Greinar þriðjudaginn 21. mars 2000

Forsíða

21. mars 2000 | Forsíða | 418 orð | 1 mynd

Danir "ætla að hræða Færeyinga"

"Það er greinilegt að þeir ætla að hræða Færeyinga. Meira
21. mars 2000 | Forsíða | 269 orð

Kínverjar hafna skilyrði Chens fyrir viðræðum

CHEN Shui-bian, sigurvegari forsetakosninganna á Taívan á laugardag, bauðst í gær til að hefja friðarviðræður við kínversk stjórnvöld en Jiang Zemin, forseti Kína, gaf til kynna að skilyrði Chens fyrir viðræðunum væru óaðgengileg. Meira
21. mars 2000 | Forsíða | 51 orð | 1 mynd

Merkel til forystu í CDU

STJÓRN Kristilega demókrataflokksins (CDU) í Þýskalandi samþykkti einróma í gær að tilnefna Angelu Merkel í embætti flokksformanns á þingi flokksins í næsta mánuði. Meira
21. mars 2000 | Forsíða | 442 orð | 1 mynd

Segir brýnt að halda friðarviðræðum áfram

JÓHANNESI Páli II páfa var vel fagnað við komu hans til Amman, höfuðborgar Jórdaníu, í gær en borgin var fyrsti áfangastaður páfa á ferð hans um söguslóðir Biblíunnar. Meira

Fréttir

21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 284 orð | 2 myndir

40% hækkun algengra launa í fiskvinnslu

SAMTÖK atvinnulífsins birtu um helgina lauslegt mat sitt á kostnaðaráhrifum aðalkröfugerðar VMSÍ fyrir fiskvinnslu. Er byggt á dæmi um algengan taxta í fiskvinnslu, bónus sem nemur 170 kr. á bónustíma og þremur yfirvinnustundum á viku. Meira
21. mars 2000 | Erlendar fréttir | 700 orð | 1 mynd

Allt að sexhundruð manns fórust í bruna

TALIÐ er að a.m.k. 500 manns hafi látist þegar sértrúarsöfnuðurinn Endurreisn boðorðanna tíu kveikti í kirkju sinni í nágrenni þorpsins Kanungu í Úganda á föstudag. Meira
21. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 217 orð

Alþjóðlegt mót í Ólafsfirði

ALÞJÓÐLEGT mót í snjókrossi verður haldið í Ólafsfirði dagana 6. og 7. maí næstkomandi. Að mótshaldinu standa Vélsleðaklúbbur Ólafsfjarðar, Kappaksturklúbbur Akureyrar og athafnafólk úr Ólafsfirði og Eyjafjarðarsvæðinu. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 63 orð

Atlanta semur við FFF

SAMNINGAR hafa tekist um kaup og kjör íslenskra flugmanna og nokkurra erlendra sem eru í starfi hjá Atlanta-flugfélaginu. Um er að ræða samning til þriggja ára og nemur grunnkaupshækkunin 13%. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 52 orð

Árekstur í Hveragerði

HARÐUR árekstur varð á gatnamótum Breiðamerkur og Heiðmerkur í Hveragerði í gærkvöld þegar bifreið var ekið í veg fyrir aðra. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar hlaut minni háttar meiðsl. Meira
21. mars 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 421 orð

Ávinningurinn sá að hver styður annan

SLÖKKVILIÐ Reykjavíkur áformar nú að stækka Slökkvistöðina við Skógarhlíð. Ætlunin er að ný fjarskiptamiðstöð lögreglunnar verið starfrækt þar og Almannavarnir ríkins hafa óskað eftir því að fá aðstöðu þar einnig. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 610 orð

Bann við samkeppnishamlandi samstarfi fyrirtækja

SKERPT er á samkeppnislöggjöfinni í frumvarpi sem viðskiptaráðherra hefur lagt fram á Alþingi en frumvarpið felur m.a. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 300 orð

Biskup með ákall fyrir indversk börn

SÉRA Martin, leiðtogi mannréttindasamtakanna Social Action Movement á Indlandi, er væntanlegur hingað til lands í lok júní og mun þá ávarpa árlega prestastefnu. Einnig verður hann meðal nokkurra erlendra gesta á kristnitökuhátíð á Þingvöllum. Meira
21. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 63 orð

Bítlakvöld í Deiglunni

BÍTLAKVÖLD verður í Deiglunni í Kaupvangsstræti á Akureyri í kvöld, þriðjudagskvöldið 21. mars, og hefst dagskráin kl. 20.30. Hún samanstendur að miklu leyti af tónlistaratriðum og eru flytjendur m.a. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Bókin hlýtur lof í tímaritinu Nature

ALFRÆÐIBÓKIN um eldfjöll, eða "Encyclopedia of Volcanoes" sem ritstýrt er af Haraldi Sigurðssyni, prófessor í jarðvísindum við Rhode Island-háskóla í Bandaríkjunum, fær góða dóma í vísindaritinu Nature . Í bókagagnrýninni, sem kom út 16. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 275 orð

Breytingar á þjónustu SVR

STJÓRN Strætisvagna Reykjavíkur samþykkti í gær breytingar á þjónustu SVR frá 1. júní næstkomandi. Fjármunum sem sparast með því að dregið er úr þjónustu á ákveðnum leiðum er varið til að bæta þjónustu í Grafarvogi, að sögn stjórnarformanns SVR. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Dagskrá Alþingis

ÞINGFUNDUR hefst á Alþingi í dag kl. 13.30. Að afloknum atkvæðagreiðslum verða eftirfarandi mál þar á dagskrá: 1. Fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna, síðari umræða. 2. Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi, 2. umræða. 3. Meira
21. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 138 orð

Eignatjón í umferðaróhöppum

ÞRJÚ óhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Akureyri á sunnudag. Engin slys urðu á fólki en töluvert eignatjón. Fyrsta óhappið varð á sunnudagsmorgun en þar hafði bíll farið út af veginum skammt frá Engimýri í Öxnadal. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 538 orð | 1 mynd

Ekki ætlunin að steypa alla skólana í sama mótið

MIKILL fjöldi nemenda Verslunarskóla Íslands sótti fund í skólanum í gær með Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra. Umræðuefni fundarins var ný aðalnámskrá fyrir framhaldsskólastigið, en ráðherra hefur kynnt drög að henni í framhaldsskólum að undanförnu. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 52 orð

Eldur í báti á Ólafsvík

ELDUR kviknaði í bátnum Guðrúnu HF-172 á Ólafsvík út frá rafmagnslögnum í vélarrúmi um klukkan hálfellefu í gærkvöld. Báturinn sem er trilla úr plasti var bundinn við bryggju þegar eldurinn kom upp. Meira
21. mars 2000 | Miðopna | 1834 orð | 1 mynd

Enginn vafi á sigri Pútíns í forsetakosningunum

Á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs sl. laugardag hélt Vjatsjeslav Níkonov, forstöðumaður Polity-stofnunarinnar í Moskvu, erindi um rússnesk stjórnmál. Auðunn Arnórsson hlýddi á erindið og tók Níkonov tali. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 448 orð

Er Sultartangavirkjun faglegur ruslahaugur?

VANIR íslenskir rafiðnaðarmenn sem hafa starfað við uppsetningu á fleiri en einni virkjun segja að Sultartangavirkjun sé faglegur ruslahaugur, hún sé í raun ónýtt drasl. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Éljagangurinn heldur áfram

Vegna snjóélja og slæmra brautarskilyrða á Reykjavíkurflugvelli fór innanlandsflug úr skorðum um helgina og komst ekki í lag fyrr en um miðjan dag í gær. Éljagangurinn heldur áfram, að minnsta kosti norðanlands. Meira
21. mars 2000 | Landsbyggðin | 90 orð | 2 myndir

Fékk fullkominn hjartalínurita að gjöf

Húsavík - Krabbameinsfélag Suður-Þingeyinga færði nú nýlega Sjúkrahúsi Þingeyinga á Húsavík nýjan og mjög fullkominn hjartalínurita. Margrét Lárusdóttir formaður félagsins afhenti yfirlækninum Sigurði V. Meira
21. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 173 orð

Fjórar kindur skotnar

BÆNDURNIR Ármann Ólafsson í Litla-Garði og Sigurður Ólafsson á Árbakka fóru nýlega ásamt tveimur öðrum mönnum á vélsleðum fram á Djúpadal til fjárleitar. Grunur lék á að ennþá væri eitthvað fé á dalnum. Meira
21. mars 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 135 orð | 1 mynd

Fjöldi hlýddi á tónleika skólahljómsveitar

6-700 manns létu illviðrið á sunnudag ekki á sig fá en mættu í íþróttamiðstöðina í Mosfellsbæ til að hlýða á leik Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar. Hljómsveitin hefur starfað óslitið frá 1964 og um 100 börn og ungmenni taka þátt í starfinu. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Flugsamgöngur ganga brösulega

FLUGSAMGÖNGUR hafa gengið nokkuð brösulega síðustu þrjá daga, samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands og Íslandsflugi. Meira
21. mars 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 370 orð

Foreldrar eru vannýtt auðlind í skólastarfinu

SAMKÓP, samband foreldrafélaga og foreldraráða við grunnskóla Kópavogs, telur að mikilvægt sé að endurskoða og bæta móttöku nýrra nemenda og foreldra þeirra í grunnskólum Kópavogs, en hingað til hafi þetta verið gert með ómarkvissum hætti. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Formlegt stjórnmálasamband við Palestínu

ÍSLENSK yfirvöld hafa tekið upp samskipti við Frelsissamtök Palestínu, PLO, sem talin eru jafngilda formlegu stjórnmálasambandi við Palestínu. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 630 orð | 1 mynd

Fremur friðsamleg helgi

MJÖG rólegt var hjá lögreglu um helgina, m.a. vegna fámennis aðfaranótt sunnudags, vegna snjókomu. Fimm voru þó fluttir á slysadeild af lögreglu eftir slagsmál. Kona var handtekin vegna ölvunar og fannst á henni ætlað hass og var hún færð á aðalstöð. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 142 orð | 2 myndir

Fræðslu um Schengen-samninginn sjónvarpað út á land

FYRSTA fjarsending kennsluefnis frá Lögregluskóla ríkisins, vegna námskeiða um Schengen-samninginn, fór fram í gær. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 149 orð

Fundur um klofinn hrygg

GREININGAR- og ráðgjafarstöð ríkisins stendur fyrir fræðsludegi um klofinn hrygg miðvikudaginn 29. mars kl. 8:30-16:00 í Gerðubergi. Meira
21. mars 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 104 orð | 3 myndir

Gleðidagur hjá skautafólki

FYRSTA listskautasýningin hér á landi var haldin í Skautahöllinni í Laugardal á laugardag. Fimm erlendir gestir tóku þátt í sýningunni auk fjölda innlendra sýnenda. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Gömul hleðsla kemur í ljós

Þegar verið var að grafa fyrir viðbyggingu við veitingahúsið Gauk á Stöng í gær var komið niður á vegghleðslu. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 132 orð

Gönguferðir á stórstreymi

Í DAG og annað kvöld stendur Hafnagönguhópurinn fyrir gönguferðum í tilefni af því að um þetta leyti er stórstreymt. Þá verða þetta fyrstu gönguferðir hópsins eftir vorjafndægri. Meira
21. mars 2000 | Landsbyggðin | 299 orð

Heldur stofufundi með bændum

Norður-Héraði - Þórarinn Lárusson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austurlands, hélt stofufundi með bændum á Norður-Héraði nú á dögunum. Fundirnir voru haldnir í Hálsakoti, á Giljum og í Merki. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Héldu kyrru fyrir í fyrsta sinn

NORÐURPÓLSFARARNIR Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarnason héldu kyrru fyrir í fyrsta sinn á sunnudag, en ætluðu að leggja af stað í næsta áfanga upp úr hádeginu í gær. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 179 orð

Hlutafélag stofnað um rekstur Leifsstöðvar

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra leggur í vikunni fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir breytingum á rekstri Leifsstöðvar á Keflavíkurflugvelli í þá veru að stofna hlutafélag um reksturinn. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 387 orð | 1 mynd

Hugsanleg sameining Bíldudals og Tálknafjarðar

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra hefur óskað eftir að Vesturbyggð tilnefni tvo menn til viðræðna um hugsanlega sameiningu Bíldudals og Tálknafjarðarhrepps. Tálknfirðingar hafa þegar tilnefnt tvo menn til viðræðna. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 40 orð | 1 mynd

Hvolpar kljást

Það var fjör í þessum labradorhvolpum þar sem þeir kljáðust á stofugólfi í einni kös þannig að vart má greina hvaða skrokki útlimirnir tilheyra. Hvolparnir þrír eru úr hópi tíu hvolpa sem komu í heiminn á Akranesi fyrir rúmum sjö... Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 520 orð | 1 mynd

Hægt að fá blaðagreinar sendar með tölvupósti

GAGNASAFN Morgunblaðsins hefur verið betrumbætt og þjónusta þess aukin verulega með tilkomu nýrrar leitarvélar sem tekin verður í notkun í dag. Meira
21. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 170 orð

Íbúar við Keilusíðu 4 ríða á vaðið

NETT ehf. hefur nú nýlega lokið við að tengja fyrsta fjölbýlishúsið á Akureyri við Netið og er notuð 512kb leigulína. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 117 orð

Kynna nýjan sauðfjársamning

LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ og Bændasamtök Íslands halda um þessar mundir 20 fundi með bændum víðs vegar um landið til að kynna nýgerðan samning um sauðfjárframleiðsluna. Fyrsti fundurinn var haldinn síðastliðinn sunnudag. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 75 orð

Kynning á íþróttum fyrir fötluð börn

FFA - fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur - stendur fyrir kynningu á íþróttastarfi fatlaðra, einkum barna og unglinga. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 22. mars nk. kl. 20:00 hjá Landssamtökunum Þroskahjálp Suðurlandsbraut 22. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 94 orð

Lakari afkoma Samherja hf.

HAGNAÐUR Samherja hf. árið 1999 nam 200 milljónum króna, en var 706 milljónir árið áður. Ástæður lakari afkomu eru fyrst og fremst raktar til mjög slakrar afkomu DFFU, dótturfélags Samherja GmbH í Þýskalandi. Rekstrartekjur Samherjasamstæðunnar voru 8. Meira
21. mars 2000 | Erlendar fréttir | 531 orð

Leyfa leit að hættulegum sjúkdómsgenum

BRESKA stjórnin hefur samþykkt að leyfa tryggingafélögum að kanna að takmörkuðu leyti hvort hætta sé á, að væntanlegur tryggingataki sé líklegur til að fá alvarlegan erfðasjúkdóm. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 104 orð

Lægstu tilboð undir kostnaðaráætlun

SUÐURVERK hf. í Reykjavík átti lægsta tilboð í fyrsta áfanga Norðausturvegar á Tjörnesi. Tilboðið hljóðaði upp á tæpar 107 milljónir kr. sem er 49 milljónum kr. undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 86 orð

Málstofa um mat á umhverfisáhrifum

MIÐVIKUDAGINN 22. marz stendur Líffræðifélag Íslands fyrir málstofu um mat á umhverfisáhrifum. Fjögur framsöguerindi verða haldin og opnar umræður að þeim loknum. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 155 orð

Milljón í neyðaraðstoð í Mósambík

HJÁLPARSTARF kirkjunnar hefur ákveðið að senda eina milljón króna til neyðaraðstoðar í Mósambík. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 342 orð

Munu athuga reglur um heimsóknir erlendra gesta

FRAM kom í svari Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra við fyrirspurn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, þingmanns Samfylkingar, á Alþingi í gær að ríkisstjórnin myndi taka til athugunar þær reglur sem gilda um heimsóknir erlendra gesta hingað til lands. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 239 orð

Myndu ekki skorast undan milligöngu

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að íslensk stjórnvöld myndu ekki bjóðast til þess af fyrra bragði að miðla málum í deilum Færeyinga og Dana um fullveldi Færeyja. Meira
21. mars 2000 | Landsbyggðin | 249 orð | 1 mynd

Námskeið vegna mikilla anna

Hellu -Nú stendur yfir námskeið fyrir nýliða sem koma til með að bætast í raðir þeirra 10-12 kynbótadómara hrossa sem fyrir starfa hér á landi. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 175 orð

Nýr formaður Ættfræðifélagsins

AÐALFUNDUR Ættfræðifélagsins var haldinn í Skátasalnum á Snorrabraut 60 í Reykjavík 24. febrúar síðastliðinn. Á fundinum var kosinn nýr formaður, Ólafur H. Meira
21. mars 2000 | Erlendar fréttir | 120 orð

Nýr forseti kjörinn í Senegal

FRAMBJÓÐANDI stjórnarandstöðunnar í Senegal, Abdoulaye Wade, vann sigur í forsetakosningum þar í landi sem fram fóru á sunnudag. Með sigrinum er endi bundinn á 40 ára valdaferil Sósíalistaflokks Senegals. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 111 orð

Ný þjónusta Tals

TAL býður viðskiptavinum sínum nýja þjónustu, "vitleysu", sem felst í því að TALsmenn senda ákveðin SMS textaskilaboð í síma 1415 og fá til baka umbeðnar upplýsingar. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 858 orð | 1 mynd

Nærfærin hlustun

Gunnar Rúnar Matthíasson fæddist 4. apríl 1961 á Akureyri. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1981 og útskrifaðist guðfræðingur frá Háskóla Íslands 1986. Einnig lauk Gunnar sérnámi í klíniskri sálgæslu frá University of Iowa 1989. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 218 orð

Ójöfnuður í launakjörum er áhyggjuefni

STJÓRN Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna yfirstandandi kjarasamninga: "Ójöfnuður í launakjörum hér á landi er áhyggjuefni. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 229 orð

Óskað tillagna frá biskupi vegna jafnréttiskæru

DÓMS- og kirkjumálaráðherra ætlar að fara fram á það við biskup Íslands að hann leggi fram tillögur um lausn vegna kæru á veitingu Grenjaðarstaðarprestakalls í fyrra. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 301 orð

Prestar geri föstuna að bænatíma

BISKUP Íslands, Karl Sigurbjörnsson, sendi í síðustu viku öllum prestum landsins bréf "vegna þeirra erfiðu mála sem uppi hafa verið varðandi samskipti presta og sóknarbarna", eins og segir í bréfinu. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 304 orð | 1 mynd

RAGNHEIÐUR BRIEM

Dr. Ragnheiður Briem kennslufræðingur lést á Landspítalanum sunnudaginn 19. mars. Banamein hennar var hvítblæði. Ragnheiður var fædd 3. febrúar 1938, dóttir hjónanna Sigríðar Skúladóttur Briem og Eggerts P. Briem. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 163 orð

Ráðstefna um garðyrkjuna á nýrri öld

"GARÐYRKJAN á nýrri öld" er yfirskrift á tveggja daga ráðstefnu, sem Garðyrkjuskóli ríkisins, Reykjum í Ölfusi, stendur fyrir fimmtudaginn 23. mars og föstudaginn 24. mars í húsakynnum skólans. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 140 orð

Ríkið heimili viðræður

KRISTJÁN Ragnarsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, sagði í ræðu á aðalfundi bankans í gær að vonandi yrði þess ekki langt að bíða að ríkið, sem er stærsti hluthafinn í Landsbankanum, heimilaði stjórnendum bankans að hefja viðræður við stjórnendur... Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 288 orð

Rukkaður fyrir símtal í 0 sekúndur

EINN viðskiptavinur Landssímans, sem notað hefur GSM-símaþjónustu erlendis, fékk nýlega símareikning þar sem hann er m.a. rukkaður fyrir símtöl sem stóðu í 0,00 sekúndur samkvæmt sundurliðun símareiknings en hringt var frá Danmörku og Noregi. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 64 orð

Rætt um sköpun og velgengni

FYRIRLESTUR um sköpun og velgengni verður haldinn í Gerðubergi 21. mars kl. 20. Hann verður endurtekinn 23. mars á sama tíma. Aðgangseyrir: 1.000 kr. Í fréttatilkynningu segir að m.a. verði fjallað um lykillinn að undirmeðvitundinni. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 106 orð

Samfylkingin fjallar um opinbera starfsemi og einkaframtak

MÁLEFNAHÓPAR Samfylkingarinnar í Reykjavík um atvinnumál og hugmyndafræði ræða um það á fundi miðvikudaginn 22. mars kl. 20. Meira
21. mars 2000 | Erlendar fréttir | 184 orð

Sjálfsvíg eða silikon

MÖRG dæmi eru um, að ungar stúlkur í Ósló hafi hótað að svipta sig lífi í því skyni að fá foreldra sína til að borga fyrir svokölluð silikonbrjóst. Er vitað um slíkar silkonaðgerðir hjá stúlkum allt niður í 17 ára aldur. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 324 orð

Skilningi Íslendinga fagnað

"ÞETTA eru mér fréttir og mér þykir mikið til þeirra koma," sagði Høgni Hoydal sem fer með sjálfstæðismálin í færeysku landstjórninni, þegar Morgunblaðið bar undir hann ummæli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á Alþingi í gær um skilning á... Meira
21. mars 2000 | Erlendar fréttir | 671 orð | 1 mynd

Skýringin sögð ómögulegir frambjóðendur

MIKLAR mótmælaaðgerðir hafa verið í Taipei, höfuðborg Taívans, síðustu daga vegna ósigurs Kuomintangs, flokks kínverskra þjóðernissinna, í forsetakosningunum sl. laugardag. Meira
21. mars 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 205 orð

Snjólosun í Elliðaár hætt

GATNAMÁLASTJÓRI hefur ákveðið að hætt verði að losa snjó í Elliðaárnar. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Stefna á Grímsvötn í dag

ÁTTA manna alþjóðlegur hópur, sem hyggst ganga á skíðum yfir Vatnajökul frá Kverkfjöllum til Hvannadalshnjúks, stefnir á að komast inn í Grímsvötn í dag, þriðjudag. Meira
21. mars 2000 | Miðopna | 645 orð | 2 myndir

Stríð um vatn vofir yfir Miðausturlöndum

Á Alþjóðlegu vatnsráðstefnunni sem nú stendur yfir í Haag er rætt um vatnsbúskap heimsins út frá ýmsum hliðum. Stríðsátök eru talin vofa yfir í Miðausturlöndum og jafnvel víðar ef ekki verður gripið til viðeigandi ráðstafana. Hrönn Marinósdóttir fylgdist með gangi mála og ræddi við Vigdísi Finnbogadóttur sem telur ekki rétt að einkavæða vatnsþjónustu. Meira
21. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 186 orð | 1 mynd

Talsvert tjón í eldi

TALSVERT tjón varð þegar eldur kom upp í Rækjuvinnslu Samherja á Akureyri um hádegi á laugardag. Snarræði starfsmanna sem þar voru að vinna kom í veg fyrir að tjón varð ekki meira, að sögn Aðalsteins Helgasonar framkvæmdastjóra. Meira
21. mars 2000 | Erlendar fréttir | 1580 orð | 1 mynd

Tákn tímamóta í sögu CDU

Nú er ljóst að Angela Merkel verður næsti formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi. Davíð Kristinsson, fréttaritari í Berlín, segir hana um margt vera óvenjulegan formann CDU. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 82 orð

Telja kröfur VMSÍ sann-gjarnar

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá starfsmönnum Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga og Hvamms, heimilis aldraðra á Húsavík: "Ófaglærðir starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga og Hvamms, heimilis aldraðra, taka heilshugar undir... Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 202 orð

Trygg-ingabætur hækki eins og lægstu laun

EFTIRFARANDI ályktun aðalfundar Félags eldri borgara í Hafnarfirði hefur borist Morgunblaðinu: "Aðalfundur Félags eldri borgara í Hafnarfirði, haldinn 16. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 106 orð

Tæknifræðingafélag Íslands 40 ára.

AÐALFUNDUR TFÍ verður haldinn föstudaginn 24. mars að Engjateig 9 og hefst fundurinn kl. 17.00. Félagið var stofnað 6. júli 1960 og fagnar því 40 ára afmæli á þessu ári. Auk hefðbundinnar aðalfundardagskrár 24. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 107 orð

Um 15 þúsund kjörseðlar sendir út

FÉLAGSMENN aðildarfélaga Flóabandalagsins fá senda kjörseðla í pósti í dag eða næstu daga vegna atkvæðagreiðslu um nýgerðan kjarasamning Flóabandalagsins og SA. Alls munu sendir út ríflega 15. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 181 orð

Uni tilmælum frá biskupi

STJÓRN Prestafélags Íslands hefur lagt til við Gunnar Björnsson, sóknarprest í Holti í Önundarfirði, að hann uni áminningu biskups Íslands og hlíti þeim tilmælum sem biskup hefur lagt fyrir hann. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 779 orð

Unnið að úrbótum í öryggismálum skipanna

TALSMENN þeirra aðila sem reka ferjurnar Herjólf, Baldur, Sæfara og Sævar segja allir að verið sé að vinna að úrbótum á flestum þeim atriðum sem gagnrýnd voru í úttekt starfsmannahóps á björgunar- og öryggismálum ferjanna og kynnt voru á fundi... Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 471 orð

Viðræður um kaup ríkisins á Orkubúi Vestfjarða að hefjast

VIÐRÆÐUR hefjast fljótlega milli stjórnvalda og sveitarfélaganna á Vestfjörðum um hugsanleg kaup Rafmagnsveitu ríkisins á hlut sveitarfélaganna í Orkubúi Vestfjarða. Meira
21. mars 2000 | Erlendar fréttir | 303 orð | 2 myndir

Vilja dauðadóm yfir Sharif

SAKSÓKNARAR í Pakistan hvöttu í gær dómara við dómstól í borginni Karachi til að dæma Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, annaðhvort til dauða eða í lífstíðarfangelsi. Meira
21. mars 2000 | Landsbyggðin | 139 orð | 1 mynd

Vírnetsfólk í morgunleikfimi

Borgarnesi - Starfsmenn Vírnets í Borgarnesi fara í leikfimi á hverjum morgni í einum vinnusal fyrirtækisins og það hafa þeir gert í þrjú ár. Meira
21. mars 2000 | Erlendar fréttir | 274 orð | 1 mynd

Ýtir á um minni vígbúnað

BILL CLINTON, forseti Bandaríkjanna, hældi stjórnvöldum í Bangladesh fyrir að hafa undirritað alþjóðlegan sáttmála um bann við útbreiðslu kjarnavopna er hann kom í heimsókn til landsins í gær. Meira
21. mars 2000 | Miðopna | 271 orð

Það stríðir gegn siðvitund að selja vatn

SAMSTAÐA ríkir á vatnsráðstefnunni í Haag um að siðfræði á heimsvísu sé nauðsynleg ef koma eigi vatnsbúskap heimsins til bjargar. Vigdís Finnbogadottir situr ráðstefnuna, en hún er forseti COMEST-heimsráðsins um siðferði í vísindum og tækni. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 549 orð

Þarf að greiða 120 milljónir fyrir verðlaust veiðileyfi

SAMNINGUR um kaup SR-mjöls hf. á veiðileyfi og úreldingarrétti togarans Skagfirðings af Fiskiðjunni Skagfirðingi hf. Meira
21. mars 2000 | Innlendar fréttir | 316 orð | 2 myndir

Ætlunin að Geysisgos verði með reglulegu millibili

FULLT hús var á styrktartónleikum klúbbsins Geysis sem haldnir voru í Langholtskirkju á sunnudag. Meira

Ritstjórnargreinar

21. mars 2000 | Staksteinar | 452 orð | 1 mynd

Heimasíðugerð Stjórnarráðsins!?

ÞRÖSTUR Freyr Gylfason er ungur laganemi, sem starfrækt hefur heimasíðu á Netinu. Hann skrifar þar vikulega pistla og bendir á margt, sem honum þykir athugavert. Meira
21. mars 2000 | Leiðarar | 748 orð

LENGING SKÓLAÁRS

SAMFÉLAGSLEGAR ástæður lágu á bak við stutt skólaár hér á landi. Meira

Menning

21. mars 2000 | Fólk í fréttum | 176 orð | 1 mynd

Aðeins fyrir aðdáendur

Leikstjóri: Adam Rifkin. Handrit: Carl V. Dupré. Aðalhlutverk: Edward Furlong, Giuseppe Andrews, Natasha Lyonne, Sam Huntington, James DeBello. (94 mín.) Bandaríkin. Myndform, 1999. Bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
21. mars 2000 | Menningarlíf | 523 orð

Aðgát skal höfð...

Eftir Benóný Ægisson, leikstjóri Ásgrímur Sverrisson, leikendur: Valdimar Örn Flygenring, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Bergljót Arnalds, Júlíus Brjánsson, Gunnar Helgason, Skúli Gautason, Sigrún Sól Ólafsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir. Leikmynd: Gunnar Baldursson. Tónlist: Máni Svavarsson. Meira
21. mars 2000 | Fólk í fréttum | 79 orð | 1 mynd

Afmælistónleikar í óperunni

TÓNLISTARMAÐURINN Hörður Torfason hélt afmælistónleika í Íslensku óperunni á föstudagskvöld. Á tónleikunum lék hann m.a. lög af fyrstu plötu sinni, Hörður Torfason syngur eigin lög, í tilefni af því að 30 ár eru síðan hún kom út. Meira
21. mars 2000 | Fólk í fréttum | 436 orð | 5 myndir

Allt í gríni hjá Spíra

"ER Sjeikspír afi okkar? Meira
21. mars 2000 | Leiklist | 406 orð

Betur af stað farið

Höfundur: Richard O'Brien. Leikstjórn: Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson og Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir. Föstudagur 17. mars. Meira
21. mars 2000 | Fólk í fréttum | 49 orð | 2 myndir

Blaðberar í bíó

BLAÐBERAR Morgunblaðsins fóru í bíó um síðustu helgi í boði áskriftardeildar blaðsins. Boðið var upp á forsýningu á grínmyndinni "Deuce Bigalow" í Bíóborginni. Þetta er gamanmynd í framleiðslu Adam Sandler sem er að góðu kunnur fyrir grínleik. Meira
21. mars 2000 | Menningarlíf | 111 orð

BÓKIN um London, leiðsögurit um borgina...

BÓKIN um London , leiðsögurit um borgina er eftir Dag Gunnarsson, ljósmyndara og leiðsögumanns. Dagur Gunnarsson hefur búið í London um árabil. Hann leiðir lesandann um borgina, jafnt fornfræga staði sem aðra lítt þekkta. Meira
21. mars 2000 | Menningarlíf | 325 orð | 1 mynd

Brekkukotsannáll kemur út í Bandaríkjunum

VAKA-HELGAFELL hefur gengið frá samningum við bókaforlagið Harvill Press um að gefa Brekku-kotsannál eftir Halldór Laxness út í Bandaríkjunum. Meira
21. mars 2000 | Skólar/Menntun | 1601 orð | 1 mynd

Bæði fróðir og góðir nemendur

Mannrækt - Kenna þarf börnum að taka réttar ákvarðanir, að meta gildi heiðarleika og trausts. Skólinn er rétti vettvangurinn, sagði dr. Dwight Allen á ráðstefnu í Smáraskóla. Inga Rún Sigurðardóttir segir frá ráðstefnu sem fjallaði m.a. um siðfræðikennslu og siðvit nemenda. Á skólinn að sjá um félagslegt uppeldi íslenskra barna? Meira
21. mars 2000 | Fólk í fréttum | 50 orð | 2 myndir

Diskódans á ísnum

ÚTVARPSSTÖÐIN Mónó hélt diskókvöld í Skautahöllinni á föstudagskvöldið og mættu fimir skautamenn og -meyjar á svæðið til að sýna listir sínar en einnig til að njóta þess sem í boði var. Meira
21. mars 2000 | Fólk í fréttum | 237 orð | 2 myndir

Fjörugir feðgar á toppnum

ADAM nokkur Sandler skaust upp á stjörnuhimininn með myndunum "Happy Gilmore", "The Wedding Singer", þar sem hann lék á móti Drew Barrymoore og "The Waterboy" sem var sérlega vinsæl meðal ungu kynslóðarinnar. Meira
21. mars 2000 | Fólk í fréttum | 619 orð | 6 myndir

Frumskógardísir frá Írlandi

Í HLJÓMSVEITINNI B-Witched eru fjórar stelpur sem heita Lindsay Armaou, tvíburasysturnar Keavy og Edele Lynch og Sinead O'Carroll. Meira
21. mars 2000 | Menningarlíf | 139 orð | 1 mynd

Græna skyggnishúfan hefur að geyma ferðaljóð...

Græna skyggnishúfan hefur að geyma ferðaljóð eftir Sigurlaug Elíasson . Í fréttatilkynningu segir: "Þar vitjar hann staða, kunnra sem ókunnra, sem tala til hans hver með sínu móti. Meira
21. mars 2000 | Fólk í fréttum | 113 orð | 2 myndir

Hetjur á Skuggabar

ÞAÐ fór skjálfti um mannskapinn á Skuggabar á laugardags-kvöld þegar hann gerði sér grein fyrir því að hetjur úr Hollywood voru að skemmta sér á meðal þeirra. Meira
21. mars 2000 | Myndlist | 413 orð | 1 mynd

Hnoð

Til 2. apríl. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Meira
21. mars 2000 | Menningarlíf | 488 orð

Kjötsósan og krimmahöfundurinn

Eftir Judy Fitzwater. Fawcett Crest 1999. 228 síður. Meira
21. mars 2000 | Fólk í fréttum | 373 orð | 2 myndir

Leiðarvísir í stærri heim

Understanding Comics, mynda- saga eftir Scott McCloud en hann teiknar einnig. Paradox Press gefur út, upphaflega árið 1993 en bókin var endurútgefin 1999 sem 215 síðna kilja. Meira
21. mars 2000 | Menningarlíf | 113 orð | 1 mynd

LEIKRITIÐ HÆGAN, Elektra eftir Hrafnhildi Hagalín...

LEIKRITIÐ HÆGAN, Elektra eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur er komið út. Leikritið, sem nú er verið að sýna í Þjóðleikhúsinu, fjallar um samband mæðgna. Sveinn Haraldsson, leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins, skrifaði m.a. Meira
21. mars 2000 | Menningarlíf | 27 orð | 1 mynd

M-2000

Þriðjudagur 21. mars. Vetraríþróttahátíð ÍBR Kennsla og kynning á íþróttum fyrir almenning. Skíðaganga, ganga, sund, skokk, skíði innan borgarmarkanna í hádeginu og seinni hluta dags. Ath. viðburðurinn er háður veðri. www.ibr.is.... Meira
21. mars 2000 | Fólk í fréttum | 117 orð | 1 mynd

Madonna mamma á ný

MADONNA er ófrísk að barni kærasta síns, Guy Ritchie. Madonna á fyrir þriggja ára dóttur, Lourdes, en faðir hennar er íþróttaþjálfarinn Carlos Leon. Meira
21. mars 2000 | Menningarlíf | 745 orð | 3 myndir

Málverk úr Darossafni í Zürich

Í Moderna museet í Stokkhólmi stendur nú yfir sýning á málverkum úr Daroseinkasafninu í Zürich. Þetta er, að sögn Ingu Birnu Einarsdóttur, sem skoðaði sýninguna, einungis lítið brot af þeim fjölda verka sem safnið hefur að geyma. Meira
21. mars 2000 | Fólk í fréttum | 253 orð | 1 mynd

Pumpandi 360° teknó

ÞAÐ VAR pumpandi teknóstemmning á veitingastaðnum 22 síðasta miðvikudagskvöld þegar þar var haldið annað 360°-kvöldið. Klíkuna sem standa að baki þessum viðburði skipa þeir DJ Bjössi, Exos og Tommy Hellfire og stóðu hinir fyrstnefndu vaktina í þetta... Meira
21. mars 2000 | Fólk í fréttum | 868 orð | 2 myndir

RAOUL WALSH

UPPVAXTARÁR Raouls Walsh (1887-1980), voru ævintýraleg líkt og myndir hans margar. Sleit barnsskónum undir lok 19. Meira
21. mars 2000 | Myndlist | 693 orð | 1 mynd

Raunveruleikinn er óviðjafnanlegur

Til 19. apríl. Opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-21; föstudaga frá kl. 9-19 og laugardaga til sunnudaga frá kl. 12-16. Meira
21. mars 2000 | Skólar/Menntun | 794 orð | 1 mynd

Salatskál óskast í stað suðupotts

Dr. Dwight Allen lagði áherslu á í fyrirlestri sínum í Smáraskóla að leita eftir einingu í fjölbreytni. ,,Mikilvægt er að vernda einstaklinginn og leyfa honum að þroskast á eigin forsendum. Ég vil búa í samfélagi þar sem fólk kann að meta hvert annað. Meira
21. mars 2000 | Fólk í fréttum | 62 orð | 2 myndir

Spúútnik-gleðskapur

Það var glatt á hjalla í tískuversluninni Spúútnik á fimmtudagskvöldið. Hlýtt var í veðri og vorbragurinn sveif yfir bæjarbúum. Búðin bauð gestum upp á dægrastyttingu með vorfagnaði þar sem þeir fengu að hlusta á kvenplötusnúðinn "Dj. D.D. Meira
21. mars 2000 | Menningarlíf | 262 orð | 4 myndir

Steidl kaupir útgáfuréttinn á smásögum Davíðs Oddssonar

ÞRÍTUGASTA bókamessan í London hófst um helgina. Meira
21. mars 2000 | Fólk í fréttum | 113 orð | 1 mynd

Stytturnar týndar!

SENDING af óskarsstyttunum góðu sem afhentar verða sigurvegurum á óskarsverðlaunahátíðinni hinn 26. mars skilaði sér ekki til Beverly Hills en farmurinn lagði af stað frá Chicago. Frá þessu var greint á vefsíðu BBC í gær. Meira
21. mars 2000 | Tónlist | 740 orð

Tyllidagsfágæti

60 ára afmælistónleikar F.Í.T. Verk eftir Helga Pálsson, íslenzk þjóðlög, Piazzolla, Fryba, Haydn, Schubert, Debussy & Lamb. Eþos kvartettinn (Auður Hafsteinsdóttir, Greta Guðnadóttir, Guðmundur Kristmundsson & Bryndís Halla Gylfadóttir). Meira
21. mars 2000 | Kvikmyndir | 393 orð

Uppgjör einfeldningsins

Leikstjóri og handritshöfundur Stephen Bradley. Tónskáld Stephen McKeon. Kvikmyndatökustjóri Thomas Mauch. Aðalleikendur Brendan Gleeson, Liam Cunningham, Lynda Steadman, Andy Serkis, Dylan Murphy, Tony Rohr. Lengd 92 mín. Írsk/Íslensk. Handmade Films 1998. Meira
21. mars 2000 | Menningarlíf | 221 orð

Út eru komnar þrjár kiljubækur: Glataðir...

Út eru komnar þrjár kiljubækur: Glataðir snillingar eftir William Heinesen í þýðingu Þorgeirs Þorgeirsonar. Þetta er eitt helsta verk færeyska sagnameistarans Williams Heinesen (1900-1991) og kom fyrst út árið 1950. Meira
21. mars 2000 | Menningarlíf | 27 orð | 1 mynd

Vatnslitamyndir á Kaffi Mílanó

NÚ stendur yfir sýning á vatnslitamyndum Sigurbjörns Eldon Logasonar á kaffi Mílanó, Faxafeni 11. Kaffi Mílanó er opið virka daga kl. 9-23.30, laugardaga kl. 19 og sunnudaga kl.... Meira
21. mars 2000 | Menningarlíf | 72 orð | 1 mynd

Víxlverkandi tónlistarmiðstöð

ÞAÐ er arkitektinn Frank O. Gehry sem á heiðurinn af þessari sérstæðu tónlistarmiðstöð sem nú rís í Seattle í Bandaríkjunum. Meira
21. mars 2000 | Fólk í fréttum | 247 orð

WHITE HEAT 1949 - Besta og...

WHITE HEAT 1949 - Besta og frægasta gangstermynd James Cagney (og allra tíma?), sem slær öll fyrri met sem Cody Jarrett, snargeggjaður óbótamaður og morðingi með móður sína á heilanum. Meira

Umræðan

21. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 5 orð | 1 mynd

.

... a ð finna sterkt fyrir nærveru... Meira
21. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 18 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. nóvember sl. í Bústaðakirkju af sr. Gunnari Matthíassyni Eygló Ólöf Birgisdóttir og Hilmar Björnsson... Meira
21. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 24 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. ágúst sl. í Háteigskirkju af sr. Jóni Helga Þórarinssyni Ingibjörg Heiðarsdóttir og Guðmundur Jónasson. Heimili þeirra er að Álfheimum... Meira
21. mars 2000 | Aðsent efni | 739 orð | 1 mynd

Dómstólar leysi málið

Ráðherrann stendur nú með pálmann í höndunum, segir Sigurður Þ. Guðjónsson. Forystumenn Öryrkjabandalagsins hafa hins vegar brugðist öryrkjum illilega þó búast megi við að þeir reyni að gera sem minnst úr slíkum viðhorfum. Meira
21. mars 2000 | Aðsent efni | 646 orð | 1 mynd

Eflum löggæslu strax

Við gerum þá lágmarkskröfu, segir Ragnheiður Davíðsdóttir, að þjóðkjörnir menn virði landslög. Meira
21. mars 2000 | Aðsent efni | 802 orð | 1 mynd

Enn um tannleysi Íslendinga

Vona ég heitt og innilega að þingmenn þessir verði aldrei tannlausir og þurfi því ekki að óttast þau örlög að hljóta gervitennur, segir Kristín Heimisdóttir, sem smíðaðar eru samkvæmt frumvarpi því sem nú liggur frammi fyrir hinu háa Alþingi. Meira
21. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 10 orð | 1 mynd

Ég hélt að ég hefði kennt...

Ég hélt að ég hefði kennt þér að SÆKJA... Meira
21. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 293 orð | 1 mynd

Fellum þessa lagabreytingatillögu

Ágætu SFR-félagar og aðrir tilheyrendur. Senn líður að aðalfundi Starfsmannafélags ríkisstofnana (SFR). Þar mun laganefnd leggja fram nokkrar tillögur að breytingum. Meira
21. mars 2000 | Aðsent efni | 934 orð | 1 mynd

Helgi Ólafsson Íslandsmeistari í atskák

18. mars 2000 Meira
21. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 258 orð

Hjálparbeiðni frá Rúmeníu

NOKKRU fyrir síðastliðin jól barst hingað neyðarkall frá Rúmeníu. Prof. dr. Martha Banulescu, stofnandi og forseti félagsins "Nicolae Balcescu", sendi þessa hjálparbeiðni. Meira
21. mars 2000 | Aðsent efni | 208 orð | 1 mynd

Hvað er Georg Ólafsson að fara?

Georg Ólafsson, formaður stjórnar flutningsjöfnunarsjóðsins, segir Gestur Jónsson, er jafnframt forstjóri Samkeppnisstofnunar. Meira
21. mars 2000 | Aðsent efni | 934 orð | 1 mynd

Hvað um Evrópusambandið?

Sem stendur, segir Ásgeir Jónsson, virðist það því ekki óskynsöm stefna að bíða. Meira
21. mars 2000 | Aðsent efni | 546 orð | 1 mynd

Hægt að vita en vilja ekki vita?

Full ástæða er til þess, segir Páll V. Daníelsson, að láta þá sem neyta, versla með og framleiða áfengi greiða allan afleiddan kostnað. Meira
21. mars 2000 | Aðsent efni | 975 orð | 1 mynd

Íslenskur Don Kíkóti

Blómafrjókorn eru margrannsökuð, segir Ragnar Þjóðólfsson, og eru einfaldlega næringarríkasta fæða sem til er. Meira
21. mars 2000 | Aðsent efni | 410 orð | 1 mynd

Mundu mig, ég man þig

Það fór ekki hjá því að maður vorkenndi aðalleikurunum, segir Sigurgeir Sigurjónsson, sem í kristilegum kærleika tóku þátt í fyrstu auglýsingunum en voru síðan orðnir þátttakendur í pólitískum áróðri. Meira
21. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 300 orð

NS eiga átta spaða á milli...

NS eiga átta spaða á milli handanna og fjórir spaðar er þægilegur samningur, sem oftast vinnst. En norður ákvað að þegja yfir fimmta spaðanum og treysta makker sínum fyrir þremur gröndum. Suður gefur; allir á hættu. Sveitakeppni. Meira
21. mars 2000 | Aðsent efni | 670 orð | 1 mynd

Ný viðmið

Þjóðkirkjan og stjórnvöld, segir Árni Ragnar Árnason, eiga að taka höndum saman um að bæta sambandið við Íslendinga erlendis á nýrri öld. Meira
21. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 661 orð | 1 mynd

Opið bréf til stjórnarmeðlima Öryrkjabandalagsins

SEM meðlimur í Öryrkjabandalaginu, lýsi ég megnri óánægju. Ég held því fram að formaður og áður varaformaður bandalagsins hafi með kjafthætti sínum valdið því að afkoma mín er verri en hún þyrfti að vera. Meira
21. mars 2000 | Aðsent efni | 689 orð | 1 mynd

Samfylkingin uppsker eins og hún sáir

Það er eins og að þjóðin vegsami þá er stuðla að misrétti og spillingu, segir Albert Jensen, en ýti þeim frá sér er vinna henni vel. Meira
21. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 55 orð

STORMUR

Ég elska þig, stormur, sem geisar um grund og gleðiþyt vekur í blaðstyrkum lund, en gráfeysknu kvistina bugar og brýtur og bjarkirnar treystir, um leið og þú þýtur. Meira
21. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 389 orð

Sælureitur og frábær þjónusta

STARFSFÓLK prentsmiðjunnar Ásprents/ Pob á Akureyri hélt sína árlegu árshátíð helgina 10.-12. mars. Að þessu sinni varð fyrir valinu nýbyggt hótel að Skútustöðum í Mývatnssveit. Þetta er staður sem óhætt er að mæla með við hvern sem er. Meira
21. mars 2000 | Aðsent efni | 709 orð | 1 mynd

Til hvers að greiða atkvæði?

Borgarstjórinn í Reykjavík og samgönguráðherra, segir Egill Helgason, eru hins vegar enn í sama farinu. Meira
21. mars 2000 | Aðsent efni | 618 orð | 1 mynd

Tímamót í vetnistækni

Orkugetan er til staðar hérlendis, segir Hjálmar Árnason, til að mæta þörfum vetnissamfélagsins. Meira
21. mars 2000 | Aðsent efni | 842 orð | 1 mynd

Umhverfismál og hlutverk frjálsra félagasamtaka

Umhverfismálin hafa að sönnu þörf fyrir eldhuga sem bera framtíðina fyrir brjósti, segir Björn Guðbrandur Jónsson, en ekki síður fyrir vísindaleg vinnubrögð. Meira
21. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 553 orð

Verður fjör í Vestur-Landeyjum?

FIMMTUDAGINN 16. mars sl. birtist grein í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni "Enn er fjör í Vestur- Landeyjum" eftir Kristínu Kristinsdóttur, til heimilis í Krummahólum 10 í Reykjavík. Meira
21. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 37 orð | 1 mynd

ÞESSIR duglegu krakkar héldu tombólu og...

ÞESSIR duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu kr. 7.576 til styrktar Rauða krossi Íslands. Meira
21. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 627 orð

Þótt Víkverji hafi ekki lent í...

Þótt Víkverji hafi ekki lent í alvarlegum hremmingum í óveðurshryðjunum undanfarnar vikur var hann feginn að komast í stutt frí til útlanda, þó ekki væri nema til Kaupmannahafnar, og vonaðist til að fá þar forsmekk af vorinu. Meira
21. mars 2000 | Aðsent efni | 545 orð | 1 mynd

Þýsk stjórnvöld auka fjárstuðning við Goethe-Zentrum

Með rekstri Goethe-Zentrum, segir Oddný G. Sverrisdóttir, vill hollvinafélagið efla menningartengsl Íslands og Þýskalands. Meira

Minningargreinar

21. mars 2000 | Minningargreinar | 1866 orð | 1 mynd

GUÐBJÖRG SIGRÍÐUR PETERSEN

Guðbjörg Sigríður Petersen fæddist á Ökrum á Seltjarnarnesi 29. júlí 1933. Hún lést á líknardeild Landspítalans 12. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefanía E. Meira  Kaupa minningabók
21. mars 2000 | Minningargreinar | 224 orð | 1 mynd

GUÐFINNA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR

Guðfinna Sigríður Jónsdóttir fæddist á Stokkseyri 17. desember 1920. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 4. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 13. mars. Meira  Kaupa minningabók
21. mars 2000 | Minningargreinar | 14530 orð | 1 mynd

INGI R. HELGASON

Ingi Ragnar Helgason fæddist í Vestmannaeyjum hinn 29. júlí 1924, en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur haustið 1930. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 10. mars síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
21. mars 2000 | Minningargreinar | 904 orð | 1 mynd

MARGRÉT P. EINARSDÓTTIR

Margrét P. Einarsdóttir fæddist að Þórustöðum í Bitrufirði á Ströndum 2. júní 1909. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 10. mars síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
21. mars 2000 | Minningargreinar | 775 orð | 1 mynd

ÓMAR ELVARSSON

Ómar Elvarsson fæddist 9. janúar 1976. Hann lést 6. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 16. mars. Meira  Kaupa minningabók
21. mars 2000 | Minningargreinar | 1501 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR

Sigríður fæddist í Sandgerðisbót í Glerárþorpi 3. júlí 1932. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 14. mars síðastliðinn. Banamein hennar var krabbamein. Foreldrar hennar voru Anna Pétursdóttir, f. 23. júlí 1894, d. 14. Meira  Kaupa minningabók
21. mars 2000 | Minningargreinar | 156 orð | 1 mynd

SIGURÞÓRA SIGURÞÓRSDÓTTIR

Sigurþóra Sigurþórsdóttir fæddist á Rauðafelli III í Austur-Eyjafjöllum 21. mars 1940. Hún lést á heimili sínu á Rauðafelli I 18. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Eyvindarhólakirkju 27. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
21. mars 2000 | Minningargreinar | 2906 orð | 1 mynd

SVEINN GUÐMUNDSSON

Sveinn Guðmundsson var fæddur í Reykjavík 25. september 1933. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 2. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Dagfinnsson, sjómaður, f. í Reykjavík 11. júní 1893, d. 6. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

21. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 849 orð | 1 mynd

Afkoma Samherja lakari en gert var ráð fyrir

AFKOMA sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja hf. er mun lakari en gert var ráð fyrir. Hagnaður samstæðunnar árið 1999 nam 200 milljónum króna, en var 706 milljónir árið áður. Meira
21. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 201 orð

Basisbank.dk kynntur fjárfestum

DANSKI Netbankinn, sem FBA hefur keypt hlut í, var kynntur á fjárfestingastefnu í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Bankinn, sem fengið hefur heitið Basisbank. Meira
21. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 1400 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 20.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 20.03.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) AUSTFJARÐAM. FÁSKRÚÐSFIRÐI Lúða 425 425 425 21 8.925 Skarkoli 150 150 150 13 1.950 Skötuselur 80 80 80 21 1. Meira
21. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
21. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 136 orð

Gengisaðlögun til að jafna sveiflur

GENGISAÐLÖGUN tók gildi hjá Eimskipafélagi Íslands í gær. Um aðlögun á gjaldskrá í innflutningi frá Evrópu er að ræða og ástæðan er áframhaldandi lækkun á gengi Evrópumynta. Meira
21. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 349 orð | 1 mynd

Hagnaður jókst um 110,8%

SPARISJÓÐUR Hafnarfjarðar skilaði 251,3 milljóna króna hagnaði eftir skatta árið 1999. Hagnaður var 119,2 milljónir króna árið 1998 og jókst hagnaðurinn því um 110,8%. Hagnaður fyrir skatta var 368,6 milljónir árið 1999 en var 183,2 milljónir árið áður. Meira
21. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 1025 orð | 1 mynd

Mjög bagalegt ef málið dregst frekar

KRISTJÁN Ragnarsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, sagði í ræðu sinni á aðalfundi bankans, sem haldinn var í gær, að þess yrði vonandi ekki langt að bíða að stærsti hluthafinn í Landsbankanum, þ.e. Meira
21. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 128 orð

Rætt um samstarf við önnur fyrirtæki

Hugvit hf. og Landsteinar International hf. eiga nú í viðræðum við innlend og erlend fyrirtæki um samstarf og sameiningu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenska hugbúnaðarsjóðnum hf. en félögin eru tvö þeirra stærstu í eignasafni sjóðsins. Meira
21. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 75 orð

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá...

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. janúar '00 3 mán. RV00-0417 10,45 0,29 5-6 mán. RV00-0620 10,50 - 11-12 mán. RV00-0817 10,80 - Ríkisbréf 8. Meira
21. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 75 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 20.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 20.3. 2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síðasta meðalv. Meira
21. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 167 orð

Víðast hvar hækkun í Evrópu

HLUTABRÉF hækkuðu almennt í verði á Verðbréfaþingi Íslands í gær eftir samfellda lækkun undanfarna viðskiptadaga. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,44% og er nú 1.776 stig. Meira

Daglegt líf

21. mars 2000 | Neytendur | 39 orð

Buxnadagar

Nú standa yfir árlegir buxnadagar hjá Vinnufatabúðinni sem standa fram á mánudag í næstu viku. Í fréttatilkynningu frá versluninni kemur fram að þar er m.a. hægt að fá strets-flauelsbuxur í fimm litum á 4.900 krónur og gallabuxur á 2.900... Meira
21. mars 2000 | Neytendur | 646 orð | 1 mynd

Engar reglur til um nýfæði hér á landi

Á síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á framleiðslu matvæla. Elín Guðmundsdóttir segir að nýfæði (Novel foods) sé samheiti yfir matvæli og innihaldsefni matvæla sem ekki hafa áður verið á boðstólum á Vesturlöndum Meira
21. mars 2000 | Neytendur | 201 orð | 2 myndir

Vara við notkun hlífa á öryggisbelti fyrir börn

UMFERÐARRÁÐ og markaðsgæsludeild Löggildingarstofu vilja koma eftirfarandi á framfæri: "Hérlendis hafa verið til sölu hlífar á öryggisbelti fyrir börn, en þeim er ætlað að koma í veg fyrir að öryggisbelti liggi óþægilega á hálsi og maga barns. Meira
21. mars 2000 | Neytendur | 276 orð

Þjónusta bankanna léleg og alltof dýr

ÞJÓNUSTA brezkra banka við einstaklinga og smáfyrirtæki er alltof léleg og alltof dýr og lætur nærri að þeir hafi hreinlega tekið 3-5 milljarða punda af þessum viðskiptavinum sínum á síðasta ári. Þetta er m.a. Meira

Fastir þættir

21. mars 2000 | Fastir þættir | 620 orð

Akureyringar gefa frískan tón fyrir sumarið

Léttismenn á Akureyri héldu mikla hátíð um helgina þar sem keppt var í tveimur styrkleikaflokkum í tölti og barna- og unglingaflokki. Meira
21. mars 2000 | Í dag | 467 orð | 1 mynd

Áskirkja .

Áskirkja . Opið hús fyrir alla aldurshópa í safnaðarheimilinu kl. 10-14.Léttur hádegisverður framreiddur. Mömmu- og pabbastund í safnaðarheimilinu kl. 14-16. Dómkirkja. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 14 fyrir 6-7 ára börn, kl. 15. Meira
21. mars 2000 | Dagbók | 664 orð

(Jóh. 15, 12.)

Í dag er þriðjudagur 21. mars, 81. dagur ársins 2000. Heitdagur, Benediktsmessa. Orð dagsins: Orð dagsins er: Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég hef elskað yður. Meira
21. mars 2000 | Fastir þættir | 297 orð

Jón Vilmundarson kosinn formaður

JÓN Vilmundarson var kjörinn formaður Hrossaræktarsamtaka Suðurlands á aðalfundi samtakanna sem haldinn var nýlega. Tekur hann við af Kristni Guðnasyni sem nú er formaður Félags hrossabænda. Meira
21. mars 2000 | Fastir þættir | 360 orð | 3 myndir

Lullið í miklum metum hjá Fáki

Meðan Akureyringar héldu glæsilega sýningu í skautahöllinni héldu Fáksmenn vel heppnað töltmót þar sem einnig var keppt í lulli, sem virðist njóta vaxandi vinsælda. Meira
21. mars 2000 | Fastir þættir | 948 orð | 1 mynd

Margir kallaðir

Meðan tamningamenn víða um land temja ung hross og þjálfa gæðinga fyrir landsmótið og önnur mót sumarsins vinna eigendur stóðhesta að tjaldabaki í að finna afkvæmi hesta þeirra með afkvæmasýningu á landsmóti í huga. Valdimar Kristinsson fletti í gegnum kynbótamat Bændasamtakanna frá því í haust og skoðaði hvaða hestar ættu hugsanlega möguleika á að koma fram með afkvæmum á landsmótinu í Reykjavík. Meira
21. mars 2000 | Fastir þættir | 86 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Svartur á leik. Í JANÚAR síðastliðnum var haldið sterkt opið alþjóðlegt mót í Linares á Spáni og er meðfylgjandi staða þaðan. Meira
21. mars 2000 | Viðhorf | 851 orð

Stjarnan sem ekki var til

Hvað vitum við í raun um fræga fólkið sem frá er greint í slúðurdálkum fjölmiðlanna? Er það í raun og veru til? Kannski ekki - því það sem við okkur blasir er eilíft yfirborð. Meira

Íþróttir

21. mars 2000 | Íþróttir | 274 orð

Allar gáttir opnuðust hjá Ulm

Christop Daum þjálfari Leverkusen var í skýjunum eftir stórsigur liðs síns gegn nýliðum Unterhaching, 1-9. Varnarleikur Ulm hrundi gjörsamlega í leiknum og hinn eftirsótti markvörður liðsins, Philip Laux, mátti sækja knöttinn níu sinnum í markið. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 231 orð

Alveg eins og leikir eiga að vera

"VIÐ fórum náttúrulega yfir það sem fór úrskeiðis fyrir norðan og framkvæmdum úrbæturnar mjög vel í fyrri hálfleik. Við hittum ágætlega og fengum fín færi. Við reyndum að halda uppteknum hætti í seinni hálfleik, en hikstuðum aðeins. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 116 orð

ARNAR Grétarsson æfði í gær með...

ARNAR Grétarsson æfði í gær með enska úrvalsdeildarfélaginu Everton en hann kom til Englands til æfinga og viðræðna á sunnudaginn eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 139 orð

Arnar jafnaði fyrir Stoke

ARNAR Gunnlaugsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Stoke City í ensku 2. deildinni á laugardaginn. Það dugði þó aðeins til jafnteflis á heimavelli gegn Wycombe Wanderers, 1:1, og Stoke datt niður í áttunda sæti deildarinnar. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 72 orð

Baldur ekki meira með KR

BALDUR Ólafsson, miðherjinn hávaxni sem lék með KR-ingum gegn Tindastóli í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik, verður ekki meira með liðinu í úrslitakeppninni. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 60 orð

Barcelona tryggir sig fyrir sigrum

BARCELONA hefur keypt sér tryggingu hjá þýska tryggingafyrirtækinu Allianz. Tryggingarupphæðin er uppá 700 milljónir króna og er einmitt sama upphæð og félagið þarf að greiða leikmönnum sínum vinni liðið Meistaradeild Evrópu og spánska meistaratitilinn. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 240 orð | 1 mynd

BJARNÓLFUR Lárusson varð fyrir því óláni...

BJARNÓLFUR Lárusson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar Walsall tapaði, 2:3, fyrir QPR í ensku 1. deildinni á laugardaginn. Bjarnólfur ætlaði að spyrna frá marki eftir fyrirgjöf en hitti boltann illa með þessum afleiðingum. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 215 orð | 1 mynd

DAVID O'Leary, knattspyrnustjóri Leeds, var undrandi...

DAVID O'Leary, knattspyrnustjóri Leeds, var undrandi á ummælum Alex Fergusons, knattspyrnustjóra Manchester United og keppinautar síns um enska meistaratitilinn um helgina. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 198 orð

Dvöl Ragnars aðeins þrjár vikur á Spáni?

Ragnar Óskarsson, handknattleiksmaður úr ÍR, fór til Valencia á Spáni í gær en eins og fram hefur komið hefur hann verið leigður þangað út tímabilið, eða til 20. maí. Það er þó ekki víst að Ragnar verði ytra nema til 15. apríl en þá lýkur... Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 748 orð

England Úrvalsdeild Coventry - Bradford 4:0...

England Úrvalsdeild Coventry - Bradford 4:0 Cedric Roussel 7., Noel Whelan 21., John Eustace 85., Ysrael Zuniga 86. - 19.201. Derby - Liverpool 0:2 - Michael Owen 18., Titi Camara 86. - 33.378. Leicester - Manchester Utd 0:2 - David Beckham 33. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 157 orð

EYJAMENN virðast hafa fundið nýjan markaskorara...

EYJAMENN virðast hafa fundið nýjan markaskorara í knattspyrnunni. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 277 orð

Ég er mjög ánægð með mótið...

SIF Pálsdóttir var stjarna Íslandsmótsins í áhaldafimleikum um helgina. Sif, sem er aðeins 12 ára gömul, gerði sér lítið fyrir og sigraði í samanlögðu á laugardaginn og í stökki á sunnudag, en þá hafnaði hún í öðru sæti á tvíslá, jafnvægisslá og í gólfæfingum. Sannarlega framtíðarfimleikakona þar á ferð. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 304 orð

Ég er mjög ánægður, ég get...

Ég er mjög ánægður, ég get ekki sagt annað, yfir því að hafa náð þeim árangri sem ég stefndi að," sagði Kristján Helgason í samtali við Morgunblaðið eftir að hafa tryggt sér sæti í 32-manna úrslitum heimsmeistarakeppni atvinnumanna í snóker. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 149 orð | 3 myndir

Fékk viljandi gult spjald

MEHMET Scholl, leikmaður Bayern, fékk 250.000 króna sekt fyrir að viðurkenna að hafa viljandi náð sér í gult spjald í Evrópuleik gegn Rosenborg. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 660 orð

Félaganna að taka af skarið

Ef koma á í veg fyrir eða minnka líkur á að það þurfi að fresta lokaumferðum Íslandsmótsins í handknattleik hvað eftir annað þarf mótanefnd HSÍ að hafa skýra reglugerð um hvað gera skal í slíkum tilfellum til að vinna eftir. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 132 orð | 1 mynd

FIMM sundmenn náðu lágmarki til þátttöku...

FIMM sundmenn náðu lágmarki til þátttöku á Norðurlandameistaramótinu, sem fram fer næsta vetur, á Íslandsmeistaramótinu í sundlaug Keflavíkurflugvallar. Guðgeir Guðmundsson, ÍA, náði lágmarkinu í 200 m flugsundi er hann kom í mark á 2. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 279 orð

FINN Christian Jagge , skíðamaðurinn kunni...

FINN Christian Jagge , skíðamaðurinn kunni frá Noregi , lagði skíðin á hilluna með glæsibrag í Bormio á sunnudaginn. Jagge fór seinni ferðina í sparijakka og með slaufu og sólgleraugu og hann nam staðar neðst í brautinni, tók af sér skíðin og gekk í... Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 174 orð

Fyrsta sinn sem allt gengur upp

Bergþóra Einarsdóttir, Ármanni, stóð sig vel á Íslandsmótinu í fimleikum. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 370 orð | 1 mynd

GEIR Kristinn Aðalsteinsson , hornamaður úr...

GEIR Kristinn Aðalsteinsson , hornamaður úr KA , fingurbrotnaði í leik liðsins við FH á dögunum og leikur ekki með Akureyrarliðinu í úrslitakeppninni. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 811 orð

Grindavík - Keflavík 112:70 Grindavík, átta...

Grindavík - Keflavík 112:70 Grindavík, átta liða úrslit Íslandsmóts karla í körfuknattleik, oddaleikur, mánudaginn 20. mars 2000: Gangur leiksins: 11:10, 19:21, 31:31, 38:33, 45:37 , 49:45, 65:45, 71:51, 87:56, 101:62, 112:70. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 410 orð | 1 mynd

Grindvíkingar réttum megin við stífluna

GRINDVÍKINGAR gjörsigruðu gestina frá Keflavík þegar þeir komu í heimsókn í Röstina í gærkveldi. Áhorfendur heimamanna voru ekki síður í stuði en leikmenn og sáu heimamenn kjöldraga Íslandsmeistarana frá Keflavík, 112:70, eftir að hafa haft forustu í hálfleik, 45:37. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 151 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR Stephensen, Víkingi, varð á sunnudaginn...

GUÐMUNDUR Stephensen, Víkingi, varð á sunnudaginn Íslandsmeistari í borðtennis sjöunda árið í röð. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 157 orð

Guðni íhugar að fresta heimför

GUÐNI Bergsson sagði í samtali við blaðið Bolton Evening News í gær að ef félaginu tækist að vinna sig upp í úrvalsdeildina í vor myndi hann endurskoða alvarlega þá ákvörðun sína að snúa heim til Íslands til að sinna lögfræðistörfum. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 14 orð

Handknattleikur Úrslitakeppni kvenna, undanúrslit: Seltjarnarnes: Grótta/KR...

Handknattleikur Úrslitakeppni kvenna, undanúrslit: Seltjarnarnes: Grótta/KR - Víkingur 20 Kaplakriki: FH - ÍBV 20 Körfuknattleikur Úrslitakeppni karla, oddaleikur: Strandgata: Haukar - Þór Ak... Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 104 orð

Helgi skoraði í sigurleik

HELGI Sigurðsson skoraði sjöunda mark sitt fyrir Panathinaikos í grísku deildakeppninni í vetur þegar lið hans vann Paniliakos, 3:1, í Aþenu á sunnudaginn. Helgi, sem lék allan leikinn, skoraði markið með góðu skoti á 43. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 537 orð | 1 mynd

Hetjudáðir Myers voru til einskis

KR komst í undanúrslit Íslandsmótsins í körfuknattleik með sigri á Tindastóli í íþróttahúsi sínu í Frostaskjóli á laugardag. Leikar fóru 78:70, vesturbæjarliðinu í hag, en viðureignin var mun tvísýnni en lokatölurnar bera með sér. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 280 orð | 1 mynd

Hin 12 ára Sif kom, sá og sigraði

SIF Pálsdóttir frá Ármanni og Dýri Kristjánsson úr Gerplu urðu Íslandsmeistarar í áhaldafimleikum á Íslandsmótinu í Laugardalshöll um helgina. Segja má að Sif hafi komið, séð og sigrað á mótinu en hún er aðeins 12 ára gömul og yngsti Íslandsmeistarinn í fimleikum frá upphafi. Sif verður þrettán ára 9. júní. Hún er tveimur mánuðum yngri en Nína Björg Magnúsdóttir, er hún var meistari 1992. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 97 orð

Hreinn snöggur að skora

HREINN Hringsson, knattspyrnumaður úr Þrótti í Reykjavík, skoraði eitt marka skoska liðsins Dumbarton þegar það sigraði East Stirling, 3:0, í 3. deildarkeppninni á laugardaginn. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 782 orð

Hvað hafði Bjarki Sigurðsson, fyrirliði Aftureldingar,...

DEILDARMEISTARAR Aftureldingar tóku í gærkvöldi á móti botnliði Fylkis og þurftu þeir að hafa töluvert fyrir sigrinum, 24:20. Afturelding mætir HK í úrslitakeppninni, KA tekur á móti FH, Fram leikur við Stjörnuna og Haukar og ÍBV eigast við. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 359 orð | 3 myndir

Íris bætti 11 ára met Birnu

TVÖ Íslandsmet féllu og ágætur árangur náðist í mörgum greinum á Íslandsmótinu í sundi sem fram fór í sundlauginni á Keflavíkurflugvelli um helgina. Þar bar hæst stúlknamet Írisar Eddu Heimisdóttur í 200 og 400 m bringusundi og Íslandsmet kvennaboðsundsveitar SH í 4 x 100 m fjórsundi og 4 x 200 m skriðsundi. Þá náðu fjórir ungir og efnilegir sundmenn lágmörkum fyrir Norðurlandamót unglinga. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 218 orð | 1 mynd

Jón Trausti sigraði á svifrá og tvíslá

JÓN Trausti Sæmundsson átti góða endurkomu á Íslandsmeistaramótið í fimleikum, sem háð var í Laugardalshöll um helgina. Jón Trausti, sem félagar hans kalla "Jón hrausta", var ekki með í einstaklingskeppninni í fyrra og hefur ekki verið í fullri æfingu frá þeim tíma. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 239 orð | 1 mynd

Juventus á sigursiglingu

JUVENTUS, sem lagði nágranna sína í Torino 3:2 um helgina, stefnir hraðbyri að 26. meistaratitlinum í sögu félagsins. Félagið hefur níu stiga forskot á Lazio, sem er í öðru sæti, þegar átta umferðum er ólokið. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 890 orð

KA - Valur 26:23 KA-heimilið á...

KA - Valur 26:23 KA-heimilið á Akureyri, 22. og síðasta umferð 1. deildar karla (Nissandeildar), mánudaginn 20. mars 2000. Gangur leiksins: 1:0, 4:6, 8:9, 8:12, 10:12 , 12:12, 14:16, 17:16, 18:19, 22:20, 24:23, 26:23. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 186 orð | 1 mynd

Keflavík mætir KR

KEFLAVÍK tryggði sér réttinn til að leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna með því að leggja ÍS örugglega að velli í annarri undanúrslitaviðureign þessara liða, 58:78. Keflavík mætir KR í úrslitum, sem fagnaði sigri á Tindastóli á Sauðárkróki, 73:53. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 471 orð | 1 mynd

Kraftur Þórsara sló Hauka út af laginu

ÞÓRSARAR unnu verðskuldaðan sigur á Haukum í Íþróttahöllinni á Akureyri sl. sunnudagskvöld og jöfnuðu þar með metin í viðureign liðanna í úrslitakeppninni. Það ræðst síðan í Hafnarfirði í kvöld hvort liðið kemst áfram í undanúrslit og ætla bæði liðin sér sigur. Haukar höfðu betur í fyrsta leiknum eftir framlengingu en nú unnu Þórsarar 88:79 í stórskemmtilegum leik. Þetta var fyrsti sigur liðsins í úrslitakeppninni í körfuknattleik og aðeins í annað sinn sem liðið kemst í þá keppni. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 55 orð

Kristján hættur í Grikklandi

KRISTJÁN Brooks, knattspyrnumaður úr Keflavík, er hættur hjá gríska 2. deildarfélaginu Agios Nikolaos og er væntanlegur til liðs við Suðurnesjaliðið á ný í vikunni. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 701 orð | 1 mynd

Kristján kominn í hóp þeirra bestu

KRISTJÁN Helgason náði þeim frábæra árangri um helgina að komast í 32 manna úrslit á heimsmeistaramóti atvinnumanna í snóker og er hann fyrsti maðurinn utan Bretlands og Asíu sem nær svo langt í mótinu. Úrslitin hefjast um miðjan apríl í Crucible-leikhúsinu í Sheffield í Englandi. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 320 orð | 1 mynd

Leikmenn Barcelona hófu leikinn með látum...

BARCELONA vann afar mikilvægan sigur á Deportivo La Coruna, 2:1, í spænsku 1. deildinni um helgina. Með sigri tókst Barcelona að minnka forskot La Coruna á toppi deildarinnar um tvö stig. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 611 orð | 1 mynd

Leikmenn Leeds leggja allt í sölurnar

DAVID O'Leary, knattspyrnustjóri Leeds, er staðráðinn í að leggja allt í sölurnar til að hið unga lið hans nái að skáka Manchester United í einvígi félaganna sem framundan er um enska meistaratitilinn. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 113 orð

Maastricht vill kaupa Jóhannes

JÓHANNES Karl Guðjónssyni, sem hefur leikið með MVV Maastricht í hollensku úrvalsdeildinni að undanförnu, hefur verið boðin samningur hjá MVV til ársins 2003. Að sögn Jóhannesar er þetta mjög góður samningur og reiknar hann með að skrifa undir fljótlega. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 214 orð | 1 mynd

Mikið ævintýri að koma til Íslands

"VIÐBRIGÐIN voru rosaleg að koma til Íslands. Það var komið vor heima á Ítalíu og blóm voru farin að springa út. Það voru því miklar andstæður að koma í veðráttuna hér. Þetta er búið að vera mikið ævintýri og skemmtileg reynsla," sagði Flora Christina Montagni frá Ítalíu, sem var meðal keppenda á Meistaramótinu. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 111 orð

Mills í mark Vals

JOHN Mills, bandarískur markvörður, hefur samið við 1. deildarlið Vals í knattspyrnu til þriggja ára. Mills, sem er 25 ára, hefur verið til reynslu hjá Hlíðarendaliðinu í nokkrar vikur, æft og leikið með því. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 471 orð

Njarðvíkingar unnu Hamar nokkuð stórt í...

HAMARSMENN úr Hveragerði luku þátttöku sinni í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á laugardaginn er liðið tapaði öðru sinni fyrir deildarmeisturum Njarðvíkinga í átta liða úrslitum deildarinnar. Heimamenn voru lengstum yfir, en ekki þegar flautað var til leiksloka en það eru þær tölur sem skipta máli. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 77 orð

Ómar lánaður

ÓMAR Jóhannsson, unglingalandsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur verið lánaður frá Malmö FF í Svíþjóð til 3. deildarliðsins Bunkeflo, sem einnig er frá Malmö, og leikur með því á komandi tímabili. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 151 orð

"Hárréttur dómur" eða ekki?

SAUÐKRÆKINGAR kvörtuðu sáran yfir ákvörðun dómaranna að dæma sóknarbrot á Kristin Friðriksson í skyndiupphlaupi gegn Ólafi Ormssyni þegar rúmar tvær mínútur lifðu leiks og munurinn aðeins þrjú stig. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 137 orð

Rúnar komst ekki í úrslit í Sviss

RÚNAR Alexandersson tók þátt í undankeppni á heimsbikarmóti í fimleikum í Sviss á föstudaginn. Rúnar keppti á bogahesti, á tvíslá og á svifrá. Hann varð í 3.-4. sæti á bogahesti með 9,7 í einkunn en hafnaði í 11. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 81 orð

Sigurbjörn afar óheppinn

SIGURBJÖRN Hreiðarsson, knattspyrnumaður úr Val sem gekk til liðs við sænska úrvalsdeildarliðið Trelleborg í vetur, hefur verið afar óheppinn með meiðsli. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 172 orð

Stoke fær milljón pund

PHILIP N. Rawlins, vellauðugur enskur kaupsýslumaður, hefur ákveðið að leggja eina milljón punda, eða um 117 milljónir króna, í enska knattspyrnufélagið Stoke City, gegn því að fá 10 prósent eignarhlut í félaginu. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 120 orð

Taylor sleppir ekki Jóhanni

GRAHAM Taylor, knattspyrnustjóri Watford, hefur neitað nokkrum tilboðum í Jóhann B. Guðmundsson að undanförnu og ætlar Keflvíkingnum greinilega talsvert hlutverk í liði sínu á næstu misserum. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 270 orð

Unglingameistaramótið í Kata Karatesamband Íslands hélt...

Unglingameistaramótið í Kata Karatesamband Íslands hélt unglingameistaramót Íslands í Kata sunnudaginn 12. mars í íþróttahúsinu við Austurberg. Heildarárangur einstakra félaga Félag Gull Silfur Brons Verðl. alls Heildarst. Aftureld. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 122 orð

Unnu ferð til Lundúna

Í lokahófi Íslandsmeistaramótsins voru veittar viðurkenningar fyrir ýmis afrek sem unnin voru á mótinu. Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi, og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA, unnu hvort um sig farmiða til Lundúna og heim aftur fyrir tvö stigahæstu sund mótsins. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 1049 orð | 1 mynd

Uppselt er á Ólympíuleikvanginn í Berlín.

Eyjólfur Sverrisson háði harða glímu við Brasilíumanninn sókndjarfa Giovane Elber, þegar Hertha Berlin og Bayern München áttust við á Ólympíuleikvanginum í Berlín um helgina. Pétur Blöndal fylgdist með átökunum og spjallaði stuttlega við þjálfara liðanna. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 442 orð

Valdimar bestur hjá Wuppertal

Aðeins fimm leikir voru leiknir í þýska handboltanum um helgina vegna keppni í Evrópumótum félagsliða. Lemgo náði sér aftur á strik með góðum útisigri, 26:22, í Wetzlar, þar sem Sigurður Bjarnason og félagar voru gjörsamlega yfirspilaðir á löngum köflum. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 1265 orð | 1 mynd

Valsmenn sitja eftir

KA-menn tryggðu sér 2. sætið í deildinni með því að sigra Val 26:23 á Akureyri í gær og þar með mistókst Valsmönnum að krækja sér í sæti í úrslitakeppninni en þeir hefðu þurft sigur til að komast upp fyrir HK. Þessi fornfrægi handboltarisi situr því eftir með sárt ennið í 9. sæti deildarinnar en KA mun etja kappi við FH í úrslitakeppninni. Má búast við að róður norðanmanna geti orðið þungur, ekki síst í ljósi þess að sjúkralisti liðsins lengist óðum. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 225 orð

VITASKULD féll leikmönnum Tindastóls tapið fyrir...

VITASKULD féll leikmönnum Tindastóls tapið fyrir KR mjög þungt. Það endurspeglaðist í búningsherbergi liðsins á laugardag, um leið og KR-ingar fögnuðu sigri. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 268 orð | 1 mynd

VÍKINGAR hafa fengið tvo nýja leikmenn...

VÍKINGAR hafa fengið tvo nýja leikmenn fyrir átökin í 1. deild í sumar. Egill Sverrisson frá KVA og Gísli Bjarnason frá UMFA hafa gengið til liðs við félagið. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 299 orð | 2 myndir

Víkingar komu sterkari inn í fyrri...

GRÓTTA/KR sigraði deildarmeistara Víkinga, 25:23, á útivelli í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í handknattleik á sunnudag. Leikurinn var æsispennandi allt frá byrjun og þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit. Með sigrinum á Grótta/KR nokkuð góða möguleika á að tryggja sér sigur í tveimur leikjum þar sem liðið á mjög sterkan heimavöll sem getur skipt sköpum í úrslitakeppninni. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 256 orð

Vörnin brást hjá okkur

"VIÐ byrjuðum mjög vel en við misstum þetta niður í seinni hálfleiknum. Við spilum ekki nógu góða vörn, við höfum yfirleitt náð að halda liðunum undir tíu mörkum í hvorum hálfleik en það tókst ekki núna. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 117 orð

Yfirburðir Kiel og Barcelona

Allt stefnir í draumaúrslitaleik um Evrópumeistaratitil karla í handknattleik á milli Kiel og Barcelona. Bæði unnu heimaleiki sína í undanúrslitum meistaradeildar Evrópu með miklum yfirburðum um helgina. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 141 orð

Þetta var alger aulaskapur hjá okkur,...

Þetta var alger aulaskapur hjá okkur, um það er ekkert annað að segja," sagði Einar Einarsson þjálfari Grindvíkinga eftir að lið hans hafði tapað fyrir nágrönnum sínum í Keflavík með 10 stiga mun, 78:68 í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni... Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 128 orð

Þrír æfingaleikir í Tékklandi

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik mætir því tékkneska í þremur æfingaleikjum, sem fram fara í Tékklandi 27.-29. maí. Íslenski landsliðshópurinn kemur saman 22. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 414 orð | 1 mynd

Þróttur meistari í annað sinn

ÞRÓTTUR Neskaupstað hampaði Íslandsmeistaratitlinum í blaki kvenna fyrir fullu húsi áhorfenda í íþróttahúsinu í Neskaupstað á laugardaginn. Þetta er í annað sinn sem Þróttur vinnur þennan titil. Síðast gerðist það árið 1996 og þá var úrslitaleikurinn einnig leikinn í Neskaupstað. Þróttur sigraði ungt og efnilegt lið KA örugglega í þremur hrinum, 25-16, 25-16 og 25-18. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 163 orð

Þrumufleygur frá Guðna

GUÐNI Bergsson tryggði Bolton mikilvægan sigur á Grimsby, 1:0, á útivelli í ensku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Bolton er þar með áfram í slagnum um að komast í úrslitakeppnina um sæti í úrvalsdeildinni. Liðið er í 10. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 1462 orð

Þýskaland Efsta deild: Freiburg - Hamburger...

Þýskaland Efsta deild: Freiburg - Hamburger SV 0:2 - Rodolfo Cardoso 27., 53. - 25.000. Schalke - Stuttgart 3:0 Emile Mpenza 58., 74., Tomasz Waldoch 80. - 33.230, Hertha Berlin - Bayern München 1:1 Alex Alves 75. - Jens Jeremies 32. - 74.600. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 62 orð

Þær bandarísku lögðu Noreg

BANDARÍKIN sigruðu Noreg, 1:0, í úrslitaleiknum á alþjóðlegu móti kvennalandsliða í knattspyrnu sem lauk í Algarve í Portúgal. Sigurinn var sætur því norska liðið hafði lagt það bandaríska í tveimur vináttuleikjum í vetur. Meira
21. mars 2000 | Íþróttir | 150 orð

Örn keppti eingöngu í boðsundum

"ÉG keppti eingöngu í boðsundum á mótinu og það má segja að ég sé að spara kraftana fyrir stærri átök," sagði afreksmaðurinn Örn Arnarson úr SH, sem að þessu sinni keppti ekki í neinum einstaklingsgreinum á Íslandsmótinu. Meira

Fasteignablað

21. mars 2000 | Fasteignablað | 24 orð | 1 mynd

Ben Hur

FÆRANLEGI blaðavagninn á myndinni er hannaður með forna stríðsvagna að fyrirmynd enda gengur hann undir nafninu Ben Hur. Hann er framleiddur hjá Dansk Kontor... Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 9 orð | 1 mynd

Bönd og dúskar

BÖND og dúskar eru notuð í höldur á þessari... Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 210 orð | 1 mynd

EFTRSPURN eftir nýjum íbúðum hefur sjaldan...

EFTRSPURN eftir nýjum íbúðum hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. "Þeir sem byggja, selja gjarnan á teikningum eins og kallað er," segir Ingólfur G. Gissurarson hjá fasteignasölunni Valhöll. Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 19 orð | 1 mynd

Einfaldara getur það varla verið

STÓLL þessi var hannaður af Gerrit Rietveld - "modernista" úr hópi arkitekta sem starfaði á árunum frá 1930 til... Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 32 orð | 1 mynd

Engar hurðir

ÞAÐ eru ekki hurðir fyrir þessum eldhússkáp eða eldhúshillum nánar til tekið. Það kemur ekki að sök, í það minnsta er fljótlegt að sækja það sem til þarf í það og það... Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 578 orð | 1 mynd

Ertu ánægður með hitakerfið í íbúðinni?

Þegar hús eða íbúð er seld, á að liggja fyrir úttekt á ástandi lagnakerfa viðkomandi húss, segir Kristján Ottósson, framkvæmdastjóri Lagnafélags Íslands. Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 572 orð | 1 mynd

Eru orkulindir heimsins óþrjótandi?

Margir eiga erfitt með að trúa því, að á þessari öld muni olíu- og gaslindir heimsins tæmast, segir Sigurður Grétar Guðmundsson. Kolin endast ef til vill næstu tvær aldir. Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 201 orð | 1 mynd

Fallegt einbýlishús á útsýnisstað

HJÁ fasteignasölunni Hóli er til sölu einbýlishús á tveimur hæðum að Eyktarási 9. Húsið er byggt árið 1989 og er steinsteypt. Það skiptist í tvær íbúðir, annars vegar 60 - 70 fermetra, tveggja herbergja íbúð á jarðhæð og hins vegar 140 fermetra efri hæð. Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 21 orð | 1 mynd

Fallegt mósaíkborð

MÓSAÍK er mikið í tísku, bæði á gólfum, veggjum og í húsgögnum. Hér er borð frá Liselotte Wiingaard sem er með... Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 15 orð | 1 mynd

Framtíðarhönnun

Þessi stóll, Puma frá Kallermo, þykir gott dæmi um framtíðarhönnun; hönnun sem talin er verða... Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 476 orð | 1 mynd

FUNDARSTJÓRI Á HÚSFUNDI

Húsfundi er stjórnað af formanni húsfélagsins, en ef hann er ekki viðstaddur, velur fundurinn sjálfur fundarstjóra úr hópi félagsmanna. Elísabet Sigurðardóttir, lögfræðingur Húseigendafélagsins, fjallar hér um hlutverk fundarstjóra. Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 207 orð | 1 mynd

Furðuhús Gehrys eiga sér engin takmörk

MARGIR verða furðu lostnir, þegar þeir líta í fyrsta sinn augum undarlegar og sprungnar byggingar bandaríska arkitektsins Franks O. Gehrys eins og t.d. Zollhaus í Düsseldorf í Þýzkalandi. Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 30 orð | 1 mynd

Gluggasætið notalega

FER ekki notaleg tilfinning um fólk að sjá þetta gluggasæti, fullt af púðum, kaffibollinn og bókin bíður, undir sætinu eru körfur og kommóðan er við hliðina á bekknum. Gamaldags og... Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 14 orð | 1 mynd

Glæsilegur fulltrúi naumhyggju

HERON heitir þessi stóll sem er talinn einkar glæsilegur fulltrúi naumhyggjunnar, hannaður af Troels... Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 135 orð | 1 mynd

Gott einbýlishús á stórri lóð

MIKIL eftirspurn er nú eftir einbýlishúsum í Garðabæ og góð hús þar vekja því athygli, þegar þau koma í sölu. Hjá fasteignasölunni Kjöreign er nú í sölu einbýlishús að Breiðási 1. Þetta er steinsteypt hús, hæð og ris með viðbyggðum bílskúr og sólstofu. Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 17 orð | 1 mynd

Grískir fætur

MYNDHÖGGVARINN Erik Heide gerði þetta listaverk og kallar það "Grískir fætur". Hann skapaði verkið eftir för til... Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 154 orð

Henrad Standard-miðstöðvarofnar fá vottun Rb.

UM ÁRAMÓT gengu í gildi ákvæði í byggingarreglugerð þar sem tilskilið er að miðstöðvarofnar í íslenskum byggingum skuli hafa vottun frá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins um að þeir fullnægi staðalviðmiðun í ÍST EN 442. Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 28 orð | 1 mynd

Hið einfalda eldhús

Í HINU einfalda eldhúsi eru ekki efri skápar til að eldhúsið líti út fyrir að vera stærra. Stál er notað, svo og mahóní. Aluminiumstólar heyra einnig til þessari... Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 414 orð

HÚSBRÉF HÚSBRÉFALÁN - Lán innan húsbréfakerfisins...

HÚSBRÉF HÚSBRÉFALÁN - Lán innan húsbréfakerfisins eru svokölluð húsbréfalán. Þau eru veitt til kaupa á notuðum íbúðum, til nýbygginga einstaklinga, nýbygginga byggingaraðila og til endurbóta á eldra húsnæði. Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 238 orð | 1 mynd

Hús fyrir vandláta kaupendur

HJÁ Fasteignasölunni Garður er til sölu einbýlishús á tveimur hæðum að Selvogsgrunni 23. Þetta er steinhús, byggt 1957 og alls að flatarmáli 280,2 fermetrar. Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 958 orð | 1 mynd

Hvernig er eignaskiptasamningurinn í þínu húsi?

Það er mikið öryggisatriði að hafa gildan eignaskiptasamning í fjölbýlishúsum, segir Guðrún Bryndís Karlsdóttir fjöleignaskrásetjari. Samningurinn fylgir eigninni í formi þinglýsts skjals og eykur því verðmæti eignarinnar í framtíðinni, því að þá fer ekki á milli mála, hvernig húseignin skiptist. Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 393 orð | 1 mynd

Hækkandi verð á íbúðar húsnæði

VERÐ á íbúðarhúsnæði hefur farið ört hækkandi í Bretlandi að undanförnu. Á eftirsóttustu stöðunum, t. d. í London, hefur verðið jafnvel hækkað um allt að 23% á tólf mánuðum. Þetta gerir þeim erfitt um vik, sem eru að kaupa í fyrsta sinn. Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 229 orð

Hækkar vegna lítils framboðs

LEIGA fyrir íbúðarhúsnæði virðist lítið hafa hækkað á um fjögurra ára tímabili frá því í ágúst 1995 þar til í maí 1999, eins og fram kemur á teikningunni hér til hliðar, sem er byggð á skýrslu félagsmálaráðuneytisins um húsnæðismál, sem kom út fyrir... Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 377 orð | 1 mynd

Íbúðalán vegna hlutakaupa

Þegar hlutakaup verða vegna skilnaðar þarf að vera búið að ganga frá skilnaðarsamningi, segir Hallur Magnússon, yfirmaður gæða og markaðsmála Íbúðalánasjóðs. Þá þarf að vera ljóst hvernig aðilar ætla að ganga frá fjármálum sínum. Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 10 orð | 1 mynd

Lampi með kristalsdropum

HÉR hafa kristalsdropar verið fjarlægðir af lampafætinum og hengdir á... Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 16 orð | 1 mynd

Ljós í gólfi

Þegar veggur var fjarlægður var sett ljósrönd í staðinn í gólfið. Stóllinn er hannaður af Philippe... Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 6 orð | 1 mynd

Mjúkforma lampi

CHAKRA heitir þessi mjúkforma og litríki... Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 23 orð | 1 mynd

Mósaík-tröppur

ALLS kyns munstur í mósaík er mjög fallegt í forstofur t.d., hér eru tröppur með mismunandi munstri og veggurinn er svo lagður mósaík... Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 17 orð | 1 mynd

Níu arma ljósakróna

HÉR má sjá ljósakrónu, níu arma, hún ber nafnið Jogg og er með halogenperum - talsvert nýtískuleg... Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 1813 orð | 4 myndir

Nýjar íbúðir seljast sem aldrei fyrr

Nýjar íbúðir seljast nú gjarnan á teikniborðinu, svo mikil er eftirspurnin. Magnús Sigurðsson kynnti sér nýbyggingamarkaðinn. Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 19 orð | 1 mynd

Opið eldhús

Háir stólar og matborð í framhaldi af vinnuborði einkenna þetta eldhús sem er opið og í beinni tengingu við... Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 18 orð | 1 mynd

Rennileg hilla

ÞESSI færanlega (rennilega) hilla heitir Caddy og er framleidd í aluminium m.a., sennilega þætti golfleikurum a.m.k. hún skemmtileg... Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 1425 orð

SELJENDUR SÖLUUMBOÐ - Áður en fasteignasala...

SELJENDUR SÖLUUMBOÐ - Áður en fasteignasala er heimilt að bjóða eign til sölu, ber honum að hafa sérstakt söluumboð frá eiganda og skal það vera á stöðluðu formi sem dómsmálaráðuneytið staðfestir. Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 14 orð | 1 mynd

Skrautleg gluggatjöld

Gluggatjöld setja mikinn svip á herbergi og hér eru þau óvenjulega svipmikil. Kappinn er... Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 96 orð | 1 mynd

Skrifstofuhúsnæði með mikla möguleika

HJÁ fasteignasölunni Fjárfestingu er nú í einkasölu 300 ferm skrifstofuhúsnæði á 3. hæð í Dugguvogi 12. Þetta er steinhús byggt 1998. Það er vel staðsett, bæði miðsvæðis og með tilliti til auglýsingagildis. Aðkoma að húsinu er góð. Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 10 orð | 1 mynd

Stóll til margra nota

BARNASTÓLL þessi frá BRIO gefur marga notkunarmöguleika eins og sjá... Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 115 orð | 1 mynd

Stórt einbýlishús í Smáíbúðahverfi

HJÁ fasteignasölunni Fold er til sölu einbýlishús að Háagerði 14 í Smáíbúðahverfi. Um er að ræða steinhús, sem byggt var 1956 og viðbyggingu, sem var byggð 1980. Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 163 orð | 1 mynd

Sveitasetur við Esjurætur

MÖRGUM finnst það mikill kostur að búa fyrir utan þéttbýlið en þó í nágrenni borgarinnar. Hjá fasteignasölunni Húsvangi er nú til sölu sveitasetrið Esjuberg á Kjalarnesi, sem býður upp á einstaka möguleika til útivistar. Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 15 orð | 1 mynd

Útskorið handrið

Útskurður er oft til prýði. Hér er handrið sem eigandinn skar út sjálfur og málaði... Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 844 orð | 2 myndir

Vetrargarður

Með því að skipuleggja garðinn sinn vel er hægt að njóta hans allan ársins hring. Brynja Tomer blaðamaður og Björn Jóhannsson landslagsarkitekt kíktu á sniðuga vetrargarða og voru sammála að hér á landi væru margir garðar til gleði, ánægju og yndisauka jafnt að vetri sem sumri. Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 18 orð | 1 mynd

Vorboðinn Krókus

Krókusar eru eins og vekjaraklukkur í hugum sumra, sem taka til óspilltra málanna, þegar vorboðarnir gægjast upp úr... Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 36 orð

Þegar íbúð er keypt eða seld...

Þegar íbúð er keypt eða seld í fjöleignarhúsi ætti að vera sjálfsagt að hafa allar upplýsingar um eignina haldbærar í eignaskiptasamningi, segir Guðrún Bryndís Karlsdóttir fjöleignaskrásetjari. Meira
21. mars 2000 | Fasteignablað | 52 orð

Þeim fer fjölgandi, sem skipuleggja lóðir...

Þeim fer fjölgandi, sem skipuleggja lóðir sínar með þeim hætti, að hægt sé að njóta þeirra allan ársins hring. Meira

Úr verinu

21. mars 2000 | Úr verinu | 130 orð | 1 mynd

Nýju skipi Þingeyjar gefið nafn

TOG- og nótaveiðiskipinu Ásgrími Halldórssyni SF var formlega gefið nafn í síðustu viku þegar skipið var afhent nýjum eigendum í Peterhead í Skotlandi. Meira
21. mars 2000 | Úr verinu | 224 orð

Segja 11,4 milljónir króna vanta í uppgjörið

ÁTTA skipverjum á togskipinu Ófeigi VE frá Vestmannaeyjum hefur verið sagt upp störfum eftir að þeir létu í ljós óánægju sína með þátttöku í kvótakaupum útgerðarinnar. Meira
21. mars 2000 | Úr verinu | 273 orð | 1 mynd

Stormur og stórsjór flýtir fyrir hrygningu

MARGIR loðnubátar voru út af Malarrifi á Snæfellsnesi í gær eftir að hafa verið í höfn um helgina vegna veðurs, en veiðin gekk ekki vel því bátarnir voru á litlum bletti og loðnan var erfið viðureignar. Meira
21. mars 2000 | Úr verinu | 285 orð

Vill skattleggja norskan sjávarútveg

SJÁVARÚTVEGINN á að skattleggja með líkum hætti og olíuiðnaðinn. Það mun koma í veg fyrir, að arðurinn af auðlindinni hverfi allur út úr norsku efnahagslífi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.