Greinar þriðjudaginn 12. desember 2000

Forsíða

12. desember 2000 | Forsíða | 236 orð | 1 mynd

Ásakanir um hálfvelgjulega málamiðlun

NÝR sáttmáli Evrópusambandsins (ESB) um breytingar á innra skipulagi og fyrirkomulagi ákvarðanatöku, sem leiðtogar aðildarríkjanna fimmtán náðu í gærmorgun eftir að hafa setið á rökstólum í suður-frönsku borginni Nice í á fimmta sólarhring, var... Meira
12. desember 2000 | Forsíða | 236 orð

Mikil ólga í ísraelskum stjórnmálum

LOFT er lævi blandið í ísraelskum stjórnmálum eftir að Ehud Barak forsætisráðherra sagði af sér og boðaði til sérstakra forsætisráðherrakosninga eftir tvo mánuði. Meira
12. desember 2000 | Forsíða | 350 orð | 1 mynd

Tekist á um lögmæti endurtalningar

LÖGFRÆÐINGAR forsetaframbjóðendanna tveggja í bandarísku forsetakosningunum fluttu mál sitt fyrir óvægnum dómurum í hæstarétti Bandaríkjanna í Washington í gær. Meira
12. desember 2000 | Forsíða | 111 orð

Úrskurðað Pinochet í vil

ÁFRÝJUNARRÉTTUR í Chile ógilti í gær fyrirmæli dómara um að Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra landsins, yrði settur í stofufangelsi og sóttur til saka fyrir mannrán og morð sem framin voru á valdatíma hans 1973-90. Meira

Fréttir

12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 1036 orð | 1 mynd

100 manns börðust við eldinn þegar mest lét

Eldurinn í húsi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum var mjög mikill þegar frá byrjun. Í samtali við Björn Jóhann Björnsson segja slökkviliðsstjórinn og lögreglufulltrúi í Eyjum að byggingin hafi logað stafna á milli og í raun hafi baráttan verið töpuð frá upphafi. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 656 orð | 1 mynd

18 stöðvaðir vegna gruns um ölvun

Umferðarmálefni Ökumaður á vöruflutningabifreið með tengivagn ók á umferðarvita á Vesturlandsvegi við Suðurlandsveg um hádegisbil á föstudag. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Aðstoðar forsætisráðherra

ILLUGI Gunnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður forsætisráðherra en Orri Hauksson lét fyrir nokkru af því starfi. Illugi er 33 ára hagfræðingur frá Háskóla Íslands og lauk nýverið prófi í rekstrarhagfræði frá London Business School. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 79 orð

Aðventukvöld í Háskólakapellu

Vox academica, kammerkór Háskóla Íslands, heldur aðventukvöld í Háskólakapellunni, aðalbyggingu Háskóla Íslands, þriðjudaginn 12. desember klukkar 20:00. Kórinn flytur jólasálma í bland við trúarleg kórverk frá 20. öld eftir íslensk og erlend tónskáld. Meira
12. desember 2000 | Akureyri og nágrenni | 73 orð

Aðventukvöld í Svalbarðskirkju

AÐVENTUKVÖLD verður í Svalbarðskirkju á Svalbarðsströnd næstkomandi fimmtudagskvöld, 14. desember kl. 20.30. Samveran er ætluð ungum sem eldri og einkennist af hljóðfæraleik, söng og helgileikjum. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 13 orð

Aðventutónleikar í Víðistaðakirkju

KARLAKÓRINN Þrestir og Kvennakór Hafnarfjarðar halda aðventutónleika í Víðistaðakirkju á morgun, miðvikudag, kl.... Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 373 orð

Afkoma ríkissjóðs með því besta sem gerist í OECD

ALÞINGI samþykkti í gær fjárlög ársins 2001 en samkvæmt þeim er gert ráð fyrir að ríkissjóður verði rekinn með um 33,9 milljarða króna tekjuafgangi á næsta ári. Tekjur ríkissjóðs eru áætlaðar um 253 milljarðar króna og útgjöld um 219 milljarðar króna. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 525 orð | 1 mynd

Allt húsnæðið er í raun ónýtt

AÐ SÖGN Jóhanns Péturs Andersen, framkvæmdastjóra Ísfélags Vestmannaeyja, er tjónið af völdum stórbrunans nær einum milljarði króna en tveimur, en eftir á að meta það nákvæmlega. Bolfisklínan og frystiklefar eru ónýtir, sem og karageymsla. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 75 orð

Ásthildur atvinnumaður vestanhafs

ÁSTHILDUR Helgadóttir, landsliðskona í knattspyrnu, mun leika með liðinu Carolina Tempest í atvinnudeild í kvennaknattspyrnu í Bandaríkjunum sem hleypt verður af stokkunum í apríl á næsta ári. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 82 orð

Átak í fræðslumálum ófaglærðra

LAGT hefur verið fram á Alþingi ríkisstjórnarfrumvarp sem ætlað er að tryggja Atvinnuleysistryggingasjóði heimild til að verja ákveðinni fjárhæð til að styrkja átak í fræðslumálum ófaglærðra á árunum 2001 til 2003 samkvæmt samkomulagi milli Samtaka... Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Blindrafélagið styður Íþróttasamband fatlaðra

STJÓRN Blindrafélagsins bauð 30. nóvember síðast liðinn ólympíuförum fatlaðra, sem nýverið komu frá Sydney í Ástralíu, til móttöku í húsi Blindrafélagsins í Hamrahlíð 17. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 387 orð | 1 mynd

Borgin hagnast á lóðaskortsstefnu sinni

"LÓÐASKORTSSTEFNA R-listans á stærstan þátt í hækkun fasteignamats, sem hefur leitt til hækkunar fasteignaskatts," segir m.a. í bókun sjálfstæðismanna sem þeir lögðu fram við afgreiðslu á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 275 orð | 2 myndir

Byggja á upp aðstöðu fyrir loðnufrystingu

STJÓRNENDUR Ísfélagsins í Vestmannaeyjum lýstu því yfir á fundi með starfsfólki sínu í gær í Alþýðuhúsinu að hreinsunar- og uppbyggingarstarf yrði hafið, eftir stórbrunann á laugardagskvöld, þannig að loðnufrysting gæti hafist á komandi vertíð. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Bænastund við Kúagerði

BYRGIÐ, kristilegt líknarfélag, stóð á laugardag fyrir bænastund við Kúagerði á Reykjanesbraut þar sem beðið var um vernd yfir öllum þeim bifreiðum sem fara um Reykjanesbraut. Sr. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

DAGSKRÁ Alþingis hefst kl.

DAGSKRÁ Alþingis hefst kl. 13.30 í dag með fyrirspurnum til ráðherra. Kl. 14 verður síðan umræða utan dagskrár um sameiningu ríkisviðskiptabankanna. Málshefjandi verður Steingrímur J. Meira
12. desember 2000 | Erlendar fréttir | 321 orð

Efnin mesta ógnunin við umhverfi hafsins

FULLTRÚAR 122 þjóða náðu samkomulagi um samning um takmörkun og bann við losun á þrávirkum og lífrænum efnum á ráðstefnu í Jóhannesarborg í Suður-Afríku um helgina. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 219 orð

Eitt verkalýðsfélag getur ekki sagt upp launaliðnum

EITT verkalýðsfélag getur ekki eitt og sér sagt upp launalið kjarasamnings landssambands við Samtök atvinnulífsins (SA) á borð við Verkamannasambandið (VMSÍ) og Flóabandalagið. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 1429 orð | 1 mynd

Ekki heimild til atvinnureksturs í ágóðaskyni

Sömu takmarkanir eru á heimildum sveitarfélaga til athafna og eru á athöfnum ríkisins með nokkrum undantekningum sem byggjast á að sveitarfélögum er ætluð sjálfstjórn í eigin málum, sem útfæra skal með lögum, að því er fram kemur hjá Birgi Tjörva Péturssyni, lögfræðingi, sem kynnt hefur sér sveitarstjórnarrétt, m.a. í Danmörku. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 478 orð

Ekki heimilt að meta umsóknir sem berast eftir umsóknarfrest

UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu hafi ekki verið heimilt að taka umsókn er barst að liðnum auglýstum umsóknarfresti um starf lyfjamálastjóra ráðuneytisins til efnislegrar meðferðar. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 161 orð

Enn eitt áfallið sem dynur yfir

HALLDÓR Haraldsson hefur verið starfsmaður Ísfélagsins í rúm 20 ár og er meðal þeirra elstu í dag. Byrjaði fyrst hjá Hraðfrystistöðinni, sem síðar sameinaðist Ísfélaginu sem kunnugt er. Hann hefur verið starfsmaður í landi á lyfturum og vörubílum. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 74 orð

Erill og pústrar í miðborginni

ÁTTA voru teknir fyrir ölvunarakstur í Reykjavík aðfaranótt sl. sunnudags. Lögreglan sagði að nokkur erill hefði verið í miðbænum og ölvun talsverð. Áætlað er að milli 700 og 1.000 manns hafi verið í miðbænum þegar mest var. Meira
12. desember 2000 | Erlendar fréttir | 1126 orð | 2 myndir

ESB búið í stakk fyrir stækkun

Þótt allt eins hefði verið búizt við því að leiðtogar ESB myndu heykjast á því enn um sinn að ná samkomulagi um að "ljúka sinni heimavinnu" fyrir stækkun sambandsins endaði fundur þeirra í Nice með málamiðlunarsamkomulagi. Auðunn Arnórsson stiklar hér á stóru um hvað í því felst. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Fagnaðurinn fluttur inn vegna veðurs

Flateyri - Flateyringar neyddust til að flytja uppákomu tengda tendrun jólatrésins inn í hús vegna slæmra veðurskilyrða á sunnudag. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 83 orð

Fauk út af við Hafursfell

ÁÆTLUNARBIFREIÐ frá Hópferðabílum Helga Péturssonar fauk út af veginum á sunnanverðu Snæfellsnesi í gærmorgun. Mikið rok var og undir Hafursfelli skall sviptivindur á bílnum sem þeyttist út af veginum. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 37 orð

Félagsfundur Tourettesamtakanna

TOURETTE-SAMTÖKIN halda félagsfund í kvöld klukkan 20 í sal ÖBÍ að Hátúni 10b, fyrstu hæð, en gengið er inn frá austurhlið hússins. Meira
12. desember 2000 | Akureyri og nágrenni | 149 orð | 1 mynd

Fjöldi gjafa barst

NÝ barnadeild var tekin í notkun við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, en hún er í nýbyggingu sunnan við elstu byggingu sjúkrahússins. Meira
12. desember 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 446 orð | 5 myndir

Fjöldi skoðaði jólatré og -sveina

JÓLASVEINAR hafa í mörgu að snúast þessa dagana enda mannfólkið nú byrjað að tendra ljós á jólatrjám á höfuðborgarsvæðinu. Meira
12. desember 2000 | Erlendar fréttir | 298 orð

Flokksbræður Motzfeldts vilja sjálfstæði

SIUMUT-flokkurinn á Grænlandi stendur frammi fyrir verstu kreppu frá stofnun flokksins árið 1977. Meira
12. desember 2000 | Akureyri og nágrenni | 114 orð | 1 mynd

Foreldrar Eyþórs Daða fá peningagjöf

FORELDRAR Eyþórs Daða Eyþórssonar, Gréta Björk Eyþórsdóttir og Eyþór Ævar Jónsson, fengu afhenta peningagjöf frá líknar- og hjálparsjóði Landssambands lögreglumanna. Meira
12. desember 2000 | Miðopna | 1057 orð | 2 myndir

Fólk tilbúið að rífa sig upp þrátt fyrir reiðarslagið

Vestmannaeyjabær hefur boðið forsvarsmönnum Ísfélags Vestmannaeyja alla mögulega aðstoð vegna brunans um helgina. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 96 orð

Fundað um Orkubúsmálið

ALMENNUR kynningarfundur um málefni Orkubús Vestfjarða verður haldinn í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði í kvöld, klukkan 21. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar boðar til fundarins. Meira
12. desember 2000 | Akureyri og nágrenni | 145 orð

Gestir leggi til bréf og skraut

JÓL er yfirskrift sýningar sem myndlistarmaðurinn Aðalsteinn Þórsson opnar í Deiglunni 15. desember næstkomandi. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 328 orð

Gífurlegt áfall

"ÞAÐ er gífurlegt áfall að fá svona skell í eitt öflugasta fiskvinnslufyrirtæki landsins, fyrirtæki sem er annar burðarásinn í atvinnulífinu í Eyjum. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Grunur um íkveikju í bílaverkstæði

ELDUR kom upp aðfaranótt sunnudags í bílaverkstæði við Funahöfða í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins tók skamman tíma að slökkva eldinn en talsverðar skemmdir urðu vegna sóts og reyks. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 801 orð | 1 mynd

Hálfs árs ferðalag í vændum

Ragna Sara Jónsdóttir fæddist 3. mars 1973 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1993 og BA-prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands 1997. Hún hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1998 til 2000 en gerðist þá í ársbyrjun starfsmaður hjá Ríkisútvarpinu sem umsjónarmaður Kastljóss. Hún er í sambúð með Stefáni Sigurðssyni, hagfræðingi,sem rekur og er einn eigenda almannatengslafyrirtækisins Inntaks. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 213 orð

Hlutabréfaeign erlendis jókst um 53 milljarða

HLUTABRÉFAEIGN Íslendinga erlendis jókst um 53,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins og nam um 177 milljörðum kr. í lok september. Á sama tíma dróst hlutabréfaeign útlendinga á Íslandi saman um 2,7 milljarða kr. og nam 2,1 milljarði kr. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 596 orð | 2 myndir

Hundruð manna komust ekki leiðar sinnar

HÓPUR fólks lokaði í gær Reykjanesbraut í 3½ klukkustund með því að stöðva og leggja bifreiðum sínum fyrir veginn. Á tímabili voru vel á þriðja hundrað bifreiða í bílalestum við Grindavíkurafleggjara. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 352 orð | 1 mynd

Húsið verði notað í almannaþágu

UNNIÐ er að undirbúningi þess að fjarlægja ÍR-húsið við Túngötu af lóð sinni og fljótlega eftir áramót verður það flutt á geymslusvæði Reykjavíkurhafnar til bráðabirgða, en ekki er búið að taka ákvörðun um hvar húsinu verður endanlega komið fyrir. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 250 orð

Höfðu með búnað sem nýttist vel

ELLEFU slökkviliðsmenn frá höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í slökkvistörfum í Vestmannaeyjum í fyrrinótt. Fimm slökkviliðsmenn fóru með TF Líf, þyrlu Landhelgisgæslunnar, upp úr miðnætti og sex í seinni ferðinni um tveimur klukkustundum síðar. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 92 orð

Í grein í síðasta sunnudagsblaði var...

Í grein í síðasta sunnudagsblaði var sagt að fjöldi apóteka á landinu væri 56, en rétt mun vera að apótekin eru 58. Einnig er sagt í greininni að fimm apótek séu á Akureyri, en þau munu vera fjögur eftir að Sunnuapóteki var lokað. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 192 orð

Í land með slasaða skipverja

"ÞETTA voru smáóhöpp eins og oft vill verða á sjó," sagði Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni, í samtali við Morgunblaðið en tveir menn slösuðust lítillega á miðunum á sunnudag. Meira
12. desember 2000 | Erlendar fréttir | 314 orð | 1 mynd

Kom með mútuféð í forsetahöllina

VITNI í réttarhöldunum yfir Joseph Estrada, forseta Filippseyja, sagði í gær, að það hefði einu sinni komið með poka fullan af peningum í forsetahöllina og afhent hann ritara forsetans. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 321 orð

Kynna sjónarmið Íslands vegna hvalveiða

ÍSLENSK stjórnvöld vinna nú að því að undirbúa hvalveiðar hér við land með því að kynna málstað og sjónarmið Íslendinga í þessum efnum fyrir helstu viðskiptaþjóðum okkar. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 381 orð

Landssambandið hætti við þátttöku

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Sigurði Guðjónssyni, forstjóra Veiðimálastofnunar: "Í Morgunblaðinu 7. desember er viðtal við sjálfskipaðan talsmann fiskeldismanna, Guðmund Val Stefánsson, framkvæmdastjóra Sæsilfurs. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 8 orð

Lúsíuhátíð á Seltjarnarnesi

LÚSÍUHÁTÍÐ verður í Seltjarnarneskirkju á morgun, miðvikudag, kl.... Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 146 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á bifreiðaplani við Blómaval í Sigtúni, laugardaginn 9.12. á tímabilinu 18:30- 20:15. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 116 orð

Meistarafyrirlestur í véla- og iðnaðarverkfræði

Þórarinn Árnason heldur í dag, þriðjudaginn 12. desember kl. 14:00, fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í verkfræði. Verkefnið heitir "Hönnun eltistýringar fyrir sjálfvirkt neðansjávarfar. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 243 orð

Mótmæli Náttúruverndarsamtaka Vesturlands

NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Vesturlands hafa sent frá sér eftirfarandi ályktun um fyrirhugaðar vegaframkvæmdir við Vestfjarðaveg á kaflanum frá Hringvegi að Brúnkollugili: "Náttúruverndarsamtök Vesturlands gera eftirfarandi athugasemdir við annars... Meira
12. desember 2000 | Erlendar fréttir | 468 orð | 2 myndir

Netanyahu ekki kjörgengur

BENJAMIN Netanyahu, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels og leiðtogi Likudflokksins, reyndi hvað hann gat í gær að koma til leiðar lagabreytingum, sem gerðu honum kleift að gefa kost á sér í forsætisráðherrakosningunum, sem boðað hefur verið til í... Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Nýjar áherslur á Kaffistofu Listasafnsins

KAFFISTOFA Listasafns Íslands hefur fyrir löngu unnið sér sess í hugum borgarbúa sem vinsæll áningastaður í dagsins önn enda er hún sjálfstæð rekstrareining innan safnsins. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 90 orð

Nýr afþreyingarvefur opnaður

SKEMMTI- og afþreyingarvefurinn www.listavefurinn.com var opnaður 1. desember sl. Á vefnum má finna ýmiss konar afþreyingarefni sem er uppfullt af kolsvörtum kaldhæðnishúmor. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Nýtt ræsi við Dagverðará

UNNIÐ hefur verið að því undanfarið að setja niður nýtt ræsi við Dagverðará á Snæfellsnesi. Er það liður í vegabótum á Útnesveginum sem unnið hefur verið að í ár. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 935 orð | 2 myndir

Óvissa ríkir um framlagningu frumvarps um sameiningu

VALGERÐUR Sverrisdóttir viðskiptaráðherra sagði við upphaf þingfundar á Alþingi í gærmorgun að mikil óvissa ríkti um það hvort lagt yrði fram á Alþingi fyrir jól frumvarp til laga sem miðaði að sameiningu Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 291 orð | 1 mynd

"Pabbi, sjáðu, það er að kvikna í"

BJARNI Sveinsson, sjómaður í Vestmannaeyjum, og tólf ára dóttir hans, Sigrún, voru meðal þeirra allra fyrstu sem sáu eldsúlur stíga upp úr þaki Ísfélagshússins á laugardagskvöldið. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 86 orð

Rafrænt örorkuskírteini í notkun

TRYGGINGASTOFNUN er nú að taka í notkun nýja gerð örorkuskírteinis fyrir örorkulífeyrisþega. Nýja skírteinið er rafrænt með ljósmynd af handhafa líkt og debet- og kreditkort. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 241 orð

Sala áfengis hluti af góðri þjónustu

SPURNINGAR um hvers vegna áfengi sé veitt í flugvélum hafa vaknað í kjölfar óspekkta fjögurra ölvaðra farþega Úrvals Útsýnar á leið með Flugleiðavél til Mexíkó í síðustu viku. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 224 orð

Samstarf gegn reykingum barna og unglinga

SPARISJÓÐURINN, Tóbaksvarnanefnd, Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, Skífan og Stöð 2 hafa tekið höndum saman um að berjast gegn reykingum og annarri tóbaksnotkun barna og unglinga. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 298 orð | 1 mynd

Sandfok gæti reynst ferjunni skeinuhætt

SANDFOK á Bakkafjöru gæti reynst erfitt viðureignar við ferjusiglingar á milli lands og Vestmannaeyja verði farin sú leið að notast við loftpúðaskip. Meira
12. desember 2000 | Erlendar fréttir | 384 orð | 1 mynd

Segir Rúmena hafa hafnað ofstæki

VINSTRIMAÐURINN Ion Iliescu bar sigurorð af þjóðernisöfgamanninum Corneliu Vadim Tudor í síðari umferð forsetakosninganna í Rúmeníu á sunnudag, samkvæmt fyrstu kjörtölum í gær. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 166 orð

Seinkun á millilandaflugi

FRESTA varð millilandaflugi vegna mótmælaaðgerða á Reykjanesbraut seinnipartinn í gær. Flugleiðir brugðu á það ráð að senda áhafnir flugvélanna með Fokker-flugvél Flugfélags Íslands frá Reykjavík til Keflavíkur. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 126 orð

Selur lúðuseiði fyrir um 400 milljónir króna

FISKELDI Eyjafjarðar hf. hefur gert samning við Hydro Seafood í Rogalandi um að selja norska fyrirtækinu 1,5 milljónir lúðuseiða á næstu fimm árum. Söluverðmætið er rúmlega 400. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Sex slösuðust í bílveltu

SEX slösuðust, þar af einn alvarlega, þegar bíll valt á gatnamótum Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar snemma á sunnudagsmorgun. Meira
12. desember 2000 | Erlendar fréttir | 245 orð

Sharif sendur í útlegð

VIRTUR lögfræðingur í Pakistan, M.D. Tahir, höfðaði í gær mál gegn herforingjastjórn landsins vegna óvæntrar ákvörðunar hennar um að leysa Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra, úr haldi og senda hann í útlegð til Sádi-Arabíu. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Síðasti bærinn í dalnum á myndbandi

Myndin Síðasti bærinn í dalnum er komin út á myndbandi. Þetta rammíslenska og sívinsæla ævintýri eftir Loft Guðmundsson er í leikbúningi Hafnarfjarðarleikhússins og upptöku Sjónvarpsins. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Símon Pálsson

SÍMON Pálsson, forstöðumaður markaðs- og sölusviðs Flugleiða á Íslandi, lést á Landspítalanum sl. sunnudag, 52 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík 30. apríl 1948, sonur hjónanna Jóhönnu Símonardóttur og Páls Þorsteinssonar. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 38 orð

Skífan afgreiðir myndlykla fyrir Stöð 2

VEGNA anna hjá þjónustuveri Íslenska útvarpsfélaginu verða myndlyklar eftirleiðis einnig afgreiddir í verslunum Skífunnar í Kringlunni og á Laugavegi 26. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 312 orð | 1 mynd

Skólafélagar hittast á jólaföstunni

ÚTSKRIFTARÁRGANGUR ársins 1955 frá Menntaskólanum í Reykjavík hefur haft það fyrir sið í um 20 ár að hittast snemma á jólaföstunni í messu hjá skólabróður sínum, Hreini Hjartarsyni, presti í Fella- og Hólakirkju. Meira
12. desember 2000 | Erlendar fréttir | 484 orð

Smáríkin verða meiri hlustendur en gerendur

ÞAÐ er mat Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, að niðurstöður leiðtogafundarins í Nice hafi verið bæði jákvæðar og neikvæðar. Meira
12. desember 2000 | Miðopna | 769 orð | 2 myndir

Stefnt að kauptryggingu í stað atvinnuleysisbóta

Starfsfólk Ísfélags Vestmannaeyja fékk þau skilaboð frá stjórnendum félagsins á fundi í gær að þrátt fyrir stórbrunann á laugardagskvöld yrði stefnt að loðnufrystingu á komandi vertíð. Óvissa er í huga margra starfsmanna en verkalýðsfélagið reynir að stappa stálinu í fólk sitt. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Stekkjarstaur í Ráðhúsinu

FYRSTI jólasveinninn kom til byggða í morgun og í dag klukkan 14 verður hann í Ráðhúsinu. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Stuðningur og samstaða með Palestínumönnum

UM tvöhundruð manns sóttu útifund félagsins Ísland-Palestína á Austurvelli á laugardag, í tilefni intifada-dagsins 8. desember og mannréttindadagsins 10. desember. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 68 orð

Stuttmyndir frumsýndar

Kvikmyndaskóli Íslands efnir til frumsýningar á fjórum stuttmyndum laugardaginn 16. desember í Háskólabíói á útskriftardegi nemenda. Myndirnar voru gerðar af nemendum skólans á haustönn 2000. Meira
12. desember 2000 | Akureyri og nágrenni | 145 orð | 1 mynd

Sýning á myndum úr Búkollu

ÆVINTÝRI og listaverk er heiti á sýningu sem nú stendur yfir í Kaffi Tröð í Pennanum-Bókval á Akureyri. Um er að ræða vatnslitamyndir sem Kristinn G. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 290 orð

Tekjuöflun verði endurskoðuð

STJÓRNARNEFND Landspítala - háskólasjúkrahúss hvetur til þess, í bókun sem gerð var á fundi nefndarinnar í síðustu viku, að tekjuöflun spítalans verði tekin til heildarendurskoðunar og jafnframt að leitað verði allra leiða til að selja eða leigja eignir... Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 115 orð

Tróðst undir þegar sælgæti var dreift

MÖRG þúsund manns voru í miðbæ Reykjavíkur á laugardag og fram eftir kvöldi. Margir voru þangað komnir til að fylgjast með svokallaðri Coca Cola-bílalest frá Vífilfelli, sem fór niður Laugaveginn og dreifði sælgæti og gaf veitingar. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 262 orð

Tæpar 100 milljónir í styrki til íslenskra verkefna í ár

ÚTHLUTAÐ hefur verið í Leonardo da Vinci-starfsmenntaáætlun ESB. Þetta er fyrsta úthlutun í öðrum hluta áætlunarinnar, en upphæðir sem hvert verkefni fær í þessum hluta eru umtalsvert hærri en í þeim fyrsta. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 576 orð

Úrskurður um umgengni móður óhaggaður

HÆSTIRÉTTUR hefur fellt dóm undirréttar úr gildi og dæmt að ekki skuli ógilda úrskurð barnaverndarráðs Íslands í máli móður sem vildi aukinn umgengnisrétt við tvær dætur sínar. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 867 orð

Útfærsla tilboðsins verður skoðuð nánar

ÁKVEÐIÐ var á sáttafundi samninganefnda skólanefndar Verzlunarskóla Íslands og Félags framhaldsskólakennara í gær að fulltrúar Verzlunarskólans legðu fram nákvæmari útfærslu á samningstilboði, sem skólinn hefur gert kennurum, á sáttafundi á morgun. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 466 orð | 1 mynd

Ver doktorsritgerð sína við læknadeild HÍ

STEINUNN Thorlacius ver doktorsritgerð sína við læknadeild Háskóla Íslands í hátíðarsal HÍ laugardaginn 16. desember. Andmælendur eru dr. Mary-Claire King, prófessor við University of Washington í Seattle, og dr. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 140 orð

Vinstrigrænir með 20% fylgi

FYLGI Sjálfstæðisflokksins er nú 45% samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups sem fram fór 8. til 29. nóvember. Vinstrihreyfingin - grænt framboð nýtur stuðnings 20% kjósenda. Meira
12. desember 2000 | Erlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Þrettán mönnum afhent Nóbelsverðlaun

NÓBELSVERÐLAUNIN voru afhent við hátíðlegar athafnir í Stokkhólmi og Ósló á sunnudag. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 790 orð | 2 myndir

Þriðja stórtjónið á 50 árum

Hús Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja stórskemmdist í bruna fyrir 50 árum og þau urðu eldi og hrauni að bráð í Vestmannaeyjagosinu. Bruninn um helgina veldur því þriðja stórtjóninu hjá þessu fyrirtæki á hálfri öld. Hús Ísfélags Vestmannaeyja skemmdust einnig mikið í gosinu. Meira
12. desember 2000 | Innlendar fréttir | 159 orð

Ætla má að kjör á endurtryggingum versni

GUNNAR Felixson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar hf., segir alveg ljóst að gífurlega mikið tjón hafi orðið í brunanum hjá Ísfélaginu í Vestmannaeyjum, þótt ekki sé hægt að segja á þessari stundu um hversu háar fjárhæðir er að ræða. Meira

Ritstjórnargreinar

12. desember 2000 | Staksteinar | 311 orð | 2 myndir

Framlag ráðherra til kjaradeilu kennara

SVANFRÍÐUR Jónasdóttir alþingismaður skrifar á vefsíðu sína pistil um viðbrögð menntamálaráðherra við kennaraverkfallinu og sparar ekki stóru orðin. Meira
12. desember 2000 | Leiðarar | 831 orð

REIÐARSLAG FYRIR VESTMANNAEYJAR

Bruninn hjá Ísfélagi Vestmannaeyja á laugardagskvöld er reiðarslag fyrir Vestmannaeyjar og íbúana þar. Á annað hundrað manns í byggðarlaginu misstu þar með atvinnu sína. Meira

Menning

12. desember 2000 | Bókmenntir | 481 orð | 1 mynd

Aðeins á yfirborðinu

Guðjón Ingi Eiríksson tók saman. Kápa og umbrot: Egill Baldursson. Prentun: Steinholt ehf. Hólar Akureyri 2000. 64 bls. Meira
12. desember 2000 | Tónlist | 504 orð

Að laða fram trúarlega íhugun

Mótettukór Hallgrímskirkju og Schola cantorum fluttu jólasöngva og mótettur eftir Pärt, Poulenc, Kverno, Rutter, Howells, Praetorius og tvær raddsetningar eftir Jón Hlöðver Áskelsson. Stjórnandi var Hörður Áskelsson. Sunnudaginn 10. desember. Meira
12. desember 2000 | Menningarlíf | 42 orð

Aðventutónleikar í Víðistaðakirkju

AÐVENTUTÓNLEIKAR verða haldnir í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Meira
12. desember 2000 | Menningarlíf | 141 orð

Afmælisrit

ÚT er komið Afmælisrit Vísindafélags Íslendinga 1918-1998 . Ritið er gefið út í tilefni af 80 ára afmæli félagsins. Vísindafélag Íslendinga var stofnað 1. desember 1918 af nokkrum kennurum Háskóla Íslands. Meira
12. desember 2000 | Myndlist | 529 orð | 1 mynd

Aftur til sakleysisins

Til 18. febrúar. Opið alla daga frá kl. 9 til 18. Meira
12. desember 2000 | Tónlist | 883 orð | 1 mynd

Áhrifamikill flutningur

Flytjendur voru Kór Íslensku óperunnar, Kristinn Sigmundsson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Nanna María Cortes, Garðar Thór Cortes og félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, konsertmeistari var Sigrún Eðvaldsdóttir og stjórnandi Garðar Cortes. Laugardaginn 9. desember. Meira
12. desember 2000 | Menningarlíf | 908 orð | 1 mynd

Eggjarauður í hafi

ÚT er komin ljóðabókin Fingurkoss eftir Kristrúnu Guðmundsdóttur. Þetta er önnur ljóðabók höfundar, hin fyrri er Hugfró frá 1996. Ljóðin í Fingurkossi láta lítið yfir sér og eru hæg og hljóðleg. Meira
12. desember 2000 | Fólk í fréttum | 991 orð | 6 myndir

Ert þú Elvis?

Þótt Elvis Presley hafi fallið frá fyrir nær aldarfjórðungi á hann sér enn einhverja heitustu fylgjendur sem tónlistarmaður getur átt. Egill Egilsson komst að því, þar sem hann var viðstaddur undirbúning Elvis-hæfileikakeppni hér á landi, að margur vildi rokkkóngurinn hafa verið. Meira
12. desember 2000 | Fólk í fréttum | 613 orð | 2 myndir

Ég veit það ekki

Við eigum samleið , safnplata með sönglögum Sigfúsar Halldórssonar. Meira
12. desember 2000 | Fólk í fréttum | 532 orð | 2 myndir

FYRSTI STAFURINN ER B

Have a nice trip, fyrsta plata hljómsveitarinnar Luxus. Sveitina skipa þeir Björn Jörundur Friðbjörnsson, söngur/bassi, Guðmundur Pétursson, gítar, Stefán Már Magnússon, gítar, Jón Ólafsson, hljómborð, Hafþór S. Guðmundsson, trommur og forritun. Meira
12. desember 2000 | Skólar/Menntun | 642 orð | 2 myndir

Heimur barna og foreldra á Netinu

Börn/ Sigurður Ragnarsson fékk hugljómun um vef um börn og stofnaði í kjölfarið Börn.is á Netinu. Gunnar Hersveinn hitti aðstandendur vefjarins og skoðaði síður um hvernig gott væri að ala og annast börn, allt frá fæðingu til loka skólaskyldu. Meira
12. desember 2000 | Fólk í fréttum | 191 orð | 1 mynd

Hetjudáðir Crowe og Clooney

VINSÆLDIR Skylmingaþrælsins í bíóhúsum hér og landi sem og erlendis eru augljóslega að endurtaka sig á myndbandaleigum landsins. Meira
12. desember 2000 | Fólk í fréttum | 103 orð | 5 myndir

Himnasending á Hverfisgötu

ÞAÐ RÍKTI stjórnlaus hamingja á Hverfisgötunni á laugardag þar sem eitt þekktasta útileikhús Ítala, Studie Festi, sýndi gestum og gangandi listir sínar. Meira
12. desember 2000 | Fólk í fréttum | 1128 orð | 3 myndir

Howard Hawks

ÞRIÐJI og síðasti vestraleikstjórinn, til meðferðar hér á síðunni, er Howard Hawks (1896-1977). Einn af fremstu kvikmyndasmiðum Bandaríkjanna, fyrr og síðar. Meira
12. desember 2000 | Menningarlíf | 46 orð | 1 mynd

Hundrað ár frá dánardægri Verdis

SÖNGKONAN Barbara Frittoli syngur hér hlutverk Leónóru í óperunni Il Trovatore eftir Giuseppe Verdi, sem þessa dagana er flutt í Scala óperuhúsinu í Mílanó. Meira
12. desember 2000 | Skólar/Menntun | 137 orð | 1 mynd

Hvers vegna að skrá bekkinn?

Vegna þess að friðarvefurinn á Skólatorgi er vettvangur fyrir börn til að láta rödd sína heyrast, en Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að skoðanir barna séu jafngildar og fullorðinna og að það eigi að hlusta á þær ef finna eigi góðar lausnir á... Meira
12. desember 2000 | Menningarlíf | 443 orð

Jazzandinn ungi

Jazzandi: Sigurjón Alexandersson, gítar, Sigurdór Guðmundsson, rafbassa, og Gestur Pálmason, trommur. Múlinn í Betri stofu Kaffi Reykjavíkur. Sunnudagskvöldið 10. desember 2000. Meira
12. desember 2000 | Fólk í fréttum | 175 orð | 5 myndir

Jólin koma

ÞAÐ VAR fjölmennt á Austurvelli á sunnudagseftirmiðdag þegar kveikt var á jólatrénu á Austurvelli. Sem fyrr er tréð gjöf Óslóarborgar og er hið reisulegasta. Meira
12. desember 2000 | Menningarlíf | 40 orð | 1 mynd

Karlkona

VERKAMENN í Offenburg í Þýskalandi vinna hér að því að koma upp 20 metra háum álskúlptúr eftir bandaríska listamanninn Jonathan Borofsky. Meira
12. desember 2000 | Menningarlíf | 191 orð | 1 mynd

Landsbankinn styrkir átta menningarverkefni

MENNINGARSJÓÐUR Landsbanka Íslands hf. hefur veitt styrki til átta verkefna. Þeir sem hlutu styrk að þessu sinni eru: Gamla Apótekið á Ísafirði fékk 350.000 kr. styrk til reksturs menningarhúss fyrir fólk á aldrinum 16-20 ára. Meira
12. desember 2000 | Kvikmyndir | 347 orð

Líf og dauði á Mars

Leikstjórn: Antony Hoffman. Framleiðandi: Mark Canton. Aðalhlutverk: Val Kilmer, Carrie-Ann Moss, Tom Sizemore, Benjamin Bratt og Terence Stamp. 2000. Meira
12. desember 2000 | Skólar/Menntun | 68 orð

Lýðskólinn á Sjálandi

Lýðskólinn hefur hafið samstarf við Vallekilde Höjskole á Sjálandi í Danmörku. Skólinn hefst 4. janúar nk. Oddur Albertsson, skólastjóri Lýðskólans, segir skólann í Danmörku mjög spennandi, með smiðjum og verkstæðum ýmiskonar en þar er t.d.... Meira
12. desember 2000 | Menningarlíf | 33 orð | 1 mynd

M-2000

HÁSKÓLABÍÓ Hvítir hvalir - kvikmyndir Friðriks Þórs í 25 ár 17:00 Bíódagar - 90 mín., 1994. 19:00 Á köldum klaka - 87 mín., 1995. 21:00 On Top/ Skytturnar - 80 mín., 1987. 23:00 Kúrekar norðursins - 82 mín.,... Meira
12. desember 2000 | Menningarlíf | 101 orð

Nýjar bækur

ÚT er komin bókin Undir bláhimni - skagfirsk úrvalsljóð og vísur í samantekt Bjarna Stefáns Konráðssonar frá Frostastöðum. Í bókinni er að finna margar af helstu ljóðaperlum Skagfirðinga fyrr og síðar og hafa margar þeirra ekki birst áður á prenti. Meira
12. desember 2000 | Menningarlíf | 110 orð

Nýjar bækur

ÚT er komin bókin Ferð um Ísland 1809 eftir William Jackson Hooker . Í fréttatilkynningu segir m.a.: "Þetta er sennilega með merkari ferðabókum um Ísland, en hefur ekki verið gefin út á íslensku fyrr en nú. Meira
12. desember 2000 | Menningarlíf | 167 orð

Nýjar bækur

ÚT er komin bókin Velferð og viðskipti . Bókin er sú fyrsta í fyrirhugaðri ritröð Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Meira
12. desember 2000 | Menningarlíf | 100 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

ÚT er komin bókin Kári litli og Lappi eftir Stefán Júlíusson . Myndir gerði Halldór Pétursson . Kári litli og Lappi kom fyrst út haustið 1938 og hefur lifað með þjóðinni í meira en sex áratugi. Meira
12. desember 2000 | Menningarlíf | 138 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

Út er komin bókin Hættuleg kona sem fjallar um lífshlaup listakonunnar Kjuregej Alexöndru Argunovu. Súsanna Svavarsdóttir er höfundur bókarinnar. Meira
12. desember 2000 | Menningarlíf | 149 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

ÚT er komin bókin Ellefu í efra - minningar úr Þjóðleikhúsi eftir Svein Einarsson . Bókin fjallar um það ellefu ára tímabil er Sveinn var Þjóðleikhússtjóri, árin 1972-1983. Meira
12. desember 2000 | Menningarlíf | 106 orð

Nýjar plötur

ÚT er komin geislaplatan Krists konungs hátíð í Kristskirkju, Landakoti. Uppistaða plötunnar er verk eftir dr. Victor Urbancic : "Messa til heiðurs Drottni vorum Jesú Kristi konungi". Meira
12. desember 2000 | Tónlist | 952 orð | 1 mynd

"Þetta eru jólin"

Jólaoratórían eftir Johann Sebastian Bach. Einsöngvarar: Þorbjörn Rúnarson, Keith Reed, Muff Worden, Xu Wen, Herbjörn Þórðarson, Laufey Geirsdóttir, Suncana Slamning, Þorsteinn Árbjörnsson, Maria Gaskell og Júlía Wramling. Kynnir: Arnar Jónsson. Stjórnandi: Keith Reed. Meira
12. desember 2000 | Fólk í fréttum | 296 orð

RED RIVER (1948) Dæmigerður, sígildur vestri...

RED RIVER (1948) Dæmigerður, sígildur vestri með John Wayne í einu sínu albesta hlutverki sem landnemi sem klýfur sig úr vagnalest á leið í vesturátt um miðja, 19. öld. Tekur þess í stað stefnuna á Texas. Meira
12. desember 2000 | Menningarlíf | 116 orð | 1 mynd

Sigurður Hallmarsson sýnir í Safnahúsinu

SIGURÐUR Hallmarsson opnaði myndlistasýningu í Safnahúsinu á Húsavík nýlega, þar sýnir hann þrjátíu og fimm vatnslitamyndir málaðar á þessu ári. Vel var mætt á opnun sýningarinnar, gestir voru ánægðir með það sem fyrir augum bar en þarna má m. Meira
12. desember 2000 | Tónlist | 861 orð | 1 mynd

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands færir jólin nær

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Verk eftir: Corelli, Jórunni Viðar og Robert Kabilow, ásamt útsetningum hljómsveitarstjórans, Guðmundar Óla Gunnarssonar á fjórum alþekktum jóla- og aðventusöngvum fyrir hljómsveit og barnakór. Einsöngvari Ólafur Kjartan Sigurðsson. Barnakór Glerárkirkju og Stúlknakór Húsavíkur/ Skólakórar Borgarhólsskóla, stúlkur úr kór MA og söngdeild Tónlistarskólans á Akureyri. Meira
12. desember 2000 | Skólar/Menntun | 525 orð | 1 mynd

Skólavefur handa friðarbekkjum

Skólatorgið hefur opnað sérstakan vef handa friðarbekkjum. Þar geta þeir sameinað krafta sína og sinnt verkefnum í heimabyggð. Friðarbekkir víða um land hvetja til dags friðar 1. janúar 2001 Meira
12. desember 2000 | Tónlist | 753 orð

Sprækt en agað

Verk eftir Milhaud, Britten, Schumann og Schubert. Ásdís Valdimarsdóttir, víóla; Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó. Laugardaginn 9. desember kl. 18. Meira
12. desember 2000 | Menningarlíf | 68 orð | 3 myndir

Sungið, lesið og leikið

FJÓRIR listamenn Leikfélags Reykjavíkur standa fyrir uppákomu í anddyri Borgarleikhússins þar sem þeir kynna nýútkomin verk sín, annað kvöld, miðvikudag, kl. 20. Meira
12. desember 2000 | Menningarlíf | 38 orð | 1 mynd

Sýnir í lokuðu galleríi

Í HÚSNÆÐI i8 að Ingólfsstræti 8 er nú innsetning með verkum Sigurðar Guðmundssonar. Vegna flutninga i8 í nýtt húsnæði í byrjun næsta árs er galleríið lokað en hægt er að skoða sýninguna frá götunni. Sýningin stendur til 7.... Meira
12. desember 2000 | Bókmenntir | 1055 orð | 1 mynd

Sæmileg bók um stórkostlega atburði

eftir Óttar Sveinsson. Íslenska bókaútgafan ehf., Reykjavík 2000, 200 bls. Meira
12. desember 2000 | Menningarlíf | 83 orð

Söngsveit Hveragerðis heldur jólatónleika

JÓLATÓNLEIKAR Söngsveitar Hveragerðis verða haldnir í Hveragerðiskirkju í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Kórinn mun syngja jólalög undir stjórn Margrétar Stefánsdóttur. Meira
12. desember 2000 | Fólk í fréttum | 348 orð | 2 myndir

Tími til að bjarga heiminum, aftur

The Authority: Under New Management. Í bókinni eru tvær samtvinnaðar sögur eftir tvo höfunda. Sú fyrri er eftir Warren Ellis, teiknuð af Bryan Hitch. Sú seinni er eftir Mark Millar, teiknuð af Frank Quitely. Sögurnar tvær voru upphaflega gefnar út í tölublöðum 9-16. Gefið út af Wildstorm Productions árið 2000. Fæst í myndasöguverslun Nexus VI. Meira
12. desember 2000 | Menningarlíf | 76 orð | 1 mynd

Tónleikar í Akraneskirkju

GUNNAR Gunnarsson orgelleikari og Sigurður Flosason saxófónleikari halda tónleika í Akraneskirkju annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Meira
12. desember 2000 | Leiklist | 485 orð | 1 mynd

Trúðar í togstreitu

Höfundur: Aðalsteinn Bergdal. Tónlist: Skúli Gautason. Leikstjóri: Þráinn Karlsson. Leikmynd: Þórarinn Blöndal. Leikmunir: Þórarinn Blöndal og Lilja Björk Óladóttir. Búningar: Þórarinn Blöndal og Kristín Sigvaldadóttir. Förðun og gervi: Linda Björk Óladóttir. Hár: Halldóra Vébjörnsdóttir. Lýsing: Pétur Skarphéðinsson og Þórarinn Blöndal. Hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson. Leikarar: Aðalsteinn Bergdal og Skúli Gautason. Laugardaginn 2. desember. Meira
12. desember 2000 | Leiklist | 391 orð

Tveir gallagripir

Höfundur: D.L. Coburn. Þýðandi: Tómas Zoëga. Leikstjóri: Hermann Guðmundsson. Leikendur: Anton Ottesen og Guðbjörg Árnadóttir. Sunnudaginn 10. desember. Meira
12. desember 2000 | Menningarlíf | 71 orð

ÚT er komin bókin Völuspá, sonatorrek...

ÚT er komin bókin Völuspá, sonatorrek og 12 lausavísur Egils . Þráinn Löve samdi skýringar. Í fréttatilkynningu segir m.a.: "Fornbókmenntirnar verða sjálfsagt eilíft umfjöllunarefni Íslendinga, a.m.k. á meðan íslenska er töluð. Meira
12. desember 2000 | Menningarlíf | 125 orð

ÚT er komin ljóðabókin Árstíðirnar eftir...

ÚT er komin ljóðabókin Árstíðirnar eftir skáldið og listmálarann Hubert Dobrzaniecki . Hubert fæddist í Póllandi árið 1967 en hefur búið á Íslandi undanfarin fjögur ár. Meira
12. desember 2000 | Menningarlíf | 93 orð | 1 mynd

Út er komin sjálfsævisagan Myndir úr...

Út er komin sjálfsævisagan Myndir úr hugskoti - æviminningar Rannveigar Löve , sem var elst 15 dætra Eiríks Einarssonar og Sigrúnar Benediktu Kristjánsdóttur . Meira
12. desember 2000 | Menningarlíf | 69 orð | 1 mynd

ÚT er komin skáldsagan Prinsessur eftir...

ÚT er komin skáldsagan Prinsessur eftir Leó E. Löve . Meira
12. desember 2000 | Menningarlíf | 115 orð | 1 mynd

ÚT er komin önnur útgáfa af...

ÚT er komin önnur útgáfa af bókinni Talnapúkinn eftir Bergljótu Arnalds . Talnapúkinn kom fyrst út árið 1998 og var gefinn út á margmiðlunardiski ári síðar. Meira
12. desember 2000 | Tónlist | 480 orð

Valsar, polkar & galhopp

Stjórnandi: Peter Guth. Einsöngvari: Ulrike Steinsky. Umsjón útgáfu: Þórarinn Stefánsson. Hljóðritun: Tæknideild Ríkisútvarpsins. Tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjarnason. Tæknimenn: Vigfús Ingvarsson, Georg Magnússon, Ástvaldur Kristinsson. Stafræn úrvinnsla: Páll Sveinn Guðmundsson. Úr tónleikum í Háskólabíói 1988, 1989, 1990, 1999. Polarfonia Classics ehf. 2000. Ríkisútvarpið. PFCD 00 11 010-1 Meira
12. desember 2000 | Fólk í fréttum | 169 orð | 1 mynd

Þétt, fast og kraumandi

STEFNUMÓTAKVÖLD menningartímaritsins Undirtóna hafa í rúm tvö ár verið vettvangur hljómsveita til þess að tappa af þeim straumum sem þykja ferskastir í tónlistardjúpi landsins hverju sinni. Meira
12. desember 2000 | Fólk í fréttum | 480 orð | 1 mynd

Öryggið uppmálað

Útgáfutónleikar Sóldaggar í Íslensku óperunni fimmtudagskvöldið 7. desember. Meðlimir Sóldaggar eru Bergsveinn Arilíusson, söngvari, Gunnar Þór Jónsson, gítararleikari, Stefán H. Henrýsson, hljómborðsleikari, Jón Ómar Erlingsson, bassaleikari og Baldvin A B Aalem, trymbill. Meira

Umræðan

12. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 26 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 12. desember, verður fimmtugur Guðmundur Þór Brynjúlfsson, pípulagningameistari, Borgarvík 2, Borgarnesi. Hann eyðir afmælisdeginum fjarri heimahögum ásamt eiginkonu sinni, Ásdísi... Meira
12. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 31 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Hinn 14. desember nk. verður sjötugur Egill Jónsson á Seljavöllum . Af því tilefni verður efnt til kvöldverðar fyrir vini og samferðamenn í félagsheimilinu Mánagarði föstudaginn 15. desember kl.... Meira
12. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 46 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli .

80 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 12. desember, verður áttræður Gísli Hólm Jónsson, Austurvegi 5, Grindavík . Meira
12. desember 2000 | Aðsent efni | 721 orð | 1 mynd

Aðförin að rótum Íslandsklukkunnar

Fróðleikur og skilningur, segir Kjartan Guðjónsson, fara ekki alltaf saman. Meira
12. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 63 orð

ALDASÖNGUR

Upp vek þú málið mitt, minn guð, hljóðfæri þitt, láttu þess strengi standa fyrir stilling heilags anda, svo hafni eg heimsins æði, en hugsi um eilíf gæði. Meira
12. desember 2000 | Aðsent efni | 756 orð | 1 mynd

ASÍ tekur forystuna í Evrópuumræðunni

Að mati ASÍ, segir Ari Skúlason, verður að taka umræðuna um aðild að ESB á dagskrá. Meira
12. desember 2000 | Aðsent efni | 363 orð | 1 mynd

Bankaklúður

Engin sköpuð ráð önnur eru til, segir Sverrir Hermannsson, en að taka sameiningu bankanna út af dagskrá þegar í stað. Meira
12. desember 2000 | Aðsent efni | 700 orð | 1 mynd

Betri byggð - hvað er það?

Samtökin Betri byggð mega reyna að hafa áhrif á skipulagsmál í Reykjavík, segir Sigtryggur Jónsson, en ekki að reyna að leysa vanda borgarinnar á kostnað annarra sveitarfélaga. Meira
12. desember 2000 | Aðsent efni | 233 orð | 1 mynd

Björn og Geir, hver níðist á dóttur minni?

Ég veit að þið skynjið alvöru þess máls, segir Jón Hjaltason, sem hér um ræðir og að því verði ekki hleypt upp í ríg og vonsku. Meira
12. desember 2000 | Aðsent efni | 905 orð | 1 mynd

Einkavæðing Landssímans - óhappaverk

Frekari uppbygging grunnnetsins út um landið, segir Steingrímur J. Sigfússon, stöðvast með öllu. Meira
12. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 68 orð

Ekki meir, ekki meir

ÉG ELTI ekki frekar ólar við athugasemdir Hjörleifs Guttormssonar og samhljóða skæting Kolbrúnar Halldórsdóttur í DV vegna útvarpspistils míns. Meira
12. desember 2000 | Aðsent efni | 611 orð | 1 mynd

Enginn er eyland

Umhverfismál, segir Hjálmar Árnason, verða aldrei skoðuð öðruvísi en hnattrænt. Meira
12. desember 2000 | Aðsent efni | 729 orð | 1 mynd

Er afmælisbarnið nokkuð að gleymast?

Skilaboð Jesú til þín á þessum jólum eru þau, segir Sigurbjörn Þorkelsson, að láta þig vita hversu óendanlega dýrmæt sköpun Guðs þú ert. Meira
12. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 502 orð | 1 mynd

Er kjarabarátta kennara tímaskekkja?

KENNARAR eru nú í verkfalli til að freista þess að ná í sinn skerf af góðærinu. Meira
12. desember 2000 | Aðsent efni | 429 orð | 1 mynd

Ég sá Guðna kyssa Búkollu!

Hvaða vísindalegar niðurstöður voru lagðar til grundvallar ákvörðunar landbúnaðarráðherra, spyr Hreggviður Jónsson, um að leyfa innflutning á norsku fósturvísunum? Meira
12. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 369 orð

Fáninn svívirtur

UM MIÐJAN júlí sl. sumar vakti undirritaður athygli forsætisráðuneytisins á því að þjóðfáni landsins væri margvíslega afskræmdur til sölu á varningi sem í boði væri í verslunum á ferðamannaslóðum. Meira
12. desember 2000 | Aðsent efni | 378 orð | 1 mynd

Gagnrýni á ráðstefnu Veiðimálastofnunar

Laxeldi getur verið hættulegt náttúrulegum stofnum, segir Sigurður Guðjónsson, vegna vistfræðilegra áhrifa, erfðafræðilegra áhrifa og vegna sjúkdóma og sníkjudýra. Meira
12. desember 2000 | Aðsent efni | 837 orð | 1 mynd

Guði er fyrir að þakka

Enginn lét í sér heyra til varnar virðingu þess fólks, segir Sigurður Þór Guðjónsson, er hleypidómarnir slógu. Meira
12. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 870 orð

(Jóh. 12, 50.)

Í dag er þriðjudagur 12. desember, 347. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Og ég veit að boðorð hans er eilíft líf. Það sem ég tala, það tala ég því eins og faðirinn hefur sagt mér. Meira
12. desember 2000 | Aðsent efni | 961 orð | 1 mynd

Laxarækt á Íslandi

Stærsta hættan í þessu máli er að það takist, segir Skúli Guðbjarnarson, að hindra virðingarvert framtak til þess að auka útflutningstekjur okkar. Meira
12. desember 2000 | Aðsent efni | 1128 orð | 2 myndir

Lýðheilsa og starfsemi Krabbameinsfélagsins

KRABBAMEINSFÉLAG Íslands verður 50 ára á næsta ári. Í því tilefni birtir Morgunblaðið fimm greinar ritaðar af Kristjáni Sigurðssyni, yfirlækni Leitarstöðvar. Þeim er ætlað að upplýsa lesendur um félagið og starf þess í þágu almennrar lýðheilsu. Fyrsta greinin fer hér á eftir: Meira
12. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 65 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup,...

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Meira
12. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 50 orð

MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík.

MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. Meira
12. desember 2000 | Aðsent efni | 426 orð | 1 mynd

Nokkuð sem aldrei átti að gerast

Sektarkenndin fyrir að hafa valdið sjálfum sér og öðrum varanlegum örkumlum, segir Ágúst Ögmundsson, er svo sérstakur kapítuli sem aldrei fyrnist yfir. Meira
12. desember 2000 | Aðsent efni | 2312 orð | 1 mynd

Noregur og hin nýja Evrópa

Við bjóðum norsku þjóðinni, segir Thorbjørn Jagland, að taka þátt í víðtækri og opinni umræðu um afstöðu Noregs til Evrópu og norska Evrópustefnu á komandi árum. Meira
12. desember 2000 | Aðsent efni | 1335 orð | 1 mynd

Pútín, Tsjetsjenar og Hveragerði á Kamtsjatka

Á ferð sinni í Moskvu fyrir skömmu átti Árni Bergmann viðtal við Júrí Reshetov, fyrrum sendiherra Rússlands á Íslandi, og ræðir hann um ástand mála í heimalandi sínu. Meira
12. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 158 orð

"Farandljós myndasýning í Gimli"

Í FRÉTT Morgunblaðsins um sýninguna í Gimli um höfnina í Reykjavík á fyrstu áratugum aldarinnar er ýmislegt sem ekki er rétt og annað sem ekki kemur fram. Í fyrsta lagi segir í fyrirsögn að um ljósmyndasýningu sé að ræða en það er ekki alls kostar rétt. Meira
12. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 686 orð | 1 mynd

"Þingvallaprestabani"

Í ÁGÆTRI grein í Morgunblaðinu 21. nóvember í ár rekur sr. Þórhallur Heimisson allnáið sögu Þingvallastaðar og prestsetursins þar. Meira
12. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 454 orð | 1 mynd

Reykjanesbrautin - frábær hljómplata

KEFLVÍKINGURINN, með stóru kái, Rúnar Júlíusson, gaf út á dögunum frábæra hljómplötu sem hann kallar Reykjanesbrautin. Að mínu áliti er þetta heilsteyptasta og besta plata sem Rúnar hefur gert. Meira
12. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 669 orð

Ríkissjónvarpið 2

NÚ loksins hefur farið af stað umræða um réttmæti þess að ríkissjónvarpið/útvarpið sé rekið í núverandi formi og fagna ég því en það er ekki nóg að það sé farin af stað umræða. Meira
12. desember 2000 | Aðsent efni | 386 orð | 1 mynd

Samræmd Vefmæling

Til er tækni, segir Jens P. Jensen, til þess að mæla netnotkun nokkuð nákvæmlega. Meira
12. desember 2000 | Aðsent efni | 1050 orð | 1 mynd

Stormur í vatnsglasi

Ég treysti kjörnum fulltrúum bæjarins fyllilega til þess að vega og meta kosti og galla þessarar tillögu, segir Páll Halldórsson, og útfæra til hagsbóta fyrir bæinn og bæjarbúa. Meira
12. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 465 orð

TÍÐARFARIÐ í vetur hefur verið ótrúlega...

TÍÐARFARIÐ í vetur hefur verið ótrúlega gott, ekki síst í syðstu sveitum landsins, en þar hefur ekki snjóað í byggð það sem af er vetri. Jafnvel þykjast menn sjá tún grænka eða að minnsta kosti græn strá stinga sér upp úr sinunni. Meira
12. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 516 orð | 1 mynd

Tónelskur á villigötum

ÉG LOFAÐI einhverjum því eftir Megasartónleikana um daginn að koma skoðun minni á framfæri ef ég sæi á prenti of mikil mærðarskrif um atburðinn. Hver upplifir á sinn hátt og ekki langaði mig til að verða fyrri til að hallmæla meistaranum. Meira
12. desember 2000 | Aðsent efni | 738 orð | 1 mynd

Undirbúningur fyrir fjölmenningarlegt samfélag

Skiptinemar geta orðið hluti af þjóðfélaginu, segir Sigrún Valsdóttir, hluti af fjölskyldu og snúið heim með ný viðhorf, nýja þekkingu og reynslu sem hefur mótað þá fyrir lífstíð. Meira
12. desember 2000 | Aðsent efni | 681 orð | 1 mynd

Upp úr skúffunum

Verkefnið felst annars vegar í hvatastarfi og námskeiðahaldi, segir Stefanía G. Kristinsdóttir, og hins vegar í samkeppni um hugmyndir að nýsköpun og nýtingu rannsóknaniðurstaðna. Meira
12. desember 2000 | Bréf til blaðsins | 126 orð | 1 mynd

Verkfallið bitnar á nemendum

ÉG ætla að fjalla aðeins um kjaradeildu framhaldsskólakennara og ríkisins. Eftir þessar vikur af verkfalli finnst mér ljóst að það vantar samingsvilja af beggja hálfu, en þó meira hjá ríkinu. Meira

Minningargreinar

12. desember 2000 | Minningargreinar | 355 orð | 1 mynd

ÁRNI JÓNSSON

Árni Jónsson fæddist á Sauðárkróki 5. nóvember 1957. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 19. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Sauðárkrókskirkju 2. desember. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2000 | Minningargreinar | 2483 orð | 1 mynd

BENEDIKT ODDSSON

Benedikt Oddsson fæddist í Keflavík 8. maí 1970. Hann lést af slysförum 30. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 7. desember. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2000 | Minningargreinar | 254 orð | 1 mynd

EINAR ÖRN BIRGIS

Einar Örn Birgis fæddist í Reykjavík 27. september 1973. Hann lést 8. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 23. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2000 | Minningargreinar | 345 orð | 1 mynd

ERNA ARADÓTTIR

Erna Aradóttir fæddist á Patreksfirði 12. mars 1934. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 23. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 29. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2000 | Minningargreinar | 1230 orð | 1 mynd

GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR

Guðrún Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 18. september 1925. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 3. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Þorláksson bóndi, f. 1894, og Bjarnveig Guðjónsdóttir húsmóðir, f. 1896. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2000 | Minningargreinar | 2151 orð | 1 mynd

HALLDÓRA K. SIGURÐARDÓTTIR

Halldóra K. Sigurðardóttir fæddist í Görðum, Sæbóli, Aðalvík 6. desember 1920 en hólst upp í Súðavík. Hún lést í Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík 1. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Hallvarðsson, f. 14. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2000 | Minningargreinar | 634 orð | 1 mynd

HELGI STEINSSON

Helgi Steinsson fæddist í Reykjavík 27. desember 1928. Hann lést á heimili sínu 4. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 11. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2000 | Minningargreinar | 886 orð | 1 mynd

HÓLMFRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR

Hólmfríður Þorsteinsdóttir fæddist 21. maí 1937. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 19. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Seltjarnarneskirkju 24. nóvember. Jarðsett var á Þorvaldsstöðum í Breiðdal. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2000 | Minningargreinar | 564 orð | 1 mynd

JÓNÍNA BJÖRK VILHJÁLMSDÓTTIR

Jónína Björk Vilhjálmsdóttir fæddist í Hafnarfirði 14. ágúst 1970. Hún lést á Grensásdeild Landspítalans í Fossvogi 2. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ásta Lovísa Leifsdóttir, f. 15.5. 1951, d. 24.6. 1984, og Hilmar H. Gunnarsson, f. 28.11. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2000 | Minningargreinar | 501 orð | 1 mynd

JÓN KORT ÓLAFSSON

Jón Kort Ólafsson fæddist í Haganesi í Fljótum 15. ágúst 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 26. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Siglufjarðarkirkju 2. desember. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2000 | Minningargreinar | 236 orð | 1 mynd

LILJA ELÍSABET AUÐUNSDÓTTIR TORP

Lilja Elísabet Auðunsdóttir Torp fæddist í Steinnesi á Akranesi 24. júlí 1933. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 16. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fella- og Hólakirkju 27. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2000 | Minningargreinar | 564 orð | 1 mynd

SIGURVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR

Sigurveig Kristjánsdóttir fæddist í Klambraseli, Aðaldælahreppi, S-Þingeyjarsýslu 26. nóvember 1928. Hún lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga 23. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Húsavíkurkirkju 1. desember. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2000 | Minningargreinar | 487 orð | 1 mynd

ÞRÖSTUR BJARNASON

Þröstur Bjarnason fæddist á Blönduósi 23. ágúst 1945. Hann lést á heimili sínu 15. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fella- og Hólakirkju 24. nóvember. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

12. desember 2000 | Viðskiptafréttir | 248 orð

Aukin áhersla á kerfisleigu

ÁLIT hefur opnað einn fullkomnasta og öruggasta vélasal landsins í Múlastöðinni við Ármúla en Álit leigir vélasalinn af Landssímanum. Álit er fyrirtæki sem sérhæfir sig í rekstri tölvukerfa og óháðri ráðgjöf. Meira
12. desember 2000 | Viðskiptafréttir | 176 orð

Axapta og Navision áfram í boði

NAVISION Damgaard a/s, sameinað fyrirtæki Navision Software a/s og Damgaard a/s, mun halda áfram markaðssetningu á núverandi viðskiptakerfum fyrirtækjanna tveggja. Meira
12. desember 2000 | Viðskiptafréttir | 369 orð | 1 mynd

Áætluð velta yfir 4 milljarða

STJÓRNARFORMENN Austurbakka hf. og Thorarensen Lyfja ehf. undirrituðu samkomulag um samruna félaganna í meginatriðum sunnudaginn 10. desember síðastliðinn. Fjármálaráðgjöf Landsbanka Íslands hf. Meira
12. desember 2000 | Viðskiptafréttir | 388 orð

FBA spáir 5,5% verðbólgu

FBA spáir því að verðbólgan í ár verði 5,1% en 5,5% á næsta ári. Frá upphafi til loka þessa árs gerir FBA ráð fyrir því að verðbólgan verði 4,5% og einnig yfir næsta ár. Meira
12. desember 2000 | Viðskiptafréttir | 1444 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 11.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 11.12.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) ALLIR MARKAÐIR Annar afli 30 3 3 27.150 68.150 Annar flatfiskur 16 16 16 30 480 Blálanga 100 100 100 172 17.200 Gellur 355 345 347 70 24. Meira
12. desember 2000 | Viðskiptafréttir | 102 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.280,22 -0,27 FTSE 100 6.370,30 1,30 DAX í Frankfurt 6.782,52 1,36 CAC 40 í París 6.077,88 2,33 OMX í Stokkhólmi 1.160,72 2,31 FTSE NOREX 30 samnorræn 1. Meira
12. desember 2000 | Viðskiptafréttir | 116 orð

Ráðstefna um tetra-kerfið

Fjarskiptafyrirtækið Stikla ehf., í samvinnu við Nokia, stendur fyrir ráðstefnu á Hótel Kea á Akureyri á fimmtudaginn um eiginleika og notagildi tetra-fjarskiptatækninnar fyrir viðbragðsaðila, yfirvöld og fyrirtæki hér á landi. Meira
12. desember 2000 | Viðskiptafréttir | 179 orð

Síminn semur við Tölvumiðstöð sparisjóðanna

SÍMINN og sparisjóðirnir hafa gert þriggja ára þjónustusamning um talsímaþjónustu, gagnaflutninga og fjarvinnslulausnir fyrir öll útibú sparisjóðanna og dótturfyrirtæki þeirra. Um er að ræða víðtækt samstarf í talsíma- og gagnaflutningum. Meira
12. desember 2000 | Viðskiptafréttir | 239 orð

Tryggingastofnun semur við VKS

TRYGGINGASTOFNUN ríkisins (TR) hefur ákveðið að endurnýja tölvu- og upplýsingakerfi fyrir TR og bað Ríkiskaup um að óska eftir tilboðum í tímagjald fyrir ráðgjafavinnu í þetta verkefni. TR ákvað að ganga að tilboði Verk- og kerfisfræðistofunnar hf. Meira
12. desember 2000 | Viðskiptafréttir | 84 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 11.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 11.12. 2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síð.meðal verð. Meira
12. desember 2000 | Viðskiptafréttir | 269 orð

VR og fleiri tengjast ljósleiðaraneti Íslandssíma

ÍSLANDSSÍMI hefur samið við Verslunarmannafélag Reykjavíkur um yfirtöku allra fjarskipta samtakanna, en samningur þessa efnis var nýverið undirritaður. Samningurinn tryggir að skrifstofa VR verður tengd ljósleiðaraneti Íslandssíma. Meira
12. desember 2000 | Viðskiptafréttir | 1380 orð | 1 mynd

Ætlað að gæta hagsmuna áhættufjárfesta

Yfir sex þúsund einstaklingar keyptu bréf í deCODE á gráa markaðnum hér á landi fyrir frumútboð. Þetta kom fram í máli Tanyu Zharov, frá Íslenskri erfðagreiningu, á ráðstefnu um framtaksfjárfestingar sem haldin var í gær. Tanya segir að Bank of New York, sem tók yfir umsjón með hluthafaskrá félagsins vegna skráningarinnar á Nasdaq, hafi aldrei séð svo marga hluthafa í félagi fyrir frumútboð. Meira

Daglegt líf

12. desember 2000 | Neytendur | 329 orð

Gjald tekið fyrir hverja mínútu

SÍMAÞJÓNUSTA Leiðbeiningarstöðvar heimilanna hefur frá stofnun fyrirtækisins árið 1963 verið neytendum að kostnaðarlausu en nýlega varð breyting þar á. Nú kostar mínútan 66, 38 krónur. "Breyttar áherslur fylgja nýjum tímum. Meira
12. desember 2000 | Neytendur | 115 orð | 1 mynd

Hlaupahjól með íslenskum leiðbeiningum

OLÍS hefur flutt inn og hafið sölu á Speedy-hlaupahjólum. Hjólin eru úr áli og því létt og með álagsstuðul allt að 160 kg. Í fréttatilkynningu frá Olís kemur fram að ítarlegar íslenskar leiðbeiningar séu á hverju hjóli. Meira
12. desember 2000 | Neytendur | 35 orð

Kvennaþrenna

Komin er á markað ný vörutegund frá Urtasmiðjunni, svokölluð Kvennaþrenna. Varan inniheldur jurtaolíu og tvær tegundir af jurtasmyrslum fyrir konur með sveppasýkingu í leggöngum. Meira
12. desember 2000 | Neytendur | 238 orð

Matarkarfan 32% dýrari hér á landi

Þegar verð á 57 vörutegundum var kannað í Kaupmannahöfn og Reykjavík í síðustu viku kom í ljós að í 41 tilviki voru vörurnar dýrari í Reykjavík. Meira
12. desember 2000 | Neytendur | 79 orð | 1 mynd

Niðursneitt grænmeti

Matráð ehf. hefur hafið innflutning á niðursneiddu grænmeti og sneiddu jöklasalati frá fyrirtækinu Van Gorp BV í Hollandi sem vinnur eftir ISO9002- og HACCP-stöðlum. Um er að ræða sex mismunandi salatblöndur en einnig er hægt að sérpanta aðrar tegundir. Meira
12. desember 2000 | Neytendur | 400 orð | 3 myndir

Vandið valið á leikföngum fyrir jólin

MARKAÐSGÆSLUDEILD Löggildingarstofu vill koma eftirfarandi á framfæri til neytenda um val á leikföngum fyrir jólin "Markaðsgæsludeild Löggildingarstofu beinir þeim tilmælum til kaupenda leikfanga að þeir vandi valið og velji einungis örugg leikföng... Meira

Fastir þættir

12. desember 2000 | Fastir þættir | 671 orð | 1 mynd

Aðventukvöld í Eyrarbakkakirkju

AÐVENTUKVÖLD verður í Eyrarbakkakirkju fimmtudaginn 14. desember kl. 20.00. Þessi dagur er vígsludagur kirkjunnar en hún var vígð 14. des 1890 og er því 110 ára gömul. Dagskrá verður fjölbreytt: Börn flytja helgileik undir stjórn Kristínar Sigfúsdóttur. Meira
12. desember 2000 | Fastir þættir | 249 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 7. desember var spilað annað kvöldið af þrem í jólatvímenningi félagsins. Besta skori kvöldsins náðu : N/S Guðmundur Pálss. - Júlíus Snorras. 249 Garðar V. Jónss. - Loftur Péturss. 245 Sig. Sigurjónss. - Ragnar Björnss. Meira
12. desember 2000 | Fastir þættir | 346 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

Þú ert í suður. Vestur opnar á veikum tveimur í hjarta, makker opnunardoblar og þú ákveður að skjóta á þrjú grönd, enda með DG85 í hjarta og 12 punkta: Vestur gefur; NS á hættu. Meira
12. desember 2000 | Fastir þættir | 1717 orð | 3 myndir

Fjörgammur á förum

Aldrei fór það svo að stóðhesturinn Otur kæmist ekki til útlanda. Allt stefnir í að hann eyði jólunum í Þýskalandi og þykir mörgum skaði að missa þennan kostagrip úr landi. Ferill Oturs rifjaðist upp fyrir Valdimar Kristinssyni þegar honum varð ljóst að ekki myndi hann halda undir klárinn á ári komanda eins og til stóð. Meira
12. desember 2000 | Viðhorf | 920 orð

Gægst fyrir horn

Við höfum séð sjö þúsund myndir af Skakka turninum í Písa og því kemur hann ekki á óvart þegar hann loksins blasir við. Sama gildir um Herðubreið, hún hangir alls staðar á veggjum. Meira
12. desember 2000 | Fastir þættir | 487 orð | 1 mynd

Jólakonfekt

Kristínu Gestsdóttur lék forvitni á að vita, hvernig orðið konfekt væri skilgreint og leit í nokkrar orðabækur. Meira
12. desember 2000 | Fastir þættir | 376 orð | 1 mynd

Khalifman úr leik eftir harða baráttu við Anand

25.11.-27.12. 2000 Meira
12. desember 2000 | Fastir þættir | 202 orð

Saga Gusts í máli og myndum

Hestamannafélagið Gustur hefur nýverið gefið út bókina Gustur í Glaðheimum, sem spannar 35 ára sögu félagsins. Það þykir kannski ahyglisvert að verið sé að gefa út bók á 35 ára afmæli en það ekki látið bíða til 40 eða jafnvel 50 ára afmælis. Meira
12. desember 2000 | Fastir þættir | 194 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Spennan á Heimsmeistaramóti FIDE fer nú að nálgast hámark. Undanúrslit hefjast bráðlega en ekki er ljóst hvort þau verða haldin í Nýju-Delhí á Indlandi eða í Teheran í Íran. Það veltur á því hvort allir keppendur sem eftir verða fái inngöngu í landið! Meira

Íþróttir

12. desember 2000 | Íþróttir | 44 orð

1.

1. deild karla: KA - Þróttur Nes. 0:3 (24:26, 16:25, 18:25) KA - Þróttur Nes. 2:3 (24:26, 25:16, 16:25, 25:22, 11:15) ÍS 77021:221 Þróttur R. 85316:1216 Þróttur N. 83511:1811 KA 82610:1810 Stjarnan 7258:168 1. deild kvenna: KA - Þróttur Nes. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 905 orð

Afturelding - Stjarnan 29:27 Varmá, 1.

Afturelding - Stjarnan 29:27 Varmá, 1. deild karla í handknattleik, Nissan-deildin, laugardaginn 9. desember 2000. Gangur leiksins: 1:0, 1:2, 3:5, 8:7, 11:9, 13:11, 13:13, 15.13, 16:16, 16:17, 20:21, 22:21, 24:23, 24:24 , 24:25, 26:27, 29:27. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 306 orð

Arnar og Sigurður Ragnar skoruðu

LOKEREN, með fjóra Íslendinga, lagði Harelbeke, þar sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson leikur, stórt á útivelli í belgísku knattspyrnunni um helgina. Sigurður gerði fyrsta markið fyrir heimamenn en áður en yfir lauk höfðu gestirnir gert sex mörk og þar af Arnar Grétarsson eitt. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 278 orð | 1 mynd

Ásthildur leikur með Carolina Tempest

ÁSTHILDUR Helgadóttir, landsliðskona í knattspyrnu úr KR, leikur í hinni nýju atvinnudeild kvenna í Bandaríkjunum sem hleypt verður af stokkunum í apríl. Ásthildur var í gær valin í lið Carolina Tempest, eitt af átta liðum deildarinnar, en tvo síðustu daga hafa liðin valið sér leikmenn úr stórum hópi sem æfðu alla síðustu viku í Flórída. Þangað var 198 konum boðið til æfinga og 128 þeirra voru valdar í liðin. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 554 orð

Bikarleikur eins og þeir gerast bestir

ÍSLANDSMEISTARAR KR fögnuðu eins og þeir hefðu orðið bikarmeistarar eftir að hafa lagt Njarðvíkinga í sjálfri "Ljónagryfjunni" í 16-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Doritos á sunnudagskvöld. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 168 orð

Björninn heldur sínu striki

BJÖRNINN heldur sínu striki á Íslandsmótinu í íshokkí og um helgina lagði liðið Skautafélag Akureyrar 13:7 í Skautahöllinni í Reykjavík. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og gerði hvort lið eitt mark en næstu tvo leikhluta vann Björninn 6:3. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 1723 orð | 3 myndir

Bráðlyndir Barónar

ÞAÐ var undarlegt á Highbury á dögunum, andrúmsloftið. Bæjarar frá München voru í heimsókn og höfðu af heimamönnum tvö dýrmæt meistaradeildarstig. Jöfnuðu leik sem Arsenal taldi sig búið að vinna. Kunnu Barónarnir þeim litlar þakkir fyrir. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 333 orð | 2 myndir

Bård Kristien Tonning þjálfari Sandefjord var...

Bård Kristien Tonning þjálfari Sandefjord var mjög vonsvikinn þegar Morgunblaðið spjallaði við hann eftir tíu marka ósigurinn gegn Haukum á Ásvöllum. Sandefjord hefur gengið allt í haginn í norsku úrvalsdeildinni. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 171 orð

Dregið í deildabikar KSÍ

Í gær var dregið í riðla í deildabikarkeppni KSÍ en þar verður leikið eftir nýju fyrirkomulagi í karlaflokki í vetur. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 98 orð

Eiður átti snilldarleik

DENNIS Wise, fyrirliði Chelsea, fór fögrum orðum um Eið Smára Guðjohnsen eftir sigurinn á Derby á laugardaginn. "Eiður átti snilldarleik. Hann er geysilega hæfileikaríkur og er enn ungur. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 89 orð

Eiður með yfirburði í kjöri Chelsea

EIÐUR Smári Guðjohnsen var maður leiksins að mati stuðningsmanna Chelsea eftir sigur liðsins á Derby, 4:1, á laugardaginn. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 93 orð

Ekki rekstrartap hjá Blikum

Í frétt sem birtist í Morgunblaðinu þann 9. desember s.l. var fjallað um 11 mánaða uppgjör knattspyrnudeildar Breiðabliks. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 611 orð

England Úrvalsdeild: Arsenal - Newcastle 5:0...

England Úrvalsdeild: Arsenal - Newcastle 5:0 Thierry Henry 13, Ray Parlour 16, 86, 90, Nwankwo Kanu 52 - 38,052 Bradford - Tottenham 3:3 Jamie Lawrence 9, Dean Windass 69, Benito Carbone 89 - Ledley King 1, Sol Campbell 21, Chris Armstrong 54 - 17,225... Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 524 orð

Fjórði sigurinn í röð hjá Aftureldingu

AFTURELDING vann sinn fjórða leik í röð í 1. deild karla þegar liðið lagði Stjörnuna, 29:27, í framlengdum leik að Varmá á laugardaginn. Staðan í hálfleik var jöfn, 13:13, og 24:24 eftir að hefðbundinn leiktími var að baki. Líkt og í fyrri leik liðanna á Íslandsmótinu þurfti að framlengja til þess að knýja fram úrslit og aftur féll sigurinn Mosfellingum í skaut. Stjarnan á möguleika á að koma fram hefndum því félögin mætast í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar annað kvöld í Ásgarði. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 40 orð

Fjöldi leikja U T Mörk Stig...

Fjöldi leikja U T Mörk Stig Haukar 12 11 1 366:286 22 Fram 12 10 2 319:267 20 Grótta/KR 12 8 4 296:296 16 Afturelding 12 7 5 337:306 14 KA 12 7 5 312:302 14 Valur 12 6 6 293:278 12 FH 12 6 6 287:273 12 ÍR 12 6 6 272:270 12 ÍBV 12 5 7 328:328 10 Stjarnan... Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 34 orð

Fjöldi leikja U T Mörk Stig...

Fjöldi leikja U T Mörk Stig Haukar 9 9 0 233:160 18 Stjarnan 9 7 2 202:177 14 Fram 9 6 3 229:184 12 Víkingur 9 5 4 202:159 10 Grótta/KR 9 5 4 216:183 10 FH 9 5 4 216:194 10 ÍBV 9 5 4 175:195 10 KA/Þór 9 2 7 170:211 4 Valur 9 1 8 134:197 2 ÍR 9 0 9... Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 229 orð | 1 mynd

FRANSKI landsliðsmaðurinn Nicolas Anelka tryggði Paris...

FRANSKI landsliðsmaðurinn Nicolas Anelka tryggði Paris St. Germain sigur á Metz , 1:0, í frönsku deildakeppninni á laugardaginn. Þetta var kærkominn sigur hjá PSG , sá fyrsti í tíu leikjum. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 901 orð

Frækinn Haukasigur á ráðvilltum Norðmönnum

ÞAÐ er ár og dagur, og vel það, síðan íslenskt félagslið hefur sýnt annan eins leik í Evrópukeppni og Haukar gerðu gegn norska toppliðinu Sandefjord á Ásvöllum í fyrrakvöld. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 339 orð

Gabriel Batistuta gerði tíunda mark sitt...

BILIÐ á toppi ítölsku deildarinnar breikkaði enn um helgina þegar Roma vann Udinese en Atalanta gerði markalaust jafntefli á heimavelli við Perugia. Roma er nú með sex stiga forystu á Atalanta og Juventus, sem komst að hlið Atalanta með 1:0 sigri á Parma. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 90 orð

Góður sigur hjá Skjern

SKJERN frá Danmörku vann góðan sigur á Sintelon frá Júgóslavíu, 33:28, í 16-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik á laugardaginn. Aron Kristjánsson skoraði 3 marka Skjern en Daði Hafþórsson lék ekki með. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 110 orð

Grikkland AEK - Aris Saloniki 3:1...

Grikkland AEK - Aris Saloniki 3:1 PAOK Saloniki - Iraklis 4:2 Panathinaikos - Athinaikos 1:0 Panahaiki - Panionios 1:1 Kalamata - Ioannina 3:4 Paniliakos - Ethnikos Asteras 1:0 Ionikos - OFI Krít 1:0 Xanthi - Olympiakos Olympiakos 9 7 2 0 31 :9 23... Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 614 orð

Grindavík - ÍS 37:40 Íþróttahúsið í...

Grindavík - ÍS 37:40 Íþróttahúsið í Grindavík, Íslandsmót kvenna. laugardagur 9.desember 2000. Gangur leiksins: 6:2, 10:6 , 12:12, 14:19 , 19:23, 22:25, 30:38, 37:40. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 127 orð

GUÐNI Bergsson skoraði sitt fimmta mark...

GUÐNI Bergsson skoraði sitt fimmta mark fyrir Bolton í ensku 1. deildinni á þessu keppnistímabili þegar lið hans vann auðveldan sigur á Crewe, 4:1, á laugardaginn. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 66 orð

Gunnlaugur skoraði

SKAGAMAÐURINN Gunnlaugur Jónsson skoraði fyrsta mark Uerdingen sem sigraði Wattenscheid, 4:2, í þýsku 3. deildarkeppninni í knattspyrnu um helgina. Gunnlaugur skoraði strax á 3. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 7 orð

HANDKNATTLEIKUR SS-bikarinn Bikarkeppni kvenna: Austurberg:ÍR -...

HANDKNATTLEIKUR SS-bikarinn Bikarkeppni kvenna: Austurberg:ÍR - Stjarnan 20 Hlíðarendi:Valur - FH 20 ÍSHOKKÍ Íslandsmótið Laugardalur:Björninn - SR... Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 512 orð | 1 mynd

Haukarnir voru í miklum ham og...

ÞAÐ var magnaður handknattleikur sem topplið Hauka sýndi gegn Íslandsmeisturum ÍBV á laugardag. Eyjastúlkur, sem sýndu skínandi leik gegn Gróttu/KR fyrr í síðustu viku, áttu engin svör gegn frábærum leik Haukanna og máttu sætta sig við 16 marka tap, 28:12. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 223 orð | 1 mynd

HEIÐAR Helguson var á ný í...

HEIÐAR Helguson var á ný í byrjunarliði Watford og lék allan leikinn þegar lið hans tapaði fyrir Crystal Palace , 1:0, í 1. deild ensku knattspyrnunnar á laugardag. Þetta var fimmta tap Watford í röð og liðið er nú dottið niður í 5. sætið. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 88 orð

Heimsbikarkeppnin Stórsvig karla: Val d'Isere, Frakklandi:...

Heimsbikarkeppnin Stórsvig karla: Val d'Isere, Frakklandi: Hermann Maier (Austurríki) 2.30,63 Heinz Schilchegger (Austurríki) 2.31,99 Andreas Schifferer (Austurríki) 2.32,00 Michael Von Gruenigen (Sviss) 2. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 100 orð

Hjörtur Már Norðurlandameistari

HJÖRTUR Már Reynisson úr Ægi varð Norðurlandameistari unglinga í 100 m flugsundi á NM, sem fór fram í Noregi um helgina. Hann synti á 57,09 sek. Þá setti hann tvö piltamet - varð í 2. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 134 orð

Ísland mætir Ítalíu, Spáni og Rússlandi

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu kvenna leikur í A-riðli í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. Mótherjar Íslands verða Rússland, Ítalía og Spánn. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 425 orð

Ítalía Brescia - Napoli 1:1 Aimo...

Ítalía Brescia - Napoli 1:1 Aimo Diana 32 - Fabio Pecchia 58 - 16,000 Reggina - Verona 1:1 Lorenzo Stovini 90 - Emiliano Bonazzoli 1 - Atalanta - Perugia 0:0 Bari - Bologna 2:0 Antonio Bellavista 7, Antonio Cassano 46. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 397 orð | 1 mynd

Leverkusen skaust upp fyrir Herthu

LEVERKUSEN skaust í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar með 4:0 sigri á Herthu Berlín. Eyjólfur og félagar eru í fjórða sæti eftir leiki helgarinnar því Schalke og Dortmund skutust einnig upp fyrir félagið en Bayern gerði jafntefli og náði því Herthu ekki að stigum. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 303 orð

Maier sigursæll

Hermann Maier frá Austurríki, keppti tvívegis í heimsbikarnum um helgina og fékk gullpening um hálsinn, bæði í bruninu á laugardaginn og stórsviginu á sunnudag. Þetta var í 100. sinn sem hann keppir í heimsbikarnum og hefur kappinn 33 sinnum fagnað... Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 499 orð

Manni leist ekkert allt og vel...

SEBASTIAN Alexandersson, fyrirliði Framara, sýndi gamalkunna takta í markinu í seinni hálfleiknum gegn FH-ingum. Hann hrökk í mikið stuð og það var ekki síst frammistaða hans sem gerði það að verkum að Framarar sigldu yfir FH-inga og unnu átta marka sigur. Sebastian er nýbyrjaður að spila aftur en hann gekkst undir aðgerð vegna kviðslits fyrir nokkrum vikum. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 213 orð | 1 mynd

MARINKO Kurtovic, sænskur markvörður og fyrirliði...

MARINKO Kurtovic, sænskur markvörður og fyrirliði Sandefjord , fékk rautt spjald eftir að leiknum lauk. Hann sló þá Rúnar Sigtryggsson í andlitið með boltanum, reiður yfir því að Rúnar kippti í treyju hans. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 130 orð

ÓLAFUR Stefánsson skoraði 11 mörk á...

ÓLAFUR Stefánsson skoraði 11 mörk á laugardaginn þegar lið hans, Magdeburg, sótti Zaporozhye heim til Úkraínu í 16 liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik. Hann gerði 6 markanna úr vítaköstum. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 123 orð

Pínlegt að vera Norðmaður

LEIKMENN Sandefjord fengu heldur betur orð í eyra í staðarblaðinu Sandefjords Blad í gær þar sem fjallað var um háðulega útreið þeirra gegn Haukum í EHF-bikarnum í handknattleik í fyrrakvöld, 34:24. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 132 orð | 1 mynd

RÓBERT Julian Duranona skoraði eitt mark...

RÓBERT Julian Duranona skoraði eitt mark fyrir Nettelstedt sem vann Wetzlar , 27:26, í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik á laugardaginn. Sigurður Bjarnason skoraði ekki fyrir Wetzlar . Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 591 orð

Skotland Aberdeen - Dundee United frestað...

Skotland Aberdeen - Dundee United frestað Hibernian - Dunfermline 3:0 Kilmarnock - Hearts 0:3 St Johnstone - St Mirren 2:0 Rangers - Motherwell 2:0 Dundee - Celtic 1:2 Celtic 20 16 3 1 48 :21 51 Hibernian 20 13 5 2 37 :13 44 Rangers 18 12 2 4 39 :21 38... Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 247 orð

Slógum þá niður kalda

Það er bara hálfleikur í þessu einvígi. Auðvitað er staða okkar vænleg en það er ekkert öruggt í þessu ennþá. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 73 orð

Spánverjar sigruðu

SPÁNVERJAR sigruðu Ástrali um helgina í úrslitum Davis Cup keppninnar í tennis og er þetta í fyrsta sinn sem Spánverjar hampa þeim titli. Juan Carlos, konungur Spánar, var meðal 14. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 148 orð

Stabæk gerði tilboð í Tryggva

NORSKU knattspyrnufélögin Tromsö og Stabæk eiga þessa dagana í viðræðum um kaup Stabæk á landsliðsmanninum Tryggva Guðmundssyni. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 882 orð | 1 mynd

Stuðningsmenn Chelsea fögnuðu Eiði Smára

EIÐUR Smári Guðjohnsen lét heldur betur að sér kveða á laugardaginn. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 446 orð | 1 mynd

Sviptingar í Safamýrinni

FRAMARAR fylgja Haukum eins og skugginn í toppslag 1. deildarinnar en Framarar unnu auðveldan sigur á FH-ingum, 28:20, á heimavelli sínum í Safamýri á laugardaginn. Það er óhætt að segja að sviptingarnar hafi verið talsverðar í leiknum. FH-ingar voru miklu sprækari til að byrja með og náðu mest sex marka forskoti en síðari hálfleikurinn var eign Framara, sem léku gesti sína grátt á lokakaflanum. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 581 orð

Tókum þá á taugum

VIGGÓ Sigurðsson þjálfari Hauka gat ekki leynt gleði sinni eftir sigurinn gegn Sandefjord en það kraumaði þó reiði í þjálfaranum gagnvart dönsku dómurunum og mótanefnd HSÍ. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 125 orð

TVÖ sigursælustu lið tímabilsins í ensku...

TVÖ sigursælustu lið tímabilsins í ensku knattspyrnunni, Fulham og Manchester United, drógust saman á sunnudag þegar dregið var til 3. umferðar bikarkeppninnar. Fulham, sem er með tíu stiga forystu í 1. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 154 orð

Valencia tók forystuna í spænsku knattspyrnunni...

Valencia tók forystuna í spænsku knattspyrnunni um helgina þegar liðið sigraði Real Sociedad 2:0. Meistarar Deportivo La Coruna máttu sætta sig við jafntefli á heimavelli við Rayo Vallecano, 1:1, og féllu niður í annað sætið á óhagstæðri markatölu. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 115 orð

Valur Fannar til Indlands

ATLI Eðvaldsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu hefur þurft að gera eina breytingu á landsliðshópnum sem tekur þátt í alþjóðlega mótinu á Indlandi í næsta mánuði. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 369 orð

Það var ekki reiknað með því...

Það var ekki reiknað með því að heimastúlkur í Grindavík myndu veita gestunum úr ÍS mikla mótspyrnu þegar liðin mættust á laugardaginn en raunin varð önnur og gestirnir þurftu verulega að hafa fyrir sigrinum en leiknum lauk með sigri ÍS 40:37. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 74 orð

ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla,...

ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, sagði í samtali við Morgunblaðið að æfingar landsliðsins í handknattleik fyrir heimsmeistarakeppnina í Frakklandi hefjist 18. desember. Meira
12. desember 2000 | Íþróttir | 238 orð

Þrír sáu rautt

ÞRÍR fengu rauða spjaldið í leik Aftureldingar og Stjörnunnar á laugardaginn, þar af báðir þjálfarar liðanna. Fóru þeir allir þrír af leikvelli þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Meira

Fasteignablað

12. desember 2000 | Fasteignablað | 398 orð

Ársskýrsla kærunefndar húsnæðismála

KÆRUNEFND húsnæðismála hefur nú gefið út fyrstu ársskýrslu sína og hefur skýrslan að geyma alla úrskurði nefndarinnar fyrir árið 1999, yfirlit yfir málafjölda, sýnishorn af bréfum, o.fl. Er frá þessu skýrt í fréttatilkynningu frá kærunefndinni. Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 38 orð | 1 mynd

Bygging Corneliusar Vanderbilt

Þessi stórglæsilega bygging, Gilded Grandeur í Newport Rhode Island, var teiknuð af Richard Morris Hunt fyrir Cornelius Vanderbilt, það eru í henni 70 herbergi og 30 fyrir þjónustulið. Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 53 orð

EF gasleki kemur í leiðslu eða...

EF gasleki kemur í leiðslu eða tæki, gufar gasið ekki upp heldur leggst eins og teppi yfir öll gólf, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir . Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 636 orð | 1 mynd

Eldun með gasi stóreykst hérlendis

Allir sem nota gas til eldunar þurfa að setja upp gasskynjara sem gerir viðvart ef gasleki verður, segir Sigurður Grétar Guðmundsson. Og það verður að setja hann á réttan stað. Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 10 orð | 1 mynd

Falleg konustytta

Þessi fallega konustytta er eftir Auguste Rodin og er frá... Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 271 orð | 1 mynd

Fallegt hús með verðlaunagarði við Stekkjarkinn

Eignasalan Húsakaup er með í sölu einbýlishúsið Stekkjarkinn 9 í Hafnarfirði. Þetta er steinhús, byggt 1959 með innbyggðum bílskúr. Íbúðin er 200,4 fermetrar en bílskúrinn er 35 fermetrar. Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 799 orð | 5 myndir

Fólíuarkitektúr

Fyrstu fólíubyggingarnar komu á almennan markað fyrir um fimmtán árum, en þá var fólían ekki enn fullþróuð sem byggingarefni, segir Einar Þorsteinn hönnuður. Í dag eru komnar nýjar gerðir á markaðinn, sem lofa góðu fyrir framtíðina. Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 34 orð | 1 mynd

Frumleg stofa

Það fara ekki allir troðnar slóðir í litavali eða skreytingum. Hér er engin hræðsla við liti og fiskurinn á veggnum og hillan fyrir ofan gluggann með sjávarfangi setja sérkennilegan svip á stofuna. Gluggaskreytingin er líka... Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 29 orð | 1 mynd

Gamaldags jólatré

Þetta jólatré er skreytt eins og tíðkaðist árið 1848 í Danmörku. Allir hlutirnir á trénu eru heimagerðir, hér eru sykurskraut í formi hjartna, hesta, kvenna og hænsna, pappírskramarhús og... Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 1005 orð | 2 myndir

Gler og Glasstec 2000

Glersýningin Glasstec 2000 fór fram fyrir skömmu í Düsseldorf í Þýskalandi. Hjörtur Narfason byggingatæknifræðingur sótti sýninguna, en þar var hægt að sjá allt frá litlum handglerskera og upp í alsjálfvirka framleiðslulínu til framleiðslu á einangrunargleri. Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 215 orð | 1 mynd

Glæsilegt parhús við Bakkasmára

HJÁ fasteignasölunni Fróni er í sölu parhús á tveimur hæðum í Bakkasmára 9 í Kópavogi, alls 183 fm, með innbyggðum bílskúr. "Utandyra er allt klætt með marmarasalla, innandyra er mikill íburður. Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 23 orð | 1 mynd

Glæsilegt skákborð

Margir una sér við tafl og spil um hátíðar. J-Christophe Jalaber hannaði þetta glæsilega skákborð sem er úr kirsuberjaviði með innlögðu taflborði úr... Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 30 orð | 1 mynd

Góð blaðagrind

Góð blaðagrind er aldrei oflofuð. Blöð hafa tilhneigingu til þess að týnast eða hlaðast upp í stafla. Blaðagrind er viðleitni til þess að sporna við því. Þessi er framleidd hjá... Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 32 orð | 1 mynd

Grænir skrautlistar

Það eru til margar aðferðir til þess að gera fínt hjá sér. Hér hefur einhver framtakssöm manneskja klippt út skrautlista á hillurnar hjá sér, þetta gæti komið vel út á bókahillunum fyrir... Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 42 orð | 1 mynd

Gömul glansmynd

Einu sinni söfnuðu litlar stúlkur glansmyndum og stundum voru glansmyndir utan á öskjum, eins og hér er sýnt. Þetta vorur dýrar öskjur úr vönduðum pappír með ekta gullkanti og foru framleiddar um 1870, en fallegar voru þær og þykja það enn í... Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 36 orð | 1 mynd

Hanne og Else Benzon

Hinn frægi danski málari P.S. Kröyer málaði þessa mynd af Hanne og Else Benzon við Sokkerup Strand árið 1897, það var nýlega selt á mjög háu verði á uppboði í Danmörku, eða á 7,7 milljón danskar... Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 544 orð | 1 mynd

Hálkan og húseigandinn

Húseigendur eiga að reyna að sjá til þess, að gangstéttar og tröppur séu ekki slysagildrur fyrir vegfarendur, segir Elísabet Sigurðardóttir hdl., lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Það er ekki einhlítt að treysta á aðgát vegfarenda. Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 221 orð | 2 myndir

ÍAV afhenda 25 íbúðir í Sóltúnshverfi

ÍSLENSKIR aðalverktakar hf. afhentu nýjum eigendum um helgina allar 25 íbúðirnar í verðlaunahúsi í Sóltúni 9 í Reykjavík. Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 684 orð | 2 myndir

Jólahús með ljósi

Foreldra fýsir að gleðja börn sín á einhvern hátt með undirbúningi jólanna, segir Bjarni Ólafsson. Það vekur mikla eftirvæntingu þegar foreldrarnir taka til við að smíða litla eftirlíkingu af kirkju sem síðan verður upplýst með peru. Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 221 orð | 1 mynd

Lagnaverk í tengibyggingu Kringlunnar hlaut viðurkenningu

LAGNAVERK í Tengibyggingu Kringlunnar í Reykjavík varð að þessu sinni fyrir valinu hjá viðurkenningarnefnd Lagnafélags Íslands og hlýtur það viðurkenningar fyrir lofsvert lagnaverk fyrir árið 1999. Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 31 orð | 1 mynd

Litir eða viðaráferð?

Viðaráferð er falleg en litir geta líka verið mjög fallegir á húsgögnum. Hér má t.d. sjá sama borðið úr ómáluðum við og hins vegar máluðum í tveimur litum í stíl við... Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 30 orð | 1 mynd

Málað fyrir jólin

Gamla kommóðan er kannski orðin ljót? Nú, jæja, þá er að mála hana, það er ótrúlegt hvað litir geta gert, ekki síst ef þeim er smekklega raðað saman eins og... Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 262 orð

Misjöfn hækkun á fasteignamati á milli ára

FASTEIGNAMAT á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 14% hinn 1. desember sl. samkvæmt ákvörðun yfirfasteignamatsnefndar. Þetta var nokkru minni hækkun en hækkunin fyrir réttu ári en þá hækkaði fasteignamat á höfuðborgarsvæðinu um 18%. Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 19 orð | 1 mynd

Museum of Fine Arts, St. Petersburg

Arkitekt Musem of Fine Arts, St. Petersburg, var John Volk og sækir hann innblástur til arkitektsins Andrea Palladio frá... Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 1950 orð

SELJENDUR SÖLUSAMNINGUR - Áður en fasteignasala...

SELJENDUR SÖLUSAMNINGUR - Áður en fasteignasala er heimilt að bjóða eign til sölu, ber honum að ganga frá sölusamningi við eiganda hennar um þjónustu fasteignasala á þar til gerðu samningseyðublaði. Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 21 orð | 1 mynd

Sérkennilegur sófi

Þessi sófi er víst bæði þægilegur og þykir frumlegur að gerð og getur einnig nýst sem rúm. Hönnuður hans heitir Michel... Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 221 orð | 1 mynd

Skálabrekka í Þingvallasveit

HELMINGUR jarðinnar Skálabrekku í Þingvallasveit er nú til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni. Alls er jörðin talin vera 800-1.000 hektarar en eignarhluti seljenda er 400-500 hektarar. Óskað er eftir tilboðum. Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 47 orð | 1 mynd

Skrautkort gamla tímans

Þetta kort er í mörgum lögum og þótti mikið furðuverk þegar það var búið til um 1880. Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 29 orð | 1 mynd

Spennur á sálmabækur

Þeir sem betur máttu sín áður fyrr settu gjarnan blý- eða silfurspennur á sálmabækurnar sínar, þessar silfurspennur eru frá því um 1780 og koma frá manni sem hét A.C.... Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 35 orð | 1 mynd

Spýtukarlinn liðugi

Svona samsettir karlar og kerlingar voru vinsælir fyrr á tímum. Þessi er nokkuð stór, eða 35 sentimetrar. Hann er út tré og hefur líklega verið notaður til að teikna eftir um og eftir miðja 19.... Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 19 orð | 1 mynd

Stóll frá 1963

Þennan stól hannaði Hans J. Wegner árið 1963. Hann þykir mjög nýtískulegur enn í dag, minnir einna helst á... Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 142 orð | 1 mynd

Stórt atvinnuhúsnæði við Tunguháls

HJÁ fasteignasölunni Lundur er í sölu atvinnuhúsnæði að Tunguhálsi 19. Um er að ræða heila húseign á fjórum hæðum og er gengið báðum megin inn í húsnæðið. "Húsið er steinsteypt, byggt 1994 og alls 1692 fermetrar," segir í upplýsingum frá Lundi. Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 19 orð | 1 mynd

Tíminn á ýmsum stöðum

Í forstofunni getur verið bæði gagn og skraut í klukkum sem sýna hvað tímanum líður á ýmsum stöðum í... Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 401 orð

Útreikningar í nýju greiðslumati

Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s. Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 157 orð | 1 mynd

Vel staðsett einbýli í Garðabæ

HJÁ Fasteignamiðluninni Berg er í sölu einbýlishús í Faxatúni 23 í Garðabæ. Þetta er forsteypt hús, sem er 167 fm, og fylgir því bílskúr, sem er 25 fm. Húsið var byggt 1965. Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 173 orð | 1 mynd

VIÐ Síðumúla 24 er Byggingarfélag Gylfa...

VIÐ Síðumúla 24 er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars (BYGG ehf) búið að reisa rúmlega 3.100 m² byggingu á áberandi stað. Þessi nýbygging setur talsverðan svip á umhverfi sitt en hún er að kalla fullbúin og götuhæðin hefur þegar verið tekin í notkun. Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 1170 orð | 2 myndir

Yfir 3.000 m2 nýbygging við Síðumúla

Lítið er um nýjar byggingar við Síðumúla. Nýbygging BYGG við Síðumúla 24 vekur því talsverða athygli, en hún er 3.100 m2 og ætluð fyrir verzlun og skrifstofur. Magnús Sigurðsson kynnti sér nýbygginguna. Meira
12. desember 2000 | Fasteignablað | 42 orð

ÞAÐ ER sérstök ástæða til að...

ÞAÐ ER sérstök ástæða til að hvetja eigendur verzlunar- og þjónustuhúsnæðis til þess að moka tröppur sína og gangstíga og nota óspart hálkueyðandi efni, segir Elísabet Sigurðardóttir í þættinum Hús og lög , þar sem hún fjallar um bótaábyrgð húseigenda... Meira

Úr verinu

12. desember 2000 | Úr verinu | 865 orð

Ákvörðun líklega tekin eftir áramót

FASTANEFND Evrópusambandsins um dýrafóður mun fjalla um díoxín í fiskimjöli og lýsi á fundi sínum hinn 14. og 15. desember næstkomandi. Ekki er talið að á þeim fundi verði tekin afstaða til viðmiðunarmarka á díoxíni í þessum afurðum. Meira
12. desember 2000 | Úr verinu | 107 orð | 1 mynd

Hrogn og lifur í búðir

KRISTÁN Berg í Fiskbúðinni Vör á Höfðabakka við Gullinbrú er byrjaður að selja hrogn og lifur. "Við höfum fengið hrogn og lifur undanfarna 10 daga en hrognin hafa ekki verið nægjanlega þroskuð fyrr en nú," sagði Kristján. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.