Greinar sunnudaginn 20. maí 2001

Forsíða

20. maí 2001 | Forsíða | 89 orð | ókeypis

Bush og Pútín hittast í júní

GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ætla að hittast á sínum fyrsta fundi í næsta mánuði. Skýrði Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, frá því í gær. Meira
20. maí 2001 | Forsíða | 119 orð | ókeypis

Fimm konur og 29 börn

DÓMSTÓLL í Utah í Bandaríkjunum hefur fundið mann nokkurn, sanntrúaðan mormóna að eigin sögn, sekan um fjölkvæni og á hann yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi. Mormónakirkjan bannaði fjölkvæni 1886 en þó er talið að allt að 30. Meira
20. maí 2001 | Forsíða | 176 orð | ókeypis

Forsetar samþykktu mútur

SÁ siður ríkisfyrirtækja í Frakklandi að nota mútur til að tryggja sér samninga og áhrif naut blessunar og samþykkis franskra forseta. Kom þetta fram hjá fyrrverandi yfirmanni olíufélagsins Elf sem áður var í eigu ríkisins. Meira
20. maí 2001 | Forsíða | 189 orð | ókeypis

Kínverjar að drukkna í úrgangi

HUNGURSNEYÐIN gengur eins og rauður þráður í gegnum kínverska sögu og jafnvel ungt fólk nú á dögum man eftir skömmtun á ýmsum daglegum nauðsynjum. Nú er þó svo komið að margar kínverskar borgir eru að drukkna í úrgangi, meðal annars matarleifum. Meira
20. maí 2001 | Forsíða | 302 orð | 1 mynd | ókeypis

Linnulausar árásir þrátt fyrir ákall þjóðarleiðtoga

ÞJÓÐARLEIÐTOGAR víða um heim hvöttu til þess í gær að bundinn yrði endi á heiftaræðið og hörmungarnar í Mið-Austurlöndum en svo virtist sem þeir töluðu fyrir daufum eyrum. Meira

Fréttir

20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 87 orð | ókeypis

122 úrskurðir um umhverfisáhrif

SKIPULAGSSTOFNUN hefur kveðið upp 122 úrskurði um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda frá því lög um mat á umhverfisáhrifum tóku gildi árið 1993. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd | ókeypis

25 nemar útskrifaðir frá Sjúkraflutningaskólanum

SJÚKRAFLUTNINGASKÓLI Rauða kross Íslands útskrifaði 25 nema í gær, föstudag, á fimm ára afmæli sínu. Útskrifaðir voru 15 nemar, sem lokið höfðu prófi í sjúkraflutningum, en þeir öðlast í kjölfarið löggildingu frá heilbrigðisráðuneytinu. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 76 orð | ókeypis

Afar og ömmur fatlaðra barna

FFA - Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur - sem er samstarfsverkefni Landssamtakanna Þroskahjálpar, Sjálfsbjörg landssambandsins, Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og Styrktarfélags vangefinna, boða til fræðslufundar fyrir afa og ömmur fatlaðra barna. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 58 orð | ókeypis

Afgreiðslutími Kringlunnar í sumar

AFGREIÐSLUTÍMI verslana og fyrirtækja í Kringlunni í Reykjavík verður í sumar sem hér segir: Mánudaga til miðvikudaga frá kl. 10:00-18:30, á fimmtudögum er opið frá kl. 10:00-21:00, á föstudögum er opið frá kl. 10:00-19:00 og á laugardögum er opið frá... Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 35 orð | ókeypis

Aglow-fundur á Akureyri

AGLOW, kristileg samtök kvenna, halda opinn fund næstkomandi mánudagskvöld, 21. maí, kl. 20 í félagsmiðstöðinni í Víðilundi 22. Ræðumaður verður G. Theodór Birgisson forstöðumaður. Þá verður söngur, lofgjörð, fyrirbænaþjónusta og kaffihlaðborð. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 852 orð | 1 mynd | ókeypis

ALLT áhugafólk er velkomið á fyrirlestra...

ALLT áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni: http://www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html Kynning á námi í sjúkraþjálfun og læknisfræði. Mánudaginn 21. maí kl. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 148 orð | ókeypis

Ákærður vegna ummæla í blaðaviðtali

RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið út ákæru á hendur Hlyni Frey Vigfússyni, varaformanni Félags íslenskra þjóðernissinna, fyrir brot gegn almennum hegningarlögum vegna ummæla sem hann lét falla í viðtali við DV sem hafði yfirskriftina "Hvíta Ísland"... Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd | ókeypis

Áttu hlut í fleiri fyrirtækjum en minna í hverju

Í SKÝRSLU Samkeppnisstofnunar um stjórnunar- og eignatengsl í íslensku atvinnulífi, sem byggir á gögnum frá árinu 1999, kemur fram að stærstu fyrirtækjablokkirnar hafa eignast hluti í fleiri fyrirtækjum frá árinu 1993, þegar sambærileg skýrsla var unnin,... Meira
20. maí 2001 | Erlendar fréttir | 215 orð | ókeypis

Berlusconi heitir styrkri stjórn SILVIO Berlusconi,...

Berlusconi heitir styrkri stjórn SILVIO Berlusconi, ríkasti maður á Ítalíu og kosningabandalag mið- og hægriflokka vann afgerandi sigur í þingkosningunum síðastliðinn sunnudag og eru í meirihluta í báðum deildum ítalska þingsins. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 338 orð | ókeypis

Dæmdir fyrir að ráðast á dreng

FEÐGAR hafa verið fundnir sekir um árásir gegn níu ára dreng sem var nágranni þeirra í fjölbýlishúsi í miðborg Reykjavíkur. Auk þess var faðirinn dæmdur fyrir ráðast á móður drengsins þegar hún ætlaði að koma syni sínum til hjálpar. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd | ókeypis

Efla menntun ófaglærðra

SAMNINGUR um menntun ófaglærðra í byggingariðnaði var undirritaður á fimmtudag en aðild að honum eiga Starfsafl, Landsmennt og Menntafélag byggingariðnaðarins. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 195 orð | ókeypis

Endi bundinn á sjómannaverkfall ÍSLENSKI flotinn...

Endi bundinn á sjómannaverkfall ÍSLENSKI flotinn er kominn á veiðar eftir að Alþingi samþykkti lög á verkfall sjómanna í vikunni. Lauk þar með 6 vikna verkfalli. Árni M. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 446 orð | ókeypis

Engin kreppumerki

BIRGIR Ísleifur Gunnarsson, bankastjóri Seðlabankans, segir að þrátt fyrir ýmis hættumerki í íslensku fjármálakerfi sé það mat bankastjórnar að fjármálakerfinu sé ekki hætta búin eins og sakir standa. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 329 orð | ókeypis

Enginn amast við strætó

LEIGUBÍLSTJÓRI í Reykjavík, sem fékk áminningu frá lögreglu á fimmtudag vegna ófullnægjandi útbúnaðar í leigubifreið hans til aksturs með börn, telur illa að sér vegið og segir einkennilegt að hann hafi einn verið gerður ábyrgur fyrir atvikinu. Meira
20. maí 2001 | Erlendar fréttir | 598 orð | 1 mynd | ókeypis

Fjárstuðningur Dana hefur reynst varasamur

ÞJÓÐARFLOKKURINN í Færeyjum vill að árlegur fjárstuðningur Dana leggist smám saman af, hver sem niðurstaðan verður af viðræðunum um aukið fullveldi Færeyinga, að sögn Jógvans vid Keldu, eins af fulltrúum flokksins á Lögþinginu í Þórshöfn. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 58 orð | ókeypis

Fræðsla um blómlauka

GARÐYRKJUFÉLAG Íslands heldur fræðslufund í Norræna húsinu mánudagskvöldið 21. maí kl. 20, þar sem Sigríður Hjartar, fyrrverandi formaður Garðyrkjufélagsins, og Jóhann Pálsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, fræða um vorblómstrandi lauka... Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 68 orð | ókeypis

Fundur um heimafæðingar

FÉLAG áhugafólks um heimafæðingar heldur sinn árlega aðalfund þriðjudaginn 22. maí nk. kl. 20 í húsakynnum Hússtjórnarskóla Reykjavíkur, Sólvallagötu 12. Meira
20. maí 2001 | Erlendar fréttir | 157 orð | ókeypis

GEORGE W.

GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, kynnti á fimmtudag áætlun stjórnarinnar í orkumálum og hefur henni verið misvel tekið. Er meðal annars gert ráð fyrir að auka borun eftir olíu og gasi á opinberu landi og auka notkun á kjarnorku. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 177 orð | ókeypis

Góð stækkunarfæri í Straumsvík

EMERY LeBlanc, stjórnarformaður Alcan-álfélagsins, sem er móðurfélag Íslenska álversins í Straumsvík, segir í viðtali við Reuters - fréttastofuna að hann sjái fyrir sér "góð tækifæri" til stækkunar á álveri félagsins á Íslandi. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd | ókeypis

Göngubrú yfir Krossá

GÖNGUBRÚ yfir Krossá við skála Ferðafélags Íslands í Langadal í Þórsmörk var sett upp um síðustu helgi, en brúin var einnig uppi um tíma síðastliðið sumar. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 205 orð | ókeypis

Heilbrigðisstarfsfólk hvatt til að gefa blóð

Alþjóðablóðgjafardagurinn er 23. maí næstkomandi og af því tilefni hvetur Blóðbankinn alla starfsmenn í heilbrigðisþjónustunni til að gefa blóð. Dagana 21. til 25. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 70 orð | ókeypis

Hrapaði til bana í Akrafjalli

MAÐUR lést þar sem hann var við eggjatínslu í Akrafjalli. Maðurinn fór að heiman á föstudag og þegar hann kom ekki heim til sín aðfaranótt laugardags var lögreglu gert viðvart. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þá send til að leita mannsins. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 123 orð | ókeypis

Hvert stefnum við á nýrri öld?

SÓLRÚN B. Kristinsdóttir forstöðumaður gagnasmiðju KHÍ heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ næstkomandi þriðjudag, 22. maí kl. 16:15. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 265 orð | ókeypis

Höfnuðu tilboði borgarinnar

FÉLAG þroskaþjálfa hefur hafnað tilboði Reykjavíkurborgar um 50% hækkun launakostnaðar sem lagt var fram 12. maí. Verkfall þroskaþjálfa hjá borginni hófst á miðnætti í fyrradag. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 156 orð | ókeypis

Íslendingar þurfa ekki að óttast að...

Íslendingar þurfa ekki að óttast að landhelgin fyllist af togurum ESB-ríkja við hugsanlega aðild Íslands að ESB, sagði yfirmaður sjávarútvegsmála ESB við Morgunblaðið. Fiskveiðiréttindin byggðust á fortíðinni. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd | ókeypis

Í verkefni í Englandi í tvö ár

ÞOTA Íslandsflugs, Boeing 737, hefur sig hér til flugs frá Reykjavíkurflugvelli í gærmorgun. Hún var á leið til Englands og hefur verið leigð þangað til verkefna fyrir breskar ferðaskrifstofur í tvö og hálft ár. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 195 orð | ókeypis

Jafnréttisstofa heldur málþing á Reyðarfirði

JAFNRÉTTISSTOFA gengst fyrir fjögurra málþinga röð sem kallast Það læra börn... málþing um jafnrétti í samstarfi foreldra við fæðingu barns. Fyrsta þingið af fjórum var haldið á Akureyri 23. mars sl. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 62 orð | ókeypis

Kominn langt að

HANN var örugglega sársvangur, þessi lóuþræll sem hér leitar sér að einhverju góðu í gogginn. Enda á hann langa leið að baki en lóuþrællinn á vetursetu við strendur Marokkó í Afríku. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd | ókeypis

Kostnaður næstmestur í Áslandsskóla

HAFNARFJARÐARBÆR hefur birt útreikninga á áætluðum kostnaði á hvern nemanda í grunnskólum bæjarins. Kostnaðurinn er miðaður við áætluð laun og verðlag í janúar 2002. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 58 orð | ókeypis

Kynferðisbrot gegn ungri stúlku rannsakað

LÖGREGLAN á Eskifirði hefur nú til rannsóknar meint gróf kynferðisbrot gegn ungri stúlku sem framin voru í umdæminu. Samkvæmt upplýsinum frá sýslumanninum á Eskifirði er rannsókn á lokastigi. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 117 orð | ókeypis

Kynna nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun

KENNARAR og nemendur við læknadeild Háskóla Íslands munu sitja fyrir svörum um nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun mánudaginn 21. maí kl. 15-18. Námskynningin er haldin í húsnæði sjúkraþjálfunar að Skógarhlíð 10. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 487 orð | ókeypis

Leiðbeiningar um lóðaúthlutanir nauðsynlegar

Á FUNDI bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 9. maí sl. var tekinn til umræðu úrskurður ráðuneytisins varðandi stjórnsýslukæru í framhaldi af lóðaúthlutunum 27. desember sl. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 43 orð | ókeypis

Leiðsögn í Þjóðmenningarhúsinu

BOÐIÐ verður upp á leiðsögn í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í dag, sunnudag, um sýningar sem þar standa nú yfir. Verður boðið upp á leiðsögn á þýsku klukkan 11, á ensku klukkan 13 og á íslensku klukkan 15. Húsið er opið frá klukkan 11 til... Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd | ókeypis

Lýðskólinn í landvinningum

UNDANFARIN sex ár hefur Lýðskólinn starfað á Íslandi í anda dönsku lýðháskólanna. Tekið hefur verið upp samstarf við Vallekildeskólann á Sjálandi. Fé til samstarfsins fékkst frá Reykjavíkurborg en borgin hefur stutt skólann frá upphafi. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 317 orð | ókeypis

Læknaskortur á Íslandi er staðreynd

JÓHANNES Gunnarsson lækningaforstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss segir að læknaskortur sé orðinn staðreynd á Íslandi. Hann segir skort á ungum læknum, heilsugæslulæknum og sérfræðingum í vissum greinum. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 82 orð | ókeypis

Miðlunartillaga í Hlífardeilunni

ÞÓRIR Einarsson ríkissáttasemjari hefur ákveðið að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilu verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði og launanefndar sveitarfélaga. Í tilkynningu kemur fram að þessi ákvörðun var tekin að höfðu samráði við deiluaðila. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 11 orð | 1 mynd | ókeypis

Morgunblaðinu í dag fylgir kynningarbæklingur frá...

Morgunblaðinu í dag fylgir kynningarbæklingur frá Útgáfufélaginu Heimsljósi. Bæklingnum verður dreift á... Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 199 orð | ókeypis

Mótmæla frekari kvótasetningu

TRILLUKARLAR héldu í gær fund á Austurvelli og afhentu að honum loknum Árna M. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 29 orð | ókeypis

Námskeið í yoga

SAMTÖKIN Fimmhyrningurinn standa fyrir grunnnámskeiði fyrir byrjendur í yoga. Hefst það mánudaginn 21. maí nk. kl. 17.30 í Bolholti 4, 4. hæð (í sal Lífssýnar). Þátttakendur eru beðnir að mæta... Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 329 orð | ókeypis

Námskeið um fagmennsku í fyrirrúmi

HEILBRIGÐISDEILD Háskólans á Akureyri (HA) og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA) standa fyrir ráðstefnu á Akureyri undir yfirskriftinni "Fagmennska í fyrirrúmi" dagana 21.-23. maí nk. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 92 orð | ókeypis

Námskynning og ráðgjöf hjá Háskólanum í Reykjavík

HÁSKÓLINN í Reykjavík er með námsráðgjöf og námskynningu alla virka daga kl. 10 - 11:30 fyrir þá sem stefna á háskólanám. Meira
20. maí 2001 | Erlendar fréttir | 1645 orð | 1 mynd | ókeypis

Óttast alvarlegan orkuskort

Þess var beðið með nokkurri eftirvæntingu að George Bush Bandaríkjaforseti kynnti skýrslu um framtíðarskipan orkumála í vikunni. Margrét Björgúlfsdóttir í Washington segir að engar skyndilausnir séu í sjónmáli, en margir neytendur hafa áhyggjur af hækkandi bensínverði og rafmagnsskömmtun nú þegar sumarið gengur í garð. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 743 orð | 1 mynd | ókeypis

Samnorræn ráðstefna

Auður Hauksdóttir fæddist 12. apríl 1950 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Kennaraskólanum 1972 og BA-prófi í dönsku og heimspeki frá Háskóla Íslands 1977. Cand. mag.-próf í dönsku tók hún frá Kaupmannahafnarháskóla 1987 og varði doktorsritgerð frá sama skóla 1998. Hún starfaði við dönskukennslu við Flensborgarskóla og við Kennaraháskóla Íslands en varð lektor við HÍ í dönsku í byrjun árs 1998. Auður er gift Ingvari J. Rögnvaldssyni vararíkisskattstjóra og eiga þau tvö börn. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 277 orð | ókeypis

Skýr merki um pólitískt tengdar blokkir

ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í umræðum á Alþingi utan dagskrár um stjórnunar- og eignatengsl í íslensku atvinnulífi í gær að meginniðurstaða skýrslu Samkeppnisstofnunar sé að í atvinnulífinu séu skýr merki um pólitískt tengdar... Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd | ókeypis

SPRON afhendir námsstyrki

SPRON veitti fimm námsmönnum námsstyrki þriðjudaginn 8. maí síðastliðinn. Um var að ræða einn styrk að fjárhæð 150.000 og fjóra að fjárhæð 100.000 hver. Allir sem nýta sér Námsmannaþjónustu SPRON áttu rétt á að sækja um námsstyrk. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 102 orð | ókeypis

Straumhvörf í dauðhreinsun

MATVÆLASETUR Háskólans á Akureyri og Agard ehf. standa fyrir ráðstefnum um nýtt dauðhreinsiefni sem kallast BYOTROL. Efnið er umhverfisvænt og hefur nánast 100% virkni á gerla og sveppi. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 274 orð | ókeypis

Stúdentar setja einkunnaskil á Netið

STÚDENTARÁÐ hefur sett upp einkunnaskilasíðu í fjórða skipti í öllum námskeiðum í Háskóla Íslands. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 58 orð | ókeypis

Svörtu svanirnir farnir

SVANIRNIR svörtu sem hafa haldið til á Fáskrúðsfirði undanfarið hurfu á braut í síðustu viku. Þeir sáust fljúga út fjörðinn síðastliðið fimmtudagskvöld og tóku ákveðna stefnu til hafs en ekki er þó ljóst hvert förinni var heitið. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 200 orð | ókeypis

Um Æra-Tobba og óhljóð í heimildum

MATTHÍAS Viðar Sæmundsson íslenskufræðingur heldur fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands sem hann nefnir "Lykt, bragð og óhljóð í heimildum", þriðjudaginn 22. maí nk. Meira
20. maí 2001 | Erlendar fréttir | 81 orð | ókeypis

Varað við flóðum í Jakútsk

ÍBÚAR borgarinnar Jakútsk í Síberíu, 200.000 manns, bjuggu sig í gær undir mikil flóð þar á næstu dögum þrátt fyrir að þau væru í rénun annars staðar. Meira
20. maí 2001 | Innlendar fréttir | 296 orð | ókeypis

Verð sjávarafurða hækkaði um 9%

HEILDARVERÐMÆTI útfluttra sjávarafurða jókst um 20% þrjá fyrstu mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Meira

Ritstjórnargreinar

20. maí 2001 | Leiðarar | 2072 orð | 2 myndir | ókeypis

REYKJAVÍKURBRÉF

FYRIR nokkrum misserum virtist bara ein leið til í efnahags- og atvinnulífi okkar Íslendinga og raunar margra annarra þjóða og hún var upp á við. Allt hækkaði. Hlutabréf hækkuðu. Fasteignaverð hækkaði. Laun hækkuðu. Meira
20. maí 2001 | Leiðarar | 492 orð | ókeypis

RÍKI OG ATVINNULÍF

Sú niðurstaða í nýrri skýrslu Samkeppnisstofnunar, að opinberir aðilar hafi aukið hlut sinn í atvinnulífinu en ekki minnkað, þrátt fyrir markvissa einkavæðingu, kemur ekki á óvart. Meira

Menning

20. maí 2001 | Fólk í fréttum | 399 orð | 3 myndir | ókeypis

Byltingarsinni í hjartanu

Cher söngkonan síunga á afmæli í dag og verður hún 55 ára, líklega flestum til mikillar furðu, en söngvarinn breski Joe Cocker er tveimur árum eldri í dag, og verður að segjast að hann hefur látið mun meira á sjá í tímanna rás, líklega farið í færri... Meira
20. maí 2001 | Fólk í fréttum | 88 orð | 1 mynd | ókeypis

Dixieland í Ráðhúsinu

SÝSLUMENN af Suðurlandi hyggjast vísitera höfuðborgina og bjóða hverjum sem vill að hlýða á hressandi dixieland-tónlist í ráðhúsi Reykjavíkur í dag, sunnudag, kl. 16. Meira
20. maí 2001 | Menningarlíf | 27 orð | ókeypis

Djass á Ozio

Á NEÐRI hæð Café Ozio í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 21.30, leika nokkrir félagar úr So What djassbandinu sáluga lög í anda gömlu meistaranna. Miðaverð er aðeins 600... Meira
20. maí 2001 | Fólk í fréttum | 316 orð | 3 myndir | ókeypis

Einmana Eistinn fagnaði sigri

ÞAÐ ER orðinn dágóður hópur Íslendinga sem sækir reglulega kvikmyndahátíðina í Cannes. Meira
20. maí 2001 | Myndlist | 542 orð | 1 mynd | ókeypis

Fram þjáðir menn

Til 21. maí. Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 10-16. Meira
20. maí 2001 | Menningarlíf | 1642 orð | 1 mynd | ókeypis

Hann er miklu betri en allir þessir gaurar

TENÓRSÖNGVARINN Sergei Larin, sem Kristján Jóhannsson segist telja "grande tenore" og taka ofan fyrir, þar sem hann sé "miklu betri en allir þessir gaurar", er Rússi, sem hóf feril sinn í Vilnius í Litháen. Meira
20. maí 2001 | Fólk í fréttum | 86 orð | 1 mynd | ókeypis

Hvar er fólkið?

Cannes, Frakklandi, 15. maí, 2001. Hér í Cannes er ávallt beðið í ofvæni eftir stjörnunum en í þetta skipti létu þær ekki sjá sig. Uppákoma þessi snerist um útnefningu til "heita pálmans". Meira
20. maí 2001 | Myndlist | 452 orð | 1 mynd | ókeypis

Hversdagsleiki á hafsbotni

Hlíf Ásgrímsdóttir. Sýningin er opin mánudaga -föstudaga 10-18 og laugardaga 10-16. Henni lýkur 23. maí. Meira
20. maí 2001 | Menningarlíf | 1298 orð | 1 mynd | ókeypis

LISTASKÓLAR

Undanfarið hafa opinberu listaskólarnir á höfuðborgarsvæðinu verið með árlegar vorsýningar sínar. Þeim er lokið í Myndlistaskóla Reykjavíkur í JL-húsinu og Myndlistaskóla Kópavogs í Fannaborg 6, en allt á fullu til vikuloka í Listaháskóla Íslands í Laugarnesinu. Rýnir blaðsins Bragi Ásgeirsson skoðaði þær allar og varð innlitið honum tilefni tímabærra hugleiðinga. Meira
20. maí 2001 | Menningarlíf | 48 orð | ókeypis

List í kjörbúð

NÚ stendur yfir sýning Lóu Guðjónsdóttur í Listhúsi einn0einn í Kjörbúð Reykjavíkur, Bræðraborgarstíg 43. Sýninguna nefnir listamaðurinn Form og litir, lifandi fjörefni. Lóa stundaði m.a. Meira
20. maí 2001 | Menningarlíf | 69 orð | ókeypis

Ljósmyndir Ara Magg

NÚ stendur yfir ljósmyndasýning Ara Magg á Atlantic, Austurstræti 10. Þetta er fyrsta einkasýning Ara en hann vann til verðlauna á sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands sem haldin var í Gerðubergi í febrúar síðastliðnum. Meira
20. maí 2001 | Fólk í fréttum | 771 orð | 2 myndir | ókeypis

Nusað af djassi

Í umróti síðustu ára er allt orðið leyfilegt í rokki, menn geta hrært saman því sem þeir vilja og kallað það sem þeir vilja. Árni Matthíasson segir frá rokksveitinni Karate sem sumir vilja kenna við djass. Meira
20. maí 2001 | Fólk í fréttum | 449 orð | 4 myndir | ókeypis

Óður til...!

MOGWAI er búin að vera iðin hljómsveit, í meira lagi, síðan hún tók til starfa árið 1995. Hún er búin að gefa út helling af ep-plötum, smáskífum og þrjár breiðskífur. Meira
20. maí 2001 | Menningarlíf | 597 orð | 2 myndir | ókeypis

"Losun um góðan ropa"

LYKT af sauðfé leggur fyrir vit gesta á sýningunni Ropa sem opnuð var hinn 5. maí í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Meira
20. maí 2001 | Fólk í fréttum | 102 orð | 1 mynd | ókeypis

Ruðningshetjur í vanda

FRED Durst, söngvari rapprokksveitarinnar Limp Bizkit hefur víst áhuga á fleiru en að rokka og rúlla því hann hefur nýlega opinberað að hann ætli að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd. Meira
20. maí 2001 | Menningarlíf | 58 orð | ókeypis

Sýningu lýkur

Borgarskjalasafn Reykjavíkur Sýningunni Kliðmjúk ljóssins kröfuganga lýkur á mánudag. Sýningin er um verkalýðsbaráttu á fyrri hluta 20. aldar. Þar gefur að líta skjöl og ljósmyndir tengd verkalýðsbaráttunni í Reykjavík á fyrri hluta 20. aldar. Meira
20. maí 2001 | Fólk í fréttum | 82 orð | 1 mynd | ókeypis

TAKA 2001 í Austurbæjarskóla

TAKA 2001, stuttmyndahátíð grunnskóla og félagsmiðstöðva í Reykjavík var haldin síðastliðinn fimmtudag í kvikmyndasal Austurbæjarskóla. Keppendum var skipt í tvo flokka eftir aldri, 10-12 ára og 13-16 ára. Meira
20. maí 2001 | Fólk í fréttum | 72 orð | 1 mynd | ókeypis

Victoria Beckham verst klædda stjarnan

KRYDDPÍAN Victoria Beckham varð þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vera kjörin verst klædda stjarnan af lesendum kvennablaðsins Prima. Í umsögn um fatnað Victoriu kom meðal annars fram að hún klæddi sig of ögrandi og að hún væri allt of grönn. Meira
20. maí 2001 | Menningarlíf | 232 orð | 1 mynd | ókeypis

Vor með Jónasi í Skriðuklaustri

FYRIR skemmstu voru haldnir á Skriðuklaustri tónleikar, þar sem Ingveldur G. Ólafsdóttir söng lög Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Tónskáldið lék undir á píanó. Atli Heimir hefur samið um þrjátíu lög við ljóð Jónasar. Meira
20. maí 2001 | Menningarlíf | 60 orð | ókeypis

Vortónleikar Tónlistarskóla Bessastaðahrepps

Fyrri vortónleikar Tónlistarskóla Bessastaðahreppps verða haldnir í dag, sunnudaginn 20. maí í sal skólans og hefjast þeir klukkan 14. Efnisskráin er fjölbreytt að vanda. Meira

Umræðan

20. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 27 orð | 1 mynd | ókeypis

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 21. maí, verður sjötugur Óli Bergholt Lútherson, húsvörður, Ásbraut 21, Kópavogi. Eiginkona hans er Svana Svanþórsdóttir . Þau verða að heiman á... Meira
20. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 27 orð | 1 mynd | ókeypis

90 ÁRA afmæli .

90 ÁRA afmæli . Á morgun, mánudaginn 21. maí, verður níræður Sigurður Elías Eyjólfsson, prentari, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi . Eiginkona hans er Ragnhildur Sigurjónsdóttir . Sigurður verður að heiman á... Meira
20. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 470 orð | ókeypis

Ávaxtaborðið

ÞAÐ var kvöld eitt í vorblíðunni um daginn að ég gekk inn í matvöruverslun. Fyrir framan ávaxtaborðið stóð kona og horfði á rándýru dýrðina. Hún leit á mig og brosti út í annað. ,,Girnilegt er það," sagði hún. Meira
20. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 288 orð | 1 mynd | ókeypis

Eiga fötluð börn að fæðast?

ELÍN Hirst hefur gert tvær frábærar tilraunir í sjónvarpinu til að safna saman fagfólki til að "rökræða". Þessi dagskrárgerð er eins og hlý vorgola á jökli fullyrðingaþjóðfélagsins sem er að heltaka allt þjóðlífið meira og meira. Meira
20. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 34 orð | ókeypis

GRÓTTUSTEMNING

Hjá Gróttu svarrar sjórinn við sorfin þarasker. Í útsynningum dimmar drunur drynja í eyru mér. Þar fórust eitt sinn átján með allt í grænan sjó. Brimið svall við svörtusker. Sofðu, korríró. Oft heyrast óhljóð útvið Gróttusker. Meira
20. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 660 orð | ókeypis

Hagkvæmur rekstur

VANGAVELTUR um fjarvinnslu eftir að hafa heyrt ávæning af erindi í morgunútvarpinu einn morguninn: Í umræðunni að undanförnu hefur talsvert farið fyrir umfjöllun um fjarvinnslu og fjarvinnslufyrirtæki. Meira
20. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 273 orð | ókeypis

Kveða - kveðja

Ég hef orðið þess var í seinni tíð að menn gera ekki alltaf skýran mun á ofangreindum sagnorðum og merkingum þeirra. Fyrir bragðið fer svo að hér kemst á ruglingur milli beyginga þeirra og notkun. Meira
20. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 501 orð | 1 mynd | ókeypis

Kýpur - frábær ferðakostur

FYRIR stuttu áttum við hjónin þess kost að fara í vikuferð til Kýpur með ferðaskrifstofunni Sól. Í stuttu máli var ferð þessi mjög ánægjuleg. Þegar eitthvað tekst vel, langar mann að gjarnan að benda öðrum á sama möguleika. Meira
20. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 174 orð | 1 mynd | ókeypis

Safnaðarferð Breiðholtssóknar

FYRIRHUGUÐ er safnaðarferð til Þórshafnar á Langanesi dagana 24.-27. maí, en sóknarprestur þar er sr. Sveinbjörn Bjarnason, sem lengi var virkur í safnaðarstarfi Breiðholtssóknar. Sungin verður messa í hinni nýju Þórshafnarkirkju kl. 11 sunnudaginn 27. Meira
20. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 883 orð | ókeypis

(Sálm. 107.)

Í dag er sunnudagur 20. maí, 140. dagur ársins 2001. Bænadagur. Orð dagsins: Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. Meira
20. maí 2001 | Aðsent efni | 1722 orð | 1 mynd | ókeypis

Skrifa konur verri bækur en karlar?

Þetta sýnir vitaskuld ungum námsmeyjum með sköpunarhæfileika, segir Þórey Friðbjörnsdóttir, að eins og áður sagði eru það aðeins karlar sem skrifa alvöru bókmenntir. Meira
20. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 503 orð | ókeypis

VINUR Víkverja fær, eða á að...

VINUR Víkverja fær, eða á að fá, send skilaboð frá Tali í farsímann sinn þegar skorað er í leik með enska knattspyrnufélaginu Liverpool. Meira

Minningargreinar

20. maí 2001 | Minningargreinar | 358 orð | 1 mynd | ókeypis

FRIÐFINNUR SVEINN JÓSEFSSON

Friðfinnur Sveinn Jósefsson fæddist á Böggvisstöðum í Svarfaðardal 12. desember 1936. Hann lést á Landspítalanum 6. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Húsavíkurkirkju 12. maí. Meira  Kaupa minningabók
20. maí 2001 | Minningargreinar | 355 orð | 1 mynd | ókeypis

HREINN MELSTAÐ JÓHANNSSON

Hreinn Melstað Jóhannsson gullsmiður fæddist á Húsavík 5. janúar 1931. Hann lést 5. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 14. maí. Meira  Kaupa minningabók
20. maí 2001 | Minningargreinar | 151 orð | 1 mynd | ókeypis

MAGNÚS STEPHENSEN DANÍELSSON

Magnús Stephensen Daníelsson fæddist 8. apríl 1919 á Bókhlöðustíg 9 í Reykjavík. Hann lést á hjartadeild Landspítalans í Fossvogi 1. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 11. maí Meira  Kaupa minningabók
20. maí 2001 | Minningargreinar | 375 orð | 1 mynd | ókeypis

SIGURÐUR ÁRNI KRISTINSSON

Sigurður Árni Kristinsson frá Höfða fæddist 10. maí 1926 á Végeirsstöðum í Fnjóskadal. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að kveldi 11. maí síðastliðins og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 18. maí. Meira  Kaupa minningabók
20. maí 2001 | Minningargreinar | 976 orð | 1 mynd | ókeypis

SOFFÍA LILJA JÓNSDÓTTIR LYONS

Soffía Lilja Jónsdóttir Lyons fæddist í Reykjavík 24. október 1926. Hún lést á heimili sínu í New York hinn 11. maí síðastliðinn. Foreldrar Soffíu voru Jón Jónsson frá Vetleifsholti, Rangárvallasýslu, skósmiður í Reykjavík, f. 24.6. 1872, d. 13.7. Meira  Kaupa minningabók
20. maí 2001 | Minningargreinar | 97 orð | 1 mynd | ókeypis

SÓLVEIG ÞÓRÐARDÓTTIR

Sólveig Þórðardóttir fæddist í Seljabrekku í Mosfellssveit 14. maí 1952. Hún lést á heimili sínu 17. apríl og fór útför hennar fram frá Grafarvogskirkju 24. apríl. Meira  Kaupa minningabók
20. maí 2001 | Minningargreinar | 286 orð | 1 mynd | ókeypis

SÆMUNDUR JÓNSSON

Sæmundur Jónsson fæddist í Austvaðsholti í Landsveit 11. nóvember 1924. Hann andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 26. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 5. apríl. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

20. maí 2001 | Ferðalög | 314 orð | 2 myndir | ókeypis

Alltaf sól í minningunni

Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd skipuleggja vinnuferðir víðsvegar um landið á hverju sumri og svo er einnig í ár. Á síðustu árum hefur mest verið unnið að því að gera greiðan aðgang að stöðum sem ekki hafa verið mikið sóttir af ferðamönnum. Meira
20. maí 2001 | Bílar | 138 orð | ókeypis

Bensín- eða dísilvél?

VERULEGUR eðlismunur er á þessum tveimur gerðum fjórgengisbrunavélar. Í dísilvél verður bruninn við stöðugan þrýsting. Í bensínvél verður bruninn hins vegar við stöðugt rúmtak. Meira
20. maí 2001 | Ferðalög | 216 orð | 2 myndir | ókeypis

Bílageymsla, bónstöð og viðgerðarþjónusta

Bílageymslan Alex tók fyrir nokkru í notkun nýtt bílastæðahús í tengslum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira
20. maí 2001 | Bílar | 182 orð | 1 mynd | ókeypis

BMW 1 á markað 2004

BMW prófaði fyrir skemmstu nyrst í Skandinavíu splunkunýjan BMW 1, sem verður minnsti BMW-bíllinn þegar hann kemur á markað 2004. Meira
20. maí 2001 | Bílar | 199 orð | 1 mynd | ókeypis

Dísilstríð Mercedes og BMW

ÞÝSKU bílarisanir Mercedes-Benz og BMW ætla í harða samkeppni um aflmiklar dísilvélar í lúxusbíla. Hermt er að breytingafyrirtæki risanna, AMG og M, ætli að nota 4 lítra V8-dísilvélar móðurfyrirtækjanna sem efnivið í geysiaflmiklar dísilvélar. Meira
20. maí 2001 | Ferðalög | 111 orð | ókeypis

Farrými eingöngu ætlað konum

Hótel og veitingahús úti í heimi hafa í auknum mæli boðið konum upp á sérstaka aðstöðu sem einungis er fyrir þær og nýlega var hótel í Sviss opnað sem er eingöngu fyrir konur. Meira
20. maí 2001 | Bílar | 469 orð | 3 myndir | ókeypis

Fjallasport opnað í Noregi

FJALLASPORT hf., sem sérhæfir sig í jeppabreytingum, hefur fært út kvíarnar og stofnað breytingafyrirtæki í Drammen í Noregi. Þar heitir fyrirtækið Fjallasport AS og er í 430 fermetra húsnæði með verkstæði sitt og skrifstofur. Meira
20. maí 2001 | Ferðalög | 283 orð | 2 myndir | ókeypis

Fjós verður hótel

Á ferðaþjónustubænum Stokkalæk á Rangárvöllum er verið að ljúka við breytingar á fjósi sem verða á hótel og hlöðu sem verið er að breyta í innigarð. Fyrirhugað er að hótelið verði opnað þann 15. júní en það er samtals 320 fermetrar að stærð. Meira
20. maí 2001 | Bílar | 129 orð | ókeypis

Framleiðsla á RAV4 aukin um fjórðung

TOYOTA gangsetti nýlega nýja framleiðslulínu fyrir RAV4 jepplinginn. Framleiðslan verður þar með aukin úr 16 þúsund bílum á mánuði í 20 þúsund til að mæta mikilli eftirspurn í Evrópu. Fyrstu fjóra mánuði ársins seldust 15. Meira
20. maí 2001 | Bílar | 238 orð | 3 myndir | ókeypis

Fyrsti jeppi Volvo kynntur 2002

FYRSTI jeppi sem Volvo framleiðir verður frumsýndur á bílasýningunni í París haustið 2002. Automedia hefur unnið myndir af bílnum í tölvu sem byggðar eru á upplýsingum frá innanbúðarmanni í þróunardeild Volvo í Gautaborg. Meira
20. maí 2001 | Ferðalög | 555 orð | 3 myndir | ókeypis

Ísland Glatt á hjalla hjá Jóa...

Ísland Glatt á hjalla hjá Jóa á Hólnum Vestmannaeyjar hafa margt að bjóða ferðamönnum. Einn frumlegasti kosturinn er að heimsækja fræðasetrið hjá Jóa á Hólnum. Jóhann Friðfinnsson hefur opnað heimili sitt að Kirkjuvegi 101 fyrir gestum og gangandi. Meira
20. maí 2001 | Bílar | 219 orð | ókeypis

Japanskir bílar bila minnst

JAPANSKIR bílar bila minnst, eru niðurstöður þýsku bifreiðaeigendasamtakanna ADAC. Niðurstöðurnar eru byggðar á staðreyndatölum ADAC sem skráir nákvæmlega niður hvaða bílar það eru sem bila úti á vegum og nýta sér aðstoð samtakanna. Meira
20. maí 2001 | Bílar | 102 orð | ókeypis

Methagnaður hjá Toyota

METHAGNAÐUR var hjá Toyota Motor Corp. á síðasta rekstrarári félagsins sem lauk í mars. Það var einkum mikil sala á heimamarkaði sem leiddi til þessarar niðurstöðu. Meira
20. maí 2001 | Ferðalög | 913 orð | 2 myndir | ókeypis

Ný sjónarhorn við hvert húshorn

Það tekur um fimm klukkustundir að sigla frá Krít til eyjunnar Santorini. Oddný Björgvins lagði leið sína þangað ásamt hópi Íslendinga og segir að eyjan búi yfir mikilli sögu og frábærri fegurð. Meira
20. maí 2001 | Bílar | 43 orð | ókeypis

Octavia

Vél: 1,8 lítra, 4 strokkar, 150 hestöfl, forþjappa. Framdrifinn. Fimm manna. Aflstýri, veltistýri. Tveir líknarbelgir. Fjarstýrð samlæsing. Rafdrifnar rúður. Rafdrifnar speglastillingar. Útvarp með geislaspilara. Hemlalæsivörn. Lengd: 4,5 m. Meira
20. maí 2001 | Ferðalög | 642 orð | 2 myndir | ókeypis

Rólegt andrúmsloft

Miðkjarninn í miðborg Austur-Berlínar, Unter den Linden, Friedrichsstrasse og Alexanderplatz eða Mitte eiga það sameiginlegt að tilheyra miðbæ Austur-Berlínar. Meira
20. maí 2001 | Ferðalög | 352 orð | 1 mynd | ókeypis

Sigldi á fljótabáti á Missisippi-ánni

Birna Hreiðarsdóttir, deildarstjóri markaðsgæsludeildar Löggildingarstofu, fór nýlega í skemmtisiglingu í Karabíska hafinu. Hún heimsótti New Orleans í leiðinni. Meira
20. maí 2001 | Ferðalög | 295 orð | 1 mynd | ókeypis

Sólarlandaferðir á útsölu frá Kaupmannahöfn

ÞEIM sem eiga frí frá vinnu og námi gefst að jafnaði kostur á ódýrum ferðum í maí og júní og árið í ár er engin undantekning. Fjöldi ferðaskrifstofa býður upp á ferðir til Suður-Evrópu frá sem svarar til rúmra 18.000 ísl. kr. Meira
20. maí 2001 | Bílar | 651 orð | 6 myndir | ókeypis

Sprækur með öflugri vél

SKODA Octavia Elegance er álitlegur bíll og nokkuð laglegur, það má fullyrða eftir nokkurra daga prófun. Prófaður var bíll með 1,8 lítra vél sem er 150 hestöfl með forþjöppu og fimm gíra handskiptingu. Meira
20. maí 2001 | Bílar | 342 orð | 3 myndir | ókeypis

Stórstígar framfarir evrópskra framleiðenda

EVRÓPSKIR bílaframleiðendur hafa tekið mestum framförum í svokölluðum upphafsframleiðslugæðum (initial quality). Meira
20. maí 2001 | Ferðalög | 62 orð | 1 mynd | ókeypis

Upplýsingar um tjaldstæði í Noregi

Þeir sem hyggjast fara til Noregs í sumar með tjald í farteskinu ættu að kíkja á vefsíðu Félags norskra bifreiðaeigenda, http://norsk.nafcamp.com. Meira
20. maí 2001 | Ferðalög | 72 orð | 1 mynd | ókeypis

Vegabréfaáritun fyrir ferðamenn í Moskvu og Pétursborg

Ferðamenn sem vilja skreppa til Rússlands í sumar geta fengið 72 tíma áritun í vegabréfið sitt á flugvöllunum í Moskvu, Pétursborg og á völdum landamærum. Meira
20. maí 2001 | Bílar | 358 orð | 3 myndir | ókeypis

Vivaro - margir bílar í einum

FYRIR nokkrum misserum var sú ákvörðun tekin að General Motors, undir merki Opel, og Renault þróuðu saman fjölnotabíl. Nú er bíllinn að koma á markað í Evrópu og heitir Vivaro þegar hann ber merki Opel og Traffic með merki Renault. Meira

Fastir þættir

20. maí 2001 | Fastir þættir | 713 orð | 1 mynd | ókeypis

Blóð píslarvottanna rennur enn

Kristnir píslarvottar hafa fremur látið lífið en að afneita trúnni. Guðni Einarsson leiddi hugann að trúarofsóknum, sem enn viðgangast víða um heim. Meira
20. maí 2001 | Fastir þættir | 214 orð | ókeypis

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson.

SUÐUR spilar þrjú grönd og verður að treysta á mjög hagstæða legu í laufinu til að eiga sér vinningsvon: Austur; AV á hættu. Meira
20. maí 2001 | Fastir þættir | 136 orð | 1 mynd | ókeypis

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

STAÐAN kom upp í ofurmótinu í Enghien-les-Bains er lauk fyrir skömmu. Joel Lautier (2658) hafði hvítt gegn Viktor Bologan (2676). 38.Hxf8! Hxf8 39.Dxe6 og svartur gafst upp. Skákin tefldist í heild sinni: 1.d4 Rf6 2.c4 e6 3.Rf3 d5 4.g3 c6 5.Bg2 Rbd7 6. Meira
20. maí 2001 | Viðhorf | 876 orð | ókeypis

Slímusetur

Það sem fyrir Washington vakti var að tryggja að það væri stjórnarskráin sem væri í raun æðsta yfirvaldið í Bandaríkjunum, en ekki einhver einn flokkur eða maður - ekki forsetinn sjálfur. Meira

Sunnudagsblað

20. maí 2001 | Sunnudagsblað | 110 orð | ókeypis

Afbrotamenn á erfðaefnisskrá

Í frumvarpi dómsmálaráðherra sem nú er til meðferðar á Alþingi er lagt til að komið verði á fót erfðaefnisskrá lögreglu. Í skránni verða upplýsingar um erfðaefni afbrotamanna sem hlotið hafa dóm fyrir tiltekna alvarlega glæpi. Meira
20. maí 2001 | Sunnudagsblað | 56 orð | 2 myndir | ókeypis

Á mótum tveggja tíma

Á síðasta áratug hefur kínverska borgin Shanghai tekið gífurlegur breytingum. Í borginni rísa sífellt nýir skýjakljúfar, fínustu verslunargötunar bjóða upp á flest það sem peningar geta keypt og Kínverjar sýna að þeir geta keppt við umheiminn í viðskiptum. Í gömlu borgarhlutunum blasir við ólík veröld, hið gamla Kína. Einar Falur Ingólfsson gekk á milli þessara tveggja heima. Meira
20. maí 2001 | Sunnudagsblað | 1777 orð | 5 myndir | ókeypis

Á mótum tveggja tíma

Á síðasta áratug hefur kínverska borgin Shanghai tekið gífurlegur breytingum. Í borginni rísa sífellt nýir skýjakljúfar, fínustu verslunargöturnar bjóða upp á flest það sem peningar geta keypt og Kínverjar sýna að þeir geta keppt við umheiminn í viðskiptum. Í gömlu borgarhlutunum blasir við ólík veröld, hið gamla Kína. Einar Falur Ingólfsson gekk á milli þessarra tveggja heima. Meira
20. maí 2001 | Sunnudagsblað | 566 orð | 1 mynd | ókeypis

Brunað um Kosovo

650 kúbika Yamaha-mótorhjól bíður eiganda síns í gámi við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Kosovo. Um helgar rennir eigandinn, Þórarinn Eyjólfsson, sér stundum skottúr um héraðið sem er svo sem ekki stórt, á stærð við Þingeyjarsýslur að flatarmáli. Meira
20. maí 2001 | Sunnudagsblað | 1185 orð | 4 myndir | ókeypis

Ein löng vakt

Á sgeir Ásgeirsson og Þórir Marinó Sigurðsson sinna einu hættulegasta starfinu í Kosovo, lífvörslu fyrir fyrirmenni, stjórnmálamenn og fanga. Meira
20. maí 2001 | Sunnudagsblað | 946 orð | 1 mynd | ókeypis

Eldað ofan í bræðurna

Matreiðslumaðurinn Jóhannes Thor Ævarsson er aðstoðaryfirkokkur á einum fínasta veitingastað Danmerkur sem er rekinn af virðulegum einkaklúbbi. Urður Gunnarsdóttir hitti Jóhannes í Klampenborg. Meira
20. maí 2001 | Sunnudagsblað | 1603 orð | 3 myndir | ókeypis

Engill á barmi heimsfrægðar

Gömul sannindi og ný eru að listamenn njóti ekki hæfileika sinna í lifanda lífi. Flutningur Evu Cassidy á vinsælum dægurlögum steig fyrst upp breska vinsældalistann fjórum og hálfu ári eftir dauða söngkonunnar. Anna G. Ólafsdóttir heillaðist af röddinni og vildi vita allt um lífshlaup Evu í spjalli við Daniel Cassidy, fiðluleikara og litla bróður söngkonunnar á Íslandi. Meira
20. maí 2001 | Sunnudagsblað | 362 orð | 2 myndir | ókeypis

Enn á floti eftir tuttugu ár

SPORTVEIÐIBLAÐIÐ kemur út á allra næstu dögum og eru þar með tuttugu ár síðan blaðið hóf göngu sína. Meira
20. maí 2001 | Sunnudagsblað | 2385 orð | 1 mynd | ókeypis

Erfðaefnisskrá lögreglu

Tækni til að þekkja erfðaefni úr einstaklingum er í vaxandi mæli notuð til að leysa sakamál eins og öllum er kunnugt. Meira
20. maí 2001 | Sunnudagsblað | 1706 orð | 2 myndir | ókeypis

Erfiðast að eiga við fordóma og þekkingarleysi

STEFÁN er í 9. bekk í Öskjuhlíðarskóla og stefnir að framhaldsnámi annaðhvort við Fjölbrautaskólann í Breiðholti eða í Borgarholtsskóla að loknum 10. bekk. Meira
20. maí 2001 | Sunnudagsblað | 2990 orð | 6 myndir | ókeypis

Ég er hálf-þú!

Þegar ég var unglingur kenndi mér náttúrufræði maður sem var eineggja tvíburi. Hann og bróðir hans voru svo líkir að skólasystkini þeirra í menntaskóla sögðu að þeir þyrftu ekki spegil þegar þeir rökuðu sig. Meira
20. maí 2001 | Sunnudagsblað | 887 orð | 1 mynd | ókeypis

Firring allsnægtanna

Lífsþægindakapphlaupið fer ekki eftir því hve mikið er til skiptanna, heldur hinu, hverjar gerviþarf-irnar eru, segir Ellert B. Schram og bætir við: Mikið vill meira. Meira
20. maí 2001 | Sunnudagsblað | 1789 orð | 10 myndir | ókeypis

Hannar vinsæla veitingastaði í Skandinavíu

Börkur Jóhannesson innanhússarkitekt er meðeigandi í teiknistofu í Ósló sem heitir Riss. Hann og samstarfsfólk hans hafa hannað vel á annað hundrað veitingastaði í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og nú síðast á Íslandi. Hildur Einarsdóttir ræðir við hann um starfið en verkefni hans hafa að öðru leyti verið afar fjölbreytileg og verið kynnt í blöðum og bókum um innanhússarkitektúr víða um heim. Meira
20. maí 2001 | Sunnudagsblað | 2468 orð | 3 myndir | ókeypis

Heimurinn er fullur af tækifærum

Linda Pétursdóttir hefur haslað sér völl með eftirtektarverðum hætti í íslensku atvinnulífi á síðustu árum. Anna G. Ólafsdóttir króaði hana af úti í horni eftir aðalfund Samtaka atvinnulífsins í síðustu viku. Meira
20. maí 2001 | Sunnudagsblað | 1185 orð | 1 mynd | ókeypis

Hollywood í Flórída

UM leið og fólk heyrir nafnið Hollywood, kemur upp í huga þess Kalifornía og filmstjörnur. Það er ekki nema eðlilegt, því það er hin eina og sanna Hollywood, og ekki nema einhverjir aular myndu reyna að skíra annan bæ þessu fræga nafni. Meira
20. maí 2001 | Sunnudagsblað | 268 orð | 1 mynd | ókeypis

Hvert á að leita eftir upplýsingum?

F ÉLAG áhugafólks um downs-heilkenni hefur gefið út bækling, sem ætlaður er til stuðnings foreldrum, sem eignast barn með downs-heilkenni. Að sögn Ástu liggur bæklingurinn frammi á sónardeild Landspítalans háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Meira
20. maí 2001 | Sunnudagsblað | 1430 orð | 6 myndir | ókeypis

Púglía, ítalski hællinn

ÞEGAR horft er á tölur yfir vínframleiðslu á Suður-Ítalíu mætti ætla að þar væri að finna einhver mikilvægustu vínframleiðslusvæði landsins og þar með heimsins. Meira
20. maí 2001 | Sunnudagsblað | 589 orð | 3 myndir | ókeypis

Sígilt úr eldhúsi Sjólystar

Jóhannes gefur lesendum sígildar uppskriftir úr eldhúsi Sjólystar; fisk í forrétt, lamb í aðalrétt og créme brulee í eftirrétt. Sandhverfu-ravíolí með hvítum spergli í kampavínsfroðu Fyrir 5 2 sandhverfur u.þ.b. 1 kg 25 stk. Meira
20. maí 2001 | Sunnudagsblað | 721 orð | 1 mynd | ókeypis

Stutt við bakið á konunum

Kristín Ástgeirsdóttir, fyrrverandi þingkona, stóðst ekki mátið þegar tækifæri gafst til að ljúka hálfkláruðum verkefnum og sneri aftur til Kosovo, í þann mund sem upp úr blossaði í nágrannaríkinu Makedóníu fyrir skemmstu. Meira
20. maí 2001 | Sunnudagsblað | 603 orð | 2 myndir | ókeypis

Vatnsósa

Vatn er einn af grundvallarefnisþáttum líkamans og mannslíkaminn er hvorki meira né minna en um 60% vatn (t.d. um 30 l hjá konu sem vegur 55 kíló). Meira

Barnablað

20. maí 2001 | Barnablað | 46 orð | 1 mynd | ókeypis

Árhringar trjánna

ALDUR trés finnst með því að telja hringana í stofni þess. Árhringar myndast þannig, að þegar tré vex hraðast, á vorin og sumrin, mynda frumurnar í stofninum ljósan við en þegar hægir á vextinum, á haustin, myndast dekkri frumur. Meira
20. maí 2001 | Barnablað | 87 orð | 1 mynd | ókeypis

Botnvörpungurinn Apríl

ÞESSA glæsilegu mynd gerði Hallgrímur Þór Katrínarson, 9 ára, Blásölum 21, 201 Kópavogur. Myndin er af togara þeirrar gerðar sem var á undan nútímaskuttogurum, svokölluðum síðutogara. Meira
20. maí 2001 | Barnablað | 81 orð | ókeypis

Brandarahornið

KONAN sat inni hjá lækninum þegar hjúkrunarkona kom inn og sagði: Þetta er ekki þvagprufa sem þú komst með heldur eplasafi. Hvar er síminn? spurði konan og greip um handlegg læknisins. Ég setti hina flöskuna í nestistösku sonar míns. Meira
20. maí 2001 | Barnablað | 28 orð | 1 mynd | ókeypis

Hvað heitir stelpan?

Í ÞRAUTINNI eru tveir litir á stöfunum. Það eru tvö nöfn og það rauða byrjar en það græna er seinna nafnið. Ragna Björk Bragadóttir, 10 ára, Túngötu 27, 225... Meira
20. maí 2001 | Barnablað | 100 orð | 1 mynd | ókeypis

Ljóð hestamannsins

ÓMAR al Lahham, 12 ára, Unufelli 12 í Reykjavík, er mikill áhugamaður um hesta. Stundum er hann að sniglast í kringum þessar fallegu skepnur uppi í hesthúsunum í Víðidal við Elliðaárnar. Meira
20. maí 2001 | Barnablað | 26 orð | 1 mynd | ókeypis

Ostur, sneið og húsamús

SAGT er að músum þyki ostur veislukostur. Músinni á myndinni lánaðist að skera sér sneið af einu oststykkjanna á myndinni. Spurt er: Af hvaða stykki er... Meira
20. maí 2001 | Barnablað | 61 orð | ókeypis

Safnarar

ÉG safna öllu með Leonardo DiCaprio, Limp Bizkit, úrklippum af frægu fólki, svo safna ég strokleðrum, límmiðum og frímerkjum frá öllum löndum. Í staðinn get ég látið frá mér myndasögublöð um Evu og Adam og nokkur um Bert. Meira

Ýmis aukablöð

20. maí 2001 | Kvikmyndablað | 72 orð | 1 mynd | ókeypis

Ang Lee gerir Hulk

Hasarblaðahetjurnar hafa eignast nýjan liðsmann ekki ómerkari en leikstjórann Ang Lee . Hann ætlar sér að leikstýra ævintýramynd sem byggist á hasarblaðahetjunni The Incredible Hulk og kemur hún til með að heita einfaldlega The Hulk . Meira
20. maí 2001 | Kvikmyndablað | 411 orð | 1 mynd | ókeypis

Breytt bíólandslag

TÍMARNIR breytast og bíóin með. Hins vegar virðist bíóáhuginn standast tímans tönn, þvert á allar spár. Við upphaf nýrrar aldar stendur kvikmyndarekstur með miklum blóma á sögueyjunni, sem endranær. Meira
20. maí 2001 | Kvikmyndablað | 88 orð | 1 mynd | ókeypis

Cruise og Spielberg

Reiknað er með að Minority Report verði sumarmynd 2002 en það er verk sem Tom Cruise og Steven Spielberg gera í sameiningu. Hún er önnur vísindaskáldskaparmyndin sem Spielberg gerir á jafnmörgum árum (hin er A.I. ). Myndin byggir á sögu eftir Philip K. Meira
20. maí 2001 | Kvikmyndablað | 74 orð | 1 mynd | ókeypis

Focker-fjölskyldan

Einhver besta gamanmynd sem komið hefur frá Hollywood í áraraðir var Meet the Parents með Robert De Niro og Ben Stiller . Meira
20. maí 2001 | Kvikmyndablað | 1365 orð | 3 myndir | ókeypis

Fornar grafir og fræðimenn

Múmían - The Mummy er með skemmtilegri ævintýramyndum sem sést hafa á síðustu misserum. Að þessu sinni var tilvalið að gera framhaldsmynd enda góð vísa aldrei of oft kveðin. Múmían sneri aftur í íslensk bíó um helgina og í tilefni af The Mummy Returns skrifar Jónas Knútsson um sögu uppvakninganna í reifunum. Meira
20. maí 2001 | Kvikmyndablað | 387 orð | 1 mynd | ókeypis

Gullpálmi í hvaða höndum?

Það má með sanni segja að keppnin um Gullpálmann í Cannes sé enn í lausu lofti þrátt fyrir að allar myndir hafi nú verið sýndar. Engin mynd hefur þótt standa áberandi upp úr. Engin mynd er aðalumræðuefnið í öllum móttökunum og teitunum. Engin mynd þykir skara með afgerandi hætti framúr hinum. Engin mynd er umtöluðust. Meira
20. maí 2001 | Kvikmyndablað | 484 orð | 1 mynd | ókeypis

Heiminum breytt með söng

Undirbúningur er nú í fullum gangi fyrir tökur dans- og söngvamyndarinnar Regínu. Páll Kristinn Pálsson spjallaði við leikstjórann, Maríu Sigurðardóttur. Meira
20. maí 2001 | Kvikmyndablað | 123 orð | 1 mynd | ókeypis

John Hannah er menntaður rafvirki og...

John Hannah er menntaður rafvirki og starfaði hann sem slíkur í Skotlandi áður en leiklistarbakterían greip hann. Hann stundaði leiklistarnám í Skotlandi í þrjú ár og lék í fyrstunni á sviði í Bretlandi, m.a. Meira
20. maí 2001 | Kvikmyndablað | 1070 orð | 2 myndir | ókeypis

Kvikmyndatökur í víti

Apocalypse Now eftir Francis Ford Coppola var frumsýnd í Cannes árið 1979 og hlaut Gullpálmann. Hún er meðal þeirra kvikmynda sem markar upphafið á nýrri kynslóð kvikmyndagerðarmanna í Hollywood á áttunda áratugnum, þ.á m. George Lucas, Stephen Spielberg, Martin Scorsese og Brian DiPalma. Í nýrri útgáfu Apocalypse Now sem er sýnd í Cannes, utan keppni, bætti Coppola við 54 mínútum og er nýja gerðin í heild 3 klukkustundir og 23 mínútur, skrifar Oddný Sen. Meira
20. maí 2001 | Kvikmyndablað | 69 orð | 1 mynd | ókeypis

María Sigurðardóttir

útskrifaðist 1983 frá Leiklistarskóla Íslands, lék í nokkur ár, en byrjaði 1987 að leikstýra hjá áhugaleikhúsum. 1991 var hún aðstoðarleikstjóri í mynd Hrafns Gunnlaugssonar , Hin helgu vé , og hefur síðan gegnt því starfi við fjölda mynda, s.s. Meira
20. maí 2001 | Kvikmyndablað | 404 orð | ókeypis

Rafvirki eltist við múmíur

GÓÐIR skoskir leikarar hafa orðið áberandi með bresku bylgjunni svokölluðu sem hófst fyrir nokkrum árum með myndum eins og Shallow Grave og Trainspotting . Meira
20. maí 2001 | Kvikmyndablað | 85 orð | 1 mynd | ókeypis

Tímaflakk Bond-leikara

Bond-leikarinn Pierce Brosnan mun á næstunni leika í mynd sem heitir A Sound of Thunder og byggist hún á smásögu eftir Ray Bradbury . Myndinni er lýst sem samblandi af Júragarðinum og Aftur til framtíðar . Meira
20. maí 2001 | Kvikmyndablað | 77 orð | ókeypis

Wells og Tímavélin

Simon Wells heitir upprennandi leikstjóri hjá DreamWorks, fyrirtæki þeirra Steven Spielbergs, Jeffrey Katzenbergs og David Geffens . Meira
20. maí 2001 | Kvikmyndablað | 343 orð | 1 mynd | ókeypis

Þverskurðurinn af stuttmyndaflórunni

"Myndirnar eru allt frá örstuttum tilraunamyndum upp í metnaðarfullar smásögur og ég held að þær spanni þverskurð af stuttmyndaflórunni núna, bæði erlendis sem hérlendis," segir Ragnar Blöndal , framkvæmdastjóri Stuttmyndadaga í Reykjavík, sem... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.