Greinar sunnudaginn 23. júlí 2000

Forsíða

23. júlí 2000 | Forsíða | 101 orð | 1 mynd

Félagar í Falun Gong handteknir

HUNDRUÐ félaga í andlegu hreyfingunni Falun Gong efndu í gær til mótmæla á Torgi hins himneska friðar í Peking í tilefni þess að ár er liðið frá því kínversk stjórnvöld bönnuðu hreyfinguna. Meira
23. júlí 2000 | Forsíða | 260 orð

Hamingjan vex með holdafarinu

KONUR í góðum holdum eru hamingjusamari og njóta kynlífsins betur en grannvaxnar kynsystur þeirra. Það er erfðafræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn dr. Meira
23. júlí 2000 | Forsíða | 240 orð

"Þurfum að gera miklu meira"

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að auðugustu ríki heims hefðu ekki gert nóg til að draga úr skuldabyrði fátækustu ríkjanna. Meira
23. júlí 2000 | Forsíða | 274 orð

Vilja ekki fresta viðræðum um Jerúsalem

PALESTÍNSKUR embættismaður sagði í gær að ekkert væri hæft í fréttum um að friðarviðræðum Ísraela og Palestínumanna í Camp David í Bandaríkjunum kynni að ljúka með málamyndasamningi án þess að deilan um yfirráð í Jerúsalem yrði leyst. Meira

Fréttir

23. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 63 orð

12 ölvaðir undir stýri

EKKERT lát er á ölvunarakstri að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík en 12 ökumenn, karlar og konur á ýmsum aldri, voru stöðvaðir í Reykjavík og Kópavogi í fyrrinótt vegna gruns um ölvun við akstur. Níu voru stöðvaðir í Reykjavík, flestir um kl. Meira
23. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 140 orð

350 farþegar tefjast vegna vélarbilunar

NOKKUR hundruð farþegar Flugleiða töfðust vegna bilunar í flugvél Flugleiða sem átti að fara frá London á föstudagskvöld. 110 farþegar áttu að fljúga með vélinni til Íslands. Vélin átti svo að fljúga með 120 farþega til Glasgow í gærmorgun. Meira
23. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 164 orð

AFKOMA ríkissjóðs er betri er áætlanir...

AFKOMA ríkissjóðs er betri er áætlanir gerðu ráð fyrir. Heildartekjur ríkissjóðs voru 10,6 milljarðar umfram gjöld fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisendurskoðun gerir ráð fyrir að afkoma ríkissjóðs batni um 3,5 milljarða á árinu. Meira
23. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Alvarlegt ástand vegna þurrka

ÓVENJU lítil úrkoma hefur verið í Eyjafirði undanfarna mánuði og reyndar víðar á Norðurlandi. Er nú svo komið að flestir lækir og margar lindir eru að þorna upp. Meira
23. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 201 orð

Aska úr Heklu bræðir snjóinn

SKÍÐASVÆÐINU í Kerlingarfjöllum var lokað á miðvikudaginn en þar er nú mjög snjólítið. Að sögn Kristjáns Guðnasonar staðarhaldara hafa um 2 m af snjó bráðnað á síðustu þremur vikum. Meira
23. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 556 orð | 1 mynd

Áður ónýttur varmi notað-ur til raforkuframleiðslu

VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra ræsti búnað í nýrri orkustöð Orkuveitu Húsavíkur við Kaldbak við hátíðlega athöfn í gær. Meira
23. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 199 orð

Áfrýjar meiðyrðamáli

KJARTAN Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í bankaráði Landsbankans, hefur áfrýjað meiðyrðamáli sínu gegn Sigurði G. Guðjónssyni hrl. til Hæstaréttar. Meira
23. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 209 orð

Ásakanir ganga á víxl í Camp...

Ásakanir ganga á víxl í Camp David LEIÐTOGAR Ísraels og Palestínumanna héldu áfram friðarviðræðum í Camp David í Bandaríkjunum í gær en ólíklegt þótti að samkomulag næðist á næstunni. Meira
23. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 55 orð

Bílvelta við Borgarnes

BÍLVELTA varð á hringveginum móts við Mótel Venus skammt utan Borgarness um klukkan 11 í gær. Tveir voru í bílnum. Farþeginn slasaðist nokkuð og var fluttur á heilsugæslustöðina í Borgarnesi til aðhlynningar. Meira
23. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 830 orð | 1 mynd

Blóthús finnst í Laxárdal

Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur hefur unnið að merkum uppgreftri fornmenja skammt frá Höfn á Hornafirði í sumar. Gunnlaugur Árnason tók Bjarna tali og fræddist um uppgröftinn. Meira
23. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 212 orð

Einn lést og fjölmargir slösuðust í...

Einn lést og fjölmargir slösuðust í rútuslysi RÚTA valt út af brúnni yfir Hólsselskíl, skammt undan Grímsstöðum á Fjöllum, sl. sunnudag með þeim afleiðingum að einn lést og fjölmargir slösuðust. Meira
23. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd

Endurbætur á 11,5 km kafla á Landvegi

FYLKIR, félag vörubílstjóra á Hvolsvelli, vinnur nú að endurbyggingu á 11,5 km kafla Landvegar í Rangárvallasýslu. Hófst verkið á liðnu vori og eru verklok áætluð um miðjan september. Meira
23. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 117 orð

Forboðið kýrkjöt

YFIR 500 heittrúaðir hindúar efndu til mótmæla á götum Kathmandu, höfuðborgar Nepals, á föstudag og kröfðust þess að tveir ungir múslimar yrðu handteknir fyrir að vanvirða hindúatrú. Meira
23. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Gíslum sleppt á Filippseyjum

ÍSLAMSKIR uppreisnarmenn á eyjunni Basilan á Filippseyjum slepptu tveimur filippseyskum kennslukonum úr gíslingu í fyrrakvöld og önnur þeirra sést hér faðma ættingja sína og vini á herflugvelli í borginni Zamboanga. Meira
23. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 88 orð

Hraðakstur í Öxnadal

LÖGREGLAN á Akureyri hafði í nógu að snúast aðfaranótt föstudags. Lögreglan stöðvaði 16 ökumenn fyrir of hraðan akstur um kvöldið og nóttina, 12 þeirra óku of greitt um Öxnadalinn en hinir virtu ekki hraðatakmarkanir á Akureyri og Ólafsfirði. Meira
23. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 208 orð | 2 myndir

Ítarlegasta kort sem gefið hefur verið út

"Þetta er fyrsta kortið sem gefið er út af Snæfellsnesi og eitt ítarlegasta sérkort sem gefið hefur verið út hér á landi," segir Örn Sigurðsson, landfræðingur um nýtt sérkort af Snæfellsnesi sem var að koma út. Meira
23. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 59 orð

Jeppa hvolfdi við árekstur

LITLUM jeppa hvolfdi í fyrrakvöld á Akureyri eftir árekstur við fólksbíl. Báðir ökumenn sluppu með skrámur. Jeppinn, sem er af gerðinni Suzuki Sidekick, var á leið suður Glerárgötu þegar fólksbifreiðin ók í veg fyrir hann. Meira
23. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 48 orð

Kaupmenn opnuðu Laugaveginn

KAUPMENN við Laugaveginn í Reykjavík fjarlægðu í gærmorgun skilti sem lokuðu götunni fyrir umferð bíla. Skiltin voru við Klapparstíg og Bergstaðastræti og aðhafðist lögregla ekkert þó þetta væri gert. Meira
23. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 36 orð | 1 mynd

Landvörður Eyjabakka

Dagný Indriðadóttir landvörður á Eyjabökkum er ábúðarfull þar sem hún gengur eftir Snæfellshálsi utan til og horfir yfir ríki sitt. Þar rennur Jökulsá í Fljótsdal um utanverðar Þóriseyjar og Eyjabakkarnir blasa við handan... Meira
23. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 39 orð

Leiðrétt

Röng myndbirting Vegna mistaka birtist mynd af Birnu Sigurjónsdóttur ritstjóra hjá Námsgagnastofnun í blaðinu í gær með frétt um aðalfund gróðurstöðvarinnar Barra á Egilsstöðum. Myndin tengdist ekkert efni fréttarinnar og átti ekki að fylgja henni. Meira
23. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 83 orð

Lúðrasveit í Stykkishólmi

NÆSTKOMANDI þriðjudag, 25. júlí, fá Stykkishólmsbúar í heimsókn lúðrasveit frá Skjern í Danmörku. Hljómsveitin heitir Skjern Garden og er skipuð fólki á aldrinum 10-20 ára. Meira
23. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 291 orð

Mikið um innbrot í bíla

UNDANFARIÐ hefur verið allmikið um innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu. Þetta hefur gerst víða um borgina og ekki verið bundið við einstök hverfi en hefur oft orðið á stórum bifreiðastæðum þar sem er lítil umferð. Meira
23. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 20 orð

Niðjamót í Húnaveri

AFKOMENDUR Gunnars Árnasonar og Ísgerðar Pálsdóttur sem bjuggu í Þverárdal, Bólstaðarhlíðarhreppi, A-Hún, koma saman í Húnaveri dagana 28.-30. júlí... Meira
23. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 107 orð

Nýr ljósmyndapappír frá Kodak

HANS Petersen og Kodak Express framköllunarstaðirnir á Íslandi hafa tekið í notkun nýjan ljósmyndapappír frá Kodak. Meira
23. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 126 orð

Ófært í Þórsmörk

MIKIÐ hefur rignt á Suðurlandi undanfarna daga og hafa ár og lækir vaxið mjög í vatnsveðrinu. Ófært er í Þórsmörk en þar eru lækir sem áður voru færir fólksbílum ófærir jeppum. Aðfararnótt laugardags mældist rigningin í Básum 47 mm. Meira
23. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 1438 orð | 1 mynd

"Siðspilltur snillingur" gerist "verndari lýðræðis"

Grái kardinálinn í Kreml, auðkýfingurinn Borís Berezovskí, hefur snúið baki við Vladímír Pútín og leggur nú á ráðin um að sameina andstæðinga forsetans. Sjálfur kveðst hann vilja bjarga lýðræðinu í Rússlandi en aðrir telja hann aðeins vilja vernda eigin hagsmuni. Meira
23. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 1552 orð | 2 myndir

Refskák forsetans og framtíð Júgóslavíu

Stjórn Júgóslavíu þrýsti umfangsmiklum stjórnarskrárbreytingum í gegnum þing ríkisins fyrir stuttu og gefa breytingarnar til kynna að forsetinn hyggist sitja á valdastóli næstu ár. Andri Lúthersson kynnti sér nýjustu refskák forsetans lífseiga. Meira
23. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 351 orð

Reynt að koma í veg fyrir framtíðarvanda

RÍKISSJÓÐUR greiddi alls þrjá milljarða króna til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins á fyrstu sex mánuðum ársins skv. mánaðarlegum afkomutölum fjármálaráðuneytisins, en þetta er um tveimur milljörðum meira en á sama tíma í fyrra. Meira
23. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 60 orð

Réttarstaða netþjónusta skýrð

NEFND á vegum viðskiptaráðuneytisins er að undirbúa lögleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins um rafræn viðskipti, þar sem m.a. er kveðið á um ábyrgð netþjónustu vegna hýsingar ólögmæts efnis á Netinu. Meira
23. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 110 orð

Riðlakeppni pollamóts KSÍ fyrir Vesturland og Vestfirði

Grundarfjörður -Riðlakeppni pollamóts (9-10 ára) KSÍ fyrir Vesturland og Vestfirði, en þeir keppa í A-riðli, var haldið í Grundarfirði um daginn. Meira
23. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 151 orð

RÚSSNESKI auðkýfingurinn Borís Berezovskí tilkynnti á...

RÚSSNESKI auðkýfingurinn Borís Berezovskí tilkynnti á mánudag að hann hygðist láta af þingmennsku í dúmunni, neðri deild rússneska þingsins, til að mótmæla meintum einræðistilburðum Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Meira
23. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 833 orð | 1 mynd

Siglingar og landafundir

Birna Sigurjónsdóttir fæddist 17. september 1946 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1966 og kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands 1978. Meira
23. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Sjóferðir Sigurjóns á Breiðafirði

Grundarfjörður - Sigurjón Jónsson í Grundarfirði hefur sett á stofn nýtt fyrirtæki sem heitir Sjóferðir Sigurjóns. Sigurjón býður upp á sjóstangveiði, skemmtisiglingar og kvöldferðir um Breiðafjörð. Meira
23. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 105 orð

Stal bíl bróður síns og ók inn í húsagarð

LÖGREGLAN í Keflavík handtók í gær ungan pilt sem hafði ekið fólksbifreið bróður síns inn í húsagarð. Bifreiðin, sem er nýleg, skemmdist mikið og er talin ónýt. Pilturinn var ekki með ökuréttindi enda hefur hann ekki aldur til. Hann er grunaður um ölvun. Meira
23. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 338 orð

Um helmingur lagnarinnar endurnýjaður

STJÓRN Hitaveitu Rangæinga hefur ákveðið að endurnýja um helming hitaveitulagnarinnar á milli Hellu og Hvolsvallar en lögnin skemmdist mikið í Suðurlandsskjálftunum sem riðu yfir í júní. Meira
23. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 370 orð | 2 myndir

Útbreiðsla gróðurs eykst ört

SURTSEY og lífríki hennar eru meðal þeirra náttúrufyrirbrigða íslenskra sem náttúrufræðingar hafa rannsakað með reglulegum hætti undanfarin ár, enda þarf ekki mörgum orðum að fara um hve stórkostlegt tækifæri það er að hafa getað fylgst með þróun þessa... Meira
23. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Þinghöfði

Norður-Héraði - Þinghöfði er örnefni skammt utan við Krakalæk í Hróarstungu niður við Lagarfljót. Þar sunnan undir Þinghöfða voru voru Krakalækjarvorþing háð og getið er um í Droplaugarsona sögu. Þar er fjöldi búðatótta og staðurinn friðlýstur. Meira

Ritstjórnargreinar

23. júlí 2000 | Leiðarar | 2066 orð | 2 myndir

22. júlí

Á fundi leiðtoga átta helztu iðnríkja heims, sem staðið hefur í Japan síðustu daga, hefur því verið heitið að hraða aðgerðum til þess að fella niður skuldir þróunarríkjanna eða semja um hagstæðari greiðslukjör fyrir þau. Meira
23. júlí 2000 | Leiðarar | 393 orð

DRÖG FJÁRMÁLAEFTIRLITS

Fjármálaeftirlitið hefur birt drög að leiðbeiningum um efni verklagsreglna fyrir fjármálafyrirtæki en eins og menn muna komu upp alvarlegar spurningar um verklagsreglur þessara fyrirtækja og framkvæmd þeirra fyrir allmörgum mánuðum. Meira

Menning

23. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 170 orð | 1 mynd

Djassað á Gauknum

ÞAÐ VERÐUR sveiflandi djassstemmning á Gauki á Stöng annað kvöld þegar kvartettinn Dúet + mun stíga þar á stokk og leika djasstónlist af fingrum fram. Meira
23. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 130 orð | 1 mynd

Góður við aðdáendur

LEIKARINN George Clooney er ekki einn þeirra sem reka nefið upp í loft þegar æstir aðdáendur flykkjast að honum. Meira
23. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 35 orð | 1 mynd

Konungleg opnun

SYSTKININ Albert prins og Stefanía Mónakóprinsessa áttu góðan dag í vikunni er þau voru viðstödd formlega opnun nýrrar ráðstefnuhallar í heimalandi sínu, smáríkinu Mónakó. Meira
23. júlí 2000 | Menningarlíf | 1270 orð | 4 myndir

Leikhúsmolar frá Lundúnum

Glataður er geymdur eyrir var einu sinni snúið út úr auglýsingum bankakerfisins. En í munni Viv Nicholson er þetta ekki neinn hálfkæringur, eins og sjá má í einum vinsælasta söngleiknum í London núna. Freysteinn Jóhannsson fór og hlustaði á eyðsluklóna og segir í leiðinni frá fleiru, sem er á fjölunum í London. Meira
23. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 351 orð | 4 myndir

Ljónið lætur sjá sig

KONUNGUR frumskógarins, ljónið, ryðst inn á sjónarsviðið með öllum þeim krafti sem því fylgir. Fólk fætt í þessu eldmerki er hjartahlýtt, líflegt og einlægt, hefur leiðtogahæfileika og yndi af því að skemmta öðrum. Meira
23. júlí 2000 | Menningarlíf | 172 orð | 2 myndir

M-2000

SIGLUFJÖRÐUR Þjóðlagahátíð Á lokadegi Þjóðlagahátíðar hefst dagskráin með fyrirlestrum í Siglufjarðarkirkju og verður umfjöllunarefnið kirkjutónlist - íslensk sálmalög í munnlegri geymd. Kl. 9. Meira
23. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 1167 orð | 1 mynd

Poppfárið 2000

Svona er sumarið 2000. Lög eiga hljómsveitirnar Sálin hans Jóns míns, Skítamórall, Land og synir, Sóldögg, Greifarnir, Írafár, Á móti sól, Buttercup, Jargonbuster, Milljónamæringarnir, Sixties, MÍR, 200.000 naglbítar og Port. Greifarnir njóta aðstoðar Brooklyn fæv í einu lagi og svo Einars Ágústs í öðru. Umsjón með útgáfu var í höndum Eiðs Arnarssonar. 67,16 mín. Skífan gefur út. Meira
23. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 266 orð | 3 myndir

Poppuð prinsessa

FLESTAR litlar stúlkur eiga sér prinsessudrauma og þrá að leika í kvikmyndum og verða ódauðlegar stjörnur. Britney Spears er hin eina sanna poppprinsessa sem hefur átt hvert topplagið á vinsældalistum um heim allan undanfarin misseri. Meira
23. júlí 2000 | Menningarlíf | 167 orð

Rit

MANNLÍF og saga fyrir vestan , 7. hefti, er komið út. Er þetta ritröð sem fjallar um mannlíf fyrr og nú á svæðinu frá Bjargtöngum að Djúpi. Meðal efnis er viðtal við Sigurjón G. Meira
23. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 446 orð | 2 myndir

Síðasti söngur Mifune / Mifunes sidste...

Síðasti söngur Mifune / Mifunes sidste sang Þessi þriðja mynd úr dönsku Dogma-reglunni skartar sérlega lif andi og áhugaverðum persónum. Ljúfsár og bráðskemmtileg kvikmynd. Meira
23. júlí 2000 | Menningarlíf | 524 orð | 1 mynd

Sígild tónlist í sögulegu umhverfi

VERTAVO-strengjakvartettinn frá Norgi er meðal flytjenda á Reykholtshátíð, sem haldin verður dagana 28.-30. júlí. Meira
23. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 99 orð | 1 mynd

Sjálfboðaliðinn Sarandon

MÖRGU frægu fólki finnst sér bera skylda til að gefa af sér og þá oftast með því að láta peninga renna til góðgerðarmála. Sumir ganga þó lengra og fórna kröftum sínum í þágu ýmissa nytsamlegra málefna, koma fram á góðgerðartónleikum og gefa vinnu sína. Meira
23. júlí 2000 | Menningarlíf | 85 orð

TVÆR nýjar smábækur eru komnar út:...

TVÆR nýjar smábækur eru komnar út: Reykjavík er ljósmyndabók með völdum litmyndum frá Reykjavík nútímans. Myndatextar eru eftir Eggert Jónasson. Hestamenn hefur að geyma spakmæli 27 landskunnra hestamanna sem lýsa viðhorfi sínu til hesta og hestamennsku. Meira

Umræðan

23. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 28 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 24. júlí, verður fimmtugur Guðmundur Jónsson vörubifreiðarstjóri, Höskuldarvöllum 4, Grindavík . Eiginkona hans er Margrét Reynisdóttir . Þau hjónin verða að heiman á afmælisdegi... Meira
23. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 30 orð | 1 mynd

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Nk. mánudag, 24. júlí, verður sjötíu og fimm ára Loftur Magnússon fyrrverandi sölumaður, Kambaseli 30. Eiginkona hans er Aðalheiður Steina Scheving hjúkrunarfræðingur . Þau verða að heiman á... Meira
23. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 21 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli .

80 ÁRA afmæli . Í dag, sunnudaginn 23. júlí, verður áttræður Hilmar Eyjólfur Jónsson, fyrrverandi verkstjóri, Miðbraut 28, Seltjarnarnesi. Hann verður að... Meira
23. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 25 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. júní sl. í Hjallakirkju, af sr. Írisi Kristjánsdóttur, Sigurveig Guðmundsdóttir og Finnbogi Laxdal Sigurðsson . Heimili þeirra er á Smiðjustíg 3,... Meira
23. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 24 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. júní sl. í Bústaðakirkju, af sr. Pálma Matthíassyni, Sædís Pétursdóttir og Björn Kristbjörnsson. Heimili þeirra er á Kleppsvegi 20,... Meira
23. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 630 orð

Er ekki eitthvað í ólagi?

UNDANFARIÐ hefur mikið verið fjallað um kjör öryrkja og aldraðra í fjölmiðlum. Ég telst ekki í þeirra hópi, heldur er ég einstæð móðir með þrjá unglinga á framfæri. Meira
23. júlí 2000 | Aðsent efni | 2108 orð | 1 mynd

Íslendingar hæddir í Los Angeles?

Ef íslenzk þjóð er þannig kynnt í útlöndum, segir Steingrímur Pálsson um ræðu, sem forseti Íslands flutti, er við því að búast, að útlendingum muni finnast, að þar sé um að ræða samfélag á gelgjuskeiði, sem af gagnrýnislausu sjálfsáliti telji sig orðið fullþroska, öllum fremri, kallað og útvalið til fyrirmyndar öðrum. Meira
23. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 276 orð

"Ég geri allt rétt"

ÞESSA DAGANA er mikið talað um hækkun bílatrygginga. Ástæða hækkunarinnar er sögð sú að árekstrum sé alltaf að fjölga vegna aukinnar umferðar og vaxandi fjölda bíla á götunum á höfuðborgarsvæðinu (og jafnvel annars staðar). Þetta er eflaust hárrétt. Meira
23. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 332 orð

RÚTUSLYSIÐ hræðilega á Hólsfjöllum sl.

RÚTUSLYSIÐ hræðilega á Hólsfjöllum sl. sunnudag hefur sett óhug að landsmönnum og engin furða. Svo virðist sem alvarlegum umferðarslysum fari fjölgandi hér á landi og nær daglega berast fréttir af óhöppum í umferðinni. Meira
23. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 646 orð | 1 mynd

Skálholt hið helga

Í dag er Skálholtshátíð. Af því tilefni vitnar Stefán Friðbjarnarson í orð Ásgeirs forseta Ásgeirssonar við vígslu Skálholtskirkju árið 1963: Örlagaþráður í þjóðarsögunni er knýttur á ný og endurvígður. Meira
23. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 42 orð

STUÐLAR OG HÖFUÐSTAFIR

Það er furðulegt ástand í Ankara. Þar er allt fullt með vestfirska sankara. Þeir kaupa upp allt sem er yfirleitt falt, jafnvel antíka gólfteppabankara. Meira
23. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 535 orð

Um tap og gróða

Í GREIN í Morgunblaðinu 11. júlí síðastliðinn undir yfirskriftinni "Menn byggja ekki nýtt fyrir gamalt" er fjallað um brunabótamat fasteigna á Suðurlandi í tengslum við það tjón sem varð í jarðskjálftunum í júní. Meira

Minningargreinar

23. júlí 2000 | Minningargreinar | 547 orð | 1 mynd

ANNA GUÐVARÐARDÓTTIR CARSWELL

Anna Guðvarðardóttir Carswell fæddist í Vestmannaeyjum 26. maí 1950. Hún lést í London 6. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram í Englandi 14. júlí. Meira  Kaupa minningabók
23. júlí 2000 | Minningargreinar | 2116 orð | 1 mynd

ÁRNI HERBERG KETILL SKÚLASON

Árni Herberg Ketill Skúlason bifreiðavirkjameistari fæddur 18. september 1932. Hann lést á heimili sínu, Engimýri 6, Akureyri, 15. júlí síðastliðinn. Foreldrar: Skúli Þórðarson skipasmiður Ísafirði, f. 2.10. 1902, d. 8.2. Meira  Kaupa minningabók
23. júlí 2000 | Minningargreinar | 319 orð | 1 mynd

GUÐFINNA GUÐMUNDSDÓTTIR

Guðfinna Guðmundsdóttir fæddist í Túni í Hraungerðishreppi 3. september 1912. Hún lést á Ljósheimum á Selfossi 8. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Gaulverjabæjarkirkju 19. júlí. Meira  Kaupa minningabók
23. júlí 2000 | Minningargreinar | 211 orð | 1 mynd

KARL HJALTASON

Karl Hjaltason fæddist að Litla-Hamri í Eyjafirði 5. febrúar 1921. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 13. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 21. júlí. Meira  Kaupa minningabók
23. júlí 2000 | Minningargreinar | 255 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR

Sigríður Brynjólfsdóttir fæddist í Hjörleifshöfða 12. desember 1929. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 21. júlí. Meira  Kaupa minningabók
23. júlí 2000 | Minningargreinar | 306 orð | 1 mynd

YNGVI KJARTANSSON

Yngvi Kjartansson fæddist á Akureyri 7. apríl 1962. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 6. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 14. júlí. Meira  Kaupa minningabók
23. júlí 2000 | Minningargreinar | 1191 orð | 1 mynd

ÞÓRA HAFSTEIN

Þóra Hafstein fæddist á Akureyri 12. júlí 1919. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi hinn 9. júlí síðastliðinn. Þóra var dóttir hjónanna Júlíusar Havsteen, sýslumanns á Húsavík og Þórunnar Jónsdóttur. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

23. júlí 2000 | Bílar | 85 orð

42 volta rafkerfi í Renault

RENAULT stefnir að því að verða fyrsti bílframleiðandinn til að breyta úr 14 voltum í 42 volta rafkerfi í bílum árið 2004. Meira
23. júlí 2000 | Ferðalög | 6 orð | 1 mynd

Aldraðir á ferð og flugi

Ýmsir ferðamöguleikar standa rosknum til boða. Bls. Meira
23. júlí 2000 | Ferðalög | 256 orð

Á Netinu er boðið upp á ævintýraferðir

BAKPOKAFERÐ um óbyggðir Ástralíu, teygjustökk og kanósiglingar eru meðal þess sem í boði er hjá Elderhostel samtökunum en þau sérhæfa sig í ævintýraferðum og námskeiðum fyrir fólk eldra en 55 ára. Á síðasta ári tóku yfir 175. Meira
23. júlí 2000 | Ferðalög | 220 orð | 1 mynd

Bannað að auglýsa verð á ferðum án skatta

Danska neytendastofnunin stendur nú í stappi við írska lágfargjaldaflugfélagið Ryanair sem hefur undanfarið verið að auglýsa fargjöld sín í Danmörku án skatta. Þar er bannað að auglýsa ferðir með slíkum hætti. Meira
23. júlí 2000 | Ferðalög | 485 orð | 1 mynd

Farið yfir Krossbæjarskarð

Að þessu sinni liggur sunnudagsgangan yfir Krossbæjarskarð sem er í Nesjum í Austur-Skaftafellssýslu. Regína Hreinsdóttir segir að gangan taki þrjá tíma. Meira
23. júlí 2000 | Ferðalög | 186 orð | 1 mynd

Fimmtug í fyrstu utanlandsferðina

HANNA Stefánsdóttir verður áttræð nú í sumar en hún fór í fyrstu utanlandsferðina fimmtug. Hún hefur verið á ferð og flugi síðan og fer til útlanda að meðaltali einu sinni á ári. Meira
23. júlí 2000 | Ferðalög | 696 orð | 1 mynd

Fjölbreyttir ferðamöguleikar fyrir roskna

Hér á landi eru ýmsir ferðamöguleikar í boði fyrir þá sem komnir eru af léttasta skeiði og vilja halda hópinn í skipulögðum ferðum. Bryndís Sveinsdóttir skoðaði hvert rosknir Íslendingar geta lagt leið sína. Meira
23. júlí 2000 | Ferðalög | 150 orð | 1 mynd

Gist í klaustrum á Ítalíu og Spáni

Á ÍTALÍU og Spáni gefst ferða mönnum tækifæri til að gista í nunnu- og munkaklaustrum eða jafnvel á heimilium sem tengjast kirkjunni. Gisting af þessu tagi kostar t.d. á Ítalíu á bilinu 3.000-5. Meira
23. júlí 2000 | Ferðalög | 762 orð | 2 myndir

Háþróuð þjóðvegarán

"PASSAÐU upp á passann þinn og peningana." Þetta er það veganesti sem menn fá frá foreldrum sínum og veraldarvönum ferðalöngum þegar þeir halda í fyrsta sinn einir út í heim. Meira
23. júlí 2000 | Ferðalög | 114 orð

Heimasíða Flugleiða lofsömuð

Í nýjasta hefti þýska tímaritsins Focus er gerður samanburður á öllum stærstu og mikilvægustu ferðaheimasíðum á Netinu fyrir Þjóðverja. Meira
23. júlí 2000 | Ferðalög | 242 orð | 2 myndir

Hestarnir skiluðu sínum hlutverkum vel

Hestarnir gerðu hlutverkum sínum góð skil á sýningu um íslenska hestinn og sætin í reiðhöllinni voru þétt setin þegar hestarnir geystust inn og knaparnir báru kyndla inn á sviðið. Meira
23. júlí 2000 | Bílar | 58 orð

Honda HR-V CVT Smart

Vél : Fjórir strokkar, 1.590 rúmsentimetrar, 16 ventlar. Afl : 105 hestöfl við 6.200 sn./mín., 135 Nm tog við 3.400 sn./mín. Eyðsla : 9,9 lítrar í bæjarakstri, 8,4 lítrar í blönduðum akstri. Hámarkshraði : 152 km/klst. Hröðun : 13,7 sekúndur. Meira
23. júlí 2000 | Bílar | 734 orð | 6 myndir

Honda HR-V - lítill og góður í akstri

HONDA HR-V er smájepplingur með fjórhjóladrifi og er fáanlegur með þrennum eða fimm dyrum. Bíllinn vakti mikla athygli þegar hann kom á markað fyrir sérstætt útlit og enn í dag heyrast skiptar skoðanir um hvort hann sé laglegur útlits eða ljótur. Meira
23. júlí 2000 | Ferðalög | 702 orð | 2 myndir

Hægt að leigja tjald með ísskápi og eldunaraðstöðu

Víða um Evrópu eru góð tjaldstæði og oft þarf fólk ekki að taka með tjald heldur getur leigt það á staðnum. Þorsteinn Brynjar Björnsson ók frá Þýskalandi til Ítalíu og gisti á skemmtilegu tjaldstæði við Gardavatn. Meira
23. júlí 2000 | Ferðalög | 475 orð | 1 mynd

Í frönskunám á sjötugsaldri

ALLT frá því Svava Bernhöft lærði frönsku í MR hafði hana dreymt um að læra meira í málinu. Fimmtíu árum síðar lét hún drauminn rætast og dreif sig í frönskuskóla í Antibes í Suður-Frakklandi. Meira
23. júlí 2000 | Ferðalög | 284 orð | 2 myndir

Ísland 2 fyrir 1 til Bandaríkjanna...

Ísland 2 fyrir 1 til Bandaríkjanna Eftir verslunarmannahelgi munu Flugleiðir bjóða tilboð á farseðlum til Bandaríkjanna, selja tvo farseðla á verði eins. Að sögn Símonar Pálssonar hjá Flugleiðum er um 6.000 flugsæti að ræða og verðið er frá 26. Meira
23. júlí 2000 | Ferðalög | 543 orð | 2 myndir

Kom þrátt fyrir jarðskjálftana

Í KJÖLFAR stóru jarðskjálftanna á Suðurlandi var nokkuð um að erlendir ferðamenn afpöntuðu ferðir til landsins og margar fyrirspurnir bárust til ferðaskrifstofa, ferðamálaráðs og fyrirtækja hér á landi vegna ástandsins, enda voru fréttir í erlendum... Meira
23. júlí 2000 | Bílar | 105 orð | 1 mynd

Kúlurúða stjórnar loftstreymi

ÍTALSKA hönnunarhúsið Fioravanti vakti athygli á bílasýningunni í Tórínó í síðasta mánuði fyrir nýja gerð framrúðu sem fyrirtækið hefur nú einkaleyfi fyrir. Þetta er svokölluð kúlurúða og var hún sýnd í F100 hugmyndabílnum sem byggður er á Ferrari. Meira
23. júlí 2000 | Bílar | 61 orð

Mikill hagnaður Ford

HAGNAÐUR Ford Motor Co., annars stærsta bílaframleiðanda heims, á öðrum ársfjórðungi þessa árs var 2,7 milljarðar dollara, rúmir 213 milljarðar ÍSK. Meira
23. júlí 2000 | Bílar | 783 orð | 3 myndir

Nýr og betrumbættur Toyota RAV4

Sala hefst á nýjum Toyota RAV4 eftir verslunarmannahelgi. Bíllinn er mikið breyttur og m.a. boðinn núna í framdrifsútgáfu. Guðjón Guðmundsson fór á fjöll á bílnum. Meira
23. júlí 2000 | Bílar | 102 orð | 1 mynd

Plymouth Prowler kominn

FYRIRTÆKIÐ 12 Volt hefur flutt inn til landsins Plymouth Prowler sem sýndur verður í húsakynnum fyrirtækisins. 12 Volt var stofnað um síðustu áramót og starfar við allt sem tengist bílarafmagni. Meira
23. júlí 2000 | Ferðalög | 914 orð | 1 mynd

Rændur tvisvar í sama ferðalaginu

Sumir bíræfnir þjófar skera á hjólbarða ferðamanna og ræna þá svo þegar þeir eru að skipta um dekk. Páll Samúelsson fór í fyrra ásamt eiginkonu sinni og systur til Spánar og komst í kast við slíka menn. Meira
23. júlí 2000 | Bílar | 801 orð | 5 myndir

Silfurgrár Prowler í anda sjötta áratugarins

Handsmíðaður Plymouth Prowler er kominn til landsins og er til sölu á 13 milljónir króna. Guðjón Guðmundsson fann reykinn af réttunum á íslensku asfalti. Meira
23. júlí 2000 | Ferðalög | 86 orð

Skandinavía 16.

Skandinavía 16.000 bílar yfir Eyrarsundsbrúna Um 16.000 bílar fara að jafnaði á dag yfir Eyrarsundsbrúna. Meira en helmingur þeirra sem þurfa að komast yfir Eyrarsund velja brúna. Ferjurnar sem fara á milli hafa því færri farþega en áður. Meira
23. júlí 2000 | Ferðalög | 292 orð | 2 myndir

Sólhvörf á Jökli

Spænskur ferðalangur spurði hversu lengi þetta ástand myndi vara. Breskur maður svaraði: Þetta hlýtur að vera eilífðin sjálf. Þröstur Helgason var á Snæfellsjökli um sumarsólstöður. Meira
23. júlí 2000 | Bílar | 71 orð

Toyota RAV4 4wd

Vél : 1.998 rúmsentimetrar, fjórir strokkar, 16 ventlar, tveir yfirliggjandi knastásar. Afl : 150 hestöfl við 6.000 sn./mín. 192 Nm tog við 4.000 sn./mín. Hámarkshraði : 185 km (beinskiptur), 175 km (sjálfskiptur). Hröðun : 10,6 (beinsk.), 10,8 (sjálfsk. Meira
23. júlí 2000 | Bílar | 64 orð | 1 mynd

Toyota RAV4 einnig til með framdrifi

NÝR Toyota RAV4 verður í fyrsta sinn boðinn með framdrifi hér á landi auk hefðbundinnar fjórhjóladrifsútgáfu. Þá er nýjung að allar vélar, þ.e. Meira
23. júlí 2000 | Ferðalög | 179 orð

Tryggingarfélög hafa vitneskju um hvar og...

Tryggingarfélög hafa vitneskju um hvar og hvernig þjófar bera sig að. Hér koma nokkrir punktar frá Ragnheiði Davíðsdóttur, forvarnarfulltrúa hjá VÍS, sem geta nýst fólki sem hyggur á ferðalög til útlanda. Meira
23. júlí 2000 | Ferðalög | 246 orð | 1 mynd

Vinna hjá danska Umferðaráðinu

Sigurður Helgason, upplýsingafulltrúi Umferðarráðs, er að fara til Kaupmannahafnar til að vinna og einnig til að slappa af. Meira
23. júlí 2000 | Ferðalög | 918 orð | 1 mynd

Vinningurinn dýrkeyptur

Sólarstrendur geta átt sínar dekkri hliðar. Sæbjörn Valdimarsson komst í tæri við hvítflibbaglæpamenn sem á undanförnum árum hafa prettað húsaleigusamningum inn á fjölda Íslendinga. Meira
23. júlí 2000 | Ferðalög | 23 orð | 1 mynd

Þjóðvegarán

Þessi api náði að næla sér í brauðsneið hjá einhverjum ferðamanninum. Þjófagengi sem ræna ferðamenn sem eru á bílaleigubílum eru stórtækari í stuldi. Bls. Meira

Fastir þættir

23. júlí 2000 | Fastir þættir | 318 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

ÞAÐ er til siðs á Evrópumótum að veita viðurkenningu fyrir góð spil sem birtast í mótsblaðinu. Á EM ungmenna fékk Ítalinn Di Bello viðurkenningu fyrir hugmyndaríka vörn í þessu spili. Meira
23. júlí 2000 | Í dag | 172 orð

Bænahúsið Gröf í Skagafirði

Í DAG, sunnudag kl 20.30, verður kvöldbæn í hinu forna torfbænahúsi að Gröf. Prestur er sr. Ragnheiður Jónsdóttir og organisti Anna Kristín Jónsdóttir. Kvenfélag Hofssóknar mun sjá um kaffiveitingar með sætabrauði að athöfn lokinni undir berum himni. Meira
23. júlí 2000 | Dagbók | 851 orð

(Jóh. 14,26.)

Í dag er sunnudagur 23. júlí, 205. dagur ársins 2000. Orð dagsins: En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður. Meira
23. júlí 2000 | Fastir þættir | 174 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Hvítur á leik. Ofurstórmeistaramótinu í Dortmund lauk fyrir skömmu. Þar tók m.a. þátt tölvuforritið Deep Junior 6 en það er smíði tveggja Ísraela. Meira

Íþróttir

23. júlí 2000 | Íþróttir | 3119 orð | 1 mynd

Mörg lið gera tilkall til meistaratitilsins

"Mörg lið eiga mikið inni og meira býr í þeim en þau hafa sýnt til þessa. Meira

Sunnudagsblað

23. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 2058 orð | 3 myndir

Aukin harka á vinnumarkaði

Í nýlegri skoðanakönnun meðal forstjóra hundrað stærstu fyrirtækja Svíþjóðar um hvað væri brýnast í málefnum vinnuverndar kom í ljós, að mikill meirihluti þeirra hafði áhyggjur af streitu starfsmanna. Meira
23. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 6 orð | 1 mynd

á hestum - draumurinn sem rættist...

á hestum - draumurinn sem... Meira
23. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 1600 orð | 6 myndir

Áhrif Kárahnjúkavirkjunar metin og mæld

Gert er ráð fyrir að afl Kárahnjúkavirkjunar geti orðið allt að 750 MW með allt að 2.200 Gl miðlun. Virkjunin verður byggð í áföngum og er áætlað að afl hennar í fyrsta áfanga verði allt að 500 MW. Meira
23. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 296 orð | 1 mynd

Á ný í léttum leik

Nafn austfirsku tónlistarkonunnar Grétu Sigurjónsdóttur er efalaust ekki á takteinum hjá mörgum en kannski kannast þó einhverjir við hina goðsagnakenndu kvennasveit Dúkkulísurnar sem sigruðu Músíktilraunir Tónabæjar árið 1983 á frækilegan hátt. Meira
23. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 846 orð | 1 mynd

Fannst við svo öruggar

Á göngu minni um skólahúsið á Hallormsstað rakst ég á Kristrúnu Gunnlaugsdóttur og Oddnýju Jóhannsdóttur, sem forðum daga voru herbergissystur í herberginu Kirkjubæ í Hallormsstaðaskóla fyrir fimmtíu árum. Meira
23. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 2704 orð | 7 myndir

Hagleikssmiður í landnámsbyggingum

Trésmíðaverkstæði Gunnars Bjarnasonar við Bíldshöfða lætur ekki mikið yfir sér og í rauninni má segja að sama hógværð hvíli yfir því og eigandanum. Hildur Friðriksdóttir fræddist um hið gamla handbragð sem eigandinn beitir við byggingu svokallaðra tilgátuhúsa, til dæmis Brattahlíðarbæjar og Eiríksbæjar, og við smíði gamalla verkfæra og vopna. Áður en Gunnar hefst handa stundar hann mikla rannsóknarvinnu til að freista þess að gera hlutina rétt. Meira
23. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 484 orð | 2 myndir

Haldið þið Þursar við!

FÁAR íslenskar hljómsveitir, ef þá einhver, státa af jafn tilkomumikilli sögu og Hinn íslenski þursaflokkur. Meira
23. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 1164 orð | 3 myndir

Hamingjusamur Harris

MICHAEL Caine sagði einhverntíma fyrir ekki löngu að Richard Harris, Richard Burton og Peter O'Toole væru ekki mikið meira en drykkjumenn sem sólunduðu hæfileikum sínum og Harris hefur ekki getað fyrirgefið honum það. Meira
23. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 614 orð | 2 myndir

Heilsufræði hinna löngu geimferða

ALLIR óska börnum sýnum nógu sterklega góðs til þess að þeir myndu ekki óska þeim þess að verða geimfarar vissu þeir hvers það hlutverk krefðist. Álag á sál og líkama er annars eðlis og oft meira en við þekkjum úr daglegu lífi sjálfra okkar. Meira
23. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 669 orð | 2 myndir

Í Höllinni á Hallormsstað

Þegar gengið er um húsakynni Hússtjórnarskólans á Hallormsstað andar sagan á móti manni úr hverju horni og af hverri tröppu. Meira
23. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 625 orð | 2 myndir

Íslenskt brúðkaup

NÚ stendur tími íslensku sumarbrúðkaupanna sem hæst og eru þau náttúrlega eins ólík og þau eru mörg. Það er nú sama "grunnuppskriftin" ef svo má að orði komast að flestum brúðkaupum: Það þarf að myndast góð stemning, það þarf að vera góð og vel valin tónlist bæði í kirkju og veislu og veitingarnar skulu vera í betri kantinum. Meira
23. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 511 orð | 1 mynd

Kynntist kærastanum á Hallormsstað

Á haustönn 1999 stundaði Helga Guðmundsdóttir frá Njarðvík nám við hússtjórnarskólann að Hallormsstað á Héraði. En hvað skyldi hafa orðið til þess að hún tók sig upp frá Suðurnesjum alla leið austur á land til þess að læra að sauma og matreiða? Meira
23. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 1785 orð | 1 mynd

Köttur úti í mýri ...

Ein helsta hljómsveit íslenskrar rokksögu er Utangarðsmenn sem hrintu af stað rokkbyltingu fyrir tuttugu árum sem ekki sér fyrir endann á. Meira
23. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 321 orð | 1 mynd

Mika setur hljóðan

Finnski rafdúettinn Pan Sonic (áður Panasonic) gaf út plötuna "A" á síðasta ári og var hún ein af allra athyglisverðustu útgáfum þess árs. Meira
23. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 2509 orð | 3 myndir

Pharmaco er eignarhaldsfélag að hluta

Stærsta lyfjaheildverslun landsins - Pharmaco - var stofnuð í ársbyrjun 1956 af sjö apótekurum sem komu saman í því augnamiði að koma á umbótum í lyfjaverslun. Meira
23. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 86 orð

"Kirkjugarðar Reykjavíkur tóku upp nýjar aðferðir...

"Kirkjugarðar Reykjavíkur tóku upp nýjar aðferðir í heilsueflingu starfsmanna fyrir nokkrum árum. Þeir hafa kerfisbundið séð til þess að starfsmönnum líði sem best bæði andlega, félagslega og líkamlega. Meira
23. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 88 orð

"Ungur háskólanemi vinnur í tölvufyrirtæki, þar...

"Ungur háskólanemi vinnur í tölvufyrirtæki, þar sem honum er útvegaður farsími til þess að hann geti alltaf verið til taks þegar vinnuveitandinn þarfnast hans. Honum finnst starfið skemmtilegt en pressan við að vera aldrei frjáls er óþægileg. Meira
23. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 249 orð | 1 mynd

R

Ozzy Osbourne og félagar í bresku þungarokkssveitinni Black Sabbath hafa margt að svara fyrir. Fyrir utan að hafa í raun réttri fundið upp þungarokkið og riffið góða, þungamiðju listformsins, eru óteljandi sveitir og stefnur runnar undan rifjum þessarar sögufrægu sveitar. Meira
23. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 942 orð

Sumarfrí og sandalar

Hvernig haldið þið að sé að koma fljúgandi heim frá Krít á sandölum úr 35 stiga hita og lenda í 9 gráðum í Keflavík. Hlín Agnarsdóttir hélt að hún væri komin heim til að sjá íslenskt sumar í blóma og græna litinn sem hvergi er grænni en hér, en komst að því að kuldaboli er alltaf á næsta leiti, aldrei hægt að vera lekker og kvenlegur í meira en mínútu fyrir utan Leifsstöð. Meira
23. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 998 orð | 1 mynd

Tuttugu og sex einingar fyrir önnina

Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er annar tveggja slíkra skóla sem starfandi eru á Íslandi í dag. Guðrún Guðlaugsdóttir heimsótti skólann á Hallormsstað og fræddist um námið þar sem er fjórir mánuðir önnin og gefur 26 einingar. Einnig gluggaði hún í sögu skólans sem er nú 70 ára og ræddi við skólastjóra og nýja og gamla nemendur. Meira
23. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 149 orð | 3 myndir

Ungviðið rótaði upp 17 löxum

FYRRI barna- og unglingadagur SVFR við Elliðaárnar á þessu sumri var síðdegis þann 17. júlí síðastliðinn og hittist svo á að skilyrði til veiða voru með eindæmum góð. Meira
23. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 1922 orð | 6 myndir

VIÐ sátum á kaffiteríu á ferju...

VIÐ sátum á kaffiteríu á ferju á leið frá Vancouver til Vancouver Island á vesturströnd Kanada í byrjun júní og ræddum við hjón frá Bretlandi. Þau voru að koma úr ferð um Klettafjöllin í Kanada og höfðu skoðað hina víðáttumiklu þjóðgarða þar. Meira
23. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 1422 orð | 1 mynd

Vænst nýrrar löggjafar um ábyrgð netþjónustu á ólöglegu efni

TILKOMA Netsins ásamt hinni stafrænu byltingu hefur skapað nýjar tjónahættur fyrir höfundarréttarhafa. Meira
23. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 952 orð | 1 mynd

Þeim varð á í messunni

Íslendingar skunduðu ekki á Þingvöll vegna þess að kirkjan er í ánauð sjálfsupphafningar og fjárausturs, skrifar Ellert B. Schram, og fyrirferð af þessu tagi er úr takt við þá ímynd sem kristnin og kirkjan hefur. Eða á að hafa. Meira
23. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 2256 orð | 1 mynd

Þetta kemur allt með heita vatninu

Það er alveg einstök reynsla að flytja í ókunnugt land, jafnvel þótt það sé ekki meira framandi en bara Bretland, segir Sigrún Davíðsdóttir nýflutt til London. Meira
23. júlí 2000 | Sunnudagsblað | 2644 orð | 7 myndir

Þórsmerkurferð á hestum - draumurinn sem rættist

HUGMYNDINA að Þórsmerkurferðinni átti bandarísk vinkona, Holly Nelson sem auk þess að reka bóka- og gjafavöruverslun í New York fylki skipuleggur hestaferðir fyrir Bandaríkjamenn til Íslands. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.