Greinar sunnudaginn 13. ágúst 2000

Forsíða

13. ágúst 2000 | Forsíða | 153 orð

Aðstoð í Páfagarði?

GRUNUR leikur á að starfsmenn Páfagarðs hafi átt aðild að umsvifamiklum málverkafölsunum. Meira
13. ágúst 2000 | Forsíða | 127 orð

Felldir með sveðjum

FÉLAGAR í kristnum sértrúarflokki lentu í átökum við herlið á Filippseyjum í gær og féllu tuttugu manns, þar af 16 úr trúflokknum. Meira
13. ágúst 2000 | Forsíða | 141 orð

Konur barðar af varkárni

MIKLAR deilur eru nú í Tyrklandi vegna þess að ríkisstyrkt trúarbragðastofnun bókstafstrúaðra múslima hefur gefið út handbók þar sem körlum er sagt að berja konur sínar, stunda fjölkvæni og hunsa getnaðarvarnir. Meira
13. ágúst 2000 | Forsíða | 311 orð

Óttast útbreiðslu farsótta

TALIN er mikil hætta á að farsóttir komi upp á flóðasvæðunum í norð-austurhluta Indlands, Bangladesh, Bhutan og Nepal en þar er vatnið nú sums staðar tekið að sjatna, að sögn fréttavefjar BBC í gær. Meira
13. ágúst 2000 | Forsíða | 173 orð

Þjóðaratkvæðagreiðsla hugsanleg árið 2005

JENS Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, greindi frá því á föstudag að hugsanlegt væri að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin um það í Noregi hvort landið gerist aðili að Evrópusambandinu (ESB) árið 2005. Meira

Fréttir

13. ágúst 2000 | Miðopna | 2226 orð | 2 myndir

12. ágúst

TYRKNESK stjórnvöld tilkynntu í þessari viku að þau myndu á næstu dögum undirrita tvo alþjóðasáttmála Sameinuðu þjóðanna, annars vegar sáttmála um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og hins vegar um félagsleg og menningarleg réttindi. Meira
13. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 193 orð

Alþjóðleg ráðstefna um eldgos í jöklum

ALÞJÓÐLEGA ráðstefnan um eldgos í jöklum verður haldin í Reykjavík í dag og á morgun. Ráðstefnan fer fram í Háskóla Íslands, stofu 101 í Odda. Meira
13. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Er að láta af störfum

Húsavík - Sendiherra Bretlands á Íslandi, James McCulloch, er á ferð um landið, hann er að láta af störfum og hyggst setjast í helgan stein þegar heim kemur. Meira
13. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 714 orð | 1 mynd

Fjölskyldan á flugeldasýningu og fleira

Hrefna Haraldsdóttir fæddist 8. ágúst 1958 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1977, og BA-prófi í íslensku og prófi í uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla Íslands 1983. Hún er íslenskukennari við MH og hefur einnig sinnt ýmsum verkefnum, svo sem dagskrárgerð fyrir Sjónvarp, sinnt leikhúsmálum og er nú framkvæmdastjóri Menningarnætur í miðborginni í annað sinn. Hrefna er gift Birni Brynjúlfi Björnssyni kvikmyndagerðarmanni og eiga þau samtals fjögur börn. Meira
13. ágúst 2000 | Erlendar fréttir | 165 orð

FORSETI Indónesíu, Abdurrahman Wahid, fól á...

FORSETI Indónesíu, Abdurrahman Wahid, fól á miðvikudag varaforseta landsins, Megawati Sukarnoputri, að annast dagleg stjórnstörf. Var ákvörðuninni ákaft fagnað á þingi en Wahid er mjög heilsuveill og nær blindur. Meira
13. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Fyrirmyndarökumenn

Í SUMAR stóðu Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Rás 2 og Plúsferðir fyrir vali á fyrirmyndarökumönnum. Fór það fram í beinni útsendingu, síðdegis á föstudögum, en með framtakinu vildu fyrrnefndir aðilar hvetja til bættra umferðarmenningar. Meira
13. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 50 orð

Góð nýting í bændagistingu

BÆNDAGISTING virðist vera að festa sig í sessi sem valkostur fyrir ferðamenn en yfir hásumartímann, frá lokum júní og fram í lok ágúst, er nýtingin um 90% á svæðum eins og Mývatni, í Skaftafelli og á Klaustri. Meira
13. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Guðrún Pálsdóttir látin

GUÐRÚN Pálsdóttir, söngkennari frá Hrísey, andaðist að heimili sínu, Lönguhlíð 3 í Reykjavík, 11. ágúst síðastliðinn. Guðrún fæddist á Ólafsfirði 15. Meira
13. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 296 orð | 1 mynd

Hlaup er hafið í Skaftá úr eystri sigkatli Skaftárjökuls

HLAUP er hafið að nýju í Skaftá og kemur það úr eystri sigkatli Skaftárjökuls. Sverrir Elefssen, efnaverkfræðingur hjá Orkustofnun, segir ána hafa tekið að vaxa um hádegi á föstudag. Aðfaranótt laugardags jókst vatnsrennsli í Skaftá mjög. Meira
13. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

HVAÐ ER TIL RÁÐA?

Nítján hafa látist í bílslysum hérlendis það sem af er árinu og mun fleiri slasast. Guðmundur Guðjónsson og Guðrún Guðlaugsdóttir ræddu við ýmsa, sem koma nálægt umferðarmálum, vegna þeirra hörmulegu atburða sem hafa átt sér stað upp á síðkastið. Þjóðin er bersýnilega slegin vegna þessara hræðilegu slysa og spurt er: hvað er til ráða? Meira
13. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 368 orð

Leifshátíð vel sótt

RÚMLEGA 1.000 gestir voru komnir á Leifshátíð á Eiríksstöðum um hádegsibilið í gær og streymdu enn gestir inn á hátíðarsvæðið í Haukadalnum. Meira
13. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Listhús 101 opnað í kjörbúð Vesturbæjar

GALLERÍ Listhús 101 var opnað í Kjörbúð Vesturbæjar í gær og reið vesturbæingurinn Haukur Dór á vaðið. Galleríið er í einum glugga verslunarinnar og sjást hér listamaðurinn og Heimir Fjeldsted, kaupmaður á horninu, skömmu fyrir opnunina í gær. Meira
13. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 223 orð

Mannskætt flugslys LÍTIL flugvél fórst á...

Mannskætt flugslys LÍTIL flugvél fórst á mánudagskvöld er hún hrapaði í Skerjafjörð. Fjórir af þeim sex sem í vélinni voru eru látnir. Tveir liggja enn þungt haldnir á spítala. Meira
13. ágúst 2000 | Erlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Miklir skógareldar í Bandaríkjunum

MIKLIR skógareldar hafa geisað á vesturströnd Bandaríkjanna undanfarna daga og hafa þúsundir slökkviliðsmanna, lögreglumanna og sjálfboðaliða verið kallaðir til svo koma megi í veg fyrir meira tjón en orðið hefur. Meira
13. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Nýr formaður

BJÖRGVIN Guðmundsson var kjörinn formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á aðalfundi félagsins í fyrradag. Björgvin hafði áður verið varaformaður félagsins. Í stjórnmálaályktun aðalfundarins voru stjórnvöld m.a. Meira
13. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Nýr Porsche 911 frumsýndur

BÍLABÚÐ Benna við Vagnhöfða í Reykjavík sýnir í dag nýja gerð sportbílsins Porsche 911 Turbo. Verður opið frá kl. 13 til 16. Porsche 911 Turbo er búinn sex strokka vatnskældri vél með tveimur forþjöppum og er hún 420 hestöfl. Meira
13. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 346 orð

Nýtt nám lögritara hefst í haust

HAUSTIÐ 2000 verður í fyrsta sinn boðið upp á stutta og hagnýta námsleið, svonefnt diplómanám, innan lagadeildar fyrir lögritara, aðstoðarfólk lögfræðinga. Lögritaranám vegur 45 einingar, tekur eitt og hálft ár og því lýkur með diplóma. Meira
13. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 177 orð

REYKJAVÍKURBORG og Landssíminn deildu hart í...

REYKJAVÍKURBORG og Landssíminn deildu hart í vikunni um samning borgarinnar við Línu.net. Landssíminn vill að lagning ljósleiðarakerfis í grunnskóla borgarinnar verði boðin út. Meira
13. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 159 orð

Samið við bústaðaeigendur

BÚIÐ er að endurnýja leigusamninga við um 90 sumarbústaðaeigendur á Þingvöllum, en árið 1990 var samið við þá til 10 ára í samræmi við breytta stefnu Þingvallanefndar. Meira
13. ágúst 2000 | Erlendar fréttir | 1709 orð | 2 myndir

Samstaða um þörfina á baráttu gegn nýnasisma

Í kjölfar nýrra ofbeldisverka sem öfgamenn til hægri eru grunaðir um að bera ábyrgð á hefur blossað upp mikil umræða í Þýskalandi um hvað sé til ráða til að stemma stigu við slíku. Þótt fátt sé um töfralausnir, skrifar Davíð Kristinsson frá Berlín, er samstaða um það meðal mikils meirihluta Þjóðverja að ríkisstjórnin sé knúin til að veita aukið fjármagn í baráttuna gegn starfsemi nýnasista í landinu. Meira
13. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 402 orð | 1 mynd

Skeiðarárbrú gæti staðið á þurru eftir nokkur ár

ENGINN jökull á landinu, sem í eðli sínu er ekki framhlaupsjökull, hljóp fram síðasta haust, samkvæmt mælingum jöklamælingamanna og er það í fyrsta skipti síðan 1947 að það gerist. Meira
13. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 563 orð

Sparað vegna þess að sjúkdómurinn er algengur

BÁRÐUR Sigurgeirsson húðsjúkdómalæknir segir að það færist í vöxt að sjúklingar eigi í vandræðum með að standa straum af kostnaði vegna fótsveppasýkinga. Meira
13. ágúst 2000 | Erlendar fréttir | 218 orð

Sprengjutilræði í Rússlandi LÖGREGLA í Rússlandi...

Sprengjutilræði í Rússlandi LÖGREGLA í Rússlandi hafði mikinn viðbúnað í vikunni vegna sprengjutilræðis í Moskvu á þriðjudag er varð átta manns að bana og slasaði um 100 manns. Meira
13. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 454 orð | 1 mynd

Stefnt að 50 tonna framleiðslu í Nova Scotia

FYRIRTÆKIN Sæbýli hf. og Stofnfiskur hf. eiga nú í viðræðum við kanadíska fyrirtækið Atlantic Abalone Ltd. í Nova Scotia um stofnun samstarfsfyrirtækis um eldi sæeyrna í fylkinu Nova Scotia í Kanada. Meira
13. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 83 orð

Umræða um efnahagsmál

EFNAHAGSMÁL verða til umræðu á morgunverðarfundi Verslunarráðs Íslands fimmtudaginn 17. ágúst. Meira
13. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 205 orð

Valhöll ekki breytt í sumarhús

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir það stríða gegn reglum Þingvallanefndar að breyta notkun Hótels Valhallar á Þingvöllum í sumarhús. Hann sagði í fréttum RÚV að ekki gæti orðið af því nema með því að flytja húsið á brott. Meira
13. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 402 orð

Vill afnema eignatengingu barnabóta sem fyrst

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að eignatenging barnabóta sé ranglát og vilji hann beita sér fyrir því að hún verði afnumin sem fyrst. Meira
13. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Þýska flugfélagið LTU flýgur beint til Egilsstaða

Egilsstöðum -Allar líkur eru á að beint farþegaflug milli Egilsstaða og Düsseldorf í Þýskalandi verði vikulega næstkomandi sumar. Meira

Ritstjórnargreinar

13. ágúst 2000 | Leiðarar | 315 orð

Forystugreinar á sunnudegi

13. ágúst 1946: "Frá því núverandi ríkisstjórn var mynduð, hefir Framsókn orðið ber að þeirri málefnafátækt, sem öllum landsmönnum hefir blöskrað. Meira
13. ágúst 2000 | Leiðarar | 476 orð

HÓTEL VALHÖLL Á ÞINGVÖLLUM

Í lögum nr. 59 frá árinu 1928 um friðun Þingvalla segir svo í 1. grein: "Frá ársbyrjun 1930 skulu Þingvellir við Öxará og grenndin þar vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga." Í 4. gr. Meira

Menning

13. ágúst 2000 | Menningarlíf | 26 orð

Djass-funk á Sólon

DAVÍÐ Þór Jónsson, hljómborð, Einar Valur Scheving, trommur, Ingi S. Skúlason, bassi og Ómar Guðjónsson, gítar munu leika djass-funk á Sólon Íslandus sunnudagskvöldið 13. ágúst kl.... Meira
13. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 167 orð | 1 mynd

Flótti úr geimfangelsi

½ Leikstjóri: Geoff Murphy. Handrit: John Flock og Peter Doyle. Aðalhlutverk: Christopher Lambert, Pam Grier, Beth Toussaint. (91 mín.) Bandaríkin. Skífan, 1999. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
13. ágúst 2000 | Menningarlíf | 386 orð

Forskot á Jazzhátíð Reykjavíkur

TVÖ forskot verða á Jazzhátíð Reykjavíkur sem verður haldin dagana 2.-10. september næstkomandi. Fyrra forskotið verður með sænsku hljómsveitinni Fredrik Norén Band á Kaffi Reykjavík mánudaginn 14. ágúst kl. 21 en hið seinna laugardaginn 19. Meira
13. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 267 orð | 6 myndir

Fortíðarhyggja með framtíðarsýn

MIKIL tilhlökkun ríkti meðal sýningargesta á Futurice, stærsta alþjóðlega tískuviðburði sem haldinn hefur verið hér á landi. Úti fyrir gnauðaði úrillur vindurinn í kolsvartri þokunni og ljáði enn frekari ævintýrablæ yfir sýninguna. Meira
13. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 225 orð | 1 mynd

Íhugar að leika í sannri stríðsmynd

FRÁ Hollywood berast þær fréttir að leikstjórinn David Fincher sem á að baki myndirnar Seven og Fight Club sé búinn að ákveða að taka að sér að leikstýra dramatískri mynd sem gerist á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Meira
13. ágúst 2000 | Menningarlíf | 41 orð

Keramik og lágmyndir í Man

MARGRÉT R. Kjartansdóttir og Sigurborg Jóhannsdóttir hafa opnað sýningu í listasalnum MAN á Skólavörðustíg. Á sýningunni eru keramikverk og lágmyndir unnar í tré. Meira
13. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 489 orð | 2 myndir

Kle Teun / Tony litli ½...

Kle Teun / Tony litli ½ Hrikalega áhrifamikil og vel leikin kvikmynd um sálsjúkan ástarþríhyrning sem myndast þegar einföld bóndahjón ráða til sín unga kennslukonu til þess að bóndinn geti lært að lesa. Meira
13. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 56 orð | 1 mynd

Kærkomin heimsókn

ÞAÐ ER alltaf gaman á sumrin þegar starfsmenn Morgunblaðsins fá tíðar heimsóknir frá hressum krökkum sem eru á leikjanámskeiðum hér og þar um borgina. Meira
13. ágúst 2000 | Menningarlíf | 15 orð

Listasafn lokað

LISTASAFN ASÍ verður lokað til laugardagsins 26. ágúst en þá hefst sýning á verkum Borghildar... Meira
13. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 446 orð | 4 myndir

Lífshvöt ljónanna

ÞAÐ er ekki nema von að margar kvikmyndastjörnurnar séu í ljónsmerkinu, þar sem ljónin elska að vera allra athygli. Þau eru mjög skapandi og fylgja hugmyndum sínum eftir af mikilli þrautseigju. Meira
13. ágúst 2000 | Menningarlíf | 47 orð

M-2000

DALASÝSLA - EIRÍKSSTAÐIR Í HAUKADAL Hátíð Leifs heppna Lokadagur hátíðar Leifs heppna á Eiríksstöðum í Haukadal. Hátíðin er fyrir alla fjölskylduna. Börnum verður boðin þátttaka í fornum leikjum og spilum, gefinn kostur á að finna Vínland o.fl. Meira
13. ágúst 2000 | Menningarlíf | 208 orð

Málverk frá Mars

Í HÚSAKYNNUM Listasafns Háskóla Íslands í Odda, 2. hæð, verður opnuð sýning annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20.30, á málverkum vísindamannsins Williams K. Hartmanns. Hann er kunnur fyrir framlag sitt til rannsókna á sólkerfinu. Meira
13. ágúst 2000 | Menningarlíf | 26 orð

Mánudagurinn 14. ágúst

KAFFI REYKJAVÍK KL. 21 Fredrik Noren kvintett Jazzhátíð í Reykjavík hefst 2. september. Til að koma mönnum í réttu stellingarnar verður tekið forskot á hátíðina í kvöld. www.reykjavik2000.is -... Meira
13. ágúst 2000 | Myndlist | 1024 orð | 2 myndir

Með fulltingi vatns

Opið alla daga frá 12-18. Lokað þriðjudaga. Til 27. ágúst. Aðgangur 300 krónur í allt húsið. Meira
13. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 177 orð | 1 mynd

Meðgöngugaman

Leikstjórn og handrit: Frederick Golchan. Aðalhlutverk: Gabrielle Anwar, Sean Astin, Jason Lewis, Robert Mailhouse, Chris Rydell. (106 mín.) Bandaríkin, 1999. Sam myndbönd. Bönnuð innan 12 ára. Meira
13. ágúst 2000 | Menningarlíf | 28 orð | 1 mynd

Myndlist í Skaftafelli

NÚ stendur yfir sýning á verkum myndlistarmannsins Frosta Friðrikssonar í veitingasalnum hjá Hnjúkaþey í þjónustumiðstöðinni í Skaftafelli. Sýninguna kallar Frosti Stórbrotin myndlist 2000. Sýningin stendur út... Meira
13. ágúst 2000 | Menningarlíf | 147 orð

Nýjar bækur

HUGSI - um röklist og lífsleikni er eftir Matthías Viðar Sæmundsson og Sigurð Björnsson en myndir teiknaði Hrönn Arnarsdóttir . Í bókinni, sem ætluð er unglingum, er beitt kennsluaðferð sem kölluð hefur verið heimspekileg samræða. Meira
13. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 33 orð | 3 myndir

Raftónar í Leikhúskjallaranum

ÞAÐ VAR rafmagnað andrúmsloft sem myndaðist á tónleikum dönsku rafsveitanna Opiate og [kikkert] í kjallara Þjóðleikhússins á fimmtudagskvöldið. Íslensku raftónlistarmennirnir í Biogen og Ampop sáu um upphitun. Meira
13. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 973 orð | 1 mynd

Raunir falska kórdrengsins

Þrátt fyrir smæð okkar Íslendinga er eflaust hægt að grafa upp einn slíkan í öllum heimsins hornum. Konráð Sigurðsson starfar í kvikmyndaborginni Los Angeles. Birgir Örn Steinarsson spjallaði við hann og komst að því að þessi falski kórdrengur hefur upplifað tímana tvenna. Meira
13. ágúst 2000 | Menningarlíf | 1750 orð | 2 myndir

Tilneyddur af ósýnilegum öflum

Það er æði margt sem við ekki vitum um höfund tónverksins Baldurs, Jón Leifs. Lengst af hefur umræðan um hann verið byggð á aðdróttunum og getgátum hvers konar og vissulega fengu þær byr í framgöngu hans og mótsagnakenndri persónu. Súsanna Svavarsdóttir leitaði til Hjálmars H. Ragnarssonar tónskálds sem hefur kynnt sér ævi og störf Jóns Leifs mjög náið til að fá svör við spurningum um bakgrunn Baldurs og ritunartíma. Meira
13. ágúst 2000 | Menningarlíf | 107 orð | 1 mynd

Tríó Romance í Sigurjónssafni

TÓNLISTARHÓPURINN Tríó Romance leikur á næstu þriðjudagstónleikum Listasafns Sigurjóns Ólafssonar 15. ágúst kl. 20.30. Tríóið er skipað flautuleikurunum Guðrúnu Birgisdóttur og Martial Nardeau og Peter Maté píanóleikara. Meira
13. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 208 orð | 1 mynd

Vinátta, tónlist og tíska

½ Leikstjóri: John Strickland. Handrit: Simon Mirren. Aðalhlutverk: Steve Shepherd, Ben Waters og Angela Lauren Smith. (117 mín.) Bretland, 1999. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. Meira
13. ágúst 2000 | Menningarlíf | 51 orð

Vindhanar í eyrnalokkum

FJÖRUTIU málmlistamenn frá tólf löndum sýna nú verk sín í listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg í dag, laugardag, kl. 16. Sýningin fjallar um vindhana sem listamennirnir hafa hannað og umbreytt í eyrnalokka. Meira

Umræðan

13. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 24 orð | 1 mynd

40 ÁRA afmæli.

40 ÁRA afmæli. Mánudaginn 14. ágúst verður fertugur Þorsteinn Þorsteinsson, forstöðumaður markaðssviðs Ríkisútvarpsins. Þorsteinn er giftur Írisi Gunnarsdóttur tæknifræðingi. Þau dveljast í París á... Meira
13. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 43 orð | 1 mynd

85 ÁRA afmæli - Brúðkaupsafmæli.

85 ÁRA afmæli - Brúðkaupsafmæli. Í dag, 13. ágúst, er Trausti Guðjónsson, Klettahlíð 14, Hveragerði, 85 ára. Hann og kona hans, Ragnheiður Jónsdóttir , eiga jafnframt 62 ára hjúskaparafmæli. Meira
13. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 258 orð | 1 mynd

Draumur um tryggingar

MIG dreymdi draum fyrir nokkru. Hann var um bifreiðatryggingar og ökuréttindi. Hvort mig hefur dreymt þetta vegna þessa að mér persónulega líkar ekki iðgjaldaformið eins og það er í dag, skal ósagt látið. Meira
13. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 30 orð

HEIÐREKS GÁTUR

13. öld UM ÖLDURNAR Hverjar eru snótir, er ganga syrgjandi at forvitni föður, mörgum mönnum hafa at meini orðit, við þat munu aldr ala. Meira
13. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 581 orð | 1 mynd

Heim að Hólum

Það leggja margir leið sína heim til Hóla í dag - á Hólahátíð. Stefán Friðbjarnarson staldrar við þennan höfuðstað og biskupssetur Norðurlands um aldir. Meira
13. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 690 orð

Mál í brennidepli

ÞEGAR maður sest fyrir framan tölvuna sína má segja að maður hugsi upphátt, mál í brennidepli koma í huga manns. Undanfarnar vikur hefur ýmislegt flogið í gegnum huga minn sem nú kemst loks á blað. Meira
13. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 524 orð

Senn ganga í garð árlegar listahátíðir...

Senn ganga í garð árlegar listahátíðir víða um lönd Evrópu, sem Víkverji fylgist jafnan grannt með. Hér er átt við meistaramót hinna ýmsu landa í knattspyrnu. Meira
13. ágúst 2000 | Aðsent efni | 773 orð | 2 myndir

Stærðfræðikennsla á krossgötum

Hér á landi ríkir í stórum dráttum ríkiseinokun á kennslu, segir Ellert Ólafsson. Þessu verður að breyta. Meira
13. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 492 orð

Verslunarmannahelgin og fullorðna fólkið

ÉG hefi oft velt því fyrir mér af hverju við foreldrar, fullorðið fólk, sköpum þær aðstæður að fáir sem eru á aldrinum 14-20 ára geti hugsað sér að gera eitthvað annað en að flykkjast út úr sínum heimabæjum til að "djamma og detta í það" um... Meira
13. ágúst 2000 | Aðsent efni | 1379 orð | 1 mynd

Þrávirku eiturefnin díoxín og fúran

Díoxín eru talin til eitruðustu efna sem finna má í umhverfinu. Bergur Sigurðsson fjallar hér um díoxín, uppruna og fyrirkomu þess í umhverfinu. Meira

Minningargreinar

13. ágúst 2000 | Minningargreinar | 1847 orð | 1 mynd

EBBA HÓLMFRÍÐUR EBENEZERDÓTTIR

Ebba Hólmfríður Ebenezerdóttir, Kleppsvegi 64 í Reykjavík, var fædd á Ballará á Skarðsströnd. 26. febrúar 1911. Hún lést á Skjóli 31. júlí síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
13. ágúst 2000 | Minningargreinar | 480 orð | 1 mynd

EYJÓLFUR JÓNSSON

Eyjólfur Jónsson fæddist á Flateyri 2. ágúst 1917. Hann lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar 2. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Flateyrarkirkju 12. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
13. ágúst 2000 | Minningargreinar | 321 orð | 1 mynd

GUÐRÚN SIGRÍÐUR KONRÁÐSDÓTTIR

Guðrún Sigríður Konráðsdóttir fæddist í Reykjavík 4. nóvember 1919. Hún lést á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 11. júlí síðastliðinn. Guðrún var jarðsungin í kyrrþey frá Fossvogskapellu 18. júlí. Meira  Kaupa minningabók
13. ágúst 2000 | Minningargreinar | 347 orð | 1 mynd

GYÐA JÓHANNESDÓTTIR

Gyða Jóhannesdóttir var fædd að Finnmörk í Vestur-Húnavatnssýslu 14. ágúst 1914. Hún lést á Landspítalanum 24. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 30. júní. Meira  Kaupa minningabók
13. ágúst 2000 | Minningargreinar | 261 orð

JÓNÍNA MARGRÉT EGILSDÓTTIR

Jónína Margrét Egilsdóttir fæddist í Kerlingadal 26. maí 1903. Hún lést 26. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 3. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
13. ágúst 2000 | Minningargreinar | 339 orð | 1 mynd

PÉTUR JÓN STEFÁNSSON

Pétur Jón Stefánsson fæddist á Ólafsfirði 22. apríl 1909. Hann lést 6. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Sauðárkrókskirkju 11. ágúst. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

13. ágúst 2000 | Ferðalög | 350 orð | 2 myndir

Allt að 90% nýting

UM 130 sveitabæir bjóða upp á bændagistingu með um 2.800 rúmum. "Við köllum bændagistinguna stærsta hótelið á Íslandi," segir Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda. Meira
13. ágúst 2000 | Bílar | 239 orð | 1 mynd

Á 793 lítrum umhverfis jörðina

Í BYRJUN ágúst kom smábíllinn Volkswagen Lupo 3L TDI til heimabæjar síns, Wolfsburg í Þýskalandi, eftir að hafa ekið umhverfis jörðina á 80 dögum og notað til þess 793 lítra eldsneytis. Meira
13. ágúst 2000 | Bílar | 250 orð | 2 myndir

Áhersla á öryggi í sportbílum

BÍLABÚÐ Benna stóð í síðustu viku fyrir kynningu á Porsche á Keflavíkurflugvelli í samvinnu við framleiðandann og Umferðarráð. Meira
13. ágúst 2000 | Ferðalög | 16 orð | 1 mynd

Á slóðum Guðmundar góða

Kerlingin blasir við í allri sinni tign þegar siglt er í kvöldsólinni að Drangey í Skagafirði. Bls. Meira
13. ágúst 2000 | Ferðalög | 289 orð | 1 mynd

Bílnum lagt

Þóra Eyjólfsdóttir, viðskiptafræðingur hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar, er nýkomin frá Hollandi. Meira
13. ágúst 2000 | Ferðalög | 698 orð | 1 mynd

B-vítamín dregur ekki úr stungum

Hvorki tæki með hátíðnihljóðum, sem eru seld í því skyni að fæla burt flugur, né B-vítamín dregur úr flugnastungum. Fæluefni, bólusetningar eða lyf gegn smitsjúkdómum er það sem þarf. Meira
13. ágúst 2000 | Ferðalög | 106 orð

Danmörk Flýtiinnritun SAS hefur nú kynnt...

Danmörk Flýtiinnritun SAS hefur nú kynnt til sögunnar nýjan möguleika við innritun farþega sem koma í flugafgreiðslu númer 3 á flugvellinum í Kaupmannahöfn með leigubílum. Meira
13. ágúst 2000 | Ferðalög | 229 orð | 2 myndir

Ferðakaffi komið á koppinn

Nú í sumar byrjuðu skilti merkt "Travel Cafe - Ferðakaffi" að skjóta upp kollinum. Þau fyrstu sáust í Varmahlíð í Skagafirði, Staðarskála í Hrútafirði, við BSÍ í Reykjavík, við Hestamiðstöðina í Ölfusi og Briddebúð á Vík í Mýrdal. Meira
13. ágúst 2000 | Ferðalög | 1477 orð | 1 mynd

Ferðir til stórborga, í sólina og á framandi slóðir

Ferðaglöðum standa ýmsir möguleikar til boða í haust eins og sjá má í bæklingum ferðaskrifstofanna. Talsmenn þeirra segja æ algengara að landinn brjóti upp langan og dimman veturinn með ferðalögum til útlanda. Meira
13. ágúst 2000 | Ferðalög | 534 orð | 3 myndir

Fjöllin full af fögrum steinum

AUSTFIRSKU fjöllin eru um margt merkileg. Það er ekki nóg með að þau séu flest hver ægifögur heldur eru þau enn fremur full af fögrum steinum. Víða er hægt að ganga á fjöll og leita steina og eru sumir hverjir gæddir mikilli heppni í þeim efnum. Meira
13. ágúst 2000 | Ferðalög | 597 orð | 4 myndir

Fjölskrúðugt fuglalíf á slóðum Guðmundar góða

Kerlingin blasir við þegar siglt er í kvöldsólinni að Drangey í Skagafirði og Guðbjörg R. Guðmundsdóttir er bergnumin yfir tign hennar. Meira
13. ágúst 2000 | Bílar | 74 orð

Framleiðendur endurvinni 80% af þyngd bíls

NÝJAR reglur um eyðingu bíla í lok notkunar eru að taka gildi í Evrópu. Reglurnar fela það í sér að árið 2007 þurfa bílframleiðendur að bera mestan hluta þess kostnaðar að eyða bílum óháð aldri þeirra. Meira
13. ágúst 2000 | Ferðalög | 203 orð

Færri sæti til Kanaríeyja í ár en í fyrra

FERÐASKRIFSTOFURNAR Úrval-Útsýn, Plúsferðir, Samvinnuferðir-Landsýn og Heimsferðir hafa ákveðið að minnka sætaframboðið til Kanaríeyja. Ástæðan er einkum offramboð síðastliðið ár en einnig eru nýir áfangastaðir að taka við. Meira
13. ágúst 2000 | Bílar | 47 orð

Galant V6 í hnotskurn

Vél: 2,5 lítrar, 6 strokkar, 163 hestöfl, 24 ventlar, rafstýrt fjölinnsprautunarkerfi. Framdrifinn. Sjálfskipting með valmöguleikum. Aflstýri - veltistýri. Hemlalæsivörn. Rafeindastýrð átaksjöfnun hemla. Fjórir líknarbelgir. Fimm höfuðpúðar. Samlæsingar. Meira
13. ágúst 2000 | Ferðalög | 1104 orð | 3 myndir

Hrikaleg náttúrufegurð

Snarbrattur jeppaslóði, hrikalegt landslag og ólýsanleg kyrrð hafa varðveist í minningunni. Anna G. Ólafsdóttir var ekki í rónni fyrr en hún fékk tækifæri til að endurnýja kynni sín við Mjóafjörð á ferð um Austfirði fyrir skömmu. Fyrir utan betri vegasamgöngur var upplifunin ámóta hinni fyrri og algjörlega ógleymanleg. Meira
13. ágúst 2000 | Ferðalög | 20 orð | 1 mynd

Hvert á að fara í haust?

Ferðaglöðum löndum standa ýmsir möguleikar til boða í haust, jafnt í sólina, til fjölda stórborga sem og á framandi slóðir. Bls. Meira
13. ágúst 2000 | Ferðalög | 603 orð | 2 myndir

Hvert herbergi með þema

Gistiheimilið Steinsholt var nýverið opnað í Gnúpverjahreppi. Hrönn Indriðadóttir heimsótti það í blíðskaparveðri. Meira
13. ágúst 2000 | Ferðalög | 800 orð | 4 myndir

Í París er 20. hverfið vænlegur kostur

Áætlunarflug Flugleiða til Parísar árið um kring auðveldar Íslendingum að heimsækja þessa merku menningarborg sem hefur upp á allt að bjóða sem hugurinn girnist. Á flestum sviðum bjóðast ótal möguleikar og á það ekki síst við um hótelgistingu eins og Steinþór Guðbjartsson hefur sannreynt. Meira
13. ágúst 2000 | Bílar | 447 orð | 3 myndir

Íslenskir rallkappar á siglingu á erlendum vettvangi

Úlfar Eysteinsson, veitingamaður á Þremur Frökkum, fór nýlega ásamt félögum sínum til Skotlands og keppti þar í jepparallinu Scottish Hill Rally. Morgunblaðið ræddi stuttlega við Úlfar um keppnina. Meira
13. ágúst 2000 | Bílar | 402 orð | 3 myndir

Leyndarmálið frá Saab

Saab setti fólksbíl með forþjöppuvél á markað fyrst fyrir 20 árum. Núna er í boði 9-3 bíll með 2ja lítra, 185 hestafla vél með miklu togi og fínum aksturseiginleikum. Guðjón Guðmundsson prófaði þennan fágaða, framdrifna akstursbíl. Meira
13. ágúst 2000 | Ferðalög | 523 orð | 1 mynd

Markverðir staðir skoðaðir frá öðru sjónarhorni

Mikið úrval bátsferða er á boðstólunum í Berlín. Laufey Guðnadóttir skellti sér í siglingu. Meira
13. ágúst 2000 | Ferðalög | 19 orð | 1 mynd

Mjóifjörður

Snarbrattur jeppaslóði, hrikalegt landslag og ólýsanleg kyrrð hefur varðveist í minningum margra sem lagt hafa leið sína um Mjóafjörð. Bls. Meira
13. ágúst 2000 | Ferðalög | 287 orð | 2 myndir

Rússlandsför Ferð sniðin að þörfum eldri...

Rússlandsför Ferð sniðin að þörfum eldri borgara Farin verður ferð til Rússlands þann 22. september til 5. október. Meira
13. ágúst 2000 | Bílar | 277 orð | 1 mynd

Takmarkanir á tækjanotkun

MIKIL umræða hefur verið í Bandaríkjunum um öryggismál sem tengjast aukahlutum í bílum eins og leiðsögukerfum og netsambandi. Meira
13. ágúst 2000 | Bílar | 66 orð

Vetnistankur frá IMPCO

HELSTI þröskuldurinn í þróun vetnis- og efnarafalabíla er geymsla vetnisins um borð í farartækinu. Hugsanlegt er talið að bandaríska fyrirtækið IMPCO Technologies hafi fundið lausn á þessu vandamáli. Meira
13. ágúst 2000 | Bílar | 78 orð | 1 mynd

YGM-1 á markað haustið 2001

GENERAL Motors og Suzuki Motor, sem í sameiningu ætla að framleiða lítinn bíl fyrir Asíumarkað, sem heitir Chevrolet YGM-1, hafa ekki ákveðið hvar í Asíu bíllinn verður smíðaður. Meira
13. ágúst 2000 | Ferðalög | 403 orð | 1 mynd

Þiðriksvalladalur

Nú á haustdögum bendir Lovísa Ásbjörnsdóttir á þann möguleika að sameina létta göngu og berjatínslu í friðsælu og fallegu umhverfi. Meira
13. ágúst 2000 | Bílar | 684 orð | 5 myndir

Öflugur Galant með sex strokka vél

GALANT frá Mitsubishi með 2,5 lítra og sex strokka vél er orðinn æði mikill bíll enda búinn margs konar þægindum eins og bíll sem kostar hátt í þrjár milljónir króna gerir þegar allt er valið af slíkum búnaði. Meira

Fastir þættir

13. ágúst 2000 | Fastir þættir | 262 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

Í liði Svía á EM ungmenna var eitt þeirra efnilegasta par, Nyström og Strömberg, en þeir félagar voru liðsmenn opna flokksins, sem vann Norðurlandamótið í Hveragerði í vor. Og stóðu sig þá best allra para, samkvæmt fjölsveitarútreikningi mótsins. Meira
13. ágúst 2000 | Dagbók | 116 orð

Frágangur afmælis- og minningargreina

Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Meira
13. ágúst 2000 | Fastir þættir | 654 orð | 3 myndir

Liljur

ÁGÚSTMÁNUÐUR er aðalblómgunartíminn hjá liljum í íslenskum görðum. Það er ekki svo að skilja að liljurnar séu mest áberandi blómin í garðinum, til þess eru þær allt of lítið ræktaðar. Meira
13. ágúst 2000 | Dagbók | 824 orð

(Róm. 11, 22.)

Í dag er sunnudagur13. ágúst, 226. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Sjá því gæsku Guðs og strangleika, strangleika við þá, sem fallnir eru, en gæsku Guðs við þig, ef þú stendur stöðugur í gæskunni; annars verður þú einnig af höggvinn. Meira
13. ágúst 2000 | Fastir þættir | 80 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Staðan kom upp í A-flokki skákhátíðarinnar í Pardubice, Tékklandi. Ungverski stórmeistarinn Attila Groszpeter (2.478) stýrði hvítu mönnunum gegn Þjóðverjanum Dennis Breder (2.336). 26. Bf6!! Meira
13. ágúst 2000 | Fastir þættir | 209 orð

Stungin tólg

Fyrir nokkru var greinarkorn hér í Mbl. eftir þekktan mann, sem þykir kunna að bregða fyrir sig íslenzku máli í margbreytilegum myndum og trúlega einna mest vestfirzku tungutaki. Meira

Íþróttir

13. ágúst 2000 | Íþróttir | 237 orð | 1 mynd

ÁSGEIR Sveinsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður...

ÁSGEIR Sveinsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Bjarka Sigurðssonar , þjálfara handknattleiksliðs Aftureldingar . Þá hefur Hjörtur Arnarson gengið til liðs við Mosfellinga en hann var í herbúðum Víkings í fyrra. Meira
13. ágúst 2000 | Íþróttir | 244 orð

Flestir kom úr GR

GOLFKLÚBBUR Reykjavíkur á flesta keppendur á Landsmótinu í golfi enda er það langstærsti golfklúbbur landsins. Keppendur úr GR eru 54 talsins en næstflestir keppendur koma úr Keili en þaðan eru 44 keppendur. Meira
13. ágúst 2000 | Íþróttir | 868 orð | 1 mynd

Ætlar að vera í heilt ár á Landsmóti

Björgvin Þorsteinsson úr GA hefur manna oftast tekið þátt í Landsmóti í golfi, eða í 37 mótum af þeim 60 sem haldin hafa verið. Björgvin er þó alls ekki á því að hætta. Hann sagði Skúla Unnari Sveinssyni að markmiðið væri að keppa á 52 Landsmótum í röð þannig að það síðasta verður árið 2015. Meira

Sunnudagsblað

13. ágúst 2000 | Sunnudagsblað | 1597 orð | 2 myndir

120 tónlistarstefnur

HLJÓMSVEITIN Kanada leikur sérkennilega samsuðu af leikhústónlist, furðurokki, fönki og ungmennafélagsdanstónlist kryddaða af alls kyns hversdagslegum hljóðum og hljóðbútum. Meira
13. ágúst 2000 | Sunnudagsblað | 460 orð

Aðgerðir okkar skilað árangri

ÞAÐ hefur lengi loðað við lögregluna á Blönduósi að hún ráði ríkjum í sínu umdæmi og menn losi ósjálfrátt fótinn af bensíngjöfinni er þeir nálgast Blönduós. Meira
13. ágúst 2000 | Sunnudagsblað | 5914 orð | 2 myndir

Andstuttir í Andesfjöllum

Fjórir Íslendingar fóru í vor til Perú í því skyni að klífa fjöll en hæstu tindar Andesfjalla ná tæplega 7000 metra hæð. Ólafur Ragnar Helgason segir hér frá frá því þegar þessi draumur þeirra rættist. Meira
13. ágúst 2000 | Sunnudagsblað | 1113 orð | 3 myndir

asarblaðanna

Stórmyndir sem byggjast á hetjum hasarblaðanna hafa löngum verið vinsælar en sú nýjasta er X-Men með Patrick Stewart í aðalhlutverki. Arnaldur Indriðason fjallar um hana og segir frá öðrum hasarblaðahetjum sem eru á leið á hvíta tjaldið. Meira
13. ágúst 2000 | Sunnudagsblað | 3269 orð | 1 mynd

Ánægjulegra að glíma við góðæri en hallarekstur

23,5 milljarða tekjuafgangur ríkissjóðs á síðasta ári Ekki ráðlegt að lækka almennan tekjuskatt nú Vafasamt af fyrirtækjum að taka beinlínis stöðu gegn krónunni. Meira
13. ágúst 2000 | Sunnudagsblað | 1380 orð | 1 mynd

Búast má við miklum leðjuslag

Fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts, repúblikaninn William F. Weld, veiddi ágætan lax á Íslandi fyrir réttum 26 árum, daginn þegar Richard Nixon sagði af sér forsetaembætti. Weld kom á ný hingað til laxveiða í liðinni viku og Kristján Jónsson ræddi við hann um kosningabaráttuna vestra. Meira
13. ágúst 2000 | Sunnudagsblað | 400 orð

Einbeiti sér alveg að akstrinum

"ÞEGAR svona slysaalda ríður yfir verða menn að setjast niður og finna út nokkur grundvallaratriði. Hvar eru þessi slys, hverjar eru orsakirnar og hverjir lenda í þeim? Meira
13. ágúst 2000 | Sunnudagsblað | 846 orð

Eins og gríska fyrir mér

Þegar sagt er já á grísku segir maður "ne" og hristir höfuðið eins og þegar við segjum nei, skrifar Hlín Agnarsdóttir, og heldur áfram: svo þegar Grikkir segja nei sem er "ochi" þá kinka þeir kolli eins og þeir séu að jánka einhverju. Meira
13. ágúst 2000 | Sunnudagsblað | 1016 orð | 1 mynd

Hárið

Stundum dett ég niður í þann hræðilega ósið að skoða fólk utan frá. Gleymi því að ég tilheyri þessari "dýrategund" og tek að athuga hana með sama hugarfari og maður rannsakar t.d. skordýr í smásjá - hið síðarnefnda er þó ekki talið neitt til að skammast sín fyrir. Meira
13. ágúst 2000 | Sunnudagsblað | 251 orð | 1 mynd

Hráslagaleg og myrk safnskífa

KVIKMYNDIN The Crow þótti ekki merkileg á sínum tíma en smám saman hefur hróður hennar farið vaxandi, ekki síst vegna þess hvernig fór fyrir aðalleikara hennar á meðan á tökum stóð. Þær vinsældir hafa síðan orðið til þess að gert var framhald, The Crow: Salvation, og fátt betur til þess fallið að auka áhuga á myndinni en gera safnskífu. Meira
13. ágúst 2000 | Sunnudagsblað | 207 orð

Hækka þarf sektir og auka löggæslu

HJÁLMAR Árnason þingmaður og varaformaður Samgöngunefndar er einn þeirra sem hafa velt fyrir sér hvað megi gera til útbóta hvað varðar hina aukna slysatíðni á þjóðvegum landsins. Meira
13. ágúst 2000 | Sunnudagsblað | 2332 orð | 4 myndir

Íslensk tunga á við í íslenskum kaupstað

Segja má að það sé vel við hæfi einmitt nú, segir Pétur Pétursson, þegar íslensk tunga á í vök að verjast, svo mjög að þeir, sem sökum lærdóms og þekkingar á gildi móðurmáls og feðratungu, telja sig þurfa að efna til fjársöfnuar til styrktar þjóðtungu, þá sé kjörinn áfangastaður að nema staðar við hús Stefáns Gunnlaugssonar landfógeta. Meira
13. ágúst 2000 | Sunnudagsblað | 1808 orð | 1 mynd

Laxinn í lægð

Áhugamenn um laxagengd hafa ekki farið varhluta af því að nú stefnir í einhverja slökustu laxveiðivertíð sem um getur. Guðmundur Guðjónsson skoðaði málið og ræddi við Bjarna Jónsson, fiskifræðing Norðurlandsdeildar Veiðimálastofnunar á Hólum í Hjaltadal, m.a. vegna þeirra skoðana að um ofveiði sé hugsanlega að ræða í íslenskum laxveiðiám. Meira
13. ágúst 2000 | Sunnudagsblað | 233 orð

Lögreglan er of lítið á ferðinni

LEIGUBÍLSTJÓRAR eru eðli málsins samkvæmt sífellt í umferðinni og þekkja hana kannski allra manna best af eigin reynslu. Formaður Frama, félags leigubílstjóra er Ástgeir Þorsteinsson. Meira
13. ágúst 2000 | Sunnudagsblað | 968 orð | 1 mynd

Maður, líttu þér nær

Þar sem áður var farið í sto, sto og bimbi rimbi, rimb bamm, er nú höndlað með kannabis og sniff, segir Ellert B. Schram, og bætir við: þar sem áður var farið í fimmaurahark, er nú dílað fyrir þúsundir króna. Meira
13. ágúst 2000 | Sunnudagsblað | 606 orð | 2 myndir

Margbreytileiki Montmartre

ENGIN borg hefur heillað mig eins og París. Ég hef velt því fyrir mér hvað það sé einkum sem laðar mig og marga aðra að henni og hef komist að þeirri niðurstöðu að það sé stemmningin. Í mínu tilfelli er það a.m.k. svo. Meira
13. ágúst 2000 | Sunnudagsblað | 458 orð

Megum ekki missa fleiri á vígvellinum

VEGNA hinna miklu og tíðu stórslysa á vegum úti að undanförnu hafa sjónir manna óhjákvæmilega beinst að slysavörnum á þessum vettvangi. Menn spyrja sig: Hvað er hægt að gera til þess að fækkum slysum á þjóðvegum og í þéttbýli frá því sem nú er? Meira
13. ágúst 2000 | Sunnudagsblað | 672 orð

Ógæfuspor að hækka hámarkshraða

"ÞAÐ hafa mörg mál verið uppi á borðinu hjá okkur í Umferðarráði og margt sem þarf að skoða. Það er ekki tímabært að rekja margt af því sem skoðað hefur verið, en ég get þó sagt að við staðnæmumst gjarnan við þátt lögreglunnar. Meira
13. ágúst 2000 | Sunnudagsblað | 2016 orð | 3 myndir

Sala á fiski gegnum síma og Netið

Ólafur Magnússon, eigandi og framkvæmdastjóri Hagfisks ehf., er fæddur 3. júlí árið 1952 í Reykjavík þar sem hann ólst upp. Hann nam skipatæknifræði við Tækniháskólann á Helsingjaeyri í Danmörku og útskrifaðist þaðan árið 1977. Meira
13. ágúst 2000 | Sunnudagsblað | 505 orð | 2 myndir

Sambræðsla mannslíkamans og tækninnar

HÉR BER að taka orðið "við" með fyrirvara. Við sem lesum þetta verðum tæplega með neinn dýran útbúnað inni í okkur þar sem við liggjum rotnandi í moldu. Afkomendur okkar, börn og barnabörn, hafa hins vegar æ meir af slíku að segja og ýmiss konar tækniútbúnaður verður á þeim og í, meira og minna sem fastur hluti líkama þeirra og daglegrar tilveru. Meira
13. ágúst 2000 | Sunnudagsblað | 178 orð

Samræma ósamræmi

ÓSKAR Stefánsson er formaður Sleipnis, stéttarfélags ökumanna fólksflutninga- og sérleyfisbíla.Hann sagði að það sem helst hefði verið uppi á borðinu hjá rútumönnum væri nauðsynin að "samræma ósamræmi í hámarkshraða bifreiða á sömu akrein. Meira
13. ágúst 2000 | Sunnudagsblað | 93 orð

Selur ásamt fleiru

EFTIRFARANDI vísa var á auglýsingu sem birtist fyrir búðina: Selur ásamt fleiru: Stormúlpur og stígvél bezt, stýrishjól og keðjur. Meira
13. ágúst 2000 | Sunnudagsblað | 1685 orð | 1 mynd

Staða ófaglærðra á geðdeildum

Geðsjúkdómar eru staðreynd sem ekki verður framhjá litið. Sjúkrahús reka geðdeildir fyrir hina sjúku og við þær deildir starfar faglært og ófaglært fólk. Meira
13. ágúst 2000 | Sunnudagsblað | 949 orð | 10 myndir

Tveggja tommu nippill og ískalt kók

Neðst í gamla bænum á Akranesi stendur gult hús. Í gluggunum ægir saman veiðistöngum, hlífðarfatnaði og verkfærum af hvers kyns toga. Sigríður Víðis Jónsdóttir gekk um Axelsbúð, eins og verslunin er alltaf kölluð, og var boðið upp á kók úr tæplega sextíu ára gamalli kókkistu. Meira
13. ágúst 2000 | Sunnudagsblað | 1269 orð | 1 mynd

Uppskera rányrkjunnar

Þórður Pétursson er einn fremsti laxveiðimaður Íslands og skólaður á bökkum Laxár í Aðaldal um áratugaskeið þar sem hann þekkir Laxá og laxa hennar eins og lófana á sér. Sagt er, að ef Þórður fær ekki fisk, þá sé ástæðulaust að standa yfir veiðiskapnum. Meira
13. ágúst 2000 | Sunnudagsblað | 290 orð

Úr dagbókum Niels Tybjerg

NIELS sigldi til Íslands með "Íslandi", kom fyrst að í Vestmannaeyjum, en sigldi síðan meðfram suðurströndinni til Reykjavíkur. Eins og sjá má er ræktunin honum efst í huga frá fyrstu. 8. mars 1931. Meira
13. ágúst 2000 | Sunnudagsblað | 1273 orð | 1 mynd

Villur vega á vinstri vængnum

Bílar sem keyra án sýnilegs bílstjóra, farþegi sem fer inn bílstjóramegin og fálmkennd leit eftir gírstöng í hurðinni fylgja því að skipta yfir á vinstri vegarhelminginn, segir Sigrún Davíðsdóttir eftir fyrstu reynsluna af vinstri umferðinni bresku. Meira
13. ágúst 2000 | Sunnudagsblað | 660 orð | 2 myndir

Vínræktendur í Kaliforníu uggandi vegna plöntusjúkdóms

Skæður plöntusjúkdómur herjar nú á vínekrur í suðurhluta Kaliforníu. Steingrímur Sigurgeirsson kynnti sér málið og hvaða afleiðingar sjúkdómurinn getur haft. Meira
13. ágúst 2000 | Sunnudagsblað | 576 orð

Þumalputtaregla - þúsund krónur á kílómetrann

SKAGAFJARÐARSÝSLA hefur um árabil verið vettvangur alvarlegra umferðarslysa og hafa menn þar haft af þessari þróun þungar áhyggjur. Björn Mikaelsson er yfirlöregluþjónn á Sauðárkróki, en á lögreglunni þar hefur mikið hvílt vegna þessara mála. Meira
13. ágúst 2000 | Sunnudagsblað | 2612 orð | 10 myndir

Þú ert meiri Íslendingur í þér...

Þú ert meiri Íslendingur í þér en margir Íslendingar," var eitt sinn sagt við hann og það fannst honum hið mesta hrós. Og mikið rétt. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.