Greinar miðvikudaginn 20. júní 2001

Forsíða

20. júní 2001 | Forsíða | 328 orð | 2 myndir

Duncan Smith og Davis lýsa yfir framboði

TVEIR þingmenn úr hægri armi breska Íhaldsflokksins, Iain Duncan Smith og David Davis, lýstu yfir framboði til leiðtogaembættisins í flokknum í gær. Áður hafði Michael Portillo, talsmaður flokksins í ríkisfjármálum, gefið kost á sér. Meira
20. júní 2001 | Forsíða | 184 orð

Fjallar um samskipti Rússa og gyðinga

RÚSSNESKA nóbelsskáldið Alexander Solzhenítsyn sendi í gær frá sér nýja bók, sem fjallar um samskipti Rússa og gyðinga, en rithöfundurinn hefur oft verið sakaður um gyðingahatur. Meira
20. júní 2001 | Forsíða | 182 orð | 1 mynd

Krókódíll í Miðgarði

OFT hafa gengið sögur um, að holræsin í New York væru krökk af krókódílum en ekki virðist vera mikill fótur fyrir því. Nú þykir hins vegar sannað, að krókódíll sé kominn í eitt vatnanna í Miðgarði eða Central Park. Meira
20. júní 2001 | Forsíða | 250 orð

Ráðstefna færð yfir á Netið

ALÞJÓÐABANKINN hefur hætt við að halda árlega ráðstefnu um þróunarmál í Barcelona á Spáni í næstu viku, af ótta við að andstæðingar hnattvæðingar og alþjóðastofnana efni til óeirða, líkt og í Gautaborg í síðustu viku. Meira

Fréttir

20. júní 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 183 orð | 1 mynd

Að byggja sitt fyrsta hús

ÞESSIR hressu strákar voru að störfum á einum af smíðavöllum borgarinnar, nánar tiltekið á lóð Langholtsskóla skammt frá Fjölskyldugarðinum. Þar, sem og við nokkra aðra fjölmenna skóla í borginni, hafa um árabil verið starfræktir smíðavellir á sumrin. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 574 orð | 2 myndir

Afleiðingar mælast í erfiðleikum, vanlíðan og afturför

FJÖLMENNUR baráttufundur þroskaþjálfa var haldinn undir berum himni við Þvottalaugarnar í Laugardal í gær, en viðræður um nýja kjarasamninga hafa nú staðið yfir á áttunda mánuð. Næsti fundur við viðsemjendur hjá Reykjavíkurborg er í dag. Meira
20. júní 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 196 orð | 1 mynd

Allur flotinn í einu verki

MIKLAR framkvæmdir standa nú yfir á vegakerfinu við nýju Smáralindina í Kópavogi. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 94 orð

Athugasemdir aldrei fleiri

HÁTT á fjórða hundrað athugasemda bárust við mat Landsvirkjunar á umhverfisáhrifum, en frestur til þess að skila inn athugasemdum er runninn út. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 740 orð | 1 mynd

Á boðstólum bæði ætt og óætt

Ólafur Örn Jónsson fæddist á Siglufirði 25. maí 1964. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund og BA-próf í rússnesku frá Háskóla Íslands. Hann hefur lengst af starfað við ferðaþjónustu í Lónkoti í Skagafirði en við ýmis störf í Reykjavík að vetrinum. Ólafur á einn son. Meira
20. júní 2001 | Akureyri og nágrenni | 256 orð

Áfengis- og vímuvarnir verða efldar

BRYNDÍS Arnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, hefur verið ráðin forvarnarfulltrúi á Akureyri en að ráðningunni standa Akureyrarbær, Akureyrarkirkja og KA. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 497 orð

Áfram áhöld um staðsetningu

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um synjun lögbannsbeiðni á rannsóknahús Háskólans á Akureyri. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Bílvelta á Þorskafjarðarheiði

BÍLVELTA varð á Þorskafjarðarheiði á mánudagsmorgun. Ökumaðurinn var á leið frá Ísafirði til vinnu í Reykjavík. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 69 orð

Bílvelta við Reykjanesbraut

VÖRUBÍLL valt á Bikhellu við Reykjanesbraut snemma í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði var ökumaðurinn einn í bílnum og var hann fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Meira
20. júní 2001 | Suðurnes | 133 orð | 1 mynd

Bláa lónið með verslun í Leifsstöð

BLÁA LÓNIÐ Heilsuvörur ehf., dótturfyrirtæki Bláa lónsins hf., hefur opnað sína fyrstu lífstílsverslun og er hún staðsett í verslun Íslandica í Leifsstöð. Meira
20. júní 2001 | Akureyri og nágrenni | 84 orð | 1 mynd

Bogi til Ástjarnar

BÁTUR hefur bæst í annars veglegan bátafota Ástirninga, en MT-bílar í Ólafsfirði gáfu sumardvalarheimilinu Ástjörn í Öxarfirði nýjan plastbát á dögunum. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 246 orð | 1 mynd

Breytileg lýsing mikilvæg á vinnustöðum

AFKÖST starfsmanna aukast og þeim líður betur í vinnunni ef birtan á vinnustað þeirra er breytileg. Þetta kom fram á ráðstefnu Evrópusamtaka ljóstæknifræðinga, Lux Europa, sem nú stendur yfir í Reykjavík. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 274 orð

Breyting á launakerfi

KJARASAMNINGUR á milli Félags íslenskra leiðsögumanna annars vegar og Samtaka atvinnulífsins og Samtaka ferðaþjónustunnar hins vegar var samþykktur með 58 atkvæðum gegn 52 en talið var upp úr kjörkössum 14. júní síðastliðinn. Meira
20. júní 2001 | Suðurnes | 95 orð

Brú á Reykjanesbraut

SKIPULAGS- og bygginganefnd Reykjanesbæjar samþykkti á síðasta fundi að mæla með brú og lækkun Reykjanesbrautar varðandi útfærslu gatnamóta Reykjanesbrautar og Seylubrautar. Meira
20. júní 2001 | Akureyri og nágrenni | 123 orð

Byggðastofnun semur við Skrín

FORSVARSMENN tölvufyrirtækisins Skríns ehf. á Akureyri og Byggðastofnunar á Sauðárkróki hafa skrifað undir samning um að samhliða flutningi Byggðastofnunar til Sauðárkróks flytjist öll tölvuþjónusta stofunarinnar til Skríns. Meira
20. júní 2001 | Suðurnes | 134 orð

Bæjarfulltrúar fá fartölvur

GENGIÐ hefur verið frá samningum um kaup á fartölvum fyrir alla bæjarfulltrúa Reykjanesbæjar og er markmiðið að minnka pappírsflóðið og auka skilvirkni í stjórnsýslu bæjarins. Meira
20. júní 2001 | Suðurnes | 498 orð | 1 mynd

Bæta þarf neikvæða ímynd Suðurnesja

SLÆM ímynd Suðurnesja stendur uppbyggingu ferðaþjónustu fyrir þrifum á svæðinu og meginmarkmið nýrrar stefnumótunar er því að skapa nýja ímynd Reykjaness með öflugu markaðs- og kynningarstarfi innan lands og utan. Meira
20. júní 2001 | Landsbyggðin | 297 orð | 1 mynd

Dagar lita og tóna í Vestmannaeyjum

LISTVINAFÉLAGIÐ í Vestmannaeyjum hefur haldið "Daga lita og tóna" um Hvítasunnuhelgina mörg undanfarin ár. Þar er boðið upp á jazz- og blús-tónleika, málverka- og listsýningar. Meira
20. júní 2001 | Erlendar fréttir | 162 orð

Dauðadómi fullnægt

JUAN Raul Garza, dæmdur morðingi og fíkniefnasmyglari, var tekinn af lífi í alríkisfangelsinu í Terre Haute í Bandaríkjunum á hádegi í gær að íslenskum tíma. Er þetta í annað sinn á rúmri viku sem dauðadómi bandarísks alríkisdómstóls er fullnægt. Meira
20. júní 2001 | Landsbyggðin | 195 orð | 1 mynd

Dúxinn í Ólafsvík

SKÓLASLIT Grunnskólans í Ólafsvík fóru fram við hátíðlega athöfn í Ólafsvíkurkirkju. Prófskírteini voru afhent og viðurkenningar veittar fyrir góðan námsárangur. Sérstaka athygli vakti árangur Helgu Hilmarsdóttur, nemanda í 10. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 351 orð

Dæmdur fyrir tvær líkamsárásir

KARLMAÐUR á fertugsaldri var í gær dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær líkamsárásir. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði hann hins vegar af ákæru um líflátshótun og fyrir kynferðisbrot gegn ungri dóttur sinni. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 60 orð

Ekið á stúlku

FIMMTUDAGINN 14. júní sl. laust fyrir miðnætti var ekið á stúlku sem var á gangi vestur Sólvallagötu yfir Bræðraborgarstíg. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 298 orð | 1 mynd

Ekki tengsl milli jarðhitasvæðanna

"ÞAÐ eru ekki tengsl á milli þessara háhitasvæða og það sem gert er á Hengilssvæðinu hefur engin áhrif á Reykjanesi og öfugt," segir Benedikt Steingrímsson, jarðeðlisfræðingur hjá Orkustofnun, en hann var spurður hvort hugmyndir um... Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 331 orð

Enn enginn staður á Íslandi á listanum

UNDIRBÚNINGSVINNA að umsókn um skráningu Þingvalla og Skaftafells á heimsminjalista UNESCO er hafin, samkvæmt upplýsingum Margrétar Hallgrímsdóttur þjóðminjavarðar. Meira
20. júní 2001 | Miðopna | 1121 orð | 2 myndir

Evrópu skortir vilja til að fylgja tillögum Schröders

GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, hefur nýlega kynnt hugmyndir sínar um framtíð Evrópusambandsins. Strangt til tekið er um að ræða skjal, sem samið var af stjórnmálaflokki hans, SPD, en ljóst er að kanslarinn hafi blessun sína yfir innihaldið. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 269 orð

Fagna niðurstöðu um Kvíslaveitu 6

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi ályktun frá stjórn Fuglaverndarfélags Íslands vegna skerðingar Þjórsárvera: "Stjórn Fuglaverndarfélags Íslands fagnar niðurstöðu Þjórsárveranefndar varðandi Kvíslaveitu 6. Meira
20. júní 2001 | Akureyri og nágrenni | 185 orð | 3 myndir

Festi söguna á filmu

SÝNING á ljósmyndum Gísla Ólafsfonar hefur verið opnuð í Minjasafninu á Akureyri og komu um 250 manns að líta á myndirnar fyrsta sýningardaginn sem bar upp á þjóðhátíðardag Íslendinga. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 210 orð | 2 myndir

Flogið til Frankfurt í 30 ár

ÞRJÁTÍU ár voru í gær liðin frá því Flugleiðir, fyrst Flugfélag Íslands, hófu reglulegt áætlunarflug milli Íslands og Frankfurt í Þýskalandi. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Framkvæmdir hafnar í Pósthússtræti

Framkvæmdir við gatnamót Pósthússtrætis og Austurstrætis hófust í gær þegar stórvirkar vinnuvélar rifu upp malbikið af götunum. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 93 orð

Fréttamenn sömdu

SAMKOMULAG náðist í kjaradeilu Félags fréttamanna og viðsemjenda þeirra undir miðnætti í gærkveldi og var gert ráð fyrir að samningar yrðu undirritaðir í nótt og þar með að boðuðu tveggja daga verkfalli félagsins yrði frestað, en það átti að standa í dag... Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Friðsöm og táknræn mótmæli

TÓNLISTARMENN höfðu í frammi mótmæli víða um land á 17. júní, þar sem þeir og vilja minna á að enn sé ósamið við tónlistarkennara og að samningaviðræðum hafi ekkert miðað. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 16 orð | 4 myndir

Fylgstu með nýjustu fréttum www.

Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is Með Morgunblaðinu í dag er dreift blaði frá Kringlunni, "Kringlukast 20.-23.... Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 374 orð

Fyrst og fremst verðbólguskot

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, telur að spá Þjóðhagsstofnunar um 9,1% verðbólgu á árinu, sýni fyrst og fremst verðbólguskot og mjög dragi úr verðbólgunni strax á næsta ári. Meira
20. júní 2001 | Suðurnes | 385 orð

Færri staðir selja unglingum tóbak

HLUTFALL verslana sem selja unglingum tóbak lækkaði úr 65% í mars á síðasta ári í 24% í lok ársins, samkvæmt könnunum sem Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum, SamSuð, og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, HES, framkvæmdu á árinu. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 345 orð | 1 mynd

Goði hvattur til að endurskoða ákvörðun sína

STURLA Böðvarsson, samgönguráðherra, sagði á geysifjölmennum byggðamálafundi í Búðardal í gærkveldi, að forráðamenn Goða hf. ættu að endurskoða þá ákvörðun sína að loka sláturhúsinu í Búðardal. Meira
20. júní 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 248 orð

Háð mati á umhverfisáhrifum

SKIPULAGSSTOFNUN hefur úrskurðað að tvöföldun Reykjanesbrautar frá Fífuhvammsvegi að Kaplakrika sé háð mati á umhverfisáhrifum. Í úrskurði stofnunarinnar segir að líklegt sé að framkvæmdin hafi í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Meira
20. júní 2001 | Landsbyggðin | 144 orð

Hátíðarhöld í Dölum

17. JÚNÍ var haldinn hátíðlegur hér í Dölum eins og venja er. Dagskrá var frá morgni til kvölds og var þátttaka góð eins og endranær. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Hermann Skúlason

Hermann Skúlason, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar og fyrrum togaraskipstjóri á Ísafirði, andaðist síðastliðinn mánudag, 58 ára að aldri. Hermann tók við stöðu hafnarstjóra á Ísafirði fyrir sjö og hálfu ári. Meira
20. júní 2001 | Erlendar fréttir | 64 orð

Hetjudáð fanga

TVEIMUR breskum föngum var sleppt í gær einum mánuði fyrr en til stóð. Eru yfirvöld að verðlauna fangana tvo fyrir að hafa komið fangaverði sínum til bjargar þegar sá síðarnefndi var stunginn á hol af villigelti fyrir um níu mánuðum. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 150 orð

Hjólar með bólgna ökkla

SIGURSTEINN Baldursson hjólreiðakappi er nú staddur í borginni Fairbanks í Bandaríkjunum. Þegar blaðamaður náði tali af honum í fyrrakvöld var hann nýkominn frá lækni en síðustu daga hefur hann hjólað með stokkbólgna ökkla vegna moskítóbita. Meira
20. júní 2001 | Landsbyggðin | 360 orð | 1 mynd

Hlaut hvatningarverðlaun ársins 2001

ÞRÓUNARFÉLAG Austurlands hélt nýlega aðalfund sinn á Reyðarfirði. Á fundinum voru veitt svokölluð hvatningarverðlaun ársins 2001. Að þessu sinni komu þau í hlut Jónasar Hallgrímssonar, framkvæmdastjóra Austfars ehf. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 270 orð

Húsið býður upp á mikla möguleika

KVENNAATHVARFIÐ bíður nú dóms Hæstaréttar um hvort það haldi húsi sem athvarfið keypti á síðasta ári, en eftir að kaupin höfðu farið fram kom í ljós að forkaupsréttur var á húsinu sem gleymst hafði að þinglýsa. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 114 orð

Jarðræktarrannsókna minnst

FIMMTUDAGINN 21. júní kl. 14.00 mun Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra afhjúpa bautastein í garði Gróðrarstöðvarinnar í Reykjavík við Hringbraut. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Jöklasalat án tolla

JÓN Davíð Ólafsson framkvæmdastjóri hjá Dreifingu hf. tekur hér upp kassa af jöklasalati, en á föstudag voru felldir niður tollar af innfluttu jöklasalati. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 499 orð | 2 myndir

Kynnast rótum sínum á Íslandi

KANADÍSK ungmenni sem áhuga hafa á að kynnast rótum sínum á Íslandi dvelja nú á Íslandi og læra um sögu og menningu landsins ásamt því að hitta hér íslenska ætttingja sína. Meira
20. júní 2001 | Landsbyggðin | 60 orð | 1 mynd

Kýrnar komnar á beit

ÞESSAR ungu stúlkur eru búnar að setja sínar kýr út og gera við girðingar eins og góðir bændur gera á vorin. Stúlkurnar heita Alda Grave og Elsa Hrönn Sveinsdóttir og eru í sveit á Stóru-Þúfu á Snæfellsnesi. Meira
20. júní 2001 | Erlendar fréttir | 190 orð

Líklega minni en reiknað var með

TVÆR af helstu efnahagsrannsóknastofnunum Þýskalands segja að horfur séu á minni hagvexti í landinu í ár en gert hefur verið ráð fyrir. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 353 orð | 2 myndir

Ljómandi byrjun í Grímsá

Ágætis veiði hefur verið í Grímsá og óhætt að tala um góða opnun þar á bæ, en á hádegi í gær höfðu veiðst um 25 laxar í ánni. Veiði hófst eftir hádegi á mánudaginn. Lax var að veiðast víða í ánni, ekki einungis fyrir neðan Laxfoss. Meira
20. júní 2001 | Landsbyggðin | 107 orð | 1 mynd

Læra umferðarreglurnar fyrir sumarið

UMFERÐARRÁÐ, Stykkishólmsbær og lögreglan buðu öllum krökkum í Stykkishólmi á aldrinum 5-7 ára í Umferðarskólann. Skólinn er tveggja daga námskeið, þar sem farið er yfir mikilvægustu umferðarreglurnar. Meira
20. júní 2001 | Landsbyggðin | 538 orð | 1 mynd

Margt á döfinni í íþróttamálum

SAGT var frá því í Morgunblaðinu fyrir nokkru að knattspyrnumalarvöllur í Borgarnesi hefði verið styttur um 15-20 metra og að ekki væru allir sáttir við þá ráðstöfun. Meira
20. júní 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 285 orð | 1 mynd

Mávur hefur hverf-andi áhrif á ungalíf

SÍLAMÁVURINN hefur lítil áhrif á framvindu fuglalífsins á Tjörninni þrátt fyrir áhyggjur manna þar um. Þetta segir Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur í tilefni af ábendingu um að mávurinn væri að drepa alla unga á tjörninni. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 90 orð

Mest verðbólga á Íslandi

SAMRÆMD vísitala neysluverðs í ríkjum evrópska efnahagssvæðisins (EES) var 109,4 stig (1996=100) í maí sl. og hækkaði um 0,6% frá apríl. Á sama tíma hækkaði samræmda vísitalan fyrir Ísland um 1,6%, skv. upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 142 orð

Mikið slasaður eftir bílveltu

ÁTJÁN ára piltur sem ók bifreið sinni út af Reykjanesbraut síðdegis á föstudag liggur nú mikið slasaður á sjúkrahúsi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hlaut hann mörg beinbrot, þ.m.t. höfuðkúpubrot auk brota á hryggjarliðum og mjaðmagrind. Meira
20. júní 2001 | Erlendar fréttir | 188 orð

Móðursýki og múgsefjun

APAMAÐURINN ógurlegi, sem setti allt á annan endann á Indlandi fyrir skömmu, er ekki til nema sem ímyndun og afkvæmi mikillar múgsefjunar. Er það niðurstaða nefndar lögreglumanna og sálfræðinga, sem skipuð var til að rannsaka málið. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 104 orð

Námskeið um móttöku þyrlu á slysstað

REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði um móttöku og umgengni við þyrlu á slysstað. Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 21. júní og hefst kl. 18.30, kennt verður til kl. 23. Meira
20. júní 2001 | Erlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Neyðarástand í Afganistan

Afganskur drengur heldur á bróður sínum þar sem þeir koma í flóttamannabúðir í bænum Zahedan í suðurhluta Írans í gær, skammt frá landamærunum að Afganistan og Pakistan. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 60 orð

Ný þjónusta hjá Símanum

FARSÍMANOTENDUR sem hringja í 118 eiga nú kost á því að fá númer, sem þeir leita eftir, send með SMS. Þar sem þjónustan verður skuldfærð á viðtakanda er aðeins hægt að senda SMS-skilaboðin í farsíma Símans. Þjónustan mun kosta 9 kr. Meira
20. júní 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 949 orð | 1 mynd

"Betra tækifæri til að grúska miklu meira"

BÓKASAFN Hafnarfjarðar flytur á haustdögum í nýtt húsnæði í hjarta bæjarins en safnið hefur búið árum saman við þröngan húsakost. "Samkvæmt áætlun ættum við að fá húsið afhent núna 1. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 327 orð | 1 mynd

"Horfði alltaf fram á veginn"

17. júní voru liðin 75 ár frá doktorsvörn Bjargar C. Þorláksson, fyrstu íslensku konunnar sem lauk doktorsprófi, og var af því tilefni afhjúpuð brjóstmynd af Björgu við Odda. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

"Var ekkert neyðartilvik"

HANS Verbeek, annar Hollendinganna sem náð var í upp á Fimmvörðuháls á mánudagskvöld, segir að það hefði getað orðið frekar hættulegt ef hann hefði, ásamt ferðafélaga sínum, reynt að ganga aftur niður til byggða. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 287 orð

Rafmagn og hiti hækkar um 4,9%

ORKUVEITA Reykjavíkur hefur ákveðið að hækka gjaldskrár rafmagns og hita um 4,9% frá og með næstu mánaðamótum. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi Orkuveitunnar í gær og síðan rætt á fundi borgarráðs samdægurs. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Rangur texti var á söguskilti

ÞEGAR söguskilti við Brákarsund var afhjúpað á nýliðinni Borgfirðingahátíð kom í ljós að rangur texti var neðan við myndina. Brá mönnum eðlilega í brún þegar mistökin urðu þeim ljós. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 914 orð | 1 mynd

Rannís úthlutar tæplega 100 milljónum

STYRKVEITINGAR úr markáætlun Rannsóknarráðs Íslands voru kynntar í gær en samtals er úthlutað 60,5 milljónum króna í ár vegna upplýsingatæknihluta markáætlunarinnar og 37 milljónum króna vegna umhverfishluta áætlunarinnar. Meira
20. júní 2001 | Erlendar fréttir | 788 orð

Sakaður um óhæfuverk í stríðinu

ALÞJÓÐLEG nefnd, sem eistnesk stjórnvöld fengu það hlutverk að rannsaka mannréttindabrot í Eistlandi í síðari heimsstyrjöld, hefur nú skilað skýrslu sinni. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 579 orð

Samvinna heimila og skóla hefur áhrif á námsárangur

SAMVINNA heimila og skóla hefur talsvert að segja um námsárangur nemenda, segja þeir skólastjórar sem Morgunblaðið ræddi við vegna árangurs nemenda þeirra í samræmdum prófum í 10. bekk. Nemendur í 10. Meira
20. júní 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 237 orð | 1 mynd

Skrafað um heimsmálin

FJÖLBRAUTASKÓLI Garðabæjar hefur ákveðið að senda einn fulltrúa á CYLC ráðstefnu (Congressional Youth Leadership Council) sem nú stendur yfir í Washington og New York. Meira
20. júní 2001 | Erlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Stærsta flugvél í heimi

Úkraínsk flutningaflugvél af gerðinni Antonov 225 kemur inn til lendingar á Le Bourget-flugvelli við París. Meira
20. júní 2001 | Erlendar fréttir | 296 orð

Tekist á um líflát þroskaheftra í Texas

RICK Perry, ríkisstjóri í Texas, beitti sl. helgi neitunarvaldi sínu gegn frumvarpi sem Texasþing hafði samþykkt og bannar aftökur manna sem dómarar telja þroskahefta. Meira
20. júní 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 293 orð

Telur mengunina eingöngu bundna við hafnarsvæðið

AÐ MATI Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis eru sýni, sem tekin voru í Arnarnesvogi vegna mats framkvæmdaraðila á umhverfisáhrifum landfyllingar þar, ekki vísbending um að áþekka mengun sé að finna víðar í voginum. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Útgáfu- og afmælishóf 19. júní

KVENRÉTTINDAFÉLAG Íslands hélt útgáfuhóf fyrir blað sitt, 19. júní, á mánudaginn 18. júní. 50 ár eru liðin frá fyrstu útgáfu blaðsins en blaðið fjallar um kvenréttindamál eða mál sem varða jafnrétti kynjanna. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Útskrift í þjóðbúningasaumi

UM þrjátíu konur útskrifuðust nýlega í þjóðbúningasaumi frá Heimilisiðnaðarskólanum. Haldin hafa verið kvöldnámskeið í skólanum um tveggja vetra skeið og hafa um hundrað konur lokið þeim. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 323 orð

Vantar alveg stærsta fiskinn

FJÖGURRA og fimm ára þorskur verður uppistaðan í þorskveiðinni næstu tvö árin. Meira
20. júní 2001 | Erlendar fréttir | 635 orð | 1 mynd

Varar við vígbúnaðarkapphlaupi

VLADIMÍR Pútín, forseti Rússlands, sagði á fundi með bandarískum blaðamönnum í Kreml í fyrradag að "mjög mikið traust" hefði myndast milli hans og George W. Bush Bandaríkjaforseta á fundi þeirra í Slóveníu á laugardag. Meira
20. júní 2001 | Erlendar fréttir | 372 orð

Varasöm ljós og lítil starfsþjálfun

ÓFULLKOMIN merkjagjöf og ónóg þjálfun starfsfólks voru meginástæðan fyrir lestarslysinu skammt frá Paddington-stöðinni í London 5. október 1999, en þá týndi 31 maður lífi. Er það niðurstaða nefndar, sem rannsakaði slysið. Meira
20. júní 2001 | Erlendar fréttir | 1069 orð

Varðmannaskipti hjá IMF

YFIRVOFANDI brottför Stanleys Fischers úr embætti aðalaðstoðarframkvæmdastjóra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins [IMF] markar tímamót. Meira
20. júní 2001 | Landsbyggðin | 182 orð | 1 mynd

Vegirnir málaðir

NÚ er nýlokið við að merkja upp miðlínur vega í Mývatnssveit og víðar á NA landi og er það verk unnið af verktaka, Vegmerkingum h.f. úr Reykjavík. Að sögn Ásmundar J. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 675 orð

Verða fyrir fordómum á hverjum einasta degi

EINS og greint var frá í Morgunblaðinu í gær kom til átaka á milli hóps ungmenna af asísku bergi brotnum og annarra ungmenna á Lækjartorgi skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 612 orð

Verðáhrifin koma fyrr fram en magnáhrifin

Í LJÓSI spár Þjóðhagsstofnunar um aukna verðbólgu og minni hagvöxt í þjóðarbúskapnum á þessu ári, sem birt var á mánudag, og skýrra vísbendinga um minnkandi innflutning og samdrátt í einkaneyslu, vekur athygli að engu að síður er gert ráð fyrir að... Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 77 orð

Viðurkenning fyrir ötult starf á sviði stærðfræði

HAGSMUNAFÉLAG verk- og tæknimenntunar hefur veitt viðurkenningu fyrir ötult starf á sviði stærðfræði. Meira
20. júní 2001 | Suðurnes | 107 orð

Vinabæjamót í Reykjanesbæ

HÁTT í hundrað unglingar og fararstjórar eru væntanlegir á vinabæjamót í Reykjanesbæ sem hefst nk. mánudag. Meira
20. júní 2001 | Innlendar fréttir | 448 orð

Ýmissa breytinga að vænta

FRUMVARP til laga um fasteignakaup verður lagt fram á Alþingi strax í byrjun næsta þings, segir Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneyti. Hann segir allan textann tilbúinn og frumvarpið nánast tilbúið til framlagningar. Meira
20. júní 2001 | Miðopna | 970 orð | 1 mynd

Þjóðernisvitund í fjölmenningarsamfélagi

ReykjavíkurAkademían stóð fyrir málþingi um þjóðernisvitund Íslendinga og innflytjenda. Svavar Knútur Kristinsson hlýddi á erindi og pallborðsumræður. Meira

Ritstjórnargreinar

20. júní 2001 | Staksteinar | 363 orð | 2 myndir

Verðbólga og gengi

Margir forustumenn í íslenzku viðskiptalífi virðast hafa misst trú á íslenzku krónuna. Þetta segir m.a. í leiðara DV. Meira
20. júní 2001 | Leiðarar | 926 orð

VERJUMST VERÐBÓLGUNNI

Endurskoðuð þjóðhagsspá, sem Þjóðhagsstofnun kynnti í fyrradag, sýnir glögglega að horfur í efnahagsmálum þjóðarinnar fara versnandi og ýmis hættumerki eru framundan. Meira

Menning

20. júní 2001 | Fólk í fréttum | 228 orð | 3 myndir

17. júní í London

ÞAÐ nálgaðist það að vera íslenskt sautjánda júní veður, skýjað, strekkingur og regnský ekki fjarri, þegar Íslendingafélagið í London og íslenski söfnuðurinn þar héldu upp á sautjánda júní. Meira
20. júní 2001 | Menningarlíf | 134 orð

Alls staðar á Mokka

NÚ STENDUR yfir sýning á Mokka-kaffi á verkum kalifornísku listakonunnar Karenar Kersten, sem hún kallar Alls staðar, og stendur hún fram til 14. júlí. Meira
20. júní 2001 | Fólk í fréttum | 77 orð | 1 mynd

Barn drukknaði í sundlauginni

FJÖGURRA ára drengur drukknaði í sundlaug á heimili trommarans Tommy Lee í afmælisveislu sem haldin var fyrir son Lee og Pamelu Anderson. Drengurinn sem lést hét Daniel Karven Veres og var hann við leik í sundlauginni ásamt öðrum börnum þegar slysið... Meira
20. júní 2001 | Menningarlíf | 512 orð | 1 mynd

Básúna og píanó leika lausum hala

SIGURÐUR S. Þorbergsson básúnuleikari og Judith Þorbergsson píanóleikari, halda tónleika í Hlégarði, Mosfellsbæ á morgun, fimmtudag, kl. 20.30. Meira
20. júní 2001 | Menningarlíf | 115 orð | 1 mynd

Edda Erlendsdóttir gerir víðreist

EDDA Erlendsdóttir píanóleikari hélt nýverið einleikstónleika í Salle Cortot í París en salurinn er einn af virtustu tónleikasölum Parísarborgar og er kunnur fyrir framúrskarandi hljómburð. Meira
20. júní 2001 | Menningarlíf | 183 orð | 1 mynd

Endurráðinn aðstoðarhljómsveitarstjóri

STJÓRN Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur ákveðið að endurráða Bernharð Wilkinson sem aðstoðarhljómsveitarstjóra til eins árs. Bernharður hefur verið aðstoðarhljómsveitarstjóri í tvö ár eða frá september 1999 og hefur nú verið endurráðinn til 30. Meira
20. júní 2001 | Menningarlíf | 371 orð

Fimm handrit fá 300 þúsund krónur hvert

ÚTHLUTAÐ hefur verið úr Kvikmyndasjóði Íslands framhaldsstyrkjum til handritahöfunda. Í ársbyrjun eru tíu handrit valin úr umsóknum og styrkt, en í júní ákveður dómnefnd hvaða fimm handrit hljóti framhaldsstyrk Kvikmyndasjóðs. Meira
20. júní 2001 | Menningarlíf | 165 orð

Fjallað um íslenska glæpavorið

Á VEGUM Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn er gefið út ritið Nordisk Litteratur . Þar er greint frá því sem efst er á baugi í bókmenntaheimi Norðurlanda og höfundar fengnir til greinaskrifa um ýmsa þætti í bókmenntum landa sinna. Meira
20. júní 2001 | Menningarlíf | 149 orð

Fjölbreytt dagskrá á listahátíðinni Á Seyði

LISTAHÁTÍÐIN Á seyði á Seyðisfirði var formlega sett í menningarmiðstöðinni Skaftfelli þann 16. júní. Hún er nú haldin í sjöunda sinn. Meira
20. júní 2001 | Menningarlíf | 164 orð | 1 mynd

Gera samstarfssamning til fjögurra ára

ÞÓRUNN Sigurðardóttir listrænn stjórnandi Listahátíðar og Sólon Sigurðsson bankastjóri Búnaðarbankans undirrituðu samstarfssamning til fjögurra ára á dögunum. Er þetta í fyrsta sinn sem Listahátíð gerir langtímasamning við fyrirtæki í atvinnulífinu. Meira
20. júní 2001 | Fólk í fréttum | 485 orð | 1 mynd

Góðir hlutir gerast hægt

Tópaz er ein þeirra sveita sem hyggst herja á ballmarkaðinn í sumar. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við þá Ellert Rúnarsson og Gunnar Guðmundsson um stöðu mála hjá sveitinni, svo og um poppheima almennt. Meira
20. júní 2001 | Fólk í fréttum | 331 orð | 1 mynd

Gömul leyndarmál

The Haunted Wood - Soviet Espionage in America - The Stalin Era eftir Allen Weinstein og Alexander Vassiliev. The Modern Library gaf út árið 2000. 402 síður í pappírskilju. Verð í Máli og menningu 1.865 kr. Meira
20. júní 2001 | Menningarlíf | 189 orð | 1 mynd

Háaloft fékk verðlaun í Finnlandi

EINLEIKURINN Háaloft vann til 1. verðlauna á Alþjóðlegu kvennaleikhúshátíðinni sem haldin var í Tornio í Finnlandi 7.-10. júní sl. Meira
20. júní 2001 | Fólk í fréttum | 818 orð | 1 mynd

Í orði og á borði

Jello Biafra er goðsögn í heimi pönktónlistar; pólitíkus, hugsuður og aðgerðasinni sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Arnar Eggert Thoroddsen hitti hetjuna á Gauknum og saman reifuðu þeir hinstu rök tilverunnar yfir tveimur vatnsglösum. Meira
20. júní 2001 | Fólk í fréttum | 855 orð | 1 mynd

Íslensk hrynjandi

Milljónamæringarnir, geisladiskur með samnefndri hljómsveit. Milljónamæringarnir eru söngvararnir Ragnar Bjarnason, Páll Óskar, Bjarni Arason, Bogomil Font og Stephan Hilmarz. Hljóðfæraleikarar eru Birgir Bragason á bassa, Einar St. Meira
20. júní 2001 | Fólk í fréttum | 64 orð | 1 mynd

Magnús Ver sigraði með yfirburðum

MAGNÚS Ver Magnússon sigraði með yfirburðum í keppninni um sterkasta mann Íslands árið 2001 sem haldin var um helgina. Hann sigraði í sex greinum af níu og hlaut 75 stig. Meira
20. júní 2001 | Fólk í fréttum | 101 orð | 1 mynd

Nýtt efni væntanlegt

EFTIR SEX ára bið geta aðdáendur Michael Jackson´s huggað sig við það að hann hefur nú lagt lokahönd á nýjustu breiðskífu sína. Mikil leynd hvílir yfir nafni og innihaldi plötunnar góðu. Titillinn mun vera eitt orð sem byrjar á bókstafnum i. Meira
20. júní 2001 | Fólk í fréttum | 400 orð | 1 mynd

Og kóngurinn mælti ...

Stephen King On Writing eftir...ja, gettu. Scribner útgáfan. 2000. 288 bls. Kostar 2800 krónur, innbundin, í Máli & Menningu. Meira
20. júní 2001 | Fólk í fréttum | 939 orð | 4 myndir

Ólympíuleikar nasista

Ólympíuleikarnir í Berlín 1936 voru mikill sigur fyrir stjórn Hitlers en að sama skapi ósigur ólympíuhugsjónarinnar, að því kemur fram í bókinni The Nazi Olympics. Meira
20. júní 2001 | Fólk í fréttum | 204 orð | 2 myndir

Perluhöfn er mál málanna

ÍSLENSKIR ræða nú fátt annað en hvernig Disney tókst til við gerð stórmyndar um árásina á Perluhöfn. Þótt gagnrýnendur séu lítt hrifnir virðist það síður en svo hafa komið niður á aðsókninni - ekki frekar en vestan hafs. Ástæðan er einföld. Meira
20. júní 2001 | Menningarlíf | 808 orð | 2 myndir

"Gerði þetta vel og eftirminnilega"

HAMRAHLÍÐARKÓRINN undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur hélt fimm tónleika í Danmörku frá 16. til 19. júní. Meira
20. júní 2001 | Fólk í fréttum | 300 orð | 1 mynd

"Rennur áfram eins og lest"

SÖNGKONAN Tena Palmer hefur svo sannarlega stungið sér til sunds í íslensku tónlistarlaugina. Síðan hún kom hingað fyrir 5 árum hefur hún verið iðin við kennslu, plötuútgáfu og tónleikahald ýmiskonar. Meira
20. júní 2001 | Menningarlíf | 61 orð

Sólstöðutónleikar í Grasagarðinum

SÓLSTÖÐUTÓNLEIKAR með Moniku Abendroth hörpuleikara og Páli Óskari Hjálmtýssyni söngvara verða haldnir í garðskála Grasagarðsins á morgun, fimmtudag, kl. 22. Meira
20. júní 2001 | Fólk í fréttum | 143 orð | 2 myndir

Standandi lófatak

UM SÍÐUSTU helgi fagnaði Baltimore Lyric House, óperuhúsið í Baltimore-borg, hálfrar aldar afmæli sínu. Af því tilefni voru settar upp þrjár viðhafnarsýningar á óperu Puccinis Turandot. Meira
20. júní 2001 | Myndlist | 966 orð | 4 myndir

Sumar á Akureyri

Opið alla daga frá kl. 13-18. Lokað mánudaga. Til 29. júlí. Aðgangur 300 krónur. Meira
20. júní 2001 | Menningarlíf | 21 orð

Tímabundin lokun listasafns

VEGNA undirbúnings yfirlitssýningar á Errósafni í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi verður safnið lokað til 23. júní en þá verður yfirlitssýningin opnuð... Meira
20. júní 2001 | Menningarlíf | 33 orð

Tónleikar á Hólum

TÓNLEIKAR verða haldnir í Hóladómkirkju á föstudag. Fram koma Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari. Á efnisskrá verða verk m.a. eftir Corelli, Paganini, Ibert o.fl. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er aðgangur... Meira
20. júní 2001 | Menningarlíf | 136 orð | 1 mynd

Útnefnd bæjarlistamaður Garðabæjar

KRISTÍN Helga Gunnarsdóttir rithöfundur var útnefnd bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2001 við hátíðardagskrá í bænum 17. júní og þar var henni jafnframt afhentur starfsstyrkur. Kristín Helga hefur sinnt ritstörfum frá árinu 1998. Meira
20. júní 2001 | Bókmenntir | 429 orð

Vellíðan alla daga

eftir Jane Alexander. Þýðing: Helga Soffía Einarsdóttir. Kápa: Anna Cynthia Leplar. Umbrot: Edda hf. 159 bls. Prentað í Singapúr. Forlagið - Reykjavík - 2001. Meira
20. júní 2001 | Fólk í fréttum | 71 orð | 1 mynd

Vinir í síðasta sinn

NÚ HEFUR verið ákveðið að næsta þáttaröð hinna sívinsælu Friends-þátta, sú níunda, verði sú síðasta. David Schwimmer, sem fer með hlutverk Ross í þáttunum, hefur staðfest þetta og segir það hafa verið einróma ákvörðun leikaranna sex. Meira

Umræðan

20. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 39 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Nk. föstudag, 22. júní, verður sextugur Ólafur Ingólfsson, Arnarhrauni 48, Hafnarfirði. Af því tilefni taka hann og kona hans, Svanhildur Guðmundsdóttir , á móti gestum í sumarhúsi sínu á Eyri í Ingólfsfirði laugardaginn 23. júní nk. kl. Meira
20. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 50 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 20. júní, verður sjötug Hrefna Einarsdóttir, Reykjanesvegi 16, Ytri-Njarðvík. Eigimaður hennar er Guttormur A. Jónsson. Af því tilefni vænta þau þess að laugardaginn 23. Meira
20. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 515 orð

BRAUTSKRÁNING nemenda úr framhaldsskólum landsins hefur...

BRAUTSKRÁNING nemenda úr framhaldsskólum landsins hefur farið fram að undanförnu eins og venjan er á þessum árstíma þótt nokkuð sé einnig um brautskráningar kringum áramót. Meira
20. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 26 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP .

BRÚÐKAUP . Gefin voru saman í Lágafellskirkju þann 24. júní sl. af sr. Þór Haukssyni Dóra Ósk Bragadóttir og Haukur Hafliðason. Heimili þeirra er í Hraunbæ 74,... Meira
20. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 639 orð

Dýravinir, stöndum saman

ÉG las grein í Velvakanda 14. júní sl. eftir JP Fannar Jónsson sem ber yfirskriftina "Hundahald á Íslandi". Ég vil þakka honum fyrir mjög góða grein. Ég tel það sjálfsögð mannréttindi að fólk fái að hafa dýr sín í friði. Meira
20. júní 2001 | Aðsent efni | 772 orð | 1 mynd

Er allt í stakasta lagi?

Samfylkingin, segir Guðmundur Árni Stefánsson, er klár í bátana. Meira
20. júní 2001 | Aðsent efni | 906 orð | 1 mynd

Evra án ESB-aðildar?

Er önnur leið fær en ESB-aðild, spyr Þorsteinn Þorgeirsson, til að Íslendingar geti tekið upp evruna? Meira
20. júní 2001 | Aðsent efni | 961 orð | 1 mynd

Fylgsni fótgönguliðanna

Það er óviðunandi, segir Jónas Bjarnason, að byggð breytist í beinhól. Meira
20. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 568 orð

Höfum við gengið götuna til góðs?

ÞEGAR spíritisminn fór af stað um miðbik 19. aldar varð mikið rót í huga þeirra er héldu að heimurinn væri aðeins það sem skynjað væri með hinum hefðbundnu skynfærum. Þessi nýja hugsun sem síðan barst hingað til lands í upphafi 20. Meira
20. júní 2001 | Aðsent efni | 703 orð | 2 myndir

Ísafjarðarbær er undir "landsmeðaltali"

Þessar niðurstöður Rannsókna og greiningar sýna, segir Hlynur Snorrason, að við erum á réttri leið í forvörnum. Meira
20. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 555 orð

Kristileg hugleiðing

ÞEGAR hugsað er til boðorða Biblíunnar verður manni fyrst hugsað til hve hart maðurinn á jörðinni hefur þurft að berjast fyrir að geta hlýtt þeim, og hve illa honum hefur gengið það. Meira
20. júní 2001 | Aðsent efni | 819 orð | 1 mynd

Langt seilst eftir hverjum vatnsdropa

Með virkjun lítilla bergvatnsáa norðan Snæfells, segir Ólafur F. Magnússon, er langt seilst eftir hverjum vatnsdropa. Meira
20. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 584 orð

Nýr rektor í Skálholti

ÞÁ er það kunnugt orðið öllum landsins lýð, að valinn hefur verið nýr rektor í Skálholti. Það tók tímann sinn, eins og kunnugt er. "Allt (flest) orkar tvímælis þá er gert er," segir í Njálu, og hefur það orðið að málshætti. Meira
20. júní 2001 | Aðsent efni | 622 orð | 1 mynd

Ný viðhorf, nýir möguleikar

Sveitarfélögin geta nú, auk þess að njóta skattleysis, segir Svanfríður Jónasdóttir, ætlað sér allt að 7% arð af orkufyrirtækjum sínum. Meira
20. júní 2001 | Aðsent efni | 556 orð | 1 mynd

Til stjórnvalda

Það er nöturlegt, segir Eiríkur Þorláksson, að þurfa að horfa upp á mikilvæga festu í lífi barnanna okkar hverfa út í veður og vind. Meira
20. júní 2001 | Aðsent efni | 467 orð | 1 mynd

Tækifæri fyrir skattgreiðendur

Samningurinn við Öldung hf. er skattborgaranum miklu dýrari, segir Ögmundur Jónasson, en samsvarandi samningar við allar aðrar stofnanir. Meira
20. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 58 orð

UM HANA SYSTUR MÍNA

Sáuð þið hana systur mína sitja lömb og spinna ull? Fyrrum átti ég falleg gull. Nú er ég búinn að brjóta og týna. Einatt hefur hún sagt mér sögu. Svo er hún ekki heldur nízk: Hún hefur gefið mér hörpudisk fyrir að yrkja um sig bögu. Meira
20. júní 2001 | Aðsent efni | 663 orð | 1 mynd

Útblástur álvers í Reyðarfirði

Álver Reyðaráls, segir Leif Ongstad, mun uppfylla ströngustu kröfur sem þekkjast varðandi útblástursmagn, loftgæði og styrk mengunarefna í sjó. Meira
20. júní 2001 | Bréf til blaðsins | 18 orð | 1 mynd

Þessir duglegu krakkar söfnuðu kr.

Þessir duglegu krakkar söfnuðu kr. 1.500 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau heita Egill, Haukur, Andri, Eydís og... Meira
20. júní 2001 | Aðsent efni | 462 orð | 1 mynd

Þjóðlendur eða þjóðnýting?

Engu er líkara, segir Hjálmar Árnason, en í uppsiglingu sé ein umfangsmesta þjóðnýting á eigum fjölmargra einstaklinga í áratugi eða aldir. Meira

Minningargreinar

20. júní 2001 | Minningargreinar | 502 orð | 1 mynd

Einar Jónsson

Einar Jónsson fæddist 15. ágúst 1931. Hann lést á Landspítalanum 7. júní 2001. Einar var frá Bjarnarnesi í Strandasýslu. Foreldrar hans voru Halldór Jón Sigurðsson f. 27. október 1891, d. 23. mars 1965 og Jórunn Agata Bjarnadóttir f. 11 maí 1893, d. Meira  Kaupa minningabók
20. júní 2001 | Minningargreinar | 642 orð | 1 mynd

GÍSLÍNA JÓNSDÓTTIR

Gíslína Jónsdóttir fæddist á Ytri-Bakka við Hjalteyri 19. janúar 1935. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 15. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hallgrímskirkju 25. maí. Meira  Kaupa minningabók
20. júní 2001 | Minningargreinar | 709 orð | 1 mynd

Gunnar Örn Gunnarsson

Gunnar Örn Gunnarsson fæddist í Vestmannaeyjum 23. apríl 1932. Hann lést á Ísafirði 20. maí sl. Foreldrar hans voru Jóhann Gunnar Ólafsson og Ragna Haraldsdóttir. Bræður hans voru Ólafur, f. 22.3. 1930, maki Ágústa Guðmundsdóttir, f. 3.9. 1938, Hilmar,... Meira  Kaupa minningabók
20. júní 2001 | Minningargreinar | 1831 orð | 1 mynd

Sigurður Þorvaldsson

Sigurður Þorvaldsson fæddist í Héðinsfirði 14. júlí 1928. Hann lést 8. júní síðastliðinn á Landsspítalanum Fossvogi. Foreldrar hans voru hjónin Þorvaldur Sigurðsson, f. 27.4. 1899 að Grundarkoti í Héðinsfirði, d. 17.6. 1981, og Ólína Einarsdóttir, f. 18. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

20. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 513 orð | 2 myndir

Aco-Tæknival tekur til starfa í ágúst

HLUTHAFAFUNDUR Tæknivals var haldinn í gær. Á fundinn mættu fulltrúar fyrir rúmlega 72% hlutafjár. Aðalefni fundarins var samþykkt til hlutafjáraukningar annars vegar upp á 92,5 milljónir að nafnvirði, en sú aukning mun ganga til hluthafa Aco. Meira
20. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 858 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 19.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 19.06.01 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
20. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
20. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 64 orð

Framkvæmdastjóraskipti hjá NPS

STJÓRN NPS Umbúðalausna gekk á fundi sínum í gærmorgun frá ráðningu Bjarna Lúðvíkssonar, fjármálastjóra Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sem framkvæmdastjóra NPS umbúðalausna frá og með fyrsta júlí nk. Meira
20. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 125 orð

Gengistap Olís 380 milljónir í maí

TAP af rekstri Olíufélagsins hf. og dótturfélaga fyrstu fjóra mánuði ársins nam 315 milljónum króna samkvæmt óendurskoðuðu rekstraruppgjöri félagsins. Veiking íslensku krónunnar í maímánuði leiddi til 380 milljóna króna gengistaps í þeim mánuði. Meira
20. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 181 orð

Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn kaupir 14% í eMR

ÍSLENSKI hugbúnaðarsjóðurinn hefur fest kaup á 14% hlut í eMR (electronic Medical Records). Fyrir átti sjóðurinn 5% í félaginu. Meira
20. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 89 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi breyt.

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi breyt. % Úrvalsvísitala aðallista 1.064,7 -1,43 FTSE 100 5.680,4 0,16 DAX í Frankfurt 5.922,53 0,91 CAC 40 í París 5. Meira
20. júní 2001 | Viðskiptafréttir | 1444 orð | 1 mynd

Upplýsingaskylda lögð á fjárfesta

Í UPPHAFI þessa árs tóku gildi breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti. Breytingar þessar fólu í sér að nýjum kafla um útboð verðbréfa var bætt við lögin og að ákvæði um innherjaviðskipti voru styrkt. Meira

Fastir þættir

20. júní 2001 | Fastir þættir | 312 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

Á Evrópumótinu í Turku í Finnlandi árið 1989 varð Ísland í 16. sæti af 25 þjóðum. Það lið var þannig skipað: Guðm. P. Arnarson, Þorlákur Jónsson, Aðalsteinn Jörgensen, Ragnar Magnússon, Valur Sigurðsson og Jónas P. Meira
20. júní 2001 | Fastir þættir | 1765 orð

Hestaþing Mána haldið á Mánagrund Pollar...

Hestaþing Mána haldið á Mánagrund Pollar 1. Ólöf R. Guðmundsdóttir á Vin, 13 v. jörpum, frá Hoffelli. 2. Jóhanna M. Snorradóttir á Kráki, 17 v. frá Skarði. 3. Una M. Unnarsdóttir á Perlu, 10 v. jarpri. 4. Guðbjörg M. Gunnarsdóttir á Védísi, 8 v. Meira
20. júní 2001 | Viðhorf | 820 orð

Hvað nú, hr. Bush?

"Jæja, hr. forseti, hvað heitir nú höfuðborg Frakklands?" er máske ýkt mynd af því sem fram fór á námskeiðinu, en engu að síður var lögð öll áhersla á að forsetinn kæmi vel fyrir í þessari fyrstu ferð sinni. Meira
20. júní 2001 | Í dag | 143 orð | 1 mynd

Safnaðarstarf Dómkirkjan.

Safnaðarstarf Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Háteigskirkja. Kærleiksmáltíð kl. 12 í hádegi í Setrinu. Að henni lokinni er dægradvöl fyrir eldri borgara. Spiluð félagsvist og brids. Kvöldbænir og fyrirbænir í dag kl. 18. Meira
20. júní 2001 | Fastir þættir | 165 orð | 1 mynd

SkÁk - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Staðan kom upp á EM einstaklinga er lauk fyrir skömmu í Ohrid í Makedóníu. Stefán Kristjánsson (2371) stýrði svörtu mönnunum gegn Pavel Smirnov (2521). Meira
20. júní 2001 | Fastir þættir | 1109 orð | 1 mynd

Stefnan sett á ekki færri en fimm gull

Fimm gullverðlaun skulu það vera og helst fleiri, sagði formaður Landssambands hestamannafélaga, Jón Albert Sigurbjörnsson, að lokinni úrtökunni. Fjórir knapar tryggðu sér sæti en einvaldurinn, Sigurður Sæmundsson, velur hina þrjá. Valdimar Kristinsson veltir fyrir sér hverjir eigi möguleika á þeim sætum sem eftir eru. Meira

Íþróttir

20. júní 2001 | Íþróttir | 170 orð

Aðeins Árni Gautur fyrir ofan miðju

ÍSLENSKU knattspyrnumennirnir í norsku úrvalsdeildinni eru ekki ofarlega á lista blaðsins Verdens Gang, sem birtir reglulega lista yfir meðaleinkunn allra leikmanna deildarinnar. Meira
20. júní 2001 | Íþróttir | 119 orð

Arsenal keypti Giovanni

MIÐJUMAÐURINN hollenski Giovanni van Bronckhorst skrifaði í gær undir fimm ára samning við Arsenal. Van Bronckhorst, sem er 26 ára hollenskur miðjumaður, lék áður með Rangers og sagði það skref upp á við fyrir sig að leika með Lundúnafélaginu. Meira
20. júní 2001 | Íþróttir | 284 orð

ATLI Viðar Björnsson var ánægður með...

ATLI Viðar Björnsson var ánægður með að hafa tryggt liði sínu þrjú dýrmæt stig, en sagði að liðið hefði oft leikið betur en það gerði í gærkveldi. "Markið var nokkuð furðulegt. Meira
20. júní 2001 | Íþróttir | 347 orð

Bragi íhugaði að blása leikinn af

AFLEITT veður setti svip sinn á þá leiki sem fram fóru á mánudagskvöld í Símadeild karla og aðstæður voru einna verstar á Akranesi þar sem leikur ÍA og Breiðabliks fór fram. Veðrið var skaplegt í upphafi leiks en versnaði til muna þegar á leið og aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru afleitar. Samkvæmt gögnum frá sjálfvirkri veðurathugunarstöð á Akranesi mældust vindhviður á meðan leikurinn fór fram sem voru meira en 32 metrar á sekúndu eða 12 vindstig. Meira
20. júní 2001 | Íþróttir | 208 orð

Breiðablik er áfram í efsta sætinu...

Breiðablik er áfram í efsta sætinu í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu eftir öruggan sigur á nýliðum Grindvíkinga á útivelli í gærkvöldi, 4:0. Grindavík lék undan strekkingsvindi í fyrri hálfleik, en náði ekki að nýta sér byrinn. Meira
20. júní 2001 | Íþróttir | 92 orð

Britton ekki meira með Eyjakonum

ENSKA landsliðskonan Sammy Britton leikur ekki meira með ÍBV í sumar. Meira
20. júní 2001 | Íþróttir | 287 orð | 1 mynd

* DENNIS Wise fyrirliði Chelsea er...

* DENNIS Wise fyrirliði Chelsea er á leið til Leicester en félagið hefur samþykkt að greiða Chelsea 1,6 milljónir punda fyrir leikmanninn. Wise , sem er 34 ára gamall, hefur leikið með Chelsea í 11 ár og hefur síðustu árin verið fyrirliði liðsins. Meira
20. júní 2001 | Íþróttir | 115 orð

Erla til Grindavíkur

ERLA Dögg Sigurðardóttir, sem leikið hefur með Valsstúlkum í knattspyrnu undanfarin ár, hefur ákveðið að ganga til liðs við Grindavík um tíma í sumar. Erla er búsett í Svíþjóð, þar sem hún leikur með Alviks IF í 1. deildinni. Meira
20. júní 2001 | Íþróttir | 626 orð | 2 myndir

FH-ingar upp fyrir Valsmenn

FH-INGAR skutust í gærkvöldi upp í fjórða sæti úrvalsdeildar karla í knattspyrnu með því að leggja Val, 1:0, á Kaplakrika. Sigur Hafnfirðinga var sanngjarn þó svo markið hafi verið hálfgert óviljaverk eða "misheppnuð fyrirgjöf" eins og Atli Viðar Björnsson markaskorari FH orðaði það. Meira
20. júní 2001 | Íþróttir | 287 orð | 1 mynd

Góð fyrirheit á miðnæturmóti ÍR-inga

NORÐANGARRINN dugði ekki til að slá á keppnisskap frjálsíþróttafólks á miðnæturmóti ÍR, sem fram fór í Laugardalnum í gærkvöldi. Engu að síður fuku engin met en margir bættu sig mikið, sem gefur góð fyrirheit um sumarið og ferð landsliðsins á Evrópubikarkeppnina í vikunni. Hæst bar hundrað metra sprett Sveins Þórarinssonar úr FH, 110 metra grindarhlaup Sólveigar Björnsdóttir UMSS og langstökk Sunnu Gestsdóttur úr UMSS, sem keppti aftur hér á landi eftir tveggja ára frí. Meira
20. júní 2001 | Íþróttir | 101 orð

Jón Arnar keppti í Prag

JÓN Arnar Magnússon varð þriðji af fjórum keppendum í sérstakri þríþraut á minningarmóti Josefs Odlozils í Prag í Tékklandi í fyrrakvöld. Keppt var í 110 m grindahlaupi, kúluvarpi og 200 m hlaupi. Meira
20. júní 2001 | Íþróttir | 513 orð

KNATTSPYRNA Símadeild, efsta deild karla: FH...

KNATTSPYRNA Símadeild, efsta deild karla: FH - Valur 1:0 Staðan: ÍA 531110:510 Fylkir 53118:410 Keflavík 53027:79 FH 52216:58 Valur 52124:37 ÍBV 42112:17 Grindavík 42025:56 KR 52034:56 Breiðablik 52034:76 Fram 50055:110 Markahæstir: Hjörtur Hjartarson,... Meira
20. júní 2001 | Íþróttir | 23 orð

KNATTSPYRNA Símadeild, efsta deild karla: Grindavík:Grindavík...

KNATTSPYRNA Símadeild, efsta deild karla: Grindavík:Grindavík - ÍBV 20 Símadeild, efsta deild kvenna: KR-völlur:KR - Valur 20 1. deild karla: ÍR-völlur:ÍR - Stjarnan 20 3. deild karla: Grenivík:Magni - Völsungur 20 1. deild kvenna: Fjölnisv. Meira
20. júní 2001 | Íþróttir | 280 orð | 1 mynd

Loksins Eyjasigur gegn Stjörnunni

ÍBV sigraði Stjörnuna í Garðabæ 1:0 í gærkvöldi og komst með því í annað sætið í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Ásthildur Helgadóttir skoraði sigurmarkið í fyrsta leik sínum með ÍBV. Meira
20. júní 2001 | Íþróttir | 121 orð

Spjótkast vék fyrir knattspyrnu

EKKERT varð af keppni í spjótkasti á Miðnæturmóti ÍR í frjálsum íþróttum, sem fram fór í Laugardalnum í gærkvöldi, því í ljós kom að Knattspyrnusamband Íslands, sem rekur völlinn, hafði lagt net yfir knattspyrnuvöllinn þrátt fyrir að fyrir lá með löngum... Meira
20. júní 2001 | Íþróttir | 330 orð | 1 mynd

Þeir bestu til Kýpur

VÉSTEINN Hafsteinsson, landsliðsþjálfari Íslands í frjálsum íþróttum, valdi í gær 31 manns hóp til að taka þátt Evrópubikarkeppninni sem fram fer á Kýpur um helgina. Meira
20. júní 2001 | Íþróttir | 392 orð | 1 mynd

* ÞORBJÖRN Atli Sveinsson úr Fram...

* ÞORBJÖRN Atli Sveinsson úr Fram var í gær úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd KSÍ, vegna brottrekstursins í leiknum við Fylki í fyrrakvöld. Hann verður í banni þegar Fram tekur á móti ÍA í úrvalsdeildinni á sunnudaginn kemur. Meira

Úr verinu

20. júní 2001 | Úr verinu | 897 orð | 4 myndir

"Flest bendir til lélegrar nýliðunar"

"Ég hef miklar áhyggjur af nýliðun þorskstofnsins á næstu árum. Uppistaðan í veiðinni næstu tvö árin verður fjögurra og fimm ára þorskur, sem aðeins er farinn að hrygna að litlu leyti. Meira
20. júní 2001 | Úr verinu | 303 orð

Skip komin á miðin

SUMARLOÐNUVEIÐAR máttu hefjast á miðnætti en nokkur íslensk skip voru þegar komin á loðnumiðin í gærkvöldi. Mikill fjöldi norskra skipa hyggur á loðnuveiðar en fjöldi þeirra er þó takmarkaður í íslenskri landhelgi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.