Greinar miðvikudaginn 2. febrúar 2000

Forsíða

2. febrúar 2000 | Forsíða | 168 orð | 1 mynd

Hrapaði í Kaliforníuflóa

FLUGMENN MD-83 farþegaþotu Alaska Airlines, sem hrapaði í Kaliforníuflóa í fyrrinótt, áttu í skyndilegum vanda með stjórn vélarinnar í sex mínútur áður en hún hvarf í hafið með 88 manns innanborðs. Frá þessu greindu rannsakendur slyssins í gær. Meira
2. febrúar 2000 | Forsíða | 87 orð | 1 mynd

McCain vinsæll í New Hampshire

MARGLITUM "konfettí"-pappír rignir yfir John McCain, sem sækist eftir forsetaframboðsútnefningu Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, og eiginkonu hans, Cindy, á kosningafundi í Peterborough í New Hampshire, en hinir 700. Meira
2. febrúar 2000 | Forsíða | 101 orð

Segir olíuverð of hátt

ORKUMÁLARÁÐHERRA Bandaríkjanna, Bill Richardson, sagði á fundi með fulltrúum olíuframleiðsluríkja í Ósló í gær að hann teldi olíuverð í heiminum of hátt. Hann ítrekaði þó að Bandaríkin hygðust ekki selja hluta af olíubirgðum sínum til að ná verðinu... Meira
2. febrúar 2000 | Forsíða | 269 orð | 1 mynd

Stjórnarsáttmáli frágenginn

ÞJÓÐARFLOKKUR austurrískra íhaldsmanna og hinn umdeildi Frelsisflokkur gengu í gærkvöld frá sáttmála um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Leiðtogar flokkanna kynna sáttmálann fyrir Thomas Klestil forseta í dag. Meira
2. febrúar 2000 | Forsíða | 373 orð

Tsjetsjneskir skæruliðar farnir frá Grosní

UM 2.000 skæruliðar hafa yfirgefið Grosní og í gær voru þeir að reyna að komast í gegnum rússnesku víglínuna fyrir sunnan borgina. Rússar segja þó, að enn sé barist í borginni. Meira

Fréttir

2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 362 orð | 1 mynd

140 sjúkraliðar lögðu niður störf

UM 140 sjúkraliðar hjá Ríkisspítölunum lögðu niður störf í gær og héldu fund um kjaramál sín. Guðrún Björg Ketilsdóttir, sem er í forsvari fyrir sjúkraliðana, segir að stór hluti starfandi sjúkraliða á Landspítalanum hafi verið á fundinum. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 176 orð

16 ára fangelsi fyrir manndráp og þjófnað

FJÖLSKIPAÐUR dómur Héraðsdóms Reykjavíkur fann Þórhall Ölver Gunnlaugsson, 41 árs, sekan um morðið á Agnari W. Agnarssyni í júlí sl. og dæmdi ákærða í 16 ára fangelsi í gær fyrir manndráp og þjófnað. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 21 orð

Afhenti trúnaðarbréf

EIÐUR Guðnason sendiherra afhenti í dag dr. Sam Nujoma, forseta Namibíu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Namibíu, með aðsetur á... Meira
2. febrúar 2000 | Akureyri og nágrenni | 172 orð

AKO/Plastos gerir flutninga- og þjónustusamning við Eimskip

FORSVARSMENN AKO/Plastos á Akureyri og Eimskips hafa nýlega gengið frá samningi um flutninga, en samkvæmt honum mun Eimskip annast allan forflutning fyrir AKO/Plastos og skjalavinnslu erlendis sem og innflutning og tollskýrslugerð hér á landi. Meira
2. febrúar 2000 | Landsbyggðin | 253 orð | 1 mynd

Akraneskaupstaður og Borgarbyggð semja

Borgarnesi - Síðastliðinn mánudag undirrituðu Gísli Gíslason bæjarstjóri Akraneskaupstaðar og Stefán Kalmansson bæjarstjóri Borgarbyggðar samkomulag milli sveitarfélaganna um samstarf og samvinnu. Meira
2. febrúar 2000 | Akureyri og nágrenni | 91 orð | 2 myndir

Akureyrardeild Rauða krossins 75 ára

FJÖLMARGIR fögnuðu með forsvarsmönnum Akureyrardeildar Rauða krossins þegar haldið var upp á 75 ára afmæli deildarinnar um helgina. Deildin var stofnuð að frumkvæði Steingríms Matthíassonar þáverandi héraðslæknis 29. Meira
2. febrúar 2000 | Akureyri og nágrenni | 259 orð | 1 mynd

Axel Björnsson prófessor í umhverfisvísindum

AXEL Björnsson jarðeðlisfræðingur hefur verið ráðinn prófessor í umhverfisvísindum við Háskólann á Akureyri. Axel lauk doktorsprófi í jarðeðlisfræði frá Háskólanum í Göttingen í Þýskalandi árið 1972. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 761 orð | 1 mynd

Ábyrgð fylgir því að finna upp og skapa

KÁRI Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í málstofu, sem hann tók þátt í á lokadegi efnahagsráðstefnunnar í Davos í Sviss í gær, að ekki aðeins ágóði fylgdi því að finna upp og skapa, heldur einnig samfélagsleg ábyrgð. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 70 orð

Ábyrgir feður með fund

FÉLAG ábyrgra feðra heldur fund í kvöld kl. 20 í Félagsmiðstöð nýbúa í Skeljanesi. Þessir fundir eru haldnir mánaðarlega, fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 74 orð

Bjór hækkar um 1,75%

FRÁ og með 1. febrúar hækkaði verð á bjór um 1,75% að meðaltali og verð á öðru áfengi hækkaði um 0,67% að meðaltali. Verð á tóbaki er óbreytt. Í frétt frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins segir að verðhækkunin stafi af verðbreytingum birgja. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 121 orð

Boeing 757-300-þota í hnattferð

BOEING-verksmiðjurnar bandarísku hefja í næstu viku hnattferð til að sýna B757-300-þotu sína, en fyrsta þotan af þeirri gerð var afhent á síðasta ári. Ísland verður með fyrstu viðkomustöðum vélarinnar. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 369 orð | 1 mynd

Brotum á útivistarreglum fækkar

60 ÁREKSTRAR urðu um síðustu helgi og 20 ökumenn voru teknir vegna ölvunaraksturs. Nokkur ofbeldisbrot komu til kasta lögreglunnar, sem þurfti ekki að aðhafast mikið vegna skemmtana um helgina. Meira
2. febrúar 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 646 orð

Byggt verði við Valhúsaskóla eða Mýrarhúsaskóla

Í skýrslu Rannsóknastofnunar Kennaraháskóla Íslands, sem fjallar um það hvernig best sé að koma til móts við fjölgun nemenda á grunnskólaaldri á Seltjarnarnesi, eru níu kostir tilteknir. Meira
2. febrúar 2000 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Bæjarráð styrkir byggingaframkvæmdir

BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti á fundi í vikunni að styrkja Félagsstofnun stúdenta á Akureyri með 1,5 milljóna króna framlagi vegna byggingaframkvæmda, en Félagsstofnun hafði óskað eftir 1,6 milljóna króna framlagi frá Akureyrarbæ vegna framkvæmda við... Meira
2. febrúar 2000 | Akureyri og nágrenni | 62 orð | 1 mynd

Dönsuðu í einn sólarhring

NEMENDUR í 10. bekk í Glerárskóla tóku sig til um helgina og dönsuðu í einn sólarhring. Fyrsti dansinn var stiginn kl. 21 á föstudagskvöld og svo var stanslaust stuð á gólfinu í félagsmiðstöðinni þar til yfir lauk á sama tíma á laugardagskvöld. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 319 orð

Eiga yfir höfði sér allt að 40 ára fangelsi

ANNAR tveggja manna, sem ákærðir voru fyrir að myrða David Albert, bandarískan tónlistarmann, sem var kvæntur íslenskri konu, Birnu Blöndal Albert, var á föstudag dæmdur fyrir morð að óyfirlögðu ráði og á yfir höfði sér milli 20 og 40 ára fangelsi. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 48 orð

Ekið á tvær lögreglubifreiðir

MARGIR árekstrar urðu í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík í gær. Síðari hluta dags höfðu 27 árekstrar verið tilkynntir lögreglunnar en meiriháttar slys á fólki hlutust ekki af. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 420 orð

Ekki hjálpað Norsk Hydro

MÓTMÆLI innlendra og erlendra náttúruverndarsamtaka gegn fyrirhugaðri Fljótsdalsvirkjun og gerð miðlunarlóns á Eyjabökkum hafa ekki beinlínis skaðað orðspor Norsk Hydro á alþjóðavettvangi, en heldur ekki hjálpað upp á sakirnar. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 87 orð

Enn fleiri handteknir í gærkvöld

MAÐUR um tvítugt, sem handtekinn var í fyrrakvöld í tengslum við nýja e-töflu-málið sem verið hefur í rannsókn síðan skömmu fyrir áramót, var úrskurðaður í viku gæsluvarðhald í gær. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 129 orð

Erindi um Henderson og Biblíufélagið

ALMENN samkoma verður í kvöld, miðvikudagskvöld, í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58 í Reykjavík, og verður hún í umsjón Kristniboðsfélags karla. Þar mun Björn G. Eiríksson kennari segja frá Ebeneser Henderson og stofnun Hins íslenska biblíufélags. Meira
2. febrúar 2000 | Erlendar fréttir | 530 orð | 1 mynd

ESB fylgist grannt með framvindu

Í NAFNI þess að vera skilgreindur vörður þeirra gilda sem í stofnsáttmála Evrópusambandsins (ESB) eru lagðar til grundvallar nánu samstarfi aðildarþjóðanna - svo sem lýðræðis og virðingu fyrir mannréttindum - lýsti framkvæmdastjórn ESB því yfir í gær að... Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 20 orð | 1 mynd

Ég þori!

Snjórinn er jafnan fagnaðarefni hjá yngstu kynslóðinni. Einbeitnin skein úr andlitum þessara sleðamanna sem renndu sér niður brekkuna fyrir neðan... Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 605 orð

Fátítt að lögregla sæki sjúklinga í heimahús

AFAR fátítt er að lögregla sæki fólk í heimahús, að sögn Tómasar Zoëga, yfirlæknis á geðdeild Landspítalans, og einkennast vinnubrögð hennar þá af varkárni, kurteisi og hógværð. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 807 orð | 1 mynd

Fjölskylduvænir vinnustaðir

Ragnhildur Vigfúsdóttir fæddist í Reykjavík 1959. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1978 og BA-prófi frá Háskóla Íslands í sögu og mannfræði 1985. Meira
2. febrúar 2000 | Akureyri og nágrenni | 214 orð

Fló á skinni frumsýnt

FREYVANGSLEIKHÚSIÐ í Eyjafjarðarsveit frumsýnir hinn velþekkta og bráðsmellna gamanleik Fló á skinni eftir Georges Feydeau, föstudaginn 4. febrúar. Þýðingu verksins, sem er franskt að uppruna, gerði Vigdís Finnbogadóttir. Meira
2. febrúar 2000 | Landsbyggðin | 493 orð

Forkaupsréttur vegna kaupa á Fundvísi stendur

Ísafirði - Úrskurður hefur fallið fyrir Héraðsdómi Vestfjarða, Ísafjarðarbæ í vil, í máli sem reis vegna þess að bærinn neytti forkaupsréttar og gekk inn í kaup á bátnum Fundvísi ÍS 881 ásamt veiðileyfi og aflahlutdeild. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 1410 orð | 1 mynd

Fórnarlambið stungið margoft í brjóstholið

HÉR á eftir fer dómsniðurstaða fjölskipaðs dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ríkissaksóknara gegn Þórhalli Ölver Gunnlaugssyni. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 578 orð

Framkoma kennara skiptir miklu við námsval

FRAMKOMA kennara við nemendur skiptir miklu máli við námsval nemenda og kennarar geta ómeðvitað gert upp á milli kynjanna með ólíkum viðhorfum til námsgetu þeirra, að því er fram kom í fyrirlestri Lindu Báru Lýðsdóttur sálfræðings á fyrsta Kynjadegi... Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 136 orð

Fyrsti fundur Landsvirkjunar og hreppsnefndar

HREPPSNEFND Fljótsdalshrepps og yfirmenn Landsvirkjunar hittust á fundi eystra í gærkvöld þar sem aðilar komu sínum sjónarmiðum á framfæri. Þetta er fyrsti formlegi fundur þessara aðila um þetta mál. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

Gamla Hvöt rifin

Bolungarvík- Nú er búið að rífa gömlu Hvöt eins og kaupfélagshúsið hér í Bolungarvík var gjarnan nefnt manna á milli, en húsið eyðilagðist í eldi fyrir skemmstu. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Gáfu tölvu til kennslu

RÓTARÝKLÚBBUR Kópavogs gaf nýlega sérdeild fyrir einhverf börn í Kópavogi tölvu. Sérdeildin hefur verið starfrækt í Digranesskóla í Kópavogi sl. 10 ár. Í vetur eru 7 nemendur í deildinni á aldrinum 6-14 ára. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 40 orð | 1 mynd

Gengið á skíðum á Seltjarnarnesi

Á FALLEGUM vetrardegi er tilvalið að bregða sér á gönguskíði. Ekki spillir þegar skíðabrautin er í göngufæri við heimilið. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 196 orð

Gengið verði frá samningum

TRÚNAÐARRÁÐSTEFNA Bandalags starfsmanna ríkis og bæja leggur áherslu á að gengið verði frá samningum við ríki og sveitarfélög um réttindamál starfsmanna í almannaþjónustu og að lög um samningsrétt opinberra starfsmanna verði endurskoðuð í samráði við... Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 74 orð

Greiðsluseðlar á leiðinni

ÞESSA dagana er verið að dreifa greiðsluseðlum fyrir fasteignagjöld í Reykjavík en gjalddagi er 1. febrúar og eindagi í lok mánaðarins. Meira
2. febrúar 2000 | Erlendar fréttir | 103 orð

Hague stokkar upp

MICHAEL Portillo, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bretlands, verður líkast til næsti talsmaður skuggaráðuneytis breska Íhaldsflokksins varðandi fjármál að því er fram kom í gær. Meira
2. febrúar 2000 | Erlendar fréttir | 312 orð

Heimastjórnin sögð verða leyst upp

DAVID Trimble, forsætisráðherra heimastjórnarinnar á Norður-Írlandi, sagði í gær að óhjákvæmilegt væri að heimastjórnin yrði leyst upp á næstu dögum þar sem Írski lýðveldisherinn (IRA) hefði ekki enn hafið afvopnun. Meira
2. febrúar 2000 | Erlendar fréttir | 633 orð | 2 myndir

Hugðist nauðlenda vélinni vegna bilunar

FARÞEGAÞOTA flugfélagsins Alaska Airlines hrapaði í Kyrrahafið úti fyrir Los Angeles í fyrrinótt eftir að flugmaðurinn hafði skýrt frá bilun í hæðarstýriskambi í stéli þotunnar og óskað eftir heimild til að nauðlenda henni. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 140 orð

Húsaleigubætur hækka

Félagsmálaráherra hefur í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, að fengnum tillögum frá Samráðsnefnd um húsaleigubætur, gefið út breytingar á reglugerð um húsaleigubætur sem felur í sér hækkun húsaleigubóta til barnafólks. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Ítrekun á neyðarkalli frá Blóðbankanum

SLÆM birgðastaða er hjá Blóðbankanum þrátt fyrir neyðarkall sem sent var um útvarpsstöðvar í síðustu viku. 280 manns svöruðu kallinu á tveimur dögum. Þessi þrjú hraustmenni þáðu kaffi og meðlæti að lokinni blóðgjöf síðdegis í fyrradag. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 233 orð

Kaupverðið rúmir þrír milljarðar króna

KAUPÞING hf. hefur keypt 21,6% hlut Þorsteins Vilhelmssonar og fjölskyldu hans í Samherja hf. á genginu 10,6, eða fyrir rúmlega þrjá milljarða króna. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 73 orð

Kennsla og fyrirlestrar um Mahayana-búddisma

KENNSLA er á fimmtudagskvöldum kl. 20 í Lamrim, sem er sérstakt hugleiðslukerfi sem samanstendur af 21 hugleiðslu sem samanlagt ná yfir allan veginn til hugljómunar, segir í fréttatilkynningu. Byrjendanámskeið eru á laugardögum kl. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 143 orð

Kona beið bana í bílslysi

RÚMLEGA fertug kona beið bana í bílslysi við Kúagerði á Reykjanesbrautinni skömmu fyrir klukkan 11 í gærmorgun. Meira
2. febrúar 2000 | Landsbyggðin | 166 orð | 1 mynd

Kristín best í Borgarfirði

B orgarnesi - Kristín Þórhallsdóttir frjálsíþróttakona var valin Íþróttamaður Borgarfjarðar 1999. Þetta var tilkynnt á íþróttahátíð UMSB á laugardag. Kristín, sem er mjög efnilegur spretthlaupari og langstökkvari, sýndi miklar framfarir á síðasta ári. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 85 orð

Kvöldganga á kyndilmessu

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, miðvikudagskvöld, frá Hafnarhúsinu, Miðbakkamegin, kl. 20. Farið verður niður á Miðbakka og litið á myndir Bjarna Jónssonar listmálara af verstöðvum, vermönnum og ýmsum gerðum árabáta. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 882 orð

Leiðindafréttir

Aðeins eitt í þessum heimi er hræðilegt, lífsleiðinn og hann er eina syndin sem ekki er hægt að fyrirgefa. Meira
2. febrúar 2000 | Erlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Lundúnaaugað vígt

VÍÐÁTTUMIKIÐ útsýni yfir Lundúnir er úr Lundúnaauganu, 140 metra háu parísarhjóli á bökkum Thames. Ferð með hjólinu, sem var tekið í notkun í gær, tekur rúman hálftíma og hafa gestir útsýni m.a. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 101 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri sem varð mánudaginn 31. janúar sl. um kl. 18:40 milli tveggja bifreiða á gatnamótum Listabrautar og Ofanleitis. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 169 orð

Málstofa um verðbréf og verkfræði

MÁLSTOFA véla- og iðnaðarverkfræðiskorar verður haldin fimmtudaginn 3. febrúar kl. 16 í húsi verkfræðideildar Háskóla Íslands á Hjarðarhaga 2-6, í stofu 158. Á málstofunni mun Jón Helgi Egilsson, framkvæmdastjóri Verkfræðihússins hf. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 307 orð | 2 myndir

Megintilgangur að skapa hreyfingu á bílastæðunum

MEIRIHLUTI borgarráðs hefur samþykkt tillögu um hækkun á gjaldskrá Bílastæðasjóðs úr 50 krónum í 150 krónur fyrir hverja klukkustund á dýrari stæðum við Laugaveg og í Kvosinni. Jafnframt verður tekið upp lágmarksgjald 10 krónur fyrir styttri dvöl. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 468 orð

MS rekur samlagið áfram með auknum afköstum

NÝTT samkomulag hefur náðst milli stjórnenda Mjólkursamsölunnar í Reykjavík og Kaupfélags Vestur-Húnvetninga um kaup MS á mjólkursamlaginu á Hvammstanga. Meira
2. febrúar 2000 | Miðopna | 1511 orð | 2 myndir

Nú er að duga eða drepast

Fyrstu almennu forkosningarnar vegna væntanlegra forsetakosninga í Bandaríkjunum voru í New Hampshire í gær. Ragnhildur Sverrisdóttir fór þangað og leitaði uppi þá fjóra frambjóðendur sem líklegastir eru til að berjast fyrir embættinu í kosningunum næsta haust. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 1152 orð | 1 mynd

Oftast leitað til sama lögmannsins

HRAFN Bragason hæstaréttardómari ritar grein í nýtt hefti Tímarits lögfræðinga, um samskipti dómstóla og fjölmiðla. Tekur hann m.a. til umfjöllunar endurupptökubeiðni sakbornings í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, og þátt fjölmiðla í umræðunni í kjölfarið. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Opið hús í Korpuskóla

HALDIÐ var opið hús á Korpúlfsstöðum 29. janúar sl. í tilefni opnunarhátíðar Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000. Meira
2. febrúar 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 631 orð | 2 myndir

Óánægja með vinnubrögð skólanefndar

ÓÁNÆGJA er meðal foreldra barna í Mýrarhúsaskóla vegna vinnubragða skólanefndar Seltjarnarness. Meira
2. febrúar 2000 | Erlendar fréttir | 196 orð

"Hetja tsjestjneskrar alþýðu"

EINUM rússneskum hermanni hefur tekist að vinna rússneska flughernum meira tjón en öllum tsjetsjnesku skæruliðunum hingað til. Fyrir vikið hafa rússneskir fjölmiðlar sæmt hann nafnbótinni "Hetja tsjetsjneskrar alþýðu". Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 101 orð

Rán í söluturni

RÁN var framið í Hlíðakjöri við Eskihlíð í Reykjavík, klukkan 21.50 í gærkvöld og komst maður, sem talinn er vera á aldrinum 18-22 ára, undan. Hálftíma eftir að ránið var framið var tilkynnt um það til lögreglunnar. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 63 orð

Rætt um bókaárið 1999

FÉLAG íslenskra fræða efnir til málfundar um bókaárið 1999 og ástandið í íslenskum bókmenntum. Verður fundurinn haldinn í Skólabæ, Suðurgötu 26, í kvöld, miðvikudagskvöld 2. febrúar, og hefst hann kl. 20.30. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 185 orð

Skattlagning til að auka tekjur

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn tillögu meirihluta borgarráðs um hækkun á gjaldskrá Bílastæðasjóðs á fundi borgarráðs í gær. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 226 orð

Stjörnuleikur menningarborgar

Mjög mikil þátttaka var í opnunardagskrá Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000 sem fram fór sl. laugardag á rúmlega 80 stöðum víðs vegar um borgina. Meira
2. febrúar 2000 | Landsbyggðin | 179 orð | 1 mynd

Stofna félag um fiskvinnslu

Drangsnesi - Drangsnesingar fjölmenntu á stofnfund Fiskvinnslunnar Drangs ehf. sem haldinn var í Samkomuhúsinu Baldri á fimmtudagskvöldið 27. janúar sl. Hólmadrangur hf. Meira
2. febrúar 2000 | Erlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Strangari innflytjendalög

ÞRÍR af hverjum fjórum Hollendingum vilja strangari innflytjendalög, til að sporna við þeim fjölda útlendinga sem flytjast til landsins að því er kemur fram í nýrri skoðanakönnun hollensku ríkisstjórnarinnar. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 86 orð

Stuðningshópar Sóknar gegn sjálfsvígum

SÓKN gegn sjálfsvígum, líknarfélag, sem starfað hefur í tæp 3 ár, hefur stofnað stuðningshópa. Fundir eru haldnir á miðvikudagskvöldum á Héðinsgötu 2, Reykjavík kl 20. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 159 orð

Tekur við Peugeot

GUNNAR Bernhard ehf., umboðsaðili Honda á Íslandi, hefur tekið við Peugeot-umboðinu á Íslandi af Jöfri hf. Gunnar Bernhard ehf. mun selja nýjar Honda- og Peugeot-bifreiðir, fólksbíla sem og sendibíla í Vatnagörðum 24. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 456 orð

Unnið markvisst að úrbótum

HÁLFDÁN Kristjánsson, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, telur umsögn Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Heilsustofnunar, á margan hátt ómaklega, eftir því sem fram kemur í bréfi hans til landbúnaðarráðherra. Meira
2. febrúar 2000 | Miðopna | 1034 orð | 2 myndir

Upplýst samþykki enn í brennidepli

ÚTGÁFA rekstrarleyfis vegna gagnagrunns á heilbrigðissviði var fyrsta hitamál vorþings að þessu sinni en stjórnarandstæðingar gagnrýndu í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær að rekstrarleyfið hefði verið útgefið án skilmála um að leita skuli upplýsts... Meira
2. febrúar 2000 | Erlendar fréttir | 362 orð

Verst gagnrýni vegna funda með vopnasala

JAFNAÐARMENN á þýska þinginu og dagblöð í Þýskalandi kröfðust í gær afsagnar Wolfgangs Schäubles úr embætti flokksformanns Kristilegra demókrata (CDU), en samflokksmenn vörðu hann og lögðu að honum að sitja áfram. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 418 orð

Viðbragða Fjármálaeftirlitsins að vænta í næstu viku

FJÁRMÁLAEFTIRLITINU bárust í gær tillögur að nýjum verklagsreglum frá Samtökum verðbréfafyrirtækja og að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, verða þær teknar til skoðunar á næstu dögum. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 113 orð

Viðræður hafnar um sérsamninga Flóabandalagsins

Á SAMNINGAFUNDI Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins í gær var ákveðið að ríkissáttasemjari tæki að sér verkstjórn í viðræðum um sérsamninga stéttarfélaganna þriggja sem mynda Flóabandalagið og vinnuveitenda. Meira
2. febrúar 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 137 orð | 1 mynd

Vilja nýja ljósastaura

BÆJARYFIRVÖLD í Mosfellsbæ hafa skrifað Vegagerðinni og óskað eftir að gerð verði áætlun um endurnýjun ljósastaura á Vesturlandsvegi með það í huga að í stað núverandi staura komi staurar sem brotna við ákeyrslur. Meira
2. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 426 orð

Vonast eftir svari upp úr miðjum febrúarmánuði

FORSVARSMENN Austness ehf., sem sent hafa bæjaryfirvöldum í Kópavogi fyrirspurn vegna lóðar á hafnarsvæðinu þar í bæ, segjast vonast til þess að svar bæjarins liggi fyrir upp úr miðjum febrúar. Meira
2. febrúar 2000 | Erlendar fréttir | 456 orð | 1 mynd

Wiranto neitar að segja af sér

FORSETI Indónesíu, Abdurrahman Wahid, fór í gær fram á að Wiranto hershöfðingi segði af sér ráðherraembætti í stjórn landsins vegna ásakana um að hann bæri ábyrgð á mannréttindabrotum á Austur-Tímor. Meira

Ritstjórnargreinar

2. febrúar 2000 | Staksteinar | 295 orð | 2 myndir

Hin nýja stétt

BÆJARINS besta á Ísafirði fjallar í leiðara í síðustu viku um góðærið, væntanlega kjarasamninga og fjármálaviðskipti undir fyrirsögninni hér að ofan. Meira
2. febrúar 2000 | Leiðarar | 663 orð

RÉTT VIÐBRÖGÐ

VALGERÐUR Sverrisdóttir viðskiptaráðherra og Fjármálaeftirlitið undir forystu Páls Gunnars Pálssonar hafa brugðizt rétt og af röggsemi við þeim upplýsingum, sem fram hafa komið að undanförnu um undanþágur, sem nokkrar fjármálastofnanir hafa veitt... Meira

Menning

2. febrúar 2000 | Menningarlíf | 127 orð

Abel Snorko á Stóra sviðinu

LEIKRITIÐ Abel Snorko býr einn eftir Eric-Emmanuel Schmitt, sem sýnt hefur verið á Litla sviði Þjóðleikhússins vel á annað ár, verður nú leikið nokkrum sinnum á Stóra sviðinu. Meira
2. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 125 orð | 2 myndir

Allir á leikinn

DRÆM aðsókn var að kvikmyndahúsum vestanhafs vegna þess að úrslitaleikir í ameríska fótboltanum áttu hug og hjarta flestra. Kvikmyndin "Eye of the Beholder" var mest sótt, en hún var frumsýnd í síðustu viku. Meira
2. febrúar 2000 | Myndlist | 686 orð | 2 myndir

BLÁR

Opið alla daga frá 14-18. Til 6. febrúar. Aðgangur ókeypis. Meira
2. febrúar 2000 | Menningarlíf | 885 orð

Einn söguþráður eða margir

Ný saga. Tímarit Sögufélags. 11. árg. 1999. Ritstjórar: Guðmundur J. Guðmundsson, Guðmundur Jónsson og Sigurður Ragnarsson. 104 bls. Meira
2. febrúar 2000 | Kvikmyndir | 539 orð

Er þetta þá draumurinn?

Leikstjóri: Sam Menges. Handrit: Alan Ball. Kvikmyndataka: Conrad Hall. Aðalhlutverk: Kevin Spacey, Annette Bening, Thora Birch, Chris Cooper, Peter Gallagher, Mena Suvari, Wes Bentley. 1999. Meira
2. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 142 orð | 2 myndir

Fegurð, bein og englar

EKKERT lát er á vinsældum hinnar íslensku kvikmyndar Engla alheimsins og situr hún sem fastast í efsta sæti kvikmyndalistans, fimmtu vikuna í röð. Meira
2. febrúar 2000 | Menningarlíf | 708 orð | 1 mynd

Friður í 50 ár

Leiðin frá hlutleysi 1940-1949, Friður í skjóli vopna 1949-1974, Ný viðhorf í varnarmálum 1974-1999. Þættir gerðir fyrir Ríkisútvarpið í tilefni af 50 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins. Höfundur handrits: Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Framleiðendur Sigurgeir Orri Sigurgeirsson og Ólafur Jóhannesson. Kvikmyndagerðin Leifur heppni 1999. Meira
2. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 372 orð | 1 mynd

Handbók fyrir fótboltafíkla

European Football, a Fan's Handbook - A Rough Guide. The Rough Guides gefur út 1999, Penguin dreifir. Kostaði um 1.000 kr. í Blackwells-bókabúðinni í Charing Cross Road í Lundúnum. Meira
2. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 105 orð | 2 myndir

Hip-hop á Netinu

FRÁ því í gær hefur áhugamönnum um hip-hop-tónlist gefist kostur á að velja sinn eftirtlætis hip-hoppara og sínar eftirlætis vefsíður um slíka tónlist á vefsíðunni www.onlinehiphopawards.com . Á síðunni eru fimmtán flokkar sem hægt er að kjósa í, þ.m.t. Meira
2. febrúar 2000 | Menningarlíf | 351 orð | 2 myndir

Hugmyndir hönnuða um kröfur neytenda 21. aldarinnar

FINNSKU hönnunarsýningunni "Find" verður hleypt af stokkunum í dag, samtímis í öllum níu menningarborgum Evrópu; Avignon, Bergen, Bologna, Brussel, Helsinki, Kraká, Prag, Reykjavík og Santiago de Compostela. Meira
2. febrúar 2000 | Bókmenntir | 553 orð

Ljóðasleppingar

Ljóð 13 skálda. Nykur. 2000 - 77 bls. Meira
2. febrúar 2000 | Menningarlíf | 344 orð | 1 mynd

Lok og upphaf

VERKI Hlyns Hallssonar lýkur fimmtudaginn 3. febrúar kl. 18 í miðrými Kjarvalsstaða. Verkið ber yfirskriftina "Dagbók" og hefur listamaðurinn ritað dagbók á 24 metra langan vegg sl. þrjár vikur. Meira
2. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 322 orð | 1 mynd

Meinsemd mafíunnar

Midnight in Sicily, ferða- og þjóðfélagssaga eftir Peter Robb. Vintage Books gefur út. Mars 1999. 400 síður. Kostaði 104 franka, um 1.100 kr., í FNAC í Chatelet les Halles í París. Meira
2. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 479 orð | 3 myndir

Moðkennt munkapopp

Arnar Eggert Thoroddsen menningarfræðingur skrifar um nýjustu plötu Enigma, "The Screen Behind the Mirror". Meira
2. febrúar 2000 | Bókmenntir | 549 orð | 1 mynd

Mælt á abkaz og xhosa

eftir Baldur Ragnarsson, Háskólaútgáfan, Reykjavík, 1999, 399 bls. Meira
2. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 168 orð | 1 mynd

Ólík listform nutu sín

DAGSKRÁ menningarborgarinnar var hleypt af stokkunum á laugardaginn og safnaðist ungt fólk saman í Hinu húsinu en þar var opið hús og fjölbreytt dagskrá allan daginn. Meira
2. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 252 orð | 1 mynd

Órafmagnaður Will Oldham

FYRIR ári síðan kom bandaríski tónlistarmaðurinn Will Oldham til Íslands og spilaði á Gauki á Stöng fyrir íslenska áheyrendur, en þá kynnti hann sig sem Bonnie Prince Billy og flutti lög af plötu sinni "I See a Darkness". Meira
2. febrúar 2000 | Kvikmyndir | 352 orð

"Ekki er rótt að eiga nótt..."

Leikstjóri William Malone. Handritshöfundur Dick Beebe. Tónskáld Don Davis. Kvikmyndatökustjóri Rick Bota. Aðalleikendur Geoffrey Rusj, Famke Janssen, Peter Gallagher, Taye Diggs, Ali Larter, Chris Kattan, Bridgette Wilson, Max Perlich. Lengd 92 mín. Bandarísk. JM/Warner Bros. 1999. Meira
2. febrúar 2000 | Menningarlíf | 46 orð | 1 mynd

Reikað um í bláu rými

GESTIR á útimyndlistarsýningu listamiðstöðvar í Costa Mesa í Kaliforníu njóta þess að ganga um bláleita ranghala listaverksins "Archipelago", sem útleggst annaðhvort sem eyjaklasi eða eyjahaf. Meira
2. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 36 orð | 1 mynd

Rússnesk veisla Café Bleu

Í VEISLU Borgarleikhússins eftir frumsýningu Djöflanna 21. janúar síðastliðinn var borinn fram rússneskur matur frá veitingastaðnum Café Bleu í Kringlunni, en með myndum frá veislunni var ranglega farið með nafn veitingastaðarins. Meira
2. febrúar 2000 | Menningarlíf | 246 orð | 1 mynd

Samkomulag um rekstur Snorrastofu

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra og forráðamenn Snorra stofu í Reykholti undirrituðu á dögunum samkomulag um framlag menntamálaráðuneytisins til stofnkostnaðar og reksturs Snorrastofu næstu árin. Meira
2. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 67 orð | 5 myndir

Snákaskinn í nærfötin

ALÞJÓÐLEG nærfatatískusýning var haldin í París í síðustu viku og var hún hluti af tískuviku sem stóð yfir í borginni. Meira
2. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 92 orð | 1 mynd

Spielberg heiðraður

SAMTÖK leikstjóra í Bandaríkjunum hafa ákveðið að veita leikstjóranum Steven Spielberg sín æðstu heiðursverðlaun í ár fyrir framlag hans til kvikmynda. Verðlaunin voru síðast veitt árið 1998 og var það þá Francis Ford Coppola sem hlaut þau. Meira
2. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 314 orð | 1 mynd

Tvær myndir bestar á Sundance

KVIKMYNDAHÁTÍÐ lítilla og óháðra kvikmynda sem kennd er við smábæinn Sundance í Utah-ríki lauk um helgina. Meira
2. febrúar 2000 | Menningarlíf | 49 orð

Upplestur Ritlistarhóps Kópavogs

UPPLESTUR á vegum Ritlistarhóps Kópavogs verður fimmtudaginn 3. febrúar kl. 17 í Gerðarsafni. Meira
2. febrúar 2000 | Menningarlíf | 634 orð

Útvarp á nýrri öld

Vegleg útvarpsþáttahátíð verður haldin í Háskólabíói 2.-5. febrúar á vegum menningarborgar og RÚV. Meira
2. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 188 orð | 1 mynd

Val Kilmer bætir óvinum í safnið

ENN fjölgar óvildarmönnum Val Kilmer. Í gegnum árin hefur hann fengið á sig það orðspor að vera erfiður í umgengni og ósamvinnuþýður í meira lagi. Meira
2. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 999 orð | 2 myndir

Vandi fylgir vegsemd hverri

EF TIL VILL er hægt að deila um það hvort Diego Maradona sé mesti knattspyrnumaður allra tíma. Meira
2. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 179 orð | 1 mynd

Þrúgandi veruleiki vinnunnar

Leikstjórn og handrit: Mike Judge. Aðalhlutverk: Jennifer Aniston, Ron Livingston, David Herman og Ajay Naidu. (90 mín.) Bandaríkin. Skífan, janúar 2000. Öllum leyfð. Meira

Umræðan

2. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 33 orð | 1 mynd

40 ÁRA afmæli .

40 ÁRA afmæli . Hinn 4. febrúar nk. verður fertug Hrafnhildur Sigurðardóttir, félagsmálastjóri, Miðtúni 13, Seyðisfirði . Hún og eiginmaður hennar, Lárus Bjarnason, taka á móti gestum í félagsheimilinu Herðubreið, Seyðisfirði, frá kl. 20. Meira
2. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 37 orð | 1 mynd

85 ÁRA afmæli .

85 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 2. febrúar, verður áttatíu og fimm ára Fanney Þorsteinsdóttir frá Drumboddsstöðum í Biskupstungum, Rauðarárstíg 34, Reykjavík . Hún tekur á móti gestum í kvöld kl. 20 í Grand Hótel Reykjavík (Háteigur), Sigtúni... Meira
2. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 55 orð

Bridsfélag Hafnarfjarðar Í kvöld, miðvikudagskvöld, 2.

Bridsfélag Hafnarfjarðar Í kvöld, miðvikudagskvöld, 2. feb. hefst okkar árlega SÍF keppni. Við spilum 3ja kvölda Monrad sveitakeppni með 10 spilum milli sveita. Þrjár efstu sveitirnar fá andvirði keppnisgjaldsins á Flugleiðamótið í verðlaun í boði SÍF. Meira
2. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 126 orð

Bridsfélag Hafnarfjarðar Miðvikudaginn 26.

Bridsfélag Hafnarfjarðar Miðvikudaginn 26. janúar voru spilaðar 5 síðustu umferðirnar í A.-Hansen-mótinu. Úrslit þetta kvöld urðu þannig: Jón N. Gíslason - Snjólfur Ólafsson +56 Sigurjón Harðarson - Haukur Árnason +49 Hulda Hjálmarsd. - Halldór Þórólfss. Meira
2. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 86 orð

Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 27.

Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 27. janúar lauk tveggja kvölda Board a match sveitakeppni. Lokastaðan varð þessi: Sveit Vina 67 Sveit Þórðar Björnssonar 64 Sveit Ármanns J. Lárusson 62 Sveit Þróunar 58 Í Sveit Vina spiluðu Árni M. Björnsson, Gísli Þ. Meira
2. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 436 orð

Bridsfélag Siglufjarðar Nú stendur yfir aðalsveitakeppni...

Bridsfélag Siglufjarðar Nú stendur yfir aðalsveitakeppni félagsins með þátttöku 10 sveita. Spilaðir eru tveir 12 spila leikir á kvöldi, tvöföld umferð. Eftir fjögur kvöld, þ.e. að 8 leikjum loknum, er staða efstu sveita þessi: Sv. Meira
2. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 83 orð

Bridsfélög Borgarfjarðar og Borgarness Opna Borgarfjarðarmótið...

Bridsfélög Borgarfjarðar og Borgarness Opna Borgarfjarðarmótið í sveitakeppni hófst síðastliðinn miðvikudag með þátttöku 12 sveita. Mótið er samhliða meistaramót beggja félaganna og verður það vonandi til að auka samskipti þessara ágætu vinafélaga. Meira
2. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 648 orð

Dónaskapur og tillitsleysi

FÖSTUDAGINN 28. janúar sl. skrifar Sigrún í Velvakanda Morgunblaðsins og segir að fólk eigi að tala saman um málefni katta. Síðan kemur fram á ritvöllinn annar spekingur og lætur ljós sitt skína. Meira
2. febrúar 2000 | Aðsent efni | 1093 orð | 1 mynd

Fæðubót með líftækni

Erfðabreytt matvæli, segir Einar Mäntylä, eru í flestum tilvikum betri, heilnæmari og umhverfisvænni. Meira
2. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 59 orð

GRÁTITTLINGURINN

Ungur var ég, og ungir austan um land á hausti laufvindar blésu ljúfir, lék ég mér þá að stráum. En hretið kom að hvetja harða menn í bylsennu. Þá sat ég ennþá inni alldapur á kvenpalli. Meira
2. febrúar 2000 | Aðsent efni | 881 orð | 1 mynd

Háskóli Íslands?

Háskóli Íslands á ekki svo mikið sem að velta fyrir sér nafnbreytingu Viðskiptaháskólans, segir Halldór Halldórsson, heldur leyfa þeim skóla að nota það nafn sem enginn var hvort eð er að nota. Meira
2. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 546 orð

Hinir ósnertanlegu

Töluverð umræða er nú uppi um útburði Félagsbústaða og hefur hinn vaski þingmaður vinstri-grænna gerst sjálfskipaður talsmaður 50-menninganna. Meira
2. febrúar 2000 | Aðsent efni | 2950 orð

Höfuðágallar gildandi fiskveiðistjórnar

Orðsending til svokallaðrar sáttanefndar um fiskveiðistjórnun frá Jóni Sigurðssyni, Miðleiti 7, 103 Reykjavík. Meira
2. febrúar 2000 | Aðsent efni | 174 orð

Höfuðágallar gildandi fiskveiðistjórnar

Á Vefsíðu Morgunblaðsins, Mbl.is, hefur nú verið birt sérstök orðsending Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, um "Höfuðágalla gildandi fiskveiðistjórnunar". Meira
2. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 388 orð

Íslensk fyndni - íslensk sorg

Laugardaginn 29. janúar sl. birti DV frétt af uppnámi í Ásaprestakalli í Skaftártungum. Þar segir í stuttu máli af því, að presturinn þar, sem er kona, hafi ,,sagt sig frá kjóli og kalli í kjölfar erfiðleika í starfi sökum óreglu. Meira
2. febrúar 2000 | Aðsent efni | 698 orð | 1 mynd

Í tindátaleik með hagsmuni almennings

En þolendur í þessu einkastríði Sveins Kristinssonar og félaga, segir Pétur Ottesen, eru ekki þeir sem vopnunum er beint að. Meira
2. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 487 orð

MIKLAR umræður spretta upp með reglulegu...

MIKLAR umræður spretta upp með reglulegu millibili um gæði grænmetis og ferskleika í matvörum yfirleitt í matvöruverslunum landsmanna. Meira
2. febrúar 2000 | Aðsent efni | 1001 orð | 1 mynd

Nýju fötin keisarans

Sjávarútvegur er frumvinnslugrein á Íslandi, segir Bergljót Halldórsdóttir, og enn er ekkert komið í staðinn. Meira
2. febrúar 2000 | Aðsent efni | 836 orð | 1 mynd

Reiknum út rætur verðbólgunnar

Ef umræða um rætur verðbólgu á að komast á vitrænan grunn, segir Jón Ásgeir Jóhannesson, verður að taka hér saman heildsöluvísitölu eins og í öðrum löndum. Meira
2. febrúar 2000 | Aðsent efni | 965 orð | 1 mynd

Staðreyndir um Canada 3000

Öll umræða um Keflavíkurflugvöll er jákvæð, segir Steinþór Jónsson, en allar staðreyndir verða að vera á hreinu. Meira
2. febrúar 2000 | Aðsent efni | 390 orð | 1 mynd

Undarlegur tvískinnungur eða skilningsleysi

Á íslenskum smásölumarkaði er bullandi samkeppni, segir Sigurður Lárusson í svari til Jóns Magnússonar. Meira

Minningargreinar

2. febrúar 2000 | Minningargreinar | 785 orð | 1 mynd

AUÐBJÖRG BRYNJÓLFSDÓTTIR

Auðbjörg Brynjólfsdóttir fæddist í Reykjavík 1. nóvember 1929. Hún lést 17. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 26. janúar. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2000 | Minningargreinar | 969 orð | 1 mynd

ÁSTDÍS GUÐMANNSDÓTTIR

Ástdís Guðmannsdóttir fæddist í Jórvík í Álftaveri í V-Skaftafellssýslu 13. janúar 1941. Hún lést á heimili sínu 23. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru: Guðmann Ísleifsson, bóndi í Jórvík, f. 11. nóvember 1901, d. 22. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2000 | Minningargreinar | 628 orð | 1 mynd

GRÉTA GUNNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR OG GUÐMUNDUR ÓSKAR HELGASON

Gréta Gunnhildur Sigurðardóttir fæddist í Skógum, Kolbeinsstaðahreppi, 1. sept. 1907. Hún lést 7. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Þórðarson og Guðrún Guðjónsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2000 | Minningargreinar | 2687 orð | 1 mynd

GUNNLAUGUR JÓNSSON

Gunnlaugur Jónsson fæddist í Reykjavík 9. janúar 1943. Hann lést hinn 20. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 31. janúar. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2000 | Minningargreinar | 1182 orð | 1 mynd

KATRÍN NØRGAARD VIGFÚSSON

Katrín Nørgaard Vigfússon fæddist í Gullerup á Mors í Limafirði í Danmörku 28. mars 1904. Hún lést 11. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 21. janúar. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2000 | Minningargreinar | 924 orð | 1 mynd

MAGNI GUÐMUNDSSON

Magni Guðmundsson fæddist í Stykkishólmi 3. ágúst 1916. Hann lést á Hrafnistu 24. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson frá Narfeyri, útgerðarstjóri, og kona hans Guðrún Einarsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2000 | Minningargreinar | 241 orð | 1 mynd

NÚMI ÞORBERGSSON

Númi Þorbergsson fæddist í Grafarholti í Stafholtstungum 4. september 1911. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 19. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 28. desember. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2000 | Minningargreinar | 1797 orð | 1 mynd

SCHUMANN DIDRIKSEN

Schumann Didriksen kaupmaður fæddist í Þórshöfn í Færeyjum 16. nóvember 1928. Hann lést á heimili dóttur sinnar 22. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Christian Didriksen frá Vestmanna, f. 19.10. 1896, d. 10.11. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2000 | Minningargreinar | 1110 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR J. GUÐMUNDSDÓTTIR

Sigríður fæddist í Reykjavík 17. nóvember 1918. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Grensásdeild, 19. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Valgerður Viglundsdóttir, f. 13. september 1883, d. 9. febrúar 1954, og Guðmundur Magnússon, f. 22. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2000 | Minningargreinar | 338 orð | 1 mynd

SIGURBORG ÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR

Sigurborg Þóra Sigurðardóttir fæddist í Lækjarhúsum í Borgarhöfn í Suðursveit 17. október 1926. Hún lést á Vífilsstaðaspítala 12. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 21. janúar. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2000 | Minningargreinar | 339 orð | 1 mynd

UNNUR JÖNSSON

Unnur Jönsson var fædd í Reykjavík 27. ágúst 1912. Hún andaðist á Elliheimilinu Grund, þriðjudaginn 25. janúar síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Jóns Guðnasonar, fisksala og Hallberu Ottadóttur, húsmóður, og var hún þriðja í röð fjögurra systkina. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2000 | Minningargreinar | 3188 orð | 1 mynd

ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON

Þorsteinn Guðjónsson fæddist í Reykjavík 4. október 1928. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 21. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 31. janúar. Vegna mistaka í vinnslu féll niður millifyrirsögn á undan minningargrein Sigurðar Þórðarsonar um Þorstein Guðjónsson á blaðsíðu 43 í Morgunblaðinu sunnudaginn 30. janúar. Þar átti að standa: Kveðja frá Ásatrúarfélaginu. Hlutaðeigendur eru beðnir að afsaka þessi mistök. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2000 | Minningargreinar | 1096 orð | 1 mynd

ÖRLYGUR ARON STURLUSON

Örlygur Aron Sturluson fæddist í Keflavík 21. maí 1981. Hann lést af slysförum í Njarðvík 16. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Njarðvíkurkirkju 27. janúar. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

2. febrúar 2000 | Viðskiptafréttir | 142 orð

Eimskip selur Dettifoss

EIMSKIP hefur gengið frá sölu á skipi sínu, m/s Dettifossi. Kaupandi er þýska skipafélagið BAUM, í Nordenham. Söluverð skipsins er 249 milljónir króna og er söluhagnaður áætlaður rúmlega 120 milljónir króna. Meira
2. febrúar 2000 | Viðskiptafréttir | 565 orð

Góður samstarfsandi lykilatriði

KAUPÞING hf. hefur keypt 21,6% hlut Þorsteins Vilhelmssonar og fjölskyldu hans í Samherja hf. og er kaupverðið rúmir þrír milljarðar króna, en að sögn Sigurðar Einarssonar, forstjóra Kaupþings, voru bréfin keypt á genginu 10,6. Meira
2. febrúar 2000 | Viðskiptafréttir | 291 orð

Hagnaður jókst um 37%

Eftir aukinn hagnað upp á 37 prósent á síðastliðnu ári og hlutabréf, stefnir sænska keðjan Hennes & Maurits enn hærra. Á árinu er ætlunin að loka 16 búðum, en opna 90, þar af fimm í Bandaríkjunum, sem er nýr markaður H&M. Meira
2. febrúar 2000 | Viðskiptafréttir | 154 orð

Hrein raunávöxtun 14%

Líeyrissjóðurinn Lífiðn skilaði 14% hreinni raunávöxtun fyrir árið 1999 samkvæmt endurskoðuðu ársuppgjöri sjóðsins sem nú liggur fyrir en hrein raunávöxtun sjóðsins nam 5,1% á árinu 1998. Meðalraunávöxtun frá stofnun sjóðsins er 9,7%. Meira
2. febrúar 2000 | Viðskiptafréttir | 151 orð

Kaup Kögunar á VKS samþykkt

STJÓRN Kögunar hf. hefur samþykkt að nýta heimild til að auka hlutafé fyrirtækisins um 15 milljónir í því skyni að kaupa 90% hlut í Verk- og kerfisfræðistofunni (VKS). Heimildin var veitt á aðalfundi Kögunar í síðustu viku. Meira
2. febrúar 2000 | Viðskiptafréttir | 216 orð

Niðurstöður vaxtafundar kynntar í dag

Tveggja daga vaxtafundur bankaráðs bandaríska seðlabankans hófst í gær en búist er við ákvörðunum til hækkunar stýrivaxta. Meira
2. febrúar 2000 | Viðskiptafréttir | 286 orð

Ráðherra fer með rangt mál

RANNVEIG Guðmundsdóttir alþingismaður segir Pál Pétursson félagsmálaráðherra fara með rangt mál, í viðtali við Morgunblaðið í gær, að sú reglugerðarbreyting sem gerð var á húsbréfakerfinu í lok desember geri alla íbúðakaupendur jafnsetta. Meira
2. febrúar 2000 | Viðskiptafréttir | 659 orð | 1 mynd

Stefna á markað í 12 löndum fyrir árslok

FRYSTI- og kælitækjaverksmiðjan Thermo Plus Europe á Íslandi hf., sem staðsett er í Reykjanesbæ, hefur opnað söluskrifstofu í Bretlandi. Meira
2. febrúar 2000 | Viðskiptafréttir | 173 orð

Tvöfalt hraðari útgjaldaaukning

ÚTGJÖLD bandarískra neytenda jukust meira en tvöfalt hraðar á seinasta ári en sem nam aukningu tekna, sagði í tilkynningu bandaríska viðskiptaráðuneytisins á mánudag. Meira
2. febrúar 2000 | Viðskiptafréttir | 216 orð

Tæknival selur í Axi

STJÓRN Tæknivals hf. tilkynnti Verðbréfaþingi Íslands á mánudag að sala á öllum hluta Tæknivals í Axi hugbúnaðarhúsi hf. hefði verið staðfest. Um er að ræða 25% hlut í fyrirtækinu á genginu 1,9, en nafnverð bréfanna er 75 milljónir kr. Meira
2. febrúar 2000 | Viðskiptafréttir | 297 orð

Vaxtamunur má ekki minnka

Óvissa um gengi krónunnar hefur, að mati Landsbankans, almennt aukist vegna vaxandi verðbólgu, viðskiptahalla og kjarasamninga. Bankinn segir verðbólgu hér á landi alltof háa. Hún sé allt að þrisvar sinnum hærri en í okkar helstu viðskiptalöndum, t.d. Meira
2. febrúar 2000 | Viðskiptafréttir | 340 orð

Það stendur sem sagt hefur verið

HALLDÓR J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands, segist fagna því að Páll Pétursson, félagsmálaráðherra, skuli vera tilbúinn að skoða þann möguleika að tiltekinn þáttur í starfsemi Íbúðalánasjóðs verði yfirtekinn af bankakerfinu. Meira

Fastir þættir

2. febrúar 2000 | Dagbók | 3730 orð

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri...

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Meira
2. febrúar 2000 | Fastir þættir | 93 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridshátíð Flugleiða, BSÍ og BR Nítjánda bridshátíðin verður haldin á Hótel Loftleiðum 18. - 21. febrúar. Meira
2. febrúar 2000 | Dagbók | 796 orð

DAGBÓK

Í dag er miðvikudagur 2. febrúar, 33. dagur ársins 2000. Kyndilmessa. Orð dagsins: Ég hefi elskað yður, eins og faðirinn hefur elskað mig. Verið stöðugir í elsku minni. Meira
2. febrúar 2000 | Fastir þættir | 66 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Hvítur á leik Tal Norðurlanda er án nokkurs vafa sænski stórmeistarinn Jonny Hector. Það fyrirfinnst varla djarfari og brögðóttari stórmeistari en hann. Meira
2. febrúar 2000 | Í dag | 715 orð

Tónleikar hjá KFUM & K

KANGAKVARTETTINN heldur tónleika á föstudaginn, 4. febrúar, í aðalstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg kl. 20.30. Kangakvartettinn er skipaður systrunum Heiðrúnu og Ólöfu Inger Kjartansdætrum og Helgu Vilborgu og Öglu Mörtu Sigurjónsdætrum. Meira

Íþróttir

2. febrúar 2000 | Íþróttir | 491 orð | 1 mynd

ARNAR Gunnlaugsson skoraði fyrir varalið Leicester,...

ARNAR Gunnlaugsson skoraði fyrir varalið Leicester, sem gerði 2:2 jafntefli við Chelsea í fyrrakvöld. LEICESTER mætir Aston Villa í seinni leik liðanna í undanúrslitum deildabikarsins í kvöld. Meira
2. febrúar 2000 | Íþróttir | 239 orð

Aukin samkeppni hjá Guðmundi í Geel í Belgíu

MIKLAR breytingar hafa orðið í herbúðum belgíska liðsins KFC Verbroedering Geel, sem Guðmundur Benediktsson leikur með. Þjálfari liðsins var látinn víkja í síðustu viku og forráðamenn liðsins eru sagðir hafa komið á samstarfi við ungverska liðið MTK Búdapest sem felur í sér að fjöldi ungverskra leikmanna er á leið til Geel. Meira
2. febrúar 2000 | Íþróttir | 156 orð

Essen vill Pál áfram

FORRÁÐAMENN þýska 1. deildarliðsins TUSEM Essen hafa boðið Páli Þórólfssyni að leika áfram með liðinu næsta vetur. Samningur Páls rennur út í vor en hann hefur leikið með liðinu undanfarin tvö ár. Meira
2. febrúar 2000 | Íþróttir | 193 orð

Fimm breytingar á íslenska liðinu

ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur gert fimm breytingar á byrjunarliðinu, sem mætir Finnum í dag á Norðurlandamótinu á La Manga á Spáni. Þeir Birkir Kristinsson, Arnar Þór Viðarsson, Sverrir Sverrisson, Þórður Guðjónsson og Bjarki Gunnlaugsson koma inn í liðið í stað Árna Gauts Arasonar, Auðuns Helgasonar, Indriða Sigurðssonar, Sigurðar Arnar Jónssonar og Tryggva Guðmundssonar sem léku gegn Noregi á mánudaginn. Meira
2. febrúar 2000 | Íþróttir | 112 orð

Gummersbach bjargað fyrir horn

GUMMERSBACH-aðdáendur geta andað léttar um stund. Stórfyrirtækið SMM tilkynnti um helgina að fyrirtækið myndi hjálpa Gummersbach áfram til loka þessa tímabils í handknattleik og greiða ákveðna upphæð sem ætti að duga til að bjarga rekstrinum fyrir horn. Meira
2. febrúar 2000 | Íþróttir | 371 orð | 1 mynd

Hardaway kom, sá og sigraði

PENNY Hardaway hlaut óblíðar móttökur í fyrstu heimsókn sinni til Orlando eftir að hann yfirgaf körfuknattleikslið heimamanna í NBA-deildinni. Eigi að síður gerði hann 21 stig fyrir lið sitt, Phoenix Suns, sem fór með sigur af hólmi, 117:113. Meira
2. febrúar 2000 | Íþróttir | 90 orð

Heine Brandt bjartsýnn

HEINE Brandt, landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik, reynir að blása lífi í glæður landsliðsins eftir ófarirnar í Króatíu og segir að þessi lélegasti árangur þýsks landsliðs á stórmóti hafi verið einstök óheppni sem ekki muni endurtaka sig. Meira
2. febrúar 2000 | Íþróttir | 79 orð

Hermann nær fyrri hálfleiknum

HERMANN Heiðarsson þarf að fljúga til Englands klukkan fjögur í dag að staðartíma og nær því varla nema fyrri hálfleiknum á móti Finnum. Leikurinn hefst klukkan 12.30 og fyrri hálfeikurinn ætti að vera búinn um klukkan 13. Meira
2. febrúar 2000 | Íþróttir | 176 orð

Íslenska landsliðið í knattspyrnu tók lífinu...

Íslenska landsliðið í knattspyrnu tók lífinu með ró í gær enda voru menn stífir og þreyttir eftir leikinn við Norðmenn á mánudaginn. Tæplega tveggja klukkustunda löng æfing var í gærmorgun og síðan gaf Atli leikmönnum frí fram að fundi klukkan átta. Meira
2. febrúar 2000 | Íþróttir | 156 orð | 1 mynd

Jóhanna tvíbætti Íslandsmetið

JÓHANNA Eiríksdóttir gerði sér lítið fyrir og tvíbætti Íslands-metið í bekkpressu á meistaramótinu um sl. helgi. Jóhanna lyfti fyrst 65 kg, síðan 68,5 kg, sem er Íslandsmet. Meira
2. febrúar 2000 | Íþróttir | 63 orð

"Eyjapeyjar" undirbúa hlutafélag

STOFNUN fjárfestingahlutafélags í tengslum við ÍBV er í undirbúningi. Ætlunin er að stofna hlutafélag sem sjálfstæðan bakhjarl fyrir félagið, á svipuðum nótum og KR-Sport var stofnað í tengslum við KR fyrir ári. Meira
2. febrúar 2000 | Íþróttir | 248 orð

"Kom mér ekki á óvart"

Birkir Kristinsson hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu síðustu ár, en hann segir það ekki hafa komið sér á óvart að vera ekki í byrjunarliðinu á móti Norðmönnum. "Ég átti von á öllu í þeim málum. Meira
2. febrúar 2000 | Íþróttir | 359 orð | 1 mynd

Ríkharður sagðist halda að rekja mætti...

"ÉG er alveg hættur að hugsa um þetta HSV-mál enda hættu forráðamenn félagsins við að kaupa mig þegar þeir komust að því að ég gæti ekki rétt alveg úr öðrum fætinum. Ég fór til læknis norska landsliðsins fyrir tveimur vikum, en hann er sérfræðingur í svona meiðslum, og hann sagði að þetta myndi ekkert há mér," sagði Ríkharður Daðason, leikmaður með Viking í Noregi, en þýska liðið Hamburger Sportverein ætlaði að kaupa hann á dögunum en ekkert varð af því eftir læknisskoðun. Meira
2. febrúar 2000 | Íþróttir | 71 orð

Slasaðist í hvíld

ERIK Hoftun, landsliðsmaður Norðmanna í knattspyrnu, hefur verið sendur heim frá La Manga. Hann meiddist á óvenjulegan hátt, á meðan hann lá fyrir og hvíldi sig á herbergi sínu. Meira
2. febrúar 2000 | Íþróttir | 80 orð

Stormur hamlaði för Völu

STORMVIÐRI á Eyrarsundi kom í veg fyrir að Vala Flosadóttir stangarstökkvari keppti á alþjóðlegu móti í Vínarborg í gær, en henni hafði fyrir nokkru verið boðið til mótsins. Meira
2. febrúar 2000 | Íþróttir | 153 orð

Veit lítið um íslenska liðið

ANTTI Muurinen, landsliðsþjálfari Finna, segist vita afskaplega lítið um íslenska landsliðið og því sé ekki um neitt annað að ræða en leika þá knattspyrnu sem þeir séu vanir og sjá til hvað það dugi. Meira
2. febrúar 2000 | Íþróttir | 234 orð | 1 mynd

Það er í mörg horn að líta

Það er í mörg horn að líta þegar búa þarf landslið út til eins og Norðurlandamótið knattspyrnu, ekki síst þegar það fer fram fjarri heimahögum. Gríðarlega mikill farangur fylgir hverju liði og t.d. Meira
2. febrúar 2000 | Íþróttir | 49 orð

Þrír ættliðir í íslensku landsliði

ÞEGAR Þórhallur Hinriksson úr KR lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Norðmönnum á La Manga í fyrradag varð hann þriðji ættliðurinn til að leika með íslenska knattspyrnulandsliðinu. Meira

Úr verinu

2. febrúar 2000 | Úr verinu | 182 orð

Bandaríkin auka saltfisksölu til Portúgals

STAÐA Norðmanna á saltfiskmörkuðunum í Portúgal virðist geta verið í nokkurri hættu, samkvæmt skýrslu sem viðskiptadeild bandaríska sendiráðsins í Lissabon hefur gert. Samkvæmt henni hefur verð á blautverkuðum og þurrkuðum norskum saltfiski hækkað svo mikið, að möguleikar hafa opnazt á innflutningi á ódýrari fiski frá Bandaríkjunum og Kanada. Meira
2. febrúar 2000 | Úr verinu | 418 orð

BÁTAR Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist.

BÁTAR Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist. afla Sjóf. Löndunarst. Meira
2. febrúar 2000 | Úr verinu | 325 orð | 2 myndir

Bergur VE heim eftir endurbyggingu ytra

Vestmannaeyjum - BERGUR VE 44 kom til heimahafnar í Eyjum sl. föstudag eftir miklar breytingar í Póllandi. Má segja að skipið sé nú sem nýtt því skrokkur þess hefur allur verið endurbyggður sem og yfirbygging og búið er að innrétta skipið upp á nýtt og endurnýja mest af búnaði þess. Meira
2. febrúar 2000 | Úr verinu | 139 orð

Danir kaupa mikið af laxi

ÚTFLUTNINGUR Norðmanna á laxi vex stöðugt og sömu sögu má reyndar segja af fiskeldi nánast alls staðar í heiminum. Meira
2. febrúar 2000 | Úr verinu | 12 orð

ERLEND SKIP Nafn Stærð Afli Uppist.

ERLEND SKIP Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
2. febrúar 2000 | Úr verinu | 300 orð

ESB leyfir innflutning á nílarkarfa að nýju

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins aflétti á mánudag innflutngingsbanni á nílarkarfa sem kemur frá Tansaníu. Bannið var sett á í lok mars á síðasta ári vegna gruns um að fiskimenn í Viktoríuvatni veiddu fisk með því að setja eitur í vatnið eða með því að sprengja fiskinn upp úr vatninu með dínamíti. Meira
2. febrúar 2000 | Úr verinu | 202 orð | 1 mynd

Fiskbökur frá Kúttmagakoti

Vestmannaeyjum - Framleiðsla er hafin á fiskbökum hjá fiskverkuninni Kúttmagakoti í Eyjum. Að sögn Ásmundar Friðrikssonar í Kúttmagakoti er þetta tilraun sem verið er að gera til að víkka út starfsemi fyrirtækisins. Meira
2. febrúar 2000 | Úr verinu | 58 orð

Fiskbökur frá Kúttmagakoti

FRAMLEIÐSLA er hafin á fiskbökum hjá fiskverkuninni Kútmagakoti í Eyjum. Að sögn Ásmundar Friðrikssonar í Kúttmagakoti er þetta tilraun sem verið er að gera til að víkka út starfsemi fyrirtækisins. Meira
2. febrúar 2000 | Úr verinu | 146 orð

Flytja túnfisk á ný til Bandaríkjanna

TÚNFISKIÐNAÐURINN í Mexíkó lítur nú framtíðina bjartari augum níu mánuðum eftir að innflutningsbanni til Bandaríkjanna hefur verið aflétt. Bann var sett við innflutningnum fyrir 10 árum vegna þess hve mikið af höfrungum var drepið við veiðarnar. Meira
2. febrúar 2000 | Úr verinu | 290 orð | 1 mynd

Hafa selt 30 nýja dýptarmæla frá Simrad

FLAGGSKIPIÐ frá Simrad, Simrad ES60-dýptarmælirinn, hefur slegið í gegn og að sögn Ögmundar Friðrikssonar, framkvæmdastjóra Friðriks A. Jónssonar ehf., hefur fyrirtækið selt um 30 slíka mæla undanfarin misseri. Aukin umsvif hafa kallað á stærra húsnæði og 10. febrúar nk. flytur fyrirtækið sig um set í Örfirisey, fer frá Fiskislóð 90 að Eyjarslóð 7, í stórt og gott húsnæði við hliðina á Seglagerðinni Ægi. Meira
2. febrúar 2000 | Úr verinu | 433 orð | 1 mynd

Heimasíða um sjávarútvegsmál

ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Selsvör ehf. í Reykjavík opnaði í gær, 1. febrúar, heimasíðu á Netinu. Á slóðinni, sem er mar.is, eru nokkrar leitarvélar þar sem verður hægt að finna nánast allt sem við kemur sjávarútvegi á Íslandi, að sögn Sigurjóns M. Egilssonar útgáfustjóra. Meira
2. febrúar 2000 | Úr verinu | 138 orð

Innbökuð sjóbleikja að hætti Jónatans

Það er fátt betra en góð bleikja og reyndar er bleikja nánast alltaf góð. Bleikjueldi hefur farið vaxandi hér á landi undanfarin ár og er Ísland stærsti framleiðandi á bleikju í heiminum. Meira
2. febrúar 2000 | Úr verinu | 567 orð

Ísun borgar sig ekki enn

LOÐNA hefur ekki verið ísuð um borð í Erni KE í ár eins og undanfarin ár vegna þess að SR-mjöl hf. hefur ekki greitt fasta upphæð aukalega fyrir ísaða loðnu eins og áður. Meira
2. febrúar 2000 | Úr verinu | 47 orð

Kona í skipamiðlun

ÞURÍÐUR Halldórsdóttir lögfræðingur hefur opnað skipamiðlun sem annast mun milligöngu og skjalafrágang varðandi sölu og leigu skipa af öllum stærðum og gerðum, hvort sem þau eru notuð til fiskveiða í atvinnuskyni eða í frístundum. Meira
2. febrúar 2000 | Úr verinu | 214 orð

LOÐNUSKIP Nafn Stærð Afli Sjóf.

LOÐNUSKIP Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
2. febrúar 2000 | Úr verinu | 234 orð

Lækkun evru bitnar á saltfiskútflytjendum

ÚTFLYTJENDUR á saltfiski segja lækkandi gengi evrunar að undanförnu koma hart niður á útflutningi og framleiðslu saltfiskafurða og gagnrýna vaxtastefnu Seðlabankans í því skyni að halda verðbólgunni í skefjum. Helstu saltfiskmarkaðir Íslendinga eru í Evrópu og viðskipti fara fram í evrum enda sveiflast gengi þeirra þjóða sem taka þátt í myntbandalagi Evrópu með gengi evrunar. Meira
2. febrúar 2000 | Úr verinu | 112 orð

Minni neyzla á saltfiski

NEYZLA á saltfiski hefur farið minnkandi og veldur því einkum tvennt, minna framboð og minni eftirspurn vegna mikilla verðhækkana. Sé litið á skiptingu saltfiskneyzlu milli landa er hlutdeild Portúgals langmest eða um 39%. Meira
2. febrúar 2000 | Úr verinu | 404 orð | 4 myndir

"Er ánægður í þessu starfi"

SÍLDARVINNSLAN í Neskaupstað hefur á að skipa stórum hópi af hæfu starfsfólki. Þar vinnur mikill fjöldi fólks enda langstærsti vinnustaðurinn í Fjarðabyggð . Meira
2. febrúar 2000 | Úr verinu | 411 orð

"Útvega skip, jafnt ný sem notuð"

ÞURÍÐUR Halldórsdóttir lögfræðingur hefur opnað skipamiðlun sem annast mun milligöngu og skjalafrágang varðandi sölu og leigu skipa af öllum stærðum og gerðum, hvort sem þau eru notuð til fiskveiða í atvinnuskyni eða í frístundum. Ætla má að Þuríður sé fyrsta konan sem leggur sérstaklega fyrir sig skipamiðlun hérlendis. Meira
2. febrúar 2000 | Úr verinu | 79 orð | 1 mynd

Ræddu samstarf í sjávarútvegi

SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRAR Íslands og Færeyja ræddu í síðustu viku samstarf landanna á sviði sjávarútvegsmála. M.a. Meira
2. febrúar 2000 | Úr verinu | 113 orð

RÆKJURBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf.

RÆKJURBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
2. febrúar 2000 | Úr verinu | 90 orð

Samið um eftirlit

NOREGUR og Evrópusambandið hafa náð samkomulagi um gervihnattaeftirlit með fiskiskipum innan fiskveiðilögu hvors annars. Þetta samkomulag er gert í kjölfar samninga þessara aðila um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir. Meira
2. febrúar 2000 | Úr verinu | 45 orð | 1 mynd

SÁ GULI FLATTUR

Júgóslavinn Dejan hefur verið í fiskinum í Grindavík í nokkur ár. Hann er lærður kjötiðnaðarmaður og því laginn með hnífinn. Það kemur sér vel í flatningunni, en handfletja þarf stærsta fiskinn. Dejan er hér að fletja hjá Þrótti ehf. Meira
2. febrúar 2000 | Úr verinu | 17 orð

SÍLDARBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf.

SÍLDARBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
2. febrúar 2000 | Úr verinu | 192 orð

Sporna gegn ofveiði

STRÖNG veiðistjórnun hefur nú verið tekin upp við veiðar á lýsingi við Argentínu. Fyrstu þrjá mánuði ársins verður aðeins leyft að veiða 36.500 tonn alls, en mikil ofveiði hefur verið stunduð á lýsingnum á þessum slóðum undanfarin ár. Hugsanlegt er að veiðar verði takmarkaðar áfram. Meira
2. febrúar 2000 | Úr verinu | 1171 orð | 2 myndir

Stærsti framleiðandi á bleikju í heimi

Fremur hljótt hefur verið um fiskeldi á Íslandi undanfarin ár eftir hrakfarir þess á níunda áratugnum. Því er engu að síður að vaxa fiskur um hrygg og nam útflutningsverðmæti eldisafurða einum milljarði króna í fyrra og gæti hugsanlega margfaldazt á nokkrum árum. Hjörtur Gíslason heimsótti stærsta framleiðandann, Silung á Vatnsleysuströnd. Framkvæmdastjórinn, Jónatan Þórðarson, telur eldið eiga bærilega framtíð fyrir sér, einkum eldi á bleikju og svokallað skiptieldi á laxinum. Meira
2. febrúar 2000 | Úr verinu | 151 orð

TOGARAR Nafn Stærð Afli Uppist.

TOGARAR Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
2. febrúar 2000 | Úr verinu | 40 orð

Útvegurinn á mar.is

ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Selsvör ehf. í Reykjavík opnaði í gær, 1. febrúar, heimasíðu á Netinu. Á slóðinni, sem er mar.is, eru nokkrar leitarvélar þar sem verður hægt að finna nánast allt sem við kemur sjávarútvegi á Íslandi, að sögn Sigurjóns M. Meira
2. febrúar 2000 | Úr verinu | 86 orð

Verðþróun

VERÐ á saltfiski hefur hækkað mjög mikið undanfarin misseri og fylgir það almennri verðþróun á mörkuðum fyrir fiskafurðir. Verðhækkunin stafar mest af aukinni samkeppni um hráefni til vinnslu. Meira
2. febrúar 2000 | Úr verinu | 679 orð

Verulegra breytinga þörf í saltfiskiðnaðinum

ÁÆTLAÐ er að saltfiskmarkaðurinn hafi á síðustu árum tekið við um 265.000 tonnum og er þá miðað við fiskinn blautan. Það svarar til 650.000 tonna upp úr sjó og af því er þorskur 500.000 tonn. Er að langmestu leyti um að ræða þorsk úr Atlantshafi þótt markaðurinn hafi smám saman verið að meðtaka einnig þorskinn úr Kyrrahafi. Annar saltfiskur er ufsi, langa og keila, um fjórðungur í tonnum talið en miklu verðminni en þorskurinn. Meira
2. febrúar 2000 | Úr verinu | 604 orð | 1 mynd

Þó nokkuð um Suðurnesjabeljur

"ÞETTA hefur gengið vel og aflinn verið þokkalegur frá áramótum. Við höfum verið með svona frá tveimur og upp í fimm tonn. Við erum með 6 trossur eða 55 net alls. Þetta hefur verið mjög þokkalegur fiskur enda erum við með átta tomma riðil og því nokkuð mikið um Suðurnesjabeljur, þótt hann sé svolítið blandaður samt," sagði Hólmgrímur Sigvaldason, útgerðarmaður og skipstjóri á Maroni, er Verið hitti hann að máli í Grindavík fyrir skömmu. Meira

Barnablað

2. febrúar 2000 | Barnablað | 14 orð | 1 mynd

Hvað teiknaði hver?

EF ÞIÐ fylgið strikunum ættuð þið að sjá hvað hver músanna þriggja á myndinni... Meira
2. febrúar 2000 | Barnablað | 40 orð | 1 mynd

Í felum innan um punkta og strik

HVAÐ haldið þið að feli sig innan um punkta og strik, bein og bogin? Með því að lita (sama í hvaða lit) eða skyggja svæðin, sem eru með svörtum punkti í, ætti að birtast eitthvað eða einhver. Eins og hvað? Það er nú... Meira
2. febrúar 2000 | Barnablað | 16 orð | 1 mynd

Karl í krapinu

FREYJA Steingrímsdóttir var 10 ára þegar hún sendi þessa mynd af Stálöndinni, sem er uppáhalds myndasögupersónan... Meira
2. febrúar 2000 | Barnablað | 16 orð | 1 mynd

Lausn umslagsins

SVAR við umslagaþraut: Eins og sést á meðfylgjandi mynd, er hægt að teikna opna umslagið í einum... Meira
2. febrúar 2000 | Barnablað | 82 orð | 1 mynd

Myndin hennar Thelmu

HIMINNINN er blár, grasið er grænt, öngunum er baðað í allar áttir og það sem mest er um vert, brosað er mót heiminum. Skin og skúrir skiptast á í veðrinu og hið sama gildir um lífsgöngu okkar allra; stundum er gott að vera til, stundum erfitt. Meira
2. febrúar 2000 | Barnablað | 71 orð | 1 mynd

Umslag í einu striki

ÞIÐ hafið fyrir augunum tvö umslög, annað opið, hitt lokað. Þið sjáið aftan á umslögin. Aðeins annað þeirra er hægt að teikna með einu striki, þ.e.a.s. þið lyftið pennanum/blýantinum aldrei frá blaðinu á meðan þið teiknið umslagið. Meira
2. febrúar 2000 | Barnablað | 12 orð | 1 mynd

Uppstilling

ÞESSA skemmtilegu uppstillingu gerði Ilya Karevskjy skólaárið 1998-1999 í Landakotsskóla, þá 8... Meira

Viðskiptablað

2. febrúar 2000 | Viðskiptablað | 96 orð

KAUPÞING hf.

KAUPÞING hf. er að kanna möguleika á því að opna útibú í New York á þessu ári. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.