Greinar föstudaginn 11. maí 2001

Forsíða

11. maí 2001 | Forsíða | 94 orð | 1 mynd

Árás á byggingu öryggisyfirvalda

HER Ísraels skaut í gær flugskeytum á palestínsk skotmörk í Gaza-borg, meðal annars skrifstofur öryggisyfirvalda, til að hefna sprengjuárásar sem varð tveimur rúmenskum farandverkamönnum að bana þegar þeir voru að styrkja girðingu við landamæri Ísraels og Gaza-svæðisins. Meira
11. maí 2001 | Forsíða | 229 orð

Fjárlagaáætlun Bush samþykkt

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti vann mikilvægan sigur á þinginu í Washington í gær þegar öldungadeildin samþykkti fjárlagaáætlun sem leggur grunninn að mestu skattalækkun í landinu í 20 ár. Meira
11. maí 2001 | Forsíða | 43 orð | 1 mynd

Hjónavígsla í Auga Lundúna

FYRSTA hjónavígslan í Auga Lundúna, stærsta parísarhjóli heims, fór fram í gær. Meira
11. maí 2001 | Forsíða | 95 orð

Kynlífið að kæfa erótískar bókmenntir

OF mikið kynlíf í auglýsingum, fjölmiðlum og á Netinu er að ganga af erótískum bókmenntum Frakka dauðum, að sögn Jeans-Jacques Pauverts, eins af helstu sérfræðingum Frakklands í þessari bókmenntagrein. Meira
11. maí 2001 | Forsíða | 204 orð

Lofar stórfelldri skattalækkun

WILLIAM Hague, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, kynnti í gær stefnuskrá flokksins fyrir þingkosningarnar 7. júní og lofaði m.a. stórfelldri skattalækkun. Hann kvaðst ætla að lækka skatta um alls átta milljarða punda, andvirði 1.100 milljarða króna, á fyrstu tveimur árum næsta kjörtímabils og sagði að skattur á bensín yrði lækkaður um sex pens (8,40 krónur) á lítrann. Meira

Fréttir

11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 141 orð

3,5 milljóna sekt fyrir skattsvik

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær tæplega fimmtugan mann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 3,5 milljónir í sekt til ríkissjóðs en maðurinn hélt hvorki bókhald vegna starfsemi fyrirtækis síns né greiddi hann rúmlega 1,7 milljónir... Meira
11. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 60 orð

Aftansöngur

AFTANSÖNGUR verður í Akureyrarkirkju kl. 18 í dag, föstudag. Kammerkór Akureyrarkirkju, undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar, flytur tónlist eftir Friedrich Kiel, Jón Áskel Hlöðversson og Andrew Carter. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 47 orð

Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga

ALÞJÓÐADAGUR hjúkrunarfræðinga er 12. maí nk. Af því tilefni mun Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga standa fyrir dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur undir kjörorðinu Hjúkrunarfræðingar ávallt til staðar: sameinaðir gegn ofbeldi. Rætt verður m.a. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 397 orð | 3 myndir

Atvinnuþátttaka aldraðra án hliðstæðna

ATVINNUÞÁTTTAKA Íslendinga á aldrinum 65 til 74 ára er óvenjulega mikil og meiri en meðal íbúa annarra Evrópuþjóða sem eru á aldrinum 55-64 ára. Meira
11. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 334 orð | 1 mynd

Aukin bjartsýni og gróska á fasteignamarkaði

AUKINNAR bjartsýni gætir nú meðal Hríseyinga á framtíð byggðalagsins og þar hefur síðustu mánuði verið nokkur gróska á fasteignamarkaði að sögn Péturs Bolla Jóhannessonar, sveitarstjóra í Hrísey. Meira
11. maí 2001 | Landsbyggðin | 76 orð

Ásgerður Pálsdóttir formaður Samstöðu

ÁSGERÐUR Pálsdóttir frá Geitaskarði var kosin formaður stéttarfélagsins Samstöðu sem nær yfir Húnavatnssýslur en talið var úr póstkosningu á mánudagskvöld. Ásgerður hlaut 207 atkvæði sem eru 48% greiddra atkvæða. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 74 orð

Bensínlítrinn á 91,20 á Akureyri

BENSÍNVERÐ er nú lægst á landinu öllu hjá Orkunni á Akureyri, 91,20 kr. lítrinn af 95 oktana bensíni. Engar verðbreytingar urðu á höfuðborgarsvæðinu í gær. Meira
11. maí 2001 | Landsbyggðin | 153 orð | 1 mynd

Biðröð í heilsuátaki

MIKIL þátttaka var í heilsuátaki Félags hjartasjúklinga á Austurlandi, Austurlandsdeildar SÍBS og starfsfólks heilsugæslustöðvanna á Eskifirði og Reyðarfirði fyrir nokkru. Meira
11. maí 2001 | Erlendar fréttir | 65 orð

Boeing flytur til Chicago

STJÓRNENDUR Boeing-flugvélaverksmiðjanna tilkynntu í gær að ákveðið hefði verið að flytja höfuðstöðvar fyrirtækisins til Chicago frá Seattle, þar sem það hefur verið staðsett frá stofnun árið 1916. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Borð úr hálfrar aldar gömlu lerki

STARFSMENN Skógræktar ríkisins í Vaglaskógi smíðuðu í vetur fimm borð með bekkjum úr íslensku lerki. Sigurður Skúlason skógarvörður sagði að starfsmenn hefðu tekið efniviðinn með sér heim eftir að þeir unnu við grisjun í Ásbyrgi síðasta haust. Meira
11. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 74 orð

Brúðarsýning í Toyota-húsinu

Brúðarsýning verður haldin á morgun, laugardaginn 12. maí í Toyota-húsinu á Akureyri. Þar mun verða sýnt það nýjasta í brúðarvöndum, -skreytingum og -kjólum, hárgreiðslu og förðun jafnframt því sem nýjustu brúðarbílarnir verða sýndir frá Toyota. Meira
11. maí 2001 | Landsbyggðin | 97 orð | 2 myndir

Brúðkaupsdagur og vorkoma

BRÚÐKAUPSDAGUR var haldinn á laugardag hjá Sjafnarblómum á Selfossi. Fyrir utan verslunina var komið fyrir tjaldi þar sem til sýnis voru brúðarvendir og myndir af brúðhjónum. Þá sat þar um tíma uppábúin brúður og beið brúðgumans. Meira
11. maí 2001 | Miðopna | 1546 orð | 1 mynd

Búast má við aukinni skjálfta- og eldvirkni

Mikinn lærdóm má draga af þeim miklu hamförum sem urðu í fyrra þegar jarðskjálftar riðu yfir á Suðurlandi. Þann lærdóm má nýta í framtíðinni til að spá um jarðskjálfta og ekki vanþörf á þar sem búast má við aukinni skjálftavirkni á þessari öld. Meira
11. maí 2001 | Erlendar fréttir | 620 orð | 1 mynd

Demókratar mótmæla tilnefningum íhaldsmanna

George W. Bush Bandaríkjaforseti hét því í kosningabaráttunni að tilnefna íhaldssama menn í dómaraembætti. Nú hefur hann látið verða af því og uppskorið hörð mótmæli demókrata. Meira
11. maí 2001 | Erlendar fréttir | 301 orð

Dönsk olíufélög sökuð um verðsamráð

DÖNSKU olíufélögin eru undir miklum og vaxandi þrýstingi vegna ásakana um að þau hafi haft samráð um bensínverð. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 629 orð

Eingöngu iðnmeistarar geta sótt námskeið

EINGÖNGU þeir sem höfðu iðnmeistararéttindi eða áttu rétt á þeim fyrir 1. janúar 1989, geta sótt námskeið til löggildingar iðnmeistara skv.skipulags- og byggingarlögum og starfað sem byggingastjórar, skv. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 478 orð | 1 mynd

Ekkert rætt um lög á kjaradeiluna

"ÞETTA er erfið staða sem er komin upp fyrir þessa aðila. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 44 orð

Eurovision-afsláttur hjá ACO

Í TILEFNI af Eurovision-keppninni sem verður háð á þjóðarleikvangi Dana í Kaupmannahöfn á laugardagskvöld veitir ACO 20% afslátt af öllum Panasonic og Sony-vörum fram á laugardag. Afslátturinn er óháður gengi íslensku keppendanna. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 244 orð

Evrópuskýrsla Samfylkingarinnar

SAMFYLKINGIN ákvað á stofnfundi sínum vorið 2000 að sett yrði saman skýrsla um Evrópusambandið og hugsanleg samningsmarkmið ef til umsóknar um aðild að ESB kæmi af hálfu Íslendinga. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 41 orð

Félagsfundur Parkinsonssamtakanna

PARKINSONSSAMTÖKIN á Íslandi halda félagsfund laugardaginn 12. maí nk. í sal Öryrkjabandalagins, Hátúni 10, 9. hæð, kl. 14. Ásgeir B. Ellertsson, yfirlæknir á Grensásdeild, flytur erindi sem kallast "Hver er meðferðin á parkinsonssjúkdómnum í dag? Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 119 orð

Fjarskiptakerfi sameinuð

LÍNA.NET og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa gert samning um tengingu fjarskiptakerfa sinna, en Lína.Net rekur öflugt fjarskiptanet flestra þeirra sem að öryggis- og björgunarmálum standa í landinu. Meira
11. maí 2001 | Suðurnes | 175 orð

Fjölskyldudagar í Garði

EFNT verður til fjölskyldudaga í Garði næstkomandi sunnudag og þriðjudag, í tilefni af alþjóðlegum degi fjölskyldunnar 15. maí 2001. Gerðahreppur mun vekja athygli á starfsemi stofnana sinna af þessu tilefni. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 39 orð

Flóamarkaður flugfreyja og flugþjóna

FLUGFREYJUR og flugþjónar Flugleiða munu nk. laugardag og sunnudag (12. og 13. maí) halda flóamarkað í Borgartúni 22, efstu hæð, kl. 10-18 báða dagana. Ágóðinn af sölunni mun renna til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Meira
11. maí 2001 | Erlendar fréttir | 178 orð

Forfaðir grameðlunnar fundinn

FUNDIST hafa í Bretlandi leifar risaeðlu sem sögð er frændi eða frænka grameðlunnar, tyrannosaurus rex, risavaxinnar ráneðlu sem uppi var á krítartíma. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 148 orð

Gaf 5 milljónir til góðgerðarmála

AÐALFUNDUR Thorvaldsensfélagsins var haldinn 2. maí sl. Á síðasta starfsári voru veittar til góðgerðarmála rúmlega fimm milljónir. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 458 orð | 1 mynd

Gátum búist við lögum um framlengingu á samningi

HELGI Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands, sagði á fundi með vélstjórum í gær að Vélstjórafélagið hefði staðið frammi fyrir því að fá á sig miðlunartillögu eða lög, sem hugsanlega hefðu falið í sér framlengingu á eldri kjarasamningi. Meira
11. maí 2001 | Erlendar fréttir | 342 orð

Geðsjúkur "læknaður" fyrir aftöku?

YFIRVÖLD í Arizona í Bandaríkjunum leggja nú mikið kapp á að "lækna" fanga, sem haldinn er alvarlegum geðklofa, svo unnt sé að taka hann af lífi fyrir morð. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 36 orð | 1 mynd

Gera með sér samning

GK Reykjavík og Örn Arnarson sundmaður hafa gert með sér samning um að Örn sé klæddur í fatnað frá GK Reykjavík næsta árið. Hugmyndin er að Örn þurfi ekki að hafa áhyggjur af útliti sínu, aðeins... Meira
11. maí 2001 | Landsbyggðin | 85 orð

Gerlar yfir mörkum í neysluvatni ME

GERLAR hafa fundist í neysluvatni Menntaskólans á Egilsstöðum. Gerlafjöldi reyndist yfir leyfilegum mörkum við mælingu og hefur Heilbrigðiseftirlit Austurlands fylgst náið með og tekið ný sýni sem ítreka fyrri niðurstöðu. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 479 orð

Gert að miða aflaverðmæti við markaðsverð

HÆSTIRÉTTUR hefur gert útgerðarfélaginu Þormóði ramma-Sæbergi að greiða sjómanni rúmar 230 þúsund krónur auk dráttarvaxta frá árinu 1995 vegna uppgjörs á aflahlut í rækjuveiðum á árunum 1995-1996. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Glöð í sólskininu

ÞAÐ var létt yfir fólki á norðanverðu landinu í sólskininu í gærdag. Meira
11. maí 2001 | Landsbyggðin | 183 orð | 1 mynd

Góður árangur ungra dansara

Á MEISTARAMÓTI Íslands í dansi sem haldið var í Laugardalshöllinni 5. maí sl. kepptu níu pör frá Bolungarvík á aldrinum 8 til 13 ára kepptu í B-flokki í grunnsporum í latín- og standard-dönsum. Meira
11. maí 2001 | Suðurnes | 79 orð | 1 mynd

Grillað í verkfalli sjómanna

ÞAÐ var kátt á hjalla hjá starfsmönnum Vísis hf. í Grindavík dag einn í vikunni þrátt fyrir að þeir væru atvinnulausir vegna verkfalls sjómanna. Starfsmannafélag þeirra stóð fyrir grilli fyrir þá og fjölskyldur þeirra og var mæting góð. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 360 orð

Handbært fé neikvætt um 1,5 milljarða króna

NÚ liggja fyrir tölur um afkomu ríkissjóðs eftir fyrsta ársfjórðung, sem sýna að handbært fé frá rekstri var neikvætt um 1,5 milljarða kr.fyrstu þrjá mánuði ársins en 4,5 milljarða jákvæð staða var í fyrra. Þessi niðurstaða er 800 milljónum kr. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

HAUKUR KRISTJÁNSSON

HAUKUR Kristjánsson, bæklunarlæknir í Reykjavík og fyrrverandi yfirlæknir slysadeildar Borgarspítala, andaðist á Droplaugarstöðum þriðjudaginn 8. maí. Hann var 87 ára. Haukur fæddist 3. september 1913 á Hreðavatni í Norðurárdalshreppi. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 193 orð

Hefja starfsemi í Fiskvinnsluskólanum

ÍSLENSK matvæli hafa hafið starfsemi í húsnæði Fiskvinnsluskólans að Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Um er að ræða bráðabirgðaráðstöfun, en sem kunnugt er brann húsnæði fyrirtækisins fyrir tveimur vikum. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Heimasíða Lækjarbrekku

LÆKJARBREKKA opnaði nýverið vef á veffaginu www.laekjarbrekka.is. Vefurinn er bæði á íslensku og ensku og þar er að finna upplýsingar og fróðleik um veitingastaðinn og sögu hússins, en það er eitt af þeim eldri sem enn starfa í Reykjavík. Meira
11. maí 2001 | Landsbyggðin | 186 orð | 1 mynd

Héraðsvaka Rangæinga í Fossbúð

RANGÆINGAR héldu sína árlegu Héraðsvöku í Fossbúð í Skógum sunnudaginn 6. maí sl. og var hátíðin að þessu sinni helguð rangæsku listamönnunum og skáldunum Ólafi Túbals og Þorsteini Erlingssyni. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 169 orð

Himbrimi og hávella, jaðraka og gaukur

ÁRVISS fuglaskoðunarferð Ferðafélags Íslands og Hins íslenska náttúrufræðifélags verður laugardaginn 12. maí. Að þessu sinni er Fuglaverndarfélag Íslands einnig samstarfsaðili í ferðinni. Meira
11. maí 2001 | Landsbyggðin | 237 orð | 1 mynd

Hugmyndir og innblástur úr Hinu húsinu

Góðir gestir frá ,,Hinu húsinu" í Reykjavík komu í heimsókn í félagsmiðstöð eldri unglinga í Borgarnesi nýlega, en það var Markús H. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 748 orð | 1 mynd

Höldum merkinu hátt á lofti

Reynir Vignir fæddist í Reykjavík árið 1953. Hann lauk stúdentsprófi 1974 frá Verslunarskóla Íslands og tók viðskiptafræðipróf frá Háskóla Íslands 1978. Hann fékk réttindi sem löggiltur endurskoðandi 1980. Hann hefur starfað við endurskoðun frá árinu 1974 og sem löggiltur endurskoðandi frá 1980. Hann hefur einnig tekið mikinn þátt í félagsstörfum hjá Knattspyrnufélaginu Val og verið formaður þar frá 1994. Reynir er kvæntur Þóru Sjöfn Guðmundsdóttur kennara og eiga þau tvö börn. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 109 orð

Íslandsmót í "Svarta Pétri"

Íslandsmeistaramótið í Svarta Pétri fer fram í þrettánda sinn á Sólheimum í Grímsnesi sunnudaginn 13. maí. Keppt verður um Íslandsmeistaratitilinn í Svarta Pétri 2001. Mótið hefst kl. 13.00 og lýkur kl. 16.00. Meira
11. maí 2001 | Erlendar fréttir | 95 orð

Kapphlaup yfir Grænlandsjökul

FJÓRIR Svíar og jafnmargir Norðmenn munu keppa um það hvor hópurinn verður fljótari á skíðum yfir Grænlandsjökul í maí. Báðir hóparnir hyggjast reyna að slá núverandi met, sem er 11 dagar og 16 klukkustundir. Meira
11. maí 2001 | Miðopna | 453 orð

Komin í daglega hassneyslu 14 ára

VIÐMÆLANDI Morgunblaðsins, 18 ára stúlka, kom úr sex vikna áfengis- og fíkniefnameðferð 15. mars sl. eftir nokkurra ára blandaða neyslu og hefur ekki neytt þeirra síðan. Meira
11. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 353 orð | 1 mynd

Krakkarnir almennt ánægðir

Í FLATA- og Hofsstaðaskóla stendur nú yfir tveggja vikna tilraun þar sem nemendum tveggja bekkja í skólunum er boðinn heitur matur. Foreldrafélög skólanna standa fyrir tilrauninni en samþykkt var að veita 150. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 88 orð

Krefst 7,3 milljóna í skaðabætur

AÐALMEÐFERÐ í máli ríkissaksóknara gegn 18 ára karlmanni sem ákærður er fyrir líkamsárás í maí í fyrra lauk fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fórnarlambið krefst 7,3 milljóna í skaðabætur. Meira
11. maí 2001 | Erlendar fréttir | 742 orð | 1 mynd

Látum Serba rétta í máli Milosevic

ÞAÐ hefur mikið verið á seyði í Júgóslavíu undanfarið, og margt komið á óvart. Eftir nokkurt japl jaml og fuður og misheppnaða tilraun hefur Milosevic verið handtekinn án blóðsúthellinga, en það gekk þó ekki þrautalaust. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 41 orð

Leiðrétt

Nafnabrengl Í grein um samkvæmisdansa í gær var rangt farið með úrslit í flokki fullorðinna, suður-amerískir dansar. Rétt úrslit eru: 1. sæti Björn Sveinsson og Bergþóra M. Bergþórsdóttir og í 2. sæti urðu Eggert Claessen og Sigrún Kjartansdóttir. Meira
11. maí 2001 | Landsbyggðin | 258 orð | 1 mynd

Leiðtoganámskeið Ungmennafélagsins

UNGMENNAFÉLAG Íslands stóð fyrir nokkru fyrir námskeiði í Stykkishólmi sem nefnist Leiðtogaskólinn. Námskeiðið er einnig í samvinnu við Imrpu Iðntæknistofnunar og Nýsköpunarsjóð. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 57 orð

Leikskóli þriggja ára

Leikskólinn Dalur v/Funalind í Kópavogi heldur upp á þriggja ára afmæli sitt á dag, föstudaginn 11. maí. Af því tilefni opna börnin myndlistarsýningu á verkum sínum í versluninni Spar við Bæjarlind kl. 11.00 og syngja einnig nokkur lög fyrir viðstadda. Meira
11. maí 2001 | Erlendar fréttir | 427 orð | 1 mynd

Lofa að binda enda á óstöðugleikann

FORYSTUMENN beggja pólitísku fylkinganna, sem keppast um að fá umboð ítalskra kjósenda í þingkosningum nú um helgina til að mynda næstu ríkisstjórn Ítalíu, hafa heitið því að binda enda á þann óstöðugleika sem einkennt hafa stjórnmál landsins frá því... Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Lokaball fyrir fatlaða í Árseli

LOKABALL vetrarins fyrir fatlaða í Félagsmiðstöðinni Árseli var haldið síðastliðið laugardagskvöld, 5. maí. Félagsmiðstöðin er ein af félagsmiðstöðvum ÍTR. Stuðbandið Í svörtum fötum lék fyrir dansi og var glatt á hjalla. Meira
11. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 54 orð

Lokahóf yngri flokka KA

LOKAHÓF yngri flokka KA í handbolta verður haldið í KA-heimilinu laugardaginn 12. maí kl. 13. Á hófinu verða veitt verðlaun fyrir árangur vetrarins, farið í leiki og grillað ofan í mannskapinn. Meira
11. maí 2001 | Erlendar fréttir | 460 orð | 1 mynd

Lögregla gagnrýnd fyrir mistök

SORG og reiði greip um sig í Gana í gær, er þúsundir vina og vandamanna fólks sem tróðst undir í versta slysi sem orðið hefur á íþróttakappleik í sögu landsins leituðu í hópi slasaðra og látinna. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 582 orð | 1 mynd

Markmiðið er efling háskólasjúkrahúss

HÁSKÓLI Íslands og Landspítali - háskólasjúkrahús (LSH) hafa gert með sér samning sem gildir til fimm ára um samstarf við kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindum. Meira
11. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 431 orð | 1 mynd

Matsskýrsla framkvæmdaraðila ófullnægjandi

FRAMKVÆMD landfyllingar í Arnarnesvogi ber að fara í frekara umhverfismat að mati Náttúruverndar ríkisins. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 36 orð

Málfundur um sjómannaverkfallið

MÁLFUNDUR um sjómannaverkfallið, baráttu og kjör sjómanna og sjávarútveg í kapítalismanum verður haldinn föstudaginn 11. maí kl. 17.30 á Skólavörðustíg 6 b (bakvið). Framsaga og umræður. Meira
11. maí 2001 | Suðurnes | 369 orð

Meiri tilhneiging hjá konum

EKKI er hægt að fullyrða að fleiri greinist með krabbamein á Suðurnesjunum en í öðrum landshlutum, en þó er tilhneiging hjá konum í þá veru og á það sérstaklega við um lungnakrabbamein. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 266 orð | 2 myndir

Mokveiði í Litluá

MOKVEIÐI hefur verið í Litluá í Kelduhverfi allar götur síðan áin var opnuð til veiða 1. maí síðast liðinn. Fyrsta hollið dró á land um 300 fiska og næsta holl var með rúmlega 200 stykki. Meira
11. maí 2001 | Erlendar fréttir | 118 orð

Mótmæli brotin á bak aftur

MANNRÉTTINDASAMTÖK létu í gær í ljósi áhyggjur af því að tjáningarfrelsi væri í voða í Hong Kong, eftir að kínversk stjórnvöld brutu á bak aftur mótmæli vegna komu forseta landsins, Jiang Zemin, á alþjóðlega efnahagsráðstefnu í borginni. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Netið gefur út bækling fyrir ferðamenn

"NETIÐ-INFORMATION for tourists" (Netid-info), sem rekið er af Netinu, markaðs- og rekstrarráðgjöf, prentar og dreifir um miðjan júní sumarútgáfu af bæklingi sínum. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 291 orð | 1 mynd

Norrænn þjónustusími tekinn í notkun

SIV Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra og samtarfsráðherra Norðurlanda á Íslandi, kynnti í gær norrænan þjónustusíma sem ætlaður er þeim einstaklingum og fjölskyldum sem flytja búferlum innan Norðurlandanna. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Ný miðstöð mæðraverndar

MIÐSTÖÐ mæðraverndar var formlega tekin í notkun í húsnæði Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur við Barónsstíg í gær. Meira
11. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 134 orð | 1 mynd

Nýr veitingastaður í 100 ára gömlu húsi

ÁFORM eru um að opna veitingastað í Lækjargötu 10, en húsið, sem reist var árið 1877, er eitt elsta íbúðarhús úr hlöðnu grágrýti í borginni. Meira
11. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 104 orð | 1 mynd

Nýtt hús tilbúið til innréttingar í júlí

SKRIFSTOFUBYGGING sem verktakafyrirtækið Ístak er að reisa á horni Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar er óðum að taka á sig skýrari mynd. Húsið er 4.200 fermetrar að stærð og sex hæða hátt auk þess sem bílageymsla verður í því. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 148 orð

Óhöpp algengust í kennslu- og einkaflugi

RANNSÓKNARNEFND flugslysa skráði 33 flugslys og flugatvik í fyrra. Árið á undan voru skráð 24 atvik. Flest flugatvik voru skráð í einkaflugi eða 11. Í kennsluflugi voru skráð 8 tilvik og 9 í reglubundnu flugi. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 754 orð

Ósanngjörn gagnrýni og ekki málefnaleg

MORGUNBLAÐINU hefur borist greinargerð frá Samkeppnisstofnun þar sem gerðar eru athugasemdir við gagnrýni sem sett hefur verið fram á skýrslu stofnunarinnar um matvörumarkaðinn. Meira
11. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 1187 orð | 1 mynd

Óvissan verst

STEFNT er að því að hefja mikla uppbyggingu í Skuggahverfi á næsta ári eins og fram kom hér í blaðinu í fyrradag og er í því sambandi m.a. gert ráð fyrir að rífa um 40 hús á svæðinu. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 821 orð

Óvíst hvort þingfrestun verður 18. maí

MIKLAR annir hafa verið á Alþingi undanfarna daga og útlit er fyrir langa fundi í næstu viku. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 110 orð

Póstgönguferð á Reykjanesi

HIN árlega póstganga Íslandspósts verður farin laugardaginn 12. maí nk. Gengin verður gömul póstleið frá gamla Reykjanesvitanum og meðfram ströndinni til Grindavíkur. Áætlað er að gangan taki um 3-4 klukkustundir. Meira
11. maí 2001 | Miðopna | 333 orð | 1 mynd

"Drykkjunni fylgdi almenn óreiða"

EINAR Ágúst Víðisson söngvari hinar vinsælu hljómsveitar Skítamórals fór í áfengismeðferð í janúar 1999, þá 26 ára gamall, eftir drykkju frá unglingsaldri. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 149 orð

"Fló og fjör" í Mosfellsbæ

FORELDRAFÉLAGIÐ "Þrumur og eldingar" í Mosfellsbæ stendur fyrir fjölskyldudegi sem gengur undir nafninu "Fló og fjör", laugardaginn 12. maí. Meira
11. maí 2001 | Landsbyggðin | 143 orð | 1 mynd

"Tell me" sigraði á Raularanum

Hinn árlegi Raulari, sem er sönglagakeppni, var haldin á hótel Höfðabrekku í Mýrdal. Ríkir ávallt töluverður spenningur í Mýrdalnum fyrir þessari keppni. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 71 orð

Rannsókn lokið á lyfjastuldi

LÖGREGLAN á Akureyri lauk í gær rannsókn á þjófnaði á lyfjum úr læstum hirslum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Málsgögn verða nú send sýslumanni sem tekur ákvörðun um hvort ákært verði í málinu. Meira
11. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 134 orð

Ráðstefna um tilfinningagreind

VEGNA fjölda áskorana verður ráðstefnan Tilfinningagreind - undirstaða árangurs á vegum Þekkingarsmiðju IMG haldin á Akureyri miðvikudaginn 16. maí frá kl. 9-12. Á ráðstefnunni verður fjallað um hlutverk tilfinninga í árangri. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 60 orð

Sendiráð opnað í Austurríki

ÞÓRÐUR Ægir Óskarsson sendiherra hefur afhent Thomas Klestil, forseta Austurríkis, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Austurríki. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Silfurtunglið opnar snyrtistofu

SILFURTUNGLIÐ, Skipasundi 51, v/Holtaveg sem rekið hefur nagla- og förðunarstudíó hefur opnað snyrtistofu. Boðið er upp á andlits- og líkamsmeðferðir með Darphin-snyrtivörum. Meira
11. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 35 orð

Síðasta sýningarhelgi

SÍÐASTA sýningarhelgi á sýningu Sigurðar Árna Sigurðssonar sem staðið hefur frá opnun Ketilhússins á sumardaginn fyrsta er nú um helgina. Sýningin er opin frá kl. 16 - 18 virka daga, en frá kl. 14-18 um... Meira
11. maí 2001 | Landsbyggðin | 274 orð | 1 mynd

Sjálfsíkveikja í beltagröfu veldur milljóna tjóni

ÞEGAR Haukur Júlíusson framkvæmdastjóri Jörva hf. kom í verkstæðishús fyrirtækisins laugardagsmorguninn 5. maí, kom sótsvartur reykur út á móti honum þegar hann opnaði dyrnar. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 49 orð

Sjómenn funda stíft

FULLTRÚAR Sjómannasambandsins, Farmanna- og fiskimannasambandsins ásamt útgerðarmönnum settust á fund hjá ríkissáttasemjara klukkan 15 í gær og stóð hann enn þegar Morgunblaðið fór í prentun. Árni M. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 321 orð

Starfshópi falið að semja tillögur um uppbyggingu LSH

JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, greindi frá því á ársfundi Landspítala-háskólasjúkrahúss (LSH) í gær að starfshópur yrði skipaður á næstunni undir forystu ráðuneytisins sem hefði það hlutverk að gera tillögu til ráðherra um... Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 37 orð | 1 mynd

Stolið af bílasölu

BIFREIÐINNI RM 469, sem er græn og grá Toyota Corolla STW, árgerð 1999, var stolið frá bílasölu við Vagnhöfða 27. apríl sl. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar bifreiðin er niðurkomin vinsamlega láti lögregluna í Hafnarfirði... Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 84 orð

Stolið og ekið á ljósastaur

LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir eftir vitnum að því þegar hvítri Volkswagen Polo-bifreið var ekið á ljósastaur við Hofsstaðabraut í Garðabæ á sunnudagsmorgun. Bifreiðin var mannlaus þegar hún fannst um klukkan átta um morguninn. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 255 orð

Stóraukið álag síðustu tvö árin

ÁLAG á slysa- og bráðamóttökur Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) hefur stóraukist á seinustu tveimur árum eða um þriðjung. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 132 orð

Styður Grétar Mar

MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá samninganefnd Farmanna- og fiskimannasambandsins vegna ummæla forystu LÍÚ í gær um forseta sambandsins. Á blaðamannafundi í fyrradag gagnrýndi Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, Grétar Mar Jónsson. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Styrkja þjálfun á aðstoðarhundi

NÝLEGA var undirritaður í húsakynnum Karls K. Karlssonar hf. samstarfssamningur á milli Auðar Björnsdóttur og Purina-umboðsins á Íslandi. Auður Björnsdóttir er hundaþjálfari og hefur m.a. Meira
11. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 56 orð | 1 mynd

Sumarblómin eru snemma á ferðinni í ár

Guðrún Kristín Björgvinsdóttir garðyrkjunemi á Akureyri var að setja fyrstu sumarblómin í ker í blíðunni í fyrradag. Jóhann Thorarensen verkstjóri í umhverfisdeild Akureyrarbæjar sagði að byrjað væri óvenjusnemma þetta árið að setja niður sumarblómin. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 134 orð

Telur að tónmenntakennurum sé sýnd óvirðing

Í ÁLYKTUN frá stjórn Tónmenntakennarafélags Íslands er lýst harmi vegna þeirrar óvirðingar "sem tónlistarskólakennurum á Íslandi er sýnd með seinagangi í kjaraviðræðum þeirra við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga," segir þar... Meira
11. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 57 orð

Tónleikar í Íslandsbænum

HELGI og hljóðfæraleikararnir verða með tónleika í Íslandsbænum í Eyjafirði laugardagskvöldið 12. maí og hefjast þeir kl. 22. Auk hljómsveitarinnar munu alþýðutónlistarmenn sjá um upphitanir og niðurkælingar eftir þörfum. Meira
11. maí 2001 | Erlendar fréttir | 442 orð | 1 mynd

Tvind-samtökin grunuð um svik

DANSKA lögreglan og skattamálayfirvöld rannsaka nú mikið magn skjala sem lagt var hald á fyrir skömmu er látið var til skarar skríða gegn forsvarsmönnum Tvind-samtakanna vegna meintra skattsvika. Meira
11. maí 2001 | Erlendar fréttir | 374 orð | 1 mynd

Tyrkir fordæmdir

Mannréttindadómstóll Evrópu fordæmdi í gær tyrknesk stjórnvöld fyrir margvísleg mannréttindabrot á Kýpur allt síðan tyrkneski herinn lagði undir sig norðurhluta eyjarinnar 1974. Meira
11. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 494 orð | 2 myndir

Umræðu um Vatnsendahverfi bar hæst

FYRIRHUGUÐ byggð við Vatnsenda var í brennidepli á fjölmennum borgarafundi sem haldinn var í Félagsheimili Kópavogs, Fannborg, í fyrradag. Á fundinum voru kynntar öðru sinni og í breyttri mynd tillögur að aðalskipulagi Kópavogsbæjar 2000-2011. Meira
11. maí 2001 | Miðopna | 719 orð | 1 mynd

Ungir neytendur setja mestan svip á sjúklingahópinn

E-töfluneysla er að aukast talsvert meðal unglinga. Umtalsverður hópur reglulegra neytenda e-töflunnar sést nú í fyrsta sinni á sjúkrahúsinu Vogi þótt misnotkun áfengis sé þó ekki á undanhaldi. Þá eru flestir fíkniefnaneytendur sem leita sér meðferðar á aldrinum 18-24 ára. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 132 orð

Uppskeruhátíð í Bústaðakirkju

UPPSKERUHÁTÍÐ barna- og unglingakóra Bústaðakirkju verður haldin laugardaginn 12. maí kl. 16:00 í kirkjunni. Á tónleikunum munu koma fram barna- og unglingakórar kirkjunnar undir stjórn Jóhönnu V. Þórhallsdóttur og við undirleik Pálma Sigurhjartarsonar. Meira
11. maí 2001 | Suðurnes | 372 orð | 2 myndir

Vantar yfir hundrað bílastæði

HÓPUR nemenda Fjölbrautaskóla Suðurnesja vakti í gær athygli á bílastæðavandamálum við skólann. Ekið var á fund lögregluyfirvalda og bæjarstjóra og þeim afhent mótmæli. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Veðurblíða fyrir austan

Mikil veðurblíða hefur verið á Fljótsdalshéraði undanfarna daga. Þeir félagar Guttormur og Unnar voru að hamast við það í góðviðrinu að múra nýja vallarhúsið við íþróttaleikvanginn á Egilsstöðum, en þar fer senn fram Landsmót UMFÍ 2001. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 473 orð | 2 myndir

Verður Rannís breytt í eyðublaðalager?

FULLTRÚAR stjórnarandstöðu deildu hart á Björn Bjarnason menntamálaráðherra í umræðu utan dagskrár um nýjar hugmyndir hans um skipan og starfshætti Rannsóknarráðs Íslands (Rannís) í gær. Meira
11. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 159 orð

Viðbrögðin létu ekki á sér standa

95 OKTANA bensín fékkst á þremur stöðum á Akureyri á 91,40 krónur síðdegis í gær. Olís ákvað í gærmorgun að bjóða sama verð á einni sjálfsafgreiðsludælu félagsins við Tryggvabraut og Orkan býður. Meira
11. maí 2001 | Erlendar fréttir | 312 orð

Vilja harða stefnu gegn Færeyjum

MIKILL meirihluti danska þingsins lýsti á miðvikudag yfir stuðningi við stefnu Pouls Nyrup Rasmussens forsætisráðherra í Færeyjamálinu, en hann vill ekki ganga til viðræðna við Færeyinga fyrr en ljóst er hvort þær eigi að snúast um sjálfstæði eða... Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 548 orð

Vill róttækar breytingar

FULLTRÚAR Samfylkingarinnar í minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar leggja til róttækar breytingar á frumvarpi viðskiptaráðherra um breytingu á lögum um stofnun hlutafélaga um Landsbankann og Búnaðarbankann. Meira
11. maí 2001 | Landsbyggðin | 144 orð | 1 mynd

Vorferð leiðsögumanna

VORFERÐ Félags leiðsögumanna var að þessu sinni farin á Akranes og í Borgarfjörð, laugardaginn 5. maí. Leiðsögumennirnir skoðuðu Steinaríki Íslands og Byggðasafnið Görðum á Akranesi um morguninn og komu í Borgarnes um hádegi. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 101 orð

Vorhátíð foreldrafélags Háteigsskóla

VORHÁTÍÐ foreldrafélags Háteigsskóla verður haldin í sjöunda sinn, laugardaginn 12. maí klukkan 12:00 - 14:30. Meira
11. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 47 orð

Vorhátíð Síðuskóla

VORHÁTÍÐ Síðuskóla verður laugardaginn 12. maí og hefst hún með andlitsmálun kl. 12.30. Skrúðganga verður kl. 14 og eru þátttakendur hvattir til að taka fram furðufötin, fána og blöðrur. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 702 orð | 1 mynd

Vörnum og eftirliti víða talið ábótavant

BRUNAMÁLASTOFNUN hyggst kanna tvo fjallaskála á Lónsöræfum í sumar ásamt 15 öðrum skálum á hálendinu með tilliti til þess hvort þeir standast kröfur um brunavarnir. Skýrsla um ástand fjallaskálanna á svo að vera tilbúin síðar í haust. Meira
11. maí 2001 | Landsbyggðin | 89 orð | 1 mynd

Þrastarhreiður í fjárhúsi

SKÓGARÞRÖSTUR hefur búið um sig í fjárhúsinu á Götum í Mýrdal. Hann er búinn að útbúa sér hreiður uppi á bita í fjárhúsinu og notfærir sér gamla vatnsslöngu sem hefur hangið þarna á stoð nokkuð lengi. Meira
11. maí 2001 | Landsbyggðin | 77 orð | 1 mynd

Þriðji bíllinn bætist við hjá slökkviliðinu

SLÖKKVILIÐ Húsavíkur tók í notkun nýjan slökkvibíl fyrir skömmu. Þetta er framdrifsbíll af gerðinni MAN 19-302 árgerð 1992. Hann er allur nýupptekinn og í toppstandi. Í bílnum er 7.300 lítra vatnstankur og fasttengd dæla. Meira
11. maí 2001 | Suðurnes | 174 orð

Þrír yfirmenn kaupa

BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar ákvað á fundi sínum í gær að selja þremur yfirmönnum SBK hf. hlutabréf bæjarins í fyrirtækinu. Bærinn á meirihluta hlutafjár og selur hlut sinn á liðlega 33 milljónir kr. Sérleyfisbifreiðar Keflavíkur, SBK hf. Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Þvottur og bón

ÞVOTTUR er sjálfsagt og eðlilegt viðhald á bílnum enda auðveldara um vik nú þegar tjörusull er hætt á götum og tími nagladekkja liðinn. Spurning er því bara hvort ekki liggur næst fyrir að... Meira
11. maí 2001 | Innlendar fréttir | 275 orð

Öll hús olíukynt í Grímsey

HÆKKANIR á eldsneyti að undanförnu hafa ekki síður komið niður á þeim sem kynda hýbýli sín með olíu. Gasolía er einkum notuð til húshitunar en hún hefur hækkað í verði um 17% frá sl. hausti miðað við verð í dag. Meira

Ritstjórnargreinar

11. maí 2001 | Leiðarar | 913 orð

MÁLRÆKT, LÝÐRÆÐI OG FJÖLBREYTNI

Áhugi Íslendinga á málefnum tungunnar virðist ódrepandi. Fastir og ákaflega vinsælir málfarsþættir í útvarpi og blöðum eru til vitnis um þetta og einnig ótrúlega ötult íðorðastarf í aðskiljanlegustu fag- og fræðigreinum. Meira
11. maí 2001 | Staksteinar | 434 orð | 2 myndir

Þjóðernisofstækisgrænmeti

EGILL Helgason ritar í Silfri Egils pistil, sem hann nefnir "Þjóðernisofstækisgrænmeti". Þar fjallar hann um þá áráttu fólks að telja að allt sem íslenzkt sé, sé betra en útlent og minnir þetta menn á orðatiltækið "Bara ef lúsin íslenzk er, er mér bitið sómi". Meira

Menning

11. maí 2001 | Menningarlíf | 480 orð

44 styrkir úr Menningarsjóði

ÚTHLUTAÐ hefur verið úr Menningarsjóði fyrir árið 2001. 115 umsóknir bárust að þessu sinni með beiðni um styrki að fjárhæð 102 milljónir kr. Stjórn Menningarsjóðs samþykkti að veita 44 styrki, samtals að fjárhæð 13,2 milljónir kr. Meira
11. maí 2001 | Menningarlíf | 104 orð | 1 mynd

Ágústa Aðalheiður sýnir í Miðgarði

NÚ stendur yfir sýning Ágústu Aðalheiðar listakonu á myndum og listmunum í Miðgarði, að Austurvegi 4 á Selfossi, sýningin er opin á verslunartíma. Myndir Ágústu eru klippimyndir með mismunandi áferð og sjónarhorni. Meira
11. maí 2001 | Menningarlíf | 431 orð | 1 mynd

Árin með Escobar

Laugarásbíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri frumsýna myndina Blow með Johnny Depp í leikstjórn Ted Demmes. Meira
11. maí 2001 | Menningarlíf | 195 orð

Ásta Ólafsdóttir í GUK og Maastricht

NÚ stendur yfir sýning í GUK á verkum eftir Ástu Ólafsdóttur. GUK hefur aðsetur í garðinum við Ártún 3 á Selfossi, í útihúsi við Kirkebakken 1 í Lejre í Danmörku og í eldhúsi í Callinstrasse 8 í Hannover í Þýskalandi. Meira
11. maí 2001 | Menningarlíf | 829 orð

Bíóin í borginni

Frumsýningar DUNGEONS AND DRAGONS Regnboginn CRIMSON RIVERS Stjörnubíó SWEET NOVEMBER Bíóhöllin, Kringlubíó, Nýja bíó Akureyri BLOW Laugarásbíó, Háskólabíó POKEMON 3 Bíóhöllin, Kringlubíó, Regnboginn, Nýja bíó Akureyri, Nýja bíó Keflavík Lalli Johns... Meira
11. maí 2001 | Fólk í fréttum | 396 orð | 1 mynd

Dönsk-íslensk hjálparhella

HJÁLPARHELLA íslenska hópsins á meðan Eurovision-keppnin stendur ætti með réttu að sitja sveittur í prófalestri en Sigurður Marteinsson-Uldall ákvað hins vegar að gera hlé á læknanáminu og vinna um tíma. Meira
11. maí 2001 | Fólk í fréttum | 95 orð | 1 mynd

Egill S. á samning

LISTAMAÐURINN Egill Sæbjörnsson er kominn á samning hjá útgáfufyrirtækinu Some Bizarre (Einstuerzende Neubauten, Soft Cell og The The m.a.) í Bretlandi og í júní verður plata hans, Egill S. Meira
11. maí 2001 | Menningarlíf | 377 orð | 1 mynd

Eltingaleikur í Ölpunum

Stjörnubíó frumsýnir frönsku spennumyndina Crimson Rivers með Jean Reno í aðalhlutverki. Leikstjóri er Mathieu Kassovitz. Meira
11. maí 2001 | Fólk í fréttum | 938 orð | 1 mynd

Englar af óræðu kyni

David Fricke, aðstoðarritstjóri Rolling Stone, fjallar um hljómleika Sigur Rósar sem fram fóru í New York á þriðjudaginn var. Meira
11. maí 2001 | Menningarlíf | 376 orð | 1 mynd

Enn frekari ævintýri Ash

Bíóhöllin, Kringlubíó, Regnboginn, Nýja bíó Keflavík og Nýja bíó Akureyri frumsýna teiknimyndina Pokémon 3 með íslensku tali. Meira
11. maí 2001 | Fólk í fréttum | 110 orð | 4 myndir

Fjölmiðlafár

ÞAÐ var mikið um dýrðir á miðvikudagskvöldið þegar opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, Moulin Rouge! , var frumsýnd með pomp og prakt. Fjölmiðlafárið í kringum myndina hefur verið næsta yfirgengilegt og eftirvæntingin í samræmi við það. Meira
11. maí 2001 | Fólk í fréttum | 225 orð | 1 mynd

Fjör í fjörutíu ár

VÆNTANLEG er endurútgáfa á hljómplötu Lúdó og Stefáns, "Rauðu plötunni", sem ófáanleg hefur verið um árabil en hún inniheldur sígilda smelli eins og "Átján rauðar rósir", "Nóaflóðið", "Halló Akureyri", "Úti í... Meira
11. maí 2001 | Tónlist | 414 orð | 2 myndir

Glóandi kvöldsól og glampandi tenór

Sjöunda Kirkjulistavika Akureyrar. Óskar Pétursson tenór og Björn Steinar Sólbergsson organisti. Þriðjudagskvöldið 9. maí. Meira
11. maí 2001 | Menningarlíf | 170 orð | 1 mynd

Guy Scarpetta með fyrirlestra

FRANSKI rithöfundurinn, háskólakennarinn og fræðimaðurinn Guy Scarpetta heldur fyrirlestur í Odda á mánudag kl. 17 og hjá Alliance Française nk. þriðjudagskvöld kl. 20, auk þess sem hann mun taka þátt í hringborðsumræðum í Reykavíkurakademíunni. Meira
11. maí 2001 | Menningarlíf | 61 orð | 1 mynd

Halda tónleika í Borgarneskirkju

ÚTSKRIFTARTÓNLEIKAR Viðars Guðmundssonar píanóleikara og Halldóru Bjarkar Friðjónsdóttur sópransöngkonu frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar verða í Borgarneskirkju á sunnudag kl. 17. Meira
11. maí 2001 | Menningarlíf | 527 orð | 1 mynd

Kona sem þráir kontrabassa

Vala Þórsdóttir er nýkomin heim frá leiklistarhátíð í Ungverjalandi með einleikinn Háaloft. Í dag og á morgun leikur hún á móti kontrabassaleikaranum Dean Ferrell á tónleikum á Kirkjubæjarklaustri og Höfn í Hornafirði. Meira
11. maí 2001 | Menningarlíf | 125 orð

Kór MH á Suðurlandi

KÓR Menntaskólans við Hamrahlíð heldur þrenna tónleika á Suðurlandi nk. laugardag og sunnudag. Fyrstu tónleikarnir verða á Kirkjubæjarklaustri á Síðu í Kirkjuhvoli á laugardag kl. 16 og á sunnudag syngur kórinn við messu í Prestbakkakirkju kl. 14. Meira
11. maí 2001 | Menningarlíf | 66 orð

Kyrjur í Laugarneskirkju

KVENNAKÓRINN Kyrjurnar heldur tónleika í Laugarneskirkju á sunnudag kl. 17. Á söngskrá eru söngvar frá Afríku, S-Ameríku, þekkt íslensk vorljóð o.fl. Meira
11. maí 2001 | Menningarlíf | 416 orð | 1 mynd

Leikur og ævintýri

Regnboginn frumsýnir ævintýramyndina Dungeons & Dragons með Jeremy Irons og Thora Birch. Meira
11. maí 2001 | Fólk í fréttum | 284 orð | 1 mynd

Listina til neytandans

F.ART-HÓPURINN mun selja skyndilist í Bónus á Laugarvegi í dag milli kl.13 og 18, og gefa þannig neytendum tækifæri á að versla skyndilist þegar keypt er í matinn fyrir helgina. Eitt listaverk mun kosta 499 kr. Meira
11. maí 2001 | Menningarlíf | 71 orð

Málmverk í Listhúsinu

NÚ stendur yfir í Listhúsinu í Laugardal sýning Elínborgar Kjartansdóttur málmlistakonu. Hún hefur unnið við málmlist og hönnun frá árinu 1989, hannað messing og koparskartgripi, skúlptúra, veggverk, nytjahluti s.s. hnífapör og kertastjaka. Meira
11. maí 2001 | Menningarlíf | 21 orð

Málverk í MAN

ANNA Þ. Guðjónsdóttir opnar sýningu á málverkum í Listasalnum Man, Skólavörðustíg 14, á laugardag kl. 16 og stendur hún til 27.... Meira
11. maí 2001 | Menningarlíf | 407 orð | 1 mynd

Mislitt

Opið virka daga kl. 10-19 og 12-18 um helgar. Til 13. maí. Aðgangur ókeypis. Meira
11. maí 2001 | Myndlist | 667 orð | 2 myndir

Mjúkir, næmir pensildrættir

Opið virka daga frá 10-18, laugardaga kl. 12-14. Til 15. maí. Aðgangur ókeypis. Meira
11. maí 2001 | Fólk í fréttum | 69 orð | 1 mynd

Móglí heim!

BARNALEIKRITIÐ um Móglí hefur framkallað þúsundir brosa á vörum íslenskra barna frá því að það var frumsýnt um síðustu jól. Meira
11. maí 2001 | Menningarlíf | 60 orð

Myndlistarklúbbur sýnir í Eden

NÚ STENDUR yfir í Eden í Hveragerði sýning myndlistarklúbbsins Málunar og teiknunar í Hvassaleiti. Myndirnar eru flestar unnar með vatnslitum og akríl og eru til sölu. Klúbburinn hefur starfað undanfarin ár í Hvassaleitisskóla. Meira
11. maí 2001 | Menningarlíf | 181 orð

Nýjar bækur

Ítrekunartíðni afbrota á Íslandi hefur að geyma greinargerð rannsókna á afturhvarfi brotamanna til afbrotahegðunar eftir úttekt refsingar sem gerð var af Eric Baumer, prófessor í afbrotafræði við Missouri-háskóla, St. Meira
11. maí 2001 | Fólk í fréttum | 198 orð | 1 mynd

Og dansinn mun duna

SVONEFND klúbbamenning hefur aldrei fest rætur hérlendis, mörgu skemmtana- og menningarsinnuðu fólki til mikillar armæðu, en klúbbakvöld lýsir sér þannig að einhver aðili stendur fyrir löngu, góðu og dansvænu kvöldi inni á einhverjum tilteknum stað, hvar... Meira
11. maí 2001 | Menningarlíf | 75 orð

Orgeltónlist í Hjallakirkju

LÁRA Bryndís Eggertsdóttir leikur á orgel Hjallakirkju á sunnudag kl. 17. Lára leikur prelúdíu og fúgu í G dúr BWV 541 og Tríósónötu nr. 4 í e moll BWV 528 eftir Johann Sebastian Bach. Einnig leikur hún IX. Meira
11. maí 2001 | Menningarlíf | 416 orð | 1 mynd

Ólík en ástfangin

Bíóhöllin, Kringlubíó og Nýja bíó Akureyri frumsýna Sweet November með Keanu Reeves og Charlize Theron. Meira
11. maí 2001 | Menningarlíf | 769 orð | 1 mynd

"Borðleggjandi"

Ólöf Erla Bjarnadóttir, Ragna Fróðadóttir, Margrét Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, Guðlaug Halldórsdóttir. Opið alla daga nema mánudaga frá 12-17. Til 20. maí. Aðgangur ókeypis. Meira
11. maí 2001 | Fólk í fréttum | 502 orð | 4 myndir

"Evróvisjón-ölæði"

ÞAÐ eru líklegast fleiri en færri sem hyggjast ætla að mæta í "Evróvisjónpartí" annað kvöld. Hvort sem TwoTricky-hópurinn kemst á spjöld sögunnar með framkomu sinni eður ei. Meira
11. maí 2001 | Fólk í fréttum | 81 orð | 1 mynd

Rammstein í Ham!

JÁ, það er ekki hægt að segja annað en að annar haus Tvíhöfðans, betur þekktur sem Sigurjón Kjartansson, hafi verið ánægður með nýju plötu Rammstein. Meira
11. maí 2001 | Fólk í fréttum | 356 orð | 3 myndir

Sendiherrahjónin stálu senunni

Nú er einungis einn dagur í Evróvisjón-keppnina miklu. Reynir Þór Sigurðsson Evróvisjónsérfræðingur skrifar frá Kaupmannahöfn. Meira
11. maí 2001 | Menningarlíf | 42 orð | 1 mynd

Síðasta sýning hjá Hugleik

SÍÐASTA sýning á leikriti Hugleiks, Víst var Ingjaldur á rauðum skóm, verður í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20. Leikritið er eftir Hugleikarana Hjördísi Hjartardóttur, Ingibjörgu Hjartardóttur og Sigrúnu Óskarsdóttur í leikstjórn Sigrúnar Valbergsdóttur. Meira
11. maí 2001 | Fólk í fréttum | 70 orð | 1 mynd

Sjálfstæðar snótir!

ÞÆR kunna að bjarga sér og rúmlega það stúlkurnar í Destiny's Child. Nýja platan þeirra, Survivor , skýst beint upp í þriðja sæti Tónlistans á sinni fyrstu viku og því greinilegt að sjálfstæðar snótir hérlendis kunna að meta lykkjusöng kynsystra sinna. Meira
11. maí 2001 | Menningarlíf | 1963 orð | 1 mynd

Stílistískt listaverk

eftir Sebastian Haffner. Die Erinnerungen 1914-1933. Deutsche Verlags-Anstalt. Stuttgart/München 2000. Meira
11. maí 2001 | Menningarlíf | 510 orð

Styrkir úr Þýðingarsjóði

STYRKIR úr Þýðingarsjóði árið 2001, samtals 7,7 millj. kr.: 450 þús.: PP Forlag ehf. til þýðingar á "The Ice Master" eftir Jennifer Niven. 430 þús. kr.: Mál og menning til þýðingar á "Livläkarens Besök" eftir Per Olov Enquist. 400... Meira
11. maí 2001 | Menningarlíf | 200 orð | 1 mynd

Svanavatn á sunnudögum

LÝÐUR Sigurðsson opnar málverkasýningu í Baksalnum í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16 á morgun kl. 15. Sýninguna nefnir hann "Svanavatn á sunnudögum" og er þetta hans 7. einkasýning. "Stóri-björn" kemur á sýninguna kl. 15.15. Meira
11. maí 2001 | Menningarlíf | 66 orð

Sýningum lýkur

Gula húsið - Fílapensillinn Síðasta sýningarhelgi á verkum málara af yngri kynslóðinni í gula húsinu á horni Frakkastígs og Lindargötu er nú um helgina. Hópurinn nefnir sig Fílapensilinn. Sýningin er opin á föstudag frá 16-18. Meira
11. maí 2001 | Menningarlíf | 50 orð

Söngskemmtun á sunnudegi

SÖNGSKEMMTUN verður haldin í Hveragerðiskirkju á sunnudag kl. 17. Þar koma fram Kór Orkuveitu Reykjavíkur, Sönghópurinn Veirurnar og Signý Sæmundsdóttir sópran. Flutt verða íslensk og erlend lög sem mörg hver eru tengd vorkomunni. Meira
11. maí 2001 | Tónlist | 695 orð

Táp og fjör á vesturför

Gömul og ný íslenzk lög. Álafosskórinn undir stjórn Helga R. Einarssonar. Píanóundirleikur: Hrönn Helgadóttir. Miðvikudaginn 9. maí kl. 20. Meira
11. maí 2001 | Menningarlíf | 184 orð | 1 mynd

Ullarmagi í porti Hafnarhússins

BANDARÍKJAMAÐURINN Patrick Marold mun breyta porti Listasafns Reykjavíkur, Hafnarhús, í hangandi maga úr ull, sem hann gefur yfirskritina HUM og verður sýningin opnuð í dag, föstudag, kl. 17. Meira
11. maí 2001 | Fólk í fréttum | 326 orð | 1 mynd

Út eftir tvö ár í bílskúrnum

ÞEIR tónlistaráhugamenn sem voru byrjaðir að óttast að Föstudagsbræðingur Hins hússins væri kominn í sumarfrí geta andað léttar um sinn því enn eru þrír slíkir eftir. Meira
11. maí 2001 | Menningarlíf | 145 orð | 1 mynd

Útskriftarsýning listnema LHÍ

ÚTSKRIFTARSÝNING listnema Listaháskóla Íslands verður opnuð á morgun, laugardag, kl. 14. Eins og undanfarin ár verður sýningin haldin í húsnæði skólans að Laugarnesvegi 91 í Reykjavík. Meira
11. maí 2001 | Menningarlíf | 162 orð | 1 mynd

Vorfundur helgaður Kanada

FÉLAG íslenskra háskólakvenna heldur sinn árlega vorfund í Þingholti á Hótel Holti 17. maí kl. 19. Meira
11. maí 2001 | Menningarlíf | 48 orð

Vortónleikar Reykjalundarkórsins

VORTÓNLEIKAR Reykjalundarkórsins verða haldnir í hátíðarsal Varmárskóla í Mosfellsbæ á sunnudag kl. 16. Á efnisskrá eru m.a. íslensk þjóðlög, lög úr íslenskum leikritum og lög úr erlendum söngleikjum. Stjórnandinn Íris Erlingsdóttir syngur einsöng. Meira
11. maí 2001 | Menningarlíf | 156 orð | 1 mynd

Vox Academica á vortónleikum

KAMMERKÓRINN Vox academica heldur árlega vortónleika sína í Seltjarnarneskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Kórinn flytur m.a. madrigala frá Englandi og Ítalíu, þjóðlög í útsetningum Gustav Holst og Vaughan Williams, og trúarleg kórverk eftir 20. Meira
11. maí 2001 | Fólk í fréttum | 65 orð | 1 mynd

Þaulreyndur nýliði!

ÞEIR gerast ekki miklu flottari en hinn kúbanski Ibrahim Ferrer, sem á líklegast ófáa aðdáendur hérna heima eftir tónleika Buena Vista Social Club þar síðustu helgi. Maðurinn er 74 ára gamall, hóf söngferill sinn 14 ára og hefur því sungið í 60 ár. Meira
11. maí 2001 | Menningarlíf | 232 orð | 1 mynd

Æfa Vatn lífsins

ÆFINGAR eru hafnar á Vatni lífsins sem verður fyrsta frumsýningin á Stóra sviði Þjóðleikhússins í haust. Höfundur er Benóný Ægisson en fyrir verkið hlaut hann 2. verðlaun í leikritasamkeppni Þjóðleikhússins sumarið 1999, ásamt Þórarni Eyfjörð. Meira

Umræðan

11. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 36 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, föstudaginn 11. maí, verður fimmtugur Þorsteinn Jóhannesson, yfirlæknir Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði. Í tilefni þess taka hann og kona hans, Friðný Jóhannesdóttir, á móti gestum í sal frímúrara á afmælisdaginn frá kl.... Meira
11. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 27 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, föstudaginn 11. maí, verður fimmtugur Jóhann V. Sveinbjörnsson, bankastarfsmaður, Grashaga 16, Selfossi. Eiginkona hans er Ólöf Bergsdóttir. Þau verða að heiman á... Meira
11. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 25 orð | 1 mynd

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 11. maí, er 75 ára Bjarni Jón Gottskálksson, fyrrv. bifreiðastjóri Stjórnarráðsins, Gaukshólum 2, Reykjavík. Bjarni verður að heiman á... Meira
11. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 22 orð | 1 mynd

85 ÁRA afmæli .

85 ÁRA afmæli . Í dag, föstudaginn 11. maí, verður 85 ára Kristín Ingimundardóttir til heimilis að Reynistað í Garði. Kristín er að... Meira
11. maí 2001 | Aðsent efni | 1007 orð | 1 mynd

Arnarnesvogur - hver stýrir ferðinni?

Skipulagsyfirvöldum ber að sjá til þess, segir Hörður Vilhjálmsson, að ekki sé hugsunarlaust gengið á hlut náttúrunnar og þess fólks hér í þéttbýlinu sem hefur tilfinningu fyrir umhverfi sínu. Meira
11. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 554 orð

Ávísun á fátækt

MIKIÐ er það nú lítið sem ríkisstjórnin ætlar að skammta öryrkjum og ellilífeyrisþegum núna. Þegar búið er að taka skatt af þessari hungurlús verður ríkið búið að ná megninu af þessu til baka. Meira
11. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 395 orð

Brussell - innrætingin

MARKVISST hefur verið unnið að því hérlendis undanfarin ár að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Ýmsir hagsmunaaðilar í verslun og viðskiptum einblína á peningaleg hlunnindi sem þeir telja sig fá við inngönguna. Meira
11. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 364 orð

Einkavæðingin

ÞAÐ hefur ekki farið fram hjá neinum Íslendingi að Davíð Oddsson átti stórafmæli nú nýverið. Í tilefni af því var langt viðtal í Kastljósi Ríkisútvarpsins. Þar bar margt á góma eins og við mátti búast. Meira
11. maí 2001 | Aðsent efni | 752 orð | 1 mynd

Einsemd karla og sjálfsvíg

Allir sem eiga við þunglyndi að stríða, segir Ásgeir R. Helgason í síðari grein sinni, ættu að leita aðstoðar hjá geðlækni. Meira
11. maí 2001 | Aðsent efni | 581 orð | 1 mynd

Endalausar ekki-viðræður

Við erum fyrir löngu búin að fá nóg, segir Björk Vilhelmsdóttir, en ætlum ekki að gefa eftir, hvorki samningsréttinn né nauðsyn- legar hækkanir. Meira
11. maí 2001 | Aðsent efni | 466 orð | 1 mynd

Góður gestur eða Gróa á Leiti?

En prentmiðill, sem nú á tímum lokar á erindi lesenda, segir Birgir Dýrfjörð, er hlægileg tímaskekkja. Meira
11. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 354 orð

Góðverk

Að trúa á eilífan anda og allt, sem er fagurt og gott og hugsanir vel að vanda, er vörn fyrir háð og spott. Að gefa fátækum fæði og fegurstu blóm á jörð og dýrustu konungsklæði er kærast, við þakkargjörð. Meira
11. maí 2001 | Aðsent efni | 940 orð | 1 mynd

Háskólasjúkrahúsið og krabbameinslækningar

Byggist þessi nýja stefnumörkun á samanburði hagkvæmnisrannsókna á skipulagningu krabbameinsmeðferðar, spyr Kristján Sigurðsson, að norrænni fyrirmynd annars vegar og bandarískri fyrirmynd hins vegar? Meira
11. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 373 orð

Hvað nú, sjómenn?

ÆTLA sjómenn virkilega að halda þessu áfram nú þegar vélstjórar eru búnir að semja? Ég trúi varla að okkar forysta sé svo algerlega skyni skroppin að hún sjái ekki að betri samninga fái hún ekki. Meira
11. maí 2001 | Aðsent efni | 864 orð | 1 mynd

Launaseðlar tónlistarskólakennara

Tónlistarkennarar fá með launaseðlum sínum þau skilaboð frá þjóðinni, segir Björg Árnadóttir, að starf þeirra sé lítils virði. Meira
11. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 888 orð

(Matt. 13, 20.)

Í dag er föstudagur 11. maí, 130. dagur ársins 2001. Lokadagur, kóngsbænadagur. Orð dagsins: Það sem sáð var í grýtta jörð, merkir þann, sem tekur orðinu með fögnuði, um leið og hann heyrir það. Meira
11. maí 2001 | Aðsent efni | 804 orð | 1 mynd

Ofmat eða önnur skýring?

Veiðistefnan í þorskveiðum á að vera líkari loðnuveiði, segir Kristinn Pétursson, það er að veiða sem mest af því sem náttúran gefur áður en fiskurinn drepst. Meira
11. maí 2001 | Aðsent efni | 1063 orð | 1 mynd

Opið bréf vegna Landsmóts hestamanna 2002

Ætlið þið virkilega, spyr Ragnar Eiríksson, að láta henda tugum milljóna í uppbyggingu á Vindheimamelum? Meira
11. maí 2001 | Aðsent efni | 954 orð | 1 mynd

"Apparatismi"

Það er nú lýðum ljóst, segir Jónas Bjarnason, að hreinasta glapræði felst í því að landbúnaðarráðuneyti fari með forræði í verðlagi og framboði hollustuafurðanna grænmetis og garðávaxta. Meira
11. maí 2001 | Aðsent efni | 723 orð | 1 mynd

Staðreyndir um bryggjuhverfi

Rangfærslur Péturs eru svo miklar og alvarlegar, segir Ásdís Halla Bragadóttir, að ástæða er til að reifa nokkrar staðreyndir málsins. Meira
11. maí 2001 | Aðsent efni | 818 orð | 1 mynd

Stéttarfélag sjúkraliða tíu ára

Hvað hafa ráðamenn í hyggju, spyr Helga Dögg Sverrisdóttir, til að fjölga í stéttinni og halda í þá sjúkraliða sem nú eru við störf? Meira
11. maí 2001 | Aðsent efni | 554 orð | 1 mynd

Stympingar Helga Hjörvars við sannleikann

R-listinn, eða Biðlistinn, hefur ekki frá upphafi valdaferils síns, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, staðið við hástemmd kosningaloforð um sérstakt átak í leiguíbúðamálum og fækkun á biðlistum. Meira
11. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 385 orð

Til eitursala

ÞÓTT það sé orðuveitandi bjartsýni að reyna að ná athygli ykkar á svo fjarlægri bylgjulengd er ég ákveðinn að reyna. Það er svo mikið í húfi að fá ykkur aftur inn í samfélag fólks að allt er á sig leggjandi. Meira
11. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 39 orð

ÚR NÚMARÍMUM

Akker vindast upp úr sjá, ægir tautar viður; seglin bindast húnum hjá, hleypt er skautum niður. Skeið á boða bökin þá bólgin upp sig vegur; spýtir froðu og öldum á anda þungan dregur. Meira
11. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 650 orð

Verndum náttúruna

HVERNIG getur nokkur drepið sel? Hvernig getur nokkur drepið hval? Spurningar sem þessar virðast eðlilegar fólki sem hefur allt sitt líf búið í stórborgum vestursins. Meira
11. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 481 orð

VÍKVERJA fannst einkar skemmtilegt að heyra...

VÍKVERJA fannst einkar skemmtilegt að heyra af sjálfboðavinnu barna við að kenna eldri borgurum á tölvur. Meira
11. maí 2001 | Aðsent efni | 885 orð | 1 mynd

Örlagastund í Þjórsárverum

Fullvíst er, segir Birgir Sigurðsson, að engin eðlisbreyting verður á afdrifaríkum áhrifum fyrirhugaðs lóns þótt yfirborðið lækki í 575 m yfir sjávarmál. Meira

Minningargreinar

11. maí 2001 | Minningargreinar | 353 orð | 1 mynd

Bragi Magnússon

Bragi Magnússon fæddist á Ísafirði 14. janúar 1917. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 24. apríl síðastliðinn og fór útför hans hans fram frá Siglufjarðarkirkju 5. maí. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2001 | Minningargreinar | 567 orð | 1 mynd

Hallfríður Magnúsdóttir

Hallfríður Magnúsdóttir (Fríða) fæddist á Hellissandi 30. júlí 1918. Hún lést á Elliheimilinu Grund 27. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 7. maí. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2001 | Minningargreinar | 2007 orð | 1 mynd

Jóhann Jóhannsson

Jóhann Jóhannsson fæddist á Ísafirði 8. ágúst 1919. Hann lést á Seyðisfirði 24. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Seyðisfjarðarkirkju 2. maí. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2001 | Minningargreinar | 698 orð | 1 mynd

JÓNÍNA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR

Jónína Guðrún Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 24. júlí 1917. Hún lést þriðjudaginn 1. maí síðastliðinn. Jónína er ein af tíu börnum Jóns Tómassonar verkamanns og Guðrúnar Hákonardóttur húsmóður. Hinn 20. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2001 | Minningargreinar | 3393 orð | 1 mynd

Magnús Stephensen Daníelsson

Magnús Stephensen Daníelsson fæddist 8. apríl 1919 á Bókhlöðustíg 9 í Reykjavík. Hann lést á hjartadeild Landspítalans í Fossvogi þriðjudaginn 1. maí síðastliðinn. Faðir hans var Daníel, f. 22.4. 1888, d. 27.5. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2001 | Minningargreinar | 722 orð | 1 mynd

MATTHÍAS ÍSFJÖRÐ GUÐMUNDSSON

Matthías Ísfjörð Guðmundsson fæddist í Bolungarvík 17. apríl 1923. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut í Reykjavík 26. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskapellu 4. maí. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2001 | Minningargreinar | 748 orð

SALVÖR JÓNSDÓTTIR

Salvör Jónsdóttir fæddist í Miðkoti í Vestur-Landeyjum 2. ágúst 1912. Hún lést 28. apríl síðastliðinn. Salvör var dóttir hjónanna Elínar Ísaksdóttur og Jóns Tómassonar, bónda. Hún var ein af sex systkinum. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2001 | Minningargreinar | 497 orð | 1 mynd

SIGURÁST JÓNSDÓTTIR

Sigurást (Ásta) Jónsdóttir fæddist 28. ágúst 1914 á Berghóli á Arnarstapa. Hún lést 26. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 3. maí. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2001 | Minningargreinar | 681 orð | 1 mynd

Sigurður Gunnar Bjarnason

Sigurður Gunnar Bjarnason fæddist í Reykjavík 4. okt. 1925. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 2. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Sigurðsson trésmiður, f. 15. júlí 1881 á Torfastöðum í Jökulsárhlíð, N-Múlasýslu, d. 23. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2001 | Minningargreinar | 628 orð | 1 mynd

SMÁRI FREYR KRISTJÁNSSON

Smári Freyr Kristjánsson fæddist í Reykjavík 23. júlí 2000, sonur Margrétar Westlund og Kristjáns Óskarssonar. Hann lést á Borgarspítalanum 4. maí síðastliðinn. Útför Smára Freys fer fram frá Hjallakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2001 | Minningargreinar | 986 orð | 1 mynd

Þorlákur Sigtryggsson

Þorlákur Sigtryggsson var fæddur 18. júní 1955. Hann lést af slysförum hinn 21. apríl og fór útför hans fram frá Svalbarðskirkju 1. maí. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

11. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 407 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 10.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 10.05.01 Hæsta verð Lægsta verð Meðalverð Magn (kíló) Heildarverð (kr.) ALLIR FISKMARKAÐIR Gellur 465 465 465 64 29.760 Grásleppa 45 45 45 44 1.980 Grásleppuhrogn 200 200 200 6 1. Meira
11. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 308 orð

Framlegð eykst en tap er af rekstri

ÞORMÓÐUR rammi - Sæberg hf. birti í gær upplýsingar um afkomu fyrsta ársfjórðungs. 62 milljóna króna tap var af rekstri félagsins, en á sama tímabili í fyrra var 12 milljóna króna hagnaður. Meira
11. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 476 orð | 1 mynd

Gagnrýni frekar regla en undantekning

"DANSKA þjóðhagsstofnunin (Det økonomiske Råd) var stofnuð árið 1962 og hefur allar götur síðan gegnt mikilvægu hlutverki í dönsku efnahagslífi og tekið virkan þátt í umræðu um hagstjórn, bæði með útgáfu skýrslna og eins með greinum og viðtölum í... Meira
11. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 198 orð

Hagnaður 20 milljónir

HAGNAÐUR Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi nam 20 milljónum króna fyrstu þrjá mánuði ársins. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 373 milljónir eða um 27% af tekjum félagsins. Meira
11. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 477 orð

Hagnaður SH 167 milljónir króna

SAMKVÆMT árshlutauppgjöri SH námu heildartekjur samstæðunnar fyrsta ársfjórðung árið 2001 um 13 milljörðum króna en þær voru 10,2 milljarðar sama tímabil árið á undan og er aukningin 27%. Meira
11. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 96 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.092,40 0,92 FTSE 100 5.964,00 1,19 DAX í Frankfurt 6.165,18 1,67 CAC 40 í París 5. Meira
11. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 155 orð

Málfar á bonds.is gagnrýnt

NOKKRAR kvartanir hafa borist vegna slælegrar ensku í grein sem birtist á bonds.is en það er nýr upplýsingavefur á ensku um íslenska skuldabréfamarkaðinn. Meira
11. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 243 orð

Novartis hefur áhuga á deCODE

SVISSNESKI lyfjarisinn Novartis keypti á dögunum um 20% af atkvæðabærum hlutabréfum í Roche Holding AG, móðurfélagi Hoffman La Roche. Meira
11. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 325 orð | 1 mynd

Tap á rekstri ÚA 117 milljónir króna

TAP af rekstri Útgerðarfélags Akureyringa hf. fyrstu þrjá mánuði ársins nam 117 milljónum króna, sem að stærstum hluta má rekja til óhagstæðrar gengisþróunar, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Meira
11. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 518 orð | 1 mynd

Upplýsingaskyldan eykur öryggið

NÆSTKOMANDI þriðjudag, 15. maí, verður opnað fyrir viðskipti á nýjum markaði, Tilboðsmarkaði Verðbréfaþings, að því er fram kemur í frétt frá Verðbréfaþingi Íslands hf. Meira
11. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 215 orð

Vaxtalækkanir í Evrópu

STJÓRN Seðlabanka Evrópu ákvað í gær að lækka stýrivexti bankans úr 4,75% í 4,5%. Kom þessi ákvörðun nokkuð á óvart og í kjölfarið styrktist gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal á gjaldeyrismörkuðum. Meira
11. maí 2001 | Viðskiptafréttir | 70 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 10.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 10.5. 2001 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síð.meðal verð. Meira

Daglegt líf

11. maí 2001 | Afmælisgreinar | 1194 orð | 1 mynd

Höskuldur Bjarnason

Faðir minn, Höskuldur Bjarnason, er níræður í dag, föstudaginn 11. maí. Á þessum tímamótum langar mig að minnast ýmissa atburða sem hann hefur sagt mér frá og á daga hans hefur drifið. Meira

Fastir þættir

11. maí 2001 | Fastir þættir | 745 orð

Beinar útsendingar af litlu tilefni

FRÉTTAMENN sjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum segja að þeim verði minna úr verki en ella vegna þess að stöðvarnar ætlist til að þeir vinni fréttir í beinni útsendingu, jafnvel þótt ekkert sé lengur um að vera þar sem þeir og kvikmyndatökumenn eru sendir. Meira
11. maí 2001 | Fastir þættir | 85 orð

Bridsfélag Akureyrar Þriðjudaginn 1.

Bridsfélag Akureyrar Þriðjudaginn 1. maí var haldið af Bridsfélagi Dalvíkur Norðurlandsmót í tvímenningi. 26 pör mættu til leiks og Norðurlandsmeistarar urðu Sveinn og Jónas með nokkrum yfirburðum en staða efstu para varð: Sveinn Pálss. - Jónas Róbertss. Meira
11. maí 2001 | Fastir þættir | 315 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Siglufjarðar Mánudaginn 9. apríl voru spiluð úrslit Siglufjarðarmótsins í sveitakeppni, þar sem sveit nr. 1 og 2 spiluðu um 1. sætið og sveit 3 og 4 um 3. sætið og svo framvegis. Meira
11. maí 2001 | Fastir þættir | 346 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

HÉR er þriðja spilið frá keppni sænsku og pólsku landsliðshópanna. Nú fær lesandinn undarlega spurningu í byrjun. Suður spilar sex spaða (eftir mjög dulúðlegar sagnir, sem óþarfi er að birta) og það er augljóst eftir skamma skoðun að slemman er vonlaus. Meira
11. maí 2001 | Fastir þættir | 353 orð | 1 mynd

Fjölskylduskemmtun á fjórðungsmóti

Blásið er til fjölskylduskemmtunar, bæði fyrir hestafólk og aðra, á fjórðungsmótinu sem haldið verður á Kaldármelum í sumar. Ásdís Haraldsdóttir hringdi í Bjarna Jónasson framkvæmdastjóra og spurði hann hvernig undirbúningur gengi. Meira
11. maí 2001 | Fastir þættir | 83 orð

Gæti þurft að útvega Bretum hross fyrir HM

UNDIRBÚNINGUR heimsmeistaramótsins í Austurríki gengur samkvæmt áætlun og er búist við 150 þátttakendum á mótinu sem fer fram á Stadl Paura 12.-19. ágúst. Meira
11. maí 2001 | Fastir þættir | 391 orð | 1 mynd

Hesturinn í góðum haga

LANDGRÆÐSLA ríkisins og Rannsóknastofnun landbúnaðarins, ætla að halda námskeið í samvinnu við Garðyrkjuskóla ríkisins miðvikudaginn 23. maí ef næg þátttaka fæst. Meira
11. maí 2001 | Fastir þættir | 347 orð

Hversu margir komu saman?

Í FRÉTT af samkomum, þar sem tíundað er hversu margir voru saman komnir, ættu blaðamenn að upplýsa lesendur um hvaðan sú tala er fengin, hvort blaðamaðurinn sjálfur taldi hópinn og hvort upplýsingar frá þeim sem halda fundinn eða samkomuna eru á annan... Meira
11. maí 2001 | Í dag | 480 orð | 1 mynd

Kirkjudagur Kálfatjarnarkirkju

HINN árlegi kirkjudagur Kálfatjarnarkirkju verður haldinn sunnudaginn 20. maí og hefst með guðsþjónustu í Kálfatjarnarkirkju kl. 14.00. Prestar séra Hans Markús Hafsteinsson og séra Friðrik J. Hjartar. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Frank Herlufsen. Meira
11. maí 2001 | Fastir þættir | 588 orð | 1 mynd

Með skyndibitann hjá McDonald's sem fyrirmynd

METRO , ókeypis dagblað, sem dreift er á fjölförnum stöðum, til dæmis umferðarmiðstöðvum, hóf göngu sína í Boston í Bandaríkjunum í síðustu viku. Eru blöð með þessu nafni nú gefin út í 14 löndum en það fyrsta kom út í Svíþjóð 1995. Meira
11. maí 2001 | Viðhorf | 825 orð

Peningar allra hinna

Koma verður böndum á þá, sem ekki er treystandi til að sýsla með fjármuni skattgreiðenda. Meira
11. maí 2001 | Fastir þættir | 185 orð

Samkeppni um hönnun á munum tengdum hestinum

EFNT hefur verið til samkeppni á vegum hestavörusýningarinnar Islandica sem halda á í Laugardalnum í haust og Handverks og hönnunar um nytjahluti, listmuni eða minjagripi tengda íslenska hestinum. Meira
11. maí 2001 | Fastir þættir | 137 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Staðan kom upp á afmælismóti Kortsnojs sem haldið var fyrir skömmu. Hollendingurinn Jeroen Piket (2628) hafði hvítt gegn Yannick Pelletier (2531). 17.Rxe6! fxe6 18.Dxe6 Re7 19.Rc5! axb5 20.Rxb7 Db6 21.Rd6 Kd8 22.Be3 Da6 23.Had1 Hg8 24.Hfe1 g5 25. Meira
11. maí 2001 | Fastir þættir | 220 orð

Styttist í kynbótasýningar sumarsins

NÚ styttist óðum í að eigendur kynbótahrossa leiði hross sín fyrir dóm og verður fyrsta kynbótasýningin, fyrir utan vorsýningarnar um daginn, í Reykjavík dagana 21.-27. maí nk. Meira
11. maí 2001 | Fastir þættir | 72 orð

Uppgjör LM 2000 hjá endurskoðanda

UPPGJÖR vegna Landsmóts hestamanna sem haldið var á síðasta ári í Reykjavík er nú komið til endurskoðanda að sögn Fannars Jónassonar framkvæmdastjóra þess. Meira

Íþróttir

11. maí 2001 | Íþróttir | 193 orð

ALLEN Iverson, leikmaður Philadelphia 76'ers, skoraði...

ALLEN Iverson, leikmaður Philadelphia 76'ers, skoraði 54 stig þegar lið hans sigraði Toronto Raptors, 97:92, í öðrum leik liðanna í 2. Meira
11. maí 2001 | Íþróttir | 97 orð

Birkir til ÍBV á mánudag

BIRKIR Kristinsson, markvörður ÍBV, sem hefur verið í láni hjá Stoke, verður varamarkvörður liðsins í fyrri leiknum gegn Walsall í undanúrslitunum um sæti í ensku 1. deildinni á sunnudaginn en kemur síðan til liðs við ÍBV á mánudag. Meira
11. maí 2001 | Íþróttir | 144 orð

BJARNÓLFUR Lárusson, knattspyrnumaður frá Vestmannaeyjum, gekk...

BJARNÓLFUR Lárusson, knattspyrnumaður frá Vestmannaeyjum, gekk í gær til liðs við sína gömlu félaga í ÍBV en hann lék síðast með Eyjamönnum árið 1997. Meira
11. maí 2001 | Íþróttir | 140 orð

DAVID Winnie, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara KR, reiknar...

DAVID Winnie, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara KR, reiknar með því að þeir tefli fram sínu sterkasta liði gegn Fylki í opnunarleik Íslandsmótsins á þriðjudaginn kemur. Meira
11. maí 2001 | Íþróttir | 527 orð | 1 mynd

Deildin óvenju sterk í sumar

KR-INGUM var að vanda spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu á hinum árlega kynningarfundi KSÍ fyrir Íslandsmótið sem haldinn var í gær. Meira
11. maí 2001 | Íþróttir | 296 orð | 1 mynd

HARRY Redknapp, fyrrverandi knattspyrnustjóri West Ham,...

HARRY Redknapp, fyrrverandi knattspyrnustjóri West Ham, óskaði ekki eftir því sjálfur að láta af störfum, eins og kom fram í fyrstu. Hann var hreinlega látinn fara frá félaginu eftir slæmt gengi að undanförnu. Meira
11. maí 2001 | Íþróttir | 120 orð

Holden mætir til Valsmanna

DEAN Holden, enski varnarmaðurinn frá Bolton, er væntanlegur til liðs við Valsmenn í dag og hann verður því örugglega í liði þeirra þegar þeir mæta Fram í fyrstu umferð Íslandsmótsins á fimmtudaginn. Meira
11. maí 2001 | Íþróttir | 248 orð | 1 mynd

Jóhann Ingi formaður landsliðsnefndar

EINAR Þorvarðarson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðmundar Þ. Guðmundssonar, landsliðsþjálfara í handknattleik, og ljóst er að Jóhann Ingi Gunnarsson verður formaður landsliðsnefndar. Guðmundur stjórnaði sínum fyrstu æfingum í gær og sagði að sér litist bærilega á verkefnið. Meira
11. maí 2001 | Íþróttir | 50 orð

KR spáð efsta sæti

Íslandsmeisturum KR var spáð sigri í hinni árlegu könnun fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu sem gerð var í gær. Fram og Val er spáð falli úr efstu deild. Spáin lítur þannig út: 1. KR 288 2. Grindavík 256 3. Fylkir 250 4. ÍBV 173 5. ÍA 161 6. FH 159 7. Meira
11. maí 2001 | Íþróttir | 55 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-úrslitakeppni Austurdeild: Philadelphia - Toronto...

KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-úrslitakeppni Austurdeild: Philadelphia - Toronto 97:92 Allan Iverson 54 - Vince Carter 28. Staðan er 1:1. Meira
11. maí 2001 | Íþróttir | 1529 orð | 2 myndir

"Eins og að setja túrbóvél í Skóda"

ROBERTO Baggio hefur átt frábæra spretti síðustu vikur og með 8 mörkum í síðustu 6 leikjum hefur hann nánast einn síns liðs bjargað Brescia frá falli í ítölsku Serie A-deildinni. Meira
11. maí 2001 | Íþróttir | 417 orð | 1 mynd

STJÓRN norska knattspyrnuliðsins Molde sem Bjarni...

STJÓRN norska knattspyrnuliðsins Molde sem Bjarni Þorsteinsson leikur með hefur leyst framkvæmdastjóra liðsins, Bjørner Oshaug , frá störfum eftir að upp komst um mistök sem gerð voru í samningsgerð vegna sölu á einum leikmanni liðsins. Meira
11. maí 2001 | Íþróttir | 393 orð | 2 myndir

Tími Bæjara er kominn

BÆJARAR eiga möguleika á að líta framtíðina bjartari augum, eftir martröðina sem þeir upplifðu í Barcelona 1999, þar sem þeir köstuðu frá sér Evrópumeistaratitlinum á elleftu stundu - til leikmanna Manchester United sem skoruðu tvö mörk á síðustu mín. leiksins og tryggðu sér sigur, 2:1. Meira

Úr verinu

11. maí 2001 | Úr verinu | 192 orð

Japanir hyggjast veiða 160 hvali

JAPANIR stefna á að veiða 160 hvali í vísindaskyni í norðvesturhluta Kyrrahafsins á næstu tveimur mánuðum, en japönsk rannsóknahvalveiðiskip héldu til veiðanna frá fjórum stöðum í Japan í gær. Meira
11. maí 2001 | Úr verinu | 274 orð

Mjög lítið framboð á fiskmörkuðum

ÁHRIFA sjómannaverkfallsins er nú farið að gæta verulega á fiskmörkuðum landsins og hefur framboðið verið mjög lítið undanfarna daga. Verðið er að sama skapi nokkuð hátt. Meira
11. maí 2001 | Úr verinu | 575 orð | 1 mynd

Viktoríukarfi í staðinn fyrir íslenskan karfa

FISKMARKAÐURINN í Bremerhaven í Þýskalandi hefur ekki fengið neinn karfa í vikunni og fær ekki. Fyrir vikið er ekkert uppboð en í liðinni viku hafði markaðurinn aðeins um 10 tonn upp á að bjóða og voru þau seld sl. fimmtudag. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

11. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 459 orð | 4 myndir

dýramynstra

ÁSÝND kvenkyns sundlaugargesta verður væntanlega með öðrum blæ í sumar en verið hefur ef spá verslunarmanna, sem Daglegt líf ræddi við, gengur eftir. Meira
11. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 192 orð

Eitt lítið skref

"ÉG vona að viðurkennt verði að þetta sé skref í rétta átt," sagði Davíð Oddsson forsætis-ráðherra á fundi með blaðamönnum. Ríkisstjórnin leggur á næstu dögum fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á almanna-tryggingum. Meira
11. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1796 orð | 1 mynd

er allra hagur

Sveigjanleiki á vinnustöðum er orð dagsins, ástæðurnar gildar og aðferðir margar. Þórunn Þórsdóttir sótti lokavinnustofu verkefnisins Hið gullna jafnvægi, sem 35 fyrirtæki taka þátt í. Meira
11. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 114 orð | 4 myndir

Hamskipti á augabragði

Hárkollugerð hefur tekið miklum framförum og kollurnar eru nú orðnar svo eðlilegar og fullkomnar að á þeim og ekta hári sést enginn munur. Auk þess eru þær auðveldar í notkun og uppsetningu. Meira
11. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 50 orð

Haukar meistarar

Haukum tókst að tryggja sér Íslandsmeistaratitil í handknattleik annað árið í röð. Þeir sigruðu KA með 30:27 í úrslitaleik á Akureyri á laugardag. Haukar náðu toppleik að þessu sinni. Meira
11. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1184 orð | 8 myndir

Hárkollan er höfuðlausn

Þótt snoðkollarnir úr röðum íþróttastjarna og skemmtikrafta séu fyrirmynd margra eru aðrir sem harma hárleysi sitt. Kolfinna Knútsdóttir hárkollumeistari sýndi Sveini Guðjónssyni hárkollur sem bætt geta líðan manna og útlit jafnt í leik og daglegu lífi. Meira
11. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 620 orð | 7 myndir

Í makindum

Ekki var mikið um nýjungar á árlegri húsgagnasýningu sem haldin var í Bella Center fyrir skömmu. Þó voru áherslubreytingar og þægindi virtust vera eitt af aðalþemunum, sýndist Urði Gunnarsdóttur sem rölti um sýninguna. Meira
11. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 416 orð | 1 mynd

Karlmannaföt með kvenlegum blæ

H EDI Slimane er á allra vörum í París um þessar mundir. Til þess að segja frekari deili á nefndum Slimane má því við bæta að viðkomandi er fatahönnuður, 32 ára, og stundum titlaður ókrýndur konungur karlmannatískunnar. Meira
11. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 65 orð | 2 myndir

Ný stjórn í Japan

Koizumi , nýkjörinn forsætis-ráðherra Japans, hefur skipað stjórn. Tanaka verður utanríkis-ráðherra en hún er fyrsta konan til að gegna því embætti. Hún er vinsælasti stjórnmálamaður Japans samkvæmt skoðanakönnun. Meira
11. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 119 orð | 1 mynd

Pabbi Línu fundinn

NÝLEGA var birt í sænskum blöðum mynd af eina sænska negrakóngi sögunnar ásamt fjölskyldu sinni. Carl Petterson hét hann og kvæntist dóttur mannætu-höfðingja í Suðurhöfum og átti fjölda barna með henni. Meira
11. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 143 orð | 1 mynd

"Á bæði tísku- og sundföt"

CONNOR Martin og Laura Kennington voru gripnar á hlaupum úr búningsklefanum út í laug. "Ég á tvenns konar sundföt, ein til þess að synda í og önnur eftir tískunni. Sniðið er mikilvægur þáttur í valinu. Meira
11. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 78 orð | 1 mynd

"Eldgamall sundbolur"

MARGRÉT Sæmundsdóttir nemandi í heimspeki við Háskóla Íslands kvaðst vera í "eldgömlum" sundbol og "ekkert spá í tískuna". Meira
11. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 78 orð | 1 mynd

"Fötin passi hverjum vexti"

SVANLAUG Jóhannsdóttir, nemandi í eðlisfræðideild Menntaskólans í Reykjavík, er að lesa undir stúdentspróf og var í hálftíma sundferð í Vesturbæjarlauginni þegar sundfatafyrirsát Daglegs lífs stóð yfir. Meira
11. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 168 orð | 1 mynd

Samkeppni nánast úr sögunni

NÝLEGA kynnti Valgerður Sverrisdóttir , iðnaðar-ráðherra, skýrslu um matvöru-markaðinn sem Samkeppnis-stofnun vann fyrir ráðuneyti hennar. Þar kemur fram að samkeppni hefur minnkað og álagning aukist á matvöru. Meira
11. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 65 orð

Sigur Rós

Aðdáendur hljómsveitarinnar Sigur Rósar vilja að hún syngi á íslensku. Þetta kom fram í skoðanakönnun á heimasíðu hljómsveitarinnar. Um helmingur þeirra sem tóku þátt í könnuninni var frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Meira
11. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 819 orð | 2 myndir

Sníður eftir vexti

Í sundi eða á baðströndum afhjúpast alls konar kroppar og efalítið finnst sumum sinn ekki fagur. Freydís Jónsdóttir fatahönnuður sagði Valgerði Þ. Jónsdóttur að snið sundflíkanna gerði gæfumuninn. Meira
11. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 498 orð | 3 myndir

Sundtískan sögð sársaukaminni en áður

Kunnugir segja að baðfatahönnuðir leggi æ minni áherslu á að hrella konur með sköpunarverkum sínum. Sundfatatískan er líka kennd við smáhesta og ofurnjósnarann Austin Powers. Helga Kristín Einarsdóttir rýndi í tískuskrif og dró Jim Smart ljósmyndara með sér í sundfataleit í roki og hellirigningu. Meira
11. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 49 orð | 1 mynd

Söngvakeppni

Annað kvöld verður Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Framlag Íslands er lagið Birta eða Angel. Hópurinn kallar sig Two Tricky. Sjónvarpað verður beint frá Kaupmannahöfn og hefst útsending klukkan sjö. Kynnir verður Gísli Marteinn Baldursson. Meira
11. maí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 76 orð

Varnar-samningur 50 ára

Fimmtíu ár eru liðin frá því íslensk og bandarísk stjórnvöld gerðu varnarsamning. Í tilefni þess hélt utanríkis-ráðuneytið málþing í Þjóðmenningar-húsinu á föstudag í samstarfi við Samtök um vestræna samvinnu og bandarísk stjórnvöld. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.