Greinar þriðjudaginn 29. febrúar 2000

Forsíða

29. febrúar 2000 | Forsíða | 295 orð | 3 myndir

Enn gýs úr tveimur eldgígum

MIKIÐ hefur dregið úr gosvirkni í Heklu frá því á laugardagskvöldið er gosið náði hámarki á fyrstu tveimur klukkustundunum eftir að það hófst. Lítið hefur sést til eldstöðvarinnar síðan en jarðskjálftamælar sýna að eldvirknin hefur minnkað mikið. Meira
29. febrúar 2000 | Forsíða | 146 orð

Jörg Haider segir af sér flokksformennsku

JÖRG Haider sagði í gærkvöldi af sér formennsku í Frelsisflokknum í Austurríki, að sögn fréttastofunnar APA . Sagt var að við formennskunni tæki Susanne Riess-Passer varakanslari sem er 39 ára og mjög handgengin formanninum fráfarandi. Meira

Fréttir

29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 178 orð

1.652 einkamerki á bíla verið gefin út

GEFIN hafa verið út 1.652 einkamerki frá því fyrst var hægt að panta og fá slík merki á bíla í júní 1996. Stöðug aukning hefur verið í útgáfu merkjanna. Fyrsta árið voru gefin út 97 merki og tvö þau fyrstu voru ÍSLAND og RAGNAR. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 377 orð | 2 myndir

Aðstæður í Þrengslunum áttu ekki að koma á óvart

TALIÐ er að allt að 1.500 manns hafi setið fastir í snjó og skafrenningi í Þrengslum er þeir ætluðu vestur yfir Hellisheiði á sunnudag. Meira
29. febrúar 2000 | Erlendar fréttir | 474 orð | 1 mynd

Albright næsti forseti Tékklands?

TÍMARITIÐ Time hefur eftir heimildarmönnum sínum að Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, íhugi nú að gefa kost á sér í embætti forseta Tékklands eftir að síðara kjörtímabili Bills Clintons Bandaríkjaforseta lýkur á næsta ári. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 144 orð

Aldrei fleiri laus störf á höfuðborgarsvæðinu

LAUS störf á höfuðborgarsvæðinu hafa aldrei verið fleiri í janúar, að því er fram kemur í könnun Þjóðhagsstofnunar á atvinnuástandi í janúar 2000. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 112 orð

Aldrei fleiri látist í umferðarslysum

TÍU manns hafa látist í umferðarslysum hér á landi það sem af er þessu ári og segist Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs, ekki vita til þess að svo margir hafi áður látist í umferðarslysum á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Meira
29. febrúar 2000 | Akureyri og nágrenni | 279 orð | 1 mynd

Allir boðnir og búnir að rétta okkur hjálparhönd

ÞÓRA Hrafnsdóttir og synir hennar, þeir Guðbjörn og Þorvaldur, eru nýlega flutt inn í íbúð sína við Tjarnarlund á Akureyri en hún stórskemmdist í eldsvoða skömmu fyrir jól. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 463 orð

A.m.k. 1.500 fluttir úr Þrengslum

UM 200 manns unnu í björgunarsveitum frá klukkan fimm á sunnudag til klukkan níu í gærmorgun við að flytja að minnsta kosti 1.500 manns úr bílum, sem sátu fastir í Þrengslum, til byggða. Meira en 400 bílar sátu fastir í Þrengslunum. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 1835 orð | 1 mynd

Auka þarf forvarnir og sinna betur ungu fólki

MEÐAL helstu áfanga í þróun geðlæknisfræðinnar síðustu tvo áratugina má nefna að fram hafa komið ný og betri lyf sem hafa minni aukaverkanir í för með sér og farið er að beita viðtalsmeðferð með markvissari hætti. Meira
29. febrúar 2000 | Erlendar fréttir | 721 orð | 1 mynd

Austurrísk gildi og ábyrgð

MYNDUN nýrrar samsteypustjórnar í Austurríki hefur orðið tilefni alþjóðlegrar gagnrýni. Sem kanzlari Lýðveldisins Austurríkis tek ég þessar áhyggjur mjög alvarlega. Meira
29. febrúar 2000 | Landsbyggðin | 295 orð | 1 mynd

ÁTVR sigrar heimamenn

Þórshöfn- Hörkuspennandi fótboltaleikur var spilaður í íþróttahúsinu á Þórshöfn fyrir stuttu en þar áttust við heimamenn og liðsmenn ÁTVR. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 192 orð

Áætlun 1.700 manna raskaðist

INNANLANDSFLUG var fellt niður að miklu leyti bæði í gær og á sunnudag vegna veðurs og er talið að ferðaáætlun um 1.700 manna hafi raskast. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 93 orð

Banaslys í Súðavík

BANASLYS varð í Súðavík í gær þegar karlmaður á sextugsaldri lenti undir vélsleða fyrir ofan gömlu byggðina. Svo virðist sem maðurinn hafi ekið vélsleða sínum fram af um þriggja metra hárri hengju með fyrrgreindum afleiðingum. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 627 orð

Biksvartur öskustrókur reis hátt á loft

"ÞETTA var mjög merkileg upplifun, skrýtnast var auðvitað að hafa heyrt sagt frá því í útvarpinu að það ætti að byrja að gjósa í Heklu eftir fimmtán mínútur," segir Benedikt Jónsson, sem var staddur á hótelinu í Hrauneyjum þegar Heklugos hófst... Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 511 orð

Byrðin vegna geðsjúkdóma vanmetin

TALIÐ er að byrði samfélaga í hinum vestræna heimi vegna geðsjúkdóma sé stórlega vanmetin. Má þar nefna þunglyndi, kvíðaraskanir, áfengissýki, geðklofa og geðhvarfasýki. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 1951 orð | 4 myndir

Duttlungar í drottningu eldfjallanna

HEKLA, sem nefnd hefur verið drottning eldfjallanna, hefur gosið nánast á hverri öld frá 12. öld og eru gosin orðin 18 frá upphafi byggðar í landinu. Flest gosin hafa orðið 5 á 20. Á 14. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Einkaheimilin voru opnuð gestum

LAUFEY S. Valdimarsdóttir tók á móti 8 manns á heimili sínu í Hveragerði í fyrrakvöld og dvaldi hópurinn þar í góðu yfirlæti og var létt yfir hópnum. Allir höfðu ferðalangarnir lagt af stað í þeim tilgangi að líta á gosið í Heklu. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 290 orð

Ekki ástæða til að breyta um stefnu varðandi virkjunina

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra og fyrsti þingmaður Austurlands, telur ekki ástæðu til að breyta markaðri stefnu varðandi mat á umhverfisáhifum Fljótsdalsvirkjunar þrátt fyrir að umhverfisráðherra hafi ógilt það ferli sem var í gangi varðandi... Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 923 orð | 1 mynd

Fá en stór verkefni

ANNASAMT var hjá lögreglunni um helgina þá einkum í tengslum við fá, en stór, verkefni. Almennt skemmtanahald var með rólegra móti um helgina enda vart veður til mikillar útiveru. Almennt var ástand þokkalegt og ölvun ekki mikil. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 240 orð

Fimm tilboð bárust

FIMM tilboð bárust í framkvæmdir í flugstöðinni á Akureyrarflugvelli en tilboðin voru opnuð fyrir helgi. Aðeins tvö tilboðanna eru undir kostnaðaráætlun en lægsta tilboðið átti MP Verk og Vík ehf. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Franskir kennarar í vetrarfríi

MEÐAL þeirra sem gistu í Grunnskólanum í Þorlákshöfn voru hjónin Guillet Josette og Richard Beryard, kennarar frá Frakklandi. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Fræðslufundur skógræktarfélaganna

SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN á höfuðborgarsvæðinu halda opinn fræðslufund þriðjudaginn 29. febrúar kl. 20.30 í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6. Fundurinn er í umsjón Skógræktarfélags Íslands. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Fyrsta fréttamyndin birtist á mbl.is

FYRSTA fréttamyndin sem birt var af Hekugosinu kom á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is. Jónas Erlendsson fréttaritari í Mýrdal tók myndina af gosmekkinum á stafræna myndavél og birtist hún á vefnum tvær mínútur yfir sjö á laugardagskvöldið. Meira
29. febrúar 2000 | Akureyri og nágrenni | 175 orð | 2 myndir

Gosi á leikbrúðusýningu

ÆFINGAR standa nú yfir á Gosa, sem er leikbrúðusýning eftir hinni sígildu sögu um samnefndan spýtustrák og ævintýri hans en það er Leikfélag Akureyrar í samvinnu við leikhúsið 10 fingur sem sér um sýninguna. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 179 orð

Gosið vekur athygli erlendis

VÍÐA í erlendum fjölmiðlum var sagt frá gosinu í Heklu sem hófst síðdegis á laugardag. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 391 orð

Gosmökkur sást í allt að 45 þúsund feta hæð

ÖLLU flugi var á tímabili beint suður fyrir gossvæðið í Heklu vegna hættu af völdum gosmakkar sem steig í allt að 45 þúsund feta hæð á laugardagskvöld. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 334 orð | 1 mynd

Grafin í fönn í tvo tíma

"VIÐ vorum að leika okkur uppi á þaki á fjárhúsinu og hoppuðum niður í snjóinn fyrir neðan og þá datt snjór ofan á hann fyrst og svo mig," segir Melkorka Rut Bjarnadóttir, 11 ára, sem lenti undir snjódyngju í gær við bæinn Austurhlíð í... Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 235 orð | 2 myndir

Grunnskólanum breytt í fjöldahjálparstöð

ÞAÐ gerði skyndilega bálhvassa norðanátt og byl síðdegis á sunnudag og Hellisheiði lokaðist um kl. 15 en Þrengslavegi var haldið opnum. Um kl. 18 hafði safnast saman í Þrengslunum þvílíkur urmull bíla í blindhríð að ekki varð við neitt ráðið. Um 1. Meira
29. febrúar 2000 | Landsbyggðin | 201 orð | 1 mynd

Harpa Dröfn Skúladóttir hlaut Auðunsbikarinn

Borgarnesi - Harpa Dröfn Skúladóttir sundkona hlaut Auðunsbikarinn sem afhentur var á íþróttadegi í Borgarnesi. Meira
29. febrúar 2000 | Miðopna | 834 orð | 1 mynd

Hart tekist á um launalið samninga

Vinnuveitendur segjast hafa boðið Flóabandalaginu tvöfalt meiri hækkanir en samið hefur verið um á öðrum Norðurlöndum. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 73 orð

Héldu til í jeppanum

BJÖRGUNARSVEITARMENN frá Hólmavík hófu á sunnudag leit að manni og konu á litlum jeppa í Ísafjarðardjúpi. Aðfaranótt mánudags komu þeir að bílnum og komu þeir ásamt fólkinu til byggða klukkan 5 að morgni mánudags. Meira
29. febrúar 2000 | Landsbyggðin | 137 orð | 1 mynd

Hlynur Bæringsson íþróttamaður Borgarbyggðar

Borgarnesi- Í lok íþróttadags í Borgarnesi var greint frá kjöri íþróttamanns Borgarbyggðar fyrir árið 1999. Fyrir valinu varð Hlynur Bæringsson, 17 ára körfuknattleiksmaður. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Hraunveggurinn gnæfði yfir

EIGANDI stórs jeppa sem varð einna fyrstur að hraunjaðrinum undir Hekluhlíðum snemma á sunnudag má þakka öðrum jeppamönnum að hann skyldi ekki missa bílinn undir hraun. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 159 orð

Hundruð næturgesta í Hveragerði

ALMANNAVARNANEFND Hveragerðisbæjar var ekki kölluð út þrátt fyrir ástandið í bæjarfélaginu. Hundruð veðurtepptra aðkomumanna fengu gistingu á hótelum, gistiheimilum og einkaheimilum í Hveragerði í fyrrinótt. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 136 orð

Hús rýmd vegna hættu á snjóflóðum

VEÐURSTOFA Íslands ákvað, að höfðu samráði við sýslumenn viðkomandi staða og almannavarnanefndir, að rýma hús í Bolungarvík, Ísafirði og Siglufirði, í fyrrakvöld vegna hættu á snjóflóðum og sömuleiðis var ákveðið í gærmorgun að rýma hús á Patreksfirði. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 470 orð | 2 myndir

Ísing og manndrápskuldi

ÓMAR Óskarsson, myndformaður á Morgunblaðinu, hírðist í bíl sínum í Þrengslunum í um tíu klukkustundir. Ómar fór einn síns liðs á sunnudag til að mynda Heklugosið. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 153 orð

Íslandsflug hættir samkeppni í innanlandsflugi

FLUGFÉLAG Íslands mun leigja tvær flugvélar Íslandsflugs frá og með 1. apríl næstkomandi og mun Íslandsflug hætta áætlunarflugi til Akureyrar, Egilsstaða og Vestmannaeyja frá þeim tíma. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

JÓN DAN

JÓN Dan Jónsson, rithöfundur og fyrrverandi ríkisféhirðir, er látinn, tæplega 85 ára að aldri. Foreldrar Jóns voru Jón Einarsson, útvegsbóndi á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd, og kona hans Margrét Pétursdóttir. Jón fæddist 10. mars 1915. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Krapamyndun í Ölfusá

MIKILL krapi berst niður Ölfusá og síðdegis í gær var hann farinn að hlaðast upp fyrir neðan Ölfusárbrú. Hækkaði í ánni því krapinn hefur fyrirstöðuáhrif fyrir neðan brúna. Þegar leið á daginn brast stíflan en óðara byrjaði krapi að hlaðast fyrir að... Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 86 orð

Kvikar myndir með sýningar

KVIKMYNDASÝNING verður í MÍR-salnum, Vatnsstíg 10 í kvöld, þriðjudagskvöld, á vegum hátíðarinnar Kvikra mynda. Sýningin hefst klukkan 20. Sýndar verða myndir eftir finnska kvikmyndagerðarmanninn Mika Taanila. Meira
29. febrúar 2000 | Erlendar fréttir | 374 orð

Lagalegar varnaraðgerðir hugsanlegar

KARL-HEINZ Grasser, fjármálaráðherra Austurríkis, þurfti að láta sér lynda táknræn mótmæli starfsbræðra sinna frá hinum Evrópusambandslöndunum fjórtán á fundi ráðherranna í Brussel í gær. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 46 orð

LEIÐRÉTT

Rangt verð Í FRÉTT um Toyota Land Cruiser 70 í Bílum sl. sunnudag var sagt í myndatexta að bílarnir kostuðu frá 3.385.000-3.585.000 kr. Eins og fram kom í megintexta fréttarinnar er verðið mun lægra, eða 2.490.000 kr. í pallbílsútgáfu og 2.790.000 kr. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 106 orð

Lést í bílslysi við Ólafsvík

FIMMTÁN ára gamall piltur lést í bílslysi á Útnesvegi, skammt vestan Ólafsvíkurennis, rétt fyrir kl. 15 sl. laugardag. Pilturinn hét Adam Bednerek og var pólskur en hafði búið ásamt foreldrum sínum í Ólafsvík í þrjú ár. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 112 orð | 3 myndir

Létust í slysinu á Kjalarnesi

MENNIRNIR sem létust í umferðarslysinu á Kjalarnesi síðastliðið föstudagskvöld hétu Benedikt Ragnarsson, Björn Gíslason og Einar Kristjánsson. Meira
29. febrúar 2000 | Landsbyggðin | 70 orð | 1 mynd

Lionsklúbbur Sandgerðis gefur sjúkrarúm

Sandgerði- Nýlega afhentu Lionsmenn í Sandgerði Lyngseli, sem er skammtímavistun fatlaðra, nýtt og fullkomið sjúkrarúm. Lyngsel, sem er rétt fyrir sunnan Sandgerði og var tekin í notkun árið 1992, er rekið af Þroskahjálp á Suðurnesjum. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Louisa Matthíasdóttir látin

LOUISA Matthíasdóttir listmálari lést á sjúkrahúsi í New York sl. föstudag, 83 ára að aldri. Louisa fæddist í Reykjavík 20. febrúar árið 1917, dóttir hjónanna Matthíasar Einarssonar yfirlæknis og Ellenar Johannessen. Meira
29. febrúar 2000 | Erlendar fréttir | 598 orð | 1 mynd

Magnar ásakanir um kynþáttafordóma í lögreglunni

SÝKNUDÓMUR í máli fjögurra hvítra lögreglumanna, sem urðu blökkumanninum Amadou Diallo að bana í New York fyrir ári, hefur kynt undir ásökunum um að kynþáttafordómar viðgangist meðal lögreglumanna í Bandaríkjunum. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 56 orð

Margir rekast einhvern tíma á lífsleiðinni...

Margir rekast einhvern tíma á lífsleiðinni á geðsjúkdóma á einn eða annan hátt. Verða sjálfir fyrir geðsjúkdómum eða kynnast þeim náið á annan hátt. Þeir geta verið vægir eða alvarlegir og allt þar á milli. Úrræðin eru fjölmörg og batnandi. Jóhannes Tómasson ræddi við nokkra þeirra sem starfa við geðheilbrigðisþjónustu og standa þar í eldlínu alla daga. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 82 orð

Metaðsókn að mbl.is

METAÐSÓKN var að mbl.is í gær, en klukkan 21 í gærkvöldi höfðu 49.000 heimsóknir borist forsíðu vefjarins. Einnig var óvenju mikil aðsókn um helgina, 28.000 manns á laugardag og 30.000 á sunnudag. Þeir sem fóru inn á forsíðu mbl. Meira
29. febrúar 2000 | Akureyri og nágrenni | 232 orð | 3 myndir

Mikið mokað, ýtt og dregið

MIKILL erill var hjá lögreglu á Akureyri í stórhríðinni sem geisaði á sunnudag og fram á mánudagsmorgun og nutu lögreglumenn aðstoðar frá félögum í björgunarsveitinni Súlum. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 78 orð

Milli 30 og 50% af heilbrigðiskerfinu...

Milli 30 og 50% af heilbrigðiskerfinu snýst um þjónustu við 10% sjúklinga. Rannsóknir hafa sýnt að með því að veita sjúklingum í mjaðmaaðgerðum viðtal við geðlækni má stytta legutíma þeirra um tvo daga. Meira
29. febrúar 2000 | Erlendar fréttir | 326 orð | 1 mynd

Moskvu-búar fátækir

YFIR helmingur Moskvubúa telst undir fátæktarmörkum og eykst bilið milli ríkra og fátækra stöðugt þannig að 10% borgarbúa eru með 61,3 sinnum hærri laun en þeir sem verst hafa það, að því er Ljúdmila Svetsova, sem fer með félagsmál í Moskvu, sagði í... Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 87 orð

Námskeið í skyndihjálp

REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst fimmtudaginn 2. mars. Kennsludagar verða 2., 6. og 7. mars frá kl. 19-23. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 47 orð

Námskeið um verðbréfaviðskipti

ENDURMENNTUNARDEILD Félags háskólakvenna verður með námskeið þriðjudagana 29. og 7. mars um verðbréfaviðskipti og val fjárfestingakosta. Námskeiðið er haldið í Odda. Stjórnandi námskeiðsins er Steinþór Baldursson, sjóðsstjóri hjá Fjárvangi. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 31 orð

Opið hús Heimahlynningar

HEIMAHLYNNING verður með samverustund fyrir aðstandendur í kvöld, þriðjudaginn 29. febrúar, kl. 20-22 í húsi Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8. Sr. Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur á Landspítala, talar um makamissi. Kaffi og meðlæti á... Meira
29. febrúar 2000 | Erlendar fréttir | 1092 orð | 1 mynd

Ósigur CDU minni en margir höfðu spáð

Sigurganga Kristilegra demókrata í héraðsþingkosningum í Þýzkalandi var stöðvuð á sunnudag, en Davíð Kristinsson, fréttaritari í Berlín, segir flokkinn hafa staðist þessa fyrstu kosningaprófraun eftir fjármálahneykslið stóráfallalaust. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 176 orð | 2 myndir

"Lengsti sunnudagsbíltúr sem ég hef farið í"

Á HEILSUSTOFNUN NLFÍ gistu vel á annað hundrað manns, sem ekki komust vestur yfir heiði og var aukastarfsfólk kallað út í fyrrinótt til að taka á móti fólkinu. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 581 orð | 2 myndir

"Vorum ekki í lífshættu"

ÞRÍR vélsleðamenn lentu í miklum hrakningum við Hellisheiði í óveðrinu á sunnudaginn. Meira
29. febrúar 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 308 orð | 1 mynd

"Þetta veður tekur sinn toll"

NOKKRIR menn úr Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík sátu við kaffidrykkju inni á Litlu kaffistofunni, nýbúnir að fá skilaboð um að þeirra starfi væri lokið í bili, en mennirnir höfðu alla nóttina leitað að þremur vélsleðamönnum, sem fyrr um morguninn... Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 88 orð

Rafmagnstruflanir á Vestfjörðum

VEGNA veðurs voru truflanir á rafmagni frá Orkubúi Vestfjarða á sunnudag en eftir að samband komst á við Landsvirkjun í gærmorgun voru þær úr sögunni. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 145 orð

Rannsókn á Kjalarnesslysinu stendur yfir

RANNSÓKN stendur yfir á orsökum slyssins á Vesturlandsvegi síðastliðið föstudagskvöld þegar rúta og jeppi lentu saman með þeim afleiðingum að þrír létust og 13 slasaðir voru lagðir inn á spítala. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 73 orð

Rán framið í söluturni

RÁN var framið í söluturni í Vesturbergi í Breiðholti í gærkvöldi og komst ræninginn undan með nokkra tugi þúsunda, að sögn lögreglunnar. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 468 orð | 1 mynd

Reynslan eykur trú á gildi fjarnáms

FYRSTU hjúkrunarfræðingarnir sem luku meistaragráðunámi í hjúkrunarfræði við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri í samvinnu við Royal College of Nursing Institute, RCNI, sem er deild innan Manchester-háskóla voru brautskráðir við athöfn í... Meira
29. febrúar 2000 | Erlendar fréttir | 243 orð

Ritt strax forsíðuefni

ÞAÐ VAR ekki liðinn sólarhringur frá því að Ritt Bjerregaard, fyrrum fulltrúi Dana í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, var skipuð matvælaráðherra þar til hún var komin á forsíður danskra blaða. Meira
29. febrúar 2000 | Erlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

Ræddu um sameiginlegu hersveitirnar

VARNARMÁLARÁÐHERRAR ríkja Evrópusambandsins (ESB) hittust í Portúgal í gær til að ræða framkvæmd áætlunar um sameiginlegar hersveitir ESB. Fundurinn var haldinn í framhaldi af ákvörðun leiðtogaráðs ESB í Helsinki á síðasta ári um að komið skyldi á fót... Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 774 orð | 1 mynd

Samkeppni í áætlunarflugi lokið

ÍSLANDSFLUG hefur leigt Flugfélagi Íslands báðar ATR-flugvélar félagsins frá og með 1. apríl og mun hætta áætlunarflugi á þeim flugleiðum innanlands þar sem samkeppni hefur verið við Flugfélag Íslands. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 480 orð | 1 mynd

Sex tíma bið í ísköldum bíl

SIGURÐUR Þór Ásgeirsson, steypuskálastjóri hjá Ísal, lenti í hrakningum í Þrengslunum ásamt fjölskyldu sinni. Ferðalag sem venjulega tekur þau klukkustund varaði meira en hálfan sólarhring. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

Skírð Hekla þremur tímum fyrir Heklugosið

"HÚN fæddist 14. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 320 orð | 1 mynd

Skjótt brugðist við tilmælum um að sækja bílana

BÍLEIGENDUR brugðust skjótt við tilmælum lögreglu og Vegagerðarinnar, síðdegis í gær, um að sækja bíla sína í Þrengslunum. Um kvöldmatarleytið var stanslaus straumur bíla til höfuðborgarinnar, sem losaðir höfðu verið. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 414 orð | 2 myndir

Skreið út um glugga til að moka frá pústi

"VIÐ vorum róleg í bílnum; vorum vel búin og með nesti. Krakkarnir voru róleg og sváfu. Einna verst var þegar pústið fór að koma inn; við vorum orðin hálfsljó og rauðeygð en höfðum rifu á glugganum. Meira
29. febrúar 2000 | Akureyri og nágrenni | 77 orð

Skúlptúrsýning í Ketilhúsinu

NEMENDUR Myndlistaskólans á Akureyri hafa unnið þrívíð verk undir handleiðslu Stefáns Jónssonar myndlistamanns. Verkin verða til sýnis í Ketilhúsinu en sýningin var opnuð fyrir helgi, á , föstudaginn 25. febrúar - og stendur hún til 3. mars næstkomandi. Meira
29. febrúar 2000 | Akureyri og nágrenni | 268 orð

Spáðu eldgosi

FÉLAGAR í Veðurklúbbnum á Dalbæ í Dalvíkurbyggð spáðu eldgosi nokkrum sinnum fyrir áramót og voru veðurklúbbsfélagar vissir um að til tíðinda gæti dregið á því sviði innan tíðar. Meira
29. febrúar 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 545 orð | 1 mynd

Stanslaus pylsu- og súpusala

LITLA kaffistofan í Svínahrauni er ekki bara bensínstöð og sjoppa, heldur mikilvægur áningarstaður á leið manna yfir Hellisheiði, en menn hafa oftar en ekki leitað þangað í skjól þegar vonskuveður hafa geisað á heiðinni. Meira
29. febrúar 2000 | Landsbyggðin | 248 orð

Stórbæta þarf kjör þeirra sem minnst hafa

Selfossi - Félag eldri borgara á Selfossi samþykkti á aðalfundi sínum 27. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

Stórfjölskylda gisti í heimahúsi

SKÓLASTJÓRINN Halldór Sigurðsson og kona hans Ester Hjartardóttir, sem er kennari við Grunnskólann í Þorlákshöfn, voru búin að lána frá sér dýnur og sængur þegar hringt var úr skólanum og beðið um gistingu. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Styrkur til íslenskudeildar Manitoba-háskóla

MEÐAL Vestur-Íslendinga í Kanada stendur yfir fjársöfnun til að tryggja framtíð íslenskudeildar og styrkja íslenska bókasafnið í Manitoba-háskóla í Winnipeg. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

SVEINN BJÖRNSSON

SVEINN Björnsson, verkfræðingur og fyrrverandi forstjóri SVR, lést í gær, 73 ára að aldri. Sveinn fæddist í Reykjavík 23. júní 1926. Foreldrar hans voru Þórunn Halldórsdóttir húsmóðir og Björn Benediktsson netagerðarmeistari. Meira
29. febrúar 2000 | Erlendar fréttir | 378 orð

Tilfelli af kúariðu skelfir Dani

RITT Bjerregaard matvælaráðherra Dana staðfesti í gær að komið hefði upp tilfelli af kúariðu á kúabúi í Himmerland á Norður-Jótlandi. Kúnni var slátrað nýlega vegna gruns um kúariðu og sýni úr skepnunni staðfestu gruninn. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 140 orð

Tvær lægðir á leiðinni

STÓRHRÍÐ var í gær á norðanverðu landinu og snjóaði einna mest á Patreksfirði, en í dag er gert ráð fyrir að veðrið gangi niður. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 38 orð

Tvær nauðganir kærðar

TVÆR nauðganir voru kærðar til lögreglu í Reykjavík aðfaranótt sl. sunnudags. Báðar leituðu konurnar sem fyrir ofbeldinu urðu til neyðarmóttöku fórnarlamba kynferðislegs ofbeldis. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 204 orð

Um 50 manns veðurtepptir á Laugarhóli

50 manns eru veðurtepptir á Laugarhóli í Bjarnarfirði. Hópurinn sem um ræðir kom á Laugarhól á föstudag til að dvelja þar yfir helgi við að renna sér á snjóbrettum. Þetta eru alvant snjóbretta- og útivistarfólk. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 699 orð | 1 mynd

Vantar heildstæða stefnumótun

Bjarney Friðriksdóttir fæddist í Hafnarfirði 23. ágúst 1967. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1988 og BA-prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands 1994 og mastersprófi í alþjóðamálum frá Columbiaháskóla í New York. Hún hefur starfað m.a. hjá alþjóðlegum samtökum um mannréttindamenntun og á skrifstofu UNIFEM í New York, nú er hún framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 282 orð

Veður spilltist skyndilega

"ÞAÐ ER mikil umferð á þessum tíma. Veður spilltist skyndilega þegar leið á daginn og Hellisheiði lokaðist milli klukkan tvö og þrjú og þá fór umferðin um Þrengsli. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Vel fylgst með þróun eldgossins

Almannavörnum ríkisins barst tilkynning um að byrjaður væri órói á jarðskjálftamælinum við Litlu Heklu kl. 17.24 en stuttu síðar lét jarðeðlisdeild Veðurstofunnar í té þær upplýsingar að óróinn færi heldur vaxandi. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 300 orð

Veltur fram eins og belti á jarðýtu

ENN gýs úr tveimur gígum við tind Heklu og hraun rennur úr báðum. Mun meiri virkni er þó í syðri gígnum og heyrðu jarðfræðingar, sem fóru að Heklu í gær, reglulegar sprengingar í honum. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 350 orð | 1 mynd

Viðamesta björgun síðari ára

AÐGERÐINNI í fyrradag var að hluta til stjórnað frá aðgerðastjórnstöð björgunarsveitanna í stórum trukki við Litlu kaffistofuna í Svínahrauni, en þar inni réði Víðir Reynisson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveitanna á höfuðborgarsvæðinu, ríkjum. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 1488 orð | 3 myndir

Vitað um gosið hálftíma áður en það hófst

Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur að viðvörunarkerfi Veðurstofunnar hafi virkað vel í aðdraganda Heklugossins sem hófst klukkan 18:17 á laugardagskvöld. Hálftíma áður var tilkynnt að það kæmi innan 20-30 mínútna og gekk það eftir. Í samtölum Morgunblaðsins við jarðvísindamenn kemur fram að mesti krafturinn var í gosinu fyrstu tvo klukkutímana en síðan hefur það dvínað og styrkur þess var í gær talinn 5% af því sem var í upphafi. Meira
29. febrúar 2000 | Miðopna | 2483 orð | 1 mynd

Víða er áhugi á árangurstengdum launakerfum

Árangurstengdum launakerfum hefur verið beitt á nýjum og vaxandi sviðum atvinnulífsins undanfarin ár jafnframt því sem nýjar útfærslur þeirra hafa litið dagsins ljós. Í samantekt Hjálmars Jónssonar kemur fram að áhugi fyrir þessum nýju launakerfum er ekki einskorðaður við fjármálamarkaðinn og tölvugeirann. Meira
29. febrúar 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 361 orð | 4 myndir

Voru kát við heimkomuna

ÞAÐ urðu fagnaðarfundir við Ársel í Árbæ þegar langferðabíll með 36 börnum úr sunddeild Ármanns kom á áfangastað eftir að hafa verið fastur í Þrengslunum síðan í fyrradag. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 577 orð

Voru sólarhring í snjóhúsi á Tröllhálsi

FJÓRIR menn á vélsleðum fundust skammt norður af þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum síðdegis í gær eftir að hafa látið fyrirberast í sólarhring í snjóhúsi á Tröllhálsi. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 2086 orð | 1 mynd

Þekkingin eykst og feimnin minnkar

FÓLK með þunglyndi, geðhvörf, geðklofa, og einstaklingar sem gert hafa tilraunir til sjálfsvígs og aðrir með alvarlegar geðraskanir sjúkdóma eru meðal viðfangsefna geðdeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 502 orð

Þung umferð um Suðurland eftir að fréttist af gosinu

UMFERÐ var þung um Suðurland eftir að fréttist af því á laugardag að Heklugos væri hafið og komu flestir af höfuðborgarsvæðinu. Meira
29. febrúar 2000 | Innlendar fréttir | 154 orð

Þurfum að fara yfir málsmeðferð

STEFÁN Thors skipulagsstjóri telur að skoða þurfi almennt meðferð mála hjá Skipulagsstofnun, vegna úrskurðar umhverfisráðherra um væntanlegt álver í Reyðarfirði. Skipulagsstjóri úrskurðaði í desember að Eignarhaldsfélaginu Hrauni ehf. Meira

Ritstjórnargreinar

29. febrúar 2000 | Staksteinar | 291 orð | 2 myndir

50 milljarða skattskuldir afskrifaðar

JÓHANNA Sigurðardóttir alþingismaður skrifar á vefsíðu sinni um þær miklu skattaskuldir, sem afskrifaðar hafa verið á vegum ríkisins undanfarin ár. Á þremur árum skipta þessar skuldir 50 milljörðum króna. Meira
29. febrúar 2000 | Leiðarar | 673 orð

VIÐVÖRUN UM HEKLUGOS

ÞEIR, SEMhlustuðu á kvöldfréttir Ríkisútvarpsins kl. 18 sl. laugardag, ráku upp stór augu, þegar þulurinn tilkynnti, að Almannavarnir hefðu sent frá sér viðvörun um yfirvofandi eldgos í Heklu. Meira

Menning

29. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 135 orð | 1 mynd

American Pie vinsæl

AMERÍSKA bakan eða "The American Pie" situr á toppi myndbandalistans þessa vikuna og er splunkuný á lista. Í henni er sagt frá unglingsstrákum sem ráða ekkert við hormónana og eru með kynlíf og stelpur á heilanum. Meira
29. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 663 orð | 1 mynd

Ankannalegur ástaróður til Cohens

Reykjavík er köld, geisladiskur Vals og Regnúlpnanna. Meira
29. febrúar 2000 | Tónlist | 539 orð

Boðið upp í englavals

J. S. Bach: Tokkata í F-dúr; Schübler sálmforleikirnir. Páll Ísólfsson: Chaconne; Máríuvers. Jón Leifs: Íslenzkir dansar Op. 11. Björn Steinar Sólbergsson, orgel. Sunnudaginn 27 febrúar kl. 17. Meira
29. febrúar 2000 | Skólar/Menntun | 686 orð | 1 mynd

Brottfall minnkar með jafningjastarfi

Námsráðgjöf - Nýlega komu út bækur um námsráðgjöf hjá Háskólaútgáfunni. Námsráðgjafinn getur verið lykill að samstarfi milli skóla og heimilis. Gunnar Hersveinn spurði Guðrúnu Friðgeirsdóttur um þetta. Meira
29. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 151 orð | 1 mynd

Dómarinn og mafían

½ Leikstjóri: Ricky Tognazzi. Handrit: Peter Pruce. Aðalhlutverk: Chass Palminteri, F. Murray Abraham, Anna Galiena, Andy Luotto. (106 mín.) Bandaríkin. Bergvík, 1998. Bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
29. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 77 orð | 1 mynd

Draumahjónaband á enda

EIN heitustu hjón í Hollywood, Nicolas Cage og Patricia Arqette, eru um það bil að skilja. Það er Cage sem hefur sótt um skilnaðinn með rökum um ósættanlegan ágreining. Meira
29. febrúar 2000 | Tónlist | 671 orð

Fínn Dvorák en daufur Sjostakovitsj

Camerarctika í Kammermúsíkklúbbnum. Strengjakvartett nr. 9 í Es-dúr eftir Dimitri Sjostakovitsj, Kvintett fyrir flautu, fiðlu, víólu, selló og kontrabassa í C-dúr G-439 eftir Luigi Boccherini og Kvintett fyrir tvær fiðlur, víólu selló og píanó í A-dúr op. 81 eftir Antonín Dvorák. Sunnudag kl. 20.30. Meira
29. febrúar 2000 | Skólar/Menntun | 509 orð | 1 mynd

Fjöltyngi er fjölkynngi

STÍL, samtök tungumálakennara á Íslandi, stendur í sumar fyrir ráðstefnu í Reykjavík. Ráðstefnan er haldin dagana 21.-25. júní en hún er á vegum norrænu-baltnesku deildar alþjóðasambands tungumálakennara. Meira
29. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 174 orð | 1 mynd

Furðulegur ferðamáti

TÍUNDI bekkur Dalvíkurskóla stendur í stórræðum við fjáröflun skólaferðalags síns um þessar mundir en farið verður í lok mars til vinabæjar Dalvíkurbyggðar, Viborgar í Danmörku. Meira
29. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 61 orð | 1 mynd

Góðmennt á hnefaleikum

ÞAÐ ríkti "hverjir voru hvar" stemmning í Madison Square Garden á laugardaginn þar sem hnefaleikarinn Oscar De La Hoya vann auðveldan sigur á Derrell Coley í heimsmeistaraeinvíginu í veltivigt. Meira
29. febrúar 2000 | Menningarlíf | 47 orð | 1 mynd

Hárprýði í afrískri menningu

FRANK Herreman, safnstjóri afríska listasafnsins í New York, stendur hér við einn sýningarkassa nýrrar sýningar safnsins sem nefnist "Hár í afrískri list og menningu". Meira
29. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 286 orð | 1 mynd

Hrekkjalómar láta gott af sér leiða

Í LOK þorra fóru Hrekkjalómar í hefðbundna skoðunarferð til höfuðborgarinnar, fyrst og fremst til að gefa öndunum brauð og skemmta sér og öðrum. Að þessu sinni létu lómar gott af sér leiða, færðu þeir Styrktarfélagi krabbameissjúkra barna 100. Meira
29. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 43 orð | 1 mynd

Í loftköstum

OFURHUGINN Robbie Knievel sést hér taka flugið á mótorhjólinu sínu en ofurhugastörf eru einmitt hans sérgrein. Hér sést hann stökkva yfir lest á ferð sem er töluverð áhætta eins og gefur að skilja. Meira
29. febrúar 2000 | Menningarlíf | 230 orð | 1 mynd

Íslendingur fær verðlaun fyrir grein um Konungspóstinn

NORRÆNU Fr. Brofos-verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn í Bandaríkjunum fyrir skemmstu og féllu þau Sigurði H. Þorsteinssyni rithöfundi í skaut. Stofnað var til þessara verðlauna á sl. Meira
29. febrúar 2000 | Menningarlíf | 601 orð | 1 mynd

Jón Dan

SJÖTTI áratugurinn er um margt merkilegur í íslenskum skáldskap, ljóðum og sagnagerð. Ný ljóðskáld komu fram og í sagnagerðinni urðu hræringar, ekki síst í smásagnagerð. Það vakti athygli að ungur skrifstofumaður í Reykjavík, Jón Dan, hlaut 1. Meira
29. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 61 orð | 2 myndir

Litrík skrúðganga

HIN árlega Carmen Miranda-hátíð í Rio de Janeiro í Brasilíu fór fram á sunnudag en hún markar upphaf kjötkveðjuhátíðarinnar sem stendur í viku í borginni. Meira
29. febrúar 2000 | Tónlist | 490 orð

Ljóslifandi skáldskapur

Tríó Reykjavíkur flutti verk eftir Smetana Rachmaninov og Schostakovitsj. Sunnudagurinn 27. febrúar, 2000. Meira
29. febrúar 2000 | Menningarlíf | 1235 orð | 1 mynd

Louisa Matthíasdóttir

"Þeir sem þekktu hana sögðu að þar færi hlédræg, fáguð og hæglát kona, en það þýðir ekki að Louisu hafi skort skap eða festu. List hennar ljómar af hvoru tveggja um leið og sérstaða hennar skín úr hverri mynd. Meira
29. febrúar 2000 | Menningarlíf | 62 orð | 1 mynd

M-2000

Þriðjudagur 29. febrúar Fögnuður - Netið Í dag verður margmiðlunarvefurinn opnaður. Þetta er liður í verkefni sem stendur út menningarárið og fjallar um fagnaðarstundir Íslendinga á 20. öld. Meira
29. febrúar 2000 | Skólar/Menntun | 341 orð

Mannrækt í skólum

4. MARS næstkomandi munu Smáraskóli, ráðgjafafyrirtækið Agn og áhugamannafélagið Mannrækt standa fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni "Á skólinn að gera nemendur bæði góða og fróða?". Meira
29. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 1104 orð | 1 mynd

Mismunun, ofsóknir og fjöldamorð

Bandarísk heimildamynd um ofsóknir þýskra nasista gegn samkynhneigðum fyrir og á stríðsárunum vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Rósa Erlingsdóttir sá myndina og mætti á blaðamannafund með leikstjórum hennar sem báðir eru samkynhneigðir gyðingar. Meira
29. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 169 orð | 1 mynd

Ný rokkópera frá Townshend

NÝ rokkópera eftir forsprakka The Who, Pete Townshend, var frumflutt í London á föstudaginn var. Verkið heitir "The Lighthouse" og hefur verið í bígerð í ein þrjátíu ár eða allar götur síðan árið 1970 þegar The Who var á hátindi frægðar sinnar. Meira
29. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 168 orð | 1 mynd

Ofra Haza látin

ÍSRAELSKA söngkonan Ofra Haza er látin 42 ára að aldri. Hún var fyrsti Ísraelsbúinn til þess að öðlast heimsfrægð sem poppsöngkona og lag hennar "Im Nin Alu" tröllreið öllu undir lok níunda áratugarins. Meira
29. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 190 orð | 1 mynd

Ólík systkini

½ Leikstjóri: Graham Theakston. Handrit: Hugh Stoddart. Aðalhlutverk: Emily Watson, Cheryl Campell, James Frain, Bernard Hill, Nicholas Gecks. (90 mín) England. Myndform, 1997. Myndin er öllum leyfð. Meira
29. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 410 orð | 1 mynd

Óþekktur lagahöfundur sigraði

ÖRLYGUR Smári starfar á fasteignasölu en í frístundum semur hann lög og átti einmitt sigurlagið í undankeppninni um framlag Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Stokkhólmi hinn 13. maí. Meira
29. febrúar 2000 | Leiklist | 630 orð | 2 myndir

"Því skal ég hógvær þreyja og una því, að ég er duft"

Leikhópur án nafns. Leikgerð: Sveinn Einarsson og Arnar Jónsson. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Leikari: Arnar Jónsson. Leikbrúður: Helga Steffensen. Tónlist: Áskell Másson. Orgelleikari: Douglas A. Brotchie. Lýsing: Lárus Björnsson. Hljóðmaður: Þórður Aðalsteinsson. Þýðing á ljóðtexta: Helgi Hálfdanarson. Flytjendur tónlistar á geisladiskum: Áskell Másson og Camilla Söderberg. Sunnudagur 27. febrúar Meira
29. febrúar 2000 | Tónlist | 645 orð

Samkór með sígaunablóð

Samkór Kópavogs undir stjórn Dagrúnar Hjartardóttur flutti íslensk, norræn og ungversk kórlög; einsöngvari: Stefán Helgi Stefánsson; píanóleikari: Claudio Rizzi. Laugardag kl. 17.00. Meira
29. febrúar 2000 | Skólar/Menntun | 280 orð

Sjö stunda skóladagur og máltíð

Starfsmenn Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur horfa nú fram á veginn í ljósi nýrrar upplýsingatækni og vilja koma auga á hvernig best sé að þróa skólann. Meira
29. febrúar 2000 | Menningarlíf | 177 orð

Stefnumót við íslenska sagnahefð

OPNUÐ verður farandsýning í Þjóðarbókhlöðu á morgun, miðvikudag, kl. 17, en þar er dregið fram hvernig bókin og textinn hafa verið örlagavaldar í sögu íslensku þjóðarinnar. Meira
29. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 658 orð | 3 myndir

Tim Burton

MYNDIR hans eru sannarlega ekki að allra skapi, jafnvel yfirgengilega sérvitringslegar, en sanna það jafnframt að til eru skapandi listamenn í Hollywood sem geta verið á allt öðrum nótum en ráðandi tískusveiflur, gefa markaðsrannsóknum langt nef. Meira
29. febrúar 2000 | Fólk í fréttum | 41 orð | 1 mynd

Ungfrú Venezuela

ÞAÐ var stúlkan Claudia Moreno sem sigraði í keppninni Ungfrú Venezuela um síðustu helgi og hefur hún þar með hlotið keppnisrétt í Ungfrú alheimi. Meira
29. febrúar 2000 | Leiklist | 462 orð

Uppgrip

Eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Leiklistarhópur Umf. Eflingar. Leikstjóri: Arnór Benónýsson. Tónlistarstjórn: Jaan Alavere. Meira
29. febrúar 2000 | Menningarlíf | 638 orð | 1 mynd

Vortónleikar Fóstbræðra óvenju snemma

HINIR árlegu vortónleikar Karlakórsins Fóstbræðra verða heldur fyrr á ferðinni að þessu sinni en áður, sökum óvenju umfangsmikilla verkefna sem kórinn hefur ráðist í á þessu starfsári. Fyrstu tónleikarnir af fernum verða í kvöld kl. Meira

Umræðan

29. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 35 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Á morgun, miðvikudaginn 1. mars, verður sextugur Guðni Steinar Gústafsson, löggiltur endurskoðandi, Arnartanga 36, Mosfellsbæ . Meira
29. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 28 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli .

80 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 29. febrúar, verður áttræður Klemenz Jónsson, leikari og leikstjóri, Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi. Eiginkona hans er Guðrún Guðmundsdóttir . Þau eru að heiman í... Meira
29. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 472 orð

Áskirkja .

Áskirkja . Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14. Léttur hádegisverður framreiddur. Mömmu- og pabbastund í safnaðarheimilinu kl. 14-16. Dómkirkja. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 14 fyrir 6-7 ára börn, kl. 15.30 fyrir 8-9 ára börn og kl. Meira
29. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 304 orð

Beygjuljós gætu bjargað

ÞAÐ hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu að gera mislæg gatnamót á Kringlumýri og Miklubraut en það eru ekki til peningar í þetta stórvirki svo það verður ekki ráðist í það á næstunni. Meira
29. febrúar 2000 | Aðsent efni | 497 orð | 1 mynd

Blindgata #77

Allt í einu, segir Viggó Örn Jónsson, dúkkar upp lítil staðreynd sem sýnir, svo ekki verður um villst, muninn á réttu og röngu. Meira
29. febrúar 2000 | Aðsent efni | 786 orð | 1 mynd

Er samningur ríkisins við sauðfjárbændur landeyðingarsamningur?

Hér er ég ekki að gera tillögur um aukið fjármagn, segir Einar E. Gíslason, heldur um breytta áherslu á því hvernig fjármagninu verði varið til að styðja við byggð í dreifbýlinu. Meira
29. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 627 orð | 1 mynd

Forvarnir - tannvernd

ÞEGAR dóttir mín 14 ára fór í reglubundið eftirlit hjá tannlækni fyrir skömmu var mér tjáð að Tryggingastofnun ríkisins tæki ekki lengur þátt í kostnaði við flúormeðferð barna frá 14 ára aldri. Meira
29. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 1088 orð

Fyrirspurn til fuglafræðinga

ÉG HEFI oft undrast það hvað lítið er talað og ritað um Tjörnina og lífríkið þar, þennan mikla gleðigjafa. Fuglarnir eru auglýsingadýr á litríkum póstkortum um fuglalíf í miðborg Reykjavíkur sem ferðamenn og aðrir kaupa. En fuglarnir lifa tvöföldu lífi. Meira
29. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 31 orð

HEILRÆÐI

Þegar hugann harmur sker og hverfur sálar dugur, borða og drekka bezt þá er; batnar við það hugur. Eins og þegar á söltum sjá sjósótt kvelur rekka, ekkert ráð er annað þá, en að eta og... Meira
29. febrúar 2000 | Aðsent efni | 152 orð

JOB

Í síðustu Lesbók Morgunblaðsins kemur fram sá misskilningur, að texta þann, sem Sveinn Einarsson hefur góðu heilli falið Arnari Jónssyni að flytja á leiksýningunni "Job", hafi ég gert "með hliðsjón af nýrri biblíuþýðingu". Meira
29. febrúar 2000 | Aðsent efni | 977 orð | 1 mynd

Kári í jötunmóð

Mergur málsins er einfaldlega sá, segir Guðni Th. Jóhannesson, að Kári Stefánsson á afskaplega erfitt með að taka gagnrýni. Meira
29. febrúar 2000 | Aðsent efni | 853 orð | 1 mynd

Kraftur

Kraftur er nýtt stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra, segir Árný Júlíusdóttir, sem við stofnuðum nokkur í nóvember síðastliðnum. Meira
29. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 65 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup,...

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Meira
29. febrúar 2000 | Aðsent efni | 752 orð | 1 mynd

Reynslan af innflutningi búfjár er neytendum í hag

Ímynduð umhyggja fyrir íslensku kúnni, segir Guðmundur Lárusson, getur hugsanlega þýtt það að kúabændur tapi í samkeppni um hylli neytenda. Meira
29. febrúar 2000 | Aðsent efni | 685 orð | 1 mynd

Sala á Hitaveitu Þorlákshafnar - snjall leikur til framtíðar

Möguleikar þess, að gera Ölfusið að mjög eftirsóknarverðum stað til búsetu og atvinnurekstrar, segir Jón Hólm Stefánsson, eru miklir og spennandi. Meira
29. febrúar 2000 | Bréf til blaðsins | 430 orð

SÍÐUSTU dagar hafa verið viðburðaríkir.

SÍÐUSTU dagar hafa verið viðburðaríkir. Því miður ber þar hæst hörmuleg slys og hrakninga auk Heklugoss. Válynd veður um helgina settu strik í reikninginn hjá þeim fjölmörgu, sem fóru austur fyrir fjall til að skoða eldgosið. Meira
29. febrúar 2000 | Aðsent efni | 473 orð | 1 mynd

Slysagildrur í þínu boði

Öryggisbúnaður fyrir heimilið, segir Aðalheiður Sigursveinsdóttir, getur bæði auðveldað okkur daglegar athafnir og dregið úr slysahættu. Meira
29. febrúar 2000 | Aðsent efni | 633 orð | 1 mynd

Starfsmenntamál sett á oddinn

Aukin hagsæld, atvinna og bætt lífsgæði hér á landi í framtíðinni, segir Kristján Bragason, munu byggjast á því að við virkjum mannauðinn. Meira
29. febrúar 2000 | Aðsent efni | 573 orð | 1 mynd

Stjórnarskrárbrot fjármálaráðherra

Eigi að síður þrjóskast fjármálaráðherra við, segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, og brýtur vitandi vits gegn grundvallarmannréttindum. Meira
29. febrúar 2000 | Aðsent efni | 904 orð | 1 mynd

Svartur dagur í Sellafield

Ég tel það nauðsynlegt að íslenska ríkisstjórnin fylgi nú frumkvæði þeirrar írsku, segir Kolbrún Halldórsdóttir, og setji fram með formlegum hætti afdráttarlausa kröfu um að stöðinni í Sellafield verði lokað tafarlaust. Meira
29. febrúar 2000 | Aðsent efni | 340 orð | 1 mynd

Tímamótasamkomulag

Samkomulagið rennir styrkari stoðum undir háskólasamfélagið, segir Hrannar Björn Arnarsson, og í því endurspeglast framtíðarsýn fyrir háskólaborgina Reykjavík. Meira
29. febrúar 2000 | Aðsent efni | 622 orð | 1 mynd

Um samgöngur á sunnanverðum Austfjörðum

Að missa eina dugmikla barnafjölskyldu á besta aldri er meira tjón, segir Ingimar Sveinsson, fyrir lítið sveitarfélag en í tölum verði talið. Meira

Minningargreinar

29. febrúar 2000 | Minningargreinar | 437 orð | 1 mynd

ANNA MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR

Anna Margrét Pétursdóttir fæddist í Reykjavík 9. september 1958. Hún lést 1. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarfjarðarkirkju 9. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
29. febrúar 2000 | Minningargreinar | 2293 orð | 1 mynd

Leifur Kristjánsson

Leifur Kristjánsson fæddist í Bárðarbúð á Hellnum 13. júlí 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja hinn 21. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristjana Þorvarðardóttir og Kristján Brandsson bóndi. Meira  Kaupa minningabók
29. febrúar 2000 | Minningargreinar | 2067 orð | 1 mynd

PÁLL GUÐNASON

Páll Guðnason fæddist í Reykjavík 22. júní 1920. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 20. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðni Pálsson, skipstjóri í Reykjavík, f. 29. apríl 1891 í Götu í Selvogshreppi í Árnessýslu, d. 9. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

29. febrúar 2000 | Viðskiptafréttir | 56 orð

Afkomuviðvörun frá SL

AFKOMA Samvinnuferða-Landsýnar hf. á árinu 1999 verður lakari en áætlanir ársins gerðu ráð fyrir. Ástæður fyrir lakari afkomu má rekja til tveggja þátta. Meira
29. febrúar 2000 | Viðskiptafréttir | 102 orð

Bréf Fjármálaeftirlits til skoðunar

BANKARÁÐ Búnaðarbanka Íslands mun annaðhvort í dag eða á morgun koma saman og taka til umfjöllunar bréf Fjármálaeftirlitsins um brot á verklagsreglum bankans, að sögn Stefáns Pálssonar, bankastjóra Búnaðarbankans. Meira
29. febrúar 2000 | Viðskiptafréttir | 203 orð

Dow Jones hækkar aftur

HLUTABRÉF í Bandaríkjunum hækkuðu lítillega í gær eftir lækkanir síðastliðinnar viku og lítur út fyrir að einhverjir hafi látið freistast til að kaupa í kjölfar þessara lækkana. Dow Jones hækkaði í gær um 176,53 stig eða 1,79% og endaði því í 10. Meira
29. febrúar 2000 | Viðskiptafréttir | 67 orð

Eddie George spáir stöðugum vexti

EDDIE George, breski seðlabankastjórinn sem fengið hefur viðurnefnið "steady Eddie" vegna áherslu sinnar á stöðugleika og sígandi lukku fremur en snöggar breytingar í bresku efnahagslífi, spáir því að efnahagur Bretlands muni einkennast af... Meira
29. febrúar 2000 | Viðskiptafréttir | 264 orð | 1 mynd

Hagnaður af reglulegri starfsemi minnkar um 80%

HAGNAÐUR Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. minnkaði á milli áranna 1998 og 1999. Hagnaður af reglulegri starfsemi dróst saman um 80% en hann var 29 milljónir króna árið 1999 en 142 milljónir árið 1998. Meira
29. febrúar 2000 | Viðskiptafréttir | 91 orð

MP Verðbréf skila 30 m.kr. hagnaði

HAGNAÐUR löggilta verðbréfafyrirtækisins MP Verðbréfa hf. var 29,9 milljónir króna á árinu 1999. Eigið fé félagsins nam 134,4 milljónum króna í árslok samkvæmt efnahagsreikningi en niðurstöðutala hans var 287,5 milljónir króna. Meira
29. febrúar 2000 | Viðskiptafréttir | 403 orð

OZ.COM kynnir nýja samskiptalausn

OZ.COM hefur sett á markað samskiptalausn undir nafninu mPresence, og er það víðtæk þjónusta fyrir þráðlaus viðskipti um Netið sem fjarskiptafyrirtæki geta boðið viðskiptavinum sínum. Meira
29. febrúar 2000 | Viðskiptafréttir | 782 orð | 1 mynd

"Það gekk nánast allt upp á árinu"

OPIN kerfi hf. skiluðu 216 milljóna króna hagnaði á árinu 1999, sem er 143% aukning frá árinu áður, en þá nam hagnaðurinn 89 milljónum króna. Meira
29. febrúar 2000 | Viðskiptafréttir | 406 orð | 1 mynd

Reiknað með 40% veltuaukningu í ár

HAGNAÐUR af rekstri Lyfjaverslunar Íslands hf. árið 1999 nam rúmum 58 milljónum króna, sem er um 5% aukning frá árinu áður, en þá nam hagnaðurinn 55 milljónum króna. Meira
29. febrúar 2000 | Viðskiptafréttir | 341 orð

Starfsmönnum DFFU fækkað

SAMHERJI hf. hefur verið að fækka starfsmönnum Deutsche Fischfang Union, dótturfélags síns í Þýskalandi vegna slakrar afkomu félagsins, að sögn Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja. Samherji hf. gaf út afkomuviðvörun sl. Meira

Daglegt líf

29. febrúar 2000 | Neytendur | 357 orð

Eru sölulaun fasteignasala frádráttarbær?

Íbúð var í eigu einstaklings frá árinu 1982 til ársins 1999. Þarf að borga skatt af mismuni á söluverði núna og þegar íbúðin var keypt? Má dreifa skattlagningu á mörg ár ef önnur íbúð er ekki keypt í staðinn? Eru sölulaun fasteignasala frádráttarbær? Meira
29. febrúar 2000 | Neytendur | 387 orð | 1 mynd

Lækka verð og breyta útliti

"GLERAUGNABÚÐIN í Hagkaup Skeifunni og í Nýkaup Kringlunni ætla í dag, þriðjudaginn 29. Meira
29. febrúar 2000 | Neytendur | 572 orð | 2 myndir

Markmiðið að vera ódýrastir

MIKIL samkeppni er milli raftækjaverslana á Íslandi og keppst er um að vera með lægsta verðið. Nýjasta vopn Elko sf. er aukin verðvernd. Meira
29. febrúar 2000 | Neytendur | 136 orð | 1 mynd

Viðskiptavinur borgaði margfalt fyrir grænmetið

Viðskiptavinur Nýkaups á Eiðistorgi keypti matvörur um helgina og borgaði 10.500 krónur fyrir vörurnar. Honum fannst óeðlilegt verð á ýmsu grænmeti og ávöxtum sem hann hafði keypt og bað um útskýringar. Meira

Fastir þættir

29. febrúar 2000 | Fastir þættir | 356 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

UM síðustu helgi fór fram alþjóðleg bridshátíð í Scheveningen í Hollandi, Forbo-Krommenie-keppnin, þar sem bæði er keppt í opnum flokki og svo sérstaklega um svokallaðan "þjóðarbikar", en það er nokkurs konar viðhafnarkeppni fjögurra þjóða. Meira
29. febrúar 2000 | Dagbók | 631 orð

(Jóh. 12, 46.)

Í dag er þriðjudagur 29. febrúar, 60. dagur ársins 2000. Hlaupársdagur. Orð dagsins: Ég er ljós í heiminn komið, svo að enginn, sem á mig trúir, sé áfram í myrkri. Meira
29. febrúar 2000 | Fastir þættir | 81 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Meistaramót Hellis stendur nú yfir og er meðfylgjandi staða frá því móti. Hvítt hefur Sigurbjörn Björnsson (2305) en svart hefur Jóhann H. Ragnarsson (1950). 30.Hxc6! H2g3+ 30...Hxf2+ 31.Kxf2 De3+ 32.Kf1 Df3+ 33.Ke1 er einnig tapað á svart. 31. Meira
29. febrúar 2000 | Fastir þættir | 765 orð | 1 mynd

Tveir Norðurlandameistarar

24. feb. - 27. feb. 2000 Meira
29. febrúar 2000 | Viðhorf | 887 orð

Um sýndarmarkað

Getur verið að sýndarmarkaðurinn og táknaskilmingar verðbréfa- drengjanna marki endalok markaðarins, úrkynjun hans? Meira
29. febrúar 2000 | Fastir þættir | 1647 orð | 4 myndir

Ungu knaparnir vekja athygli

Þrátt fyrir tvísýnt veðurútlit lögðu veðurguðirnir blessun sína yfir hestamót helgarinnar sem voru fjögur eftir því sem næst verður komist. Valdimar Kristinsson fylgdist með móti Harðar á Varmárbökkum og ræddi við menn um gang mála á hinum þremur mótunum. Meira

Íþróttir

29. febrúar 2000 | Íþróttir | 18 orð

Aðalfundur hjá Keflavík Aðalfundur Keflavíkur, íþrótta-...

Aðalfundur hjá Keflavík Aðalfundur Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélagsins, verður haldinn í kvöld, 29. febrúar, kl. 20 í sal Fjölbrautaskóla... Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 430 orð | 1 mynd

Afturelding beið skipbrot gegn Haukum

AFTURELDING úr Mosfellsbæ beið skipbrot er liðið mætti Haukum í Hafnarfirði á sunnudagskvöld. Með sigurvilja að vopni höfðu Haukar fáheyrða yfirburði gegn Íslandsmeisturunum og unnu 28:22. Kappsemin fleytir Hafnfirðingum í fjórða sæti og virðist liðið til alls líklegt með samskonar leik í deildinni. En Afturelding virðist eiga undir högg að sækja og forskot liðsins á toppi deildarinnar minnkar óðum. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 133 orð

Aldridge löðrungaði Zagorakis

ENSKA knattspyrnusambandið bíður nú skýrslu frá dómurum úrslitaleiks Tranmere Rovers og Leicester City í deildabikarkeppninni á sunnudag sökum meints atviks þar sem John Aldridge, knattspyrnustjóri Tranmere, á að hafa löðrungað Theo Zagorakis, leikmann... Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 468 orð | 1 mynd

Barcelona sá aldrei til sólar á Bernabeu

MÖRK frá Roy Makaay og Djalminha greiddu götu Deportivo la Coruna, sem jók forskot sitt í spænsku knattspyrnunni í sex stig á sunnudag. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 442 orð

Bayer Leverkusen er í öðru sæti...

ALEXABDER Zickler fór fyrir liði Bayern München er liðið vann Eintracht Frankfurt, 4:1, í München. Zickler skoraði tvö mörk og fékk vítaspyrnu sem Paulo Sergio skoraði úr. Elber gerði fjórða mark Bæjara en Thomas Reichenberger gerði eina mark Frankfurt. Bæjarar voru kotrosknir í leikslok og sögðu á blaðamannafundi eftir leikinn að ekkert lið gæti náð þeim að stigum. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 347 orð | 1 mynd

Darren tók mig í karphúsið

NORÐUR-ÍRSKI kylfingurinn Darren Clarke lagði stórstirnið Tiger Woods að velli í úrslitaviðureign alþjóðlegrar holukeppni á Lacosta-vellinum í Carlsbad í Kaliforníuríki á sunnudag. Clarke fagnaði sigri eftir 33 holur, hafði þá unnið fjórum holum meira en Woods er aðeins þrjár brautir voru óleiknar, en leika átti tvo átján holu hringi í viðureigninni. Lokatölur urðu því 4&3. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 424 orð

Enn einn Slóveni stal senunni

ENN einn Slóveninn stal senunni í svigi heimsbikarsins um helgina er keppnin fór fram í Yong Pyong í Suður-Kóreu. Mitja Kunc, sem var með rásnúmer 20, vann þar fyrsta sigur sinn í heimsbikarnum á tíu ára keppnisferli. Renate Götcshl frá Austurríki hefur tekið afgerandi forystu í stigakeppni kvenna. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 107 orð

Fór yfir byrjunarhæð

EINAR Karl Hjartarson, Íslandsmethafi í hástökki, fór yfir byrjunarhæð sína á Evrópumeistaramótinu, 2,11 metra en lánaðist ekki að komast yfir næstu hæð, 2,16 metra. Komst hann ekki í úrslit en til þess þurfti að stökkva 2,21 metra. Einar hafnaði í 21. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 229 orð

Framarar komu betur tilbúnir til leiks...

FÁTT var um varnir og því meira af mistökum þegar Fram tefldi fram varaliði sínu á móti Fylki í Safamýrinni á sunnudaginn. Reyndari leikmenn bikarmeistaranna sátu ýmist í makindum á varamannabekknum eða meðal áhorfenda og sáu félaga sína vinna 30:23 en Fylkismenn veittu þeim ágæta mótspyrnu. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 957 orð | 1 mynd

Friðrik Ingi Rúnarsson, landsliðsþjálfari, eftir tap fyrir Portúgal

FRIÐRIK Ingi Rúnarsson, landsliðsþjálfari Íslendinga í körfuknattleik, las rækilega yfir hausamótunum á leikmönnum sínum í búningsklefa liðsins að leik loknum. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 224 orð

Geng stoltur um götur Liverpool

John Aldridge, írskur knattspyrnustjóri Tranmere, sendi dómurunum tóninn eftir tapið fyrir Leicester í úrslitaleik deildabikarkeppninnar á Wembley á sunnudag. Þrír leikmenn Tranmere fengu gult spjald og Clint Hill fékk rauða spjaldið. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 113 orð

Góð vörn í síðari hálfleik skóp sigurinn

Alfredo Almeida, þjálfari portúgalska landsliðsins, kvaðst ekki hafa átt von á jafnauðveldum sigri á Íslendingum og raun varð á. "Við áttum von á mjög erfiðum leik, því íslenska liðið er skipað tíu mönnum sem berjast frá upphafi til enda. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 434 orð | 1 mynd

HEIÐAR Helguson átti stóran þátt í...

HEIÐAR Helguson átti stóran þátt í marki Watford í 2:1-ósigri gegn Chelsea á Stamford Bridge . Heiðar stýrði knettinum að marki, Ed de Goey varði en boltinn barst til Allan Smart sem kom boltanum í netið. Heiðar fékk síðar í leiknum að líta gula... Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 52 orð

Hekludagur í Árósum

Í ÁRÓSUM er starfrækt íslenskt knattspyrnufélag í 5. deild. Félagið heitir SF Hekla og síðasti laugardagur verður leikmönnum liðsins eftirminnilegur. Liðið lék á laugardag við danska félagið ACFC og var þetta fyrsti leikur vertíðarinnar. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 61 orð

HELGI Valur Daníelsson, knattspyrnumaðurinn ungi sem...

HELGI Valur Daníelsson, knattspyrnumaðurinn ungi sem leikur með Peterborough á Englandi, byrjaði vel með AC Milan á Ítalíu en hann er þar til reynslu eins og áður hefur komið fram. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 866 orð

Hurð skall nærri hælum hjá Man. Utd.

CHELSEA hefur ekki tapað í síðustu 13 leikjum og nálgast efstu liðin óðfluga. Wimbledon fékk óskabyrjun gegn Manchester United, sem náði að jafna leikinn skömmu fyrir leikslok. Tottenham vann loks sigur eftir sex leikja þrautagöngu og Everton tók West Ham í karphúsið og vann 4:0. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 248 orð

Hörkuslagur og Stjörnu-sigur í Garðabæ

EKKI var þumlungur gefinn eftir í Garðabænum í gærkvöldi þegar KA sótti Stjörnuna heim og eftir mikinn baráttuleik þar sem menn létu hendur skipta náðu Garðbæingar að skora tvö síðustu mörkin í 22:20 sigri. Fyrir vikið misstu KA-menn af öðru sæti deildarinnar en Stjörnumenn lyftu sér upp í sjötta sætið. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 384 orð

ÍR-ingar voru beygðir í duftið

ÍBV beygði ÍR í duftið er liðin áttust við í Austurbergi á laugardag. Eyjamenn, sem hafa leikið vel frá áramótum, höfðu meiri vilja til þess að vinna leikinn, léku sterkan varnarleik sem kom ÍR-ingum úr jafnvægi og gestirnir unnu 26:21. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Jóhannes B. Norðurlandameistari

JÓHANNES B. Jóhannesson varð Norðurlandameistari í snóker í Árósum í Danmörku, þar sem hann lagði Danann Allan Norvark í úrslitum, 6:2. Jóhannes lagði Brynjar í undanúrslitum, en Brynjar vann síðan Svíann Kevin Zarakani í leik um þriðja sætið, 5:3. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 240 orð | 1 mynd

JÓN Kristjánsson , þjálfari ÍR, dró...

JÓN Kristjánsson , þjálfari ÍR, dró fram skóna í leiknum gegn ÍBV og lék síðustu mínúturnar í leiknum. Jón, sem áður lék með og þjálfaði Val , er nýlega búinn að ná sér eftir uppskurð. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 338 orð

Juventus greip gæsina meðan hún gafst

Ekki einu sinni brottrekstur Paolos Monteros gat komið í veg fyrir 2:1-sigur Juventus á AS Roma á delle Alpi-leikvanginum í Tórínó í ítölsku knattspyrnunni á sunnudagskvöld. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 135 orð

Kristinn datt aftur

Kristinn Björnsson, skíðakappi frá Ólafsfirði, féll í fyrri umferð heimsbikarmótsins í svigi sem fram fór í Yong Pyong í Suður-Kóreu á laugardaginn. Hann var með rásnúmer 23 og féll eftir aðeins 16 sekúndur í brautinni. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 363 orð

Leikmenn FH fögnuðu sigri á HK...

Leikmenn FH fögnuðu sigri á HK í Digranesi á laugardaginn - í miklum baráttuleik, þar sem tvísýnt var lengi framan af hvort liðið bæri sigur úr býtum. FH-ingar sigldu þó fram úr í lokin og uppskáru góðan útisigur, 20:23. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 81 orð

Sebrle á Stórmót ÍR

ROMAN Sebrle, silfurverðlaunahafi í sjöþraut á Evrópumeistaramótinu í Gent, hefur samþykkt að keppa í þríþraut á Stórmóti ÍR í Laugardalshöll nk. sunnudag. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 111 orð

Slæm staða Wuppertal

WUPPERTAL tapaði fyrir Bad Schwartau 24:29 á heimavelli á sunnudag. Schwartau var einu marki yfir, 12:11, í hálfleik en leikur Wuppertal fjaraði út í síðari hálfleik og liðið tapaði með fimm mörkum. Wuppertal er í þriðja neðsta sæti 1. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 89 orð

Smith ekki meira með Keflavík

KEFLVÍNGAR eru að leita sér að nýjum erlendum leikmanni því Jason Smith, bandarískur leikmaður liðsins, reif liðbönd í ökkla á æfingu fyrir helgi. Þá er jafnvel talið að ökklinn sé brákaður. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 56 orð

Stofnfundur í Grindavík

STOFNFUNDUR hlutafélags til eflingar knattspyrnudeild Grindvíkinga verður haldinn í félagsheimilinu Festi í kvöld og hefst kl. 20.30. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 160 orð

Stuðningsmenn Stoke ákærðir

ÁTTA stuðningsmenn Stoke City hafa verið ákærðir fyrir ólæti og árás fyrir leik liðsins gegn Wigan Athletic á JJB-vellinum um síðustu helgi. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 245 orð | 1 mynd

TRYGGVI Guðmundsson skoraði eitt marka Tromsö...

TRYGGVI Guðmundsson skoraði eitt marka Tromsö þegar liðið sigraði Trelleborg frá Svíþjóð , 4:1, á æfingamóti norrænna knattspyrnuliða á La Manga á Spáni í gær. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 58 orð

Tveir leikir við Dani

ÁKVEÐIÐ hefur verið að íslenskt ungmennalandslið pilta í knattspyrnu, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, leiki tvo vináttulandsleiki við Dani á Laugardalsvelli í haust. Hafa leikirnir verið settir á 19. og 21. september. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 340 orð

Tvö Íslandsmet hjá Guðrúnu

GUÐRÚN Arnardóttir setti tvö Íslandsmet með aðeins 21 mínútu millibili á laugardaginn á Evrópumeistaramótinu í Gent í Belgíu. Fyrst bætti hún eigið met í 60 m grindahlaupi um 1/100 úr sekúndu í undanúrslitum. Stuttu seinna kom hún í mark í undanúrslitum 400 m hlaupsins á 53,14 og bætti eigið met um 21/100 úr sekúndu Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 361 orð | 1 mynd

Tæpar tíu mínútur voru liðnar af...

MATT Elliott, skoskur fyrirliði Leicester City í Englandi, liðs Arnars Gunnlaugssonar, gerði bæði mörk liðsins í sigri þess á lærisveinum Johns Aldridge í Tranmere Rovers í úrslitaleik deildabikarkeppninnar á Wembley-leikvanginum á sunnudag. Lokatölur urðu 2:1, úrvalsdeildarliðinu í hag, eftir að leikmenn Tranmere höfðu jafnað metin manni færri, en varnarmaðurinn Clint Hill var rekinn af leikvelli í síðari hálfleik af varadómara leiksins. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 157 orð

Ungur Njarðvíkingur í úrvalslið Connecticut

ÁGÚST Hilmar Dearborn, körfuknattleiksmaður úr Njarðvík, var um helgina valinn í 10 manna úrvalslið úr menntaskólunum í Connecticut-fylki í Bandaríkjunum. Hann var ennfremur kjörinn í fimm manna byrjunarlið fylkisins af þjálfurum allra skólanna. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 340 orð | 2 myndir

Vala náði sér ekki á strik

EFTIR að hafa sýnt öryggi í undankeppni stangarstökksins á föstudag náði Vala Flosadóttir ekki að sýna sama styrk í stökkum sínum í úrslitunum á sunnudag. Hún hafnaði í 4. sæti, stökk 4,30 metra, jafnhátt og í undankeppninni, en notaði fleiri tilraunir. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 225 orð | 1 mynd

Var Jón 11/100 frá eigin Íslandsmeti...

JÓN Arnar Magnússon, Tindastóli, heltist úr lestinni í sjöþrautarkeppni Evrópumótsins eftir fimmtu grein þrautarinnar, 60 m grindahlaup. Jón Arnar tognaði aftan í lærvöðva þegar hann var að hlaupa yfir síðustu grindina í hlaupinu. Hann lauk samt hlaupinu, kom í mark á 8,09 sekúndum og fékk 959 stig. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 665 orð | 1 mynd

Víkingsstúlkur einar á toppnum

"VIÐ byrjuðum vel og gengum svo á lagið svo að við gerðum út um leikinn fyrir hlé," sagði Helga Torfadóttir, markvörður Víkinga, sem átti enn einn stórleikinn þegar Víkingar unnu Hauka 25:17 í Víkinni á laugardaginn. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 352 orð | 1 mynd

Vonin vék fyrir vonbrigðunum

ÍSLENSKA landsliðið í körfuknattleik tapaði fyrir Portúgal, 87:68, í undankeppni Evrópumóts landsliða í Laugardalshöll á laugardag. Fyrir vikið eru Íslendingar einir án stiga í riðli sínum, þar sem Portúgölum áskotnaðist fyrsti sigur sinn í keppninni. Þeir fóru næsta örugglega með sigur af hólmi eftir uppgjöf íslensku leikmannanna í síðari hálfleik, en í leikhléi var staðan jöfn, 41:41. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 376 orð | 1 mynd

WILTBERT Pennings, hástökkvari frá Hollandi, sem...

WILTBERT Pennings, hástökkvari frá Hollandi, sem verður á meðal keppenda á stórmóti ÍR, stökk 2,11 í hástökki á EM í Gent, sömu hæð og Einar Karl Hjartarson . STEFANOS Tilli frá Ítalíu var elsti keppandi mótsins í karlaflokki, 37 ára og 158 daga gamall. Meira
29. febrúar 2000 | Íþróttir | 55 orð

Þórður skoraði tvö fyrir Genk

ÞÓRÐUR Guðjónsson gerði tvö mörk fyrir Racing Genk er liðið vann Gent, 3:1, í átta-liða úrslitum belgísku bikarkeppninnar á sunnudag. Þórður skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu og það síðara um miðjan síðari hálfleik. Meira

Fasteignablað

29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 22 orð | 1 mynd

Af græn-metinu skuluð þér þekkja þá!

Barstólarnir þeir arna eru með franskri áletrun og á þá eru málaðar myndir af alls konar grænmeti - m.a. tómötum, gulrótum og... Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 237 orð | 1 mynd

Atvinnuhúsnæði við Fiskislóð

TÖLUVERÐ hreyfing er nú á atvinnuhúsnæði og góð eftirspurn eftir vönduðu húsnæði á góðum stöðum. Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 146 orð | 1 mynd

Ásókn í gömul flugsæti

GÖMUL og jafnvel lúin sæti úr farþegaflugvélum, sem áttu það kannski eitt eftir að fara á haugana, eru nú orðin eftirsótt, bæði fyrir skrifstofur og heimili. Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 17 orð | 1 mynd

Borð eftir Kagan

Vladimir Kagan er einn af áhrifamestu húsgagnahönnuðum 20. aldarinnar. Þetta borð hannaði hann 1953 og nefndi einfaldlega... Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 20 orð | 1 mynd

Borð fyrir safnara

Borð af þessu tagi eru hentug fyrir safnara smáhluta sem þeir vilja að sjáist vel. Borðið á fyrirmynd frá 18.... Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 19 orð | 1 mynd

Borð í Biedermeier-stíl

Borð þetta er frá því á 19. öld, það er í hinum þýska Biedermeier-stíl - óneitanlega glæsilegur fulltrúi þess... Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 161 orð | 1 mynd

Einbýlishús fyrir útivistarfólk

FASTEIGNASALAN Eignaval er nú með til sölu húseignina Gerðarkot á Álftanesi. Þetta er einbýlishús, byggt árið 1983, og er timburhús á einni hæð. Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 166 orð | 1 mynd

Endurgert fallegt hús við Laugaveginn

HJÁ fasteignasölunni Höfða er nú til sölu fallegt hús að Laugavegi 28a. Þetta er timburhús, byggt árið 1905 og er það allt endurgert á fallegan og vandaðan máta að sögn Ásmundar Skeggjasonar hjá Höfða. Í húsinu eru nú tvær íbúðir. Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 28 orð | 1 mynd

Falinn ofn

Stundum eru ofnar til vandræða, þá er að hylja þá smekklega eins og hér er gert - ofninn er undir legubekknum sem er hannaður beinlínis til að hylja... Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 132 orð | 1 mynd

Fallegt einbýli í Hafnarfirði

GÓÐ hús í Setbergslandi í Hafnarfirði hafa haft mikið aðdráttarafl fyrir marga. Hjá fasteignasölunni Valhús er nú í sölu einbýlishús að Grenibergi 13. Um er að ræða steinhús, byggt 1988. Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 788 orð | 1 mynd

Fundarstjórn hús-funda í húsfélögum

Hlutverk fundarstjóra á húsfundum er mjög víðtækt, segir Elísabet Sigurðardóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Hann er æðsti maður fundarins og túlkar lög og fundarsköp á fundinum. Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 17 orð | 1 mynd

Gamli grammófónninn

Handsnúnir grammófónar þykja mikil stofuprýði og hafa raunar þótt allar götur frá 1915 þegar þeir komu á... Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 301 orð | 1 mynd

Glæsihótel í París endurnýjað

YFIRBRAGÐIÐ og stemmningin er sú sama og í hinu gamla lúxushóteli George V, sem stendur við götu með sama nafni í áttunda hverfinu í París. Ekkert hefur verið of fallegt eða of dýrt fyrir endurnýjun á þessu fræga glæsihóteli, þar sem m.a. Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 12 orð | 1 mynd

Glæsilegur sófi!

Milo Baughman hannaði þennan glæsilega sófa sem er hluti af hönnunarlínunni; Limited... Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 93 orð | 1 mynd

Gott bjálkahús til flutnings

HJÁ fasteignasölunni Lundur er til sölu einbýlishús til flutnings frá Þórshöfn. Hús þetta er nú á Bakkavegi 2 á Þórshöfn. Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 15 orð | 1 mynd

Handklæðagrind Viktoríu

Handklæðagrindur af þessari gerð voru mjög vinsælar á Viktoríutímabilinu í Englandi, þær eru raunar enn... Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 415 orð | 1 mynd

Hataði beinar línur í arkitektúr

HEIMURINN sér nú á eftir einum þekktasta arkitekt síðustu ára. Samt var það svo, að Austurríkismaðurinn Friedensreich Hundertwasser féll ekki öllum jafnvel í geð. Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 15 orð | 1 mynd

Hilla í hálfhring

Hillan og skápurinn undir henni mynda óvenjulegt húsgagn en þetta er óneitanlega skemmtileg hönnun frá... Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 32 orð | 1 mynd

Hilla sem hylur ofn

Hillan á myndinni hefur margföldu hlutverki að gegna, hún er í fyrsta lagi geymsla, í öðru lagi er hún eins konar skilrúm og í þriðja lagi hylur hún ofn þar sem rimlaverkið... Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 240 orð | 1 mynd

Hækkandi verð á atvinnuhúsnæði í Kaupmannahöfn

MIKILL munur er á verðþróun fasteigna í Kaupmannahöfn og úti á landsbyggðinni í Danmörku. Það er greinilegt, að höfuðborgin er að ná þeim sessi, sem hún skipaði fyrr á öldum sem mikilvægasta verzlunarborgin við Eyrarsund. Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 33 orð | 1 mynd

Hönnun Arne Jacobsen

Handföngin á hurðunum eru hönnuð af hinum þekkta danska arkitekt Arne Jacobsen, hann teiknaði þau fyrir SAS Royal-hótelið 1956 og ganga þau undir heitinu AJ-greb. Stóllinn er líka verk Arne og heitir hann... Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 35 orð

Í ÞÆTTINUM Hús og lög fjallar...

Í ÞÆTTINUM Hús og lög fjallar Elísabet Sigurðardóttir lögfræðingur um fundarstjórn í húsfélögum. Hún gerir grein fyrir hlutverki og valdi fundarstjóra, en hann ákveður fundarskipulag innan ramma fjöleignarhúsalaganna. Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 18 orð | 1 mynd

Kapella Önnu Pfeiffer

Kapella Önnu Pfeiffer þykir bera hönnuði sínum glöggt vitni - hana teiknaði hinn frægi bandaríski arkitekt Frank Lloyd... Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 37 orð | 1 mynd

Kona með skerm

Lampinn sá arna hefur ekkert sérstakt sér til ágætis nema að vera dálítið sniðugur. Hann er gerður af þýskri listakonu. Sumir íslenskir handverksmenn búa til lampafætur, hvernig væri að búa til íslenska húsmóður í stíl við þessa... Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 315 orð

Lítið lát á íbúðarbyggingum í Kópavogi

HELDUR hefur dregið úr hinum gríðarlegu íbúðarbyggingum í Kópavogi en þó ekki mikið, eins og fram kemur á teikningunni hér til hliðar, en hún er byggð á skýrslu byggingarfulltrúa Kópavogs yfir byggingarframkvæmdir þar í bæ og sýnir hve margar íbúðir... Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 1604 orð | 4 myndir

Ný byggð með 30 íbúðum áformuð í Vogum

Búmenn hafa fengið úthlutað lóðum fyrir 30 íbúðir í Vogum í Vatnsleysustrandarhreppi. Verktaki verður SP-hönnun húseiningar ehf., en húsin verða timbureiningahús á steyptum grunni, hönnuð af Guðmundi Jónssyni, arkitekt í Ósló. Gert er ráð fyrir, að fyrstu húsin geti orðið tilbúin til afhendingar innan árs. Magnús Sigurðsson kynnti sér fyrirhugaðar framkvæmdir. Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 47 orð

NÝ og jákvæð vinnubrögð eru að...

NÝ og jákvæð vinnubrögð eru að verða æ algengari og þau felast í því að einangra húsin að utan, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir . Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 12 orð | 1 mynd

Óvenjulegur stóll

Óvenjulega fallegar línur eru í þessum sérkennilega stól úr Ceccotti-línunni frá Anim... Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 12 orð | 1 mynd

Óvenjulegur stóll

Nanna Ditzel heitir arkitekt sem hannaði þennan stól 1993 og nefndi hann Trinidad... Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 30 orð | 1 mynd

PHlýsandi listaverk

LAMPI Poul Henningsens PH 5 var útnefndur sá besti á allri 20. öld samkvæmt áliti lesenda Bo Bedre. Henningsen hannaði þennan fræga lampa eftir að hafa rannsakað áhrif ljóssins á... Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 489 orð

SELJENDUR SÖLUUMBOÐ - Áður en fasteignasala...

SELJENDUR SÖLUUMBOÐ - Áður en fasteignasala er heimilt að bjóða eign til sölu, ber honum að hafa sérstakt söluumboð frá eiganda og skal það vera á stöðluðu formi sem dómsmálaráðuneytið staðfestir. Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 17 orð | 1 mynd

Skatthol Maríu Antoinette

SKATTHOL þetta er með alls kyns skúffum og leynihirslum. Það var smíðað fyrir Maríu Antoinette og þykir... Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 24 orð | 1 mynd

Stóll í Asíu-stíl

Þessi ágæti stóll með íbjúgu fæturna er hannaður í hinum þekkta Asíu-stíl en sá stíll var á árum áður mjög vinsæll. Þetta er þýsk... Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 11 orð | 1 mynd

Stóll Kaare Klint

Kaare Klint hannaði þennan fallega stól og gengur hann undir nafninu... Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 227 orð | 1 mynd

Stórglæsileg eign á Akureyri

HJÁ fasteignasölunni Holti er nú til sölu húseignin Aðalstræti 63 á Akureyri. Þetta er stein- og timburhús á tveimur hæðum auk kjallara og er séríbúð í kjallaranum. Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 196 orð | 1 mynd

UNDIRBÚNINGUR er nú í fullum gangi...

UNDIRBÚNINGUR er nú í fullum gangi fyrir nýja 30 íbúða byggð í Vogum á Vatnsleysuströnd. Húsin verða úr timbureiningum á steyptum grunni, en verktaki er SP hönnun og húseiningar ehf. Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 407 orð

Útreikningar í nýju greiðslumati

Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s. Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 339 orð | 1 mynd

Verklagsreglur við nýbyggingar

Sá sem stjórnar, og á að stjórna frá upphafi til enda, er byggingarstjórinn, segir Kristján Ottósson, framkvæmdastjóri Lagnafélags Íslands. Byggingarstjórinn er trúnaðarmaður verkkaupa. Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 31 orð | 1 mynd

Þegar tóbakið var ekki illa séð

STÓLLINN á myndinni er gerður eftir gamalli hönnun frá því á 18. öld, þegar tóbakið var ekki eins illa séð í stofum og nú er. Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 1235 orð | 1 mynd

Þröngin í umferðinni

Við mætum forljótum, breiðum og fyrirferðarmiklum bifreiðum, sem sérbyggðar eru til aksturs á vegleysum, segir Bjarni Ólafsson. Hvaða erindi eiga slíkar bifreiðir inn á götur í bæjum og þorpum? Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 22 orð | 1 mynd

Þægilegir og nytsamir

Þægilegir og nytsamir var einkunnin sem þessum "andfætlingum" af stólagerð var gefin. Fallegir eru þeir allténd og vel bólstraðir. Stólarnir eru þýsk... Meira
29. febrúar 2000 | Fasteignablað | 644 orð | 1 mynd

Ætla lagnahönnuðir að vakna?

Þegar einangrunin er horfin út fyrir vegginn, verða lagnahönnuðir að hugsa á nýjan hátt, segir Sigurður Grétar Guðmundsson. Nú verður lausnin frá í gær eða fyrradag ekki fjölfölduð einu sinni enn. Meira

Úr verinu

29. febrúar 2000 | Úr verinu | 371 orð | 1 mynd

Loðnan að nálgast Vestmannaeyjar

KAP VE og Oddeyrin EA voru einu loðnuskipin sem köstuðu í gærmorgun en er leið á daginn var gangan um 10 til 12 mílur austan við Elliðaey. Loðnan hélt sig við botninn og biðu áhafnir 10 skipa eftir að hún kæmi ofar og vindinn lægði. Meira
29. febrúar 2000 | Úr verinu | 314 orð

Varpar ljósi á umdeilt mál

EINAR K. Guðfinnsson, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, segist munu beita sér fyrir því að nefndin fjalli sérstaklega um skýrslu um áhrif Kvótaþings og Verðlagsstofu skiptaverðs á íslenskan sjávarútveg sem sjávarútvegsráðherra kynnti í síðustu viku. Meira

Ýmis aukablöð

29. febrúar 2000 | Blaðaukar | 541 orð

Bændur hugi að búfénaði

TALSVERT af flúor hefur mælst í ösku sem fallið hefur úr Heklugosinu, en það getur verið hættulegt skepnum sem eta af jörð sem aska fellur á. Meira
29. febrúar 2000 | Blaðaukar | 52 orð | 5 myndir

Eldsumbrotin

Eldstöðvakerfi Heklu er í heild um 40 kílómetra langt og sjö km breitt. Megineldstöðin sjálf er öllu minni um sig. Öll helstu Heklugosin hafa komið úr Heklugjá, sem er 5,5 km löng eldsprunga og klýfur endilangan hrygg fjallsins. Hekla er talin vera gosmiðja í eldstöðvakerfi og hefur verið virk síðan síðla á ísöld. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.