Greinar sunnudaginn 11. mars 2001

Forsíða

11. mars 2001 | Forsíða | 256 orð | 1 mynd

Arafat vill hefja friðarviðræður

LEIÐTOGI Palestínumanna, Yasser Arafat, hvatti til þess í ræðu í gær að aftur yrðu teknar upp friðarviðræður og sagðist skilja áhyggjur Ísraela af öryggi ríkisins. Meira
11. mars 2001 | Forsíða | 177 orð

Fjórtán ára hlaut lífstíðardóm

LIONEL Tate, fjórtán ára drengur í Flórída, var á föstudag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa barið sex ára stúlku í hel þegar hann var tólf ára. Hann sagðist hafa verið að líkja eftir atvinnumönnum í fjölbragðaglímu þegar hann barði stúlkuna. Meira
11. mars 2001 | Forsíða | 161 orð | 1 mynd

Gagnrýna Makedóníumenn

ÞINGIÐ í Albaníu segir að það hafi verið "óskynsamlegt" af stjórnvöldum í Makedóníu að loka landamærunum að Kosovo-héraði og biðja um að alþjóðlegt friðargæslulið héldi uppi eftirliti á hlutlausri landræmu á landamærunum. Meira
11. mars 2001 | Forsíða | 103 orð | 1 mynd

Skipt um lið í Alfa

BANDARÍSKA geimferjan Discovery var tengd við alþjóðlegu geimstöðina Alfa í gærmorgun, um klukkustundu síðar en ráðgert hafði verið vegna tæknilegra örðugleika. Meira
11. mars 2001 | Forsíða | 166 orð

Stuldur á sjúklingum

LÆKNAVAKTIN í Ósló hefur fengið samkeppni því frá og með deginum í dag hyggst heimilislæknir, sem rekur eigin stofu, sitja um sjúklinga við dyr læknavaktarinnar. Meira

Fréttir

11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 199 orð

500 sæti frá þremur borgum í Þýskalandi

KATLA Travel hefur endurnýjað samning um vikulegt leiguflug frá þremur borgum í Þýskalandi næsta sumar. Samanlagt er um að ræða um 500 sæti á viku og verða sæti í vélarnar héðan seld sem hluti af ferðafrelsi Samvinnuferða-Landsýnar. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Ágætis kropp á Kötlugrunni

ÆGIR er oft úfinn á vetrarvertíðum eins og áhöfnin á Óla á Stað GK fékk að reyna þegar báturinn var að veiðum á Kötlugrunni. Skipverjar drógu þorskanet við aðstæður í kaldasta lagi, að sögn Gunnlaugs Ævarssonar skipstjóra. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 90 orð

Álagið minna á fæðingardeild

RÓLEGT er nú á fæðingardeild Landspítala - Háskólasjúkrahúss eftir óvenjumargar fæðingar á árinu 2000. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 48 orð

Bakpokanámskeið hjá FÍ

SÉRSTAKT bakpokanámskeið verður haldið á vegum Ferðafélags Íslands 13. mars kl. 20 og aftur 27. mars. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku hjá ferðafélaginu eða á netfang fi@fi. Meira
11. mars 2001 | Erlendar fréttir | 243 orð

Bardagar á landamærum Makedóníu

HÖRÐ átök urðu í vikunni milli makedónískra hermanna og skæruliða af albönskum uppruna á landamærunum að Kosovo í vikunni og varð nokkurt mannfall. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 1205 orð | 2 myndir

Bera hag byggðarlagsins mjög fyrir brjósti

Vestur-Skaftfellingar sýndu íbúaþingi mikinn áhuga og þar komu fram skýrar línur um áherslur fólksins. Áhyggjurnar snúa aðallega að atvinnumálum, lífsafkomu og fólksfækkun. Sigurður Jónsson fylgdist með umræðum á íbúaþinginu. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Bókmenntafélagið kaupir Kortasögu Íslands

HIÐ íslenska bókmenntafélag hefur fest kaup á upplagi Kortasögu Íslands eftir Harald Sigurðsson af Landmælingum Íslands. Kortasaga Íslands er í tveimur stórum bindum og var gefin út af Menningarsjóði 1971 og 1978. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 68 orð

Brak fannst á Landeyjafjöru

BRAK fannst á Landeyjafjöru á föstudag sem talið er hugsanlegt að sé úr bandarísku flugvélinni sem fórst vestan við Vestmannaeyjar sl. þriðjudag og með henni tvær bandarískar konur. Rannsóknanefnd flugslysa hefur fengið brakið til rannsóknar. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 1151 orð | 1 mynd

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 12.-18. mars. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni: http://www.hi.is/stjorn/sam/dagbok. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 343 orð

Deilur um gámaþjónustu á Akranesi

FRAMKVÆMDASTJÓRI Gámaþjónustu Akraness telur Akraneskaupstað hafa brotið gegn samningi við fyrirtækið með því að fela öðru fyrirtæki að flytja úrgangstimbur frá gámastöð Akraneskaupstaðar við Berjadalsá í flokkunar- og móttökustöð Sorpu í Gufunesi. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 351 orð

Engin áform um lokun verksmiðjunnar á Íslandi

NORSKA iðnaðarsamsteypan Elkem Salten hefur ákveðið að láta loka einum af þremur ofnum í járnblendiverksmiðju sinni í Sørfold í Noregi vegna lágs verðs á kísiljárni á mörkuðum. Meira
11. mars 2001 | Erlendar fréttir | 1436 orð | 2 myndir

Enn deilt um Gardermoen-flugvöllinn

Deilan um hvar hinn nýi alþjóðaflugvöllur á Austurlandi í Noregi ætti að vera stóð í 30 ár. Sunna Ósk Logadóttir komst að því að enn er deilt um staðsetninguna og að verið er að rannsaka ofan í kjölinn ýmis gögn sem urðu til þess að Gardermoen, sem er í um 50 km fjarlægð frá Ósló, varð fyrir valinu. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 38 orð

Erindi um krabbamein á krossgötum

STYRKUR, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra verður með opið hús í Skógarhlíð 8 þriðjudaginn 13. mars kl. 20. Sigurður Árnason, krabbameinslæknir, flytur erindi sem hann nefnir: Krabbamein á krossgötum. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 56 orð

Fastagjald heimilissíma hækkar

FASTAGJALD heimilissíma hækkar nú í 1.111 krónur í samræmi við ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar og er framhald fyrri leiðréttinga frá því í mars í fyrra. Sú ákvörðun hafði verið dregin til baka og ákveðið að gjaldið yrði 1. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Fegursta rósin valin

HALDIN var í Garðheimum nýlega sýning á 60 tegundum íslensk ræktaðra rósa en það er meirihluti rósa sem ræktaðar eru á Íslandi í dag. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 358 orð

Fimm nemendur útskrifuðust með meistaragráðu

FIMM nemendur útskrifuðust 16. febrúar sl. með meistaragráðu (M.Ed.) frá framhaldsdeild Kennaraháskóla Íslands. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Fimm ættliðir í kvenlegg með 219 ár að baki

ÁSDÍS María Mogensen, áttatíu og tveggja ára að aldri, átti fyrir skömmu sögulega og eftirminnilega stund með fjölskyldu sinni er saman voru komnir fimm ættliðir í beinan kvenlegg hennar. Við þetta tækifæri var kynslóðamunurinn víðsfjarri. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 180 orð

Flensan talin í hámarki

FLENSA virðist vera í hámarki á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir og segir Atli Árnason, formaður Læknavaktarinnar og yfirlæknir á heilsugæslustöðinni í Grafarvogi, að mjög miklar annir hafi verið á Læknavaktinni. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 252 orð

Framkvæmdir munu kosta vel á annan milljarð

VEIÐIMÁLASTJÓRI hefur gefið út rekstrarleyfi til handa Salar Islandica sem áformar sjókvíaeldi á laxi í Berufirði. Hollustuvernd hafði áður veitt fyrirtækinu starfsleyfi. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 41 orð

Fræðslufundur um fæðuofnæmi

HALDINN verður fræðslufundur á vegum Astma- og ofnæmisfélagsins þriðjudaginn 13. mars kl. 20 í Múlalundi, Hátúni 10c. Á fundinum munu Davíð Gíslason læknir og Kolbrún Einarsdóttir næringarfræðingur tala um fæðuofnæmi og fæðuóþol. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 559 orð | 1 mynd

Fulltrúi Hálsasveitar í mynd með Harrison Ford

UNDANFARNA tvo daga hafa verið tekin upp atriði vegna kvikmyndarinnar K-19: The Widowmaker á ísnum á Winnipegvatni við Íslendingabæinn Gimli í Manitoba í Kanada. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 172 orð

Fyrirlestur um dönskukennslu á Íslandi

AUÐUR Hauksdóttir, lektor í dönsku við Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands næstkomandi þriðjudag, 13. mars, kl. 16.15. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 487 orð

Fyrsta bæjarvirkjunin tengist orkukerfi RARIK

RAFMAGNSVEITUR ríkisins hafa gert fyrsta samninginn við raforkubónda. Í samningnum felst að RARIK kaupir umframorku sem Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, undir Eyjafjöllum, framleiðir í virkjun sinni, Koltunguvirkjun. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 555 orð

Getur dregið úr samkeppnishæfni og bitnað á launþegum

BREYTINGAR sem nú eru að verða á íslenskum vinnumarkaði í kjölfar stækkandi fyrirtækja og áhrifa frá Evrópska efnahagssvæðinu, leiða til þess að vinnumarkaðurinn verður ósveigjanlegri með þeim afleiðingum að dregið getur úr samkeppnishæfni fyrirtækja og... Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 59 orð

Hrina smáskjálfta út af Reykjanesi

HRINA smáskjálfta hófst skammt undan Reykjanestá um kl. 6 í gærmorgun. Stærsti skjálftinn í hrinunni varð um kl. 8 út af Reykjanesvita. Hann mældist um 2,5 stig á Richter og í kjölfar hans fylgdu margir minni skjálftar. Meira
11. mars 2001 | Erlendar fréttir | 176 orð

HÆGRIMAÐURINN Ariel Sharon myndaði í vikunni...

HÆGRIMAÐURINN Ariel Sharon myndaði í vikunni nýja ríkisstjórn í Ísrael og sór hún embættiseiða sína á miðvikudag. Eiga sjö flokkar aðild að henni, þ. á m. Verkamannaflokkurinn. Shimon Peres er utanríkisráðherra. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 105 orð

Innflutningur hefur meira en þrefaldast

INNFLUTNINGUR á mjólkurafurðum jókst úr 155 tonnum árið 1999 í 556 tonn í fyrra. Var innflutningurinn í fyrra meiri en allur innflutningur mjólkurafurða áranna 1996 til 1999. Meira
11. mars 2001 | Erlendar fréttir | 265 orð

Jemenskir gyðingar óttast kvenmannsskort

NÝLEGA var samþykkt á fundi 36 helstu forsvarsmanna gyðinga í Jemen, að heimanmundur með jemenskum gyðingastúlkum mætti ekki vera hærri en 250 þúsund ísl. kr. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 301 orð

Kortinu fylgir líftrygging

Á UMSÓKNAREYÐUBLAÐI fyrir gulldebetkort Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis er ákvæði þar sem viðkomandi umsækjandi lýsir yfir almennu heilbrigði sínu og veitir Alþjóðalíftryggingarfélaginu heimild til að leita eftir upplýsingum frá læknum og... Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Launsátur veiðikattar

VÍÐA má finna launsátur við veiðar eins og þessi köttur gerði sem lá undir bíl við Sörlaskjól í Reykjavík og fylgdist vandlega með störrum og öðrum girnilegum fuglum, að hans mati, fljúga um og tylla sér á gangstéttina. Meira
11. mars 2001 | Erlendar fréttir | 1060 orð | 1 mynd

Leiðarljós eða refsinorn?

TÖFRAMENN og spámenn, galdrakarlar og galdranornir hafa frá örófi alda reynt að segja fyrir um framtíðina og stjórna rás viðburða. Erfðafræðingar hafa nú gengið í lið með þeim sem reyna að spá. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 62 orð

Leiðsögn um Þjóðmenningarhúsið

LEIÐSÖGN um sýningar Þjóðmenningarhússins við Hverfisgötu í Reykjavík verður í dag kl. 15. Leiðsögumaður fer um húsið og sýningarnar með gestum og greinir frá því markverðasta sem þar er að sjá. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Nemar í ME opna fréttavef

FRÉTTAVEFUR nemenda Menntaskólans á Egilsstöðum var nýlegaopnaður með viðhöfn. Ólafur Ágústsson, nemi á 2. öðru ári í ME, er í forsvari fyrir auglýsinga- og markaðsmál vefjarins. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 125 orð

Notkun farsíma takmörkuð á Landspítala

REGLUR um notkun farsíma á Landspítala - háskólasjúkrahúsi hafa verið gefnar út og er notkun farsíma bönnuð á deildum þar sem lækningatæki eru notuð við eftirlit með sjúklingum. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 100 orð

Rætt um feminisma við aldamót

FEMINISMI við aldamót - úreltur boðskapur eða brýn samfélagsgagnrýni? er yfirskrift kvöldrabbs sem verður í stofu 16 í Háskólanum á Akureyri, við Þingvallastræti 23 næstkomandi þriðjudagskvöld, 13. mars kl. 20. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 259 orð

Síminn frestar byggingaráformum um eitt ár

STJÓRN Landssímans hefur tekið ákvörðun um að fresta um eitt ár áformuðum húsbyggingum við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Fyrirtækið áformaði að reisa þar 12.000 fermetra byggingu undir höfuðstöðvar sínar. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Síminn og Aco í samstarf um umboðssölu á þjónustu Símans

SÍMINN og Aco hf. gerðu nýlega með sér samstarfssamning þess efnis að Aco gerist umboðssöluaðili á þjónustu frá Símanum. Samningurinn felur m.a. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Sólarhringssigling frá miðunum

VILHELM Þorsteinsson EA, fjölveiðiskip Samherja, kom til Akureyrar seint í fyrrakvöld með um 2.000 tonn af loðnu til löndunar í Krossanesi. Skipið var á veiðum fyrir sunnan land og tók siglingin til Akureyrar rétt rúman sólarhring. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 222 orð

Stjórnun og rekstur í heilbrigðisþjónustu

ÞRIGGJA missera hagnýtt nám í Stjórnun og rekstri í heilbrigðisþjónustu hefst á hausti komanda hjá Endurmenntunarstofnun HÍ. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 191 orð

Tvær flugkonur fórust Tvær bandarískar flugkonur...

Tvær flugkonur fórust Tvær bandarískar flugkonur fórust þegar flugvél þeirra hrapaði í sjóinn nokkrar sjómílur vestur af Vestmannaeyjum á miðvikudagsmorgun. Ekki er enn vitað hvað olli flugslysinu en konurnar voru báðar reyndir flugmenn. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 154 orð

Tæplega sextug kona fannst látin skammt...

Tæplega sextug kona fannst látin skammt frá Gilsfjarðarbrú á sunnudagsmorgun. Hún varð úti eftir að bifreið hennar hafnaði utan vegar. Loka varð einni skurðdeild Landspítala - Háskólasjúkrahúss við Hringbraut þar sem fjölónæmar bakteríur fundust þar. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 808 orð | 1 mynd

Umhverfismál og trúarbrögð

Þorbjörn Hlynur Árnason fæddist 10. mars 1954 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1974 og kandidatsprófi frá Háskóla Íslands 1980. Hann stundaði framhaldsnám í trúfræði í Bandaríkjunum næstu tvö ár. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 57 orð

Útgáfu á Hrafnasparki hætt

HÆTT hefur verið útgáfu á krossgátu- og þrautablaðinu Hrafnasparki. Blaðið hefur verið gefið út í 7 ár og segir í tilkynningu að nú sé mál að hætta. Þó sé í bígerð eitt lokablað sem út komi í apríl og verði það eingöngu sent til áskrifenda. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 121 orð

Útibú ALP opnað á Suðurlandi

ALP-bílaleigan hefur opnað umboð á Bakkaflugvelli og í Þorlákshöfn. Einar Jónsson, flugvallarstjóri, á Bakkaflugvelli, hefur verið ráðinn umboðsmaður ALP í Landeyjum eða nánar tiltekið á Bakkaflugvelli. Meira
11. mars 2001 | Erlendar fréttir | 644 orð

Vilja berja "alvöruillmenni" augum

RÉTTARHALDINU í einu óhugnanlegasta morðmáli Danmerkur hefur verið líkt við kvikmynd og við æði. Það hefur nú staðið í eina viku og hefur fjöldi fólks orðið frá að hverfa daglega þar sem réttarsalurinn er yfirfullur. Meira
11. mars 2001 | Innlendar fréttir | 89 orð

Vilja tryggja jafnrétti á öllum sviðum

OPINN borgarafundur haldinn í Hlaðvarpanum fimmtudaginn 8. mars 2001 á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti, sendir frá sér eftirfarandi ályktun: "Ísland er ekki lengur einsleitt samfélag. Meira

Ritstjórnargreinar

11. mars 2001 | Leiðarar | 2425 orð | 2 myndir

Reykjavíkurbréf

Það er heldur slælegur vitnisburður um hinn siðmenntaða mann að í upphafi 21. aldar skuli mansal og þrælahald vera vaxandi vandamál. Meira
11. mars 2001 | Leiðarar | 507 orð

SKYNSAMLEGAR TILLÖGUR

Starfshópur, sem Sólveig Pétursdóttir, dómsmálaráðherra, setti á fót til þess að fjalla um breytingar á umferðarlögum, hefur skilað tillögum, sem í öllum meginatriðum virðast vera skynsamlegar og líklegar til þess að auka öryggi í umferðinni. Meira

Menning

11. mars 2001 | Fólk í fréttum | 131 orð | 3 myndir

28. þorrablót Suðurdala

Á DÖGUNUM var haldið þorrablót Suðurdala í Árbliki. Samkoman var mjög fjölmenn, um 230 manns, húsfyllir og fleiri á biðlista. Heimamenn sáu um skemmtiatriðin eins og vani er og tókust þau mjög vel. Meira
11. mars 2001 | Fólk í fréttum | 329 orð | 2 myndir

Ástarprinsinn Fabio

FABIO er stjarna stjarnanna að þessu sinni. Ítalskur, rómantískur, fullkomlega vaxinn og hreint dásamlegur í augum óteljandi kvenna, fæddist hann í Mílanó 15. mars 1961. Hann lék Prince Agisander II það sama ár í ítalskri kvikmynd. Meira
11. mars 2001 | Fólk í fréttum | 114 orð | 1 mynd

Beinagrind í skáp Goudonovs

½ Leikstjóri Barry Zeitlin. Handrit Anthony Starks og Sean Smith. Leikarar Robert Davi, Alexander Goudonov. 90 mín. Bandaríkin 1995. Bönnuð innan 16 ára. Meira
11. mars 2001 | Fólk í fréttum | 652 orð | 2 myndir

Blæjunni svipt af samkynhneigð

Felix Bergsson leikari stendur um þessar mundir fyrir leikblönduðum umræðufundum um samkynhneigð með nemendum víðsvegar um land. Ásgeir Ingvarsson ræddi við hann um homma, lesbíur og alla hina. Meira
11. mars 2001 | Fólk í fréttum | 357 orð | 2 myndir

Bragðlaukar sex

Landslið Klúbbs matreiðslumeistara fer til Skotlands á sunnudaginn og keppir þar í Scot-Hot-keppninni. Arnar Eggert Thoroddsen tók púlsinn hjá strákunum og þáði veitingar um leið. Meira
11. mars 2001 | Menningarlíf | 297 orð | 1 mynd

Chopin í uppáhaldi

AÐRIR burtfararprófstónleikar þessa árs úr Tónlistarskólanum í Reykjavík verða haldnir í Salnum í Kópavogi í dag, sunnudag, kl. 14. Það er Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari sem þá þreytir burtfararpróf sitt frá skólanum. Meira
11. mars 2001 | Fólk í fréttum | 156 orð | 1 mynd

Denni dæmalausi fimmtugur

Prakkarinn Denni dæmalausi fagnar fimmtugsafmæli sínu á mánudaginn kemur. Teiknari Denna, Henry "Hank" Ketcham, segir lítið hafa breyst á þessum 50 árum nema leikföng Denna. Meira
11. mars 2001 | Fólk í fréttum | 233 orð | 1 mynd

Enn að berjast fyrir betri heimi

GAMLA þjóðlagatríóið Peter, Paul og Mary sem gat sér gott orð á hinum svokallaða blómatímabili á mótum 7. og 8. áratugar fyrir ljúfa en oft á tíðum flugbeitta friðarsöngva sína er ennþá að þremur áratugum síðar. Meira
11. mars 2001 | Menningarlíf | 280 orð

Fjallað um íslenskar dansstuttmyndir

EFNT verður til umræðukvölds um íslenskar dansstuttmyndir í Listaklúbbi Leikhúskjallarans mánudagskvöldið 12. mars. Er verið að fylgja eftir kynningu um þennan nýja listmiðil, sem haldin var á sama stað 19. febrúar sl. Meira
11. mars 2001 | Fólk í fréttum | 222 orð | 1 mynd

hrakfallabálkur

SJÁLFSKIPAÐUR "konungur poppsins" er þessa dagana í heimsókn í landi hennar hátignar Elísabetar Englandsdrottningar. Meira
11. mars 2001 | Fólk í fréttum | 184 orð | 1 mynd

Jackie í villta vestrinu

½ Leikstjóri: Tom Dey. Aðalhlutverk: Jackie Chan, Owen Wilson. 110 mín., Myndform. Bönnuð 12 ára. Meira
11. mars 2001 | Menningarlíf | 28 orð

Leikarar og listrænir stjórnendur

SKUGGALEIKUR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. Leikarar: Bjarni Ingvarsson og Pétur Eggerz. Leikmynd: Tryggvi Ólafsson. Tónlist: Valgeir Guðjónsson. Búningar: Kjuregej Alexandra Argunova. Meira
11. mars 2001 | Fólk í fréttum | 678 orð | 1 mynd

Lýtalækningar, girndarmorð og greftrunarsýki

Hið "hræðilega fyndna" leikrit Blúndur og blásýra er leikkonunni Guðrúnu Ásmundsdóttur vel kunnugt. Birgir Örn Steinarsson þáði heimboð til hennar og fékk að vita ástæðuna. Meira
11. mars 2001 | Menningarlíf | 66 orð | 1 mynd

Málmristur á bókum

ELÍNBORG Kjartansdóttir málmlistakona hefur opnað sýningu í Jeru Galleríi sem staðsett er á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar. Þema sýningarinnar eru bækur sem hún hefur hannað, með málmristum framan á bókunum. Meira
11. mars 2001 | Fólk í fréttum | 455 orð | 2 myndir

Merkilegasta kvöld ársins

Á FIMMTUDAG frumsýndi Talia, leikfélag Menntaskólans við Sund, leikritið Karton af Camel í leikstjórn Agnars Jóns Egilssonar, sem jafnframt er höfundur verksins í félagi við meðlimi Taliu. Meira
11. mars 2001 | Menningarlíf | 489 orð | 3 myndir

"Listasöfn eru fyrir alla"

LISTASAFN Reykjavíkur gengst í dag fyrir fræðslu- og skemmtidegi í húsum sínum, undir yfirskriftinni "Lifandi leiðsögn - Sunnudagslistauki í Listasafni Reykjavíkur". Meira
11. mars 2001 | Fólk í fréttum | 279 orð | 1 mynd

Riðið með kölska / Ride with...

Riðið með kölska / Ride with the Devil ½ Athyglisvert en fremur langdregið stríðsdrama Ang Lee sem varpar nýju ljósi á borgarastríðin. Mission Impossible 2 Ethan Hunt gerist hörku hasarhetja í annarri myndinni eftir þáttunum margrómuðu. Meira
11. mars 2001 | Menningarlíf | 343 orð

Sjálfstæðu leikhúsin fagna tilmælum samkeppnisráðs

BANDALAG sjálfstæðra leikhúsa lítur á það sem sigur að samkeppnisráð hafi beint þeim tilmælum til menntamálaráðherra að hann beiti sér fyrir endurmati á opinberri aðstoð við leikhúsrekstur. Meira
11. mars 2001 | Menningarlíf | 309 orð | 2 myndir

Skugginn Uggi rífur sig lausan

Möguleikhúsið frumsýnir nýtt barnaleikrit eftir Guðrúnu Helgadóttur í dag kl. 14. Skuggaleikur heitir verkið, sem er ætlað börnum frá tveggja ára aldri og segir af stráknum Binna og skugganum hans, Ugga. Meira
11. mars 2001 | Fólk í fréttum | 172 orð | 1 mynd

Spurning?

½ Leikstjóri Timothy Bond. Handrit Joell Harris. Aðalhlutverk Joanna Pacula, Rob Stewart. 93 mín., Bandaríkin 1998. Góðar stundir. Bönnuð innan 12 ára. Meira
11. mars 2001 | Fólk í fréttum | 314 orð | 1 mynd

Stigvaxandi áhugi

ÞAÐ er allt að gerast í Stúdentaleikhúsinu um þessar mundir en athafnasemi þar á bæ hefur verið í meira lagi undanfarið ár. Í október sl. var Strætið eftir Jim Cartwright sett á fjalirnar. Tilhögun sýningarinnar nú, sem verður frumsýnd í kvöld kl. 20. Meira
11. mars 2001 | Fólk í fréttum | 428 orð | 1 mynd

Tilfinningaríkt samlíf

Í KVÖLD hefst á Skjá 1 íslensk tíu þátta sjónvarpsröð sem nefnist Tantra . Hún verður á dagskrá kl. 21 á sunnudagskvöldum og er endursýnd kl. 23 á laugardögum. Meira
11. mars 2001 | Myndlist | 204 orð | 1 mynd

Tvílit málverk

Til 14. mars. Opið á verslunartíma. Meira
11. mars 2001 | Menningarlíf | 1577 orð | 1 mynd

Upp úr kjallaranum

STEINAR Sigurjónsson (1928-1992) hefur löngum verið bakatil í íslenskri bókmenntasögu. Um verk hans hefur lítið verið fjallað þrátt fyrir að þau megi teljast hafa talsverða sérstöðu í íslenskum bókmenntum. Meira

Umræðan

11. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 35 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Á mánudaginn 12. mars nk. verður sextugur Erling Þór Hermannsson, Fögrukinn 7, Hafnarfirði. Fjölskyldan býður vinum og vandamönnum að samgleðjast með sér á afmælisdaginn milli kl. 18 og 21 í Hásölum, safnaðarheimili... Meira
11. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 26 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 11. mars, er sjötug Svana Tryggvadóttir, Tjaldanesi 1, Garðabæ. Hún tekur á móti gestum í Stjörnuheimilinu v/Ásgarð, Garðabæ, frá kl.... Meira
11. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 29 orð | 1 mynd

85 ÁRA afmæli.

85 ÁRA afmæli. Mánudaginn 12. mars verður áttatíu og fimm ára Steingrímur Pétursson, Bræðraborgarstíg 49. Hann tekur á móti ættingjum og vinum á heimili sínu í dag, sunnudaginn 11.... Meira
11. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 24 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. desember sl. á Kauai af pastor Glenn Frazier, Eva Mandal og Atli Guðmundsson, Heimili þeirra er á Hringbraut 3,... Meira
11. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 503 orð | 1 mynd

Gabb á gabb ofan

HVER kannast ekki við þetta gabb, gabb, og gabb, hmmm. Við lendum í því oft að logið er og strítt, en eftir tilkomu svo kallað Internets, hefur þessum lygum, og stríðnum fjölgað. Meira
11. mars 2001 | Aðsent efni | 1738 orð | 4 myndir

Í sátt við borg og þjóð

Atkvæðagreiðslan næsta laugardag, segir Sturla Böðvarsson, getur haft mikil áhrif á það hvernig Reykjavíkurflugvöllur mun dafna og þróast í nánustu framtíð. Meira
11. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 122 orð | 2 myndir

Kannast einhver við mennina á myndunum?

SKRÁSETJARI sögu Olíuverzlunar Íslands hf. óskar aðstoðar lesenda við að þekkja manninn til hægri á myndinni. Frá vinstri Þórður Guðbrandsson, ókunnur. Skrásetjari sögu Olíuverzlunar Íslands hf. Meira
11. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 856 orð

(Matt. 18, 20.)

Í dag er sunnudagur 11. mars, 70. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra. Meira
11. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 491 orð

Skógurinn og rjúpan

MARGA rak í rogastans þegar umhverfisráðherra hélt því fram á Alþingi fyrir skömmu að skógrækt væri helsta ógnun við vöxt og viðgang íslenska rjúpnastofnsins, og spurðu eðlilega: Hvaðan í ósköpunum er þessi fluga komin í munn ráðherra? Meira
11. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 400 orð

STARFSEMI Heyrnar- og talmeinastöðvar ríkisins var...

STARFSEMI Heyrnar- og talmeinastöðvar ríkisins var til umræðu á Alþingi fyrir nokkrum dögum. Meira
11. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 98 orð

STÓÐ EG VIÐ ÖXARÁ

Stóð eg við Öxará hvar ymur foss í gjá; góðhesti úngum á Arason reið þar hjá, hjálmfagurt herðum frá höfuð eg uppreist sá; hér gerði hann stuttan stans, stefndi til Norðurlands. Meira
11. mars 2001 | Bréf til blaðsins | 243 orð

Vinur er sá sem til vamms segir

Í vikunni birtist hér í lesendadálki Morgunblaðsins bréf frá Sigrúnu Völu Þorgrímsdóttur, sem bar yfirskriftina "Málfræðimisþyrming í starfsmannabréfi" og fjallar um kynningarbréf á viðskiptakorti fyrir starfsmenn Kaupáss, sem þeir hafa fengið... Meira
11. mars 2001 | Aðsent efni | 1209 orð | 1 mynd

Wagner og Völsungar

Rannsóknir Árna eru afar þýðingarmiklar fyrir áhugafólk um íslenskar fornbókmenntir, segir Jóhann J. Ólafsson, og ekki síður fyrir unnendur verka Richards Wagners. Meira

Minningargreinar

11. mars 2001 | Minningargreinar | 1650 orð | 1 mynd

ANNA MAGNÚSDÓTTIR

Anna Magnúsdóttir fæddist í Stykkishólmi 9. janúar 1909. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum hinn 4. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Júlíana Kristjánsdóttir og Magnús Jónsson bókhaldari. Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2001 | Minningargreinar | 856 orð | 1 mynd

GUÐLAUGUR STEFÁNSSON

Guðlaugur Stefánsson fæddist 22. janúar 1905 að Bóndastöðum í Hjaltastaðaþinghá í Suður-Múlasýslu. Hann andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 1. mars síðastliðinn. Útför Guðlaugs fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2001 | Minningargreinar | 441 orð | 1 mynd

HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR

Áttræð verður í dag 11. mars frú Halldóra S. Jónsdóttir, Hverfisgötu 31, Siglufirði. Halldóra er fædd í Þverárdal í A-Húnavatnssýslu 11. Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2001 | Minningargreinar | 2566 orð | 1 mynd

KRISTÍN LEIFSDÓTTIR

Kristín Leifsdóttir kennari og blaðamaður fæddist á Laugaskóla í Suður-Þingeyjasýslu 11. maí 1935. Hún lést á líknardeild Landspítalans 3. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hrefna Kolbeinsdóttir húsmóðir, f. 7. maí 1907, d. 12. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

11. mars 2001 | Bílar | 193 orð | 1 mynd

Alfa 147 kominn

BÍLL ársins í Evrópu, Alfa Romeo 147, er kominn til landsins og verður frumsýndur helgina 16.-18. mars nk. hjá Ístraktor, Alfa-umboðinu á Íslandi. Bíllinn verður kynntur í þrennra dyra útfærslunni með 1,6 lítra T. Spark og 2,0 lítra T. Meira
11. mars 2001 | Bílar | 92 orð | 1 mynd

Deilt um vatnskassahlíf

GM hefur í samstarfi við AMC General ákveðið að hefja framleiðslu á Hummer H2, en Chrysler hefur gert athugasemdir við útlit bílsins og telur að nýr Jeep hafi verið hafður til fyrirmyndar. Meira
11. mars 2001 | Ferðalög | 707 orð | 1 mynd

Evrópa Ferðavefur Skeljungs Á heimasíðu Skeljungs,...

Evrópa Ferðavefur Skeljungs Á heimasíðu Skeljungs, www.shell. Meira
11. mars 2001 | Ferðalög | 145 orð | 1 mynd

Ferðatilboð og sumarhús í Evrópu

TERRA Nova kynnti nýlega nýtt vefsetur á slóðinni www.terranova.is en þar er hægt að nálgast upplýsingar um flug á vegum ferðaskrifstofunnar, verð og brottfarartíma. Meira
11. mars 2001 | Bílar | 148 orð | 1 mynd

Ford Mondeo kjörinn besti bíllinn í Evrópu

FORD Mondeo varð fyrir valinu sem besti bíllinn í Evrópu í hinni nafntoguðu Auto 1 samkeppni. Það eru margar milljónir lesenda 13 stærstu bílatímarita í Evrópu sem standa að baki valinu. Á hæla Mondeo kom C-bíll Mercedes-Benz. Meira
11. mars 2001 | Ferðalög | 222 orð | 1 mynd

Fosshótelin fá aðild að Scan+-keðjunni

FOSSHÓTELIN hafa hlotið aðild að Scan+-keðjunni sem er samheiti fyrir samstarf rúmlega 200 hótela á Norðurlöndum, Belgíu, Hollandi og Þýskalandi. Meira
11. mars 2001 | Bílar | 231 orð | 1 mynd

GMC Sierra með Duramax 6600

IB-innflutningsmiðlun á Selfossi hefur flutt inn fyrsta nýja GMC pallbílinn með nýrri Duramax dísilvél, sem er bylting í dísilvélum. Meira
11. mars 2001 | Bílar | 1532 orð | 7 myndir

Jeppinn sem sigraði heiminn

Á ÞESSU ári er haldið upp á 50 ára afmæli Land Cruiser jeppans. Þrátt fyrir margar gerðir og mikla þróun hefur Land Cruiser jeppinn aldrei fjarlægst þá hugmynd sem hann var upprunalega byggður á þegar hann var settur á japanskan markað árið 1951. Meira
11. mars 2001 | Bílar | 696 orð | 6 myndir

Kia Rio - ekki á "kóresku" verði

ENN einn bíll hefur bæst í hóp breiðs úrvals af Kia bílum sem eru á boðstólum hérlendis. Þetta er Kia Rio, lítill millistærðarbíll, ekki ósvipaður að stærð og gerð og Hyundai Accent. Meira
11. mars 2001 | Bílar | 81 orð

Kia Rio Wagon LS Wagon 1500

Lengd : 4.215 mm. Breidd : 1.675 mm. Hæð : 1.440 mm. Eigin þyngd : 1.022 kg. Hjólhaf : 2.410 mm. Farangursrými : 296-1.295 lítrar. Sætafjöldi : 5. Veghæð : 152 mm. Hemlar : ABS, diskar að framan, skálar að aftan. Meira
11. mars 2001 | Bílar | 115 orð | 1 mynd

Lada Roadster

RÚSSNESKI bílaframleiðandinn Auto Vaz, einnig þekktur sem Lada, tekur þátt í flestum bílasýningum og sýningin í Genf var engin undantekning. Meira
11. mars 2001 | Bílar | 101 orð | 1 mynd

Nissan Chappo - stofa á hjólum

EINN af undarlegri bílum á bílasýningunni í Genf var hugmyndabíllinn Chappo frá Nissan. Það merkilega við bíllinn er að hann er byggður innanfrá og skýrir það undarlegt ytra útlit hans. Meira
11. mars 2001 | Ferðalög | 197 orð | 1 mynd

Njóta á vel gróins hálendis og dýralífs

FERÐIR ætlaðar Íslendingum bjóðast nú í fyrsta sinn í sumar um Arnarvatnsheiði og nágrenni með Arinbirni Jóhannssyni ferðaþjónustubónda á Brekkulæk í Miðfirði en hingað til hefur hann að mestu sinnt erlendum ferðamönnum. Meira
11. mars 2001 | Ferðalög | 339 orð | 1 mynd

Sautjándi júní eða Þorláksmessa

Það hefur verið haldin Id-hátíðin seinni þessa viku og umferðin í Sanaa hefur verið eins og á sautjánda júní, skrifar Jóhanna Kristjónsdóttir. Eftir undirbúninginn allan skall á þvílík þögn og kyrrð að það var eins og enginn væri neins staðar. Meira
11. mars 2001 | Ferðalög | 99 orð | 1 mynd

Sól gerði 3 ára samning

FERÐASKRIFSTOFAN Sól hefur nýverið skrifað undir 3 ára samning við nýja hótelið Paraiso de Albufeira í Algarve í Portúgal. Meira
11. mars 2001 | Bílar | 197 orð | 1 mynd

Tölvukort í stað bíllykils

MERCEDES-Benz og Ford hafa þróað nýja tækni sem gerir bíllykilinn óþarfan. Kerfi Mercedes-Benz kallast á ensku "Keyless Go". Það er eingöngu að finna sem aukabúnað í S-bílnum enn sem komið er. Meira
11. mars 2001 | Ferðalög | 423 orð | 1 mynd

Var á Taílandi að spila golf

Sigurður Þ. Guðmundsson læknir er nýkominn úr þriggja vikna ferð frá Taílandi þar sem hann naut þess m.a. að leika golf á völlum sem hann segir þá bestu sem hann hefur leikið á. Meira
11. mars 2001 | Ferðalög | 339 orð | 2 myndir

Vinsælustu áfangastaðirnir í Suðaustur-Asíu

FERÐALÖGUM fjölgaði um 7,4% á heimsvísu á liðnu ári, að mati Alþjóðlegu ferðamálastofnunarinnar (WTO). Greint var frá þessu á Alþjóðlegu ferðasýningunni í Berlín, ITB, sem lauk síðastliðinn fimmtudag. Meira
11. mars 2001 | Ferðalög | 849 orð | 4 myndir

Þar sem tröllin traðka niður brautirnar

Lillehammer í Noregi er sannkölluð paradís skíðamannsins. Sunna Ósk Logadóttir fetaði í skíðaför meistaranna sem renndu sér niður brekkur Hafjellet á Vetrarólympíuleikunum árið 1994. Meira

Fastir þættir

11. mars 2001 | Fastir þættir | 91 orð

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík...

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði Glæsibæ. Fimmtudagur 1. mars 2001. 24 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Þorsteinn Laufdal - Magnús Halldórss. 257 Jón Stefánss. - Sæmundur Björnss. 242 Júlíus Guðmundss. Meira
11. mars 2001 | Fastir þættir | 62 orð

Bridsfélag Fjarðabyggðar Þriðjudaginn 27.

Bridsfélag Fjarðabyggðar Þriðjudaginn 27. febrúar var spiluð lokaumferðin í aðalsveitakeppni Bridgefélags Fjarðabyggðar. Meira
11. mars 2001 | Fastir þættir | 304 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Reykjavíkur Fyrsta spilakvöld af 5 í Aðaltvímenningi félagsins var spilað þriðjudaginn 6. mars. Mjög góð þátttaka var í tvímenninginn að þessu sinni, 50 pör spila 49 umferðir með 3 spilum á milli para. Meira
11. mars 2001 | Fastir þættir | 399 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

NÚ ER lesandinn í suður í sveitakeppni. Eftir pass norðurs í upphafi vekur austur á spaða og þú ákveður að passa og bíða vongóður eftir verndardobli frá makker. En það fer á annan veg: Norður gefur; allir á hættu. Meira
11. mars 2001 | Fastir þættir | 736 orð | 1 mynd

Guðs undranáð

Sálmurinn Amazing Grace, um undranáð Guðs, er víðfrægur. Guðni Einarsson kynnti sér sögu höfundarins, sem stýrði þrælaskipi áður en hann varð prestur. Meira
11. mars 2001 | Fastir þættir | 64 orð

Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK spilaði tvímenning á...

Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK spilaði tvímenning á átta borðum að Gullsmára 13 sl. fimmtudag. Miðlungur 126. Beztum árangri náðu: NS Bjarni Guðmundss. - Þórhallur Árnas. 149 Heiður Gestsdóttir - Unnur Jónsd. 134 Guðrún Pálsdóttir - Sigurður Pálss. Meira
11. mars 2001 | Dagbók | 762 orð | 1 mynd

Heilsurækt fyrir hugsandi fólk

Leikmannaskóli Þjóðkirkjunnar hefur verið starfandi í tíu ár. Á næstu vikum hefjast fjögur ný námskeið. Eitt þeirra ber yfirskriftina: "Heilsurækt fyrir hugsandi fólk. Meira
11. mars 2001 | Viðhorf | 821 orð

Í stríð við söguna

"Þér vantrúaðir, ekki þjóna ég því sem þér dýrkið, og ekki þjónið þér því sem ég dýrka. Ég mun aldrei þjóna því sem þér tilbiðjið, og aldrei munuð þér þjóna því sem ég tilbið. Þér hafið yðar eigin trú, og ég hef mína." Meira
11. mars 2001 | Fastir þættir | 158 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Í stöðunni, sem kom upp á alþjóðlega skákmótinu í Cappelle la Grande, virðist hvíti riddarinn á d6 vera dauðans matur. Meira

Íþróttir

11. mars 2001 | Íþróttir | 1476 orð | 2 myndir

Leikstjórnandinn gat ekki talað

RAGNAR Óskarsson, landsliðsmaður í handbolta, er meðal sex markahæstu leikmanna Frakklands á sínu fyrsta leiktímabili sem atvinnumaður. Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára og leikstjórnandi er hann markahæstur í liði sínu, Dunkerque. Meira

Sunnudagsblað

11. mars 2001 | Sunnudagsblað | 973 orð | 1 mynd

Á ekki höfnin að fara næst?

Þegar spurt er hvort flugvöllurinn eigi að vera eða fara, þá vil ég að hann veri, skrifar Ellert B. Schram og bætir við: Ég vil hann í breyttri mynd, án æfingaflugsins og án þotugnýsins. Ég vil að flugið og skipin og athafnalífið eigi athvarf í borginni minni, í borginni okkar, í höfuðborg landsmanna allra. Meira
11. mars 2001 | Sunnudagsblað | 1803 orð | 1 mynd

Áhrifamikill sérvitringur

Mike Oldfield breytti gangi rokksögunnar með sinni fyrstu breiðskífu og í kjölfarið spratt fram ný tónlistarstefna sem enn er í fullu fjöri. Árni Matthíasson segir frá merkisgripnum Tubular Bells í tilefni af endurútgáfu hennar. Meira
11. mars 2001 | Sunnudagsblað | 453 orð | 2 myndir

Bílarnir fyrst - fólkið svo!

HIÐ herramannslega mottó: "Dömurnar fyrst", eða kurteislega "á eftir þér", heyrist æ sjaldnar á landi voru. Annað mottó virðist hins vegar í hávegum haft í þjóðfélaginu og það er: "Bílarnir fyrst, fólkið svo". Meira
11. mars 2001 | Sunnudagsblað | 294 orð | 1 mynd

Boðberar nýrrar tónlistar

Í Bandarísku fönkrokki eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Helsta sveit á því sviði er Limp Bizkit, í það minnsta ef litið er til almennra vinsælda, en fjölmargar aðrar bíða þess átekta að geta hrifsað efsta sætið, þar á meðal Crazy Town. Meira
11. mars 2001 | Sunnudagsblað | 1781 orð | 4 myndir

Byggjum ekki ofan í náttúruperlur

KOMNAR eru fram endurskoðaðar tillögur að bryggjuhverfi í Arnarnesvogi. Svo sem kunnugt er af umræðum í fjölmiðlum eru margir íbúar við Arnarnesvog og víðar í Garðabæ ekki sáttir við þá ráðgerð að gera landfyllingu í voginn. Tómas H. Meira
11. mars 2001 | Sunnudagsblað | 317 orð | 1 mynd

Daft Punk fer á kreik

Franskir tónlistarmenn kunna öðrum fremur að fara með danstónlist, í það minnsta á síðustu árum. Dæmin um framúrskarandi franska danslistamenn eru legíó, en þar fara fremstir nú um stundir félagarnir í Daft Punk sem senda frá sér nýa breiðskífu á morgun. Meira
11. mars 2001 | Sunnudagsblað | 598 orð | 2 myndir

Endursagðar sögur

Fáir tónlistarmenn hafa átt eins erfiða daga og Kristin Hersh sem í eina tíð leiddi Throwing Muses. Á ævinni hefur hún þurft að glíma við geðsjúkdóma og ýmsa óáran, missti forræði yfir fyrsta barni sínu og var um tíma á geðsjúkrahúsi. Meira
11. mars 2001 | Sunnudagsblað | 3508 orð | 2 myndir

Fjörutíu ár í lögreglunni

Magnús Einarsson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, hóf störf hjá Lögreglunni í Reykjavík árið 1958. Meira
11. mars 2001 | Sunnudagsblað | 4458 orð | 6 myndir

Hinn byssulausi frelsari gíslanna

U NDIR lok níunda áratugar nýliðinnar aldar höfðu hryðjuverkahópar í Miðausturlöndum komist upp á að beita þeirri bardagaaðferð að taka almenna vestræna gísla til að ná fram kröfum sínum, halda þeim árum saman undir hótunum og jafnvel drepa suma. Meira
11. mars 2001 | Sunnudagsblað | 4458 orð | 2 myndir

Hinn byssulausi frelsari gíslanna

U NDIR lok níunda áratugar nýliðinnar aldar höfðu hryðjuverkahópar í Miðausturlöndum komist upp á að beita þeirri bardagaaðferð að taka almenna vestræna gísla til að ná fram kröfum sínum, halda þeim árum saman undir hótunum og jafnvel drepa suma. Meira
11. mars 2001 | Sunnudagsblað | 1869 orð | 1 mynd

Horfið frá tölvuskatti

Ágreiningur hér á landi um gjöld á geisladiska og önnur tól og tæki til geymslu og fjölfjöldunar stafræns höfundaréttarvarins efnis á sér samsvörun víða erlendis. Meira
11. mars 2001 | Sunnudagsblað | 383 orð | 1 mynd

Hvetur til fordómaleysis og skilnings meðal ungs fólks

STARFSMENN landsskrifstofu æskulýðsáætlunar Evrópusambandsins eru þrír hér á landi, Eyrún Einarsdóttir og Einar Rafn Guðbrandsson verkefnisstjórar, sem og Lára S. Baldursdóttir forstöðumaður. Meira
11. mars 2001 | Sunnudagsblað | 1936 orð | 3 myndir

Í stað þjóða

Tímarnirhafa breyst síðan á dögum kalda stríðsins en þó ekki nærri því eins mikið og við vildum vera láta. Meira
11. mars 2001 | Sunnudagsblað | 1073 orð | 3 myndir

Mamet, Macy og Main

Bandaríska leikritaskáldið og kvikmyndagerðarmaðurinn David Mamet hefur sent frá sér nýja mynd sem heitir State and Main og er með gömlum vini hans og félaga í leiklistinni, William H. Macy, í einu aðalhlutverkanna ásamt Sarah Jessica Parker. Arnaldur Indriðason skoðaði hvað þau eru að bralla. Meira
11. mars 2001 | Sunnudagsblað | 443 orð | 7 myndir

Ótti við útlendinga, fátækt, átök þjóða...

Ótti við útlendinga, fátækt, átök þjóða og trúarbragða, órólegir nágrannar og lögregla sem hefur þá fyrirskipun að handtaka hvern þann sem bregður myndavél á loft á almannafæri. Meira
11. mars 2001 | Sunnudagsblað | 3441 orð | 12 myndir

Penny Lane

Þegar farið er í ökuferð með fjölskylduna um England er ekki annað hægt, að minnsta kosti fyrir fólk með bítlabakteríuna í blóðinu, en að leggja leiðina til Liverpool. Ómar Óskarsson skyggndist um í borginni þar sem John, Paul, George og Ringo, átrúnaðargoð sjöunda áratugarins, uxu úr grasi og rifjar upp sögu þeirra. Meira
11. mars 2001 | Sunnudagsblað | 1994 orð | 8 myndir

Rauði krossinnn og Höfðaborg

Eftir að hafa gefist upp á skipulagsleysi hinna vel meinandi samtaka Humana í Durban komu íslensku stúlkurnar, sem héldu til ársdvalar í Suður-Afríku, Dögg Ármannsdóttir og Hjördís Árnadóttir, til Höfðaborgar og hófu fljótlega störf hjá Rauða krossinum. Þær halda hér áfram frásögn sinni. Meira
11. mars 2001 | Sunnudagsblað | 940 orð | 4 myndir

Saltur sjór til áveitu

Hér var háð mesta orustan í 30 ára frelsisstríði Eritreu við Ethíópíu, segir Carl N. Hodges líffræðingur, og bendir í áttina að eyðimerkuröldum þar sem leifar af ryðguðum skriðdrekum og brynvörðum bílum standa upp úr sandinum. Meira
11. mars 2001 | Sunnudagsblað | 3501 orð | 4 myndir

Símon í Naustinu

Það var sú tíð að orðið "vínmenning" var álitið hálfgert blótsyrði, Reykjavík hýsti aðeins um fjóra vínveitingastaði og þú varst ekki maður með mönnum nema þú vissir hver Símon í Naustinu væri. Hrund Gunnsteinsdóttir ræddi við Símon Svein Sigurjónsson um barþjónastarfið, "Strangerinn", lífið og tilveruna. Meira
11. mars 2001 | Sunnudagsblað | 529 orð | 3 myndir

Slá "kónhausarnir" í gegn í sumar?

FYRIR skömmu var staddur hér á landi í boði Veiðihornsins í Hafnarstræti Mikael nokkur Frödin, sænskur veiðimaður, leiðsögumaður og fluguhnýtari til margra ára og kynnti hann nýja línu straum- og túpuflugna sem hann hefur hannað og gefið enska heitið... Meira
11. mars 2001 | Sunnudagsblað | 549 orð | 1 mynd

Stefnumarkandi dómur Evrópudómstólsins

Bann sænska ríkisins við auglýsingum á áfengum drykkjum kann að vera á enda. Evrópudómstóllinn felldi á fimmtudag dóm í máli sem fjallaði um bann við áfengisauglýsingum sem gildir í Svíþjóð. Meira
11. mars 2001 | Sunnudagsblað | 287 orð | 1 mynd

Sögur úr unglingaskóla

Alla jafna hafa hljómsveitir lítið að segja um frumraun sína; liðsmenn eru svo glaðir að komast loks í peninga eftir langa mæðu að þeir láta oftar en ekki undan þrýstingi útgáfunnar um útsetningar- og upptökustjóra. Meira
11. mars 2001 | Sunnudagsblað | 2698 orð | 2 myndir

Sölumaður með sjómannsblóð

Guðmundur Ingason fæddist í Skerjafirði 1954 og ólst upp á Seltjarnarnesi til 11 ára aldurs er hann flutti í Kópavog. Einnig var hann á Ísafirði á sumrin. Hann varð stúdent frá MR 1974 og lauk BSc.-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands 1978. Meira
11. mars 2001 | Sunnudagsblað | 167 orð | 1 mynd

Thomas Dworzak

Fæddur í Bæjaralandi í Þýskalandi 1972. Hefur lagt stund á ljósmyndun frá nítján ára aldri. Starfaði fyrst fyrir dagblöð í Tékklandi en fluttist síðar til Moskvu þar sem hann starfaði í tvö ár og þaðan til Georgíu þar sem hann bjó í fjögur ár. Meira
11. mars 2001 | Sunnudagsblað | 1390 orð | 1 mynd

Ungt fólk í Evrópu

Æskulýðsáætlunin YOUTH, sem hér á landi gengur undir nafninu Ungt fólk í Evrópu, er ein fjölmargra samstarfsáætlana Evrópusambandsins sem Íslendingar hafa aðild að vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Að sögn Þorsteins Brynjars Björnssonar hefur það samstarf opnað ótal tækifæri fyrir ungt fólk á aldrinum 15-25 ára til samskipta við jafnaldra sína vítt og breitt í Evrópu. Meira
11. mars 2001 | Sunnudagsblað | 353 orð | 1 mynd

Þróun tegundanna

KANNSKI væri þessari spurningu betur svarað af líffræðingi. Og þó. Málið snýst ekki aðeins um líffræði. Það snýst um tækni einnig. Mannkynið hefur þróast eins og aðrar dýrategundir fyrir tilkomu ytri skilyrða. En það er farið að hlutast til um þau skilyrði sem ráða þróun þess. Þetta fyrbrigði er afar áberandi og allra mest á síðustu 100 árum, að ekki sé talað um síðstu 20 ár með tökum á beinni íhlutun í eigið erfðamengi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.