Greinar sunnudaginn 3. desember 2000

Forsíða

3. desember 2000 | Forsíða | 141 orð | 1 mynd

Alvarlegt lestarslys á Indlandi

AÐ minnsta kosti 36 manns týndu lífi og um 130 slösuðust er farþegalest rakst á vöruflutningalest í Punjab-ríki á Indlandi í gær. Var síðarnefnda lestin á röngu spori er áreksturinn varð og tókst ekki að láta vita af því í tíma. Meira
3. desember 2000 | Forsíða | 353 orð

Demókratar binda vonir við 14.000 vafaatkvæði

DÓMARI í Tallahassee í Flórída tók í gær fyrir kröfu demókrata um talningu 14.000 vafaatkvæða en þeir telja, að þau geti hugsanlega ráðið úrslitum um niðurstöðu forsetakosninganna. Meira
3. desember 2000 | Forsíða | 151 orð

Lambakjöt í stað nautakjöts

NAUTAKJÖT hefur verið fjarlægt af matseðli nýjasta veitingahúss Alain Ducasse sem er þekktasti matreiðslumeistari Frakklands. Gestum staðarins verður þess í stað boðið upp á lambakjöt matreitt eftir kúnstarinnar reglum. Meira
3. desember 2000 | Forsíða | 194 orð

Látnir líklega á annað hundrað

ÓTTAST er, að á annað hundrað manns hafi látið lífið er verslunarmiðstöð hrundi til grunna í borginni Dongguan í Suður-Kína í gær. Verið var að byggja tvær hæðir ofan á húsið í trássi við lög og reglur. Meira

Fréttir

3. desember 2000 | Innlendar fréttir | 73 orð

Árekstur á Akureyri

ÁREKSTUR varð á Glerárgötu á Akureyri um ellefuleytið í fyrrakvöld. Að sögn lögreglunnar á Akureyri þá voru tildrög óhappsins þau að bíll keyrði aftan á annan en sá fremri hafði numið staðar við gangbraut. Meira
3. desember 2000 | Innlendar fréttir | 503 orð

Blómstrandi sveitarfélag á norðurslóðum

FRAMLAG Akureyrar til "Græna Óskarsins", eins og umhverfissamkeppnin Nations in Bloom er oft kölluð, var kynnt föstudaginn 1. desember á Washington Plaza-hótelinu í höfuðborg Bandaríkjanna. Fyrir nefnd sveitarfélagsins fór Sigurður J. Meira
3. desember 2000 | Innlendar fréttir | 51 orð

Búið að gera við raflínuna

BÚIÐ er að gera við raflínuna sem slitnaði á sunnanverðum Vestfjörðum á föstudagsmorgun. Tvær staurastæður brotnuðu vegna ísingar, en viðgerð á þeim lauk í fyrrinótt. Á meðan þurftu íbúar á svæðinu að treysta á dísilrafstöðvar. Meira
3. desember 2000 | Innlendar fréttir | 199 orð

EHUD Barak, forsætisráðherra Ísraels, hefur ákveðið...

EHUD Barak, forsætisráðherra Ísraels, hefur ákveðið að boða til kosninga á næstunni og þykir líklegt, að þær verði á vori komanda. Meira
3. desember 2000 | Erlendar fréttir | 150 orð | 2 myndir

Engin skráð brot á Íslandi

FULLTRÚAR Alþjóðasamtaka blaðaútgefenda, IPI, birtu í vikunni skýrslu um brot á ákvæðum alþjóðasamninga um frelsi fjölmiðla í aðildarríkjum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, árin 1999 og 2000. Alls eiga 55 ríki aðild að ÖSE og í 12 þeirra, þ.á... Meira
3. desember 2000 | Innlendar fréttir | 304 orð

Flogið alla daga til London

SALA á ferðum á vegum breska lágfargjaldaflugfélagisns Go til og frá Íslandi og London er hafin á Netinu en símasala hefst á mánudaginn. Fyrsta ferðin verður farin hinn 25. mars næstkomandi og fyrirhugað er að fljúga út september. Meira
3. desember 2000 | Innlendar fréttir | 164 orð

Flugumferð eykst

FLUGUMFERÐ um íslenska úthafsflugstjórnarsvæðið jókst um 13% á fyrstu tíu mánuðum þessa árs, en 80.686 flugvélar flugu um svæðið eða um 9.200 fleiri en á sama tíma í fyrra. Meira
3. desember 2000 | Innlendar fréttir | 182 orð

Forseti bandarísku OASSISsamtakanna í heimsókn á Íslandi

DR. JAMES T. Clemons, forseti Oassis-samtakanna í Bandaríkjunum, sem stofnuð voru 1997, er væntanlegur til landsins 5. des. nk. Hann kemur hingað í boði þjóðkirkjunnar, Kjalarnesprófastsdæmis og Keflavíkurkirkju. Dr. Clemons er með Ph.D. Meira
3. desember 2000 | Erlendar fréttir | 2009 orð | 1 mynd

Frekari átök innan flokksins möguleg

YOSHIRO Mori komst til valda í Japan í apríl síðastliðnum þegar þáverandi forsætisráðherra landsins, Keizo Obuchi, veiktist skyndilega og dó. Meira
3. desember 2000 | Erlendar fréttir | 151 orð

Illdeilur í norska Framfaraflokknum

MIKIL sundrung ríkir nú innan stærsta stjórnmálaflokks Noregs, Framfaraflokksins. Miðstjórn flokksins sagði frá því um síðustu helgi að í bígerð væri að reka sextán háttsetta meðlimi Óslóardeildar flokksins. Meira
3. desember 2000 | Innlendar fréttir | 192 orð

Konur nýti tækifæri sín í þekkingarsamfélagi

UM áttatíu konur sóttu námstefnu á vegum Vegsauka undir yfirskriftinni "Konur í kjafti karla" þar sem Jónína Benediktsdóttir fjallaði um þær leiðir sem færar eru konum til að ná árangri og ná fram markmiðum sínum. Meira
3. desember 2000 | Innlendar fréttir | 248 orð

Kúariða getur ekki borist með fósturvísum

YFIRDÝRALÆKNIR segir að engin vísindaleg rök bendi til þess að kúariða geti borist með fósturvísum til Íslands. Hann bendir á að aldrei hafi komið upp tilvik þar sem sannast hefur að sjúkdómar berist með fósturvísum. Meira
3. desember 2000 | Innlendar fréttir | 63 orð

Lýst eftir vitnum

Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á Laugarnesvegi gegnt húsi nr. 37, föstudaginn 1.12. á milli kl. 8:30 og 10:40. Meira
3. desember 2000 | Erlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Lögreglumenn mótmæla

HUNDRUÐ lögreglumanna gengu fyrir nokkrum dögum um götur Helsinki til að krefjast hærri launa. Lögreglumennirnir afhentu stjórninni bænaskrá þar sem þeir segjast vera stoltir af starfi sínu en það sé nú erfiðara en áður og launin of lág. 5.100 af 8. Meira
3. desember 2000 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Með símann í pásu

ÞEIR sem enn hafa ekki lagt af þann sið að reykja þurfa í æ meira mæli að sæta því að verða að stunda þessa iðju utan dyra. Skiptir þá engu máli hvernig veðrið er. Meira
3. desember 2000 | Erlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Minnisvarði um fórnarlömb Sleipnisslyssins

Á SUNNUDAGINN var liðið ár frá því norska ferjan Sleipnir fórst og sextán manns týndu lífinu. Af því tilefni var afhjúpaður minnisvarði með nöfnum fórnarlamba slyssins við Ryvarden-vita í Sveio á sunnudag. Meira
3. desember 2000 | Innlendar fréttir | 8 orð | 1 mynd

MORGUNBLAÐINU í dag fylgir blað frá...

MORGUNBLAÐINU í dag fylgir blað frá Lancome "Jólin... Meira
3. desember 2000 | Innlendar fréttir | 95 orð

Mæling á notkun heimasíðna

VERSLUNARRÁÐ Íslands hefur ákveðið að taka upp samstarf við Modernus ehf. (www.modernus.is) um mælingu á notkun á íslenskum heimasíðum en Verslunarráð hefur um langt árabil framkvæmt samningsbundið eftirlit með upplagi dagblaða, tímarita og... Meira
3. desember 2000 | Innlendar fréttir | 223 orð

Niðurstöður fjölþjóðlegs rannsóknaverkefnis

SIGURJÓN Mýrdal, dósent við KHÍ, Gunnar E. Finnbogason, dósent við KHÍ, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, dósent við HA, og Guðrún Geirsdóttir, lektor við HÍ, halda fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands næstkomandi þriðjudag, 5. Meira
3. desember 2000 | Erlendar fréttir | 1209 orð | 2 myndir

Nýir tímar í Mexíkó

Þáttaskil urðu í stjórnmálum Mexíkó er stjórn Vicente Fox tók við völdum á föstudag. Stefán Á. Guðmundsson fjallar um málið. Meira
3. desember 2000 | Erlendar fréttir | 209 orð

Nýr meirihluti og bæjarstjóri í Þórshöfn

TVEIR borgaralegir flokkar hafa myndað meirihluta í bæjarstjórn Þórshafnar í Færeyjum og verður hann undir forystu nýs bæjarstjóra, Jans Christiansens, 42 ára kennaramenntaðs félaga í Þjóðarflokknum. Meira
3. desember 2000 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

Nýtt sambýli fyrir aldraða tekið í notkun

NÝTT sambýli fyrir minnissjúka á vegum hjúkrunarheimilisins Eirar var vígt í gær. Þetta er fyrsta sambýlið hér á landi sem er hannað sérstaklega fyrir þarfir þessa hóps. Níu íbúar verða á sambýlinu. Meira
3. desember 2000 | Innlendar fréttir | 92 orð

Nýtt vefsvæði tileinkað sykursýki

UM ÞESSAR mundir fagnar NetDoktor.is eins árs afmæli og af því tilefni hefur heilsuvefurinn fengið nýtt og ferskt útlit sem auðveldar lesendum alla notkun á vefnum, s.s. efnisleit. Á þessu ári frá opnun NetDoktor. Meira
3. desember 2000 | Innlendar fréttir | 182 orð

"Áætlun ESB er geggjuð"

RITT Bjerregaard, matvælaráðherra Danmerkur, gagnrýnir tillögu Evrópusambandsins um bann við notkun dýramjöls í skepnufóður í dagblaðinu Politiken í gær. Meira
3. desember 2000 | Innlendar fréttir | 190 orð

Ráðist á lögreglu

TÖLUVERÐUR erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í fyrrinótt en tilkynnt var um fimm líkamsárásir og í einu tilfellinu var ráðist á tvo lögreglumenn. Um þrjúleytið um nóttina var beðið um aðstoð lögreglu á veitingastað við Hverfisgötu. Meira
3. desember 2000 | Innlendar fréttir | 114 orð

Rætt um framtíð flugvallar

SAMTÖKIN Hollvinir Reykjavíkurflugvallar efna síðdegis á mánudag til umræðufundar um framtíð og þýðingu Reykjavíkurflugvallar. Hefst hann kl. 17 og verður á Hótel Sögu í Reykjavík. Flutt verða átta stutt ávörp og verður síðan gefið tækifæri til umræðna. Meira
3. desember 2000 | Innlendar fréttir | 23 orð

Sigldi á hafnarbakkann

KORNFLUTNINGASKIPIÐ Zuljalal frá Hong Kong sigldi á Sundabakka í Sundahöfn í fyrradag. Að sögn lögreglu kom gat á perustefni skipsins, en hafnarbakkinn skemmdist... Meira
3. desember 2000 | Innlendar fréttir | 157 orð

Sjávarútvegsfyrirtækið Nasco ehf.

Sjávarútvegsfyrirtækið Nasco ehf. hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum á búi félagsins. Ástæðan er taprekstur undanfarin misseri, en neikvæð eiginfjárstaða fyrirtæksins er 150 milljónir króna. Meira
3. desember 2000 | Erlendar fréttir | 305 orð

Spurningaflóð frá skólanemum

NETIÐ býður upp á áður óþekkta möguleika til lýðræðislegrar umræðu og skoðanaskipta, ekki síst við stjórnmálamenn og flokka og hafa skólanemar tileinkað sér það hratt og vel. Meira
3. desember 2000 | Innlendar fréttir | 845 orð | 1 mynd

Stríðsár í tali og tónum

Erla Hulda Halldórsdóttir fæddist 1. maí 1966 í Reykjavík en er uppalin á Snæfellsnesi. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni, BA-prófi frá Háskóla Íslands í sagnfræði 1989 og MA-prófi í sagnfræði frá HÍ 1996. Meira
3. desember 2000 | Erlendar fréttir | 956 orð | 1 mynd

Sýndar ímyndunaraflið

MUNU tölvur og Netið verða til þess að bækur breytast í óafmarkaðar tengibyggingar þar sem lesandinn er einnig höfundur? Nú á dögum eru til tvær gerðir bóka: Þær sem eru til lestrar og þær sem eru til ráðgjafar. Meira
3. desember 2000 | Innlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Tilhlökkun á aðventu

Leikskólabörnin í Bjarnahúsi á Húsavík sögðust vera farin að hlakka til jólanna, enda byrjað að skreyta skólann þeirra. Þau Viktoría, Hannes og Dagbjört príluðu upp á girðinguna til að vera örugglega með á... Meira
3. desember 2000 | Innlendar fréttir | 112 orð

Tvær bílveltur við Borgarnes

TVÆR bílveltur urðu í námunda við Borgarnes í gærmorgun vegna hálku en í báðum tilfellum sluppu ökumennirnir, sem voru einir í bílunum og í bílbeltum, ómeiddir. Að sögn lögreglu valt jeppi á hliðina við Hamar rétt norðan við Borgarnes um klukkan 9. Meira
3. desember 2000 | Innlendar fréttir | 406 orð

Um 30 þúsund Íslendingar þjást af skammdegisþunglyndi

UM ellefu af hundraði Íslendinga, eða um 30 þúsund manns, eru haldnir skammdegisþunglyndi, eða vetrarþunglyndi af einhverju tagi. Meira
3. desember 2000 | Innlendar fréttir | 190 orð

Verður líka að huga að öðrum spilaleiðum

"ÉG hef ekki heyrt þessa hugmynd áður og því ekki velt henni fyrir mér en það er ekki nema gott að svona hópur kemur fram og hugsar um þessa hluti," segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, um þá hugmynd áhugahóps gegn... Meira
3. desember 2000 | Erlendar fréttir | 253 orð

Vonir dvína um árangur á Nice-fundi

ALEKSANDER Kwasniewski, forseti Póllands, ítrekaði í heimsókn til Brussel í vikunni, að Pólverjar teldu sig geta gengið í Evrópusambandið (ESB) árið 2003 ef núverandi aðildarríki þess sýndu til þess nægilegan pólitískan vilja. Meira
3. desember 2000 | Innlendar fréttir | 410 orð

Þjónusta við fatlaða er talin kosta 4,4 milljarða

VILJAYFIRLÝSING um samstarf félagsmálaráðuneytisins og Hússjóðs Öryrkjabandalagsins var undirrituð í gær og er markmiðið að þörf fatlaðra fyrir sambýli verði mætt á næstu fimm árum. Alls eru 209 manns á biðlistum eftir slíku húsnæði. Meira
3. desember 2000 | Erlendar fréttir | 250 orð

Þolinmæði kjósenda á þrotum DÓMARI í...

Þolinmæði kjósenda á þrotum DÓMARI í Tallahassee í Flórída tók í gær fyrir kröfu lögfræðinga Al Gores, forsetaefnis demókrata, um talningu 14.000 vafaatkvæða en demókratar telja, að þau geti hugsanlega ráðið úrslitum um niðurstöðu kosninganna. Meira
3. desember 2000 | Innlendar fréttir | 251 orð

Þýskaland og Frakkland banna fiskimjöl RÍKISSTJÓRNIR...

Þýskaland og Frakkland banna fiskimjöl RÍKISSTJÓRNIR Þýskalands og Frakklands hafa bannað dýramjöl í skepnufóðri og nær bannið einnig til fiskimjöls. Bannið var sett vegna vaxandi ótta í Evrópu við kúariðu og Creutzfeldt-Jakob-sjúkdóminn. Meira

Ritstjórnargreinar

3. desember 2000 | Leiðarar | 2037 orð | 2 myndir

2. desember.

Við spyrjum okkur oft - og ekki að ástæðulausu - hvort við höfum gengið of langt í uppbyggingu og útþenslu utanríkisþjónustu okkar. Meira
3. desember 2000 | Leiðarar | 530 orð

BANASLYS VEKJA ÓHUG

Á FIMMTUDAG varð banaslys á Reykjanesbraut þegar tveir bílar skullu saman með þeim afleiðingum að hjón og ungur maður dóu en lítil stúlka bjargaðist. Á þessu ári hafa 28 manns látizt í umferðarslysum. Þessi dauðsföll í umferðinni vekja óhug. Meira

Menning

3. desember 2000 | Menningarlíf | 97 orð | 1 mynd

Fjalla-Eyvind-ur í Listaklúbbnum

DAGSKRÁ Listaklúbbs Leikhúskjallarans annað kvöld verður helguð Fjalla-Eyvindi eftir Jóhann Sigurjónsson. Leikritið er nú komið út hjá JPV-forlagi í nýrri gerð sem dr. Jón Viðar Jónsson hefur unnið með hliðsjón af lokagerð verksins á dönsku. Meira
3. desember 2000 | Menningarlíf | 94 orð

Gaman og alvara á Súfistanum

BÓKAKYNNING verður á Súfistanum við Laugaveg 18, í Bókabúð Máls og menningar, annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20. Meira
3. desember 2000 | Menningarlíf | 190 orð

Kór Langholtskirkju fer í tónleikaferð

KÓR Langholtskirkju heldur í tónleikaferð til Finnlands og Svíþjóðar nk. þriðjudag, 5. desember. Af því tilefni verður opin æfing í Langholtskirkju annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20, og eru allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Meira
3. desember 2000 | Menningarlíf | 191 orð | 1 mynd

M-2000

HÁSKÓLABÍÓ KL. 14 Reykjavík vorra daga Hin merka heimildarmynd Óskars Gíslasonar frá 1947 hefur nú verið endurgerð og verður sýnd í fullri lengd. Liður í Stjörnuhátíð Menningarborgarinnar. IÐNÓ KL. Meira
3. desember 2000 | Fólk í fréttum | 242 orð | 1 mynd

Makalaus markaðsblekking

½ Leikstjóri Diane Keaton. Handrit Delia og Nora Ephron. Aðalhlutverk Meg Ryan, Walter Matthau, Lisa Kudrow og Diane Keaton. (94 mín.) Bandaríkin 2000. Skífan. Öllum leyfð. Meira
3. desember 2000 | Menningarlíf | 114 orð

Mánudagur 4. desember

LISTAHÁSKÓLINN SÖLVHÓLSGÖTU 13 Í LEIKLISTARSAL KL. 15-17 Listamenn í skólum Uppskeruhátíð verkefnis Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Meira
3. desember 2000 | Fólk í fréttum | 554 orð | 2 myndir

Mjög gott.is

buttercup.is, geisladiskur hljómsveitarinnar Buttercup. Sveitina skipa Davíð Þór Hlinason (gítar, raddir), Heiðar Kristinsson (trommur, slagverk, raddir, hljómborð), Íris Kristinsdóttir (söngur, raddir), Símon Jakobsson (bassi, raddir, hljómborð) og Valur Heiðar Sævarsson (söngur, raddir). Upptökum stýrði Rafn Jónsson ásamt Buttercup. Strengi útsetti Ingólfur G. Árnason. 40.10 mín. R&R músík gefur út. Meira
3. desember 2000 | Menningarlíf | 66 orð | 1 mynd

Mozart í Fríkirkjunni

BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur og félagar halda sína árlegu tónleika undir heitinu "Kvöldlokkur á jólaföstu" í Fríkirkjunni í Reykjavík nk. þriðjudagskvöld, 5. desember, kl. 20.30. Þetta er í 20. Meira
3. desember 2000 | Menningarlíf | 88 orð | 1 mynd

Myndlistarsýning í Listhúsinu

MYNDLISTARSÝNING Sigurrósar Stefánsdóttur verður opnuð í VeisluGalleríinu í Listhúsinu í Laugardal, á morgun, mánudag. Meira
3. desember 2000 | Fólk í fréttum | 155 orð | 1 mynd

Norðmenn hrifnir

FRÆNDUR okkar Norðmenn virðast heldur betur hafa góðan smekk á kvikmyndum samkvæmt umfjöllun hins virta Screen International tímarits. Meira
3. desember 2000 | Menningarlíf | 97 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

ÚT ER komin hjá Máli og mynd bókin Reiðleiðir um Ísland eftir Sigurjón Björnsson prófessor. Í bókinni segir höfundur frá ferðum sínum um landið en hann hefur lengi stundað hestamennsku. Meira
3. desember 2000 | Fólk í fréttum | 754 orð | 1 mynd

"Eitthvert ákveðið dill í svinginu"

Í kvöld geta djassarar gert sér dagamun því Tómas R. Einarsson heldur útgáfutónleika sína á djassklúbbnum Múlanum. Birgir Örn Steinarsson hitti hann undir fjögur og fylgdi honum inn í töfraheim næturinnar. Meira
3. desember 2000 | Fólk í fréttum | 931 orð | 1 mynd

"Ótrúlegt að eiga vinsælasta lagið á Íslandi"

Íslendingar hafa tekið vel á móti tónum bresku sveitarinnar Coldplay. Birgir Örn Steinarsson hringdi í gítarleikara sveitarinnar Jonny Buckland og spurði hann m.a. hvort þeir ætluðu ekki að fara drífa sig hingað á klakann. Meira
3. desember 2000 | Fólk í fréttum | 177 orð | 2 myndir

Robbie og Liam grafa stríðsöxina

ALLT ÚTLIT er fyrir að hinni þrautseigu rimmu milli Liam Gallagher og Robbie Williams sé lokið. Meira
3. desember 2000 | Menningarlíf | 688 orð | 5 myndir

Sextíu þúsund gestir á fimm dögum

Fimm listamenn úr félaginu Íslensk grafík sýndu á dögunum verk sín á alþjóðlegri listastefnu í Shanghai í Kína. Orri Páll Ormarsson hlýddi á ferðasögu tveggja þeirra, Bjarna Björgvinssonar og Kristbergs Ó. Péturssonar, formanns félagsins. Meira
3. desember 2000 | Menningarlíf | 108 orð

Stríðsárakvöldvaka

ÁRLEG kvöldvaka Kvennasögusafns Íslands verður haldin í veitingastofu á 2. hæð Þjóðarbókhlöðu, nk. þriðjudagskvöld, 5. desember, kl. 20. Kvöldvakan er að þessu sinni helguð hlutskipti kvenna á hernámsárunum á Íslandi. Á dagskrá verða tveir fyrirlestrar. Meira
3. desember 2000 | Menningarlíf | 68 orð

Syngjandi börn á Selfossi

SAMEIGINLEGIR aðventutónleikar Unglingakórs Selfosskirkju og yngri og eldri barnakórs kirkjunnar verða í Selfosskirkju nk. þriðjudag, 5. desember, kl. 20. Kórarnir syngja bæði allir saman og hver fyrir sig og eru flytjendur rúmlega eitt hundrað talsins. Meira
3. desember 2000 | Menningarlíf | 126 orð | 1 mynd

Tónleikar í Kristskirkju

CARITAS á Íslandi heldur styrktartónleika í Kristskirkju, Landakoti, í dag, sunnudag, kl. 16.30. Meira
3. desember 2000 | Menningarlíf | 97 orð

Útgáfutónleikar Tómasar R. Einarssonar

ÚTGÁFUTÓNLEIKAR á djassklúbbnum Múlanum, á efri hæð veitingastaðarins Kaffi Reykjavík, verða í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 21. Þar kynnir Tómas R. Meira
3. desember 2000 | Fólk í fréttum | 676 orð | 1 mynd

Viðkunnanleg tröll

Hjónin Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg sendu nýlega frá sér barnaplötuna Bullutröll. Ásgeir Ingvarsson leit inn í morgunkaffi og tók þau tali. Meira
3. desember 2000 | Menningarlíf | 59 orð | 1 mynd

Vigdísarkvöld í Kaffileikhúsinu

DAGSKRÁ helguð verkum Vigdísar Grímsdóttur verður í Kaffileikhúsinu annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20. Meira
3. desember 2000 | Menningarlíf | 532 orð | 1 mynd

Þrjár menningarstofnanir í Þekkingarhúsi

REYKJAVÍKUR-AKADEMÍAN og Myndlistaskólinn í Reykjavík buðu Alliance Française velkomið með starfsemi sína undir þak JL-hússins við Hringbraut 121 með móttöku í fyrradag. Meira

Umræðan

3. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 830 orð

(1Pt. 2, 2.)

Í dag er sunnudagur 3. desember, 337. dagur ársins 2000. Jólafasta/aðventa. Orð dagsins: Sækist eins og nýfædd börn eftir hinni andlegu, ósviknu mjólk, til þess að þér af henni getið dafnað til hjálpræðis. Meira
3. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 30 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Nk. mánudag 4. desember verður fimmtugur Haraldur Jónsson. Hann og eiginkona hans, Sólveig Jóna Jóhannesdóttir, taka á móti gestum að Móum, 301 Akranesi, eftir kl. 16 á... Meira
3. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 33 orð | 1 mynd

95 ÁRA afmæli.

95 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 4. desember, verður 95 ára frú Ragnheiður Jónsdóttir frá Þrúðvangi, Vestmannaeyjum. Í tilefni dagsins tekur hún á móti gestum laugardaginn 9. desember í Akogeshúsinu, Vestmannaeyjum milli kl.... Meira
3. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 275 orð | 1 mynd

BOGMAÐUR

Afmælisbarn dagsins: Þú ert hæfileikaríkur og átt auðvelt með að koma hugmyndum þínum á framfæri en vantar oft svolítið upp á kraftinn til að hrinda þeim í framkvæmd. Meira
3. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 544 orð | 1 mynd

Góð ábending

SÍÐASTLIÐIÐ sumar gisti ég nokkrar nætur í skálum Ferðafélags Íslands. Ég hafði búist við að leirtau og hnífapör væru í skálunum og hafði slíkt ekki meðferðis. Meira
3. desember 2000 | Aðsent efni | 1259 orð | 1 mynd

Hindra samningar kennara framþróun starfsmenntunar?

Kjarasamningar kennara eru hemill á samstarf skóla og atvinnulífs um starfsmenntun, skrifar Ari Edwald. Kennurum ætti að vera kappsmál að auka samkeppni í menntakerfinu. Meira
3. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 589 orð

Hugsað um afdrif öryrkja

UM NOKKURT skeið hefur alþjóðadagur fatlaðra verið haldinn hinn 3. desember ár hvert. Þá hefur verið vakin athygli á margs konar baráttumálum þessa hóps. Meira
3. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 419 orð

HÚN breyttist í martröð kvöldskemmtunin sem...

HÚN breyttist í martröð kvöldskemmtunin sem átti að verða á heimili Víkverja sl. Meira
3. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 50 orð

MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík.

MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. Meira
3. desember 2000 | Aðsent efni | 1920 orð | 3 myndir

Samruni til hagræðingar

Íslensk fjármálafyrirtæki eiga í sífellt meiri samkeppni við erlend fyrirtæki, segja Stefán H. Stefánsson og Tryggvi Tryggvason. Sú þróun mun halda áfram og samkeppnin aukast með aukinni tæknivæðingu og stækkun eininga. Meira
3. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 30 orð

VÍSUBROT

Ung gengr oss að angri; etum, það er oss betra! drekkum, svo sorg slökkvi! síður minnist eg fríðrar. Meira

Minningargreinar

3. desember 2000 | Minningargreinar | 1943 orð | 1 mynd

GESTUR KRISTJÁNSSON

Gestur Kristjánsson fæddist í Tungu í Hörðudalshreppi í Dalasýslu 3. nóvember 1910. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 26. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Eggert Gestsson, bóndi í Tungu, síðar á Hreðavatni, Norðurárdalshr. Mýr. Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2000 | Minningargreinar | 371 orð | 1 mynd

JÓN PÉTURSSON

Jón Pétursson fæddist í Miklagarði í Eyjafjarðarsveit 3. ágúst 1915. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 28. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 2. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2000 | Minningargreinar | 939 orð | 1 mynd

VIGFÚS ÓLAFSSON

Vigfús Ólafsson fæddist á Raufarfelli undir Eyjafjöllum 13. apríl 1918. Hann lést 25. október síðastliðinn. Hann fluttist til Vestmannaeyja með foreldrum sínum fimm ára gamall og bjó lengst af í Eyjum. Eftirlifandi kona Vigfúsar er Ragnheiður Jónsdóttir. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

3. desember 2000 | Ferðalög | 834 orð | 3 myndir

Allt innan seilingar

Eigi fólk leið til Ósló á aðventu er upplagt að smakka "lutefisk", skella sér á gönguskíði og fara á Kon-Tiki safnið þar sem sefbátar Thors Heyerdahl eru til sýnis. Steingerður Ólafsdóttir heimsótti Málfríði Aðalsteinsdóttur og bað hana að benda á staði í borginni til að heimsækja á aðventu. Meira
3. desember 2000 | Bílar | 171 orð | 2 myndir

Augnabíll Volvo

VOLVO fer ekki troðnar slóðir þegar kemur að öryggismálum. Meira
3. desember 2000 | Ferðalög | 298 orð | 1 mynd

Bandaríkin Gisti- og akstursþjónusta í Boston...

Bandaríkin Gisti- og akstursþjónusta í Boston Haukur Þorgilsson og Ingunn Helga Sturlaugsdóttir reka gisti- og akstursþjónustuna Haukur og Inga í Boston og hafa gert frá árinu 1996. Meira
3. desember 2000 | Ferðalög | 224 orð | 2 myndir

Barnapössun meðal nýjunga

MIKIÐ hefur snjóað á Akureyringa undanfarið og nú er svo komið að þrjár af fjórum skíðalyftum í Hlíðarfjalli, sem er í 7 km fjarlægð frá Akureyri, hafa verið opnaðar. "Við opnuðum fyrstu skíðalyftuna fyrir hálfum mánuði. Meira
3. desember 2000 | Ferðalög | 724 orð | 6 myndir

Bestu jóðlararnir

Ekki borgar það sig að vera með aðra hönd á stýri, eins og Bjössi á mjólkurbílnum forðum, þegar menn bregða sér út fyrir landsteinana og ferðast um Evrópu á bifreið. Sigmundur Ó. Steinarsson, sem hefur þó nokkra reynslu af að ferðast "Flug og bíll", ráðleggur ferðalöngum, sem ætla sjálfir að aka um Evrópu, að undirbúa ferð sína vel. Meira
3. desember 2000 | Bílar | 434 orð | 2 myndir

Bílamerkin - Alfa Romeo

Mikil saga, oftast ósögð, er tengd merkjum bílaframleiðenda. Hér verður stiklað á stóru í sögu Alfa Romeo. Meira
3. desember 2000 | Bílar | 109 orð | 1 mynd

Eins lítra bjallan

BÍLAFRAMLEIÐENDUR eiga allir það keppikefli að draga úr eyðslu bílanna. Myndin er tölvugerð og sýnir tveggja manna bíl sem byggður er á VW-bjöllu. Meira
3. desember 2000 | Ferðalög | 299 orð | 1 mynd

Fimm þúsund farþegar á klukkustund

NÝ flugstöð fyrir millilandaflug um flugvöllinn í San Francisco verður formlega opnuð í fyrstu viku desember. Meira
3. desember 2000 | Bílar | 711 orð | 4 myndir

Gullna stýrið afhent í 25. sinn

ALFA 147, Ford Mondeo, Volvo S60 og Porsche 911 Turbo hlutu á dögunum Gullna stýrið 2000 í sínum stærðarflokkum. Meira
3. desember 2000 | Bílar | 95 orð | 1 mynd

Innflutningur dregst saman

INNFLUTNINGUR nýrra fólksbíla heldur áfram að dragast saman. Samdrátturinn í nóvember í samanburði við sama mánuð í fyrra er 23% og fyrstu ellefu mánuði ársins er samdrátturinn tæp 11%, sem er í takt við spá Bílgreinasambandsins sl. Meira
3. desember 2000 | Bílar | 156 orð | 1 mynd

Mercedes-Benz C 4x4 í burðarliðnum

MERCEDES-BENZ hefur nú á teikniborðinu fjórhjóladrifsútgáfu af C-bílnum sem er ekki síst ætlað að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækisins gagnvart Audi sem hefur gengið vel að selja Allroad-fjórhjóladrifsútgáfuna af A4. Meira
3. desember 2000 | Bílar | 570 orð | 6 myndir

Mitsubishi Pajero borgarjeppi á 33 tommum

MITSUBISHI Pajero var kynntur á vordögum í mikið breyttri mynd. Þetta er þriðja kynslóð bílsins sem kom fyrst á markað 1982. Hann hefur öðlast fastan sess á bílamarkaði hérlendis og sömuleiðis hefur nýjasta gerðin selst vel. Meira
3. desember 2000 | Ferðalög | 867 orð | 3 myndir

Reistu draumahús við Balaton-vatn

Ég heillaðist af Ungverjalandi í fyrsta skipti sem ég kom þangað. Fólkið er afar viðkunnalegt, náttúran fögur og þó einkum í nágrenni hins þekkta Balaton-stöðuvatns í vesturhluta landsins. Menning og saga er mikil og merk. Meira
3. desember 2000 | Bílar | 77 orð | 1 mynd

Seicento Schumacher

MICHAEL Schumacher, heimsmeistari í Formula 1 kappakstri, hefur bætt einni fjöður til í hatt sinn. Fiat, eigandi Ferrari, hefur skírt sérstaka útgáfu af Seicento Sporting nafni heimsmeistarans. Meira
3. desember 2000 | Ferðalög | 70 orð | 1 mynd

Súrefnisbætt setustofa

Nú í desember verður opnuð svokölluð súrefnis-heilsulind á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam í Hollandi. Í mars næstkomandi mun þriðja súrefnis-heilsulindin verða opnuð á flugvellinum í Detroit. Meira
3. desember 2000 | Bílar | 92 orð | 1 mynd

SVC-vél Saab verðlaunuð

SVC-vél Saab hefur fengið viðurkenningu Popular Science , stærsta vísinda- og tæknitímarits heims, sem eftirtektarverðasta tækninýjungin í bílum. SVC-vélin var meðal 100 annarra tækninýjunga fyrir bíla sem tímaritið valdi úr. Meira
3. desember 2000 | Ferðalög | 294 orð | 1 mynd

Var á árshátíð í Dublin

Valþór Valentínusson, bílamálari hjá Bifreiðaverkstæði Árna Gíslasonar hf., var að koma úr helgarferð með vinnufélögunum frá borginni Dublin í Írlandi. Meira
3. desember 2000 | Ferðalög | 546 orð

Ökuferðir frá Mayrhofen

Hintertux - Ginzling - Brandberg - Penken Sunnan við Mayrhofen eru margir litlir dalir sem hafa að bjóða upp á stórkostlegt landslag. Tilvalið er að fara inn Tux-dalinn og að litlu þorpi, Hintertux. Meira

Fastir þættir

3. desember 2000 | Í dag | 835 orð | 1 mynd

Aðventutónleikar Barna- og unglingakórs Hallgrímskirkju

Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju heldur aðventutónleika í dag, sunnudaginn 3. desember kl 17. Í barnakórnum eru 25 börn á aldrinum 7-10 ára en í unglingakórnum eru 35 félagar á aldrinum 11-16 ára. Efnisskrá tónleikanna er fjölbeytt og verður m.a. Meira
3. desember 2000 | Fastir þættir | 642 orð | 1 mynd

Almættið og aðventan

Í dag er fyrsti sunnudagur í aðventu. Stefán Friðbjarnarson staldrar við föstur og þríeinan höfund tilverunnar. Meira
3. desember 2000 | Fastir þættir | 89 orð

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík...

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði Glæsibæ. Fimmtud. 23. nóvember 2000. 25 pör. Meðalskor 216. Árangur N-S: Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánss. 249 Albert Þorsteinss. - Auðunn Guðmundss. Meira
3. desember 2000 | Fastir þættir | 108 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Hreyfils Mánudagskvöldið 20. nóv. laukaðalsveitakeppni félagsins, lokastaðan varð þessi: í 1. sæti sv. Óskars Sigurðssonar með 228 stig, með honum í sveit voru Sigurður Steingrímsson, Daníel Halldórsson og Ragnar Björnsson. Í 2. sæti sv. Meira
3. desember 2000 | Viðhorf | 864 orð

Er menntun punt?

Annars vegar segir maður já, og verður þannig við kröfu þeirra sem vilja fá já. Hins vegar gerir maður nei, og verður þannig við kröfum þeirra sem vilja fá nei. Þetta mun vera mikið notað trikk í helstu suðupottum alþjóðlegra átaka. Meira
3. desember 2000 | Fastir þættir | 59 orð

Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK spilaði tvímenning á...

Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK spilaði tvímenning á níu borðum fimmtudaginn 30. nóvember sl. Miðlungur var 168. Efst voru: NS Kristján Guðmss. og Sigurður Jóhannss. 187 Guðrún Pálsdóttir og Sigurður Pálsson 178 Björn Bjarnas. og Valdimar Hjartars. Meira
3. desember 2000 | Fastir þættir | 1170 orð | 3 myndir

Sigurinn rann Hannesi úr greipum

25.11.-27.12. 2000 Meira
3. desember 2000 | Fastir þættir | 202 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

STAÐAN kom upp á milli Jóns Garðar Viðarssonar (2.370) og Benedikts Jónassonar (2.270) í fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga. 28. Dxd7?! Rétt hugmynd en röng tímasetning. Betra var 28. b3! Dc6 29. Dxd7! Hxd7 30. Hxd7 og sama staða kæmi upp og í skákinni. Meira
3. desember 2000 | Fastir þættir | 239 orð

Til margra ára

Þetta orðalag er mjög í tízku um þessar mundir og hefur heyrzt og einnig sézt á prenti, ekki veit ég þó hversu lengi. Einhver hefur fundið upp á þessu og aðrir svo tekið það upp og þótt eitthvað frumlegt við það. Meira
3. desember 2000 | Fastir þættir | 295 orð

UNDANFARNA daga hefur stefið í þessum...

UNDANFARNA daga hefur stefið í þessum þáttum verið "hinn eitraði sagnhafi", sem neytir allra bragða til að gera vörninni erfitt fyrir. Ljúkum þessari umfjöllun með eftirfarandi dæmi: Norður gefur; AV á hættu. Meira

Sunnudagsblað

3. desember 2000 | Sunnudagsblað | 4884 orð | 2 myndir

að slá

SÓLBERG Jónsson lét í haust af starfi sparisjóðsstjóra hjá Sparisjóði Bolungarvíkur eftir 39 ára starfsferil. Í upphafi var hann eini starfsmaður sparisjóðsins og þó aðeins í hlutastarfi og sparisjóðurinn átti í erfiðleikum. Meira
3. desember 2000 | Sunnudagsblað | 1051 orð | 2 myndir

Af hverju stafar skammdegisþunglyndi?

MARKTÆKUR munur hefur fundist á melatónín-framleiðslu íbúa á Suðurlandi eftir því hvort þeir hafa einkenni sk. skammdegisþunglyndis eða ekki. Meira
3. desember 2000 | Sunnudagsblað | 565 orð | 2 myndir

Akstur og svefn

ÞESSI grein er ekki um tækni, heldur um einn þátt þess hvað tæknin er hættuleg ef við kunnum ekki að umgangast hana. Allir kannast, en sumir e.t.v. ekki nógu vel, við að áfengi og akstur bíls fara ekki saman. Meira
3. desember 2000 | Sunnudagsblað | 869 orð | 1 mynd

Á ég að gæta bróður míns?

Harmleikurinn í Öskjuhlíðinni og allir þeir voveiflegu atburðir sem honum tengdust, hvíla enn á huga Ellerts B. Schram. Hvernig má það gerast að tveir ungir og glæsilegir menn hljóti slík örlög, mitt í þessu hversdagslífi okkar? Meira
3. desember 2000 | Sunnudagsblað | 1008 orð | 1 mynd

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 4.-10. desember. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni: http://www.hi.is/stjorn/sam/dagbok. Meira
3. desember 2000 | Sunnudagsblað | 1510 orð | 1 mynd

Djass- og sveifluvædd þjóðlög

ÞEIR FÉLAGAR Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson og Jón Rafnsson skipa tríóið Guitar Islancio, sem hefur helgað sig þjóðlagadjass með mjúkri miðevrópskri sveiflu. Meira
3. desember 2000 | Sunnudagsblað | 594 orð | 2 myndir

DULARFULLUR FJÖLLISTAFLOKKUR

FÁAR hljómsveitir hafa vakið aðra eins athygli og umtal síðustu misseri og kanadíski fjöllistaflokkurinn Godspeed You Black Emperor! Sveitarmenn og -konur hafa verið tregir til að gefa út plötur á þeim sex árum sem sveitin hefurverið að og þóttu því mikil tíðindi þegar tvöföld plata kom út í haust. Meira
3. desember 2000 | Sunnudagsblað | 548 orð | 1 mynd

EINLÆGUR ÁHUGI OG METNAÐUR RÉÐU FERÐINNI

MÉR varð snemma ljóst að einlægur áhugi og metnaður réð ferðinni hjá Ragnhildi í þessari rannsókn. Hún sýndi mikið sjálfstæði í störfum sínum og hafði erindi sem erfiði, því við prófessor Guðmundur G. Meira
3. desember 2000 | Sunnudagsblað | 2558 orð | 2 myndir

Fátt skelfilegra en fyrirhyggjulaus framtakssemi

Það er ekki von að venjulegt fólk viti hvað um er að vera. Til skiptis koma mætir menn fram í greinaskrifum og fjölmiðlaviðtölum og halda fram gersamlega ólíkum skoðunum. Meira
3. desember 2000 | Sunnudagsblað | 3915 orð | 5 myndir

Heimur vínsins

Tínsla Víngerð hefst á því að berin eru tínd af runnunum. Þótt það virðist ekki flókið er þetta fyrsta skref eitt það mikilvægasta. Eftir að búið er að tína berin verður ekki aftur snúið. Þrúgurnar verða ekki límdar aftur á runnana til að ná betri... Meira
3. desember 2000 | Sunnudagsblað | 606 orð | 2 myndir

Hjarta- og æðasjúkdómar

Í HINUM vestræna heimi deyja flestir úr hjarta- og æðasjúkdómum, sem eru oftast afleiðing æðakölkunar. Þessir sjúkdómar hafa gengið yfir heiminn eins og farsótt sem byrjaði við upphaf 20. aldar og fór að dvína á 6.-7. Meira
3. desember 2000 | Sunnudagsblað | 2152 orð | 4 myndir

í augu

Henrik Saxgren hefur lengi verið í fremstu röð danskra ljósmyndara. Á ljósmyndahátíðinni í Perpignan á haustmánuðum var hann að kynna þessar tvær nýju og ákaflega ólíku bækur. Meira
3. desember 2000 | Sunnudagsblað | 999 orð | 11 myndir

Mannlífið á Manhattan

AÐ er hvergi eins heillandi að týnast í mannfjöldanum og í New York, einni litríkustuborg veraldar. Meira
3. desember 2000 | Sunnudagsblað | 79 orð

Nokkrir réttir af matseðli Fjallalambs hf.

Hólsfjallahangikjöt Bragðmikið, pækilsaltað og hægreykt við blöndu af taði og íslensku birki. Sauðahangikjöt Valið kjöt af fullorðnum kindum. Bragðmikið og vöðvafyllt. Helgarsteik - Kryddaður frampartur, tilbúinn í ofninn. Meira
3. desember 2000 | Sunnudagsblað | 2961 orð | 3 myndir

Nærmynd af Nóbelsskáldi

Bókaútgáfan Hólar gefur út Nærmynd af Nóbelsskáldi en í bókinni segir á þriðja tug einstaklinga frá kynnum sínum af Halldóri Kiljan Laxness. Ritstjóri er Jón Hjaltason. Hér verður gripið niður í fjóra þætti en meðal annarra sögumanna má nefna Árna Bergmann rithöfund, Svein Einarsson leikstjóra, Matthías Johannessen ritstjóra, Magnús Magnússon sjónvarpsmann í Skotlandi og þær Jytte Eiberg og Auði Sveinsdóttur, ekkju skáldsins, sem eiga skemmtilegt rabb saman. Meira
3. desember 2000 | Sunnudagsblað | 2411 orð | 3 myndir

Ólafur biskup - Æviþættir

Almenna útgáfan hefur gefið út bókina Ólafur biskup - Æviþættir. Björn Jónsson skráði. Í henni lýsir Ólafur Skúlason óvenjulegu lífshlaupi. Hann segir t.a.m. frá fyrstu prestskaparárum sínum í Dakota í Bandaríkjunum, starfi sem fyrsti æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar og árunum þegar hann þjónaði í Bústaðasókn. Meira
3. desember 2000 | Sunnudagsblað | 1093 orð | 1 mynd

"Engin afurðjarðarinnar veldurjafnmiklum hughrifum,deilum og ástríðu"

Í BÓKINNI, sem er gefin út af bókaútgáfunni Sölku í samvinnu við Morgunblaðið, varpar höfundurinn ljósi á sérstöðu hvers svæðis og bregður upp svipmyndum af víngerðarmönnum sem hann hefur rætt við á ferðum sínum. Meira
3. desember 2000 | Sunnudagsblað | 1041 orð | 4 myndir

ROBERT Harris er einn vinsælasti spennusagnahöfundur...

ROBERT Harris er einn vinsælasti spennusagnahöfundur Breta þótt ekki hafi hann skrifað margar bækur á sínum ferli. Meira
3. desember 2000 | Sunnudagsblað | 1505 orð | 3 myndir

Sauðafiðlur og Smælingjar á jólaborðið

Garðar Eggertsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs hf. á Kópaskeri, fæddist í Laxárdal í Þistilfirði árið 1954 og ólst þar upp. Hann varð búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1972, lærði síðan húsasmíði á Kópaskeri og tók sveinspróf 1975. Meira
3. desember 2000 | Sunnudagsblað | 2854 orð | 16 myndir

Silfur í landi Samanna

KOMDU sæll og blessaður," sagði hún brosandi á íslensku, þegar fundum okkar bar saman í glæsilegri verslun þeirra hjóna, Silfursmiðju Juhls, nokkru utan við sjálfan byggðakjarnann. Meira
3. desember 2000 | Sunnudagsblað | 407 orð | 2 myndir

Snældan sækir á

Hin skæða laxafluga Frances, hvort heldur er í rauðri eða svartri útgáfu, hefur loksins fengið skæðan keppinaut um mestu veiðisældina. Það er engin önnur en Snældan hans Gríms Jónssonar sem sótti að sem aldrei fyrr. Meira
3. desember 2000 | Sunnudagsblað | 588 orð | 1 mynd

Uppskera af einkabúgarðinum

EGILL Sæbjörnsson, sem þekktari er sem myndlistarmaður, sendi frá sér breiðskífuna Tonk of the Lawn fyrir skemmstu og hefur fengið fyrir góða dóma. Á plötunni kemur hann fram undir nafnninu Eagle og hefur jafnan birst með svarta síða hárkollu. Góðar viðtökur hér heima, og ekki síst erlendis, hafa aftur á móti orðið til þess að Egill hefur tekið tónlistina af meiri alvöru enda er hann á leið út að kynna sig á tvennum tónleikum í vikunni. Meira
3. desember 2000 | Sunnudagsblað | 48 orð | 1 mynd

Vísindamaðurinn

NAFN: Ragnhildur Þóra Káradóttir, f. 1975.FORELDRAR: Sigrún Magnúsdóttir, kaupmaður og borgarfulltrúi, f. 1944 og Kári Einarsson, rafmagnsverkfræðingur og kennari, f. 1938. MAKI: Massimiliano Polli málari, f. 1968.BARN: Melkorka Elea Polli, f. 2000. Meira
3. desember 2000 | Sunnudagsblað | 424 orð | 1 mynd

Wu-Tang hungrar í heiður

MEÐAL helstu sérkenna rappsins er hve það endurnýjast ört og mun hraðar en rokkið; nýjar stefnur spretta fram, gerbylta öllu og lúta svo í lægra haldi fyrir nýjum straumum. Inn á milli eru svo stöku listamenn eða sveitir sem ná að halda velli þrátt fyrir sviptingarnar. Wu-Tang-gengið breytti rappheiminum svo um munaði, ýtti úr vör nýrri gerð af rappi og gat af sér fjölda sólólistamanna sem settu svip á sölulista í nokkur ár. Fyrir stuttu kom út þriðja skífa Wu-Tang Clan. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.