Greinar fimmtudaginn 2. september 1999

Forsíða

2. september 1999 | Forsíða | 201 orð

Enn óvissa um Wye-samninginn

VIÐRÆÐUR Ísraela og Palestínumanna um framkvæmd Wye-samkomulagsins virtust vera í uppnámi seint í gærkvöld og hafði verið frestað. Var ekki ljóst hvort aftur átti að setjast að samningaborði í dag en til stóð að undirrita væntanlegt samkomulag í dag í Alexandríu í Egyptalandi að viðstöddum Hosni Mubarak, forseta landsins, og Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Meira
2. september 1999 | Forsíða | 117 orð

Fórst í flugtaki

Reuters Fórst í flugtaki AÐ minnsta kosti 64 menn og hugsanlega fleiri týndu lífi er Boeing 737-farþegaflugvél fórst í flugtaki í Buenos Aires í Argentínu í gær. Er hún hafði sleppt flugbrautinni fór hún í gegnum girðingu við flugvöllinn, síðan á bíla á fjölförnum vegi og stöðvaðist loks alelda á golfvelli skammt frá. Meira
2. september 1999 | Forsíða | 121 orð

Kosið um sjálfstæði

LANDSSTJÓRNIN í Færeyjum hefur ákveðið að efna til þjóðaratkvæðisgreiðslu um sjálfstætt ríki á eyjunum á næsta ári, líklega fyrir mitt ár. Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyja, skýrði frá þessu á blaðamannafundi í Þórshöfn í gær en í nýútkominni skýrslu um sjálfstæðismálin er komist að þeirri niðurstöðu, að Færeyingar geti staðið á eigin fótum. Meira
2. september 1999 | Forsíða | 280 orð

Morð og ofbeldi á götum Dili

VOPNAÐIR menn, sem andvígir eru sjálfstæði á Austur-Tímor, hófu í gær skothríð að fólki við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Dili. Leitaði fólkið, um 400 manns, skjóls í SÞ-byggingunni en úti á götunni var einn maður höggvinn til bana með sveðju. Að sögn vitna féllu a.m.k. fimm manns í valinn í gær og virðist enginn endir ætla að verða á ofbeldisverkunum. Meira
2. september 1999 | Forsíða | 159 orð

Sokkarnir tryggja sætan svefn

FLÓUÐ mjólk er ágæt og þeir, sem því nenna, geta reynt að telja sauði til að sofna betur en besta svefnmeðalið er einfaldlega sokkar og vettlingar. Svissneskir sérfræðingar, sem fást við að rannsaka lífsklukkuna og svefnvenjur fólks, hafa komist að þeirri niðurstöðu, að sé fólki hlýtt á höndum og fótum, þá sofni það fljótt og vel. Meira
2. september 1999 | Forsíða | 256 orð

Vísa ásökunum á bug

STJÓRNVÖLD í Rússlandi vísuðu í gær á bug ásökunum um, að þau væru viðriðin peningaþvætti og sögðu þær vera vestrænan óhróður. Buðust þau jafnframt til að skýra nákvæmlega frá því hvernig lánveitingum IMF, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hefði verið varið. Bandaríska stórblaðið Washington Postsagði í gær, að inn í rannsóknina á þessu máli gætu dregist tugir banka um allan heim. Meira

Fréttir

2. september 1999 | Innlendar fréttir | 77 orð

300 gengu á Esjuna

300 gengu á Esjuna MÆÐGININ Alexander Ívar Birgisson og Hrönn Hrafnkelsdóttir létu sér nægja að ganga síðasta spölinn niður fjallið á meðan aðrir þreyttu Esjuhlaup. Það tók þann sprettharðasta, Bjartmar Birgisson, 33 mínútur og 48 sekúndur að ná fjallstoppi. Um þrjú hundruð manns tóku þátt í hlaupinu að þessu sinni. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 239 orð

Afmælishátíð Blindrafélagsins

Afmælishátíð Blindrafélagsins BLINDRAFÉLAGIÐ, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, varð 60 ára 19. ágúst sl. Dagana 18. og 19. ágúst var haldin ráðstefna á vegum félagsins að Grand Hótel í Reykjavík. Yfirskrift ráðstefnunnar var Staða blindra og sjónskertra Íslendinga í nútíð og framtíð. Meira
2. september 1999 | Erlendar fréttir | 587 orð

Allt að 80 manns fórust í flugslysi í Argentínu

RANNSAKENDUR argentínska flughersins hófu í gærmorgun rannsókn á flaki Boeing 737-200 þotu sem fórst í flugtaki frá Jorge Newberry-flugvelli í Buenos Aires á þriðjudagskvöld, og óttast er að um áttatíu manns hafi farist. Fulltrúi flughersins sagði ekki vera hægt að geta sér til um hver orsök slyssins hefði verið. Meira
2. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 261 orð

Allt skólahald undir sama þaki

NÚ í sumar hefur staðið yfir lokafrágangur á nýbyggingu við grunnskólann á Dalvík og þegar hún verður tekin í notkun í næstu viku verður allt skólahald undir einu þaki, en það hefur ekki gerst í mörg ár, að sögn Önnu Baldvinu Jóhannesdóttur, skólastjóra. Skólahald hefst mánudaginn 6. september og verða um 250 nemendur í skólanum í vetur. Þar af eru 16 börn að hefja skólagöngu sína. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 275 orð

Ánægja með nýja sýningarsvæðið

Stöðugur straumur á Sjávarútvegssýninguna Ánægja með nýja sýningarsvæðið MARGIR gestir sóttu Íslensku sjávarútvegssýninguna á fyrsta degi hennar í gær. "Það hefur verið stöðugur straumur allt frá því dyrnar voru opnaðar í morgun," sagði Ellen Ingvadóttir blaðafulltrúi í gærkvöldi. Meira
2. september 1999 | Landsbyggðin | 111 orð

Biskup vísiterar Valþjófsstaðarprestakall

Geitagerði-Biskup Íslands hr. Karl Sigurbjörnsson vísiteraði Valþjófsstaðarprestakall dagana 17.­24. ágúst. Í för með biskupi var eiginkona hans frú Kristín Guðjónsdóttir, prófasturinn yfir Múlaprófastsdæmi, sr. Sigfús J. Árnason, eiginkona hans frú Anna María Pálsdóttir og biskupsritari, sr. Þorvaldur Karl Helgason. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 125 orð

Bíla- og ferðavinningar í happdrætti Hjartaverndar

HIÐ árlega happdrætti Hjartaverndar er nú farið af stað. Happdrætti Hjartaverndar er eina skipulagða fjáröflun samtakanna. Almenningur og fyrirtæki í landinu hafa með þátttöku sinni í happdrættinu veitt Hjartavernd stuðning sinn. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 289 orð

Dómsmálaráðherra lætur semja lög um fasteignakaup

SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að láta semja frumvarp til laga um fasteignakaup. Markmið laganna væri að bæta úr réttaróvissu en tilefnið er brýnt sagði hún, enda fasteignakaup jafnan mikilvægustu viðskipti í lífi einstaklinga og aleigan í húfi. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 47 orð

Ekið á hjólreiðamann

EKIÐ var á hjólreiðamann á Vesturlandsvegi í Ártúnsbrekku í gærmorgun. Að sögn lögreglu var maðurinn, sem var ekki með hjálm, fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Að sögn læknis á slysadeildinni hlaut maðurinn aðeins minniháttar meiðsl og fékk að fara heim fljótlega eftir læknisskoðun. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 89 orð

Endurbyggður vegur á Jökuldal

KLÆÐNING ehf. í Garðabæ átti lægsta tilboð í endurbyggingu Hringvegar milli Skjöldólfsstaða og Hofteigs á Jökuldal. Um er að ræða endurbyggingu á 12,5 kílómetra kafla með varanlegu slitlagi ásamt mölburði á 3,8 km kafla á Jökuldalsvegi eystri. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðar upp á 111,8 milljónir kr. Þrír verktakar buðu. Klæðning ehf. bauð 78,5 milljónir kr. Meira
2. september 1999 | Landsbyggðin | 197 orð

Fimleikasýning í íþróttahúsinu

Þórshöfn-Nýja íþróttahúsið hér á Þórshöfn býður upp á margvíslega notkunarmöguleika. Í fyrsta skipti nú í sumar gafst börnum kostur á að æfa fimleika undir stjórn Ólafar S. Einarsdóttur en sú íþróttagrein hefur ekki áður verið í boði fyrir börn hér. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 388 orð

Fjórar milljónir til neyðaraðstoðar í Tyrklandi

RÍKISSTJÓRNIN ákvað að veita fjórar milljónir króna til neyðaraðstoðar vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi á fundi sínum í fyrradag. Helmingur þeirrar upphæðar, tvær milljónir króna, renna til greiðslu kostnaðar við för íslenskrar björgunarsveitar sem sinnti rústabjörgun í Tyrklandi í kjölfar skjálftanna, en Rauða kross Íslands var falinn hinn helmingur upphæðarinnar til ráðstöfunar. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 76 orð

Framkvæmt við Listabraut

VEGAFRAMKVÆMDIR standa nú yfir við Listabraut, milli Borgarleikhússins og Kringlunnar og Verslunarskólans. Verið er að breyta götunni og lagfæra tengingar inn á Kringluna. Umferðarljós verða komin á gatnamót Listabrautar og nýju Kringlunnar um miðjan mánuðinn, að sögn Haralds Alfreðssonar, verkfræðings hjá gatnamálastjóra. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 510 orð

Fylgst verði með sem flestum breytingum á ísbreiðunni

TILLÖGUR vísindamanna um aukna vöktun á Mýrdalsjökli og við jökulinn felast meðal annars í því að fylgst verði með breytingum á yfirborði jökulsins út frá radarmyndum frá gervitunglum og nákvæmum hæðarmælingum með GPS-landmælingartækjum. Meira
2. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 149 orð

Fyrirlestur í Listasafninu

DR. HALLDÓRA Arnardóttir heldur fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri og nefnist hann Italianita, umræða um byggingarlist og hönnun í Mílanó 1945­64. Fyrirlesturinn er í kvöld, 2. september, og hefst kl. 21. Fyrirlesturinn er öllum opinn og er aðgangseyrir 300 kr. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 138 orð

Heilbrigðis- og umhverfisnefnd fjalli um Laugardal

GUÐLAUGUR Þór Þórðarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, fer fram á að fundur verði haldinn í heilbrigðis- og umhverfisnefnd vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Laugardal. Í erindi hans til Helga Péturssonar, formanns heilbrigðis- og umhverfisnefndar, kemur fram að í samþykktum nefndarinnar segi að önnur verkefni hennar en að vera náttúrurverndarnefnd séu m.a. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 267 orð

Hjallaskóli vill stofna nýbúadeild

HJALLASKÓLI er reiðubúinn að taka að sér að skipuleggja nýbúadeild fyrir nýbúa í Kópavogi. Til þessa hafa margir nýbúar í Kópavogi fengið að hefja skólagöngu sína í nýbúadeildum í Reykjavík og hefur Kópavogur greitt fyrir það, en nú hefur Reykjavík vísað úr nýbúadeildum sínum nemendum frá öðrum sveitarfélögum. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 693 orð

Hyggjast kanna lagalega stöðu sína

ÚTHLUTUN byggðakvóta getur skekkt verulega samkeppnisstöðu fiskverkunarfyrirtækja á svæðum sem fengu ekki kvóta, að sögn Gunnlaugs Karls Finnssonar, framkvæmdastjóra Fiskverkunar GPG á Húsavík, sem er einn stærsti saltfiskverkandi hérlendis. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 243 orð

Hækkun vegna bensíns 0,24%

HÆKKUN á verði bensíns um rúmar fimm kr. lítrinn nú um mánaðamótin mun ein og sér valda hækkun á vísitölu neysluverðs sem nemur 0,24%, samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands, en vísitalan fyrir september verður birt í lok næstu viku. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 285 orð

Hörð andstaða við álver og virkjun

AÐALFUNDUR NAUST ­ Náttúruverndarsamtaka Austurlands ­ var haldinn að Brúarási í Jökulsárhlíð sunnudaginn 29. ágúst 1999. Fráfarandi stjórn gerði þar grein fyrir störfum sínum og ný stjórn var kjörin. Fyrirferðarmesta verkefni stjórnar á liðnu ári var að fylgjast með áformum stjórnvalda um virkjanir og stóriðju á Austurlandi. Meira
2. september 1999 | Erlendar fréttir | 443 orð

Innbrotið á Hotmail reyndist afar auðvelt

TÖLVUÞRJÓTARNIR sem rufu öryggiskerfi tölvupóstþjónustu Microsoft-fyrirtækisins, Hotmail, notuðu til þess afar einfalda aðgerð. Þeim dugði að senda skráninguna "start" og aðgangsorðið "eh" inn á leyndan hluta kerfisins til að hljóta óheftan aðgang að tölvupósti 50 milljón notenda þessarar vinsælustu tölvupóstþjónustu heims. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 307 orð

Íbúar mótmæla byggð við Gufunesradíó

UM þrjátíu íbúar í Rimahverfi hafa sent borgarstjóra mótmæli við áformum um íbúðabyggð á lóð Gufunesradíós. Í ályktun fundarins til borgarstjóra segir að þegar íbúarnir hafi flutt í Rimahverfi hafi legið fyrir skipulag að afgirtri lóðinni umhverfis Gufunesradíó. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 101 orð

Íbúar sluppu er kviknaði í íbúðarhúsi

ELDUR kom upp í íbúðarhúsi í Neskaupstað í fyrrinótt. Að sögn lögreglu komust allir fimm íbúar hússins út en tveir þeirra voru fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið vegna reykeitrunar. Slökkvilið Fjarðarbyggðar var kallað út og gekk greiðlega að slökkva eldinn, sem kom upp í kjallara hússins. Töluverðar skemmdir urðu í kjallaranum, sem og á efri hæðinni vegna hita, reyks og vatns. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 598 orð

Ívið fleiri fylgjast með fréttum Stöðvar 2

NIÐURSTÖÐUR nýrrar skoðanakönnunar sem Gallup birti 31. ágúst sl. benda til þess að heldur fleiri fylgist með aðalfréttatíma Stöðvar 2 en aðalfréttatíma Sjónvarps. Meðaláhorf á sjöfréttir Sjónvarps er 30,3% en sambærilegar tölur fyrir Stöð 2 eru 31,8%. Munurinn er heldur meiri þegar um "uppsafnað áhorf" er að ræða þá eru tölurnar 36,9% á móti 39,5% Stöð 2 í hag. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 150 orð

JÓN Á. GISSURARSON

JÓN Á. Gissurarson, fyrrverandi skólastjóri, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í fyrradag, 93 ára að aldri. Jón Ástvaldur fæddist 13. febrúar 1906 í Drangshlíð undir Austur- Eyjafjöllum, sonur hjónanna Gissurar Jónssonar og Guðfinnu Ísleifsdóttur. Jón var stúdent frá MR 1929, stundaði síðan nám í verslunarháskólum og í uppeldisfræði í Þýskalandi. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 447 orð

Kennarar fengu 31 milljón í ofgreidd laun

NOKKUR fjöldi kennara í Reykjavík hefur fengið ofgreidd laun allt frá haustinu 1997 er síðustu kjarasamningar tóku gildi. Nemur heildarupphæð ofgreiddra launa um 31 milljón króna, að sögn Ólafs Darra Andrasonar, forstöðumanns fjármálasviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 222 orð

"Kom flestum á óvart"

"ÉG get ekki betur heyrt en að fólk sé almennt ánægt. Það virðast allir taka þessum tíðindum mjög vel og telja þessa sameiningu af hinu góða," segir Einar Bjarnason, verkstjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja hf., aðspurður um álit starfsfólks á fyrirhugaðri sameiningu félagsins við Vinnslustöðina hf. í Vestmannaeyjum, Krossanes hf. á Akureyri og Ósland ehf. á Hornafirði. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 232 orð

Konur í verkfræðinámi styrktar

STJÓRN Veitustofnana hefur veitt tveimur konum sem stunda nám í verkfræði námsstyrk. Þetta er þriðja árið í röð sem þessir styrkir eru veittir. Styrkina hlutu Hlíf Ísaksdóttir og Margrét Vilborg Bjarnadóttir sem báðar stunda nám í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands. Styrkupphæðin er 300 þúsund krónur og skiptist hún jafnt milli styrkþega. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 81 orð

Leigjendasamtökin segja neyðarástand í húsnæðismálum

STJÓRN Leigjendasamtakanna lýsir yfir neyðarástandi í húsnæðismálum á höfuðborgarsvæðinu, segir í frétt frá samtökunum. Einnig segir: "Stjórnin hvetur öll félög og samtök sem láta sig varða hag almennings og ekki síst þeirra sem höllum fæti standa í lífsbaráttunni að taka höndum saman og krefjast lausna. Meira
2. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 208 orð

Leitar eftir liðsinni fólks við þrifin

Síðasti hreingjörningur Önnu Richardsdóttur í göngugötunni Leitar eftir liðsinni fólks við þrifin SPUNADANS Önnu Richardsdóttur í göngugötunni á Akureyri, sem hún kallar hreingjörning, hefur vakið verðskuldaða athygli og hefur fjöldi fólks fylgst með henni "þrífa" síðdegis á föstudögum sl. eitt ár. Meira
2. september 1999 | Landsbyggðin | 173 orð

Lionsmenn í Stykkishólmi styrkja stoðirnar

Stykkishólmi-Það er nóg að gera hjá Lionsmönnum í Stykkishólmi þessa dagana, en þeir hafa verið að endurbyggja Lionshúsið í Stykkishólmi. Lionsklúbbur Stykkishólms var stofnaður árið 1967. Eitt af fyrstu verkum klúbbsins var að byggja sitt eigið húsnæði. Klúbburinn fékk gömlu símstöðina í Stykkishólmi gefins er sú nýja var tekin í notkun. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 227 orð

Lögreglan herðir eftirlit við grunnskólana

LÖGREGLAN í Reykjavík, Forvarnadeild, hefur sent frá sér eftirfarandi: "Nú er skammdegið að fara í hönd og farið að huga að umferð skólabarna við grunnskóla. Lögreglan í Reykjavík hefur haft sérstakan viðbúnað til að efla löggæslu við skólana fyrstu dagana á meðan börnin eru að venjast, kannski nýrri leið, í og við skólann. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 303 orð

Markaði upphafið að endalokum kalda stríðsins

INNAN skamms verður sett upp skilti fyrir framan Höfða til að minnast leiðtogafundar Ronalds Reagans, þáverandi Bandaríkjaforseta, og Míkhaíls Gorbatsjovs, þáverandi forseta Sovétríkjanna, sem átti sér stað í húsinu 11. og 12. október 1986. Á skiltinu mun m.a. koma fram að fundurinn hafi markað upphafið að endalokum kalda stríðsins. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 294 orð

Mat á áhrifum skaðabótalaga ekki véfengt

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða til þess að véfengja það mat á áhrifum breytinga á skaðabótalögum sem lá að baki stærstum hluta hækkunar á iðgjöldum bifreiðatrgygginga sem tóku gildi í vor. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 272 orð

Málþing um íslenskt vistvænt eldsneyti

ÁHUGI lausra sem lendra hefur á síðasta áratug þessarar aldar beinst æ meir að umhverfinu og þeim mannlegu gerðum sem því kunna að spilla. Um tvo þriðju hluta allrar mengunar andrúmsloftsins á Íslandi má rekja til útblásturs vélknúinna farartækja, bifreiða, vinnuvéla og fiskiflota. Um heim allan er nú í gangi víðtæk leit leiða til þess að bægja frá hættunum, sem þessari mengun eru samfara. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 253 orð

Mettúr hjá Júlíusi

FRYSTITOGARINN Júlíus Geirmundsson ÍS 270, sem er í eigu Gunnvarar hf. á Ísafirði, kom í gærmorgun í heimahöfn á Ísafirði úr 33ja daga veiðiferð með frystar afurðir að verðmæti um 103 milljónir króna. Þetta er met hjá Júllanum og munu fáir íslenskir togarar hafa skilað meiri verðmætum að landi úr einni veiðiferð. Kristján G. Jóhannsson, framkvæmdastjóri Gunnvarar hf. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 53 orð

Mikil fjölgun nemenda

NEMENDUM grunnskóla Reykjavíkur fjölgar um 350 frá síðasta skólaári og eru samtals um 15 þúsund. Samsvarar fjölgunin heilum skóla og eru mörg ár síðan nemendum hefur fjölgað jafnmikið milli ára. Þessi sjö ára drengur var í öruggum höndum móður sinnar í gær, fyrsta skóladaginn í Laugarnesskóla. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 230 orð

Mótmæla hækkun olíuverðs og skatta

VÖRUBÍLSTJÓRAR lokuðu annarri akrein Reykjanesbrautar í Hafnarfirði í eina klukkustund síðdegis í gær til þess að mótmæla kostnaðarhækkunum á bílaútgerðirnar undanfarna mánuði. Talsmaður bílstjóra segir að olíuverðshækkunin í gær hafi verið kornið sem fyllti mælinn og gefur í skyn að gripið verði til frekari aðgerða. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 40 orð

Mótmæla íbúðabyggð

ÞRJÁTÍU íbúar í Rimahverfi hafa mótmælt áformum um íbúðabyggð á lóð Gufunesradíós. Telja þeir að samkvæmt skipulagi sem í gildi var þegar þeir fluttu í hverfið hafi verið gert ráð fyrir íþrótta- og útivistarsvæði á lóðinni. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 142 orð

Náttúruundur við Eyjabakka

Morgunblaðið/Benedikt Bragason Náttúruundur við Eyjabakka JÖKULSÁ í Fljótsdal hefur myndað íshelli í Eyjabakkajökli á leið sinni fram undan jökulsporðinum. Meira
2. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 201 orð

Nett eykur umsvifin

NETT ehf. hefur aukið við þjónustu sína og stækkað verslunina að Furuvöllum 13 á Akureyri. Ætlunin er að bjóða upp á enn meira vöruúrval, auk sérstakra tilboða á Zeus- tölvum og IBM-, Canon- og Lexmark-prenturum í tilefni þessara breytinga. Nett hefur einnig mikil samskipti við tölvufyrirtækið Nýherja í Reykjavík og er nú þjónustu- og umboðsaðili þess á Akureyri. Meira
2. september 1999 | Landsbyggðin | 403 orð

Níræður þúsundþjalasmiður hleður upp gamla fjárrétt

Hvolsvelli-Ekki eru allir tæplega níræðir karlar jafnhressir og hraustir og Oddgeir Guðjónsson á Hvolsvelli. Oddgeir, sem áður var bóndi í Tungu í Fljótshlíð og er oftast kenndur við hana, hefur undanfarna daga unnið hörðum höndum ásamt Jóni Ólafssyni á Kirkjulæk við að hlaða upp gamla fjárrétt og gangnamannakofa á Hellisvöllum sem er á afrétt Fljótshlíðinga. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 181 orð

Ný íbúðarhús við Skipholt

NÆSTU daga hefjast framkvæmdir við nýtt íbúðarhús í Skipholti í Reykjavík, á lóð nr. 68. Bygginganefnd hefur samþykkt teikningar að húsinu og á næstunni mun nefndin einnig fá teikningar að húsi á lóð nr. 66 til samþykktar. Breytingar á deiliskipulagi vegna framkvæmdanna hafa þegar verið samþykktar athugasemdalaust. Sigurður Pálmi Ásbergsson er arkitekt húsanna. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 261 orð

Nýr samstarfssamningur undirritaður

JÓN LOFTSSON skógræktarstjóri og Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, undirrituðu nýjan samstarfssamning um "Skógrækt með Skeljungi" í húsakynnum rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá sl. þriðjudag. Við þetta tækifæri afhenti forstjóri Skeljungs Aðalsteini Sigurgeirssyni, forstöðumanni rannsóknastöðvarinnar, framlag til stígagerðar í hlíðum Esju. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 665 orð

Nýtt kynningarrit

MMenntamálaráðuneytið hefur gefið út kynningarrit með leiðbeiningum um öryggi á sundstöðum. Bæklingurinn heitir; Sjáumst í sundi - sund er fyrir alla. Reynir G. Karlsson hefur haft umsjón með útgáfu bæklingsins. Hann var spurður hvers vegna nauðsynlegt teldist að gefa út svona rit núna. Meira
2. september 1999 | Erlendar fréttir | 338 orð

Óþekkt samtök lýsa ábyrgð á hendur sér

RÚSSNESK stjórnvöld hétu því í gær að hafa hendur í hári þeirra sem bæru ábyrgð á sprengjutilræði í stórri verslunarmiðstöð í miðborg Moskvu á þriðjudag. Fjörutíu og einn særðist í tilræðinu og miklar skemmdir urðu á verslunarmiðstöðinni sem staðsett er nærri Kremlarhöll. Meira
2. september 1999 | Erlendar fréttir | 338 orð

Prodi hótar óbeint afsögn vegna "reynslutíma"-tillögu

ROMANO Prodi, væntanlegur forseti nýrrar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), olli uppnámi í gær með óbeinni hótun um að segja af sér ef Evrópuþingið (EÞ) veitir hinni nýju framkvæmdastjórn ekki staðfestingu til setu í embætti til fulls fimm ára skipunartímabils. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 160 orð

Rafveita Akureyrar flytur sig á Rangárvelli

RAFVEITA Akureyrar verið að flytja starfsemi tæknideildar frá Þórsstíg upp á Rangárvelli fyrir ofan Akureyri, en AKO-plast hefur fest kaup á húsnæði Rafveitunnar. Breytingar eru hafnar á húsnæðinu svo að það geti sem best hentað starfsemi AKO-plasts. Sem kunnugt er verður starfsemi Plastos í Garðabæ flutt til Akureyrar og sameinuð AKO-plasti. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 259 orð

Ráðgert að starfsmenn verði um hundrað

TÆKNIVAL hf., Skýrr hf. og Opin kerfi hf. hafa stofnað nýtt hugbúnaðarfyrirtæki, AX-hugbúnaðarhús hf., sem taka mun yfir starfsemi hugbúnaðarsviðs Tæknivals og Agresso-sviðs Skýrr. Á blaðamannafundi í gær kom fram að markmiðið með stofnun fyrirtækisins sé að skapa öflugt hugbúnaðarfyrirtæki sem verði í stakk búið að sækja fram á mörkuðum, bæði innanlands og utan. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 152 orð

Róbert lagði Þröst

SKÁKÞING Íslands hélt áfram í gær, en þá var tefld önnur umferð. Bar það helst til tíðinda að Róbert Harðarson lagði Þröst Þórhallsson stórmeistara að velli. Önnur úrslit urðu þau að Hannes Hlífar Stefánsson sigraði Bergstein Einarsson og Jón Viktor Gunnarsson og Helgi Áss Grétarsson skildu jafnir. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 120 orð

Sjálfsbjörg í Vestmannaeyjum 40 ára

SJÁLFSBJÖRG, félag fatlaðra í Vestmannaeyjum, verður 40 ára þann 15. desember nk. en aðalfundur félagsins var haldinn nýlega. Þar voru Arnmundi Þorbjörnssyni, fráfarandi formanni, Richard Þorgeirssyni, fráfarandi ritara, og Halldóri Jónssyni, gjaldkera, þökkuð frábær störf en Richard var ritari fyrstu stjórnar og Arnmundur stofnfélagi. Fyrsti formaður var Ási í Bæ. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 364 orð

Skelvinnsla hefst á næstu vikum

FORSVARSMENN sjávarútvegsfyrirtækjanna Háaness hf. á Patreksfirði og Lóms hf. í Hafnarfirði reikna með að sameiginlegt fyrirtæki þeirra, Lómsnes hf., hefji rekstur rækjuútgerðar á Brjánslæk á næstu vikum. Fyrirtækin keyptu rækjuverksmiðjuna á Brjánslæk á nauðungaruppboði í lok júlí sl. og síðan hefur verið unnið að endurnýjun vélabúnaðar og húsakosts. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 400 orð

Skora á forystuna í opnar umræður

HÓPUR umhverfis- og náttúruverndarsinna innan Framsóknarflokksins ályktaði á fundi sínum á Hótel Borg í gærkvöld um að skora á forystu flokksins að standa fyrir opnum fundi innan flokksins, á næstunni, þar sem málefni Fljótsdalsvirkjunar verði rædd. Fundurinn ítrekaði einnig kröfur sínar um að lögformlegt umhverfismat fari fram samkvæmt lögum. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 222 orð

Skólaliðar og stuðningsfulltrúar verði að fagstéttum

REYKJAVÍKURBORG og Borgarholtsskóli hafa undirritað samning sín á milli um sérstakt nám fyrir stuðningsfulltrúa og skólaliða sem starfa í grunnskólum Reykjavíkur. Námið markar upphafið að því að gera skólaliða og stuðningsfulltrúa í skólum að fagstéttum með því að skipuleggja símenntun til langs tíma og meta hana til framhaldsskólaeininga. Meira
2. september 1999 | Erlendar fréttir | 131 orð

Skæruliðar leysa þrjá úr haldi

HÓPUR skæruliða í Kirgistan lét þrjá menn lausa úr gíslingu í gærmorgun. Skæruliðarnir gáfu nokkrum gíslum frelsi á sunnudag, en þeir hafa enn þrettán manns í haldi, þar á meðal fjóra japanska jarðfræðinga. Meira
2. september 1999 | Erlendar fréttir | 666 orð

Staða Mowlam orðin afar erfið

FRIÐARUMLEITANIR á Norður- Írlandi eru enn á ný í uppnámi eftir að fréttist að Írski lýðveldisherinn (IRA) hefði skipað sex ungum mönnum að hafa sig á brott frá héraðinu, eða verða skotnir ella, en sem kunnugt er á svo að heita að IRA sé í vopnahléi. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 162 orð

Stórnotendaáskrift felld niður

ALLIR stórnotendur GSM-kerfis Landssímans hafa verið færðir yfir í almenna GSM-áskrift og hækkar mínútugjald þeirra af þessum völdum um 18 til 45%. Í fréttatilkynningu, sem Landssíminn sendi frá sér vegna þessa, kemur fram að þetta sé gert í framhaldi af ákvörðun samkeppnisráðs og úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Meira
2. september 1999 | Erlendar fréttir | 286 orð

Stríðsbyrjunar minnzt í Póllandi

FORSETAR Þýzkalands og Póllands tókust í hendur í gær á brúnni yfir ána Oder, 60 árum eftir að innrás þýzka hersins í Pólland hófst árið 1939, sem varð upphafið að heimsstyrjöldinni síðari. Hinn táknræni fundur forsetanna, Johannesar Rau og Aleksanders Kwasniewskis, fór fram á brúnni sem skilur að þýzku borgina Frankfurt an der Oder, 80 km austan Berlínar, Meira
2. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 356 orð

Til athugunar er að færa pökkunina til Dalvíkur

MAGNÚS Gauti Gautason, framkvæmdastjóri Snæfells, átti í gær fund með starfsfólki Snæfells í Hrísey en fundurinn var haldinn að ósk starfsfólksins. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu er urgur og hræðsla í starfsfólki í eynni vegna hugsanlegra breytinga á rekstri fyrirtækisins þar. Magnús Gauti sagði eftir fundinn að rekstur fyrirtækisins væri til skoðunar og m.a. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 150 orð

Tímabundin friðun helsingja í Skaftafellssýslum

VEIÐITÍMABIL helsingja hófst 1. september. Af því tilefni vill umhverfisráðuneytið minna á að friðun helsingja er ekki aflétt í Skaftafellssýslum fyrr en 25. september en stytting veiðitímabilsins þar er gerð í því skyni að byggja upp íslenskan varpstofn tegundarinnar þar á slóðum. Meira
2. september 1999 | Erlendar fréttir | 264 orð

Tíu ára stúlka lét lífið

UPPLAUSNARÁSTAND ríkir nú í Kólumbíu, en lýst var yfir allsherjarverkfalli á þriðjudag til að mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði á útgjöldum ríkisins. Til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu, og lét tíu ára gömul stúlka lífið í skærum á þriðjudag. Meira
2. september 1999 | Landsbyggðin | 136 orð

Tíu þúsundasti gesturinn

Húsavík-Víða hefur ferðamannabæi skort eitthvað til afþreyingar fyrir gesti, en svo hefur ekki verið á Húsavík þar sem m.a. er boðið upp á hvalaskoðunarferð um Skjálfanda sem Hvalamiðstöðin hf. stendur fyrir. Auk þess eru í næsta nágrenni Húsavíkur náttúruperlur eins og Ásbyrgi, Hljóðaklettar, Dettifoss og Mývatn. Meira
2. september 1999 | Miðopna | 2513 orð

Tjón kjúklingabænda gæti numið tug milljóna króna Mikil umræða hefur að undanförnu átt sér stað um aðbúnað og sjúkdómavarnir á

Kristinn Gylfi Jónsson, svína- og alifuglabóndi, um afleiðingar umræðunnar um kampýlóbakter í kjúklingakjöti Tjón kjúklingabænda gæti numið tug milljóna króna Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 77 orð

Tombóla með afgreiðslutíma

Tombóla með afgreiðslutíma ÞEIR höfðu komið sölubás sínum haganlega fyrir þessir ungu drengir og stillt varningnum vandlega upp svo vegfarendur gætu auðveldlega séð hvað þeir höfðu upp á að bjóða. Þá höfðu þeir nælt í viðskiptavin þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið hjá og útskýrðu líklega verð, gæði og úrval tombólunnar fyrir honum. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 519 orð

Útlit fyrir fullskipað kennaralið í vetur

UM 15 þúsund nemendur hefja nám í grunnskólum Reykjavíkur í haust og hefur þeim fjölgað um rúmlega 350 frá síðasta skólaári. Einn nýr grunnskóli, Korpuskóli, verður tekinn í notkun auk þess sem einsetnum skólum fjölgar um þrjá. Að sögn Gerðar G. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 397 orð

Viðbrögð vegna margra kvartana

FYRSTA reglugerðin er varðar kattahald í höfuðborginni hefur verið samþykkt og mun öðlast gildi þegar við birtingu. Slík reglugerð hefur ekki verið til staðar áður, en samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hefur kvörtunum vegna katta fjölgað verulega undanfarið. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 218 orð

Viðræður hafnar um sölu Eðalfisks

BÆJARSTJÓRN Borgarbyggðar hefur fengið tilboð í fyrirtækið Eðalfisk hf. sem bærinn hefur eignast að mestu leyti. Bæjarstjórinn á í viðræðum við tilboðsgjafa og segist hann bjartsýnn á jákvæða niðurstöðu. Hjá Eðalfiski er reyktur lax fyrir innlendan markað og til útflutnings, framleidd salöt og fleira. Meira
2. september 1999 | Miðopna | 849 orð

"Virkjun við Eyjabakka bein ávísun á Kárahnúkavirkjun" Ólafur Örn Haraldsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður

Ólafur Örn Haraldsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður umhverfisnefndar Alþingis, segir að gera verði mat á umhverfisáhrifum Kárahnúkavirkjunar þegar í stað, áður en gengið verður til samninga við Norsk Hydro um byggingu álvers á Reyðarfirði. Meira
2. september 1999 | Erlendar fréttir | 614 orð

Vísindamenn upprifnir af "ameríska Ötzi"

UPPI á jökli í óbyggðum Norðvestur-Kanada fundust á dögunum vel varðveittar jarðneskar leifar manns, sem endaði þar lífdaga sína fyrir þúsundum ára, og vonast vísindamenn til að fundurinn muni veita margvíslegar upplýsingar um mannlíf í Ameríku til forna. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 281 orð

Yfir 70% eyjarskeggja hafa brugðið sér í land

INNAN við 30 af um 100 íbúum Grímseyjar eru nú staddir í eynni. Langflestir þeirra sem nú eru staddir uppi á landi hafa lagt leið sína á Íslensku sjávarútvegssýninguna sem opnuð var í Smáranum í Kópavogi í morgun. Gylfi Gunnarsson, skipstjóri, útgerðarmaður og fiskverkandi í Grímsey er einn þeirra fáu sem sátu heima í gær. "Jú, það er rétt. Það eru afskaplega fáir hérna núna. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 180 orð

Þrír nýir vagnar bætast í flota SVR

SVR fékk nú nýverið afhenta þrjá nýja Scania lággólfsvagna. Í flotanum eru þá sjö slíkir vagnar og að auki einn minni lággólfsvagn af gerðinni Man. Lággólfsvagnar eru nú á leiðum 3, 4, 5, 6 og 9. Þetta þýðir að tveir af fimm vögnum sem þarf til að aka leiðir 3, 5 og 6 eru af nýju gerðinni. Á leið 4 er einn lággólfsvagn af fjórum vögnum leiðarinnar. Meira
2. september 1999 | Innlendar fréttir | 613 orð

Þverá/Kjarrá komnar yfir 2.000 laxa

ÞVERÁ ásamt Kjarrá hafa rofið 2.000 laxa múrinn og nánast öruggt að svæðið verði með mestu heildarveiðina á Íslandi í sumar. Slakar heimtur á gönguseiðum í Eystri-Rangá gera það að verkum að veiði er nokkur hundruð löxum undir því sem aflaðist í fyrra, en raunar vonuðust menn þar eftir betri útkomu í sumar heldur en þá varð raunin. Meira

Ritstjórnargreinar

2. september 1999 | Staksteinar | 333 orð

Sterk rök fyrir auðlindagjaldi

"Sterk rök fyrir auðlindagjaldi og ný viðhorf í byggðamálum" er fyrirsögn á pistli, sem Ágúst Einarsson, fyrrverandi alþingismaður, skrifar á vefsíðu sína. Þar fjallar Ágúst um samtal Morgunblaðsins við Rögnvald Hannesson, prófessor í Bergen, og segir að með viðtalinu sé umræðan um auðlindagjald aftur komin á dagskrá. Meira
2. september 1999 | Leiðarar | 758 orð

VERÐLAG ER EKKI NÁTTÚRULÖGMÁL

BRESKIR fjölmiðlar hafa að undanförnu verið iðnir við að draga fram dæmi um hróplegan mun á verði margvíslegrar vöru og þjónustu í Bretlandi og á meginlandi Evrópu. Nú síðast var athygli vakin á því að farmiðar með lestum Eurostar og hjá flugfélaginu British Airways eru mun dýrari sé miðinn keyptur í Bretlandi. Meira

Menning

2. september 1999 | Fólk í fréttum | 557 orð

Á forboðnum slóðum

KYNLÍF er í forgrunni heimsins elstu kvikmyndahátíðar sem hófst í Feneyjum í gær á Evrópufrumsýningu stórmyndar leikstjórans Stanleys Kubricks "Eyes Wide Shut". Að sögn hátíðarstjórans Alberto Barbera gefur myndin tóninn fyrir samansafn mynda sem margar glíma við erótíska fantasíu og er markmiðið með því að koma á óvart og ýta við áhorfendum. Meira
2. september 1999 | Fólk í fréttum | 338 orð

Ástir um árþúsundið?

BÍTLARNIR gáfu heiminum þau skilaboð árið 1967 að allt sem þyrfti væri ást með laginu "All You Need Is Love". Nú halda Bítlarnir þrír sem eru á lífi, George Harrison, Ringo Starr og Paul McCartney, því fram að lagið sé vel við hæfi sem söngur árþúsundamótsins. "Ég er enn þeirrar skoðunar að skilaboðin séu sönn í raun og veru. Meira
2. september 1999 | Fólk í fréttum | 152 orð

Áströlsk fyndni? Durtar (Dags)

Framleiðandi: Murray Fahey. Leikstjóri: Murray Fahey Handritshöfundur: Murray Fahey. Kvikmyndataka: Peter Borosh. Tónlist: Ýmsir. Aðalhlutverk: Tanya Buller, David Callan, Sheena Crouch, Daniel Cordeaux, Penny Cooper.(90 mín.) Ástralía. Bergvík, 1999. Myndin er bönnuð innan 12 ára. Meira
2. september 1999 | Fólk í fréttum | 200 orð

Breiðskífa Bowies á Netinu

HÆGT verður að sækja skrá með nýjustu breiðskífu Davids Bowies á Netinu tveimur vikum áður en hún kemur í búðir. Bowie, sem er 52 ára, er ein af fyrstu rokkstjörnunum sem láta til sín taka fyrir alvöru á Netinu og verður hægt að nálgast breiðskífuna hours... á Netinu í tvær vikur frá og með 21. september. Meira
2. september 1999 | Menningarlíf | 945 orð

Fjölbreytni á hálfrar aldar afmæli Þjóðleikhúsið kynnti í gær dagskrá leikársins 1999­2000. Áætlað er að frumsýna tíu verk á

VORIÐ 2000 eru 50 ár síðan Þjóðleikhúsið hóf sýningar og sagði Stefán Baldursson Þjóðleikhússtjóri í ræðu sinni að á þessum tímamótum væri við hæfi að líta um öxl, í innlendri jafnt sem erlendri leiklist. Að þessu tilefni hefur leikhúsið valið til sýningar nokkur þeirra verka sem markað hafa tímamót í leiklistarsögunni. Meira
2. september 1999 | Menningarlíf | 131 orð

Fuoco Ensemble í Hásölum og Eyjum

HOLLENSK-ÍSLENSKI tónlistarhópurinn Fuoco Ensemble hefur verið á tónleikaferð um landið og verður með tónleika í Hásölum, Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20 og í Tónlistarskóla Vestmannaeyja laugardaginn 4. september kl. 17. Á efnisskrá eru þrjú verk. Tríó fyrir klarínettu, selló og píanó op. 114 og Kvintett fyrir klarínettu og strengjakvartett op. Meira
2. september 1999 | Kvikmyndir | 1124 orð

Hlauptu, hlauptu, hlauptu

Leikstjórn og handrit: Tom Tykwer. Kvikmyndatökustjóri: Frank Griebe. Aðalhlutverk: Franka Potente, Moritz Bleibtreu, Herbert Knaup, Nina Petri. Þýskaland 1998. ÞÝSK kvikmyndagerð hefur ekki verið upp á marga fiska frá því þýska nýbylgjan leið undir lok en hér er kominn hressilegur stormur frá hinu forna kvikmyndaveldi. Meira
2. september 1999 | Fólk í fréttum | 581 orð

Í BERLÍN BÝR KRAFTURINN Í kvöld verður þýska kvikmyndin Nátthrafnar frumsýnd á Kvikmyndahátíð og mun framleiðandi hennar, Peter

Í kvöld verður þýska kvikmyndin Nátthrafnar frumsýnd á Kvikmyndahátíð og mun framleiðandi hennar, Peter Rommel, fylgja henni úr hlaði. Dóra Ósk Halldórsdóttir spjallaði við Rommel sem hefur verið meðframleiðandi sex íslenskra kvikmynda. Meira
2. september 1999 | Tónlist | 688 orð

Íslensk sönglög, Wolf og Rakhmaninov

Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópransöngkona og Edda Erlendsdóttir píanóleikari fluttu sönglög eftir íslensk tónskáld og erlend. Þriðjudagskvöld kl. 20.30. ÞAÐ verður seint komið nóg af íslensku sönglögunum. Íslenska sönglagaklassíkin, Árni Thorsteinsson, Páll Ísólfsson, Sigfús Einarsson, Karl O. Meira
2. september 1999 | Myndlist | 560 orð

Kominn heim

Til 27. september. Opið miðvikudaga til mánudaga, kl. 12­18. Aðgangur 200 kr. Sýningarskrá 2.600 kr. EIRÍKUR Smith á sér langan feril og farsælan þótt hann hafi oft þótt óstöðuglyndur, en það var haft um listamenn sem þóttu of reikulir í stílrásinni. Meira
2. september 1999 | Fólk í fréttum | 85 orð

Lennox og Holyfield aftur í hringinn

ÞAÐ voru litlir kærleikar með þungavigtarköppunum í hnefaleikum Evander Holyfield, sem er heimsmeistari IBF og WBA, og Lennox Lewis, sem er heimsmeistari WBC. Þeir mættust utan hringsins á blaðamannafundi á Hilton-hótelinu í Las Vegas á þriðjudag og var tilkynnt að þeir myndu eigast við að nýju 13. nóvember í Las Vegas. Síðast þegar þeir öttu kappi saman 13. Meira
2. september 1999 | Menningarlíf | 125 orð

Lífæðar 1999 til Selfoss

MYNDLISTAR- og ljóðasýningin Lífæðar verður opnuð á Heilbrigðisstofnun Selfoss á morgun, föstudag kl. 15. Sýningunni var hleypt af stokkunum á Landspítalanum og kemur nú frá Heilbrigðisstofnun Seyðisfjarðar. Tólf myndlistarmenn sýna samtals þrjátíu og fjögur myndverk og tólf ljóðskáld birta átján ljóð. Meira
2. september 1999 | Fólk í fréttum | 162 orð

Martin Lawrence á batavegi

LEIKARINN Martin Lawrence sem missti meðvitund þann 22. ágúst er hann var að skokka er kominn úr öndunarvél. Leikarinn var nær dauða en lífi og víst er að hann ofgerði sér í þeim mikla hita sem var í Kaliforníu daginn sem hann hné örmagna niður. Hann er nú með meðvitund og sýnir góð viðbrögð að sögn talsmanns. Hann er þó ennþá sagður í alvarlegu ástandi en stöðugu og því úr lífshættu. Meira
2. september 1999 | Fólk í fréttum | 433 orð

Morðhótanir vegna Vélgengs glóaldins

UMDEILD kvikmynd leikstjórans Stanleys Kubricks Vélgengt glóaldin eða "A Clockwork Orange" frá árinu 1971 hefur ekki verið leyfð til sýninga í kvikmyndahúsum í Bretlandi áratugum saman. Aldrei hefur verið launung á því að ástæðan fyrir banninu var sú að sýning myndarinnar kom af stað glæpaöldu í Bretlandi sem virtist ætlað að líkja eftir atriðum úr myndinni ofbeldisfullu. Meira
2. september 1999 | Fólk í fréttum | 222 orð

Mun syngja á ný

SÖNG- og leikkonan Julie Andrews gekkst undir aðgerð á hálsi fyrir tveimur árum og hefur ekki getað sungið síðan en hún var þekkt söngleikjakona áður fyrr og sló m.a. í gegn í Sound of Music og Mary Poppins. Meira
2. september 1999 | Fólk í fréttum | 23 orð

Náttfatatískan

Náttfatatískan SUMAR- og vortískan fyrir árið 2000 var kynnt í Brasilíu í síðustu viku og var þessi þunni og glæsilegi náttkjóll þá sýndur. Meira
2. september 1999 | Fólk í fréttum | 161 orð

Nátthrafnar

Andreas Dresen/Þýskaland NÁTTHRAFNAR kortleggur eina nótt í Berlínarborg þar sem sögur margra ólíkra persóna skarast. Ríkir og fátækir, rónar og lögreglumenn, götubörn og leigubílstjórar sem öll leita hamingjunnar og fyrir tilviljun hittast á götuhornum, brautarstöðvum, sjúkrahúsum og víðar um alla borgina. Meira
2. september 1999 | Myndlist | 276 orð

Norður og niður?

Til 10. september. Opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 14­17. LJÓSMYNDAKOMPAN er ein af fjölmörgum sýningarsölum í Listagilinu á Akureyri. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir listmálari hefur haft veg og vanda af sýningum í þessum örsmáa sal, sem er í viðbyggingu við Listasafnið á Akureyri. Meira
2. september 1999 | Menningarlíf | 99 orð

Sumarnótt í Aðaldal

LISTMÁLARINN Þorri Hringsson, opnaði sýningu á myndum sínum í Safnahúsinu á Húsavík á dögunum. Sýninguna nefnir hann Sumarnótt í Aðaldal, enda eru myndirnar landslagsmyndir úr Aðaldal. Þorri er sonur listamannsins Hrings heitins Jóhannessonar og hefur hann undanfarin ár dvalið í heimahögum föður síns og yfirtekið vinnustofu hans í Haga í Aðaldal og málað þar á sumrin eins og Hringur gerði og Meira
2. september 1999 | Fólk í fréttum | 291 orð

Sungið af fingrum fram

DANÍEL Ágúst kom fram ásamt hljómsveit sinni GusGus á tónlistarhátíðinni í Reading og Leeds um helgina og er því nýkominn til landsins. "Það gekk mjög vel," segir Daníel, "Botnleðja og Bellatrix voru einnig að spila á hátíðinni en ég náði ekki að sjá þær." Daníel ætlar ekki að sitja auðum höndum á næstunni og í kvöld mun hann ásamt Dj Alfreð Moore fremja tónlistarspuna á Rex. Meira
2. september 1999 | Fólk í fréttum | 1028 orð

Söngvari með tíu líf Maríus Sverrisson hefur dvalið erlendis um tíma við nám og störf. Í kvöld heldur hann ásamt öðrum

FYRIR fimm árum kvaddi Maríus fósturjörðina og fór í Tónlistarháskólann í Vínarborg þar sem hann stundaði söngleikjanám næstu tvö árin. "Það var mjög fínt og mér gekk mjög vel í skólanum," rifjar Maríus upp á meðan aðrir söngvarar og dansarar sem munu koma fram með honum í Borgarleikhúsinu í kvöld æfa sig á sviðinu. Meira
2. september 1999 | Menningarlíf | 1552 orð

Veisla í Vesturbænum Aida, Requiem Verdis, Þriðja sinfónía Mahlers, Níunda sinfónía Beethovens og frumflutningur á verkum eftir

FRAMUNDAN er merkilegt ár í sögu Sinfóníuhljómsveitar Íslands ­ 9. mars á næsta ári verður hún hálfrar aldar gömul. Það er kannski ekki langur starfsaldur á mælikvarða erlendra þjóðarhljómsveita en það segir mikið um hljómsveitina að á þessum tíma hefur hún náð mjög góðum árangri ­ er orðin viðurkennd á alþjóðlegum vettvangi," sagði Þröstur Ólafsson, Meira
2. september 1999 | Fólk í fréttum | 71 orð

Yngsti nautabani Spánverja slasaður

SPÆNSKI unglingurinn El Juli er alvarlega slasaður eftir að naut náði að reka hornin í lærið á honum tvisvar í nautaati á þriðjudag og veita honum alvarlega áverka á vöðvum og taugum. Juli er afar vinsæll á Spáni. Hann heitir réttu nafni Julian Lopez og er yngsti nautabani Spánverja þótt aldri hans hafi verið haldið vandlega leyndum. Juli sést hér í nautaati í Valencia 8. Meira
2. september 1999 | Fólk í fréttum | 914 orð

(fyrirsögn vantar)

ÁLAFOSS FÖT BEZT, Mosfellsbæ. Á föstudagskvöld leikur hljómsveitin Blístrandi. Aðgangur 600 kr. Á laugardagskvöld Ingi Gunnar Jóhannsson leikur og syngur. Ókeypis aðgangur. Meira

Umræðan

2. september 1999 | Bréf til blaðsins | 240 orð

Áskorun til félagsmálaráðherra

STUTTU eftir yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aukafjárveitingu til stofnunar og reksturs meðferðarheimilis, lýsir félagsmálaráðherra því yfir á fréttamannafundi að það standi til að opna meðferðarheimili í Vestur-Húnavatnssýslu, nánar tiltakið í Þorfinnstaðarskóla. Það er minn grunur að félagsmálaráðherra taki þessa afstöðu af því hann vilji nýta þessa byggingu þar sem hún er í hans kjördæmi. Meira
2. september 1999 | Aðsent efni | 855 orð

Endimörk ljóss og merkingar

Í þessari grein geri ég athugasemdir við grein sem er í þeim hluta bókar Kristjáns Kristjánssonar, Þroskakostum, segir Sigurður Björnsson, sem fjallar um ábyrgð og óheilindi. Meira
2. september 1999 | Bréf til blaðsins | 455 orð

Enn kærir lyfja hf. Opið bréf til samkeppnisstofnunar

LYFJA hf. hefur kært Eðalvörur ehf. til Samkeppnisstofnunar vegna auglýsingar á hinum eftirsóttu mjólkursýrugerlum frá Futurebiotics. Málavextir eru þeir að til skamms tíma voru hinir vinsælu mjólkursýrugerlar frá Futurebiotics, Acidophilus+ seldir í öllum apótekum á Íslandi. Meira
2. september 1999 | Bréf til blaðsins | 566 orð

Ertu á leið til Álaborgar?

FYRIR ári skrifaði ég grein í Morgunblaðið um félagslífið í Álaborg og vonandi hefur sú grein nýst þeim sem voru á faraldsfæti til Danmerkur. Í framhaldi af þeirri grein fékk ég og aðrir í Íslendingafélaginu í Álaborg, hringingar, bréf og tölvupóst frá Íslendingum. Margar fleiri spurningar brunnu á mörgum. Meira
2. september 1999 | Aðsent efni | 987 orð

Er þetta ekki hafnfirskt? Skipulagsmál Skipuritið er ó

Skipuritið er óútfærðir kassar án innistæðu, segir Guðmundur Rúnar Árnason, án rökstuðnings og starfslýsingarnar hafa ekki verið skrifaðar. Meira
2. september 1999 | Aðsent efni | 693 orð

Fíkniefni, forvarnir o.fl.

Veigamest af öllu, segir Kristján Pétursson, er að virkja almenning til samstarfs. Meira
2. september 1999 | Bréf til blaðsins | 295 orð

Grafarholt ­ Vatnabyggð

SL. föstudag birtist í Morgunblaðinu greinargerð Þórhalls Vilmundarsonar að tillögu um götunöfn í hinu væntanlega Grafarholtshverfi. Vonandi fær tillaga þessi góðar undirtektir og skoðun en verður síðan lögð kurteislega til hliðar. Meira
2. september 1999 | Aðsent efni | 598 orð

Hver á Ísland?

Eru eigendur hálendisins þeir einu sem geta kosið í alþingiskosningum? spyr Halldór J. Theodórsson. Eiga gæsir og önnur dýr öræfanna engan rétt? Meira
2. september 1999 | Aðsent efni | 946 orð

Hvers vegna vilja menn umhverfismat á Eyjabökkum?

Snúið er út úr ummælum umhverfisráðherra, segir Árni Þormóðsson, og reynt að gera það að vingulshætti hennar að hún skuli segja þá skoðun sína að Eyjabakkar megi fara undir vatn. Meira
2. september 1999 | Aðsent efni | 860 orð

"Meistari Jakob, meistari Jakob, sefur þú...?"

Ég tel það sjálfsagða kurteisi og skyldu þeirra sem bjóða sig fram sem fulltrúa fólksins við stjórn bæjarfélagsins, segir Sverrir Leósson, að þeir svari málefnalegum spurningum sem til þeirra er beint. Meira
2. september 1999 | Aðsent efni | 508 orð

Ósnortin náttúra

Það er ekki nauðsynlegt að hálf þjóðin flykkist á óbyggðaslóðir, segir Jón Torfason, eða tugþúsundir erlendra ferðamanna. Meira
2. september 1999 | Aðsent efni | 675 orð

Reykjavíkurflugvöllur og ábyrgð stjórnmálamanns

Vil ég vara menn við offari um lokun Reykjavíkurflugvallar, segir Guðmundur Hallvarðsson og telur að flugvöllurinn gæti orðið Reykvíkingum aðalsamgönguleið þá og ef sterkur Suðurlandsskjálfti brestur á. Meira
2. september 1999 | Aðsent efni | 484 orð

Skjótt skipast veður í lofti

Við búum hér á svæðinu, segir Ingólfur Friðriksson. Við viljum búa hér áfram og því munum við taka það óstinnt upp ef einhverjir reyna að bregða fyrir okkur fæti í lífsbjargarviðleitni okkar. Meira
2. september 1999 | Aðsent efni | 1131 orð

Skýlaus krafa um að löggjafinn láti sig varða rekstur húsfélaga

Gera þarf ráðstafanir, segir Sveinn Sveinssontil þess að sameiginlegir þættir húsfélaga séu færðir í viðunandi horf. Meira
2. september 1999 | Aðsent efni | 688 orð

Sovét- Ísland

Nú við aldarlok, segir Árni Björnsson, getur skáldið farið að kíkja upp úr gröf sinni og sjá óskadrauminn birtast. Meira
2. september 1999 | Aðsent efni | 424 orð

Öfgar og öfgar

Í fyrsta skipti er þess krafist af fjöldasamkomu á Íslandi, segir Hrafnkell A. Jónsson, að tekin verði upp opinber ritskoðun og hafnar hreinsanir vegna fréttaflutnings. Meira

Minningargreinar

2. september 1999 | Minningargreinar | 194 orð

Dan Gunnar Hansson

Við fyrrverandi vinnufélagar Dans Gunnars Hanssonar hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna viljum minnast hans með nokkrum orðum. Dan var starfsmaður LÍN í um það bil 10 ár, eða frá 1982 til 1991. Við minnumst hans sem góðs samstarfsmanns. Eðlislæg nákvæmni hans og samviskusemi nutu sín vel í störfum hans fyrir sjóðinn. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 288 orð

Dan Gunnar Hansson

Er þetta leikur eða alvara? Þegar skáklist er annars vegar er oft erfitt að segja til um. Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að skapgerð manna speglist í skákstílnum. Sjálfur hef ég enga prókúru á að vega það eða meta ­ en skákin er hinn fullkomni leikur og vinur minn Dan var meistari á því sviði. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 31 orð

DAN GUNNAR HANSSON

DAN GUNNAR HANSSON Dan Gunnar Hansson fæddist í Kiruna í Svíþjóð 10. júní 1952. Hann lést á heimili sínu 20. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 1. september. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 207 orð

Guðrún Gissurardóttir

Nú í dag verður jarðsungin ömmusystir okkar Guðrún Gissurardóttir frá Hvoli í Ölfusi eða Gunna frænka eins og hún var ávallt nefnd á okkar heimili. Þar með er horfin úr jarðnesku lífi yngsta systir Salvarar ömmu okkar, sem lést langt fyrir aldur fram frá ungum börnum sínum. Þær Hvolssystur, þ.ám. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 213 orð

Guðrún Gissurardóttir

Guðrún Gissurardóttir móðursystir mín er látin. Að henni genginni eru einungis eftirlifandi tvö af sjö börnum þeirra hjóna Gissurar Gottskálkssonar og Jórunnar Snorradóttur sem bjuggu á Hvoli í Ölfusi. Ung að árum giftist Guðrún Ófeigi Ólafssyni trésmíðameistara miklum heiðursmanni en hann lést fyrr í sumar. Þau hjónin bjuggu allan sinn hjúskap í Mávahlíðinni þar sem þau voru ein af frumbyggjunum. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 322 orð

Guðrún Gissurardóttir

Þegar við fréttum að amma væri dáin börðust í okkur tvær tilfinningar, annars vegar söknuður og hins vegar léttir yfir því að hún hefði nú loks fengið hvíldina. Síðustu árin hafði heilsu hennar hrakað mjög og þótt ákveðinn sjúkdómur hefði gert vart við sig reyndi amma í lengstu lög að halda honum fyrir sig, því hún var ekki manneskja sem talaði við annað fólk um sína krankleika. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 827 orð

Guðrún Gissurardóttir

Sumri er tekið að halla og fyrstu haustlitirnir birtast á blöðum trjánna. Í þann mund slokknaði lífsneisti Guðrúnar Gissurardóttur, tengdamóður minnar, aðeins þremur mánuðum eftir að eiginmaður hennar, Ófeigur Ólafsson, féll frá. Svo náin og samfléttuð voru böndin, sem bundu þau saman um sextíu ára skeið. Guðrún ólst upp á Hvoli í Ölfusi í hópi sjö systkina. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 626 orð

Guðrún Gissurardóttir

Við andlát Guðrúnar Gissurardóttur langar mig að rita nokkur orð í minningu þeirra mætu hjóna Guðrúnar og manns hennar Ófeigs Ólafssonar sem lést fyrir rúmum tveimur mánuðum. Ég kom fyrst inn á heimili þeirra í Mávahlíðinni sem unglingur í fylgd vinkonu minnar Erlu, dóttur þeirra hjóna. Frá upphafi var mér sýnd einstök alúð og eftirtekt í hvívetna . Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 353 orð

Guðrún Gissurardóttir

Þegar hausta tekur og laufin falla af trjánum, blómin fölna og falla til jarðar lést frænka mín eftir erfið veikindi. Hún elskaði lífið og gróðurinn. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefja blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 234 orð

GUÐRÚN HALLDÓRA GISSURARDÓTTIR

GUÐRÚN HALLDÓRA GISSURARDÓTTIR Guðrún Halldóra Gissurardóttir var fædd á Hvoli í Ölfusi 21. janúar 1915. Hún andaðist á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði 23. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gissur Gottskálksson, bóndi á Hvoli í Ölfusi og kona hans Jórunn Gíslína Snorradóttir. Systkini Guðrúnar eru: Svanhildur, f. 18.6. 1901, d. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 238 orð

Margrét Ellertsdóttir Schram

Traust og mikilvirk félagskona er nú kvödd. Margrét E. Schram gekk í Thorvaldsensfélagið fyrir tæplega 40 árum og alla tíð vann hún félaginu af áhuga og einstökum dugnaði. Margrét var fljótlega kosin í stjórn Hjálpar og Líknarsjóðs og síðan í stjórn Barnauppeldissjóðs í mörg ár. Hún var hugmyndarík og einstaklega dugleg félagskona. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 418 orð

Margrét Ellertsdóttir Schram

Föðursystir mín, Margrét Ellertsdóttir Schram, er látin, 95 ára gömul, södd lífdaga. Maddý var eina dóttir afa míns og ömmu, Ellerts og Magdalenu. Kristján, Karl og Gunnar eru allir látnir en Björgvin var yngstur þeirra systkina og lifir enn, 86 ára að aldri. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 371 orð

Margrét Ellertsdóttir Schram

Það er alltaf bjart yfir bernskuminningunum. Það var hluti af þeirri tíð lífsins að leggja upp með rútunni að norðan þegar komið var sumar og heimsækja með föður mínum ættingjana í Reykjavík. Í huga ungs drengs var slík ferð ævintýri líkust. Fyrst var knúið dyra á Stýrimannastíg 8 þar sem afi og amma bjuggu, Ellert og Magdalena. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 645 orð

Margrét Ellertsdóttir Schram

Margrét Ellertsdóttir var afasystir mín en hún ól upp mömmu mína og var því í raun amma mín. Við systurnar, Bríet og ég, vorum dálítið sérstakar því við áttum fimm ömmur, ömmu Stóru, ömmu Dídi, ömmu Else, ömmu í sveitinni og svo var það amma Bara. Hún var kölluð Maddý af vinum sínum en hjá okkur systkinunum var hún alltaf kölluð amma Bara. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 827 orð

Margrét Ellertsdóttir Schram

Elsku föðursystir mín, Margrét Ellertsdóttir Schram (Maddý), kvaddi þennan heim 27. ágúst sl. Maddý fæddist í Vesturbænum í Reykjavík og átti lengst af æsku sinni heima á Stýrimannastíg 8. Hún var fjórða barn foreldra sinna, Magdalenu og Ellerts Schram skipstjóra, og eina dóttir þeirra. Hún fékk eins góða menntun og hægt var á þeim tíma. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 116 orð

MARGRÉT ELLERTSDÓTTIR SCHRAM

MARGRÉT ELLERTSDÓTTIR SCHRAM Margrét Ellertsdóttir Schram fæddist 1. ágúst 1904. Hún lést föstudaginn 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ellert Kristófer Schram, skipstjóri í Reykjavík, f. 11. febrúar 1865, d. 1961 og Magdalena Árnadóttir, húsmóðir, f. 19. júlí 1974, d. 1958. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 130 orð

Páll Kr. Stefánsson

"Hvernig dettur þér í hug, elsku drengurinn minn, að það sé hægt að koma inn opnu í blaðið á morgun? Það er löngu búið að loka blaðinu og langt komið að brjóta það um." Síðan fylgdi réttmæt almenn áminning um nauðsyn fyrirhyggju á auglýsingapöntunum. "Dóri, ertu þarna?" Já, já ­ ég var að hlusta. "Ég hringi." Tíu mínútum síðar hringdi Palli. "Þetta er komið inn. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 219 orð

Páll Kr. Stefánsson

Ég var staddur erlendis þegar mér barst andlátsfrétt Páls Stefánssonar. Þar sem ég verð ekki kominn heim til að fylgja honum til grafar langar mig til að skrifa nokkur orð til minningar um þennan vin minn. Okkar kynni hófust fyrir 30 árum. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 404 orð

Páll Kr. Stefánsson

Góður drengur er genginn, langt um aldur fram. Kynni tókust með okkur Páli Stefánssyni fyrir þremur áratugum og við vorum samstarfsmenn í allmörg ár. Kunningsskapur okkar þróaðist í vináttu sem aldrei bar skugga á þótt samfundir okkar hafi strjálast hin síðari ár. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 107 orð

Páll Kr. Stefánsson

Páll Stefánsson vinur og hollráðgjafi er dáinn langt um aldur fram. Faðir minn sem einnig er látinn og Páll voru æskuvinir og skólafélagar og hélst sú vinátta alla tíð. Páll var greindur og fjölhæfur maður. Hann var einstaklega atorkusamur og vandamál voru í hans augum aðeins til þess að þau væru leyst. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 30 orð

PÁLL KR. STEFÁNSSON

PÁLL KR. STEFÁNSSON Páll Kr. Stefánsson auglýsingastjóri fæddist í Reykjavík 10. maí 1941. Hann lést á heimili sínu 19. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 26. ágúst. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 159 orð

Páll Stefánsson

Góður maður, Páll Stefánsson, hefur kvatt fyrirvaralaust. Raunar er það ekki ólíkt honum að hverfa þannig allt í einu. Hann hafði oft nauman tíma í erilsömu starfi; átti það til að standa snögglega upp frá fundarborði, kasta á okkur kveðju og vera á bak og brott áður en okkur gafst tóm til að svara kveðju hans. Páll Stefánsson starfaði lengi í sérstæðum heimi auglýsinga á Íslandi. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 79 orð

Páll Stefánsson

Einn skemmtilegasti maður landsins er horfinn. Eftir er stórt tómarúm, sem þó er fullt af hlýjum, skemmtilegum og góðum minningum. Að hafa þekkt hann og fengið að njóta allra hans kosta eru sannkölluð forréttindi. Hlátur, gleði, spaug, stuðningur, púkkspil! Ótrúlegustu hlutir koma upp í hugann. Elsku Anna, Guðný, Stebbi og Hilla; megi góður Guð styrkja ykkur, blessa og varðveita. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 510 orð

Páll Stefánsson

Það var ekki fjölmennur stúdentahópurinn sem kvaddi skólann sinn í júnímánuði 1961 og hélt út í lífið. Margra ára samvera, í blíðu og stríðu, í Verzlunarskólanum var á enda. Samfélag og vinátta sem til hafði verið stofnað varð skyndilega eitthvað sem tilheyrði æskunni og uppvaxtarárunum. Framtíðin ólesin bók en bjartsýnin í fyrirrúmi. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 231 orð

Ragnar Már Ólafsson

Orð mega sín lítils, þó langar mig í örfáum línum að minnast vinar míns, Ragnars Más Ólafssonar. Maður stendur höggdofa að heyra um svo hörmulegt slys. Síðan vaknar spurningin, hvers vegna og hví hann, svo ungur og með framtíðina fyrir sér? En við þessu eru engin svör. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 200 orð

Ragnar Már Ólafsson

Elsku Raggi (Boysen). Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. En hvað getur maður sagt þegar svona gerist, maður er gjörsamlega eitt spurningarmerki, "af hverju þú?" Þú varst alltaf svo blíður og brosmildur og algjör sáttasemjari. Vildir öllum svo vel. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 30 orð

RAGNAR MÁR ÓLAFSSON

RAGNAR MÁR ÓLAFSSON Ragnar Már Ólafsson fæddist í Reykjavík 19. nóvember 1979. Hann lést af slysförum 14. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Maríukirkju í Breiðholti 23. ágúst. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 129 orð

Sigrún Sólbjört Halldórsdóttir

Það haustar snemma í ár. Ástkær frænka og vinkona er hrifsuð frá okkur svo langt, langt fyrir aldur fram. Hún bar nafnið Sigrún Sólbjört. Svo hljómþýtt og fagurt og hæfði þessari ljúfu, fallegu stúlku algjörlega. Björt sem sólin lýsti hún upp líf okkar og gaf af sér hverjum sem á vegi hennar varð. En nú hefur birt til í annarri veröld. Þar hljómar hlátur hennar, þar skín bjarta brosið hennar. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 201 orð

Sigrún Sólbjört Halldórsdóttir

Hinn 19. september var sorgardagur í lífi mínu. Ég frétti að Sigrún Sólbjört, vinkona mín, væri dáin. Ég trúi þessu ekki enn því ég er nýbúin að fá póstkort frá henni þar sem hún lýsir því hvað það var gaman á Benidorm. Ég einhvern veginn býst alltaf við henni heim og í bakaríið þar sem við unnum saman og kynntumst fyrst. Nafnið Sigrún Sólbjört átti vel við því að í kringum Sigrúnu var alltaf sól. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 77 orð

Sigrún Sólbjört Halldórsdóttir

Það er ekki sanngjarnt að Sigrún Sólbjört, þessi litskrúðuga stelpa sé farin frá okkur. Ég mun sakna hennar í Bakarínu og á rúntinum, þessarar brosmildu stúlku. Sólbjört var hún, hún var svo björt á alla vegu, í bleiku fötunum og með glimmer í andlitinu og ekki má nú gleyma tyggjókúlunum. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 151 orð

Sigrún Sólbjört Halldórsdóttir

Sigrún Sólbjört Halldórsdóttir Vegna þín fann ég mig og einhvernveginn fékkst þú mig til að finna tilganginn í lífinu. Þú gafst mér tíma til að finna drauma mína. Þú munt aldrei vita hvers virði það er. Það eru engin orð til að lýsa þér sem vini. Þú fékkst mig til að brosa, þegar það var sárt. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 446 orð

Sigrún Sólbjört Halldórsdóttir

Okkur langar til að minnast okkar ástkæru frænku, Sigrúnar Sólbjartar Halldórsdóttur, sem lést í blóma lífsins svo langt fyrir aldur fram. Það er erfitt að hugsa til þess að þú svona ung og efnileg stúlka, full af lífskrafti og orku, skulir ekki vera á meðal okkar lengur. Það var svo ótal margt sem þú áttir eftir að upplifa og kynnast. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 205 orð

Sigrún Sólbjört Halldórsdóttir

Enn höfum við verið minnt á dauðans óvissan tíma. Hópur lífsglaðra ungmenna fer saman í stutt frí en einn þeirra kemur ekki aftur. Ótrúleg staðreynd sem við eigum erfitt með að sætta okkur við. Sigrún Sólbjört Halldórsdóttir var í hópi nemenda Framhaldsskóla Vestfjarða sem fór í stutt sumarfrí til Spánar. Ferðin var farin rétt áður en takast skyldi á við námið á 4. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 318 orð

Sigrún Sólbjört Halldórsdóttir

Hjarta mitt missti úr nokkur slög þegar ég heyrði að Sigrún vinkona væri dáin. Eftir að hafa velt fyrir mér spurningum sem engin svör fást við og mörg felld tár er það ljóst fyrir mér að Sigrúnu sé ég ekki í bráð. Það geta engin orð lýst því hve erfitt og sárt það er að missa vinkonu svo skyndilega. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 290 orð

Sigrún Sólbjört Halldórsdóttir

Sigrún Sólbjört er dáin. Þessi fjögur orð hringsóla í höfði mér, ég finn engin svör við merkingu þeirra og hugsa ringluð um fallegu vinkonu mína sem hrifin var á brott. Sigrún var sólbjört, hún var sífellt hugsandi um aðra og komandi manni á óvart með skemmtilegum kortum eða litlum gjöfum. Hún bakaði köku þegar ég átti afmæli og bauð mér í mat ef foreldrar mínir voru ekki heima. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 178 orð

Sigrún Sólbjört Halldórsdóttir

Elsku Sigrún. Við eigum svo erfitt með að trúa því að þú skulir vera farin frá okkur að eilífu. Þú svo ung og glæsileg, umvafin hlýju og kærleik foreldra þinna, systkina og vina og áttir alla framtíðina fyrir þér. Við söknum þín svo sárt en reynum að ylja okkur við allar þær fallegu og skemmtilegu minningar sem við eigum eftir og ekki verða frá okkur teknar. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 334 orð

Sigrún Sólbjört Halldórsdóttir

Elsku Sigrún. Aldrei átti ég von á að fyrsta minningargreinin sem ég skrifaði væri um þig, mína kæru vinkonu og frænku. Svo ung, svo falleg, svo efnileg og einlæg. Hvers vegna þú? Hver er tilgangurinn? Þín hljóta að bíða mikilvæg verkefni annars staðar. Síðast þegar ég sá þig aðeins fyrir nokkrum vikum sat ég í bílnum mínum og þú varst að ganga yfir Hringbrautina með Söllu frænku þinni. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 121 orð

Sigrún Sólbjört Halldórsdóttir

Elsku Sigrún Sólbjört, frænka mín. Þú varst í svo miklu uppáhaldi hjá mér. Þú varst alltaf svo blíð og góð við mig og alla sem í kringum þig voru. Þú áttir ekki að deyja svona ung. En ég veit að þú ert á góðum stað núna með fullt af kátum börnum í kring um þig. Ég man þegar við lentum einu sinni í vandræðum með kókosbollubakstur heima í Breiðadal og við hringdum til að spyrja þig ráða. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 29 orð

SIGRÚN SÓLBJÖRT HALLDÓRSDÓTTIR

SIGRÚN SÓLBJÖRT HALLDÓRSDÓTTIR Sigrún Sólbjört Halldórsdóttir fæddist í Reykjavík 18. september 1980. Hún varð bráðkvödd á Spáni 19. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 31. ágúst. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 407 orð

Sigrún Þorleifsdóttir

Mig langar í örfáum orðum að minnast æskuvinkonu minnar Sigrúnar Þorleifsdóttur. Þó að hún hefði getað verið amma mín þá hefur mér alltaf fundist ég geta sagt með stolti að hún væri vinkona mín. Þegar ég fæddist bjuggu foreldrar mínir og bræður í Hvassaleitinu á sömu hæð og þau hjón Sigrún og Jón Ólafsson, sem var ætíð kallaður Jóndi. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 1216 orð

Sigrún Þorleifsdóttir

Mig langar að minnast Sigrúnar Þorleifsdóttur með nokkrum orðum. Sigrún fæddist í Skálateigi í Norðfjarðarsveit 1912. Skálateigarnir voru 3, sá fremri og sá neðri þar sem skyldfólk hennar bjó og svo sá í miðið þar sem Sigrún bjó ásamt systur sinni Kristínu Stefaníu og foreldrum sínum þeim Þorleifi og Guðrúnu sem sinntu þar búskap. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 180 orð

SIGRÚN ÞORLEIFSDÓTTIR

SIGRÚN ÞORLEIFSDÓTTIR Sigrún Þorleifsdóttir fæddist í Skálateigi í Norðfirði 25. nóvember 1912. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ hinn 23. ágúst síðastliðinn. Hún bjó áður í Hvassaleiti 22. Sigrún var dóttir hjónanna Þorleifs Þorleifssonar bónda í Skálateigi í Norðfirði, f. 19.11. 1873, d. 1. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 307 orð

Þorkell Máni Antonsson

Mig langar með nokkrum orðum að minnast vinnufélaga míns, Þorkels Mána Antonssonar, eða Mána eins og ég kallaði hann. Máni var múrarameistari að mennt og hóf störf há Húsasmiðjunni á Selfossi í byrjun júní 1998 sem deildarstjóri í múrefnadeild. Hann sýndi stax mikinn áhuga á starfi sínu og vann skipulega að því að afla sér þekkingar á öllum þeim vörum sem honum tilheyrðu. Meira
2. september 1999 | Minningargreinar | 29 orð

ÞORKELL MÁNI ANTONSSON

ÞORKELL MÁNI ANTONSSON Þorkell Máni Antonsson fæddist á Hofsósi 2. ágúst 1946. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Eyrarbakkakirkju 19. júní. Meira

Viðskipti

2. september 1999 | Viðskiptafréttir | 208 orð

Evran styrkist og olíuverð áfram hátt

Evrópsk hlutabréf hækkuðu dálítið í verði í gær í kjölfar hækkana á Wall Street og sterkari evru. Þrátt fyrir nokkurn ótta við vaxtahækkanir í Bandaríkjunum hefur verð hlutabréfa stigið vestra. Dow Jones hlutabréfavísitalan hafði þannig hækkað um 88 punkta þegar mörkuðum í Evrópu var lakað í gær. Meira

Daglegt líf

2. september 1999 | Neytendur | 119 orð

Kaffitár opnar stærra kaffihús í Kringlunni

NÚ HEFUR Kaffitár verið flutt um set í Kringlunni og opnað hefur verið stærra kaffihús í norðurenda hússins. Opið verður alla virka daga frá klukkan 9.30­18.30 og frá klukkan 9.30­18 á laugardögum. Kaffihúsið rúmar 70 gesti í sæti en einnig er hægt að taka með sér kaffidrykki í einangrunarmálum. Meira
2. september 1999 | Neytendur | 592 orð

Nestið skal vera fjölbreytt og hollt

NÚ UM stundir eru fjölmargir foreldrar að senda börn sín í skóla í fyrsta sinn. Ekki leikur vafi á að mataræði skólabarna er veigamikill þáttur í vellíðan barna í skólum. Þó svo að skólar landsins séu í vaxandi mæli farnir að geta boðið nemendum upp á mat í mötuneyti eru enn margir sem ekki koma því við og því er mikilvægt að foreldrar hugi vel að því nesti sem þeir senda börn sín með í skólann. Meira
2. september 1999 | Neytendur | 131 orð

Nýjar tegundir af lifrarpylsu

TVÆR nýjar tegundir af lifrarpylsu eru komnar á markað. Framleiðandi er Heilsukostur efh. í Hveragerði, sem þekkt er fyrir framleiðslu sína á heilsulifrarpylsu með hrísgrjónum. Nýju lifrarpylsurnar eru annars vegar heilsulifrarpylsa með lauk og gulrótum og hins vegar hefðbundin lifrarpylsa með 15% fínt skornum mör. Meira
2. september 1999 | Neytendur | 120 orð

Tuma drykkjarjógúrt

TUMA drykkjarjógúrt er nafnið á nýjum drykk sem fæst í verslunum Nýkaups. Í fréttatilkynningu frá Nýkaupi kemur fram að jógúrtin er þróuð af starfsfólki Nýkaups í samvinnu við starfsfólk Mjólkursamlags Norðfirðinga í Neskaupstað. Meira

Fastir þættir

2. september 1999 | Í dag | 24 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 2. september, verður fimmtugur Guðmundur Halldórsson, varðstjóri í Slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli, Suðurgarði 7, Keflavík. Eiginkona hans er Hulda Árnadóttir. Meira
2. september 1999 | Í dag | 40 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Sunnudaginn 5. september verður fimmtug Guðrún Ingólfsdóttir, Heiðarvegi 10, Selfossi. Í tilefni af því taka hún og eiginmaður hennar, Ingólfur H. Þorláksson, á móti gestum laugardaginn 4. september kl. 20 í Hliðskjálf, félagsheimili hestamanna við Suðurtröð á Selfossi. Meira
2. september 1999 | Dagbók | 893 orð

Í dag er fimmtudagur 2. september, 245. dagur ársins 1999. Orð dagsins:

Í dag er fimmtudagur 2. september, 245. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Haltu þeirri trú, sem þú hefur með sjálfum þér fyrir Guði. Sæll er sá, sem þarf ekki að áfella sig fyrir það, sem hann velur. (Rómverjabréfið 14, 22.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Hanseduo kom í gær og fer í dag. Meira
2. september 1999 | Fastir þættir | 1052 orð

Jason og gullna reyfið

Í síðasta þætti mínum var ljóð eftir Matthías Jochumsson þar sem hann líkir vettlingum úr ull við gull. Í ljóðabálki eftir Apollonius frá Rhodes kemur líka fram þessi samlíking en það fjallar um Jason Argóarfara og gullna reyfið. Ljóðið er samið um 300 f.Kr. en er byggt á enn eldri sögn. Meira
2. september 1999 | Fastir þættir | 402 orð

Matur og matgerð Rifsberja- marengsterta

OFT höfum við horft á sílamávinn og hans skyldulið grípa mófuglsunga og egg hér á holtinu en aldrei eins oft og í sumar. Undanfarið þegar foreldrarnir hafa verið að æfa ungana eru lætin og hávaðinn með ólíkindum, auk þess sem þessi stóri fugl dritar hér á hús og umhverfi ­ ekki veit maður hvað hann ber með sér úr skolpræsunum en hann er mikið í frárennsli þeirra. Meira
2. september 1999 | Fastir þættir | 778 orð

Óþekkta kynslóðin Er þessi kynslóð, sem kennd hefur verið við óþekktu stærðina x, gagndæmið sem afsannar þá gömlu kenningu

Er það óhjákvæmilega mótsagnarkennt að vilja aðhald í ríkisfjármálum og almannatryggingakerfi af bestu sort? Ekki ef marka má nýjustu kynslóð bandarískra kjósenda. Meira
2. september 1999 | Í dag | 577 orð

Réttdræpur

ÉG hef lesið þessar báðar greinar um hunda sem hafa bitið og ég hef sennilegustu útskýringuna hvers vegna. Veikindi. Eins og hundurinn með blýantinn í eyranu var að hlífa sér með því að bíta. Menn eru enn dauðhræddir við einn banvænan sjúkdóm sem kallaður er hundaæði þótt hann þekkist lítt hér á landi. Meira
2. september 1999 | Í dag | 88 orð

SAMÁBYRGÐ LANDSMANNA

Allra gagn það undir gár, ósamþykkið veldur því. Enginn hirðir, hvernig stár hagur þessu landi í. Þegar kemur af sundi sér, sjálfur þykist hólpinn sá, hugsar ekki, hvernig fer hans landsmönnum eftir á. Því skal hugsa hver mann til, hann af guði skapaður er föður síns lands víst í vil að vinna til gagns það þörf til sér. Meira
2. september 1999 | Í dag | 325 orð

Systrakvöld í Hallgrímskirkju

Í KVÖLD, fimmtudagskvöld, verður Systrakvöld í Hallgrímskirkju kl. 20.30. Kvöldið helgast af lofgjörð, bænagjörð og kyrrlátum söng. Jesúbænin verður kennd og Systradagar í Skálholti 15.-19. september nk. kynntir, en það eru dagar þar sem konur koma saman til bæna- og lofgjörðar í kyrrð og íhugun. Meira
2. september 1999 | Í dag | 474 orð

VÍKVERJI er einn þeirra sem hrifist hafa af mynd júgóslavneska kvikmynda

VÍKVERJI er einn þeirra sem hrifist hafa af mynd júgóslavneska kvikmyndaleikstjórans Emirs Kusturicas, Svartur köttur, hvítur köttur. Myndin er fyndin, hugmyndarík og umfram allt skemmtileg. Þetta þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart því Kusturica sýndi með myndinni Neðanjarðar að hann er óvenjulega hæfileikaríkur kvikmyndagerðarmaður. Meira
2. september 1999 | Fastir þættir | 364 orð

"Víst hefur öldin breytt um brag"

ÞAÐ er staðreynd að flestir þeir sem komnir eru á efri ár og eru andlega hressir lesa mikið og halda áfram að sækja visku og gleði í góðar bækur. Þótt margir reyni að fylgja samtímanum í tölvunotkun og öllum þeim nýjungum er fylgja nútímatækni. Og er það vel. Meira
2. september 1999 | Í dag | 32 orð

Þessir duglegu krakkar héldu tombólu í Mjódd til styrktar börnum með kr

Þessir duglegu krakkar héldu tombólu í Mjódd til styrktar börnum með krabbamein og söfnuðu alls 4.036 kr. Þau eru f.v.: Katrín Halldóra Sigurðardóttir frá Neskaupstað, Rakel Gunnarsdóttir og Lárus Gunnarsson, bæði frá Reykjavík. Meira

Íþróttir

2. september 1999 | Íþróttir | 118 orð

Arnar er eftirsóttur

ARNAR Gunnlaugsson, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Leicester, er sagður á leið í uppskurð öðru sinni á þremur mánuðum, að því er kemur fram á spjallsíðu félagsins á Netinu. Segir að hann fari undir hnífinn í þessari viku, en hann hefur verið meiddur frá í sumar eftir að beinflís fór úr sköflungi. Á spjallsíðu 1. Meira
2. september 1999 | Íþróttir | 60 orð

Beckenbauer bjartsýnn

FRANZ Beckenbauer, varaforseti þýska knattspyrnusambandsins, segir í gær í viðtali við Bild Zeitung að Þjóðverjar séu öruggir um að fá heimsmeistarkeppnina í knattspyrnu 2006. "Ég er afar bjartsýnn á að næsta sumar verði okkur tilkynnt að við fáum keppnina. Við höfum tryggt okkur meirihluta atkvæða innan alþjóða knattspyrnusambandsins. Meira
2. september 1999 | Íþróttir | 127 orð

Bonhof hættur með "Gladbach"

RAINER Bonhof, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands, var fyrstur þjálfara í þýsku knattspyrnunni til að fá reisupassann ­ hann var leystur frá störfum í gær hjá Borussia Mönchengladbach, sem hann tók við á sl. keppnistímabili og fór með það niður í 2. deild. Meira
2. september 1999 | Íþróttir | 374 orð

Brekkan er brattari

Ingi Björn Albertsson sagði úrslitin, 4:1-tap fyrir Leiftri á heimavelli er liðið stendur í erfiðri fallbaráttu, nálgast áfall. "Þetta er nánast áfall ­ að hafa ekki náð að nýta sér yfirburðastöðu í þessum leik. Við áttum að vera búnir að rúlla þeim upp í hálfleik. Síðan lögðum við mikið í sóknina í síðari hálfleik og fengum á okkur slæmar sóknir, sem skiluðu mörkum fyrir þá. Meira
2. september 1999 | Íþróttir | 196 orð

BSkyB eignast hlut í Leeds

Fjölmiðlafyrirtækið BSkyB hefur tilkynnt að félagið hafi keypt 9,08% hlut í enska úrvalsdeildarfélaginu Leeds Utd. Kaupverð hlutsins nemur rúmlega 1,6 milljörðum króna. Í samningi kveður á um að BSkyB verði sérstakur fjölmiðlafulltrúi fyrir úrvalsdeildarliðið í fimm ár og hafi jafnframt fulltrúa í stjórn Leeds. Meira
2. september 1999 | Íþróttir | 79 orð

Bæjarstjórinn lýsti frá Grindavík

GÍSLI Gíslason, bæjarstjóri Akraness, lýsti leik ÍA og Grindavíkur í efstu deild fyrir Útvarp Akraness í gærkvöld. Útvarpið hefur fylgst grannt með útileikjum Skagamanna í sumar og hafa nokkrir Skagamenn tekið að sér að lýsa fyrir það. Gísli naut aðstoðar Jóns Gunnlaugssonar, leikmanns Skagaliðsins á árum áður, í Grindavík. Meira
2. september 1999 | Íþróttir | 240 orð

Emerson er ekki til sölu!

ÓHÆTT er að segja að stjórn knattspyrnuliðsins Bayer Leverkusen hafi komst í uppnám þegar stórtilboð kom frá Roma í aðalstjörnu liðsins, Brasilíumanninn Emerson. Lið eins og Juventus, AC Parma og Real Madrid hafa einnig haft hann undir smásjánni, og gert tilboð í leikmanninn en öll liðin fengið ákveðið "Nei!" ­ hann er ekki til sölu. Tilboð Roma hljóðar upp á 1600 milljónir ísl. Meira
2. september 1999 | Íþróttir | 1026 orð

"Ég ætla að keyra eins hratt og ég þori!"

ÓHÆTT er að segja að baráttan um sigur í 20. alþjóða Reykjavíkurrallinu, sem hefst í dag kl. 16.25 við Perluna í Öskjuhlíð, verði meiri en nokkru sinni fyrr. Um sjö bílar eiga góðan möguleika á að vinna þetta rall, þ.e. Rúnar Jónsson og Jón R. Meira
2. september 1999 | Íþróttir | 660 orð

Hróp Lúkast út í veður og vind

"Spila, spila, spila," hrópaði Lúkas Kostic, þjálfari Víkinga, nær stöðugt á köflum upp í rokið í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Hann var að reyna að fá sína menn til að leika knettinum á milli sín ­ í stað þess að reyna að skjóta í tíma og ótíma að marki Eyjamanna, oft á tíðum í litlum sem engum skotfærum. Meira
2. september 1999 | Íþróttir | 418 orð

Höfum örlögin í eigin hendi

"VIÐ lögðum að sjálfsögðu upp með það að vinna en fyrst og fremst ætluðum við að gæta okkar á því að KR-ingar fengju ekki það pláss sem þeir helst vilja til þess að sækja," sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram, eftir tapið á móti KR. "Það tókst í fyrri hálfleik en það skal viðurkennt að eins og leikurinn spilaðist í fyrri hálfleik var hann vafalaust hundleiðinlegur á að horfa. Meira
2. september 1999 | Íþróttir | 20 orð

Í KVÖLD Knattspyrna

Knattspyrna 1. deild karla: Akureyri:KA - FH18 Garður:Víðir - ÍR18 Valbjarnarvöllur:Þróttur R. - Fylkir18 Körfuknattleikur Meira
2. september 1999 | Íþróttir | 563 orð

KR-ingar færðust skrefi nær

KR-INGAR færðust skrefi nær meistaratitlinum með einkar auðveldum sigri, 2:0, á afar daufu Framliði á Laugardalsvelli í leik þar sem KR þurfti ekki að sýna sparihliðarnar til þess að vinna. Þar með þarf KR aðeins tvö stig úr síðustu leikjunum tveimur til þess að tryggja sér titilinn, en Framarar verða hins vegar að hafa sig alla við á lokasprettinum gegn Val og Víkingi til þess að ekki fari illa. Meira
2. september 1999 | Íþróttir | 203 orð

KR með pálmann í höndunum

KR-ingar eru með pálmann í höndunum eftir að liðið bar sigurorð af Fram, 2:0, á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Tvær umferðir eru eftir af Íslandsmótinu og þarf vesturbæjarliðið að sigra í einum leik til viðbótar, annaðhvort gegn Víkingi í Laugardal hinn ellefta september nk., eða á heimavelli gegn Keflvíkingum í lokaumferðinni 18. Meira
2. september 1999 | Íþróttir | 1621 orð

Launastríð hafið í Þýskalandi

EINN er sá knattspyrnumaður sem hefur aldrei leikið í Þýskalandi, en er samt á allra vörum meðal knattspyrnuunnenda þar í landi þessa dagana. Maðurinn er Jean-Marc Bosnam, hinn fyrrverandi belgíski atvinnumaður, sem hefur sett óafmáanlegt mark á atvinnuíþróttir í Evrópu. Ekki aðeins í knattspyrnu heldur og í öllum öðrum íþróttagreinum. Meira
2. september 1999 | Íþróttir | 463 orð

Leiftur gekk á lagið

ÞÓTT sigur Leifturs á Valsmönnum á Hlíðarenda í gærkvöldi hafi verið stór þegar allt kom til alls, 4:1, naga heimamenn sig í handarbökin. Í fyrri hálfleik, er þeir sóttu undan sterkum vindi, gátu þeir gert út um leikinn ­ áttu þá tólf markskot gegn tveimur skotum Leifturs. Eigi að síður voru norðanmenn yfir, 2:1, í leikhléi. Eftir það tók Leiftur völdin og vann öruggan sigur. Meira
2. september 1999 | Íþróttir | 539 orð

Lífseigir Grindvíkingar

GRINDVÍKINGAR sýndu enn á ný að þeir hafa níu líf í efstu deild. Liðið var tveimur mörkum undir gegn Skagamönnum í hálfleik og fátt sem benti til þess að það gæti snúið leiknum sér í hag. En Grindvíkingar tóku heldur betur við sér í síðari hálfleik, sóttu hart að Skagamönnum með vindinn í bakið og tryggðu sér eitt stig, er kemur sér vel í erfiðri fallbaráttu efstu deildar. Meira
2. september 1999 | Íþróttir | 118 orð

Mahle til Dormagen

DORMAGEN, sem greinilega á erfiða tíma framundan í þýska handboltanum, hefur fengið góðan liðsstyrk með kaupum á franska landsliðsmanninum Pascal Mahle. Mahle er 35 ára og hefur leikið með AS Mónakó þar til nú. Hann var fyrirliði franska landsliðsins á HM á Íslandi þegar Frakkar urðu heimsmeistarar. Meira
2. september 1999 | Íþróttir | 162 orð

Marion Jones keppir ekki meira í ár

Bandaríska spretthlaupadrottningin Marion Jones tekur ekki þátt í fleiri frjálsíþróttamótum í ár, að sögn umboðsmanns hennar, Charlie Wells. "Fyrir henni er tímabilið afstaðið," sagði hann, en reiknað var með að Jones tæki þátt í gullmóti í Brussel á morgun. Meira
2. september 1999 | Íþróttir | 119 orð

Matijane hættur hjá ÍA

Kenneth Oupa Matijane, suður- afríski framherjinn, er gekk til liðs við Skagamenn í sumar, er hættur að leika með liðinu og fer til Suður-Afríku í dag. Logi Ólafsson, þjálfari Skagamanna, sagði að suður-afríska liðið, er leigði Matijane til ÍA, hefði óskað eftir að fá leikmanninn aftur til sín. Matijane lék því sinn síðasta leik gegn Valsmönnum um liðna helgi. Meira
2. september 1999 | Íþróttir | 270 orð

Matth¨aus fékk kjaftshögg

Innbyrðis deilur leikmanna Bayern M¨unchen virðast engan endi ætla að taka. Lothar Matth¨aus og Frakkinn Liazarzu lentu í slagsmálum á æfingu. Þeir voru að spila 5-2, sem er þekkt boltaæfing, þegar Matth¨aus hugðist senda til Frakkans. Hann náði ekki til knattarins og skipaði Matth¨aus honum þá að fara inn á miðju. Meira
2. september 1999 | Íþróttir | 328 orð

Mikilvægir leikir hjá Frökkum

Roger Lemerre, landsliðsþjálfari Frakka, hefur kvatt lið sitt saman fyrir mikilvæga leiki landsliðsins gegn Úkraínu og Armeníu. Franska liðið, sem hélt frá Frakklandi í gær, mætir Úkraínu í Kænugarði á laugardag og heldur síðan til Yerevan þar sem liðið mætir Armeníu á miðvikudag. Meira
2. september 1999 | Íþróttir | 122 orð

Ófyrirgefanlegt

"ÞAÐ er ófyrirgefanlegt að missa þá forystu er liðið hafði niður í jafntefli. Við getum ekki spilað svona ef við ætlum okkur að gera eitthvað í bikarúrslitaleiknum, er fram fer í lok mánaðarins. Þá fer bara illa," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Skagamanna, eftir leik gegn Grindvíkingum. Meira
2. september 1999 | Íþróttir | 248 orð

Ólga hjá Kaiserslautern

GÍFURLEGUR órói er kominn upp hjá Kaiserslautern. Svisslendingurinn Ciriaci Sforza, fyrirliði liðsins, hefur gagnrýnt þjálfarann Otto Rehhagel heiftarlega á síðum blaða í Þýskalandi. Hann segir Rehhagel vera fastan í gömlum leikkerfum og gagnrýnir kaup hans á franska landsliðsmanninum Youri Djorkaeff, sem spilar sömu stöðu og Sforza. Meira
2. september 1999 | Íþróttir | 401 orð

PHILIPE Gobert, sem ekur á Suzuki S

PHILIPE Gobert, sem ekur á Suzuki Swift, hefur tekið þátt í breska konunglega rallinu (RAC) 25 sinnum og alltaf klárað, sem telst vera viss sigur. Meira
2. september 1999 | Íþróttir | 138 orð

Stytta af Sergeir Bubka afhjúpuð í Donetsk

BORGARYFIRVÖLD í Donetsk í Úkraínu vígðu á dögunum bronsstyttu af þekktasta syni borgarinnar á síðustu árum, sexföldum heimsmeistara og heimsmethafa í stangarstökki karla, Sergei Bubka. Ekki fylgir sögunni hversu stór styttan af stökkvaranum er en hún stendur nærri íþróttavelli borgarinnar, Lokomotiv-vellinum. Meira
2. september 1999 | Íþróttir | 230 orð

Tennis

Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras og Patrick Rafter frá Ástralíu hættu báðir keppni í Opna bandaríska mótinu í Flushing Meadows í New York í fyrrinótt. Sampras er með vægt brjósklos í baki og gerði það vart við sig á æfingu á sunnudag. Hann hefur oft orðið fyrir óhöppum í tengslum við Opna bandaríska mótið, en ávallt tekið þátt í keppni og náð undraverðum árangri. Meira
2. september 1999 | Íþróttir | 167 orð

Valdimar gerði tvö mörk með brotna hnéskel

WUPPERTAL beið lægri hlut fyrir Kiel, 26:23, í annarri umferð efstu deildar Þýskalands í handknattleik. Kiel hefur því sigrað í báðum leikjum sínum og er efst allra liða í deildinni. Svíarnir þrír í liði Kiel fóru þar fremstir í flokki. Stefan Lövgren skoraði níu mörk, Magnus Wislander fimm og Staffan Olsson þrjú. Meira
2. september 1999 | Íþróttir | 161 orð

Þegar launaþakið var sprengt

ÁRIÐ 1963 var sett launaþak hjá atvinnumönnum í knattspyrnu hjá 1. deildarliðunum í Þýskalandi. Hæstu laun sem leikmenn máttu fá var 45.000 kr á mánuði. Þá hafði Uwe Seeler, fyrrverandi fyrirliði landsliðs Þýskalands og miðherji Hamburger SV um 600.000 þúsund krónur í árslaun. Þegar þetta launaþak var fellt niður, snarhækkuðu launin. Franz Beckenbauer, Bayern M¨unchen, var t. Meira
2. september 1999 | Íþróttir | 320 orð

ÞÝSKI landsliðsmaðurinn Thomas

ÞÝSKI landsliðsmaðurinn Thomas Helmer, sem hefur verið hjá Sunderland, var í gær lánaður til Herthu Berlín út keppnistímabilið. Helmer, sem er 34 ára fyrrverandi leikmaður Bayern M¨unchen, er varnarleikmaður. Meira

Úr verinu

2. september 1999 | Úr verinu | 974 orð

Frá stígvélum upp í togara

Íslenska sjávarútvegssýningin hófst í Smáranum í Kópavogi í gær að viðstöddum fjölmörgum gestum, m.a. Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta íslands, Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra, Ingibjörgu Pálmadóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Árna M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, sem opnaði sýninguna formlega. Meira
2. september 1999 | Úr verinu | 153 orð

Fundað um umhverfismerkingar

FISKIFÉLAG Íslands heldur í dag fund um aðgerðir stjórnvalda og sjávarútvegs vegna umhverfismerkinga undir yfirskriftinni: Eru aðrir kostir en Marine Stewardship Council. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel í Reykjavík og hefst kl. 9:00. Áætlað er að honum muni ljúka fyrir kl. 11:00 og fer fundurinn fram á ensku. Meira

Viðskiptablað

2. september 1999 | Viðskiptablað | 74 orð

10% raunávöxtun

HEILDARINNGREIÐSLUR Lífeyrissjóðs sjómanna á fyrri hluta ársins námu 2.387 milljónum króna samkvæmt árshlutauppgjöri. Fjárfestingatekjur námu um 1.550 m.kr. og iðgjöld tímabilsins voru 836 milljónir. Greiddur lífeyrir nam 423 milljónum. Samkvæmt fréttatilkynningu jókst hrein eign til greiðslu lífeyris um 2,9 milljarða eða tæp 9% og námu eignir sjóðsins hinn 30.6. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 1482 orð

Allt byggist á þekkingu starfsfólksins Íslensk hugbúnaðarfyrirtæki sækja æ fleiri inn á erlendan markað og sum hafa snaran þátt

Íslensk hugbúnaðarfyrirtæki sækja æ fleiri inn á erlendan markað og sum hafa snaran þátt tekna sinna af viðskiptum erlendis. Árni Matthíasson ræddi við Hauk Garðarsson, framkvæmdastjóra Strengs, sem sagði honum að fyrirtækið seldi orðið vörur sínar á markaði í Skandinavíu og víðar. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 87 orð

Borgarverk hf. eykur vélakost sinn

NÝLEGA fékk verktakafyrirtækið Borgarverk hf. í Borgarnesi afhentan vegfræsara frá Bomag-verksmiðjunum í Þýskalandi en umboðsaðili fyrirtækisins er Merkúr hf. Í fréttatilkynningu kemur fram að tækið er búið fullkomnu kerfi til að blanda heitu biki og vatni, svokölluðu kvoðubiki í vegefnið um leið og fræst er. Einnig má nota tækið til að sementsstyrkja burðarlög í vegum. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 144 orð

Breytingar hjá Flugleiðahótelum

Magnea Þ. Hjálmarsdóttir tekur við nýrri stöðu hjá Flugleiðahótelum hf. 1. nóvember nk. sem forstöðumaður heilsárshótela félagsins. Flugleiðahótel hf. reka tvær hótelkeðjur, keðju heilsárshótela undir vörumerkinu Icelandair Hotels og sumarkeðju undir merkjum Hótels Eddu. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 109 orð

BSkyB kaupir hlut í Leeds

FJÖLMIÐLAFYRIRTÆKIÐ BSkyB hefur tilkynnt um fjárfestingu í 9% hlut í Leeds Sporting Plc., móðurfélagi knattspyrnuliðsins Leeds United. Alls setur BSkyB 13,8 milljónir punda í félagið eða sem svarar rúmum 1,6 milljörðum íslenskra króna. BSkyB er í 40% eigu fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdochs en hann reyndi einnig að fjárfesta í knattspyrnuliðinu Manchester United fyrr á árinu. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 480 orð

Búist við hagnaði fyrir árið í heild

HRAÐFRYSTISTÖÐ Þórshafnar hf. skilaði 12,8 milljóna króna tapi fyrstu sex mánuði ársins, að því er fram kemur í tilkynningu. Eigið fé félagsins var 474,4 milljónir króna 30. júní og eiginfjárhlutfall 16,6%. Hraðfrystistöðin birti ekki sex mánaða uppgjör í fyrra en afkomutölur fyrir árið í heild eru birtar til samanburðar. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 678 orð

Danskir lögfræðingar gagnrýndir

LÖGFRÆÐINGAR hafa ekki nægilega viðskiptaþekkingu til að meta hvort fyrirtæki á barmi gjaldþrots geti lifað af, heldur hafa of mikilla hagsmuna að gæta að flýta sér að skipta þrotabúum og hirða þóknunina. Þetta er niðurstaða vinnuhóps lögfræðinga og endurskoðenda, sem vinnur að því að endurskoða meðferð á fyrirtækjum, sem eru í gjaldþrotahættu að því er Berlingske Tidende skýrir frá. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 89 orð

ÐBankastjóri Bundesbank þörf á hækkun vaxta

ERNST Welteke, bankastjóri Bundesbank í Þýskalandi, segir ekki þörf á því að Seðlabanki Evrópu hækki vexti í kjölfar vaxtahækkunar í Bandaríkjunum. Hann segir enga verðbólguhættu í augsýn enn sem komið er. Welteke tók við bankastjórn í Bundesbank af Hans Tietmeyer í gær. Einnig hefur verið haft eftir Welteke að lágt gengi evru gagnvart dollar gefi ekki tilefni til vaxtahækkana. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 209 orð

ÐBónus­fyrirtæki kaupir lóðir í Arnarneslandi

JÓN Ólafsson, stjórnarformaður Norðurljósa, hefur selt fyrstu lóðirnar í Arnarneslandinu sem hann festi kaup á í byrjun ársins. Kaupandinn er Smárasteinn, félag sem Bónus á 50% hlut í á móti fleiri fjárfestum. Um er að ræða annars vegar 2000 fm lóð í suðurhluta landsins sem mun vera ætluð undir verslunarmiðstöð, og hins vegar 4.500 fm þjónustusvæði í norðurhluta Arnarneslands. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 169 orð

ÐÍslandsbanki F&M spáir 4,1% verðbólgu

ÍSLANDSBANKI F&M spáir nú 4,1% verðbólgu yfir árið og 3% verðbólgu á milli meðaltala áranna 1998 og 1999, að því er fram kemur í frétt frá F&M. Næsta mánuðinn er búist við 0,5% hækkun neysluverðsvísitölu. Bensín hækkaði um rúm 6% um mánaðamótin og leiðir það til tæplega 0,3% hækkunar vísitölunnar. Áfram má búast við hækkun húsnæðisverðs, að mati sérfræðinga F&M. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 131 orð

ÐMikil lækkun á kaffiverði á heimsmarkaði

KAFFIFRAMLEIÐENDUR eru nú nokkuð áhyggjufullir vegna mikilla verðlækkana á kaffi í heiminum, að því er fram kemur í The Timesnýlega. Kílóverð á arabica-kaffibaunum hefur næstum lækkað um helming síðan í ársbyrjun 1998. Verðlækkun kemur neytendum þó ekki til góða, heldur njóta iðnrekendur hennar. Birgðir hafa aukist hjá kaffiframleiðendum og eykur lítil eftirspurn enn á vandann. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 126 orð

ÐStærsta einkarekna orkufyrirtæki í Evrópu

FORSTJÓRAR þýsku fyrirtækjanna Viag AG og Veba AG hafa tilkynnt að grundvöllur hafi verið lagður að samruna fyrirtækjanna. Þannig verður til stærsta einkarekna orkufyrirtæki í Evrópu. Ulrich Hartmann, forstjóri Veba, og Wilhelm Simson, forstjóri Viag, segja báðir að samruni fyrirtækjanna sé æskilegasti möguleikinn í stöðunni þó aðrir séu íhugaðir. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 73 orð

EES mikilvægast í útflutningi

EVRÓPSKA efnahagssvæðið er óumdeilanlega mikilvægasta markaðssvæði íslenskra útflytjenda því um 75% gjaldeyristekna koma af því svæði. Sama hlutfall gildir einnig um innflutning til landsins, að því er fram kemur í Útherja, blaði Útflutningsráðs Íslands. Þar segir jafnframt að Bretland er stærsti markaðurinn fyrir útflutningsvörur Íslendinga. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 107 orð

Fjarðarbyggð með nýtt upplýsingakerfi

HIÐ nýja sameinaða sveitarfélag á Austurlandi, Fjarðarbyggð, festi nýlega kaup á nýju upplýsingakerfi fyrir sveitarfélagið. Fyrir valinu varð kerfið Sveitarstjóri og Navision Financials frá TölvuMyndum. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 214 orð

FMS hagnaðist um 16,8 milljónir króna

FISKMARKAÐUR Suðurnesja hf. (FMS) hagnaðist um 16,8 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Á tímabilinu seldust 15.754 tonn fyrir 1.645 milljónir króna á Suðurnesjum, og á Ísafirði seldust 4.491 tonn fyrir 501 milljón króna. Samtals seldust því á FMS 20.245 tonn fyrir 2.146 milljónir króna. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 508 orð

Góð skíðasvæði í sigtinu

GUÐJÓN Auðunsson var ráðinn framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Navís-Landsteina hf. frá 1. ágúst síðastliðnum. "Þú stundaðir nám í Danmörku og starfaðir í Þýskalandi seinustu tvö árin. Finnst þér vera mikill munur á siðum og viðhorfum í viðskiptalífi Dana, Þjóðverja og Íslendinga?" "Klárlega já. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 386 orð

Hagnaður nam 1.044 milljónum króna

LANDSSÍMI Íslands hf. hagnaðist um 1.044 milljónir króna að teknu tilliti til reiknaðra skatta á fyrstu sex mánuðum ársins. Til samanburðar var hagnaður fyrstu sex mánaða ársins 1998 1.091 milljón króna að teknu tilliti til skatta. Rekstrartekjur Landssímans námu 6.048 milljónum króna fyrstu sex mánuði þessa árs borið saman við 5.446 milljónir á sama tíma í fyrra. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 605 orð

Hinir hæfustu lifa af

Hinir hæfustu lifa af MÁR Wolfgang Mixa, sérfræðingur hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar, segir ómögulegt að segja til um hvort lækkun á gengi hlutabréfa í netfyrirtækjum síðan í apríl sé varanleg eða um er að ræða eðlilega sveiflu. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 92 orð

Hugbúnaður fluttur út fyrir 2,5 milljarða

ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI hugbúnaðar hefur 625-faldast það sem af er þessum áratug. Engin grein útflutnings hefur vaxið jafnmikið á undanförnum árum. Á síðasta ári var fluttur út hugbúnaður fyrir 2,5 milljarða króna. Í Útherja, blaði Útflutningsráðs Íslands, kemur fram að árið 1990 var útflutningsverðmæti hugbúnaðar 4 milljónir króna. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 44 orð

Ísland í kínversku sjónvarpi

VON er á kínversku sjónvarpsfólki frá CCTV-stöðinni hingað til lands fljótlega. Gerður verður 50 mínútna langur þáttur um Ísland og íslenskt atvinnulíf. Þeir sem hafa áhuga á að koma að dagskránni með einhverjum hætti geta haft samband við Útflutningsráð Íslands. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 409 orð

Íslendingar fjárfesta í erlendum netfyrirtækjum

Íslendingar fjárfesta í erlendum netfyrirtækjum LANDSBRÉF eru á meðal þeirra verðbréfafyrirtækja á Íslandi sem hafa milligöngu um viðskipti Íslendinga með erlend hlutabréf. Kauphöll Landsbréfa býður tengingu við "Wall Street á Vefnum" þar sem hægt er að eiga viðskipti með hlutabréf erlendra fyrirtækja, þ.ám. netfyrirtækja. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 193 orð

Kynnt fyrir fjárfestum

FJÁRFESTINGARÞING, Venture Iceland '99, verður haldið á Hótel Loftleiðum 8. september næstkomandi. Átta fyrirtæki hafa tekið þátt í Venture Iceland '99 frá því í mars. Á fjárfestingarþinginu munu fyrirtækin átta, Gagarín ehf., HugNet, HV Grettir ehf., Inn ehf., Origo hf., Smartkort ehf., Þróun ehf., og Zoom ehf., leggja fram viðskiptaáætlanir sínar fyrir innlenda fjárfesta. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 107 orð

Metmánuður á VÞÍ

HEILDARVELTA með hlutabréf á Verðbréfaþingi Íslands í ágústmánuði nam 4.633 milljónum króna og var hann þar með langveltumesti mánuður þingsins með hlutabréf frá upphafi. Í gær námu viðskipti með hlutabréf 246 milljónum króna og voru mest viðskipti með hlutabréf Þormóðs ramma-Sæbergs fyrir alls 113 milljónir króna og hækkaði gengi bréfanna um 6,1%. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 754 orð

Minnihluta boðið sama verð

ÁKVÆÐI í lögum um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða nr. 34/1998, í 19. og 20. grein laganna, kveður á um að sá aðili sem komist hefur yfir 50% hlut í hlutafélagi sem skráð er í kauphöll, eða til samsvarandi áhrifa í stjórn þess, Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 255 orð

Myllan hagnast um 31 milljón króna

MYLLAN-BRAUÐ hf. (samstæðan) hagnaðist um 31 milljón króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs í samanburði við 7 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 712,7 milljónum fyrstu sex mánuði ársins 1999 í samanburði við 689,9 milljónir á sama tímabili ársins 1998, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Myllunni-Brauði hf. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 84 orð

Nýr framkvæmdastjóri G. Einarssonar

KATRÍN Júlíusdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hjá innflutningsfyrirtækinu G. Einarsson og co. ehf. sem rekur barnafataverslanirnar Lipurtá sem eru þrjár talsins, í Kringlunni, Austurveri og á Akureyri. Fyrirtækið flytur inn barnafatnað aðallega frá Þýskalandi. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 273 orð

Nýr yfirmaður hjá Meclenburger

ÓSKAR Sigmundsson hóf störf hjá Mecklenburger Hochseefischerei GmbH í Rostock í gær, fyrsta september. Óskar er yfirmaður sölu-, markaðs- og gæðamála hjá fyrirækinu sem var áður í eigu ÚA en var keypt af hollenska fyrirtækinu Parlevliet & van der Plas b.v. á sl. ári. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 37 orð

Nýtt merki

ÚTFLUTNINGSRÁÐ Íslands tók í gær í notkun breytt merki félagsins. Verkið var unnið í samráði við Björn Jónsson, sem hannaði upphaflega merkið. Sigríður Þóra Árdal hefur séð um að útfæra og teikna hið nýja merki. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 1294 orð

ÓLJÓS FRAMTÍÐ Á NETINU Vöxtur fyrirtækja sem starfa á sviði þjónustu á Netinu hefur verið mikill síðasta árið. Eftir að gengi

Sveiflur í gengi hlutabréfa netfyrirtækja síðasta áriðÓLJÓS FRAMTÍÐ Á NETINU Vöxtur fyrirtækja sem starfa á sviði þjónustu á Netinu hefur verið mikill síðasta árið. Eftir að gengi hlutabréfa ýmissa netfyrirtækja náði hámarki í apríl hefur það lækkað mjög aftur, þó ekki sé það lágt. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 517 orð

Selur Samherji í Skagstrendingi?

FYRIR skömmu urðu töluverðar sviptingar með hlutabréf í Skagstrendingi hf. Samherji hf. keypti öllum að óvörum hlutabréf Síldarvinnslunnar hf. í Skagstrendingi og eignaðist þar með um 37% hlut í fyrirtækinu. Burðarás hf., eignarhaldsfélag Eimskipafélagsins, brá við hart og jók við hlut sinn í Skagstrendingi, þannig að heimamenn og Burðarás höfðu tryggan meirihluta í stjórn fyrirtækisins. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 255 orð

"Sjávarútvegsstefna ESB óhagstæð Íslendingum"

BRESK-ÍSLENSKA verslunarráðið hélt aðalfund sinn þriðjudaginn 31. ágúst síðastliðinn, en í ráðinu eru nú um 200 fyrirtæki, og er skiptingin nokkuð jöfn milli íslenskra og breskra fyrirtækja, segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Bresk-íslenska verslunarráðsins og aðstoðarframkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Forseti Íslands, hr. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 2449 orð

Stærsti markaðurinn líklega í Bandaríkjunum Magnús Scheving og samstarfsmenn hans hyggja á stórtæka erlenda markaðssetningu

Magnús Scheving og samstarfsmenn hans hyggja á stórtæka erlenda markaðssetningu ævintýrisins um Íþróttaálfinn og félaga hans í Latabæ. Sverrir Sveinn Sigurðarsonræddi við "bæjarstjórn" Latabæjar um ráðagerðirnar, en sköpunarverkið mun ganga undir nafninu "Lazy Town" í öðrum löndum heims. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 195 orð

Tekur að sér Tölvuskóla EJS

ÝMSAR breytingar eru í gangi hjá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni. Einar J. Skúlason hf. hefur samið við Tölvu- og verkfræðiþjónustuna um að taka að sér tölvuskólann sem fyrirtækið hefur starfrækt um margra ára skeið. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 162 orð

Trukkarnir vega fulllestaðir 73 tonn

ÍSLENSKIR aðalverktakar hf. (ÍAV) fengu nýlega ný tæki af gerðinni Caterpillar afhent frá Heklu hf., sem notuð verða við virkjanaframkvæmdir við Vatnsfell. Þetta eru þrír grjótflutningatrukkar af gerðinni 769D og ein hjólaskófla af gerðinni 988F. Burðargeta trukkanna er 23,6 rúmmetrar eða 37 tonn, og fulllestaðir vega þeir um 73 tonn. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 176 orð

Tæplega 7% ávöxtun

HAGNAÐUR Almenna hlutabréfasjóðsins á fyrstu sex mánuðum ársins nam 18 milljónum króna en að teknu tilliti til skatta nam hagnaðurinn 12 milljónum. Hlutafé félagsins í lok júní var 242,5 m.kr. borið saman við 452 milljónir í árslok 1998. Verðmæti innlendra hlutabréfa í eigu félagsins var um 407 m.kr. 30. júní eða 49,9% af heildareignum. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 592 orð

Verður eitt stærsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins

STOFNAÐ hefur verið nýtt hugbúnaðarfyrirtæki, AX-hugbúnaðarhús hf., og eru eigendur þess Tæknival hf., Skýrr hf. og Opin kerfi hf. Hlutafé hins nýja félags er 300 milljónir króna og skiptist þannig að Tæknival mun eiga 25%, Skýrr 40%, Opin kerfi 10%, og starfsmenn og fagfjárfestar munu eiga 25%. AX-hugbúnaðarhús hefur eignast 83% hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Kerfi hf. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 27 orð

(fyrirsögn vantar)

Um er að ræða annars vegar 2000 fm lóð í suðurhluta landsins sem mun vera ætluð undir verslunarmiðstöð, og hins vegar 4.500 fm þjónustusvæði í norðurhluta Arnarneslands. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 318 orð

(fyrirsögn vantar)

Verðbréfasjóðum eru sett ýmis mörk hvað varðar fjárfestingarstefnu. Hér er tæpt á meginefni þess kafla í lögum um verðbréfasjóði sem fjallar um fjárfestingarstefnu sjóðanna. Um er að ræða lög nr. 10 frá árinu 1993, með breytingum. Meira
2. september 1999 | Viðskiptablað | 173 orð

(fyrirsögn vantar)

Óljós framtíð á Netinu Hlutabréf Netfyrirtækja lækka í verði/6 Allt byggist á þekkingu starfsfólksins Viðtal við Hauk Garðarsson, framkvæmdastjóra Strengs/10 Latibær stefnir á erlendan markað Magnús Scheving og samstarfsmenn hans hyggja á stórtæka erlenda markaðssetningu ævintýrisins um Íþróttaálfinn/8 ERLENT DANSKIR LÖGFRÆÐINGAR Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.