Greinar miðvikudaginn 23. ágúst 2000

Forsíða

23. ágúst 2000 | Forsíða | 249 orð

Hvatt til friðarsamninga

ABDULLAH Jórdaníukonungur heimsótti í gær Ísrael og svæði Palestínumanna til að reyna að koma friðarferlinu af stað á ný. Hann hvatti að sögn fréttavefjar BBC leiðtoga beggja þjóðanna til að missa ekki af tækifærinu til að semja um frið. Meira
23. ágúst 2000 | Forsíða | 413 orð | 1 mynd

Minningarathafnir um gervallt Rússland

VLADIMÍR Pútín, forseti Rússlands, hélt loks í gær til höfuðstöðva rússneska Norðurflotans í hafnarborginni Múrmansk á Kólaskaga og hitti aðstandendur sjóliðanna 118 sem fórust er kjarnorkukafbáturinn Kúrsk sökk í Barentshaf. Meira
23. ágúst 2000 | Forsíða | 232 orð

Risaeðluspor á Ítalíu

SEXTÍU fótspor eftir risaeðlur hafa fundist á "spora" Ítalíuskagans, og er það talið styðja þær kenningar að Ítalía hafi eitt sinn tilheyrt sama landsvæði og Afríka, að því er greint var frá í gær. Meira
23. ágúst 2000 | Forsíða | 143 orð

Sleipnir af hafsbotni

Flaki norsku ferjunnar Sleipnis, sem sökk skammt norðan við Haugasund í nóvember sl., hefur nú verið lyft af hafsbotni til að hægt verði að komast að orsök slyssins. Sextán manns fórust með skipinu og eru nokkur lík enn ófundin. Meira
23. ágúst 2000 | Forsíða | 82 orð

Þriðjungur seldur

JENS Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, skýrði frá því í sjónvarpsviðtali í gær að þriðjungur ríkisolíufyrirtækisins Statoil yrði seldur. Meira

Fréttir

23. ágúst 2000 | Miðopna | 1025 orð | 1 mynd

16 til 17 þúsund nemendur í framhaldsskólum

Stýrimannaskólinn, Vélskólinn og Tækniskólinn voru settir í gær og sigla aðrir skólar í kjölfarið í dag og næstu daga. Hjá skólunum þremur fengust þær upplýsingar að aðsókn væri dræm í þá tvo fyrstnefndu, en í þann síðastnefnda hefði hún aukist um 43% milli ára. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 173 orð

3.000 tonn af rækju falla niður

ÚTLIT er fyrir að um 3.000 tonn af rækjuaflamarki fiskveiðiársins falli niður ónýtt um fiskveiðiáramótin hinn 1. september nk. Ætla má að verðmæti þess afla upp úr sjó nemi um 350 milljónum króna og útflutningsverðmætið um 600 milljónum króna. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 145 orð

32 tilboð bárust

FRAMKVÆMDASÝSLU ríkisins bárust 32 tilboð í byggingu bráðabirgðahúsnæðis fyrir þær fjölskyldur sem misstu híbýli sín í jarðskjálftunum í sumar. Að sögn Óskars Valdimarssonar forstjóra framkvæmdasýslu ríkisins voru tilboðin 32 frá 20 aðilum. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 145 orð

Aðalfundur ABC hjálparstarfs

ABC hjálparstarf heldur opinn aðalfund í safnaðarheimili Grensáskirkju í dag, miðvikudaginn 23. ágúst kl. 18. Kynntur verður ársreikningur hjálparstarfsins fyrir árið 1999 og starfsemi þess. Meira
23. ágúst 2000 | Erlendar fréttir | 103 orð

Afbrotum fjölgar í strjálbýli

KERFI eftirlitsmyndavéla, sem sett hafa verið upp sums staðar í breskum borgum, hafa með óbeinum hætti aukið tíðni afbrota í þorpum og sveitum, að sögn tryggingafélagsins NFU Mutual. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 277 orð

Afskipti af ölvuðum ökumönnum aukast

Á TÍMABILINU 1. janúar til 1. ágúst í ár hefur lögreglan í Reykjavík haft afskipti af ökumönnum vegna gruns um ölvun við akstur 946 sinnum. Sambærileg tala fyrir sama tímabil í fyrra er 593. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 416 orð | 1 mynd

Áhersla lögð á gæði á öllum sviðum

GÆÐI á öllum sviðum eru einkunnarorð dr. Jean Behar sem er alþjóðaforseti Lions-hreyfingarinnar, en hann var kjörinn í það embætti fyrr í sumar. Hann heimsótti Lionshreyfinguna á Íslandi í vikunni og ræddi við félagsmenn og forráðamenn hennar. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 619 orð | 1 mynd

Árangur mældur í átta skrefum

VELVILDARVOGIN, öðru nafni siðferðileg reikningsskil, hefur rutt sér til rúms víða um heim sem ný aðferð til að meta árangur fyrirtækja og stofnana. Á mánudag fór fram kynning á Velvildarvoginni sem fyrirtækið Skref fyrir skref ehf. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 350 orð | 1 mynd

Baneitraður sveppur finnst í Kjarnaskógi

BANVÆNN sveppur fannst fyrir skömmu á göngustíg í Kjarnaskógi við Akureyri. Sveppurinn nefnist viðarkveif og ber latneska heitið Galerina marginata og er afar hættulegur sé hann étinn. Meira
23. ágúst 2000 | Erlendar fréttir | 250 orð

Bill Clinton mun taka ákvörðun innan skamms

SKAMMT er þangað til Bill Clinton Bandaríkjaforseti tekur ákvörðun um hvort Bandaríkjaher muni hefja framkvæmdir við fyrirhugaðar eldflaugavarnir að því er fram kom í máli Johns Holums, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem í gær var staddur í... Meira
23. ágúst 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 66 orð

Borgarráð frestar afgreiðslu

BORGARRÁÐ frestaði í gær afgreiðslu tveggja mála sem skipulags- og umferðarnefnd hafði samþykkt í fyrradag. Meira
23. ágúst 2000 | Erlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Breskar öryggissveitir á götum úti í Belfast

BRESKAR öryggissveitir streymdu í gær út á götur Belfast og leituðust við að stemma stigu við þeim óróa sem hefur verið í borginni undanfarna daga. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 133 orð

Campylobakter í vatnsbólum á Vestfjörðum

CAMPYLOBAKTER hefur fundist í vatnsbólum á Patreksfirði og Bíldudal. Meira
23. ágúst 2000 | Akureyri og nágrenni | 150 orð

Dansað í Kompaníinu

DANSSÝNING verður í Kompaníinu við Hafnarstræti 73 miðvikudagskvöldið 23. ágúst kl. 20. Sýningin er liður í Listasumri 2000 á Akureyri. Dansarar eru Asako Ichihashi og 15 eldri nemendur Ballettskólans á Akureyri. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Ekkert heitt vatn var að fá í Breiðholti og Kópavogi

BILUN kom upp í dælubrunninum við Stekkjarbakka um klukkan sex í gærmorgun og olli hún því að lokaðist fyrir heita vatnið í efra Breiðholti og Hjallahverfi Kópavogs. Var vatnslaust þar langt fram eftir degi. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 357 orð

Ekki óvenjulegt fyrirbæri

STÓRA vökin sem myndast hefur á norðurheimskautinu er ekki óvenjuleg á þessum árstíma, að sögn dr. Peters Wadhams, sem starfar við Scott-heimskautarannsóknarstofnunina við Cambridge-háskóla. Meira
23. ágúst 2000 | Akureyri og nágrenni | 242 orð | 1 mynd

Ferðalagið á vefsíðu

TVEIR ungir Írar, Clement Wilson og Edward Galvin, hafa á síðustu tveimur vikum ferðast hringinn í kringum Ísland. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 426 orð

Ferðum fækkar vegna aukinna tölvusamskipta

NOKKRIR forráðamenn sveitarfélaga, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, segja ferðum sínum til höfuðborgarinnar hafa fækkað mjög síðustu ár, m.a. vegna aukinna möguleika á tölvusamskiptum og fjarfundum. Meira
23. ágúst 2000 | Landsbyggðin | 398 orð | 2 myndir

Fjölmenni var á Gaddstaðaflötum

Hellu- Árleg Töðugjaldahátíð var haldin um sl. helgi á Hellu og víðar um Rangárþing. Mikill fjöldi fólks tók þátt í margvíslegum skemmtiatriðum í blíðskaparveðri sem ríkti alla helgina og setti svip sinn á hátíðina. Meira
23. ágúst 2000 | Akureyri og nágrenni | 197 orð | 1 mynd

Fleiri nýnemar en á síðasta ári

KENNSLA hófst í Háskólanum á Akureyri síðastliðinn mánudag. Að sögn Laufeyjar Sigurðardóttur í nemendskrá skólans eru 640 nemendur skráðir í skólann í haust og er það heldur fleira en í fyrra. Þar af eru nýnemar 284, en þeir voru 245 á síðasta hausti. Meira
23. ágúst 2000 | Akureyri og nágrenni | 155 orð

Framkvæmdir að hefjast

BÆJARSTJÓRNIN í Ólafsfirði opnaði í gær tilboð í lagfæringu skriðuvarna fyrir ofan bæinn. Tilboð Trévers ehf var lægst, um 16% undir kostnaðaráætlun. Meira
23. ágúst 2000 | Erlendar fréttir | 121 orð

Fréttamenn handteknir

CHARLES Taylor, forseti Líberíu, sagði í gær að fjórir erlendir fréttamenn, er ákærðir hafa verið fyrir njósnir í landinu, muni hljóta skjóta og gegnsæja málsmeðferð. Dauðarefsing getur legið við njósnum í Líberíu. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 469 orð

Fyrirtæki líta í ríkari mæli út fyrir landsteinana

ERFIÐLEGA gengur hjá fyrirtækjum um þessar mundir að ráða starfsfólk í fjöldamörg störf sem í boði eru á vinnumarkaði. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 234 orð

Gerir samanburð við aðstæður á Mars

JIM Rice, geimjarðfræðingur við háskólann í Arizona, er staddur í Kverkfjöllum, við störf fyrir Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA. Hann hefur unnið talsvert fyrir stofnunina, m.a. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 388 orð | 1 mynd

Gífurleg náttúruspjöll urðu í nýafstöðnu hlaupi

GÍSLI Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum í Skaftártungu, segir gífurleg náttúruspjöll hafa orðið af völdum nýafstaðinna Skaftárhlaupa. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 123 orð

Gæsluvarðhald framlengt um þrjá mánuði

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í gærmorgun þrjá sakborninganna í stóra fíkniefnamálinu svonefnda í áframhaldandi gæsluvarðhald til 22. nóvember eða þar til dómur Hæstaréttar fellur í máli þeirra, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissaksóknara. Meira
23. ágúst 2000 | Landsbyggðin | 213 orð | 1 mynd

Heimafólk í Stykkishólmi heldur tónleika

Stykkishólmi- Tónleikar voru haldnir í Stykkishólmskirkju nýlega. Tónleikarnir voru sérstakir að því leyti að fram komu listamenn búsettir í Hólminum eða tengdust bænum. Meira
23. ágúst 2000 | Landsbyggðin | 275 orð

Helgi staðarins rýrð að óþörfu

ÁRIÐ 1972 var haldin hugmyndasamkeppni um skipulag Þingvallasvæðisins. Sagði dómnefndin, sem m.a. Meira
23. ágúst 2000 | Erlendar fréttir | 345 orð | 1 mynd

Hvalaskoðun í alþjóðlegri sókn

HVALASKOÐUN er í miklum vexti út um allan heim, eftir því sem löndum fer fjölgandi sem uppgötvað hafa hve gróðavænleg þessi nýja þjónustugrein er. Meira
23. ágúst 2000 | Erlendar fréttir | 264 orð

Hyggjast kanna flak Estoniu frekar

HÓPUR kafara undir forystu Bandaríkjamanns virti í gær að vettugi andmæli sænskra stjórnvalda og hélt í gær til staðarins þar sem ferjan Estonia sökk fyrir sex árum með þeim afleiðingum að 852 fórust. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 122 orð

Isuzu-dagar í Bílheimum

ISUZU-dagar standa nú yfir í Bílheimum í Reykjavík sem hefur umboð fyrir bíla frá Isuzu. Sýndur er breyttur Isuzu Trooper og Isuzu Crew Cab. Sýningin í Bílheimum er opin í dag og næstu daga frá 9 til 20 og um helgina verður opið milli kl. Meira
23. ágúst 2000 | Erlendar fréttir | 901 orð

Íslensk fiskveiðistjórnun sögð vera til fyrirmyndar

ÍSLENSK fiskveiðistjórnun er til fyrirmyndar hvað varðar viðhald þorskstofnsins og annarra stofna og fiskveiðistjórnun Evrópusambandsins á sök á tuttugu ára hnignun fiskistofna. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 686 orð | 1 mynd

Jarðskjálftar, snjóflóð og eldgos

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fæddist fæddist í Reykjavík 26. apríl 1946. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1968 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1974. Hann var framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík frá námslokum til 1978 og framkvæmdastjóri SÁÁ frá þeim tíma til 1984, borgarfulltrúi var Vilhjálmur í Reykjavík frá 1982 og í borgarráði frá 1986 og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 1990. Vilhjálmur og Anna J. Johnsen eiga þrjú börn. Meira
23. ágúst 2000 | Erlendar fréttir | 202 orð

Játningum morðingja og nauðgara sjónvarpað

MYNDBANDSUPPTÖKUR af játningum morðingja og nauðgara verða sýndar sem afþreyingarefni í bandarísku sjónvarpi í næsta mánuði. Meira
23. ágúst 2000 | Erlendar fréttir | 230 orð

Kúba fordæmir bandarísk aðlögunarlög

KÚBANSKA ríkismálgagnið Granma sakaði í gær Bandaríkjastjórn um að neita að veita upplýsingar um dauða tveggja kúbanskra bræðra er hlutu þau örlög að verða hákörlum að bráð úti fyrir strönd Flórída í síðustu viku. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 123 orð

Kynningarfundur um spjaldhryggjarjöfnun

FRÆÐSLU- og menntamálanefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga stendur fyrir kynningarfundi á höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun í kvöld, miðvikudaginn 23. ágúst, kl. 20 í sal Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að Suðurlandsbraut 22. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 112 orð

Landsmót hagyrðinga

HIÐ árlega Landsmót hagyrðinga, hið 12. í röðinni, verður haldið laugardaginn 26.ágúst næstkomandi í húsi Akóges við Sóltún 3, Reykjavík. Húsið verður opnað 19:30 en borðhald hefst kl 20. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 127 orð

Lágmynd af fyrsta borgarstjóra Reykjavíkur afhent

BÖRN Páls Einarssonar, fyrsta borgarstjóra Reykjavíkur, og konu hans Sigríðar Siemsen, afhentu borgarstjóranum í Reykjavík, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, nýverið lágmynd af föður sínum að gjöf. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 209 orð | 2 myndir

LEIÐRÉTT

Þrávirk eiturefni Bergur Sigurðsson umhverfisefnafræðingur ritaði grein í blaðið sl. sunnudag sem bar titilinn "Þrávirku eiturefnin díoxín og fúran". Vegna mistaka misfórst að birta myndir sem greininni fylgdu. Meira
23. ágúst 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 786 orð

Lengi staðið til að þétta byggð á svæðinu

BIRGIR H. Sigurðsson, skipulagsstjóri Kópavogsbæjar, segir að litið hafi verið á Vatnsenda sem framtíðarbyggingarland Kópavogs síðustu áratugi og því ætti íbúum svæðisins ekki að koma á óvart að svæðið yrði skipulagt undir þéttari byggð en þar er nú. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 46 orð

Lést í umferðarslysi í Þorskafirði

PILTURINN sem lést í umferðarslysinu í Þorskafirði sl. fimmtudag hét Yngvi Wellsandt, til heimilis í Þýskalandi. Yngvi var 16 ára, fæddur hinn 15. júlí 1984. Móðir hans er íslensk en faðirinn þýskur. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Lítið í Þorbergsvatni

EKKI er að sjá að mikið sé í Þorbergsvatni við Kverkfjöll en nokkur ár eru síðan síðast hljóp úr vatninu. Það er nánar tiltekið vestarlega í Brúarjökli sem er á norðanverðum Vatnajökli. Meira
23. ágúst 2000 | Akureyri og nágrenni | 123 orð

Lítið um gallaða hjólbarða

SKYNDILEG innköllun þriggja tegunda af Firestone hjólbörðum hefur haft lítil áhrif hér á landi og er það í samræmi við viðbrögð í öðrum Evrópulöndum. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 96 orð

Lýst eftir vitnum

LÝST er eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð í brekkunni ofan við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum um kl.15.45, 20. ágúst sl. Meira
23. ágúst 2000 | Landsbyggðin | 129 orð | 1 mynd

Messað á dönsku í Stykkishólmi

Stykkishólmi- Messað var í gömlu kirkjunni í Stykkishólmi á dönskum dögum og var guðsorðið flutt að þessu sinni á dönsku. Það hefur verið sagt að Hólmarar hafi verið mjög dönskusinnaðir um aldamótin og á fyrri hluta þessarar aldar. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Meyjar og peyjar sleppa pysjum í Eyjum

LUNDAPYSJUTÍÐ er hafin í Vestmannaeyjum og er að ná hámarki. Eyjapeyjar og -meyjar eru þessa dagana í pysjuleit langt fram á nótt og fara svo með þær að morgni út undir Höfðavík þar sem þeim er gefið frelsi. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Minnsta atvinnuleysi síðan 1991

ATVINNULEYSI hér á landi var 1,1% í júlí og hefur ekki verið minna síðan í september 1991. Fyrirtækjum gengur illa að ráða fólk í fjöldamörg störf sem eru í boði á vinnumarkaði. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 530 orð | 1 mynd

Mok og svo búið

MAÐKAHOLLIN rótuðu talsvert af laxi upp úr Víðidalsá og Vatnsdalsá síðustu daga, en hollin sem tóku við komu að sviðinni jörð. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 177 orð

Námskeið um aðferðir í samningamálum

SAMSTÆÐ samningagerð: Hugmyndafræði og aðferðir, "Interest Based Negotiation: Strategy and Skills". Meira
23. ágúst 2000 | Erlendar fréttir | 627 orð | 1 mynd

Ný stjarna repúblikana

EF George W. Bush nær kjöri sem næsti forseti Bandaríkjanna telja margir að hann velji Condoleezzu Rice, einn helsta ráðgjafa sinn í utanríkismálum, í sæti formanns þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 107 orð

Nýtur sömu trygginga og aðrir ríkisstarfsmenn

STARFSFÓLK á geðdeildum Landspítala hefur sömu slysatryggingar og aðrir ríkissstarfsmenn og njóta þeir slysatrygginga bæði í og utan vinnutíma. Meira
23. ágúst 2000 | Landsbyggðin | 114 orð

Ný vatnsrennibraut

Tálknafirði- Fyrir skömmu voru tekin í notkun ný mannvirki við sundlaugina á Tálknafrði. Það er ný vaðlaug og vatnsrennibraut, sem sett hefur verið upp við sundlaugina. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 240 orð

Óskað lögreglurannsóknar á flugslysinu í Skerjafirði

FARIÐ hefur verið fram á lögreglurannsókn vegna flugslyssins í Skerjafirði að kvöldi 7. ágúst síðastliðinn. Eins hreyfils flugvél af Cessna-gerð fórst og létust fjórir en tveir liggja alvarlega slasaðir á sjúkrahúsi. Meira
23. ágúst 2000 | Akureyri og nágrenni | 57 orð | 1 mynd

Prestsvígsla í Hóladómkirkju

PRESTSVÍGSLA var í Hóladómkirkju síðasta sunnudag, 20. ágúst, þegar sr. Bolli Gústavsson vígði sr. Örnu Ýrr Sigurðardóttur til Raufarhafnarprestakalls. Vígsluvottar voru sr. Sveinbjörn Bjarnason, sóknarprestur á Þórshöfn, sr. Meira
23. ágúst 2000 | Erlendar fréttir | 290 orð

Rafmagnsbilun líklega orsökin

BANDARÍSKIR öryggismálasérfræðingar aftóku í gær að um hryðjuverk hafi verið að ræða þegar Boeing 747 þota TWA fórst með 230 manns fyrir fjórum árum. Segja sérfræðingarnir að líklegasta orsök slyssins hafi verið rafmagnsbilun. Meira
23. ágúst 2000 | Erlendar fréttir | 334 orð

Sakaðir um að dylja misnotkun barna

MISNOTKUN maórabarna hefur valdið pólitískum illdeilum á Nýja-Sjálandi nú í vikunni, en leiðtogar maóra saka þá ráðherra sem fara með málefni frumbyggja eyjanna um að vilja hylma yfir misnotkunina. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 115 orð

Samið um hönnun nýrrar heimavistar MA

REKSTRARFÉLAGIÐ Lundur hefur gengið til samninga við Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks ehf. um forathugun, frumhönnun, kostnaðaráætlun og ráðgjöf vegna fyrirhugaðrar smíði nýrrar heimavistar við Menntaskólann á Akureyri. Meira
23. ágúst 2000 | Landsbyggðin | 74 orð

Sjóprófum lokið vegna eldsvoða

SJÓPRÓF vegna eldsvoðans um borð í Jóni Kjartanssyni SU-111 fóru fram í fyrradag fyrir héraðsdómi Austurlands á Egilsstöðum. Eldur braust út í vélarrúmi skipsins þegar það var statt um 60 sjómílur austur af landinu 16. ágúst sl. Meira
23. ágúst 2000 | Landsbyggðin | 58 orð | 1 mynd

Sláttugengið í Grundarfirði

Grundarfirði -Sláttugengið í Grundarfirði hefur haft í nógu að snúast við fegrun grænna svæða og bletta. Þessi fríði hópur sláttumanna hefur unnið í allt sumar við slátt og aðra hirðingu, bæjarbúum og gestum til gleði. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 45 orð

Stolið frá gestum í jarðarför

VESKJUM með greiðslukortum, skilríkjum og einhverju af peningaseðlum í var stolið úr yfirhöfnum kirkjugesta í Bústaðakirkju í gær meðan útför fór fram í kirkjunni. Meira
23. ágúst 2000 | Akureyri og nágrenni | 291 orð

Svæði raskað á sama tíma og skólinn hefst

FRAMKVÆMDIR eru nýlega hafnar við frágang lóðar við Lundarskóla, en kostnaður við verkefnið er rétt um tíu milljónir króna. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 465 orð

Sölu- og markaðssvið Flugleiða endurskipulagt

VERKEFNI og hlutverk einstakra deilda á sölu- og markaðssviði Flugleiða hafa verið endurskilgreind með það að markmiði að endurspegla ríkari áherslu á markaðssetningu á Netinu og markvissa tekjustýringu og verðlagningu, að því er fram kemur í... Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 76 orð

Um söguslóðir í Dölum og á Breiðafirði

FERÐAFÉLAG Íslands efnir til ferðar helgina 26.-27. ágúst um slóðir Eiríks rauða í Dölum og á Breiðafirði. Fararstjóri er Árni Björnsson. Meira
23. ágúst 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 171 orð

Úthlíðarbragur

Hún Úthlíð er indælis gata og auðvelt um hana að rata fagnandi faðminn hún breiðir mót foreldri er barn sitt þar leiðir. Í Úthlíð er angan af gróðri já, ilmur frá vel hirtu rjóðri húsin af háttprýði ljóma hverfinu öllu til sóma. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 421 orð | 1 mynd

Verktakamold verður notuð í uppgræðslu

SAMNINGUR á milli samtakanna Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF) og Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) var staðfestur í gær. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 201 orð

Vilja að brunabótamat verði endurskoðað

SAMTÖK sunnlenskra sveitarfélaga hafa sent Davíð Oddssyni forsætisráðherra ályktun um að brunabótamat húsa sem skemmdust í jarðskjálftunum á Suðurlandi í júní verði fært að endurstofnverði þeirra eða því sem næst. Meira
23. ágúst 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 447 orð | 4 myndir

Vilja að gatan verði vistgata

ÍBÚAR við götuna Úthlíð héldu götuhátíð í blíðskaparveðri á laugardaginn. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Vilja aðgerðir til jöfnunar lífskjara

DAGANA 18. og 19. ágúst var haldinn fundur þingflokks og varaþingmanna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Þar var þinghald komandi vetrar undirbúið, auk þess sem sjávarútvegsmál, Evrópumál og stóriðjuáform voru rædd. Meira
23. ágúst 2000 | Miðopna | 800 orð

Víða gengur illa að manna kennarastöður

RÁÐNINGAMÁL kennara eru fastur punktur í umfjöllun fjölmiðla þegar líða tekur að hausti og skólastarf í grunnskólum landsins hefst. Morgunblaðið hafði samband við skólaskrifstofur og grunnskóla landið um kring og leitaði upplýsinga. Gerður G. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 124 orð

Vísindasamstarf við Bandaríkin eflt

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra kynnti drög að samstarfssamningi milli Rannsóknarráðs Íslands og Vísindastofnunar Bandaríkjanna (National Science Foundation), á ríkistjórnarfundi í gærmorgun og samþykkti ríkisstjórnin að lokið yrði við gerð... Meira
23. ágúst 2000 | Erlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Vopnasmygl upprætt í Perú

JÓRDANSKUR embættismaður lýsti í gær "undrun" sinni á fregnum frá Perú er bendla Jórdani við smygl á skotvopnum til marxískra uppreisnarmanna í Kólumbíu. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 243 orð

Þarf að vinna dag og nótt til að brjóta reglurnar

NOKKUÐ er um að atvinnubílstjórar séu staðnir að því að brjóta reglur um leyfilegan aksturs- og hvíldartíma, en að sögn Sigurðar Haukssonar, deildarstjóra hjá Vegagerðinni, eru reglurnar hér á landi það rúmar að alvarlegt má teljast að þær séu brotnar. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 128 orð

Þingforsetar Kína og Þýskalands væntanlegir hingað

FORSETI þjóðþings Kína, Li Peng, og forseti þýska sambandsþingsins, Wolfgang Thierse, koma hingað til lands í byrjun september í boði forseta Alþingis. Wolfgang Thierse kemur hingað föstudaginn 1. september og Li Peng daginn eftir. Meira
23. ágúst 2000 | Erlendar fréttir | 449 orð

Þjónustu gegn fastagjaldi skotið á frest

ALTAVISTA netþjónustan í Bretlandi sagði í gær að fresta hefði þurft fyrri áætlunum fyrirtækisins um að bjóða Bretum aðgang að Netinu gegn fastri mánaðargreiðslu, í stað núverandi fyrirkomulags þar sem notendur greiða einnig innhringikostnað. Meira
23. ágúst 2000 | Miðopna | 913 orð | 1 mynd

Þriðja leiðin er hægri leið

"AÐEINS de Gaulle gat gefið Alsír frelsi; aðeins Nixon gat hafið samskipti við Kína. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 437 orð

Þyrla Gæslunnar æ oftar notuð til sjúkraflugs

ENGINN samningur er í gildi um sjúkraflug á landinu nema á Vestfjörðum og því ekkert formlegt skipulag á því. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 607 orð

Þýfið nemur tugum milljóna króna

RÚMENSKUR karlmaður á þrítugsaldri hefur gengist við innbrotum í nokkrar skartgripaverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Meira
23. ágúst 2000 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Ættingjar koma til landsins á sunnudag

BRESKA dagblaðið Daily Express sagði frá því í netútgáfu sinni í gær, að ættingjar hermannanna sem fórust á hálendinu milli Öxnadals og Eyjafjarðar, komi til landsins á sunnudaginn í boði breska flughersins. Meira

Ritstjórnargreinar

23. ágúst 2000 | Staksteinar | 374 orð | 2 myndir

Forsetaembættið

BÆJARINS besta á Ísafirði skrifar í síðustu viku um þá gagnrýni, sem forseti Íslands hefur hlotið eftir innsetningarræðuna, sem hann flutti 1. ágúst síðastliðinn. Meira
23. ágúst 2000 | Leiðarar | 787 orð

"ÉG ÁTTI EINU SINNI..."

Í bréfi frá Önnu Ringsted, sem birtist hér í Morgunblaðinu í gær, segir svo: "Ég átti einu sinni fimm börn á lífi, en á einu andartaki, einn fagran morgun í maí fyrir fjórum árum, fækkaði í hópnum mínum um einn, vegna þess, að tæplega 18 ára sonur... Meira

Menning

23. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 876 orð | 7 myndir

Allt er gott sem endar illa

"EF ÞÚ ERT gefinn fyrir sögur sem enda vel ættir þú frekar að lesa aðra bók en þessa. Þessi bók endar ekki vel, byrjar ekki vel og lítið er um um góða hluti í miðbiki hennar. Meira
23. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 216 orð | 1 mynd

Fallegur dagur

ÞAÐ VERÐUR fallegur dagur fyrir hina fjölmörgu aðdáendur írsku drengjanna í U2 þegar nýja platan þeirra lítur dagsins ljós. Nú hefur sveitin sent frá sér tilkynningu um að gripurinn sé innan seilingar. Meira
23. ágúst 2000 | Myndlist | 208 orð

Ferðalag stóls

Sýningin er opin á verslunartíma og stendur til 28. ágúst. Meira
23. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 137 orð | 4 myndir

Fjör á Töðugjöldunum

ÞAÐ VORU margvísleg atriði í boði á Töðugjöldunum á Hellu um síðustu helgi og ekki erfitt að finna eitthvað til afþreyingar og skemmtunar fyrir alla aldurshópa. Meira
23. ágúst 2000 | Menningarlíf | 69 orð | 1 mynd

Forvitnilegir munir og fjársjóðir

SÝNINGARGESTUR virðir hér fyrir sér franska 19. aldar kjóla. Kjóllinn til vinstri er kvöldkjóll frá því um 1880, á meðan sá til vinstri er frá því 1878 og var sá hinn sami ætlaður til tedrykkju. Meira
23. ágúst 2000 | Menningarlíf | 111 orð | 2 myndir

Grafíksumar í hámarki

Í SUMAR hafa félagar í grafíkfélaginu Áfram veginn lagt til grafíkmyndir í dagskrá sem nefnist grafíksumar við árbakkann. Haldnar hafa verið grafíksýningar í kaffihúsinu Við árbakkann á Blönduósi. Meira
23. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 274 orð | 1 mynd

Heche hrærð og örvingluð

FRÆGASTA lesbíska par í skemmtanaheiminum, Ellen DeGeneres og Anne Heche, sendu frá sér formlega tilkynningu á laugardaginn þess efnis að þær hefðu slitið samvistum eftir þriggja og hálfs árs samband. Meira
23. ágúst 2000 | Menningarlíf | 1331 orð | 3 myndir

Hugur og hönd

Ábyrgðarmaður: Heiður Vigfúsdóttir. Ritnefnd: Gíslrún Sigurbjörnsdóttir/ Gréta E. Pálsdóttir/ Guðrún Hafsteinsdóttir/ Kristín Schmidhauser Jónsdóttir/ Þórir Sigurðsson. Litgreining og prentun: Prisma Prentbær. Verð 900 krónur. Útsölustaður Laufásvegur 2. Meira
23. ágúst 2000 | Menningarlíf | 694 orð | 1 mynd

Innblásin tónlist á handsmíðuð hljóðfæri

Slagverksleikarinn og -smiðurinn Steve Hubback er staddur hér á landi og heldur tónleika í Reykjavík í dag og á morgun. Hann fræddi Ingu Maríu Leifsdóttur um óvenjulega hljóðfærasmíði sína og tónlistina sem hann leikur, sem að sögn er innblásin og full af stemmningu. Meira
23. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 287 orð | 2 myndir

Komdu inn í klefann minn

JENNIFER LOPEZ virðast allir vegir færir. Þessi suðræna fegurðardís hóf ferilinn sem dansari, sneri sér að leiklistinni og ákvað því næst að gerast poppdrottning, sem vitanlega varð að veruleika. Meira
23. ágúst 2000 | Menningarlíf | 36 orð | 1 mynd

M-2000

HÁSKÓLABÍÓ Rauða plánetan - Alþjóðleg ráðstefna um rannsóknir á Mars Á þessari alþjóðlegu ráðstefnu um plánetuna Mars verður í dag farið í skoðunarferð með þátttakendur að Þingvöllum, norður fyrir Skjaldbreið og Hlöðufell og að Gullfossi og Geysi. Meira
23. ágúst 2000 | Menningarlíf | 109 orð | 1 mynd

Maríuvers í hádeginu

Á HÁDEGISTÓNLEIKUM í Hallgrímskirkju kl. 12 á morgun, fimmtudag, flytja sópransöngkonan Signý Sæmundsdóttir og organistinn Douglas Brotchie blandaða dagskrá með áherslu á Maríuvers í ýmsum myndum. Meira
23. ágúst 2000 | Myndlist | 234 orð

Naglalakk

Til 11. september. Opið daglega frá kl. 10-23.30, en sunnudaga frá kl. 14-23.30. Meira
23. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 277 orð | 1 mynd

Óhrjálegar fyllibyttur

James Crumley, the Collection. Safn skáldsagna eftir Crumley. Í safninu eru bækurnar The Wrong Case, The Last Good Kiss og Dancing Bear. Picador gefur út á kilju, 619 síður. Kostar 2.495 í Máli og menningu. Meira
23. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 180 orð | 1 mynd

Plata frá söngvara Pavement

SNEMMA á þessu ári var tilkynnt að dagar bandarísku nýbylgjusveitarinnar Pavement væru líklega taldir, fjölmörgum unnendum sveitarinnar hér á landi til mikillar gremju. Meira
23. ágúst 2000 | Menningarlíf | 1139 orð | 2 myndir

"Mikilvægt að hlusta á unga fólkið"

Börn og unglingar eru langmikilvægasti markhópurinn, segir Eva Schöld, menningarmálastjóri Stokkhólmsborgar, í samtali við Margréti Sveinbjörnsdóttur um menningarstarf á vegum borgarinnar. Nýjasta verkefnið, Sommar 2000, sem lauk nú um helgina, er stærsta hátíðin sem sænsk börn og unglingar hafa nokkru sinni átt kost á að taka þátt í. Meira
23. ágúst 2000 | Menningarlíf | 1163 orð | 1 mynd

"Þá vissi ég að ég hafði fundið hljómfallið"

John Swedenmark hafði aldrei hugsað sér að verða þýðandi en eftir að íslenskukennarinn hans í Uppsölum rétti honum bók einn daginn og sagði að hann mætti þýða hana varð ekki aftur snúið. Margrét Sveinbjörnsdóttir hitti Swedenmark á kaffihúsi á Södermalm í Stokkhólmi tólf árum og tíu bókum síðar. Meira
23. ágúst 2000 | Menningarlíf | 325 orð | 1 mynd

Sjálfstætt fólk á EXPO 2000

Sýning Þjóðleikhússins á Sjálfstæðu fólki er framlag Íslands til þjóðardagsins á EXPO 2000 í Hannover 30. ágúst. Þetta er jafnframt viðamesta leiksýning sem farið hefur úr landi. Meira
23. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 254 orð | 1 mynd

Skemmtileg sagnfræði

THE TULIP eftir Anna Pavord. 295 síðna kilja. Gefin út árið 2000 af Bloomsbury publishing. Fæst í Pennanum-Eymundsson og kostar 1.975 krónur. Meira
23. ágúst 2000 | Menningarlíf | 100 orð | 1 mynd

Sturlungamyndir í Gimli

Í GIMLI í Kanada stendur yfir sýning á Sturlungamyndum Jóhannesar Geirs listmálara. Sýningin er í boði New Iceland Heritage Museum og Listanefndarinnar í Gimli í samstarfi við Listasafn ASÍ í Reykjavík. Meira
23. ágúst 2000 | Menningarlíf | 190 orð | 1 mynd

Tónlistarhátíð á Ólafsfirði

TÓNLISTARHÁTÍÐIN Berjadagar verður haldin í annað sinn í Ólafsfirði um næstu helgi, dagana 26. og 27. ágúst. Þema Berjadaga í ár verður eins og áður listsköpun og náttúra. Meira
23. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 218 orð | 1 mynd

Ungur, óþekktur Breti leikur Potter

ÞAÐ HEFUR nú verið staðfest formlega að hinn ungi Daniel Radcliffe muni setja á sig töfrahattinn og kringlóttu gleraugun eftirsóttu og leika vinsælastu sögupersónu bókmenntanna í dag Harry Potter í væntanlegri kvikmynd. Meira
23. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 278 orð | 2 myndir

Þeir hæfustu lifa af

STÖKKBREYTTU ofurhetjurnar X-menn stökkva beint í efsta sæti vinsældalista vikunnar. Engillinn, Undrastúlkan og Stormurinn virðast höfða mjög til íslenskra kvikmyndahúsagesta enda er bárátta þeirra við hin illu öfl og fáfræði almúgans afar spennandi. Meira
23. ágúst 2000 | Fólk í fréttum | 475 orð | 1 mynd

Þetta er okkar eigin djassbræðingur

Í KVÖLD kl. 21 byrjar djasshljómsveitin Zenker-Kappe 4tet að leika tónlist sína fyrir gesti Kaffileikhússins. Meira
23. ágúst 2000 | Menningarlíf | 219 orð | 1 mynd

Æfa Skírnismál Eddukvæða

Nú standa yfir æfingar á Skírnismálum hjá leikhópnum Bandamönnum undir stjórn Sveins Einarssonar. Meira

Umræðan

23. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 39 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, 23. ágúst, verður fimmtug María Gunnarsdóttir, sjúkraliði, Akurgeðri 12, Vogum, Vatnsleysuströnd. Í tilefni dagsins taka María og eiginmaður hennar, Þórður K. Meira
23. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 15 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 23. ágúst, verður sjötugur Hilmar Bjarnason sendibílstjóri, Laugarnesvegi 39,... Meira
23. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 26 orð | 1 mynd

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 23. ágúst, verður sjötíu og fimm ára Aðalmundur Magnússon, fyrrverandi flugvélstjóri, Suðurhlíð, Starhaga 9, Reykjavík . Eiginkona hans er Hilke Jakob Magnússon... Meira
23. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 724 orð

Aðbúnaður löggæslunnar

SÚ SLYSAALDA, sem riðið hefur yfir okkar fámennu þjóð á þessu ári, er þungbærari en orð fá lýst. Ömurlegast er, að í langflestum tilvikum erum við að missa ungt fólk, sem er rétt að hefja lífið. Meira
23. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 445 orð

Afrek Íslendinga

AFREK Íslendinga fyrr og síðar hafa mjög verið til umræðu að undanförnu bæði í ræðu og riti. Meira
23. ágúst 2000 | Aðsent efni | 682 orð | 1 mynd

Áfengisaldurinn

Þar sem sjálfræðisaldurinn er 18 ár, segir Önundur Jónsson, þá skulum við færa allt til samræmis við hann og láta fæðingardaginn ráða alls staðar. Meira
23. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 114 orð

BETLIKERLINGIN

Hún hokin sat á tröppu, en hörkufrost var á, og hnipraði sig saman, unz í kúfung hún lá, og kræklóttar hendurnar titra til og frá, um tötrana fálma, sér velgju til að ná. Meira
23. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 643 orð | 1 mynd

Dýrt að treysta fólki

VAKA hf. sendi mér bréf fyrir helgi. Þar var mér tjáð að bifreið mín væri í geymslu hjá þeim. Kostnaður væri kominn upp í ákveðna upphæð og hækkaði daglega. Umrædda bifreið seldi ég - gaf reyndar - fyrir að mig minnir þremur árum. Meira
23. ágúst 2000 | Aðsent efni | 602 orð | 1 mynd

Farmiðaskattur ríkisstjórnarinnar á innanlandsflug

Þessi skattheimta ríkisstjórnarflokkanna, segir Kristján L. Möller, er enn ein árásin á íbúa landsbyggðarinnar. Meira
23. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 574 orð

Gistiheimila- og bændagisting

Í FERÐABLAÐI Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins þann 13. ágúst sl. kemur fram að mikill vöxtur sé í þeirri grein ferðamennsku á Íslandi, sem venjulega gengur undir samheitinu "Bændagisting". Meira
23. ágúst 2000 | Aðsent efni | 523 orð | 1 mynd

Heimur batnandi fer

Á aðeins að setja staðreyndir í svartsýnt og villandi samhengi? spyr Pétur Bjarnason. Má ekki koma fram að ástandið hafi batnað? Meira
23. ágúst 2000 | Aðsent efni | 407 orð | 1 mynd

Hrossagaukar í sigtinu

Það eru einmitt siðferði og tilfinningar, segir Gunnar Ingi Gunnarsson, sem eiga að vernda langflestar dýrategundir á Íslandi. Meira
23. ágúst 2000 | Aðsent efni | 720 orð | 1 mynd

Hverjir eru kirkjan?

En hverjir eru það sem kasta steinum að kirkjunni? spyr Sigurbjörn Þorkelsson. Eru það þegnar hennar, þessi 95%, eða eru það 5% sem standa utan hennar? Meira
23. ágúst 2000 | Aðsent efni | 361 orð | 1 mynd

Lágu launin bitna á skjólstæðingunum

Ég skora á félagsmálaráðherra að taka á vandamálinu, segir Valdimar Leó Friðriksson, því skortur er á stuðningsfulltrúum vegna ómannsæmandi launa. Meira
23. ágúst 2000 | Aðsent efni | 563 orð | 1 mynd

Menntun - jöfnunartæki framtíðar

Tilfærsla á fé til menntamála, segir Svanfríður Jónasdóttir, verður fyrsta úrlausnarefni þeirrar ríkisstjórnar sem Samfylkingin veitir forystu. Meira
23. ágúst 2000 | Aðsent efni | 698 orð | 1 mynd

Nýr Lækjarskóli í Hafnarfirði

Svæðið milli Sólvangs og Lækjargötu, segir Þorsteinn Njálsson, virðist sú staðsetning sem sameinar flest það sem skiptir máli fyrir börnin og skólastarfið í hverfinu. Meira
23. ágúst 2000 | Aðsent efni | 609 orð | 1 mynd

"Ég sé nú ekki betur en þið ætlið að berja mig"

Árásirnar á kirkjuna sýna ótvírætt, segir Gunnar Stefánsson, að þjónar hennar geta ekki lengur setið með hendur í skauti í meinleysi. Meira
23. ágúst 2000 | Aðsent efni | 454 orð | 1 mynd

"Ranglæti" í skattalögum

Ég minnist þess ekki, segir Pétur Guðmundsson, að nokkur ráðherra hafi áður viðhaft orðið "ranglæti" í umræð-um um gildandi skattalög og að því er virðist meinar hann það. Meira
23. ágúst 2000 | Aðsent efni | 566 orð | 1 mynd

"Þetta eru hrein ósannindi"

Við verðum minnug þess, segir Guðmundur Jóhannsson, hver hefur skammtað okkur í askana á síðustu kjörtímabilum. Meira
23. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 382 orð

Steypa við Vatnsenda

Í FERÐ sem ég var í fyrir skemmstu með erlenda ferðamenn voru nokkrir ísraelskir farþegar. Meira
23. ágúst 2000 | Aðsent efni | 633 orð | 1 mynd

Stjórnmálaflokkarnir

Kjör aldraðra og öryrkja sýna, segir Albert Jensen, að það er enginn stjórnmálaflokkur, sem fólk getur treyst. Meira
23. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 472 orð

UMFERÐIN er sífellt umræðuefni, ekki síst...

UMFERÐIN er sífellt umræðuefni, ekki síst eftir óhugnaðinn, banaslys og tíð óhöpp undanfarnar vikur. Meira
23. ágúst 2000 | Bréf til blaðsins | 28 orð | 1 mynd

Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og...

Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 4.450 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Birna Marín Þórarinsdóttir, Hugrún Ásta Björgvinsdóttir, Petra Rut Ingvarsdóttir og Sigrún Ýr... Meira

Minningargreinar

23. ágúst 2000 | Minningargreinar | 1918 orð | 1 mynd

ANNA ÞORVALDSDÓTTIR

Anna Þorvaldsdóttir skrifstofumaður fæddist á Þóroddsstöðum í Hrútafirði hinn 4. apríl 1929. Hún lést á heimili sínu að kvöldi miðvikudagsins 16. ágúst síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2000 | Minningargreinar | 651 orð | 1 mynd

FJÓLA KRISTÍN SVANBERGSDÓTTIR

Fjóla Kristín Svanbergsdóttir fæddist 15. ágúst 1983. Hún lést 9. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fella- og Hólakirkju 16. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2000 | Minningargreinar | 5398 orð | 1 mynd

GUÐNI ÞÓRARINN GUÐMUNDSSON

Guðni Þórarinn Guðmundsson fæddist í Vestmannaeyjum 6. október 1948. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 13. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 22. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2000 | Minningargreinar | 2397 orð | 1 mynd

Helga Sjöfn Fortescue

Helga Sjöfn Fortescue fæddist í Reykjavík 19. janúar 1984. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 14. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Oddný Inga Fortescue, f. 1.3. 1963 og Ottó Svanur Markússon, f. 5.3. 1963. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2000 | Minningargreinar | 164 orð | 1 mynd

JÓHANN ÁSGEIR JÓNSSON

Jóhann Ásgeir Jónsson fæddist á Ísafirði 4. apríl 1984. Hann lést á Landspítalanum 30. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ísafjarðarkirkju 5. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2000 | Minningargreinar | 594 orð | 1 mynd

JÓN ANDRÉSSON

Jón Andrésson fæddist á Akureyri 17. apríl 1971. Hann lést 7. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju 18. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2000 | Minningargreinar | 1477 orð | 1 mynd

JÓNÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR

Jónína Kristjánsdóttir fæddist í Hlíð í Skíðadal hinn 31. maí 1918. Hún andaðist 15. ágúst síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Margrétar Árnadóttur frá Atlastöðum í Svarfaðardal, f. 25.3. 1894, d. 24.8. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2000 | Minningargreinar | 2710 orð | 1 mynd

Kjartan G. Norðdahl

Kjartan G. Norðdahl var fæddur í Reykjavík 4. júlí 1905. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 5. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Magnússon Norðdahl snikkari og bóndi kenndur við Elliðakot fæddur á Svignaskarði á Mýrum 14. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2000 | Minningargreinar | 865 orð | 1 mynd

MARGRÉT N. GUÐJÓNSDÓTTIR

Margrét N. Guðjónsdóttir fæddist í Kirkjuskógi í Dölum 20. október 1915. Hún lést 16. ágúst síðastliðinn á Landspítalanum í Fossvogi. Foreldrar hennar voru Guðjón Oddsson frá Giljalandi í Dölum, verkstjóri hjá Dverg í Reykjavík, f. 23. desember 1881, d. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2000 | Minningargreinar | 2572 orð | 1 mynd

VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON

Vilhjálmur Vilhjálmsson fæddist í Reykjavík 2. ágúst 1980. Hann andaðist í Leiru 15. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 22. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2000 | Minningargreinar | 1201 orð | 1 mynd

ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR

Þorbjörg Jónsdóttir fæddist á Akureyri 9. ágúst 1934. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 13. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 21. ágúst. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

23. ágúst 2000 | Viðskiptafréttir | 162 orð | 1 mynd

23% minni hagnaður Pharmaco hf.

HAGNAÐUR Pharmaco hf. nam 155 milljónum króna á fyrri helmingi ársins samanborið við 201 milljón fyrir sama tímabil í fyrra, sem er um 23% lækkun. Velta félagsins nam 1.650 millljónum og var nánast sú sama og í fyrra. Meira
23. ágúst 2000 | Viðskiptafréttir | 755 orð | 1 mynd

773 milljóna tap af vátryggingarekstri

HAGNAÐUR Sjóvár-Almennra trygginga hf. á fyrstu sex mánuðum ársins 2000 var 185 milljónir króna eftir skatta, en var 177 milljónir á sama tímabili á síðasta ári. Tap af vátryggingarekstri var 773 milljónir í stað 150 milljóna hagnaðar árið áður. Meira
23. ágúst 2000 | Viðskiptafréttir | 381 orð

Breyta þarf lögum svo eðlileg þróun geti átt sér stað

BRYNJÓLFUR Bjarnason, forstjóri Granda hf. Meira
23. ágúst 2000 | Viðskiptafréttir | 1656 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 22.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 22.8.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) ALLIR MARKAÐIR Annar afli 425 59 94 682 64.390 Grálúða 167 159 161 111 17.913 Hlýri 124 91 110 2.190 241.603 Karfi 66 9 52 8.308 428. Meira
23. ágúst 2000 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
23. ágúst 2000 | Viðskiptafréttir | 311 orð

Heildartekjur OZ.COM 265 milljónir króna

Á ÖÐRUM ársfjórðungi ársins 2000 varð heildartap á rekstri OZ.COM 320 milljónir króna, en tæplega 50 milljóna króna heildartap varð á sama tímabili í fyrra. Meira
23. ágúst 2000 | Viðskiptafréttir | 87 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.537,622 0,60 FTSE 100 í London 6.584,80 0,65 XETRA DAX í Frankfurt 7.249,20 0,69 CAC 40 í París 6.513,71 -0,88 OMX í Stokkhólmi 1. Meira
23. ágúst 2000 | Viðskiptafréttir | 445 orð

Minnsta atvinnuleysi síðan í september 1991

ATVINNULEYSI hér á landi í júlímánuði var 1,1% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði og hefur það ekki verið minna síðan í septembermánuði 1991 er þá var það 0,9%. Meira
23. ágúst 2000 | Viðskiptafréttir | 536 orð | 1 mynd

Rekstrartekjur hækka um 47% milli ára

HAGNAÐUR Olíuverslunar Íslands hf. og dótturfélaga fyrstu sex mánuði þessa árs nam 119 milljónum króna, eftir skatta, en var 163 milljónir fyrir sama tímabil á síðasta ári, sem er 27% lækkun. Rekstrartekjur félagsins hækkuðu um 47% á milli ára, voru 3. Meira
23. ágúst 2000 | Viðskiptafréttir | 64 orð

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá...

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. ágúst '00 3 mán. RV00-0817 11,30 0,66 5-6 mán. RV00-1018 11,36 0,31 11-12 mán. Meira
23. ágúst 2000 | Viðskiptafréttir | 77 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 22.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 22.8.2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síðasta meðalv. Meira

Fastir þættir

23. ágúst 2000 | Fastir þættir | 190 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Dregið í fjórðu umferð í bikarkeppni Bridssambandsins Dregið hefir verið í átta liða úrslitin í bikarnum og spila eftirtalin lið saman: Sparisjóðurinn í Keflavík - Hlíðakjör Hjördís Sigurjónsdóttir - Skeljungur Flugleiðir frakt - Subaru Roche - Hlynur... Meira
23. ágúst 2000 | Fastir þættir | 378 orð

Brids - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

TIL AÐ byrja með er lesandinn settur í vestur, sem heldur á 11 hápunktum og ásnum smátt sjöunda í hjarta: Norður &spade; D9753 &heart; DG105 ⋄ G64 &klubs; Á Vestur Austur &spade;K &spade;ÁG10842 &heart;Á987632 &heart;4 ⋄K3 ⋄D1092... Meira
23. ágúst 2000 | Í dag | 365 orð | 1 mynd

Laugarneskirkja er vöknuð

NÚ ER sumarleyfi Laugarneskirkju lokið og safnaðarstarfið er að hefjast smátt og smátt. Kyrrðarstund verður fimmtudaginn næsta kl. 12:00, Mömmumorgunn á föstudeginum kl.10:00 og svo messum við á sunnudaginn kl.11:00. Meira
23. ágúst 2000 | Dagbók | 903 orð

(Mark. 10. 39.)

Í dag er miðvikudagur 23. ágúst, 236. dagur ársins 2000. Orð dagsins: "Þann kaleik, sem ég drekk, munuð þið drekka, og þið munuð skírast þeirri skírn, sem ég skírist." Meira
23. ágúst 2000 | Fastir þættir | 475 orð | 1 mynd

Ósætar rúllutertur

Í síðasta þætti sínum var Kristín Gestsdóttir með sætar rúllutertur, en núna eru rúllutertur hennar ósætar. Meira
23. ágúst 2000 | Fastir þættir | 96 orð

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Peðaframrásir eru notadrjúg vopn til að opna upp stöðu andstæðingsins og brjóta niður varnir hans. Staðan er gott dæmi um slíkt en hún kom í Valoz mótinu í Olomouc er lauk fyrir skömmu. Meira
23. ágúst 2000 | Viðhorf | 923 orð

Skotveiðar í nútímanum

Skotveiðar í dag eru hluti þeirrar útivistar sem hægt er að njóta hér á landi. Þúsundir halda til veiða á hverju hausti með byssu um öxl. Meira

Íþróttir

23. ágúst 2000 | Íþróttir | 181 orð | 1 mynd

ALF Inge Håland , norskur leikmaður...

ALF Inge Håland , norskur leikmaður hjá Manchester City , greiddi tæplega 3.000 króna bensínkostnað hjá aðdáendum félagsins sem hann hitti á bensínstöð eftir tapleik City gegn Charlton í ensku úrvalsdeildinni. Meira
23. ágúst 2000 | Íþróttir | 257 orð

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, vonast til...

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, vonast til að geta haldið í Patrick Vieira þrátt fyrir að leikmaðurinn segist hafa fengið sig fullsaddan á enskri knattspyrnu, þá einkum dómurum. Meira
23. ágúst 2000 | Íþróttir | 465 orð | 1 mynd

ÁRNI K.

ÁRNI K. Gunnarsson, knattsprynumaður hjá Breiðabliki leikur ekki meira með félaginu í efstu deild Íslandsmótsins á þessari leiktíð. Árni er farinn til náms í Bandaríkjunum . Meira
23. ágúst 2000 | Íþróttir | 471 orð

Bestu leikmennirnir

ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynnti í gær landsliðshópinn sem mætir Dönum á Laugardalsvelli laugardaginn 2. september. Þetta er fyrsti leikur þjóðanna í undankeppni heimsmeistaramótsins og er um leið leikur á Norðurlandsmótinu, en með sigri tryggja Íslendingar sér Norðurlandameistaratitilinn. Meira
23. ágúst 2000 | Íþróttir | 372 orð | 1 mynd

Bjuggum til öll mörk Úkraínu

"VIÐ sköpuðum okkur fimm til sex færi, sem við áttum að skora úr en tókst aðeins að nýta tvö þeirra. Að auki vorum það við sem bjuggum til þessi mörk Úkraínu - hvert eitt og einasta þeirra," sagði Logi Ólafsson, þjálfari íslenska liðsins, eftir leikinn. Meira
23. ágúst 2000 | Íþróttir | 403 orð | 1 mynd

Bradford skellti Chelsea heima

ÞAÐ hefur lengi loðað við hið stjörnu prýdda lið Chelsea að liðinu gangi illa á útivelli gegn minni spámönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Gianluca Vialli, framkvæmdastjóri liðsins, sagði fyrir leiktímabilið að ef liðið ætli sér að gera einhvern usla í deildarkeppninni þá þurfi að losna við þennan draug en það lítur út fyrir að svo sé ekki. Meira
23. ágúst 2000 | Íþróttir | 70 orð

Bæði lið léku vel

"Þetta var mjög góður leikur og bæði liðin léku mjög vel," sagði Anatolyi Piskovez, þjálfari úkraínska liðsins, eftir leikinn. Meira
23. ágúst 2000 | Íþróttir | 93 orð

Fjórir í bann hjá Leiftri

LEIFTUR frá Ólafsfirði verður án Steins Viðars Gunnarssonar í leik liðsins gegn KR á Ólafsfirði í kvöld, en Steinn Viðar fékk að líta rauða spjaldið í leik liðsins gegn ÍBV á sunnudag og fer því sjálfkrafa í leikbann. Meira
23. ágúst 2000 | Íþróttir | 817 orð | 1 mynd

Grátlegur endir

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði í gær á grátlegan hátt gegn Úkraínu, 3:2, og þar með er öll von úti um að komast í úrslitakeppni Evrópumótsins. Liðið þarf nú að berjast fyrir tilverurétti sínum í efsta styrkleikaflokki Evrópu með því að leika gegn sigurvegara í næsta styrkleikaflokki fyrir neðan sem verður annaðhvort Rúmenía eða Hvíta-Rússland. Meira
23. ágúst 2000 | Íþróttir | 47 orð

Guðmundur fékk högg

Guðmundur Örn Guðmundsson varnarmaður Breiðabliks varð að fara af leikvelli á 25. mínútu. Hann fékk þungt högg á vangann og var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Meira
23. ágúst 2000 | Íþróttir | 102 orð

Hamburger í Meistaradeild Evrópu

ÞÝSKA félagsliðið Hamburger SV tryggði sér í gær þátttökurétt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er liðið vann dönsku meistarana frá Bröndby 2:0 samanlagt. Þar með er Bröndby úr leik en félagið lagði KR að velli í 2. umferð keppninnar. Meira
23. ágúst 2000 | Íþróttir | 145 orð

Leiktímar sköruðust

ATHYGLI vakti að Knattspyrnusamband Íslands setti á leik í efstu deild karla á sama tíma og fram fór landsleikur Íslands og Úkraínu í kvennaknattspyrnu í gærkvöldi. Hefðin er nefnilega sú að enginn leikur fari fram er A-landslið Íslands leika. Meira
23. ágúst 2000 | Íþróttir | 53 orð

Lýst beint frá Edinborg

ÚTVARP ÍBV verður með beina útsendingu frá síðari leik Hearts og ÍBV í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu, sem fram fer á Tynecastle-vellinum í Edinborg á fimmtudaginn. Leikurinn hefst kl. 18.45 að íslenskum tíma. Meira
23. ágúst 2000 | Íþróttir | 135 orð

Magnús kastaði 60,86 í Tönsberg

MAGNÚS Aron Hallgrímsson, kringlukastari úr HSK, kastaði 60,86 metra og varð í öðru sæti á móti í Tönsberg í Noregi í gær. Einar Kristian Tveitaa, Noregi, vann og kastaði 60,97. Meira
23. ágúst 2000 | Íþróttir | 470 orð | 1 mynd

Markaregn í Kópavogi

GRINDVÍKINGAR eru enn með í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu eftir að þeir lögðu Breiðablik í fjörugum leik þar sem mörkunum rigndi hreinlega niður með vætunni í Kópavogi. Úrslitin 4:3 gefa kannski ekki rétta mynd af leiknum því gestirnir úr Grindavík voru miklu betri og komust í 4:1 um miðjan síðari hálfleik en Blikarnir áttu góðan endasprett og varamaðurinn Ívar Sigurjónsson náði að klóra í bakkann fyrir sína menn með því að skora tvö mörk á lokakaflanum. Meira
23. ágúst 2000 | Íþróttir | 7 orð

Rúnar Kristinsson leik-reyndastur

LANDSLIÐSHÓPURINN sem mætir Dönum er skipaður þessum... Meira
23. ágúst 2000 | Íþróttir | 62 orð

Schjönberg ekki með Dönum

Michael Schjönberg, leikmaður þýska úrvalsdeildarliðsins Kaiserslautern, meiddist illa á hné í leik gegn Wolfsburg um helgina og er nær öruggt að hann leikur ekki með Dönum þegar þeir sækja Íslendinga heim í undankeppni heimsmeistaramótsins þann 2. Meira
23. ágúst 2000 | Íþróttir | 77 orð

Stórsigur Stoke

Stoke City vann stórsigur á útivelli gegn York City og voru Brynjar Björn Gunnarsson og Stefán Þórðarson í byrjunarliði Stoke sem sigraði með fimm mörkum gegn einu. Meira
23. ágúst 2000 | Íþróttir | 99 orð

Vill verða fyrsti hvíti maðurinn undir tíu sekúndum

KOJI Ito, sem er fljótasti hlaupari Asíu, vonast á Ólympíuleikunum eftir að verða fyrsti hvíti maðurinn til að hlaupa 100 m sprett á undir 10 sekúndum. Meira
23. ágúst 2000 | Íþróttir | 259 orð

Vonandi búnir að finna taktinn

Guðjón Ásmundsson og félagar hans í Grindavíkurliðinu voru kátir í leikslok enda komust þeir upp í fjórða sæti deildarinnar og eiga enn von á titlinum eftirsótta. Meira
23. ágúst 2000 | Íþróttir | 271 orð

Þvílík vonbrigði

"Það eru þvílík vonbrigði að tapa þessum, við getum betur en erum að fá á okkur ódýr mörk og þó að þær úkraínsku hafi ekki fengið mörg færi eru þær að nýta þau öll á meðan okkur tekst það ekki," sagði Ásthildur Helgadóttir fyrirliði íslenska... Meira

Úr verinu

23. ágúst 2000 | Úr verinu | 132 orð

Bandaríkin sólgin í lax

BANDARÍKJAMENN flytja stöðugt meira inn af laxi. Á síðasta ári nam sá innflutningur ríflega 100.000 tonnum. Þeir fluttu þá inn um 60.000 tonn af heilum laxi og ríflega 50.000 tonn af flökum. Meira
23. ágúst 2000 | Úr verinu | 262 orð

BÁTAR Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist.

BÁTAR Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist. afla Sjóf. Löndunarst. Meira
23. ágúst 2000 | Úr verinu | 716 orð

Bleikjan nýtur vaxandi vinsælda í Norður-Ameríku

BLEIKJAN er kannski ekki stærsti fiskurinn í hafsjó fiskeldisins, en það sem hana skortir í umfangi er bætt upp með ákafa og elju aðdáenda hennar. Matreiðslumeistarar lofa hana fyrir hið sérstaka bragð og gæði, eldismenn meta mikils hve hratt hún vex og hve lítið rými hún þarf í eldinu og vísindamenn eru fullir áhuga á þessum merkilega fiski. Meira
23. ágúst 2000 | Úr verinu | 117 orð

Bretar kaupa meira af þorski

BRETAR hafa verið að auka innflutning á þorski á þessu ári, enda samdráttur í þeirra eigin veiði. Fyrst þriðjung þessa árs fluttu þeir inn um 41.300 tonn, sem er um 30% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Meira
23. ágúst 2000 | Úr verinu | 810 orð | 1 mynd

Flytur inn framandi sjávarfang til Íslands

ÞEIR eru ekki margir fiskinnflytjendurnir á Íslandi en lítið fyrirtæki í Kópavogi hefur þó haslað sér völl í innflutningi á sjávarfangi og þá helst þeim tegundum sem ekki veiðast hér við land. Fyrirtækið Snæfiskur hf. var stofnað í desember 1992 og þar vinna að jafnaði þrír starfsmenn. Meira
23. ágúst 2000 | Úr verinu | 55 orð

Framandi fiskmeti

ÞEIR eru ekki margir fiskinnflytjendurnir á Íslandi en lítið fyrirtæki í Kópavogi hefur þó haslað sér völl í innflutningi á sjávarfangi og þá helst þeim tegundum sem ekki veiðast hér við land. Það má nefna túnfisk, risarækju, krabba og ýmislegt fleira. Meira
23. ágúst 2000 | Úr verinu | 29 orð

FRYSTISKIP Nafn Stærð Afli Uppist.

FRYSTISKIP Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
23. ágúst 2000 | Úr verinu | 618 orð

Gera þarf heilnæmisúttekt á kræklingaeldi í Eyjafirði

GERA þarf heilnæmisúttekt vegna kræklingaræktar í Eyjafirði og er ræktendunum ekki heimilt að uppskera fyrr en að henni lokinni. Ekki er ljóst hver bera mun kostnaðinn af úttektinni en framkvæmdastjóri Íslensks skelfisks ehf. segir kostnaðinn geta riðið fyrirtækinu að fullu. Meira
23. ágúst 2000 | Úr verinu | 194 orð

Gífurlegur gróði

TALIÐ er að hagnaðurinn í norsku fiskeldi á þessu ári verði um 60 milljarðar íslenzkra króna. Það er um 40 milljörðum meira en á síðasta ár. Hvert kíló af laxi skilar nú 130 krónum í hreinar tekjur. Meira
23. ágúst 2000 | Úr verinu | 143 orð

Góður túr hjá Vesturvon

FÆREYSKI frystitogarinn Vesturvon landaði fyrir nokkru afla úr einum túr að verðmæti um 300 milljónir króna. Aflanum landaði togarinn í Hirtshals í Danmörku og var hann samtals 724 tonn af ýsu- og þorskflökum. Meira
23. ágúst 2000 | Úr verinu | 148 orð

Góð veiði við Svalbarða

ÞORSKVEIÐI hefur nú glæðst verulega eftir langvarandi aflabrest í Barentshafi. Alþjóðlegur floti togara hefur síðustu vikur fengið góðan afla á Hopen-banka við Svalbarða eða um 300 sjómílur norður af nyrsta odda Noregs. Meira
23. ágúst 2000 | Úr verinu | 271 orð | 1 mynd

Heldur kynningarfundi hérlendis fyrir fjárfesta

Netfyrirtækið FIS, Fish Info Service, hélt kynningarfundi hér á landi nýverið fyrir fjárfesta en fyrirtækið hyggur á ýmsar breytingar á næstunni. Fyrirtækið heldur úti viðamikilli heimasíðu á Netinu þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um nánast hvað sem er sem tengist sjávarútvegi eins og heimasíður fyrirtækja, markaðsupplýsingar og fréttir. Meira
23. ágúst 2000 | Úr verinu | 96 orð

INNFLUTNINGUR Breta á ýsu fyrstu fjóra...

INNFLUTNINGUR Breta á ýsu fyrstu fjóra mánuði ársins nam um 14.200 tonnum, en það er lítils háttar aukning miðað við sama tímabil árið áður. Langmest af ýsunni kaupa Bretar af Norðmönnum, 4.600 tonn, og er það um 600 tonna aukning frá árinu áður. Meira
23. ágúst 2000 | Úr verinu | 101 orð

Krydd gegn bakteríum

VÍSINDAMENN hafa undanfarið verið að prófa sig áfram með ýmsar kryddtegundir til að drepa sjúkdómsvaldandi bakteríur í hráum fiski og skel. Meira
23. ágúst 2000 | Úr verinu | 112 orð

Laxi sleppt fyrir mistök

VEIÐIMENN frá Bresku Kólumbíu hafa undanfarið verið mjög undrandi á því mikla magni sem þeir hafa verið að fá í net af laxi þegar þeir hafa verið við veiðar milli Vancouver-eyju og meginlandsins. Í fyrstu fengu þeir þær útskýringar að 4. Meira
23. ágúst 2000 | Úr verinu | 117 orð

Litlu landað í Chile

TALSVERT minna magni fisks hefur verið landað í Chile á fyrstu mánuði ársins og hefur heildarafli minnkað um tæp 16%, úr 3.783 þúsund tonnum í fyrra í 3.182 þúsund tonn nú. Meira
23. ágúst 2000 | Úr verinu | 1598 orð | 1 mynd

"Hefur alla burði til að verða öflugt"

Laxeldi í sjó er á ný til umræðu hér á landi og liggja fyrir umsóknir um slíkt eldi. Alþjóðasamband laxeldismanna fundaði hér á Íslandi nýlega. Björn Gíslason ræddi við formann norskra eldisframleiðenda um fiskeldi í Noregi og á Íslandi. Meira
23. ágúst 2000 | Úr verinu | 470 orð

Rólegt á kolanum

KOLAVEIÐAR hófust í Faxaflóa þann 15. ágúst sl., mánuði seinna en venjulega. Alls hafa 14 bátar leyfi til dragnótaveiða í Faxaflóa og segir Guðmundur Halldórsson, skipstjóri á Reykjaborg RE, að veiðarnar hafi farið rólega af stað. Meira
23. ágúst 2000 | Úr verinu | 52 orð

Rólegt á kolanum

KOLAVEIÐAR hófust í Faxaflóa þann 15. ágúst sl., mánuði seinna en venjulega. Alls hafa 14 bátar leyfi til dragnótaveiða í Faxaflóa og segir Guðmundur Halldórsson, skipstjóri á Reykjaborg RE, að veiðarnar hafi farið rólega af stað. Meira
23. ágúst 2000 | Úr verinu | 243 orð

RÆKJUBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf.

RÆKJUBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
23. ágúst 2000 | Úr verinu | 778 orð | 3 myndir

Sjófuglarannsóknir Hafrannsóknastofnunar

Hafrannsóknir - Rannsóknir á sjófuglum, einkum fæðunámi þeirra í tengslum við helstu nytjastofna er þáttur í fjölstofnarannsóknum Hafrannsóknastofnunar. Kristján Lilliendahl skýrir hér gang þessara rannsókna. Meira
23. ágúst 2000 | Úr verinu | 23 orð

SKELFISKBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf.

SKELFISKBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
23. ágúst 2000 | Úr verinu | 82 orð | 1 mynd

Steikt skata med "salsa verde" og sveppum

SKATA er ekki algeng á matarborðum okkar Íslendinga. Það er helzt að hún sé borðuð kæst á Þorláksmessu, en skatan er engu a síður fínasti matur fersk og eftirsótt sem slík víða um heim. Meira
23. ágúst 2000 | Úr verinu | 199 orð | 1 mynd

Stofnfiskur selur hrogn til Skotlands

STOFNFISKUR og skoski seiðaframleiðandinn KLD hafa undirritað samning um kaup KLD á seiðum frá Stofnfiski. KLD er stærsti sjálfstæði seiðaframleiðandi Skotlands og segir Mark Pattinson, forstjóri KLD, að stöðin framleiði um sex milljón seiði á ári. Meira
23. ágúst 2000 | Úr verinu | 78 orð | 1 mynd

Sæmundur á Víking

SÆMUNDUR Guðvinsson hefur verið ráðinn ritstjóri Sjómannablaðsins Víkings . Hann tekur við af Sigurjóni M. Egilssyni , sem sagði starfinu lausu. Sæmundur hefur lengi starfað á fjölmiðlum og meðal annars skrifað fyrir Víking í nokkur ár. Meira
23. ágúst 2000 | Úr verinu | 207 orð

Tekið á sjóræningjum

SAMEINUÐU þjóðirnar hafa lýst því yfir að þær ætli að gera það sem í þeirra valdi standi til að koma í veg fyrir sjóræningjaveiðar í framtíðinni. Meira
23. ágúst 2000 | Úr verinu | 81 orð

TOGARAR Nafn Stærð Afli Uppist.

TOGARAR Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
23. ágúst 2000 | Úr verinu | 454 orð

Um 3.000 tonn brenna inni af rækjukvótanum

ÚTLIT er fyrir að um 3.000 tonn falli niður ónotuð af úthafsrækjukvóta ársins um fiskveiðiáramótin þann 1. september nk. Áætlað útflutningsverðmæti þess afla er um 600 milljónir króna. Líklega verður ekkert eftir af kvóta í öðrum tegundum. Fiskistofa hefur sent útgerðum íslenskra fiskiskipa veiðileyfi og tilkynningar um aflaheimildir á næsta fiskveiðiári. Meira
23. ágúst 2000 | Úr verinu | 51 orð

Úttekt tefur kræklinginn

GERA þarf heilnæmisúttekt vegna kræklingaræktar í Eyjafirði og er ræktendunum ekki heimilt að uppskera fyrr en að henni lokinni. Ekki er ljóst hver bera mun kostnaðinn af úttektinni en framkvæmdastjóri Íslensks skelfisks ehf. Meira
23. ágúst 2000 | Úr verinu | 135 orð

Verðmæti útflutnings sextíufaldast á 5 árum

ÞRÁTT fyrir að Bandaríkin hafi ekki enn tekið upp hefðbundið viðskiptasamband við Víetnam hafa viðskipti landanna aukist verulega og hefur útflutningur frá Víetnam til Bandaríkjanna aukist verulega undanfarin ár. Þar af er útflutningur sjávarfangs viðamikill og fluttu Víetnamar út sjávarfang að verðmæti tíu milljarða íslenskra króna til Bandaríkjanna á síðasta ári. Meira

Barnablað

23. ágúst 2000 | Barnablað | 44 orð | 1 mynd

Articuno

ÉG HEITI Albert Guðmundsson og er níu ára. Ég á heima í Bollagörðum 4 á Seltjarnarnesi. Mig langar að þið birtið þessa mynd, sem ég teiknaði af Articuno. Hann er einn úr Pokémon-myndaseríunni. Ég hef gaman af Myndasögunum og les þær alltaf. Meira
23. ágúst 2000 | Barnablað | 12 orð | 1 mynd

Hvað vantar?

TIL þess að jafnmargt sé af hverjum hlutanna á myndinni vantar eitthvað.... Meira
23. ágúst 2000 | Barnablað | 27 orð | 1 mynd

Kjúklingar í rigningu

HVAÐA leið á blauti kjúklingurinn að fara, númer 1, 2 eða 3, til þess að komast í skjólið hjá hinum kjúklingunum undir sveppnum? Lausnin: Rétt leið er númer... Meira
23. ágúst 2000 | Barnablað | 70 orð

Lífið er skrýtið

Lífið er skrýtið, eins og sumir snillingar. Lífið er flókið og sumt er ekki hægt að skilja. Lífið er stutt og sumir halda að það sé líf eftir dauðann. Svona er bara lífið. Meira
23. ágúst 2000 | Barnablað | 92 orð | 1 mynd

Sjáið bara

JÁ, sjáið bara! gæti maðurinn á myndinni verið að segja. Sko, ég á bíl, hús með bílskúr og fallegan garð. Í gluggunum má sjá fallegar gardínur og blómaskreytingar. Það er arinn í stofunni og reykurinn liðast upp um reykháfinn í átt til skýjanna. Meira
23. ágúst 2000 | Barnablað | 49 orð | 1 mynd

Sjónarspil

ÞAÐ er ekki mikill vandi að teikna fjórar spýtur sem liggja saman hlið við hlið. En getið þið teiknað þessar þrjár spýtur, sem verða allt í einu að fjórum ef horft er á endann á þeim? Meira
23. ágúst 2000 | Barnablað | 64 orð | 1 mynd

Skotin(n) í tívolí

STELPAN er ekki sama sinnis og strákurinn, sem kastar kveðju á hana á útlensku. Svona er þetta víst stundum, annaðhvort er strákur skotinn í stelpu eða stelpa í strák en tilfinning hins er ekki gagnkvæm. Þá er a.m.k. Meira
23. ágúst 2000 | Barnablað | 10 orð | 1 mynd

Varúð!

HVAÐ eru gufubólstrarnir margir á myndinni? Lausnin: Samtals fimmtíu og tveir... Meira
23. ágúst 2000 | Barnablað | 20 orð | 1 mynd

Völundarhús hringanna

FINNIÐ leiðina í gegnum völundarhús hringanna. Byrjið uppi hjá örinni til vinstri og endið niðri hjá örinni við kjaft fisksins... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.