Greinar þriðjudaginn 26. október 1999

Forsíða

26. október 1999 | Forsíða | 572 orð

Hrapaði eftir stjórnlaust flug yfir Bandaríkin

TVEGGJA hreyfla einkaþota af gerðinni Learjet 35 með fimm manns um borð hrapaði í óbyggðu mýrlendi í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum í gær og fórust allir um borð, þ.ám. kylfingurinn Payne Stewart. Meira
26. október 1999 | Forsíða | 105 orð

Leggja grunn að sjálfstæði

ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna tók í gær einróma ákvörðun um að senda 11.000 manna friðargæslu- og lögreglulið til A-Tímors og leysa af hólmi fjölþjóðlegu hersveitirnar sem þar hafa verið undir forystu Ástrala frá því um miðjan september. SÞ munu fara með yfirstjórn á A-Tímor næstu tvö til þrjú árin, eða meðan verið er að undirbúa stofnun sjálfstæðs ríkis. Meira
26. október 1999 | Forsíða | 265 orð

Þjóðarflokkurinn vill annað ráðherraembætti

SVISSNESKI Þjóðarflokkurinn (SVP), sem sett hefur baráttu gegn innflytjendum og aðild að Evrópusambandinu á oddinn, var sigurvegari þingkosninganna í Sviss á sunnudag. SVP hlaut um 23% atkvæða og er nú næststærsti flokkur landsins á eftir Jafnaðarmannaflokknum. Meira

Fréttir

26. október 1999 | Innlendar fréttir | 171 orð

11 mál til kærunefndar jafnréttismála

Á ÁRINU 1998 bárust kærunefnd jafnréttismála 11 kærumál. Fram kemur í árskýrslu frá skrifstofu jafnréttismála að nefndin hafi lokið efnislegri afgreiðslu sjö þeirra mála sem kom á borð hennar. Málin eru lík þeim sem hafa verið að koma til kasta kærunefndarinnar undanfarin ár. Sjö mál vörðuðu stöðuveitingar, tvö vörðuðu launamisrétti, eitt kynferðislegri áreitni og annað mismunun. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 156 orð

17 ný leyfi á sjö mánuðum

FRÁ því í mars á þessu ári hafa verið veitt 17 ný vínveitingaleyfi í Reykjavík og eru staðir með vínveitingaleyfi alls orðnir 169 í höfuðborginni. Ný lög um vínveitingastaði tóku gildi í júlí á síðasta ári en dregið var að afgreiða ný leyfi á meðan beðið var eftir reglugerð sem loks var gefin út í mars sl. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 383 orð

3,5 milljarða kr. útgjaldaaukning vegna fræðslumála

TEKJUR sveitarfélaga jukust um 7,1 milljarð króna milli áranna 1997 og 1998 eða um 10,8% að raungildi og er helsta ástæða aukinna tekna rúmlega 5% hagvöxtur á árinu 1998. Hins vegar hækkuðu gjöld sveitarfélaga meira en tekjurnar eða sem nemur 8,1 milljarði króna eða 11,6% að raungildi. Meira
26. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 183 orð

Aðalheiður Eysteinsdóttir valin

Listamaður fær starfslaun Aðalheiður Eysteinsdóttir valin MENNINGARMÁLANEFND Akureyrar samþykkti á fundi sínum nýlega að veita Aðalheiði Eysteinsdóttur myndlistarmanni starfslaun Akureyrarbæjar til sex mánaða. Starfslaun til listamanna eru nú veitt tvisvar ári, á sumardaginn fyrsta og fyrsta vetrardag. Meira
26. október 1999 | Landsbyggðin | 198 orð

Aðstandendur fjölmenntu á opið hús

Hellu-Starfsfólk og aðstandendur heimilisfólksins á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu héldu fyrir stuttu opið hús á heimilinu fyrir gesti og gangandi. Um 150 manns komu í heimsókn og áttu góða stund með heimilisfólki og starfsfólkinu sem bauð uppá tertuhlaðborð, en aðstandendur og starfsfólk skiptist á að baka fyrir samkomur þessar. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 194 orð

Aukin leiðni í Múlakvísl

Aukin leiðni í Múlakvísl LEIÐNI í Múlakvísl á Mýrdalssandi jókst talsvert í gær, að því er fram kom í mælingum Reynis Ragnarssonar lögregluþjóns í Vík. Um morguninn var leiðnin 225 S/cm og var komin upp í 252 S/cm kl. 22.30 í gærkvöldi. Meira
26. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 107 orð

Á slysadeild með höfuðhögg

FARÞEGI í bifreið var fluttur á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri eftir að tveir fólksbílar skullu harkalega saman á mótum Austurbrúar og Drottningarbrautar laust fyrir kl. 2 aðfaranótt síðasta sunnudags. Öðrum bílnum var ekið norður Drottningarbraut en hinum að Austurbrú þegar óhappið varð. Farþegi í annarri bifreiðinni hlaut höfuðhögg við áreksturinn og var fluttur á slysadeild. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 75 orð

Banaslys við Ljósavatnsskarð

BANASLYS varð í Ljósavatnsskarði í Suður-Þingeyjarsýslu á sjöunda tímanum í gærkvöldi þegar bíll fór út af veginum og valt. Tveir menn voru í bílnum og beið farþeginn bana. Bílstjórinn var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, en ekki er talið að hann hafi verið mikið slasaður. Meira
26. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 166 orð

Bangsadagur á bókasafninu

ALÞJÓÐLEGUR bangsadagur verður haldinn á Amtsbókasafninu á Akureyri á morgun, miðvikudaginn 27. október og er safnið eitt 357 safna á Norðurlöndum sem heldur upp á þennan dag sem er afmælisdagur Teddy Roosevelts Bandaríkjaforseta sem m.a. er þekktur fyrir að þyrma lífi bjarnarhúns eitt sinn þegar hann var að veiðum. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 34 orð

Bílaleigan Bónus flytur

BÍLALEIGAN Bónus hefur flutt starfsemi sína í nýtt og stærra húsnæði að Malarhöfða 2. Áfram eru í boði bílar í öllum stærðarflokkum og í tilefni opnunarinnar verða ýmis sérkjör í boði. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 587 orð

Breytingar mögulegar fram á föstudag

AÐ SÖGN Hreins Loftssonar, formanns framkvæmdanefndar um einkavæðingu, verður fjöldi tilkynninga um þátttöku í útboði á 51% hlut ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins ekki gerður opinber fyrr en næstkomandi föstudag. Að hans sögn verða þátttökuhópar endanlegir næstkomandi föstudag þegar frestur til lagfæringa á hópum rennur út. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 156 orð

Doktor í erfðafræði

SNÆBJÖRN Pálsson varði doktorsritgerð í erfðafræði við Uppsalaháskóla 11. október sl. Heiti ritgerðarinnar er "On the Evolutionary Effects of Linkage and Deleterious Mutations in Small Populations". Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 120 orð

Erilsöm helgi hjá lögreglu

ÓVENJU erilsamt var hjá lögreglu á Akureyri um helgina. Talsverð ölvun og mikill pirringur í fólki eins og varðstjóri lögreglunnar orðaði það. Á laugardagsmorgun voru tvær líkamsárásir kærðar til lögreglu, stúlka kærði pilt fyrir að hafa lagt á sig hendur og þá barst kæra frá karlmanni sem barinn var með flösku í höfuðið, en hann var fluttur á slysadeild eftir atvikið. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 875 orð

Er ætlað að móta stefnu í margmiðlun Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og forstjóri Advanta fjármálafyrirtækisins í

Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og forstjóri Advanta fjármálafyrirtækisins í Bandaríkjunum, hefur verið ráðinn varastjórnarformaður Time Warner Digital Media en það er nýtt margmiðlunarfyrirtæki í eigu bandaríska fjölmiðlunarfyrirtækisins TimeWarner. Meira
26. október 1999 | Miðopna | 1282 orð

Fáar konur eru í stjórnunarstöðum Ríkisstarfsmenn eru almennt ánægðir með starfsumhverfi sitt, vinnuaðstöðu og

Könnun á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna leiðir í ljós að hlutföll kynja í stjórnunarstöðum hjá ríkinu eru mjög ójöfn Fáar konur eru í stjórnunarstöðum Ríkisstarfsmenn eru almennt ánægðir með starfsumhverfi sitt, vinnuaðstöðu og vinnufyrirkomulag. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 180 orð

Féð skilaði sér í sjóði flokkanna

ENGIN gögn benda til annars en að þeir peningar sem Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna sendi öðrum stjórnmálaflokkum hafi skilað sér í sjóði þeirra. Þetta var haft eftir Sven G. Holtsmark fræðimanni við norsku Varnarmálastofnunina í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi en Holtsmark er sá sem fann upplýsingar um fjárframlög til Sameiningarflokks alþýðu-Sósíalistaflokksins í sovéskum skjalasöfnum og Stöð 2 Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 578 orð

Fjallað um streituröskun í kjölfar eldsvoða

PER Hassling starfar hjá slökkviliðinu í Gautaborg og hlutverk hans er meðal annars fólgið í því að veita slökkviliðsmönnum og aðstandendum þeirra áfallahjálp eftir erfiða atburði. Hassling var hér staddur í síðustu viku til að miðla íslenskum starfsbræðrum sínum af reynslu sinni. Hassling þurfti m.a. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 103 orð

Flugæfing kom fram á jarðskjálftamælum

NOKKUÐ var um að fólk á höfuðborgarsvæðinu teldi sig finna jarðskjálfta í gærmorgun milli klukkan tíu og ellefu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands stafaði óróleikinn þó ekki af jarðhræringum heldur af flugæfingu varnarliðsins yfir Reykjanesi. Meira
26. október 1999 | Erlendar fréttir | 328 orð

Forseti Túnis endurkjörinn

Forseti Túnis endurkjörinn FORSETI Túnis, Zine al-Abidine Ben Ali, vann sigur í forsetakosningum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Þetta er í þriðja sinn sem hann hlýtur kosningu til embættisins. Ben Ali fékk nærri 100% atkvæða um 3,3 milljóna kjósenda, að því er opinberar tölur herma. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 456 orð

Framboð fyrir sveitarstjórnarkosningar undirbúið

LANDSFUNDUR Vinstrihreyfingarinnar ­ græns framboðs telur mikilvægt að hefja þegar undirbúning að framboði fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar og segir m.a. í samþykkt fundarins að markmiðið verði að hreyfingin geti látið til sín taka með "myndarlegum hætti á vettvangi stjórnmála eftir atvikum með framboði í eigin nafni eða í samstarfi við aðra". Meira
26. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 382 orð

Framsókn tapar á gælum sínum við Vinstrigræna

ÖRLYGUR Hnefill Jónsson, héraðsdómslögmaður á Húsavík og varaþingmaður, var kjörinn formaður Samfylkingarfélagsins á Norðurlandi eystra á stofnfundi á Akureyri sl. laugardag. Samfylkingarfélagið á Norðurlandi eystra er sjötta félagið sem stofnað er á landsbyggðinni og er nú aðeins eftir að stofna slík félög í stærstu kjördæmunum tveimur, Reykjavík og Reykjanesi. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 134 orð

Fræðslufundir og upplýsingarit

KRABBAMEINSFÉLAG Hafnarfjarðar fagnar á þessu ári 50 ára afmæli og gefur af því tilefni út upplýsingarit um starf félagsins og málefni. Hafnarfjarðarbær styrkir útgáfu þessa rits sem verður borið inn á hvert heimili á starfssvæði félagsins. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 327 orð

Fundur í Vísinda- félagi Íslendinga

JÓN Kristjánsson fiskifræðingur flytur fyrirlestur miðvikudaginn 27. október í Norræna húsinu kl. 20:30 á vegum Vísindafélags Íslendinga. Fyrirlesturinn heitir: "Mat á áhrifum kísilgúrvinnslu á fisk og fiskveiðar í Mývatni". Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 167 orð

Fundur í Vísindafélagi Íslendinga

JÓN Kristjánsson fiskifræðingur flytur fyrirlestur miðvikudaginn 27. október í Norræna húsinu kl. 20:30 á vegum Vísindafélags Íslendinga. Fyrirlesturinn heitir: "Mat á áhrifum kísilgúrvinnslu á fisk og fiskveiðar í Mývatni". Fyrirlesturinn er fluttur í tilefni af nýrri skýrslu þar sem kynnt er frummat á umhverfisáhrifum kísilgúrvinnslu úr Mývatni. Þar kemur m.a. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 48 orð

Fundur um fíkniefnamál

FUNDUR um fíkniefnamál verður haldinn í Broadway miðvikudaginn 27. október kl. 20. Yfirskrift fundarins er: Höfum við Íslendingar raunhæfan möguleika að ná miklum árangri í baráttunni gegn fíkniefnainnflutningi og sölu fíkniefna? Ræðumenn verða Svavar Sigurðsson, baráttumaður gegn fíkniefnum, Hjálmar Árnason, alþingismaður, og Gunnar Birgisson, alþingismaður. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 353 orð

Fyrirlestrar um veiðistjórnun

DR. Ross Shotton frá fiskideild FAO í Róm er gestur Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Sjávarútvegsstofnunar Háskóla Íslands dagana 24.-29. október. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 179 orð

Fyrirlestrar um veiðistjórnun

DR. Ross Shotton frá fiskideild FAO í Róm er gestur Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Sjávarútvegsstofnunar Háskóla Íslands dagana 24.­29. október. Hann mun flytja fimm fyrirlestra sem snerta veiðistjórnun og verður einn þeirra opinn almenningi. Miðvikudaginn 27. október kl. 16­17.30 flytur Dr. Shotton fyrirlesturinn: "Trends in Global Fisheries Policy" í Hátíðarsal Háskólans. Meira
26. október 1999 | Erlendar fréttir | 195 orð

Fyrsta utanlandsferð Musharrafs

PERVEZ Musharraf, hershöfðingi og leiðtogi Pakistans, kom í gær til Saudi-Arabíu og átti fund með Fahd konungi. Er þetta fyrsta utanlandsferð Musharrafs síðan herinn tók völdin í Pakistan 12. október, en Saudi-Arabía var meðal fyrstu ríkjanna til að viðurkenna stjórn hans. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 206 orð

Gatnamálastjóri fagnar ákvörðun Símans

SIGURÐUR Skarphéðinsson, gatnamálastjóri í Reykjavík, fagnar því að forráðamenn Landssímans hafi ákveðið að setja harðkornadekk undir bílaflota fyrirtækisins til þess að draga úr mengun. Forráðamenn fyrirtækisins hafa tekið þá ákvörðun að setja harðkornadekk í stað nagladekkja undir þær bifreiðar, sem eru í notkun á höfuðborgarsvæðinu. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 125 orð

Grunaður um peningaþvætti

KARLMAÐUR, sem handtekinn var á sunnudag í tengslum við rannsókn stóra fíkniefnamálsins, var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 4. nóvember í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að kröfu efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, var handtekinn í kjölfar húsleitar sem gerð var á heimili hans utan höfuðborgarsvæðisins. Meira
26. október 1999 | Erlendar fréttir | 523 orð

Hafnar gagnrýni á mannréttindabrotin

JIANG Zemin, forseti Kína, sem er í opinberri heimsókn í Frakklandi, hafnaði í gær gagnrýni á mannréttindabrot kínversku kommúnistastjórnarinnar og kvaðst ekki vita hvað vaki fyrir þeim sem hafa efnt til mótmæla í tilefni af ferð hans til Bretlands og Frakklands. Hann kvaðst m.a. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 51 orð

Haldið upp á afmæli

Haldið upp á afmæli SAMTÖKIN Barnaheill fögnuðu 10 ára afmæli sínu á sunnudaginn og í tilefni dagsins var haldin skemmtun fyrir börn og foreldra þeirra í Ráðhúsi Reykjavíkur. Börn af íslensku og erlendu bergi brotin stóðu fyrir fjölbreyttri skemmtidagskrá og var meðal annars sungið, dansað, leikið á hljóðfæri og lesið upp. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 116 orð

Hálkuóhöpp í morgunumferðinni

SJÖ umferðaróhöpp urðu í morgunumferðinni í Reykjavík frá því skömmu fyrir klukkan 9 í gærmorgun til klukkan 11, án þess þó að slys á fólki yrðu umtalsverð. Að sögn lögreglunnar mátti rekja ástæður óhappanna til hálku á götum af völdum vatns sem lekið hafði út á götur vegna sprunginna vatnsæða eða vatnsdælingar úr brunni. Meira
26. október 1999 | Erlendar fréttir | 567 orð

Heitir því að vinna gegn spillingu og ójöfnuði

FERNANDO de la Rua, frambjóðandi bandalags miðju- og vinstrimanna, bar sigurorð af Eduardo Duhalde, frambjóðanda Perónista, í argentínsku forsetakosningunum á sunnudag. Í gær var lokið við að telja um 98% atkvæða og hafði de la Rua fengið rúmlega 48% en Duhalde um 38%, restin skiptist milli annarra frambjóðenda. De la Rua hét því í gær að vinna gegn spillingu og ójöfnuði í landinu. Meira
26. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 550 orð

Hægt að greina börn í áhættuhópi í leikskóla

HÆGT er að greina þau börn sem eru í áhættuhópi vegna lestrarörðugleika strax í leikskóla. Þær Dagný Annasdóttir, sérkennslu- og talmeinafræðingur, og Sigurlína Jónsdóttir, fagráðgjafi í tónmennt og forskólakennslu á Akureyri, hafa í sameiningu þróað námskeið ætlað leikskólakennurum og kennurum, sérkennurum og foreldrafélögum í fyrstu bekkjum grunnskóla um þetta efni. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 342 orð

KGB kom fyrir hlerunarbúnaði í Reykjavík

LEYNIÞJÓNUSTA Sovétríkjanna samþykkti árið 1970 að koma fyrir hlerunarbúnaði í Reykjavík. Þetta kemur fram í bók Christopher Andrew og Vasili Mitrokhin um sögu KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna, en bókin hefur vakið mikla athygli m.a. vegna uppljóstrana um njósnara sem störfuðu á vegum KGB í Bretlandi. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 279 orð

Konur í meirihluta en fáar við stjórn

AÐEINS tveir af hverjum tíu forstöðumönnum ríkisstofnana eru konur þrátt fyrir að meirihluti starfsmanna ríkisins séu konur. Þetta kemur fram í skýrslu fjármálaráðuneytisins, sem ber nafnið Starfsumhverfi ríkisstarfsmanna við aldahvörf, en hún byggist á könnun á viðhorfum 8.000 ríkisstarfsmanna. Í skýrslunni kemur fram að 54% ríkisstarfsmanna eru konur. Meira
26. október 1999 | Erlendar fréttir | 581 orð

Leið opnuð milli Vesturbakkans og Gaza-svæðisins

ÍSRAELAR og Palestínumenn opnuðu í gær örugga leið yfir Ísrael milli Vesturbakkans og Gaza-svæðisins, landsvæðanna sem Palestínumenn vonast til að geta sameinað í eitt ríki þegar fram líða stundir. Ehud Barak, forsætisráðherra Ísraels, tilkynnti ennfremur að einum af helstu óvinum Ísraelsríkis í 30 ár, skæruliðaleiðtoganum Nayef Hawatmeh, Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 270 orð

Leiðrétt

ALMANAK Hins íslenska Þjóðvinafélags var flokkað sem tímarit í blaðinu á sunnudag. Rétt er að almanakið er árbók. Kápa almanaksins fyrir árið 2000 er með nokkru hátíðarsniði og er þar leitað fyrirmynda í kápu þess árið 1900 en ekki 1990. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 66 orð

Lýsir eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri á Hringbraut við Hofsvallagötu um klukkan 15 í gær. Ekið var aftan á rauða Daihatsu fólksbifreið og ók sá sem keyrði aftan á bifreiðina burt af vettvangi án þess að gefa skýrslu. Talsvert tjón varð á Daihatsu bifreiðinni og biður lögreglan þá sem sáu áreksturinn eða gætu veitt aðrar upplýsingar að hafa samband við sig. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 226 orð

Lægsta tilboðið um 172 milljónir

FYRIRTÆKIÐ R. Hannesson hf. fyrir hönd franska verktakafyrirtækisins E.I. Montagne átti lægsta upplesna tilboðið í uppsetningu svokallaðs upptakastoðvirkis eða stoðvirkis í upptökum snjóflóða sem koma á fyrir í Drangagili í Neskaupstað í tengslum við snjóflóðavarnagarð sem þar er verið að reisa. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 186 orð

Merkilegar heimildir um kvennabaráttu á öldinni

KVENNASÖGUSAFNI Íslands voru afhent gögn Kvenréttindafélags Íslands og Menningar- og minningarsjóðs kvenna á sunnudaginn var. KÍ afhenti fundargerðarbækur frá 1907 til 1987 og ýmis önnur gögn sem snerta kvennabaráttu á Íslandi á þessari öld. Menningar- og minningarsjóður afhenti m.a. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 348 orð

Merkur áfangi í fráveitumálum

KÁRSNESVEITA, sameiginleg fráveitudælustöð Kópavogs, Garðabæjar og Reykjavíkur, var formlega tekin í notkun á föstudag. Megninu af því skolpi, sem nú rennur í vogana inn af Skerjafirði, verður þar með dælt yfir í sameiginlegt fráveitukerfi við Ánanaust og dælt þaðan út í Faxaflóa. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 59 orð

Myllan efh. með lægsta tilboð

FYRIRTÆKIÐ Myllan ehf. á Egilsstöðum átti lægsta tilboð í Djúpveg á Vestfjörðum, en tilboð í uppbyggingu vegar milli Laufskálagils og Eyrarhlíðar voru nýlega opnuð hjá Vegagerðinni. Átta fyrirtæki buðu í verkið, en tilboð Myllunnar ehf. nam tæplega 138 milljónum króna. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á tæplega 166 milljónir króna. Helmingur tilboðanna var undir kostnaðaráætlun. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 181 orð

Námskeið um breytingaskeið kvenna

ÞRIGGJA kvölda námskeið á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands um breytingaskeið kvenna hefst miðvikudaginn 27. október. Fjallað verður um hormónabúskap kvenna og breytingar á honum á mismunandi æviskeiðum. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 94 orð

Námskeið um breytingaskeið kvenna

ÞRIGGJA kvölda námskeið á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands um breytingaskeið kvenna hefst miðvikudaginn 27. október. Fjallað verður um hormónabúskap kvenna og breytingar á honum á mismunandi æviskeiðum. Farið verður yfir helstu lífeðlisfræðilegar breytingar við tíðahvörf og helstu vandamál og áhættuþætti tengda þeim, s.s. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 100 orð

Níu fréttamenn ráðnir til RÚV

ÚTVARPSSTJÓRI hefur nýlega ráðið níu fréttamenn til starfa hjá Ríkisútvarpinu. Koma þeir í stað annarra sem horfið hafa til nýrra starfa eða eru í leyfi frá störfum. Anna Kristín Jónsdóttir og Kristján Kristjánsson voru fastráðin. Þau starfa á fréttastofu Sjónvarpsins. Lausráðin til afleysinga þar voru ráðin Valgerður Jóhannsdóttir og Sigmar Guðmundsson. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 191 orð

Níu fréttamenn ráðnir til RÚV

ÚTVARPSSTJÓRI hefur nýlega ráðið níu fréttamenn til starfa hjá Ríkisútvarpinu. Koma þeir í stað annarra sem horfið hafa til nýrra starfa eða eru í leyfi frá störfum. Anna Kristín Jónsdóttir og Kristján Kristjánsson voru fastráðin. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 156 orð

Ódýrasta bensínið hjá Bensínorkunni

VERÐ á bensínlítra er í dag hið sama hjá olíufélögunum þremur en Ódýrt bensín og Bensínorkan bjóða lítrann á 4,50 til 4,60 krónum lægra verði en þau, þ.e. almennt verð. Ódýrastur er bensínlítrinn á stöðvum Bensínorkunnar eða 81,50 kr. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 202 orð

Óheft sýnataka stöðvuð

IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur veitt tveimur íslenskum fyrirtækjum leyfi til rannsókna á hveraörverum í samræmi við lög sem sett voru í fyrra og reglna út frá þeim lögum sem ákvarðaðar voru í samráði við umhverfisráðuneyti í apríl á þessu ári. Meira
26. október 1999 | Erlendar fréttir | 501 orð

Reiði í Bretlandi

VÍSINDAMENN á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafa nú til athugunar 600 blaðsíðna skýrslu franska hollustueftirlitsins þar sem rök Frakka fyrir framlengdu innflutningsbanni á bresku nautakjöti er að finna. Ekki er búist við því að framkvæmdastjórnin birti úrskurð sinn fyrr en á fimmtudag en fari svo að rökum Frakka verði hafnað, er þeim skylt að fella niður innflutningsbannið. Meira
26. október 1999 | Erlendar fréttir | 235 orð

Rússar gera árásir á úthverfi Grosní

RÚSSNESKAR herþotur gerðu í gær sprengjuárásir á úthverfi Grosní, höfuðborgar Tsjetsjníu, og stjórskotaliðssveitir héldu uppi hörðum árásum á búðir skæruliða í suðurhluta landsins. ITAR-Tass-fréttastofan skýrði frá því að rússneski herinn hefði sprengt upp tvær bifreiðar með hópum skæruliða innanborðs og eyðilagt loftvarnabyssu í árásunum í suðurhluta Tsjetsjníu í gær. Meira
26. október 1999 | Óflokkað efni | 60 orð

Samfylkingarfélag stofnað

Á FJÖLMENNUM fundi sem haldinn var á Pollinum á Akureyri sl. laugardag var stofnað Samfylkingarfélag í Norðurlandskjördæmi eystra. Formaður var kjörinn Örlygur Hnefill Jónsson varaþingmaður. Ávörp flutt Svanfríður Jónasdóttir, Margrét Frímannsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Örlygur Hnefill Jónsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Einar Már Sigurðsson. Á fundinum reifaði Aðalsteinn Á. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 180 orð

Samfylking og Framsókn með svipað fylgi

FRAMSÓKNARFLOKKUR og Samfylking mældust með nánast sama fylgi eða rúmlega 17% í nýrri skoðanakönnun Gallups. Fylgi Framsóknarflokksins eykst frá könnun í síðasta mánuði, en fylgi Samfylkingarinnar minnkar lítillega. Breytingar á fylgi annarra flokka eru óverulegar frá síðustu könnun. Sjálfstæðisflokkurinn er með 48,7%, Vinstri hreyfingin ­ grænt framboð er með 13,3% og Frjálslyndir með 2,3%. Meira
26. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 131 orð

Sektargreiðsla fyrir áfengissmygl

TVEIR menn, rúmlega fertugir, hafa í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdir til greiðslu sektar fyrir áfengis- og tollalagabrot. Var öðrum þeirra gert að greiða 100 þúsund krónur í sekt en hinum 400 þúsund krónur auk þess sem nokkurt magn áfengis og vindlinga sem hann hafði í fórum sínum var gert upptækt. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 113 orð

Sex sóttu um starfið

EMBÆTTI framkvæmdastjóra Rannsóknarráðs Íslands var auglýst laust til umsóknar hinn 15. september sl. Sex einstaklingar sóttu um starfið. Umsækjendur eru: Eyjólfur Pétur Hafstein forstöðumaður, Guðrún Pétursdóttir forstöðumaður, Hermundur Sigmundsson, fræðimaður við rannsóknir í Oxford, Loftur Altice Þorsteinsson framkvæmdastjóri, Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 1161 orð

Símenntun eðlilegur hluti starfsævinnar Norræna ráðstefnan Eldra fólk og vinnumarkaðurinn var haldin á Hótel Loftleiðum í gær.

Norræna ráðstefnan Eldra fólk og vinnumarkaðurinn var haldin á Hótel Loftleiðum í gær. Anna Sigríður Einarsdóttir hlýddi á fyrirlestrana og komst að atvinnuþátttaka eldra fólks er mun algengari hér á Íslandi en í flestum öðrum löndum. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 361 orð

Skatttekjur 500 milljónir umfram áætlun

Í NÍU mánaða uppgjöri borgarsjóðs kemur fram að skatttekjur verða um 500 milljónum meiri og afkoma borgarsjóðs betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Stofnanir og fyrirtæki borgarinnar standast áætlanir í öllum meginatriðum og stefnt verður að því að greiða skuldir borgarsjóðs niður um 610 milljónir á árinu. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 1501 orð

Skyldur okkar við öll börn

Á MORGUN verður haldin á Grand Hóteli við Sigtún ráðstefna á vegum Barnaheilla í tilefni af tíu ára afmæli samtakanna. Yfirskrift ráðstefnunar er: Börn af erlendum uppruna hér á landi - staða þeirra - skyldur okkar. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 765 orð

Skyldur okkar við öll börn

Á MORGUN verður haldin á Grand Hóteli við Sigtún ráðstefna á vegum Barnaheilla í tilefni af tíu ára afmæli samtakanna. Yfirskrift ráðstefnunar er: Börn af erlendum uppruna hér á landi ­ staða þeirra ­ skyldur okkar. Kristín Jónasdóttir er framkvæmdastjóri Barnaheilla. Meira
26. október 1999 | Erlendar fréttir | 226 orð

Skæruliðar sleppa japönskum gíslum

FJÓRIR japanskir jarðfræðingar og kirgiskur túlkur þeirra voru leystir úr haldi íslamskra skæruliða í Tadjikistan í gær og fluttir til Bishkek, höfuðborgar Kirgistans. Skæruliðarnir höfðu haldið mönnunum í gíslingu í tvo mánuði. Meira
26. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 507 orð

Stílhreint og fallegt verk

DÓMNEFND á vegum Akureyrarbæjar í samkeppni um útilistaverk í bænum í tilefni aldamóta mælir með því að verk eftir Kristin E. Hrafnsson verði tekið til frekari útfærslu og framkvæmda. Verkið ber nafnið Íslandsklukkan ­ sögulegt minnismerki á Akureyri og er eitt af fimm verkum sem barst í lokaðri samkeppni. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 302 orð

Stórabryggja lengd um 100 metra

ÁKVEÐIÐ hefur verið að ráðast í hafnarbætur í Grundarfirði með því að lengja Stórubryggju. Með því fæst viðlegupláss sem nú skortir vegna aukinna umsvifa í útgerð og fiskvinnslu á staðnum. Í Grundarfirði er góð höfn frá náttúrunnar hendi, sú besta á Snæfellsnesi. Talsvert hefur verið unnið að hafnarbótum frá því um 1940. Meira
26. október 1999 | Erlendar fréttir | 429 orð

Sækist eftir útnefningu sem forsetaframbjóðandi

BANDARÍSKI stjórnmálamaðurinn Pat Buchanan sagði sig í gær úr Repúblikanaflokknum og gekk til liðs við Umbótaflokkinn. Lýsti hann því jafnframt yfir að hann hygðist sækjast eftir útnefningu sem frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum á næsta ári. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 493 orð

Tekist á um byggð til norðurs eða suðurs

SAMVINNUNEFND um svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið hefur kynnt tvær kjörtillögur að skipulagi fyrir svæðið og gerir önnur þeirra ráð fyrir að byggðin þróist um 70% til norðurs og um 30% til suðurs en hin tillagan gerir ráð fyrir að um 70% byggðar verði til suðurs og um 30% til norðurs. Þá eru ennfremur til skoðunar tvær tillögur að þéttingu byggðar. Meira
26. október 1999 | Miðopna | 1431 orð

Tækifæri Bandaríkjamanna sem þeir glötuðu Höfundur eftirfarandi greinar, sem birtist í The Washington Post sl. sunnudag, er

EKKI er lengur neinum blöðum um það að fletta, að þessi þjóð er búin að missa af því tækifæri, sem er árþúsundamótin. Það vantar ekki blaðrið um tölvuvandann, um hégóma eins og hvort árþúsundið byrji árið 2000 eða 2001, Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 76 orð

Undarleg hornmyndun á lambhrút

HORNALAG er með ýmsum hætti á sauðfé, en ekki er vanalegt að horn vaxi með þeim hætti sem hér sést. Svo virðist sem annað hornið vaxi að hluta til upp úr andliti lambhrútsins og er hornmyndunin alveg fram á nasir. Auk þessa standa bæðið hornin einkennilega upp í loftið sem ekki telst vanalegt. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 499 orð

Upp komst um fjársvik með greiðslukortum

PAR á þrítugsaldri hefur viðurkennt hjá lögreglu að hafa svikið út vörur hjá fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu fyrir á aðra milljón króna. Á laugardag náðist að endurheimta vörur s.s. hljómflutningstæki, skrautmuni og húsgögn, að andvirði um 1,3 milljónir króna. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns verður reynt að koma mununum til skila í þessari viku. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 252 orð

Verðbólga í ár meiri en áætlað var

SEÐLABANKINN spáir 3,3% verðbólgu milli ársmeðaltala 1998 og 1999 og 4,6% hækkun frá upphafi til loka árs 1999. Í júlí síðastliðnum spáði bankinn að samsvarandi hækkanir yrðu 3% og 4%. Þá spáir bankinn 4,1% verðbólgu milli áranna 1999 og 2000 en 3,7% verðbólgu frá upphafi til loka næsta árs miðað við óbreytt gengi frá því sem það er í dag. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 690 orð

Viðræður um sjálfstæði gætu hafist í næsta mánuði

HØGNI Hoydal, þingmaður Þjóðveldisflokksins og ráðherra sjálfstæðismála, ávarpaði landsfund Vinstrihreyfingarinnar ­ græns framboðs um helgina en hann ræddi um fullveldisbaráttu Færeyinga og einnig um samstarf þjóða við Norður-Atlantshaf. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 451 orð

Vilja styrkja stöðu samkeppnisyfirvalda

Í UMRÆÐUM um frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum, sem Samfylkingin hefur lagt fram á Alþingi, kom fram að Samfylkingin telur að virk samkeppni sé besta leiðin til að tryggja almenningi sem lægst vöruverð og besta þjónustu. Vilja þingmenn Samfylkingar með lagabreytingum gera samkeppnisyfirvöldum auðveldar fyrir að ná markmiðum samkeppnislaga. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 368 orð

Vínveitingaleyfi í Reykjavík orðin 169

Í REYKJAVÍK eru 169 veitingastaðir með vínveitingaleyfi. Þar af hafa 17 nýir staðir fengið leyfi á síðustu sjö mánuðum og auk þess liggja fyrir umsóknir frá tveimur til viðbótar. Þegar ný lög um vínveitingastaði tóku gildi í júlí á síðasta ári leið nokkur tími án þess að ný vínveitingaleyfi væru veitt. Meira
26. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 218 orð

Vænni dilkar í nýliðinni sláturtíð

FALLÞUNGI dilka sem slátrað var hjá sláturhúsi Kaupfélags Eyfirðinga í nýliðinni sláturtíð var heldur meiri en í fyrra eða 15,8 kíló á móti tæplega 15,5 árið á undan. Óli Valdimarsson sláturhússtjóri sagði að dilkarnir nú hefðu verið nokkru vænni en vant er en þó ekki feitari. Stærsti dilkurinn kom frá Hóli við Dalvík og vó 32,4 kíló. Sláturtíðinni lauk nú í lok vikunnar. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 87 orð

Þing VMSÍ hefst í dag

20. ÞING Verkamannasambands Íslands hefst í Reykjavík í dag með setningarræðu Björns Grétars Sveinssonar, formanns sambandsins. Kjaramál verða helstu mál þingsins, en samningar VMSÍ- félaga renna út í vetur. Á þinginu verða kynntar niðurstöður könnunar sem VMSÍ hefur látið gera á kjörum félagsmanna og viðhorfum þeirra til þjónustu og starfsemi stéttarfélaga og samtaka þeirra. Meira
26. október 1999 | Innlendar fréttir | 411 orð

Þjófnaðir um hábjartan dag

TVEIR þjófnaðir áttu sér stað á föstudag um hábjartan dag á föstudag. Karlmaður kom í olíuverslun við Vesturlandsveg að morgni föstudags og keypti ýmsar vörur fyrir tæplega tvö hundruð þúsund krónur. Þegar kom að greiðslu reyndist ekki heimild til úttektar á greiðslukorti sem maðurinn framvísaði, en þá hafði hann þegar borið vörurnar út í bifreið og ók síðan af vettvangi. Meira

Ritstjórnargreinar

26. október 1999 | Staksteinar | 501 orð

Evrópuumræður

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra gerir að umræðuefni á vefsíðu sinni ákvörðun stjórnar Evrópusambandsins að taka upp viðræður við 13 ríki um aðild. BJÖRN segir: "Um miðja viku bárust þær fréttir frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), að hún ætlaði að taka upp viðræður við 13 ríki um aðild að sambandinu. Meira
26. október 1999 | Leiðarar | 682 orð

MENNINGARLEGT JAFNVÆGI

HÁSKÓLAREKTOR, Páll Skúlason, gerði fólksflutningana til höfuðborgarsvæðisins að umræðuefni við brautskráningu kandídata í Háskólabíói á laugardag. Rektor sagði að til þess að sporna við þessum flutningum þyrfti að skapa menningarlegt mótvægi við höfuðborgarsvæðið úti á landi. Meira

Menning

26. október 1999 | Tónlist | 521 orð

Á bullandi uppleið

Elgar: Sellókonsert. Franck: Sinfónía í d. Sigurður Halldórsson, selló; Sinfóníuhljómsveit áhugamanna u. stj. Gunnsteins Ólafssonar. Sunnudaginn 24. október kl. 17. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhugamanna hefur hafið sitt 10. starfsár og er komin vel á legg sem fastur liður í tónlistarlífi Reykjavíkur. Meira
26. október 1999 | Fólk í fréttum | 893 orð

Bíóin í borginni Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir BÍÓBORGIN

Októberhiminn Hrífandi mynd um átthagafjötra, drauma sem rætast, leitina að hinu ókunna en fyrst og fremst um mannleg samskipti. Eftirminnilega vel leikin. Eyes Wide Shut Yfir heildina fljótandi flott mynd um ítök kynlífs í hug og sálarástand fólks. Meira
26. október 1999 | Kvikmyndir | 251 orð

Bowfinger gerir bíómynd

Leikstjóri: Frank Oz. Handrit: Steve Martin. Aðalhlutverk: Steve Martin, Eddie Murphy, Heather Graham, Terence Stamp, Robert Downey jr. Universal 1999. BANDARÍSKA gamanmyndin Bowfinger segir frá gersamlega lánlausum kvikmyndaframleiðanda í Hollywood, sem aldrei hefur getað gert neitt af viti. Meira
26. október 1999 | Menningarlíf | 685 orð

Börn og uppalendur

Í ÚTGÁFU Æskunnar er lögð höfuðáhersla á útgáfu prentaðs máls handa börnum og unglingum. Jafnframt er lögð áhersla á útgáfu bóka sem nýtast vel uppalendum. Geitungurinn 1 eftir Árna Árnason með teikningum eftir Halldór Baldursson er verkefnahefti handa börnum sem vilja læra að lesa. Geitungurinn 2 er önnur verkefnabók eftir sömu höfunda. Meira
26. október 1999 | Menningarlíf | 154 orð

Djasstríó á fyrstu háskólatónleikum

Á FYRSTU háskólatónleikum vetrarins í Norræna húsinu á morgun, miðvikudag, kl. 12.30, leika Hilmar Jensson á rafgítar, Jóel Pálsson á kontrabassaklarinett og Matthías M.D. Hemstock á slagverk. Þeir félagar hafa um árabil leikið saman, en aldrei áður sem tríó. Þeir námu allir við Berklee tónlistarháskólann í Boston og kenna við Tónlistarskóla FÍH. Meira
26. október 1999 | Fólk í fréttum | 232 orð

Einangrað helvíti Teningurinn (Cube)

Framleiðandi: Mehra Meh, Betty Orr. Leikstjóri: Vincenzo Natali. Handritshöfundur: Andre Bijelic, Grame, Manson, Vincenzo Natali. Kvikmyndataka: Derek Rogers. Tónlist: Mark Korven. Aðalhlutverk: Nicole de Boer, Nicky Guadagni, David Hewlett, Andrew Miller, Julian Richings, Wayne Robson, Maurice Dean Wint. (96 mín.) Bandaríkin. Stjörnubíó, 1999. Myndin er bönnuð innan 16 ára. Meira
26. október 1999 | Skólar/Menntun | 330 orð

Evrópuþing í Hollandi

FYRSTA Evrópuþing Delta Kappa Gamma, sem eru alþjóðasamtök kvenna í fræðslustörfum, var haldið í ágúst síðastliðnum í Breukelen í Hollandi. Sjö íslenskar konur sóttu þingið og voru þrjár þeirra með fræðsluerindi. Guðný Helgadóttir, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, fjallaði um símenntun, dr. Meira
26. október 1999 | Bókmenntir | 846 orð

Fjósakona á faraldsfæti

Sjálfsmynd, skáldskapur og raunveruleiki í ferðasögum Önnu frá Moldnúpi, eftir Sigþrúði Gunnarsdóttur. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 1998. 126 bls. Prentumsjón: OSS prentþjónusta. ANNA frá Moldnúpi sendi frá sér sjö bækur á árunum 1950­1972, flestar þeirra ferðasögur. Meira
26. október 1999 | Tónlist | 592 orð

Frá allri villu klárt og kvitt...

Ýmis inn- og erlend lög, þ.ám. frumflutt Afmælisósk eftir Mist Þorkelsdóttur. Kór Snælandsskóla u. stj. Heiðrúnar Hákonardóttur. Undirleikur: Ingrid Karlsdóttir, fiðla; Martial Nardeau, flauta; Kristinn Örn Kristinsson, Lóa Björk Jóelsdóttir, píanó. Laugardaginn 23. október kl. 16. Meira
26. október 1999 | Fólk í fréttum | 545 orð

Gítarsurg úr grasrótinni

Hugsanavélin, geisladiskur hljómsveitarinnar Suðs. Sveitina skipa þeir Helgi Benediktsson sem syngur og leikur á gítar, Kjartan Benediktsson sem leikur á bassa og hljómborð og Magnús Magnússon sem leikur á trommur. Öll lög og textar eru eftir Suð. Upptökum stýrði Halldór K. Júlíusson. 39,27 mín. Gráðuga útgáfan gefur út. Meira
26. október 1999 | Leiklist | 676 orð

Hormónastríð

Höfundur: Auður Haralds. Leikstjóri: Gunnar Gunnsteinsson. Leikarar: Gunnar Hansson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Hildigunnur Þráinsdóttir, Sveinn Þórir Geirsson, Sjöfn Evertsdóttir og Margrét Kr. Pétursdóttir. Leikmynd: Vignir Jóhannsson. Búningar: María Ólafsdóttir. Gervi: Ásta Hafþórsdóttir. Lýsing: Ingvar Björnsson. Tónlist: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Myndvarpi: Sævar Guðmundsson. Meira
26. október 1999 | Fólk í fréttum | 96 orð

Hönnuðurinn Soprano fallinn frá

ÍTALSKI hönnuðurinn Luciano Soprano er látinn úr krabbameini 53 ára að aldri. Hann hafði átt við veikindi að stríða í nokkra mánuði en tókst þó að koma saman fatalínu sem var forsýnd í Mílanó í september og fatalínu sem verður sýnd á tískuviku í Mílanó í janúar. Soprani náði frama í tískuheiminum með því að vinna fyrir tískufyrirtæki á borð við Max Mara og Basile. Meira
26. október 1999 | Fólk í fréttum | 209 orð

Í töfraveröld nornarinnar Blair

ÞAÐ líður að því að kvikmyndin Nornaverkefnið Blair verði sýnd hérlendis eftir að hafa vakið gríðarlega athygli um heim allan. Svo mikla að sjaldan eða aldrei hefur verið meira um eftirlíkingar af einni mynd. Ógrynni af þáttum á bandarískum sjónvarpsstöðvum fjalla um leit að fólki eða öðru sem týnst hefur í frumskógunum. Meira
26. október 1999 | Fólk í fréttum | 116 orð

Karlmennskan uppmáluð

HINN kunni spjallþáttastjórnandi Larry King og eiginkona hans hafa gefið út tilkynningu um að þau eigi von á öðru barni. Tilkynningin kemur aðeins sjö mánuðum eftir að þau eignast sitt fyrsta afkvæmi. King, sem er 65 ára, og eiginkona hans Shawn Southwick King, sem er 38 ára, sögðu fyrst frá þessu í síðustu viku, að því er talsmaður þeirra sagði á laugardag. Þau eiga fyrir soninn Chance. Meira
26. október 1999 | Menningarlíf | 78 orð

Ljóð og djass í Kaffileikhúsinu

LJÓÐA- og djassveisla verður í Kaffileikhúsinu í kvöld kl. 21. Lesið verður úr ljóðabókum sem út hafa komið hjá Máli og menningu og Forlaginu í ár. Þeir höfundar sem fram koma eru: Arthúr Björgvin Bollason, Gyrðir Elíasson, Jónas Þorbjarnarson, Sigurbjörg Þrastardóttir, Sindri Freysson og Elías Mar. Meira
26. október 1999 | Fólk í fréttum | 129 orð

Ljónið gaf öndunum

ÞAÐ viðraði vel í miðbæ Reykjavíkur þegar ævintýraleikritið Gleym mér ei og Ljóni kóngsson var frumsýnt á laugardag. Það var því vel til fundið þegar leikararnir tóku upp á því að fara með áhorfendum á Tjarnarbakkann og gefa öndunum. Meira
26. október 1999 | Menningarlíf | 620 orð

Meginstraumar og undirstraumar

MEÐAL útgáfubóka Háskólaútgáfunnar eru Heimspekisaga eftir Gunnar Skirbekk og Nils Gilje. Stefán Hjörleifsson þýddi. Saga and Philosophy and Other Essays er eftir Pál Skúlason. Inngangur er eftir Paul Ricoeur. Flestar greinarnar eru samdar með flutning og birtingu á erlendum vettvangi í huga og fæstar þeirra hafa birst á íslensku. Æska og saga. Meira
26. október 1999 | Fólk í fréttum | 39 orð

Níu stöðum lokað

BRUCE Willis hélt blaðamannafund á veitingastaðnum Planet Hollywood í París á föstudaginn var. Þar sagði hann blaðamönnum að níu stöðum Planet-veitingahúsakeðjunnar hefði verið lokað í Bandaríkjunum og væru því nú starfandi 24 veitingahús með þessu nafni. Meira
26. október 1999 | Menningarlíf | 213 orð

Nýjar bækur SÖGUR af Snæfellsnesi

SÖGUR af Snæfellsnesi - Pálsætt undan Jökli - I Ævir og aldarfar. II Niðjatal Páls Kristjánssonar af Snæfellsnesi er í samantekt Óskars Guðmundssonar. Í fréttatilkynningu segir: "Um er að ræða sagnfræðilegt ættfræðirit sem skiptist aðallega í tvo þætti; Ævir og aldafar undir Jökli og niðjatal Páls Kristjánssonar. Meira
26. október 1999 | Tónlist | 637 orð

Ómblíður leikur

Upphaf tónlistarhátiðar Musica Antiqua Quatuor Mosaïques flutti verk eftir J.S. Bach, Schumann og Beethoven. Sunnudagurinn 24. október 1999. ÞAÐ má segja að hið mikilfenglega verk List fúgunnar, eftir J.S. Bach, hafi hann hugsað sem eins konar uppgjör við samtíð sína. Meira
26. október 1999 | Menningarlíf | 315 orð

Páll Stefánsson sýnir myndir í Winnipeg

HÚSFYLLIR var á ljósmyndasýningu sem Páll Stefánsson hélt í Winnipeg fyrir skömmu. Sýningin var haldin á vegum Þjóðræknifélags Íslendinga og Náttúruskoðunarfélags Manitoba og létu sýningargestir vel af myndum Páls. Sýningin var hluti af ellefu sýningum Páls víðs vegar um Kanada, allt frá Vancouver til Halifax. Meira
26. október 1999 | Fólk í fréttum | 709 orð

Prinsinn sigraði en Tyson í vandræðum

HELGIN var viðburðarík fyrir áhugamenn um hnefaleika. Prinsinn Naseem Hamed gaf tóninn á föstudagskvöld þegar hann varði WBO-meistaratitil sinn í fjaðurvigt gegn Cesar Soto og vann WBC- meistaratitilinn. Vann hann á samhljóða úrskurði dómaranna eftir bardaga sem stóð í tólf lotur. Meira
26. október 1999 | Myndlist | 482 orð

Sem í helgidómi

Til 4. nóvember. Opið á verslunartíma. ANDLEGT inntak, innhverf íhugun og talnaspeki virðist eiga greiðan aðgang að listmálurum okkar nú þegar við nálgumst aldamót og lok líðandi aldatugar. Það er ekkert smáræði sem hangir í loftinu. Eftir aðeins tæpa þrjá mánuði geta menn farið að tala um árþúsundið sem var og tuttugustu öldina sem gömlu góðu dagana. Meira
26. október 1999 | Menningarlíf | 72 orð

Silki í Galleríi Nema hvað

VERSLUNIN Vefurinn stendur fyrir sýningu á silkiefnum frá Chase Erwin í Galleríi Nema hvað, Skólavörðustíg 22c, dagana 25.­30. október. Chase Erwin er einn af helstu alþjóðlegu framleiðendum sem sérhæfa sig í silki. Nýja línan inniheldur glitrandi Organza-silki með speglum handsaumuðum í silkið. Hönnuður og eigandi Chase Erwin, er Ragna Erwin. Meira
26. október 1999 | Fólk í fréttum | 379 orð

Skaut mömmu með penna

ARGENTÍNSKUR maður myrti móður sína óvart er hann var að leika sér með penna sem reyndist vera dulbúin byssa. Maðurinn sem er tæplega þrítugur sat í eldhúsinu og var að reyna að fá pennann til að skrifa þegar skot hljóp af og varð móðir hans fyrir skotinu og lést. Átta ára stjúpbróðir mannsins fann pennann úti á götu en byssur sem þessar eru ólöglegar í Argentínu. Meira
26. október 1999 | Tónlist | 615 orð

Skógar og vötn Finnlands

Jean Sibelius: Sinfónía nr. 1 í e- moll, op. 39. Sinfónía nr. 3 í C-dúr, op. 52. Hljómsveit: Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari. Útgáfa: Naxos 8.554102. Lengd: 67'35. Verð: kr. 690 (Japis). Meira
26. október 1999 | Fólk í fréttum | 156 orð

Spæjarinn á toppnum

ÞAÐ er grínaktugi spæjarinn Austin Powers, eða flauelsklædda kyntröllið, sem trónir efst á toppi listans þessa vikuna, en hann var í 2. sæti listans í síðustu viku. Efsta mynd liðinnar viku, 8MM, með Nicolas Cage í aðalhlutverki er í öðru sæti lista vikunnar og kemur ný spennumynd inn í 3. sætið, eða Arlington-stræti með þeim Tim Robbins og Jeff Bridges í aðalhlutverkum. Meira
26. október 1999 | Fólk í fréttum | 343 orð

Sækir í skuggahliðar mannlífsins

LEIKARINN Nicolas Cage leikur í myndinni 8MM sem er í öðru sæti myndbandalistans þessa vikuna. Hann segir að áhugi sinn á hinum dekkri hliðum tilverunnar hafi kviknað strax þegar hann var fjögurra ára gamall og núna þegar hann er 35 ára hafi áhuginn ekkert minnkað. Meira
26. október 1999 | Tónlist | 480 orð

Til dýrðar og upplyftingar

Lög og útsetningar eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Jón Þórarinsson, Atla Heimi Sveinsson, Jón Leifs, Jón Nordal, Ragnar Björnsson, Hjálmar H. Ragnarsson og Jónas Tómasson. Margrét Bóasdóttir sópran; Björn Steinar Sólbergsson, orgel. Sunnudaginn 24. október kl. 20:30. Meira
26. október 1999 | Menningarlíf | 223 orð

Tímarit HAUSTHEFTI Skírnis

HAUSTHEFTI Skírnis er komið út, 173. árg. Í heftinu eru m.a. greinar um íslenskar bókmenntir að fornu og nýju, náttúru og þjóðerni, blótsiði fornmanna og veraldarvefinn. Í greininni Íslenska akademían: Kotungur í andófi, ræðir Viðar Hreinsson um jarðbundin og alþýðleg sjónarhorn í verkum Stephans G. Stephanssonar, Halldórs Kiljans Laxness og Bills Holms. Meira
26. október 1999 | Fólk í fréttum | 229 orð

Varað við listinni

VIÐVÖRUNARSKILTI hafa verið hengd upp í Tate-safninu í Lundúnum þar sem varað er við opinskáum listaverkum og óviðurkvæmilegum orðum á sýningu fimm listamanna sem til greina kemur að hreppi Turner- verðlaunin. Ástæðan fyrir þessari ráðstöfun listasafnsins er sú að í aðalverki sýningarinnar eftir Tracey Emin eru nokkrar einkar skítugar nærbuxum. Meira
26. október 1999 | Menningarlíf | 354 orð

"Það er eitthvað á seyði"

SÝNING á verkum Errós verður opnuð í einu virtasta galleríi Parísarborgar, Gallerie National du Jeu de Paume, í kvöld. Telja sumir að sýningin muni marka tímamót á ferli Errós en á henni verða meðal annars sýndar myndir sem Parísarbúar hafa ekki séð áður. Aðspurður segist Erró ekki hafa neina tilfinningu fyrir því hvaða þýðingu þessi sýning muni hafa. Meira
26. október 1999 | Fólk í fréttum | 103 orð

Ævintýri um árþúsundamótin

EINS og við mátti búast verður mikið um dýrðir þegar MTV-sjónvarpsstöðin heldur upp á árþúsundamótin. Liður í hátíðarhöldunum verður að bjóða tíu sigurvegurum í keppni stöðvarinnar í ævintýraferð með Goo Goo Dolls og 98 Degrees. Ferðin hefst 20. desember þegar flogið verður til Kaíró, síðan verður komið við í Róm, París og London áður en farið verður til New York til að ná gamlárskvöldi. Meira

Umræðan

26. október 1999 | Bréf til blaðsins | 728 orð

"Besti þátturinn ­ hingað til langbesti þátturinn"

LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 9. þ.m. hófst í sjónvarpsstöð Ríkisútvarpsins sýning á vikulegum þáttum í vetrardagskránni, sem bera heitið Stutt í spunann og er ætlað hverjum og einum að vera "skemmtiþáttur, svona fjölskylduþáttur," eins og annar umsjónarmaður þeirra kynnti þann fyrsta. Meira
26. október 1999 | Aðsent efni | 460 orð

Erfitt fyrir fatlaða lífeyrisþega að reka bíl

Sanngjarnt væri, segirMargrét Thoroddsen, að fatlaðir fengju að draga rekstrarkostnað bifreiðar frá tekjum eins og launafólk. Meira
26. október 1999 | Aðsent efni | 454 orð

Kalda stríðið krufið

Forsætisráðherra, segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, hrökk beint í kaldastríðsgírinn. Meira
26. október 1999 | Bréf til blaðsins | 418 orð

Kjarnorkuvopn á Íslandi

VIÐ höfum marglýst því yfir að kjarnorkuvopn hafi verið að finna á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár. Vegna fjölmiðlaumræðu um kjarnorkuvopn á Íslandi, minnir Friður 2000 á fréttatilkynningar, yfirlýsingar og áskoranir sem samtökin hafa sent stjórnvöldum og fjölmiðlum á undanförnum þremur árum, Meira
26. október 1999 | Aðsent efni | 1027 orð

Opið bréf til biskups Íslands

Ég vil ítreka mikilvægi þess að þjóðkirkjan taki ekki þátt í slíku samstarfi, segir Torfi Kristján Stefánsson Hjaltalín, nema á þeim forsendum sem eru í samræmi við þá trúar- og lífsskoðun sem hún og meðlimir hennar hafa. Meira
26. október 1999 | Aðsent efni | 495 orð

Samstaða neytenda gegn fákeppni og verðhækkunum

Neytendasamtökin njóta mjög takmarkaðs stuðnings stjórnvalda í starfi sínu, segir Jóhannes Gunnarsson, ólíkt neytendasamtökum í mörgum öðrum Evrópulöndum. Meira
26. október 1999 | Aðsent efni | 651 orð

Slysaskilti R- listans Umferðarmál R-listinn þverbrýtur skiltareglugerð, segir Kjartan Magnússon, og kemur á einokun á

R-listinn þverbrýtur skiltareglugerð, segir Kjartan Magnússon, og kemur á einokun á uppsetningu auglýsingaskilta. Skiltin geta valdið slysahættu og fyrirtækjum er gróflega mismunað. Meira
26. október 1999 | Aðsent efni | 961 orð

Staðsetning Listaháskóla Íslands

Til þess að umræðan um staðsetningu Listaháskólans geti leitt til skynsamlegra skoðanaskipta, segir Hjálmar H. Ragnarsson, þurfa menn að sýna staðreyndum málsins virðingu. Meira
26. október 1999 | Bréf til blaðsins | 398 orð

Veslings litli anginn!

ÞAÐ þótti ekki tiltökumál fyrir ótrúlega fáum árum, að börn væru látin vinna fyrir sér. Börn og unglingar (sem núna heita líka börn) hafa alla tíð unnið ýmis störf til sveita og sjávar og mörg störfin eru hreint ekkert auðveld, þótt líklega verði þessi störf auðveldari með hverju árinu sem líður. Meira

Minningargreinar

26. október 1999 | Minningargreinar | 387 orð

Andri Freyr Arnarsson

Andri Freyr Arnarsson Ég veit um lind, sem ljóðar svo ljúft að raunir sofna, um lyf sem læknar sárin og lætur sviðann dofna. Um lítið blóm, sem brosir svo blítt, að allir gleðjast. Um rödd, sem vekur vonir, þá vinir daprir kveðjast. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 537 orð

Andri Freyr Arnarsson

Mig langar í örfáum orðum að minnast lítils frænda míns, Andra Freys, sem verður ávallt hetja í mínum huga. Hann háði harða baráttu af æðruleysi og þolinmæði við erfiðasta sjúkdóm okkar tíma. Ég minnist þess þegar þið komuð í heimsókn til okkar vestur í Litla- Holt, hve gaman okkur Gumma þótti að sjá svo hrausta stráka leika sér og ærslast og að sjá hvað þeir voru samrýndir bræðurnir. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 29 orð

ANDRI FREYR ARNARSSON

ANDRI FREYR ARNARSSON Andri Freyr Arnarsson fæddist á Landspítalanum 10. maí 1993. Hann lést á Barnaspítala Hringsins 14. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 25. október. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 602 orð

Auður Auðuns

Auður Auðuns var ein heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst. Hún bar mikla persónu og hafði fágætan hæfileika til að greina aðalatriði frá aukaatriðum og sjá álitamál í stóru samhengi. Á níræðisaldri hafði hún mun skýrari sýn á pólitísk markmið og hugsjónir en hið kraftmikla unga fólk sem mest kveður að á vettvangi þjóðmála í dag. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 339 orð

Auður Auðuns

Látin er merk kona, Auður Auðuns lögfræðingur. Hún gekk til liðs við Zontaklúbb Reykjavíkur skömmu eftir stofnun hans 1941 og var þar félagi fram á síðustu ár þegar hún sagði sig úr klúbbnum sökum heilsubrests. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 287 orð

Auður Auðuns

Frú Auður Auðuns á sess í sögu Sjálfstæðisflokksins. Það var flokknum til vegs að hafa forystu um að hefja konu til mestu ábyrgðar, bæði á vettvangi borgarstjórnar Reykjavíkur og í landsmálum. Svo undarlega sem það hljómar nú, var það ekki sjálfgefið fyrir 30 til 40 árum. Og það var gifta flokksins að Auður Auðuns var valin til að ryðja braut. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 50 orð

Auður Auðuns

Við heimsókn Ólafs Noregskonungs 1961. Á myndinni eru einnig, auk Auðar, Ásgeir Ásgeirsson forseti, Erna Finnsdóttir og Geir Hallgrímsson. Í sjötugsafmæli Auðar 1981: Davíð Oddsson, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Matthías Bjarnason, Ólafur G. Einarsson, Geir Hallgrímsson, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Gunnar Thoroddsen og Auður. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 31 orð

Auður Auðuns

Elsku amma, takk fyrir allt. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín Auður. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 121 orð

Auður Auðuns

Ég vil minnast frú Auðar Auðuns með þakklæti og vinarhug. Við vorum sambýliskonur í fjörutíu og fimm ár og áttum mikil samskipti, sem öll voru með eindæmum farsæl. Hún var svo hreinskiptin og nákvæm mannvera. Sérlega eru mér hugljúfar minningarnar um samverustundir okkar í garðinum, umhverfis heimili okkar á Ægissíðu 86. Við önnuðumst garðinn sameiginlega, báðum til mikillar ánægju. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 1209 orð

Auður Auðuns

Með andláti Auðar Auðuns er lokið mikilvægum kafla í sögu kvenna á Íslandi. Árið sem sett voru lög um jafnan rétt kvenna og karla til menntunar og embætta fæddist vestur á Ísafirði lítil stúlka sem átti eftir að koma þessum lagaákvæðum í framkvæmd. Tuttugu og fjögurra ára gömul lauk Auður Auðuns embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands og varð dómarafulltrúi ári síðar. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 307 orð

Auður Auðuns

Með fráfalli Auðar Auðuns er merkur stjórnmálamaður og mikill brautryðjandi íslenskra kvenna úr heimi horfinn. Auður var fyrsta íslenska konan sem lauk kandidatsnámi í lögfræði, hún var fyrsta konan sem settist í dómarastól í héraðsdómi hér á landi, hún var fyrsta konan sem gegndi starfi forseta borgarstjórnar í Reykjavík, sem þá nefndist reyndar bæjarstjórn. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 616 orð

Auður Auðuns

Um það leyti sem mín kynslóð hóf afskipti af stjórnmálum var ekki auðvelt fyrir ungar stúlkur að finna sér pólitískar fyrirmyndir. Konur áttu ekki upp á pallborðið í stjórnmálaflokkunum og nöfn þeirra rötuðu yfirleitt ekki í örugg sæti á framboðslistum flokkanna. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 694 orð

Auður Auðuns

Auður Auðuns fæddist sama ár og samþykkt voru lög um að konur á Íslandi ættu jafnan rétt til náms og embætta á við karlmenn. Sú samþykkt þegar árið 1911 bar vott um framsýni og djörfung löggjafans sem og lög um jafnan kosningarétt og kjörgengi karla og kvenna fjórum árum síðar. Það liðu hins vegar margir áratugir áður en konur fóru almennt að nýta sér þann rétt. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 316 orð

AUÐUR AUÐUNS

AUÐUR AUÐUNS Auður J. Auðuns var fædd á Ísafirði 18. febrúar 1911. Hún lést á Droplaugarstöðum hinn 19. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Auðunn Jónsson, alþingismaður, f. 17.7. 1878, d. 6.6. 1953, og Margrét Guðrún Jónsdóttir, húsfreyja, f. 27.4. 1872, d. 12.3. 1963. Systkini Auðar voru Sigríður, húsfreyja, f. 13.1. 1904, d. 28.6. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 256 orð

Erla Höskuldsdóttir

Hví fölnar jurtin fríða og fellir blöð svo skjótt? Hví sveipar barnið blíða, svo brátt hin dimma nótt? Hví verður von og yndi svo varpað niður í gröf? Hví berst svo burt í skyndi hin besta lífsins gjöf? (B.H.) Elsku Erla frænka. Við eigum erfitt með að trúa því að þú sért búin að kveðja okkur fyrir fullt og allt. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 31 orð

ERLA HÖSKULDSDÓTTIR

ERLA HÖSKULDSDÓTTIR Erla Bergþóra Höskuldsdóttir fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1934. Hún lést á sjúkrahúsi í Kent á Englandi 11. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 22. október. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 119 orð

Guðný J. Þórarinsdóttir

Elsku amma. Nú ertu farin frá okkur. Við systkinin söknum þín mikið. Við söknum að geta ekki hringt í þig, þá sagðir þú okkur oft frá glæstum vonum og ýmislegt fleira. Það var svo gott að heimsækja þig á hjúkrunarheimilið Eir. Þú varst svo glöð að sjá okkur. Við eigum eftir að sakna þess að geta ekki borðað með þér í hádeginu á sunnudögum. Nú vitum við að þér líður betur núna, laus við veikindin. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 460 orð

Guðný Þórarinsdóttir

Elskuleg tengdamóðir mín hefur lokið sinni lífsgöngu. Hún fékk hægt og friðsælt andlát. Hún var ekki gömul, aðeins 66 ára, en kraftar hennar voru þrotnir. Mér er enn í fersku minni þegar við kynntumst fyrst fyrir 15 árum. Hún tók mér strax opnum örmum. Ég naut síðan þeirra forréttinda að verða "einka" tengdadóttir hennar ­ eins og hún kallaði mig alltaf. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 187 orð

Guðný Þórarinsdóttir

Það var á fögrum haustdegi þegar náttúran skartaði sínu fegursta, að vinkona okkar hún Dúný kvaddi þetta jarðlíf. Langar okkur að minnast hennar með örfáum orðum. Kyrrðin þennan dag gæti í huga manns verið táknræn fyrir það æðruleysi sem einkenndi hana í sínum erfiðu og langvarandi veikindum. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 276 orð

GUÐNÝ ÞÓRARINSDÓTTIR

GUÐNÝ ÞÓRARINSDÓTTIR Guðný Jónína (Dúný) Þórarinsdóttir fæddist í Reykjavík 1. mars 1933. Hún lést á Vífilsstaðaspítala 18. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þórarinn Ólafur Vilhjálmsson og Jónasína Guðrún Georgsdóttir. Guðný var þriðja elst í hópi sjö systkina. Aðeins tvö þeirra lifa, þau Þórður Guðjón og Guðrún Valný. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 1134 orð

Guðný Þórarinsdóttir Guðný Þórarinsdóttir

Guðný Þórarinsdóttir Þegar skuggar haustsins taka að lengjast og lauf trjánna falla niður gul á litinn í svörðinn og minna okkur á að lífið sjálft er eilíf hringrás, þar sem fæðing og dauði haldast í hendur, og það eina sem við lifendur getum örugglega gert ráð fyrir er að einhverntíma kemur að okkur að lúta í lægri haldi fyrir dauðanum og þeim sem öllu ræður. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 455 orð

Sigríður Pálsdóttir

Sigríður móðursystir mín er nýlega látin á nítugasta aldursári, og langar mig að minnast hennar nokkrum orðum. Þegar ég hugsa um Siggu frænku koma mér tvö orð í hug, hlýja og höfðingsskapur. Sigga frænka hafði um sig sterka áru hlýju og góðvildar. Hún var alltaf boðin og búin að hjálpa á alla lund. Hún sýndi okkur systrabörnum sínum mikinn áhuga og tók þátt í lífi okkar. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 34 orð

SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR

SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR Sigríður Pálsdóttir fæddist á Skálafelli í Suðursveit í Austur- Skaftafellssýslu 17. mars 1910. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 12. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 22. október. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 385 orð

SOLVEIG SVEINBJARNARDÓTIR

"Þið voruð svo góðar vinkonur." Þegar þetta var sagt við mig eftir fráfall móðursystur minnar, Solveigar Sveinbjarnardóttur, kom það mér á óvart. En það hefði ekki átt að gera það. Frá því ég man eftir mér hefur Solla frænka verið stór hluti af lífi mínu. Þá var hún Solla stóra en ég Solla litla. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 275 orð

Solveig Sveinbjarnardóttir

Elsku Solla frænka, mig langar í nokkrum orðum að kveðja þig. Alltaf hefur verið mikill samgangur á milli fjölskyldna okkar og á mínum yngri árum var heimili þitt eins og mitt annað heimili. Mér er það mjög minnisstætt að þegar bræður mínir fóru í sveit út í Skáleyjar, þá fór ég nokkur sumur í "sveit" upp í Hvalfjörð til þín og Lofts áður en foreldrar mínir fluttust norður til Akureyrar. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 155 orð

Solveig Sveinbjarnardóttir

Láttu gott af þér leiða. Þessi orð, sem eru einkunnarorð Inner Weel þetta starfsár koma upp í hugann er við kveðjum Solveigu Sveinbjarnardóttur. Hún var einn af stofnfélögum Inner Wheel klúbbsins í Hafnarfirði 1976 og starfaði í klúbbnum alla tíð síðan. Hún var í hópi virkustu félaganna. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 552 orð

Solveig Sveinbjarnardóttir

Fyrir réttu ári efndu þeir sem voru að alast upp á þeim hluta Álfaskeiðsins í Hafnarfirði, sem fyrstur byggðist, til samkomu meðal "frumbýlinganna". Þetta voru jafnaldrar Birnu og Kristjáns, barna Solveigar Sveinbjarnardóttur og Lofts Bjarnasonar, fæddir á fimmta áratugnum og í byrjun þess sjötta. Eldri kynslóðinni var einnig boðið að taka þátt. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 199 orð

Solveig Sveinbjarnardóttir

Það voru forréttindi að fá að eiga vináttu Solveigar Sveinbjarnardóttur, sem er kvödd í dag. Solveig var fyrir margra hluta sakir einstök. Hún var gædd einstæðum hæfileikum í mannlegum samskiptum. Hún naut þess að hitta fólk og ræða við það um málefni sem skiptu máli. Hún hafði sterka nærveru og fólki leið vel í félagsskap hennar. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 276 orð

Solveig Sveinbjarnardóttir

Mér er kær minningin um Solveigu Sveinbjarnardóttur. Síðast sá ég hana í Hvalfirðinum. Það var daginn sem Loftur hefði orðið 100 ára. Við Kristrún áttum leið um og litum inn. Auðvitað sagði aldurinn til sín, sjónin hafði daprast en innri hlýju stafaði frá henni eins og alltaf. Röddin var söm, alúðin og gestrisnin. Það sópaði að þeim hjónum Solveigu og Lofti Bjarnasyni. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 416 orð

SOLVEIG SVEINBJARNARDÓTTIR

Það var í janúar 1973, eldsumbrot á Heimaey og fimm þúsund manns yfirgáfu heimili sín og fluttu upp á fastalandið. Landsmenn brugðust skjótt við að útvega húsnæði fyrir Eyjamenn. Þeirra á meðal voru Solveig og Loftur. Við fjölskylda mín fengum leigða litlu íbúðina á jarðhæðinni hjá þeim í Álfaskeiðinu. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 74 orð

SOLVEIG SVEINBJARNARDÓTTIR

Elsku amma. Okkur barnabörnin langar að þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Þú fylgdist alltaf vel með okkur og varst ávallt umhyggjusöm. Þú sagðir skemmtilega frá gamla tímanum og fylgdist vel með nútímanum. Við munum sakna þín í Hvalfirðinum en vitum að þú verður með okkur þar. Það verður tómlegt á Álfaskeiðinu að fara ekki niður til þín. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 390 orð

SOLVEIG SVEINBJARNARDÓTTIR

Komin er kveðjustund. Elskuleg tengdamóðir mín, Solveig Sveinbjarnardóttir, er látin eftir stutta sjúkdómslegu. Solveig var stórbrotin kona og af þeirri kynslóð sem nú er óðum að hverfa. Hún fæddist á Ísafirði 1907 og ólst þar upp ásamt fjórum systrum sem allar hafa kvatt. Ísafjörður og Vestfirðir voru henni alltaf kærir. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 220 orð

SOLVEIG SVEINBJARNARDÓTTIR

SOLVEIG SVEINBJARNARDÓTTIR Solveig Sveinbjarnardóttir fæddist á Ísafirði 21. ágúst 1907. Hún andaðist á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 16. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sveinbjörn Kristjánsson, kaupmaður, f. 8.8. 1874, d. 26.3. 1946, og Daníelína Brandsdóttir, f. 4.7. 1877, d. 15.6. 1970. Systurnar voru sjö en tvær létust í frumbernsku. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 426 orð

SOLVEIG SVEINBJARNARDÓTTIR

Solveig Sveinbjarnardóttir er í dag kvödd hinstu kveðju. Þar með er lokið langri og farsælli ævi merkrar konu. Með Solveigu er genginn síðasti fulltrúi þeirrar kynslóðar fullorðins fólks, sem næst mér stóð í æsku. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 330 orð

SOLVEIG SVEINBJARNARDÓTTIR

Það var á einum af sólríkustu dögum þessa hausts að Solveig Sveinbjarnardóttir lagði upp í sína hinstu ferð. Solveigu, eða Sollu frænku eins og hún var alltaf kölluð á mínu heimili, kynntist ég fyrir tuttugu og þremur árum þegar ég giftist systursyni hennar, Ragnari, syni Maju, yngstu systur hennar. Því háttaði þannig til að við byrjuðum okkar búskap á neðri hæðinni á Álfaskeiði 38. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 490 orð

SOLVEIG SVEINBJARNARDÓTTIR Kveðja frá Kvenfélagi Fríkirkjunnar í Hafnarfirði

Já, nú er lífsljós frú Solveigar slokknað, eftir langan og góðan lífsferil. 93 ár voru góður tími og farsæll. Solveig var afar vel gerð kona og afar hlýleg og viðræðugóð. Hún hafði alveg sérstaklega gott minni og fylgdist vel með öllu sem var að gerast hvort sem það var hér í félaginu okkar eða í einhverju sem snerti samfélagið, hún var vel heima í öllu. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 312 orð

Vilhelmína Biering

Nú hefur Mína frænka kvatt lífið. Hún var einstök manneskja og lífskúnstner. Mína hafði góða lund og var mjög jákvæð. Það var yndislegt að bjóða henni í mannfagnað því hún var alltaf svo tilbúin til að blanda geði við fólk. Sjálf var hún afar gestrisin og ósérhlífin. Hún var boðin og búin til að hjálpa manni og virtist alltaf hafa nógan tíma fyrir aðra. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 550 orð

Vilhelmína Biering

Elskuleg frænka okkar Mína, gekk á vit himnanna engla á sama tíma og laufin eru tekin að falla og skammdegið sækir að. Þú gengur nú léttfætt eins og þú ávallt gerðir á vit nýrra heimkynna og átt svo sannarlega skilið hvíld og næði í unaðsreit, elsku frænka. Persónuleiki þinn einkenndist af glaðværð, húmor og einstæðri jákvæðni og umhyggju fyrir öðrum. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 321 orð

Vilhelmína Biering

Elsku Mína frænka. Þú varst alltaf svo hress og kát, og amma hefur verið vön því þegar hún talar við mig að kalla þig unglamb. Nú hefur þú yfirgefið þessa jörð og mér finnst það svo skrýtið því að það er stutt síðan þú og við systkinin vorum í kaffi hjá mömmu og pabba. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 269 orð

Vilhelmína Ch. Biering

Að sjá á bak kærri vinkonu, eftir yfir 40 ár, er sárt, en þá er gott að minnast þeirra ótal góðu og ánægjulegu stunda, sem við áttum saman. Hún Mína var mikil athafnakona og vinmörg, enda mikil félagsvera, eins og hún sagði sjálf. Meira
26. október 1999 | Minningargreinar | 233 orð

VILHELMÍNA CH. BIERING

VILHELMÍNA CH. BIERING Vilhelmína Ch. Biering fæddist í Reykjavík 13. júní 1918. Hún lést á Landakoti 18. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorbjörg Sæmundsdóttir Biering, f. 17. júní 1886, d. 29. desember 1973 og Moritz Wilhelm Biering, skósmíðameistari, f. 10. júní 1877, d. 26. október 1945. Systkini Vilhelmínu voru Pétur Wilhelm, f. 28. Meira

Viðskipti

26. október 1999 | Viðskiptafréttir | 362 orð

Aukið innstreymi gjaldeyris styrkir krónuna

KAUPÞING hf. gerir ráð fyrir frekari styrkingu krónunnar þrátt fyrir að sögulega hafi krónan heldur veikst á síðustu mánuðum ársins vegna aukins innflutnings. Telur Kaupþing að aukið innstreymi gjaldeyris vegna mikils vaxtamunar ætti að stuðla að styrkingu krónunnar, auk þess sem ekki sé hægt að útiloka frekari vaxtahækkanir af hálfu Seðlabankans til skemmri tíma litið. Meira
26. október 1999 | Viðskiptafréttir | 172 orð

BMW fær 10% hlut í Rolls- Royce

ÞÝZKI bílaframleiðandinn BMW AG mun auka hlut sinn í Rolls- Royce Plc í um 10% og það er liður í samningi, sem veitir hinum brezka framleiðanda flugvélahreyfla full umráð yfir sameignarfélagi fyrirtækjanna um smíði flugvélahreyfla. i Meira
26. október 1999 | Viðskiptafréttir | 256 orð

Búist við 860 milljarða króna innkaupum

SEXTÍU og fjögur prósent þeirra sem hyggjast kaupa jólagjafir á Netinu hyggjast eyða allt að fjórðungi útgjalda með þeim hætti. 25% til viðbótar munu kaupa jólagjafir á Netinu fyrir allt að helming þeirrar heildarupphæðar sem þeir ætla að eyða í gjafir. Meira
26. október 1999 | Viðskiptafréttir | 244 orð

Deutsche Telekom sækir fram í Austur- Evrópu

DEUTSCHE Telekom fjarskiptarisinn í Þýzkalandi hyggst kaupa hlut í mörgum farsímafélögum í Austur-Evrópu með 2 milljarða dollara fjárfestingu, sem vonað er að muni treysta fótfestu fyrirtækisins á ört vaxandi markaði Austur-Evrópu. Meira
26. október 1999 | Viðskiptafréttir | 129 orð

Íslensk fyrirtæki til Taívan

Útflutningsráð Íslands hefur undirbúið ferð viðskiptasendinefndar til Taívan. Verður dvalið í borginni Taipei 28.­31. október og fer borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrir hópnum. Í fréttatilkynningu frá Útflutningsráði kemur fram að útflutningur Íslendinga til Taívan nam 1.009 milljónum króna á síðasta ári. Meira
26. október 1999 | Viðskiptafréttir | 299 orð

London bezt fallin til viðskipta í Evrópu

LONDON er bezta borg Evrópu til að stunda viðskipti, þótt borgin sé utan evrusvæðisins, samkvæmt könnun á skoðunum nokkurra helztu forstjóra álfunnar. Samkvæmd 10. könnun ráðgjafarfyrirtækisins Healy & Bakers á áliti 502 forstjóra hafnaði París í öðru sæti og Frankfurt í hinu þriðja. Á eftir komu Amsterdam, Brussel, Barcelona, Madríd, Zürich, Mílanó og München. Meira
26. október 1999 | Viðskiptafréttir | 42 orð

Nomura með methagnað

SRÆRSTA verðbréfafyrirtæki Japans, Nomura, skilaði mesta hagnaði sínum í níu ár á níu mánuðum til septemberloka að sögn fyrirtækisins. Nettóhagnaður Nomura á tímabilinu nam 491 milljón dollara miðað við 1,95 milljarða dollara tap á sama tíma í fyrra. Meira
26. október 1999 | Viðskiptafréttir | 156 orð

Ótti við hærri vexti bitnar á verðbréfum

ÓTTI við hærri vexti í Evrópu og Bandaríkjunum þrýsti niður verði á skulda- og hlutabréfum í gær og fjárfstar höfðu áhyggjur af nýjum verðbólguþrýstingi. Verð evrópskra skuldabréfa lækkaði þegar yfirhagfræðingur seðlabanka Evrópu (ECB) varaði við hættu á verðbólgu og er óttazt að ECB hækki vexti á fundi 4. nóvember. Evran hækkaði gegn dollar. Meira
26. október 1999 | Viðskiptafréttir | 816 orð

Seðlabankinn spáir 4,6% verðbólgu á árinu

SEÐLABANKI Íslands spáir 3,3% verðbólgu milli ársmeðaltala 1998 og 1999 og 4,6% hækkun frá upphafi til loka árs 1999. Í júlí síðastliðnum spáði bankinn að samsvarandi hækkanir yrðu 3% og 4%. Þá spáir bankinn 4,1% verðbólgu milli áranna 1999 og 2000 en 3,7% verðbólgu frá upphafi til loka næsta árs miðað við óbreytt gengi frá því sem það er í dag. Meira
26. október 1999 | Viðskiptafréttir | 795 orð

Shanghai "gluggi Kína að heiminum"

"Á ÁRUM áður var verðlag á 90% af vöru og þjónustu í Kína ákveðið með opinberum tilskipunum. Í dag er þetta hlutfall komið í 3% og er þar um að ræða hluti eins og strætisvagnafargjöld og verð fyrir ýmsa þjónustu sem hið opinbera veitir. Meira
26. október 1999 | Viðskiptafréttir | 175 orð

Svíar kaupa þýzkan bankarisa

SÆNSKI bankinn SEB hefur tilkynnt að hann ætli að kaupa fimmta stærsta viðskiptabanka Þýzkalands, BfG. Samningurinn er 1,7 milljarða dollara virði. Samningurinn er liður í þeirri stefnu SEB að víkka út starfsemi bankans á Netinu. Stjórnendur SEDB vilja fjölga 320.000 núverandi viðskiptavinum á Netinu í fimm milljónir. Þeir vilja einnig auka umsvif sín í bankastarfsemi á Norðurlöndum. Meira

Daglegt líf

26. október 1999 | Neytendur | 56 orð

BIOflex-segulþynnur

Á ÍSLENSKAN markað eru komnar BIOflex-segulþynnur, sem eru nýjung í verkjameðferð. Segulþynnurnar eru festar á þann líkamshluta sem meðhöndla á vegna verkja og geta meðal annars, að sögn Þuríðar Ottesen hjá Innflutningi & dreifingu ehf., unnið á höfuðverk og bakverk. Segulþynnurnar verða fyrst um sinn seldar í lyfjaverslunum, en þær hafa hlotið löggilda viðurkenningu sem lækningabúnaður. Meira
26. október 1999 | Neytendur | 29 orð

Bragðbætt súrmjólk

Nýtt Bragðbætt súrmjólk NÝLEGA kom á markað ný vörutegund sem er bragðbætt súrmjólk frá Mjólkursamsölunni. Gamla súrmjólkin er bragðbætt og boðið er upp á tvær bragðtegundir eða jarðarberja- og karamellubragð. Meira
26. október 1999 | Neytendur | 152 orð

Ferskar afhýddar kartöflur í neytendaumbúðum

FYRIRTÆKIÐ Beint í pottinn ehf. hóf starfsemi í nýbyggingu sinni í Þykkvabæ á síðasta ári og hefur síðan þá framleitt ýmsar afurðir úr ferskum kartöflum fyrir stóreldhús, s.s. veitingastaði og mötuneyti. Fyrirtækið er um þessar mundir að setja nýjungar á markaðinn ætlaðar heimilum og smærri eldhúsum en það eru ferskar afhýddar kartöflur pakkaðar í loftþéttar geymsluþolnar umbúðir. Meira
26. október 1999 | Neytendur | 718 orð

Hvað er til ráða þegar tekjur og útgjöld heimilisins fara ekki saman? Það eru mörg heimili sem glíma við það um hver mánaðamót

Ástæður, eðli og umfang vandans eru svo margbreytilegar. Algeng viðbrögð við greiðsluvanda eru að hringja í bankann og fá yfirdráttinn hækkaðan og einsetja sér að greiða hann niður smátt og smátt, þrátt fyrir að raunin sé nú oft önnur. Eða að skuldbreyta skammtíma neysluláni til lengri tíma, jafnvel til 15 ára. Meira
26. október 1999 | Neytendur | 46 orð

Muscletech fæðubótarefni

Fæðubótarefni frá kanadíska fyrirtækinu Muscletech eru nú fáanleg á Íslandi. Muscletech línan inniheldur fjölmargar tegundir bætiefna. Hér á landi eru nú þegar fáanlegar fimm tegundir. Umboðsaðili Muscletech á Íslandi er SJ bætiefni ehf. en allar nánari upplýsingar má finna á nýrri heimasíðu fyrirtækisins www.muscletech. Meira
26. október 1999 | Neytendur | 183 orð

Nýtt Bónus sparikort

BÓNUS hefur nú gengið til samstarfs við EUROPAY Ísland um útgáfu sparikortsins. Fyrir skömmu var sent út bréf ásamt nýju sparikorti til þeirra viðskiptavina, sem hingað til hafa verið handhafar kortsins. Meira

Fastir þættir

26. október 1999 | Fastir þættir | 102 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Lokastaða efstu para í A/V: Albert Þorsteinsson - Björn Árnason274Ólafur Ingvarsson - Þórarinn Árnason243Magnúss Oddsson - Guðjón Kristjánsson238 Föstudaginn 22. október spiluðu 20 pör og þá urðu úrslit þessi í N/S: Eysteinn Einarss. - Magnús Halldórss.250Margrét Margeirsd. - Halla Ólafsd.239Guðjón Kristjánss. Meira
26. október 1999 | Fastir þættir | 121 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Aðalsteinn og Sverrir

Sverrir Ármannsson og Aðalsteinn Jörgensen urðu Reykjavíkurmeistarar í tvímenningi 1999 en mótið fór fram sl. laugardag. Lokastaða efstu para: Aðalsteinn - Sverrir147Helgi Jónsson - Helgi Sigurðsson137Guðmundur Baldursson - Jens Jensson93Ragnar Hermannss. - Svavar Björnsson74Jón Hjaltason - Steinberg Ríkarðsson46Jakob Kristinss. Meira
26. október 1999 | Fastir þættir | 89 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Aðaltvímenningur Br

Önnur umferð aðaltvímennings BK fór fram fimmtudaginn sl. Spiluð voru 30 spil með Baraometer-fyrirkomulagi og eru skor efstu para sem hér segir: Sveinn Þorvaldss. - Vilhjálmur Sigurðss.68 Birgir Örn Steingrímss. - Þórður Björnss.50 Guðni Ingvarss. - Kristmundur Þorsteinss.49 Árni Már Björnss. - Heimir Þór Tryggvas. Meira
26. október 1999 | Fastir þættir | 355 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridgefélag Reykjav

Nú hefur vetrardagskrá Bridgefélags Reykjavíkur hafist og er helsta breytingin sú að aðalspilakvöld félagsins er á þriðjudögum í stað miðvikudaga undanfarin ár. Á miðvikudögum og föstudögum verða spilaðir einskvölds tvímenningar með forgefnum spilum. Mitchell og Monrad barómeter til skiptis. Fyrsta keppni félagsins á þriðjudögum var þriggja kvölda haust-Monrad barómeter. Meira
26. október 1999 | Fastir þættir | 70 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Brids í Gullsmáran

Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilar nú tvo daga í viku, mánudaga og fimmtudaga, kl. 13. Síðastliðinn fimmtudag var spilaður tvímenningur og mættu 16 pör. Stjórnandi var Hannes Alfonsson. Beztum árangri náðu: N/S: Sigríður Ingólfsd. - Sigurður Björnss.164 Kristján Guðmundss. - Sigurður Jóhannss.143 Helga Ámundad. - Hermann Finnbogas. Meira
26. október 1999 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. júlí í Grafarvogskirkju af sr. Sigurði Arnarsyni Hanna Kristjánsdóttir og Tómas Einarsson. Heimili þeirra er í Suðurhólum 6, Reykjavík. Meira
26. október 1999 | Dagbók | 719 orð

Í dag er þriðjudagur 26. október, 299. dagur ársins 1999. Orð dagsins:

Í dag er þriðjudagur 26. október, 299. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Leiftur hans lýsa um jarðríki, jörðin sér það og nötrar. (Sálmarnir 97,4.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Torben, Opon, Bakkafoss og Ostryna komu í gær. Meira
26. október 1999 | Í dag | 24 orð

Morgunblaðið/Golli. Þessar duglegu stúlkur héldu tom bólu og s

Morgunblaðið/Golli. Þessar duglegu stúlkur héldu tom bólu og söfnuðu kr. 5.229 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Helga Sif Helgadóttir og Arna Borg Snorradóttir. Meira
26. október 1999 | Fastir þættir | 691 orð

Námsferð Garðyrkjuskólans til Englands haustið 1999 ­ fyrri hluti

SÚ HEFÐ hefur skapast við Garðyrkjuskóla ríkisins að hver árgangur skólans fer í náms- og kynnisferð til útlanda einu sinni á námstímanum. Ferð þessi er farin að hausti annars skólaárs nemendanna og skipulögð með góðum fyrirvara. Meira
26. október 1999 | Í dag | 531 orð

NÁTTÚRUPERLURNAR eru ekki endilega á hálendinu eða í mikilli fjarlægð

NÁTTÚRUPERLURNAR eru ekki endilega á hálendinu eða í mikilli fjarlægð frá Reykjavík. Það er stutt frá höfuðborginni út á Reykjanes og það er þess fyllilega virði að leggja land undir dekk og keyra út að Reykjanesvita. Þar er stórbrotið landslag í úfnu hrauninu, hverir, salttjarnir, drangar, fell og hnjúkar. Fjaran er ýmist hrikaleg og stórgrýtt eða fallegir sandflákar og melgrashólar. Meira
26. október 1999 | Fastir þættir | 1071 orð

Ný mælistika á vinsældir stóðhesta Ýmsar mælistikur eru notaðar til að meta gæði stóðhesta í íslenskri hrossarækt. Grunnurinn

Í ÞEIRRI heitu umræðu áranna hvernig eigi að móta ræktunarstefnuna hafa augu ræktunarmanna í ríkari mæli beinst að því hvaða hestgerðir seljist best. Í framhaldi af því hafa komið upp vangaveltur hvaða hestar gefi bestu söluhrossin, Meira
26. október 1999 | Fastir þættir | 873 orð

Orðabók óskast Ég fer ekki ofan af því að Íslensk orðabók sé safaríkasta bókin sem við eigum því allt sem ritað er og hugsað á

Uppáhaldsbókin mín er Íslensk orðabók. Allar útgáfurnar frá 1963, þó sér í lagi 9. prentun annarrar útgáfu frá 1996. Íslensk orðabók, kennd við Menningarsjóð ­ allar 1263 blaðsíðurnar. Ég skrifaði nafn þessarar bókar meira að segja á blað og sendi í viðeigandi pósthólf þegar Bókasamband Íslands bað fólk í vor um að velja bók aldarinnar. Meira
26. október 1999 | Í dag | 608 orð

Samvera eldri borgara í Laugarneskirkju

SAMVERUR eldri borgara eru haldnar í Laugarneskirkju annan hvern fimmtudag kl. 14­16. Þar er ætíð glatt á hjalla og gott að koma. Nú á fimmtudaginn 28. október munu börn úr Laugarnesskóla sýna dans undir stjórn kennara síns, Ingibjargar Róbertsdóttur. Gunnar Gunnarsson leikur undir almennan söng og góðar veitingar verða í boði eins og alltaf. Meira
26. október 1999 | Fastir þættir | 1200 orð

Stórkostleg sýning á afmælishátíð Tíu ára afmælishátíð Dansskóla Jóns Péturs og Köru var veisla fyrir augað og Jóhann Gunnar

Tíu ára afmælishátíð Dansskóla Jóns Péturs og Köru var veisla fyrir augað og Jóhann Gunnar Arnarson skortir orð til að lýsa frammistöðu heimsmeistaranna Marcusar og Karenar Hilton. Afmælishátíð Dansskóla Jóns Péturs og Köru Meira
26. október 1999 | Í dag | 287 orð

Þakkir fyrir grein

HÁKON Aðalsteinsson á þakkir skildar fyrir grein sína í Morgunblaðinu 23. október sl. sem bar yfirskriftina "Hvert stefnum við í umgengni við land og þjóð". Hvet ég Hákon til að halda áfram að mótmæla virkjun í Fljótsdal. Meira
26. október 1999 | Í dag | 65 orð

ÆSKAN

Man ég þig, ey, þar er unnir rísa, háar, hryggbreiðar, að hömrum frammi. Þar stóð ég ungur og ekki hugði út fyrir boða að breiðum sandi. Tíndi ég blóm á túni gróanda, möðru mjallhvíta og mjaðarjurt. Lét ég ljósgræna leggi fífla brugðna saman og band mér gerði. Hljóp ég kátur í klukku minni. Meira
26. október 1999 | Fastir þættir | 778 orð

(fyrirsögn vantar)

3.­29.10. 1999 NÍU umferðir hafa nú verið tefldar á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur og eru einungis tvær umferðir eftir. Haustmótið í ár er jafnframt minningarmót um Benóný Benediktsson skákmeistara sem lést árið 1991. Úrslit í níundu umferð í A- flokki urðu sem hér segir: Kristján Eðvarðss. - Árni H. Kristjánss. - Sævar Bjarnason - Arnar E. Meira

Íþróttir

26. október 1999 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA

1. DEILD KARLA UMFA 5 4 1 0 136 115 9KA 5 4 0 1 146 105 8FRAM 5 4 0 1 125 126 8ÍR 5 3 1 1 122 113 7FH 5 3 1 1 111 107 7HAUKAR 5 2 1 2 129 119 5 Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 190 orð

Barkley hættir í vor

CHARLES Barkley, leikmaður Houston Rockets í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik, tilkynnti að hann myndi hætta iðkun íþróttarinnar eftir keppnistímabilið, sem hefst í byrjun nóvembermánaðar. Þetta sagði hann við athöfn í leikhléi æfingaleiks Houston við Detroit Pistons í Birmingham í Alabamaríki. Leiknum lauk með sigri Barkley og félaga, 98:96. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 138 orð

Birkir ekki á heimleið

"ÞAÐ er enn óljóst hvað ég gert ­ hvort ég verði áfram hér í Austurríki, eða fari annað. Ég er ekki á heimleið," sagði Birkir Kristinsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, sem er nú í herbúðum austurríska liðsins Lustenau. Forráðamenn liðsins hafa boðið honum eins og hálfs árs samning ­ það er að leika með liðinu út þetta keppnistímabil og það næsta. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 211 orð

Birkir laus allra mála

BIRKIR Kristinsson er laus allra mála hjá Eyjamönnum eftir að stjórn knattspyrnudeildar ÍBV samþykkti uppsögn hans í síðustu viku af persónulegum ástæðum. Birkir, sem er eini leikmaður landsliðsins í knattspyrnu sem leikið hefur hér á landi, gerði þriggja ára samning við ÍBV í fyrra og er því samningsbundinn liðinu næstu tvö árin. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 161 orð

Brynjar maður leiksins og Haraldur skoraði

BRYNJAR Björn Gunnarsson átti mjög góðan leik fyrir Örgryte er liðið vann Norrköping, sem hafði unnið 8 leiki í röð, 3:1, í næstsíðustu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í Gautaborg um helgina. Hann var útnefndur maður leiksins af dagblaðinu Aftonbladet annan leikinn í röð. Örgryte hafnaði í 4. sæti deildarinnar og er það besti árangur liðsins í 14 ár. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 470 orð

Dortmund fékk skell

ÞÝSKALANDSMEISTARAR Bayern M¨unchen lögðu lið Kaiserlautern að velli í 1. deild þýsku knattspyrnunnar á laugardag, 2:0, en Hamburg SV og Bayer Leverkusen urðu bæði af möguleikum sínum á að ná efsta sætinu ­ gerðu bæði markalaus jafntefli. Borussia Dortmund er enn í efsta sæti, þrátt fyrir tap á heimavelli fyrir Werder Bremen, 3:1, á sunnudag. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 66 orð

Frakkar styðja Hamar

STUÐNINGSMANNALIÐ Hamars verður með alþjóðlegri blæ en oft áður er liðið tekur á móti Njarðvík í úrvalsdeild næsta fimmtudag. 30 grunnskólanemendur og fjórir kennarar frá Pornichet í Frakklandi, sem eru í 12 daga skólaheimsókn í bænum, ætla að mæta í íþróttahúsið og styðja Hamar til dáða. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 362 orð

"Getum huggað okkur við UEFA-sætið"

LILLESTRÖM rétt missti af verðlaunasæti í norsku knattspyrnunni með því að tapa fyrir Molde í síðustu umferðinni um helgina. Fyrir lokaumferðina var Lilleström í 2. sæti og hefði nægt jafntefli til að hljóta silfrið. "Já, það hefði verið gaman að ná í verðlaun, en það kom smálægð í leik okkar í restina á tímabilinu. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 149 orð

Guðmundi boðinn samningur hjá Geel

GUÐMUNDI Benediktssyni hefur verið boðinn samningur um að leika með belgíska 1. deildar félaginu Geel fram til vorsins að keppnistímabilið hefst hér á landi. Er samningur þessa efnis til skoðunar hjá KR. "Ef KR fellst á þetta þá hef ég áhuga á að leika með liðinu þótt það sé í basli og ekki unnið leik í deildinni," sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 86 orð

Heiðar átti þátt í 25 mörkum

HEIÐAR Helguson, framherji Lilleström, var næst efstur á lista yfir þá sem skora og leggja upp mörk í norsku deildinni. Hann skoraði sjálfur 16 mörk og átti níu stoðsendingar, eða samtals 25 mörk. Rune Lange, framherji Rosenborgar, var stigahæstur, gerði 23 mörk og lagði upp níu eða 32 mörk. Heiðar var í þriðja sæti yfir þá leikmenn sem áttu flestar stoðsendingar í deildinni. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 708 orð

Hvað gerir Jens Martin Knudsen?

ENN er óvíst hvar færeyski landsliðsmarkvörðurinn Jens Martin Knudsen leikur á næstu leiktíð. Um helgina kváðust bæði ÍBV og Leiftur hafa komist að samkomulagi við Jens, en sjálfur segir hann ekkert ákveðið og lið á meginlandi Evrópu komi einnig til greina. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 588 orð

Innkoma Shevshenkos skipti sköpum á San Siro

AC MILAN hafði betur í magnþrungnum nágrannaslag við Internazionale á San Siro-leikvanginum í Mílanóborg á laugardag, 2:1, með sigurmarki Líberíumannsins Georges Weahs. Markið gerði Weah, knattspyrnumaður ársins 1997, með skalla eftir að knattspyrnumaður ársins í fyrra, Brasilíumaðurinn Ronaldo í liði Internazionale, hafði verið rekinn af leikvelli skömmu eftir að hafa gert eina mark liðs síns. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 557 orð

Irvine og Ferrari með pálmann í höndunum

Kirkjuklukkum var hringt af ákafa í Maranello, heimabæ Ferrari- liðsins á Ítalíu, á laugardag þegar áfrýjun liðsins gegn útskúfun úr Malasíukappakstrinum um fyrri helgi hafði verið tekin til greina af áfrýjunardómstól í París. Standa Ferrari og ökuþórinn Eddie Irvine því með pálmann í höndunum fyrir lokamót Formúlu-1, sem fram fer í Japan um næstu helgi. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 133 orð

Ívar eftirsóttur

ÍVAR Ingimarsson byrjaði vel hjá enska 3. deildar liðinu Torquay United þar sem hann er í láni næsta mánuðinn. Ívar skoraði annað marka liðs síns í 2:1-sigri á Barnet sem fyrir leikinn hafði ekki beðið lægri hlut á heimavelli á þessari leiktíð. Fjölmargir útsendarar fylgdust með leiknum og höfðu forráðamenn Brentford, sem leikur í 2. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 836 orð

Kanu kaffærði Chelsea ENGLAND

NÍGERÍUMAÐURINN Nwankwo Kanu, framherji Arsenal, stal senunni í ensku knattspyrnunni um helgina. Chelsea var nánast með unninn leik þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum á Stamford Bridge. En þá tók Nígeríumaðurinn sig til og gerði þrennu og síðasta markið hans var ævintýri líkast. Manchester United fékk að finna til tevatnsins hjá Tottenham á White Hart Lane, tapaði 3:1. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 144 orð

Lavrov var hetja Rússa

ANDREI Lavrov, landsliðsmarkvörður Rússa, var maðurinn sem tryggði Rússum sigur í Risakeppninni "Super Cup" í handknattleik í Þýskalandi. Hann átti stórleik í markinu þegar Rússar lögðu Ólympíumeistara Króata í úrslitaleiknum, 27:26, eftir að Króatar voru yfir í leikhléi, 15:12. Lavrov varði eins og berserkur undir lok leiksins. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 111 orð

LÁRUS Huldarsson var valinn besti leikmaðu

LÁRUS Huldarsson var valinn besti leikmaður meistaraflokks Víkings í knattspyrnu á nýliðnu keppnistímabili. Á lokahófi knattspyrnudeildar Víkings á föstudag var Lárus valinn bestur bæði af stjórn deildarinnar og félögum sínum í meistaraflokki. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 451 orð

"Loksins sigruðum við"

ÞORBERGUR Aðalsteinsson, þjálfari Víkinga, var afar hress með sigurinn gegn Haukum, enda um fyrsta sigur Víkinga í deildinni á leiktíðinni að ræða, 25:24. "Ég er mjög ánægður. Nú erum við búnir að vinna fyrsta leikinn og það gerir mikið fyrir sjálfstraustið," sagði Þorbergur. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 50 orð

MAGNÚS Þorsteinsson, efnilegur knattsp

MAGNÚS Þorsteinsson, efnilegur knattspyrnumaður úr Keflavík, hefur dvalið undanfarið við æfingar hjá hollenska liðinu Heerenveen. SNORRI Birgisson, hinn 15 ára gamli markvörður 3. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 112 orð

Nýir leikmenn Hamars 1999­2000

Ólafur Guðmundsson, Snæfelli Skarphéðinn Ingason, Tindastóli Ómar Sigmarsson, Tindastóli Ægir Gunnarsson, Njarðvík Rodney Dean, Bandaríkjunum Pétur Ingvarsson þjálfar liðið öðru sinni. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 413 orð

"Nær allt gekk á afturfótunum"

ÁRNI Gautur Arason stóð í markinu hjá meisturum Rosenborg sem fengu skell á heimavelli gegn Odd Grenland, 3:5. Rosenborg náði að jafna 3:3 eftir að Odd Grenland komst í 3:0 og þannig var staðan í hálfleik. Árni Gautur átti ekki góðan dag að sögn norsku blaðanna. Rosenborg var fyrir löngu búið að tryggja sér norska meistaratitilinn þannig að tapið breyttu engu þar um. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 50 orð

Páll í Brasilíu

PÁLL Guðlaugsson, nýráðinn þjálfari liðs Keflavíkur í efstu deild, hefur dvalið undanfarið á þjálfaranámskeiði í Brasilíu. Páll sótti Brasilíu einnig heim í fyrravetur og sneri þá heim með þrjá þarlenda leikmenn sem léku með Leiftursliðinu sl. sumar. Ekki fylgir sögunni hvort Páll tekur einhverja leikmenn til Keflavíkur nú. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 199 orð

Pétur með að nýju

PÉTUR Marteinsson lék að nýju með Stabæk sem vann Ríkharð Daðason og Auðun Helgason í Viking 3:1 í Stavangri í lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar. Pétur hafði misst af tveimur leikjum liðsins á undan vegna veikinda. "Við urðum nauðsynlega að vinna leikinn til þess að eiga möguleika á Evrópusæti og tryggðum okkur fimmta sæti og sæti í Intertoto-keppni næsta sumar. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 117 orð

Ríkharður skoraði í níu leikjum í röð

RÍKHARÐUR Daðason skoraði síðara mark Viking er liðið tapaði, 3:2, fyrir Stabæk í lokaumferð norsku knattspyrnunnar um helgina. Þetta var 17. mark Ríkharðs í deildinni, en þess má geta að hann skoraði í níu síðustu leikjunum í deildinni. Hann var í fjórða sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar ásamt John Carew, Rosenborg. Þeir voru báðir með 17 mörk. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 159 orð

Rúnar og Tryggvi í liði ársins

RÚNAR Kristinsson, leikmaður Lilleström og Tryggvi Guðmundsson, leikmaður Tromsö, voru valdir í lið ársins hjá Nettavisen. Lokaumferð norsku deildarinnar fór fram um helgina. Lið ársins var skipað eftirtöldum (einkunnagjöf í sviga): Markvörður: Frode Olsen, Stabæk (5,45). Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 397 orð

Sebastían lokaði markinu og afgreiddi Stjörnuna

ÞAÐ á ekki af Stjörnumönnum að ganga um þessar mundir. Liðið hefur einungis náð einum sigri í fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni en tapað fjórum, nú síðast í Framhúsinu á sunnudagskvöldið; 27:22. Þrátt fyrir sigurinn, væri synd að segja að heimamenn hafi leikið vel, þvert á móti voru þeir ósannfærandi og leikur þeirra á köflum fálmkenndur. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 592 orð

Sjö leikir Real Madrid í röð án sigurs á Spáni

TVEIR varnarmenn nýliða Rayo frá Vallecano voru reknir af velli er liðið missti af tækifæri sínu á að velta katalónska stórliðinu Barcelona úr sessi efst í fyrstu deild spænsku knattspyrnunnar um helgina. Real Madrid gerði jafntefli við Sevilla og hefur leikið sjö deildarleiki í röð án sigurs. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 379 orð

"Skagamenn eiga heima í toppbaráttunni"

SKAGAMÖNNUM bættist vænn liðsstyrkur um helgina er færeyski landsliðsmaðurinn Uni Arge gekk í raðir ÍA úr Leiftri. Gerði hann tveggja ára samning við Skagamenn. Skagamenn hafa átt í nokkrum vandræðum í framlínunni upp á síðkastið og ekki getað státað af jafn afgerandi markaskorurum og á árum áður. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 112 orð

Stigin gegn Úkraínu töpuð

KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu, UEFA, hefur úrskurðað að úrslit leiks Íslands og Úkraínu í undankeppni EM í kvennaknattspyrnu, skulu standa óhögguð, 2:2. Áður hafði UEFA breytt úrslitinum í 3:0, Íslandi í hag, á þeim forsendum að Úkraína tefldi fram leikmanni sem var í leikbanni í leiknum sem frma fór í Úkraínu 22. ágúst sl. Hafði UEFA, tilkynnt að sú ákvörðun væri endanleg. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 158 orð

Strange tekur við af Crenshaw

CURTIS Strange hefur verið skipaður liðsstjóri sveitar Bandaríkjanna, sem mætir Evrópubúum í Ryder-keppninni á Belfry-vellinum í Birmingham á Englandi að tveimur árum liðnum. Hann tekur við af Ben Crenshaw, sem stýrði Bandaríkjamönnum til sigurs í keppninni á Brookline nærri Boston í síðasta mánuði. Strange hefur leikið fimm sinnum í keppninni, náði t.d. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 67 orð

Sveit GR til Ítalíu

KARLASVEIT Golfklúbbs Reykjavíkur hefur leik í Evrópumóti golfklúbba á Ítalíu á morgun, en mótinu lýkur á laugardag. Sveitina skipa þeir Þorsteinn Hallgrímsson, Hjalti Pálmason og Örn Sölvi Halldórsson. Þeir voru í sveit GR sem varð hlutskörpust í sveitakeppni GSÍ í Grafarholti í ágúst. Leikið verður á Parco de Medici-vellinum í Róm, en hann er 6.170 metrar að lengd og par hans er 71 högg. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 443 orð

Sviplegt fráfall Payne Stewarts

BANDARÍSKI kylfingurinn Payne Stewart lést í hörmulegu flugslysi er hann hélt á einkaþotu, sem hann átti hlut í, frá heimkynnum sínum í Orlando í Flórída-ríki skömmu eftir hádegi í gær. Stewart, sem var 42 ára, var einn ástsælasti kylfingur Bandaríkjanna og heimsbyggðarinnar allrar. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 169 orð

Tiger Woods óstöðvandi

Bandaríski stórkylfingurinn Tiger Woods er óstöðvandi um þessar mundir. Hann sigraði á sjötta móti sínu á bandarísku PGA-mótaröðinni í golfi á þessu ári er hann varð hlutskarpastur á móti síðustu helgar við Buena Vista-vatn í Flórídaríki. Í síðustu tíu mótum hefur hann verið með eða deilt forystuhlutverkinu fyrir síðasta hringinn. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 196 orð

Trapatonni bauðst til að hætta

GIOVANNI Trapattoni, þjálfari Fiorentina í 1. deild ítölsku knattspyrnunnar, bauðst til að hætta í starfi í kjölfar taps fyrir lágt skrifuðu liði Piacenza, 2:0, á sunnudag. Það var þriðja tap liðsins í röð í deildarkeppninni. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 75 orð

Þjálfarar nema í Noregi

FIMM knattspyrnuþjálfarar dvelja þessa dagana í Noregi á námskeiði. Atli Eðvaldsson, þjálfari KR, Ólafur Þórðarson, ÍA, Sigurður Grétarsson, Breiðabliki, Guðmundur Torfason, Fram, og Gústaf Adolf Björnsson, Fram, sækja allir þjálfaranámskeið í Þrándheimi og munu einnig fylgjast með leik Rosenborgar og Boavista frá Portúgal í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 2190 orð

Ævintýri í Hveragerði

Michael Hassing, mætir á alla heimaleiki hjá Hamri en hann segir að áhugi sinn hafi aukist verulega er því fór að ganga betur í 1. deildinni síðasta vetur. "Ég var búinn að fylgjast með þeim í nokkur ár Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 103 orð

Öruggur sigur á Slóvakíu

LANDSLIÐ Íslands, skipað stúlkum 18 ára og yngri, vann í gær Slóvakíu 4:1, í fyrsta leik sínum í milliriðli EM í knattspyrnu sem fram fer í Sviss. Ísland var 1:0 yfir í hálfleik eftir að Rakel Logadóttir skoraði á 10. mínútu. Leikmenn Slóvaka jöfnuðu á fimmtu mínútu síðari hálfleiks en á síðustu sautján mínútum leiksins gerði Ísland út um hann með þremur mörkum. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 242 orð

(fyrirsögn vantar)

HERMANN Hreiðarsson var miðvörður hjá Wimbledon sem gerði góða ferð á Villa Park og náði jafntefli við Aston Villa, 1:1.Hermann stóð sig vel í leiknum. JÓHANN B. Meira
26. október 1999 | Íþróttir | 194 orð

(fyrirsögn vantar)

PAUL Scholes, leikmaður Manchester United sem gerði sjálfsmark gegn Tottenham um helgina, mun fara í uppskurð vegna kviðslits á næstu dögum. Það þýðir að hann leikur ekki með enska landsliðinu í leikjunum gegn Skotum í næsta mánuði. Félagi hans, Nicky Butt, er einnig frá vegna sömu meiðsla. Meira

Fasteignablað

26. október 1999 | Fasteignablað | 339 orð

Ársrit með álitsgerðum kærunefnda

Nýlega gaf Íbúðalánasjóður út ársrit með álitsgerðum kærunefndar fjöleignarhúsamála og kærunefndar húsaleigumála fyrir árið 1998. Áður eru komin út ársrit með álitsgerðum nefndanna fyrir árin 1995, 1996 og 1997 og eru þau fáanleg hjá Íbúðalánasjóði, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meira
26. október 1999 | Fasteignablað | 727 orð

ÐEr raflögnin í lagi?

"Okkur er mörgum gjarnt að nota ótæpilega framlengingarsnúrur með fjöltengjum", segir Bjarni Ólafsson og bendir á að þess háttar lausn á fjölgun tengla sé vafasöm. Meira
26. október 1999 | Fasteignablað | 44 orð

ÐHugað að raflögn

Í SMIÐJUNNI að þessu sinni, fjallar Bjarni Ólafsson um mikilvægi þess að huga að raflögn íbúðarhúsa. Meðal annars minnir hann á að alls staðar þar sem raforka er notuð, hvort sem er í smáum eða stórum stíl, er góð jarðtenging nauðsyn. Meira
26. október 1999 | Fasteignablað | 577 orð

ÐHúsaleigusamningar

Gagnkvæmur uppsagnarfrestur á íbúðum er sex mánuðir, að sögn Söndru Baldvinsdóttur, lögfræðings Húseigendafélagsins, nema ef leigjandi hefur haft íbúð á leigu lengur en fimm ár, en þá skal uppsagnarfrestur af hálfu leigusala vera eitt ár. Meira
26. október 1999 | Fasteignablað | 32 orð

ÐHúsið úr FF

Eftirfarandi tilkynning hefur borist Morgunblaðinu frá Félagi fasteignasala: "Kristján V. Kristjánsson hefur sagt sig úr Félagi fasteignasala og er Húsið, fasteignasala, þar með ekki lengur með starfandi félagsmann í FF. Meira
26. október 1999 | Fasteignablað | 527 orð

ÐHúsnæðislán Íbúðalánasjóðs til endurbóta og endurnýjunar

Húsnæðiseigendur sem hyggjast leggja í meiriháttar endurbætur á húsnæði sínu geta leitað til Íbúðalánasjóðs eftir lánum, að sögn Halls Magnússonar, yfirmanns gæða- og markaðsmála Íbúðalánasjóðs, en forsenda fyrir slíku láni er að 15 ár hafi liðið frá fokheldi eignarinnar. Meira
26. október 1999 | Fasteignablað | 281 orð

ÐHvað er hús?

Guðmundur G. Þórarinsson er einn þriggja nefndarmanna í kærunefnd um fjöleignarhúsamál. Nefndin hefur þrívegis klofnað í afstöðu sinni á liðnum mánuðum og segir Guðmundur, sem skilað hefur séráliti í umrædd skipti, þá afstöðu endurspegla fyrst og fremst hversu erfitt viðfangsefni það getur verið, að fella saman lagalega túlkun og byggingarfræðilegar röksemdir. Meira
26. október 1999 | Fasteignablað | 125 orð

ÐHönnunardagur 1999 haldinn 12. nóvember

Hönnunardagur Samtaka iðnaðarins er haldinn annaðhvert ár í samstarfi við hönnuði og framleiðendur húsgagna og innréttinga á Íslandi. Hönnunardagurinn 1999 verður föstudaginn 12. nóvember næstkomandi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meira
26. október 1999 | Fasteignablað | 266 orð

ÐLoftræsting íbúðarhúsa

LAGNAFÉLAG Íslands gaf nýverið út ritið Loftræsting í íbúðarhúsum. Um er að ræða safn erinda sem haldin voru á ráðstefnu félagsins í mars síðastliðnum. Erindin, sem flutt voru á ráðstefnunni og gefin eru út í þessu riti, eru eftir 14 höfunda. Meira
26. október 1999 | Fasteignablað | 42 orð

ÐSamið um leigu

LEIGUSALI og leigjandi ættu að kynna sér vel húsaleigulögin, segir Sandra Baldvinsdóttir í umfjöllun sinni um gerð húsaleigusamninga og bendir á að þegar aðilar þekkja réttindi sín og skyldur verði síður um árekstra og vandamál að ræða á leigutímanum. Meira
26. október 1999 | Fasteignablað | 280 orð

ÐTæp 18% hækkun íbúðaverðs á árinu

VERÐ á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hækkaði ört á árinu, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem byggð er á upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Þessi stöðuga hækkun er rakin til mikillar aukningar eftirspurnar á fasteignamarkaði og að baki eftirspurnaraukningunni liggja nokkrir þættir, þeirra stærstir eru aukið lánsfjárframboð og fjöldi aðfluttra íbúa á höfuðborgarsvæðið. Meira
26. október 1999 | Fasteignablað | 108 orð

Forvarnir vatnstjóna

LAGNAFÉLAG Íslands hélt á síðastliðinn föstudag, fund sem bar yfirskriftina "Forvarnir vatnstjóna". Framsögumaður á fundinum var Svíinn Johnny Andersson en hann er tæknilegur framkvæmdastjóri við sænska ráðgjafafyrirtækið Skandia Consult Sweden AB, sem hefur yfir að ráða um 2.000 starfsmönnum og starfrækir fjölbreytta ráðgjafaþjónustu í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Meira
26. október 1999 | Fasteignablað | 21 orð

Fyrir mataráhöld

Oft er fólk í hálfgerðum vandræðum með mataráhöld, svo sem sleifar, hnífa og þess háttar. Hér er þetta mál vel leyst. Meira
26. október 1999 | Fasteignablað | 221 orð

Glæsilegt einbýli í Garðabæ

HJÁ Húsvangi er til sölu um þessar mundir einbýlishús í Dalsbyggð 11 í Garðabæ. Þetta er hús á tveimur hæðum með séríbúð á jarðhæð og innbyggðum tvöföldum bílskúr. Húsið er steinsteypt, byggt árið 1980, alls að flatarmáli 307 fermetrar. Bílskúrinn er 52,2 fermetrar. Meira
26. október 1999 | Fasteignablað | 177 orð

Hótel í fullum rekstri til sölu

Hótel Barbró á Kirkjubraut 11 á Akranesi er nú til sölu hjá Valhúsum. Þetta steinhús, byggt árið 1950, er á þremur hæðum og eru í því fimmtán herbergi, bar og tveir veislusalir. "Þetta er mjög góð eign," segir Kristján Axelsson hjá Valhúsum. "Veitingasalirnir taka 300 manns í sæti, eldhúsið er vel tækjum búið og flest tækin eru nýleg. Meira
26. október 1999 | Fasteignablað | 2722 orð

Hugtakið hús þarf að skilgreina

KÆRUNEFND um málefni fjöleignarhúsa hefur fjallað um hugtakið "hús" í yfir 20 málum og klofnað í þremur þeirra. Verkfræðingurinn í nefndinni, Guðmundur G. Þórarinsson, hefur skilað séráliti í þeim málum sem um ræðir, en öll snúast þau meira eða minna um sama álitaefni; hvað er hús? Sindri Freysson ræddi við Guðmund um skilgreiningar og hugtök í þessum efnum, Meira
26. október 1999 | Fasteignablað | 184 orð

Listaskálinn í Hveragerði til sölu

Eignamiðlunin er með í einkasölu Listaskálann í Hveragerði á Austurmörk 21. Þetta er 960 fermetra hús, byggt árið 1997, og er byggt úr stálgrind og mjög vandað í alla staði. Það er allt á einni hæð. Meira
26. október 1999 | Fasteignablað | 839 orð

Norrænir kennarar þinguðu að Öngulsstöðum

"Ef notaðir eru túrkranar, á góðu máli framrásarkranar, með faststillingu rennslis, eru retúrkranar ekki aðeins öldungis óþarfir heldur jafnvel til bölvunar," segir Sigurður Grétar Guðmundsson, "en þar að auki er verið að láta verkkaupann leggja út fyrir óþörfu stýritæki og sá kostnaður getur orðið umtalsverður í stórri byggingu." Meira
26. október 1999 | Fasteignablað | 232 orð

"Sjarmerandi" íbúð í sögufrægu húsi

HÖFÐI fasteignasala var að fá í einkasölu efri sérhæð með risi í gömlu og sögufrægu húsi að Skólastræti 5 í Reykjavík. Hús þetta er friðað af hálfu Reykjavíkurborgar og fyrir liggur styrkur upp á um það bil 1,5 milljónir króna til að setja svalir á suðurgafl og endurnýja gler. Íbúðin er 152 fermetrar alls en húsið var byggt árið 1850 og er úr timbri. Meira
26. október 1999 | Fasteignablað | 126 orð

Vel staðsett verslunarhúsnæði á grónu svæði

HOLT fasteignasala er með til sölu verslunarhúsnæði í Hófgerði 30 í Kópavogi. Eignin er að heildarflatarmáli 900 fermetrar, á tveimur hæðum í steinhúsi sem byggt var árið 1978. "Í sumar var þetta húsnæði allt endurnýjað innan sem utan," segir Bjarni Sigurðsson hjá Holti. Meira

Úr verinu

26. október 1999 | Úr verinu | 200 orð

"FISKAREN" opnar skrifstofu á Íslandi

NORSKA sjávarútvegsblaðið "Fiskaren" opnar ritstjórnarskrifstofu á Íslandi þann 1. desember næstkomandi. Magnús Þór Hafsteinsson blaðamaður veitir henni forstöðu. Meginverkefni hans verður að fylgjast með sjávarútvegsmálum á Bretlandseyjum, Írlandi, Færeyjum, Íslandi og báðum heimsálfum Ameríku, að Grænlandi meðtöldu. "Fiskaren" hefur verið í mikilli þróun undanfarin misseri. Meira
26. október 1999 | Úr verinu | 249 orð

Fyllti sig á 13 tímum

Í GÆRKVÖLDI voru fjögur skip á loðnumiðunum skammt vestan við Kolbeinsey og fleiri á leiðinni en Víkingur AK og Guðrún Þorkelsdóttir SU fengu fullfermi þar aðfaranótt laugardags. Víkingur fyllti sig á þremur nóttum en Guðrún var komin með fullfermi 13 tímum eftir að skipið kom á miðin. Meira
26. október 1999 | Úr verinu | 226 orð

Nokkrum svæðum er lokað í vetur

HAFRANNSÓKNASTOFNUN leggur til að veiðar á innfjarðarækju verði ekki leyfðar á Húnaflóa og Skjálfanda í vetur og í Skagafirði að svo stöddu og kvóti verði minnkaður um helming í Öxarfirði, að sögn Unnar Skúladóttur, fiskifræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Hins vegar er gefið grænt ljós á veiðar í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi að undanskildum Jökulfjörðum. Meira
26. október 1999 | Úr verinu | 380 orð

Veiðar Víetnama ganga erfiðlega

ÁÆTLUN stjórnvalda í Víetnam um uppbyggingu djúpsævisflota síns gengur ekki sem skyldi. Veiðarnar hafa gengið illa og afkoman þar af leiðandi léleg. Stjórnvöld undirbúa nú rannsóknir á djúpsævinu til að geta gefið útgerðum betri upplýsingar um fiskimið og fiskigengd. Einnig verður þeim veitt aukin þjálfun og betri búnaður til veiðanna. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.