Greinar föstudaginn 15. október 1999

Forsíða

15. október 1999 | Forsíða | 75 orð

Alþjóðabankinn varar Rússa við

MICHAEL Carper, aðalfulltrúi Alþjóðabankans í Moskvu, varaði Rússa við því í gær að bankinn kynni að hætta að veita þeim lán ef útgjöldin til hersins færu úr böndunum vegna átakanna í Tsjetsjníu. "Ef útgjöldin til hermála snaraukast og stofna fjárlögunum í hættu... myndi það gera okkur ókleift að halda áfram greiðslu aðlögunarlána," sagði Carper. Meira
15. október 1999 | Forsíða | 166 orð

Hróp gerð að forseta Serbíu

AP Hróp gerð að forseta Serbíu ÞÚSUNDIR stjórnarandstæðinga gerðu í gær hróp að Milan Milutinovic, forseta Serbíu, þegar hann vígði brú sem eyðilagðist í bænum Nis í loftárásum Atlantshafsbandalagsins fyrr á árinu. Um 6.000 stuðningsmenn bandalags serbnesku stjórnarandstöðunnar komu saman í miðbænum og stóðu andspænis 2. Meira
15. október 1999 | Forsíða | 452 orð

Kínverjar og Indverjar segjast styðja bannið

RÁÐAMENN í Evrópu sögðust í gær hafa miklar áhyggjur af því að sú ákvörðun öldungadeildar Bandaríkjaþings að hafna samningnum um allsherjarbann við kjarnorkusprengingum í tilraunaskyni gæti grafið undan tilraunum til að stemma stigu við útbreiðslu kjarnavopna í heiminum. Meira
15. október 1999 | Forsíða | 461 orð

Stjórnarskráin numin úr gildi og þingið leyst upp

HER Pakistans lýsti yfir neyðarástandi í landinu í gærkvöldi og kvaðst hafa numið stjórnarskrána úr gildi og leyst upp þingið. "Allt Pakistan verður undir stjórn hersins," sagði í yfirlýsingu frá Pervez Musharraf, yfirmanni hersins, sem steypti Nawaz Sharif forsætisráðherra af stóli í valdaráni hersins á þriðjudagskvöld. Meira

Fréttir

15. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 37 orð

Aðalfundur Varðar

AÐALFUNDUR Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, heldur aðalfund á morgun, laugardaginn 16. október, og hefst hann kl. 14. Sérstakur gestur fundarins verður Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sem ávarpar fundinn. Aðalfundarhóf verður að kvöldi sama dags. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 194 orð

Alþjóðleg haustsýning Kynjakatta

HIN árlega alþjóðlega haustsýning Kynjakatta verður haldin í Reiðhöll Gusts í Kópavogi helgina 16.­17. október nk. Alls verður sýndur 141 köttur af 11 hreinræktuðum kattategundum, að ógleymdum ókrýndum konungi katta á Íslandi, hinum íslenska húsketti, sem keppir í sérstakri fegurðarsamkeppni húskatta. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 1600 orð

Álver hefur jákvæð áhrif á atvinnulíf og byggðaþróun

Ítarleg skýrsla um umhverfisáhrif álvers á Austurlandi hefur verið birt almenningi Álver hefur jákvæð áhrif á atvinnulíf og byggðaþróun Álver í Reyðarfirði mun hafa jákvæð áhrif á atvinnulíf og byggðaþróun á Austurlandi. Þetta er meginniðurstaða skýrslu þar sem lagt er mat á umhverfisáhrif álvers í Reyðarfirði. Meira
15. október 1999 | Erlendar fréttir | 309 orð

Bankar í Japan ræða risasamruna

JAPÖNSKU bankarnir Sumitomo og Sakura hafa skýrt frá fyrirætlunum um samruna, sem mun leiða til stofnunar næststærsta banka heims. Aðeins tveir mánuðir eru síðan þrír aðrir japanskir stórbankar skýrðu frá ráðagerðum um samruna í því skyni að koma á fót öðrum stærsta banka heims. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 141 orð

Bilun verði ekki leyst á gangstéttum

ALÞJÓÐLEGUR dagur hvíta stafsins er í dag, föstudaginn 15. október. Hvíti stafurinn er aðalhjálpartæki blindra og sjónskertra við að komast leiðar sinnar. "Eitt aðalvandamál þess sem ferðast um með hjálp hvíta stafsins eru kyrrstæðir bílar á gangstéttum. Þessir bílar geta valdið stórhættu. Meira
15. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 84 orð

Björn Steinar leikur Bach

BJÖRN Steinar Sólbergsson kemur fram á tónleikum Tónlistarfélags Akureyrar sunnudaginn 17. október kl. 20.30. Hann mun flytja verk eftir Johann Sebastian Bach á tónleikunum. Björn Steinar er orgelleikari við Akureyrarkirkju, stjórnandi Kórs Akureyrarkirkju og kennari í orgelleik við Tónlistarskólann á Akureyri. Hann hefur haldið fjölda tónleika bæði hér heima og í útlöndum. Meira
15. október 1999 | Erlendar fréttir | 542 orð

Boðskapur óbugaðs vinstrimanns

OSKAR Lafontaine, fyrrverandi leiðtogi þýzkra jafnaðarmanna, sem gula pressan í Bretlandi kallaði "hættulegasta mann Evrópu" í tíð hans sem fjármálaráðherra fyrr á árinu, steig fram í sviðsljósið á ný á bókakaupstefnunni í Frankfurt í fyrradag. Meira
15. október 1999 | Erlendar fréttir | 263 orð

Eiturlyfjahringur upprættur í Kólombíu

YFIRVÖLD í Kólombíu og Bandaríkjunum upprættu kólombískan eiturlyfjahring í fyrradag en talið er, að hann hafi smyglað allt að 30 tonnum af kókaíni til Bandaríkjanna og Evrópu mánáðarlega. Var 31 maður handtekinn og þar á meðal tveir svokallaðir eiturlyfjakóngar. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 56 orð

Ekið á pósthús

BIFREIÐ var ekið á pósthúsið á Hvolsvelli í fyrrinótt. Að sögn lögreglu er ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni og slasaðist ekkert, grunaður um ölvun við akstur. Að sögn lögreglu hefur bifreiðinni verið ekið á talsverðum hraða á pósthúsið því hún skemmdist mikið og var dregin í burtu. Klæðning á pósthúsinu skemmdist lítillega. Meira
15. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 94 orð

Erlingur í Listfléttunni

ERLINGUR Jón Valgarðsson er listamaður mánaðarins í Listfléttunni. Erlingur Jón er Akureyringur, fæddur árið 1961. Hann sótti námskeið við Myndlistarskólann á Akureyri og var á námskeiði hjá Rafael Lopes í Falun í Svíþjóð auk þess að stunda listnám við Haraldsboskolan í Falun árin 1989 til 1990. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 583 orð

Er vistaður eins og pólitískur flóttamaður

ÚTLENDINGAEFTIRLITIÐ hefur ekki komið að máli Marewan Mostafa, sem var handtekinn hinn 5. október eftir að hafa komið ólöglega inn í landið snemma í þessum mánuði, án þess að gefa sig fram við landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli. Er ástæðan sú að mál hans er enn á rannsóknarstigi hjá lögreglunni. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 142 orð

Farið verði að dæmi Vesturbyggðar

ÖRN Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, hvatti félagsmenn sína til að flykkja sér um sameiginlega lausn á úthlutun byggðakvótans á aðalfundi sambandsins í gær. Sagði hann að við úthlutunina ætti að fara að dæmi Vesturbyggðar og úthluta veiðiheimildum til útgerða sem gerðar eru út frá viðkomandi stöðum og óska eftir tilboðum frá þeim. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 105 orð

Fatahönnuður opnar í Kirsuberjatrénu

RAGNA Fróðadóttir, fata- og tískuhönnuður heldur opnun í Kirsuberjatrénu, Vesturgötu 4, laugardaginn 16. október kl. 14­18. Þar gefst gestum kostur á að líta á hönnun Rögnu og þiggja léttar veitingar. Ragna útskrifaðist úr fata- og tískuhönnunarnámi frá LISAA í París árið 1995 og frá MHÍ árið 1999 úr textíldeild. Meira
15. október 1999 | Erlendar fréttir | 211 orð

Fjórir gíslar látnir lausir

FJÓRIR af þeim sjö starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna, sem teknir voru í gíslingu af óþekktum byssumönnum í Abkasíu á miðvikudag, voru í gær látnir lausir. Öryggismálaráðherra Georgíu staðfesti þetta í gær, en Abkasía tilheyrir landinu formlega, þótt íbúarnir hafi sagt sig úr lögum við Georgíu. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 304 orð

Fjörkippur í lokin

SJÓBIRTINGSVEIÐI í Grenlæk tók dálítinn fjörkipp síðustu daga vertíðarinnar um síðustu helgi. Sem dæmi má nefna, að veiðimenn á svæði 7 veiddu alls tíu birtinga, fimm á laugardaginn og fimm á sunnudaginn. Auk þess misstu þeir eina sjö fiska og voru einhverjir þeirra fast að 10 pundum, að sögn Arnar Alexanderssonar, sem var á svæðinu ásamt Alexander Stefánssyni. Meira
15. október 1999 | Miðopna | 1721 orð

Flestir unglinganna vilja hjálp Nú er svo komið að meðferðarstofnanir fyrir vímuefnasjúklinga anna ekki eftirspurn eftir rými.

MEÐFERÐARÚRRÆÐI fyrir unglinga hafa lengi verið í ólestri á Íslandi, en samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Vogi hafa biðlistar aldrei verið lengri þar en einmitt nú. Að sögn Þóru Björnsdóttur, hjúkrunarforstjóra á Vogi, mun hin nýja unglingadeild, sem stefnt er að því að opna á nýársdag árið 2000, bæta mjög aðstöðuna fyrir unglinga. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 373 orð

Formaður Verðandi gengur úr Alþýðubandalaginu

MEÐAL þeirra sem gengu úr Alþýðubandalagsfélagi Reykjavíkur (ABR) á fundi sem haldinn var sl. mánudag var Stefán Pálsson, formaður Verðandi, sem er ungliðahreyfing Alþýðubandalagsins á landsvísu. Hann segir að legið hafi fyrir í nokkurn tíma að sjónarmið Alþýðubandalagsins hafi verið mjög veik innan Samfylkingarinnar og ástæða úrsagnarinnar megi ekki síst rekja til þess. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 49 orð

Gildrumezz á Kaffi Reykjavík

HLJÓMSVEITIN Gildrumezz leikur á Kaffi Reykjavík föstudags- og laugardagskvöld og út mánuðinn. Dagskrá hljómsveitarinnar er helguð Creedence Clearwater Revival. Hljómsveitina er skipuð Birgi Haraldssyni, söngvara, Sigurgeiri Sigmundssyni, gítarleikara, Karli Tómassyni, trommara og Jóhanni Ásmundssyni, bassaleikara. Gildrumezz hefur leik sinn um miðnætti og er miðaverð 1.000 kr. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 267 orð

Grunnnám haldið á Írlandi

FLUGMÁLASTJÓRN Íslands hefur auglýst grunnnámskeið fyrir flugumferðarstjóra, sem haldið verður á Írlandi að þessu sinni. Er það vegna mikils álags á skóla Flugmálastjórnar, að sögn Ásgeirs Pálssonar, framkvæmdastjóra flugumferðarsviðs. Reiknað er með átta nemendum og tekur námið 25 vikur en gert er ráð fyrir að námskeiðið hefjist í febrúar árið 2000. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 97 orð

Handverk í Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins

OPIÐ hús verður í Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins, Hverfisgötu 105, á fimmtudögum kl. 14­17. Þar getur fólk komið saman og unnið handverk af ýmsu tagi til styrktar góðum málstað. Margs konar verkefni eru á dagskrá en í október verður unnið með haustskreytingar, hekl og pappírs- og kortagerð. Fleiri verkefni, s.s flíkur, dúkar, myndir, munir, húsgögn o.fl. bætast við smám saman. Meira
15. október 1999 | Erlendar fréttir | 268 orð

Heiðarlegur og vildi vel

JULIUS Nyerere, fyrrverandi forseti Tansaníu og einn af merkustu leiðtogum Afríku á sínum tíma, lést í gær á sjúkrahúsi í London. Var hann 77 ára að aldri. Nyerere lét af völdum fyrir 14 árum en var alla tíð mikilsvirtur, jafnt heima sem erlendis. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 723 orð

Heimili fatlaðra ­ framtíðarsýn

OOpin ráðstefna um heimili fatlaðra verður á morgun á Hótel Sögu, A-sal, og hefst hún klukkan 9. Ráðstefnan er liður í landsþingi Landssamtakanna Þroskahjálpar sem hófst í gær og er fram haldið í dag, en aðalfundur samtakanna hefst í dag klukkan 9 á Hótel Sögu. Guðmundur Ragnarsson er formaður Þroskahjálpar. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 354 orð

Heimilisstörf jöfn launatekjum

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Reykjavíkurborg til að greiða konu bætur vegna slyss sem hún varð fyrir í skíðalyftu í Skálafelli í febrúar 1997. Fyrir slysið hafði konan unnið í hálfu starfi utan heimilis og fékk greiddar bætur frá tryggingafélagi Reykjavíkurborgar vegna missis tekna af þeirri atvinnu í eitt ár. Meira
15. október 1999 | Erlendar fréttir | 127 orð

Heimurinn með kattaraugum

VÍSINDAMENN geta nú virt fyrir sér heiminn frá sjónarhóli kattarins, þ.e.a.s. þegar búið er tengja heila hans við tölvu. Það eru vísindamenn við Kaliforníu-háskóla, sem unnu að þessu, en þeir tengdu rafskaut við 177 frumur í sjónstöð kattarheilans. Þegar þeir horfðu á tölvuna sáu þeir fremur ógreinilega mynd af manni líða yfir skjáinn. Meira
15. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 391 orð

Heygæði eru mjög misjöfn eftir svæðum

ÞRÁTT fyrir slæmt útlit með heyskaparhorfur hjá fjölmörgum bændum í Eyjafirði í vor vegna kals í túnum, gekk heyskapur nokkuð vel, að sögn Ólafs G. Vagnssonar, ráðunautar hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar. Þá eru kartöflubændur á svæðinu nokkuð ánægðir með sinn hlut, að sögn Ólafs, enda uppskera nú í haust víða mjög góð. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 110 orð

Hitinn fór í 20 gráður

20 GRÁÐA hiti var á Sauðanesvita um miðjan dag í gær og víða á Norðurlandi voru mikil hlýindi, t.d. 18 gráður á Siglunesi og Siglufirði. Þessu olli suðlæg átt og hnjúkaþeyr. Spáð er kólnandi veðri í dag. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 149 orð

Hlakkar til að lesa Íslendingasögurnar

Íslensk gjöf mun skipa heiðurssess í skrifstofu Bandaríkjaforseta Hlakkar til að lesa Íslendingasögurnar BILL Clinton Bandaríkjaforseti tók í liðinni viku á móti Íslendingasögunum á ensku frá íslensku þjóðinni og sagði að hann hlakkaði til að hefja lestur þessarar dásamlegu gjafar. Meira
15. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 359 orð

Hríseyingar leita nýrra atvinnutækifæra

FRAMKVÆMDIR við rúmlega 700 metra viðbyggingu við frystihús Snæfells á Dalvík eru komnar í fullan gang en þangað verður pökkunarstöð félagsins fyrir frystar afurðir flutt frá Hrísey. Gengið hefur verið frá samningi við Tréverk á Dalvík um byggingu hússins en Magnús Gauti Gautason framkvæmdastjóri Snæfells, vildi ekki gefa upp kostnað við framkvæmdina. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 954 orð

Húsið stækkar en heimilisfólki fækkar

STJÓRNENDUR Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar hafa óskað eftir leyfi til að stækka heimilið við Hringbraut. Markmiðið með stækkuninni er þó ekki að fjölga heimilisfólkinu, heldur er ætlunin að bæta þjónustuna og vinnuaðstöðu starfsfólks. Að sögn Júlíusar Rafnssonar framkvæmdastjóra er þetta liður í því að færa þetta elsta elliheimili landsins í nútímalegra horf. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 191 orð

Hætti við að kveikja í Fríkirkjunni

SAUTJÁN ára piltur braust inn í Fríkirkjuna í fyrrinótt með þrjár flöskur af íkveikiefni á sér í þeim tilgangi að kveikja í kirkjunni. Kom hann flöskunum fyrir í kirkjunni en að sögn lögreglunnar mun hann hafa áttað sig á alvarleika verknaðarins og hætt við íkveikjuna. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 340 orð

Íbúum gæti fjölgað um 600-900

Í SKÝRSLU um mat á umhverfisáhrifum álvers á Austurlandi er komist að þeirri niðurstöðu að íbúum á Mið-Austurlandi fjölgi um 600-900 manns ef 120 þúsund tonna álver verði byggt í Reyðarfirði. Álverið hafi jákvæð áhrif á atvinnulífið á svæðinu og jákvæð áhrif á byggðaþróun á Austurlandi. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 249 orð

Íslendingar í þriðja sæti

FJÓRTÁN keppendur frá Íslandi tóku þátt í International danskeppninni í Brentwood á Englandi sem hófst sl. þriðjudag. Bestum árangri, þriðja sæti, náðu þau Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir, dansfélaginu Gulltoppi, en þau kepptu í aldursflokknum 11 ára og yngri. Alls hóf 21 danspar keppnina, þar af voru þrjú íslensk. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 388 orð

Kaþólska kirkjan hyggst byggja íþróttahús á lóðinni næsta sumar

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. september sl. þess efnis að kaþólska biskupsdæminu á Íslandi væri heimilt að fá með beinni aðfararaðgerð Íþróttafélag Reykjavíkur (ÍR) borið út með íþróttahús sitt af lóð við Túngötu. Að sögn Haraldar Blöndal hrl. Meira
15. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 18 orð

Kirkjustarf

Kirkjustarf MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Kvöldguðsþjónusta verður í Glæsibæjarkirkju næstkomandi sunnudag, 17. október, kl. 21. Kór kirkjunnar syngur, organisti er Birgir Helgason. Meira
15. október 1999 | Erlendar fréttir | 302 orð

Kjarnorkutækni smyglað til Írans um Svíþjóð

HÁSKÓLANEMI af írönskum ættum í tækniháskólanum í Halmstad er nú eftirlýstur eftir að hafa tvisvar orðið sér úti um rafeindabúnað í kjarnavopn, sem álitið er að hann hafi komið áfram til Írans. Grunur hefur leikið á að Íranir, sem ekki ráða yfir kjarnorkuvopnum, vinni að því að koma sér upp slíkum vopnum. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 49 orð

Kvikmyndin Grandrokk sýnd um helgina

KVIKMYND Þorfinns Guðnasonar, Grandrokk, verður sýnd á Grandrokk, Smiðjustíg 6, föstudags- og laugardagskvöld klukkan 21. Í fréttatilkynningu segir: "Í myndinni er dregin upp hispurslaus og skemmtileg mynd af starfsmönnum og viðskiptavinum staðarins í starfi og leik." Eftir sýningu myndarinnar bæði kvöldin mun hljómsveitin Sólon leika. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 173 orð

Kynna tilhögun virkjunar í Bjarnarflagi

LANDSVIRKJUN kynnti fyrirhugaða virkjun í Bjarnarflagi fyrir heimamönnum og hagsmunaaðilum í vikunni. Kynnt var staðsetning virkjunarinnar og tilhögun mannvirkja, að sögn Helga Bjarnasonar, deildarstjóra umhverfisdeildar hjá Landsvirkjun. Þegar tekið hefur verið mið af ábendingum heimamanna og hagsmunaaðila verður haldinn annar sams konar fundur. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 410 orð

Lokað fyrir möguleikana

KORTAFYRIRTÆKIN hafa lokað fyrir möguleika korthafa og söluaðila á að nota veltukort þegar ekki er næg úttektarheimild. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hafa nokkrir söluaðilar í Grindavík kvartað til Fjármálaeftirlitsins vegna endurkröfu Europay Ísland á greiðslum sem þannig eru til komnar. Nítján ára pilturinn úr Grindavík sem sagt var frá í frétt Morgunblaðsins í gær stóð ekki einn. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 215 orð

Lögum um gagnagrunn áfátt

AÐALFUNDUR Læknafélags Íslands var haldinn dagana 8. og 9. október sl. Fundurinn ályktaði um ýmis mál sem eru ofarlega á baugi í þjóðfélaginu og voru m.a. samþykktar tvær ályktanir er varða lög um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Eru þær svo hljóðandi: Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 130 orð

Margir halda til rjúpnaveiða í dag

RJÚPNAVEIÐITÍMINN hefst í dag. Mikið hefur verið að gera hjá veiðistjóraembættinu undanfarna daga við útgáfu veiðikorta og býst veiðistjóri við að margir haldi til rjúpna í dag og um helgina. Áki Ármann Jónsson veiðistjóri segir að niðursveifla sé hafin í rjúpnastofninum. Rjúpum fækkar norðanlands og sunnanlands annað árið í niðursveiflunni. Hins vegar fjölgar rjúpu heldur austanlands. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 64 orð

Málfundur um átökin í Tsjetsjníu

MÁLFUNDUR verður haldinn um átökin í Tsjetsjníu í bóksölunni Pathfinder, Klapparstíg 26, 2. hæð til vinstri, föstudaginn 15. október kl. 17.30. Rætt verður um afstöðu ríkisstjórna Rússlands og Bandaríkjanna og um mikilvægi baráttunnar fyrir sjálfsákvörðunarrétti þjóða frá sjónarhóli verkafólks. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 176 orð

Málþing um næringu og átröskun íþróttafólks

UM miðjan september sl. gaf Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) út ný fræðslurit, annars vegar um næringu íþróttafólks og hins vegar um átröskun og íþróttir. Til að fylgja þessum nýútkomnu bæklingum úr hlaði gengst ÍSÍ fyrir málþingi, um áðurnefnd efni, laugardaginn 16. október nk. milli kl. 13 og 17. Málþingið fer fram í fundarsal ÍSÍ, 2. hæð, í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 186 orð

Meðaltalshækkun launa 5,6%

LAUN hækkuðu að meðaltali um 5,6% milli annars ársfjórðungs í ár og sama tímabils í fyrra, samkvæmt nýrri könnun Kjararannsóknarnefndar. Vísitala neysluverðs hækkaði um 2,4% á sama tímabili og jókst því kaupmáttur dagvinnulauna um 3,1% á tímabilinu. Meira
15. október 1999 | Erlendar fréttir | 348 orð

Minnihlutastjórn eða nýjar kosningar?

THOMAS Klestil, forseti Austurríkis, fól í gær Viktor Klima, kanzlara og leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins (SPÖ), umboð til að mynda nýja ríkisstjórn, þrátt fyrir að ljóst sé að hann eigi litla möguleika á að takast það eftir að forysta Þjóðarflokksins (ÖVP), sem setið hefur í stjórn með jafnaðarmönnum undanfarin 13 ár, lýsti því yfir að hann myndi velja að vera í stjórnarandstöðu. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 223 orð

Nefndaseta ríkisendurskoðanda gagnrýnd

Í UMRÆÐUM um starfsskýrslu Ríkisendurskoðunar fyrir árið 1998, sem fram fóru á Alþingi í gær, kom fram nokkur gagnrýni á setu Sigurðar Þórðarsonar ríkisendurskoðanda í nefndum á vegum framkvæmdavaldsins en að áliti stjórnarandstæðinga rýrir það tiltrú manna á hlutleysi ríkisendurskoðanda. Meira
15. október 1999 | Miðopna | 307 orð

Neysla harðari efna eykst

FJÖLDI sjúklinga í yngsta aldursflokki eykst stöðugt á Sjúkrahúsinu Vogi, en samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ hefur fjöldi sjúklinga 20 ára og yngri næstum fjórfaldast frá árinu 1993. Samkvæmt tölum sem byggjast á fjölda einstaklinga á Vogi fyrstu sex mánuði hvers árs, þá höfðu 33 einstaklingar 20 ára og yngri komið í meðferð árið 1993 en árið 1999 hafði þeim fjölgað í 143. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 278 orð

Nýbygging Kringlunnar opnuð með viðhöfn

NÝBYGGING verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar var opnuð með viðhöfn í gærmorgun. Með byggingunni er búið að tengja saman Kringluna, Borgarkringluna og Borgarleikhúsið og er húsnæðið allt um 62.000 fermetrar að stærð eftir breytinguna. Nýbyggingin sjálf er um 10.000 fermetrar og tengibygging við Borgarleikhúsið um 2.000 fermetrar. Eldri hluti Kringlunnar er um 40. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 216 orð

Óskað gjaldþrotaskipta

STJÓRN Loðskinns hf. á Sauðárkróki óskaði í gær eftir gjaldþrotaskiptum fyrir félagið. Samanlagður halli af rekstri fyrirtækisins síðustu tvö rekstrarár nemur hátt í 300 milljónum kr., meðal annars vegna niðurfærslu birgða vegna verðlækkunar. Loðskinn hf. rekur sútunarverksmiðju á Sauðárkróki og þar voru um 80 starfsmenn í byrjun síðasta árs. Félagið hefur átt í miklum rekstrarerfiðleikum. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 157 orð

Óvissuferð endaði með strandi

FARÞEGABÁTINN Náttfara frá Húsavík tók niðri á Pollinum á Akureyri í gærkvöld. Um borð voru 35 farþegar í skemmtisiglingu, þar á meðal Halldór Blöndal, forseti Alþingis. Var þeim engin hætta búin, að sögn skipstjórans. Halldór sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta strand hefði ekki verið nokkur skapaður hlutur. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 70 orð

Ráðstefna um breytt kjördæmaskipulag

HALDIN verður ráðstefna á vegum Framsóknarfélags Reykjavíkur í Borgartúni 6, Rúgbrauðsgerðinni, laugardaginn 16. október kl. 15.30, undir yfirskriftinni Breytt kjördæmaskipulag ­ Hvernig verður borginni skipt? Á ráðstefnunni halda erindi þau: Gunnar Jónsson, hrl. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 97 orð

Risaegg í Kringlunni

Risaegg í Kringlunni ÞESSA dagana getur að líta risastórt, svart egg í vírnetshreiðri á 2. hæðinni á gangi Kringlunnar. Börnum á ferð um Kringluna var gefin sú skýring að eggið hefði komið í ljós þegar verið var að sprengja fyrir grunninum að stækkun Kringlunnar. Meira
15. október 1999 | Erlendar fréttir | 293 orð

Rússar halda áfram harðri sókn

RÚSSNESKAR stórskotaliðssveitir héldu í gær áfram hörðum árásum á tsjetsjneska herinn og sveitir skæruliða í kringum þorpið Goragorskí, en það stendur í mikilvægum hæðum vestur af höfuðborginni Grosní. Skæruliðar hafa flúið þorpið, en þeir ráða enn helsta veginum til Grosní, sem liggur um þetta svæði, og er meginmarkmiðið með árásum Rússa að ná veginum á sitt vald. Meira
15. október 1999 | Miðopna | 679 orð

Safnað fyrir 200 milljóna kostnaði

SÁÁ hyggst opna unglingadeild á nýársdag árið 2000 en um er að ræða viðbótarálmu við sjúkrahúsið Vog sem verið hefur í byggingu að undanförnu. Um svipað leyti á að opna nýja göngudeild. Framkvæmdirnar kosta um 200 milljónir króna og hyggst SÁÁ efna til söfnunarátaks vegna þeirra, auk þess að leita á náðir ríkisvaldsins, að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis SÁÁ. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 592 orð

Segja niðurstöður koma á óvart

TALSMENN 11­11-verslananna og Nýkaups segja niðurstöður gæðakönnunar á jöklasalati, tómötum og grænni papriku, sem kynntar voru í Morgunblaðinu í gær, koma á óvart. Gæðakönnunin var eins og kunnugt er gerð í tíu verslunum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku en í niðurstöðum hennar fær 11­11-verslunin í Rofabæ lægstu heildareinkunnina. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 107 orð

Skartgripum stolið

BROTIST var inn í íbúðarhús í Garðabæ í gærdag og stolið skartgripum. Verðmætið er talið nokkur hundruð þúsund krónur. Innbrotið átti sér stað á milli klukkan níu og tvö í gærdag. Á meðan íbúar hússins voru að heiman notuðu þjófarnir tækifærið og fóru inn um glugga. Þjófarnir ollu engum skemmdum en höfðu á brott með sér skartgripi og andvirðið er talið nokkur hundruð þúsund krónur. Meira
15. október 1999 | Erlendar fréttir | 288 orð

Skæruliðasamtök kenna hernum um

STÆRSTU skæruliðasamtökin í Búrundi neituðu því í gær, að þau bæru ábyrgð á morði tveggja starfsmanna Sameinuðu þjóðanna. Sögðu þau, að samtök innan stjórnarhersins hefðu staðið að ódæðinu. Hefur öllu hjálparstarfi SÞ í landinu verið hætt um stundarsakir. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 539 orð

Stefnt að tíföldun eldiseininga

FISKELDISFYRIRTÆKIÐ Máki ásamt íslenskum og frönskum samstarfsaðilum hefur fengið 110 milljóna króna styrk til þriggja ára frá nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins til að þróa lokað fiskeldiskerfi, MISTRAL-MAR. MISTRAL-MAR er stærsta og viðamesta verkefnið á sviði lokaðra fiskeldiskerfa sem nýsköpunaráætlun ESB fjármagnar, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarráði Íslands. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 267 orð

Straumur fólks lá í Kringluna

RAGNAR Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Kringlunnar hf., segir þann fólksfjölda sem mætti til að skoða viðbyggingu Kringlunnar í gær samkvæmt björtustu vonum. "Við lögðum mikið í þetta, enda er þetta er mikil fjárfesting hjá okkur," segir Ragnar Atli og kveður menn hafa góðar væntingar til viðbyggingarinnar. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 102 orð

Styður stofnun Landssamtaka Samfylkingar

AÐALFUNDUR Alþýðubandalagsfélags Selfoss og nágrennis, haldinn 12. október, lýsir yfir stuðningi við ályktun miðstjórnar Alþýðubandalagsins frá 10.10. um að haldið verði áfram undirbúningi að stofnun landssamtaka Samfylkingarinnar," segir í frétt frá félaginu. Meira
15. október 1999 | Miðopna | 235 orð

Söfnunarátak hefst 28. október SÖFNUNARÁTAK

Söfnunarátak hefst 28. október SÖFNUNARÁTAK vegna framkvæmda á Vogi, þar sem verið er að reisa unglingadeild og göngudeild, hefst formlega fimmtudaginn 28. október, en að sögn Theódórs Skúla Halldórssonar, framkvæmdastjóra SÁÁ, er ætlunin að safna um 100 milljónum króna. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 460 orð

Taka einnig til eignarhaldsfélaga

VIÐ utandagskrárumræður um þróun eignarhalds í sjávarútvegi, sem fram fóru á Alþingi á þriðjudag, kom fram í máli Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra að ekki væri í bígerð að bregðast við samþjöppun eignarhlutdeildar í sjávarútvegsfyrirtækjum, enda hefði ekki enn verið náð þeim mörkum sem Alþingi sjálft ákvað um hámark eignaraðildar. Tók Árni fram að 11. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 61 orð

Tína birkifræ í Hafnarskógi

FULLTRÚAR Umhverfissjóðs verslunarinnar, Landgræðslunnar, Skógræktarfélags Íslands, bændur og sveitarstjórnarmenn kynntu sér í vikunni áform og framkvæmdir við landbótaáætlun undir Hafnarfjalli. Myndin var tekin þegar Friðrik Aspelund héraðsfulltrúi Landgræðslunnar og Guðmundur Sigurðsson ráðunautur tíndu birkifræ í Hafnarskógi. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 183 orð

Umbrotasvæðið stærra en vitað var

VIÐ yfirborðsmælingar með flugvél á Mýrdalsjökli og nágrenni á dögunum fannst sigketill í Fimmvörðuhálsi sem liggur á milli Mýrdalsjökuls og Eyjafjallajökuls. Talið er líklegast að jarðhiti hafi myndast þarna við umbrotin í Kötlu í sumar og að þau hafi náð yfir stærra svæði en í fyrstu var talið. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 576 orð

Unnið að gerð stöðuskýrslu í utanríkisráðuneytinu

UNNIÐ er að gerð stöðuskýrslu í utanríkisráðuneytinu um þróun samrunaferlisins í Evrópu og vonast Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra til þess að skýrslan geti reynst grundvöllur að umræðu um Evrópumál á Íslandi. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 329 orð

Úthlutun lóða á Hraunsholti Garðabær

ÚTHLUTUN lóða í 3. áfanga Ásahverfis á Hraunsholti stendur nú fyrir dyrum. Í þessum áfanga verður úthlutað lóðum fyrir 78 íbúðir. Fjórar lóðir eru áætlaðar undir fjölbýlishús, eða alls 32 íbúðir. Úthlutað verður 24 einbýlishúsalóðum, tveimur lóðum undir parhús og fimm lóðum undir raðhús sem á verða 18 íbúðir. Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði byggingarhæfar í maí á næsta ári. Meira
15. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 213 orð

VG með meira fylgi en Framsókn

VINSTRIHREYFINGIN ­ grænt framboð nýtur meira fylgis á Akureyri og í næsta nágrenni en Framsóknarflokkurinn, samkvæmt skoðanakönnun Ráðgarðs hf. á Akureyri um fylgi stjórnmálaflokkanna, sem gerð var í síðasta mánuði. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 380 orð

Viðskiptavinir voru ánægðir

FJÖLDI manns mætti í Kringluna í gær til að skoða Kringluna og var ekki annað að heyra en að viðskiptavinir væru almennt ánægðir með þessa viðbót. Þau Brynja Karlsdóttir og Guðmundur Marteinsson voru búin að rölta töluvert um og skoða. Þau voru sammála um að vel hefði tekist til með bygginguna, en sögðu klifurvegginn við rúllustigann þó einna áhrifamestan. Meira
15. október 1999 | Erlendar fréttir | 246 orð

Viðurkennir loksins skaðsemi reykinga

PHILIP Morris, stærsti tóbaksvöruframleiðandi í Bandaríkjunum, hefur viðurkennt í fyrsta sinn, að reykingar geti valdið ýmsum banvænum sjúkdómum, þar á meðal lungnakrabba. Bresk samtök, sem berjast gegn reykingum, segja, að engin ástæða sé til að hrósa fyrirtækinu fyrir játninguna því að þetta hafi allir vitað í 30 ár. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 181 orð

Vilja breyta viðræðuáætlun kjarasamningsins

VERKAMANNASAMBAND Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi samþykkt um launamál: "Með tilliti til þróunar launamála undanfarin misseri, sem einkennst hefur af miklu launaskriði vegna gífurlegrar eftirspurnar á vinnuafli í ýmsum starfsgreinum og ekki síst að teknu tilliti til launahækkana í kjölfar kjaradóms hvað eftir annað, Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 266 orð

Vilja fá áheyrnarfulltrúa í skólanefndum

AÐALFUNDUR Félags tónlistarskólakennara var haldinn nýlega í Kennarahúsinu. Formaður, Sigríður Sveinsdóttir, flutti skýrslu stjórnar. Þar kom m.a. fram að á liðnu starfsári stóð stjórnin fyrir málfundum í Reykjavík og á Akureyri, haldið var námskeið fyrir málmblásturskennara í samstarfi við SÍL, FÍH og Samband ísl. skólalúðrasveita. Þá var í fimmta skipti haldið námskeið í Skálholti. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 254 orð

Vilja hraða stofnun landssamtaka vinstrimanna

AÐALAFUNDUR Alþýðubandalagsfélags Keflavíkur og Njarðvíkur var haldinn í Ásbergi 11. október 1999. Á fundinum var Ragnhildur L. Guðmundsdóttir endurkjörin formaður félagsins, kosið var í stjórn félagsins og kjörnir fulltrúar til setu á Landsfundi Alþýðubandalagsins sem haldinn verður 12.­14. nóvember nk. Þá var kosið í kjördæmisráð. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 494 orð

Vilja sporna við með öllum ráðum

RÍKUR vilji er til þess meðal fulltrúa á Alþingi að spornað verði við þróun klámiðnaðar á Íslandi með lagasetningu en við utandagskrárumræður á Alþingi í gær lýstu margir þingmenn áhyggjum sínum vegna aukinna umsvifa nektardansstaða hér á landi. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 98 orð

Vindarnir sjö í bíósal MÍR

VINDARNIR sjö nefnist kvikmyndin sem sýnd verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 17. október kl. 15. "Kvikmynd þessi var gerð í Moskvu árið 1962 og var leikstjóri og höfundur tökuritsins Stanislav Rostotskíj einn af fremstu kvikmyndagerðarmönnum Sovétríkjanna á sjötta til áttunda áratugnum. Meira
15. október 1999 | Erlendar fréttir | 205 orð

Vísbendingar koma fram um mútuþægni

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti vísaði í gær á bug ásökunum um að hann hefði gerst sekur um spillingu. Neitaði hann því reiðilega að hann eða ættingjar hans ættu stóra bankareikninga eða glæsilegar fasteignir erlendis. Meira
15. október 1999 | Erlendar fréttir | 717 orð

Vændi sem skipulögð þrælaverslun teygir anga sína til Norðurlanda

FJÓRIR menn hafa verið handteknir og hins fimmta er leitað fyrir vændismiðlun í Stokkhólmi. Hópurinn hafði á sínum snærum um 25 konur frá Austur- og Mið-Evrópu og hópurinn tengist sams konar glæpaflokkum í fimm öðrum löndum, þar á meðal Danmörku og Noregi. Vændi, rekið með konum frá þessum löndum, verður æ meira áberandi í Vestur-Evrópu og þá einnig á Norðurlöndum. Meira
15. október 1999 | Innlendar fréttir | 124 orð

Þarf að gera enn betur

FJÁRMÁLARÁÐHERRA segir að mikil hækkun vísitölu neysluverðs á undanförnum mánuðum sé brýning til ríkisstjórnar og Alþingis um að gera enn betur í ríkisfjármálum en gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. "Þessar tölur valda vissulega vonbrigðum þótt við gerum okkur vonir um að þær fari aftur niður á við á næstu mánuðum," segir Geir H. Haarde fjármálaráðherra. Meira

Ritstjórnargreinar

15. október 1999 | Staksteinar | 321 orð

Blair og Jón Baldvin

MAGNÚS Árni Magnússon, fyrrverandi þingmaður, dvelst í Bretlandi og þaðan sendir hann pistla inn á vefsíðu sína. Í nýlegum pistli fjallar hann um Blair og Jón Baldvin. MAGNÚS segir: "Um fátt hefur verið meira ritað í fréttaskýringarpistlum hér í Bretlandi undanfarna viku en ræðu Tony Blair á flokksþinginu í Bournemouth um þarsíðustu helgi. Meira
15. október 1999 | Leiðarar | 579 orð

ÓVISSA ÍPAKISTAN

MIKIL óvissa ríkir um þróun mála í Pakistan eftir að her landsins steypti stjórn Nawaz Sharifs á þriðjudag. Ekkert er vitað um hvaða skref yfirmenn hersins hyggjast taka næst, en sú ákvörðun þeirra að nema stjórnarskrá landsins úr gildi lofar ekki góðu. Viðbrögðin í Pakistan við stjórnarbyltingunni sýna greinilega að stjórn Sharifs naut vægast sagt takmarkaðra vinsælda. Meira

Menning

15. október 1999 | Fólk í fréttum | 109 orð

Ást og erfiði Meðal risa (Among Giants)

Leikstjóri: Sam Miller. Handrit: Simon Beaufoy. Aðalhlutverk: Pete Postlethwaite, Rachel Griffiths og James Thornton. (90 mín) Bretland. Háskólabíó, september 1999. Bönnuð innan 12 ára. Meira
15. október 1999 | Menningarlíf | 250 orð

Baðstofudrama með rómantísku raunsæi

LEIKFÉLAGIÐ Hugleikur í Reykjavík frumsýnir nýtt leikverk sem nefnist Völin & kvölin & mölin í Möguleikhúsinu við Hlemm annað kvöld, laugardagskvöld, kl. 20.30. Leikritið er eftir þau Hildi Þórðardóttur, Sigríði Láru Sigurjónsdóttur og V. Kára Heiðdal. Leikendur eru Unnar Geir Unnarsson, Hulda Hákonardóttir, Rúnar Lund, Silja Björk Ó. Meira
15. október 1999 | Menningarlíf | 140 orð

Björk og Svana með tónleika á Hofsósi

BJÖRK Jónsdóttir söngkona og Svana Víkingsdóttir píanóleikari halda tónleika í félagsheimilinu Höfðaborg, Hofsósi, á morgun, laugardag, kl. 16. Tónlistarkonurnar flytja íslensk og norræn sönglög, franska kaffihúsasmelli, vínarljóð og lög úr amerískum söngleikjum. Þá verða flutt ný íslensk sönglög eftir Ólaf Axelsson. Meira
15. október 1999 | Menningarlíf | 697 orð

Bókaður til 2001

KOLBEINN Ketilsson tenórsöngvari er staddur hér á landi og tekur þátt í óperutónleikum Íslensku óperunnar. Hróður Kolbeins sem óperusöngvara hefur vaxið hröðum skrefum á fáum árum en hann hefur frá því í fyrra verið fastráðinn við Kölnaróperuna í Þýskalandi. Hann segir nú orðið tímabært að reyna fyrir sér á eigin vegum enda bókaður langt fram á árið 2001. Meira
15. október 1999 | Menningarlíf | 87 orð

Flautu- og píanótónleikar á Höfn

ÁSHILDUR Haraldsdóttir flautuleikari og Einar Kristján Einarsson gítarleikari halda tónleika á Höfn og í Suðursveit. Fyrri tónleikarnir verða í Pakkhúsinu á Höfn kl. 16 á laugardag og hinir síðari í Kálfafellsstaðarkirkju í Suðursveit kl. 15 á sunnudag. Meira
15. október 1999 | Menningarlíf | 356 orð

Garðar Cortes syngur ljóðatónlist á geislaplötu

TVÖFÖLD geislaplata, þar sem Garðar Cortes syngur ljóðatónlist við undirleik Eriks Werba, kemur út á næstunni. Hér er um að ræða hljóðritun á tónleikum sem fram fóru á vegum Tónlistarfélagsins í Austurbæjarbíói 3. mars árið 1984. Einnig verður gefin út hljóðritun Ríkisútvarpsins af nánast sömu efnisskrá. Meira
15. október 1999 | Fólk í fréttum | 431 orð

Geimfari tekur breytingum KVIKMYNDIR/Stjörnubíó frumsýnir um helgina s

KVIKMYNDIR/Stjörnubíó frumsýnir um helgina spennumyndina Eiginkonu geimfarans með Johnny Depp og Charlize Theron í aðalhlutverkum í leikstjórn Rand Ravich. FRUMSÝNING Meira
15. október 1999 | Bókmenntir | 1175 orð

Goðsagnaminni í fornritum

Greinar um fornar bókmenntir. Ritstjórar: Haraldur Bessason og Baldur Hafstað. Heimskringla. 1999 ­ 367 bls. SÁ hluti íslenskrar menningar sem snýr að heiðnum goðsögum ýmiss konar hefur fram til þessa ekki verið þungamiðjan í rannsóknum fræðimanna hér á landi. Meira
15. október 1999 | Fólk í fréttum | 448 orð

Hamingjusamasta fráskilda par í heimi

SARAH Ferguson, hertogaynjan af York, sagði í samtali við dagblaðið Mirror á miðvikudag að hún og fyrrverandi eiginmaður hennar, Andrés prins, væru hamingjusamasta fráskilda par í heiminum en að samskipti hennar við aðra í konungsfjölskyldunni væru ekki góð. Meira
15. október 1999 | Fólk í fréttum | 337 orð

Hættir í Motley Crue og hefur sólóferil

TRYMBILLINN Tommy Lee gaf sig fram við lögreglu í Norður- Karólínu á mánudag og er verið að rannsaka ásakanir á hendur honum um að hafa ásamt bassaleikara Motley Crue, Nicki Sixx, ýtt undir óeirðir á tónleikum þungarokksveitarinnar árið 1997 í Greensboro. Meira
15. október 1999 | Menningarlíf | 444 orð

Íslensk hönnun áranna 1950­1970

ÍSLENSK hönnun 1950­1970 er yfirskrift sýningar sem opnuð verður í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20, í Garðatorgi 7, nýbyggingu í miðbæ Garðabæjar. Sýningin er kynningarsýning nýstofnaðs Hönnunarsafns Íslands í Garðabæ, sem til var stofnað í desember 1998. Fyrst í stað verður safnið starfrækt í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands á Lyngási 7. Meira
15. október 1999 | Fólk í fréttum | 98 orð

Krydduð herferð

MELANIE G í Spice Girls hefur gengið til liðs við líknarfélagið Blackliners sem berst fyrir aukinni fræðslu barnshafandi kvenna og mæðra um eyðniveiruna og hvernig koma megi í veg fyrir smit frá móður til barns á meðgöngu. Á veggspjaldi sem notað verður í herferðinni sem ýtt var úr vör á miðvikudag má sjá Mel kasóletta. Meira
15. október 1999 | Skólar/Menntun | 332 orð

Kynlíf, gen og kapítalismi

"Í ERINDI mínu mun ég fjalla um umdeilda skáldsögu, "Les particules élémentaires" ("Öreindirnar") eftir Michel Houellebecq, sem kom út fyrir rúmu ári í Frakklandi og vakti sterkari viðbrögð en menn hafa átt að venjast á undanförnum áratugum í bókmenntalífi þessa lands. Bókin segir frá tveimur hálfbræðrum sem uppi eru í dag. Meira
15. október 1999 | Tónlist | 844 orð

Létt og fjölbreytt

Forleikir, söngleikjalög og dúettar eftir Suppé, Straus, Lehár, Stolz, Zeller, Offenbach, Kern, Bernstein, Gershwin og Rodgers. Einsöngvarar: Hanna Dóra Sturludóttir; Bergþór Pálsson. Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Bernharðs Wilkinson. Fimmtudaginn 14. október kl. 20. Meira
15. október 1999 | Menningarlíf | 68 orð

Ljósmyndarar kynna verk sín

EINAR Falur og Ragnar Axelsson ljósmyndarar kynna eigin verk í Laugarnesi, stofu 24, mánudaginn 18. október kl. 12.30. Þá verður námskeið þar sem viðfangsefnið er m.a. myndvinnsla I. Photoshop. Tónar í einlita mynd, upplausn og skerpa. Litur og litakerfi ljósmyndar og tölvu. Kennt verður í LHÍ í Skipholti 1, stofu 301 og hefst námskeiðið 25. október. Meira
15. október 1999 | Menningarlíf | 106 orð

Ljósmyndir myndhöggvara

DRÖFN Guðmundsdóttir opnar sýninguna "Á ferð" í Galleríi Listakoti í dag, föstudag, kl. 18. Dröfn er myndhöggvari að mennt, útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1993. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði í Reykjavík og úti á landi. Aðalefniviður hennar hefur verið gler hin síðari ár en nú brýtur hún upp og sýnir ljósmyndir. Meira
15. október 1999 | Skólar/Menntun | 616 orð

Málstofur til að dýpka skilninginn Verður kortlagning genamengisins manneskjunni til góðs eða ills? Rásgjörn, skapmikil á gæti

Verður kortlagning genamengisins manneskjunni til góðs eða ills? Rásgjörn, skapmikil á gæti heitið Frenja, Stygg, Flenna eða Skessa HUGVÍSINDASTOFNUN Háskóla Íslands, sem tók til starfa í sumar og er ætlað að styrkja og efla rannsóknarstarf í Heimspekideild, stendur fyrir Hugvísindaþingi 99, Meira
15. október 1999 | Fólk í fréttum | 620 orð

Mynd sem verður hötuð eða elskuð

Tyrkneska leikkonan Bennu Gerede fer með hlutverk móður dætranna tveggja í íslensku myndinni Baráttan um börnin. Pétur Blöndaltalaði m.a. við hana um hlutverkið og forræðisdeilu Sophiu Hansen og Halims Al. Meira
15. október 1999 | Skólar/Menntun | 188 orð

Námskeið í skólafærni

NÁMSKEIÐ, undir yfirskriftinni "Skólafærni", var nýlega haldið í Lækjarskóla í Hafnarfirði. Þátttakendur voru foreldrar 6 ára barna og var námskeiðið samstarfsverkefni Lækjarskóla, Foreldra- og kennarafélagsins, foreldraráðs og Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar. Skólanefnd veitti styrk til mámskeiðsins, sem stóð í tvö kvöld og var vel sótt. Meira
15. október 1999 | Menningarlíf | 190 orð

Nýjar bækur ÞJÓÐRÁÐ er

ÞJÓÐRÁÐ er eftir Hörð Bergmann. Í fréttatilkynningu segir: "Þjóðráð er innlegg í umræðuna um þróun og framtíð íslensks þjóðfélags, vandamál þess og viðfangsefni í upphafi nýrrar aldar. Meira
15. október 1999 | Menningarlíf | 95 orð

Nýjar geislaplötur Í JÖKLANNA skjó

Í JÖKLANNA skjóli er með söng Karlakórsins Jökuls í Hornafirði. Kórinn flytur hefðbundin karlakóralög, lög og eða ljóð eftir hornfirska höfunda, auk þess nokkur lög eftir Magnús Eiríksson. Þetta er fyrsti hljómdiskur kórsins, en hann hefur starfað frá árinu 1973. Meira
15. október 1999 | Skólar/Menntun | 244 orð

Nöfn íslenskra húsdýra

NÖFN íslenskra húsdýra teljast til hluta orðaforðans eins og önnur sérnöfn. Þau geyma oft orð sem annars eru horfin úr mæltu máli þannig að þau geta rennt stoðum undir merkingarlýsingar og upprunaskýringar," segir Guðrún Kvaran um efni sitt á Hugvísindaþingi klukkan 11:30 í málstofunni Hvað er nafnfræði á laugardaginn. Meira
15. október 1999 | Menningarlíf | 164 orð

Opið hús í Borgarleikhúsinu

Í TILEFNI af opnun nýbyggingar við Kringluna verður opið hús í Borgarleikhúsinu á morgun, laugardag. Húsið verður opnað kl. 13 og eftir kl. 14 verður gestum boðið að sjá brot úr sýningum á Stóra og Litla sviðinu á hálftíma fresti fram til kl. 16, auk þess sem leiðsögumaður mun stjórna skoðunarferðum um húsið, fyrir þá sem þess óska, á milli kl. 14 og 16. Meira
15. október 1999 | Fólk í fréttum | 80 orð

Óskalög landans leikin í kvöld

Í KAFFILEIKHÚSINU er boðið upp á fjölbreytta dagskrá í vetur og stendur það m.a. fyrir tónleikaröð sem heitir og inniheldur Óskalög landans. Þema tónleikanna verður íslenskir höfundar og í kvöld verða flutt lög við söngtexta Jónasar Árnasonar. Mörg þessara laga voru geysivinsæl í flutningi sönghópsins Þrjú á palli en í kvöld er það hópur sem kallar sig Bjargræðistríóið sem flytur lögin. Meira
15. október 1999 | Menningarlíf | 61 orð

Samsýning í Sneglu listhús

SAMSÝNINGIN Í hring verður opnuð á morgun, laugardag. Að sýningunni standa 15 aðilar em hafa viðurkennt listnám að baki í myndlist, leirlist og textíl. Snegla listhús hefur verið starfrækt frá árinu 1991 og er til húsa á horni Grettisgötu og Klapparstígs. Snegla er opin alla virka daga frá kl. 12­18, laugardaga kl. 11­15. Sýningin stendur til 30. október. Meira
15. október 1999 | Fólk í fréttum | 465 orð

Shyamalan og Sjötta skilningarvitið KVIKMYNDIR/Laugarásbíó, Regnboginn

KVIKMYNDIR/Laugarásbíó, Regnboginn, Sambíóin Álfabakka og Borgarbíó Akureyri frumsýna sálfræðilega tryllinn Sjötta skilningarvitið um helgina með Bruce Willis í aðalhlutverki FRUMSÝNING Meira
15. október 1999 | Fólk í fréttum | 350 orð

Stríðsöxin grafin

GÖMLU kempurnar David Crospy, Stephen Stills, Graham Nash og Neil Young sem skipa hljómsveitina CSN&Y eru komnar saman á ný og stefna á tónleikaferðalag og nýja plötu á næstunni. Það eru tuttugu og fimm ár liðin síðan þeir félagar fóru síðast saman í tónleikaferðalag en þá var mikið ósætti innan sveitarinnar og Neil Young ferðaðist ekki með hinum hljómsveitarmeðlimunum. Meira
15. október 1999 | Menningarlíf | 144 orð

Sýning á leirmunum eftir námsferð til Ungverjalands

NEMENDUR þriðja árs leirlistadeildar Listaháskóla Íslands opna í dag sýningu á verkum, sem unnin voru í námsferð til Ungverjalands í haust, í sýningarsalnum Kósí í húsakynnum Listaháskólans í Skipholti. Meira
15. október 1999 | Menningarlíf | 54 orð

Sýningum lýkur

Sýningu Jónínu Guðnadóttir, Hringrás, lýkur á sunnudag. Á sýningunni eru ýmis verk unnin í leir, málm, gler og plast. Listasetrið er opið daglega fá kl. 15-18. Gerðuberg Sjónþingi Þorvaldar Þorsteinssonar lýkur á sunndag. Gerðuberg er opið mánudaga til fimmtudag 9­21, föstudaga kl. 9­19, laugardagar og sunnudaga kl. 12­16. Meira
15. október 1999 | Menningarlíf | 186 orð

Textílsýning í Kunst gallery í Ósló

GUÐLAUG Halldórsdóttir textíllistakona opnar sýningu á verkum sínum í IS Kunst gallery & café á Grünerløkka í Ósló á morgun, laugardag, kl. 14. Þetta er fyrsta einkasýning Guðlaugar og er þema sýningarinnar Tákn í trúnni ­ Symbolikk i tro og eru verkin unnin á þessu ári. Guðlaug útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1998. Meira
15. október 1999 | Menningarlíf | 874 orð

Tvíeðli ástarinnar

Falleg og vel flutt sýning Konunglega leikhússins á Tannhäuser er enn eitt dæmi um vel heppnaðar Wagner- uppsetningar hússins, skrifar Sigrún Davíðsdóttir frá Kaupmannahöfn. Meira
15. október 1999 | Menningarlíf | 501 orð

Útgáfubækur Forlagsins

ELLEFU íslensk skáldverk koma út hjá Forlaginu. Mannveiðihandbókin er fyrsta skáldsaga Ísaks Harðarsonar. Stúlka með fingur er eftir Þórunni Valdimarsdóttur. Hér segir af Unni Jónsdóttur, ungri alþýðustúlku úr höfuðstað Íslands. Sannar sögur er eftir Guðberg Bergsson. Þetta eru þrjár sögur sem voru fyrst útgefnar á árunum 1973- 1976 og mynda eitt samfellt verk. Meira
15. október 1999 | Fólk í fréttum | 185 orð

Vinsældapopp á toppnum

SAFNDISKURINN Pottþétt 17 situr sem fastast í fyrsta sæti tónlistans þessa vikuna en á honum er að finna ýmis lög sem eru heit og vinsæl í dag. Bandarísku drengirnir í Creed eru í öðru sæti listans með sína aðra breiðskífu sem kallast Human Clay en platan sú trónir nú á toppi bandaríska vinsældalistans. Meira

Umræðan

15. október 1999 | Aðsent efni | 608 orð

1000 ára afmæli kristnitöku

Fyrsti þingfundur hvers dags, segir Sigurbjörn Þorkelsson, hefjist með stuttum lestri ritningartexta og stuttri bæn. Meira
15. október 1999 | Aðsent efni | 680 orð

Alþjóðlegur dagur kvenna í dreifbýli

Kannski aukin þátttaka kvenna í stefnumótun innan landbúnaðar, segir Bjarnheiður Jóhannsdóttir, geti hleypt nýju blóði í atvinnugreinina. Meira
15. október 1999 | Aðsent efni | 572 orð

"Barnavernd" jákvætt hugtak!

Reynsla og árangur tveggja síðustu ára af breyttum áherslum í barnaverndarstarfi, segir Hjördís Árnadóttir, sýnir okkur hjá Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar að við erum á réttri leið. Burt með barnaverndargrýluna Meira
15. október 1999 | Aðsent efni | 533 orð

Fibromyalgia ­ vefjagigt

Eitt aðalatriðið í meðferð sjúklinga með vefjagigt, segir Júlíus Valsson, er að auka almennt líkamlegt þrek þeirra. Meira
15. október 1999 | Aðsent efni | 820 orð

Hráskinnaleikur með Listaháskóla

Reykjavíkurborg, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, vill Listaháskóla Íslands vel. Meira
15. október 1999 | Aðsent efni | 850 orð

Ímynd og raunveruleiki

Íslandsdeild Amnesty International, segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, hvetur bandarísk yfirvöld til að staðfesta án fyrirvara alþjóðlega mannréttindasáttmála. Meira
15. október 1999 | Bréf til blaðsins | 401 orð

Jörðin er hnöttótt!

SR. RAGNAR Fjalar virðist hafa lagt eld að stórri púðurtunnu er hann skrifaði grein í Morgunblaðið hinn 14. september síðastliðinn. Viðbrögðin hafa verið sterk enda málefnið eldfimt. Nokkrar blaðagreinar fylgdu í kjölfarið og hafa bæði sr. Ragnar Fjalar og þjóðkirkja okkar Íslendinga fengið vænan skammt af óvæginni gagngrýni. Meira
15. október 1999 | Aðsent efni | 588 orð

Kvótaraunir

Ljóst er, segir Halldór Halldórsson, að kvótalögin þjóna ekki lengur þeim tilgangi, sem til var ætlast í upphafi. Meira
15. október 1999 | Aðsent efni | 545 orð

Leikskólar á rauðu ljósi

Því veltir maður því fyrir sér, segir Þórunn H. Sveinbjarnardóttir, hver sé stefna Reykjavíkurborgar hvað varðar rekstrarskilyrði leikskóla borgarinnar. Meira
15. október 1999 | Aðsent efni | 756 orð

Listaháskólinn til Hafnarfjarðar

Hugmyndir menntamálaráðherra um að velja Listaháskóla Íslands heimili í Hafnarfirði, segir Sverrir Ólafsson, eru bæði stórmannlegar, skiljanlegar og velkomnar. Meira
15. október 1999 | Aðsent efni | 549 orð

Maður ­ nýting ­ náttúra

Rammaáætlunin er liður í því, segir Finnur Ingólfsson, að tryggja í senn lýðræðisleg vinnubrögð og þá festu sem nauðsynlegt er að ríki við undirbúning virkjanaframkvæmda. Meira
15. október 1999 | Aðsent efni | 616 orð

Nokkrir góðir

Maður getur hvorki selt né veðsett hluti sem maður á ekki sem skýlausa eign, og ef 1. gr. áðurnefndra laga segir "ekki eignarrétt", spyr Kristján Ragnar Ásgeirsson, hvað eru þá hundruð milljóna að gera á efnahagsreikningi áðurnefndra útgerða? Meira
15. október 1999 | Bréf til blaðsins | 394 orð

Smábátar og línubátar eiga að róa

HRAÐBRAUTIR milli helstu þéttbýlisstaða á landsbyggðinni og Reykjavíkur tengja best saman fólkið í landinu. Það er ömurlegt til þess að hugsa að sveitir þessa heilaga lands hér í hánorðri skuli vera að riðlast af vinnuleysi og skorti á djörfung til góðra verka vegna þess að búið er að færa alla vinnu frá vinnandi fólki í sjávarþorpum til rekstraraðila sem finna sínum hag best borgið á öðrum Meira
15. október 1999 | Aðsent efni | 707 orð

TEMAfish, verkefni um skipulegt viðhald

Verkefnið fjallar um að safna saman mikilvægum mæligildum í vélbúnaði, segir Björn H. Herbertsson, sem síðan eru send með ákveðinni tíðni milli staða, t.d. skips og lands, í gegnum gervihnött. Meira
15. október 1999 | Bréf til blaðsins | 689 orð

Úr einu í annað

ÓÐUM styttist í að núverandi kjarasamningar renni sitt skeið, þótt segja megi að allt samningstímabilið hafi verið launadeilur, sem verður að teljast óeðlilegt því samningar skulu standa og njóta fullrar friðhelgi. Hitt er svo annað og önnur hlið á málinu að krefjast verður af fulltrúum launastéttarinnar að sjá um að fá sinn hlut af þjóðarkökunni. Meira
15. október 1999 | Bréf til blaðsins | 518 orð

Þeir gefa það ekki einu sinni upp fyrir vestan

AUSTFIRÐINGAR og Akureyringar eiga góða veðrið. Þessu slá þeir stundum fram fréttamenn og veðurfræðingar í sjónvarpi og útvarpi. Ef það er sól og blíða dag eftir dag á Ísafirði, segja þáttastjórnendur gjarna: "Ertu að segja alveg satt, getur þetta verið?" Kannski á þetta að vera fyndið, en gerið þið ykkur grein fyrir því, ágætu fjölmiðlamenn, Meira

Minningargreinar

15. október 1999 | Minningargreinar | 633 orð

Gerður Sigmarsdóttir

Fyrstu minningarbrot mín um ömmu mína eru þegar ég var fárra ára og lá veik í hjónarúmi afa og ömmu. Í hlýjunni innan um mjúk og vel lyktandi sængurfötin sem ilmuðu af þessari góðu ömmulykt. Þessi angan sem fylgdi ömmu minni alla tíð og stendur í raun og veru efst í minningunni. Angan af hreinu lofti, hreinlæti og bökunarilmi. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 445 orð

Gerður Sigmarsdóttir

"Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín." (K.G) Nær 60 ára samleið er lokið. Minningarnar streyma fram í hugann nú, er ég sest niður og reyni að festa nokkur orð á blað um þig, móðir mín, þig sem mér fannst svo undur vænt um. Fyrsta minningin stendur mér ljóslifandi fyrir hugskotum. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 279 orð

Gerður Sigmarsdóttir

Haustið er napurt, laufin á trjánum að falla og þú, mín elskulega tengdamóðir, ert farin í ferðalag sem okkur öllum er ætlað, því ræður enginn. Auðvitað vildum við hafa þig lengur hjá okkur en við það varð ekki ráðið, almættið sá um það. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 122 orð

GERÐUR SIGMARSDÓTTIR

GERÐUR SIGMARSDÓTTIR Gerður Sigmarsdóttir fæddist á Mógili á Svalbarðsströnd 23. nóvember 1911. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar 8. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurlaug Kristjánsdóttir og Sigmar Jóhannesson bóndi á Mógili. Gerður átti eina systur, Helgu, f. 3. nóvember 1912, d. 4.4. 1999. Gerður giftist 8. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 337 orð

Halldóra Sigríður Ingimundardóttir

Amma Dóra. Það er skrýtið að vera að kveðja þig nú, því þú hefur verið svo stór þáttur í lífi okkar. Minningarnar eru svo margar. Við munum alltaf muna eftir þér í Bröttukinninni þar sem við fengum oft að gista. Manni fannst alltaf gott að geta skriðið upp í til þín á morgnana og yljað sér. Þolinmæði þín gagnvart okkur var ótrúleg, þrátt fyrir öll okkar strákapör. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 870 orð

Halldóra Sigríður Ingimundardóttir

Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Og hvernig ætti það öðruvísi að vera? Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (K. Gibran.) Í dag kveðjum við hana Dóru systur eða Dóru frænku, eins og börnin mín kölluðu hana ávallt. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 486 orð

HALLDÓRA SIGRÍÐUR INGIMUNDARDÓTTIR

HALLDÓRA SIGRÍÐUR INGIMUNDARDÓTTIR Halldóra Sigríður Ingimundardóttir fæddist á Ísafirði 22. september 1930. Hún lést á heimili sínu í Hafnarfirði 7. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhanna S. Jónsdóttir, f. 14. júlí 1892, d. 15. ágúst 1980, og Ingimundur Ögmundsson, f. 16. apríl 1881, d. 28. maí 1968. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 358 orð

Haraldur Z. Guðmundsson

Elsku afi. Minningarnar um þig eru óþrjótandi og ég gæti auðveldlega skrifað heila bók um allt það sem við gerðum saman. Það var alltaf svo gaman að vera með þér, því kímnigáfan var aldrei langt undan. Við áttum alltaf svo vel saman og vorum svo góðir vinir. Það var ekki ósjaldan sem ég var í heimsókn hjá þér og við töluðum um lífið og tilveruna. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 554 orð

Haraldur Z. Guðmundsson

Fyrir næstum 87 árum kom rúmlega ársgamall drengur, Haraldur Z. Guðmundsson í fóstur til móðurforeldra minna Önnu Kristófersdóttur og Jónasar Jónssonar, sem þá bjuggu á Dalgeirsstöðum í Miðfirði. Lífsbaráttan var hörð á þessum árum og kotbýli gaf ekki mikla möguleika til framfærslu, ekki síst vegna þess að oft bjuggu 2­3 fjölskyldur á hverjum bæ. Hef ég grun um að stundum hafi verið þröngt í búi. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 163 orð

Haraldur Z. Guðmundsson

Nokkur orð til elsku afa míns: Ég trúi því vart að þú sért farinn, þú sem ert búinn að vera svo stór hluti af lífi mínu alveg frá því að ég man eftir mér; alltaf jafn blíður og góður. Þér á ég svo margt að þakka, allt sem þú hefur gefið mér, það er ótæmandi. Þess vegna reynist mér það erfitt að skrifa þessi orð, af svo mörgu er að taka. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 169 orð

Haraldur Z. Guðmundsson

Með örfáum orðum langar mig að minnast vinar míns og tengdaföður Haraldar Z. Guðmundssonar. Ég kynntist honum snemma árs 1970 þegar ég fór að venja komur mínar á Kleppsveg 48, en ástæða þess var jarphærð og brúneygð heimasæta, dóttir þeirra Nönnu og Haraldar. Haraldur átti sér fjölmörg áhugamál, enda var hann sjaldan aðgerðalaus. Hann batt inn bækur, skar í tré, horn og hvaltennur. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 293 orð

Haraldur Z. Guðmundsson

Kæri afi, það er erfitt að setjast niður og skrifa um minningar sem ná yfir næstum fjörutíu ár. Í gegnum þig fékk ég innsýn í líf fólks fyrr á öldinni en þú varst alinn upp í torfbæ og gekkst í gegnum ótrúlegar þjóðfélagsbreytingar á æviskeiði þínu. Á ungdómsárum þínum þurfti ungt og auralítið fólk að ganga ef það þurfti að bregða sér af bæ jafnvel þótt um langan veg væri að fara. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 199 orð

Haraldur Z. Guðmundsson

Á fallegum haustdegi kvaddir þú, elsku afi, þennan heim eftir langan og strangan dag og eflaust ert þú nú hvíldinni feginn. Þú skilur eftir þig margar ljúfar minningar. Við munum þig alltaf með stríðnissvipinn og skondin tilsvörin þín með opal í vasanum á eiturgrænum Saab á leiðinni upp í Mosó. Þar undir þú þér alltaf best innan um gróðurinn sem var þér svo kær. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 302 orð

HARALDUR Z. GUÐMUNDSSON

HARALDUR Z. GUÐMUNDSSON Haraldur Z. Guðmundsson fæddist á Grófhólum í Arnarfirði 20. apríl 1910. Hann lést á Hrafnistu hinn 8. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónína Jónsdóttir og Guðmundur Stefánsson. Systkini Haraldar voru Jón Stefán, f. 10.10. 1904; Bogey Ragnheiður, f. 9.12. 1905; Egill Ólafur, f. 24.3. 1908; Guðmundur Richard, f. 16.1. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 121 orð

Inga Brynja Guðmundsdóttir

Elsku amma mín. Með örfáum orðum vil ég þakka þér allt sem þú gerðir fyrir mig. Þú skilur eftir stórt skarð í lífi mínu. Sú spurning vaknar "Hver á að passa mig núna þegar mamma er að vinna?" En við björgum því, láttu þér líða vel hjá Guði og ég veit að hann hugsar vel um þig og þér líður vel núna, elsku amma mín. Sumir koma inn í líf okkar og hverfa þaðan fljótt. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 441 orð

Inga Brynja Guðmundsdóttir

Inga frænka er dáin! Fregnin um andlát Ingu kom yfir okkur sem reiðarslag. Það var eitthvað sem við áttum ekki von á svo fljótt, allt of fljótt finnst okkur sem þekktum hana. En vegir guðs eru órannsakanlegir og trúum við því og treystum að henni sé ætlað eitthvað annað og æðra hlutverk hjá Honum og að nú líði henni vel. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 168 orð

Inga Brynja Guðmundsdóttir

Elsku mamma, við sendum þér saknaðarkveðjur. Við erum ekki ennþá farin að trúa því að þú sért farin frá okkur svona ung. Þú varst okkur allt, mamma okkar, besti vinur okkar og gerðir allt fyrir okkur, stundum meira en þú gast. En samt fannst þér þú aldrei gera nóg fyrir okkur. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 205 orð

INGA BRYNJA GUÐMUNDSDÓTTIR

INGA BRYNJA GUÐMUNDSDÓTTIR Inga Brynja Guðmundsdóttir fæddist á Akranesi 10. janúar 1947. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu hinn 8. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Kristinn Pétursson vörubílstjóri, f. 12. maí 1901 að Gröf í Miklaholtshreppi, og Guðrún G. Kjartansdóttir húsfreyja, f. 17. mars 1904 að Efri-Miðvík í Aðalvík. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 276 orð

Nanna Ingibjörg Einarsdóttir

Elsku amma mín, ég kveð þig með þessari bæn, því ég veit að þér þótti hún svo falleg. Í bljúgri bæn og þökk til þín sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer og man svo sjaldan eftir þér. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 663 orð

Nanna Ingibjörg Einarsdóttir

Elsku mamma, þá er þinni erfiðu baráttu lokið og aldrei heyrðum við eitt kvörtunarorð frá þér allan tímann sem þú barðist við þennan erfiða sjúkdóm, sem að lokum sigraði. Þú sýndir svo mikið æðruleysi, við urðum að ganga á þig til að fá vitneskju um það hvort þú fyndir til, en þetta var bara svo líkt þér, því ekki varst þú sú sem kvartaðir eða barmaðir þér í gegnum tíðina, sama á hverju gekk. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 452 orð

Nanna Ingibjörg Einarsdóttir

Ég er stödd austur í Lónssveit á fögrum haustmorgni, og sit hér í stofunni í Hraunkoti sem er næsti bær við Bæ í Lóni. Þar sem hún Nanna ólst upp með fögru, háreistu, marglitu fjöllin hennar í kringum mig, sem minna á hana sjálfa, því Nanna var háreist og marglitur persónuleiki. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 281 orð

NANNA INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR

NANNA INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR Nanna Ingibjörg Einarsdóttir var fædd á Brekku, Bæ í Lóni, Austur-Skaftafellssýslu 7. nóvember 1919. Hún lést á Vífilsstaðaspítala 5. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Högnason frá Horni í Nesjum, f. 26.12. 1872, d. 28.2. 1940, og kona hans Þuríður Sigurðardóttir frá Vík í Lóni, f. 30.9. 1882, d. 11.2. 1958. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 276 orð

Nanna Z. Guðmundsson

Elsku amma mín, ég kveð þig með þessari bæn, því ég veit að þér þótti hún svo falleg. Í bljúgri bæn og þökk til þín sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer og man svo sjaldan eftir þér. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 663 orð

Páll Gunnarsson

Við Páll Gunnarsson, eða Palli, eins og hann var ætíð kallaður, vorum samferða í skóla, en þó var Palli ári yngri en ég, fæddur í Reykjavík 20. maí 1951. Samgangur okkar var mikill á skólaárum, einkum á yngri árum í Melaskóla og Hagaskóla enda náskyldir og systkinabörn. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 486 orð

Páll Gunnarsson

Við vissum alla tíð að Palli var einstakur og þóttumst vita að fáir ættu slíku láni að fagna að eiga frænda eins og hann. Það er ekki auðvelt að lýsa því hvað gerði hann svo sérstakan. Hann var ljúfur við okkur systurnar og sífellt að reyna að kenna okkur eitthvað, prófaði hann gjarnan kunnáttu okkar á ýmsum sviðum og færni í hugarreikningi. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 956 orð

Páll Gunnarsson

Ég kveð vin minn, Pál Gunnarsson, með djúpri virðingu og þakklæti fyrir samfylgdina allt frá barnæsku. Að aðstandendum hans er mikill harmur kveðinn og erfitt að finna þau orð til huggunar sem geta sefað sorgina. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 134 orð

Páll Gunnarsson

Palli var góður vinur og hlýr félagi. Ég mun sakna mannsins og ég mun sakna vekjandi samræðna. Hann var víðsýnn og skarpskyggn lesandi á sögu og samtíð. Áhugamálin voru mörg, en eitt þeirra bar kannski oftar á góma en flest önnur, nefnilega miðlun upplýsinga hvort heldur var í skólastofnunum eða á fréttastofum. Hann velti m.a. fyrir sér raunverulegu upplýsingagildi fréttasíbylju fjölmiðlanna. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 485 orð

Páll Gunnarsson

Þegar ég lít til baka og rifja upp liðna tíð koma upp í hugann bjartar minningar um æsku við sjóinn; þá var ávallt vor og þar var Páll. Kynni okkar hófust fyrir minni okkar beggja, þegar fjölskylda mín fluttist á Starhaga, þá vorum við báðir á fjórða ári. Hann bjó í næstu götu og stóðu lóðirnar í horn, að kalla má, og var þá greiður samgangur á milli. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 280 orð

Páll Gunnarsson

Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð um vin minn, Pál Gunnarsson. Kynni okkar eiga sér rætur í vináttu mæðra okkar sem hófst þegar þær voru ungar stúlkur og hefur haldist alla tíð síðan. Í bernskuminningum mínum eru öll samskiptin við fjölskylduna á Lynghaganum ein veisla. Þegar Inga kom í heimsókn til mömmu var alltaf hátíð og gleði. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 475 orð

Páll Gunnarsson

Þegar fréttir berast af fráfalli nákomins frænda reikar hugurinn til baka. Æskuminningar úr sveitinni, þar sem frændsystkin voru samtíða í nokkur sumur, ber þar hæst. Í krakkahópnum var Palli leiðtogi. Hann var hægur og ljúfur en undir niðri var bæði kapp og metnaður. Það sem var skemmtilegast við að leika sér með frænda var að hugmyndaflug hans var svo mikið. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 278 orð

PÁLL GUNNARSSON

PÁLL GUNNARSSON Páll Gunnarsson fæddist í Reykjavík 20. maí 1951. Hann lést 7. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir, f. 10. nóvember 1919, og Gunnar Pálsson, skrifstofustjóri í Reykjavík, f. 28. desember 1911, d. 13. nóvember 1976. Móðurforeldrar Páls voru Áslaug Geirsdóttir Zoëga, f. 14. ágúst 1895, d. 15. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 396 orð

Sigrún Jensdóttir

Elsku amma mín. Nú kveð ég þig, þó að það sé sárt en ég veit að þú ert hvíldinni fegin og pabbi sem dó í fyrra, alltof fljótt, tekur vel á móti þér ásamt öðrum ástvinum. Ég man svo vel eftir því þegar ég, mamma, pabbi og systkini mín komu í heimsókn til þín, Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 33 orð

SIGRÚN JENSDÓTTIR

SIGRÚN JENSDÓTTIR Sigrún Jensdóttir fæddist á Veisu í Fnjóskadal 7. febrúar 1915. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð 4. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 11. október. Jarðsett var í Bægisárkirkjugarði. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 94 orð

Sjöfn Skúladóttir

Elsku Sjöfn. Þá er komið að kveðjustundinni og vonum við að þér líði betur núna. Þig langaði að vera með þínum miklu lengur og gera svo ótal margt, en tími þinn var víst búinn. Mestur er missir móður þinnar, sem var einnig þín besta vinkona, og hugsaði um þig hin seinustu ár. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 410 orð

Sjöfn Skúladóttir

Það var einn góðviðrisdag í apríl fyrir allnokkrum árum að ungum hjónum í Sogamýri fæddist lítið telpukorn. Hún var fyrsta barn foreldra sinna sem lifði og henni var fagnað af miklu ástríki. Telpan hlaut nafnið Sjöfn, því það þótti foreldrum hennar hið fegursta. Hún óx upp og dafnaði, eignaðist fjögur systkini sem öll voru henni kær. Þessi litla hnáta var kát og lífleg og hvers manns hugljúfi. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 209 orð

Sjöfn Skúladóttir

Kæra mágkona, nú ert þú farin, þangað sem við öll förum að lokum. Nú er erfiðum veikindum þínum lokið, sem þú barðist við í mörg ár. En lífsgleði þín og lífsvilji var svo mikill að maður bjóst ekki við að svona myndi fara. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 485 orð

Sjöfn Skúladóttir

Sjöfn Skúladóttir, mín besta vinkona og frænka, er látin, aðeins 51 árs gömul. Við Sjöbba, eins og hún var kölluð, vorum æskuvinkonur og í gegnum öll árin gátum við talað saman um allt milli himins og jarðar. Sjöfn ólst upp í Rauðagerði í Sogamýrinni hér í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Skúli Magnússon, sem nú er látinn, og Unnur Pétursdóttir Hraunfjörð, föðursystir mín. Meira
15. október 1999 | Minningargreinar | 133 orð

SJÖFN SKÚLADÓTTIR

SJÖFN SKÚLADÓTTIR Sjöfn Skúladóttir fæddist í Reykjavík 17. apríl 1948. Hún lést á Landspítalanum 5. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Skúli H. Magnússon skrifstofumaður, f. 29.11. 1914, d. 1.11. 1976, og Unnur Pétursdóttir húsmóðir, f. 26.2. 1927. Systkini Sjafnar eru: Kristín H., f. 17.5. 1953, Ásta M., f. 10.10. 1954, Ingvar U., f. 8.5. Meira

Viðskipti

15. október 1999 | Viðskiptafréttir | 55 orð

Austurstræti 8­10 selt

GARÐAR Kjartansson seldi í vikunni nýbygginguna í Austurstræti 8­10, sem hann keypti nýverið. Ekki fæst uppgefið, að svo stöddu, hverjir nýir eigendur eru, en Garðar hefur samið við þá um leigu á hluta af jarðhæð hússins. Þar hyggst hann opna ítalsk- franskan veitingastað á næstkomandi vori og verður staðurinn opnanlegur út á Austurvöll. Meira
15. október 1999 | Viðskiptafréttir | 195 orð

Dasa og Aérospatiale í eina sæng

DAIMLERCHRYSLER Aerospace og Aérospatiale-Matra í Frakklandi hafa skýrt frá því að fyrirtækin muni sameinast í stærsta flugiðnaðar- og hergagnafyrirtæki Evrópu og hið þriðja stærsta í heiminum. Samningurinn markar mikilvægt skref fram á við í langtíma fyrirætlunum um að koma á fót einu, evrópsku flugiðnaðar- og hergagnafyrirtæki til að keppa við bandaríska risa eins og Boeing. Meira
15. október 1999 | Viðskiptafréttir | 206 orð

Gunnvör selur bréf í SH

HRAÐFRYSTIHÚSIÐ Gunnvör hefur selt hlutabréf í Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna að nafnverði 60 milljónir króna. Eignarhlutur félagsins í SH hefur þar með minnkað úr tæplega 127 milljónum, eða 8,5% af heildarhlutafé í 4,4% hlutafjár eða um 67 milljónir króna. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Gunnvarar hf. Meira
15. október 1999 | Viðskiptafréttir | 466 orð

Hraðari gagnaflutningar í gegnum farsíma

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Netverk hefur sett á markað nýjan gagnamiðlunarbúnað fyrir farsímakerfi undir nafninu "FoneStar". Varan sem um ræðir gerir farsímanotendum kleift að senda tölvupóst með viðhengi í gegnum farsíma með mun hraðvirkari og öruggari hætti en hingað til hefur þekkst. Meira
15. október 1999 | Viðskiptafréttir | 426 orð

Íslandssími og IBM í samstarf

FULLTRÚAR Íslandssíma og IBM á Norðurlöndum kynntu í gær samstarf um þróun, markaðssetningu og sölu á upplýsinga- og reikningakerfi fyrir símafyrirtæki. Að sögn Eyþórs Arnalds, framkvæmdastjóra Íslandssíma, mun Íslandssími hefja notkun á kerfinu um næstu mánaðamót. Meira
15. október 1999 | Viðskiptafréttir | 470 orð

Nýr framkvæmdastjóri OZ.COM

SKÚLI Valberg Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins OZ.COM en Skúli Mogensen mun áfram gegna starfi forstjóra. "Vöxtur fyrirtækisins hefur verið ör og við teljum nauðsynlegt að gera þessar breytingar á yfirstjórn. Það er að stórum hluta byggt á árangri samstarfsins við Ericsson að við erum að færa út kvíarnar nú," segir Skúli Mogensen forstjóri. Meira
15. október 1999 | Viðskiptafréttir | 397 orð

Söluverðið 360 milljónir króna

ÍSLANDSBANKI hf. ­ F&M seldi í gær 10,2% hlut, 60 milljónir króna að nafnverði, í Hraðfrystihúsinu ­ Gunnvöru hf. Eignarhlutur Íslandsbanka F&M hefur þar með farið á undanförnum dögum úr tæpum 19,7% í 3,1%. Kaupandi 10,2% er Þormóður rammi ­ Sæberg hf., sem á þá 20,2% í félaginu en hluturinn nú var keyptur á genginu 6 og er söluverðið því 360 milljónir króna. 6,4% voru seld til ýmissa fjárfesta. Meira
15. október 1999 | Viðskiptafréttir | 218 orð

Vaxtaótti styrkir stöðu skuldabréfa

HLUTABRÉF létu enn undan síga í gær vegna þess að tölur um meiri smásölu í Bandaríkjunum en búizt var við juku þeirri skoðun fylgi að bandarískir vextir verði hækkaðir í næsta mánuði. Smásalan jókst um 0,1%, og tölurnar juku einnig arðsemi skuldabréfa beggja vegna Atlantshafs. Meira

Daglegt líf

15. október 1999 | Bílar | 197 orð

Daewoo Tacuma á markað næsta sumar

DAEWOO kynnti Tacuma fjölnota bílinn með miklum lúðrablæstri, eða öllu heldur trumbuslætti, í tengslum við bílasýninguna í Frankfurt í síðasta mánuði. Tacuma kemur á markað í Kóreu á fyrri helmingi næsta árs og í júlí eða ágúst á næsta ári í Evrópu. Óvíst er hvort hann verði boðinn til sölu í Bandaríkjunum. Meira

Fastir þættir

15. október 1999 | Í dag | 26 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Hinn 13. október sl. varð sjötugur Skafti Einarsson. Hann býður fólk velkomið til að þiggja veitingar í Ljósafossskóla, Grímsnesi, laugardaginn 16. október kl. 17. Meira
15. október 1999 | Í dag | 48 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 16. október, verður sjötug Sigríður Sigurjónsdóttir, Brekkugerði 9, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Björn Önundarson, læknir. Á afmælisdaginn munu börn Sigríðar halda henni afmælisfagnað í Félagsheimilinu Drangey, Stakkahlíð 17, Reykjavík, frá kl. 16­19. Meira
15. október 1999 | Í dag | 38 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 16. október, verður áttræður Gunnar Rósmundsson, Lokastíg 18. Af því tilefni tekur hann ásamt eiginkonu sinni, Þóru Þorsteinsdóttur, á móti ættingjum og vinum í Kaffi Dímu, Ármúla 21, frá kl. 15 á afmælisdaginn. Meira
15. október 1999 | Í dag | 42 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 15. október, verður áttræður Eyjólfur Guðmundsson, Hvassaleiti 58, Reykjavík. Eyjólfur, sem hefur starfað í Síld og fisk í rúm sextíu ár, dvelst með konu sinni, Svanfríði Þorkelsdóttur, á Hotel Levante Club, Estocolmo 8, 3500 Benidorm, á Spáni. Meira
15. október 1999 | Í dag | 33 orð

85 ÁRA afmæli.

85 ÁRA afmæli. Næstkomandi mánudag, 18. október, verður áttatíu og fimm ára Sofus Berthelsen, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Hann býður ættingjum og vinum til kaffidrykkju laugardaginn 16. október í matsal þjónustuíbúða, Hjallabraut 33, kl. 15­19. Meira
15. október 1999 | Í dag | 487 orð

Gott framtak hjá Dominos

ÉG VAR að lesa litla frétt í Morgunblaðinu í morgun þar sem sagt var frá að 12 ára drengur hefði verið að gera at og pantað pizzur hjá Dominos og þeir hjá Dominos hefðu látið hann vinna fyrir kostnaðinum sem af þessu hlaust. Finnst mér þetta gott framtak hjá þeim hjá Dominos því ég veit um krakka sem gætu tekið upp á svona og það eina sem þau læra af, er ef tekið er svona á þessu. Meira
15. október 1999 | Fastir þættir | 824 orð

Hlutverk Íslendinga Halda ber gildismati Leifs heppna og Karlsefnis til skila gagnvart erlendum þjóðum.

Hlutverk Íslendinga Halda ber gildismati Leifs heppna og Karlsefnis til skila gagnvart erlendum þjóðum. Á undanliðnum dögum og vikum hafa komið fram nýjar upplýsingar er varða sögu Íslands og stöðu íslenskrar þjóðar í samtímanum. Meira
15. október 1999 | Dagbók | 675 orð

Í dag er föstudagur 15. október, 288. dagur ársins 1999. Orð dagsins: T

Í dag er föstudagur 15. október, 288. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Treystu honum, allur þjóðsöfnuðurinn, úthellið hjörtum yðar fyrir honum, Guð er vort hæli. (Sálm. 62.9.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Helgafell, Berghav og Torben komu í gær. Meira
15. október 1999 | Í dag | 309 orð

Kristileg hljómsveit í Húnavatnsprófastsdæmi

HELGINA 16. og 17. október mun kristileg popphljómsveit heimsækja þéttbýlisstaði Húnavatnsprófastsdæmis. Hljómsveitin leikur tónlist undir almennan söng auk þess sem hún leikur frumsamið efni. Hljómsveitin hefur spilað í mörgum kirkjum á höfuðborgarsvæðinu og þá ýmist verið með tónleika eða spilað undir á samkomum. Nú um helgina verður viss blanda af samkomu og tónleikum. Meira
15. október 1999 | Fastir þættir | 243 orð

Margt framundan í félagslífi hestamanna

MIKIÐ verður að gera í félagsstarfi hestamanna á næstunni en á rúmum mánuði verður ársþing Landssambands hestamannafélaga, formannafundur Félags hrossabænda og samráðsfundur Fagráðs í hrossarækt auk uppskeruhátíðar hestamanna. Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður í Borgarnesi 29. og 30. október næstkomandi, eins og sagt hefur verið frá. Meira
15. október 1999 | Fastir þættir | -1 orð

Notið endurskinsmerkiw

Umferðarráð hefur sent öllum hestamannafélögum í landinu og fleirum bréf og veggspjöld til að minna hestamenn á að nota endurskinsmerki bæði á sig og hestinn þegar riðið er út í skammdeginu. Eru forsvarsmenn félaganna beðnir að hengja veggspjöldin þar sem líklegt er að sem flestir félagsmenn sjái þau. ÓLI H. Meira
15. október 1999 | Í dag | 60 orð

Rís þú, unga Íslands merki, upp með þúsund

Rís þú, unga Íslands merki, upp með þúsund radda brag. Tengdu í oss að einu verki anda, kraft og hjartalag. Rís þú, Íslands stóri, sterki stofn með nýjan frægðardag. -- Skín þú, fáni, eynni yfir eins og mjöll í fjallahlíð. Fangamarkið fast þú skrifir fólks í hjartað ár og síð. Meira
15. október 1999 | Fastir þættir | -1 orð

Tillögur menntanefndar að líta dagsins ljós

Víkingur Gunnarsson, formaður menntanefndarinnar, segir að þessi vinna sé í samræmi við stefnu íþróttahreyfingarinnar að koma á stigunarkerfi innan hvers sérgreinafélags. Hann segir að það hljóti að vera fagnaðarefni að slíkt kerfi verði tekið upp, enda hafi skipulag reiðkennslu verið í molum. Meira
15. október 1999 | Í dag | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

VÍKVERJI hefur oft bölvað hátt og í hljóði yfir háttalagi ungra ökumanna. Af einhverjum ástæðum virðist ökukennurunum ekki takast að fá þessa nemendur sína til að nota stefnuljós þegar skipt er um akrein, það er greinilega talið miklu "kúlara" að sveiflast á milli akreina eins og svigskíðakappi á Ólympíuleikum. Það er að segja, mjög taugaveiklaður og illa þjálfaður skíðakappi. Meira

Íþróttir

15. október 1999 | Íþróttir | 224 orð

Ferguson gagnrýndur

Ron Atkinson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, gagnrýnir núverandi stjóra, Alex Ferguson, fyrir að hafa teflt fram varaliði sínu í deildabikarnum gegn Aston Villa í fyrrakvöld. Hann segir það móðgun við áhorfendur sem greiddu um þrjú þúsund krónur fyrir aðgöngumiða til að sjá þessi "stórlið" leika. Meira
15. október 1999 | Íþróttir | 325 orð

Hittnin var í algjöru lágmarki

HITTNIN var í lágmarki hjá KR og ÍA eru þau áttust við í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í nýja íþróttahúsi KR-inga í gærkvöldi. KR hafði betur í slökum leik, 73:60, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 36:31 fyrir Vesturbæinga. Meira
15. október 1999 | Íþróttir | 355 orð

Íslenska liðið sundurspilað í Oldenburg

ÍSLENSKA kvennalandsliðið fékk stóran skell er það mætti Þjóðverjum í riðlakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í Oldeburg í Þýskalandi í gær. Yfirburðir heimamanna voru miklir og var 5:0 sigur þeirra síst of stór miðað við gang leiksins. Staðan í hálfleik var 3:0. Meira
15. október 1999 | Íþróttir | 296 orð

Keflavík lagði KR

Þetta var allt að því rán, en svona getur þetta verið. Það hlaut að koma að því að við töpuðum leik. Nú er bara að taka sig á og vinna þær í næsta leik," sagði Óskar Kristjánsson, þjálfari Íslands og bikarmeistara KR, sem máttu játa sig sigraða í hörkuleik í Keflavík í gærkvöldi. Lokatölur urðu 60:57 fyrir Keflavíkurstúlkur sem í fyrra töpuðu öllum sínum leikjum fyrir KR. Meira
15. október 1999 | Íþróttir | 147 orð

Kristján ekki til Admira

KRISTJÁNI Brooks, framherja Keflavíkur, var ekki boðinn samningur hjá austurríska félaginu Admira Wacker, en hann hefur dvalið hjá því undanfarna daga. Kristján sagði að hann hefði ekki fengið mörg tækifæri til þess að sanna sig hjá liðinu, hefði æft fjórum sinnum með því, þar af leikið knattspyrnu tvisvar sinnum. Meira
15. október 1999 | Íþróttir | 257 orð

KSÍ greiðir yfir 700 þús. í sektir

KNATTSPYRNUSAMBAND Íslands þarf að greiða 642 þúsund krónur í sekt til Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) vegna 18 gulra spjalda í leikjum 21 árs landsliðs karla í undankeppni Evrópukeppni. Þá þarf KSÍ að greiða 100 þúsund krónur í sekt vegna áhorfenda sem voru í stæðum á leik Íslands og Frakklands, sem leikinn var hér á landi í september í fyrra. Meira
15. október 1999 | Íþróttir | 140 orð

Man. Utd. í léttari riðlinum

ÞAÐ er mál sparksérfræðinga sem fylgdust með drætti í heimsmeistarakeppni félagsliða, sem fer fram í Brasilíu 5.-14. janúar, að Evrópumeistarar Man. Utd. sé í léttari riðlinum af tveimur. Tveir kunnir Brasilíumenn sáu um dráttinn í Rio de Janeiro í gær ­ Zico og Rivelino. Man. Utd. er í A-riðli ásamt Vasco da Gama, Brasilíu, Necaxa, Mexíkó, og ástralska liðinu South Melbourne. Meira
15. október 1999 | Íþróttir | 348 orð

MIKA Häkkinen, heimsmeistari

MIKA Häkkinen, heimsmeistari í Formula 1 kappakstri, getur varið titilinn um helgina í næst síðasta kappakstri ársins sem fram fer í Malasíu á sunnudag. Hann er efstur að stigum með 62 stig, tveimur stigum fyrir ofan Eddie Irvine. Til að tryggja sér titilinn þarf hann að sigra og Irvine má þá ekki fá stig. Meira
15. október 1999 | Íþróttir | 108 orð

Naumt tap hjá Kristjáni

KRISTJÁN Helgason tapaði með minnsta mun, 5:4, fyrir Jimmy White á stórmóti snókermanna í Preston í gærkvöldi. Leikurinn var æsispennandi enda var jafnt á öllum tölum. White vann fyrsta ramma, en Kristján jafnaði í þeim næsta. White vann þriðja rammann og á ný jafnaði Kristján metin. Meira
15. október 1999 | Íþróttir | 121 orð

Óskar hættir við hjá Leiftri

ÓSkar Ingimundarson tekur ekki við þjálfun hjá Leiftri Ólafsfirði. Hann hafði nánast gengið frá samningi við Ólafsfirðinga um að þjálfa liðið í efstu deild næsta sumar, en fékk ekki leyfi frá störfum hjá vinnuveitenda. Meira
15. október 1999 | Íþróttir | 141 orð

Perry látinn fara heim

FORRÁÐAMENN körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hafa sagt upp samningi sínum við Bandaríkjamanninn, Purnell Perry, er gekk til liðsins fyrir yfirstandandi keppnistímabil. Þeir tóku ákvörðun þess efnis seint í fyrrakvöld, eftir leik Reykjanesbæjar við finnska liðið Huima í Evrópukeppni félagsliða, en það er sameinað lið Njarðvíkur og Keflavíkur. Meira
15. október 1999 | Íþróttir | 249 orð

RONALDO verður í byrjunarlið

RONALDO verður í byrjunarliði Inter Milan gegn Venezia í ítölsku deildinni á sunnudag. Þetta er aðeins annar leikur hans á tímabilinu fyrir liðið, en hann hefur átt í meiðslum og útistöðum við forráðamenn liðsins. Meira
15. október 1999 | Íþróttir | 368 orð

Rúnar kosinn bestur í Noregi

RÚNAR Kristinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, var í gær útnefndur leikmaður ársins í norsku úrvalsdeildinni. Varð Rúnar hlutskarpastur í vali Fotball,tímarits norska knattspyrnusambandsins en leikmenn deildarinnar kusu. Meira
15. október 1999 | Íþróttir | 192 orð

Salan á Hermanni mistök

FORSVARSMENN Crystal Palace segja að mistök hafi átt sér stað er Hermann Hreiðarsson var seldur frá félaginu til Brentford. Simon Petterson, stjórnarmaður hjá Palace, kveðst vart trúa því fyrir hve lága upphæð Hermann var seldur, eða um 90 miljónir króna í september á síðasta ári. Meira
15. október 1999 | Íþróttir | 303 orð

Skelfilegt áfall

Þórður Lárusson, þjálfari íslenska liðsins, sagði það mikið áfall að tapa með fimm marka mun fyrir Evrópumeisturum Þjóðverja. "Það er í sjálfu sér ósköp lítið hægt að segja um frammistöðu íslenska liðsins. Þessi úrslit eru auðvitað skelfilegt áfall. Okkar lið bar allt of mikla virðingu fyrir andstæðingi sínum og var alls ekki tilbúið í þennan leik. Meira
15. október 1999 | Íþróttir | 513 orð

Skilaboð frá París

ENDURKOMA íslenska landsliðsins á Stade de France sl. laugardag var mögnuð ­ að vinna upp tveggja marka forskot heimsmeistara Frakka á þjóðarleikvangi þeirra er geysilegt afrek. Meiri afrek en marga grunar. Íslenska landsliðið stal senunni á lokadegi forkeppni Evrópukeppni landsliða. Meira
15. október 1999 | Íþróttir | 217 orð

"Tímabundið verkefni"

LÁRUS Guðmundsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, sem starfað hefur sem tæknilegur ráðgjafi þýska knattspyrnuliðsins KFC Uerdingen að undanförnu, segir að aðeins sé um tímabundið verkefni að ræða. Hann sé ekki umboðsmaður knattspyrnumanna, eins og margir virðist halda, heldur starfsmaður þýska félagsins um þessar mundir. Meira
15. október 1999 | Íþróttir | 48 orð

Tottenham mætir Fulham

DEILDARBIKARMEISTARAR Tottenham mæta Fulham á útivelli í fjórðu umferð deildarbikarbikarkeppninnar, en annars mætast þessi lið: Tranmere - Barnsley Middlesbrough - Arsenal Huddersfield - Wimbledon Bolton - Sheffield Wed. Leicester - Leeds Fulham - Tottenham Aston Villa - Southampton Birmingham - West Ham Leikið verður 29. nóvember. Meira
15. október 1999 | Íþróttir | 609 orð

Viðræður Guðjóns og KSÍ í biðstöðu

KNATTSPYRNUSAMBAND Íslands hefur ekki gert Guðjóni Þórðarsyni, þjálfara karlalandsliðsins í knattspyrnu, tilboð um að halda áfram þjálfun liðsins. Formaður sambandsins segir að viðræður við þjálfarann séu í biðstöðu þar til ljós sé niðurstaðan í Stoke-málinu svokallaða. Hann játaði því hvorki né neitaði hvort rætt hefði verið við Atla Eðvaldsson, þjálfara KR, um þjálfun liðsins. Meira

Sunnudagsblað

15. október 1999 | Sunnudagsblað | 78 orð

(fyrirsögn vantar)

David Bowie tekur nk. fimmtudag við æðstu viðurkenningu sem franska ríkið veitir á sviði lista, þegar hann verður sæmdur nafnbótinni Commandeur dans l'Ordre des Arts et Lettres. Þrjátíu eru liðin síðan Bowie vætti fyrst góminn á blóðbragði frægðarinnar, þegar lagið Space Oddity náði vinsældum árið 1969. Meira

Úr verinu

15. október 1999 | Úr verinu | 523 orð

"Krókaaflakerfinu verður ekki frestað"

FRESTUN á krókaaflahámarkskerfinu gæti haft í för með sér stóraukna sókn í utankvótategundir og er því ekki á dagskrá. Þá stendur ekki til að breyta reglum um stærðartakmarkanir smábata. Þetta kom fram í ávarpi Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda í gær. Meira
15. október 1999 | Úr verinu | 503 orð

"Sjávarútvegurinn býr við millibilsástand"

ÍSLENSKUR sjávarútvegur býr við algert millibilsástand þar til lagagreinin um úthlutun aflaheimilda hefur verið reynd fyrir Hæstarétti, að mati Arthúrs Bogasonar, formanns Landssambands smábátaeigenda. Hann hélt þessu fram við setningu aðalfundar sambandsins í gær. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

15. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 399 orð

104 Reykjavík verður til á Kjarvalsstöðum

HVERFIN búa í sálardjúpum þeirra sem alast upp í þeim. Áhrifin eru iðulega ómeðvituð en þau verða skarpari þegar fyrrum íbúar heimsækja gamla hverfið sitt eða sjá myndir þaðan. "Húsið er sannleikurinn um líf kynslóðanna," ritaði Þórbergur Þórðarson og í það veitir sýningin á Kjarvalsstöðum, Borgarhluti verður til, einmitt innsýn. Hún stendur til 24. október. Meira
15. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 164 orð

Athafnir árla morguns

Í BÓKINNI Becoming a Master Student eftir David Ellis (Houghton Mifflin Company, 1994) er námsmönnum bent á ýmsar leiðir til þess að skipuleggja sólarhringinn svo sem minnstur tími fari til spillis. Meira
15. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1107 orð

Framandi verur unnar úr kunnuglegum hlutum Hlutir sem misst hafa notagildi sitt eru fjársjóður Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur og

Hlutir sem misst hafa notagildi sitt eru fjársjóður Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur og úr þeim vinnur hún verkin sín; blökkufólk og frumskógardýr frá Afríku. Hrönn Marinósdóttir skoðaði ókunnar verur útbúnar úr kunnuglegum hlutum. Meira
15. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 354 orð

Gott að fara í klippingu á tveggja nátta tungli

STJÖRNUSPEKIN lumar á ýmsum viðmiðum þegar valinn er tími til ákveðinna athafna. Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur segir það gamla og góða reglu að sinna öllu sem tengist vexti á tveggja nátta tungli. "Þegar tveir dagar eru liðnir frá nýju tungli er gott að fara í klippingu, gróðursetja afleggjara eða slá blettinn," segir Gunnlaugur. Meira
15. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 96 orð

Grín og gamlar myndir Skuggar fortíðarinnar

Grín og gamlar myndir Skuggar fortíðarinnar TÍSKA og tíðarandi endurspeglast einna best í ljósmyndinni. Hún lýgur sjaldnast og sýnir svart á hvítu ­ eða í lit hvernig útlit manna og smekkur breytist í áranna rás. Tískan er líka hverfult fyrirbæri og fátt þykir hallærislegra ef ekki hlægilegra en tískan frá í gær. A.m.k. Meira
15. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 495 orð

Hippi í indverskum mussum og fótlaga skóm

"JÓLAGLEÐIN skín ekki beinlínis af andliti húsmóðurinnar á þessari mynd," segir séra Anna Sigríður Pálsdóttir, prestur í Grafarvogskirkju, nú öllu hýrlegri. Enda fannst henni heilmikið streð að viðhalda hippaímyndinni, sem hún þó lagði sig í líma við að halda um sjö ára skeið á áttunda áratugnum. "Myndin var tekin í lok þess tímabils, á aðfangadagskvöld 1979. Meira
15. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1789 orð

Hvenær er best að...? Daglegt amstur er gjarnan skipulagt eftir tvennu; minni og nennu. En getur verið að ákveðinn tími dags eða

SÓLARHRINGUR í lífi einstaklings líður alla jafna þannig að hann sefur, vaknar, nærist, lærir, þrífur, ferðast, vinnur, verslar, spjallar og sofnar á ný. Reyndar gerir meðaljóninn yfirleitt margt fleira og kannski í annarri röð, en höfuðverkurinn er ávallt sá sami: að finna hverri athöfn tíma. Meira
15. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 413 orð

Í jakkafötum á fundum hjá Grænu bokkunni

"MÉR finnst ég bara nokkuðþokkalegur til fara á þessari mynd," segir Már Guðmundsson, yfirhagfræðingur Seðlabankans, hugsi um leið og hann dregur fram ljósmynd sem tekin var á háskólaárunum í Essex í Colchester í Englandi. "Annars var ég svo sem aldrei neitt áberandi róttækur í klæðaburði. Að vísu mun síðhærðari á menntaskólaárunum en á þessari mynd. Meira
15. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 428 orð

Í stuttu pilsi hvernig sem viðraði

EINS og flestar ungmeyjar í Verslunarskóla Íslands á árunum 1967­ 1973 var Brynhildur Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Fjárvangs, ætíð vel til höfð og klædd samkvæmt nýjustu tísku. Hún telur að gamla orðsporið um fínheitin á "Verslingunum" loði ennþá við þá umfram aðra framhaldsskólanema. Meira
15. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 479 orð

Með sítt að aftan og vængi í hliðum

ÞÓTT Böðvar Þ. Eggertsson hársnyrtir á Space-hárstúdíói geri sér enn far um að klæðast samkvæmt nýjustu tísku segir hann að pjattið hafi keyrt um þverbak kringum 1984. "Ég var fimmtán til sextán ára þegar Duran Duran-æðið var í algleymingi og allt snerist um að líkjast liðsmönnum hljómsveitarinnar sem mest. Einkum Simon Le Bon, sem mér fannst alveg fullkominn. Meira
15. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 456 orð

Svarthærð ljóska í bleikum plastjakka

"SVONA hefði ég örugglega aldrei dubbað mig upp hérna heima," segir Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, dagskrárgerðarmaður, formaður Kvenréttindafélagsins og framkvæmdastjóri Sölku Völku í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Enda var myndin tekin í London rétt áður en hún hélt á vit næturinnar ásamt vinkonum sínum úr enskudeildinni í HÍ vorið 1986. Meira
15. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 658 orð

Tískusveifla með trúarlegu ívafi

ARMBÖND af áþekkum meiði og talnabönd búddatrúar eru nýjust tískudutlunga í Los Angeles og New York. Hugmyndin er frá 1998 og runnin undan rifjum bandaríska hönnuðarins Zoe Metro, sem setti á markað skartgripalínu úr talnabandsperlum undir vörumerkinu Stella Pace í upphafi þessa árs. Meira
15. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 375 orð

Tólf ára öldungur?

ROKKTÓNLISTIN átti hug Páls Kristins Pálssonar, rithöfundar og útvarpsmanns, á unglingsárunum, en þá söng hann m.a. með hljómsveitunum Dögg og Fjörefni. "Ég rétt náði í taglið á hippatímabilinu og réðst bráðungur í að koma mér upp geirvörtusíðu hári og skeggi," segir Páll Kristinn angurvær á svip þegar hann rifjar upp þessa gömlu, góðu daga. Meira
15. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1838 orð

Umburðarlyndi Að bera sigurorð af fordómum Er hægt að læra umburða

Er hægt að læra umburðarlyndi? "Verið sein til að saka og skjót til sátta", er ef til vill eitthvað sem ætti að kenna börnum? Gunnar Hersveinn braut heilann um fordóma og umburðarlyndi einstaklinga og þjóða, en skortur á umburðarlyndi er forsenda ófriðar í heiminum, og skortur á fordómum forsenda friðar. Meira

Lesbók

15. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 710 orð

DANSGLEÐIN Í FYRIRRÚMI

Konunglegi ballettinn hefur fengið nýja stjórn og það sést þegar á ballettinum, segir SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR eftir fyrstu sýningu haustsins. Meira

Ýmis aukablöð

15. október 1999 | Blaðaukar | 398 orð

Fatnaður fyrir ýmsar aðstæður

"FATNAÐURINN frá Bison Bee-Q er vandaður og klassískur og við framleiðslu á honum er mikið lagt upp úr góðum saumaskap og vönduðum efnum. Ég myndi segja að verðið á fatnaðinum væri í meðallagi og þar yfir," segir Goði Sveinsson, einn eigenda verslunarinnar Bison Bee-Q, sem fyrirhugað er að opna í nýju Kringlunni 29. október nk. Meira
15. október 1999 | Blaðaukar | 212 orð

Flytur í stærra rými

VERSLUNIN Sautján í Kringlunni mun heldur betur taka stakkaskiptum í kjölfar breytinganna í Kringlunni enda verður hún flutt úr því 250 fermetra rými sem hún hefur hingað til verið í í um 700 fermetra rými þar sem áður voru Kvikk skyndibitastaðirnar. Meira
15. október 1999 | Blaðaukar | 297 orð

Ný búð með kunnuglegum merkjum

FATNAÐUR frá danska fyrirtækinu In Wear og Matinique hefur lengi verið fáanlegur hér á landi eða í hartnær þrjátíu ár, nú síðast í versluninni Centrum í Kringlunni. Með stækkun Kringlunnar verður hins vegar tekin í notkun sérstök verslun undir heitinu In Wear/Matinique þar sem eingöngu verður seldur fatnaður með þessum vörumerkjum. Að sögn Kristjóns Grétarssonar, framkvæmdastjóra Evu ehf. Meira
15. október 1999 | Blaðaukar | 183 orð

Skór fyrir alla, háa sem lága

EUROSKÓR er heiti á nýrri skóverslun sem opnuð verður í Kringlunni nú um mánaðamótin og verður hún á þeim stað þar sem áður var verslunin Byggt og búið. Eigendur verslunarinnar eru þeir sömu og reka RR-skóverslunina í Kringlunni. Að sögn Baldvins Ó. Meira
15. október 1999 | Blaðaukar | 274 orð

"Spennandi að sjá hvernig tekið verður á móti versluninni"

EIN af þeim mörgu verslunum sem verða opnaðar í nýju Kringlunni er verslunin Ordning & reda eða Röð og regla. Eins og margar aðrar verslanir í Kringlunni er hún hluti af alþjóðlegri verslunarkeðju, í þessu tilviki er móðurfyrirtækið sænskt, og eru 55 Ordning & reda verslanir víða um heim. Meira
15. október 1999 | Blaðaukar | 294 orð

Staðsett í hringiðu Kringlunnar

VERSLUNIN Habitat breytir um svip með opnun nýju Kringlunnar og má þar fyrst nefna að gengið verður inn í verslunina austan megin þ.e. innan úr nýbyggingu Kringlunnar á annarri hæð. Þá verður lögð áhersla á meiri lýsingu, að sögn Árna Ólafs Lárussonar, annars eigenda verslunarinnar, og vörunum hefur verið stillt upp í samræmi við það sem best gerist í Habitat verslunum erlendis. Meira
15. október 1999 | Blaðaukar | 1536 orð

Stækkunin eðlileg þróun á velgengni Kringlunnar

Um tíu þúsund fermetra nýbygging við verslunarmiðstöðina Kringluna verður formlega tekin í notkun í dag, fimmtudag, en með henni verður verslunarmiðstöðin að meðtöldum viðbyggingum og Borgarleikhúsinu yfir sextíu þúsund fermetrar. Í samtali við Ragnar Atla Guðmundsson, framkvæmdastjóra Eignarhaldsfélags Kringlunnar hf., kemur m.a. Meira
15. október 1999 | Blaðaukar | 525 orð

Um 450 iðnaðarmenn þegar mest gekk á

YFIR fjögur hundruð og fimmtíu iðnaðar- og verkamenn, þar af um 100 erlendir iðnaðarmenn, hafa síðustu vikur unnið hörðum höndum við að ljúka framkvæmdum í og við um tíu þúsund fermetra nýbyggingu Kringlunnar, að sögn Ingimars Ragnarssonar, staðarstjóra hjá verktakafyrirtækinu Ístak hf., en Ístak er aðalverktaki verkefnisins. Meira
15. október 1999 | Blaðaukar | 324 orð

Vinsæll kvenfatnaður frá Írlandi

"ALLAR konur eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í írsku kvenfataversluninni Sasha," segir Hrefna Arnardóttir verslunarstjóri í spjalli við Morgunblaðið, en ein slík Sasha-verslun hefur verið opnuð í nýju Kringlunni. Sasha er að sögn Hrefnu vinsæl írsk verslunarkeðja og má finna 24 verslanir á hennar vegum víða á Írlandi. Meira
15. október 1999 | Blaðaukar | 762 orð

"Þægileg og spennandi verslun á sanngjörnu verði"

Verslunin NANOQ, sem ef til vill er best lýst sem ævintýraheimi útivistarmannsins, býður upp á mikið úrval af vörum tengdri útivist. Þorbjörn Stefánsson er framkvæmdastjóri Íslenskrar útivistar sem rekur verslunina og í samtali við hann kemur m.a. fram að NANOQ eigi engan sinn líka hér á landi og þótt víðar væri leitað. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.