Greinar fimmtudaginn 23. september 1999

Forsíða

23. september 1999 | Forsíða | 494 orð

Eftirskjálftar hafa hamlað björgunarstarfi

ÖFLUGIR eftirskjálftar hömluðu björgunarstarfi á Taívan í gær, þar sem að minnsta kosti 2.008 hafa fundist látnir eftir jarðskjálftann á mánudag. Um 4.500 manns hafa leitað læknishjálpar vegna meiðsla og í gærkvöldi var um 2.600 manna enn saknað. Björgunarsveitir frá fjórtán löndum komu til eyjarinnar í gær. Meira
23. september 1999 | Forsíða | 202 orð

Hafna samstarfi við sáttasemjara

ÍSRAELSKA ríkisstjórnin neitaði í gær að hafa samstarf við nýskipaðan sáttasemjara Sameinuðu þjóðanna í málefnum Miðausturlanda þar sem samtökin hefðu ávallt sýnt Ísraelum fjandskap. Þá hafa Ísraelar einnig vísað á bug boði Frakka um að miðla málum í deilu þeirra við Sýrlendinga. Meira
23. september 1999 | Forsíða | 247 orð

Rússar segjast ekki fyrirhuga innrás

RÚSSAR vísuðu í gær á bug vangaveltum um að þeir fyrirhuguðu að gera innrás í Tsjetsjníu, en rússneski herinn hefur myndað varnarlínu við tsjetsjnesku landamærin til að hindra för múslímskra skæruliða þaðan inn í Rússland. Meira
23. september 1999 | Forsíða | 113 orð

Tóbaksframleiðendum stefnt

DÓMSMÁLARÁÐUNEYTI Bandaríkjanna stefndi í gær átta stórum tóbaksframleiðendum með það að markmiði að ná til baka milljörðum bandaríkjadala sem ríkið hefur eytt í heilbrigðisþjónustu vegna sjúkdóma er tengjast reykingum. Meira

Fréttir

23. september 1999 | Innlendar fréttir | 410 orð

12% Grafarvogsbúa hafa notað þjónustu Miðgarðs

RÚMLEGA 12% Grafarvogsbúa á aldrinum 17-75 ára hafa notað þjónustu Miðgarðs á síðustu 12 mánuðum. Flestir þeir sem þekktu þá þjónustu, sem borgin veitir í Grafarvogi, fyrir daga Miðgarðs telja þjónustu Miðgarðs betri en þá sem fékkst áður en hann tók til starfa. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 48 orð

Aðalfundur foreldrafélags sykursjúkra barna

FORELDRAFÉLAG sykursjúkra barna og unglinga halda aðalfund félagsins fimmtudaginn 23. september í veitingahúsinu Sólon Íslandus, Bankastræti. Fundurinn hefst kl. 20:30 með venjulegum aðalfundarstörfum. Síðan munu hópur, sem fór á vegum samtakanna í sumarbúðir í Skotlandi, kynna ferðina. Boðið verður upp á kaffiveitingar að hætti hússins. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 376 orð

Afmælishátíð Skógræktarfélags Kópavogs

SKÓGRÆKTARFÉLAG Kópavogs heldur hátíð í Salnum í Kópavogi laugardaginn 25. september í tilefni 30 ára afmælis félagsins. Hátíðin hefst kl. 14. Þar verður margt á dagskrá, m.a. flautuleikur, saga félagsins verður sögð í máli og myndum, leikþáttur barna úr Kársnesskóla um trén í skóginum, kaffiveitingar, söngur og í lokin verður erindi sem nefnist: Hugleiðing um skógrækt á Íslandi. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 83 orð

Albright ekki til Íslands

LITLAR líkur eru á því að Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, komi til Íslands í næsta mánuði. "Við höfum fengið tilkynningu um það að utanríkisráðherra Bandaríkjanna geti ekki tekið þátt í ráðstefnunni um konur og lýðræði við árþúsundamót," sagði Lane T. Cubstead upplýsingafulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi í gær. Meira
23. september 1999 | Erlendar fréttir | 327 orð

Andreotti aftur fyrir rétt

LOKAÁFANGI réttarhaldanna yfir Giulio Andreotti, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hófst í Palermo á Sikiley í gær, en hann er sakaður um að hafa verið á mála hjá mafíunni. Andreotti, sem nú er áttræður, gegndi embætti forsætisráðherra í sjö ríkisstjórnum. Ákæruvaldið heldur því fram að í skiptum fyrir aðstoð hans hafi mafían meðal annars myrt pólitíska andstæðinga ráðherrans. Meira
23. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 204 orð

Byrjað á 29 íbúðum á stúdentagarði

ÞORSTEINN Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, tók nýlega fyrstu skóflustunguna að nýjum stúdentagarði sem Félagsstofnun stúdenta á Akureyri reisir við Drekagil 21. Meðal viðstaddra við athöfnina var Páll Pétursson félagsmálaráðherra. Í húsinu verða 29 íbúðir. Meira
23. september 1999 | Erlendar fréttir | 124 orð

Diana Ross handtekin

Reuters Diana Ross handtekin Bandaríska söngkonan Diana Ross var handtekin í gær á Heathrow-flugvelli í London fyrir að ráðast á öryggisvörð, konu, sem Diana sakaði um að hafa þuklað á brjóstum sér við líkamsleit. Segist hún hafa svarað í sömu mynt, þuklað á brjóstum konunnar og spurt hvernig henni líkaði það. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 221 orð

Enn hættuástand vegna eftirskjálfta

KRISTÍN Zo¨ega, sem búsett er í Taipei og var í borginni þegar jarðskálftarnir gengu yfir aðfaranótt þriðjudags, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að vegna eftirskjálftanna í gærmorgun hefði skólum og fjölda vinnustaða verið lokað um hádegi. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 246 orð

Flug takmarkað yfir Kársnesi

Í NÝJUM reglum sem Flugmálastjórn gaf út í sumar eru m.a. ákvæði um takmörkun á flugi yfir vesturhluta Kópavogs. Borist höfðu kvartanir frá íbúum á því svæði vegna hávaða frá flugumferð og er liðið rúmt ár frá því að fyrstu formlegu kvartanirnar bárust, að sögn Ólafs Briems, bæjarritara Kópavogsbæjar. Ólafur segir að kvartanir hafi nánast eingöngu borist frá íbúum á Kársnesi. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 158 orð

Framkvæmdir við nýjan Hafravatnsveg hefjast í haust

LOKIÐ er mati á umhverfisáhrifum vegna nýs Hafravatnsvegar og er áætlað að fyrsti hluti vegarins verði tilbúinn fyrir Kristnitökuhátíð árið 2000. Fyrsti áfangi vegaframkvæmdarinnar er 3,4 km. En í þeim áfanga verður lagður nýr vegur að Keldnaselshæð, þaðan sem lagður verður tengivegur að núverandi gatnamótum Hafravatnsvegar og Nesjavallavegar við Dalland. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 157 orð

Fréttabréf um Kötlu

Fagradal - Almannavarnanefnd Mýrdalshrepps hefur hafið útgáfu á fréttabréfinu Kötlu. Þar er miðlað upplýsingum til íbúa svæðisins um eldstöðina og viðbúnað almannavarna. "Tilgangurinn er fyrst og fremst að fræða nágranna Kötlu um eðli kerlingarinnar og síðan að reyna að svara spurningum sem beint er til okkar eða við heyrum að eru í umræðunni," segir Hafsteinn Jóhannesson, Meira
23. september 1999 | Erlendar fréttir | 294 orð

Fyrsti gestur nýs "Berlínarlýðveldis"

EHUD Barak, forsætisráðherra Ísraels, sem er í opinberri heimsókn í Þýskalandi, sagði í gær, að gyðingar yrðu aldrei framar jafn varnarlausir fyrir ofsóknum og þeir voru á dögum síðari heimsstyrjaldar. Í Ísrael hafa margir gagnrýnt Barak harðlega fyrir Þýskalandsheimsóknina og saka hann um tillitsleysi við fórnarlömb Helfararinnar. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 150 orð

Fyrstu bílarnir yfir nýja brú

Morgunblaðið/Golli Fyrstu bílarnir yfir nýja brú UMFERÐ var í fyrsta sinn hleypt á nýja brú yfir Miklubraut við Skeiðarvog í gær. Framkvæmdum er þó ekki lokið en að sögn Sigurðar I. Skarphéðinssonar var reynt að opna brúna sem fyrst til að létta á umferð. Það var einnig gert þegar Höfðabakkabrúin var tekin í notkun. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 514 orð

Gagnast við ræktun, sölu og rannsóknir

Á ANNAÐ hundrað þúsund íslenskra hrossa eru skráð í tölvutækan gagnagrunn Bændasamtakanna. Nánast öll hross hérlendis eru skráð í grunninn, en fyrirhugað er að hefja skráningu á íslenskum hrossum erlendis í janúar árið 2000. Meira
23. september 1999 | Landsbyggðin | 318 orð

Gauksmýrartjörn endurheimt

NÚ er kominn í ljós árangur af aðgerðum til að endurheimta Gauksmýrartjörn á jörðinni Gauksmýri í Vestur-Húnavatnssýslu. Tjörnin var fyrrum um 10 ha að stærð og mýrlendi með bökkum hennar. Þetta land breyttist mjög við framræslu og hvarf vatn að mestu úr tjörninni og mýrlendi þornaði. Á Gauksmýri er ekki lengur stundaður hefðbundinn búskapur. Meira
23. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 332 orð

Gámavinnuskúr undir barnagæslu til umræðu í bæjarstjórn

Gámavinnuskúr undir barnagæslu til umræðu í bæjarstjórn Ekki má geyma börn í gámum ODDUR Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi L-listans á Akureyri, sagði að með tillögu sinni sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar í vikunni hefði tekist að koma í veg fyrir að börn verði geymd í gámum við Þrekhöllina, World Class, Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 241 orð

Gerð snjóflóðavarnargarða lokið á Siglufirði

SNJÓFLÓÐAVARNARGARÐAR verða vígðir á Siglufirði á morgun, föstudag, að viðstöddum umhverfisráðherra, þingmönnum kjördæmisins, stjórn Ofanflóðasjóðs, hönnuðum og öðrum aðilum sem tengjast framkvæmdunum. Bygging garðanna hófst í júní 1998. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 304 orð

Gerður var leynisamningur um yfirtöku FBA

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hélt því fram í gær að gerður hefði verið leynilegur samningur um að vinna að yfirtöku Fjárfestingarbanka atvinnulífsins þegar sparisjóðirnir seldu fjárfestingarfélaginu Orca SA í Lúxemborg hlut sinn í FBA fyrir milligöngu Kaupþings. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 806 orð

"Getum notað símtæknina nánast eins og heyrendur"

"Í DAG er stigið mjög stórt skref fram á við fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta, því þetta forrit hefur miklar breytingar í för með sér. Við getum notað símtæknina nánast eins og heyrendur hafa getað gert. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 632 orð

Gott samstarf eftir að ljóst varð að skýrslan yrði opinber

VINNA við skýrslu Landsvirkjunar um mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar gengur samkvæmt áætlun að sögn Helga Bjarnasonar, deildarstjóra umhverfisdeildar Landsvirkjunar. Gert er ráð fyrir að lokið verði við skýrsluna í lok október og hún verði þá gerð opinber. Meira
23. september 1999 | Erlendar fréttir | 336 orð

Gætu snúist í andhverfu sína

MÓTMÆLAAÐGERÐIR stjórnarandstöðuaflanna í Serbíu á þriðjudag hafa gert lítið til þess að þrýsta á Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta um að láta af embætti og er talið að aðgerðirnar séu nú að snúast í andhverfu sína. Meira
23. september 1999 | Landsbyggðin | 378 orð

Hannar kjóla með "tilfinningu"

Flateyri-Hún heitir Díana Storásen og er sænsk myndlistarkona. Fyrir ári útskrifaðist hún úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands eftir þriggja ára nám í skúlptúr. Áður hafði hún lokið tveggja ára námi í sama fagi í Svíþjóð. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 135 orð

Helgarferð í Landmannalaugar og Jökulgil

FERÐAFÉLAG Íslands fer um næstu helgi, 24.­26. sept., sína árlegu helgarferð í Landmannalaugar og Jökulgil. Brottför er föstudagskvöldið kl. 19 og gist tvær nætur í sæluhúsi Ferðafélagsins í Laugum. Á laugardeginum er ekið inn í Jökulgil eins langt og komist verður á rútu og gengið þaðan til baka í Laugar, um 4­5 klst. göngu. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 812 orð

Hið fyrsta verði fundað um kylfing í banni

GUNNAR Bragason, formaður Golfsambands Íslands, kveðst vera ósamþykkur túlkun framkvæmdastjórnar ÍSÍ um að á lögum sambandsins sé sá veigamikli annmarki að áhugamennskunefndar þess sé ekki getið þar. Hann telji ákvæði í lögum sambandsins þýða að nefndin hafi réttmætan grundvöll. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 169 orð

Hvatningarverðlaun veitt sex ungmennum

Hvatningarverðlaun veitt sex ungmennum SEX ungmennum frá Norðfirði var í gær veitt viðurkenningin "Hvatning forseta Íslands til ungra Íslendinga". Afhenti forseti viðurkenningarnar á hátíðarsamkomu í Íþróttahúsinu í Neskaupstað í gærkvöldi, en hann er nú í fimm daga ferð um Austurland. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 645 orð

Íbúar mótmæla stæðum fyrir stóra bíla

126 íbúar í grennd við Borgaveg hafa mótmælt við borgarstjórn Reykjavíkur áformum um að gerð verði bílastæði fyrir stóra bíla á 2,4 hektara svæði milli Gullengis og Borgavegar. Hverfisnefnd Grafarvogs hefur tekið málið fyrir og óskað eftir að málið verði tekið upp að nýju hjá borgarskipulagi í samræmi við óskir íbúanna. Jákvæðar undirtektir hverfisnefndar Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 121 orð

Íslendingur til hjálparstarfa á Taívan

SÓLVEIG Ólafsdóttir, sem verið hefur sendifulltrúi Rauða kross Íslands í Kína undanfarna mánuði, fór til Taívan í gær til þess að taka þátt í hjálparstarfi vegna jarðskjálftans sem reið yfir landið á mánudag. Meira
23. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 401 orð

Kemur vel til greina að stækka eignarhlutinn í Landsvirkjun

KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, sagði í samtali við Morgunblaðið að vel kæmi til greina að Akureyrarbær stækkaði eignarhlut sinn í Landsvirkjun, enda væri þar um góðan fjárfestingarkost að ræða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefur sagt að tímabært sé að Reykjavíkurborg selji eða leysi til sín sinn hlut í Landsvirkjun. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 112 orð

Kvikmyndasýningar í Goethe-Zentrum

GOETHE-Zentrum á Lindargötu 46 hefur sýningar á röð átta þýskra kvikmynda fimmtudaginn 23. september. Myndirnar verða yfirleitt sýndar annan hvern fimmtudag kl. 20.30 en þar við bætast aukasýningar. 23. september verður sýnd myndin "Nach fünf im Urwald" frá árinu 1995. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 103 orð

Landssímanum ekki skylt að innheimta fyrir Tal

ÚRSKURÐARNEFND fjarskipta- og póstmála felldi í gær úr gildi þá ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar frá í maí að Landssíminn skyldi taka að sér innheimtu og reikningagerð vegna útlandaþjónustu Tals hf. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 236 orð

LEIÐRÉTT Sýknað og kröfum vísað frá

MISTÖK urðu við vinnslu fréttar blaðsins í gær þar sem sagt var frá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í einkamáli á hendur dómnefnd í félagsvísindadeild HÍ, íslenska ríkinu og HÍ. Sagt var að dómurinn hefði vísað frá kröfu stefnanda þess efnis að fellt yrði úr gildi álit dómnefndarinnar um sérstaka tímabundna lektorsstöðu við félagsvísindadeild HÍ. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 130 orð

Leiðtogaþjálfun ISAL

STJÓRNUNARNÁM, sem hlotið hefur nafnið Leiðtogaþjálfun ISAL, er hafið. Námið er ætlað stjórnendum og millistjórnendum Íslenska álfélagsins til að gera þá hæfari í starfi. Námið dreifist á tvo vetur, og eru námslok áætluð vorið 2001. Námið er röð námskeiða sem saman mynda eina heild. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 145 orð

Leitað að jeppa og kerru eftir innbrot

LÖGREGLAN á Hvolsvelli rannsakar nú innbrot, sem framið var í húsnæði Bílfoss við Suðurlandsveg á Hellu aðfaranótt 15. september, þaðan sem stolið var umtalsverðu magni af nýjum hjólbörðum af ýmsum gerðum. Í tengslum við rannsóknina er upplýsinga leitað um ferðir dökkblárrar Toyota Landcruse bifreiðar með yfirbyggða dökka kerru. Kerran er merkt á vinstri hlið "ADDICE". Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 74 orð

Leyfi happdrættis SÍBS framlengt til 2007

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum á þriðjudag frumvarp, sem Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni um breytingu á lögum um vöruhappdrætti fyrir SÍBS. Með frumvarpinu var lagt til að heimild SÍBS til rekstrar vöruhappdrættis yrði framlengd um átta ár, þ.e. til ársloka 2007, en leyfið átti að renna út um næstu áramót. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 113 orð

LÍN gefur ekki upp persónuupplýsingar

STJÓRN Lánasjóðs íslenskra námsmanna samþykkti á stjórnarfundi 17. september síðastliðinn tillögu um að upplýsingar um nöfn og póstföng umsækjenda og lánþega skuli hér eftir teljast einstaklingsbundnar upplýsingar sem fara skal með sem trúnaðarmál. Í samþykktinni segir að vafatilvik sem upp kunna að koma skuli lögð fyrir Tölvunefnd, sbr. lög nr. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 468 orð

Lítil maðkveiði í Langá

"VIÐ enduðum með 1641 lax og erum fullkomlega sátt við það. Þetta er 81 laxi meiri veiði heldur en í fyrra og það er skilið við ána í góðu standi, fiskur um allt og víða mikið af honum. Það er skemmtilegt að skoða tölfræðina hjá okkur, 1250 laxar veiddust á flugu. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 691 orð

Margt að gerast í umhverfismálum

Ídag klukkan tíu verður haldin ráðstefna um umhverfisfræðslu í Hótel Örk í Hveragerði. Ráðstefnan hefst með ávarpi Sivjar Friðsleifsdóttur umhverfisráðherra. Á ráðstefnunni verður fjallað um umhverfisfræðslu og umhverfismennt í víðum skilningi, að sögn Huga Ólafssonar, formanns Umhverfisfræðsluráðs. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 275 orð

Mikil ásókn í smáskífu Quarashi

Mikil ásókn í smáskífu Quarashi Á ÞRIÐJA þúsund manns hefur sótt sér smáskífu Quarashi, Stick 'em Up, sem gefin var út á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, sl. föstudag. Að sögn aðstandenda útgáfunnar er þetta mun meiri árangur en búist var við, enda seljast ekki af vinsælli smáskífu nema 300­500 eintök hér á landi. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 139 orð

Mimino og Púshkín hjá MÍR

MIMINO nefnist kvikmyndin sem sýnd verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 26. september kl. 15. Myndin er frá árinu 1977 og í léttum dúr, gerist í fjallahéruðum Armeníu í Kákasus þar sem þyrlur eru notaðar til farþegaflutninga jafnt sem skepnu- og vöruflutninga. Meira
23. september 1999 | Erlendar fréttir | 792 orð

Múslimar í Kákasushéruðum í stríði við Rússa

"SPRENGINGARNAR munu halda áfram og hvaða munur er á sprengingu í Moskvu, sem slasar eða drepur 20 börn, eða loftárás á þorp í Dagestan, sem slasar eða drepur 20 börn." Það er tsjetsjenski skæruliðaforinginn Shamil Basajev, sem lýsir þessu yfir, og í raun neitar hann því ekki lengur, að hann beri ábyrgð á hryðjuverkunum í Rússlandi, sem hafa kostað um 300 manns lífið. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 160 orð

Námsefnissýning opin foreldrum

UM þessar mundir halda kennnarafélögin víða um land haustþing sín. Þar koma kennarar saman til faglegrar umræðu og njóta fræðslu af ýmsu tagi. Einn af föstum þáttum haustþinganna er sýning Námsgagnastofnunar á nýju námsefni en milli 80 og 90 nýir titlar koma út hjá stofnuninni á ári hverju, bæði bækur, myndbönd og kennsluforrit. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 119 orð

Námskeið í tai chi

KHINTHITSA heldur námskeið í tai chi fyrir byrjendur og lengra komna dagana 24.­29. september í húsnæði Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra við Háaleitisbraut 11­13. Námskeiðið hefst föstudaginn 24. september kl. 18. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 291 orð

Neskaupstaður framvarðarstöð í fiskvinnslutækni

FORSETA Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, voru tækninýjungar í fiskiðnaði ofarlega í huga í ræðu sem hann flutti Norðfirðingum í gærkvöldi. Forseti sagði m.a. Íslendinga geta verið öðrum þjóðum gott fordæmi í framþróun þess iðnaðar, en ræðuna flutti hann á hátíðarsamkomu í íþróttahúsinu í Neskaupstað. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 149 orð

Nor.web heldur áfram rekstri

Á STJÓRNARFUNDI hjá Línu.neti, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, í gær kom fram að samstarfsaðili fyrirtækisins, fyrirtækið Nor.web, myndi halda áfram sínum rekstri. Áður hafði komið fram að Nor.web hafði slitið samningi sínum við Línu.net um tilraunir til gagnaflutnings um rafdreifikerfi. Fulltrúar frá Nor. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 144 orð

Ný fimm hæða bygging rís

UNNIÐ er að því að reisa nýja fimm hæða byggingu í Austurstræti 8­10. Það er Ármannsfell sem stendur að framkvæmdunum. Að sögn Jóns Pálssonar framkvæmdastjóra er nú verið að ljúka við að steypta næstefstu hæðina og er reiknað með að steypuvinnu ljúki í næsta mánuði. Þá verður hafist handa við frágang á húsinu og sagði Jón að húsið ætti að vera tilbúið næsta vor samkvæmt áætlun. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 320 orð

Ný ljós í bænum

NÝ umferðarljós voru tekin í notkun í gær við nýju, mislægu gatnamótin þar sem Miklabraut mætir Réttarholtsvegi og Skeiðarvogi, þegar umferð var þar hleypt yfir í fyrsta sinn. Þá stendur einnig til að taka í notkun ný ljós á mótum Réttarholtsvegar og Sogavegar á næstunni, auk ljósa á Suðurlandsbraut við Álfheima og Faxafen. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 37 orð

Nýr varalögreglustjóri skipaður

DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur skipað Ingimund Einarsson hæstaréttarlögmann í embætti varalögreglustjóra í Reykjavík frá og með 1. október 1999. Umsækjendur um stöðuna voru átta. Núverandi varalögreglustjóri, Georg Kr. Lárusson, verður forstjóri Útlendingaeftirlitsins frá og með 1. október. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 152 orð

Næg atvinna en vöntun á sérhæfðari störfum

FRAMBOÐ af almennum hlutastörfum hjá Atvinnumiðstöðinni endurspeglar mjög atvinnuástand í landinu þar sem mikið er af afgreiðslu- og þjónustustörfum ýmiss konar ásamt umönnunarstörfum og verkamannastörfum. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 444 orð

Peningamarkaðsvextir 5,5% hærri en í nágrannalöndunum

MEÐALVEXTIR almennra skuldabréfalána eru orðnir 14,6% og hafa ekki verið hærri í tæp sex ár eða frá því í nóvembermánuði árið 1993. Viðskiptabankar og sparisjóðir hækkuðu vextina almennt um 0,6 prósentustig á þriðjudaginn í kjölfar hækkunar Seðlabankans á vöxtum sínum í viðskiptum við lánastofnanir um 0,6% og hafa þá nafnvextir hækkað um rúm tvö prósentustig það sem af er árinu, Meira
23. september 1999 | Erlendar fréttir | 100 orð

Raísa kvödd

Reuters Raísa kvödd HUNDRUÐ Moskvubúa vottuðu minningu Raísu Gorbatsjovu, eiginkonu síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, virðingu sína í gær við minningarathöfn í Menningarstofnuninni sem hún kom á fót í Moskvu. Opin líkkista hennar var á palli í byggingunni, umkringd blómum sem syrgjendur höfðu sent. Meira
23. september 1999 | Erlendar fréttir | 180 orð

Rannsókn á njósnamálunum

JACK Straw, innanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær, að hann hefði fyrirskipað rannsókn á njósnamálunum, sem upplýst hefur verið um að undanförnu. Stjórnarandstaða Íhaldsflokksins hefur krafist þess, að málin verði könnuð ofan í kjölinn en Straw hefur lítið um það sagt þar til nú. Meira
23. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 95 orð

Rekstrargjöld verði 80% af skatttekjum

BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti í vikunni bókun vegna vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2000. Í henni felst að miðað er við að rekstrargjöld sem hlutfall skatttekna skuli vera sem næst 80%. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri sagði að um meginstefnu bæjarstjórnar væri að ræða. Skatttekjur bæjarstjóðs væru áætlaðar 2.392 milljónir króna á næsta ári og rekstargjöldin 1.914 milljónir króna. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 210 orð

Reynt að gera hagnaðinn upptækan og uppræta brotastarfsemina

FJÖLDI haldlagðra glæsibifreiða, sem talið er að hafi verið keyptar fyrir hagnað af viðskiptum í stóra fíkniefnamálinu, er kominn yfir tíu og hald hefur verið lagt á verðmæti í formi íbúða og lausafjármuna fyrir 51 milljón króna að bílunum meðtöldum. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra aðstoðar nú Lögregluna í Reykjavík við rannsókn málsins. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 647 orð

Reynt að koma í veg fyrir að eignum sé komið undan

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur sett allan sinn mannafla í það verkefni að aðstoða fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík við rannsókn stóra fíkniefnamálsins á þáttum sem varða meint efnahagsbrot og eignafærslur þeirra sem talið er að tengist málinu. Lagt hefur verið hald á ýmis verðmæti fyrir 50 milljónir króna. Meira
23. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 196 orð

Robert Dell í Listasafninu

ROBERT Dell, listamaður frá New York, sem dvelur á Íslandi um þessar mundir, mun halda fyrirlestur um aðferðir sínar og rannsóknir í Listasafninu á Akureyri, fimmtudaginn 23. september kl. 21. Dell hefur viðhaft óvenjulegar aðferðir í listsköpun sinni frá árinu 1988 og notað háþróaða tækni við gerð sinna skúlptúra, m.a. notað jarðvarma. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 134 orð

Samið um gerð miðlægrar skotvopnaskrár

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI og Kögun hf. undirrituðu samning í gær um að síðarnefndi aðilinn smíði miðlægan gagnagrunn um skotvopn sem öll lögregluembætti landsins hafa aðgang að. Fyrsti áfangi gagnagrunnsins á að vera tilbúinn 15. desember nk. Kostnaður er 3,5 milljónir króna. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 178 orð

Sigur Rós smáskífa vikunnar

SMÁSKÍFA hljómsveitarinnar Sigur Rósar var valin smáskífa vikunnar í bresku tónlistarvikuriti. Platan kemur út í Bretlandi á mánudag á vegum bresks fyrirtækis. Sigur Rós sendi frá sér breiðskífuna Ágætis byrjun fyrr á árinu og er söluhæsta íslenska hljómplata ársins hér á landi. Meira
23. september 1999 | Erlendar fréttir | 880 orð

Síðustu sólarhringar afar hættulegir

FRIÐARGÆSLULIÐ Sameinuðu þjóðanna á Austur-Tímor hóf í gær að færa sig varfærnislega frá höfuðstaðnum Dili og út í hin stríðshrjáðu héruð eyjunnar á meðan vígahópar sem styðja áframhaldandi samband A-Tímor við Indónesíu virtust í auknum vígahug. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 105 orð

Skyggnumyndasýning Líffræðistofnunar HÍ

GUÐMUNDUR Þórðarson MS- nemi hjá Hafrannsóknastofnun heldur skyggnumyndasýningu föstudaginn 24. september sem ber yfirskriftina: Á ísnum meðal blöðrusela og Norðmanna. Sýningin hefst kl. 12.20 í stofu G6 að Grensásvegi 12. Sýndar verða skyggnumyndir frá ferð sem farin var með norska rannsóknaskipinu AS Jan Mayen út á ísinn milli Grænlands og Jan Mayen. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 95 orð

Sólkveðjuhátíð Ísfirðingafélagsins í Reykjavík

ÍSFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík gengst fyrir Sólkveðjuhátíð í Eden í Hveragerði sunnudaginn 26. september nk. Dagskráin hefst kl. 15 með kaffisamsæti. Guðjón Arnar Kristjánsson alþingismaður flytur ávarp, minni sólarinnar, og harmonikuleikur verður milli þess sem gestir fá tækifæri til þess að stinga saman nefjum. Þetta er í fimmta sinn sem slík Sólkveðjuhátíð er haldin. Meira
23. september 1999 | Erlendar fréttir | 211 orð

Suu Kyi gagnrýnir Ástrala

AUNG San Suu Kyi, leiðtogi lýðræðissinna í Búrma, gagnrýnir stjórn Ástralíu í myndbandsupptöku, sem birt var í gær, og segir stefnu Ástrala torvelda baráttuna fyrir lýðræði í Búrma. Suu Kyi sendi þingi Ástralíu upptöku af tíu mínútna ávarpi þar sem hún gagnrýnir stjórnina fyrir að senda mannréttindafulltrúa sinn, Chris Sidoti, til Búrma í síðasta mánuði. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 475 orð

Sveitarfélög nota myndkort í stað landakorta

NOKKUR sveitarfélög hafa á síðustu árum sparað sér umtalsverða fjármuni við kortagerð með því að nota loftmyndir í stað hefðbundinna landakorta. Að sögn Arnar Ingólfssonar hjá Ísgraf ehf. er verulegur sparnaður fólginn í því að nota loftmyndir í stað korta, ekki síst vegna þess að kostnaður við að endurnýja loftmyndir eru aðeins brot af því sem kostar að gera ný kort. Meira
23. september 1999 | Erlendar fréttir | 220 orð

Tamílar harðlega gagnrýndir

RADHIKA Coomaraswamy, sérlegur embættismaður Sameinuðu þjóðanna á Sri Lanka, varaði skæruliða Tamíla á Sri Lanka í gær við að þeir gætu átt yfir höfði sér ákærur fyrir stríðsglæpi og fordæmdi hún stuðning stjórnmálamanna Tamíla við hryðjuverk. 54 múslímskir þorpsbúar voru myrtir af skæruliðum Tamíla á laugardag og hafa mannréttindasamtök á borð við Amnesty International fordæmt óhæfuverkin. Meira
23. september 1999 | Miðopna | 3470 orð

Telur tryggt að verðgildi hlutar ríkisins í FBA hafi ekki rýrnað Davíð Oddsson forsætisráðherra telur að atburðirnir í kringum

Davíð Oddsson forsætisráðherra um fyrirkomulag á sölu á 51% hlut ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins Telur tryggt að verðgildi hlutar ríkisins í FBA hafi ekki rýrnað Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 166 orð

Töfakristallinn Kide

MENNINGARBORGIR Evrópu, níu talsins, tengdust í gærkvöldi þegar finnski töfrakristallinn Kide var afhjúpaður samtímis í þeim öllum. Í Reykjavík var Kide fundinn staður á bökkum Elliðaánna, skammt fyrir neðan gömlu rafstöðina við Rafstöðvarveg. Kide, kristall á finnsku, er glerskúlptúr á stærð við gám ­ 3,4 metra hár, 4 metra breiður og 2 metra langur. Kide kemur frá Helsinki 2000. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 560 orð

Tölvur og tækni í fyrirrúmi Sameining byggðarlaga, fíkniefnavandinn og tölvur og tækni voru meðal þess sem forseti Íslands,

Sameining byggðarlaga, fíkniefnavandinn og tölvur og tækni voru meðal þess sem forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ræddi við íbúa Neskaupstaðar um. En í gær var annar dagur opinberrar heimsóknar hans um Norður-Múlasýslu og Fjarðabyggð. Anna Sigríður Einarsdóttir og Þorkell Þorkelssonfylgdu forsetanum eftir í heimsókn hans um Neskaupstað. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 47 orð

Upplestur í Gerðarsafni

VETRARSTARF Ritlistarhóps Kópavogs hefst í kvöld, fimmtudaginn 23. september, með upplestri Guðjóns Friðrikssonar úr seinna bindi af ævisögu Einars Benediktssonar. Einnig mun hann segja frá heimildaröflun við ritun verksins. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 68 orð

Vetrarstarf Samtaka lungnasjúklinga

SAMTÖK lungnasjúklinga hefja vetrarstarf sitt að þessu sinni með félags- og skemmtifundi sem haldinn verður í kvöld kl. 20 í Safnaðarheimili Hallgrímskirkju. Boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði en einnig gefst tækifæri til að ræða málefni féalgsins. Stjórnin gerir grein fyrir því sem unnið hefur verið að í sumar og hvað framundar en, bæði hvað varðar málefni félagsins og fræðslu. Meira
23. september 1999 | Erlendar fréttir | 494 orð

Vildi að Thatcher yrði "eyðilögð"

LÍKLEGT er, að stuðningsmenn Margaret Thatcher hugsi nú John Major þegjandi þörfina en í fyrradag var upplýst, að aðeins sex mánuðum eftir að hann tók við af henni sem forsætisráðherra Bretlands, hafi hann látið í ljós von um, að hún yrði "eyðilögð". Kemur þetta fram í dagbókum Judith Chaplin, sem var pólitískur einkaritari Johns Majors á árunum 1990 til 1992. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 326 orð

Vill stuðla að nýbreytni og nýsköpun

FORMAÐUR Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Ögmundur Jónasson, afhenti þeim Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra og Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, nýjan bækling samtakanna, "Bætum samfélagsþjónustuna", á kynningarfundi sem haldinn var síðdegis í gær. Meira
23. september 1999 | Innlendar fréttir | 87 orð

Þriðji maðurinn handtekinn

LÖGREGLAN í Kópavogi handtók í fyrradag þriðja manninn sem leitað var vegna rannsóknar á ráni í versluninni Strax í Hófgerði í Kópavogi 18. september sl. Lögregla hefur lagt fram kröfu um gæsluvarðhald yfir honum en dómari tók sér frest til dagsins í dag til að taka afstöðu til kröfunnar. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, hefur verið í haldi lögreglu síðan hann var handtekinn. Meira
23. september 1999 | Erlendar fréttir | 478 orð

Þrír leiðtogar Hamas handteknir í Amman

JÓRDANAR handtóku þrjá leiðtoga Hamas, herskárrar hreyfingar Palestínumanna, þegar þeir komu með flugvél til Amman frá Teheran í gær. Mikill viðbúnaður var á alþjóðaflugvellinum í Amman þegar flugvél leiðtoganna lenti. Embættismenn og öryggisverðir tóku á móti þremenningunum og handtóku þá um leið og þeir stigu út úr flugvélinni. Meira

Ritstjórnargreinar

23. september 1999 | Leiðarar | 759 orð

SALAN Á FBA

SSALA sparisjóðanna á u.þ.b. fjórðungs hlut í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. í byrjun ágústmánaðar leiddi til þess, að áform ríkisstjórnarinnar um einkavæðingu ríkisbankanna komust í uppnám. Í fyrsta lagi var augljós hætta á því, að sala á 51% hlut ríkisins í dreifðri sölu, eins og hafði verið ætlun ríkisstjórnarinnar, Meira
23. september 1999 | Staksteinar | 341 orð

Samtök og samningar

ER EKKI réttara, að fyrirtæki og starfsmenn semji í hverju tilviki fyrir sig um kjör, spyr Vísbending. Sambandið Í "Öðrum sálmum" Vísbendingar er fjallað um Samtök atvinnulífsins og þar segir: "Nýstofnuð samtök atvinnulífsins ættu að vekja mikla athygli því með þeim lýkur sögu VSÍ og Vinnumálasambandsins sem hafa starfað hlið við hlið í áratugi. Meira

Menning

23. september 1999 | Fólk í fréttum | 90 orð

Að tapa sér

John Webster/Finnland Heimildarmyndin Að tapa sér rekur ferðalag um öngvegu skrifstofubákns Evrópusambandsins þar sem týndir sokkar eru í aðalhlutverki. Leitin að óræðum sannleika sem hefst í Finnlandi en endar í Brussel flækist stöðugt og á endanum virðist sem allir séu að tapa glórunni. Hinn rétt liðlega þrítugi John Webster hefur gert fjölda heimildarmynda og stuttmynda, m.a. Meira
23. september 1999 | Menningarlíf | 131 orð

Alan James sýnir í Kringlunni

ALAN James hefur opnað málverkasýningu í sameiginlegu sýningarrými Gallerís Foldar og Kringlunnar á 2. hæð Kringlunnar gegnt Hagkaupum. Alan sýnir 8 olíumálverk og stendur sýningin til 15. október. Sýningin er opin á venjulegum opnunartíma Kringlunnar. Alan James er fæddur í London 1963 og ólst þar upp. Meira
23. september 1999 | Tónlist | 794 orð

Draumar á sex strengjum

Einar Kristján Einarsson lék á gítar verk eftir tónskáld frá ýmsum tímum. Þriðjudagskvöld kl. 20.30. AÐEINS helmingur þeirra verka sem Einar Kristján Einarsson lék á tónleikum sínum í Salnum á þriðjudagskvöld var saminn fyrir gítarinn. Hin verkin voru upphaflega samin fyrir önnur hljóðfæri. Verkin voru líka hvert úr sinni áttinni og spönnuðu ríflega tvær aldir í tónlistarsögunni. Meira
23. september 1999 | Fólk í fréttum | 523 orð

Ferðalag upp og svo niður, upp og svo niður

HINN dáði og jafnframt hataði tónlistarmaður Sting hefur nú sent frá sér nýja sólóplötu: Brand New Day. Það eru nú liðin 14 ár síðan debútplata hans, The Dream of the Blue Turtles, kom út og vakti mikla athygli. Meira
23. september 1999 | Fólk í fréttum | 482 orð

Fjölbreytni í fyrirrúmi

OPNUNARHÁTÍÐ Nordisk Panorama var sett í gær og við það tilefni voru sýndar fjórar myndir frá fjórum Norðurlandanna, norska heimildarmyndin Året genom Børfjord eftir Morten Skallerud, Ævintýri á okkar tímum, eftir Lísu Middleton, Meira
23. september 1999 | Menningarlíf | 317 orð

Fjöll og leiksvið

FÓLK á fjöllum eftir Ara Trausta Guðmundsson og Pétur Þorleifsson kemur út hjá Ormstungu á næstunni. Bókin er sögð fyrir alla sem hafa unun af útivist. Lýst er gönguleiðum á 101 fjallstind og birtar litljósmyndir og kort fyrir hvert fjall. Gönguleiðum eru gefnar einkunnir sem eru birtar á grafískan hátt með hverju fjalli. Meira
23. september 1999 | Fólk í fréttum | 342 orð

Flíkurnar skapa manninn

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, lofsamaði framgöngu breskra fatahönnuða á opnunarhátíð tískuvikunnar í Lundúnum á mánudag og sagði hann að tískuvikan gæfi sýnishorn af breskri hönnun sem stæði París, New York og Mílanó fyllilega á sporði. Meira
23. september 1999 | Fólk í fréttum | 57 orð

Grettumeistari

HEIMSMEISTARINN í grettum, Peter Jackman, æfir sig á síðustu mínútu áður en hann ver titilinn á krá nærri Whatehaven í Norður-Englandi sl. föstudag. Meðan á keppninni stendur, sem er talin ná aftur til tímans þegar þorpsfíflinu var boðið að gretta sig fyrir nokkrar bjórkönnur, setja keppendur á sig hestaklafa og keppa um hver nær viðbjóðslegastri grettunni. Meira
23. september 1999 | Fólk í fréttum | 172 orð

Hafði De La Hoya undir

FELIX Trinidad hrósaði happi síðasta sunnudag þegar hann hafði Oscar De La Hoya undir í 12 lotum í heimsmeistarakeppninni í hnefaleikum í veltivigt í Las Vegas á sunnudaginn. Var sigur Trinidad fremur umdeildur vegna þess að Trinidad var dæmdur sigurinn og voru margir áhorfendur á því að Oscar De La Hoya hefði átt að standa uppi sem sigurvegari kvöldsins, Meira
23. september 1999 | Fólk í fréttum | 76 orð

Hvert einasta atóm

Håkan Berthas/Svíþjóð SILFURKLÆDDUR dansari og danshöfundurinn Virpi Pahkinen hreyfa sig í Lanzarote-eyðimörkinni þar sem landslagið líkist helst tunglingu. Silfurlitur líkami dansarans myndar sterka andstæðu við dökka skuggana í mynd sem hefur verið sögð líkjast helst búddísku zen- tónlistarmyndbandi. Meira
23. september 1999 | Fólk í fréttum | 137 orð

Kosninganótt

Anders Thomas Jensen/Danmörk Ungur hugsjónamaður man eftir því snemma kvölds að hann hefur gleymt að kjósa og stekkur upp í leigubíl. Í lostköstum til að ná á kjörstað hittir maðurinn nokkra leigubílstjóra sem eiga það allir sameiginlegt að hafa gífurlega sterkar skoðanir á stjórnmálum ef ekki bara málum mannkynsins alls. Meira
23. september 1999 | Tónlist | 653 orð

Kór- og orgelveizla

Verk eftir Hovland, Tryggva Baldvinsson (frumfl.), Hjálmar H. Ragnarsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Oliver Kentish (frumfl.), Árna Harðarson og Árna Egilsson (frumfl.). Kári Þormar, orgel; Kór- og Gradualekór Langholtskirkju. Stjórnandi: Jóns Stefánsson. Þriðjudaginn 21. september kl. 20. Meira
23. september 1999 | Menningarlíf | 130 orð

Ljósmyndasýning í Gallerí Geysi

SÝNINGIN UNG.DOK.97 stendur nú yfir í Gallerí Geysi Hinu húsinu v/ Ingólfstorg til 3. október. UNG.DOK.97 er sýning í tengslum við stórborgararáðstefnu sem er haldin í Reykjavík þessa dagana og ber heitið "Storbyens hjerte og smerte". UNG.DOK.97 var ljósmyndasamkeppni undir stjórn Völundarhússins í Bergen. Þau gáfu 130 ungmennum í Bergen á aldrinum 14-21 árs einnotamyndavélar. Meira
23. september 1999 | Menningarlíf | 139 orð

Mikið spurt um land og bækur

Í frásögn í Morgunblaðinu í gær féll niður kafli, þar sem vitnað var til Önnu S. Einarsdóttur, sem situr í stjórn stefnunnar. Anna kvað marga hafa staldrað við á íslensku sýningunni, skoðað og spurst fyrir, ekki aðeins um bækur heldur um Ísland yfirleitt, svo að "eiginlega þyrfti ferðamálaráð að vera hér líka og svara fyrirspurnum". Meira
23. september 1999 | Menningarlíf | 1761 orð

Mikilvægt að Sinfónían fái tækifæri til að leika oftar erlendis MEÐ Sinfóníutónleikunum í kvöld hefur aðalstjórnandinn, Rico

MEÐ Sinfóníutónleikunum í kvöld hefur aðalstjórnandinn, Rico Saccani, starfsár sitt. Á tónleikunum verður fluttur einn frægasti og vinsælasti einleikskonsert allra tíma, pianókonsert nr 1 í b-moll op. 23 eftir Pjotr I. Tsjajkofskij. Einleikari er Kun Woo Paik sem Saccani sagði Hildi Einarsdóttur að væri nú einn besti túlkandi rússneskrar pínótónlistar í heiminum. Meira
23. september 1999 | Menningarlíf | 836 orð

Nýja bókafélagið haslar sér völl

ÆVISÖGUR, sagnfræðirit, kennslubækur í sögu og bækur um samtímaefni eru meðal útgáfuverkefna bókaforlags sem nýlega var hleypt af stokkunum. Forlagið heitir Nýja bókafélagið. Í samtali við Morgunblaðið segir Páll Bragi Kristjónsson, framkvæmdastjóri NB, frá tilurð félagsins, markmiðum og útgáfubókum haustsins. Nýja bókafélagið er til húsa í rúmgóðum húsakynnum að Þverholti 14. Meira
23. september 1999 | Menningarlíf | 142 orð

Nýjar bækur HÁSKÓLAÚTGÁFAN

HÁSKÓLAÚTGÁFAN hefur gefið út bókina Hönnun - sögulegt ágrip, eftir Thomas Hauffe í þýðingu Magnúsar Diðriks Baldurssonar. Bókin geymir sögulegt ágrip hönnunar frá 19. öld og fram á okkar daga. Meira
23. september 1999 | Menningarlíf | 102 orð

Nýjar bækur UGLAN ­ íslenski kilj

UGLAN ­ íslenski kiljuklúbburinn hefur gefið út Nóttin hefur þúsund augu eftir Árna Þórarinsson. Morð er tilkynnt á flugvallarhótelinu og blaðamaðurinn Einar er rifinn grúttimbraður upp úr rúminu til að flytja af því fréttir fyrstur allra. Meira
23. september 1999 | Menningarlíf | 104 orð

Nýjar bækur UGLAN ­ íslenski kilj

UGLAN ­ íslenski kiljuklúbburinn hefur gefið út Suðrið eftir Jorge Luis Borges. Borges (1899­1986) var sérkennilegur og stórbrotinn höfundur, einn af merkustu rithöfundum 20. aldarinnar. Meira
23. september 1999 | Fólk í fréttum | 151 orð

Óléttur í Hollywood

KELLY Preston sem leikur á móti Kevin Costner í "For Love of the Game" sem er í öðru sæti aðsóknarlistans vestanhafs á von á sínu öðru barni með leikaranum John Travolta. "Ég er ófrísk!" tilkynnti hún Jay Leno í spjallþætti hans á miðvikudag. "Ég er komin næstum þrjá mánuði á leið," sagði leikkonan, sem er 36 ára. Hún og Travolta hafa verið gift í átta ár og eiga fyrir sjö ára son, Jett. Meira
23. september 1999 | Fólk í fréttum | 114 orð

Sekkjarpípa og norræn kvikmyndaskáld

Sekkjarpípa og norræn kvikmyndaskáld Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ var keltneska hljómsveitin Salsa Celtica Band að spila í Klúbbi Stuttmyndahátíðar á Hótel Borg og þar mættu margir fyrstu gesta hátíðarinnar Nordisk Panorama og spjölluðu, Meira
23. september 1999 | Fólk í fréttum | 196 orð

Skiptast á skin og skúrir

ÞAÐ skiptast á skin og skúrir í lífi gamanleikarans Martins Lawrences. Hann er rétt að ná sér af áfalli sem hann varð fyrir þegar hann skokkaði í miklum hitum í New York og féll í dá. Hann útskrifaðist af spítala í síðustu viku, rétt fyrir frumsýningu myndar sinnar "Blue Streak" og nú hefur myndin náð efsta sæti bandaríska kvikmyndalistans og halað inn um 1,5 milljarða króna. Meira
23. september 1999 | Fólk í fréttum | 78 orð

Skrámaður og stunginn

ENGINN í öllum heiminum hefur fleiri hringi víðs vegar um líkamann en Quille Desade en hann sló heimsmetið eftir að hafa komið fyrir hringjum á 75 stöðum líkamans. Desade lætur ekki hringina nægja því hann titlar sig einnig sem sérfræðing í sárum og ef grannt er skoðað má sjá ristar línur á upphandleggsvöðvum hans sem merki um það. Meira
23. september 1999 | Fólk í fréttum | 136 orð

Sönglög fyrri ára

ÞAÐ ERU sönglög fyrri ára sem þær stöllurnar Anna Sigríður Helgadóttir söngkona og Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari hefja til vegs og virðingar í dagskránni og eru sönglög kventónskálda eins og Ingibjargar Þorbergs, Hjördísar Pétursdóttur og Hallgerðar Bjarnadóttur í fyrirrúmi. Meira
23. september 1999 | Menningarlíf | 460 orð

Vígsla tónleikasalar við Tónlistarskóla Ísafjarðar

NÝR sérhannaður tónleikasalur, sem nú hefur risið sem viðbygging við Tónlistarskóla Ísafjarðar, verður vígður sunnudaginn 26. september næstkomandi, réttu ári eftir að fyrsta skóflustungan að byggingunni var tekin. Meira
23. september 1999 | Fólk í fréttum | 95 orð

Þeir niðurlægðu

Jesper Jargil/Danmörk LEIKSTJÓRINN Jesper Jargil hefur gert stuttmyndir í meira en 30 ár og hlotið m.a. Ljónsverðlaunin í Cannes árið 1985 fyrir mynd sína Metamorphose, auk þess að hljóta Róbert-verðlaunin dönsku fyrir bestu heimildarmyndina árið 1996 fyrir mynd sína Per Kirkeby ­ Winter's Tale. Meira
23. september 1999 | Fólk í fréttum | 756 orð

(fyrirsögn vantar)

ÁLAFOSS FÖT BEZT Á fimmtudagskvöld heldur hljómsveitin Klamedía X tónleika og hefjast þeir kl. 22. Á laugardagskvöld er dansleikur með hljómsveitinni Fiðringnum. ÁSGARÐUR, Glæsibæ Bingó fimmtudagskvöld kl. 19.15. Meira

Umræðan

23. september 1999 | Bréf til blaðsins | 240 orð

Dýrmætasta gjöf lífsins

Í MORGUNBLAÐINU 16. þ.m. var grein eftir Hildi Fjólu Antonsdóttur frænku mína, þar sem hún talar fyrir munn félags ungra feminista Bríeti um klám og erótík. Vil ég þakka henni og þeim fyrir að ýta við mér, gamalli konunni, og hvetja mig og aðra til að skoða hug minn og tjá mig um þessi mál í dag. Meira
23. september 1999 | Bréf til blaðsins | 221 orð

Ég gaf Löduna

SEPTEMBERMÁNUÐUR hefur fram að þessu verið óvenjulega indæll hér suðvestanlands. Þann 20. þ.m. komst hitinn í 17 stig í Reykjavík. Ég gerði það að gamni mínu að telja reiðhjólin fyrir utan þrjá stóra skóla í höfuðborginni. Þrjú reiðhjól voru við Menntaskólann við Sund, sex við Kennaraháskólann og þrjú við Stýrimannaskólann. Hvert bílastæði var hins vegar skipað. Meira
23. september 1999 | Bréf til blaðsins | 606 orð

Fræði eða list ­ obbolítil athugasemd

MORGUNBLAÐIÐ birti fyrir nokkrum vikum (7.8.) ritdóm um hið ágæta tímarit þýðenda, Jón á Bægisá. Um það framtak er ekkert nema gott eitt að segja. Ég hnaut hins vegar um eitt smáatriði í ritdómnum, sem ég hafði reyndar hnotið um við lestur ritsins sjálfs. Ritdómarinn, Hermann Stefánsson, fer samviskusamlega yfir tímaritið í dómnum og kryddar með nokkrum spaklegum þönkum um stöðu þýðinga. Meira
23. september 1999 | Aðsent efni | 1036 orð

Hvaða Heródes?

Verið er að rugla saman tveim Heródesum, segir Jón Brynjólfsson, Heródesi mikla og syni hans, Heródesi Antipas. Meira
23. september 1999 | Aðsent efni | 810 orð

Íslenskur veruleiki og sænsk iðgjöld

Ég er sammála greinarhöfundi um, segir Sigmar Ármannsson, að ekki sé rétt að krukka í skaðabótalögin enn einu sinni. Meira
23. september 1999 | Bréf til blaðsins | 731 orð

Kjósa börnin leikskóla án starfsmanna?

ÉG þakka Guðjóni Bergmann tilskrif hans þann 11. sept sl. sem eru að mínum dómi einlæg og sönn, en hann ræðir málefni leikskólanna sem hafa löngum verið mér hugleikin sökum starfa minna um tíma á þeim vettvangi. Meira
23. september 1999 | Aðsent efni | 434 orð

Krafist útskúfunar - hvað kemur næst?

Auðvitað tekst stóriðjukórnum ekki það ætlunarverk, segir Hjörleifur Guttormsson, að kveða niður gagnrýnar raddir heima fyrir. Meira
23. september 1999 | Aðsent efni | 865 orð

Landsbyggðin í skinnskóna StóriðjaVirkjun Eyjabakka og

Virkjun Eyjabakka og álver í Reyðarfirði eru, að mati Björns Emils Traustasonar, þau atvinnutæki sem landsbyggðina sárvantar. Meira
23. september 1999 | Aðsent efni | 492 orð

Opin skilaboð til Landsvirkjunar, frá heiðagæsum

Gæsirnar sögðu Elíasi Kristjánssyniað það væru ekki uppistöðulón og niðurgrafnar virkjanir sem spilltu friðnum, heldur aukið aðgengi fólks. Meira
23. september 1999 | Aðsent efni | 765 orð

Réttur langveikra barna

Þótt það sé spor í rétta átt að tryggja foreldrum sjúkra barna sjúkradagpeninga, telur Þorsteinn Ólafssonað fleira verði að hafa í huga þegar sest er niður til kjarasamningaviðræðna. Meira
23. september 1999 | Aðsent efni | 307 orð

Starf á styrkum grunni

Með góðu samstarfi dvalargesta og starfsfólks, segir Anna Pálsdóttir, má búast við góðum árangri af dvöl í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði Meira
23. september 1999 | Aðsent efni | 867 orð

Svar til Jóhannesar Geirs um Hríseyjarmálið

Við sem höfum unnið gott starf fyrir fyrirtækið getum ekki samþykkt, segir Guðmundur Gíslason, að langvarandi taprekstur hafi verið á fyrirtækinu. Meira
23. september 1999 | Aðsent efni | 270 orð

Til áréttingar EES-samningurinn

Það er ekki fyrirséð að nokkur aðili innan Evrópusambandsins, segir Eva Gerner, muni setja fram tillögu um að breyta meginmáli EES- samningsins. Meira

Minningargreinar

23. september 1999 | Minningargreinar | 231 orð

Björg Sigurjónsdóttir

Að morgni 13. september kom kallið til hennar ömmu okkar, sem lá á hjúkrunarheimilinu Eir. Þá kom sá tími að hún yfirgæfi þennan heim og færi áfram eins og leiðin liggur. Minning okkar um ömmu er að hún var bjargfastur punktur í tilverunni, til hennar gátum við alltaf leitað, því hún var alltaf til staðar fyrir okkur og okkar fjölskyldur. Meira
23. september 1999 | Minningargreinar | 30 orð

BJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR

BJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR Björg Sigurjónsdóttir fæddist á Skjöldólfsstöðum í Breiðadal, S-Múlasýslu, 27. ágúst 1915. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 13. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskapellu 22. september. Meira
23. september 1999 | Minningargreinar | 406 orð

Hafsteinn Jónsson

Góður æskuvinur er fallinn frá. Hugurinn reikar aftur til unglingsáranna, til þess tíma þegar daglegur samgangur var okkar í milli og enginn dagur leið án þess að ráðgast væri í síma um hvað gera skyldi. Við kynntumst haustið 1971 þegar við lentum í sama bekk í Ármúlaskóla í landsprófi. Tvennt dró okkur saman, bókmenntaáhugi og brennandi áhugi á stjórnmálum. Meira
23. september 1999 | Minningargreinar | 26 orð

HAFSTEINN JÓNSSON

HAFSTEINN JÓNSSON Hafsteinn Jónsson fæddist 12. júlí 1956. Hann lést á heimili sínu hinn 31. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 8. september. Meira
23. september 1999 | Minningargreinar | 27 orð

Kristín Sólborg Ólafsdóttir

Kristín Sólborg Ólafsdóttir Kveðja til ömmu Kristínar. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt hafðu þar sess og sæti signaði Jesú mæti. (Höf. ók.) Þín Sonja Lára. Meira
23. september 1999 | Minningargreinar | 566 orð

Kristín Sólborg Ólafsdóttir

Elsku Kristín. Í Prédikaranum stendur m.a. "Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefir sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma, að gróðursetja hefir sinn tíma og að rífa upp það sem gróðursett hefir verið, hefir sinn tíma." Það er auðvelt að skilja þennan texta og gera hann að sínum þegar rætt er um fæðingu. Þá er gleðin allsráðandi. Meira
23. september 1999 | Minningargreinar | 450 orð

Kristín Sólborg Ólafsdóttir

Elsku Kristín. Það er svo ótrúlegt að þú skulir vera farin. Frá því að við munum eftir okkur hefur þú verið til staðar. Skemmtilega og lífsglaða Kristín frænka sem kátínan geislaði alltaf af og hreif alla með sér. Þú varst mikill sálfræðingur og hafðir sérstaka náðargáfu til að hlusta, enda elskuðu þig allir, bæði börn og fullorðnir. Meira
23. september 1999 | Minningargreinar | 608 orð

Kristín Sólborg Ólafsdóttir

Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þó ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur huggar mig. Meira
23. september 1999 | Minningargreinar | 400 orð

Kristín Sólborg Ólafsdóttir

Það var sorgarfregn sem okkur starfsfólkinu í Félags- og þjónustumiðstöðinni Hvassaleiti 56­58 barst miðvikudagsmorguninn 15. september, að hún Kristín okkar Ólafsdóttir væri dáin. Við samstarfsmenn hennar sem vorum í vinnu þennan dag settumst öll niður, kveiktum á kertum og minntumst hennar í stuttri bæn. Kristín hætti störfum í maí sl. Meira
23. september 1999 | Minningargreinar | 307 orð

Kristín Sólborg Ólafsdóttir

Það er á fallegum haustdegi að hringt var til okkar og tilkynnt lát Kristínar skólasystur okkar úr Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1971­ 1972. Okkur var öllum brugðið, hvers vegna hún, sem alltaf var svo glöð og kát og sá alltaf björtu hliðarnar á hlutunum? Það er margt sem kemur upp í hugann á slíkri stundu og minningarnar úr skólanum urðu ljóslifandi á ný. Meira
23. september 1999 | Minningargreinar | 651 orð

Kristín Sólborg Ólafsdóttir

Hjartans Kristín mín. Nú hefur þú kvatt þennan heim og hafið nýtt líf með Guði. Þó það sé erfitt að sætta sig við, eiginlega ómögulegt, verðum við sem eftir lifum að halda áfram hér á jörð án þín. Samt trúi ég því að þú verðir ávallt með okkur og þín létta lund og hlýlega brosið þitt mun halda áfram að ylja okkur um hjartaræturnar alla tíð. Meira
23. september 1999 | Minningargreinar | 844 orð

Kristín Sólborg Ólafsdóttir

Kristín er dáin, Kristín hans Inga bróður míns er dáin. Það getur ekki verið, við sem vorum saman í afmælinu hennar Salome Huldísar á Selfossi á laugardaginn, ásamt Óla syni þeirra, Steinunni, Arnari Loga og Sonju Láru. Ég sé bara svart, allt er eins og í þoku, maður tekst aldrei sjálfviljugur á við sorgina. Hún verður óvelkominn gestur sem maður þykist ekki taka eftir þegar hún lætur vita af sér. Meira
23. september 1999 | Minningargreinar | 922 orð

Kristín Sólborg Ólafsdóttir

Kristín hans Inga er dáin, þetta er sorgleg staðreynd. Kristín sem var svo full af lífsgleði er farin þangað sem við munum öll fara að lokum, en þetta er alltof snemmt, alltof snemmt. Við sem eftir stöndum erum agndofa og sorgmædd. Skiljum ekki hvers vegna Kristín er tekin frá okkur. Meira
23. september 1999 | Minningargreinar | 43 orð

Kristín Sólborg Ólafsdóttir

Kristín Sólborg Ólafsdóttir Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, Hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (H. Pétursson.) Sofðu rótt, barnið mitt. Þín mamma. Meira
23. september 1999 | Minningargreinar | 95 orð

Kristín Sólborg Ólafsdóttir

Elsku hjartans ástin mín. Okkur skortir orð til að lýsa þeirri sorg sem yfir okkur hefur dunið síðustu vikur. En við verðum að trúa því að þér sé ætlað að ynna af hendi eitthvert mikilvægt hlutverk annars staðar. Við viljum þakka fyrir öll yndislegu árin. Meira
23. september 1999 | Minningargreinar | 301 orð

Kristín Sólborg Ólafsdóttir

Falleg kona er farin frá okkur. Það er erfitt að skilja af hverju, en allir virðast vera sammála um að svona sé lífið. Ég trúi því hinsvegar að lífið haldi áfram. Ég trúi því að Kristín sé komin á besta stað sem hægt er að hugsa sér, í Paradís. Þó svo að ég trúi þessu er ég samt sorgmædd. Kristín var svo yndisleg kona og mér finnst sárt og skrítið að ég sjái hana ekki aftur. Meira
23. september 1999 | Minningargreinar | 243 orð

Kristín Sólborg Ólafsdóttir

Mig langar í þessum orðum að minnast Kristínar, tengdamóður minnar. Það var fyrir þremur árum að ég tengdist þér og fjölskyldu þinni þegar ég kynntist Ólafi syni þínum. Þær stundir sem við áttum saman voru alltaf góðar en voru alltof fáar, Meira
23. september 1999 | Minningargreinar | 201 orð

Kristín Sólborg Ólafsdóttir

Í dag kveðjum við kæra frænku, Kristínu Sólborgu Ólafsdóttur. Andlát hennar kom eins og reiðarslag yfir fjölskyldu og vini. Réttur mánuður er liðinn síðan við kvöddum Hönnu Björgu, systurdóttur hennar, og hefur því mikið reynt á fjölskylduna síðasta mánuðinn. Kristín var yndisleg manneskja, góð og hjálpsöm og alltaf reiðubúin að leggja öðrum lið. Meira
23. september 1999 | Minningargreinar | 108 orð

Kristín Sólborg Ólafsdóttir

Við viljum með örfáum orðum minnast hennar Kristínar sem nú hefur kvatt þetta tilverustig svo alltof fljótt. Kristín var sómakona, hlý, skemmtileg og afar háttvís. Hún var ástvinum sínum hin sterka stoð og stytta, ekki síst sonarsyni sínum, honum Arnari Loga, sem fékk að njóta umhyggju hennar og vináttu frá fyrstu tíð og fyrir það verðum við ævinlega þakklát. Meira
23. september 1999 | Minningargreinar | 246 orð

Kristín Sólborg Ólafsdóttir

Elsku Kristín. Þegar mér var sagt að þú værir dáin komu margar minningar upp í hugann frá því þegar ég var lítil stelpa á stapanum hjá ykkur Inga og Óla. Það var alltaf svo gaman að koma til ykkar og mikið var brallað. Þú varst alltaf svo góð við okkur systurnar og góð vinkona mömmu. Þegar þið Ingi fluttuð til Ólafsvíkur komstu oft í heimsókn til mömmu, þá var alltaf svo gaman. Meira
23. september 1999 | Minningargreinar | 275 orð

Kristín Sólborg Ólafsdóttir

Elsku, fallega, amma mín. Nú ertu farin frá mér. Það er svo margt sem ég vil segja við þig og mig langar svo oft að þú sért hér hjá mér því þú varst svo góður vinur minn. Ég er stundum með eina fallega kisu hjá mér og ég vildi að þú hefðir séð hana en ég held að þú getir samt séð hana því ég veit að þú verður alltaf hjá mér og þú leiðir mig þegar ég er einn að labba og munt alltaf gera það. Meira
23. september 1999 | Minningargreinar | 171 orð

KRISTÍN SÓLBORG ÓLAFSDÓTTIR

KRISTÍN SÓLBORG ÓLAFSDÓTTIR Kristín Sólborg Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1954. Hún lést þriðjudaginn 14. september síðastliðinn. Faðir hennar var Ólafur Bjartdal Þórðarson, f. 24. október 1917, d. 21. apríl 1995 og móðir Eva Sigríður Bjarnadóttir, f. 6. júlí 1919. Kristín Sólborg giftist Inga Arnari Pálssyni, f. 26. júní 1952. Meira
23. september 1999 | Minningargreinar | 152 orð

Margrét Kristjánsdóttir

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þessar línur koma upp í hugann aftur er við setjumst niður til að skrifa minningar. Núna til þess að kveðja tengdamóður okkar, en í janúar kvöddum við tengdaföður okkar, hann Óskar Sumarliðason, bæði eru nú horfin frá okkur á svo stuttum tíma, þau sem voru svo stór þáttur í okkar lífi. Meira
23. september 1999 | Minningargreinar | 216 orð

Margrét Kristjánsdóttir

Elsku amma. Nú þegar þú ert farin hrannast upp fullt af minningum um þig og afa sem kvaddi okkur fyrir skömmu. Til dæmis þegar við komum í heimsókn til ykkar í Ofanleitið þá man ég vel eftir öllu handavinnudótinu, sem þú hafðir svo gaman af að sauma, á gömlu grænu Husqvarna-vélina þína sem reyndar er nú hjá mér og ég sauma mikið á. Meira
23. september 1999 | Minningargreinar | 151 orð

Margrét Kristjánsdóttir

Elsku amma. Nú ertu farin frá okkur og ekki nema nokkrir mánuðir síðan afi fór. Þú varst búin að vera veik svo lengi þannig að þetta kom okkur ekki á óvart. En alltaf á maður í erfiðleikum með að sætta sig við, þegar kallið kemur. Meira
23. september 1999 | Minningargreinar | 353 orð

Margrét Kristjánsdóttir

Mig langar til að minnast með nokkrum orðum þeirra Margrétar og Óskars. Það kemur alltaf illa við mann þegar maður fær fréttir um andlát vina og vandamanna, þrátt fyrir að maður eigi von á því. Óskar lést í janúar og nú ert þú líka farin aðeins nokkrum mánuðum seinna, Adda mín. Meira
23. september 1999 | Minningargreinar | 108 orð

Margrét Kristjánsdóttir

Hvíl í friði elsku amma: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Meira
23. september 1999 | Minningargreinar | 204 orð

Margrét Kristjánsdóttir

Hinn 12. september sl. andaðist Margrét Kristjánsdóttir á sjúkradeild DAS, eftir langa baráttu við erfiðan sjúkdóm. Margrét, sem oftast var kölluð Adda, var fædd á Ísafirði 1. febrúar 1921. Foreldrar hennar voru Kristján Einarsson sjómaður frá Hattardal við Álftarfjörð og Katrín Magnúsdóttir frá Purkey í Breiðafirði. Margrét giftist 1941 Óskari Sumarliðasyni sem einnig var Ísfirðingur. Meira
23. september 1999 | Minningargreinar | 145 orð

MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR

MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR Margrét Kristjánsdóttir fæddist á Ísafirði við Skutulsfjörð 1. febrúar 1921. Hún lést á Hrafnistu 12. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristján Einarsson og Katrín Hólmfríður Magnúsdóttir, búsett einnig á Ísafirði. Systkini Margrétar voru: Jóhanna, látin; Jónína; Magnús, látinn; Rebekka. Hinn 12.7. Meira
23. september 1999 | Minningargreinar | 259 orð

Sigríður Guðmundsdóttir

Mig langar að minnast Diddu systur minnar með nokkrum orðum. Hún var elst okkar systkina og ég ári yngri. Við vorum því leikfélagar og mjög samrýndar á æskuárunum. Eftir fermingu tók líf okkar ólíka stefnu. Ég fór í skóla en hún út á vinnumarkaðinn og fór að sjá fyrir sér sjálf með ýmsum störfum. Þar á meðal starfaði hún hjá Guðmundi klæðskera í Kirkjuhvoli og náði góðum tökum á saumaskap. Meira
23. september 1999 | Minningargreinar | 32 orð

SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR

SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Sigríður Guðmundsdóttir fæddist 18. september 1930. Hún lést 9. september síðastliðinn. Foreldrar hennar: Guðmundur Guðmundsson og Kristín Kristjánsdóttir. Sonur Sigríðar er Guðmundur Kristján Jónsson. Útför Sigríðar fór fram í kyrrþey. Meira

Viðskipti

23. september 1999 | Viðskiptafréttir | 236 orð

Veikur Dow Jones hindrar bata á mörkuðum í Evrópu

SLÆM byrjun í Wall Street gerði að engu bata eftir lækkanir í Evrópu í gær og dollar hélt áfram að lækka gegn jeni og evru. Fréttir um metviðskiptahalla í Bandaríkjunum og ákvörðun Japana um óbreytta stefnu í peningamálum valda enn áhyggjum. Nú beinist athyglin að fundi sjö helztu iðnríkja, G7, um helgina og vonað er að gripið verði til opinberra aðgerða gegn jeni. Meira

Daglegt líf

23. september 1999 | Neytendur | 76 orð

11­11 í Garðabæ

FYRIR skömmu var opnuð ný 11­11 verslun í Gilsbúð 1 í Garðabæ. Í fréttatilkynningu frá 11­11 verslununum kemur fram að þessi verslun sé fimmtánda 11­11 verslunin. Sá háttur verður hafður á eins og í öðrum 11­11 verslunum að bjóða upp á ókeypis klaka og frítt kaffi. Þá eru föst tilboð í gangi, tilboðsverð á hamborgurum á föstudögum og sælgæti selt með 50% afslætti á sælgætisbar á laugardögum. Meira
23. september 1999 | Neytendur | 242 orð

Athugasemd vegna binditímasamninga

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Ágústu Johnson framkv. stj. í Hreyfingu- heilsurækt: "Undirrituð vill koma eftirfarandi á framfæri vegna umfjöllunar neytendasíðu Mbl. s.l. þriðjudag um binditímakort líkamsræktarstöðva.: Í Hreyfingu, heilsurækt er starfræktur Bónusklúbbur. Meira
23. september 1999 | Neytendur | 108 orð

Hvítlaukstímabil hjá Jóa Fel

Þessa dagana stendur yfir hvítlaukstímabil í bakaríinu hjá Jóa Fel. Hvítlauksbrauð, hvítlauksostar, pestó, hvítlauksbrauðstangir og hvítlauksolíur eru meðal þess sem er á boðstólum og viðskiptavinum er boðið að smakka á ýmsu sem inniheldur hvítlauk. Að sögn Jóa Fel verður hvítlaukstímabilið árviss viðburður hjá honum og ekki ólíklegt að fleiri bakarar feti sömu braut að ári. Meira
23. september 1999 | Neytendur | 352 orð

KEA Sunnuhlíð hefur hækkað verð um 6,1%

Í Verðkönnun sem Neytendasamtökin gerðu í samvinnu við verkalýðsfélögin á Eyjafjarðarsvæðinu í síðustu viku kom í ljós að verð er hæst í KEA Sunnuhlíð og þar hækkar það einnig mest frá því verðkönnun var síðast gerð í júní sl. eða um 6.1% Að sögn Úlfhildar Rögnvaldsdóttur, starfsmanns Neytendasamtakanna á Akureyri, er Nettó með lægsta verðið og Hagkaup með næst lægsta verðið. Meira
23. september 1999 | Neytendur | 97 orð

Pýramída kertastjakar innkallaðir

UPP hefur komið galli á svokölluðum pýramída kertastjökum úr vírneti sem geta valdið brunahættu. Í fréttatilkynningu frá heildversluninni Bergís ehf. kemur fram að stjakarnir séu hannaðir til að hanga niður úr lofti. Þeir eru ætlaðir fyrir teljós og hafa verið seldir í blómaverslunum og gjafavöruverslunum. Stjakarnir hafa fengist silfraðir og gylltir. Meira

Fastir þættir

23. september 1999 | Í dag | 26 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 23. september, verður sextug Hólmfríður Sigurðardóttir (Lilla frá Fosshóli), Hafnarstræti 45, Akureyri. Hún og eiginmaður hennar, Sigurður Þórarinsson, eru að heiman. Meira
23. september 1999 | Fastir þættir | 58 orð

Av:

BRIDSDEILD FEBK, Gullsmára 13, spilaði tvímenning mánudaginn 20. september. 18 pör mættu til leiks. Stjórnandi var Hannes Alfonsson. Beztum árangri náðu: NS: Ernst Backman ­ Karl Gunnarsson263 Bjarni Sigurðss. ­ Hannes Alfonss.238 Sigurþór Halldórss. ­ Viðar Jónsson234 Av: Þórhallur K. Árnason ­ Þormóður Stefánss. Meira
23. september 1999 | Fastir þættir | 104 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstre

VETRARSTARF deildanna hófst 20. sept. sl. með 1 kvölds Mitchell tvímenningi. 18 pör mættu. Hæsta skor í N/S: Hermann Friðriksson ­ Helgi Bogason200 Geirlaug Magnúsd. ­ Torfi Axelsson187 Edda Thorlacius ­ Sigurður Ísaksson185 Hæsta skor í A/V: Guðm. Guðmundss. ­ Gísli Sveinsson190 Jóhanna Sigurjónsd. ­ Jóna Magnúsd. Meira
23. september 1999 | Í dag | 754 orð

Glatt á hjalla í Hjallakirkju

VETRARSTARF Hjallakirkju er að hefjast um þessar mundir og sannarlega mikið framundan. Undanfarna vetur hefur verið lögð áhersla á fjölbreytni í helgihaldi og eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í kirkjustarfinu. Guðsþjónustur eru með ýmsu móti. Má þar nefna fjölskylduguðsþjónustur, lofgjörðarguðsþjónustur, tónlistarguðsþjónustur, almennar guðsþjónustur og messur. Meira
23. september 1999 | Fastir þættir | 1091 orð

Heimsmeistaramót unglinga á Íslandi 2001?

Árið 2001 FIDE, Alþjóðaskáksambandið, samþykkti á fundi sínum í Las Vegas 28.­29. ágúst að gefa Íslendingum kost á að halda heimsmeistaramót unglinga í skák árið 2001. Upphaf þessa máls má rekja til umsóknar Taflfélagsins Hellis sem félagið sendi fyrr á þessu ári til FIDE um að halda heimsmeistaramót unglinga í Reykjavík árið 2000. Meira
23. september 1999 | Dagbók | 948 orð

Í dag er fimmtudagur 23. september, 266. dagur ársins 1999. Haustjafndægur. Orð

Í dag er fimmtudagur 23. september, 266. dagur ársins 1999. Haustjafndægur. Orð dagsins: En ef vér göngum í ljósinu, eins og hann er sjálfur í ljósinu, þá höfum vér samfélag hver við annan og blóð Jesú, sonar hans, hreinsar oss af allri synd. (1. Jóhannesarbréf 1, 7. Meira
23. september 1999 | Í dag | 593 orð

Landvernd

Í FRÓÐLEGRI og skemmtilegri lesbókargrein sl. laugardag, 18. september, eftir ritstjóra Morgunblaðsins, Matthías Johannessen, kemur fram að með honum bærist togstreita um virkjunarframkvæmdir á Austurlandi. Svipuð togstreita á sér líklega stað í hugum þúsunda annarra Íslendinga. Meira
23. september 1999 | Fastir þættir | 810 orð

Tungumál deyr Jafnvel þótt það sé rétt, að tungumál hafi gildi í sjálfu sér, þá leiðir sú staðreynd ekki sjálfkrafa af sér að

Getur tungumál dáið, satt lífdaga, rétt eins og manneskja? Þótt fullyrða megi að hvert einasta tungumál sem til er í heiminum sé verðmæti í sjálfu sér leiðir það ekki til þess, að skilyrðislaust beri að halda öllum tungumálum lifandi. Ekki frekar en skilyrðislaust ber að halda fólki lifandi með öllum tiltækum ráðum. Meira
23. september 1999 | Í dag | 39 orð

Þessir duglegu drengir í Krakka- klúbbnum "Örkin hans Nóa" tóku sig sam

Þessir duglegu drengir í Krakka- klúbbnum "Örkin hans Nóa" tóku sig saman og söfnuðu fyrir ABC hjálparstarf kr. 3.100. Þeir heita Arnór, Óskar Björn, Guðjón Teitur, Reynir og Viktor. Peningarnir fóru til Indlands þar sem klúbburinn styrkir einn dreng, "Pratap". Meira
23. september 1999 | Í dag | 514 orð

(fyrirsögn vantar)

VÍKVERJI er orðinn mjög þreyttur á nafnaruglingi í sjónvarpsfréttum. Það kemur fyrir nánast vikulega og stundum oftar að röng nöfn á viðmælendum birtast á skjánum. Fyrir nokkrum dögum var fréttastofa Sjónvarps með frétt um gamla fjárrétt í Þingeyjarsýslu. Talað var við fjóra menn um málið. Meira
23. september 1999 | Í dag | 81 orð

(fyrirsögn vantar)

Landið vort fagra með litskrúðug fjöllin, leiftrandi fossa og glóð undir ís, særinn blár girðir, og gnæfir hátt mjöllin, glitklæðin þín skóp þér hamingjudís. Fáninn vor blái, þú frelsis vors merki, frægð þína efli hver sonur þinn knár. Elski þig, verndi þig, ættstofn vor sterki. Auðnan þér fylgi um aldur og ár. Meira

Íþróttir

23. september 1999 | Íþróttir | 597 orð

Enn sofna Svíarnir á verðinum

EVRÓPUMEISTARAR Manchester United áttu ekki í vandræðum með austurrísku meistarana í Sturm Graz á útivelli í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Ensku meistararnir gerðu þrjú mörk í fyrri hálfleik og við það sat. Arsenal náði á lokamínútunum að tryggja sér sigur gegn AIK Stokkhólmi, Barcelona og Lazio unnu góða sigra og sömuleiðis Marseille og þýsku liðin Dortmund og Leverkusen. Meira
23. september 1999 | Íþróttir | 132 orð

Fjórði sigur Nordhorn

GUÐMUNDUR Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, og samherjar hans í þýska fyrstudeildarliðinu Nordhorn unnu í gær Sigurð Bjarnason og samherja í Weltzlar, 27:19, á útivelli. Þar með hefur Nordhorn unnið fjóra fyrstu leiki sína í fyrstudeildarkeppninni og er í efsta sæti deildarinnar. Meira
23. september 1999 | Íþróttir | 91 orð

Fram meistarar meistaranna

BIKARMEISTARAR Fram urðu í gær svonefndir meistarar meistaranna í handknattleik kvenna er liðið lagði Íslandsmeistara Stjörnunnar, 22:19, í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ. Framarar lögðu grunninn að sigri sínum með öflugum varnarleik í fyrri hálfleik ­ komust í 10:2 og skoraði Stjarnan ekki mark í um tuttugu mínútur fyrir hlé. Meira
23. september 1999 | Íþróttir | 116 orð

Guðni rifar seglin í vor

GUÐNI Bergsson hyggst flytja til Íslands á ný er samningi hans við enska 1. deildar liðið Bolton lýkur í júlí árið 2000. Guðni segist ekki hafa hug á að halda áfram að leika knattspynu eftir að hann hættir hjá Bolton. "Ég stefni á að koma heim næsta sumar og geri ekki ráð fyrir að halda áfram að spila. Meira
23. september 1999 | Íþróttir | 409 orð

Ítalar máttu hafa sig alla við

ÞAÐ er ekki oft sem íslenskir leikmenn og áhorfendur ganga af velli eftir knattspyrnuleik við ítalskt landslið og eru frekar súrir en sáttir með eitt stig. Sú varð engu að síður raunin í gærkvöldi þegar ítalska kvennalandsliðið í knattspyrnu náði markalausu jafntefli við það íslenska á Laugardalsvelli er liðin mættust í riðlakeppni Evrópukeppninnar. Meira
23. september 1999 | Íþróttir | 549 orð

KSÍ rannsaki ásakanir um kynþáttafordóma

Sveinn Andri Sveinsson, formaður Knattspyrnufélagsins Fram, hefur sent erindi til Knattspyrnusambands Íslands um að það rannsaki kynþáttaáreitni sem Marcel Oerlemans, þeldökkur leikmaður liðsins, mátti sæta í leik gegn Víkingum í efstu deild. Meira
23. september 1999 | Íþróttir | 165 orð

Leikmenn Stuttgart fá sér lögmann

SEX leikmenn í herbúðum Stuttgart hafa fengið sér lögmann vegna þess að Rolf Rangnick, þjálfari liðsins, tók þá út úr 34 leikmannahópi liðsins. "Það var alltof þröngt í klefanum og ég hef ekkert með þennan fjölda að gera á æfingu," sagði Rangnich. Meira
23. september 1999 | Íþróttir | 105 orð

Liðin áttu að vinna hvort sinn hálfleikinn

"ÉG hef aldrei séð þetta íslenska lið spila en það var gott og betri en ég átti von á og mér fannst vörnin góð," sagði Ettore Recagni, þjálfari ítalska liðsins, eftir leikinn og var sáttur við að komast með eitt stig heim. Meira
23. september 1999 | Íþróttir | 344 orð

NICOLAJ Jacobsen hefur hafið æfin

NICOLAJ Jacobsen hefur hafið æfingar á ný með handknattleiksliði Kiel. Hann meiddist illa á undirbúningstímanum í sumar og varð að fara í uppskurð. Reiknað er með að hann geti hafið keppni í október. BAD Schwartau hefur gengið afleitlega það sem af er 1. Meira
23. september 1999 | Íþróttir | 260 orð

Ósáttur að vinna ekki

"Við fórum í þennan leik með það í huga að spila agaðan varnarleik sem við og gerðum enda þurfti markvörður okkar aldrei að verja skot og innst inni er ég ósáttur við að vinna ekki leikinn," sagði Þórður Lárusson, þjálfari íslenska liðsins, eftir leikinn. Meira
23. september 1999 | Íþróttir | 328 orð

Páll tekur við Keflvíkingum

PÁLL Guðlaugsson, sem hefur þjálfað knattspyrnulið Leifturs frá Ólafsfirði í efstu deild karla síðastliðin ár, hefur verið ráðinn þjálfari Keflvíkinga í sömu deild. Ráðningin var tilkynnt á fréttamannafundi í Keflavík í gær. Páll tekur við af Kjartani Mássyni og gerði tveggja ára samning við félagið. "Aðdragandinn að þessu hefur verið langur. Meira
23. september 1999 | Íþróttir | 659 orð

Sala á sýningarrétti helsta vonin

KÖRFUKNATTLEIKSDEILDIR Keflavíkur og Njarðvíkur, sem standa að sameiginlegu liði Reykjanesbæjar í Korac-bikarkeppninni, fá ekkert greitt fyrir sigur eða að komast áfram um hverja umferð frá Körfuknattleikssambandi Evrópu, líkt og tíðkast í Evrópumótum félags- og landsliða í knattspyrnu. Meira
23. september 1999 | Íþróttir | 247 orð

Todd hættir hjá Bolton

Colin Todd, knattspyrnustjóri enska 1. deildar liðsins Bolton, sagði starfi sínu lausu í gær. Félagið hefur átt í fjárhagsþrengingum og þurft að selja leikmenn til þess að fjármagna reksturinn. Todd taldi erfitt að starfa við slíkar aðstæður og kvaðst hafa tekið ákvörðun um að hætta er félagið seldi Per Frandsen til Blackburn fyrir um 205 milljónir ísl. króna. Meira
23. september 1999 | Íþróttir | 119 orð

Þjóðverjar dæma í París

ÞÝSKI milliríkjadómarinn Bernd Heynemann dæmir landsleik Íslands og Frakkland í París 9. október nk. en það er síðasti leikur þjóðanna í 4. riðli undankeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu karla. Heynemann er einn kunnasti knattspyrnudómari heims um þessar mundir og er í efsta dómaraflokki UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, á leiktíðinni 1999 til 2000. Meira

Úr verinu

23. september 1999 | Úr verinu | 269 orð

Aflinn kominn yfir 105.000 tonn

Í GÆR hafði verið tilkynnt um liðlega 105.000 tonna afla af kolmunna til Samtaka fiskvinnslustöðva á árinu. Veiði hefur verið frekar dræm undanfarnar vikur en að undanförnu hefur hún glæðst á ný og menn eru bjartsýnir á framhaldið. Óli í Sandgerði AK kom með um 950 til 1.000 tonn til Seyðisfjarðar í gærkvöldi. Meira
23. september 1999 | Úr verinu | 369 orð

Gott ástand við Ísland og ekki stöðug niðursveifla

ÞRÁTT fyrir að magn rauðátu í Norður-Atlantshafi hafi minnkað mikið á undanförnum áratugum er ástandið gott við Ísland. Ólafur S. Ástþórsson hjá Hafrannnsóknastofnun sem hefur rannsakað rauðátu hér við land segir að þrátt fyrir að minna sé af henni en þegar mest mældist á fyrri hluta 7. áratugarins sé engin ástæða til þess að hafa sérstakar áhyggjur. Meira

Viðskiptablað

23. september 1999 | Viðskiptablað | 560 orð

Allt að 10% verðlækkun til sjúklinga

LYFJABÚÐIR hf., sem reka lyfjaverslanir undir nafninu "Apótekið", hafa undirritað samning við norska lyfjadreifingarfyrirtækið NMD, Norsk medisinaldepot AS, um innflutning á lyfseðilsskyldum lyfjum, sem á að sögn Lyfjabúða hf. að skila sér í lægra lyfjaverði til sjúklinga í mörgum tilvikum. "Hér er um að ræða 20 af 100 söluhæstu lyfjunum sem eru í notkun hér á landi. Meira
23. september 1999 | Viðskiptablað | 2979 orð

Áhugi fyrir hendi en óvissa hamlar úbreiðslu Nokkur fyrirtæki á Íslandi hafa boðið starfsmönnum að kaupa hlutabréf með

Kaupréttur starfsmanna á hlutabréf er fátítt fyrirbrigði í íslensku atvinnulífi Áhugi fyrir hendi en óvissa hamlar úbreiðslu Nokkur fyrirtæki á Íslandi hafa boðið starfsmönnum að kaupa hlutabréf með sérkjörum. Meira
23. september 1999 | Viðskiptablað | 392 orð

ÐNú þegar fréttir berast af aukinni verðbólgu er ástæða til þess að skoða hvað hugtakið þýð

Hugtakið almennt verðlag segir til um hvað það kostar á tilteknum tíma að kaupa mjög fjölbreytt safn af vörum og þjónustu. Að einhverjum tíma liðnum má svo kanna aftur hvað þarf að greiða fyrir nákvæmlega sömu hlutina. Ef greiða þarf meira í seinna skiptið en í því fyrra þá er sagt að verðlagið hafi hækkað. Verðlagið mælir ekki breytingar á verðhlutföllum, þ.e. Meira
23. september 1999 | Viðskiptablað | 223 orð

Er að ná hámarki samnings

"SAMNINGUR FÍB-trygginga við IBEX Motor Syndicate hjá Lloyd's-tryggingamarkaðnum í London kvað á um 2 milljóna sterlingspunda hámark heildariðgjalda, eða um 234 milljónir króna samkvæmt gengi dagsins í dag. Í lok síðustu viku hafði upphæð iðgjalda náð um 228­9 milljónum króna, og því er ljóst að hámarki samningsupphæðar verður náð innan margra daga. Meira
23. september 1999 | Viðskiptablað | 444 orð

Fjárfesti aðallega innanlands

AUÐUR Finnbogadóttir er fædd í Keflavík árið 1967. Að loknu stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1987, tók hún sér tveggja ára hlé frá námi, en hélt síðan til Bandaríkjanna og lauk BS-gráðu í alþjóðaviðskiptum frá University of Colorado at Boulder 1992. Meira
23. september 1999 | Viðskiptablað | 383 orð

Grundvallaratriði í rekstrinum

Fyrirtækið OZ.COM hefur boðið öllum fastráðnum starfsmönnum kauprétt á hlutabréfum frá árinu 1995. Skúli Mogensen, forstjóri OZ.COM, segir að bæði stjórnendur og starfsmenn séu ánægðir með hvernig til hefur tekist og að samningarnir hafi hjálpað fyrirtækinu að ná í hæft fólk. Af hvaða ástæðu hóf OZ.COM að gera hlutabréfavalréttarsamninga við starfsmenn? "Þegar OZ. Meira
23. september 1999 | Viðskiptablað | 371 orð

Hlutabréf hækka þrátt fyrir vaxtahækkun

HÆKKUN vaxta Seðlabanka Íslands um 0,6% til innlánsstofnana á föstudag og vaxtahækkun viðskiptabankanna í kjölfarið virðist ekki hafa sömu áhrif á íslenskan hlutabréfamarkað og algengt er erlendis þegar vextir hækka. Meira
23. september 1999 | Viðskiptablað | 435 orð

Hriktir í samrunaáformum Telia og Telenor

"TELIA og Telenor komast af hvort án annars," sagði Tormod Hermansen, forstjóri Telenor, í viðtali við sænska útvarpið í gær. Hermansen er væntanlegur forstjóri nýs fyrirtækis, sem spretta mun af samruna þessara tveggja fyrrverandi ríkissímafyrirtækja Svía og Norðmanna. Meira
23. september 1999 | Viðskiptablað | 224 orð

Húsnæði Samvinnuferða-Landsýnar selt

MAGNÚS Ármann, eigandi veitingastaðanna Rex, Astró og Wunderbar, hefur keypt hús ferðaskrifstofunnar Samvinnuferða-Landsýnar hf. í Austurstræti. Seljandi er ferðaskrifstofan, en stærsti hluthafi í SL er Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn með um 23% hlut. Yfir tíu aðilar buðu í eignina en söluverð er ekki gefið upp. Meira
23. september 1999 | Viðskiptablað | 713 orð

Landssímanum ekki skylt að innheimta fyrir Tal

ÚRSKURÐARNEFND fjarskipta- og póstmála felldi í gær úr gildi þá ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar frá í maí að Landssíminn skyldi taka að sér innheimtu og reikningagerð vegna útlandaþjónustu Tals hf. Meira
23. september 1999 | Viðskiptablað | 27 orð

Málþing Lögfræðingafélags Íslands

Lögfræðingafélag Íslands gegnst fyrir málþingi um samkeppnislögin á Radison SAS amm 1. október næstkomandi kl. 13. Meðal fyrirlesara er Guðjón Rúnarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands. Meira
23. september 1999 | Viðskiptablað | 887 orð

MeritaNordbanken býður í Kreditkassen MeritaNordbanken freistar þess að kaupa norskan banka, en norrænn risabanki gæti að mati

MeritaNordbanken freistar þess að kaupa norskan banka, en norrænn risabanki gæti að mati sérfræðinga gert erlendum bönkum auðvelt að ná norrænni fótfestu, segir Sigrún Davíðsdóttir. Meira
23. september 1999 | Viðskiptablað | 520 orð

Mikill sparnaður með erlendu samstarfi

Í ERINDI sínu á fundi um viðskiptatækifæri á Indlandi sagði Snorri Guðmundsson, tæknilegur framkvæmdastjóri EJS International, að a.m.k. 50% sparnaður skapaðist af því að semja við undirverktaka á Indlandi um hugbúnaðargerð miðað við að hafa starfsemina eingöngu hér á landi. Fundurinn var haldinn í Kornhlöðunni í gær, á vegum Útflutningsráðs Íslands og Verslunarráðs Íslands. Meira
23. september 1999 | Viðskiptablað | 53 orð

Morgunverðarfundur hjá Verslunarráði

Verslunarráð Íslands, í samvinnu við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, stendur fyrir morgunverðarfundi á Radison SAS þann 29. september um hindranir við nýsköpun í atvinnulífinu. Á fundinum verður kynnt samantekt sem Verslunarráð og Nýsköpunarsjóður unnu um þessi mál. Ræðumenn verða Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri VÍ, Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Viðskiptaháskólans, og Páll Kr. Meira
23. september 1999 | Viðskiptablað | 344 orð

Nýir starfsmenn hjá KPMG

ANDRÉS Guðmundsson B. Ed. hefur hafið störf á ráðgjafarsviði KPMG. Andrés hefur undanfarin ár stundað kennslu, unnið að skipulagningu og verkefnisstjórnun hjá Kennaraháskóla Íslands ásamt ýmsum ráðgjafarstörfum á sviði kennslu- og endurmenntunarmála. Andrés var skólastjóri Mímis ­ Tómstundaskólans frá ágúst 1996 til 1999. Meira
23. september 1999 | Viðskiptablað | 70 orð

Nýr innkaupa- og markaðsstjóri Lyfjabúða hf.

BERGLIND Gestsdóttir hefur verið ráðin innkaupa- og markaðsstjóri Lyfjabúða hf. Berglind vann áður hjá Pharmaco hf. í hjúkrunar- tækni- og heilsuvörudeild og hefur einnig stundað hjúkrunarstörf á vökudeild Landspítala Íslands. Berglind er með B.Sc. gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands og hefur að auki sótt námskeið erlendis um skipulag lyfjaverslana. Meira
23. september 1999 | Viðskiptablað | 163 orð

Nýr skrifstofustjóri Landsnefndar Alþjóða verslunarráðsins

MAGNÚS Þór Gylfason hefur verið ráðinn skrifstofustjóri Landsnefndar Alþjóða verslunarráðsins (ICC). Magnús Þór tekur við af Má Mássyni, sem hefur hafið framhaldsnám í Kaupmannahöfn. Magnús Þór er 25 ára og lauk stúdentsprófi frá MH árið 1994. Meira
23. september 1999 | Viðskiptablað | 511 orð

Ófullnægjandi aðhald í ríkisrekstri

SÖKUM ófullnægjandi aðhalds í fjármálum hins opinbera hér á landi hafa útgjöld þjóðfélagsins vaxið svo mikið að framleiðendur tapa bæði hagnaði sínum og markaðshlutdeild. Þetta er mat Ingólfs Bender, hagfræðings Samtaka iðnaðarins, sem hann byggir á nýlegri úttekt Fjárfestingarbanka atvinnulífsins um afkomu iðnfyrirtækja á Verðbréfaþingi Íslands. Þar kemur m.a. Meira
23. september 1999 | Viðskiptablað | 216 orð

Stefja býður WAP- miðlara frá Nokia

STEFJA ehf. og Nokia hafa ákveðið að bjóða miðlara af gerðinni Nokia WAP Corporate Server fyrir íslenskan markað, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Stefju ehf. WAP-tæknin (Wireless Application Protocol) er opinn almennur staðall. Með þráðlausum handtækjum gefst farsímanotendum kostur á að nálgast og nota gögn úr upplýsingakerfum fyrirtækja. Meira
23. september 1999 | Viðskiptablað | 158 orð

Stokkað upp í stjórn DaimlerChrysler

LÍKUR eru á að framkvæmdastjórn DaimlerChrysler verði endurskipulögð og fulltrúum í henni fækkað samkvæmt Evrópuútgáfu Wall Street Journal. Fyrirtækið tilkynti í ágúst að til stæði að fækka í framkvæmdastjórninni í 10­13 fulltrúa úr 17, sem hafa haldið stöðum sínum síðan Daimler- Benz í Þýzkalandi og Chrysler Corp. í Bandaríkjunum sameinuðust í fyrra. Meira
23. september 1999 | Viðskiptablað | 120 orð

Umbúðasamkeppnin 1999

UMBÚÐASAMKEPPNI Samtaka iðnaðarins 1999 stendur yfir um þessar mundir og eru hönnuðir, framleiðendur og notendur umbúða hvattir til þátttöku. Skilafrestur á þátttökutilkynningum er til 15. október nk. Keppt er um Silfurskelina auk fjölda viðurkenninga og er samkeppnin haldin í samstarfi við SÍA, Samband íslenskra auglýsingastofa, og ÍMARK, Félag íslensks markaðsfólks. Meira
23. september 1999 | Viðskiptablað | 1776 orð

Upplýsingatækni framtíðarinnar Nýherji hélt í vikunni ráðstefnu um upplýsingatækni framtíðarinnar. Árni Matthíasson tók tali

Í VIKUNNI var staddur hér í vinnuleyfi dr. Frank Soltis, einn af aðalhönnuðum IBM. Soltis, sem tók á sínum tíma þátt í þróun AS/400- tölvunnar og stýrikerfisins, nýtur mikillar virðingar í tölvuheiminum og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín og skrif. Meira
23. september 1999 | Viðskiptablað | 1664 orð

Velta útvegsfyrirtækja á VÞÍ dróst saman um 5,9% milli ára

Mikil umskipti urðu á afkomu sjávarútvegsfyrirtækja á fyrri hluta ársins miðað við sama tíma í fyrra Velta útvegsfyrirtækja á VÞÍ dróst saman um 5,9% milli ára Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.