Greinar laugardaginn 28. ágúst 1999

Forsíða

28. ágúst 1999 | Forsíða | 262 orð

600.000 Tyrkir taldir hafa misst heimili sín á skjálftasvæðunum

SULEYMAN Demirel, forseti Tyrklands, og Nawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, voru í gær ásamt þúsundum Tyrkja viðstaddir fjöldaútför í Ankara þar sem fórnarlömb jarðskjálftanna ógurlegu í Norðvestur-Tyrklandi í síðustu viku voru lögð til hinstu hvílu. Sögðu tyrkneskir fjölmiðlar að aldrei fyrr í 75 ára sögu Tyrklands nútímans hefðu svo margir borið harm í brjósti. Meira
28. ágúst 1999 | Forsíða | 80 orð

Átök brjótast út

LÖGREGLUSVEITIR notuðu í gær öflugar vatnsbyssur til að stía stuðningsmönnum Hugo Chavezar, forseta Venesúela, frá andstæðingum hans er átök brutust út eftir harðvítugar deilur innan stjórnkerfis landsins undanfarna daga. Talið er að sjö hafi slasast í átökunum. Meira
28. ágúst 1999 | Forsíða | 273 orð

Sambandssinnar efast um lögmæti úrskurðar

SAMBANDSSINNAR á Norður- Írlandi hugleiddu í gær að leita til dómstóla vegna úrskurðar Mo Mowlam, N-Írlandsmálaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, um að Írski lýðveldisherinn (IRA) teldist ekki hafa rofið tveggja ára gamalt vopnahlé sitt þrátt fyrir að fullvíst þætti að herinn hefði staðið fyrir nokkrum misindisverkum að undanförnu. Meira
28. ágúst 1999 | Forsíða | 359 orð

SÞ krefjast þess að friði verði komið á

ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna (SÞ) framlengdi í gær umboð liðssveitar SÞ í Austur-Tímor um þrjá mánuði eftir að kosningunum á mánudag, þar sem pólitísk framtíð landsins verður ákveðin, er lokið. Öryggisráðið kom saman í gær og ræddi stöðu mála í Austur- Tímor en í átökum fylgjenda og andstæðinga sjálfstæðis á eyjunni undanfarna daga hafa a.m.k. níu manns látist. Meira
28. ágúst 1999 | Forsíða | 112 orð

Þúsundir krefjast lausnar fanga

ÞÚSUNDIR manna af albönskum ættum fjölmenntu í gær í miðborg Pristina, héraðshöfuðstaðar Kosovo, og kröfðust þess að serbnesk stjórnvöld leystu Kosovo- Albana, sem haldið er föngnum, úr haldi. Fólkið hélt á kröfuspjöldum og klæddist hvítum bolum er á var letrað: "Við erum þeir", og sýndi þar með samstöðu sína með föngunum. Skipuleggjendur mótmælanna telja að allt að 7. Meira

Fréttir

28. ágúst 1999 | Landsbyggðin | 150 orð

1000 ára kristnitöku minnst

Djúpavogi-Sameiginleg hátíðarhöld Múla-, Austfjarða-, og Skaftafellsprófastsdæma hefjast með hátíðarmessu í Djúpavogskirkju nk. sunnudag kl. 11. Þar munu prestar þriggja prófastsdæma ganga í prósessíu frá Djúpavogskirkju í þá nýju. Fánaberi og krossberi fara fyrir prósessíu. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 633 orð

27 punda tröll úr Laxá í Aðaldal

Stærsti lax sumarsins veiddist í Laxá í Aðaldal í vikunni. Það var 27 punda hængur sem Júlíus Óskarsson veiddi á svartan Tóbíspón í Merkjapolli sem er á mörkum Knútsstaða og Tjarna, en veiðisvæðið er jafnan kennt við Nes, Árnes og Núpa. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 84 orð

40% hlutur seldur á 85 milljónir

SR-MJÖL hefur selt allan hlut sinn, 40%, í fyrirtækinu Kítin ehf. á Siglufirði fyrir 85 milljónir króna. Kítín ehf. framleiðir efnið kótósan, sem unnið er úr rækjuskel og meðal annars notað í matvæla- og snyrtivöruiðnaði. Þórður Jónsson, framkvæmdastjóri SR-mjöls, segir ástæðu sölunnar einkum vera erfiður rekstur í bræðslugeiranum. Kaupendur bréfanna eru Þormóður rammi-Sæberg hf. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 73 orð

4% hækkun leikskólagjalda

LEIKSKÓLANEFND Hafnarfjarðar samþykkti á síðasta fundi sínum 4% hækkun gjaldskrár fyrir leikskóla bæjarins frá og með 1. október næstkomandi. Eftir hækkunina verður gjaldskráin þannig að fyrir hverja klukkustund í leikskólavistun verða greiddar 2.100 krónur á mánuði en forgangshópar greiða 1.225 krónur. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð

Aðalfundur Bresk- íslenska verslunarráðsins

AÐALFUNDUR Bresk-íslenska verslunarráðsins verður haldinn á Radisson SAS Hótel Sögu þriðjudaginn 31. ágúst kl. 17. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ávarpar fundinn en síðan verða auk venjulegra fundarstarfa tvö framsöguerindi. Stephen J. Norton, borgarráðsmaður í Grimsby á Englandi mun fjalla um fiskveiðistefnu ESB út frá sjónarhóli Breta. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 230 orð

Aðkoma að Lindahverfi vandkvæðum bundin

AÐKOMA að Lindahverfi í Kópavogi frá Kringlumýrarbraut er nokkrum vandkvæðum bundin. Sé komið að hverfinu frá Kringlumýrarbraut þurfa Kópavogsbúar annað hvort að aka í gegnum Digranesveg eða Álfhólsveg eða þá taka sér tveggja kílómetra krók suður á Arnarneshæð og upp á brúna þar til að komast inn í hverfið. Krossað verði yfir eða undir götuna Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 25 orð

Afhenti trúnaðarbréf

Afhenti trúnaðarbréf JÓN Egill Egilsson sendiherra afhenti fimmtudaginn 26. ágúst sl. Petru Lucinschi, forseta Moldóvu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Moldóvu með aðsetur í Moskvu. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 123 orð

Athugasemd

ÞÓR Gunnarsson, formaður Sambands íslenskra sparisjóða, vill í tilefni af grein formanns Einkavæðingarnefndar á netsíðu Vísis 25. ágúst taka fram eftirfarandi: Formaður Einkavæðingarnefndar fullyrðir að "Sparisjóðirnir" hafi staðið fyrir umfangsmikilli "kennitölusöfnun" í tengslum við sölu ríkisins á eignarhlut þess í FBA. Þessi fullyrðing er röng. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 232 orð

Auðveldur dans sem hentar öllum

DANSRÁÐ Íslands kynnti dans ársins í gær. Er þetta í fyrsta sinn sem dans ársins er valinn hérlendis en að sögn Heiðars Ástvaldssonar, forseta DÍ, tíðkast þessi siður víða. Dans ársins er ónefndur dans við lagið Mambo N 5 og er upprunninn í Hollandi. Dans ársins er valinn úr tilbúnum íslenskum sem erlendum dönsum af dómnefnd. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 243 orð

Álstyrkur í Elliðaánum við hættumörk

ÁLSTYRKUR í Elliðaánum fer upp í hættumörk fyrir seiði ferskvatnsfiska í júní og júlí að sögn Sigurðar Reynis Gíslasonar, prófessors við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. "Álið leysist líklega úr gruggi á botni Elliðavatns, eða jafnvel úr gömlu mýrunum, sem var fleytt á þegar stíflan var byggð," sagði Sigurður Reynir. Meira
28. ágúst 1999 | Miðopna | 1484 orð

Ástæða lélegrar veiði er samspil margra þátta

ALLT stefnir í að árið 1999 verði þriðja árið í röð þar sem laxveiði í Elliðaánum verður nálægt sögulegu lágmarki, en það hefur aldrei gerst síðan skráning á aflatölum hófst árið 1907. Árið 1937 var lakasta laxveiðiár í sögu ánna, Meira
28. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 409 orð

Á þriðja hundrað þúsund dóu hungurdauða

ÞJÓÐHAGSTOFA Suður-Kóreu sagði í gær eina milljón Norður-Kóreumanna hafa látið lífið á árunum 1995-1998, þar af má rekja um 270.000 dauðsföll til hungursneyðarinnar miklu er ríkt hefur í landinu undanfarin ár. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 177 orð

Bændur taki þátt í skógræktarstarfi

LANDSSAMTÖK skógareigenda á Íslandi halda aðalfund sinn að Hótel Vin, Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit, dagana 27.-29. ágúst. Samtökin voru stofnuð árið 1997 og héldu sinn fyrsta aðalfund á síðasta ári. Að sögn Sigrúnar Sigurjónsdóttur, skógræktarfulltrúa á Akureyri, Meira
28. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 174 orð

Carrington gagnrýnir NATO

CARRINGTON lávarður, fyrrverandi framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir að NATO hafi stuðlað að þjóðernishreinsunum Serba í Kosovo, í stað þess að fyrirbyggja þær, með lofthernaði sínum í Júgóslavíu. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 281 orð

Eindreginn stuðningur við virkjun og stóriðju

SMÁRI Geirsson, formaður Samtaka sveitarfélaga, sagði í setningarávarpi sínu á aðalfundi samtakanna sem lauk í gær, að engin áhersla væri lögð byggðaþáttinn í umræðu um virkjun fallvatna á Austurlandi eða íbúaþróun í landshlutanum. Á fundinum var afgreidd ályktun þar sem lýst er yfir afgerandi stuðningi við Fljótsdalsvirkjun og var hún samþykkt með 42 atkvæðum gegn tveimur. Meira
28. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 172 orð

Enn í fullum gangi

Í VETUR fór af stað samkeppni um handrit að einþáttungum á vegum Menor og Leikfélags Akureyrar. Að sögn Ólafs Hallgrímssonar, formanns Menor, rennur skilafrestur ekki út fyrr en 1. október svo áhugasamir hafa enn möguleika á að ganga frá handriti. Fyrir þau handrit sem lenda í þremur fyrstu sætunum eru veitt peningaverðlaun og verða verkin tekin til flutnings einhvern tímann á næsta ári. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 695 orð

Erfið staða að vera markaðsráðandi

FINNSKA dagblaðið Helsingin Sanomat er stærsta dagblað á Norðurlöndum. Í fyrra voru daglega seld að jafnaði 473 þúsund eintök af blaðinu, og að sögn Janne Virkkunen, aðalritstjóra blaðsins, er salan á sunnudögum um 550 þúsund eintök. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 68 orð

Féll niður af háalofti

TVEGGJA ára drengur féll um tvo og hálfan metra ofan af háalofti í húsi í Grafarvogi á sjöunda tímanum í gærkvöld. Drengurinn lenti á púða og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var ekki talið að hann hefði slasast mikið. Hann var þó meðvitundarlaus um skeið eftir fallið og var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Ekki tókst að fá nánari upplýsingar um líðan hans í gærkvöld. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 220 orð

Fjölbreytt dagskrá um land allt

DAGUR símenntunar er haldinn í dag með fjölbreyttri dagskrá á um 30 stöðum á landinu. Á meðal þess sem boðið verður upp á er markaðstorg með upplýsingum um námsframboð, opnar kennslustofur, fyrirlestrar, sýnikennsla og námsráðgjöf. Dagskráin tekur mið af staðháttum og framboði á símenntun á hverjum stað. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 81 orð

Framkvæmdir ganga samkvæmt áætlun

FRAMKVÆMDIR við Sultartangavirkjun ganga samkvæmt áætlun að sögn Benedikts Karls Valdimarssonar hjá almannatengsladeild Landsvirkjunar. Fyrirhugað er að fyrri vél virkjunarinnar verði tekin í rekstur í haust, að öllum líkindum í nóvember, og seinni vélin í lok janúar. Vélarnar eru hvor um sig 60 megavött. Alls verður framleiðslugeta Landsvirkjunar þá 1.122 megavött. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 120 orð

Fréttaritaravefur opnaður

FRÉTTARITARAVEFUR Morgunblaðsins hefur verið opnaður á Netinu. Á vefnum eru upplýsingar um fréttaritara og unnt að skoða ljósmyndasýningu. Morgunblaðið hefur um 100 fréttaritara á landsbyggðinni. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 166 orð

Fræðasetur við Stekk?

UMHVERFISNEFND Hafnarfjarðar hefur samþykkt að stefnt skuli að því að byggja upp fræðasetur við Stekk á næstu árum. Stekkur er eyðibýli í grennd við Ástjörn. Að sögn Bjarkar Guðmundsdóttur, hjá bæjarskipulagi Hafnarfjarðar, er hugmyndin að fræðasetrið þjóni grunnskólum í Hafnarfirði og á höfuðborgarsvæðinu til að kynna fuglalíf og gróðurfar á votlendissvæði í grennd við byggð. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 274 orð

Fundað á Egilsstöðum um helgina

HAUSTFUNDUR utanríkisráðherra Norðurlandanna, undir formennsku Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra, verður haldinn á Hótel Héraði á Egilsstöðum dagana 29.­30. ágúst. Samkvæmt venju bjóða norrænu ráðherrarnir starfsbræðrum sínum frá Eystrasaltsríkjunum til þátttöku og einnig sérstökum gesti, sem að þessu sinni verður Lloyd Axworthy, utanríkisráðherra Kanada. Meira
28. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 493 orð

Fúskarar í húsasmíði sóttir til saka

TYRKNESK stjórnvöld hafa verið beðin að staldra við með að ryðja rústir húsa sem hrundu í jarðskjálftanum í síðustu viku, til að gefa byggingaeftirlitsmönnum færi á að safna sönnunargögnum um fúsk við byggingu húsanna, en sú skoðun er útbreidd að slíku fúski sé um að kenna hve tjónið varð mikið á mönnum og mannvirkjum. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 579 orð

Gagnrýna bæjarstjórn og vilja opið svæði

FJÖLMARGIR íbúar í miðbæ Hafnarfjarðar hafa lýst yfir óánægju með byggingarframkvæmdir á Fjarðargötu 19, en þar standa nú yfir framkvæmdir við byggingu þriggja hæða verslunar-, þjónustu og íbúðarhúss. Telja íbúarnir að byggingin sé bæði óþörf og ótímabær og gagnrýna bæjarstjórn harðlega fyrir að veita leyfi fyrir þessum framkvæmdum. Meira
28. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 98 orð

Garðveisla í Minjasafnsgarðinum

Á MORGUN, sunnudaginn 29. ágúst, verður haldin garðveisla í tilefni af 100 ára afmæli Minjasafnsgarðsins á Akureyri en hann er fyrsta trjáræktarstöð landsins. Dagskráin stendur frá kl. 14­16 og er öllum opin. Í garðveislunni flytja Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Björn Jósef Arnviðarson ávörp og Tómas Ingi Olrich alþingismaður rekur sögu garðsins. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 26 orð

Gítarleikur í Húsavíkurkirkju

ÞORVALDUR Már Guðmundsson gítarleikari leikur á síðustu tónleikum í tónleikaröðinni Sumartónleikar í Húsavíkurkirkju á morgun, sunnudag, kl. 20.30. Tónleikarnir eru styrktir af fræðslunefnd Húsavíkur. Meira
28. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 118 orð

Gore ekki andvígur sköpunarsögunni

AL GORE, varaforseti Bandaríkjanna, segir að hann sé ekki andvígur því að sköpunarsagan sé kennd í almenningsskólum sem hluti af trúarlegu námsefni, þótt sjálfur aðhyllist hann að þróunarkenningin um tilurð lífsins sé kennd. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 38 orð

Grandi hf. endurnýjar lyftaraflota sinn

GRANDI hf. tók þá ákvörðun að undangengnu útboði að endurnýja lyftaraflota sinn með Yale-lyfturum. Á myndinni afhendir Gísli V. Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Íslyft ehf., Guðmundi Einarssyni, framleiðslustjóra Granda hf., einn af átta nýjum Yale-lyfturunum. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 117 orð

GSM-þjónusta í Kanada

VIÐSKIPTAVINIR Símans GSM geta frá og með föstudeginum 3. september notfært sér GSM-þjónustu farsímafyrirtækisins Microcell í Kanada. Samningurinn við Microcell er fyrsti reikisamningurinn sem Landssíminn gerir við farsímafyrirtæki í Kanada. Þar með bætist 55. ríkið í hóp þeirra landa þar sem viðskiptavinir Símans GSM geta verið í GSM-sambandi, segir í fréttatilkynningu frá Landssímanum. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 132 orð

Hjálparsveit skáta heldur Esjudag

ESJUDAGUR Hjálparsveitar skáta í Reykjavík verður haldinn í áttunda sinn á morgun, sunnudag. Þar mun almenningi gefast kostur á að ganga á Esjuna með hjálp félaga í Hjálparsveit skáta, Reykjavík. Undanfarin ár hafa yfir 1.000 manns nýtt sér tækifærið á þessum degi til að ganga á Esjuna. Allir sem ná toppnum fá viðurkenningarskjal. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 190 orð

Íslenskir laganemar kanna stöðuna

HÓPUR íslenskra laganema kannar nú réttarstöðu þeirra sem gangast undir kynskiptiaðgerð hér á landi í ljósi dóma Mannréttindadómstóls Evrópu. Laganemarnir vinna á vegum Íslandsdeildar ELSA, samtaka laganema og ungra lögfræðinga í Evrópu, og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Meira
28. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 73 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta kl. 21 sunnudaginn 29. ágúst, sr. Svavar A. Jónsson messar. Morgunbæn þriðjudag kl. 9 og kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 fimmtudaginn 2. september, hefst með orgelleik. Meira
28. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 143 orð

Kyrrðarrjóður í Kjarnaskógi vekur athygli

KYRRÐARRJÓÐUR, sem séra Bolli Gústavsson, vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal, vígði á fjölskylduhátíð kirkjunnar í Kjarnaskógi í síðasta mánuði, hefur vakið verðskuldaða athygli og verið vel sótt, að sögn Hallgríms Indriðasonar, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Eyfirðinga. "Þetta er virkilega fallegur staður og okkur virðist hann vel sóttur. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 68 orð

Leikstjórar heilsast á kvikmyndahátíð

KVIKMYNDAHÁTÍÐ í Reykjavík var formlega sett í Háskólabíói í gærkvöldi af Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra. Heiðursgestur hátíðarinnar er serbneski kvikmyndaleikstjórinn Emir Kusturica og er kvikmynd hans "Svartur köttur, hvítur köttur" jafnframt opnunarmynd hátíðarinnar. Meira
28. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 369 orð

Lið Prodis þreytir "inntökupróf"

VÆNTANLEGIR meðlimir nýrrar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) eru nú að setja sig í stellingar fyrir "inntökupróf" sín í þessar mikilvægu stjórnunarstöður, en í næstu viku hefjast yfirheyrslur Evrópuþingsins yfir þeim, sem fara fram með svipuðum hætti og þegar rannsóknarnefndir öldungadeildar Bandaríkjaþings kalla menn fyrir. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 739 orð

Lífið er rétti tíminn til að læra

Í DAG er dagur símenntunar um allt land. Menntamálaráðuneytið hefur einu sinni áður staðið fyrir degi símenntunar, það var 24. febrúar 1996 ­ á evrópsku ári símenntunar. Guðný Helgadóttir, starfsmaður menntamálaráðuneytis, starfar með verkefnisstjórn um símenntun sem menntamálaráðherra hefur skipað. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 70 orð

Lokadagur sumars í Fjölskyldugarðinum

Í TILEFNI síðasta opnunardags ársins í Fjölskyldugarðinum býður Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn gestum frítt inn í garðinn í samstarfi við Reykjavík í sparifötunum og Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur. Meira
28. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 221 orð

Lundgren leiðtogi sænskra hægrimanna

BO Lundgren var í gær útnefndur nýr formaður sænska Hægriflokksins, sem er helsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Svíþjóð, og tekur hann við stöðunni af Carl Bildt, sem tilkynnti um afsögn sína í síðasta mánuði. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 235 orð

Lystigarður opnaður í landi BM Vallár

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra opnaði lokaáfanga trjálundarins Fornalundar á Ártúnshöfða í gær með því að planta tveimur síðustu trjáplöntunum sem þar var gert ráð fyrir. Lundurinn nær nú yfir tæplega 4000 fm svæði og hefur stækkað jafnt og þétt síðustu níu árin. Meira
28. ágúst 1999 | Landsbyggðin | 449 orð

Læknir á landsbyggðinni í maraþoni

Þórshöfn-Jórunn Viðar Valgarðsdóttir, starfandi læknir á Þórshöfn í sumarafleysingum, lét fjarlægðina frá Reykjavík ekki aftra sér frá því að drífa sig í Reykjavíkurmaraþonið og varð þar fyrst íslenskra kvenna í mark, á 3 klst. og 31 mínútu. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 73 orð

Menningarmálaráðherra S-Afríku á Íslandi

MENNINGARMÁLARÁÐHERRA Suður-Afríku, Brigitte Mabandla, kemur til Íslands á þriðjudag og mun dveljast hér á landi í þrjá daga. Koma ráðherrans hingað er liður í tveggja vikna heimsókn hennar til Norðurlanda. Brigitte Mabandla er verndari verkefnis um menningartengsl milli Norðurlandanna og Suður-Afríku, sem Nelson Mandela, fyrrverandi forseti S-Afríku, átti frumkvæði að. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 72 orð

Messa og gönguferð á Þingvöllum

Í ÞJÓÐGARÐINUM á Þingvöllum verður guðsþjónusta í Þingvallakirkju kl. 14. Prestur er sr. Rúnar Egilsson og á orgel leikur Ingunn Hildur Hauksdóttir. Kl. 15 verður síðan gönguferð að Öxarárfossi. Þetta er létt fjölskylduganga og á leiðinni verður rætt um það sem fyrir augu og eyru ber, sagðar sögur og farið í leiki. Gangan hefst við kirkju og tekur u.þ.b. 1 klst. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 1218 orð

Mikilvægast er að viðurkenna þetta sem vandamál Mikilvægt er að horfst sé í augu við að líkamlegt ofbeldi gegn börnum er

FRÁ árinu 1980 hafa 308 börn verið rannsökuð á barnadeild Landspítalans vegna gruns um illa meðferð, þar af 43 vegna líkamsmeiðinga. Í um það bil helmingi tilvika var hægt að staðfesta áverkann sem barnið var sent út af, Meira
28. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 206 orð

Ný rannsókn á Waco-umsátrinu

BANDARÍSKA alríkislögreglan, FBI, og dómsmálaráðuneytið hyggjast hefja nýja rannsókn á umsátri lögreglunnar um búgarð Davids Koresh skammt frá Waco í Texas 1993, sem lauk með því að eldur kom upp í húsunum og rúmlega áttatíu manns létust. Sjónvarpsstöðin CNN greindi frá þessu í fyrradag. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 121 orð

Ný viðbygging tekin í notkun

Nýlega voru lausar kennslustofur við Fossvogsskóla fjarlægðar. Ný viðbygging við skólann, sem tekin verður í notkun í haust, gerir það að verkum að ekki er lengur þörf á hinum lausu kennslustofum. Átta lausar stofur voru fjarlægðar nú. Sumar þeirra hafa verið við skólann í um 25 ár, að sögn Óskars Einarssonar skólastjóra. Meira
28. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 390 orð

Pakistönum sleppt

INDVERJAR slepptu í gær úr haldi átta pakistönskum stríðsföngum, en tvær vikur eru síðan þeir fyrst buðust til að láta þá lausa sem "góðvildarvott". Pakistönsk stjórnvöld höfðu hins vegar fram að þessu tregðast við að taka við föngunum því Indverjar héldu því statt og stöðugt fram að þeir hefðu verið teknir höndum eftir bardaga indverska hersins við skæruliða í fjöllum Kasmír í vor. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 165 orð

Portúgalir á hestbaki

Portúgalir á hestbaki HafnarfjörðurUNGIR sjálfboðaliðar Rauða krossins í Portúgal luku ævintýraferð til Íslands í Hafnarfirði á dögunum. Portúgalarnir voru hér á landi að endurgjalda kollegum sínum í ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík heimsókn á síðasta ári. Meira
28. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 102 orð

Reiðhjólaslys á Akureyri

LAUST eftir klukkan eitt eftir hádegi í gær var ekið á tólf ára dreng á reiðhjóli á mótum Glerárgötu og Grænugötu á Akureyri. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglunni á Akureyri að drengurinn hugðist hjóla yfir Glerárgötu á gangbraut, sem er án umferðarljósa. Bifreið sem þar kom að stoppaði fyrir drengnum og hann hjólaði af stað. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 238 orð

Sagar stuðlabergsflísar í Kringluna

NÝTT fyrirtæki í Hornafirði, Gabbró ehf., vinnur að sögun stuðlabergs sem lagt verður á hluta gólfs nýbyggingar verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar í Reykjavík. Fyrirtækið er stofnað til að framleiða flísar úr íslensku grjóti og er ekki síst litið til gabbrós, sem mikið er til af í Hornafirði. Gabbró er djúpbergstegund, ekki ólík graníti, hart og slitþolið. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 235 orð

Samtök um nýtingu orkuauðlinda stofnuð

AFL fyrir Austurland, samtök um nýtingu orkuauðlinda til atvinnuuppbyggingar á Austurlandi, verður stofnað í dag. Eiríkur Ólafsson, einn af hvatamönnum að stofnun samtakanna, segir markmið þeirra vera að mynda mótvægi við áróður sem dunið hafi yfir undanfarna mánuði og sýna fram á vilja mikils meirihluta Austfirðinga, sem vill að virkjað verði á Austurlandi. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 346 orð

Segja ákvæði óskýr og drög að mörgu leyti óviðunandi

SAMTÖK verslunarinnar hafa orðið við beiðni heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og sent því umsögn um drög að reglugerð um fæðubótarefni og náttúruvörur þar sem segir að þau séu að mörgu leyti óviðunandi. Í umsögninni segir að hætta sé á að "setning reglugerðar muni leiða til þess að draga [muni] úr innflutningi og sölu fæðubótarefna og náttúruvara hér á landi". Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 71 orð

SH afskrifar tap í Rússlandi

SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna afskrifaði 362 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins vegna fjárfestinga í Rússlandi. Um er að ræða varúðarafskriftir af hálfu fyrirtækisins vegna mikillar áhættu í rússnesku efnahags- og stjórnmálaumhverfi. Tapið vegna þessara fjárfestinga verður eitthvað að sögn Gunnars Svavarssonar en óljóst hve mikið og því hafi þessi leið verið farin. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 495 orð

Skólastjórar fagna hærra fjárframlagi

SKÓLASTJÓRAR Ísaksskóla, Landakotsskóla og Tjarnarskóla fagna þeirri hækkun sem Fræðsluráð Reykjavíkur hefur samþykkt á framlagi borgarinnar til einkaskóla. Þeir segja ljóst að viðbótarupphæðin renni beint í rekstur skólanna. Ólíklegt sé að þau hafi í för með sér lækkun skólagjalda. Framlag borgarinnar til skólanna hækkar úr 120 þúsund krónum á nemanda í 160 þúsund krónur. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 426 orð

Skrifuð "með nútímann í huga"

SAGA vestrænnar heimspeki frá tímum Forngrikkja til nútímans er viðfangsefnið í Heimspekisögu eftir Gunnar Skirbekk og Niels Gilje, sem út er komin hjá Háskólaútgáfunni í íslenskri þýðingu Stefáns Hjörleifssonar. Að mati Páls Skúlasonar, heimspekings og rektors Háskóla Íslands, er þetta sérstæð heimspekisaga að því leyti að hún er samin með nútímann í huga. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 673 orð

Slá þarf af kröfum um hagkvæmni Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur telur að nauðsynlegt sé að slá af kröfum um hagkvæmni

HELGI Hallgrímsson, náttúrufræðingur á Egilsstöðum, hefur skoðað landslag við Snæfell og Eyjabakka með tilliti til þess hvort hægt sé að virkja Jökulsá í Fljótsdal með því móti að Eyjabakkar og Snæfell hljóti sem minnstan skaða af. Hann bendir á nauðsyn þess að fleiri en núverandi tillaga um virkjun árinnar liggi fyrir, fari svo að gert verði mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 96 orð

Smirnoff- fatahönnunarkeppnin

SMIRNOFF-fatahönnunarkeppnin verður haldin í kvöld, laugardaginn 28. ágúst, í stóru 1.000 manna tjaldi á plani Þjóðskjalasafns Íslands á Laugavegi 162. Í ár taka 13 keppendur þátt og er þema keppninar "sýndarnáttúra". Keppnin byrjar kl. 19 með fordrykk og síðan sýna þrettán keppendur hönnun sína. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 200 orð

Stefnir í að verða að minnsta kosti 17 milljarðar

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra kveðst í samtali við Morgunblaðið gera sér vonir um að lánsfjárafgangur ríkissjóðs í ár verði ekki minni en í fyrra eða um 17 milljarðar króna. Stefnt verður að því að nota þessa peninga til að greiða niður erlendar og innlendar skuldir en ekki liggur fyrir að hve miklu leyti skuldir verða greiddar niður á árinu fyrr en í árslok. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 64 orð

Stórir urriðar úr Ytri Rangá

Stórir urriðar úr Ytri Rangá Nýlega var greint frá óvenju stórum silungum sem menn voru að veiða í Ytri Rangá. Hér eru stoltir veiðimenn með þá stærstu sem á land komu, annars vegar er enski kastkennarinn Michael Evans, með bindi og derhúfu, með 11 punda staðbundinn urriða úr Skeiðvallakvísl, en á hinni myndinni er Henry Phillips með 13, Meira
28. ágúst 1999 | Landsbyggðin | 90 orð

Stór veggmynd prýðir gistiheimilið Trölla

Neskaupstað-Nú á dögunum var sett upp stór veggmynd á vesturhlið gistiheimilisins Trölla í Neskaupstað. Myndin, sem er 2 metrar á hæð og 2,3 metrar á breidd, gerði Tryggvi Ólafsson, listmálari í Kaupmannahöfn, nú nýlega. Það var Sigurður Örlygsson listmálari sem útfærði verkið í stækkaðri mynd í samráði við Tryggva og setti einig upp. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 177 orð

Svæðinu breytt í athafnasvæði

BORGARSKIPULAG Reykjavíkur auglýsti í gær breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem og deiliskipulagstillögur fyrir suðausturhluta Laugardals, en svæðið hefur mikið verið í umræðu fjölmiðla að undanförnu. Meira
28. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 240 orð

Talsmenn NATO neita að tjá sig

TALSMENN höfuðstöðva Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel vildu í gær ekki tjá sig um dagblaðsfrétt þess efnis, að njósnari í stjórnunarstöðu hjá bandalaginu hefði komið upplýsingum um hernaðaráætlanir þess í Kosovo til Rússlands. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 116 orð

Tvær bílveltur á rúmri klukkustund

TVÆR bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi með rúmlega klukkustundar millibili í gær. Klukkan 18 missti ökumaður stjórn á bifreið sinni í grófri möl við Hítará á Ólafsvíkurvegi með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Í bílnum voru kona og lítið barn, hún í bílbelti og barnið í bílstól. Sluppu þeir ómeidd en bíllinn var töluvert mikið skemmdur. Meira
28. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 325 orð

Umfang peningaþvættishneykslisins eykst

BANDARÍSKIR rannsakendur efnahagsafbrota hyggjast færa rannsókn sína á peningaþvætti rússneskra glæpahópa í bandarískum og evrópskum bönkum út til hinna ýmsu áætlana um bandaríska efnahagsaðstoð við Rússland. Dagblaðið USA Today greindi frá þessu í gær. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 46 orð

Unnu tölvur

NÝLEGA var dregið í Bugles- leiknum sem Nathan & Olsen hf. stóð fyrir. Í aðalvinning voru 2 iMac tölvur frá AcoApple búðinni og voru það Sólveig Gunnarsdóttir og Kolbrún Gunnarsdóttir sem þær hlutu. Einnig var fjöldi aukavinninga. Á myndinni sjást vinningshafarnir taka við verðlaununum. Meira
28. ágúst 1999 | Landsbyggðin | 535 orð

Uppgreftri að ljúka við Írskubúðir í sumar

Hellissandi-Fornleifauppgröftur við Írskubúðir á Snæfellsnesi hefur staðið yfir undanfarið og fer nú senn að ljúka þetta árið. Fyrir tveimur árum kom í ljós að rústir sem þar finnast eru frá víkingaöld, þ.e. voru aldursgreindar frá árunum 850­950. Fornleifafræðistofan undir forystu dr. Bjarna F. Meira
28. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 338 orð

Urgur og hræðsla meðal starfsfólks

GUÐMUNDUR Gíslason framleiðslustjóri Snæfells hf. í Hrísey hefur sagt starfi sínu lausu og þá er mikill urgur og hræðsla meðal annars starfsfólk vegna óvissu með framtíð rekstursins í eynni. Tæplega 50 manns vinna í frystihúsi félagsins í Hrísey, við pökkun og frystingu og reykingu á laxi og regnbogasilungi. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 221 orð

Veruleg lækkun framundan

STURLA Böðvarsson samgöngumálaráðherra tilkynnti í gær um lækkun á gjaldskrá Landssímans hvað varðar gagnaflutninga. Stefnt er að því að lækkunin eigi sér stað í næsta mánuði og í síðasta lagi fyrir 1. október. Sagðist hann ekki geta tilgreint um hversu mikla lækkun væri að ræða en fullyrti að hún yrði "veruleg". Meira
28. ágúst 1999 | Miðopna | 1193 orð

Viljum efla tengslin milli norðursvæðanna

AXWORTHY verður heiðursgestur á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda á Egilsstöðum á morgun og mánudag, en þar verða einnig utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna. Á þriðjudagsmorgun breytist heimsókn hans í opinbera heimsókn til Íslands í boði Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Meira
28. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 110 orð

Vill samræmda hermálastefnu

JACQUES Chirac Frakklandsforseti hvatti til þess á fimmtudag að ríki Evrópusambandsins (ESB) kæmu sér saman um sameiginlega stefnu í her- og varnarmálum í ætt við stefnumið þau er komu fram í tengslum við undirbúninginn að aðild ríkjanna að Myntbandalagi Evrópu (EMU). Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 130 orð

Virkjunarframkvæmdir hefjist sem fyrst

SAMTÖK sveitarfélaga á Austurlandi samþykktu á aðalfundi sínum í gær ályktun til stuðnings Fljótsdalsvirkjun og telja að hefja eigi framkvæmdir við virkjun og iðnað sem fyrst, enda hafi áform verið uppi um slíkt á Austurlandi í um tuttugu ár. Ályktunin var samþykkt með 42 atkvæðum gegn 2. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 232 orð

Væri að brjóta lög

HAFT var eftir Hjörleifi Guttormssyni, fyrrverandi alþingismanni og iðnaðarráðherra, í Morgunblaðinu s.l. fimmtudag að iðnaðarráðherra hefði vald til þess að afturkalla útgefið virkjunarleyfi fyrir Fljótsdalsvirkjun og því þyrfti ekki endilega að koma til kasta Alþingis þótt leyfið yrði afturkallað og eftir atvikum sett ný skilyrði, t.d. mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 182 orð

Yfirlýsing frá Landgræðslusjóði

VEGNA fréttar í Morgunblaðinu 25.8. sl. um málefni Landgræðslusjóðs og áformaða sölu húseigna hans vill Björn Árnason, formaður stjórnar sjóðsins, taka fram eftirfarandi: "Málefni sjóðsins og mörkun stefnu hans til frambúðar er til skoðunar hjá stjórninni. Liður í þeirri skoðun er að kanna möguleika á sölu eigna sjóðsins við Suðurhlíð, og ganga frá sölu, ef viðunandi tilboð fæst. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 128 orð

Yfirlýsing frá sparisjóðunum

ÞÓR Gunnarsson, formaður Sambands íslenskra sparisjóða, vill í tilefni af grein formanns einkavæðingarnefndar á netsíðu Vísis í gær, 25. ágúst, taka fram eftirfarandi: "Formaður einkavæðingarnefndar fullyrðir að "Sparisjóðirnir" hafi staðið fyrir umfangsmikilli "kennitölusöfnun" í tengslum við sölu ríkisins á eignarhlut þess í FBA. Þessi fullyrðing er röng. Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 770 orð

"Þáttaskil í byggðaþróun á Íslandi"

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opnaði starfstöðvar Íslenskrar miðlunar á Þingeyri og Suðureyri síðdegis í gær við hátíðlega athöfn. Með opnun þessara stöðva og samskonar stöðva á Ísafirði innan fárra vikna verða til samtals 35 ný störf á Vestfjörðum á vegum Íslenskrar miðlunar. Meira
28. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 382 orð

Þrír íslenskir sérfræðingar komnir heim

ÞRÍR íslenskir sérfræðingar fóru til Kosovo þann 2. ágúst síðastliðinn og dvöldu þar í tvær vikur við rannsókn meintra voðaverka Serba í héraðinu. Íslendingarnir Bjarni J. Bogason, aðstoðaryfirlögregluþjónn tæknirannsóknarstofu Ríkislögreglustjóra, Gunnlaugur Geirsson, prófessor í réttarlæknisfræði, og Svend Richter tannlæknir, sem allir sitja í kennslanefnd Ríkislögreglustjóra, Meira
28. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 70 orð

Þrír slasaðir eftir árekstur

ÞRÍR voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á mótum Flétturima, Langarima og Grasarima í Grafarvogi á sjötta tímanum í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var enginn þeirra talinn vera alvarlega slasaður. Bílarnir rákust saman á gatnamótunum og lentu síðan báðir á grindverki. Þeir sem slösuðust voru ökumennirnir og farþegi í öðrum bílnum. Þeir voru allir í beltum. Meira

Ritstjórnargreinar

28. ágúst 1999 | Staksteinar | 489 orð

Enn um hópuppsagnir

Í STAKSTEINUM í gær var skýrt frá Vettvangi Ara Skúlasonar, framkvæmdastjóra ASÍ, þar sem hann lætur í ljósi áhyggjur af þróun kjaramála í sambandi við hópuppsagnir. Hér á eftir eru atrið, sem ekki komust með í pistilinn í gær. Meira
28. ágúst 1999 | Leiðarar | 586 orð

MENNTUN ER ÆVIVERK

MENNTUN er æviverk og kostnaður vegna hennar er fjárfesting en ekki útgjöld. Símenntun er tiltölulega nýtt hugtak, sem felur í sér nýtt viðhorf til menntunar, og á rætur sínar í því, að þjóðfélagið tekur svo örum breytingum, að grunnþekking dugar ekki út ævina heldur þarf sífellt að bæta við hana. Meira

Menning

28. ágúst 1999 | Menningarlíf | 105 orð

Akrýl og olíuverk í Stöðlakoti

KRISTJANA F. Arndal opnar málverkasýningu í Galleríi Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, í dag kl. 15. Á sýningunni verða 24 verk, öll unnin í akrýl og eða olíu, flest þeirra á síðustu þremur árum. Kristjana stundaði nám í myndlist hér á landi og erlendis, Meira
28. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 227 orð

Ágóðinn rennur til fátækra fjölskyldna í Memphis

VERIÐ er að undirbúa uppboð á eigum rokkkóngsins Elvis Presley og verða meira en 2.000 munir boðnir upp. Allur ágóði af uppboðinu rennur í sérstakan Elvis Presley-sjóð í Memphis sem styrkir heimilislausar og fátækar fjölskyldur með því að útvega þeim húsnæði, starfsþjálfun og barnagæslu. Meira
28. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 101 orð

Barry Lyndon

Stanley Kubrick/Bandaríkin HERRALEGUR vegaræningi ferðast um sögusvið 18. aldarinnar í Evrópu, ákveðinn í því að skapa sér líf sem sannur sjentilmaður. Leið hans að því marki er stráð ástarævintýrum, veðmálum og einvígum. Í hlutverki Barry Lyndon er Ryan O'Neal og Marisa Berenson fer með hlutverk eiginkonu hans. Meira
28. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 149 orð

Börn himinsins

Majid Majidi/Íran Á LEIÐ sinni heim úr skólanum týnir Ali nýviðgerðum skóm systur sinnar, Zahra. Af ótta við að fjölskyldan hafi ekki efni á nýjum skóm biður hann systur sína um að segja ekkert við foreldrana. Ali og Zahra fá hugmynd um hvernig hægt sé að leyna tapinu og Zahra fer í skóm í skólann en Ali kemur í þeim heim. Meira
28. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 115 orð

Grár fyrir járnum

KVIKMYND Stanleys Kubrick um Víetnamstríðið setur áhorfandann í tengsl við hugmyndafræði hermennskunnar og áhrif stríðs á manninn. Skipta má myndinni í tvo hluta þar sem í þeim fyrri er fylgst með hópi hermanna í þjálfun undir stjórn hins ægigrimma ofursta Hartman en í seinni hlutanum er einn úr hópnum sýndur í hlutverki fréttamanns sem fjallar um stríðið. Meira
28. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 160 orð

Gyðingar í New York Verðmætari en rúbín (Price Above Rubies)

Handrit og leikstjórn: Boas Yakin. Aðalhlutverk: Renée Zellweger, Christopher Eccleston og Julianna Marguiles. 116 mín. Bandarísk. Háskólabíó, ágúst 1999. Öllum leyfð. SAMFÉLAG strangtrúaðra Gyðinga í New York-borg er efniviður þessarar sérstöku og athyglisverðu myndar. Hún er vönduð, vel leikin og það sem meira er, skemmtileg. Meira
28. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 590 orð

Hlakka til að sjá íslenska fatahönnun Ungir íslenskir fatahönnuðir færa fram sköpunarverk sín á plani Þjóðskjalasafns Íslands í

Ungir íslenskir fatahönnuðir færa fram sköpunarverk sín á plani Þjóðskjalasafns Íslands í kvöld. Þau Benjamin Arthur Westwood og Antonio Vinciguerra ásamt Ragnheiði Jónsdóttur, sem sigraði í fyrra, munu svo ákveða hver þeirra verður fulltrúi Íslands í hinni alþjóðlegu lokakeppni Smirnoff-fatahönnunarkeppninnar. Meira
28. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 50 orð

Hvað komast margir fyrir í einum Austin Mini?

HEIMSMET var sett í New York í síðustu viku þegar 25 manns voru samtímis inni í biðreið af gerðinni Austin Mini. Hjónin Lewis og Lisa Glover troða sér hér síðust inn í bílinn og þar með var gamla heimsmetið frá 1967 slegið. Meira
28. ágúst 1999 | Margmiðlun | 266 orð

Kirkjunetið

VEFUR vikunnar á Vefskinnu Morgunblaðsins er Kirkjunetið sem þeir Hannes Björnsson og Valdimar Hreiðarsson stýra. Hannes Björnsson segir að Kirkjunetið eigi sér langa sögu, þeir Valdimar hafi hrint því af stað í október 1997. Mikið safn upplýsinga er komið á vefinn og skipta síður hundruðum, auk þess sem tenglar eru í fróðleik og upplýsingar víða um heim. Meira
28. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 47 orð

Kínversk tíska

ÞESSI kínverski kjóll var sýndur á tískusýningu sem haldin var nýverið í Peking. Þar var sýnd kínversk tískuhönnun með þjóðlegu ívafi. Sýningin er svo á leið til Parísar þar sem hún verður meðal viðburða á "Kínversku menningarvikunni" sem haldin verður þar nú í byrjun september. Meira
28. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 318 orð

Liggur meðvitundarlaus á sjúkrahúsi

LEIKARINN Martin Lawrence missti meðvitund er hann var að skokka nálægt heimili sínu á sunnudag í þeim tilgangi að léttast fyrir hlutverk í kvikmynd. Að sögn talsmann sjúkrahússins þar sem hann liggur er ástand hans alvarlegt en hann er þó kominn úr djúpu dái. Meira
28. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 118 orð

Limbo

John Sayles/Bandaríkin NÝJASTA mynd bandaríska leikstjórans John Sayles hefur víðáttur Alaska sem sögusvið og segir sögu Joe Gatineau, hálfgerðs þúsundþjalasmiðs, sem hefur forðast sjóinn lengstan hluta lífs síns eftir að hann varð vitni að sjóskaða. Þegar hann kynnist söngkonunni Donnu breytist ýmislegt í lífi hans og hann fer að horfast meira í augu við fortíðina. Meira
28. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 151 orð

Litli Toni

Alex van Warmerdam/Holland "HVERNIG manneskja er ég eiginlega?" spyr Brand bóndi sig í myndinni þegar hugsanir hans eru farnar að snúast æ meira um hina ungu Lenu, kennarann sem kom á bæinn til að kenna honum að lesa. Eiginkonan Keet fylgist grannt með enda grunar hana að Brand sé orðinn ástfanginn af Lenu. Meira
28. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 97 orð

Lucky People Center International

Erik Pauser og Johan Söderberg/Svíþjóð SÆNSKA teknó-hljómsveitin Lucky People Center ferðast um heiminn með frjálsa tónlist sína, "Baraka", og kvikmyndavélarnar tiltækar til að kanna andlegt ástand íbúa jarðarinnar rétt fyrir aldarlok. Notkun tónlistar og takts í myndinni bera merki tónlistarmyndbanda sem er nokkuð önnur nálgun á heimildarmyndaformið. Meira
28. ágúst 1999 | Menningarlíf | 547 orð

Morð um borð

eftir Max Allan Collins. Berkley Prime Crime Mistery 1999. 258 síður. HIÐ ógurlega Titanic-slys hefur getið af sér ófáar bækur og myndir svosem kunnugt er og er skemmst að minnast ofsagróðamyndar James Camerons sem lýsti betur en áður hefur verið gert hvernig slysið bar að höndum og skipið sökk. Meira
28. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 78 orð

Myndir dagsins

ANNAR dagur Kvikmyndahátíðar í Reykjavík er runninn upp og eru tíu nýjar myndir frumsýndar í dag. Kvikmyndahátíðin var opnuð mynd nýjustu mynd Emir Kusturica, Svartur köttur, hvítur köttur, í gærkvöldi. Í dag er einnig sýnd mynd Kusturica, Neðanjarðar, sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Þrjár myndir Stanley Kubrick eru einnig sýndar í dag. Meira
28. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 150 orð

Neðanjarðar

Emir Kusturica/Júgóslavía Sagan hefst í seinni heimsstyrjöldinni í Belgrad, og segir þar frá fólki sem vinnur neðanjarðar við vopnaframleiðslu. Svartamarkaðsbraskarinn sem flytur stríðsmönnunum vopnin gleymir hins vegar að tilkynna verkafólkinu að stríðið sé afstaðið og það heldur áfram að framleiða. Meira
28. ágúst 1999 | Menningarlíf | 56 orð

Nýtt útilistaverk

Nýtt útilistaverk ÚTILISTAVERKIÐ Örvi eftir Helga Gíslason myndhöggvara hefur verið afhjúpað á húsnæði höfuðstöðva VISA í Álfabakka 16 í Mjódd. Höggmyndin er steypt í brons hér á landi og er 2,2×1,5 og vegur tæpt hálf tonn. Á myndinni eru Einar S. Meira
28. ágúst 1999 | Margmiðlun | 493 orð

Of margir mínusar

Ocean gaf nýlega út Mission Impossible fyrir Nintendo 64. Leikurinn var hannaður af Infogrames og er njósna/hasarleikur í anda Goldeneye. AÐALPERSÓNA Mission Impossible og sú sem spilendur stjórna er Ethan Hunt, sérstakur njósnari fyrir bandarísku ríkisstjórnina og sá allra besti sem völ er á. Meira
28. ágúst 1999 | Menningarlíf | 155 orð

Prófað fyrir Raddir Evrópu

NÚ stendur fyrir dyrum að velja 10 fulltrúa Íslands í kórinn Raddir Evrópu sem er eitt viðamesta sameiginlega verkefnið sem menningarborgir Evrópu árið 2000 standa fyrir á næsta ári, en verkefnið er undir stjórn Reykjavíkur. Söngpróf fara fram í Hallgrímskirkju 10. og 11. september næstkomandi. Óskað er eftir ungu fólki sem hefur reynslu af kórstarfi og góða, almenna þekkingu á tónlist. Meira
28. ágúst 1999 | Menningarlíf | 62 orð

Raggi Bjarna djassar á Jómfrúnni

ÞRETTÁNDU og síðustu tónleikar sumarsins í djasstónleikaröð veitingahússins Jómfrúrinnar við Lækjargötu verða í dag, laugardag, kl. 16­18. Fram kemur tríó píanóleikarans Agnars Más Magnússonar, en með honum leika Þórður Högnason á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Sérstakur gestur með tríóinu verður söngvarinn Ragnar Bjarnason. Meira
28. ágúst 1999 | Kvikmyndir | 1312 orð

Sápuópera sannleikans

Leikstjóri og handrit: Todd Solondz. Aðalhlutverk: Jane Adams, Dylan Baker, Philip Seymour Hoffman, Rufus Read, Lara Flynn Boyle, Ben Gazzara, Jared Harris, Louise Lasser, Jon Lovitz, Camryn Manheim, Marla Maples, Elizabeth Ashley og Cynthia Stevenson. Good Machine 1998. Meira
28. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 1825 orð

Skapmaður með ást á sígaunalífi

EMIR Kusturica fæddist í Sarajevó árið 1954 og hóf tilraunir í kvikmyndagerð á unga aldri. Hann lærði kvikmyndagerð í Prag og hóf síðan glæstan feril sem kvikmyndaleikstjóri sem hefur aflað honum fjölda viðurkenninga víða um heim, margra aðdáanda og síst færri óvildarmanna. Honum hefur m.a. Meira
28. ágúst 1999 | Menningarlíf | 46 orð

Skárren ekkert semur balletttónlist

HLJÓMSVEITIN Skárren ekkert semur tónlist við nýtt verk Katrínar Hall sem Íslenski dansflokkurinn frumflytur í október. Skárren ekkert vann síðast með Íslenska dansflokknum veturinn 1997 þegar þeir sömdu tónlist við verkið Ein eftir Jochen Ulrich. Tónlistin kemur út á geislaplötu í byrjun október. Meira
28. ágúst 1999 | Margmiðlun | 703 orð

Slegist um tíberíum

EINN MEST seldi leikur sögunnar hér á landi er Command & Conquer, og nær kannski að vera sá mest seldi ef öll afbrigði hans eru talin saman. Nokkuð langt er síðan upprunalegi leikurinn kom út og gat af sé óteljandi eftirhermur, en í gær kom svo út hér á landi framhald leiksins sem lengi hefur verið beðið. Meira
28. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 116 orð

Svartur köttur, hvítur köttur

Emir Kusturica/Júgóslavía. Sígaunar á bökkum Dónár eru söguhetjur nýjustu kvikmyndar Kusturica. Þessi glaðværu olnbogabörn samfélagsins búa í hrörlegum búðum og lifa á ýmsum vafasömum viðskiptum. Myndin öll er uppfull af klúrum bröndurum um kynlíf og dauðann, ásamt vel tímasettum óhöppum sem gefa myndinni farsakennt yfirbragð. Meira
28. ágúst 1999 | Menningarlíf | 53 orð

Sýningum lýkur

SUMARSÝNINGUNNI Ljós yfir land, í Húsinu á Eyrarbakka, lýkur sunnudaginn 5. september. Á sýningunni, sem er samstarfsverkefni Byggðasafns Árnesinga og Þjóðminjasafns Íslands og liður í Kristnihátíð, eru sýnd forn ljósfæri úr kirkjum Árnessýslu. Byggðasafnið er opið alla daga kl. 10­18 til ágústloka og um helgar milli kl. 14-17 í september. Meira
28. ágúst 1999 | Menningarlíf | 15 orð

Sýningum lýkur

Sýningum lýkur Gallerí Lónkot, Skagafirði MYNDVERKASÝNINGU Ásdísar Guðjónsdóttur lýkur nú á þriðjudag. Til sýnis eru landslagsmálverk. Meira
28. ágúst 1999 | Menningarlíf | 252 orð

Söngur Sólrúnar Bragadóttur lofaður

FYRIR nokkru kom á markað í Þýzkalandi geisladiskur með upptökum íslenzkra sönglaga í flutningi Sólrúnar Bragadóttur sópransöngkonu við undirspil Margaret Singer píanóleikara og fleiri tónlistarmanna. Meira
28. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 174 orð

TILBÚNIR Í SLAGINN

HLJÓMSVEITIN No Smoking Band með Dr. Nelle og leikstjóranum Emir Kusturica ásamt íslensku sveitinni Sigur Rós mætir íslenskum kvikmyndagerðarmönnum í knattspyrnuleik á Framvellinum í dag kl. 14. Fimmtán íslenskir fótboltamenn spila með, en upphaflega áttu að vera 17 í liðinu en vegna meiðsla spila Hilmar Oddsson og Skúli Malmquist ekki með. Meira
28. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 80 orð

Travolta og Kudrow saman í kvikmynd

LEIKKONAN Lisa Kudrow sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Friends eða Vinum sem sýndir eru á Stöð 2 stendur um þessar mundir í samningaviðræðum við framleiðendur myndarinnar Numbers. Meira
28. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 122 orð

Trikk

Jim Fall/Bandaríkin TVEIR ungir menn eru staddir í neðanjarðarlest þegar augu þeirra mætast og báðir vita að þeir vilja kynnast betur. En það er erfiðleikum háð að finna hentugan stað til kynnanna og leit þeirra er stráð óvæntum uppákomum og erfiðleikar við hvert götuhorn. Meira
28. ágúst 1999 | Margmiðlun | 283 orð

Varasamur vafri

EKKI LINNIR fregnum af göllum og vanköntum á Explorer- vafra Microsoft. Varla líður sú vika að ekki komi í ljós að betur hefði mátt um hnútana búa, ekki síst sé litið til öryggisatriða. Í vikunni upplýsti búlgarskur vafrafræðingur, Georgi Guninski, að hann hefði komist á snoðir um alvarlegan öryggisbögg í Explorer 5, nýjustu gerð vafrans. Meira
28. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 128 orð

Winslowstrákurinn

David Mamet/1999 NÝJASTA mynd Davids Mamet fjallar um Winslow-fjölskylduna sem er virt fjölskylda í Englandi árið 1912. Arthur Winslow er húsbóndinn á heimilinu, íhaldssamur bankastjóri, og þegar myndin hefst er von á biðli sem ætlar að biðja um hönd dóttur Winslow, Catherine, sem er jafn ákveðin og faðir hennar og mikill kvenskörungur. Meira
28. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 622 orð

Þagnarlygin í frjálsum heimi

ÁRÓÐUR er í aðalatriðum tvenns konar. Annars vegar er reynt að endurtaka sama hlutinn nógu oft uns fólk fer að trúa honum. Þessi var aðferð áróðursmálaráðherra nasista, dr. Göbbels, og þótti takast vel á sínum tíma. Hin aðferðin er að þegja um allt sem miður fer og láta eins og það hafi aldrei gerst eða sé ekki til. Meira
28. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 179 orð

Þreytandi tímaþjófur Tímaþjófurinn (Voleur de Vie)

Framleiðsla: Bernard Marescot. Handrit og leikstjórn: Yves Angelo. Kvikmyndataka: Pierre Lhomme. Aðalhlutverk: Emmanuelle Béart og Sandrine Bonnaire. 90 mín. Frönsk. Háskólabíó, ágúst 1999. Öllum leyfð. Meira

Umræðan

28. ágúst 1999 | Aðsent efni | 923 orð

Förðun er nám án landamæra

Förðun er ekki lögverndað nám, segir Pétur Steinn Guðmundsson, en gefur fólki starfsmöguleika um allan heim. Meira
28. ágúst 1999 | Aðsent efni | 1063 orð

Hveravellir ­ Eyjabakkar

Hveravellir, segir Páll Sigurðsson, þarfnast verndunar gegn bráðræðisákvörðunum. Meira
28. ágúst 1999 | Aðsent efni | 405 orð

Lánasjóðurinn fer ekki að lögum

Það er sjálfsögð krafa, segir Eiríkur Jónsson, að forsendur grunnframfærslunnar verði endurskoðaðar. Meira
28. ágúst 1999 | Aðsent efni | 966 orð

Óháð vísindasiðanefnd lögð niður

Ábending landlæknis er aukin hvatning til landsmanna, segir Tómas Helgason, um að segja sig og börn sín nú þegar úr gagnagrunni á heilbrigðissviði. Meira
28. ágúst 1999 | Aðsent efni | 747 orð

Sjávarútvegur og símenntun

Símenntun og endurmenntun, segir Pétur Bjarnason, skipa æ mikilvægara hlutverki í samfélaginu. Meira
28. ágúst 1999 | Aðsent efni | 801 orð

Starfsmenntun og aukin framleiðni

Grunnurinn í endurskipulagningu Ford- verksmiðjanna, segir Guðmundur Gunnarsson, er ný starfsmannastefna. Meira
28. ágúst 1999 | Bréf til blaðsins | 599 orð

Vestfjarðahringurinn

MÖRGUM er kunnugt um það að Vestfirðingar horfa með ólund til þess er landsmenn aka hringveginn um landið í frístundum sínum en sleppa Vestfjörðum. Vestfirðir eru þó um margt hin mesta gersemi. Margt mætti þó bæta. Sé ekið norður Strandir og hringurinn tekinn rangsælis þá má fyrst nefna Arngerðareyri. Þann stað hefði mátt varðveita og gera að safni. Meira
28. ágúst 1999 | Aðsent efni | 750 orð

Örlagadagur handritamálsins

Bók Sigrúnar og minningar mínar um það sem gerðist á einum degi í löngu ferli skýra mikilvægt hlutverk Sigurðar Nordals á þessum lokaspretti, segir Bent A. Koch í svari til Gylfa Þ. Gíslasonar. Meira

Minningargreinar

28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 97 orð

Dagbjartur Hannesson

Elsku Daggi. Mig langar í nokkrum orðum að þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Þegar ég rifja upp liðna tíma með þér koma réttirnar fyrst upp í hugann, þar sem mikið gekk oft á og margar kindur var að draga í dilka og rýja. Þú gerðir miklar kröfur til þín og annarra um vinnusemi og að hlutirnir gengju vel fyrir sig. Þetta voru góðir tímar sem eru mér ógleymanlegir. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 156 orð

Dagbjartur Hannesson

Á þessari stundu er margt sem kemur upp í hugann. Ofarlega í huga mínum er tregi og söknuður vegna liðinna stunda en efst í huga mínum er þó þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa kynnst þessum einstaka manni, fyrir að hafa notið góðmennsku hans og hjálpsemi. Ég minnist hans fyrir heiðarleika, hjálpsemi, dugnað og vinnusemi. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 378 orð

Dagbjartur Hannesson

Síminn hringir kl. 8 um morguninn og mér dettur í hug að nú sé ekki verið að færa mér góðar fréttir, sem og reynist vera. Mamma var í símanum og sagði að Dagbjartur væri dáinn. Þær konur sem voru honum hvað kærastar: Brynja dóttir hans, Inga Lóa systir og Inga mamma mín voru hjá honum síðasta kvöldið hans í þessu lífi. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 349 orð

DAGBJARTUR HANNESSON

DAGBJARTUR HANNESSON Dagbjartur Hannesson fæddist á Stóra-Hálsi í Grafningi 26. febrúar 1919. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi 19. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hannes Gíslason, f. 30.11. 1882, d. 20.7. 1949, bóndi, og Margrét Jóhannsdóttir, f. 7.2. 1888, d. 26.3. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 143 orð

Guðni Ólafson

Í dag kveð ég kæran tengdason minn, Guðna Ólafsson, traustan vin, sem reyndist tengdaforeldrum sínum sem allra besti sonur. Aldrei bar skugga á okkar samband öll þau ár sem hann lifði. Ótímabært fráfall hans varð mér mikið áfall sem og allri fjölskyldunni, en mestur er þó missir Gerðar, sona þeirra þriggja, fjölskyldna þeirra og Ragnheiðar Guðfinnu sem nú syrgir sárt föður sinn. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 519 orð

Guðni Ólafsson

Enn erum við minnt á hverfulleikann í henni veröld. Guðni vinur okkar og samstarfsmaður er dáinn nánast fyrirvaralaust. Við erum lömuð og skiljum ekki tilganginn. Þar sem ég sit og læt hugann reika þessa andvökunótt, er það þó huggun að eiga ljúfar minningar um góðan vin. Lífið virðist stundum eintómar tilviljanir og "ef"-in eru ansi mörg. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 213 orð

Guðni Ólafsson

Rétt eins og þess er vænst að Heimaklettur standi á sínum stað um aldur og ævi, býst maður við því að þeir sem næstir manni standa verði þar um ókomna tíð. En allt er í heiminum hverfult. Eins og hendi sé veifað, horfinn, dáinn, harmafregn. Það er svo sárt að kveðja þá sem eru hjartanu kærir. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 366 orð

Guðni Ólafsson

Það var hringt í Sigurð Óla rétt fyrir keppni föstudaginn 20. ágúst síðastliðinn. Guðni pabbi hans hafði verið fluttur á sjúkrahúsið daginn áður og öll börnin voru nú beðin að koma eins fljótt og þau gætu. Hann lést síðan nokkrum mínútum áður en Siggi Óli kom á staðinn. Siggi og Guðni höfðu keypt seglskútuna Ör saman eftir að hafa heillast af siglingaíþróttinni. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 497 orð

Guðni Ólafsson

Sumri er tekið að halla. Rökkrið teygir anga sína lengra inn á lendur dagsins og senn litar haustið gróðurinn yndislegum litum, sem náttúran ein ræður yfir. Þá berst fregnin um andlát Guðna Ólafssonar, skipstjóra og útgerðarmanns frá Vestmannaeyjum. Þegar slík tíðindi berast er staldrað við og hugurinn látinn reika aftur í tímann. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 349 orð

Guðni Ólafsson

Brosið hans Guðna gat svo auðveldlega breytt dimmu í dagsljós, glettnin í brosinu, glampinn í augunum hans þegar sá gállinn var á honum. Ekkert stóðst þá töfra. En ljúfmennið Guðni Ólafsson var líka harðjaxl og þá minnti hann á suðvestanbrimið eins og það fer harðast um Suðureyjarsundið. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 943 orð

Guðni Ólafsson

Elsku pabbi minn. Þú veist ekki hvað það var skrýtið að segja orðið "pabbi" og fá ekkert svar eða þegar ég tók í hönd þína og fékk ekkert viðbragð rétt eftir að þú varst farinn frá okkur. Það var virkilega sárt að horfa á þig liggja þarna og heyra ekki þinn friðsæla andardrátt og sjá lakið á bringu þinni ekki hreyfast upp og niður, það var þá sem ég trúði fyrst að þú værir raunverulega farinn. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 300 orð

Guðni Ólafsson

Ég var einn af þeim sem fengu þau forréttindi að kynnast þér og fyrir það mun ég ætíð verða þakklátur. Þegar maður hugsar til þín núna sér maður stóra brosið þitt, heyrir hlátur þinn, lífsgleðina og baráttuna. Ég man alltaf eftir því þegar ég kom fyrst inn í fjölskylduna; maður tók eftir því hvað þú verndaðir hana vel og hvað allir voru stoltir af þér. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 787 orð

Guðni Ólafsson

Sú staðreynd að ég sit hér og skrifa um þig minningargrein er ótrúlegri en orð fá lýst, en þetta er eitt af því sem þessi jarðvist okkar býður upp á og við sem eftir lifum verðum að sætta okkur við. Margs er að minnast um góðan dreng. Þú varst hetjan okkar, stór, þrekinn og myndarlegur svo af bar. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 174 orð

Guðni Ólafsson

Mig langar með örfáum orðum að kveðja föður minn Guðna Ólafsson sem lést um aldur fram 20. ágúst sl. Honum á ég svo ótal margt að þakka. Hann studdi mig og okkur öll í fjölskyldunni í einu og öllu og var alltaf til staðar þegar á þurfti að halda enda óhætt að segja að hann hafi verið ankerið í fjölskyldunni. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 457 orð

Guðni Ólafsson

Í dag kveðjum við hinstu kveðju kæran vin, mág og svila, Guðna Ólafsson, sem hrifinn var á brott svo fyrirvaralaust, langt, langt um aldur fram. Ekki óraði okkur fyrir því þegar við heimsóttum Guðna og Gerði í sumarbústaðinn þeirra aðeins viku áður og héldum upp á afmælið hans, að þetta yrðu okkar síðustu fundir. Hann var glaður og hress að vanda og ekki var hægt að merkja að neitt væri að. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 470 orð

Guðni Ólafsson

Með fáum orðum viljum við í áhöfninni á Gjafari minnast Guðna Ólafssonar skipstjóra. Ekki grunaði okkur strákana í áhöfninni að Guðni væri svona alvarlega veikur þegar okkur var tjáð að hann hefði verið lagður inn á sjúkrahús uppi á landi vegna skyndilegra veikinda. Vorum við að landa ágætis afla í Eyjum þegar okkur barst þessi fregn. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 404 orð

Guðni Ólafsson

Ég kynntist Guðna þegar ég réð mig á Bjarnarey VE í maí 1973. Það ár var mjög viðburðaríkt að ekki sé meira sagt þegar við hröktumst úr Eyjum vegna eldgossins. Sama ár bjargaðist ég úr skipstrandi við Grindavík er Gjafar VE 300 fór upp í kletta en lánið í óláni var að fá að kynnast félaga mínum, Guðna. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 506 orð

Guðni Ólafsson

Ágústkvöld 1999. Gleði og glaumur ríkti í þjóðhátíðartjaldinu hjá Gerði og Guðna í Skvísusundi 15, Herjólfsdal á nýliðinni þjóðhátíð. "Hvað má bjóða ykkur"? Lunda? Flatkökur? Samlokur? Kleinur? Kaffi? Kaftein Morgan? "Segiði til." Það kom enginn að tómu tjaldinu hjá þeim hjónum. Hellt upp á gesti og gangandi, hlegið, trallað og spjallað. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 333 orð

Guðni Ólafsson

Með miklum trega kveð ég nú minn góða vin, Guðna Ólafsson. Örlögin geta verið grimm svo manni finnst það þyngra en tárum taki að minnast Guðna, því svo margs er að minnast að maður veit ekki hvers skal getið og hverju sleppt. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 192 orð

Guðni Ólafsson

Elsku pabbi, það var okkur mikið áfall þegar við fengum fréttirnar að þú værir farinn frá okkur yfir móðuna miklu eftir svo stutt veikindi. Þessu átti ekkert okkar von á. Þetta er mikill missir fyrir alla sem fengu að kynnast þér, þú svona traustur og sterkur. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 220 orð

Guðni Ólafsson

Við systurnar Ásta Sigga og Elísa vorum staddar í Kópavogi þegar pabbi hringdi og sagði að Guðni væri dáinn. Okkur brá mikið því enginn átti von á þessu og engum datt þetta einu sinni í hug. Elísa vildi ekki trúa þessu og hún sagði að hann væri bara að leggja sig. Við óskuðum þess heitt en svo var ekki. Við vorum nýbúnar að vera með mömmu, pabba, Guðna, Gerði og Tessý í Landmannalaugum. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 99 orð

Guðni Ólafsson

Elsku afi minn er dáinn. Ég sakna hans svo mikið. Það var svo gott að fá að faðma hann og halda í stóru og sterku höndina hans. Ég skil ekki alveg af hverju afi er ekki lengur hjá okkur. Þú varst alltaf svo góður við mig og gott var að fá að sofa hjá þér og ömmu í Vestmannaeyjum þegar ég kom í heimsókn. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 165 orð

Guðni Ólafsson

Ég vil í örfáum orðum minnast Guðna Ólafssonar, fyrrverandi tengdaföður míns, sem er látinn langt um aldur fram. Guðni reyndist mér og dætrum mínum ávallt vel. Þau ár er ég var búsett í Eyjum kom Guðni iðulega í heimsókn til okkar þegar hann var í landi. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 198 orð

Guðni Ólafsson

Elsku pabbi minn! Ekki óraði mig fyrir því eftir að ég hitti þig í hádeginu föstudaginn 20. ágúst að þú yrðir látinn nokkrum tímum síðar. Okkar samverustundir voru margar yndislegar en ég minnist sérstaklega þess er ég fór með þér á sjóinn í fyrsta skiptið. Ég get ekki lýst þessari minningu með orðum en hún er greypt svo fast í hug minn að ég mun aldrei gleyma henni. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 456 orð

Guðni Ólafsson

Elsku Guðni! Ég skil það ekki að þú sért farinn frá okkur. Söknuðurinn eftir þér er svo djúpur og sár. Er Sigurður Óli kynnti mig fyrir ykkur hjónum í fyrsta sinn tókuð þið strax vel á móti mér og aðeins þremur mánuðum seinna er við spurðum hvort ég mætti ekki flytja inn í íbúð ykkar á Boðagrandanum til Sigurðar Óla var það sjálfsagt mál þrátt fyrir stutt kynni. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 395 orð

GUÐNI ÓLAFSSON

GUÐNI ÓLAFSSON Guðni Ólafsson, útgerðarmaður og skipstjóri, fæddist í Heiðarbæ í Vestmannaeyjum 15. ágúst 1943. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 20. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Ingileifsson, útgerðarmaður og skipstjóri frá Heiðarbæ í Vestmannaeyjum, f. á Ketilsstöðum í Mýrdal 9.6. 1891, d. 14.2. 1968, og k.h. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 232 orð

Ingvar Friðriksson

Kær fjölskylduvinur, Ingvar í Steinholti, er nú kvaddur með virktum og þakklæti. Þau hjón, Ingvar og Anna Björg, föðursystir mín, leyfðu mér að vera í sveit tvo sumarparta sem barn. Eitthvað fékk ég sparihlið af sveitabúskap því aðallega fólst dvölin í leikjum okkar frændsystkina. Man ég þó einstaka skylduverk svo sem að klóra belju sem Ingvar eignaði mér og hét Grýla. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 612 orð

Ingvar Friðriksson

Elsku afi, mig langar að minnast þín með nokkrum orðum. Ekki óraði mig fyrir því þegar þú heimsóttir mig í lok júní, að þetta yrði þín síðasta ferð suður til Reykjavíkur. Þá varstu hress og varst að tala um hvenær þú kæmir aftur. En enginn veit hvenær kallið kemur. Ég minnist þeirra daga þegar ég, sem lítið barn, dvaldi hjá þér í sveitinni. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 624 orð

Ingvar Friðriksson

Elsku afi, mig langar að minnast þín í nokkrum orðum. Þegar ég hugsa um þig rifjast upp margt sem gott er að minnast. Það var fastur punktur í tilverunni að fara austur í Steinholt á sumrin og dvöldum við þar oft lengi í einu. Líklega er fyrsta minningin um þig tengd álestrinum á mælinum undir Eyvindarárbrú. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 486 orð

INGVAR FRIÐRIKSSON

INGVAR FRIÐRIKSSON Ingvar Friðriksson fæddist í Blöndugerði í Hróarstungu 17. júlí 1911. Hann lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 11. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Friðrik Jónsson af Úthéraði, f. 11. maí 1880, d. 2. nóvember 1916, og Sigurborg Þorsteinsdóttir frá Þrándarstöðum, f. 12. febrúar 1879, d. 24. júlí 1915. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 508 orð

Kristín Hannesdóttir

Með þessum fátæklegu orðum langar mig að minnast ömmu Bíu, ömmu minnar sem bjó í Hamrahlíðinni. Þar átti ég mitt annað heimili, fyrst með mömmu, síðan bættist Magga systir í hópinn og svo fluttum við með mömmu og pabba til Bíldudals. Samt átti ég alltaf heima í Hamrahlíðinni, þar var alltaf pláss fyrir mig. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 28 orð

KRISTÍN HANNESDÓTTIR

KRISTÍN HANNESDÓTTIR Kristín Hannesdóttir fæddist á Bíldudal 1. október 1910. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 11. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 19. ágúst. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 777 orð

Ólafur Magnússon

Þannig kvað pabbi um afa okkar, Ólaf Magnússon á Efra-Skarði. Þessi orð segja mikið um afa enda var hann borinn og barnfæddur bóndi. Hann var ekki gamall í hettunni þegar hann, ásamt móður sinni, tók við búi á Efra-Skarði, einungis fimmtán ára að aldri. Það rifjuðust upp margar minningar hjá okkur systkinunum þegar við héldum í höndina á afa rétt áður en hann fór í hina hinstu ferð. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 323 orð

ÓLAFUR MAGNÚSSON

ÓLAFUR MAGNÚSSON Ólafur Magnússon bóndi fæddist á Efra-Skarði í Svínadal 14. mars árið 1905. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 22. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Magnússon, f. 8.7. 1862, d. 1.1. 1920, bóndi á Efra-Skarði og Sigríður Ásbjörnsdóttir, f. 5.8. 1871, d. 25.4. 1937, húsfreyja á Efra-Skarði. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 209 orð

Pétur Davíð Pétursson

Kveðja til Péturs Davíðs vinar okkar. Þinn svipur var eins og heiðið hreinn hann hafði ei mörgu að leyna. Og þú varst svo fagur, frjáls og beinn og fýsti svo krafta að reyna, er stóðstu brosandi, bjarti sveinn, í brjóstfylking ungra sveina. Um er nú sigld þín æskuskeið á úthafsins sólroðnu bárum. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 786 orð

Pétur Davíð Pétursson

Öll getum við verið sammála um að eitt af því mikilvægasta í lífinu er að eignast góða vini, vini sem maður ber virðingu fyrir, elskar og getur treyst fyrir sínum helgustu leyndarmálum. Vinátta kallar líka fram söknuð og tómleika þegar sá sem maður dáir og elskar er allt í einu hrifinn á brott löngu fyrir aldur fram. Vinur minn, Pétur Davíð Pétursson, er horfinn á braut aðeins níu ára gamall. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 189 orð

Pétur Davíð Pétursson

Elsku Pétur Davíð. Ég gæti skrifað margar blaðsíður, en í minningunni held ég að síðustu vikurnar þínar komi til með að skilja eftir sig trú á að eitthvað sé okkur öllum ætlað annars staðar. Og að þú hafir vitað það. Þegar þú sagðir á afmælisdaginn, "ég held bara upp á það í haust". Þá hefur þú, litli vinur, vitað að veislan biði þín á öðrum stað. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 438 orð

Pétur Davíð Pétursson

Kæri vinur. Ég ætla að kveðja þig með fáeinum orðum því ég gat ekki verið með þér síðustu erfiðu dagana þína. Ég var úti í Danmörku og þegar ég kom heim varst þú farinn upp til Guðs. Ég er svo þakklátur fyrir að við skyldum geta hist í Reykjavík áður en ég fór til Danmerkur og áður en þú varðst mjög veikur. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 29 orð

PÉTUR DAVÍÐ PÉTURSSON

PÉTUR DAVÍÐ PÉTURSSON Pétur Davíð Pétursson fæddist á Húsavík 28. júlí 1990. Hann lést á heimili sínu 9. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Húsavíkurkirkju 14. ágúst. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 848 orð

Sigurður Brynjólfsson

Kæri frændi, úr fjarlægð langar mig að minnast þín nokkrum orðum. Kynni okkar urðu ekki sérlega langvinn, en þau voru góð. Þú varst sáttari við lífið og dauðann en flestir aðrir, sem ég hef kynnst. Þér var mikið í mun að allir væru sáttir og fjölskyldur kynntust. Hvað heimurinn væri betri staður, ef allir gætu tileinkað sér það. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 397 orð

Sigurður Jón Brynjólfsson

Elsku besti frændi, þá er komið að kveðjustund, ég sem hélt alltaf í vonina, eins og hann Siggi minn sem var skírður í höfuðið á þér. Hann var búinn að tala um í allt sumar að lækningin við krabbameini væri á næsta leiti. Auðvitað fannst manni að maður eins og þú ætti að lifa til eilífðar, en þín er víst þarfnast meira annars staðar og við verðum að reyna að sætta okkur við það. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 409 orð

Sigurður Jón Brynjólfsson

Mig langar að minnast frænda og góðs vinar míns, hans Sigga í Gerði, sem fór alltof fljótt frá okkur. Þó að hann hafi vitað um allnokkurt skeið að hverju stefndi fékk hann þó ekki staðfestingu lækna á þeim sjúkdómi sem sigraði hann að lokum fyrr en fyrir rúmum 2 mánuðum. Siggi hefur skipað stóran sess í lífi mínu frá því ég man fyrst eftir mér sem lítil stelpa. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 112 orð

Sigurður Jón Brynjólfsson

Okkur langar með nokkrum orðum að minnast og kveðja frænda okkar, Sigga í Gerði. Þegar við systurnar hugsum til baka munum við góðan, hjálpsaman og kátan frænda. Hann var sá sem allt gat og vildi öllum hjálpa. Ófá voru þau handtökin sem hann gerði fyrir okkar fjölskyldu. Aðeins eitt orð og Siggi var mættur með sinn geislandi hlátur og óendanlega kraft. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 202 orð

SIGURÐUR JÓN BRYNJÓLFSSON

SIGURÐUR JÓN BRYNJÓLFSSON Sigurður Jón Brynjólfsson fæddist á Kúludalsá í Innri-Akraneshreppi 28. ágúst 1934. Hann lést á heimili sínu 23. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Elísabet Sigurðardóttir, f. 3. mars 1905, d. 11. ágúst 1958 og Brynjólfur Guðmundsson, f. 1. maí 1901, d. 18. júlí 1963. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 601 orð

Vilmundur Indriðason

Komið er að kveðjustund og ýmsar minningar frá liðinni tíð koma upp í hugann. Fyrst og fremst þökkum við frændsystkinin fyrir þau forréttindi að hafa fengið að alast upp á hlaðinu í Efstadal í svo nánu sambýli við afa og ömmu. Við skoppuðum í kringum afa við vinnu sína og þannig sýndi hann okkur elju og vinnulag, lét okkur syngja og sendast fyrir sig. Við fengum m.a. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 751 orð

Vilmundur Indriðason

Ástkær tengdafaðir minn Vilmundur Indriðason, bóndi í Efsta- Dal, er látinn. Í huga mínum er tómarúm og sár söknuður þrátt fyrir að ég viti að hann var farinn að þrá hvíldina. Þar sem ég sit og horfi á mynd af Villa hrannast minningar síðustu þrjátíu og tveggja ára upp. Á þessari mynd er hann kankvís og glettinn á svip, eins og hann var svo oft. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 296 orð

VILMUNDUR INDRIÐASON

VILMUNDUR INDRIÐASON Vilmundur Indriðason fæddist í Efsta-Dal í Laugardal 13. apríl 1916. Hann andaðist á Hjúkrunarheimilinu Lundi, Hellu 21. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Indriði Guðmundsson frá Kjarnholtum, f. 15. ágúst 1877, d. 8. febrúar 1950, og kona hans Theodóra Ásmundsdóttir frá Efsta-Dal, f. 25. apríl 1884, d. 8. febrúar 1967. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 156 orð

Ögmundur Eyþór Svavarsson

Það dimmdi yfir í huga okkar kvöldið sem fregnin barst. Ögmundur var dáinn. Við hittum Ögmund sem litlir krakkar og hann kom alltaf fram við okkur sem sín eigin afabörn, ætíð hlýr og góður. Svo liðu árin. Við systkinin fórum í skóla á Sauðárkróki og okkur vantaði litla íbúð. Svo vel vildi til að kvisturinn hjá Ögmundi og Mæju var laus og við fluttum þangað haustið 1990. Þar var gott að vera. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 453 orð

Ögmundur Eyþór Svavarsson

Flestum eru í barnsminni sérstakir viðburðir eða hátíðir sem rufu langa röð tilbreytingarlausra hversdaga. Eru hátíðarviðburðir jólanna þá oftast minnisstæðastir, og er það einnig þannig í mínum huga. Því get ég þessa hér að fáir eða engir tengjast jafnsterkt þessum minningum og frændi minn og nafni, sem nú í dag er kvaddur hinstu kveðju á þeim stað er geymir öll hans spor, Sauðárkróki. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 568 orð

Ögmundur Eyþór Svavarsson

Elsku afi minn. Nú er kallið komið, en ég trúi því að í fyllingu tímans eigum við eftir að hittast og syngja um Liljuna eins og við höfum gert á síðustu þorrablótum; fjölskylduþorrablótin þar sem þú spilaðir á píanó og við sungum. Ég leit eina lilju í holti hún lifði hjá steinum á mel svo blíð og svo björt og svo auðmjúk en blettinn sinn prýddi hún vel. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 53 orð

Ögmundur Eyþór Svavarsson

Elsku langafi okkar. Allir heilir uns við sjáumst næst Drottinn hylur dýpstu leiðir Drottinn allan vanda greiðir allir heilir uns vér sjáumst næst Allir vér, allir vér hittumst þar sem Herrann er allir vér, allir, allir vér allir heilir uns vér sjáumst næst. Guð blessi þig. Sigurvin Örn og Kristrún María. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 586 orð

Ögmundur Eyþór Svavarsson

Útmánuðir 1957. Það er Sæluvika á Sauðárkróki, eitthvað sem er þvílík upplifun og nýnæmi fyrir unglingspilt úr litlu, fjarlægu sjávarþorpi að því ná engin orð að lýsa. Leiksýningar, dansleikir og samkomur af ýmsu tagi. Á skemmtikvöldi í félagsheimilinu Bifröst upplifir unglingurinn það í fyrsta skipti að sjá alvöru, fjölskipaða hljómsveit leika skemmtitónlist. Meira
28. ágúst 1999 | Minningargreinar | 196 orð

ÖGMUNDUR EYÞÓR SVAVARSSON

ÖGMUNDUR EYÞÓR SVAVARSSON Ögmundur Eyþór Svavarsson fæddist á Sauðárkróki 30. mars 1928. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 23. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Svavar Guðmundsson og Sigurbjörg Ögmundsdóttir. Systkini hans eru Ásdís (látin), Guðrún Ólöf, Kristín Björg, Sverrir Sigurðsson og Sigríður. Ögmundur kvæntist 23. Meira

Viðskipti

28. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 394 orð

Afkoma samkvæmt væntingum

SR-MJÖL hf. var rekið með 60 milljóna króna tapi á fyrstu sex mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra varð rúmlega 154 milljóna króna hagnaður af rekstrinum. Tap félagsins af reglulegri starfsemi nam 43 milljónum króna en niðurfærsla eignar í hlutdeildarfélögum veldur því að heildartap félagsins er meira. Meira
28. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 283 orð

ÐSeðlabankinn telur lausafjárreglur árangursríkar

SEÐLABANKI Íslands telur að þær aðgerðir bankans að setja lánastofnunum lausafjárreglur, sem gildi tóku 21. mars síðastliðinn, virðist á góðri leið með að ná þeim markmiðum að bæta lausafjárstöðu lánastofnana, lækka erlendar skammtímaskuldir og draga úr miklum vexti útlána. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Hagtalna mánaðarins sem Seðlabankinn gefur út. Meira
28. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 1832 orð

Gunnar Helgi Hálfdanarson hættir um mánaðarmótin sem forstjóri Landsbréfa o

Gunnar Helgi Hálfdanarson hefur hefur verið einn af æðstu yfirmönnum Landsbankasamstæðunnar í áratug, sem forstjóri Landsbréfa og yfirmaður sjóðasviðs bankans. Hann hefur nú ákveðið að söðla um og taka við nýju framkvæmdastjórastarfi hjá Alliance Capital Management International, Meira
28. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 438 orð

Hagnaðarminnkun um sextíu prósent

SÍLDARVINNSLAN hf. í Neskaupstað var rekin með 83,4 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins 1999 samanborið við 208,7 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Veltufé frá rekstri nam 220,7 milljónum króna samanborið við 350,1 milljón króna árið áður. Meira
28. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 372 orð

Hagnaður af reglulegri starfsemi tæpar 72 milljónir

SAMSTÆÐA Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna skilaði 153,7 milljóna króna tapi fyrstu sex mánuði ársins, miðað við 56,7 milljóna króna hagnaði á sama tímabili í fyrra. Hagnaður af reglulegri starfsemi nemur 71,7 milljónum króna en óregluleg gjöld SH nema 544 milljónum króna. Stærsti liðurinn innan þeirra er 362 milljóna króna niðurfærslna vegna fjárfestinga SH í Rússlandi. Meira
28. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 172 orð

Hugsanlega til marks um hert aðhald

Kauphöllin í Ósló, Oslo Børs, hefur ákveðið að sekta tvö skráð hlutafélög fyrir að bregðast upplýsingaskyldu, að því er fram kemur í Dagens Næringsliv. Talið er að þessi ákvörðun, sem tilkynnt hefur verið opinberlega, geti verið til marks um breytta og harðari stefnu gagnvart þeim félögum sem ekki fara að reglum kauphallarinnar. Meira
28. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 219 orð

Kredittilsynet rannsakar Sturebrand

FORSTJÓRI norska tryggingafélagsins Sturebrand, Åge Korsvold, útilokar ekki að yfir tíu prósent samanlagður eignarhlutur norsku fyrirtækjanna Orkla og Orkla Pensjonkasse í tryggingafélaginu Sturebrand stríði gegn norskum lögum, samkvæmt frétt Dagens Næringsliv. Meira
28. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 284 orð

SR-mjöl selur 40% hlut sinn í Kítín ehf.

ÞORMÓÐUR rammi-Sæberg hf. og Genís ehf. hafa keypt öll hlutabréf SR-mjöls í Kítín ehf. á Siglufirði. Söluverð bréfanna nam 85 milljónum króna og er eignarhlutur Þormóðs ramma-Sæbergs nú 73,91% og Genís ehf. 26,09%, að því er fram kemur í tilkynningu til Verðbréfaþings Íslands. Kítín-verksmiðjan á Siglufirði framleiðir kítósan, sem unnið er úr rækjuskel. Efnið er m.a. Meira
28. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 358 orð

Styrkir kauphallasamstarfið

Í vikunni ákvað stjórn kauphallarinnar í Noregi, Oslo Børs, að ganga til samstarfs við kauphallirnar í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn um sameiginlegt viðskiptakerfi. Ákvörðunin er talin renna stoðum undir áform um að mynda samnorrænt kauphallakerfi, Norex, sem næði til sem flestra af norrænu löndunum en Finnar hafa ákveðið að sækjast ekki eftir aðild að því. Meira
28. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 424 orð

Úr hagnaði í tap af reglulegri starfsemi

HAGNAÐUR Tanga hf. á Vopnafirði nam 83,3 milljónum króna en tap af reglulegri starfsemi nam 16,5 milljónum króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi félagsins á fyrstu 6 mánuðum ársins 1998 nam 86,5 milljónum króna þannig að um veruleg umskipti til hins verra er að ræða. Í fréttatilkynningu kemur fram að þessi mikla breyting á milli ára skýrist fyrst og fremst af tvennu. Meira
28. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 222 orð

Varnaðarorð Greenspans hafa áhrif

FJÁRFESTAR virðast bíða frétta af hugsanlegum vaxtahækkunum beggja vegna Atlantshafsins og hlutabréfavísitölur hækkuðu ýmist eða lækkuðu í gær. Dow Jones hlutabréfavísitalan í Bandaríkjunum lækkaði um 108,28 stig og var við lok viðskipta 11.090,89 stig. Nasdaq hlutabréfavísitalan lækkaði um 15,73 stig í 2.758,89 stig en hækkaði alls um 4,17% í vikunni. Meira

Daglegt líf

28. ágúst 1999 | Neytendur | 632 orð

Nauðasamningar þegar skuldir eru of miklar Fjármál heimilanna Eitt þeirra úrræða sem skuldsettum einstaklingum stendur til boða

SAMKVÆMT lögum um réttaraðstoð við einstaklinga til að leita nauðasamninga getur dómsmálaráðherra veitt einstaklingum réttaraðstoð í formi fjárhagsstuðnings til að standa straum af kostnaði við að koma á nauðasamningi. Réttaraðstoðin tekur til kostnaðar af aðstoð við að leita nauðasamnings ásamt tryggingu fyrir kostnaði við undirbúning og gerð nauðasamnings. Meira

Fastir þættir

28. ágúst 1999 | Í dag | 29 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 28. ágúst, verður sextug Kamma Agneta Níelsdóttir, Furulundi 5, Garðabæ. Hún tekur á móti vinum og vandamönnum á heimili sínu í dag kl. 16-20. Meira
28. ágúst 1999 | Fastir þættir | 213 orð

7 umsækjendur skipta með sér 3,6 milljónum

Útflutnings- og markaðsnefnd hefur úthlutað úr útflutningssjóði íslenska hestsins og fengu allir umsækjendurnir að þessu sinni styrk úr sjóðnum. Upphæðin nemur alls 3.600.000 krónum og skiptist á sjö aðila. Meira
28. ágúst 1999 | Í dag | 33 orð

95 ÁRA afmæli.

95 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 28. ágúst, verður níutíu og fimm ára Kristlaug Kristjánsdóttir frá Árgerði, Ólafsfirði. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í húsi eldri borgara milli kl. 15 og 17. Meira
28. ágúst 1999 | Fastir þættir | 414 orð

Andinn mikilvægari en efnið

AFREKSFÓLK Í ÍÞRÓTTUM Andinn mikilvægari en efnið Medical Tribune News Service. ÞJÁLFARAR eru almennt þeirrar hyggju að sálfræðilegir þættir vegi þyngra en líkamlegt atgervi þegar afreksfólk í íþróttum er annars vegar. Meira
28. ágúst 1999 | Fastir þættir | 109 orð

Árangur A-V:

Fimmtudaginn 19. ágúst sl. spiluðu 20 pör Mitchell-tvímenning í Ásgarði, Glæsibæ. Úrslit urðu: Árangur N-S: Ásthildur Sigurgíslad. ­ Lárus Arnórss.271 Sigurleifur Guðjónss. ­ Oliver Kristóferss.241 Jón Andréss. ­ Guðm. Á. Guðmundss.238 Árangur A-V: Eysteinn Einarsson ­ Magnús Halldórss. Meira
28. ágúst 1999 | Fastir þættir | 43 orð

Bridsfélagið Muninn Sandgerði Miðvikudaginn 11. ágúst var

Miðvikudaginn 11. ágúst var spilaður eins kvölds tvímenningur hjá félaginu og urðu úrslit efstu para þessi: Gísli Ísleifsson ­ Karl Sigurbergsson60 Gunnar Sigurjónsson ­ Ævar Jónasson54 Dagur Ingimundarson ­ Einar Júlíusson53 Lilja Guðjónsdóttir ­ Þórir 53 Vetrarstarfið hefst 8. september. Meira
28. ágúst 1999 | Fastir þættir | 52 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Vetrarstarf bridsfélag

Þá er komið að því að hefja spilamennsku hjá Bridsfélagi Suðurnesja. Mánudaginn 30. ágúst spilum við einskvölds upphitunartvímenning. En síðan þriggja kvölda tvímenning þar sem tveir bestu telja. Að venju er spilað í félagsheimilinu á Mánagrund og hefst spilamennskan kl. 20. Meira
28. ágúst 1999 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. júlí í Háteigskirkju af sr. Pálma Matthíassyni Ágústa Valsdóttir og Gunnlaugur Helgason. Heimili þeirra er að Jörfabakka 30, Reykjavík. Meira
28. ágúst 1999 | Fastir þættir | 316 orð

Dómur fallinn

DÓMUR féll nýverið í Bandaríkjunum þar sem Jim og Karen Hood og fjölskylda í Washingtonríki er dæmd til að ganga frá greiðslum fyrir hesta sem hún keypti af þeim Sigurbirni Bárðarsyni og Axel Ómarssyni. Fyrr láti þeir ekki af hendi upprunavottorð hrossanna sem þeir héldu sem tryggingu fyrir greiðslu. Meira
28. ágúst 1999 | Fastir þættir | 1358 orð

Draumalandið

Og leyf mér þig að leiða til landsins fjalla heiða Í ljóði Guðmundar Magnússonar birtist sú innri fegurð sem kviknar í hjarta þess sem ann landi sínu af einlægni, án hroka eigingirni og þjóðrembu. Þegar undurblítt lag Sigfúsar Einarssonar hljómar við það fyrir hádegisfréttir, opnast land draumsins fyrir hugskotssjónum og um mann hríslast furðuleg firn. Meira
28. ágúst 1999 | Í dag | 77 orð

GEFÐU MÉR HLÁTUR ÞINN

Gefðu mér hlátur þinn, söngglaði sær, og þinn sviflétta dans yfir votum steinum, þó að þú geymir í grafdjúpum leynum grábleikan dauðann, þú sýnir ei neinum annað en sólroðið andlit, sem hlær. Meira
28. ágúst 1999 | Fastir þættir | 845 orð

Guðspjall dagsins: Miskunnsami Samverjinn.

Miskunnsami Samverjinn. (Lúk. 10.) ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er bent á guðsþjónustu í Laugarneskirkju. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Altarisganga. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Meira
28. ágúst 1999 | Fastir þættir | 932 orð

Hjátrú og knattspyrna KR-ingar eiga besta knattspyrnulið landsins í sumar en það eitt tryggir þeim ekki Íslandsmeistaratitilinn.

Auðvelt er að fá það á tilfinninguna að eiginlega sé það ekki nema eitt sem beðið er eftir þegar íþróttir á Íslandi ber á góma ­ að ekkert annað skipti máli. Sem sagt, hvort og þá hvenær KR-ingar verði aftur Íslandsmeistarar í knattspyrnu. Meira
28. ágúst 1999 | Fastir þættir | 508 orð

Hvað er rósroði? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA:

Spurning: Fyrirspyrjandi hefur rósroða og samhliða honum blóðhlaupin og sár augu. Stundum er sviðinn nánast óbærilegur. Raunar hófust augnvandræðin fyrst, eins og oft vill verða með rósroðasjúklinga, áður en húð á nefi og kinnum varð rjóð, bólótt og óþægilega heit, en augnlæknar áttuðu sig ekki, þrátt fyrir að leitað væri til þeirra, Meira
28. ágúst 1999 | Dagbók | 890 orð

Í dag er laugardagur 28. ágúst, 240. dagur ársins 1999. Ágústínusmessa. Orð dag

Í dag er laugardagur 28. ágúst, 240. dagur ársins 1999. Ágústínusmessa. Orð dagsins: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Kyndill kom í gær. Meira
28. ágúst 1999 | Fastir þættir | 905 orð

Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1020. þáttur

Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1020. þáttur ENGUM þarf að segja að Jón Helgason skáld og prófessor væri einn mesti lærdómsmaður og orðsnillingur okkar tíma. Hann kunni þá erfiðu list að skrifa fræðirit svo vel, að maður les þau ekki síður til skemmtunar sér en fróðleiks. Meira
28. ágúst 1999 | Fastir þættir | 889 orð

Kampýlóbakter

IÐRASÝKINGUM af völdum bakteríunnar kampýlóbakter hefur farið fjölgandi mjög hér á landi síðustu þrjú árin. Í samtali sem Morgunblaðið átti í júlímánuði við Karl G. Kristinsson, sérfræðing í sýklafræði á rannsóknarstofu Landspítalans, kom fram að nú eru fleiri lagðir inn á sjúkrahús af völdum þessarar bakteríu hér á landi en af völdum salmonellu. Meira
28. ágúst 1999 | Fastir þættir | 1115 orð

Keisarastíllinn

FRANSKA stjórnarbyltingin árið 1789 hafði víðtæk áhrif á allar listgreinar, þar á meðal húsgagnagerð. Aðdáunin á fornum listum jókst til mikilla muna og náði hámarki um það leyti, sem Napóleon gerðist keisari. Oft var um að ræða beinar stælingar eftir fornum fyrirmyndum. Þetta olli því, að nýr stíll skapaðist sem fékk nafnið keisarastíll (empire). Meira
28. ágúst 1999 | Fastir þættir | 558 orð

Khalifman tekur forystuna á ný

22.­29. ágúst ALEXANDER Khalifman náði aftur forystunni í fjórðu skák heimsmeistaraeinvígisins í skák gegn Vladimir Akopian. Akopian hafði jafnað metin í þriðju skákinni, en Khalifman hafði hvítt í fjórðu skákinni, náði betri stöðu og leiddi skákina til lykta í 61 leik. Einungis tvær skákir eru eftir í einvíginu. Meira
28. ágúst 1999 | Fastir þættir | 205 orð

Óbeinar reykingar auka hættu á heilablóðfalli

ÓBEINAR reykingar auka hættuna á því að þeir, sem ekki reykja, fái heilablóðfall um 82% samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Vísindamenn á Nýja Sjálandi segja að þessi niðurstaða þeirra sýni að hættan af óbeinum reykingum sé í rauninni mun meiri en talið hafi verið. Í rannsókninni kom einnig fram, að reykingafólki er fjórum sinnum hættara við heilablóðfalli en þeim sem ekki reykja. Meira
28. ágúst 1999 | Fastir þættir | 340 orð

Rétt meðhöndlun og hreinlæti

AFSTÝRA má flestum þeim veikindum, sem fylgja sýkingum af völdum baktería á borð við kampýlóbakter, með réttri meðhöndlun matvæla og viðeigandi hreinlæti. Kampýlóbakter lifir í hægðum fólks sem sýkst hefur þannig að það getur dreift bakteríunni með því að þvo ekki nægilega vel hendur sínar eftir salernisferð. Meira
28. ágúst 1999 | Í dag | 547 orð

Toppþjónusta hjá Toyota

ÉG varð fyrir því um daginn að bíllinn minn, Toyota Corolla, varð rafmagnslaus. Ég hringdi klukkan átta að morgni í Toyota-umboðið og bar mig frekar illa því ég vissi ekki nákvæmlega hvað hafði gerst. Hann Jóhann á verkstæðinu var ekkert að tvínóna við hlutina og sagðist ætla að koma, lána mér rafgeymi sem hann ætti, taka minn til baka og setja hann í hleðslu. Meira
28. ágúst 1999 | Fastir þættir | 317 orð

Uppbyggingu og merkingu reiðleiða á Þingvöllum að ljúka

Uppbyggingu og merkingu reiðleiða á Þingvöllum að ljúka UNDANFARIN sumur hafa verið byggðar upp götur í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum. Annars vegar á leiðinni sem liggur frá Sandskeiði niður í Hrauntún, í Skógarhóla, niður í Vatnsvík og upp í Gjábakka. Meira
28. ágúst 1999 | Fastir þættir | 540 orð

Upplýsingar á Netið og kynning í fjölmiðlum

Vel hefur gengið að hrinda af stað átaki til kynningar á íslenska hestinum í Norður-Ameríku. Upphaflegt markmið átaksins var að auka vitneskju almennings um að þetta hrossakyn væri til. Í vor var stofnað Íslensk-ameríska hestaráðið með fulltrúum hagsmunaaðila og þeirra sem hafa áhuga á útbreiðslu íslenska hestsins í Norður-Ameríku. Meira
28. ágúst 1999 | Fastir þættir | 31 orð

Veitingasala Bridssambandsins Rekstur veitingasölunnar í húsnæði Br

Rekstur veitingasölunnar í húsnæði Bridssambandsins er laus til umsóknar. Skriflegum tilboðum skal skila á skrifstofu BSÍ fyrir 8. september kl. 16.00. Allar nánari upplýsingar eru veittar í s. 587 9360. Meira
28. ágúst 1999 | Í dag | 544 orð

VÍKVERJA líst vel á þá hugmynd að koma upp golfæfingasvæði á fyrirhuguðum by

VÍKVERJA líst vel á þá hugmynd að koma upp golfæfingasvæði á fyrirhuguðum byggingarreit Landssímahússins í Laugardal. Hugmynd þessi var kynnt í Morgunblaðinu síðastliðinn miðvikudag, en samkvæmt henni yrði byggt þarna sérstakt æfingasvæði með "æfingastöðvum" fyrir kylfinga og haft eftir framkvæmdastjóra Golfsambands Íslands að slík æfingasvæði hefðu þann kost að taka lítið pláss, Meira
28. ágúst 1999 | Fastir þættir | 37 orð

(fyrirsögn vantar)

Sýkingar Allt um bakteríuna kampýlóbakter og varnir gegn henni. Rannsóknir Sálrænir þættir taldir ráða mestu um árangur í íþróttum. Reykingar Hættan af óbeinum reykingum sögð gróflega vanmetin. Sjúkdómar Meira

Íþróttir

28. ágúst 1999 | Íþróttir | 271 orð

Fylkir á ný í hóp þeirra bestu

"ÞAÐ var gott að tryggja sér sigur í deildinni með sigri ­ það er skylda gagnvart hinum liðunum að klára þetta eins og menn og gefa allt í sigurinn því það er mikið eftir af deildinni og tvísýn barátta við toppinn og botninn," sagði Ólafur Þórðarson, leikmaður og þjálfari Fylkismanna, eftir að lið hans hafði tryggt sér sigur í 1. Meira
28. ágúst 1999 | Íþróttir | 1318 orð

KR getur sett aðra höndina á Íslandsbikarinn

Stórleikur verður í 15. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu á morgun, er KR og ÍBV eigast við í Frostaskjóli. Íslandsmeistarar Eyjamanna freista þess að taka forystu í úrvalsdeildinni með sigri, en sjálfir eiga heimamenn kost á því að auka forskot sitt í fimm stig ­ beri þeir sigur úr býtum. Edwin Rögnvaldsson ræddi við Loga Ólafsson, þjálfara Skagamanna, um viðureignina. Meira
28. ágúst 1999 | Íþróttir | 242 orð

KR-ingar hlýða á Eyjamann fyrir leikinn

LEIKMENN KR hlýða reglulega á rödd sálfræðingsins Einars Gylfa Jónssonar, sem fór m.a. með liðinu til Skotlands vegna leiksins við Kilmarnock í fyrrakvöld. Slíkt er ef til vill ekki í frásögur færandi en athygli vert er að Einar Gylfi átti á sínum tíma frumkvæðið að því að stofna stuðningsmannaklúbb ÍBV í Reykjavík og gegndi formennsku í fjögur ár ­ hætti haustið 1997. Meira
28. ágúst 1999 | Íþróttir | 690 orð

Miller út úr skugganum

INGER Miller, Bandaríkjunum, vann yfirburðasigur í 200 metra hlaupi kvenna og landi hennar, Maurice Greene, vann önnur gullverðlaun sín á heimsmeistaramótinu þegar hann kom fyrstur í mark í sömu grein í karlaflokki. Auk þeirra vann Rúmeninn Gabriela Szabó sigur í 5.000 metra hlaupi kvenna á tímanum 14.41,82 mínútum og bætti um leið mótsmetið um tæpar 5 sekúndur. Meira
28. ágúst 1999 | Íþróttir | 449 orð

Nú er það stigametið

"VIÐ erum búnir að æfa eins og skepnur í tíu mánuði svo það er meiriháttar að ná því sem stefnt var að ­ að vinna deildina og nú stefnum við að því að slá stigamet í deildinni en til þess þurfum við vinna þá þrjá leiki sem eftir eru," sagði Gunnar Þór Pétursson, leikmaður Fylkis, eftir öruggan 3:1 sigur á KA í Árbænum í gærkvöldi, sem tryggði liðinu sigur í deildinni. Meira
28. ágúst 1999 | Íþróttir | 66 orð

Ríkharður gegn Schmeichel

RÍKHARÐUR Daðason og samherjar hans hjá Viking, sem skoruðu átján mörk gegn liði frá Andorra ­ þar af Ríkharður fimm, fá erfiðari mótherja í 1. umferð UEFA-keppninnar. Þeir mæta Sporting Lissabon, þar sem danski landsliðsmarkvörðurinn Peter Schmeichel stendur í markinu. Fyrri leikurinn fer fram í Stavangri 16. september. Meira
28. ágúst 1999 | Íþróttir | 309 orð

Sagan endalausa

Ragnhildur Sigurðardóttir, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, gekk nánast allt í óhag á þriðja keppnisdegi Evrópumóts áhugamanna í Karlovy Vary í Tékklandi í gær. Hún lék á 84 höggum, tólf yfir pari, og hrapaði niður í 56. til 57. sæti, en hún var jöfn tveimur öðrum kylfingum í þriðja sæti eftir fyrsta hring og í 19. til 24. sæti áður en leikur hófst í gær. Meira
28. ágúst 1999 | Íþróttir | 187 orð

Þróttur fékk dýrmæt stig

Leikmenn Þróttar frá Reykjavík fóru frá Reyðarfirði í gærkvöldi með þrjú dýrmæt stig í botnbaráttu 1. deildar, þar sem þeir fögnuðu sigri á KVA, 1:0. Hreinn Hringsson skoraði sigurmark leiksins, sem var bragðdauft, á 15. mín. eftir mikil varnarmistök heimamanna. Markið kom þvert á gang leiksins þar sem leikmenn KVA höfðu sótt vel að marki Þróttar áður. Meira
28. ágúst 1999 | Íþróttir | 430 orð

(fyrirsögn vantar)

VÍKINGAR spyrntu sér loks af botni úrvalsdeildar Íslandsmótsins í knattspyrnu með 1:0-sigri á Breiðabliki á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Jón Grétar Ólafsson gerði markið undir lok fyrri hálfleiks. Gestirnir úr Kópavogi sóttu stíft undir lokin, fundu að lokum leiðir að markinu en þeir komu boltanum ekki framhjá Gunnari Magnússyni, markverði Víkings. Meira

Úr verinu

28. ágúst 1999 | Úr verinu | 228 orð

Aflahrota í laxinum

GÍFURLEGUR afli af laxi fékkst í Bristolflóa við Kyrrahafsströnd Kanada í ár. Aflinn tvö síðustu ár var mjög tregur og því kom þessi mikla laxaganga bæði sjómönnum og fiskverkendum í opna skjöldu. Vertíðinni lauk í júlí og samkvæmt bráðabirgðatölum varð aflinn alls um 25 milljónir laxa, sem er tvöfalt meira en í fyrra. Alls eru þetta um 62.000 tonn. Uppnám í vinnslunni Meira
28. ágúst 1999 | Úr verinu | 644 orð

Búnaður til að skoða botnlagið í þrívídd

RADÍÓMIÐUN ehf. hefur um árabil verið eitt framsæknasta fyrirtækið á Íslandi á sviði fjarskipta-, siglinga-, og fiskileitartækja og má m.a. í því sambandi nefna notkun tölva um borð í fiskiskipum með tilkomu MaxSea skipstjórnartölvunnar. Fyrirtækið kynnir á Íslensku sjávarútvegssýningunni nýja möguleika með nýjum tölvu- og fjarskiptabúnaði. Meira
28. ágúst 1999 | Úr verinu | 285 orð

Fjölbreyttar lausnir á sviði frystingar

Frostmark verður með bás á sjávarútvegssýningunni þar sem fyrirtækið mun kynna það helsta sem það og samstarfsaðilar þess hafa upp á að bjóða. Þar á meðal heildarlausn í stjórnbúnaði kæli- og frystikerfa sem kemur frá Honywell Elm, Meira
28. ágúst 1999 | Úr verinu | 212 orð

Fyrirtækin falla vel saman og mynda sterkari einingu

KAUP Ljósavíkur hf. á 20% hlut í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur eru gerð með það fyrir augum að fyrirtækin sameinist, að sögn Guðmundar Baldurssonar, framkvæmdastjóra Ljósavíkur. Hann segir fyrirtækin falla vel saman og mynda öfluga einingu. Meira
28. ágúst 1999 | Úr verinu | 251 orð

Gljáður humar í chili og dijonsósu

HUMAR er hátíðamatur en einnig má gera sér góðan dagamun milli hátíða með góðum humri. Íslenzki humarinn, Nephrops norvegicus, er fráburgðinn flestum öðrum tegundum enda mun minni. Fyrir vikið er holdið ekki eins gróft og mun sætara á bragðið en í stóra humrinum. Það er því óhætt að mæla með íslenzkum humri við hvern sem er. Meira
28. ágúst 1999 | Úr verinu | 229 orð

Hafa selt siglinga og fiskileitartæki í rúma hálfa öld

FYRIRTÆKIÐ Friðrik A. Jónsson (FAJ) var stofnað árið 1942 og hefur verið í fararbroddi á sínu sviði. Fyrirtækið hefur lagt mikla áherslu á sölu og þjónustu við notendur fiskleitartækja frá Simrad. Hjá fyrirtækinu starfa átta manns og þar af fjórir við viðgerðarþjónustu. Eins og íslenskum fiskimönnum er kunnugt um framleiðir Simrad fjöldann allan af fiskleitartækjum. Meira
28. ágúst 1999 | Úr verinu | 1462 orð

Heilbrigðisþjónustan færð um borð í skipin

Nýtt fyrirtæki, TeleMedIce, stofnað um þróun og sögu fjarlækningabúnaðar Heilbrigðisþjónustan færð um borð í skipin Slysatíðni meðal sjómanna er hærri miðað við aðrar atvinnustéttir í landinu. Meira
28. ágúst 1999 | Úr verinu | 112 orð

Jóhannes til ÍS hf.

Jóhannes M. Jóhannessonhóf störf nú í sumar sem nýr framkvæmdastjóri Sölu- og markaðssviðs hjá Íslenskum sjávarafurðum hf. Jóhannes útskrifaðist frá Samvinnuskólanum á Bifröst 1982 og var í starfsnámi hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga 1982-1984. Meira
28. ágúst 1999 | Úr verinu | 112 orð

Jökull selur skip og kvóta

JÖKULL hf. á Raufarhöfn hefur selt útgerðarfélaginu Hólmsteini Helgasyni ehf. á Raufarhöfn innfjarðarrækjubátana Öxarnúp ÞH og Reistarnúp ÞH ásamt rækjukvóta félagsins í Öxarfirði. Auk þess hefur Brimnir, ehf., sem er dótturfélag Jökuls, selt togarann Brimi ÞH úr landi. Söluverðmætið er samtals um 277 milljónir króna. Meira
28. ágúst 1999 | Úr verinu | 286 orð

Ná sjónvarpinu hvar sem er á sjó

MEÐAL nýjunga sem Ísmar hf. sýnir á Íslensku sjávarútvegssýningunni verður viðtökubúnaður til að taka á móti sjónvarpssendingum frá gervihnöttum frá fyrirtækinu SeaTel. Þessi búnaður gefur sjómönnum kost á að fylgjast með heimsfréttum, íþróttaviðburðum og öðru áhugaverðu efni nánast hvar sem þeir eru staddir á hnettinum. Búnaðurinn býður einnig upp á tengingu við Netið. Meira
28. ágúst 1999 | Úr verinu | 243 orð

Nýtt frystiog kælivöruhús

Í DAG verður nýja frysti- og kælivöruhúsinu í Þorlákshöfn gefið nafn við stutta athöfn, sem hefst kl. 14. Nýja húsið, sem er 29 þúsund rúmmetrar að stærð, annast geymslu frysti- og kælivöru. Það er rúmlega tvö þúsund fermetrar að grunnflatarmáli og 17 metra hátt. Pláss er fyrir 2.000 bretti í frystigeymslu og 800 bretti í kæligeymslu. Meira
28. ágúst 1999 | Úr verinu | 1187 orð

Ollu straumhvörfum í íslenskri fiskvinnslu Baader Ísland heldur upp á fjörutíu ára starfsafmæli þessa dagana. Saga fyrirtækisins

Árið 1955 gengu tveir menn á fund Benjamíns H.J. Eiríkssonar, sem var þá bankastjóri Framkvæmdabankans. Mennirnir voru Huxley Ólafsson úr Keflavík og Þjóðverjinn Ulrich Marth. Erindi þeirra félaga var einfalt. Meira
28. ágúst 1999 | Úr verinu | 394 orð

Stálvinnslan­Stava kynnir ýmsar nýjungar

Stálvinnslan - Stava kynnir um þessar mundir ýmsar nýjungar í framleiðslu sinni á flokkurum. Jafnframt hefur fyrirtækið tekið við umboðum fyrir erlend fyrirtæki og kynnir meðal annars fiskidælur og flutningskassa fyrir fisk. Fyrirtækið þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni og mun kynna þessar nýjungar þar. Meira
28. ágúst 1999 | Úr verinu | 86 orð

Valur SH afhentur

ÓSEY hf. í Hafnarfirði afhenti á dögunum Lárusi Guðmundssyni þriðja raðsmíðaskip sitt. Báturinn hefur fengið nafnið Valur SH. Lárus hefur verið í útgerð í tvo áratugi og er Valur, sem er tæpir 16 metrar á lengd, 5 metra breiður og 29,9 brúttólestir á stærð, þrettándi báturinn sem hann gerir út. Meira
28. ágúst 1999 | Úr verinu | 369 orð

Volta-færibönd fyrir matvæli

NÚ er hafin notkun á Volta-færiböndum fyrir matvælavinnslu hér á landi. Færiböndin eru framleidd í Ísrael og hafa fengið viðurkenningu viða um heim. "Flestir matvælaframleiðendur kannast við vandamál við færibönd sem verða fljótt óhreinleg og endast ekki lengi vegna þess að sprungur koma í yfirborð þeirra, þau trosna á jöðrunum o.s.frv. Nú er unnt að komast hjá slíkum vanda. Meira

Lesbók

28. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 339 orð

efni 28. ágúst

Frúrnar í Andvörpum Árið 1521 teiknaði einn af höfuðsnillingum myndlistarsögunnar, Þjóðverjinn Albrecht Dürer, þrjár myndir af vel klæddum konum í Antwerpen. Konurnar á myndunum voru taldar íslenskar, enda hafði Dürer sjálfur skrifað undir eina myndina: "Þannig ganga ríkar konur til fara á Íslandi. Meira
28. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1530 orð

ER BRATTAHLÍÐ RANGLEGA STAÐSETT? EFTIR GUÐBRAND JÓNSSON

Eitt af því fallegasta við Ísland er frelsið og þá sérstaklega skoðana- og tjáningarfrelsið. Þetta hef ég nýtt mér eftir aðstæðum hverju sinni. Ég hef fengið viðtal við þrjá forsætisráðherra og þrjá aðra fagráðherra, til að vinna málstað mínum fylgi. Árangurinn varð enginn en ég fékk þó komið að tjáningu minni og skoðun og það kann ég að meta. Meira
28. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 107 orð

GOETHE-DAGSKRÁ Í BORGARLEIKHÚSINU

RADDIR úr lífi skálds er yfirskrift Goethe- dagskrár sem flutt verður í Borgarleikhúsinu í dag, laugardag, kl. 16 í tilefni þess að 250 ár eru liðin frá fæðingu þýska skáldjöfursins. Í dagskránni heyrast raddir ýmissa samferðamanna skáldsins og brugðið er upp smámyndum úr (innra) lífi og skáldskap Goethes. Meira
28. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 239 orð

GRAFÍK FRÁ FÆREYJUM

FÆREYSK myndlist verður í hávegum höfð á Ísafirði næstu tvo mánuðina en í dag verður opnuð í Slunkaríki hin fyrsta í röð fjögurra einkasýninga færeyskra myndlistarmanna. Sú sýning er jafnframt 200. sýningin sem þar er sett á laggirnar en fyrsta sýningin var haldin í Slunkaríki vorið 1985. Meira
28. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2515 orð

GULLÖLDIN EFTIR JÓNAS KNÚTSSON Saga kvikmyndagerðar í Þýskalandi hófst sumarið 1892. Maður að nafni Max Skladanowsky notaði

Danska leikkonan Asta Nielsen var ein skærasta kvikmyndastjarna Þýskalands allt fram á seinni hluta þriðja áratugarins. Nielsen var ástsælasta leikkona Dana í byrjun aldarinnar. Leikkonan fluttist til Berlínar árið 1911. Meira
28. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1165 orð

HAFIÐ

Robert Künzig: The Restless Sea. Exploring the World beneath the Waves. W.W. Norton & Company ­ New York ­ London 1999. HÖFUNDURINN er ritstjóri evrópsku útgáfunnar af "Discover", með aðsetur í Dijon, Frakklandi. Hann hefur hlotið viðurkenningu bandarískra vísindastofnana fyrir ritstörf sín og framúrskarandi kynningu á haffræðum. Meira
28. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2662 orð

ÍSLENSKAR FRÚR Í ANDVÖRPUM EFTIR VILHJÁLM ÖRN VILHJÁLMSSON Gengið hefur verið út frá því að myndir Dürers séu teiknaðar í

ÁRIÐ 1521 teiknaði meistari Albrecht Dürer frá Nürnberg (1471­1528) þrjár myndir af sex vel klæddum konum í Antwerpen, sem lengi voru taldar vera íslenskar. Dürer dvaldist í Niðurlöndum árið 1520 og fram á haust árið 1521. Meira
28. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 597 orð

ÍSLENSKT HRÁEFNI Í FYRIRRÚMI

ÓFEIGUR Björnsson hefur rekið gullsmiðjuna Ófeig á Skólavörðustíg undanfarin átta ár. Líkt og flestir aðrir íslenskir gullsmiðir nam hann fagið í Iðnskólanum. Síðan þá hefur hann þó bætt við sig námi í höggmyndalist og módelteikningu í Myndlistaskóla Reykjavíkur og segir hann það nám hafa töluverð áhrif á verk sín. "Ég lít á skartgripi sem smágerð myndverk," segir Ófeigur. Meira
28. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 991 orð

LANDSLAG Í BJÖRTUM LITUM

Víðátta, Tjarnir, Öræfi og Hraunfjöll eru nöfn á nokkrum verka Eiríks Smiths. ANNA SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR leit inn í Hafnarborg þar sem listamaðurinn var í óðaönn við að setja upp sýningu sína. Meira
28. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 181 orð

MANSÖNGUR ÚR VÍGLUNDARRÍMUM

Hver vill ræna hita frá heiðri sól um vorsins daga, sem lundi grænum logar á, í loftið vill hans greinar draga? Hver vill banna fjalli frá fljóti rás til sjávar hvetja? Veg þann fann sem mangi má móti neinar skorður setja. Hver má banna, að blómstur tvenn bindi saman heldar rætur og vaxi þannig saman senn, sem náttúran vera lætur. Meira
28. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1158 orð

MEÐ KVIKUNA UNDIR FÓTUM

Á Íslandi getur blásið hressilega og snjóþyngsli geta jafnvel fært hús í kaf, nokkur hraun hafa runnið í tíð núlifandi manna og vægir jarðskjálftakippir verða á hverju ári. Við búum eiginlega á eldfjalli; Ísland er sífellt í sköpun og átökin í náttúrunni mikil, en sem betur fer sjaldan mannskæð. Meira
28. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 410 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
28. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 87 orð

ROLF HANSON VERÐLAUNAÐUR

SVÍINN Rolf Hanson hlaut Carnegie Art verðlaunin 1999 að upphæð 500.000 s.kr. Önnur verðlaun, 300.000, fékk Silja Rantanen frá Finnlandi og þriðju verðlaunin, 200.000, féllu í skaut bandaríska listamanninum Clay Ketter, sem búsettur er í Svíþjóð. Sérstakan styrk hlaut danski listamaðurinn Tal R. Carnegie Art Award sýningin verður opnuð 15. október í Kunstnernes Hus í Ósló. Meira
28. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 636 orð

SELJAHJALLAGIL LJÓSMYNDIR OG TEXTI: BIRKIR FANNDAL HARALDSSON

Einn af skoðunarverðum stöðum í Mývatnssveit er Seljahjallagil, það liggur nyrst í fjallgarðinum norður frá Bláfjalli og er lítt áberandi úr fjarlægð, en sértu kominn í gilið þá verður það þér því hugstæðara sem þú skoðar það betur. Meira
28. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 467 orð

SÉRSMÍÐIN VEKUR ATHYGLI HJÁ ÚTLENDINGUM

HELGA Jónsdóttir hefur rekið verslunina Gullkúnst við Laugaveg sl. sex ár. Líkt og margir aðrir gullsmiðir hér á landi framleiðir hún og selur gripi sem hún smíðar sjálf ásamt öðrum gullsmið sem starfar hjá henni. Að mati Helgu er nauðsynlegt fyrir gullsmiði að vera jafnvígur á fagið jafnt sem verslunarreksturinn. Meira
28. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 524 orð

SILFURSMIÐJA Á GÖMLUM MERG

GULL- og silfursmiðjan Erna er gamalt og gróið fjölskyldufyrirtæki. Ásgeir Reynisson er þriðji ættliður gullsmiða sem starfar í smiðjunni, en afi hans Guðlaugur A. Magnússon, stofnaði fyrirtækið á Ísafirði 1924. Verksmiðjan var flutt í bæinn 1927 og var hafin framleiðsla á silfurborðbúnaði 1936. Meira
28. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 72 orð

SKIL

Bókahillurnar gegnt stofuglugganum eru farnar að mjálma í kvöldsólinni Þær eru undrakettir vakandi og sofandi á víxl Við mjálmum saman langt fram á nótt í skáldsögum horfinna vina svo góður var mjöðurinn að ég er farin að veiða mýs í morgunmatinn Höfundurinn er kennari og ljóðskáld í Reykjavík. Meira
28. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 302 orð

UNNIÐ AÐ STOFNUN ÞJÓÐLAGASETURS Í SIGLUFIRÐI

ÞESS verður minnst með hátíð í Siglufirði í dag og á morgun, að 100 ár eru síðan Hátíðasöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar komu út, en Bjarni var prestur Siglfirðinga um áratugaskeið. Á dagskrá er m.a. ráðstefna, þar sem rætt verður um stofnun þjóðlagaseturs í Siglufirði. Hátíðin hefst í Siglufjarðarkirkju kl. 17 í dag með frumflutningi leikverks um ævi og störf sr. Bjarna. Meira
28. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 58 orð

VIÐ TJÖRNINA

Ég fór niður að Tjörn að gefa öndunum ljóð, unnin sannleikskorn og ávexti óþvingaðra orða. Sumir fuglanna voru kyrrir, nokkrir syntu frá, og aðrir flugu burt. Ljóð mín voru ort í andvara kvöldsins um blómin í garðinum og liti sólsetursins, einlægar myndir, of fagrar til að festast á blað. Meira
28. ágúst 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2070 orð

ÞAR SEM SMÆÐIN GÖFGAR GÆÐIN FYRRI HLUTI Færeyska tónlistarhátíðin Sumartónar var haldin í Þórshöfn í Færeyjum fyrir skömmu. Þar

Færeyska tónlistarhátíðin Sumartónar var haldin í Þórshöfn í Færeyjum fyrir skömmu. Þar voru haldnir 45 tónleikar á nítján dögum. RÍKARÐUR ÖRN PÁLSSON sótti færeyinga heim og hlustaði á stóra hluta dagskrárinnar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.