Greinar laugardaginn 4. september 1999

Forsíða

4. september 1999 | Forsíða | 59 orð

Kongress- flokkurinn í vanda

Reuters Kongress- flokkurinn í vanda STUÐNINGSMENN Kongress- flokksins á Indlandi, sem er í stjórnarandstöðu, hrópuðu í gær slagorð á síðasta degi kosningabaráttunnar fyrir fyrsta áfanga þingkosninganna í landinu. Meira
4. september 1999 | Forsíða | 120 orð

Rússneskur fulltrúi til starfa hjá NATO á ný

TALSMAÐUR rússneska varnarmálaráðuneytisins sagði í gær að hermálafulltrúi Rússlandsstjórnar hefði á ný hafið störf hjá Atlantshafsbandalaginu (NATO), sex mánuðum eftir að rússnesk stjórnvöld slitu formlegum samskiptum við bandalagið vegna loftárása þess á Júgóslavíu. Meira
4. september 1999 | Forsíða | 84 orð

Schröder í Varsjá

Reuters Schröder í Varsjá GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, og Jerzy Buzek, forsætisráðherra Póllands, ganga um Palmiry-kirkjugarðinn utan við Varsjá í gær, þar sem nazistar tóku fjölda manns af lífi í síðari heimsstyrjöld, sem hófst með innrás Þjóðverja í Pólland fyrir 60 árum. Meira
4. september 1999 | Forsíða | 293 orð

Úrslita kosninganna að vænta í dag

NOKKUR svæði Austur-Tímor römbuðu á barmi algers stjórnleysis í gær eftir að yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í héraðinu neyddist til að draga innlent starfslið sitt frá svæðum þeim er hatrammir andstæðingar sjálfstæðis A-Tímor ráða nú yfir. Samtímis hófst talning atkvæða úr kosningunum um sjálfstæði A-Tímor sem haldnar voru sl. mánudag og er gert ráð fyrir því að úrslitin liggi fyrir í dag. Meira
4. september 1999 | Forsíða | 133 orð

Vinstribandalagið með mest fylgi

NIÐURSTÖÐUR skoðanakönnunar sem birt var í Rússlandi í gær benda til að Vinstribandalag Júrí Lúzhkovs, borgarstjóra Moskvuborgar, og nokkurra annarra þekktra stjórnmálamanna sé fyrsta stjórnmálaaflið í rússneskum stjórnmálum er hlotið geti fleiri atkvæði en flokkur kommúnista í þingkosningunum sem halda á í desember nk. Meira
4. september 1999 | Forsíða | 138 orð

Þjófur kærir ríkið fyrir aðgæsluleysi

SÆNSKUR maður sem á síðasta ári var handtekinn fyrir þjófnað hefur kært sænska ríkið fyrir að sýna ekki nægilega aðgæslu. Jimmy Håkansson heldur því statt og stöðugt fram að lögregluþjónarnir er tóku hann fastan hafi ekki sinnt starfi sínu sem skyldi. Ef þeir hefðu gert það hefði honum ekki tekist að sleppa undan þeim, stökkva út um glugga og slasast í fallinu. Meira
4. september 1999 | Forsíða | 342 orð

"Öll deilumál hafa verið leyst"

ÍSRAELAR og Palestínumenn samþykktu í gærkvöldi að hrinda endurskoðaðri útgáfu af Wye-friðarsamkomulaginu í framkvæmd sem fulltrúar þjóðanna sögðu að myndi veita færi á nýju tímabili friðar og stöðugleika í Mið-Austurlöndum. Meira

Fréttir

4. september 1999 | Innlendar fréttir | 89 orð

9.000 kr. reikningur verður 9.600 kr.

MEÐALSTÓRNOTANDI í farsímakerfi Landssímans fékk rúmlega 9 þúsund króna reikning sem hækkar um rúmlega 600 krónur, eða um 6­7%, eftir að hann færist yfir í almenna áskrift. Reikningar þeirra sem eru með meiri notkun hækkar hlutfallslega meira. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 316 orð

Aðeins framfylgt þegar kvartanir berast

REGLUGERÐ um kattahald í Reykjavík, sem samþykkt var nú í vikunni, er önnur slíka reglugerðin sem tekið hefur gildi á þessu ári á höfuðborgarsvæðinu. Í mars sl. tók gildi reglugerð um kattahald í Hafnarfirði og fyrir tveimur árum tóku einnig gildi reglugerðir um kattahald í Seltjarnarneskaupstað og Mosfellsbæ. Meira
4. september 1999 | Landsbyggðin | 91 orð

Amadeus gæðir sér á skinku

Amadeus gæðir sér á skinku Þórshöfn Á Þórshöfn er að finna hreinræktaða læðu af persknesku kattarkyni. Nýlega var fenginn inn á heimilið högni af sama kyni, sem ber nafnið Amadeus. Honum var fengið það hlutverk að sjá svo um að fleiri kettir af þessu fína kyni fæddust í heiminn. Meira
4. september 1999 | Erlendar fréttir | 214 orð

Aukin spenna á Kóreuskaga

AUKIN spenna er nú í samskiptum Suður- og Norður-Kóreu eftir að stjórnvöld í S-Kóreu sögðu að þau myndu verja með öllum tiltækum ráðum núverandi línu sem skilur á milli ríkjanna í hafi. N-Kóreumenn höfðu áður lýst því yfir að þeir viðurkenndu ekki lengur línuna. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 476 orð

Áhrif skotveiðanna könnuð til hlítar

SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hefur tekið þá ákvörðun að loka tímabundið ákveðnu svæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins fyrir rjúpnaveiðum þar sem niðurstöður rannsókna benda til þess að rjúpnastofninn sé ofveiddur á umræddu svæði. Meira
4. september 1999 | Erlendar fréttir | 381 orð

Á í mesta basli með heimsliðið

GARRÍ Kasparov, heimsmeistari í skák, viðurkenndi á fimmtudag að hann hefði óvænt hitt fyrir jafningja sinn þegar hann settist niður að tafli með þrjár milljónir skákáhugamanna um heim allan sem andstæðing en skákin fer fram á Netinu. Kasparov kveðst þó enn sannfærður um að hann hafi sigur, eða nái í það minnsta að tryggja sér jafntefli. Meira
4. september 1999 | Erlendar fréttir | 728 orð

Ákærum á hendur ljósmyndurum vísað frá

FRANSKIR dómarar skiluðu í gær lokaskýrslu sinni um rannsóknina á láti Díönu prinsessu í bílslysi í París fyrir tveimur árum. Var öllum ákærum á hendur ljósmyndurum, sem eltu bifreið prinsessunnar, vísað frá, og ályktuðu dómararnir að orsök slyssins mætti rekja til þess að bílstjórinn hefði verið undir áhrifum áfengis og lyfja, auk þess sem bifreiðinni hefði verið ekið á allt of miklum hraða. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 233 orð

Ástandið er svipað og í fyrrasumar

EF ekki rætist úr með úrkomu á hálendinu á haustmánuðum þarf Landsvirkjun að grípa til frekari skerðingar en þeirrar sem nú er í gildi. Fylling miðlunarlóna Landsvirkjunar er um 85% af heildarmiðlunargetu og er það svipað ástand og í fyrra, að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar. Skerðing sem sett var á raforku sl. vor er enn í gildi. Meira
4. september 1999 | Erlendar fréttir | 56 orð

Átta fórust í Skotlandi

ÁTTA manns fórust í gær þegar tveggja hreyfla flugvél hrapaði skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Glasgow. Þrír eru alvarlega slasaðir. Vélin var af gerðinni Cessna 404 og var förinni heitið til Aberdeen. Slysið varð um tuttugu mínútum fyrir klukkan 13 að staðartíma, eða um klukkan 11.40 að íslenskum tíma. Meira
4. september 1999 | Erlendar fréttir | 672 orð

Bankinn bótaskyldur vegna brots á upplýsingaskyldu

EFTIR sjö ár komst Sjó- og verslunarrétturinn danski að því í gær að Den Danske Bank og þrír endurskoðendur hefðu brotið lög um upplýsingaskyldu er þeir samþykktu upplýsingabækling um hlutafjárútboð Hafnia-tryggingafyrirtækisins 1992. Meira
4. september 1999 | Landsbyggðin | 165 orð

Bæjarstjóraskipti í Stykkishólmi

Stykkishólmi-Ólafur Hilmar Sverrisson lét af störfum bæjarstjóra í Stykkishólmi um mánaðamótin. Eftirmaður hans í starfi er Óli Jón Gunnarsson, fyrrum bæjarstjóri í Borgarbyggð. Ólafur Hilmar hefur verið bæjarstjóri í Stykkishólmi í 8 ár. Ólafur segir að þessi tími hafi verið skemmtilegur og lærdómsríkur. Meira
4. september 1999 | Erlendar fréttir | 197 orð

Clintonfjölskyldan eignast hús

FORSETAHJÓNIN í Bandaríkjunum, Bill og Hillary Clinton, hafa tilkynnt að tilboði þeirra í einbýlishús í útborg New York hafi verið tekið, og verður væntanlega skrifað undir samninga 1. nóvember. Þá verða Clintonhjónin aftur húseigendur í fyrsta sinn frá því Clinton var endurkjörinn ríkisstjóri í Arkansas 1982. Húsið er í Westchestersýslu, og var byggt 1899. Það er rúmlega 1. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 186 orð

Danssmiðjan með sýningu og opið hús

NEMENDUR og kennarar Danssmiðjunnar verða í Kringlunni og á Laugaveginum laugardaginn 4. september og bjóða upp á danssýningar og danskennslu. Jóhann Örn kennir dansinn við lagið Mambo nr. 5. Línudans verður stiginn og ungir nemdendur Danssmiðjunnar sýna listir sínar. Áætlað er að vera í Kringlunni frá klukkan 11. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 437 orð

Dúfum hefur fækkað verulega

DÚFUM hefur fækkað mikið í Reykjavík undanfarin ár og er aðeins vitað um tvo dúfnahópa í bænum. Meindýraeyði Reykjavíkur bárust á árum áður oft kvartanir undan óþrifnaði og hávaða sem fylgdi dúfum en það heyrir sögunni til, að sögn Guðmundar Björnssonar, meindýraeyðis borgarinnar. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 196 orð

Efling mótmælir bensínhækkun

EFLING ­ stéttarfélag skorar á stjórnvöld að lækka sinn hlut í bensínhækkuninni sem skellt var á bifreiðaeigendur 1. september sl. "Sá alvarlegi hlutur sem er að gerast með þessum hækkunum snertir allt launafólk í landinu þar sem áhrif hækkunarinnar munu hafa áhrif á lánskjaravísitölu og þar með leiða til hækkunar á skuldum heimilanna. Meira
4. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 296 orð

Einu sinni er ekki nægilegt

SÆBJÖRG, skip Slysavarnaskóla sjómanna, liggur við bryggju á Akureyri þessa dagana en þar standa yfir námskeið fyrir sjómenn, sem bæði eru bókleg og verkleg. Þar er farið yfir björgun úr sjó, öryggismál og fleira. Í gærdag voru tæplega 20 sjómenn á námskeiði og þótt flestir þeirra væru af Eyjafjarðarsvæðinu komu nokkrir lengra að. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 337 orð

Ekki jafn mikil verðlagshækkun í rúm fimm ár

VERÐBÓLGUHRAÐINN síðustu tólf mánuði frá ágústmánuði í fyrra til jafnlengdar í ár nemur 4,2% og hefur ekki verið jafnmikill í meira en fimm ár eða frá því í desember árið 1993 þegar verðbólguhraðinn var 4,7%. Verðbólguhraðinn er enn meiri ef litið er til síðustu mánaða, en hvort sem miðað er við síðustu þrjá eða sex mánuði telst verðbólguhraðinn 6,3% umreiknað til árshækkunar. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 347 orð

Endurskoða gildandi viðbragðsáætlun

ALMANNAVARNIR á hamfarasvæði Kötlugosa ákváðu í gær að endurskoða sérstaka viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs goss í Mýrdalsjökli. Haldinn verður fræðslufundur fyrir íbúa svæðisins 13. september, gefinn verður út upplýsingabæklingur og efnt til Kötluæfingar í byrjun október. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 436 orð

Fauk nánast upp í Skansfjöruna í hörkuroki

26 FETA skúta með einum manni innanborðs nánast fauk upp í Skansfjöruna í Vestmannaeyjum í um klukkan 9.30 í fyrradag í hörkuroki. Stjórnandi skútunnar, sem er hollenskur og hefur áður komið til Íslands, hafði verið á leið til Eyja frá Kristjánssundi á Grænlandi. Hann slapp ómeiddur. Meira
4. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 119 orð

Fjölmennt í göngugötunni

Síðasti spunadans Önnu Richardsdóttur Fjölmennt í göngugötunni MIKILL fjöldi fólks kom saman í göngugötunni á Akureyri seinni partinn í gær, til að fylgjast með síðasta spunadansi Önnu Richardsdóttur, sem hún kallar hreingjörning. Anna hefur "þrifið" í göngugötunni einu sinni í viku sl. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 273 orð

Flaggað í hálfa stöng við Íshúsfélagið

STARFSFÓLK Íshúsfélags Ísfirðinga hf. flaggaði í hálfa stöng og lagði blómsveig við frystihúsið til minningar um góðan vinnustað, en fyrirtækið hætti starfsemi í gær og hefur starfsfólkinu annaðhvort verið sagt upp störfum eða boðin vinna hjá Hraðfrystihúsinu hf. í Hnífsdal. Um 80 manns unnu hjá fyrirtækinu. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 468 orð

Flak breskrar sprengjuflugvélar fannst í jökli

Flak breskrar sprengjuflugvélar fannst í jökli HÖRÐUR Geirsson, safnvörður á Minjasafninu á Akureyri, hefur síðastliðin 20 ár leitað að breskri sprengjuflugvél sem fórst 26. maí 1941 með fjórum mönnum innanborðs. Hörður hafði erindi sem erfiði fyrir hálfum mánuði er hann fann flak vélarinnar í jökli á hálendinu milli Öxnadals og Eyjafjarðar. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 150 orð

Fleiri gestir en síðast

AÐSÓKN að Íslensku sjávarútvegssýningunni sem nú stendur yfir í Smáranum í Kópavogi á fyrstu tveimur sýningardögunum er mun meiri en á sýningunni fyrir þremur árum. Aðstandendur sýningarinnar binda vonir við að fjöldi sýningargesta verði um 20 þúsund talsins. Sýningin hófst á miðvikudag og þá komu alls 2.205 gestir, að sögn Ellenar Ingvadóttur blaðafulltrúa. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 577 orð

Fólk beðið að vera á varðbergi

ORÐIÐ hefur vart við lús á Seltjarnarnesi og nær öruggt má telja að hún hafi látið á sér kræla víðar á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Örnu Einarsdóttur, skólahjúkrunarfræðings í Mýrarhúsaskóla. Hún hefur sent foreldrum og forráðamönnum nemenda í skólanum viðvörun um lús og brýnir þar fyrir þeim aðgát í þessu sambandi. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 80 orð

Fyrstu réttir hefjast í dag

FYRSTU réttir haustsins fara fram í dag, en þá verður réttað í tveimur réttum í V-Húnavatnssýslu, þ.e. í Hrútatungurétt í Hrútafirði og Miðfjarðarrétt í Miðfirði. Sauðkindum hefur heldur fækkað í réttunum síðustu ár, en mannfólkinu hefur hins vegar farið fjölgandi. Síðustu ár hefur m.a. borið á því að erlendir ferðamenn hafi sóst eftir að komast í íslenskar fjárréttir. Meira
4. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 132 orð

Gítartónleikaröð á Norðurlandi

EINAR Kristján Einarsson gítarleikari heldur áfram tónleikaferð sinni um Norðurland og leikur í barnaskólanum í Bárðardal þriðjudagskvöldið 7. september nk. Hann leikur í Hríseyjarkirkju miðvikudagskvöldið 8. september og í Dalvíkurkirkju daginn eftir. Allir tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Á efnisskránni er tónlist úr ýmsum áttum, spænsk og suður-amerísk, verk eftir J.S. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 150 orð

Grafarvogsdagurinn haldinn hátíðlegur

GRAFARVOGSDAGURINN verður haldinn hátíðlegur í dag, en þetta er í annað skiptið sem Grafarvogsbúar taka höndum saman til að skemmta sér og fræðast um eigin hverfi. Yfirskrift dagsins er Máttur og menning og hefst dagskrá klukkan 9.45 með skemmti- og sögugöngu frá Grafarvogskirkju að gamla kirkjustæðinu. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 74 orð

Harður árekstur á Arnarnesvegi

FLYTJA varð tvo á slysadeild með sjúkrabifreið eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Arnarnesvegi skömmu fyrir klukkan 13 í gær. Hinir slösuðu voru þó ekki taldir alvarlega slasaðir. Bifreiðirnar skemmdust talsvert og voru báðar fluttar á brott með kranabifreið. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 98 orð

Haust á Þingvöllum

Í SEPTEMBER mun þjóðgarðurinn á Þingvöllum bjóða upp á gönguferðir með leiðsögn á hverjum laugardegi kl. 13. Hugað verður að undirbúningi náttúrunnar fyrir komandi vetur, gengnar gamlar smalagötur og rifjaðar upp sögur af búsetu og mannlífi í Þingvallahrauni. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 1062 orð

Háskólinn töfraafl í íslensku þjóðfélagi

HÁSKÓLAHÁTÍÐ var haldin í Háskólabíói síðdegis í gær, að viðstöddum forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, menntamálaráðherra, Birni Bjarnasyni, og Páli Skúlasyni, rektor Háskóla Íslands, og öðrum gestum. Menntamálaráðherra gerði lífsnauðsyn skólagjalda að umræðuefni í ávarpi sínu og hélt því fram að ókeypis skólaganga leiddi ekki til þess að hinir efnaminni færu frekar í langskólanám. Meira
4. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 51 orð

Helgarskákmót Skákfélagsins

SKÁKFÉLAG Akureyrar gengst fyrir helgarskákmóti í húsnæði félagsins í norðvesturenda Íþróttahallarinnar um helgina. Fyrsta umferð mótsins var reyndar tefld í gærkvöld en í dag, laugardag, verða tefldar tvær umferðir og aðrar tvær umferðir á morgun, sunnudag. Tímamörk eru 90 mínútur á 36 leiki auk 30 mínútna til að ljúka skák. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 655 orð

Helga Sigurjónsdóttir vill stofna einkaskóla

HELGA Sigurjónsdóttir kennari er um þessar mundir að kanna möguleika á stofnun skóla fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri í Hafnarfirði eða Kópavogi. Hún hefur kynnt bæjaryfirvöldum hugmyndir sínar og segist hafa fengið jákvæðar undirtektir hjá bæjarstjóranum í Hafnarfirði. Meira
4. september 1999 | Landsbyggðin | 198 orð

Hitaveituframkvæmdum í Stykkishólmi miðar vel

Stykkishólmi-Hitaveituframkvæmdir, sem nú standa yfir í Stykkishólmi, ganga vel. Að sögn Óla Jóns Gunnarssonar, umsjónarmanns verksins fyrir hönd Stykkishólmsbæjar, eru framkvæmdir við lagningu dreifikerfis um bæinn mánuði á undan áætlun. Verktakar við framkvæmdirnar eru Borgarverk hf. í Borgarnesi og G.V. gröfur á Akureyri. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 285 orð

Hugmynd um sæstreng til Reyðarfjarðar

KATRÍN Fjeldsted, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og fulltrúi í umhverfisnefnd Alþingis, telur að til séu fleiri leiðir til að tryggja atvinnumál Austfirðinga en að virkja Jökulsá í Fljótsdal. Hún veltir því til dæmis fyrir sér hvort ekki sé unnt að virkja annars staðar og flytja orkuna með sæstreng til Reyðarfjarðar. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 321 orð

Hundar á Laugavegi og í reiðhöll Gusts

HUNDAEIGENDUR munu fjölmenna í Laugavegsgöngu í dag, laugardag, í tilefni 30 ára afmælis Hundaræktarfélags Íslands, sem stofnað var 4. september 1969. Í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að ganga þessi sé orðin árviss og gera megi ráð fyrir tugum hunda af ólíkum tegundum á rölti með eigendum sínum. Meira
4. september 1999 | Erlendar fréttir | 179 orð

Hungursneyð sögð yfirvofandi

TALIÐ er að fimm milljónir manna séu í bráðri hættu í Eþíópíu vegna hungursneyðar sem talið er æ líklegra að skelli á innan skamms, í kjölfar þess að miklir þurrkar ollu algerum uppskerubresti á stórum svæðum. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 198 orð

Hækkun bensínverðs harðlega mótmælt

STJÓRN BSRB og aðildarfélög bandalagsins krefjast þess að stjórnvöld og olíufélögin stuðli að lækkun á bensínverði, þar sem það hafi hækkað um 25% á árinu, rýrt kaupmátt fólks, hækkað vísitölu neyslukostnaðar og þar með aukið skuldir heimilanna um 4,3 milljarða króna. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 351 orð

Höfðar mál ef borgin neitar

ÁKVEÐIÐ var á stjórnarfundi Kennarasambands Íslands í gær að fela lögmanni sambandsins að mótmæla þeirri ákvörðun Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur að krefja kennara um ofgreidd laun frá síðustu áramótum. "Við viljum koma í veg fyrir að þetta komi til framkvæmda og verði borgin ekki við því verður höfðað mál á hendur henni," segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 284 orð

Innlagnir orðnar 19 í ár

INNLAGNIR á Landspítala og Sjúkrahús Reykjavíkur vegna sýkinga af völdum kampýlóbakter eru orðnar 19 talsins það sem af er þessu ári, en í fyrra voru þær alls 18 og 9 árið þar á undan. Þetta kemur fram í samtali við Harald Briem sóttvarnalækni í nýútkomnu Læknablaði. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 146 orð

Íslenskur túnfiskur til Japans

TÚNFISKVEIÐISKIPIÐ Byr VE landaði 21 tonni af túnfiski í gær. Aflinn, sem metinn er á um 40 milljónir króna, verður seldur til Japans, að sögn Sævars Brynjólfssonar útgerðarmanns. Sævar sagði að skipið hefði verið á veiðum síðastliðna sex mánuði suður af landinu ásamt japönskum tilraunaveiðiskipum og hefði veiðin gengið ágætlega. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 208 orð

Jafntefli hjá Þresti og Hannesi Hlífari

FJÓRÐA umferðin á Skákþingi Íslands var tefld í gær, en þá gerðu þeir Þröstur Þórhallsson og Hannes Hlífar Stefánsson jafntefli. Önnur úrslit í landsliðsflokki urðu þau að Sigurbjörn Björnsson og Bergsteinn Einarsson gerðu jafntefli, Jón Viktor Gunnarsson sigraði Davíð Kjartansson, Björn Þorfinnsson sigraði Sævar Bjarnason og Helgi Áss Grétarsson sigraði Braga Þorfinnsson. Meira
4. september 1999 | Erlendar fréttir | 271 orð

Játaði á sig njósnir eftir að hafa verið hótað lífláti

ANNAR af áströlsku hjálparstarfsmönnunum, sem Júgóslavar slepptu úr haldi á fimmtudag eftir fimm mánaða fangelsisvist, sagði í gær að eina ástæða þess að hann játaði á sínum tíma við yfirheyrslur að hafa stundað njósnir í Júgóslavíu væri sú að liðsmenn serbnesku lögreglunnar hótuðu honum lífláti. Meira
4. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 90 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudaginn 5. september kl. 11.00. Séra Svavar A. Jónsson messar. Morgunbæn í Akureyrarkirkju þriðjudaginn 7. september kl. 9.00. Kyrrðar- og fyrirbænarstund kl. 12.00 fimmtudaginn 9. september og hefst hún með orgelleik. Mömmumorgnar hefjast í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju miðvikudaginn 15. september nk. kl. 10-12. Verið velkomin. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 102 orð

Kvikmyndasýningar fyrir börn

KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn hefjast að nýju í Norræna húsinu sunnudaginn 5. september kl. 14. Fyrsta sýning haustsins á norrænum kvikmyndum fyrir börn í fundarsal Norræna hússins verður kvikmyndin Elsku Míó minn. Myndirnar sem sýndar verða tengjast allar ævintýrum og eru sýndar í tengslum við Prinsessudaga í Norræna húsinu sem standa til 31. október. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 122 orð

Landssíminn endurgreiðir 16 milljónir

LANDSSÍMINN mun við næstu útsendingu símareikninga endurgreiða rétthöfum rúmlega 108 þúsund símanúmera oftekin gjöld í upplýsinganúmerið 118. Nemur endurgreiðslan rúmum 16 milljónum króna eða um 148 krónum á hvert númer. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Landssímanum að villa hefur uppgötvast í nýju afgreiðslukerfi fyrir hluta starfseminnar í 118 sem tekið var í notkun um miðjan febrúar. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 663 orð

"Leið áfram um loftið eins og risavaxinn fugl"

80 ár frá fyrsta flugi hérlendis "Leið áfram um loftið eins og risavaxinn fugl" ÁTTATÍU ár voru í gær liðin frá fyrsta flugi á Íslandi, en sá tímamótaatburður í samgöngusögu landsins átti sér stað á Eggertstúni í Vatnsmýrinni föstudaginn 3. september árið 1919, um klukkan fimm síðdegis, og var á vegum Flugfélags Íslands nr. 1. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 111 orð

LEIÐRÉTT

Í minningargrein um Margréti Ellertsdóttur Schram eftir Gunnar G. Schram sem birtist hér í blaðinu 2. september féllu niður nöfn þeirra Bríetar og Völu, dætra Margrétar Schram. Eru allir hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á því. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 52 orð

Listaskálinn í Hveragerði seldur

UPPBOÐ var haldið í fyrradag á Listaskálanum Hveragerði ehf. að beiðni Lánasjóðs Vestur-Norðurlanda og Byggðastofnunar. Fjögur tilboð bárust í húsið en það var slegið hæstbjóðanda sem var Lánasjóður Vestur-Norðurlanda, sem bauð 35 milljónir króna. Framkomnar kröfur í Listaskálann voru 91 milljón króna. Hæsti kröfuhafi var Lánasjóður Vestur- Norðurlanda. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 252 orð

Mæla með nýjum vegi um Vatnaheiði

FULLTRÚAR áhugafólks um bættar samgöngur afhentu í gær Stefáni Thors, skipulagsstjóra ríkisins, undirskriftir eitt þúsund íbúa á norðanverðu Snæfellsnesi þar sem lýst er yfir vilja til þess að vegaframkvæmdir á leið sem hlotið hefur nafnið Vatnaheiði, hefjist þannig að áætlun Vegagerðarinnar geti gengið eftir um nýjan veg yfir Snæfellsnesfjallgarðinn. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 128 orð

Námskeið í leiklist og talsetningu

HLJÓÐSETNING ehf. býður upp á leiklistar- og talsetningarnámskeið fyrir alla aldurshópa. Þátttakendur fá að kynnast leikrænni tjáningu, spuna, söng, talsetningu teiknimynda, upptöku í hljóðveri og upptöku tónlistarmyndbanda. Meira
4. september 1999 | Erlendar fréttir | 167 orð

Netið þrjátíu ára

HALDIÐ var upp á þrjátíu ára afmæli Netsins á fimmtudaginn en það var 2. september 1969 sem vísindamönnum í Bandaríkjunum tókst í fyrsta skipti að senda gögn á milli tveggja tölva. Nettengingar voru frumstæðar og fyrirferðarmiklar í upphafi en í dag er svo komið að þessi tölvutækni hefur æ meiri áhrif á daglegt líf fólks. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 186 orð

Norrænir byggingadagar í Reykjavík

RÁÐSTEFNA undir heitinu Norrænir byggingardagar í Reykjavík verður haldin dagana 5.­8. september nk. Þekktir fyrirlesarar munu koma fram og farið verður í vettvangsferðir. Skyggnst verður inn í næstu öld með hönnun, byggingariðnað og skipulag í huga. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er verndari ráðstefnunnar og frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, er heiðursfyrirlesari. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 137 orð

Opið hús í Baðhúsinu

STARFSFÓLK Baðhússins heldur upp á miklar endurbætur og stækkun húsnæðis Baðhússins. Heilli hæð hefur verið bætt við húsakostinn og um leið eykst starfsemin og þjónustan. Af þessu tilefni er opið hús í Baðhúsinu að Brautarholti 20 sunnudaginn 5. september, frá kl. 13 til 17, og eru allar konur velkomnar. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 68 orð

Opna nýjan sýningarsal

BÍLASALAN Skeifunni 5 opnar nýjan sýningarsal helgina 4.­5. september. Í salnum verður til sýnis m.a. BMW 740IAL, árg. 1998. Boðið verður upp á léttar veitingar fyrir alla fjölskylduna frá kl. 13­18 laugardag og sunnudag. Bubbi Morthens spilar á laugardag milli kl. 15 og 17. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 139 orð

Ókeypis fyrirlestur um mannabein

DR. JULIET Rogers heldur fyrirlestur þriðjudaginn 7. september kl. 16­18 sem hún nefnir "Palaeopathology: Archaeology or Medicine?" þ.e. Mannabeinafræði: Fornleifafræði eða læknisfræði? Fyrirlesturinn snertir mörg fög; læknisfræði, fornleifafræði, erfðafræði, sögu, mannfræði ofl. Dr. Juliet Rogers, prófessor í Bristol, er þekkt vísindakona í mannabeinafræðum. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 231 orð

Rafiðnaðarmenn styðja að virkjunin fari í umhverfismat

MIÐSTJÓRN Rafiðnaðarsambands Íslands samþykkti á fundi sínum ályktun þar sem segir m.a.: "Umræða um byggingu orkuvers á Eyjabökkum hefur því miður snúist yfir í öfgakennda "allt eða ekkert umræðu" þar sem valkostum um áframhaldandi mannlíf á Austfjörðum er stillt upp gegn náttúrunni, gæsastofninum og hreindýrum landsins. Meira
4. september 1999 | Erlendar fréttir | 384 orð

Rakið til loftbardaga véla frá NATO og Líbýu

STJÓRNVÖLD á Ítalíu báðu í gær yfirvöld í Bretlandi, Frakklandi, Bandaríkjunum og Líbýu að skýra frá því hvort eða hvaða þátt herafli þeirra hefði átt í því, að farþegaflugvél fórst árið 1980 en þá týndi 81 maður lífi. Meira
4. september 1999 | Erlendar fréttir | 267 orð

"Rauðu prinsarnir" gagnrýna Schröder

LEIÐTOGAR tveggja þýzkra sambandslanda af vinstri væng Jafnaðarmannaflokksins (SPD), sem eiga harða endurkjörsbaráttu fyrir höndum, bættu í gær í gagnrýni sína á flokksleiðtogann, Gerhard Schröder kanzlara, og sparnaðaráform ríkisstjórnarinnar. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 101 orð

Rifnaði við ásiglingu

Rifnaði við ásiglingu UM TVEGGJA metra löng og hálfs metra breið rifa kom á kinnunginn á nóta- og togveiðiskipinu Júpíter ÞH-61 talsvert ofan við sjólínu í fyrradag þegar Reykjafoss bakkaði á það í Neskaupstað. Reykjafoss rakst einnig í nótaskipið Neptúnus ÞH-361 sem laskaðist lítillega. Á Reykjafossi urðu litlar skemmdir. Meira
4. september 1999 | Erlendar fréttir | 88 orð

Sjö fórust í Flórída

SJÖ manns fórust þegar lítil flugvél hrapaði á verslanamiðstöð í West Palm Beach í Flórída í gær. Vélin var tveggja hreyfla Beechcraft B90 turbo, á leið frá Michigan til Boca Raton í Flórída þegar tilkynnt var um hreyfilbilun í henni. Meira
4. september 1999 | Erlendar fréttir | 395 orð

Skráðum félögum fer þó enn fækkandi

SKRÁÐUM félögum í breska Verkamannaflokknum hefur fækkað um 75.000 frá síðustu kosningum en reynt hefur verið að breiða yfir það með því að hagræða tölunum. Var þessu haldið fram í fyrradag. Þessi fækkun kemur þó ekki fram í auknu fylgi við Íhaldsflokkinn því að hann nýtur lítillar hylli meðal kjósenda og síðustu skoðanakannanir sýna, að Verkamannaflokkurinn hefur enn aukið forskot sitt á hann. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 299 orð

Stjórnarmenn VÞÍ áttu að víkja sæti

ÞORSTEINN Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja, álítur stjórn Verðbréfaþings hafa verið vanhæfa til að fjalla um tengsl Skagstrendings og Höfðahrepps en stjórn VÞÍ telur að sérstæð staða Höfðahrepps til tilnefningar tveggja stjórnarmanna í Skagstrendingi hf., án tillits til eignarhlutar, brjóti ekki í bága við reglur um skráningu verðbréfa í kauphöll. Meira
4. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 359 orð

Sveitastjórn Skriðuhrepps hafnar þátttöku

Á FUNDI bæjarráðs Akureyrar í vikunni var lagt fram bréf frá sveitarstjórn Skriðuhrepps varðandi samstarfshóp um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði. Sveitarstjórn Skriðuhrepps telur að með tilliti til niðurstöðu könnunar um sameiningu sveitarfélaga, sem fram fór við síðustu sveitarstjórnarkosningar, sé ekki forsenda til þátttöku í þessum starfshópi. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 423 orð

Tekur áskoruninni fagnandi

FINNUR Ingólfsson, varaformaður Framsóknarflokksins, tekur áskorun umhverfis- og náttúruverndarsinna innan flokksins fagnandi og segist fagna öllu lifandi starfi í flokknum, en á fundi náttúruverndarsinna í fyrrakvöld var skorað á forystu flokksins að standa fyrir opnum fundi á næstunni, þar sem málefni Fljótsdalsvirkjunnar yrðu rædd. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 104 orð

Tíu bifreiðar laskast í tveimur árekstrum

TÍU bílar löskuðust í tveimur árekstrum með einnar mínútu millibili á Reykjanesbrautinni um áttaleytið í gærmorgun. Ekki þurfti að flytja neinn á slysadeild úr árekstrunum þótt ýmsir kenndu sér eymsla var ekki mikið. Fyrri áreksturinn varð klukkan 8.04 þegar tveir bílar rákust á við söluskálann Staldrið á Reykjanesbraut. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 773 orð

Tryggingastofnun veitir 455 styrki

Um þessar mundir auglýsir Tryggingastofnun ríkisins eftir umsóknum um styrki til handa hreyfihömluðum til bílakaupa. Umsóknum þarf að skila fyrir lok september. Haukur Þórðarson læknir hefur um árabil verið formaður afgreiðslunefndar bílakaupastyrkja. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 142 orð

Unnið við baðströnd í Nauthólsvík

VERIÐ er að vinna við gerð baðaðstöðu í Nauthólsvík. Unnið er við gerð hlífðargarða utan um víkina og einnig verður settur nokkurs konar þröskuldur utan við víkina, sem á að varna því að of mikið skipti um vatn innan hennar, að sögn Jóhanns Pálssonar garðyrkjustjóra. Stefnt er að því að opna nýju baðaðstöðuna í víkinni 17. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 173 orð

Vatnsleki vegna stíflaðs brunns

TÖLUVERT tjón hlaust af vatnsleka í kjallara atvinnuhúsnæðis í Skeifunni 7 í gærmorgun. Slökkviliðið í Reykjavík var kallað á vettvang og var það í annað skiptið á hálfum sólarhring sem slökkviliðið var kallað að húsinu, þar sem lekans varð fyrst vart á fimmtudagskvöldið. Meira
4. september 1999 | Erlendar fréttir | 4165 orð

VELFERÐ OG VALKOSTIR Anders Fogh Rasmussen, formaður Venstre, tók við af firna vinsælum flokksformanni en vinsældir flokksins

Anders Fogh Rasmussen, formaður Venstre, tók við af firna vinsælum flokksformanni en vinsældir flokksins hafa enn aukist. Hinn nýi formaður segir í viðtali við Sigrúnu Davíðsdóttur að hann vilji bjóða kjósendum skýra valkosti á frjálslynda vængnum. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 450 orð

Verði föst krónutala í stað hlutfalls lítra

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að engar aðgerðir séu á döfinni hjá ríkisstjórninni vegna síðustu hækkunar á verði bensíns. Hann segir að til álita komi að breyta vörugjaldi af bensíni úr ákveðnu hlutfalli af hverjum bensínlítra yfir í fasta krónutölu. Til þess að svo verði þurfi hins vegar lagabreytingu. Vörugjald af hverjum bensínlítra er 97%. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 155 orð

Verðlaunaafhending í Prince Polo- ljósmynda samkeppninni

Verðlaunaafhending í Prince Polo- ljósmynda samkeppninni NÝVERIÐ voru kunngjörð úrslit í ljósmyndasamkeppni um Prince Polo-brosbikarinn en samkeppnin var kynnt í Dagskrárblaði Morgunblaðsins í sumar. Keppnin fólst í því að senda ljósmynd þar sem Prince Polo sæist greinilega á myndinni. Um 1. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 126 orð

Viðbrögð R-listans í kross

GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að viðbrögð forystumanna R-listans varðandi ósk hans um að heilbrigðis- og umhverfisnefnd Reykjavíkur fjalli um fyrirhugaðar breytingar í Laugardalnum séu í kross. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 155 orð

Viðskipti með bréf Eimskips 621 milljón í ágúst

171,56 milljóna króna viðskipti voru með hlutabréf í Eimskipafélagi Íslands á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Þar voru ein viðskipti upp á 144,75 milljónir króna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur stór hluti viðskipta, sem átt hafa sér stað með hlutabréf í Eimskip frá byrjun ágústmánaðar til dagsins í dag, verið fyrir tilstuðlan Kaupþings hf. Meira
4. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 352 orð

Viljum að húsin líti vel út

KRISTJÁN Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar, sagði að bæjarstjórnin hefði ekki markað sér ákveðna stefnu í varðveiðslu gamalla húsa í sveitarfélaginu. Hins vegar væri í skipunarbréfi til einnar nefndar farið fram á að hún færi yfir þau mál. "Auðvitað viljum við láta þessi gömlu hús líta vel út en stundum eru ýmsir annmarkir á því. Meira
4. september 1999 | Erlendar fréttir | 553 orð

Þingmenn draga í land eftir hótun Prodis

ÞINGMENN á Evrópuþinginu freistuðu þess í fyrradag að leysa ágreining við Romano Prodi, forseta nýrrar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), með því að falla frá kröfu um að þingið staðfesti hina nýju framkvæmdastjórn í embætti í fyrstu aðeins til þriggja mánaða reynslutíma. Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 93 orð

Þrettán sækja um embætti héraðsdómara

UMSÓKNARFRESTUR um embætti héraðsdómara án fasts sætis rann út 1. september sl. en fyrsta starfsstöð væntanlegs dómara verður Héraðdómur Suðurlands. Embættið verður veitt frá 1. október 1999. Um embættið sóttu: Arnfríður Einarsdóttir, skrifstofustjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, Benedikt Bogason, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, Björn Baldursson, lögfræðingur, Meira
4. september 1999 | Innlendar fréttir | 732 orð

Örlítið lífsmark með Stóru-Laxá

ÖRLÍTIÐ lífsmark hefur verið með Stóru-Laxá í Hreppum allra síðustu daga og greinilegt að eitthvað af laxi er farið að rata heim. Á miðvikudag veiddust t.d. þrír laxar á svæðum 1 og 2 og fyrr í vikunni var annar dagur sem gaf þrjá laxa. Þetta voru fyrstu laxarnir í langan tíma og með miðvikudagsaflanum voru komnir 13 laxar í veiðibókina á umræddum svæðum. Meira

Ritstjórnargreinar

4. september 1999 | Leiðarar | 636 orð

EES Á BREYTTUM TÍMUM

SAMNINGURINN um Evrópska efnahagssvæðið, sem tók gildi árið 1994, hefur tryggt Íslendingum aðild að hinum innri markaði Evrópusambandsins gegn því að lögum og reglugerðum hér á landi hefur verið breytt til samræmis við þær reglur er gilda á hinu sameiginlega efnahagssvæði Evrópuríkjanna. Meira
4. september 1999 | Staksteinar | 339 orð

Þreytandi pólitík

ÞREYTANDI pólitík", er fyrirsögn á pistli Magnúsar Árna Magnússonar, fyrrverandi alþingismanns, á vefsíðu hans, sem sá dagsins ljós í síðustu viku. ÞAR segir Magnús Árni: Stundum er pólitík ótrúlega þreytandi fyrirbæri. Sjáum til að mynda þá umræðu sem verið hefur um umhverfismál nú í sumar og haust. Meira

Menning

4. september 1999 | Margmiðlun | 262 orð

700 MHz Pentium III

EKKI ER langt síðan Pentium III örgjörvi Intel kom á almennan markað, en þó hefur Intel spýtt í lófana og hert á gjörvanum svo um munar. Fyrir skemmstu kynnti fyrirtækið nýja gerð af Pentium III örgjörva sínum sem er talsvert fyrr á ferð en áður var ætlað. Meira
4. september 1999 | Fólk í fréttum | 160 orð

Aðalstöðin

Walter Salles/Brasilía DORA er fátæk eldri kona sem vinnur á aðalbrautarstöðinni í Rio de Janeiro við að skrifa bréf fyrir gesti og gangandi og senda þau til viðtakenda. Dora er ekki ánægð í starfi sínu og hefur mestu skömm á viðskiptavinunum. Meira
4. september 1999 | Fólk í fréttum | 624 orð

Af kjafta- og skáldaþingi

FRÉTTASTOFUR fjölmiðla eru þýðingarmestu stofnanir fjölmiðlaveldis samtímans og þeir efnisliðir, sem ávallt er fylgst með af hvað mestri athygli. Um þetta getur allur viti borinn almenningur verið sammála. Fréttastjórar á dagblöðum, í útvarpi og í sjónvarpi eru ekki gleðipinnar til þess eins hafðir í vinnu að halda sjálfum sér og öðrum í stuði. Meira
4. september 1999 | Menningarlíf | 1101 orð

"Bjart yfir Borgarleikhúsinu"

"Við hyggjum á öfluga starfsemi í Borgarleikhúsinu í vetur þrátt fyrir þröngar skorður fjárhagslega. Framundan eru átta frumsýningar á báðum sviðum leikhússins, auk fjölbreyttrar annarrar starfsemi," sagði Þórhildur Þorleifsdóttir leikhússtjóri á kynningarfundi í gær. Meira
4. september 1999 | Menningarlíf | 178 orð

BORGARHLUTI VERÐUR TIL

BORGARHLUTI verður til ­ byggingarlist og skipulag í Reykjavík eftirstríðsáranna, er heiti á sýningu sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum í dag, laugardag. Hugmyndin að baki sýningarinnar er að vekja athygli á hversdagslegu umhverfi í borginni og beina sjónum að því hvernig einn hluti Reykjavíkurborgar varð til á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina, Meira
4. september 1999 | Fólk í fréttum | 1065 orð

CARLOS SAURA SÍGILD MYNDBÖND

SPÁNVERJINN Carlos Saura hefur verið einn virtasti leikstjóri Evrópulanda á fjórða áratug. Á Kvikmyndahátíðinni fengum við tækifæri til að sjá Tango, nýjasta meistaraverk hans, sem staðsetur hann áfram í röðum þeirra bestu. Saura hefur komið við sögu margra hátíða hérlendis í gegnum tíðina, með stórvirki einsog Carmen, Flamenco, Ay Carmela og Taxi. Meira
4. september 1999 | Margmiðlun | 255 orð

Ekki miklir möguleikar

Leikjafyrirtækið Psygnosis gaf nýlega út framhald hins geysivinsæla G Police. Leikurinn ber heitið G- Police: Weapons of Justice og er flugleikur í þrívídd. Í LEIKNUM tekur spilandinn sér hlutverk ungs þyrluflugmanns einhvern tímann í framtíðinni, stjórnleysi ríkir og verkefni lögreglumannanna er að stöðva stríð milli gengja borgarinnar. Meira
4. september 1999 | Tónlist | 601 orð

Eld- flokkurinn

Tónlistarhópurinn Fuoco Ensemble flutti tónverk eftir Mozart og Brahms. Fimmtudagurinn 2. september 1999. TÓNLISTARHÓPUR, sem nefnist Fuoco Ensemble, hélt tónleika í Hásölum Tónlistarskólans í Hafnarfirði s.l. fimmtudagskvöld. Hópinn skipa þrír Íslendingar og þrír Hollendingar, sem eiga það sameiginlegt að hafa verið og vera í námi við Sweelinck-tónlistarskólann í Amsterdam. Meira
4. september 1999 | Fólk í fréttum | 349 orð

Erum að hreinsa út kóngulóarvefina

"ÞAÐ gengur bara vel," segir söngkonan Shady Owens glaðlega og bætir við: "Við erum að hreinsa út kóngulóarvefina og nú vantar bara fólk í salinn til þess að ná upp stemmningu." Hún er að æfa dagskrá með Trúbroti fyrir kvöldið í kvöld þegar sveitin treður upp á Broadway og gefur tóninn fyrir veturinn en fjöldamargar sveitir allt frá miðbiki aldarinnar eiga eftir að troða upp á Meira
4. september 1999 | Margmiðlun | 98 orð

Hvaðan kemur Neo Geo?

Í UPPHAFI níunda áratugarins var Neo Geo ein fullkomnasta leikjatölva sem völ var á til heimilisbrúks, með öfluga grafíkörgjörva, framúrskarandi hljóðvinnslu og góða leiki. Þrátt fyrir þetta fór tölvan halloka fyrir risunum Sega og Nintendo, meðal annars fyrir það hvað hún var dýr, mun dýrari en keppinautarnir. Meira
4. september 1999 | Fólk í fréttum | 39 orð

Ilmur gyðjunnar

NÚ HEFUR fyrirsætan íðilfagra, Naomi Campbell, sett á markað ilmvatn sem hún kennir vitaskuld við sig sjálfa. Fyrirsætan kynnti nýja ilminn á sýningu í Hamborg á fimmtudaginn var, en tískuhönnuðurinn Thierry de Baschmakoff hannaði ilmvatnsglasið fyrir Campbell. Meira
4. september 1999 | Menningarlíf | 87 orð

Keramiksýning í Smíðar og skart

CHARLOTTA R. Magnúsdóttir opnar sýnignu á keramikmunum í Galleríi Smíðar og skart, Skólavörðustíg 16A kl. 14 í dag, laugardag. Charlotta er stúdent af listasviði FB árið 1988. Hún nam við MHÍ 1988­1991. Hún hefur einnig sótt námskeið við Keramikstudio í Ungverjalandi og Skolen for Brugkunst í Kaupmannahöfn. Charlotta hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum, þ.ám. Meira
4. september 1999 | Fólk í fréttum | 314 orð

Lífgað upp á íslenska dansmenningu

LUKE Slater er enginn venjulegur plötusnúður og sem slíkur getur hann ekki verið þekktur fyrir að bera aðeins eitt nafn. Þvert á móti hefur hann tekið upp undir nöfnunum Morganistic, Clementine, Planetary Assault Systems og Luke Slater's 7th Plane. Hann treður upp í kvöld á Gauki á Stöng ásamt nokkrum plötusnúðum á Fróni, DJ Grétari, DJ Bjössi, DJ Guðný og Kára. Meira
4. september 1999 | Fólk í fréttum | 203 orð

Noel með Robbie í Höllinni?

AÐSTANDENDUR tónleika Robbies Williams hér á landi hafa boðið Noel Gallagher úr hljómsveitinni Oasis að koma hingað til lands sem gestur á tónleikana og hefur bróðir hans Liam einnig sýnt áhuga á að koma. Meira
4. september 1999 | Margmiðlun | 225 orð

Nýstárleg skjalaverslun

Í LEIT AÐ viðskiptavinum á Netinu er ýmsum brögðum beitt. Einna best hefur gengið að selja bækur, en engum tekist að skáka Amazon sem hefur algjöra yfirburði á bóksölumarkaði á Netinu. Meðal keppinauta Amazon var Fatbrain.com, sem lagði áherslu á að vera með vandaðar fræði- og vísindabækur og aðeins selja bestu bækur um hvert viðfang. Meira
4. september 1999 | Menningarlíf | 74 orð

Olíu og pastelmyndir í Tjarnarsalnum

NÚ stendur yfir málverkasýning Boros Kapors í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Verkin á sýningunni eru 16 íslensk landslagsverk máluð með olíu- og pastellitum. Boro Kapor er fæddur í Split í Króatíu. Hann lauk námi í listmálun og lagfæringum á gömlum listverkum (restaurator) í listaháskólanum í Zagreb. Meira
4. september 1999 | Fólk í fréttum | 277 orð

Órafmögnuð Sál

SÁLIN hans Jóns míns var vinsælasta hljómsveit landsins á sinni tíð og heldur enn drjúgum vinsældum eins og sannaðist þegar miðar á órafmagnaða tónleika sem sveitin hélt fyrir skemmstu seldust upp á svipstundu. Á þeim tónleikum lék sveitin órafmagnaðar útgáfur nokkurra laga sinna og hyggst gefa út í haust. Meira
4. september 1999 | Fólk í fréttum | 157 orð

Darren Aronofsky/Bandaríkin. SÉNÍIÐ Max er við það að gera merkustu uppgötvun lífs síns. Undanfarin tíu ár hefur hann unnið hörðum höndum við að komast að því hvaða regla finnst í því sem í fyrstu virðist kaótísk talnaruna, talnaruna sem hefur áhrif á líf milljónanna, tölur verðbréfamarkaðsins. Meira
4. september 1999 | Menningarlíf | 108 orð

Píanótónleikar í Stykkishólmskirkju

PÍANÓTÓNLEIKAR franska píanóleikarans Ferns Nevjinsky verða í Stykkishólmskirkju annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30. Efnisskráin verður að mestu frönsk; verk eftir Chopin, Liszt, Franck, Fauré og Debussy og mun píanóleikarinn ljúka tónleikunum á frumsömdu verki sem hún kallar "Stykkishólmur". Meira
4. september 1999 | Fólk í fréttum | 293 orð

Poppið lifir

"ÞETTA verður ótrúlegur aragrúi af hljómsveitum," segir Gunnar Þórðarson um skemmtidagskrá vetrarins á Broadway. "Þarna verða nánast allar hljómsveitir sem starfað hafa frá 1950 til dagsins í dag." Hann segir að dagskráin verði ekki í tímaröð og að gríðarlega skipulagningu hafi þurft til að koma þessu saman, enda hafi fjölmargir spilað með fleiri en einni hljómsveit. Meira
4. september 1999 | Menningarlíf | 121 orð

Portrett og hljóðar smásögur

EINAR Lárusson opnar myndlistarsýningu í Eldborg, móttökuhúsi Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi við Grindavíkurveg, á morgun, laugardag, kl. 14. Sýning Einars kallast Portrett og hljóðar smásögur og er unnin með tússi, brúnkrít og akrýllitum. Við opnunina mun hljómsveitin The Gaelec Club leika írsk þjóðlög. Einar er fæddur árið 1953. Meira
4. september 1999 | Fólk í fréttum | 713 orð

Pýþagóras á Wall Street

Bandaríska kvikmyndin Pí er fyrsta langa mynd leikstjórans Darrens Aronofskys og verður hún frumsýnd hér á landi í dag. Dóra Ósk Halldórsdóttir hitti Aronofsky og forvitnaðist um myndina og væntanleg verkefni. Meira
4. september 1999 | Fólk í fréttum | 391 orð

Reykvíkingar í spariskapi

GRÆNI herinn hefur gert víðreist um landið í sumar og um helgina verður lokaáfanginn tekinn þegar höfuðborgin verður færð í sparifötin. "Við byrjum á að koma Reykvíkingum í spariskapið með því að láta þá marséra frá hádegi á laugardag við lúðraþyt og söng niður Skólavörðustíg, gegnum miðbæinn og meðfram tjörninni." Stuðmenn spila að sjálfsögðu í skrúðgöngunni og verða á risastórum pallbíl. Meira
4. september 1999 | Menningarlíf | 44 orð

Steingrímur St.Th. sýnir á Staupasteini

STEINGRÍMUR St.Th. Sigurðsson opnar málverkasýningu á morgun, laugardag, kl. 13 á Staupasteini á Kjalarnesi og sýnir þar ný verk sem hann tileinkar Akranesi. Málverkasýningin stendur til sunnudagsins 12. september. Opnunardaginn verður Steingrímur staddur á Staupasteini mun gera skyndimyndir af gestum. Meira
4. september 1999 | Menningarlíf | 162 orð

Tvær sýningar í nýju galleríi

TVÆR sýningar verða opnaðar í dag, laugardag, kl. 14, í nýju galleríi, GalleriÊhlemmur.is, í Þverholti 5. Það eru eigendur gallerísins, Þóra Þórisdóttir og Valgerður Guðlaugsdóttir, sem sýna skúlptúra, innsetningar og myndbandsverk, Valgerður í aðalrými og Þóra í hliðarrými. Sýning Valgerðar ber nafnið "Hugarástand". Þar bregður hún upp ýmsum myndum af einfaranum. Meira
4. september 1999 | Fólk í fréttum | 122 orð

Upprennandi stjarna

GARRY Kasparov, heimsmeistarinn í skák, sést hér með skærustu ungstjörnu breskrar skáklistar nú um mundir, Murugan Thiruchelvam sem er aðeins tíu ára gamall. Kasparov mælti með að Murugan yrði styrktur um 20 þúsund dollara, eða um eina og hálfa milljón svo hann gæti unnið betur að frama sínum á skáksviðinu. Meira
4. september 1999 | Margmiðlun | 645 orð

Verðugur keppinautur

VINSÆLASTA lófaleikjatölva heims er Game Boy frá Nintendo sem gekk í endurnýjun lífdaganna með litaskjá fyrir tveimur árum. Síðan má segja að Game Boy hafi átt markaðinn og enginn framleiðandi virtist þess umkominn að etja kappi við risann, fyrr en japanska fyrirtækið SNK tók sig til og setti á markað lófatölvu sem fyrirtækið kallar Neo Geo Pocket Color. Meira

Umræðan

4. september 1999 | Aðsent efni | 773 orð

Enn um fiskveiðar

Engin tækni getur enn breytt veðri til veiða, segir Vilhjálmur Árnason, né heldur því að ásköpuð lögmál lifandi náttúru hafsins hafi sinn gang. Meira
4. september 1999 | Aðsent efni | 1025 orð

Er orkusala til stóriðju arðbær?

Hvert starf við 1. áfanga væntanlegs álvers, segir Þorsteinn Siglaugsson, mun kosta skattborgarana 55 milljónir króna. Meira
4. september 1999 | Aðsent efni | 966 orð

Flug úti í mýri

Reykvíkingar hljóta nú þennan refsidóm til ársins 2016, segir Bjarni Kjartansson, að hafa flugvöll í hjarta borgarinnar. Meira
4. september 1999 | Aðsent efni | 884 orð

Geta 3% þjóðarinnar ráðstafað hálendisperlum okkar?

Þegar ráðstafa á tveimur náttúruperlum á hálendi Íslands þannig að þær verða skemmdar, segir Ólafur F. Magnússon, er von að fleiri en Austfirðingar og kjörnir fulltrúar þeirra láti sig málið varða. Meira
4. september 1999 | Aðsent efni | 746 orð

Háttvirta heilbrigðisnefnd!

Þar sem Táta mín verður 16 ára eftir 2 mánuði og hundadagar hennar senn taldir, segir Halldór Þorsteinsson, finnst mér ekki til of mikils mælst að þessi hundleiðinlegi skattur verði felldur niður. Meira
4. september 1999 | Aðsent efni | 1089 orð

Hugmyndaflug um hálendið

Heilög þrenning framsóknarráðherra rær að því öllum árum, segir Alda Sigurðardóttir að umturna hálendinu án nokkurrar athugunar á því hverju er í raun og veru verið að fórna. Meira
4. september 1999 | Bréf til blaðsins | 276 orð

Hvað er í gangi?

ÞAÐ SÆRÐI mitt litla landsbyggðarhjarta að þurfa að keyra 60 km til Akureyrar til að fara á heimaleik Leifturs frá Ólafsfirði 26.8. 1999. Einhverra annarlegra manna vegna varð Leiftur að yfirgefa völl sinn og fara til Akureyrar eða Reykjavíkur skv. tilmælum KSÍ, þar sem Ólafsfjarðarvöllur hafði ekki nógu fína stúku fyrir undankeppni UEFA bikarsins. Meira
4. september 1999 | Aðsent efni | 567 orð

"Skólinn... vel girt vígi hagsmuna, réttinda og kjara"

Á starfsnám og ekki síst fullorðinsfræðslu, segir Garðar Vilhjálmsson, ber okkur að leggja megináherslu í þróun fræðslu- og þekkingarmiðlunar. Meira
4. september 1999 | Bréf til blaðsins | 434 orð

Skyndinámskeið í talningu

EKKI linnir látunum í þeim sem telja aldamótin ganga í garð nú um næstu áramót. Fyrir skemmstu ritaði einn slíkur hér í lesendabréf Mbl. Segir hann þá sem ekki eru honum sammála vera treggáfaða og dapurt gefna sérvitringa. Þá segir bréfritari að talning 2000 ára frá upphafi tímatalsins eigi "ekkert skylt við það að kunna að telja". Meira
4. september 1999 | Aðsent efni | 970 orð

Strikamerkingar og EAN á Íslandi Vörumerkingar

Heildar upplýsinga- og vöruflæði, segir Kjartan M. Ólafsson, er mun skilvirkara með notkun strikamerkinga og rafrænna viðskipta, sem á endanum kemur neytandanum til góða í lægra vöruverði. Meira
4. september 1999 | Bréf til blaðsins | 392 orð

Vanþekking eða vesalmennska

FYRIR nokkrum vikum birtist í Morgunblaðinu grein sem nefndist Afgreiðslutími og öngþveiti, höfundur sagður vera framkvæmdastjóri Áfengis- og vímuvarnaráðs. Með nokkurri forvitni hóf ég að lesa greinina og bjóst við að þarna kæmi fram skýr andstæða við vesaldóm og undirlægjuhátt borgarstjórnar gagnvart áfengisgróðalýðnum. En því miður. Meira

Minningargreinar

4. september 1999 | Minningargreinar | 812 orð

Ágúst Eiríksson

Okkur langar með nokkrum orðum að kveðja afa okkar, Ágúst Eiríksson, sem jarðsunginn er frá Ólafsvallakirkju á Skeiðum í dag. Síðustu tæpu tvö árin voru búin að vera afa erfið, sjúkdómur hans ágerðist og hann átti orðið erfitt með að tjá sig og bar ekki alltaf kennsl á sína nánustu. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 807 orð

Ágúst Eiríksson

Sumt fólk er með moldina í blóðinu ­ eða græna fingur, eins og sagt er ­ allt sprettur í höndum þess, hvort sem það eru fögur blóm eða matjurtir úti eða inni við jarðhita. Einn slíkur var Ágúst Eiríksson á Löngumýri, sem lést 25. þ.m. 82 ára að aldri. Að honum stóðu sterkir stofnar. Eiríkur faðir hans var frá Reykjum á Skeiðum og bjuggu þeir fjórir bræður þaðan lengi í sveitinni. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 439 orð

Ágúst Eiríksson

Kæri mágur og svili. Okkur langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Það eru orðin mörg ár sem við höfum átt saman. Ég minnist þín fyrst þegar við vorum að keyra að Löngumýri, ég var 15 ára og ætlaði að vinna hjá ykkur Emmu í kaupavinnu til að afla mér framfærslu að einhverju leyti til að stunda nám við Kvennaskóla Reykjavíkur. Þú sóttir mig að Selfossi. Ég var alls ókunn um þessar slóðir. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 470 orð

Ágúst Eiríksson

Í dag kveðjum við elskulegan afa okkar, Ágúst Eiríksson, bónda á Löngumýri á Skeiðum. Það var veturinn 1973 sem við kynntumst afa almennilega, enda bjuggum við að Löngumýri þann vetur. Afi var mjög barngóður maður, en fyrst í stað vorum við hálffeimin við hann en urðum svo bestu vinir. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 1146 orð

Ágúst Eiríksson

Erfiðu dauðastríði er lokið. Þrotinn að kröftum og heilsu lést faðir okkar, Ágúst Eiríksson, 25. ágúst sl. Þrátt fyrir að dauðinn sé á stundu sem þessari líkn er söknuður, sorg, en jafnframt þakklæti efst í huga aðstandenda. Heilsu pabba hrakaði ört síðastliðin ár. Heilarýrnun gerði vart við sig og jókst hraðari skrefum en nokkurn óraði. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 368 orð

Ágúst Eiríksson

Elsku afi, okkur langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Við minnumst þess hve gestrisinn þú varst og þú kenndir okkur að sælla er að gefa en þiggja. Það fengu m.a. fastakúnnarnir þínir, sem komu í gróðrarstöðina til þín, að reyna því alltaf fengu þeir meira en þeir borguðu fyrir. Alltaf þegar við vorum að fara frá Löngumýri gaukaðir þú að okkur einhverju til að gleðja okkur. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 506 orð

Ágúst Eiríksson

Elsku afi okkar. Við systkinin viljum þakka þér fyrir allt það sem þú gafst okkur á meðan þú lifðir. Við vorum alltaf velkomin til ykkar ömmu upp á Löngumýri og alltaf tókuð þið vel á móti okkur. Velferð fjölskyldunnar var það sem skipti þig mestu máli og þú vildir alltaf að við hefðum það öll sem best. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 433 orð

ÁGÚST EIRÍKSSON

ÁGÚST EIRÍKSSON Ágúst Eiríksson fæddist á Löngumýri á Skeiðum 7. október 1916. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði hinn 25. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ragnheiður Ágústsdóttir frá Birtingaholti, f. 9. mars 1889, d. 26. febrúar 1967, og Eiríkur Þorsteinsson frá Reykjum, f. 6. október 1886, d. 25. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 1081 orð

Guðfinna Sigurmundsdóttir

Sumarbarn í sveit. Það er ekki svo að skilja að mér hafi verið komið fyrir hjá vandalausum, þrátt fyrir að ég þekkti þau ekki áður en ég kom á staðinn. Húsbóndinn á heimilinu var móðurbróðir minn, Egill, og húsmóðirin og eiginkona hans var Guðfinna, eða Finna eins og hún var ævinlega kölluð. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 193 orð

Guðfinna Sigurmundsdóttir

Nú er komið að síðustu kveðjustundinni, elsku amma mín. Í svo mörg ár höfum við verið að kveðjast þegar ég hef kíkt inn og átt með þér stuttar, en alltaf jafn ánægjulegar stundir í mínum árlegu ferðum. Þú varst alltaf jafn ljúf og glöð að sjá mig þrátt fyrir alla þína innbyrgðu sorg sem þú burðaðist með. Alltaf hef ég kvatt þig með gleði og þakklæti í hjarta fullviss um að við hittumst aftur. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 380 orð

GUÐFINNA SIGURMUNDSDÓTTIR

GUÐFINNA SIGURMUNDSDÓTTIR Guðfinna Sigurmundsdóttir fæddist á Svínhólum í Lóni 25. janúar 1911. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði 25. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurmundur Guðmundsson, bóndi á Svínhólum í Lóni, f. 4. september 1881, d. 12. mars 1960, og Guðný Bjarnadóttur, f. 28. ágúst 1877, d. 18. janúar 1937. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 627 orð

Margrét Ellertsdóttir Schram

Við Maddý frænka áttum okkar kveðjustund á miðjum vetri, er leið. Þá var mjög af henni dregið. Líkaminn þrotinn kröftum, en hugurinn á fleygiferð. Ég vissi þó, að hún mundi þrauka enn um stund. Forvitnin var óseðjandi. Lífslöngunin sterk. Nú þegar hún hefur kvatt fyrir fullt og allt og er gengin burt af leiksviði lífsins má ekki minna vera en að ég sendi henni nokkrar línur í kveðjuskyni. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 22 orð

MARGRÉT ELLERTSDÓTTIR SCHRAM

MARGRÉT ELLERTSDÓTTIR SCHRAM Margrét Ellertsdóttir Schram fæddist 1. ágúst 1904. Hún lést 27. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 242 orð

RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR SÆMUNDSSON

RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR SÆMUNDSSON Ragnheiður Jónsdóttir Sæmundsson, Suðurgötu 16 Siglufirði, fæddist að Hallgilsstöðum í Hörgárdal 2. janúar 1914. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Siglufirði 24. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón St. Melstað, bóndi að Hallgilsstöðum, f. 29.10. 1881, d. 17.4. 1968, og kona hans Albína Pétursdóttir, f. 11.11. 1886, d. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 297 orð

Ragnheiður Sæmundsson

Við vitum það öll að við verðum að fara héðan. Okkur er áskapað að heilsa og kveðja. Þó erum við alltaf óviðbúin þegar vinir skilja við, en minningin ein er eftir. Það reynir vissulega á þessa tilfinningu hjá mér nú, þegar mágkona mín Ragnheiður Sæmundsson (Ragna) er látin. Við vorum jafnöldrur, fæddar 1914. Minningar frá gömlu dögunum hrannast upp. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 901 orð

Ragnheiður Sæmundsson

Í dag er til moldar borin norður á Siglufirði Ragnheiður Sæmundsson. Ragna var hún alltaf kölluð af fjölskyldu og vinafólki og hér ætla ég að halda mig við það nafn. Hún stóð mjög nærri mér á táningsárum ævi minnar og gegndi þar tvöföldu hlutverki. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 209 orð

Ragnheiður Sæmundsson

Ragnheiður Sæmundsson tengdamóðir mín er látin. Hún skilur eftir sig stórt skarð í fjölskyldunni. Hún var aðsópsmikil kona og skapstór, hafði ákveðnar skoðanir og lá ekki á þeim. En hún var líka hlý, væn og örlát við sína og verður saknað af eiginmanni, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 666 orð

Ragnheiður Sæmundsson

Í myrkri er gott að hafa ljós. Ragnheiður, amma mín, var ljósið í lífi afa í 65 ár. Í skjóli ástarinnar, sem hann auðsýndi henni dag hvern á langri lífsleið, veitti hún okkur börnunum sínum birtu og yl og var ljósið, sem vísaði okkur öllum veginn. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 1145 orð

Ragnheiður Sæmundsson

Þegar ég kveð tengdamóður mína, þá koma upp í hugann minningar, sem margar hverjar eru samofnar bernskuminningunum frá Siglufirði. Við sátum fyrir ári úti á palli við Suðurgötu 16 og nutum síðustu geisla haustsólarinnar á Sigló og rifjuðum upp gamlar minningar tengdar sjómannaheimilinu, sem stóð fyrir norðan húsið. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 477 orð

Sesselja Guðfinnsdóttir

Jesús sagði: "Ég er upprisan og lífið, sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Og hver, sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu." (Jóh. 11. 25-26.) Elsku mamma mín. Nú hefur þú yfirgefið þennan heim og skilið eftir þig stórt tómarúm. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 600 orð

Sesselja Guðfinnsdóttir

Mig langar til að kveðja elskulega tengdamóður mína með nokkrum orðum. Upp í hugann koma margar góðar minningar á þeim rúmlega 20 árum frá því ég kom inn í fjölskylduna. Okkar fyrstu kynni voru þegar þú komst til Reykjavíkur til að sjá nýfædda dóttur okkar um vorið 1979 og þú dvaldir hjá okkur þar sem við bjuggum hjá foreldrum mínum. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 266 orð

Sesselja Guðfinnsdóttir

Mig langar að minnast Sellu eða ömmu í sveitinni eins og ég kallaði hana. Þetta er kona sem mér þótti mjög vænt um. Hún var mér sem amma á sumrin þegar ég var fyrir austan í sveitinni. Þegar ég var fimm ára fór ég í fyrsta skiptið ein í sveitina til að heimsækja Möggu og Kobba, þá þótti mér gott að hafa ömmu í sama túni. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 213 orð

SESSELJA GUÐFINNSDÓTTIR

SESSELJA GUÐFINNSDÓTTIR Sesselja Guðfinnsdóttir fæddist í Baldurshaga, Borgarfirði eystra, 11. desember 1929. Hún lést á Landspítalanum 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhann Guðfinnur Halldórsson, f. 8.7. 1893 að Ekkjufellsseli í Fellum, d. 24.12. 1973, og Sigþrúður Björg Helgadóttir, f. 3.10. 1890 í Njarðvík Borgarfirði eystra, d. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 378 orð

Sigríður Halldórsdóttir

Látin er Sigríður Halldórsdóttir húsfrú að Ferjubakka II Borgarfirði. Við undirritaðar voru svo lánsamar að fá að dvelja í uppvexti okkar hjá þeim sæmdarhjónum Sigríði og Kristjáni (sem lést fyrir nokkrum árum). Þegar við systurnar komum í sveitina aðeins sex ára gamlar gerðum við okkur ekki grein fyrir því hvað þessi sumardvöl fram á unglingsár mundi hafa mikil og góð áhrif á uppeldi okkar. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 37 orð

SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR

SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR Sigríður Halldórsdóttir fæddist í Hraungerði í Álftaveri 15. janúar 1916. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 18. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Borgarneskirkju 27. ágúst. Jarðsett var í kirkjugarðinum á Borg á Mýrum. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 179 orð

Stefanía Ósk Sigurðardóttir

Elsku Stefanía, ég veit í hjarta mínu að nú líður þér betur og að þú hefur öðlast frið. Ég veit að hann pabbi þinn hefur tekið á móti þér opnum örmum. Þú varst mér góð vinkona og mig langar að kveðja þig með þessum orðum. Þakka þér fyrir allt og Guð geymi þig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 114 orð

Stefanía Ósk Sigurðardóttir

Kynni okkar af Stefaníu vörðu skemur en okkur óraði fyrir. Það er erfitt að hugsa til þess að við sjáum þig aldrei aftur, en við vitum að þér líður vel þar sem þú ert núna. Elsku Stefanía mín, takk fyrir að fá að kynnast þér. Guð geymi þig. Elsku Jóhanna, Sandra, Ívar og aðrir aðstandendur, missir ykkar er mikill, góður guð veiti ykkur styrk í hinni miklu sorg ykkar. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 123 orð

Stefanía Ósk Sigurðardóttir

Með nokkrum orðum langar okkur slysavarnakonur að minnast Stefaníu Óskar sem við kveðjum í dag. Stefanía hafði starfað með deildinni í nokkur ár. Hún var ætíð boðin og búin að leggja sitt af mörkum til þeirra mála sem verið var að vinna að hverju sinni. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 242 orð

Stefanía Ósk Sigurðardóttir

Mig langar að minnast Stefaníu Sigurðardóttir með nokkrum fátæklegum orðum. Þegar ungt og hæfileikaríkt fólk er kvatt héðan burtu úr heimi, kemur í hugann hvað miklu það hefur áorkað á sínum stutta æviferli. Stefanía var ein af þeim ungu konum sem vöktu athygli með sinni prúðmannlegu framkomu, einlægni og blíðu sem hún sýndi í allri framkomu sinni. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 212 orð

Stefanía Ósk Sigurðardóttir

Með söknuði og sorg í hjarta kveð ég Stefaníu Ósk í dag. Ég kynntist Stefaníu er hún hóf störf hjá Sjávariðjunni Rifi fyrir rúmum fjórum árum. Hún var hlý og elskuleg í framkomu, dálítið hlédræg og lét ekki mikið á sér bera. Stefanía var traustur starfsmaður, hún var trúnaðarmaður starfsfólksins og sinnti því af samviskusemi eins og öllum sínum störfum. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 276 orð

STEFANÍA ÓSK SIGURÐARDÓTTIR

STEFANÍA ÓSK SIGURÐARDÓTTIR Stefanía Ósk Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 31. október 1969. Hún lést á Landspítalanum 28. ágúst síðastliðinn eftir hetjulega báráttu við hvítblæði síðustu mánuði. Foreldrar hennar voru Sigurður Snæfell Sæmundsson, f. 26. október 1930, d. 26. mars 1981 frá Landakoti á Álftanesi og Ragnhildur Jónsdóttir, f. 25. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 135 orð

Þóra Sólveig Rögnvaldsdóttir

Elsku Solla mín, loksins fékkstu fararleyfið sem þú varst búin að bíða svo lengi eftir. Þú skyldir ekki af hverju þér var leyft að vera svona lengi hér hjá okkur, en ég þakka fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þér. Ég lærði margt af þér og tíminn sem ég bjó hjá þér var yndislegur. Sá tími er mér og vinkonum mínum ómetanlegur. Alltaf var þar glatt á hjalla. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 206 orð

Þóra Sólveig Rögnvaldsdóttir

Elsku Solla mín, það er sárt að kveðja þig. En jafnframt samgleðst ég þér því þín bíða stórkostleg ævintýri í öðrum heimum. Þú ert í raun bara nýlögð af stað í stórt ferðalag og færð að kynnast því hvað bíður fyrir handan. Leyndarmál lífsins er sjálfsagt að ljúkast upp fyrir þér núna og stóru spurningunni svarað sem við höfum oft velt vöngum yfir saman, hvað tekur við eftir dauðann. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 68 orð

ÞÓRA SÓLVEIG RÖGNVALDSDÓTTIR

ÞÓRA SÓLVEIG RÖGNVALDSDÓTTIR Þóra Sólveig Rögnvaldsdóttir fæddist í Grjótárgerði í Fnjóskadal 1. júlí 1899. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar 24. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Rögnvaldur Sigurðsson og Lovísa Guðmundsdóttir. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 415 orð

Þórhalla Björnsdóttir

Jæja, elsku amma mín. Þá er komið að kveðjustundinni. Einu sinni sátum við saman að spjalla um dauðann og fannst mér þú aldrei hræðast hann. Þá sagðir þú mér draum sem þig hafði dreymt þegar þú varst ung stúlka. Þú gekkst upp 96 tröppur og sagðir þú að það væri fyrir lífsgöngu þinni. Svo veiktist þú allt í einu fyrir u.þ.b. Meira
4. september 1999 | Minningargreinar | 31 orð

ÞÓRHALLA BJÖRNSDÓTTIR

ÞÓRHALLA BJÖRNSDÓTTIR Þórhalla Björnsdóttir fæddist í Felli í Breiðdal 18. júní 1917. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík 9. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grindavíkurkirkju 18. ágúst. Meira

Viðskipti

4. september 1999 | Viðskiptafréttir | 504 orð

171,6 milljóna viðskipti

171,56 milljóna króna viðskipti voru með hlutabréf í Eimskipafélagi Íslands á Verðbréfaþingi Íslands (VÞÍ) í gær. Þar voru ein viðskipti upp á 144,75 milljónir króna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur stór hluti viðskipta, sem átt hafa sér stað með hlutabréf í Eimskip frá byrjun ágústmánaðar til dagsins í dag, verið fyrir tilstuðlan Kaupþings hf. Meira
4. september 1999 | Viðskiptafréttir | 395 orð

Áhersla á umsvif tengd flugrekstri

FYRSTA starfsleyfi alþjóðlegs viðskiptafélags á grundvelli nýrra laga um alþjóðleg viðskiptafélög var gefið út 12. ágúst sl. til handa Borealis ehf. av. Fyrirhuguð starfsemi félagsins er aðallega leiga og framleiga flugvéla til erlendra aðila til flutnings utan íslenskrar lögsögu og kaup flugvéla í þeim tilgangi. Meira
4. september 1999 | Viðskiptafréttir | 173 orð

Á nú 38% hlut

KRAKI ehf., eignarhaldsfélag á vegum fjölskyldu Hauks Eggertssonar, hefur keypt hlutabréf í Plastprenti hf. að nafnvirði rúmlega 55,5 milljónir króna. Eignarhlutur Kraka í félaginu fyrir kaupin var tæp 11% en er nú rúm 38%. Eftir kaupin fer Kraki með 40,08% atkvæðisréttar í Plastprenti. Meira
4. september 1999 | Viðskiptafréttir | 211 orð

Besti fjárfestingarkosturinn

BÚNAÐARBANKINN keypti í fyrradag hlutabréf Akureyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akureyringa fyrir rúmar 1.246 milljónir. Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Búnaðarbankans, telur Útgerðarfélag Akureyringa besta fjárfestingarkostinn meðal sjávarútvegsfyrirtækja í dag. "Miðað við afkomu ÚA fyrstu sex mánuði ársins teljum við markaðsvirði fyrirtækisins tiltölulega lágt. Meira
4. september 1999 | Viðskiptafréttir | 598 orð

Brýtur ekki gegn reglum um skráningu

ÞORSTEINN Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja, álítur stjórn Verðbréfaþings hafa verið vanhæfa til að fjalla um tengsl Skagstrendings og Höfðahrepps en stjórn VÞÍ telur að sérstæð staða Höfðahrepps til tilnefningar tveggja stjórnarmanna í Skagstrendingi hf., án tillits til eignahlutar, brjóti ekki í bága við reglur um skráningu verðbréfa í kauphöll. Meira
4. september 1999 | Viðskiptafréttir | 154 orð

Europay eykur lánaþjónustu

VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ hefur veitt Europay á Íslandi ­ Kreditkorti hf. starfsleyfi sem lánastofnun. Leyfið gefur félaginu kost á að bjóða aukna þjónustu á sviði lánveitinga í tengslum við kortaviðskipti einstaklinga og fyrirtækja. Meira
4. september 1999 | Viðskiptafréttir | 250 orð

Fjárfestar varpa öndinni léttar

Fjárfestar beggja vegna Atlantshafsins vörpuðu öndinni léttar í gær eftir að tölur um fjölda nýrra starfa voru birtar í Bandaríkjunum. Sérfræðingar höfðu búist við því að tölur myndu leiða í ljós að mikill fjöldi nýrra starfa, þ.e. í öllum atvinnuvegum nema landbúnaði, hefði orðið til í síðasta mánuði en raunin varð önnur. Ný störf í Bandaríkjunum voru 124. Meira
4. september 1999 | Viðskiptafréttir | 81 orð

Hluthafar BP Amoco styðja yfirtöku á Arco

HLUTHAFAR í breska olíufélaginu BP Amoco samþykktu á miðvikudag að styðja áformuð kaup félagsins á bandaríska olíufélaginu Atlantic Richfield Co. Þannig verður til stærsta einkarekna olíuframleiðslufélag í heimi. Hluthafar í Arco samþykktu fyrirhugaðan samning fyrr í vikunni. Tilkynnt var um hina 29 milljarða dollara yfirtöku í apríl sl., stuttu eftir yfirtöku BP á Amoco. Meira
4. september 1999 | Viðskiptafréttir | 128 orð

Landsbankinn spáir 0,5­0,6% hækkun á neysluverði

LANDSBANKI Íslands spáir nú 0,5­0,6% hækkun á vísitölu neysluverðs, að því er fram kemur í markaðsyfirliti frá viðskiptastofu Landsbankans. Verðbólguspá Landsbankans upp á 4,2% fyrir allt árið 1999 var birt í síðasta mánuði. Í lok næstu viku birtir Hagstofan tölur um vísitölu neysluverðs, miðað við verðlag í ágústbyrjun. Hækkun á árinu nemur nú þegar um 3,5%. Meira
4. september 1999 | Viðskiptafréttir | 103 orð

Netuppboð á nýra

NETUPPBOÐSFYRIRTÆKIÐ eBay hefur stöðvað tilboð í mannsnýra sem boðið hafði verið til sölu hjá fyrirtækinu á Netinu. Allmörg boð höfðu borist áður en salan var stöðvuð, allt frá 1,8 milljónum íslenskra króna upp í rúmar 400 milljónir. Meira
4. september 1999 | Viðskiptafréttir | 222 orð

Plastprent hækkar um 93,5%

VIÐSKIPTI með hlutabréf á Verðbréfaþingi Íslands námu 248 milljónum króna í gær. Mest viðskipti voru með hlutabréf í Eimskipafélagi Íslands eða fyrir 172 milljónir króna og hækkaði gengi þeirra um 0,7%, úr 9,65 í 9,72. Mest hækkun varð á verði hlutabréfa í Plastprenti eða um 93,5%, úr 1,55 í 3,0. Meira
4. september 1999 | Viðskiptafréttir | -1 orð

Samningur Kögunar og utanríkisráðuneytis ekki endurnýjaður

SAMNINGUR Kögunar hf. annars vegar og varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins fyrir hönd Ratsjárstofnunar hins vegar, var ekki endurnýjaður þegar hann rann út í maí á þessu ári. Samkvæmt honum hefði Kögun hf. Meira
4. september 1999 | Viðskiptafréttir | 603 orð

Tekjur aukast um 46% á ársgrundvelli

Heildartekjur OZ.COM voru rúmlega 214 milljónir á fyrstu sex mánuðum þessar árs en voru rúmar 294 milljónir allt árið í fyrra. Rekstrargjöld á tímabilinu nema rúmlega 251 milljón og er tapið 47 milljónir króna. Tekjuaukning félagsins á fyrri hluta þessa árs, miðað við sama tímabil í fyrra, nemur 46% á ársgrundvelli. Meira
4. september 1999 | Viðskiptafréttir | 68 orð

Tvö útibú sameinuð

ÚTIBÚ Landsbanka Íslands á Suðurlandsbraut 18 verður sameinað Múlaútibúi Landsbankans í Lágmúla 9 hinn 20. september næstkomandi. Í fréttatilkynningu kemur fram að sameiningin sé liður í nauðsynlegri hagræðingu innan bankans. Hluti starfsliðs á Suðurlandsbraut flyst til starfa í Múlaútibúi en aðrir fara til starfa hjá öðrum útbúum bankans. Meira
4. september 1999 | Viðskiptafréttir | 161 orð

Þriðja stærsta yfirtaka í Bretlandi

NATIONAL Westminster Bank PLC, þriðji stærsti banki Bretlands, stendur í samningaviðræðum um að kaupa Legal & General, líftrygginga- og lífeyrissjóð. NatWest hefur boðið 10,7 milljarða punda í fyrirtækið sem jafngildir um 1.200 milljörðum íslenskra króna. Meira

Daglegt líf

4. september 1999 | Neytendur | 1008 orð

Ísland dýrast

Með tilkomu evrunnar verða fjölmörg ríki Evrópu að einum viðskiptamarkaði. Því hefur verið spáð að hinn sameiginlegi markaður verði til þess að verðmunur milli landa í Evrópu minnki og verðlag lækki. Bandaríska tímaritið Time lét á Meira

Fastir þættir

4. september 1999 | Í dag | 42 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Næstkomandi miðvikudag, 8. september, verður sjötugur Paul D.B. Jóhannsson, Ásgarði 2, Garðabæ. Í tilefni þess mun hann, ásamt eiginkonu sinni, Elínu Ellertsdóttur, taka á móti ættingjum og vinum í dag, laugardaginn 4. september, í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ, kl. 15­18. Meira
4. september 1999 | Í dag | 22 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 4. september, verður áttræður Ásmundur Friðrik Daníelsson, flugvélstjóri. Eiginkona Ásmundar er Elsa Magnúsdóttir. Hann er að heiman. Meira
4. september 1999 | Í dag | 24 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Árbæjarkirkju af sr. Guðmundi Þorsteinssyni Helga Pálína Sigurðardóttir og Bjarni Haraldsson. Heimili þeirra er að Fýlshólum 3, Reykjavík. Meira
4. september 1999 | Fastir þættir | 280 orð

Byltingarkennd aðferð við líffæraflutninga

NÝ aðferð við líffæraflutninga, sem þróuð hefur verið fram í Bandaríkjunum, vekur vonir um að í framtíðinni muni líffæraþegar geta lifað eðlilegu lífi án þess að taka inn lyf til að berja niður höfnunarviðbrögð líkamans. Aðferð þessi var reynd á konu sem fékk nýtt nýra og segja læknar að hún eigi ekki að þurfa að taka inn slík lyf það sem hún eigi eftir ólifað. Meira
4. september 1999 | Fastir þættir | 2578 orð

Gengið úr Hafnarfirði í Selvog

AÐ ÞESSU sinni leggjum við leið okkar um gamalgengna götu suður úr Hafnarfirði, um Lækjarbotna, upp með Setbergshlíð, ofan Klifsholta, austan Kaldárbotna og Valahnúka, milli Húsfells og Helgafells og suður hraunbreiðurnar í stefnu á Bollann, fara upp Kerlingarskarð milli Grindaskarðahnúka, halda síðan ofan úr skarðinu, fyrst í stefnu á Kóngsfell Selvogsmanna við Stórkonugjá, Meira
4. september 1999 | Fastir þættir | 977 orð

Guðspjall dagsins: Tíu líkþráir. (Lúk. 17.)

Tíu líkþráir. (Lúk. 17.) ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Altarisganga. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Organleikari Marteinn H. Meira
4. september 1999 | Fastir þættir | 285 orð

Hár blóðþrýstingur oft ekki meðhöndlaður

DREGIÐ hefur úr meðhöndlun á háum blóðþrýstingi á undanförnum árum og menn eru ekki eins vel á verði og áður gagnvart sjúkdómnum. Í nýlegri rannsókn kom í ljós, að um 39% þeirra sem höfðu of háan blóðþrýsting, vissu ekki af því, og einungis um 16% þeirra höfðu hlotið viðunandi meðhöndlun. "Rannsóknin ætti að vekja athygli bæði almennings og lækna," sagði dr. Meira
4. september 1999 | Í dag | 109 orð

HRÓLFUR STERKI Í ELLI

Hrólfur sat með sjómanns vetti, sár af elli, á köldum höndum, er um sonu frækna hann frétti, að fjötraðir syðra lægju í böndum, leiknir hart af liði Dana. ­ Lítt hann sagði og allt með stilli, en ­ saman vafði hann vettlingana, og vatt þá sundur handa á milli. Ei er að sjá, að elli hann saki, öldungur reið hart úr tröðum. Meira
4. september 1999 | Dagbók | 569 orð

Í dag er laugardagur 4. september, 247. dagur ársins 1999. Orð dagsins:

Í dag er laugardagur 4. september, 247. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Hver sá sem upphefur sjálfan sig, mun auðmýktur verða, en sá sem auðmýkir sjálfan sig mun upphafinn verða. (Matth. 23, 12.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Íris, Otto N. Meira
4. september 1999 | Fastir þættir | 849 orð

Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1021. þáttur

Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1021. þáttur EINHVERS staðar heyrði ég að eitthvað hefði "fokið eins og hráviði" (eða var það hráviður?). Hvort sem er, þá er þessi líking ekki góð. Hráviði er þess konar timbur sem síst fýkur. Það er skilgreint svo í bókinni Mergur málsins eftir próf. Jón G. Meira
4. september 1999 | Fastir þættir | 546 orð

"KONUR HUGSA, KARLAR DREKKA"

KONUR velta sér upp úr eigin vandamálum þegar þunglyndi sækir á þær en karlar leita frekar í flöskuna. Þessi niðurstaða rannsóknar var kynnt á þingi bandarískra sálfræðinga í Boston í Bandaríkjunum. Meira
4. september 1999 | Fastir þættir | 653 orð

List og geðveiki

Spurning: Margir frægir listamenn hafa orðið geðveikir og oft er litið á sérkenni sumra listamanna sem merki um að þeir séu ekki heilir á sönsum. Eiga listrænir hæfileikar eitthvað skylt við geðveiki? Er geðveiki af einhverju tagi algengari meðal listamanna en annarra þjóðfélagshópa? Svar: Mér er ekki kunnugt um rannsóknir sem benda til þess að listamenn Meira
4. september 1999 | Í dag | 25 orð

Morgunblaðið/Jim Smart. Þessar duglegu stúlkur söfnuðu með tom

Þessar duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu kr. 3.633 til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Þær heita Lilja Guðmundsdóttir, Ísey Jökulsdóttir, Heiða Guðmundsdóttir og Karen Knútsdóttir. Meira
4. september 1999 | Í dag | 26 orð

Morgunblaðið/Þorkell. Þessir duglegu krakkar söfnuðu með tombó

Morgunblaðið/Þorkell. Þessir duglegu krakkar söfnuðu með tombólu kr. 2.450 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau heita Margrét Daðadóttir, Dagný Yrsa Eyþórsdóttir, Ingibjörg Sólrún Ágústsdóttir og Ægir Eyþórsson. Meira
4. september 1999 | Fastir þættir | 932 orð

Óvænt úrslit í landsliðsflokki

31.8 ­ 11.9 1999 ÁHORFENDUR geta ekki kvartað yfir lognmollunni í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands sem hófst á þriðjudaginn. Einungis fjórum skákum hefur lokið með jafntefli í fyrstu þremur umferðunum. Taflmennskan hefur verið afar lífleg og margar stuttar og snarpar vinningsskákir hafa litið dagsins ljós. Þá er einnig töluvert um óvænt úrslit. Meira
4. september 1999 | Í dag | 621 orð

Safnaðartré Laugarneskirkju

NÚ hefst vetrarstarf Laugarnessafnaðar. Hugsjón Laugarneskirkju orðum við í einni setningu: "Gerum sóknarfólk að safnaðarfólki, og safnaðarfólk myndugt." Þess vegna eru tilboðin mörg. Annars vegar er áhersla lögð á að opna kirkjuna betur, lækka þröskuldinn og víkka dyrnar þannig að sem allra flest fólk finni aðgang að samfélagi safnaðarins. Meira
4. september 1999 | Fastir þættir | 924 orð

Skemmtun og árangur Guðjón er svo sannfærandi að freistandi væri að spyrjast fyrir um það hvort margir hafi bókað sumarfrí til

Þegar dregið var í riðla fyrir undankeppni yfirstandandi Evrópumóts landsliða voru líklega ekki margir sem töldu Ísland eiga einhverja möguleika á að komast í úrslitakeppnina, sem fram fer í Belgíu og Hollandi næsta sumar. Á því eru auðvitað ósköp eðlilegar skýringar; t.d. Meira
4. september 1999 | Fastir þættir | 449 orð

Skjaldvakabrestur móður getur skaðað fóstur

SÉ ekkert að gert getur skjaldvakabrestur (vanstarfsemi skjaldkirtils) móður á meðgöngutíma skert hæfileika barnsins til að læra síðar á ævinni, samkvæmt niðurstöðum rannsókna er birtar voru nýlega. Þar eð einstaklega auðvelt er að meðhöndla skjaldvakabrest, sem er skortur á skjaldkirtilshormóni, þegar hann hefur verið greindur, ættu allar barnshafandi konur að gangast undir skjaldvakamælingu, Meira
4. september 1999 | Í dag | 524 orð

Varnaðarorð

NÚ þegar Austfirðingar hafa stofnað félag, sem hefur það eitt að markmiði að koma Eyjabökkum undir vatn, er þá ekki ráð að minnast varnaðarorða eins merkasta Austfirðings þessarar aldar, Vopnfirðingsins, dr. Meira
4. september 1999 | Í dag | 565 orð

VÍKVERJI er, eins og sjálfsagt flestir bifreiðaeigendur, fjúkandi vondu

VÍKVERJI er, eins og sjálfsagt flestir bifreiðaeigendur, fjúkandi vondur út af bensínhækkuninni sem varð nú í vikunni. Neytendur virðast gjörsamlega varnarlausir gegn þessu bensínokri, sem viðgengst hér á landi og hefur gert áratugum saman. Og alltaf eru rökin þau að um sé að kenna hækkun á heimsmarkaðsverði. Meira
4. september 1999 | Fastir þættir | 59 orð

(fyrirsögn vantar)

Þunglyndi Konur velta sér upp úr vanda sínum þegar þunglyndi sækir á en karlar drekka frekar. Blóðþrýstingur Kom í ljós, að um 39% þeirra sem höfðu of háan blóðþrýsting, vissu ekki af því. Líffæraflutningar Meira

Íþróttir

4. september 1999 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA FYLKIR -KA

1. DEILD KARLA FYLKIR -KA 3: 1KVA -ÞR´OTTUR 0: 1DALV´IK -V´IÐIR 1: 0KA -FH 3: 2V´IÐIR -´IR 4: 3ÞR´OTTUR -FYLKIR 1: 3STJARNAN -DALV´IK 0: 1SKALLAGR. Meira
4. september 1999 | Íþróttir | 323 orð

Dalvík í baráttu um sæti í efstu deild

DALVÍKINGAR gerðu sér lítið fyrir í gær og skutust með 1:0 sigri á Stjörnunni í Garðabænum upp í þriðja sæti 1. deildar og eiga þar með möguleika á að næla sér í sæti í efstu deild að ári. Öðru máli gegndi í hinum leiknum í deildinni í gær því eftir 5:2 sigur Skallagríms á KVA í Borgarnesi, eru möguleikar austanmanna að halda sér í deildinni hverfandi. Meira
4. september 1999 | Íþróttir | 176 orð

Dómur í kæru Stjörnunnar á FH að vænta í næstu viku

Í GÆR fór fram munnlegur málflutningur í máli Stjörnunnar gegn FH en sem kunnugt er gerðu Hafnfirðingar mistök við útfyllingu á leikskýrslu í leik liðanna, sem fram fór 26. ágúst síðastliðinn og lauk með 1:1 jafntefli. Reiknað er með að dæmt verði í málinu snemma í næstu viku og ef dómurinn verður Stjörnunni í vil gefst FH-ingum vika til að áfrýja, ef þeir hyggjast gera það. Meira
4. september 1999 | Íþróttir | 445 orð

Einar Karl fékk silfur

EINAR Karl Hjartarson, hástökkvari úr ÍR, varð í öðru sæti í hástökki á Norðurlandamótinu í frjálsíþróttum 20 ára og yngri sem fram fór í Espoo í Finnlandi um sl. helgi. Einar stökk 2,11 metra og var næstur íslensku keppendana til þess að vinna til gullverðlauna. Þá vann Silja Úlfarsdóttir, FH, bronsverðlaun í 400 metra hlaupi á 55,47 sekúndum og einnig í 200 metra hlaupi á 24,35 sekúndum. Meira
4. september 1999 | Íþróttir | 368 orð

Feðga· rnir orðnir fyrstir

Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson á Subaru Impreza náðu forystu í Alþjóðarallinu í gær. Þeir hafa rúmlega eina og hálfa mínútu í forskot fyrir lokaslaginn í dag á Ian Gwynne og Lyn Jenkins, einnig á Subaru Impreza. Páll Halldór Halldórsson og Jóhannes Jóhannesson á Mitsubishi Lancer voru þriðju, en þeir lentu í tveimur útafkeyrslum í gær og teljast þeir því lánsamir að vera enn inni. Meira
4. september 1999 | Íþróttir | 89 orð

Guðjón aflýsti æfingu

GUÐJÓN Þórðarson, þjálfari íslenska landsliðsins, aflýsti síðustu æfingu liðsins í gær fyrir landsleikinn gegn Andorra. Guðjón sagðist búinn að sjá það sem hann vildi á þeim æfingum sem fram hefðu farið og ákveðið að sýna leikmönnum myndband þess í stað. "Ég ætla að láta þá [leikmenn] hugsa öðruvísi með því að sýna þeim myndbandið. Meira
4. september 1999 | Íþróttir | 116 orð

Ísland dæmdur sigur á Úkraínu

KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu, UEFA, hefur breytt úrslitum á leik Úkraínu og Íslands, sem fór fram í Úkraínu 22. ágúst. Leiknum lauk með jafntefli, 2:2, en Íslandi hefur verið dæmdur sigur, 3:0. Ástæðan fyrir þessu er að Úkraína tefldi fram leikmanni, sem hafði ekki tekið út leikbann samkvæmt ákvörðun aganefndar UEFA. Úkraínumenn hafa frest til 6. september til að áfrýja úrskuðinum. Meira
4. september 1999 | Íþróttir | 331 orð

KEVIN Keegan, landsliðsþjálfari

KEVIN Keegan, landsliðsþjálfari Englands, hefur valið einn nýliða fyrir leik gegn Lúxemborg á Wembley í dag. Það er hinn 20 ára Kieron Dyer, sem Newcastle keypti á sex millj. punda frá Ipswich í sumar. Meira
4. september 1999 | Íþróttir | 112 orð

Knattspyrna

Knattspyrna 1. deild karla: Skallagrímur - KVA5:2 Ívar Ö. Benediktsson (17.), Hjörtur Hjartarson (37., 70., 86.), Emil Sigurðsson (90.) - Kristján Svavarsson (52.), Andri Þórhallsson (90.). Stjarnan - Dalvík0:1 -Atli Viðar Björnsson (32.). 1. Meira
4. september 1999 | Íþróttir | 259 orð

Mikilvægur sigur Skallagríms

Mikil taugaveiklun var áberandi hjá leikmönnum Skallagríms og KVA í upphafi leiks í Borgarnesi í gærkvöld. Borgnesingar tóku hins vegar fyrr við sér og unnu sannfærandi 5:2-sigur. Leikmenn KVA voru fyrri til að sækja að marki og fengu sitt besta færi í fyrri hálfleik er Vilberg Kristjánsson varði gott skot Daníels Borgþórssonar. Meira
4. september 1999 | Íþróttir | 426 orð

Óvissa með Lárus Orra og Rúnar

ÓVÍST er hvort tveir leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu; Rúnar Kristinsson og Lárus Orri Sigurðsson, verði leikfærir fyrir Evrópulandsleik gegn Andorra, sem fram fer á Laugardalsvelli í dag. Rúnar er meiddur í hálsi og Lárus Orri í baki. Þá er Þórður Guðjónsson stífur í hálsi, en fastlega er búist við að hann geti tekið þátt í landsleiknum. Meira
4. september 1999 | Íþróttir | 304 orð

Rúnar með landsleikjamet í sjónmáli

RÚNAR Kristinsson, sem heldur upp á þrjátíu ára afmæli sitt á morgun, getur sett nýtt landsleikjamet á Laugardalsvellinum er Ísland mætir Andorra í dag. Rúnar, sem á við smávægileg meiðsli að stríða, jafnaði met Guðna Bergssonar í leik gegn Færeyingum í Þórshöfn á dögunum. Rúnar lék sinn fyrsta landsleik gegn Sovétríkjunum í Simferopol 1987 28. Meira
4. september 1999 | Íþróttir | 136 orð

Stigastaðan

Karlar: 1. Örn Ævar Hjartarson, GS432 2. Helgi Birkir Þórisson, Keili377 3. Júlíus Hallgrímsson, GV346 4. Kristinn Árnason, GR340 5. Haraldur H. Heimisson, GR333 6. Auðunn Einarsson, GÍ330 7. Þorsteinn Hallgrímsson, GR328 8. Sigurpáll Geir Sveinsson, GA328 9. Guðmundur Sveinbjörnsson, Keili326 10. Meira
4. september 1999 | Íþróttir | 257 orð

Uppgjörið í Grafarholti

SÍÐASTA stigamót sumarsins í golfi fer fram á Grafarholtsvelli Golfklúbbs Reykjavíkur í dag og á morgun. Þar bítast kylfingarnir um stigameistaratitilinn, efsta sætið á Toyota- mótaröðinni svokölluðu. Leiknir verða tveir hringir, 36 holur, í dag, en átján holur á morgun. Meira
4. september 1999 | Íþróttir | 108 orð

(fyrirsögn vantar)

Fjórir leikmenn handknattleiksliðs Fram eru meiddir og geta ekki leikið með liðinu á næstunni. Rússneski línumaðurinn Oleg Titov verður frá í tvo mánuði og Kristján Þorsteinsson verður einnig frá um tíma. Þá getur Guðmundur Pálsson ekki leikið með liði sínu á opna Reykjavíkurmótinu um helgina. Magnús Arnar Arngrímsson er einnig meiddur og þarf að fara í aðgerð á öxl. Meira

Úr verinu

4. september 1999 | Úr verinu | 371 orð

"Flestir hafa sögu að segja"

"VIÐ höfum fengið mjög góð viðbrögð. Hingað hafa komið fjölmargir og sérstaklega hafa sjómenn sýnt þessum búnaði mikinn áhuga og flestir þeirra hafa einhverja sögu að segja af slysum eða tilfellum þar sem slíkur búnaður hefði komið að góðum notum," segir Sigurður Á. Meira
4. september 1999 | Úr verinu | 1366 orð

Spáð fáum en öflugum sjávarútvegsfyrirtækjum

Landsbanki Íslands og Landsbréf hafa undanfarna þrjá morgna staðið fyrir fundaröð um sjávarútvegsmál. Í gær hlustaði Steinþór Guðbjartsson á Björgólf Jóhannsson, Guðbrand Sigurðsson og Guðmund Kristjánsson, sem sögðu m.a., að sameining sjávarútvegsfyrirtækja héldi áfram og innan skamms yrðu tvö til sjö sjávarútvegsfyrirtæki á meðal stærstu fyrirtækja landsins. Meira

Lesbók

4. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1569 orð

"BÁRÐUR MINN Á JÖKLI" EFTIRVALDIMAR HREIÐARSSON

Á ARNARSTAPA á Snæfellsnesi stendur stór hlaðin stytta af svipmiklum og mikilúðlegum manni. Hann horfir til Snæfellsjökuls, þessi maður, og það er engu líkara en hann sé hluti af náttúru staðarins, að hann endurspegli hana og túlki í mynd, sem virðist af hálfu manns og hálfu trölls. Ragnar heitinn Kjartansson myndlistarmaður er höfundur verksins sem var afhjúpað 17. júní 1985. Meira
4. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 179 orð

BRAGARBÓT TIL KÍNA

ÞJÓÐLAGAHÓPURINN Bragarbót mun kynna þjóðmenningu Íslands á menningartengdri ferðamannahátíð í Peking sem hefst í dag, laugardag. Ferðaskrifstofunni Landnámu ehf. var boðið að taka þátt í sýningunni og fékk Bragarbót til liðs við sig. Meira
4. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 305 orð

efni 4. sept

Gásir við Eyjafjörð Við Hörgárósa á vesturströnd Eyjafjarðar eru minjar um langstærsta byggðasvæði frá miðöldum sem þekkt er hér á landi. Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós að menn hafa verið á þessum verslunarstað frá 10. öld og fram yfir aldamótin 1400. Um þennan forna verzlunarstað og fornleifarannsóknir þar skrifar Margrét Hermanns Auðardóttir fornleifafræðingur. Meira
4. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 122 orð

Finnsk menningarmiðstöð í Afríku FINNAR verða fyrstir N

Finnsk menningarmiðstöð í Afríku FINNAR verða fyrstir Norðurlandaþjóða til þess að eignast menningarmiðstöð í Afríku. Menningarmiðstöðin verður staðsett í Benin, sem nú er lítið grannríki Nígeríu á gömlu Þrælaströndinni en var forðum daga voldugt konungsríki. Meira
4. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 701 orð

"FJÖLBREYTT DAGSKRÁ VIÐ BESTU SKILYRÐI"

TÍBRÁ, tónleikaröð í Salnum í Kópavogi, verður hleypt af stokkunum í næstu viku. Kennir margra grasa fram að áramótum en þetta er fyrsta heila starfsár raðarinnar og í fyrsta sinn sem tónleikarnir eru seldir í áskrift. "Þetta lítur ljómandi vel út ­ það eru spennandi tímar framundan í Tíbránni," segir Vigdís Esradóttir, forstöðumaður Salarins. Meira
4. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 4037 orð

GENGIÐ Á SNÆFELL EFTIR BJARNA E. GUÐLEIFSSON

Snæfell í Norður-Múlasýslu er eitt af tignarlegustu fjöllum landsins og hæsta fjall á Íslandi utan meginjökla. Í nágrenni þess eru Eyjabakkar sem flestir þekkja nú vegna áforma um virkjun Jökulsár í Fljótsdal, en vegna þess má búast við að margir fari á þessar slóðir á komandi haustdögum. Meira
4. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 841 orð

HEIMILISLÍF FYRIR OPNUM TJÖLDUM Sýning á híbýlahönnun

HEIMILISLÍF FYRIR OPNUM TJÖLDUM Sýning á híbýlahönnun 26 alþjóðlegra arkitekta í Nútímalistasafninu í New York vekur athygli á breyttum áherslum í byggingarlist síðustu 10 ára, segir HULDA STEFÁNSDÓTTIR. Meira
4. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 970 orð

KIRKJAN OG SAMKYNHNEIGÐIR

VANDRÆÐAGANGUR þjóðkirkjunnar við að taka afstöðu til þess hvort blessa megi í kirkju hjónaband samkynhneigðra (eða staðfesta samvist eins og það er ennþá kallað) er farinn að verða henni heldur til minnkunar. Kirkjan hefur lagt áherzlu á stuðning við margvíslega minnihlutahópa og prédikað umburðarlyndi og réttlæti gagnvart t.d. Meira
4. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 290 orð

Leifur Eiríksson landkönnuður

Í annálum heimsins er afrek skráð, sem enn er af lýðum hyllt, og upplýst sem allstirndur himinn er dáð, sem orðrómi þessum er skylt. Frá liðnum öldum enn er bjart, sem árröðuls vordagsljós, Leifs nafnið uppljómast afreksskart, með alheimsins verðugt hrós. Mannverur hafna í tímans haf, hverfa í unn við sand. Meira
4. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 829 orð

NORRÆNI BYGGINGARDAGURINN Dagana 5.­8. september verður Norræni byggingardagurinn (NBD) haldinn í Reykjavík. Samtökin Norrænn

MARKMIÐ Norræna byggingardagsins er að kynna og skiptast á skoðunum um mannvirkjagerð, skipulag, byggingartækni og hvaðeina sem varðar bygginariðnaðinn á Norðurlöndum. Sú nýbreytni var tekin upp á NBD19 í Stokkhólmi árið 1996 að blanda saman fyrirlestrum og skoðunarferðum þannig að þátttakendur gætu, auk þess að hlusta á fyrirlestra, Meira
4. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 360 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
4. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 64 orð

REGN

Regnið er hlýtt sem hljóðlátur úði, nú hlotnast gróðrinum fró, milt og gjöfult er skógarins skrúði og skarti blóma um mó. Fagnað lífi um firði og dali frjómagnað sumarið er. Fuglanna söngur um fjallasali fegurstu tónana ber. Sumarsins regn fer vel allra vega en vekur þó angur mér. Hugumklökkur ég hugsa með trega um haustið er lífið þver. Meira
4. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1266 orð

ROF Í KRÝSUVÍK Í Vestursal Kjarvalsstaða verður í dag opnuð sýning á landslagsmálverkum og teikningum norska listamannsins

Í Vestursal Kjarvalsstaða verður í dag opnuð sýning á landslagsmálverkum og teikningum norska listamannsins Patrics Huse. JÓN PROPPÉ fjallar um listamanninn og verk hans. Meira
4. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 956 orð

SAMSPIL LITA OG FORMA Hafsteinn Austmann opnar málverkasýningu í Austursal Kjarvalsstaða í dag. "Þetta eru myndir unnar í olíu

Hafsteinn Austmann opnar málverkasýningu í Austursal Kjarvalsstaða í dag. "Þetta eru myndir unnar í olíu og vatnsliti á undanförnum 15 árum," segir Hafsteinn í samtali við HÁVAR SIGURJÓNSSON. Meira
4. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 945 orð

SÁLARSKIPIÐ

LJÓÐRÝNI HJÁLMAR JÓNSSON SÁLARSKIPIÐ Sálarskip mitt fer hallt á hlið og hrekur til skaðsemdanna, af því það gengur illa við andviðri freistinganna. Meira
4. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 32 orð

Sýning á íkonaeggjum

FYRIRLESTUR og sýning á handmáluðum íkonaeggjum frá Rússlandi verður í safnaðarheimili Kristkirkju, Landakoti, á morgun, sunnudag kl. 10.30. Fyrirlesari verður Sverrir Friðriksson. Íkonaeggin eru til sölu á vegum orgelsjóðs Kristskirkju. Meira
4. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 140 orð

TÍMINN

Tíminn mínar treinir ævistundir. Líkt sem kemba er teygð við tein treinir hann mér sérhvert mein. Skyldi hann eftir eiga að hespa, spóla og rekja mína lífsins leið, láta í höföld, draga í skeið? Skyldi hann eftir eiga að slíta, hnýta, skammel troða, skeið að slá, skjóta þráðum til og frá? Skyldi hann eftir eiga mig að þæfa, Meira
4. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 827 orð

UNNIÐ MEÐ ÞRÁÐ

Textílfélagið stendur að viðamikilli sýningu í öllum sölum Gerðarsafns í tilefni af 25 ára afmæli félagsins. HÁVAR SIGURJÓNSSON skoðaði sýninguna í fylgd þeirra Þóru Bjarkar Schram, Ólafar Einarsdóttur og Arnrþrúðar Aspar sem allar eru í sýningarnefnd Textílfélagsins. Meira
4. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2460 orð

VARGÖLD

KVIKMYNDAGERÐ Í ÞÝSKALANDI ­ ANNAR HLUTI VARGÖLD KVIKMYNDAGERÐ Í ÞRIÐJA RÍKINU EFTIR JÓNAS KNÚTSSON Undir stjórn nasista voru gerðar 1.100 kvikmyndir í Þýzkalandi. Á saman tíma gengu þeir af þýskri kvikmyndagerð dauðri. Meira
4. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2399 orð

VERSLUNARSTAÐURINN AÐ GÁSUM EFTIR MARGRÉTI HERMANNS AUÐARDÓTTUR Undir svarðarþekju við Hörgárósa á vesturströnd Eyjafjarðar

ÞAÐ er einkennandi fyrir verslunarhafnir fyrr á tíð að þær er að finna þar sem skipalægi var hagstætt frá náttúrunnar hendi eins og að Gásum (sjá kort). Minjarnar frá Gásaverslunarstað eru margfalt umfangsmeiri en þær minjar sem er að finna við aðrar verslunarhafnir Meira
4. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2118 orð

ÞAR SEM SMÆÐIN GÖFGAR GÆÐIN

Færeyska tónlistarhátíðin Sumartónar var haldin í Þórshöfn í Færeyjum fyrir skömmu. Þar voru haldnir 45 tónleikar á nítján dögum. RÍKARÐUR ÖRN PÁLSSON sótti Færeyinga heim og hlustaði á stóran hluta dagskrárinnar. Síðari hluti Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.