Greinar fimmtudaginn 2. nóvember 2000

Forsíða

2. nóvember 2000 | Forsíða | 251 orð | ókeypis

Bush reynir að auka forskotið á lokasprettinum

GEORGE W. Bush, forsetaefni repúblikana, hóf í gær ferð um nokkur ríki, sem gætu ráðið úrslitum í bandarísku forsetakosningunum, í von um að ná verulegu forskoti síðustu sex dagana fyrir kosningarnar. Meira
2. nóvember 2000 | Forsíða | 118 orð | ókeypis

Fitukeppir dregnir í líkamsrækt

YFIRVÖLD í kínversku borginni Shanghai hyggjast skera upp herör gegn offitu og setja reglugerð sem miðar að því að fá makráða fitukeppi borgarinnar til að stunda líkamsrækt. Meira
2. nóvember 2000 | Forsíða | 94 orð | 1 mynd | ókeypis

Flóðin í Bretlandi færast í aukana

UMHVERFISSTOFNUN bresku stjórnarinnar sagði í gær að flóðin í Bretlandi að undanförnu væru hin mestu í hálfa öld og varaði við því að þau myndu færast í aukana á næstu dögum þar sem spáð væri rigningu. Meira
2. nóvember 2000 | Forsíða | 388 orð | 1 mynd | ókeypis

Flugskeytum skotið á palestínsk skotmörk

ÍSRAELSKAR herþyrlur skutu flugskeytum á byggingu öryggissveita palestínsku heimastjórnarinnar nálægt Jeríkó í gærkvöld eftir hörð átök sem kostuðu sex Palestínumenn og þrjá ísraelska hermenn lífið. Meira

Fréttir

2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 79 orð | ókeypis

135 stöðvaðir fyrir of hraðan akstur

135 ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í sérstöku sólarhrings hraðamælingaátaki lögreglunnar í Reykjavík. Stóðu mælingar yfir um alla borg frá því klukkan sjö á þriðjudagsmorgun og til sjö í gærmorgun. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 137 orð | ókeypis

16,6 milljónir fyrir þriðja GSM-rekstrarleyfið

LEITAÐ er lagaheimildar til gjaldtöku vegna þriðja GSM 900- leyfisins í frumvarpi sem samgönguráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Er miðað við að heimil skuli taka 16.600.000 kr. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 246 orð | ókeypis

8% kvenna á aldrinum 20-30 ára eru erlend

FJÖRUTÍU prósent þeirra kvenna sem komu hingað til lands fyrir fjórum árum og fengu tímabundin atvinnuleyfi vegna vistráðningar á einkaheimilum hafa ílengst í landinu. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 101 orð | ókeypis

Aðalfundur smábátaeigenda hefst í dag

AÐALFUNDUR Landssambands smábátaeigenda verður haldinn dagana 2. og 3. nóvember á Grand Hótel í Reykjavík. Dagskrá fundarins hefst kl. 10 í dag, fimmtudag, og mun Einar K. Guðfinnsson, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, ávarpa fundinn. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 67 orð | ókeypis

Afgreiðsla og verslun Sjafnar á einum stað

AFGREIÐSLA á öllum hreinlætisvörum Sjafnar, lager sem og önnur þjónusta flutti í Litaríkisverslun fyrirtækisins að Dalvegi 4 í Kópavogi 1. nóvember. Afgreiðsla hreinlætisvara á vegum Sjafnar var áður á Nýbýlavegi 18 í Kópavogi. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 345 orð | ókeypis

Allt lagðist á eitt til hækkunar á kostnaði

STEFÁN Hermannsson borgarverkfræðingur, ásamt borgarlögmanni og byggingardeild borgarverkfræðings hefur lagt fram skýrslu sem gerir grein fyrir þeim aukakostnaði sem varð við framkvæmdir vegna bílageymslu og tengibyggingar Borgarleikhússins og... Meira
2. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 1074 orð | 2 myndir | ókeypis

Atkvæðaskipti á Netinu

Hver vefsíðan á fætur annarri sprettur upp í Bandaríkjunum, þar sem stuðningsmenn Demókrataflokksins og Græningja lýsa sig tilbúna til að skiptast á atkvæðum, til að tryggja bestu hugsanlega útkomu fyrir báða frambjóðendur. Ragnhildur Sverrisdóttir segir að í Kaliforníu teljist slíkar vefsíður brjóta í bága við ákvæði kosningalaga um sölu atkvæða. Meira
2. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 53 orð | 1 mynd | ókeypis

Árekstur í Eyjafjarðarsveit

TVEIR bílar rákust saman á brúnni yfir Þverá í Eyjafjarðarsveit síðdegis í dag. Fólksbíll fór yfir á rangan vegarhelming og lenti framan á skólabíl sem kom úr gagnstæðri átt. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 53 orð | ókeypis

Básafell hf. greiðir mest

BÁSAFELL hf. greiðir hæst gjöld lögaðila á Vestfjörðum, rúmar 49 milljónir króna og Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. er í öðru sæti með 35,4 milljónir. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 141 orð | ókeypis

Boðar skýrslu um meðferð þingsályktana

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra greindi frá því á Alþingi í gær að hann hygðist beita sér fyrir því að tekin verði saman skýrsla um meðferð ályktana Alþingis. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 270 orð | 1 mynd | ókeypis

Dómsmála ráðherra braut ekki jafnréttislög

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra sagði á Alþingi í gær að hann teldi ekki að Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra hefði brotið jafnréttislög eða farið í bága við framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum þegar hún tók þá ákvörðun að ráða... Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd | ókeypis

Dropinn sem fyllti mælinn

ÓMAR Jóhannsson, sendibílstjóri hjá Þresti, var meðal þeirra bílstjóra sem tóku þátt í aðgerðunum í Örfirisey í gær. Hann sagðist hafa tekið þátt í þeim vegna verðhækkana olíufélaganna um mánaðamótin. Þær hefðu verið dropinn sem fyllti mælinn. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd | ókeypis

Einar Stefánsson ráðinn til starfa

EINAR Stefánsson, prófessor og yfirlæknir augndeildar Landspítala - háskólasjúkrahúss, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri gagnagrunns á heilbrigðissviði hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hefur Einar þegar hafið störf þar. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd | ókeypis

Einhugur í mönnum

FORMAÐUR Vörubílastöðvarinnar Þróttar, Jón Magnús Pálsson, fór fyrir sínum mönnum við Örfirisey í gær. Hann sagðist í samtali við Morgunblaðið vera ánægður með aðgerðir bílstjóranna, þær sýndu mikla samstöðu í þeirra röðum. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 136 orð | ókeypis

Endurskoðun á skipulags- og byggingarlögum í bígerð

KOSTNAÐUR Skipulagsstofnunar greiðist framvegis að öllu leyti úr ríkissjóði en ekki að hluta til af svokölluðu skipulagsgjaldi, verði stjórnarfrumvarp, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, að lögum. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 1049 orð | 2 myndir | ókeypis

Fallist á efnistöku úr hluta Syðri-Flóa

Umhverfisráðherra hefur í úrskurði sínum fallist á efnistöku kísilgúrs úr svokölluðu námusvæði 2, sem er hluti S-Flóa Mývatns, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og að vinnsludýpt verði takmörkuð við 6,5 metra. Þá var felldur úr gildi úrskurður skipulagsstjóra um kísilgúrvinnslu á námusvæði 1 í Syðri-Flóa. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 137 orð | ókeypis

Fargjöld Flugleiða hækka um 7%

ALMENN fargjöld í millilandaflugi Flugleiða hækka mánudaginn 6. nóvember að meðaltali um rúmlega þrjú þúsund krónur. Hækkunin er nokkuð misjöfn eftir fargjaldaflokkum en er að meðaltali um 7%. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 82 orð | ókeypis

Fastur ofan á staur

TVEIR fólksbílar skullu saman á gatnamótum Heiðarvegar og Kirkjuvegar um miðjan dag í gær. Við áreksturinn kastaðist annar bíllinn á stöðvunarskyldumerki en við það lagðist merkið á hliðina. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd | ókeypis

Fengu fjóra farsíma í afmælisgjöf

ÞÆR eru orðnar 12 ára, fjórburasysturnar Alexandra, Elín, Diljá og Brynhildur Guðjónsdætur. Þótt þær hafi átt afmæli í gær, 1. nóvember, ætla þær ekki að halda upp á það fyrr en eftir nokkrar vikur. Þær búa í Vogunum og ganga í Stóru-Vogaskóla. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd | ókeypis

Félagsmiðstöð Geðhjálpar færðar gjafir

FORELDRAFÉLAG geðsjúkra barna og unglinga hefur fært félagsmiðstöð Geðhjálpar trésmíðaverkfæri til eignar. Meira
2. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 209 orð | 1 mynd | ókeypis

Fjallað um Helga í leikskrá félagsins

ENSKA knattspyrnufélagið Liverpool gefur út veglega leikskrá (Official Matchday Magazine) fyrir heimaleiki sína. Meira
2. nóvember 2000 | Miðopna | 1014 orð | 4 myndir | ókeypis

Fjárfesting upp á ríflega milljarð

Verslunarmiðstöðin Glerártorg verður opnuð með viðhöfn á Akureyri klukkan 11 í dag. Með tilkomu meira en 20 nýrra verslana á svæðinu skapast 80 ný störf í verslun og þjónustu á Akureyri. Meira
2. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 365 orð | 1 mynd | ókeypis

Gúsinskí og Berezovskí stefnt

TALSMAÐUR skrifstofu ríkissaksóknara Rússlands tilkynnti í gær, að Vladimír Gúsinskí og Borís Berezovskí, umsvifamestu fjölmiðlarekendum og athafnamönnum landsins, hefði verið stefnt til yfirheyrslu í tengslum við tvö óskyld glæpamál sem til rannsóknar... Meira
2. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd | ókeypis

Haider yfirheyrður

RANNSÓKNARLÖGREGLA í Austurríki hefur kallað Jörg Haider, fyrrverandi leiðtoga hins umdeilda Frelsisflokks (FPÖ), til yfirheyrslu vegna hneykslismáls sem mjög hefur verið að vinda upp á sig að undanförnu. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 548 orð | 1 mynd | ókeypis

Halldór vill viðskiptaskrifstofu í Bombay

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra telur nauðsynlegt að Íslendingar setji upp viðskiptaskrifstofu á Indlandi sem fyrst, og finnst skynsamlegt að hún verði í borginni Mumbai (Bombay). Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 55 orð | ókeypis

HB lenti í efsta sæti

HARALDUR Böðvarsson hf. á Akranesi greiðir mest samanlögð opinber gjöld lögaðila á Vesturlandi, rúmar 74,3 milljónir króna, samkvæmt álagningarskrá skattstjórans. Næstmestu gjöldin greiðir Íslenska járnblendifélagið, 71,8 milljónir króna. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 220 orð | ókeypis

Hefur ekki áhrif á fjárhagsáætlun borgarinnar í heild

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að umframkostnaður borgarinnar við byggingarframkvæmdir vegna menningarmála muni ekki hafa áhrif á fjárhagsáætlum borgarinnar í heild, en eins og fram hefur komið fór kostnaður við umræddar framkvæmdir um... Meira
2. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 786 orð | 2 myndir | ókeypis

Hefur farið hundrað sinnum í blóðprufu

AUÐUR Björk Gísladóttir er fimm ára stúlka á Akureyri, en líf hennar er þó að mörgu leyti frábrugðið lífi jafnaldra hennar, hún er með sjúkdóm sem kallast PKU sem er arfgengur efnaskiptagalli sem orsakast af stökkbreyttu geni í 12. litningapari. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 112 orð | ókeypis

Hitti vísindastjóra ESB

BJÖRN Bjarnason, menntamálaráðherra, átti sl. mánudag fund í Brussel með Philippe Busquin, sem fer með vísindamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Á fundinum var rætt um þátttöku Íslands í undirbúningsvinnu vegna 6. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 434 orð | ókeypis

Hreinskilnar umræður um mál sem áður voru viðkvæm

"FUNDIRNIR voru mjög árangursríkir. Þeir sýndu mikinn vilja indverskra stjórnvalda til að styrkja sambandið við Ísland. Meira
2. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 409 orð | ókeypis

Hugsanlega eru 48 látnir

RÚSSNESK flugvél af gerðinni Anatov 26 brotlenti eftir að kviknað hafði í henni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Saurimo í norðurhluta Angóla. Angólsk flugmálayfirvöld greindu frá atvikinu í gær, en það átti sér stað á þriðjudagskvöld. Meira
2. nóvember 2000 | Landsbyggðin | 376 orð | 1 mynd | ókeypis

Húsavíkurkaupstaður og Völsungur semja til sjö ára

Húsavík- Húsavíkurkaupstaður og íþróttafélagið Völsungur hafa gert með sér rammasamning um starfsemi og fjármál félagsins, auk þess hefur verið gengið frá skuldamálum félagsins í samvinnu við útibú Íslandsbanka-FBA á Húsavík. Meira
2. nóvember 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 499 orð | 1 mynd | ókeypis

Húsið stendur ekki á réttum stað

VEGNA skekkju í uppdrætti stendur hús Nýherja við Borgartún 60 sentimetrum út af afmörkuðum byggingarreit og nær væntanlegri bensínstöð Olíufélagsins og fjær Sæbrautinni sem því nemur. Meira
2. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 291 orð | ókeypis

Innbyrðis átök mótmælenda

LÖGREGLA og herlið á Norður-Írlandi var með aukinn viðbúnað í héraðinu í gær til að reyna að draga úr innbyrðis átökum fylkinga mótmælenda. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 380 orð | ókeypis

Jafngildir leyfi til í efnistöku í vatninu í 20 ár

SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra staðfesti í gær úrskurð skipulagsstjóra ríkisins um heimild til efnistöku kísilgúrs úr svonefndu námusvæði 2 í Syðri-Flóa Mývatns að uppfylltum skilyrðum. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd | ókeypis

Jólabasar hjá Reykjavíkurdeild RKÍ

ÁRLEGI jólabasar kvennadeildar Reykjavíkurdeildar RKÍ verður haldinn sunnudaginn 5. nóvember kl. 14-17 í Efstaleiti 9, húsi Rauða kross Íslands. Á boðstólum verða fallegir handunnir munir sem tengdir eru jólunum og einnig heimabakaðar kökur. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 261 orð | ókeypis

Kaupa olíuna á Rotterdam-markaði

OLÍUVERÐSHÆKKANIR um mánaðamótin hafa einnig áhrif á skipafélögin, en ekki í jafn miklum mæli og á kaupendur eldsneytis innanlands þar sem félögin kaupa mestalla olíu á flutningaskipin á Rotterdam-markaði. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 229 orð | 1 mynd | ókeypis

Kostar 26 milljónir á mánuði

"KEIKÓ er í góðu líkamlegu ásigkomulagi og heilsa hans góð," segir Hallur Hallsson, talsmaður Ocean Future-samtakanna, sem greiða á mánuði hverjum um 300.000 dollara eða 26 milljónir á mánuði til Keikó-verkefnisins. Meira
2. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 153 orð | ókeypis

Kostunica spáð stórsigri

STÓRSIGUR blasir við Stjórnarandstöðubandalagi Vojislavs Kostunica, forseta Júgóslavíu, í væntanlegum þingkosningum í desember, ef marka má niðurstöðu skoðanakönnunar sem birtist í gær í dagblaðinu Blic , sem gefið er út í Belgrad. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 610 orð | 1 mynd | ókeypis

Krefjast lækkunar starfsaldurs og hærri launa

LANDSSAMBAND lögreglumanna setur fram kröfur um lækkun starfsaldurs, aukna starfsmenntun lögreglumanna og að grunnlaun verði að lágmarki 150.000 krónur á mánuði en þau eru nú 102.441 kr. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd | ókeypis

Kristín Rós fékk hlýjar móttökur

ÍÞRÓTTAMENNIRNIR sem kepptu fyrir Íslands hönd á Ólympíumóti fatlaðra í Sydney kom til landsins í gær eftir langt og strangt ferðalag. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 912 orð | 1 mynd | ókeypis

Kvennasveitin vann á öllum borðum

Í FJÓRÐU umferð Ólympíuskákmótsins í Istanbúl fékk íslenska karlasveitin harðsnúið lið fra Uzbekistan sem andstæðinga. Uzbekar eru nítjándu í styrkleikaröð þátttökuþjóð, þannig að vitað var, að baráttan yrði hörð. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 158 orð | ókeypis

Kynnir frumvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að leggja fram á Alþingi stjórnarfrumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga svo framarlega sem þingflokkar stjórnarflokkanna fallast á að málið fái fram að ganga. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 248 orð | ókeypis

Landskrá lausafjármuna er ekki til

LANDSKRÁ lausafjármuna er ekki til og lausafé er almennt ekki skráningarskylt að sögn Ingva Hrafns Óskarssonar, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra. Hins vegar er hægt að skrá lausafjármuni hjá viðkomandi sýslumanni ef manni býður svo við að horfa. Meira
2. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 356 orð | ókeypis

Landstjórnin einhuga

FRÁ því Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyja, lýsti í fyrradag yfir stefnubreytingu landstjórnarinnar í sjálfstæðismálum, hefur mikið gengið á í færeyskum stjórnmálum. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd | ókeypis

LEIÐRÉTT

Skýringartexti víxlaðist Í grein um þróun togveiðarfæra í sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútveg, Úr verinu, í gær víxlaðist skýringartexti með línuriti sem sýndi mismunandi lengdardreifingu fisks í botnvörpu með og án smáfiskaskilju. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 379 orð | ókeypis

Leikskólakennarar krefjast tvöföldunar byrjunarlauna

FORSVARSMENN Félags íslenskra leikskólakennara sögðu á fundi í gær að krafist yrði allt að tvöföldunar byrjunarlauna í næstu kjaraviðræðum. Byrjunarlaun eru nú um 102.000 krónur. Samningar leikskólakennara eru lausir um næstu áramót. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 121 orð | ókeypis

Léttir fyrir sveitarfélagið

SIGBJÖRN Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir úrskurð umhverfisráðherra um kísilgúrnám í Mývatni mikinn létti fyrir sveitarfélagið. "Ég tel að skynsemin hafi fengið að ráða. Meira
2. nóvember 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 26 orð | 1 mynd | ókeypis

Litlir kassar á hafnarbakka

Þessir gámar í Sundahöfn fönguðu augu ljósmyndarans, þegar hann var á ferð þar í blíðviðrinu um daginn, enda ekki að furða, jafn litbjartir og þeir óneitanlega... Meira
2. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd | ókeypis

Lítill stuðningur við stækkunaráform

STUÐNINGUR við stækkun Evrópusambandsins (ESB) til austurs meðal almennings í núverandi aðildarríkjum er um þessar mundir ekki meiri en um 38% samkvæmt niðurstöðum nýjustu Eurobarometer-könnunarinnar sem framkvæmd er á hálfs árs fresti á vegum... Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 312 orð | ókeypis

Læknar þurfa að þekkja ábyrgð sína

SIGRÚN Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri tölvunefndar, segist ekki viss um að læknar þekki nægilega vel þá lagalegu ábyrgð sem þeir bera sem vörsluaðilar sjúkraganga. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 294 orð | ókeypis

Lögum um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar breytt

VALGERÐUR Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra, hefur fengið samþykkt í ríkisstjórn frumvarp um breytingar á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 130 orð | ókeypis

Málþing í tilefni af Mannréttindasáttmála Evrópu

FIMMTÍU ár eru liðin 4. nóvember frá því að Mannréttindasáttmáli Evrópu var undirritaður í Rómaborg. Í tilefni af því verður haldið málþing um sáttmálann. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 68 orð | ókeypis

Mikil viðskipti með hlutabréf

MJÖG mikil viðskipti voru með hlutabréf Tryggingamiðstöðvarinnar í gær. Samkvæmt yfirliti Verðbréfaþings Íslands námu viðskiptin rúmum 646 milljónum króna en jafnvel er talið að einhver viðskipti séu þar tvítalin. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 117 orð | ókeypis

Minna stjórnvöld á ákvæði laga

AÐALFUNDUR Öryrkjabandalags Íslands haldinn 21. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 708 orð | 1 mynd | ókeypis

Mörg spennandi verkefni bíða

Elín Sigrún Jónsdóttir fæddist 22. apríl 1960 í Sandgerði og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi 1979 frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands 1986. Hún hefur starfað m.a. sem forstöðumaður Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu og sem lögmaður BYKO en hefur nú verið ráðin framkvæmdastjóri Dómstólaráðs. Elín er gift séra Sigurði Árna Þórðarsyni sem starfar á Biskupsstofu og á hún þrjú stjúpbörn. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 247 orð | ókeypis

Nefnd kanni efnahagsleg völd kvenna og karla

RÍKISSTJÓRNIN skipaði á haustdögum nefnd sem ætlað er að leggja fram tillögu að rannsóknarverkefni um efnahagsleg völd kvenna og karla í íslensku samfélagi og skipa nefndina þau Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur, Tryggvi Þór Herbertsson... Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 97 orð | ókeypis

Nýherjahúsið er á röngum stað

HIÐ nýja stórhýsi Nýherja hf. við Borgartún stendur 60 sentimetra út af afmörkuðum byggingarreit. Húsið er nær fyrirhugaðri bensínstöð Olíufélagsins og fjær Sæbrautinni en upphaflega var gert ráð fyrir. Orsakanna er að leita í skekkju í uppdrætti. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd | ókeypis

Ný kvenfataverslun í Kringlunni

PART Two er ný kvenfataverslun sem opnaði í Kringlunni á fimmtudag. Part Two er dönsk verslunarkeðja í eigu InWear og er starfrækt víða um heim. Meira
2. nóvember 2000 | Landsbyggðin | 67 orð | 1 mynd | ókeypis

Ný veitingaþjónusta

Hvammstanga -Stjörnubiti heitir einkafyrirtæki Guðrúnar Jóhannesdóttur á Hvammstanga. Fyrir skömmu opnaði Guðrún nýja starfsstöð að Eyrarlandi 1, sem er nýbyggt fjölnotahús á Hvammstanga. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 463 orð | ókeypis

Olíukostnaður eykst um 800 milljónir kr.

HÆKKUN olíufélaganna um mánaðamótin á skipaolíu um 9,6% eykur olíukostnað útgerðarinnar í landinu um 800 milljónir króna, á ársgrundvelli, og nálgast nú 9 milljarða króna. Framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, Friðrik G. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd | ókeypis

Póstur fauk um sveitir

SLÆMT veður var um land allt í gær og fyrrinótt og nokkuð var um óhöpp í umferðinni. Mest fór vindhraðinn í 42 metra á sekúndu á Kjalarnesi. Póstflutningabíll valt út af hringveginum í Langadal í A-Húnavatnssýslu skömmu eftir kl. 4 fyrrinótt. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 142 orð | 2 myndir | ókeypis

"Er ekki franska aðferðin ágæt?"

TVEIR bílstjórar hjá Austurleið-SBS urðu á vegi blaðamanns og ljósmyndara Morgunblaðsins við Örfirisey í gær. Ágúst Fylkisson taldi að aðgerðirnar ættu að vekja forráðamenn olíufélaganna til umhugsunar, sem og stjórnvöld. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 685 orð | 1 mynd | ókeypis

"Mikil lífsreynsla"

Á þriðja degi opinberrar heimsóknar forseta Íslands til Indlands kom hann m.a. við á munaðarleysingjaheimili og sagði það mikla lífsreynslu. Skapti Hallgrímsson blaðamaður og Ragnar Axelsson ljósmyndari fylgdust með ferðum forsetans og fylgdarliðs hans. Meira
2. nóvember 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 667 orð | ókeypis

"Nánast allir íbúar skrifa undir"

ÍBÚAR við Arnarnesvog eru um þessar mundir að ganga í hús í Arnarnesi, Grundahverfi og Ásahverfi og safna undirskriftum á lista gegn áformum um 7,7 ha. landfyllingu út í miðjan voginn. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 254 orð | ókeypis

"Verið að hengja bakara fyrir smið"

TALSMENN Olíufélagsins - Essó og Skeljungs, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, sögðu ákvarðanir ekki hafa verið teknar varðandi þá kröfu samstarfshóps bílstjóra að félögin dragi verðhækkanir sínar um mánaðamótin til baka, í síðasta lagi á miðnætti í... Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 72 orð | ókeypis

Rannsókn flugslyssins lýkur næstu daga

RANNSÓKN á brotlendingu fjögurra manna Cessna 172-flugvélar á Reykjavíkurflugvelli heldur áfram hjá rannsóknarnefnd flugslysa. Skúli Jón Sigurðarson, formaður nefndarinnar, segir ekki hægt að slá neinu föstu ennþá um orsakir slyssins. Meira
2. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 469 orð | 1 mynd | ókeypis

Rannsókn hafin á orsökum slyssins

ALLS létust 79 manns er Boeing 747-400 þota fórst í flugtaki á Chiang Kai Shek flugvellinum í Taipei á Taívan í fyrradag. 56 voru enn á sjúkrahúsi í gær vegna brunasára, sumir alvarlega slasaðir. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 36 orð | 1 mynd | ókeypis

Ræddu kjaramál kennara

UMRÆÐA varð á Alþingi í gær um málefni kennara vegna yfirvofandi verkfalls. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd | ókeypis

Samgönguráðherra afhentur GSM- og gervihnattasími

FULLTRÚAR Símans og Martels ehf. (Globalstar Atlantic) afhentu Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra nýverið Ericsson R290-farsíma. Síminn er þeim eiginleikum gæddur að vera bæði gervihnattasími, sem virkar í kerfi Globalstar, og GSM-sími. Meira
2. nóvember 2000 | Landsbyggðin | 501 orð | 1 mynd | ókeypis

Samstarfsvettvangur Vesturlands stofnaður

Grund -Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi var haldinn á Laugum í Sælingsdal, föstudaginn 27. október sl. Bar þar helst til tíðinda að Akurnesingar frestuðu úrsögn sinni úr samtökunum, sem þeir höfðu boðað eftir síðasta aðalfund. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 1320 orð | 1 mynd | ókeypis

Segja framhaldsskólakennara hunsaða af yfirvöldum

Snarpar umræður um kjaradeilu kennara voru á Alþingi í gær og gagnrýndi stjórnarandstaðan ríkisstjórnina fyrir aðgerða-leysi. Fjármálaráðherra sagði að staðan í deilunni væri óvenju flókin. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 48 orð | ókeypis

Síldarvinnslan hæsti skattgreiðandinn

SÍLDARVINNSLAN hf. á Neskaupstað greiðir mest lögaðila í opinber gjöld á Austurlandi samkvæmt upplýsingum frá skattstjóra Austurlandsumdæmis eða 62,3 milljónir króna. Næstmest gjöld greiðir Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 574 orð | 1 mynd | ókeypis

Skorað á olíufélögin að draga hækkanir til baka

SAMSTARFSHÓPUR nokkurra hagsmunasamtaka bílstjóra gegn olíu- og bensínverðshækkunum efndi í gær til aðgerða við birgðastöðvar olíufélaganna í Örfirisey til að mótmæla verðhækkun á eldsneyti nú um mánaðamótin. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 258 orð | ókeypis

Stálu bíl af bílasölu og bensíni á hann

TVEIR 18 ára piltar voru dæmdir í þriggja mánaða fangelsi hvor í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir nytjastuld og gripdeild. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 265 orð | ókeypis

Stjórnarliðar sátu hjá í atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni

STJÓRNARMEIRIHLUTINN á Alþingi sat hjá í atkvæðagreiðslu á þriðjudag um beiðni frá Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, og fleiri þingmönnum stjórnarandstöðunnar, um að viðskiptaráðherra leggi fram skýrslu um iðgjaldahækkanir... Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 380 orð | ókeypis

Stöðuheitið staðarhaldari í Viðey verði lagt niður

MENNINGARMÁLANEFND Reykjavíkur samþykkti í gær bókun þess efnis að stöðuheitið staðarhaldari í Viðey verði lagt niður frá 31. janúar 2001, er núverandi staðarhaldari lætur af störfum. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 107 orð | ókeypis

Söfnunarklúbbur fyrir börn stofnaður

ÍSLANDSPÓSTUR hefur stofnað söfnunarklúbb, Merkilega klúbbinn, fyrir börn 6-12 ára sem hafa áhuga á söfnun frímerkja, póstkorta og límmiða. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 43 orð | ókeypis

TOURETTE-samtökin á Íslandi halda fund fyrir...

TOURETTE-samtökin á Íslandi halda fund fyrir foreldra barna sem eru með tourette-heilkenni í kvöld kl. 20.30 á Tryggvagötu 26, 4. hæð. Þessir fundir eru haldnir mánaðarlega, fyrsta fimmtudag hvers mánaðar. Meira
2. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd | ókeypis

Tugir farast í fellibyl

AÐ minnsta kosti 45 manns fórust og 11 var saknað í gær eftir að fellibylurinn Xangsane gekk yfir Taívan. Mikið regn fylgdi fellibylnum og talið er að sterkari vindar hafi ekki blásið á eynni í þrjá áratugi. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 227 orð | ókeypis

Úrskurðurinn fyrst og fremst pólitískur

GÍSLI Már Gíslason, stjórnarformaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, segir að úrskurður umhverfisráðherra sé fyrst og fremst pólitískur og vísar til þeirra röksemda úrskurðarins þar sem segir að miklar breytingar yrðu á atvinnulífi og... Meira
2. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 323 orð | ókeypis

Vanefndir á samningum tengdum reynslusveitarfélaginu

KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri sendi í síðustu viku 10 milljóna króna dráttarvaxtareikning á ríkissjóð vegna vanefnda á samningum í tengslum við reynslusveitarfélagaverkefni. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd | ókeypis

Verktakinn fær 20 milljónir króna í bónus

NÚ ER lokið byggingu nýs stöðvarhúss í tengslum við stækkun orkuvers á Nesjavöllum vegna tilkomu þriðju vélasamstæðunnar. Nýja vélasamstæðan er komin í skip og er væntanleg um næstu mánaðamót. Verktakinn afhenti húsið í gær. Meira
2. nóvember 2000 | Landsbyggðin | 158 orð | 1 mynd | ókeypis

Viðgerð lokið á Kálfafellsstaðarkirkju

Kálfafellsstað -Hátíðarmessa var í Kálfafellsstaðarkirkju nú í vetrarbyrjun að lokinni umfangsmikilli viðgerð og fegrun kirkjunnar í sumar. Kirkjan var máluð utan sem innan, gluggar sandblásnir og lagfærðir, gólf ýmist parketklædd eða flísalögð. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 122 orð | ókeypis

Vilja að framkvæmdum við Reykjanesbraut sé flýtt

AÐALFUNDUR Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fagnar framkominni vegaáætlun fyrir árin 2000-2004, þar sem kveðið er á um að framkvæmdum verði flýtt frá því sem áður var áformað varðandi Reykjanesbraut og Suðurstrandarveg. Meira
2. nóvember 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 253 orð | ókeypis

Vilja minnisvarða um Jón Pál Sigmarsson

FYRIRHUGAÐ er að reisa minnisvarða um Jón Pál Sigmarsson í Reykjavík og hefur verið settur á laggirnar styrktarsjóður af því tilefni. Þetta kemur fram í bréfi sem var sent menningarnefnd Reykjavíkurborgar í nafni sjóðsins í lok september. Þar segir m.a. Meira
2. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 402 orð | ókeypis

Vísbendingum um glæpastarfsemi fjölgar stöðugt

SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, er ásamt eiginkonu sinni og tveim börnum grunaður um glæpi af margvíslegu tagi, þar á meðal fjármálaspillingu og aðild að launmorðum, og líklegt er að þau verði sótt til saka fyrir dómstólum í landinu. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd | ókeypis

ÞINGFUNDUR hefst á Alþingi í dag...

ÞINGFUNDUR hefst á Alþingi í dag kl. 10.30 og fer fyrst fram utandagskrárumræða um laxeldi í Mjóafirði. Málshefjandi er Jón Bjarnason, Vinstrihreyfingunni - grænu framboði, en Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra verður til andsvara. Meira
2. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 120 orð | ókeypis

Örnefni kennd við Gretti sterka

NAFNFRÆÐIFÉLAGIÐ gengst fyrir fræðslufundi laugardaginn 4. nóvember í sal Reykjavíkurakademíunnar í JL-húsinu við Hringbraut, 4. hæð. Meira

Ritstjórnargreinar

2. nóvember 2000 | Leiðarar | 805 orð | ókeypis

Grundvöllur Grundar að bresta?

Deilur heilbrigðisráðuneytisins og Elliheimilisins Grundar eru harla einkennilegar frá sjónarhóli leikmanns. Meira
2. nóvember 2000 | Staksteinar | 416 orð | 2 myndir | ókeypis

Með lögum skal land byggja

BÆJARINS besta á Ísafirði veltir fyrir sér réttarástandi á Íslandi og er vakning þess grein, sem Jón Steinar Gunnlaugsson skrifaði í Morgunblaðið fyrir nokkru. Meira

Menning

2. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 760 orð | 1 mynd | ókeypis

ALLINN SPORTBAR, Siglufirði: Diskórokktekið Skugga-Baldur leikur...

ALLINN SPORTBAR, Siglufirði: Diskórokktekið Skugga-Baldur leikur laugardagskvöld. Reykur, þoka, ljósadýrð og skemmtilegasta tónlist síðustu 50 ára. Miðaverð 500 kr. eftir miðnætti. ÁRSEL: Elvis ball laugardagskvöld kl. 20 til 23. Meira
2. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 444 orð | 1 mynd | ókeypis

Annarleg skammdegisbirta

Á svæðinu milli Njarðargötu og Norræna hússins hafa nokkrir nemar á lokaári LÍ komið upp ljósabekkjum og ætla að bjóða gestum Ljósahátíðar í ljós í svartasta skammdeginu. Unnar Jónasson reið á vaðið. Meira
2. nóvember 2000 | Menningarlíf | 179 orð | ókeypis

Álafosskórinn í Salnum

ÁLAFOSSKÓRINN í Mosfellsbæ á 20 ára afmæli um þessar mundir og heldur í tilefni af því tónleika í Salnum, Kópavogi, á laugardag kl. 17. Kórinn var stofnaður 5. október 1980 af starfsmönnum ullarverksmiðjunnar Álafoss hf. Meira
2. nóvember 2000 | Kvikmyndir | 354 orð | ókeypis

Böggull og skammrif

Leikstjóri Harold Ramis. Handritshöfundur Larry Gelbart o.fl., byggt á samnefndu handriti Peters Cook ('67). Tónskáld David Newman. Kvikmyndatökustjóri Bill Pope. Aðalleikendur Brendan Fraser, Elizabeth Hurley, Frances O'Connor, Miriam Shore, Orlando Jones, Paul Adelstein, Toby Huss. Sýningartími 90 mín. Bandarísk. 20th Century Fox/Regency Enterprises. Árgerð 2000. Meira
2. nóvember 2000 | Menningarlíf | 151 orð | ókeypis

Djass- og popp-söngnámskeið á Seyðisfirði

TÓNLISTARSKÓLI Seyðisfjarðar stendur fyrir djass- og popp-söngnámskeiði í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði 11. og 12. Meira
2. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 373 orð | 1 mynd | ókeypis

Eru norðurljósin hættuleg mannkyninu?

Á MORGUN, föstudaginn 3. nóvember, klukkan 23:00 opnar Trans Light-hópurinn nýjan næturklúbb í kjallara Kaffi Thomsen, Hafnarstræti 17. Meira
2. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 420 orð | 2 myndir | ókeypis

Ég veiddi vampíru í Svíþjóð

Í SKÓGINUM örskammt frá Gautaborg veiddi Bjargey Ólafsdóttir myndlistarmaður vampíru sem hún sýnir fólki núna um helgina niðri á hafnarbakka fyrir framan Kolaportið. Meira
2. nóvember 2000 | Menningarlíf | 460 orð | ókeypis

Fyrirlestrar og námskeið í Opna listaháskólanum

MÁNUDAGINN 6. nóvember heldur Stefán Snævarr fyrirlestur í Listaháskóla Íslands í Laugarnesi, kl. 15 í fyrirlestrarsal 021. Stefán Snævarr er 1-amanuensis (dósent) í heimspeki við háskólann í Lillehammer í Noregi. Meira
2. nóvember 2000 | Bókmenntir | 652 orð | 1 mynd | ókeypis

Gagnagrunnsglæpir

eftir Arnald Indriðason. Vaka/Helgafell, 2000. 280 bls. Meira
2. nóvember 2000 | Menningarlíf | 594 orð | 1 mynd | ókeypis

Gimlungasaga í þremur bindum

Menningin blómstrar í Vesturheimi nú sem fyrr. Kanadamenn af íslenskum ættum hafa ætíð gefið mikið út af bókum og Steinþór Guðbjartsson kannaði í Manitoba hvað væri framundan í þeim efnum. Meira
2. nóvember 2000 | Tónlist | 424 orð | ókeypis

Hástemmdir lofsöngvar

Kórtónlist eftir Ruth Watson Henderson. Kórar Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar sungu: Gradualekór, Graduale Nobili, Kammerkór og Kór Langholtskirkju. Ruth Watson Henderson lék með á orgel og píanó; Anna Guðný Guðmundsdóttir lék með á píanó og Eiríkur Örn Pálsson og Freyr Guðmundsson léku með á trompeta. Einnig kom fram Bjöllukór Bústaðakirkju. Sunnudag kl. 17. Meira
2. nóvember 2000 | Menningarlíf | 634 orð | 2 myndir | ókeypis

Hellisbúinn leggur undir sig Norðurlönd

Hellisbúinn var frumsýndur í Kaupmannahöfn 7. október og er sýningin nær alfarið kostuð af Íslendingum. Bjarni Haukur Þórsson er maðurinn á bak við ævintýrið um Hellisbúann. Meira
2. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 448 orð | 1 mynd | ókeypis

Hljótt og hratt, hátt og hægt

Stilluppsteypa í Salnum, Kópavogi, föstudaginn 27. október 2000. Einnig lék Wouter Snoei, Vindva Mei og Product 8. / Auxpan á Gauki á Stöng, föstudaginn 27. október 2000. Einnig léku Biogen og Nico. Hvorir tveggja hljómleikarnir voru í tengslum við alþjóðlegu raf- og tölvutónlistarhátíðina ART 2000. Meira
2. nóvember 2000 | Myndlist | 360 orð | 1 mynd | ókeypis

Hraun og hrif

Opið á afgreiðslutíma verslunarinnar. Til 4. nóvember. Aðgangur ókeypis. Meira
2. nóvember 2000 | Menningarlíf | 94 orð | ókeypis

Höggmyndasýning á Garðatorgi

NÚ STENDUR yfir í Sparisjóði Hafnarfjarðar við Garðatorg í Garðabæ sýning á höggmyndum eftir Pétur Bjarnason myndlistarmann. Meira
2. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 337 orð | 1 mynd | ókeypis

Ísblátt blóð, sviti og tár

ÞAÐ ER kominn sá tími mánaðarins þegar Geir Ólafsson, sem gengur m.a. undir viðurnefninu IceBlue, heldur tónleika á Café Reykjavík. Meira
2. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 157 orð | 1 mynd | ókeypis

Keppir um Fassbinderverðlaunin

101 REYKJAVÍK, frumburður Baltasars Kormáks, hefur gert það sérlega gott á erlendri grundu undanfarin misseri og enn bætast rósir í hnappagatið. Meira
2. nóvember 2000 | Menningarlíf | 40 orð | ókeypis

Leikarar og listrænir stjórnendur

ABIGAIL heldur partí eftir Mike Leigh í þýðingu Kristjáns Þórðar Hrafnssonar. Leikstjóri: Hilmir Snær Guðnason. Leikarar: Harpa Arnardóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Sóley Elíasdóttir. Meira
2. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 217 orð | 1 mynd | ókeypis

Liam Gallagher með læti

Í FYRRADAG fór hin árlega verðlaunahátíð tónlistartímaritsins Q fram í Lundúnum. Þangað streymdi fólk sem hefur það að atvinnu að reyna að framkalla tilfinningar hjá fólki í gegnum tóna. Meira
2. nóvember 2000 | Menningarlíf | 139 orð | 1 mynd | ókeypis

Lista- og handverkssýning á Sólvangi

SIGURSVEINN H. Jóhannesson opnar sýningu á 50 dúkristum í anddyri Sólvangs, Sólvangsvegi 2, Hafnarfirði, á laugardag kl. 14. Meira
2. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 96 orð | ókeypis

Ljósin í norðri

ÞESSA helgina er haldin í Reykjavík svokölluð ljósahátíð sem er hluti af dagskrá menningarborgarinnar árið 2000. Meira
2. nóvember 2000 | Menningarlíf | 117 orð | ókeypis

Mikkelborg fær tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs

TLKYNNT var í gær að danski trompetleikarinn, tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Palle Mikkelborg hlyti tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs fyrir árið 2001. Meira
2. nóvember 2000 | Menningarlíf | 58 orð | ókeypis

Myndlistarsýning á Scala

NÚ stendur yfir myndlistarsýning Jóns Þorgeirs Ragnarssonar "Nonna" á hárgreiðslustofunni Scala í Lágmúla. Sýningin ber heitið "Lag á Lag" sem samsett er af sex málverkum. Meira
2. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 352 orð | 2 myndir | ókeypis

Nakinn óhugnaður

LOUISE : "Hvernig komstu hingað?" Johnny : "Nú, einu sinni var lítill depill. Síðan heyrðist hvellur frá honum og hann þandist út. Meira
2. nóvember 2000 | Menningarlíf | 91 orð | ókeypis

Nú er komin út fjórða platan...

Nú er komin út fjórða platan í útgáfuröðinni Óskalögin . Í fréttatilkynningu segir: Platan inniheldur 40 lög eins og hinar fyrri og í þetta sinn eru lögin frá árunum 1967-1976. Meira
2. nóvember 2000 | Menningarlíf | 101 orð | ókeypis

Nýjar bækur

ÚT er komin skáldævisagan Kossinn eftir Kathryn Harrison . Í fréttatilkynningu segir: "Höfundurinn er ung bandarísk skáldkona sem talin er einhver efnilegasti nútímarithöfundur Bandaríkjanna. Meira
2. nóvember 2000 | Menningarlíf | 292 orð | ókeypis

Nýjar geislaplötur

ÚT eru komnar, í fyrsta skipti á geislaplötum, saman á einni tvöfaldri plötu hinar landsþekktur syrpuplötur Fjórtán Fóstbræðra. Meira
2. nóvember 2000 | Menningarlíf | 174 orð | ókeypis

Nýjar geislaplötur

ÚT ER komin ný útgáfa hljómdiska með verkum Jóhanns Sebastíans Bachs . Hljómdiskarnir eru gefnir út í tilefni 250 ára ártíðar Jóhanns Sebastíans Bachs og 25 ára afmælis Sumartónleika í Skálholtskirkju. Meira
2. nóvember 2000 | Menningarlíf | 836 orð | 3 myndir | ókeypis

Partí handan við götuna

Á litla sviði Borgarleikhússins verður frumsýnt í kvöld breska leikritið Abigail heldur partí. Þar segir frá tvennum hjónum og einni fráskildri móður sem reyna að skemmta sér á meðan unglingsstúlkan Abigail heldur dúndrandi partí handan við götuna. Hávar Sigurjónsson hitti leikarana og persónur þeirra eftir æfingu í gær. Meira
2. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 450 orð | 4 myndir | ókeypis

Pottþétt popp

ÞAÐ er víst alveg ábyggilegt að það var ekki auðvelt fyrir dömurnar í All Saints að koma fram á sjónarsviðið í kjölfar gríðarlegra vinsælda Spice Girls - enn eitt stelpnabandið frá Bretlandi sem ætlaði að slá í gegn á léttum popplögum og glæsilegu... Meira
2. nóvember 2000 | Menningarlíf | 1134 orð | 1 mynd | ókeypis

"Flestir tónleikarnir vel sóttir og móttökur fólks ótrúlegar"

TIL þess að heyra hvernig Ameríkuferðin hefði gengið fékk blaðamaður þau Gretu Guðnadóttur fiðluleikara og Jósef Ognibene hornleikara til að setjast niður með sér í stundarkorn. Þau eru sammála um að ferðin hafi gengið vonum framar. Meira
2. nóvember 2000 | Menningarlíf | 515 orð | 1 mynd | ókeypis

"Tónskáld sem gerði ekki greinarmun á söng og sinfóníu"

Sinfóníuhljómsveitin hefur nú aftur komið sér fyrir á heimavígstöðvunum í Háskólabíói eftir hljómleikaferð um N-Ameríku. Tónleikarnir í kvöld og annað kvöld eru tileinkaðir aldarminningu Kurts Weills. Margrét Sveinbjörnsdóttir hitti hljómsveitarstjórann og einsöngvarann H.K. Gruber og spurði tvo af hljóðfæraleikurunum hvernig ferðin hefði gengið. Meira
2. nóvember 2000 | Menningarlíf | 153 orð | 1 mynd | ókeypis

Skáldsagan Fóstbræður kemur út í Frakklandi

SKÁLDSAGAN Fóstbræður eftir Gunnar Gunnarsson er nýkomin út hjá Fayard í Frakklandi í þýðingu Régis Boyer sem ennfremur skrifar eftirmála. Skáldsagan Fóstbræður kom fyrst út árið 1918. Meira
2. nóvember 2000 | Menningarlíf | 76 orð | 1 mynd | ókeypis

Ský fyrir ský á Súfistanum

DAGSKRÁ helguð Ísaki Harðarsyni verður á Súfistanum, bókakaffi í verslun Máls og menningar Laugavegi, í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Þar verður dagskrá í tilefni af útkomu heildarsafns ljóða Ísaks sem hlotið hefur nafnið Ský fyrir ský. Meira
2. nóvember 2000 | Menningarlíf | 131 orð | ókeypis

Sýning 22 listiðnaðarmanna

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra mun formlega opna nýja skrifstofu Handverks og hönnunar í Aðalstræti 12, 2. hæð, í dag, fimmtudag, kl. 17.30. Meira
2. nóvember 2000 | Menningarlíf | 38 orð | ókeypis

Sýning í Galleríi Nema hvað

SÝNING á verkum Bryndísar Erlu Hjálmarsdóttur og Birtu Guðjónsdóttur verður opnuð í Galleríi Nema hvað, Skólavörðustíg, á morgun, föstudag, kl. 20. Bryndís Erla og Birta eru nemendur á lokaári myndlistardeildar Listaháskóla Íslands. Sýningin er opin kl. Meira
2. nóvember 2000 | Menningarlíf | 103 orð | 1 mynd | ókeypis

Tíminn og trúin í Vestmannaeyjum

FARANDSÝNINGIN "Tíminn og trúin" verður opnuð á sunnudag í Landakirkju, Vestmannaeyjum, eftir messu sem hefst kl. 14. Upphaflega var efnt til sýningarinnar í tilefni fimmtíu ára afmælis Laugarneskirkju og er hluti af dagsskrá... Meira
2. nóvember 2000 | Menningarlíf | 795 orð | 1 mynd | ókeypis

Upplestur danskra ljóðskálda

Danska bókaútgáfan Borgen hefur öðrum fremur gefið út ljóð. Nýlega sendi hún frá sér geisladiska með upplestri danskra skálda á eigin ljóðum. Örn Ólafsson fjallar um diskana. Meira
2. nóvember 2000 | Menningarlíf | 84 orð | 1 mynd | ókeypis

ÚT er kominn nýr hljómdiskur með...

ÚT er kominn nýr hljómdiskur með verkum Jóns Leifs í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands , undir stjórn Anne Manson , og nokkurra valinkunnra söngvara. Meira
2. nóvember 2000 | Menningarlíf | 132 orð | 1 mynd | ókeypis

Verk eftir John Krogh í GUK

NÚ STENDUR yfir sýning í GUK á verki eftir danska listamanninn John Krogh. Sýningarstaðirnir eru: Garður - Ártúni 3, Selfossi, Udhus - Kirkebakken 1, 4320 Lejre, Danmörku og Küche - Callinstrasse 8, D-30167 Hannover, Þýskalandi. Meira
2. nóvember 2000 | Menningarlíf | 271 orð | 3 myndir | ókeypis

Verk Tryggva Ólafssonar í Gerðarsafni

YFIRLITSSÝNING á verkum Tryggva Ólafssonar verður opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi næstkomandi laugardag kl. 15. Efnt er til hennar í tilefni sextugsafmælis Tryggva og sjötugsafmælis Búnaðarbankans. Meira
2. nóvember 2000 | Menningarlíf | 47 orð | 1 mynd | ókeypis

Vopn með nýtt hlutverk

ÁRÞÚSUNDAKLUKKU bandaríska listamannsins Bruce Hasson er hér komið fyrir á Campidoglio, ráðhústorgi Rómaborgar á Ítalíu. Meira
2. nóvember 2000 | Menningarlíf | 87 orð | ókeypis

ÞVÍLÍK er ástin er heiti á...

ÞVÍLÍK er ástin er heiti á nýjum geisladisk sem söngkonan Kristjana Arngrímsdóttir hefur sungið inn á. Þetta er fyrsti geisladiskur hennar en áður hefur hún sungið inn á nokkra diska með Tjarnarkvartettinum. Meira

Umræðan

2. nóvember 2000 | Aðsent efni | 538 orð | 1 mynd | ókeypis

Að gefnu tilefni

Að halda því fram að Súsanna hafi átt við viðtalið eftir að ég skrifaði það, segir Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, er hrein fjarstæða. Meira
2. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 23 orð | 1 mynd | ókeypis

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Reykholtskirkju af sr. Geir Waage Jóna E. Kristjánsdóttir og Sveinn M. Andrésson. Heimili þeirra er í Árbergi 1,... Meira
2. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 21 orð | 1 mynd | ókeypis

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. júní sl. í Boulogne Sur Mar Catherine Flanent og Þórir Örn Þórisson . Þau eru búsett í... Meira
2. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 27 orð | 1 mynd | ókeypis

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. ágúst sl. í Garðakirkju af sr. Hans Markúsi Hafsteinssyni Sigurbjörg Jódís Ólafsdóttir og Sigurður Daði Sigfússon. Heimili þeirra er á Víðimel 64,... Meira
2. nóvember 2000 | Aðsent efni | 789 orð | 1 mynd | ókeypis

Grunnur þekkingarstjórnunar

Þekkingarverðmæti fyrirtækja, segir Anna María Pétursdóttir, eru að verða þáttur sem hefur áhrif á samkeppnishæfni. Meira
2. nóvember 2000 | Aðsent efni | 823 orð | 1 mynd | ókeypis

Göngubrú við Framheimilið

Tillaga mín um göngubrú yfir Miklubraut á móts við Framheimilið, segir Ólafur F. Magnússon, hefur legið óhreyfð hjá skipulags- og umferðarnefnd í eitt og hálft ár. Meira
2. nóvember 2000 | Aðsent efni | 796 orð | 2 myndir | ókeypis

Hálsóþægindi og bakflæði

Í sumum tilvikum, segja Kjartan Örvar og Kristján Guðmundsson, getur vélindabakflæði leitt til þráláts hósta Meira
2. nóvember 2000 | Aðsent efni | 907 orð | 1 mynd | ókeypis

Hin innri sól

Við þurfum að átta okkur á því, segir Ragnheiður Bjarnadóttir, að ekkert og enginn gerir okkur hamingjusöm nema við sjálf. Meira
2. nóvember 2000 | Aðsent efni | 608 orð | 1 mynd | ókeypis

Hugleiðingar um einkaframkvæmdir

Hugmyndin um einkaframkvæmdir er ný af nálinni, segir Páll V. Daníelsson, og engin reynsla á hana komin. Meira
2. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 423 orð | 1 mynd | ókeypis

Kærar þakkir fyrir okkur

UM seinustu mánaðamót fórum við hjónin ásamt vinahópi í árlega helgarferð út á land. Að þessu sinni varð fyrir valinu staður rétt hjá Vík í Mýrdal, Höfðabrekka. Meira
2. nóvember 2000 | Aðsent efni | 628 orð | 1 mynd | ókeypis

Lítið til fugla himinsins

Mér finnst, segir Ragnar Fjalar Lárusson, að við Íslendingar ættum að friða alla villta fugla. Meira
2. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 50 orð | ókeypis

MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík.

MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. Meira
2. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 355 orð | ókeypis

Nei, takk, enga landfyllingu í Arnarnesvogi

ÉG Á HEIMA á Arnarnesi í Garðabæ. Margir aðrir eiga líka heima á Arnarnesi og við Arnarnesvog og þykir það ágætt. Mikið fuglalíf er á voginum því hann er grunnur og þar eru ágætar leirur þar sem vaðfuglar og aðrir vatnafuglar leita sér ætis. Meira
2. nóvember 2000 | Aðsent efni | 990 orð | 1 mynd | ókeypis

Opið bréf til flutningsmanna frumvarps um tímareikninga á Íslandi

Ég óska þess að málið verði endurskoðað, segir Júlíus K. Björnsson, þar sem um er að ræða tillögu sem gæti haft eyðileggjandi og truflandi áhrif á heilsu og vellíðan Íslendinga. Meira
2. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 480 orð | 1 mynd | ókeypis

Rautt ginseng frá Kóreu

ÉG sem þessar línur skrifa er fædd og uppalin í litlu þorpi á miðhálendi Kóreu rétt sunnan landamæra kóresku ríkjanna. Allir vita að það er óravegur milli æskustöðva minna og Íslands, en færri vita að þjóðarvitund okkar á ýmislegt sameiginlegt. Meira
2. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 834 orð | ókeypis

(Rómv. 5, 5.)

Í dag er fimmtudagur 2. nóvember, 307. dagur ársins 2000. Allra sálna messa. Orð dagsins: En vonin bregst oss ekki, því að kærleika Guðs er úthellt í hjörtum vorum fyrir heilagan anda, sem oss er gefinn. Meira
2. nóvember 2000 | Aðsent efni | 882 orð | 1 mynd | ókeypis

Skollaleikur á Vestfjörðum og Vesturlandi

Þótt hvatinn að þessum pistli hafi verið reimleikarnir á Vestfjörðum og Vesturlandi, segir Aðalsteinn Guðjohnsen, er það auðvitað mun stærra mál að sú nýskipan raforkumála, sem í undirbúningi er, takist vel. Meira
2. nóvember 2000 | Aðsent efni | 1055 orð | 1 mynd | ókeypis

Skráning handrita og skjala frá eldri tíð

Hér á landi eru kjöraðstæður, segir Már Jónsson, til frábærrar stafrænnar skráningar. Meira
2. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 90 orð | ókeypis

SONNETTA

Þótt form þín hjúpi graflín, granna mynd, og geymi moldin þögla augun blá hvar skáldið forðum fegurð himins sá, - ó fjarra stjörnublik, ó tæra lind - og eins þótt fölni úngar varir þær sem eitt sinn þíddu kalinn hlekkjamann, þær hendur stirðni er ljúfar... Meira
2. nóvember 2000 | Aðsent efni | 701 orð | 1 mynd | ókeypis

Starfsmenntun - lífæð fyrirtækisins

Þeir starfsmenn sem ekki sinna starfs-menntun, segir Guðmundur Gunnarsson, eru orðnir of einhæfir eftir 3-4 ár. Meira
2. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 313 orð | ókeypis

Synd og skömm

ÉG SAT í hádeginu við matarborðið og fjölskyldan var að ræða um Ólympíumót fatlaðra og að Kristín Rós hefði fengið enn eitt gullið sitt í sundi. Meira
2. nóvember 2000 | Aðsent efni | 1145 orð | ókeypis

Söguleg staða og menningarleg og efnahagsleg þróun hins kínverska Tíbets

Sendiráð Kína í Reykjavík hefur óskað eftir því, að Morgunblaðið birti eftir- farandi greinargerð, sem er svar skrif- stofu blaðafulltrúa sendiráðsins við grein Kristjáns Jónssonar í Morgun- blaðinu hinn 5. september síðastliðinn. Meira
2. nóvember 2000 | Aðsent efni | 764 orð | 1 mynd | ókeypis

Vinstri menn - eflum Samfylkinguna

Það var komin sameining, upprisa, líf, segir Óskar Guðmundsson, - en þá er það sem einhver segir, ekki ég - , nei, nein, njet... Meira
2. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 535 orð | ókeypis

VÍKVERJI fór í haust í heimsókn...

VÍKVERJI fór í haust í heimsókn í varðskipið Þór sem liggur í Hafnarfjarðarhöfn. Varðskipið, sem er að verða 50 ára gamalt, hefur fengið nýtt hlutverk, en þar er nú hægt að fá keypt kaffi og mat og fræðast um sögu skipsins. Meira
2. nóvember 2000 | Aðsent efni | 722 orð | ókeypis

VÍS og sýslumannsembættið í Hafnarfirði

Ég hef þegar kært, segir Guðmundur Ingi Kristinsson, rökstuðning og málsmeðferð sýslumannsins í Hafnarfirði til ríkissaksóknara. Meira

Minningargreinar

2. nóvember 2000 | Minningargreinar | 949 orð | 1 mynd | ókeypis

GÍSLI FRIÐRIK JOHNSEN

Gísli Friðrik Johnsen fæddist í Vestmannaeyjum 11. janúar 1906. Hann lést á sjúkrahúsinu Sólvangi 8. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 16. október. Meira  Kaupa minningabók
2. nóvember 2000 | Minningargreinar | 814 orð | ókeypis

GUÐMUNDUR SNORRI GISSURARSON

Guðmundur Snorri Gissurarson fæddist að Hvoli í Ölfusi 19. júlí 1918. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 11. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Gissur Gottskálksson bóndi, f. að Sogni í Ölfusi 6. Meira  Kaupa minningabók
2. nóvember 2000 | Minningargreinar | 1146 orð | 1 mynd | ókeypis

HELGI ÞORLÁKSSON

Helgi Þorláksson fæddist í Múlakoti á Síðu 31. október 1915. Hann lést á Droplaugarstöðum 18. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 30. október. Meira  Kaupa minningabók
2. nóvember 2000 | Minningargreinar | 2183 orð | 1 mynd | ókeypis

JÓN KRISTINN STEINSSON

Jón Kristinn Steinsson fæddist á Siglufirði 3. nóvember 1908. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 25. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Þorláksdóttir, f. 9. nóvember 1876 í Reykjavík og Steinn Einarsson, f. 6. Meira  Kaupa minningabók
2. nóvember 2000 | Minningargreinar | 2364 orð | 1 mynd | ókeypis

JÓN PÉTURSSON

Jón Pétursson fæddist í Miklagarði í Eyjafjarðarsveit 3. ágúst 1915. Hann lést á gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri laugardaginn 28. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Pétur Gunnarsson, f. Meira  Kaupa minningabók
2. nóvember 2000 | Minningargreinar | 826 orð | 1 mynd | ókeypis

OTTÓ SVAVAR JÓHANNESSON

Ottó Svavar Jóhannesson fæddist á Móbergi í Langadal Austur-Húnavatnssýslu 1. júlí 1912. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 12. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 20. október. Meira  Kaupa minningabók
2. nóvember 2000 | Minningargreinar | 2838 orð | 1 mynd | ókeypis

ÓLÖF SIGVALDADÓTTIR

Ólöf Sigvaldadóttir fæddist í Stykkishólmi 11. september 1906. Hún lést á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði 19. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Borgarneskirkju 28. október. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

2. nóvember 2000 | Neytendur | 43 orð | ókeypis

300 vörutegundir á 250 krónur

Í KÁ á Selfossi er hafin sala á um 300 vörutegundum sem kosta 250 krónur stykkið.Vörurnar koma frá Bandaríkjunum og Noregi. Meira
2. nóvember 2000 | Neytendur | 624 orð | 2 myndir | ókeypis

BÓNUS Gildir til 3.

BÓNUS Gildir til 3. nóvember nú kr. áður kr. mælie. Frosinn kalkúnn 479 nýtt 479 kg FJARÐARKAUP Gildir til 4. nóvember nú kr. áður kr. mælie. Londonlamb 798 1. Meira
2. nóvember 2000 | Neytendur | 397 orð | 1 mynd | ókeypis

Búið að stytta afgreiðslutímann hjá Íslandspósti

Hvers vegna hefur afgreiðslutími útibúa Íslandspósts verið styttur? Afgreiðslutími útibúa Íslandspósts á höfuðborgarsvæðinu var frá 8:30 til 16:30 en núna eru fæst útibúin opnuð fyrr en klukkan 9 og eru opin til 16:30. Meira
2. nóvember 2000 | Neytendur | 49 orð | ókeypis

Kalkúnar á tilboði

Í dag hefst tilboðssala á 10 tonnum af kalkúnum í Bónusi. Að sögn Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra hjá Bónusi, mun kílóið á tilboði kosta 479 krónur í stað 699 króna. Meira
2. nóvember 2000 | Neytendur | 307 orð | 1 mynd | ókeypis

Kvartanir í tengslum við nýbyggingar algengar

Síðastliðið ár hefur Neytendasamtökunum borist mikill fjöldi kvartana sem beinast að verktökum og iðnaðarmönnum. Margar af kvörtununum lúta að nýbyggingum á höfuðborgarsvæðinu og þá meðal annars að því að afhendingartími sé annar en samið var um. Meira
2. nóvember 2000 | Neytendur | 181 orð | 1 mynd | ókeypis

Vistvænt kvoðuhreinsiefni

NÝLEGA hélt fyrirtækið S. Hólm ehf. kynningarfund þar sem fagnað var lokum fyrsta vöruþróunarverkefnis í átakinu Vöruþróun 1999 sem stutt er af Nýsköpunarsjóði og leitt af IMPRU hjá Iðntæknistofnun. Meira

Fastir þættir

2. nóvember 2000 | Viðhorf | 889 orð | ókeypis

Barist til ósigurs

Nú er Bush ríkisstjóri Texas og við það að takast hið ómögulega öðru sinni. Nái Gore hins vegar að merja sigur verður það þrátt fyrir einbeittan vilja til að kasta honum frá sér. Meira
2. nóvember 2000 | Fastir þættir | 172 orð | ókeypis

Bridsfélag Akureyrar Nú stendur yfir Akureyrarmótið...

Bridsfélag Akureyrar Nú stendur yfir Akureyrarmótið í tvímenningi á þriðjudagskvöldum og er lokið tveimur kvöldum af fimm. Meira
2. nóvember 2000 | Fastir þættir | 181 orð | ókeypis

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Sandgerðismótið, stórmót Munins og Samvinnuferða Eitt vinsælasta stórmót vetrarins, stórmót Bridsfélagsins Munins í Sandgerði og Samvinnuferða/Landsýn verður haldið þann 4. nóv. í Mánagrund, spilastað bridsfélagsins við Keflavíkurveg. Meira
2. nóvember 2000 | Fastir þættir | 308 orð | ókeypis

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

SPILARAR sem þekkja til líkindafræðinnar vita vel að líkur á 4-1 legu eru mun meiri en 5-1. Prósentutölurnar eru 28% fyrir 4-1 leguna, en 14,5% fyrir 5-1. Þessar tölur snerta spilamennsku suðurs í sex hjörtum, a.m.k. Meira
2. nóvember 2000 | Fastir þættir | 985 orð | 1 mynd | ókeypis

Dagur frímerkisins 2000

HINN 9. okt. sl. var Dagur frímerkisins haldinn hátíðlegur af Íslandspósti hf. í samvinnu við Félag frímerkjasafnara. Dagur þessi er orðinn snar þáttur í lífi póststjórna og frímerkjasafnara bæði hér á landi og víða annars staðar. Meira
2. nóvember 2000 | Fastir þættir | 453 orð | 1 mynd | ókeypis

Lambakjötspottréttur

Oft leitar maður langt yfir skammt, segir Kristín Gestsdóttir. Meira
2. nóvember 2000 | Fastir þættir | 157 orð | 1 mynd | ókeypis

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Á UNDANFÖRNUM áratug hefur Frakkland risið upp frá því að vera ekki hátt skrifað á skáksviðinu til þess að vera í fararbroddi með gnægð stórmeistara í sínum röðum. Meira
2. nóvember 2000 | Fastir þættir | 60 orð | ókeypis

Sveitakeppni í Gullsmára Fimmta og sjötta...

Sveitakeppni í Gullsmára Fimmta og sjötta umferð sveitakeppni bridsdeildar FEBK í Gullsmára vóru spilaðar mánudaginn 30. október. sl. Eftir sex umferðir er sveit Kristins Guðmundssonar í fyrsta sæti, sveit Guðmundar Á. Meira
2. nóvember 2000 | Fastir þættir | 1672 orð | 2 myndir | ókeypis

Verndarar kvenlegra hannyrða; gríska gyðjan Aþena og rómverska gyðjan Mínerva

HELSTA heimild um grísk trúarbrögð eru hin miklu söguljóð eftir Hómer, Ilíonskviða og Odysseifskviða sem voru rituð á 8. öld fyrir Kristsburð. Þessi söguljóð eru elstu sígildu bókmenntir Vesturlanda. Meira

Íþróttir

2. nóvember 2000 | Íþróttir | 88 orð | ókeypis

Báðir leikir Hauka og Bodö á Ásvöllum

ÍSLANDSMEISTARAR Hauka í handknattleik og norska úrvalsdeildarliðið Bödo hafa náð samkomulagi um að báðir leikir liðanna í 3. umferð EHF-keppninnar fari fram hér á landi. Fyrri leikurinn verður laugardaginn 18. Meira
2. nóvember 2000 | Íþróttir | 236 orð | ókeypis

Birgir Leifur fjóra undir á Spáni

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Leyni, lék annan hringinn á Peralanda golfvellinum á Spáni á fjórum höggum undir pari í gær en Ólafur Már Sigurðsson úr Keili var á parinu. Birgir Leifur er nú í 20.-26. Meira
2. nóvember 2000 | Íþróttir | 722 orð | ókeypis

HANDKNATTLEIKUR Stjarnan - FH 26:22 Ásgarður,...

HANDKNATTLEIKUR Stjarnan - FH 26:22 Ásgarður, Garðabæ, 1. deild kvenna, Nissandeild, miðvikudaginn 1. nóvember 2000. Meira
2. nóvember 2000 | Íþróttir | 13 orð | ókeypis

Herrakvöld Vals Herrakvöldið verður að Hlíðarenda...

Herrakvöld Vals Herrakvöldið verður að Hlíðarenda annað kvöld, föstudaginn 3 nóvember. Húsið opnað kl.... Meira
2. nóvember 2000 | Íþróttir | 61 orð | ókeypis

Hlynur til liðs við KA

HLYNUR Jóhannsson, knattspyrnumaður úr Leiftri, er genginn til liðs við 1. deildarlið KA og gekk þar frá þriggja ára samningi í vikunni. Hlynur er þrítugur varnarmaður sem spilaði 16 leiki með Leiftri í efstu deild í sumar og skoraði 3 mörk. Meira
2. nóvember 2000 | Íþróttir | 170 orð | ókeypis

ÍA í 1. deild á næsta ári?

ÚTLIT er fyrir að ÍA dragi lið sitt út úr efstu deild kvenna í knattspyrnu og óski eftir því að leika í 1. deild í staðinn á næsta tímabili. Lið ÍA er mjög ungt og reynslulítið og við bætist að fjórir af sterkustu leikmönnum þess eru farnir til annarra félaga. Margrét Ákadóttir og Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir til Breiðabliks og Elín Anna Steinarsdóttir og Laufey Jóhannsdóttir til Vals. Meira
2. nóvember 2000 | Íþróttir | 208 orð | ókeypis

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik mun leika...

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik mun leika átta landsleiki í janúar - fyrir heimsmeistarakeppnina, sem hefst í Frakklandi 23. janúar. Meira
2. nóvember 2000 | Íþróttir | 85 orð | ókeypis

Jónas formaður Evrópusambands smáþjóða

JÓNAS Egilsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, hefur verið kjörinn formaður Evrópusambands smáþjóða í frjálsíþróttum. Meira
2. nóvember 2000 | Íþróttir | 300 orð | ókeypis

Keppnin í NBA-deildinni í körfuknattleik hófst...

Keppnin í NBA-deildinni í körfuknattleik hófst í fyrrinótt með þrettán leikjum. Meira
2. nóvember 2000 | Íþróttir | 148 orð | ókeypis

Kristinn kominn frá Carl Zeiss Jena

KRISTINN Tómasson knattspyrnumaður úr Fylki er kominn heim eftir stutta dvöl hjá þýska 3. deildarliðinu Carl Zeiss Jena. Kristni var boðið að koma út til félagsins í síðustu viku en hann sneri heim til landsins í fyrradag. Meira
2. nóvember 2000 | Íþróttir | 20 orð | ókeypis

KÖRFUKNATTLEIKUR Epson-deildin Úrvalsdeild karla: Grafarv.

KÖRFUKNATTLEIKUR Epson-deildin Úrvalsdeild karla: Grafarv.:Valur/Fjölnir - Haukar 20 Grindavík:UMFG - Þór A. 20 KR-hús:KR - KFÍ 20 Njarðvík:UMFN - Skallagrímur 20 Sauðárkrókur:Tindastóll - Hamar 20 Seljaskóli:ÍR - Keflavík 20 HANDKNATTLEIKUR 2. Meira
2. nóvember 2000 | Íþróttir | 873 orð | 1 mynd | ókeypis

Má ekki taka lífið of alvarlega

"ÞETTA hefur verið einkar ánægjulegur tími sem ég hef átt hérna heima undanfarnar rúmar tvær vikur. Ég hef hitt vini og ættingja og fjölmargir hafa vikið sér að mér og óskað með til hamingju með árangurinn á Óympíuleikunum," sagði Vala Flosadóttir, bronsverðlaunahafi í stangarstökki kvenna á Ólympíuleikunum í Sydney, skömmu áður en hún hélt af landi brott um síðastliðna helgi. Þá hélt Vala til Svíþjóðar þar sem æfingar taka við auk náms í háskólanum í Lundi. Meira
2. nóvember 2000 | Íþróttir | 322 orð | 1 mynd | ókeypis

NÖKKVI Gunnarsson , knattspyrnumaður úr KR...

NÖKKVI Gunnarsson , knattspyrnumaður úr KR , er genginn til liðs við Fram. Nökkvi , sem er 24 ára sóknarmaður, lék sem lánsmaður með KS frá Siglufirði í 2. deildinni í sumar. JES V. Meira
2. nóvember 2000 | Íþróttir | 491 orð | 1 mynd | ókeypis

REAL Madrid tapaði fyrsta leik sínum...

REAL Madrid tapaði fyrsta leik sínum á heimavelli á þessari leiktíð í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Madridingar lágu fyrir Real Mallorca , 0:2, en Mallorca -menn unnu hina risana, Barcelona, með sömu markatölu um síðustu helgi. Meira
2. nóvember 2000 | Íþróttir | 304 orð | 1 mynd | ókeypis

Ríkharður hetja Stoke

RÍKHARÐUR Daðason stimplaði sig með glæsibrag inn í lið Stoke City í gærkvöldi. Ríkharður, sem gekk í raðir félagsins í fyrrakvöld, kom inn á sem varamaður gegn Barnsley í 3. umferð ensku bikarkeppninnar og tryggði Stoke sigurinn með marki á lokamínútunni. Það voru fleiri Íslendingar í sviðsljósinu í þessum leik því Bjarni Guðjónsson skoraði hin tvö mörk Stoke. Guðjón Þórðarson og lærisveinar hans eru því komnir í 4. umferð keppninnar og mæta Liverpool á heimavelli sínum. Meira
2. nóvember 2000 | Íþróttir | 713 orð | ókeypis

Stjarnan refsaði FH

"Við gáfum þennan leik frá okkur með klaufalegum mistökum og okkur var refsað fyrir öll mistök," sagði Magnús Teitsson þjálfari FH-stúlkna eftir 26:22 tap fyrir Stjörnunni í Garðabænum í gærkvöldi. Fyrir vikið heldur Stjarnan áfram öðru sæti deildarinnar en FH féll úr þriðja niður í fimmta sæti. "Við erum ekki að hugsa um hvar við erum í deildinni, heldur taka einn leik fyrir í einu og bæta okkar leik. Við erum með svotil nýtt lið og verðum svo að sjá til hvar við endum." Meira
2. nóvember 2000 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd | ókeypis

Sýning

LEIKMENN í NBA-deildinni eru komnir á fulla ferð. Hér stendur Rod Strickland, leikmaður Washington Wizards (1) og getur ekki annað en horft á Tracy McGrady, leikmann Orlando, troða knettinum í körfuna. McGrady skoraði 33 stig í sigurleik Orlando, 97:86. Meira
2. nóvember 2000 | Íþróttir | 133 orð | ókeypis

Tvö stórlið sýna Snorra áhuga

TVÖ stórlið í Evrópu, ítalska félagið AC Milan og franska liðið Paris SG, hafa samkvæmt heimildum Morgunblaðsins sýnt Keflvíkingnum Snorra Birgissyni mikinn áhuga. Meira
2. nóvember 2000 | Íþróttir | 39 orð | ókeypis

Viðar þjálfar Þór/KA

VIÐAR Sigurjónsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Þórs/KA í knattspyrnu og tekur við af Jónasi L. Sigursteinssyni sem hefur stjórnað Akureyrarliðinu undanfarin ár. Meira

Úr verinu

2. nóvember 2000 | Úr verinu | 1300 orð | 1 mynd | ókeypis

Fyrirstaða hjá eigendum Vinnslustöðvarinnar

Andstaða í Vestmannaeyjum, tímaskortur og fleiri atriði virðast hafa komið í veg fyrir sameiningu Ísfélags Vestmannaeyja og Vinnslustöðvarinnar í annað sinn. Þá mun einhver ágreiningur hafa risið um skiptahlutfall og mat á aflaheimildum í loðnu og verðmætum fiskimjölsverksmiðja. Fyrirtækin eru því ósameinuð enn sem komið er og framvindan óljós. Meira
2. nóvember 2000 | Úr verinu | 72 orð | 1 mynd | ókeypis

Sjávarútvegsráðherra í Kína

ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra var í gær viðstaddur opnun alþjóðlegrar sjávarútvegssýningar í Peking en ráðherrann er nú í opinberri heimsókn í Kína. Meira

Viðskiptablað

2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 163 orð | ókeypis

Aukið framboð í fraktflugi

Með nýrri vetraráætlun Flugleiða-Fraktar ehf. verður um að ræða talsverða aukningu í framboðnu plássi frá því í fyrravetur. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 88 orð | 1 mynd | ókeypis

Autonomy slær í gegn

Viðskipti hófust með hlutabréf hins ört vaxandi hugbúnaðarfyrirtækis Autonomy í Kauphöllinni í London í vikunni. Umframeftirspurn var sexföld. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 174 orð | 1 mynd | ókeypis

Borgarplast til fyrirmyndar í forvörnum á vinnustað

BORGARPLAST fékk í gær afhent forvarnarverðlaun Tryggingamiðstöðvarinnar fyrir framúrskarandi framgöngu í forvarnarmálum. Viðurkenningin, sem nefnd er Varðbergið, var nú veitt í annað sinn. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 115 orð | ókeypis

Bók um hlutafélög

Bók Stefáns Más Stefánssonar, prófessors við Háskóla Íslands, Hlutafélög og einkahlutafélög, er komin út í stafrænni útgáfu. Bókin sjálf kom upphaflega út 1995, en hefur um hríð verið ófáanleg. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 249 orð | 6 myndir | ókeypis

Breytingar hjá Atlanta

FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur ráðið í nýjar stöður framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs, fjármálasviðs, markaðssviðs, tæknisviðs, starfsmannasviðs og reikningshalds- og eftirlitssviðs. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 697 orð | 11 myndir | ókeypis

Breytingar hjá Landssímanum

Örlygur Smári, hefur verið ráðinn viðskiptastjóri hjá sölusviði frá 15.08.2000. Hann er með stúdentspróf frá MR 1991, var í stjórnmálafræði hjá Háskóla Ísl. frá 1992-1994 og við frönskunám í Sorbonne í París 1994. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 193 orð | ókeypis

Evrópubúar hafa meiri siðferðisskilning

EVRÓPUBÚAR hafa meiri skilning en Bandaríkjamenn á þeim siðferðisspurningum sem vakna við aukna þróun og möguleika í líftækniiðnaði í heiminum, að mati Werner Christie, formanns ráðgjafarnefndar norsku ríkisstjórnarinnar um líftækni. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 1055 orð | ókeypis

Farsíminn sem greiðslumiðill

Símafyrirtækin eru í óða önn að búa sig undir næsta skref í gagnaflutningum um farsíma. Árni Matthíasson kynnti sér nýtt viðskiptamanna- og reikningagerðarkerfi Símans. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 35 orð | ókeypis

Fiskmarkaðir

MORGUNBLAÐINU bárust ekki upplýsingar frá fiskmörkuðum í gær vegna tæknilegra örðugleika en unnið er að því að sameina tölvukerfi fiskmarkaðanna. Því eru ekki birtar tölur frá fiskmörkuðum í blaðinu í dag. Beðist er velvirðingar á... Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 107 orð | ókeypis

Freeserve endurskoðar valréttarsamninga

VERÐFALL á hlutabréfum breska netþjónustufyrirtækisins Freeserve hefur gert valréttarsamninga starfsfólks verðlausa. Stjórn fyrirtækisins íhugar nú að breyta samningunum m.t.t. lægra hlutabréfaverðs, að því er fram kemur á fréttavef BBC . Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 347 orð | 1 mynd | ókeypis

Fyrsta bankaútibúið með sjálfsafgreiðslu

FYRSTA sjálfsafgreiðsluútibú Búnaðarbankans verður opnað í dag á Glerártorgi á Akureyri, en útibúið er í miðju nýrrar verslunarmiðstöðvar með aðgengi frá almennu rými hússins, sem og frá verslun Nettó. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 111 orð | ókeypis

Geisladiskar og bækur til sölu á pósthúsinu

NORSKI pósturinn hyggst opna eigin verslanir þar sem geisladiskar, bækur og hlutabréf verða m.a. á boðstólum, auk póstþjónustu. Um er að ræða 330 verslanir til viðbótar við þá 1. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 101 orð | ókeypis

Gengisskráning Seðlabanka Íslands Kr.

Gengisskráning Seðlabanka Íslands Kr. Kr. Kr. Ein. kl. 9.15 Gengi Kaup Sala Dollari 85,78000 85,55000 86,01000 Sterlpund. 124,17000 123,84000 124,50000 Kan. dollari 56,35000 56,17000 56,53000 Dönsk kr. 9,86300 9,83500 9,89100 Norsk kr. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 855 orð | 1 mynd | ókeypis

Gengistap meginástæða taprekstrar

TAP af rekstri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum fyrir rekstrarárið 1. september 1999 til 31. ágúst 2000 var 256 milljónir króna samanborið við 850 milljóna króna tap árið áður. Afkoma félagsins var lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 79 orð | ókeypis

Hagnaður Deutsche Bank tvöfaldast

HAGNAÐUR Deutsche Bank fyrir fyrstu níu mánuði ársins meira en tvöfaldaðist frá sama tíma í fyrra. Deutsche Bank er annar stærsti banki í Evrópu miðað við eignir. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 187 orð | ókeypis

Hlutabréf Telenor skráð 4. desember

NÚ ER ákveðið að fjórðungur hlutabréfa norska símafélagsins Telenor verði skráður í Kauphöllinni í Ósló 4. desember nk. Hlutabréf Telenor verða einnig skráð á Nasdaq-markaðinn í Bandaríkjunum. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 75 orð | ókeypis

HP hættir hugsanlega við kaup á PwC

Hewlett-Packard, þriðji stærsti tölvuframleiðandi heims, mun hugsanlega hætta við kaup á PricewaterhouseCoopers ráðgjafarfyrirtækinu nema verðið verði lækkað, að því er fram kemur á fréttavef CNN . Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 380 orð | ókeypis

Íslenski þekkingardagurinn 2000

FÉLAG viðskiptafræðinga og hagfræðinga stendur fyrir ráðstefnu um þekkingarstjórnun föstudaginn 10. nóvember næstkomandi en með tilkomu breyttra viðskiptahátta í heiminum er í vaxandi mæli farið að líta á mannauð sem eina verðmætustu auðlind fyrirtækja. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 1149 orð | 6 myndir | ókeypis

Íslenskur verðbréfamarkaður örugg fjárfesting

Stöðugleiki íslenska verðbréfamarkaðarins gerir hann að fýsilegum kosti fyrir erlenda fjárfesta en smæð hans kemur hins vegar í veg fyrir að nægilegs hagnaðar megi vænta af fjárfestingum. Þetta er mat nokkurra helstu fjárfesta bresks efnahagslífs sem ræddu við Sigríði Dögg Auðunsdóttur á kynningarfundi sem haldinn var í London nýverið fyrir tilstuðlan Bresk-íslenska verslunarráðsins. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 373 orð | 1 mynd | ókeypis

Leitað eftir erlendu vinnuafli

Í GÆR undirrituðu Samtök iðnaðarins (SI) og ráðningastofan Mannafl (áður Ráðgarður og Gallup) samstarfssamning um milligöngu á ráðningu erlends vinnuafls. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 94 orð | ókeypis

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.392,46 -2,71 FTSE 100 6.420,90 -0,07 DAX í Frankfurt 7.078,34 -0,05 CAC 40 í París 6.405,19 0,12 OMX í Stokkhólmi 1.188,96 0,82 FTSE NOREX 30 samnorræn 1. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 1186 orð | 1 mynd | ókeypis

Margföldun í veltu á fáum árum

VÉLAR og þjónusta hf. héldu upp á tuttugu og fimm ára afmæli í síðasta mánuði í nýju húsnæði á Krókhálsi 5F og 5G í Reykjavík. Húsnæðið hefur verið í byggingu í tvö ár og er vinnu við það nú að verða lokið. Heildarathafnasvæði fyrirtækins mun stækka um... Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 427 orð | 12 myndir | ókeypis

Nýir starfsmenn hjá Prentmet

Magnús Már Magnússon er prentsmiður og hefur verið ráðinn verkefnisstjóri hjá Prentmet. Magnús lauk prófi í prentsmíð frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1995. Magnús starfaði í Prentsmiðjunni Odda og síðan í Offsetþjónustunni. Magnús er kvæntur Sigríði Kr. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 180 orð | 1 mynd | ókeypis

Ný prentvél tekin í notkun hjá GuðjónÓ

Í BYRJUN október 2000 tók prentsmiðjan Hjá GuðjónÓ í notkun prentvél af gerðinni Man Roland 304 með pappírsstærð 59 x 74 cm og prenthraða 15.000 arkir á klst. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 584 orð | 1 mynd | ókeypis

Ný sýn á þjónustu í prentiðnaðinum

"FYRIR um ári voru starfsmenn hjá okkur tíu talsins. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 1550 orð | 27 myndir | ókeypis

Nýtt fólk hjá PricewaterhouseCoopers

Arnar Geir Kortsson hóf störf á endurskoðunarsviði PwC í ágúst. Hann er 32 ára. Arnar Geir lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1998. Hann starfaði áður hjá Þema ehf. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 261 orð | ókeypis

OM framlengir tilboðið í LSE

SÆNSKA fyrirtækið OM Gruppen hefur framlengt tilboð sitt í Kauphöllina í London (LSE) til 10. nóvember nk. að því er fram kemur í tilkynningu sem fyrirtækið birti á föstudaginn. Þar ítrekar OM að veruleg þörf sé á breytingum á eignarhaldi og stjórnun... Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 603 orð | ókeypis

Óvænt vaxtahækkun Eitt af því sem...

Óvænt vaxtahækkun Eitt af því sem ráðið getur úrslitum um það hvort vaxtahækkun seðlabanka nær árangri er það hvort hún kemur á óvart eða ekki. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 37 orð | ókeypis

Púki2000 í Kerfisleigu Skýrr

Nýlega var undirritaður samstarfssamningur á milli Skýrr hf. og Friðriks Skúlasonar ehf. um að bjóða leiðréttingarforritið Púka 2000 í Kerfisleigu Skýrr. Áður hefur Kerfisleiga Skýrr skrifað undir samstarfssamninga við AX hugbúnaðarhús, Tæknival hf. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 94 orð | 1 mynd | ókeypis

Radarmælingar í tönkum

Naust Marine, sem tók við sölu iðnstýribúnaðs Tæknivals á síðasta ári, heldur kynningu á radar-hæðarmælum fyrir tanka frá Saab fyrirtækinu á Grand Hótel Reykjavík dagana 7.-8. nóvember. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 145 orð | ókeypis

Rifist um Captain Morgan

LÍTIÐ fyrirtæki í Púertó Ríkó, Destileria Serralles, segist eiga forkaupsrétt að Captain Morgan vörumerkinu og rommframleiðslu undir því nafni, sem er í eigu kanadíska stórfyrirtækisins Seagram, að því er m.a. kemur fram á fréttavef BBC . Nú hefur 2. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 204 orð | ókeypis

Røkke selur Aker Maritime

FRANSKA olíufélagið Coflexip Stena Offshore hefur keypt kjarnastarfsemi norska félagsins Aker Maritime sem er í meirihlutaeigu norska auðkýfingsins Kjell Inge Røkke fyrir 5,9 milljarða norskra króna sem samsvara 50 milljörðum íslenskra króna. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 1789 orð | 1 mynd | ókeypis

Sameiningar alltaf erfiðar

Fleiri og fleiri verkfræðingar ráða sig til starfa hjá fjármálafyrirtækjum og þá ekki síst í afleiðuviðskipti. Meðal þeirra er Sigurbjörn Þorkelsson, en hann starfar hjá bandaríska fjármálafyrirtækinu Lehman Brothers. Guðrún Hálfdánardóttir heimsótti Sigurbjörn í New York. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 48 orð | ókeypis

Samtök iðnaðarins og ráðningastofan Mannafl hafa...

Samtök iðnaðarins og ráðningastofan Mannafl hafa gert samstarfssamning um milligöngu á ráðningu erlends vinnuafls. Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að atvinnuleysi hér á landi sé ekki nema um 1% og í raun vinni fleiri en vilji. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 989 orð | 1 mynd | ókeypis

Skólaumhverfi framtíðarinnar

Netið og nettækni er að breyta heiminum og þar með skólum á Íslandi. Árni Matthíasson kynnti sér Viðskiptaháskólann Bifröst, þar sem allir nemendur eru sítengdir netinu í fartölvur sínar. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 742 orð | 2 myndir | ókeypis

Skráning á markað ekki alltaf góður kostur

LÍTIL fyrirtæki sem skráð eru á hlutabréfamarkað uppfylla oft á tíðum ekki þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi þegar ráðist er í að setja fyrirtækið á markað. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 519 orð | 1 mynd | ókeypis

Spennandi hlutir framundan

Guðný Káradóttir er fædd á Sauðárkróki árið 1963. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 244 orð | ókeypis

Stofnfé aukið vegna sameiningar

Á AUKAFUNDI stofnfjáraðila Sparisjóðs Önundarfjarðar og Sparisjóðs Þingeyrarhrepps á mánudag var samþykkt að auka stofnfé sparisjóðanna um allt upp í 3,3 milljónir króna í Sparisjóði Önundarfjarðar og um allt upp í 5,3 milljónir króna í Sparisjóði... Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 54 orð | ókeypis

Tap af rekstri Vinnslustöðvarinnar hf.

Tap af rekstri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum fyrir síðasta rekstrarár var 256 milljónir króna samanborið við 850 milljóna króna tap árið áður. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 62 orð | 1 mynd | ókeypis

Tæknival gerir samning við Fjölbraut í Garðabæ

Fjölbrautarskólinn í Garðabæ hefur undirritað samstarfssamning um rekstrarleigu við Tæknival sem umboðsaðila Compaq Financial Service. Samningurinn felur í sér samstarf um uppbyggingu á tölvukerfi skólans. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 64 orð | ókeypis

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá...

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. ágúst '00 3 mán. RV00-0817 11,30 0,66 5-6 mán. RV00-1018 11,36 0,31 11-12 mán. RV01-0418 - - Ríkisbréf sept. Meira
2. nóvember 2000 | Viðskiptablað | 70 orð | ókeypis

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 1.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 1.11.2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síð. Meira

Ýmis aukablöð

2. nóvember 2000 | Blaðaukar | 566 orð | 1 mynd | ókeypis

Myndavélarnar ná ekki uppí himininn

SKÝ fyrir ský heitir heildarsafn ljóða Ísaks Harðarsonar frá árunum 1982 til 1995 og inniheldur sjö ljóðabækur. Bókin er hátt í fimm hundruð síður. Hún hefst á inngangi sem ritaður er af Andra Snæ Magnasyni. Þaðan er auðvelt að rata inn í skáldskap... Meira
2. nóvember 2000 | Blaðaukar | 550 orð | ókeypis

Tölvubiblía töfrum gædd

Kvæði eftir Johannes Møllehave. Böðvar Guðmundsson endurorti á íslensku. Myndir eftir Lise Rønnebæk. Tölvuspil gert af M-A-G-I-C. Tónlist eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Útgefandi Hið íslenska biblíufélag 2000. Oddi, 288 síður. Meira
2. nóvember 2000 | Blaðaukar | 717 orð | ókeypis

Þróun barnahjúkrunar

Höfundur: Hertha W. Jónsdóttir. Útgefandi Landspítali - háskólasjúkrahús, júní 2000. 175 bls. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.