Greinar þriðjudaginn 7. nóvember 2000

Forsíða

7. nóvember 2000 | Forsíða | 121 orð | ókeypis

Bandarísk fyrirtæki kærð

FRAMKVÆMDASTJÓRN (ESB) Evrópusambandsins lagði í gær fram kæru í New York á hendur tveim stærstu tóbaksfyrirtækjum Bandaríkjanna, Philip Morris og R. J. Reynolds, fyrir aðild að smygli á sígarettum til aðildarríkja sambandsins. Meira
Bush með naumt for-skot í síðustu könnunum
7. nóvember 2000 | Forsíða | 404 orð | 1 mynd | ókeypis

Bush með naumt for-skot í síðustu könnunum

SÍÐUSTU skoðanakannanir í Bandaríkjunum í gær bentu til þess að munurinn á fylgi forsetaefna stóru flokkanna, repúblikanans George Bush, ríkisstjóra í Texas og demókratans Al Gore varaforseta, væri afar lítill og innan skekkjumarka en Bush stæði betur. Meira
7. nóvember 2000 | Forsíða | 282 orð | ókeypis

Eftirlitsmenn ÖSE segja svik í tafli

EFTIRLITSMENN á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, fordæmdu í gær framkvæmd þingkosninganna í Aserbaídsjan á sunnudag og sögðu mörg dæmi um óheiðarleg vinnubrögð. Meira
Ingiríður drottning alvarlega sjúk
7. nóvember 2000 | Forsíða | 110 orð | 1 mynd | ókeypis

Ingiríður drottning alvarlega sjúk

ALLIR nánustu ættingjar Ingiríðar ekkjudrottningar í Danmörku voru við sjúkrabeð hennar í gær en hún veiktist fyrir helgi og er þungt haldin. Hún er níræð að aldri. Meira
7. nóvember 2000 | Forsíða | 91 orð | ókeypis

Nýtt risaskip

SKIPAFÉLAGIÐ Cunard hefur samið við franska skipasmíðastöð um að smíða nýtt farþegaskip, Queen Mary II, sem á að verða hið stærsta sinnar tegundar í sögunni, um 150.000 tonn, að sögn BBC . Meira
Óveður í V-Evrópu
7. nóvember 2000 | Forsíða | 136 orð | 1 mynd | ókeypis

Óveður í V-Evrópu

MIKIÐ hvassviðri með rigningu gerði á Írlandi, í Bretlandi, Frakklandi og víðar í Vestur-Evrópu í gær. Mestu flóð í hálfa öld hafa þegar gert mikinn usla í nokkrar vikur í Bretlandi. Tveir menn fórust þar í gær er tré féllu á bíla og einn slasaðist illa. Meira

Fréttir

7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 62 orð | ókeypis

Alþjóðlegi röntgendagurinn á morgun

RÖNTGENTÆKNAFÉLAG Íslands vekur athygli á alþjóðlega röntgendeginum miðvikudaginn 8. nóvember. Þann dag árið 1895 uppgötvaði W.C. Röntgen geislann sem síðan hefur verið við hann kenndur. Meira
Atvinnuauglýsingar úr Morgunblaðinu á Netið
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 362 orð | 1 mynd | ókeypis

Atvinnuauglýsingar úr Morgunblaðinu á Netið

VIÐSKIPTAVINUM og lesendum Morgunblaðsins ásamt notendum fréttavefjar Morgunblaðsins, mbl.is, gefst nú tækifæri á að kynna sér á Netinu þær atvinnuauglýsingar sem birtast í blaðinu. Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 56 orð | ókeypis

Bílvelta í Mjóafirði

JEPPABIFREIÐ valt og hafnaði utan vegar í fjöruborði í Mjóafirði aðfaranótt laugardags. Meira
7. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 113 orð | ókeypis

Efling stjórnmálakvenna

RANNSÓKNARSTOFNUN Háskólans á Akureyri stendur fyrir námskeiðinu Efling stjórnmálakvenna: félagsmál, ræður, greinar og fjölmiðlar sem haldið er í samvinnu við ráðherraskipaða nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum. Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 164 orð | ókeypis

Eignir seldar fyrir rúma 1,7 milljarða

GENGIÐ hefur verið frá sölu á eignarhluta borgarsjóðs í fasteignum, tækjum og búnaði Sjúkrahúss Reykjavíkur upp á um 1.760 milljónir króna til ríkissjóðs vegna yfirtöku ríkisins á rekstri sjúkrahússins í byrjun árs 1999. Meira
Eldsneytisskattar frystir
7. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd | ókeypis

Eldsneytisskattar frystir

GORDON Brown, fjármálaráðherra Bretlands, vonast til að geta lægt öldurnar út af háu eldsneytisverði með því að ákveða að frysta skatta á því á næsta ári og hugsanlega árið 2002 einnig. Var því haldið fram í breskum fjölmiðlum í gær. Meira
Fengu gjöf frá Byggt og búið
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd | ókeypis

Fengu gjöf frá Byggt og búið

BRÚÐKAUPSGJAFALISTI verslunarinnar Byggt og búið er stöðugt í gangi. Reglulega eru dregin út nöfn brúðhjóna sem fá gjöf frá Byggt og búið, Kitchen Aid hrærivél eða ígildi hennar í vörum. Meira
Félag til stuðnings Tónstofu Valgerðar
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd | ókeypis

Félag til stuðnings Tónstofu Valgerðar

FORELDRA- og styrktarfélag Tónstofu Valgerðar var stofnað 23. september sl. í Hátúni 12. Markmið félagsins er tvíþætt: að vinna að stofnun tónlistarskóla þar sem nemendur með sérþarfir hafa forgang og vera stuðningsaðili í öllu starfi skólans. Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 209 orð | ókeypis

Fimm mánaða fangelsi fyrir ítrekaðan ölvunarakstur

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 29 ára gamlan karlmann í 5 mánaða fangelsi fyrir að hafa tvisvar á þessu ári ekið undir áhrifum áfengis og sviptur ökurétti. Hann var jafnframt sviptur ökuréttindum ævilangt. Meira
Forskot Bush dregst saman
7. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 397 orð | 1 mynd | ókeypis

Forskot Bush dregst saman

HIÐ smávægilega forskot sem George W. Bush, forsetaframbjóðandi repúblikana, hefur notið á keppinautinn Al Gore í skoðanakönnunum undanfarinna vikna virtist um helgina vera að dragast saman. Meira
Frambjóðendurnir á fleygiferð um gervöll Bandaríkin
7. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 594 orð | 3 myndir | ókeypis

Frambjóðendurnir á fleygiferð um gervöll Bandaríkin

BANDARÍSKU forsetaframbjóðendurnir voru í gær á fleygiferð um landið og reyndu eftir fremsta megni að höfða til óákveðinna kjósenda og tryggja atkvæði hefðbundinna stuðningsmanna flokkanna. Þeir Al Gore, varaforseti og frambjóðandi demókrata, og George... Meira
Fræðsluefni fyrir foreldra barna í áhættuhópi
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 512 orð | 1 mynd | ókeypis

Fræðsluefni fyrir foreldra barna í áhættuhópi

GÓÐGERÐARFÉLAGIÐ Stoð og styrkur, sem stofnað var haustið 1998, stendur að útgáfu geisladisks sem ber heitið "Ljúf og létt" og er sölu hans ætlað að styrkja gerð forvarnarverkefnisins "Skref á undan. Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 136 orð | ókeypis

Fræðslukvöld um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi

FRÆÐSLU- og menntaráð Félags íslenskra leikskólakennara og Barnaheill bjóða leikskólakennurum til fræðslukvölds um forvarnarstarf gegn kynferðislegu ofbeldi fimmtudaginn 9. nóvember kl. 20-22 að Grettisgötu 89, 4. hæð. Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 182 orð | ókeypis

Fundur foreldra í 8., 9. og 10. bekk Breiðholtsskóla

EFNT verður til fundar miðvikudaginn 8. nóvember í hátíðarsal Breiðholtsskóla kl. 20 sem er hugsaður til að auka samskipti milli foreldra sem eiga börn á sama aldri. Jafnframt er það mjög jákvætt að foreldrar í unglingadeildum hittist og ræði saman. Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 60 orð | ókeypis

Fundur um stöðu og horfur í efnahagsmálum

VERSLUNARRÁÐ Íslands stendur fyrir morgunverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 8. nóvember kl. 8-9.30. Yfirskrift fundarins er: Efnahagsmál á óvissutímum, álit Seðlabankans á stöðu og horfum í efnahagsmálum. Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 104 orð | ókeypis

Fyrirlestur um dönskukennslu

DR. AUÐUR Hauksdóttir, lektor í dönsku við Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur í boði Íslenska málfræðifélagsins miðvikudaginn 8. nóvember kl. 17:15 í stofu 423 í Árnagarði. Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 201 orð | ókeypis

Fyrirlestur um vistvænar byggingar

CINDY Harris byggingarráðgjafi og Phil Horton verkfræðingur halda fyrirlestur með skyggnum um vistvænar byggingar og vistvæn byggingarefni þriðjudaginn 7. nóvember í Rúgbrauðsgerðinni við Borgartún. Fyrirlesturinn hefst kl. 16 og er öllum opinn. Meira
Færeyingar hyggjast fara nýja leið í sjálfstæðismálinu
7. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 794 orð | 2 myndir | ókeypis

Færeyingar hyggjast fara nýja leið í sjálfstæðismálinu

Færeyingar vonast til að ná markmiðum sínum í sjálfstæðismálinu með öðrum aðferðum en eftir sem áður eru þeir háðir ákvörðunum Dana, segir <strong>Sigrún Davíðsdóttir</strong>, sem ræddi við leiðtoga Dana og Færeyinga á Norðurlandaráðsþinginu í Reykjavík í gær. Meira
Gera ráð fyrir nýju launakerfi 1. febrúar
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 596 orð | 1 mynd | ókeypis

Gera ráð fyrir nýju launakerfi 1. febrúar

SAMNINGANEFND ríkisins lagði fram tillögu á föstudag sem fól í sér hugmynd að samningi til ársloka 2003. Framhaldsskólakennarar töldu of litlar hækkanir felast í hugmyndunum. Meira
Glaðst með norrænum samherjum
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 68 orð | 4 myndir | ókeypis

Glaðst með norrænum samherjum

Í TILEFNI af þingi Norðurlandaráðs, sem nú stendur yfir í Reykjavík, héldu stærstu íslensku stjórnmálaflokkarnir samsæti fyrir norræna samherja sína í gærkvöldi. Sjálfstæðismenn héldu norrænum íhaldsmönnum meðal þingfulltrúa hóf á Hótel Holti. Meira
Gore gæti unnið sigur þótt Bush fengi fleiri atkvæði
7. nóvember 2000 | Miðopna | 1118 orð | 2 myndir | ókeypis

Gore gæti unnið sigur þótt Bush fengi fleiri atkvæði

Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta í dag. Þeir Al Gore varaforseti og George W. Bush, ríkisstjóri í Texas, eru enn jafnir í könnunum þótt fleiri kjósendur virðist hallast að ríkisstjóranum. <strong>Ragnhildur Sverrisdóttir </strong>segir að sú óvenjulega staða sé komin upp að Bush gæti fengið fleiri atkvæði en Gore en samt orðið að lúta í lægra haldi í baráttunni. Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 299 orð | ókeypis

Hagnaður af sameiningu milljarður á ári

STEFNT er að því að hagræða í rekstri Búnaðarbanka Íslands og Landsbanka Íslands um einn milljarð króna á ári með því að fækka útibúum, draga úr kostnaði við höfuðstöðvar og ná fram verulegri hagræðingu í tölvu- og upplýsingamálum, að því er fram kemur í... Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 203 orð | ókeypis

Heimsókn í Íslenska erfðagreiningu

JENS Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, lét það verða eitt af sínum fyrstu verkum hér á landi um helgina að heimsækja höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar við Lyngháls. Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 119 orð | ókeypis

Hækkunin nú nær aðeins til Íslands

SJÖ prósenta hækkun almennra fargjalda í millilandaflugi Flugleiða, sem tók gildi í gær, nær aðeins til farseðla seldra á Íslandi. Meira
Ingvar E. Sigurðsson tilnefndur
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd | ókeypis

Ingvar E. Sigurðsson tilnefndur

INGVAR E. Sigurðsson hefur verið tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fyrir leik sinn í aðalhlutverki kvikmyndarinnar Englar alheimsins. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin, sem áður hétu Felix-verðlaunin, eru helstu kvikmyndaverðlaun Evrópu. Meira
Karlmaður lést og þrír eru á spítala
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 267 orð | 2 myndir | ókeypis

Karlmaður lést og þrír eru á spítala

MAÐUR lést í hörðum árekstri á Reykjanesbraut í Hafnarfirði á sunnudagskvöld. Fjórir bílar skullu saman eftir að ökumaður jeppa hafði ekið yfir á rangan vegarhelming. Meira
Kirkjan kallar á mig
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd | ókeypis

Kirkjan kallar á mig

SÉRA Hjálmar Jónsson, fyrsti þingmaður á Norðurlandi vestra fyrir Sjálfstæðisflokkinn og áður sóknarprestur á Sauðárkróki og prófastur Skagfirðinga, hefur sótt um embætti prests við Dómkirkjuna í Reykjavík. Meira
7. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 324 orð | ókeypis

Kosningarnar skoðaðar frá ólíku sjónarhorni

ÝMSIR fjölmiðlar í Vestur-Evrópu virðast líta svo á að dauðarefsingar séu mesta hitamálið í kosningunum í Bandaríkjunum. Í augum lesenda kínverskra dagblaða snúast þær aðeins um peninga. Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 43 orð | ókeypis

Kraftur heldur fræðslufund

KRAFTUR, sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, heldur fræðslufund þriðjudaginn 7. nóvember kl. 20 í húsi Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Meira
Lífi Vilhjálms Stefánssonar lýst með myndrænum hætti
7. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 164 orð | 3 myndir | ókeypis

Lífi Vilhjálms Stefánssonar lýst með myndrænum hætti

SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra opnaði sýninguna "Heimskautalöndin unaðslegu" í Listasafninu á Akureyri sl. sunnudagskvöld að viðstöddu fjölmenni. Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 135 orð | ókeypis

Ljósagangur á himni á Suðurlandi

LJÓSAGANGUR sást nálægt Hvolsvelli í gærkvöld og töldu feðgar, sem þar voru á ferð, að loftsteinn hefði jafnvel fallið til jarðar í Fljótshlíð. "Um klukkan 18 sá ég logandi hlut falla til jarðar með miklum hraða. Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 74 orð | ókeypis

Lýst eftir vitnum

EKIÐ var á bifreiðina IP-281 þar sem hún stóð kyrrstæð og mannlaus á vinstri akrein Reykjanesbrautar skammt norðan gatnamóta við Smiðjuveg. Þetta mun hafa gerst á tímabilinu frá kl. 8.40 til 9, 6. nóvember sl. Meira
Lækka á kílómetragjald þungaskatts um 10%
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 1227 orð | 1 mynd | ókeypis

Lækka á kílómetragjald þungaskatts um 10%

Tekjur ríkissjóðs með boðuðum breytingum á þungaskatti lækka um 300 milljónir á ári. Með breytingunum er komið til móts við gagnrýni sem m.a. hefur komið frá samtökum bílstjóra, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins og forstjóra BM Vallár. Bílstjórar eru enn ósáttir við olíufélögin. Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 205 orð | ókeypis

Lögreglan beitti úða til þess að stöðva átök

LÖGREGLAN á Ísafirði þurfti að beita maze-úða til að stöðva fimm Ísfirðinga um tvítugt sem réðust á nokkra skipverja úr áhöfn aðkomutogara fyrir utan skemmtistaðinn "Eyrina" aðfaranótt laugardags. Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 159 orð | ókeypis

Málstofa um arkitektúr og skipulag

ARKITEKTAFÉLAG Íslands og umhverfis- og byggingarverkfræðiskor Háskóla Íslands boða til málstofu miðvikudaginn 8. nóvember nk. í stofu 157 í húsi verkfræðideildar, Hjarðarhaga 2-6, kl. 16 til 18. Meira
Menningar- og listahús norðanmegin Tryggvagötu?
7. nóvember 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 840 orð | 1 mynd | ókeypis

Menningar- og listahús norðanmegin Tryggvagötu?

ARKITEKTASTOFAN Bernard Engle, Achitects & Planners hefur að beiðni og á kostnað Ásgeirs Bolla Kristinssonar, kaupmanns í Reykjavík, mótað tillögu að menningar- og listahúsum norðanmegin Tryggvagötu. Í henni er m.a. Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 398 orð | ókeypis

Misnotaði bróðurdóttur sína kynferðislega

RÚMLEGA fertugur karlmaður var í gær dæmdur í 8 mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa misnotað bróðurdóttur sína kynferðislega. Brotin áttu sér stað á árunum 1997 og 1998. Stúlkan var þá fimm og sex ára gömul. Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 131 orð | ókeypis

Naumt tap gegn Englendingum

ÍSLENDINGAR töpuðu fyrir Englendingum með 2,5 vinningum gegn 1,5 í níundu umferð ólympíuskákmótsins í Tyrklandi í gær, en Englendingar eru með næststigahæstu sveitina sem þátt tekur í mótinu. Leikar fóru þannig að Hannes Hlífar Stefánsson tapaði á 1. Meira
Ná demókratar aftur meirihluta á þingi?
7. nóvember 2000 | Miðopna | 1520 orð | 1 mynd | ókeypis

Ná demókratar aftur meirihluta á þingi?

Kastljós fjölmiðla í Bandaríkjunum hefur skinið skært á Al Gore og George W. Bush, mennina tvo sem sækjast eftir embætti Bandaríkjaforseta. Þingkosningar fara þó einnig fram í dag og þar er hart barist. <strong>Margrét Björgúlfsdóttir</strong> kannaði líkurnar á því að demókratar næðu meirihluta í deildunum tveimur. Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 167 orð | ókeypis

Námskeið um geðheilbrigðisvandamál barna

"SKÖRUN námsvanda við erfiðleika í hegðun og athygli og önnur geðheilbrigðisvandamál barna" er yfirskrift námskeiðs sem Barnageðlæknafélag Íslands og Fræðslustofnun lækna standa fyrir í Tónlistarhúsi Kópavogs dagana 10.-11. nóvember nk. Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 143 orð | ókeypis

Námsstefna um unglinginn

SUÐURLANDSDEILD Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga stendur fyrir námsstefnu á Hótel Selfossi miðvikudaginn 8. nóvember sem ber yfirskriftina: "Unglingurinn, umhverfið, ógnir, lausnir?". Námsstefnan hefst kl. 12:30 og lýkur um kl. 17. Meira
Norrænt velferðarkerfi áhugavert fyrir önnur Evrópulönd
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 364 orð | 2 myndir | ókeypis

Norrænt velferðarkerfi áhugavert fyrir önnur Evrópulönd

"FUNDURINN í Reykjavík markar lokin á formennsku Danmerkur í norræna ráðherraráðinu því fyrsta janúar mun Paavo Lipponen taka við," sagði Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, í upphafi blaðamannafundar forsætisráðherra Norðurlanda... Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 72 orð | ókeypis

Ný Þjórsárbrú verður 200 metrum neðar

NÝ Þjórsárbrú verður að öllum líkindum reist um 200 m neðan við núverandi brúarstæði. Steingrímur Ingvason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi, segir að samkvæmt vegaáætlun sé til fjárveiting fyrir um helmingi af kostnaði við framkvæmdina. Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 97 orð | ókeypis

Ók fram úr og hafnaði á húsvegg

TVEIR fólksbílar rákust saman í Austurmörk í Hveragerði um kl.18 á sunnudagskvöld. Tildrög slyssins voru þau að ökumaður annars bílsins ætlaði að taka fram úr bíl við gatnamót á Austurmörk. Sá var að taka vinstribeygju og skullu þeir saman. Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 500 orð | ókeypis

Rannsókn bendir til aðildar einstaklinga hér á landi

BÚIÐ er að birta rannsóknarákæru í Noregi á hendur norskum manni, Haavald Heide Schjerven, vegna umfangsmikilla fjársvika og fjárdráttar á árunum 1989-1996 en Schjerven var starfsmaður á skrifstofu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í... Meira
7. nóvember 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 245 orð | ókeypis

Reksturinn orðinn tæp 83% af tekjum sveitarfélagsins

FULLTRÚI Álftaneslistans, sem er í minnihluta í sveitarstjórn Bessastaðahrepps, gagnrýndi Sjálfstæðisflokkinn, sem er í meirihluta, fyrir slæma fjármálastjórn sveitarfélagsins á fundi hreppsnefndar þar sem endurskoðuð fjárhagsáætlun ársins 2000 var... Meira
Sala hafin á jólamerki Thorvaldsensfélagsins
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd | ókeypis

Sala hafin á jólamerki Thorvaldsensfélagsins

JÓLAMERKI Thorvaldsensfélagsins er komið út. Thorvaldsensfélagið var stofnað í Reykjavík árið 1875. Tilgangur félagsins var og er að vinna að líknarmálum, einkum þeim sem snerta velferð barna. Meira
Samfylkingin að þróast í farveg Alþýðuflokksins
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 358 orð | 1 mynd | ókeypis

Samfylkingin að þróast í farveg Alþýðuflokksins

"ÞAÐ er allt í góðu af minni hálfu að Össur Skarphéðinsson tilnefni Samfylkinguna eða sjálfan sig þetta eða hitt, hvort heldur sem forsætisráðherraefni, foringja stjórnarandstöðunnar eða höfuðandstæðing Sjálfstæðisflokksins, svo lengi sem hann gerir... Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 97 orð | ókeypis

Samþykktu ályktun um Barnahús

FÍUM, Félag íslenskra uppeldis- og meðferðarstofnana fyrir börn og unglinga hélt árlegan aðalfund sinn nýlega. Meira
Semur Estrada um afsögn?
7. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd | ókeypis

Semur Estrada um afsögn?

DÓMSMÁLANEFND fulltrúadeilda Filippseyjaþings samþykkti í gær að taka fyrir tillögu um að Joseph Estrada, forseti landsins, verði sviptur embætti vegna spillingar. Meira
Síamstvíburar skildir að
7. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 148 orð | 2 myndir | ókeypis

Síamstvíburar skildir að

SKURÐLÆKNAR við St. Mary's-sjúkrahúsið í Manchester hófu í gær að skilja að síamstvíbura, tvær stúlkur, en vitað var, að aðeins önnur þeirra myndi lifa aðgerðina af. Var búist við, að hún tæki 15 klukkustundir. Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 105 orð | ókeypis

Sjö buðu í nýja brú yfir Eyvindará

ÞRJÚ tilboð af sjö í nýja brú yfir Eyvindará á Seyðisfjarðarvegi, rétt utan við Egilsstaði, voru undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Hljóðaði hún uppá 112,9 milljónir króna. Lægsta tilboðið kom frá Sandi og stáli ehf. á Húsavík, 68,7 milljónir króna. Meira
Skiptir starfsumhverfi máli?
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 684 orð | 1 mynd | ókeypis

Skiptir starfsumhverfi máli?

Guðrún Ragnarsdóttir fæddist 2. nóvember 1966 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi 1986 frá Verslunarskóla Íslands og tók viðskiptafræðipróf í Kanada árið 1991 og tók MBA-gráðu í Hollandi 1994. Hún hefur starfað hjá Eimskip, sem gæðastjóri hjá Landsvirkjun í fjögur ár og hefur nú verið forstöðumaður gæðastjórnunar hjá Íslandsbanka - FBA í eitt ár. Guðrún er gift Hirti Hjartarsyni starfsmanni hjá Landssímanum og eiga þau eina dóttur. Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 47 orð | ókeypis

Skjálftahrina á Reykjanesi

DREGIÐ hefur úr jarðskjálftahrinu, sem hófst kl. 21.19 sl. laugardagskvöld með upptök í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga, um 9 kílómetra norðaustan Grindavíkur. Stærstu skjálftarnir í hrinunni voru kl. 22.28, 2,9 á Richter, og kl. 22. Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 325 orð | ókeypis

Slæmar horfur í verðlagsmálum að mati ASÍ

ARI Skúlason, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir að hætta sé á að kjarasamningum aðildarfélaga ASÍ verði sagt upp á næsta ári vegna verðlagshækkana. Stjórnvöld hafi ekki tekið mark á viðvörunarbjöllum í efnahagslífinu. Meira
7. nóvember 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 283 orð | ókeypis

Sótt um íbúðir aldraðra á Landgræðslulóð

SKIPULAGS- og byggingarnefnd Reykjavíkurborgar hefur synjað erindi J.V.S. ehf. um breytingu á lóðinni við Suðurhlíð 38 í Reykjavík úr stofnanalóð í íbúðarlóð. Borist hefur nýtt erindi um að byggðar verði íbúðir fyrir aldraða á umræddri lóð. Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 56 orð | ókeypis

Spáir 4,6% verðbólgu

SEÐLABANKI Íslands spáir 4,6% verðbólgu frá upphafi til loka ársins 2001, að því er fram kemur í nýútkomnu tölublaði Peningamála, ársfjórðungsheftis Seðlabankans. Meira
Sprunguviðgerðir við Hallgrímskirkju
7. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 19 orð | 1 mynd | ókeypis

Sprunguviðgerðir við Hallgrímskirkju

SPRUNGUVIÐGERÐUM við Hallgrímskirkju er nú nýlokið, en viðgerðirnar að þessu sinni stóðu aðeins yfir í stuttan tíma, eða rúma... Meira
Stefnumót í norðri
7. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 147 orð | 1 mynd | ókeypis

Stefnumót í norðri

STEFNUMÓT í norðri var yfirskrift fyrsta Rannsóknaþings norðursins sem fram fór á Akureyri um helgina. Markmið þess var að skapa umræður og auka samráð milli vísindamanna og hagsmunaaðila á norðurslóðum. Meira
7. nóvember 2000 | Landsbyggðin | 235 orð | ókeypis

Stöðugur straumur fólks á Glerártorg

MIKILL fjöldi fólks lagði leið sína í nýju verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri um helgina og komu margir langt að. Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 338 orð | ókeypis

Telur kaupverð eigna Stáltaks of hátt

MINNIHLUTINN í borgarstjórn Reykjavíkur gagnrýndi meirihlutann á síðasta borgarstjórnarfundi fyrir samning um kaup borgarinnar á fasteignum Stáltaks og hlutabréfum í Dráttarbrautum ehf. Meira
Tillaga um aðild Eystrasaltslanda rædd í dag
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 730 orð | 2 myndir | ókeypis

Tillaga um aðild Eystrasaltslanda rædd í dag

Þing Norðurlandaráðs er nú haldið í níunda sinn í Reykjavík. Auk umræðu um framtíð norræns samstarfs kemur siðfræði í líftækni til umræðu og samstarfsáætlun um heilbrigðismál. Meira
Tollur á sjávarafurðir frá Íslandi fellur niður
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 522 orð | 1 mynd | ókeypis

Tollur á sjávarafurðir frá Íslandi fellur niður

EFTA-ríkin hafa náð samningi við Mexíkó um fríverslun, sem m.a. felur í sér afnám 30% tolla á innflutning flestra sjávarafurða til Mexíkó og sambærilegan aðgang Mexíkó og ESB-ríkja að innflutningi hingað til lands á grænmeti og ávöxtum. Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 100 orð | ókeypis

Umræða um lýðræði og leikhús

Í TILEFNI af sýningunni á Lé konungi í Borgarleikhúsinu og útkomu bókarinnar "Framtíð lýðræðis á tímum hnattvæðingar" standa Leikfélag Reykjavíkur og ReykjavíkurAkademían að umræðu miðvikudaginn 8. Meira
Verkefnastyrkur Félagsstofnunar stúdenta
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd | ókeypis

Verkefnastyrkur Félagsstofnunar stúdenta

VERKEFNASTYRKUR Félagsstofnunar stúdenta var veittur föstudaginn 3. nóvember. Meira
Verkfall kennara hófst á miðnætti
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 486 orð | 1 mynd | ókeypis

Verkfall kennara hófst á miðnætti

VERKFALL í framhaldsskólum landsins hófst á miðnætti í nótt, en lítið miðaði í viðræðunum í gær. Geir H. Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 94 orð | ókeypis

Vetrarstarf Þjóðlagafélagsins hafið

ÞJÓÐLAGAFÉLAGIÐ var stofnað í mars 1999. Það hóf störf á síðastliðnum vetri og átti aðild að þjóðlagahátíð á Siglufirði síðastliðið sumar. Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 241 orð | ókeypis

Vilja Eystrasaltslönd í Norðurlandaráð

FULLTRÚAR hægri flokkanna á Norðurlandaráðsþingi kynntu í gær tillögu um að Eystrasaltslöndunum, Eistlandi, Lettlandi og Litháen, yrði boðin aðild að Norðurlandaráði. Verður tillagan tekin til umræðu á þinginu síðdegis í dag. Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 177 orð | ókeypis

Vilja fá verulega kjarabót

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá fundi Faghóps leikskólakennara sem haldinn var á Drumboddsstöðum í Biskupstungum dagana 20. og 21. október sl. Meira
Vilja hefja stórsókn til eflingar menntun
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 806 orð | 1 mynd | ókeypis

Vilja hefja stórsókn til eflingar menntun

MIKLAR umræður urðu um menntamál og málefni lífeyrisþega á fyrsta fokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem haldinn var á Hótel Loftleiðum á laugardag. Í ályktun um menntamál segir að hefja eigi stórsókn til eflingar menntun í landinu. Meira
Þátttaka kvenna skiptir máli
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 726 orð | 1 mynd | ókeypis

Þátttaka kvenna skiptir máli

ÞINGMENN og ráðherrar á Norðurlöndunum ræddu áhrif kvenna í stjórnmálum á opnum fundi um konur í stjórnmálum sem haldinn var í Háskólabíói í hádeginu í gær. Meira
Þriðji ráðherrann farinn
7. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 390 orð | 1 mynd | ókeypis

Þriðji ráðherrann farinn

TALSMENN Þjóðarflokks Wolfgangs Schüssels, kanzlara Austurríkis, vísuðu því á bug í gær að flokkurinn væri að íhuga að hætta stjórnarsamstarfi við hinn umdeilda Frelsisflokk (FPÖ), en þar sem síðarnefndi flokkurinn virðist nú eiga í sívaxandi innri vanda... Meira
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 93 orð | ókeypis

Öll tilboðin undir kostnaðaráætlun

SJÖ verktakar gerðu tilboð í kafla á Upphéraðsvegi á kaflanum frá Brekku og að Valþjófsstað. Voru þau öll undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar sem hljóðaði uppá 93,7 milljónir króna. Tvö fyrirtækjanna með lægstu tilboðin eru á Egilsstöðum. Meira
Öryggisgæslan í stappi við stöðumælavörð
7. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd | ókeypis

Öryggisgæslan í stappi við stöðumælavörð

TALSVERÐ öryggisgæsla er vegna þings Norðurlandaráðs. Forsætisráðherrar landanna hittust í gærmorgun í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Lögreglumenn höfðu lagt jeppabifreið sem m.a. Meira

Ritstjórnargreinar

Verkefni sveitarfélaga
7. nóvember 2000 | Staksteinar | 376 orð | 2 myndir | ókeypis

Verkefni sveitarfélaga

SVEITARSTJÓRNARMENN þurfa á næstu árum að endurmeta forgangsröðun verkefna. Þetta segir í Sveitarstjórnarmálum. Meira
7. nóvember 2000 | Leiðarar | 807 orð | ókeypis

ÞING NORÐURLANDARÁÐS

NORRÆN samvinna hefur löngum verið Íslendingum mikilvæg, jafnvel mikilvægari en hinum Norðurlandaþjóðunum. Meira

Menning

Aïda eftir Verdi sýnd í Kína
7. nóvember 2000 | Menningarlíf | 26 orð | 1 mynd | ókeypis

Aïda eftir Verdi sýnd í Kína

Ópera Giuseppe Verdi, Aïda, er nú sýnd í Shanghai og koma 2.116 manns fram í sýningunni, fíll og úlfaldar og hluti sviðsmyndarinnar er 30 metra hár... Meira
Á kafi í list
7. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 68 orð | 7 myndir | ókeypis

Á kafi í list

Á FÖSTUDAGINN var Unglist, listahátíð ungs fólks, sett en þar er óbeislaðri sköpunargáfunni gefinn byr undir báða vængi. Setningarhátíðin var haldin í Tjarnarsal Ráðhússins þar sem m.a. fór fram skráning í myndlistar- og ljósmyndunarmaraþonin. Meira
Ást í meinum
7. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 204 orð | 1 mynd | ókeypis

Ást í meinum

½ Leikstjórn og handrit: Neil Jordan. Byggt á skáldsögu Grahams Greenes. Aðalhlutverk: Julianne Moore, Ralph Fiennes og Stephen Rea. (109 mín.) Bretland/Bandaríkin, 1999. Skífan. Öllum leyfð. Meira
7. nóvember 2000 | Tónlist | 470 orð | ókeypis

Beethoven, Nordal og Dvorák

Peter Máté píanó, Guðný Guðmundsdóttir fiðla, Gunnar Kvaran selló. Ludwig van Beethoven: Tríó í D-dúr op. 70 nr. 1 (Geister). Jón Nordal: "Andað á sofinn streng" fyrir fiðlu, selló og píanó. Antonin Dvorák: Píanótríó op. 90 (Dumky). Hljóðritað í Fella- og Hólakirkju 31. maí til 2. júní 1999. Hljóðritun annaðist tæknirekstrardeild Ríkisútvarpsins. Tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjarnason. Tæknimaður: Hreinn Valdimarsson. Útgefandi og dreifing: Japis 1999. JAP 9972-2. Meira
7. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 262 orð | ókeypis

BEING JOHN MALKOVICH (1999) Frumlegasta og...

BEING JOHN MALKOVICH (1999) Frumlegasta og ein skemmtilegasta mynd síðasta árs segir af lánlitlum hjónum. Hann (John Cusack) rekur brúðuleikhús á götunni, hún (Cameron Diaz) gæludýraverslun. Meira
CAMERON DIAZ
7. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 867 orð | 4 myndir | ókeypis

CAMERON DIAZ

MARGIR eru þeirrar skoðunar (þ. á m. undirr.), að hin unga, fallega og hæfileikaríka Cameron Diaz ('72) sé ein útvaldra, ein af prinsessunum í Hollywood. Alltént hefur hún verið í sjö ár í sviðsljósinu og aðeins færst í eina átt - upp. Meira
7. nóvember 2000 | Menningarlíf | 49 orð | ókeypis

Dagskrá í Súfistanum Í tilefni af...

Dagskrá í Súfistanum Í tilefni af útkomu skáldsögu Birgis Sigurðssonar verður dagskrá á þriðjudagskvöld á Súfistanum, bókakaffi í verslun Máls og menningar. Dagskráin hefst kl. 20. Meira
Drengirnir frá Devon
7. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 964 orð | 2 myndir | ókeypis

Drengirnir frá Devon

Unnendur rokktónlistar kannast vel við Muse en sveitin sú er skipuð þremur kornungum drengjum frá Devon í Englandi. <strong>Ólafur Páll Gunnarsson</strong> ræddi við þá um frægð, fyrirmyndir og flugelda. Meira
Enginn skóli - allt að gerast
7. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 161 orð | 1 mynd | ókeypis

Enginn skóli - allt að gerast

ÞAÐ læðist einatt pínupúki upp að manni þegar maður fær veður af því að kennaraverkfall sé á næstu grösum. Eins vel og maður gerir sér grein fyrir því að mennt sé máttur fyllist hjartað samt einkennilegum frelsis- og gleðitilfinningum. Meira
Erin númer eitt
7. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 186 orð | 2 myndir | ókeypis

Erin númer eitt

ÞAR kom að því að vinur okkar Deuce Bigalow lét deigan síga en hann hefur nú þurft að hverfa frá toppsæti myndbandalistans eftir tveggja vikna setu. Meira
Félags- og tilfinningaþroski
7. nóvember 2000 | Skólar/Menntun | 714 orð | 2 myndir | ókeypis

Félags- og tilfinningaþroski

Lífsleikni/Á ráðstefnunni Konur og lýðræði birtist tillaga um að atvinnulífið styddi námsefni í grunnskólum um jafnrétti kynjanna. Námsgagnastofnun hefur nú unnið efnið og gefið út fyrri bókina, Ég er bara ég, um jafnrétti. <strong>Gunnar Hersveinn </strong>spáði í verkið. Meira
7. nóvember 2000 | Skólar/Menntun | 77 orð | ókeypis

Fjölgreind

Howard Gardner fjallar um mun á vitsmuna- og tilfinningalegum hæfileikum í kenningu sinni um fjölgreind. Meira
7. nóvember 2000 | Bókmenntir | 1050 orð | ókeypis

Gagnleg handbók tölvuforrita

Höfundur: Ellert Ólafsson. Útgefandi: Tölvu- og stærðfræðiþjónustan ehf. Meira
7. nóvember 2000 | Tónlist | 627 orð | ókeypis

Gamansamur hljóðleikur

frá Tékklandi flutti tékknesk, dönsk og íslensk kammertónverk. Laugardaginn 4. nóvember. Meira
Góð líðan ungmenna
7. nóvember 2000 | Skólar/Menntun | 700 orð | 1 mynd | ókeypis

Góð líðan ungmenna

ALLAR eru þær þarna einhvers staðar, þessar tilfinningar, en við erum misleikin við að finna þær," stendur á fyrstu síðu í myndasögubókinni Ég er bara ég eftir Ásdísi Olsen og Karl Ágúst Úlfsson sem Námsgagnastofnun gefur út, en Böðvar Leós... Meira
Góð teiknimynd
7. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 144 orð | 1 mynd | ókeypis

Góð teiknimynd

Leikstjóri: Böðvar Guðmundsson. Raddir: Eggert Þorleifsson, Halldór Gylfason, Steinn Ármann Magnússon (77 mín.). Bandaríkin. Bergvík, 1999. Myndin er öllum leyfð. Meira
Hvað er svona merkilegt við það að vera Súpermann?
7. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 416 orð | 2 myndir | ókeypis

Hvað er svona merkilegt við það að vera Súpermann?

TOP 10: Collected Edition Book 1 eftir Alan Moore. Teiknari er Gene Han. Zander Cannon sér um útlitshönnun. Bókin tekur saman fyrstu 7 blöðin í seríunni og er gefin út af America's Best Comics árið 2000. Fæst í myndasöguverslun Nexus VI. Meira
Jafnræði kynjanna og atvinnulífið
7. nóvember 2000 | Skólar/Menntun | 677 orð | 1 mynd | ókeypis

Jafnræði kynjanna og atvinnulífið

Hvers vegna sækja konur ekki oftar um störf sem snúast um verðbréf, fjármálaþjónustu við stærstu fyrirtæki landsins og fjárfestingar? Meira
Kynja kona og tékkneskir dansar
7. nóvember 2000 | Menningarlíf | 664 orð | 1 mynd | ókeypis

Kynja kona og tékkneskir dansar

Höfundur: Ina Christel Johannessen. Dansari: Cecilie Lindeman Steen. Tónlist: Dead Can Dance, Edison Denisov, Paul-Heinz Dittrich, Richard Strauss, Edvard Grieg, Esa Pakarinen, zoviet*france, Tomaso Albinoni. Lýsing: Jan Vincent Kerebel. Sviðsmynd og búningar: Kristin Torp. Miðvikudagur 1. nóvember 2000. Sýningin er styrkt af Teater og Dans i Norden. Meira
7. nóvember 2000 | Menningarlíf | 135 orð | ókeypis

Leikhús og lýðræði

UMRÆÐUFUNDUR verður í Borgarleikhúsinu annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Meira
7. nóvember 2000 | Skólar/Menntun | 54 orð | ókeypis

Lífsleikni í skólum

Námsgreinin lífsleikni á að efla alhliða þroska nemandans til að hann geti betur tekist á við kröfur og áskoranir daglegs lífs. Kjarni greinarinnar eru um sjálfsþekkingu, samskipti, sköpun og lífsstíl. Meira
7. nóvember 2000 | Menningarlíf | 23 orð | ókeypis

Lífstré Páfagarðs

HÖGGMYNDIN Lífstréð sem finna má Vatikaninu í garði páfastóls dregur jafnan að sér marga áhorfendur, þegar færi gefst á að skoða þennan kraftmikla... Meira
Ljós eftir ævilangt myrkur
7. nóvember 2000 | Bókmenntir | 923 orð | 1 mynd | ókeypis

Ljós eftir ævilangt myrkur

eftir Björn Th. Björnsson. Mál og menning. 2000 - 188 bls. Meira
7. nóvember 2000 | Menningarlíf | 515 orð | ókeypis

Lögga skrifar um löggur

Eftir Raymond Flynn. Hodder og Stoughton 2000. 248 síður. Meira
M-2000
7. nóvember 2000 | Menningarlíf | 34 orð | 1 mynd | ókeypis

M-2000

Unglist í Reykjavík: Hitt Húsið - Geysir Kakóbar kl. 20 Listakvöld framhaldsskólanna; skínandi skemmtilegheit. Ljóð, lestur, myndir, hljóð; allt í höndum framhaldsskólanema. Unglist Vestfjörðum: KL. 20-23.30. Listakvöld menntaskólans á Ísafirði. Meira
7. nóvember 2000 | Tónlist | 367 orð | ókeypis

Manuela leikur japanska nútímatónlist

Manuela Wiesler, flauta. Noriko Ogawa, píanó. Hljóðritað í júlí 1999 í Nybrokajen 11 (fyrrverandi tónlistarakademía), Stokkhólmi. Framleiðandi, tónmeistari og digital samsetning: Ulf Schneider. Tæknimaður: Stefan Olsson. BIS-CD-1059 STEREO. Meira
Múm í kippu
7. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 456 orð | 1 mynd | ókeypis

Múm í kippu

Kippa. Verk eftir Cameron Corbett. Frumflutt í Borgarleikhúsinu, fimmtudaginn 2. nóvember 2000. Hljómsveitin múm sér um tónlistina í verkinu og verður hún gerð að sérstöku umfjöllunarefni hér. Flytjendur voru þeir Cameron Corbett og Jóhann Freyr Björgvinsson úr Íslenska dansflokknum og Gyða Valtýsdóttir úr hljómsveitinni múm. Sýnt í tilefni Trans Dance Europe 2000 - danshátíð Menningarborga Evrópu árið 2000. Meira
Mynd mánaðarins í Reykjanesbæ
7. nóvember 2000 | Menningarlíf | 75 orð | 1 mynd | ókeypis

Mynd mánaðarins í Reykjanesbæ

FYRSTA myndin í kynningarátakinu Mynd mánaðarins í Reykjanesbæ var afhjúpuð sl. miðvikudag, 1. nóvember, í Kjarna, í Reykjanesbæ. Verkið sem valið var heitir Stökkið og er eftir Guðmund Maríusson. Meira
Nýjar bækur
7. nóvember 2000 | Menningarlíf | 146 orð | 1 mynd | ókeypis

Nýjar bækur

ÚT er komin eftir Jóhann Hjálmarsson ljóðabókin Hljóðleikar , en hún er sextánda ljóðabók Jóhanns. Eing og síðasta bók hans Marlíðendur, sækir hún efni í Eyrbyggju og aðrar íslenskar fornsögur og eddukvæði. Meira
Nýjar bækur
7. nóvember 2000 | Menningarlíf | 162 orð | 1 mynd | ókeypis

Nýjar bækur

ÚT er komin skáldsagan Ljósið í vatninu eftir Birgi Sigurðsson . Meira
Ræflarokk að eilífu
7. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 88 orð | 2 myndir | ókeypis

Ræflarokk að eilífu

NIÐURSTRÍPAÐ rokk, einfalt og pönkskotið er með sígildari formum rokklistarinnar og reglulega koma fram sveitir með þá stefnu að leiðarljósi. Örkumlútgáfan stóð fyrir tónleikum í þessum anda á Grand Rokk, miðvikudaginn 25. Meira
7. nóvember 2000 | Skólar/Menntun | 191 orð | ókeypis

Röntgen á morgun

Alþjóðlegi röntgendagurinn er á morgun, 8. nóvember. Þann dag árið 1895 uppgötvaði W.C. Röntgen geislann sem síðan hefur verið við hann kenndur. Meira
Samsýning menningarneta
7. nóvember 2000 | Menningarlíf | 1191 orð | 1 mynd | ókeypis

Samsýning menningarneta

Samstarfssýning norrænu menningarnetanna, n2art - Nordic Netart, verður opnuð á slóðinni http://n2art.nu í dag kl. 17. <strong>Orri Páll Ormarsson </strong>spjallaði við einn af sýningarstjórunum, Katrínu Sigurðardóttur, en íslensku þátttakendurnir í sýningunni eru Þóroddur Bjarnason og Páll Thayer. Meira
7. nóvember 2000 | Menningarlíf | 338 orð | ókeypis

Skýrsla um menningarmál á landsbyggðinni

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra hefur kynnt á Alþingi niðurstöður samstarfshóps um menningarmál á landsbyggðinni sem var ætlað það hlutverk að fjalla um eflingu menningarlífs og á hvern hátt mætti auðvelda og fjölga heimsóknum listamanna til einstakra... Meira
Slappur Chan
7. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 184 orð | 1 mynd | ókeypis

Slappur Chan

½ Leikstjóri: Vincent Kok. Handrit: Jackie Chan, Vincent Kok. Aðalhlutverk: Jackie Chan, Qi Shu. (95 mín.) Bandaríkin. Myndform, 1999. Bönnuð innan 12 ára. Meira
Smíðuðum nýjan heim
7. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 1079 orð | 5 myndir | ókeypis

Smíðuðum nýjan heim

Krossgötur er ný íslensk stuttmynd og allsérstæð. Í henni eru engin orð, samspil sjónrænna þátta hefur tekið völdin. <strong>Hildur Loftsdóttir </strong>hitti hugmyndasmiðina. Meira
Spegill, spegill ...
7. nóvember 2000 | Menningarlíf | 60 orð | 1 mynd | ókeypis

Spegill, spegill ...

ÁSTRALSKI ballettdansarinn Sarah Peace æfir hér ásamt hópi dansara frá ástralska dansflokknum verkið Spegill, spegill í óperuhúsi Sydney-borgar. Meira
7. nóvember 2000 | Skólar/Menntun | 245 orð | ókeypis

Stuðningur

Bókin Ég er bara ég er auk Íslandsbanka-FBA gerð með tilstyrk og fjárstuðningi Hans Petersen hf, Sjóvá-Almennra og Samtaka atvinnulífsins. Meira
Sýnir í San Francisco
7. nóvember 2000 | Menningarlíf | 33 orð | 1 mynd | ókeypis

Sýnir í San Francisco

MYNDLISTARMAÐURINN Stefán Boulter opnaði sína fystu einkasýningu í Bandaríkjunum hjá Skaggs Design 12. október síðastliðinn. Stefán sýnir þar olíumálverk og einþrykkjur. Sýningin er til húsa á 1262 Mason Street í San Francisco. Henni lýkur 12.... Meira
Tónlistin kemst ekki í kassa
7. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 746 orð | 2 myndir | ókeypis

Tónlistin kemst ekki í kassa

Tónlistina á maður að fá inn í líkamann og finna hana. Og líkaminn er ótrúlega gáfaður, hann man það sem hugurinn gleymir. Meira
Upp við vegg og út á gólf
7. nóvember 2000 | Myndlist | 465 orð | 1 mynd | ókeypis

Upp við vegg og út á gólf

Til 12. nóvember. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Meira
7. nóvember 2000 | Menningarlíf | 91 orð | ókeypis

ÚT er kominn hljómdiskurinn Völuspá -...

ÚT er kominn hljómdiskurinn Völuspá - tónlist eftir Kjartan Ólafsson. Í fréttatilkynningu segir: "Tónverkið Völuspá fyrir tónband er samið á árunum 1996-2000 og byggist á erindum Völuspár Eddukvæða sem segja frá upphafi veraldar og sögu heimsins. Meira
Vel tókst til með ljósahátíð
7. nóvember 2000 | Menningarlíf | 178 orð | 7 myndir | ókeypis

Vel tókst til með ljósahátíð

MIKILL fjöldi fólks tók þátt í dagskrá hátíðarinnar Ljósin í norðri sem hófst í Reykjavík á föstudagskvöld og lauk í gærkvöldi. Meira
Yngri kynslóð norrænna hönnuða í Norræna húsinu í New York
7. nóvember 2000 | Menningarlíf | 459 orð | 4 myndir | ókeypis

Yngri kynslóð norrænna hönnuða í Norræna húsinu í New York

SAMSÝNING á verkum um 50 norrænna hönnuða hefur verið opnuð í Norræna húsinu í New York. Er henni ætlað að draga fram nýjustu strauma og stefnur í hönnun á Norðurlöndum og er sýningin kennd við svonefnda x-kynslóð hönnuða á tvítugs og þrítugsaldri. Meira
7. nóvember 2000 | Menningarlíf | 586 orð | ókeypis

Öldin í máli og myndum

1.-5. þáttur. Umsjón og handrit: Jón Ársæll Þórðarson. Myndritstjórn: Karólína Stefánsson: Framleiðandi/stjórnandi Björn Br. Björnsson/Hugsjón fyrir Stöð-2. Meira

Umræðan

60 ÁRA afmæli .
7. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 29 orð | 1 mynd | ókeypis

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 7. nóvember, verður sextugur Óttarr A. Halldórsson, Hraunbraut 24, Kópavogi. Eiginkona hans er Ingrid E. Halldórsson. Þau hjónin halda upp á daginn á... Meira
80 ÁRA afmæli.
7. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 43 orð | 1 mynd | ókeypis

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Á morgun, miðvikudaginn 8. nóvember, verður áttræður Óskar Ágústsson, fv. íþróttakennari á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu, Kvisthaga 19, Reykjavík . Meira
Afnotagjöld RÚV
7. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 339 orð | 1 mynd | ókeypis

Afnotagjöld RÚV

VEGNA skrifa í Velvakanda undanfarna daga um samanburð afnotagjalda RÚV og áskriftagjalda Stöðvar 2, vil ég fyrir hönd afnotadeildar Ríkisútvarpsins árétta eftirfarandi: Fullt afnotagjald til RÚV er 2.100 krónur á mánuði með vsk. Meira
Astmi og apótekin
7. nóvember 2000 | Aðsent efni | 456 orð | 1 mynd | ókeypis

Astmi og apótekin

Í apótekum vinnur sérmenntað starfsfólk, segir <strong>Guðrún Þ. Kjartansdóttir</strong>, og þar geta sjúklingar fengið upplýsingar og leiðbeiningar hvenær sem er án þess að panta tíma. Meira
7. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 614 orð | ókeypis

Bananalýðveldið - framhald

EKKI er ég tiltakanlega hress með ykkur starfsbræður mína, sem ég veit þó að eruð margir býsna pennafærir menn og orðslyngir. Það er nefnilega næsta víst að því fleiri okkar sem láta í sér heyra, því líklegra er að við náum einhverju fram. Meira
Einkarekstur heilbrigðisstofnana - hver er stefnan?
7. nóvember 2000 | Aðsent efni | 564 orð | 1 mynd | ókeypis

Einkarekstur heilbrigðisstofnana - hver er stefnan?

Fyrirtæki rekin í hagnaðarskyni, segir <strong> Bryndís Hlöðversdóttir</strong>, munu væntanlega lítt sækjast eftir að sinna heilbrigðisþjónustu sem gefur lítið af sér. Meira
7. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 515 orð | ókeypis

EKKI fer á milli mála að...

EKKI fer á milli mála að kominn er vetur á stórum hluta landsins. Finnst Víkverja það heldur snemmt, nagladekkjatíminn nýlega kominn. Eins og nafnið bendir til er Víkverji skrifaður úr Reykjavík. Meira
Frumvarp til laga um tímareikning
7. nóvember 2000 | Aðsent efni | 476 orð | 1 mynd | ókeypis

Frumvarp til laga um tímareikning

Hringl með klukkuna, segir <strong>Marteinn Sverrisson</strong>, mun hafa í för með sér margvísleg vandamál í tölvukerfum, tölvustýrðum tækjum og sjálfvirkum stýringum. Meira
Grundarmálið
7. nóvember 2000 | Aðsent efni | 668 orð | 1 mynd | ókeypis

Grundarmálið

Ef það er skoðun ráðuneytisins að stofnanir í öldrunargeiranum séu illa reknar, segir <strong>Sveinn H. Skúlason</strong>, bið ég um að fá það staðfest. Meira
Hvað gerir Norðurlandaráð?
7. nóvember 2000 | Aðsent efni | 907 orð | 1 mynd | ókeypis

Hvað gerir Norðurlandaráð?

Norðurlandasamvinnan, segir <strong>Ísólfur</strong> <strong>Gylfi Pálmason</strong>, skapar skilyrði fyrir auknum áhrifum á alþjóðavettvangi Meira
Hver á hvað í félagslegum eignaríbúðum?
7. nóvember 2000 | Aðsent efni | 402 orð | 1 mynd | ókeypis

Hver á hvað í félagslegum eignaríbúðum?

Kaupskylduákvæði sveitarfélaganna, segir <strong>Gunnar Jónatansson</strong>, hefur fram á þennan dag verið talið einn helsti kostur þessa kerfis. Meira
Læðupokar í landsstjórninni
7. nóvember 2000 | Aðsent efni | 639 orð | 1 mynd | ókeypis

Læðupokar í landsstjórninni

Ummæli forsætisráðherra um að samtöl séu farin að hafa meira vægi en gögn vegna upplýsingalaganna, segir <strong>Þór Jónsson</strong>, benda til hættulegs rassvasastjórnkerfis. Meira
Löggjöf um ábyrgðarmenn er nauðsyn
7. nóvember 2000 | Aðsent efni | 835 orð | 1 mynd | ókeypis

Löggjöf um ábyrgðarmenn er nauðsyn

Ég er ekki í vafa um, segir <strong>Telma Halldórsdóttir</strong>, að stór meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi lögfestingu frumvarps um ábyrgðarmenn. Meira
Mikið vatn - mikið rafmagn
7. nóvember 2000 | Aðsent efni | 867 orð | 1 mynd | ókeypis

Mikið vatn - mikið rafmagn

Frumorkan sem við virkjum er breytileg að magni milli ára, segir <strong>Rán Jónsdóttir</strong>, því hún er fólgin í rennandi vatni sem bráðnar af jöklum og rignir eða snjóar af himninum. Meira
7. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 65 orð | ókeypis

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup,...

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Meira
Orkudrykkir fyrir hverja?
7. nóvember 2000 | Aðsent efni | 356 orð | 1 mynd | ókeypis

Orkudrykkir fyrir hverja?

Kannski eigum við líka, segir <strong>Guðrún Þóra Hjaltadóttir</strong>, heimsmet í því að "ljúga" að okkur sjálfum að við séum hamingjusöm. Meira
7. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 186 orð | ókeypis

Ralph Nader er frambjóðandi Græna flokksins!

Á FRÉTTAVEF Morgunblaðsins hinn 3. nóvember sl. er fjallað um forsetaframbjóðendur Bandaríkjanna. Þar er meðal annars talað um "óháða frambjóðandann" Ralph Nader. Nader er ekki óháður heldur er hann framjóðandi Græna flokksins í Bandaríkjunum. Meira
7. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 838 orð | ókeypis

(Sálm. 66, 9.)

Í dag er þriðjudagur 7. nóvember 312. dagur ársins 2000. <strong>Orð dagsins</strong><strong>: </strong>Hann veitti sálum vorum lífið og lét oss eigi verða valta á fótum. Meira
Skammgóður vermir Háskólans
7. nóvember 2000 | Aðsent efni | 1327 orð | 1 mynd | ókeypis

Skammgóður vermir Háskólans

Fyrrverandi rektorar Háskólans hafa allir viðurkennt, segir <strong>Vilhjálmur Lúðvíksson</strong>, mikilvægi þessarar ráðstöfunar og aldrei tekið undir kröfur um niðurfellingu gjaldsins af þeim sökum. Meira
7. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 130 orð | ókeypis

SÓLSKRÍKJAN

Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein, sem hljómaði til mín úr dálitlum runni. Hún sat þar um nætur og söng þar á grein svo sólfögur ljóð um svo margt, sem ég unni, og kvöld eftir kvöld hóf hún ástarljóð ein. Meira
Sykurmolar
7. nóvember 2000 | Aðsent efni | 1043 orð | 1 mynd | ókeypis

Sykurmolar

Kjarni málsins er, segir <strong>Þorbjörg Hafsteinsdóttir</strong>, að sykurneyslan er of mikil. Meira
Tillögur um endurnýjun norræns samstarfs
7. nóvember 2000 | Aðsent efni | 785 orð | 1 mynd | ókeypis

Tillögur um endurnýjun norræns samstarfs

Tillögur okkar fjalla um að halda áfram þróun landamæralausra Norðurlanda, segir <strong>Sigurlín Sveinbjarnardóttir</strong>, byggðra á alþýðleik og einfaldleik, þar sem rými er fyrir alla. Meira
Ungmennafélag Íslands starfi áfram í óbreyttri mynd
7. nóvember 2000 | Aðsent efni | 659 orð | 1 mynd | ókeypis

Ungmennafélag Íslands starfi áfram í óbreyttri mynd

Stefnan er skýr, segir <strong>Þórir Jónsson</strong>, hlutverk UMFÍ er mikilvægt í íslensku þjóðfélagi. Meira
Úr takt við tímann
7. nóvember 2000 | Aðsent efni | 1011 orð | 1 mynd | ókeypis

Úr takt við tímann

Tímareikningur alls staðar í heiminum, segir <strong>Gunnlaugur Björnsson</strong>, er miðaður við göngu sólar. Meira
Verjum íslensku kýrnar af alefli
7. nóvember 2000 | Aðsent efni | 909 orð | 1 mynd | ókeypis

Verjum íslensku kýrnar af alefli

Ræktum íslenska kúastofninn, segir <strong>Árni Johnsen</strong>, fremur en blendingshræruna sem nú er ætlað að bjóða. Meira
Þessir duglegu drengir héldu tombólu og...
7. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 22 orð | 1 mynd | ókeypis

Þessir duglegu drengir héldu tombólu og...

Þessir duglegu drengir héldu tombólu og söfnuðu 1.000 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þeir heita Ólafur Valgarð Sigurðsson og Róbert Kjaran... Meira

Minningar- og afmælisgreinar

Gunnar Valdimar Hannesson
7. nóvember 2000 | Minningargreinar | 251 orð | 1 mynd | ókeypis

Gunnar Valdimar Hannesson

Gunnar Valdimar Hannesson fæddist í Reykjavík 22. apríl 1933. Hann lést í Landspítalanum 19. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 27. október. Meira  Kaupa minningabók
JÓHANN HEIÐAR OG ÓLAFUR GUÐJÓN ÁRSÆLSSYNIR
7. nóvember 2000 | Minningargreinar | 537 orð | 2 myndir | ókeypis

JÓHANN HEIÐAR OG ÓLAFUR GUÐJÓN ÁRSÆLSSYNIR

Jóhann Heiðar Ársælsson fæddist í Reykjavík 22. júní 1961. Hann lést á heimili sínu 17. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarkirkju á Hornafirði 25. september. Ólafur Guðjón Ársælsson fæddist á Höfn í Hornafirði 25. júlí 1948. Hann lést á heimili sínu 17. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarkirkju, Hornafirði, 25. október. Meira  Kaupa minningabók
JÓN PÉTURSSON
7. nóvember 2000 | Minningargreinar | 405 orð | 1 mynd | ókeypis

JÓN PÉTURSSON

Jón Pétursson fæddist í Miklagarði í Eyjafjarðarsveit 3. ágúst 1915. Hann lést á gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri 28. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 2. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
ODDNÝ BJARNADÓTTIR
7. nóvember 2000 | Minningargreinar | 513 orð | 1 mynd | ókeypis

ODDNÝ BJARNADÓTTIR

Oddný Bjarnadóttir fæddist á Fáskrúðsfirði 23. apríl 1914. Hún lést 29. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 5. október. Meira  Kaupa minningabók
Pétur Guðni Einarsson
7. nóvember 2000 | Minningargreinar | 6217 orð | 1 mynd | ókeypis

Pétur Guðni Einarsson

Pétur Guðni Einarsson bifreiðastjóri í Bolungarvík, fæddist í Bolungarvík 20. ágúst 1937. Hann lést í Bolungarvík sunnudaginn 29. október sl. Foreldrar Péturs voru Elísabet Hjaltadóttir húsmóðir f. 11.04.1900, d. 05.11. Meira  Kaupa minningabók
Unnur Sigurðardóttir
7. nóvember 2000 | Minningargreinar | 1840 orð | 1 mynd | ókeypis

Unnur Sigurðardóttir

Unnur Sigurðardóttir fæddist í Bolungarvík 30. júlí 1919. Hún var einkadóttir Ástu Júlíusdóttur frá Snæfellsnesi og Sigurðar Viggó Pálmasonar sjómanns frá Skálavík. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

Aðhaldssöm peningastefna þar til dregur úr ofþenslu
7. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 853 orð | 1 mynd | ókeypis

Aðhaldssöm peningastefna þar til dregur úr ofþenslu

SEÐLABANKI Íslands spáir 5,1% verðbólgu á milli áranna 2000 og 2001 en 4,6% verðbólgu frá upphafi til loka ársins 2001. Þá spáir bankinn að verðbólgan frá upphafi til loka þessa árs verið 4,5% en 5,2% á milli áranna 1999 og 2000. Meira
7. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 313 orð | ókeypis

Bonus Dollar Stores skráð á Nasdaq

BAUGUR hf. stefnir að því að skrá Bonus Dollar Stores, sem er í meirihlutaeigu fyrirtækisins, á Nasdaq Small Caps-hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkjunum í febrúar á næsta ári. Meira
Eigið fé sameinaðs banka 22 milljarðar
7. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 833 orð | 2 myndir | ókeypis

Eigið fé sameinaðs banka 22 milljarðar

Bankaráð Búnaðarbanka Íslands hf. og Landsbanka Íslands hf. sendu frá sér sameiginlega fréttatilkynningu í gær þar sem fram kemur að þau hafa samþykkt sameiningu bankanna tveggja. Meira
7. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 124 orð | ókeypis

Eykur hlut sinn í Kögun

ÍSLENSKI hugbúnaðarsjóðurinn hefur aukið hlut sinn í Kögun hf. og er eignarhlutur sjóðsins nú kominn í 15,3%. Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn er langstærsti hluthafinn í félaginu og eru hlutafjárkaup sjóðsins í Kögun nú 3.093. Meira
7. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 773 orð | ókeypis

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 04.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 04.11.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) ALLIR MARKAÐIR Háfur 5 5 5 15 75 Karfi 79 35 72 959 69.135 Keila 79 52 73 7.113 522.447 Langa 119 27 87 3.536 308.782 Langlúra 100 100 100 62... Meira
7. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 10 orð | ókeypis

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
7. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 199 orð | ókeypis

Kaupþing spáir 0,4% hækkun á vísitölu neysluverðs

KAUPÞING spáir 0,4% hækkun á vísitölu neysluverðs milli mánaða sem samsvarar 4,8% á ársgrundvelli. Gangi spáin eftir nemur hækkun vísitölu neysluverðs 4,7% síðustu 12 mánuði. Meira
7. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 90 orð | ókeypis

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.393,840 0,81 FTSE 100 6.431,00 0,71 DAX í Frankfurt 7.136,30 0,11 CAC 40 í París 6.352,24 -0,73 OMX í Stokkhólmi 1.186,32 -0,94 FTSE NOREX 30 samnorræn 1. Meira
7. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 398 orð | ókeypis

Minni seljanleiki hlutabréfa hér en erlendis

SELJANLEIKI íslenskra hlutabréfa er til umfjöllunar í nýrri Markaðsgreiningu FBA. Með seljanleika er átt við hversu fljótlegt og auðvelt er fyrir fjárfesta að selja bréf sem þeir eiga án þess að af því hljótist umtalsverður kostnaður. Meira
7. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 680 orð | ókeypis

Samkomulag um sterka framtíðarsýn

"ÞETTA hafa verið jákvæðar viðræður og hafa snúist um þá sterku framtíðarsýn og meginmarkmið sem samkomulag náðist um. Meira
7. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 64 orð | ókeypis

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá...

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. ágúst '00 3 mán. RV00-0817 11,30 0,66 5-6 mán. RV00-1018 11,36 0,31 11-12 mán. RV01-0418 - - Ríkisbréf okt. Meira
7. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 71 orð | ókeypis

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 6.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 6.11. 2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síð.meðal verð. Meira

Daglegt líf

80% vörutegundanna voru rétt merkt
7. nóvember 2000 | Neytendur | 213 orð | 1 mynd | ókeypis

80% vörutegundanna voru rétt merkt

Þegar Hollustuvernd ríkisins og Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga skoðuðu á fyrrihluta þessa árs varnaðarmerkingar á umbúðum málningarvara, öryggislok og viðvörun um hættu kom í ljós að um 80% vörutegundanna voru rétt merkt en 15% voru vanmerkt. Meira
Fyrirbyggjandi sjampó gegn lús
7. nóvember 2000 | Neytendur | 68 orð | 1 mynd | ókeypis

Fyrirbyggjandi sjampó gegn lús

Skipholts Apótek hefur hafið sölu á Tea Tree-vörulínu frá Thursday Plantation. Í vörulínunni er meðal annars Tea Three- sjampóið sem er sagt fyrirbyggjandi gegn lús en það ber að nota einu sinni á dag. Meira
Umhverfisvænar bleiur
7. nóvember 2000 | Neytendur | 62 orð | 1 mynd | ókeypis

Umhverfisvænar bleiur

Umhverfisvænu bleiurnar Naty Boy&Girl eru komnar á markað. Þær eru sænskar og stimplaðar með merki sænsku náttúruverndarsamtakanna. Meira
Verðmerkingar í sýningarglugga á ensku
7. nóvember 2000 | Neytendur | 121 orð | 1 mynd | ókeypis

Verðmerkingar í sýningarglugga á ensku

Nýlega var opnuð verslunin Part Two í Kringlunni. Í sýningargluggum verslunarinnar eru allar vörur verðmerktar en textinn með verðmerkingunum er hinsvegar á ensku. Þegar Svava Johansen eigandi NTC hf. Meira
7. nóvember 2000 | Neytendur | 231 orð | ókeypis

Þarf að tilkynna strax ef varan fæst ekki

Fyrir mánuði pantaði viðskiptavinur vöru á www.strik.is á Netinu frá fyrirtækinu Punto Blanco. Hann fékk viðskiptamannanúmer en ekki pöntunarnúmer og gat því ekki athugað stöðu pöntunar. Hann gaf upp persónuupplýsingar og kortanúmer. Meira

Fastir þættir

7. nóvember 2000 | Í dag | 531 orð | ókeypis

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa í safnaðarheimilinu kl. 10-14. Léttur hádegisverður framreiddur. Mömmu- og pabbastund í safnaðarheimilinu kl. 14-16. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Meira
7. nóvember 2000 | Fastir þættir | 262 orð | ókeypis

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

MAGNÚS Eiður Magnússon sendi þættinum þetta bráðskemmtilega spil sem kom upp í sænsku úrvalsdeildinni fyrir stuttu. Flest pörin enduðu í sex gröndum í NS, sem eru léttunnin, en það stendur líka slemma í spaða, hjarta og laufi vegna hagstæðrar legu. Meira
Bræðurnir Anton og Sigurbjörn Haraldssynir unnu Sandgerðismótið
7. nóvember 2000 | Fastir þættir | 294 orð | 1 mynd | ókeypis

Bræðurnir Anton og Sigurbjörn Haraldssynir unnu Sandgerðismótið

Förutuíu pör - 4. nóvember 2000 - Þátttökugjald 3.000 kr. á mann. Meira
Karlasveitin vann sætan sigur á Svíum
7. nóvember 2000 | Fastir þættir | 1410 orð | 5 myndir | ókeypis

Karlasveitin vann sætan sigur á Svíum

Í 7. UMFERÐ í opnum flokki á ólympíuskákmótinu í Istanbúl tefldi íslenska karlasveitin við Rúmena, en þeir eru í 33. sæti í styrkleikaröð þátttökuþjóða. Rúmenarnir stilltu upp aðalliðinu gegn okkur, með stórmeistara á 1., 2. og 4. Meira
Mikið um umferðarlagabrot og árekstra
7. nóvember 2000 | Fastir þættir | 627 orð | 1 mynd | ókeypis

Mikið um umferðarlagabrot og árekstra

UM helgina voru 20 ökumenn stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur og 110 um of hraðan akstur. Sem dæmi um of hraðan akstur má nefna að ökumaður ók á 131 km hraða á Vesturlandsvegi í átt að Hvalfjarðargöngum. Meira
SkÁk - Umsjón Helgi Áss Grétarsson
7. nóvember 2000 | Fastir þættir | 171 orð | 1 mynd | ókeypis

SkÁk - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Staðan kom upp í viðureign Sviss og Chile á ólympíuskákmótinu í Istanbúl sem nú stendur yfir. Stórmeistarinn Vadim Milov (2626) hafði svart gegn alþjóðlega meistaranum Jorge Egger (2433). 25...Rxb3! Meira
7. nóvember 2000 | Viðhorf | 808 orð | ókeypis

X²-kynslóðin

X²-kynslóðin kann að meta örugga framkomu, útpælt útlit, þægilegan og liðugan talanda, flottar frasólógískar útfærslur á úreltum hugmyndum og viðamikinn íðorðaforða í bland við hæfilega vanþekkingu. Meira

Íþróttir

7. nóvember 2000 | Íþróttir | 494 orð | ókeypis

1.

1. deild Birmingham - Bolton 1:1 Blackburn - Stockport 2:1 Crewe - Wolves 2:0 Crystal Palace - Sheff.Wednesday 4:1 Fulham - Huddersfield 3:0 Norwich - Tranmere 1:0 Nott.Forest - Preston 3:1 QPR - Portsmouth 1:1 Sheff. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 129 orð | ókeypis

1.

1. deild karla Höttur - ÍS 67:76 Breiðablik - ÍV 96:50 Snæfell - ÍV 69:44 Breiðablik 440363:2438 Stjarnan 440335:2888 Selfoss 431328:2896 Snæfell 422267:2554 ÍA 422309:3154 Ármann/Þróttur 523368:3944 Höttur 523340:3494 ÍV 624370:4574 ÍS 413278:3222 Þór... Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 61 orð | ókeypis

ALES Zivanovic, hávaxinn miðherji frá Slóveníu,...

ALES Zivanovic, hávaxinn miðherji frá Slóveníu, gekk í gær til liðs við körfuknattleikslið KFÍ frá Ísafirði. Zivanovic er 2,09 metrar á hæð og hefur leikið með háskólaliði Hawaii í tvö ár. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 319 orð | ókeypis

Alltaf að læra nýja hluti

Björgvin Björgvinsson er vanari því að leika sem vinstri hornamaður en sem leikstjórnandi en hann hefur leyst það hlutverk ágætlega hjá Fram í upphafi Íslandsmótsins. Meira
ATLI Már Rúnarsson , markvörður Dalvíkinga...
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 501 orð | 1 mynd | ókeypis

ATLI Már Rúnarsson , markvörður Dalvíkinga...

ATLI Már Rúnarsson , markvörður Dalvíkinga í knattspyrnunni, er genginn til liðs við Þórsara á Akureyri og leikur með þeim í 1. deildinni næsta sumar. Atli er Þórsari en hefur undanfarin þrjú ár leikið með Dalvíkingum . Meira
Bergsveinn lokaði markinu
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 330 orð | 1 mynd | ókeypis

Bergsveinn lokaði markinu

FH-INGAR lögðu Valsmenn að velli í Kaplakrika á sunnudagskvöld, 22:20. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en eftir að heimamenn höfðu haft forystu lengst af leiks jöfnuðu Valsarar þegar rúmar fjórar mínútur voru til leiksloka og segja má að nýr leikur hafi hafist. FH-ingar léku þessar síðustu fjórar mínútur af mikilli skynsemi, Bersveinn Bergsveinsson lokaði markinu og þeir tryggðu sér sigurinn með mörkum frá Hálfdáni Þórðarsyni og Sigurgeiri Árna Ægissyni. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 144 orð | ókeypis

Bikarmót KRAFT Haldið í Garðaskóla laugardaginn...

Bikarmót KRAFT Haldið í Garðaskóla laugardaginn 3. nóvember 2000. KARLAR 75 kg. flokkur : Guðmundur Hermannsson, Ak. 460 kg. (165 hnéb., 105 bekkpr., 190 réttst.) 82,5 kg. flokkur : Kári Elíson, Rvk. 702,5 kg. (245 hnéb., 172,5 bekkpr., 285 réttst. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 386 orð | ókeypis

Bjarni Frostason átti frábæra innkomu í...

Bjarni Frostason átti frábæra innkomu í mark Haukanna gegn Fram og leikur hans minnti um margt á þegar flugkappinn var í sínu besta formi og var í íslenska landsliðshópnum fyrir nokkrum árum. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 200 orð | ókeypis

Björninn ósigraður á Íslandsmótinu Björninn burstaði...

Björninn ósigraður á Íslandsmótinu Björninn burstaði Íslandsmeistara Skautafélags Reykjavíkur í fyrsta leik annarrar umferðar undankeppninnar á Íslandsmóti karla í íshokkí á sunnudaginn. Lokatölur urðu 12:1. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 224 orð | ókeypis

Blikarnir fara til La Manga

ÍSLANDS- og bikarmeistarar Breiðabliks í knattspyrnu kvenna hafa þegið boð um að taka þátt í óopinberu Norðurlandamóti kvennaliða næsta vor, en mótið fer fram á La Manga á Spáni. "Við ákváðum að þiggja boðið sem við fengum í síðustu viku. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 34 orð | ókeypis

Buxtehude - ÍBV 38:20 Evrópukeppni félagsliða,...

Buxtehude - ÍBV 38:20 Evrópukeppni félagsliða, fyrri leikur í annari umferð - fór fram í Þýskalandi. Mörk ÍBV: Tamara Mandizch 5, Anita Andreassen 4, Amela Hegic 4, Gunney Berg 4, Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir 2, Edda Garðarsdóttir... Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 494 orð | ókeypis

Byrjendur í Víkinni

"Þetta var ömurlegur leikur af okkar hálfu og ég er farin að halda að við séum bara ekkert betri en þetta. Við vorum stressaðar, það skaut enginn á markið og við fengum hraðaupplaup í bakið á okkur hvað eftir annað," sagði Kristín Guðmundsdóttir, fyrirliði Víkings, eftir sex marka tap gegn Gróttu/KR á laugardag, 16:22. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 40 orð | ókeypis

Canon-mótið Adam Harðarson, Víkingi, varð sigurvegari...

Canon-mótið Adam Harðarson, Víkingi, varð sigurvegari í karlaflokki í Canonmótinu, sem fór fram í TBR-húsinu á sunnudag. Adam vann Kristján Jónsson, Víkingi, í úrslitaleik 2:0 - 21:16 og 21:18. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 369 orð | ókeypis

Danska karlalandsliðið í handknattleik fagnaði sigri...

Danska karlalandsliðið í handknattleik fagnaði sigri á Þjóðverjum í úrslitaleik í fjögurra liða móti um helgina, 27:25. Leikurinn fór fram í Kolding höllinni á Jótlandi. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 375 orð | ókeypis

Einum færri í fyrri hálfleik

VARNARMENN Hauka tóku oftar en ekki duglega á móti skyttum Fram í leiknum og Gunnar Berg Viktorsson bar þess greinileg merki eftir leikinn - með skurð á enni og blóðugur. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 228 orð | ókeypis

England Úrvalsdeild: Charlton - Bradford 2:0...

England Úrvalsdeild: Charlton - Bradford 2:0 Jonatan Johansson 4., Graham Stuart 16. Rautt spjald: Stuart McCall (Bradford) 89. - 19.665 Coventry - Manch. Utd 1:2 Ysrael Zuninga 64. - Andy Cole 27., David Beckham 37. - 21. Meira
Er stoltur og ánægður
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 343 orð | 2 myndir | ókeypis

Er stoltur og ánægður

VIGGÓ Sigurðsson, þjálfari Íslandsmeistara Hauka, var kátur eftir sigur sinna manna á Fram þegar Morgunblaðið náði tali af honum eftir leikinn. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 51 orð | ókeypis

Falur í speglun

FALUR Harðarson, leikstjórnandi Keflvíkinga í körfuknattleik, verður frá keppni fram að áramótum. Hann hefur lítið leikið að undanförnu vegna bólgu í hægra hné og nú er komið í ljós að liðþófi er rifinn og fer hann í speglun á morgun. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 283 orð | ókeypis

Fimm Íslendingar í hópi Stoke gegn Wrexham

Stoke lyfti sér upp í 7. sæti ensku 2. deildarinnar í knattspyrnu á laugardaginn með útisigri á Wrexham, 2:1. Fjórir Íslendingar voru í byrjunarliðinu og komu mikið við sögu því Stefán Þ. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 68 orð | ókeypis

Fjöldi leikja U J T Mörk...

Fjöldi leikja U J T Mörk Stig Man. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 34 orð | ókeypis

Fjöldi leikja U T Mörk Stig...

Fjöldi leikja U T Mörk Stig Haukar 7 7 0 182:132 14 Stjarnan 8 7 1 176:149 14 Fram 8 5 3 201:158 10 Grótta/KR 8 5 3 193:159 10 FH 8 4 4 191:175 8 Víkingur 8 4 4 166:150 8 ÍBV 6 3 3 114:130 6 KA 7 1 6 136:176 2 Valur 7 1 6 106:151 2 ÍR 7 0 7 95:180... Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 41 orð | ókeypis

Fjöldi leikja U T Mörk Stig...

Fjöldi leikja U T Mörk Stig Haukar 7 7 0 212:160 14 Fram 7 6 1 182:157 12 Valur 7 5 2 187:162 10 ÍBV 7 5 2 191:169 10 FH 7 4 3 179:163 8 Grótta KR 7 4 3 165:175 8 Afturelding 7 3 4 191:178 6 KA 7 3 4 176:176 6 ÍR 7 3 4 166:166 6 Stjarnan 7 2 5 180:190 4... Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 41 orð | ókeypis

Fjöldi leikja U T Skor Stig...

Fjöldi leikja U T Skor Stig Keflavík 7 6 1 637:553 12 Grindavík 7 5 2 630:559 10 Njarðvík 7 5 2 658:606 10 Haukar 7 5 2 598:544 10 Tindastóll 7 5 2 578:529 10 Hamar 7 4 3 552:572 8 ÍR 7 3 4 579:595 6 Þór A. 7 3 4 574:590 6 KR 7 3 4 549:568 6 Skallagr. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 323 orð | ókeypis

Frakkland Auxerre - Paris SG 1:0...

Frakkland Auxerre - Paris SG 1:0 Marseille - Rennes 0:1 St. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 341 orð | ókeypis

Get ekki æft mikið

Þór Björnsson stóð í marki Fram að nýju en hann hefur ekki æft handknattleik í eitt og hálft ár. Þór stóð sig vel í leiknum, hann varði vel og þar á meðal 2 vítaköst á mikilvægum augnablikum. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 21 orð | ókeypis

HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni karla, SS-bikarinn: Laugardalsh.

HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni karla, SS-bikarinn: Laugardalsh.:Ögri - Stjarnan 19.30 KA-heimilið:Breiðablik - KA 20 Valshús:Valur 3 - ÍR 1 20 Víkin:Víkingur 2 - ÍBV 1 20 Bikarkeppni kvenna: Ásgarður:Stjarnan - Grótta/KR 20 Nissandeildin 1. Meira
Haukar eins og ein stór fjölskylda
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 331 orð | 1 mynd | ókeypis

Haukar eins og ein stór fjölskylda

EINAR Örn Jónsson hefur leikið mjög vel með Haukaliðinu í haust og engin undantekning var á því í leiknum gegn Fram, 25:22. Einar skoraði 5 glæsileg mörk og þessi snaggaralegi hornamaður hefur smollið vel inn í lið Hauka en hann gekk í raðir félagsins frá Val í sumar. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 627 orð | ókeypis

Haukar - KR 69:75 Íþróttahúsið Ásvöllum,...

Haukar - KR 69:75 Íþróttahúsið Ásvöllum, Epsondeildin í körfuknattleik karla, efsta deild, sunnudaginn 5. nóvember 2000. Meira
Haukar leiddu allan leiktímann en með...
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 570 orð | 1 mynd | ókeypis

Haukar leiddu allan leiktímann en með...

ÍSLANDMEISTARAR Hauka höfðu betur gegn Fram í uppgjöri efstu liðanna í 1. deild karla í handknattleik í Safamýri í fyrrakvöld. Haukar unnu verðskuldaðan sigur, 22:25, í miklum baráttuleik sem á köflum var ágætlega spilaður. Meistararnir eru því enn með fullt hús stiga, hafa unnið sjö sigra í jafnmörgum leikjum og eru án efa með besta handknattleikslið landsins. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 353 orð | ókeypis

Heimamenn hófu leikinn betur, en Grindvíkingarnir...

GRINDVÍKINGAR lögðu Borgnesinga 81:115 er lið bæjarfélaganna mættust í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á sunnudaginn í Borgarnesi. Sigur gestanna var nokkuð öruggur enda var vörn heimamanna ekki nægilega sterk. Meira
Heimskautabangsinn kominn á kreik
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 520 orð | 1 mynd | ókeypis

Heimskautabangsinn kominn á kreik

KRAFTLYFTINGAMENN héldu bikarmót sitt í Garðaskóla í Garðabæ á laugardaginn og þó að enginn Íslandsmet hafi fokið í þetta sinnið voru slegin Akureyrarmet og öldungamet. Um það sá Víkingur Traustason, oftast nefndur heimskautabangsinn, þegar hann setti öldungamet í hnébeygju með því að lyfta 320 kílóum og í réttstöðulyftu þegar hann lyfti þar 335 kílóum, sem er hans besti árangur, en alls bætti Víkingur öldungametið úr samanlögðu um 55 kíló, úr 810 í 865 kíló. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 85 orð | ókeypis

Helgi skoraði tvö mörk

HELGI Kolviðsson kom mikið við sögu þegar lið hans, Ulm, sigraði Alemania Aachen, 3:1, í þýsku 2. deildinni í knattspyrnu um helgina. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 80 orð | ókeypis

Hlynur aðstoðar Njál

HLYNUR Stefánsson, fyrirliði ÍBV í knattspyrnu og besti leikmaður Íslandsmótsins í sumar, hefur verið ráðinn til að aðstoða Njál Eiðsson, nýráðinn þjálfara Eyjamanna. Leikmannahópurinn hjá Eyjamönnum er tvískiptur eins og undanfarin ár. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 155 orð | ókeypis

HM hefur ekkert að segja fyrir EM

Hvernig sem íslenska karlalandsliðinu vegnar á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Frakklandi í byrjun næsta árs er ljóst að það verður að taka þátt í undankeppni að næstu lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Svíþjóð eftir rúmt ár. Meira
HSÍ hefur lært af reynslunni
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 2889 orð | 1 mynd | ókeypis

HSÍ hefur lært af reynslunni

Einar Þorvarðarson tók við starfi framkvæmdastjóra Handknattleikssambands Íslands sl. vor, en hann hafði áður séð um mótamál hjá sambandinu um nokurra missera skeið. Erfið ár eru að baki hjá HSÍ og í spjalli við <strong>Ívar Benediktsson </strong>sagðist Einar trúa því að bjartari tímar væru framundan þar sem ætlunin væri m.a. að hlúa betur að íþróttinni. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 236 orð | ókeypis

Íslandsmótið í taekwondo Drengir 9.

Íslandsmótið í taekwondo Drengir 9.-6. kup -57 kg Egill Hallgrímsson, Fjölni Sigurbjörn Kristinsson, Fjölni Steinar Birgisson, Fjölni Ingvar Birgisson, Ármanni Drengir 9.-6. Meira
KR-ingar á réttri leið
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 440 orð | 1 mynd | ókeypis

KR-ingar á réttri leið

EFTIR fjóra tapleiki í röð í deildinni hafa Íslandsmeistarar KR rétt heldur úr kútnum og unnið síðustu þrjá leiki, síðast Hauka í Hafnarfirði á sunnudaginn, 69:77. Sannarlega óvæntur sigur ekki síst vegna þess að KR lék án erlends leikmanns og þeirra Hermanns Haukssonar og Jónatans Bow sem báðir eru meiddir. Sigur KR var þó verðskuldaður því ungu leikmennirnir börðust eins og ljón og uppskáru í samræmi við það. Meira
Leikmenn Herthu fara á kostum
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 900 orð | 1 mynd | ókeypis

Leikmenn Herthu fara á kostum

HERTHA Berlin, lið Eyjólfs Sverrissonar, ætlar ekki að láta efsta sætið í þýsku úrvalsdeildinni svo glatt af hendi. Berlínarliðið, sem um síðustu helgi komst á toppinn í fyrsta sinn í 30 ár, er með tveggja stiga forskot á meistara Bayern München og skammt þar á kemur lið Kaiserslautern. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 144 orð | ókeypis

LÍNUMENNIRNIR í liðum Fram og Hauka...

LÍNUMENNIRNIR í liðum Fram og Hauka voru í strangri gæslu í leik liðanna í Safamýrinni og fyrir vikið höfðu þeir sig minna í frammi en oft áður. Framarinn Róbert Gunnarsson skoraði þrjú mörk í leiknum. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 424 orð | ókeypis

Miklir yfirburðir Stjörnunnar Stjarnan átti ekki...

Miklir yfirburðir Stjörnunnar Stjarnan átti ekki í miklum erfiðleikum með að krækja í tvö stig á Íslandsmótinu í handknattleik karla er liðið sigraði slakt lið KA í leik liðanna í Garðabæ á laugardag. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 363 orð | ókeypis

Njarðvíkingar unnu aftur á Ísafirði KFÍ...

Njarðvíkingar unnu aftur á Ísafirði KFÍ var Njarðvíkingum auðveld bráð þegar liðin mættust í annað sinn á átta dögum í íþróttahúsinu á Torfnesi á sunnudaginn. Meira
Ósigraðir í Hveragerði
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 515 orð | 1 mynd | ókeypis

Ósigraðir í Hveragerði

HAMARSMENN eru enn ósigraðir á heimavelli eftir leiki helgarinnar en þeir lögðu ÍR-inga nokkuð örugglega í Hveragerði á sunnudagskvöldið, 91:75. Það var ekki fyrr en í síðasta leikhluta sem úrslitin réðust, en þá skoruðu Hamrarnir 30 stig á móti 15 stigum gestanna og gerðu út um leikinn snemma í leikhlutanum en áður hafði verið jafnt á nær öllum tölum. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 594 orð | ókeypis

Óvænt í Varmá Mosfellingum voru mjög...

Óvænt í Varmá Mosfellingum voru mjög mislagðar hendur og lítið bólaði á baráttuanda þegar Grótta/KR sótti þá heim að Varmá á sunnudaginn. Meira
RAGNAR Óskarsson skoraði sex mörk fyrir...
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 265 orð | 1 mynd | ókeypis

RAGNAR Óskarsson skoraði sex mörk fyrir...

RAGNAR Óskarsson skoraði sex mörk fyrir Dunkerque þegar lið hans tapaði, 30:25, fyrir meisturum Montpellier í frönsku deildarkeppninni í handknattleik á sunnudaginn. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 318 orð | ókeypis

Rúnar og Auðun léku vel með Lokeren

Auðun Helgason, Rúnar Kristinsson og Arnar Grétarsson voru allir í byrjunarliði Lokeren, sem sigraði 2. deildarliðið Bergen, 2:1, í belgísku bikarkeppninni. Arnar Viðarsson var á varamannabekknum en kom inn á í seinni hálfleik. Lokeren lenti undir gegn... Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 162 orð | ókeypis

Sam Allardyce knattspyrnustjóri Bolton hefur ekki...

Sam Allardyce knattspyrnustjóri Bolton hefur ekki útilokað að Guðni Bergsson, fyrirliði enska 1. deildarliðsins, muni framlengja samning sinn við félagið um eitt ár til viðbótar. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 149 orð | ókeypis

Sigríður leggur skóna á hilluna

SIGRÍÐUR Fanney Pálsdóttir, markvörður KR knattspyrnu og landsliðsmarkvörður Íslands til margra ára hefur ákveðið að leggja skóna og hanskana á hilluna. Meira
Stefnir á háskólanám í Bandaríkjunum
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 307 orð | 1 mynd | ókeypis

Stefnir á háskólanám í Bandaríkjunum

"MÉR gekk vel miðað við að vera ekki alveg í mínu besta formi en þetta mót er gott til að finna hvernig maður kemur undan sumri," sagði Dýri Kristjánsson úr Gerplu, sem sigraði í karlaflokki á haustmóti Fimleikasambands Íslands í frjálsum æfingum í Kaplakrika á laugardaginn. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 524 orð | ókeypis

Stjarnan - KA 23:19 Íþróttahúsið Ásgarði...

Stjarnan - KA 23:19 Íþróttahúsið Ásgarði í Garðabæ, Íslandsmótið í handknattleik - 1.deild karla, 7. umferð, laugard. 4. nóvember 2000. Gangur leiksins : 5:0, 5:1, 6:2, 7:3, 13:3, 13:5 , 13:6, 16:7, 17:8, 19:9, 19:14, 20:15, 22:18, 23:19 . Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 305 orð | ókeypis

Stjarnan-KA/Þór 29:24 Íþróttahúsið Ásgarði í Garðabæ,...

Stjarnan-KA/Þór 29:24 Íþróttahúsið Ásgarði í Garðabæ, Íslandsmótið í handknattleik - 1.deild kvenna, 8. umferð, laugardaginn 4. nóvember 2000. Meira
Syngja lagið hans Óla í hverri viku
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 2175 orð | 3 myndir | ókeypis

Syngja lagið hans Óla í hverri viku

ÓLAFUR Gottskálksson hefur að undanförnu verið í eldlínunni hjá liði sínu Brentford í 2. deildinni í Englandi í knattspyrnu ásamt því að vera að nýju valinn í landslið Íslands. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 115 orð | ókeypis

Teitur orðaður við AIK

TEITUR Þórðarson, þjálfari norska knattspyrnufélagsins Brann, var í gær orðaður við stöðu þjálfara sænska úrvalsdeildarfélagsins AIK frá Stokkhólmi. Meira
Töfrar Viduka settu Liverpool úr jafnvægi
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 1574 orð | 1 mynd | ókeypis

Töfrar Viduka settu Liverpool úr jafnvægi

MARK Viduka skoraði öll fjögur mörk Leeds í 4:3 sigri liðsins á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á laugardag eftir að þeir rauðklæddu höfðu tvívegis náð forystu í leiknum. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 175 orð | ókeypis

Vassell kemur til KR eftir allt

BANDARÍKJAMAÐURINN Jeremy Eaton staldraði stutt við hjá Íslandsmeistaraliði KR og var hann ekki í leikmannahóp KR gegn Haukum á sunnudag. Eaton lék 2 leiki og skoraði í þeim leikjum 11, 5 stig að meðaltali og tók 9,5 fráköst. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 303 orð | ókeypis

Vitað var fyrir leikinn að Valur/Fjölnir...

ALLIR leikmenn Keflavíkurliðsins skoruðu í það minnsta þrjú stig þegar liðið tók á móti leikmönnum Vals/Fjölnis á sunnudagskvöld. Úrslit leiksins virtust ráðin allt frá fyrstu mínútu og gerðu heimamenn út um leikinn í fyrri hálfleik. Fyrir vikið varð sá síðari eins leiðinlegur og hugsast getur. Lokatölur urðu 93:81, aðeins tólf stiga munur, sem gefur kolranga mynd af gangi mála í íþróttahúsi Keflavíkur þetta kvöld. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 49 orð | ókeypis

Þannig vörðu þeir

Markvarslan í leik Fram og Hauka, innan sviga hve oft knötturinn fór aftur til mótherja. Þór Björnsson, Fram: 14 (3) . 9 (2) langskot, 2 víti , 3(1) horn. Magnús Erlendsson (Fram): 1 langskot. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 509 orð | ókeypis

Þolinmæði

Það koma alltaf þau tímamót í flokkaíþróttum, að kynslóðaskipti verða. Stokka verður upp, eldri og reyndari leikmenn víkja fyrir þeim yngri. Ekki er það alltaf vegna þess að reyndir íþróttamenn séu orðnir of gamlir - þeir verði að hætta. Meira
Þór í heljargreipum
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 315 orð | 1 mynd | ókeypis

Þór í heljargreipum

GRANNASLAGUR Þórs og Tindastóls sl. sunnudagskvöld var spennandi fyrstu þrjá leikhlutana en síðan lentu Þórsarar í heljargreipum skagfirsku varnarinnar og komust hvorki lönd né strönd. Stólarnir kaffærðu heimamenn í hröðum sóknum sem komu eftir góða varnartilburði og lukkuhjólið snerist þeim í vil. Úrslitin urðu 65:81 eftir að Þór hafði haft yfir í leikhléi, 35:30. Þar með þokast Tindastóll nær toppnum með 10 stig en Þór situr eftir með sín 6 stig. Meira
7. nóvember 2000 | Íþróttir | 767 orð | ókeypis

Þýskaland Kaiserslautern - Schalke 3:2 Harry...

Þýskaland Kaiserslautern - Schalke 3:2 Harry Koch 67. víti, Miroslav Klose 71., Olaf Marschall 87. - Ebbe Sand 37., Tomasz Waldoch 56. - 40.000 Stuttgart - Hansa Rostock 1:0 Sean Dundee 34. - 15.000 Hertha Berlin - Werder Bremen 4:1 Alex Aves 12. Meira

Fasteignablað

Að lokinni EXPO 2000 í Hannover
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 907 orð | 6 myndir | ókeypis

Að lokinni EXPO 2000 í Hannover

Fyrir alla þróun eru uppákomur eins og heimssýningar bráðnauðsynlegar, <strong>segir Einar Þorsteinn</strong> hönnuður. En án metnaðar er betra að vera ekki með. Meira
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 43 orð | ókeypis

BEZTI tíminn til þess að undirbúa...

BEZTI tíminn til þess að undirbúa breytingar og framkvæmdir á lóðinni eru haust og vetur. Brynja Tomer ræðir við Björn Jóhannsson landslagsarkitekt um skipulag garða. Meira
Borðað á rósarblöðum
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 15 orð | 1 mynd | ókeypis

Borðað á rósarblöðum

Þetta borð er lagt rósarblöðum sem lögð eru í harðplast. Þessa frumlegu hugmynd á Thomas Nel... Meira
Bómull er besta efni
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 27 orð | 1 mynd | ókeypis

Bómull er besta efni

Bómull er afskaplega gott efni í rúmföt og náttföt. Svefnherbergiskanínan á myndinni er t.d. í bómullarnáttskyrtu og situr á púða með bómullarveri og undir er teppi úr... Meira
Bráðum koma jólin!
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 13 orð | 1 mynd | ókeypis

Bráðum koma jólin!

BRÁÐUM koma jólin. Þá væri ekki amalegt að hafa svona skemmtilegt skraut yfir... Meira
Ef klæða þarf stóla!
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 21 orð | 1 mynd | ókeypis

Ef klæða þarf stóla!

S UMIR eiga stóla sem þarf að hlífa eða að áklæðið er orðið slitið, þá má klæða þá á þennan hátt til... Meira
EFTIR nokkurra ára deyfð yfir húsbyggingum...
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 223 orð | 2 myndir | ókeypis

EFTIR nokkurra ára deyfð yfir húsbyggingum...

EFTIR nokkurra ára deyfð yfir húsbyggingum á Rifi og Hellissandi urðu töluverð umskipti á þeim vettvangi í sumar og töluvert um nýbyggingar. Þetta þykir örugg vísbending um, að íbúunum fer nú fjölgandi í þessum byggðarlögum. Meira
Einu sinni voru kóngur og drottning...
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 13 orð | 1 mynd | ókeypis

Einu sinni voru kóngur og drottning...

Klóthildur og Dagobert heita þessi litlu konungshjón, hverra hlutverk er að geyma soðin... Meira
Eldhús litanna
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 35 orð | 1 mynd | ókeypis

Eldhús litanna

Eldhús geta verið heimkynni lita, hér eru allir hlutir í skærum litum, einkum eru könnur af ýmsu tagi litglaðar, jafnt í skápum sem á myndum. Blómið í glugganum heitir ástareldur. Mottan á gólfinu er marglit... Meira
Fagmenn yfirfari raflagnir og rafbúnað í hesthúsum
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 506 orð | 3 myndir | ókeypis

Fagmenn yfirfari raflagnir og rafbúnað í hesthúsum

Nýleg skoðun Löggildingarstofu leiðir í ljós að raflögnum og rafbúnaði í hesthúsum er víða ábótavant.<strong> </strong><strong>Jóhann Ólafsson</strong>, deildarstjóri rafmagnsöryggisdeildar Löggildingarstofu,<strong> </strong>telur afar brýnt að eigendur hesthúsa láti fagmenn yfirfara raflagnir og rafbúnað til að tryggja öryggi manna og hesta. Meira
Fallegt keðjuhús á góðum stað í Seljahverfi
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 113 orð | 1 mynd | ókeypis

Fallegt keðjuhús á góðum stað í Seljahverfi

SKEIFAN - fasteignamiðlun er með í einkasölu einbýlishús (keðjuhús) í Grjótaseli 2. Þetta er steinhús, byggt 1979, á þremur pöllum. Alls er húsið 247 ferm., en það er með innbyggðum bílskúr sem er 59,4 ferm. Íbúðarherbergi er í kjallara. Meira
Fallegt og snyrtilegt einbýlishús við Skólaveg
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 238 orð | 1 mynd | ókeypis

Fallegt og snyrtilegt einbýlishús við Skólaveg

HJÁ fasteignasölunni Ásberg í Reykjanesbæ er til sölu fallegt og snyrtilegt hús við Skólaveg 48 þar í bæ. Húsið er um 200 ferm. að stærð með bílskúr og er á einni hæð og mjög vel skipulagt. Ásett verð er 16,5 millj. kr. Meira
Glæsileg hönnun
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 20 orð | 1 mynd | ókeypis

Glæsileg hönnun

The Granada í Tooting í London var byggt árið 1931 og er gott dæmi um glæsilega hönnun Theodore Komisarjevsky á... Meira
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 1084 orð | ókeypis

Haust í sumarlandi

Margs þarf að gæta, þegar sumarhúsið er yfirgefið að hausti og búið undir veturinn, segir <strong>Bjarni Ólafsson. </strong>Vanda þarf fráganginn sem best. Meira
Hálmur í stofunni
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 43 orð | 1 mynd | ókeypis

Hálmur í stofunni

Danska hönnunarfyrirtækið Munchouse hefur nú lokið við hönnun á fyrsta húsgagninu úr rúghálmi en það er efniviðurinn að langmestum hluta. Meira
Hugsað að hausti
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 1015 orð | 3 myndir | ókeypis

Hugsað að hausti

Gott er að nota haust og vetur til að skipuleggja framkvæmdir í garðinum. <strong>Brynja Tomer</strong> elti Björn Jóhannsson landslagsarkitekt í einn dag og komst að ýmsu sniðugu í tengslum við skipulag garða. Meira
Hvalaskoðunarskipið Moby Dick til sölu
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 224 orð | 1 mynd | ókeypis

Hvalaskoðunarskipið Moby Dick til sölu

HJÁ fasteignasölunni Miðborg er nú í sölu hið þekkta hvalaskoðunarskip Moby Dick, sem er 34 brl. stálskip, upphaflega byggt í Noregi 1963. Meira
Íbúðalánasjóður innleiðir rafræna stjórnsýslu
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 310 orð | 1 mynd | ókeypis

Íbúðalánasjóður innleiðir rafræna stjórnsýslu

Vefsíða sjóðsins á að verða öflug, gagnvirk þjónustusíða, segir <strong>Hallur Magnússon</strong>, yfirmaður gæða- og markaðsmála Íbúðalánasjóðs. Viðskiptavinir sjóðsins eiga að geta nýtt sér síðuna til að gera heildstæða áætlun um fyrirhuguð fasteignakaup. Meira
Í &quot;slátr-arastíl&quot;
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 13 orð | 1 mynd | ókeypis

Í "slátr-arastíl"

DANIR segja þessa málminnréttingu vera í "slátrarastíl". Jafnvel uppþvottavélin er þarna hulin með... Meira
Ítalskt hús frá 17. öld
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 40 orð | 1 mynd | ókeypis

Ítalskt hús frá 17. öld

Hér má sjá hús í Orvieto á Ítalíu. Það var byggt á 17. öld en hefur verið endurnýjað allrækilega og eru nú í því öll nútímaþægindi. Borðstofan er þar sem einu sinni var kapella og eru steinveggirnir skreyttir lágmyndum af... Meira
Kjóll Marilyn Monroe
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 37 orð | 1 mynd | ókeypis

Kjóll Marilyn Monroe

Í þessum kjól söng Marilyn Monroe árið 1962 afmælissönginn fyrir Kennedy "Happy Birthday Mr. President". Hann var nýlega seldur fyrir 1.267.500 dollara sem er hæsta verð sem vitað er til að hafi verið greitt fyrir kjól á... Meira
Listvefnaður
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 23 orð | 1 mynd | ókeypis

Listvefnaður

LISTVEFNAÐUR hefur löngum þótt glæsilegur sem hýbýlaskraut. Hér er vefnaðarlistakonan Kirsten Glasbrook að störfum, en hún er dönsk og þykir vefa af mikilli... Meira
Mælingakerfi iðnaðarmanna
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 454 orð | 1 mynd | ókeypis

Mælingakerfi iðnaðarmanna

Það er þakkarvert að vekja umræðu um þetta mikilvæga málefni, sem mörgum er hugleikið og snertir marga pyngjuna, segir <strong>Árni Brynjólfsson</strong>. Það gæti orðið til að draga úr tortryggni, sem oft stafar af ónógum upplýsingum og fáránlegri dulúð. Meira
Nýtt húsnæði Norðurorku í notkun
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 164 orð | 1 mynd | ókeypis

Nýtt húsnæði Norðurorku í notkun

NÝTT og glæsilegt skrifstofuhúsnæði Norðurorku á Rangárvöllum var nýlega tekið formlega í notkun að viðstöddu fjölmenni. Meira
Nýtt stórhýsi rís á horni Laugavegar og Kringlumýrarbrautar
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 1215 orð | 4 myndir | ókeypis

Nýtt stórhýsi rís á horni Laugavegar og Kringlumýrarbrautar

Við Laugaveg 180 er að rísa yfir 4.000 ferm. nýbygging, sem verður á sex hæðum auk bílageymslu. Öll norðurhliðin verður samfelldur glerveggur.<strong> Magnús Sigurðsson</strong> ræddi við aðalhönnuðinn, Pálma Guðmundsson arkitekt, um þessa nýbyggingu, sem stendur á áberandi stað og á eflaust eftir að setja mikinn svip á umhverfi sitt. Meira
&quot;August&quot; frá 1952
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 32 orð | 1 mynd | ókeypis

"August" frá 1952

James Kelly málaði þessa mynd 1952 og nefndi "August". Þetta er úr flokki "Abstract Expressionist"-málverka sem bandaríski safnarinn Charles Randall Dean á í málverkasafni sínu frá lokum síðari heimsstyrjaldar og fram til... Meira
Steinhleðsla, arinn og timbur
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 23 orð | 1 mynd | ókeypis

Steinhleðsla, arinn og timbur

Hér eru sjónvarpið og arinninn inni í steinhleðslu mikilli. Timburstiginn er nokkuð voldugur og fær "samhljóm" í timbri í lofti. Á gólfum eru... Meira
Stór húseign við Hafnarstræti
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 419 orð | 1 mynd | ókeypis

Stór húseign við Hafnarstræti

ÞAÐ vekur ávallt athygli, þegar stórar húseignir í miðborg Reykjavíkur koma á markaðinn. Hjá fasteignasölunni Híbýli er nú í sölu núna húseignina Hafnarstræti 11. Óskað er eftir tilboðum. Meira
Tillögur til umhverfisráðherra um vottanir lagnaefna
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 835 orð | 2 myndir | ókeypis

Tillögur til umhverfisráðherra um vottanir lagnaefna

Fundur Lagnafélagsins nýlega sýndi að allir voru ráðvilltir, segir <strong>Sigurður Grétar Guðmundsson</strong>. Enginn hafði á takteinum gagngerar tillögur um, hvernig vottanir ættu að verða í framtíðinni. Meira
Tvær &quot;L-laga&quot; dýnur og einn koddi
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 13 orð | 1 mynd | ókeypis

Tvær "L-laga" dýnur og einn koddi

Úr tveimur "L-laga" dýnum og einum kodda má gera þennan þægilega beð og... Meira
Umhverfisverðlaun Hvolhrepps árið 2000
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 44 orð | 1 mynd | ókeypis

Umhverfisverðlaun Hvolhrepps árið 2000

Hvolsvelli -Hjónin Guðbjörg Gunnlaugsdóttir og Guðjón Árnason í Króktúni 5 á Hvolsvelli hlutu umhverfisverðlaun Hvolhrepps að þessu sinni. Hljóta þau verðlaunin fyrir einkar fallegan og snyrtilegan garð við húseign sína. Meira
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 401 orð | ókeypis

Útreikningar í nýju greiðslumati

Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s. Meira
Útsýnishús við Vallarbarð
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 202 orð | 1 mynd | ókeypis

Útsýnishús við Vallarbarð

HJÁ fasteignasölunni Hraunhamar er í sölu einbýlishús við Vallarbarð 18. Þetta er steinhús, byggt 1983 með tvöföldum bílskúr sem byggður var 1997. Húsið er 234,5 ferm. en bílskúrinn er 51 ferm.. Húsið er á tveimur hæðum. Meira
Vel staðsett einbýli við Þinghólsbraut
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 161 orð | 1 mynd | ókeypis

Vel staðsett einbýli við Þinghólsbraut

HJÁ fasteignasölunni Valhöll er í sölu einbýlishús við Þinghólsbraut 17 í Kópavogi. Þetta er steinhús, byggt 1960 og er hæð og ris, skráð 155 fermetrar en gólfflötur er um 160 fermetrar. Meira
VIÐ Laugaveg 180, á horni Kringlumýrarbrautar...
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 163 orð | 1 mynd | ókeypis

VIÐ Laugaveg 180, á horni Kringlumýrarbrautar...

VIÐ Laugaveg 180, á horni Kringlumýrarbrautar og Laugavegar, er að rísa yfir 4000 ferm. nýbygging, sem verður á sex hæðum auk bílakjallara. Byggingaraðili er Ístak hf. Mikið er í þessa byggingu lagt og hún á eftir að setja mikinn svip á umhverfi sitt. Meira
7. nóvember 2000 | Fasteignablað | 47 orð | ókeypis

ÞEGAR sumarhúsið er búið undir veturinn,...

ÞEGAR sumarhúsið er búið undir veturinn, er margs að gæta. Bjarni Ólafsson fjallar um þetta viðfangsefni í Smiðjunni í dag. Óboðnir gestir mega ekki komast inn, hvort heldur innbrotsþjófar eða mýs og vatn má ekki frjósa í leiðslum eða hreinlætistækjum. Meira

Úr verinu

7. nóvember 2000 | Úr verinu | 525 orð | ókeypis

Ísland fær ekki kvóta verði farið að því

ÍSLENDINGAR fá ekki þorskkvóta í Barentshafi á næsta ári, verði farið að tillögum vísindanefndar Alþjóða hafrannsóknaráðsins, ICES, sem kynntar voru í gær. Nefndin leggur til að þorskkvóti í Barentshafi á næsta ári fari ekki yfir 263 þúsund tonn. Meira
Nýju skipi gefið nafn í Kína
7. nóvember 2000 | Úr verinu | 220 orð | 1 mynd | ókeypis

Nýju skipi gefið nafn í Kína

STEINUNN Friðjónsdóttir, eiginkona Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra, gaf í gær nýju íslensku skipi nafnið Guðrún Gísladóttir KE en skipið er nú í smíðum fyrir Örn Erlingsson, útgerðarmann, í Guangzhou-skipasmíðastöðinni í Kína. Meira
[ ]

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.