Greinar laugardaginn 23. október 1999

Forsíða

23. október 1999 | Forsíða | 302 orð

Fluttur strax í franskt fangelsi

MAURICE Papon, fyrrverandi ráðherra í Frakklandi sem í fyrra var dæmdur fyrir að hafa aðstoðað við að koma frönskum gyðingum í dauðabúðir nazista á stríðsárunum, var handtekinn á hóteli í Sviss í fyrrinótt, er hann hafði verið í tæpan sólarhring á flótta undan réttvísinni. Meira
23. október 1999 | Forsíða | 161 orð

Formanni franskra kommúnista stefnt

ROBERT Hue, leiðtoga Kommúnistaflokks Frakklands, hefur verið stefnt fyrir rétt til að svara fyrir ásakanir um að flokkurinn hafi verið flæktur í fjársvikamál, eftir því sem heimildamenn innan franska dómskerfisins greindu frá í gær. Meira
23. október 1999 | Forsíða | 58 orð

Forsetakjör í Argentínu

ÞÚSUNDIR stuðningsmanna Eduards Duhalde, frambjóðanda Perónistaflokksins í forsetakosningum sem fram fara í Argentínu í dag, sjást hér safnast saman í miðborg Rosario, annarri stærstu borg landsins, til að hlýða á lokakosningaræðu Duhaldes. Meira
23. október 1999 | Forsíða | 386 orð

Ósamræmis gætir í málflutningi Rússa

RÚSSNESKIR embættismenn urðu í gær tvísaga um hvort Rússar bæru ábyrgð á flugskeytaárásinni á markaðstorg í miðborg Grosní í fyrrakvöld. Snemma í gær sagði talsmaður á vegum rússneska hersins að árásinni hefði verið beint gegn ólöglegri vopnasölu sem fram hefði farið á torginu og staðhæfði að engir óbreyttir borgarar hefðu skaðazt. Meira
23. október 1999 | Forsíða | 169 orð

Sáttatónn sagður í Milosevic

SLOBODAN Milosevic, forseti Júgóslavíu, er viljugur til að leyfa Svartfellingum að ganga úr sambandsríki Serbíu og Svartfjallalands án blóðsúthellinga. Frá þessu greindu talsmenn stjórnvalda í Belgrad í gær. Meira
23. október 1999 | Forsíða | 149 orð

Skammaður fyrir kjötbannsmótmæli

FRANSKUR eigandi rómaðs veitingastaðar á Englandi hefur hlotið skammir franska sendiráðsins í Bretlandi fyrir að strika franska rétti út af matseðlinum í mótmælaskyni við að frönsk stjórnvöld skuli þverskallast við að aflétta banni við innflutningi brezks nautakjöts. Meira

Fréttir

23. október 1999 | Innlendar fréttir | 441 orð

180 milljarða króna fjárfesting á níu árum

HEILDARFJÁRFESTING við byggingu 120 þúsunda tonna álvers á Reyðarfirði, sem tæki til starfa árið 2003, nemur rúmum 60 milljörðum kr. og landsframleiðsla yrði tæplega 2% meiri en ella hefði orðið fyrstu árin eftir að álverið tæki til starfa. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 230 orð

Afmælis UNIFEM minnst á hátíðarfundi

VÆNTANLEGUR er til landsins í dag framkvæmdastjóri alheimssamtakanna UNIFEM, Noeleen Heyser. Hún verður heiðursgestur á hátíðar-morgunverðarfundi Íslandsdeildar UNIFEM á morgun, sunnudaginn 24. október, degi Sameinuðu þjóðanna, sem haldinn verður í Víkingasal Hótels Loftleiða kl. 10:30. Formaður UNIFEM á Íslandi, Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, mun setja hátíðarfundinn. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 159 orð

Áskrifendaferð til Washington DC

MORGUNBLAÐIÐ í samstarfi við Flugleiðir stendur fyrir fjórðu áskrifendaferðinni til útlanda á næstunni. Að þessu sinni er boðið upp á ferð til Washington DC í Bandaríkjunum. Áður hafa verið farnar ferðir til Minneapolis og Parísar. Karl Blöndal, blaðamaður á Morgunblaðinu, verður fararstjóri í ferðinni en hann er sérfróður um bandarísk stjórnmál. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 90 orð

Bensínverð lækkar

OLÍUFÉLÖGIN lækkuðu verð bensínlítra um 2,50 krónur í gær í kjölfar laga sem Alþingi setti í vikunni. Lögin kváðu á um að bensíngjaldi yrði breytt í fasta krónutölu í stað hlutfallsgjalds. Lítrinn af 95 oktana bensíni kostar nú 86,10 krónur og lítrinn af 98 oktana bensíni kostar 90,80 krónur. Nemur því lækkunin um 2,8%. Meira
23. október 1999 | Erlendar fréttir | 596 orð

Birtist óvænt og hélt ræðu

"Í DAG er runninn upp dagur frelsis á Austur-Tímor," sagði Xanana Gusmao, leiðtogi andspyrnuhreyfingar sjálfstæðissinna á A-Tímor, sem sneri aftur til eyjarinnar í gær frá Ástralíu. Gusmao hélt ræðu á torgi í höfuðborginni Dili þar sem þúsundir manna hylltu hann og hrópuðu "lifi Austur-Tímor!" Margir viðstaddra voru sýnilega hrærðir og grétu þegar uppreisnarleiðtoginn flutti sína Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 252 orð

Ferlinu hefur seinkað um eitt ár

UNDIRBÚNINGUR byggingar magnesíumverksmiðju á Reykjanesi stendur enn yfir og er nú útlit fyrir að framkvæmdum seinki nokkuð. Júlíus Jónsson forstjóri Hitaveitu Suðurnesja segir í samtali við Morgunblaðið að ástæða seinkunarinnar sé sú að áströlsku fjárfestarnir, sem keyptu 40% hlut í verkefninu, Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 890 orð

Forneskjan í umhverfismálum birtist í líki framsóknarráðherra

STEINGRÍMUR J. Sigfússon formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sagði í setningarræðu sinni við upphafi Landsfundar flokksins á Akureyri í gær, að umhverfismál væru mikilvægustu málefnin og viðfangsefnin um þessar mundir. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 45 orð

Forsætisráðherra á fundi í London

FORSÆTISRÁÐHERRA, Davíð Oddsson, verður ræðumaður á hádegisverðarfundi Bresk-íslenska verslunarráðsins í London miðvikudaginn 27. október nk. Mun hann fjalla um viðskiptatengsl landanna en Bretland er stærsta einstaka viðskiptaland Íslands. Fundurinn verður á Churchill Inter-Continental Hotel, Portman Square, og hefst kl. 12.15. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 207 orð

Framsókn og Vinstri- grænir jafnstórir

FRAMSÓKNARFLOKKURINN hefur tapað um fjögurra prósentustiga fylgi miðað við síðustu alþingiskosningar ef marka má skoðanakönnun sem DV gerði á fylgi stjórnmálaflokkanna á miðvikudagskvöld. Vinstrihreyfingin ­ grænt framboð bætir hins vegar við fylgi sitt um rúmlega 5 prósentustig og hefur samkvæmt skoðanakönnuninni jafnmikið fylgi og Framsóknarflokkurinn eða rúmlega 14%. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 773 orð

Frásagnir og myndasýning

Á BLÖNDUÓSI hefur um árabil verið starfrækt Heimilisiðnaðarsafn þar sem m.a. er geymt innbú og munir Halldóru Bjarnadóttur ráðunauts, kennara og skólastjóra, sem landsþekkt var t.d. fyrir ritstörf, gaf út blaðið Hlín, og starfrækslu Tóvinnuskólans. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 87 orð

Fræðslufundur um forvarnir og vímuefni í VÍ

VERSLUNARSKÓLI Íslands býður til fræðslufundar um forvarnir og vímuefni þriðjudaginn 26. október kl. 20. Á fundinum mun Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur flytja erindi um stöðu mála varðandi áfengis- og vímuefnaneyslu ungmenna á framhaldsskólaaldri og árekstra sem foreldrar standa gjarnan frammi fyrir varðandi þau mál. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 151 orð

Fundur um íslenska utanlandsverslun 900-2002

AÐ undanförnu hefur starfað sex manna vinnuhópur á vegum Sagnfræðistofnunar að undirbúningi tvegga binda ritverks um sögu íslenskrar utanlandsverslunar 900-2002. Hópurinn hefur notið forverkefnisstyrks frá Rannís og mun kynna hugmyndir sínar á sérstökum vinnu- og kynningarfundi í Norræna húsinu í dag, laugardaginn 23. október, frá kl. 13.30. Fundurinn er öllum opinn. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 68 orð

Fyrsti sopinn úr vatnspósti

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir vígði vatnspóst hjá Grímsstaðavör við Ægisíðu í gær. Vatnspósturinn er sá fyrsti af mörgum sem Vatnsveita Reykjavíkur mun setja upp víðs vegar í borginni á næstu árum. Kristinn E. Hrafnsson hannaði vatnspóstinn. Verkið er byggt á upprúllaðri garðslöngu steyptri í brons. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 55 orð

Gáfu í Styrktarsjóð Umhyggju

FÉLAGSKONUR í Inner Wheel Reykjavík létu 60.000 kr. framlag sitt til líknarmála á starfsárinu 1998­1999 renna í Styrktarsjóð Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum. Á myndinni sést Dögg Pálsdóttir, formaður Umhyggju, veita framlaginu viðtöku úr hendi Ríkeyjar Ríkarðsdóttur, forseta Inner Wheel Reykjavík. Umhyggja færir þeim hugleikar þakkir fyrir, segir í fréttatilkynningu. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 159 orð

Gripu þjóf glóðvolgan

MIKILL hamagangur varð í öskjunni í verslun Heimilistækja við Sætún síðdegis í gær. Ungur maður reyndi að hlaupa á brott með stolinn varning úr búðinni en var að lokum yfirbugaður af starfsmanni verslunarinnar. Glöggur afgreiðslumaður hafði tekið eftir manninum í búðinni og þótt hann grunsamlegur. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 198 orð

Hald lagt á meira magn fíkniefna

ÞAÐ sem af er þessu ári hefur lögreglan lagt hald á 42.751 gramm af kannabisefni, 4.947 grömm af amfetamíni, 6.742 einingar af e-pillum og 784 grömm af kókaíni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skriflegu svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur og Guðrúnar Ögmundsdóttur, þingmönnum Samfylkingar, um fíkniefni og vopn sem hald hefur verið lagt á. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 129 orð

Íslandsklukka úr steini

HALLDÓR Forni Gunnlaugsson, myndhöggvari á Eyrarbakka, ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Hann er að höggva sjálfa Íslandsklukkuna úr miklum steini. Halldór segist ávallt krjúpa við hlið steina sinna áður en hann hefst handa við að höggva þá. "Ég loka augunum og reyni að heyra hvað steinninn segir mér. Þegar ég hlustaði á þennan stein heyrði ég fagra hljómkviðu Íslandsklukkunnar. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 70 orð

Jólavertíðin hafin

NÚ þegar fyrsti vetrardagur nálgast óðfluga og um tveir mánuðir eru til jóla telja sumir kaupmenn tímabært að fara að huga að jólunum. Í ár ríður versluninn IKEA á vaðið og í gær gátu gestir verslunarinnar fest kaup á jólaskrauti sem er, samkvæmt fréttatilkynningu frá fyrirtækinu, sérstaklega hannað með árþúsundamótin í huga. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 235 orð

JÓN ODDSSON

JÓN Oddsson hæstaréttarlögmaður lést í gær, 58 ára að aldri. Jón fæddist 5. janúar árið 1941 í Reykjavík. Hann var sonur hjónanna Odds Jónssonar, framkvæmdastjóra Mjólkurfélags Reykjavíkur, og Eyvarar Ingibjargar Þorsteinsdóttur húsfreyju. Meira
23. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 298 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli í Safnaðarheimili kl. 11 á morgun, sunnudag. Messa í kirkjunni kl. 14, sopi og spjall á eftir þar sem kirkjugestum gefst kostur á að ræða efni predikunarinnar. Biblíulestur í Safnaðarheimili í umsjá sr. Guðmundar Guðmundssonar héraðsprests á mánudag, 25. október, kl. 20. Morgunsöngur kl. 9 á þriðjudag. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 91 orð

Kortasala þrefaldast milli ára

MIKILL áhugi er á aðgangskortum hjá Leikfélagi Akureyrar og hefur salan þrefaldast frá síðasta leikári, samkvæmt upplýsingum frá LA. Kortin gilda á þrjár sýningar, Klukkustrengi eftir Jökul Jakobsson, Blessuð jólin eftir Arnmund Backman og Tóbakströð eftir Erskine Caldwell. Nokkrar samstarfssýningar verða einnig í boði og fá kortagestir afslátt af miðaverði á þær sýningar. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 616 orð

Kostir íslenskra fyrirtækja kynntir erlendum bönkum

ÍSLANDSBANKI kynnti fjárfestingamöguleika hérlendis fyrir erlendum bönkum á Hótel Sögu í gær. Meðal gesta voru fulltrúar frá Norræna fjárfestingabankanum, Barclays Bank í London, CIC í París, Svenska Handelsbanken og The Vanguard Group frá Bandaríkjunum. Valur Valsson, bankastjóri Íslandsbanka, bauð gesti velkomna, en að því loknu ávarpaði Davíð Oddson forsætisráðherra gesti. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 111 orð

Kvennasögusafn fær fundargerðarbækur

KVENRÉTTINDAFÉLAG Íslands afhendir Kvennasögusafni Íslands til varðveislu fundarbækur og önnur merk gögn frá árinu 1907­1987. Afhendingin fer fram sunnudaginn 24. október nk. Hér er um að ræða einstakar heimildir um jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna í hartnær heila öld, segir í fréttatilkynningu. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 393 orð

Landafundanefnd kynnir áform sín í Kanada

Winnipeg. Morgunblaðið. DR. KÁRI Stefánsson og Bjarni Tryggvason geimfari munu taka þátt í hátíðahöldum Íslendinga í Kanada á næsta ári. Þetta tilkynntu Alti Ásmundsson, Skarphéðinn Steinarsson og Guðjón Arngrímsson á blaðamannafundi sem skrifstofa aðalræðismanns Íslands í Winnipeg, Meira
23. október 1999 | Erlendar fréttir | 662 orð

Líklegt að Argentína fái loks "leiðinlegan" forseta

BARÁTTUNNI vegna forsetakosninganna í Argentínu á morgun lauk í gær og búist er við að frambjóðandi perónista, flokks Carlos Menems forseta, bíði ósigur fyrir forsetaefni bandalags miðju- og vinstrimanna. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 340 orð

Loðna finnst vestan við Kolbeinsey

SVEINN Ísaksson, skipstjóri á Víkingi AK, vonaðist til að fylla skipið af loðnu í nótt en í gær hafði hann fengið 900 tonn rétt vestan við Kolbeinsey. Örn KE var á svipuðum slóðum aðfaranótt fimmtudags og fékk um 200 tonn í tveimur köstum en varð að fara í land vegna bilunar. Þá var Guðrún Þorkelsdóttir SU komin á miðin í gær. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 500 orð

Minnihlutinn segir nýtt húsnæði ódýrari kost

DEILUR eru innan bæjarstjórnar Mosfellsbæjar um það hvort ódýrara sé að leigja húsnæðið að Háholti 14 undir starfsemi Tónlistarskólans eða byggja nýtt hús fyrir skólann. Ásta Björg Björnsdóttir, fulltrúi minnihluta sjálfstæðismanna, segir að málið sé orðið hápólitískt. Meira
23. október 1999 | Erlendar fréttir | 563 orð

Mótmælendum haldið í hæfilegri fjarlægð

MÓTMÆLI gegn mannréttindabrotum í Kína settu sinn svip á Bretlandsheimsókn Jiang Zemins, forseta Kína, en henni lauk í gær er hann hélt til Frakklands. Breska stjórnin gerði þó hvað hún gat til að halda mómælendunum í hæfilegri fjarlægð og sjálf gætti hún þess að styggja ekki gestinn fyrir utan að skora á hann að ræða við Dalai Lama, útlægan leiðtoga Tíbeta. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 166 orð

Músorgskíj í bíósal MÍR

RÚSSNESKA kvikmyndin Músorgskíj verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 24. október kl. 15. Kvikmynd þessi er gömul, frá árinu 1950, og fjallar eins og nafnið bendir til um rússneska tónskáldið Modest Petrovits Músorgskíj sem uppi var 1835­1881. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 77 orð

Námskeið í hugleiðslu og djúpslökun

SÍTA frá Skandinavíska jóga- og hugleiðsluskólanum heldur fimm kvölda námskeið í hugleiðslunni Uppsprettu orkunnar og djúpslökuninni Yoga Nidra. Námskeiðið byrjar þriðjudaginn 26. október, kl. 20­21.30. Hin kvöldin eru 28. október og 4., 5. og 6. nóvember. Síta hefur kennt í 15 ár og hefur numið af Kriya Yoga-meistaranum Swami Janakananda. Meira
23. október 1999 | Miðopna | 3299 orð

Niðursveiflu spáð í kjölfar mikils framkvæmdaskeiðs

Fjárfesting atvinnuveganna jókst um 150% á árunum 1996-1998 en spáð er verulegri niðursveiflu á næstunni ef ekkert verður af byggingu álvers á Austfjörðum. Þrátt fyrir ýmsar stórar verklegar framkvæmdir á næsta ári óttast margir að samdráttarskeið kunni að taka við að ári liðnu. Ómar Friðrikssonfjallar um fyrirhugaðar stórframkvæmdir á næstu árum. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 116 orð

Opið hús í Læknagarði

OPIÐ hús á vegum Hollvinasamtakanna og hollvinafélaga heilbrigðisstéttanna verður í Læknagarði við Vatnsmýrarveg laugardaginn 30. og sunnudaginn 31. október. Fjöldi fyrirtækja og félagasamtaka verður með fræðsluefni og kynningu og listamenn úr heilbrigðisstéttum sýna verk sín. Öllum er heimill aðgangur. Dagskráin hefst í dag, laugardag, kl. Meira
23. október 1999 | Erlendar fréttir | 327 orð

Pinochet áfrýjar framsalsdómi

LÖGFRÆÐINGAR Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra Chile, áfrýjuðu í gær þeim úrskurði breska dómarans Ronald Bartle að heimilt væri að framselja hann til Spánar. Úrskurðinum var áfrýjað til dómstóls í London og verði hann staðfestur þar geta lögfræðingarnir áfrýjað honum til lávarðadeildarinnar, æðsta dómstigs Bretlands. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 634 orð

Ráðherra hefur ekki lesið greinargerðina

ÁRNI Finnsson, talsmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sagði að samkvæmt ummælum Finns Ingólfssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í Morgunblaðinu, væri greinilegt að hann hefði ekki lesið greinargerðina sem fylgdi kæru samtakanna á hendur íslenskum stjórnvöldum vegna Fljótsdalsvirkjunar. Í blaðinu sagði Finnur að kæran væri á misskilningi byggð og tilgreindi hann m.a. Meira
23. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 81 orð

Reimuðu á sig hlaupaskóna

NORRÆNA skólahlaupið er hafið að nýju og í vikunni brugðu nemendur og kennarar Síðuskóla út af hefðbundnu skólastarfi í skamma stund og reimuðu á sig hlaupaskóna. Um 530 nemendur af um 570 nemendum Síðuskóla tóku þátt í hlaupinu að þessu sinni og að auki nokkrir kennarar. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 329 orð

Ríkið kaupi hugsanlega 60%

RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum fyrir skömmu að bjóðast til þess að ganga til viðræðna við sveitarfélög á Vestfjörðum um hugsanleg kaup ríkisins á 60% hlut þeirra í Orkubúi Vestfjarða. Ríkið á fyrir 40% hlut í Orkubúinu en talið er að eigið fé fyrirtækisins nemi um fjórum milljörðum króna. Meira
23. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 445 orð

Rúmlega 20 ný störf skapast

UNNIÐ er að stofnun dótturfélags Íslenskrar miðlunar ehf. til að hefja rekstur fjarvinnslustöðva í Hrísey og Ólafsfirði. Við það skapast 22 ný störf en gert er ráð fyrir fimm starfsstöðvum á hvorum stað, þar sem vinna 10 starfsmenn á tveimur vöktum, auk þess sem ráðinn verður sameiginlegur forstöðumaður og starfsmaður með nauðsynlega tölvuþekkingu. Meira
23. október 1999 | Erlendar fréttir | 309 orð

Segir stefnu þeirra ógna forystuhlutverki Bandaríkjanna

SANDY Berger, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, gagnrýndi "einangrunarsinna" á Bandaríkjaþingi harðlega á fimmtudag. Sagði hann í ræðu á fundi áhugahóps um utanríkisstefnu í New York að Bandaríkin myndu missa tilkall til forystu í heiminum ef fulltrúar "einangrunarstefnu" í utanríkismálum úr röðum repúblikana yrðu áfram í meirihluta á þinginu. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 581 orð

Sérlögum gefið mikið vægi miðað við allsherjarlöggjöf

ARI Skúlason, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir að niðurstaða Félagsdóms varðandi fjöldauppsagnir leikskólakennara í Árborg sé mjög undarleg og honum finnist dómurinn gefa sérlögum mikið vægi miðað við allsherjarlöggjöfina. Það sé auðvitað fráleitt ef ekki gildi sömu reglur alls staðar á vinnumarkaðnum. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 118 orð

Skemmtidagskrá á 10 ára afmæli Barnaheilla

SAMTÖKIN Barnaheill - "Save the Children Iceland" fagna 10 ára afmæli sínu sunnudaginn 24. október. Af því tilefni standa samtökin fyrir skemmtidagskrá í sal Ráðhúss Reykjavíkurborgar fyrir börn og foreldra þeirra og hefst hún kl. 15 þennan sama dag. Öll skemmtiatriðin á dagskránni verða í höndum barna og má þar nefna söng, dans, tónlistarflutning og upplestur. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 195 orð

Sósíalistaflokkurinn fékk 30 millj.

SAMEININGARFLOKKUR alþýðu - Sósíalistaflokkurinn, sem síðar varð hluti Alþýðubandalagsins, fékk tæplega þrjátíu milljóna króna fjárhagsstuðning frá sovéska kommúnistaflokknum á árunum 1956­1966. Þetta kemur fram í gögnum miðstjórnar kommúnistaflokksins sem fréttastofa Stöðvar 2 hefur undir höndum og sagði frá í fréttatíma í gærkvöldi. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 230 orð

Starfsemi hefst uppúr áramótum

SAMNINGAR hafa verið undirritaðir milli sveitarstjórnar Norður- Héraðs og Barnaverndarstofu um rekstur meðferðarheimilis á Skjöldólfstöðum á Jökuldal. Að sögn Braga Guðbranssonar, framkvæmdastjóra Barnaverndarstofu, flytja forstöðumenn þessa meðferðarheimilis á Skjöldólfsstaði uppúr næstu áramótum. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 321 orð

Stefnt að opnun haustið 2001

STEYPUFRAMKVÆMDIR við nýja 60.000 fermetra verslunarmiðstöð í Smáralind munu líklega hefjast næsta vor, en áætlað er að opna miðstöðina haustið 2001. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Pálma Kristinsson, framkvæmdastjóra Smáralindar ehf. "Það er ekkert sem bendir til annars en að áætlanir muni standast," sagði Pálmi. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 222 orð

Stóriðjustefna Framsóknarflokks gagnrýnd

STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar ­ græns framboðs, sagði í setningarræðu sinni á landsfundi flokksins á Akureyri í gær að mikilvægustu málefnin og viðfangsefnin um þessar mundir væru umhverfismálin. Meira
23. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 236 orð

Stórt skref í að rjúfa faglega einangrun

FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ á Akureyri stendur fyrir vikulegum fræðslufundum í húsakynnum sínum. Fundirnir eru þó ekki einvörðungu fyrir starfsfólk FSA, því þeir eru sendir víða með fjarfundarbúnaði. Í gærmorgun fylgdist starfsfólk heilbrigðisstofnana á Neskaupstað, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Húsavík, Hvammstanga og Ísafirði, með erindi Alexanders Smárasonar, sérfræðings á kvennadeild FSA, Meira
23. október 1999 | Erlendar fréttir | 976 orð

Sviðin jörð og húsarústir Skógareldar hafa logað í Kaliforníu í allt sumar og hættan er fjarri því að vera liðin hjá. Fjöldi

Árvissir skógareldar í Bandaríkjunum með allra versta móti í sumar og valda mikilli eyðileggingu Sviðin jörð og húsarústir Skógareldar hafa logað í Kaliforníu í allt sumar og hættan er fjarri því að vera liðin hjá. Meira
23. október 1999 | Erlendar fréttir | 329 orð

Talið að yfir 143 séu látnir

YFIRVÖLD í Tjetsjeníu segja að meira en 143 óbreyttir borgarar hafi látist í flugskeytaárás á höfuðborgina Grosní á fimmtudag og á þriðja hundrað særst. Sjónarvottar segja að allt að 10 rússnesk flugskeyti hafi sprungið á ýmsum stöðum í miðborginni seint á fimmtudagskvöld. Að minnsta kosti eitt þeirra lenti á markaðstorgi þar sem fólk var að kaupa inn matvæli og sat á kaffihúsum. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 480 orð

Telur háttsemi ákærða skipulagða brotastarfsemi

ÁFRÝJAÐ sakamál ákæruvaldsins gegn Pétri Þór Gunnarssyni, eiganda Gallerís Borgar, var lagt í dóm að loknum málflutningi í Hæstarétti í gær. Ákærði Pétur Þór áfrýjaði hálfs árs fangelsisdómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp hinn 5. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 380 orð

Tillaga um að fyrirtæki setji sér siðareglur

VIÐ umræður um þingsályktunartillögu Samfylkingar um setningu siðareglna í viðskiptum á fjármálamarkaði, sem fram fóru á Alþingi á fimmtudag, tóku Pétur Blöndal og Ásta Möller, þingmenn Sjálfstæðisflokks, undir þá skoðun að æskilegt væri að fyrirtæki á fjármálamarkaði settu sér siðareglur. Lögðu þau hins vegar áherslu á að fyrirtækin sjálf yrðu að eiga frumkvæði að gerð slíkra reglna. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 311 orð

Tveir dæmdir fyrir gáleysi við framúrakstur

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt rúmlega fertugan mann til þriggja mánaða fangelsisvistar, skilorðsbundið til tveggja ára, vegna gáleysis við framúrakstur sem olli alvarlegu slysi árið 1997. Þá var maðurinn dæmdur til greiðslu 150 þúsund króna sektar og sviptur ökuréttindum í tvö ár. Í júní 1997 olli maðurinn árekstri á Vesturlandsvegi skammt vestan við Hvammsvík. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 837 orð

Unnið með einstaklingnum

KORPUSKÓLI er nýjasta viðbótin í grunnskólaflóru Reykjavíkurborgar. En skólastarf hófst nú í haust og er markmið skólastjórnenda að vinna sem best með hæfileika hvers og eins nemanda, sem eru á aldrinum 6-11 ára. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 293 orð

Upplýsingar verða veittar eftir helgi

LOKUÐUM haustfundi Hollustuverndar lauk síðdegis í gær. Ekki fengust upplýsingar um niðurstöður sem fram kunna að hafa komið í erindum um kampýlobakter, sem flutt voru á fundinum, en umfjöllun um niðurstöður rannsókna á bakteríunni og sýkinga af völdum hennar mun vera ástæða þess að ákveðið var að hafa fundinn lokaðan. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 44 orð

Vann ferð til Dublin

SKRÍPAMYNDIR ­ Nordic Comic dró út heppinn áskrifanda hjá Myndasöguklúbbi Íslands 6. október sl. Vinninginn hlaut Kristján Valdimarsson og vann hann ferð fyrir tvo til Dublin í boði Samvinnuferða-Landsýnar. Á myndinni tekur Kristján við vinningnum úr hendi Búa Kristjánssonar ritstjóra. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 110 orð

Veglegir vinningar í netleik á mbl.is

Í TILEFNI af frumsýningu kvikmyndarinnar Lögreglumaðurinn Gadget, stóð Morgunblaðið á Netinu að leik ásamt Sambíóunum, BT, Hard Rock og Fm 95,7. Leikurinn gekk út á að svara spurningum sem birtust á Netinu. Dregið hefur verið í leiknum og bárust um 3000 sendingar. Vinningar í leiknum voru margir en glæsilegasti vinningurinn var DVD-spilari ásamt þremur DVD- myndum frá BT. Á myndinni (t. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 149 orð

Vetrarstarf Brunatæknifélagsins hafið

BRUNATÆKNIFÉLAG Íslands hélt nýverið fyrsta vetrarfund sinn í Keflavík en í félaginu eru 60 félagar. Brunatæknifélag Íslands er 63. deildin í alþjóðlegum félagsskap "Institution of engineers" skammstafað IFE. Tilgangur félagsins er að örva og stuðla að framförum í brunafræðum, forvörnum og slökkvitækni svo eitthvað sé nefnt. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 72 orð

Vetri heilsað á Akrafjalli

FERÐAFÉLAG Íslands efnir til tveggja dagsferða á sunnudaginn er hefjast kl. 10.30 frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6 og má segja að vetri sé heilsað með ferðunum. Annars vegar er gengið á Akrafjall, en hins vegar strandganga um Akranes þar sem m.a. er farið um Langasand og út í Elínarhöfða. Meira
23. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 116 orð

Viðræður hafnar

VIÐRÆÐUR um hugsanlega sameiningu Glæsibæjarhrepps, Skriðuhrepps og Öxnadalshrepps eru hafnar en fyrsti fundur fulltrúa hreppanna var haldinn á dögunum. Þá sátu tveir áheyrnarfulltrúar frá Arnarneshreppi fundinn. Viðræður um sameiningu hreppanna þriggja fóru af stað að frumkvæði Glæsibæjarhrepps og sagði Oddur Gunnarsson oddviti, að ákveðið hafi verið að halda þeim áfram. Meira
23. október 1999 | Innlendar fréttir | 1019 orð

"Við verðum að taka Snorra alvarlega"

"ÞAÐ vakti ekki fyrir okkur að uppgötva einhver ný sannindi, stundum skiptir ekki minna máli að setja það, sem vitað er, í nýtt samhengi," sagði Heyerdahl en hann viðaði meðal annars að sér efni í bókina með því að kanna ýmsar heimildir á Íslandi, Portúgal, Meira
23. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 234 orð

Vilja ekki hraðahindranir og 30 km hámarkshraða

FIMM fyrirtæki, Blómalist, Garðtækni, Gæludýrabúð Norðurlands, Höfði og Þ. Björgúlfsson hafa myndað með sér samstöðuhóp um hraðahindranir og takmörkun hámarkshraða í 30 kílómetra í Hafnarstræti frá Drottningarbraut til Aðalstrætis og í Aðalstræti að Drottningarbraut. Meira
23. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 56 orð

Vínartónleikar

SJÖUNDA starfsár Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands hefst með Vínartónleikum í Glerárkirkju á morgun, sunnudaginn 24. október, kl. 16. Einsöngvari á tónleikunum er Signý Sæmundsdóttir. Fluttar verða ýmsar perlur, s.s. Keisaravalsinn, Tritsch-Tratsch polki, Radetsky marsinn og lög úr Kátu ekkjunni, Czardás-furstaynjunni og fleiri lög. Meira
23. október 1999 | Erlendar fréttir | 121 orð

Öflugur jarðskjálfti á Taívan

126 manns slösuðust og 15 byggingar hrundu þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir Taívan í gær. Ekki var vitað til þess að skjálftinn hefði valdið dauðsföllum og engar fréttir bárust um að fólk væri fast í rústum bygginganna sem hrundu. Skjálftinn mældist 6,4 stig á Richterskvarða og olli ekki eins miklu tjóni og stóri skjálftinn á Taívan 21. september, sem varð 2. Meira

Ritstjórnargreinar

23. október 1999 | Staksteinar | 426 orð

Aðild að ESB ræður úrslitum um framtíð okkar sem sjálfstæðrar þjóðar

ÁGÚST Einarsson fyrrum alþingismaður gerir aðild að Evrópusambandinu að umræðuefni á vefsíðu sinni nýverið'og leggur svo ríka áherzlu á málin að hann fullyrðir að aðild Íslands að ESB muni ráða "úrslitum um framtíð okkar sem sjálfstæðrar þjóðar". Meira
23. október 1999 | Leiðarar | 621 orð

FRAM ÚR DÖNUM Í KAUPMÆTTI

leiðari FRAM ÚR DÖNUM Í KAUPMÆTTI SÚ MIKLA kaupmáttaraukning, sem orðið hefur hér á landi síðustu árin, kemur ljóslega fram í niðurstöðum könnunar, sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Verzlunarmannafélag Reykjavíkur á ráðstöfunartekjum starfsfólks í þjónustugreinum í Danmörku og Íslandi. Meira

Menning

23. október 1999 | Menningarlíf | 196 orð

100 ár afmælis Málfríðar Einarsdóttur minnst

ÞESS verður minnst á Borgarbókasafni Reykjavíkur í Þingholtsstræti 29A í dag, laugardag, eru 100 ár liðin frá fæðingu Málfríðar Einarsdóttur frá Munaðarnesi. Aðalsafn Borgarbókasafns Reykjavíkur hefur fengið lánuð sýnishorn af "strammaskáldskap" Málfríðar, sem eru púðar og önnur útsaumsverk og verða þau til sýnis í sýningarskáp safnsins. Meira
23. október 1999 | Fólk í fréttum | 620 orð

165 milljóna ára dýr á skjáinn

OFT hefur verið fundið að vinnubrögðum svonefndra dagskrárstjóra sjónvarps. Þeir hafa ekki alltaf þótt starfi sínu vaxnir. Þess ber þó að gæta að vettvangurinn, þar sem þeir starfa, er ákaflega hugmyndasnauður. Helstu viðfangsefni leikinna sjónvarpsþátta og kvikmynda í sjónvarpi eru tvenns konar. Meira
23. október 1999 | Fólk í fréttum | 74 orð

Brosir framan í heiminn

DEBBIE Harry, söngkona Blondie, brosir hér sínu blíðasta rétt áður en tónleikar hófust með hljómsveit hennar í Zagreb í gær. Hljómsveitin,sem átti mörg vinsæl lög á sínum tíma, hefur nú komið saman aftur eftir sautján ára hlé, gefið út plötuna "No Exit" og lagt land undir fót. Meira
23. október 1999 | Fólk í fréttum | 107 orð

Forskot tekið á sæluna

KVIKMYNDIN "Runaway Bride" eða Brúður á flótta var forsýnd á fimmtudagskvöld og fengu þeir sem mættu í brúðarkjólum 10 þúsund króna gjafabréf í Sambíóin, málsverð fyrir tvo á Hard Rock, geisladisk með tónlist myndarinnar frá Skífunni og ársbirgðir af Labello- varasölva. Meira
23. október 1999 | Menningarlíf | 627 orð

Framtíðarland kristninnar

Í LOK nóvembermánaðar kemur út hjá Skálholtsútgáfunni norræn bók sem heitir Framtíðarlandið og verður henni dreift inn á 20 þúsund heimili á Íslandi þar sem eru börn á aldrinum fjögurra til tíu ára. Bókin, sem er sameiginlegt útgáfuverkefni útgáfufélaga norrænu kirknanna, er einnig gefin fjölskyldum annars staðar á Norðurlöndum. Tilefni gjafarinnar eru þau miklu tímamót sem framundan eru. Meira
23. október 1999 | Fólk í fréttum | 455 orð

Frumsýning Stærri, lengri, óklippt KVIKMYNDIR/Bíóhölli

KVIKMYNDIR/Bíóhöllin, Kringlubíó og Nýja bíó, Keflavík, frumsýna bandarísku teiknimyndina "South Park", sem byggð er á samnefndum sjónvarpsþáttum. Meira
23. október 1999 | Fólk í fréttum | 170 orð

Fyrsti æsifréttablaðamaðurinn Winchell (Winchell)

Framleiðandi: Stan Wlodkowski. Leikstjóri: Paul Mazursky. Handritshöfundur: Scott Abbott. Kvikmyndataka: Robbie Greenberg. Tónlist: Bill Conti. Aðalhlutverk: Stanley Tucci, Glenne Headley, Paul Giamati, Christopher Plummer, Xander Berkeley. (103 mín.) Bandaríkin. Bergvík, 1999. Myndin er bönnuð innan 12 ára. Meira
23. október 1999 | Fólk í fréttum | 1038 orð

Gagnkvæm virðing íslenskra tónlistarmanna til sóma

HLJÓMSVEITIN Ensími vinnur að breiðskífu um þessar mundir og fékk hún Steve Albini, upptökustjóra, upptökumann og hljóðblendil, til að koma hingað til lands og aðstoða við upptökur. Steve sérhæfir sig í hljóðblöndun og upptöku neðanjarðartónlistar og segist hafa þróað vinnuaðferðir sem skili góðum árangri á stuttum tíma. Meira
23. október 1999 | Menningarlíf | 169 orð

Harpa Björnsdóttir sýnir hvað hún sá

HARPA Björnsdóttir opnar sýningu í Listasalnum MAN, Skólavörðustíg 14 í dag kl. 14. Á sýningunni eru vatnslitamyndir sem eru unnar á síðustu árum. Í fréttatilkynningu segir: "Myndirnar eru sjónrænt endurvarp úr umhverfi og upplifun listamannsins. Meira
23. október 1999 | Fólk í fréttum | 915 orð

Helguðu líf sitt dansinum Marcus og Karen Hilton unnu sinn fyrsta heimsmeistaratitil í samkvæmisdönsum er þau voru 21 árs. Síðan

AFMÆLISHÁTÍÐ Dansskóla Jóns Péturs og Köru er haldin í Laugardalshöllinni í dag og verða Marcus og Karen Hilton sérlegir gestir hátíðarinnar. ­Þið tilkynntuð í vor að þið væruð hætt að keppa í dansi, hvað kom til? "Við vorum komin með nóg," segir Marcus og lítur hlæjandi á Karen. Meira
23. október 1999 | Menningarlíf | 31 orð

"Hugleiðsla um list"

SARA Björnsdóttir myndlistarkona opnar sýningu í versluninni Nælon og jarðarber, Hverfisgötu 39, í kvöld, laugardagskvöld, kl. 20. Yfirskrift sýningarinnar er Hugleiðsla um list og stendur hún til 8. nóvember. Meira
23. október 1999 | Fólk í fréttum | 58 orð

Höfuðvígi hrollvekjunnar

DONNIE Gillespie, eigandi myndbandaleigunnar Diabolik, er ekki að flytja atriði úr Hamlet Shakespeares þótt áhuginn á kvikmyndum sé til staðar. Hauskúpan sem hann heldur á er kertastjaki í anda myndanna sem á boðstólum eru á myndbandaleigunni, nefnilega hrollvekjum. Í verslun Gillespies fást ríflega 4 þúsund myndir og er margar þeirra ekki að finna á öðrum leigum. Meira
23. október 1999 | Fólk í fréttum | 1371 orð

JOSEPH L. MANKIEWICZ

Í GÆÐAMYNDINNI, Allt um móður mína, sem verið er að sýna í einu kvikmyndahúsanna, sækir Pedro Almodóvar í eina af bestu kvikmyndum sögunnar; All About Eve. Þetta hálfrar aldar gamla stórvirki hefur orðið mörgum að yrkisefni og er eitt besta verk höfundarins, Josephs L. Mankiewicz, eins snjallasta kvikmyndaskálds aldarinnar.. Meira
23. október 1999 | Fólk í fréttum | 102 orð

Karlmenn sem skara fram úr

TÍMARITIÐ CQ heiðraði 16 karlmenn sem menn ársins á fimmtudagskvöld og er þetta árlegur viðburður hjá blaðinu. Á meðal þeirra sem voru verðlaunaðir voru Steven Spielberg, sem fékk leikstjórnarverðlaunin, og Calvin Klein, sem var valinn tískuhönnuður ársins. Meira
23. október 1999 | Menningarlíf | 185 orð

Kór Snælandsskóla kynnir nýja geislaplötu

KÓR Snælandsskóla heldur tónleika í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs í dag, laugardag, kl. 16. Tónleikarnir eru útgáfutónleikar vegna geislaplötu sem kórinn vann að síðastliðið vor og kemur út um þessar mundir. Á plötunni, sem nefnist "Fagur er Fossvogsdalur", eru 19 lög, bæði innlend og erlend. Meira
23. október 1999 | Fólk í fréttum | 132 orð

Leitar Spielberg í smiðju Triers?

STEVEN Spielberg lýsti því yfir í ráðstefnusal Universal-kvikmyndaversins að hann hefði mikið álit á dogma-reglum dönsku leikstjóranna Thomasar Vinterbergs og Lars Von Triers og að hann langaði sjálfan til að gera mynd eftir sáttmálanum, að því er fram kemur í nýjasta hefti Newsweek. Meira
23. október 1999 | Fólk í fréttum | 374 orð

Loðfíll í leiðangri

VÍSINDAMENN hafa grafið loðfíl upp úr sífreranum í Síberíu og flutt hann, frosinn og í heilu lagi, á rannsóknarstofu. Þeir notuðu radar- tækni til að koma auga á ferlíkið og síðan var grafið meðfram honum til að varðveita sem best hinn 23 þúsund ára gamla skrokk sem síðan var flogið með í frysti til rússnesku borgarinnar Khatanga. Meira
23. október 1999 | Leiklist | 296 orð

Mannfræði í Mosó

Barnaleikrit samið af Ólafi Hauki Símonarsyni eftir sögu Rudyards Kipling með tónlist eftir Valgeir Skagfjörð. Leikstjóri: Valgeir Skagfjörð. Aðstoðarleikstjóri: Lárus H. Jónsson. Leikendur: Unnur Lárusdóttir, Magnús Guðfinnsson, Böðvar Sveinsson, Harpa Svavarsdóttir, Gunnhildur Sigurðardóttir, Ingvar Hreinsson og Þórdís Una Gunnarsdóttir. Hljóðfæraleikur: Ólafur Haraldsson, Snæbjörn Sigurðarson. Meira
23. október 1999 | Menningarlíf | 158 orð

Meistaranámskeið Martins Isepps

MARTIN Isepp, píanóleikari og stjórnandi, heldur meistaranámskeið (master class) á vegum Söngskólans í Reykjavík fyrir söngvara og píanóleikara. Námskeiðið fer fram í tónleikasal Söngskólans, Smára, Veghúsastíg 7, Reykjavík, dagana 25.­29. október og er opið öllu tónlistaráhugafólki til áheyrnarþátttöku. Meira
23. október 1999 | Margmiðlun | 425 orð

Mót íslenskra Linux-vina

ÚTBREIÐSLU Linux um allan heim má að miklu leyti þakka sjálfboðaliðastarfi þúsunda manna sem hafa ýmist komið að þróun stýrikerfisins, eða unnið óeigingjarnt starf við að kynna það af miklum móð. Víða starfa sérstök samtök Linux-vina og hér á landi hafa slík samtök haldið uppsetningarteiti og kynningarfundi, en einn slíkur verður haldinn í dag. Meira
23. október 1999 | Menningarlíf | -1 orð

Mögnuð kvenlýsing

Leikgerð upp úr skáldsögu Halldórs Laxness: Hilmar Jónsson og Finnur Arnar Arnarson. Leikstjóri: Hilmar Jónsson. Leikarar: Magnea Valdimarsdóttir, María Ellingsen, Benedikt Erlingsson, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Gunnar Helgason, Jón Stefánsson, Jóhanna Jónas, Dofri Hermannsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson. Búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Meira
23. október 1999 | Fólk í fréttum | 52 orð

Riddarinn á hvíta hestinum

STEFAN Danis krýpur fyrir unnustu sinni, Leslie Strong, eftir að hafa riðið til hennar í fullum herklæðum á hvítum hesti. Sprundið Strong tárfelldi, vísast af hamingju, þegar þessi rómantíski kærasti frá Montreal bað hennar. Hún tók bónorðinu. Hvort hann stökk hæð sína í loft upp fylgir ekki sögunni. Meira
23. október 1999 | Fólk í fréttum | 162 orð

Rotinn kjarni 8MM

Leikstjóri: Joel Schumacher. Handrit: Andrew Kevin Walker. Kvikmyndataka: Robert Elswit. Aðalhlutverk: Nicolas Cage og Joaquin Phoenix. (123 mín.) Skífan, október 1999. Bönnuð innan 16 ára. Meira
23. október 1999 | Menningarlíf | 262 orð

Ræðir við gesti um verk sín

HAFSTEINN Austmann listmálari verður viðstaddur á lokadögum sýningar sinnar á Kjarvalsstöðum nú um helgina og til viðtals fyrir áhugasama gesti. Raunar segist hann ekki geta útskýrt myndirnar sínar, sé hann spurður. "Því miður skil ég þær ekki," segir hann og bætir við að fólk verði að skilja þær sínum eigin skilningi. Meira
23. október 1999 | Margmiðlun | 228 orð

Sin í teiknimynd

SKOTLEIKURINN magnaði Sin er á leið á hvíta tjaldið. Ekki verður þó gerð leikin kvikmynd eftir leiknum, heldur anime-teiknimynd upp á japanska vísu. Sin vakti á sínum tíma talsverða athygli, en leikurinn er skotleikur í ætt við Quake og nýtir Quake II- þrívíddarvélina. Hann þótti verulega blóðugur og var nokkuð umdeildur fyrir ofbeldi á sínum tíma. Meira
23. október 1999 | Tónlist | 607 orð

Svarthvítagaldur

Charlie Chaplin: Borgarljós. Þögul kvikmynd með hljómsveitarundirleik. Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Franks Strobels. Fimmtudaginn 21. október kl. 20. ÞAÐ er tímanna tákn ef kalla má kvikmyndasýninguna í Háskólabíói á föstudagskvöldið fágætan atburð. Meira
23. október 1999 | Menningarlíf | 113 orð

Sýningum á RENT að ljúka

SÝNINGUM á söngleiknum RENT er að ljúka. Síðustu sýningarnar verða í kvöld, laugardagskvöld og föstudagskvöldið 29. október. Þjóðleikhúsi hefur sýnt RENT í Loftkastalanum síðan á liðnum vetri. RENT er nýr bandarískur söngleikur, frumsýndur 1996. Höfundur tónlistar og texta er Jonathan Larson. Meira
23. október 1999 | Margmiðlun | 364 orð

Tarzan kemur skemmtilega á óvart

Tarzan, leikur fyrir Play Station frá Disney. DISNEY hefur gefið út Play Station-leiki frá því fyrstu vélarnar komu á markað. Leikirnir hafa yfirleitt verið hálfkláraðir og gefnir út nokkrum vikum eftir að viðkomandi teiknimynd er komin út. Þetta og ótrúlegt "flopp" síðasta leiks fyrirtækisins, Bugs Life, fær fólk til að efast fyrirfram um gæði nýjasta leiks þeirra, Tarzan. Meira
23. október 1999 | Menningarlíf | 24 orð

Tónleikum aflýst í Salnum

Tónleikum aflýst í Salnum TÓNLEIKUM Guðnýjar Guðmundsdóttur og Gerrits Schuil, Fiðla og píanó í Tíbrá, sem vera áttu á mánudagskvöld, er aflýst vegna óviðráðanlegra orsaka. Meira
23. október 1999 | Fólk í fréttum | 98 orð

ÚR RÍKI náttúrunnar

ALLS bárust 21.265 ljósmyndir frá 66 löndum í hina árlegu BG-samkeppni um bestu ljósmyndir úr ríki náttúrunnar. Samkeppnin er haldin í Lundúnum og nýtur hún mestrar virðingar í þessum flokki mynda í heiminum og ættu myndirnar að geta talað sínu máli. Meira
23. október 1999 | Fólk í fréttum | 55 orð

Þrír í tangó

KVIKMYNDIN "Three to Tango" var frumsýnd í Los Angeles síðastliðinn þriðjudag og hér sjást aðalleikarar myndarinnar, Dylan McDermott og Neve Campbell, stilla sér upp fyrir ljósmyndara af því tilefni. Vinurinn Matthew Perry sem margir þekkja sem hinn stressaða Chandler, fer einnig með stórt hlutverk í myndinni en leikstjóri hennar er Damon Santostefano. Meira

Umræðan

23. október 1999 | Aðsent efni | 565 orð

Að snúast eftir vindi

FÖSTUDAGINN 8. október birtist hér í Morgunblaðinu undarleg grein eftir Þórlind Kjartansson, formann Vöku. Spurningin: "Ertu hættur að berja konuna þína?" veldur Þórlindi ekki vandræðum, en það virðist hinsvegar hafa vafist fyrir honum, íblautum á bak við eyrun" að útskýra fyrir útvarpsmanni muninn á afstöðu Vöku og Röskvu til skólagjalda. Meira
23. október 1999 | Bréf til blaðsins | 567 orð

Fastir liðir eins og venjulega

HVERJUM finnst ekki þægilegt á rólegu laugardagskvöldi þegar kalt veður er úti eins og svo oft er hér á klakanum, að koma sér vel fyrir undir teppi fyrir framan sjónvarpið og vona að eitthvað áhugavert birtist á skjánum? Þá er nú gott að hafa úr einhverjum sjónvarpsstöðvum að velja og hafa svolitla fjölbreytni. Ekki eru allir svo heppnir að hafa efni á því. Meira
23. október 1999 | Bréf til blaðsins | 224 orð

Feitar rjúpur og kjarnorkuvopn

ÞAÐ er sjaldan sem Íslands er getið í sænskum fjölmiðlum, nema um sé að ræða hestamennsku, Bláa lónið eða bækur íslenskra rithöfunda. Því hrökk undirritaður illa við er forsíða Gautaborgar-Póstsins skartaði með fyrirsögn um kjarnorkuvopn á Íslandi. Meira
23. október 1999 | Bréf til blaðsins | 296 orð

Fermingar og fatlaðir

HAUSTIÐ er komið og fermingarbörn ársins 2000 eru farin að streyma til kirkjunnar til þess líflega starfs sem boðið er upp á í öllum kirkjum landsins. Prestar landsins og aðstoðarfólk þeirra leitast við af fremsta megni að koma þeim kristindómi að sem lögtekinn var á Íslandi fyrir 1000 árum. Meira
23. október 1999 | Aðsent efni | 995 orð

Gamlar kreddur kirkjunnar

Hér leita ég til kirkjunnar, segir Ragnar Ragnarsson. Ég þarf á skýrum svörum að halda. Meira
23. október 1999 | Aðsent efni | 483 orð

Hvað gera einhleypir?

Markmið Félags fráskilinna og einstæðra er áhersla á mannleg samskipti, segir Guðmundur Valtýsson, þar sem félagsmönnum gefst kostur á að vera virkir þátttakendur í félagsstarfinu. Meira
23. október 1999 | Aðsent efni | 439 orð

Lág laun tónlistarkennara óviðunandi

Tónlistarkennarar í Reykjavík, segja þær Ásdís Arnardóttir og Halldóra Aradóttir, geta ekki lengur setið aðgerðarlausir. Meira
23. október 1999 | Aðsent efni | 643 orð

Ósönnum ásökunum formanns Rafiðnaðarsambandsins svarað

Stefna Vinnueftirlitsins, segir Eyjólfur Sæmundsson, er sú að leitast við að styrkja stöðu öryggistrúnaðarmanna. Meira
23. október 1999 | Aðsent efni | 961 orð

Um meinta lækningu á samkynhneigð

Kynhneigð snýst einfaldlega ekki um tískubylgju, segir Matthías Matthíasson, og því ekki unnt að snúa neinum til samkynheigðar eða gagnkynhneigðar. Meira

Minningargreinar

23. október 1999 | Minningargreinar | 354 orð

Ármann Árnason

Ármann afi minn og nafni er dáinn. Langar mig að minnast hans með nokkrum orðum. Ég heimsótti ömmu og afa á Vopnó, eins og við köllum það alltaf, síðast í fyrrasumar. Ég hef alltaf farið á Vopnafjörð á hverju sumri síðan ég man eftir mér, en í ár hef ég ekki enn komist vegna þess að ég er búinn að vera mestan hluta þessa árs erlendis að vinna. Meira
23. október 1999 | Minningargreinar | 343 orð

Ármann Árnason

Í dag, laugardaginn 23. október, fylgi ég honum afa, Ármanni Árnasyni, til hinstu hvílu. Söknuður minn er mikill, og margar minningar leita á hugann. Minningarnar eru ekki síst síðan ég var lítil stelpa í heimsókn hjá afa og ömmu á Vopnafirði. Ofarlega er í minningunni þegar ég fékk að fara með þér á dráttarvélinni niður á bryggju, þar sem ég reyndi að veiða marglyttur. Meira
23. október 1999 | Minningargreinar | 86 orð

ÁRMANN ÁRNASON

ÁRMANN ÁRNASON Ármann Árnason fæddist á Breiðumýri í Vopnafirði 2. júlí 1910. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð 14. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Hólmfríður Jóhannsdóttir og Árni Árnason. Ármann var elstur átta systkina. Þau voru Kristín, Jóhanna, Jóna, Dagbjört, Guðni, Pétur og Þórarinn. Þau eru öll látin nema Þórarinn. Meira
23. október 1999 | Minningargreinar | 110 orð

Ármann Reynir Tómasson

Mig langar að minnast Ármanns Reynis Tómassonar með nokkrum orðum. Ármann var höfðingi heim að sækja, skemmtilegur og með afbrigðum minnugur. Ótímabært andlát hans er okkur öllum hér á vistheimilinu í Gunnarsholti sorgarefni því Ármann Reynir var svo sannarlega vinur vina sinna. Nú er hann kominn yfir móðuna miklu eins og oft er sagt en eftir sitjum við vinir hans með sárt ennið. Meira
23. október 1999 | Minningargreinar | 30 orð

ÁRMANN REYNIR TÓMASSON

ÁRMANN REYNIR TÓMASSON Ármann Reynir Tómasson fæddist á Reynifelli á Rangárvöllum 18. febrúar 1943. Hann lést á Landspítalanum 13. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskapellu 21. október. Meira
23. október 1999 | Minningargreinar | 158 orð

Guðmunda Berta Alexandersdóttir

Mig langar aðeins með nokkrum orðum að kveðja æskuvinkonu mína, Mundu, eins og hún var kölluð í daglegu tali okkar á milli. Mig langar að þakka henni fyrir öll æskuárin okkar fyrir vestan, í Súgandafirði, við leiki og störf. Oft töluðum við um hvað það væri yndislegt að alast þar upp, í fallega þorpinu okkar. Meira
23. október 1999 | Minningargreinar | 31 orð

GUÐMUNDA BERTA ALEXANDERSDÓTTIR

GUÐMUNDA BERTA ALEXANDERSDÓTTIR Guðmunda Berta Alexandersdóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 11. mars 1926. Hún lést á líknardeild Landspítalans 17. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 22. október. Meira
23. október 1999 | Minningargreinar | 455 orð

Guðrún Bjarnheiður Gísladóttir

Það voru mér þungbær tíðindi að heyra að ástkær amma mín hefði látist. Jafnvel þótt maður hafi reynt að búa sig sem best undir hið óumflýjanlega skilur hún eftir mikið tómarúm í hjarta mínu, sem og eflaust hjá öllum þeim er hana þekktu og vissu hvílík gæðamanneskja hún var. En það er huggun harmi gegn að hún hefur fengið hvíld frá heilsuleysi og er komin til endurfunda við afa minn. Meira
23. október 1999 | Minningargreinar | 196 orð

Guðrún Bjarnheiður Gísladóttir

Okkur barnabörn Guðrúnar Gísladóttur, sem erum búsett í Bandaríkjunum, langar til að minnast ömmu okkar með nokkrum orðum. Þótt við höfum ekki haft mörg tækifæri til þess að heimsækja ömmu okkar á Íslandi þá eru þær stundir og minningar okkur dýrmætar. Íslenskan hjá okkur barnabörnunum var kannski ekki sem best en skilningurinn var alltaf til staðar á milli okkar og ömmu. Meira
23. október 1999 | Minningargreinar | 448 orð

Guðrún Bjarnheiður Gísladóttir

Þessi orð þjóðskáldsins Matthíasar koma fyrst fram í huga minn, er ég hugsa til Guðrúnar Gísladóttur sem nú hefir endað sína æviför. Hún reyndist mér jafnan sem móðir á meðan leiðir okkar lágu saman. Það var á sólbjörtum júlídegi sumarið 1952. Meira
23. október 1999 | Minningargreinar | 395 orð

Guðrún Bjarnheiður Gísladóttir

Guðrún Bjarnheiður Gísladóttir Langt úr fjarlægð, elsku amma mín, ómar hinsta kveðja nú til þín. En allt hið góða, er ég hlaut frá þér, ég allar stundir geymi í hjarta mér. Ég man frá bernsku mildi kærleik þinn, man hve oft þú gladdir huga minn. Meira
23. október 1999 | Minningargreinar | 440 orð

GUÐRÚN BJARNHEIÐUR GÍSLADÓTTIR

GUÐRÚN BJARNHEIÐUR GÍSLADÓTTIR Guðrún Bjarnheiður Gísladóttir fæddist í Vesturholtum í Þykkvabæ 6. september 1906. Hún lést á Dvalarheimilinu Garðvangi í Garði 14. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Gísli Bjarnason, bóndi í Vesturholtum, f. 17.6. 1863 í Háfshjáleigu í Djúpárhreppi, d. 6.8. Meira
23. október 1999 | Minningargreinar | 290 orð

Guðrún Gísladóttir

Gleði er fyrsta orðið sem kemur í huga okkar þegar við hugsum til ömmu. Amma var mjög lífsglöð kona og það var alltaf gaman að heimsækja hana. Við minnumst hennar gjarnan þar sem við komum í heimsókn til hennar á Hringbrautina þar sem hún hellti upp á kaffi á gamla mátann og það var sko besta kaffið sem hægt var að fá. Það var svo alvöru bakkelsi með; lummur, jólakökur og pönnukökur. Meira
23. október 1999 | Minningargreinar | 84 orð

Guðrún Gísladóttir

Elsku Guðrún amma, nú ertu komin til himna og við vitum að þú ert glöð þar. Það var gaman að koma og heimsækja þig á Garðvangi og þú sagðir alltaf þegar við komum: "Þarna koma skruddurnar mínar." Við kveðjum þig og þökkum þér fyrir þann stutta tíma sem við áttum saman. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Meira
23. október 1999 | Minningargreinar | 272 orð

Valgerður Helga Guðmundsdóttir

Valgerður Helga frænka kvaddi þennan heim að morgni 15. okt. sl. á Sjúkrahúsi Suðurlands eftir skamma legu, fimm daga. Hún dvaldi síðustu árin á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu og þar naut hún frábærrar umönnunar alls starfsliðs, sem ber að þakka. Meira
23. október 1999 | Minningargreinar | 336 orð

Valgerður Helga Guðmundsdóttir

Ástkær ömmusystir okkar, hún Vala í Hellatúni, er dáin. Með örfáum orðum langar okkur að minnast Völu og þeirra góðu stunda sem við áttum með henni. Annað okkar, Úlfur, naut þess að alast upp að hluta hjá henni, því hann var sendur í sumardvöl til hennar þegar hann var aðeins fjögurra ára gamall. Alls urðu sumrin tólf sem hann dvaldist þar. Meira
23. október 1999 | Minningargreinar | 178 orð

VALGERÐUR HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR

VALGERÐUR HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR Valgerður Helga Guðmundsdóttir fæddist í Áskoti á Ásahreppi 26. febrúar 1902. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 15. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þórunn Helgadóttir og Guðmundur Hróbjartsson, sem eignuðust fimm börn, en fjögur þeirra lifðu, Guðrún, f. 17. maí 1900, Valgerður Helga, Guðni, f. 27. Meira
23. október 1999 | Minningargreinar | 454 orð

Örvar Pálmi Pálmason

Elsku Örvar minn. Þegar ég fékk þær fréttir að þú værir dáinn gat ég ekki skilið hvers vegna þú varst tekinn svona fyrirvaralaust í burtu frá okkur. Nú á ég bara minningar um allt það sem við brölluðum saman þegar við vorum yngri. Ég man vel eftir því þegar leiðir okkar lágu fyrst saman þegar við vorum 8 eða 9 ára gamlir. Meira
23. október 1999 | Minningargreinar | 217 orð

Örvar Pálmi Pálmason

Kæri vinur. Ég keyri þig heim, síðan líða nokkrar klukkustundir og svo kemur áfallið, þú ert dáinn. Hvernig er það hægt? Ég rifja upp samtalið sem við áttum, sem var ósköp venjulegt, handabandið þegar við kvöddumst, sem var líklega þéttara og traustara en venjulega og síðan allt búið. Eftir sit ég og hugsa um tilganginn með lífinu og dauðanum. Meira
23. október 1999 | Minningargreinar | 156 orð

Örvar Pálmi Pálmason

Þeir sem guðirnir elska dvelja skamma stund meðal okkar. Það á við um Örvar Pálma, 22 ára gamlan athafnamann, ástkæran son og föður. Vegir Guðs eru oft óskiljanlegir eða okkur ekki ætlað að skilja. Lífið brosti við Örvari, hann var miklum hæfileikum búinn, bæði til orðs og handa. Störfin léku í höndum hans, hugumstór var lundin. Meira
23. október 1999 | Minningargreinar | 259 orð

Örvar Pálmi Pálmason

Það dimmdi snögglega yfir föstudaginn 15. október, þegar við fengum þær sorgarfréttir að þú værir farinn frá okkur. Elsku Örvar, þú varst einstakur drengur. Þú sendir geisla þína til allra í kringum þig, geisla gleði og dugnaðar. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú af einstakri snilld. Ef eitthvað stóð til varst þú alltaf til í að vera með og gekkst þá yfirleitt fremstur í flokki. Meira
23. október 1999 | Minningargreinar | 419 orð

Örvar Pálmi Pálmason

Enn einn félaginn úr gamla vinahópnum er fallinn frá. Það er erfitt að sætta sig við það, sérstaklega fyrir þær sakir að lífið er nú bara rétt að byrja. Það er erfitt að skilja hvers vegna sumir þurfa að fara svo ungir. Meira
23. október 1999 | Minningargreinar | 250 orð

Örvar Pálmi Pálmason

Með örfáum orðum langar mig að minnast vinar míns og stáksins sem mér þótti svo rosalega vænt um, Örvars Pálma. Það er erfitt að trúa því að þú sért farinn, elsku vinur, þú varst það stór hluti í lífi mínu. Meira
23. október 1999 | Minningargreinar | 128 orð

Örvar Pálmi Pálmason

Okkar besti vinur, Örvar, er farinn frá okkur. Þín verður alltaf sárt saknað. En við þökkum þér fyrir allt sem þú gafst okkur og allar góðu stundirnar sem við vorum saman. Það voru yndislegir og dýrmætir tímar í lífi okkar. Þú varst alltaf svo hress og skemmtilegur og gast komið okkur í svo gott skap. Það var eitthvað við þig sem er ekki hægt að lýsa með orðum. Meira
23. október 1999 | Minningargreinar | 163 orð

Örvar Pálmi Pálmason

Við viljum minnast bekkjarfélaga okkar, Örvars Pálma, með fáeinum orðum. Við erum stór og samrýndur hópur sem þú spilaðir stórt hlutverk í. Það er sárt að hugsa til þess að þú sért ekki á meðal okkar. Þú varst fjörugur og uppátækjasamur. Hvar sem þú komst var tekið eftir þeirri gleði sem geislaði frá þér. Meira
23. október 1999 | Minningargreinar | 145 orð

Örvar Pálmi Pálmason

Elsku Örvar. Í dag kveðjum við þig, kæri vinur, með söknuð í hjarta. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þú sért farinn svona ungur og lífsglaður. Þú veittir okkur öllum mikla gleði og þær eru ófáar og yndislegar minningarnar sem þú gafst okkur. Fyrir það erum við þakklátar. Við biðjum guð að geyma þig. Við sendum innilegar samúðarkveðjur til móður, ættingja og vina. Meira
23. október 1999 | Minningargreinar | 508 orð

Örvar Pálmi Pálmason

Góði vinur. Þó að haustið skarti sínu fegursta hér í Skagafirði og veðrið sé blítt dag eftir dag finnst mér eins og litirnir hafi dofnað, birtan orðin grá og kuldinn frá komandi vetri leggist að; þegar þú ert farinn. Þú sem varst svo hress og kátur alla daga, þú sem gast með einni stuttri athugasemd komið öllum til að hlæja, nákvæmlega sama hvernig á stóð og hversu illa lá á mannskapnum. Meira
23. október 1999 | Minningargreinar | 157 orð

Örvar Pálmi Pálmason

Elsku frændi. Ég var svo viss um að þetta væri aðeins vondur draumur, en svo er ekki. Þetta er ísköld staðreynd sem ég á erfitt með að horfast í augu við. Mér þykir svo leiðinlegt hvernig fór síðast þegar við hittumst. Ég hefði viljað kveðja þig á annan hátt, fá að faðma þig að mér eins og ég gerði stundum þegar við hittumst. Elsku Örvar, ég verð víst að kveðja þig svona. Meira
23. október 1999 | Minningargreinar | 277 orð

Örvar Pálmi Pálmason

Elsku Örvar minn. Þegar foreldrar mínir færður mér þær fréttir að þú værir dáinn fann ég hvernig heimurinn gjörsamlega hrundi yfir mig, hjarta mitt fylltist af sársauka sem mun svo sannarlega ekki hverfa strax. Ég vissi hvað þér var búið að líða illa síðasta ár en ég hélt að þú værir farinn að horfa jákvæðum augum á lífið og að við ætluðum að takast á við framtíðina saman. Meira
23. október 1999 | Minningargreinar | 124 orð

Örvar Pálmi Pálmason

Kæri vinur og frændi. Það erfitt að horfast í augu við það að við eigum aldrei eftir að hittast aftur. Við höfum átt samleið frá því að við munum eftir okkur. Það var aldrei lognmolla í kringum þig og í þínum félagsskap leiddist manni aldrei. Þú varst góður vinur og persónuleiki þinn gerði umhverfið litríkara. Það var ósjaldan sem við hittumst og þá var líka ýmislegt brallað. Meira
23. október 1999 | Minningargreinar | 651 orð

Örvar Pálmi Pálmason

Það voru þung spor og erfið að þurfa að segja dóttur sinni frá því að sambýlismaður, barnsfaðir og ástkær vinur væri dáinn. Á stundum sem þessum leitar hugurinn víða. Á stuttum tíma fara í gegnum huga okkar fjölmargar minningar um þann tíma sem liðinn er frá því við kynntumst Örvari. Meira
23. október 1999 | Minningargreinar | 101 orð

ÖRVAR PÁLMI PÁLMASON

ÖRVAR PÁLMI PÁLMASON Örvar Pálmi Pálmason fæddist á Sauðárkróki 13. febrúar 1977. Hann lést á heimili sínu að Grenihlíð 17 á Sauðárkróki 15. október síðastliðinn. Foreldrar hans eru Svala Jónsdóttir, f. 22. febrúar 1945, og Pálmi Friðriksson, f. 21. desember 1943, d. 8. janúar 1998. Systkini Örvars Pálma eru: Ásta, f. 4. júlí 1964, Ásmundur, f. 30. Meira

Viðskipti

23. október 1999 | Viðskiptafréttir | 376 orð

Bankar og sparisjóðir annist öll samskipti við lántakendur

STJÓRN Sambands íslenskra viðskiptabanka, SÍV, telur tímabært að taka upp nýtt fyrirkomulag við veitingu íbúðalána, þannig að ríkið hverfi frá smásölu og samskiptum við lántakendur en taki þess í stað að sér endurfjármögnun íbúðalána. Meira
23. október 1999 | Viðskiptafréttir | 234 orð

Ericsson treystir stöðuna á evrópskum mörkuðum

SÆNSK og finnsk hlutabréf hækkuðu um meira en 4% í gær og höfðu aldrei verið hærri vegna spádóma um uppsveiflu hjá Ericsson og Nokia. Evran hélt áfram að lækka, því að jákvæðara andrúmsloft í Wall Street styrkti dollarann og betra efnahagsástand í Japan efldi jenið. Evran hafði ekki verið lægri gegn dollar í 10 daga og var með lægsta móti gegn jeni. Meira
23. október 1999 | Viðskiptafréttir | 339 orð

Hagnaðurinn 61% meiri en allt árið í fyrra

REKSTRARHAGNAÐUR Samvinnusjóðs Íslands hf. fyrstu níu mánuði ársins 1999 var samkvæmt óendurskoðuðu árshlutauppgjöri 176 milljónir króna fyrir skatta. Að teknu tilliti til reiknaðra skatta nemur hagnaðurinn 132 milljónum króna. Samvinnusjóður Íslands hf. Meira
23. október 1999 | Viðskiptafréttir | 639 orð

Íslandssími í loftið

FJARSKIPTAÞJÓNUSTA Íslandssíma hófst í gær er Davíð Oddsson forsætisráðherra opnaði formlega fjarskiptaþjónustu Íslandssíma með því að hringja fyrsta símtalið í Sturlu Böðvarsson. Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Íslandssíma, segir að Íslandssími muni einbeita sér að fastlínukerfinu á símamarkaðnum enda hafi skort samkeppni þar. Meira
23. október 1999 | Viðskiptafréttir | 246 orð

Lufthansa býður 20% í brezkt flugfélag

ÞÝZKA flugfélagið Lufthansa hefur staðfest að það eigi í einkaviðræðum um kaup á 20% hlut í British Midland, þriðja stærsta flugfélagi Bretlands. Þýzka félagið ætlar að kaupa helminginn af hlut samstarfsaðila síns, skandinavíska flugfélagsins SAS, í brezka félaginu, sem er í einkaeign. Meira
23. október 1999 | Viðskiptafréttir | 554 orð

Ráðleggja aukið vægi hlutabréfa á móti skuldabréfum

VERÐBRÉFAMARKAÐUR Íslandsbanka, VÍB, stóð fyrir kvöldfundi fyrir fjárfesta á þriðjudags- og fimmtudagskvöld, þar sem fulltrúar VÍB fóru yfir stöðu og horfur á hlutabréfamarkaði. Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VÍB, sagði meðal annars að verð hlutabréfa í sumum bandarískum hlutafélögum væri ekki mjög hátt, væri miðað við háa arðsemi þeirra. Meira
23. október 1999 | Viðskiptafréttir | 157 orð

Renault vill meiri hlut í Nissan

FRANSKI bílaframleiðandinn Renault hefur staðfest að hann kunni að auka hlut sinn í Nissan Motor, ef umfangsmikil endurskipulagning á japanska fyrirtækinu beri árangur, Renault greiddi 5,4 milljarða dollara fyrir 36,8% hlut í Nissan í maí og getur aukið hlut sinn í 39,8% eftir fjögur ár og 44,4% eftir fimm ár. Meira
23. október 1999 | Viðskiptafréttir | 164 orð

Þróunarfélag Íslands með 12,21% hlut

FLÖGGUN var í gær á Verðbréfaþingi Íslands þar sem eignarhlutur Þróunarfélags Íslands í Skinnaiðnaði hf. fór yfir 10%. Áður var eignarhluturinn 8,67%, en er nú orðinn 12,21% eða 8.634.978 krónur að nafnverði. Meira
23. október 1999 | Viðskiptafréttir | 372 orð

Öll fjölskyldan tryggð á ferðalagi

SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og nágrennis hefur sett á markað SPRON platinum kreditkort, sem er veltukreditkort og veitir mun meiri tryggingar og hærri úttektarheimild en önnur kreditkort á markaðnum. Í fréttatilkynningu frá SPRON kemur m.a. Meira

Daglegt líf

23. október 1999 | Neytendur | 230 orð

Eldhús sannleikans Gestir Sigmars B. Haukssonar í þættinum Elhú

Gestir Sigmars B. Haukssonar í þættinum Elhúsi sannleikans í ríkissjónvarpinu gær voru Siv Friðleifsdóttir og Jóhannes Gunnarsson. Kanilkjúklingur með vínberjum 800 g beinlausar kjúklingabringur (skornar í bita) 5 cm ferskur engifer, skorinn í bita 2 msk. smjör 1 msk. ólífuolía 225 g steinlaus vínber, skorin í tvennt 1 msk. Meira
23. október 1999 | Neytendur | 86 orð

Lífrænt ræktað grænmeti og ávextir

UM helgina, dagana 22.-24. október, verður sérstök áhersla lögð á lífrænt ræktað grænmeti og ávexti í Blómavali. Í fréttatilkynningu frá Blómavali kemur fram að á boðstólum verði allar tegundir af lífrænt ræktuðu grænmeti sem ræktað er á Íslandi eins og t.d. kartöflur, rófur, gulrætur, hvítkál, paprika, tómatar, rauðkál, chilipipar og kirsuberjatómatar. Meira
23. október 1999 | Neytendur | 202 orð

Munar 32% á hæsta og lægsta verði

Það munar 51,5% á hæsta og lægsta verði þegar skipting, umfelgun og jafnvægisstilling á sendiferðabíl er annars vegar og 32% þegar um fólksbíl er að ræða. Þetta kemur fram í verðkönnun sem Samkeppnisstofnun gerði hjá 26 hjólbarðaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu nú í október. Meira
23. október 1999 | Neytendur | 112 orð

Samlokubakkar frá Sóma

SÓMI ehf. hóf fyrir skömmu framleiðslu og sölu á svokölluðum samlokubökkum. Á hverjum bakka eru tuttugu og átta fjórðungshlutar af samloku og hægt er að velja á milli þriggja tegunda. Segir í tilkynningu frá Sóma að bakkarnir henti einkum í skrifstofuteiti, en þeir eru sendir á staðinn, panti fyrirtæki deginum áður. Meira

Fastir þættir

23. október 1999 | Í dag | 38 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Næstkomandi mánudag, 25. október, verður sextugur Hróðmar Hjartarson, rafvirkjameistari, Leynisbraut 14, Akranesi. Hann og eiginkona hans, Svava Finnbogadóttir, taka á móti ættingjum og vinum í Félagsheimili frímúrara, Stillholti 14, Akranesi, eftir kl. 17 sunnudaginn 24. október. Meira
23. október 1999 | Í dag | 20 orð

70 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 23. október, er sjötugur

70 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 23. október, er sjötugur Jón Árni Sigfússon bifreiðastjóri, Víkurnesi, Mývatnssveit. Hann er á ferðalagi erlendis. Meira
23. október 1999 | Í dag | 626 orð

AÐ MATI Víkverja var vel til fundið af íslenska ríkisútvarpinu að sjónvarpa beint frá form

AÐ MATI Víkverja var vel til fundið af íslenska ríkisútvarpinu að sjónvarpa beint frá formlegri opnun sendiráða Norðurlandanna í Berlín. Hér var vissulega um sögulegan atburð að ræða sem undirstrikar skyldleika afkomenda víkinganna og sameiginlegan menningararf og hversu mikilvægt það er að treysta bræðrabönd norrænna manna í samfélagi þjóðanna. Meira
23. október 1999 | Fastir þættir | 656 orð

Af hverju stafar nefstífla?

Spurning: Undanfarin ár hef ég haft óþægindi á næturnar af því að ég er alltaf með stíflu öðrum megin, þeim megin sem ég ligg. Þetta er stífla sem ég held að stafi ekki af slími, frekar jafnvel af bólgu....veit þó ekki fyrir víst, en ég get ómögulega snýtt þessu burt. Meira
23. október 1999 | Í dag | 101 orð

ARNLJÓTUR GELLINI

Lausa mjöll á skógi skefur. Skyggnist tunglið yfir hlíð. Eru á ferli úlfur og refur. Örn í furu toppi sefur. Nístir kuldi um nætur tíð. Fer í gegnum skóg á skíðum skörulegur halur einn skarlats kyrtli sveiptur síðum, sára gyrður þorni fríðum. Geislinn hans er gambanteinn. Eftir honum úlfar þjóta ilbleikir með strengdan kvið. Meira
23. október 1999 | Fastir þættir | 105 orð

Árangur A-V

Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Glæsibæ, fimmtudaginn 14. október, 20 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Ari Jónsson ­ Magnús Thejll240 Halla Ólafsd. ­ Ingveldur Viggósd.230 Hilmar Valdimarss. ­ Magnús Jósefsson229 Oliver Kristóferss. ­ Kristján Ólafsson Árangur A-V Eyjólfur Halldórss. Meira
23. október 1999 | Fastir þættir | 2093 orð

Á smalaslóðum Leifs heppna

FRÁSAGNIR um Eirík rauða eru afar brotakenndar áður en hann fer til Grænlands. Höfundum hefur greinilega fundist landnámið vestra aðalatriðið í sögunni. Þeir rekja vist hans heima á Íslandi í hálfgerðum símskeytastíl og ber ekki saman um öll atvik. Meira
23. október 1999 | Fastir þættir | 203 orð

Blóðþrýstingslyf virkar sem getnaðarvörn

Medical Tribune News Service. MILLJÓNIR karla kunna að vera að taka getnaðarvarnarpillur án þess að vita af því. Kalsíumblokkarar, sem eru lyf sem oft er gefið við háum blóðþrýstingi, hafa einnig þau áhrif að koma í veg fyrir að sæðisfrumur frjóvgi egg, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar. Meira
23. október 1999 | Fastir þættir | 90 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Aðaltvímenningur Br

Önnur umferð aðaltvímennings BK fór fram fimmtudaginn sl. Spiluð voru 30 spil með barometer fyrirkomulagi og eru skor efstu para sem hér segir: Sveinn Þorvaldss. ­ Vilhjálmur Sigurðss.68 Birgir Ö. Steingrímss. ­ Þórður Björnss.50 Guðni Ingvarss. ­ Kristmundur Þorsteinss.49 Árni Már Björnss. ­ Heimir Þór Tryggvas. Meira
23. október 1999 | Fastir þættir | 242 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfj

Enn eykst þátttakan hjá félaginu og mættu 14 pör síðastliðið mánudagskvöld. Haldi svo fram sem horfir verður því brátt spilað með fullri reisn í Hafnarfirði, súlumeyjar eður ei. En úrslit þetta kvöld urðu þannig: Miðlungur 156. Guðmundur Magnúss. ­ Ólafur Þ. Jóhannss.194 Jón Páll Sigurjónss. ­ Erla Sigurjónsd.186 Dröfn Guðmundsd. ­ Guðrún Jóhannesd. Meira
23. október 1999 | Fastir þættir | 63 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Undankeppni Íslands

Undankeppni Íslandsmóts í tvímenningi verður spiluð helgina 30.-31. okt. Laugardag verða tvær 27 spila lotur og ein lota á sunnudag. Spilamennska byrjar kl. 11.00 báða dagana. 31 par vinnur sér rétt til að spila í úrslitunum ásamt 8 svæðameisturum og Íslandsmeisturum síðasta árs. Keppnisstjóri er Sveinn R. Eiríksson. Skráning í s. Meira
23. október 1999 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. 31. desember '98 voru gefin saman í Dómkirkjunni af sr. Þorvaldi Karli Helgasyni, Erla Ó. Melsteð og Árni Árnason. Heimili þeirra er að Suðurgötu 7, Keflavík. Meira
23. október 1999 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. maí sl. í Víðistaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Iða Brá Gísladóttir og Izudin Daði Dervil. Heimili þeirra er að Dvergholti 21, Hafnarfirði. Meira
23. október 1999 | Fastir þættir | 477 orð

Fyrsta lyfið við streituröskun

New York. AP. EFTIR að hafa horft upp á einn undirmanna sinna láta lífið við skyldustörf varð bandaríski slökkviliðsstjórinn John Soave hlédrægur, átti í erfiðleikum með svefn og minningar um atburðinn sóttu á hann. Meira
23. október 1999 | Í dag | 1709 orð

Guðspjall dagsins: Konungsmaðurinn.

Konungsmaðurinn. (Jóh. 4.) ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Léttir söngvar, biblíusögur, bænir, umræður og leikir við hæfi barnanna. Tónlistarmessa kl. Meira
23. október 1999 | Fastir þættir | 257 orð

Heimilisvörur geta verið vímuefni

FORELDRUM bandarískra nemenda á aldrinum 10­17 ára hefur verið ráðlagt að vara þá reglulega við hættunum sem stafa af "sniffi", þ.e. því að anda að sér gufum frá lími, málningu eða ræstivökvum. Sérfræðingar Bandarísku barnalækningaakademíunnar (AAP) segja að besta leiðin til að koma í veg fyrir að börn taki þátt í sniffi sé að ræða það oft og hreinskilnislega við þau. Meira
23. október 1999 | Dagbók | 629 orð

Í dag er laugardagur 23. október, 296. dagur ársins 1999. Fyrsti vetrardagur. O

Í dag er laugardagur 23. október, 296. dagur ársins 1999. Fyrsti vetrardagur. Orð dagsins: Hann sagði: "Vissulega eru þeir minn lýður, börn, sem ekki munu bregðast!" Og hann varð þeim frelsari. (Jesaja 63, 8. Meira
23. október 1999 | Fastir þættir | 716 orð

Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1028. þáttur

Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1028. þáttur Enn á ég bréf að þakka frá Bjarna Sigtryggssyni í Kaupmannahöfn. Hann segir: "Komdu innilega blessaður Gísli: Mér finnst við verðum að standa vörð um gömul og góð íslensk orð, sem standa mörg hver höllum fæti gagnvart hugleti nútímans. Meira
23. október 1999 | Fastir þættir | 786 orð

Kona fyrir borð

Kona fyrir borð Einhverra hluta vegna náði Elizabeth Dole ekki að klára dæmið. Bush og Forbes hafa vissulega peningana, en hún hafði Gallup-skoðanakönnun sem sýndi hana sem eina dáðustu konu í heimi. Maður skyldi ætla að í Ameríku, af öllum stöðum, væri hægt að snúa slíku yfir í peninga. Meira
23. október 1999 | Fastir þættir | 339 orð

Krakkar tengja reykingar við þyngd

KRAKKAR sem vilja léttast eru líklegri til að fikta við reykingar, að því er vísindamenn greina frá í októberhefti læknaritsins Pediatrics. "Við komumst að því, að það á við um bæði stráka og stelpur, að krakkar sem hafa hugsað um að byrja að reykja eru líklegri til að vera að velta fyrir sér líkamsþyngd sinni," sagði einn vísindamannanna, Alison Field, Meira
23. október 1999 | Í dag | 609 orð

Leiðarljós Þ

Leiðarljós ÞAÐ er ekki rétt sem haldið er fram, að verði framkvæmt lögformlegt umhverfismat vegna Fljótsdalsvirkjunar valdi það slitum samningaviðræðna um að reist verði álver á Reyðarfirði. En fullyrðingar um það er eina mótbára þeirra sem andvígir eru því mati. Meira
23. október 1999 | Fastir þættir | 25 orð

Reykingar Fikt hjá krökkum tengt áhyggjum af þyngd Vímue

Fikt hjá krökkum tengt áhyggjum af þyngd Vímuefni Vara þarf ungmenni reglulega við "sniffi" Geðkvillar Streituröskun meðhöndluð með lyfjagjöf Blóðþrýstingur Kalsíumblokkarar sýnast virka sem Meira
23. október 1999 | Fastir þættir | 45 orð

Spilað á fimmtudögum í Þönglabakkanum Í vetur verður spilað á fimmt

Í vetur verður spilað á fimmtudögum í Bridshöllinni. Spilaður er eins kvölds tvímenningar með glæsilegum verðlaunum frá Þremur frökkum. Verðlaun fyrir besta árangur hvers mánaðar, úttekt að verðmæti 10.000. Hæsta prósentuskor - 5.000 kr. Flest bronsstig skoruð - 5.000 kr. Meira
23. október 1999 | Fastir þættir | 244 orð

Varanleg megrun sparar fé

OF feitt fólk sem megrast getur haft verulegan fjárhagslegan ávinning af megruninni ­ svo fremi að það þyngist ekki aftur, að því er fram kemur í nýlegri rannsókn bandarískra vísindamanna. Varanleg megrun minnkar líkurnar á því að fólk fái ýmsa sjúkdóma eins og sykursýki og hjarta- og æðasjúkdóma, sem kalla oft á dýra lyfjameðferð og langa sjúkdómslegu. Meira
23. október 1999 | Í dag | 35 orð

Þessir duglegu krakkar söfnuðu 6.200 krónum sem þau gáfu í Styrktarsjóð

Þessir duglegu krakkar söfnuðu 6.200 krónum sem þau gáfu í Styrktarsjóð Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum. Þau eru öll átta ára og heita Snædís, Sólveig Hlín og Marvin Ingi. Umhyggja færir þeim hjartans þakkir fyrir. Meira
23. október 1999 | Í dag | 556 orð

Æðruleysismessa Dómkirkjunnar

ÆÐRULEYSISMESSA verður sunnudagskvöldið 24. október kl. 21. Æðruleysismessurnar einkennast af nálægð, einfaldleika og einlægni. Þrátt fyrir að þessar messur séu tileinkaðar fólki í leit að bata eftir tólfsporakerfinu eru allir velkomnir, vegna þess að öll höfum við þörf fyrir andlega næringu og nálægð við Guð. Sr. Karl V. Meira

Íþróttir

23. október 1999 | Íþróttir | 92 orð

Datt í lukkupottinn

LENGJUSPILARI datt heldur betur í lukkupottinn á fimmtudaginn er hann tippaði á leiki í UEFA- keppninni. Hann tippaði á sex leiki og fékk stuðulinn 91,63 og greiddi ellefu þús. kr. fyrir miðann. Allir leikirnir voru réttir og var vinningurinn 96,63×11.000, eða 1.007.930 kr. Þetta er hæsti vinningur sem fengist hefur á einn miða í Lengjunni. Meira
23. október 1999 | Íþróttir | 250 orð

DENNIS Bergkamp, hollenski landsl

DENNIS Bergkamp, hollenski landsliðsmaðurinn í liði Arsenal,er óviss um framtíð sína hjá enska félaginu. Fyrir ári var haft eftir honum að hann hefði áhuga á að enda feril sinn hjá Lundúnaliðinu. Meira
23. október 1999 | Íþróttir | 396 orð

Eitt mark í 18 mínútur varð Val að falli

SLÖK byrjun Valsmanna, sem skoruðu eitt mark fyrstu 18 mínúturnar á móti FH á Hlíðarenda í gærkvöldi, varð þeim að falli þegar þeir urðu að játa sig sigraða, 21:23, í spennandi hörkuleik, þar sem varnir og markverðir fóru á kostum. Meira
23. október 1999 | Íþróttir | 75 orð

Eva Björk handarbrotin

EVA Björk Hlöðversdóttir, handknattleikskonan efnilega úr Gróttu/KR, handarbrotnaði í leik liðsins á miðvikudagskvöld. Hún hlaut það slæmt brot að hún verður frá æfingum og keppni þar til eftir áramót. "Það er mjög slæmt að missa Evu Björk því hún var lykilmaður í vörn og sókn hjá okkur," sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari liðsins. Meira
23. október 1999 | Íþróttir | 259 orð

Eyjamenn steinlágu á heimavelli

KA fór illa með ÍBV er liðin mættust í 5. umferð Nissan- deildarinnar í Vestmannaeyjum í gærkvöldi, sigruðu með ellefu marka mun, 21:32. Staðan í hálfleik var 17:9 fyrir KA, sem með sigrinum fór í annað sæti deildarinnar með 8 stig og er aðeins einu stigi á eftir toppliðinu, Aftureldingu. Eyjamenn hafa farið illa af stað, eru aðeins með þrjú stig og þurfa heldur betur að bretta upp ermarnar. Meira
23. október 1999 | Íþróttir | 247 orð

FORRÁÐAMENN skoska liðsins

FORRÁÐAMENN skoska liðsins Celtic óttuðust að ferill sænska leikmannsins Henriks Larssonsværi á enda eftir slæmt opið beinbrot á vinsti fæti í leik liðsins í UEFA-keppninni gegn Lyon í fyrrakvöld. Eftir læknisskoðun í Glagsow í gær eru menn vonbetri um að hann nái sér að fullu. Meira
23. október 1999 | Íþróttir | 456 orð

Frábær skem· mtun í Austurbergi

ÞAÐ var enginn svikinn af leiknum sem ÍR og Afturelding buðu upp á í Breiðholti í gærkvöldi. Þar áttust við toppliðið úr Mosfellsbæ, sem fyrir leikinn var með fullt hús stiga, og spútniklið ÍR-inga sem komið hefur allra liða mest á óvart og var í þriðja sæti. Leikurinn var hnífjafn, sjaldan munaði meira en einu marki á liðunum og máttu þau að lokum sættast á skiptan hlut; 23:23. Meira
23. október 1999 | Íþróttir | 355 orð

Hluti kaupverðs greiddur

KAUPÞING hf., sem gert hefur tilboð í ráðandi hlut í enska knattspyrnufélaginu Stoke fyrir hönd íslenskra fjárfesta, hefur greitt sem tryggingu hluta væntanlegs kaupverðs inn á sérstakan reikning erlendis. Í gær unnu fulltrúar fyrirtækisins að því að ljúka skoðun á reikningum knattspyrnuliðsins og helstu gögnum og halda síðan utan á morgun til að freista þess að ganga endanlega frá kaupunum. Meira
23. október 1999 | Íþróttir | 365 orð

Hækkað um helming

FORRÁÐAMENN norska liðsins Viking segjast ekki selja Ríkharð Daðason fyrir minna en eina milljón punda, eða 117 milljónir íslenskra króna. Nokkur lið hafa sýnt áhuga á að fá íslenska framherjann í sínar raðir undanfarnar vikur. Meira
23. október 1999 | Íþróttir | 182 orð

Jacobsen ekki sammála Brand

HEINER Brand, landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik, hefur lengi haldið því fram að best væri að fækka erlendum leikmönnum í Þýskalandi til að styrkja landslið Þýskalands í framtíðinni. Brand hefur sagt að með því fengju fleiri ungir þýskir handknattleiksmenn tækifæri til að spreyta sig í þýsku 1. Meira
23. október 1999 | Íþróttir | 65 orð

Kraftlyftingar Þórdís með met í S-Afríku

Þórdís með met í S-Afríku ÞÓRDÍS Garðarsdóttir og Lúðvík Björnsson taka þátt í heimsmeistaramóti öldunga í kraftlyftingum, sem stendur yfir í Sun City í Suður-Afríku. Þórdís hefur lokið keppni og varð sjötta í 67,5 kg flokki 50 ára og eldri. Hún setti Íslandsmet öldunga í hnébeyju og lyfti 100 kg, þá lyfti hún 60 kg í bekkpressu og 140 kg í hnébeyju, samtals 300 kg. Meira
23. október 1999 | Íþróttir | 347 orð

Pétur og Willum Þór koma til greina hjá KR

TVEIR fyrrverandi leikmenn KR þykja helst koma til greina sem eftirmenn Atla Eðvaldssonar í starfi þjálfara, láti hann af störfum og taki við íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Þetta eru þeir Pétur Pétursson og Willum Þór Þórsson. Við hvorugan hefur þó verið rætt formlega, enda vilja forráðamenn vesturbæjarliðsins reyna til fullnustu að halda Atla áður en rætt er við hugsanlega eftirmenn. Meira
23. október 1999 | Íþróttir | 90 orð

Strákarnir fara til N-Írlands

MAGNÚS Gylfason, þjálfari drengjalandsliðsins í knattspyrnu, sem tekur þátt í Evrópumóti 16 ára liða í Norður-Írlandi, hefur valið landsliðshóp Íslands, sem er þannig skipaður: Baldur Kristjánsson, Birgir Haraldsson og Sigmundur Kristjánsson, Þrótti R., Páll Gísli Jónsson, ÍA, Viktor B. Meira
23. október 1999 | Íþróttir | 242 orð

Svíar sitja eftir á "Super Cup"

ÞJÓÐVERJAR og Króatar gerðu jafntefli, 24:24, í A-riðli risakeppninnar "Super Cup" í handknattleik í Þýskalandi í gærkvöldi. Það þýðir að Evrópu- og heimsmeistarar Svía, sem töpuðu fyrir Króötum í fyrrakvöld, sitja eftir og leika ekki til úrslita í mótinu. Meira
23. október 1999 | Íþróttir | 96 orð

Sævar Þór kominn til Fylkis

FYLKISMENN hafa fengið góðan liðsstyrk í knattspyrnu. Sævar Þór Gíslason, sem hefur verið í herbúðum ÍR sl. tvö ár, skrifaði undir þriggja ára samning við Fylki í gær. Sævar Þór, sem er 24 ára sóknarleikmaður, kom til ÍR frá Selfossi, en með liðinu var hann markakóngur 2. deildar tvö ár í röð. Meira
23. október 1999 | Íþróttir | 143 orð

Uppselt á Parken

AÐGÖNGUMIÐAR á leik Danmerkur og Ísraels, sem leika um sæti á úrslitakeppni EM í knattspyrnu um miðjan næsta mánuð, seldust eins og heitar lummur. Miðarnir voru uppseldir eftir aðeins 33 mínútur og er það met í Danmörku. Mikill áhugi er fyrir leik landsliðsins eins og glöggt kom fram í miðasölunni í gær. Rúmlega 20 þúsund miðar voru settir í sölu í gær, en alls eru sæti fyrir 41. Meira
23. október 1999 | Íþróttir | 127 orð

Úkraínumenn heiðraðir

FORSETI Úkraínu, Leonid Kuchma, hefur heiðrað þjálfara og leikmenn landsliðs þjóðarinnar í knattspyrnu í kjölfar frækilegrar framgöngu í 4. undanriðli EM. Úkraínumenn leika tvo leiki við Slóvena í næsta mánuði um sæti í úrslitum EM í Hollandi og Belgíu á næsta ári. Úkraína hefur aldrei áður komist í úrslit á stórmóti. Meira
23. október 1999 | Íþróttir | 95 orð

Þrír leikir í Sviss

ÓLAFUR Guðbjörnsson, þjálfari 18 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu, hefur valið sextán manna leikmanna hóp fyrir þrjá leiki í Evrópukeppni, sem fara fram í Sviss 25. til 29. október. Leikið verður gegn Slóvakíu, Sviss og Spáni. Landsliðshópurinn er þannig skipaður: Bára Gunnarsdóttir, Erna Sigurðardóttir, Eva S. Guðbjörnsdóttir, Helga M. Vigfúsdóttir og Þóra B. Meira

Sunnudagsblað

23. október 1999 | Sunnudagsblað | 276 orð

Gæti haft alvarlegar afleiðingar

MIKIÐ vinnuálag og freistingar skemmtanalífsins hafa orðið til þess að svefntími Vesturlandabúa hefur styst um eina og hálfa klukkustund á sólarhring að meðaltali á þessari öld. Vísindamenn telja að þessi þróun gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu manna. Meira

Úr verinu

23. október 1999 | Úr verinu | 406 orð

Afkastageta rækjuverksmiðju Bakka verið tvöfölduð

MIKLAR endurbætur hafa staðið yfir á rækjuverksmiðju Bakka hf. í Bolungarvík að undanförnu en þær tvöfalda afkastagetu verksmiðjunnar og er hráefnisþörf verksmiðunnar eftir þessar breytingar áætluð 10 til 12 þúsund tonn á ári. Nasco ehf. keypti 60 %hlut í Bakka hf. í byrjun desember sl. og og tók þá þegar við rekstri fyrirtækisins í Bolungarvík. Meira
23. október 1999 | Úr verinu | 106 orð

Fjórir sviptir veiðileyfi

FISKISTOFA svipti fjóra báta veiðileyfi í september. Þrjá vegna afla umfram heimildir og einn fyrir að landa framhjá vigt. Þann 30. september var Gullfaxi GK 14 sviptur veiðileyfi og hefur hann fengið það að nýju eftir að aflamarksstaða hans var lagfræð. Þá voru Bervík SH 343 og Stella SU 44 sviptar veiðileyfi af sömu sökum sama dag, en báðir bátarnir fengu leyfið að nýju 5. Meira
23. október 1999 | Úr verinu | 49 orð

Góður túr

NORSKI línubáturinn Fröyanes Senior gerði nýlega góðan grálúðutúr í Barentshafið. Hann kom til hafnar með 333 tonn af grálúðu. Var verðmæti aflans um 75 milljónir íslenzkra króna, en aflinn er allur frystur um borð. Þetta mun vera einhver verðmesti fengur sem norskur línubátur hefur borið að landi. Meira
23. október 1999 | Úr verinu | 441 orð

"Sjálfsagt er að taka slíkt mál til skoðunar"

"ÞAÐ getur vel hugsazt að Færeyingar og Íslendingar ræði um gagnkvæmar túnfiskveiðiheimildir innan lögsögu beggja landanna. Mér finnst þó rétt að beiðni um slíkt komi frá íslenzkum stjórnvöldum. Þetta hefur áður borið á góma í viðræðum landanna um tvíhliða fiskveiðisamninga í ráðherratíð Þorsteins Pálssonar og þá vorum við opnir fyrir slíku samstarfi. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

23. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 964 orð

Að hafa vitfyrir óvitum

INGVI Steinar Ólafsson var ráðinn til dyravörslu á Blúsbarnum á Laugavegi fyrir um níu árum en eftir tveggja vikna vinnu í einu óvinsælasta starfi skemmtanalífsins var honum kippt inn fyrir barborðið. Hann hefur verið þar allar götur síðan og einsog margir aðrir sem vinna í veitingahúsageiranum hefur hann komið víða við. Eftir Blúsbarinn hefur hann m.a. Meira
23. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 740 orð

Barþjónninn var aldrei drepinn

WILHELM Norðfjörð hóf að læra til þjóns á Hótel Sögu 1979 og var þar fyrstu árin, en þar á eftir fylgdi Fógetinn um það leyti sem bjórsala var leyfð hérlendis, hann var hótelstjóri á Hótel Búðum um tíma en hélt síðan til háskólanáms í hótel- og rekstrarfræði í Miami í Bandaríkjunum og vann samhliða námi á Gauki á Stöng og Punkti og pasta. Meira
23. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 598 orð

Fjölskylduvænt "blúsað" og spennandi

FX, hönnunartímaritaútgáfan breska, sem gefur út FX, Red, design og Light, hefur valið hönnun Skífunnar til þátttöku í FX International Interior Design Award, hönnunarsamkeppni, sem haldin er í fyrsta skipti 25 október nk. Og verslunin hefur víðar vakið athygli því henni var nýverið gerð skil í máli og myndum í hönnunar- og arkitektatímaritinu RetailWeek. Meira
23. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 579 orð

Fordómar gegn konum

"Vér hinar sameinuðu þjóðir, staðráðnar í að staðfesta að nýju trú á grundvallarréttindi manna, virðingu þeirra og gildi, jafnrétti karla og kvenna og allra þjóða, hvort sem stórar eru eða smáar." Úr sáttmála Sameinuðu þjóðanna Á ráðstefnunni Konur og lýðræði 8.­10. Meira
23. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 62 orð

Í stúkusæti næturlífsins

Í stúkusæti næturlífsins Barþjónar eru vökulir áhorfendur mannlegrar hegðunar sem stjórnast meira eða minna af áfengi eða öðrum vímugjöfum. Þeir eru í stúkusæti næturlífsins um leið og þeir eru virkir þátttakendur í leikritinu sem fram fer á öldurhúsum bæjarins hverja helgi og stundum hvunndags. Meira
23. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 402 orð

Keilan ­ tákn jafnvægis

Björg Stefánsdóttir og Ragnheiður Jónsdóttir nemar í textíldeild Listaháskóla Íslands standa í ströngu þessa dagana. Þær eru að leggja lokahönd á stól sem þær hafa hannað og á að senda á hönnunarsýningu í Peking í Kína sem verður opnuð 1. desember næstkomandi. Meira
23. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 775 orð

Sögurnar yfirleitt ekki merkilegar

JÓHANNES Arason kynntist starfi barþjónsins fyrst fyrir áratug, þegar hann var ráðinn til starfa á Blúsbarnum einsog Ingvi Steinar, en síðan þá hefur hann m.a. unnið á skemmtistaðnum sem gekk meðal annars undir nöfnunum Lídó og Tunglið, Kaffibarnum, Einari Ben., Kaffi Thomsen, Caruso og loks Gauki á Stöng, þar sem hann starfar núna sem einn rekstrarstjóra. Meira
23. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 602 orð

Töfrabörn í mosa og hrauni

AF nýútkomnum vetrarbæklingum tískumerkisins Diesel vekur barnafatabæklingurinn án efa hvað mesta athygli Íslendinga. Ástæðan er kunnuglegt landslag á öllum opnum; hraun, skaflar, sinuflákar, fjöll og önnur frónsk og hrjóstrug fyrirbæri. Meira
23. október 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1850 orð

Umburðarlyndi Að bera sigurorð af fordómum Er hægt að læra umburðarlyndi? "Verið sein til að saka og skjót til sátta", er ef til

Er hægt að læra umburðarlyndi? "Verið sein til að saka og skjót til sátta", er ef til vill eitthvað sem ætti að kenna börnum? Gunnar Hersveinnbraut heilann um fordóma og umburðarlyndi einstaklinga og þjóða, en skortur á umburðarlyndi er forsenda ófriðar í heiminum, og skortur á fordómum forsenda friðar. Meira

Lesbók

23. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 475 orð

AÐ BORÐA OG DREKKA MEÐ GOETHE SIGLAUG BRYNLEIFSSON

Essen und Trinken mit Goethe. Mit Goethe-Creationen von Marcello Fabri Meisterkoch im "Elephant" in Weimar. Herausgegeben von Joachim Schultz. Mit 75 farbige Abbildungen. Deutsche Taschenbuch Verlag 1998. Í ár eru 250 ár frá fæðingu Goethes. Í tilefni þess kemur þessi bók út og inntakið er matar- og vínsmekkur Goethes. Ekkert mannlegt var Goethe óviðkomandi. Meira
23. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 996 orð

BRAHMS `A LA BRAHMS!

Johannes Brahms: Sinfóníurnar fjórar (í c, D, F & e, Op. 68, 73, 90 & 98); Akademískur hátíðarforleikur Op. 80; Tilbrigði um stef eftir J. Haydn Op. 56a. Skozka kammerhljómsveitin u. stj. Charles Mackerras. Telarc CD-80450. Upptaka: DDD, Edinborg 1/1997. Útgáfuár: 1997. Lengd (3 diskar): 3.18:58. 36 mín. viðtal við Mackerras með tóndæmum á meðf. aukadiski. Verð (12 tónar): 4.500 kr. Meira
23. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 151 orð

DAGSKRÁ UM GÜNTER GRASS

STARFSEMI Listaklúbbsins í vetur hefst á mánudagskvöld, kl. 20.30 með dagskrá um rithöfundinn Günter Grass, sem fyrir skemmstu hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels. Rithöfundar og fræðimenn fjalla um höfundinn og verk hans, m.a. Meira
23. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1078 orð

"EF HANN VILL STRÍÐ ÞÁ FÆR HANN STRÍÐ"

Draumasmiðjan frumsýnir leikritið Baneitrað samband á Njálsgötunni í Íslensku óperunni á sunnudagskvöld. Leikgerðin er eftir Auði Haralds og er byggð á samnefndri skáldsögu hennar en sögusviðið er Reykjavík árið 1984. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR fylgdist með rennsli á leikritinu og tók leikstjóra og leikara tali. Meira
23. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 233 orð

efni 23. okt

Skáldið á Hressó Haraldur Hamar var sonur þjóðskáldsins Steingríms Thorsteinssonar. Hann var viðkvæm listamannssál og talinn vera skáld, en skildi þó ekki eftir sig nein ritverk. Reykvíkingar sáu hann helst á Hressingarskálanum sem þá var athvarf skálda, en fáir þekktu hann, enda hafði hann verið lengi erlendis, m.a. Meira
23. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 3516 orð

EGGJANDI OG BLÓÐUGUR BACON EFTIR SINDRA FREYSSON

Breski málarinn ölkæri, fjárhættuspilarinn, homminn og orðhákurinn Francis Bacon hefði orðið níræður 28. október nk. Hann er tvímælalaust fremsti málari Breta á þessari öld og áhrifavaldur á alþjóðavísu. Af þessu tilefni eru brotin nokkur egg í afmælisköku handa Bacon og fjallað um skrautlega ævi listamannins. Meira
23. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 99 orð

HELGISÖGN

Dimmir á skóga nóttin drýpur úr fornum trjám á sölnaða burkna gulnað gras þú gengur með bogann í hendi margt er að ugga úlfaþyt ber þér að vitum hrægammar yfir, nöðrur hlykkjast í föllnu laufi margt að ugga ef til vill mætir þú einhyrningnum og ef til vill sérðu gripinn felmtri og sefandi fró í fölum Meira
23. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1366 orð

IÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI

Frá fyrstu árum mínum í blaðamennsku er mér minnisstæð heimsókn í Sambandsverksmiðjurnar á Akureyri sumarið 1956. Hvergi á Íslandi var til hliðstæða við Gefjun og Iðunn og aðeins hafði maður séð í myndum frá útlöndum aðrar eins víðáttur undir einu þaki, þar sem vefstólar ófu og spunavélar spunnu. Þarna vann urmull af fólki, fannst mér þá. Meira
23. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 117 orð

Í HIMNESKRI MORGUNDÝRÐ

Handan við gröf og dauða mun dagur eitt sinn ljóma í himneskri morgundýrð. Þá gleymdar verða sorgir og kvöl í mannsins hjarta, vonir er brugðust hérna mæta okkur. Hve ljúft er um að hugsa er leiðin stranga er farin að hugljúfur, himneski Faðir bíður með opinn faðm. Meira
23. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 46 orð

Leikarar og listrænir stjórnendur

BANEITRAÐ samband á Njálsgötunni, leikgerð Auðar Haralds á samnefndri skáldsögu hennar. Leikarar: Gunnar Hansson, Hildigunnur Þráinsdóttir, Katla Þorgeirsdóttir, Margrét Kr. Pétursdóttir, Sjöfn Evertsdóttir og Sveinn Geirsson. Leikstjóri: Gunnar Gunnsteinsson. Leikmynd: Vignir Jóhannsson. Búningar: María Ólafsdóttir. Lýsing: Ingvar Björnsson. Meira
23. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 577 orð

MENNING/ LISTIR

MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
23. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1033 orð

NORÐLINGAHOLT EFTIR INDRIÐA G. ÞORSTEINSSON

Skammt sunnan vegar við austurenda Rauðavatns er gróið holt, sem heitir Norðlingaholt. Nafnið bendir til að þarna hafi Norðlendingar átt sér mót í suðurferðum. Þarna komu bændur og lestamenn saman með skreiðarhesta sína eftir kaupferðir sínar um Suðurnes, þar sem þeir höfðu goldið skreiðina með prjónlesi og peningum. Meira
23. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1138 orð

Nútíminn

Hvenær var það sem Chaplin gerði Nútímann? 1936, segir uppsláttarritið ­ ég er ekki orðin nógu heimsvön til að hætta mér á Netið að leita að þessu. Nítjánhundruðþrjátíu og sex ­ hugsið ykkur hvað maðurinn var vakandi fyrir umhverfi sínu! ­ Það var ekki nema rúmur áratugur síðan færibandavæðingin hafði haldið innreið sína ­ alls staðar lofuð og prísuð fyrir stóraukin afköst. Meira
23. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 759 orð

REYFARALEGT BÓKMENNTAVERK

Danski rithöfundurinn Bjarne Reuter er einn þeirra höfunda sem nota vinsæl bókmenntaform svo sem reyfara eða ástarsögur til að skapa bókmenntaverk. ÖRN ÓLAFSSON skrifar að nýjasta bók hans sé af þessu tagi, tilgangur hans sé að ná til fjöldans. Meira
23. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 433 orð

SAGA FINNLANDS

Matti Klinge: Finlands historia 3. Helsingfors 1996. 511 bls., myndir. SVO segja fróðir menn, að Finnar hafi öðrum Norðurlandaþjóðum meiri áhuga á sögu sinni og séu öðrum duglegri við að rannsaka hana og gefa út rit um þjóðarsöguna. Meira
23. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 3816 orð

SKÁLDIÐ Á HRESSINGARSKÁLANUM EFTIR ÞORSTEIN ANTONSSON

ÞEIR meiddu mig, sagði hann stundum ef menn yrtu á hann á Skálanum um og fyrir miðja öldina, en fátt annað, ­ núverandi Macdonalds, í Austurstræti. Þá var bæjarbragurinn annar, en þó ekkert líkari því sem segir í frægu ljóði Tómasar um Austurstræti en nú er. Meira
23. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 991 orð

SKÁLHOLTSSKÓLI 25 ÁRA EFTIR HEIMI STEINSSON

Á ÞESSU hausti er liðinn aldarfjórðungur frá því er Skálholtsskóli hinn nýi var formlega stofnsettur með hátíðahöldum og heimboðum. Raunar tók skólinn til starfa sem tilraunaverkefni á vegum biskupsembættisins, Kirkjuráðs og Kristnisjóðs tveimur árum fyrr eða 1972. Fyrstu árin tvö var skólinn að hluta til í Sumarbúðunum vestan við Skálholtsstað. Meira
23. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 169 orð

SOSSA SÝNIR Í HÖFN

"ÉG lærði hér og bjó í sex ár, svo ég á rætur hér," segir myndlistarkonan Sossa Björnsdóttir, sem sýnir nú í Galleri Sct. Gertrud í Hyskenstræde, steinsnar frá Strikinu í Kaupmannahöfn. Galleríeigandinn hefur fengið slíkt dálæti á verkum Sossu að hún sýnir þar reglulega, sýnir nú í fjórða skiptið þar. Meira
23. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 298 orð

SÝNING LUNDÚNABÚA Í NÝLÓ

SÝNINGIN Fjar-skyn verður opnuð í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3B, í dag kl. 18. Það eru sex listamenn sem sýna á Fjar- skyni. Þau eru Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Cathrine Evelid, Helga G. Óskarsdóttir, Ingvil Gaarder, Ólöf Ragnheiður Björnsdóttir og Stine Berger. Meira
23. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1948 orð

UM SJÓNARSTAÐ VÍSINDA

Menn hafa á öllum öldum haft dálítið sjálfvirkt lag á því að láta orð og setningar merkja það sem þeir vildu sjálfir skilja -- mál úr annarri öld, og af þeim sökum annarri menningu sem að einhverju leyti er framandi eða útlend vegna þess. Meira
23. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1779 orð

UPPÁHALDSÓVINIR OG GRAFARAR

BÓKASTEFNAN í Frankfurt er ógnarstór, fjölmennasti fundur útgefenda sem ég hef haft spurnir af. Rithöfundar, blaðamenn og ýmsir áhugamenn koma til Frankfurt í því skyni að skoða sýninguna og hitta fólk, en það verður æ meira áberandi að útgefendur og starfsmenn þeirra ráði ríkjum og séu í fyrirrúmi. Blaðamenn fá það stundum á tilfinninguna að þeir séu að flækjast fyrir. Meira
23. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 39 orð

ÚR FJÖTRUM

Ég var lokaður inní eggi, ég var til án orða, án tjáningar Hægt og varfærnislega braut ég skurnina og skreið út, seildist eftir penna og blaði, brotakennd hugsun fékk form. Höfundur er píanókennari í Reykjavík. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.