Greinar fimmtudaginn 16. september 1999

Forsíða

16. september 1999 | Forsíða | 226 orð

27 menn handteknir

LÖGREGLAN í Moskvu tilkynnti í gær að 27 menn hefðu verið teknir höndum vegna gruns um aðild að sprengjutilræðunum sem urðu yfir 200 manns að bana í höfuðborg Rússlands undanfarna viku. Sagði yfirmaður lögreglunnar að enginn vafi léki lengur á því að tsjetsjenskir skæruliðar bæru ábyrgð á ódæðunum. Meira
16. september 1999 | Forsíða | 90 orð

Farþegaþota lendir utan vallar

FARÞEGAFLUGVÉL Alitalia flugfélagsins rann út af flugbraut Fiumicino-flugvallar í Róm í gærkvöldi er hún var í lendingu. Starfsmenn flugvallarins sögðu að tveir farþegar hafi verið færðir á bráðamóttöku vegna áfallsins en að enginn hinna 133 farþega og sjö manna áhafnar hafi slasast alvarlega. Meira
16. september 1999 | Forsíða | 117 orð

Glæpir ávanabindandi

GLÆPIR eru, líkt og áfengi, tóbak og kókaín, ávanabindandi, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Johns Hodges, yfirmanns meðferðarmiðstöðvar Rampton-sjúkrahússins í Norður-Englandi. Segir Hodge að græðgi, hefnd og öfund séu kenndir sem birst geti í glæpsamlegu athæfi. "Ávani er sálrænt ferli sem leiðir til hamingju þess sem í hlut á," sagði Hodge á ráðstefnu breskra vísindamanna í gær. Meira
16. september 1999 | Forsíða | 281 orð

Prodi heitir miklum breytingum

EVRÓPUÞINGIÐ staðfesti í gær með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða nýja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) undir stjórn Romanos Prodis, forseta framkvæmdastjórnarinnar og fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. Með kosningunni í gær var bundinn endi á sex mánaða óvissutímabil innan ESB í kjölfar þess að framkvæmdastjórn Jacques Santers sagði af sér í heilu lagi vegna meintra spillingarmála. Meira
16. september 1999 | Forsíða | 441 orð

Spár benda til að máttur Floyds muni aukast

EKKI færri en þrjár milljónir manna héldu á brott frá heimilum sínum á suðausturströnd Bandaríkjanna í gær vegna komu fellibylsins Floyds sem líkur eru á að muni koma að landi við ríkjamörk Norður- og Suður-Karólínuríkis. Meira

Fréttir

16. september 1999 | Innlendar fréttir | 99 orð

80 tonna hjól útaf við Óseyrarbrú

STÓR flutningabíll með 80 tonna hverfihjól á tengivagni fór útaf veginum skammt vestan Óseyrarbrúar í gærmorgun. Ökumaðurinn mun hafa dottað og missti við það bílinn út í kant á veginum. Strax var hafist handa við að koma bílnum og vagninum upp á veginn, sem gekk greiðlega. Öflugir kranar voru fengnir á vettvang til þess að hífa hverfihjólið upp á tengivagn bílsins aftur. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 137 orð

90 milljóna aukafjárveiting til leikskóla

BORGARRÁÐ hefur samþykkt samhljóða tillögu borgarstjóra um að veita 90 milljónir til að efla starf í leikskólum borgarinnar. Gert er ráð fyrir 20 milljónum á komandi hausti til að efla foreldrastarf og innra starf leikskólanna og 70 milljónum árið 2000 til að vinna áfram að eflingu áætlanagerða, sjálfsmats innra starfs og foreldrasamstarfs auk móttöku og þjálfunar nýrra starfsmanna. Meira
16. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 332 orð

Afmælisins verður minnst að ári

MENNTASKÓLINN á Akureyri var settur í 120. sinn í gær og verður afmælisins minnst með ýmsum hætti eftir áramót. Alls eru 600 nemendur skráðir í skólann í vetur. Neita þurfi um 30 manns um skólavist þar sem skólinn er fullskipaður. Flestir nemendur eru í fyrsta bekk, 187 talsins, í öðrum bekk eru 149 nemendur, 145 í þriðja bekk og 118 í fjórða bekk. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 84 orð

Albert Kemp sæmdur frönsku riddaraorðunni

SENDIHERRA Frakklands á Íslandi, Robert Cantoni, hefur sæmt Albert Kemp, fyrrverandi oddvita á Fáskrúðsfirði, frönsku riddaraorðunni fyrir þátt hans í að auka samskipti milli Íslands og Frakklands. Meira
16. september 1999 | Landsbyggðin | 322 orð

Alltaf fjör í afmælisveislunni

Fagradal - Sex skipverjar af Vestmannaeyjabátunum Gullborg og Valdimar Sveinssyni fóru í land í Vík á dögunum. Þeir fengu sér hamborgara í Víkurskála í tilefni af afmæli eins þeirra. Veðrið versnaði heldur á meðan á veislunni stóð og lentu þeir í smávolki á leiðinni út. Vestmannaeyjabátarnir voru utan við Vík í Mýrdal. Meira
16. september 1999 | Erlendar fréttir | 490 orð

Almestu fólksflutningar vegna fellibyls

ÍBÚAR Flórida vörpuðu öndinni léttara í gær eftir að ljóst varð að fellibylurinn Floyd myndi ekki skella á ríkinu af fullum krafti. Miðja stormsins fór ekki að ströndinni, heldur hélt sig yfir hafinu. Fellibylurinn færðist norður meðfram strandlengjunni í gær á rúmlega 22 kílómetra hraða. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 128 orð

Alþjóðaár friðarmenningar árið 2000

SAMEINUÐU þjóðirnar hafa ákveðið að halda "Alþjóðaár friðarmenningar" á næsta ári til að efla vitund almennings um gildi friðar og til að varpa ljósi á hlutverk Sameinuðu þjóðanna á þeim vettvangi, segir í fréttatilkynningu. UNESCO - Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna - sér m.a. um framkvæmd ársins. Alheimshreyfingu í þágu friðar og gegn ofbeldi með þátttöku fjöldans var hrundið af stað 14. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 294 orð

Auðveldar samskipti heilbrigðisstofnana

SIGURÐUR Guðmundsson landlæknir hefur undirritað samstarfsviljayfirlýsingu við tvö fyrirtæki, Íslenska miðlun og Tæknival, um gagnaflutninga fyrir heilbrigðiskerfið. Yfirlýsingin er liður í því að koma á Hinu íslenska heilbrigðisneti sem hefur verið á stefnuskrá í tvö ár. Meira
16. september 1999 | Erlendar fréttir | 77 orð

Á flótta undan Floyd

Þúsundir manna, sem skipað hafði verið að yfirgefa heimili sín við ströndina, höfðust við í neyðarskýlum og skólum inni í landi í fyrrinótt. Hér eru þau Pat Young, með blað í höndunum, og kona hans, Tamara, ásamt öðrum úr fjölskyldunni, vinum og kunningjum í skólabyggingu í Jacksonville. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 194 orð

Ákvörðun um leyfilegt díoxímagn frestað

LANDBÚNAÐARNEFND Evrópusambandsins hélt á þriðjudag fund um hvort ætti að setja hámark á díoxínmagn í dýrafóðri. Samkvæmt upplýsingum Dóroteu Jóhannsdóttur í sjávarútvegsráðuneytinu varð niðurstaða fundarins sú að ákvörðun um mörkin verður frestað fram að fundi nefndarinnar í október. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 531 orð

Ársneyslan nemur hundruðum kílóa af fíkniefnum

Í FYRRA komu 410 stórneytendur kannabisefna á Vog til að leita sér meðferðar vegna neyslu sinnar og í þeim hópi voru 288 einstaklingar sem neyttu efnisins daglega, að því er fram kemur á heimasíðu SÁÁ. Þá komu tæplega 400 stórneytendur amfetamíns í meðferð. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 129 orð

Beitti táragsi gegn þremur piltum

HANDTAKA varð þrjá pilta um tvítugt sem réðust að lögreglumönnum, sem kallaðir voru að veitingahúsi við Tryggvagötu skömmu efir miðnætti í fyrrinótt, vegna eignaspjalla og óláta. Beita þurfti táragasi til að yfirbuga piltana og voru þeir síðan handteknir eftir að aðstoð barst. Piltarnir höfðu verið með læti inni á staðnum og var óskað eftir aðstoð lögreglu við að skakka leikinn. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 232 orð

Bíræfnir þjófar gerðu við bíl sinn

Það voru einstaklega ósvífnir innbrotsþjófar á ferð á Hellu í fyrrinótt sem brutu rúðu og komust inn á bifreiðaverkstæði Bílfoss á Hellu með bifreið af stærri gerðinni. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli sýndu ummerki að unnið var að viðgerð á gryfju verkstæðisins og virðist því sem þjófarnir hafi gert við bilaðan bíl. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 696 orð

Brá að heyra röddina í sjálfum sér

HÖRÐUR Sturluson veiktist alvarlega þegar hann var ársgamall. Hann reyndist vera með fjölmörg lítil blöðruæxli sem þrengdu að öndunarveginum og þurfti að gangast undir mikla skurðaðgerð til að nema burt æxlin. Við aðgerðina vildi svo illa til að skorið var á taug í vinstra raddbandi Harðar með þeim afleiðingum að það lamaðist. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 202 orð

Brottfall úr framhaldsnámi 90­100%

BROTTFALL tvítyngdra unglinga, sem notið hafa aðstoðar nýbúafræðslu, úr framhaldsskólum hefur verið á milli 90 og 100% seinustu ár, að sögn Ingibjargar Hafstað, námstjóra nýbúafræðslu hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar. Hún kveðst telja um afar alvarlega þróun að ræða, sem spyrna verði við, eigi ekki að myndast undirmálshópur í íslensku samfélagi. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 157 orð

Dæmd til 10 þúsund króna sektar

TÆPLEGA fertug kona hlaut í sumar tíu þúsund króna sekt fyrir að hafa skotið og/eða látið skjóta upp flugeldum úr garði við heimili sitt 10. janúar sl. en þá fór einn flugeldur nálægt farþegaflugvél sem var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli. Meira
16. september 1999 | Erlendar fréttir | 242 orð

Eyðilegging á Bahamaeyjum

ÍBÚAR í Nassau, höfuðstað Bahamaeyja, hættu sér út í gærmorgun eftir að hafa verið heila nótt í sérstökum skýlum eða í kjöllurum húsa og hótela. Blasti þá við þeim mikil eyðilegging. Símastaurar og stór tré lágu eins og hráviði um allar jarðir, göturnar voru undir vatni og mörg hús mikið skemmd, þaklaus eða enn verr farin. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 161 orð

Fegurðardrottning keppir í London

Fegurðarsamkeppni Íslands hefur ekki sent keppanda í Miss World síðan 1994 en árin þar í kring var keppnin haldin í Jóhannesarborg í Suður-Afríku en er nú í ár haldin í London eins og áður tíðkaðist. Ísland átti sigurvegara í þessari keppni bæði 1985 og 1988, þær Hólmfríði Karlsdóttur og Lindu Pétursdóttur. Katrín Rós heldur til London 15. nóvember nk. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 79 orð

Félagsfundur hjá Parkinsonsamtökunum

PARKINSONSAMTÖKIN á Íslandi halda félagsfund laugardaginn 18. september kl. 14 í safnaðarheimili Áskirkju. Ólöf Bjarnadóttir taugalæknir og Hafdís Gunnbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur koma á fundinn og kynna starfsemi Reykjalundar í sambandi við þjálfun og endurhæfingu Parkinsonsjúklinga. Einnig verður kynnt hjálpartækið hjálparsetan. Meira
16. september 1999 | Erlendar fréttir | 65 orð

Fjöldagröf í Hvíta-Rússlandi

HVÍT-RÚSSNESKUR hermaður grefur upp líkamsleifar hermanna úr röðum Rauða hersins sem talið er að hafi verið felldir af nasistum í heimsstyrjöldinni síðari. Allt að þriðjungur Hvít-Rússa týndi lífi í heimsstyrjöldinni og enn þann dag í dag finna menn fjöldagrafir sem þessar. Á síðustu fimm árum hefur sérstök sveit hvít-rússneska hersins fundið líkamsleifar allt að 16. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 267 orð

Forstjóri stjórnunarsviðs skrifstofu SÞ í Vín

STEINAR Berg Björnsson hefur verið skipaður forstjóri stjórnunarsviðs skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Vín. Steinar Berg hefur starfað hjá Sameinuðu þjóðunum um árabil, meðal annars sem framkvæmdastjóri friðargæsluliða SÞ í ýmsum löndum. Að loknu prófi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands 1967 vann hann meðal annars hjá fjárlagaskrifstofu SÞ í New York og var deildarstjóri UNIDO í Vín. Meira
16. september 1999 | Erlendar fréttir | 99 orð

Fresta stofnun Palestínuríkis

PALESTÍNUMENN munu ekki lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis áður en viðræðum um endanlegan friðarsamning við Ísraela verður lokið, en stefnt er að því að niðurstaða viðræðnanna liggi fyrir eftir eitt ár. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 128 orð

Fyrirlestur um Staðardagskrá 21

STEFÁN Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur flytur fyrirlestur á vegum Líffræðistofnunar Háskóla Íslands föstudaginn 17. september. Fyrirlesturinn hefst kl. 12.20 í stofu G6 að Grensásvegi 12 og er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Erindið, sem ber heitið: Staðardagskrá 21, fjallar um hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og um vinnuna við gerð Staðardagskrár 21 hérlendis og í nágrannalöndunum. Meira
16. september 1999 | Erlendar fréttir | 409 orð

Fyrstu gæslusveitirnar til landsins á mánudag

ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að senda fjölþjóðlegt herlið til Austur-Tímors þar sem stuðningsmenn Indónesíustjórnar hafa farið um með báli og brandi og myrt þúsundir manna. Búist er við, að fyrstu hermennirnir komi til landsins ekki síðar en á mánudag. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 217 orð

GSM-stöð sett upp á Vatnsfelli

LANDSSÍMINN hefur sett upp GSM-símstöð á Vatnsfelli við Sprengisandsleið til að anna eftirspurn vegna framkvæmda við Vatnsfellsvirkjun. Að sögn Ólafs Stephensen, forstöðumanns upplýsinga- og kynningarmála Landssímans, var kvartað undan slæmu NMT-símasambandi á framkvæmdasvæði Vatnsfellsvirkjunar, auk þess sem ekki náðist samband í GSM-síma. Meira
16. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 386 orð

Hafna því að láta svæði undir sorpurðun

SVEITARSTJÓRN Glæsibæjarhrepps hefur hafnað því að taka land í sveitarfélaginu undir sorpurðun á vegum Sorpsamlags Eyjafjarðar. Samkvæmt úttekt sem gerð var í tengslum við svæðisskipulag Eyjafjarðar var horft til svæðis ofan við Laugaland á Þelamörk fyrir sorpurðun. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 341 orð

Hallur Hallsson hyggst kæra til siðanefndar

FRANSKA fréttastofan AFP birti á þriðjudag frétt um að sleppa eigi háhyrningnum Keikó á næsta ári og hefur eftir Halli Hallssyni, talsmanni samtakanna Ocean Futures, að það muni líklega gerast í júní. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 216 orð

Hanes fær að halda aftur til Íslands

DÓMSTÓLL í Arizona dæmdi á mánudag Bandaríkjamanninn Donald Hanes til allt að þriggja og hálfs árs fangelsisvistar, sem er skilorðsbundin til fjögurra ára, fyrir að hafa rænt dóttur stjúpdóttur sinnar og haft hana með sér til Íslands árið 1995. Hanes verður leyft að halda aftur til Íslands þar sem eiginkona hans, Connie Hanes, dvelst. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 38 orð

Haustlitaferð UMSB í Einkunnir

SÍÐASTA ganga sumarsins á vegum UMSB verður fimmtudaginn 16. september. Að þessu sinni á að fara í haustlitaferð í Einkunnir. Mæting er kl. 17 við íþróttahúsið i Borgarnesi. Allar nánari upplýsingar eru á skrifstofu UMSB. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 93 orð

Haustlita- og grillveisluferð í Þórsmörk

FERÐAFÉLAG Íslands stendur fyrir haustlita- og grillveisluferð í Þórsmörk 17.­19. september og er brottför á föstudagskvöldinu kl. 19 frá BSÍ, austanmegin. Dagskrá ferðarinnar verður spennandi, en líkt og í öðrum Þórsmerkurferðum eru styttri og lengri gönguferðir í boði. Auk gönguferðar er svo grillveisla og kvöldvaka á laugardagskvöldinu. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 165 orð

Húmanistar senda Tyrkjum hjálpargögn

HÚMANISTAHREYFINGIN á Íslandi hefur tekið þátt í evrópsku átaki húmanista til hjálpar því fólki sem þjáist vegna afleiðinga jarðskjálftanna í Tyrklandi. Sjálfboðaliðar í Húmanistahreyfingunni í Tyrklandi sjá um að taka á móti hjálparvörunum og koma þeim til skila þar sem þörfin er brýnust, en að sögn þeirra hefur hið miðstýrða hjálparstarf verið stirt í vöfum og ákveðin svæði orðið útundan, Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 150 orð

Íslandsdeild Amnesty 25 ára

ÍSLANDSDEILD mannréttindasamtakanna Amnesty International er 25 ára um þessar mundir, en deildin var stofnuð 15. september 1974. Líkt og aðrar deildir Amnesty hefur Íslandsdeildin frá stofnun beitt sér fyrir auknum mannréttindum um víða veröld, auk þess að reyna að stuðla að aukinni þekkingu almennings á mannréttindum. Meira
16. september 1999 | Miðopna | 1747 orð

Kjarasamningar stærsta verkefnið framundan

Samtök atvinnulífsins voru formlega stofnuð í gær Kjarasamningar stærsta verkefnið framundan Samtök atvinnulífsins voru stofnuð í gær, en að þeim standa Vinnuveitendasambandið, Vinnumálasambandið og sjö aðildarfélög. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 224 orð

Kjötið selt á 40­50% lægra verði

MAGNÚS Hjaltested, sauðfjárbóndi á Vatnsenda við Elliðavatn, áformar að selja öryrkjum og ellilífeyrisþegum, gegn framvísum skírteinis sem sanni aldur eða örorku, lambakjöt af nýslátruðu á útflutningsverði. Magnús segist munu selja kjötið beint til þeirra sem hafi samband við sig og verðið sé 40­50% lægra en í verslunum. Meira
16. september 1999 | Erlendar fréttir | 354 orð

Kynin tvö afleiðing bakteríusýkingar

BRESKIR vísindamenn telja sig nú vita hvers vegna flestar tegundir lífvera hafi aðeins einstaklinga af tveimur kynjum. Fullyrða þeir að orsökina megi rekja til bakteríusýkingar sem lagðist á forfeður okkar fyrir um það bil tveimur milljörðum ára. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 203 orð

Kynningarherferð Kristilegra skólasamtaka

KRISTILEG skólasamtök, KSS, standa um þessar mundir fyrir kynningarherferð á félaginu og er lögð sérstök áhersla á að ná til nemenda í 10. bekk grunnskóla. Framundan eru síðan tveir kynningarfundir, laugardagana 18. og 24. september í húsi KFUM og K við Holtaveg þar sem fundir KSS fara jafnan fram. Meira
16. september 1999 | Erlendar fréttir | 336 orð

Köstuðust um í vélinni

YFIRHEYRSLUR hófust í gær yfir flugmönnum grísku þotunnar sem hrapaði í fyrrakvöld 19.000 fet með þeim afleiðingum að sex menn, sem í þotunni voru, biðu bana. Meðal þeirra var aðstoðarutanríkisráðherra Grikklands, Yiannos Kranidiotis. Að sögn grískra embættismanna biðu mennirnir bana er þeir hentust til og frá í farþegaklefanum í 19.000 feta dýfu í mikilli ókyrrð. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 363 orð

Landssíminn bíður formlegs tilboðs

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir segir að búið sé að gera Landssímanum viðvart um að til þess kunni að koma að hús Rafmagnsveitunnar og Hitaveitunnar við Suðurlandsbraut og Grensásveg verði seld. Hafi Landssímanum verið bent á að fýsilegt geti verið að skoða möguleika á að höfuðstöðvar þeirra rísi þar, vegna nálægðar við Múlastöðina, Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 123 orð

Laugardagskvöldið á Gili

ÖNNUR sýning á sýningunni Laugardagskvöld á Gili, þar sem rifjaðar eru upp perlur íslenskra dægurlaga með einsöngvurum, dúettum og kvartettum verður föstudagskvöldið 17. september. Í sýningunni flytja Álftagerðisbræður, Raggi Bjarna og Öskubuskur; Guðbjörg Magnúsdóttir, Hulda Gestsdóttir og Rúna Stefánsdóttir, Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 24 orð

Laugarnesskipulagið

Laugarnesskipulagið Laugarnes RANGT kort birtist með grein í Morgunblaðinu í gær þar sem fjallað var um skipulagsbreytingar á Laugarnessvæðinu, en hér birtist rétt kort. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 197 orð

Leggur til atkvæðagreiðslu um flugvöllinn

Á FUNDI borgarstjórnar í dag verður lögð fram tillaga um almenna atkvæðagreiðslu varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni. Borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sagði að lögð yrði fram tillaga um að sér verði falið að leggja fram í borgarráði tillögu um hvernig standa skuli að undirbúningi atkvæðagreiðslu og hvernig afstaða annarra landsmanna verði könnuð. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 83 orð

Leiðrétt Frestur til 2004

Í yfirlýsingu frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, sem birt var í Morgunblaðinu í gær, var ranglega fullyrt að Baugur hefði verið stofnaður fyrir 18 mánuðum. Hið rétta er að fyrirtækið var sett á laggirnar í júní 1998 eða fyrir rúmlega 15 mánuðum. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 447 orð

Markvissari símenntun

NÁMSKEIÐ, sem haldin hafa verið af Hafnarfjarðarbæ fyrir starfsmenn í Starfsmannafélagi Hafnarfjarðarbæjar (STH), hafa verið mjög vel sótt og ljóst að starfsmenn líta í auknum mæli á endurmenntun sem mikilvægan þátt í starfi sínu, að sögn Ingibjargar Guðmundsdóttur, fræðslu- og starfsmannafulltrúa. Meira
16. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 294 orð

Menn reyna að ná hverju strái

BÆNDUR við utanverðan Eyjafjörð eru enn í heyskap þótt komið sé fram í miðjan september. Kal í túnum fór illa með marga og þurftu bændur í Eyjafirði að vinna upp tún sín í stórum stíl. Þorlákur Aðalsteinsson, bóndi í Baldursheimi í Arnarneshreppi, Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 1002 orð

Mjög alvarleg þróun að mati námstjóra

Brottfall nýbúa úr framhaldsskólum á milli 90 og 100% Mjög alvarleg þróun að mati námstjóra Brottfall tvítyngdra unglinga sem notið hafa aðstoðar nýbúafræðslu úr framhaldsskólum hefur verið á milli 90 og 100% seinustu ár, að sögn Ingibjargar Hafstað, námstjóra nýbúafræðslu hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 149 orð

Nefnd hugar að aldamótum

BORGARSTJÓRI hefur skipað starfshóp sem er ætlað að tryggja eftir föngum að hátíðahöld vegna árþúsundamótanna fari fram með skipulegum og öruggum hætti. Hópnum er ætlað að fá yfirsýn yfir þessa atburði og bera ábyrgð á og skipuleggja samhæfingu aðgerða ef og þegar þess gerist þörf. Meira
16. september 1999 | Miðopna | 148 orð

Nýtt merki Samtaka atvinnulífsins afhjúpað

NÝTT merki Samtaka atvinnulífsins var kynnt á stofnfundi samtakanna í gær. Haldin var samkeppni um gerði merkisins og bárust 157 tillögur og útfærslur á merki samtakanna. Sigurvegarar í samkeppninni og höfundar merkisins eru þær Sigrún K. Árnadóttir, grafískur hönnuður, og Ólöf Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Hér og nú. Meira
16. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 151 orð

Opið hús hjá Leikfélaginu

LEIKFÉLAG Akureyrar verður með opið hús í Samkomuhúsinu á laugardag, 18. september, frá kl. 15 til 17. Gestir geta fylgst með æfingu á leikritinu Klukkustrengjum eftir Jökul Jakobsson en æfingar standa nú yfir af fullum krafti. Verkið verður frumsýnt 1. október næstkomandi. Meira
16. september 1999 | Erlendar fréttir | 428 orð

Óeining í Danmörku um ESB-undanþágurnar

EFTIR stöðugar fréttir í sumar um að stjórnarflokkarnir tveir, Jafnaðarmannaflokkurinn og Róttæki vinstriflokkurinn væru ósammála um ýmis mál hefur afstaðan til Efnahags- og myntbandalags Evrópu, EMU, nú bæst við, auk annarra undanþágna Dana. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 621 orð

Óhjákvæmilegt að hægja á efnahagsstarfseminni

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í gær á stofnfundi Samtaka atvinnulífsins að óhjákvæmilegt væri að hægja nokkuð á efnahagsstarfseminni í landinu svo verðbólgan færi ekki úr böndum. Hann sagði jafnframt að það yrði gert og að gripið yrði til ýmissa ráðstafana til að sporna gegn verðbólgunni. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 139 orð

Ósýnilegi vinurinn í KFUM og K

BARNA- og fjölskylduleikritið Ósýnilegi vinurinn verður flutt á samkomu hjá KFUM og KFUK í aðalstöðvum félaganna við Holtaveg sunnudaginn 19. september kl. 17. Það er Eggert Kaaber leikari og starfsmaður í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK sem hefur umsjón með sýningunni, sem tekur um það bil þrjátíu mínútur í flutningi og kemur að þessu sinni í stað hefðbundinnar hugvekju á samkomunni. Meira
16. september 1999 | Landsbyggðin | 91 orð

Réttað í Fljótstungurétt

Reykholti-Á sunnudag réttuðu bændur í Reykholtsdal, Hálsasveit og Flókadal samkvæmt venju í Fljótstungurétt í Borgarfirði, en þangað er rekið fé af Arnarvatnsheiði. Í fjallskiladeildinni allri eru um 4500 fjár, en ekki kemur allt til Fljótstunguréttar. Leitir stóðu yfir frá þriðjudegi og var veður með versta móti, kuldi, regn og jafnvel snjór. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 417 orð

Ræddu um varnarmál Evrópu

LENNART Meri, forseti Eistlands, fundaði með Davíð Oddssyni forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum í gærmorgun. Auk þess að ræða almennt um samskipti landanna ræddu þeir um stækkun Evrópusambandsins og NATO, varnarmál Evrópu og samstarf Eystrasaltsríkjanna og Norðurlandanna. Meira
16. september 1999 | Erlendar fréttir | 404 orð

Sagt kraftaverk að allir lifðu af

ÞRJÁTÍU og fimm breskir ferðalangar fengu að fara heim af sjúkrahúsi í gær eftir að hafa sloppið betur en á horfðist er Boeing-757 þota rann fram af brautarenda á Spáni og brotnaði í þrennt. Flugvélin lenti í Girona á Costa Brava á Spáni í úrhellisrigningu rétt um miðnætti að staðartíma. Gátu flugmennirnir ekki numið staðar á flugbrautinni. Meira
16. september 1999 | Miðopna | 717 orð

Skatttekjur 5,7 milljarðar umfram fjárlög Tekjur ríkissjóðs á fyrstu sex mánuðum ársins eru mun meiri en gert var ráð fyrir í

INNHEIMTAR tekjur ríkissjóðs fyrstu sex mánuði árins voru tæplega 90,6 milljarðar króna, eða 7,1 milljarður umfram áætlun fjárlaga. Ein helsta ástæða umframteknanna er veruleg aukning skatttekna en þær voru um 5, Meira
16. september 1999 | Landsbyggðin | 158 orð

Skemmtileg sumarvinna

Þórshöfn-Einn af kostunum við það að búa úti á landi er sá, að unglingar eru ekki í vandræðum með að fá vinnu yfir sumarið. Það skiptir miklu máli því kostnaðurinn sem fylgir því að fara í framhaldsnám fjarri heimabyggðinni er mikill. Meira
16. september 1999 | Erlendar fréttir | 290 orð

Sparnaðaráætlun fyrir þingið

ÞÝSKA ríkisstjórnin lagði í gær umdeilda sparnaðaráætlun fyrir þingið. Hans Eichel, fjármálaráðherra Þýskalands, mæltist til þess í ræðu sinni að Þjóðverjar létu sér lynda að herða ólarnar um sinn, svo bæta mætti efnahag landsins til langframa. Meira
16. september 1999 | Erlendar fréttir | 249 orð

Spá fleiri og öflugri byljum

HALDI gróðurhúsaáhrifin áfram að aukast má búast við æ fleiri fellibyljum á borð við Floyd, sem nú fer hamförum við suðausturströnd Bandaríkjanna. Kom þetta fram hjá talsmanni Alþjóðlega náttúruverndarsjóðsins, WWF. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, sagði einnig í gær, að gróðurhúsaáhrifin væru ógnun, sem haft gæti mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. Meira
16. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 357 orð

Starfsemin verið rekin með bullandi tapi

JÓHANNES Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Kaupfélags Eyfirðinga, sagði það ekki nema sjálfsagða kurteisi að sækja Hrísey heim og funda með heimamönnum. Hann sagði að fundartími hafi ekki verið ákveðinn og þá væri ekki ljóst á þessari stundu hvort öll stjórn KEA færi til Hríseyjar eða hluti hennar. Meira
16. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 202 orð

Stjórnvöld grípi inn í

SVEITARSTJÓRN Hríseyjarhrepps kom saman til fundar í gær og fjallaði um atvinnuástandið, en í kjölfar ákvörunar stjórnar Snæfells hf. um að flytja pökkunarstöð fyrirtækisins frá Hrísey til Dalvíkur mun óhjákvæmilega verða mikil röskun í byggðalaginu. Ljóst sé að við flutninginn munu mörg störf tapast í eynni og ekki fyrirséð að þau störf sem eftir verða séu tryggð. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 351 orð

Styttist í annan endann

LAXVEIÐIN er senn á enda að þessu sinni og ef rýnt er á töluhæstu árnar þá er það raunar aðeins spurning hvort Eystri-Rangá nær að smjúga fram úr Þverá/Kjarrá. Veiði er lokið í síðarnefndu ánni og lokatalan 2.140 laxar. Í Eystri-Rangá er enn veitt og verður þar barið fram í október. Þar voru mjög nýverið komnir nálægt 1.800 laxar á land og ekki öll kurl komin til grafar. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 395 orð

Tekjuskerðing mun lægri en 2,2 milljarðar

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra kveðst telja tekjuskerðingu sveitarfélaga vegna ýmissa skattalagabreytinga mun minni en forsvarsmenn sveitarfélaga hafa haldið fram, en þeir telja að sveitarfélögin hafi orðið af tekjum sem um 2,2 milljörðum króna á ári. Meira
16. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 198 orð

Tekur um 70 farþega

NÝRRI Hríseyjarferju, Sævari, var hleypt af stokkunum í slippstöð Stálsmiðjunnar hf. við Mýrargötu á sunnudaginn var, að viðstöddum samgöngumálaráðherra, Sturlu Böðvarssyni, fulltrúum Vegagerðar, Hríseyinga og Stálsmiðjunnar. Nýja ferjan, sem tekur allt að 70 manns í sæti í tveimur farþegasölum, hefur verið tæpt ár í smíðum og kostnaður liggur á bilinu 120-130 milljónir króna. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 160 orð

Telur borgarstjóra drepa umræðunni á dreif

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra segir að skoðun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra á því hver væri fýsilegasti kosturinn fyrir staðsetningu listaháskóla til marks um að verið sé að drepa umræðunni á dreif. Borgarstjóri sagði í Morgunblaðinu í gær að sér fyndist tollstöðvarbyggingin við Tryggvagötu "langfýsilegasti kosturinn" fyrir listaháskóla. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 183 orð

Uppbygging á íþróttasvæði Sindra á Höfn

BÆJARRÁÐ Hornafjarðar samþykkti ályktun á fundi 7. september sl. þar sem lýst er sérstakri ánægju með árangur Ungmennafélagsins Sindra. Jafnframt var ákveðið að hefja undirbúning að uppbyggingu framtíðaríþróttasvæðis Sindra. "Bæjarráð Hornafjarðar óskar Ungmennafélaginu Sindra til hamingju með fjölþætt starf og glæsilegan árangur í ýmsum íþróttagreinum á þessu ári. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 37 orð

Vegfarendur varaðir við Kötlu

VEGAGERÐIN setti í gær upp skilti við Mýrdalssand þar sem vegfarendur eru varaðir við hættu af Kötlugosi. Sérstaklega er varað við því að dvelja lengur en nauðsyn krefur utan vegar á sandinum. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 201 orð

Verð hækkar um 3,7% í Bónusi

VERÐKÖNNUN samstarfsverkefnis Neytendasamtakanna og verkalýðsfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem fór fram í vikunni, sýnir að verð á matvöru er lægst í Bónusi en hefur þó hækkað þar mest frá því í júlí sl. eða sem nemur 3,7%. Næstlægst er matvöruverðið á höfuðborgarsvæðinu í Nettó, í þriðja sæti er verslunin Fjarðarkaup, þá Hagkaup og 10­11 verslanirnar í fimmta sæti. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 449 orð

Verulegar breytingar á lífsskilyrðum

VERKEFNISHÓPUR um Mývatnsrannsóknir, sem skipaður var árið 1992 til að sinna ýmsum rannsóknum á lífríkinu í Mývatni, komst að þeirri niðurstöðu eftir rannsóknir á árunum 1992 til 1994 að langvarandi námuvinnsla í Bolum í Syðriflóa myndi hafa í för með sér verulegar breytingar á lífsskilyrðum í Mývatni. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð

VIÐAR ALFREÐSSON

VIÐAR Alfreðsson tónlistarmaður lést laugardaginn 11. september á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað, 63 ára að aldri. Viðar fæddist 26. maí árið 1936 í Reykjavík, sonur Alfreðs Georgs Þórðarsonar kaupmanns, og konu hans, Theodóru Eyjólfsdóttur. Viðar var í fremstu röð íslenskra hljóðfæraleikara, sem djassleikari á trompet og á horn í klassíkinni. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 205 orð

Vilja hækkun bensínstyrks

FRAMKVÆMDASTJÓRN Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, ályktaði um bensínstyrk hreyfihamlaðra á fundi sínum 7. september sl.: "Það er staðreynd að fáir eða engir eru eins háðir bifreiðum og hreyfihamlaðir öryrkjar. Nú á þessu ári hafa riðið yfir gegndarlausar hækkanir á öllum þáttum varðandi rekstur bifreiða og má þar m.a. nefna hækkanir á bifreiðatryggingum og bensínverði. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 356 orð

Vonast eftir 230 milljóna króna styrk

SÉRFRÆÐINGANEFND Evrópusambandsins hefur mælst til þess að fjölþjóða fjölstofnarannsókn sem Gunnar Stefánsson, tölfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, fer fyrir, verði styrkt um 230 milljónir króna. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 750 orð

Þarfur vettvangur umræðu

Dagana 7. til 10. október nk. verður haldin blaðamannaráðstefna í Reykholti í Borgarfirði undir yfirskriftinni Brændend sjæle eller neutrale rapportörer?". Að ráðstefnunni standa Nordisk Journalistcenter í Árósum í samvinnu við Blaðamannafélag Íslands og endurmenntunarstofnanir á öðrum Norðurlöndum. Dr. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 861 orð

Þátttakendur en ekki leiksoppar

Lennart Meri, forseti Eistlands, telur brýnt að smáríki Evrópu reyni að tryggja að stórveldin ráðskist ekki ávallt með örlög þeirra á sama hátt og gert var á Jalta-ráðstefnunni 1945. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 73 orð

Þjóðvegi eitt lokað við Hvalnes

ÞJÓÐVEGUR eitt fór í sundur vegna mikilla vatnavaxta við Kambnesskriður í gærkvöldi og er því lokaður umferð við Hvalnes. Að sögn lögreglunnar á Höfn í Hornafirði hafði vegfarandi samband vegna vatnavaxtanna um hálfsjöleytið í gær. Vegagerðin var þá send á staðinn, en ekki reyndist unnt að bjarga veginum. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 101 orð

Þórshani á Seltjarnarnesi

UM síðustu helgi mátti sjá ungan þórshana á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi. Eins og eflaust margir vita er þórshaninn orðinn sjaldgæfur varpfugl hér á landi en stofninn er ekki nema 20­40 pör. Stofninn hefur verið á niðurleið undanfarna áratugi en þó er hugsanlegt að varp hafi verið með betra móti í sumar. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 584 orð

Þrjátíu íbúar þátttakendur í hópum á vegum átaksins

UM SJÖTÍU manns mættu á kynningarfund vegna Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ í fyrrakvöld og um 30 íbúar bæjarins hafa skráð sig til þátttöku í hópum, sem munu vinna að framgangi verkefnisins í bænum. Þrjátíu og eitt sveitarfélag á landinu er þátttakandi í Staðardagskrá 21, sem er heildaráætlun um þróun sjálfbærs samfélags á 21. öld. Meira
16. september 1999 | Innlendar fréttir | 575 orð

Þýskir sýna lítinn álbíl og stóran eðalsportjeppa Audi A2 álbíllinn og BMW X5 eðalsportjeppinn eru meðal bíla sem vöktu athygli

Audi A2 álbíllinn og BMW X5 eðalsportjeppinn eru meðal bíla sem vöktu athygli Guðjóns Guðmundssonar og Árna Sæbergs á bílasýningunni í Frankfurt. Meira

Ritstjórnargreinar

16. september 1999 | Staksteinar | 357 orð

Samingar í aðsigi

Við gerð komandi samninga er það eitt af stóru málunum að semja um aukna starfsmenntun. Þetta segir í fréttablaði Eflingar. Fræðsla Í nýjasta fréttablaði stéttarfélagsins Eflingar er leiðari, þar sem fjallað er um starfsmenntun og komandi samninga. Meira
16. september 1999 | Leiðarar | 592 orð

SAMKEPPNI OG VERÐBÓLGA

VERÐBÓLGUHRAÐINN að undanförnu hefur að vonum opnað augu manna fyrir nauðsyn þess að vinna gegn þeirri þróun. Verðbólgan síðustu tólf mánuði nam 4,9% og hefur ekki verið meiri frá því í nóvember 1993. Verðbólguhraðinn er enn meiri, eða 6,5% síðustu þrjá mánuði framreiknað til eins árs. Meira

Menning

16. september 1999 | Fólk í fréttum | 212 orð

AFMÆLI Í SKVÍSUSUNDI

VESTMANNAEYJABÆR fagnar 80 ára afmæli á þessu ári og í tilefni afmælisins efndi bæjarstjórn til afmælisveislu fyrir bæjarbúa um síðustu helgi. Afmælishátíðin var haldin í Skvísusundi og nágrenni þess þar sem sungið var og dansað. Í einni af króm Skvísusundsins höfðu félagar úr Harmonikkufélagi Vestmannaeyja komið sér fyrir og þöndu þar nikkur sínar fyrir gesti sem sungu með og dönsuðu. Meira
16. september 1999 | Menningarlíf | 1593 orð

Bach lifir

Johann Sebastian Bach: Kynningardiskur ásamt bók: 15 kaflar úr ýmsum tónverkum. Lengd: 72'53. Hännsler CD 92.920. Verð kr. 500. Brandenborgarkonsertar nr. 1 - 6. Hljómsveit: Oregon Bach Festival Orchestra. Hljómsveitarstjóri: Helmuth Rilling. Lengd: 1'35'43. Hännsler CD 92.126. Verð kr. 2.500 (2 diskar). Sellósvítur nr. 1­6. Sellóleikari: Boris Pergamenschikow. Lengd: 2'07'52. Hännsler CD 92.120. Meira
16. september 1999 | Menningarlíf | 865 orð

Blæbrigðarík mynd af menntakonum

Nýjasta skáldsaga norska höfundarins, Vigdis Hjorth, Prýðilega, takk, fjallar um þrjár ólíkar konur á afar mismunandi hátt, að dómi ARNAR ÓLAFSSONAR og með mismunandi hugblæ og stíl. Margt eiga þær þó sameiginlegt, og útkoman vrður blæbrigðarík mynd af menntakonum miðstéttar. Meira
16. september 1999 | Fólk í fréttum | 102 orð

Charles Chrichton látinn

BRESKI leikstjórinn Charles Chrichton lést á þriðjudag 89 ára að aldri. Chrichton gerði fjölmargar úrvals gamanmyndir og var síðasta mynd hans Fiskurinn Wanda sem naut mikilla vinsælda um heim allan. Meira
16. september 1999 | Fólk í fréttum | 456 orð

Dansveisla á Langjökli

ÞAÐ VERÐUR mikið um herlegheit um helgina þegar 100 manna hópur kemur til landsins frá Þýskalandi á vegum vodka-fyrirtækisins Pushkin. Það hefur staðið fyrir dansveislum með "house"-tónlist í tíu borgum Þýskalands í sumar og voru heppnir þátttakendur valdir til ævintýralegrar Íslandsferðar. Meira
16. september 1999 | Fólk í fréttum | 142 orð

Draugar fortíðar Fortíðarhvellur (Blast from the Past)

Leikstjórn: Hugh Wilson. Aðalhlutverk: Brendon Fraser, Alicia Silverstone, Christopher Walken og Sissy Spacek. 111 mín. Bandarísk. Myndform, ágúst 1999. Öllum leyfð. TÍMAFLAKK er mjög vinsæl pæling í kvikmyndum jafnt sem bókmenntum. Meira
16. september 1999 | Fólk í fréttum | 134 orð

Fólk og fyrirbæri árþúsundsins

DÍANA prinsessa, James Bond og mjólkurberar og pínubíllinn Mini eru á meðal þeirra efstu í vali almennings á því besta í Bretlandi undanfarið árþúsund. Eftir að hafa spurt rúmlega 30 þúsund manns völdu yfirmenn Millennium Dome í Lundúnum 50 manns og 50 fyrirbæri sem þjóðareinkenni Breta. Díana var í efsta sæti og þrír meðlimir konungsfjölskyldunnar voru einnig valdir. Meira
16. september 1999 | Menningarlíf | 322 orð

Klæðið fljúgandi á Eyrarbakka

Í HÚSINU á Eyrarbakka hefur verið sett upp sýningin Klæðið fljúgandi. Á sýningunni, sem er liður í kristnitökuhátíð Árnesprófastsdæmis, kennir ýmissa grasa, meðal annars má nefna fjalir úr predikunarstól sem smíðaður og skreyttur var af Ámunda smið Jónssyni (d. 1805) fyrir Illuga Hannesson, prest í Villingaholti. Á fjölunum eru myndir af Kristi og guðspjallamönnunum. Meira
16. september 1999 | Fólk í fréttum | 146 orð

Líf smáborgarans Strætóland (Metroland)

Leikstjórn: Philip Saville. Aðalhlutverk: Christian Bale, Emily Watson og Lee Ross. 97 mín. Bresk. Háskólabíó 1999. Aldurstakmark: 12 ár. ÞETTA er stórfínt drama um ungan mann sem fær bakþanka um það líf sem hann hefur valið sér þegar gamall vinur birtist allt í einu á tröppunum og bendir honum á að hann sé orðinn það sem hann fyrirleit á unglingsárunum, Meira
16. september 1999 | Menningarlíf | 1492 orð

Lýrísk-pólitískar raddir Fyrstu áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar á árinu verða í kvöld og meðal einsöngvara verða

Fyrstu áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar á árinu verða í kvöld og meðal einsöngvara verða bræðurnir Gunnar og Guðbjörn Guðbörnssynir sem aldrei hafa sungið saman opinberlega áður. Þröstur Helgasonkomst að því að bræðurnir eru ekki aðeins lýrískir tenórar heldur eru þeir svolítið lýrískir í pólitískri afstöðu sinni einnig. Meira
16. september 1999 | Fólk í fréttum | 336 orð

Mjög sniðugt vinningsform

FRIÐLAUG Guðjónsdóttir hlustar gjarna á útvarpið og oft á útvarpsstöðina Létt 96,7. Hún var því ein af 12 þúsund þátttakendum í leiknum "Lifðu ókeypis í eitt ár" sem fór fram á útvarpsstöðinni, og þurftu þátttakendur að hlusta á Létt 96,7 og skrá niður nöfn þriggja laga. Föstudaginn 3. september var dreginn út vinningshafi úr innsendum þátttökuseðlum og þá datt Friðlaug í lukkupottinn. Meira
16. september 1999 | Fólk í fréttum | 122 orð

Nær Lawrence á frumsýninguna?

LEIKARINN ástsæli Martin Lawrence virðist ætla að ná frumsýningu myndar sinnar "Blue Streak" í Bandaríkjunum því hann hefur verið útskrifaður af spítalanum eftir þriggja vikna sjúkralegu. Hann missti meðvitund í miklum hitum þegar hann var úti að skokka og féll í dá. Lawrence, sem er 34 ára, er að ná bata og hvíla sig, að sögn talsmanns hans. Meira
16. september 1999 | Fólk í fréttum | 158 orð

Pífur og blúndur næsta vor

FATAHÖNNUÐIRNIR sem sýndu vortískuna á tískuviku sem nú stendur yfir í New York, gáfu fyrirheit um rómantískar línur í vortísku aldamótaársins og sýndu klæðnað sem einkennist af blúndum, bróderingum og pífum. Tískuvikan er haldin á hálfs árs fresti og að þessu sinni munu hátt í hundrað fatahönnuðir taka þátt. Meira
16. september 1999 | Fólk í fréttum | 561 orð

Sannir afrískir gleðidansar

ÞAÐ VAR heit stemmning sem ríkti í Kramhúsinu við Bergstaðastræti á laugardaginn var, og mun hún haldast út allan veturinn. Hingað til lands eru nefnilega komnir fjórir ungir menn frá Gíneu í Afríku, sérfræðingar í trommuslætti hvers konar, og ætla að aðstoða Orville Pennant danskennara við að fá íslenska skrokka til að hristast og skakast taktfast í afrískum gleðidönsum. Meira
16. september 1999 | Fólk í fréttum | 433 orð

Tvær kynslóðir rugla saman reytum

TVÆR kynslóðir íslenskrar tónlistar mætast á tónleikum í Iðnó í kvöld. Annars vegar spila saman KK og Magnús Eiríksson, sem hafa haldið fjölmarga tónleika um allt land í sumar, og hins vegar mun hljómsveitin Sigur Rós koma fram. Kvöldið hefst með villibráðarhlaðborði í veitingasal Iðnó við Tjörnina og munu KK og Magnús stíga á svið um kl. 22. Meira
16. september 1999 | Fólk í fréttum | 264 orð

Villta vestrið undir jökli

UM fimmtíu manns klæddust kúreka- eða indíánabúningum og kvöddu Hótel Búðir á laugardagskvöldið. Hótelið verður lokað í vetur en verður opnað aftur í vor. Þetta var þriðja árið í röð sem vetrinum var fagnað á þennan hátt á Búðum. Þórður Kristleifsson hótelstjóri segir að flestallir hafi verið í búningunum og fleiri hafi verið kúrekar en indíánar. Meira
16. september 1999 | Fólk í fréttum | 987 orð

(fyrirsögn vantar)

ASTRÓ Á laugardagskvöld verður haldið MTV-Puskin Experience partý sem sjónvarpsstöðin MTV og vodkafyrirtækið Pushkin standa fyrir en þessir aðilar hafa staðið fyrir partýhaldi í Evrópu í allt sumar. Meira

Umræðan

16. september 1999 | Bréf til blaðsins | 499 orð

Af sauðum og sauðaþjófum

Í MBL. 14. júlí sl. birtist grein eftir Hilmar Hansson, laxveiðimann og dúklagningameistara um sauða- þjófa á Selfossi. Undirritaður er fæddur á Selfossi, aðeins nokkra metra frá bökkum Ölfusár. Ég hef þekkt þá Fossbændur frá blautu barnsbeini og veit að þeir eru sannir heiðursmenn. Meira
16. september 1999 | Aðsent efni | 361 orð

Aldarlok

Í Morgunblaðinu 14. þ.m. sendir Jón Brynjólfsson mér hugþekkan pistil, að nokkru leyti í ljóðum á hefðbundnu formi. Og segi menn svo að sú listgrein sé "loksins dauð"! Um leið og ég óska Jóni Brynjólfssyni til hamingju með skáldgáfuna, þakka ég honum fyrir vinsamleg orð í minn garð, óháð því sem annars er til umræðu, en það eru lok aldar og stóraldar. Meira
16. september 1999 | Aðsent efni | 959 orð

Auðlindargjald er góður skattur

Kvótakerfið er Framsóknar-sósíalismi, segir Ønundur Ásgeirsson, öðru nafni nýkommúnismi. Meira
16. september 1999 | Bréf til blaðsins | 207 orð

Fordómar og listsköpun

VEGNA ítrekaðra ályktana frá SUS, Sambandi ungra sjálfstæðismanna, um listamannalaun og byggingu tónlistarhúss, finnum við okkur knúnar til að gera eftirfarandi athugasemdir: Það er með ólíkindum að ungliðadeild stærsta stjórnmálaflokks í landinu skuli finna hjá sér þörf til að senda frá sér svo öfgakenndar og þröngsýnar yfirlýsingar gegn listamönnum og byggingu tónlistarhúss. Meira
16. september 1999 | Aðsent efni | 468 orð

Forsætisráðherra týnir sauðagærunni

Öryggið sem hún lofaði kjósendum í vor, segir Bryndís Hlöðversdóttir, reyndist falskt og hagstjórnin er verðbólguhvetjandi. Meira
16. september 1999 | Aðsent efni | 630 orð

Hættuleg fiskifræði og fiskihagfræði

Mér finnst, segir Kristinn Pétursson, að líkja megi ráðgjöf í þorskveiðum við rússneska rúllettu. Meira
16. september 1999 | Aðsent efni | 924 orð

Íslendingar geta ekki lifað af þjóðgörðum

Breyttu viðhorfin til Fljótsdalsvirkjunar og orkufreks iðnaðar á Íslandi eru, segir Árni Þormóðsson, ávísun á stöðnun í atvinnuháttum og lakari lífskjör í landinu. Meira
16. september 1999 | Bréf til blaðsins | 691 orð

Kvenfélagskonur keyptu köttinn í sekknum

TILEFNI þessara skrifa er ættarmót sem ég og fjölskylda mín sóttum á Goðalandi í Fljótshlíð dagana 23.­25. júlí sl. og sérdeilis léleg þjónusta sem við fengum þar. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um aðstöðuleysið í barnaskólanum sem var þó algert, engar dýnur, engin sturtuaðstaða, engir barnastólar við kvöldverðinn á laugardagskvöldinu og þar fram eftir götunum. Meira
16. september 1999 | Aðsent efni | 331 orð

Opið bréf til fjármálaráðherra og bifreiðaeigenda

Félag húsbílaeigenda hvetur alla bifreiðaeigendur og hagsmunafélög bifreiðaeigenda, segir Sigríður Arna Arnþórsdóttir , til virkra mótmælaaðgerða. Meira
16. september 1999 | Bréf til blaðsins | 465 orð

Orð skulu standa

ÉG get ekki setið á mér lengur, því ég er svo gamaldags eða trúgjörn að ef mér er lofað einhverju (sérstaklega opinberlega) þá ætla ég að ég megi trúa því. Og um langan tíma hef ég ekki sýnt pólitískum kosningum áhuga, ekki síðan Vilmundur heitinn Gylfason gerði sitt besta til að koma réttlátum breytingum á vegna trúar sinnar á stjórnarskrá elsta Alþingis heims og lýðræðis í landinu. Meira
16. september 1999 | Bréf til blaðsins | 252 orð

"Þanþol okkar er ótrúlegt" ­ en hefur samt sín takmörk

BLAÐIÐ kostar 180 krónur, sagði búðarstúlkan, þegar ég rétti henni 170 krónur fyrir Dagblaðinu. Ég lét þó þessa óvæntu hækkun ekki stöðva mig í að kaupa blaðið. Ég settist svo með blaðið yfir kaffibolla í hádeginu og leit á leiðarann. Hann var merktur ritstjóranum Jónasi Kristjánssyni. Meira

Minningargreinar

16. september 1999 | Minningargreinar | 238 orð

Friðrik Hjaltason

Friðrik Hjaltason tengdafaðir minn er látinn eftir þrjú erfið ár veikinda sem mörkuðu djúp spor í líkama og sál. Í minningu minni verður hann samt alltaf hvíthærður stór maður sem geislaði af góðmennsku og kímni og sagði skemmtilegar sögur. Athugull og áhugasamur færði hann bauk barnabarna eða vinnufélaga í stílinn og laðaði fram bros hjá viðstöddum. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 105 orð

Friðrik Hjaltason

Við lát Friðriks Hjaltasonar sjáum við á bak kærs frænda og elskulegs vinar. Minningamyndina hans mætti réttilega draga saman á eftirfarandi hátt: Hann var listfengur og listrænn, ljúfur, hjálpsamur, hjartahlýr, örlátur og vinfastur. Vegna mannkosta hans og snilli leituðum við oft til hans og alltaf brást hann jákvætt við, eyddi ekki mörgum orðum, en leysti vel úr málum á sinn hugmyndaríka hátt. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 274 orð

Friðrik Hjaltason

Með nokkrum orðum langar mig að kveðja hinstu kveðju elskulegan fósturföður minn. Hann kom inn í líf mitt þegar ég var fjögurra ára gömul, og var mér ávallt eins og hann ætti mig. Yndislegri föður var ekki hægt að hugsa sér, ekki breyttist viðmót hans gagnvart mér þegar hann eignaðist sín eigin börn. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 183 orð

Friðrik Hjaltason

Ævisögu okkar allra má skipta niður í nokkra kafla. Í þessum köflum göngum við bæði í gegnum gleði og sorg og er kaflinn um hann afa okkar einn af þeim. Gleðin í kaflanum var hann afi okkar. Hann var alltaf svo góður og indæll og sýndi það einna mest með örlæti sínu. Það var honum alltaf sælla að gefa en að þiggja sem sýnir hve örlátan og góðan mann hann hafði að geyma. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 405 orð

Friðrik Hjaltason

Ég ætla hér með nokkrum fátæklegum orðum að kveðja elskulegan afa minn. Friðrik afi var góður maður og þannig manngerð sem gerði aldrei flugu mein. Ég man til dæmis aldrei eftir því að hafa séð hann reiðast. Hann var mér yndislegur afi og tók mér alltaf opnum örmum. Afa þótti óstjórnlega vænt um börnin sín og barnabörn og vildi allt fyrir þau gera. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 180 orð

FRIÐRIK HJALTASON

FRIÐRIK HJALTASON Friðrik Hjaltason fæddist í Reykjavík 9. júní 1929. Hann andaðist á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 12. september síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Hjalta Gunnarssonar, f. 2.12. 1891 á Hjalteyri, d. 18.7. 1977, og Ástu Ásgeirsdóttur, f. 19.4. 1893, d. 2.9. 1986. Hann var yngstur fjögurra systkina. 1) Jóhanna Björg, f. 17.8. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 385 orð

Katrín Kristjánsdóttir

Nú þegar daginn tekur að stytta og sumarið senn á enda, berst mér sú harmafregn að hún Katrín Kristjánsdóttir sé látin. Erfitt er að koma orðum að þeirri sorg sem ríkir í hjarta mínu við fráfall Kötu vinkonu. Ég kynntist Kötu fyrir 13 árum. Þá nýorðin ekkja. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 328 orð

Katrín Kristjánsdóttir

Mig langar til að skrifa örfá kveðjuorð til þín, Kata mín. Ég veit eiginlega ekki, hvar skal byrja. Kynni okkar spanna orðið marga áratugi frá því fyrst er ég hitti ykkur Dadda hjá Diddu og Geira á Grettó. Samgangur var ekki mikill, enda þið í Keflavík, við í Reykjavík. En alltaf, er fundum bar saman, var gaman að hittast. Lífið hélt áfram. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 78 orð

KATRÍN KRISTJÁNSDÓTTIR

KATRÍN KRISTJÁNSDÓTTIR Katrín Kristjánsdóttir fæddist í Reykjavík 20. janúar 1936. Hún lést á Landspítalanum 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólöf Jóhanna Kristjánsdóttir, f. 14.7. 1907, d. 18.6. 1963 og Kristján Eggertsson, f. 22.9. 1908, d. 16.4. 1983. Katrín átti ellefu systkini. Hinn 27. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 132 orð

Kristjana Kristjánsdóttir

Ég mun alltaf minnast ömmu. Hún passaði mig frá því að ég var nokkurra mánaða gamall, en svo fluttum við í sveitina þegar ég var 5 ára. Alltaf var jafngaman að koma í heimsókn til ömmu í Reykjavík og hún var líka dugleg að heimsækja okkur, bæði norður á Strandir og austur í Suðursveit. Við brölluðum þá margt saman, fórum í gönguferðir, í berjamó og á vélsleða. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 306 orð

Kristjana Kristjánsdóttir

Elsku amma okkar er dáin. Loksins fékk hún hvíldina eftir langvarandi veikindi. Yngst í hópi fimm systkina var amma eftirlæti bæði foreldra sinna og eldri systkina, umvafin ást og hlýju. Það var mikið áfall fyrir hana að missa foreldra sína aðeins 16 ára gömul. Hún sá sér farborða fyrst sem vinnukona en lærði síðar saumaskap og starfaði við sauma alla tíð. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 235 orð

Kristjana Kristjánsdóttir

Hún amma er dáin og núna sit ég og reyni að berja saman minningargrein um hana. Mín eina hugsun er: "Hvernig getur maður sagt í fáum orðum frá manneskju sem að mestu ól mann upp?" Ætli maður skrifi ekki það sem maður man. Jú, það var t.d. ömmuskóli, sumrin í ömmuíbúð í sveitinni að ógleymdri ömmu sundlaugarverði. Amma að reyna að siða mig til, amma og ég að reyna að siða litla bróður til. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 457 orð

Kristjana Kristjánsdóttir

Sumarið er í fullum skrúða, náttúran skartar ennþá því fegursta sem hún hefur dregið úr skauti moldarinnar. Þetta er sú árstíð er við vildum síst án vera. Samt vitum við fullvel að sumarið er á förum og grös taka brátt að sölna og falla. Þannig streymir fram hin stóra móða tímans. Á sama hátt tekur eitt æviskeið við af öðru, kynslóðirnar koma og fara, að hittast og kveðjast er lífsins saga. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 305 orð

Kristjana Kristjánsdóttir

Þegar hausta tók og gróður byrjaði að fölna lauk langri og farsælli ævi Kristjönu Kristjánsdóttur. Við Sigrún, dóttir hennar, kynntumst snemma á unglingsárunum þegar við settumst hlið við hlið í Kvennaskólanum í Reykjavík. Kristjana og Björn heitinn, maður hennar, bjuggu ásamt börnum sínum miðsvæðis í Reykjavík á þeim tíma og átti ég oft leið heim með vinkonu minni. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 308 orð

Kristjana Kristjánsdóttir

Nú er hún amma okkar dáin. Við þökkum Guði fyrir að hafa tekið hana til sín og losað frá þjáningum þeim er þjökuðu hana undir það síðasta. Í dag kveðjum við hana með söknuð í hjarta en erum þess fullviss að nú sé hún komin á fund afa og annarra látinna ástvina. Við minnumst ömmu sem drífandi atorkukonu sem oft fékk ótrúlegustu hugmyndir og hrinti mörgum þeirra í framkvæmd. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 604 orð

KRISTJANA KRISTJÁNSDÓTTIR

KRISTJANA KRISTJÁNSDÓTTIR Kristjana Kristjánsdóttir fæddist á Vatnsenda í Saurbæjarhreppi, Eyjafjarðarsýslu 13. desember 1909. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 7. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristján Jósefsson, bóndi á Vatnsenda og Hólum, f. 12. nóvember 1865 í Ytra-Dalsgerði í Saurbæjarhreppi, d. 22. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 556 orð

Magnús Tómasson

Að ferðalagi loknu sest fólk gjarnan niður og rifjar upp helstu viðburði ferðalagsins sem að baki er. Nú þegar ferðalagi því sem við afi vorum samferða á, er lokið að sinni, langar mig að minnast mannsins sem hann afi minn var með því að rifja upp nokkra þá atburði sem sitja hvað fastast í minningunni. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 27 orð

MAGNÚS TÓMASSON

MAGNÚS TÓMASSON Magnús Tómasson fæddist í Reykjavík 7. nóvember 1902. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 6. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogskirkju 14. september. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 103 orð

Ólafía Kristín Magnúsdóttir

Elsku mamma og amma, það er erfitt að vita að þú sért farinn frá okkur og að við sjáum þig ekki meira í þessu lífi. Það þyrfti mörg blöð til að þakka þér fyrir það yndislega líf sem þú gafst okkur sem við geymum í hjarta okkar þar til við hittumst næst. Elsku mamma og amma, megi guðs englar vaka yfir þér og breiða vængi sína um þig. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 54 orð

Ólafía Kristín Magnúsdóttir

Elsku amma mín, nú ert þú farin frá mér. Mig langar að kveðja þig með þessu fallega versi: Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkstu með Guði Guð þér nú fylgi hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Guð geymi þig. Þín Ágústa. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 110 orð

Ólafía Kristín Magnúsdóttir

Elskulega amma okkar, nú er sá dagur runninn upp að við kveðjum þig í hinsta sinn. Nú ert þú komin til æðri heima eftir löng og ströng veikindi, þar sem ljósið skín á móti þér. Við þökkum þér allar þær góðu stundir sem við áttum með þér sem munu áfram lifa í hjörtum okkar. Við kveðjum þig með litlum sálmi sem þú hélst svo mikið uppá og þú kenndir honum pabba. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 211 orð

Ólafía Kristín Magnúsdóttir

Ástkær amma mín, "amma á Skúló" eins og hún var kölluð af barnabörnunum, er farin. Það er huggun í sorginni að vita að hún er hjá góðu fólki og hvílist eftir erfið veikindi, en samt er söknuðrinn mikill. Amma mín var stór hluti af minni barnæsku, ég sóttist í að vera hjá henni sem oftast enda voru barnabörnin alltaf meira en velkomin. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 22 orð

Ólafía Kristín Magnúsdóttir

Ólafía Kristín Magnúsdóttir Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. (Höf. óþ.) Þín Guðný. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 109 orð

Ólafía Kristín Magnúsdóttir

Ólafía Kristín Magnúsdóttir Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 103 orð

Ólafía Kristín Magnúsdóttir

Elsku mamma mín, ég mun alltaf sakna þín. Við áttum saman góðar stundir sem gleymast ei, við gátum hlegið saman á góðum stundum og leitað huggunar hvor hjá annarri þegar eitthvað bjátaði á. Elsku mamma mín, í minninguni geymi ég hlýja hönd þína við vanga minn. Ég þakka þér fyrir alla þína ást og styrk, megir þú njóta Guðs blessunar. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 291 orð

Ólafía Kristín Magnúsdóttir

Elsku Ólafía frænka. Sá dagur rennur upp hjá okkur öllum að við kveðjum þetta líf. Lífið sem Guð gaf okkur, lífið sem hann ætíð leiddi okkur í gegnum og var okkur nálægur bæði í gleði og sorg. En þó svo að lífið taki enda heldur sólin áfram að skína á himninum. Hún Olla frænka var alltaf svo góð við mig, hún kjassaði mig og kyssti í hvert skipti sem við hittumst. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 217 orð

ÓLAFÍA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR

ÓLAFÍA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR Ólafía Kristín Magnúsdóttir fæddist á Þverhamri í Breiðadal 29. febrúar 1928. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. september síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Magnúsar Magnússonar, f. 18. apríl 1883, d. 12. desember 1969, bónda á Þverhamri í Breiðadal, og konu hans Ingigerðar Guðmundsdóttir, f. 29. október 1888, d. 28. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 146 orð

Signý Þorgeirsdóttir

Vertu sæl, vor litla, hvíta lilja, lögð í jörð með himnaföður vilja, leyst frá lífi nauða, ljúf og björt í dauða lést þú eftir litla rúmið auða. (M. Joch.) Elsku Signý. Bara að þú vissir hvað við söknum þín mikið og hvað það er sárt að sjá á eftir þér án þess að fá tækifæri til að kveðja þig. Þú sem varst svo lífsglöð og blíð og alltaf svo hógvær. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 305 orð

Signý Þorgeirsdóttir

Elsku Signý mín er farin. Það er allt of erfitt að kveðja þig og mér datt ekki í hug að ég þyrfti að gera það næstum því strax, við áttum eftir að gera svo margt saman. Þú sem varst í alveg rosalega góðu skapi á föstudaginn þegar við fórum í bæinn að leita að kjól fyrir busaballið. Þú varst svo svekkt yfir því að finna engan kjól og vissir ekkert hvað þú áttir að gera. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 267 orð

Signý Þorgeirsdóttir

Elsku Signý. Nú ertu komin á annan og betri stað. Þó að það sé erfitt þá neyðist ég til að trúa því að þú hafir orðið bráðkvödd og ég verð að kveðja þig. Með örfáum orðum vil ég fá að minnast þín og þakka þér fyrir allar okkar samverustundir. Við kynntumst fyrst þegar þú komst í Lækjarskóla í 6. bekk. Við voum þá hvor í sínum bekknum en urðum góðir kunningjar. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 276 orð

Signý Þorgeirsdóttir

Elsku Signý. Engin orð fá því lýst hversu erfitt það er að kveðja ástvini sem falla frá og sorgin verður þung. En gleymum því ekki að það sem við syrgjum nú er það sem við áður glöddumst yfir. Og þú fylltir líf okkar svo sannarlega gleði. Það er frekar erfitt að hafa þig ekki hjá okkur, vitandi af þér á himninum brosandi til okkar. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 224 orð

Signý Þorgeirsdóttir

Elsku Signý mín. Mikið getur þessi tilvera verið óendanlega óréttlát. Þú varst yngst og svo lánsöm að alast upp í ást og hlýju hjá góðri móður í stórum systkinahópi, sem gættu þín vel. Móðir ykkar vildi ekki að þið væruð á dagheimili svo hún kaus að vinna á nóttunni svo hún gæti verið með ykkur á daginn. Svo tók hún að sér skúringar á kvöldin og þú, Borgný og Haddi hjálpuðuð henni. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 99 orð

Signý Þorgeirsdóttir

Til minningar um yndislega skólasystur okkar, Signýju Þorgeirsdóttur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 442 orð

Signý Þorgeirsdóttir

Jæja, elsku Signý mín. Nú ertu farin frá okkur og það er ekkert sem ég get gert til að koma í veg fyrir það. Mér finnst svo ósanngjarnt að þú skulir hafa verið tekið frá okkur, því þú varst best. Þetta kom bara svo óvænt að maður trúði þessu ekki. Þegar mér var sagt frá því að þú værir dáin hélt ég að einhver væri bara að djóka í mér, þetta var bara svo óraunverulegt. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 365 orð

Signý Þorgeirsdóttir

Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur ­ þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 183 orð

Signý Þorgeirsdóttir

Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga' og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins mín sofðu vært, Hann, sem þér huggun sendi, Hann elskar þig svo kært. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 26 orð

SIGNÝ ÞORGEIRSDÓTTIR

SIGNÝ ÞORGEIRSDÓTTIR Signý Þorgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 20. mars 1982. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 4. september síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 804 orð

Sveinhildur Vilhjálmsdóttir

Látin er í Neskaupstað mágkona og föðursystir, Sveinhildur Vilhjálmsdóttir, tæplega níræð að aldri. Sveinhildur fæddist í Hátúni í Norðfirði árið 1909 og ól þar allan aldur sinn. Saga hennar er því samofin sögu Hátúns og sögu Norðfjarðar á öldinni sem nú fer senn að ljúka. Hugir okkar leita til baka til sumarsins 1947. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 441 orð

Sveinhildur Vilhjálmsdóttir

Látin er í hárri elli tengdamóðir mín, Sveinhildur Vilhjálmsdóttir, þrotin að kröftum og södd lífdaga en þó fram til hins síðasta um margt ótrúlega vel heima um atburði líðandi stundar úr útvarpsfréttum með sitt ótrúlega minni og þekkingu á mönnum og málefnum, ekki síst um ættartengsl og atvinnuhætti um Austurland framan af öldinni sem hún hefur nánast verið samferða. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 324 orð

SVEINHILDUR VILHJÁLMSDÓTTIR

SVEINHILDUR VILHJÁLMSDÓTTIR Sveinhildur Vilhjálmsdóttir fæddist í Hátúni á Nesi í Norðfirði, eins og staðurinn hét þá, 18. nóvember 1909. Hún lést á sjúkrahúsinu Norðfirði 8. september síðastliðinn á nítugasta aldursári. Foreldrar hennar voru Kristín Árnadóttir, f. 8. október 1887, d. 12. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 258 orð

Ögmundur Eyþór Svavarsson

Með nokkrum orðum vil ég minnast Ögmundar Svavarssonar, samstarfsfélaga og vinar til margra ára, og þakka honum um leið hlýhuginn og vináttuna sem hann sýndi mér alla tíð. Fyrstu kynni okkar Ögmundar voru þegar hann aðstoðaði okkur móður mína við byggingu Smáragrundar 6 á Sauðárkróki. Meira
16. september 1999 | Minningargreinar | 30 orð

ÖGMUNDUR EYÞÓR SVAVARSSON

ÖGMUNDUR EYÞÓR SVAVARSSON Ögmundur Eyþór Svavarsson fæddist á Sauðárkróki 30. mars 1928. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 23. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Sauðárkrókskirkju 28. ágúst. Meira

Daglegt líf

16. september 1999 | Neytendur | 253 orð

Munaði meira en helmingi á verði tölvuþjónustunnar

Mörg fyrirtæki og heimili nýta sér þjónustu tölvufyrirtækja með nettengingu og fyrirtæki eru gjarnan með svokallaða ISDN-tengingu. Það getur borgað sig að gera verðsamanburð eins og fram kom þegar Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. fór að skoða hvað þjónustan kostar lögmannsstofuna hans. "Um skeið hefur lögmannsstofan átt viðskipti við Nýherja. Í júlí sl. borgaði stofan 24. Meira
16. september 1999 | Neytendur | 313 orð

Tilraun með heimakstur ábyrgðarbréfa

FYRIR skömmu hófst tilraun Íslandspósts hf. með heimkeyrslu á ábyrgðarbréfum til heimila og fyrirtækja. Að sögn Arnar Skúlasonar, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Íslandspósts, er um tilraun að ræða og markmiðið að meta kosti þjónustunnar og ennfremur að skoða í framhaldinu kostnað við útkeyrslu á ábyrgðarbréfum. Meira
16. september 1999 | Neytendur | 687 orð

Verð í Bónusi hefur hækkað um 3,7%

Ný verðkönnun samstarfsverkefnis Neytendasamtakanna og ASÍ-félaga á höfuðborgarsvæðinu leiðir í ljós að verð á matvöru er lægst í Bónusi. Sú verslun hefur engu að síður hækkað vöruverðið mest frá síðustu könnun í júlí sl. eða um 3,7%. Nokkur verðmunur er milli verslana sem hafa sameiginleg innkaup. Meira

Fastir þættir

16. september 1999 | Í dag | 37 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 17. september, verður fimmtugur Sigurður Jóhannsson kerfisfræðingur, Hagalandi 16, Mosfellsbæ. Eiginkona hans er Margrét D. Kristjánsdóttir. Þau hjónin taka á móti ættingjum og vinum á morgun eftir kl. 15 á heimili sínu. Meira
16. september 1999 | Í dag | 41 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 17. september, verður sextugur Guðmundur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Nesskipa hf., til heimilis að Barðaströnd 33, Seltjarnarnesi. Eiginkona hans er Ólöf Guðfinnsdóttir ferðafræðingur. Þau taka á móti gestum í Félagsheimili Seltjarnarness við Suðurströnd á afmælisdaginn milli kl. 17­20. Meira
16. september 1999 | Í dag | 30 orð

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 16. september, verður sjötíu og fimm ára Hjálmar B. Júlíusson, Norðurgötu 54, Akureyri. Hann er í óvissuferð á afmælisdaginn með kærustu sinni, Jódísi Kr. Jósefsdóttur. Meira
16. september 1999 | Í dag | 29 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 16. september, verður níræð Þórunn Ágústsdóttir, Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Hún tekur á móti gestum í sal dvalarheimilisins á afmælisdaginn milli kl. 15 og 18. Meira
16. september 1999 | Í dag | 29 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 16. september, verður níræð Guðrún Magnúsdóttir, Skúlagötu 72. Hún tekur á móti gestum í Ásgarði, Glæsibæ, laugardaginn 18. september milli kl. 15 og 18. Meira
16. september 1999 | Í dag | 334 orð

Alfa í Hafnarfjarðarkirkju

HVER er tilgangur lífsins? Hvað gerist þegar þú deyrð? Hvaða heimildir eru utan Biblíunnar um Jesúm Krist? Þetta er nokkrar af þeim spurningum sem fjallað verður um á samkirkjulegu Alfa-námskeiði sem hefst fimmtudagskvöldið 30. september nk. í Vonarhöfn Strandbergs, safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju. Meira
16. september 1999 | Fastir þættir | 453 orð

ÁR ALDRAÐRA Jenna Jensdóttir "Þegar hinir ungu kveðja"

Hvert okkar hefur í höndum kærleikann, hann er það fjöregg sem okkur býðst að nota í samskiptum við allt er anda dregur. "Tónarnir sem hverfa þegar hjarta grætur skilja margt eftir góðvildin gleymist ekki sumt verður eftir bak við auga..." (Anna S. Snorradóttir) Meira
16. september 1999 | Fastir þættir | 103 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Þriðjudaginn 7. sept. spiluðu 16 pör Mitchell-tvímenning og urðu eftirtalin pör efst í N/S:Jón Stefánsson - Sæmundur Björnsson220Garðar Sigurðsson - Baldur Ásgeirsson176Rafn Kristjánss. - Magnús Halldórss.176Lokastaða efstu para í A/V: Ólafur Ingvarsson - Þórarinn Árnason226Lárus Hermannss. - Ólafur Lárusson182Bragi Salomonss. Meira
16. september 1999 | Fastir þættir | 219 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Spilaðar verða 3 lotur og gilda úrslit úr 2 af 3, þannig að menn geta enn bæst í hópinn. Spilað er í Hreyfilshúsinu kl. 19.30 á mánudagskvöldum. Bridsfélag Kópavogs Vetrarstarf hefst fimmtudaginn 16. september. Spilað er í Þinghól, Kópavogi og hefst spilamennska kl. 19.45. Fyrstu keppnir ársins verða sem hér segir: 16. sept. Meira
16. september 1999 | Fastir þættir | 319 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Dagskrá Brids

Ákveðið hefur verið, að undangenginni skoðanakönnun meðal félagsmanna Bridgefélags Reykjavíkur, að þriðjudagar verði aðal spilakvöld félagsins í vetur. Útsendingar sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar á leikjum í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöldum hafa dregið úr þátttöku félagsmanna og því var þessi ákvörðun tekin. Í skoðanakönnuninni kom fram eindreginn vilji félagsmanna til breytingarinnar. Meira
16. september 1999 | Í dag | 37 orð

GRAFSKRIFT

Sálarhöllu hárri, er hrapaði rammbyggð, skilar hér jörð Jón Espólín. Önd hins alkristna ofar stjörnum fögur og fölskvalaus fann sinn elskhuga. En lærdómsverk hans lengur hjá lýðum vara, en grafletur á grjóti. Bjarni Thorarensen (1786/1841) Ljóðið Grafskrift. Meira
16. september 1999 | Dagbók | 948 orð

Í dag er fimmtudagur 16. september, 259. dagur ársins 1999. Orð dagsins:

Í dag er fimmtudagur 16. september, 259. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Meðan ég er í heiminum, er ég ljós heimsins. (Jóhannes 9, 5.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Shoei Maru 5, Ryoan Maru 88 og Koey Maru 81 komu í gær. Meira
16. september 1999 | Fastir þættir | 789 orð

Morozev· ich teflir á Íslandi

24. ­ 26.9 1999 EINUNGIS Kasparov, Anand og Kramnik eru stigahærri en Alexander Morozevich sem tefla mun hér á landi helgina 24.­26. september. Tilefnið er Evrópukeppni taflfélaga. Taflfélagið Hellir og Taflfélag Reykjavíkur sjá í sameiningu um einn af undanrásarriðlum keppninnar, sem fram fer í Hellisheimilinu að Þönglabakka 1. Liðin sem taka þátt í keppninni eru: Meira
16. september 1999 | Fastir þættir | 870 orð

Styrkir til náms Mér þætti hins v

Styrkir til náms Mér þætti hins vegar vænt um ef Björn myndi segja eitthvað um það hvort hann sé hlynntur því að komið yrði á fót öflugu styrkjakerfi til þess að tryggja að ekki einungis hinir sterkefnuðu geti farið í það háskólanám sem hugur þeirra stefnir til. Meira
16. september 1999 | Í dag | 448 orð

Talsverðar umræður hafa orðið um tillögu Þórhalls Vilmundarsona

Talsverðar umræður hafa orðið um tillögu Þórhalls Vilmundarsonar um götunöfn í nýju hverfi í Grafarholti. Einkum hafa komið fram efasemdir um að hverfið verði látið heita Þúsaldarhverfi. Þetta er dálítið skrýtið nafn en er þó í samræmi við hugmyndina sem Þórhallur byggir á, þ.e. að nefna götur í hverfinu eftir íslenskum landkönnuðum og forystumönnum kristnitöku á Íslandi. Meira
16. september 1999 | Í dag | 587 orð

Tollstjóri hótaði uppboði

ÞAÐ er ljóst að tollstjórinn í Reykjavík hefur engan áhuga á samskiptum við viðskiptavini sína. Ég og maðurinn minn, sem erum bæði skilvíst fólk, fengum sent sama daginn hasarbréf frá tollstjóra þar sem hann hótaði uppboði á fasteignum okkar. Upphæðin í skuld var kr. 4.862. Ágústrukkunina fyrir fasteignagjöldunum höfðum við aldrei fengið. Meira

Íþróttir

16. september 1999 | Íþróttir | 87 orð

Átta í leikbann á laugardag

ÁTTA leikmenn úr efstu deild karla voru úrskurðaðir í leikbann á fundi Aganefndar KSÍ á þriðjudaginn og missa þeir allir af leikjum lokaumferðar Íslandsmótsins á laugardaginn. Þyngsta refsingu fékk Stefán M. Ómarsson, Val, hann hlaut tveggja leikja bann fyrir brottrekstur af leikvelli í leik Vals og Fram sl. laugardag. Hinir sjö leikmennirnir fengu eins leiks bann. Meira
16. september 1999 | Íþróttir | 182 orð

Birgir Leifur á átta undir pari

BIRGIR Leifur Hafþórsson, atvinnumaður í golfi frá Akranesi, er jafn Englendingnum Paul Simpson í öðru sæti í forkeppni fyrir aðalmótaröð Evrópu á Five Lakes-vellinum í Essex í Englandi. Birgir Leifur, sem lék á 69 höggum í gær, er einu höggi á eftir Simon Burnell frá Englandi, sem er á níu höggum undir pari. Birgir Leifur lék á 67 höggum, fimm undir pari, í fyrradag. Meira
16. september 1999 | Íþróttir | 337 orð

Brasilíumenn líklega áfram hjá Leiftri

Líklegt er að Brasilíumennirnir þrír sem leikið hafa með Leiftri í sumar verði áfram hjá liðinu á næsta ári. Þorsteinn Þorvaldsson, formaður Leifturs, sagði að þeim hefði verið boðinn tveggja ára samningur og er búist við að hann verði samþykktur. Nær öruggt er að Páll Guðlaugsson, þjálfari liðsins undanfarin tvö ár, verði ekki áfram. Meira
16. september 1999 | Íþróttir | 405 orð

FÁHEYRÐUR atburður átti sér stað í

FÁHEYRÐUR atburður átti sér stað í leik Portsmouth og Blackburn í ensku deildabikarkeppninni á miðvikudag er skyndilega leið yfir Aaron Flahavan markvörð Portsmouth þegar hann hugðist sparka boltanum frá marki. Meira
16. september 1999 | Íþróttir | 571 orð

"Hlébarðarnir" slegnir út af laginu

SAMEINAÐ lið Reykjanesbæjar kom andstæðingum sínum í forkeppni að Evrópumóti félagsliða, Korac-Cup, sannarlega í opna skjöldu í Keflavík í gærkvöldi. Suðurnesjamennirnir kjöldrógu enska liðið London Leopards, 111:75, og sýndu frábær tilþrif. Liðið leikur síðari leikinn gegn "hlébörðunum" á þriðjudag. Meira
16. september 1999 | Íþróttir | 224 orð

Ísland fellur um eitt sæti

ÍSLAND féll um eitt sæti frá fyrra mánuði á styrkleikalista FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins, en listinn fyrir september var gefinn út í gær. Þar er Ísland í 49. sæti. Þrátt fyrir allt hefur Ísland bætt stöðu sína á listanum um fimmtán sæti frá því í desember í fyrra. Sem fyrr eru Brasilíumenn í sérstöðu á listanum, þeir halda örugglega efsta sætinu. Meira
16. september 1999 | Íþróttir | 219 orð

Staðið í ströngu í janúar

ÍSLENSKA karlalandsliðið í handknattleik, sem sækir Makedóníumenn heim til Skopje á sunnudag, mun standa í ströngu í janúarmánuði, hvort sem liðið heldur forskoti sínu gegn Makedóníu um helgina eður ei. Ef það tekst, leikur liðið eins og kunnugt er í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í Króatíu. Meira
16. september 1999 | Íþróttir | 166 orð

Stjarnan áfrýjaði

STJÖRNUMENN hafa áfrýjað úrskurði Knattspyrnudómstóls Reykjaness þriðjudaginn 7. september sl. til dómstóls KSÍ. Úrskurðurinn var á þá leið að úrslit leiks Stjörnunnar og FH í 1. deild karla fimmtudaginn 26. ágúst, skyldu standa óbreytt, 1:1, en Stjörnumenn lögðu fram kæru sökum þess að Jón Grani Garðarsson, er lék fyrir FH í treyju númer ellefu í leiknum, var ekki skráður á leikskýrslu. Meira
16. september 1999 | Íþróttir | 281 orð

TVEIR stjórnarmenn hjá enska

TVEIR stjórnarmenn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Leicester eru sagðir hafa sagt af sér embætti, samkvæmt tilkynningu frá félaginu í vikunni. Fjölmiðlar í Englandi hermdu að John Elsom og Rodney Walker hefðu hætt í kjölfar deilu á stjórnarfundi síðastliðinn föstudag. Meira
16. september 1999 | Íþróttir | 311 orð

Var hreint út sagt frábært

FRIÐRIK Ingi Rúnarsson, sem þjálfar lið Reyknesinga ásamt Sigurði Ingmundarsyni, var að vonum ánægður með leikinn. "Þetta var hreint út sagt frábært. Það small allt saman hjá okkur og stemmningin var ótrúleg í liðinu." Friðrik sagði þá Sigurð hafa skipað sínum mönnum að sækja strax í upphafi leiks. "Þetta gerðu menn og það skilaði sínu. Meira
16. september 1999 | Íþróttir | 77 orð

Yfirburðir

SAMEINAÐ körfuknattleikslið Reykjanesbæjar, er keppti undir merkjum Íþróttabandalags Reykjaness, gersigraði enska liðið London Leopards í fyrri leik liðanna í svonefndu Korac- Cup, einu Evrópumótanna, 111:75, í Keflavík í gær. Sameinaðir Suðurnesjamenn, sem hafa löngum eldað grátt silfur saman, léku á als oddi og slógu gestina útaf laginu ­ sýndu frábæran leik. Meira
16. september 1999 | Íþróttir | 556 orð

Þetta var ótrúlegt

LEIKUR Lundúnaliðsins kom íslenskum áhorfendum á óvart. Þrátt fyrir að líta vígreifir út í upphitun voru þeir andlausir og getulausir á vellinum. Billy Mims, hinn bandaríski þjálfari liðsins, lá ekki á skoðunum sínum eftir leikinn og var með skýringar á reiðum höndum á óförum sinna manna. Meira
16. september 1999 | Íþróttir | 135 orð

Þétt dagskrá í vændum?

TAKIST liði Reykjanesbæjar að halda 36 stiga forskoti sínu í síðari leiknum gegn London Leopards í London Arena-höllinni í höfuðborg Englands á þriðjudag kemst liðið í riðlakeppni fjögurra evrópskra félagsliða, þar sem leikið er heima og heiman í október og nóvember. Meira

Úr verinu

16. september 1999 | Úr verinu | 124 orð

Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva

SAMTÖK fiskvinnslustöðva halda aðalfund sinn á Skíðaskálanum í Hveradölum föstudaginn 17. september. Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 10 árdegis og lýkur um kl. 17.15, en síðan verður Sjóminjasafn Jósafats Hinrikssonar skoðað. Ásamt venjulegum aðalfundarstörfum kennir margra grasa á fundinum. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra heldur erindi. Meira
16. september 1999 | Úr verinu | 334 orð

Fleiri og betri kostir en MSC

TIL eru fleiri og betri valkostir en Marine Stewardship Council þegar kemur að umhverfismerkingum sjávarafurða. Þetta kom fram á fundi Fiskifélags Íslands um aðgerðir stjórnvalda og sjávarútvegs vegna umhverfismerkinga sem haldinn var í tengslum við Íslensku sjávarútvegssýninguna. Meira
16. september 1999 | Úr verinu | 223 orð

Kolmunnaveiðin farin að glæðast fyrir austan

ÓLI í Sandgerði var kominn með um 350 tonn af kolmunna í gær og Hólmaborg um 320 tonn en kolmunnatorfa fannst vestan við Þórsbankann í fyrradag. "Allir sem eru á kolmunna eru hérna og eru skipin komin með frá 100 tonnum upp í um 350 tonn," sagði Marteinn Einarsson, skipstjóri á Óla í Sandgerði, þegar Morgunblaðið ræddi við hann. Meira
16. september 1999 | Úr verinu | 130 orð

Njörður gefur út Sjávarsýn

NJÖRÐUR, félag meistaranema í sjávarútvegsfræðum við Háskóla Íslands, ákvað á liðnu hausti að gefa út skólablað og hefur nú gefið út blaðið Sjávarsýn. Markmiðið með útgáfunni er "að kynna námið fyrir öðrum háskólanemum og aðilum tengdum sjávarútvegi og vekja máls á þeirri frjóu umræðu um sjávarútveg sem fer fram innan veggja Háskóla Íslands", eins og segir m.a. í ritstjórnarspjalli. Meira

Viðskiptablað

16. september 1999 | Viðskiptablað | 1032 orð

Aðstoðarmaður í stað einkaritara

EVRÓPUSAMTÖK aðstoðarmanna forstjóra (European Management Assistants ­ EUMA) halda árlega ráðstefnu sína innan skamms á Íslandi. Samtökin eru 25 ára á þessu ári og eru félagsmenn um 1.800 í 25 aðildarlöndum. Margrét Óskarsdóttir, kynningarfulltrúi EUMA á Íslandi, segir undirbúning hafa staðið í á annað ár og er búist við á þriðja hundrað gestum. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 546 orð

Akstursárið óviðunandi

SIGURÐUR Bragi Guðmundsson er fæddur á Ísafirði árið 1958 en uppalinn í Reykjavík og í Neskaupstað. Hann byrjaði ungur að vinna í fiskvinnslu sem leiddi hann í Fiskvinnsluskólann. Þaðan lauk hann prófi árið 1979 en starfaði með námi sem frystihússtjóri víðs vegar um landið. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 79 orð

Aukin þjónusta TNT Hraðflutninga

TNT Hraðflutningar taka nú á móti sendingum til kl. 18 þriðjudaga til föstudaga en til 15.30 á mánudögum eftir að Flugleiðir og TNT endurnýjuðu samning sín á milli, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Íslandspósti sem er umboðsaðili alþjóðahraðflutningafyrirtækisins TNT. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 113 orð

Barclays lokar reikningum í eigu Rússa

HINN virti breski banki, Barclays, hefur ákveðið að loka fjölda bankareikninga í eigu Rússa þar sem bankinn getur ekki lengur ábyrgst að fé sem þar er ávaxtað sé fengið eftir löglegum leiðum. Að sögn yfirmanna bankans er í mörgum tilvikum einnig óljóst hverjir eru raunverulegir eigendur reikninganna. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 1816 orð

Batnandi hagur í bættu árferði Rekstrarafkoma viðskiptabankanna var mjög góð og juku allir bankarnir hagnað sinn umtalsvert. Á

ÐHagnaður viðskiptabankanna jókst umtalsvert fyrstu sex mánuði ársins í samanburði við í fyrra Batnandi hagur í bættu árferði Rekstrarafkoma viðskiptabankanna var mjög góð og juku allir bankarnir hagnað sinn umtalsvert. Á fyrstu sex mánuðum ársins 1999 skiluðu þeir samanlögðum hagnaði sem nemur 2. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 243 orð

Baugur kaupir hlut Gaums í Lyfjabúðum hf.

BAUGUR hf. hefur keypt hluta Gaums ehf. í Lyfjabúðum hf. fyrir 493 milljónir króna. Íslandsbanki-F&M var fenginn til að meta fyrirtækið og var byggt á lægsta verðmati bankans. Baugur á eftir kaupin 82% hlutafjár í Lyfjabúðum hf. en gerir ráð fyrir að selja hluta þess til fagfjárfesta. Stefnt er að því að setja fyrirtækið á markað innan árs. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 123 orð

Brotist inn á vefsíðu Nasdaq

BROTIST var inn á vefsíðu kauphallanna Nasdaq og American Stock Exchange (Amex) í gær. Engin merki þess að átt hefði verið við tölur eða önnur gögn, fundust. Kauphallirnar sameinuðust nýlega. Tölvuþrjótarnir skildu eftir skilaboð í líkingu við veggjakrot og bjuggu til netfang innan tölvukerfis Nasdaq þar sem þeir lögðu til að öryggisskilmálar yrðu rýmkaðir. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 306 orð

Burðarás hefur fjárfest fyrir þrjá milljarða á árinu

BURÐARÁS hf., eignarhaldsfélag Eimskips, hefur fjárfest fyrir tæplega þrjá milljarða króna á fyrstu átta mánuðum ársins og er það talsvert meira en félagið fjárfesti fyrir á öllu síðasta ári. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi Eimskips. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 122 orð

Býður bækur ókeypis á Netinu

BRESKI bókaútgefandinn Dorling Kindersley hefur ákveðið að veita ókeypis aðgang að þeim bókum sem fyrirtækið gefur út á Netinu. Markmiðið er að skapa bókaverslun á Netinu þar sem fólk getur lesið eða flett í gegnum bækur áður en það ákveður að kaupa þær. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 1218 orð

Dollarakreppa? Sjónarhorn Í dag gerast hlutirnir hratt. Fyrir rúmu ári voru asískir gjaldmiðlar að hrynja, vogunarsjóðir (e.

Í dag gerast hlutirnir hratt. Fyrir rúmu ári voru asískir gjaldmiðlar að hrynja, vogunarsjóðir (e. hedge funds) riðuðu til falls og hættuástand var við það að skapast á heimsmörkuðum, segir Benedikt K. Magnússon. Nú eru asískir gjaldmiðlar ef eitthvað er of sterkir, dollarinn undir miklum þrýstingi og á heimsmörkuðum er hugsanlega að skapast hætta á ný. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 90 orð

Elf fjárfestir í Alsír

FRANSKA olíufélagið Elf Aquitaine hefur tilkynnt um 40% fjárfestingu í vinnslurétti á einu stærsta olíusvæði í Alsír. Dótturfyrirtæki Elf, Elf Hydrocarbures Algerie, og alsírski huti bandaríska olíufélagsins Arco hafa gert með sér samning um nýtingu á svæðinu. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 425 orð

Farsælasta ráðstöfun á tekjuafgangi ríkissjóðs

SÉRFRÆÐINGAR hjá F&M telja aðgerðir stjórnvalda um að fela Lánasýslu ríkisins að greiða upp ríkisverðbréf fyrir allt að 7.000 milljónir króna umfram sölu til áramóta, jákvætt skref og farsælustu ráðstöfun á tekjuafgangi ríkissjóðs fyrir þjóðarbúið sem unnt var að ráðast í. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 304 orð

Framboð innlendra skuldabréfa að aukast

Fjármálaráðherra hefur sem kunnugt er falið Lánasýslu ríkisins að greiða upp ríkisverðbréf fyrir allt að 7.000 milljónir króna umfram sölu til ársloka. Fjármálastofnanir hafa boðað að þessar aðgerðir leiði til lækkunar ávöxtunarkröfu á markaði en að mati Búnaðarbankans-Verðbréfa vinnur margt gegn því. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 109 orð

Gjaldeyriskaup á Wall Street án kostnaðar

VEGNA vaxandi áhuga á verðbréfaviðskiptum á Wall Street á Vefnum í gegnum Kauphöll Landsbréfa hafa Landsbréf ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á tilboð sem felst í því að dagana 16. og 17. september býðst viðskiptavinum Kauphallar Landsbréfa að eiga gjaldeyriskaup í Kauphöllinni þeim að kostnaðarlausu. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 136 orð

Guðrún Björnsdóttir hefur hafið störf sem framkvæmdastjóri FS

GUÐRÚN starfaði hjá Úrvali-Útsýn og Flugleiðum árin 1984­1986 og hjá KRON og Miklagarði sem innkaupastjóri árin 1987­1990. Árið 1995 lauk hún B.A. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Á lokaári í viðskiptafræði hóf hún störf hjá Össuri hf. Þar kom hún að ýmsum verkefnum og hafði þ.ám. umsjón með stofnun og mótun starfsemi fyrirtækisins í Lúxemborg. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 114 orð

Hagnaður Gucci eykst

TILKYNNT hefur verið um 6% aukningu á hagnaði ítalska tískuhússins Gucci á öðrum fjórðungi fjárhagsárs fyrirtækisins, sem lauk 31. júlí, miðað við sama tíma í fyrra. Tekjur jukust um 87%, aðallega vegna vaxtatekna. Talsmenn fyrirtækisins hafa ekki svarað orðrómi um 710 milljóna dollara yfirtökutilboð Gucci í keppinautinn Fendi. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 439 orð

Hugmyndin sótt til HÍ

HOLLRÁÐ heitir nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf um bætta mannlega líðan samhliða almennri náms- og starfsráðgjöf. Fyrirtækið er í eigu Ástu Ragnarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns Námsráðgjafar við Háskóla Íslands. Hún segir hugmyndina byggða á reynslu sinni við störf sín við HÍ þar sem nemendur glíma við mjög ólík og fjölbreytileg vandamál í námi og einkalífi. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 2262 orð

HVAR LIGGJA ENDIMÖRK VAXTAR OG GRÓÐA?

RICHARD A. Grasso, forstjóri Kauphallarinnar í New York, kom við á Íslandi á mánudaginn og hélt m.a. tölu fyrir fólk úr atvinnulífinu á Bessastöðum. Það hefur allt gengið í haginn í höfuðvígi kapítalismans, New York Stock Exchange, frá því hann tók þar við æðstu stjórn árið 1995. Grasso varpaði fram ýmsum umhugsunarverðum stærðum og breytingum. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 1618 orð

Íslensk bókaútgáfa á heimsvísu

Fyrirtækið Carol Nord ehf. er stofnað utan um nokkuð óvenjulega viðskiptahugmynd. Stofnandi fyrirtækisins, Halldór Pálsson, hefur á undanförnum árum starfað að útgáfu bóka, bæði hér á landi og erlendis, og hefur nú ráðist í útgáfu á ritröð um ríki Sameinuðu þjóðanna. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 608 orð

Í vesturvíking

HEIMSÓKN Richard A. Grasso, aðalstjórnanda Kauphallarinnar í New York, sætir auðvitað nokkrum tíðindum. Í ávarpi í hádegisverði að Bessastöðum rakti hann m.a. að mikil fjölgun hefði orðið á erlendum fyrirtækjum á New York Stock Exchange (NYSE) og þau sem hefðu fengið skráningu í kauphöllinni nálguðust nú 400. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 103 orð

JC stofnar viðskiptafélag í samvinnu við Verslunarráð

JUNIOR Chamber Ísland hefur ákveðið að stofna viðskiptafélag innan hreyfingarinnar í samvinnu við Verslunarráð og er markmiðið með þessu nýja félagi að bjóða félagsmönnum upp á öflug námskeið með sérstaka áherslu á stjórnun og framsögn, ásamt því að bjóða fjölmörg tækifæri til að vinna að viðskiptatengdum verkefnum. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 115 orð

Kaupir hugbúnað af ÍE

ÍSLENSK erfðagreining hefur selt Hoffmann-La Roche leyfi til að nota hugbúnað sem fyrirtækið hefur þróað og nefnist GeneMiner. Búnaður þessi flýtir verulega fyrir greiningu erfðaefnis og mun koma að góðum notum hjá erfðafræðideild svissneska lyfjafyrirtækisins. Greiðslur fyrir þessi notendaleyfi eru ekki gefnar upp. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 294 orð

Mannabreytingar hjá Landsbankanum

ÞÓRUNN Ragnarsdóttir hefur tekið við stöðu forstöðumanns veðdeildar Landsbankans. Þórunn hefur starfað hjá Landsbankanum í 8 ár. Hún starfaði fyrst sem forstöðumaður lánaafgreiðslu í Bankastræti 7, var ráðin útibússtjóri bankans á Seltjarnarnesi við opnun útibúsins í júlí 1992 og gegndi þeirri stöðu uns hún fluttist til sérfræðistarfa á markaðssviði í febrúar 1996. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 105 orð

Málsókn af hálfu French Connection íhuguð

BRESKA tískuverslunin French Connection sem hefur notað merkið "fcuk" síðan árið 1997 íhugar nú málsókn á hendur Breska íhaldsflokknum vegna notkunar ungliðahreyfingar flokksins, Conservative Future, á merkinu "cfuk". Merkið "fcuk" stendur fyrir French Connection UK og er skrásett vörumerki. Merkið hefur vakið athygli meðal neytenda og ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti þess. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 167 orð

Málsókn yfirvofandi

HIN nýju Samtök verslunar og þjónustu, sem stofnuð voru í fyrradag, gætu átt yfir höfði sér málsókn frá Samtökum verslunarinnar. Haukur Þór Hauksson, formaður Samtaka verslunarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að samtökin ættu nafnið, sem hin nýstofnuðu samtök hefðu tekið sér, og vel kæmi til greina að fara í mál við nýju samtökin ef þau breyttu ekki um nafn. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 100 orð

Microsoft kaupir Visio Corp

MICROSOFT hefur tilkynnt kauptilboð í hugbúnaðarfyrirtækið Visio Corp., sem hannar grafík fyrir viðskiptahugbúnað. Fyrirhugaður kaupsamningur er metinn á 1,3 milljarða dollara, sem samsvarar um 95 milljörðum íslenskra króna, og er gert ráð fyrir að hluthafar í Visio Corp. fái 0,45 hluti í Microsoft í skiptum fyrir hvern einn hlut í Visio Corp. Visio Corp. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 207 orð

Mikill áhugi á hlutabréfum í Össuri

ÁSKRIFTARHLUTA útboðs á hlutafé í Össuri hf. lýkur í dag. Almenningi voru boðnar 22,8 milljónir að nafnverði á genginu 24. Útboði í tilboðsflokki lýkur á morgun en þar eru einnig boðnar út 22,8 milljónir að nafnverði á lágmarksgenginu 24. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 133 orð

Minnkandi atvinnuleysi í Bretlandi

ATVINNULEYSI í Bretlandi mælist nú hið minnsta síðan 1980. Í ágúst fækkaði skráðum atvinnulausum í landinu um rúmlega 22.000 og eru nú um 1,2 milljónir manna á atvinnuleysisbótum í landinu, eða um 4,2% af vinnufærum mannafla. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 98 orð

Motorola kaupir GIC

Bandaríska fjarskiptafyrirtækið Motorola Inc. hefur tilkynnt um kaup á fyrirtækinu General Instrument Corp. (GIC) sem framleiðir búnað til nota fyrir kapalsjónvarp. Uppgefið kaupverð nemur alls 11 milljörðum dollara, sem er jafnvirði meira en 800 milljarða íslenskra króna. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 71 orð

Myndband um gerð íslensks þjóðfélags

Myndbær hefur í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, utanríkisráðuneytið og fleiri aðila framleitt myndina The Icelandic Way of Democracy. Markmið með gerð myndarinnar er að kynna uppbyggingu íslensks þjóðfélags og hvernig það starfar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 68 orð

Námstefnur hjá Vegsauka

VEGSAUKI heldur námstefnur á Grand Hótel Reykjavík á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku og eru fyrirlesarar dr. Paul R. Timm, prófessor við Marriot School of Management, og dr. Sherron Bienvenu, prófessor við Emory University. Fyrirlestrarnir fjalla um bestu aðferðir í þjónustu, árangursríkar kynningar og framkomu, hámarksárangur og velgengni og áhrif fyrir konur í atvinnulífinu. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 99 orð

Netfyrirtækið eVisa stofnað

VISA USA Inc., stærsta greiðslukortafyrirtæki í Bandaríkjunum, hyggst nú stofna sérstakt netfyrirtæki, eVisa. Markmiðið er að gera greiðslukort að helsta gjaldmiðlinum í verslun á Netinu, sem fer vaxandi. Visa er aðili að 52% af netviðskiptum sem fram fara í Bandaríkjunum. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 74 orð

Nútíma vöruskipti í Perlunni

HELGINA 18.­19. september næstkomandi verður sýningin Nútíma vöruskipti á vegum Viðskiptanetsins hf. haldin í Perlunni í annað sinn. Sýningin var síðast haldin árið 1997 og komu um 15.000 gestir á hana. Fjöldi fyrirtækja sem aðild eiga að Viðskiptanetinu munu á sýningunni kynna, sýna og selja fjölbreyttar vörur og þjónustu. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 63 orð

Nýr framkvæmdastjóri, ICEPRO

STEFÁN Jón Friðriksson viðskiptafræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ICEPRO, nefndar um rafræn viðskipti. Stefán tekur við af Jakobi Fal Garðarssyni sem starfar nú sem aðstoðarmaður samgönguráðherra. Stefán er þrjátíu ára og hefur undanfarin tvö ár stundað meistaranám í rekstrarhagfræði við Verslunarháskólann í Kaupmannahöfn. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 360 orð

Nýting fjármagns

ÞAÐ er öllum fyrirtækjum mikilvægt að fjármagn þeirra sé nýtt sem best því að fjármögnun fylgir kostnaður s.s. vaxtagjöld. Nýting fjármagns kemur fyrst og fremst fram í svokölluðum veltuhraða fjármagnsins og þá að sama skapi biðtíma þess. Veltuhraði Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 82 orð

Óskar Valdimarsson nýr forstjóri

FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur skipað Óskar Valdimarsson, verkfræðing, forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins til næstu fimm ára. Óskar hefur verið staðgengill forstjóra og gegnt því starfi undanfarna mánuði. Óskar lauk stúdentsprófi frá MR árið 1975, prófi í verkfræði frá HÍ 1979, MSE-prófi frá University of Alberta, Edmonton, Alberta í Kanada, árið 1981 og prófi í kerfisfræði frá TVÍ 1990. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 192 orð

Óvinveitt tilboð Generali

ÞRIÐJA stærsta tryggingafélag Evrópu, Generali, hefur gert um 12 milljarða dollara tilboð í smærri keppinaut sinn, Instituto Nazionale delle Assicurazioni (INA). Upphæðin samsvarar tæpum 900 milljörðum íslenskra króna. INA er annað stærsta tryggingafélag á Ítalíu, að því er fram kemur á fréttavef CNN. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 369 orð

PwC og BDO-Endurskoðun sameinast

FYRIRTÆKIN BDO-Endurskoðun og PricewaterhouseCoopers hafa gengið frá samningum um samruna félaganna undir nafni þess síðarnefnda. Samningurinn sem undirritaður var á þriðjudag tekur gildi um næstu áramót. Starfsmenn PricewaterhouseCoopers verða 100 eftir samrunann og er áætluð velta fyrirtækisins um 700 milljónir króna. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 211 orð

Spenna á mörkuðum og lækkanir víðast hvar

HLUTABRÉF á bandarískum mörkuðum féllu mjög í verði í gær, þrátt fyrir skýrslu um verðbólguhorfur. Skýrslan dró úr verðbólguótta á Wall Street. Hlutabréf hátæknifyrirtækja féllu í verði og gengi dollars var áfram veikt gagnvart jeni og evru. Gengi dollars gagnvart jeni hækkaði þó lítillega, úr þriggja ára lágmarki í 104,31. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 86 orð

Starfsmannastjóri hjá ÍÚ

JENSÍNA Kristín Böðvarsdóttir hefur verið ráðin starfsmannastjóri ÍÚ og tengdra félaga. Jensína starfaði hjá Gallup frá janúar 1997 til ágúst 1999, fyrst í starfsmannaráðgjöf Gallup en síðar að uppbyggingu og mótun ráðningarþjónustu Gallup og var ráðningarstjóri hennar frá stofnun. Meira
16. september 1999 | Viðskiptablað | 389 orð

Stofnar fyrirtæki með Toshiba-TEC

ÍSLENSKA hugbúnaðarfyrirtækið Hugbúnaður hf. í Kópavogi hefur formlega gengið frá stofnun þjónustufyrirtækis í Bretlandi. Fyrirtækið kallast Retail Solution Center (RSC) og sérhæfir sig í að setja upp afgreiðslukerfi fyrir verslanir og veitingastaði. RSC er samvinnuverkefni Hugbúnaðar hf. og TEC (UK) Ltd. sem er dótturfyrirtæki Toshiba-TEC samsteypunnar í Japan. Meira

Lesbók

16. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1620 orð

LJÓÐAHUNGUR Í CARACAS

NORRÆNU skáldin á ljóðlistarstefnunni í Caracas voru eilítið framandleg. Það var bót í máli að meðal þeirra var sænska skáldið Lasse Söderberg nýkominn frá Kólumbíu, lífsreyndur maður og vel að sér í spænskum bókmenntum, hefur þýtt verk fjölda spænskumælandi skálda á sænsku. Meira
16. september 1999 | Menningarblað/Lesbók | 97 orð

Skilningur þinn

Fyrir þig skilningurinn, fyrir þig umbreytanleg einsemd, fyrir þig hvelfingin eftir sigur á nóttinni, fyrir þig andráin, breytt röddin, samkomulagið, fyrir þig síðasti kjarni ávaxtanna, hið óhagganlega, fyrir þig það sem óttinn fær ekki snert, fyrir þig öll undankoma frá æð tímans, Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.