Greinar sunnudaginn 7. janúar 2001

Forsíða

7. janúar 2001 | Forsíða | 239 orð | 1 mynd | ókeypis

Auðkýfingi spáð stórsigri

FLOKKI Thaksins Shinawatra, vinsæls auðjöfurs í Taílandi, var spáð stórsigri í þingkosningum sem fram fóru í gær. Meira
7. janúar 2001 | Forsíða | 180 orð | ókeypis

Deilt um gegnsætt gólf

GETUR glergólf verið ógn við vinnuumhverfi, velsæmi og virðuleika? Starfskona vinnueftirlitsins í Berlín komst að þeirri niðurstöðu að svo væri eftir að hafa skoðað nýbyggt bókasafn í Neuköln-hverfinu í borginni. Meira
7. janúar 2001 | Forsíða | 106 orð | 1 mynd | ókeypis

Saddam sagður við hestaheilsu

SADDAM Hussein Íraksforseti kom fram í sjónvarpi í gær og flutti fimmtán mínútna ávarp í tilefni af 80 ára afmæli íraska hersins. Saddam virtist heilsuhraustur þrátt fyrir orðróm um að hann ætti við veikindi að stríða. Meira
7. janúar 2001 | Forsíða | 303 orð | 1 mynd | ókeypis

Segjast hafa fundið merki um geislamengun

STARFSMENN Sameinuðu þjóðanna sögðust í gær hafa orðið varir við aukna geislavirkni á stöðum í Kosovo sem urðu fyrir sprengjuárásum herþotna Atlantshafsbandalagsins, NATO, árið 1998. Bandalagið notaði svonefnt rýrt úran í sprengjurnar. Meira

Fréttir

7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 185 orð | ókeypis

300 ungmenni í meðferð í fyrra

MIKIL aukning hefur orðið á innlögnum ungmenna á sjúkrahús SÁÁ að Vogi. Um 300 ungmenni, 19 ára og yngri, leituðu sér meðferðar vegna áfengis- eða fíkniefnaneyslu. Mörg þeirra þurfti að leggja inn oftar en einu sinni. Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 65 orð | ókeypis

Afmæli útibúa Landsbankans

TVÖ af útibúum Landsbankans eiga afmæli um þessar mundir, Langholtsútibúið átti 50 ára afmæli í gær, 6. janúar, og Háaleitisútibúið á 30 ára afmæli á morgun, 8. janúar. Meira
7. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 126 orð | ókeypis

ALÞJÓÐLEG hreyfing, Jubilee 2000, hvetur til...

ALÞJÓÐLEG hreyfing, Jubilee 2000, hvetur til að "ógreiðanlegar skuldir", eða skuldir sem fátækustu lönd heims koma að öllum líkindum aldrei til með að geta borgað, verði lagðar af. Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 595 orð | ókeypis

Athugasemd frá fjármálaráðherra

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá fjármálaráðherra: "Vegna ýmissa fullyrðinga sem fram koma á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins um fjármál ríkisins er nauðsynlegt að koma eftirfarandi atriðum á framfæri: Almennt um ríkisfjármálin... Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 94 orð | ókeypis

Árásarmaðurinn yfirheyrður

MAÐURINN sem réðst að kunningja sínum við pítsustað í Fákafeni í Reykjavík á föstudagskvöld og stakk hann með hnífi í háls og brjóstkassa var yfirheyrður af lögreglu í gær. Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 429 orð | 1 mynd | ókeypis

Árnastofnun og Orðabók flytji í nýtt hús

LAGT er til að Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi og Orðabók Háskólans verði ásamt fleiri rannsóknarstofnunum í íslenskum fræðum í viðbyggingu við Þjóðarbókhlöðuna, Suðurgötumegin við hana, í áliti nefndar menntamálaráðherra sem gengið var frá á... Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 644 orð | 1 mynd | ókeypis

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 8.-14. janúar. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni http://www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html. Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 386 orð | ókeypis

Ekki hlynntur landfyllingum og háhýsabyggð

ÞORVALDUR S. Þorvaldsson, forstöðumaður Borgarskipulags, er ekki hlynntur þeim hugmyndum sem lýst var í sjónvarpsþætti Hrafns Gunnlaugssonar 30. desember sl. um háhýsabyggð í borginni og nýjan alþjóðaflugvöll á Lönguskerjum í Skerjafirði. Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 154 orð | ókeypis

Flokkun á svefnvandamálum ungbarna

ARNA Skúladóttir gengst undir meistarapróf við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands þriðjudaginn 9. janúar kl. 14 og heldur fyrirlestur um verkefni sitt: Flokkun á svefnvandamálum ungbarna. Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd | ókeypis

Frostreykur í Vatnsmýrinni

EINSTAKLEGA fallegt útsýni blasti við höfuðborgarbúum í Vatnsmýrinni í gærmorgun þegar bláleit og dulræn þokuslæða lá yfir allri mýrinni. Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 89 orð | ókeypis

Fyrirlestrar um búddisma

FYRIRLESTRAR um Kadampa búddisma eru að hefjast aftur á vegum Karuna, samfélagi Mahayana búddista á Íslandi. Fyrirlestrarnir bera yfirskriftina: Tilgangsríkt líf. Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 667 orð | 1 mynd | ókeypis

Hvað er heimild?

Anna Agnarsdóttir fæddist 14. maí 1947 í Reykjavík. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1967 og lauk doktorsprófi í sagnfræði frá London School of Economics and Political Science 1989. Hún hefur starfað við kennslu og er nú dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands. Anna er gift Ragnari Árnasyni prófessor í hagfræði. Hún á tvær dætur og eina stjúpdóttur. Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd | ókeypis

Íshúðaðir bílar og hálar götur

MIKIL ísing var á götum höfuðborgarsvæðisins í gærmorgun og árrisulir ökumenn þurftu margir hverjir að verja drjúgum tíma í að skafa þykka íshúð af rúðum bíla sinna. Hálkan tafði för, jafnt þeirra sem fóru um fótgangandi og óku um í bílum. Meira
7. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 198 orð | ókeypis

Ísraelar telja litlar líkur á friðarsamningi...

Ísraelar telja litlar líkur á friðarsamningi EHUD Barak, forsætisráðherra Ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, lögðu á fimmtudag áherslu á mikilvægi þess að friðarsamkomulag næðist milli Ísraela og Palestínumanna. Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 40 orð | 1 mynd | ókeypis

Klakafoss í Mýrdal

Fagradal- Litlar lindir geta orðið að stórum klakafossum á frostdögum, en nú yfir jólin hefur oft verið kalt í Mýrdalnum og mjög gott veður. Myndin er tekin í Flúðakróki austan við Vík í Mýrdal á einum af mörgum góðviðrisdögum nú yfir... Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 132 orð | ókeypis

Leiðrétt

Nafn féll niður Í aðfangadagsblaði Morgunblaðsins birtist grein um sögu jólasálmsins "Heims um ból". Nafn höfundar, Ingibjargar R. Magnúsdóttur, féll niður, og hún og lesendur eru beðin velvirðingar á þessum mistökum. Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 55 orð | ókeypis

Leit hafin að fegurðardísum

UNDIRBÚNINGUR er nú hafinn fyrir val fegurðardrottningar Reykjavíkur, en keppnin verður haldin á Broadway 18. april nk. Hún er jafnframt loka undankeppnin fyrir Fegurðarsamkeppni Íslands sem fram fer í maí að vanda. Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 49 orð | ókeypis

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir eftir vitnum að umferðarslysi á Reykjanesbraut í Garðabæ, sunnan Vífilsstaða þriðjudaginn 2. janúar sl., klukkan 13.04. Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 88 orð | ókeypis

Lögregla rakti stolnar tölvur

TÖLVUFYRIRTÆKI og lögreglan hafa haft samstarf um að rekja stolnar tölvur sem að sögn lögreglu skilar æ betri árangri. Á föstudag leitaði ungur maður til tölvufyrirtækis í Reykjavík og óskaði eftir forriti í fartölvu. Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 149 orð | ókeypis

LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykjavík hefur farið fram...

LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykjavík hefur farið fram á það að borgin endurskoði afstöðu sína til hraðatakmarkana í nokkrum götum borgarinnar þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. Samgöngunefnd Reykjavíkurborgar tekur málið til umfjöllunar á morgun. Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 12 orð | 1 mynd | ókeypis

Með Morgunblaðinu í dag fylgir blað...

Með Morgunblaðinu í dag fylgir blað frá Hreyfingu, "Öflugri hreyfing á nýju... Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 178 orð | ókeypis

Metið hvort flýta þurfi þinghaldi

ALÞINGI Íslendinga átti að koma saman eftir jólafrí mánudaginn 22. janúar nk. en vegna dóms Hæstaréttar um öryrkja er nýtt lagafrumvarp í smíðum. Beðið er tillagna starfshóps sem ríkisstjórnin skipaði og niðurstöðu hans er að vænta í dag eða næstu daga. Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 27 orð | ókeypis

Minningarstund um Sturlu Þór

MINNINGARSTUND um Sturlu Þór Friðriksson verður haldin í félagsmiðstöðinni Frostaskjóli þriðjudaginn 9. janúar kl. 18. Minningarstundin er opin öllum þeim sem vilja koma saman og minnast Sturlu... Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 361 orð | ókeypis

Nettó bregst við verðkönnun með lækkun vöruverðs

VERSLUNIN Nettó hyggst bregðast harkalega við niðurstöðu verðkönnunar sem Morgunblaðið stóð fyrir á fimmtudaginn, en í henni kom í ljós að innkaupakarfan í Nettó í Mjódd er tæplega 29% dýrari en í Bónusi í Holtagörðum og um 27% dýrari en í Krónunni í... Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 117 orð | ókeypis

Neyðarskýli notað sem skotskífa

NEYÐARSKÝLI á Öxnadalsheiði liggur undir skemmdum eftir að hurðin á því var tekin af hjörum og notuð sem skotskífa fyrir haglabyssu. Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 246 orð | ókeypis

Norðmenn hafa virkjað nær alla sína kosti

SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra vill ekkert um það segja hvort yfirlýsing norska forsætisráðherrans um áramótin, Jens Stoltenbergs, að hætta ætti við þrjár vatnsaflsvirkjanir í landinu vegna umhverfisskaða, gæti haft áhrif á fyrirhugaða þátttöku... Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd | ókeypis

Nýr fósturhjartsláttarnemi gefinn

Í TILEFNI af 50 ára afmæli sínu 19. júní 2000 færði kvenfélag Ólafsvíkur Heilsugæslustöðinni í Ólafsvík fósturhjartsláttarnema að gjöf. Gjöfinni fylgir sú ósk að tækið nýtist sem best konum í Snæfellsbæ. Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 28 orð | ókeypis

Nýr fundarstaður ITC Hörpu

ITC-DEILDIN Harpa heldur nú fundi sína á nýjum fundarstað. Deildin heldur fundi 2. og 4. hvern þriðjudag hvers mánaðar kl. 20 í Borgartúni 22, þriðju hæð. Fundirnir eru öllum... Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 386 orð | ókeypis

Næst verður opið á Þorláksmessu og aðfangadag

STJÓRNARFORMAÐUR Íslandspósts hf. segir að þegar hafi verið gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að þau vandræði sem urðu við póstdreifingu um jólin endurtaki sig. Meira
7. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 2748 orð | 2 myndir | ókeypis

"Fátækum ríkjum haldið í ánauð með skuldabyrðinni"

Fyrir fjórum árum setti alþjóðleg hreyfing, Jubilee 2000, sér það markmið að allar "ógreiðanlegar skuldir" fátækustu ríkja heims yrðu afnumdar fyrir lok ársins 2000. Hrund Gunnsteinsdóttir fjallar hér um helstu stefnur og strauma í störfum og markmiðum Jubilee 2000, Alþjóðabankans, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ríkisstjórna sjö helstu iðnríkja heims hvað afnám skulda fátækustu ríkja heims varðar. Meira
7. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 269 orð | ókeypis

Ráðamenn óttuðust fangelsun

FYRRVERANDI forseti Kína, Deng Xiaoping, lét í ljósi ótta um að verða hnepptur í stofufangelsi skömmu áður en hann sendi herlið til að binda enda á mótmælaaðgerðir námsmanna á Torgi hins himneska friðar 1989. Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 90 orð | ókeypis

Ríkisstjórnin hefur tapað fylgi

STUÐNINGUR við ríkisstjórnina og stjórnarflokkana hefur minnkað ef marka má nýja könnun Gallups, sem Ríkisútvarpið greindi frá. Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu en í desember sl. Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 392 orð | 1 mynd | ókeypis

Samanlögð framleiðsla er 280 MW

LANDSVIRKJUN hefur að undanförnu staðið fyrir kynningu á tveimur fyrirhuguðum rennslisvirkjunum neðarlega í Þjórsá, annars vegar Núpsvirkjun og hins vegar við Urriðafoss. Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 303 orð | ókeypis

Samkeppni á fjarskiptamarkaðnum aukin

NOKKUR fjarskiptafyrirtæki hafa náð samkomulagi um svokallaða heimtaugaleigu, eða leigu á símalínum af Landssíma Íslands hf, en samkomulagið ætti að auka samkeppni á fjarskiptamarkaðnum. Meira
7. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 152 orð | ókeypis

SEÐLABANKI Bandaríkjanna lækkaði mikilvæga skammtímavexti á...

SEÐLABANKI Bandaríkjanna lækkaði mikilvæga skammtímavexti á miðvikudag um hálft prósentustig, eða úr 6,5% í 6%. Bankinn gaf ennfremur til kynna að hann væri tilbúinn að lækka vextina enn meira til að hamla gegn afturkipp í efnahagslífinu. Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 210 orð | ókeypis

Síminn nær netsambandi um gervihnött á fjórum tímum

ÞEGAR bilun kom upp í tækjabúnaði vegna Cantat 3-sæstrengsins á föstudagskvöld lá allt netsamband Landssímans vestur um haf niðri en langflest millilandasímtöl fóru um gervihnött. Sambandið komst á eftir tæpa tvo tíma. Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 125 orð | ókeypis

Skiptu á Ljóninu og Norðurtanga

STJÓRN Þróunarsjóðs sjávarútvegsins hefur samþykkt að láta Norðurtangahúsin á Ísafirði í makaskiptum fyrir verslunarmiðstöðina Ljónið á Ísafirði og húseign í Örfirisey í Reykjavík. Frá þessu var greint á vef Bæjarins besta á Ísafirði. Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 190 orð | ókeypis

Skipulagsbreytingar gerðar á ritstjórn Morgunblaðsins VIÐAMIKLAR...

Skipulagsbreytingar gerðar á ritstjórn Morgunblaðsins VIÐAMIKLAR skipulagsbreytingar tóku gildi á ritstjórn Morgunblaðsins um áramótin í kjölfar þess að Matthías Johannessen lét af starfi ritstjóra á gamlársdag eftir rúmlega 41 ár í því starfi. Meira
7. janúar 2001 | Erlendar fréttir | 1508 orð | 2 myndir | ókeypis

Straumar og stefnur í stjórn Bush

George W. Bush lauk skipan nýrrar stjórnar fyrstu vikuna í janúar. Margrét Björgúlfsdóttir kannaði líkurnar á því að ríkisstjórn hans fengi að njóta hefðbundinna hveitibrauðsdaga eða hvort á brattann yrði að sækja strax frá byrjun. Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 76 orð | ókeypis

Styðja Öryrkjabandalagið

FRAMKVÆMDASTJÓRN Frjálslynda flokksins hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: "Framkvæmdastjórn Frjálslynda flokksins lýsir sem fyrr yfir fullum stuðningi við baráttu Öryrkjabandalagsins fyrir réttindum félaga sinna og fagnar sérstaklega dómi... Meira
7. janúar 2001 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd | ókeypis

Þrír ungir vísindamenn verðlaunaðir

ÞRÍR ungir vísindamenn fengu viðurkenningar fyrir störf sín í lok ráðstefnu um rannsóknir í læknadeild Háskóla Íslands sem haldin var í Odda 4. og 5. janúar. Meira

Ritstjórnargreinar

7. janúar 2001 | Leiðarar | 3320 orð | 1 mynd | ókeypis

6. janúar

Hvers konar blað er Morgunblaðið?" var spurt í útvarpsþætti fyrir nokkrum dögum og svara við þeirri spurningu leitað hjá tveimur sérfróðum mönnum um fjölmiðla. Meira
7. janúar 2001 | Leiðarar | 591 orð | ókeypis

DEILURNAR Í PRAG

Síðustu vikur hafa staðið miklar deilur í Prag vegna ráðningar sjónvarpsstjóra tékkneska ríkissjónvarpsins. Um 50 fréttamenn sjónvarpsstöðvarinnar hafa lokað sig inni á fréttastofunni frá því á Þorláksmessu og sent út eigin fréttir. Meira
7. janúar 2001 | Leiðarar | 289 orð | ókeypis

Ritstjórnargreinar Morgunblaðsins

7. janúar 1996 : "Endurskoðun vinnulöggjafar er löngu tímabær. Núverandi löggjöf á þessu sviði endurspeglar ekki lengur ríkjandi viðhorf og tíðaranda. Það er auðvitað alltaf álitamál hvað á heima í löggjöf og hvað í samningum á milli aðila. Meira

Menning

7. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 858 orð | 1 mynd | ókeypis

Að leika er að vinna

Íslenska kvikmyndin Ikíngut er einlægt ævintýri um vináttu tveggja drengja frá ólíkum menningarheimum. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Pálma Gestsson en hann fer með hlutverk óupplýsta skúrksins Þorkels í myndinni. Meira
7. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 892 orð | 1 mynd | ókeypis

Bílasalar á bömmer

Lífið á bílasölunni getur verið álíka ævintýraríkt og líf poppara. Þessu komst Birgir Örn Steinarsson að þegar hann kíkti í heimsókn á bílasöluna Bjölluna og spjallaði þar við Lárus Ými Óskarsson leikstjóra. Meira
7. janúar 2001 | Menningarlíf | 515 orð | ókeypis

Bóndinn og skáldið

Leikstjóri, handritshöfundur og klipping: Jón Egill Bergþórsson. Texti: Sonja B. Jónsdóttir, Jón Egill Berrgþórsson, Salvör Nordal. Tónskáld: Karl Olgeirsson. Kvikmyndatökustjóri: Karl Lilliendahl. Heimildarmynd. Sýningartími: 60 mín. Sýnd í Sjónvarpinu 25. des. Nýja bíó. Árgerð 2000. Meira
7. janúar 2001 | Bókmenntir | 798 orð | 1 mynd | ókeypis

Bryddað upp á því sem máli skiptir

Um samfélagið sem mannanna verk. Þorgerður Einarsdóttir. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Háskólaútgáfan, 2000. Meira
7. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 897 orð | 2 myndir | ókeypis

Dreymir um að leika safaríkt illmenni

Ungur íslenskur leikari stendur nú á sviði eins virtasta leikhúss Lundúna þar sem hann staðfestir með framgöngu sinni fyrirfram gefnar hugmyndir útlendinga um hina sérkennilegu, náttúrulegu orku Íslendinga. Sigríður Dögg Auðunsdóttir hitti hann að máli í heimsborginni. Meira
7. janúar 2001 | Bókmenntir | 709 orð | 1 mynd | ókeypis

Engin venjuleg ævisaga

Eftir Þórunni Valdimarsdóttur, JPV forlag 2000, 274 bls. Meira
7. janúar 2001 | Menningarlíf | 1350 orð | 1 mynd | ókeypis

Fjórir ungir söngvarar við slaghörpuna

Á fyrstu Tíbrártónleikum ársins í Salnum í Kópavogi verða fjórir söngvarar af yngstu kynslóðinni kynntir. Jónas Ingimundarson sagði Súsönnu Svavarsdóttur að hann hefði valið söngvarana saman vegna þess að þau væru öll jafnfalleg og syngju öll yndislega. Meira
7. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 181 orð | 2 myndir | ókeypis

Furðuland / Strangeland ½ Þessi annars...

Furðuland / Strangeland ½ Þessi annars dæmigerða fjöldamorðingjamynd sýnir á sér nokkrar óvæntar hliðar. Sannir hryllingsfíklar munu hafa gaman af þessari. Meira
7. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 279 orð | 1 mynd | ókeypis

Hollywood-stjörnur hvetja til reykinga

NIÐURSTÖÐUR nýrrar rannsóknar í Bandaríkjunum sýna fram á að með því að reykja svo tíðlega í kvikmyndum hvetja Hollywoodstjörnur ungt fólk óbeint til að byrja að reykja. Meira
7. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 340 orð | 2 myndir | ókeypis

Íslensk fegurð er góð landkynning

ÞAÐ þekkja allir sannir ferðamenn þá duldu hvöt að þurfa ætíð að kaupa sér þjóðlegt póstkort með myndum sem á einn eða annan hátt þykja einkennandi fyrir land það og þjóð sem sótt er heim. Meira
7. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 164 orð | 3 myndir | ókeypis

Íslensk jólaskemmtun í Hollandi

ÞAÐ ER orðinn nauðsynlegur hluti af lífi Íslendinga sem búsettir eru í Hollandi að sækja alíslenska jólaskemmtun sem haldin er í sameiningu af Íslendingafélaginu í Hollandi og Íslenskuskólanum. Meira
7. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 192 orð | 1 mynd | ókeypis

Mikjáll vill meira

HINN sjálfkrýndi konungur poppsins, sjálfur Michael Jackson, mun gefa út glænýja hljóðversskífu í vor. Titilslaus er hún sem stendur en síðasta plata Jackson sem innihélt einungis nýtt efni kom út fyrir heilum átta árum - platan Dangerous . Meira
7. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 121 orð | 1 mynd | ókeypis

Óvænt hamskipti

Leikstjóri: Erik Fleming. Handrit: Matthew Flynn. Aðalhlutverk: Judge Reinhold og Alex D. Linz. (90 mín) Bandaríkin, 1999. Myndform. Leyfð öllum aldurshópum. Meira
7. janúar 2001 | Kvikmyndir | 235 orð | 1 mynd | ókeypis

Ráðgáta númer tvö

Leikstjórn: Michael Haigney og Kunohiko Yuyama. Handrit: Norman J. Grossfeld og Takeshi Shudo. 4 Kids Entertainment 2000. Meira
7. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 207 orð | 1 mynd | ókeypis

Snjöll kvikmyndaaðlögun

½ Leikstjóri: Mary Harron. Handrit: Mary Harron, Guinevere Turner. Byggt á samnefndri skáldsögu Bret Easton Ellis. Aðalhlutverk: Christian Bale, Willem Dafoe, Reese Witherspoon, Chloe Sevigny og Jared Leto. (101 mín.) Bandaríkin, 2000. Sam-myndbönd. Bönnuð innan 16 ára. Meira
7. janúar 2001 | Fólk í fréttum | 501 orð | 4 myndir | ókeypis

Öðruvísi undir niðri

SKRÝTINN er hann en skemmtilegur, leikarinn Nicolas Cage, sem á afmæli í dag og verður heilla 35 ára, blessaður. Vonandi verður kátt hjá honum í höllinni, en hann býr víst í gervikastala í útjaðri Englaborgarinnar svo hann ætti að geta boðið nógu fólki. Meira

Umræðan

7. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 40 orð | ókeypis

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 8. janúar, verður sextugur Guðmundur Guðfinnsson, Blikanesi 4, Garðabæ. Eiginkona hans er Ellen Ólafsdóttir . Í tilefni af afmælinu bjóða þau ættingjum, vinum og starfsfélögum til fagnaðar laugardaginn 13. Meira
7. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 21 orð | 1 mynd | ókeypis

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 7. janúar, verður sjötugur Guðni Steingrímsson, múrarameistari, Lækjarkinn 16, Hafnarfirði. Hann verður að heiman í... Meira
7. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 39 orð | 1 mynd | ókeypis

90 ÁRA afmæli .

90 ÁRA afmæli . Nk. miðvikudag, 10. janúar, verður níræður Pétur Einarsson og býr hann í þjónustuíbúð á Dalbraut 27. Pétur er með heitt á könnunni á Dalbraut 27 milli kl. 17-19 fyrir þá sem vilja fagna þessum tímamótum með... Meira
7. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 350 orð | ókeypis

Hver ræður?

ENN einu sinni sest ég niður við tölvu sonar míns til að skrifa nokkrar línur um það hve stutt er á milli hláturs og gráts. Ég lá inni á Grensásdeild (frá nóv.) og um 20. Meira
7. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 518 orð | ókeypis

Íslendingar þurfa ekki að krjúpa fyrir Evrópusambandinu

ÞAÐ hefur verið í fréttum undanfarna daga að svo gæti farið að útflutningur á fiskimjöli og skyldum afurðum væri í hættu út af kúariðumálum Evrópusambandsins. Þau heimatilbúnu vandamál Evrópusambandsins eru þannig komin að túngarði Íslendinga. Meira
7. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 501 orð | ókeypis

Jól í Betlehem

FJÖLMIÐLAR greindu nú fyrir hátíðina frá því, að vegna hryðjuverka og ofbeldis að undanförnu yrðu færri á ferð í Betlehem um þessi jól en á fyrra ári, þá er kristnir íbúar bæjarins minntust að 2000 ár voru þá liðin frá fæðingu barnsins, er það var lagt í... Meira
7. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 853 orð | ókeypis

(Róm. 14, 22.)

Í dag er sunnudagur 7. janúar, 7. dagur ársins 2001. Knútsdagur, Eldbjargarmessa. Orð dagsins: Halt þú þeirri trú, sem þú hefur með sjálfum þér fyrir Guði. Sæll er sá, sem þarf ekki að áfella sig fyrir það sem hann velur. Meira
7. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 32 orð | ókeypis

STÖKUR OG BROT

Sunna háa höfin á hvítum stráir dreglum, veröld má sinn vænleik sjá í vatna bláum speglum. * * * Vinda andi í vöggum sefur, vogar þegja og hlýða á, haf um landið hendur vefur hvítt og spegilslétt að... Meira
7. janúar 2001 | Aðsent efni | 1994 orð | 1 mynd | ókeypis

Verksvit á tímamótum

Á sviði byggingarverkfræðinnar stendur upp úr, segir Ólafur Hjálmarsson, sú hugkvæmni og það verksvit sem beitt var við geysilega erfiðar grundunaraðstæður í miðborg Berlínar. Meira
7. janúar 2001 | Bréf til blaðsins | 591 orð | ókeypis

VIÐ áramót er til siðs að...

VIÐ áramót er til siðs að líta um öxl, rifja upp liðna atburði og segja af þeim sögur. Víkverji er einn þeirra sem gaman hefur að slíkum endurminningum og getur ekki stillt sig um að bjóða lesendum upp á eina slíka. Meira

Minningargreinar

7. janúar 2001 | Minningargreinar | 2489 orð | 1 mynd | ókeypis

BALDUR ERLENDSSON

Baldur Erlendsson var fæddur 4. október 1939. Hann lést 1. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bergþóra Halldórsdóttir, f. 17.11. 1917, d. 14.5. 1996 og Erlendur Steinar Ólafsson, f. 5.5. 1912. Systkini Baldurs voru 1) Guðrún Dóra, f. 1938 , d.... Meira  Kaupa minningabók
7. janúar 2001 | Minningargreinar | 449 orð | 1 mynd | ókeypis

EINAR FLYGENRING

Einar Ágúst Flygenring fæddist í Reykjavík 1. september 1929. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 23. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 3. janúar. Meira  Kaupa minningabók
7. janúar 2001 | Minningargreinar | 286 orð | 1 mynd | ókeypis

ELÍAS ÞÓRÐARSON

Elías Þórðarson fæddist á Fit á Barðaströnd 7. október 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar 11. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Patreksfjarðarkirkju 16. desember. Meira  Kaupa minningabók
7. janúar 2001 | Minningargreinar | 2153 orð | 1 mynd | ókeypis

GUÐBRANDUR E. HLÍÐAR

Guðbrandur Einar Hlíðar fæddist á Akureyri 9. nóvember 1915. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 31. desember síðastliðinn eftir langvarandi veikindi. Foreldrar hans voru Guðrún Louise Finnbogason Hlíðar, f. 18. september 1887, d. 6. Meira  Kaupa minningabók
7. janúar 2001 | Minningargreinar | 361 orð | 1 mynd | ókeypis

GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR

Guðrún Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 18. september 1925. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 3. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 12. desember. Meira  Kaupa minningabók
7. janúar 2001 | Minningargreinar | 1675 orð | 1 mynd | ókeypis

HERDÍS DÍANA BENEDIKTSSON

Herdís Díana Benediktsson fæddist í Kvívík í Færeyjum 1. febrúar 1908. Hún lést á Garðvangi í Garði hinn 21. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Hans Olavus Hansen, f. 7.5. 1881, d. 10.11. Meira  Kaupa minningabók
7. janúar 2001 | Minningargreinar | 790 orð | 1 mynd | ókeypis

HERDÍS TORFADÓTTIR

Herdís Torfadóttir fæddist í Stykkishólmi 10. júní 1921. Hún lést á St. Fransiskusspítala þar 16. desember síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
7. janúar 2001 | Minningargreinar | 2185 orð | 1 mynd | ókeypis

INGIBJÖRG JÓNA JÓNSDÓTTIR

Ingibjörg Jóna Jónsdóttir kjólameistari fæddist í Bolungarvík 14. apríl 1923. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi 29. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 5. janúar. Meira  Kaupa minningabók
7. janúar 2001 | Minningargreinar | 990 orð | 1 mynd | ókeypis

JÓN ELÍS GUÐMUNDSSON

Jón Elís Guðmundsson fæddist í Reykjavík 20. janúar 1973. Hann lést í Mexíkó 9. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 21. desember. Meira  Kaupa minningabók
7. janúar 2001 | Minningargreinar | 865 orð | 1 mynd | ókeypis

KRISTINN SIGURÐSSON

Kristinn Sigurðsson fæddist í Reykjavík 25. desember 1935. Hann lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 25. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Norðfjarðarkirkju 6. janúar. Meira  Kaupa minningabók
7. janúar 2001 | Minningargreinar | 621 orð | 1 mynd | ókeypis

KRISTÍN CECILSDÓTTIR

Kristín Cecilsdóttir fæddist á Búðum í Eyrarsveit við Grundarfjörð hinn 20. júní 1921. Hún lést á St. Fransiskusspítala í Stykkishólmi hinn 27. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Stykkishólmskirkju 6. júní. Meira  Kaupa minningabók
7. janúar 2001 | Minningargreinar | 1999 orð | 1 mynd | ókeypis

LAUFEY KRISTINSDÓTTIR

Svava Laufey Eggerz Kristinsdóttir fæddist á bænum Holtahólum á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu 13. júní árið 1913. Hún lést 30. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Gísladóttir frá Vagnstöðum í Suðursveit, f. 18. janúar 1885, d. 27. Meira  Kaupa minningabók
7. janúar 2001 | Minningargreinar | 625 orð | 1 mynd | ókeypis

RANNVEIG MATTHÍASDÓTTIR

Rannveig Dýrleif Matthíasdóttir fæddist í Grímsey 4. nóvember 1910. Hún lést 21. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
7. janúar 2001 | Minningargreinar | 282 orð | 1 mynd | ókeypis

REGÍNA BENEDIKTA THORODDSEN

Regína Benedikta Thoroddsen fæddist í Reykjavík 30. júní 1924. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 6. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
7. janúar 2001 | Minningargreinar | 325 orð | 1 mynd | ókeypis

SIGURBJÖRG ÓLÖF GUÐJÓNSDÓTTIR

Sigurbjörg Ólöf Guðjónsdóttir fæddist á Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi 28. maí 1930. Hún lést á Landakoti 22. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Seljakirkju 3. janúar. Jarðsett var í Gufuneskirkjugarði. Meira  Kaupa minningabók
7. janúar 2001 | Minningargreinar | 393 orð | 1 mynd | ókeypis

SIGURÐUR SIGURÐSSON

Sigurður Sigurðsson fæddist í Reykjavík 16. ágúst 1935. Hann lést 16. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 29. desember. Meira  Kaupa minningabók
7. janúar 2001 | Minningargreinar | 635 orð | 1 mynd | ókeypis

STEFÁN ERLENDSSON

Stefán Erlendsson fæddist í Vestmannaeyjum 5. september 1965. Hann varð bráðkvaddur 31. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 6. janúar. Meira  Kaupa minningabók
7. janúar 2001 | Minningargreinar | 420 orð | 2 myndir | ókeypis

VILBORG JÓNSDÓTTIR OG JÓN RÚNAR ÁRNASON

Vilborg Jónsdóttir fæddist í Keflavík 28. ágúst 1955. Hún lést af slysförum 30. nóvember síðastliðinn. Jón Rúnar Árnason fæddist í Neskaupstað 19. mars 1951. Hann lést af slysförum 30. nóvember síðastliðinn. Útför þeirra fór fram frá Keflavíkurkirkju 8. desember. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

7. janúar 2001 | Bílar | 61 orð | 1 mynd | ókeypis

Andlitslyfting á A-bílnum

SEM viðbragð við hugmyndaríkum smábíl Audi, A2, hefur Mercedes-Benz, nú gefið A-bíl sínum minniháttar andlitslyftingu. Allar stærðir bílsins eru þær sömu og sömuleiðis drif- og aflrás. Meira
7. janúar 2001 | Ferðalög | 449 orð | 1 mynd | ókeypis

Athygli þjónsins vakin með kúabjöllu

Þeir sem eru sælkerar og til í að panta mat með húmorísku ívafi eða fá sér samloku sem heitir í höfuðið á þeim geta heimsótt öðruvísi veitingahús sem Margrét Hlöðversdóttir mælir með í Barcelona. Meira
7. janúar 2001 | Ferðalög | 790 orð | 4 myndir | ókeypis

Ágengir apakettir og sölumenn sitja um ferðamenn

Göturnar í Kathmandu eru mjóar og hús byrgja sýn til allra átta. Umferðin er skrautleg, þar ægir öllu saman og Einar Á.E. Sæmundsen segir að mitt í öngþveitinu þvælist um sölumenn sem bjóða ferðamönnum ýmiskonar varning til kaups. Meira
7. janúar 2001 | Ferðalög | 212 orð | 1 mynd | ókeypis

Beint flug til Kýpur allt árið um kring

ÍSLENDINGUM mun nú gefast kostur á reglulegu beinu leiguflugi allt árið um kring til eyjarinnar Kýpur í Miðjarðarhafi fyrir tilstuðlan ferðaskrifstofunnar Sólar sem taka mun til starfa um næstu mánaðamót. Meira
7. janúar 2001 | Ferðalög | 419 orð | 1 mynd | ókeypis

Betra að ferðast ástfanginn

Ólöf de Bont, eigandi Fjölprents ehf., er nýkomin heim úr velheppnuðu fríi til Kanaríeyja þar sem hún dvaldist í góðu yfirlæti með sambýlismanni sínum enda segir hún þetta skemmtilegasta frí sitt til þessa. Meira
7. janúar 2001 | Bílar | 133 orð | ókeypis

Bílasalan dróst saman um tæp 12% á síðasta ári

SALA á nýjum fólksbílum dróst saman um 11,8% á síðasta ári. Alls voru fluttir inn 13.569 bílar en 15.377 árið 1999, en það ár hafði verið 13,1% aukning í bílasölu milli ára. Eins og fyrr trónir Toyota á toppnum yfir söluhæstu bílana með 2. Meira
7. janúar 2001 | Bílar | 1216 orð | 2 myndir | ókeypis

Bílkaupendur eru orðnir kröfuharðari

Við áramót er venjan að staldra við, rifja upp liðið ár og spá í framtíðina. Í þriðju grein, sem hér birtist, er rætt við forsvarsmenn Bílabúðar Benna og Ístraktors. Meira
7. janúar 2001 | Bílar | 249 orð | 1 mynd | ókeypis

BMW-ofursportbíll á næsta ári

BMW hefur í hyggju að smíða ofursportbíl sem á eftir að vekja verulega athygli þegar og ef hann kemur á markað. Hér er um að ræða tveggja sæta bíl sem sagt er að verði nefndur M2. Meira
7. janúar 2001 | Bílar | 77 orð | 3 myndir | ókeypis

Chrysler sýnir Crossfire

CHRYSLER sýnir nýjan hugmyndabíl á bílasýningunni í Detroit sem haldin er í þessum mánuði. Bíllinn heitir Crossfire og er samtvinnaður af evrópskri hönnun og bandarískum áherslum í afli og stærð. Bíllinn ber með sér að vera hraðskreiður sportbíll. Meira
7. janúar 2001 | Ferðalög | 780 orð | 3 myndir | ókeypis

Drauma-gistiheimilið

Æ algengara er orðið að Íslendingar skreppi í stuttar verslunar- og skemmtiferðir til Halifax í Nova Scotia. Anna G. Ólafsdóttir hvetur ferðamenn til að láta fara vel um sig á hlýlegum gistiheimilum með fortíð. Meira
7. janúar 2001 | Ferðalög | 272 orð | 1 mynd | ókeypis

Ferðir til Bhutan, Borneó og Hong Kong meðal nýjunga

"Í ár verðum við með fjölmargar nýjar sérferðir og áfram með sólarlandaferðir en sumarbæklingurinn okkar er væntanlegur í byrjun febrúar," segir Stefán Guðjónsson, framleiðslu- og markaðstjóri Ferðaskrifstofu Reykjavíkur. Meira
7. janúar 2001 | Ferðalög | 159 orð | 1 mynd | ókeypis

Flogið tvisvar í mánuði til Rhodos í sumar

SAMVINNUFERÐIR - LANDSÝN og Ferðaskrifstofa stúdenta bjóða upp á nýjan áfangastað í ár. "Nýi áfangastaðurinn er Rhodos á Grikklandi. Við höfum fundið fyrir auknum áhuga Íslendinga á ferðum til Grikklands. Meira
7. janúar 2001 | Ferðalög | 152 orð | 2 myndir | ókeypis

Flogið tvisvar í viku til Prag í vor

HEIMSFERÐIR byrja í fyrsta skipti með vorferðir til Prag í ár en þeir buðu upp á eina vorferð þangað í mars á síðasta ári. "Við ákváðum að hafa tvö flug á viku í vor og hafa ferðirnar fengið ljómandi undirtektir. Meira
7. janúar 2001 | Ferðalög | 178 orð | ókeypis

Fluginnritun með WAP hafin

VILDARFARÞEGUM breska flugfélagsins British Airways gefst í lok janúar tækifæri á því að innrita sig í flug með WAP-síma sínum og er BA því fyrsta flugfélag í heimi sem býður upp á slíka þjónustu. Meira
7. janúar 2001 | Ferðalög | 137 orð | 1 mynd | ókeypis

Göngu- og reiðhjólaferðir eru meðal nýjunga

FERÐASKRIFSTOFAN Terra Nova hefur gert samninga við nokkrar stærstu sumarhúsakeðjur í Þýskalandi, Hollandi og Frakklandi og bjóða nú í fyrsta bjóða upp á sumarhús allt árið um kring í þessum löndum en einnig leiguflug eins og undanfarin ár. Meira
7. janúar 2001 | Bílar | 163 orð | 2 myndir | ókeypis

Liberty á 60 ára afmælinu

JEEP Liberty, nýr smájeppi Jeep, verður frumsýndur á Detroit-bílasýningunni í janúar. Sala hefst á bílnum víða í Evrópu næsta haust en á því ári fagnar Jeep einmitt 60 ára afmæli sínu. Meira
7. janúar 2001 | Bílar | 76 orð | ókeypis

Litlir fjölnotabílar sífellt vinsælli

UMFANGSMIKIL úttekt er á bílamarkaðnum í Evrópu í nýjasta hefti Automotive News Europe . Þar kemur m.a. fram að vinsældir lítilla fjölnotabíla hefur aukist mikið og markaðshlutur þeirra á síðasta ári aukist um 61,4%. Meira
7. janúar 2001 | Bílar | 159 orð | ókeypis

Pallútgáfa af Hyundai H1

B&L hefur hafið kynningu á nýrri pallútgáfu af Hyundai H1 sendibílnum. Hann er að grunni til sambærilegur Hyundai H1 sendibílnum fyrir utan hið opna farmrými. Meira
7. janúar 2001 | Ferðalög | 292 orð | 1 mynd | ókeypis

Rússland Hópferð til Rússlands Í september...

Rússland Hópferð til Rússlands Í september á síðasta ári var farið ferð til Rússlands á vegum Hauks Haukssonar fréttaritar RÚV í Moskvu, "Menningartengsla Íslands og Rússlands" og rússneskrar ferðaskrifstofu. Meira
7. janúar 2001 | Bílar | 182 orð | 1 mynd | ókeypis

SCC - framhald Augnabílsins

SCC er nýjasta afurð Volvo á sviði öryggismála. Bíllinn ákveður sjálfur sætastillingu fyrir ökumanninn, eyðir öllum "blindum blettum" með gegnsæjum hurðapósti og í honum eru fjögurra punkta öryggisbelti í stað þriggja. Meira
7. janúar 2001 | Bílar | 584 orð | 4 myndir | ókeypis

Stærri Wagon R+ á boðlegu verði

SUZUKI Wagon R+ er fyrir nokkru kominn til Íslands í sinni nýju og breyttu mynd og er hann sannast sagna allmikið og vel endurbættur. Meira
7. janúar 2001 | Ferðalög | 155 orð | 2 myndir | ókeypis

Útsala allan ársins hring

Í úthverfi Stokkhólms er verslunarkjarni sem selur vörur á niðursettu verði allan ársins hring. Björn Arnar Ólafsson kíkti í nokkrar af þeim 60 verslunum sem eru á svæðinu. Meira
7. janúar 2001 | Bílar | 342 orð | 1 mynd | ókeypis

Volvo hefur rannsakað slys í 30 ár

Umferðarrannsóknadeild Volvo fagnar nú 30 ára afmæli sínu. Deildin hefur á þessum þremur áratugum rannsakað árekstra fólksbíla í því skyni að auka öryggi eigin framleiðslu. Meira
7. janúar 2001 | Bílar | 43 orð | ókeypis

Wagon R+ GL í hnotskurn

Vél: 1,3 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar, 76 hestöfl. Framdrifinn. Fjögurra manna. Aflstýri. Tveir líknarbelgir. Læsivarðir hemlar. Rafstýrðir útispeglar. Rafdrifnar rúður að framan. Samlæsingar. Snúningshraðamælir. Útvarp með segulbandi. Þjófavörn. Meira

Fastir þættir

7. janúar 2001 | Fastir þættir | 218 orð | ókeypis

Að leigja

Áður hefur verið minnzt á sögnina að leigja í þessum pistlum og þá tvíræðni, sem felst í henni. Sannleikurinn er sá, að merking hennar er ekki alltaf ljós, en oftast má samt ráða í merkingu hennar. Meira
7. janúar 2001 | Fastir þættir | 461 orð | 1 mynd | ókeypis

Ásmundur og Ljósbrá unnu minningarmótið um Hörð Þórðarson

Jólamót BR og SPRON var spilað 29. desember. 56 pör spiluðu 44 spil með Monrad barometer fyrirkomulagi. Til að gera langa sögu stutta þá unnu Ljósbrá Baldursdóttir og Ásmundur Pálsson með +276, sem jafngildir 61,6%. Meira
7. janúar 2001 | Fastir þættir | 312 orð | ókeypis

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

HÉR er spil, sem hefur á sér yfirbragð einfaldleikans, en "lát ei blekkjast" - í því leynist gildra, sem vissara er að varast: Austur gefur; enginn á hættu. Meira
7. janúar 2001 | Fastir þættir | 672 orð | 1 mynd | ókeypis

"Það er upphaf laga vorra"

Frelsi til skoðana, tjáningar og trúar er hornsteinn nútíma þegnréttar. Stefán Friðbjarnarson staldrar við trúfrelsi og íslenzkt samfélag. Meira
7. janúar 2001 | Fastir þættir | 124 orð | 1 mynd | ókeypis

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Staðan kom upp á alþjóðlegu skákmóti í Merida í Mexíkó er lauk fyrir stuttu. Eini stórmeistari Mexíkó, Gilberto Hernandez (2572) stýrði svörtu mönnunum gegn systur sinni Yadiru Hernandez (2207 ). 25. ...Bh3! 26. Meira
7. janúar 2001 | Í dag | 468 orð | 1 mynd | ókeypis

Þriðjudagur með Þorvaldi og fullorðinsfræðsla í Laugarneskirkju

Nú hefjum við gönguna á nýju ári og hlökkum til þriðjudagskvöldanna í Laugarneskirkju, þar sem fullorðinsfræðslan og þriðjudagar með Þorvaldi opna okkur og öllum, sem með vilja vera, góða leið að kristnu samfélagi þar sem trú og lífsviðhorf eru krufin... Meira

Íþróttir

7. janúar 2001 | Íþróttir | 1090 orð | 1 mynd | ókeypis

Bít í skjaldarrendurnar

GRÍS, sögðu margir þegar James Beattie, miðherji Southampton, skoraði eitt af mörkum leiktíðarinnar á Ljósvangi í Sunderland - með viðstöðulausu skoti af um fjörutíu metra færi. Meira

Sunnudagsblað

7. janúar 2001 | Sunnudagsblað | 276 orð | 1 mynd | ókeypis

4000 ára saga

HELLAMYNDIR sem fundist hafa í Mið-Síberíu sýna að hundasleðaakstur á rætur að rekja 4.000 ár aftur í tímann. Meira
7. janúar 2001 | Sunnudagsblað | 607 orð | 1 mynd | ókeypis

Afburða snilld!

Á síðustu misserum höfum við eignast þvílíkan fjölda af "snillingum" og "meisturum" að undrum sætir, skrifar Sveinbjörn I. Baldvinsson, og telur að tungumálið sé komið fram úr sjálfu sér eða við jafnvel fram úr tungumálinu. Meira
7. janúar 2001 | Sunnudagsblað | 495 orð | 1 mynd | ókeypis

ÁRMANN HEFUR MORKINSKINNU TIL VEGS OG VIRÐINGAR

M orkinskinna er með merkustu konungasagnahandritum í íslenskum miðaldabókmenntum og er varðveitt í handriti frá 1270. Brynjólfur biskup Sveinsson gaf bókina Friðriki þriðja Danakonungi um 1662, en ekkert vitum við frekar um bókina. Meira
7. janúar 2001 | Sunnudagsblað | 1087 orð | 3 myndir | ókeypis

Ár Soderberghs

Bandaríski leikstjórinn Steven Soderbergh þótti mjög efnilegur ungur leikstjóri þegar hann gerði Kynlíf, lygar og myndbönd og má segja að hann hafi uppfyllt þær væntingar sem gerðar voru til hans. Hann gerir nú hverja myndina annarri betri og er kominn í hóp fremstu leikstjóra vestan hafs. Arnaldur Indriðason leit yfir feril hans og skoðaði hvað Soderbergh hefur verið að senda frá sér að undanförnu. Meira
7. janúar 2001 | Sunnudagsblað | 2782 orð | 4 myndir | ókeypis

Bandaríkjamenn ættu að vera víti til varnaðar

J ÓLIN eru sjaldnast stóra vandamálið," segir Laufey Steingrímsdóttir, forstöðumaður Manneldisráðs, og byrjar á því að slá á áhyggjur fólks yfir að hafa bætt á sig fáeinum aukakílóum yfir hátíðarnar. Meira
7. janúar 2001 | Sunnudagsblað | 381 orð | 4 myndir | ókeypis

Dansvænn tónlistargrautur

BRETAR hafa lag á danstónlist sem aðrar þjóðir leika ekki eftir. Það sannast eftirminnilega á öllum skífum breska tríósins Red Snapper sem sendi frá sér plötuna Our Aim is to Satisfy Red Snapper seint á síðasta ári. Meira
7. janúar 2001 | Sunnudagsblað | 3859 orð | 5 myndir | ókeypis

Drottning glæpasagnanna - Agatha Christie

É g er ánægð, ég hef gert það sem mig langaði til að gera," skrifaði Agatha Christie árið 1965 í endurminningum sínum. Meira
7. janúar 2001 | Sunnudagsblað | 619 orð | 2 myndir | ókeypis

Ferðalag í Heimisheimi

STILLUPPSTEYPA er með duglegustu hljómsveitum hvað varðar upptökur og útgáfu og liðsmenn hennar slá ekki stöku við heldur. Heimir Björgúlfsson Stilluppsteypumaður sendir frá sér ördisk í vor og skömmu fyrir jól kom út annar diskur frá Heimi, Discreet Journey Digitalis, sem Mille Plateaux gefur út. Meira
7. janúar 2001 | Sunnudagsblað | 907 orð | 1 mynd | ókeypis

Fjörgandi og fræðandi

Kópasker státar af einu sérstæðasta kaffihúsi landsins og heitir það Iðunn og epli n. Kaffihúsið er rekið í stofunni á heimili hjónanna Iðunnar Antonsdóttur og Garðars Eggertssonar í Duggugerði 7 og mun vera eina kaffihúsið í Þingeyjarsýslum. Meira
7. janúar 2001 | Sunnudagsblað | 1507 orð | 1 mynd | ókeypis

Hreint ekki svo morkin Morkinskinna

K onungsbókhlaðan (Det kongelige Bibliotek) í Kaupmannahöfn var sett á stofn árið 1661 af hinum bókelska Friðrik 3., fyrsta einvaldi Dana. Safnið skiptist í tvær deildir; Gammel og Ny kongelig samling. Meira
7. janúar 2001 | Sunnudagsblað | 1923 orð | 6 myndir | ókeypis

Í hundasleðakeppni í Finnmörku

Á hverju ári er haldin í Noregi hundasleðakeppni sem kallast Finnmerkurhlaupið. Þetta er lengsta hundasleðahlaup í Evrópu, alls 1.000 km í lengri flokknum en 500 km í hinum styttri. Aron Freyr Guðmundsson varð snemma síðastliðið vor fyrstur Íslendinga til að þreyta þetta hlaup og segir hér frá þessu manndómsprófi. Meira
7. janúar 2001 | Sunnudagsblað | 2499 orð | 3 myndir | ókeypis

Karluk-slysið og Vilhjálmur Stefánsson

SAGA landkönnunar í fjarlægum löndum og himingeimnum er stráð frásögnum af válegum atburðum. Sumir þeirra taka sér bólfestu innra með okkur, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Flestir muna t.a.m. Meira
7. janúar 2001 | Sunnudagsblað | 269 orð | ókeypis

Konungasögur í skugga Snorra

Í sögu íslenskra bókmennta ber hátt konungasagnarit sem talið er sett saman á þriðja áratug 13. aldar og er kallað Heimskringla. Heimskringla þykir fremst íslenskra konungasagna, eins og sést á yfirlitsritum um íslenskar miðaldabókmenntir. Meira
7. janúar 2001 | Sunnudagsblað | 4451 orð | 14 myndir | ókeypis

Norðurljós

Norðurljósin eru eitt glæsilegasta sjónarspil í náttúrunnar ríki. Um það verður tæpast deild. Í þúsundir ára hafa menn ýmist óttst þau eða elskað og dáð, og jafnframt reynt að komast að því hvað þarna er á ferðinni.Sigurður Ægisson kannað þá sögu og uppgötvaði, að ennþá er æði margt í fari þessara ljósa sem vísindin ekki skilja, þrátt fyrir alla tækni nútímans á geimöld. Meira
7. janúar 2001 | Sunnudagsblað | 316 orð | 1 mynd | ókeypis

Ný skífa Erykah Badu

ERYKAH Badu vakti gríðarlega athygli fyrir fyrstu breiðskífu sína Baduizm sem kom út fyrir rúmum þremur árum. Meira
7. janúar 2001 | Sunnudagsblað | 162 orð | ókeypis

Poppsala

ÞAÐ KEMUR væntanlega fáum á óvart að mest selda plata ársins vestan hafs var með N'Sync en No Strings Attached, sem kom út í mars, seldist í 9.936.104 eintökum. Eminem, sem "dissar" þá N'Sync pilta rækilega á plötu sinni, seldi 7.921. Meira
7. janúar 2001 | Sunnudagsblað | 302 orð | 1 mynd | ókeypis

"Heildaryfirlit yfir allar áætlanir"

Davíð Stefánsson, stjórnsýslufræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins, hefur á undanförnum árum haft umsjón með upplýsingavef um sóknarfæri EES á slóðinni http://www.sa.is. Hann var spurður um aðgengi að upplýsingum um Evrópuverkefni hér á landi. Meira
7. janúar 2001 | Sunnudagsblað | 1123 orð | 1 mynd | ókeypis

Sóknarfæri í Evrópusamvinnu

Þegar samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið gekk í gildi, segir Þorsteinn Brynjar Björnsson, öðluðust Íslendingar þátttökurétt í fjölda samstarfsáætlana og verkefna sem rekin eru á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í ýmsum málaflokkum. Meira
7. janúar 2001 | Sunnudagsblað | 963 orð | 1 mynd | ókeypis

Stofnauki nr. 12

Á ÞESSUM velgengnistímum, þegar næstum engan virðist skorta neitt og margir hafa miklu meira en þeir þurfa, er hollt að minnast þeirra daga, þegar veraldlegu gæðin voru af skornum skammti og lífið allt virtist einfaldara og ljúfara en það er á þessum... Meira
7. janúar 2001 | Sunnudagsblað | 1756 orð | 3 myndir | ókeypis

Við höfum skapað okkur nafn

Hin þekkta gjafavöruverslun Tékk-Kristall fyllti þriðja áratuginn á síðasta ári en þar hafa hjónin Erla Vilhjálmsdóttir og Skúli Jóhannesson staðið vaktina frá upphafi. Byrjuðu smátt og eiga í dag traust og rótgróið fyrirtæki. Meira
7. janúar 2001 | Sunnudagsblað | 87 orð | 1 mynd | ókeypis

Vísindamaðurinn

NAFN: Ármann Jakobsson, f. 1970. FORELDRAR: Jakob Ármannsson, sérfræðingur í erlendum viðskiptum í Útvegsbankanum og síðar Búnaðarbanka Íslands, f. 1939, d. 1996, og Signý Thoroddsen, sálfræðingur f. 1940. Meira
7. janúar 2001 | Sunnudagsblað | 1777 orð | 2 myndir | ókeypis

ÞJÓÐTRÚ TENGD NORÐURLJÓSUM

HUGMYNDIR fyrri tíðar manna varðandi þessi dularfullu ljósfyrirbæri eru legíó og af ýmsum toga, en hér skulu þó rúmsins vegna einungis tekin sýnishorn úr nokkrum áttum, og byrjað erlendis. Meira
7. janúar 2001 | Sunnudagsblað | 2009 orð | 5 myndir | ókeypis

Ævintýri í Afríku

F YRIR nokkrum árum ákváðum við, Dögg og Hjördís, að þegar námi okkar beggja væri lokið myndum við leggjast í ferðalög saman, upplifa eitthvað nýtt og spennandi. Í september sl. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.