Greinar sunnudaginn 3. október 1999

Forsíða

3. október 1999 | Forsíða | 520 orð

Fóru til Burma eftir að hafa sleppt gíslunum

UMSÁTRI hundraða taílenskra hermanna um sendiráð Burma í Bangkok lauk í gær þegar fimm vopnaðir árásarmenn létu 89 gísla lausa og fengu að fara með þyrlu að landamærum Taílands og Burma. Fimmmenningarnir, sem eru námsmenn frá Burma, höfðu ráðist inn í sendiráðið á föstudagsmorgun og hótað að drepa gíslana ef stjórn Taílands yrði ekki við kröfum þeirra. Meira
3. október 1999 | Forsíða | 353 orð

Sagðir ná fyrsta þorpinu á sitt vald

NÆSTÆÐSTI yfirmaður rússneska hersins staðfesti í gær fréttir fjölmiðla um að hersveitir hefðu ráðist inn í Tsjetsjníu en neitaði því að stórsókn væri í undirbúningi. Rússneskar fréttastofur sögðu að hersveitirnar hefðu náð tsjetsjnesku þorpi á sitt vald nálægt landamærunum að Dagestan. Meira

Fréttir

3. október 1999 | Innlendar fréttir | 231 orð

Bankarnir íhuga stofnun netbanka

VIÐSKIPTABANKARNIR þrír munu auka og bæta netþjónustu sína til að bregðast við samkeppni frá Netbanka SPRON. Talsmenn þeirra segja í samtali við Morgunblaðið að ekki taki langan tíma, líklega aðeins fáeina mánuði, fyrir þá að taka skrefið til fulls og koma upp sjálfstæðum netbanka ef valin verði sú leið. Meira
3. október 1999 | Innlendar fréttir | 963 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK HÍ 3.-9. október. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http: //www.hi.is Mánudaginn 4. október kl. 17:00 mun breski sagnfræðingurinn Selma Huxley Barkham halda fyrirlestur á vegum Sjávarútvegsstofnunar Háskóla Íslands, í stofu 101 í Lögbergi. Meira
3. október 1999 | Innlendar fréttir | 65 orð

ÐKaþólska kirkjan messar í Dómkirkjunni VEGNA viðgerða á Kristskirkju, Landakot

VEGNA viðgerða á Kristskirkju, Landakoti, fara messur kaþólska safnaðarins fram í Dómkirkjunni fram til jóla. Í Morgunblaðinu í gær var sagt að messa í dag, sunnudag, hæfist í Dómkirkjunni kl. 10:30, en hið rétta er að messan hefst kl. 9:30. Messað verður kl. 9:30 og kl. 14:00 alla sunnudaga í Dómkirkjunni fram til 20. desember. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
3. október 1999 | Innlendar fréttir | 82 orð

Elsti Íslendingurinn á Degi aldraðra

HEILBRIGÐISRÁÐHERRA, Ingibjörg Pálmadóttir, færði Kristínu Petreu Sveinsdóttur blómvönd á Degi aldraðra. Kristín Petrea er elst núlifandi Íslendinga, 105 ára gömul. Boðið var til hátíðardagskrár í Borgarleikhúsinu á föstudag í tilefni að Degi aldraðra og ávarpaði heilbrigðisráðherra þar gesti. Meira
3. október 1999 | Erlendar fréttir | 198 orð

ESB hvetur til heiðarlegrar framkvæmdar

EVRÓPUSAMBANDIÐ hvatti stjórnvöld í Úkraínu til þess í gær að tryggja að forsetakosningar í lok þessa mánaðar fari fram með heiðarlegum hætti. Varaði sambandið við því að Vesturlönd myndu fylgjast grannt með gangi mála. Meira
3. október 1999 | Erlendar fréttir | 421 orð

Fátækt í heiminum aðalumræðuefnið

LEIÐIR til að koma í veg fyrir að spár um að fjórir milljarðar jarðarbúa muni líða hungur árið 2025, nái fram að ganga, voru mikið til umræðu á árlegum fundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) í vikunni. Samþykkt var áætlun um að afskrifa skuldir þróunarlanda en jafnframt varað við því að fleira þyrfti að koma til ef markmiðið um útrýmingu fátæktar ætti að nást. Meira
3. október 1999 | Innlendar fréttir | 800 orð

Fjármagn hefur ekki fylgt verkefnum Þegar sjálfræðisaldurinn var hækkaður úr 16 ára í 18 ára bættust tveir árgangar í hóp

NÝ LÖG um sjálfræðisaldur tóku gildi í janúar 1998 en þá var hann hækkaður úr 16 ára í 18 ára. Við þessa breytingu stækkaði verulega sá hópur, sem er undir umsjón uppeldis og meðferðastofnana fyrir börn og unglinga. Meira
3. október 1999 | Innlendar fréttir | 30 orð

Fjölskyldan, vímuefni og unglingar

FRÆÐSLUKVÖLD verður í Foreldrahúsinu í Vonarstræti 4b mánudaginn 4. október kl. 20.30. Fjallað verður um "Fjölskylduna, vímuefni og unglinga". Fyrirlesari verður Páll Biering geðhjúkrunarfræðingur. Aðgangseyrir 500 kr. Meira
3. október 1999 | Innlendar fréttir | 147 orð

Framleiðsla á lambakjöti eykst

SLÁTURTÍÐ fer nú senn að ljúka og er gert ráð fyrir að kindakjötsframleiðsla þessa árs verði á bilinu 8.400­8.500 tonn. Þetta er aukning frá því í fyrra um 200­300 tonn. Ekki er þó gert ráð fyrir að kindakjötsneysla landsmanna aukist að sama skapi og er því bændum gert að selja um 25% framleiðslunnar á erlendum mörkuðum. Meira
3. október 1999 | Innlendar fréttir | 68 orð

Fyrirlestur um börn og áföll

MARGRÉT Blöndal hjúkrunarfræðingur flytur fyrirlestur um börn og áföll á kynningarfundi sem Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands heldur miðvikudaginn 6. október í Fákafeni 11. Þar verður einnig kynning á þeim námskeiðum sem deildin heldur fyrir almenning og sérhópa en það eru námskeið um skyndihjálp, barnaslys, forvarnir og sálræna skyndihjálp. Dagskráin hefst kl. 20 og stendur til kl. Meira
3. október 1999 | Innlendar fréttir | 69 orð

Fyrsti félagsfundur Kvenfélags Háteigssóknar

KVENFÉLAG Háteigssóknar heldur fyrsta félagsfundinn á þessum vetrið í safnaðarheimili Háteigssóknar kl. 20 þriðjudaginn 5. október. Kristín Ágústsdóttir, förðunarfræðingur frá snyrtivörufyrirtækinu No Name, kynnir og sýnir það nýjasta í förðun í dag. Kristín mun snyrta konur og leibeina um val á snyrtivörum. Í fréttatilkynningu segir m.a. Meira
3. október 1999 | Erlendar fréttir | 1104 orð

Gagnrýndur fyrir að taka sér skáldaleyfi

Bók sagnfræðingsins Edmunds Morris um ævi Ronalds Reagans hefur sætt harðri gagnrýni í Bandaríkjunum vegna frásagnaraðferðarinnar, sem byggist á því að skáldaðar persónur eru látnar rekja ævi forsetans fyrrverandi. Deilt er um hvort slíkur skáldskapur sé boðlegur í ævisögum og sagnfræðiritum. Meira
3. október 1999 | Innlendar fréttir | 364 orð

Gefin kostur á sérhæfðri sáttaumleitun

DÓMSMÁLARÁÐHERRA, Sólveig Pétursdóttir, hyggst beita sér fyrir því á næsta ári að gerð verði tilraun með þá nýjung að gefa fólki kost á sáttaumleitunum í forsjár- og umgengnismálum hjá embætti sýslumannsins í Reykjavík. Segir hún mikilvægt að foreldrum sem eiga í forsjár- og umgengnismálum verði hjálpað til að finna lausn á þessum vandmeðförnu málum í sátt og samlyndi. Meira
3. október 1999 | Erlendar fréttir | 97 orð

Gjafir til Ceausescus boðnar upp

AP Gjafir til Ceausescus boðnar upp STJÓRN Rúmeníu hyggst bjóða upp 850 muni sem voru í eigu Nicolae Ceausescu, fyrrverandi einræðisherra landsins, í Búkarest í næstu viku. Á meðal uppboðsmunanna eru gjafir sem Ceausescu fékk frá ýmsum erlendum þjóðarleiðtogum, m.a. Richard Nixon, Míkhaíl Gorbatsjov og Saddam Hussein. Meira
3. október 1999 | Innlendar fréttir | 74 orð

Gróf líkamsárás náðist á mynd

EFTIRLITSMYNDAVÉL náði mynd af grófri líkamsárás aðfaranótt laugardags í Tryggvagötu. Árásarmaðurinn, sem var 18 ára gamall, skallaði mann margsinnis í andlitið þar sem hann lá á jörðinni. Þegar tilkynnt var um árásina var öryggismyndavélum beint að staðnum og munu myndirnar auðvelda rannsóknina, að sögn lögreglunnar. Meira
3. október 1999 | Innlendar fréttir | 411 orð

Heyrnarmælingatæki gefin háls-, nef- og eyrnadeild

Heyrnarmælingatæki gefin háls-, nef- og eyrnadeild "NÝLEGA var háls-, nef- og eyrnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur afhentur mjög vandaður búnaður til heyrnarmælinga að andvirði 2,2 milljónir króna. Meira
3. október 1999 | Innlendar fréttir | 184 orð

Hluti starfsmanna fer til Þórshafnar

HLUTI af því erlenda verkafólki sem starfað hefur hjá Skelfiski hf. á Flateyri ætlar að taka boði fyrirtækisins um vinnu í kúfiskvinnslu á Þórshöfn, en áformað er að sameina Skelfisk og kúfiskdeild Hraðfrystihúss Þórshafnar. Nokkrir Þingeyringar hafa unnið hjá Skelfiski, en þeir unnu áður hjá Rauðsíðu. Þeir hafa hins vegar fengið loforð um vinnu hjá Fjölni hf. Meira
3. október 1999 | Innlendar fréttir | 49 orð

Innanlandsflugvöllur í Reykjavík

Á FUNDI hreppsnefndar Stöðvarhrepps sl. sunnudag voru umræður um staðsetningu flugvallar til innanlandsflugs á höfuðborgarsvæðinu og eftirfarandi fært til bókar: "Hreppsnefnd Stöðvarhrepps telur að staðsetning flugvallar til innanlandsflugs á höfuðborgarsvæðinu sé ekki einkamál Reykvíkinga og hvetur til þess að flugvöllurinn verði áfram staðsettur í miðborg Reykjavíkur. Meira
3. október 1999 | Innlendar fréttir | 96 orð

Kona slasast í átökum á kaffihúsi

TIL slagsmála kom á milli karls og konu á veitingahúsinu Thomsen í Hafnarstræti rétt eftir klukkan fimm á laugardagsmorgun. Maðurinn gekk í skrokk á konunni og hlaut hún skurð á augnabrún auk þess sem fjórar tennur losnuðu í munni hennar. Konan var flutt á slysadeild en lögreglan handtók manninn og flutti í fangageymslu lögreglunnar. Meira
3. október 1999 | Innlendar fréttir | 381 orð

Kroppast upp úr Rangánum

ENN eru veiðimenn að berja á Rangánum og Hólsá, sjóbirtingsveiðar hafa verið þokkalegar á svæðinu að undanförnu og góður birtingstími fer nú í hönd. Hins vegar er laxveiðin orðin máttlítil þótt menn séu alltaf að kroppa einhverja laxa á þurrt. Meira
3. október 1999 | Innlendar fréttir | 242 orð

LÁRUS H. BLÖNDAL

LÁRUS H. Blöndal, bókavörður og fyrrverandi forstöðumaður handritadeildar Landsbókasafns Íslands, lést aðfaranótt laugardags, á 94. aldursári. Lárus fæddist í Reykjavík 4. nóvember 1905 og voru foreldrar hans Margrét Auðunardóttir og Haraldur Lárusson Blöndal ljósmyndari. Hann lauk stúdentsprófi árið 1927 og mag. art. Meira
3. október 1999 | Innlendar fréttir | 216 orð

Leigjendasamtökin segja neyðarástand ríkja á leigumarkaði

AÐALFUNDUR Leigjendasamtakanna, sem haldinn var fyrir skömmu, samþykkti ályktun þar sem m.a. er lýst yfir neyðarástandi á leigumarkaði á Reykjavíkursvæðinu og á öðrum stærstu þéttbýlissvæðum. "Fundurinn fordæmir þá stefnu sem birtist í lögum um Íbúðalánasjóð, þar sem félagslegar úrlausnir eru lagðar niður og allir valkostir afnumdir aðrir en sá einn að kaupa íbúð á markaði. Meira
3. október 1999 | Innlendar fréttir | 57 orð

Lenti á ljósastaur

ÖKUMAÐUR velti bíl sínum þegar hann lenti á ljósastaur á mótum Karlabrautar og Hæðarbyggðar í Garðabæ á tólfta tímanum á föstudagskvöld. Hann var einn í bílnum og slapp með minniháttar meiðsli, en var fluttur á slysadeild. Bíllinn, sem er nýlegur, er illa farinn. Á myndinni sjást slökkviliðsmenn frá Slökkviliði Hafnarfjarðar á slysstað. Meira
3. október 1999 | Innlendar fréttir | 713 orð

Mikilvægasta starf í heimi!"

Áþriðjudag verður haldið upp á alþjóðlegan dag kennara með skemmtikvöldi í Þjóðleikhúskjallaranum sem Kennarasamband Íslands, Hið íslenska kennarafélag og Félag íslenskra leikskólakennara standa fyrir. Auður Stefánsdóttir kennari á sæti í undirbúningsnefnd Alþjóðadags kennara f.h. Kennarasambands Íslands. Hún var innt eftir markmiði og inntaki umrædds alþjóðadags. Meira
3. október 1999 | Innlendar fréttir | 142 orð

Mikil þátttaka í söguog myndakeppni

Mikil þátttaka í söguog myndakeppni UNDANFARNAR þrjár vikur hefur staðið yfir sýning á um 160 teikningum og sögum eftir börn sem tóku þátt í teikni- og sögusamkeppni sl. sumar. Nokkur hundruð teikningar og sögur bárust. Efni mynda og sagna fjölluðu m.a. um prinsinn LU og ævintýri hans. Verðlaunaafhending fór fram laugardaginn 25. Meira
3. október 1999 | Erlendar fréttir | 167 orð

Mælieiningum ruglað saman

ÁSTÆÐA þess að bandaríska rannsóknargeimfarið Mars Climate Orbiter þeyttist á leifturhraða á Mars í vikunni sem leið í stað þess að fara á sporbraut um reikistjörnuna er sú að blandað var saman fetum og pundum annars vegar og metrum og kílóum hins vegar. Meira
3. október 1999 | Innlendar fréttir | 68 orð

Ný endurhæfingarmiðstöð SÍBS

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tók fyrstu skóflustunguna að nýrri endurhæfingarmiðstöð SÍBS að Reykjalundi sl. föstudag. Endurhæfingarmiðstöðin er reist fyrir fjármagn sem fékkst í söfnuninni Sigur lífsins þar sem söfnuðust rúmlega 45 milljónir. Endurhæfingarmiðstöðinni er ætlað að bæta aðstöðu til endurhæfingar á Reykjalundi og á t.d. Meira
3. október 1999 | Innlendar fréttir | 152 orð

Nýs gæsluvarðhalds krafist

KRAFA um gæsluvarðhald yfir níunda manninum vegna gruns um aðild að stóra fíkniefnamálinu var lögð fram á föstudagskvöld af rannsóknarlögreglunni. Sá grunaði er fæddur árið 1972 og hefur áður komið við sögu lögreglunnar vegna fíkniefna. Fleiri voru handteknir vegna málsins í gærkvöldi en aðeins lögð fram krafa um gæsluvarðhald yfir þessum eina aðila. Meira
3. október 1999 | Innlendar fréttir | 159 orð

Opið hús hjá BM Vallá í Fornalundi

BM Vallá efnir til haustsýningar sunnudaginn 3. október fyrir alla þá sem eru að velta fyrir sér framkvæmdum við hús eða garð. Sérstök kynning verður á nýrri söludeild BM Vallá í Fornalundi, hugmyndamiðstöð fyrir hús og garða, Breiðhöfða 3. Í söludeildinni má sjá margar hugmyndir útfærðar úr steinsteypu, segir í fréttatilkynningu. Meira
3. október 1999 | Innlendar fréttir | 174 orð

Ráðstefna um fjarskipti og orkufyrirtæki

SAMORKA gengst fyrir ráðstefnu um fjarskipti og orkufyrirtæki á Grand Hótel Reykjavík 7. október næstkomandi. Ráðstefnan stendur frá klukkan 9-16. Í fréttatilkynningu segir: "Á undanförnum mánuðum hefur áhugi manna á fjarskiptum og veitukerfum rafveitna verið mikill. Hugyndir af þessum toga eru ekki nýjar af nálinni. Meira
3. október 1999 | Erlendar fréttir | 505 orð

Rússar gera innrás í Tsjetsjníu

ÞÚSUNDIR rússneskra hermanna réðust inn í Tsjetsjníu á föstudag eftir að stjórn Rússlands hafði lýst því yfir að hún viðurkenndi ekki lengur stjórn Aslans Maskhadovs, leiðtoga sjálfstjórnarlýðveldisins. Meira en þúsund skriðdrekar og brynvagnar voru notaðir í innrásinni sem náði um 15 kílómetra inn í Tsjetsjníu. Meira
3. október 1999 | Innlendar fréttir | 198 orð

Rætt um auknar greiðslur í séreignasjóði

UNDIRBÚNINGUR vegna kjarasamninga á næsta ári hófst um helgina hjá Rafiðnaðarsambandi Íslands með kjaramálaráðstefnu. Guðmundur Gunnarsson, formaður RSÍ, segir sambandið vera með 14 samninga sem það standi eitt að og 9 í samvinnu við önnur stéttarfélög. Meira
3. október 1999 | Innlendar fréttir | 52 orð

SÍF með nýtt merki

SÍF hefur tekið upp nýtt merki, en það er hannað af Hany Hadaya og auglýsingastofunni Yddu. Merkið á rætur sínar í gamla merki SÍF. Að sögn Gunnars Arnar Kristjánssonar, forstjóra SÍF, (t.h.) endurspeglar merkið hreinleika og hreyfingar hafsins. Með Gunnari á myndinni er Friðrik Pálsson, stjórnarformaður SÍF. Meira
3. október 1999 | Innlendar fréttir | 360 orð

SÍF og ÍS sameinuð

ÁÆTLUN um samruna SÍF og ÍS undir merkjum SÍF hf. var samþykkt á stjórnarfundum beggja félaganna á þriðjudag. Hlutur SÍF í félaginu verður 70% og hlutur ÍS 30%. Samruni fyrirtækjanna miðast við 1. júlí 1999, en gert er ráð fyrir að samrunaáætlunin verði undirrituð 15. október nk. Hlutafé félagsins verður 1.500 milljónir króna. Átta í varðhaldi Meira
3. október 1999 | Innlendar fréttir | 92 orð

Tveir menn réðust á pitsusendil

TVEIR hettuklæddir menn réðust að pitsusendli í fyrrinótt í Seljahverfi í Breiðholti. Þeir hótuðu honum með hnífi og afhenti hann þeim skiptimynt sem hann var með á sér. Árásarmennirnir hlupu þá og brott en slógu fyrst sendilinn í höfuðið. Hann hlaut skurð á enni og kom sér á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi, þar sem sauma varð skurðinn saman. Meira
3. október 1999 | Innlendar fréttir | 87 orð

Vetrarstarf Lífsýnar að hefjast

LÍFSÝN, samtök til sjálfsþekkingar, eru að hefja vetrarstarf sitt. Á fyrsta félagsfundinn, þriðjudaginn 5. október kl. 20.30, verður Erla Stefánsdóttir með erindið "Móðirin, móðurkraftur alheims". Meira
3. október 1999 | Innlendar fréttir | 351 orð

Öllum starfsmönnum Kjötkaupa sagt upp störfum ÖLLUM ellefu starfsmönnum Kjötkaupa á Reyðarfirði hefur verið sagt upp störfum og

ÖLLUM ellefu starfsmönnum Kjötkaupa á Reyðarfirði hefur verið sagt upp störfum og taka uppsagnir gildi um áramót. Að sögn Inga Más Aðalsteinssonar, stjórnarformanns Kjötkaupa og kaupfélagsstjóra Kaupfélags Héraðsbúa (KHB), verður rekstrargrundvöllur fyrirtækisins aðeins tryggður með því að safna auknu hlutafé. Þegar hefur tekist að safna fjórtán milljónum af tuttugu. Meira

Ritstjórnargreinar

3. október 1999 | Leiðarar | 457 orð

BREYTT VIÐHORF Í VIÐSKIPTALÍFI

VIÐSKIPTALÍFIÐ á Íslandi á tuttugustu öldinni, sem senn er á enda, einkenndist ekki sízt af átökum á milli samvinnuhreyfingarinnar og einkafyrirtækjanna. Samband ísl. samvinnufélaga, dótturfyrirtæki þess og kaupfélögin, voru lengst af öflugasta viðskiptasamsteypan í landinu. Einkafyrirtækin mynduðu ekki slíka samsteypu a.m.k. Meira
3. október 1999 | Leiðarar | 2427 orð

reykjavíkurbréf Í tengslum við arfleifð okkar, sem gerir

Í tengslum við arfleifð okkar, sem gerir miklar kröfur til smekks og listrænna vinnubragða, mætti varpa fram þeirri spurningu, hvort rétt sé sem virðist, að ritlistarsmekknum hafi hrakað frá því sem var fram undir miðja öldina. Nú eru gerðar minni fagurfræðilegar kröfur en áður til þeirra sem tjá sig í söngli og skáldskap. Meira

Menning

3. október 1999 | Fólk í fréttum | 66 orð

12 ára fyrirsæta

ÞAÐ þykir eftirsóknarvert að fá að þramma eftir tískusýningarpöllum í París, Mílanó, New York og London og aðeins á færi allra frægustu fyrirsætnanna í heiminum. Í þeirra hópi er hin 12 ára gamla Tatiana frá Eistlandi. Hún sést hér í flíkum á sýningu Mila Schoen fyrir vor og sumar árið 2000. Svo er bara að sjá hvort hún fær lánaðan kjól fyrir ferminguna. Meira
3. október 1999 | Fólk í fréttum | 1383 orð

Bowie lítur rólega um öxl

"david bowie/ þegar ég hlusta á þig/ langar mig að yrkja ljóð/ þar sem orðið ég kemur/ 45 sinnum fyrir," játaði Einar Már Guðmundsson í "poem for David Bowie" í fyrstu ljóðabók sinni. Einhverra hluta vegna segir maður alltaf "loksins" þegar Bowie skríður út úr haug seinasta áhugamáls og dregur nýja plötu með sér, óháð útkomunni. Bowie sættist við Bowie Meira
3. október 1999 | Fólk í fréttum | 87 orð

Breyttar reglur Guinness

STEFAN Sigmund, 29 ára, frá borginni Cluj í Transylvaníu gerir tilraun til að reykja 800 sígarettur á innan við fimm mínútum í miðborg Búkarest. Þetta er sú síðasta af nokkrum tilraunum hans til að komast í Heimsmetabók Guinness og fólust hinar m.a. í því að borða 29 harðsoðin egg á fjórum mínútum og stökkva í vatn úr 41 metra hæð. Meira
3. október 1999 | Fólk í fréttum | 999 orð

Ferðasaga af bar

ÞAÐ kennir ýmissa manngerða og afbrigða í skák í nýrri heimildarmynd Þorfinns Guðnasonar sem ber heiti sem markast af viðfangsefninu, ­ Grand Rokk. Myndin var frumsýnd í fyrrakvöld á öldurhúsinu, verður sýnd þar kl. 20 í kvöld og ef til vill eitthvað fram í næstu viku. Meira
3. október 1999 | Fólk í fréttum | 387 orð

GLATT Á HJALLA Á MÖMMUMORGNUM

Á MIÐVIKUDAGSMORGNUM má sjá fjölda barnavagna fyrir utan Neskirkju en þá eru mömmumorgnar og líf og fjör í kirkjunni. Mæður með ung börn hittast og er þá glatt á hjalla enda um margt að spjalla. Elínborg Lárusdóttir félagsráðgjafi hefur séð um starfsemi mömmumorgnanna í Neskirkju frá upphafi. Meira
3. október 1999 | Menningarlíf | 650 orð

Hér verður gaman að spila Fransk-kanadíski píanósnillingurinn Alain Lefévre leikur á Tíbrártónleikum í Salnum í Kópavogi í

"Þetta er efnisskrá fyrir tónlistarunnendur. Fyrir þá sem eru vel heima í tónlist," segir fransk-kanadíski píanóleikarinn Alain Lefévre, sem leikur á Tíbrártónleikum í Salnum í kvöld, sunnudag, kl. 20.30. Efnisskráin er öll tileinkuð Liszt, "...þeim Liszt sem ég kann best við," segir Alain. "Liszt sem andans maður, Lizst sem rís í hæðir og verður voldugur og stór. Meira
3. október 1999 | Fólk í fréttum | 178 orð

Kátir krakkar á frumsýningu

BARNALEIKRITIÐ Glanni glæpur í Latabæ var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á fimmtudagskvöld. Leikritið er sjálfstætt framhald Áfram Latibær sem sýnt var í Loftkastalanum við miklar vinsældir fyrir tveimur árum. Höfundar eru Magnús Scheving, þolfimikappi og íþróttaálfur, og Sigurður Sigurjónsson sem jafnframt er leikstjóri. Meira
3. október 1999 | Fólk í fréttum | 166 orð

Kínversk goðsögn Mulan

Helstu leikraddir: Laddi, Edda Eyjólfsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Jóhann Sigurðarson, Bergur Ingólfsson og Arnar Jónsson. 88 mín. Bandarísk. Sam-myndbönd, september 1999. Öllum leyfð. Meira
3. október 1999 | Menningarlíf | 94 orð

Ljósmyndasýning í Eden

Á SLÓÐUM Gauguins er heiti ljósmyndasýningar sem nú stendur yfir í Eden í Hveragerði. Á sýningunni eru 19 ljósmyndir sem Margrét Margeirsdóttir tók á ferðalagi sínu á Tahiti haustið 1998 er hún ferðaðist á slóðum franska málarans Pauls Gauguins, sem bjó þar um nokkurra ára skeið um og eftir síðustu aldamót og málaði þar nokkur sinna frægustu málverka. Meira
3. október 1999 | Fólk í fréttum | 77 orð

Menntskælingar til Spánar

STÚDENTAR frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1949 héldu veglega upp á hálfrar aldar stúdentsafmælið, m.a. með því að fjölmenna með mökum á útskriftarhátíð skólans á Hótel Íslandi. Einnig var haldið upp á þetta með skemmti- og fræðsluferð til Spánar þar sem dvalið var í Alicante og Barcelona. Meira
3. október 1999 | Fólk í fréttum | 460 orð

MyndböndSpilamenn (Rounders)

Spilamenn (Rounders) Lipur og hnyttin pókermynd sem fer með áhorfandann um undirheima fjárhættuspila. Um leið óraunsæisleg upphafning á spilafíkn. Foreldragildran (The Parent Trap) Fín afþreying og skemmtun fyrir alla fjölskylduna sem ekki ætti að skilja of mikið eftir sig. Ekta Disney-mynd. Meira
3. október 1999 | Menningarlíf | 225 orð

Námskeið um Sölku Völku

VETRARSTARF Félags háskólakvenna hefst á þriðjudag með námskeiði í samvinnu við Hafnarfjarðarleikhúsið og Annað svið um uppsetningu þeirra á Sölku Völku eftir Halldór Laxness í nýrri leikgerð Hilmars Jónssonar. Meira
3. október 1999 | Menningarlíf | 372 orð

Náttúran fæðir af sér menningu

NÁTTÚRA og menning er yfirskrift söngtónleika sem haldnir verða í Salnum í Kópavogi þriðjudagskvöldið 5. október kl. 20. Þar flytja Örn Magnússon píanóleikari, Marta Guðrún Halldórsdóttir sópransöngkona og sönghópurinn Hljómeyki tónlist eftir Jón Leifs en fyrir tónleikunum standa handverkstæðið Ásgarður í Lækjarbotnum og Skaftholt, sambýli og vinnustaður í Gnúpverjahreppi. Meira
3. október 1999 | Menningarlíf | 151 orð

Nýjar bækur HÁVAMÁL. Í ljósi íslen

HÁVAMÁL. Í ljósi íslenskrar menningar er eftir Hermann Pálsson. Í fréttatilkynningu segir að fróðir menn telji að kjarni Hávamála sé fólginn í þeirri eldfornu speki að einstaklingar líði undir lok en mannkynið sjálft haldi þó áfram að vera til. Meira
3. október 1999 | Menningarlíf | 165 orð

Nýjar bækur HEIÐIN minni ­ greinar

HEIÐIN minni ­ greinar um fornar bókmenntir. Þessi bók er safn greina um heiðin norræn minni og fornar bókmenntir. Höfundar eru fimmtán, þ.ám. fjórir erlendir fræðimenn sem ekki hafa áður birt greinar á íslensku á sviði fornra fræða. Í fréttatilkynningu segir að efnið sé fjölbreytilegt en tengist allt norrænni goðafræði og hetjubókmenntum. Meira
3. október 1999 | Menningarlíf | 191 orð

Nýjar bækur UNDIR Dalanna sól ­ ei

UNDIR Dalanna sól ­ einsöngs- og tvísöngslög eru nótnabækur eftir Björgvin Þ. Valdimarsson. Frumsamið útgefið efni er 12 einsöngslög og 2 dúettar (1984), 12 píanólög (1988), styrkt af Menningarsjóði, Átta dúettar (1988), Sönglög 1. hefti fyrir blandaðan kór (10 lög) (1998), Sönglög 1. hefti fyrir karlakór (10 lög) (1998), Sönglög 1. Meira
3. október 1999 | Menningarlíf | 37 orð

Ný sýning á Kaffistíg

STEINGRÍMUR St. Th. Sigurðarson opnar sýningu með 13 nýjum verkum í dag, sunnudag, kl. 11, á Kaffistíg. Sýningin ber yfirskriftina Ný sýning og stendur til miðnættis. Steingrímur mun teikna myndir á staðnum eftir beiðni. Meira
3. október 1999 | Bókmenntir | 493 orð

Tiginmennið meðal tónskálda

ævi hans og einstök verk eftir Árna Kristjánsson. Stapaprent 1999. ÞAU tónskáldakver sem Árni Kristjánsson hefur tekið saman og gefið út á liðnum árum hafa verið mikilvægt framlag til að græða þá auðn sem ríkir í útgáfu íslenskra tónlistarbóka. Bók hans um Chopin er sú nýjasta í þessari ritröð. Meira
3. október 1999 | Fólk í fréttum | 49 orð

Trollbílar í kappakstri

UNGIR og hressir krakkar í Sandgerði sem hafa áhuga á Formúlu 1 kappakstrinum hafa smíðað sér afar hávaðasama kappakstursbíla. Þótt aksturseiginleikar bílanna séu ef til vill takmarkaðir vegna hjólabúnaðarins, sem gerður er úr trollkúlum, er hávaðinn því meiri, eða eins og sæmir í sannri kappaksturskeppni. Meira
3. október 1999 | Menningarlíf | 374 orð

Upplausnarástand Jóhönnu Boga

Til 25. október. Opið miðvikudaga til mánudaga frá kl. 12­18. Aðgangur kr. 200. JÓHANNA Bogadóttir hefur lagt undir sig loftið í Hafnarborg og sýnir þar fjölda málverka, stórra og smárra. Hið ánægjulega hefur verið að gerast í list Jóhönnu að hún hefur verið að batna í lit svo um munar. Meira
3. október 1999 | Menningarlíf | 500 orð

Vatnslitamyndir Kristínar

Til 25. október. Opið miðvikudaga til mánudaga frá kl. 12­18. Aðgangur 200 kr. KRISTÍN Þorkelsdóttir er þekkt fyrir auglýsingastofu sína og hönnun seðlanna okkar, og er það til marks um fagmennsku hennar sem grafísks hönnuðar. Um árabil hefur hún einnig látið til sín taka á sviði vatnslitamálunar, oft með eftirtektarverðum árangri þótt vissulega sé um aukabúgrein að ræða. Meira
3. október 1999 | Fólk í fréttum | 64 orð

Það sem koma skal?

BANDARÍSKI hönnuðurinn Tom Ford sér um að teikna flíkur á fyrirsætur fyrir Gucci og virðist fara það vel úr hendi. Að minnsta kosti var ekki annað að sjá en þær pössuðu á sýningu hans á tískuvikunni í Mílanó þar sem sviðssetningin, ægifagrar fyrirsætur og stællegar flíkur sköpuðu andrúm aldamótanna eins og maður ímyndar sér það og kynþokkinn sveif yfir vötnum. Meira
3. október 1999 | Menningarlíf | 214 orð

Þjóðsögur við sjó

ÞJÓÐSÖGUR við sjó nefnist ný bók sem er fjölþjóðleg útgáfa á íslenskum, færeyskum, grænlenskum, norður-norskum og samískum þjóðsögum og kemur bókin út á sex tungumálum samtímis. Þjóðsögur við sjó varpa ljósi á líf og hugmyndir fólks sem á það sameiginlegt að búa við hafið á norðlægum slóðum. Sögurnar eru fengnar úr þjóðsagnasöfnum frá árunum 1850­1945. Meira

Umræðan

3. október 1999 | Bréf til blaðsins | 493 orð

Opið frá til dómsmálaráðherra

FRÚ Sólveig Pétursdóttir, dómsmálaráðherra. Mesta böl íslenska samtímans er fíkniefnainnflutningur og neysla. Þess vegna fagna ég í hvert sinn sem lögreglan upprætir dópsalana sem halda þessum óþverra að börnum okkar. Ég fagna sérstaklega að lögregla skuli hafa upprætt dópsalaklíku á dögunum. Ég held við séum sammála um það ráðherrann, ég og sjómenn á fraktskipum. Í Morgunblaðinu sl. Meira

Minningargreinar

3. október 1999 | Minningargreinar | 142 orð

Guðríður Erna Guðmundsdóttir

Elsku Gurrí. Með örfáum orðum ætla ég að kveðja góða vinkonu. Þú varst góð vinkona og þín er sárt saknað. Ég sakna samverustundanna, þótt þær hafi verið fáar eftir að þú fluttir til Noregs. Ég sakna þess að fá ekki lengur bréf frá þér þar sem þú sagðir mér góðar fréttir af ykkur og að allt gengi vel, þú værir að gera það sem þér fannst skemmtilegast að læra, blómaskreytingar, Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 363 orð

Guðríður Erna Guðmundsdóttir

Hún Gurrý frænka er dáin. Þessi sorgarfrétt kemur yfir mann eins og reiðarslag, ég sit hljóður, tómur, minningarnar streyma um höfuð mitt, á svipstundu fer ég í gegnum stutt æviskeið okkar. En vakna svo til meðvitundar og fer að hugsa um dætur hennar, Helge, foreldra hennar og bræður, missir minn er mikill, en meiri er missir þeirra. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 319 orð

Guðríður Erna Guðmundsdóttir

"Þótt ég sé látin, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur ­ þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur. Og ég ­ þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu." (Höf. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 30 orð

GUÐRÍÐUR ERNA GUÐMUNDSDÓTTIR

GUÐRÍÐUR ERNA GUÐMUNDSDÓTTIR Guðríður Erna Guðmundsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 4. mars 1963. Hún lést í Trönsberg í Noregi 24. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selfosskirkju 2. október. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 364 orð

Guðrún Snjólaug Reynisdóttir

Haustið er komið með breytingum á umhverfinu. Dagsbirtan dvín, blöð trjánna taka á sig annan lit, fölna og falla að lokum til jarðar. Lífshlaupi Guðrúnar Reynisdóttur tengdamóður minnar er lokið. Ég kynntist tengdamóður minni fyrir hartnær tuttugu árum þegar ég kom á Hrísateiginn með konuefni mínu. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 28 orð

GUÐRÚN SNJÓLAUG REYNISDÓTTIR

GUÐRÚN SNJÓLAUG REYNISDÓTTIR Guðrún Snjólaug Reynisdóttir fæddist í Reykjavík 13. janúar 1929. Hún lést í Landspítalanum 14. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 22. september. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 496 orð

Helga Bjargmundsdóttir

Hún amma mín, Helga Bjargmundsdóttir er dáin. Hún átti við veikindi að stríða síðustu árin en hefur nú fengið hvíld. Hún skilur eftir mikinn söknuð hjá okkur fjölskyldunni enda var hún stór þáttur í okkar lífi. Það var kraftur í ömmu enda var hún skörungur mikill. Hún var fædd og uppalin á Vatnsleysuströnd þar sem oft næðir og gustar og persónuleiki hennar endurspeglaði það. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 1334 orð

Helga Bjargmundsdóttir

Helga Bjargmundsdóttir lést 25. september sl. á Reykjalundi, þeim stað sem henni var kærastur þegar frá eru taldar æskustöðvarnar á Vatnsleysuströnd. Í Suðurkoti á Vatnsleysuströnd kynntust foreldrar hennar, þau Bjargmundur Hannesson og Sólveig Jónasdóttir, sem kom þangað sem vertíðarstúlka árið 1917. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 369 orð

HELGA BJARGMUNDSDÓTTIR

HELGA BJARGMUNDSDÓTTIR Helga Bjargmundsdóttir var fædd í Suðurkoti á Vatnsleysuströnd 17. júní 1919. Hún lést á Reykjalundi 25. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sólveig Jónasdóttir, f. 21.11. 1882, d. 22.3. 1942 og Bjargmundur Hannesson, f. 15.9. 1886, d. 1. maí 1927. Hún átti eina systur Ingveldi, f. 24.9. 1922, d. 5.5. 1978. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 436 orð

Helga Lovísa Bjargmundsdóttir

Það hefur sennilega verið einhverntímann á sjötta áratugnum að tvær konur, Guðbjörg og Ólafía hittust fyrir tilviljun í mjólkurbúðinni á Ljósvallagötunni. Þetta kom nokkuð oft fyrir þar sem Guðbjörg bjó á Ljósvallagötu 30 og Ólafía á Hringbrautinni á móti Þjóðminjasafninu. Þær áttu greinilega skap saman því þær urðu bestu vinkonur og höfðu alltaf samband eftir þetta. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 1341 orð

Helga Lovísa Bjargmundsdóttir

Ég vil með þessum línum kveðja tengdamóður mína, Helgu Bjargmundsdóttur, sem lést á Reykjalundi 25. september síðastliðinn, eftir langvinn veikindi. Þar fór kona sem hafði á langri ævi fengið að kynnast hörðum skóla lífsins og mörgum hliðum mannlífsins. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 30 orð

JÓHANNA UNNUR ERLINGSON INDRIÐADÓTTIR

JÓHANNA UNNUR ERLINGSON INDRIÐADÓTTIR Jóhanna Unnur Erlingson Indriðadóttir fæddist í Reykjavík 3. október 1978. Hún lést á Landspítalanum 28. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Langholtskirkju 5. maí. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 430 orð

Jóhanna Unnur Erlingsson Indriðadóttir

Elsku Jóhanna okkar hefði orðið 21 árs í dag, 3. október, ef hún hefði lifað. Mig hefur langað til að skrifa nokkrar línur en hef ekki getað það hingað til en ákvað að gera það núna því að ég get ekki kysst þig og sagt til hamingju með daginn. En Ólöf mín á líka afmæli í dag, 21 árs. Við segjum ennþá Ólöf og Jóhanna og börnin mín eiga mjög erfitt með að skilja að hún Jóhanna sé farin frá okkur. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 453 orð

Jónína Þóra Jónsdóttir

Það kom ekki á óvart, vitað var að hverju stefndi, en samt kom þetta eins og sárt og napurt högg. Jónína vinkona mín er gengin til austursins eilífa, guð blessi hana. Jóna var einstök kona, hún var öfundsverðum mannkostum búin og ekki trúi ég því að hún hafi hitt marga á lífsleiðinni, sem náðu að kynnast henni, sem ekki hrifust af persónu hennar. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 106 orð

JÓNÍNA ÞÓRA JÓNSDÓTTIR

JÓNÍNA ÞÓRA JÓNSDÓTTIR Jónína Þóra Jónsdóttir frá Ási í Ásahreppi fæddist 9. október 1905. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 17. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi í Ási, f. 4. ágúst 1871, d. 12. september 1934, og Margrét Björnsdóttir, Króki í Villingaholtshreppi, f. 16. desember 1875, d. 23. janúar 1952. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 142 orð

Konráð Guðlaugur Eyjólfsson

Sín bernskuár átti Konráð í foreldrahúsum á Reynisstað þar sem hann stundaði ýmsa vinnu til lands og sjávar. En allt frá bernsku átti Konráð við geðræn vandamál að stríða sem gerðu honum erfitt líf sem hans nánustu. Síðan flytur hann til Reykjavíkur þar sem hann stundar ýmis störf. Til húsa var hann lengst af á Hernum. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 47 orð

KONRÁÐ GUÐLAUGUR EYJÓLFSSON

KONRÁÐ GUÐLAUGUR EYJÓLFSSON Konráð Guðlaugur Eyjólfsson fæddist á Reynisstað, Fáskrúðsfirði, 29. september 1922. Hann lést 15. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónína Guðlaug Erlendsdóttir og Eyjólfur Ólafsson. Konráð var næstyngstur af sex systkinum: Sverrir, lést í bernsku, Kristín, Ólafur, Sigrún og Hjalti. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 748 orð

Matthías Jón Þorsteinsson

Góður drengur er genginn. Matthías Þorsteinsson bekkjarbróðir minn og vinur lést af slysförum hinn 17 september sl. Við leiðarlok vil ég minnast hans í virðingar- og þakklætisskyni fyrir samfylgdina. Á menntaskólaárum okkar vorum við Matthías fyrst og fremst skólasystkin en þekktumst ekki náið. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 169 orð

MATTHÍAS JÓN ÞORSTEINSSON

MATTHÍAS JÓN ÞORSTEINSSON Matthías Jón Þorsteinsson fæddist á Hólmavík 29. október 1942. Hann lést af slysförum í Reykjavík 17. september síðastliðinn. Foreldrar Matthíasar voru þau Þorsteinn Matthíasson, kennari, skólastjóri og rithöfundur á Drangsnesi, Suðureyri, Hólmavík, Reykjavík, Blönduósi og víðar, f. 23. apríl 1908, d. 28. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 432 orð

Ólafía Kristín Kristjánsdóttir

Mikið átti ég erfitt með að sætta mig við þegar hringt var til mín og sagt: Hún Olla frá Bergi er dáin. Mig setti hljóðan og margar minningar fóru hratt um hugann frá liðnum tíma. Olla ólst upp í Pálshúsi fyrstu árin en ég í Brimnesi. Þar skildi ekkert að nema einn veggur og var töluverður samgangur á milli bæja á þeim tíma og við náið frændfólk. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 31 orð

ÓLAFÍA KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR

ÓLAFÍA KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR Ólafía Kristín Kristjánsdóttir fæddist í Pálshúsum í Grindavík hinn 10. desember 1940. Hún lést á Landspítalanum 25. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grindavíkurkirkju 2. október. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 80 orð

Rósa Jónsdóttir

Rósa Jónsdóttir var ein af bestu vinkonum mínum. Við lékum okkur oft saman. Ég gisti hjá henni og hún hjá mér. Ég sakna hennar mjög mikið og það er mér mikill missir að Rósa dó. Við fórum út í leiki í Efstasundinu og í skólanum, og það er svo stutt síðan við vorum að hlaupa tvo kílómetra í íþróttatímanum. Guð blessi þig og varðveiti þig, pabba þinn og mömmu og bróður þinn. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 35 orð

Rósa Jónsdóttir

Rósa Jónsdóttir Við öll í 5. GÆ erum afar sorgmædd. Rósa fór svo snögglega frá okkur. Rósa lék oft í leikjum með okkur og var mikill strákur í sér. Ég mun sakna hennar. Jón Ásberg Sigurðsson. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 643 orð

Rósa Jónsdóttir

Það eru daprir dagar hjá henni systur minni, mági og syni þeirra. Já, hræðilegt högg fyrir okkur öll þegar lítið barn er tekið frá okkur með svo miskunnarlausum hætti sem raun ber vitni. Segja má að þetta sé kóróna sorgarinnar, meiri sorg er ekki til í mínum huga. Það er erfitt að setjast niður og skrifa um lítið saklaust barn sem átti alla framtíðina fyrir sér, að maður hélt allavega. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 455 orð

Rósa Jónsdóttir

Elsku hjartans Rósin mín. Það sem gerst hefur, er eitthvað sem enginn skilur. En minningarnar um þig munum við eiga um alla framtíð og þær getur enginn tekið frá okkur. Ég sá þig fyrst rúmlega árs gamla þegar þú komst heim frá Ameríku með foreldrum þínum og Daða. Þú varst svo undur fallegt barn, búttuð og með krullað hár. Þú þroskaðist fljótt og byrjaðir snemma að tala. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 369 orð

Rósa Jónsdóttir

Ég vildi ekki trúa því þegar mér var sagt að Rósa væri dáin, og vil það ekki enn. Það er óskiljanlegt, litla frænka mín, farin frá okkur, og við sem áttum eftir að gera svo margt saman. Rósa var afar sérstök stelpa og viðkvæm sál. Hún var góð við alla og vildi aldrei særa neinn. Alltaf var hún þakklát fyrir það sem hún fékk. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 443 orð

Rósa Jónsdóttir

Í 5. bekk GÆ í Langholtsskóla ríkir djúp sorg og söknuður vegna skyndilegs fráfalls Rósu Jónsdóttur, en hún var bekkjarfélagi barnanna og vinur allt frá því þau hófu skólagöngu og til endadægurs. Rósa var einstaklega hraustleg og lífleg telpa, enda vinsæl bæði í hópi telpna og drengja. Hún lék sér jafnt við bæði kynin og lét sem vind um eyrun þjóta, væri henni strítt á því. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 52 orð

Rósa Jónsdóttir

Við í 5. GÆ í Langholtsskóla erum mjög sorgmædd núna. Góð vinkona okkar, Rósa Jónsdóttir, er horfin snögglega frá okkur. Rósa var vinkona mín frá því við vorum fimm ára. Ég sakna hennar mjög mikið og ég vorkenni foreldrum hennar, Jóni og Guðrúnu Erlu, og Daða, bróður hennar. Jóhann Andri Gunnarsson. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 177 orð

Rósa Jónsdóttir

Rósa Jónsdóttir, tíu ára gömul er látin eftir fárra daga veikindi. Við stöndum skilningsvana þegar lífsglöð stúlka er hrifin burt frá ástvinum sínum og félögum. Rósa var nemandi í 5. GÆ í Langholtsskóla. Hún var falleg stúlka og tápmikil, góður félagi allra, bæði stráka og stelpna. Hún var prúð og dugleg, góð stúlka. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 237 orð

Rósa Jónsdóttir

Rósa Jónsdóttir Sem lofbára rísi við hörpuhljóm og hverfi í eilífðargeiminn, skal þverra hver kraftur og kulna hvert blóm ­ þau komu til þess í heiminn. En þó á sér vonir hvert lífsins ljós, er lúta skal dauðans veldi, og moldin sig hylur með rós við rós, og roðnar í sólareldi. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 169 orð

Rósa Jónsdóttir

Elsku Rósa mín. Litli engillinn minn, ég spyr mig í sífellu: Af hverju þú? Fráfall þitt er mér alveg óskiljanlegt, svo ósanngjarnt, þú sem áttir allt lífið framundan. Það er svo margt sem flýgur í gegnum huga minn, allar þessar spurningar sem við fáum vafalaust aldrei svör við. Ég mun aldrei gleyma þeim stundum sem ég átti með þér og bróður þínum. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 241 orð

Rósa Jónsdóttir

Nú er hún Rósa vinkona mín farin. Ég á svo margar góðar minningar um hana, sérstaklega frá því í sumar. Rósa var alltaf til í að prakkarast og vera úti í leikjum. Við vorum duglegar að fara í sund. Einu sinni í sumar þegar ég svaf hjá Rósu þá kjöftuðum við saman næstum alla nóttina. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 117 orð

Rósa Jónsdóttir

Elsku frænka. Við viljum þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman. Nú ert þú engill hjá ömmunum, Þorbjörgu og Gillu. Við munum þig alla tíð. Sofðu rótt, elsku frænka. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 153 orð

Rósa Jónsdóttir

Elsku Rósa, mikið á ég eftir að sakna þín og yndislegu ferðanna okkar austur á Mosana með mömmu þinni og pabba. Stundirnar sem við áttum saman uppi á háalofti að hlusta á tónlist og að tala saman, og snaginn sem við smíðuðum saman. Ekki má gleyma því þegar við vorum alltaf að rúlla okkur niður hlíðina í fjallinu fyrir ofan bæinn, og veiðiferðunum með pabba þínum. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 55 orð

RÓSA JÓNSDÓTTIR

RÓSA JÓNSDÓTTIR Rósa Jónsdóttir fæddist í Urbana í Illinois í Bandaríkjunum 6. ágúst 1989. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 22. september síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Guðrún Erla Sigurbjarnadóttir hárgreiðslumeistari og Jón Hrólfur Sigurjónsson tónlistarkennari. Bróðir hennar er Daði Jónsson. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 149 orð

Signý Þorgeirsdóttir

Tilgangur lífsins virðist ekki vera til þegar yndislegt barn kveður þennan heim fyrirvaralaust. En þegar ég hef lokað augunum og hugsað um þig, elsku Signý, hjálpar þú mér að komast að tilgangi lífsins. Ég trúi því að hann felist í því að fá að komast í snertingu við og kynnast englum eins og þér. Þó að samverustundir okkar hafi ekki verið margar þá þykir mér svo óskaplega vænt um þær allar. Meira
3. október 1999 | Minningargreinar | 26 orð

SIGNÝ ÞORGEIRSDÓTTIR

SIGNÝ ÞORGEIRSDÓTTIR Signý Þorgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 20. mars 1982. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 4. september síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Meira

Daglegt líf

3. október 1999 | Bílar | 650 orð

"Andarteppa": Banamein margra bílvéla

Smurolía gegnir veigamiklu hlutverki í vélinni. Leó M. Jónssonvélatæknifræðingur fjallar í þessari grein um "öndun" bílvéla. Meira
3. október 1999 | Ferðalög | 951 orð

Ást við fyrstu sýn

ÞRÁTT fyrir að hann sé Íslendingur í húð og hár og Dalamaður í hjarta sínu er Þorgeir Ástvaldsson, dagskrárgerðarmaður og landfræðingur gjarnan kallaður "litli Ítalinn" af vinum sínum. Ekki aðeins vegna þess hversu dökkur hann er yfirlitum heldur líka vegna þess að hjarta hans þykir slá í ítölskum takti; hann er ræðinn þegar áhugi hans er vakinn, Meira
3. október 1999 | Bílar | 58 orð

Benz fjölnotabíll

Á þessari tölvugerðu mynd sést hvernig endanlegt útlit gæti orðið á fyrirhuguðum fjölnotabíl Mercedes-Benz sem byggður verðurá lengdri gerð A-bílsins. Innanrýmið er aukin til muna með hærraþaki og allt að sjö manns eiga að geta ferðast í bílnum. Sagt erað helsti keppinauturinn verði hinn sjö manna Opel Zafira. Meira
3. október 1999 | Ferðalög | 227 orð

Er 19 mínútur frá flugvellinum og niður í bæ

Þeir sem eru mikið á ferðinni milli landa þekkja það að þurfa að millilenda í borgum og bíða í nokkrar klukkustundir og hafa ekki tíma til að skoða sig um utan flugvallarsvæðisins. Það hefur þó breyst þegar kemur að Osló með tilkomu hraðlestar frá flugvellinum. Meira
3. október 1999 | Bílar | 240 orð

Gengið fram hjá bandarískum bílum í Evrópu

Viðskipti með bíla milli Bandaríkjanna og Evrópu eru nokkuð einhliða og hallar mjög á Bandaríkjamenn í þeim efnum. Fyrstu átta mánuði ársins seldust 52.795 fólks-, pallbílar og jeppar sem smíðaðir eru í Bandaríkjunum og Kanada í Evrópu en á sama tíma voru 350.000 þýskir bílar fluttir inn til Bandaríkjanna frá verksmiðjum í Evrópu eða Mexíkó. Meira
3. október 1999 | Bílar | 893 orð

Hagstætt verð aðaltromp Sportage

KIA bílar voru kynntir í Perlunni um síðustu helgi en Jöfur í Kópavogi, sem hefur tekið við umboðinu, býður nú alls sex gerðir, þar með talinn Sportage-jeppann sem til er í tveimur stærðum í nokkrum útgáfum. Auk þessara bíla framleiðir Kia-fyrirtækið í Suður-Kóreu vörubíla, rútur og vinnuvélar en þær vörur koma ekki við sögu hér. Skoðaður verður Grand Sportage-jeppinn sem kostar 1. Meira
3. október 1999 | Ferðalög | 624 orð

Hanagal í stað hótelsíma Að gista á hefðbundnum katalónskum sveitasetrum er eins og að fá að stíga með litlu tá innum dyrnar hjá

Að gista á hefðbundnum katalónskum sveitasetrum er eins og að fá að stíga með litlu tá innum dyrnar hjá heimamönnum og fá um leið persónulega innsýn í menningu þeirra og sögu. Margrét Hlöðversdóttir heimsótti tvö sveitasetur sem talin eru meðal bestu sveitagististaða á Spáni. Meira
3. október 1999 | Ferðalög | 284 orð

Hver farþegi með eigin fartölvu

ALÞJÓÐASAMTÖK fyrirtækja, sem sérhæfa sig í að þjónusta flugvélar í áætlunarflugi milli landa varðandi skemmtiefni fyrir farþega, boðuðu á dögunum skemmtilegar nýjungar í innanlandsflugi í Bandaríkjunum. Stefnan er að hverfa frá léttu efni kvikmyndaiðnaðarins í Hollywood og bjóða farþegum upp á dægradvöl tengda nýjustu tölvutækni. Meira
3. október 1999 | Ferðalög | 464 orð

INDLAND OG PAKISTAN Hættusvæði MIKIL hark

MIKIL harka hefur einkennt hernaðarátök Indverja og Pakistana um héraðið Kasmír, í vesturhluta Himalaya fjalla, síðan í maí síðastliðnum. Stjórnvöld fjölmargra vestrænna ríkja hafa varað landsmenn sína við ferðalögum til Kasmír og þá sérstaklega til staða nærri víglínunni sem er skammt frá landamærum Indlands og Pakistans. Meira
3. október 1999 | Bílar | 305 orð

Kia lagði undir sig Perluna

SÝNING Jöfurs hf., umboðsaðila Kia á Íslandi, var vel sótt um síðustu helgi og bárust pantanir í á milli 30-40 bíla, mest Sportage jepplinginn og Clarus fólksbílinn, að sögn Sigurðar P. Sigfússonar, sölustjóra Kia. Einnig vakti stóri fjölnotabíllinn Carnival athygli sýningargesta. Hann er með rennihurðum á báðum hliðum og boðinn með fjögurra strokka, 2,9 lítra dísilvél, og V6 bensínvél. Meira
3. október 1999 | Bílar | 153 orð

Lada lækkar

STÆRSTI bílaframleiðandi Rússlands, AvtoVAZ, sem framleiðir m.a. Lada bíla, hefur lækkað verð á bílum sínum um 1% til að mæta minnkandi eftirspurn. Verksmiðjan jók afköstin á þessu ári vegna væntinga um aukna spurn eftir rússneskum bílum í kjölfar gengislækkunar rúblunnar í fyrra sem gerði innflutta bíla dýrari. Fyrstu sjö mánuðina framleiddi verksmiðjan 392. Meira
3. október 1999 | Bílar | 355 orð

Nýjar áherslur hjá DaimlerChrysler

DAIMLERChryshler er að leggja lokahönd á áætlun um framleiðslu á smábílum og gæti áætlunin falið í sér að samsteypan keypti annan bílaframleiðanda. Á bílasýningunni í Frankfurt var sýndur hugmyndabíllinn Chrysler Java sem er skýr vísbending um fyrirætlanir DaimlerChrysler í Evrópu. Ráðgert er að bæta tveimur öðrum bílum við framleiðslulínuna, svipuðum Opel Astra og Corsa að stærð. Meira
3. október 1999 | Ferðalög | 98 orð

Nýtt gistiheimili á Sólvallagötu

NÝLEGA var gistiheimilið Blásól opnað að Sólvallagötu 35 í Reykjavík. Á boðstólum er morgunverður og gisting í 2 hjónaherbergjum og 2 einstaklingsherbergjum með sameiginlegu baðherbergi, morgunverðar- og setustofu. Hjónin Páll Björgvinsson og Áslaug Þormóðsdóttir eiga gistiheimilið en það er á annarri hæð hússins en á 1. hæð reka þau arkitektastofu. Meira
3. október 1999 | Ferðalög | 194 orð

Nýtt hótel í keðju Flugleiðahótela

Í BYRJUN september var tekið í notkun nýtt hótel á Flúðum. Um er að ræða endurnýjun á 24 herbergjum en auk þess voru byggð 8 ný herbergi, alls 32 herbergi. Þá voru tekin í gagnið nýr veitingasalur, fundarsalur, móttaka og koníaksstofa. Hótelrekstur hefur verið á Flúðum um áratuga skeið og sá rekstur sem áður var í félagsheimilinu flyst nú yfir í nýja hótelið. Meira
3. október 1999 | Bílar | 385 orð

Skurður á dekkjum að færast í vöxt

SÓLNING hf. hefur tekið í notkun nýja skurðarvél sem sker fíngerðar raufar í hjólbarða. Hægt er að skera í hvaða dekk sem er, s.s. fólksbíla-, jeppa-, lyftara-, sendibíla- og vörubíladekk. Eiður Örn Ármannsson hjá Sólningu segir að í mörgum tilvikum eigi skurður af þessu tagi að geta komið í stað nagla. Meira
3. október 1999 | Ferðalög | 239 orð

Vetraráætlun Flugfélags Íslands sniðin að fundahaldi á landsbyggðinni

Í VIKUNNI var vetraráætlun Flugfélags Íslands kynnt, ásamt nýjungum fyrirtækjaþjónustu félagsins sem kallast "fundarfriður" og flugkort. Flugáætlun Flugfélagsins veturinn 1999-2000 er, samkvæmt fréttatilkynningu félagsins, sniðin að þörfum fyrirtækja sem skipuleggja og nýta sér funda- og ráðstefnuhald. Meira
3. október 1999 | Ferðalög | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

FERÐAMÁLARÁÐSTEFNA Ferðamálaráðs verður haldin á Egilsstöðum í 29. skipti dagana 7. og 8. október. Rætt verður um gildi rannsókna fyrir ferðaþjónustu sem atvinnugreinar, en einnig verður reynt að finna svör við spurningunni hvað standi í vegi fyrir aukinni arðsemi ferðaþjónustufyrirtækja. Meira

Fastir þættir

3. október 1999 | Í dag | 45 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 3. október, verður áttræður Sveinbjörn Sigurðsson, byggingameistari, Miðleiti 7, Reykjavík. Eiginkona hans er Helga Kristinsdóttir. Þau eru með opið hús í salnum á jarðhæð Miðleitis 7, frá kl. 16­19. Sveinbjörn afþakkar gjafir en bendir fólki á að styðja byggingarsjóð Reykjalundar. Meira
3. október 1999 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. júlí sl. í Kópavogskirkju af sr. Ágústi Guðmundssyni Helga Þórdís Guðmundsdóttir og Ólafur Magnús Birgisson. Heimili þeirra er á Fagurhóli 3, Grundarfirði. Meira
3. október 1999 | Í dag | 30 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. maí sl. í Háteigskirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur Lilja Þorsteinsdóttir og Ríkarður Már Ríkarðsson. Heimili þeirra er á Leirutanga 35a, Mosfellsbæ. Meira
3. október 1999 | Í dag | 226 orð

Faðir, bróðir Bjarni Einarsson dr. phil. hefur oft vikið ýmsu að mér um málsf

Bjarni Einarsson dr. phil. hefur oft vikið ýmsu að mér um málsfarsleg efni. Ekki alls fyrir löngu hittumst við á förnum vegi. Bað hann mig þá að minnast á beygingu ofangreindra orða, sem og annarra þeirra orða, sem oft eru nefnd frændsemisorð. Hefur hann tekið eftir því, að fjölmiðlamenn eru eitthvað farnir að ruglast í beygingu þeirra. Meira
3. október 1999 | Í dag | 1035 orð

Fjölskyldustundir Keflavíkurkirkju

KEFLAVÍKURKIRKJA mun hafa opið hús í Kirkjulundi á þriðjudagsmorgnum kl. 10­12 fyrir aðstandendur barna undir grunnskólaaldri. Fyrsta fjölskyldustundin verður þriðjudaginn 5. október nk. Á fjölskyldustundunum gefst mæðrum, feðrum, ömmum, öfum o.fl. kostur á að koma með börn sín til spjalls og samvista. Klukkan 10.30­11.30 verður boðið upp á helgistund, fræðslu og samfélag fyrir fullorðna fólkið. Meira
3. október 1999 | Í dag | 488 orð

Hver þekkir fólkið á myndunum?

JÓNÍNA hafði samband við Velvakanda og er hún að leita aðeinhverjum sem þekkir fólkið á myndunum. Jónína er í síma 4314131. Hver vill "giska"? ÉG er að velta fyrir mér orðinu "giska", ég hef alltaf talið að það þýddi "að geta sér til um". Meira
3. október 1999 | Dagbók | 958 orð

Í dag er sunnudagur 3. október, 276. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Pr

Í dag er sunnudagur 3. október, 276. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Predika þú orðið, gef þig að því í tíma og ótíma. Vanda um, ávíta, áminn með öllu langlyndi og fræðslu. (2. Tím. 3, 14. Meira
3. október 1999 | Fastir þættir | 604 orð

Líf og list

Listamenn færa á hverri tíð samtíma sínum ómæld menningar- og trúarleg verðmæti. Stefán Friðbjarnarsonefar að fólk komist nær skapara sínum hér á jörðu en í fegurstu ljóðum og tónverkum meistaranna. Meira
3. október 1999 | Í dag | 432 orð

SPENNANDI verður að fylgjast með framvindu mála hjá knattspyr

SPENNANDI verður að fylgjast með framvindu mála hjá knattspyrnufélaginu Stoke City í Englandi. Íslenskir fjárfestar vilja kaupa félagið og samningaviðræður eru sagðar komnar vel á veg. Á því virðist stranda að Íslendingarnir hafa áhuga á því að ráða Guðjón Þórðarson sem þjálfara liðsins en þeir sem nú halda um stjórnartaumana vilja ógjarna selja nema núverandi þjálfara verði tryggt Meira
3. október 1999 | Í dag | 103 orð

(fyrirsögn vantar)

Stóð ég úti í tunglsljósi, stóð ég út við skóg, ­ stórir komu skarar, af álfum var þar nóg. Blésu þeir á sönglúðra, og bar þá að mér fljótt, ­ og bjöllurnar gullu á heiðskírri nótt. Hleyptu þeir á fannhvítum hestum yfir grund, ­ hornin jóa gullroðnu blika við lund, ­ eins og þegar álftir af ísa grárri spöng fljúga suður heiði með fjaðraþyt og söng. Meira

Sunnudagsblað

3. október 1999 | Sunnudagsblað | 169 orð

Andreotti fái uppreisn æru

LÖGMAÐUR Giulios Andreottis, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur krafist þess að skjólstæðingur sinn verði hreinsaður af öllum ásökunum um að hafa tengzt skipulagðri glæpastarfsemi á Sikiley. Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 3163 orð

Bankar ÁN biðraða

Rafræn samskipti vaxa hratt í bankakerfinu hérlendis og nýlega hleypti Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis af stokkunum Netbankanum sem býður fólki að stunda megnið af fjármálaviðskiptum sínum á Netinu. Hagræðið af þessum samskiptamáta er mikið, enginn þarf að standa í biðröð og hægt er að velja þá stund sem hverjum og einum hentar til að hafa samband við bankann. Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 324 orð

Barnaendurhæfing hornreka á Íslandi

"Þetta er mjög mikil handavinna sem krefst gífurlegrar þolinmæði því framfarirnar eru svo hægar," segir Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur, þar sem Margit starfar, um aðferðir Dévény sem Margit Klein vinnur eftir. "En það er einmitt þolinmæði og natni sem einkennir Margit einna helst. Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 770 orð

Cabernet frá Chile, Tokay og Rhone Þrjú Cabernet Sauvignon-vín frá Chile og Tokay frá Elsass

CHILE hefur svo sannarlega verið að sækja í sig veðrið hér á landi. Þótt nýjabrumið sé kannski farið af Chile-vínunum virðast vinsældir þeirra eftir sem áður fara vaxandi og þeim fjölgar ört tegundunum frá Chile, sem eru í boði á markaðnum, jafnt á hinum hefðbundna lista ÁTVR sem á sérpöntunarlistanum. Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 101 orð

DJÖFULLINN SEFUR ALDREI

DJÖFULLINN SEFUR ALDREI Atli Eðvaldsson hefur verið mikið í sviðsljósinu í sumar vegna góðs gengis karlaliðs KR í knattspyrnu, sem hann þjálfar, ekki síst nú á haustdögum þegar 31 árs bið eftir Íslandsmeistaratitli lauk loks og liðið varð einnig bikarmeistari. Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 4789 orð

DJÖFULLINN SEFUR ALDREI Atli Eðvaldsson hefur verið mikið í sviðsljósinu í sumar vegna góðs gengis karlaliðs KR í knattspyrnu,

DJÖFULLINN SEFUR ALDREI Atli Eðvaldsson hefur verið mikið í sviðsljósinu í sumar vegna góðs gengis karlaliðs KR í knattspyrnu, sem hann þjálfar, ekki síst nú á haustdögum þegar 31 árs bið eftir Íslandsmeistaratitli lauk loks og liðið varð einnig bikarmeistari. Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 1313 orð

EINFARINN McQueen

Bandaríski kvikmyndaleikarinn Steve McQueen hefði orðið sjötugur á næsta ári en hann var ein skærasta stjarna bíómyndanna á sjöunda og áttunda áratugnum, að sögn Arnaldar Indriðasonar, sem skoðar feril leikarans er lést úr lungnakrabbameini fyrir næstum tveimur áratugum Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 254 orð

Frestar ekki tíðahvörfum

Frestar ekki tíðahvörfum Toronto. Morgunblaðið. BANDARÍSKI læknirinn Kutluk Oktay, sem fyrr á þessu ári græddi vef úr eggjastokk í konu, segir að þessi nýja meðferð muni ekki verða til þess að fresta eða afstýra tíðahvörfum, að því er kanadíska blaðið The Globe and Mail greinir frá. Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 1538 orð

Gagnlegir ef stefnan er skýr

ÞAÐ skiptir máli að einbeita sér að því að skapa svæði, með þéttbýliskjarna, en ekki að öll þjónusta sé alls staðar til staðar," segir Mårten Johansson ráðgjafi varðandi þróunarsjóði ESB í finnska innanríkisráðuneytinu, þegar í tal berst hvaða lærdóm Íslendingar geti dregið af byggðastefnu Finna. Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 696 orð

Grænn varstu, dalur

Dalirnir í Wales voru kunnir fyrir kolanámur, en nú hefur þeim verið lokað og samfélagið tekið miklum breytingum. Sigurður Jökull Ólafsson ljósmyndari hefur fylgst með mannlífinu í bænum Treharris. Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 3036 orð

HLIÐARSPOR MILLI VAKTA

Páll Bergþórsson veðurfræðingur og fræðimaður, sem hefur fylgst með hafísnum í þrjátíu ár, spáir hlýnandi veðri og meiri afla. Hann hefur einnig kannað ferðir fornra kappa til Vesturheims og sýndi Kristínu Marju Baldursdóttur fram á þýðingarmikið hlutverk veðurs þegar landafundir eru annars vegar. Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 308 orð

Hrá stemmning

Fimmmenningarnir í Gomez, Ben Ottewell, Tom Gray, Paul Blackburn, Olly Peacock og Ian Ball, hljóðrituðu frumraunina sjálfum sér og vinum sínum til skemmtunar í bílskúr heima hjá einum þeirra. Platan, Bring it On, Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 482 orð

Hugsanavélin suðar

HLJÓMSVEITIN Suð lét það eftir sér að gefa út breiðskífu á dögunum, Hugsanavélina. Sveitina skipa bræður sem haldist hefur illa a trommuleikurum þar til þeir fundu loks einn sem hélst í sveitinni nógu lengi til að hægt væri að taka upp plötu. Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 198 orð

Informix til kennslu og stjórnunar

NÝLEGA var undirritaður samningur milli Strengs hf. og Reiknistofnunar Háskóla Íslands (RHÍ) um Informix-hugbúnað. Samningurinn gerir ráð fyrir að Háskólinn kaupi leyfi til að nota allan Informix-hugbúnað ótakmarkað jafnt til kennslu og stjórnunar. "Við erum mjög ánægðir með þennan samning," segir Snorri Bergmann, sölustjóri Informix hjá Streng hf., í fréttatilkynningu. Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 288 orð

Lánasjóður Vestur- Norðurlanda

STAÐA forstjóra Lánasjóðs Vestur-Norðurlanda er laus til umsóknar. Er óskað eftir karli eða konu með hagfræðilega- eða viðskiptalega menntun, reynslu úr fjármálaheiminum eða aðra, viðeigandi og sambærilega menntun og reynslu. Markmið sjóðsins er að styðja þróun fjölbreytts og samkeppnishæfs atvinnulífs á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 777 orð

Lífið og hið liðna

ÞAÐ VAR leiðinlegt að húsið á Laufásvegi 43 skyldi ekki vera gert að safni. Ég var þegar farin að hlakka til að ganga þar á vit liðinnar tíðar. Satt að segja finnst mér þetta dapurleg endalok skemmtilegrar hugmyndar. Og mér finnst þetta ekki aðeins dapurlegt heldur líka nokkur skammsýni hjá þeim sem þessa ákvörðun tóku. Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 799 orð

Ljóðin opnuðu mér sérstakan heim, sagði Gunnlaugur Scheving.

Ljóðin opnuðu mér sérstakan heim, sagði Gunnlaugur Scheving. Ég hélt meira upp á rímuna en ljóð stórskáldanna, vegna þess að hún var kveðin og svo átti hún betur við á þessu myrka hjarni. Svo seiddi hún hugann inn í heim ævintýranna. Ég skildi að vísu ekki alltaf öll orðin til fulls. Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 1307 orð

Lykillinn að góðu samstarfi foreldra eftir skilnað

Í sáttameðferðinni sem við veitum er markmið okkar ekki að telja hjónin á að halda sambúðinni áfram heldur breyta þeim erfiðu samskiptum sem oft eru við þessar aðstæður og ræða hvernig aðilarnir ætla að takast á við foreldrahlutverkið í framtíðinni, Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 753 orð

Lötrað eða þeyst inn á Netið

GERT er ráð fyrir því að um 1.000 lánastofnanir í Bandaríkjunum verða farnar að bjóða fólki að nota Netið í samskiptum sínum við fyrirtækin, í júní voru þær um 400. Fimmti stærsti banki í Bandaríkjunum, Bank One Corp., hefur keypt netbankann Wingspan og hyggst láta hann keppa við móðurbankann. Netbankinn verður rekinn sem algerlega sjálfstæð eining. Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 131 orð

Metro Normann í nýtt húsnæði

METRO Normann ehf. hefur flutt starfsemi sína í Skeifuna 7 og stækkaði verslunarrýmið við það um 150 fermetra. Vöruúrval hefur verið aukið í nýjum húsakynnum og í fréttatilkynningu kemur fram að markmiðið sé að viðskiptavinir fái allt sem þarf til viðhalds og viðgerða á húsnæði í versluninni. Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 242 orð

Mynd af húsaröð: Kennimerki dalanna í Suður- Wales, "terraced houses"

Mynd af húsaröð: Kennimerki dalanna í Suður- Wales, "terraced houses". Hlaðin raðhús úr steini, byggð um aldamótin fyrir námumenn og fjölskyldur þeirra. Í sumum húsunum, sem eru ekki nema um 60 fermetrar, bjuggu allt að 10 manns. Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 232 orð

Nútímalegt bílskúrsgrugg

SUMARIÐ 1997 og vel fram á vetur var ekki þverfótað fyrir laginu Walking on the Sun með Smash Mouth-kvartettnum bandaríska. Lagið var bráðsnjöll samsuða af brimpoppi, skapönki og gamaldags sýru og nýleg skífa sveitarinnar sýnir að það er sitthvað í hana spunnið. Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 1487 orð

NÝ ÞEKKING til landsins

Margit Klein, ungverskur sjúkraþjálfari sem hefur sérhæft sig í meðferð hreyfihamlaðra barna, ætlar að dveljast hér í eitt ár og miðla af þekkingu sinni. Aðferðirnar sem hún beitir eru lítt þekktar utan Ungverjalands en hafa ski lað undraverðum árangri hjá fjölda barna líkt og Sigríður Dögg Auðunsdóttir komst að þegar hún ræddi við hana. Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 345 orð

Ótrúlegir raddfimleikar

RAPPSVEITIN Roots er af innvígðum talin ein besta hljómsveit Bandaríkjanna. Þá líta menn ekki bara til afbragðsplatna sem flokkurinn hefur gefið út, heldur einnig til tónleikahalds hans, þar sem ekki er treyst á stafræn segulbönd og tölvur, heldur allt spilað í höndunum ef svo má segja. Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 734 orð

p og regla heilla talna

SEGJA má með nokkrum sanni að eðlisfræðin sé fyrst og fremst tölfræðileg vísindagrein. Helstu viðfangsefni eðlisfræðinga eru að reikna líkindin fyrir því að eitt eða annað gerist undir ákveðnum kringumstæðum. Þættir umhverfisins hafa mikil áhrif á framgang ferla og iðulega er útilokað að magnsetja þá. Eins er oft erfitt að greina á milli áhrifa umhverfisins eða þess sem kemur frá ferlinum sjálfum. Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 735 orð

Ragnar mættur með skýrslurnar

ALLS veiddust 1.086 laxar í Víðidalsá og Fitjá í sumar eins og áður hefur komið fram. Ragnar Gunnlaugsson á Bakka, formaður veiðifélagsins um árnar, tekur sig ævinlega til og sundurliðar alla veiði, raðar á veiðistaði, reiknar út meðalþyngd fyrir hvern veiðistað um sig, raðar upp í þyngdarflokka og svo framvegis. Er margt athyglisvert að sjá ef blaðað er í blöðum Ragnars. Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 1564 orð

Rannsakar blóðug átök við Baska

HÚN er svo til nýlent hér á landi þegar við hittumst og hún getur ekki leynt ánægju sinni yfir komunni. Hún ætlar að skoða heimildir á Árnastofnun sem hún hefur eingöngu kynnst af ljósmyndum. Verst finnst henni þó að geta ekki farið á Hornstrandir, Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 1449 orð

Sauðfjárniðurskurðurinn borgaði sig

Fiskeldis- og fiskvinnslufyrirtækið Fagradalsbleikja er afsprengi niðurskurðarstefnu stjórnvalda í sauðfjárbúskap. Í dag skilar fyrirtækið eigendum sínum meiri hagnaði en sem nemur samdrættinum í sauðfjárbúskapnum. Það annar ekki eftirspurn þrátt fyrir stöðugan vöxt. Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 717 orð

Stórkostlegar framfarir á fjórum vikum

Í apríl síðastliðnum fór Jóhanna Margeirsdóttir til Ungverjalands með son sinn, Margeir Þór Hauksson, sem þá var átján mánaða, í meðferð hjá Margit á stofnun Önnu Dévény í einn mánuð. Að sögn Jóhönnu voru framfarirnar stórkostlegar á þessum tíma og jafnvel meiri en hún hafði þorað að vona. Margeir á við svokallaða fjórlömun að stríða. Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 117 orð

Stækkun í Bandaríkjunum

VIÐSKIPTAVINIR Landssímans geta nú nýtt sér GSM 1900-þjónustu farsímafyrirtækisins Voicestream Wireless í Bandaríkjunum. Með þessu stækkar reikisvæði Símans GSM í Bandaríkjunum til muna, þ.e. svæðið þar sem GSM-áskrifendur hjá Landssímanum geta notað símakortin sín. Til þess að nýta sér þjónustuna þarf hins vegar sérstaka síma sem eru leigðir út hjá þjónustumiðstöð Símans í Ármúla. Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 471 orð

Tilraun gerð hér á landi

Ráðgert er á næsta ári að gera tilraun með þá nýjung að gefa fólki kost á sáttaumleitunum í forsjár- og umgengnismálum hjá embætti Sýslumannsins í Reykjavík, að sögn Sólveigar Pétursdóttur dóms- og kirkjumálaráðherra. Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 35 orð

Veðurvísur

Vetrarstilla Himnasetra skrúði skín, skýin letrið gylla, fer í betri fötin sín fögur vetrarstilla. Landsynningur Hvetur gandinn, hnyklar brá, hvessir brandinn slyngur. Mörgum grandar geislum sá grimmi landsynningur. Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 2529 orð

Verndari stjórnarskrárinnar

ÞAÐ ER áhrifaríkt að ganga í dómsal bandaríska hæstaréttarins í Washington ­ í ljósi þess sögulega hlutverks sem rétturinn hefur gegnt og frægra dómara sem þar hafa setið. Í hugann koma upp nöfn John Jays, John Marshalls, Oliver Wendel Holmes, Frank Frankfurters, Earl Warrens, Thurgood Marshalls og Warren Burgers. E.t.v. kemst núverandi forseti réttarins, William H. Meira
3. október 1999 | Sunnudagsblað | 1006 orð

ÞETTA ER BARA GAMLA ÚTÞRÁIN

Íslenskir kvikmyndagerðarmenn hafa í síauknum mæli verið að hasla sér völl erlendis. Í þeim hópi er Marteinn Þórsson sem starfaði um tíma hjá Sjónvarpinu en er nú sestur að í Kanada. Jón E. Gústafsson hitti hann að máli í Toronto nýverið. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.