Greinar sunnudaginn 14. nóvember 1999

Forsíða

14. nóvember 1999 | Forsíða | 118 orð

Fílar skelfa Kínverja

VILLTIR fílar, sem eru orðnir sjaldgæfir í Kína, hafa valdið mikilli skelfingu meðal íbúa landbúnaðarþorpa í Yunnan-héraði í suðurhluta landsins. Meira
14. nóvember 1999 | Forsíða | 112 orð

Vann 90 milljónir fyrir mistök

LÍTIÐ kaupfélag í Randaberg í Noregi, nálægt Stafangri, hefur unnið 9,7 milljónir norskra króna, um 90 milljónir íslenskra, í lottói vegna þess að einn af starfsmönnum þess kunni ekki á lottótölvuna. Meira
14. nóvember 1999 | Forsíða | 230 orð | 1 mynd

Vitað að 320 fórust og margra enn saknað

BJÖRGUNARSVEITIR héldu í gær áfram leit að fólki er grófst undir rústum húsa sem hrundu í jarðskjálftanum í norðvesturhluta Tyrklands á föstudag. Meira
14. nóvember 1999 | Forsíða | 193 orð

Yfirvöld eru engu nær um orsök flugslyssins

UPPLÝSINGAR úr flugrita farþegaþotu EgyptAir, sem fórst undan strönd Bandaríkjanna 31. október, hafa leitt í ljós að slökkt var á báðum hreyflum þotunnar skömmu eftir að viðvörunarhljóð heyrðist í stjórnklefanum eftir að þotan hafði tekið mikla dýfu. Meira

Fréttir

14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 106 orð

Aðstandendafræðsla á deild A-2

FRÆÐSLA fyrir aðstandendur sjúklinga sem legið hafa á geðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, deild A-2, verður haldin í nóvember. Fræðslukvöldin verða eftirfarandi þriðjudags- og miðvikudagskvöld kl. 20-22 og hefjast 16. nóvember 1999 í B-álmu á A-2. Meira
14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 188 orð

American Style kaupir Aktu-taktu

VEITINGASTAÐURINN American Style hefur tekið við rekstri Aktu-taktu-staðanna við Sæbraut og Sogaveg og verða fyrirtækin sameinuð um næstu áramót. Staðirnir verða þó áfram reknir undir sömu nöfnum. Meira
14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 134 orð

Ber saman söguna og kenningar

ÞRIÐJUDAGINN 16. nóvember nk. flytur Halldór Bjarnason, doktorsnemi í Glasgow í Skotlandi, fyrirlestur sem hann nefnir: "Hagsaga - verslunarsaga - heimssaga: Samanburður söguþróunar og beiting kenninga. Meira
14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 69 orð

Bókaflóðið að skella á

JÓLABÆKURNAR eru að koma í verslanir hver á fætur annarri. Endanleg tala liggur ekki fyrir en búist er við að fjöldi titla verði svipaður og í fyrra. Bókaútgáfan í ár hefur verið með líflegasta móti. Er talið líklegt að útgefnir bókatitlar verði um... Meira
14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 1594 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 14.-20. nóvember. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni: http://www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html Miðvikudaginn 17. Meira
14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 134 orð

Farnir að fella jólatré

STARFSMENN Skógræktarfélags Eyfirðinga eru farnir að höggva jólatré fyrir jólasöluna í næsta mánuði. Í fyrradag voru þeir að höggva stafafuru á svæði félagins á Laugalandi á Þelamörk. Alls voru felld um 100 tré, eins til tveggja metra há. Meira
14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 184 orð

Flókin lagnaverk og til fyrirmyndar

HEILBRIGÐISRÁÐHERRA, Ingibjörg Pálmadóttir, afhenti á föstudag Lyfjaverksmiðjunni Delta hf. viðurkenningu Lagnafélags Íslands, "Lofsvert lagnaverk 1998". Meira
14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 83 orð

Flugþing í næstu viku

REKSTRARFORM íslenska flugsamgöngukerfisins verður tekið til umræðu á Flugþingi '99 sem haldið verður í Reykjavík næstkomandi miðvikudag. Þar flytja tíu innlendir og erlendir fyrirlesarar erindi um ýmsar hliðar flugsamgangna og fyrirkomulag á rekstri þeirra. Meira
14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 60 orð

Færeyskar stundir í Gullsmára

FÆREYSK síðdegi verða í félagsheimilinu Gullsmára í Kópavogi næsta þriðjudag og miðvikudag frá klukkan 16-19 báða dagana. Dagskráin er í samvinnu við Færeyingafélagið og Færeyska sjómannaheimilið. Ýmislegt þjóðlegt efni verður á dagrskrá. Meira
14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 222 orð

Heiðursmót Taflfélags Hreyfils

HINN 17. nóv. nk. fitjar Taflfélag Hreyfils upp á nýjung í vetrarstarfi sínu. Þá verður efnt til tveggja kvölda skákmóts, Heiðursmóts Hreyfils, sem verða á árlegur viðburður í starfi félagsins. Meira
14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 142 orð

Heimasíða um stóriðju á Austurlandi

SAMSTARFSNEFND um staðarvalsathuganir iðnaðarsvæða á Reyðarfirði, STAR, hefur opnað heimasíðuna Stóriðja á Austurlandi á vefnum. Veffangið er www.star. Meira
14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 427 orð

Hugsanlega vísir að frekara námskeiðahaldi

FIMM flugumferðarstjórar frá Eystrasaltsríkjunum, Eistlandi, Lettlandi og Litháen, luku á fimmtudag námskeiði sem þeir hafa sótt um nær tveggja vikna skeið á vegum Flugmálastjórnar Íslands. Meira
14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 191 orð

Hvað er að gerast og hvenær

NÝLEGA var hleypt af stokkunum nýrri vefslóð www.whatsonwhen.com fyrir þá ferðalanga sem vilja fylgjast með uppákomum eins og listviðburðum, íþróttaleikjum, sýningum af ýmsu tagi og uppákomum eins og vínsmökkun og antíkmörkuðum víða um heim. Meira
14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 1411 orð

Íslensk tónlist í heila öld

m þessar mundir er verið undirbúa tónlistarhátíð Tónskáldafélags Íslands sem haldin verður á næsta ári í tengslum við Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000. Meira
14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 35 orð

Jólakort Svalanna komið út

JÓLAKORT Svalanna er komið út. Í ár er 26. starfsár Svalanna en félagið er líknarfélags sem í eru fyrrverandi og núverandi flugfreyjur. Kortið í ár er hjannað af Þuríði Sigurðardóttur, myndlistarnema og Svölu, eins og í fyrra. Meira
14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 129 orð

Jólaverslunin komin af stað

UNDIRBÚNINGUR fyrir jólaverslunina er nú í fullum gangi hjá verslunareigendum. Nýtt kortatímabil hófst 11. nóvember og er verslunarfólk bjartsýnt á komandi jólaverslun. Meira
14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 16 orð

Klámiðnaður verði upprættur

FÉLAGSRÁÐSFUNDUR Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem haldin var 5. nóvember 1999, telur faglega skyldu sína að skora á Alþingi að flýta lagasetningu sem miðar að því að uppræta þann klámiðnað sem fest hefur rætur hér á landi og fer ört vaxandi, segir í fréttatilkynningu. Meira
14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 38 orð

Leiðrétt Bandarískur leikhópur

Í frétt á bls. 34 í gær sagði að væntanlegur væri til landsins kanadískur leikhópur með leikritið "In the Wake of the Storm." Vitanlega er hér um að ræða bandarískan leikhóp frá Norður-Dakóta. Beðist er velvirðingar á þessum... Meira
14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 177 orð

Moggabúðin opnuð á Netinu

Á vefnum mbl.is hefur verið opnuð Moggabúð. Í búðinni er hægt að kaupa merktar smávörur, boli, húfur, töskur, golfkúlur, músamottur og klukkur á meðan birgðir endast. Meira
14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 226 orð

Nefnd mótar stefnu í málefnum aldraðra

RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt tillögu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um skipan fimm manna nefndar á vegum fjögurra ráðuneyta til að stjórna undirbúningi stefnumótunar í málefnum aldraðra næstu fimmtán árin. Meira
14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 60 orð

Næringarfræðingur gestur Styrks

STYRKUR, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra, hefur opið hús mánudaginn 15. nóvember kl. 20.30 í Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Ólafur G. Sæmundsson spjallar um næringu og heilsu. Hann er með MS-próf í næringarfræði og BS-próf í heilsusálfræði. Meira
14. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 100 orð

Óttast að Indónesía leysist upp

HUNDRUÐ þúsunda manna söfnuðust saman á miðvikudag í Banda Aceh, höfuðstað Aceh-héraðs í Indónesíu, til að krefjast stofnunar sjálfstæðs ríkis í héraðinu. Meira
14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 63 orð

Rætt um íslenska stílsögu

FÉLAG íslenskra fræða boðar til fundar í Skólabæ, Suðurgötu 26, miðvikudagskvöldið 17. nóvember með Þorleifi Haukssyni. Hefst fundurinn kl. 20.30. Meira
14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 133 orð

Skaðleg áhrif á samkeppni

ÚTBOÐ Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á skólaakstri fyrir fötluð börn er, í nýlegri ákvörðun Samkeppnisráðs, talið hafa haft skaðleg áhrif á samkeppni. Jafnframt er kveðið upp úr með að útboðið hafi ekki verið í samræmi við góða... Meira
14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 84 orð

Skagafjörður á Netið

ÞRIÐJUDAGINN 16. nóvember kl. 13.30 opnar forseti sveitarstjórnar Skagafjarðar, Gísli Gunnarsson, formlega vefsíðu sveitarfélagsins Skagafjarðar; www.skagafjordur.is. Meira
14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 346 orð

Spáð að 50% miða seljist á Netinu eftir tvö ár

FLUGLEIÐIR seldu 5% af farseðlum sínum á Netinu fyrstu tíu mánuði þessa árs og 2% íslensku þjóðarinnar hafa þegar keypt farmiða hjá fyrirtækinu með þeim hætti. Forráðamenn þess sjá fyrir gríðarlegan vöxt á slíkri sölu og búa sig undir að selja allt að helmingi allra farmiða á Netinu eftir tvö ár. Meira
14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 313 orð

Stofnfundur Samfylkingar vonandi í byrjun næsta árs

MARGRÉT Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, segist vonast til þess að formlegur stofnfundur Samfylkingarinnar sem stjórnmálaflokks verði haldinn á fyrstu mánuðum næsta árs. Átti hún von á því að fulltrúar á landsfundi Alþýðubandalagsins, sem haldinn er í Reykjavík um helgina, myndu samþykkja tillögu þess efnis að Alþýðubandalagið gerðist stofnaðili að þessum nýja stjórnmálaflokki en sagði hins vegar engar áætlanir uppi um að leggja Alþýðubandalagið sjálft niður. Meira
14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 62 orð

Svölurnar gefa hjálpartæki

FÉLAGIÐ Svölurnar afhentu endurhæfingar- og hæfingardeild Landspítalans fyrr á árinu strandbekk sem er mikilvægt hjálpartæki við endurhæfingu fjölfatlaðra. Meira
14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 99 orð

Sýndist golfskálinn vera alelda

SLÖKKVILIÐINU var tilkynnt um það í fyrrakvöld að golfskálinn á Seltjarnarnesi væri alelda. Allt tiltækt lið var gert klárt og hélt af stað áleiðis út á Nes en var fljótlega kallað til baka. Meira
14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 35 orð

Tómstundahópur LAUF tekur til starfa

FÉLAG flogaveikra (LAUF) er að byrja hópastarf og er öllum flogaveikum á aldrinum 20-40 ára velkomið að starfa með hópunum. Næstum 1 af hverjum 130 er með flogaveiki af einhverjum tagi. Flogaveiki er tilhneiging til að fá endurtekin flog (stundum kölluð krampar eða flogaveikiköst). Þau eru afleiðing truflana á eðlilegum rafbylgjum í heila. Meira
14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 51 orð

Ungmenni veittust að lögreglu

SJÖ ungmenni á aldrinum 16 til 17 ára voru handtekin og færð í fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík í fyrrinótt eftir að hafa gert aðsúg að lögreglunni við strætisvagnaskýli við Sundlaug Breiðholts í Austurbergi. Meira
14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 107 orð

Úrval kampavíns aukið

TIL stendur að auka úrval af kampavíni og freyðivíni fyrir komandi árþúsundamót. Þannig munu um 50 nýjar tegundir bætast í hillur vínbúðar ÁTVR í Kringlunni fyrir áramótin. Jafnframt verður í fyrsta sinn í sögu ÁTVR vakin sérstök athygli á þessum drykkjum með plakötum og borðum inni í versluninni. Meira
14. nóvember 1999 | Landsbyggðin | 130 orð

Verslunin Príl á Hvolsvelli stækkar

Hvolsvelli- Verslunin Príl á Hvolsvelli sem stofnuð var sl. vor hefur nú sprengt utan af sér húsnæðið og stækkað um helming. Að sögn Ástdísar Guðbjörnsdóttur, annars eiganda verslunarinnar, hafa viðtökurnar farið fram úr björtustu vonum. Meira
14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 300 orð

Viðræður um gagnkvæmar sjúkratryggingar við Litháa

RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að hefja samningaviðræður við stjórnvöld í Litháen um gagnkvæmar sjúkratryggingar þeirra sem dvelja tímabundið í ríkjunum. Meira
14. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 300 orð

Þing um eyðimerkurmyndun að hefjast

ÞRIÐJA aðildarþing sáttmálans um varnir gegn eyðimerkurmyndun er haldið í Recife í Brasilíu dagana 15. til 26. nóvember. Andrés Arnalds, fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins, situr þingið fyrir hönd Íslands. Meira

Ritstjórnargreinar

14. nóvember 1999 | Leiðarar | 2188 orð

Frá því var skýrt fyrir skömmu,...

Frá því var skýrt fyrir skömmu, að Geir A. Gunnlaugsson hefði látið af störfum sem framkvæmdastjóri Marels hf. eftir að hafa gegnt því starfi í tæpan einn og hálfan áratug. Meira
14. nóvember 1999 | Leiðarar | 617 orð

SPILAKASSAR OG TEKJUÖFLUN

NOKKRIR þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram tvö lagafrumvörp á Alþingi, sem miðast að því að banna spilakassa. Meira

Menning

14. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 63 orð | 1 mynd

Afmæli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

UM þessar mundir eiga félagssamtök hjúkrunarfræðinga 80 ára afmæli. Þess var minnst með hátíðarsamkomu á Kjarvalsstöðum 6. Meira
14. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 34 orð | 1 mynd

Allt er sextugum fært

LANDSSAMBAND íslenskra útvegsmanna fagnaði sextíu ára afmæli um helgina og af því tilefni var efnt til afmælisfagnaðar á Broadway. Fjöldi góðra gesta mætti og naut góðs matar og fjölbreyttrar skemmtidagskrár í notalegu umhverfi Hótels... Meira
14. nóvember 1999 | Menningarlíf | 630 orð

Á létta leikhússtrengi

Lög eftir Jóhann G. Jóhannsson við ljóð Þórarins Eldjárns. Söngur: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Örn Árnason og Stefán Karl Stefánsson. Bryndís Pálsdóttir, fiðla; Jóhann G. Jóhannsson, píanó/dragspil; Richard Korn, kontrabassi; Sigurður Flosason, saxofónar. Í Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins, föstudaginn 12. nóvember kl. 20:30. Meira
14. nóvember 1999 | Menningarlíf | 630 orð

Á létta leikhússtrengi

Lög eftir Jóhann G. Jóhannsson við ljóð Þórarins Eldjárns. Söngur: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Örn Árnason og Stefán Karl Stefánsson. Bryndís Pálsdóttir, fiðla; Jóhann G. Jóhannsson, píanó/dragspil; Richard Korn, kontrabassi; Sigurður Flosason, saxofónar. Í Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins, föstudaginn 12. nóvember kl. 20:30. Meira
14. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 125 orð | 3 myndir

Blóðþyrstir bíógestir

NÆTURLÍF Reykjavíkur er margrómað fyrir að vera einkar líflegt og fjörugt. En það eru færri sem vita að um miðnætti fara skuggaverur undirheimanna á stjá og þá er best að vara sig. Meira
14. nóvember 1999 | Menningarlíf | 415 orð

Dagur íslenskrar tungu

DAGUR íslenskrar tungu verður haldinn hátíðlegur í fjórða sinn þriðjudaginn 16. nóvember. Meira
14. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 102 orð | 1 mynd

Góður pabbi

Framleiðandi: Katie Jacobs. Leikstjóri: John N. Smith. Handrit: Matthew McDuffe. Aðalhlutverk: Vince Vaughn, Joey Lauren Adams og Monica Potter. (120 mín.) Bandaríkin. Skífan, 1999. Öllum leyfð. Meira
14. nóvember 1999 | Menningarlíf | 532 orð

Grisham, vænti ég?

eftir John Grisham. Island Books 1999. 533 síður. Meira
14. nóvember 1999 | Menningarlíf | 571 orð | 1 mynd

Hefur tekist vel ogkryddað tilveruna

MYNDLISTAR- og ljóðasýningin Lífæðar var opnuð á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi á föstudag. Þar með lýkur hringferð sýningarinnar um landið. Íslenska menningarsamsteypan ART. Meira
14. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 601 orð

Henry klaufi (Henry Fool)

Mynd Hartleys er snilldarvel skrifuð, dásamlega leikin og gædd einstakri kímnigáfu. Yndisleg mynd um seigfljótandi samskipti, tilvistarkreppur, list og brauðstrit. Meira
14. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 284 orð | 1 mynd

Í amerískum anda

JAZZBRÆÐUR halda tónleika á Múlanum á efri hæð Sólon Íslandus í kvöld og hefjast þeir kl. 21. Ástvaldur Traustason píanóleikari og Ólafur Jónsson saxófónleikari eru Jazzbræður og fá þeir yfirleitt vel valda hljóðfæraleikara til liðs við sig. Meira
14. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 247 orð | 2 myndir

Kaldhæðið og skemmtilegt

LEIKLISTARLÍF Verslunarskóla Íslands er margrómað fyrir skemmtilegheit og árlega settar þar um vinsælar sýningar sem almenningur jafnt sem nemendur kunna að meta. Listafélag skólans frumsýndi á föstudaginn leikritið Nær Öldungis Ruglaður Drengur eða N.Ö. Meira
14. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 80 orð | 1 mynd

Nýr bassaleikari í Oasis

Andy Bell sem áður mundaði bassann í bresku hljómsveitinni Ride and Hurricane No.1, hefur nú gengið til liðs við hljómsveitina Oasis. Meira
14. nóvember 1999 | Menningarlíf | 50 orð

Sýningum lýkur

Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi KYNNINGARSÝNINGU nýstofnaðs Hönnunarsafns Íslands, Íslensk hönnun 1950-1970, sem staðið hefur yfir á Garðatorgi í Garðabæ, lýkur á mánudag. Á sýningunni er m.a. Meira
14. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 145 orð

Þú ert slagsmálahundur

Leikstjóri: Jackie Chan og Bennie Chan. Handritshöfundur: Lee Reynolds, Susan Chan og Jackie Chan. Aðalhlutverk: Jackie Chan og Michelle Ferre. (104 mín.) Bandarísk. Skífan, nóvember 1999. Bönnuð innan 12 ára. Meira

Umræðan

14. nóvember 1999 | Bréf til blaðsins | 688 orð

Guðdómurinn hlýtur að vera af efni gerður eins og við

ÞANNIG hljóðar breiðletraður miðkafli á þriggja síðna umjöllun og viðtal við þrjá áhugamenn um fræði dr. Helga Pjeturss í DV þann 15. júní 1985. Þar segir meðal annars í umfjöllun blaðamannsins, "að rök dr. Meira
14. nóvember 1999 | Aðsent efni | 1308 orð | 2 myndir

KÓRVILLA

Íslenzki fáninn og rétt notkun hans, ekki sízt í kirkjum landsins, er umræðuefni Þor-steins Einarssonar í grein hans sem hér birtist. Meira
14. nóvember 1999 | Bréf til blaðsins | 303 orð

Vestur-íslenskt fólk leitar að ættingjum sínum

AFI og amma föður míns fluttust frá Íslandi 1876. Það hefur verið draumur föður míns að heimsækja land forfeðra sinna. Meira
14. nóvember 1999 | Bréf til blaðsins | 545 orð

Öryrkjar Íslands á Ögurstund

ÉG telst til lægstu stéttar þessa þjóðfélags, sem kallar sig lýðræðisríki. - Ég er öyrki en það er fólk sem misst hefur heilsuna vegna veikinda, slysa eða meðfæddrar fötlunar. Fólk sem enga sök ber á hvernig lífið hefur leikið það "svo grátt". Meira

Minningargreinar

14. nóvember 1999 | Minningargreinar | 454 orð

Elínborg Guðmundsdóttir

Ekki veit ég höfund stökunnar, en hitt er víst að oft heyrði ég hana hjá henni Ellu minni á loftinu, á uppvaxtarárum mínum. Meira
14. nóvember 1999 | Minningargreinar | 28 orð

ELÍNBORG GUÐMUNDSDÓTTIR

Elínborg Guðmundsdóttir fæddist á Sólmundarhöfða í Innri-Akraneshreppi 13. desember 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 25. október sl. Útför Elínborgar fór fram í kyrrþey frá Akraneskirkju 2. nóvember sl. Meira
14. nóvember 1999 | Minningargreinar | 359 orð | 1 mynd

GUÐRÚN BJARNHEIÐUR GÍSLADÓTTIR

Guðrún Bjarnheiður Gísladóttir fæddist í Vesturholtum í Þykkvabæ 6. september 1906. Hún lést á dvalarheimilinu Garðvangi 14. október sl. Útför Guðrúnar fór fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 23. október sl. Meira
14. nóvember 1999 | Minningargreinar | 495 orð | 1 mynd

HJÖRDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR

Hjördís Guðmundsdóttir var fædd í Reykjavík 6. apríl 1940. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 27. október síðastliðinn. Útför Hjördísar var gerð frá Digraneskirkju í Kópavogi 4. nóvember sl. Meira
14. nóvember 1999 | Minningargreinar | 153 orð

Hlíf Gunnlaugsdóttir

Elsku amma, við systurnar kveðjum þig með miklum söknuði og við eigum oft eftir að minnast þín og þeirrar hlýju sem við fengum er við heimsóttum þig. Meira
14. nóvember 1999 | Minningargreinar | 27 orð

HLÍF GUNNLAUGSDÓTTIR

Hlíf Gunnlaugsdóttir fæddist í Meiri Hattardal í Álftafirði við Djúp 9. mars 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Meira
14. nóvember 1999 | Minningargreinar | 26 orð

INGA BRYNJA GUÐMUNDSDÓTTIR

Inga Brynja Guðmundsdóttir fæddist á Akranesi 10. janúar 1947. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 8. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 15. október. Meira
14. nóvember 1999 | Minningargreinar | 283 orð

INGA BRYNJA GUÐMUNDSDÓTTIR

Alltaf setur mann hljóðan er maður heyrir um andlát vinar, minningarnar hrannast upp í huganum. Við Inga Brynja kynntumst þegar við vorum ungar stúlkur og unnum í frystihúsinu heima á Akranesi. Meira
14. nóvember 1999 | Minningargreinar | 1912 orð | 1 mynd

INGIBJÖRG gUÐMUNDSDÓTTIR

Ingibjörg Guðmundsdóttir fæddist í Hrútsstaðanorðurkoti í Flóa 19. ágúst 1900. Foreldrar hennar voru Guðmundur Þorkelsson, bóndi og hreppstjóri, f. 24. júní 1853, d. 19. desember 1928, og Ingibjörg Stefanía Magnúsdóttir húsfreyja, f. 10. maí 1857, d. 18. Meira
14. nóvember 1999 | Minningargreinar | 185 orð

Ingunn Jónasdóttir

Elsku amma í Ljósó. Þrátt fyrir háan aldur og ég hafi vitað að hverju stefndi, gerði ég mér enga grein fyrir hve sárt er að kveðja þig. Þú varst yndisleg manneskja á þinn einstaka hátt, tókst alltaf vel á móti okkur með bros á vör og gleði í hjarta. Meira
14. nóvember 1999 | Minningargreinar | 427 orð

Ingunn Jónasdóttir

Mæt kona og móðir hefur kvatt þennan heim og skroppið á annað tilverustig. Já, alveg eins og hún mátti til með að skjótast í tilverunni því virkari og annasamari konu hef ég ekki kynnst. Meira
14. nóvember 1999 | Minningargreinar | 25 orð

INGUNN JÓNASDÓTTIR

Ingunn Jónasdóttir var fædd 28. nóvember 1909. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 29. október sl. Útför Ingunnar fór fram frá Langholtskirkju föstudaginn 5. nóvember sl. Meira
14. nóvember 1999 | Minningargreinar | 407 orð

Jóhannes Jónsson

Genginn er mikill öðlingur og merkur bóndi. Jóhannes á Hóli fannst mér alltaf vera mikill frændi, enda við nánir venslamenn, þar sem faðir hans var bróðir föðurafa míns og móðir hans systir föðurömmu minnar. Meira
14. nóvember 1999 | Minningargreinar | 28 orð

JÓHANNES JÓNSSON

Jóhannes Jónsson var fæddur á Hóli í Höfðahverfi 15. maí 1904. Hann lést á Grenilundi á Grenivík 1. nóvember. Útför Jóhannesar fór fram frá Grenivíkurkirkju þriðjudaginn 9. nóvember sl. Meira
14. nóvember 1999 | Minningargreinar | 12 orð

Kristján Einar Þorvarðarson

Kæri vinur. Guð geymi þig og styrki fjölskyldu þína. Fríða Eyjólfs og... Meira
14. nóvember 1999 | Minningargreinar | 550 orð

Kristján Einar Þorvarðarson

Í örfáum orðum langar mig til að heiðra minningu vinar míns, Kristjáns Einars Þorvarðarsonar. Hann er nú brott kallaður, að okkur finnst allt of snemma, úr faðmi fjölskyldu og vina. Meira
14. nóvember 1999 | Minningargreinar | 944 orð

Kristján Einar Þorvarðarson

"Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefir sinn tíma. Að gráta hefir sinn tíma og að hlæja hefir sinn tíma. Að kveina hefir sinn tíma og að dansa hefir sinn tíma. Meira
14. nóvember 1999 | Minningargreinar | 11 orð

Kristján Einar Þorvarðarson

Í grein Oddnýjar Jónu Þorsteinsdóttur og fjölskyldu urðu mistök við birtingu... Meira
14. nóvember 1999 | Minningargreinar | 26 orð

KRISTJÁN EINAR ÞORVARÐARSON

Kristján Einar Þorvarðarson fæddist á Hvammstanga 23. nóvember 1957. Hann lést á Landspítalanum 2. nóvember sl. Útför Kristjáns fór fram frá Hjallakirkju í Kópavogi 11. nóvember sl. Meira
14. nóvember 1999 | Minningargreinar | 917 orð | 1 mynd

ÓSKAR GUÐJÓNSSON

Óskar Guðjónsson fæddist að Jaðri á Langanesi 10. maí 1916. Hann lést á Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna í Reykjavík 10. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Þórðarson fæddur 8. janúar 1883 dáinn 23. Meira
14. nóvember 1999 | Minningargreinar | 952 orð | 1 mynd

RAGNHEIÐUR ÁRNADÓTTIR ROGICH

Ragnheiður Árnadóttir Rogich fæddist í Vestmannaeyjum 10. október 1918. Hún lést á heimili sínu í Las Vegas, Nevada í Bandaríkjunum hinn 2. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Árni Sigfússon, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, f. 31. Meira
14. nóvember 1999 | Minningargreinar | 1769 orð | 1 mynd

VIBEKE HARRIET WESTERGåRD

Vibeke Harriet Westergård fæddist í Hadsund í Danmörku 20. júní 1925. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 7. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elna Minna Jensen og Nils Andes Jensen. Hún átti tvö hálfsystkini og þrjú alsystkini. Hinn 20. Meira
14. nóvember 1999 | Minningargreinar | 561 orð

Ævar H. Ísberg

Með Ævari Ísberg er fallinn frá einn af máttarstólpum íslenskrar skattsýslu. Um áratugi stóð hann vaktina á stjórnpalli skattaskútunnar og horfði vítt til allra átta og forðaði árekstrum. Meira
14. nóvember 1999 | Minningargreinar | 264 orð

Ævar H. Ísberg

Ævar Ísberg, fyrrverandi vararíkisskattstjóri og skattstjóri í Reykjanesumdæmi, er látinn eftir erfið veikindi. Hans verður saknað af vettvangi skattamála. Á Ævari hvíldu hjá ríkisskattstjóraembættinu margs konar störf. Meira

Daglegt líf

14. nóvember 1999 | Ferðalög | 131 orð | 1 mynd

Aðventuferð í Þórsmörk

Árleg aðventuferð Ferðafélags Íslands verður farin í Þórsmörk laugardaginn 27. nóvember en það er afmælisdagur félagsins sem stofnað var þennan dag fyrir 72 árum. Gist verður í Skagfjörðsskála í Langadal. Meira
14. nóvember 1999 | Ferðalög | 401 orð | 2 myndir

Grillaðir grísir og ævintýrið um Þyrnirós

KLUKKAN er að nálgast miðnætti í borginni Segovíu á Spáni. Meira
14. nóvember 1999 | Ferðalög | 402 orð

Grillaðir grísir og ævintýrið um Þyrnirós

KLUKKAN er að nálgast miðnætti í borginni Segovíu á Spáni. Meira
14. nóvember 1999 | Ferðalög | 869 orð | 5 myndir

Jafnvel ljósakrónurnar í námunni eru úr saltkristöllum

Í OKTÓBER sl. fór Sigríður Sveinsdóttir, tónlistarkennarafulltrúi hjá Kennarasambandi Íslands, til Póllands. Tilgangurinn var að hitta eiginmanninn, Guðmund Helga Guðmundsson, sem var staddur þar í hafnarborginni Szczecin vegna starfs síns. Meira
14. nóvember 1999 | Ferðalög | 213 orð | 1 mynd

Kynna Ísland í þýskum heilsuræktarstöðvum

MARKAÐSRÁÐ ferðaþjónustunnar kynnti nýlega þau verkefni ráðsins, sem unnið hefur verið að á árinu. Meira
14. nóvember 1999 | Bílar | 146 orð

Mikill kostnaður vegna 2000-vandans

EVRÓPSKIR bílaframleiðendur þurfa að verja allt að einum milljarði dollara, um 70 milljörðum ÍSK, til þess að tryggja það að tölvur þeirra starfi eins og til er ætlast um aldamótin. Þetta kemur fram í grein í Automotive News Europe. Meira
14. nóvember 1999 | Ferðalög | 428 orð | 1 mynd

Munar 70 þúsund krónum

UM 70 þúsund króna verðmunur er á fargjöldum Flugleiða og Heimsferða frá Keflavík til London, ef flogið er á mánudegi og komið aftur á fimmtudegi. Meira
14. nóvember 1999 | Ferðalög | 223 orð | 1 mynd

Ódýrar leiðir um New York

FERÐAMÁLAYFIRVÖLDUM í New York er umhugað um að sýna fram á að ferðalag til New York þurfi ekki að íþyngja pyngjunni verulega. Í því skyni hafa þau reynt að vekja athygli á ódýrum og jafnvel ókeypis möguleikum til að kynnast borginni. Meira
14. nóvember 1999 | Bílar | 78 orð

Saab 900 öruggastur

SAAB 900 reyndist öruggasti bíllinn í sínum stærðarflokki samkvæmt niðurstöðum í athugunum bandarísku rannsóknastofnunarinnar HLDI (Highway Loss Data Institute). Stofnunin birtir rannsóknir um öryggi bíla í árekstrum einu sinni á ári. Meira
14. nóvember 1999 | Bílar | 255 orð | 1 mynd

Sérhæfir sig í viðgerðum á þýskum bílum

EITT fullkomnasta bílaverkstæði landsins hvað varðar tækjabúnað, bilanagreiningu og upplýsingatækni, Tækniþjónusta bifreiða ehf., hefur tekið til starfa í Hjallahrauni í Hafnarfirði. Meira
14. nóvember 1999 | Bílar | 244 orð

Sjö manna Opel Zafira er kominn

BÍLHEIMAR hafa fengið fyrstu bílana af gerðinni Opel Zafira og verður bíllinn sýndur á sýningu um helgina. Bíllinn var kynntur fyrst á bílasýningunni í París 1998 og kom á markað í Evrópu síðastliðið vor. Zafira hefur fengið mjög góðar viðtökur á... Meira
14. nóvember 1999 | Ferðalög | 75 orð

Skagens Bamse Hus er opið frá...

Skagens Bamse Hus er opið frá apríl til nóvember alla daga frá 11-17 og nóvember til apríl miðvikudaga til sunnudaga frá 11-17. Það er til húsa á Oddevej 2A, 990 Skagen í Danmörku. Sími er +86 44 20 81 og fax +86 44 2595. Meira
14. nóvember 1999 | Ferðalög | 366 orð | 1 mynd

Skíðaglannar fá rauða spjaldið

BANASLYSUM í bandarískum skíðabrekkum fjölgaði um helming á síðasta ári. Í kjölfar þess hefur verið ákveðið að á fjölsóttum skíðasvæðum muni glannalegir skíðamenn fá að sjá "rauða spjaldið" og verði reknir af svæðinu það sem eftir er dagsins. Meira
14. nóvember 1999 | Ferðalög | 115 orð

Tvær nýjar verslunarmiðstöðvar

Á þessu ári hafa tvær nýjar verslunarmiðstöðvar verið opnaðar í Glasgow. Önnur þeirra, Buchanan Galleries, er í miðborg Glasgow og sú síðari, Braehead, er rétt fyrir utan Glasgow við ána Clyde. Meira
14. nóvember 1999 | Bílar | 90 orð

Tyrkneskur þjóðarbíll

TYRKNESKA fyrirtækjasamsteypan JetPA ætlar að setja á markað tyrkneskan bíl á heimamarkaði árið 2002. Bíllinn var sýndur í fyrsta sinn í byrjun mánaðarins. Hann heitir Imza og er hannaður af fyrirtækinu Cmak í Englandi. Meira
14. nóvember 1999 | Bílar | 748 orð

Velheppnuð Toyota Celica

TOYOTA hefur gert róttækar breytingar á Celica sem miða að því að marka bílnum nýjan bás meðal þeirra sem kjósa sportlega fjölskyldubíla. Meira
14. nóvember 1999 | Ferðalög | 761 orð | 2 myndir

Vinsældir Íslands aukast á Ítalíu

ÁHUGI ítalskra ferðamanna á Íslandi hefu aukist töluvert hin síðustu ár, að sögn Guðnýjar Margrétar Emilsdóttur, sölu- og markaðsfulltrúa Flugleiða og Ferðamálaráðs Íslands á Ítalíu. Meira
14. nóvember 1999 | Ferðalög | 415 orð | 2 myndir

Þúsund bangsar í góðum félagsskap

DANSKIR fjölmiðlar hafa nefnt safnið hennar Jonnu "huggulegasta safn Skandinavíu". Á aðeins einu ári hafa um 25.000 gestir sótt safnið heim. Meira

Fastir þættir

14. nóvember 1999 | Í dag | 21 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 14. nóvember, verður fimmtugur Sigurður Ingi Svavarsson, bifreiðastjóri, Stuðlaseli 11, Reykjavík. Eiginkona hans er Guðný... Meira
14. nóvember 1999 | Í dag | 32 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 14. nóvember, verður sextugur Andri Ísaksson, prófessor og fyrrv. yfirdeildarstjóri hjá UNESCO - Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna - í París, Hjallabrekku 14, Kópavogi. Eiginkona hans er Svava... Meira
14. nóvember 1999 | Í dag | 265 orð

Afmælisskeyti

SIGRÍÐUR hafði samband við Velvakanda og var afar óánægð með skeytasendingu hjá Íslandspósti. Hún hafði sent vini sínum skeyti 1. nóvember sl. í tilefni af afmæli hans. Viku seinna fréttir hún að skeytið hafi ekki borist afmælisbarninu. Meira
14. nóvember 1999 | Fastir þættir | 220 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Glæsibæ, fimmtudaginn 4. nóvember. 22 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Sæmundur Björnss. - Jón Stefánsson 271 Eyjólfur Halldórss. - Þórólfur Meyvantss. Meira
14. nóvember 1999 | Fastir þættir | 59 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Hraðsveitakeppni Bridsfélags Kópavogs hófst á fimmtudaginn var. Var ánægjulegt að sjá hversu margir bæði nýir og gamlir félagar létu sjá sig. Alls mættu til þátttöku 12 sveitir og voru spiluð tvö spil milli sveita. Meira
14. nóvember 1999 | Fastir þættir | 87 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Borgarfjarðar

Mánudaginn 8. nóvember hófst aðaltvímenningur félagsins og er spilað á sjö borðum. Úrslit fyrsta kvöldsins urðu sem hér segir: Kristján Bj. Snorrason - Alda Guðnason 141 Svanhildur Hall - Hildur Traustadóttir 138 Halldóra Þorvaldsd. Meira
14. nóvember 1999 | Fastir þættir | 76 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Reyðarfjarðar og Eskifjarðar

Fimmta og síðasta umferðin í Aðaltvímenningi BRE var spiluð þriðjudagskvöldið 9. Meira
14. nóvember 1999 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Akureyrarkirkju 21. ágúst síðastliðinn af sr. Birgi Snæbjörnssyni Rut Sverrisdóttir og Bjarki Hilmarsson. Heimili þeirra er í Tröllagili 14 á... Meira
14. nóvember 1999 | Í dag | 507 orð

FRANSKI knattspyrnumaðurinn Eric Cantona, sem lék...

FRANSKI knattspyrnumaðurinn Eric Cantona, sem lék síðast með Manchester United í Englandi, var lengi í miklu uppáhaldi hjá Víkverja. Þótt Frakkinn ætti oft erfitt með að hemja skap sitt var hann frábær leikmaður og jafnan frumlegur í tilsvörum. Meira
14. nóvember 1999 | Fastir þættir | 916 orð

Frelsi sem forskrift

Ekki svo að skilja að það sé endilega betra að ríkið hafi einokun á vínsölu. En það er fátt sem bendir til að það sé með einhverjum afgerandi hætti verra, og að breyting þar á myndi augljóslega verða til bóta. Meira
14. nóvember 1999 | Í dag | 37 orð

HLÍÐIN

Enn er brekkan blíð og fríð blóm í runnum innar, þar sem valt í víðihlíð vagga æsku minnar. Þessum brekku brjóstum hjá beztu gekk ég sporin, þegar brá mér eintal á albjört nótt á vorin. Jón... Meira
14. nóvember 1999 | Fastir þættir | 322 orð

Ísland farsældafrón!

Listaskáldið góða, Jónas Hallgrímsson, fæddist 16. nóvember árið 1807. Stefán Friðbjarnarson gluggar í þær þjóðfélagslegu aðstæður sem hann fæddist inn í, sem og ljóð hans um almættið og ættjörðina. Meira
14. nóvember 1999 | Í dag | 111 orð

Kvöldmessa í Laugarneskirkju

ÞÆR eru ólíkar flestu öðru, kvöldmessurnar í Laugarneskirkju. Þar er mannleg nálægð og hlýju sem gerir mann betri. Þeir eru líka fyrir löngu orðnir samvaxnir verkefninu Tómas R. Meira
14. nóvember 1999 | Í dag | 72 orð

SILFURBRÚÐKAUP.

SILFURBRÚÐKAUP. Á morgun, mánudaginn 15. nóvember, eiga 25 ára hjúskaparafmæli hjónin Ingibjörg Svala Jónsdóttir, doktor í plöntuvistfræði. og Ólafur Ingólfsson, doktor í jöklajarðfræði. Meira
14. nóvember 1999 | Dagbók | 697 orð

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Vædderen, Goðafoss og Lagarfoss koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Ocean TIger, Marsk Biskcay og Lagarfoss koma á morgu. Mannamót Aflagrandi 40. Á morgun kl. 8.30 leikfimi, kl. 14 félgasvist. Árskógar 4. Á morgun kl. 9-16.30 handavinna, kl. Meira
14. nóvember 1999 | Í dag | 207 orð

Vænn - grænn

Þessi lo. eru alkunna í máli okkar. Aftur á móti virðist ekki alltaf ljóst, hvernig þau stigbreytast. Þau fara hvort sína leið í svonefndu efsta stigi, en þar ruglast menn stundum í ríminu. Í Viðskiptablaði Morgunblaðsins 21. okt. sl., 10 B. Meira

Íþróttir

14. nóvember 1999 | Íþróttir | 81 orð

Bakke tekur við af Teiti

DANINN Hans Bakke tekur líklega við þjálfun eistneska landsliðsins í knattspyrnu af Teiti Þórðarsyni. Það getur þó ekki orðið fyrr en um mitt næsta ár, þar sem Bakke er samningsbundinn sem þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Álaborgar. Meira
14. nóvember 1999 | Íþróttir | 142 orð

FRÍ velur Aþenuhóp

FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBAND Íslands hefur valið svonefndan Aþenuhóp, úrvalshóp ungmenna sem stefna að þátttöku á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004 og hafa náð tilskildum árangri til að það teljist raunhæft markmið. Hópinn skipa fimm FH-ingar. Meira
14. nóvember 1999 | Íþróttir | 172 orð

Wislander áfram í herbúðum Kiel

Magnus Wislander, leikstjórnandi heimsmeistara Svíþjóðar í handknattleik og þýska meistaraliðsins Kiel, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til loka leiktíðarinnar í sumarbyrjun 2001. Meira

Sunnudagsblað

14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 116 orð

Berlínarmúrinn seldur út um allan heim

BERLÍNARMÚRINN, tákn skiptingar Evrópu á tímum kalda stríðsins, var 155 kílómetra langur og 3,60 metrar á hæð. Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 1501 orð

BESTA PÓLITÍKIN AÐ BERAST EKKI Á

Starfsmenn Skipatækni hafa í nógu að snúast þessa dagana, enda hafa verkefnin sjaldan verið fleiri eða viðameiri. Á þeim 25 árum sem fyrirtækið hefur starfað hefur starfsumhverfið breyst gífurlega þótt í grundvallaratriðum sé alltaf verið að vinna við það sama, s.s. að hanna skip til nýsmíða og hanna breytingar á eldri skipum. Morgunblaðið ræddi við Bárð Hafsteinsson, framkvæmdastjóra Skipatækni, í vikunni og hann rakti sögu fyrirtækisins og greindi frá nútíð og framtíð þess. Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 881 orð

BMX Ensími

ROKKSVEITIN Ensími sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu, Kafbátamúsík, á síðasta ári og vakti mikla athygli. Síðsumars fór sveitin í hljóðver að taka upp framhaldið og breiðskífan BMX kom út fyrir nokkrum dögum. Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 3292 orð

BREYTINGAR ERU EKKI ÓGNUN HELDUR TÆKIFÆRI

Flugleiðir kynntu í vikunni miklar breytingar þar sem endurbætt merki, nýir litir á flugvélunum félagsins og nýir einkennisbúningar voru áberandi. Skapti Hallgrímsson komst að því að skrefið sem nú var stigið - hið síðasta í umfangsmikilli uppstokkun sem tekið hefur tíu ár - snertir aldeilis ekki eingöngu málningu og fataefni; fram á sjónarsviðið er í raun komið nýtt fyrirtæki. Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 294 orð

Campylobacter jejuni og fleiri boðflennur

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands stendur fyrir námskeiði sem kallast "Campylobacter jejuni og fleiri boðflennur" og verður það haldið 15.- 17. nóvember frá kl. 14-18. Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 1123 orð

Ellefu ár af Bubba

FYRIR nítján árum sendi Bubbi Morthens frá sér fyrstu breiðskífuna og frá þeim tíma hefur enginn íslenskur tónlistarmaður haft önnur eins áhrif á þróun íslenskrar popp- og rokktónlistar, ekki síst í krafti vinsælda. Fyrir stuttu kom út tvöfaldur safndiskur laga Bubba frá ellefu ára tímabili, frá því fyrsta breiðskífan, Ísbjarnarblús, kom út 1980 til 1990 að Sögur af landi kom út. Auk þessa fylgir aukadiskur með fimm lögum sem Bubbi hljóðritaði á árinu með Botnleðju og Ensími. Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 414 orð

FERÐASKRIFSTOFA Á HVERJU HEIMILI?

FRAMTÍÐIN er hugsanlega sú að fólk kaupi flugmiða sína í síauknum mæli á Netinu í tölvunni heima hjá sér. En skyldi jafnvel fara svo að fólk skipulegði ferðir sínar einnig sjálft í framtíðinni? Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 2633 orð

Fífl í dulargervi

"Mikill gæfumaður ert þú, Árni minn, að fá úthlutað því verkefni að tala við sjálfan Flosa Ólafsson." Þetta sagði fyrrnefndur Flosi Ólafsson við Árna Þórarinsson þegar sá síðarnefndi hringdi í hann fyrir Morgunblaðið. Flosi er nýorðinn sjötugur, fór formlega á eftirlaun í fyrra eftir tæplega 40 ára starf hjá Þjóðleikhúsinu og er sestur í helgan stein á hestabúgarði sínum að Bergi í Reykholtsdal, sem hann kallar sjálfur Stóra-Aðalberg. Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 108 orð

Friedrichstrasse

Gagnrýnisraddir hafa fylgt uppbyggingu hinnar sögufrægu Friedrichstrasse allt frá byrjun framkvæmdanna við upphaf áratugarins. Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 785 orð

Hálfklárað handrit

FYRIR stuttu kom út safndiskur með verkum Rúnars Júlíussonar. Diskurinn heitir Dulbúin gæfa - í tugatali, en á honum eru 52 lög frá ferli Rúnars. Rúnar Júlíusson segist vera að skoða ferilinn eftir 37 ár í tónlistinni, "staldra aðeins við eftir að hafa alltaf verið að halda áfram og halda áfram". Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 3115 orð

Hefur ræktað vel sinn garð

Lífið í öllum sínum margbreytileik er umræðuefnið í heimsókn Guðrúnar Guðlaugsdóttur til Guðrúnar Jóhannesdóttur húsmóður í Eystra-Fíflholti. Hún á að baki ríkulega lífsreyslu og er óvenjulega hög í höndum, svo sem verk hennar bera vott um, innan húss sem utan. Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 85 orð

Hótelstarfsfólk á Írlandi

Hótel á Írlandi, Hydro Hótel í Lisdoonvarna-sýslu í Clare, auglýsir eftir starfsfólki til ýmissa starfa. Vinnutíminn er frá mars og fram í október á næsta ári. Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 896 orð

Í klóm klámsins

MÉR finnst gaman að umgangast fólk og hitta mann og annan. Fara á völlinn eða í leikhús eða á mannamót, vappa um í Kolaportinu, kíkja á myndlistarsýningu, fara prúðbúinn í hátíðarveislu eða horfa á ungviðið leika sér í íþróttahúsunum. Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 3646 orð

Í róti hugans

Kay Redfield Jamison er bandarískur háskólakennari í sálfræði og meðal þekktustu sérfræðinga heims í geðsjúkdómum. Hún háði harða og þrotlausa baráttu við geðhvarfasýki allt frá unglingsárum. Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 3388 orð

Íslendingar kóngar í eðli sínu

SVEITARFÉLÖGUM hérlendis hefur fækkað um áttatíu á aðeins níu ára tímabili, eða úr 204 árið 1990 í 124 í ár. Mest hefur fækkunin orðið frá 1995. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, kveðst tvímælalaust telja að þeim geti fækkað enn frekar og kveðst gera sér vonir um að þau verði ekki fleiri en um 40 talsins innan tíu til fimmtán ára, sem sé hæfilegur fjöldi að hans mati. Það myndi þýða að þeim fækkaði um 80 til viðbótar. Löggjöf kemur til greina Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 1027 orð

Kannast þú við leiði?

VÍST getur blaðamennskan stundum verið argasamt starf, ég held þó að það sé hreinasta hátíð miðað við það að vera miðill. Eitt kvöldið þegar ég hafði lokið við að ganga frá í eldhúsinu varð mér litið á neglurnar á mér og sá að þær voru sorglega... Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 566 orð

Kjarnorkuiðnaðurinn eftir japanska slysið

KJARNORKUIÐNAÐUR heimsins er í kreppu. Nú hefur nýorðið í Japan umhverfisslys sem er að vísu miklu minna að umfangi en hið illræmda Tsérnóbýl-slys í Úkraínu árið 1986, en engu að síður óhugnanlegt fyrir þá sök að bæði slysin urðu fyrir mannleg mistök. Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 2888 orð

Lífsháski í Eyjum

Í ævisögu Sveins Þormóðssonar blaðaljósmyndara, sem Reynir Traustason skrifar, lýsir Sveinn lífinu í Reykjavík þegar hann er að alast upp á kreppuárunum. Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 574 orð

Loftslag og pólveltur

ÁRSTÍÐIR og loftslag á jörðinni ráðast að miklu leyti af afstöðu jarðarinnar gagnvart sólinni. Afstaða og fjarlægð jarðarinnar frá sólu hafa áhrif á magn og dreyfingu sólarljóssins um yfirborð jarðarinnar og þar af leiðandi loftslag. Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 333 orð

Maðurinn er alltaf einn

ÍSLENSKI dansflokkurinn hefur undanfarið sýnt þrjú dansverk. Þar á meðal var verkið Maðurinn er alltaf einn eftir Ólöfu Ingólfsdóttur, sem bróðir hennar Hallur Ingólfsson, leiðtogi og hugmyndasmiður rokksveitarinnar XIII, samdi tónlist við. Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 1232 orð

Múrvirki eru enn í hugum fólks

MÓTMÆLI pólitískra andhófshópa og mannréttindahreyfinga, sem allan áttunda áratuginn unnu skipulega gegn ríkjandi stjórnarfyrirkomulagi í Miðaustur-Evrópu, undir verndarvæng verkalýðsfélaga, menntamanna og kirkju, mörkuðu upphaf þjóðfélagsbyltinganna í... Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 1166 orð

Mærin frá Orléans

BESSON er líklega mest áberandi franskra leikstjóra í dag. Hann hefur að undanförnu unnið með bandarískt fé og því getað gert stærri og meiri myndir en ella; hvort þær eru betri er hins vegar annað mál. Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 802 orð

Nýtt lífi Sálarinnar

SÁLIN hans Jóns míns er mikið stuðsveit sem aðal hennar er að leika á dansleikjum. Í því standa fáar sveitir Sálinni á sporði en í haust breyttu þeir Sálarmenn útaf, hélt órafmagnaða tónleika og tóku upp á plötu sem kom út á dögunum. Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 1029 orð

Og EDDUNA í ár fær...?

Tæpast mun þurfa tæknibrellumeistara kvikmyndanna til að gera augljósa þá spennu sem annaðkvöld mun ríkja í sal Borgarleikhússins. Þá verða Edduverðlaunin afhent í fyrsta skipti við hátíðlega athöfn og í beinni útsendingu á Stöð 2. Árni Þórarinsson fjallar um þessi íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaun og ræðir um þau við Jón Þór Hannesson, stjórnarformann Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar. Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 390 orð

Popp-, leikhús- og raftónlist

TÓNSKÁLDIÐ Kjartan Ólafsson hefur ekki verið við eina fjölina fellt í tónlistarsköpun sinni. Kjartan kom fyrst fyrir eyru almennings sem framsækinn poppari með klassíkina í bland, eins og heyra má meðal annars á safnskífunni Lalíf 1985-1987 sem kom út fyrir skemmstu. Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 192 orð

Potsdamer-Platz

Þann 3. febrúar 1945 breyttu 937 sprengjuflugvélar bandamanna einu fjölfarnasta torgi Evrópu, Potsdamer Platz, á einum og hálfum tíma í rjúkandi rústir. Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 86 orð

Samið um teppaflísar í flugstöðina

RÍKISKAUP hafa fyrir hönd Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar gert samning við Gólfefnaval um endurnýjun 1520 ferm. af teppaflísum í aðalsal flugstöðvarinnar að undangengnu tilboði. Keyptar voru teppaflísar frá ESCO BV í Hollandi af gerðinni ESCO-Flavia. Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 2491 orð

SLEGIÐ Á PUTTA RISANS

Úrskurður alríkisdómara í Bandaríkjunum í máli yfirvalda gegn stórfyrirtækinu Microsoft hefur vakið spurningar um hvort fyrirtækinu verði gert að sæta ströngum tilskipunum um viðskiptahætti, eða hvort jafnvel verður gengið svo langt að skipta því upp í... Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 253 orð

Svanurinn best þekkta umhverfismerkið

SVANURINN er best þekkta umhverfismerkið á Norðurlöndum, en mikill munur er á því milli landa hversu þekkt merkið er. Þetta kemur fram í norrænni skýrslu sem kynnt var í Stokkhólmi í vikunni. Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 234 orð

Tilnefningarnar

Dansinn. Framleiðandi og leikstjóri: Ágúst Guðmundsson. Handrit: Ágúst Guðmundsson og Kristín Atladóttir. Ungfrúin góða og húsið. Framleiðendur: Halldór Þorgeirsson, Snorri Þórisson, Eric Crone, Christer Nilsson. Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 1788 orð

Tóbak og ungt fólk

Heildarniðurstaðan var sú að reykingar fullorðinna og unglinga eru tengdar órjúfanlegum böndum. Fyrirmyndirnar bera heilmikla ábyrgð. Til þess að koma skilaboðunum á framfæri þarf peninga. Mikla peninga. Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 390 orð

Unnið eftir pöntun

ÍSLENSKI dansflokkurinn sýnir nú um stundir þrjá dansa, þar á meðal NPK eftir danshöfundinn Katrínu Hall. Tónlistin við dansinn er úr smiðju hljómsveitarinnar Skárren ekkert. Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 1221 orð

Við hindúanna helga fljót

Móður Ganga kalla hindúar hið helga fljót Ganges. Hvergi er helgin þó meiri en við vesturbakka fljótsins þar sem hin forna borg Varanasi, eða Benares, stendur við strauminn. Þeir Indverjar segjast hólpnir sem baða sig þar í dagrenningu og dreypa á vatninu, og betri staður til að kveðja þetta stig jarðlífsins fyrirfinnst ekki. Þótt dauðinn sé nálægur á tröppum Varanasi er mannlífið þó einkar litríkt, eins og Einar Falur Ingólfsson komst að raun um. Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 73 orð

Við hindúanna helga fljót

Móður Ganga kalla hindúar hið helga fljót Ganges. Hvergi er helgin þó meiri en við vesturbakka fljótsins þar sem hin forna borg Varanasi, eða Benares, stendur við strauminn. Þeir Indverjar segjast hólpnir sem baða sig þar í dagrenningu og dreypa á vatninu, og betri staður til að kveðja þetta stig jarðlífsins fyrirfinnst ekki. Þótt dauðinn sé nálægur á tröppum Varanasi er mannlífið þó einkar litríkt, eins og Einar Falur Ingólfsson komst að raun um. Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 67 orð

Vilja þriggja fasa rafmagn

BORIST hefur ályktun fundar Ráðunautaþjónustu Þingeyinga sem haldinn var nýlega. "Fundur stjórnar og starfsmanna Ráðunautaþjónustu Þingeyinga, haldinn á Húsavík mánudaginn 8. Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 2450 orð

Það sem gerðist á bak við tjöldin

Stjórnmálasaga samtímans rædd opinskátt í nýju bindi ævisögu Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sem Dagur B. Eggertsson skráir sem fyrr og Vaka-Helgafell gefur út. Hér fer á eftir endursögn og brot úr bókinni. Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 585 orð

Þarna var annað skáld, Sigurður Arngrímsson,...

Þarna var annað skáld, Sigurður Arngrímsson, hann orti við tækifæri ágæt átthagaljóð og skemmtivísur. Svo skal að síðustu telja Inga T. Lárusson, tónskáld, hann þekkja allir. Meira
14. nóvember 1999 | Sunnudagsblað | 674 orð

Þorsteinn Gíslason reyndist mér mjög vel...

Þorsteinn Gíslason reyndist mér mjög vel og hann hjálpaði mér á margan hátt, mér leið vel á heimili hans. Hann hafði á sínum tíma, þegar ég fór frá Seyðisfirði, sent mér peningagjöf og þótti mér vænt um, ekki sízt þann góða hug, sem að baki lá. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.