Greinar sunnudaginn 13. febrúar 2000

Forsíða

13. febrúar 2000 | Forsíða | 381 orð

Farið fram á frekari skýringar af hálfu IRA

LÝÐVELDISSINNAR á Norður-Írlandi lýstu á laugardag sem tímamótum nýrri skýrslu þar sem Írski lýðveldisherinn (IRA) lýsir sig reiðubúinn að hefja afvopnun. Meira
13. febrúar 2000 | Forsíða | 77 orð

"Gullfiskasúpa" hneykslaði Dani

DANSKA lögreglan fjarlægði einn af sýningargripum á myndlistarsýningu í bænum Kolding í síðustu viku eftir að kvörtun barst frá dýraverndunarsamtökum. Sýningargripurinn, verk listamannsins Marco Evaristti, var gullfiskur sem synti um í matvinnsluvél. Meira
13. febrúar 2000 | Forsíða | 162 orð | 1 mynd

"Ríku þjóðirnar" gagnrýndar

KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, gagnrýndi ríkustu þjóðir heims við opnun ráðstefnu á vegum samtakanna, UNCTAD, um viðskipti og þróun í heiminum, á laugardag. Meira

Fréttir

13. febrúar 2000 | Erlendar fréttir | 362 orð | 2 myndir

Afsagnar Wirantos að vænta á mánudag

ABDURRAHMAN Wahid, forseti Indónesíu, segir að afsagnar Wirantos hershöfðingja og öryggismálaráðherra stjórnarinnar sé að vænta eftir helgi. Meira
13. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 146 orð

Afstæðið og sagnfræðin

GUNNAR Karlsson, sagnfræðingur og prófessor við sagnfræðiskor Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur þriðjudaginn 15. febrúar í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands í Norræna húsinu sem hann nefnir "Svar afstæðissinna við póstmódernismanum". Meira
13. febrúar 2000 | Erlendar fréttir | 214 orð

Aukastörf danskra dómara á Netið

Í kjölfar umræðna um að margir dómarar hefðu háar tekjur af aukastörfum við hlið dómstarfanna hefur nú verið gerð könnun meðal dómara um hvaða störfum þeir gegni aukalega. Meira
13. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Árni Svanur Daníelsson hlaut styrkinn

ÁRNI Svanur Daníelsson guðfræðingur fékk á föstudag hundrað þúsunda króna verkefnastyrk Félagsstofnunar stúdenta fyrir kjörsviðsritgerð sína í guðfræði sem ber heitið Formálar Lúthers að Biblíunni. Meira
13. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 164 orð

Bikarkeppnin hefst á mánudag

BIKARKEPPNIN í skák hefst á mánudaginn klukkan 19:30 með meistaramóti Taflfélagsins Hellis. Skráning í mótið er þegar hafin. Heildarverðlaun í bikarkeppninni eru 150.000 krónur. Bikarkeppnin var haldin í fyrsta skipti í fyrra og naut þá mikilla vinsælda. Meira
13. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 48 orð

Bingó í Húsi aldraðra

KVENFÉLAGIÐ Hlíf heldur bingó í Húsi aldraðra á Akureyri á morgun, sunnudaginn 13. febrúar, kl. 15. Margir góðir vinningar eru í boði, en aðalvinningur er flugfar fyrir tvo með Íslandsflugi. Kaffi og pönnukökur í hléi. Meira
13. febrúar 2000 | Erlendar fréttir | 306 orð

Ekki lengur meirihluti fyrir danskri EMU-aðild

ÞAÐ stefnir í spennandi aðdraganda að þjóðaratkvæðagreiðslu um danska aðild að Efnahags- og myntsambandinu, EMU, sem búist er við innan árs. Meira
13. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 112 orð

Fluga herjar á gulrætur

AF þeim tíu skaðvöldum á plöntum sem herjað hafa á flóru landsins á síðustu árum hafa a.m.k. fimm borist til landsins með innfluttum plöntum. Þetta eru kartöfluhnúðormur, kartöfluhringrot, blómkögurvængja, gangafluga og kanarímölur. Meira
13. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Flugleiðir fá viðurkenningu frá Orlando

FLUGLEIÐUM var veitt sérstök viðurkenning fyrir brautryðjendastarf félagsins í ferðamálum í Orlando og markaðssetningu á Orlando í Evrópu sem áhugaverðum áfangastað en Flugleiðir voru fyrsta erlenda flugfélagið til að hefja áætlunarflug til Orlando fyrir... Meira
13. febrúar 2000 | Erlendar fréttir | 446 orð

Flugræningjar gáfust upp

FLUGRÆNINGJAR, sem haldið höfðu 165 manns í gíslingu um borð í afganskri farþegaþotu á flugvelli í Bretlandi, gáfust upp á fimmtudagsmorgun án þess að kæmi til átaka. Meira
13. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 172 orð

Fólk selji upplýsingar úr sjúkraskrám

HÓPUR fólks, sem telur óeðlilegt að Íslensk erfðagreining fái einkarétt á að nýta sjúkraskrár í gagnagrunn á heilbrigðissviði, mun á næstu dögum senda bréf inn á íslensk heimili þar sem að fólk er hvatt til að segja sig úr gagnagrunninum. Meira
13. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 71 orð

Fresta varð háskólaþingi

FRESTA varð háskólaþingi sem halda átti í Háskólabíói í gær vegna óveðurs. Ekki er ákveðið hvenær þingið verður haldið. Innlendir og erlendir fyrirlesarar höfðu boðað komu sína á þingið. Meira
13. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 247 orð

Fréttayfirlit 7/2-12/2

Samgöngur lömuðust á Suður- og Suðvesturlandi FÁRVIÐRI gekk yfir Suður- og Suðvesturland á föstudag. Meira
13. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 128 orð

Fundur um stjórnmál Mið-Austurlanda

FÉLAG stjórnmálafræðinga heldur hádegisfund um stjórnmál Mið-Austurlanda og væntanlegar þingkosningar í Íran, mánudaginn 14. febrúar kl.12 í Norræna húsinu. Þar ætlar dr. Meira
13. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 127 orð

Fyrirlestur um streitu og fjölskyldulíf

FYRIRLESTUR verður í Foreldrahúsinu, Vonarstræti 4 b, bakhúsi, mánudaginn 14. febrúar kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefnist Streitan og fjölskyldulífið. Fjallað verður um áhrif streitunnar á fjölskyldulífið og á einstaklinga. Fjallað verður m.a. Meira
13. febrúar 2000 | Erlendar fréttir | 94 orð

Gormur inn gamli heygður á ný

JARÐNESKAR leifar Gorms ins gamla, fyrsta konungs Danmerkur, verða í sumar greftraðar á ný, yfir eitt þúsund árum eftir að hann var heygður. Bein Gorms konungs voru árið 1978 fluttar úr haugi hans við Jellinge á Jótlandi í Þjóðminjasafnið í... Meira
13. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 378 orð

Háskólaútvarp í næstu viku

HÁSKÓLAÚTVARP verður sent út vikuna 14.-18. febrúar. Nemendur í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Íslands standa fyrir útsendingunum á tíðninni FM 89,3. Sent verður út daglega milli kl. 13 og 18 og nást útsendingar á öllu höfuðborgarsvæðinu. Meira
13. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 292 orð | 2 myndir

Hundruð yfirgefinna bíla töfðu mokstur

HUNDRUÐ yfirgefinna bíla töfðu snjómokstur á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun. Samgöngur komust ekki í eðlilegt horf fyrr en leið á daginn eftir að mikið óveður gekk yfir höfuðborgarsvæðið í fyrrinótt. Meira
13. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 617 orð | 2 myndir

Korpa skiptir um hendur

Úlfarsá, eða Korpa, hefur nú verið leigð feðgunum Júlíusi Jónssyni í Nóatúni og Jóni Þór Júlíussyni. Sonurinn, Jón Þór, mun halda utan um málin, selja í ána og reka fyrirtækið "a til ö", eins og hann komst að orði í samtali við Morgunblaðið. Meira
13. febrúar 2000 | Erlendar fréttir | 1014 orð | 2 myndir

Lausnarar eða loddarar?

Gíslatakan í Ratchaburi hlaut athygli á heimsvísu, en það var ekki hvað síst ljósmynd af Johnny og Luther sem hafði hvað mest áhrif. Tólf ára drengir, annar með kvenlega andlitsdrætti og sítt hár og hinn með líflaus augu og sígarettu í hönd. Meira
13. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 20 orð

Leiðrétt

NAFN verktaka við framkvæmdir snjóflóðagarðs við Neskaupstað misritaðist í blaðinu á föstudag. Verktakinn heitir Arnarfell og er beðist velvirðingar á... Meira
13. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 248 orð

Ljósmyndagögn skráð á Raufarhöfn og Stöðvarfirði

VINNA er að hefjast hjá Íslenskri miðlun á Raufarhöfn og Stöðvarfirði við að skrá 87 þúsund handskrifaðar færslur úr skjalasafni Ljósmyndasafns Reykjavíkur í gagnagrunn. Meira
13. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Ný hárgreiðslustofa í Hafnarfirði

SVANDÍS Magnúsdóttir og Ólöf Björk Halldórsdóttir hafa opnað hárstofuna Focus á Reykjavíkurvegi 62, Hafnarfirði, þar sem hárstofan Meyjan var áður til húsa. Boðið er upp á góða þjónustu og unnið er með vörur frá Keune í París. Meira
13. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 146 orð

Nýr prófessor í heimspekideild

PÁLL Skúlason , rektor Háskóla Íslands, hefur skipað dr. Guðrúnu Kvaran prófessor í heimspekideild og jafnframt forstöðumann Orðabókar Háskólans. Þetta er í fyrsta sinn sem forstöðumaður Orðabókarinnar verður jafnframt prófessor. Meira
13. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 676 orð | 1 mynd

Næst verður það steint gler

Lena Guðrún Hákonardóttir fæddist í Reykjavík 30. október 1946. Hún lauk prófi frá lýðháskólanum í Aakart í skipulagningu og framkvæmd tómstunda ásamt fararstjórn. Hún stundaði nám í upplýsingatækni og fjölmiðlun og í barnamenningu og fjölmiðlun við háskólann í Lundi. Hún hefur frá 1990 starfað fyrir öldrunardeild Félagsþjónustunnar. Lena á tvær uppkomnar dætur. Meira
13. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 151 orð

Ókeypis flug fyrir börn

Í TILEFNI af vetrarfríum grunnskóla landsins býður Íslandsflug nú börnum 6-16 ára ókeypis flug til allra áfangastaða félagsins tímabilið 16. febrúar til 14. mars. Meira
13. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 153 orð

Ráðstafanir vegna álags á sjúkrahúsum

VEGNA óvenju mikils álags hefur forstjóri sjúkrahúsanna í Reykjavík falið lækninga- og hjúkrunarforstjórum spítalanna að taka sameiginlega á þeim vanda að koma sjúklingum fyrir í yfirfullum sjúkrahúsunum, þannig að þeir njóti umönnunar á sem bestan hátt. Meira
13. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 73 orð

Ræsting 2000 komin út

FÉLAG ræstingarstjóra hefur gefið út blaðið Ræsting 2000 en það er gefið út í tilefni 10 ára afmælis félagsins sem var 1999. Meira
13. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 43 orð

Rætt um slökun og hvíld

STYRKUR, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra, verður með opið hús mánudaginn 14. febrúar kl. 20.30 að Skógarhlíð 8, 4. hæð. Dr. Eiríkur Örn Arnarson, yfirsálfræðingur á geðdeild Landspítalans, flytur erindi um slökun og hvíld. Meira
13. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 639 orð

Skipting stjórnunar lækninga og hjúkrunar verði afnumin

STJÓRNIR Læknafélags Íslands (LÍ) og Læknafélags Reykjavíkur (LR) hafa samþykkt eftirfarandi yfirlýsingu um málefni Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur: Inngangur Með breytingum á yfirstjórn stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík, Landspítala og Sjúkrahúss... Meira
13. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 525 orð

Stefna ber að byggingu nýs sjúkrahúss

STJÓRNIR Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu um málefni Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur, þar sem fram kemur sú skoðun að nauðsynlegt sé að mörkuð verði opinber stefna í sameiningarferli... Meira
13. febrúar 2000 | Erlendar fréttir | 1812 orð | 3 myndir

Stendur á IRA að sýna friðarvilja sinn í verki

ÞAÐ eru ekki nema rétt rúmlega tveir mánuðir síðan bresk stjórnvöld afsöluðu sér yfirráðum sínum á Norður-Írlandi í hendur heimastjórn kaþólskra og mótmælenda og vonuðu menn þá að stigið hefði verið veigamikið spor í átt að varanlegum friði í héraðinu. Meira
13. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Tæknin nýtist fötluðum sem ófötluðum

Í PERLUNNI í Reykjavík stendur yfir sýning á tækni sem þjónar fötluðum en að sögn Friðriks Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Þroskahjálpar, er tilgangur hennar að vekja athygli á því að eitt og annað í nútímatækni sem er til þæginda fyrir þá sem ekki eru... Meira
13. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 131 orð

Um 1.400 genafyrirtæki í heiminum

UM 1.400 fyrirtæki, sem stunda rannsóknir á genum, eru nú starfandi í heiminum. Enn sem komið er hafa þessi fyrirtæki aðeins skapað um 50 framleiðsluvörur sem settar hafa verið á markað. Tekist hefur með vissu að greina fáein gen sem valda sjúkdómum. Meira
13. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 381 orð | 1 mynd

Um 300 manns sváfu í Leifsstöð

UM 300 manns sváfu í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt, en miklar tafir hafa orðið á millilandaflugi vegna óveðurs á Suðvesturlandi. Farþegar hafa átt í erfiðleikum með að komast um Reykjanesbraut en umferð um hana stöðvaðist um tíma. Meira
13. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 277 orð

Vilja að stjórnvöld breyti landbúnaðarstefnu

VERSLUNARRÁÐ Íslands segir það algjört forgangsmál að hagsmunaaðilar sameinist í kröftugu átaki um að þrýsta á stjórnvöld að breyta um stefnu í landbúnaðarmálum þannig að landbúnaður geti orðið lífvænleg atvinnugrein hérlendis. Meira
13. febrúar 2000 | Erlendar fréttir | 37 orð | 1 mynd

Ævintýri í ís

Mai Kanada, þriggja ára japönsk mær, er hér að leika sér innan um ísstyttur, teiknimyndafígúrur í geimferð, á mikilli vetrarhátíð á Hokkaido í Japan. Er hún fræg fyrir stórfenglegar og listrænar ísmyndir og er sótt af milljónum... Meira

Ritstjórnargreinar

13. febrúar 2000 | Leiðarar | 2403 orð | 2 myndir

12. febrúar.

HARKALEG viðbrögð Evrópusambandsins (ESB) við stjórnarmyndun í Austurríki hafa vakið furðu margra. Meira
13. febrúar 2000 | Leiðarar | 590 orð | 1 mynd

Gunnlaugur Scheving var oft með hugann...

Gunnlaugur Scheving var oft með hugann við ljóðið, allt frá blautu barnsbeini, eins og fyrr segir. Hann hafði mestar mætur á "þessu kantaða og stirða, sem oft er í gamla skáldskapnum," eins og hann komst að orði. Meira
13. febrúar 2000 | Leiðarar | 521 orð

LANDGRÆÐSLUÁTAKIÐ OG KYOTO

KOMIÐ hefur í ljós að átaksverkefni ríkisstjórnarinnar um landgræðslu og skógrækt, sem sett var af stað í kjölfar Kyoto-ráðstefnunnar í Japan hefur gefið mun betri raun, en búizt var við í upphafi. Meira

Menning

13. febrúar 2000 | Menningarlíf | 341 orð | 1 mynd

Brautryðjendur íslenskrar tónlistar

Á TÓNLEIKUM Hamrahlíðarkórsins, undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, mánudagskvöld kl. 20.30 í Karlakórshúsinu Ými við Skógarhlíð, verða flutt lög eftir íslensk tónskáld. Meira
13. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 33 orð | 1 mynd

Clooney fær verðlaun

GEORGE Clooney og þýska leikkonan Mariele Millowitsch tóku við Gullnu myndavélinni í vikunni en það er þýska kvikmynda- og sjónvarpstímaritið sem veitir þau. Meira
13. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 158 orð | 1 mynd

Damon Albarn enn í bíó

KRÁAREIGANDINN Damon Albarn, forsprakki Blur-flokksins, hefur samið og hljóðritað fimm lög fyrir nýjustu kvikmynd leikarans Kevin Spacey "Ordinary Decent Criminals". Meira
13. febrúar 2000 | Menningarlíf | 248 orð | 2 myndir

Fjarræn veröld innblásin af heimalandinu

HJÖRDÍS Árnadóttir myndlistarmaður sýnir um þessar mundir í Gallery Silverstein í New York. Meira
13. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 339 orð | 2 myndir

Frá dóttur til móður

Kristbjörg Kjeld þekkir leikritið Vér morðingjar sem nú er sýnt á Smíðaverkstæðinu betur en margir því hún hefur leikið bæði móðurina og dótturina í verkinu. Meira
13. febrúar 2000 | Menningarlíf | 182 orð | 1 mynd

Fæddur til að segja sögur

STÆRSTA útgáfufyrirtæki Þýskalands, Bertelsmann, gefur út í kiljuforlagi sínu, btb, um þessar mundir bók Einars Kárasonar, Heimskra manna ráð. Bókin kom fyrst út innbundin hjá hinu þekkta bókmenntaforlagi Hanser og hlaut afar jákvæða dóma þar í landi. Meira
13. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 124 orð | 1 mynd

Geri fyrir rétti

GERI Halliwell stendur í stappi í réttarsalnum ásamt fyrrverandi samstarfskonum sínum í hljómsveitinni Spice Girls. Meira
13. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 628 orð | 2 myndir

Hamingja / Happiness ½ Afdráttarlaus og...

Hamingja / Happiness ½ Afdráttarlaus og gráglettin frásögn af misóhamingjusömu fólki sem hefur sínar jákvæðu og neikvæðu hliðar. Hringiðan / Hurlyburly Áhugaverð, heimspekileg kvikmynd gerð eftir samnefndu leikriti. Meira
13. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 238 orð | 1 mynd

Í leit að draumaprinsinum

Framleiðendur: Christopher Figg. Leikstjóri: Nick Hurran. Handrit: Nick Fisher. Byggt á sögu Chloe Rayban. Aðalhlutverk: Laura Fraser, Rupert Penry-Jones, Luke De Lagey og Kieran O'Brien. (93 mín.) Bretland. Skífan, febrúar 2000. Öllum leyfð. Meira
13. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 76 orð | 1 mynd

Leo í London

ÞÚSUNDIR aðdáenda leikarans Leonardo DiCaprio söfnuðust saman á Leicester-torgi í London er hann mætti til Evrópufrumsýningar kvikmyndarinnar "The Beach". Meira
13. febrúar 2000 | Menningarlíf | 1711 orð | 1 mynd

Líða um loftið gyðjur og goð

Frumsýning föstudaginn 11. febrúar 2000. Danshöfundur: Jochen Ulrich. Sviðsetning: Jochen Ulrich, Fabrice Jucqois. Aðstoðar- menn danshöfundar: Katrín Hall, Lauren Hauser. Tónlist: Henryk Górecki, Gavin Bryars, Giya Kancheli, Carl Vine, gusgus + Bix. Meira
13. febrúar 2000 | Menningarlíf | 59 orð

M-2000

Mánudagur 14. febrúar Tónleikar Hamrahlíðarkórsins Ýmir - tónlistarhús Karlakórs Reykjavíkur kl. 20.30 Hamrahlíðarkórinn leikur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Meira
13. febrúar 2000 | Menningarlíf | 207 orð | 1 mynd

Málþing um myndlist

MÁLÞING um stöðu íslenskrar myndlistar verður haldið mánudagskvöldið 14. febrúar kl. 20.30 í Þjóðleikhúskjallaranum. Að málþinginu standa Sjónlistarfélagið og Listaklúbbur Þjóðleikhúskjallarans. Meira
13. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 553 orð | 1 mynd

Oasis í góðum gír

EFTIR alllanga hvíld, barneignir, mannabreytingar og endurhæfingu er ein vinsælasta sveit síðustu ára Oasis loksins komin á fullt að nýju. Meira
13. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 139 orð | 1 mynd

Skemmtilegur mannhundur

½ Framleiðandi: Andrés Vicente Gómez. Leikstjóri: Santiago Segura. Handrit: Santiago Segura. Tónlist: Roque Banos, Santiago Segura. Kvikmyndataka: Carles Gusi. Aðalhlutverk: Santiago Segura, Javier Cámara, Neus Asensi, Tony Leblanc. (97 mín) Spánn. Myndform, 2000. Bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
13. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 252 orð | 1 mynd

Undarlegur Phil Collins-bræðingur

GEFNAR hafa verið út margar breiðskífur þar sem hinir og þessir spreyta sig á lögum eftir nafntogaða og virta listamenn. Vel heppnuð dæmi eru m.a. Meira
13. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 288 orð | 2 myndir

Unglingar í fjársjóðsleit

HELGINA 21.-23. Meira

Umræðan

13. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 28 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Næstkomandi föstudag, 18. febrúar, verður sextug Helga Sigurgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur, Smiðjugötu 7, Ísafirði . Hún tekur á móti gestum í Oddfellow-salnum á Ísafirði laugardaginn 19. febrúar k.... Meira
13. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 46 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli .

90 ÁRA afmæli . Í dag, sunnudaginn 13. febrúar, verður níræður Páll Þorleifsson, fyrrv. húsvörður í Flensborgarskóla, Hrafnistu, Hafnarfirði. Eiginkona hans var Guðfinna Ólafía S. Einarsdóttir. Hún lést 1999. Meira
13. febrúar 2000 | Aðsent efni | 1751 orð

Af hagkvæmni Fljótsdalsvirkjunar

Fyrir 11 árum komst ég að þeirri niðurstöðu, segir Marinó G. Njálsson, að raforkusala frá Fljótsdalsvirkjun til stóriðju borgar sig ekki. Meira
13. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 25 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP .

BRÚÐKAUP . Gefin voru saman 7. ágúst sl. í Garðakirkju af sr. Braga Friðrikssyni Guðný Axelsdóttir og Jón Ástþór Sigursveinsson. Heimili þeirra er að Orrahólum 7,... Meira
13. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 347 orð

Er kynlífsþrælkun til á Íslandi?

MIKIL umræða er nú í gangi um hvort kynlífsþrælkun sé við lýði á Íslandi. Það eru kvennaathvarfskonur sem komu þessari umræðu af stað. Meira
13. febrúar 2000 | Aðsent efni | 1734 orð | 1 mynd

Hvers vegna hefur verð á innfluttum matvælum hækkað?

Það er sem sagt arðsemiskrafa hluthafa og sjálfumgleði stjórnenda sem ræður ferðinni, segir Friðrik G. Friðriksson, og hún skeytir engu um það hvaða afleiðingar slíkar hækkanir hafa fyrir fjölskyldurnar í landinu. Meira
13. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 78 orð

ÍSLAND

Fögur ertu, fósturmold, fræg á æsku tíðum, þú ert enn vor fræga fold, fagurgræn í hlíðum; fossinn kveður ennþá óð undir hamra bungu, þar sem hátt um fólk og fljóð fornu skáldin sungu. Meira
13. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 652 orð | 1 mynd

"Snemmkristin list"

GYÐINGALAND var á dögum Krists mettað af utanaðkomandi menningu, bæði grískri og rómverskri. Raunar einnig egypskri. Gyðingaþjóðin gekk ekki ósnert úr herleiðingunni í Egyptalandi á sínum tíma. Í Gyðingalandi Krists mættust því margir menningarstraumar. Meira
13. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 636 orð

SKYR er í miklu uppáhaldi hjá...

SKYR er í miklu uppáhaldi hjá Víkverja. Meira
13. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 679 orð

UMRÆÐAN um kattahreinsun

MÉR líst ekki á hvert umræðan um kattahreinsunina stefnir. Hér mætast öfgar. Sjálf er ég einlægur kattavinur og finnst ekkert gaman að þessari hreinsun, en hafa verður í huga að hún er í raun óhjákvæmileg. Meira
13. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 650 orð

Úr einu í annað

ÍSLENSK fiskveiðilöggjöf nær út að 200 mílum, og er viðurkennd af öllum þjóðum og líka fyrir sitt ágæti, þetta vita allar þjóðir og Íslendingar, nema forsætisráðherra, því hann segir að verði Vatneyrarmálið að veruleika, muni erlend fiskiskip fylla... Meira

Minningargreinar

13. febrúar 2000 | Minningargreinar | 2472 orð | 1 mynd

ÁGÚSTA SUMARLIÐADÓTTIR

Ágústa Sumarliðadóttir fæddist í Stykkishólmi 12. október 1920. Hún lést á Landspítalanum 5. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sumarliði Einarsson, f. 25.2. 1889, d. 18.9. 1972, og Guðrún Randalín Sigurðardóttir, f. 12.7. 1880, d. 28.1. 1952. Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2000 | Minningargreinar | 1444 orð | 1 mynd

ÁRNI JÓNSSON

Árni Jónsson, bifvélavirki og kennari, fæddist á Kópaskeri 11. september 1938. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 6. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Árbæjarkirkju 11. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2000 | Minningargreinar | 311 orð | 1 mynd

EYSTEINN JÓHANNSSON

Eysteinn Jóhannsson, fyrrverandi flokksstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, fæddist í Skógum á Fellsströnd 23. janúar 1917. Hann lést á heimili sínu 5. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhann Jónasson bóndi í Skógum og kona hans, Margrét Júlíana Sigmundsdóttir. Útför Eysteins fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 14. febrúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2000 | Minningargreinar | 654 orð | 1 mynd

GUÐNÝ LAXDAL

Guðný Laxdal fæddist á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd 6. júlí 1914. Hún lést á Kristnesspítala 30. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Grímur Laxdal, f. 5. júlí 1882, d. 2. nóvember 1977 frá Tungu á Svalbarðsströnd og Sigurdís Bjarnadóttir, f. 20. Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2000 | Minningargreinar | 369 orð | 1 mynd

JÓN BJARNASON

Jón Bjarnason fæddist í Auðsholti 15. október 1906. Hann lést á dvalarheimilinu Blesastöðum 7. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skálholtskirkju 12. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2000 | Minningargreinar | 519 orð

MAGNÚS FRIÐRIKSSON

Magnús Friðriksson fæddist í Reykjavík 26. júlí 1924. Hann lést 5. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Neskirkju 17. janúar. Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2000 | Minningargreinar | 1602 orð | 1 mynd

PÉTUR KÚLD INGÓLFSSON

Pétur Kúld Ingólfsson fæddist í Reykjavík 2. október 1928. Hann lést í Hnífsdal 6. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingólfur Pétursson sjómaður, f. 1.10. 1902 í Flatey á Breiðafirði, d. 31.8. Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2000 | Minningargreinar | 264 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR ANDRÉSDÓTTIR

Sigríður Andrésdóttir fæddist á Hamri í Múlasveit í Austur-Barðastrandarsýslu 22. febrúar 1929. Hún lést af slysförum 30. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 7. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2000 | Minningargreinar | 455 orð | 1 mynd

ÖRVAR PÁLMI PÁLMASON

Örvar Pálmi Pálmason fæddist á Sauðárkróki 13. febrúar 1977. Hann lést á heimili sínu á Sauðárkróki 15. október 1999 og fór útför hans fram frá Sauðárkrókskirkju 23. október. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

13. febrúar 2000 | Bílar | 191 orð | 1 mynd

60.000 eigendum Audi TT boðið ESP

ÖLLUM sem keypt hafa Audi TT sportbílinn býðst nú að fá ESP, rafeindastýrða stöðugleikastýringu, í bíla sína sér að kostnaðarlausu. Alls hafa verið seldir um 60 þúsund Audi TT bílar frá því þeir komu á markað. Sagt er frá þessu í netútgáfu Aftonbladet. Meira
13. febrúar 2000 | Bílar | 434 orð

700.000 GDI-vélar frá Mitsubishi

ÞAÐ voru mikil tímamót í þróun bílvéla þegar GDI-vélarnar frá Mitsubishi komu á markað. Framleiðsla á þessum umhverfisvænu og sparneytnu vélum hófst í maí 1996 og hinn 8. febrúar síðastliðinn náðu verksmiðjur Mitsubishi þeim tímamótum að framleiða 700. Meira
13. febrúar 2000 | Ferðalög | 172 orð | 1 mynd

Á leið til Berlínar að kynna Englana

Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður ferðast mikið vegna vinnunnar, en segir það ekki alltaf jafnskemmtilegt. Meira
13. febrúar 2000 | Bílar | 117 orð

Bílar dýrastir í Bretlandi

VERÐ á nýjum bílum er enn hæst í Bretlandi þrátt fyrir viðleitni sumra framleiðenda til að lækka verð. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Evrópuráðsins. Miðað við tillögu framleiðenda um smásöluverð kostar VW Golf t.d. Meira
13. febrúar 2000 | Ferðalög | 132 orð | 1 mynd

Dýrast að búa í Tókýó

LONDON hefur nú skotið París ref fyrir rass og er álitin vera dýrasta borgin í Evrópusambandinu en langdýrast er þó að búa í Tókýó. Meira
13. febrúar 2000 | Ferðalög | 425 orð | 1 mynd

Ferðamenn gætu orðið strandaglópar í útlöndum

DÆMI eru um að fólk í fríi erlendis hafi lent í vandræðum þar sem ferðaskrifstofan sem það skipti við hætti rekstri. Ekki eru allir sem selja ferðir hér á landi með tilskilin leyfi. Meira
13. febrúar 2000 | Ferðalög | 76 orð

Ferð í fótspor smalans

VELFERÐIR ehf. verða með skipulagða leiðangra um Stóra-Stíg frá 17. júlí fram á haust. Um er að ræða fimm daga ferð um Syðra Fjallabak frá Rauðfossi að Stokkalæk. Meira
13. febrúar 2000 | Bílar | 942 orð | 5 myndir

Fjarri straumlínu og nær notkunargildi

Þegar Toyota kynnti fyrst til sögunnar smábílinn Yaris var látið að því liggja að smíðaðir yrðu þrír bílar á sama undirvagninum. Meira
13. febrúar 2000 | Bílar | 298 orð | 2 myndir

Ford smíðar jeppling

FORD hefur þurft að horfa upp á aðra framleiðendur taka kúfinn af eftirspurninni eftir litlum jeppum og jepplingum. Nú lítur út fyrir að Ford ætli sér í harða samkeppni við t.a.m. Meira
13. febrúar 2000 | Bílar | 101 orð | 1 mynd

Gervitungl draga úr hraða

SAMTÖK bifreiðaeigenda í Bretlandi hafa mótmælt harðlega tillögum sem settar eru fram í skýrslu sem háskólinn í Leeds hefur unnið fyrir bresk stjórnvöld. Meira
13. febrúar 2000 | Ferðalög | 1402 orð | 1 mynd

Krít og Róm meðal nýrra áfangastaða

Um helgina koma út sumarbæklingar ferðaskrifstofanna. Meðal helstu nýjunga eru tíð flug til fjölda borga Evrópu á lægra verði en tíðkast hefur hingað til. Það gerir Íslendingum kleift að skipuleggja ferðir sínar sjálfir í meira mæli en möguleiki hefur verið á til þessa. Meira
13. febrúar 2000 | Bílar | 91 orð

Mikill áhugi fyrir Lexus

MIKILL áhugi virðist vera fyrir Lexus-bílum hér á landi ef marka má fyrirspurnir og pantanir sem borist hafa í bíla hjá hinu nýja Lexus-umboði Toyota. Meira
13. febrúar 2000 | Bílar | 651 orð | 4 myndir

Peugeot 406 býður þægindi og mýkt

PEUGEOT kemur ekki á óvart með mýkt sinni og hljóðlátum vélum og sama sagan er enn á ferð hvað varðar 406 bílinn sem kominn er í nokkurri andlitslyftingu. Bílar frá Peugeot verksmiðjunum frönsku eru nú seldir hjá Honda-umboðinu í Vatnagörðum. Meira
13. febrúar 2000 | Bílar | 49 orð

Peugeot 406 ST í hnotskurn

Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 135 hestöfl, tog 180 Nm v. 4.200 snúninga. Búnaður: Vökva- og veltistýri. Framdrif. Læsivarðir hemlar. Viðarklæðning á innréttingu. Tveir líknarbelgir Samlæsingar. Rafdrifnar rúður að framan. Rafdrifnar speglastillingar. Meira
13. febrúar 2000 | Ferðalög | 387 orð | 2 myndir

Rekur hótel í Karíbahafinu

SÓLVEIG Hákonardóttir flutti í fyrra á Paradísareyju í Karíbahafi til að reka þar ásamt manni sínum íbúðarhótelið Sunrise Beach club&villas. Meira
13. febrúar 2000 | Ferðalög | 257 orð | 1 mynd

Tilbreyting frá nútímaþægindum

ÞAÐ er 40 stiga frost úti og 10 stiga frost inni á snjóhótelinu. Þægindin eru engu að síður í fyrirrúmi fyrir hótelgesti en þeir geta haldið á sér hita með mjúku og heitu uxaskinni. Inúítar, grænlenskir eskimóar, hafa búið í snjóhúsum í hundruð ára. Meira
13. febrúar 2000 | Ferðalög | 408 orð | 2 myndir

Tíu herbergja gistihús í byggingu

UNNIÐ er að stækkun Hótels Höfðabrekku í Mýrdal. Tíu herbergja gistihús er í byggingu og unnið að tvöföldun veitingasalar. Meira
13. febrúar 2000 | Ferðalög | 128 orð | 1 mynd

Veitingahús fræga fólksins

ÞEKKTIR erlendir einstaklingar eiga margir hverjir hlut í veitingahúsum. Í Manchester er t.d. veitingahús sem heitir Barca Bar and Restaurant og Mick Hucknall í hljómsveitinni Simply Red á stóran hlut í því. Meira
13. febrúar 2000 | Ferðalög | 735 orð | 3 myndir

Vinnubrögð forfeðr-anna á Lifandi dögum

Meðan margar jafnöldrur hennar vinna við tölvur felst hennar starf í að sýna ferðamönnum alls kyns tóvinnu á baðstofuloftinu á Bustarfelli. Og Inger Anna Aikman segir að á sama tíma og við skellum tilbúnum réttum í örbylgjuofninn sé ekki ólíklegt að hún sitji og gæði sér á lummum sem steiktar hafa verið á hlóðum. Meira
13. febrúar 2000 | Bílar | 341 orð | 3 myndir

Vision SLA á markað 2003?

MERCEDES-Benz afhjúpaði eftirtektarverðan, lítinn sportbíl á einni af stærstu bílasýningum heims, í Detroit, í síðasta mánuði. Bíllinn, sem heitir Vision SLA, gæti komið á markað innan þriggja ára. Meira
13. febrúar 2000 | Ferðalög | 29 orð

Þeir sem vilja fá frekari upplýsingar...

Þeir sem vilja fá frekari upplýsingar um hótelið sem Sólveig rekur í Karíbahafinu geta skoðað sig um á Netinu. Slóðin er www.sunrisebeachvillas.com og netfang hennar er sol@sunrisebeachvillas.com. Símanúmerið er... Meira

Fastir þættir

13. febrúar 2000 | Fastir þættir | 206 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Dregið í fyrstu umferð í bikarkeppni Suðurlands Dregið hefur verið í l. umferð í bikarkeppni Suðurlands og spila þessar sveitir saman: Sveit Össurar Friðgeirssonar, Hveragerði - sveit Ólafs Steinasonar, Selfossi.Sveit Sigurjóns Pálssonar, Hvolsv. Eyf . Meira
13. febrúar 2000 | Fastir þættir | 266 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

Það er sjaldgæft að rétt sé að spila láglitageim á 4-4-samlegu þegar skiptingin er tiltölulega jöfn til hliðar og fyrirstöður í öllum litum. En hér heppnast það vel: Suður gefur; enginn á hættu. Meira
13. febrúar 2000 | Viðhorf | 883 orð

Hvað kostar fólk?

Auðvitað er hægt að tala um sjúkrahús og sjúklinga á peningaforsendum. En það er ekki hægt að halda því um leið fram, að enn sé litið svo á, að velferð fólks skipti meira máli en hagnaður. Meira
13. febrúar 2000 | Dagbók | 961 orð

(Jóh. 14, 20.)

Í dag er sunnudagur 13. febrúar, 44. dagur ársins 2000. Bænadagur að vetri. Orð dagsins: Á þeim degi munuð þér skilja, að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður. Meira
13. febrúar 2000 | Í dag | 630 orð | 1 mynd

Kvöldmessur í Laugarneskirkju

KVÖLDMESSURNAR í Laugarneskirkju eru til þess fallnar að laða fram það besta í mannfólkinu. Ljúf og einkar vönduð tónlist þeirra Tómasar R. Meira
13. febrúar 2000 | Fastir þættir | 79 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Svartur á leik Eins og glöggir lesendur fléttuhornsins síðustu daga hafa tekið eftir var þýski stórmeistarinn Klaus Bischoff ekki í góðu formi á stórmeistaramótinu í Puelvermuehle. Meira

Íþróttir

13. febrúar 2000 | Íþróttir | 1489 orð | 1 mynd

Stökk fram fyrir húfuna sína

ENN eitt ólympíuárið er runnið upp og röðin komin að sumarólympíuleikunum í áströlsku borginni Sydney. Ólympíuleikar Forn-Grikkja voru haldnir reglulega í meira en þúsund ár, eða frá því árið 776 fyrir Kristsburð til ársins 385 eftir Kristsburð. Meira

Sunnudagsblað

13. febrúar 2000 | Sunnudagsblað | 1280 orð | 4 myndir

Apótekið

ÞAÐ er greinilegt að ný tegund veitingastaða er að ryðja sér til rúms í Reykjavík, veitingastaða þar sem hönnun og ímynd skipta ekki minna máli en sjálf matargerðin. Meira
13. febrúar 2000 | Sunnudagsblað | 2051 orð | 2 myndir

Aukin markaðsvæðing húsnæðiskerfisins tímabær

Íslendingum hefur tekist að ná betri stöðu í húsnæðismálum en flestum þjóðum heims, segir Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur í viðtali við Hildi Einarsdóttur. Hann hefur fengist við rannsóknir á húsnæðismarkaðnum í 25 ár og finnst kominn tími til að markaðsvæða húsnæðiskerfið. Meira
13. febrúar 2000 | Sunnudagsblað | 269 orð

Búrgundardagar á Holti

ÞAÐ er fyrir löngu orðinn árviss atburður að sendiráð Frakklands og Hótel Holt standi sameiginlega að kynningu á matar- og vínmenningu tiltekins héraðs í Frakklandi. Að þessu sinni er það Búrgund eða Bourgogne, sem tekið verður fyrir. Meira
13. febrúar 2000 | Sunnudagsblað | 950 orð | 1 mynd

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 13.-19. febrúar. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni: http://www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html Mánudaginn 14. febrúar kl.... Meira
13. febrúar 2000 | Sunnudagsblað | 288 orð | 3 myndir

Einlægnin ræður ferðinni

FIONA APPLE vakti mikla athygli þegar hún sendi frá sér sína fyrstu skífu fyrir rúmum þremur árum, enda stúlkan ekki nema rétt orðin átján ára. Meira
13. febrúar 2000 | Sunnudagsblað | 4221 orð | 3 myndir

Fiðrildi í blóðinu

ÉG VERÐ reyndar að viðurkenna að ég er farin að blanda vatni í kaffið," segir Halla Margrét afsakandi þegar hún hefur komið sér fyrir í hægindastólnum hinum megin á línunni. "Hvar viltu byrja? Hægt og hljótt! Meira
13. febrúar 2000 | Sunnudagsblað | 521 orð | 2 myndir

Fiseindir og sprengistjörnur

Þung frumefni, eins og gull og úran, verða til þegar risamiklar stjörnur springa og þeyta efnislögum sínum út í rúmið. Ljósstyrkur sprengistjarna er gífurlegur, allt að því 100 milljón sinum meiri en ljósstyrkur sólarinnar. Meira
13. febrúar 2000 | Sunnudagsblað | 96 orð | 1 mynd

Flöskunum grýtt

SVO GÆTI farið að það verði á næstunni algeng sjón að sjá barþjóna henda flöskum upp í loft og grípa með miklum tilþrifum. Í vikunni tók hópur barþjóna þátt í tveggja daga námskeiði þar sem hinn gríski George Andritso kenndi þessa list. Meira
13. febrúar 2000 | Sunnudagsblað | 1528 orð | 1 mynd

Frá lakkplötu til geisladisks

ÞAÐ var fyrir fjórum árum sem ákveðið var að kaupa sérhæfð upptökutæki til að færa allar gamlar hljóðritanir Ríkisútvarpsins yfir á aðgengilegra form fyrir dagskrárgerðarfólk útvarpsins og um leið bjarga þeim frá mögulegri eyðileggingu. Meira
13. febrúar 2000 | Sunnudagsblað | 1125 orð | 3 myndir

Fyrsta skrefið er partalisti

FRAMFARIR í erfðavísindum og líftækni valda ýmist vongleði eða ugg eftir því hver tjáir sig. En hvað sem því líður er það orðið útbreitt viðhorf að öldin sem er að hefjast verði í vísindum kennd við líffræðina á sama hátt og eðlisfræðin réð ferðinni á... Meira
13. febrúar 2000 | Sunnudagsblað | 2227 orð | 4 myndir

Genin og markaðurinn

EITT af því sem vefst fyrir mönnum á líftækniöld er rétturinn til að nýta sér þekkinguna á genum í hagnaðarskyni og hvaða aðferðum beita skuli við að ýta undir rannsóknir. Meira
13. febrúar 2000 | Sunnudagsblað | 242 orð

Gera þau gagn?

Hún er með sykursýki og þarf að sprauta sig með insúlíni. Hún hefur lesið sér til um hvað getur örvað starfsemi briskirtilsins og hvað getur aukið næmi frumnanna í líkamanum fyrir insúlíni. Meira
13. febrúar 2000 | Sunnudagsblað | 549 orð

Goðsögnin

ÞAÐ fer ekki milli mála að Kristján Kristjánsson hefur markað djúp spor hjá ýmsum nánustu samstarfsmönnum sínum í sextettinum á árum áður, eins og gaf að heyra þegar leitað var álits þriggja manna, sem lengi hafa þekkt Kristján. Meira
13. febrúar 2000 | Sunnudagsblað | 2885 orð | 5 myndir

HVERS vegna skyldi fólk velja sér...

HVERS vegna skyldi fólk velja sér að drekka duft blandað vatni þegar það getur fengið sömu efni úr hefðbundnum mat, girnilega framreiddum? Eða taka inn töflur, sem innihalda vítamín eða aðra fæðubót ef það getur fengið það sama í bragðgóðum mat? Meira
13. febrúar 2000 | Sunnudagsblað | 137 orð | 1 mynd

Í fyrirsætuskóla

ÞEIR félagar Prince Paul og Dan "The Automator" Nakamura hafa lagt gjörva hönd á margt í rapp- og danstónlist og ekki seinna vænna að þeir legðu saman í púkk. Fyrir stuttu kom út breiðskífa þeirra félaga þar sem þeir fá til liðs við sig grúa góðra gesta í einskonar söngleik. Meira
13. febrúar 2000 | Sunnudagsblað | 2175 orð | 9 myndir

Í landi hins ljúfa lífs

EFTIR að stigið hefur verið inn fyrir þröskuldinn á heimili Guðjóns er ekki hægt að vera í nokkrum vafa um að hann hefur tekið meira með sér heim til Íslands en sjálft námið. Meira
13. febrúar 2000 | Sunnudagsblað | 559 orð | 7 myndir

Jaipur

Jaipur er lífleg og litrík höfuðborg Rajasthan ríkis á Indlandi. Einnig gengur hún undir nafninu Bleika borgin, og kom sú nafngift Einari Fal Ingólfssyni ekki á óvart er hann kom inn fyrir gömlu borgarmúrana og sá bleikmálaða veggi húsanna og skærlit klæði íbúanna. Meira
13. febrúar 2000 | Sunnudagsblað | 3080 orð | 3 myndir

Orðstír deyr aldregi...

Í upphafi þorra, á bóndadaginn, heimsótti ég Kristján Kristjánsson, fyrrverandi hljómsveitastjóra og tónlistarmann á heimili hans í Reykjavík. Meira
13. febrúar 2000 | Sunnudagsblað | 2513 orð | 1 mynd

"Ég trúi á bækur og bókaútgáfu"

Sigrún Halldórsdóttir tók kennaraháskólapróf 1979 og kenndi næstu árin bæði á Akureyri og í Reykjavík. Á árunum 1989-1993 hafði hún yfirumsjón með erlendu barnaefni Sjónvarpsins. Meira
13. febrúar 2000 | Sunnudagsblað | 226 orð | 1 mynd

Reynt að gleyma

HART HRÁTT rokk að hætti Victory-útgáfunnar sækir enn í sig veðrið og mjakast í átt að meiri dýpt og pælingum eins og heyra má meðal annars í verkum New York sveitarinnar Snapcase. Fyrir skemmstu kom út fjórða breiðskífa þeirra Snapcase-félaga, Designs for Automotion, sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu. Meira
13. febrúar 2000 | Sunnudagsblað | 368 orð | 1 mynd

Skapar öryggi að hafa fjármuna-umsýsluna á einum stað

"Sú niðurstaða Jóns Rúnars Sveinsonar, félagsfræðings, að markaðsvæðing húsnæðiskerfisins sé tímabær kemur í sjálfu sér ekki á óvart," segir Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans. Meira
13. febrúar 2000 | Sunnudagsblað | 1600 orð | 4 myndir

Smíðaði fyrstu íslensku flugvélina

SUMARDAG einn árið 1928 var ungur maður á gangi í miðbæ Reykjavíkur. Meira
13. febrúar 2000 | Sunnudagsblað | 683 orð | 2 myndir

Sólargeislar sálarinnar

Í síðasta pistli var ég að velta aðeins fyrir mér nautninni og hinum "lærðu" hvötum mannanna. Ég held hér áfram á ekki ólíkum nótum og velti fyrir mér hugtakinu matargerðarlist. Meira
13. febrúar 2000 | Sunnudagsblað | 723 orð | 1 mynd

Stóri-Kláus kominn á stjá?

Þegar ég var barn þóttu sögupersónurnar Litli-Kláus og Stóri-Kláus töluvert merkilegar á Íslandi. Meira
13. febrúar 2000 | Sunnudagsblað | 547 orð | 2 myndir

Sýruskotin nýbylgja

EKKI RATA allar plötur hingað til lands og gildir einu þó þær séu lofaðar ytra. Í þeim hópi er platan H.M.S. Fable með Liverpool-sveitinni Shack sem var víða valin með helstu og bestu plötum ársins. Sú kom út um mitt síðasta ár, en er loks fáanleg hér á landi um þessar mundir. Meira
13. febrúar 2000 | Sunnudagsblað | 2829 orð | 2 myndir

Undir sama þaki og meistari Kjarval

AUSTURSTRÆTI 12 í miðborg Reykjavíkur er að mörgu leyti merkilegt hús. Húsið er eflaust kunnast fyrir þá staðreynd að á efstu hæð var Jóhannes Kjarval listmálari með vinnustofu í mörg ár. Meira
13. febrúar 2000 | Sunnudagsblað | 1218 orð | 4 myndir

Utangarðs í undraveröld

"SLEEPY Hollow" hefur hlotið góða dóma vestra og sagt er að Tim Burton hafi aftur náð áttum eftir Marsmyndina vondu, dæmalausa bruðlmynd sem aðeins getur orðið til í Hollywood. Meira
13. febrúar 2000 | Sunnudagsblað | 312 orð

Vegvísar í skóginum

FJÖLBREYTTU úrvali fæðubótarefna hefur verið líkt við frumskóg. Hér eru nokkrir vegvísar fyrir þá sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig áður en þeir leggja af stað inn í skóginn. Meira
13. febrúar 2000 | Sunnudagsblað | 1894 orð | 5 myndir

Vísindasjóður fjárfestir

Vísindi í leit að pólítík Í vetrarbyrjun gerðust nokkur tíðindi. Ráðstefna var kölluð saman til að ræða nýja skýrslu um grunnrannsóknir á Íslandi. Kjörorð ráðstefnunnar var "Vísindi í leit að pólítík". Meira
13. febrúar 2000 | Sunnudagsblað | 205 orð | 1 mynd

Þjónusta bankanna yrði dýrari

"Það er eflaust rétt sem Jón Rúnar Sveinsson heldur fram að bankarnir séu í stakk búnir til að taka við stærstum hluta lánveitinga í húsnæðiskerfinu. Bankarnir eru fullir af peningum og eru gráðugir í að lána. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.