Greinar fimmtudaginn 30. september 1999

Forsíða

30. september 1999 | Forsíða | 213 orð

Clinton óskar eftir hjálp Írana

BILL Clinton Bandaríkjaforseti hefur óskað eftir aðstoð stjórnvalda í Íran við að hafa uppi á þeim sem bera ábyrgð á sprengjutilræði við bandaríska herstöð í Sádi-Arabíu árið 1996, að því er embættismenn í Washington skýrðu frá í gær. Meira
30. september 1999 | Forsíða | 233 orð

Cohen krefst þess að stjórnin hemji herinn

WILLIAM Cohen, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hélt til Indónesíu í gær og hvatti þarlend stjórnvöld til að koma í veg fyrir að her landsins styddi vígahópa sem eru sakaðir um að hafa orðið þúsundum manna að bana á Austur-Tímor. Meira
30. september 1999 | Forsíða | 97 orð

Gjafir til Ceausescus boðnar upp

STJÓRN Rúmeníu hyggst bjóða upp 850 muni sem voru í eigu Nicolae Ceausescu, fyrrverandi einræðisherra landsins, í Búkarest í næstu viku. Á meðal uppboðsmunanna eru gjafir sem Ceausescu fékk frá ýmsum erlendum þjóðarleiðtogum, m.a. Richard Nixon, Míkhaíl Gorbatsjov og Saddam Hussein. Meira
30. september 1999 | Forsíða | 82 orð

Mótmæli kveðin niður í Belgrad

Óeirðalögreglan í Belgrad dreifði í gærkvöldi um 30.000 stjórnarandstæðingum sem reyndu að ganga að bústað Slobodans Milosevic Júgóslavíuforseta til að krefjast þess að hann segði af sér. Nokkrir stjórnarandstæðinganna grýttu lögreglumennina, sem svöruðu með því að ráðast á göngumenn með kylfum. Að sögn óháðrar útvarpsstöðvar í borginni særðust um 60 stjórnarandstæðingar í átökunum. Meira
30. september 1999 | Forsíða | 469 orð

Pútín kveðst ekki útiloka landhernað

VLADÍMÍR Pútín, forsætisráðherra Rússlands, kvaðst í gær vera tilbúinn að hefja viðræður við leiðtoga uppreisnarhéraðsins Tsjetsjníu ef þeir fordæmdu hermdarverk tsjetsjenskra skæruliða. Rússar héldu þó áfram loftárásum sínum á Tsjetsjníu og Pútín tók fram að hann útilokaði ekki að rússneska landhernum yrði beitt í héraðinu. Meira
30. september 1999 | Forsíða | 145 orð

Vilja ekki sólsetur á hádegi

STJÓRN Litháens ákvað í gær að falla frá þeirri ákvörðun sinni að taka upp Mið-Evróputímann þar sem hún þýddi að sólin reis um miðja nótt á sumrin og settist skömmu eftir hádegi á veturna. Mið-Evróputíminn var tekinn upp í Litháen fyrir ári og markmiðið var að færa landið nær Evrópusambandinu í tíma og rúmi. Meira

Fréttir

30. september 1999 | Innlendar fréttir | 424 orð

57 milljarða eignir í júnílok

EIGNIR lífeyrissjóðanna í erlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum nær þrefölduðust milli áranna 1997 og 1998 og uxu úr 14,5 milljörðum kr. í rúmlega 41 milljarð króna um síðastliðin áramót. Erlend hlutabréfaeign þeirra hefur haldið áfram að aukast hröðum skrefum það sem af er þessu ári og nam í júnílok í sumar um 57 milljörðum króna og hafði því aukist um 16 milljarða króna á árinu. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 152 orð

Aðalfundur Gigtarfélags Íslands á Reyðarfirði

GIGTARFÉLAG Íslands boðar til aðalfundar á Reyðarfirði laugardaginn 2. október með félagsmönnum og öðrum sem áhuga hafa á málefninu. Fundurinn verður kl. 15 í safnaðarheimili Reyðarfjarðarkirkju, Búðargötu 1. Á fundinum verða hefðbundin aðalfundarstörf og sérfræðingar fjalla um gigt og áhrif hennar á daglegt líf. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 56 orð

Aðalfundur VG í Reykjavík

AÐALFUNDUR Vinstri hreyfingarinnar ­ græns framboðs í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 30. september í Versölum, Iðnaðarmannahúsinu við Hallveigarstíg 1. Fundurinn hefst klukkan 20. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, ávörp þingmannanna Ögmundar Jónassonar og Kolbrúnar Halldórsdóttur og stjórnmálaumræður. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 113 orð

Aðbúnaður aðstandenda bættur

GJÖRGÆSLUDEILD Landspítalans voru í síðustu viku færðar gjafir frá Pfaff-fyrirtækinu og er þeim ætlað að bæta aðbúnað aðstandenda þeirra sem liggja á deildinni. Pfaff færði gjörgæsludeildinni ísskáp, hægindastól, sjónvarp og tvö málverk eftir Bjarna Njálsson. Meira
30. september 1999 | Erlendar fréttir | 184 orð

Afdrifarík fljótfærni

INGA-Britt Ahlenius, ríkisendurskoðandi í Svíþjóð, sagði af sér í gær fyrir þær sakir einar að hafa trúað gabbi eins kunningja síns. Það hafði hins vegar heldur leiðinlegar afleiðingar. Fyrir nokkrum dögum voru skilaboð á símsvaran Ahlenius, að því er virtist frá fjármálaráðherranum, Bosse Ringholm, og þau voru þannig, Meira
30. september 1999 | Erlendar fréttir | 109 orð

Anwar byrlað eitur?

MAHATHIR MOHAMMAD, forsætisráðherra Malasíu, lýsti því yfir í gær að ásakanir Anwars Ibrahim, fyrrverandi fjármálaráðherra landsins, og pólitískur andstæðingur Mahathirs, um að sér hefði verið byrlað eitur væru "fáránlegar". "Slíkt er ekki í samræmi við menningu Malasíu. Við drepum ekki pólitíska andstæðinga okkar," er haft eftir Mahathir. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 48 orð

Auglýsir eftir ökumanni jeppa

LÖGREGLAN í Reykjavík auglýsir eftir ökumanni svartrar jeppabifreiðar, sem lenti í árekstri við stúlku á reiðhjóli á horni Smiðjustígs og Hverfisgötu um klukkan 14 þriðjudaginn 28. september. Lögreglan var ekki kvödd á vettvang vegna óhappsins en biður ökumann jeppans að hafa samband við sig. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 393 orð

Ársskammtur kostar eina milljón kr.

ÁRSSKAMMTUR af nýju gigtarlyfi, enbrel, sem hefur verið notað með undanþágu á Landspítalanum undanfarna mánuði, kostar um eina milljón króna á ári á sjúkling. Tíu sjúklingar fá lyfið nú, en Kristján Steinsson, yfirmaður gigtarlækningadeildar Landspítalans, segir að miðað við núverandi aðstæður gæti lyfið hentað fyrir nokkra tugi sjúklinga, en síðar geti komið í ljós að fleiri hafi gagn af því. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 76 orð

Banaslys á Sauðárkróki

KONA á 85. aldursári lést í gærmorgun þegar hún varð undir vörubifreið á Sauðárkróki. Talið er að hún hafi látist samstundis. Slysið varð laust fyrir klukkan átta í gærmorgun, á bílastæði við Hólmagrund á Sauðárkróki. Konan mun hafa gengið fyrir aftan vörubílinn í sömu mund og bílstjórinn tók af stað, en hann varð hennar ekki var. Hin látna hét Herdís Sigurjónsdóttir, fædd 25. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 386 orð

Besta útkoma í Soginu í áratug

Veiði er lokið í Soginu og veiddust alls 462 laxar sem er afar góð niðurstaða og sú besta í mörg ár. Meira hefur ekki veiðst í Soginu síðan stórveiðisumarið 1988 er 714 laxar veiddust. Í fyrra var einnig ágæt veiði, 413 laxar, en veiðin í ár er þeim mun athyglisverðari fyrir þær sakir hve seint veiðin hrökk í gang. En þrátt fyrir góða heildartölu er veiðinni verulega misskipt milli svæða. Meira
30. september 1999 | Erlendar fréttir | 171 orð

Blessun lögð yfir rekstur með afnotagjöldum

SAMKEPPNISYFIRVÖLD Evrópusambandsins (ESB) kváðu í gær upp þann úrskurð að fréttaútsendingar BBC-sjónvarpsins allan sólarhringinn brytu ekki í bága við reglur ESB um ríkisstyrki og niðurgreiðslur. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 128 orð

Danskur konditormeistari í heimsókn

DANSKI konditormeistarinn Kim Andersen er staddur hér á landi og mun starfa og vera til viðtals á dönskum dögum á Café Konditori Copenhagen, Suðurlandsbraut 4, dagana 1.­3. október nk. Kim er formaður D.kk., sem er framkvæmdanefnd sýninga og móta í konditorkeppnum ásamt því að skarta fjölda titla í kökugerð og kökuskreytingum víðsvegar um Evrópu á síðastliðnum árum. Sl. Meira
30. september 1999 | Erlendar fréttir | 105 orð

Dauðadómur felldur niður

ÍRANSKUR dómari kvað í gær upp þann úrskurð að 58 ára þýskur kaupsýslumaður, sem hafði hlotið dauðadóm fyrir kynmök við múslímska konu, fengi mál sitt tekið fyrir að nýju og yrði dómnum ekki framfylgt. Dómarinn sagði fréttamönnum að líklega yrði maðurinn, að nafni Helmut Hofer, látinn sæta húðstrýkingu í staðinn. Hofer hafði samrekkt 27 ára gömlum læknanema. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 122 orð

Eimskip áfram í strandsiglingum

EIMSKIP hefur ekki í hyggju að hætta strandsiglingum, að sögn Harðar Sigurgestssonar, forstjóra Eimskips. Eins og kom fram í Morgunblaðinu á þriðjudaginn þá íhugar Samskip nú að hætta strandsiglingum og efla landflutninga, þar sem strandsiglingar hafi ákveðið óhagræði í för með sér. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 286 orð

Einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í skák

EINVÍGI um Íslandsmeistaratitilinn í skák milli stórmeistaranna Hannesar Hlífars Stefánssonar og Helga Áss Grétarssonar hófst í gær en þeir tefla fjórar einvígisskákir um titilinn. Fyrstu skákinni lauk með jafntefli eftir 25 leiki. Sýnt er beint frá einvíginu á mbl.is og er hægt að fylgjast með skákunum með því að smella á sérstakan hnapp á forsíðu Morgunblaðsins á Netinu. Meira
30. september 1999 | Erlendar fréttir | 330 orð

Eitt minnsta ríkið í heiminum að sökkva í sæ

UM ÞETTA leyti á næstu öld verður Kyrrahafsörríkið Tuvalu hugsanlega horfið af yfirborði jarðar. Það er að segja ef þeir vísindamenn hafa rétt fyrir sér, sem spá því að sjávarborðið muni hækka vegna gróðurhúsaáhrifanna. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 168 orð

Ellefu leikskólakennarar hættir

ELLEFU leikskólakennarar sem eru samanlagt í sjö og hálfu stöðugildi á leikskólum í bæjarfélaginu Árborg láta af störfum í dag, en þá er liðinn uppsagnarfrestur þeirra. Tólf leikskólakennarar sögðu upp en einn hefur tekið uppsögn sína til baka, samkvæmt upplýsingum Ingunnar Guðmundsdóttur, formanns bæjarráðs Árborgar. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 70 orð

Endurbætur á Þjóðminjasafni

MIKLAR endurbætur standa nú yfir á Þjóðminjasafni en safnið verður lokað til 17. júní árið 2001. Samkvæmt áætlunum á að endurnýja húsakost safnsins að fullu. Meðal annars verður inngangur fluttur, þannig að aðkoma verður frá suðurenda hússins þar sem glerbygging mun rísa. Í áætlun um viðgerðina er m.a. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 410 orð

Fé fargað frá 11 bæjum á Vatnsnesi vegna riðuveiki

ÁKVEÐIÐ hefur verið að farga öllu sauðfé á 11 bæjum á suðurhluta Vatnsness vegna riðuveiki sem fannst í fé á einum bæjanna seint á síðastliðnu vori. Alls er um að ræða kringum 1.400 til 1.500 fjár að sögn Sigurðar Sigurðarsonar, dýralæknis á Keldum. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 195 orð

Fjölskylduferð í Þórsmörk

FERÐAFÉLAG Íslands í samvinnu við Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins efna nú um helgina, 1.­3. október, til haustlita- og fjölskylduferðar í Þórsmörk. Brottför er föstudagskvöldið kl. 19 og komið heim síðdegis á sunnudegi. Gist verður í svefnpokaplássi í Skagfjörðsskála í Langadal. Meira
30. september 1999 | Erlendar fréttir | 245 orð

Foster lávarður fær ekki laun

DEILA hefur spunnist milli þýskra stjórnvalda og breska arkitektsins Fosters lávarðar, sem hannaði endurbæturnar á þýska þinghúsinu í Berlín. Hafa Þjóðverjar staðfest að þeir muni ekki greiða lávarðinum sem svarar 120 milljónum króna af launum hans, fyrr en 45 meintir gallar á byggingunni verði lagfærðir. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 481 orð

Frekari aðgerða að vænta á næsta ári

ATHUGANIR sýna að engin bráðahætta stafar af olíulekanum úr El Grillo, segir Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra. Myndbandsupptökur kafara af birgðaskipinu voru kynntar í umhverfisráðuneytinu í gær. Aðgerðastigi 2 við El Grillo lýkur á næstu dögum þegar kafarar Köfunarþjónustunnar og Sjóverks skila skýrslu um ástand skipsins og lekann til stýrihóps sem fjallar um málefni El Grillo. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 151 orð

Frumvarp um stjórn fiskveiða lagt fram að ári

BÚAST má við því að nýtt frumvarp til laga um stjórn fiskveiða verði lagt fyrir Alþingi á haustþinginu árið 2000, að sögn Árna M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, en ekki eftir tvö ár eins og sagt var í Morgunblaðinu í gær. Ef allt gengur að óskum gæti frumvarpið hinsvegar hlotið samþykki þingsins árið 2001. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 250 orð

Getur skipt sköpum við sjúkdómsgreiningu

NÚ stendur yfir lokasprettur í fjármögnun kaupa á ómskoðunarbúnaði, sem einkum er notaður til rannsókna á sjúkdómum í meltingarvegi. Ásgeir Theodórs, yfirlæknir á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, segir tækið kosta rúmar 18 milljónir og liggi nú fyrir rúmar 15 milljónir króna, þar af 10 milljónir frá ríkinu. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 73 orð

Gæsluvarðhald stytt

HÆSTIRÉTTUR hefur stytt gæsluvarðhald yfir einum manni sem lögreglan í Kópavogi fékk úrskurðaðan í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að ráninu í versluninni Strax í Hófgerði í Kópavogi 17. september sl. Maðurinn var upphaflega úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. október en Hæstiréttur stytti vistina til 12. Meira
30. september 1999 | Erlendar fréttir | 323 orð

Hátt gengi jensins hamlar bata

IÐNAÐARFRAMLEIÐSLA Japana tók mikinn kipp í ágústmánuði, þann mesta í nærri þrjú ár, en hátt gengi jensins heldur horfum á varanlegum efnahagsbata óvissum. Japönsk stjórnvöld greindu frá þessu í gær. Meira
30. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 477 orð

Heildarkostnaður um 5­600 milljónir króna

KAUPFÉLAG Eyfirðinga og Rúmfatalagerinn stefna að því sameiginlega að byggja upp tæplega 8.000 fermetra verslunarmiðstöð á Gleráreyrum, þar sem Nettó-verslun KEA yrði til húsa, Rúmfatalagerinn og fleiri sérverslanir. Hugmyndin er að kaupa húsnæði Skinnaiðnaðar hf., kaupa húseignir fjögurra fyrirtækja á samliggjandi lóð, rífa þær og byggja nýja 3­4. Meira
30. september 1999 | Erlendar fréttir | 663 orð

Hermenn staðfesta framburð fórnarlamba

KOMIÐ hefur í ljós að bandarískir hermenn frömdu fjöldamorð á óbreyttum suður-kóreskum borgurum á upphafsskeiði Kóreustríðsins í júlí árið 1950. Hingað til hefur frásögnum eftirlifenda og ættingja hinna látnu verið tekið með fálæti af suður-kóreskum og bandarískum stjórnvöldum og kröfum þeirra um bætur vísað frá. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 214 orð

Hundrað afbrigði metin og ostameistari Íslands valinn

OSTADAGAR í Perlunni verða í Perlunni um næstu helgi. Þeir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis frá kl. 13­18 á laugardag og sunnudag. Mikilvægur þáttur ostadaga er keppni ostameistara mjólkursamlaganna um bestu ostana. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 310 orð

Hægt að spara einn milljarð í bankakerfinu

EF bankar og sparisjóðir næðu samkomulagi um að innleiða hér hliðstætt greiðslumiðlunarkerfi og Danir hafa þróað með góðum árangri, væri hægt að auka hagræði og samkeppnishæfni íslenskra fjármálastofnana umtalsvert og spara um einn milljarð króna á ári. Benedikt K. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 96 orð

Innsetning við Geysi í dag

Myndlistarmaðurinn Robert Dell frá Bandaríkjunum stendur fyrir innsetningu á verkum sínum við Geysi í Haukadal í dag. Hefst hann handa við verkið klukkan 16 og lýkur því klukkan 21. Dell hefur fengið leyfi Náttúrverndarráðs fyrir verkinu en hann hefur þróað sérstakar aðferðir til að nýta jarðvarma í verkum sínum og knýja ljósgjafa og framleiða rafmagn. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 825 orð

Karlar hafa 30% hærri laun en konur Magnús L. Sveinsson, formaður VR, telur að launamunur kynjanna verði þýðingarmikill þáttur í

MEÐALLAUN karla í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur eru að meðaltali 30% hærri en meðallaun allra félagsmanna VR. Að teknu tilliti til starfsstéttar, vinnutíma, starfsaldurs og aldurs er kynbundinn launamunur 18% meðal fólks í fullu starfi. Meira
30. september 1999 | Erlendar fréttir | 915 orð

Kemst öfgafullur hægriflokkur til valda

EINN af ráðherrum Þjóðarflokksins í Austurríki skammaði erlenda blaðamenn í fyrra fyrir að skrifa allt of mikið um Jörg Haider og hinn öfgasinnaða Frelsisflokk hans. Sagði hann, að Haider skipti litlu máli í austurrískum stjórnmálum. Meira
30. september 1999 | Landsbyggðin | 64 orð

KHB kaupir Melabúðina í Neskaupstað

Egilsstöðum-Kaupfélag Héraðsbúa hefur keypt Melabúðina í Neskaupstað af Sigurði Sveinbjörnssyni og Guðbjörgu Friðjónsdóttur. Að sögn Inga Más Aðalsteinssonar, kaupfélagsstjóra KHB, verður Melabúðin rekin með óbreyttum hætti til áramóta. Þá standi til að opna Sparkaupsverslun í samstarfi við Samkaup í Reykjanesbæ. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 258 orð

Kvikmyndasýningar í Goethe-Zentrum

GOETHE-Zentrum á Lindargötu 46 hóf sýningar á röð átta þýskra kvikmynda fimmtudaginn 23. september. Myndirnar verða yfirleitt sýndar annan hvern fimmtudag kl. 20.30 en þar við bætast aukasýningar. Önnur sýningin verður 7. Meira
30. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 256 orð

Landslið hagyrðinga á skemmtikvöldi

LIONSKLÚBBUR Akureyrar og Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi efna til hagyrðinga- og skemmtikvölds föstudagskvöldið 1. október nk. kl. 21 í íþróttahúsinu við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 126 orð

LEIÐRÉTT Röng myndbirting MEÐ umfjöllun um sjö ungme

Röng myndbirting MEÐ umfjöllun um sjö ungmenni sem hlutu viðurkenninguna "Hvatning forseta Íslands til ungra Íslendinga" á Vopnafirði, var birt mynd af ungmennum sem hlutu þessa sömu viðurkenningu á Neskaupsstað. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Röng dagsetning Í GREIN um veiðar sóknardagabáta í Úr verinu þann 22. september sl. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 570 orð

Leikskólastjórar notast við blýant og blokk

TVÖ ný tölvuforrit fyrir leikskóla hafa verið hönnuð á leikskólanum Hjalla í Hafnarfirði. Annars vegar er það sérstakt rekstrarforrit fyrir leikskólastjóra, sem heitir Kjarninn og hins vegar er það fagforrit sem ætlað er leikskólakennurum, sem heitir Hjallinn. Forritin tvö hafa verið í þróun í um eitt og hálft ár og voru fyrst tekin í notkun í vor. Meira
30. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 848 orð

Leitað verði allra leiða til að finna ný atvinnutækifæri

TÓMAS Ingi Olrich þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í atvinnumálum Hríseyinga sé mjög alvarleg og að við blasi að um 100 manns í eynni eigi á hættu að missa lífsviðurværi sitt í kjölfar ákvörðunar Snæfells að flytja pökkun á ferskum fiski frá Hrísey til Dalvíkur. Í svipaðan streng tóku aðrir þingmenn kjördæmisins sem rætt var við. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 28 orð

Lokapredikanir í guðfræðideild HÍ

Lokapredikanir í guðfræðideild HÍ GUÐFRÆÐINEMARNIR Helga Helena Sturlaugsdóttir og Stefán Már Gunnlaugsson flytja lokapredikanir í kapellu Háskóla Íslands föstudaginn 1. október. Athöfnin hefst kl. 16 og eru allir velkomnir. Meira
30. september 1999 | Erlendar fréttir | 147 orð

Lögum um hundaát frestað

STJÓRNVÖLD í Suður-Kóreu hafa ákveðið að bíða með að setja lög, sem leyfa hundakjötsát, þar til að loknu heimsmeistaramótinu í knattspyrnu árið 2002 en það verður í S- Kóreu og Japan. Vilja þau ekki hætta á neitt uppnám meðal hundavina og dýraverndunarsamtaka áður en mótið verður haldið. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 392 orð

Málinu hugsanlega vísað til EFTA-dómstólsins

SAMGÖNGURÁÐHERRA, Sturla Böðvarsson, kynnti í ríkisstjórn í fyrradag athugasemdir eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, vegna mismunandi flugvallargjalda á innanlands og millilandaflug. Ríkisstjórnin fól samgönguráðherra að taka ákvörðun um framhald málsins í samráði við fjármálaráðherra og utanríkisráðherra. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 693 orð

Mengunarlausar eilífðarvélar

Fyrsta málstofa umhverfis- og byggingarverkfræðiskorar Háskóla Íslands verður í dag klukkan 16 til 17.30 í húsi verkfræði- og raunvísindadeilda HÍ (VRII) í stofu 158 á jarðhæð. Efni málstofunnar er Eyjabakkamiðlun og tengd málefni. Birgir Jónsson dósent sá um undirbúning málstofunnar að þessu sinni. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 600 orð

Mótmæla 20% hækkun leikskólagjalda

FORELDRAR á leikskólanum Mánabrekku á Seltjarnarnesi efndu til fundar í gærkvöldi til að mótmæla ráðgerðum 20% hækkunum á dagvistargjöldum um næstu mánaðamót. Hermann Valsson, formaður foreldrafélagsins, segir að vegna kostnaðarskiptingar þar sem foreldrum sé ætlað að standa straum af 50% rekstrarkostnaðar leikskólans eigi bærinn ekki einhliða að ráðast í aðgerðir sem valda auknum kostnaði. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 167 orð

Námsstefna um breytingaskeið kvenna

NÁMSSTEFNA um breytingaskeið kvenna verður haldin mánudaginn 4. október kl. 20 í fyrirlestrasal Norræna hússins á vegum Sálfræðistöðvarinnar. Sálfræðistöðin hefur í mörg ár staðið fyrir umræðum um þetta efni. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 587 orð

Nemendur kenna öldruðum á tölvur

FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ Reykjavíkur kynnti í gær, í tölvuveri Langholtsskóla, verkefnisskrá Skóla atvinnulífsins fyrir veturinn sem að þessu sinni tengist eldri borgurum. Meðal verkefna er tölvukennsla fyrir eldri borgara sem mun fara fram í tölvuverum sex grunnskóla en kennslan verður í höndum nemenda. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 123 orð

Ný hárgreiðslustofa á Vegamótastíg

NÝ hárgreiðslustofa á Vegamótastíg í Reykjavík hefur hafið rekstur og nefnist hún Mojo. Eigandi stofunnar er Baldur Rafn Gylfason, 22 ára gamall hágreiðslumeistari. Á Mojo eru ungir fagmenn að störfum og skapa þeir og klippa hár á fólki á öllum aldri. Viðskiptamenn fá allt það nýjasta úr tískuheiminum þar sem fylgst er vel með tískustraumum erlendis frá m.a. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 142 orð

Nýr sendiherra Bandaríkjanna

BARBARA J. Griffiths afhenti ríkisstjórn Íslands trúnaðarbréf sitt í gær. Clinton Bandaríkjaforseti tilnefndi hana sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi 1. júlí og var tilnefning hennar staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings 5. ágúst. Griffiths sendiherra hefur unnið fyrir bandarísku utanríkisþjónustuna frá því 1977. Meira
30. september 1999 | Landsbyggðin | 45 orð

Ný tískuverslun í Grundarfirði

Grundarfirði-Opnuð hefur verið tískuvöruverslunin Krýna, Hrannarstíg 3 í Grundarfirði. Eigandi hennar er Birna Guðbjartsdóttir. Verslunin selur auk tískufatnaðar íþróttavörur frá Reebok. Hún er opin alla virka daga frá kl. 14­18 og á laugardögum kl. 13­15. Meira
30. september 1999 | Erlendar fréttir | 481 orð

Óvíst um hvort boðað verði fyrr til kosninga

STEFNURÆÐA Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands, á þingi Verkamannaflokksins á þriðjudag þótti einkar persónuleg og bera keim af málflutningi bandarískra starfsbræðra hans. Stjórnmálaskýrendur telja fá pólitísk stefnumál hafa komið fram, og ýmsir hafa fundið að siðferðistóninum í ræðu forsætisráðherrans. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 244 orð

Ríkið styður við einokun

GUÐMUNDUR Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna umfjöllunar um verð á grænmeti: "Forsvarsmenn Bónuss hafa bent á það um margra ára skeið að þeir ofurtollar sem lagðir hafa verið á innflutt grænmeti verða til þess að íslensk garðyrkja getur falið sig á bak við þessa vernd stóran part ársins. Meira
30. september 1999 | Erlendar fréttir | 112 orð

Rússar fara fram á matvælaaðstoð

RÚSSAR hafa beðið Bandaríkjamenn um rúmlega fimm tonna matvælaaðstoð á næsta ári, að því er starfsmaður Bandaríkjastjórnar tjáði fréttamanni Reuters í Moskvu í gær. Farið er fram á að Bandaríkjamenn sendi milljón tonn af hveiti, 1,5 milljónir tonna af fóðurkorni, 1,5 milljónir tonna af maískorni, milljón tonn af sojabaunum, auk minna magns af öðrum matvælum. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 335 orð

Samstarf stofnana og fyrirtækja í heilbrigðistækni

BETRI nýting á þekkingu starfsfólks í heilbrigðisþjónustu og aukið samstarf stofnana og fyrirtækja á sviði heilbrigðistækni er verkefni sem iðnaðar- og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hyggjast styðja. Á blaðamannafundi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið bauð til á þriðjudag var kynnt úttekt á heilbrigðistækni og möguleikum þess iðnaðar. Meira
30. september 1999 | Landsbyggðin | 169 orð

Skerðing skarkolakvóta veldur áhyggjum

Grundarfirði-Almennur stjórnmálafundur var haldinn í Ólafsvík á þriðjudagskvöld. Á fundinn mættu Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Sturla Böðvarsson samgöngumálaráðherra. Um eitt hundrað manns mættu á fundinn og má það teljast mjög góð mæting. Margt var tekið til umræðu á fundinum. Hæst bar kvótamálin. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 267 orð

Slökkviliðið vinnur til æðstu verðlauna

Keflavík-Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli vann nýlega til æðstu verðlauna sem veitt eru í árlegri samkeppni milli allra slökkviliða innan bandaríska flotans og afhenti Mark H. Anthony, kafteinn og yfirmaður flotastöðvar varnarliðsins, verðlaunin Haraldi Stefánssyni slökkviliðsstjóra. Meira
30. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 1276 orð

Snæfell hefur mikla þýðingu fyrir efnahag og atvinnulíf í Hrísey

DÖKK mynd var dregin upp af því ástandi sem gæti skapast í Hrísey komi ekkert annað til í atvinnumálum eftir að Snæfell flytur pökkunarstöð sína úr eynni og til Dalvíkur í skýrslu Benedikts Guðmundssonar, atvinnuráðgjafa hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, sem hann vann að beiðni Byggðastofnunar um þýðingu Snæfells fyrir efnahag og atvinnulíf í Hrísey. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 301 orð

Tveir menn úrskurðaðir í tveggja mánaða varðhald

ÍSLENDINGARNIR tveir sem handteknir voru í Kaupmannahöfn á sunnudag, grunaðir um aðild að stóra fíkniefnamálinu, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 1. desember í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að kröfu lögreglunnar. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 167 orð

Töluverðar skemmdir í skipinu

RANNSÓKN á brunanum í línu- og netabátnum Hafbjörgu ÁR 15, sem kviknaði í úti á sjó skammt sunnan við Hafnir í fyrradag, stendur yfir hjá lögreglunni í Keflavík. Liggur skipið enn við bryggju í Sandgerðishöfn eftir að það var dregið skemmt til hafnar. Skemmdir eru töluverðar í vélarrúmi og stýrishúsi skipsins. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 346 orð

Um 1.400 manns vantar í Evrópulönd

TALIÐ er að alls vanti kringum 1.400 flugumferðarstjóra til starfa í Evrópu að sögn Lofts Jóhannssonar, formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Telur hann að hérlendis vanti jafnvel 20 til 30 menn. Meira
30. september 1999 | Miðopna | 1383 orð

Umskurður kvenna ­ hættuleg hefð

Umskurður kvenna ­ hættuleg hefð Um 130 milljónir kvenna í yfir fjörutíu löndum, einkum í Afríku norðan miðbaugs, hafa verið umskornar á umliðnum árum í nafni menningarlegra hefða. Aðgerðirnar geta valdið miklum skaða og stundum dauða stúlknanna. Lilja Hjartardóttir stjórnmálafræðingur heldur fyrirlestur um efnið á vegum Rannsóknarstofu í Kvennafræðum í dag. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 113 orð

Uppsagnir teka gildi

UPPSAGNIR alls starfsfólks Sæunnar Axels ehf. í Ólafsfirði taka gildi í dag en 30. júlí sl. var 70 manns sagt upp störfum með tveggja mánaða fyrirvara. Síðan hefur starfsfólki fækkað en að sögn Sæunnar Axelsdóttur hafa þeir sem eftir eru, um 50 manns, fallist á að vera lausráðnir til hálfs mánaðar í einu. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 837 orð

Verksmiðjur og orkuver í stað ESB-aðildar Náttúruverndarsamtökin World Wide Fund eru með ítarlega umfjöllun í tímariti sínu um

ÞÝSKA fréttatímaritið Der Spiegel birti í síðasta tölublaði ítarlega grein um virkjunaráform íslenskra stjórnvalda á hálendinu eða nánar tiltekið á Eyjabökkum við rætur Vatnajökuls. Greinir blaðið frá fyrstu markvissu mótmælum umhverfisverndarsinna er um getur á eynni norður í Atlantshafi sem býr við ógrynni náttúruauðæfa. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 431 orð

Vetrarstarf Guðspekifélagsins með hefðbundnu sniði

VETRARSTARF Guðspekifélagsins er hafið og fer fram í húsi félagsins í Ingólfsstræti 22. Starfið í vetur er með hefðbundnu sniði, þ.e. opinber erindi á föstudagskvöldum kl. 21, opið hús á laugardögum kl. 15 til 17 með léttri fræðslu og umræðum. Á sunnudögum kl. 17­18 er hugleiðingarstund með leiðbeiningum fyrir almenning. Fyrsta laugardag hvers mánaðar kl. 14 til 15. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 220 orð

Viðgerðir á Borgarfjarðarbrú

VIÐGERÐ á stöplum Borgarfjarðarbrúar hafa staðið yfir að undanförnu en í þeim eru steypuskemmdir. Sjö manna brúarvinnuflokkur undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar frá Hvammstanga, á vegum Vegagerðarinnar, hefur unnið að verkinu, en áætlaður kostnaður við það er á annan tug milljóna króna. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 568 orð

Vilja gera gott hverfi betra

ÍBÚASAMTÖK gamla austurbæjarins í Kópavogi voru formlega stofnuð á fundi í Kópavogsskóla sl. þriðjudagskvöld. Á fundinum voru lög félagsins samþykkt og ný stjórn kosin. Þá voru ýmis hagsmunamál íbúanna rædd og voru umferðarmál þar ofarlega á baugi. Nýkjörin stjórn ætlar að fylgjast vel með skipulags- og umferðarmálum og nota samtakamátt íbúanna til að knýja á um umbætur í hverfinu. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 69 orð

Vinabæjarheimsókn frá Akureyri til Hafnarfjarðar

KÓR eldri borgara á Akureyri kemur í heimsókn til Hafnarfjarðar dagana 1.­3. október. Kórinn mun m.a. heimsækja vistfólk á Hrafnistu og syngja fyrir það föstudaginn 1. október og skoða álverið í Straumsvík laugardaginn 2. október og syngja þar fyrir starfsfólk. Sama dag kl. 17 heldur kórinn söngskemmtun í Víðistaðakirkju ásamt Gaflarakórnum. Aðgangur er ókeypis. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 841 orð

Þekking starfsfólks ekki fullnýtt

BRENDAN Martin hélt á mánudag fyrirlestur á vegum BSRB um leiðir til að bæta opinberan rekstur. Martin starfar mikið fyrir "Public Services International", sem eru alþjóðasamtök starfsfólks í almannaþjónustu. Meira
30. september 1999 | Innlendar fréttir | 165 orð

Æðarungar drepast í Seyðisfirði

MIKIÐ af æðarungum hefur drepist í Seyðisfirði í sumar vegna olíuleka frá olíubirgðaskipinu El Grillo, sem liggur á botni fjarðarins. Ólafur Sigurðsson bæjarstjóri segir að við talningu í ágúst hefðu menn séð 30 unga á firðinum, en í venjulegu ári mætti gera ráð fyrir að sjá þar 500-600 unga. Meira

Ritstjórnargreinar

30. september 1999 | Staksteinar | 454 orð

Krafist útskúfunar ­ hvað kemur næst?

HJÖRLEIFUR Guttormsson, fyrrverandi alþingismaður, skrifar pistil á vefsíðu sína, þar sem hann hneykslast á því að verkalýðsfélag á Austurlandi hafi krafizt brottrekstrar Hrafnkels A. Jónssonar úr stjórn Alþýðusambands Austurlands. Meira
30. september 1999 | Leiðarar | 681 orð

NETBANKI OG ÁLVER

SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og nágrennis hefur tekið merkilegt frumkvæði í bankastarfsemi með stofnun hins svonefnda netbanka. Hinn nýi netbanki er að því leyti til frábrugðinn nettengingum banka og sparisjóða, sem verið hafa við lýði í nokkur ár, að hér er um sjálfstæða bankastarfsemi að ræða, sem eingöngu fer fram á Netinu eða í gegnum síma og með símbréfum. Meira

Menning

30. september 1999 | Fólk í fréttum | 350 orð

Andlitið á mér á eftir að verða bólgið

LAILA Ali, dóttir þungavigtarmeistarans Muhammad Ali, tilkynnti á þriðjudag að frumraun hennar í hringnum í flokki atvinnumanna yrði 8. okt. næstkomandi. Laila, sem er 21 árs, segir að faðir sinn sé efins um ákvörðunina og að hann sé áhyggjufullur. "Hann vill ekki að ég slasi mig en ætlar að veita mér föðurlegan stuðning," sagði hún á blaðamannfundinum. Meira
30. september 1999 | Leiklist | 378 orð

Ábyrg og fjörleg kynlífsfræðsla

Höfundur: Valgeir Skagfjörð. Leikarar: Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir. Leikstjóri: Jón St. Kristjánsson. Hljóðmynd: Hjörtur Howser. Lýsing, leikmynd og búningar: Leikhópurinn. Tæknimaður: Jón Ingvi Reimarsson. Foldaskóla 29. september. Meira
30. september 1999 | Fólk í fréttum | 140 orð

Ástin sigrar

TÍSKUVIKAN í Mílanó er í fullum gangi og leggja hinir ýmsu hönnuðir sig fram um að setja mark sitt á tískuna vorið og sumarið aldamótaárið 2000. Lokasýning hátíðarinnar verður sýning Donatellu Versace sem beðið er með eftirvæntingu en fram að því er mikið um augnakonfekt sem áhugafólk getur gætt sér á. Meira
30. september 1999 | Myndlist | 288 orð

Bikarinn

Sýningin er opin frá 14­18 og stendur til 3. október. Á SÝNINGU Kolbrúnar Sveinsdóttur Kjarval í Stöðlakoti má sjá ótal tilbrigði við sama þemað, bikarinn. Þar eru bikarar sem virðast henta til öl- eða víndrykkju, eggjabikarar og bikarar í yfirstærð, einfaldir og látlausir bikarar, fagurlega skreyttir bikarar, Meira
30. september 1999 | Menningarlíf | 166 orð

Brotahöfuð eftirminnileg og raunsönn

SKÁLDSAGAN Brotahöfuð eftir Þórarin Eldjárn kemur á markað í Bandaríkjunum í október næstkomandi og birtist lofsamleg umsögn um bókina í Publishers Weekly þann 6. september sl. en það er alþjóðlegt rit um bókaútgáfu og bóksölu, gefið út í Bandaríkjunum. Meira
30. september 1999 | Fólk í fréttum | 67 orð

Eignir Ceausescu á uppboð

TVÆR konur skoða kvöldkjól sem tilheyrði Elenu Ceausescu, eiginkonu rúmenska einræðisherrans Nicolae Ceausescu, sem var til sýnis í Búkarest í fyrradag. Kjóllinn er einn af 800 munum, þar á meðal bátum, bílum og gjöfum til Ceausescus, sem verða boðnir upp 4. október næstkomandi, tæpum tíu árum eftir að hjónin voru tekin af lífi eftir hrun járntjaldsins. Meira
30. september 1999 | Bókmenntir | 369 orð

Fangbrögð við þögn

eftir Berglindi Gunnarsdóttur, eigin útgáfa, 1999 ­ 44 bls. SKÁLD á ekki alltaf greiða leið að mönnum. Þeir elska ekki allir ljóðið. Í nýrri ljóðabók, Ljóðvissu, spyr Berglind Gunnarsdóttir á sinn íhygla hátt hvaða fangbrögðum hún geti tekið "tómið / á milli mín / og þeirra?" Ljóð hennar gefa engin bein svör við slíkum spurningum. Það er ekki hennar háttur. Meira
30. september 1999 | Fólk í fréttum | 163 orð

Fólk í réttum

Grafarrétt í BreiðuvíkFólk í réttum SMALAÐ var í Grafarrétt í Breiðuvík um helgina og var komið með um þrjú hundruð fjár af fjalli. Leitað var frá Barnárdrögum að Rjúkanda og Grafarhnjúk og voru menn gangandi og á hestbaki og á öllum aldri. Meira
30. september 1999 | Fólk í fréttum | 60 orð

Frænka Mandela fylgir tískunni

Frænka Mandela fylgir tískunni ÞESSI föngulega, þeldökka skvísa er ekki bara svo heppin að vera vinsæl sýningarstúlka heldur er hún einnig frænka hans Nelsons Mandelas, fyrrverandi forseta Suður-Afríku. Snótin heitir Awa og sést hér sýna bikíní sem hannað var af Lorenzo Riva og er metið á um 70 milljónir króna. Meira
30. september 1999 | Kvikmyndir | 190 orð

Gamaldags og sígild

Leikstjóri: Anthony Hickox. Handrit: Hickox með Carsten H.W. Lorenz. Aðalhlutverk: Stephen Moyer, Katherine Heigl, Thomas Kretschman, Udo Kier og Edward Fox. Constantin Film Production 1997. ÆVINTÝRIÐ um Prins Valíant stendur nú alltaf fyrir sínu. Klassísk saga af skynsömum og hugrökkum manni (enda víkingur) sem tekst á við ófreskjur, nornir og grimma menn. Meira
30. september 1999 | Fólk í fréttum | 164 orð

Góðir vinir

MICK Jagger og Jerry Hall mættu í veislu nýverið í sama bílnum og þykir það frétt til næsta bæjar þar sem þau skildu eftir 22 ára ástarsamband í júlí síðastliðnum. Skilnaður varð í kjölfar réttarhalda þar sem Jerry hélt því fram að Mick hefði haldið framhjá sér en Mick hélt því fram að gifting þeirra, sem fram fór á indónesísku eyjunni Bali, hafi verið ógild. Meira
30. september 1999 | Fólk í fréttum | 272 orð

"Heimskur er hattlaus maður"

FÖSTUDAGAR eru hattadagar í Sandgerði og þá má sjá íbúa bæjarins bera höfuðföt af öllum stærðum og gerðum. Hattavinafélag bæjarins var stofnað 18. september á menningardögum Sandgerðis og eru félagsmenn rúmlega sjötíu talsins. Meira
30. september 1999 | Menningarlíf | 24 orð

Ljóðalestur í Gerðarsafni

Ljóðalestur í Gerðarsafni BERGLIND Gunnarsdóttir, ljóðskáld og þýðandi, les úr eigin verkum í Kaffistofu Gerðarsafns kl. 17 á fimmtudag. Upplesturinn er á vegum Ritlistarhóps Kópavogs. Meira
30. september 1999 | Menningarlíf | 61 orð

Ljóðalestur í Gullsól í Mörkinni

NÚ STENDUR yfir sýning Birgis Sigurðssonar í Gullsól í Mörkinni. Þar hefur listamaðurinn sýnt 20 akrýlmyndir. Á sama tíma gefst gestum kostur á að hlusta á hljóðritanir á ljóðaflutningi í síma 5707725, en ljóðin í símaklefanum kallast á við myndverkin á sýningunni. Sýningunni lýkur nú á laugardag kl. 16 með því að höfundur flytur ljóðin á sýningarstaðnum. Meira
30. september 1999 | Kvikmyndir | 319 orð

Mamma fer í fangelsi

Leikstjóri: Lone Scherfig. Handrit: Scherfig og Jörgen Kastrup byggt á sögu Martha Christensen. Kvikmyndatökustjóri: Dirk Bruel. Tónlist: Kasper Winding. Aðalhlutverk: Kasper Emanuel Stæger, Clara Johannes Simonsen, Pernille Kaa Höier, Ann Eleonora Jörgensen. Meira
30. september 1999 | Menningarlíf | 62 orð

Menning í mötuneytum

NÝLEGA var opnuð málverkasýning Tolla í mötuneyti Tollhússins við Tryggvagötu. Við opnunina sungu KK og Magnús Eiríksson. Einnig kvaddi sér hljóðs Ögmundur Jónasson, alþingimsmaður og formaður BSRB. Það er fyrirtækið Mínir menn sem gengst fyrir sýningunni. Í forsvari fyrir Mína menn er Magnús Ingi Magnússon. Meira
30. september 1999 | Fólk í fréttum | 442 orð

Morðið á dóttur hershöfðingjans

KVIKMYNDIR/Háskólabíó frumsýnir um helgina spennumyndina Dóttur foringjans með John Travolta og Madeleine Stowe í aðalhlutverkum undir leikstjórn Simon West Morðið á dóttur hershöfðingjans Meira
30. september 1999 | Menningarlíf | 52 orð

Nýjar bækur

Mömmu-Blues er eftir Normu E. Samúelsdóttur og er áttunda bók höfundar. Bókin er til minningar um móður skáldsins, Huldu Valdimarsdóttur Ritchie, sem lést fyrir stuttu. Kápumynd er eftir föður Normu, Samúel S. Ritchie. Bókin, sem er 30 síður, fæst hjá Máli og menningu, Laugavegi, og í Pennanum-Eymundssyni, Austurstræti. Meira
30. september 1999 | Fólk í fréttum | 71 orð

Nýtt frá Guns N' Roses

ROKKARARNIR og ólátabelgirnir í Guns N' Roses hafa tekið upp lag fyrir tónlistina í nýrri mynd Arnolds Schwarzeneggers "End of Days". Fleiri þekktar hljómsveitir leggja sitt af mörkum til myndarinnar á borð við Korn, Prodigy og Creed. Í myndinni er Arnie fyrrverandi lögregluþjónn sem rekur sérþjálfaða öryggisgæslu til að koma í veg fyrir að Satan finni sér brúði í New York. Meira
30. september 1999 | Fólk í fréttum | 218 orð

Rodman kærður

KONA ein kærði körfuboltamanninn Dennis Rodman á þriðjudag fyrir kynferðislegt ofbeldi. Hún fullyrðir að á síðasta ári hafi stjarnan ginnt hana inn í svítu á Sunset Strip hótelinu og þar hafi atburðurinn átt sér stað. Konan, sem heitir Bridgette Chaker, segist hafa hitt Rodman og vin hans í næturklúbbi og þeir hafi boðið henni að koma í partí í hótelsvítu Rodmans. Meira
30. september 1999 | Fólk í fréttum | 80 orð

Síðasti bardagi Holyfields

EVANDER Holyfield var ekki frýnilegur ásýndum eftir bardaga sinn við Mike Tyson í Las Vegas árið 1997 þegar Tyson beit stykki úr eyranu á honum. Þungavigtarmeistarinn, sem er 36 ára, gaf út þá yfirlýsingu í gær að hann hygðist hætta hnefaleikum eftir bardaga sinn við Lennox Lewis í Las Vegas 13. nóvember næstkomandi. Meira
30. september 1999 | Menningarlíf | 381 orð

Sjálfsævisöguleg dagbók

SÝNING á úrvali ljósmynda bandarísku listakonunnar Nan Goldin frá síðustu tuttugu árum verður opnuð í Listasafni Íslands í dag kl. 17. "Að taka mynd af einhverjum er eins og að snerta hann. Það eru gælur. Myndir mínar eru oft sprottnar af erótískri löngun," ritar listakonan í sýningarskrá. Meira
30. september 1999 | Bókmenntir | 883 orð

Skáldkonur í stafrófsröð

Fimmta og síðasta bindi Norrænnar kvennabókmenntasögu kom út fyrir nokkru. Örn Ólafsson skrifar að hér sé um að ræða uppsláttarrit við hin, mest fari fyrir stuttum ævisögum skáldkvennanna í stafrófsröð. Meira
30. september 1999 | Tónlist | 455 orð

Skemmtileg tónlist og frábær flutningur

Nína Margrét Grímsdóttir og Blásarakvintett Reykjavíkur fluttu verk eftir Fr. Poulenc. Þriðjudaginn 28. september. FRANCIS Poulenc var um margt sérstætt tónskáld, frábær píanóleikari en um tíma aðhylltist hann hugmyndir Saties, eða eins og sagt var "vildi gefa alvörunni langt nef". Meira
30. september 1999 | Menningarlíf | 467 orð

Teikningum og ljósmyndum púslað saman

Í GANGI, heimagalleríi Helga Þorgils Friðjónssonar að Rekagranda 8, stendur yfir sýning á verkum svissnesku myndlistarmannanna Eric Hattan og Silvia Bachli. Verkin hafa þau unnið í sameiningu og eru þau öll samsett af teikningum hennar og ljósmyndum hans. Meira
30. september 1999 | Menningarlíf | 106 orð

Tena Palmer í Kaffileikhúsinu

TÓNLEIKAR með Tenu Palmer & Crucible verða í Kaffileikhúsinu annað kvöld, föstudagskvöld kl. 21.30. Tónlistin sem flutt verður er af væntanlegri geislaplötu sveitarinnar sem nefnist "Further" (lengra) og hefur aldrei verið flutt áður, segir í fréttatilkynningu. Meira
30. september 1999 | Fólk í fréttum | 230 orð

Viðraði vel fyrir listina

MENNINGARDAGAR voru haldnir í Sandgerði um síðustu helgi þar sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá. Óskar Gunnarsson, forseti bæjarstjórnar, setti menningardagana og hófust þeir á tónleikum í Safnaðarheimilinu með Vilborgu Eskeland, Hjördísi Einarsdóttur, Einari Erni Einarssyni og Helga Maronssyni ásamt kvennakórnum Vox Femina undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Meira
30. september 1999 | Bókmenntir | 1991 orð

Viljinn til skynsemi

eftir Gunnar Skirbekk og Nils Gilje. Stefán Hjörleifsson þýddi. Útgefandi: Háskólaútgáfan, 1999. HEIMSPEKISAGA eftir Gunnar Skirbekk og Nils Gilje hefst á þeirri spurningu hvers vegna maður ætti að læra heimspeki. Meira
30. september 1999 | Bókmenntir | 939 orð

Ættir Austur-Húnvetninga

Guðmundur Sigurður Jóhannsson, Magnús Björnsson Ættir Austur- Húnvetninga I-IV, Mál og mynd, 1999, 1678 bls. ÞEIR sem grúska í norðlenskum ættum hafa löngum fundið til þess, hversu erfitt er um vik í prentuðum gögnum, þegar að Húnvetningum kemur. Meira
30. september 1999 | Menningarlíf | 1069 orð

Ögrandi list, opinbert fé og smekkur borgarstjóra

Ögrandi list, opinbert fé og smekkur borgarstjóra New York-búum er tamt að líta á sig sem umburðarlynt og víðsýnt fólk. Nú virðist sá orðstír í hættu. Ástæðan er stóryrtar yfirlýsingar borgarstjórans, Rudolph W. Giulianis, sem vill stöðva sýningu á breskri samtímamyndlist í listasafninu í Brooklyn. Meira
30. september 1999 | Fólk í fréttum | 188 orð

Ökuþórar og glimmer

FJÓRÐA þemahelgi Hard Rock verður um næstu helgi þegar Skítamórall skemmtir gestum staðarins með órafmögnuðum tónleikum kl. 16 á laugardag og sunnudag, áritar veggspjöld, prýðir matseðilinn og afhendir Hard Rock Skímó-bílnúmerin og jakkaföt af kápumynd geisladisksins Nákvæmlega. Meira
30. september 1999 | Fólk í fréttum | 1241 orð

(fyrirsögn vantar)

Á EYRINNI, Ísafirði Hljómsveitin Írafár leikur föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitin leikur órafmagnað til miðnættis bæði kvöldin og síðan á dansleik á eftir. Meira

Umræðan

30. september 1999 | Bréf til blaðsins | 826 orð

Að tapa hungrinu

HVERNIG líður manni, sem hefur verið svangur í marga áratugi og fær allt í einu magafylli sína og vel það. Þannig líður okkur KR-ingum í dag. Við höfum þráð Íslandsmeistaratitilinn, svo lengi sem elstu menn muna og legið undir einelti frá allskonar fólki. Brandarar hafa dunið á okkur endalaust. Meira
30. september 1999 | Aðsent efni | 473 orð

Af umferðarmálum í Hafnarfirði

Á næstu árum verður unnið af auknum krafti að umferðaröryggismálum í Hafnarfirði, segir Kristinn Ó. Magnússon, m.a. mun 30-km hverfum fjölga. Meira
30. september 1999 | Aðsent efni | 835 orð

ASÍ á nýrri öld

Forsetar ASÍ og miðstjórn ASÍ, segir Guðmundur Gunnarsson, eru óþörf valdastig. Meira
30. september 1999 | Aðsent efni | 580 orð

Árni Johnsen og Reykjavíkurflugvöllur SamgöngurHvað sk

Hvað skyldu margir af þeim sem nú fljúga milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja, spyr Reynir Ingibjartsson, nýta sér göng út í Eyjar? Meira
30. september 1999 | Aðsent efni | 417 orð

Átthagafjötrar

Mannlegra almannatryggingakerfi er það sem þarf, segir Jóhannes Þór Guðbjartsson, en ekki að bara sé farið eftir tölum og línuritum. Meira
30. september 1999 | Aðsent efni | 640 orð

Börnin á botninum

Hvert og eitt einasta barn, segir Ingibjörg Kristleifsdóttir, á rétt á athygli sem einstaklingur. Meira
30. september 1999 | Aðsent efni | 282 orð

Ein brýnasta framkvæmdin ­ fé tryggt í næsta áfanga barnaspítalans

Ríkisstjórnin stendur einhuga að baki ákvörðuninni, segir Ingibjörg Pálmadóttir, um að verja 300 milljónum króna til byggingarinnar á næsta ári. Meira
30. september 1999 | Aðsent efni | 514 orð

Hugleiðingar á vökunótt

Hvað verður gert, spyr Elín Ásgrímsdóttir, þegar leikskólakennarar og leiðbeinendur sem hefa borið þungann af starfinu í leikskólunum í mörg ár flýja af vettvangi? Meira
30. september 1999 | Aðsent efni | 1449 orð

Innlend dagskrá Sjónvarpsins hefur aukizt um 168% frá 1968

Fram hjá því verður ekki horft að dagskrárútsending Sjónvarpsins hefur margfaldast í klukkustundum talið, segir Markús Örn Antonsson. Það sama er að segja um framleiðslu á innlendu efni. Meira
30. september 1999 | Bréf til blaðsins | 607 orð

Jólasveinar, blótstaðir, Leppalúði og draugatrú.

MJÖG líklega var Grýla búin til til þess að eyðileggja gleðina sem Gerður í Skírnismálum færir okkur heiðnum mönnum. Nú, þá er víst Freyr orðinn að Leppalúða, en það verður að hafa það. Þetta dulargervi er aðeins til þess að Freysgleðin gleymist ekki meðal barnanna. Jólagleðin er svo djúp og sönn. Óðinn er Jólnir, og Jesú er líka jólaguð, ljós heimsins. Gyðjan Sól er innri uppljómun hvers manns. Meira
30. september 1999 | Aðsent efni | 769 orð

Mannvernd og náttúruvernd

Ákvörðun um byggingu álvers og Fljótsdalsvirkjunar er pólitísk, segir Ásta Möller. Undan þeirri ábyrgð getur enginn stjórnmálamaður skotið sér. Meira
30. september 1999 | Aðsent efni | 391 orð

Samkynhneigð og tjáningarfrelsi Samkynhneigð

Þetta finnst mér ógnvænleg aðför að skoðana- og tjáningarfrelsi, segir Fanny Kristín Tryggvadóttir, og ég vona að þessar hótanir verði aldrei annað en orð á síðum Morgunblaðsins. Meira
30. september 1999 | Aðsent efni | 537 orð

Staðreynd leikskólans

Þeir sem vinna við þessi störf eiga að mati Guðbjargar Guðjónsdóttur betra skilið en það sem í boði er. Meira

Minningargreinar

30. september 1999 | Minningargreinar | 410 orð

Ástríður Guðmundsdóttir

Ástríður Guðmundsdóttir Drottinn gerðu hljótt í hjarta mínu helga mig og gef mér friðinn þinn. Sendu mig að vinna að verki þínu, veita hjálp og þerra tár af kinn. Drottinn gerðu hljótt í huga mínum hugsun mín og vilji sé í þér. Gef ég æ af sönnum sigri þínum segi þeim er líða og óttast hér. Meira
30. september 1999 | Minningargreinar | 364 orð

Ástríður Guðmundsdóttir

Siglufjörður, bær bernsku minnar og uppvaxtarára og "la grande dame", Ástríður Guðmundsdóttir, sem hér er kvödd ­ tengjast órofaböndum í minningu minni. Hún var ein af "fínu frúnum " í bænum og á þeim árum voru þær vissulega margar, sumar hétu erlendum nöfnum: Frú Hertervig, frú Schiöth, frú Thorarensen en aðrar voru "son": Bjarnason, Þorsteinsson. Meira
30. september 1999 | Minningargreinar | 453 orð

Ástríður S. Guðmundsdóttir

Það vantaði ekki nema nokkra mánuði uppá að hún Ásta amma hefði lifað heila öld. Ævi hennar hófst við Bræðraborgarstíginn í Reykjavík og þar bjó hún þangað til hún gifti sig 28 ára gömul. Lífsbaráttan hefur eflaust oft verið hörð á Bræðraborgarstígnum á fyrstu áratugum aldarinnar. Amma sagði mér að hún hefði snemma þurft að taka til hendinni og ætíð var séð til þess að hún sæti ekki iðjulaus. Meira
30. september 1999 | Minningargreinar | 251 orð

ÁSTRÍÐUR SIGURRÓS GUÐMUNDSDÓTTIR

ÁSTRÍÐUR SIGURRÓS GUÐMUNDSDÓTTIR Ástríður Sigurrós Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 12. júlí 1900. Hún andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 18. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson, f. 10. maí 1868, d. 15. desember 1919 og Margrét Ólafsdóttir, f. 26. júlí 1870, d. 30. júlí 1959. Systkini Ástríðar voru Helga, f. 19. Meira
30. september 1999 | Minningargreinar | 915 orð

Gunnar Jónsson

Félagsskapur er manninum mikilvægur. Lífið væri lítils virði, ef mennirnir nytu ekki félagsskapar hver af öðrum. Sumum er það gefið að vera veitendur á þessu sviði, aðrir njóta, en auðvitað eru þetta tvíhliða "viðskipti", þó að "vöruskiptajöfnuðurinn" vilji vera misjafnlega hagstæður eftir því hver á í hlut. Meira
30. september 1999 | Minningargreinar | 111 orð

GUNNAR JÓNSSON

GUNNAR JÓNSSON Gunnar Jónsson var fæddur að Setbergi í Fellahreppi 10. september 1919. Hann lést 28. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Friðrik Guðmundsson, sem um skeið bjó á Setbergi, en var vinnumaður víða í Fella- og Tunguhreppum, og Katrín Jónsdóttir Einarssonar frá Vallanesi. Meira
30. september 1999 | Minningargreinar | 825 orð

Hermes Massimo

Á þessum tíma ársins var Hermes vinur okkar vanur að koma á Seyðisfjörð, alltaf fullur af gleði og aðdáun á sínu elskaða Íslandi. Það var einhver ótrúleg tilviljun að við fjölskyldan kynntumst Hermes okkar. Sumarið, trúlega, 1982 ákváðu foreldrar mínir að það væri löngu kominn tími til að skoða sig um á Vestfjörðum. Við Guðrún systir vorum þá níu og ellefu ára og fórum með í þetta ferðalag. Meira
30. september 1999 | Minningargreinar | 29 orð

HERMES MASSIMO

HERMES MASSIMO Hermes Massimo fæddist í Innsbruck 14. janúar 1915. Hann lést í Vínarborg 7. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Friedhof Ottakring í Vínarborg 28. maí. Meira
30. september 1999 | Minningargreinar | 546 orð

Jóhannes Jónasson

Jóhannesi Jónassyni kynntist ég þegar hann sem stálpaður unglingur flutti með foreldrum sínum og systur á Hagamelinn fyrir vestan læk hér í borg. Ekki urðu kynnin mikil til að byrja með þar sem næstum áratugur skildi okkur að í aldri og það telur mikið þegar menn eru á sokkabandsárum og kemur yfirleitt í veg fyrir náin leikfélagabönd. Meira
30. september 1999 | Minningargreinar | 26 orð

JÓHANNES JÓNASSON

JÓHANNES JÓNASSON Jóhannes Jónasson fæddist í Reykjavík 14. mars 1942. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 8. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 17. september. Meira
30. september 1999 | Minningargreinar | 81 orð

Júlíus B. Jónsson

Ég þakka þér fyrir að hafa alltaf verið stór og mikilvægur hluti af lífi mínu, og að vera sá sem leiddi mig réttu leiðina í lífinu. Ég þakka þér fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig, fyrir ást þína, styrk og stuðning. Ég þakka þér fyrir að hjálpa mér að vera sú sem ég er í dag. Betri föður hefði ég ekki getað óskað mér. Hvíl þú í friði, elsku pabbi. Meira
30. september 1999 | Minningargreinar | 354 orð

Júlíus B. Jónsson

Fimmtudagurinn rann upp, ellefti dagurinn frá því afi Júlli kom af FSA þar sem hann hafði dvalið af og til frá því skömmu eftir áramót. Í tíu daga hafði ég tekið í hönd hans þétt og ákveðið og sagði hann við það tækifæri "eitt handtak á dag". Þennan dag lá fyrir að ég þyrfti að fljúga til Reykjavíkur um kvöldið. Meira
30. september 1999 | Minningargreinar | 360 orð

Júlíus B. Jónsson

Ég hef þekkt Júlla móðurbróður minn náið allt mitt líf. Ég fæddist í Brekkugötu 27, Akureyri, fjölskylduheimilinu þar sem bjuggu móðurafi minn og amma, foreldrar mínir, Júlli þá um tvítugt og enn ókvæntur, og Stebbi frændi þeirra mömmu og uppeldisbróðir. Nokkrum árum síðar stækkaði stórfjölskyldan þegar Sigga hans Júlla frænda kom til sögunnar. Meira
30. september 1999 | Minningargreinar | 213 orð

Júlíus B. Jónsson

"Eitt sinn verða allir menn að deyja." Kynni okkar og minningar af afa Júlla geymum við í hjörtum okkar um ókomna tíð. Afi Júlli var ættarhöfðinginn í okkar augum, með sinn heillandi persónuleika. Hann var hógvær, ljúfur, brosmildur og tók því sem að höndum bar af stakri rósemi. Hann var glæsilegur maður, alltaf svo fínn í tauinu, ilmandi af Old Spice, það var afi Júlli okkar. Meira
30. september 1999 | Minningargreinar | 419 orð

Júlíus B. Jónsson

Þessi mannlýsing Davíðs Stefánssonar á um margt við vin okkar og velunnara til margra ára, Júlíus B. Jónsson, fv. bankastjóra á Akureyri, sem nú er genginn á vit feðra sinna. Hann er okkur öllum harmdauði, svo unglegur og sprækur sem hann var bæði til líkama og sálar þar til fyrir örfáum mánuðum, að skyndilega syrti að er veikindi tóku að herja á hann. Meira
30. september 1999 | Minningargreinar | 324 orð

Júlíus B. Jónsson

"Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins." Jóh. 8.12. Það er fimmtudagskvöld, úti er dimmt, örlítill rigningarúði ­ ég sit í fyrirbænaguðsþjónustu í Olavskirkju í Noregi, sem er uppljómuð í myrkrinu. Ég kveiki kertaljós og hugsa heim. Meira
30. september 1999 | Minningargreinar | 295 orð

Júlíus B. Jónsson

Elsku afi Júlli. Okkur systkinin langar að þakka þér fyrir allt sem þú hefur verið okkur og gefið með tilveru þinni. Það var alltaf svo gott að vita af ykkur ömmu í Einilundinum og skrítið að hugsa til þess að amma sé orðin ein, því þú og amma voruð eitt. Afi, þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af ömmu, við skulum passa hana vel fyrir þig. Meira
30. september 1999 | Minningargreinar | 142 orð

JÚLÍUS B. JÓNSSON

JÚLÍUS B. JÓNSSON Júlíus B. Jónsson fæddist á Akureyri 31. maí 1915. Hann lést á heimili dóttur sinnar á Akureyri fimmtudaginn 23. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson byggingameistari og María Hafliðadóttir ljósmóðir. Eftirlifandi systir hans er Guðrún Jónsdóttir, f. 1906. Júlíus kvæntist Sigríði Gísladóttur 21. Meira
30. september 1999 | Minningargreinar | 480 orð

Júlíus Jónsson

Elsku afi Júlli. Með söknuði og sorg í hjarta langar mig að minnast þín með örfáum orðum. Mikið af minningum hrannast upp en þær mun ég ætíð geyma í hjarta mínu. Það var alltaf gott að vera í nálægð við þig, þú varst svo rólegur, yfirvegaður og jafnframt afar fyndinn. Skemmtilegur varstu og komst manni oft til að hlæja. Meira
30. september 1999 | Minningargreinar | 192 orð

Sólveg Snæbjörnsdóttir

Ég þakka elstu uppáhalds frænku minni fyrir allt sem hún var mér. Alltaf sama hlýja viðmótið og ekki vantaði gleðina þegar við hittumst. Margs er að minnast þegar ég var lítil telpa, hún á Patreksfirði en ég á Tálknafirði og kom gangandi ytri Lambeyrarháls með Veigu frænku okkar en hún var móðursystir okkar beggja. Meira
30. september 1999 | Minningargreinar | 298 orð

Sólveig Snæbjörnsdóttir

Mig langar að minnast með nokkrum orðum frænku minnar og nöfnu Sólveigar Snæbjörnsdóttur sem andaðist 6. september sl. Hún hefur fylgt mér eins og rauður þráður í gegnum lífið. Við fæddumst báðar í Tálknafirði hvor sinn daginn í desember, vorum systradætur og vorum báðar skírðar í höfuðið á Sólveigu ömmu okkar. Það verður skrítið að fá ekki hringingu á afmælisdaginn, því það brást aldrei. Meira
30. september 1999 | Minningargreinar | 30 orð

SÓLVEIG SNÆBJÖRNSDÓTTIR

SÓLVEIG SNÆBJÖRNSDÓTTIR Sólveig Snæbjörnsdóttir fæddist á Tannanesi í Tálknafirði 19. desember 1915. Hún lést á heimili sínu hinn 6. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Víðistaðakirkju 10. september. Meira

Viðskipti

30. september 1999 | Viðskiptafréttir | 244 orð

Sveiflur vegna uggs um hærri vexti

EVRÓPSK hlutabréf hækkuðu í verði í gær eftir sæmilega byrjun í Wall Street, en lokagengi var misjafnt vegna uggs um hækkun vaxta. Evran stóð vel að vígi og seldist á um 1,0625 dollara, enda talið að evrópskir vextir kunni að hækka. Dollar komst ekki yfir 107 jen vegna uggs um væntanlegar aðgerðir Japana í peningamálum. Meira

Daglegt líf

30. september 1999 | Neytendur | 218 orð

Blöðrutægjur og óuppblásnar blöðrur hafa valdið slysum

HEFÐBUNDNAR blöðrur geta verið varasamar fyrir lítil börn ef þær eru óuppblásnar. Þá eru sprungnar blöðrur líka slysagildra. Herdís Storgaard, framkvæmdastjóri Átaksverkefnis um slysavarnir, barna og unglinga segir að þetta eigi síður við um blöðrur úr álþynnum. "Börn undir fimm ára aldri eru gjörn á að stinga öllu hugsanlegu upp í munninn. Meira
30. september 1999 | Neytendur | 80 orð

Hollustuvernd ráðleggur neytendum að skræla rauð epli

Spurning: Er vaxhúð á eplum? Svar: Leitað var svara og álits Hollustuverndar sem sagði að mjög algengt væri að rauð epli væru vaxhúðuð með varnarefnum til að vernda vöruna á framleiðslustigi. Hollustuvernd mælir með því að neytendur skræli rauð epli því rannsóknir á varnarefnum hafa sýnt að þegar þau greinast í ávöxtum finnast 90% skaðlega efnisins í hýði og að ekki nægi að þvo þá til að eyða Meira
30. september 1999 | Neytendur | 76 orð

Skyndibiti Olís í nýjum kælum

Í UPPGRIPSVERSLUNUM Olís, sem eru 17 talsins víða um land, hefur verið komið fyrir sérstökum kælum fyrir samlokur og annan skyndibita sem þar er seldur. Olís selur skyndirétti frá Sóma og vinna fyrirtækin saman að þróun nýjunga, en tegundir skyndibita Sóma á Uppgripsstöðvum Olís eru nú á fjórða tuginn. Meira

Fastir þættir

30. september 1999 | Í dag | 508 orð

Á ári aldraðra

VELVAKANDA barst eftirfarandi: "Nú er ár aldraðra og tilheyri ég hópi aldraðra. Fékk ég nýverið bréf frá Tryggingastofnun ríkisins með bestu kveðjum en í bréfinu kemur fram að verið sé að lækka ellilífeyri minn um 8 þúsund krónur á mánuði, þ.e. tekjutryggingin lækkar. Ég hef haft um 1.200 þús. kr. í tekjur á ári, þ.e. tekjur frá lífeyrissjóði og frá Tryggingastofnun. Meira
30. september 1999 | Fastir þættir | 298 orð

ÁR ALDRAÐRA Jenna Jensdóttir "Frá barnsins vöggu liggj

Við uxum úr grasi með glitrandi vonir en gleymdum oftast að hyggja að því að það er ekki sjálfsagt að sólin rísi úr sæ hvern einasta dag eins og ný. (Matthías Johannessen) Meira
30. september 1999 | Í dag | 150 orð

Á SUMARLEIKU

Á SUMARLEIKUM Bandaríkjamanna fyrir 50 árum sat spilari að nafni Fred Hirsch í suðursætinu, sem sagnhafi í fjórum spöðum. Norður gefur; allir á hættu. G4 D752 ÁKD842 6 ÁD98732 G94 9 Á3 ­ 1 tígull Pass 1 spaðiPass 2 tíglar Pass 4 spaðarPass Pass Pass Vestur tók Meira
30. september 1999 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. júlí í Fossvogskapellu af sr. Sigurði Pálssyni Margrét H. Sigurpálsdóttir og Sigþór Rúnarsson. Heimili þeirra er að Skólavegi 6, Fáskrúðsfirði. Meira
30. september 1999 | Í dag | 24 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. mars sl. í Árbæjarkirkju af sr. Þór Haukssyni Borghildur Guðmundsdóttir og Kolbeinn Sveinbjörnsson. Heimili þeirra er í Hraunbæ 2. Meira
30. september 1999 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 14. ágúst í Kópavogskirkju af sr. Ægi Sigurgeirssyni Lilja Ragnarsdóttir og Ívar Agnar Rudolfsson. Heimili þeirra er að Gullsmára 8, Kópavogi. Meira
30. september 1999 | Fastir þættir | 1001 orð

Frímerki Íslandspósts hf. 1998

ÞVÍ miður hefur frímerkjaþáttur Mbl. legið í dái fulllengi. Vissulega má svo sem búast við því, að slíkt geti komið fyrir og þá ekki sízt um hásumarið. Segja má og, að þá sé frímerkjasöfnun einnig í lægð, því að dútl safnara við frímerki sín heyrir oftast hausti og vetri til, þegar menn sitja inni í hlýjunni, meðan haust- og vetrarvindurinn gnauðar á gluggum. Þannig var þetta a.m. Meira
30. september 1999 | Í dag | 568 orð

Hvað er kristin íhugun?

HVAÐ er kristin íhugun? Hvernig stundum við hana og hver er munurinn á kristinni íhugun og íhugun annarra trúarbragða? Þetta eru allt spurningar sem leita á hugann þegar við heyrum um kristna íhugun. Sunnudaginn 3. Meira
30. september 1999 | Dagbók | 979 orð

Í dag er fimmtudagur 30. september, 273. dagur ársins 1999. Orð dagsins:

Í dag er fimmtudagur 30. september, 273. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Því að náð Guðs hefur opinberast til sáluhjálpar öllum mönnum. (Tít. 2, 11.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Kyndill og Hanseduo komu og fóru í gær. Meira
30. september 1999 | Fastir þættir | 758 orð

Siðferði og sérfræðingar "Við erum á því stigi, að uppgötvanir í líffræði ... eru að fara fram úr getu menningarheimsins til að

"Við erum á því stigi, að uppgötvanir í líffræði ... eru að fara fram úr getu menningarheimsins til að kljást við siðferðisspurningarnar." Joe Z. Tsien, taugalíffræðingur. Meira
30. september 1999 | Í dag | 88 orð

STÖÐUMYND B Svartur leikur og vinnur.

STÖÐUMYND B Svartur leikur og vinnur. Staðan kom upp í undanrásariðli Evrópukeppni taflfélaga í Reykjavík um síðustu helgi. Arnar Þorsteinsson(2.270) Skákfélagi Akureyrar, var með hvítt, en Helgi Áss Grétarsson(2.521) Taflélaginu Helli, hafði svart og átti leik. 32. ­ Rxg3! 33. Meira
30. september 1999 | Í dag | 512 orð

VÍKVERJI hefur ítrekað rekið sig á að mjög misjafnt er milli ráðuneyta

VÍKVERJI hefur ítrekað rekið sig á að mjög misjafnt er milli ráðuneyta hversu auðvelt er að nálgast upplýsingar á heimasíðu ráðuneytanna um ýmis mál. Sum ráðuneyti virðast hafa mikinn metnað og standa afar vel að upplýsingagjöf á Netinu. Meira
30. september 1999 | Í dag | 63 orð

(fyrirsögn vantar)

Sé ég eftir sauðunum, sem að fara úr réttunum og étnir eru í útlöndum. Áður fyr á árunum eg fekk bita af sauðunum, hress var eg þá í huganum. Er nú komið annað snið, er mig næsta hryllir við, þeir lepja í sig léttmetið. Skinnklæðin er ekkert í, ull og tólg er fyrir bí; sauða veldur salan því. Meira

Íþróttir

30. september 1999 | Íþróttir | 642 orð

Alveg hreint óþolandi umræða

GUÐJÓN Þórðarson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, kveðst gáttaður á endalausum fréttaflutningi af tengslum hans við tilboð nokkurra íslenskra fjárfesta í enska 2. deildarliðið Stoke City. Gengið hefur verið frá því sem vísu að Guðjóni verði boðin knattspyrnustjórastaða hjá liðinu, verði tilboð íslensku fjárfestanna samþykkt og í kjölfarið hætti hann störfum sem landsliðsþjálfari. Meira
30. september 1999 | Íþróttir | 1072 orð

Barátta Keflvíkinga og Njarðvíkinga

Sigurður Ingimundarson, þjálfari Íslandsmeistara Keflvíkinga í körfuknattleik, kveðst búast við einvígi Keflvíkinga og Njarðvíkinga um titilinn í vetur. Hann sagði jafnframt að Haukar og Grindvíkingar hefðu yfir sterkum liðum að ráða sem gætu komið á óvart. Hann taldi jafnframt að nýliðar í Hamri frá Hveragerði gætu sett skemmtilegan svip á deildina. Meira
30. september 1999 | Íþróttir | 98 orð

Baráttan er byrjuð

BARÁTTAN um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla hófst á sex vígstöðum í gærkvöldi. Íslandsmeistarar Aftureldingar hófu titilvörnina með því að vinna öruggan sigur á silfurliði FH að Varmá, 29:22. Nýliðar Fylkis veittu ÍBV harða keppni í Eyjum, þar sem þeir töpuðu með einu marki, 24:23, en nýliðar Víkings töpuðu stórt heima fyrir KA, 27:17. Meira
30. september 1999 | Íþróttir | 183 orð

EINAR Örn Jónsson, hornamaðu

EINAR Örn Jónsson, hornamaður Valsmanna, fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks fyrir meint brot á Guðjóni Haukssyni, leikmanni HK. Meira
30. september 1999 | Íþróttir | 327 orð

Engin ánægja hjá Bæjurum

Það var ekki mikla hrifningu að sjá úr andlitum forráðamanna stórliðs Bayern M¨unchen eftir jafnteflisleik, 1:1, við Valencia á heimavelli liðsins í M¨unchen í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. Meira
30. september 1999 | Íþróttir | 346 orð

Eyjamenn stálheppnir gegn nýliðum Fylkis

Eyjamenn stálheppnir gegn nýliðum Fylkis Eyjamenn voru stálheppnir að ná í bæðin stigin í viðureign sinni við spræka og baráttuglaða nýliða Fylkis. Eftir jafnan leik þar sem heimamenn áttu um tíma undir högg að sækja tókst þeim að knýja fram eins marks sigur, 24:23. Jafnt var á metum í hálfleik, 11:11. Meira
30. september 1999 | Íþróttir | 39 orð

Fara til Lúxemborgar

ÍSLENSKA borðtennislandsliðið, Guðmundur E. Stephensen, Magnús Árnason og Kjartan Briem, eru á förum til Lúxemborgar ásamt þjálfaranum Hu Dao Ben. Landsliðið tekur þátt í riðlakeppni Evrópukeppni landsliða um helgina og leikur gegn Noregi, Portúgal og Skotlandi. Meira
30. september 1999 | Íþróttir | 455 orð

Framarar sluppu með skrekkinn

FRAMARAR hófu nýtt keppnistímabil undir stjórn nýs þjálfara úr austurheimi, Anatólí Fedjúkín, með sigri á Haukum í íþróttahúsinu við Strandgötu. Leikurinn var spennandi undir lokin, lokatölur urðu 28:29, en Framarar skoruðu ekki mark síðustu fimm mínútur leiksins. Meira
30. september 1999 | Íþróttir | 282 orð

"Frábært að byrja með sigri heima"

GEIR Sveinsson, þjálfari Valsmanna, var kampakátur í leikslok, enda nýlokið fyrsta leik Valsliðsins undir hans stjórn og fyrsti sigurinn jafnframt í höfn. "Það var frábært að byrja með sigri á heimavelli," sagði Geir. "Ég var geysilega ánægður með varnarleikinn og segja má að við höfum lagt grunninn að þessum sigri strax í byrjun leiks. Meira
30. september 1999 | Íþróttir | 821 orð

Hrækt á eiginkonu Mark James

MARK James, liðsstjóri evrópska Ryder-liðsins í golfi sem tapaði naumlega fyrir Bandaríkjamönnum um síðustu helgi, segir að margir evrópskir kylfingar muni láta ógert að ferðast vestur yfir haf til þátttöku í golfmótum eftir atburði helgarinnar. Málefni er varða framkomu bandaríska liðsins og áhangenda þess hafa verið í brennidepli í vikunni. Meira
30. september 1999 | Íþróttir | 127 orð

HVAÐ SÖGÐU ÞEIR?

Anatólí Fedjúkín, þjálfari Fram: "Ég er ánægður með að leikmennirnir skyldu standast álagið, sem fylgir jafnan fyrsta leik tímabilsins. Við gátum ekki leikið með fullskipað lið, en það gaf okkur kraft og hinir leikmennirnir fylltust ábyrgðartilfinningu ­ vildu skila leiknum vel frá sér. Meira
30. september 1999 | Íþróttir | 775 orð

ÍBV - Fylkir24:23

Íþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum; Íslandsmótið í handknattleik, 1. deild karla, 1. umferð miðvikudaginn 29. september 1999. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 4:2, 6.4, 6:6, 8:8, 11:11, 13:13, 15:15, 17:20, 20:20, 21:22, 23:23, 24.23. Meira
30. september 1999 | Íþróttir | 344 orð

KA kafsigldi Víking

KA vann Víking létt í Víkinni í gærkvöldi, 27:17, eða með tíu marka mun sem var í samræmi við gang leiksins. Það dró fljótlega í sundur á milli liðanna og það segir margt að heimaliðið hafði einungis skorað 4 mörk eftir 25 mínútna leik sem verður að teljast slakt og vísbending um dapra vist í neðri hluta deildarinnar í vetur ef fram heldur sem horfir. Meira
30. september 1999 | Íþróttir | 482 orð

Krefeld Uerdingen vill íslenska hallarbyltingu

Þýska knattspyrnuliðið Krefeld Uerdingen vill íslenska hallarbyltingu og sækist eftir liðsstyrk íslenskra knattspyrnumanna til að komast til vegs og virðingar að nýju. Forráðamenn liðsins hafa dvalið hér á landi að undanförnu og hafa m.a. rætt við Atla Eðvaldsson, þjálfara Íslands- og bikarmeistara KR, um að gerast ráðgjafi liðsins. Meira
30. september 1999 | Íþróttir | 631 orð

Lokamínúturnar reyndust dýrmætar

ENSKU liðin, Manchester United og Arsenal, áttu svo sannarlega lokamínúturnar í leikjum sínum í Meistaradeildinni í gær. Eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik gegn Marseille skoruðu Evrópumeistarar Manchester tvö mörk á síðustu ellefu mínútunum og tryggðu sér sigur. Arsenal lenti snemma undir á Camp Nou gegn Barcelona, varð manni færra á 78. Meira
30. september 1999 | Íþróttir | 450 orð

Makindalegt í Mosfellsbænum

MOSFELLINGAR leyfðu sér að hvíla lykilmenn þegar leið á síðari hálfleikinn á móti FH í Mosfellsbænum í gærkvöldi og skiptu ört inná af varamannabekknum enda staðan nokkuð örugg. Leiknum lauk með 28:22 sigri en þá hafði Bjarki Sigurðsson kaffært Hafnfirðinga með hverju öruggu skotinu á fætur öðru ­ skoraði rétt tæplega helming marka Aftureldingar þrátt fyrir að vera lengst af utan vallar eftir hlé. Meira
30. september 1999 | Íþróttir | 95 orð

Moskalenko fékk ekki leikheimild með Stjörnunni

EDUARD Moskalenko, rússneskur línumaður, er nýkominn var til Stjörnunnar, gat ekki leikið með liðinu í gærkvöld gegn ÍR í Austurbergi. Klukkustund fyrir leik kom í ljós að Moskalenko hafði ekki fengið leikheimild frá Rússlandi til þess að leika á Íslandi. Meira
30. september 1999 | Íþróttir | 166 orð

Newcastle sýnir Eiði Smára áhuga

SUNDERLAND er ekki eina úrvalsdeildarliðið í Englandi sem sýnir Eiði Smára Guðjohnsen, framherja Bolton Wanderers, áhuga, því nú hefur Newcastle bæst í hópinn. Samkvæmt enskum vefmiðlum í gær er Bobby Robson, knattspyrnustjóri Newcastle, áhugasamur um íslenska landsliðsmanninn og vill ólmur fá hann í framlínuna. Meira
30. september 1999 | Íþróttir | 35 orð

Njáll Eiðsson áfram með ÍR-liðið

NJÁLL Eiðsson var í gærkvöldi endurráðinn þjálfari 1. deildarliðs ÍR í knattspyrnu. Njáll skrifaði undir eins árs samning. ÍR- ingar gera ráð fyrir að flestir leikmenn liðsins haldi áfram næsta keppnistímabil. Meira
30. september 1999 | Íþróttir | 171 orð

Ólafur með þrjú mörk

ÓLAFUR Stefánsson skoraði þrjú mörk þegar lið hans, Magdeburg, sem er undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, gerði jafntefli, 21:21, við Wuppertal í Wuppertal í gær í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Ólafur náði sér ekki á strik gegn sínum gömlu félögum. Úrslitin eru vonbrigði fyrir hið stjörnum prýdda lið Magdeborgar sem var 14:12 yfir í hálfleik. Meira
30. september 1999 | Íþróttir | 566 orð

Sigur Valsmanna aldrei í hættu

GEIR Sveinsson, landsliðsfyrirliði til margra ára, vann sigur í fyrstu prófraun sinni sem þjálfari Valsmanna í gærkvöldi er Hlíðarendapiltar lögðu leikmenn HK að velli í ójöfnum leik, 21:16. Helsta stjarna Valsmanna í leiknum var aldursforseti vallarins ­ Júlíus Jónasson. Meira
30. september 1999 | Íþróttir | 218 orð

VALERY Lobanovsky,

þjálfari Dynamo Kiev, veiktist í gærmorgun og fylgdist með leik sinna manna við Bayer Leverkusen í Leverkusen í sjónvarpi frá hótelherbergi sínu. Meira
30. september 1999 | Íþróttir | 91 orð

"Við byrjuðum mjög illa"

"VIÐ byrjuðum mjög illa, vorum í eltingarleik við Valsmennina allan tímann og náðum okkur einhvern veginn aldrei á strik," sagði Sverrir Björnsson, skytta HK, eftir leikinn. Sverrir kom til liðs við Kópavogsliðið frá KA nú í sumar og er ætlað stórt hlutverk í sóknarleik liðsins. "Þeir tóku hraustlega á okkur í vörninni og fljótlega fannst mér við missa sjálfstraustið í sókninni. Meira
30. september 1999 | Íþróttir | 420 orð

"Víkingasveitin" frá Nordhorn vekur athygli

ÞEGAR handboltaunnendur í Þýskalandi horfa á stöðu 1. deildarinnar eftir fimm umferðir trúa þeir vart sínum eigin augum. Nýliðar deildarinnar, HSG Nordhorn, eru í öðru sæti með 9 stig af tíu mögulegum. Staðreyndin er sú að við toppinn er litla liðið frá smábænum Nordhorn. Meira
30. september 1999 | Íþróttir | 132 orð

Wimbledon með tilboð í Hermann

ENSKA úrvalsdeildarliðið Wimbledon hefur gert tilboð í Hermann Hreiðarsson, leikmann 2. deildarliðs Brentford, að því er kemur fram á spjallsíðu Brentford. Tilboð Wimbledon hljóðar upp á um 235 milljónir ísl. króna, tvær milljónir punda, fyrir Hermann og annan leikmann liðsins, Darren Powell. Meira
30. september 1999 | Íþróttir | 508 orð

Öruggt hjá ÍR-ingum

Slakur leikur í lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess seinni varð Garðbæingum að falli gegn ÍR í Austurbergi í fyrsta leik liðanna í 1. deild Íslandsmótsins í handknattleik karla. ÍR-ingar náðu á tímabili sex marka forystu. Garðbæingum tókst að minnka muninn undir lokin en náðu aldrei að ógna Breiðhyltingum verulega, sem fögnuðu öruggum sigri, 23:18. Meira

Úr verinu

30. september 1999 | Úr verinu | 368 orð

Allir lausráðnir í hálfan mánuð í einu

UPPSAGNIR alls starfsfólks Sæunnar Axels ehf. í Ólafsfirði taka gildi í dag en 30. júlí sl. var 70 manns sagt upp störfum með tveggja mánaða fyrirvara. Síðan hefur starfsfólki fækkað en að sögn Sæunnar Axelsdóttur hafa þeir sem eftir eru, um 50 manns, fallist á að vera lausráðnir til hálfs mánaðar í einu. Engin svör Meira
30. september 1999 | Úr verinu | 117 orð

Alþjóðasamningar og umhverfismál

FISKIÞING hefst í dag, fimmtudag, og stendur fram á föstudag. Þingið hefst með ávarpi Árna M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, en síðan munu sex fyrirlesarar fjalla um alþjóðasamninga og umhverfismál í sjávarútvegi. Meira
30. september 1999 | Úr verinu | 318 orð

Unnið að lausn í málefnum togarans Erlu

LAUSN virðist vera í sjónmáli í málefnum togarans Erlu en útboðsfrestur í afla togarans rann út síðastliðinn föstudag. Samkvæmt heimildum blaðsins bárust þrjú tilboð í aflann, það lægsta hljóðaði upp á tæpar fjórar milljónir íslenskra króna en það hæsta var um tólf milljónir. Ísfang hf. á Ísafirði átti hæsta tilboðið, en það átti veðrétt í farm Erlu. Meira

Viðskiptablað

30. september 1999 | Viðskiptablað | 164 orð

Alþjóðleg notendaráðstefna Landsteina

ÁRLEGA halda Landsteinar notendaráðstefnu fyrir viðskiptavini og samstarfsaðila. Að þessu sinni mun ráðstefnan verða haldin á Íslandi dagana 30. september og 1. október á Hótel Loftleiðum. Til að tryggja að ráðstefnan uppfylli þarfir viðskiptavina sinna hafa Landsteinar fengið til sín fyrirlesara víða að. Jörgen Rahbek frá Microsoft mun segja frá SQL Server 7.00. Meira
30. september 1999 | Viðskiptablað | 1688 orð

ÁRLEGUR SPARNAÐUR UM EINN MILLJARÐUR

Ef bankar og sparisjóðir næðu samkomulagi um að innleiða hér hliðstætt greiðslumiðlunarkerfi og Danir hafa þróað með góðum árangri, væri hægt að auka hagræði og samkeppnishæfni íslenskra fjármálastofnana umtalsvert. ÁRLEGUR SPARNAÐUR UM EINN MILLJARÐUR Meira
30. september 1999 | Viðskiptablað | 173 orð

Breyting á nafni Globus Vélavers

STJÓRNENDUR Globus­Vélavers hf. hafa ákveðið að fella burt Globus-nafnið úr heiti félagsins frá og með 1. október næstkomandi þannig að nafn félagsins verður Vélaver hf. Í tengslum við breytinguna verður einnig tekið upp nýtt merki fyrirtækisins. Árið 1994 keypti fyrirtækið Globus­Vélaver hf. þann hluta rekstrar Globus hf. Meira
30. september 1999 | Viðskiptablað | 70 orð

ÐFjölmennt hjá Gæðasölu Gunnars Andra

Á ÞRIÐJA hundrað manns komu í Borgarleikhúsið til að taka þátt í námstefnu undir yfirskriftinni "Gæðasala á þjónustuöld", mánudagskvöldið 27. september. Það var Sölukennsla Gunnars Andra Þórissonar sem stóð fyrir námstefnunni. Meira
30. september 1999 | Viðskiptablað | 396 orð

ÐÍslenski hugbúnaðarsjóðurinn kaupir 16,7% hlut í Kine ehf.

ÍSLENSKI hugbúnaðarsjóðurinn hefur keypt 16,7% hlutafjár í Kine ehf. sem er heilbrigðistæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu tækja og hugbúnaðar á sviði lífaflfræði. Notendur eru aðallega læknar, sjúkraþjálfarar og annað fagmenntað fólk sem fæst við þjálfun, endurhæfingu og vinnuvistfræði. Kine ehf. Meira
30. september 1999 | Viðskiptablað | 151 orð

Exxon-Mobil fá leyfi ESB

EVRÓPSK eftirlitsyfirvöld hafa leyft með nokkrum skilyrðum tvo risasamninga í olíugeiranum ­ 80 milljarða dollara sameiningu Exxon og Mobil og 26 milljarða dollara samning BP Amaco við Arco. Exxon og Mobil stefna að því að ljúka samruna sínum fyrir árslok, en eiga eftir að sæta rannsókn bandarískra eftirlitsyfirvalda. Meira
30. september 1999 | Viðskiptablað | 716 orð

HLUTABRÉF KEYPT FYRIR LÁNSFÉ

FYRIR rétt rúmlega ári var yfirvofandi heimskreppa til umfjöllunar í dagblöðum og fjármálaritum. Núna er það: "Hvað gerist ef blaðran springur?" Titilleiðari breska vikuritsins "The Economist" í þessari viku (25. september til 1. október) ber t.d. heitið "Fastur í blöðrunni" (e. Trapped by the bubble). Meira
30. september 1999 | Viðskiptablað | 479 orð

HotOffice fjarvinnsla um Netið

BÓKHALDS- og tölvuþjónustan í Keflavík hefur hafið sölu og gangsetningarþjónustu fyrir fjarvinnslukerfið HotOffice, sem er innranets- (intranet) hugbúnaður sem notast við Netið til að tengja saman notendur kerfisins. Meira
30. september 1999 | Viðskiptablað | 564 orð

Maður sér alltaf eitthvað nýtt

Bernhard A. Petersen var ráðinn framkvæmdastjóri útgáfu- og miðlunarfyrirtækisins Vöku-Helgafells hf. í júní síðastliðinn, og hóf störf 17. ágúst. Hvað kom þér helst á óvart varðandi nýja starfið? "Það kom mér kannski helst á óvart hvað fyrirtækið er stórt, starfsemin fjölbreytt og útgáfuefnið margþætt . Meira
30. september 1999 | Viðskiptablað | 597 orð

Metið til eininga í háskólanámi

UM 120 stjórnendur hjá Landssíma Íslands hf. stunda nú nám hjá Stjórnunarskóla Landssímans á námskeiðum sem nefnast "Sterkt samband". Umsjón með námskeiðunum hefur starfsþróunarfyrirtækið Skref fyrir skref ehf., sem einnig skilgreinir sína starfsemi sem stjórnendaþjálfun. Meira
30. september 1999 | Viðskiptablað | 65 orð

Nýjung hjá Kauphöll Landsbréfa

NÝVERIÐ tók Kauphöll Landsbréfa í notkun nýjung á Wall Street hluta Kauphallarinnar. Nýjung þessi felur í sér að viðskiptavinum Kauphallarinnar býðst að fylgjast með "lifandi" rauntímagengi félaga skráðum á Wall Street. Gengislisti þessi er "lifandi" sem gerir það að verkum að allar gengisbreytingar birtast jafnóðum og þær eiga sér stað. Meira
30. september 1999 | Viðskiptablað | 314 orð

Nýr forstjóri hjá Netverki

BRETINN John Huckle hefur verið ráðinn sem forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Netverks. Huckle tekur við af David Allen sem ráðinn var forstjóri í júní sl. Ingólfur Hjörleifsson hefur tekið við starfi aðstoðarforstjóra. Meira
30. september 1999 | Viðskiptablað | 561 orð

Of fáar stofnanir skilja hlutverk sitt

MIKILVÆGT er að efla umgjörð og aðbúnað nýsköpunar í íslensku atvinnulífi frá því sem verið hefur. Í úttekt sem Verslunarráð Íslands og Nýsköpunarsjóður unnu um hindranir við nýsköpunarstarf fyrirtækja hér á landi og kynnt var á morgunverðarfundi Verslunarráðs í gær, kom fram að ýmislegt má betur fara í starfsumhverfi frumkvöðla. Meira
30. september 1999 | Viðskiptablað | 244 orð

Skozkir bankar slást um NatWest

BRÉF í brezkum bönkum hafa snarhækkað í verði vegna vona, sem eru bundnar við 25 milljarða punda tilboðsstríð um National Westminster bankann. Gert er ráð fyrir að Royal Bank of Scotland muni gera hærra tilboð í NatWest en keppinauturinn, Bank Bank of Scotland, sem er minni og gerði 23,4 milljarða fjandsamlegt tilboð í NatWest 24. september. Meira
30. september 1999 | Viðskiptablað | 659 orð

SPÁIR 4,7% HAGVEXTI Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2000

Í NÝRRI spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um hagvöxt er gert ráð fyrir 4,7% aukningu á landsframleiðslu á Íslandi á árinu 2000 og áætlun fyrir árið 1999 er hækkuð í 5,6%. Samtals er gert ráð fyrir 3,5% aukningu heimsframleiðslunnar árið 2000 eftir 3% hagvöxt árið 1999. Í Bandaríkjunum er gert ráð fyrir 2,6% hagvexti árið 2000 eftir 3,7% hagvöxt í ár og 3,9% hagvöxt árið 1998. Meira
30. september 1999 | Viðskiptablað | 933 orð

Spennan vex uns varan selst upp

"KOSTURINN við uppboðsfyrirkomulag í netviðskiptum er að þá getur viðskiptavinurinn sjálfur ákveðið við hvaða verði hann vill kaupa vöruna," segir Christopher Bulger, aðstoðarforstjóri þjónustuþróunar hjá Bid.com International Inc. í nágrenni Toronto í Kanada, sem þróað hefur hugbúnað til að standa fyrir uppboðum með ýmiskonar vöru og þjónustu á Netinu. Meira
30. september 1999 | Viðskiptablað | 341 orð

Stefnt að skráningu á VÞÍ á næsta ári

HAGNAÐUR tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækisins EJS nam 75,8 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins og er rúmlega tvöfaldur hagnaður sama tímabils í fyrra. Að sögn Olgeirs Kristjónssonar, forstjóra EJS, er stefnt að skráningu fyrirtækisins á Verðbréfaþing Íslands eigi síðar en á næsta ári. Olgeir segir afkomu fyrirtækisins í samræmi við áætlanir. Meira
30. september 1999 | Viðskiptablað | 400 orð

Stöðuveitingar hjá Íslandsbanka

AÐ undanförnu hafa nokkrar breytingar orðið í hópi forstöðumanna hjá Íslandsbanka. HERMANN Björnsson hefur tekið við starfi forstöðumanns á útibúasviði bankans. Hermann er 36 ára og hefur hann starfað hjá Íslandsbanka frá því að hann lauk embættisprófi í lögfræði árið 1990. Meira
30. september 1999 | Viðskiptablað | 1521 orð

Tískan stór hluti af brettalífsstílnum

Brettaíþróttum hvers konar fylgir ákveðinn lífsstíll og fatatíska. Á vegum verslunarinnar Týnda hlekksins er nú stefnt að markaðssetningu erlendis á nýrri tískulínu fyrir stelpur. Fatalínan Nikita mun að sögn forsvarsmanna verslunarinnar, sem Steingerður Ólafsdóttir ræddi við, fylla upp í ákveðið tómarúm á markaðnum. Meira
30. september 1999 | Viðskiptablað | 848 orð

ÚTLÁNAAUKNING ÓGNAR STÖÐUGLEIKA

"SEÐLABANKI Íslands hækkaði vexti í viðskiptum við lánastofnanir um miðjan júní sl. í því skyni að hamla á móti verðbólgu en nú er talið að hún verði 3% á árinu 1999 í staðinn fyrir 2% samkvæmt fyrri spá." Þannig hljóðuðu inngangsorð Fjármála á fimmtudegi þann 8. júlí sl. Hinn 16. september hækkaði svo Seðlabankinn enn vexti sína til innlánsstofnana og nú um 0,6% í 9%. Meira
30. september 1999 | Viðskiptablað | 532 orð

Veðurfræði viðskiptalífsins

VEÐRABRIGÐIN í viðskiptalífinu þessa dagana eru slík að sjálft veðurfar íslenskrar náttúru með öllum sínum ólíkindalátum, bliknar í samanburðinum. Í vikunni hefur mátt lesa um samruna 11 gamalgróinna apóteka í nýja lyfjaverslanakeðju, Lyf og heilsu, sem stefnir á skráningu á Verbréfamarkaði Íslands, Meira
30. september 1999 | Viðskiptablað | 128 orð

Vinnslustöðin með 46% eftir sameiningu

SKIPTING eignarhluta í nýju félagi, sem til verður við samruna Ísfélags Vestmannaeyja hf., Vinnslustöðvarinnar hf., Krossaness hf. og Óslands ehf., liggur ekki enn fyrir. Skiptingin verður byggð á endurskoðuðum efnahagsreikningum félaganna hinn 31. ágúst sl. sem gert er ráð fyrir að liggi fyrir um miðjan október nk., að því er fram kemur í tilkynningu til Verðbréfaþings Íslands. Meira
30. september 1999 | Viðskiptablað | 144 orð

Virkjaðu viðskiptasamböndin

NÁMSTEFNA um samskiptastjórnun (Interpersonal Networking) verður haldin á Grand hóteli Reykjavík kl. 13-17, fimmtudaginn 14. október nk. Fyrirlesari er Rick Endres, framkvæmdastjóri bandaríska ráðgjafarfyrirtækisins The Washington Network og fyrrum aðstoðarviðskiptaráðherra Bandaríkjanna. Meira
30. september 1999 | Viðskiptablað | 263 orð

(fyrirsögn vantar)

HUGTAKIÐ framleiðni er mikið notað í rekstri fyrirtækja eins og margir þekkja. Færri vita hins vegar að framleiðni er afar margþætt fyrirbrigði og að marga mismunandi framleiðnimælikvarða má nota til mælinga á einstökum þáttum í rekstri fyrirtækis, auk mælinga á heildarframleiðni. Framleiðni Meira

Daglegt líf (blaðauki)

30. september 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 272 orð

Lýst eftir hjólum sem áður voru kennd við "kopper"

KANNAST lesendur við "kopper"- hjólin svokölluðu, sem þóttu upphaf og endir allra hjólfáka snemma á áttunda áratugnum? "Kopper"-hjólið, sem reyndar heitir Chopper á frummálinu, var fyrst framleitt hjá Raleigh-verksmiðjunum í Bretlandi árið 1970, og rann götuna greiðlega í meðförum ungra hjólreiðakappa á sínum tíma. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.