Greinar föstudaginn 13. júlí 2001

Forsíða

13. júlí 2001 | Forsíða | 198 orð

Bjartsýniskippur á Wall Street

GENGI hlutabréfa í kauphöllinni í New York tók kipp upp á við í gær. Fjárfestar virtust taka vægt bjartsýniskast eftir að afkomutölur nokkurra fyrirtækja reyndust jákvæðari en margir höfðu þorað að vona eftir samdráttarfregnir síðustu mánaða. Meira
13. júlí 2001 | Forsíða | 139 orð | 1 mynd

Ólympíuleikar í Peking 2008?

ATHYGLI fjölmiðla beindist í gær að fulltrúum Peking á síðasta blaðamannafundinum sem haldinn var áður en Alþjóðaólympíunefndin kveður upp úr með hvaða borg mun hreppa réttinn til að halda Ólympíuleikana árið 2008. Meira
13. júlí 2001 | Forsíða | 242 orð

Skriðdrekaskothríð á palestínskar lögreglustöðvar

ÍSRAELAR skutu úr skriðdrekafallbyssum á eftirlitsstöðvar palestínsku lögreglunnar í bænum Nablus á Vesturbakkanum í gær, í kjölfar tveggja fyrirsáta sem ísraelskir vegfarendur lentu í. Meira
13. júlí 2001 | Forsíða | 260 orð | 1 mynd

Spenna og götuóeirðir á N-Írlandi

TUGIR óeirðaseggja köstuðu grjóti og bensínsprengjum í lögreglumenn á nokkrum stöðum á Norður-Írlandi í gær þegar árleg göngutíð Óraníureglunnar náði hámarki. Meira

Fréttir

13. júlí 2001 | Landsbyggðin | 146 orð | 1 mynd

600 bændur græða landið

SÍÐAN árið 1990 hefur verið í gangi samstarfsverkefni milli bænda og landgræðslunnar. Tilgangur verkefnisins hefur verið að stöðva rof og þekja land gróðri og gera það nothæft til beitar. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 95 orð

Að verða uppselt til Eyja

HJÁ Bifreiðastöð Íslands fengust þær upplýsingar í gærkvöldi að uppselt væri að verða til Eyja um verslunarmannahelgina. Meira
13. júlí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 1107 orð | 2 myndir

Afbrotin hafa færst inn á skemmtistaðina

AFBROTUM hefur fjölgað verulega á þeim stöðum sem hafa framlengt vínveitinga- og skemmtanaleyfi umfram þá staði sem ekki hafa slíkt leyfi. Meira
13. júlí 2001 | Akureyri og nágrenni | 286 orð

Afkastagetan um 2.000 manns á klukkustund

BÆJARRÁÐ Akureyrar heimilaði á fundi sínum í gær að gengið verði til viðræðna við austurríska skíðalyftuframleiðandann Doppelmayr um kaup á nýrri stólalyftu sem sett verður upp í Hlíðarfjalli. Meira
13. júlí 2001 | Landsbyggðin | 172 orð | 1 mynd

Alls 1400 manns í sumarbúðunum

VEL hefur gengið að bóka í hefðbundna sumardvalarflokka í sumarbúðirnar í Vatnaskógi í Svínadal. Alls eru tæplega eitthundrað drengir í hverjum flokki, en hver flokkur dvelur í vikutíma í senn. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 67 orð

Alþjóðahús í Hafnarstræti

ALÞJÓÐAHÚS, sem taka á til starfa í haust, verður í Hafnarstræti 1-3 í Reykjavík takist samningar við eigendur hússins. Að sögn Snjólaugar Stefánsdóttur, verkefnisstjóra hjá Reykjavíkurborg, er nú unnið að ráðningu framkvæmdastjóra. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Arnarvarp með meira móti í ár

ARNARVARP er með meira móti á landinu í ár og útlit er fyrir að heldur fleiri arnarpör komi ungum á legg í sumar en undanfarin ár og almennt hefur varpið gengið heldur betur nú síðustu 3-4 árin en áður var, samkvæmt upplýsingum frá Kristni H. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 74 orð

Á 163 km hraða á Holtavörðuheiði

LÖGREGLUMENN frá Hólmavík og Blönduósi voru sameiginlega við radarmælingar á Holtavörðuheiði í fyrradag. Á sex klukkustundum mældust 24 ökumenn aka yfir leyfilegum hámarkshraða og sá er hraðast ók var á 163 km hraða. Meira
13. júlí 2001 | Miðopna | 786 orð | 1 mynd

Bjargvætturinn frá Barcelona

JUAN Antonio Samaranch lætur um helgina af starfi forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar eftir 21 ár á valdastóli. Þar með hverfur úr starfi áhrifamesti forseti IOC frá Pierre de Coubertin en aðeins sjö menn hafa gegnt starfinu í 107 ára sögu nefndarinnar. Meira
13. júlí 2001 | Akureyri og nágrenni | 209 orð

Bóndi sektaður vegna ólöglegrar netalagnar í sjó

BÓNDI í Dalvíkurbyggð hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur til að greiða 20 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs vegna brota á lögum um lax- og silungsveiði. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 61 orð

Breti stöðvaður með 6 kíló af hassi

SEX kíló af hassi fundust í ferðatösku bresks karlmanns þegar hann kom til landsins frá Ósló á sunnudaginn. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur lagt hald á hátt í 19 kíló af hassi á þessu ári en allt árið í fyrra var lagt hald á rúmlega 12 kíló. Meira
13. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 396 orð | 1 mynd

Chirac hyggst snúast til varnar

JACQUES Chirac Frakklandsforseti undirbýr nú gagnsókn gegn rannsóknardómurum sem rannsaka meint fjármálamisferli forsetans frá þeim tíma er hann gegndi embætti borgarstjóra Parísar. Meira
13. júlí 2001 | Suðurnes | 264 orð

Dregið úr álagi á stjórnendur

BÆJARRÁÐ Grindavíkur hefur samþykkt að veita 4,3 milljónir til endurskipulagningar á stjórnun í grunnskóla bæjarins. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 183 orð

Dæmdur í fimm mánaða fangelsi

ÍSLENDINGURINN, sem var handtekinn á Waterloo-stöðinni í London með amfetamín 2. júní sl., hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi í Bretlandi fyrir fíkniefnasmygl. Helmingur refsitímans er skilorðsbundinn. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 107 orð

Eigum ekki Norðurlandamet í reykingum

VIÐ kynningu á alþjóðlegri skýrslu nú í vikunni var fullyrt að sígarettusala væri meiri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum. Þetta er ekki rétt, samkvæmt því sem kemur fram í fréttatilkynningu frá Krabbameinsfélaginu og Tóbaksvarnanefnd. Meira
13. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 351 orð | 2 myndir

Einhorn framseldur

FRÖNSK yfirvöld höfnuðu í gær beiðni bandaríska flóttamannsins Ira Einhorns um að ógilda tilskipun um að hann yrði framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða sambýliskonu sína árið 1977. Meira
13. júlí 2001 | Akureyri og nágrenni | 51 orð

Endir allra funda

ENDIR allra funda er yfirskrift bókmenntakvölds sem haldið verður í Deiglunni, Kaupvangsstræti á Akureyri, föstudagskvöldið 13. júlí. Þorsteinn Gylfason hefur umsjón með þessu bókmenntakvöldi og sá um samantekt þess. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 178 orð

Framlenging á eldri samningi til bráðabirgða

ATKVÆÐAGREIÐSLA fór fram í gær um kjarasamning sjúkrahúslækna sem gerður var rétt fyrir síðustu mánaðamót og var hann samþykktur með miklum meirihluta. Um er að ræða framlengingu á fyrri samningi sjúkrahúslækna og gildir hann frá 1. Meira
13. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Framsali Milosevic mótmælt?

ÞING Júgóslavíu kom saman í gær til að ræða tillögu stuðningsmanna Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta, um að mótmæla framsali hans til stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 59 orð

Framsókn og Skagafjarðarlisti mynda meirihluta

LISTAR Framsóknarflokks og Skagafjarðarlista hafa myndað nýjan meirihluta í sveitarstjórn Skagafjarðarkaupstaðar, en meirihlutasamstarfi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks var slitið sl. föstudag vegna ágreinings. Meira
13. júlí 2001 | Akureyri og nágrenni | 227 orð | 1 mynd

Fyrstu ungarnir komnir í húsið

FYRSTU ungunum var fyrir fáum dögum komið fyrir í eldishúsi Íslandsfugls í landi Ytra-Holts, skammt sunnan Dalvíkur. Búist er við að fyrstu kjúklingar fyrirtækisins komi á markað um miðjan ágúst. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 140 orð

Gönguferð Samfylkingar

VETTVANGSRÁÐ Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi gengst fyrir gönguferð n.k. laugardag, þann 14. júlí. Safnast verður saman framan við Hafnarfjarðarkirkju kl. 11. Ekið verður í einkabílum að skógræktargirðingu við Krýsuvíkurveg en þar hefst gangan. Meira
13. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Hannelore Kohl syrgð

Kona skoðar borða á einum blómkransanna sem lagðir voru á gröf Hannelore Kohl í fjölskyldugrafreit Kohl-fjölskyldunnar í Ludwigshafen, en útför kanzlarafrúarinnar fyrrverandi fór fram frá dómkirkjunni í Speyer í fyrradag. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 131 orð

Helgardagskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum

UM helgina verður ýmislegt í boði fyrir gesti þjóðgarðsins á Þingvöllum. Á laugardaginn verður gengið í Snóku klukkan 13. Snóka er ein dýpsta gjáin á Þingvöllum og er jafnframt ein sú gróðursælasta. Lagt verður af stað klukkan 13.00 frá þjónustumiðstöð. Meira
13. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 311 orð

Hitastig hækkar hratt

ÆÐSTA vísindanefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna IPCC (Intergovernmental Panel on Climate Change) greindi frá því á fréttamannafundi í Amsterdam sl. Meira
13. júlí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 390 orð | 1 mynd

Hittir umbjóðendurna

"Sjáðu okkur, við erum að borða ávexti úti," heyrðist frá nokkrum glaðbeittum krökkum sem sátu og hámuðu í sig safaríkar appelsínur úti í garði á leikskólanum Urðarhóli í gær. Meira
13. júlí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 107 orð

Hringbraut kláruð eftir helgi

STEFNT er að því að halda áfram að leggja malbik á Hringbrautina á mánudag eða þriðjudag eftir nokkurra daga hlé vegna bilunar sem varð í malbikunarstöð á staðnum á miðvikudag. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 165 orð

Hægt að koma búnaðinum fyrir í öllum íslenskum skipum

FJÖLÞJÓÐLEGT fjareftirlit með fiskveiðum, sem Ísland er aðili að, hefur gert fiskveiðieftirlit mun skilvirkara, að sögn Hafsteins Hafsteinssonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 32 orð | 1 mynd

Hættulegar mínútur

Á fyrsta degi nautahlaupsins í Pamploma á Spáni urðu sex hlauparar fyrir hornum nautanna og slösuðust alvarlega. Mörg hundruð manns tóku þátt í hlaupinu undan sex stæðilegum nautum. Hlaupið tók aðeins fimm... Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 71 orð

Innbrot í Reykjavík

AÐFARANÓTT fimmtudags var brotist inn á tveimur stöðum í Reykjavík. Að sögn lögreglu var brotist inn í kennslustofu á kvennadeild Landspítalans og skjávarpa stolið, en tilkynnt var um innbrotið um klukkan fimm um nóttina. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 752 orð | 3 myndir

Í fyrsta sinn sem reynir á fjareftirlitskerfið

Mál norsku skipstjóranna sem hafa verið ákærðir fyrir landhelgisbrot er fyrsta málið sem fer fyrir dómstóla eftir að nýtt fjareftirlitskerfi var tekið í notkun. Nína Björk Jónsdóttir kynnti sér kerfið. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 190 orð

Í haldi til að tryggja öryggi annarra

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem réðst á móður sína hinn 4. júlí sl. og veitti henni 10 sentímetra langan skurð á háls með skærum. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 88 orð

Íslenska dyslexíufélagið semur við Heimili og skóla

ÍSLENSKA dyslexíufélagið hefur undirritað samstarfssamning við Heimili og skóla, landssamtök foreldra. Samningurinn felur í sér að Heimili og skóli mun styðja við Íslenska dyslexíufélagið og veita því ýmsa aðstoð og þjónustu. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Kaupum á Frumafli hafnað

MIKILL meirihluti hluthafa í Lyfjaverslun Íslands vill ógilda samning um kaup á Frumafli hf. Þetta var niðurstaða hluthafafundar sem haldinn var á þriðjudaginn. Mætt var á fundinn fyrir 97,81% atkvæða. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 135 orð | 2 myndir

Kuldi hamlar veiði

KALT hefur verið á Norðausturlandi undanfarna daga og kuldinn hamlað veiðiskap. Úr Hafralónsá í Þistilfirði eru komnir 20-30 laxar á land. Þar hefur sést svolítið af fiski að ganga síðustu daga, að sögn veiðimanna. Meira
13. júlí 2001 | Suðurnes | 210 orð | 1 mynd

Liður í einsetningu skólans

FRAMKVÆMDIR eru hafnar við stækkun grunnskólans í Garði. Að sögn Einars Valgeirs Arasonar, skólastjóra Gerðaskóla, er áætlað að framkvæmdum við þennan áfanga ljúki haustið 2002. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 46 orð

Loftstökk Vinnuskólans

SUMARHÁTÍÐ Vinnuskóla Reykjavíkur var haldin í blíðskaparveðri í Laugardal í gær og var þar mikið um dýrðir. Um 1.400 starfsmenn Vinnuskólans á aldrinum 14 til 16 ára komu þar saman, kepptu í íþróttum og sýndu listir sínar. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 622 orð | 5 myndir

Miðbærinn heillar á sólskinsdegi

GÓÐA veðrið lék við borgarbúa sem og aðra í höfuðborginni í gær og skein sól í heiði. Gatnaframkvæmdirnar í Pósthússtræti virtust ekki hafa truflandi áhrif á nærstadda og var Austurvöllur iðandi af lífi. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

Mikill ferðamannastraumur

SÓL og blíðskaparveður hefur verið á sunnanverðu Snæfellsnesi alla síðustu viku. Fjöldi ferðamanna hefur lagt leið sína á svæðið, allir gististaðir voru yfirfullir og á tjaldsvæðum á Arnarstapa og Hellnum voru fleiri hundruð manns. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 791 orð | 1 mynd

Miklar annir - líf og fjör

Sigríður Ólafsdóttir fæddist 21. apríl 1969 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1989 og prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1995. Hún starfaði þrjú ár við menntamálaráðuneytið við endurgerð nýrra námsskráa og kenndi einn vetur við Vesturbæjarskólann. Frá febrúar sl. hefur hún verið rekstrarstjóri Farfuglaheimilisins í Laugardal. Sigríður er í sambúð með Bergþóri Haukssyni, eðlis- og tölvunarfræðingi hjá OZ, og eiga þau tvö börn. Meira
13. júlí 2001 | Landsbyggðin | 145 orð | 1 mynd

Móðurlaus síðgotlingur

ÞAÐ er ekki algengt að hreinkýr beri þegar komið er fram í júlí en kemur þó fyrir. Venjulega bera þær allar í maí og kálfarnir orðnir stálpaðir um þetta leyti. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 261 orð

Myndi auka öryggi sjófarenda

HAFSTEINN Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, vill að tilkynningarskylda íslenskra skipa verði færð undir Landhelgisgæsluna. Hann telur að þannig væri hægt að auka öryggi íslenskra sjómanna og ná fram talsverðri hagræðingu og sparnaði. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 33 orð

NATO og Evrópusambandið

MÁLFUNDUR um stækkun NATO, eldflaugavarnarkerfið og vanda íslenskrar ráðastéttar andspænis ráðastéttum annarra landa verður haldinn í dag, föstudag, klukkan 17.30 í Pathfinder-bóksölunni, Skólavörðustíg 6B. Meira
13. júlí 2001 | Landsbyggðin | 238 orð | 1 mynd

Ný brú að Skarðsfjöruvita

Á LEIÐINNI í Skarðsfjöruvitann hefur lengi verið ónýt brú. Hefur þar nú verið byggð önnur ný og hentugri og nógu breið fyrir alla bíla. Er þetta á aðal-fráveituskurðinum frá byggðinni í Út-Meðallandi. Járnbitarnir eru úr gömlu Hörgárbrúnni. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Ný hársnyrtistofa við Þönglabakka

"NÝ HÁRSNYRTISTOFA hefur verið opnuð á Þönglabakka 1 á annarri hæð í Mjóddinni. Nafn stofunar er Crinis-Hár og hóf hún starfsemi í apríl síðastliðnum. Eigendur stofunnar eru þær Bryndís Ósk Jónsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir. Meira
13. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Ný hurð á geimstöðina

GEIMSKUTLAN Atlantis hóf sig á loft frá geimvísindastöðinni á Canaveralhöfða á Flórída í gærmorgun og hafði innanborðs nýja hurð á alþjóðlegu geimstöðina Alpha, að verðmæti um 16 milljarðar króna. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Nýjar íslenskar

FYRSTU íslensku kartöflurnar á þessu sumri verða til sölu í dag í verslunum Hagkaups á höfuðborgarsvæðinu. "Um takmarkað magn er að ræða í fyrstu, u.þ.b. 1 tonn. Kartöflurnar koma frá Sóleyjarbakka í Hrunamannahreppi. Um er að ræða premier-afbrigði. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 339 orð

Ódýrara fyrir Íslendinga að "reika" í Evrópu en í Bandaríkjunum

ÞAÐ sem leiddi til hækkunar Símans á þeim gjöldum sem farsímanotendur þurfa að greiða þegar hringt er í þá erlendis eru svokölluð samtengigjöld. Meira
13. júlí 2001 | Miðopna | 2248 orð | 1 mynd

Ólympíunefnd á krossgötum

Þing Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) í Moskvu um helgina markar þáttaskil í starfsemi hreyfingarinnar, skrifar Ágúst Ásgeirsson, en Juan Antonio Samaranch lætur þá af starfi forseta samtakanna. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 120 orð

Óvenjumargar athugasemdir

SKIPULAGSSTOFNUN hefur frestað uppkvaðningu úrskurðar um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar sem kveða átti upp í dag. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Pósthússtræti endur-nýjað

Pósthússtræti við Austurvöll er í endurnýjun þessa dagana, líkt og aðrar götur í miðborginni, þar sem jarðvegsskipti standa yfir með aðstoð stórvirkra vinnuvéla. Strætið verður síðan hellulagt og snjóbræðslurör lögð þar undir. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 548 orð | 1 mynd

"Eins og í versta Tarzan-ævintýri"

STUTT gönguferð um frumskóga Ekvador, sem átti að taka 2-3 tíma, snerist upp í hálfgerða martröð hjá Íslendingunum Sigurjóni Magnússyni, 25 ára, og Borghildi Kristjánsdóttur, 22 ára, sem villtust í skógunum í síðustu viku ásamt frönskum ferðamönnum og... Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 102 orð

"Þægilegra að aka vinstra megin"

LÖGREGLAN á Hólmavík stöðvaði á föstudaginn í síðustu viku akstur konu um sjötugt en kvartanir höfðu borist frá ökumönnum um að hún æki bílnum á öfugum vegarhelmingi. Þannig hefði hún ekið vinstra megin á veginum í blindbeygjur og yfir blindhæðir. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 102 orð

Ratleikur í Heiðmörk

RATLEIKUR verður meðal atriða á Fjölskylduhátíð Orkuveitunnar í Heiðmörk á morgun, laugardag. Í ratleik er sameinað víðavangshlaup og færni í að rata eftir korti og áttavita. Einnig verður í boði einfölduð útgáfa af leiknum sem nefnist fjársjóðsleit. Meira
13. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 164 orð

Rússar hætta kavíarvinnslu

RÚSSAR hyggjast tímabundið hætta styrjuveiðum í Kaspíahafi - og þar með kavíarvinnslu - til að koma í veg fyrir að styrjustofninn deyi út. Meira
13. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 213 orð

Sígaunar lokkaðir til Noregs

NOKKUR hundruð Búlgarar hafa á undanförnum vikum komið til Noregs með rútum og hafa þeir látið heillast af auglýsingum sem birtar hafa verið í heimalandinu. Þar er meðal annars sagt að milljón störf séu laus í Noregi. Meira
13. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 326 orð | 1 mynd

Símeon myndar nýja Búlgaríustjórn

SÍMEON öðrum, fyrrverandi konungi Búlgaríu, verður falið að mynda næstu ríkisstjórn landsins. Petar Stojanov forseti mun fela honum umboðið á sunnudag og fær Símeon þá viku til að ljúka verkinu. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 210 orð

Starfsmönnum fjölgað í Vestmannaeyjum

ÞORGEIR Pálsson, flugmálastjóri, segir að í ljósi umræðu um flugöryggi á síðasta ári og í ljósi tilmæla samgönguráðherra verði nýtt skipulag og aukið eftirlit með flugumferð milli lands og Eyja um komandi verslunarmannahelgi. Meira
13. júlí 2001 | Suðurnes | 774 orð | 3 myndir

Steinbítur og trjónukrabbi heilla gesti

SÆDÝRASAFNIÐ í Höfnum hefur nú verið opið í rúm sjö ár og hefur safnið verið mjög vinsæll áfangastaður erlendra ferðamanna auk þess sem grunnskólabörn heimsækja safnið á veturna og gera þar verkefni tengd lífríki sjávar. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 91 orð

Sumarhátíð í Galtalæk til styrktar hjartveikum börnum

ÆGISKLÚBBURINN mun nú um helgina, dagana 14. og 15. júlí, í samvinnu við Seglagerðina Ægi, Osta- og smjörsöluna, Mylluna, Vífilfell, Goða og Mjólkursamsöluna bjóða hjartveikum börnum og fjölskyldum þeirra til sumarhátíðar í Galtalæk. Meira
13. júlí 2001 | Akureyri og nágrenni | 123 orð

Söguganga um Innbæinn og Fjöruna

SÖGUGANGA um Innbæinn og Fjöruna á vegum Minjasafnsins á Akureyri verður farin á morgun, laugardag, 14. júlí, kl. 14. Þar verður saga bæjarins rakin út frá þeim húsum sem nú standa og þeim sem þekkt eru frá fyrri tíð. Meira
13. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 220 orð

Teppur Pútíns

SVO virðist sem bílalest Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sé borgurum landsins til mikils ama og valdi ógnarlöngum umferðarteppum. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 92 orð

Teygjusokkar geta hjálpað

TEYGJUSOKKAR geta komið í veg fyrir blóðtappa í fótleggjum og ýmsa aðra æðasjúkdóma, samkvæmt rannsóknum æðaskurðlækna, að því er segir í fréttatilkynningu frá Helga Thorvaldssyni, sem flytur slíka sokka inn og eru þeir til sölu í flestum apótekum. Meira
13. júlí 2001 | Akureyri og nágrenni | 142 orð

Tilbrigði við Fjallamjólk Kjarvals

STEFÁN Jónsson myndlistarmaður á Akureyri vinnur nú að gerð nýstárlegs listaverks sem sett verður upp í göngugötunni í Hafnarstræti á Akureyri. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 434 orð

Tímasetning verðmælinga getur skipt máli

TÍMASETNING verðmælinga getur skipt máli þegar vísitala neysluverðs er reiknuð út, en hér á landi eiga verðmælingar sér stað fyrstu tvo virka daga í hverjum mánuði. Jökull M. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 302 orð

Tveggja ára stöðugleiki gagnvart evru forsenda fyrir EMU-aðild

PEDRO Solbes Mira, sem fer með efnahags- og gjaldmiðilsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), segir að þótt samningaviðræður við Ísland og Noreg tækju væntanlega skamman tíma ef þau sæktu um aðild að sambandinu yrðu þau að bíða jafnlengi og... Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 61 orð

Tæp 55 þús. eintök seld á dag

SAMKVÆMT nýjum tölum frá Upplagseftirliti Verslunarráðs Íslands var meðaltalssala á Morgunblaðinu á dag 54.963 eintök hvern mánuð á fyrri helmingi þessa árs. Á sama tíma árið 2000 var meðaltalssalan 55.528 eintök á dag. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 211 orð | 2 myndir

Um 1.400 unglingar á sumarhátíð Vinnuskólans

SUMARHÁTÍÐ Vinnuskóla Reykjavíkur var haldin í sól og blíðskaparveðri í Laugardal í gær. Um 1.400 starfsmenn vinnuskólans á aldrinum 14 til 16 ára tóku þátt í hátíðinni, sem er árlegur viðburður í starfi Vinnuskólans. Meira
13. júlí 2001 | Akureyri og nágrenni | 77 orð | 1 mynd

Unnið í skjóli skips

Það voru talsverð viðbrigði fyrir Norðlendinga að fá norðanátt og kalsarigningu eftir einmuna veðurblíðu sem verið hefur síðustu vikur en þessir krakkar í unglingavinnu Akureyrarbæjar létu veðrið ekki á sig fá og unnu sér til hita í miðbæ Akureyrar í... Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 278 orð

Vanir óvönduðum yfirlýsingum

VERSLUNARMENN bregðast reiðir við ásökunum landbúnaðarráðherra í DV í gær um að tollalækkanir á grænmeti hafi ekki skilað sér til neytenda. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Viðgerðir á Hvítárbrú

ÞESSA dagana fara fram viðgerðir á Hvítárbrú hjá Ferjukoti í Borgarfirði. Er brúnni lokað frá kl. átta á morgnana til kl. tíu á kvöldin, sex daga vikunnar. Múrarar vinna m.a. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 361 orð

Yfirlýsing frá rektor Háskóla Íslands

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Páli Skúlasyni, rektor Háskóla Íslands: "Vegna umfjöllunar fjölmiðla um þá ákvörðun Háskóla Íslands að leggja niður tvö störf háskólakennara vill Páll Skúlason háskólarektor taka fram... Meira
13. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 400 orð | 1 mynd

Þrjóskan holdi klædd

CARLA Del Ponte fæddist árið 1947 í Lugano í Sviss. Hún fékk málafærsluréttindi árið 1972 og vann sem lögmaður í Lugano til ársins 1985 þegar hún var skipaður saksóknari. Meira
13. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 32 orð

Þroskaþjálfar semja

SAMNINGAR hafa náðst í kjaradeilu þroskaþjálfa og ríkisins. Samkvæmt samningnum hækka byrjunarlaun úr 100 þúsund krónum í 143 þúsund. Þessa dagana er verið að kynna þroskaþjálfum samninginn. Verkfallinu var frestað til 1.... Meira

Ritstjórnargreinar

13. júlí 2001 | Leiðarar | 455 orð

ÁSTANDIÐ Í MIÐBORGINNI

Ástandið í miðborg Reykjavíkur er á stundum sorglegt. Þeir sem þangað leggja leið sína verða að horfa upp á fólk á vergangi í misjöfnu ástandi er gjarnan hópast saman með tilheyrandi háreysti og jafnvel ryskingum. Meira
13. júlí 2001 | Staksteinar | 391 orð | 2 myndir

Ekki vera áratugum á eftir í hugsun

ÁGÚST Einarsson, prófessor og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, gerir 150 ára afmæli þjóðfundarins að umræðuefni á vefsíðu sinni og hvetur fólk til þess að vera ekki á eftir öðrum þjóðum í hugsun. Meira
13. júlí 2001 | Leiðarar | 339 orð

ÞORSKELDI

Áhugi er vaxandi á þorskeldi hér á landi Til þess liggja augljósar ástæður. Þegar litið er yfir margra áratuga tímabil hefur dregið úr þorskafla á sama tíma og eftirspurn eftir fiskafurðum fer stöðugt vaxandi. Meira

Menning

13. júlí 2001 | Myndlist | 369 orð | 1 mynd

Að fanga óreiðuna

Til 28. júlí. Opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 13-17. Meira
13. júlí 2001 | Menningarlíf | 234 orð | 1 mynd

Að iðka gott til æru

LENGI hefur tíðkast að staðartónskáld Sumartónleika í Skálholti semji tónverk til frumflutnings á Sumartónleikunum. Um helgina er Karólína Eiríksdóttir staðartónskáld. Meira
13. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 284 orð | 1 mynd

Á minningarplötu um Joey Ramone

Eilífðarpönkararnir í Fræbbblunum verða með hljómleika í kvöld á Grand Rokk en með þeim spilar tilfinningapönksveitin Suð. Það er meira en líklegt að loft verði lævi blandið enda dagsetningin fræg að endemum. Við erum að tala um föstudaginn 13. Meira
13. júlí 2001 | Menningarlíf | 251 orð

Bach túlkar Vivaldi og Reger túlkar Bach

TÓNLEIKARÖÐIN Sumarkvöld við orgelið heldur áfram í Hallgrímskirkju um helgina. Einn efnilegasti organisti Svía, Ulf Norberg, leikur á tvennum tónleikum. Organistarnir sem koma fram í tónleikaröðinni í sumar eiga það sammerkt að vera ungir að árum. Meira
13. júlí 2001 | Menningarlíf | 623 orð

Bíóin í borginni

FRUMSÝNINGAR Animal Laugarásbíó, Regnboginn, Stjörnubíó Bridget Jones Diaries Bíóhöllin, Háskólabíó Memento Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Christopher Nolan. Aðalleikendur: Guy Pierce, Carrie-Anne Moss, Joe Pantoliano. Meira
13. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 142 orð | 1 mynd

Dansvæn dilltónlist

Í KVÖLD og annað kvöld tekur villt gleðin völdin þegar fönksveitin Atóm hefur leik sinn hálftíma eftir miðnætti á Vídalín, Aðalstræti. Meira
13. júlí 2001 | Menningarlíf | 406 orð | 1 mynd

Dýrið tekur yfirhöndina

Laugarásbíó, Regnboginn, Stjörnubíó, Borgarbíó Akureyri og Nýja bíó Keflavík frumsýna bandarísku gamanmyndina The Animal. Meira
13. júlí 2001 | Menningarlíf | 400 orð | 1 mynd

Dæmalausar dagbækur

Háskólabíó, Sambíóin Álfabakka, Nýja bíó Akureyri og Nýja bíó Keflavík frumsýna gamanmyndina The Bridget Jones's Diary með Renee Zellweger. Meira
13. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 589 orð | 2 myndir

Forvitnilegt fólk

Í haust verður frumsýnd ný íslensk kvikmynd sem ber heitið Reykjavík Guesthouse - Rent a Bike. Birta Björnsdóttir hitti þau Unni Ösp Stefánsdóttur og Björn Thors leikstjóra, handritshöfunda og framleiðendur myndarinnar. Meira
13. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 33 orð | 3 myndir

Grillveisla fyrir landgræðslumenn

LANDGRÆÐSLUMENN á Fljótsdalshéraði hittust og fögnuðu unnum áfanga við landgræðslu á Sænautaseli á Jökuldalsheiði. Grillað var lambakjöt og spiluð hljómlist á harmoniku og gítar auk þess sem léttar veitingar voru á... Meira
13. júlí 2001 | Menningarlíf | 57 orð

Kvartett Hauks Gröndal á Jómfrúnni

Á SJÖUNDU tónleikum sumartónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu á laugardag kemur fram kvartett saxófónleikarans Hauks Gröndal. Með Hauki leika Björn Thoroddsen á gítar, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Meira
13. júlí 2001 | Menningarlíf | 74 orð

Lestur og spjall með ljóðskáldi

LESTUR og spjall verður með þýska ljóðskáldinu og þýðandanum Manfred Peter Hein í dag kl. 15 í stofu 301 í Nýja Garði v/Suðurgötu, en hann er gestur Þýðingarseturs Hugvísindastofnunar HÍ. Meira
13. júlí 2001 | Menningarlíf | 62 orð

Líf og dauði

HELGA Birgisdóttir og Olga Pálsdóttir opna sýninguna Líf og dauði í listasalnum MAN, Skólavörðustíg 14, á laugardag kl. 17. Meira
13. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 85 orð | 1 mynd

Okrar í góðgerðarskyni

Michael Jackson gefur út nýja plötu í október sem kallast Invincible. Mánuði áður verða tvennir góðgerðartónleikar í Madison Square Garden þar sem fram koma m.a. Britney Spears, 'N Sync, Whitney Houston og Quincy Jones. En herlegheitin verða ekki... Meira
13. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 445 orð | 3 myndir

Slökkviliðsstemning í Háskólabíói

MARGT VAR um manninn á forsýningu kvikmyndarinnar Dagbók Bridget Jones, sem fram fór í Háskólabíói á miðvikudag. Fyrir sýningu myndarinnar voru veitt verðlaun fyrir bestu smásöguna í smásagnakeppni Bridget Jones sem mbl.is stóð fyrir. Meira
13. júlí 2001 | Menningarlíf | 13 orð

Sýningu lýkur

Sýningarsalur Íslenskrar grafíkur Einkasýningu Stellu Sigurgeirsdóttur, "Portrett landslag - tuttugu orð", lýkur sunnudaginn 15.... Meira
13. júlí 2001 | Menningarlíf | 65 orð

Verk Serra skoðað

ÁÆTLAÐ er að fara í göngu í fyrramálið um vesturenda Viðeyjar sem hefur að geyma listaverk Richards Serra. Hugsunin bak við listaverkið verður kynnt jafnóðum í göngunni. Richard Serra er spænsk-amerískur naumhyggjulistamaður og á hann verk m.a. Meira
13. júlí 2001 | Menningarlíf | 419 orð | 1 mynd

Þar sem skrítið telst eðlilegt

"TORRÁÐIÐ verk myrkra alda dregið fram í dagsljósið," segir í fyrirsögn dóms um sýninguna Eddu eftir Benjamin Bagby og í leikstjórn Pings Chongs sem birtist á forsíðu menningarkálfs The New York Times í gærmorgun. Meira
13. júlí 2001 | Menningarlíf | 19 orð

Þjóðlagahátíð á Siglufirði

Bræðsluminjasafnið Grána kl. 21. Norrænar ballöður og miðaldasöngvar. Flytjendur: ALBA, Danmörku Poul Høxbro, flautur og trommur, Miriam Andersen, söngur og... Meira

Umræðan

13. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 38 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Á morgun, laugardaginn 14. júlí, verður fimmtug Sigrún Margrét Jónasdóttir, Gerðavöllum 15, Grindavík. Meira
13. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 22 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag föstudaginn 13. júlí verður fimmtugur Björn Vífill Þorleifsson, veitingamaður , Heiðargili 6, Keflavík. Eiginkona hans er Nanna S.... Meira
13. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 24 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í gær, fimmtudaginn 12. júlí, varð sextugur Sævar Helgason, skiltagerðamaður, Veghúsum, Keflavík. Hann og eiginkona hans, Ragnheiður Skúladóttir , eru stödd í... Meira
13. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 53 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Nk. sunnudag 15. júlí verður áttræð Halldóra Þorvaldsdóttir, fyrrv. stöðvarstjóri Pósts og síma í Reykholti. Af því tilefni taka hún og eiginmaður hennar, Jón Þórisson, fyrrv. Meira
13. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 21 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag föstudaginn 13. júlí verður níræður Ásgrímur Hartmannsson, fyrrverandi bæjarstjóri, Aðalgötu 24, Ólafsfirði. Eiginkona hans er Helga... Meira
13. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 218 orð

Áfram Tálknfirðingar

ÉG er einn af fjölmörgum Íslendingum sem finnst gaman að ferðast um eigið land með fellihýsi og nú nýverið ferðaðist ég um Vestfjarðakjálkann í hreint ógleymanlegri ferð. Meira
13. júlí 2001 | Aðsent efni | 762 orð | 1 mynd

Áhrif skautasmiðju á Reyðarfirði ljósari

Hydro dregur í efa, segir Bergur Sigurðsson, álit íslenskra vísindamanna. Meira
13. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 521 orð

Áskorun til kylfinga og annarra velunnara golfsins

Á VORDÖGUM bárust mér þau gleðitíðindi að Björgvin Sigurbergsson, Íslandsmeistari í golfi, ætlaði sér að gerast atvinnumaður í golfíþróttinni og reyna að komast inn á Evrópumótaröðina. Þar á hann heima, að mínu mati. Meira
13. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 324 orð

Blóðtappi og flugferðir

MYNDUN blóðtappa í bláæðum í neðri hluta líkamans er ekki óvanalegur vandi eftir skurðaðgerð og þá meira í bláæðum fóta en annars staðar. Meira
13. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 618 orð

Börn í Borgarráði

MIKIÐ hefur verið kvartað undan fjárútlátum Reykjavíkurborgar og eru þar að sjálfsögðu sjálfstæðismenn fremst í flokki. Meira
13. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 486 orð

EKKI er Víkverji hissa á fréttum...

EKKI er Víkverji hissa á fréttum af húsleit evrópskra samkeppnisyfirvalda hjá farsímafyrirtækjum í Bretlandi og Þýzkalandi vegna gruns um ólöglegt samráð um verð á reikiþjónustu. Meira
13. júlí 2001 | Aðsent efni | 802 orð | 1 mynd

Heilsugæzla á fallanda fæti

Stöðugur flótti sérmenntaðra og reyndra heimilislækna er í aðrar sérgreinar, segir Jóhann Tómasson, en þar eru greinilega boðin betri kjör. Meira
13. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 226 orð

Í hverju felst "heillasporið", Einar?

EINAR Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Garðabæ, skrifar í Morgunblaðið 4. júlí s.l. greinina "Styðjum við bakið á Strætó bs.". Meira
13. júlí 2001 | Aðsent efni | 380 orð | 1 mynd

Lognið á undan storminum?

Ef náttúrugersemar eru ekki verndaðar í dag og lífríki varið ágangi, segir Pétur Björnsson, eigum við yfir höfði okkar algjöra eyðileggingu sem aldrei verður bætt um alla framtíð. Meira
13. júlí 2001 | Aðsent efni | 604 orð | 1 mynd

Óveðursský yfir aðstoðarmanni

Sjálfstæðismenn í Reykjavík styðja stofnun Strætó bs., segir Kjartan Magnússon, en gagnrýna óhóflegar gjaldskrárhækkanir. Meira
13. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 38 orð

SKALLA-GRÍMUR

Nú er hersis hefnd við hilmi efnd; gengr ulfr ok örn of ynglings börn; flugu höggvin hræ Hallvarðs á sæ; grár slítr undir ari Snarfara. Meira
13. júlí 2001 | Aðsent efni | 839 orð | 1 mynd

Þjórsárver, Kárahnjúkar, orkustefna

Með tilvonandi stórsamningum um orkuafhendingu aldarfjórðung eða svo fram í tímann, segir Egill Egilsson, erum við að skjóta okkur í fótinn. Meira

Minningargreinar

13. júlí 2001 | Minningargreinar | 1525 orð | 1 mynd

ELÍNBORG GUÐMUNDSDÓTTIR

Elínborg Guðmundsdóttir fæddist á Háhóli, Álftaneshreppi á Mýrum, hinn 23. september 1917. Hún lést á heimili dóttur sinnar í Hafnarfirði 4. júlí síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
13. júlí 2001 | Minningargreinar | 1631 orð | 1 mynd

GARÐAR ANDRÉSSON

Garðar Andrésson fæddist á Hamri í Múlasveit í Austur-Barðastrandarsýslu 20. mars 1935. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 5. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðný Gestsdóttir, f. 12. ágúst 1895, d. 9. Meira  Kaupa minningabók
13. júlí 2001 | Minningargreinar | 763 orð | 1 mynd

GUÐRÚN FANNEY HJÁLMARSDÓTTIR

Guðrún Fanney Hjálmarsdóttir fæddist í Meirihlíð í Bolungarvík 21. desember 1912. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík 4. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristjana Runólfsdóttir og Hjálmar Guðmundsson bóndi í Meirihlíð. Meira  Kaupa minningabók
13. júlí 2001 | Minningargreinar | 1359 orð | 1 mynd

ODDGEIR ÓLAFSSON

Oddgeir Ólafsson fæddist í Reykjavík 27. júní 1924. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 7. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Davíð Vilhjálmsson, f. 23. október 1899, d. 2. desember 1985, og Oddgerður Oddgeirsdóttir, f. 8. Meira  Kaupa minningabók
13. júlí 2001 | Minningargreinar | 585 orð | 1 mynd

OLGEIR GÍSLASON

Olgeir Gunnar Ásgeirs Gíslason fæddist á Gullhúsám á Snæfjallaströnd 21. mars 1930. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 4. júlí síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
13. júlí 2001 | Minningargreinar | 672 orð | 1 mynd

ÓLÖF VERNHARÐSDÓTTIR

Ólöf Jóna Vernharðsdóttir fæddist á Hvítanesi í Ögursveit í Norður- Ísafjarðarsýslu 5. júní 1911. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 4. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Vernharður Einarsson bóndi, kennari og hreppstjóri, f. 4.8. 1870, d. 3.4. Meira  Kaupa minningabók
13. júlí 2001 | Minningargreinar | 924 orð | 1 mynd

RAGNHEIÐUR ÞÓRA KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR

Ragnheiður Þóra Kristín Eiríksdóttir fæddist 8. mars 1915 á Stokkseyri. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 5. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Eiríkur Eiríksson, bakarameistari frá Djúpavogi, f. 17.6. 1881, d. 18. Meira  Kaupa minningabók
13. júlí 2001 | Minningargreinar | 2167 orð | 1 mynd

SIGHVATUR JÓN GÍSLASON

Sighvatur Jón Gíslason fæddist á Sólbakka í Garði í Gerðahreppi 16. júní 1920. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi að morgni laugardagsins 7. júlí. Foreldrar Sighvats voru hjónin Steinunn Stefanía Steinsdóttir Knudsen, húsmóðir, f. 18.10. 1895, d. Meira  Kaupa minningabók
13. júlí 2001 | Minningargreinar | 4056 orð | 1 mynd

VALDIMAR KRISTINN VALDIMARSSON

Valdimar Kristinn Valdimarsson fæddist 9. júní 1926 á Látrum í Aðalvík. Hann lést á heimili sínu aðfaranótt 6. júlí síðastliðins. Foreldrar hans voru hjónin Valdimar Ásgeirsson vélstjóri, f. 27. maí 1903, d. 7. Meira  Kaupa minningabók
13. júlí 2001 | Minningargreinar | 246 orð | 1 mynd

ÞÓRSTEINN BERGMANN MAGNÚSSON

Þórsteinn Bergmann Magnússon fæddist í Uppsölum í Eiðaþinghá 13. maí 1925. Hann lést á Landspítalanum 9. júlí 2000 og fór útför hans fram frá Grafarvogskirkju 14. júlí 2000. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

13. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 130 orð

ESB skoðar sænskan bankasamruna

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hefur hafið rannsókn á samruna sænsku bankanna Skandinaviska Enskilda Banken AB og Förenings Sparbanken AB en sameiginlegur banki yrði sá næst stærsti á Norðurlöndum. Meira
13. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 1504 orð | 1 mynd

Fyrirkomulagi fjármögnunar breytt

Íslenska sjónvarpsfélagið, sem rekur meðal annars sjónvarpstöðina SkjáEinn, hefur verið mikið á milli tannanna á fólki að undanförnu. Tómas Orri Ragnarsson ræddi við Kristján Ra. Kristjánsson, fjármálastjóra félagsins. Meira
13. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 94 orð

Íslandssími með afkomuviðvörun

ÍSLANDSSÍMASAMSTÆÐAN hefur sent frá sér afkomuviðvörun þar sem ljóst er að afkoma félagsins fyrri hluta árs 2001 er lakari en gert var ráð fyrir í áætlunum. Meira
13. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 83 orð | 1 mynd

Kaup og/eða sameining

Auður Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri MP Verðbréfa hf., segir ótímabært að gefa út yfirlýsingu vegna viðræðna við Verðbréfastofuna um sameiningu. Meira
13. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 93 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.048,4 0,3 FTSE 100 5.481,60 1,66 DAX í Frankfurt 5.889,88 1,52 CAC 40 í París 4. Meira

Fastir þættir

13. júlí 2001 | Fastir þættir | 216 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

"Sæll og blessaður." Í símanum er Gylfi Baldursson: "Vantar þig spil? Ég er hér með ágætis dæmi um sjálfsbjargarviðleitni í vonlausri stöðu... Meira
13. júlí 2001 | Fastir þættir | 597 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 12.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 12.07.01 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
13. júlí 2001 | Dagbók | 88 orð

Gras og Hljómar

Rás 2* 21.00 Arngerður María Árnadóttir sér um tónleika sem verða fimm kvöld í viku. Meira
13. júlí 2001 | Fastir þættir | 698 orð | 1 mynd

Mikill hugur og metþátttaka

Allt stefnir í að haldið verði glæsilegt Íslandsmót á Varmárbökkum um aðra helgi. Svo virðist sem metþátttaka verði á mótinu og mikill hugur er í framkvæmdaraðilum að sem best takist til. Valdimar Kristinsson hitti Ragnar Tómasson og Huldu Gústafsdóttur á mótsstað og fræddist um hvað liði undirbúningi. Meira
13. júlí 2001 | Viðhorf | 813 orð

Nýi kansellístíllinn

" ... því það hélt ég þó að allir gætu séð á sjálfum sér að landstjórnin er og verður fyrir þá stóru, en ekki fyrir þá smáu, og þeir smáu verða ekkert stærri á því að ætla að fara að skifta sér af þeim stóru." Meira
13. júlí 2001 | Fastir þættir | 117 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Hafi eitthvert mót verið sniðið fyrir brellumeistara og fingurbrjóta var það EM einstaklinga sem haldið var í Ohrid í Makedóníu. Helsta orsök þess var nýju tímamörk FIDE sem nánast enginn keppandi hafði reynslu af fyrir mótið. Meira

Íþróttir

13. júlí 2001 | Íþróttir | 144 orð

ASTON Villa gerði í gær eins...

ASTON Villa gerði í gær eins árs samning við fyrrverandi markvörð danska landsliðsins, Peter Schmeichel, með möguleika á framlengingu að ári liðnu. Meira
13. júlí 2001 | Íþróttir | 189 orð | 1 mynd

Glímubeltin dregin fram

GLÍMAN er þjóðaríþrótt Íslendinga og í henni er að sjálfögðu keppt á landsmóti - strax á fyrsta keppnisdegi. Að þessu sinni kepptu 36 glímukappar, 25 karlar og ellefu konur, í þremur þyngdarflokkum karla og tveimur kvenna. Meira
13. júlí 2001 | Íþróttir | 194 orð | 1 mynd

Hálfrar aldar aldursmunur

KEPPENDUR í jurtagreiningu, sem fram fór í gærkvöldi á landsmótinu á Egilsstöðum, voru fjórtán talsins frá sex samböndum. Meira
13. júlí 2001 | Íþróttir | 177 orð

Í byrjun virtust Siglfirðingarnir til alls...

TINDASTÓLSMENN náðu þrem dýrmætum stigum þegar liðið sigraði dauft lið Siglfirðinga á Sauðárkróksvelli í gærkveldi með þremur mörkum gegn einu. Meira
13. júlí 2001 | Íþróttir | 148 orð

Keppt í íþróttum aldraðra

SÝNINGARGREINARNAR sem keppt er í að þessu sinni á Landsmótinu eru hjólreiðar, íþróttir aldraðra, kraftakeppni, siglingar, skógarhlaup og æskuhlaup. Meira
13. júlí 2001 | Íþróttir | 31 orð

KNATTSPYRNA Símadeild Efsta deild kvenna: Kópavogur:Breiðablik...

KNATTSPYRNA Símadeild Efsta deild kvenna: Kópavogur:Breiðablik - Valur 20 Kaplakriki:FH - ÍBV 20 1. deild karla: Garðabær:Stjarnan - Dalvík 20 Akureyri:KA - Þróttur R. 20 Valbjarnarv.:Víkingur R. - Þór A. 20 3. deild karla A: Gróttuv. Meira
13. júlí 2001 | Íþróttir | 300 orð

KNATTSPYRNA Símadeild Efsta deild kvenna: KR...

KNATTSPYRNA Símadeild Efsta deild kvenna: KR - Stjarnan 2:0 Olga Andrea Færseth (20.), Sólveig Þórarinsdóttir (56.). Meira
13. júlí 2001 | Íþróttir | 237 orð

Logi hugar að atvinnumennsku

ÞAÐ var mikil og hörð keppni í riðlunum í körfuknattleiknum í gær og ekkert gefið eftir, jafnvel þótt ýmsir teldu fyrir fram að við ofurefli yrði að etja. Þannig veittu heimamenn í UÍA til dæmis Njarðvíkingum verðuga keppni og síðan unnu þeir Fjölni með körfu sem skoruð var um leið og flauta tímavarðar gall. Meira
13. júlí 2001 | Íþróttir | 492 orð | 1 mynd

* MANCHESTER United hefur gengið frá...

* MANCHESTER United hefur gengið frá kaupum á argentínska landsliðsmanninum Juan Veron frá ítalska liðinu Lazio . Kaupverðið mun vera 4 milljarðar ísl. króna. Veron, sem er 26 ára, samdi við United til fimm ára. Meira
13. júlí 2001 | Íþróttir | 82 orð

Ólafur stefnir á landsliðið

ÓLAFUR Gottskálksson, markvörður Brentford, segir á netmiðlinum TeamTalk að hann stefni á að verða valinn í íslenska landsliðið á ný. Ólafur, sem er 33 ára gamall, hefur leikið 9 A-landsleiki fyrir Ísland - síðast árið 1997. Meira
13. júlí 2001 | Íþróttir | 68 orð

Rakel ristarbrotin

RAKEL Logadóttir, landsliðskona í knattspyrnu úr Val, er ristarbrotin og óljóst hvort hún leiki meira með Valsliðinu á keppnistímabilinu. Þetta er mikil blóðtaka fyrir Valsliðið. Meira
13. júlí 2001 | Íþróttir | 284 orð | 1 mynd

* SILJA Úlfarsdóttir úr FH keppti...

* SILJA Úlfarsdóttir úr FH keppti í gær í 400 m hlaupi á Evrópumeistaramóti 22 ára og yngri. Silja hljóp á 54.92 sek., sem er tæp sekúnda frá hennar besta tíma 53,98 sek., og endaði Silja í 10. sæti. Meira
13. júlí 2001 | Íþróttir | 264 orð

Stjarnan auðveld bráð KR

MARKADROTTNINGIN Olga Andrea Færseth lét að venju til sín taka þegar KR vann Stjörnuna sannfærandi en þó aðeins 2:0 á í vesturbænum í gærkvöldi og skellti sér fyrir vikið í efsta sæti deildarinnar. Olga skoraði annað markið og lagði hitt upp. Sigurinn gæti aukið sjálfstraust KR þegar liðin mætast í bikarkeppninni í næstu viku, en Garðbæingar hafa sýnt að þeir geta bitið frá sér. Meira
13. júlí 2001 | Íþróttir | 738 orð | 1 mynd

Þær eru eldsnöggar niður brekkurnar

SKÍÐASTÚLKURNAR Dagný Linda Kristjánsdóttir og Emma Furuvik eru báðar í landsliði Íslands í alpagreinum. Þær skipa nokkra sérstöðu meðal íslensks skíðafólks þar sem þær keppa báðar í svokölluðum hraðagreinum en hingað til hafa Íslendingar ekki keppt mikið í þeim greinum. Keppnisgrein Dagnýjar Lindu eru brun, risasvig og stórsvig og Emma keppir aðallega í bruni og er í 117. sæti heimslista alþjóðaskíðasambandsins. Meira

Úr verinu

13. júlí 2001 | Úr verinu | 588 orð | 1 mynd

Fleiri skip verða smíðuð í Kína

TÍMAMÓT urðu í útgerðarsögu Íslendinga í vikunni þegar vertíðarbátarnir níu sem smíðaðir voru í Kína komu til landsins. Meira
13. júlí 2001 | Úr verinu | 179 orð

ICEDAN selur öryggisbúnaðinn

Fyrirtækið ICEDAN hefur annast sölu á stærstum hluta öryggisbúnaðar um borð í fjölveiðiskipin níu sem komu með þýska flutningaskipinu Wiebke og sjósett hafa verið í Hafnarfjarðarhöfn á síðustu dögum. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

13. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 101 orð

Ástareplin anga

Ó, að brjóst þín mættu líkjast berjum vínviðarins og ilmurinn úr nefi þínu eplum, og gómur þinn góðu víni, sem unnusta mínum rennur liðugt niður, líðandi yfir varir og tennur. Ég heyri unnusta mínum, og til mín er löngun hans. Meira
13. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 64 orð

Dreng eða stúlku?

FUNDIN hefur verið upp tækni sem gerir foreldrum kleift að velja kyn barna sinna. Tæknin hefur verið notuð til að búa til 284 fósturvísa með glasafrjóvgun. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir að börn fæðist með galla sem erfast í kven- eða karllegg. Meira
13. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 428 orð | 2 myndir

Ég er á öðrum kafla

HÚN hefur mikið við sig þessi mynd ... ekki íslenska landslagið, mér finnst of mikið gert úr því. Kannski er það byrjendasjarmi - myndin er einlæg," segir Guðný Ragnarsdóttir um Land og syni , mynd Ágústs Guðmundssonar. Meira
13. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 418 orð | 2 myndir

Hefðir

Þjóðdansafélag Reykjavíkur mun hafa í nógu að snúast í næstu viku, en þá verður það í gestgjafahlutverkinu þegar norræna þjóðdansa- og þjóðlagamótið BARNLEK 2001 verður haldið í Grafarvogi. Mótið er fyrir börn á aldrinum 8-16 ára, og er von á yfir 2. Meira
13. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1527 orð | 6 myndir

í hrauninu

VESTMANNAEYJAR voru svið tískusýningarinnar Midnight Sun Fashion Show þetta árið. Meira
13. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 27 orð

Jón Oddur og Jón Bjarni er...

Jón Oddur og Jón Bjarni er byggð á bókum Guðrúnar Helgadóttur. Prakkararnir takast á við íslenskt borgarlíf kringum 1980, reglur fullorðinna, umhyggju fyrir minni máttar, efnishyggju og... Meira
13. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 59 orð

Kom, sló og sigraði

KRÓATÍUMAÐURINN Goran Ivanisevic sigraði óvænt í Wimbledon-mótinu í tennis. Vegna meiðsla hafði Ivanisevic ekki tekist að vinna sér þátttökurétt á mótinu en var þrátt fyrir það boðið að taka þátt í mótinu. Meira
13. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 491 orð | 2 myndir

Kveiktum í hlutum og svona

KVIKMYNDIN Jón Oddur og Jón Bjarni var fyrsta mynd Þráins Bertelssonar leikstjóra. Myndin var tekin árið 1980 og frumsýnd 1981. Ýmsir þjóðþekktir leikarar léku í myndinni en stjörnurnar voru þó án efa tvíburabræðurnir sjálfir, Jón Oddur og Jón Bjarni. Meira
13. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 44 orð

Kærum vegna skattsvika fjölgar

UNDANFARIN ár hefur kærum vegna skattsvika fjölgað verulega. Á árinu 2000 voru kærurnar 24 talsins en á tímabilinu 1987-1991 voru þær samtals 10. Í fyrra var ákært vegna 15 skattsvikamála. Meira
13. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 28 orð

Land og synir er gerð eftir...

Land og synir er gerð eftir skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar. Sögulegt baksvið hennar er flutningur Íslendinga úr sveitum til bæja. Bóndasonurinn Einar vill yfirgefa jörð þegar faðir hans... Meira
13. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 92 orð | 1 mynd

Níu fiskiskip á einu bretti

NÍU ný skip bættust í fiskiskipaflota landsmanna í vikunni. Skipin voru smíðuð í Kína og komu þau til landsins með þýska flutningaskipinu Wiebke. Siglingin frá Kína tók alls 80 daga. Meira
13. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 72 orð

Norsk skip tekin

LANDHELGISGÆSLAN færði fjögur norsk loðnuskip til hafnar í vikunni vegna meintra landhelgisbrota. Skipstjóra eins skipanna er gefið að sök að hafa aðeins gefið upp hluta aflans. Meira
13. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 379 orð | 1 mynd

Óspennandi að karl eigi konu

ÁSA Lind Finnbogadóttir er útskrifuð heimspekingur og djákni úr Háskóla Íslands, á leið í kennaranám. Ása segist vera trúuð, þótt hún sé ekki viss um að hún sé kristin frekar en hvað annað. "Ég er trúuð en það er erfitt að skilgreina það nákvæmlega. Meira
13. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 21 orð

Punktur punktur komma strik er byggð...

Punktur punktur komma strik er byggð á skáldsögu Péturs Gunnarssonar og segir uppvaxtarsögu Andra, Reykvíkings með kalda stríðið allt í kringum... Meira
13. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 495 orð | 2 myndir

Stekkur enn í stuttbuxum

FYLKIR hreykir sér á toppi deildarbikarmótsins í fótbolta. Þar leikur meðal annarra Pétur Björn Jónsson sem til nokkurra ára keppti með sænska liðinu Hammarby. Meira
13. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1211 orð | 14 myndir

Stjörnuspeki kukl eða vísindi?

LÖNG hefð er fyrir því að dagblöð og aðrir fjölmiðlar birti lesendum sínum stjörnuspádóma. Meira
13. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 58 orð

Tertustríð

HÖRÐ deila hefur komið upp í Austurríki um hina heimsfrægu Sacher-tertu. Hótel Sacher í Vínarborg hefur boðið upp á þessa tertu frá árinu 1832 og selur hana nú um allan heim. Hótelið hefur hins vegar fengið keppinaut. Meira
13. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 42 orð

tjöldum

Þau hafa átt athygli okkar flestra í eina og hálfa klukkustund hvert, vorbörn íslenskra kvikmynda. Nú er komið sumar og barnastjörnur myndanna Land og synir, Punktur punktur komma strik og Jón Oddur og Jón Bjarni orðnar fullorðnar. Haukur Már Helgason tók þær tali. Meira
13. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 752 orð | 4 myndir

Töfrandi

HARRY Potter var ungur að árum er hann uppgötvaði galdrahæfileika sína sem hann notar nú óspart og frægt er orðið. Sömu sögu er að segja um töframanninn Lalla, réttu nafni Lárus Guðjónsson. Meira
13. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 41 orð

Þjóðleg hátíð

NÚ stendur yfir á Siglufirði Þjóðlagahátíð. Á hátíðinni er boðið upp á margs konar námskeið í gömlum listgreinum, svo sem miðaldadönsum, rímnakveðskap og jurtalitun. Meira
13. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1243 orð | 1 mynd

Ætlið þið í alvöru að vera bestu vinir?

SR. BJARNI Karlsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, tekur undir með sagnfræðingnum Eric Hobsbawm sem nefndi 20. öldina öld öfganna: "Ég hefði ekki viljað fæðast á neinum öðrum stað eða tíma í mannkynssögunni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.