Greinar laugardaginn 11. september 1999

Forsíða

11. september 1999 | Forsíða | 457 orð | ókeypis

Annan gerir kröfu um friðargæslusveitir á A-Tímor

KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að samþykktu stjórnvöld í Indónesíu ekki þegar að alþjóðlegar friðargæslusveitir kæmu til Austur- Tímor í því skyni að binda enda á blóðbaðið á eyjunni gæti farið svo að þau yrðu ákærð fyrir glæpi gegn mannkyni. Meira
11. september 1999 | Forsíða | 250 orð | ókeypis

Palestínumenn lýsa ánægju sinni

ÍSRAELAR fólu heimastjórn Palestínumanna öll völd í hendur á sjö prósentum landsvæðis á Vesturbakkanum í gær, þremur dögum á undan áætlun en samkvæmt samkomulagi sem Ehud Barak, forsætisráðherra Ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, skrifuðu undir nýlega áttu Ísraelar að afhenda þetta landsvæði næstkomandi mánudag. Meira
11. september 1999 | Forsíða | 248 orð | ókeypis

Söguleg fæðing í London

SÁ sögulegi atburður varð í gær að 32 ára gömul bresk kona ól heilbrigðan son á sjúkrahúsi í London, þrátt fyrir að fóstrið hafi legið utanlegs. Þykir um tímamótaviðburð að ræða í læknavísindunum en konan, Jane Ingram, ól auk drengsins, sem hlotið hefur nafnið Ronan, tvö önnur börn. Meira
11. september 1999 | Forsíða | 170 orð | ókeypis

Öll fjárframlög í sjóði Bush á Netinu

ALLAR upplýsingar um fjárframlög í kosningasjóði George W. Bush, ríkisstjóra í Texas, sem þykir líklegur til að tryggja sér útnefningu Repúblikanaflokksins í forvali vegna forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári, hafa nú verið settar á Netið, og þannig gerðar opinberar. Meira

Fréttir

11. september 1999 | Erlendar fréttir | 347 orð | ókeypis

50.000 heimilislausir í Aþenu

ÞÚSUNDIR Aþenubúa er orðið hafa að yfirgefa heimili sín vegna jarðskjálftans sem reið yfir á þriðjudag dvöldust enn í tjaldbúðum víðs vegar um borgina í gær. Alls hafa 97 manns fundist látnir í rústum húsa og ríkir enn mikil geðshræring meðal íbúa Aþenu. "Fólkið er aðframkomið," sagði Kanellos Adamopoulos, prestur í Liossia-hverfinu. "Meira en 80% híbýla í hverfinu eru ónýt. Meira
11. september 1999 | Erlendar fréttir | 245 orð | ókeypis

Anwar byrlað eitur?

ANWAR Ibrahim, fyrrverandi fjármálaráðherra Malasíu, sagði í gær, að eitrað hefði verið fyrir sér og krafðist rannsóknar á því, sem hann kallaði hugsanlega morðtilraun. Anwar var dæmdur í fangelsi í apríl sl. fyrir spillingu en hann segir sakargiftirnar upplognar og runnar undan rifjum Mahathirs Mohammads forsætisráðherra. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 179 orð | ókeypis

Aukið þjónustusvæði við Brúartorg

SAMÞYKKT var á fundi bæjarstjórnar Borgarbyggðar á fimmtudag að úthluta lóðum við Brúartorg í Borgarnesi. Samkvæmt aðalskipulagi Borgarness á þetta að vera verslunar- og þjónustusvæði. Skeljungi hf. var úthlutað 3500 fm stækkun á lóð fyrirtækisins við Brúartorg undir bensínafgreiðslu og tengda þjónustu. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 1743 orð | ókeypis

Ágreiningur um hvað sé í húfi fyrir borgina

Lína.Net kannar samstarf við Siemens og Ascom eftir samningsslit Nor.Web Ágreiningur um hvað sé í húfi fyrir borgina Stjórnarandstaðan í borgarstjórn Reykjavíkur sakar stjórnarliða um að gera of lítið úr því, sem sé í húfi eftir að fyrirtækið Nor. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 559 orð | ókeypis

Áhersla á rétt vegna langveikra barna

BSRB, BHM og kennarafélögin ákváðu á sameiginlegum fundi í gær að beita sér sameiginlega fyrir auknum veikindarétti, með áherslu á réttarstöðu langveikra barna. Jafnframt vilja þau beita sér fyrir stofnun sjúkrasjóðs opinberra starfsmanna og úrbótum á réttindum trúnaðarmanna. Að sögn Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB, hefjast viðræður félaganna við viðsemjendur um þessi efni í næstu viku. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 120 orð | ókeypis

ÁTVR undirbýr netverslun

ÁFENGIS- og tóbaksverslunar ríkisins hefur leitað eftir heimild fjármálaráðuneytisins til að fá að færa verðskrá sína inn á Netið. Slík breyting hefði í för með sér að netverslun með áfengi yrði möguleg hér á landi, að sögn Höskuldar Jónssonar forstjóra. Hann segir að ÁTVR hafi lengi stundað fjarsölu gegnum póstkröfu. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 148 orð | ókeypis

Biskup talar á hátíðarsamkomu SÍK

Á ÞINGI Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, sem nú stendur í Reykjavík, verður þess sérstaklega minnst með hátíðarsamkomu að 70 ár eru liðin frá stofnun SÍK. Hún verður haldin í húsi KFUM og K við Holtaveg og hefst klukkan 17 á morgun, sunnudag. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 625 orð | ókeypis

Blóthús finnst við Hólm í Nesjum

BJARNI F. Einarsson fornleifafræðingur segist nú geta staðfest að blótstaðurinn sem hann hefur fundið við uppgröft við Hólm í Nesjum í Hornafirði sé í raun blóthús eða hof. Hann segir að þegar uppgreftri verður lokið sé hægt að endurreisa blóthúsið og gera að ferðamannastað. Meira
11. september 1999 | Erlendar fréttir | 574 orð | ókeypis

Bradley talinn geta ógnað Gore

BILL Bradley, fyrrum öldungadeildarþingmaður frá New Jersey, lýsti fyrr í vikunni yfir að hann hygðist sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Bradley virðist samkvæmt skoðanakönnunum ekki eiga mikla möguleika á að velgja Al Gore varaforseta undir uggum, að minnsta kosti ekki á landsvísu. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 197 orð | ókeypis

Bréf til samgönguráðherra

MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beðið að birta eftirfarandi bréf til Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra, frá Erni Sigurðssyni, varaformanni Samtaka um betri byggð: "Borgarstjórinn í Reykjavík hefur lýst því yfir að almenn atkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri muni fara fram næsta vor. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 279 orð | ókeypis

Brugðist við vandanum í fjárlagafrumvarpinu

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að verðbólguþróunin undanfarna mánuði sé áhyggjuefni. Ríkisstjórnin muni bregðast við vandanum með fjárlagafrumvarpi sem skili verulegum rekstrarafgangi. Hann hvetur þá, sem gera kröfur á hendur ríkissjóði, til að hafa hugfasta nauðsyn þess að beita aðhaldi. "Þessar nýju tölur eru auðvitað áhyggjuefni," sagði Geir. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 187 orð | ókeypis

Búrfellsgjá á göngudegi SPRON og F.Í.

Á GÖNGUDEGI SPRON og Ferðafélags Íslands á þessu hausti, sunnudaginn 12. september, liggur leiðin í eina fegurstu hrauntröð suðvestanlands, Búrfellsgjá. Brottför er með rútu Vestfjarðaleiðar kl. 13 frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6, en þátttakendur á eigin bílum geta komið í hópinn kl. 13.30 á Heiðmerkurvegi við hornið á Vífilsstaðahlíð á móts við gjána. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 561 orð | ókeypis

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK HÍ 12.­18. september. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http: //www.hi.is Mánudagur 13. september: Danski fræðimaðurinn Mette Skougaard heldur fyrirlestur um ævisögur og þjóðfræðirannsóknir á vegum Félags þjóðfræðinga og Sagnfræðingafélags Íslands. Meira
11. september 1999 | Erlendar fréttir | 185 orð | ókeypis

Danforth rannsakar Waco

JANET Reno, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur falið John Danforth, fyrrverandi öldungadeildarþingmanni, að kanna hvort lögreglumenn hafi átt einhvern þátt í dauða þeirra, sem létust er ráðist var gegn aðsetri sértrúarsafnaðar í Waco í Texas 1993. Meira
11. september 1999 | Landsbyggðin | 113 orð | ókeypis

Dvalarheimilið í Hjallatúni 10 ára

Dvalarheimilið í Hjallatúni 10 ára Fagradal-Dvalarheimili aldraðra Hjallatúni I, Vík í Mýrdal, er tíu ára um þessar mundir og hafði af því tilefni opið hús um síðustu helgi. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 72 orð | ókeypis

Ekið á barn við Gullengi

EKIÐ var á sjö ára dreng við Gullengi um miðjan dag í gær og var hann fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur með fótbrot. Drengurinn hljóp út á götuna aftur fyrir strætisvagn og lenti þá fyrir bifreiðinni. Þá var ekið á konu við Bitruháls í gær en meiðsl voru minniháttar. Um tuttugu árekstrar urðu í gær í Reykjavík en meiðsl í þeim voru minniháttar eða engin. Meira
11. september 1999 | Erlendar fréttir | 1062 orð | ókeypis

Erfiðustu málin enn óleyst

Samkomulag Ísraela og Palestínumanna um framkvæmd friðarsamninga skref í rétta átt Erfiðustu málin enn óleyst Þótt samkomulag Ísraela og Palestínumanna um framkvæmd Wye- friðarsamningsins sé óneitanlega skref í rétta átt er ljóst að mörg ljón eru enn í veginum til varanlegs friðar í Mið- Austurlöndum. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 251 orð | ókeypis

Farið yfir undirbúning vegna Kötlugoss

RAUÐAKROSSDEILD Víkur í Mýrdal hélt fund með flokkstjórum og sjálfboðaliðum um viðbrögð við Kötlugosi í fyrrakvöld. Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, var á fundinum sem og Helga Halldórsdóttir, deildarstjóri innanlandsdeildar RKÍ. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 77 orð | ókeypis

Finnsk ævintýramynd í Norræna húsinu

KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn eru í Norræna húsinu á sunnudögum. 12. september kl. 14 verður finnska ævintýramyndin um Rölla og furðuleg ævintýri sýnd í fundarsal Norræna hússins. Myndin er með finnsku tali og ætluð áhorfendum 8 ára og eldri. Tröllið Rölli og fallega huldukonan úr skóginum takast á við svartklædda Ruslarafólkið. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 171 orð | ókeypis

Fjórir handteknir í gærkvöld

LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í gærkvöld fjóra íslenska karlmenn á þrítugsaldri í tengslum við fund lögreglunnar og tollgæslunnar á sjö kílógrömmum af hassi í farmi leiguskips, sem komið hafði til landsins frá Norðurlöndunum á miðvikudag. Mennirnir voru færðir til yfirheyrslu og vistaðir hjá lögreglu í nótt. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 30 orð | ókeypis

Fræðslukvöld í Foreldrahúsinu

FRÆÐSLUKVÖLD verður í Foreldrahúsinu í Vonarstræti 4b mánudaginn 13. september kl 20.30. Fjallað verður um "Samskipti foreldra og unglinga". Fyrirlesari verður Sigrún Hv. Magnúsdóttir félagsráðgjafi. Aðgangseyrir 500 kr. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 83 orð | ókeypis

Gestir frá Ítalíu

Gestir frá Ítalíu HÓPUR ítalskra menntaskólanema er nú í heimsókn hjá nemendum á alþjóðabraut Verslunarskóla Íslands. Hópurinn, sem samanstendur af 17 stúlkum, dvelur hér í tvær vikur, sækir kennslustundir með gestgjöfum sínum og fær þar að auki sérstakar kennslustundir í íslensku. Auk þess fer hann í skoðunarferðir um landið. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 97 orð | ókeypis

Greiðslustöðvun KÞ framlengd

HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra veitti í gær Kaupfélagi Þingeyinga framlengingu á greiðslustöðvun félagsins í allt að þrjá mánuði til viðbótar, eða til 10. desember. nk. Þriggja mánaða greiðslustöðvun félagsins rann út í gær. Eins og komið hefur fram er unnið að því að ganga frá frumvarpi að nauðasamningum fyrir KÞ og stefnt að því að ljúka þeirri vinnu á næstu vikum. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 76 orð | ókeypis

Göngudagur Hjálparsveitar skáta í Kópavogi

HJÁLPARSVEIT skáta í Kópavogi efnir til göngudags á Vífilfell sunnudaginn 12. september. Þessi ganga er liður í afmælishátíð sveitarinnar sem verður þrítug í nóvember næstkomandi. Vífilfellið er 655 m hátt og er í norðausturenda Bláfjalla. Gengið verður á fjallið norðanmegin, við gryfjur sem eru við rætur fjallsins. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 213 orð | ókeypis

Hafnfirðingar vilja fá skólann

BÆJARYFIRVÖLD í Hafnarfirði hafa lagt fram hugmyndir um uppbyggingu Listaháskóla Íslands þar í bæ og óskað eftir viðræðum við stjórn skólans. Tillaga Hafnfirðinga er að skólabyggingar Listaháskólans verði reistar við norðurbakka hafnarinnar, þar sem nú stendur fiskvinnsluhúsið sem venjulega er kennt við Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Þetta kom fram í máli Hjálmars H. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 109 orð | ókeypis

Haust á Þingvöllum

ÞJÓÐGARÐURINN á Þingvöllum býður í september upp á gönguferð með leiðsögn á hverjum laugardegi kl. 13. Laugardaginn 13. september verður gengið um eyðijörðina Arnarfell við Þingvallavatn. Ekki hefur verið búið í Arnarfelli til margra ára, en fyrr á öldinni hafði Matthías Einarsson læknir jörðina á leigu en hann kom m.a. upp lítilli hreindýrahjörð sem gekk í fellinu um nokkurt skeið. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 145 orð | ókeypis

Hugljómunarnámskeið í Bláfjöllum

HUGLJÓMUNAR- og sjálfsþekkingarnámskeið verður haldið í Bláfjöllum 16.­19. september nk. Kynningarkvöld verður haldið sunnudaginn 12. september kl. 20 í sal Sjálfeflis, Nýbýlavegi 30 (Dalbrekkumegin). Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 1016 orð | ókeypis

Hættir LÍN að veita upplýsingar?

Gunnar Birgisson, formaður stjórnar LÍN, segir að stjórn sjóðsins muni fjalla um meðferð upplýsinga um nöfn námsmanna erlendis og nöfn og heimilisföng umboðsmanna þeirra hérlendis á fundi sínum í næstu viku. Í ljósi gagnrýni þeirrar sem beinst hafi að upplýsingagjöfinni komi til greina að LÍN afhendi þær engum, jafnvel ekki námsmannahreyfingum á borð við SÍNE. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 95 orð | ókeypis

Ingólfur tekur inn nýliða

NÚ þegar hausta tekur fer starf björgunarsveitanna í fullan gang. Þá er venja að taka inn nýliða sem hafa áhuga á að starfa með sveitunum og leitar Björgunarsveitin Ingólfur eftir fólki sem hefur m.a. áhuga á fjallamennsku, ísklifri, siglingum, skyndihjálp, köfun, stórum bílum og björgunarstörfum. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 260 orð | ókeypis

Íslenskar getraunir og Fákur hefja samstarf Ve

Íslenskar getraunir og Fákur hefja samstarf Veðreiðar á Netinu ÍSLENSKAR getraunir hafa hafið samstarf við hestamannfélagið Fák í Reykjavík um veðreiðar félagsins. Fákur hefur starfrækt veðreiðar um nokkurt skeið en með þessu samstarfi verður nokkur breyting á fyrirkomulagi þeirra. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 125 orð | ókeypis

Keppa í Ungfrú Norðurlönd

TVÆR íslenskar stúlkur, Bryndís Björg Einarsdóttir og Íris Wigelund Pétursdóttir, fara á vegum Fegurðarsamkeppni Íslands til Helsinki þriðjudaginn 14. september til að taka þátt í keppninni Miss Scandinavia 2000. Meira
11. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 151 orð | ókeypis

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudaginn 12. september kl. 11.00. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir messar. Morgunbæn í Akureyrarkirkju þriðjudaginn 14. september kl. 9.00. Mömmumorgnar hefjast í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á miðvikudaginn, kl. 10­12. Verið velkomin. GLERÁRKIRKJA: Messa sunnudaginn 12. september kl. 11.00. Kvennakórinn "Vox feminae" syngur undir stjórn Margrétar J. Meira
11. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 388 orð | ókeypis

Komast Dalvíkingar í Úrvalsdeildina?

TÖLUVERÐ eftirvænting ríkir í Eyjafirði fyrir leik Dalvíkur og KA í 1. deildinni í knattspyrnu sem fram fer á Dalvík á morgun, sunnudag, kl. 14. Hlutskipti liðanna er þó nokkuð misjafnt, Dalvíkingar eygja von um sæti í úrvalsdeild að ári en KA-menn berjast fyrir sæti sínu í 1. deildinni. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 71 orð | ókeypis

Kórekst súrálsskip kyrrsett

KÓRESKT skip, sem flutti súrál hingað til til lands, var kyrrsett í Straumsvík á miðvikudag. Skipið er gríðarlega stórt, 224 metrar að lengd og er burðargeta þess 46.855 tonn. Eftirlitsmenn Siglingamálastofnunnar gerðu athugasemdir við ástand skipsins og var skipsverjum gert að lagfæra ýmislegt sem þótti athugavert. Nú hefur verið lokið við úrbætur og má því sigla á ný. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 736 orð | ókeypis

Kynningar- og fræðslustarf

Um þessar mundir er að hefjast nýtt leikár hjá Þjóðleikhúsinu og verið m.a. að senda út upplýsingar og kynna starfsemina í vetur. Guðrún Bachmann er kynningar- og markaðsstjóri Þjóðleikhússins eða er "leikhússritari", eins og það hét löngum. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 74 orð | ókeypis

Kynning í Kattholti

Kynning í Kattholti HALDIN verður kynning í Kattholti sunnudaginn 12. september. Tilefnið er að kynna fyrir fólki starfsemina sem er að taka á móti vegalausum köttum og koma þeim heim til sína. Mikilvægur þáttur er fræðsla um ketti og aðbúnað þeirra. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 177 orð | ókeypis

Lokaáfangi Selvogsgötu genginn

ÞRIÐJI og síðasti áfangi Selvogsgötu verður gengin á sunnudaginn 12. september í samvinnu Ferðafélags Íslands og Umhverfis- og útivistarfélags Hafnarfjarðar. Þetta er ferðin sem fara átti hinn 16. maí sl. en féll niður vegna slæms veðurs. Um er að ræða lengsta áfanga á þessari fornu þjóðleið, þann er liggur frá nýja Bláfjallaveginum um Grindaskörð að Hlíðarvatni í Selvogi. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 97 orð | ókeypis

Lyklaveski til styrktar Krabbameinsfélaginu

UM helgina verða seld lyklaveski um land allt til styrktar starfi Krabbameinsfélagsins. Verður bæði selt við verslanir og gengið í hús þar sem því verður við komið. Ágóði rennur til aðildarfélaga Krabbameinsfélags Íslands en sum þeirra hafa tekist á hendur ýmis verkefni í heimabyggð sinni og stuðningshópar hafa unnið í þágu krabbameinssjúklinga og aðstandenda. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 175 orð | ókeypis

Málstofan um hagstjórn eftir heimsstyrjöld

MÁLSTOFA um þróun hagstjórnar á Íslandi á 20. öld heldur áfram á haustmisseri 1999. Það eru hagfræðiskor og sagnfræðiskor sem standa sameiginlega að málstofunni og er hún hugsuð sem umræðuvettvangur fyrir áhugamenn innan Háskóla Íslands sem utan um sögu hagstjórnar. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 316 orð | ókeypis

Milljóna sparnaður fyrir bíleigendur

VEÐURGUÐIRNIR voru ekkert í neinu hátíðarskapi er Sturla Böðvarsson samgönguráðherra vígði Borgarbrautina á Akureyri við hátíðlega athöfn í gær. Úrhellis rigning var á meðan athöfnin fór fram en ráðherra lét það ekki á sig fá, frekar en aðrir viðstaddir. Meira
11. september 1999 | Landsbyggðin | 87 orð | ókeypis

Myndað í Mýrdalnum

Myndað í Mýrdalnum DAGSKRÁRGERÐARFÓLK frá þýsku sjónvarpsstöðinni SAT.1er statt hérlendis við myndatökur og dagskrárgerð, og mun meðal annars vera fjallað um jarðhræringar í Kötlu í sjónvarpsþættinum. Myndatökumennirnir Grit Dammrich og Dominik Vanalst voru staddir við rætur Kötlu í vikunni auk þess sem þeir mynduðu í Mýrdalnum. Meira
11. september 1999 | Landsbyggðin | 82 orð | ókeypis

Nágrannar Kötlu boðaðir á fund

NÁGRANNAR Kötlu hafa verið boðaðir til almenns borgarafundar í félagsheimilinu Leikskálum í Vík í Mýrdal næstkomandi mánudag, og hefst fundurinn kl. 20. Umfjöllunarefnið er vöktun Kötlu, hlutverk vísindastofnana og almannavarna og hugleiðingar um framtíðina. Almannavarnanefndir Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps og Rangárvallasýslu boða til fundarins. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 186 orð | ókeypis

Námskeið í myndlist

SÍÐARI hluta þessa mánaðar hefjast ný námskeið hjá Mynd-Máli, Myndlistarskóla Rúnu Gísladóttur, listmálara. Hún hefur um fimmtán ára skeið haldið myndlistarnámskeið þar sem hún leiðbeinir áhugasömum frístundamálurum ásamt þeim sem hyggjast leggja á myndlistarbrautina. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 237 orð | ókeypis

Norðurál frestar undirritun orkusamnings

FYRIRHUGAÐRI undirritun orkusamninga milli Norðuráls og Landsvirkjunar vegna 50% stækkunar álversins á Grundartanga var frestað í gær, þar sem samningar um fjármögnun Norðuráls á verkefninu liggja ekki fyrir. Stefnt er að undirritun innan tveggja mánaða. Meira
11. september 1999 | Miðopna | 1316 orð | ókeypis

"Nýr skóli á eigin forsendum"

MYNDLISTARDEILD Listaháskólans hefur þegar tekið til starfa, en samkvæmt áætlun um uppbyggingu listmenntunar á háskólastigi undirritaðri af menntamálaráðherra og forsvarsmönnum skólans í mars sl. mun leiklistardeild skólans hefja starfsemi 1. ágúst 2000 og tónlistardeild 1. ágúst 2001. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 337 orð | ókeypis

Nær 5% verðbólga síðasta árið

VÍSITALA neysluverðs hækkaði um 0,8% milli ágúst- og septembermánaðar og hefur þá vísitalan hækkað um 4,9% síðustu tólf mánuði. Fara þarf tæp sex ár aftur í tímann eða allt aftur til nóvembermánaðar 1993 til að finna dæmi um meiri árshækkun verðlags. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 164 orð | ókeypis

Opið hús hjá Karatefélaginu Þórshamri

KARATEFÉLAGIÐ Þórshamar verður með opið hús í húsnæði sínu í Brautarholti 22 (gengið inn frá Nóatúni) sunnudaginn 12. september frá kl. 14 til kl. 16. Almenningi gefst þar kostur á að kynnast starfsemi félagsins. Dagskráin verður mjög fjölbreytt, þar sem m.a. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 117 orð | ókeypis

Sálfræðistöðin hefur vetrarstarfsemi sína

SÁLFRÆÐISTÖÐIN er að hefja vetrarstarfsemi sína og er í boði fjölbreytt dagskrá. Námskeiðið Sjálfsþekking ­ Sjálfsöryggi heldur áfram en nú í haust er þátttakendum þessara námskeiða í fyrsta skipti boðið upp á framhaldsnámskeið. Meira
11. september 1999 | Miðopna | 1010 orð | ókeypis

Skilyrðum háðar í 14 löndum af 19

Eignarhald á bönkum hefur mikið verið í umræðunni á Íslandi undanfarið. Annars vegar spurningin um nauðsyn dreifðrar eignaraðildar og hins vegar hverjir eigi hlut í bönkunum. Steingerður Ólafsdóttir kynnti sér skýrslu Bankaeftirlits Bandaríkjanna sem fjallar m.a. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 641 orð | ókeypis

Slakur seiðabúskapur í Laxá á Ásum

SEIÐABÚSKAPUR í Laxá á Ásum hefur verið slakur síðustu ár að sögn Bjarna Jónssonar fiskifræðings og yfirmanns Norðurlandsdeildar Veiðimálastofnunar á Hólum. Hann telur það helstu orsök slakrar veiði í ánni í sumar og er ekki trúaður á kenningar um að ofveiði í efsta hluta árinnar á haustin. Segir að athuganir sínar hafi ávallt bent til nægrar hrygningar. Meira
11. september 1999 | Landsbyggðin | 245 orð | ókeypis

Staðsetning flugvallar ekki einkamál Reykvíkinga

AÐALFUNDUR Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi samþykkti ályktun þar sem lýst er efasemdum um hugmyndir um flutning innanlandsflugsins frá Reykjavík. Minnt er á ábyrgð og skyldur sem höfuðborg landsins hefur gagnvart landsbyggðinni. Þar séu aðalstöðvar stjórnsýslu landsins, ásamt helstu menntastofnunum og sjúkrahúsum landsins. Meira
11. september 1999 | Erlendar fréttir | 492 orð | ókeypis

Stjórnvöld herða öryggiseftirlit

VLADÍMÍR Pútín, forsætisráðherra Rússlands, sagði í gær, að tvennt hefði getað valdið sprengingunni í fjölbýlishúsi í Moskvu en hún kostaði 84 menn lífið. Annaðhvort "glæpsamleg meðhöndlun sprengiefnis" eða sprengja, sem hryðjuverkamenn hefðu komið fyrir. Kvaðst hann heldur hallast að því síðarnefnda. Meira
11. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 227 orð | ókeypis

Stuðningsmenn handboltaliðs KA landa úr frystitogara Samherja

Stuðningsmenn handboltaliðs KA landa úr frystitogara Samherja Forstjórinn í forystu ÞORSTEINN Már Baldvinsson forstjóri Samherja á Akureyri fór fyrir sínum mönnum í KA, við löndun úr Baldvini Þorsteinssyni EA, frystitogara Samherja, í gær. Meira
11. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 43 orð | ókeypis

Sumarið í Reykjavík á Akureyri

NÚ stendur yfir sýning G.R. Lúðvíkssonar, Sumarið í Reykjavík 1999, á Café Karolínu á Akureyri. Verkið samanstendur af 94 plastpokum með rigningarvatni, þakrennu og regnhlíf. Sýningin er ein af 12 sýningum listamannsins á þessu ári. Sýningunni lýkur 1. október. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | -1 orð | ókeypis

Sveitaskóli í höfuðborginni

KLÉBERGSSKÓLI hóf í byrjun september 70. starfsár sitt. Skólinn hefur í gegnum árin verið fámennur barnaskóli Kjalnesinga, en á undanförnum árum hefur skólanum vaxið fiskur um hrygg og framundan eru vaxtarverkir þegar skólinn verður stækkaður og byggt verður nýtt 1.400 fermetra skólahúsnæði. Skólinn hefur verið einsetinn síðustu árin og ber þess merki að vera á jaðri stórborgar og sveitar. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 113 orð | ókeypis

Sýknaðir af ákæru um fiskveiðibrot

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness sýknaði í fyrradag skipstjóra og stýrimann af skuttogaranum Hauki GK 25 frá Sandgerði, af ákæru um fiskveiðibrot í vor. Var ákærðu gefið að sök að hafa notað botnvörpu útbúna poka með mösvkum undir áskilinni möskvastærð við veiðar á Eldeyjarbanka. Að mati dómsins var þó ekki talið sannað að um ásetning ákærðu hafi verið að ræða. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 74 orð | ókeypis

Sýnikennsla í haustskreytingum

GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi og Félag blómaverslana standa fyrir sýnikennslu í haustskreytingum fyrir blómaskreytingarfólk mánudaginn 13. spetember í húsnæði Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, Reykjavík, kl. 20.30­23. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 166 orð | ókeypis

Sýningartíminn færður fram

HELGARSÝNINGAR Borgarleikhússins munu frá og með föstudeginum 1. október hefjast kl. 19:00 í stað 20:00. Þetta á við sýningar á föstudags- og laugardagskvöldum, en sýningar á miðvikudags- og fimmtudagskvöldum munu eftir sem áður hefjast klukkan 20, að sögn Friðrikku Benónýsdóttur leikhúsritara. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 644 orð | ókeypis

Tölva stjórnar mjöltunum

Á BÆNUM Bjólu í Djúpárhreppi í Rangárvallasýslu er þessa dagana verið að setja upp og prófa sjálfvirkan mjaltabúnað, svokallaðan mjaltaþjón eða "róbót" eins og margir hafa kallað hann. Nokkur eftirvænting ríkir um hvernig til muni takast, en áætlað er að setja fjóra til fimm slíka mjaltaþjóna upp fyrir áramót, alla á Suðurlandi. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 91 orð | ókeypis

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald

TVEIR menn, sem lögreglan í Kópavogi stóð að verki við að brjótast inn í bifreiðar í fyrradag, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 30. september í gær í þágu rannsóknar málsins. Mennirnir eru á þrítugs- og fertugsaldri og eru ennfremur grunaðir um að hafa brotist inn í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík aðfaranótt fimmtudags. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 185 orð | ókeypis

Úrslitaskákin?

SPENNANDI lokaumferð verður tefld á Skákþingi Íslands í dag. Eftir 10 umferðir er Helgi Áss Grétarsson efstur með 9 vinninga en Hannes Hlífar Stefánsson kemur á hæla honum með 8 vinning. Helgi og Hannes áttust við í gær og lauk skákinni með jafntefli eftir að Helgi Áss náði með óvæntum peðsleik að verja stöðu, sem flestir áhorfendur höfðu talið tapaða. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 285 orð | ókeypis

Veiði- leyfin komin frá Rússum

RÚSSAR hafa loks gefið út leyfisbréf til Íslendinga vegna veiða í Barentshafi innan rússneskrar lögsögu. Fiskistofa gekk frá pappírum eins og afladagbókum og fleiru sem þurfa að fylgja leyfisbréfunum og sendi viðkomandi útgerðum í póstkröfu í gær. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 304 orð | ókeypis

Veiting byggingarleyfis kærð

EIGENDUR hússins við Dalshraun 1 í Hafnarfirði hafa sent kæru til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála vegna byggingarleyfis sem veitt var 12. maí síðastliðinn, en eigendunum hafði verið sagt, þegar þeir keyptu húsið og lóðina, að byggingarleyfið fengist aldrei samþykkt. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Bjarna Þór Óskarsson, lögmann HO- fjárfestingar ehf., eiganda hússins. Meira
11. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 476 orð | ókeypis

Verður ein öflugasta björgunarsveit landsins

FULLTRÚAR Hjálparsveitar skáta Akureyri, Flugbjörgunarsveitarinnar Akureyri og Sjóbörgunarsveitarinnar SVFÍ, Súlur Akureyri, hafa undirritað samning um sameiningu björgunarsveitanna. Samningurinn var einróma samþykktur á aðalfundum sveitanna í fyrrakvöld. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 144 orð | ókeypis

Vélmenni mjólkar kýrnar

Vélmenni mjólkar kýrnar Hellu. Morgunblaðið. BÆNDUR á Bjólu í Djúpárhreppi í Rangárvallasýslu eru um þessar mundir að setja upp og prófa sjálfvirkan mjaltabúnað, svokallaðan mjaltaþjón. Áætlað er að setja fjóra til fimm slíka mjaltaþjóna upp fyrir áramót á Suðurlandi. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 253 orð | ókeypis

Viðurkenning á handritarann sóknum

STEFÁN Karlsson, prófessor og fyrrverandi forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, verður sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Kaupmannahafnarháskóla þann 18. nóvember næstkomandi. Stefán staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. Meira
11. september 1999 | Landsbyggðin | 416 orð | ókeypis

Virkjanir snerta margslungna hagsmuni

HR. Karl Sigurbjörnsson biskup segist leggja áherslu á að menn hlusti á hjörtun og hlusti á rökin og geri upp hug sinn um hugsanlegar framkvæmdir við Eyjabakka. "Þetta snertir gríðarlega margslungna hagsmuni og málflutningur hefur verið býsna einhliða á báða bóga," segir biskup, sem er nýkominn úr visítasíu um Múla- og Austfjarðaprófastsdæmi. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 89 orð | ókeypis

Vörubílstjórar mótmæla hækkunum

VÖRUBÍLSTJÓRAR mótmæltu í gær hækkunum á eldsneyti, tryggingum og þungaskatti með því að aka hægt í hóp um götur Reykjavíkur, þeyta bílflautur og blikka ljósum. Um 30 vörubílar tóku þátt í aðgerðunum og stöðvuðu þeir m.a. umferð á mótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar í um 20 mínútur. Mikil umferðarteppa myndaðist og varð lögreglan að lokum að grípa í taumana. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 599 orð | ókeypis

"Þetta er reiðarslag fyrir byggðarlagið"

MIKIL reiði og sárindi eru á meðal starfsfólks Snæfells í Hrísey, eftir að tilkynnt var um að pökkunarstöð fyrir frystar afurðir yrði flutt frá Hrísey til Dalvíkur. Ingimar Ragnarsson, verkstjóri í pökkuninni í Hrísey, sagði þessa ákvörðun stjórnar Snæfells fljótfærnislega og mikil mistök. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 551 orð | ókeypis

Þrávirk klórefni í móðurmjólk langt undir hættumörkum

ÞRÁVIRK lífræn klórefni finnast í heldur meira magni í móðurmjólk á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Magnið er hins vegar um 50­10 sinnum lægra en það sem talið er skaða þroska ungbarna og því langt undir hættumörkum. Þetta kom fram í fyrirlestri dr. Kristínar Ólafsdóttur, sérfræðings í umhverfiseiturefnafræði, á 15 ára afmælisráðstefnu Barnamáls sem haldin var í gær. Meira
11. september 1999 | Erlendar fréttir | 927 orð | ókeypis

Þróun EES-samningsins í höndum stjórnvalda aðildarríkjanna Nefnd, skipuð embættismönnum þýskra og íslenskra stjórnvalda, kom

EVRÓPUMÁL skipuðu stóran sess á dagskrá fundarins að þessu sinni. Rætt var um breytingar á starfsemi ESB-ríkjanna í kjölfar ríkjaráðstefnanna í Maastricht og Amsterdam og hvaða bein eða óbein áhrif þær kunni að hafa á EES-samninginn. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 244 orð | ókeypis

Þúsund manns frá Akureyri og Egilsstöðum

SAMVINNUFERÐIR-Landsýn hyggjast í haust bjóða í samvinnu við Íslandsflug beint flug frá Akureyri og Egilsstöðum til London og Dublin. Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri SL, segir að um þúsund sæti verði í boði frá landsbyggðinni og telur hugsanlegt að í framtíðinni megi bjóða árið um kring beint flug frá landsbyggðinni til stórborga í Evrópu. Meira
11. september 1999 | Innlendar fréttir | 21 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Með Morgunblaðinu í dag er dreift blaði frá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur, "KR-boltinn". Blaðinu er dreift í Reykjavík, vestan Snorrabrautar og á Seltjarnarnesi. Meira

Ritstjórnargreinar

11. september 1999 | Leiðarar | 700 orð | ókeypis

ER STÖÐUGLEIKINN Í HÆTTU?

ENGAN þarf að undra þótt almenningur hafi áhyggjur af því að stöðugleikinn í efnahagsmálum sé í hættu. Að undanförnu hafa hvað eftir annað borizt fréttir af verðhækkunum, sem valda slíkum ótta. Í gær var frá því skýrt að vísitala neyzluverðs hefði hækkað um hvorki meira né minna en 0,8% á milli mánaða. Þetta er alltof mikil hækkun og meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Meira
11. september 1999 | Staksteinar | 354 orð | ókeypis

Tækifæri til að lækka tekjuskatt úr 40 í 25%

ÁGÚST Einarsson, fyrrverandi alþingismaður, ritar á vefsíðu sína pistil, þar sem hann leggur til að hagstjórn Íslendinga verði löguð að hagstjórn nágrannaríkjanna. Telur hann að unnt sé að lækka tekjuskatt úr 40% í 25%. Meira

Menning

11. september 1999 | Tónlist | 417 orð | ókeypis

Að eiga sér ævintýri

Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Ólafur Vignir Albertsson fluttu íslensk og ítölsk söngverk. Fimmtudagurinn, 9. september, 1999. TENÓRINN sem syngur fyrir þjóðir, hefur ávallt heillað Íslendinga, enda er tenórröddin klædd því fegursta og besta í óperusögunni og tengist því ævintýrinu í sinni glæsilegustu mynd, þar sem einstaklingurinn vinnur ótrúlega sigra. Meira
11. september 1999 | Skólar/Menntun | 1528 orð | ókeypis

Að læra að hugsa á íslensku Nemendur verði hvattir til að brjóta reynslu sína og lífsviðhorf til mergjar Kennsla er að hjálpa

Nemendur verði hvattir til að brjóta reynslu sína og lífsviðhorf til mergjar Kennsla er að hjálpa nemendum að hugsa sjálfir í stað þess að innræta hugmyndir Hugsa um það helzt og fremst, sem heiðurinn má næra. Aldrei sá til æru kemst, sem ekkert gott vill læra. Meira
11. september 1999 | Fólk í fréttum | 615 orð | ókeypis

Barnsmissir vegna barsmíða

FYRSTI eiginmaður leikkonunnar Elísabetar Taylor sparkaði í magann á henni þegar hann var drukkinn og olli það barnsmissi þeirra, að því er fram kemur í viðtali í tímaritinu Talk. Þar ræðir hún í fyrsta skipti opinberlega um atvikið og ásakar Nicky Hilton, erfingja hótelkeðjunnar, um að hafa barið sig reglulega meðan á níu mánaða hjónabandi þeirra stóð. Meira
11. september 1999 | Menningarlíf | 576 orð | ókeypis

Chopin minnst í Salnum

ALSÍRSKI píanóleikarinn Désiré N'Kaoua heldur einleikstónleika í Salnum í Kópavogi á morgun, sunnudag, og leikur þá verk eftir Fryderyk Chopin. N'Kaoua hefur hlotið ýsmar viðurkenningar á tónlistarferli sínum, en hann hefur verið afkastamikill kennari og konsertpíanisti auk þess sem hann hefur leikið inn á fjölda hljómplatna. Meira
11. september 1999 | Fólk í fréttum | 288 orð | ókeypis

Erum stöðugt undir smásjánni

ÞAÐ verður vonandi stór dagur í dag hjá 16 ára fyrirsætu, Nönnu Karen Albertsdóttur, þegar úrslitin ráðast í lokakeppni Elite. Undirbúningur hefur staðið yfir í viku í Nice í Frakklandi með stífum æfingum á daginn og diskóteki á kvöldin með mismunandi þemum. Meira
11. september 1999 | Fólk í fréttum | 349 orð | ókeypis

Etta í þrususveiflu

SÖNGKONAN Etta Cameron er mörgum Íslendingum að góðu kunn, enda í fjórða sinn í kvöld sem hún syngur fyrir landann. Árið 1984 söng hún djass og blús með tríói Niels-Henning Ørsted Pedersen, en árin 1994 og 1998 söng hún gospel í Bústaðakirkju og fyllti kirkjuna í fjórgang. Meira
11. september 1999 | Fólk í fréttum | 80 orð | ókeypis

Fíll á batavegi

MOTOLA, 38 ára fíll, stendur á þremur fótum með velunnurum sínum í Hang Chat-fílaspítalanum í Lampang, 510 kílómetrum fyrir norðan Bangkok. Motola fékk sýkingu og er með vægan hita eftir flókna aðgerð sem hann gekkst undir fyrir tveimur vikum. Þá var einn fóturinn fjarlægður eftir að hafa lent í jarðsprengju. Fíllinn steig á sprengjuna fyrir um mánuði við landamæri Taílands og Myanmar. Meira
11. september 1999 | Fólk í fréttum | 208 orð | ókeypis

Gamalt og nýtt og gott

Á JÓMFRÚNNI við Lækjargötu hljómar smurbrauðsdjass í hádeginu í dag til kl. 14, þegar tríó söngkonunnar Þóru Grétu Þórisdóttur, sem lék á Einari Ben í gærkvöldi, leikur fyrir gesti staðarins. Hljóðfæraleikarar eru Óskar Einarsson á píanó og Páll Pálsson á bassa. Meira
11. september 1999 | Menningarlíf | 125 orð | ókeypis

Grafíkverk Aase Bømler Olsen

ÖNNUR sýningin í röð fjögurra einkasýninga færeyskra listamanna verður opnuð í Slunkaríki á Ísafirði í dag kl. 16. Nú er röðin komin að Aase Bømler Olsen sem sýnir tuttugu grafíkmyndir. Meginþema grafíkmynda Aase er maðurinn/konan. Myndirnar, sem eru frá þessu ári og hinu síðasta, eru unnar með koparætingu, akrýlplastætingu og tréristu og er aðeins gert eitt eintak af hverri þeirra. Meira
11. september 1999 | Fólk í fréttum | 278 orð | ókeypis

Hjartastopphraði og pönk

NORÐANSVEITIN 200.000 naglbítar sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu á síðasta ári við góðar undirtektir gagnrýnenda. Þeir Naglbítar eru fluttir suður til náms, en halda sínu striki í tónlistinni, því þremenningarnir er nú að leggja síðustu hönd á plötu sem kemur út fyrir jól. Meira
11. september 1999 | Margmiðlun | 410 orð | ókeypis

Illir kalkúnar og springandi brúður

Leikjafyrirtækið Iguana hannaði nýlega leik um South Park. Leikurinn heitir sama nafni og gefur Acclaim hann út fyrir Nintendo 64 leikjatölvurnar. SPILANDINN getur valið að vera Stan, Kenny, Cartman eða Kyle, einhver litlu kjaftforu strákanna sem öllum þykir svo vænt um (?) og verkefnið er að bjarga South Park frá eyðileggingu með því að skjóta brjálaða kalkúna með snjóboltum. Meira
11. september 1999 | Fólk í fréttum | 149 orð | ókeypis

Kóngulóarmanni komið til bjargar

FRANSKI ofurhuginn Alain "kóngulóarmaður" Robert hefur fram að þessu í engu hlýtt banni yfirvalda gegn því að klífa skýjakljúfa og ferðast víða um heim í því skyni. Hann komst í hann krappan í París í vikunni og var bjargað þegar hann var kominn hálfa vegu upp hina 110 metra háu Arche de la Defense á miðvikudag, að sögn sjónarvotta. Meira
11. september 1999 | Fólk í fréttum | 361 orð | ókeypis

Kvöldstund með Jóni Gnarr

JÓN Gnarr er búinn að setja saman eins og hálfs tíma "uppistand" eða sviðsspaug sem er aðallega byggt á lífsreynslu hans og spannar ævi hans frá því hann var lítill drengur og til dagsins í dag, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Jón Gnarr hefur þegar sýnt brot og brot úr þessu uppistandi þar sem hann hefur verið að koma fram undanfarið og hafa áheyrendur aðeins kvartað yfir einu, þ.e. Meira
11. september 1999 | Fólk í fréttum | 578 orð | ókeypis

Lauryn Hill sigurvegari kvöldsins

LAURYN Hill var sigurvegari kvöldsins þegar MTV- verðlaunin voru afhent í fyrrakvöld og bar fern verðlaun úr býtum fyrir myndbandið "Doo Wop (That Thing)". Fyrsta sólóskífa Hill "The Miseducation of Lauryn Hill" hefur átt miklum vinsældum að fagna og fékk hún verðlaunin í ár fyrir R&B- myndband, myndband í kvennaflokki, listræna stjórnun og myndband ársins, ­ aðalverðlaun kvöldsins. Meira
11. september 1999 | Margmiðlun | 887 orð | ókeypis

Leikjakaupstefna í Lundúnum Árlega halda evrópskir leikjaframleiðendur og dreifingaraðilar kaupstefnu í Lundúnum. Árni

ÁRLEGA er haldin í Lundúnum kaupstefna leikjaframleiðenda og dreifingaraðila sem kallast ECTS. Hún er með helstu viðburðum í leikjaheiminum í Vestur-Evrópu og ætluð fagfólki eingöngu, þó blaðamenn eigi greiða leið þar inn. Að þessu sinni var kaupstefnan daufleg þó víst hafi þar margt markvert verið að sjá. Meira
11. september 1999 | Skólar/Menntun | 438 orð | ókeypis

Lífsleikni er mannrækt

LÍFSLEIKNI er ný námsgrein í íslenskum grunnskólum og er henni meðal annars ætlað að veita börnum og ungmennum ýmsa fræðslu sem stendur utan hefðbundinna námsgreina. Samkvæmt viðmiðunarstundaskrá skal vera að lágmarki ein kennslustund í greininni á viku frá og með 4. bekk til loka grunnskóla. Meira
11. september 1999 | Margmiðlun | 504 orð | ókeypis

Netstöðin á Granda

LINUX er ekki bara stýrikerfi fyrir vefþjóna heldur hentar það einnig bráðvel til að kenna ungmennum undirstöður stýrikerfisfræða og Netsins. Annar stór kostur, sé litið til kennslunotkunar, er að það nýtir vélbúnað mun betur en önnur stýrikerfi sem almennt eru notuð í dag. Meira
11. september 1999 | Fólk í fréttum | 209 orð | ókeypis

Opnunin helguð heimilislausum

KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í Toronto hófst á fimmtudagskvöld með sýningu myndar Atoms Egoyans, "Felicia's Journey". Voru margir á því að þetta væri heldur svört mynd fyrir setninguna og þrátt fyrir að Kanadabúar hafi verið á því að hylla samlanda sinn, Egoyan, við opnunina var auðheyrt á hógværum viðbrögðum salarins að þeir vissu ekki alveg hvernig þeir ættu að bregðast við myndinni. Meira
11. september 1999 | Fólk í fréttum | 62 orð | ókeypis

PÍNULÍTILL PANDA-BJÖRN

LÆKNAR rannsaka nýfæddan pínulítinn panda- björn, sem ekki hefur verið gefið nafn, í dýragarði í San Diego. Pandan fæddist í lok ágúst og er móðirin Bai Yun, sem er í láni frá Kína. David Lindburg, sem er yfir rannsóknarhópnum sem annast pönduna, segist "nokkuð viss um að þetta sé stúlka" og einnig að sú nýfædda sé við mjög góða heilsu. Meira
11. september 1999 | Fólk í fréttum | 42 orð | ókeypis

Prinsinn í hringinn

HNEFALEIKAKAPPARNIR Cesar Soto, til vinstri, og prinsinn Naseem Hamed bregða á leik fyrir ljósmyndara eftir blaðamannafund í Detroit á fimmtudag. Þeir munu etja kappi hvor við annan í Detroit 22. október og verður heimsmeistartitill prinsins í fjaðurvigt í húfi. Meira
11. september 1999 | Fólk í fréttum | 134 orð | ókeypis

Redgrave stýrir listahátíð í Kosovo

LEIKKONAN Vanessa Redgrave ætlar að stuðla að því að endurvekja listalífið í Kosovo með menningarhátíð um helgina og sá hún ekkert athugavert við að Serbum væri meinuð þátttaka í dagskránni og rökstuddi það með því að það væri ekki orðið tímabært. Meira
11. september 1999 | Menningarlíf | 176 orð | ókeypis

Salka ástarsaga

Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör í samstarfi við leikhópinn Annað svið æfir nú nýja leikgerð Hilmars Jónssonar á Sölku Völku eftir Halldór Kiljan Laxness og er frumsýning áætluð um miðjan október. Meira
11. september 1999 | Fólk í fréttum | 622 orð | ókeypis

Sérstök kynning á íslenskri popptónlist

ÚTSENDARAR erlendra plötuútgáfufyrirtækja munu fjölmenna til Íslands um miðjan október vegna stórtónleika Flugleiða og EMI, Iceland Airwaves, sem haldnir verða í Flugskýli 4 laugardaginn 16. október næstkomandi. Meira
11. september 1999 | Fólk í fréttum | 280 orð | ókeypis

Tvö tríó sundur og saman

MINGUS, Mingus, Mingus er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Kaffileikhúsinu kl. 16 í dag. Þar munu tvö tríó leika tónlist eftir bassaleikarann Charles Mingus sem flestir djassunnendur þekkja vel. Blásararnir Jóel Pálsson og Sigurður Pálsson munu leiða tríóin tvö sem eru annars skipuð bassaleikurunum Tómasi R. Meira
11. september 1999 | Fólk í fréttum | 354 orð | ókeypis

Verðlaunahátíð sjónvarpsins

Á SUNNUDAGINN verður haldin 51. Emmy-sjónvarpsverðlaunahátíðin og verður henni sjónvarpað í beinni útsendingu á Fox-sjónvarpsstöðinni. Kynnar kvöldsins verða þau David Hyde Pierce úr Frasier og Jenna Elfman úr þættinum Dharma og Greg en þau eru bæði tilnefnd til verðlauna í ár. Þeir þættir sem sýndir voru í bandarísku sjónvarpi á tímabilinu 1. júní 1998 til 31. Meira
11. september 1999 | Fólk í fréttum | 61 orð | ókeypis

VILL STOFNA FJÖLSKYLDU

SÖNGKONAN vinsæla Celine Dion hélt blaðamannafund í Kanada á dögunum ásamt eiginmanni sínum, Rene Angelil, sem jafnframt er umboðsmaður hennar. Á fundinum tilkynnti Dion að í kjölfar næsta tónleikaferðalags ætli hún að taka sér frí frá tónlistinni og stofna fjölskyldu með Rene sem er enn að ná sér eftir aðgerð sem hann þurfti að gangast undir vegna húðkrabbameins. Meira
11. september 1999 | Fólk í fréttum | 321 orð | ókeypis

Ýmis áhrif með hjartanu

Í KAFFILEIKHÚSINU kl. 21.30 í kvöld kemur fram Groove Orchestra, band sem Óskar Guðjónsson saxófónleikari hefur sérstaklega sett saman fyrir Jazzhátíðina, og mun hún bara spila í eitt sinn þar sem Óskar er á leið til útlanda að freista gæfunnar í hinum stóra tónlistarheimi. Meira
11. september 1999 | Fólk í fréttum | 662 orð | ókeypis

Þeir eru snúnir aftur

ÞÁ ER Derrick kominn enn einu sinni á skjáinn, eilítið gráhærðari en áður en ákaflega sléttgreiddur aftur um hnakkann og svolítið fullorðinslegur í hópi ungra meyja. Þetta er svona liður í eins konar andófi dagskrármanna að fella Derrick inn í dagskrána svo ameríski tryllirinn sé ekki allsráðandi. Sér líka á öðru efni að frekar eru teknir enskir frmhaldsþættir til sýningar, t.d. Meira
11. september 1999 | Margmiðlun | 234 orð | ókeypis

Þýsk Linux- dreifing

ÓTELJANDI dreifingar eru til af Linux og bætast við nýjar í hverjum mánuði. Meðal þeirra vinsælustu er dreifing sem er þýsk að ætt og uppruna, kallast SuSE. Hún hefur ýmislegar viðbætur, fyllir sex geisladiska, þó hægt sé að sækja allt ókeypis á Netinu á vefsetri SuSE, suse.de. Meira

Umræðan

11. september 1999 | Aðsent efni | 744 orð | ókeypis

Er setan í hermálanefndinni ólögleg og siðferðilega röng?

Ég dreg í efa, segir Eiríkur Eiríksson, að íslensk stjórnvöld geti tekið þátt í svoleiðis stofnun nema með samþykki Alþingis. Meira
11. september 1999 | Aðsent efni | 507 orð | ókeypis

Kauphallir og eftirlitsráð

Nefndin varð þó sammála, segir Tryggvi Axelsson, um að kæruleið stæði opin til æðra stjórnvalds, þ.e. ráðuneytisins. Meira
11. september 1999 | Aðsent efni | 803 orð | ókeypis

Landspjöll í Fóelluvötnum

Hvort sem þessar ferlegu aðfarir eru með eða án leyfis telur Magnús Hjaltested ljóst að þær eru forkastanlegar og stinga í stúf við flest annað sem gerst hefur þar efra á seinni árum. Meira
11. september 1999 | Aðsent efni | 577 orð | ókeypis

Námsráðgjöf í grunnskólum

Námsráðgjafinn er í raun trúnaðarmaður nemenda, segir Gísli Baldvinsson, enda öll mál sem hann fjallar um trúnaðarmál. Meira
11. september 1999 | Aðsent efni | 824 orð | ókeypis

Réttindaleysi launafólks

Einn af trúnaðarmönnum Hlífar hætti störfum hjá íSAL, segir Sigurður T. Sigurðsson, vegna stöðugs eineltis yfirmanna. Meira
11. september 1999 | Aðsent efni | 921 orð | ókeypis

Samræða eða ein- tal ólíkra fylkinga

Alþingismenn geta þá skoðað umhverfisathuganir Landsvirkjunar, segir Siv Friðleifsdóttir, og á grundvelli þeirra og ef til vill fleiri gagna ákveðið hvort breyta eigi gildandi lögum. Meira
11. september 1999 | Bréf til blaðsins | 424 orð | ókeypis

Spurning til Nike á Íslandi

ÉG tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu þann 23.8. og fékk við skráningu í hendurnar auglýsingabækling frá Nike sem bar heitið Nike Alpha Project. Hvergi gat ég fundið nafn þess fyrirtækis á Íslandi sem hannaði bæklinginn. Bæklingurinn er mjög vandaður og gaman var að renna augum yfir vörur frá Nike. En nálægt miðjum bæklingnum var síða sem vakti mikla undrun og margar spurningar. Meira
11. september 1999 | Aðsent efni | 430 orð | ókeypis

Stuðningur við íslenskan landbúnað

Engum blöðum er um að fletta, segir Erna Bjarnadóttir, að stuðningur við landbúnað á Íslandi, mældur með aðferðum OECD er með því mesta sem gerist í þeim hópi. Meira
11. september 1999 | Bréf til blaðsins | 455 orð | ókeypis

Takk fyrir krakkar!

ÉG skrifa þetta bréf jafnt til að þakka krökkunum á Sunnuborg fyrir samveruna á þessu ári og til þess að vekja fjölmiðla, foreldra og ráðamenn til umhugsunar. Þegar ég hóf störf á leikskólanum Sunnuborg í janúar var það jafnt með hugsun um hvað börnin gætu gert fyrir mig og hvað ég gæti gert fyrir börnin. Ég hóf störf fullur áhuga. Meira
11. september 1999 | Bréf til blaðsins | 333 orð | ókeypis

Verslun í Vesturbænum

FLESTIR munu telja verslun nauðsynlega í nútíma samfélagi. Það er af sem áður var, þegar hver bjó mest að sínu, meðan aðallega var búið í dreifbýli. Auðvitað þurfti þó fólk að kaupa ýmsa hluti í verslun, eins og nýlenduvörur, kaffi og kornvörur. Munaðarvörur einnig þeir, sem þær notuðu. Þessi formáli var ef til vill ónauðsynlegur. Ég kem strax að efninu. Meira
11. september 1999 | Aðsent efni | 823 orð | ókeypis

Virkjanir, umhverfisvernd og öfgastefnur

Nú hefur allt í einu uppgötvast, segir Ágúst Karlsson, að mýrarflákar norðan Vatnajökuls eru nokkurs konar útibú frá Yellow Stone- þjóðgarðinum í Ameríku. Meira

Minningargreinar

11. september 1999 | Minningargreinar | 740 orð | ókeypis

Anna

Haustið er að ganga í garð með sínum fallegu haustlitum, berja- og sultutíma. Snöggt skipast veður í lofti og dimman skugga ber yfir. Hún Anna Aspar er dáin og það svo snöggt og óvænt. Ég varð harmi slegin, Anna farin frá okkur, ég sem var nýbúin að hitta hana og þá svo hressa og brosmilda eins og alltaf. Minningarnar streyma fram, allar svo ljúfar og góðar. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 441 orð | ókeypis

Anna Halldórsdóttir Aspar

Hún elsku besta Anna langamma, eins og hún var gjarnan kölluð á mínu heimili, er látin. Ég kynntist þessari elskulegu konu árið 1995 þegar ég kom í fyrsta sinn á Skagaströnd með unnusta mínum, Halldóri, en hann er ömmubarn hennar. Eitt það fyrsta sem við gerðum var að heimsækja ömmu og afa (Bernódus). Móttökurnar voru yndislegar. Þau voru glaðleg og þægileg og það var svo góður andi hjá þeim. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 196 orð | ókeypis

Anna Halldórsdóttir Aspar

Fyrir stuttu var ég stödd á Skagaströnd, mínum æskuslóðum. Stoppaði ég í "götunni minni" eins og ég geri alltaf þegar ég kem norður. Ég virti fyrir mér húsin, rifjaði upp nöfnin á þeim og hugsaði um fólkið sem bjó þar í æsku minni. Flestir eru farnir yfir í annan heim. Nú hefur ein bæst í hópinn, Anna Aspar, sem kvödd er í dag. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 235 orð | ókeypis

ANNA HALLDÓRSDÓTTIR ASPAR

ANNA HALLDÓRSDÓTTIR ASPAR Anna Halldórsdóttir Aspar fæddist á Akureyri 7. janúar 1923. Hún lést að heimili sínu aðfaranótt 1. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Halldór Hjálmars Guðmundsson Aspar, framkvæmdastjóri Smjörlíkisgerðarinnar Akra, og Kristbjörg Torfadóttir húsmóðir. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 298 orð | ókeypis

Anna Sigmundsdóttir

Elsku amma mín er dáin. Í fyrstu fannst mér þetta ekki geta átt sér stað, hálfum sólarhring áður en þú kvaddir okkur kom ég í heimsókn til þín á sjúkrahúsið. Ég bjóst alls ekki við því að það yrði mín síðasta heimsókn því mín seinustu orð til þín voru þau að þú fengir örugglega að fara heim af sjúkrahúsinu fljótlega ­ en raunin varð önnur. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 583 orð | ókeypis

Anna Sigmundsdóttir

Nú haustar að. Við sjáum þess merki víða í náttúrunni. Blóm fölna og önnur eru þegar fallin til jarðar. Það fylgir því viss söknuður og eftirsjá en um leið minnumst við þess yndis og ánægju sem nærveran við þau veitti okkur. Sum blóm koma ekki upp að vori, þau hafa skilað sínu en hafa jafnframt lagt í jörðu fræ sem lifa áfram og eiga eftir að bera ávöxt. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 162 orð | ókeypis

ANNA SIGMUNDSDÓTTIR

ANNA SIGMUNDSDÓTTIR Anna Sigmundsdóttir fæddist í Árbakka á Hofsósi 25. júní 1913. Hún lést 4. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurrós Guðmundsdóttir og Sigmundur Sigmundsson. Sex ára fluttist Anna til móðurbróður síns, Þórðar Guðmundssonar, og konu hans, Magneu Þorláksdóttur. Anna var lærð ljósmóðir. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 462 orð | ókeypis

Árni Filippus Magnússon

Hann tignar þau lög, sem lífið, með logandi eldi reit. Hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öll sín heit. Hann lærði verk sín að vanda og verða engum til meins. Þá væri þjóðinni borgið, ef þúsundir gerðu eins. (D. St.) Mágur minn, Árni Magnússon, er látinn á 86. aldursári. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 16. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 804 orð | ókeypis

Árni Filippus Magnússon

Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Farinn er góður, trygglyndur og traustur drengur. Ég hef augu mín til fjallanna. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 197 orð | ókeypis

ÁRNI FILIPPUS MAGNÚSSON

ÁRNI FILIPPUS MAGNÚSSON Árni Filippus Magnússon fæddist að Selhellu í Mjóafirði 3. maí 1914. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 16. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Filippusdóttir, f. 18. september 1884, d. 16. júlí 1958 og Magnús Árnason, f. 19. júlí 1873, d. 19. janúar 1951. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 710 orð | ókeypis

Bjarni Benediktsson

Snjórinn í gjánni fyrir ofan Dal fór seint þetta sumarið eins og stundum áður. Skíðaför voru þar engin og orðið langt síðan skíðamaður þeysti niður skaflinn og notaði húsið fyrir stökkpall; enda annar snjór og annað hús og skíðamaður orðinn stirður. Bjarni á Jarlsstöðum var orðinn saddur lífdaga og nú hefur hann kvatt. Hann er farinn heim til himna. Gunna var farin á undan. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 281 orð | ókeypis

BJARNI BENEDIKTSSON

BJARNI BENEDIKTSSON Bjarni Benediktsson fæddist á Veigastöðum á Svalbarðsströnd 12. janúar 1914. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Benedikt Sigurbjörnsson f. 3. apríl 1876, d. 13. jan. 1962, og Steinlaug Guðmundsdóttir f. 29. júlí 1878, d. 17. ágúst 1960. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 1108 orð | ókeypis

Hafsteinn Stefánsson

Þannig svaraði Hafsteinn Stefánsson einhvern tíma þegar hann var spurður um tilurð ferskeytlunnar. Svo eðlislægt var honum að yrkja, svo nauðsynlegt, að ljóðið var eins og hluti af skaphöfn hans og þar á milli varð ekki skilið, því var svarið svona einfalt. Þegar ég hugsa um Hafstein Stefánsson kemur mér ávallt í hug ferskeytlan, ljóðið eða snjallt tilsvar. Og nú er hann farinn. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 510 orð | ókeypis

Hafsteinn Stefánsson

"Góða nótt vinur". ­ Faðir minn horfði á eftir mér hverfa út í kvöldhúmið, út í lífið. Sjálfur beið hann dauðans óttalaus og einbeittur. "Upp skal á kjöl klífa, köld er sjávardrífa." Ekkert hik, enginn beygur, aðeins fullvissa um líf að loknu lífi. Líkaminn var að sönnu að þrotum kominn en sálin er ódauðleg. Sál sem hafði reynt svo margt á síðustu 78 árum. Kreppuárin mótuðu æskuna. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 416 orð | ókeypis

Hafsteinn Stefánsson

Kirkjubæjarbrautin var á sjötta og sjöunda áratugnum gata framtíðarinnar. Ung hjón höfðu reist þar hús með fallegum blómgörðum og þar brakaði tau á snúrum. Mikill skari barna lék sér í götunni og leiksvæðið náði út á Presthúsatún og að Vilpu. Gatan var eins og þverskurður af samfélaginu: útgerðarmaðurinn og sjómaðurinn, iðnmeistarinn, skólastjórinn, ljósmóðirin, kennarinn og öskukarlinn. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 225 orð | ókeypis

Hafsteinn Stefánsson

Ég var á fermingaraldri þegar ég kynntist Hafsteini Stefánssyni en hann kom þá til Eyja á vertíð ásamt vini sínum Friðriki Jónssyni. Á fermingardegi mínum kom Hafsteinn með gjöf til mín frá sér og vini sínum. Þetta var fallegur kross sem ég átti lengi. Í þá daga var ekki mikið um gjafir og þótti mér afar vænt um þessa gjöf. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 624 orð | ókeypis

Hafsteinn Stefánsson

Hafsteinn Stefánsson Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 387 orð | ókeypis

Hafsteinn Stefánsson

Það var laugardaginn 28. ágúst sl. að ég ásamt frænda mínum, Ragnari Halldórssyni, heimsóttum frænda okkar og vin, Hafstein Stefánsson, á sjúkrahúsið á Selfossi. Við hittum hann þar svo hressan og kátan að ekki óraði mig fyrir að næsta dag heyrði ég andlátsfregn hans. Við ræddum marga hluti þarna og meðal annars sagði hann að ekki óttaðist hann dauðann og væri vel undir það búinn að mæta honum. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 619 orð | ókeypis

Hafsteinn Stefánsson

Frændi minn, Hafsteinn Stefánsson, er látinn eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Á slíkri stundu er erfitt tungu að hræra, þegar kveðja skal höfðingja og góðan vin til margra ára. En að heilsast og kveðjast er lífsins saga. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 467 orð | ókeypis

HAFSTEINN STEFÁNSSON

HAFSTEINN STEFÁNSSON Hafsteinn Stefánsson fæddist á Högnastöðum við Eskifjörð 30. mars 1921. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Selfoss hinn 29. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Stefán Hermannsson frá Flugumýrarhvammi, Skagafirði, f. 3. október 1880, d. 6. júlí 1968 og k.h. Guðrún Halldórsdóttir, f. 6. júní 1895, d. 9. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 337 orð | ókeypis

Hanna Björg

Elsku Hanna Björg. Í dag, 11. september, hefðirðu orðið átján ára. Er við kveðjum þig koma margar góðar minningar í hugann, frá því við vorum litlar, og þegar þið bjugguð á Eiðum. Þegar þú fluttir á Kjalarnesið með fjölskyldu þinni gáfuð þið systur okkur kofann. En í honum lékum við okkur oft og mikið. Svo þegar við komum í heimsókn til þín var margt skemmtilegt brallað. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 29 orð | ókeypis

HANNA BJÖRG PÉTURSDÓTTIR

HANNA BJÖRG PÉTURSDÓTTIR Hanna Björg Pétursdóttir fæddist í Reykjavík 11. september 1981. Hún lést á heimili sínu 16. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 23. ágúst. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 484 orð | ókeypis

Haraldur Georg Oddgeirsson

Elsku afi Halli. Nú ert þú farinn frá okkur. Mikið söknuðum við þess þegar þú gast ekki lengur komið til okkar. Það er svo gott að eiga í huganum myndina af því þegar þú komst gangandi í mat í hádeginu að Hátindi. Við biðum spennt við stofugluggann til að sjá þegar þú nálgaðist húsið ­ og svo komstu inn og við tókum á móti þér með kossi. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 227 orð | ókeypis

Haraldur Georg Oddgeirsson

Elsku afi okkar á Stokkseyri er nú dáinn. Við söknum þín og munum ávallt eiga okkar góðu minningar um þig, elsku afi. Minningin um þegar við komum í heimsókn að Sandfelli er sterk. Þegar maður gekk inn í stofuna þar sem þú sast iðulega í hægindastólnum þínum, last bók eða horfðir á sjónvarpið og reyktir pípuna þína í rólegheitunum, Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 260 orð | ókeypis

Haraldur Georg Oddgeirsson

Elsku afi, nú ertu farinn frá okkur, til hennar ömmu, eftir langa legu á Kumbaravogi. Þegar maður fer að hugsa til baka eru svo margar ógleymanlegar stundir sem ég átti með þér og ömmu, þegar hún var hjá okkur. Þú varst alltaf svo þolinmóður við mig og óþreytandi við að snúast í kringum mig, t.d. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 1038 orð | ókeypis

Haraldur Georg Oddgeirsson

Í dag, laugardaginn 11. september, verður til moldar borinn elskulegur afi okkar Haraldur Georg Oddgeirsson frá Sandfelli. Minningarnar sækja á, myndir birtast úr minningasjóði okkar systra, þrjár litlar hnátur komnar ofan frá Selfossi að heimsækja afa og ömmu. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 183 orð | ókeypis

HARALDUR GEORG ODDGEIRSSON

HARALDUR GEORG ODDGEIRSSON Haraldur Georg Oddgeirsson fæddist á Gamla-Hrauni 3. febrúar 1911 og andaðist á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi 26. ágúst. Hann var elstur fjögurra barna þeirra Guðrúnar Aðalbjargar Jónsdóttur, f. í Framnesi í Hraunshverfi 22. október 1889, d. 6. október 1976, og Oddgeirs Magnússonar, f. í Miklaholtshreppi í Flóa 8. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 443 orð | ókeypis

Ólafur Jennason

Elsku pabbi. Ég hef ekki hugmynd um það hvernig ég á að fara að því að skrifa þetta bréf til þín, en ég reyni nú samt. Ég bjóst ekki við því að þurfa að kveðja þig svona snemma, allavega ekki næstu 40­50 árin. Það er svo ósanngjarnt, að þegar við erum rétt að kynnast hvort öðru í alvöru, þá ert þú tekinn frá mér. En ég veit að þér líður vel núna og þú ert hamingjusamur. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 362 orð | ókeypis

Ólafur Jennason

Haustið skall á snögglega þetta árið með kulda og myrkri. Hann Óli okkar er skyndilega horfinn úr þessum heimi langt um aldur fram. Eftir standa ættingjar og vinir í djúpri sorg. Undrun og tóm sækja á hugann á víxl. Getur þetta verið? Því er lífið svona endasleppt? Hvaða öfl stýra hér för? Margar minningar sækja á hugann þótt kynnin við hann Óla hafi ekki verið löng. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 562 orð | ókeypis

Ólafur Jennason

Elsku frændi Óli minn. Þetta sagðirðu mér oft að ég hefði kallað þig þegar ég var lítil. Þá fengu næstum allir bangsarnir mínir þitt nafn því þá var ég strax farin að halda svona upp á þig eins og ég hef gert alveg síðan og mun alltaf gera. Minningarnar um þig eru ótal margar og allar ánægjulegar. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 419 orð | ókeypis

Ólafur Jennason

Í dag er lagður til hinstu hvílu, vinur minn, Ólafur Jennason. Það er erfitt að skilja af hverju þarf að kveðja þennan góða dreng núna. Ég vissi ekki að kallið væri komið, að hans stund væri komin. Núna hugsar maður, að það var svo margt ógert, svo margt ósagt, svo margt sem hefði getað verið öðruvísi. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 121 orð | ókeypis

Ólafur Jennason

Ólafur Jennason Það er svo oft sem ýmislegt hér skeður sem enginn skilur nema dauðinn einn og margt er til sem góða vini gleður um gleði sálar þinnar veit ei neinn. Svo vertu sæll minn kæri besti bróðir við biðjum Guð að vera nærri þér og vinir margir víst hér sitja hljóðir þeir vilja hlusta á kveðjuna frá mér. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 312 orð | ókeypis

Ólafur Jennason

Kæri bróðir, í dag fylgi ég þér síðustu skrefin. Þú valdir að fara frá okkur núna, fullsaddur á jarðlífinu. Ég vil að þú vitir að ég virði þína ákvörðun og fyrirgef þér af öllu hjarta. Það verður samt ekki hjá því komist að ég sit eftir með mikinn sársauka og söknuð sem ég fæ ekki lýst með eigin orðum og set þess í stað niður á blað orð W.H. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 194 orð | ókeypis

Ólafur Jennason

Elsku vinur. Allir gestir snúa einhvern tímann heim og þinn tími var líklega kominn. Við þökkum þann heiður að hafa kynnst þér og verið partur af lífi þínu. Þú lifir ávallt í hjörtum okkar og minningin um þig mun verða í huga okkar svo lengi sem við lifum. Við bjuggumst alltaf við því að þú yrðir þáttur af lífi okkar um ókomin ár. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 189 orð | ókeypis

Ólafur Jennason

Við kveðjum með söknuði traustan félaga og vin. Óli gekk í sveitina ungur og var virkur félagi fram á síðasta dag. Hann lærði bifvélavirkjun hjá Vegagerðinni í Borgarnesi og kom það nám og áhugi á hverskonar vélum og tólum sér vel í starfi björgunarsveitarinnar. Óli var með afbrigðum útsjónarsamur í viðgerðum og breytingum á búnaði sveitarinnar. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 130 orð | ókeypis

ÓLAFUR JENNASON

ÓLAFUR JENNASON Ólafur Jennason, Gunnlaugsgötu 6, Borgarnesi fæddist í Stykkishólmi 2. desember 1962. Hann lést á Borgarspítalanum 4. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Aðalbjörg Ólafsdóttir, Berugötu 8, Borgarnesi, f. 24.9. 1937, og Jenni R. Ólason, sama stað, f. 26.4. 1934. Dóttir Ólafs er Aðalbjörg Silja Ólafsdóttir, f. 10.1. 1983. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 564 orð | ókeypis

Sesselja Sveinsdóttir

Við bræðurnir kveðjum Sellu ömmu með söknuði. Upp á síðkastið gerðum við okkur þó grein fyrir því að hún ætti stutt eftir, eins og hún sjálf sagði svo eftirminnilega í sumar, "bráðum fer ég að fljúga". Við vitum að ef hún flýgur eitthvað þá er það á betri staðinn, því hún var hjartahlý og vildi öllum hið besta. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 273 orð | ókeypis

SESSELJA SVEINSDÓTTIR

SESSELJA SVEINSDÓTTIR Sesselja Sveinsdóttir fæddist á Hólum í Norðfirði 10. júní 1911. Hún var dóttir hjónanna þar, Ólafar Margrétar Ingibjargar Stefánsdóttur frá Sænautaseli í Jökuldalsheiði, f. 25.5. 1882, d. 23.2. 1916, og Sveins Sigfússonar frá Hólum, f. 13.9. 1873, d. 7.10. 1953. Systkini Sesselju voru; Guðrún, f. 14.5. 1891, d. 2.4. Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 220 orð | ókeypis

Stefanía Ósk Sigurðardóttir

Okkur langar til að minnast elskulegrar mágkonu okkar sem lést aðfaranótt 28. ágúst. Við þökkum henni fyrir allar skemmtilegu og góðu stundirnar sem við áttum saman. Ótal minningar koma upp í huga okkar, frá heimsóknum okkar vestur og komum þeirra til okkar, allra ferðalaganna sem við fórum saman og hvað hún var óþreytandi við að skreppa með okkur á smá rúnt eða gera eitthvað spennandi, Meira
11. september 1999 | Minningargreinar | 28 orð | ókeypis

STEFANÍA ÓSK SIGURÐARDÓTTIR

STEFANÍA ÓSK SIGURÐARDÓTTIR Stefanía Ósk Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 31. október 1969. Hún lést á Landspítalanum 28. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bessastaðakirkju 4. september. Meira

Viðskipti

11. september 1999 | Viðskiptafréttir | 194 orð | ókeypis

Aðalstjórnandi Kauphallarinnar í New York York heimsækir Ísland

Aðalstjórnandi Kauphallarinnar í New York York heimsækir Ísland STJÓRNARFORMAÐUR og aðalstjórnandi Kauphallarinnar í New York, New York Stock Exchange, Richard A. Grasso, kemur í heimsókn til Íslands á mánudag ásamt nokkrum æðstu yfirmönnum Kauphallarinnar. Meira
11. september 1999 | Viðskiptafréttir | 205 orð | ókeypis

Aukin umsvif í Noregi

EIMSKIPAFÉLAG Íslands hefur stofnað nýtt flutningafyrirtæki í samstarfi við Wilson Eurocarriers AS í Noregi með það að markmiði að bjóða flutningaþjónustu milli Noregs og meginlands Evrópu. Hið nýja fyrirtæki, Euro Container Line AS, mun hafa aðsetur í Bergen og skrifstofur Eimskips í Noregi og Rotterdam munu fara með umboð fyrir fyrirtækið sem byrjar siglingar í næstu viku. Meira
11. september 1999 | Viðskiptafréttir | 242 orð | ókeypis

ÁTVR stefnir að netverslun með áfengi

SÆNSKA ríkiseinkasalan á áfengi, Systembolaget, hefur kynnt áform um að opna vínbúð á Netinu, og er stefnt að því að opnað verði fyrir netviðskipti með áfengi þegar á næsta ári. Höskuldur Jónsson, forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, segir að fyrir um 9 mánuðum hafi verið leitað eftir heimild fjármálaráðuneytisins til að fá að færa verðskrá ÁTVR inn á Netið, Meira
11. september 1999 | Viðskiptafréttir | 183 orð | ókeypis

BGB hf. með 36 milljóna króna hagnað

BGB hf. á Árskógssandi var rekið með tæplega 34 milljóna króna hagnaði fyrstu 6 mánuði ársins. Heildartekjur á tímabilinu námu 451 milljón sem er um 100 milljónum króna hærri tekjur miðað við sama tímabil á sl. ári, en þá nam hagnaðurinn um 17 milljónum króna fyrir sama tímabil. Rekstrargjöld tímabilsins nema 369 milljónum króna. Afskriftir og fjármagnsgjöld nema alls um 55 milljónum. Meira
11. september 1999 | Viðskiptafréttir | 195 orð | ókeypis

Bjartsýni í Frakklandi

JÁKVÆÐAR fréttir af verðlagsþróun fyrirtækja og framleiðenda í Bandaríkjunum slógu á verðbólguótta manna þar í landi í gær. Staða dollars styrktist gagnvart evrunni. PPI niðurstöður í Bandaríkjunum, sem mæla verðgreiðslur til iðnaðarfyrirtækja þar í landi hækkuðu um 0,5% í ágúst, sem er 0,2% hærra en sérfræðingar spáðu. Meira
11. september 1999 | Viðskiptafréttir | 128 orð | ókeypis

Breytingar á stjórn Básafells

Á STJÓRNARFUNDI í Básafelli hf. sem haldinn var í gær, óskaði Svanur Guðmundsson eftir að láta af störfum sem framkvæmdasjóri félagsins. Stjórn Básafells féllst á afsögn Svans. Þá óskaði Guðmundur Kristjánsson eftir að láta af störfum stjórnarformanns og var Sigurbjörn Magnússon, hæstaréttarlögmaður, kjörinn stjórnarformaður í hans stað en hann var áður varaformaður. Meira
11. september 1999 | Viðskiptafréttir | 538 orð | ókeypis

Ekki jafn mikil verðbólga í tæp sex ár

VÍSITALA neysluverðs hækkaði um 0,8% milli ágúst og septembermánaðar og hefur þá vísitalan hækkað um 4,9% síðustu tólf mánuði. Fara þarf tæp sex ár aftur í tímann eða allt aftur til nóvembermánaðar 1993 til að finna dæmi um meiri árshækkun verðlags, sem þá var 5,8%. Verðbólguhraðinn er enn meiri ef litið er til síðustu mánaða. Meira
11. september 1999 | Viðskiptafréttir | 547 orð | ókeypis

Engin vaxtahækkun á döfinni

FJÁRMÁLAFYRIRTÆKIN telja að hækkun vísitölunnar muni auka líkur á að Seðlabanki Íslands hækki stýrivexti á næstunni en Birgir Ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri, segir að engin viðbrögð verði að svo stöddu af hálfu Seðlabanka Íslands og að engin vaxtahækkun sé á döfinni hjá bankanum. Meira
11. september 1999 | Viðskiptafréttir | 131 orð | ókeypis

Samningur um fjarskiptanet í Asíu

TILKYNNT hefur verið um samning fjarskiptafyrirtækisins Global Crossing Ltd. við hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft og netfyrirtækið Softbank. Samningurinn felur í sér að lagt verður 17.700 km langt fjarskiptanet um Asíu, að verðmæti um 93 milljarða íslenskra króna. Samstarfið kemur til vegna vaxandi netnotkunar í Asíulöndum, að því er fram kemur í sameiginlegri tilkynningu frá fyrirtækjunum. Meira
11. september 1999 | Viðskiptafréttir | 222 orð | ókeypis

Viðskiptahallinn 19,6 milljarðar króna

SAMKVÆMT bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands varð 19,6 milljarða króna viðskiptahalli við útlönd á fyrri helmingi ársins borið saman við 21,2 milljarða króna halla á sama tíma í fyrra. Í frétt frá Seðlabanka Íslands kemur fram að innstreymi fjár mældist 16, Meira

Daglegt líf

11. september 1999 | Neytendur | 30 orð | ókeypis

Frosnar kökur

Nýtt Frosnar kökur Gunnar Kvaran ehf. hefur hafið innflutning á frosnum kökum sem bera nafnið Sarah Bernhard, svo og hnetutoppum. Kökurnar þiðna á 10­15 mínútum og eru þá tilbúnar til neyslu. Meira
11. september 1999 | Ferðalög | 43 orð | ókeypis

Haustlita­ og grillferð í Þórsmörk

HELGINA 17.­19. september gengst Ferðafélag Íslands fyrir haustlita- og grillveisluferð í Þórsmörk. Farið verður frá BSÍ á föstudagskvöldið klukkan 19. Fararstjórar Ferðafélagsins stýra gönguferðum og grillveislu sem og kvöldvöku. Gist verður í svefnpokaplássi í Skagfjörðsskála Ferðafélagsins í Langadal. Meira
11. september 1999 | Neytendur | 619 orð | ókeypis

Salat ríkt af fólasíni

FRISÉE, lollo rosso, eikarlauf, lambhagasalat og jöklasalat eru nokkrar þeirra salattegunda sem nú eru fáanlegar hér á landi. En hver er munur á næringarinnhaldi þessara salattegunda og er ein tegund hollari en önnur? Ólafur Reykdal, matvælafræðingur hjá Matvælarannsóknum á Keldnaholti, segir að allar salattegundir gefi litla orku enda er fitan nær engin. Meira
11. september 1999 | Neytendur | 462 orð | ókeypis

Skeifulagaður púði með margþætt notagildi

ÓLÖF Ólafsdóttir hefur starfað sem dagmóðir fjölda barna síðastliðin fimmtán ár. Af eigin raun veit hún hversu mikilvægt er að vernda ungbörn á fyrstu misserum lífs þeirra þegar þau læra að sitja á gólfi. Uppfinning hennar er skeifulagaður púði og er hann allt í senn búnaður og aðferð til varnar höfuðhöggi sitjandi ungbarns. Eins má nota púðann á margan annan nýtilegan hátt í umönnun smábarna. Meira
11. september 1999 | Ferðalög | 533 orð | ókeypis

Þegar sofandi fiskibær breytist í heimsborg

REYKJAVÍKURBORG tekur árið 2000 við titlinum menningarborg Evrópu ásamt átta öðrum borgum álfunnar. Búast má við að fjölmargir erlendir gestir leggi leið sína til nyrstu Evrópuhöfuðborgarinnar í tilefni af menningarborgarárinu. Meira

Fastir þættir

11. september 1999 | Í dag | 23 orð | ókeypis

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 13. september, verður sjötug Lára Guðmundsdóttir, Smyrlahrauni 14, Hafnarfirði. Eiginmaður hennar er Baldur Árnason. Þau verða að heiman. Meira
11. september 1999 | Fastir þættir | 1869 orð | ókeypis

Bankaði fast á kennaraborðið þannig að líktist hamarshöggi

MYNDIN var líklega tekin í apríl l966, í nýja salnum í Verzlunarskólanum. Það var búið að byggja nýju viðbygginguna í Þingholtsstrætinu þar sem skólinn var allt þar til hann flutti í nýja húsnæðið við Listabrautina. Meirihlutinn af þessum bekk hafði verið saman í verslunardeildinni frá l962. Við vorum að útskrifast eftir fjögurra ára nám úr verslunardeildinni vorið l966. Meira
11. september 1999 | Fastir þættir | 161 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Líður að lokum bika

Sveitir Stillingar, Strengs og Landsbréfa eru að mestu skipuð stórmeisturum úr Reykjavík en sveit Jóhannesar Sigurðssonar er "fjölþjóða"sveit af Suðurnesjum. Auk Jóhannesar eru Karl Hermannsson og Arnór Ragnarsson úr Keflavík, Gunnlaugur Sævarsson úr Grindavík, Gísli Torfason úr Njarðvíkum og Karl G. Karlsson úr Sandgerði. Meira
11. september 1999 | Í dag | 27 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. ágúst í Keflavíkurkirkju af sr. Sigfinni Þorleifssyni Sædís Sævarsdóttir og Magnús Konráðsson. Heimili þeirra er á Ránargötu 7, Reykjavík. Meira
11. september 1999 | Í dag | 28 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. júní sl. í Garðakirkju af sr. Birgi Ásgeirssyni Ingibjörg Guðjónsdóttir og Guðjón Andri Kárason. Heimili þeirra er að Reynilundi 8, Garðabæ. Meira
11. september 1999 | Í dag | 500 orð | ókeypis

Börnin send heim

ÉG vil sem foreldri barns í leikskólanum Álftaborg í Reykjavík, vekja athygli fólks á því slæma ástandi sem ríkir þar, og að sögn í mörgum fleiri leikskólum í Reykjavík. Það er ekki hægt að taka því þegjandi og hljóðalaust að börnin okkar séu allt í einu send heim 4 daga í mánuði úr leikskólanum vegna manneklu. Meira
11. september 1999 | Fastir þættir | 952 orð | ókeypis

Draumsins bláa bára

"ÞAÐ er svo einkennilegt loftið núna," kallaði nú Norðlendingur einn og fór að gá til veðurs í allar áttir. Það var að verða svo undarlega blækyrrt og hljótt allt umhverfis þá. Stundum leggst sú skyndikyrrð yfir hafið, sem fær fiskimennina ósjálfrátt til að hlusta og skyggnast til lofts. Meira
11. september 1999 | Í dag | 342 orð | ókeypis

Fríkirkjan í Hafnarfirði ­ Kynningarmessa fermingarbarna

VETRARSTARF Fríkirkjunnar í Hafnarfirði hefst formlega með kynningarmessu fermingarbarna á morgun, sunnudag kl. 14. Messan er með óhefðbundnu sniði því hljómsveit undir stjórn Arnar Arnarsonar leikur undir almennan söng. Æskulýðssálmar og söngvar verða sungnir. Að lokinni messunni verður fundur með væntanlegum fermingarbörnum og foreldrum þeirra og kaffi og djús á boðstólum í safnaðarheimilinu. Meira
11. september 1999 | Fastir þættir | 277 orð | ókeypis

GRÁLÚSUGT NET

Þá er haustið komið enn á ný og börnin byrjuð í skólanum. Því miður koma þau ekki heim með höfuðið fullt af nýrri vitneskju og hugmyndum ... þau geta líka komið heim með lýs í hárinu. Á Netinu eru ýmsir fróðleiksmolar um lýs og baráttuna gegn þeim svo nú er um að gera að kemba það rétt eins og hár barnanna. Hér eru nokkar vefsíður sem fróðlegt er að líta á. http://www.headlice. Meira
11. september 1999 | Fastir þættir | 987 orð | ókeypis

Guðspjall dagsins:Enginn kann tveimur herrum að þjóna. (Matt

ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Organisti Bjarni Jónatansson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjónusta kl. 10.15. Meira
11. september 1999 | Fastir þættir | 260 orð | ókeypis

Heili fóstra sýnir viðbrögð við barnagælum

VÍSINDAMENN hafa í fyrsta sinn komist að því að heili í fóstrum bregst við barnagælum með mikilli athafnasemi. Með því að nota stafræna segulsneiðmyndun (FMRI) tókst að komast að þessu, en sú tækni er notuð til að rannsaka starfsemi heilans í börnum og fullorðnum við lyfjanotkun, þunglyndi og athyglitruflun. Meira
11. september 1999 | Fastir þættir | 289 orð | ókeypis

Hófdrykkja minnkar hættu á skyndilegu hjartaáfalli

MENN sem neyta tveggja til sex áfengra drykkja á viku eru í umtalsvert minni hættu á að deyja af völdum skyndilegs hjartaáfalls en menn sem drekka meira eða drekka ekki, að því er vísindamenn við læknadeild Harvardháskóla í Bandaríkjunum segja. Meira
11. september 1999 | Fastir þættir | 522 orð | ókeypis

Hvað er nýburagula?

Spurning: Spurning frá áhyggjufullri móður. Hversu hátt hlutfall nýbura sem fá gulu læknast við að fá meðferð í ljósakassa? Hver er afleiðing gulu ef börnin ná sér ekki? Svar: Í flestum tilfellum er það eðlilegt og fullkomlega hættulaust þegar nýburar fá gulu. Meira
11. september 1999 | Fastir þættir | 390 orð | ókeypis

Ingibjörg Edda Íslandsmeistari kvenna

31.8.­11.9. 1999 INGIBJÖRG Edda Birgisdóttir er Íslandsmeistari kvenna í skák 1999. Hún tryggði sér titilinn þegar ein umferð var eftir á mótinu. Fyrir síðustu umferðina hafði Ingibjörg Edda fengið átta vinninga í níu skákum og hefur ekki tapað skák á mótinu. Í öðru sæti er Anna Björg Þorgrímsdóttir með 6 vinning og Harpa Ingólfsdóttir er í þriðja sæti með 6 vinninga. Meira
11. september 1999 | Dagbók | 578 orð | ókeypis

Í dag er laugardagur 11. september, 254. dagur ársins 1999. Orð dagsins:

Í dag er laugardagur 11. september, 254. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Að fæðast hefur sinn tíma, og að deyja hefur sinn tíma, að gróðursetja hefur sinn tíma, og að rífa það upp sem gróðursett hefur verið, hefir sinn tíma. (Predikarinn 3,2. Meira
11. september 1999 | Fastir þættir | 876 orð | ókeypis

Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1022. þáttur

Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1022. þáttur MARTEINN Friðriksson í Garðabæ sendir mér gott bréf með hlýjum kveðjum. Hann segir m.a. svo: "Ég byrja á að þakka pistla þína í Mogga, sem hafa vakið ánægjulegar umræður um málfar og mállýti, uppáhaldsumræðuefni okkar hjónanna. Meira
11. september 1999 | Fastir þættir | 661 orð | ókeypis

London á tímamótum

BRESK matarmenning var lengi vel aðhlátursefni íbúa meginlands Evrópu og jafnvel Bretar sjálfir virtust ekki gera sér neinar grillur um að þeir gætu átt erindi í úrvalsdeild evrópskrar matargerðarlistar. Allt er hins vegar breytingum háð og á síðustu tveimur áratugum eða svo hafa Bretar verið að sækja hressilega í sig veðrið á þessu sviði. Meira
11. september 1999 | Í dag | 29 orð | ókeypis

Morgunblaðið/Ásdís Þessar duglegu stúlkur gerðu litabækur og s

Þessar duglegu stúlkur gerðu litabækur og seldu í hús og söfnuðu 5.053 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Hugrún Linda Jóhannesdóttir, Dagbjört Jóhannesdóttir og Harpa Björk Hilmarsdóttir. Meira
11. september 1999 | Fastir þættir | 172 orð | ókeypis

Mælt með lyfjablöndu gegn Alzheimer

ÝMSIR sérfræðingar í meðferð Alzheimer-sjúkdómsins telja nú að besta aðferðin í baráttunni við sjúkdóminn sé að ráðast harkalega gegn honum eins fljótt og auðið er. Mæla sérfræðingarnir með lyfjablöndu úr þrem eða fjórum gerðum lyfja fyrir sjúklinga sem eru á fyrstu stigum sjúkdómsins og jafnvel fyrir fólk sem einungis er haldið vægri, Meira
11. september 1999 | Í dag | 117 orð | ókeypis

SKÚLASKEIÐ

Þeir eltu hann á átta hófa hreinum, og aðra tvenna höfðu þeir til reiðar, en Skúli gamli sat á Sörla einum, svo að heldur þótti gott til veiðar. Meðan allar voru götur greiðar, gekk ei sundur með þeim og ei saman, en er tóku holtin við og heiðar, heldur fór að kárna reiðargaman. Meira
11. september 1999 | Fastir þættir | 859 orð | ókeypis

Smitandi sannleikur "En kannanir í öðrum auðugum löndum hafa sýnt að samt er fjöldi fólks sem þrífur sig illa og reynir jafnvel

ALLTAF verður til fólk sem finnst að vatn og sápa sé hálfgerður óþarfi, fólk sem þvær ekki leppana sína, sem finnst fnykurinn vera ljúfur og þjóðlegur. Og öll eigum við til að hrasa í þessu sem öðru en aldrei heyrir maður um nokkurn sem beinlínis stærir sig af því að ganga í óhreinum nærfötum. Meira
11. september 1999 | Fastir þættir | 301 orð | ókeypis

Tengsl dularfullrar bakteríu og síþreytu

HÆGFARA sýkingar kunna að vera orsök fjölda þrálátra sjúkdóma á borð við síþreytu, vefjagigt og Persaflóaheilkenni, að því er bandarískir vísindamenn segja. "Við höfum komist að því að fjöldi þrálátra sjúkdóma tengjast sýkingum," sagði Garth L. Nicholson við Rannsóknarstofnun í sameindalæknisfræði í Kaliforníu. Frumstæðar bakteríur, svonefndir berfrymingar (e. Meira
11. september 1999 | Fastir þættir | 141 orð | ókeypis

Tengsl mataræðis og stækkunar blöðruhálskirtils

MATARÆÐI kann að ráða nokkru um hættuna á stækkun blöðruhálskirtils, sem er algengt hjá eldri karlmönnum, samkvæmt niðurstöðum rannsókna er gerðar voru í Aþenu. Fundust vísbendingar um að fita í mat, einkum mikil neysla smjörs og margaríns, virðist auka hættuna, en aukin neysla ávaxta virðist draga úr hættunni. Sinkneysla virðist einnig hafa áhrif á stækkun kirtilsins. Meira
11. september 1999 | Í dag | 672 orð | ókeypis

VÍKVERJA er stundum legið á hálsi fyrir nöldur í pistlum sínum og að ve

VÍKVERJA er stundum legið á hálsi fyrir nöldur í pistlum sínum og að velta sér um of upp úr því sem miður fer í daglega lífinu í stað þess að benda á björtu hliðarnar. Á þessu er þó allur gangur enda Víkverji bara mannlegur. Suma daga liggur vel á honum, en aðra daga fer hann öfugur fram úr rúminu og er til alls vís þegar sá gállinn er á honum. Meira
11. september 1999 | Í dag | 207 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

1. Það er verið að ganga frá lánaumsókninni þinni. 2. Ég sé að þú ert stúrin í dag, Margrét mín. Segðu mér bara af hverju. 3. Auðvitað er pabbi þinn aldrei heima, hann er jú einu sinni týndi hlekkurinn. 4. Ég verð að viðurkenna að nú er ég hissa. Við höfum alla tíð verið sannfærðir um að ÞIÐ væruð grænir og litlir karlar. 5. Meira
11. september 1999 | Fastir þættir | 870 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Haldið dagana 24.­28. ágúst. OPNA þýska meistaramótið í samkvæmisdönsum var haldið í 13. sinn í Mannheim í Þýskalandi dagana 24.­28. ágúst sl. Íslenzkir dansarar hafa í síauknum mæli sótt í þessa keppni enda er hún vel skipulögð og geysilega sterk í alla staði. Keppnin er haldin á stóru og glæsilegu hóteli, Dorint-hótelinu, við Rosengarten í Mannheim. Meira
11. september 1999 | Í dag | 300 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Ást er... 1. að pakka sjálfur inn afmælisgjöfinni hennar. 2. Að sauma sjálfur tölur á skyrtuna. 3. Að ræða málin, þegar þið eruð ekki sammála. 4. Að komast yfir allar hindranir. 5. Að gleyma matnum. 6. Að setja plönturnar niður þar sem HÚN vill hafa þær. 7. Að láta reyna á (hjóna)bandið. 8. Meira

Íþróttir

11. september 1999 | Íþróttir | 130 orð | ókeypis

Á sama tíma í París og Moskvu

KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu, UEFA, tilkynnti í gær að allir þýðingarmiklir leikir í undankeppni EM, sem fara fram í síðustu umferðinni 9. og 10. október, verði að fara fram á sama tíma þannig að lið fái ekki að vita um úrslit úr öðrum leikjum áður en þau hefja leik. Það er því ljóst að leikur Frakklands og Íslands í París og leikur Rússlands og Úkraínu í Moskvu laugardaginn 9. Meira
11. september 1999 | Íþróttir | 1513 orð | ókeypis

Biðin á enda hjá KR-ingum

Biðin á enda hjá KR-ingum Næstsíðasta umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu, úrvalsdeild, fer fram í dag. KR-ingar geta bundið enda á 31 árs bið eftir Íslandsmeistaratitli með því einu að fá jafnmörg eða fleiri stig úr leik sínum en Íslands- og bikarmeistarar Eyjamanna, sem sækja Keflvíkinga heim. Meira
11. september 1999 | Íþróttir | 2190 orð | ókeypis

Biðsalur dauðans

Biðsalur dauðans Rauði kross Úkraínu rekur í samvinnu við fleiri aðila fjögur sjúkrahús í nágrenni við Kænugarð til þess að hjúkra fórnarlömbum kjarnorkuslyssins sem varð í Tsjernóbyl fyrir 13 árum. Alls koma á milli sex og átta þúsund einstaklingar á hvert þeirra ár hvert, flestir eiga ekki afturkvæmt. Meira
11. september 1999 | Íþróttir | 219 orð | ókeypis

Einar hættur með Fylki

Einar Þorvarðarson, þjálfari 1. deildar liðs Fylkis í handknattleik karla, sagði starfi sínu lausu í fyrrakvöld og svo gæti farið að Fylkir drægi sig úr keppni í deildinni. "Það verður að segjast eins og er að við höfum ekki staðið nógu vel við bakið á Einari og segja má að nokkurskonar stjórnarkreppa hafi ríkt í Árbænum," sagði Hermann Erlingsson, stjórnarmaður hjá Fylki, í gær. Meira
11. september 1999 | Íþróttir | 438 orð | ókeypis

Hvað er að hjá Gummersbach?

ARNO Ehret, fyrrverandi þjálfara landsliðs Þýskalands í handknattleik, sem er við stjórn hjá Gummersbach, er ekki hlátur í huga þessa dagana. Ehret var í mjög góðu starfi hjá þýska handknattleikssambandinu ­ sem framkvæmdastjóri, er hann hætti til að taka við stórveldi. Nú velta menn fyrir sér hvað sé að hjá liðinu. Meira
11. september 1999 | Íþróttir | 115 orð | ókeypis

Klárir í slaginn

ÍSLENSKU landsliðsmennirnir í handknattleik eru klárir í slaginn fyrir fyrri leikinn við Makedóníu í undankeppni Evrópukeppni landsliða, sem fer fram í Kaplakrika annað kvöld. Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari gaf sínum mönnum frí frá æfingum í gær, en þeir hafa æft og leikið tvo æfingaleiki ­ við Aftureldingu, 19:19, og Stjörnuna, 33:22, undanfarna daga. Meira
11. september 1999 | Íþróttir | 103 orð | ókeypis

KR í kjölfar Man. Utd.?

KR-ingar geta komið í kjölfar leikmanna hjá Manchester United ef þeir verða Íslandsmeistarar. Þegar Manchester United varð Evrópumeistari 1968 með því að leggja Benfica að velli á Wembley, 4:1, urðu KR-ingar Íslandsmeistarar síðast ­ 88 dögum eftir að leikmenn Man. Utd. tóku við Evrópubikarnum. Meira
11. september 1999 | Íþróttir | 169 orð | ókeypis

Lama gegn Íslandi

BERNARD Lama, franskur markvörður Paris St. Germain í knattspyrnu, virðist líklegastur til að fylla skarð Fabiens Barthez í marki heimsmeistara Frakka er þeir taka á móti Íslendingum í París hinn 9. október nk. Hinn litríki Barthez fékk gult spjald í leiknum gegn Armenum í Jerevan á miðvikudag og verður því í leikbanni gegn Íslandi. Meira
11. september 1999 | Íþróttir | 240 orð | ókeypis

Leikir KA geta ráðið úrslitum

Er tvær umferðir eru eftir af fyrstu deild karla í knattspyrnu eiga fimm lið möguleika á að tryggja sér þátttökurétt í efstu deild að ári, ásamt Fylkismönnum úr Árbæ sem þegar hafa náð takmarkinu. Sem stendur eru ÍR-ingar í öðru sæti, tveimur stigum á undan Dalvíkingum, en með mun betra markahlutfall. Meira
11. september 1999 | Íþróttir | 514 orð | ókeypis

STOKE hafnaði tilboði frá

BOBBY Robson, knattspyrnustjóri Newcastle, verður í sviðsljósinu á Stamford Bridge í London, þar sem lið hans mætir Chelsea í dag. Meira
11. september 1999 | Íþróttir | 829 orð | ókeypis

Takast á hefðir og væntingar

TAUGAR eru farnar að titra og stuðningsmenn eru að setja sig í stellingar fyrir bikarúrslitaleik kvenna, sem fram fer á Laugardalsvelli klukkan 17.00 í dag. Ekki síst tekur á taugarnar að sama staða var uppi á teningnum í bikarúrslitaleiknum í fyrra ­ KR hafði unnið báða leikina við Breiðablik og orðið Íslandsmeistarar en í bikarúrslitaleiknum blésu Blikar á það og unnu 3:2 í hörkuleik. Meira
11. september 1999 | Íþróttir | 350 orð | ókeypis

Verja Blikar bikarinn?

Bikarmeistarar Breiðabliks og nýkrýndir Íslandsmeistarar KR mætast á morgun í bikarúrslitaleik kvenna á Laugardalsvellinum. "Ég er ekki ennþá farin að stressa mig, ætli það byrji ekki á laugardagskvöldið, þegar maður fer að einbeita sér að leiknum," sagði Sigríður S. Óttarsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, sem náði að skella KR í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Meira
11. september 1999 | Íþróttir | 315 orð | ókeypis

Vörn og markvarsla ráða miklu um úrslitin

"VIÐ höfum séð upptökur af leik þeirra frá HM og þótt einhverjar breytingar hafi orðið á því síðan tel ég að ljóst sé að það er sterkt og innan þess eru öflugir leikmenn, til dæmis örvhent skytta," segir Róbert Sighvatsson, línumaður íslenska landsliðsins um fyrri leikinn við Makedóníu í undankeppni Evrópumótsins í Kaplakrika annað kvöld. Meira
11. september 1999 | Íþróttir | 24 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

11. september 1999 | Úr verinu | 2114 orð | ókeypis

Kostnaðarsöm en mikilvæg kynning

Sýnendur, skipuleggjendur og gestir voru yfir höfuð ánægðir með Íslensku sjávarútvegssýninguna, sem gekk betur en nokkru sinni fyrr og sló öll met. Sýningin er haldin á þriggja ára fresti og skilar miklu í þjóðarbúið. Meira

Lesbók

11. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 308 orð | ókeypis

BORGES OG NORÐURLÖND

Á ALÞJÓÐLEGRI ljóðskáldastefnu í Caracas í Venezúela var meðal dagskráratriða fundur með norrænum skáldum á stefnunni um argentínska rithöfundinn Jorge Luis Borges og Norðurlönd. Dagskráin var haldin á afmælisdegi skáldsins, 24. ágúst, þegar hundrað ár voru liðin frá fæðingu þess. Meira
11. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 455 orð | ókeypis

BÆNDASTÉTTIN Í EVRÓPU »

Werner Rösener: The Pesantry of Europe. ­ The Making of Europe/Jaques Le Goff. Translated by Thomas M. Barker. Blackwell 1995. Í BÓK þessari er fjallað um evrópska bændastétt frá ármiðöldum allt fram á okkar daga. Hugtakið "paysan" er skammaryrði í flestöllum Evrópumálum. Meira
11. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 422 orð | ókeypis

efni 11. sept

Draumasamfélagið ­ Hvenær kemur það? spyr Bjarni Reynarsson landfræðingur, og segir að sá sem ræður yfir tímanum hafi völdin. En tíminn er manngert fyrirbæri og þessvegna er hægt að eigna sér hann. Hvernig mun okkur svo ganga, spyr hann, að endurmeta eignarréttinn á tímanum þegar við göngum inn í draumasamfélagið? Drottning hljóðfæranna hefur orgelið verið kallað. Meira
11. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1658 orð | ókeypis

FRÁ PANFLAUTU TIL PÍPUORGELS

Tvö ný pípuorgel verða vígð í Reykjavík um næstu helgi. Af því tilefni fékk Lesbók Morgunblaðsins Björgvin Tómasson orgelsmið til þess að fjalla um hljóðfærið. Orgel ­ drottning hljóðfæranna Meira
11. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 102 orð | ókeypis

GRIKKUR ERLINGUR E. HALLDÓRSSON ÞÝDDI

Að bera þunga af þessum toga er þörf á Sisyfosar djörfung! Þó hjartað brenni heitum loga er lífið stutt og listin síung. Langt frá skrumi lofðunganna, á leið í kirkjugarðinn eina, mín leynda trumba, hjartahreina, heldur takti líkmannanna. Meira
11. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 551 orð | ókeypis

HLJÓÐFÆRIÐ, KIRKJAN OG GUÐ

HANN var auðvitað virtúós orgelleikari fyrst og fremst. Hann registreraðri einkar fallega og hafði svo sterka tilfinningu fyrir því. Hann kom alltaf með réttan hljóm," segir Þuríður Pálsdóttir söngkona þegar hún rifjar upp minningu um föður sinn, dr. Pál Ísólfsson, við orgelið. Samofinn hljóðfærinu Meira
11. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 748 orð | ókeypis

HÓF ORGELLEIK Á ÆÐRA SVIÐ

Dr. Páll Ísólfsson, organisti og tónskáld, var brautryðjandi í tónlistarlífi Íslendinga fyrri hluta aldarinnar og fram yfir hana miðja. Dr. Páll stundaði nám í orgelleik og tónsmíðum í Leipzig í Þýskalandi og var um tíma kantor við Tómasarkirkjuna þar. Hann hélt tónleika víða í Evrópu, í Bandaríkjunum, Kanada og Sovétríkjunum. Hann var talinn meðal fremstu túlkenda orgelverka J.S. Bachs. Meira
11. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 126 orð | ókeypis

Í REGNBOGANS RAFURLOGA

Í regnbogans rafurloga ríkir vatnadís ung og prúð, hvílist á hvelfdum boga við kvikandi geislaskrúð. Þar árinnar kærasti kliður kveður sitt fagnaðarlag. Fossúðans nálægi niður nærir hinn komandi dag. Og geislandi gáska hann lyftir. Glóbjarminn töfrandi skín. Hún blæfögrum bylgjunum sviptir og bera vill kveðju til mín. Meira
11. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 183 orð | ókeypis

LÍTILL BLÚS Á GRAFARBAKKANUM RÓBERT HLÖÐVERSSON ÞÝDDI

Keyptu ei rósir, né kransa mér sendu. Því hverfi ég héðan þá finnst ég ei meir. En viljir þú gefa mér eitthvað gerðu það núna. Syng mér ei lofsöng, né haltu mér ræður. Slepptu að segja hve frábær ég var. En viljir þú segja mér eitthvað, segðu það núna. Gráttu mig ekki við grafarinnar bakka. Felldu ei samviskutár. Meira
11. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 346 orð | ókeypis

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
11. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2155 orð | ókeypis

OFIÐ MEÐ TÖLVUM

Ef farið er inn á Netið úir og grúir af alls kyns upplýsingum og heimasíðum fyrirtækja. Þar má finna allt frá heimasíðum skrúfuframleiðanda til upplýsingavefs bandarísku geimferðastofnunarinnar. En listina má einnig finna þar inni. ÞÓRHALLUR MAGNÚSSON ræddi við tvo íslenska listamenn sem unnið hafa veflistaverk á Netið, þær Kristrúnu Gunnarsdóttur og Katrínu Sigurðardóttur. Meira
11. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 212 orð | ókeypis

ORATÓRÍA OG GEISLAPLATA

MEÐ vetrarstarfi Söngsveitarinnar Fílharmónía heldur sveitin upp á fjörutíu ára afmæli sitt og þúsund ár eru liðin frá því kristni var lögtekin á Íslandi. Af þessu tilefni fékk Söngsveitin Þorkel Sigurbjörnsson tónskáld til þess að semja tónverk og er hann að leggja lokahönd á verkið sem er óratóría fyrir kór, hljómsveit og tvo einsöngvara. Meira
11. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 405 orð | ókeypis

ÓPERUR, TÓNLEIKAR OG KÓRVERK

ÓPERURNAR Mannsröddin eftir Francis Poulenc og The Rape of Lucretia eftir Benjamin Britten eru meðal þess sem verður á dagskrá nýhafins starfsárs Íslensku óperunnar. Nýráðnir stjórnendur Óperunnar, Bjarni Daníelsson óperustjóri og Gerrit Schuil, listrænn stjórnandi og aðalhljómsveitarstjóri, kynna vetrarstarfið og nýjar áherslur í nýútkomnum bæklingi. Meira
11. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1624 orð | ókeypis

PREDIKA ÞÓTT ÉG SÉ EKKI PRESTUR Hann ætlaði að verða prestur, en messar þess í stað í anda sósíalrealisma. ANNA SIGRÍÐUR

Hann ætlaði að verða prestur, en messar þess í stað í anda sósíalrealisma. ANNA SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR ræddi við vestur-íslenska rithöfundin William Valgardson þegar hann var staddur hér á landi nýlega. Meira
11. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2834 orð | ókeypis

SÁ SEM RÆÐUR YFIR TÍMANUM HEFUR VÖLDIN

Tíminn er manngert fyrirbæri, þess vegna er hægt að eigna sér hann. Ráðstöfun á tíma hefur verið afgerandi fyrir velferð og verðmætasköpun í sögu mannkynsins. Þegar þjóðfélagsgerðin breytist er það eignarrétturinn á tímanum eða á ráðstöfun hans sem er afgerandi þáttur í breytingu þjóðfélagsgerðarinnar. Meira
11. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 226 orð | ókeypis

SONNETTA RITUÐ Í FÆÐINGARKOFA ROBERTS BURNS JÓN VALUR JENSSON ÞÝDDI

Hér birtist þetta þúsund daga hold í þinni kytru, Burns! og hyggur að, þar sem þið dreymdi í blómum, mjúkri á mold, án minnsta gruns um dauðans hvassa blað! Nú vermir æðar örar byggvín þitt, og einum drekk ég til ­ þér, mikla sál! Mín augu höfug, sjá ei markmið sitt, mín sönglist hvarf í vímu á sjöttu skál. Meira
11. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 245 orð | ókeypis

STAÐARPRÝÐI Í STYKKISHÓLMI (Ath. Eingöngu myndatextar á þessu númeri)

STAÐARPRÝÐI Í STYKKISHÓLMI (Ath. Eingöngu myndatextar á þessu númeri) Í miðpunkti Stykkishólms: Húsið sem merkt er TANG & RIIS hýsir nú skrifstofur Sig. Águstssonar ehf. Þar blandast saman gamalt og nýtt með undursamlegum hætti. Óvenjulegt "skrifstofulandslag". Meira
11. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1698 orð | ókeypis

STAÐ- ARPRÝÐI Í STYKKIS- HÓLMI MYNDIR OG TEXTI: GÍSLI SIGURÐSSON Upphaflegt pakkhús Gramsverzlunar, síðar verzlunarhús Tang &

Upphaflegt pakkhús Gramsverzlunar, síðar verzlunarhús Tang & Riis, Verzlun Sigurðar Ágústs- sonar og nú síðast skrifstofuhús út- gerðarfyrirtækisins Sig Ágústssonar ehf, er 109 ára gamalt en stendur engu að síður með fullri reisn og hefur í tíð núverandi eig- enda gengið í end- urnýjun lífdaganna. Þar blandast saman gamli tíminn og nú- tíðin á undursam- legan hátt. Meira
11. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 148 orð | ókeypis

TANGÓ

Í myrkrinu undir trénu situr kona á bekk og bíður manns sem ætti að vera kominn fyrir löngu. Hún lútir höfði hárið fellur niðurmeð hálsinum og skrifar bréf heim í fjarlægð. Í myrkrið undir trénu kemur maður til konunnar og býður upp í dans ­ tangó lífsins. Meira
11. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1987 orð | ókeypis

TILFINNINGARNAR RÁÐA FERÐINNI

FRANSKA útgáfan Harmonia Mundi fagnaði fjörutíu ára afmæli sínu á síðasta ári, en hún hefur náð góðum árangri með því að fara aðrar leiðir í útgáfumálum og dreifingu en flest fyrirtæki önnur. Harmonia Mundi á sér sérkennilegan uppruna, því hugmynd að stofnun fyrirtækisins kviknaði þegar bláfátækir blaðamenn veðjuðu upp á kampavínsflösku. Meira
11. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1117 orð | ókeypis

TÝNDUR HLEKKUR

W. A. Mozart, J. B. Henneberg, B. Schack, F. X. Gerl & E. Schikaneder: Vizkusteinninn eða Töfraeyjan. Singspiel í 2 þáttum við texta e. E. Schikaneder. Kurt Streit (Astromonte), Alan Ewing (Eutifronte), Chris Pedro Trakas (Sadik), Paul Austin Kelly (Nadir), Judith Lovat (Nadine), Kevin Deas (Lubano), Jane Giering- De Haan (Lubanara), Sharon Baker (andi). Kór og hljómsveit Boston Baroque u. stj. Meira
11. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1058 orð | ókeypis

TÖFRAFLAUTAN OG NÚTÍMASÁLUMESSA Töfraflautan og nútí

Töfraflautan og nútímasálumessa með miðaldaefni er meðal þess sem SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR hefur séð nýlega í Höfn. Meira
11. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2513 orð | ókeypis

VIÐREISN ÞJÓÐARINNAR OG UPPELDISMÁL BYGGÐANNA

VIÐREISN ÞJÓÐARINNAR OG UPPELDISMÁL BYGGÐANNA UM HUGSJÓNIR OG MARKMIÐ ÍSLENSKU HÉRAÐSSKÓLANNA EFTIR JÓN ÖZUR SNORRASON Íslenskir héraðsskólar heyra nú sögunni til en eftir standa þó húsin eins og vörður á frekar stuttri leið íslenskrar skólasögu. Meira
11. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2439 orð | ókeypis

ÞJÓÐ Í SÁRUM EFTIR JÓNAS KNÚTSSON Þjóðverjar gátu lengi vel ekki hampað landi og þjóð í þýskum myndum án þess að slíkt bæri

Eftir lok seinni heimstyrjaldar má segja að kvikmyndagerð í Þýskalandi leggist nær af. UFA og Tobiskvikmyndaverið var á yfirráðasvæði Rússa. Bandamenn litu flesta þýska kvikmyndamenn hornauga þótt margir þeirra hefðu ekki átt annars úrkosta en að vinna að Meira
11. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 40 orð | ókeypis

ÖRLAGAGLETTUR

Örlagadans væntinga minna eru væntingar örlaga minna Minna og minna eru örlögin væntingar drauma minna Þessi hlálegi stríðsdans væntinga þinna endurspeglar yfirburði örlaga minna Minna og minna eru markmið þín mín Þessum fíflalátum verður að Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.