Greinar þriðjudaginn 28. mars 2000

Forsíða

28. mars 2000 | Forsíða | 195 orð | ókeypis

Barak segir Sýrlendinga ekki tilbúna

EHUD Barak, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að fundur Bills Clintons Bandaríkjaforseta og Hafez al-Assads Sýrlandsforseta, sem haldinn var í Sviss á sunnudag, sýndi að Sýrlendingar væru ekki reiðubúnir til friðarviðræðna við Ísraela. Meira
28. mars 2000 | Forsíða | 147 orð | ókeypis

Flestir lenda á Hartsfield

HARTSFIELD-flugvöllur við Atlanta í Bandaríkjunum var í fyrra sá flugvöllur í heiminum, þar sem flestar flugvélar lentu og tóku á loft, með samtals 77,9 milljónir manna innanborðs. Meira
28. mars 2000 | Forsíða | 143 orð | ókeypis

Forsetinn beitir neitunarvaldi

ALEKSANDER Kwasniewski, forseti Póllands, beitti í gær neitunarvaldi gegn nýjum lögum um strangt bann við klámi, á þeim forsendum að þau skertu frelsi einstaklingsins og erfitt yrði að framfylgja þeim. Meira
28. mars 2000 | Forsíða | 94 orð | 1 mynd | ókeypis

Kosninga krafizt á Haítí

ÍBÚI Port-au-Prince, höfuðborgar Haítí, hleypur hér framhjá brennandi gúmmídekkjum á götu í borginni í gær. Meira
28. mars 2000 | Forsíða | 178 orð | ókeypis

Reynt að blása lífi í umbætur

LIONEL Jospin, forsætisráðherra Frakklands, stokkaði upp í stjórn sinni í gær og skipaði Laurent Fabius, fyrrverandi forsætisráðherra og gamlan keppinaut sinn, sem fjármálaráðherra. Þá hefur Jack Lang tekið við menntamálunum. Meira
28. mars 2000 | Forsíða | 401 orð | 1 mynd | ókeypis

Varar fólk við því að vænta kraftaverka

VLADÍMÍR Pútín verður forseti Rússlands næstu fjögur árin. Hann hlaut meirihluta atkvæða, nær 53%, í kosningunum á sunnudag og þarf því ekki að efna til seinni umferðar milli tveggja efstu frambjóðenda. Meira

Fréttir

28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 51 orð | ókeypis

AÐALFUNDUR Kvenréttindafélags Íslands verður haldinn 29.

AÐALFUNDUR Kvenréttindafélags Íslands verður haldinn 29. mars nk. klukkan 17:15 í sal Hallveigarstaða. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. Formaður félagsins flytur skýrslu um starfið á liðnu ári og lagðir verða fram reikningar að venju. Meira
28. mars 2000 | Erlendar fréttir | 805 orð | 1 mynd | ókeypis

Áfram óbeinar viðræður milli þjóðanna

VONIR um að takast mætti að endurvekja friðarviðræður milli Ísraela og Sýrlendinga biðu hnekki á sunnudag eftir að lítill árangur varð af fundi Hafez al-Assads, forseta Sýrlands, og Bills Clintons Bandaríkjaforseta, sem haldinn var í Genf í Sviss. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd | ókeypis

ÁRNI KRISTJÁNSSON

LÁTINN er Árni Kristjánsson, fyrrverandi aðalræðismaður Hollands. Hann lést á Landakotsspítala laugardaginn 25. mars sl. Árni fæddist í Reykjavík 19. janæur 1924. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd | ókeypis

Borgarholtsskóli vígður

BORGARHOLTSSKÓLI var vígður á laugardag að viðstöddum Jónasi Sigurðssyni, forseta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra og Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra. Framhaldsskólinn hefur nú starfað í fjögur ár. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 186 orð | ókeypis

Breytt reglugerð um akstursíþróttir

DRÖG að breyttri reglugerð um akstursíþróttir voru kynnt á aðalfundi Landssambands íslenskra akstursfélaga, LÍA, en meginbreytingin felst í að ríkislögreglustjóri og lögreglustjórar verða, í stað LÍA, leyfisveitendur til keppnishalds og hafa með höndum... Meira
28. mars 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 172 orð | ókeypis

Byggt ofan á Starmýri 2?

BYGGINGARFÉLAGIÐ Akkorð sf. hefur sótt um leyfi til að byggja eina hæð ofan á verslunarhúsnæðið við Starmýri 2. Að sögn Svans Arnar Tómassonar, eiganda Akkorðs, er ætlunin að útbúa hæðina sem skrifstofuhúsnæði. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd | ókeypis

Claudiu Schiffer líkaði vel á Íslandi

UNGFRÚ Ísland.is var valin í fyrsta sinn í Perlunni sl. laugardagskvöld. Sextán stúlkur tóku þátt í keppninni og bar Elva Dögg Melsteð sigur úr býtum. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 284 orð | ókeypis

Eftirlitsmyndavélar fækka glæpum

LÍKAMSÁRÁSUM, eignaspjöllum og fíkniefnabrotum fækkaði í miðborg Reykjavíkur eftir að eftirlitsmyndavélar voru teknar þar í notkun. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 66 orð | ókeypis

Erindi um náttúrufar á Eyjabökkum

HIÐ íslenska náttúrufræðifélag og Náttúrufræðistofa Kópavogs standa að fræðsluerindi í Salnum, hinu nýja Tónlistarhúsi Kópavogs, í dag, þriðjudaginn 28. mars, klukkan 20.30. Meira
28. mars 2000 | Miðopna | 1219 orð | 1 mynd | ókeypis

Eru vísindin hlutlaus um siðferðileg efni?

Georg Klein, prófessor í líffræði, og Þorsteinn Gylfason, prófessor í heimspeki, ræddu saman um skáldskap, siðferði og vísindi á fundi Félags áhugamanna um heimspeki síðastliðinn föstudag. Eins og yfirskrift fundarins bar með sér var víða komið við í samræðu þeirra. Salvör Nordal var viðstödd og bregður hér upp nokkrum samræðubrotum. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd | ókeypis

Evró flytur í Skeifuna

TJALDVAGNA- og fellihýsaumboðið Evró ehf. hefur flutt alla starfsemi sína í 1000 fm húsnæði í Skeifunni. Með tilkomu stærra húsnæðis mun Evró sýna og kynna mun meira úrval vagna en nokkru sinni fyrr. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 631 orð | 4 myndir | ókeypis

Farfuglarnir streyma til landsins

Eftir óvenju snjóþunga og illviðrasama tíð, er nú brostið á undanhald hjá Vetri konungi. Samhliða því að snjóalög hverfa sem dögg fyrir sólu, streyma fyrstu farfuglarnir til landsins með suðlægum vindáttum. Þeir fyrstu eru þegar komnir, sumir fyrir þó nokkru. Í hópi þeirra, sem komnir eru, er sjálf heiðlóan sem margur telur holdgerving sumarsins. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 439 orð | 1 mynd | ókeypis

Fá hreyfigreiningarbúnað og taka þátt í að þróa hann

SAMSTARFSSAMNINGUR milli námsbrautar í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands og heilbrigðistæknifyrirtækisins Kine ehf. var undirritaður í húsakynnum námsbrautarinnar síðastliðinn föstudag. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd | ókeypis

Ferðafélagið sýnir gamlar mannlífsmyndir

Á ÞRIÐJA og fjórða áratugnum ferðuðust töluvert margir útlendingar um Ísland. Meðal þeirra voru þrír ungir Þjóðverjar, Hans Kuhn, Reinhard Prinz og Bruno Schweizer. Þeir fóru gangandi og ríðandi um landið, tóku ljósmyndir og héldu dagbækur. Meira
28. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 351 orð | 4 myndir | ókeypis

Festir bæinn í sessi sem miðstöð vetraríþrótta á Íslandi

AKUREYRINGAR opnuðu formlega tvö íþróttamannvirki um helgina og var mikið um dýrðir af því tilefni. Annars vegar var opnaður nýr skíðaskáli í Hlíðarfjalli, Strýta, og hins vegar skautahöll á svæði Skautafélags Akureyrar við Krókeyri. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 71 orð | ókeypis

Féll af þaki tveggja hæða húss

MAÐUR féll af þaki tveggja hæða húss við Hafnargötu í Keflavík síðdegis í gær. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Keflavík var maðurinn við vinnu á þakinu þegar hann féll, að því er talið fimm til sex metra, og lenti á gangstétt neðan við húsið. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 712 orð | 1 mynd | ókeypis

Fjölþætt þjónusta veitt

Steingerður Sigurbjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 15. apríl 1961. Hún lauk stúdentsprófi 1979 frá Menntaskólanum í Reykjavík. Læknaprófi lauk hún frá Háskóla Íslands 1986. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 54 orð | ókeypis

Fleiri vilja selja Landssímann

RÉTT tæplega helmingur landsmanna vill selja Landssímann en tæplega 41% er því andvígt. Þetta kemur fram í könnun Gallup, en spurt var hvort fólk væri því sammála eða ósammála að íslenska ríkið selji Landssímann. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 129 orð | ókeypis

Fræðslufundur um birki og lúpínu

SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN á höfuðborgarsvæðinu halda opinn fræðslufund í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, þriðjudaginn 28. mars kl. 20.30. Þessi fundur er í umsjón Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 277 orð | ókeypis

Fyrirlestur um formgerð starfsáhuga á Íslandi

SIF Einarsdóttir, lektor við Kennaraháskóla Íslands, heldur opinberan fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskólans þriðjudaginn 28. mars næstkomandi kl. 16.15. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina: Formgerð starfsáhuga á Íslandi. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 156 orð | ókeypis

Fyrirlestur um íslenskan jarðveg

VÍSINDAFÉLAG Íslendinga heldur fyrirlestur miðvikudaginn 29. marz kl. 21 í Norræna húsinu. Dr. Ólafur Arnalds flytur erindið: Íslenskur jarðvegur - frá ögn til ær. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 95 orð | ókeypis

Gagnvirk þátttaka möguleg á formúluvef mbl.is

NÝJUNG hefur verið bætt við formúluvef Fréttavefjar Morgunblaðsins en þar er um að ræða að brugðið er upp brennandi spurningu eftir því sem við á hverju sinni, sem gestir vefjarins geta svarað en um leið birtist rammi á skjánum sem sýnir hvernig svörin... Meira
28. mars 2000 | Landsbyggðin | 312 orð | 2 myndir | ókeypis

Gamalt nafn úr þjóðsögum

Norður-Héraði- Nokkrar deilur hafa staðið um nafnið Dimmugljúfur á gljúfrunum hrikalegu sem eru þar sem Jökulsá á Brú rennur um Kárahnjúka utan fyrirhugaðs virkjanasvæðis Jökulsár. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 275 orð | ókeypis

Gæta yrði þess að ekkert læki út

"EF heilsugæslustöð vill bjóða uppá að menn panti tíma um Netið þá er þeim frjálst að gera það því þar er ekki beint um viðkvæmar upplýsingar að ræða," segir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir er hann er spurður um þennan möguleika. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd | ókeypis

Hagsmunamál nemenda í brennidepli

LANDSÞING Félags framhaldsskólanema var haldið um helgina. Teitur Björn Einarsson, formaður félagsins, segir þinghaldið hafa gengið vel í alla staði og að hagsmunamál framhaldsskólanna hafi verið rædd á fundinum. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd | ókeypis

Hefur miðað í rétta átt á undanförnum árum

VEL hefur miðað á undanförnum árum í svokölluðum fjölskyldumálum en ýmislegt er þó ógert á þessum vettvangi. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 57 orð | ókeypis

Heillaóskir til Pútíns

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi í gærmorgun heillaóskir til nýkjörins forseta Rússlands, Vladímírs Pútín. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd | ókeypis

HÍ áformar kennslu í heimilislækningum á Selfossi

HÁSKÓLI Íslands hefur áform um að hefja kennslu í heimilislækningum á Selfossi og yrði það fyrsti staðurinn sem Háskólinn gerði sérstakan samning við um slíka kennslu. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 125 orð | ókeypis

Hornafjörður tilheyri Suðurkjördæmi

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra og formaður kjördæma- og kosningalaganefndar mun fyrir hönd nefndarinnar skila til forsætisráðherra fullbúnu frumvarpi til nýrra kosningalaga í dag þar sem m.a. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 299 orð | ókeypis

Hæsti styrkur hálf milljón króna

Ferðamálaráð Íslands veitir árlega styrki til úrbóta í umhverfismálum á ferðamannastöðum. Í ár var úthlutað styrkjum á Suðurlandi, Reykjanesi, Vesturlandi og Vestfjörðum en alls bárust umsóknir til 60 verkefna. Meira
28. mars 2000 | Erlendar fréttir | 359 orð | ókeypis

Ingiríður drottning níræð

INGIRÍÐUR drottning, sem verður níræð í dag, vill ekki láta hylla sig eða hampa á neinn hátt. Meira
28. mars 2000 | Erlendar fréttir | 433 orð | 1 mynd | ókeypis

Írar styðja lokun Sellafield

ÍRAR munu styðja tillögu norrænu umhverfisráðherranna um að endurvinnslu kjarnorkuúrgangs verði hætt í Sellafield-kjarnorkuendurvinnslustöðinni á Bretlandi að því er Joe Jacobs, orkumálaráðherra Íra, greindi frá í gær að loknum fundi með Svend Auken,... Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 72 orð | ókeypis

Íslensk messa á Kanaríeyjum

ÍSLENSK messa var haldin sl. sunnudagskvöld í aðalkirkjunni á ensku ströndinni á Kanarí en á henni dvelja nú fleiri hundruð íslenskir ferðamenn. Prestur var Jón A. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 68 orð | ókeypis

Játar að hafa átt aðild að dauða mannsins

MAÐURINN, sem situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á mannsláti í íbúðarhúsi skammt utan Húsavíkur hinn 18. mars síðastliðinn, hefur játað að hafa átt aðild að dauða mannsins. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 848 orð | 3 myndir | ókeypis

Landsæfingin talin hafa heppnast vel

Landsæfingu Slysavarnafélagsins Landsbjargar lauk á laugardagskvöld eftir 24 tíma vinnu fleiri hundruð björgunarmanna, sem fengust við fjölbreytt verkefni. Örlygur Steinn Sigurjónsson fór á nokkra "slysstaði". Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 51 orð | ókeypis

Leiðrétt

Eru með sjálfstæðan rekstur Í fréttatilkynningu í blaðinu á sunnudag var sagt frá listmeðferðarfræðingunum Önnu Rögnvaldsdóttur, Fjólu Eðvarðsdóttur, Írisi Ingvarsdóttur og Rósu Steinsdóttur. Kom fram í fyrirsögn að þær væru að hefja störf hjá Þerapeiu. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 244 orð | ókeypis

Lengi bent á háan raforkukostnað

"VIÐ höfum lengi bent á háan raforkukostnað sem eitt atriði sem lagfæra þarf til að laga rekstrarskilyrði garðyrkjubænda en það er ýmislegt fleira líka," sagði Kjartan Ólafsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, er hann var spurður hvað laga... Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 104 orð | ókeypis

Löggjöf til verndar neytendum

ÍSLAND gegndi formennsku í öllum nefndum sem starfa innan Norðurlandasamstarfs á sviði neytendamála á sl. ári. Í formennskuáætlun Íslands var lögð áhersla á aukna stjórnmálalega samvinnu við önnur Norðurlönd á sviði neytendamála. Meira
28. mars 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 334 orð | ókeypis

Mest lagt í gatnagerð í Ásahverfi

ÝMSAR framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Garðabæ á næstunni og eru þær stærstu við gatnagerð í nýju Ásahverfi. Eiríkur Bjarnason, bæjarverkfræðingur Garðabæjar, segir að helstu framkvæmdir felist í því að malbika götur og setja upp ljósastaura. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 130 orð | ókeypis

Minni ánægja með störf utanríkisráðherra

ÁNÆGJA með störf Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra, hefur aldrei verið minni síðan hann tók við embættinu, að því er fram kemur í nýrri könnun Gallup. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 115 orð | ókeypis

Niðurgreiðslur verði ræddar innan OECD

UMRÆÐA um afnám ríkisstyrkja í sjávarútvegi verður væntanlega tekin upp á vettvangi Efnahags- og samvinnustofnunarinnar, OECD. Þetta kom fram á fundi Árna M. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 610 orð | 1 mynd | ókeypis

Nokkuð um átök milli manna um helgina

LÖGREGLUMENN á vakt á miðborgarsvæðinu áttu tíðindalitla vakt aðfaranótt laugardags. Nokkur mál komu upp vegna átaka milli einstaklinga en ekki alvarleg. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 74 orð | ókeypis

Opinn fundur um umferð og öryggi í Reykjavík

BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins efna til opins fundar í Valhöll við Háleitisbraut þriðjudagskvöldið 28. mars klukkan 20. Meira
28. mars 2000 | Erlendar fréttir | 1169 orð | 2 myndir | ókeypis

Pútín vill þóknast öllum

BARÁTTAN fyrir forsetakosningarnar í Rússlandi var leiðinleg. Meira
28. mars 2000 | Erlendar fréttir | 369 orð | 1 mynd | ókeypis

"Hann sigraði hug okkar og hjarta"

HEIMSÓKN Jóhannesar Páls páfa II í Ísrael lauk á sunnudag og segja má, að hún hafi verið mikil sigurför. Tókst honum að þræða það vandrataða einstigi, sem er stjórnmálin í Miðausturlöndum, og ávinna sér virðingu jafnt Ísraela sem Palestínumanna. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 173 orð | ókeypis

Ráðstefna um fjármögnun háskólastigsins

ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda ráðstefnu í Reykjavík á vegum norrænu ráðherranefndarinnar í vor um fjármögnun háskólastigsins á Norðurlöndum, m.a. með samanburði við önnur Evrópulönd. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 137 orð | ókeypis

Ráðstefna um tölvuöryggi

RITTÆKNI mun í samvinnu við þýska tölvufyrirtækið UTIMACO vera með ráðstefnu um tölvuöryggi miðvikudaginn 29. mars á Grand hótel Reykjavík. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 30 orð | ókeypis

Samverustund Heimahlynningar

HEIMAHLYNNING verður með samverustund fyrir aðstandendur í kvöld, þriðjudaginn 28. mars, kl. 20-22 í húsi Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8. Anna María Harðardóttir listþjálfi kynnir listþjálfun sem meðferðarform. Kaffi og meðlæti á... Meira
28. mars 2000 | Landsbyggðin | 213 orð | 1 mynd | ókeypis

Sjávarlist í háveg-um höfð á Akranesi

Akranesi- Nemendur og kennarar Brekkubæjarskóla á Akranesi hafa á undanförnum dögum dregið úr hefðbundnu skólastarfi og unnið í staðinn að verkefnum um "Sjávarlist" en svo vill til að "Sjávarlist" er líka heiti á menningar og... Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 1047 orð | 1 mynd | ókeypis

Skaðar álit annarra þjóða á okkur

Nýlega var staddur hér á landi þekktur bandarískur lagaprófessor, Viktor Streib að nafni, sem hefur sérhæft sig í bandarískum refsirétti, sér í lagi dauðarefsingum. Streib er í hópi þeirra sem andvígir eru dauðarefsingum og hefur margsinnis látið í ljósi gagnrýni á þær opinberlega. Óli Jón Jónsson hitti hann að máli. Meira
28. mars 2000 | Erlendar fréttir | 348 orð | 1 mynd | ókeypis

Sonur Saddams sækist eftir þingsæti

ÍRAKAR gengu að kjörborði í gær og búist var við að Uday, elsti sonur Saddams Husseins, leiðtoga landsins, yrði kjörinn á íraska þingið í fyrsta sinn. Meira
28. mars 2000 | Landsbyggðin | 196 orð | 1 mynd | ókeypis

Sr. Sigríður kveður

Grund- Sr. Sigríður Guðmundsdóttir hélt kveðjumessu í Hvanneyrarkirkju 26. mars sl.. Þetta var sameiginleg messa allra söfnuða í prestakallinu, en sókninar eru fjórar þ.e. Hvanneyrarsókn, Fitjasókn, Bæjarsókn og Lundarsókn. Prófasturinn sr. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 425 orð | 1 mynd | ókeypis

Stefnt að því að sækja Ingþór út á ísinn í dag

STEFNT er að því í dag, þriðjudag, að senda skíðaflugvél frá kanadíska flugfélaginu First Air eftir Ingþóri Bjarnasyni norðurpólsfara þar sem hann er staddur úti á ísnum um 86 km undan strönd Ward Hunt-eyju. Meira
28. mars 2000 | Miðopna | 642 orð | 2 myndir | ókeypis

Stórverslun Debenhams opnuð í Stokkhólmi

Baugur hyggur á landvinninga á Norðurlöndunum og á næstu árum er gert ráð fyrir að fimm stórverslanir Debenhams rísi þar og 15-20 sérverslanir Arcadia Group, sem eru til dæmis með merkin Top Shop og Miss Selfridges. Fyrsta sérverslunin verður opnuð í Stokkhólmi í maí og tvær til viðbótar í haust og stórmarkaður Debenhams í miðborg Stokkhólms verður opnaður haustið 2002. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 65 orð | ókeypis

Taka tilboði í gangstéttir og veitukerfi

BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu Orkuveitu Reykjavíkur og Innkaupastofnunar um að taka tilboði lægstbjóðanda, Steypustáls ehf., í annan áfanga endurnýjunar gangstétta og veitukerfa, á Stekkum og Vesturbergi. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 274 orð | ókeypis

Tveggja ára hraðbraut til stúdentsprófs í athugun

MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur að undanförnu átt í viðræðum við einkaaðila sem hefur lýst vilja og áhuga á því að bjóða upp á tveggja ára námsbraut, svokallaða hraðbraut, til stúdentsprófs. Hefur Ólafur H. Meira
28. mars 2000 | Erlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd | ókeypis

Umbætur boðaðar í Kuomintang

LIN Feng-cheng, fyrrverandi samgöngu- og fjarskiptaráðherra Taívans, var í gær gerður að framkvæmdastjóra flokks þjóðernissinna, Kuomintang. Hann lofaði að beita sér fyrir viðamiklum umbótum innan flokksins eftir ósigur hans í forsetakosningunum 18. Meira
28. mars 2000 | Landsbyggðin | 176 orð | ókeypis

Vaxandi bjartsýni

Sauðárkróki- Nefnd sem landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, skipaði sl. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd | ókeypis

Vegir í sundur á Vesturlandi og Vestfjörðum

MIKLIR vatnavextir urðu í ám víða um land í kjölfar úrhellisrigningar í gær og í fyrrinótt og varð ófært um einstaka vegi á Vesturlandi og Vestfjörðum vegna vatnselgs. Þá var um tíma ófært við Múla í Biskupstungum. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd | ókeypis

Verðlaunahafar í eðlisfræðikeppni

VERÐLAUN í landskeppni framhaldsskólanna í eðlisfræði voru afhent síðastliðinn sunnudag. Að keppninni standa Eðlisfræðingafélag Íslands og Félag raungreinakennara. Verðlaun hlutu fjórtán nemendur úr fimm skólum en flestir verðlaunahafa eru úr MR. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 73 orð | ókeypis

Verður í afmæli Margrétar Þórhildar

ÓLAFUR Ragnar Grímsson forseti Íslands mun á næstu vikum verða mikið á ferðinni á erlendri grund en hann verður m.a. viðstaddur sextíu ára afmæli Margrétar Þórhildar Danadrottningar í Kaupmannahöfn 16. apríl nk. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 241 orð | ókeypis

Verkfallsvopnið misbeitt eftir árstímum

ÞÓTT margt sé sameiginlegt í hagsmunabaráttu verkafólks er ekki sjálfgefið að fari saman hvenær best hentar að boða til verkfalls. Meira
28. mars 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 46 orð | 1 mynd | ókeypis

Vetrarríkið á undanhaldi

Hlýindakaflinn sem nú stendur yfir hefur breytt ásýnd borgarinnar og á undraskömmum tíma hefur snjórinn og klakinn látið undan síga fyrir hækkandi sól og hlýjum vindum. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 145 orð | ókeypis

Vilja breytt skatthlutfall af lífeyri

FÉLAG eldri borgara hefur hafið undirbúning að málsókn gegn ríkinu vegna skattlagningar ávöxtunar iðgjalda í lífeyrissjóðum. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 423 orð | ókeypis

Vilja meiri tíma án átaka til að leita sátta

TIL tíðinda dró í kjaradeilu Verkamannasambandsins og Samtaka atvinnulífsins um helgina er samkomulag náðist um nokkra þætti væntanlegs kjarasamnings og fyrirhuguðu verkfalli 26 aðildarfélaga VMSÍ á landsbyggðinni var frestað um hálfan mánuð. Meira
28. mars 2000 | Innlendar fréttir | 116 orð | ókeypis

Vitni óskast að árekstrum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri þar sem ekið var á vinstra afturhorn bifreiðarinnar R-32426 sem er af gerðinni Mazda 323, rauð að lit. Bifreiðin var kyrrstæð og mannlaus í Breiðagerði við Mosgerði 1. Meira
28. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 75 orð | ókeypis

Þremur sleppt

ÞREMUR mönnum, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á fíkniefnamáli sem upp kom fyrir tæpum tveimur vikum, var sleppt um helgina, einum þeirra á laugardag og tveir voru látnir lausir á sunnudag. Meira
28. mars 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 380 orð | 1 mynd | ókeypis

Þurfa að brölta berfættir yfir snjó og klaka

HÓPUR fastagesta í Sundhöll Hafnarfjarðar hefur sent bæjaryfirvöldum erindi þar sem kvartað er yfirslæmu aðgengi að heitu pottunum í lauginni, en þeir eru staðsettir utandyra. Guðbjartur V. Meira
28. mars 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 571 orð | ókeypis

Öllum nemendum verði boðið upp á mat

Fræðsluráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum nýlega að í áföngum verði boðið upp á mat í grunnskólum Reykjavíkur fyrir alla nemendur og skólum verði gert kleift að bjóða upp á heitan mat, a.m.k. 2-3 daga í viku, og kaldan mat aðra daga. Meira
28. mars 2000 | Erlendar fréttir | 221 orð | ókeypis

Önnur fjöldagröf finnst í Úganda

FANGAR voru í gær látnir grafa upp tugi líka í nýrri fjöldagröf sem fundist hefur á akri í eigu dómsdagssafnaðar í Úganda. Nokkur líkanna voru með stungusár og á meðal þeirra sem fundist höfðu í gröfinni í gær voru að minnsta kosti tvö smábörn. Meira

Ritstjórnargreinar

28. mars 2000 | Leiðarar | 696 orð | ókeypis

RÁÐGÁTAN PÚTÍN

VLADÍMÍR Pútín, sem á sunnudag var kjörinn forseti Rússlands, er enn ráðgáta í augum flestra. Meira
28. mars 2000 | Staksteinar | 351 orð | 2 myndir | ókeypis

Síungur öldungur

BÆJARINS besta segir í leiðara frá Kvenfélaginu Hlíf á Ísafirði og fer fögrum orðum um félagið, sem á árinu 1907 hóf starfsemi sína með því að gefa eitt þúsund krónur til barnaleikvallar á Ísafirði. Meira

Menning

28. mars 2000 | Fólk í fréttum | 96 orð | 2 myndir | ókeypis

Astró opnað á ný

SKEMMTISTAÐURINN Astró var opnaður á ný eftir gagngerar breytingar á föstudagskvöldið. Dansfíklar geta því tekið gleði sína á ný og mætt með dansskóna. Meira
28. mars 2000 | Fólk í fréttum | 603 orð | 1 mynd | ókeypis

Árekstur menningarheima

Í IÐNÓ í kvöld mun Tilraunaeldhúsið, í samvinnu við Menningarborgina, í annað sinn leiða saman "Óvænta bólfélaga". Tilraunaeldhúsið er listahópur sem sérhæfir sig í því að koma saman í eina sæng listafólki úr ólíkum áttum menningarlífsins. Meira
28. mars 2000 | Tónlist | 601 orð | ókeypis

Barkaflug og barnagaman

Íslenzk og erlend sönglög. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó, auk Martials Nardeaus, flauta. Laugardaginn 25. marz kl. 16. Meira
28. mars 2000 | Menningarlíf | 365 orð | 1 mynd | ókeypis

Eitt umfangsmesta menningarsamstarf sem um getur á Íslandi

FORSVARSMENN Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000 og Listahátíðar í Reykjavík árið 2000 undirrituðu í gær einn umfangsmesta samstarfssamning sem gerður hefur verið milli tveggja íslenskra menningarstofnana til þessa. Meira
28. mars 2000 | Fólk í fréttum | 237 orð | 5 myndir | ókeypis

Elva Dögg verður fulltrúi Íslands í Ungfrú heimi

ELVA Dögg Melsteð var á laugardagskvöldið krýnd Ungfrú Ísland.is í Perlunni. Meira
28. mars 2000 | Fólk í fréttum | 422 orð | 6 myndir | ókeypis

Fegurðin sveif yfir vötnum á Óskarnum

AMERÍSK fegurð stóð uppi sem sigurvegari Óskarsverðlaunahátíðarinnar. Meira
28. mars 2000 | Tónlist | 805 orð | ókeypis

Ferð með fyrirheiti

J.S. Bach: Schübler-sálmforleikirnir; Fúga í h-moll BWV 579; Sónata nr. 1 í Es-dúr BWV 525; Prelúdía og fúga í C-dúr BWV 545. Jörg E. Sondermann, orgel. Fimmtudaginn 23. marz kl. 20. Meira
28. mars 2000 | Tónlist | 727 orð | ókeypis

Frábær karlakórssöngur

Karlakórinn Heimir ásamt einsöngvurunum Einari Halldórssyni, Guðmundi Ragnarssyni og Álftagerðisbræðrunum Gísla Péturssyni, Sigfúsi Péturssyni, Pétri Péturssyni og Óskari Péturssyni flutti sígild karlakóralög. Meðleikarar: Guðmundur Ragnarsson á gítar og Thomas Higgerson á píanó. Stjórnandi Stefán R. Gíslason. Laugardag kl. 16.00. Meira
28. mars 2000 | Skólar/Menntun | 681 orð | 2 myndir | ókeypis

Færni í mannlegum samskiptum

Hvolsvelli - Margrét Tryggvadóttir og Snjólaug Elín Árnadóttir, kennarar á Hvolsvelli, hafa þýtt og staðfært kennarahandbók, sem ætluð er til kennslu í mannlegum samskiptum og félagslegri færni. Bókina kalla þær Gaman saman. Meira
28. mars 2000 | Fólk í fréttum | 60 orð | 3 myndir | ókeypis

Glaumur og gleði á Gauknum

HLJÓMSVEITIN Skítamórall á sér dyggan aðdáendahóp, bæði úti á landsbyggðinni og í höfuðborginni. Þeir léku fyrir dansi á veitingastaðnum Gauki á Stöng á föstudagskvöldið og var fullt út úr dyrum eins og við var að búast. Meira
28. mars 2000 | Fólk í fréttum | 458 orð | 9 myndir | ókeypis

Hávaði, meðal annars

Músíktilraunir Tónabæjar, þriðja undanúrslitakvöld. Þátt tóku Molesting Mr. Bob, Be not!, Óvana, Frír bjór, Prozac, Lynchpin, Mistúlkun, Elexír og Auxpin. Haldið í Tónabæ föstudaginn 24. mars. Meira
28. mars 2000 | Leiklist | 336 orð | ókeypis

Hringrás náttúrunnar

Höfundur og leikstjóri: Margrét Pétursdóttir. Leikarar: Elsa Guðbjörg Björnsdóttir, Ólöf Ingólfsdóttir og Skúli Gautason. Leikmynd og búningar: María Ólafsdóttir. Gervi: Kolfinna Knútsdóttir. Lýsing: Alfreð Sturla Böðvarsson. Tónlist: Skúli Gautason. Táknmálsþýðing: Elsa Guðbjörg Björnsdóttir. Möguleikhúsið 26. mars. Meira
28. mars 2000 | Skólar/Menntun | 895 orð | 1 mynd | ókeypis

Hvernig má stuðla að fagmennsku?

Leonardó II - Starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins hefur haft góð áhrif á íslensk menntamál. Markmiðið er að bæta fagkunnáttu og færni. Gunnar Hersveinn segir frá Leonardo da Vinci II sem hrint var formlega í framkvæmd á Íslandi 24. mars. Meira
28. mars 2000 | Fólk í fréttum | 174 orð | ókeypis

Ian Dury fallinn frá

BRESKI söngvarinn Ian Dury lést í gærmorgun 57 ára að aldri eftir langa og hetjulega baráttu við krabbamein. Meira
28. mars 2000 | Menningarlíf | 163 orð | 1 mynd | ókeypis

Íslenskir höfundar á Háskólatónleikum

Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM á morgun, miðvikudag, kl. 12.30 leika þau Herdís Jónsdóttir og Steef van Oosterhout saman á víólu og marimba þrjú verk eftir íslenska höfunda. Meira
28. mars 2000 | Menningarlíf | 143 orð | ókeypis

Landhelgismálið fer á flakk

SÝNINGU um landhelgismálið á Dýrafirði í Sjóminjasafni Íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, lýkur 31. mars. Eftir það verður henni breytt í farandsýningu og hún opnuð á Ísafirði, Siglufirði og víðar. Meira
28. mars 2000 | Fólk í fréttum | 238 orð | 1 mynd | ókeypis

Lætur sig bresk stjórnmál varða

SÖNGKONAN Elíza Geirsdóttir býr í Lundúnum ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Bellatrix. Krakkarnir hafa átt góðu gengi að fagna undanfarið og þarlendir fjölmiðlar sýnt þeim sífellt meiri athygli. Meira
28. mars 2000 | Menningarlíf | 64 orð | 1 mynd | ókeypis

Lögin hans Sigfúsar á Selfossi

SIGRÚN Hjálmtýsdóttir, Bergþór Pálsson og Jónas Ingimundarson halda tónleika í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Á efnisskránni eru lög Sigfúsar Halldórssonar og þekkt söngleikjalög, m.a. Meira
28. mars 2000 | Menningarlíf | 30 orð | ókeypis

Olíupastelmyndir í Nauthóli

NÚ stendur yfir sýning Pjeturs Stefánssonar í Veitingahúsinu Nauthóli í Nauthólsvík. Á sýningunni, sem hefur yfirskriftina Ljós og litir, eru átta olíupastelmyndir. Pjetur hefur haldið fjölmargar sýningar og tekið þátt í... Meira
28. mars 2000 | Fólk í fréttum | 352 orð | ókeypis

OUT OF SIGHT 1998 ½ Soderbergh...

OUT OF SIGHT 1998 ½ Soderbergh breytir um stefnu og dregur bráðskemmtilega og vel gerða afþreyingarmyndinni fram úr erminni einsog ekkert sé, eftir magurt, þyngslalegt tímabil. Meira
28. mars 2000 | Fólk í fréttum | 194 orð | 2 myndir | ókeypis

Óborganlegur pabbi

ADAM Sandler á miklum vinsældum að fagna hérlendis og myndin "Big Daddy", þar sem hann leikur ungan mann sem tekur að sér strák, situr á toppi Myndbandalistans, aðra vikuna í röð. Meira
28. mars 2000 | Menningarlíf | 145 orð | 1 mynd | ókeypis

Óperan Dídó og Eneas

NEMENDUR söngdeildar Nýja tónlistarskólans flytja óperuna Dídó og Eneas eftir Henry Purcell. Meira
28. mars 2000 | Leiklist | 1221 orð | 1 mynd | ókeypis

Sjeikspírskt sjónarspil

Höfundar leiktexta: Bella og Sam Spewack, byggt á Snegla tamin eftir William Shakespeare. Þýðandi leiktexta: Gísli Rúnar Jónsson. Höfundur tónlistar og söngtexta: Cole Porter. Meira
28. mars 2000 | Fólk í fréttum | 89 orð | 2 myndir | ókeypis

Skuggalegur hryllingur

ÚTVARPSSTÖÐIN Mónó bauð hlustendum sínum á forsýningu kvikmyndarinnar "Scream 3" í Regnboganum á föstudagskvöldið var. Vel var mætt á sýninguna enda um eina vinsælustu unglingahryllingsmynd síðustu ára að ræða. Meira
28. mars 2000 | Menningarlíf | 176 orð | ókeypis

Sleit vöðva en hélt ótrauður áfram

EGILL Ólafsson, sem fer með hlutverk Freds Grahams í söngleiknum Kysstu mig Kata í Borgarleikhúsinu, varð fyrir því óhappi að slíta vöðva á frumsýningunni á laugardagskvöldið. Meira
28. mars 2000 | Fólk í fréttum | 663 orð | 3 myndir | ókeypis

STEVEN SODERBERGH

ÞAR kom að því að Steven Soderbergh, einn eftirtektarverðasti leikstjórinn vestra af yngri kynslóðinni, festi sig endanlega í sessi sem listamaður sem höfðar ekki aðeinst til þröngs hóps vandlátari kvikmyndahúsgesta heldur alls almennings. Meira
28. mars 2000 | Menningarlíf | 36 orð | ókeypis

Sýning framlengd

Gallerí Reykjavík SKÚLPTÚRSÝNING myndlistarmannsins Jónasar Braga, Straumar, sem stendur yfir í sýningarsal Gallerís Reykjavíkur, Skólavörðustíg 16, hefur verið framlengd til miðvikudagsins 29. mars. Meira
28. mars 2000 | Myndlist | 503 orð | 1 mynd | ókeypis

Söfnunarárátta

Til 18. apríl. Opið á verslunartíma. Meira
28. mars 2000 | Kvikmyndir | 228 orð | ókeypis

Útlitið dökkt en ekki dapurlegt

Leikstjórar og handritshöfundar Rúnar Rúnarsson og Grímur Hákonarson. Sýnd á undan Fíaskó í Háskólabíói. Óháða kvikmyndagerðin 2000. Meira
28. mars 2000 | Fólk í fréttum | 326 orð | 3 myndir | ókeypis

Útúrdúrar draumasmiðs

Neil Gaiman's Midnight Days, smásagnasafn eftir Neil Gaiman og Matt Wagner. Teiknarar eru Richard Piers Rayner, Dave McKean, Mike Hoffman, Mike Mignola og Steve Bisette. Teddy Kristiansen málar eina sögu. Bókin fæst í myndasöguversluninni Nexus IV. Meira
28. mars 2000 | Menningarlíf | 58 orð | 1 mynd | ókeypis

Velúrtreflar í gluggum Sneglu

NÚ stendur yfir sýning á nýjum verkum Ingiríðar Óðinsdóttur í Sneglu listhúsi við Klapparstíg. Hún sýnir þar handþrykkta velúrtrefla með svokallaðri útbrennsluaðferð. Ingiríður lauk námi frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1986. Meira
28. mars 2000 | Tónlist | 467 orð | ókeypis

Öryggi og lipurð

Verk eftir Messiaen, de Grigny, J. S. Bach, Jón Leifs og Þorkel Sigurbjörnsson. Douglas A. Brotchie, orgel. Sunnudaginn 26. marz kl. 17. Meira

Umræðan

28. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 25 orð | 1 mynd | ókeypis

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 28. mars, verður fimmtugur Ólafur Arason, framkvæmdastjóri, Eskiholti 16, Garðabæ. Eiginkona hans er Agnes Arthúrsdóttir . Ólafur dvelst erlendis á... Meira
28. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 40 orð | 1 mynd | ókeypis

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 28. mars, er sjötug Hjördís (Stella) Jónsdóttir, Krókahrauni 8, Hafnarfirði. Hjördís og Ragnar Sigurðsson, eiginmaður hennar, bjóða skyldfólki og vinum í kaffisopa á afmælisdaginn frá kl. Meira
28. mars 2000 | Aðsent efni | 585 orð | 1 mynd | ókeypis

Aumkunarvert yfirklór

Það er umtalað innan rafiðnaðargeirans, segir Guðmundur Gunnarsson, að menn og fyrirtæki eru sett á svartan lista ef þau voga sér að setja út á svona vinnubrögð. Meira
28. mars 2000 | Aðsent efni | 1022 orð | 1 mynd | ókeypis

Áður en við lengjum skólaárið!

Lengra skólaár, segir Marta Eiríksdóttir, tryggir ekki endilega markvissara skólastarf. Meira
28. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 438 orð | ókeypis

Áskirkja .

Áskirkja . Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14. Léttur hádegisverður framreiddur. Mömmu- og pabbastund í safnaðarheimilinu kl. 14-16. Dómkirkja. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 14 fyrir 6-7 ára börn, kl. 15.30 fyrir 8-9 ára börn og kl. Meira
28. mars 2000 | Aðsent efni | 795 orð | 1 mynd | ókeypis

Er Tannsmiðafélagi Íslands haldið í gíslingu?

Bryndís Kristinsdóttir stundaði ólöglega starfsemi árum saman, segir Þórir Schiöth, án eftirlits landlæknis. Meira
28. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 255 orð | 1 mynd | ókeypis

Erum við klár í vetraraksturinn?

VIÐ ERUM tveir hópar sem sóttu umferðarskóla Sjóvár-Almennra fyrir unga ökumenn í febrúar. Við veltum fyrir okkur mikilvægum þætti er snertir öryggi okkar í umferðinni. Akstri að vetrarlagi. Meira
28. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 50 orð | ókeypis

ÉG ELSKA ÞIG

Er nóttin glotti þögul að ljóssins dauðadómi og dauðinn lá í felum á hverjum myrkum stig, þá komu dagsins geislar með einum hlýjum ómi: Ég elska þig! Meira
28. mars 2000 | Aðsent efni | 596 orð | 1 mynd | ókeypis

Heilbrigðisþjónusta, ekki iðnaður

Frumvarpið er sett fram sem mannréttindamál fyrir tannsmiði, segir Helga Ágústsdóttir, hins vegar vil ég minna á að helsta hlutverk Alþingis er að vernda heilsu og hagsmuni almennings. Meira
28. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 644 orð | ókeypis

NÚ ætlar Víkverji að nöldra svolítið,...

NÚ ætlar Víkverji að nöldra svolítið, aldrei þessu vant. Hann langar oft til að fara til útlanda og skoðar stundum auglýsingar í blöðum um sólarlandaferðir. Hann sá í blaðinu sínu auglýstar nokkrar ferðir hjá Plúsferðum. Meira
28. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 454 orð | ókeypis

Skiptistöð Kópavogs

ÉG átti leið um skiptistöð Kópavogs um daginn. Þarna er sóðaskapurinn þvílíkur, að það nær ekki nokkru tali. Það er alveg hrikalegt að bjóða fólki upp á þessa aðstöðu. Þarna er enginn hiti og fólk býður þarna í ískulda. Meira
28. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 447 orð | 1 mynd | ókeypis

Svar til Páls Hersteinssonar

ÉG GERI mér ekki alveg grein fyrir því hvað fer svona fyrir brjóstið á þér í grein minni frá 24. febrúar sl. Hvergi í greininni segi ég að þú hafir haldið því fram að refir héldu sig á sínum heimaslóðum. Meira
28. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 422 orð | ókeypis

Til varnar öryrkjum og Garðari Sverrissyni

ÉG UNDIRRITAÐUR hef undanfarið lesið greinaskrif nokkurra manna í Morgunblaðinu um Garðar Sverrisson og forsætisráðherra. Það eru aðstoðarmaður forsætisráðherra og fleiri sem hafa skrifað þær. Meira
28. mars 2000 | Aðsent efni | 741 orð | 1 mynd | ókeypis

Um kaup og sölu gjafakvóta

Með uppboði veiðiheimilda má sameina kröfu um jafnræði þegnanna til atvinnu við sjávarútveg, segir Þórólfur Matthíasson, og kröfu um jafnræði þegnanna til tekna af sameign sinni, fiskistofnunum, og fórna þó í engu hagkvæmni kvótakerfisins. Meira
28. mars 2000 | Aðsent efni | 519 orð | 1 mynd | ókeypis

Veiðireynslan seld

Útvegsmenn, segir Svanfríður Jónasdóttir, hafa rutt úr vegi sínum eigin rökum gegn gjaldtöku í tengslum við úthlutun kvóta. Meira
28. mars 2000 | Aðsent efni | 716 orð | ókeypis

Veiruhugsun og raunveruleikafræði

Eða gæti skýringin á pirringnum verið valdabarátta, einhver undirliggjandi togstreita milli ólíkra orðræðuhefða? Það kann að vera sárt að sjá veruleikann og sannleikann dreginn á tálar af, að því er virðist, ábyrgðarlausri og merkingarspillandi veiruhugsun sem hefur það að markmiði að dulkóða, ekki afkóða. Meira
28. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 324 orð | ókeypis

Yfirvöld eða bæjarstjórn

OFT ber það við í prentuðu máli þegar ritað er um málefni sem borgarstjórn eða bæjarstjórnir fjalla um og sagðar eru fréttir í blöðum frá fundum þeirra, samþykktum þeirra eða ákvörðunum, þá er eins og fréttaritararnir eða ýmsir aðrir skríbentar forðist... Meira
28. mars 2000 | Aðsent efni | 408 orð | ókeypis

Ys og þys

Í MORGUNBLAÐINU 24. þ.m. birtist falleg umsögn Hávars Sigurjónssonar um flutning Herranætur MR á leikriti Shakespeares, Ys og þys út af engu . Þar segir m.a. Meira
28. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 281 orð | ókeypis

ZIA Mahmood og Andy Robson unnu...

ZIA Mahmood og Andy Robson unnu boðsmót Hollendinga, Cap Gemini, sem fram fór um helgina í fjórtánda sinn. Þetta er í fimmti sigur Zia í mótinu, en annar sigur Robsons. Meira

Minningargreinar

28. mars 2000 | Minningargreinar | 918 orð | 1 mynd | ókeypis

ÁSBJÖRG ÁSBJÖRNSDÓTTIR

Ásbjörg Ásbjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 17. júní 1909. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 16. mars síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2000 | Minningargreinar | 431 orð | 1 mynd | ókeypis

GUÐMUNDA GUÐLAUG SVEINSDÓTTIR

Guðmunda Guðlaug fæddist á Nýlendu undir Austur-Eyjafjöllum 29. apríl 1923. Foreldrar hennar voru: Jónína Sigurbjörg Jónsdóttir frá Hlíð undir Austur-Eyjafjöllum og Sveinn Guðmundsson frá Þorkötlustöðum í Grindavík. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2000 | Minningargreinar | 228 orð | 1 mynd | ókeypis

GUÐRÚN ODDSDÓTTIR

Guðrún Oddsdóttir fæddist 3. desember 1906. Hún lést á Landakotsspítala 17. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorgerður Bjarnadóttir, f. 1868 á Valþjófsstað og Oddur Guðmundsson, f. 1862 á Hraunbóli. Bræður hennar voru Gísli, f. 1895, d. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2000 | Minningargreinar | 639 orð | 1 mynd | ókeypis

HORST ELMAR HOEFGES

Horst Elmar Hoefges fæddist í Berlín í Þýskalandi 28. mars 1920. Hann lést í Köln í Þýskalandi 6. janúar síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2000 | Minningargreinar | 619 orð | 1 mynd | ókeypis

ODDFRÍÐUR SÆMUNDSDÓTTIR

Oddfríður Sæmundsdóttir fæddist 13. júní 1902 á Elliða í Staðarsveit. Hún lést á Droplaugarstöðum að kvöldi 17. mars síðastliðins. Foreldrar hennar voru Stefanía Sæmundsdóttir húsmóðir, f. 19.9. 1867, d. 2.11. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2000 | Minningargreinar | 4960 orð | 1 mynd | ókeypis

RAGNHEIÐUR BRIEM

Ragnheiður Briem fæddist í Reykjavík 3. febrúar 1938. Hún lést á Landspítalanum 19. mars síðastliðinn. Ragnheiður var dóttir hjónanna Sigríðar Skúladóttur Briem húsmóður, f. 30. apríl 1911, d. 7. janúar 1999, og Eggerts P. Briem fulltrúa, f. 6. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2000 | Minningargreinar | 1733 orð | 1 mynd | ókeypis

STURLA EINARSSON

Sturla Einarsson fæddist í Reykjavík 16. nóvember 1940. Hann lést á líknardeild Landsspítalans í Kópavogi 18. mars síðastliðinn. Hann var elstur barna Einars Sturlusonar, f. 10. júní 1917, og Unnar Dórotheu Haraldsdóttur, f. 24. janúar 1922. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2000 | Minningargreinar | 421 orð | 1 mynd | ókeypis

ÖRLYGUR ÞÓRÐARSON

Örlygur Þórðarson fæddist í Reykjavík 8. október 1965. Hann lést á Landspítalanum 18. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Guðbjörg Benediktsdóttir, f 31.12. 1934 frá Landamótsseli í Köldukinn S-Þing og Þórður Sigfússon, f. 30.11. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

28. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 96 orð | ókeypis

Aukinn hagnaður Sparisjóðs Mýrasýslu

SPARISJÓÐUR Mýrasýslu skilaði 204,7 milljóna króna hagnaði fyrir skatta og framlag í afskriftarreikning árið 1999. Hagnaður eftir skatta var 40,8 milljónir króna árið 1999 miðað við 10,3 milljónir króna árið 1998 aukningin á milli ára er því 295,5%. Meira
28. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 127 orð | ókeypis

DaimlerChrysler kaupa 34% í MMC

DAIMLER-CHRYSLER hefur keypt 34% hlut í japanska bílaframleiðandanum Mitsubishi Motors Corp., fyrir um tvo milljarða Bandaríkjadala, andvirði 148 milljarða króna. Meira
28. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 1910 orð | ókeypis

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 27.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 27.3.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) AUSTFJARÐAM. FÁSKRÚÐSFIRÐI Skarkoli 110 110 110 16 1.760 Ýsa 110 110 110 134 14.740 Þorskur 133 120 130 1.970 256.947 Samtals 129 2.120 273. Meira
28. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 10 orð | ókeypis

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
28. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 337 orð | ókeypis

Forstjórinn fór í skyndi og hlutabréfin falla

"Hann sér ekkert nema sjálfan sig," segir Sten Wikander fyrrum stjórnarformaður Hennes & Mauritz, H&M, um Fabian Månsson, sem Wikander réð sem forstjóra H&M á sínum tíma. Auk þess álítur Wikander að Månsson hafi gerst brotlegur við lög. Meira
28. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 159 orð | ókeypis

Hlutabréfahækkanir í París

HLUTABRÉF í París hækkuðu talsvert í verði í gær og nam hækkun CAC 40-vísitölunnar 1,36%. Helsta ástæðan er hækkun á gengi miðlunarfyrirtækjanna Lagardére og Vivendi. Meira
28. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 210 orð | ókeypis

Íslenskur fjármálamarkaður vekur athygli í Danmörku

TÓMAS Ottó Hansson, forstöðumaður hjá Íslandsbanka, kynnti nýlega íslensk verðbréf á alþjóðlegri ráðstefnu um norrænan skuldabréfamarkað og hafa Íslandsbanka borist fjölmargar fyrirspurnir í kjölfarið, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Meira
28. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 316 orð | ókeypis

Landsafl hf. verður skráð á verðbréfamarkað

GERT er ráð fyrir að Landsafl hf., sem er í 80% eigu Íslenskra aðalverktaka hf. og 20% í eigu Landsbankans, verði skráð á verðbréfamarkaði í lok næsta árs. Meira
28. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 367 orð | 1 mynd | ókeypis

Tap af reglulegri starfsemi hjá Tanga hf.

TAP af reglulegri starfsemi hjá Tanga hf. á Vopnafirði nam 103,6 milljónum króna á árinu 1999, en var 50,1 milljón króna árið áður. Meira
28. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 340 orð | ókeypis

Umræða um hlutafélagavæðingu sparisjóða

HALLGRÍMUR Jónsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs vélstjóra, segir að hlutafélagavæðing sparisjóðanna sé ekki einföld í sniðum og skoða þurfi málið út frá öllum hliðum áður en hafist verður handa við að framkvæma hana. Meira
28. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 75 orð | ókeypis

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá...

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. janúar '00 3 mán. RV00-0417 10,45 0,29 5-6 mán. RV00-0620 10,50 - 11-12 mán. RV00-0817 10,80 - Ríkisbréf 8. Meira
28. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 917 orð | 2 myndir | ókeypis

Varað við hættu á áföllum í bankakerfinu

SAMÞYKKT var á aðalfundi Samvinnusjóðs Íslands hf. að breyta nafni sjóðsins í Frjálsa fjárfestingarbankann hf. Meira
28. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 72 orð | ókeypis

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 27.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 27.3. 2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síðasta meðalv. Meira
28. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 166 orð | ókeypis

VW kaupir stóran hlut í Scania

VOLKSWAGEN AG er nú orðinn stærsti einstaki hluthafinn í sænska rútu- og vörubílaframleiðandanum Scania AB. Meira
28. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 624 orð | ókeypis

Ört vaxandi risi á sviði síma og samskipta

Það var ekki við kaup á Tele Danmark, sem SBC Communications eignaðist fyrirtækið, heldur keypti SBC Ameritech, sem áður hafði keypt Tele Danmark. Meira

Daglegt líf

28. mars 2000 | Neytendur | 151 orð | 1 mynd | ókeypis

Innköllun á tveimur tegundum af sojasósu

HOLLUSTUVERND ríkisins hefur stöðvað innflutning og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur stöðvað dreifingu og innkallað úr verslunum og veitingahúsum tvær tegundir af taílenskum sojasósum, Golden Mountain og Gold Label. Að sögn Soffíu G. Meira
28. mars 2000 | Neytendur | 597 orð | ókeypis

Mikill verðmunur á Kodak Gold filmum

Mikill verðmunur er á Kodak Gold filmum. 24 mynda Kodak Gold, 200 ASA filma kostar til dæmis 580 krónur hjá Hans Petersen en 259 krónur í Bónus. Þá kostar 36 mynda filma, einnig 200 ASA, 705 krónur hjá Hans Petersen en 299 krónur hjá Bónus. Meira
28. mars 2000 | Neytendur | 289 orð | 2 myndir | ókeypis

Næringargildi jöklasalats Hvert er næringargildi jöklasalats?

Næringargildi jöklasalats Hvert er næringargildi jöklasalats? Svar: "Niðurstöður mælinga á jöklasalati sýna að að það er orkulítið eins og flest grænmeti," segir Ólafur Reykdal, matvælafræðingur hjá Matvælarannsóknum, Keldnaholti. Meira
28. mars 2000 | Neytendur | 283 orð | 1 mynd | ókeypis

Óuppblásnar blöðrur hættulegar yngstu börnunum

"Það sem gerir blöðrur hættulegar er að ef þær eru ekki uppblásnar þá geta yngstu börnin sett þær upp í sig," segir Herdís Storgaard, framkvæmdastjóri Árvekni, sem er slysavarnaverkefni barna og unglinga á vegum heilbrigðisráðuneytisins. Meira

Fastir þættir

28. mars 2000 | Dagbók | 635 orð | ókeypis

(Jóh. 17, 3.)

Í dag er þriðjudagur 28. mars, 88. dagur ársins 2000. Orð dagsins: En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist. Meira
28. mars 2000 | Fastir þættir | 963 orð | 4 myndir | ókeypis

Óvæntur sigur Hellis í Deildakeppninni

24.-25 mars 2000 Meira
28. mars 2000 | Fastir þættir | 108 orð | 1 mynd | ókeypis

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Hvítur á leik. 1. og 2. apríl verður hér á landi haldið sterkt atskákmót þar sem m.a. 6 erlendir stórmeistarar eru meðal þátttakenda. Í vikunni verða sýndar fléttur frá þeim öllum og er meðfylgjandi staða frá skák pólska meistarans Alexander Wojtkiewicz. Meira

Íþróttir

28. mars 2000 | Íþróttir | 262 orð | 1 mynd | ókeypis

Afturelding vann tiltölulega þægilegan sigur á...

Afturelding vann tiltölulega þægilegan sigur á HK í fyrstu viðureign liðanna í Mosfellsbæ á laugardaginn, 19:12. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 112 orð | ókeypis

Alþjóðlegt mót á Akureyri, Dalvík og...

Alþjóðlegt mót á Akureyri, Dalvík og Ólafsfirði Stórsvig karla laugardagur Jóhann F. Haraldsson, Ísl. 2.07,01 (1.01,82/1.05,19) Kristinn Björnsson, Ísl. 2.07,58 (1.01,64/1.05,94) Marko Djordjevic Marko, Júg. 2.09,72 1.02,51/1.07,21) Andre Karlsen, Nor.... Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 226 orð | 1 mynd | ókeypis

Annað skíðið dugði

TVÖ alþjóðleg stórsvigsmót fóru fram um helgina, annað á Akureyri og hitt á Dalvík. KR-ingurinn Jóhann F. Haraldsson sigraði í karlaflokki á mótinu á Akureyri en Björgvin Björgvinsson á því síðara. Í kvennaflokki sigraði Brynja Þorsteinsdóttir í báðum mótunum. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 130 orð | ókeypis

Biðstaða hjá Everton

ARNAR Grétarsson er kominn aftur til AEK í Grikklandi eftir sex daga dvöl hjá Everton í Englandi. Að sögn Arnars skýrist eftir 6. apríl hvort framhald verði á viðræðum við enska félagið. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 285 orð | 1 mynd | ókeypis

DAÐI Pálsson , leikmaður ÍBV, var...

DAÐI Pálsson , leikmaður ÍBV, var fluttur á sjúkrahús eftir leik Hauka og ÍBV í íþróttahúsinu við Strandgötu á laugardaginn. Daði fór inn af línunni og skoraði 26:18 er 4,29 mín. voru til leiksloka. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 300 orð | ókeypis

Deportivo stóðst álagið

Deportivo frá Coruna heldur enn velli efst í 1. deild spænsku knattspyrnunnar, þrátt fyrir harða keppni frá meisturum Barcelona, sem unnu fjórða leik sinn í röð. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 165 orð | ókeypis

Dómarinn svitnaði yfir hraða Kristjáns

KRISTJÁN hefur þótt spila mjög hratt og sumir hafa talið það löst hjá honum og hann segist vera farinn að hugsa meira en hann gerði. "Ég spila ennþá hratt, en ekki eins og ég gerði. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 159 orð | 1 mynd | ókeypis

Edda Lovísa og Vilhjálmur Svan fögnuðu sigri

EDDA Lovísa Blöndal, Þórshamri, varð Íslandsmeistari karate - kata (gólfæfingum) í sjötta sinn og Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson, KFR, varði einnig meistaratitl sinn í spennandi keppni, sem fór fram í Hagaskóla á laugardaginn. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 194 orð | 1 mynd | ókeypis

Eiður Smári heldur uppteknum hætti

EIÐUR Smári Guðjohnsen heldur uppteknum hætti í framlínu enska 1. deildar félagsins Bolton en hann gerði fyrra mark liðsins í 2:1-sigri liðsins gegn Port Vale um síðustu helgi. Markið hjá Eiði Smára kom á 16. mínútu leiksins og þótti vel að því staðið. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 548 orð | 2 myndir | ókeypis

Einar Einarsson, þjálfari Grindavíkur

"VIÐ byrjuðum mjög illa. Ég veit ekki hvort við vorum of spenntir eða afslappaðir," sagði Einar Einarsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir tapið fyrir Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 313 orð | 3 myndir | ókeypis

Ekkert benti til þess að lokamínútur...

Framarar geta hrósað happi yfir að innbyrða sigur á Stjörnunni í upphafsleik liðanna í átta liða úrslitum á Íslandsmótinu í handknatttleik á sunnudag. Fram, sem hafði örugga forystu allan leikinn glutraði forskotinu niður skömmu fyrir leikslok og því þurfti að framlengja leikinn. En Stjarnan hélt ekki velli og Hilmar Þórlindsson misnotaði vítakast undir lok framlengingar. Framar héldu fengnum hlut og fögnuðu 22:21-sigri. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 85 orð | ókeypis

Ellert endurkjörinn

ELLERT B. Schram var einróma endurkjörinn forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ÍSÍ, til næstu tveggja ára á íþróttaþingi sem fram fór í KA-heimilinu um helgina. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 1834 orð | ókeypis

England Arsenal - Coventry 3:0 Thierry...

England Arsenal - Coventry 3:0 Thierry Henry 50., Gilles Grimandi 79., Nwankwo Kanu 80. - 38.027. Leicester City - Leeds 2:1 Stan Collymore 14., Steve Guppy 46. - Harry Kewell 38. - 21.095. West Ham - Wimbledon 2:1 Paolo Di Canio 9., Frederic Kanoute 60. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 57 orð | ókeypis

Erla með Keflavík

ERLA Reynisdóttir, körfuknattleikskona, er á leið heim til Íslands frá Bandaríkjunum, og ætlar að leika með Keflavík í úrslitarimmunni við KR um Íslandsmeistaratitil kvenna. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 363 orð | 2 myndir | ókeypis

Ég er ánægður

"ÉG er ánægður - með þennan varnarsigur. Það var gott að vinna þrátt fyrir að við lékum ekki vel," sagði Magnús Teitsson þjálfari FH-stúlkna eftir 23:22 sigur á ÍBV í öðrum leik liðanna í undanúrslitum í Eyjum á laugardaginn og þar sem Eyjastúlkur unnu fyrri leikinn verður oddaleikur í kvöld í Hafnarfirði. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 150 orð | ókeypis

Fanger og Höj unnu einliðaleikina Dönsku...

Fanger og Höj unnu einliðaleikina Dönsku badmintonspilararnir, Tine Höj og Kasper Fanger, unnu einliðaleiki kvenna og karla á opna meistaramóti Reykjavíkur, sem haldið var í TBR-húsinu um síðustu helgi. Höj vann Oddnýju Hróbjartsdóttur, TBR, 11/5 og... Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 146 orð | 2 myndir | ókeypis

Fyrstu mörk Bjarna og Brynjars

BJARNI Guðjónsson og Brynjar Björn Gunnarsson skoruðu sín fyrstu mörk fyrir Stoke City er liðið lagði Blackpool 3:0 í ensku 2. deildinni. Bjarni lagði upp fyrsta markið fyrir Brynjar, sem kom á 62. mínútu. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 47 orð | ókeypis

GUÐLEIF Harðardóttir, ÍR setti um helgina...

GUÐLEIF Harðardóttir, ÍR setti um helgina Íslandsmet í sleggjukasti kvenna, þegar hún kastaði 46,12 metra á móti í Tuscaloosa, í Bandaríkjunum. Guðleif, sem verður 21 árs í næstu viku, átti sjálf gamla metið, sem var 45,27 metrar, og setti hún það 8. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 22 orð | ókeypis

HANDKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla, 8-liða úrslit, annar...

HANDKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla, 8-liða úrslit, annar leikur: Garðabær:Stjarnan - Fram 20 Kaplakriki:FH - KA 20.30 Vestm. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 189 orð | ókeypis

Haukar - Grindavík 67:59 Íþróttahúsið við...

Haukar - Grindavík 67:59 Íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfirði, undanúrslit Íslandsmóts karla í körfuknattleik, fyrsti leikur af mögulegum fimm, sunnudaginn 26. mars 2000. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 583 orð | ókeypis

Haukar - ÍBV 27:21 Íþróttahúsið við...

Haukar - ÍBV 27:21 Íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfirði, Íslandsmótið í handknattleik, Nissandeild karla, úrslitakeppni - fyrri eða fyrsti leikur í átta liða úrslitum, laugardaginn 25. mars 2000. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 1380 orð | 2 myndir | ókeypis

Hálfsmánaðarfrí á ellefu árum

Kristján Helgason er kominn í 32 manna úrslit á HM atvinnumanna í snóker. Hann gerði stuttan stans hér á landi í síðustu viku og Skúli Unnar Sveinsson hitti hann á billiardstofu þar sem félagar hans óskuðu honum til hamingju með árangurinn og gerðu góðlátlegt grín að því að hann virtist kominn með stórstjörnustæla. Því fer þó fjarri því Kristján virðist mjög jarðbundinn og tekur árangri sínum með jafnaðargeði enda hefur hann stefnt að því nokkuð lengi að vera í þessum sporum. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 289 orð | 1 mynd | ókeypis

HEIÐAR Helguson var í byrjunarliði Watford...

HEIÐAR Helguson var í byrjunarliði Watford sem náði 1:1-jafntefli við Tottenham. Heiðar , sem nældi sér í gult spjald, fór af velli á 66. mínútu leiksins. ÍVAR Ingimarsson kom inn á fyrir Brentford á 17. mínútu en liðið tapaði 1:0 fyrir Bristol City í 2. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 46 orð | ókeypis

HERBERT Arnarson og félagar í Donar...

HERBERT Arnarson og félagar í Donar Groningen tryggðu sér oddaleik á heimavelli í átta-liða útsláttarkeppni um hollenska meistaratitilinn í körfuknattleik með því að sigra Landstede, 78:65, á laugardaginn og endaði í þriðja sæti deildarinnar. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 141 orð | ókeypis

HK - Afturelding 24:22 Íþróttahús Digraness,...

HK - Afturelding 24:22 Íþróttahús Digraness, annar leikur liðanna í 8-liða úrslitum Nissan-deildarinnar í handknattleik karla, mánudaginn 27. mars 2000. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 575 orð | 2 myndir | ókeypis

HK krækti í oddaleik einum fleiri

"VIÐ vorum langt frá því að gefast upp og vorum ákveðnir í að fara í þriðja leikinn fyrst við töpuðum á Varmá á laugardaginn," sagði Óskar Elvar Óskarsson, fyrirliði HK, eftir að Kópavogsliðið lagði Aftureldingu 24:22 í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum 1. deildar karla. Liðin mætast þriðja sinni í oddaleik á Varmá á morgun. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 219 orð | 1 mynd | ókeypis

Hleypur á snærið hjá Lazio

SVEN Göran Eriksson og lærisveinar hans í Lazio halda enn í þá von að liðið geti náð Juventus að stigum, en þeim tókst að minnka forskot Juventus um þrjú stig á toppi deildarinnar um helgina. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 154 orð | ókeypis

ÍR meistari í 1.

ÍR meistari í 1. deild ÍR vann yfirburðasigur á Val í gærkvöld, 83:52, í oddaleik liðanna um meistaratitil 1. deildar karla en Valur hafði sigrað í öðrum leik liðanna á laugardaginn, 75:70. Bæði liðin leika í úrvalsdeildinni næsta vetur. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 108 orð | ókeypis

Íslandsmót ÍSLANDSMEISTARAMÓT í listhlaupi á skautum...

Íslandsmót ÍSLANDSMEISTARAMÓT í listhlaupi á skautum var haldið í nýju skautahöllinni á Akureyri 25. og 26. mars 2000. Er þetta fyrsta mótið sem haldið er með þessu fyrirkomulagi, þe. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 94 orð | ókeypis

Jóhannes B.

Jóhannes B. sigraði á Icelandic Open í snóker Jóhannes B. Jóhannesson sigraði á Icelandic Open snókermótinu sem fram fór um helgina, sigraði Brynjar Valdimarsson nokkuð örugglega 6-2 í úrslitum. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 1380 orð | 1 mynd | ókeypis

Juventus með sex stiga forskot á Lazio þegar sjö umferðir eru eftir á Ítalíu

ÞRÁTT fyrir tap fyrir AC Milan stefnir Juventus hraðbyri að 26. meistaratitli sínum á Ítalíu. Juventus frá Tórínó hefur nú sex stiga forskot á Lazio þegar sjö umferðir eru eftir í ítölsku deildarkeppninni, Serie A. Knattspyrnusérfræðingar segja að það sé afar ólíklegt að liðið glutri niður þessari forystu , vegna þess að leikur þess hefur verið afar traustur. Það getur þó ýmislegt gerst þegar lokabaráttan nær hámarki - sex stiga forskot getur farið eins og hendi sé veifað. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 457 orð | 2 myndir | ókeypis

KA-menn knésettu FH-inga á Akureyri

ÁÐUR en einvígi KA og FH í 8-liða úrslitum 1. deildar karla í handknattleik hófst töldu margir að KA-liðið gæti átt erfitt uppdráttar vegna margra skarða sem höggvin hafa verið í leikmannahóp þess að undanförnu. En í fyrstu viðureign liðanna á Akureyri á sunnudagskvöldið kom í ljós að tekist hafði vonum framar að fylla í þessi skörð. KA-menn höfðu leikinn í hendi sér frá byrjun og unnu auðveldan sigur, 27:20. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 572 orð | 1 mynd | ókeypis

Keppnin í Interlagos-brautinni í Sao Paulo...

ÚRSLITIN í Brasilíukappakstrinum í Formúlu-1 um helgina verða ekki endanlega ráðin fyrr en áfrýjunardómstóll hefur tekið afstöðu til máls Davids Coulthard sem dæmdur var úr leik þar eð bíll hans stóðst ekki tæknireglur að keppni lokinni. Hið sama var reyndar að segja um bíla Michaels Schumacher, Heinz-Haralds Frentzen, Jarno Trulli og Ralfs Schumacher, en dómarar dæmdu þá þó ekki úr leik. Mika Häkkinen varð að hætta keppni annað mótið í röð vegna vélarbilunar í McLaren-Mercedesbíl hans. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 131 orð | ókeypis

Kirby allur

GEORGE Kirby, fyrrverandi þjálfari knattspyrnuliðs ÍA, lést sl. föstudag, 66 ára að aldri eftir erfið veikindi. Hann stýrði Skagamönnum til sigurs á Íslandsmótinu í þrígang auk þess sem liðið varð bikarmeistari tvívegis undir hans stjórn. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 118 orð | ókeypis

Knattspyrna í bíóhúsum Þýskalands

VERÐUR þýska knattspyrnan sýnd beint i bíóhúsum landsins? Þetta gæti verið möguleiki, því þýska bíóhúsasamsteypan Michael Kölmer hefur gert þýska knattspyrnusambandinu svimandi tilboð um að fá einkarétt á útsendingum frá leikjum í 1. deildarkeppninni. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 544 orð | ókeypis

Leikmenn Dormagen fóru illa að ráði...

WETZLAR og Eisenach voru einu "Íslendingaliðin" í þýska handknattleiknum sem fögnuðu sigri í leikjum helgarinnar. Wetzlar vann útisigur á Nettelstedt, 29:25 og Eisenach lagði óvænt Nordhorn, 22:17. Essen náði öðru stiginu í heimsókn sinni til Schutterwald, þar sem leikar fóru 21:21 og var þetta fyrsta stig Schutterwald í deildinni frá því haust. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 523 orð | ókeypis

Leikurinn í Leverkusen var afar ójafn...

LEIKMENN Leverkusen hljóta að naga sig í handarbökin fyrir að hafa ekki nýtt sér betur að helstu keppinautarnir, Bayern München gerðu aðeins jafntefli á heimavelli sínum, 2:2, gegn Kaiserslautern. Þar með hefði Leverkusen getað náð efsta sætinu í þýsku 1. deildinni en þess í stað eru liðin enn jöfn í efsta sæti. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 580 orð | 2 myndir | ókeypis

Man. Utd við sama heygarðshornið

Manchester United er á mikilli siglingu í ensku úrvalsdeildinni - hefur ekki tapað síðustu 10 leikjum. Liðið tryggði stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 4:0 sigri á Bradford og hefur sjö stiga forskot á Leeds, en meistaravonir liðsins dvínuðu verulega er það tapaði 2:1 fyrir Leicester. Liverpool er á beinni braut en liðið vann Newcastle og er í þriðja sæti deildarinnar. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 70 orð | ókeypis

NBA-deildin Aðfaranótt laugardags: Philadelphia - Boston...

NBA-deildin Aðfaranótt laugardags: Philadelphia - Boston 117:115 Toronto - Charlotte 84:102 New Jersey - Minnesota 115:116 New York - Atlanta 95:83 Orlando - Houston 112:96 Milwaukee - Miami 87:99 Chicago - Denver 70:68 Seattle - Utah 95:98 Golden State... Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 270 orð | 1 mynd | ókeypis

Njarðvíkingar lögðu KR í hörkuleik

Þetta var ákaflega þýðingarmikill sigur fyrir okkur og ekki síst í ljósi þess að fyrirliðinn og einn af lykilmönnum liðsins, Friðrik Ragnarsson gat ekki leikið með. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 149 orð | 1 mynd | ókeypis

PÉTUR Ingvarsson, þjálfari úrvalsdeildarliðs Hamars frá...

PÉTUR Ingvarsson, þjálfari úrvalsdeildarliðs Hamars frá Hveragerði, hefur framlengt samning sinn við félagið til eins árs. Pétur, sem stýrði félaginu til sigurs í 1. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 236 orð | ókeypis

"Svolítil skák"

Jón Arnar Ingvarsson, sem stjórnar sóknarleik Hauka af mikilli festu, sagði að varnarleikur liðsins hefði gert gæfumuninn í fyrsta leik þess við bikarmeistara Grindavíkur á sunnudagskvöld. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 44 orð | ókeypis

Ragnheiður og Kim meistarar

KIM Magnús gefur ekkert eftir í veggtennis - varði Íslandsmeistaratitl sinn á sunnudaginn með því að leggja Heimi Helgason að velli, 3:0. Ragnheiður Víkingsdóttir varð meistari kvenna með því að vinna Hlíf Þráinsdóttir, 3:0. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 629 orð | 1 mynd | ókeypis

Saga til næsta bæjar?

HAUKAR tóku forystu í einvígi sínu við bikarmeistara Grindavíkur í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik á sunnudagskvöld. Haukar sigruðu, 67:59, á heimavelli sínum við Strandgötu í Hafnarfirði. Takist þeim að leggja bikarmeistarana tvívegis til viðbótar leika þeir til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn, en liðin mætast öðru sinni í Grindavík í kvöld. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 163 orð | ókeypis

Sama pressa á mér og öðrum

BJARNI Guðjónsson fékk talsvert hrós fyrir frammistöðu sína með Stoke gegn Blackpool hjá The Sentinel í gær en hann skoraði eitt mark og lagði annað upp fyrir Brynjar Björn Gunnarsson. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 173 orð | ókeypis

Skrautfjöður í hatt Johnsons

MICHAEL Johnson, Bandaríkjunum, bætti enn einni skautfjöðrinni í hann sitt er hann bætti besta tíma sem náðst hefur í 300 m hlaupi á móti í Pretoríu í S-Afríku á föstudag. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 265 orð | ókeypis

Sveitaglíma Íslands Sveitaglíma Íslands, sú 28.

Sveitaglíma Íslands Sveitaglíma Íslands, sú 28. frá upphafi, fór fram á Hvolsvelli laugardaginn 25. mars. Keppt var í öllum aldursflokkum karla og kvenna. Þar kepptu 19 sveitir með 96 keppendum sem komu víðs vegar að af landinu. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 198 orð | ókeypis

Við byrjuðum mjög vel en síðan...

Við byrjuðum mjög vel en síðan kom bakslag, sem er eðlilegt þar sem við erum að stilla upp nýju liði en ég er mjög ánægður með það að baráttan skyldi endast allan tímann. En hver hefði trúað því að við myndum vinna þetta með sjö mörkum? Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 250 orð | ókeypis

Við förum áfram

"VIÐ vorum ekki nægilega skynsamir í sókninni, kláruðum sóknirnar alltof fljótt með því að taka ótímabær skot. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 131 orð | ókeypis

ÞAÐ kastaðist í kekki milli leikmanna...

ÞAÐ kastaðist í kekki milli leikmanna Fram og Stjörnunnar undir lok venjulegs leiktíma á sunnudag. Stjarnan hafði jafnað leikinn í 17:17 þegar um 40 sekúndur voru eftir af leiknum og Framarar hröðuðu sér í sókn. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 180 orð | ókeypis

ÞAÐ verður örugglega spennandi fyrir Kristján...

ÞAÐ verður örugglega spennandi fyrir Kristján Helgason þegar hann gengur inn í aðalsalinn í Crucible leikhúsinu í Sheffield þriðjudaginn 18. apríl klukkan sex síðdegis. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 479 orð | 1 mynd | ókeypis

Það voru Eyjamenn sem byrjuðu með...

HAUKAR sigruðu Eyjamenn nokkuð örugglega þegar liðin mættust fyrsta sinni í 8-liða úrslitum 1. deildar karla í handknattleik. Það var aðallega sterk vörn heimamanna í Hafnarfirði og góð sóknarnýting sem skóp 27:21 sigur Hauka. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 56 orð | ókeypis

Þannig vörðu þeir

Sebastian Alexandersson, Fram, 17 (4 skot, þar sem knötturinn fór aftur til mótherja) - 9 langskot, 5 (1) úr horni, 1 (1) af línu, 1 víti, 1 (1) hraðaupphlaup. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 47 orð | ókeypis

Þannig vörðu þeir

Reynir Þór Reynisson, KA 16/2 (Þar af sjö skot þar sem knötturinn fór aftur til mótherja) - 7 (1) langskot, 2 (2) gegnumbrot, 5 (2) úr horni, 2 (2) vítaköst. Magnús Árnason, FH 7 (2) - 5 (1) langskot, 2 (1) úr horni. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 55 orð | ókeypis

Þannig vörðu þeir

Magnús Sigmundsson, Haukum 17/2 (10) - 9(4) langskot, 4(4) hraðaupphlaup, 2(2) af línu og 2 víti. Bjarni Frostason, Haukum 5/1 (2) - 1 langskot, 1(1) hraðaupphlaup, 2(1) af línu og eitt víti. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 101 orð | ókeypis

Þannig vörðu þeir

LAUGARDAGUR: (Innan sviga eru skot sem fóru til mótherja). Bergsveinn Bergsveinsson, UMFA, 19/1 (þaraf 4 til mótherja); 12 (2) langskot, 3 (1) af línu 2 úr horni, 1 (1) hraðaupphlaup, 1 vítakast. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 103 orð | ókeypis

Þorvaldur náði sjöunda sæti í Róm

ÞORVALDUR Blöndal hafnaði í sjöunda sæti á alþjóðlegu móti í júdó, sem fram fór í Róm á Ítalíu um helgina. Þorvaldur mætti andstæðingi frá Venesúela í 32 manna úrslitum og vann. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 89 orð | ókeypis

Þrjú þýsk og þrjú spænsk í...

Þrjú þýsk og þrjú spænsk í úrslit Evrópumótanna ÞRJÚ þýsk lið og þrjú spænsk eru komin í úrslit Evrópumóta félagsliða í handknattleik. Kiel, Flensburg-Handewitt og Grosswallstadt frá Þýskalandi og Barcelona, Portland og Valladolid frá Spáni. Meira
28. mars 2000 | Íþróttir | 119 orð | ókeypis

Þýskaland 1.

Þýskaland 1. deild, 26. Meira

Fasteignablað

28. mars 2000 | Fasteignablað | 524 orð | 1 mynd | ókeypis

Afgreiðsluferill íbúðalána

Nú eru liðnir sjö mánuðir frá því afgreiðsluferli íbúðalána Íbúðalánasjóðs var breytt. Hallur Magnússon, yfirmaður gæða- og markaðsmála Íbúðalánasjóðs segir góða reynslu af breytingunum. Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 18 orð | 1 mynd | ókeypis

Athyglisverð blaðagrind

Hér má sjá nýja tegund af blaðagrind, grindur sem spennast að blöðunum og halda þeim þannig föngnum við... Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 21 orð | 1 mynd | ókeypis

Ávaxtakarfa úr málmi

Upprunalega var fata innan í þessari málmkörfu, en fatan er ekki endilega nauðsynleg - karfan stendur fyrir sínu sem geymsla fyrir... Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 9 orð | 1 mynd | ókeypis

Borðlampi með tveimur perum

Lucente-borðlampinn er með nokkrum ljósmagnsstillingum og tveimur 40 watta... Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 94 orð | ókeypis

Byggingarvísitalan hækkar um 0,2%

Hagstofa Íslands hefur reiknað vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan marz 2000. Vísitalan er 239,4 stig (júní 1987=100) og hækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Hún gildir fyrir apríl 2000. Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 7 orð | 1 mynd | ókeypis

Dönsk hönnun

Stóllinn Mobili 900 er hannaður af Anders... Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 149 orð | 1 mynd | ókeypis

Einbýlishús á frábærum útsýnisstað

Hjá fasteignasölunni Ási er nú í sölu einbýlishús að Bjarnastaðavör 4 á Álftanesi. Um er að ræða timburhús, byggt árið 1988 og er það 217 fermetrar að flatarmáli alls, þar af er bílskúrinn 41,5 fermetrar. Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 1243 orð | 1 mynd | ókeypis

Félagslegar íbúðabyggingar á 20. öld

Báðar heimsstyrjaldirnar á 20. öld höfðu grundvallarþýðingu fyrir þróun félagslegra íbúðabygginga, segir Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur. Í báðum tilvikum í þá átt að ýta undir eða hrinda af stað slíku framtaki með opinberum stuðningi. Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 105 orð | 1 mynd | ókeypis

Fjögur einbýlishús við sjávarsíðuna

Fasteignasalan Lyngvík var að fá í sölu fjögur einbýlishús við Hólma-tún á Álftanesi, 209 fermetra hvert. Húsin eru á einni hæð með innbyggðum, tvöföldum bílskúr, sem er 38 fermetrar að stærð. Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 516 orð | 1 mynd | ókeypis

Fundargerð og fundarritari

Fundargerð telst heimild og sönnun um fund og það, sem þar hefur gerst, segir Elísabet Sigurðardóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Fundargerðin þarf því að vera traust og færð af fullkomnu hlutleysi. Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 19 orð | 1 mynd | ókeypis

Gott að fara í fótabað

Sumum þykir mjög notalegt að fara í fótabað eftir erfiði dagsins. Fyrir þá hina sömu er svona vaskafat ágætis... Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 169 orð | 1 mynd | ókeypis

Gott einbýli í Mosfellsbæ í byggingu

FASTEIGNAMIÐLUNIN Berg er núna með í sölu "draumahúsið" að sögn Sæbergs Þórðarsonar hjá Bergi. Hús þetta er við Fellsás 4 í Mosfellsbæ. Þetta er einbýlishús á tveimur hæðum, teiknað af Vífli Magnússyni arkitekt. Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 136 orð | 2 myndir | ókeypis

Góð hæð og kjallari í Vesturbæ

HJÁ fasteignasölunni Eignaval er nú í sölu sérhæð og kjallari að Sólvallagötu 9 í Reykjavík. Þetta er í steinhúsi, sem byggt var 1936 og er húsið á tveimur hæðum. Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 24 orð | 1 mynd | ókeypis

Hitakanna í plastkápu

Hinn þekkti Ross Lovegrove hefur hannað þessa hitakönnu, sem vegna plástkápunnar heldur hita mjög lengi á kaffi eða öðrum vökva sem í könnuna er... Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 1267 orð | 4 myndir | ókeypis

Meiri eftirspurn og hækkandi verð einkenna markaðinn

Framboð á íbúðarhúsnæði í Reykjanesbæ hefur minnkað á síðustu misserum vegna aukinnar eftirspurnar. Um leið hefur verð farið hækkandi. Magnús Sigurðsson kynnti sér markaðinn í Reykjanesbæ og starfsemi Húsaness, eins helzta byggingarfyrirtækisins þar í bæ. Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 534 orð | 1 mynd | ókeypis

Mikill áhugi á sýningunni Byggingadagar 2000

SÝNINGIN Byggingadagar 2000 verður haldin í Laugardalshöll 12.-14. maí nk. undir yfirskriftinni "HÚS OG GARÐUR - Hönnun og handverk". Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 21 orð | 1 mynd | ókeypis

Nýr borðlampi

Manhattan heitir nýr borðlampi úr málmi með svörtum tauskermi. Hann er 41 sentimetri á hæð og skermurinn er 30 sentimetrar í... Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 241 orð | 1 mynd | ókeypis

Raðhús við Háulind í Kópavogi

HÚSANES hefur einnig látið mikið til sín taka í nýbyggingum á höfuðborgarsvæðinu. Við Háulind í Kópavogi er fyrirtækið nú með í byggingu parhús á tveimur hæðum, sem eru 5-6 herbergi og með innbyggðum bílskúr. Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 26 orð | 1 mynd | ókeypis

Rakatæki í hundslíki

Þetta er rakatæki þótt það líti einna helst út fyrir að vera persóna í geimferðateiknimynd. Tækið er framleitt í gulu, bláu og gráu og er frá... Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 21 orð | 1 mynd | ókeypis

Rúm með hillum undir

Kombirúm nefnist þetta fyrirbæri, þarna er slegið upp rúmstæði með hillum undir og sett dýna í, einfalt en gefur vafalaust góða... Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 1926 orð | ókeypis

SELJENDUR SÖLUUMBOÐ - Áður en fasteignasala...

SELJENDUR SÖLUUMBOÐ - Áður en fasteignasala er heimilt að bjóða eign til sölu, ber honum að hafa sérstakt söluumboð frá eiganda og skal það vera á stöðluðu formi sem dómsmálaráðuneytið staðfestir. Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 297 orð | ókeypis

Sementssalan í fyrra sú mesta í meira en tíu ár

SALA á sementi frá Sementsverksmiðjunni á Akranesi á síðasta ári var með því mesta eða um 131.800 tonn og mun meiri en árið þar á undan, en þá var hún um 117.700 tonn. Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 18 orð | 1 mynd | ókeypis

Skemmtilegur stóll

Hönnuðurinn Morten Göttler á heiðurinn af stólnum Cuba sem fæst í ýmsum útgáfum, t.d. bæði úr beyki og... Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 16 orð | 1 mynd | ókeypis

Skó- og hattahilla

Hönnuðurinn Erik Magnussen hefur teiknað þessa samstæðu og nefnir Stelton, þetta er skó- og hattahilla með... Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 17 orð | 1 mynd | ókeypis

Skúffur fyrir geisladiska

Hér má sjá eins konar kommóðu, sem hönnuð er fyrir geisladiska. Hún er úr Peter J. Lassens... Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 19 orð | 1 mynd | ókeypis

Smekkleg hönnun

Strömberg heitir þessi handklæðagrind sem hægt er að nota bæði á baðherbergi og í eldhús. Grindin er upphituð með... Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 41 orð | ókeypis

SNJÓBRÆÐSLURNAR sigra að lokum.

SNJÓBRÆÐSLURNAR sigra að lokum. Það hefur sannast á þessum síðustu og verstu vikum veðurfarslega séð, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir . Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 189 orð | 1 mynd | ókeypis

Sumarhús á Arnarstapa

Áhugi á sumarhúsum er gjarnan mestur síðla vetrar og fram á vor. Hjá fasteignasölunni Bifröst er nú í einkasölu sumarhús á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Um er að ræða timburhús, byggt árið 1990, og er það um 50 fermetrar að stærð. Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 25 orð | 1 mynd | ókeypis

Svífandi flíkur

Mobil er nafnið á þessum hengjum sem nánast svífa í loftinu á ósýnilegum þræði, flíkurnar sem hengdar eru á þær svífa líka að því er... Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 816 orð | 1 mynd | ókeypis

Sælureitur í skugga

Skuggsælt svæði er oftast norðan eða austan megin við hús og verður oft út undan í skipulagi garðsins. Brynja Tomer blaðamaður og Björn Jóhannsson landslagsarkitekt veltu fyrir sér hvernig hægt væri að hafa gagn og gaman af þessum svæðum. Þeim datt ýmislegt sniðugt í hug, meðal annars að setja upp hugleiðsluhorn í anda barokktímans. Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 400 orð | ókeypis

Útreikningar í nýju greiðslumati

Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s. Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 589 orð | 1 mynd | ókeypis

Veturinn hefur verið þolraun á lagnakerfin

Þó að einstaka sinnum þurfi að taka fram skóflu, þar sem snjóbræðsla er, þá er ekkert frosið við flötinn eftir mokstur, engin hálka, segir Sigurður Grétar Guðmundsson. Og það er mikill munur. Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 220 orð | 1 mynd | ókeypis

Virðulegt hús við Sjafnargötu

GÓÐ og virðuleg hús í Þingholtunum vekja ávallt athygli þegar þau koma í sölu. Hjá Eignamiðluninni er nú til sölu húseignin Sjafnargata 2. Húsið er steinhús á þremur hæðum og alls 267 ferm að stærð. Það er byggt 1933. Ásett verð er 33 millj. kr. Á 1. Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 991 orð | ókeypis

Ylur í gangstéttir

Það er sjálfsagt ódýrara og fljótlegra að steypa stétt yfir hitarörin, segir Bjarni Ólafsson. Steina- eða hellulögn er þó til meiri prýði, ef þeir eru fallega lagðir af kunnáttumönnum. Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 43 orð | ókeypis

ÞAÐ þarf ekki endilega mikið til...

ÞAÐ þarf ekki endilega mikið til þess að breyta skuggsælu svæði í notalegan hluta lóðarinnar. Þó þarf að skipuleggja svæðið og ákveða t.d. yfirborðsefni. Hellulögn eða trépallur er góð lausn. Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 187 orð | 1 mynd | ókeypis

ÞRÓUNIN á fasteignamarkaði í Reykjanesbæ hefur...

ÞRÓUNIN á fasteignamarkaði í Reykjanesbæ hefur verið mjög svipuð og á höfuðborgarsvæðinu. Um árabil ríkti ládeyða og eftirspurn var lítil. Á síðustu misserum hefur eftirspurn hins vegar aukizt á ný og töluvert líf er nú komið í markaðinn. Meira
28. mars 2000 | Fasteignablað | 19 orð | 1 mynd | ókeypis

Ævintýragarður

Niki de Saint Phalle á heiðurinn að ævintýragarðinum Garavicchio. Þar er t.d. þetta mósaíkfjall og margt fleira furðulegt og... Meira

Úr verinu

28. mars 2000 | Úr verinu | 381 orð | 1 mynd | ókeypis

Stofnfiskur fjárfestir í framtíðinni

ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Frank Fahey matvæla- og sjávarútvegsráðherra Írlands opnuðu nýja kynbótastöð fyrir lax í Galway á Írlandi á laugardaginn en stöðin er í meirihlutaeigu Stofnfisks. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.