Greinar þriðjudaginn 18. apríl 2000

Forsíða

18. apríl 2000 | Forsíða | 219 orð

Loforð um landvist

STJÓRNVÖLD í Ísrael skýrðu í gær Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, frá því að þau myndu standa við fyrirheit sín um að draga allt herlið sitt frá svæði í suðurhluta Líbanons sem þeir hafa hersetið síðan 1982. Meira
18. apríl 2000 | Forsíða | 325 orð

Minni verðlækkun í Evrópu en óttast var

HLUTABRÉF í Bandaríkjunum hækkuðu almennt í verði í gær þrátt fyrir spár um hið gagnstæða. Margir höfðu óttast að verðfallið sem varð á hlutabréfamarkaði vestra á föstudag héldi áfram en sú varð ekki raunin. Meira
18. apríl 2000 | Forsíða | 149 orð | 1 mynd

Mugabe ræddi við landeigendur

ROBERT Mugabe, forseti Afríkuríkisins Zimbabwe, boðaði í gær forystumenn hvítra landeigenda í Zimbabwe á sinn fund til að ræða átökin sem eru í landinu um eignarhald á bújörðum. Meira
18. apríl 2000 | Forsíða | 243 orð | 1 mynd

Vilja að ríkar þjóðir opni markaði sína

FULLTRÚAR á fundum Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, í Washington lögðu í gær áherslu á nauðsyn þess að auðugar þjóðir opnuðu fátækum þriðjaheimsþjóðum leiðir inn á markaði sína og gerðu hinum síðarnefndu þannig kleift að taka þátt í... Meira

Fréttir

18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 422 orð

21 árs piltur játar á sig morð á 19 ára stúlku

RANNSÓKN á morði á 19 ára stúlku í Reykjanesbæ heldur áfram hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík og hefur tæplega 22 ára piltur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. júní, en hann játaði verknaðinn á sig hjá dómara. Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 77 orð

400 konur mótmæla uppsögn læknis

UNDIRSKRIFTALISTAR með nöfnum um 400 kvenna, sem mótmæla uppsögn Jónasar Franklíns kvensjúkdómalæknis við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, hafa verið sendir framkvæmdastjórn sjúkrahússins og heilbrigðisráðuneytinu. Meira
18. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 202 orð | 2 myndir

Afmæli drottningar víða fagnað

SEXTUGSAFMÆLI Margrétar Danadrottningar var fagnað víða um Danmörku á sunnudag. Tugir þúsunda veifuðu danska fánanum og hylltu drottninguna þegar hún birtist á svölum konungshallarinnar um hádegi og virtist Margrét hrærð yfir þeim viðtökum sem hún fékk. Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 483 orð | 1 mynd

Aldrei komið jafn illa undan vetri

"BORGIN hefur aldrei komið jafn illa undan vetri og nú," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri um leið og kynntar voru aðgerðir borgaryfirvalda í hreinsun borgarinnar á næstu vikum og mánuðum. Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 755 orð

Almenn ánægja ríkir með skólastarfið

RÚMLEGA 80% foreldra í Reykjavík segjast vera ánægð með grunnskóla sinna barna og að skólunum sé vel stjórnað. Þetta kemur m.a. Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 179 orð

Á gjörgæslu eftir bílveltu

KONA á þrítugsaldri sem slasaðist alvarlega í bílveltu við Hólmsá snemma á sunnudagsmorgun, liggur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Konan var 20 til 30 mínútur inni í bílflakinu, sem var næstum á kafi í ánni, áður en tókst að ná henni á þurrt. Meira
18. apríl 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 242 orð | 1 mynd

Áhyggjur af húsnæðismálum

Í ERINDI foreldraráðs Víðistaðaskóla til skólanefndar Hafnarfjarðar er lýst yfir þungum áhyggjum vegna húsnæðismála skólans næsta vetur og skorti á kennslurými vegna lögbundinnar kennsluskyldu. Meira
18. apríl 2000 | Landsbyggðin | 82 orð | 1 mynd

Árekstur í reykjarmekki frá sinubruna

Selfossi -Mikinn reykjarmökk frá sinubruna lagði yfir Suðurlandsveg í Flóa um hálfsexleytið á sunnudag og olli árekstri tveggja fólksbifreiða. Bifreiðarnar óku báðar í vesturátt og ók önnur aftan á hina. Meira
18. apríl 2000 | Akureyri og nágrenni | 254 orð | 1 mynd

Áttræður öðlingur

ÓLI Kristjánsson á Skútustöðum er áttræður í dag. Af því tilefni er fagnaður í Selinu síðdegis og þangað boðið ættingjum og vinum. Meira
18. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 341 orð

Bandaríkin vilja auka áhrif sín í Mið-Asíu

MADELEINE Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skoraði í gær á leiðtoga Mið-Asíuríkjanna að hafa í heiðri lýðræðislega stjórnarhætti og sagði, að það myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir ríkin sjálf og raunar alla heimsbyggðina gerðu þeir það... Meira
18. apríl 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 470 orð | 1 mynd

Bíða eftir ákvörðun um framtíð hússins

BYRGIÐ hefur fengið frest til 29. apríl nk. til að gera viðeigandi ráðstafanir varðandi ástand brunavarnamála í áfangaheimili félagsins á Vesturgötu 18-24 í Hafnarfirði. Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Boltafimi á Ingólfstorgi

ÞAÐ voru ekki nema þeir allra hörðustu sem klæddust sumarfatnaði í höfuðborginni um helgina, því þó sumarið nálgist óðfluga var svalt í veðri. Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Bók um vinnuvernd komin út

NÝLEGA kom út hjá Vinnueftirliti ríkisins bókin Vinnuvernd. Hún hefur að geyma námsefni til að nota á námskeiðum Vinnueftirlitsins um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Meira
18. apríl 2000 | Akureyri og nágrenni | 590 orð | 2 myndir

Brátt lokið við að fyrirtækjavæða dótturfélög

FYRIRTÆKJAVÆÐING Kaupfélags Eyfirðinga einkenndi síðasta rekstrarár félagsins, en það tók miklum breytingum á liðnu ári, breyttist úr rekstrarfélagi í eignarhaldsfélag. Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 337 orð | 1 mynd

Bresk aðferðafræði í stefnumótunarvinnu

"LEIÐIN framundan" var yfirskrift málþings um stefnumótun í skátastarfi í Reykjavík sem haldið var í skátamiðstöðinni að Logafold 106 í Grafarvogi fimmtudaginn 13. apríl s.l. að frumkvæði Skátasambands Reykjavíkur. Meira
18. apríl 2000 | Miðopna | 1370 orð | 1 mynd

Dómstólar geta ekki gert pólitískar lagfæringar á kerfi sem löggjafinn hefur sett

Dómur meirihluta Hæstaréttar í svonefndu Vatneyrarmáli stendur traustum fótum í norrænni hefð hvað varðar skilning á endurskoðunarhlutverki dómstóla annars vegar og löggjafarhlutverki lýðræðislega kjörins þings hins vegar, að mati Karls Axelssonar, hæstaréttarlögmanns. Hann segir í samtali við Hjálmar Jónsson að efnislegt mat sem eftir atvikum sé pólitískt geti ekki verið á verksviði dómstóla. Meira
18. apríl 2000 | Landsbyggðin | 75 orð | 1 mynd

Dreginn í gang í brunaútkall

Selfossi-Einn slökkvibíla slökkviliðsins á Selfossi þurfti á aðstoð að halda við að komast í útkall á sunnudag þegar slökkva þurfti í sinubruna sem olli miklum reyk á Suðurlandsvegi og árekstri. Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 264 orð

Dæturnar með í vinnuna

ÍSLENDINGAR munu bjóða dætrum landsins að kynnast vinnustöðum þeirra fullorðnu þriðjudaginn 18. apríl og eru allir hvattir til að taka stúlku á aldrinum 9-15 ára með sér í vinnuna. Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 139 orð | 2 myndir

Einn sá stærsti

EINN stærsti sjóbirtingur sem hér hefur veiðst seinni árin veiddist fyrir nokkrum dögum í Geirlandsá og var frá honum greint í veiðiþætti Morgunblaðsins á sunnudaginn. Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 437 orð

Engar rannsóknir á fólki eða lífsýnum án upplýsts samþykkis

STARFSMENN Íslenskrar erfðagreiningar hafa sett sér siðareglur og gefið þær út á íslensku og ensku í litlu kveri. Siðareglurnar voru samdar af sérstökum vinnuhópi í samstarfi við Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. Í siðareglum ÍE segir m.a. Meira
18. apríl 2000 | Landsbyggðin | 137 orð | 1 mynd

Enn greinist riða í Húnaþingi

Hvammstanga -Enn hefur riða greinst á bæ í Húnaþingi. Ein kind var fyrir skömmu úrskurðuð með riðu á bænum Syðra-Kolugili í Víðidal. Á bænum býr ungt fólk, Ingvar Ragnarsson og Malin M. Persson. Meira
18. apríl 2000 | Landsbyggðin | 83 orð | 1 mynd

Esso-skáli opnaður á Flateyri

Flateyri- Áætlaður opnunardagur Essoskálans á Flateyri er laugardagurinn 15 apríl nk. Þegar er búið að setja upp dælu og innandyra er verið að leggja lokahönd á innréttingar og annan nauðsynlegan frágang. Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 98 orð

Framlag Eimskips og Samskipa til fyrirmyndar

VERKEFNISSTJÓRN áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja lýsir yfir ánægju með ákvörðun Samskipa um að leggja baráttunni gegn fíkniefnum lið á næstu árum. Eimskip hefur styrkt áætlunina Ísland án eiturlyfja með myndarlegum fjárframlögum sl. Meira
18. apríl 2000 | Akureyri og nágrenni | 458 orð | 1 mynd

Fundað um landbúnaðarmál

FUNDUR sveitarstjórnar og landbúnaðarnefndar Skútustaðahrepps var haldinn í Hótel Reynihlíð fimmtudaginn 13. apríl með fulltrúum Landgræðslunnar þeim Sveini Runólfssyni, Guðríði Baldvinsdóttur og Andrési Arnalds. Meira
18. apríl 2000 | Akureyri og nágrenni | 104 orð

Fyrirlestur um flug Þjóðverja yfir Íslandi

AÐALFUNDUR Sögufélags Eyfirðinga verður haldinn í kvöld, þriðjudagkvöldið 18. apríl, kl. 20 í lestrarsal Amtsbókasafnsins á Akureyri, gengið inn að vestan. Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 183 orð

Grein Morgunblaðsins um athugasemdir Foreldrafélags Marbakka

Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi athugasemd: "Foreldrafélag Leikskólans á Marbakka vill gera athugasemdir við fréttaflutning Morgunblaðsins af erindi félagsins til Bæjarstjórnar Kópavogs. Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

Grímur Eysturoy Guttormsson

GRÍMUR Eysturoy Guttormsson, kafari og skipasmiður, lést í gær. Hann var fæddur í Færeyjum 28. júlí árið 1919, yngstur í hópi ellefu systkina. Foreldrar hans voru Guttormur Eysturoy, stundum kallaður hinn færeyski Sókrates, og Sara María Jonson. Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 391 orð | 2 myndir

Haraldur rúmlega hálfnaður á leið sinni

HARALDUR Örn Ólafsson pólfari gekk 19,9 km á leið sinni á Norðurpólinn á sunnudag og sló þar með persónulegt met sitt frá 30. mars er hann gekk 19,3 km á einum degi. Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 121 orð

Hátíðarsamverur hjá KFUM og KFUK

KFUM og KFUK bjóða upp á samverur á páskum í aðalstöðvum sínum við Holtaveg. Dagskráin hefst kl. 9 um morguninn með stuttri samverustund. Umsjón með samverunni hefur Sigurbjörn Þorkelsson, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK. Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Hátíð í lok vertíðar

STARFSMENN Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf., sem sjá um snjómokstur á götum borgarinnar að vetrarlagi, gerðu sér glaðan dag við Reynisvatn eftir erfiðan og annansaman vetur. Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 1086 orð | 1 mynd

Helmingur flugsæta seldur á 10 þúsund kr.

BRESKA flugfélagið Go byrjar reglubundið áætlunarflug til Íslands 26. maí nk. en flogið verður fjórum sinnum í viku í sumar á milli Keflavíkur og London. Meira
18. apríl 2000 | Landsbyggðin | 125 orð | 1 mynd

Hestamannamót á ísilagðri Kotatjörn

Raufarhöfn- Hestamannafélagið Feykir hélt firmatölt og skeiðkeppni á ísilagðri Kotatjörninni við Kópasker 8. apríl síðastliðinn og mættu 15 knapar með 23 hross til keppni og voru hrossin hvert öðru glæsilegra. Meira
18. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 371 orð

Hótun Grassers harðlega gagnrýnd í Brussel

AUSTURRÍSKI fjármálaráðherrann Karl-Heinz Grasser hefur hótað að Austurríki seinki greiðslum af sinni hálfu í sameiginlega sjóði Evrópusambandsins (ESB) vegna hinna pólitísku einangrunaraðgerða sem hin aðildarríkin fjórtán hafa beitt landið frá því... Meira
18. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 691 orð | 1 mynd

Hvítir bændur óttast fleiri ofbeldisverk

Margar fjölskyldur hvítra bænda í Zimbabwe hafa nú flúið heimili sín af ótta við landtökumenn. Ekkert bendir til þess að fólkið geti snúið heim á ný í bráð. Meira
18. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 206 orð

Hæstiréttur staðfestir sýknudóm yfir Nikitin

HÆSTIRÉTTUR Rússlands staðfesti í gær sýknudóm yfir Alexander Nikitin, fyrrverandi sjóliðsforingja, sem sakaður hafði verið um landráð eftir að hann upplýsti um hættulegan kjarnorkuúrgang í flotahöfn á Kólaskaga að því er Interfax -fréttastofan greindi... Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 20 orð | 1 mynd

Ísaga fær viðurkenningu

Á ÁRSFUNDI Vinnueftirlits ríkisins afhenti Páll Pétursson félagsmálaráðherra Geir Þ. Zoëga, forstjóra Ísaga, viðurkenningu eftirlitsins ársins 2000 fyrir vinnuverndarstarf innan... Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 55 orð

Jarðskjálftakippir norðan við landið

TUGIR jarðskjálftakippa komu fram á mælum Veðurstofu Íslands í gærmorgun. Skjálftarnir áttu upptök sín á Kolbeinseyjarhrygg um 500 km norðan við landið og voru fjórir stærstu skjálftarnir um 4 á Richterskvarða. Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 254 orð

Kanna bótarétt á hendur tóbaksframleiðendum

JÓN Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og Gunnar G. Meira
18. apríl 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 532 orð

Kópavogsbær leitar bóta og skýringa

BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur samþykkt að krefja Orkuveitu Reykjavíkur skýringa og bóta vegna vandræða sem útfellingar í hitaveituvatni hafa valdið í rekstri Sundlaugar Kópavogs. Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 739 orð | 1 mynd

Leiðbeiningar og sérfræðiþjónusta

Fanny Tryggvadóttir fæddist í Reykjavík 28. nóvember 1967. Hún lauk stúdentsprófi 1986 frá Menntaskólanum á Akureyri og er að skrifa lokaritgerð í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands um þessar mundir. Hún starfaði sem kennari eftir stúdentspróf, hefur stundað tónlistarnám, var framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar æskunnar 1993 til 1996 en er nú framkvæmdastjóri Húsráða, ráðgjafarþjónustu húsfélaga. Fanny er gift Hans Hafsteini Þorvaldssyni vélvirkja og eiga þau eina dóttur. Meira
18. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 265 orð

Leita ógildingar á kyrrsetningu

ÁSAKANIR um misnotkun gengu á báða bóga í forræðisdeilu um "Kúbudrenginn" Elians Gonzalez um helgina. Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Léttklædd við leiki sína

BJARTVIÐRI hefur verið víða á landinu undanfarna daga þótt ekki hafi verið tiltakanlega hlýtt í veðri að sama skapi. Engu að síður líta margir til sólar, ungir sem aldnir, og fagna henni sem aldrei fyrr eftir þungan vetur. Meira
18. apríl 2000 | Akureyri og nágrenni | 137 orð | 1 mynd

Loðnuveiðar á Pollinum

TRILLUKARLAR á Akureyri sem stunda línuveiðar í Eyjafirði brugðu sér á loðnuveiðar á Pollinum í blíðskaparveðri eitt kvöldið fyrir skömmu. Karlarnir voru nokkrir saman á tveimur bátum og drógu á milli sín litla loðnunót. Meira
18. apríl 2000 | Akureyri og nágrenni | 130 orð

Námskeið um jarðfræði Íslands

NÁMSKEIÐIÐ "Jarðfræði Íslands: Eldvirkni og jarðhiti" verður haldið á Akureyri þriðjudaginn 25. apríl og hefst það kl. 20. Á námskeiðinu verður jarðfræði Íslands til umfjöllunar og eldvirkni og saga hennar tekin til umfjöllunar. Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 96 orð

Niðurstöðu að vænta í dag

Fulltrúar Mjólkurfræðingafélags Íslands og SA áttu fund í kjaradeilu félaganna í gær en ekki er gert ráð fyrir tíðindum úr þessum kjaradeilum fyrr en eftir páska. Að sögn Þóris Einarssonar ríkissáttasemjara bíða fundir í öðrum kjaradeilum fram yfir... Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

NÍNA BJÖRK ÁRNADÓTTIR

NÍNA Björk Árnadóttir skáld lést á heimili sínu í Reykjavík síðastliðinn sunnudag, 58 ára að aldri. Nína var fædd að Þóreyjarnúpi í Línakradal í Vestur-Húnavatnssýslu 7. Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 236 orð | 2 myndir

Ný heilsugæslustöð rís í Grafarvogi

SAMNINGUR um byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar í Grafarvogi hefur verið undirritaður og er stefnt að því að hún verði tekin í notkun vorið 2001. Heilsugæslustöðin verður byggð sem einkaframkvæmd og mun Þyrping hf. Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 346 orð

Ofbeldismál og innbrot meðal verkefna

UM helgina voru 56 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og 23 grunaðir um ölvun við akstur. Frekar rólegt var yfir miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöld en hins vegar talsverður erill hjá lögreglu á laugardagskvöld vegna ofbeldismála og annarra verkefna. Meira
18. apríl 2000 | Akureyri og nágrenni | 286 orð

Opið alla páskadagana

SÚ nýbreytni verður hjá Listasafninu á Akureyri að hafa opið alla daga páskahelgarinnar. Hinir fjölmörgu gestir Akureyrarbæjar og heimamenn geta þá notið þess að skoða sýninguna: "Sjónauki II: Barnæska í íslenskri myndlist". Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 1711 orð | 1 mynd

"Bjartir tímar framundan hjá Samfylkingunni"

Formannsefni Samfylkingarinnar, þeir Össur Skarphéðinsson og Tryggvi Harðarson, hafa kynnt áherslumál sín á opnum framboðsfundum víða um land síðustu tvær vikurnar. Arna Schram fylgdist með framboðsfundi þeirra í Reykjavík um helgina og reifar hér það helsta sem fram kom á þeim fundi. Meira
18. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 336 orð | 1 mynd

Rauðu khmerarnir fari fyrir rétt

ALDARFJÓRÐUNGI eftir að Rauðu khmerarnir í Kambódíu rændu völdum og rúmum tveim áratugum eftir að þeim var steypt grúfir skuggi þeirra enn yfir landinu, að sögn Sams Rainsy, sem er leiðtogi stjórnarandstæðinga í landinu. Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 183 orð

Sinueldar slökktir við erfiðar aðstæður

UM 20 manns úr Slökkviliði Borgarness og björgunarsveitinni Brák í Borgarnesi þurfti að kalla til vegna mikilla sinuelda í landi Ánastaða á Mýrum í gær. Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 83 orð

Sjávarútvegssamningur við Rússa staðfestur

RÍKISSTJÓRNIN staðfesti í gærmorgun sjávarútvegssamning Rússa og Íslendinga, sem undirritaður var af sjávarútvegsráðherrum landanna, þeim Yu. P. Sinelnik og Árna M. Mathiesen, hinn 3. apríl sl. Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Skrifað undir samning Samiðnar og SA

SAMTÖK atvinnulífsins (SA) og Samiðn - samband iðnfélaga - skrifuðu á laugardag undir kjarasamning sem gildir frá undirskriftardegi til 1. febrúar 2004, en er uppsegjanlegur ári fyrr. Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 418 orð

Starfsfólki Atlanta boðið upp á meðferð við heilahimnubólgu

STARFSFÓLKI Atlanta, sem kom til Keflavíkurflugvallar í fyrrinótt frá Sádí-Arabíu, var við heimkomuna boðið upp á fyrirbyggjandi meðferð við heilahimnubólgu, en nokkuð hefur borið á henni meðal pílagríma, sem ferðast með flugfélaginu. Meira
18. apríl 2000 | Landsbyggðin | 165 orð | 1 mynd

Tónleikar í kristilegum anda

Hvammstanga -Söngurinn ómaði í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Þar kom fram kór skipaður söngfólki úr kirkjukórum í Húnaþingi vestra og Bæjarhreppi ásamt barnakórum úr Laugarbakkaskóla og Barnaskóla Staðarhrepps. Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 126 orð

Tvöfaldaði verðlaunaféð

RÝRT verðlaunafé á skákmótum varð að umtalsefni á uppskeruhátíð skákfélagsins Hellis um síðustu helgi, en í ræðu Helga Ólafssonar stórmeistara á hátíðinni kom fram að fyrstu verðlaun á Reykjavíkurskákmótinu hefðu skroppið verulega saman á fjórtán árum,... Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 31 orð | 1 mynd

Ungt og leikur sér

ÞEIR Tímon og Snati eru ærslafullir og kátir hvuttar og vildu ólmir bregða á leik í vorsólinni sem skein á höfuðborgarbúa í gær og það var Eygló augljóslega ekki á móti... Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 102 orð

Úthlutun Starfslauna 2000

STARFSLAUN verða veitt í fyrsta skipti úr nýjum Launasjóði fræðiritahöfunda við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í dag kl. 16. Eftir að tilkynnt hefur verið hverjir hljóta starfslaunin árið 2000 flytur Björn Bjarnason menntamálaráðherra ávarp. Meira
18. apríl 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 492 orð

Velti fyrir mér hvort þetta sé vegna mengunar

HREFNA Kristmannsdóttir, jarðefnafræðingur og deildarstjóri á Orkustofnun, hefur unnið að rannsóknum á heitavatnssýnum, sem tekin voru úr forhitara Sundlaugarinnar í Kópavogi. Meira
18. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 293 orð | 1 mynd

Vill aukin samskipti Rússlands við vestræn ríki

VLADÍMÍR Pútín, forseti Rússlands, sagði í gær í London, að Rússar vildu auka samskipti sín við vestræn ríki og stuðla að efnahagsumbótum í því skyni m.a. að laða að erlenda fjárfesta. Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 270 orð | 1 mynd

Þetta er alveg yndislegt "apparat"

FLOGIÐ var beint frá Keflavík til Höfðaborgar í Suður-Afríku á sunnudag og var þetta lengsta beina flug sem farið hefur verið með íslenska farþegavél frá Íslandi, en flugið tók rúmlega 12 og hálfa klukkustund. Meira
18. apríl 2000 | Miðopna | 1824 orð | 1 mynd

Þjóðerni fjárfesta skiptir ekki máli heldur arðsemi verkefnisins

Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar og formaður samráðsnefndar stjórnvalda, Landsvirkjunar og fjárfesta um stóriðjumál, segir ekki rétt að legið hafi í loftinu að 120 þúsund tonna álver við Reyðarfjörð væri óhagkvæmt. Hann sagði við Björn Inga Hrafnsson að andstaðan hér á landi við Fljótsdalsvirkjun hafi skipt máli, en ekki ráðið úrslitum. Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

ÞÓRA EINARSDÓTTIR

ÞÓRA Einarsdóttir lést á dvalarheimilinu Seljahlíð föstudaginn 14. apríl sl., 87 ára að aldri. Þóra var hvatamaður að stofnun Félagssamtakanna Verndar og var formaður samtakanna yfir 20 ár. Meira
18. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 124 orð

Össur og Tryggvi í Borgarnesi

ÖSSUR Skarphéðinsson og Tryggvi Harðarson, formannsefni Samfylkingarinnar, verða á opnum framboðsfundi á Mótel Venus við Borgarfjarðarbrú þriðjudaginn 18. apríl kl 20.30. Meira

Ritstjórnargreinar

18. apríl 2000 | Staksteinar | 340 orð | 2 myndir

Ísland og ESB

ÍSLENZKT atvinnulíf þarf á því að halda, að tekin verði upp afdráttarlaus stefna, sem tengir Ísland sterkum böndum við eitt myntsvæði. Þetta segir í Viðskiptablaðinu. Meira
18. apríl 2000 | Leiðarar | 640 orð

VELFERÐ BARNA OG UNGLINGA

ÆSKAN er fjöregg lands og þjóðar og því skiptir öllu máli, að vel sé búið að börnum og unglingum og velferð þeirra tryggð. Meira

Menning

18. apríl 2000 | Menningarlíf | 1105 orð | 1 mynd

Að þjóðin fái þekkt sig betur við aldaskil

Ritið Kristni á Íslandi kom út fyrir fáeinum dögum en það spannar kristnisögu Íslands allt frá upphafi til okkar daga. Birna Anna Björnsdóttir sat málþing Alþingis og Háskólans á Akureyri og hlýddi meðal annars á fyrstu viðbrögð fræðimanna við verkinu. Meira
18. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 160 orð | 1 mynd

Afmæli að Útsölum

ÓLÖF Pálsdóttir myndhöggvari varð áttræð á föstudaginn og hélt af því tilefni afmælisboð á heimili sínu að Útsölum á Seltjarnarnesi. Meira
18. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 55 orð | 3 myndir

Á móti sól í Vík

HLJÓMSVEITIN Á móti sól spilaði á unglingadansleik í Leikskálum í Vík í Mýrdal, en þetta var ein af uppákomum kirkjulistaviku á svæðinu. Mikið stuð var á ballinu, eins og myndirnar sýna, og bæði dansað og sungið með hljómsveitinni. Meira
18. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 235 orð | 1 mynd

Björk vinnur að bók um feril sinn

BJÖRK Guðmundsdóttir vinnur nú að bók um feril sinn. Í bókinni verða m.a. Meira
18. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 316 orð | 2 myndir

Búðarkassahetjur

Clerks: (the comic books) eftir Kevin Smith. Teiknarar eru Jim Mahfood, Phil Hester og Ande Parks. Oni press gefur út. Samansafn af þremur áður útgefnum smásögum byggðum á kvikmyndinni Clerks. Fæst í myndasöguverslun Nexus IV. Meira
18. apríl 2000 | Leiklist | 541 orð

Ertu sátt, Guðríður?

Höfundur og leikstjóri: Jón Ormar Ormsson. Leikmynd og búningar: Sigríður Gísladóttir. Leikendur: Bára Jónsdóttir og Vilborg Halldórsdóttir. Miðvikudaginn 12. apríl. Meira
18. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 85 orð | 3 myndir

Fagnaður og funhiti

ÞAÐ var takmarkalaus gleði á Thomsen alla helgina. Á föstudaginn var staðurinn formlega vígður að loknum allróttækum vorhreingerningum og af því tilefni voru viðstaddir dekraðir í bak og fyrir. Meira
18. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 83 orð | 1 mynd

Feðgarnir fögnuðu saman

KRISTINN Björnsson, forstjóri Skeljungs, varð fimmtugur í gær. Á föstudaginn var af því tilefni haldin glæsileg afmælisveisla honum til heiðurs í matsal Skeljungs. Meira
18. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 131 orð | 2 myndir

Fíton fagnar nýjum heimkynnum

AUGLÝSINGASTOFAN Fíton er flutt í eigið húsnæði í Garðastræti 37. Í húsinu er jafnframt nýtt margmiðlunarfyrirtæki, Atómstöðin, sem er að hluta til í eigu Fítons. Af því tilefni var boðið til mikillar veislu á föstudaginn var. Meira
18. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 156 orð | 1 mynd

Framliðið fólk í fyrsta sæti

ÞAÐ þarf ekki sjötta skilningarvitið til að átta sig á vinsældum nýjasta smells leikarans Bruce Willis. Hann situr enn ásamt litla drengnum sem sér drauga á efstu hæð myndbandalistans. Meira
18. apríl 2000 | Skólar/Menntun | 587 orð | 2 myndir

Gagnkvæm nemendaskipti

Menntaskólanemar - Níu nemendur og þrír kennarar úr Agnebergsgymnasiet í Uddevalla í Svíþjóð voru nýlega í ferð hér á landi, en heimsóknin er liður í gagnkvæmum nemendaskiptum sænskra og íslenskra menntaskólanema. Sveinn Guðjónsson hitti ferðalangana að máli og forvitnaðist nánar um nemendaskiptin. Meira
18. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 86 orð | 1 mynd

Hlýjar afmæliskveðjur í Iðnó

FRÚ VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrum forseti íslenska lýðveldisins, varð sjötug á laugardaginn. Meira
18. apríl 2000 | Skólar/Menntun | 750 orð | 2 myndir

Húsnæðið mótist af skólastarfinu

Á málþingi um nýjar leiðir í mótun námsumhverfis, sem haldið var á Hótel Loftleiðum nýverið, kynntu Bruce Jilk arkitekt og Dan Bodette skólastjóri þá leið sem farin er í Minneapolis við hönnun og undirbúning skólabygginga. Meira
18. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 118 orð | 1 mynd

Klístrið vinsælt í Garðinum

Mjög góð aðsókn var að söngleiknum Klístur eða "Grease" sem unglingar í Gerðaskóla settu upp í samkomuhúsinu í bænum með aðstoð æskulýðsnefndar. Meira
18. apríl 2000 | Menningarlíf | 246 orð | 1 mynd

Kór Snælandsskóla á Alparósarhátíðina

KÓR Snælandsskóla í Kópavogi heldur kveðjutónleika í Hjallakirkju í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20, en kórinn fer til Norfolk í Bandaríkjunum til að taka þátt í menningarhátíðinni Alparósarhátíð á miðvikudag. Meira
18. apríl 2000 | Menningarlíf | 72 orð | 1 mynd

Leikhúsdagur í Borgarfirði

SVEINN Einarsson, leikstjóri og rithöfundur, mun halda fyrirlestur í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 18, í safnaðarsal Reykholtskirkju. Meira
18. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 175 orð | 1 mynd

Margþætt saga

Leikstjórn og handrit: M. Night Shyamalan. Aðalhlutverk: Bruce Willis, Haley Joel Osment og Toni Collette. (102 mín.) Bandaríkin, 1999. Myndform. Bönnuð innan 16 ára. Meira
18. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 599 orð | 1 mynd

Minnisstæðast að þora að taka þátt

Jóhanna Ósk Halldórsdóttir er að vestan og lenti í þriðja sæti í Ungfrú Ísland.is. Egill Egilsson mælti sér mót við hana á kuldalegum vordegi í þeim ásetningi að gefa fólki innsýn í undirbúning og þátttöku í slíkri keppni og um væntingar Jóhönnu til framtíðarinnar. Meira
18. apríl 2000 | Menningarlíf | 608 orð | 1 mynd

Nína Björk Árnadóttir

ÞEGAR ég hitti Nínu Björk Árnadóttur síðast var það við útför Guðrúnar Nielsen, móður Alfreðs Flóka. Um Flóka, vin sinn, skrifaði Nína að honum látnum Ævintýrabókina um Alfreð Flóka (1992). Ljóst var að heilsu Nínu hafði hrakað. Meira
18. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 390 orð

NÜRNBERG-RÉTTARHÖLDIN (JUDGEMENT AT NUREMBEG) 1961 Vel...

NÜRNBERG-RÉTTARHÖLDIN (JUDGEMENT AT NUREMBEG) 1961 Vel gerð, skrifuð og leikin mynd um frægustu réttarhöld 20. aldarinnar er réttað var yfir böðlum nasista í Nürnberg árið 1948. Meira
18. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 123 orð | 1 mynd

Of gamlir í bröltið

½ Leikstjóri: Donald Lardner Ward. Handrit: D. L. Ward og Tony Guma. Aðalhlutverk: Jennifer Love Hewitt, Craig Bierko, Amy Brenneman. (93 mín.) Bandaríkin, 1999. Skífan. Öllum leyfð. Meira
18. apríl 2000 | Menningarlíf | 192 orð

Passíusálmasöngur á þjóðlagakvöldi

ÞJÓÐLAGAFÉLAGIÐ í Garðakirkju á Álftanesi efnir til þjóðlagakvölds í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Smári Ólason tónlistarfræðingur fjallar um sönghefð Passíusálmanna, kynnir gömlu lögin við þá af hljóðritum og stjórnar almennum söng gesta. Meira
18. apríl 2000 | Menningarlíf | 356 orð | 1 mynd

"Brot frá liðinni öld"

Opið fimmtudaga til sunnudaga frá 14-18. Til 7 maí. Aðgangur ókeypis. Meira
18. apríl 2000 | Tónlist | 595 orð

"...með ljúfum hreim"

Senjórítukórinn undir stjórn Rutar Magnússon og Söngsveit Hveragerðis undir stjórn Margrétar S. Stefánsdóttur sungu. Píanóleikarar Ástríður Haraldsdóttir og Þórlaug Bjarnadóttir. Einsöngvarar: Margrét S. Stefánsdóttir, Sæmundur Ingibjartsson og Halldór Ólafsson. Laugardag kl. 14.00. Meira
18. apríl 2000 | Menningarlíf | 1291 orð | 1 mynd

"Sérstakar þakkir fær bassinn frá Íslandi"

Davíð Ólafsson bassasöngvari tekur þátt í flutningi Jóhannesarpassíunnar með Mótettukór Hallgrímskirkju á morgun og föstudag. Haraldur Jóhannsson ræddi við Davíð í Vín, þar sem hann starfar. Meira
18. apríl 2000 | Menningarlíf | 80 orð | 1 mynd

Ráðin listrænn stjórnandi Listahátíðar

ÞÓRUNN Sigurðardóttir hefur verið ráðin listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík og hefur hún störf 1. október næstkomandi. Þórunn hefur sinnt margvíslegum menningarmálum, var m.a. Meira
18. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 113 orð | 2 myndir

Rjóminn úr röðum rómanskra leikara og söngvara heiðraður

LISTAMENN af rómönsku bergi brotnir hafa verið einkar áberandi upp á síðkastið. Meira
18. apríl 2000 | Menningarlíf | 166 orð

Sérblað um íslenska menningu

NORSKA dagblaðið Dag og tid gaf út veglegt sérblað um íslenskt menningarlíf 13. apríl síðastliðinn. Í blaðinu voru birt viðtöl við íslenska listamenn og greinar um menningarástand. Meira
18. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 672 orð | 3 myndir

Stanley Kramer

ÞESSU sinni er tekinn fyrir gamall kunningi sem setti mark sitt á kvikmyndaheiminn um og eftir miðja öldina, með ófáum gæðamyndum. Meira
18. apríl 2000 | Tónlist | 484 orð

Stefnir á tímamótum með undrabassa í rassvasanum

Karlakórinn Stefnir söng íslensk og erlend lög. Einsöngvarar með kórnum voru Birgir Hólm Ólafsson, Stefán Jónsson, Björn Ó. Björgvinsson og Ásgeir Eiríksson. Píanóleikari var Sigurður Marteinsson og stjórnandi og einleikari á trompet, Atli Guðlaugsson. Sunnudag kl. 17.00. Meira
18. apríl 2000 | Tónlist | 738 orð

Ungar raddir

Ýmis inn- og erlend lög. Barna- og Unglingakórar Hallgrímskirkju u. stj. Bjarneyjar I. Gunnlaugsdóttur; Graduale-kór Langholtskirkju u. stj. Jóns Stefánssonar; Unglingakór Selfosskirkju u. stj. Margrétar Bóasdóttur; Kór Snælandsskóla u. stj. Heiðrúnar Hákonardóttur. Orgelundirleikur: Hörður Áskelsson, Jón Stefánsson og Jörg Sondermann. Laugardaginn 15. apríl kl. 15. Meira
18. apríl 2000 | Skólar/Menntun | 236 orð | 4 myndir

Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál

Styrkir til vísindaráðstefna árið 2000 Evrópusambandið styrkir vísindaráðstefnur og vinnufundi. Nánari upplýsingar má finna á: www.cordis.lu/improving. Meira
18. apríl 2000 | Menningarlíf | 70 orð

Vorinu til dýrðar

BLESSAÐ vor er yfirskrift vortónleika Samkórs Selfoss sem haldnir verða í Selfosskirkju annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Tónleikarnir eru liður í undirbúningi fyrir ferð kórsins til Ungverjalands í sumar. Á efnisskránni má m.a. Meira
18. apríl 2000 | Menningarlíf | 95 orð

Vorsýning Listdansskóla Íslands

VORSÝNING Listdansskóla Íslands verður á Stóra sviði Borgarleikhússins á morgun, miðvikudag, kl. 20. Á sýningunni koma fram allir nemendur skólans og hafa þeir verið á annað hundrað í vetur. Meira
18. apríl 2000 | Menningarlíf | 45 orð

Vortónleikar Rangæingakórsins

RANGÆINGAKÓRINN í Reykjavík heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Einsöng með kórnum syngja Elín Ósk Óskardóttir, Kjartan Ólafsson og Gissur Páll Gissurarson. Meira

Umræðan

18. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 21 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 18. apríl, verður fimmtug Ingibjörg Friðriksdóttir, sjúkraliði, Seljabraut 32, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Helgi Bjarnason,... Meira
18. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 67 orð

BARMAHLÍÐ

Hlíðin mín fríða! Hjalla meður græna, blágresið blíða, berjalautu væna. Á þér ástar augu ungur réð eg festa, blómmóðir bezta! Meira
18. apríl 2000 | Aðsent efni | 114 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 13. apríl lauk tveggja kvölda páskaeggjatvímenningi með þátttöku 18 para og fóru leikar þannig: Ragnar Björnsson - Sigurður Sigurjónss. 390 Erla Sigurjónsd. - Dröfn Guðmundsd. Meira
18. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 24 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. apríl sl. í Hafnarfjarðarkirkju af sr. Þórhalli Heimissyni Sigríður Ósk Jónsdóttir og Róbert Magnússon . Heimili þeirra er á Suðurbraut... Meira
18. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 441 orð

Döpur sjónvarpsdagskrá

ER EKKI fullsnemmt fyrir Ríkissjónvarpið að vísa landsmönnum út í sólina og birtuna með því að halda að okkur þessari ömurlegu dagskrá? Það er eins og þeim sé öllum lokið þar á bæ og hafi lagt árar í bát og séu komnir í áskrift á 3. Meira
18. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 382 orð

Erfitt reynist bækluðum að bíða!

SÁ SEM þjáist vegna bæklunar sinnar og veit að til eru ráð til þess að fá bót meins síns getur átt erfitt með að bíða eftir hjálp. Meira
18. apríl 2000 | Aðsent efni | 944 orð | 1 mynd

Framkvæmd laga um mat á umhverfisáhrifum

Matsferlið hér á landi, segir Ingimar Sigurðsson, styðst að öllu leyti við tilskipun Evrópusambandsins frá 1985. Meira
18. apríl 2000 | Aðsent efni | 107 orð

Heimamenn sigruðu í svæðismóti Norðurlands eystra...

Heimamenn sigruðu í svæðismóti Norðurlands eystra Svæðismót Norðurlands eystra í tvímenningi var spilað 8. apríl á Húsavík með barometer-fyrirkomulagi. Sigurvegarar urðu Guðmundur Halldórsson og Hlynur Angantýsson, B.H. sem hlutu 37 stig. Meira
18. apríl 2000 | Aðsent efni | 877 orð | 1 mynd

Helgi Áss skákmaður Hellis 1999

14. apríl 2000 Meira
18. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 551 orð

Mengun

Í MORGUNBLAÐINU 13. apríl sl. er fróðleg grein um sjókvíaeldi á laxi eftir Guðmund Val Stefánsson. Ein setning þótti mér vera nokkuð tvíræð "sem er mengun frá iðnaðarsvæðum Evrópu" (í Mið-Evrópu Ruhr og víðar?). Meira
18. apríl 2000 | Aðsent efni | 962 orð | 1 mynd

Mikilvægt skref fyrir foreldra á vinnumarkaði

Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar, segir Halldór Grönvold, felast mikilvægar réttarbætur fyrir foreldra á vinnumarkaði. Meira
18. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 65 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup,...

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Meira
18. apríl 2000 | Aðsent efni | 680 orð | 1 mynd

Náttúran njóti vafans

Það er til lítils að bíða þar til skaðinn er skeður og ætla þá að bregðast við honum, segir Orri Vigfússon. Slíkt er fífldirfska. Meira
18. apríl 2000 | Aðsent efni | 979 orð | 1 mynd

Tap- og gróðauppgjör ESB-aðildar

Enginn veit, segir Hannes Jónsson, hvernig ESB verður eftir breytingarnar. Meira
18. apríl 2000 | Aðsent efni | 969 orð | 2 myndir

Verðþróun á íslensku grænmeti - Bakarinn og smiðurinn

Samvinna með stjórnvöldum, afurðasölufyrirtækjum og versluninni er mikilvæg til þess, segir Unnsteinn Eggertsson, að koma á sambærilegum rekstrarskilyrðum. Meira
18. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 487 orð

ÞAÐ er árviss vorboði þegar borgarstarfsmenn...

ÞAÐ er árviss vorboði þegar borgarstarfsmenn og verktakar byrja að gera við malbiksskemmdir á götum borgarinnar. Þær eru víða illa farnar eftir veturinn. Meira

Minningargreinar

18. apríl 2000 | Minningargreinar | 614 orð | 1 mynd

ERNST P. SIGURÐSSON

Ernst P. Sigurðsson fæddist á Ísafirði 6. ágúst 1918. Hann lést á Selfossi í Árnessýslu miðvikudaginn 5. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Sigurðsson kaupmaður og kona hans Peta Kristine Petersen. Eiginkona hans 26.12. Meira  Kaupa minningabók
18. apríl 2000 | Minningargreinar | 176 orð

FRITS TEICH-ERT

Frits Teichert fæddist 7. maí 1925. Hann lést á sjúkrahúsi í S.-Jótlandi 4. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kliplev Kirke á S.-Jótlandi 11. apríl. Meira  Kaupa minningabók
18. apríl 2000 | Minningargreinar | 1030 orð | 1 mynd

ÞORSTEINN HÖRÐUR BJÖRNSSON

Þorsteinn Hörður Björnsson vélfræðingur fæddist í Reykjavík 2. júní 1926. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 28. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björn Kristján Gottskálksson, útgerðarmaður, fæddur á Stakkhamri í Miklaholtshreppi 1. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

18. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 504 orð | 1 mynd

Aukinn áhugi erlendis á íslenskum fjármálamarkaði

Erlendir fjárfestar hafa í vaxandi mæli beint sjónum sínum að íslenskum fjármálamarkaði undanfarin misseri. Þetta heyrði Sigrún Davíðsdóttir á kynningarfundi Kaupþings í Lúxemborg í gær. Meira
18. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 168 orð

Baugur leigir húsnæði fyrir Debenhams í Svíþjóð

BAUGUR hefur tekið á leigu níu þúsund og fimm hundruð fermetra húsnæði í Klara Zenit-byggingunni í miðborg Stokkhólms og hyggst opna þar Debenhams-verslun haustið 2002 þegar byggingin verður fullkláruð. Meira
18. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 691 orð | 1 mynd

Ekki nóg að bjóða þjónustu heima fyrir

MAGNÚS Guðmundsson, bankastjóri Kaupthing Bank Luxembourg, leggur áherslu á að Kaupþing sé ekki aðeins þjónustuaðili við íslensk fyrirtæki, heldur taki það þátt í samkeppni á alþjóðlegum fjármálavettvangi. Meira
18. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 1640 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 17.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 17.04.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kíló) Heildar- verð (kr.) ALLIR MARKAÐIR Annar afli 80 50 64 3.843 246.020 Blálanga 80 20 37 159 5.840 Grálúða 170 100 166 705 116.700 Grásleppa 20 20 20 226 4. Meira
18. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
18. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 232 orð | 1 mynd

Fyrsta skrefið yfir í þriðju kynslóð farsíma

FULLTRÚAR Tals hf. og Nortel Networks undirrituðu í gær samning um kaup og uppsetningu á búnaði til að gera háhraða þráðlausa gagnaflutninga mögulega í GSM-kerfi Tals. Meira
18. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 216 orð | 1 mynd

Fær Mýrargata 26 nýtt hlutverk?

VIÐRÆÐUR eru í gangi um kaup nokkurra iðnaðarmanna á húseigninni Mýrargötu 26 í Vesturbæ Reykjavíkur. Fasteignasalan Frón annast söluna og segir Finnbogi Kristjánsson fasteignasali að líklegt kaupverð hlaupi á hundruðum milljóna króna. Meira
18. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 334 orð

Lækkun á hlutabréfum 24 fyrirtækja á VÞÍ

ÚRVALSVÍSITALA hlutabréfa á Verðbréfaþingi Íslands lækkaði um 2,89% í gær og var við lok viðskipta 1.696 stig. Hlutabréf 24 fyrirtækja á aðallista VÞÍ lækkuðu en bréf tveggja hækkuðu. Viðskipti með hlutabréf á VÞÍ í gær námu alls 549 milljónum króna. Meira
18. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 188 orð

Nasdaq hækkar aftur

NASDAQ-hlutabréfavísitalan í Bandaríkjunum hækkaði um 6,3% í gær eftir miklar lækkanir undanfarna daga og var við lok viðskipta 3.531 stig. Dow Jones-vísitalan hækkaði um 2,5% og endaði í 10.568 stigum. Meira
18. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 58 orð

Netverk í viðræðum við erlenda fjárfesta

TÆKNIFYRIRTÆKIÐ Netverk hefur átt í viðræðum við erlenda fjárfesta um kaup á hlutafé í fyrirtækinu. Netverk sendi frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem segir að um sé að ræða samningaviðræður um kaup á nokkurra milljóna dollara hlut í fyrirtækinu. Meira
18. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 62 orð

Nýr útibússtjóri Íslandsbanka Akureyri

Ingi Björnsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Stáltaks, hefur sagt upp störfum hjá félaginu. Meira
18. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 136 orð

Tap hjá Íslandspósti

TAP varð af rekstri Íslandspósts hf. á síðasta ári sem nemur 59 milljónum króna. Tap af reglulegri starfsemi nam 98 milljónum króna. Annað starfsár Íslandspósts hf. Meira
18. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 74 orð

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá...

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. mars '00 3 mán. RV00-0620 10,74 - 5-6 mán. RV00-0817 10,50 - 11-12 mán. Meira
18. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 83 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 17.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 17.4.2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síðasta meðalv. Meira

Daglegt líf

18. apríl 2000 | Neytendur | 285 orð | 1 mynd

Framsetningu verðkannana breytt

AÐSTANDENDUR Samstarfsverkefnis Neytendasamtakanna og ASÍ á höfuðborgarsvæðinu harma það hversu auðvelt er að misskilja framsetningu á niðurstöðum verðkönnunar verkefnisins, sem birtar voru í síðustu viku, og biðjast velvirðingar á að villa skuli hafa... Meira
18. apríl 2000 | Neytendur | 77 orð | 1 mynd

Kaffi í tilefni árþúsundamóta

Kaffitár setti nýlega á markað kaffi í tilefni árþúsundamótanna. Kaffið fékk nafnið Tíaldarkaffi og er eingöngu selt í verslunum Kaffitárs í Kringlunni og í Bankastræti. Meira
18. apríl 2000 | Neytendur | 559 orð | 1 mynd

Nýkaup kannar réttarstöðu sína

NÝKAUP kannar réttarstöðu sínavegna þess hvernig niðurstöður verðkönnunar Samstarfsverkefnis Neytendasamtakanna og ASÍ-félaga á höfuðborgarsvæðinu voru kynntar í fjölmiðlum í lok síðustu viku. Meira
18. apríl 2000 | Neytendur | 20 orð | 1 mynd

Nýr dreifingaraðili

Armand heildverslun ehf., Nethyl 2 í Reykjavík, hefur tekið að sér að flytja inn Mask-háralitinn frá Daviness og dreifa til... Meira
18. apríl 2000 | Neytendur | 181 orð

Villa í úrvinnslu talna

VILLA kom fram í úrvinnslu talna úr verðkönnun Samstarfverkefnis Neytendasamtakanna og ASÍ félaga á höfuðborgarsvæðinu, sem kynnt var í fjölmiðlum síðastliðinn föstudag. Meira

Fastir þættir

18. apríl 2000 | Fastir þættir | 902 orð

Á annað hundrað í keppni á Fákssvæðinu

FÁKSMENN héldu á föstudag og laugardag svokallað nýhestamót sem er opið og hugsað fyrir þau hross sem ekki hafa unnið til verðlauna á íþróttamótum áður. Keppt var í fjór- og fimmgangi en einnig var keppt í tölti þar sem öllum var heimil þátttaka. Meira
18. apríl 2000 | Fastir þættir | 257 orð

BRIDS - Umsjón Guðm. Páll Arnarsson

SJÓNARHORNIN í vörninni eru tvö og því gerist það oft að rétta vörnin blasir við öðrum varnarspilaranum en er hinum gjörsamlega hulin. Í slíkum tilfellum er það meginverkefni "sjáandans" að vísa makker veginn. Norður gefur; allir á hættu. Meira
18. apríl 2000 | Fastir þættir | 762 orð | 2 myndir

Fagmennska og fróðleikur

Framúrstefna og frumleiki hefur oft og tíðum ráðið ferðinni hjá félögum í Félagi tamningmanna á þeim 30 árum sem félagið hefur starfað. FT-menn hafa verið drjúgir í að móta stefnu og strauma í reiðmennskunni en um helgina stóð félagið fyrir nýstárlegri sýningu í Reiðhöllinni þar sem bryddað var upp á ýmsu nýju. Valdimar Kristinsson tölti upp í reiðhöll og fylgdist með herlegheitunum. Meira
18. apríl 2000 | Viðhorf | 948 orð

Hundrað ára einsemd

Fyrir utan farsíma sem gekk fyrir rafhlöðum og stöku heimsókn var stúlkan ein í skóginum, ein á palli, ein í heiminum. Og það þykja ekki litlar fréttir á gervihnattaöld. Meira
18. apríl 2000 | Dagbók | 589 orð

(Mark. 3, 5.)

Í dag er þriðjudagur 18. apríl, 109. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Og hann leit í kring á þá með reiði, sárhryggur yfir harðúð hjartna þeirra, og sagði við manninn: "Réttu fram hönd þína." Hann rétti fram höndina, og hún varð heil. Meira
18. apríl 2000 | Fastir þættir | 173 orð

Mótafjöld og útreiðar um páskana

FYRIR utan fjörlegar útreiðar verður mikill fjöldi móta um páskana. Gustur í Kópavogi ríður á vaðið með Dymbilvikusýningu í reiðhöllinni í Glaðheimum á miðvikudagskvöld. Meira

Íþróttir

18. apríl 2000 | Íþróttir | 112 orð

1:0 Bjarni Guðjónsson sendi boltann frá...

1:0 Bjarni Guðjónsson sendi boltann frá hægra kanti inn á vítateig Bristol City, á Arnar Gunnlaugsson. Varnarmaður náði að renna boltanum frá honum en beint á Graham Kavanagh sem var rétt utan vítateigs. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 141 orð

Albert leikur með Grindavík

ALBERT Sævarsson markvörður hefur náð samkomulagi við knattspyrnudeild Grindavíkur og GK 99, nýstofnað hlutafélag um eflingu knattspyrnunnar í Grindavík, um að leika í marki Grindvíkinga í sumar. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 231 orð | 2 myndir

Andrésar-leikar í aldarfjórðung

PÁSKARNIR koma alltaf ár hvert þótt ekki séu þeir eins rækilega skorðaðir í tímatalinu og jólin. Í hugum margra eru Andrésar andar-leikarnir á skíðum jafn árvissir og páskarnir enda er þessi skíðahátíð barna haldin nálægt hinum helgu dögum kristinna manna og hefur svo verið undanfarinn aldarfjórðung. Um síðustu helgi fóru 25. leikarnir fram á Akureyri. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 108 orð

Aron og félagar í Skjern úr...

Aron og félagar í Skjern úr leik Síðasta umferðin í dönsku deildarkeppninni í handknattleik fór fram um helgina. Dönsku meistararnir frá Skjern gerðu jafntefli á útivelli við KIF Kolding, 20-20. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 662 orð | 1 mynd

Á réttri leið undir stjórn Íslendinganna

NIGEL Pearson, aðstoðarþjálfari Stoke City, er ekki í vafa um að bikarsigurinn á sunnudag sé aðeins fyrsta skrefið í mikilli uppbyggingu hjá félaginu sem hófst með yfirtöku Íslendinganna í vetur. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið eftir sigurinn á Bristol City á sunnudaginn að mjög bjartir tímar væru framundan hjá félaginu og hann hefði trú á að það gæti farið alla leið í vor og unnið sér sæti í 1. deild. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 438 orð

Bayern tapaði í Bæjaraorrustunni

BAYERN München fór illa út úr leik helgarinnar við erkifjendur sína og nágranna 1860 München. Tapaði liðið ekki aðeins leiknum, 2:1, heldur varð um leið af forystunni í deildinni. Þess utan slasaðist Stefan Effenberg og leikur sennilega ekki meira á þessu tímabili. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 11 orð

Bikarúrslit: Karlar: ÍS - Þróttur Rvk.

Bikarúrslit: Karlar: ÍS - Þróttur Rvk. 3:1 (25:23, 25:18, 20:25, 25:23) Konur: Þróttur Nsk. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 302 orð | 1 mynd

BJARNI Guðjónsson var greinilega ákafur í...

BJARNI Guðjónsson var greinilega ákafur í að komast inn á völlinn fræga. Hann hljóp fyrstur leikmanna inn á Wembley í upphituninni og lék einn hring um völlinn með boltann. BJARNI kunni líka manna best við sig í fagnaðarlátunum eftir leikinn. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 133 orð

Breytt fyrirkomulag

BREYTING verður gerð á heimsmeistaramótinu á næsta ári. Í stað þess að leika í a, b, c og d deildum líkt og nú er gert verður A-deildin áfram með 16 bestu liðunum og síðan verður 1. og 2. deild þar sem 12 lið verða í hvorri deild. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 214 orð | 1 mynd

Dagur sagði í samtali við Morgunblaðið...

DAGUR Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, mun yfirgefa Wuppertal að þessu leiktímabili loknu og halda til Japan. Dagur hefur þegar skrifað undir tveggja ára samning við Wakanuka frá Hiroshima. Félagið er styrkt af samnefndu lyfjafyrirtæki, Wakanuka, og er atvinnulið. Í japönsku 1. deildinni leika aðeins átta lið svo það mun verða mun minna álag hjá Degi en verið hefur í hinni geysihörðu þýsku deild. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 22 orð

Deildarbikarkeppnin A-riðill karla : Léttir -...

Deildarbikarkeppnin A-riðill karla : Léttir - Haukar 1:2 Engilbert Friðfinnsson - Brynjar Gestsson, Ómar Karl Sigurðsson. D-riðill karla: Stjarnan - KÍB 5:0 F-riðill karla: KFS - Leiknir 0:1 - Bjarki Már Flosason. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 120 orð

Eiður ekki á förum til Villa

SAM Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, segir á fréttavefnum Team talk í gær ekkert vera hæft í því að Eiður Smári Guðjohnsen sé á leið frá félaginu. Um helgina var frá því greint á sama stað að Aston Villa væri að undirbúa tilboð í Eið Smára. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 200 orð

Einhver óvæntustu úrslit snókersögunnar urðu í...

Einhver óvæntustu úrslit snókersögunnar urðu í fyrsta leik heimsmeistaramótsins í Crucible-leikhúsinu í Sheffield á laugardagskvöldið. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 802 orð | 1 mynd

Ekkert fær Man. Utd. stöðvað

LÍNUReru farnar að skýrast í úrvalsdeild ensku knattspyrnunnar. Manchester United hefur 12 stiga forskot á Liverpool og getur tryggt sér sigur með góðum árangri í næstu tveimur leikjum í deildinni. Allt gengur hins vegar á afturfótunum hjá Leeds, sem barðist lengi vel um efsta sætið. Liðið hefur tapað sex leikjum í röð og David O'Leary knattspyrnustjóri liðsins óttast að liðið standi með hendur tómar í lok leiktíðar. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 329 orð | 1 mynd

Ekki bestur á pappírnum

"ÞETTA var góður dagur hjá mér," sagði Bjarni Skúlason í UMFS eftir sigur í -81 kílóa flokki og sigur í opnum flokki en langminnugir júdómenn segja að aldrei hafi eins léttur maður unnið í flokki þar sem allir þeir þyngstu taka þátt. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 286 orð

Ekki verið rætt við Bjarka

Það hefur legið fyrir um nokkurn tíma að Skúli myndi ekki þjálfa lið okkar áfram. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 804 orð | 1 mynd

Erik Veje missti stjórn á skapi sínu og sló tímavörð

GÍFURLEG spenna er nú í þýska handboltanum hvort sem er á toppi eða á botni. Ótrúleg úrslit litu dagsins ljós um helgina og fóru Flensburgarmenn heldur en ekki illa að ráði sínu þegar liðið tapaði óvænt stigi gegn Nettelsted á útivelli, 23:23. Nordhorn hafði nánast fært Flensburg titilinn þegar liðið vann Kiel á útivelli í frábærum sýningarleik og þar með var Flensburg komið með þriggja stiga forystu þegar fjórar umferðir voru eftir af deildarkeppninni. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 281 orð

Ég er mjög ánægður með árangurinn...

Ég er mjög ánægður með árangurinn enda var stefnan sett á fjórða til sjötta sætið og við urðum í því fimmta þannig að við náðum því marki sem við settum okkur," sagði Heiðar Ingi Ágústsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í íshokkí, eftir síðasta... Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 174 orð | 1 mynd

FIMLEIKAMAÐURINN Rúnar Alexandersson keppti um helgina...

FIMLEIKAMAÐURINN Rúnar Alexandersson keppti um helgina á heimsbikarmóti í Glasgow og varð í öðru sæti á bogahesti. Hann hlaut einkunnina 9,737 stig fyrir æfingar sínar en Rúmeninn Maríus Uniga sigraði. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 136 orð | 1 mynd

FIMM erlendir leikmenn eru í karlaliði...

FIMM erlendir leikmenn eru í karlaliði ÍS í blaki og í leiknum á laugardaginn voru þeir í meirihluta því í liðinu voru aðeins fjórir Íslendingar. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 238 orð

Fimm heimsmeistarar með í Sheffield

HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í snóker var haldið í fyrsta skipti í Birmingham árið 1927. Í hálfa öld átti það ekki fastan samastað, var haldið víða um England, en frá 1977 hefur það farið fram í Crucible-leikhúsinu í Sheffield. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 112 orð | 1 mynd

Færið ömurlegt

JÓN Svavar Árnason og Frans Veigar Garðarsson eru ekki langt að komnir, þeir eru báðir Akureyringar og voru að fylgjast með verðlaunaafhendingu á laugardagskvöldið. Þeir sögðu að þetta hefði bara gengið ágætlega hjá þeim. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 50 orð

Garðar til reynslu hjá Stoke

GARÐAR Bergmann Gunnlaugsson, 17 ára knattspyrnumaður frá Akranesi, kom til Stoke City um helgina og verður til reynslu hjá félaginu fram yfir páska. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 83 orð

Grindavík - KR 67:64 Íþróttahúsið í...

Grindavík - KR 67:64 Íþróttahúsið í Grindavík, Íslandsmót karla í körfuknattleik. Mánudaginn 17. apríl 2000. Fyrsti leikur liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Gangur leiksins: 2:8, 15:10, 20:23, 27:26, 31:28, 40:41, 48:46, 60:57, 64:60, 67:64. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 41 orð

Guðjón mundi eftir Matthews

BLÖÐ í Englandi hrósa Guðjóni Þórðarsyni mikið fyrir að hafa munað eftir Sir Stanley Matthews, einum fræknasta knattspyrnumanni Stoke og vinsælasta leikmanni Englands, sem lést í vetur. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 97 orð

Helgi með sigurmark Panathinaikos

HELGI Sigurðsson var hetja Panathinaikos er hann gerði sigurmark leiksins í 3:2-sigri gegn OFI í Grikklandi. Helgi kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og gerði sigurmarkið á 90. mínútu. Hann hefur gert níu mörk með félaginu í vetur. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 210 orð | 1 mynd

HJÁLMUR Dór Hjálmsson , leikmaður með...

HJÁLMUR Dór Hjálmsson , leikmaður með yngri flokkum ÍA, er farinn til hollenska fyrstudeildarliðsins Heerenveen , en þar verður hann við æfingar í vikutíma. Hjálmur, sem er 18 ára, hefur leikið með 16 ára landsliðinu. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 89 orð

HK vill fá Sigurð

HK-ingar hafa rætt við Sigurð Gunnarsson um að þjálfa handknattleikslið félagsins næsta vetur. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Sigurður ekki geta neitað því að Kópavogsliðið hefði rætt við sig. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 29 orð

HM landsliða - D-riðill Belgía -...

HM landsliða - D-riðill Belgía - Ísrael 1:1 Ísrael - Ástralía 9:3 Suður-Afríka - Ísland 9:3 Ísland - Nýja-Sjáland 6:3 Mexíkó - Tyrkland 5:2 Tyrkland - Lúxemborg 5:7 Röð liða varð því eftirfarandi: Ísrael, Belgía, Ástralía, Suður-Afríka, ÍSLAND,... Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 280 orð | 1 mynd

Íshokkíliðið náði markmiðinu

ÍSLENSKA karlalandsliðið í íshokkí sigraði Nýsjálendinga 6:3 í síðasta leik sínum í D-riðli heimsmeistaramótsins sem leikinn var hér á landi og lauk um helgina. Íslendingar enduðu þar með í fimmta sæti og mega vel við una, því þeir náðu því sem stefnt var að. Liðið lék á stundum mjög vel og sigurinn á sunnudaginn var sætur eftir slæmt tap fyrir Suður-Afríku á laugardaginn. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 113 orð

Íslandsmótið Opinn flokkur karla 1.

Íslandsmótið Opinn flokkur karla 1.Bjarni Skúlason, UMFS 2.Þorvaldur Blöndal, Ármanni 3.Gísli Jón Magnússon, Ármanni 3.Ásmundur Steindórson, KA Opinn flokkur kvenna 1.Gígja Gunnarsdóttir, KA 2.Gígja Guðbrandsdóttir, JFR 3.Sólborg Heimisdóttir, JFR 3. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 203 orð

Íslenska unglingalandsliðið í körfuknattleik var aðeins...

Íslenska unglingalandsliðið í körfuknattleik var aðeins hársbreidd frá því að komast í hóp 12 bestu þjóða Evrópu á EM í Þýskalandi. Liðið tapaði síðasta leiknum á mótinu fyrir Lettum, 59:66, og varð í fjórða sæti riðilsins en þrjú efstu komust áfram. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 261 orð | 1 mynd

ÍSLENSKI fáninn blakti á nokkrum stöðum...

ÍSLENSKI fáninn blakti á nokkrum stöðum á vellinum og sá írski var líka hér og þar, enda þrír írskir leikmenn í byrjunarliði Stoke. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 408 orð

Ítalía Bari - Lecce 3:1 -...

Ítalía Bari - Lecce 3:1 - Gionatha Spinesi 3., Yskel Osmanovski 12., Antonio Cassano 33. - David Sesa 79., vítasp. - 30.000. Cagliari - Reggina 0:1 - Francesco Cozza 44. - 12.000. Internazionale - Juventus 1:2 Clarence Seedorf 83. - Darko Kovacevic 55. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 205 orð

Jones undir 50 sekúndum

BANDARÍSKA hlaupakonan Marion Jones sýndi það um helgina að hún á erindi í boðhlaupssveit þjóðar sinnar í 4x400 m boðhlaupi á Ólympíuleikunum í Sydney. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 700 orð

Keppt var í 6 þyngdarflokkum karla...

OFT hefur brunnið við að úrslit á júdómótum séu eftir bókinni þar sem reyndari og þyngri menn hafa þá léttari undir en því var ekki svo farið á Íslandsmeistaramótinu um helgina þegar menn "hvolfdu sér reyndari mönnum" eins og júdómenn orðuðu... Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 181 orð

Knattspyrnureglunum breytt

SMÁVÆGILEGAR breytingar hafa verið gerðar á knattspyrnureglunum og taka þær gildi hér á landi við upphaf Íslandsmótsins þriðjudaginn 16. maí. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 452 orð

Kom í mark á öðrum fæti

MARTHA Ernstdóttir, hlaupakona úr ÍR, náði á sunnudaginn lágmarki til þátttöku í maraþonhlaupi á Ólympíuleikunum, sem fram fara í Sydney í Ástralíu seinni hluta september. Varð hún í áttunda sæti í alþjóðlegu maraþonhlaupi í Hamborg í Þýskalandi, kom í mark á 2:39,58 klst, en lágmarkið er 2:45,00. Er Martha þar með fyrsti íslenski hlauparinn sem vinnur sér rétt til keppni í maraþonhlaupi á Ólympíuleikum. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 122 orð | 1 mynd

Kristinn var undanfari

BRÆÐURNIR Garðar Gíslason (9 ára) og Pálmar Gíslason (8 ára) og félagi þeirra, Bergsteinn Ægisson (9 ára), koma frá Breiðabliki í Kópavogi. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 92 orð

Kynnist alls konar krökkum

BENEDIKT Snorri Hallgrímsson frá Ólafsfirði sagðist hafa verið að keppa í svigi og stórsvigi og hafa lent í níunda sæti á föstudag og aðeins neðar á laugardag. Hann er tíu ára en alveg að verða ellefu. Hefurðu keppt áður á þessum leikum? Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 255 orð

Leikir refsins

"MÍN tilfinning fyrir úrslitaeinvíginu er sú að Fram vinni þrjá leiki en Haukar einn, en auðvitað getur svo sem brugðið til beggja vona," segir Jón Kristjánsson, þjálfari ÍR, um úrslitaeinvígi Fram og Hauka um Íslandsmeistaratitil karla, sem hefst í íþróttahúsi Fram í kvöld. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 73 orð

Lokeren fylgdist með Rúnari

ÚTSENDARI frá belgíska félaginu Lokeren var á leik Lilleström og Viking í Stafangri á laugardaginn í þeim tilgangi að fylgjast með Rúnari Kristinssyni, leikmanni Lilleström. Þetta kom fram í Stavanger Aftenblad í gær. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 74 orð

Lögsókn vegna lyfjanotkunnar

SJÖ íþróttamenn sem kepptu fyrir A-Þýskaland ætla að höfða mál á hendur þjálfurum og læknum fyrir að neyða þá til þess að taka ólögleg lyf meðan þeir æfðu íþróttir sínar. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 293 orð | 1 mynd

Magnaðar móttökur í Stoke

GUÐJÓN Þórðarson, knattspyrnustjóri Stoke City, og Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður félagsins, voru ákaft hylltir í gærkvöld þegar þeir ávörpuðu 12 þúsund stuðningsmenn á hinum glæsilega Britannia-leikvangi í ensku miðlandaborginni Stoke-on-Trent. Þeir voru mættir þar ásamt leikmönnum Stoke City og sýndu skjöldinn sem félagið vann á Wembley í London á sunnudaginn með því að sigra Bristol City, 2:1, í úrslitaleiknum í bikarkeppni neðrideildarliða. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 480 orð

Mér fannst við leika áberandi vel...

"NEI, þetta var ekki auðvelt, í það minnsta ekki fyrir mig þar sem ég var fyrir utan allan leikinn og leið alveg hrikalega," sagði Guðmundur Helgi Þorsteinsson, fyrirliði ÍS, eftir sigurinn á Þrótti. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 205 orð | 1 mynd

Mér sýnist flest benda til þess...

Mér sýnist flest benda til þess að ég verði ekki með í fyrsta leiknum," sagði Óskar Ármannsson, leikmaður Hauka, um hvort hann leiki með félögum sínum í fyrsta úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik, sem fram fer í kvöld í... Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 1028 orð | 2 myndir

Ný reynsla og mikil sælutilfinning

KRINGUMSTÆÐUR í dag voru allar mjög sérstakar og ánægjulegar og ég er mjögstoltur af því að hafa sigrað á Wembley og það fylgdi því mikil sælutilfinning að hampa titlinum. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 104 orð

Petrún stóð í ströngu

PETRÚN Jónsdóttir, sem er driffjöðrin í kvennablakinu á Neskaupstað, stóð í ströngu um helgina. Eftir að hafa fagnað sigri á laugardag hélt hún heim um kvöldið og á sunnudaginn var ferming hjá henni, en sonur hennar, Jón Gunnar , var þá fermdur. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 69 orð

Shilton hældi Guðjóni

PETER Shilton, landsliðsmarkvörður Englands um langt árabil sem lék um tíma með Stoke, hældi Guðjóni Þórðarsyni á hvert reipi í viðtali á sjónvarpsstöðinni Sky Sports 2 , sem sýndi leikinn beint í Englandi. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Siglfirðingurinn sigraði

Í göngu 8 ára voru sjö keppendur skráðir til leiks, sex frá Akureyri og einn frá Siglufirði. Og það var einmitt Siglfirðingurinn sem sigraði. Hann heitir Eiríkur Magnússon og sést hér hampa bikarnum sem hann hlaut fyrir sigurinn. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 584 orð | 2 myndir

Sigurkarfa Péturs á síðustu sekúndunum

Það er greinilegt að liðin sem leika til úrslita um Íslandsbikarinn í körfuknattleik karla eru jöfn að getu því það var skot Péturs Guðmundssonar, fyrirliða Grindvíkinga, sem skildi liðin að í gærkveldi þegar heimamenn höfðu sigur, 67:64, eftir að hafa leitt í hálfleik, 31:28. Pétur skoraði þegar fáeinar sekúndur voru eftir af leiknum og tryggði sínu liði sigur. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 365 orð | 1 mynd

Sjálfstraust Kristjáns er í hámarki

KRISTJÁN Helgason á fyrir höndum erfitt verkefni í Crucible-leikhúsinu í Sheffield í kvöld og á morgun. Mótherji hans í 32 manna úrslitum heimsmeistaramótsins í snóker, Stephen Lee frá Englandi, er enginn aukvisi í íþróttinni, frekar en aðrir sem komnir eru í úrslitakeppnina, og ljóst er að Kristján þarf að sýna allt sitt besta til að eiga möguleika á sigri. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 364 orð

Sjö gull og tvö met í Edinborg

ÍSLENSKIR sundmenn unnu sjö greinar og settu tvö aldursflokkamet á alþjóðlegu sundmóti í Edinborg í Skotlandi um helgina. Íris Edda Heimisdóttir, Keflavík, setti stúlknamet í 200 m bringusundi í 50 m laug er hún kom fyrst í mark á 2. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 992 orð

Stórkostlegt að skora sigurmark á Wembley

"ÞAÐ er stærsta stundin á ferlinum að skora sigurmark á Wembley, það er engin spurning. Þú getur spurt hvern sem er að því, það er ekkert sem slær út þá tilfinningu. Það yrði frábært að komast aftur hingað í vor til að leika til úrslita um sæti í 1. deild," sagði Peter Thorne, sóknarmaður Stoke, við Morgunblaðið eftir leikinn. Svo skemmtilega vill til að markið var fimmtugasta mark hans fyrir Stoke. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 495 orð | 1 mynd

Stúdentar ekki í teljandi vandræðum

ÍÞRÓTTAFÉLAG stúdenta varð um helgina bikarmeistari í blaki, lagði Þrótt í Reykjavík 3:1 í úrslitaleik þar sem þeir lentu ekki í teljandi vandræðum. Stúdentar urðu því bæði Íslands- og bikarmeistarar í vetur. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 277 orð

Teitur Þórðarson, þjálfari Brann, gekk svekktur...

Teitur Þórðarson, þjálfari Brann, gekk svekktur af Lerkendal-leikvanginum eftir að Jan Derek Sørensen hafði jafnaði fyrir Rosenborg í stórleik umferðarinnar. Leikurinn var sannkölluð flugeldasýning og átta mörk voru skoruð, 4:4. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 257 orð | 1 mynd

THOMAS Billgren , þjálfari íslenska landsliðsins...

THOMAS Billgren , þjálfari íslenska landsliðsins í íshokkíi, fékk heldur hressilegar móttökur þegar hann kom inn í búningsklefa liðsins eftir sigurinn á Ný-Sjálendingum . Strákarnir voru flestir tilbúnir með vatnsbrúsa og sprautuðu yfir þjálfarann. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 156 orð | 1 mynd

Una Jóhannesdóttir og Guðrún Rósa Ísberg...

Una Jóhannesdóttir og Guðrún Rósa Ísberg Jónsdóttir eru fjallhressar KR-stúlkur sem komu skoppandi út í kvöldsvalann frá verðlaunaafhendingu í Íþróttahöllinni. Þið eruð greinilega KR-ingar og svona um það bil 11 ára, er það ekki? "Tólf ára! Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 331 orð

Ungu drengirnir létu vita af sér

TVEIR 17 ára drengir, Einar Jón Sveinsson frá Grindavík og Snævar Már Jónsson úr Júdófélagi Reykjavíkur, létu svo sannarlega af sér vita á mótinu á laugardaginn þegar þeir unnu í fullorðinsflokki. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 512 orð | 1 mynd

VERÐLAUNAFÉ á heimsmeistaramótinu í Sheffield nemur...

VERÐLAUNAFÉ á heimsmeistaramótinu í Sheffield nemur 170 milljónum króna og þar af fær sigurvegarinn 28 milljónir í sinn hlut. Til samanburðar var verðlaunafé árið 1977, þegar keppnin var fyrst haldin í Crucible- leikhúsinu, aðeins tvær milljónir króna. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 134 orð | 1 mynd

Verst að þetta er síðasti dagurinn

Huginn Ragnarsson úr Þrótti, Neskaupstað, og Jón Brunsted Jóhannesson úr Val, Reyðarfirði, sátu í brekkunni og biðu eftir því að röðin kæmi að þeim í svigi 9 ára á sunnudaginn. Eruð þið orðnir spenntir? "Já, mjög. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 793 orð | 1 mynd

Það er ekki ofsögum sagt af...

Stoke City lagði Bristol City, 2:1, í úrslitaleiknum í bikarkeppni ensku neðri deildarliðanna á Wembley-leikvanginum í London á sunnudaginn. Víðir Sigurðsson var á Wembley og varð vitni að magnaðri stemmningu og íslenskum sigri á þessum sögufræga velli. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 257 orð

Það er enginn heilagur

"ÞETTA er frábært mót með góðum anda og gaman að sjá hvað er fjölmennt, að ég tali nú ekki um hvað er mikið af ungu og efnilegu fólki að koma til en það var líka gott fyrir okkur landsliðsmennina að sanna okkur með því að vinna hver í sínum... Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 176 orð

Þessir keppa í Sheffield Eftirtaldir snókerleikarar...

Þessir keppa í Sheffield Eftirtaldir snókerleikarar komust í 32 manna úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í Sheffield. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 155 orð

Þrjú íslensk mörk hjá Bolton

GUÐNI Bergsson skoraði tvö mörk og Eiður Smári Guðjohnsen gerði eitt mark er Bolton gerði 4:4-jafntefli við WBA í ensku 1. deildinni. Guðni, sem fékk í fyrri hálfleik dæmda á sig vítaspyrnu sem WBA skoraði úr, gerði fyrra mark sitt á 55. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 131 orð

Þykkvibær með fulltrúa

ÞYKKVIBÆR átti fulltrúa á mótinu þar sem Bettina Wunsch keppti í +78 kílóa flokki og vann silfur en sér til fulltingis hafði hún með hóp af krökkum, sem æfa í nýstofnuðu félaginu. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 1614 orð

Þýskaland Leverkusen - Bielefeld 4:1 Stefan...

Þýskaland Leverkusen - Bielefeld 4:1 Stefan Beinlich 11, Ulf Kirsten 23, Michael Ballack 38, Paolo Rink 51. víti. - Silvio Meissner 65. víti. 22,500 Unterhaching - Rostock 1:1 Jan Seifert 78 - Kreso Kovacec 90. Meira
18. apríl 2000 | Íþróttir | 231 orð | 2 myndir

Þær ungu fóru létt með þær eldri

STÚLKURNAR í Þrótti frá Neskaupstað fylgdu fordæmi karlaliðs Stúdenta í vetur og unnu tvöfalt í blakinu. Liðið lagði b-lið Víkings 3:0 í úrslitum bikarkeppninnar og átti ekki í nokkrum vandræðum með það. Meira

Fasteignablað

18. apríl 2000 | Fasteignablað | 398 orð | 1 mynd

Bjartsýni og mikil eftirspurn einkenna markaðinn

NÝ fasteignasala, sem ber heitið Fasteignasalan Tröð, hóf fyrir skömmu starfsemi sína og hefur hún aðsetur í Skipholti 50b í Reykjavík. Eigandi hennar er Guðlaugur Ö. Meira
18. apríl 2000 | Fasteignablað | 17 orð | 1 mynd

Borðpláss í litlu plássi

Þar sem plássið er takmarkað er um að gera að nýta það vel, hér er það sannarlega... Meira
18. apríl 2000 | Fasteignablað | 191 orð | 1 mynd

BYGGINGARFÉLAG námsmanna er nú með í...

BYGGINGARFÉLAG námsmanna er nú með í undirbúningi 24 nýjar íbúðir á Laugarvatni og verða það fyrstu íbúðir félagsins utan Reykjavíkur. Íbúðarbyggingarnar verða þrjár, hver með átta íbúðum, þar af eru sex tveggja herb. íbúðir og tvær einstaklingsíbúðir. Meira
18. apríl 2000 | Fasteignablað | 16 orð | 1 mynd

Dökkblátt gefur tóninn

Borðstofuborðið er frá Paustian, stólarnir eru Arne Jacobsens "myre-stólar". Listaverkið setur glæsilegan og nútímalegan svip á... Meira
18. apríl 2000 | Fasteignablað | 40 orð

EFTIRSPURN er mikil eftir nýju at...

EFTIRSPURN er mikil eftir nýju at vinnuhúsnæði og þá sérstaklega nýju skrifstofuhúsnæði, segir Guðlaugur Ö. Þorsteinsson, eigandi fasteignasölunnar Traðar, sem nú er nýtekin til starfa í Skipholti 50b í Reykjavík. Meira
18. apríl 2000 | Fasteignablað | 154 orð | 1 mynd

Einbýlishús í Hafnarfirði

Fasteignastofan var að fá í einkasölu 214 fermetra tvílyft einbýlishús að Vesturholti 9 í Hafnarfirði. Húsið er byggt 1994 og er jarðhæðin steinsteypt en efri hæðin úr timbri. Húsið er með steni-klæðningu. Meira
18. apríl 2000 | Fasteignablað | 135 orð | 1 mynd

Einbýlishús í Reykjanesbæ

Fasteignamiðlunin er með til sölu einbýlishús að Þverholti 2 í Reykjanesbæ. Um er að ræða steinhús, byggt 1965. Það er á einni hæð og er 178,9 fermetrar að stærð, þar af er 46,4 fermetra bílskúr sem innréttaður hefur verið sem stúdíóíbúð að hluta. Meira
18. apríl 2000 | Fasteignablað | 197 orð | 1 mynd

Fallegt parhús við Neðstaleiti

Fasteignasalan Borgir er með til sölu parhús í Neðstaleiti 26 í Reykjavík. Þetta er steinhús, byggt 1983 og er það á tveimur hæðum, alls 239,1 fermetri. Bílskúr er innbyggður. Þetta er bæði fallegt og vandað hús sem stendur á vinsælum stað. Meira
18. apríl 2000 | Fasteignablað | 48 orð

FASTEIGNIR Orkuveitunnar við Grensásveg 1 eru...

FASTEIGNIR Orkuveitunnar við Grensásveg 1 eru nú til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni. Samtals er hér um að ræða 3.738 fm húsnæði á 9.945 fm hornlóð á mótum Grensásvegar og Suðurlandsbrautar. Meira
18. apríl 2000 | Fasteignablað | 37 orð | 1 mynd

Gasborðið

Einu sinni voru svona borð til alls staðar þar sem notað var gas. Nú eru borðin fyrir margt löngu búin að missa sitt upprunalega hlutverk en hafa í staðinn fengið hlutverk í dönskum görðum sem vinnuborð og... Meira
18. apríl 2000 | Fasteignablað | 110 orð | 1 mynd

Glæsilegt einbýlishús í Bessastaðahreppi

HJÁ fasteignasölunni Gimli er nú í einkasölu einbýlishúsið Norðurtún 7 í Bessastaðahreppi. Um er að ræða steinhús, byggt 1978. Það er á einni hæð með sambyggðum bílskúr, alls að flatarmáli 194,6 ferm., þar af er bílskúrinn 50 ferm. Meira
18. apríl 2000 | Fasteignablað | 233 orð | 1 mynd

Hús Orkuveitunnar við Grensásveg 1 til sölu

FASTEIGNIR Orkuveitu Reykjavíkur á Grensásvegi 1 eru nú til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni. Samtals er hér um að ræða 3.738 fm húsnæði, aðallega skrifstofuhúsnæði, sem stendur á 9.945 fm hornlóð á mótum Grensásvegar og Suðurlandsbrautar. Meira
18. apríl 2000 | Fasteignablað | 39 orð | 1 mynd

Hvítt er hreinlegt

Hvítar flísar setja hreinlegan svip á baðherbergi, ekki síst skiptir það máli þegar flísalögnin er í hólf og gólf. Reyndar setja brúnu flísarnnar á gólfinu svip á herbergið og einnig dökka vaskborðið. Speglarnir setja svo glæsilegan brag á allt... Meira
18. apríl 2000 | Fasteignablað | 22 orð | 1 mynd

Ítalskur skápur

Þetta stórglæsilega húsgagn er skápur sem á ættir að rekja til Ítalíu með fyrirmynd frá Asíu og er sagður vera frá Colombo... Meira
18. apríl 2000 | Fasteignablað | 27 orð | 1 mynd

Lifandi ljós í keri

Olíulampar voru einu sinni mjög nauðsynlegir. Núna þykja þeir gefa frá sér skemmtilega birtu og það gera þeir sannarlega, lifandi ljós í keri skapar líka alltaf notaleg... Meira
18. apríl 2000 | Fasteignablað | 974 orð | 2 myndir

Miklar íbúðabyggingar framundan við Laugarvatn

Fyrirhugað er að reisa þrjár íbúðabyggingar með 24 íbúðum alls á Laugarvatni. Íbúðirnar verða notaðar fyrir nemendur á veturna en fyrir ferðamenn á sumrin. Magnús Sigurðsson kynnti sér þessar framkvæmdir í viðtali við hönnuðinn, Björn H. Jóhannesson arkitekt. Meira
18. apríl 2000 | Fasteignablað | 20 orð | 1 mynd

Mislitar skúffur

Það má lífga upp á eldhúsinnréttingar með ýmsu móti, hér er það gert með mislitum skúffum á milli skáps og... Meira
18. apríl 2000 | Fasteignablað | 36 orð | 1 mynd

Sannkölluð vagga

Hér má sjá vöggu sem stendur undir nafni, hún hreyfist stöðugt eftir hreyfingum barnsins, böndin geta borið 200 kíló svo börn allt upp í 30 kíló geta leikið sér í vöggunni. Framleiðandinn heitir Stig Nielsen frá... Meira
18. apríl 2000 | Fasteignablað | 14 orð | 1 mynd

Sérkennilegt fatahengi

OZ heitir þetta fatahengi sem framleitt er í ýmsum litum og er þýskt að... Meira
18. apríl 2000 | Fasteignablað | 10 orð | 1 mynd

Stóll með vængi

Í frönsku blaði mátti sjá þennan vængjaða stól sem var... Meira
18. apríl 2000 | Fasteignablað | 227 orð | 1 mynd

Vandað parhús við Jötnaborgir

HJÁ fasteignasölunni Höfða er í einkasölu parhús, 212 fermetrar að stærð, í Jötnaborgum 11. Þetta er steinsteypt neðri hæð með efri hæð úr timbri. Í húsinu er innbyggður 28 fermetra bílskúr. Meira
18. apríl 2000 | Fasteignablað | 304 orð

Verð á höfuðborgar-svæðinu hækkar ört

EKKERT lát virðist vera á verðhækkunum á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, eins og teikningin hér til hliðar ber með sér, en hún er byggð á upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Meira
18. apríl 2000 | Fasteignablað | 13 orð | 1 mynd

Því ekki málmgardínur?

Það má nota margt til þess að skreyta hýbýli sín - líka svona... Meira

Úr verinu

18. apríl 2000 | Úr verinu | 91 orð

Auka eftirlit

RÚSSAR stefna nú að því að taka upp gervihnattaeftirlit með öllum eigin togurum og erlendum togurum, sem stunda veiðar innan fiskveiðilögsögu landsins. Meira
18. apríl 2000 | Úr verinu | 705 orð

"Hvalamálin í pólitískri sjálfheldu"

FORMAÐUR íslensku sendinefndarinnar á þingi CITES, samningsins um alþjóðlega verslun með afurðir af dýrum og jurtum í útrýmingarhættu, segist telja líklegt að þróun mála varðandi afgreiðslu tillagna um flokkun hvalastofna taki aðild að... Meira
18. apríl 2000 | Úr verinu | 729 orð | 1 mynd

Reglur um kælingu verði hertar

NEFND sem fjallað hefur um bætta meðferð sjávarafla dagróðrabáta leggur til að heimild til að koma með óslægðan afla að landi verði þrengd yfir sumartímann og að skarpar verði kveðið á um kælingu afla um borð í fiskiskipum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.