYRIR VERKUM Ég er bara ÁGÆTIS kerling "EF rétt er að mér farið er ég ágæt. Ég hef ríka réttlætiskennd og ætlast ekki til að mér sé rétt neitt fyrirhafnarlaust upp í hendurnar. Meira
15. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 98 orð

Vindhraðaspjald frá Skerplu

SKERPLA ehf. hefur gefið út vindhraðaspjald til að auðvelda notendum veðurþjónustu þá breytingu sem orðin er á framsetningu vindhraða, en eins og kunnugt er hætti Veðurstofa Íslands að nota vindstig í veðurfregnum um síðustu mánaðamót og tók upp eininguna metra á sekúndu. Á vindhraðaspjaldinu er að finna nákvæma töflu yfir samband einingarinnar m/sek. við eldra kerfi. Meira
15. ágúst 1999 | Sunnudagsblað | 113 orð

Yfir 11% fleiri erlendir gestir fyrstu sjö mánuði ársins

ERLENDUM ferðamönnum sem komu til landsins fjölgaði um 2500 í júlímánuði miðað við sama mánuð í fyrra eða um 5%. Í mánuðinum komu alls 50.929 erlendir gestir til landsins en í júlí 1998 voru þeir 48.488. Þetta er í fyrsta sinn sem erlendir gestir sem koma til Íslands eru fleiri en 50.000 í einum mánuði. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.