Greinar laugardaginn 21. júlí 2001

Forsíða

21. júlí 2001 | Forsíða | 244 orð

Deilt um eftirlaun ráðherra

LÖGÞINGSMENN í Færeyjum sæta þessa dagana harðri gagnrýni af hálfu almennings og fulltrúa verkalýðssamtaka, eftir að í ljós kom að stjórnmálamennirnir hafa samþykkt nýtt lífeyriskerfi sem ekki eingöngu er þeim sjálfum mjög hagstætt heldur bætir svo um... Meira
21. júlí 2001 | Forsíða | 73 orð | 1 mynd

Hús hrynur í London

BJÖRGUNARMENN leituðu í gær að fimm mönnum sem óttast var að væru í rústum þriggja hæða húss sem hrundi í Tottenham í norðurhluta London. Þrír íbúar hússins, hjón og ungt barn þeirra, voru fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsli. Meira
21. júlí 2001 | Forsíða | 225 orð

Lofa 1,2 milljörðum dala til alnæmisvarna

LEIÐTOGAR átta helstu iðnríkja heims samþykktu á fundi sínum í Genúa í gær að stofna nýjan sjóð sem á að nota í baráttunni gegn útbreiðslu alnæmis og fleiri smitsjúkdóma í þróunarlöndunum. Meira
21. júlí 2001 | Forsíða | 328 orð | 1 mynd

Mótmælandi skotinn til bana og 150 særðust

TVÍTUGUR mótmælandi var skotinn til bana í átökum sem blossuðu upp milli lögreglumanna og óeirðaseggja í Genúa á Ítalíu í gær þegar leiðtogafundur átta helstu iðnríkja heims hófst í borginni. Meira

Fréttir

21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 112 orð

Afborganir námslána úr tveimur í átta

GREIÐENDUM námslána sem eru í skilum býðst nú að borga af lánum sínum með átta afborgunum á ári í stað tveggja áður, með rafrænum hætti. Fulltrúar LÍN og Form.is, auk menntamálaráðherra, undirrituðu samning þessa efnis í gær. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Á góðri stundu í Landmannalaugum

LANDMANNALAUGAR eru vinsæll áfangastaður meðal ferðamanna, enda mikil náttúruperla. Hvort sem er að vetri eða sumri, þykir gott að komast í þessa heitu laug og láta ferðaþreytuna líða úr sér í góðum félagsskap. Meira
21. júlí 2001 | Landsbyggðin | 880 orð | 2 myndir

Álfasteinn á Borgarfirði tuttugu ára

UM ÞESSAR mundir er Álfasteinn á Borgarfirði eystri tuttugu ára. Fyrirtækið er mikilvirk steiniðja, skiltagerð og upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og er annað tveggja stærstu fyrirtækja á Borgarfirði. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 198 orð

Á rétt á sex mánaða biðlaunum

FORSETA Alþingis hafði í gær ekki borist bréf frá Árna Johnsen um að hann segði af sér þingmennsku, líkt og hann tilkynnti sl. fimmtudag. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 53 orð

Á tvöföldum hámarkshraða

ÓVENJUMARGIR, eða 24 bílar, voru teknir fyrir of hraðan akstur í Kópavogi í fyrradag. Að sögn lögreglunnar fóru radarmælingar fram á nokkrum stöðum í bænum. Einn ökumaður var tekinn á 101 km hraða þar sem hámarkshraði er 50. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

Búin að borða fullt af pizzum

ÞEIM fannst veðráttan heldur hryssingsleg hér á Fróni, frönsku unglingunum sem voru að gera sig klára í kappsiglingu um Sundin blá þegar Morgunblaðið hitti þau við smábátahöfnina í Reykjavík í gær. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 144 orð

Djúpsprengju eytt við Stapafell

Landhelgisgæslan eyddi í fyrrakvöld djúpsprengju með fullvirku sprengiefni sem Sæmundur HF-85 fékk í veiðarfærin í Jökuldjúpi á fimmtudaginn. Meira
21. júlí 2001 | Suðurnes | 85 orð

Dorgveiðikeppni á hafnarkantinum

REYKJANESBÆR á réttu róli stendur fyrir dorgveiðikeppni við hafnargarðinn við Keflavíkurhöfn laugardaginn 21. júlí. Þátttaka er öllum velkomin. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 101 orð

Dæmdur í tveggja ára fangelsi

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær Garðar Garðarsson, 36 ára, í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið mann í kviðinn í Lækjargötu í ágúst á síðasta ári. Eftir árásina hljópst ákærði á brott en var handtekinn skömmu síðar. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 35 orð | 1 mynd

Enginn er verri þótt hann vökni

TALSVERT rigndi á höfuðborgarsvæðinu í gær. Hjólreiðamaðurinn sem varð á vegi ljósmyndara Morgunblaðsins á Krýsuvíkurvegi lét rigninguna þó ekki aftra sér frá að fara í smá hjólreiðatúr. Enda segir máltækið; "Enginn er verri þótt hann vökni. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Fallegustu garðarnir í Árborg verðlaunaðir

UMHVERFISNEFND Árborgar hefur valið fallegustu garðana í sveitarfélaginu Árborg sumarið 2001. Meira
21. júlí 2001 | Akureyri og nágrenni | 23 orð

Fermingarmessa í Ólafsfirði

ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Messa verður í kirkjunni á morgun, sunnudaginn 22. júlí, kl. 11. Fermdur verður Hjalti Rögnvaldsson, Hlíðarvegi 42, Ólafsfirði. Prestur verður sr. Stína... Meira
21. júlí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 221 orð

Fjárhagslegar tryggingar ÍMS lækkaðar

ÍSLENSKU menntasamtökin hafa ekki getað staðið við skilyrði í útboðsskilmála um fjárhagslegar tryggingar til Hafnarfjarðarbæjar vegna skólahalds í leikskóla og grunnskóla í Áslandi, að sögn bæjarráðsmanna Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Meira
21. júlí 2001 | Akureyri og nágrenni | 184 orð | 2 myndir

Gamla stólalyftan í Hlíðarfjalli tekin niður

UNNIÐ hefur verið við að taka niður stólalyftuna í Hlíðarfjalli nú í vikunni og miðar verkinu vel að sögn Guðmundar Karls Jónssonar forstöðumanns. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 51 orð

Ganga Ferðafélagsins

SUNNUDAGINN 22. júlí býður Ferðafélag Íslands uppá dagsferð um heillandi slóðir þar sem fyrst verður stefnt á Borgarhóla, norðan við Nesjavallaveg, gengið þaðan að Helgufossi og komið niður hjá Gljúfrasteini í Mosfellssveit. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 84 orð

Garðaskoðun í Garðabæ

ÁRLEG garðaskoðun Garðyrkjufélagsins fer fram í Garðabæ sunnudaginn 22. júlí milli kl. 14 og 18. Sex einkagarðar verða opnir félagsmönnum til skoðunar. Meira
21. júlí 2001 | Akureyri og nágrenni | 106 orð | 1 mynd

Gómuðu þjófa

"MEÐ þessu erum við að lífga upp á farartæki okkar," sagði Ólafur Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri, en lögregla hefur síðustu daga verið á ferð á reiðhjólum. Meira
21. júlí 2001 | Landsbyggðin | 122 orð

Hafnardagur á Króknum

Í DAG verður haldinn hafnardagur á Króknum. Dagskráin er svohljóðandi: Dorgveiðin hefst kl. 16:00 og verður veitt til kl. 18:00. Verðlaun fyrir stærsta þorskinn, kolann og mathnútinn. Teknar verða myndir af sigurvegurum. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 62 orð

Hafnarfjall og Straumfjörður hjá Útivist

FERÐAFÉLAGIÐ Útivist fer á sunnudaginn, 22. júlí, kl. 9.00 í tvær dagsferðir. Annars vegar er sjötta ferð í fjallasyrpu Útivistar en þá er gengið á Hafnarfjall hjá Borgarnesi, en hins vegar er boðið upp á strandgöngu í Straumfirði á Mýrum. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 89 orð

Halda þingflokksfund í Þjórsárverum

Í DAG, laugardag 21. júlí, heldur þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs opinn þingflokksfund í Tjarnarveri sem er syðsti hluti Þjórsárvera. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 123 orð

Handtekinn með eitt kíló af hassi

TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflugvelli handtók mann með eitt kíló af hassi á þriðjudagskvöld. Maðurinn, sem er fæddur árið 1967, var þá að koma frá Kaupmannahöfn. Við tollleit kom í ljós að hann hafði límt hassplötur á líkama sinn. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 111 orð

Hátíð SKB í Hvammi í Vatnsdal

KRABBAMEINSSJÚK börn, foreldrar þeirra og systkini koma saman í Hvammi í Vatnsdal í Húnavatnssýslu helgina 27.-29. júlí nk. á svokallaðri Hvammshátíð sem orðin er fastur liður í félagsstarfsemi Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, SKB. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 110 orð

Heita á sjúk börn

"ALLIANZ Ísland hf. heitir því á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, SKB, að greiða til félagins 500 krónur með hverri barnasparnaðartryggingu, Forskoti, sem félagið selur. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 81 orð

Heldur fram sakleysi sínu

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur féllst í gær á kröfu lögreglunnar í Reykjavík um framlengingu gæsluvarðhalds til 31. ágúst yfir breskum karlmanni. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 85 orð

Hlaut ferð fyrir tvo til Kýpur

SKJÁVARP og ferðaskrifstofan Sól hafa að undanförnu staðið fyrir léttum sumarleik á Netinu. Leikurinn fór fram á slóðinni www.skjavarp.is. Svöruðu þátttakendur nokkrum spurningum og gátu fyrir vikið unnið sér inn sólarlandaferð. Meira
21. júlí 2001 | Suðurnes | 171 orð

Hluti eftirvinnu í grunnlaun

STARFSMANNAFÉLAG Suðurnesja hefur lokið við gerð nýs kjarasamnings við Hitaveitu Suðurnesja hf. Meira
21. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 371 orð | 1 mynd

Hundruð þúsunda í verkfall

MEGNRAR óánægju gætir í Argentínu vegna niðurskurðaraðgerða þarlendra stjórnvalda. Ríkisstjórnin ákvað á miðvikudag að lækka laun opinberra starfsmanna og skerða lífeyrisgreiðslur. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 34 orð

Í FRÉTT um Jöklasýninguna á Höfn...

Í FRÉTT um Jöklasýninguna á Höfn í Hornafirði í blaðinu á fimmtudag var rangt farið með nafn höfundar tónlistar við kvikmynd sem sýnd er í sýningunni. Höfundurinn heitir Jóhann Morávek. Beðist er velvirðingar á... Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 291 orð | 1 mynd

Ímyndarauglýsingar næstu tveggja ára

BANDARÍSKA sjónvarpsstöðin Showtime Networks hefur valið Ísland og íslenska náttúru sem grunn myndefnis ímyndarauglýsinga fyrirtækisins næstu tvö árin. Tökur hófust á þriðjudag og var Sveinn M. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 1255 orð | 1 mynd

Kallað eftir gögnum um Brattahlíð og Eyjar

Ríkisendurskoðun hyggst hraða rannsókn á fésýslu Árna Johnsen og ljúka henni í næsta mánuði, skrifar Björn Ingi Hrafnsson. Árni Johnsen var formaður byggingarnefnda Þjóðhildarkirkju í Brattahlíð á Grænlandi og stafkirkjunnar í Vestmannaeyjum og hefur Ríkisendurskoðun kallað eftir gögnum um báðar framkvæmdirnar. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 730 orð | 1 mynd

Keppir á heimsþingi JC

Ingimundur K. Guðmundsson fæddist 12. ágúst 1970 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1990. Hann hefur starfað hjá Visa í 6 ár og sem kerfisfræðingur hjá Tali frá því að það fyrirtæki tók til starfa. Ingimundur hefur tekið þátt í félagsmálum, einkum á vettvangi JC á Íslandi þar sem hann gegnir nú starfi forseta JC í Garðabæ og Kópavogi. Ingimundur á dótturina Rakel Rós. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 564 orð

Keyra ísbíl í hitanum í Texas

MARGIR ráku upp stór augu er þeir sáu auglýsingu í Morgunblaðinu um síðustu helgi þar sem óskað var eftir fólki til að keyra ísbíl í Texas í Bandaríkjunum. Blaðamaður sló á þráðinn út til að forvitnast frekar um málið. Meira
21. júlí 2001 | Akureyri og nágrenni | 126 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Sumatónleikar kl. 17 á morgun, sunnudag. Kvöldmessa kl. 20.30 um kvöldið. Sr Birgir Snæbjörnsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Hulda Garðarsdóttir sópran og Sigrún Arngrímsdóttir mezzosópran taka þátt í messunni. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 28 orð

Kynna lífrænan landbúnað

LAUGARDAGINN 21. júlí kl. 14-16 munu garðyrkjubændurnir Ingólfur Guðnason og Þórður Halldórsson kynna lífrænan landbúnað fyrir gestum Alviðru, fræðslusetri Landverndar við Sog í Ölfusi. Lífrænt ræktað grænmeti verður á... Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 81 orð

Lagt til að flutningur á olíu og bensíni verði bannaður

MORGUNBLAÐINU hefur borist tilkynning þess efnis að bæjarráð Akraness ítrekar samþykkt bæjarstjórnar Akraness frá 14. september 1999 þar sem lagt er til að flutningur á olíum og bensíni um Hvalfjarðargöng verði bannaður. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 330 orð | 2 myndir

Lifnar mjög yfir Soginu

MJÖG góðar göngur hafa verið í Soginu síðustu daga og veiðitölur hækkað á skömmum tíma. Til dæmis hafa veiðst 18 laxar síðustu átta daga í Ásgarði og heildartalan þar orðin 40 laxar. Meira
21. júlí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 246 orð

Lægstbjóðandi bauð tæpar 19 milljónir

TILBOÐ vegna lokaðs útboðs í fjármögnun, byggingu og rekstur nýs leikskóla við Tjarnarbraut voru opnuð á þriðjudag. Lægstbjóðandi í leikskólann Hörðuvelli er FM-hús ehf. en tilboð þeirra hljóðar upp á 96,5% af kostnaðaráætlun. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 117 orð

Matsáætlun vegna umhverfisáhrifa

SKIPULAGSSTOFNUN hefur borist tillaga að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum af lagningu Sultartangalínu 3, sem er 420 kV háspennulína sem leggja á frá Sultartanga að Brennimel. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 427 orð

Meðalsímreikningur sagður hækka um 2,4-3,1 prósent

LANDSSÍMINN tilkynnti í gær breytingar og hækkanir á verðskrá í fastlínu- og farsímaþjónustu sem taka gildi 1. ágúst næstkomandi. Skv. upplýsingum Símans leiða breytingarnar til 2,4-3,1% hækkunar á meðalsímreikningi viðskiptavina Símans. Meira
21. júlí 2001 | Miðopna | 937 orð | 3 myndir

Með merkari fornleifastöðum

Að Gásum í Eyjafirði er einn merkasti fornleifastaður á Íslandi. Fornleifa- uppgröftur hefur staðið yfir síðustu vikur og hefur Minjasafnið á Akureyri staðið fyrir skoðunarferðum með leiðsögn á meðan á honum stendur. Margrét Þóra Þórsdóttir og Rúnar Þór Björnsson brugðu sér í slíka ferð. Meira
21. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 297 orð

Meint mannréttindabrot í Tsjetsjníu

SEX rússneskir hermenn, sem þjónuðu í Tsjetsjníu, hafa verið handteknir í Rússlandi í tengslum við rannsókn á glæpum gegn óbreyttum borgurum í Kákasushéraðinu, sem framdir voru er hermenn leituðu hús úr húsi í tsjetsjneskum bæjum að meintum... Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 208 orð

Mest fækkun á Höfn í Hornafirði

FARÞEGUM í innanlandsflugi fækkaði að meðaltali um 21% fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Flugmálastjórn. Meira
21. júlí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 115 orð

Níu lóðarhafar sviptir lóðum í Áslandshverfi

NÍU lóðarhafar sem höfðu fengið úthlutað lóð í hinu nýja Áslandshverfi í Hafnarfirði hafa verið sviptir lóðarúthlutun, þar sem þeir hafa ekki staðið við úthlutunarskilmála. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 66 orð

Ný auglýsingastofa tekur til starfa

NÝ auglýsingastofa sem ber heitið Tunglið hefur tekið til starfa í Hellusundi 3 í Reykjavík. Í fréttatilkynningu segir að þrír reyndir auglýsingamenn standi að opnun fyrirtækisins. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 66 orð

Ný auglýsingastofa tekur til starfa

NÝ auglýsingastofa sem ber heitið Tunglið hefur tekið til starfa í Hellusundi 3 í Reykjavík. Í fréttatilkynningu segir að þrír reyndir auglýsingamenn standi að opnun fyrirtækisins. Meira
21. júlí 2001 | Suðurnes | 306 orð | 1 mynd

Nýir pallar við Holta- og Njarðvíkurskóla

BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar hefur samþykkt tillögu íþrótta- og tómstundaskrifstofu um smíði hjólabrettapalla við Holtaskóla. Þá var samþykkt að reisa palla við Njarðvíkurskóla. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 185 orð

Næg tilefni til að mæla fyrir um lögreglurannsókn

RÍKISSAKSÓKNARI, Bogi Nilsson, segir að þau tilvik í störfum Árna Johnsen sem formanns byggingarnefndar Þjóðleikhússins, sem fram hafa komið opinberlega og Árni viðurkennt að hafa komið nærri, gefi sér næg tilefni nú þegar til að mæla fyrir um... Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 291 orð

Næg tilefni til lögreglurannsóknar

RÍKISENDURSKOÐUN hefur kallað eftir gögnum sem varða fjármála- og umsýslustörf Árna Johnsen alþingismanns í fleiri nefndum og ráðum en byggingarnefnd Þjóðleikhússins. Meira
21. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 294 orð

Peres lofar að refsa þeim seku

TALSMENN Palestínumanna vöruðu við blóðbaði yrði ekkert gert til að hafa hemil á öfgahópum landnema sem grunaðir eru um að hafa myrt þrjá Palestínumenn í Hebron á fimmtudagskvöld. Meðal hinna látnu var þriggja mánaða barn og faðir þess. Meira
21. júlí 2001 | Akureyri og nágrenni | 376 orð | 1 mynd

"Ein með öllu" á Akureyri um verslunarmannahelgina

FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIN "Ein með öllu" verður haldin á Akureyri um verslunarmannahelgina. Forsvarsmenn hátíðarinnar kynntu hana á fundi við útilífsmiðstöðina að Hömrum og greindu frá helstu atriðum sem þar verður boðið upp á. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 74 orð

Rekja knött fyrir Hvalfjörð

Í DAG munu félagar í Körfuknattleiksfélagi Akraness rekja knött frá Reykjavík, um Hvalfjörð, og sem leið liggur til Akraness. Safnað verður áheitum vegna hlaupsins hjá fyrirtækjum og einstaklingum á Akranesi og nærsveitum. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 123 orð

Réðst inn á heimili í Mosfellsbæ

ÖLVAÐUR maður vopnaður eldhúshnífi réðst inn á heimili í Mosfellsbæ á tíunda tímanum í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík voru í húsinu kona og barn, en hún flúði í næsta hús með barnið eftir að maðurinn réðst til inngöngu. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 331 orð

Ræða mögulegar aðgerðir til að knýja á um betri samning

HJÚKRUNARFRÆÐINGAR sem starfa hjá ríkinu hafa fellt kjarasamning sem undirritaður var 25. júní með tæpum 60% atkvæða, en tæp 70% félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. 67,2%, eða 1.188, greiddu atkvæði. Meira
21. júlí 2001 | Suðurnes | 498 orð

Saka meirihlutann um ólýðræðisleg vinnubrögð

FULLTRÚAR Samfylkingarfélags Grindavíkurlistans mótmæltu harðlega á bæjarstjórnarfundi í vikunni vinnubrögðum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vegna frágangs skólalóðar og lýstu þeim sem ólýðræðislegum og óvönduðum. Meira
21. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 350 orð | 2 myndir

Samþykkt að stofna sjóð til alnæmisvarna

ÞAÐ ber fleira til tíðinda af leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims í Genúa en mótmæli og átök. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 1060 orð | 1 mynd

Segir síðasta vígið vera að falla

Innan skamms taka í gildi ný lög um tóbaksvarnir, sem fela meðal annars í sér bann við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum, nema á afmörkuðum svæðum. Birna Anna Björnsdóttir ræddi við Þorgrím Þráinsson, framkvæmdastjóra tóbaksvarnanefndar, sem segir nýju lögin vera fyllilega í samræmi við vilja almennings. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 127 orð

Sjóður til styrktar háskólanemum

STOFNAÐUR hefur verið minningarsjóður í tilefni af því að liðin eru 10 ár frá láti prófessors Jóns Steffensens með það að markmiði að styrkja einn háskólanema á ári til rannsókna á sviði sögu heilbrigðismála. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 38 orð | 1 mynd

Slappað af í heita pottinum

Í SUMARBÚSTAÐNUM jafnast ekkert á við að slaka á eða að bregða á leik í heitum potti. Unga kynslóðin er þar engin undantekning en á myndinni eru þær Berglind, Melkorka, Lilja og Karen í sumarbústað í Borgarfirði á... Meira
21. júlí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 70 orð | 1 mynd

Smíðastofur fjarlægðar

TVÆR lausar kennslustofur, sem notaðar hafa verið undir smíðakennslu í Hlíðaskóla mörg undanfarin ár, voru fluttar af lóð skólans í vikunni vegna fyrirhugaðrar endurskipulagningar húsnæðismála skólans. Meira
21. júlí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 51 orð

Staðgengill skólastjóra ráðinn

BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur staðfest samþykkt skólanefndar á ráðningu Leifs S. Garðarssonar í stöðu aðstoðarskólastjóra Öldutúnsskóla frá 1. ágúst næstkomandi. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 32 orð

Staðinn að ólöglegum veiðum

VARÐSKIP Landhelgisgæslunnar stóð á miðvikudag netabát að ólöglegum netaveiðum á Breiðafirði. Farið var með bátinn til hafnar í Stykkishólmi og samkvæmt upplýsingum lögreglu var báturinn með um 1.700 kíló af blönduðum afla. Telst málið... Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 476 orð | 1 mynd

Styrkja rúmlega 600 börn til mennta

NÝVERIÐ fengu rúmlega 600 börn á aldrinum 6 til 14 ára á Indlandi styrk frá félaginu Vinir Indlands sem starfrækt hefur verið hér á landi í rúmt ár. Styrkurinn er ýmist í formi skólagjalda, skólabúninga eða námsbóka. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 139 orð

Sviptir vopna- og veiðileyfum

HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands svipti í gær tvo menn vopna- og veiðileyfum í hálft ár auk þess að sekta þá fyrir fuglafriðunarbrot framin í ágústbyrjun árið 1998. Mennirnir veiddu 115 toppskarfa, bæði unga og fullorðna fugla, og 6 lunda að auki. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

TF-SIF í notkun á ný

VIÐGERÐ er lokið á þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-SIF, sem varð fyrir skemmdum á flugi yfir Snæfellsnesi fyrir tæplega tveimur mánuðum. Þyrlunni var reynsluflogið í gær og er komin í notkun á ný. Meira
21. júlí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 81 orð

Tillaga að matsáætlun komin

SKIPULAGSSTOFNUN hefur borist tillaga Vegagerðar ríkisins og Garðabæjar að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum Álftanesvegar og Vífilsstaðavegar og er stefnt að því að ákvörðun stofnunarinnar um tillögu framkvæmdaraðila að matsáætlun muni liggja... Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 246 orð

Tvöfalt fleiri konur án vinnu

ATVINNULEYSISDAGAR í júní síðastliðnum jafngilda því að 1.820 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum á landinu öllu. Þar af eru 644 karlar og 1.176 konur samkvæmt Vinnumálastofnun. Meira
21. júlí 2001 | Miðopna | 992 orð | 3 myndir

Undirbúa 30 til 50 herbergja hótelbyggingu

Þúsundir innlendra og erlendra ferðamanna heimsækja Geysissvæðið á degi hverjum yfir hásumarið. Forráðamenn Hótels Geysis hafa ýmislegt á prjónunum eins og Jóhannes Tómasson komst að þegar hann staldraði þar við dagstund. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 229 orð

Útlit fyrir lækkun á bensínverði

MIKLAR líkur eru á að bensínlítrinn muni lækka um næstu mánaðamót, en lækkun hefur orðið á heimsmarkaðsverði. Þetta virðist samdóma álit forsvarsmanna olíufélaganna þótt allir telji þeir fremur snemmt að segja til um það. Meira
21. júlí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 394 orð | 1 mynd

Vatnaparadís í Laugardalnum

SUNDLAUGIN í Laugardal mun taka miklum breytingum á næstu árum og er stefnt að því að opna hana með gerbreyttu sniði árið 2004. Framreiknaður kostnaður er talinn vera einn milljarður króna. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 60 orð

Vegfarendur hjálpuðu til

Í GÆR kviknaði í jeppabifreið við Narfastaðamela að sögn lögreglunnar í Borgarnesi. Ökumaður bifreiðarinnar náði, með hjálp annarra vegfarenda, að slökkva eldinn og forða þannig bílnum frá algerri eyðileggingu. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Verklok nálgast

Framkvæmdum nálægt Litlu kaffistofunni við Suðurlandsveg er nú bráðum lokið. Verið er að breikka skeringarnar við veginn til að draga úr snjósöfnun á veginum. Framkvæmdir hófust síðastliðið haust og er að ljúka um þessar mundir. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 342 orð

Vill að lögunum verði breytt

ÁRNI Sigurbjörnsson, vaktstjóri hjá Tilkynningaskyldunni, segir rangt að upplýsingar um staðstetningu skipa sem eiga milligöngu um Tilkynningaskylduna, séu ónákvæmari en þær sem fara um fjareftirlitskerfi Landhelgisgæslunnar, en aðalvarðstjóri... Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 45 orð

Vitni vantar

18. JÚLÍ sl. um kl. 16:06 var grænni Toyota Avenses-bifreið ekið á ljósastaur við Hjúkrunarheimilið Eir, Hlíðarhúsum 7. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 451 orð

Það er ekki útilokað að við náum samkomulagi

SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, sem er stödd á ráðherrafundi aðildarríkjaþings Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, segist vera hæfilega bjartsýn um að samkomulag náist á fundinum um Kyoto-bókunina. Meira
21. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 221 orð

Þjarmað að kínverskum netkaffihúsum

Stjórnvöld í Kína hafa látið loka nærri tvö þúsund netkaffihúsum og gert sex þúsund öðrum netkaffihúsum að gera breytingar á rekstri sínum af ótta við að ungmenni í landinu bíði skaða af vafri sínu á Netinu. Meira
21. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 349 orð | 1 mynd

Þrír falla í Makedóníu

LÍK tveggja eftirlitsmanna á vegum Evrópusambandsins (ESB) og túlks þeirra fundust í gær í Makedóníu og er talið að bifreið þeirra hafi ekið yfir jarðsprengju. Meira
21. júlí 2001 | Erlendar fréttir | 356 orð

Þrýst á um bætur til sjómanna

NOKKRIR þingmenn á breska þinginu hafa óskað eftir því að iðnaðar- og viðskiptaráðherra landsins, Patricia Hewitt, hraði bótagreiðslum til þeirra sjómanna sem misstu vinnuna í kjölfar þorskastríðanna við Ísland. Meira
21. júlí 2001 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Ætla að hitta 650 ungmenni í hringferðinni

JAFNINGJAFRÆÐSLAN, forvarnarverkefni ungs fólks gegn fíkniefnum, leggur í hringferð um landið á mánudag og er ætlunin að fræða unglinga á öllu landinu um skaðsemi fíkniefna. Meira

Ritstjórnargreinar

21. júlí 2001 | Leiðarar | 876 orð

Vandinn í miðborginni

Á undanförnum vikum hefur töluverð umræða spunnist um þann vanda sem borgarbúar standa frammi fyrir hvað varðar ástandið í miðborg Reykjavíkur um helgar. Meira
21. júlí 2001 | Staksteinar | 313 orð | 2 myndir

Virðing Alþingis í húfi

Þingmönnum á að vera óheimil þátttaka í nefndum eða starfi utan þings sem leitt getur til hagsmunaárekstra. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, m.a. á heimasíðu sinni nýlega. Meira

Menning

21. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 346 orð | 1 mynd

Auðvelt að ná til ykkar

KANADÍSKA söngkonan Jacquie Jeans er nú stödd á Íslandi í annað sinn og ætlar að syngja með Garginu á Player's Club í Kópavogi í kvöld. Meira
21. júlí 2001 | Menningarlíf | 68 orð

Djasstónleikar á Café Ozio

ANNAÐ KVÖLD, sunnudagskvöld, mun trío Szymon kuran leika tónlist fyrir gesti Café Ozio. Tríóið leikur latin tónlist í bland við frumsamið efni og eru áhrifin fengin víða að. Meira
21. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 123 orð | 1 mynd

Giftingarhringarnir fjöldaframleiddir

STJÖRNUPARIÐ Brad Pitt og Jennifer Aniston hafa nú höfðað mál gegn fyrirtækinu sem hannaði og smíðaði giftingarhringana þeirra. Meira
21. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 1255 orð | 2 myndir

Græna byltingin

Vinsælasta mynd ársins, enn sem komið er, er tölvuteiknimyndin Shrek. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við framleiðanda myndarinnar, mógúlinn Jeffrey Katzenberg og leikstjóra hennar á heimsfrumsýningunni í Cannes fyrr í sumar. Meira
21. júlí 2001 | Menningarlíf | 135 orð

Hagyrðingamót í íþróttahúsinu á Siglufirði

HAGYRÐINGAMÓT verður í íþróttahúsinu á Siglufirði í dag til styrktar Þjóðlagasetri sr. Bjarna Þorsteinssonar. Meira
21. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 182 orð | 1 mynd

Harka í hernum

*** Leikstjórn Joel Schumacher. Aðalhlutverk Colin Farrell, Matthew Davis. Bandaríkin 2000. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. Meira
21. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 330 orð | 1 mynd

Hestamaður sem hneggjar í svefni

HELGA Björnsson þarf vart að kynna. Meira
21. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 100 orð | 1 mynd

Hreinn uppspuni

YFIRLÝSING sem fjölmiðlum í Bretlandi barst í vikunni um að til stæði að gera söngleik um líf Johns Majors var ósönn og hreinn og klár uppspuni. Meira
21. júlí 2001 | Menningarlíf | 841 orð | 1 mynd

"Flogið yfir Heklu"

Opið alla daga frá 10-18. Til 19. ágúst. Aðgangur 400 krónur í allt húsið. Meira
21. júlí 2001 | Menningarlíf | 52 orð

Stian Rönning sýnir í Gallerí Geysi

NORSKI listamaðurinn Stian Rönning opnar sína fyrstu einkasýningu á Íslandi í Gallerí Geysi V/Ingólfstorg í dag laugardag milli kl: 16:00-18:00. Sýningin ber yfirskriftina: "Sérð Þú það sem Ég sé. Meira
21. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 170 orð | 1 mynd

Taka upp tvö ný lög

ÞRÁTT fyrir hinn almenna skilning að síðasta hljómplata The Cure, Bloodflowers , yrði svanasöngur þeirra eru Robert Smith og félagar nú á leiðinni í hljóðver að taka upp nýtt efni. Meira
21. júlí 2001 | Menningarlíf | 26 orð

Táknmálsleiðsögn um Errósýningu

TÁKNMÁLSTÚLKUR tekur þátt í leiðsögn um Errósýninguna í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi á sunnudag kl. 16. Sýningin spannar allan feril listamannsins og er í öllum sölum... Meira
21. júlí 2001 | Menningarlíf | 173 orð

Tímarit

FYRSTA tölublað fyrsta árgangs Fálkans , menningarblaðs, hefur litið dagsins ljós. Ritstjórn er í höndum Ragnars Halldórssonar , en í ritnefnd sitja þau Salvör Nordal og Matthías Johannessen . Útgefandi er Íslenska kvikmyndastofan ehf. Meira
21. júlí 2001 | Menningarlíf | 224 orð

Tognuð tunga á galleri@hlemmur.is

LAUGARDAGINN 21. júlí, klukkan 16, opnar Guðný Rósa Ingimarsdóttir sýningu á galleri@hlemmur.is. Þetta er hennar sjötta einkasýning. Meira
21. júlí 2001 | Menningarlíf | 304 orð

Trillan og tónsprotinn

**½ Leikstjóri og handritshöfundur Böðvar Bjarki Pétursson. Hljóðtaka Bruno Pisek, o.fl. Hljóðvinnsla: Ingvar Lundberg, Kjartan Kjartansson, o.fl. Kvikmyndatökustjóri Böðvar Bjarki Pétursson o.fl. Klipping Þuríður Einarsdóttir. Helstu viðmælendur Páll Pampichler Pálsson, Haukur Karlsson, Kristjana Ísleifsdóttir, Hafdís Hauksdóttir. Sýningartími 85 mín. Íslensk heimildarmynd, gerð með aðstoð WDR, Köln og Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. 2001. Meira
21. júlí 2001 | Fólk í fréttum | 132 orð | 1 mynd

Örvænting í öngstrætum

*** Leikstjórn John-Luke Montias. Aðalhlutverk John-Luke Montias, Susan Mitchell. (89 mín.) Bandaríkin Meira

Umræðan

21. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 29 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Nk. mánudag 23. júní verður sextugur Bjarni Guðmundsson, Klettahlíð 8, Hveragerði. Bjarni verður með kaffi á könnunni sunnudaginn 22. júlí kl. 16-20 í Völundi, Austurmörk 23,... Meira
21. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 58 orð | 1 mynd

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 22. júlí, verður 75 ára Steindór Hjörleifsson, leikari. Eiginkona hans, Margrét Ólafsdóttir, leikkona , varð sjötug 12. júní sl. og gullbrúðkaup þeirra hjóna er einnig á næstu grösum. Meira
21. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 67 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Á morgun sunnudaginn 22. júlí, verður áttræður Sveinn Hróbjartur Magnússon, fv. lögregluþjónn og handavinnukennari, Hvítingavegi 10, Vestmannaeyjum. Eiginkona Sveins er Sigríður Steinsdóttir frá Múla . Meira
21. júlí 2001 | Aðsent efni | 627 orð | 1 mynd

Aðgerða er þörf

Viðbrögð á opinberum vettvangi, segir Evald Sæmundsen, hafa vart verið merkjanleg við þeim tíðindum, að algengi einhverfu hafi tvöfaldast á Íslandi. Meira
21. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 351 orð | 1 mynd

Alþjóðadagur AIESEC, IAESTE og IMSIC

AIESEC (Félag háskólanema), IAESTE (Félag verkfræði- og raunvísindanema) og IMSIC (alþjóðanefnd íslenskra læknanema, hluti af alþjóðasamtökum læknanema) eru þrenn alþjóðleg samtök sem sjá um að aðstoða nemendur á háskólastigi að fá starfsþjálfun í öðrum... Meira
21. júlí 2001 | Aðsent efni | 597 orð | 1 mynd

Auðveldum foreldrum að stunda nám

Af framansögðu má sjá að þau vandamál sem barnafólk glímir við, segir Kolbrún Benediktsdóttir, eiga rætur sínar að rekja til fjársveltis og aðstöðuleysis Háskóla Íslands. Meira
21. júlí 2001 | Aðsent efni | 106 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Spilakvöld landsliðsnefndar kvenna Næsta spilakvöld nefndarinnar verður miðvikudaginn 25.7. í Skeifunni 11 kl. 19.30. Dagskrá kvöldsins verður lík öðrum spilakvöldum nefndarinnar, sem jafnan hefjast með erindum um tiltekna þætti brids sem... Meira
21. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 235 orð

Eymdarlíf aldraðra

NÚNA 1. júlí komu loks hækkanir á laun aldraðra og þrátt fyrir að það væri ekki eins mikið og flestir bjuggust við þá var því lofað að það kæmi meira seinna. Ef einhverjir hafa verið farnir að gleðjast yfir hækkuninni þá hefur það staðið stutt. Meira
21. júlí 2001 | Aðsent efni | 547 orð | 1 mynd

Hvalir, Alþjóðahvalveiðiráðið og WWF

WWF hefur nú hins vegar, segir Cassandra Phillips, miklar áhyggjur af tilraun Íslendinga til að staðfesta aftur alþjóðasamninginn. Meira
21. júlí 2001 | Aðsent efni | 440 orð | 1 mynd

Höfuðborgin, sem ríkisvaldið vill ekki

Ríkisvald og höfuðborg, segir Jóhann J. Ólafsson, virðast vera tveir aðskildir heimar. Meira
21. júlí 2001 | Aðsent efni | 592 orð | 3 myndir

Klifurplöntur - vafningsjurtir

VILLTUR trjágróður er af skornum skammti á Íslandi, birkið, reynirinn og víðirinn mest áberandi, en ekki má gleyma fjalldrapa og eini þótt minna áberandi séu, og íslenska blæöspin vex á örfáum stöðum. En hvað um klifur- og vafningsplöntur? Meira
21. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 806 orð

(Matt. 26,26.)

Í dag er laugardagur 21. júlí, 202. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Þá er þeir mötuðust, tók Jesús brauð, þakkaði Guði, braut það og gaf lærisveinunum og sagði: Takið og etið, þetta er líkami minn. Meira
21. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 479 orð

Miskunnarlaus grimmd fjölmiðla

ÉG vil aðeins senda Velvakanda nokkur orð. Mér blöskrar alveg hvernig fjölmiðlar ganga fram af miskunnarlausri grimmd í máli Árna Johnsen. Meira
21. júlí 2001 | Aðsent efni | 853 orð

Nóg komið?

Og þegar spurt er um efnahagslega afkomu, þá er helmingur hvítra Bandaríkjamanna enn úti á þekju og sannfærður um að svartir landar þeirra gegni sams konar störfum og hvítir. Meira
21. júlí 2001 | Aðsent efni | 98 orð

- Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Suðurnesjamenn erfiðir heim að sækja Önnur umferð bikarkeppninnar stendur nú sem hæst en lokaspiladagur er á sunnudag. Meira
21. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 50 orð

ÚR MARÍULYKLI

Drottning æðsta, dýr af ættum, drottins móðir, jungfrú góða, Máría skærust, dyggða dýrust, dáðaprýddust, full af náðum, veittu mér, að eg verða mætta vonarmaðr, sem allir aðrir, þína mjúka miskunn leika, mætust brúður himnasætis... Meira
21. júlí 2001 | Bréf til blaðsins | 464 orð

ÞAÐ hefur vart farið framhjá nokkrum...

ÞAÐ hefur vart farið framhjá nokkrum þeim sem fylgist á annað borð með dagskrá sjónvarpsstöðvanna hversu stórstígum framförum erlend dagskrá hefur tekið í Ríkissjónvarpinu. Á tímabili leit út fyrir að allt væri hreinlega að fara í hundana í þeim efnum. Meira
21. júlí 2001 | Aðsent efni | 910 orð | 1 mynd

Þjónusta við fatlaða ber ávöxt

Sá einn er ríkur, segir Ingimar Oddsson, sem á afgang til að deila með öðrum. Meira

Minningargreinar

21. júlí 2001 | Minningargreinar | 5770 orð | 1 mynd

BERGUR KRISTINN EÐVARÐSSON

Bergur Kristinn Eðvarðsson fæddist í Grindavík 20. mars 1973. Hann lést á heimili sínu á Sævangi 23 í Hafnarfirði 16. júlí síðastliðinn. Bergur var sonur hjónanna Helgu Enoksdóttur, f. 27. nóvember 1938, og Eðvarðs Karls Ragnarssonar, f. 23. júlí 1937. Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2001 | Minningargreinar | 1275 orð | 1 mynd

GUÐLAUG NIKÓDEMUSDÓTTIR

Ingiríður Guðlaug Nikódemusdóttir fæddist á Sauðárkróki 30. október 1914 og lést á Landspítalanum 12. júlí sl. Foreldrar hennar voru Nikódemus Nikulás Jónsson, f. 10.9. 1871, d. 13.8. 1953, og seinni kona hans Valgerður Jónsdóttir, f. 12.5. 1880, d. 4.8. Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2001 | Minningargreinar | 565 orð | 2 myndir

GUÐMUNDUR KRISTJÁN OG GUÐNI SVEINN ÁGÚSTSSYNIR

Guðmundur Kristján Ágústsson fæddist á Sæbóli á Ingjaldssandi í Önundarfirði 30. janúar 1918. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 12. júlí síðastliðinn. Guðni Sveinn Ágústsson fæddist á Sæbóli 20. september 1922. Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2001 | Minningargreinar | 1847 orð | 1 mynd

HJALTI MAGNÚSSON

Hjalti Magnússon fæddist í Miðhúsi í Norðfirði 6. apríl 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur aðfaranótt 15. júlí síðastliðins. Foreldrar Hjalta voru Magnús Guðmundsson frá Fannadal í Norðfirði, f. 1890, d. 1946, og kona hans Anna Guðrún Aradóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2001 | Minningargreinar | 1994 orð | 1 mynd

RAGNHEIÐUR MARKÚSDÓTTIR

Ragnheiður Markúsdóttir fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 17. september 1954. Hún lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 16. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Markús Þorkelsson, f. 6.6. 1918, og Margrét Öfjörð Magnúsdóttir, f. 5.6. Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2001 | Minningargreinar | 3306 orð | 1 mynd

SIGURJÓN SIGURÐSSON

Sigurjón Sigurðsson fæddist 25. ágúst 1923 í Hvammi í Skaftártungu. Hann varð bráðkvaddur á Borgarfelli í Skaftártungu að morgni sunnudagsins 15. júlí. Foreldrar Sigurjóns voru Sigurður Gestsson frá Ljótarstöðum, f. 12.12. Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2001 | Minningargreinar | 266 orð | 1 mynd

ÞORSTEINN ERLINGSSON

Þorsteinn Erlingsson fæddist í Vestmannaeyjum 21. júlí 1914. Hann lést 10. júní síðastliðinn. Útför Þorsteins fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 18. júní. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

21. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 179 orð

ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar JÚLÍ 2001 Orlofsuppb.

ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar JÚLÍ 2001 Orlofsuppb.Mán.gr. Elli-/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 18.424 Elli-/örorkulífeyrir hjóna 16.582 Tekjutrygging ellilífeyrisþega óskert 6.33631.679 Tekjutrygging örorkulífeyrisþega, óskert 6.51332. Meira
21. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 127 orð | 1 mynd

Argus og GH-hönnun sameinast

AUGLÝSINGASTOFURNAR Argus og GH-hönnun sameinuðust nýlega í eina undir nafninu Argus-GH. "Markmiðið með sameiningunni er að byggja upp öflugt þjónustufyrirtæki á auglýsinga- og hönnunarsviði," segir í fréttatilkynningu. Meira
21. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 217 orð

Frumherji með 19,9 milljónir króna í hagnað

HAGNAÐUR Frumherja á fyrstu sex mánuðum ársins nam 19,9 milljónum króna samanborið við tæpar 4,6 milljónir á síðasta ári. Rekstrartekjur félagsins námu alls 294 milljónum króna og hækkuðu um 31% frá sama tímabili í fyrra en voru þá um 224 milljónir. Meira
21. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 633 orð | 1 mynd

Greiðslum dreift á rafrænan hátt

MENNTAMÁLARÁÐHERRA, fulltrúar í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna og fulltrúar Form.is undirrituðu í gær samning um rafræna þjónustu við greiðendur námslána. Meira
21. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 103 orð

Greinargerð Íslandssíma í skoðun hjá VÞÍ

ÍSLANDSSÍMI skilaði greinargerð til Verðbréfaþings Íslands á fimmtudag þar sem nánari grein var gerð fyrir afkomuviðvörun félagsins frá 12. júlí sl. Meira
21. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 96 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi breyt.

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi breyt. % Úrvalsvísitala aðallista 1.037,35 0,09 FTSE 100 5.387,1 -0,9 DAX í Frankfurt 5.757,97 -1,23 CAC 40 í París 4. Meira
21. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 84 orð

MEÐALVEXTIR SKULDABRÉFA OG DRÁTTARVEXTIR Dráttar Vxt.

MEÐALVEXTIR SKULDABRÉFA OG DRÁTTARVEXTIR Dráttar Vxt. alm. Vísitölub. vextir skbr. lán Mars '00 21,0 16,1 9,0 Apríl '00 21,5 16,2 9,0 Maí ‘00 21,5 16,2 9,0 Júní '00 22,0 16,2 9,1 Júlí '00 22,5 16,8 9,8 Ágúst '00 23,0 17,0 9,8 Sept. Meira
21. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 87 orð

Mest verðbólga á Íslandi af EES-ríkjum

SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 109,6 stig (1996=100) í júní síðastliðnum og hækkaði um 0,1% frá maí. Á sama tíma hækkaði samræmda vísitalan fyrir Ísland um 1,8%. Meira
21. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 171 orð

Námsmenn erlendis og gengissig

Íslenskir námsmenn erlendis hafa ekki farið varhluta af lækkandi gengi íslensku krónunnar taki þeir námslán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Meira
21. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 169 orð | 1 mynd

Siggi Hall í morgunþætti CBS

MEISTARAKOKKURINN Siggi Hall kynnti íslenskar afurðir í beinni útsendingu í morgunþætti CBS í gærmorgun. Meira
21. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 75 orð

SKAMMTÍMASJÓÐIR Nafnávöxtun 1.

SKAMMTÍMASJÓÐIR Nafnávöxtun 1. júní síðustu (%) Kaupg. 3 mán. 6 mán. 12 mán. Kaupþing hf. Skammtímabréf 4,115 9,1 7,0 6,2 Skyndibréf 3,376 21,7 12,5 10,7 Landsbréf hf. Meira
21. júlí 2001 | Viðskiptafréttir | 97 orð

VÍSITÖLUR Neysluv.

VÍSITÖLUR Neysluv. Byggingar Launa- Eldri lánskj. til verðtr vísitala vísitala Mars '00 3,848 194,9 238,9 189,6 Apríl '00 3,878 196,4 239,4 191,1 Maí '00 3,902 197,6 244,1 194,5 Júní '00 3,917 198,4 244,4 195,7 Júlí '00 3. Meira

Daglegt líf

21. júlí 2001 | Neytendur | 23 orð | 1 mynd

Etcetera-listinn frá Kays ÚT er kominn...

Etcetera-listinn frá Kays ÚT er kominn nýr pöntunarlisti frá Kays. Í listanum er fatnaður og ýmislegt tengt heimili og líkamsrækt. Listinn fæst hjá B.... Meira
21. júlí 2001 | Neytendur | 151 orð

Lítið verið til af bláberjum í Bónus

LÍTIÐ hefur verið til af bláberjum í verslunum Bónuss undanfarið og sums staðar var ekkert til í gærmorgun. Meira
21. júlí 2001 | Neytendur | 35 orð | 1 mynd

NÝTT

Ný rakvél fyrir konur GILLETTE hefur þróað nýja rakvél fyrir konur. Rakvélin ber heitið Venus. Hún er með þrjú rakvélarblöð og miðast við að auðvelda rakstur á erfiðum stöðum eins og undir höndum, á leggjum og... Meira
21. júlí 2001 | Neytendur | 14 orð

Skúffuköku-möffins FRAMLEIÐANDINN Kexsmiðjan ehf.

Skúffuköku-möffins FRAMLEIÐANDINN Kexsmiðjan ehf. hefur sett á markað skúffuköku-möffins. Um er að ræða 400 g... Meira
21. júlí 2001 | Neytendur | 25 orð

Stór rúllutertubrauð NÝLEGA komu á markað...

Stór rúllutertubrauð NÝLEGA komu á markað stór rúllutertubrauð frá Ragnari bakara. Brauðin eru ætluð í stórar brauðtertur og eru seld í fjórum skorpulausum sneiðum í hverjum... Meira
21. júlí 2001 | Neytendur | 167 orð | 1 mynd

Tré sem skyggja á aðliggjandi lóðir

Hef ég rétt til að láta fella tré nágrannans ef það skyggir á svæði í garðinum mínum? Meira
21. júlí 2001 | Neytendur | 183 orð | 1 mynd

Vörur ómerktar í 24% tilvika

NOKKUÐ skortir enn á að verðmerkingar geti talist viðunandi í sýningargluggum verslana en breyting hefur orðið til batnaðar frá sama tíma í fyrra, að sögn Kristínar Færseth, deildarstjóra hjá Samkeppnisstofnun. Meira
21. júlí 2001 | Neytendur | 153 orð | 1 mynd

Þvottamerki á Netinu

"EFTIR að hafa fengið vikulega í gegnum árin fjölmargar upphringingar frá fólki sem átti í vandræðum með að lesa þvottamerki ákváðum við að setja merkin og útskýringar á þeim á heimasíðuna okkar," segir Guðjón Jónsson, eigandi... Meira

Fastir þættir

21. júlí 2001 | Fastir þættir | 773 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 390 390 390...

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 390 390 390 76 29,679 Blálanga 100 100 100 680 68,000 Gellur 500 425 460 90 41,425 Gullkarfi 87 20 79 20,188 1,598,503 Hlýri 120 50 105 559 58,476 Keila 65 10 44 1,308 57,333 Langa 145 30 123 5,962 730,563 Langlúra 107 30 95... Meira
21. júlí 2001 | Fastir þættir | 321 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

"Ég er bara mannlegur," viðurkennir Eddie Kantar og það þýðir aðeins eitt - hann hefur fengið vont spil. Meira
21. júlí 2001 | Fastir þættir | 915 orð

Hálft annað dúsín hestastóð yfir heilhveitiakurinn...

María Anna Þorsteinsdóttir í Reykjavík skrifaði mér bréf sem hér fer á eftir með einni úrfellingu, og færi ég bréfritara bestu þakkir. "Sæll og blessaður Gísli. Meira
21. júlí 2001 | Fastir þættir | 640 orð | 1 mynd

Hvað er meðvirkni?

Lesendur Morgunblaðsins geta komið spurningum varðandi sálfræði-, félagsleg og vinnutengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@persona.is og verður svarið jafnframt birt á persona.is. Meira
21. júlí 2001 | Fastir þættir | 192 orð | 1 mynd

Hætta á fæðingu fyrir tímann

BARNSHAFANDI konum hefur lengi verið sérstaklega ráðið frá að reykja og neyta áfengra drykkja. Nú er lakkrís kominn á lista yfir fæðutegundir sem ráðlegt er að sneiða hjá á meðgöngu að því er fram kemur í sænska dagblaðinu Göteborgs-Posten . Meira
21. júlí 2001 | Fastir þættir | 259 orð

Kennsl borin á mikilvæg gen tengd krabbameini

LEIT vísindamanna að erfðalyklum krabbameins er alltaf að skila nýjum áfangasigrum. Meira
21. júlí 2001 | Fastir þættir | 155 orð | 1 mynd

Lyftið lóðum konur!

Konur sem hefja líkamsrækt gagngert til að léttast velja gjarnan þrekhjól, stigvélar og hlaupabretti fram yfir að lyfta lóðum. Meira
21. júlí 2001 | Í dag | 952 orð | 1 mynd

Messur

Guðspjall dagsins: Réttlæti faríseanna. Meira
21. júlí 2001 | Fastir þættir | 248 orð

Rifrildi foreldra

HVERNIG foreldrar leysa deilur og ágreiningsefni sín á milli á heimilinu virðist hafa afgerandi áhrif á tilfinningaþroska barna að því er fram kemur í nýútkominni bók bresku samtakanna One Plus One sem starfa á sviði fjölskyldumála. Meira
21. júlí 2001 | Fastir þættir | 88 orð | 1 mynd

SkÁk - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Staðan kom upp á EM einstaklinga sem haldið var í Ohrid í Makedóníu. Hvítt hafði hollenski stórmeistarinn Loek Van Wely (2670) gegn Armenanum Ashot Anastasjan (2574) 21.Rxd5! og svartur gafst upp enda allt að hruni komið eftir 21...exd5 22.Dxd5+ De6 23. Meira
21. júlí 2001 | Fastir þættir | 161 orð

Telja skorta siðfræðilega umræðu

UNGT fólk útskrifast úr skóla illa undir það búið að takast á við siðferðileg vandamál í tengslum við umdeildar vísindaframfarir á borð við einræktun fósturvísa úr mönnum og erfðabreytt matvæli. Meira
21. júlí 2001 | Fastir þættir | 255 orð | 1 mynd

Upplýsingabæklingur um brjóstaaðgerðir

FYRSTI ítarlegi upplýsingabæklingurinn um brjóstaaðgerðir er væntanlegur fljótlega hér á landi en fram að þessu hefur þótt skorta íslenskt efni um brjóstaaðgerðir. Meira

Íþróttir

21. júlí 2001 | Íþróttir | 189 orð

BIRGIR Leifur Hafþórsson komst í gær...

BIRGIR Leifur Hafþórsson komst í gær áfram á ævintýralegan hátt á öðrum keppnisdegi Günther Hamburg Classics golfmótsins, sem nú stendur yfir í Þýskalandi. Þegar kom að 18. Meira
21. júlí 2001 | Íþróttir | 793 orð | 1 mynd

Blikastúlkur kaffærðu KR

ÞAÐ dugði KR-stúlkum lítt að halda boltanum langtímum saman þegar þær fengu Breiðablik í heimsókn í Vesturbæinn í gærkvöldi því það þarf færi til að skora mörk og Blikar áttu mun beittari skyndisóknir með Söruh Pickens í fremstu víglínu. Meira
21. júlí 2001 | Íþróttir | 283 orð

Dóra jafnaði á síðustu stundu

Ákveðnar Valsstúlkur stálu stigi í Eyjum í gærkveldi með því að jafna metin, 1:1, þremur mínútum fyrir leikslok. Meira
21. júlí 2001 | Íþróttir | 89 orð

DREGIÐ var til þriðju umferðar í...

DREGIÐ var til þriðju umferðar í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gær. Drátturinn lítur þannig út, en áður en leikirnir fara fram verður leikið í annarri umferð: Galat./Vllaznia - Levski/Brann Omonia/Rauða stj. Meira
21. júlí 2001 | Íþróttir | 498 orð | 1 mynd

*FH-INGARNIR Baldur Bett og Hilmar Björnsson...

*FH-INGARNIR Baldur Bett og Hilmar Björnsson eiga báðir við meiðsli að stríða og er óvíst að þeir geti leikið með Hafnarfjarðarliðinu sem tekur á móti ÍBV í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar annað kvöld. Meira
21. júlí 2001 | Íþróttir | 232 orð

Hafþór tekinn við liði Siglfirðinga

HAFÞÓR Kolbeinsson hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildar liðs KS frá Siglufirði í knattspyrnu og stýrir hann liðinu í fyrsta skipti í dag. Siglfirðingar taka þá á móti ÍR-ingum í botnslag deildarinnar á heimavelli sínum. Meira
21. júlí 2001 | Íþróttir | 85 orð

Jakob í miðjum hópi

JAKOB Jóhann Sveinsson hefur keppni á HM í sundi á mánudaginn - hann tekur þátt í þremur greinum í Japan. Fyrsta keppnisgrein Jakobs er 100 metra bringusund. Hann á 31. besta tímann af þeim 60 keppendum sem taka þátt. Meira
21. júlí 2001 | Íþróttir | 55 orð

KNATTSPYRNA Laugardagur: Símadeild, efsta deild kvenna:...

KNATTSPYRNA Laugardagur: Símadeild, efsta deild kvenna: Garðabær:Stjarnan - Þór/KA/KS 16 1. deild karla: Siglufjörður:KS - ÍR 14 2. deild karla: Höfn:Sindri - Nökkvi 14 Leiknisv.:Leiknir R. - KÍB 14 3. deild karla: Tungub.:Barðaströnd - HSH 14 1. Meira
21. júlí 2001 | Íþróttir | 215 orð

KNATTSPYRNA Símadeild, efsta deild kvenna: ÍBV...

KNATTSPYRNA Símadeild, efsta deild kvenna: ÍBV - Valur 1:1 Svetlana Balinskaya 15. - Dóra Stefánsdóttir 87. KR - Breiðablik 3:5 Olga Færseth 31., 62., 82 - Margrét Ákadóttir 20., Eyrún Oddsdóttir 71., Bryndís Bjarnadóttir 74., Sarah Pickens 80. Meira
21. júlí 2001 | Íþróttir | 53 orð

Kristinn dæmir í Trínidad

KRISTINN Jakobsson, milliríkjadómari í knattspyrnu, hefur verið valinn af Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, til að dæma í úrslitakeppni heimsmeistaramóts 17 ára landsliða. Mótið fer fram í Trínidad og Tobago dagana 13.-30. september. Meira
21. júlí 2001 | Íþróttir | 62 orð

Lára aftarlega í röðinni

LÁRA Hrund Bjargardóttir verður í eldlínunni á HM í sundi á morgun - keppir í 400 m fjórsundi. Lára Hrund á næstlakasta tímann í þessari grein af þeim 23 keppendum sem taka þátt í sundinu. Í 200 m fjórsundinu er Lára Hrund með 27. Meira
21. júlí 2001 | Íþróttir | 106 orð

Norðmaður til Stjörnunnar

NORÐMAÐURINN Ronnie Smedsvik, 23 ára gamall línumaður sem leikið hefur með Stavanger í Noregi, kemur væntanlega til með að fylla skarð Rússans Eduards Moskalenkos í liði Stjörnunnar í vetur. Meira
21. júlí 2001 | Íþróttir | 63 orð

Ósigur hjá Philadelphia

PHILADELPHIA Charge, lið þeirra Magrétar Ólafsdóttur og Rakelar Ögmundsdóttur, tapaði í fyrrinótt fyrir Boston Breakers, 2:1, í bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu. Meira
21. júlí 2001 | Íþróttir | 312 orð | 2 myndir

"Undirtektir áhorfenda eru stórkostlegar"

COLIN Montgomerie náði ekki að leika jafn glæsilega á öðrum keppnisdegi opna breska meistaramótsins í golfi og á þeim fyrsta. En hann lék eftir sem áður á 70 höggum og er enn með forystuna þegar mótið er hálfnað. Montgomerie, sem lék fyrsta daginn á 65 höggum og hafði þriggja högga forystu að honum loknum, hefur leikið á 135 höggum samtals, einu höggi færra en næsti maður, Pierre Fulke frá Svíþjóð, sem lék á 67 höggum í gær. Meira
21. júlí 2001 | Íþróttir | 504 orð | 1 mynd

* ROY Keane , fyrirliði Manchester...

* ROY Keane , fyrirliði Manchester United , segir að aðalmarkmið liðsins fyrir komandi tímabil sé að vinna Meistaradeild Evrópu og því muni enska úrvalsdeildin frekar sitja á hakanum. Meira
21. júlí 2001 | Íþróttir | 353 orð

Spegilmynd í Ólafsfirði

ÞÓR sigraði Leiftur í Ólafsfirði í gærkvöld og nartar sem fyrr í hælana á KA-mönnum á toppi 1. deildarinnar í knattspyrnu. Liðið er með 22 stig eftir 10 umferðir, stigi á eftir KA. Þór vann 2:0 á Ólafsfirði í leik sem var að mörgu leyti spegilmynd af leik liðanna í fyrstu umferð. Leiftur situr eftir í 7. sæti með 10 stig. Meira
21. júlí 2001 | Íþróttir | 633 orð | 1 mynd

Verður létt hjá meisturunum

ÁTTA liða úrslitin í bikarkeppni karla í knattspyrnu hefjast annað kvöld með þremur leikjum. Þá eigast við á Akureyri KA og Keflavík, Fram tekur á móti ÍA á Laugardalsvelli og í Kaplakrika eigast við FH og ÍBV. Síðasti leikurinn í 8-liða úrslitunum fer svo fram í Grindavík á mánudagskvöldið þegar Fylkismenn etja kappi við heimamenn. Meira
21. júlí 2001 | Íþróttir | 343 orð | 1 mynd

Við misstum leikinn svolítið niður í...

JÖRUNDUR Áki Sveinsson, þjálfari Breiðabliks, var kampakátur þegar Morgunblaðið hafði tal af honum í leikslok á KR-vellinum í gærkvöldi. "Þetta var hörkuleikur í kvöld og mikilvæg stig í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn," sagði Jörundur Áki. Meira
21. júlí 2001 | Íþróttir | 154 orð

Örn á fjórða besta tímann

ÖRN Arnarson hefur keppni á morgun á heimsmeistaramótinu í sundi sem er hafið í Fukuoka í Japan. Örn á mesta möguleika á að komast í úrslit af íslensku keppendunum - hann keppir í þremur greinum á mótinu, 100 og 200 m baksundi og í 400 m fjórsundi. Meira

Úr verinu

21. júlí 2001 | Úr verinu | 148 orð | 2 myndir

Aflaverðmætið um 145 milljónir

Frystitogarinn Víðir EA kom til Reykjavíkur í gær með tæplega 1.300 tonn af karfa. Aflaverðmætið er um 145 milljónir króna og er það mesta verðmæti sem þessi togari Samherja hefur komið með að landi eftir eina veiðiferð. Meira
21. júlí 2001 | Úr verinu | 390 orð

Fleiri athugasemdir við inngöngu Íslands

NÝJA-Sjáland hefur gert athugasemd við inngöngu Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðið, IWC, á sömu nótum og Ástralía, en Bandaríkin, Mexíkó, Bretland og Þýskaland hafa lýst yfir óánægju með fyrirvara Íslands. Meira
21. júlí 2001 | Úr verinu | 196 orð

Útflutningur hefst á næstunni

TILRAUNUM með DNA-próf á hvalkjöti og -rengi er lokið og er nú fátt því til fyrirstöðu að Norðmenn hefji útflutning á hvorutveggja. Meira
21. júlí 2001 | Úr verinu | 196 orð

Útflutningur hefst á næstunni

TILRAUNUM með DNA-próf á hvalkjöti og -rengi er lokið og er nú fátt því til fyrirstöðu að Norðmenn hefji útflutning á hvorutveggja. Meira

Lesbók

21. júlí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1482 orð | 1 mynd

AÐ LÁTA EKKI UNDAN ÁREITI HEIMSINS

Listamaðurinn Charlemagne Palestine er af gyðingaættum, fæddur í Brooklyn, New York. Hann segist að mörgu leyti vera hinn dæmigerði flökku-gyðingur sem í leit sinni að listrænum viðfangsefnum hefur flakkað á milli listforma, ólíkra landa og menningarheima. Hann ræddi við FRÍÐU BJÖRK INGVARSDÓTTUR um tilraunir sínar í listinni til að stemma stigu við sundraðri vitundarmiðju hins vestræna heims og afturhvarfi til samþættingar frumstæðrar menningar. Meira
21. júlí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 78 orð

BÆN

Gefðu mér faðir ljós af þínu ljósi, líf mitt að megi enda í sigur-hrósi. Veittu mér náð að lyfta hug til hæða, hjarta mitt láttu heilög boð þín fræða. Drottinn minn Jesús, þú sem dauðann deyddir, dýrðar til þinnar fallið mannkyn leiddir. Meira
21. júlí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 24 orð

DER TALKESSEL

Hier vom Schattenwort Erbrochener leib Risse Lippen im Fels Chronologie zur Unzeit Abraum pfadlos die Lebenstage Einmal Sagst du Sagst du noch Einmal Geh zurück Häng den Rauch in die Esse Reiß dies Maul auf und Schweig Schweigs... Meira
21. júlí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 2043 orð | 1 mynd

ELSKAN HANS ÞÓRBERGS

Ég átti grein "Um dagbækur Þórbergs" í Lesbók Mbl. fyrir hálfum öðrum áratug (8.6.1985). Ein helsta niðurstaðan var á þessa leið: "mergurinn málsins er sá, að Íslenskur aðall er saminn upp úr dagbókinni 15/5-11/9 1912. Meira
21. júlí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1894 orð | 1 mynd

FLÓTTAFÖR TIL FRAMTÍÐAR

Þýski rithöfundurinn Mannfred Peter Hein var í heimsókn hér á landi í síðustu viku og las úr verkum sínum en hann hafði við þann vanda að glíma, eins og önnur ljóðskáld eftirstríðsáranna, að vilja og jafnvel þurfa að yrkja, þrátt fyrir að það væri barbarismi eftir Auschwitz eins og heimspekingurinn Theodor W. Adorno orðaði það. Meira
21. júlí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 44 orð

HINIR BROTTRÆKU

Hvar er landið og hvar eru vitnin - Faðir minn andaðist þann áttunda maí á degi uppgjafarinnar. Og lagðist samkvæmt vottorði til hinstu hvílu tuttugu árum síðar undir tveimur visnum furum hallur og sokkinn í Dantes dimma skógi. Meira
21. júlí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 343 orð | 1 mynd

HRIFNÆMUR FÁLKI

Við trúum því að það sem á annað borð er hægt að hugsa og segja, megi hugsa og segja skýrt. Við teljum að klárt fólk geti miðlað jafnvel flóknum viðfangsefnum á skiljanlegan hátt, án þess að rýra gildi þeirra og inntak. Meira
21. júlí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 482 orð

HÚS SEM TÁKN

HÚS hafa táknrænt gildi, stundum langt umfram hversdagslegt notagildi sitt. Meira
21. júlí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 421 orð | 2 myndir

Létt tónlist úr óperum og söngleikjum

SIGURLAUG Knudsen sópran og ástralski tenórsöngvarinn Blake Fischer halda tónleika í Norræna húsinu í dag kl. 15.00. Sigurlaug Knudsen segir efnisskrá tónleikanna verða á léttum nótum. Meira
21. júlí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 46 orð | 1 mynd

Mannfred Peter Hein

er þýskur rithöfundur sem heimsótti Ísland í síðustu viku og las úr verkum sínum. Hann fæddist í Austur-Prússlandi en hefur búið um árabil í Finnlandi. Meira
21. júlí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 47 orð | 1 mynd

Milan Kundera

hlaut aðalbókmenntaverðlaun frönsku akademíunnar fyrr í mánuðinum. Meira
21. júlí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 326 orð | 1 mynd

MÓTORHJÓL, LÍNUSKAUTAR OG ORGEL

FELIX Hell er næsti gestur Hallgrímskirkju á Sumarkvöldi við orgelið. Hann leikur á tónleikum sem hefjast klukkan 20 á sunnudagskvöldið. Hann fæddist í Þýskalandi árið 1985. Meira
21. júlí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 496 orð

NEÐANMÁLS -

I Sá tími er nú runninn upp er löngun landsmanna til að leggja land undir fót er í hámarki. Margir kjósa að ferðast innanlands frekar en að fara til útlanda og fjárfesta í óþægilega dýrum gjaldeyri. Meira
21. júlí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 327 orð

NÆSTU VIKU

MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur. Til 31.8. Árnastofnun, Árnagarði: Handritasýning opin 11-16 mánudaga-laugardaga. Til 25.8. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Blóðug vígaferli og götulíf víkinganna í York. Til 1. okt. Meira
21. júlí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 51 orð | 1 mynd

Paul Signac

var einn af málurum hinnar svokölluðu punktastefnu sem töldu sig vera við endimörk málaralistarinnar fyrir vel hundrað árum. Meira
21. júlí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1962 orð | 4 myndir

PAUL SIGNAC

Fyrir vel hundrað árum álitu málarar punktastefnunnar, pointilismans, að þeir væru við endimörk málaralistarinnar. Það reyndist ekki einungis rangt, heldur hafa tíðar umbyltingar skapað þörf fyrir að endurreisa einstaka vanmetna málara þessa geira síðáhrifastefnunnar í París. Augun beinast um þessar mundir helst að Paul Signac, en yfirgripsmikil farandsýning á lífsverki hans hófst í París 27. febrúar en lýkur í New York 30. desember. BRAGI ÁSGEIRSSON var á vettvangi. Meira
21. júlí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 476 orð | 1 mynd

"ALLT FRÁ HÚSGÖNGUM TIL NÝLEGRA VERKA"

ÞRIÐJU Sumartónleikar í Akureyrarkirkju verða haldnir á sunnudag kl. 17.00 og verða flytjendur þau Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran, Sigrún Arna Arngrímsdóttir, mezzósópran og Björn Steinar Sólbergsson, orgelleikari. Meira
21. júlí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 2402 orð | 2 myndir

"LEIKUM FAGURT Á FOLDUM, ENGINN TREÐUR DANSINN UNDIR MOLDUM"

"Nú þegar fjöldi færeyskra danskvæða er til á prenti - og hefur þar með verið forðað frá glötun - og þegar færeyskur dans er stiginn af lífi og sál niðri á bryggju á sumarkvöldum veltir maður því fyrir sér hvort færeysku danshefðinni sé borgið. Færeyski hringdansinn (eða keðjudansinn) er svo mikið meira en kvæðið sjálft. Hann er samfélagsleg athöfn þar sem saman fer frásögn, söngur og taktfastar hreyfingar allra sem taka þátt." Meira
21. júlí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 411 orð | 1 mynd

Ramírez og sandínistabyltingin

RITHÖFUNDURINN og fyrrum stjórnmálamaðurinn Sergio Ramírez frá Nígaragúa, sem getið hefur sér góðan orðstír fyrir skrif sín jafnt í Suður-Ameríku sem Evrópu, vinnur nú að nýrri skáldsögu sem grípur niður í sandínistabyltingunni 1979. Meira
21. júlí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 948 orð

REGLURUGL

STUNDUM eru reglur og forsjárhyggja hins opinbera gagnvart landsins börnum svo fáránleg að engu tali tekur. Undirritaður ber sjálfsagt ábyrgð á ýmsu í þeim efnum eftir nokkuð langa setu á löggjafarsamkomunnni . Ekki skal undan því vikist. Meira
21. júlí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 49 orð | 1 mynd

Róbert A. Ottósson

er þriðji og síðasti tónlistarmaðurinn sem Árni Heimir Ingólfsson fjallar um í greinaflokki sínum Á flótta undan hakakrossinum en áður hefur hann fjallað um Victor Urbancic og Heinz Edelstein. Meira
21. júlí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 3071 orð | 3 myndir

RÓBERT A. OTTÓSSON

"Róbert var margslunginn persónuleiki, enda sam- einuðust í honum hinn strangi agi vísindanna og upphafin sköpunargleði listarinnar. Eitt einkenndi þó öll störf hans öðru fremur: hin djúpa virðing sem hann bar fyrir listinni sem hann hafði helgað krafta sína allt frá barnæsku." Meira
21. júlí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 65 orð

RÓBERT A. OTTÓSSON

Eldlúðrar duna og draga skjótt dumbrauðan seim í þögn og nótt. Hví mun þar eftir þrotinn dag þjóta á tindum slíkt sólarlag? Af því að gleði unaðslöng yljaði blæ hans og fyllti söng. Nú kular óðum, og auðn og tóm andar um fáein döggvuð... Meira
21. júlí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 13 orð

SKJÁTEXTI

Með hnjám, gómum, tám snortinn staður Í skjátexta flýjandi bílnúmeraplötur 1991 1995 Bosnía og hvað hef ég gert að ég... Meira
21. júlí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 18 orð

SÖGN

Í tötrum herralaus óskírður hundshöfðaður burðarmaðurinn sem fyrir þig geyr ána yfir í myrkrið hann er á staðnum hefðu reifið á axlir honum segðu ljósið skal... Meira
21. júlí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 2927 orð | 4 myndir

ÚR EINKAORÐABÓK KUNDERA

Eftirfarandi textar eftir Milan Kundera eru nokkurs konar framhald eða viðauki við einn hluta ritgerðasafns hans List skáldsögunnar (1986; ísl. 1999) þar sem hann skilgreinir á sinn hátt orð og hugtök sem varða hann miklu. Þetta birtist í franska stórblaðinu Le Monde fyrr í þessum mánuði í tilefni af því að hann hlaut Grand Prix de Littérature de l'Académie française (Aðalbókmenntaverðlaun Frönsku akademíunnar) og er birt hér með góðfúslegu leyfi höfundarins. Meira
21. júlí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 39 orð

Varsjá, gyðingahverfi

Enginn er vitni hver veitir mér banastungu tunga mín broddur sem brotnar Anda ég læt hann lausan í rottuholunni þar sem við bíðum þeir koma með eldvörpurnar það kreppir sig gramsyrtur engillinn í hnefa Undanhald, gagnárás, undanhald hús úr húsi inn í... Meira
21. júlí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 404 orð

Veggmynd Albers vegglaus

FRAMTÍÐ Manhattan, veggmyndar þýska minimalistans Josef Albers, er með öllu óviss þessa dagana að því er dagblaðið New York Times greindi frá nýlega. Meira
21. júlí 2001 | Menningarblað/Lesbók | 873 orð | 2 myndir

Vísindavefur Háskólans

Í vikunni sem er að líða fjallaði Vísindavefurinn um hvort Leifur Eiríksson var Grænlendingur, hver sé munurinn á smáborgarahætti og snobbi, hvað hitaþensla efna sé og af hverju hún stafi og hvað orðið "göndull" merkir, svo fátt eitt sé nefnt. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.