Greinar föstudaginn 20. júlí 2001

Forsíða

20. júlí 2001 | Forsíða | 387 orð

Bandaríkin sitja hjá

UMHVERFISRÁÐHERRAR hvaðanæva úr heiminum hófu í Bonn í gær viðræður um framtíð Kyoto-bókunarinnar við loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna undir jákvæðari teiknum en margir höfðu þorað að vona þar sem pólitískar yfirlýsingar bandarískra og japanskra... Meira
20. júlí 2001 | Forsíða | 76 orð | 1 mynd

Gegn G8

ÞÚSUNDIR andstæðinga hnattvæðingar og aðrir mótmælendur höfðu í gær uppi götumótmæli í Genúa gegn leiðtogafundi átta voldugustu iðnríkja heims, G8-hópsins svokallaða, sem hefst þar í borg í dag. Meira
20. júlí 2001 | Forsíða | 98 orð | 1 mynd

Neitar einangrunarstefnu

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti hóf í gær aðra heimsókn sína til Evrópu og vísaði á bug ásökunum leiðtoga demókrata á bandaríska þinginu um að hann aðhylltist einangrunarstefnu í utanríkismálum. Meira
20. júlí 2001 | Forsíða | 316 orð

Tillögunum strax hafnað í Ísrael

RÁÐHERRAR forysturíkja hins iðnvædda heims í G8-hópnum svokallaða lýstu því yfir í Róm í gær, að senda ætti alþjóðlegt eftirlitslið til að hjálpa til við að sjá til þess að vopnahlé í Mið-Austurlöndum sé virt. Meira
20. júlí 2001 | Forsíða | 111 orð

Viðræður strandaðar í Makedóníu

VIÐRÆÐUR stjórnmálaleiðtoga slavneska meirihlutans og albanska minnihlutans í Makedóníu voru í járnum í gær, daginn eftir að stjórnvöld þvertóku fyrir að samþykkja friðaráætlun sem nýtur stuðnings Bandaríkjastjórnar og Evrópusambandsins og fulltrúar... Meira

Fréttir

20. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 541 orð

Áfellisdómur yfir breska heilbrigðiskerfinu

HROKI og misskilinn "félagsandi", árátta lækna til að hylma yfir hver með öðrum, er sögð undirrótin að því að 30-35 börn dóu vegna mistaka, sem síðan var hylmt yfir á hjartadeild spítala í Bristol. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 437 orð

Árni Johnsen segir af sér þingmennsku

ÁRNI Johnsen, fyrsti þingmaður Sunnlendinga, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Árni tilkynnti Davíð Oddssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, um þessa ákvörðun sína í gærmorgun. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 474 orð

Biður blaðamenn og þjóðleikhússtjóra afsökunar

BORIST hefur eftirfarandi yfirlýsing frá Daníel Helgasyni, sem hefur starfað við veitingarekstur í Þjóðleikhúskjallaranum: "Vegna frétta af dúkamáli Árna Johnsens alþingismanns, þar sem ég kem lítillega við sögu, vil ég koma eftirfarandi á framfæri... Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 858 orð | 1 mynd

Brúin í kafi þegar skipstjórinn komst út

ARMBANDSÚR Hjalta Ástþórs Sigurðssonar, skipstjóra á Unu í Garði sem sökk út af Skagafirði aðfaranótt þriðjudags, stöðvaðist um sex mínútur yfir þrjú. Meira
20. júlí 2001 | Landsbyggðin | 181 orð | 1 mynd

Bryggjuhátíð á morgun

DRANGSNESINGAR halda sína árlegu Bryggjuhátíð í sjötta sinn á morgun, 21. júlí. Hátíðin hefur verið með svipuðu sniði öll árin þó einstaka atriði bætist við eitt árið og þá detti annað út. Hátíðin hefst með dorgveiði kl. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Búinn að hjóla 2.000 kílómetra

ÞJÓÐVERJINN Lutz Brauckhoff er á ferðalagi um heiminn á sérstæðu þríhjóli. Hann segist vera frá Dortmund en ferðalagið hafi hafist í Englandi. Þaðan hjólaði hann til Skotlands og Hjaltlands hvaðan förinni var heitið hingað til lands. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Erlend bílaauglýsing fest á filmu við Veiðivötn

TÖKUR standa nú yfir við Veiðivötn, nánar tiltekið við Drekavatn, á auglýsingu á nýrri tegund pallbíls fyrir Lincoln-bílaverksmiðjurnar í Bandaríkjunum. Nýja bílategundin heitir Lincoln Black Wood. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 66 orð

Fá sérstakan tengilið

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur ákveðið að fela einum lögreglumanni að vera tengiliður við Miðstöð nýbúa. Tilgangurinn er að auðvelda nýbúum að leita til lögreglunnar ef á þeim er brotið. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 120 orð

Fengu djúpsprengju í veiðarfærin

SÆMUNDUR HF-85 fékk í gærdag djúpsprengju um borð með veiðarfærunum þar sem hann var á veiðum í Jökuldjúpi, suðvestur af Snæfellsjökli. Skipstjórinn tilkynnti Landhelgisgæslunni klukkan 16:44 að líklega hefðu þeir fengið djúpsprengju um borð. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 92 orð

Fimm handteknir vegna fjölda innbrota

FIMM menn á aldrinum 16-20 ára voru handteknir síðastliðið miðvikudagskvöld af lögreglunni á Akranesi í kjölfar húsleitar á heimili í bænum þar sem talsvert af þýfi fannst. Meira
20. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 381 orð | 1 mynd

Fjögurra ára fangelsi fyrir meinsæri

BRESKI rithöfundurinn, stjórnmálamaðurinn og milljónamæringurinn Jeffrey Archer var í gær dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar fyrir meinsæri og að hindra framgang réttvísinnar. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 686 orð | 1 mynd

Fleiri flugfélög að kanna markaðinn

ÍBÚAR Vestmannaeyja og Hafnar í Hornafirði koma ekki til með að missa áætlunarflug eftir 1. október nk. þó að Flugfélag Íslands hafi ákveðið að hætta flugi á þessa staði. Meira
20. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 303 orð | 2 myndir

Framsal Einhorns heimilað

Mannréttindadómstóll Evrópu féll í gær frá beiðni sinni um að frönsk yfirvöld frestuðu því að framselja bandaríska flóttamanninn Ira Einhorn til Bandaríkjanna. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Fræknar fjölskyldur

LANDSMÓT ungmennafélaganna var haldið á Egilsstöðum um síðustu helgi. Þátttakendur í mótinu voru alls um 1.500 á öllum aldri. Meðal þeirra sem hrepptu gull í keppninni voru þrír ættliðir kvenna frá Norðfirði. Meira
20. júlí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 561 orð | 2 myndir

Gaman að æfa þjóðdansana

NORRÆNT þjóðdansa- og þjóðlagamót, Barnlek 2001, var sett í Grafarvogi í gær. Mótið sem haldið hefur verið á Norðurlöndum á þriggja ára fresti frá 1992 er ætlað börnum á aldrinum 8-16 ára og mun það standa til 22. júlí. Þátttakendur á mótinu eru 2. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 53 orð

Gengið á Skarðsheiði

LAUGARDAGINN 21. júlí er dagsferð á Skarðsheiði á vegum Ferðafélags Íslands. Þetta er um 5-7 klst. ferð og hæðaraukning er um 960 m. Mikið útsýni ef veður er gott. Fararstjóri verður Jónas Haraldsson. Ferðin kostar 2.400 fyrir félagsmenn en 2. Meira
20. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Gos í Etnu

HRAUNFLÆÐI úr eldfjallinu Etnu á Sikiley hefur eyðilagt toglyftu og annan búnað á skíðasvæðinu í Rifugio Sapienza sem sést á myndinni. Hótel og veitingastaðir við fjallsræturnar hafa verið rýmd. Öskugos hófst í Etnu 7. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 83 orð

Gönguferðir og barnadagskrá á Þingvöllum

UM HELGINA verður ýmislegt í boði fyrir gesti þjóðgarðsins á Þingvöllum. Á morgun, laugardag kl. 13, verður gengið í Skógarkot og fjallað um daglegt líf Íslendinga á nítjándu öld. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 103 orð

Heyannir og þjóðdansar í Árbæjarsafni

ÞÁTTTAKENDUR í Barnlek 2001, barna- og unglingamóti þjóðdansara, munu sýna þjóðdansa í Árbæjarsafni laugardaginn 21. júlí kl. 15.30. Daginn eftir, sunnudaginn 22. júlí, verður túnið við Árbæ slegið með orfi og ljá á milli kl. 14-17, ef veður leyfir. Meira
20. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Hittir eiginmann sinn í Haag

MIRJANA Markovic, eiginkona Slobodans Milosevic, fyrrverandi Júgóslavíuforseta, fékk að hitta bónda sinn í Haag í gær, þar sem hann bíður réttarhalda fyrir stríðsglæpadómstóli Sameinuðu þjóðanna. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 119 orð

Hjón ákærð fyrir fíkniefnabrot

SÝSLUMAÐURINN í Keflavík hefur gefið út ákæru á hendur hjónum á fimmtugsaldri fyrir sölu og innflutning fíkniefna. Rannsókn var umfangsmikil en magn efna sem ákært er fyrir er ekki mikið. Hin meintu brot áttu sér flest stað árið 1999. Meira
20. júlí 2001 | Akureyri og nágrenni | 329 orð

Hlaut fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi

RÚMLEGA tvítugur karlmaður var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi skilorðsbundið til þriggja ára, en hann var ákærður fyrir manndráp með því að hafa skotið þremur skotum úr riffli í höfuð föður síns með þeim afleiðingum að hann lést. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 721 orð | 1 mynd

Hlutur dísilbíla aukinn með breyttu skattakerfi

Losun gróðurhúsalofttegunda frá dísilbílum er 25-30% minni en frá bensínbílum, segir m.a. í nýrri skýrslu um samgöngumál. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 83 orð

Hörmulegt sjóslys

TVEIR ungir menn fórust þegar fiskiskipið Una í Garði sökk úti fyrir Norðurlandi aðfararnótt 17. júlí. Þrír skipverjar og 11 ára gamall sonur eins þeirra komust í björgunarbát og var bjargað fimm klukkustundum eftir slysið. Meira
20. júlí 2001 | Akureyri og nágrenni | 158 orð | 1 mynd

Í nógu að snúast

NÝR sýslumaður, Ástríður Sólrún Grímsdóttir, hefur nýlega tekið til starfa í Ólafsfirði. Ástríður sagði það hafa verið tilviljun að Ólafsfjörður varð fyrir valinu þegar hún sótti um. Meira
20. júlí 2001 | Akureyri og nágrenni | 53 orð | 1 mynd

Íslensk-spænsk messa

ÍSLENSK-spænsk samkoma verður hjá Hjálpræðishernum á Akureyri á sunnudag, 22. júlí, og hefst hún kl. 20. Prestur frá Norður-Karólínu í Bandaríkjunum, séra Sergio Funes Vitaza, predikar. Miriam Óskarsdóttir túlkar og syngur á spænsku og íslensku. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 119 orð

Langir biðlistar

"VIÐ segjum að það sé eitt til eitt og hálft ár í bið fyrir þá sem eru í hvað mestri þörf," sagði Sveinn H. Skúlason forstjóri Hrafnistu. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 59 orð

Leiðrétt

Verðkönnun á mjólkurvörum Neytendasamtökin vilja koma eftirfarandi á framfæri vegna verðkönnunar á mjólkurvörum sem birt var í Morgunblaðinu í gær: Þau mistök urðu við ritun fréttatilkynningar að hæsta verð á 400 g pakkningu af rjómaosti, 369 kr. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 332 orð | 1 mynd

Leit að olíu og gasi á Jan Mayen-hrygg hefst í dag

LEIT að olíu og gasi innan íslensku efnahagslögsögunnar, á 42 þúsund ferkílómetra svæði á suðurhluta Jan Mayen-hryggjar, hefst í dag á vegum norska fyrirtækisins InSeis. Fyrirtækið er hið sama og hefur unnið að sams konar leit við Noreg. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Lengst allra í embætti forsætisráðherra

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hafði í gær gegnt embætti forsætisráðherra lengur en nokkur annar íslenskur stjórnmálamaður. Hann hafði þá verið forsætisráðherra samfellt í tíu ár, tvo mánuði og 20 daga í þremur ríkisstjórnum. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Ljót skýrsla

HÓPUR sem skipaður var um miðborg Reykjavíkur hefur skilað skýrslu. Þar kemur fram að ofbeldi hefur aukist verulega í miðborginni. Sérstaklega hefur grófum líkamsmeiðingum fjölgað. Árið 1990 komu 453 ofbeldismál til kasta lögreglunnar í Reykjavík. Meira
20. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 741 orð | 1 mynd

Lögreglan býr sig undir hörð átök

Búist er við um 100.000 mótmælendum til Genúa um helgina vegna leiðtogafundar G8-ríkjanna. Mótmælahreyfingarnar eru sundurleitar og málstaðurinn oft óljós. Meira
20. júlí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 61 orð | 1 mynd

Lönduðu 11 löxum

METÞÁTTTAKA var á stangveiðidegi barna og unglinga í Elliðaánum um síðustu helgi, þegar 36 börn á aldrinum 5 til 16 ára, sum í fylgd fullorðinna, þáðu boð Stangveiðifélags Reyjavíkur um að renna fyrir fisk í veiðiperlu Reykjavíkur. Meira
20. júlí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 142 orð

Mótel Mosó opnað næsta sumar

STEFNT er að því að hefja framkvæmdir við byggingu mótels á lóð milli Vesturlandsvegar og Bjarkarholts í haust. Að sögn Vilhjálms H. Walterssonar er ráðgert að mótelið verði opnað næsta sumar að hluta ef allt gengur að óskum. Meira
20. júlí 2001 | Suðurnes | 606 orð | 3 myndir

Mögulegt að afgreiða fjórtán vélar í einu

FRAMKVÆMDUM við innréttingar í nýbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, svokallaða suðurbyggingu, er nú lokið. Átta farþegahlið hafa verið tekin í notkun til viðbótar við þau sex sem fyrir voru en þar af eru fimm þeirra tengd landgöngubrúm. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 44 orð

Netfang: auefni@mbl.is

UM næstu mánaðamót verða sektir vegna brota á umferðarlögum hækkaðar. Í heild nemur hækkunin 50%. Meira
20. júlí 2001 | Akureyri og nágrenni | 94 orð

Nýjar sýningar opnaðar í Ketilhúsi

"ALLT sem sýnist" er yfirskrift myndlistarsýningar sem opnuð verður á morgun, laugardaginn 21. júlí kl. 16. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 144 orð

Opið hús hjá 70 ára rakarastofu í Reykjavík

MIÐBÆJAR-hársnyrtistofan, sem nú er til húsa við Tryggvagötu í Reykjavík, fagnar um þessar mundir 70 ára afmæli sínu. Stofuna stofnaði Runólfur Eiríksson 1. ágúst 1931 og hét hún fyrst Rakarastofa Runólfs Eiríkssonar og var til húsa í Lækjargötu 2. Meira
20. júlí 2001 | Miðopna | 2858 orð | 2 myndir

Ósannindi um dúkinn leiddu að lokum til afsagnar Árna

Fréttir um dúk, sem Árni Johnsen keypti í nafni byggingarnefndar Þjóðleikhússins, urðu á endanum til þess að Árni sagði af sér þingmennsku. Morgunblaðið flutti tvívegis fréttir um dúkinn sem höfðu að geyma rangar upplýsingar um hvernig í málum lá. Egill Ólafsson rekur fréttaflutnings blaðsins og annarra fjölmiðla um mál Árna Johnsen þar sem fram kemur að ítrekað er haldið röngum upplýsingum að fjölmiðlum. Meira
20. júlí 2001 | Landsbyggðin | 83 orð | 1 mynd

Pakkar heyi í plast

ÞAÐ eru ekki allir háir í loftinu þótt þeir séu vel liðtækir við heyskapinn. Árni Jón Þórðarson var að pakka ilmandi nýslægjunni í plast í Fljótsdalnum þegar fréttaritara bar að. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Peking varð fyrir valinu

ÓLYMPÍULEIKARNIR verða haldnir í Peking árið 2008. Þetta var ákveðið um síðustu helgi á þingi Alþjóðaólympíunefndarinnar sem haldið var í Moskvu. Fjórar aðrar borgir komu til greina: Toronto, París, Istanbúl og Osaka. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 275 orð | 2 myndir

"Ég fæ jafnvel stundum þjórfé"

TILTÖLULEGA nýtt hér á landi eru bílar með innbyggðum sjónvarpsskjám og tilheyrandi tækjum. Meira
20. júlí 2001 | Landsbyggðin | 1025 orð

"Reglulegar flugsamgöngur öryggisatriði"

ALMENNT virðist fólk í Vestmanneyjum og á Höfn í Hornarfirði harma þá ákvörðun Flugfélags Íslands að hætta áætlunarflugi til þessara staða en Morgunblaðið leitaði álits fulltrúa atvinnulífs og ferðaþjónustunnar á hvaða áhrif þeir teldu að þessi ákvörðun... Meira
20. júlí 2001 | Suðurnes | 112 orð

Ráðinn fjármálastjóri

BÆJARSTJÓRN Grindavíkur hefur ráðið Jón Þórisson fjármálastjóra bæjarins. Ekki hefur verið gengið frá ráðningu skólastjóra Tónlistarskóla Grindavíkur. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 226 orð

Ráðinn fréttafulltrúi NATO í Makedóníu

INGIMAR Ingimarsson, fréttaritari ríkisútvarpsins í Brussel, hefur verið ráðinn tímabundið til NATO sem fréttafulltrúi í Skopje í Makedóníu. Meðal hlutverka hans er að sjá um samskipti við fjölmiðla, stjórnvöld og alþjóðastofnanir. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 627 orð

Rétt ákvörðun að segja af sér þingmennsku

FORYSTUMENN stjórnarandstöðuflokkanna telja að ákvörðun Árna Johnsen að segja af sér þingmennsku hafi verið rétt, málið sé sorglegur harmleikur, en fara verði ofan í saumana á því og m.a. upplýsa hver beri hina stjórnsýslulegu ábyrgð. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 267 orð

Samþykkt að fella niður flugleiðsögugjald

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra fékk þá tillögu sína samþykkta á fundi ríkisstjórnar í gærmorgun að svokallað flugleiðsögugjald af félögum í innanlandsflugi verði fellt niður frá næstu mánaðamótum. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Sellóleikari í höggmyndagarði Sólheima

Í TILEFNI af því að 71 ár er liðið frá stofnun Sólheima í Grímsnesi var vígð ný höggmynd í höggmyndagarðinum þar. Tryggingamiðstöðin hf. ákvað að færa Sólheimum að gjöf höggmyndina Sellóleikari eftir Gerði Helgadóttur. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 90 orð

Skagadagur á Akranesi á morgun

SKAGADAGURINN er nú haldinn í fyrsta sinn á morgun, laugardag, en stefnt er því að gera hann að árlegum viðburði um þetta leyti árs. Meira
20. júlí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 63 orð

Stækkun FG fyrirhuguð

BÆJARRÁÐ Garðabæjar hefur samþykkt að láta vinna kostnaðaráætlun vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Á fundi byggingarnefndar FG 30. Meira
20. júlí 2001 | Akureyri og nágrenni | 42 orð | 1 mynd

Sumar við vatnið

UNGIR drengir í Ólafsfirði stunda stórútgerð við vatnið yfir sumartímann, en þar eru ákjósanlegar aðstæður til að leika sér. Þeir hafa byggt bryggju og smíðað nokkra báta. Það eina sem vantar upp á alvöruútgerð er kvóti, en þeir segja að það komi... Meira
20. júlí 2001 | Akureyri og nágrenni | 96 orð | 1 mynd

Sölumaður sýnir farþegum varning

MÖRG skemmtiferðaskip koma til Akureyrar í sumar eða 30 alls og er heildarstærð þeirra 707 þúsund brúttólestir. Gert er ráð fyrir um 17 þúsund farþegum á þessum skemmtiferðaskipum sumarsins og um 10 þúsund manns eru í áhöfnum þeirra. Meira
20. júlí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 168 orð

Tafir á byggingu fimleikahúss

BÆJARRÁÐSMENN Samfylkingarinnar í Hafnarfirði telja illa hafa tekist til með einkaframkvæmdasamning þann er gerður var milli Hafnarfjarðarbæjar, Nýsis hf., Iðu ehf. og Ístaks hf. um byggingu fimleikahúss í Haukahrauni og rekstur þess. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 158 orð

Telur leka vera einu skýringuna

HJALTI Ástþór Sigurðsson, sem var skipstjóri á Unu í Garði þegar hún fórst ásamt tveimur mönnum aðfaranótt þriðjudags, kann ekki aðrar skýringar á slysinu en að leki hafi komið að bátnum. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 455 orð

Telur verkaskiptinguna ekki orsakavald

ÓSKAR Valdimarsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, hefur sent Morgunblaðinu eftirfarandi bréf sem hann sendi Geir H. Haarde fjármálaráðherra 17. júlí: "Málefni: Samskipti FSR við byggingarnefnd Þjóðleikhússins á árunum 1999-2001. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 743 orð | 1 mynd

Útilíf kynnt á námskeiðum

Helgi Jónsson fæddist 28. desember 1965 í Reykjavík. Hann lauk almennu námi og tók síðan próf í íþróttafræðum frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Hann starfaði við steinsteypusögun og kjarnaborun um alllangt skeið en nú er hann framkvæmdastjóri Útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni. Helgi er kvæntur Hrönn Nielsen sjúkraliða og eiga þau tvö börn. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Verklokum fagnað á Bakkaflugvelli

FRAMKVÆMDUM við malbikun flugbrautar á Bakkaflugvelli í Austur-Landeyjum er í þann mund að ljúka. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, sagði að fyrirhugað væri að fagna verklokum formlega nú eftir helgina. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 413 orð

Vextir af lánum til félagslegra leiguíbúða verða 3,5%

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra hefur ákveðið vaxtakjör af lánum til leiguíbúða, í samráði við fjármálaráðherra, sem boðin verða í tengslum við sérstakt átak um fjölgun leiguíbúða á næstu fjórum árum. Gert er ráð fyrir að leiguíbúðum verði fjölgað um... Meira
20. júlí 2001 | Akureyri og nágrenni | 179 orð

Vinnubrögð liðinnar tíðar rifjuð upp

STARFSDAGUR verður í Laufási næsta sunnudag, 22. júlí og stendur frá kl. 14 til 17. Þá gefst gestum tækifæri til þess að rifja upp vinnubrögð liðinnar tíðar. Dagskráin hefst kl. 14.00 í Laufáskirkju á helgistund sem séra Pétur Þórarinsson stýrir. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 33 orð

Þekjuplöntur kynntar í Grasagarðinum

LAUGARDAGINN 21. júlí kl. 10 verður kynning á nokkrum þekjuplöntum í Grasagarði Reykjavíkur. Margar fjölærar jurtir en einnig skriðulir runnar henta vel sem þekjuplöntur, en allar þekjuplöntur hlífa vel jarðvegi og halda burtu einæru... Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Þingmaður sagði ósatt

ÁRNI Johnsen alþingismaður og formaður byggingarnefndar Þjóðleikhússins hefur viðurkennt að hafa sagt fjölmiðlum ósatt þegar hann var spurður um kaup á steinum. Meira
20. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Þrír fjallvegir enn lokaðir

VEGAGERÐIN hefur nú gefið út síðasta kort ársins 2001 um ástand fjallvega. Samkvæmt því eru það þrír vegir sem enn hafa ekki verið opnaðir en það eru Dyngjufjallavegur og Gæsavatnaleið, norðan Vatnajökuls, og Hrafntinnusker suðvestan Landmannalauga. Meira

Ritstjórnargreinar

20. júlí 2001 | Leiðarar | 1038 orð

AFSÖGN ÁRNA JOHNSEN

Árni Johnsen, alþingismaður Sunnlendinga, hefur tilkynnt forsætisráðherra að hann muni segja af sér þingmennsku. Þetta er rétt ákvörðun og kemur ekki á óvart. Þingmaðurinn hafði sjálfur komið sér í þá stöðu að hann átti engan annan kost. Meira
20. júlí 2001 | Staksteinar | 441 orð | 2 myndir

Úr leikfangalandi

Enginn skilur hvers vegna menn eru að tala um lest og umferðargöng í Reykjavík. Hér nota fáir niðurgreidda þjónustu strætisvagna enda er borgin of dreifð til að slík þjónusta gangi upp. Þetta segir m.a. í Vef-Þjóðviljanum. Meira

Menning

20. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 183 orð | 1 mynd

Alexander mikli á hvíta tjaldið

LEIKSTJÓRINN Ridley Scott er nú að undirbúa tökur á kvikmynd sem byggð verður á æviferli Alexanders mikla. Scott á að baki margar stórmyndir og má þar nefna Gladiator , Thelma og Louise , Blade Runner og Hannibal . Meira
20. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 121 orð | 1 mynd

Apaköttur!

ÞETTA litla gælu(dýrs)verkefni Damons Albarns, söngvara Blurs, og vinar hans, myndasöguhöfundarins James Hewitts, hefur gengið vonum framar og eiginlega farið úr böndunum að þeirra eigin sögn. Meira
20. júlí 2001 | Menningarlíf | 424 orð | 1 mynd

Á kappakstursbrautinni

Kringlubíó, Regnboginn, Nýja bíó Keflavík og Nýja bíó Akureyri frumsýna nýjustu mynd Sylvester Stallones, Driven. Meira
20. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 199 orð | 1 mynd

Bastarðurinn ótrúlegi

ÞAÐ á ekki af Vogatangaklíkunni að ganga þessa dagana. Ef skotbardagi í kjölfar hljómleika er ekki nóg sér gamli, klúri bastarðurinn Russell Jones, þekktur sem Ol' Dirty Bastard, um að halda fjörinu gangandi. Meira
20. júlí 2001 | Menningarlíf | 583 orð

Bíóin í borginni

Frumsýningar Driven Bíóhöllin, Bíóborgin, Kringlubíó. Shrek Bíóhöllin, Háskólabíó, Laugarásbíó. Lúðrasveit og brú Filmundur/Háskólabíó Animal Bandarísk. 2001. Leikstjóri og handrit: Luke Greenfield. Aðalhlutverk: Rob Schneider, Colleen Haskell, John C. Meira
20. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 418 orð | 1 mynd

Ein stór fjölskylda

Í kvöld verður Leikritið E frumsýnt í Tjarnarbíói. Aðstandendur verksins sögðu Birtu Björnsdóttur frá tilurð þess og fjölskyldufyrirbærinu nýstofnaða, Ofleik. Meira
20. júlí 2001 | Myndlist | 605 orð | 1 mynd

Endurunninn almannarómur

Til 22. júlí. Opið þriðjudaga til sunnudaga kl. 11-20:30. Meira
20. júlí 2001 | Tónlist | 716 orð

Gítarglettur

Verk frumsamin eða útsett fyrir einleiks- og tvíleiksgítar eftir Beethoven, Jón Ásgeirsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Domencioni/Domeniconi og Mozart. Símon H. Ívarsson og Jörgen Brilling, gítarar. Þriðjudaginn 17. júlí kl. 20:30. Meira
20. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 605 orð | 2 myndir

Hrynhiti við heimskautsbaug

Get The Funk Out, annar geisladiskur Jagúar. Sveitin er skipuð þeim Berki Hrafni Birgissyni, Daða Birgissyni, Inga S. Skúlasyni, Samúel J. Samúelssyni, Sigfúsi Erni Óttarssyni og Kjartani Hákonarsyni. Meira
20. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 92 orð | 1 mynd

Hversdagsrokk!

KELLY Jones og félagar í velsku hljómsveitinni Stereophonics hafa náð hreint ótrúlegum vinsældum á Bretlandseyjum með sínu látlausa rokki. Yfirbragðið er næsta hversdagslegt og ber tónlistin keim af því sem oft er kennt við pöbbarokk í heimalandinu. Meira
20. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 111 orð | 2 myndir

Jagger og Bono syngja dúett

MICK Jagger og Bono hafa hljóðritað saman dúett. Talsmaður Rolling Stones hefur staðfest að þeir hafi flogið saman til Kölnar í Þýskalandi til að vinna lagið sem stendur til að verði fyrsta smáskífan á væntanlegri sólóskífu Jaggers. Meira
20. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 134 orð | 1 mynd

Karlaregn!

EFTIR mikla þurrkatíma tekur allt í einu að rigna karlmönnum yfir aumingja Bridget Jones, þessa ungu og óöruggu piparjónku, sem fram að því hefur átt í hinu mesta basli með að halda í þá sem hún hafði veitt í net sitt. Meira
20. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 148 orð | 1 mynd

Neitar ásökunum um framhjáhald

STÓRLEIKARINN Kevin Costner heyrðist á öldum ljósvakans í vikunni sverja að hann hefði ekki sængað hjá konu vinar síns. Ónefnt slúðurblað í Hollywood birti grein sem greindi frá því að hafnaboltaleikarinn Ca Ripken Jr. Meira
20. júlí 2001 | Menningarlíf | 42 orð

Ólöf Björk Bragadóttir sýnir

ÓLÖF Björk Bragadóttir opnar sýningu í sal félagsins Íslensk grafík, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17 (hafnarmegin) á laugardag kl. 16. Við opnunina mun dr. Sigurður Ingólfsson lesa eigin ljóð. Sýningin mun standa til 12. ágúst og er opin frá kl. Meira
20. júlí 2001 | Menningarlíf | 404 orð | 1 mynd

Shrek kemur til bjargar

Sambíóin Álfabakka, Háskólabíó, Laugarásbíó, Nýja bíó Akureyri og Nýja bíó Keflavík frumsýna tölvuteiknimyndina Shrek með íslensku og ensku tali. Meira
20. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 90 orð | 1 mynd

Sumarið er tíminn!

SUMARIÐ er tíminn þegar íslenska safnplöturöðin Svona er sumarið lítur ljós dagsins. Sumarið 2001 er þannig að "Nakinn" með drengjunum eitilhressu Í svörtum fötum virðist ætla að verða sumarsmellurinn í ár. Meira
20. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 142 orð | 1 mynd

Söngleikur um Major

Í UNDIRBÚNINGI er söngleikur um líf Johns Majors, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og leiðtoga Íhaldsflokksins. Meira
20. júlí 2001 | Menningarlíf | 104 orð

Teikningar hjá Ófeigi

OPNUÐ verður í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5 sýning á teikningum eftir Erlu Reynisdóttur van Dyck á laugardag kl. 16. Erla er búsett á Englandi og starfar þar sem kennari, en hún kennir vefnað og hrynjandalist. Meira
20. júlí 2001 | Menningarlíf | 29 orð

Tónleikar í Reykjahlíðarkirkju

TÓNLEIKAR verða í Reykjahlíðarkirkju við Mývatn á laugardag kl. 21. Ingibjörg Guðlaugsdóttir básúnuleikari og Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari flytja m.a. verk eftir Telemann, Gaubert og Mahler. Aðgangseyrir kr. 500. Meira

Umræðan

20. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 38 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Á morgun, laugardaginn 21. júlí, verður fimmtugur Eyvindur Jóhannsson, forstjóri Vinnulyfta, Hæðarbyggð 24, Garðabæ. Af því tilefni taka hann og sambýliskona hans, Ingibjörg Sveinsdóttir , á móti gestum kl. Meira
20. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 37 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Á morgun, laugardaginn 21. júlí, verður fimmtug Hrefna Halldórsdóttir, Lindarbergi 2, Hafnarfirði. Af því tilefni taka Hrefna og eiginmaður hennar, Magnús Guðmundsson , á móti ættingjum og vinum á heimili sínu á afmælisdaginn eftir kl.... Meira
20. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 55 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Í dag, föstudaginn 20. júlí, verða sjötugir tvíburarnir Tryggvi Gunnarsson, smiður , sem búsettur er í Noregi og dvelst þar á afmælisdaginn, og Ólafur Gunnarsson, múrari. Meira
20. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 42 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Á morgun laugardaginn 21. júlí verður sjötugur Hörður Guðmundsson, Hlíðarhjalla 10, Kópavogi. Af því tilefni taka hann og eiginkona hans, Rósa Helgadóttir, á móti vinum og vandamönnum milli kl. Meira
20. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 36 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Nk. sunnudag, 22. júlí, verður níræð Brynhildur Björnsdóttir, húsmóðir, Norðurgötu 34, Akureyri. Í tilefni þess tekur Brynhildur á móti ættingjum og vinum í Hamri, félagsheimili Þórs v/Skarðshlíð, á afmælisdaginn frá kl. 15-19. Meira
20. júlí 2001 | Aðsent efni | 769 orð

Börnin í Bristol

Þetta eru þær staðreyndir sem blasa við sorgmæddum foreldrum barna sem létust í kjölfar misheppnaðra aðgerða, oft vegna sýkinga eða vanrækslu. Hugmyndir um skilvirkari stjórnun og nýtt skipurit skila ekki börnum þeirra til baka. Meira
20. júlí 2001 | Aðsent efni | 465 orð | 1 mynd

Ekki spyrja mig

Innviðir hinnar ólympísku hreyfingar og uppbygging, segir Ellert B. Schram, er utan og ofan við verkahring lýðræðisins. Meira
20. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 526 orð

Ferðaskrifstofan Sól fær 10+

ÉG verð að hripa nokkur orð um mína fyrstu sólarlandaferð, þar sem hún var frekar sérstæð og mun ekki gleymast. Við vorum tvenn hjón sem sömdum við Ferðaskrifstofuna Sól um ferð 25. maí til 8. júní til Portúgals. Meira
20. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 427 orð

FLEIRUM en Ágústi Einarssyni prófessor þykir...

FLEIRUM en Ágústi Einarssyni prófessor þykir greinilega sem forseti Íslands og heitkona hans ætli að bíða lengi með að láta pússa sig saman. Meira
20. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 25 orð

GUNNAR Á HLÍÐARENDA

Engr var sólar slöngvir sandheims á Íslandi (hróðr er) af heiðnum lýðum (hægr) Gunnari frægri. Njörðr nam hjálma hríðar hlífrunna tvá lífi, sár gaf stála stýrir stórum tólf ok... Meira
20. júlí 2001 | Aðsent efni | 837 orð | 1 mynd

Herra Geir - ekki meir, ekki meir

Tekjur okkar sjómanna eru ákaflega misjafnar, segir Kristján Einar Gíslason, ekki bara á milli skipa, heldur líka innan skipsins og á milli ára. Meira
20. júlí 2001 | Aðsent efni | 689 orð | 1 mynd

Húsnæðismál framhaldsskóla

Það er morgunljóst, segir Sölvi Sveinsson, að skólar í Reykjavík hafa setið á hakanum. Meira
20. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 358 orð

Landsmót UMFÍ 2001

Í Morgunblaðinu 11. júlí 2001 er stutt grein eftir Reyni Ragnarsson sem nefnist Landsmót UMFÍ - Landsmót hverra? Ég get ekki stillt mig um að svara henni með fáeinum orðum. Meira
20. júlí 2001 | Aðsent efni | 926 orð | 1 mynd

Lögreglunemar geta ekki lifað á loftinu!

Ég fer fram á það hér með, segir Alda Baldursdóttir, að okkur verði boðið upp á námslán fyrir fyrri önnina 2001. Meira
20. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 834 orð

(Matt.11.28.)

Í dag er föstudagur 20. júlí, 201. dagur ársins 2001. Orð dagsins Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld. Meira
20. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 496 orð | 1 mynd

Sýnið kríunni virðingu

ÞAÐ er ekki fögur sjón að sjá dauðar kríur og dauða kríuunga í vegköntum eða á vegum sem liggja gegnum kríuvörp. Þetta gerist á hverju ári. Ég var á ferð um Reykjanesið nýlega og tók eftir þessu við Hafnir og vestan Grindavíkur. Meira

Minningargreinar

20. júlí 2001 | Minningargreinar | 4577 orð | 1 mynd

ÁRNI MÁR WAAGE

Árni Már Magnússon Waage fæddist í Reykjavík 21. janúar 1942. Hann varð bráðkvaddur á Mallorka 6. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Guðmundsson Waage, f. 5. ágúst 1916, d. 21. apríl 1977, og eiginkona hans Jóhanna Sveinsdóttir, f. 1. Meira  Kaupa minningabók
20. júlí 2001 | Minningargreinar | 2955 orð | 1 mynd

GUÐSTEINN SIGURÞÓR SIGURJÓNSSON

Guðsteinn Sigurþór Sigurjónsson fæddist í Borgarnesi 9. janúar 1931. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 10. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurjón Guðmundsson, f. 16. júní 1903, d. í nóvember 1932, og Jórunn Pálsdóttir, f. 22. júlí 1908, d. Meira  Kaupa minningabók
20. júlí 2001 | Minningargreinar | 402 orð | 1 mynd

MARÍA JÓNSDÓTTIR

María Jónsdóttir, Efralandi í Grindavík, fæddist 1. september 1902 á Lýtingsstöðum í Holtum í Rangárvallarsýslu. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík 12. júlí síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
20. júlí 2001 | Minningargreinar | 765 orð | 1 mynd

MARÍA PÁLSDÓTTIR

María Pálsdóttir fæddist 20. maí 1924 í Reykjavík. Hún lést í Landspítalanum við Hringbraut 11. júlí síðastliðinn. Foreldrar Maríu voru Páll Jónasson, símvirki hjá Pósti og síma, f. 4. febrúar 1902, d. 1993, og Lára Ágústsdóttir miðill, f. 15. Meira  Kaupa minningabók
20. júlí 2001 | Minningargreinar | 2765 orð | 1 mynd

SVANBJÖRG SVANBERGSDÓTTIR

Svanbjörg Svanbergsdóttir fæddist 9. ágúst 1930 í Hrísey. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 9. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurlaug Þóra Sigfúsdóttir húsmóðir, f. 29.12. 1907, d.19.2. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

20. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 1186 orð | 1 mynd

Bændur þurfa að koma beint að slátruninni

AÐALSTEINN Jónsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að sauðfjárbændur séu lítt hressir, svo vægt sé til orða tekið, með það sem kom fram í viðtali Morgunblaðsins við Kristin Geirsson, framkvæmdastjóra Goða, enda sé þar farið niðrandi orðum um... Meira
20. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 109 orð

Engin stefnubreyting hjá Goða

AÐALFUNDUR Goða hf. var haldinn á miðvikudag og að sögn Kristins Þórs Geirssonar, framkvæmdastjóra, var þar ekki ákveðin nein stefnubreyting, menn ætluðu sér að halda áfram sömu stefnu og þegar hefði verið greint frá í fjölmiðlum. Meira
20. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 62 orð | 1 mynd

Fjallað um Össur á CNN

JÓN Sigurðsson, forstjóri Össurar hf., var gestur í fjármálaþætti CNN- sjónvarpsstöðvarinnar í gær. Meira
20. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 95 orð

Íslandssími hækkar um 16,7%

HEILDARVIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi Íslands námu 1.152 milljónum króna í gær. Þar af námu viðskipti með hlutabréf 318 milljónum króna og lækkaði úrvalsvísitala aðallista um 0,69%. Er vísitalan nú 1.036,44 stig og hefur lækkað um 20,63% frá áramótum. Meira
20. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 93 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.036,44 -0,69 FTSE 100 5.437,4 0,6 DAX í Frankfurt 5.789,66 1,07 CAC 40 í París 4. Meira
20. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 370 orð | 1 mynd

Lyf og heilsa kaupa fimm verslanir

LYFJA, dótturfélag Baugs hf., hefur selt fimm lyfjaverslanir í samræmi við ákvörðun samkeppnisráðs frá 2. febrúar. Kaupandi er Hagræði hf. sem rekur lyfjaverslanir undir nafninu Lyf og heilsa. Meira
20. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 84 orð

MEÐALVEXTIR SKULDABRÉFA OG DRÁTTARVEXTIR Dráttar Vxt.

MEÐALVEXTIR SKULDABRÉFA OG DRÁTTARVEXTIR Dráttar Vxt. alm. Vísitölub. vextir skbr. lán Mars '00 21,0 16,1 9,0 Apríl '00 21,5 16,2 9,0 Maí ‘00 21,5 16,2 9,0 Júní '00 22,0 16,2 9,1 Júlí '00 22,5 16,8 9,8 Ágúst '00 23,0 17,0 9,8 Sept. Meira
20. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 81 orð

Óskað eftir frekari skýringum

FINNUR Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaþings Íslands, segir að það sé búið að fara yfir bréf Búnaðarbankans Verðbréfa til þingsins vegna viðskipta með bréf Útgerðafélags Akureyringa þann 29. júní sl. Meira
20. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 75 orð

SKAMMTÍMASJÓÐIR Nafnávöxtun 1.

SKAMMTÍMASJÓÐIR Nafnávöxtun 1. júní síðustu (%) Kaupg. 3 mán. 6 mán. 12 mán. Kaupþing hf. Skammtímabréf 4,115 9,1 7,0 6,2 Skyndibréf 3,376 21,7 12,5 10,7 Landsbréf hf. Meira
20. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 93 orð

VÍSITÖLUR Neysluv.

VÍSITÖLUR Neysluv. Byggingar Launa- Eldri lánskj. til verðtr vísitala vísitala Mars '00 3,848 194,9 238,9 189,6 Apríl '00 3,878 196,4 239,4 191,1 Maí '00 3,902 197,6 244,1 194,5 Júní '00 3,917 198,4 244,4 195,7 Júlí '00 3. Meira

Fastir þættir

20. júlí 2001 | Fastir þættir | 702 orð

AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Und.

AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Und. Meira
20. júlí 2001 | Fastir þættir | 343 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

"Takk fyrir, makker," sagði suður af gömlum vana þegar blindur birtist, en það var enginn þakkartónn í röddinni. Enda var meiningin allt önnur, eða þessi: "Af hverju sagðirðu ekki þrjú grönd?" Vestur gefur; NS á hættu. Meira
20. júlí 2001 | Fastir þættir | 150 orð

Dagskrá Íslandsmótsins

ÍSLANDSMÓT fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum hófst í Mosfellsbæ í gær, en þá var keppt í 150 m skeiði, fjórgangi í meistaraflokki og í gæðingaskeiði. Mótið stendur fram á sunnudag en þá fara fram öll aðalúrslitin. Föstudagur, 20. júlí. 09. Meira
20. júlí 2001 | Fastir þættir | 67 orð | 1 mynd

Glaðlegir unglingar

ÞESSIR glaðlegu unglingar kepptu fyrir hestamannafélagið Glað í Dalasýslu á nýliðnu fjórðungsmóti á Kaldármelum og hrepptu fjögur af átta efstu sætunum í unglingaflokki. Þau eru frá hægri: Gróa Björg Baldvinsdóttir, sem var í 1. Meira
20. júlí 2001 | Dagbók | 81 orð

Óskalög hlustenda

Rás 1* 9.05 Gerður G. Bjarklind leikur óskalög hlustenda alla föstudagsmorgna eftir níufréttir. Óhætt er að fullyrða að lögin sem heyrast í þættinum séu mjög í anda gömlu góðu laganna, auk kór- og einsöngslaga íslenskra og erlendra. Meira
20. júlí 2001 | Dagbók | 111 orð | 1 mynd

Safnaðarstarf Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9.

Safnaðarstarf Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11-12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Meira
20. júlí 2001 | Fastir þættir | 146 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Staðan kom upp á EM einstaklinga í Ohrid í Makedóníu. Emil Sutovsky (2604) hafði hvítt gegn Miroslaw Grabarczyk (2506). 37.Hxe4! og svartur gafst upp enda rennur h-peð hvíts upp í borð eftir 37...Hxe4 38.h6 Hf4+ 39.Ke3 Hxf5 40.h7. Meira
20. júlí 2001 | Fastir þættir | 354 orð

Úrslit allra landsmóta á heimasíðu Landsmóts 2002

Fróðleiksfúsir hestamenn geta nú á auðveldan hátt nálgast úrslit allra landsmóta hestamanna frá árinu 1950 á einum stað. Ásdís Haraldsdóttir kættist yfir þessu framtaki þegar hún rakst á úrslitin á heimasíðu Landsmóts 2002 í vikunni. Meira
20. júlí 2001 | Fastir þættir | 231 orð

Æskulýðsmótið hefst í Skógarhólum í dag

UNDIRBÚNINGUR fyrir Æskulýðsmót sem haldið verður í Skógarhólum um helgina gengur vel. Að sögn Garðars Hreinssonar, formanns framkvæmdanefndarinnar, er veðurspáin góð og svæðið tilbúið til að taka á móti allt að 400 manns. Meira

Íþróttir

20. júlí 2001 | Íþróttir | 132 orð

3.

3. deild karla B Njarðvík - Ægir 4:3 Frakkland Meistarabikarinn: Nantes - Strasbourg 4:1 Ameríkubikarinn B-RIÐILL: Brasilía - Paraguay 3:1 Alex 60., Belleti 89., Denilson 90. - Alvarenga 9. Perú - Mexíkó 1:0 Holsen 47. Meira
20. júlí 2001 | Íþróttir | 39 orð

Dæmdur

Hollenski knattspyrnumaðurinn Edgar Davids er einn af fjölmörgum sem hafa fallið á lyfjaprófi fyrir að hafa notað fæðubótarefni. Meira
20. júlí 2001 | Íþróttir | 808 orð | 1 mynd

Eftirlitið verður aukið

ELLERT B. Schram, forseti Íþrótta- og ólympíusambandsins, segir að sjónarsviptir verði aðBirgi Guðjónssyni úr starfi formanns heilbrigðisráðs ÍSÍ en hann sé ekki ómissandi og stefnan sé að auka lyfjaeftirlit meðal íslenskra íþróttamanna. Meira
20. júlí 2001 | Íþróttir | 460 orð | 1 mynd

Er mjög stoltur af strákunum

"Þessi sigur í dag var frábær og ég er mjög stoltur af drengjunum. Þeir komu hingað með réttu hugarfari og spiluðu alveg glimrandi fyrri hálfleik og lögðu þar grunninn að þessum sigri. Vindurinn hjálpaði töluvert því liði sem hafði hann í bakið. Við vissum að þeir kæmu grimmir í síðari hálfleikinn og við spiluðum bara þétta vörn og beittum hættulegum skyndisóknum," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Fylkis, kampakátur eftir 4:0 sigur Fylkis á Grindavík í gærkvöldi. Meira
20. júlí 2001 | Íþróttir | 590 orð | 1 mynd

Grindvíkingar ætluðu sér að verjast gegn...

ÞAÐ er kannski fullsnemmt að byrja að tala um meistaraefni þegar tæpar tíu umferðir hafa verið leiknar af úrvalsdeildinni en ef Fylkismenn halda áfram á sömu braut og í Grindavík í gærkvöld verður erfitt að stöðva þá það sem eftir lifir sumars. Meira
20. júlí 2001 | Íþróttir | 62 orð

Gunnar til Framara

GUNNAR Sigurðsson, knattspyrnumarkvörður frá Vestmannaeyjum, gekk í gær til liðs við úrvalsdeildarlið Fram. Gunnar, sem er 26 ára og var aðalmarkvörður ÍBV 1996 til 1998, hefur leikið með Brage í sænsku 1. Meira
20. júlí 2001 | Íþróttir | 126 orð

KNATTSPYRNA Símadeild, efsta deild karla Grindavík...

KNATTSPYRNA Símadeild, efsta deild karla Grindavík - Fylkir 0:4 Staðan: Fylkir 1063118:521 ÍA 1052315:917 Valur 1052314:1217 ÍBV 105237:817 FH 94329:715 Keflavík 1042414:1514 Grindavík 840411:1312 KR 93248:1011 Breiðablik 102178:177 Fram 1011810:184 1. Meira
20. júlí 2001 | Íþróttir | 29 orð

KNATTSPYRNA Símadeild, efsta deild kvenna: Hásteinsv.

KNATTSPYRNA Símadeild, efsta deild kvenna: Hásteinsv.:ÍBV - Valur 20 KR-völlur:KR - Breiðablik 20 Grindavík:Grindavík - FH 20 1. deild karla: Ólafsfjörður:Leiftur - Þór 20 3. Meira
20. júlí 2001 | Íþróttir | 680 orð

Lyfjaeftirlitið er sýndarmennska

BIRGIR Guðjónsson, formaður heilbrigðisráðs Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, hefur sagt starfi sínu lausu. Birgir hefur ekki verið sáttur við hvernig tekið hefur verið á lyfjamálum íslensks íþróttafólks. Hann segir að ítrekað hafi komið upp ágreiningur milli sín og forseta og framkvæmdastjórn ÍSÍ um lyfjamálin og hann sakar framkvæmdastjórnina um linkind hvað þennan málaflokk varðar. Meira
20. júlí 2001 | Íþróttir | 204 orð | 1 mynd

Montgomerie sex höggum undir pari

COLIN Montgomerie er efstur eftir fyrsta dag á Opna breska meistaramótinu í golfi á sex höggum undir pari og þremur höggum á undan næstu mönnum, en hann lék á 65 höggum. Tiger Woods er sex höggum á eftir, lék á part vallarins - 71 höggi. Meira
20. júlí 2001 | Íþróttir | 217 orð

PÓLSKA félagið Pogon Szczechin, sem mætir...

PÓLSKA félagið Pogon Szczechin, sem mætir Fylki í forkeppni UEFA-bikarsins í knattspyrnu í næsta mánuði, teflir fram mikið breyttu liði á komandi tímabili. Sjö leikmenn, sem léku með í fyrra, þegar félagið kom á óvart og náði öðru sæti pólsku 1. Meira
20. júlí 2001 | Íþróttir | 289 orð | 1 mynd

* SINISA Kekic lék ekki með...

* SINISA Kekic lék ekki með Grindavík gegn Fylki í gær þar sem hann meiddist á æfingu í fyrrakvöld. Hann verður þó að öllum líkindum búinn að ná sér er liðin mætast að nýju í bikarkeppninni á mánudag. Meira
20. júlí 2001 | Íþróttir | 67 orð

Skíðalandsliðsmenn í eins fatnaði

SKÍÐASAMBAND Íslands, Primo ehf. og Everest hafa skrifað undir samstarfssamning vegna Halti-fatnaðar. Landsliðsmenn Íslands í alpagreinum og skíðagöngu munu klæðast fatnaði frá sama framleiðanda. Meira
20. júlí 2001 | Íþróttir | 677 orð

Stórskotahríð KA

KA festi sig í sessi í efsta sæti 1. deildar með öruggum sigri á liði Dalvíkur í gærkvöldi. Úrslit leiksins urðu 3:1 eftir fádæma sóknarþunga KA-manna, sérstaklega í fyrri hálfleik, en staðan var þó jöfn allt þar til rúmar 10 mínútur voru eftir af leiknum. Sævar Eysteinsson í marki Dalvíkinga hafði varið eins og berserkur og þurftu heimamenn að töfra fram sérlega glæsileg mörk til að tryggja sér sigurinn. Meira

Úr verinu

20. júlí 2001 | Úr verinu | 525 orð | 2 myndir

Samtak afhendir Bárð SH 81

Bátagerðin Samtak ehf. sjósetti sinn annan Viking 1340 fiskibát í síðustu viku. Áður hafa fiskibáturinn Katrín RE og farþegabáturinn Guðrún Kristjáns verið afhentir eigendum sínum og hafa þeir reynst vel að sögn Snorra Haukssonar hjá bátagerðinni... Meira

Daglegt líf (blaðauki)

20. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 2137 orð | 7 myndir

Að lesa landið

Rannsóknarlögreglumenn sem beygja út af Reykjanesbraut og þramma skimandi um hraun og hlíðar, eru án efa að leita verksummerkja um glæpsamlegt athæfi. Eða hvað? Sigurbjörg Þrastardóttir og Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari, slógust í för með löggum sem leita fremur að félagsskap, náttúrufegurð og anda liðinna alda. Meira
20. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 123 orð

Enn einn frábær dagur!

4. júlí. Flest okkar vöknuðu fyrir klukkan hálfníu, vegna þess að strákarnir reyndu að hrekkja stelpurnar. Eftir fánastund og morgunverð fórum við í skóleik - rugluðum skónum og reyndum að finna saman rétt pör. Síðan fórum við út í samúræjaleik. Meira
20. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 588 orð | 2 myndir

Gagn og gaman

MENNINGARMIÐSTÖÐIN Gerðuberg hefur gengist fyrir Listsmiðjum barna frá sumrinu 1988, og svo er einnig í sumar. Listsmiðjan heitir Gagn og gaman og er hún fyrir börn á aldrinum 7-13 ára. Meira
20. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 523 orð | 2 myndir

Heimsþorp

KLUKKAN er hálftíu en enginn veit lengur hvaða vikudagur er. Hópur barna sópar miðgólf Smáraskóla í Kópavogi, skúrar og þurrkar af borðum eftir morgunsnæðing. Meira
20. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 49 orð

Í frjálsa tímanum

Svipmyndir frá sumarnámskeiði barna af erlendum uppruna í Austurbæjarskólanum. 1. Lífsgleði æskunnar undir heiðbláum sumarhimni. 2. Blómarósirnar Niña Grace Tangolamos frá Filippseyjum og Yan Ping Wu frá Kína. 3. Meira
20. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 634 orð | 5 myndir

Leikjagleði

ÞAÐ er eitthvað ævintýralegt og heillandi við að heimsækja Austurbæjarskólann á Skólavörðuholtinu þessa dagana. Þar er til húsa blómlegt sumarstarf Reykjavíkurborgar fyrir börn og fullorðna af erlendum uppruna. Meira
20. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 392 orð | 5 myndir

Myndlist og mold

ÞAÐ er mikilvægt að kirkjugarðarnir séu fallegir staðir," segir Ólafur Jónsson, trúnaðarmaður Samtaka íslenskra myndlistarmanna (SÍM) í opinberum samkeppnum. "Það hefur margt misjafnt verið sett á reitina undanfarin ár. Meira
20. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 108 orð

"Ertu með lyklana?"

Þeim ferðalöngum sem hættir til að gleyma bæði tjaldi og svefnpoka er sjálfsagt ekki við bjargandi hvort eð er. Meira
20. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 950 orð | 2 myndir

Raddir skáldanna

BJARNI Benedikt Björnsson hefur undanfarnar vikur eytt miklum tíma á safnadeild Ríkisútvarpsins við leit að röddum skálda. Þar flettir hann í gegnum spjaldskrá er greinir frá efni segulbanda sem hafa mörg hver að geyma gífurlegan fjársjóð, t.d. Meira
20. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 177 orð | 4 myndir

Undir pólýesterhimni

ÍSLENDINGAR voru ekki fyrr fluttir í upphituð og raflögð hús, við upphaf síðustu aldar, en fyrsti skátaflokkurinn var stofnaður í Reykjavík og ungir, hraustir Íslands synir gerðu það að tómstundaiðju sinni að gista í köldum, lekum tjöldum og kveikja eld... Meira
20. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 820 orð | 2 myndir

Ungra penna leitað víða

SÖLVI Björn Sigurðsson nemur bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Í sumar hefur hann leitað logandi ljósi að ungum ljóðskáldum í þeirri von að þau vilji fylla síður safnrits með skáldlegum orðum sínum. Og leitin stendur enn. Meira
20. júlí 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 84 orð

úr Íslenskri orðabók , 1996.

dys: upphækkuð gröf, venjulega hulin grjóthrúgu. fjárborg: grjótbyrgi fyrir fé úti á víðavangi, veggirnir látnir dragast saman að ofan eða reft yfir, með engri jötu. kví: e.k. rétt þar sem fráfæruær eru mjaltaðar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.