Greinar laugardaginn 30. október 1999

Forsíða

30. október 1999 | Forsíða | 458 orð

Ekki rök fyrir framlengdu innflutningsbanni

SEXTÁN manna sérfræðinganefnd á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins komst í gær einróma að þeirri niðurstöðu að rök Frakka fyrir áframhaldandi innflutningsbanni á bresku nautakjöti væru ógild. Meira
30. október 1999 | Forsíða | 185 orð

Franskur ráðherra grunaður um fjársvik

RÁÐHERRA efnahagsmála í frönsku ríkisstjórninni, Dominique Strauss-Kahn, liggur undir grun um að hafa árið 1997 svikið fé út úr opinberum tryggingasamtökum námsmanna í Frakklandi, MNEF. Skrifstofa ríkissaksóknara í París hefur hafið rannsókn á ásökunum um að Strauss-Kahn hafi fengið jafnvirði 90. Meira
30. október 1999 | Forsíða | 200 orð

Howard andvígur lýðveldisstofnun

FORSÆTISRÁÐHERRA Ástralíu, John Howard, hefur lýst yfir stuðningi við að Elísabet Bretadrottning verði áfram þjóðhöfðingi Ástrala. Þjóðaratkvæðagreiðsla um lýðveldisstofnun verður haldin 6. nóvember og spá veðmangarar nú að konungssinnar sigri. Meira
30. október 1999 | Forsíða | 312 orð

Hyggst ekki segja af sér

FORSETI Armeníu, Robert Kocharian, hvatti í gær þingmenn landsins til að halda stillingu sinni þrátt fyrir það óvissuástand sem skapast hefði í landinu vegna árásar hryðjuverkamanna á þinghúsið í höfuðborginni Jerevan á miðvikudag. Í ávarpi í þinghúsinu harmaði forsetinn árásina og fráfall forsætisráðherrans, Vazgens Sarkissians, sem ódæðismenn myrtu. Meira

Fréttir

30. október 1999 | Miðopna | 854 orð

16 þúsund gestir á einum degi Ingimundur Sigfússon sendiherra segir samvinnu Norðurlandanna gera sendiráðið hæfara til að gegna

"NORRÆNU sendiráðin," tilkynnir rödd í leið númer 100. Út um glugga strætisvagnsins blasir við veggur samsettur úr spanskgrænum koparplötum, sem umlykur sendiráð Norðurlandanna fimm og sameiginlega byggingu þeirra í hverfinu Tiergarten í Berlín. Á laugardag var opinn dagur í sendiráðunum og náði röð þeirra, sem vildu skoða hinar nýju byggingar, langt meðfram koparveggnum. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 143 orð

23% samdráttur í laxveiði

LAXVEIÐI á stöng síðasta sumar var um 30.800 laxar, sem er um 23% minni afli heldur en 1998, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Veiðimálastofnun. Þessi veiði er og 13% minni heldur en meðalveiði áranna 1974­1998. Meira
30. október 1999 | Erlendar fréttir | 221 orð

50 flóttamenn látast í árásum Rússa

FIMMTÍU tsjetsjneskir flóttamenn létust í eldflaugaárás Rússa á flutningalest sem var á leið frá Tsjetsjníu til nágrannalýðveldisins Ingúshetíu í gær, samkvæmt upplýsingum skrifstofu Tsjetsjníuforseta, Aslans Maskhadovs. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 173 orð

Aftur símasambandslaust

SÍMASAMBANDSLAUST varð við hluta Mývatnssveitar eftir að bráðabirgðaviðgerð starfsmanna Landssímans á ljósleiðaranum í Mývatni aðfaranótt miðvikdags gaf sig um kl. 11 í gærmorgun. Símasamband var úr neyðarsíma á pósthúsinu í Reykjahlíð og jafnframt var NMT-farsímasamband á svæðinu. Símnotendur sem tengjast símstöðinni í Reykjahlíð gátu þó haft samband sín á milli. Meira
30. október 1999 | Erlendar fréttir | 264 orð

"Alþjóðavæðingin ógnar heimsfriðnum"

MOHAMMAD Khatami, forseti Írans, hvatti í gær þjóðir heims til að slíðra sverðin á næstu öld og leitast við að efla skilning milli samfélaga og menningarheima. Í ræðu sem haldin var í höfuðstöðvum Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 144 orð

Ákvörðun sýslumanns kærð til héraðsdóms

EFNAHAGSBROTADEILD ríkislögreglustjóra hefur kært til Héraðsdóms Reykjaness, þá ákvörðun sýslumannsins í Kópavogi að hafna beiðni efnahagsbrotadeildarinnar um kyrrsetningu á verðmætum kjötvinnslufyrirtækisins Rimax ehf., að jafnvirði einnar milljónar króna hinn 19. október síðastliðinn. Meira
30. október 1999 | Erlendar fréttir | 409 orð

Bandaríkjamenn halda áfram að fitna

OFFITA er nú mun algengari í Bandaríkjunum en fyrir tæpum tíu árum, einkum í suðurríkjunum þar sem menn neyta oft fituríkrar fæðu og freistast til að kúra heima hjá sér í sumarhitunum fremur en að hreyfa sig. Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu um offitu sem bandaríska stofnunin Miðstöð fyrir sjúkdómavarnir birti á þriðjudag. Meira
30. október 1999 | Erlendar fréttir | 66 orð

Barist gegn spillingu

RÁÐHERRAR í nýrri stjórn í Indónesíu sóru í gær embættiseið. Varaforsetinn, Megawati Sukarnoputri, las þeim eiðinn vegna þess að Abdurrahman Wahid forseti er nær blindur. Wahid lagði mikla áherslu á að unninn yrði bugur á spillingu og sagði að stjórnarinnar biði erfitt verkefni, að efla lýðræðið og tryggja samstöðu en byggja um leið upp traust erlendis á stjórnarfari í landinu. Meira
30. október 1999 | Landsbyggðin | 63 orð

Blómlegt kirkjustarf í Grundarfirði

Grundarfirði-Nú er vetrarstarf kirkjunnar að komast á fullt um allt land. Kirkjuskólinn, fermingarstarf, annað æskulýðsstarf, mömmumorgnar og margt fleira er á boðstólum víða. Þó árið 2000 nálgist er greinilega ekki minni þörf hjá manninum að leita athvarfs hjá Guði en fyrr á öldum. Góð aðsókn foreldra og barna í kikjuskólann sannar þetta. Myndin er tekin í Grundarfjarðarkirkju einn laugardaginn þegar barnastarfið stóð yfir. Meira
30. október 1999 | Landsbyggðin | 69 orð

Blómlegt kirkjustarf í Grundarfirði

Grundarfirði-Nú er vetrarstarf kirkjunnar að komast á fullt um allt land. Kirkjuskólinn, fermingarstarf, annað æskulýðsstarf, mömmumorgnar og margt fleira er á boðstólum víða. Þó árið 2000 nálgist er greinilega ekki minni þörf hjá manninum að leita athvarfs hjá Guði en fyrr á öldum. Góð aðsókn foreldra og barna í kikjuskólann sannar þetta. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 103 orð

Borðuðu öll "augun"

Borðuðu öll "augun" Akureyri. Morgunblaðið. BÖRNIN á leikskólanum Holtakoti voru ekki sein á sér klæða sig út eftir að tók að birta í gærmorgun. Jörð var hvít eftir töluverða snjókomu fyrr um morguninn og því upplagt að byggja snjókarl og snjókerlingu úr blautum snjónum með starfsfólki leikskólans. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 96 orð

Brosandi rúllur

ÞÆR brosa flestar framan í heiminn, heyrúllurnar í Hvítárdal í Hrunamannahreppi, þótt greina megi eina dapra í hópnum. Svipur hennar vitnar um óhamingju, kannski vegna óbærilegra þrengsla, sem leggjast þyngra á hana en systur hennar. Listamaðurinn sem gæddi rúllurnar lífi er Þorbjörg Hugrún Grímsdóttir ábúandi í Hvítárdal. Meira
30. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 126 orð

BT opnar verslun á Akureyri

BT opnar fimmtu verslunina í dag laugardaginn 30. október og nú á Furuvöllum 5 á Akureyri. Norðlendingurinn Sævar Freyr Sigurðsson tekur þar við starfi verslunarstjóra. BT á Akureyri mun bjóða upp á gott vöruúrval á hinu landskunna BT-verði, eins og segir í fréttatilkynningu fyrirtækisins. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 475 orð

Bændur setja sig tæplega á móti uppkaupum

FORMAÐUR Landssamtaka sauðfjárbænda, Aðalsteinn Jónsson, gerir ekki ráð fyrir að sauðfjárbændur setji sig upp á móti kaupum ríkis á greiðslumarki við gerð næstu búvörusamninga, en formaður landbúnaðarnefndar Alþingis, Hjálmar Jónsson, hvetur til að við gerð næstu samninga verði uppkaup greiðslumarks reynd á nýjan leik. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 369 orð

Efnaminna fólki gert erfiðara fyrir

ÚTBOÐ lóða í heilu hverfi í Grafarvogi, sem fer fram á næstunni, er að mati minnihluta borgarstjórnar til þess fallið að gera efnaminni einstaklingum ókleift að byggja eigið húsnæði. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir sjálfstæðismenn hafa alvarlegar athugasemdir við framgang þessa máls. Þetta sé fyrsta hverfið sem er skipulagt af meirihlutanum í sex ár. Meira
30. október 1999 | Miðopna | 1726 orð

"Einar Olgeirsson tók aldrei við peningum frá Rússum"

"FAÐIR minn, Einar Olgeirsson, tók aldrei við neinum peningum frá Kommúnistaflokknum í Sovétríkjunum eða öðrum aðilum á hans vegum," segir Sólveig Einarsdóttir, dóttir Einars Olgeirssonar, formanns Sameiningarflokks alþýðu ­ Sósíalistaflokksins, um langt árabil og eins helzta forystumanns sósíalista á Íslandi á þessari öld, Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 355 orð

Ekki sekur um brot á jafnréttislögum

KÆRUNEFND jafnréttismála telur ekki að hægt sé að líta svo á að synjun Sameinaða lífeyrissjóðsins á að greiða kvenkyns starfsmanni sínum sömu laun og karlkyns samstarfsmanni hennar, B, hafi brotið gegn ákvæðum jafnréttislaga. Segir í úrskurði nefndarinnar að staða Sameinaða lífeyrissjóðsins gagnvart kæranda og B hafi ekki verið sambærileg og forsendur ákvarðana um laun þeirra því verið ólíkar. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 319 orð

Enginn einn aðili með meira en 4-7% hlutafjár

FRAMKVÆMDANEFND um einkavæðingu hefur ákveðið að bjóða hópi bjóðenda að kaupa 51% hlut ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. á genginu 2,8 fyrir tæplega 10 milljarða króna. Bjóðendur hafa frest til að svara þessu boði fram á föstudag, 5. nóvember, kl. 14, og staðgreiða söluverðið eigi síðar en kl. 14 mánudaginn 15. nóvember. Meira
30. október 1999 | Erlendar fréttir | 697 orð

Enginn flótti frá Egyptalandi og Jósúa braut ekki múrana

ÞAÐ var ekki um að ræða neinn flótta frá Egyptalandi, Jósúa braut ekki niður múra Jeríkóborgar og konungsríki Salómons var pínulítið yfirráðasvæði eins ættbálks. Kemur þetta fram í grein eftir ísraelskan fornleifafræðing, sem birtist í fyrradag. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 335 orð

Fallið var ekki NLFÍ að kenna

HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði af kröfum konu, sem féll á blautu gólfi stofnunarinnar þegar verið var að skúra gólfið. Áður hafði héraðsdómur dæmt konunni rúmlega eina milljón króna í bætur, auk vaxta frá janúar 1995. Konan varð fyrir áverka á hægra hné í bílslysi árið 1979 og hafði gengist undir margar aðgerðir á hnénu. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 209 orð

Finnsk barnasýning í Norræna húsinu

KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn eru í Norræna húsinu á sunnudögum. 31. október kl. 14 verður sýnd finnska kvikmyndin Pessi og Illusia í fundarsal Norræna hússins. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 110 orð

Finnsk barnasýning í Norræna húsinu

KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn eru í Norræna húsinu á sunnudögum. 31. október kl. 14 verður sýnd finnska kvikmyndin Pessi og Illusia í fundarsal Norræna hússins. Myndin hlaut verðlaun UNICEF- stofnunarinnar sem besta barnakvikmyndin á kvikmyndahátíðinni í Berlín árið 1984, segir í fréttatilkynningu. Myndin segir frá Illusia sem er lítil álfamær. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 601 orð

Forseta Íslands afhent fyrsta eintakið

FYRSTA eintak viðhafnarútgáfu Biblíunnar var fært forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, að gjöf í gær af fulltrúum útgefanda, Hins íslenska biblíufélags. Biblían í viðhafnarbúningi er gefin út í 2.000 tölusettum eintökum og hefur Íslensk miðlun á Raufarhöfn tekið að sér að annast söluna. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 80 orð

Forsetinn flytur hátíðarræðu

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flytur hátíðarræðu á kristnihátíð Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmis sem haldin verður í Stykkishólmi sunnudaginn 31. október. Hátíðin verður haldin í Stykkishólmskirkju og munu kirkjukórar og tónlistarfólk frá Snæfellsnesi syngja og flytja tónlist. Ávörp munu flytja sr. Ingiberg Hannesson prófastur og sr. Meira
30. október 1999 | Erlendar fréttir | 403 orð

Furstanum líkaði ekki lögspekin

SMÁRÍKIÐ Liechtenstein var á fimmtudag dæmt brotlegt við 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sem verndar tjáningarfrelsi. Þar með fékk kunnur lögspekingur þar í landi uppreisn æru. Hafði hann ekki hlotið skipun á ný í embætti dómara vegna þess að þjóðhöfðingjanum líkuðu ekki alls kostar skoðanir hans á valdmörkum æðstu stofnana ríkisins. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 122 orð

Fyrirlestur um búddisma

MUNKURINN Kelsang Drubchen heldur fyrirlestur kl. 14 sunnudaginn 31. október í Guðspekifélagshúsinu við Ingólfsstræti 22, Reykjavík. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Kelsang Drubchen er starfandi kennari á vegum Karuna, Samfélags Mahayana búddista á Íslandi. Karuna tilheyrir hinni Nýju Kadampa hefð og er andlegur leiðbeinandi hennar. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 53 orð

Færeyskt skemmtikvöld

Í ÞÁ gömlu góðu daga er yfirskrift á færeysku skemmtikvöldi sem haldið verður á Færeyska sjómannaheimilinu, Brautarholti 29, laugardaginn 30. október kl. 20. Eldri Færeyingar munu segja frá hvernig það var að flytja til Íslands en auk þess verður tónlist og almennur söngur. Súpa og brauð verður borið fram síðar um kvöldið. Meira
30. október 1999 | Landsbyggðin | 115 orð

Gáfu málverk á Hraunbúðir

Vestmannaeyjum -Afkomendur Þorsteins Þ. Víglundssonar, fyrrum heiðursborgara í Eyjum, færðu Vestmannaeyjabæ málverk að gjöf í tilefni af því að Þorsteinn hefði orðið 100 ára 19. október. Málverkið sem er eftir Guðna Hermansen og heitir Jökullinn fékk Þorsteinn í gjöf frá Vestmannaeyjabæ á 80 ára afmæli sínu. Meira
30. október 1999 | Landsbyggðin | 191 orð

Gáfu málverk á Hraunbúðir

Vestmannaeyjum - Afkomendur Þorsteins Þ. Víglundssonar, fyrrum heiðursborgara í Eyjum, færðu Vestmannaeyjabæ málverk að gjöf í tilefni af því að Þorsteinn hefði orðið 100 ára 19. október. Meira
30. október 1999 | Erlendar fréttir | 290 orð

Geta misst sætið á allsherjarþinginu

RICHARD Holbrooke, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Bandaríkjaþing fyrr í vikunni til að tryggja að umtalsverður hluti skulda ríkisins við samtökin yrði strax greiddur. Þjóðarhagsmunir væru í húfi vegna þess að Bandaríkjamenn ættu á hættu að missa atkvæðisrétt á allsherjarþinginu vegna skuldanna. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 139 orð

Gönguferð um Skógarveg

FERÐAFÉLAG Íslands hefur á þessu ferðaári lagt áherslu á að kynna gamlar leiðir og er síðasta af slíkum ferðum á sunnudaginn 31. október þegar gengin verður Skógarvegur, öðru nafni Suðurferðagata. Brottför er kl.13 frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6 og ekið austur á Hellisheiði, en gönguleiðin er austan Skálafells og komið niður að Þurá í Ölfusá. Áætlaður göngutími er um 3 klst. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 273 orð

Gönguferð um Skógarveg

FERÐAFÉLAG Íslands hefur á þessu ferðaári lagt áherslu á að kynna gamlar leiðir og er síðasta af slíkum ferðum á sunnudaginn 31. október þegar gengin verður Skógarvegur, öðru nafni Suðurferðagata. Brottför er kl. Meira
30. október 1999 | Erlendar fréttir | 256 orð

Hafa fjórar Learþotur farist?

EINS og kunnugt er fórst hinn kunni golfleikari Payne Stewart fyrir nokkrum dögum er einkaþota hans af gerðinni Lear hrapaði til jarðar í Suður-Dakota í Bandaríkjunum. Er það haft eftir þeim, sem rannsaka slysið, að á síðustu 19 árum hafi farist þrjár aðrar Lear- þotur og minni þau slys mjög á það, sem nú gerðist. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 117 orð

Hald lagt á 70 myndbönd með barnaklámi

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur undir höndum 70 myndbönd með barnaklámi, sem hún lagði hald á í Reykjavík um miðbik mánaðarins. Sá sem talinn er eiga myndböndin var yfirheyrður hjá lögreglunni en er ekki í varðhaldi. Grunsemdir eru uppi um að myndböndin hafi verið leigð út. Alls lagði lögreglan hald á 3.800 myndbönd hjá ætluðum eiganda og þar af reyndust við flokkun 2. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 509 orð

Hækkuðu um 11% en aðrir um 17%

KAUPMÁTTUR fiskvinnslufólks hefur aukist um 11% frá fyrsta ársfjórðungi 1997 til fyrsta ársfjórðungs 1999. Á sama tíma hefur almenn kaupmáttaraukning verið um 17%. Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur ASÍ, segir að launaskrið hjá fiskverkafólki hafi ekki skilað sér að ráði nema í bónusgreiðslum. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 103 orð

Jólakort Blindrafélagsins

BLINDRAFÉLAGIÐ hefur hafið árlega sölu sína á jólakortum, en jólakortasalan er einn af mikilvægustu burðarásum í fjáröflunarstarfsemi félagsins. Blindrafélagið hefur um 60 ára skeið fyrst og fremst treyst á stuðning almennings og atvinnulífs við starfsemi sína. Í ár er Blindrafélagið með tvennskonar kort til sölu, fyrirtækjakort og einstaklingskort. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 203 orð

Jólakort Blindrafélagsins

BLINDRAFÉLAGIÐ hefur hafið árlega sölu sína á jólakortum, en jólakortasalan er einn af mikilvægustu burðarásum í fjáröflunarstarfsemi félagsins. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 83 orð

Jólakort MS- félags Íslands komin út

JÓLAKORT MS-félags Íslands eru komin út. Þau eru að þessu sinni eftir listakonuna Erlu Sigurðardóttur og heita "Ljósbrot" og "Vetrarbirta". Aðalfjármögnun MS-félags er ágóði jólakortasölunnar, í ár rennur allur ágóði hennar til viðbyggingar sem MS-félagið stendur fyrir við dagvist félagsins á Sléttuvegi 5. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 155 orð

Jólakort MS-félags Íslands komin út

JÓLAKORT MS-félags Íslands eru komin út. Þau eru að þessu sinni eftir listakonuna Erlu Sigurðardóttur og heita "Ljósbrot" og "Vetrarbirta". Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 61 orð

K.B. Bílprýði ehf. opnað í Grundarfirði

FYRIRTÆKIÐ Bílprýði hefur verið opnað í Grundarfirði, nánar til tekið að Sólvöllum 5. Eigandi þess er Ketilbjörn Benediktsson sem flutti ásamt fjölskyldu sinni að sunnan til Grundarfjarðar til að standa í þessum rekstri. Ketilbjörn mun annast allar almennar bílaviðgerðir auk þess sem hann er með dekkja- og smurþjónustu, réttingar og sprautun. Morgunblaðið/Karl V. Meira
30. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 380 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskólinn verður á dvalarheimilinu Hlíð kl. 11 á morgun. Guðsþjónusta kl. 14. Hjón sérstaklega boðuð til kirkjunnar. Beðið fyrir hjónabandinu. Fyrirlestur fyrir hjón í safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustuna. Sr. Þórhallur Heimisson prestur í Hafnarfjarðarkirkju fjallar um hjónabandið við aldaskil. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 17 á morgun í kapellu. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 264 orð

Landgræðsluverðlaunin 1999 afhent

ÁRLEG landgræðsluverðlaun voru afhent við hátíðlega athöfn að Gunnarsholti í gær og eru verðlaunahafar að þessu sinni Jón Hallgrímsson, bóndi á Mælivöllum í Jökuldal, Leó Guðlaugsson úr Kópavogi og Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands. Meira
30. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 99 orð

Legið yfir skólabókum í sólarhring

NEMENDUR á þriðja ári í Menntaskólanum á Akureyri tóku þátt í lestrarmaraþoni í skólanum, sem hófst kl. 8 í gærmorgun og átti að standa í einn sólarhring. Tilgangurinn er að safna peningum í ferðasjóð fyrir útskriftarferð sem farin verður næsta haust. Nemendur gengu í fyrirtæki í bænum og fengu þar nokkuð misjafnar móttökur. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 3872 orð

Markvisst unnið að fjölgun kvenna í stjórnunarstöðum Eimskip hlaut viðurkenningu Jafnréttisráðs árið 1999 en konum í

FYRR í vikunni hlaut Eimskipafélag Íslands viðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir þróun og stöðu jafnréttismála hjá fyrirtækinu. Sérstaklega er þess getið að markvisst hafi verið unnið að því að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 41 orð

Menningarkvöld í Klébergsskóla

UNGLINGADEILD Klébergsskóla stendur fyrir menningakvöldi þriðjudagskvöldið 2. nóvember í tilefni útgáfu ljóðabókar 8., 9. og 10. bekkjar. Dagskrá hefst kl. 20 í félagsheimilinu Fólksvangi. Skemmtiatriði verða af ýmsum toga, flutt af nemendum, kaffisopi og ljóðabók til sölu. Allir velkomnir. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 39 orð

Menningarkvöld í Klébergsskóla

UNGLINGADEILD Klébergsskóla stendur fyrir menningakvöldi þriðjudagskvöldið 2. nóvember í tilefni útgáfu ljóðabókar 8., 9. og 10. bekkjar. Dagskrá hefst kl. 20 í félagsheimilinu Fólksvangi. Skemmtiatriði verða af ýmsum toga, flutt af nemendum, kaffisopi og ljóðabók til sölu. Allir velkomnir. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 214 orð

Mótmæla léttvínssölubanni

VÍNBÚÐ hefur verið afhjúpuð í versluninni Nýkaupi í Kringlunni. Ekki er þó um að ræða að viðskiptavinir geti nú óhindrað keypt sér léttvín og bjór í matvöruverslunum eins og tíðkast í útlöndum, heldur vilja Nýkaupsmenn með þessu mótmæla og koma af stað umræðu um áfengislöggjöfina á Íslandi. Áfengisbúðin er því girt af og úr henni verður ekkert selt. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 256 orð

Mun lægri laun en hjá grunnskólakennurum

ÓÁNÆGJA ríkir meðal tónlistarkennara í Reykjavík sem telja sig hafa setið eftir í launamálum. Kom það fram á fundi kennaranna á dögunum. Að sögn talsmanns þeirra, Ásdísar Arnardóttur tónlistarkennara við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, hafa laun tónlistarkennara staðið í stað á meðan grunn- og framhaldsskólar hafa fengið leiðréttingu sinna launa. Byrjunarlaun tónlistakennara eru 77. Meira
30. október 1999 | Erlendar fréttir | 485 orð

Musharraf hafnar tímamörkum

PERVEZ Musharraf, formælandi herstjórnarinnar í Pakistan, hafnaði því í gær að setja því ákveðin tímamörk hvenær lýðræði yrði endurreist í landinu og meinaði ráðherrasendinefnd Samveldisríkja að ná fundum Nawaz Sharifs, hins fallna forsætisráðherra. Meira
30. október 1999 | Landsbyggðin | 195 orð

Ný félagsmiðstöð aldraðra tekin í notkun á Seyðisfirði

Seyðisfirði-Framtíðin, félag eldra fólks á Seyðisfirði, hefur tekið nýja félagsmiðstöð sína í notkun. Afhending hússins og vígsla fór fram við hátíðlega athöfn á sunnudaginn var. Húsið sem stendur við Oddagötu er um 80 fermetrar að grunnfleti á tveimur hæðum og manngengt ris að auki. Meira
30. október 1999 | Landsbyggðin | 345 orð

Ný félagsmiðstöð aldraðra tekin í notkun á Seyðisfirði

Seyðisfirði- Framtíðin, félag eldra fólks á Seyðisfirði, hefur tekið nýja félagsmiðstöð sína í notkun. Afhending hússins og vígsla fór fram við hátíðlega athöfn á sunnudaginn var. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 47 orð

Nýir vélsleðar sýndir

MERKÚR hf. sýnir helgina 30.­31. október Yamaha-vélsleða árgerð 2000. Verður opið laugardag kl. 11­17 og sunnudag kl. 13­16. Jafnframt verður sams konar sýning hjá Höldi ehf. á Akureyri. Frumsýndur verður nýr Yamaha SRX 700 sem nú þegar hefur verið valinn vélsleði ársins hjá vélsleðatímaritinu SnowGoer. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 407 orð

Nýjungar í félagsþjónustu fyrir aldraða

Nýjungar í félagsþjónustu fyrir aldraða FÉLAGSþJÓNUSTAN í Reykjavík, öldrunarþjónustudeild, er í dag með opið hús í Félags- og þjónustumiðstöðinni að Aflagranda 40 í Reykjavík milli klukkan 13 og 17. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 356 orð

Nýtt kort yfir stjórnsýslu og sveitarfélög

STARFSMENN Landmælinga Íslands hafa lokið gerð korta yfir stjórnsýslu og sveitarfélög ásamt stafrænum gögnum þar sem fram koma mörk sveitarfélaga og önnur mörk stjórnsýslunnar. Umhverfisráðuneytið fól Landmælingum Íslands þetta verkefni fyrr á þessu ári í kjölfar þess að lokið var við svæðisskipulag fyrir miðhálendið. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 550 orð

Nýtt leiðakerfi í athugun

HUGMYNDIR hafa komið upp innan starfshóps meirihluta borgarstjórnar um almenningssamgöngur að rétt gæti verið að sameina almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þetta þýðir að allar almenningssamgöngur yrðu boðnar út og um eitt leiðakerfi yrði að ræða. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 118 orð

Opið hús í Læknagarði

OPIÐ hús á vegum Hollvinasamtakanna og hollvinafélaga heilbrigðisstéttanna verður í Læknagarði við Vatnsmýrarveg í dag, laugardaginn 30. og á morgun, sunnudaginn 31. október. Fjöldi fyrirtækja og félagasamtaka verður með fræðsluefni og kynningu og listamenn úr heilbrigðisstéttum sýna verk sín. Öllum er heimill aðgangur. Dagskráin hefst laugardag kl. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 229 orð

Opið hús í Læknagarði

OPIÐ hús á vegum Hollvinasamtakanna og hollvinafélaga heilbrigðisstéttanna verður í Læknagarði við Vatnsmýrarveg í dag, laugardaginn 30. og á morgun, sunnudaginn 31. október. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 92 orð

Ókeypis skákæfingar fyrir drengi og stúlkur

TAFLFÉLAGIÐ Hellir býður upp á ókeypis skákæfingar fyrir börn og unglinga á grunnskólaaldri alla mánudaga kl. 17:15. Eina skilyrðið fyrir þátttöku er að viðkomandi kunni mannganginn. Úrslit á síðustu æfingu urðu þessi: 1. Atli Freyr Kristjánsson, 5 v., 2. Hjörtur Ingvi Jóhannsson, 4 v. og 3. Örn Stefánsson, 3 v. Þátttaka stúlkna í þessum æfingum hefur verið góð og m.a. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 173 orð

Ókeypis skákæfingar fyrir drengi og stúlkur

TAFLFÉLAGIÐ Hellir býður upp á ókeypis skákæfingar fyrir börn og unglinga á grunnskólaaldri alla mánudaga kl. 17:15. Eina skilyrðið fyrir þátttöku er að viðkomandi kunni mannganginn. Úrslit á síðustu æfingu urðu þessi: 1. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 61 orð

Rafmagnsleysi í Reykjavík

BILUN í tveimur háspennustrengjum í Reykjavík olli rafmagnsleysi milli klukkan 7.19 og 10 í gærmorgun á svæði milli Laugavegs 176 og Skipholts, þ.e. Holta- og Túnahverfum. Rafmagni var komið á aftur með því að leggja streng til bráðabirgða ofan jarðar. Á myndinni er Hákon Pálsson, fyrirtækjaeigandi í Bolholti, að aðstoða starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur að ganga frá strengnum. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 681 orð

Rúmlega 130 ljós eru í borginni

Fyrstu umferðarljósin á Íslandi voru sett upp við fern gatnamót í í miðbæ Reykjavíkur hinn 2. nóvember árið 1949. Á þriðjudaginn eiga ljósin því fimmtíu ára afmæli og sagði Dagbjartur Sigurbrandsson, umsjónarmaður umferðarljósa, þetta mjög merkan áfanga, þar sem ljósin hefðu verið algjör bylting í umferðarmálum á Íslandi. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 69 orð

Samfylkingin Norðurlandi vestra stofnar félag

MJÖG góð aðsókn var á stofnfundi kjördæmisfélags Samfylkingarinnar á Norðurlandi vestra sem haldinn var á Hótel Varmahlíð nýlega. Kjörin var 5 manna stjórn og er formaður Anna Kristín Gunnarsdóttir Skagafirði. Aðrir stjórnarmenn eru: Signý Jóhannesdóttir Siglufirði, Jón Karlsson Skagafirði, Valdimar Guðmannsson Blönduósi og Pétur Hermannsson Laugarbakka. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 65 orð

Samfylkingin Norðurlandi vestra stofnar félag

MJÖG góð aðsókn var á stofnfundi kjördæmisfélags Samfylkingarinnar á Norðurlandi vestra sem haldinn var á Hótel Varmahlíð nýlega. Kjörin var 5 manna stjórn og er formaður Anna Kristín Gunnarsdóttir Skagafirði. Aðrir stjórnarmenn eru: Signý Jóhannesdóttir Siglufirði, Jón Karlsson Skagafirði, Valdimar Guðmannsson Blönduósi og Pétur Hermannsson Laugarbakka. Fjölmargir fundarmenn tóku til máls, hvöttu til kröftugrar báráttu á komandi vetri og lýstu ánægju með starf þingflokks Samfylkingarinnar. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 441 orð

Sektum fyrir umferðarlagabrot fjölgar um 15,7% að meðaltali

FJÖLDI útsendra sektarboða fyrir umferðarlagabrot er orðinn 15,7% meiri á fyrstu níu mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra eða 28.775 en fjöldinn var 24.868 samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra. Hlutfall innheimtra sekta er heldur lakara eða 77,1% í ár en var 80,8% í fyrra. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 336 orð

Selur eignir og kvóta fyrir 785 milljónir króna

BÁSAFELL hf., Hraðfrystihúsið- Gunnvör hf. og Þormóður rammi- Sæberg hf., ásamt fleiri aðilum, hafa stofnað félag sem kaupir rækjuverksmiðju og frystigeymslu Básafells hf. Þá mun Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. kaupa varanlegar aflaheimildir af Básafelli hf. fyrir allt að 600 milljónir króna. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 149 orð

Sjógangur á þjóðvegi

ÞESSA dagana er stórstreymi mikið, en þegar stórstreymi og vestlægar áttir fara saman gengur sjór oft á land hér um slóðir. Á miðvikudagskvöld og fimmtudagsmorgun gekk sjór upp á Ólafsbraut í Ólafsvík og skildi þar eftir möl og þara. Á þjóðveginum inn í Ólafsvík var ástandið þannig að illfært var fyrir grjóthnullungum og möl sem sjórinn ruddi upp á veginn. Um kl. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 413 orð

Sjöunda hlaupið í Jökulsá frá miðjum september

SJÖUNDA hlaupið á tæpum einum og hálfum mánuði hófst í fyrrakvöld í Jökulsá á Sólheimasandi. Í gær var rafleiðnin komin í 330 míkró S/cm, en vatnsmagn var aftur á móti óvenju lítið. Sverrir Elefsen hjá Orkustofnun segir að þessi tíðu hlaup séu greinilega tilkomin vegna aukins jarðhita undir Mýrdalsjökli. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 54 orð

Skemmdir á bíl sem ekið var á hross

TALSVERÐAR skemmdir urðu á bíl sem ók á hross á móts við Miklaholtssel í Eyja- og Miklaholtshreppi í gær. Atvikið átti sér stað laust eftir klukkan sjö í gærmorgun. Hrossið lenti á hægra framhorni bílsins og fékk rúðukarm framan á hausinn neðan við augu. Það drapst. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 326 orð

Skoðuðu íbúðina sem kaupendur

LÖGREGLAN í Reykjavík handtók tvo menn á fimmtugsaldri í gærmorgun eftir að þeir höfðu brotist inn í íbúð í Grafarvogi. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar höfðu þjófarnir undirbúið innbrotið. Upplýst er að þeir höfðu haft samband við fasteignasölu í borginni og skoðað hina tilteknu íbúð í Grafarvogi daginn áður. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 239 orð

Sótt um allar stöður héraðsdýralækna

MIKLAR breytingar verða á dýralæknaþjónustu eftir að farið verður að vinna eftir nýjum lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, sem samþykkt voru á síðasta þingi. Var öllum starfandi héraðsdýralæknum á landinu sagt upp og embættin auglýst til umsóknar samkvæmt nýjum lögum þar um. Að sögn Halldórs Runólfssonar yfirdýralæknis hafa umsóknir borist um allar stöður héraðsdýralækna á landinu. Meira
30. október 1999 | Erlendar fréttir | 180 orð

Spánverjar fá bætur

SPÆNSKIR útgerðarmenn geta farið í mál við bresku stjórnina og krafist meira en níu milljarða ísl. kr. í bætur fyrir að vera bannað að veiða úr breskum kvóta. Komst lávarðadeildin, æðsti dómstóll Bretlands, að þessari niðurstöðu í fyrradag. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 108 orð

Stækkuð og breytt blóma- og gjafavöruverslun

VERSLUNIN María í Grundarfirði hefur verið stækkuð og endurbætt. Hér er um að ræða blóma- og gjafavöruverslun, sem hefur verið starfrækt sl. 5 ár. María Gunnarsdóttir eigandi verslunarinnar hóf starfsemi þessa í bílskúrnum heima hjá sér og seldi þá að mestu leyti blóm og blómaskreytingar. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 442 orð

Sveitarfélögin taki þátt í að vinna bug á þenslu

ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, lagði á það áherslu í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga í gær að sveitarfélögin þyrftu að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að sporna við þenslu í efnahagslífinu og hægja á hagkerfinu. Meira
30. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 48 orð

Sýningu lýkur

SÝNINGU á tillögum í samkeppni um útilistaverk á Akureyri sem verið hefur í Deiglunni í Kaupvangsstræti lýkur nú um helgina. Hún verður opin laugardag og sunnudag frá kl. 14 til 18. Um er að ræða verðlaunaverkið, Íslandsklukkuna, eftir Kristin E. Hrafnsson og fjórar tillögur að auki. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 193 orð

Sögustund í Viðey

Sögustund í Viðey SÖGUSTUND á síðdegi verður á stofuloftinu í Viðey sunnudaginn 31. október. Bátsferðir verða frá kl. 13.30, en dagskráin í Stofunni hefst kl. 14. Er henni lýkur, verður öllum boðið upp á kaffi og meðlæti. Allt er þetta í boði Viðeyjar nema ferjutollurinn, sem er 400 kr. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 67 orð

Tíð óhöpp á Akureyri

LÖGREGLUNNI á Akureyri bárust sex tilkynningar um minniháttar umferðaróhöpp í gærmorgun milli klukkan sjö og níu. Nokkur hálka var á götum bæjarins eftir að talsvert snjóaði í fyrrinótt. Óhöppin urðu með þeim hætti að ekið var m.a. á umferðarskilti og brunahana. Rétt fyrir hádegi í gær rann bíll út úr stæði í kaupfélagsskýlinu og lokaði því. Ekki urðu meiðsl á fólki í þessum óhöppum. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 70 orð

Tónleikar KK og Magnúsar Eiríkssonar

KK og Magnús Eiríksson hafa verið í hljóðveri undanfarið og eru nú að leggja lokahönd á nýjan geisladisk. Í tilefni þessa eru þeir félagar í tónleikaferð um landið. Í kvöld, laugardagskvöld, leika þeir félagar á Hótel Framtíð, Djúpavogi, kl. 22, sunnudagskvöld á Hótel Bláfelli, Breiðdalsvík, kl. 21, mánudagskvöld í Egilsbúð, Neskaupstað, kl. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 86 orð

Tsjekhov-kvikmynd í MÍR

ÓFULLGERT verk fyrir sjálfspilandi píanó nefnist kvikmyndin sem sýnd verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 31. október kl. 15. Mynd þessi var gerð á árinu 1976 og leikstjórinn Nikita Mikhalkovs, sem jafnframt leikur eitt af aðalhlutverkunum. Af öðrum leikendum má nefna Oleg Tabakov. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 116 orð

Umferðarljósin auka öryggið Nauðsyn að fara eftir þeim

Á FORSÍÐU Morgunblaðsins 3. nóvember birtist mynd af þremur stúlkum við umferðarljós, og frétt með myndinni sagði: "Umferðarljósin hjer í miðbæ Reykjavíkur voru reynd um hádegisbilið í gær, er umferðin er sem mest." Síðan var rætt við Erling Pálsson yfirlögregluþjón og sagði hann: "Tilraun sú, er gerð var með hin nýju umferðarljós, lofar góðu. Meira
30. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 463 orð

Umsvif aukast og ný hátæknistörf skapast

ÞEKKING-upplýsingatækni er nýtt fyrirtæki á sviði upplýsingatækni og er það að þremur fjórðu hlutum í eigu Kaupfélags Eyfirðinga, en 25% eru í eigu Íslenska hugbúnaðarsjóðsins, fjárfestingarsjóðs í eigu banka og ýmissa fagfjárfesta. Fyrirtækið tekur til starfa nú um mánaðamótin. Náið samstarf er við hugbúnaðarfyrirtækið Þróun hf. sem KEA hefur keypt 5% hlut í. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 218 orð

Umtalsverð fækkun í fangelsum

FÖNGUM, sem afplánað hafa fangelsisdóma, hefur fækkað umtalsvert á liðnum árum samkvæmt upplýsingum sem fram koma í nýrri ársskýrslu Fangelsismálastofnunar. Auðgunarbrot er algengasta tilefni fangavistar, en síðan árið 1996 hefur með hverju árinu gefist sjaldnar tilefni til að láta menn sæta fangavist fyrir slík brot. Meira
30. október 1999 | Akureyri og nágrenni | 338 orð

Undirbúningur vegna náms fyrir fatlaða

UNNIÐ er að því að koma á fót skóla á Akureyri sem byði upp á þriggja anna nám fyrir fatlaða og er fyrirmyndin að því sótt til Hringsjár, starfsþjálfunar fatlaðra í Reykjavík sem starfrækt hefur verið í tólf ár með góðum árangri. Unnið hefur verið að undirbúningi þessa máls frá því í september síðastliðnum og er þess vænst að ákvörðun liggi fyrir fljótlega. Meira
30. október 1999 | Landsbyggðin | 105 orð

Unglingalandsmót UMFÍ árið 2000

Tálknafirði-Undirbúningur fyrir Unglingalandsmót UMFÍ árið 2000 stendur nú sem hæst. Mótið verður haldið í Vesturbyggð og á Tálknafirði dagana 4.­6. ágúst næsta sumar. Á Tálknafirði hefur verið unnið að því að þökuleggja svæði við nýjan íþróttavöll, sem staðsettur er neðan við íþróttahúsið. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 585 orð

Útskrifa þarf fleiri vélstjóra Af hverju stafar lítil aðsókn í vélstjóranám? Útgerðarmenn segja að námið taki of langan tíma en

Af hverju stafar lítil aðsókn í vélstjóranám? Útgerðarmenn segja að námið taki of langan tíma en formaður Vélstjórafélags Íslands bendir á að vélstjóranám hérlendis sé styttra en í nágrannalöndunum. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 354 orð

Vaka sendir erindi til Tölvunefndar vegna samnings sem veitir Stúdentaráði beintengingu við LÍN Viðkvæmar persónuupplýsingar á

VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hefur sent Tölvunefnd erindi þar sem farið er fram á að Lánasjóði íslenskra námsmanna verði veitt formleg áminning vegna meðferðar á persónuupplýsingum í vörslu sjóðsins. Jafnframt að fram fari heildarúttekt á meðferð persónuupplýsinga í vörslu LÍN. Formaður Vöku segir viðkvæmar persónuupplýsingar nánast liggja á glámbekk. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 147 orð

Vann fótboltaferð til Englands

Vann fótboltaferð til Englands OLÍUFÉLAGIÐ hf. ESSO, Íslenskar getraunir og Margmiðlun ráku í sumar fótboltaleik á Netinu undir nafninu Liðstjórinn. Leikurinn byggðist á Landssímadeildinni. Alls tóku þátt í leiknum 14.333 einstaklingar á þeim 16 vikum sem leikurinn var í gangi. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 713 orð

Við erum öll að læra

Í DAG verður í Safnaðarheimili Laugarneskirkju málþing um kynlífsiðnað á Íslandi og hefst þingið klukkan 14.00. Þátttaka kostar þúsund krónur. Fundarstjórar eru séra Bjarni Karlsson, séra Jóna Hrönn Bolladóttir og Hróbjartur Árnason guðfræðingur. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 1397 orð

Við erum öll að læra

Í DAG verður í Safnaðarheimili Laugarneskirkju málþing um kynlífsiðnað á Íslandi og hefst þingið klukkan 14.00. Þátttaka kostar þúsund krónur. Fundarstjórar eru séra Bjarni Karlsson, séra Jóna Hrönn Bolladóttir og Hróbjartur Árnason guðfræðingur. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 203 orð

Vilja að sýslumaður sitji áfram í Neskaupstað

NÚ STENDUR yfir undirskriftasöfnun meðal íbúa í Neskaupstað til stuðnings áskorun til dómsmálaráðherra þess efnis að ákvörðun um að leggja niður sýslumannsembættið í Neskaupstað verði frestað. Ein af forsprökkum þessarar undirskriftasöfnunar er Dagmar Ásgeirsdóttir, starfsmaður á sýsluskrifstofunni. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 143 orð

Wagner og íslenskar bókmenntir

FÉLAG íslenskra fræða vekur athygli félaga sinna á sýningum Richard Wagner-félagsins á Niflungahringnum í Norræna húsinu. Fyrsta ópera hringsins, Rínargullið, verður sýnd á laugardaginn 30. október og hefst kl. 13. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 116 orð

Þorskurinn fullur af seiðum

MIKIL seiðagengd er fyrir Norðurlandi. Þannig er höfnin í Grímsey full af seiðum og upp úr þorski veiddum á grunnslóð koma þorsk-, ýsu- og ufsaseiði. Sjómenn frá Grímsey segja að óvanalega mikið sé af seiðum og virðist ástandið vera þannig á grunnslóðinni fyrir Norðurlandi. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 125 orð

Ættfræðingur fenginn til aðstoðar

ÞRIGGJA manna matsnefnd sem skipuð var í þeim tilgangi að fara yfir þátttökutilkynninguna og kanna hvort hópurinn uppfyllti skilmála sölunnar um skyldleika, fjárhagsleg tengsl og eignarhlut hvers og eins réð sérfróðan ættfræðing sér til aðstoðar. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 740 orð

Ökumenn stressaðir í byrjun

MIKIL forvitni greip um sig hjá bæjarbúum, þegar fréttist af því að setja ætti upp umferðarljós við nokkur gatnamót í miðbænum. Fjöldi fólks fylgdist síðan með því þegar umferðarljósin voru sett upp og tekin í notkun hinn 2. nóvember 1949. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Einar B. Meira
30. október 1999 | Innlendar fréttir | 226 orð

Öryggisráðstafanirí Krísuvík Hættulegir hverir undir

Öryggisráðstafanirí Krísuvík Hættulegir hverir undir leirlagi HAFNARFJARÐARBÆR hefur gert öryggisráðstafanir í kringum tilraunaborholuna við Selbúð í Krísuvík, sem sprakk í fyrradag, í þeim tilgangi að hindra umferð fólks inn á svæðið. Meira

Ritstjórnargreinar

30. október 1999 | Leiðarar | 739 orð

HRUN Í SJÁVARÚTVEGSNÁMI

SSJÁVARÚTVEGUR er mikilvægasta atvinnugrein Íslendinga og sú, sem hefur borið uppi batnandi lífskjör þjóðarinnar á þessari öld. Þótt sú næsta muni einkennast af upplýsingatækni, líftækni og hvers konar nýsköpun í íslenzku atvinnulífi verður ekki annað séð, en að sjávarútvegurinn muni áfram verða styrkasta stoðin. Meira
30. október 1999 | Staksteinar | 502 orð

Óumflýjanlegt að afnema lögin um kjarasamninga opinberra starfsmanna

HART er veist að lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna í Vinnunni, málgagni Alþýðusambands Íslands. VINNAN segir: "Dómur Félagsdóms í máli Árborgar gegn Félagi íslenskra leikskólakennara afhjúpar nauðsyn þess að afnema með öllu lögin um kjarasamninga opinberra starfsmanna að mati Ástráðs Haraldssonar, hæstaréttarlögmanns. Meira

Menning

30. október 1999 | Fólk í fréttum | 1742 orð

Algjört rugl að búa í stórborg Hljómsveitin Sigur Rós er nýkomin úr víking til Danmerkur og Englands þar sem erlend

Hljómsveitin Sigur Rós er nýkomin úr víking til Danmerkur og Englands þar sem erlend tónlistarblöð halda vart vatni yfir nýjustu uppgötvuninni frá Íslandi. Dóra Ósk Halldórsdóttir gómaði Jón Þór Birgisson söngvara sveitarinnar og fékk að heyra ýmislegt um bakaðar baunir, heimilistæki og lítið vé á Vestfjörðum. Meira
30. október 1999 | Menningarlíf | 41 orð

Árnesingakórinn í Bústaðakirkju

ÁRNESINGAKÓRINN í Reykjavík heldur tónleika í Bústaðakirkju í dag, laugardag, kl. 16. Kórinn mun kynna geislaplötu sína sem út kom nýlega. Þar er úrval íslenskra og erlendra laga, allt frá hefðbundnum kórlögum til kirkjulegra verka. Söngstjór er Sigurður Bragason. Meira
30. október 1999 | Fólk í fréttum | 690 orð

Áttræðir stálhnefar

LJÓST er að sjónvarpsfréttir eru með því þýðingarmesta, sem flutt er í sjónvarpi. Hefur það hvarvetna komið í ljós, meira að segja með þeim hætti, að útvarpsfréttir féllu strax í skuggann með tilkomu sjónvarpsfrétta hér á dögum áður. Man ég þá tíð, að útvarpsfréttamenn létu illa af samkeppninni, þótt fréttir sjónvarps væru þá ekki alveg komnar í topp. Meira
30. október 1999 | Fólk í fréttum | 112 orð

DJASSGEGGJAÐ OPNUNARHÓF

"SÍÐASTA skrúfjárnið fór út fimm mínútur í fimm," segir Gunnar Smárason kampakátur; hann er framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar XYZetu ehf. sem var opnuð á föstudag í nýju húsnæði á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis. Það er fullt hús af fólki, djasssveit að spila og boðið upp á léttar veitingar. Og Gunnar brosir út að eyrum. Meira
30. október 1999 | Fólk í fréttum | 443 orð

Dularfullur vísindamaður

KVIKMYNDIR/Háskólabíó og Nýja bíó Akureyri frumsýna myndina "Instinct" með Anthony Hopkins og Cuba Gooding í aðalhlutverkum undir leikstjórn Jon Turteltaub Meira
30. október 1999 | Menningarlíf | 52 orð

Eggert Laxdal sýnir í Hveragerði

EGGERT Laxdal opnar myndlistarsýningu í Galleríi E. Laxdal, Frumskógum 6, Hveragerði, í dag, laugardag, kl. 13. Á sýningunni er gömul og ný verk; olíu- og vatnslitamyndir, tússteikningar í litum, svart/hvítar pennateikningar og klippimyndir. Galleríið er opið alla daga nema miðvikudaga frá kl. 13­20. Sýningin stendur til 7. nóvember. Meira
30. október 1999 | Menningarlíf | 84 orð

Einleikstónleikar við sýningarlok

SÝNINGUNNI Árþúsunda arkitektúr á neðri hæð Gerðarsafns lýkur degi fyrr en auglýst hafði verið. Þetta er samsýning þar sem Steina Vasulka varpar skjálist sinni á insetningu Sissú Pálsdóttur og Anita Hardy Kaslo sýnir ljósmyndaverk. Á lokdegi sýningar, laugardaginn kl. Meira
30. október 1999 | Margmiðlun | 390 orð

Endurnýjuð bóksala

VERSLUN Á vefnum vex sífellt fiskur um hrygg og sífellt fleiri átta sig á hagræðinu sem hlýst af að gera innkaupin heima í stofu. Einna best hefur gengið að selja bækur á vefnum og hér á landi hefur verið hægt að kaupa bækur í þremur netverslunum. Sú elsta þeirra gekk í gengum mikla andlitslyftingu á dögunum. Meira
30. október 1999 | Margmiðlun | 352 orð

Endurnýjuð Bóksala

VERSLUN Á vefnum vex sífellt fiskur um hrygg og sífellt fleiri átta sig á hagræðinu sem hlýst af að gera innkaupin heima í stofu. Einna best hefur gengið að selja bækur á vefnum og hér á landi hefur verið hægt að kaupa bækur í þremur netverslunum. Sú elsta þeirra gekk í gegnum mikla andlitslyftingu á dögunum. Meira
30. október 1999 | Menningarlíf | 410 orð

"Gamla flauta, hvað viltu mér?"

ÁTJÁNDU aldar tónlist fyrir barokkflautu og fylgiraddir er á efnisskrá annarra tónleika Norðurljósa, tónlistarhátíðar Musica Antiqua í Listasafni Íslands annað kvöld kl. 20. Þar leikur Guðrún S. Birgisdóttir á barokkflautu, Elín Guðmundsdóttir á sembal og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir á gömbu. Meira
30. október 1999 | Fólk í fréttum | 818 orð

Góð myndböndSkoteldar (Hana-bi)

Skoteldar (Hana-bi) Blóði drifin harmsaga sem markast af sjónrænni fegurð og listrænni fágun. Japanski leikstjórinn Kitano nýtir möguleika kvikmyndaformsins til hins ýtrasta. Ópíumstríðið (Yapian zhanzhung) Áhugavert sögulegt drama um ópíumstríðið svokallaða milli Breta og Kínverja. Meira
30. október 1999 | Fólk í fréttum | 336 orð

Herra Rossi leitar hamingjunnar

Á ÁTTUNDA áratugnum voru framleiddar á Ítalíu teiknimyndaseríur um hinn virðulega "Herra Rossi". Hann var lítill feitur kall í rauðum fötum sem lenti í ótrúlegustu ævintýrum með hundinum sínum honum Gastone. Þættirnir nutu mikilla vinsælda um alla Evrópu en hættu í framleiðslu rétt fyrir 1980. Meira
30. október 1999 | Bókmenntir | 829 orð

Hetjuskapur og ragmennska

eftir Joseph Conrad í þýðingu Atla Magnússonar. Mál og menning 1999. 345 bls. HETJUSKAPUR og ragmennska eru andstæður sem mjög gerast ásæknar í skáldsögunni Meistari Jim eftir Joseph Conrad. Okkur er kastað inn í heim sjóferða og suðræns eyjalandslags þar sem dauðinn leynist við margt fótmálið. Meira
30. október 1999 | Fólk í fréttum | 344 orð

Hönnun og tíska unga fólksins

NEMENDUR í fataiðn í Iðnskólanum hafa veg og vanda af tískusýningum sem haldnar verða í Tjarnarbíói í dag klukkan 17 og 20. Nemendur úr öðrum deildum skólans koma einnig að sýningunni og sjá um hárgreiðslu, skreytingar á sviði og tónlist. Unnur Erla Ármannsdóttir hefur tekið þátt í að skipuleggja sýningarnar en hún er nemandi í fataiðndeildinni. Meira
30. október 1999 | Margmiðlun | 343 orð

Íslenskað Pöddulíf á DVD

ÚTBREIÐSLA DVD-tækninnar er ör og ýtir vel undir hana að sífellt fjölgar kvikmyndum sem gefnar eru út í stafrænu formi. Fyrir skemmstu kom út fyrsta DVD-myndin með íslensku tali, Disney-myndin A Bug's Life. Meira
30. október 1999 | Fólk í fréttum | 115 orð

Kanntu að meta djass?

LISTAFÉLAG Menntaskólans við Hamrahlíð heldur reglulega listakvöld í Norðurkjallara þar sem ýmsar listgreinar fá að njóta sín. Á mánudagskvöld verður boðið upp á skemmtilega blöndu af djassi og ljóðaflutningi í nafni Unglistar, listahátíðar unga fólksins, sem haldin er um alla Reykjavík þessa dagana. Meira
30. október 1999 | Skólar/Menntun | 340 orð

Kennsla erlendra tungumála fyrir unga nemendur

Í SAMVINNU Tungumálamiðstöðvarinnar í Graz (European Centre for Modern Languages) menntamálaráðuneytisins og Símenntunarstofnunar Kennaraháskóla Íslands var dagana 20.­23. október sl. haldið námskeið um kennslu erlendra tungumála fyrir unga nemendur. Auk þess lagði British Council til einn fyrirlesara. Meira
30. október 1999 | Fólk í fréttum | 1019 orð

Kveðist á í gegnum himintunglin

HVER man ekki eftir þeim Didda fiðlu, Sverri Guðjónssyni og Ragnhildi Gísladóttur syngjandi og dansandi í breska sjónvarpinu og berjandi sér á brjóst? Sitt sýndist hverjum en allir geta verið sammála um að þarna var á ferðinni frumlegt og eftirminnilegt atriði. Meira
30. október 1999 | Menningarlíf | 102 orð

Kveikt á verki í galleriÊhlemmur.is

ALBA ALBA-dúettinn kveikir á ALBA ALBA-verkinu í galleriÊhlemmur.is kl. 16 í dag, laugardag. ALBA ALBA-dúettinn skipa listamennirnir Baldur J. Baldursson og Kristinn Pálmason. Í fréttatilkynningu segir: "Árið 1927 komst Angus Somhairle Macleoid að því að hvítt væri ekki hluti af þeirri heild sem oft hafði verið haldið fram. Meira
30. október 1999 | Fólk í fréttum | 116 orð

McCartney vinnur að Bítlamynd

PAUL McCartney er um þessar mundir að vinna að kvikmynd, sem byggir á tölvutækni og ljósmyndum eiginkonu hans, Lindu McCartney, sem lést fyrir nokkru. Myndirnar tók hún af Bítlunum árið 1969, þegar þeir unnu að plötunni Let It Be í London. Þá vann Linda sem blaðakona og ljósmyndari. "Sjáðu til, hún smellti af allt að 23 sinnum til að ná einni góðri mynd. Meira
30. október 1999 | Skólar/Menntun | 448 orð

Miklar áhyggjur af kennararáðningum Mikið áhyggjuefni er hversu margir

Mikið áhyggjuefni er hversu margir grunnskólakennarar hverfa til annarra starfa en kennslu og virðast þar ráða mestu kjaramál. Meira
30. október 1999 | Skólar/Menntun | 196 orð

Munkur fræðir um grein búddatrúar

Enski búddamunkurinn, Kelsang Drubchen, heldur opin fræðslufund um Mahayana búddisma á morgun hjá Guðspekifélaginu. "Fyrirlesturinn á að veita innsýn í þessa búddísku hefð og einnig í Lamrim hugleiðsluna sem er höfuðþáttur trúarinnar," segir Drubchen. Mahayana er einkum iðkuð í Japan, Kína og Kóreu. Meira
30. október 1999 | Menningarlíf | 101 orð

Námskeið í þýðingum

FÉLAG háskólakvenna býður upp á átta vikna námskeið í þýðingum í Háskóla Íslands í Odda, stofu 202. Námskeiðið verður í tveimur áföngum og hefst fyrri hlutinn fimmtudaginn 4. nóvember, alls fjögur skipti. Þar verða kynnt hugtök og kenningar í þýðingarfræðum. Seinni hlutinn hefst í janúar á málstofu með starfandi þýðendum. Meira
30. október 1999 | Margmiðlun | 295 orð

Njósnaraerjur að hætti Mad

Kemco gaf nýlega út leikinn Spy vs Spy. Leikurinn er fyrir Game Boy Color-leikjatölvurnar og byggður á njósnurunum í Mad- teiknimyndablöðunum bandarísku. 32 BORÐ eru í Spy vs Spy-leiknum, þar á meðal fjölmörg þjálfunarborð þar sem spilandinn getur lært hvernig spila á leikinn. Meira
30. október 1999 | Fólk í fréttum | 187 orð

Popp í Reykjavík vex að vinsældum

KVIKMYNDINNI Popp í Reykjavík er nú sýndur mjög vaxandi áhugi víðs vegar í heiminum. Nýlega var gerður samningur við sjónvarpsstöðina Canal+ á Norðurlöndum, um að sýna myndina einu sinni á mánuði í eitt ár, auk þess sem hún verður sýnd á fjórum kvikmyndahátíðum á næstunni; í New York, Sao Paulo, Stokkhólmi og Tallin. Meira
30. október 1999 | Menningarlíf | 159 orð

Rafruðningur í Nýlistasafninu

TILRAUNAELDHÚSIÐ, í samvinnu við Undirtóna, kynnir raftónleika í Nýlistasafninu mánudagskvöldið 1. nóvember kl. 21. Þar munu Hilmar Jensson, gítar, Matthías MD Hemstock, trommur og Jóel Pálsson, kontrabassaklarinett, spinna rafeindir og auk þess kemur orgelkvartettinn Apparat fram. Meira
30. október 1999 | Fólk í fréttum | 596 orð

Rausn og einlægni

Tónleikar Emilíönu Torrini í Íslensku óperunni sl. fimmtudagskvöld, fyrri tónleikar hennar af tvennum sem hún hélt hér á landi til að kynna breiðskífu sína Love in the Time of Science. Seinni tónleikarnir voru í gærkvöldi. Með Emilíönu léku erlendir tónlistarmenn og einn íslenskur, Sigtryggur Baldursson. Meira
30. október 1999 | Margmiðlun | 331 orð

Ruslafata með rafheila

Á CEBIT sýningunni í Þýskalandi fyrr á árinu vakti mikla athygli örbylgjuofn frá bandaríska fyrirtækinu NCR sem var með innbyggða nettengingu, en felldur í hurð ofnsins var snertiskjár sem nota mátti til að vafra um netið, kaupa í matinn eða kíkja á fréttirnar. Nú hefur fyrirtækið bætt um betur því það kynnti á dögunum ruslafötu sem sér um að flokka ruslið sjálfkrafa og kaupa inn ef vill. Meira
30. október 1999 | Menningarlíf | 288 orð

Samningur um eflingu menningar á landsbyggðinni

BYGGÐASTOFNUN og Listaháskóli Íslands undirrituðu nýlega samning um samstarf að eflingu menningarstarfs á landsbyggðinni. Samningurinn er rammasamningur með það að markmiði að efla menningarstarf á landsbyggðinni með rannsóknum, menntun og þróunarverkefnum á sviði menningarmála. Meira
30. október 1999 | Menningarlíf | 192 orð

Skálholtskórinn á tónleikum í Fríkirkjunni

KIRKJULEG jafnt sem veraldleg tónlist er á efnisskrá tónleika Skálholtskórsins í Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun, sunnudag, kl. 20. Með kórnum koma fram Sigrún Hjálmtýsdóttir sópransöngkona, Þorkell Jóelsson hornleikari og Kári Þormar orgelleikari. Stjórnandi kórsins er Hilmar Örn Agnarsson. Kórinn er nýkominn heim úr söngferðalagi um Frakkland og Ítalíu. Meira
30. október 1999 | Fólk í fréttum | 196 orð

Skuggi yfir Arlington-götu Arlington-gata (Arlington Road)

Leikstjóri: Mark Pellington. Handrit: Ehren Kruger. Kvikmyndataka: Bobby Bikowski. Aðalhlutverk: Jeff Bridges, Tim Robbins, Hope Davis og Joan Cusack. (119 mín.) Bandaríkin. Háskólabíó, október 1999. Bönnuð innan 16 ára. Meira
30. október 1999 | Fólk í fréttum | 79 orð

Sonur Michaels Douglas handtekinn

CAMERON Douglas, sonur leikarans Michaels Douglas, var handtekinn fyrir að hafa undir höndum eitt gramm af kókaíni í New York á miðvikudaginn. Honum var sleppt gegn skuldbindingu um að mæta fyrir rétti 17. nóvember. Lögmaður Camerons, Benjamin Brafman að nafni, segir að forsendur hafi verið ónógar fyrir handtökunni. Meira
30. október 1999 | Fólk í fréttum | 368 orð

Spreyjum bæinn rauðan

ÞAÐ verður spreyjað, breikað og sungið í Þjónustumiðstöð ÍTR í Skerjafirði í dag þar sem "graffiti djamm" á vegum Unglistar fer fram. Fimmtán færustu veggjalistamennirnir munda brúsana og skreyta hús sem í daglegu tali er kallað tunnuhúsið og er við endastöð leiðar 5 í Skerjafirði. Meira
30. október 1999 | Menningarlíf | 77 orð

Stuttsýning í Galleríi Reykjavík

STUTTSÝNING Bryndísar Kondrup verður opnuð í Galleríi Reykjavík í dag, laugardag, kl. 15. Bryndís sýnir litlar myndir, unnar með olíu á striga, allar gerðar á þessu ári. Bryndís lauk námi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Meira
30. október 1999 | Menningarlíf | 69 orð

Tónleikar Samkórs Selfoss í Gerðubergi

SAMKÓR Selfoss hélt upp á 25 ára starfsafmæli sitt síðastliðið vor. Í tilefni þess hefur kórinn ákveðið að flytja dagskrá afmælistónleikanna í Gerðubergi sunnudaginn 31. október nk. kl. 15. Kórinn hefur starfað óslitið síðan haustið 1973. Á efnisskrá eru m.a. íslensk og ungversk þjóðlög, lög úr söngleikjum og lag, tileinkað Samkór Selfoss eftir Björgvin Þ. Valdimarsson. Meira
30. október 1999 | Menningarlíf | 140 orð

Tveir framhaldsstyrkir til handritsgerðar

KVIKMYNDASJÓÐUR Íslands hefur úthlutað tveimur framhaldsstyrkjum til handritsgerðar. Styrkþegarnir eru, ásamt vinnuheitum á handritum þeirra: Halldór E. Laxness, fyrir Vefarann mikla frá Kasmír og Hallgrímur Helgason, fyrir Ég á eftir að kyssa 37 stelpur áður en ég finn þá einu réttu. Þetta er þriðji og síðasti áfangi í handritaþróun og -samkeppni Kvikmyndasjóðs árið 1999. Meira
30. október 1999 | Menningarlíf | 31 orð

Upplestur og ljúflingslög í Haukshúsi

Í DÆGRADVÖL Bessastaðahrepps verður hlustað á upplestur og ljúflingslög á morgun, sunnudag, kl. 20.30. Flytjendur eru Þorsteinn frá Hamri, Laufey Sigurðardóttir, Kristyna Cortes og Björn Th. Árnason. Meira
30. október 1999 | Margmiðlun | 191 orð

Vefur Háskóla Íslands

VEFUR vikunnar á Vefskinnu mbl.is, vefur Háskóla Íslands, www.hi.is. Valdís Gunnarsdóttir, kynningarfulltrúi Háskólans, segir að Háskólinn hafi snemma komið sér upp vefsíðum, því fyrsta síðan hafi fari í loftið 1992, í árdaga vefjarins. Í mars sl. Meira
30. október 1999 | Margmiðlun | 236 orð

Windows 2000 árið 2000

NÝJUSTU fréttir frá Microsoft herma að Windows 2000 stýrikerfið, arftaki Windows NT 4.x, komi út 17. febrúar næstkomandi, en upphaflega stóð til að stýrikerfið kæmi út snemma á þessu ári. Til að ganga ekki alfarið á bak orða sinna sendir fyrirtækið hugbúnaðinn í framleiðslu fyrir áramót. Meira

Umræðan

30. október 1999 | Aðsent efni | 718 orð

Á líðandi ári aldraðra

Skattleysismörk, segir Marías Þ. Guðmundsson, hafa ekki fylgt tekjuþróun. Meira
30. október 1999 | Aðsent efni | 1078 orð

Boðflenna á kvennaráðstefnu

Það var stór stund fyrir einstæðan föður að standa þarna fyrir framan allan kvennaskarann. Jóhann Friðfinnsson segir frá ráðstefnu sem hann lenti á fyrir algjöra tilviljun. Meira
30. október 1999 | Aðsent efni | 866 orð

Eyjabakkar og ný skipulagslög

Í krafti nýju skipulags- og byggingarlaganna, segir Össur Skarphéðinsson, getur Fljótsdalshreppur stöðvað gerð Eyjabakkalóns sé vilji til þess innan sveitarfélagsins. Meira
30. október 1999 | Aðsent efni | 577 orð

Fimbul- famb

Að sjálfsögðu vilja lénsherrarnir einnig sjá um innrætingu leiguliðanna, segir Sverrir Hermannsson. Þeir ráða hvort sem er brátt öllum örlögum þeirra. Meira
30. október 1999 | Aðsent efni | 788 orð

Firring íslenskra náttúruverndarsinna Umhverfisvernd

Ef hvergi má framkvæma, leggja vegi, byggja, virkja og almennt lifa í landinu, segir Heimir Harðarson, þá verðum við að upphugsa "nýjar" lausnir í orkuöflun. Meira
30. október 1999 | Bréf til blaðsins | 262 orð

Fjárbændur og þrælahald Opið bréf til landbúnaðarráðherra, Guðna Ágústssonar

JÖRÐUM þar sem stundaður er fjárbúskapur fer fækkandi og fjölgar að sama skapi eyðibýlum og jörðum sem teknar eru undir önnur not. Viðskilnaður margra bænda við býli sín er hörmulegur, hálfhruninn húsakostur, og ónýtar gaddavírsgirðingar látnar liggja hér og þar, mönnum og skepnum til ama og hættu. Ekkert er gert til að færa landið í fyrra horf. Sem betur fer er þetta ekki algilt. Meira
30. október 1999 | Aðsent efni | 954 orð

Fleiri staðreyndir um framkvæmdasjóð fatlaðra

Vonbrigðin eru ennþá meiri nú, segir Friðrik Sigurðsson, þegar í ljós kemur að árið 2000 er ekki gert ráð fyrir því fjármagni sem þarf til að standa við áætlun nefndarinnar. Meira
30. október 1999 | Bréf til blaðsins | 330 orð

Fyrsti fundur norræns ráðs um myasthenia gravis (NRMG)

FYRSTI fundur norræns MG-ráðs (NRMG) var haldinn helgina 14.­16. maí síðastliðinn í Turku í Finnlandi, en norrænt MG-ráð var formlega stofnað 1997. Fulltrúar MG-félags Íslands á fundinum voru Ólafur Stephensen, Dröfn Jónsdóttir og Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir læknir (aðstoðarmaður), en auk þeirra sátu fulltrúar frá Finnlandi, Svíþjóð og Noregi fundinn. Meira
30. október 1999 | Bréf til blaðsins | 761 orð

Hvar eru loforðin?

ÉG ER einstæð móðir og á tvö börn. Ég er ein af þeim sem því miður geta ekki keypt eða leigt íbúð á frjálsum markaði og er því í leiguhúsnæði hjá borginni. Það hafa komið tímar sem fólki er ekki fært að greiða húsaleigu en margir búa við misgóð kjör, Meira
30. október 1999 | Aðsent efni | 884 orð

Odincova ­ búið mál, eða hvað? Launamál

Hvers vegna eru stór fyrirtæki á borð við Eimskip og Sjóvá-Almennar, spyrja Jónas Garðarsson, Birgir Hólm Björgvinsson og Borgþór S. Kjærnested, með puttana í þessari útgerðarstarfsemi? Meira
30. október 1999 | Aðsent efni | 297 orð

Röskva fagnar nýjum tölvukosti

Tölvukostur hefur verulega verið bættur í ýmsum útbyggingum Háskólans, segir Fanney Karlsdóttir, þótt víða megi enn bæta ástandið. Meira
30. október 1999 | Aðsent efni | 717 orð

Spurt um þörf þjóðar á sjálfstæðu ríki

Til þess að fá dafnað vel andlega sem fólk, segir Davíð Erlingsson, þurfum við að dafna sem þjóð. Meira
30. október 1999 | Aðsent efni | 1220 orð

Tíminn er líf og lífið býr í hjartanu

Allir þekkja að ein klukkstund getur virst vara heila eilífð, segir Guðrún Arnalds, og eins getur ein klukkustund liðið eins og örskot. Meira
30. október 1999 | Aðsent efni | 843 orð

Um veiðieftirlit og og veiðimál á vatnasvæði Ölfusár/Hvítár

Netaveiði hefur minnkað ár frá ár, segir Þorfinnur Snorrason, og er nú ekki nema 15-17% af því sem áður var. Meira
30. október 1999 | Aðsent efni | 449 orð

Vanstilltur fræðimaður

Tvískinnungurinn blasir við, segir Jakob F. Ásgeirsson. Jón hefur samúð með íslenskum sósíalistum en ekki með þeim sem hafa skömm á framferði þeirra. Það er í hnotskurn hans "vandaða" fræðimennska. Meira
30. október 1999 | Aðsent efni | 647 orð

Viljum við betri leikskóla?

Var ekki R-listinn að hrósa sér yfir því, spyrja Laufey Vilmundsdóttir og Unnur Jónsdóttir, að hafa minnkað biðlistana? Meira
30. október 1999 | Aðsent efni | 473 orð

Það er dýrt að sofa saman

Mér vitanlega, segir Pétur Guðmundsson, hafa litlar sem engar umræður verið utan dagskrár um stöðu aldraðra. Meira

Minningargreinar

30. október 1999 | Minningargreinar | 404 orð

Ármann Bjarnason

Afi er dáinn. Þegar komið er að kveðjustund langar mig að minnast afa með fáeinum orðum. Ég minnist afa fyrst sem drengur sem kom í heimsókn til afa og ömmu í Laufholt. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni að koma til afa í Laufholt. Á sunnudögum var boðið upp á kakó, pönnukökur og vöfflur með sultu og rjóma. Að sjálfsögðu. Afi sá til þess að öllum liði vel. Þjónustulundin var honum í blóð borin. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 30 orð

ÁRMANN BJARNASON

ÁRMANN BJARNASON Ármann Bjarnason fæddist í Bjarnaborg á Norðfirði 10. nóvember 1911. Hann lést í Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 11. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landakirkju 16. október. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 459 orð

Ásgeir Emilsson

Elskulegur móðurbróðir minn Ásgeir Emilsson, Geiri, er látinn. Hann hafði á undanförnum árum átt við veikindi að stríða sem voru farin að marka spor sín á hann. En kallið kom samt öllum að óvörum því hann hafði fengið ágæta skoðun í Reykjavík vikunni fyrir andlátið. Geiri var yngstur tólf systkina. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 122 orð

ÁSGEIR EMILSSON

ÁSGEIR EMILSSON Ásgeir Emilsson var fæddur á Hátúni við Seyðisfjörð 9. október 1931. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 23. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Emil Theodór Guðjónsson og Guðný Helga Guðmundsdóttir. Ásgeir var yngstur tólf systkina. Sjö þeirra eru á lífi. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 153 orð

Ingólfur Matthíasson

Elskulegur afi minn, Ingólfur Matthíasson, var góður maður. Ég gat alltaf komið til hans ef ég datt eða meiddi mig. Þá kom hann alltaf um leið. Ég man eftir öllum góðu stundunum sem ég átti með honum, eins og þegar hann var búinn að skreyta jólatréð. Þegar við krakkarnir komum til hans þá máttum við taka allt af því og skreyta það upp á nýtt. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 190 orð

Ingólfur Matthíasson

Elskulegur afi okkar, Ingólfur Símon Matthíasson, er látinn. Við ætlum að minnast nokkurra atriða um hann. Eitt skiptið vorum við fjölskyldan og afi og amma í Grímsnesi. Svo á sunnudegi fóru allir heim nema við stelpurnar. Við fengum að fara til Vestmannaeyja með afa og ömmu. Í þessari heimsókn fórum við að skoða lömbin úti í Eyjum og þau hoppuðu út um allt og léku sér. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 339 orð

INGÓLFUR MATTHÍASSON

INGÓLFUR MATTHÍASSON Ingólfur Matthíasson fæddist á Gjábakka 17. desember 1916. Hann lést 18. október síðastliðinn í Hraunbúðum í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Matthías Gíslason, f. 14. júní 1893 í Sjávargötu á Eyrabakka, fórst með Ara VE 235 14. janúar 1930, og Þórunn Júlía Sveinsdóttir, f. 13. júlí 1894 á Eyrabakka, d. 20. maí 1962. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 143 orð

Lilja Jónsdóttir

Elsku mamma það er svo sárt að kveðja þig. Það vantar svo mikið þegar þú ert ekki hjá okkur lengur. Þú kvaddir svo snögglega og við vorum ekki viðbúnar, auðvitað vildum við hafa þig lengur hjá okkur en við það varð ekki ráðið, almættið sá um það. Við hugsum til baka og rifjum upp þær gleðistundir sem við höfum átt saman þessi litla fjölskylda okkar. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 253 orð

Lilja Jónsdóttir

Í dag kveðjum við umhyggjusömustu konu sem við höfum kynnst á ævinni. Ekki mátti hún vita af einhverjum sem hún þekkti sem átti við veikindi að stríða eða átti bágt á einhvern hátt. Varð henni ekki rótt fyrr en hún var búin að heimsækja viðkomandi. Þannig var okkar ástkæra tengdamóðir Lilja Jónsdóttir, sem ávallt var tilbúin að gefa það sem hún gat af sér og sínu. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 259 orð

LILJA JÓNSDÓTTIR

LILJA JÓNSDÓTTIR Lilja Jónsdóttir fæddist á Garðstöðum í Vestmannaeyjum 14. apríl 1916. Hún lést 22. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Eyjólfsdóttir, húsfeyja, f. 9. október 1887 í Keflavík, d. 9. júlí 1923, og Jón Pálsson, ísláttarmaður, f. 24. apríl 1874 undir Eyjafjöllum, d. 10. janúar 1954. Systkini Lilju eru Halldór, f. 28. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 450 orð

Marteinn Björnsson

Þótt Marteinn heitinn væri fæddur Húnvetningur var hann ættaður úr Kjósinni í báðar ættir. Móðir hans Kristbjörg Pétursdóttir, húsfreyja í Grímstungu, var frá Miðdal í Kjós og afi hans, Eysteinn Jónsson, bóndi á Orrastöðum, var frá Hvammi í Kjós. Björn Pálsson á Löngumýri var systursonur Marteins. Björn segir frá því í ævisögu sinni að hann hafi kennt Marteini. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 459 orð

Marteinn Björnsson

Samsett hópmynd á snjáðu spjaldi birtir okkur svip liðins tíma. Myndin er frá árinu 1932 og sýnir nemendur og kennara Menntaskólans á Akureyri þennan vetur. Þótt ærnar heimildir séu fyrir því að þetta hafi verið glaðvær og á köflum ærslafullur hópur, líkt og æskufólk allra tíma, þá verður það ekki ráðið af þessum andlitum. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 339 orð

MARTEINN BJÖRNSSON

MARTEINN BJÖRNSSON Marteinn fæddist að Orrastöðum í Torfalækjarhreppi 28. febrúar 1913. Hann lést 22. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björn Eysteinsson, f. 1.1. 1848, d. 27.11. 1939, bóndi í Grímstungu í Vatnsdal, og Kristbjörg Pétursdóttir, f. 26.6. 1882, d. 18.10. 1974, húsfreyja. Marteinn átti einn albróður og níu hálfsystkini, samfeðra. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 240 orð

Nikulás Ingi Vignisson

Kæri Nikulás. Það er sárt að kveðja einn besta vin sinn á þennan hátt. Það hefur alltaf verið langt á milli okkar og langur tími á milli þess sem við hittumst. Þó var sem það breytti engu þegar við hittumst á ný. Við tengdumst órjúfanlegum böndum í gegnum mæður okkar sem eru bestu vinkonur og varst þú mér sem bróðir. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 259 orð

Nikulás Ingi Vignisson

Elsku vinur. Það er ekki hægt að segja annað en að þú hafir sett þitt mark á heiminn. Ég er mjög stolt af þér. Þú hafðir alveg sérstakar skoðanir á stjórnmálum, trúmálum og hvað væri rétt og rangt. Þú hafðir alveg sérstakt lag á því að fá mann til að brosa og jafnvel gráta af hlátri, hversu langt niðri sem maður var. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 212 orð

Nikulás Ingi Vignisson

Mig langar með fátæklegum orðum að minnast ungs vinar. Nikulás Ingi var ekki nema 21 árs þegar hann kvaddi þennan heim. Ég kynntist Nikulási vel árin 1986 og 1987 í Noregi þegar ég fluttist inn á fallega heimilið hennar Dísu mömmu hans til að passa litla bróður hans, hann Hrafn Mar, og að sjálfsögðu að vera til staðar þegar Nikulás kæmi heim úr skólanum. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 260 orð

Nikulás Ingi Vignisson

Kæri Nikulás Ingi. Ég er að reyna að átta mig á því að þú sért farinn en mun seint gera. Að ég fái aldrei að hitta þig aftur, sjá þitt yndislega bros og geislandi augu. Það var svo gaman að þér og frábært að vera nálægt þér. Þú gafst öllum svo mikið bara með því að vera til, vildir allt fyrir alla gera og hjálpa öllum. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 32 orð

NIKULÁS INGI VIGNISSON

NIKULÁS INGI VIGNISSON Nikulás Ingi Vignisson fæddist í Drammen í Noregi 6. september 1978. Hann lést í Álasundi í Noregi 10. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskapellu 22. október. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 1065 orð

NIKULÁS INGI VIGNISSON

Elsku Nikulás minn. "Þetta er það bréf sem þér mun aldrei berast. Prýða það þau orð sem þú munt aldrei sjá. Sem spinna ótal sögur sem þér verða aldrei sagðar. Í því er sú ást sem aldrei var þér tjáð. Á því finnast tár sem eitt það vildu lækna öll þín sár. Það er snert af hönd sem skellfur frá hjartans önd. Í minningu um þig. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 28 orð

ÓSKAR BENEDIKT PÉTURSSON

ÓSKAR BENEDIKT PÉTURSSON Óskar Benedikt Pétursson gullsmiður fæddist í Reykjavík 13. mars 1909. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. október síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 563 orð

Sigurlaug Guðmundsdóttir

Vinkona mín, Sigurlaug Guðmundsdóttir, var jarðsungin laugardaginn 16. þessa mánaðar 86 ára að aldri. Þetta var hófsöm og falleg athöfn og algerlega í samhengi við lífshlaup þessarar alþýðuhetju. Hún vildi ekki að blásið yrði í lúðra þótt hún kveddi þennan heim. Það var henni meira virði að þeir sem henni þótti vænt um kæmu og þess óskaði hún áður en hún dó. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 33 orð

SIGURLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR

SIGURLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR Sigurlaug Guðmundsdóttir fæddist í Skollatungu (Tungu) í Gönguskörðum í Skagafjarðarsýslu 2. ágúst 1913. Hún lést í Hveragerði 8. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn 16. október. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 467 orð

Sigvaldi J. Dagsson

Pabbi minn er dáinn, hann sem í mínum huga var eilífur, en það var víst ekki hægt. Í mínum fyrstu minningum um hann erum við tvö sitjandi á stól með sængina mína yfir okkur að horfa á sjónvarpið, sérstaklega Denna dæmalausa. Hlýr og traustur faðmur sem gott var að hjúfra sig í. Og allt sem pabba datt í hug að mig gæti langað í keypti hann og gaf mér. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 600 orð

Sigvaldi J. Dagsson

Þessi orð hafa oft komið upp í huga mér nú síðustu dagana eftir að ég frétti að Valdi bróðir hennar mömmu væri dáinn. Ég hef hugsað með mér hvort almættið hafi sett hann hér á meðal okkar til að minna okkur á eilíft gildi kærleikans því ég minnist þess ekki að hafa séð eins innilegt og hlýtt samband á milli systkina eins og hans og Munda og mömmu þótt þau hittust seint og sjaldan. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 161 orð

Sigvaldi J. Dagsson

Elsku afi. Við þökkum fyrir allt gott sem þú hefur gefið okkur í gegnum árin og erum við þá ekki að tala um leikföng, föt eða aðra hluti heldur hugsun, minningar og ástúð. Við treystum að guð sjái vel um þig og að þú hittir Jón afa og alla þá sem þér þótti vænt um. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 133 orð

SIGVALDI J. DAGSSON

SIGVALDI J. DAGSSON Sigvaldi J. Dagsson fæddist í Vonarholti í Strandasýslu 23. nóvember 1913. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 19. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðríður Valgeirsdóttir og Dagur Guðmundsson. Fyrri kona Sigvalda var Guðrún María Kristjánsdóttir. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 102 orð

Vilborg Sæmundsdóttir

Elsku amma. Ég mun sakna þín alveg rosalega mikið. Við áttum bæði góðar og vondar stundir saman. Flestar stundirnar voru góðar og nú skal ég nefna þær. Til dæmis á Mallorca var rosalega gaman, þegar ég átti afmæli og þú gafst mér hollenska landsliðsbúninginn og þegar mamma átti afmæli þá gáfum við og Sigrún henni hringinn. Það var líka mjög gaman með þér á jólunum. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 248 orð

Vilborg Sæmundsdóttir

Það koma margar minningar upp í hugann, Bogga mín, þegar litið er til baka eftir 53 ára samveru. Þó svo að ég muni ekki fystu árin. En grun hef ég um að ég hafi ekki verið gamall þegar þú tókst mig í fangið til að hugga mig eða bara til að hampa mér og gera mig óþægan. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 179 orð

Vilborg Sæmundsdóttir

Okkar kæra vinkona, Vilborg Sæmundsdóttir frá Eyrarbakka, hefur kvatt þennan heim. Örlögin höguðu því þannig að við vinkonurnar vorum staddar erlendis þegar hún dó, og fengum við fregnir af andláti hennar símleiðis. Hún Bogga, eins og hún var ávallt kölluð meðal fjölskyldu og vina, var búin að vera veik í nokkra mánuði. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 1332 orð

Vilborg Sæmundsdóttir

Til hvers er þetta alt þegar alt er svo valt? (Hannes Hafstein.) Látin er í Reykjavík Vilborg Sæmundsdóttir rétt 71 árs að aldri. Hún átti í höggi við skæðan sjúkdóm. Þetta var ekki ógnvaldurinn krabbamein, sem skelfir hvað mest, og því voru allir vongóðir um bata. Fyrstu einkenni sjúkdómsins tóku að gera vart við sig fyrir u.þ.b. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 740 orð

Vilborg Sæmundsdóttir

Eg gleðst af því ég Guðsson á hann gefa vill mér himin sinn. Eg þangað leiða þrautum frá í þreyða friðinn anda minn. (Helgi Hálfdánarson) Það er komið að kveðjustund, hún Bogga frænka hefur kvatt þessa jarðvist og þá raðast upp minningar frá liðnum árum. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 449 orð

Vilborg Sæmundsdóttir

Það er erfitt að skrifa minningargrein um manneskju sem maður reiknar með að verði alltaf til í lífi manns. Og geti sagt hvenær sem er hvað manni þyki vænt um hana, geti hitt þegar tími er til, gist hjá uppi í sumarbústað þegar tími er til. Eða næst þegar mig langaði í bíó eða leikhús, það var aldrei neitt mál. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 451 orð

Vilborg Sæmundsdóttir

Eyrarbakki síðsumars 1943. Stelpa að stelast til að hjóla. Lendir á vegg, skrámast, skemmir hjólið og skælir mikið. Frænka eiganda hjólsins kom og huggaði. Gaf örlítinn bita af tyggjói, sem læknaði bágtið. Hjólastelarinn fékk líka að fara inn í símaklefa og tala í síma í fyrsta skipti á ævinni. Ekkert æðru orð yfir skemmdu hjóli, aðeins góðlátleg ábending um að biðja um leyfi næst. Meira
30. október 1999 | Minningargreinar | 236 orð

VILBORG SÆMUNDSDÓTTIR

VILBORG SÆMUNDSDÓTTIR Vilborg Sæmundsdóttir var fædd að Neistastöðum í Flóa 11. október 1928. Hún lést á Landspítalunum 16. október 1999. Foreldrar hennar voru Þuríður Björnsdóttir frá Snotrunesi í Borgarfirði eystra, f. 21. september 1888, d. 31. október 1971, og Sæmundur Jónsson frá Skeggjastöðum í Flóa, f. 15. febrúar 1891, d. 25. desember 1964. Meira

Viðskipti

30. október 1999 | Viðskiptafréttir | 226 orð

Bréf hækka hvarvetna vegna minni vaxtaótta

GENGI hlutabréfa hækkaði um allan heim í gær þar sem fjárfestar komust á þá skoðun að bandarískir vextir þurfi ekki að hækka verulega á næstu mánuðum, þar sem verðbólgu sé haldið í skefjum. Frönsk hlutabréf hækkuðu um 3& og settu nýtt met vegna frétta um hagstæðar hagtölur í Bandaríkjunum. Í London hækkaði lokagengi um 1,7%. Meira
30. október 1999 | Viðskiptafréttir | 103 orð

Ellingsen yfirtekur rekstur Olísbúðarinnar

ELLINGSEN ehf. á Grandagarði 2 mun yfirtaka Olísbúðina í Ármúla frá og með 1. nóvember og verður Olísbúðinni þá lokað. Þessar breytingar koma í kjölfar kaupa Olís á Ellingsen fyrr á þessu ári. Í fréttatilkynningu kemur fram að Ellingsen verður rekið áfram sem sjálfstæð eining innan Olís- samstæðunnar. Meira
30. október 1999 | Viðskiptafréttir | 718 orð

Hagnaðurinn meiri en allt árið í fyrra

REKSTRARHAGNAÐUR Búnaðarbanka Íslands hf. fyrstu níu mánuði ársins 1999 var, samkvæmt óendurskoðuðu árshlutauppgjöri, 1.164 milljónir króna fyrir skatta. Þetta er meiri hagnaður en allt síðastliðið ár, en þá var hagnaður bankans fyrir skatta 876 milljónir króna. Meira
30. október 1999 | Viðskiptafréttir | 398 orð

Hagstæðara vöruverð til viðskiptavina

NTC hefur gert samning við Streng hf. og sett upp Navision Financials með NaviStore-afgreiðslukerfið í öllum verslunum NTC, Deres, Morgan, 17, Smash, Skóbúðum 17, Evu, In Wear, Centrum, Company og Gallery. Unnið er að uppsetningu nýjustu verslana NTC hf. þessa dagana í nýju Kringlunni. Hugbúnaðurinn verður kominn í fulla notkun nú um mánaðamótin í öllum verslunum og höfuðstöðvum NTC. Meira
30. október 1999 | Viðskiptafréttir | 33 orð

LEIÐRÉTT

KYNNING á listvefnaði eftir Þorbjörgu Þórðardóttur í Meistara Jakob, Skólavörðustíg 5, verður í dag, laugardag. Rangt var farið með opnunardaginn í blaðinu í gær og er beðist velvirðingar á því. Meira
30. október 1999 | Viðskiptafréttir | 106 orð

Murdoch fær minni hagnað

HAGNAÐUR News Corporation, fjölmiðlafyrirtækis Ruperts Murdoch, hefur dalað vegna slæmrar útkomu kvikmyndadeildarinnar 20th Century Fox. Rekstrartekjur á þremur mánuðum til septemberloka námu 395 milljónum dollara miðað við 407 milljónir dollara á sama tíma í fyrra. Hagnaður minnkaði í 165 milljóna dollara úr 196 milljónum dollara. Meira
30. október 1999 | Viðskiptafréttir | 110 orð

Starfsemin utan varnarsvæða í eitt félag

STJÓRN Íslenskra aðalverktaka hf. hefur ákveðið að sameina alla starfsemi utan varnarsvæða í eitt félag sem ber heitið ÍAV hf. Þau félög sem verða sameinuð eru Ármannsfell, Álftárós, Verkafl, Nesafl og Byggingafélagið Úlfarsfell. Forstjóri yfir hinu nýja sameinaða félagi verður Stefán Friðfinnsson sem jafnframt er forstjóri Íslenskra aðalverktaka hf. Meira
30. október 1999 | Viðskiptafréttir | 820 orð

Tjónaskuld tryggingarfélaga vaxið hraðar en bótagreiðslur

STANDAST gjaldfærslur og skuldfærslur í reikningsskilum tryggingafélaga prófun reglna góðrar reikningsskilavenju? Þetta er önnur tveggja rannsóknarspurninga í rannsókn sem Stefán Svavarsson, lektor í reikningshaldi við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, vinnur nú að og Stefán kynnti í fyrirlestri á opinni ráðstefnu sem haldin var í Odda í gær og er framhaldið í dag, laugardag, Meira
30. október 1999 | Viðskiptafréttir | 254 orð

Vöruskiptin í september óhagstæð um 4,6 milljarða

Í SEPTEMBERMÁNUÐI voru fluttar út vörur fyrir 11,4 milljarða króna og inn fyrir 16 milljarða. Vöruskiptin í september voru því óhagstæð um 4,6 milljarða en í september í fyrra voru þau óhagstæð um 2,9 milljarða á föstu gengi. Í frétt frá Hagstofu Íslands kemur fram að fyrstu níu mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 107 milljarða króna en inn fyrir 126,6 milljarða. Meira
30. október 1999 | Viðskiptafréttir | 473 orð

Öll afkomusvið bankans skiluðu góðri rekstrarafkomu

SAMKVÆMT óendurskoðuðu árshlutauppgjöri nam hagnaður af rekstri Íslandsbankasveitarinnar 1.173 m.kr., eftir skatta, fyrstu níu mánuði þessa árs. Á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn 901 m.kr. og allt árið 1998 var 1.415 m.kr. hagnaður af rekstrinum. Arðsemi eigin fjár var 25,4% fyrstu níu mánuði ársins. Hagnaður fyrir skatta var 1.282 m.kr. samanborið við 985 m.kr. á sama tímabili í fyrra. Meira

Daglegt líf

30. október 1999 | Neytendur | 446 orð

Andstaða við tolla á grænmeti

LANDSÞING Náttúrulækningafélags Íslands, NLFÍ, var haldið síðastliðinn laugardag á Heilsustofnun félagsins í Hveragerði. Ályktanir þingsins fela meðal annars í sér að hvetja til neyslu grænmetis og lífrænna afurða, en NLFÍ segir að tekjumissi af völdum afnáms grænmetistolla mætti bæta upp með því að leggja tolla á sykur og sykurauka í matvælum. Meira
30. október 1999 | Bílar | 382 orð

BMW X5 er fyrst og fremst lúxusbíll

YFIRSTJÓRN BMW hafði úr fjórum tillögum hönnunardeildar fyrirtækisins að velja þegar X5-jeppinn nýi var í undirbúningi, að sögn Boyke Boyer, yfirmanns hönnunardeildarinnar. Hann er ábyrgur fyrir útliti X5 eins og hann birtist mönnum í dag, en BMW kynnti blaðamönnum X5 í Atlanta í Bandaríkjunum nýverið. Meira
30. október 1999 | Neytendur | 637 orð

Greiðslumat vegna húsnæðislána dýrast

ÞJÓNUSTUGJÖLD bankanna vega orðið þungt í heildartekjum þeirra. Þau eru öðru orði nefnd þóknunargjöld sem bankar og sparisjóðir innheimta af viðskiptavinum sínum fyrir ýmsa þjónustu, en auk ábyrgðarþóknana eru stærstu útgjaldaliðir neytenda reikningsyfirlit, viðskiptayfirlit og greiðslumat vegna húsnæðislána. Meira
30. október 1999 | Bílar | 243 orð

Innsýn í framtíðina

NÝIR fjölskyldubílar og fjölbreytileg ný tækni setja svip á bílasýningunni í Tókíó sem haldin er í 33. sinn. Yfirskrift sýningarinnar er: Höfum auga með framtíðinni: Breytum ökutækjum í þágu Jarðar. Búist er við 1,5 milljón gesta á sýningunni. Meira
30. október 1999 | Bílar | 128 orð

Innsýn í framtíðina

NÝIR fjölskyldubílar og fjölbreytileg ný tækni setja svip á bílasýningunni í Tókíó sem haldin er í 33. sinn. Yfirskrift sýningarinnar er: Höfum auga með framtíðinni: Breytum ökutækjum í þágu Jarðar. Búist er við 1,5 milljón gesta á sýningunni. Sýnendur eru 287 fyrirtæki, sex ríkisstjórnar auk einna samtaka og sýningarsvæiðið er á 45.394 fermetrum. Meira
30. október 1999 | Bílar | 1175 orð

Sprett úr spori á hraðbrautum Ítalíu

NAFN Toyota ber æ oftar á góma í tengslum við akstursíþróttir af ýmsu tagi. Þeir eru orðaðir við formúlu eitt, jafnvel á næsta ári, og því hafa áhugamenn beðið með nokkurri eftirvæntingu eftir nýju útspili Toyota á sportbílamarkaðnum. Hinni nýju Celicu er ætlað að koma fram sem fulltrúa nýrra gilda í tæknihönnun sportbíla. Meira
30. október 1999 | Bílar | 194 orð

Stiklað á stóru Fyrsta kyns

Fyrsta kynslóð ­ 1971 Fyrsta Celican, lítil og snaggaraleg, varð strax vinsæl í Bandaríkjunum. Hún var smíðuð eftir hefðbundinni sportbílauppskrift með afturhjóladrifi, frískri vél og 2+2 sætum. Önnur kynslóð ­ 1978 Útlitinu var breytt nokkuð með annarri kynslóð. Meira

Fastir þættir

30. október 1999 | Í dag | 39 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 30. október, verður fimmtug Guðný Aðalgeirsdóttir, Esjuvöllum 1, Akranesi. Eiginmaður hennar, Jónas Hallgrímsson, varð fimmtugur þann 5. júlí sl. Þau taka á móti gestum í aðstöðu íþróttahússins að Jaðarsbökkum frá kl. 19­24 í dag. Meira
30. október 1999 | Í dag | 42 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 31. október, verður fimmtug Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar. Af því tilefni hafa hún og eiginmaður hennar, Jónas Tómasson, opið hús kl. 20 á afmælisdaginn í sal Frímúrara fyrir þá sem vilja samfagna þeim á þessum tímamótum. Meira
30. október 1999 | Fastir þættir | 901 orð

Afbrýðisemi hjá börnum

Systkini Spurning: Hvað er til ráða þegar barn er mjög afbrýðisamt út í systkini sitt? Svar: Flestir foreldrar kannast við það, þegar barn þeirra verður afbrýðisamt út í yngra systkini. Fyrsta barn foreldra sinna nýtur undir eðlilegum kringumstæðum óskiptrar athygli og ástar foreldra sinna. Meira
30. október 1999 | Fastir þættir | 746 orð

Af vestrænni velmegun "Bandaríkja

Í SÍÐASTA mánuði var það meðal annars í fréttum að mannkynið náði sex milljörðum. Ekki næsta nákvæmlega talið, en þó útspekúlerað samkvæmt líkönum sem meðaljón þarf ekki að kunna skil á. Svo er ekki nóg með að okkur fjölgi með ógnarhraða, hverjum haus fylgir líka sífellt umfangsmeiri búkur ef marka má aðrar mælingar og spálíkön. Meira
30. október 1999 | Fastir þættir | 699 orð

Áramót með stæl

ÞRÁTT fyrir harðvítugar deilur um það hvenær hinn raunverulegu árþúsundamót eru, fer ekki ekki á milli mála að hér á landi, rétt eins og annars staðar, verða veisluhöld í tilefni næstu áramóta glæsilegri en venja er. Þetta kom greinilega fram á blaðamannafundi, sem boðað var til á Radisson SAS Hótel Sögu nú í vikunni, til að kynna nýársfagnað í Grillinu. Meira
30. október 1999 | Fastir þættir | 77 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Brid

Þriðja umferðin í aðaltvímenningi BRE var spiluð þriðjudagskvöldið 26. október og urðu úrslit á þessa leið: Bjarni Sveinsson ­ Þorbergur Haukss.28 Árni Guðmundsson ­ Jóhann Þorsteinss.22 Birgir Jónsson ­ Magnús Ásgrímsson18 Haukur Björnsson ­ Magnús Bjarnason15 Staða efstu manna að loknum þremur umferðum er á þessa leið: Meira
30. október 1999 | Fastir þættir | 97 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild félags e

Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Glæsibæ. Fimmtudaginn 21. október, 21 par. Meðalskor 216. N/S Eysteinn Einarss. ­ Magnús Halldórss.269 Þorsteinn Sveinss. ­ Eggert Kristinss.232 Sigtryggur Ellertss. ­ Þorsteinn Laufdal231 A/V Viggó Norquist ­ Hjálmar Gíslason251 Fróði B. Pálss. Meira
30. október 1999 | Fastir þættir | 98 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélagið Muninn

Miðvikudaginn 27. október voru spilaðar 4 umferðir í þriggja kvölda barometer-tvímenningi félagsins og urðu úrslit efstu para þessi: Karl G. Karlss. ­ Gunnlaugur Sævarss.+38 Kjartan Ólason ­ Gunnar Guðbjörnss.+35 Guðjón Óskarsson ­ Eiður+30 Heildarstaða efstu para er þessi: Karl G. Meira
30. október 1999 | Fastir þættir | 145 orð

Ebolaveiran rakin til nagdýra

UMTALSVERÐUR árangur hefur náðst í baráttunni við einn alvarlegasta sjúkdóm sem hrjáir mannkynið, Ebólaveikina, að því er franskir vísindamenn greina frá. Hafa þeir komist að því, að hingað til hefur orsaka veikinnar verið leitað á röngum stað. Meira
30. október 1999 | Fastir þættir | 141 orð

Ebolaveiran rakin til nagdýra

UMTALSVERÐUR árangur hefur náðst í baráttunni við einn alvarlegasta sjúkdóm sem hrjáir mannkynið, Ebólaveikina, að því er franskir vísindamenn greina frá. Hafa þeir komist að því, að hingað til hefur orsaka veikinnar verið leitað á röngum stað. Meira
30. október 1999 | Í dag | 504 orð

FRÉTTAFLUTNINGUR af "Rússagullinu" svokallaða hefur rifjað upp í huga Víkverja ýmsar minni

FRÉTTAFLUTNINGUR af "Rússagullinu" svokallaða hefur rifjað upp í huga Víkverja ýmsar minningar, bæði ljúfar og sárar. Þegar Víkverji var að alast upp vestur í bæ á sjötta og sjöunda áratugunum var "kalda stríðið" í algleymingi og miklar sviptingar í pólitíkinni. Þá var ekkert sjónvarp, en dagblöðin fluttu mönnum fréttir af atburðum á líðandi stund. Meira
30. október 1999 | Fastir þættir | 759 orð

Góður árangur á heimsmeistaramótinu

24.10.­6.11. 1999 SEX ungir og efnilegir íslenskir skákmenn tefla nú á heimsmeistaramóti barna og unglinga 18 ára og yngri á Spáni. Fimmta umferð var tefld á fimmtudagskvöld og hafa þeir Davíð Kjartansson og Dagur Arngrímsson hlotið flesta vinninga Íslendinganna, eða þrjá. Meira
30. október 1999 | Í dag | 847 orð

Guðfræðinemar taka þátt í messu í Hafnarfjarðarkirkju

Á MORGUN, sunnudag, munu guðfræðinemar við Háskóla Íslands sækja Hafnarfjörð heim og minnast þar siðbreytingar Lúters. Hún er talin hafa hafist 31. október 1517 með því að Marteinn Lúter negldi skjal á hurð hallarkirkjunnar í Wittenberg, sem fól í sér 95 athugasemdir við háttsemi kirkju þess tíma. Guðfræðinemar taka þátt í messu í Hafnarfjarðarkirkju sem hefst kl. 1 4. Dr. Meira
30. október 1999 | Fastir þættir | 1912 orð

Guðspjall dagsins: Hve oft á að fyrirgefa?

Guðspjall dagsins: Hve oft á að fyrirgefa? (Matt. 18.) Meira
30. október 1999 | Fastir þættir | 246 orð

Hjartaaðgerð án uppskurðar

HJARTAAÐGERÐ hefur í fyrsta sinn verið framkvæmd án þess að skera sjúklinginn upp og án þess að stöðva hjartað. Við aðgerðina var notað vélmenni. Aðgerðin var gerð á Háskólasjúkrahúsinu í London í Kanada fyrir um skömmu. Meira
30. október 1999 | Fastir þættir | 819 orð

Hugað að silungi

Nú er stangaveiðivertíðin á enda og þar með má reikna með því að um land allt séu frystikistur að springa af laxi og silungi. Þótt lax sé talinn hið mesta hnossgæti virðast fleiri vera á því að silungur sé betri matfiskur og þá einkum bleikja. Og alveg sérstaklega sjóbleikja. Meira
30. október 1999 | Dagbók | 529 orð

Í dag er laugardagur 30. október, 303. dagur ársins 1999. Orð dagsins:

Í dag er laugardagur 30. október, 303. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Drottinn er ljós mitt og fulltingi, hvern ætti ég að óttast? Drottinn er vígi lífs míns, hvern ætti ég að hræðast. (Sálm. 27,1.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Torben kom og fór í gær. Örn fór í gær. Meira
30. október 1999 | Fastir þættir | 744 orð

Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1029. þáttur

Með þessa mögnuðu hringhendu kom kona að Leirá í Borgarfirði að hitta Jón Thoroddsen sem þar var sýslumaður 1861­ 1868. Kvað hún vísuna vera orta um sig og væri henni fullkunnur höfundurinn. Ætti hún það erindi til sýslumanns og kæra höfundinn til sektar fyrir níðyrði og það því fremur sem níðið væri í bundnu máli. Jón Thoroddsen fékk orð fyrir að vera meira skáld en sýslumaður. Meira
30. október 1999 | Fastir þættir | 170 orð

Lítill munur á hjálpartólum

HVAÐA hjálpartól virka best til að auðvelda fólki að hætta að reykja, nikótíntyggjó, nikótínplástur, nýr nefúði eða stútur sem á að fá fólk til að líkja eftir hreyfingum munns og handa þegar maður reykir? Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á 504 reykingamönnum er lítill munur á því hversu gagnlegar þessar nikótínvörur eru. Meira
30. október 1999 | Fastir þættir | 158 orð

Lítill munur á hjálpartólum

HVAÐA hjálpartól virka best til að auðvelda fólki að hætta að reykja, nikótíntyggjó, nikótínplástur, nýr nefúði eða stútur sem á að fá fólk til að líkja eftir hreyfingum munns og handa þegar maður reykir? Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á 504 Meira
30. október 1999 | Fastir þættir | 389 orð

Læknar fáorðir um óhefðbundnar lækningar

ÞÓTT sífellt fleiri leiti óhefðbundinna leiða til að fá meðferð við sjúkdómum er slíkt yfirleitt gert í litlu eða engu samráði við lækni, jafnvel þótt veikindin séu alvarleg, að því er fram kemur í nýlegri skýrslu. Þar eð sumar óhefðbundnar lækningaaðferðir hafa skaðleg áhrif og eru dýrar, að sögn dr. Meira
30. október 1999 | Í dag | 40 orð

MORGUNBÆNIN

Nóttin hefur níðzt á mér, nú eru augun þrútin, snemma því á fætur fer og flýti mér í kútinn. Við það augun verða hörð, við það batnar manni strax. Það er betra en bænagjörð brennivín að morgni dags. Páll Ólafsson. Meira
30. október 1999 | Fastir þættir | 283 orð

Músaafbrigði ónæmt fyrir krabbameini

VÍSINDAMENN við Memorial Sloan-Kettering krabbameinsmiðstöðina í Bandaríkjunum hafa ræktað músaafbrigði sem er án arfbera, sem nauðsynlegir eru fyrir æxlisvöxt. Þessar mýs eru því ónæmar fyrir mörgum gerðum krabbameins. Þeir arfberar, sem um ræðir, eru meðal þeirra fyrstu sem vísindamenn hafa uppgötvað að eiga þátt í myndun æða, sem æxli þurfa á að halda til að geta nærst og vaxið. Meira
30. október 1999 | Í dag | 431 orð

Þakkir vegna greinar

ÉG vil koma á framfæri þökkum vegna greinar Ingibjargar Drafnar Ármannsdóttur, sem birtist í Morgunblaðinu 28. október sl. undir heitinu "Okkur er úthýst". Greinin er mjög þörf og holl aflestrar og ekki síst ráðamönnum þjóðarinnar. Meira
30. október 1999 | Dagbók | 3777 orð

(fyrirsögn vantar)

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Meira
30. október 1999 | Fastir þættir | 67 orð

(fyrirsögn vantar)

AKUREYRARMÓT í tvímenningi stendur nú yfir með barometer-fyrirkomulagi. Að loknum tveimur kvöldum af þremur er staða efstu para þessi: Kristján Guðjónsson - Reynir Helgason 78 Sveinn T. Pálsson - Jónas Róbertsson 55 Pétur Guðjónsson - Stefán Ragnarsson 54 Stefán Vilhjálmsson - Guðm. V. Gunnlaugsson 29 Páll Pálsson - Þórarinn B. Meira
30. október 1999 | Fastir þættir | 34 orð

(fyrirsögn vantar)

Lækningar Töldu að óhefðbundnar lækningar gætu verið til góðs. Hjarta Sársaukaminna fyrir sjúklinginn, ódýrara fyrir heilbrigðiskerfið. Reykingar Lítill munur reyndist á því hversu gagnlegar nikótínvörurnar reyndust. Krabbamein Meira
30. október 1999 | Fastir þættir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Vetrarstarfið hófst mánudaginn 25. október og að venju var aðalfundur fyrst á dagskrá. Skemmst er frá því að segja að honum var hespað af, öll stjórnin endurkjörin og reikningar samþykktir með lófataki. Þá var tekið til við að spila tvímenning á sex borðum. Úrslit urðu sem hér segir: Jóhann og Eyjólfur132 Lárus ­ Sveinbjörn129 Þorsteinn og Jón Þ. Meira

Íþróttir

30. október 1999 | Íþróttir | 516 orð

Allt annað Eyja-lið

EYJAMENN hristu loksins af sér slenið er þeir tóku á móti ÍR-ingum í gærkvöldi sem leikið hafa vel upp á síðkastið. Lið ÍBV tók öll völd á vellinum í upphafi og gaf ekki hót eftir þar til yfir lauk og var með níu marka forskot er yfir lauk, 26:17, staðan í hálfleik var 15:9. Var allt annað að sjá til liðs heimamanna nú en fyrir viku er það tók á móti KA og fékk ekki rönd við reist. Meira
30. október 1999 | Íþróttir | 258 orð

Birgir Leifur komst áfram á Spáni

BIRGIR Leifur Hafþórsson, atvinnumaður í golfi frá Akranesi, hefur tryggt sér þátttökurétt á lokaúrtökumóti fyrir aðalmótaröð Evrópu á næsta tímabili, en það verður haldið hinn 17. til 22. nóvember. Meira
30. október 1999 | Íþróttir | 121 orð

Bologna skoðar Brynjar Björn

ÍTALSKA knattspyrnuliðið Bologna og hollenska liðið Vitesse Arnhem eru sögð hafa sýnt Brynjari Birni Gunnarssyni, leikmanni sænska úrvalsdeildarliðsins Örgryte, áhuga, að því er kemur fram á heimasíðu sænska liðsins. Meira
30. október 1999 | Íþróttir | 379 orð

DENNIS Bergkamp segir það ve

DENNIS Bergkamp segir það vera mestu vonbrigði ferils síns til þessa að Arsenal skuli ekki hafa tekist að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar að þessu sinni. ÞAÐ hefur einnig í för með sér verulegan tekjumissi fyrir Arsenal að félagið náði ekki lengra í keppninni. Meira
30. október 1999 | Íþróttir | 51 orð

Eggert og Guðjón í viðræðum

EGGERT Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, og Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari, hittust á ný á fundi í gær og ræddu landsliðsþjálfaramálin. "Fundurinn var gagnlegur. Við munum hittast aftur um helgina og ræða málin frekar," sagði Eggert við Morgunblaðið í gærkvöldi. Samningur Guðjóns við KSÍ rennur út á morgun. Meira
30. október 1999 | Íþróttir | 886 orð

Eyjamenn vongóðir um að Birki snúist hugur

EYJAMENN eru í viðræðum við tvo leikmenn, sem léku með knattspyrnuliði félagsins í sumar, landsliðsmarkvörðinn Birki Kristinsson og Goran Aleksic, um að þeir leiki áfram með liðinu, en margir leikmenn þess hafa róið á önnur mið og íhuga forráðamenn félagsins nú hvað er til ráða til að komast hjá því að brotthvarf lykilmanna veiki liðið of mikið. Meira
30. október 1999 | Íþróttir | 229 orð

Fram-liðið grátt leikið

Valsstúlkur áttu ekki í minnstu vandræðum með Fram að Hlíðarenda í gærkvöldi og sigruðu 30:17 því ekki stóð steinn yfir steini í leik gestanna úr Safamýrinni. "Það gekk ekkert upp, hvorki í vörn né sókn enda ekkert að gerast innan liðsins, það er engin barátta og andleysi svo að eitthvað verður að gera, það kemur ekki annað til greina," sagði Hafdís Guðjónsdóttir úr Fram eftir leikinn. Meira
30. október 1999 | Íþróttir | 87 orð

Hlutafélag í Grindavík

FYRIR dyrum stendur að stofna hlutafélag um rekstur knattspyrnudeildarinnar í Grindavík. Hefur verið kjörin sjö manna nefnd til þess að vinna að málinu, en hana skipa; Björgvin Gunnarsson, Eiríkur Tómasson, Pétur Pálsson, Bjarni Andrésson, Jónas Þórhallsson, Ragnar Ragnarsson og Guðmundur Pálsson. Meira
30. október 1999 | Íþróttir | 146 orð

Jens Martin kominn við þriðja mann

BÚIST er við að færeyski markvörðurinn Jens Martin Knudsen skrifi undir samning við Leiftur frá Ólafsfirði í dag um að hann taki við þjálfun liðsins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er fyrirhugaður samningur til tveggja ára. Jafnframt er stefnt að því að Einar Einarsson verði aðstoðarþjálfari liðsins. Jens Martin kom til landsins í gær. Meira
30. október 1999 | Íþróttir | 478 orð

KA átti ekki svar

LEIKMENN Stjörnunnar mættu afar grimmir til leiks í KA- heimilinu í gær, staðráðnir í því að rífa sig upp eftir afleita byrjun og með óhemju sterkri vörn, góðri markvörslu og snilldartöktum Konráðs Olavsonar í sókninni tókst þeim að leggja KA-menn fyrir norðan, 27:25. Meira
30. október 1999 | Íþróttir | 228 orð

KFÍ brást allur kjarkur

Slæmur lokakafli varð KFÍ að falli er liðið mætti Tindastóli frá Sauðárkróki á Ísafirði í gærkvöld. Sauðkrækingar höfðu tögl og hagldir lengst af í leiknum en KFÍ tókst að jafna skömmu fyrir leikslok. En þá tóku gestirnir öll völd á vellinum og skoruðu 13 stig í röð og tryggðu sér sigur: 73:58. Meira
30. október 1999 | Íþróttir | 153 orð

Sheff. Wed. fylgist með Eiði Smára

GERT er ráð fyrir að Sheffield Wednesday geri tilboð í Eið Smára Guðjohnsen, leikmann Bolton, um leið og Andy Booth verði seldur til Leicester. Búist er við að Booth gangi til liðs við Leicester á næstu dögum en félagið hefur boðist til þess að greiða um 320 milljónir ísl. króna fyrir hann. Booth hefur hins vegar ekki enn tekið ákvörðun um hvort hann vilji fara frá Sheffield Wednesday. Meira
30. október 1999 | Íþróttir | 118 orð

Sveit GR í fjórtánda sæti á Ítalíu

SVEIT Golfklúbbs Reykjavíkur fór úr tólfta sæti í það fjórtánda á þriðja og næstsíðasta keppnisdegi á Evrópumóti golfklúbba á Parco de Medici-vellinum í Rómarborg í gær. Þorsteinn Hallgrímsson lék á 77 höggum, Hjalti Pálmason á 79 og Örn Sölvi Halldórsson á 81. Höggafjöldi hans gildir ekki. Sveitin er á 451 höggi samanlagt fyrir síðasta hringinn, sem leikinn verður í dag. Meira
30. október 1999 | Íþróttir | 318 orð

VIGGÓ Sigurðsson, fyrrverandi handknat

VIGGÓ Sigurðsson, fyrrverandi handknattleiksþjálfari hjá Wuppertal, hafnaði í gær tilboði frá 1. deildarliðinu Willst¨att, sem Gústaf Bjarnason og Magnús Sigurðsson leika með. Meira

Úr verinu

30. október 1999 | Úr verinu | 345 orð

"Fiskeldi hérlendis á mörg sóknarfæri"

VERÐMÆTI fiskeldisafurða hérlendis er um 1 milljarður króna á ári og betur horfir í greininni en oft áður. Þetta kom fram í ávarpi Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra, við setningu ráðstefnu um framtíðarsýn og stefnumótun í íslensku fiskeldi sem hófst í dag. Meira
30. október 1999 | Úr verinu | 512 orð

Mikil seiðagengd á grunnslóðinni fyrir Norðurlandi

Mikil seiðagengd á grunnslóðinni fyrir Norðurlandi Þorskurinn víða fullur af seiðum Mikil seiðagengd er fyrir Norðurlandi. Þannig er höfnin í Grímsey full af seiðum og upp úr þorski veiddum á grunnslóð koma þorsk-, ýsu- og ufsaseiði. Óli H. Meira
30. október 1999 | Úr verinu | 168 orð

Nýtt skip HB hf. sjósett í Chile

NÝTT skip Haraldar Böðvarssonar hf. var sjósett í Asmar-skipasmíðastöðinni í Chile nú í vikunni. Við sjósetningu var skipinu gefið nafn og heitir það Ingunn AK 150 eftir Ingunni Sveinsdóttur, eiginkonu Haraldar Böðvarssonar, eins stofnenda fyrirtækisins. Það var Jóhanna Hallsdóttir, eiginkona Sturlaugs Sturlaugssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra HB, sem gaf skipinu nafn. Meira

Lesbók

30. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 972 orð

"ALLT Á SÉR UPPHAF ­ OG ALLT Á SÉR LÍKA ENDI

PETER Brøste er eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins P. Brøste A/S, sem afi hans stofnaði í Kaupmannahöfn árið 1915. Fyrirtækið, sem selur ýmis hráefni til iðnaðarframleiðslu, hefur um árabil verið í viðskiptum Meira
30. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 79 orð

Bjartsýnisverðlaun Brøstes 1981-1999

1981: Garðar Cortes óperusöngvari. 1982: Bragi Ásgeirsson listmálari. 1983: Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri. 1984: Helgi Tómasson ballettmeistari. 1985: Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleikstjóri. 1986: Kjartan Ragnarsson leikritahöfundur. 1987: Guðmundur Emilsson hljómsveitarstjóri. 1988: Einar Már Guðmundsson rithöfundur. Meira
30. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 196 orð

Forsíðumyndin

FORSÍÐUMYNDIN Portret eftir Van Dyck af Maríu Louisu de Tassys. Málverkið er frá um 1629, olía á léreft, og er á safni prinsins af Lichtenstein í Vaduskastala. Myndin er birt í tilefni umfjöllunar Braga Ásgeirssonar um Van Dyck. Jóhannes úr Kötlum Þess er minnst nú að eftir fimm daga eru liðin 100 ár frá fæðingu Jóhannesar skálds úr Kötlum. Meira
30. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 65 orð

FYRIRTÍÐASPENNA

Þú ert alveg hætt að hlæja og bros þitt birtist í grettu. Höfuðið, fullt af stingandi sársauka, tilfinningar tjóðraðar saman, líkaminn löðrandi í svita. Skelfingu lostin, starirðu á andlitin, með undrandi augnaráðinu. Óttinn heltekur hugann, líkamann og sál. Í örvæntingu þinni reynirðu að kæfa vondu vættirnar. Meira
30. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1189 orð

GUNNARSHÓLMI JÓNASAR TORFA H. TULINIUS

Kvæðið er hvatning til þjóðarinnar um að rísa nú upp úr öskustónni eins og kolbítarnir forðum, hlúa að landinu svo það verði aftur fagurt sem fyrr og tileinka sér dyggðir forfeðranna. Ef það væri einvörðungu áróðursljóð sem höfðaði aðeins til loftkenndrar þjóðernishyggju, væri það þó ekki jafn áhrifaríkt og það er í raun. Meira
30. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 119 orð

HÁTÍÐARDAGSKRÁ MEÐ FYRRI VERÐLAUNAHÖFUM

BJARTSÝNISVERÐLAUN Brøstes verða afhent í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, í dag kl. 15. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og verndari verðlaunanna, afhendir verðlaunin, 50 þúsund danskar krónur eða sem svarar um 550 þúsundum íslenskra króna. Ekki verður gert uppskátt um nafn verðlaunahafans fyrr en við afhendinguna í dag. Meira
30. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2777 orð

HÉRNA MEGIN VIÐ HELLUR

Á stað, sem þannig er skírskotað til, má, hvað sem öðru líður, fullyrða að er -(-um) við sjálf sem hér eigumst við í orði og hugsun. Í því sem okkur fer á milli er þessi staður sjónarstaður. Hann er með í því, sagður eða sjálfsagður sem sá skírskotunarvettvangur sem gerir boðskiptin milli okkar þarfleg / nauðsynleg / gerleg o. s. frv. Meira
30. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2208 orð

HUGSJÓNASKÁLD OG LOFGERÐASMIÐUR

Fjórða nóvember eru hundrað ár liðin frá fæðingu Jóhannesar úr Kötlum. Af því tilefni skrifar SKAFTI Þ. HALLDÓRSSON um ljóðagerð Jóhannesar og kemst að þeirri niðurstöðu að trú á landið og félagslegar framfarir hafi löngum verið byltingarmanninum ofarlega í huga. Meira
30. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1947 orð

Í LANDI LJÓSS OG LITA

Ásgrímur Jónsson dvaldist í Hornafirði um mánaðartíma sumarið 1912 og segir landslagið þar hafa átt fjarska vel við sig. Óvíða á landinu er birtan jafn sterkur og fjölbreytilegur þáttur í umhverfinu og þar vegna nálægðar jökulsins og endurkasts birtunnar í vatninu. Í Listasafni Íslands er nú opnuð sýning á Skaftfellskum myndum Ásgríms og er hér fjallað um hann af því tilefni. Meira
30. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 844 orð

Í ójöfnum leik við náttúruna

UM ÞESSAR mundir eru þrjátíu ár frá stofnun Landverndar, sem eru samtök félaga sem vinna að náttúruvernd og landgræðslu. Landvernd hefur stuðlað að mörgum gagnlegum málum og stutt margvísleg verkefni á vegum félaga og einstaklinga eftir því sem efni og ástæður hafa leyft hverju sinni. Meira
30. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 842 orð

ÍSLANDSBÆRINN VIÐ HRAFNAGIL LJÓSMYNDIR OG TEXTI: GÍSLI SIGURÐSSON

Þegar ekið er að vestanverðu inn í Eyjafjarðarsveit taka vegfarendur eftir fallegum blóma- og veitingaskála skammt frá Hrafnagili; hann heitir Vín og minnir að sumu leyti á annan þekktan áningarstað, Eden í Hveragerði. Meira
30. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

JURTALÍF SMÁSAGA EFTIR HÉÐIN UNNSTEINSSON

KLUKKAN var rétt hálftíu er flautað var fyrir utan kjallaraíbúð mína þennan vota laugardagsmorgunn seint í ágúst. Hundadagar voru rétt að enda. Hún var mætt. Ég hafði kynnst henni fyrir þremur árum, við vorum þremenningar og höfðum á þessum árum ræktað ættartengslin reglulega. Við hittum gamlan frænda okkar einu sinni í mánuði á krá í bænum og buðum honum í mat. Meira
30. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 163 orð

KASSI Á NORÐURVEGG

Í Suðurlöndum er sólin heit og svíður með geislum hús og reit, og illfært er úti að ganga. Með viðbúnaði verjast þarf, að vinnandi sé nokkurt starf fyrir sjóðheitri sól á vanga. Ég uni mér best við árferðið eins og það er að gömlum sið: úrkoma, stormar stríðir. Meira
30. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 175 orð

Kynntu verk sín og töluðu

TVEIR íslenskir hönnuðir, þeir Hjalti Karlsson og Ólafur Þórðarson voru meðal þátttakenda á sýningu sem samtök iðnhönnuða, The Municipal Art Society, í New York gengust nýverið fyrir í Chelsea-hverfi. Sýning þessi stóð yfir eina helgi og var liður í árlegum hönnunardögum í borginni og var skipulögð af yfirmanni iðnhönnunar- og byggingarlistadeildar Nútímalistasafnsins, MoMa, Paolu Antonelli. Meira
30. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1234 orð

Kötlugos og grafík í fortíð og nútíð

Á Kjarvalsstöðum voru í gær opnaðar tvær sýningar, Grafík í mynd og Katla Rögnu Róbertsdóttur. ANNA SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR ræddi við nokkra listamenn sem að sýningunum koma og skoðaði verk listamanna á borð við Rembrandt og Goya. Meira
30. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1944 orð

MÁLARI BRÚNU TÓNANNA EFTIR BRAGA ÁSGEIRSSON

Sumarið 1977 var ég daglangt gestur í Antwerpen, markmiðið var að skoða stórsýningu verka málarans Peter Paul Rubens (1577­1640). Tilefnið var auðvitað að 400 ár voru þá liðin frá fæðingu þessa höfuðmeistara flæmska barrokksins. Meira
30. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 660 orð

MENNING/ LISTIR

MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
30. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 497 orð

Menn og málleysingjar

SIGURÐUR Magnússon og Jón Baldur Hlíðberg listmálarar opna málverkasýningar í Hafnarborg í dag, laugardaginn 30. október. Sigurður sýnir u.þ.b. 20 olíumálverk sem öll eru máluð á sl. tveimur árum. Sýninguna kallar Sigurður "Fleiri þankastrik" og vísar til framhalds á fyrstu einkasýningu sinni hér á Íslandi í Ásmundarsal 1997. Meira
30. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2227 orð

MILLI STEINS OG SLEGGJU

MILLI STEINS OG SLEGGJU Hér birtist í fyrsta sinn á prenti samtal Matthíasar Johannessen við Jóhannesar úr Kötlum sem Sjónvarpið sýndi árið 1969. Víða er komið við í samtalinu. Rætt um skáldskap Jóhannesar, tíðarandann og framtíðina sem Jóhannes segist ekki bjartsýnn á. Meira
30. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 133 orð

STEFNULAUST

Ég geng eftir rykugri götunni, stefnulaust, eitthvað út í bláinn. Hvert ferðinni er heitið? Veit það ekki, vonin um takmark dáin, það, sem heldur mér uppi, án þess að guggna, er geðríkur meðfæddur þráinn! Staddur í völundarhúsi, veit ekki hvar, verð á, að líta út um skjáinn, það er ekkert að sjá, og óráðin gáta, hvort endamörk eru náin, Meira
30. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 488 orð

UM SIÐBREYTINGUNA SIGLAUG BRYNLEIFSSON

MEGINHLUTINN af íslenskum bókum er gefinn út síðla árs. Bókaflóðið hefst seint í október og því nær sem líður jólum eykst magnið. Aðalkauptíðin hefst síðan skömmu fyrir jól. Umsagnir um allt þetta bókamagn fyllir blöðin einkum síðari hluta vertíðarinnar. Ritdómarar fara í gegnum staflana, sem þeim er gert að skrifa um og verða að hafa snör handtök. Meira
30. október 1999 | Menningarblað/Lesbók | 116 orð

ÖRLÖG

Við munum öll gleymast: við sem eltum sílin í bæjarlæknum páruðum nafn okkar í snjófölið á ísnum hlógum og grétum á víxl ­ öll munum við gleymast. Líf okkar er sviptónn í ófullgerðri hljómkviðu: fýkur brátt sem neisti veg allrar veraldar ­ eftir liggur aska. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.